Tag Archive for: Ölfus

Draugshellir
Farið var að mörkum Breiðabólstaðar og Litlalands, en þeir eru tveir af Hlíðarbæjunum svonefndu í Ölfusi. Ætlunin var m.a. að huga að Draugshelli, Bræðraborg, Ingjaldsborg, Litlalandsborg, Huldukletti og Breiðabólstaðarborg.
Í örnefnaskrá fyrir Litlaland í Ölfusi segir m.a. um Draugshelli:

Litlaland

Litlalandsborg.

„Rétt ofan við Vörðuás, við markagirðinguna milli Breiðabólsstaðar og Litlalands, er lítill hóll og í honum lítill hellir, sem heitir Draugshellir. Um hann er skráð saga í Þjóðsögu Jóns Árnasonar, útg. 1955, um pilt sem lézt þar fyrir 200 árum. Hann var jarðsettur að Hjallakirkju, en þoldi ekki í jörðu, gekk því aftur, settist að í hellinum og gerði ferðamönnum glettingar.“
Vel gekk að finna hólinn ofan við þjóðveginn. Vestan við hann er ílöng dæld í túnið. Í enda hennar má sjá hleðslur. Sagt er að hellisopinu hafi verið lokað til að koma í veg fyrir að fé færi sér þar að voða. Síðan hafi gróið yfir það. Beðið er eftir því að fá fjölvitran mann úr Þorlákshöfn á vettvang, en hann gæti mögulega munað hvar opið er að finna með nokkurri nákvæmni.

Ingjaldsborg

Ingjaldsborg.

Gengið var upp Ásinn. Í honum er stór gróin hvilft. Vestast í henni mótar fyrir tóft, líklega stekk. Þarna gætu því verið fleiri mannvirki ef vel er leitað. Annars er Ásinn nokkuð blásinn, en sjá má einstaka gróinn bala eða hlíðardrag.
„Ofan Ássins og vestur frá Ólafsvörðuðum eru á hlíðarbrúninni vörður tvær, sem ber við loft frá Breiðabólsstað. Þær heita Bræðraborg. Þær eru nú hálfhrundar.“ Á grónu hæðardragi neðan við vörðurnar er hlaðinn rétt eða borg, Bræðraborg. Vestar og ofar á Ásnum er Ingjaldsborg.
„Um 3 – 4 hundruð metrum vestar [en Bræðraborg] á brúninni er mikil rústaþyrping, og vel gróið kringum þær. Þar eru rústir af nokkrum hringhlöðnum fjárborgum og einu 100-sauðahúsi. Steindór Egilsson byggði það 1912. Þetta heitir Ingjaldsborg.“

Breiðabólstaður

Bræðraborg.

Enn má sjá a.m.k. tvær heillegar borgir, en fjárhúsið er vestast, ílangt og stórt. Hleðslurnar við innganginn mót suðri hafa haldið sér nokkuð vel miðað við aldur.
Gengið var vestur og niður með Ásnum, að Hlíðarendafjalli. Undir hömrum ofan við Litlaland eru miklar tóftir. Svo er að sjá að í miðjum hól, sem þar er, geti verið fjárborg (hér nefnd Litlalandsborg). Sunnan hennar, mót innganginum, er hústóft. Borgin hefur verið hlaðinn, sennilega upp úr gömu bæjarstæði.
Skammt vestar, undir svonefndri Sölvhellu, er allstór klettur sem heitir Hulduklettur. Þar er sagt að huldufólk hafi búið – og býr eflaust enn. Kletturinn er dæmigerður huldufólkssteinn undir háum fallegum hamravegg.

Breiðabólstaborg

Breiðabólstaðaborg.

Austan við Hulduklett á Bæjarbrunnurinn að hafa verið.
„Á Litlalandslæk er brú fram undan bæjarstæðinu gamla og grjótborin braut yfir mýrina. Brúin heitir Steinbogi.“
Þá var haldið að Breiðabólstaðaborg skammt austan Hlíðardals, í Hraunsheiði. “Borgin er hár stórgrýtishóll, með rúst. Hann heitir Breiðabólsstaðarborg, oft nefndur Breiðaborg.“ Rúst þessi hefur einhvern tímann verið hringlaga fjárborg, en er nú allgróin þótt enn megi vel sjá fyrir hleðslum.
Veður var frábært – sól og lygna. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra/fornleifaskra.htm
Örnefnaskrá – Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir

Breiðabólstaðaborg

Breiðabólstaðaborg.

Herdísarvík

Gengið var um Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Eftir að hafa skoðað tóftir gamla bæjarins suðvestan við nýjasta og núverandi hús þar var kíkt á útihúsin vestan þess. Á milli þeirra er hlaðin brú eða stígur í Herdísarvíkurtjörnina og austanvert við hana er hlaðið skeifulaga gerði. Þetta svæði var, að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum, sem kunnugur er í Selvogi, fyrrum á þurru, en eftir að sjórinn opnaði leið inn í tjörnina hafa landshættir breyst. Eiðið er lokaði Herdísarvíkurtjörninni var miklu mun utar, en eftir að sjórinn braut sér leið inn í hana breyttust aðstæður verulega. Silungurinn, sem Hlín Johnsen hafi áður veitt í net í Hestavíkinni, hvarf m.a með öllu.

Herdísarvík

Herdísarvíkurbærinn yngri.

Í brúnni og við hana má sjá brotna myllusteina, steinsökkur, letursteina (ankeri og kross) og fleiri mannanna verk. Einar Benediktsson og Hlín Johnsen eru sennilega eftirminnilegustu ábúendurnir í Herdísarvík og reyndar þeir síðustu, en Þórarinn og Ólafur, sem áður voru, eru ekki síður eftirminnilegir. Sá fyrrnefndi var fjármargur og þurfti drjúgt lið aðstoðarmanna. Einn þeirra var Sigurður Þorláksson, sem á efri árum ritaði ógleymanlegar endurminningar frá árum sínum í Herdísarvík og Stakkavík. Ólafur Þorvaldsson ritaði hjartnæmar lýsingar af ferðum sínum um svæðið og kunni skil á staðháttum og örnefndum manna best. Í bókum hans Harðsporum og Eins og fífan fíkur má sjá slíkar lýsingar frá Herdísarvík og nágrenni.

Herdísarvík

Herdísarvíkur – brú og gerði.

Sagt er að Hlín hafi flúið með Einar í nálægan skúta eitt sinn þegar óveður gekk yfir og færði gamla bæinn, sem þau þá bjuggu í, í kaf. Enn má sjá leifar gamla bæjarins sem og reykofns Hlínar og bruggaðstöðu í Herdísarvík. Eggert Kristmundsson frá Stakkavík, nú Brunnastöðum (sjá ferð og viðtal við hann undir Fróðleikur), minnist með mikilli ánægju á hið reykta ærkjöt Hlínar, en það var hvergi betra “vegna þess hve reykurinn kom kaldur inn í reykhúsið”.
Garðarnir í kringum Herdísarvík heita hver sínum nöfnum. Þar er og hver staður með sína merkingu.

Herdísarvík

Hlínargarður.

Gengið var austur með austur með Langagarði, yfir að sjóbúðunum og í Gerðið. Nefndur Sigurður segir skemmtilega frá því í endurminningum sínum þá er beðist var endurreisnar sjóbúðanna, að Hlín hafi sett þau skilyrði fyrir búðaruppgerðinni að einungis einn tengiliður yrði með henni og vermönnum. Hún vildi ekki ágang þann sem af margmenninu gat hlotist. Þó segir hann að samskipti Hlínar og vermanna hafi alla tíð verið hin ágætustu og arðbærustu fyrir báða aðila.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var um Gerðið og m.a. skoðaður Hlínargarður og fjárhústóftirnar af Langsum og Þversum, en svo nefndust fjárhúsin stóru í Gerðinu. Hafa ber í huga að Gerðið er ræktað upp með slori, sem sett var á hraunið er þannig greri smám saman upp. Norðan þess og norðaustan eru ómældir kílómetrar af þurrkgörðum og litum þurrkbyrgjum. Því miður hefur þjóðvegurinn verið lagður í gegnum garðana, en ætlunin er að nýi vegurinn, svonefndur Suðurstrandarvegur, muni liggja ofan þeirra. Að sögn Þorkels Kristmunssonar (sjá viðtal við hann undir Fróðleikur) frá Stakkavík munu fjárhúsin hafa verið hlaðin upp úr fjárborgunum er minnst er á í örnefnaslýsingum.

Herdísarvík

Í Breiðabás.

Þá var gengið yfir í Breiðabás. Á leiðinni þangað var komið við í fjárhelli, sem þar er í hrauninu. Leifar Herdísarvíkurgerðis, þ.e. kotbýlis frá Herdísarvík er þarna austan við Gerðið. Breiðabás var og fjárhellir, þar sem Herdísarvíkurféð var vistað. Op hellisins var þá mót sjónum, en nú hefur sjávarkamburinn fyllt upp í opið og hulið það. Sagnir eru um menn, sem fóru inn í hellinn, villtust, en komust út aftur eftir illan leik. Einar Benediktsson segir hellinn ná frá Breiðabás upp í mitt Mosaskarð, sem er um og yfir kílómeter á lengd. FERLIR hefur lagt nokkuð á sig til að finna op Breiðabáshellis, en ekki orðið ágengt fram að þessu. Ætlunin er m.a. að reyna að virkja stórtækar vinnuvélar Suðurstandarvegarins væntanlega til að “grafast fyrir um opið”, en flytja þarf sjávarkambinn svolítið til á kafla beint upp af “klofningskletti”.

Herdísarvík

Fiskigarðar.

Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a.:
“Allar gamlar menningarminjar á jörðinni Herdísarvík, svo sem fiskigarðar verbúðir, tættur af íveruhúsum, peningshúsum og öðrum útihúsum, þar á meðal seljarústir [Herdísarvíkursel] í Seljabót” voru friðlýstar af Þór Magnússyni 7.9.1976.
Sagt er frá því að Olafr Gronlendinga byscop kom i Herdisar vik 1262. Árið 1544 á Skálholtsstaður uppgefinn teinæring í Herdísarvík. Kirkjan í Krýsuvík var lögð niður en umboðsmenn Skálholtskirkju skyldu byggja Herdísarvík sbr. bréf frá 1563 þar sem Gísli bp gefur Þórði Jónsyni umboð til að byggja stósljarðir í Grindavík Krýsuvík og Herdísarvík “bæde halftt skip Reka og anna utann hann skilie þar til iiij leigukugillde og landgilldi sem honum þyker moguligtt. Árið1563 ritar Gísli Jónsson biskup um líferni fólks í verstöðvum, þ.á.m. í Herdísarvík. Árið 1677 býr Jón í [Nesi] í Herdísarvík. Í plani til jarðabókarinnar frá 1702 tekur ÁM dæmi af Herdísarvík sem stað við sjávarsíðuna þar sem sé óvenjumikil frjósemi sauðfjár, þar allar ær eður flestar eiga tvö lömb”.

Herdísarvík
„Herdísarvíkurbær stóð vestarlega í Herdísarvíkurtúni undir Skyggni, sem var klöpp, aflöng, og sneri suðaustur-norðvestur. Neðst bæjarhúsanna var stofan og bæjardyrnar undir einu og sama þaki. Bak við stofuna var búrið, en fram af bæjardyrunum var eldhúsið. Þar framan við á vinstri hönd voru göngin og þrjú þrep upp að ganga í baðstofuna, sem var fimm stafgólf, en hlutuð í þrennt. Miðhlutinn, sem var eitt stafgólf, frambaðstofan, er var á hægri hönd, er inn var komið, og aðalbaðstofan á vinstri hönd. Baðstofurnar voru hver fyrir sig tveggja stafgólfa, langar og rúngóðar. Bak við eða norðan við eldhúsið var fjósið fyrir tvær kýr.“

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúð.

„Stígurinn lá norður milli bæjarhúsanna og smiðjunnar að útihúsunum, sem stóðu spölkorn norðan bæjarins. Þar voru þessi hús: Fjós og hesthúskofi, Lambhúsið stóra, Lambhúsið litla, sem líka var notað sem hlaða, og síðan kom hrútakofi, sem seinna var stækkaður, og þar var sjóbúð, sem kölluð var Krísuvíkursjóbúð.“

„Þar norður af [Krísuvíkursjóbúð] er svo Herdísarvíkurhúsið, en þar bjó síðast Einar skáld Benediktsson, og var húsið allt eins kallað Einarshús, eða þá kennt við seinni konu hans og nefnt Hlínarhús…“
„Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur…“

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

„Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur eða Brúarhóll, en milli hólma og lands var Rásin og yfir hana brúin.“
„Varghólsbrunnur er nefndur í sóknarlýsingu séra Jóns Vestmanns, og þá hefur þar verið Varghóll og var í Tjörninni.“
„Þá kom vik fram af bænum, og var þar heimavörin, þá kom Öskuhóll, og var þangað borin askan.“
„Þá kom Hjallhóllinn, öðru nafni Smiðjuhóllinn, og Tungan þar fyrir innan með lágu garðlagi.“

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

„Hér fyrir austan [Austurtúngarðshliðið] taka við Gerðin, sem voru tvö, Vestragerði og Eystragerði. Einnig var talað um Vestragerðistún og Eystragerðistún. Herdísarvíkurgerðin var líka nafn á þessu svæði. Gerðin voru umgirt miklum grjótgarði, sem kallaður var Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.“

Herdísarvík

Þversum – fjárhús.

„Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.“

„Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.“
„Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.“
„Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.“
„Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.“

Herdísarvík

Langsum – fjárhús.

„Túngarðar lágu um túnið, vesturtúngarður að vestan, norður túngarður ofan bæjarins og austurtúngarður að austan. Skarðið var á vesturtúngarði. Bæjarhlið ofan Bæjarins. Fjárhúshlið rétt ofan við útihúsin, og svo var hlið ofan Einarshúss, sem ég kalla Jöfurshlið. Þar um gekk skjáldjöfurinn, er hann tók sér hressingargöngur um nágrennið.“
„Norðurgarðurinn var kallaður Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.“
„Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.“

Herdísarvík

Herdísarvík – fiskigarðar.

„Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.“
„Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.“
„Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.“
„Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.“

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóðbúðir.

„Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.“
„Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.“

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

„Herdísarvíkursjóbúðir stóðu saman sunnan í hrygg, lábörðum, norðan Dalsins. Þær voru nefndar ýmsum nöfnum eftir formönnum, sem þær byggðu ár hvert. Aðeins ein nú með þaki, en hinar vel stæðilegar. Bjarnabúð, Guðmundarbúð, kenns við Guðmund Jónsson í Nýjabæ í krísuvík. Halldórsbúð, kennd við Halldór í Klöpp í Selvogi og var einnig nefns Dórabúð. Guðmundarbúð var einnig kölluð Gamlabúð og þá Stórbúð. Þá var Símonarbúð og Hjálmholtsbú og Krísuvíkurbúð önnur en sú,sem stóð heima við útihúsin.“

Herdísarvík

Herdísrvík – Yngri bærinn.

„Gerðisgarður skipti Gerðunum í tvennt, og þar á var Gerðisgarðshlið.“
„Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður…“
„Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður og hitt lengra í burtu, Langsum, lá austur-vestur.“
„Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð.“

Herdísarvík

Herdísarvík.

„Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð. Þar ofar var Herdíasrvíkurnaust, sem nú er horfið.“
„Uppi á Kampinum stóðu í eina tíð mörg fiskabyrgi, og hjá þeim var Sundtréð.“
„Þar austur af byrjunum tekur svo við Gerðiskampurinn, en eftir honum endilöngum hefur garður mikill verið halaðinn; fyrir því verki stoð frú Hlín Johnson, og því nefni ég garðinn eftir henni, Hlínargarð, og nær hann austur um Langagarðsenda.“

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

„Ofanvert við Breiðabáskamp er fjárhellir í gjótu í hrauninu, kallast aðeins Hellir.“
„Á brunanum, sem liggur þarna upp frá sjónum upp undir fjallið, hafa miklir fiskgarðar verið hlaðnir. Munu þeir vera nokkrir kílómetrar á lengd.“
„Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.“
„Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.“
„En úr Skarðinu lá Brunnastígur…“
„Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.“
„Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.“

Seljabót

Seljabót undir Seljabótarnefi.

„Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…“
„Gamlivegur er götuslóði, er liggur upp á Seljabót, upp undir austurhorn Geitahlíðar.“
„Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu.“
„Austur með Selvegi er Selhóll…“

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

„Austur af Klifhæð er lítill hellis-skúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn:“
„Spölkorn fyrir austan túnið var áður fyrr hjáleiga, Herdísarvíkurgerði, og sjást nú fáar minjar þess, að þar hafi bær verið, en tún er þar nokkurt enn; þó hefur sjór brotið eitthvað af því.“

Þjóðsagan um Herdísi, er bjó í Herdísarvík, og Krýsu, er bjó í Krýsuvík er flestum kunn. Í henni segir að „Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Það hefir verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefir verið orðið syðra eftir þeirri sögn að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík.
Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs; þó hefir það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefir spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefir runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður þó hvorug hefði vel.
Þangað til hafði veiði mikil verið í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur.
Þá lagði Krýsa það á að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja úr stað og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varazt að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.“

Mölvíkurtjörn

Við Mölvíkurtjörn.

Gengið var til austurs að Mölvíkurtjörn. Um er að ræða fallega ferskvatnstjörn. Tóftir, Mölvíkurbúð, eru austan hennar, líklega útræði því lending er sæmileg þar undan ströndinni, eða þær tengist rekavinnslu, sem þarna er allnokkur. Hlaðið byrgi er á hraunbakka ofan tjarnarinnar. Varða er á hól austan tóftarinnar er vísar veginn áleiðis að Stakkavík. Sunnar og austar liggur gömul gata í gegnum úfið apalhraunið. Eftir stuttan spöl er komið niður á slétt apalhraun. Þar liggur “Helluvörðustígurinn” tvískiptur til austurs. Eldri stígurinn virðist liggja nær sjónu og sá yngri ofar. Stígurinn er djúpklappaður í bergið eftir hófa, klaufir og fæturliðinna alda.. Áhrifaríkt er að fylgja stígnum yfir að Helluvörðunum. Þegar komið er að Víðisandi liggur gata til norðausturs, að Stakkavíkurbænum. Um hann segir m.a. í örnefnaskrám:

Stakkavík

Stakkavík 1928.

“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
Árið 1840: “Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæri eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt.”
„Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn.“
“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
„Stakkavíkurtúngarður er lágur grjótgarður ofan við túnið.“

Stakkavík

Stakkavíkurrétt.

„Dalurinn er hvammur vestan til við húsið. Vörin liggur undan Dalnum. Bryggjan liggur þar fram í vatnið.“
„Tættur standa á hrauninu ofan Dalsins, og eru þar lambhús, hesthús og Heimaréttin.“
„Á vinstri hönd við [Stakkavíkur]götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar.“
„Stakkavíkurstígur lá heiman frá húsi, austur yfir hraunið að Botnaviki, um Flötina upp um Lyngskjöld í Selstíg. Stígur þessi var kaupstaðarleið Stakkvíkinga til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.“
„Þá voru hraundrangar þar austur af, síðan tók við vík allbreið, kölluð Mölvík, með Mölvíkurkampi. Austast í henni voru klappir, og var þar kallað Varir eða Mölvíkurvarir.“
„Búðarrúst er austur af Tjörninni, Mölvíkurbúð, frá þeim tímum er útræði var úr Mölvíkurvörum; þar er og Mölvíkurfiskabyrgi.“
„Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur af þeim taka svo við Draugagjár, og eru þar klappir og klettar.“ „Veit ekki um tilurð nafnsins, en mér og öðrum hefur fundizt draugalegt í gjánni.“

Stakkavík

Stakkavík – álfakirkjan.

„Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða… Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.“
„Innar, það er norðar [en Flathólmi], er svo tangi, sem kallast Vaðið, en milli Vaðs og Flatatanga er vik inn og heitir Vaðvik; þar hefur stígur eða gata legið upp.“
„Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun. Svo segja Selvosingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga.““

Stakkavík

Stakkavík – Gálgar.

„Á þessu vatnsviki (?), sem nú er Gamlatúnið eru þrír hólmar, Hólmarnir. Fyrst er Hólminn syðsti, sem einnig kallast Bæjarhólmi, því þar stóð Stakkavíkurbærinn gamli í eina tíð.“
“Austan við tangann, sem húsið stendur á, var lítið vik og þar í Gamlavörin. Ofanvert við hana var smábyrgir, kallað Naustið. Þar hafði bátur verið geymdur.“
„Stöðulnef var gegnt tanganum, og þar mátti sjá stíg er lá niður í vatnið, Gamlastíg.“
„Úti í vatninu mátti sjá móta fyrir garðlagi, sem kallast Vatnsgarður, ef til vill verið túngarður Gamlatúns eða varnargarður fyrir ágangi vatnsins.“
„Austur af Stöðulnefi var svo Réttarnes og þar á Gamlaréttin, og sést þar móta fyrir veggjum.“
„Þegar kom upp á Háahraun, var þar fyrst fyrir neðan þjóðveginn Fjárborgin og litlu austar Álfakirkja, hóll mikill og sérkennilegur…“

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

„Álfakirkja. hefi ekki heyrt neinar sagnir um hana frá gamalli tíð. En þá er við bræður vorum ungir strákar, þá var það, að Gísli bróðir minn tók sig til og smíðaði kross úr tré og reisti hann á Álfakirkjunni. Nóttina á eftir dreymdi Gísla, að hann væri staddur úti. Sá hann þá stóran hóp af fólki. Bar þar mest á einum manni, sem hafði höfuð og herðar yfir hitt fólkið. Kemur hann til Gísla og segjir við hann, [að] ef hann eigi framar við kirkjuna, þá verið hann drepinn. Krossinn var því fjarlægður. Síðan hefur Gísli ekki orðið var við neitt, hvorki í vöku né svefni, í sambandi við Álfakirkjuna.“
„Þá kom lægð í hraunið upp af Botnaviki, er hét Flöt. Þá komu Höfðar, og þar voru fjárhúsin, lágu upp frá Austurnesi.“

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur.

„Um Flötina lá Selstígurinn, og var þetta brött leið.“
„Vestan til við hraunfossinn liggur svo Nátthagastígur upp á fjallið.“
„Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu.“
„Austar en [Nátthagastígur] er svo Selskarð, og þar um liggur Selskarðsstígur og síðar norður fjallið.“

Skoðaðar voru minjarnar í Stakkavík og á Réttarnesi. Stakkavík fór í eyði 1943. Síðasti ábúnandinn þar var Kristmundur Þorláksson. Loks var gengið að Selsstíg þar sem hann liggur áleiðis upp á Stakkavíkurselsstíg ofan brúnar skammt ofan fjárhústóftanna (sjá aðra FERLIRslýsingu af Stakkavíkurseli). Neðan hans, í Höfðanum, er fyrrnefnd Álfakirkja.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild:
Örnefnalýsing fyrir Ölfus; Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir

Þjóðsagan er fengin af
http://www.snerpa.is/net/thjod/krysa.htm

Ómar

Unnið að uppdrætti Herdísarvíkur eftir að heim var komið.

Hlíðarvatn

Gengið var um Selvogsgötu frá Bláfjallavegi, upp Kerlingarskarð og áfram niður Hlíðarveg, um Hlíðarskarð og niður að Hlíð við Hlíðarvatn.

Selvogsgata

Selvogsgata – Gísli Sigurðsson.

Skammt ofan Bláfjallavegar greinist Selvogsgatan. Annars vegar liggur hún áfram áleiðis upp að Kerlingarskarði og hins vegar til vinstri, áleiðis að Grindarskörðum. Síðarnefnda leiðin hefur lítið verið farin í seinni tíð, en þá leið var t.d. farið þegar burðarhestar voru með í för.
Á leiðinni upp í skarðið blasir Stóri bolli, Tvíbolli og Þríbolli við, en eru einu nafni nefndir Bollar eða Grindaskarðshnúkar. Beggja vegna götunnar eru hellisskútar. Einn þeirra er með einstaklega fallegu rósamynstri í lofti. Skammt austan hennar er stórt ílangt jarðfall, hrauntröð úr Miðbolla, en hann er einn fallegasti eldgígur landsins. Í rauninni eru þrír gígar í honum; sá stærsti efst, einn í honum norðanverðum og annar norðvestanvert í honum.
Ofarlega undir Kerlingarskarði eru tóftir af húsi brennisteinsnámumanna. Efst í því, vinstra megin þegar komið er upp, er drykkjarsteinn, skessuketill í móbergssteini. Hann hefur löngum komið til tals þegar fjallað er um þessa leið, enda stólaði fólk yfirleitt á vatnið í steini um á ferðum sínum. Í sumum frásögnum er talað um fleiri en einn drykkjarstein í skarðinu.

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur – drykkjarsteinn.

Þegar komið er upp á brún sjást eldgígar á hægri hönd, Draugahlíðar framundan og Miðbolli og Kóngsfell á vinstri hönd. Utar má sjá Stóra-Kóngsfell og Drottningu, Stórkonugjá og Bláföllin. Reykjavegurinn kemur þarna inn á Selvogsgötuna. Þegar gengið er niður brekkuna mót suðri er komið að gömlu hliði á götunni. Nálægt því eru gatnamót. Selvogsgatan heldur áfram áleiðis niður að Litla-Kóngsfelli og síðan áfram til suðurs um Hvalskarð og Strandarhæð í Selvog.
Gata, sem liggur til hægri og nú er vel vörðuð, nefnist Hlíðarvegur og liggur að Hlíðarskarði ofan við Hlíð. Þessi gata hefur verið vinsæl gönguleið í seinni tíð. Hún er vel greiðfær, liggur niður með vestanverðum Hvalhnúk og Austurásum og er síðan tíðindalítið að skarðinu ofan við Hlíð. Stakkavíkurselsstígur kemur inn á götuna neðan Vesturása og miðja vegu að Hlíðarskarði er stór og falleg hraunbóla í hraunhól (hægra megin – lítil varða við opið). Skömmu áður en komið er að henni er ágætt skjól í lágum grónum hraunhól, kjörinn áningarstaður.

Selvogsgata

Selvogsgata – Ólafur Þorvaldsson.

Þegar komið er í Hlíðarskarð blasa við fallegar klettamyndanir og fallegt útsýni yfir Hlíðarvatn, Vogsósa og Selvog. Ágætt er að feta sig rólega niður skarðið og njóta útsýnisins og gróðursins í hlíðinni.
Tóftir eru undir Hlíðarskarði og ofan (norðan) og vestan við veiðihúsið undir skarðinu. „Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn. Tangi eða hólmi er út í vatninu fram undan bænum; Hjalltangi eða Hjallhólmi er hann nefndur. Þar á bærinn að hafa staðið upphaflega . Árið 1501 selur Grímur Pálsson Þorvarði Erlendssyni lögmanni Hlíð. Auk Bæjarhóls eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð. Ofan við Malarinnar eru rústirnar, en þar segja fróðir menn og konur, að bærinn hafi staðið, eftir færslu úr Hjalltanga.“
Veður var frábært – sól og lygna. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir eru m.a. úr örnefnaskrá fyrir Ölfus; Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir.

Hlíðarskarð

Hlíðarskarð.

Fornigarður

“Landbúnaðurinn hefir hér á Íslandi mikið til þrætt sömu sporin í 900 ár að því er búnaðarhætti snertir. Er það að vísu óræktur vottur um tryggð og fastheldni vor Ísendinga við gamlar venjur og væri að sönnu allrar virðingar vert, ef vér hefðum eigi jafnframt fellt niður aðal-búmannskostina; atorkuna og dugnaðinn.

Óbrennishólmi

Garður í Óbrennishólma.

Slægjulöndin skiftust þá eins og nú í tún og engjar, en sá er munurinn, að á söguöldinni voru slægjulöndin, bæði tún og engjar, rammlega girt og varin fyrir ágangi fénaðar og var það eitt hið fyrsta og æðsta boðorð í landbúnaðarlöggjöf forfeðra vorra. Og eigi létu þeir þar við sitja. Þeir girtu einnig haga sína og afréttarlönd. Þorsteinn Egilsson á Borg lét gera garð um þvera Grísatungu milli Laugavatns og Glúfrár, og hefir það verið býsna mikið verk, enda lét hann þar að vera marga menn um vorið.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Ein af þrautum þeim, er Víga-Styr lagði fyrir berserkinn, er hann mælti til ráðahags við dóttur hans, var sú, að hann skyldi leggja hagagarð yfir þvert hraunið milli landa þeirra Vermundar. Hér er hagagarðurinn um leið merkigarður, og hefir það auðvitað víða fallið saman. Lögin heimiluðu hverjum bónda, að krefjast þess af nágranna sínum, að hann legði merkigarð á milli landa þeirra í félagi við hann, og var nefndur löggarður og verkið löggarðsönn. Löggarður skyldi vera 5 feta þykkur niður við jörð, en 3 feta að ofan, og axlar hár af þrepi. Lögin ætla 12 vikur á ári til garð-anna og sýnir það bezt hve mikla áherslu forfeður vorir lögðu á að verja land sitt. Þeim mönnum, er vel kunnu til garðlags, varð öðrum fremur gott til vistar, og sóttust menn eftir þeim langt að og vildu oft mikið til vinna.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Maður var nefndur Ásbjörn vegghamar, ættaður úr Flóa. Hann var heldur óþokkamenni og illa kynntur, en margir slægðust til að taka við honum, því hann var garðlagsmaður svo mikill, að enginn lagði lag við hann. Hafðist hann við austur í Fljótsdalshéraði og lagði garða um tún manna og svo merkigarða. Var hann svo mikill meistari á garðlag, að þeir garðar stóðu öldum saman í Austfjörðum, er hann lagði. En vér þurfum eigi að leita vitnisburðar fornritanna um atorku og dugnað forfeðra vorra í þessu efni. Verkin sýna merkin. Enn í dag sjást víða hér á landi leifar af fornum merkigörðum, og eru þeir hin mestu mannvirki í sinni röð og óskeikull vottur um hið stórbrotna starfsþrek forfeðra vorra. Fyrir ofan Stóra-Klofa á Rangárvöllum sér enn votta fyrir fornum garði yfir þveran hreppinn, nær ½ mílu á lengd.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi.

Hafa menn eignað Torfa ríka garð þennan, af þeim ástæðum sennilega, að hann var einna alkunnastur höfðingi um þessar slóðir, en óefað er mannvirki þetta miklu eldra. Á Mýrum vestra er og fjöldinn allur af slíkum fornaldargarðlögum, eigi aðeins í grennd við bæina, heldur og víða í höfum úti. Í Suður-Þingeyjarsýslu (Reykjadal, Laxárdal og Reykjahverfi) er örmull af fornum görðum. Liggja þeir meðal annars yfir Fljótsheiði þvera frá norðri til suðurs, nál. 5 mílur vegar á lengd, og yfir Hvammsheiði. Hafa sumir ætlað þetta forna upphleypta vegi, eða “göngugarða”, og meðal annars eignað Guðmundi ríka á Mörðuvöllum einn þeirra, yfir Hvammsheiði, er létta skyldi ferðir hans í Reykjahverfi. En allt munu þetta vera fornir merkigarðar eða afréttagarðar. Sumstaðar sér og votta fyrir fornum túngörðum, er sýna það og sanna, að tún fornmanna hafa verið miklu stærri en nú, enda leiðir það og beint af skepnufjöldanum [sjá frásögn annars staðar].“

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 244-246.

Grjóthleðsla-9

Unnið við endurgerð sjógarðs í Vogum.

Kúluhattshellir

Gengið var frá Sandfelli eftir slóða, vestur yfir grassléttu, Þúfnavelli, austan Geitafells og áfram eftir slóðanum vestur með norðanverðu fjallinu.

Kúluhattshellar

Í Kúluhattshellum.

Norðan og ofan við Geitafell er gróið hraun og því auðvelt yfirferðar. Með í för var m.a. einn helsti hellafræðingur landsins. Þegar komið er upp á brúnina blasir Heiðin á við í vestri. Þegar komið var á móts við norðurhornið, eftir þriggja kílómetra og 15 mínútna göngu, var gengið í norðvestur í átt að Hrossagjárhorni, en það heitir þar sem Hrossagjá beygir úr norðri til vesturs. Þar austan við eru Guðrúnarbotnar; grasi grónar brekkur og dældir utan og neðan við hraunkantinn á Heiðinni há. Botnarnir liggja með hraunkantinum til suðurs. Þegar komið var neðst í Guðrúnarbotna bar kúlahattslegan klett, u.þ.b. tveir metrar í þvermál, við himinn í norðvestri, uppi í heiðinni. Kletturinn er norðaustan við klapparhól, sem reyndar er nóg af á þessu svæði. “Kúluhatturinn” er eina kennileitið á þessu svæði, sem sker sig úr, þótt lítill sé á mælikvarða heiðarinnar.

Kúluhattshellir

Í Kúluhattshellum – hreindýrabein.

Um 200 metrum austan við klettinn eru nokkur jarðföll. Fyrst var komið í jarðfall, u.þ.b. fjórir metrar í ummál og tæplega tveggja metra djúpt. Rás, sem lá niður úr því til suðausturs reyndist vera um 20 metra löng. Efri hluti jarðfallsins skiptist í tvær rásir. Önnur lá til norðurs, en hin til norðvesturs. Sú nyrðri reyndist nokkuð víð, en fremur stutt. Í henni voru dropasteinar og aðrar fallegar hraunmyndanir.

Hin reyndist öllu lengri. Kannaðir voru um 100 metrar af rásinni. Í henni voru m.a. tvö önnur op, þar af eitt stórt og mikið. Skammt innan við opið var beinagrind, að því er virtist af hreindýri, en síðasta villta hreindýrið á Reykjanesi var einmitt drepið á Hellisheiði í lok annars áratugar 20. aldar. Í þessum helli eru því óneitanlega eitthvað skoðunnar virði, auk dropasteina og fleiri myndana.

Kúluhattshellar

Í Kúluhattshellum.

Annað jarðfall var þarna skammt vestar. Sunnan í því var stór og mikil hraunrás, en endaði með hruni eftir um 10 metra. Handan við hrunið mátti sjá niður í rásina þar sem hún hélt áfram til suðausturs. Ofar í jarðfallinu lá hraunrás upp á við.
Líklegt má telja að á þessu svæði kunni að leynast fleiri göt og fleiri rásir. A.m.k. lofaði þetta góðu.
Frá Geitafelli eru tæplega fimm kílómetrar upp í hellana, eða u.þ.b. klukkustunda gangur. Þegar lagt var af stað til baka var orðið myrkvað. Það kom hins vegar ekki að sök því stjörnubjart var og norðurljósin dönsuðu litríkan strikadans um himninn. Það var því tiltölulega auðvelt að rata til baka aftur.
Veður var hlýtt og stillulogn var allan tímann – sem sagt; hið fegursta haustkvöld.

Kúluhattshellar

Kúluhattshellar – uppdráttur ÓSÁ.

Annar í aðventu

Lagt var á Nátthagaskarð. Þegar upp var komið var gengið í beina stefnu á Náttahaga, nyrsta hellinn á Stakkavíkurfjalli. Nátthagi og Annar í aðventu, sem er niður við brún fjallsins skammt vestar, eru í tiltölulega mjórri hraunbreiðu, auk Halls, sem er austastur hellanna, skammt vestan við mitt Nátthagaskarð.

Nátthagi

Í Nátthaga.

Rebbi og Brúnahellir eru vestar, í hraunbreiðu skammt austan við Mosaskarð. Tiltölulega stutt er þó þarna á milli opanna.
Efsta op Nátthaga er í stóru jarðfalli langleiðina upp undir nýja hrunið. Rásin liggur suður og norður, báðar mjög stórar. Þegar haldið er upp norðurrásina er komið niður á stétt hellisgólfið, en síðan tekur við talsvert hrun uns komið er upp í þverrás. Mikil hrauná hefur komið ofan að, frá vinstri, og stefnir niður rásina hægra megin. Vegna árinnar lækkar rásin svolítið, en hægt er að ganga boginn inn eftir henni og niður hana. Hún hækka fljótlega á ný. Rásin liggur í boga og er komið út um sama jarðfallið og farið var niður í, vinstra megin við meginrásina. Þessi leið er um 200 metrar. Þá var haldið niður í syðri rásina og henni fylgt.

Nátthagi

Í Nátthaga.

Komið er niður er komið á fallegan jarðfastan hraunbekk, sem stendur út undan hruninu. Fljótlega tekur við talsvert hrun, en hellirinn er samt nokkuð hár. Á einum stað í hruninu má sjá hraunplötu, sem fallið hefur úr loftinu. Ef skoðað er undir hana má sjá hvernig loftið hefur verið, fallega rautt. Í miðri rásinni er svartur, jarðfastur og svartleitur, sléttur steinn, sem stingur nokkuð í stúf við annað á leiðinni. Glampar á hann af ljósunum. Rétt áður en komið úr út um jarðfall má sjá þrönga rás liggja upp til hægri. Þessi hluti Nátthaga er um 140 metrar. Í jarðfallinu er stutt rás áfram uns komið er upp á nýjan leik. Þar er rásin fallin, beygir til vinstri að opi, sem þar er. Innan við það op liggur falleg rás áfram til suðurs. Í henni eru dropasteinar og loft hennar er á kafla mjög fallegt. Þessi rás endar í þrengslum eftir um 80 metra. Skammt sunnar er enn eitt opið. Úr því liggja hraunrásir bæði til norðurs og suðurs. Þær enda einnig í þrenglsum. Þessar rásir eru um 140 metrar.

Rebbi

Beinagrind af rebba innan við op Rebba.

Haldið var yfir að Brúnahelli, en hann er í rás fremst á fjallinu skammt austan Mosaskarðs, skammt sunnan við Rebba. Falleg og litskrúðug rás liggur þar upp í hraunið og beygir þar til vinstri uns hún lokast þar sem flór kemur undan þrengslum eftir um 20 metra. Hægt væri að skríða áfram, er það væri erfitt. Rás liggur einnig til suðurs um 40 metra. Hún endar í þrengslum. Fallegar hraunmyndanir eru í rásinni á kafla.
Þá var lagt í Rebba. Þekkja má hellinni, sem í hraunholu, á beinum, sem eru þar niður í. Tvö önnur op eru ofar. Til aðgreiningar voru þau nefnd Hiðhellir og Hvalskjaftur, en þær rásir eru að öllum líkindum í sama hellakerfinu. Sama hraunið og sömu litirnir koma þar fyrir í öllum rásunum þótt þeir virðist aðskildir.

Rebbi

Í Rebba.

Rebbi er fallegastur hellanna á þessu svæði. Þegar komið er niður liggja hraunrásir til suðurs og norðurs. Þegar haldið er til suðurs er fljótlega komið að gati í gólfinu. Þar niðri, mannhæðahátt, liggur önnur hraunrás í sömu stefnu og sú efri – um 6 metra í hvora átt. Haldið var niður eftir rásinni, sem er um 60 metrar að lengd. Mjög fallegar hraunmyndanir eru í henni uns hún þrengist verulega. Hægt er þó að þrengja sér inn undir rásina, sem er um meters breið. Fyrir innan er nokkuð sem líkist tvöföldum flór, um 6 metrar á lengd. Þar skammt frá endar hellirinn er loft mætir gólfi. Þegar haldið er til norðurs blasa við geysifallegar hraunmyndanir. Fljótlega kemur eldrauður flór í ljós, um metersdjúpur. Bekkur liggur samhliða honum. Hægt er að fara ofan í flórinn og ganga áfram upp eftir honum. Þá birtast hinar fallegustu hraunmyndir. Flór kemur fram úr hellinum og myndar nokkurs konar björgunarbát, eldrauðan, í honum miðjum. Síðan stallast myndanirnar áfram upp.

Rebbi

Eyjólfur, FERLIRsfélagi, í Rebba.

Hellirinn lækkar síðan, en hækkar aftur. Þar inni er mjög fallegir hraunbekkir, tvílitir. Dekkra hraun hefur lagst þunnfljótandi utan á rauða hraunið og myndað fallegan bolla. Innar eru einnig margar fallegar hraunmyndanir. Þessi hluti hellisins gæti verið um 150 metra langur. Hægt er með erfiðismunum að skríða lengra áfram í gegnum þrengingu og er þá hægt að fara út um 6 metra löng þröng op, sem er annað op á hinum eiginlega Rebba.
Ofan við Rebba, svolítið til hægri, er gat. Þar liggur hraunrás til suðurs. Hún er um 60 metrar að lengd og endar í þrengslum. Til hægðarauka var þessi hluti nefndur Miðhellir.

Rebbi

Í Rebba.

Efst í rásinni hægra megin er fallegur hraunfoss, sem hefur komið niður rás ofarlega í veggnum og storknað neðan við hann. Aðeins lengra er mjó raunrás, einnig upp við loft, og neðan við hann hefur myndast fallegt og stórt hraundríli. Suðvestan við opið er hlaðið skjól fyrir refaskyttur.
Loks er enn ein hraungatið, svolítið norðar, svo til albeg upp undir nýja hraunkantinum. Hægt er að fara ofan í hraunrásir bæði í vesturjarðir opsins og eynni í austurjaðri þess. Þegar komið er ofan í vesturgatið má sjá hinar fallegustu sepamyndanir. Að ofanverðu birtist nokkurs konar hvalskjaftur og ef setið er í kjaftinum má sjá allan tanngarðinn eins og hann leggur sig. Rás liggur til suðurs, um 40 metra, sem kemur upp í litlu jarðfalli. Þegar haldið er niður koma í ljós tvær hæðir. Gólfið á eftir hæðinni er mjög þunnt, en rásin á neðri hæðinni endar í þrengslum.

Rebbi

Myndanir í Rebba.

Í eystra opinu liggur rás til suðurs. Sjá má rásina koma sem hraunæð að ofan og er hún opin upp, mjög lág. Rásin niður er hins vegar myndarleg, en lækkar fljótlega. Hraunnálar eru í loftinu. Skríða þarf áfram, en þá birtist allt í einu 10 fingra krumla niður ú loftinu. Þess vegna er þessi hluti hellakerfisins nefnd Krumlan til hægðarauka. Rásin er um 100 metra löng.
Þá var haldið austur yfir í Annan í aðventu. Varða er austan við brúnina þar sem neðra opið er í jarðfalli frman í bjargbrúninni. Ofar er hlaðinn veggur, skjól fyrir refaskyttur. Hellirinn liggur því til norðurs. Rásin er víð neðst, en lækkar síðan. Skríða þarf hluta hellsins upp að efra opinu. Þessi hluti er um 60 metra langur. Ofan við efra opið liggur rásin í vinstri beygju. Hún er nokkuð stór fyrst, en lækkar síðan uns hún endar í þrengslum. Efri rásin er um 120 metra löng.
Svo virðist sem Annar í aðventu geti verið hluti af hellakerfi Nátthaga, sem er þarna norðan við.

Annar í Aðventu

Annar í aðventu.

Loks var haldið í Hall. Stórt jarðfall er í brekkunni er halla fer að Nátthagasarði. Op liggur úr því til vesturs, vítt til að byrja með, en þrengist síðan uns komið er upp úr því í opi eftir 80 metra. Rásin niður og til austurs er hins vegar öllu stærri. Ljósin ná varla að lýsa á milli veggja, en mikið hrun er í hellinum. Rásin liggur um 200 metra í átt að skarðinu, en hún hallar mikið undir það síðasta.
Skammt norðan við Hall er lítil rás, sem skiptir sér, en endar í þrengslum á öllum leiðum.

Rebbi

Rebbi – op.

Eflaust er eitthvað ósagt um hella þessa, ekki síst jarðfræðihliðina, en þarna er sjón sögu ríkari, ekki síst þegar Rebbi er skoðaður.

Við skoðunina rak smala á fjörur okkar. Aðspurður um hraunið sagðist hann vita af jarðfalli miklu allfjarri. Niður væru líklega einir 6 metrar og virtust miklar rásir liggja þar undir. Lýsti hann staðsetningunni nokkuð vel. Ekki er vitað af hellum á því svæði, en hraunin þar gefa ástæðuna til að ætla að svo geti verið. Eitt af næstu verkefnum FERLIRs verður að kanna það.
Eftir að hafa teiknað upp hellakerfið á Stakkavíkurfjalli var haldið til byggða á ný.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 11 mín.

Herdísarvíkurfjall

Á Herdísarvíkurfjalli við Annan í aðventu.

Hellugata

Gengin var gamla þjóðleiðin milli Selvogs og Krýsuvíkur.

Hellugata

Ein Helluvarðanna.

Byrjað var við Helluvörðurnar á Hellum þar sem Stakkavíkurgatan kemur inn á leiðina. Þar er gatan djúpt mörkuð í helluhraunið eftir fætur, hófa og klaufir liðinna kynslóða og því auðvelt að fylgja henni þar sem hún beygir áleiðis að sjónum, upp á klapparhrygg og áfram niður og sunnan við hann. Annar angi götunnar liggur áfram til vesturs þar sem hún beygði áleiðis að sjónum, en sú leið er ekki eins mörkuð í landið. Götunar koma saman syðst við hrygg nýrra apalhrauns. Hún liggur inn á það, en hverfur síðan á u.þ.b. 300 m kafla þar sem sjórinn hefur náð að krafla í hana. Fjaran er þarna stórbrotin og talsverð látalæti í öldunni. Gatan kemur síðan aftur í ljós í grónum hraunbolla syðst í hrauninu og liggur þaðan áleiðis að Mölvíkurtjörn. Sjórinn hefur þó náð að kasta möl og grjóti yfir hana á smákafla.

Hellugata

Hellugata.

Austan við Mölvíkurtjörn er tóft, hugsanlega sjóbúð eða selstaða. Við hlið hennar er hlaðið gerði og garður að vestanverðu. Ofar, uppi á berginu ofan við vatnið, er fallin fjárborg eða gerði. Svæðið var rissað upp. Mölvíkurtjörnin sjál er falleg sem og aðstaðan umhverfis hana. Vatnið er ferskt. Engir þurrkgarðar eru sjáanlegir, en þó er ekki loku fyrir það skotið að fiskur hafi verið hertur eða þurrkaður á úfnu hrauninu sunnan við tóftina. Ekki er vitað til þess að minjarnar við Mölvíkurtjörn hafi verið skráðar á fornleifaskrá. Þarna er allnokkur reki og liggur gata niður að svæðinu, sennilega rekagata. Henni var fylgt til vesturs áleiðis að Herdísarvík. Þar sem gatan kemur inn á gamla akveginn frá Herdísarvík beygir hann upp í hraunið. Skammt vestan beygjunnar liggur Breiðabásstígur (gömul fjárgata að Breiðabáshelli) af honum til suðurs. Skammt vestar í mosahrauninu eru byrgi og þurrkgarðar svo kílómetrum skiptir.

Mölvíkurtjörn

Mölvíkurtjörn – sjóbúð.

Næst Gerðinu er gróið í kringum þá, en ekki ofan í hrauninu. bendir það til þess að nærgarðanir hafi verið meira notaðir, a.m.k. í seinni tíð útgerðar við Herdísarvík. Athyglisvert er að sum byrgin er svo til eins í laginu og byrgin undir Sundvörðuhrauni ofan við Grindavík, svonefnd „Tyrkjabyrgi“. Inni í gerðinu eru tóftir fjárhúsanna Langsum og Þversum. Sunnan við þau er Hlínargarðurinn, fallega hlaðinn og hefur að mestu staðist ágjöf sjávar, eins og honum var ætlað. Vestan við Þversum eru jarðlægar tóftir, en sjá má móta fyrir útlínum gerðis eða réttar. Niður við fjörubrún í Herdísarvíkurtjörninni mátti sjá hringlaga mannvirki með nokkrum steinum í miðjunni. Gæti verið seinni tíma handverk, en einnig fyrrum “steinavöllur” verbúðarmanna.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Hér áður fyrr var þyrping húsa á sjávarkambinum, en sjórinn hefur brotið þær. Þar var m.a. saltgeymsla, beitugeymsla og lýsisgeymsla. Áleitni sauðfjár við útróðramenn var mikil. Til marks um það, þá var stundum kind á „hverjum öngli“ við beitningageymsluna (ÁÓ).
Skoðaðar voru sjóbúðirnar austan Herdísarvíkurhússins, tóftir útihúsanna vestan við húsið og bæjarstæði gamla bæjarins sunnan við þær. Í tjörninni mátti m.a. sjá brotna myllusteina og fleira frá gamla bænum. Í framvegg gamla bæjarins sá í stoðholu í steini.

Herdísarvíkrugata

Herdísarvíkurgata.

Gengið var áfram vestur Herdísarvíkurgötu. Gatan er vel greinileg, en greinilega lítið gengin. Hún er vel vörðuð. U.þ.b. 500 metrum vestan við húsið skiptist gatan. megingatan heldur áfram til vesturs, en neðri gata stefnir til suðvesturs. Hún liggur áleiðis niður að Herdísarvíkurseli ofan við Seljabót. Þaðan liggur stígur til norðvesturs austan við selið og sameinast Hedísarvikurgötunni á ný neðan austurhorns Geitahlíðar, eins og komið verður að síðar.

Þúfutittlingshreiður og lóuhreiður með eggjum í voru barin augum á leiðini. Iðandi fuglalíf allt í kring. Miðja vegu er fallegur gróinn áningastaður í skjóli undir hraunkanti. Haldið var áfram vestur hraunið. Þegar komið var áleiðis upp á Klifhraunið mátti sjá greinilegan stíg liggja af götunni upp tiltölulega slétt hraun, áleiðis að Sængurkonuhelli, er minnst hefur verið á áður í leiðarlýsingum. Herdísarvíkurgatan er mjög falleg þar sem hún liðast í gegnum hraunið. Skammt austan sýslumarkanna liggur þjóðvegurinn yfir gömlu götuna.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Farið var yfir þjóðveginn og götunni fylgt áfram framhjá Sýslusteini og áfram upp í gegnum apalhraunið vestan hans. Hann kemur út úr því við austurhlíð Geitahlíðar, u.þ.b. 500 metrum ofan við þjóðveginn. Gengið var niður með brúninni (en búið er að skemma götuna á kafla með gryfjum) og niður á veg. Skammt vestar kemur neðri stígurinn inn á megingötuna, eins og fyrr var minnst á. Við gatnamótin liggur gatan norður fyrir þjóðveginn og liðast síðan nær samhliða honum ofar í hlíðinni (neðst í Sláttudal) og vestur fyrir sæluhúsið undir Fjárskjólshraunsbrúninni. Þar hverfur gatan undir þjóðveginn, alveg upp undir Kerlingardal.

Dysjar Herdísar og krýsu

Dysjar Herdísar, Krýsu og smalans neðst í Kerlingadal.

Þar var götunni fylgt áfram upp að dysjum Herdísar og Krýsu (og smalans), upp hlíð vestan dalsins og áfram áleiðis upp að Deildarhálsi. Gatan er óvörðuð á þessum kafla svo sæta þarf lagi við að finna hvar hann liggur inn í hraunið austan undir Eldborginni. Þaðan er stígurinn greinilegur upp hálsinn. Efst á hálsinum er gengið í gegnum hraunskarð þar sem útsýni er yfir gömlu leiðina neðanverða, Krýsuvíkurheiðina og heim að Krýsuvíkurbæjunum.
Gengið var eftir götunni niður hálsinn, en síðan beygt til suðurs vestan hans og haldið að gömlu Eldborgarréttinni niður við þjóðveginn.
Gengnir voru 13 km á 5 klst og 31 mín. Veður var frábært – bjart og hlýtt.

Fornagata

Fornagata (Hellugatan).

Selvogsgata

Gengið var frá Bláfjallavegi suður Selvogsgötu áleiðis upp Kerlingarskarð.

Selvogsgata

Kerlingarskarð framundan.

Við götuna, þegar komið er svo til miðja vegu upp í skarðið, eru nokkrir hellar, hér nefndir Hallahellar eftir einum þáttttakenda, sem var hvað áhugasamastur um leitina. Einn þeirra (vinstra megin við götuna) er í sæmilegu jarðfalli og gengið inn í hann til suðurs. Þegar inn er komið liggja rásir bæði til hægri og vinstri. Hægri rásin opnast út en sú vinstri lokast fljótlega. Í loftinu er einstaklega fallegt rósamynstur. Innar eru myndarlegir separ (Spenastofuhellir). Skammt norðar er mjög stórt jarðfall, sem band þarf til að komast niður í. Það hefur ekki verið kannað, svo vitað sé.

Spenastofuhellir

Í Spenastofuhelli.

Rúst af búðum brennisteinsnámumanna er norðan til undir Kerlingarskarði. Efst í skarðinu (vinstra megin) er drykkjarsteinn, sem ferðalangar hafa löngum stólað á að væri vatn í. Svo reyndist vera að þessu sinni. Fokið hafði í skálina og var tækifærið notað og hreinsað upp úr henni. Drykkjarsteinn átti einnig að hafa verið í Grindarskörðum, en hann virðist hafa verið fjarlægður.
Gengið var til vesturs ofan við Bolla, framhjá fallegum hraungígum, inn eftir tiltölulega sléttum helluhraunsdal og áleiðis að Kistufelli. Staðnæmst var við Kistufellsgíginn og litið yfir hann, en gígurinn er einn sá fallegasti og stórbrotnasti hér á landi. Vestan við gíginn eru nokkur stór jarðföll og í þeim hellahvelfingar. Í sumum þeirra er jökull á botninum og í jöklinum pollar eftir vatnsdropa. Þegar droparnir falla í pollanna mynda þeir taktbundna hljómkviðu í geimunum.

Kerlingarskarð

Tóft brennisteinsvinnslumanna undir Kerlingarskarði.

Haldið var undan hlíðum, niður í brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum. Ofan þeirra er tóft af búðum námumanna. Sést vel móta fyrir henni. Neðar er námusvæðið. Þar má sjá hvar brennisteinninn var tekinn úr kjarnaholum, en gjall og grjót forfært og sturtað í hauga. Sjá má móta fyrir götum við haugana, sem og nokkrum múrsteinum frá námuvinnslunni. Undir bakka er hægt að sjá einn ofninn, ef vel er að gáð.
Gengið var niður með suðurenda Draugahlíða. Þar fyrir ofan er gígur, sem mikið úfið hraun hefur runnið úr áleiðis niður í Stakkavík.

Selvogsgata

Selvogsgata ofan Bolla og Kóngsfells.

Selvogsgatan var gengin upp að Kóngsfelli, en frá því má sjá a.m.k. tvö önnur fell með sama nafni, þ.e. Stóra-Kóngsfell austar (Kóngsfell) og Litla-Kóngsfell sunnar. Stóra-Kóngsfell er á mörkum þriggja sýslna og er sagt að þar í skjóli gígsins hafi fjárkóngar hist fyrrum og ráðið ráðum sínum.

Stóribolli

Stóribolli – gígurinn.

Til baka var gengið austur og norður með Mið-Bolla og fyrir Stóra-Bolla og niður Grindarskörðin. Á sumum kortum er gamla gatan sýnd liggja milli Bollanna. Mið-Bolli er með fallegustu eldgígum á landinu. Reyndar er allt Brennisteinsfjallasvæðið mikið ævintýraland fyrir áhugafólk um útivist, jarðfræði og stórbrotið ósnert umhverfi. Varða er efst á hálsinum og síðan nokkrar á stangli á leið niður mosahlíðina. Þegar niður er komið má sjá vörðubrot og gömlu götuna markaða á kafla áleiðis að Selvogsgötunni þar sem hún liggur yfir Bláfjallaveginn og áfram áleiðis niður í Mygludali.
Veður var frábært. Gangan tók 5 klst og 2 mín.

Námuhvammur

Tóftin í Námuhvammi oafn við brennisteinsnámurnar.

Selvogsgata

 “Þetta var æði”. Svona hljómaði ein lýsingin á ferðinni að henni lokinni.

Grindarskörð

Grindarskörð.

Gengið var inn á Selvogsgötu við Bláfjallaveg, en beygt út af henni til austurs skömmu síðar. Ætlunin var að feta Grindarskarðsgötuna upp að Stórabolla og síðan áfram áleiðis til suðurs. Venjan er að ganga Selvogsgötuna upp Kerlingarskarð og síðan áfram hana með Draugahlíðum, niður með Austurásum og síðan niður Hlíðarskarð. Þetta var ekki ferð um hefðbundna leið. Þetta var ferð um gömlu Selvogsgötuna eða Suðurfararleiðina eins og Selvogsbúar nefndur hana, en hún er liggur austar en Selvogsgata sú (stundum nefnd Hlíðarvegur) er kemur upp úr Kerlingarskarði og liggur niður með Draugahlíðum, að Hlíðarskarði.

Selvogsgata

Selvogsgatan áleiðis að Grindarskörðum.

Þegar komið var að jeppaslóðinni neðst í Grindarskörðum sást hvar hann liggur á gömlu götunni að hluta. Þegar komið var u.þ.b. þriðjung upp hlíðina beygði gamla gatan til hægri og síðan í hlykki upp hana. Auðvelt var að fylgja henni í hlíðinni því hún var mjög greinileg á köflum. Auðsýnt var að um hestagötu var að ræða. Gatan liggur að vörðu á hraunöxl svo til í miðri hlíðinni og síðan liðast hún áfram upp hana.

Gatan hverfur þar sem vatn hefur lekið niður hlíðina og rutt með sér möl og grjóti, en kemur síðan í ljós í næst efstu brekkunni undir Stórabolla. Skammt neðar er varða. Þar liggur hún á ská upp hana og hefur greinilega verið löguð til. Efst við rætur Stórabolla er skarð í klöppina þar sem gatan liggur í gegn. Við skarðið er varða.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Gangan upp í skarðið var auðveld, tók u.þ.b. 35 mín. í stað 50 mín. upp Kerlingarskarðið. Þaðan liggur gatan með gígnum að austanverðu og beygir með honum að sunnanverðu. Þar liggur hún til vesturs um gróna velli. Leifar gamallar girðingar er sunnan við Stórabolla. Hún liggur til vesturs og hefur verið hlaðið undir hana á kafla. Skömmu síðar var komið að gatnamótum.

Selvogsgata

Selvogsgata ofan Grindarskarða.

Vörðuð leið lá til suðausturs að Stórkonugjá og önnur til suðurs. Eystri gatan er að öllum líkindum Heiðarvegurinn er liggur þaðan um Heiðina há og yfir á Ólafsskarðsveg. Vestari götunni var fylgt yfir slétt helluhraunið áleiðis að Litla-Kóngsfelli.
Veður hafði hangið þurrt þangað til komið var suður fyrir Stórabolla. Þá léku litlir regndropar sér að því að falla ofurvarlega lóðrétt til jarðar. Golan virtist hafa gufað upp. Stillilogn og bráðfallegt veður. Miðbolli og Kóngsfellið böðuðu sig í heiðskírunni og dulrænum bjarma sló á Draugahlíðarnar. Spóavellingur fyllti loftið. Kistufellið vildi greinilega ekki láta sitt eftir liggja til að gera þennan dag ógleymanlegan. Hvítur snjókollurinn reis hæst upp úr nágrannahlíðunum, eins og hann vildi að eftir honum væri tekið. Svona eiga háir tindar að haga sér.
Komið var að hárri vörðu. Við hana voru greinileg gatnamót. Gata lá við hana frá Selvogsgötunni og áleiðis yfir á Heiðarveginn.

Selvogsgata

Selvogsgata milli hlíða.

Grindarskarðsgatan hélt áfram frá henni til suðurs. Hún var æ meir áberandi. Kastað hafði verið úr götunni á köflum – greinilega hesta- og lestargata. Hún lá niður með Litla-Kóngsfelli. Suðvestan við fellið, þar sem suðurgígur þess opnast, var komið að mótum þriggja gatna. Þrjár vörður voru við þau. Ein gatan lá áleiðis til norðvesturs að Selvogsgötu þar sem hún liggur efst við Draugahlíðar, önnur lá til suðausturs og sú þriðja til suðurs. Síðastnefnda gatan var greinilega framhald af þeirri, sem fylgt hafði verið ofan frá Grindarskörðum. Hún var mjög áberandi og greinilega mikið notuð fyrrum. Kastað hafði verið upp úr götunni svo djúp för höfðu myndast. Tekið hafði verið úr hraunhöftum og gatan greinilega gerð eins greiðfært og unnt var. Henni var fylgt niður með hraunkanti sunnan Litla-Kóngsfells.

Selvogsgata

Gengið um Selvogsgötu.

Komið var að talsvert miklu gili í hlíðinni á vinstri hönd, sem vatn hafði mótað. Lækjarfarvegurinn var nú þurr, en einhvern tímann hefur verið þarna mikill lækur er streymt hafði niður með austanverðu apalhrauni, sem þarna er á hægri hönd. Loks hefur vatnið staðnæmst í krika og væntanlega myndað þar talsverða tjörn. Moldarbotn benti til þess að þarna hafi verið allnokkurt vatn fyrir ekki svo löngu síðan. Á kortum heitir þarna Stóri-Leirdalur. Gatan lá niður með lækjarfarveginum.

Selvogsgata

Á Selvogsgötu ofan Hvalskarðs.

Nokkru neðan við gilið skiptist hún í tvennt. Stígur lá til vesturs í gegnum apalhraunið þar sem það var mjóst og yfir á Selvogsgötuna (Hlíðarveg, einnig nefndur vetrarvegur)) þar sem hún krækir fyrir nef hrauns er runnið hefur úr Draugahlíðargígnum skammt þar fyrir ofan.
Varða er við hraunið þar sem stígurinn kemur út úr því. Hestagatan lá hins vegar áfram niður með hraunkantinum, fyrir hraunrana og síðan skiptist hún í tvennt; annars vegar liggur hún vestur og niður með Hvalhnúk og Austurásum og hins vegar áfram um Hvalskarð, með fallegum sneiðingi niður Litla-Leirdal, niður í Hlíðardal, um Strandardal, framhjá Kökuhól og áfram áleiðis niður í Selvog.

Selvogsgata

Hvalskarð.

Fyrrnefnda gatan kom inn á Selvogsgötuna (Hlíðarveg) efst við vestanverða Austurása. Tvær vörður eru þar sem göturnar koma saman. Þaðan í frá liggur Selvogsgatan niður heiðina, áleiðis niður að Hlíðarskarði, vel vörðuð. Svo er að sjá sem Selvogsgata, eins og hún er vörðuð í dag, sé önnur og nær Draugahlíðum en sú, sem sýnd er á gömlum uppdráttum. Sú mynd, sem þeir sýna, fellur betur að þeirri götu, sem lýst er hér að framan. Áður en komið er niður brekkuna vestan Austurása liggur gata þar til vesturs. Þrjár vörður eru þar við og ein þeirra fallin. Þarna gæti verið um að ræða Stakkavíkurselstíginn er liggur væntanlega út með Vesturásum sunnanverðum og síðan til suðurs að Selsstíg ofan við Höfða norðvestan við Hlíðarvatn.

Selvogsgata

Selvogsgata – kort ÓSÁ.

Í stað þess að fylgja Selvogsgötunni (Hlíðarvegi, vetrargötunni) áleiðis niður að Hlíðarskarði var gömlu hestagötunni fylgt niður Hvalskarð og áfram niður í Strandardal. Lítið er um vörður á þeirri leið, en hins vegar liggur gatan nokkuð vel við landslaginu. T.d. er um gróna velli er að fara í Litla-Leirdal. Suðvestur af Hvalskarði er Hvalhnúkur, mjór og allhár. Ólafur Þorvaldsson segir þjóðsöguna kveða á um að tröllkona norðan af fjalli hafi farið til fanga í Selvog og komið þar á hvalfjöru og haft þaðan með sér það, sem hún treysti sér til að komast með, en til hennar sást og hún elt. Varð henni allerfið undankoman, og náðist hún í skarði því, sem síðan er nefnt Hvalskarð og hnúkurinn þar suður af Hvalhnúkur.

Dísurétt

Dísurétt.

Undir hraunklettum vestan við götuna er komið er niður í Strandardal er Dísurétt. Slóði liggur upp í Strandardal, en gatan er liggur niður úr dalnum skammt vestan hans. Þar liggur hann áfram áleiðis niður að Strandarheiði, en girt hefur verið þvert fyrir hann.
Í fyrri FERLIRsferðum, þar sem gatan var rakin neðan frá Selvogi og áleiðis upp að dalnum, sést hún vel þar sem hún liggur upp heiðina. Við hana á einum stað er tóft, sem ekki er vitað hvaða tilgangi hefur þjónað.

Hlíðarborg

Hlíðarborg.

Gengið var til vesturs með girðingunni þegar niður úr dalnum var komið. Valgarðsborg er innan girðingar svo hún var ekki “heimsótt” að þessu sinni. Hlíðarsel er norðan borgarinnar. Hlíðarborg er hinsvegar “réttu megin” girðingar svo hún var barin augum. Frá borginni liggur gata. Við hana eru litlar gamlar vörður, sumar fallnar. Gatan sést vel af og til þars em hún liggur til vesturs niður heiðina, áleiðis að Hlíð. Henni var fylgt, m.a. framhjá hellinum Ána. Talsverðar hleðslur eru umhverfis opið. Einnig eru hleðslur sunnan við opið og norðan. Ekki er vitað annað en að hlaðið var um opið til þess að varna því að fé leitaði skjóls niður í hellinum.

Borgarskörð

Fjárborg undir Borgarskörðum.

Gatan liggur áleiðis að borginni undir Borgarskörðum, svonefnd Hlíðargata skv. örnefnalýsingu. Hún hefur verið vegleg á sínum tíma. Bæði hún og Hlíðarborgin eru hlaðnar vestan undir hraunkletta í heiðinni. Neðan borgarinnar undir Borgarskörðum eru tóftir tveggja húsa utan í klettum, sennilega beitarhúsa frá Hlíð.

Gangan endaði síðan við einn bæjarhól bæjarins að Hlíð. Eldri tóftir eru norðan við þjóðveginn sem og á tanga sunnan við veiðihús SVFH, en útihús eru vestar með vatninu og hafa þau sennilega tilheyrt bænum, sem var við núverandi veiðihús.

Hlíðarsel

Hlíðarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnalýsingu segir að Hlíð hafi verið fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar. Gamli bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn.
Þessi ganga var á Jónsmessunni. Þjóðtrúin kveður á um um ýmsa dytti henni samfara. Án þess að ætla að fjalla í löngum texta um álfa og huldufólks, ekki sést á nefndu kvöldi, er rétt að geta þess, að sá sem ekki trúði á álfa og huldufólk áður en hann lagði af stað í þessa ferð, gerir það núna. Borgarskörð draga ekki nafn sitt af fjárborginni undir Skörðunum heldur háum og virðulegum klettastandi skammt ofan við skörðin. Hann sést vel þegar gengið er að skörðunum ofan frá, en gæta þarf þess vel að fylgja kennileitum því annars…
Í lýsingu einni um þennan áfanga Selvogsgötunnar kemur eftirfarandi m.a. fram til frekari glöggvunar:

Hlíðargata

Hlíðargata.

„Selvogsgatan er gömul leið á milli Hafnarfjarðar og Selvogs og hefur líklega verið farin frá því að menn settust að í Selvogi. Þetta er skemmtileg leið um áhugavert landsvæði og hollt er að leiða hugann að þeim aðstæðum sem forfeður okkar þurftu að takast á við til þess að draga björg í bú.
Áfram er haldið um skýra götu sem hófar hestanna hafa markað í tímans rás. Framundan eru Lönguhlíðar og Grindaskörð. Stóribolli og fleiri bollar blasa við en þeir hafa verið notaðir sem mið af sjó. Þegar í Grindaskörð kemur er gott að líta til baka og horfa yfir leiðina sem lögð hefur verið að baki og sjá hvað gatan er mörkuð í mosann og klöppina.
Frá Grindaskörðum er stefnt að litlu fjalli með stórt nafn, Kóngsfell, en það mun bera nafn af fjallkóngi þeirra í Selvogi. Þarna greinist leiðin og kallast vestari leiðin Hlíðarvegur sem skiptist síðar í Stakkavíkurveg. Haldið verður austustu leiðina sem er hin eiginlega Selvogsgata eftir greinilegum götum um Grafning og Stóra-Leirdal þar sem menn áðu ávallt þegar þeir áttu þarna leið um og fengu sér nesti og kannski smá brjóstbirtu. Síðan verður gengið upp í Hvalskarð eftir Hvalskarðsbrekkum með Urðarfelli að Hlíðarvatni.

Hlíð

Hlíð – uppdráttur ÓSÁ.

Tröllkona ein nappaði sér hval í Selvogi en til ferða hennar sást. Hún var elt og náðist þarna í skarðinu. Af fjallinu fyrir ofan Hlíðarvatn er fagurt útsýni. Þaðan sér yfir þessa afskekktu byggð Selvoginn, til Strandarkirkju og vitans. En það sem fangar augað er djúpblátt og óravítt hafið“ – (úr leiðarlýsingu Útivistar).
Við leiðarlýsinguna er rétt að bæta við ferðum námumanna í Brennisteinsfjöllum. Þeir munu hafa farið ýmist um Grindarskörðin Eða Kerlingaskarð með hestalestir sínar. Leiðir liggja frá skörðunum að námunum, bæði ofan við Draugahlíðar og neðan.

Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Selvogsgata

Lagt á Skörðin.

Selvogsgata

“Þetta var æði”. Svona hljómaði ein lýsingin á ferðinni að henni lokinni.

Selvogsgata

Selvogsgata/Grindarskörð.

Gengið var inn á Selvogsgötu við Bláfjallaveg, en beygt út af henni til austurs skömmu síðar. Ætlunin var að feta Grindarskarðsgötuna upp að Stórabolla og síðan áfram áleiðis til suðurs. Venjan er að ganga Selvogsgötuna upp Kerlingarskarð og síðan áfram hana með Draugahlíðum, niður með Austurásum og síðan niður Hlíðarskarð. Þetta var ekki ferð um hefðbundna leið. Þetta var ferð um gömlu Selvogsgötuna eða Suðurfararleiðina eins og Selvogsbúar nefndur hana, en hún er liggur austar en Selvogsgata sú (stundum nefnd Hlíðarvegur, en var vetrarvegur (KB)) er kemur upp úr Kerlingarskarði og liggur niður með Draugahlíðum, að Hlíðarskarði.

Selvogsgata

Grindarskarðsgata á Hellunni.

Þegar komið var að jeppaslóðinni neðst í Grindarskörðum sást hvar hann liggur á gömlu götunni að hluta. Þegar komið var u.þ.b. þriðjung upp hlíðina beygði gamla gatan til hægri og síðan í hlykki upp hana. Auðvelt var að fylgja henni í hlíðinni því hún var mjög greinileg á köflum. Auðsýnt var að um hestagötu var að ræða. Gatan liggur að vörðu á hraunöxl svo til í miðri hlíðinni og síðan liðast hún áfram upp hana. Gatan hverfur þar sem vatn hefur lekið niður hlíðina og rutt með sér möl og grjóti, en kemur síðan í ljós í næst efstu brekkunni undir Stórabolla. Skammt neðar er varða. Þar liggur hún á ská upp hana og hefur greinilega verið lögið til. Efst við rætur Stórabolla er skarð í klöppina þar sem gatan liggur í gegn. Við skarðið er varða. Gangan upp í skarðið var auðveld, tók u.þ.b. 35 mín. í stað 50 mín. upp Kerlingarskarðið. Þaðan liggur gatan með gígnum að austanverðu og beygir með honum að sunnanverðu. Þar liggur hún til vesturs um gróna velli. Leifar gamallar girðingar er sunnan við Stórabolla. Hún liggur til vesturs og hefur verið hlaðið undir hana á kafla. Skömmu síðar var komið að gatnamótum.

Selvogsgata

Á Selvogsgötu.

Vörðuð leið lá til suðausturs að Stórkonugjá og önnur til suðurs. Eystri gatan er að öllum líkindum Heiðarvegurinn er liggur þaðan um Heiðina há og yfir á Ólafsskarðsveg. Vestari götunni var fylgt yfir slétt helluhraunið áleiðis að Litla-Kóngsfelli.
Veður hafði hangið þurrt þangað til komið var suður fyrir Stórabolla. Þá léku litlir regndropar sér að því að falla ofurvarlega lóðrétt til jarðar. Golan virtist hafa gufað upp. Stillilogn og bráðfallegt veður. Miðbolli og Kóngsfellið böðuðu sig í heiðskírunni og dulrænum bjarma sló á Draugahlíðarnar. Spóavellingur fyllti loftið. Kistufellið vildi greinilega ekki láta sitt eftir liggja til að gera þennan dag ógleymanlegan. Hvítur snjókollurinn reis hæst upp úr nágrannahlíðunum, eins og hann vildi að eftir honum væri tekið. Svona eiga háir tindar að haga sér.

Selvogsgata

Varða á Selvogsgötu.

Komið var að hárri vörðu. Við hana voru greinileg gatnamót. Gata lá við hana frá Selvogsgötunni og áleiðis yfir á Heiðarveginn.
Grindarskarðsgatan hélt áfram frá henni til suðurs. Hún var æ meir áberandi. Kastað hafði verið úr götunni á köflum – greinilega hesta- og lestargata. Hún lá niður með Litla-Kóngsfelli. Suðvestan við fellið, þar sem suðurgígur þess opnast, var komið að mótum þriggja gatna. Þrjár vörður voru við þau. Ein gatan lá áleiðis til norðvesturs að Selvogsgötu þar sem hún liggur efst við Draugahlíðar, önnur lá til suðausturs og sú þriðja til suðurs. Síðastnefnda gatan var greinilega framhalda af þeirri, sem fylgt hafði verið ofan frá Grindarskörðum. Hún var mjög áberandi og greinilega mikið notuð fyrrum.

Selvogsgata

Selvogsgata.

Kastað hafði verið upp úr götunni svo djúp för höfðu myndast. Tekið hafði verið úr hraunhöftum og gatan greinilega gerð eins greiðfært og unnt var. Henni var fylgt niður með hraunkanti sunnan Litla-Kóngsfells. Komið var að talsvert miklu gili í hlíðinni á vinstri hönd, sem vatn hafði mótað. Lækjarfarvegurinn var nú þurr, en einhvern tímann hefur verið þarna mikill lækur er streymt hafði niður með austanverðu apalhrauni, sem þarna er á hægri hönd. Loks hefur vatnið staðnæmst í krika og væntanlega myndað þar talsverða tjörn. Moldarbotn benti til þess að þarna hafi verið allnokkurt vatn fyrir ekki svo löngu síðan. Á kortum heitir þarna Stóri-Leirdalur. Gatan lá niður með lækjarfarveginum.
Nokkru neðan við gilið skiptist hún í tvennt. Stígur lá til vesturs í gengum apalhraunið þar sem það var mjóst og yfir á Selvogsgötuna (Hlíðarveg) þar sem hún krækir fyrir nef hrauns er runnið hefur úr Draugahlíðargígnum skammt þar fyrir ofan.

Selvogsgata

Selvogsgata – varða.

Varða er við hraunið þar sem stígurinn kemur út úr því. Hestagatan lá hins vegar áfram niður með hraunkantinum, fyrir hraunrana og síðan skiptist hún í tvennt; annars vegar liggur hún vestur og niður með Hvalhnúk og Austurásum og hins vegar áfram um Hvalskarð, í fallegum sneiðingi niður Litla-Leirdal, niður í Hlíðardal, um Strandardal, framhjá Kökuhól og áfram áleiðis niður í Selvog.
Fyrrnefnda gatan kom inn á Selvogsgötuna (Hlíðarveg – vetrarveginn) efst við vestanverða Austurása. Tvær vörður eru þar sem göturnar koma saman.

Hlíðarborg

Tóft í Hlíðarborg.

Þaðan í frá liggur Selvogsgatan niður heiðina, áleiðis niður að Hlíðarskarði, vel vörðuð. Svo er að sjá sem Selvogsgata, eins og hún er vörðuð í dag, sé önnur og nær Draugahlíðum en sú, sem sýnd er á gömlum uppdráttum. Sú mynd, sem þeir sýna, fellur betur að þeirri götu, sem lýst er hér að framan. Áður en komið er niður brekkuna vestan Austurása liggur gata þar til vesturs. Þrjár vörður eru þar við og ein þeirra fallin. Þarna gæti verið um að ræða Stakkavíkurselstíginn er liggur væntanlega út með Vesturásum sunnanverðum og síðan til suðurs að Selsstíg ofan við Höfða norðvestan við Hlíðarvatn.

Strandardalur

Strandardalur.

Í stað þess að fylgja Selvogsgötunni (Hlíðarvegi) áleiðis niður að Hlíðarskarði var gömlu hestagötunni fylgt niður Hvalskarð og áfram niður í Strandardal. Lítið er um vörður á þeirri leið, en hins vegar liggur gatan nokkuð vel við landslaginu. T.d. er um gróna velli er að fara í Litla-Leirdal. Suðvestur af Hvalskarði er Hvalhnúkur, mjór og allhár. Ólafur Þorvaldsson segir þjóðsöguna kveða á um að tröllkona norðan af fjalli hafi farið til fanga í Selvog og komið þar á hvalfjöru og haft þaðan með sér það, sem hún treysti sér til að komast með, en til hennar sást og hún elt. Varð henni allerfið undankoman, og náðist hún í skarði því, sem síðan er nefnt Hvalskarð og hnúkurinn þar suður af Hvalhnúkur. Undir hraunklettum vestan við götuna er komið er niður í Strandardal er Stínurétt. Slóði liggur upp í Strandardal, en gatan er liggur niður úr dalnum skammt vestan hans. Þar liggur hann áfram áleiðis niður að Strandarheiði, en girt hefur verið þvert fyrir hann.

Selvogsgata

Á Hlíðargötu.

Í fyrri FERLIRsferðum, þar sem gatan var rakin neðan frá Selvogi og áleiðis upp að dalnum, sést hún vel þar sem hún liggur upp heiðina. Við hana á einum stað er tóft, sem ekki er vitað hvaða tilgangi hefur þjónað.

Gengið var til vesturs með girðingunni þegar niður úr dalnum var komið. Valgarðsborg er innan girðingar svo hún var ekki “heimsótt” að þessu sinni. Hlíðarborg er hinsvegar “réttu megin” girðingar svo hún var barin augum. Frá borginni liggur gata. Við hana eru litlar gamlar vörður, sumar fallnar. Gatan sést vel af og til þars em hún liggur til vesturs niður heiðina, áleiðis að Hlíð. Henni var fylgt, m.a. framhjá hellinum Ána. Talsverðar hleðslur eru umhverfis opið. Einnig eru hleðslur sunnan við opið og norðan. Ekki er vitað annað en að hlaðið var um opið til þess að varna því að fé leitaði skjóls niður í hellinum.

Hlíðarborg

Hlíðarborg í Selvogi – síðar stekkur.

Gatan liggur áleiðis að borginni undir Borgarskörðum, svonefnd Hlíðargata skv. örnefnalýsingu. Hún hefur verið vegleg á sínum tíma. Bæði hún og Hlíðarborgin eru hlaðnar vestan undir hraunkletta í heiðinni. Neðan borgarinnar undir Borgarskörðum eru tóftir tveggja húsa utan í klettum, sennilega beitarhúsa frá Hlíð.

Gangan endaði síðan við einn bæjarhól bæjarins að Hlíð. Eldri tóftir eru norðan við þjóðveginn sem og á tanga sunnan við veiðihús SVFH, en útihús eru vestar með vatninu og hafa þau sennilega tilheyrt bænum, sem var við núverandi veiðihús.

Áni

Áni.

Í örnefnalýsingu segir að Hlíð hafi verið fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar. Gamli bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn.
Þessi ganga var á Jónsmessunni. Þjóðtrúin kveður á um um ýmsa dytti henni samfara. Án þess að ætla að fjalla í löngum texta um álfa og huldufólks, ekki sést á nefndu kvöldi, er rétt að geta þess, að sá sem ekki trúði á álfa og huldufólk áður en hann lagði af stað í þessa ferð, gerir það núna. Borgarskörð draga ekki nafn sitt af fjárborginni undir Skörðunum heldur háum og virðulegum klettastandi skammt ofan við skörðin. Hann sést vel þegar gengið er að skörðunum ofan frá, en gæta þarf þess vel að fylgja kennileitum því annars…

Selvogsgata

Selvogsgata – kort ÓSÁ.

Í lýsingu einni um þennan áfanga Selvogsgötunnar kemur eftirfarandi m.a. fram til frekari glöggvunar:
Selvogsgatan er gömul leið á milli Hafnarfjarðar og Selvogs og hefur líklega verið farin frá því að menn settust að í Selvogi. Þetta er skemmtileg leið um áhugavert landsvæði og hollt er að leiða hugann að þeim aðstæðum sem forfeður okkar þurftu að takast á við til þess að draga björg í bú.

Áfram er haldið um skýra götu sem hófar hestanna hafa markað í tímans rás. Framundan eru Lönguhlíðar og Grindaskörð. Stóribolli og fleiri bollar blasa við en þeir hafa verið notaðir sem mið af sjó. Þegar í Grindaskörð kemur er gott að líta til baka og horfa yfir leiðina sem lögð hefur verið að baki og sjá hvað gatan er mörkuð í mosann og klöppina.
Frá Grindaskörðum er stefnt að litlu fjalli með stórt nafn, Kóngsfell, en það mun bera nafn af fjallkóngi þeirra í Selvogi. Þarna greinist leiðin og kallast vestari leiðin Hlíðarvegur sem skiptist síðar í Stakkavíkurveg. Haldið verður austustu leiðina sem er hin eiginlega Selvogsgata eftir greinilegum götum um Grafning og Stóra-Leirdal þar sem menn áðu ávallt þegar þeir áttu þarna leið um og fengu sér nesti og kannski smá brjóstbirtu.

Selvogsgata

Gengið um Hvalskarð.

Síðan verður gengið upp í Hvalskarð eftir Hvalskarðsbrekkum með Urðarfelli að Hlíðarvatni. Tröllkona ein nappaði sér hval í Selvogi en til ferða hennar sást. Hún var elt og náðist þarna í skarðinu. Af fjallinu fyrir ofan Hlíðarvatn er fagurt útsýni. Þaðan sér yfir þessa afskekktu byggð Selvoginn, til Strandarkirkju og vitans. En það sem fangar augað er djúpblátt og óravítt hafið (Úr leiðarlýsingu Útivistar).
Við leiðarlýsinguna er rétt að bæta við ferðum námumanna í Brennisteinsfjöllum. Þeir munu hafa farið um Grindarskörðin með hestalestir sínar. Leiðir liggja frá námunum, bæði ofan við Draugahlíðar og neðan.

Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Selvogsgata

Selvogsgata – kort ÓSÁ.