Tag Archive for: Ölfus

Grensdalur

Þegar gengið er hring um Reykjadal og Grændal (Grensdal) ofan Hveragerðis um Dalaskarð (um 8 km ganga) er áður áhugavert að skoða örnefnalýsingu Ólafar Gunnarsdóttur, sem lengi var í Reykjakoti og m.a. smali þar.
Reykjadalur - djupagilsfoss-1Á svæðinu, auk örnefnanna, eru allnokkrar fornar minjar, s.s. selstöður, sauðahús og stígar. Hægt er að taka mið af Varmá er rennur í gegnum Hveragerði, en svo heitir áin neðan Sauðár sem rennur úr Gufudal. Ofar renna í hana Grendalsá, Reykjadalsá og Hengadalsá, auk nokkurra smærri lækja. Hér er byrjað við Sauðá og haldið upp eftir: „Sandhóll er hæð austan við Gróf að Sauðá. Selmýri er austan Sauðár, þar sem Gufudalur er. [Þar eru leifar sels eða selja (FERLIR).] Reykjanes nes niður þaðan við Varmá, austan Sauðár, ræktunarland Gufudals. Sokkatindur er hár tindur upp með Sauðá og norður af Gróf. Sokkatindsflöt er flöt vestan undir tindinum, dálítil.
Jarðföll eru vestur og inn af Sokkatindi og flöt. Þau sjást ekki af veginum. Tæpimelur er hryggur vestur þaðan mjór ofan. Tæpamelsgil er innan við melinn lítið, rennur í Grændalsá, smávætlur í gilinu. E.t.v. er gilið nafnlaust. Melar eru inn þaðan, inn undir Klóarmýri. Kló er upp þaðan. Snókatorfa (Snjákutorfa) er lítil torfa innan Tæpamelsgils. Þar var stundum slegið. Heyið flutt niður gilið og Þrengsli. Hrútatorfur eru inn af Háeggjum, lægðir og gróðurtorfur. Hrútastígur er stígur upp í torfurnar. Farið upp Gilið og fast uppi við Háeggjar og upp fyrir þær að norðan. (Hrútatorfur eru nær bænum en Sokkatindsflöt).“
Reykjadalur - KlambragilÞá færum við okkur upp að ætluðum upphafsstað. „Engjavað er á Grændalsá neðan við Engjamúla. Grændalsmói er mói á Eyrum fram af Grændal, flatur ofan, en með börðum í kring, oft kallaður Móinn.Grændalur er að austan. Blesatorfa er torfa innanvert við Þrengsli, nær niður að ánni, var slegin. Austurengi er gróðurblettur inn frá Blesatorfu, var slegið. Gil er innan til í enginu. Kjálkabrekka er gróðurbrekka innan við gilið, var slegin. Grænidalur að vestan: Langamýri er mýri, nær niður að á og er niðri við hana. Vörðudalur er dalskvompa, sem liggur upp þaðan upp undir Eggjar (Dalafellseggjar) eða Grændalseggjar). Stóridalur er dalskvompa nokkru stærri og nokkru innar. Heystöð er grasblettir inn með ánni. Engjamúli er sandhóll, sem gengur fram í dalinn og grasblettir uppi á, þar var slegið. Miðengi er engjaspilda þar inn af. Vesturfossahvos er lægð innar. Vesturfossar eru fossar þar upp frá, undir Dalaskarði. Vesturengi er þar innar af. Það er stærsta engjaspilda í Grændal. Dalafell er fjallið milli Grændals og Reykjadals. Dalaskarð er skarð innarlega við Grændal, yfir í Reykjadal, grunnt. Þar endar Dalafell.“
Þá færum við okkur aftur niður í mynni Grændals: „Leirdalsbrekka er brekka framan við þrengslin að vestan upp frá Engjavaði. Leirdalur er gilhvos framan við hana. Fláar eru brekkurnar suðaustan í Dalafelli niður að Grændalsá og Hofmannaflöt, með holum og giljum. Í þeim voru sauðahús frá Reykjakoti, á Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru brekkur vestur af flötinni og upp í Dalafell.
Reykjadalur - Klambragil-2Efribrekkur eru upp þaðan, óvíst hvar. Lækir gróðurflatir með ánni vestur frá Hofmannaflöt, þar var slegið. Kálfagróf gróið dalverpi upp frá Lækjunum til norðvesturs. Smjörgróf er gróf upp þaðan í Rjúpnabrekkum. Reykjadalsá er áin úr Reykjadal niður að ármótum Grændalsár – þaðan Varmá: áður fyrr rann Grændalsá í Reykjadalsá á Eyrunum skammt innan við túnið og neðan við Grændalsmóa. Djúpagilsfoss er foss í Reykjadalsá neðst í Djúpagili, sést frá bænum. Djúpagil er þröngur dalur neðan við Reykjadal.“
Förum þá áleiðis ofan úr Reykjadal að austan, frá Dalaskarði: „Dalaskarðsmýri er allstór mýri, nær upp undir Dalaskarð – meðfram ánni. Fálkaklettagil er austasta gilið af þremur, sem Reykjadalur greinist í innst í botni. Djúpagilsmýri er dálítill mýrarblettur neðst í dalnum upp frá Djúpagili. Hverakjálkar eru dalskvompa(ur) sem liggja vestur frá dalnum framarlega. Þar eru hveraaugu. Torfumýri er mýri innan við gil, sem liggur niður úr Hverakjálkum. Mýrin með ánni er mýrarteigur inn með ánni, undir Molddalahnjúk. Molddalir eru skvompa, nokkuð greinótt, vestur frá Reykjadal og bak við Mold-dalahnúk. Þar eru hverir. „Sandhnúkar“ eru kringum dalinn. Djúpagilseggjar eru klettabrún vestan við Djúpagil. Krossselsflatir eru suður af Djúpagilsfossi, en norðvestur af Svartagili. Gróðurflesjar, sjást frá bænum. Krossselsstígur er götuslóði upp brattann, þaðan upp í Árstaðafjall. Árstaðafjall er hryggur upp á heiðarbrúninni, samhliða Djúpagili.
Svartagljúfur er gljúfrið Vallasel-5að Hengladalaá, þar sem hún fellur ofan af heiðinni í Svartagljúfursfoss: hæsti fossinn í gljúfrinu. Árhólmar eru móarnir milli Hengladalaár og syðsta farvegs hennar niður að Varmá. Mosar eru brekkurnar upp þaðan sunnan við Svartagljúfur. Í Grændalsbotni eru Miðfossar, Austurfossar, Vesturfossar og Efstifoss.“
Tóftir eru þar sem jafnan er nefnd Stekkjaflöt neðst og vestan við Grændalsá. „Þar voru Sauðhús. Sauðhúsbarð innan við Grændalsá – var einnig hjáleiga [þar sem Menntaskólasetrið stendur nú (FERLIR). Þar var líka Reykjakots-hjáleiga, en óvíst hvar. Sauðhúsgil var upp með Sauðhúsi. Rjúpnagil var upp frá Hofmannaflöt, langt upp. Jókutangi var nes í Árhólmum, gegnt Hofmannaflöt. Annars talinn neðst á Hólmum. Ranghóll var í Lækjum. Kúadalur var lægð í Rjúpnabrekku.

Grensdalur-102

Kúadalsöxl er milli og Smérgróf og Stekkjartúnsfell: vestur af Þrengslum upp frá Leirdal. Hveramóar eru fremsti gróður á Grændal. Tæpur er við efri hver um götu. Kúadalsöxl er önnur milli Þrengsla og Rjúpnagils. Hveramýri er milli hvera.“ Skammt vestar: „Nóngil er á Grændal, þar inn af. Smádalir eru lægðir niður af Stóradal. Austurfossar: austasta stórgil í Grændalsbotni. Miðfossar: inn þaðan, þá Ófærugil, næsta gil við Austurfossa. Tröllháls er milli Klóar og Kyllisfells. Miðengi er niður af Miðfossum. Ófærugilshnúkur er vestur af Ófærugili. Vesturfossar eru í gili, kemur úr Álftatjörnum. Grenbrekkur eru vestur þaðan. Grjótdalur er hvos austan við Dalaskarð. Heystöð: flatar mýrar vestan ár, niður frá Dalafelli. Grensdalur-103Sælugil er við hveri fram af þeim. Engjamúli (inni) þar fram af. Kapladalir er utan í Kló, loðnar dokkir niður eftir Langimelur. Tæpimelur og Pumpugil eru á milli. Blesu[a?]torfa er móti Löngumýri við á. Klandragil er innst á Reykjadal, stærsta gil þar [jafnan nefnt Klambragil (FERLIR).]“
Þess skal getið, að þetta er vélritað eftir eiginhandarriti Pálma Hannessonar rektors, en sums staðar hefur hann skrifað svo óskýrt, að ekki verður lesið með öruggri vissu. Af þessum sökum er ekki hægt að ábyrgjast, að hér sé allt rétt upp tekið – 7.8.1966.
Til samanburðar má skoða örnefnalýsingu Þórðar Ögm. Jóhannssonar af sama svæði: „Hengladalaá (Kaldá, eldra nafn, H.J. Lýsing Ölfus.)
Kemur úr Hengladölum, rann áður niður hraunið í Grensdalur-104fjallshlíðinni og var mikil útsýnisprýði frá Reykjakoti. Á seinni árum hefur hún runnið eingöngu í Svartagljúfur. Gamla-Árfar er Þurr farvegur Hengladalaár. Kemur í núverandi farveg við brúna heim að Reykjakoti. Varmá: Mjög er á reiki hvenær áin fær það heiti. Algengasta málvenja er nú að Varmárheitið fái hún þegar Hengladalaá og Grændalsá koma saman. Í lýsingu Ölfus frá 1705, eftir Hálfdán Jónsson, er Varmá talin byrja eftir að Sauðá er komin í ána. Sauðá kemur innan úr Kló og fellur í Varmá milli Reykjakots og Gufudals. Svæðið milli Gamla farvegs og árinnar. Árhólmar eru Móar á milli farvegsins og árinnar.
Mosar er hraunbrekkan á milli farvegsins og árinnar. Tjaldstaðabrún er efst á Mosunum. Þar lá gata. Skjónulág er graslaut, grasflöt í Mosunum. Grensdalur-105Mosalautir eur grasflatir í Árhólmunum. Jókutangi er tanginn þar sem Árhólmarnir ná lengst til norðausturs. Svartagljúfur er gljúfur norðan Mosanna. Þar rennur áin nú. Svartagljúfursfoss er foss efst í gljúfrinu. Klofningar eru Mosatunga norðan Svartagljúfurs. Nóngil er tvö gróin gil, norðan Klofninga.
Nóngiljabrekkur eru grasbrekkur á milli giljanna. Nóngiljabrekka: (K.G.) er grasbrekka norðan giljanna. Krosselsstígur er gömul gata sem lá upp á fjallið upp úr Nónbrekkunni (K.G.). Raufarberg er bergið ofan Nóngilja, sunnan Ástaðafjalls. Ástaðafjall (Heim. notaði þessa mynd af nafninu). Gróið fjall, norðan Raufarbergs, ber hæst. Þúfa er ávalur smáhnúkur syðst á Ástaðafjalli. Frammýri er mýrarblettur undir Raufarbergi, að ánni. Þúfudalur eru lautir og dalverpi austur af Þúfunni, norðan Frammýrar. Kvíar eru róin hlíð og lautir austan í Ástaðafjalli, norðan Þúfudals. Þar var um eitt skeið nautagirðing. Kvíagaflhlað er hæð norðan Kvíanna. Gjósta er gróið dalverpi norðan Ástaðafjalls. Bitra er sléttur mói giljóttur, nær allt að Hengli. Gömul grágrýtisdyngja. (Sjá einnig Kröggólfsst). Molddalahnúkar eru Grensdalur-106gróðurlausir hnúkar norðaustan Ástaðafj. Molddalir (Litli og Stóri) eru gróðurlausar dældir milli Molddalahnúka. Hverakjálkar er hverasoðið dalverpi, giljótt, sunnan Molddalahnúka. Syðri-Brúnkollublettur eru gróin flöt upp (vestur) af Reykjadal norðan Hverakjálka. Nyrðri-Brúnkollublettur er gróin flöt norðar. Svæðið vestan Reykjadalsár, frá Nóngiljum, neðan brúnar, til norðausturs. Krossselsflöt er létt flöt, neðan (austan) Nóngilja. Fossdalur er grýtt laut við fossinn. Fossdalsfoss er lágur foss neðst í Reykjadalsá, sést frá bænum [hér er Fossdalsfoss og Djúpagilsfoss í fyrri örnefnalýsingunni sami fossinn (FERLIR].
Fagraflöt er slétt grasflöt vestan árinnar, norðan Fossdals. Djúpagil er gilið fram úr Reykjadal (suður). Grensdalur-107Djúpagilsfoss er foss þar sem áin fellur niður í Djúpagil úr Reykjadal. Reykjadalur er dalurinn þar norður af. Í honum eru þessi nöfn; vestan ár til norðurs: Djúpagilsmýri er mýrarblettur norður frá fossinum. Ponta er smálaut þar norður af, neðan (austan) Molddalahnúka. Torfærumýri er lautur mýrarblettur norður af Pontu. Hveramýri er mýrarblettur með hverum, norður af Torfærumýri. Klambragil er gil með úfnum klettum, kemur frá vestri. Neðst í því er skáli U.M.F.Ö. [nú brunninn (FERLIR)]. Ölkelduháls er lágur háls austan Klambragils. Ölkelduhnúkur er hnúkur uppi á hálsinum. Fálkaklettar eru háir klettar fyrir botni dalsins. Norðan Fálkakletta er Lakahnúkur, í Grafningi. Austan ár til suðurs er Dalaskarð: Gróið skarð yfir á Grænsdal. Dalafell er fellið á milli Reykjadals og Grændals.

Grensdalur-108

Dalaskarðsmýri er mýrarblettur sunnan Fálkakletta, neðan Dalaskarðs. Klemensargil eða Skriðugil sunnan Dalaskarðsmýrar. Sigmundargil er gróið gil sunnar, þar var slegið. Grámelur er brattur melur móti suðvestri, móts við Djúpagilsfoss. Grámelsgil er smágil sunnan Grámels. Móklifsmýri er mýrarblettur sunnan Grámelsgils. Kúadalsöxl, vestri er hálfgróinn klettakambur, sunnan Móklifsmýrar. Smjörgróf er gróin laut neðan (sunnan) við Kúadalsöxlina. Strokkalágar eru grasbrekkur upp í melinn upp af borholunni. Kálfagrófarmelur er melhryggurinn austan Djúpagils. Kálfagróf er gróin kvos, skerst upp (vestur) í hrygginn. Fossdalshorn er endinn á Kálfagrófarmel, við Fossdalsfossinn.
Grjóthólmi er við ármótin þar, sem Grensdalur-109Reykjadalsá rennur í Hengladalaá, norðan hennar. Rönghóll er smáhóll þýfður neðar við Hengladalaá. Lækir er grasflöt með lækjum norður af Rönghól. Vallasel er grasflöt neðan við brekkuna, frá Lækjum og að borholunni. Hofmannaflöt er slétt flöt austan við lækinn, hærri. Þar var fjárhús í seinni tíð. Flötin slegin. Löngumýri (Langamýri) er hallandi mýri upp í fellið, upp frá Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru grasbrekkur sunnan í fellinu ofar Löngum. Rjúpnafell er klettakambur ofan við Rjúpnabrekkur. Efri-Brekkur eru grasbrekkur ofan við Rjúpnafell. Efribrekkuhnúkur er hnúkur uppi á fellinu ofan við Efri-Brekkur.
Fláar eru grónar brekkur austur af Hofmannaflöt, að litlu gili, ónefndu. Stekkatún eru grónar brekkur austan litla gilsins. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti, sér Grensdalur-110fyrir tóftum. Grændalsvellir er bær, kominn í eyði 1703. Ketill taldi að hann hefði verið í Stekkatúni.“
Og þá aftur að upphafsstað neðst í Grændal: „Reyrbrekka er lítil brekka mót austri, við Þrengslin. Stekkatúnsfell er hæðarhryggur ofan Stekkatúns, vestan Þrengsla. Þrengslin eu þar sem Grændalaáin kemur fram úr fjallinu og niður á flatann, þar er enginn gróður, aðeins melbakkar. Hveramói er rasteygingar innan við Þrengsli, þar eru hverir, móinn var slægju-land, gróður hefur minnkað þar síðan heim. voru í Reykjakoti. Hveramýri er ofan við Hveramóa, að mestu horfinn nú. Kúadalur er hvilft við eggjarnar, nokkur gróður á milli kletta. Þar er nú hver, sem ekki var í minni heim. Þar hefur og fallið skriða. Kúadalsöxl eystri eru eggjarnar ofan Kúadals. Suðausturhornið á Dalafellinu. Bændabrekka er grasbrekka með hverum norðan Hveramóa. Þar slógu áður þrír bændur segja munnmæli (Stutta-Gunna).

Stekkatun-3

Löngumýri (Langamýri ?) er mýri niður við ána, neðan Bændabrekku. Vörðudalur er hvilft uppi í brekkunni, norðan Kúadals, gróður hefur minnkað þar. Miðdalur er smádæld norðan Vörðudals. Stóridalur er stærri dæld norðan Miðdals. Skeiðflatardalur er dæld neðan Miðd. og Stórad. Heystöð eru grasbrekkur innar (norðar), þar var slegið. Sælugil er gróið gil með hverum innan við Heystöð, þar var heyjað. Hrafnhreiðurhólar eru hólar uppi við eggjarnar. Með Eggjum er heildarnafn á svæðinu frá Þrengslum og að Engjamúla.“ Síðan meira um Grændalseggjar: „Engjamúli, innri er gróinn hryggur frá Eggjum og niður að ánni. Grænsdalur eru inn frá Engjamúla. 

Stekkatun-4

Heimildarmenn mínir notuðu þetta nafn á dalnum og aðrir kunnugir, sem ég hefi heyrt bera sér það í munn. Sumir hafa haldið fram að dalurinn héti Grensdalur. Grændalsá rennur eftir Grænsdal og í Hengladalaá.“
Skoðum þá á ný svæðið vestan ár: „Vesturengjar eru eildarnafn á graslendinu vestan ár. Nóngiljalækir eru gróið gil innan Engjamúla, slægjuland. Húsmúli er gróinn mói, var sleginn. Sú tilgáta er til, að bærinn Engjagarður hafi verið í Grænsdal. Má vera að þessi örnefni bendi á að þar hafi hann verið. Grjótdalur er hvilft uppi við eggjarnar, sunnan Dalaskarðs.
Grjótdalssnið er stígur, sem lá upp úr Grjótdal og upp í Dalaskarð. Dalaskarð er skarð yfir í Reykjadal, áður getið. Dalaskarðshnúkur er Grensdalur-111hnúkur norðan Dalaskarðs. Vesturfossar eru gil sem rennur niður í Dalinn. Lækurinn kemur úr Álftatjörn. Grenbrekkur eru brekkur vestur frá Vesturfossum (K.G.). Álftatjörn er tjörn grunn, mýri í kring, norður af Folaldahálsi. Brúnir eru fyrir botni dalsins, „fara inn í Brúnir“.
Engjagarður er bær nefndur í Jarðab. Á.M. Ketill taldi líklegast að hann hefði verið vestan Engjamúla. Engjamúlaflöt er graslendið undir Engjamúla, frá Grændalsá (Þrengslum) og austur að Vesturmúla. Við brekkufótinn sér fyrir skurði. Í honum var leitt vatn úr Grændalsá í myllu, sem var við Vesturm.
155. Höfðaskyggnir: (K.G.) Hóll á brúninni upp af Engjamúlaflöt. Grændalsmói er þýfður mói, hærri, vestan vegarins niðri við Hengladalaána, austan óss Grændalsár. Austan túns að Sauðá og Tindarnir. Grófin er gróin laut upp frá ármótunum. Þar var sumarfjós frá Reykjum og síðar fjárhús frá Völlum, nú ræktun frá Gufudal.

Reykjadalur - Klambragil-3

Grasagrautarhóll er klettahóll austan Grófar að Sauðá.“
Framangreint eru ágætar lýsingar á örnefnum neðan, í og ofan við Reykjadal og Grændal (Grensdal), en við lesturinn má ætla að sérhver geti af honum orðið svolítið sjóveikur. Þá  er ráðið, einkum m.t.t. fagurleika svæðisins, að fá kunnugan leiðsögumann með í för (og jafnvel greiða honum svolítið fyrir vikið). Tryggja má með því að annars tilkomumikið svæðið lifnar við og gangan verður öllum miklum minnistæðari en ella.
Þegar Reykjadalur (Reykjadalir) og Grændalur (Grensdalur) eru skoðaðir í fyrri lýsingum FERLIRs má m.a. lesa um svæðið.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing Ólafar Gunnarsdóttir um Reykjakot.
-Örnefnalýsing Þórðar Ögm. Jóhannssonar um Reykjakot.

Grændalur

Grændalur.

Vallasel

FERLIR hefur áður leitað og verið með tilgátur um staðsetningu Vallasels í Ölfusi (Hveragerði).
Vallasel-2Þar sem Hengladalsá fellur niður af fjallinu norðan við Kamba rennur hún á mótum hrauns og fjalls og fellur í allháum fossi niður í Nóngil en það er gljúfur, sem skorist hefur djúpt niður í berglögin. Ofan við fossinn koma fram tvö hraun mjög ólík að gerð.
Hengladalsá rennur saman við Reykjadalsá þar sem hún kemur úr Djúpagili, Grænadalsá og Sauðá, og nefnist hún Varmá neðan Sauðár. Rennur hún í gegnum Hveragerði og sameinast Þorleifslæk áður en hún rennur í Ölfusá. Hún er um 25 km löng og vatnasvið hennar um 55 km2. Hún dregur nafn sitt af heitu vatni sem rennur í hana á Hengilssvæðinu og í Hveragerði. Eldra nafn á Hengladalsánni niður að Sauðá er Kaldá.
Vallasel-3Lækir er nafn á hallandi flöt milli Hofmannaflatar og mynnis Nóngils. Ofan Lækja er, skv. örnefnaskrá, Vallasel. Fremst í Nóngili eru leifar Krosssels.“
Í örnefnalýsingu fyrir Reykjakot eftir Ólöfu Gunnarsdóttur segir m.a. um örnefni á þessu svæði: „Fláar eru brekkurnar suðaustan í Dalafelli niður að Grændalsá og Hofmannaflöt, með Reykjakot holum og giljum. Í þeim voru sauðahús frá Reykjakoti, á Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru brekkur vestur af flötinni og upp í Dalafell. Efribrekkur: upp þaðan, óvíst hvar. Lækir eru gróðurflatir með ánni vestur frá Hofmannaflöt, þar var slegið. Kálfagróf er gróið dalverpi upp frá Lækjunum til norðvesturs. Smjörgróf: gróf upp þaðan í Rjúpnabrekkum. Reykjadalsá er áin úr Reykjadal niður að ármótum Grændalsár – þaðan Varmá; áður fyrr rann Grændalsá í Reykjadalsá á Eyrunum skammt innan við túnið og neðan við Grændalsmóa.
Krosssel-21Djúpagilsfoss er foss í Reykjadalsá neðst í Djúpagili, sést frá bænum. Djúpagil er þröngur dalur neðan við Reykjadal. Reykjadalur: austan. Sigmundargil: neðst á Reykjadal, fremur lítið. Dalaskarðsmýri: allstór mýri, nær upp undir Dalaskarð – meðfram ánni. Fálkaklettagil er austasta gilið af þremur, sem Reykjadalur greinist í innst í botni. Djúpagilsmýri er dálítill mýrarblettur neðst í dalnum upp frá Djúpagili. Hverakjálkar: dalskvompa(ur) sem liggja vestur frá dalnum framarlega. Þar eru hveraaugu. Torfumýri er mýri innan við gil, sem liggur niður úr Hverakjálkum. Mýrin með ánni; mýrarteigur inn með ánni, undir Molddalahnjúk. Molddalir eru skvompa, nokkuð greinótt, vestur frá Reykjadal og bak við Molddalahnúk. Þar eru hverir. „Sandhnúkar“ kringum dalinn. Djúpagilseggjar eru klettabrún vestan við Djúpagil. 

Krosssel-22

Krossselsflatir eru suður af Djúpagilsfossi, en norðvestur af Svartagili. Gróðurflesjar, sjást frá bænum. Krossselsstígur er götuslóði upp brattann, þaðan upp í Árstaðafjall. Árstaðafjall er hryggur upp á heiðarbrúninni, samhliða Djúpagili. Svartagljúfur er gljúfrið að Hengladalaá, þar sem hún fellur ofan af heiðinni í Svartagljúfursfoss: hæsti fossinn í gljúfrinu.“
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Reykjakot segir: „Hengladalaá (Kaldá, eldra nafn, H.J. Lýsing Ölfus.) Kemur úr Hengladölum, rann áður niður hraunið í fjallshlíðinni og var mikil útsýnisprýði frá Reykjakoti. Á seinni árum hefur hún runnið eingöngu í Svartagljúfur. Gamla-Árfar: Þurr farvegur Hengladalaár. Kemur í núverandi farveg við brúna heim að Reykjakoti. Varmá: Mjög á reiki hvenær áin fær það heiti. Algengasta málvenja er nú að Varmárheitið fái hún þegar Hengladalaá og Grændalsá koma saman. Í lýsingu Ölfus frá 1705, eftir Hálfdán Jónsson, er Varmá talin byrja eftir að Sauðá er komin í ána. Nóngil eru tvö gróin gil, norðan Klofninga.

Djupagilsfoss-2

Nóngiljabrekkur eru grasbrekkur á milli giljanna.
Nóngiljabrekka er (K.G.) grasbrekka norðan giljanna.
Krosselsstígur er gömul gata sem lá upp á fjallið upp úr Nónbrekkunni.
Raufarberg er bergið ofan Nóngilja, sunnan Ástaðafjalls.
Ástaðafjall er (heim. notaði þessa mynd af nafninu) gróið fjall, norðan Raufarbergs, ber hæst.
Kvíar eru gróin hlíð og lautir austan í Ástaðafjalli, norðan Þúfudals. Þar var um eitt skeið nautagirðing. Krossselsflöt er slétt flöt, neðan (austan) Nóngilja. Fossdalur er grýtt laut við fossinn. Fossdalsfoss er lágur foss neðst í Reykjadalsá, sést frá bænum. Fagraflöt er slétt grasflöt vestan árinnar, norðan Fossdals. Djúpagil er gilið fram úr Reykjadal (suður). Djúpagilsfoss er foss þar sem áin fellur niður í Djúpagil úr Reykjadal. Rönghóll er smáhóll þýfður neðar við Hengladalaá. Lækir eru grasflöt með lækjum norður af Rönghól. Vallasel er grasflöt neðan við brekkuna, frá Lækjum og að borholunni.  Hofmannaflöt: Slétt flöt austan við lækinn, hærri. Þar var fjárhús í seinni tíð. Flötin slegin.  Stekkatún eru grónar brekkur austan litla gilsins. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti, sér fyrir tóftum. Grændalsvellir er bær kominn í eyði 1703. Ketill taldi að hann hefði verið í Stekkatúni.“
Þegar FERLIR skoðaði svæðið milli Rönghóls um Læki að nefndri borholu komu mannvistarleifar í ljós á nokkrum stöðum. Þeirra er hins vegar ekki getið í fornleifaskráningu af svæðinu. M.a. er um að ræða fjárborg, sem að öllum líkindum hefur verið byggð upp úr nefndu Vallaseli, enda „á milli Rönghóls og borholunnar“. Leifar selsins eru suðvestan við fjárborgina.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Náttúrufræðingurinn, 50 árg. 1980-1981, 1. tbl., bls. 37.
-Náttúrufræðingurinn, 47. árg. 1977-1978, 1. tbl. bls. 21-22.
-Örnefnalýsing frá Reykjakoti – Eftir Ólöfu Gunnarsdóttur, gamalli konu, sem lengi var í Reykjakoti og m.a. smali þar.
-Örnefnalýsin fyrir Reykjakot – Ari Gíslason.

Vallasel

Vallasel – uppdráttur.

Hjallasel

Hjallasel í Ölfusi hafa jafnan reynst áhugasömu fólki erfið leitar og staðsetningar.
En fyrst svolítið um Solstigsvarda„sel“. Í Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju frá 1856 má lesa eftirfarandi um örnefnið „sel“: „Sel merkir sumardvalarstað, helst á heiðum eða við fjöll uppi, þar sem ær og kýr eru hafðar á beit og með málnytuna farið, eins og lög gera ráð fyrir; húsakynnin voru ætíð lítil og órífleg, ekki nema 2 herbergi eða svo, enda ekki mart manna að jafnaði. Alment var »haft í seli« á Íslandi lángt fram eftir öldum, uns það hætti, bæði vegna ódugnaðar og eins hins, að þörfin á að hafa í seli var aldrei eins mikil á Íslandi eins og t. d. í Noregi, nema þá rjett á stöku stöðum. En nöfnin eru mjög þýðingarmikil, einmitt fyrir búskap Íslendinga á fyrri öldum. Sel urðu að bæjum (kotum) líkt og fjós o.s.frv.“.
Í „Orðasafni í fornleifafræði“, sem Fornleifastofnun Íslands birtir á vefsíðu sinni er örnefnið „sel“ m.a. Hjalli-21skilgreint: „sel hk. [skilgr.] Bústaður í úthögum eða inn til fjalla þar sem búsmali, aðallega málnytupeningur, var hafður á sumrum. [skýr.] Tilgangur með selstöðu var margþættur: Að hlífa heimahögum við ágangi, nýta útbeit og slægjur og jafnvel eftirsókn í kjarnmeiri gróður. Sumstaðar hafa sel verið notuð sem beitarhús á vetrum. [enska] shieling“.
Ekki er að sjá á örnefnalýsingum að getið sé um selstöður bæjanna undir Hjallafjalli í Ölfusi. Í lýsingu af Hjalla segir m.a. að „vestan við Kerlingarberg er skarð nokkurt sem í heild kallast Selstígur, þó að nafnið eigi einkum við götuna, sem liggur þar upp á brúnina.“

Hjalli-25

Selsstígur þessi liggur frá Hrauni upp í selstöðu frá þeim bæ í hraunkrikanum undir Skógbrekku.
Í örnefnalýsingu fyrir Ytri-Grímslæk segir: „Klapparhóll og tóft af fjárborg. Nálægt miðju svæðisins er lágur klapparhóll og utan í honum er tóft af fjárborg. Var fjárborgin notuð af bændum í sveitinni fyrr á öldum og þá fyrst og fremst til að skýla sauðfé í vondum veðrum. (Munnleg heimild: Gunnar Konráðsson, nóvember 1997).“
Í örnefnalýsingu fyrir Hjallahverfi eftir Eirík Einarsson segir m.a. um þetta svæði:
„Nöfn utan gömlu túnanna, neðan brúnar Hjallafjalls. Með Bakka eru talin nöfn í Bakkabrekkum, út að Hjallarás, nema gatan út með fjallinu, en af efri bæjum sóknarinnar var hún nefnd Hjallagötur. Vestan við Bakkarás, upp við hlíðina, er fjárrétt sem heitir Hjallarétt. Þar var réttað vor og haust.

Hjalli-23

Rétt fyrir vestan Hjallarétt er gata upp á brúnina, þar sem hlíðin skagar einna lengst fram. Hún heitir Suðurferðastígur og Króksstígur. Allgóð hestagata. Litlu vestar, austan við Króksrás, bugðast önnur gata upp á brúnina. Hún heitir Kúastígur eða Króksstígur.
Rétt fyrir vestan Öxl er gata úr brekkunni upp á brúnina, og heitir Borgarstígur. Spölkorn fyrir vestan Borgarstíg er stór varða uppi á brúninni. Heitir hún Sólarstígsvarða. Aðeins vestan við hana er krókótt kindagata upp á brúnina. Hún heitir Sólarstígur. Í stórum, algrónum hvammi litlu vestar er enn gata og heitir Hraunsstígur.
Upp af Bolasteini er grasbrekka, og hellisskúti ofan hennar, en klettar í brúninni. Brekkan heitir Hellisbrekka. Framan í nefi vestan við Hellisbrekku er gata upp á brúnina. Hún heitir Steinkustígur.
Upp frá Króksstíg eru Suðurferðarmóar upp að Efrafjalli, fyrir vestan Hest. Þar eru grasbrekkur og lautir í brúninni fyrir vestan Leynira (þeir eru taldir með Bakka), og heita Suðurferðabrekka. Gatan þar upp brekkuna kallast Kálberstígur. Þannig var nafnið víst oftast borið fram, en mun eiga að vera Kálfsbergsstígur, kenndur við Kálfsberg, lítinn klettastapa þar í brúninni.
Vestan við Suðurferðabrekku. er Brattabrekka, með kletta í brún og hærri en brúnin austar og vestar. Rétt neðan við vesturenda Bröttubrekku er dálítil hæð, sem heitir Háaleiti. Þar hafði Jón Helgason bóndi á Hjalla, síðar kaupmaður í Reykjavík, sauðahús fram yfir aldamótin 1900. Sér þar fyrir rústum.

Hjallasel efra - á Efra-Fjalli-2

Í brúninni vestur af Bröttubrekku, og nokkru lægri, eru Selbrekkur, algrónar. Austast í þeim heitir Pall-Selbrekka. Neðan við Selbrekkur er dálítil lægð sem heitir Litli-Leirdalur (182), og niður frá honum, suðvestur frá Háaleiti er Stóri-Leirdalur. Vestan við Selbrekkur verður rani eða múli sem heitir Rjúpnamúli. Niður frá honum heita Lækjarmóar. Þar eru rústir sels eða stekks, og heitir Lækjarborg.“
Gengið var áleiðis upp í Lyngbrekkur og stefnan þá tekin upp í svonefndar Vatnsbrekkur með stefnu í átt að Skálafelli. Skammt norðaustar var komið í Selbrekkur. Í brekkunum kúrði fallegt sel; Hjallasel I. Þarna mun vera um að ræða gamla selstöðu frá Hjalla. Megintóttin er óvenjustór af selstóft að vera, en rými var austan við hana.

Hjalli-26

Tvískipt tóft var lítillega ofar (norðar) og síðan önnur skammt vestar. Á milli hennar og megintóftarinnar var garður. Tækifærið var notað og selstaðan rissuð upp. Gamall stígur liggur í móanum upp hlíðina og liðast áfram upp hana skammt vestan við selið. Að sögn Hjalta Þórðarsonar, bónda á Bjarnastöðum, sem er manna fróðastur um þetta svæði, átti þarna uppi einnig að vera selstaða, mjög gömul, frá Hjalla og síðar notuð sem sauðhús [fjárborg, sbr. Lækjarborg]. Um 20 mín. gangur er á milli seljanna til norðvesturs, í svonefndum Sellautum. Á milli seljanna, á Efra-Fjalli má sjá brak úr flugvél er þar fórst á seinni stríðsárunum.
Þegar Lækjaborgin er skoðuð má telja víst að þar hefur „einungis“ verið lítil fjárborg á annars litlum og lágum hól.

Fjallsendaborg

Enn má sjá talsverðar hleðslur í föllnum veggjunum sem og leiði- eða skjólgarða bæði suðaustan og norðvestan við hana. Telja verður ólíklegt að þarna hafi verið stekkur fyrrum, hvað þá selstaða. Líklegra er að selstaðan hafi við þar sem nú er Hjallaborg (stórt fjárhús og gerði) neðan við Selbrekkur.
Skammt suðvestar er Fjallsendaborgin, mjög gróin og stór á og utan í klapparhól. Fjárborgir voru á Reykjanesskaganum notaðar sem skjól fyrir útigangsfé því óvíða voru byggð fjárhús og/eða beitarhús á svæðinu fyrr en í lok 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Vegna hversu slíkar byggingar eru tiltölulega nýlegar sjást minjar þeirra jafnan mjög vel í landslaginu. Ein slík er á lágum grónum hól skammt austsuðaustar, talsvert áberandi, norðan og ofan við Sólarstígsvörðu. 

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsing frá Hjalla.
-Örnefnalýsing frá Ytri-Grímslæk.
-Gunnar Konráðsson – munnleg heimild.
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju, Bæjarnöfn á Íslandi, Hið íslenska bókmenntafjelag 1856, 4.b., bls. 475.
-Örnefnalýsing Eiríks Einarsson fyrir Hjallahverfi.
http://www.instarch.is/instarch/ordasafn

Hjallasel

Hjallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Grensdalur

FERLIR berast á hverjum degi jákvæð viðbrögð frá áhugasömu fólki um skrif á vefsíðunni um einstaka staði eða einstakar minjar á Reykjanesskaganum.
Dæmi um slíka umfjöllun er t.a.m. um Grensdal (Grændal). -Dagbjartur Grensdalur-113Sigursteinsson, sem leiddi FERLIR m.a að flugvélaflaki norðan undir Skálafelli  sendi FERLIR t.a.m. eftirfarandi: „Það er alltaf gaman að lesa og skoða það sem þið eruð að fást við. Ég var að lesa um Grensdalinn eða eins og hann er nú kallaður Grændalur. Þegar ég var strákur að alast upp í Hveragerði var hann aldrei kallaður annað en Grensdalur og þá heyrpi ég að nafngiftin væri tilkomin af tófugreni sem þar hefði löngum verið og er sú tilgáta ekki verri en hver önnur því margur er nú dalurinn grænni en þessi. Til eru einhversstaðar gamlar sagnir um samnefndan bæ í dalnum eða dalsmynninu fljótlega eftir landnám og heyrt hef ég að Grens nafnið mundi komið úr fornírsku og þýddi eitthvað sem liggur vel við sól. Finnst rétt að halda í gamlar nafngiftir ef hægt er. Bið forláts á framhleypninni.“

Grensdalur-114

FERLIR svaraði og viðbrögð Dagbjarts voru: „Blessaður og þökk fyrir síðast (labbið áleiðis að Ansonvélinni í Hverahlíðinni – aftur. Ég var einhvern tímann að grúska í gamalli byggð í Ölvusi og hafði þá skrifað „Grensdalsvellir“ fornbýli í Grensdal athugist síðar,  það var víst aldrei gert, þetta var í einhverri bók eða gömlum skræðum sen ég man ekki lengur hverjar voru. Þessa nafns er getið víðar, til dæmis í Riti Fornleifanefndar ríkisins 2008-9 (Stekkatún eða Grensdalsvellir). Ég hitti fyrir nokkru gamlan kunningja úr Ölfusinu, Þorstein Jónsson á Þóroddsstöðum sem fæddur er þar 1930 og hefur alltaf átt þar heima. Ég fór að spyrja hann um C64 vélina sem þið voruð að leita að 3 km. suðvestur af Núpafjallinu og átti að hafa farist 1944. Hann sagði þetta hljóta að vera einhverja vitlausa staðsetningu hjá þeim amerísku. 

Grensdalur-115

Þessi staðsetning væri svo stutt frá bænum sínum og áhugi 14 ára stráks á svona málum svo mikill að þetta gæti ekki hafa farið fram hjá sér þá. Hann sagðist svo mikið vera búinn að þvælast um þessar slóðir á sínum rúmlega 80 árum að það væri óhugsandi að hann hefði ekki gengið fram á þetta.“
Í Náttúruminjaskrá má lesa eftirfarandi um Grændal: „Grændalur og Reykjadalur liggja upp af Hveragerði. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð. Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. Á svæðinu eru góðar opnur sem eru mikilvægar til rannsókna og fræðslu. Einkennandi eru lækjarsitrur sem seitla niður hlíðar dalsins. Þær eru sérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja til um lífríki hveranna.“

Grensdalur-101

Samkvæmt örnefnaskrá Reykjakots er Stekkatún grónar brekkur austan í litlu gili. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti sem enn megi sjá leifar af. Til eru frásagnir um að á þessu svæði hafi verið býlið Grændalsvellir en það hafi verið komið í eyði árið 1703. Leifar Grændalsvalla hafa aldrei fundist en sú tilgáta hefur verið uppi að Stekkatún og Grændalsvellir séu sami staðurinn. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir að Grændalsvellir hafi verið hjáleiga frá Reykjum. Þar hófst búskapur í lok 17. aldar en stóð aðeins í fjögur ár. Eftir að jörðin fór í eyði var hún notuð fyrir Stekkatún frá Reykjakoti. Landskuld af hjáleigunni var 40 álnir en leigukúgildi ekkert. Í Jarðabókinni segir að ekki sé hægt að taka upp búskap á jörðinni að nýju nema jörðinni til skaða. Í fornleifaskráningu af svæðinu segir m.a.: „Sunnan úr Dalfelli gengur rani sem liggur með fram Grændalsá í um 50 – 100 m fjarlægð frá ánni. Raninn mjókkar mikið í endann. Ofan á rananum er grasi vaxinn bali en bæði norðan og sunnan megin eru brattar brekkur út af rananum, um 5 – 10 m háar. Fremst á rananum þar sem hann er því sem næst láréttur eru þrjár tóftir. Engin þessara tófta né aðrar á svæðinu líkist bæjarhúsatóftum svo hafi bær einhvern tíma staðið á Stekkatúni þá eru rústir hans horfnar. Löng og mjó tóft liggur fremst á rananum. Vesturendi hennar og hluti suðurhliðar er horfinn en við tekur snarbrött brekka. Tóftin er algerlega vaxin grasi. Brekkan er grasi vaxin svo ekki sér í rof og virðist því langt síðan brotnaði af tóftinni. Hún er 9,6m x 6,4m að stærð, liggur NA-SV, op í SV. Vegghæð er mest 40 cm. Um 1,7 m norðaustar er önnur tóft (nr. 743), ferhyrnt, 6,8m x 5,1m að stærð og liggur NA-SV.

Grensdalur-116

Engin inngangur er greinanlegur en greina má hvilt í miðju tóftarinnar. Hún er mjög grasi gróin. Um 2m NV er þriðja tóftin (nr. 744). Hún er 6,8m x 6,8m að stærð, nánast hringlaga. Enginn inngangur er greinanlegur. Tóftin virðist yngri en hinar tvær, t.d. er vegghæð hennar nokkuð meiri eða 1m og greina má steinahleðslu að innanverðu. Um 28,6m í NA er fjórða tóftin (nr. 745), 13,6m x 7,6m að stærð og liggur NNA-SSV. Eitt hólf og með inngangur á SSV-hlið. Tóftin er grasi gróin en greina má steinhleðslur í veggjum að innanverðu. Vegghæð um 0,8-1m. Um 10,6m SAA er fimmta tóftin (nr. 746). Hún er 11,4m x 7,5m að stærð, liggur sem næst N-S. Inngangur hefur verið vestan megin á langhlið. Tóftin er grasi gróin en greina má steinahleðslur í veggjum að innanverðu. Vegghæð 0,8-1m. Tóftirnar tvær í brekkunni eru tengdar saman með garðlagi (nr. 747). Garðlagið er 12m á lengd og um 3m á breidd. Vegghæð um 10-30cm. Er vaxin grasi en þó sér í grjót. Á garðlaginu er viknilbeygja.“
 Umhverfið sem tóftirnar standa í er mjög fallegt. Grasi gróin rani meðfram Grændalsá þaðan sem útsýni er yfir árnar, Grændalsá og Hengladalaá, vellina sunnan ánna og upp á Hellisheiðina til suðvesturs.

Grensdalur-117

Tóftirnar mynda skemmtilega rústaþyrpingu. Ekki er ljóst til hvers þær voru nýttar en eflaust er hér um útihúsatóftir að ræða. Rannsóknir á staðnum myndu geta gefið betri vísbendingar um notkunina. Rústirnar eru vel grónar og ekki í neinni hættu. Stuttur gangur er að þeim og því möguleikar á að kynna þær fyrir almenningi.
Grensdalur-118„Undir Vesturmúla sem er vestan í Tindum eru tvær tóftir sem byggðar hafa verið inn í grasbrekkuna. Nyrðri tóftin er um 80 m suðaustur af Grændalsá en sú syðri um 300 m NNA af hesthúsahverfi Hvergerðinga. Um 340 m eru á milli tóftanna. Tóft sem er norðar liggur í graslendi neðst í brekkufætinum undir múlanum. Hún er grafin inn í brekkuna þannig að brekkan myndar austurlanghliðina. Þar ofan á liggur reiðvegur. Tóftin er 11 x 7 m að utanmáli. Veggir hennar eru útflattir, um 3 – 4 m á breidd. Um 4 m breitt op snýr í vestsuðvestur. Tóftin undir Vesturmúla. Um 340 m SSA er önnur tóft. Hún liggur líkt og hin í brekkufætinum og er grafin inn í brekkuna þannig að brekkan myndar austurhlið hennar. Tóftin er beint undir kletti sem er sá neðsti í þessari hlíð múlans. Rafmagnsgirðing liggur vestan við rústina, meðfram hlíðinni og alveg við tóftina. Tóftin er á kafi í grasi. Tóftinni er skipt í tvö hólf. Eitt aðalhólf en út frá því liggur langt og mjótt hólf til suðurs. Hún er um 12m x 7,4m að stærð og inngangur í suðurenda.“

Heimildir:
-Dagbjartur Sigursteinsson – póstur 23. 04. 2012 kl.00:11.
-Dagbjartur Sigursteinsson – póstur 23. 04. 2012 kl.12:17.
-http://eldri.ust.is/media/skyrslur2003/Graendalur.pdf
-Örnefnalýsing fyrir Reykjakot.
-Fornleifaskráning í Grensdal (Grændal).

Grensdalur

Í Grensdal.

Stakkavíkurstígur

Ætlunin var að skoða götur á milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur í Selvogi. Vitað er að gata (Alfaraleiðin vestari), tvískipt, lá skammt ofan við ströndina, djúpt mörkuð í hraunhelluna á köflum. Hún skiptist síðan á austanverðir Hellunni í Alfaraleiðina neðri og Alfaraleiðina efri.
GálgaklettarNeðri leiðin er einnig tvískit á kaflanum austan Háa-Hrauns. Þá lá hestvagnagata ofar í hrauninu og ekki er ólíklegt að enn önnur leið hafi legið á kafla upp undir Stakkarvíkur- og Herdísarvíkurfjalli. Í örnefnalýsingu segir m.a.: „“Upp úr Dalnum liggur Stakkavíkurgatan, sem liggur NV yfir hraunið. Gata þessi lá
að Herdísarvík og upp að fjallinu. Á vinstri hönd við götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar. Þar sat Selvogsörninn.“
Þarna á milli, neðan við Alfaraleiðina, eru einnig áhugaverða minjar, s.s. Mölvíkurvarir og sjóbúð. Við hestvagnaleiðina, sem er á löngum kafla ofan í Herdísarvíkurveginum, má einnig sjá leifar eftir vegagerðarmennina. Eldri gatan birtist undan nýrri veginum í Mölvíkurhrauni. Hraunið, sem rann úr Draugahlíðum um 1340, fór bæði yfir þá götu og neðri Alfaraleiðina þar sem nú er Háa-Hraun.
Ætlunin er að skoða betur gatnakerfið í heild á þessu svæði.

Vagnvegurinn

Í örnefnalýsingum fyrir Stakkavík og Herdísarvík er lýst ginum gömlu götum að og frá bæjunum. Í lýsingu Stakkavíkur segir m.a.: „Stakkavík átti mikið land að sjó, eða úr mörkum við Breiðabás, sem var hálfur í landi Stakkavíkur. Breiðabáskampur var mikill og hár.  Þar frammi í sjó var uppmjór klettur, Markklettur. Þá voru hraundrangar þar austur af, síðan tók við vík allbreið, kölluð Mölvík, með Mölvikurkampi. Austast í henni voru klappir, og [var] þar kallað Varir eða Mölvíkurvarir. Í Breiðabás og á Mölvík var rekasvæði ágætt. Ofanvert við kampinn var Mölvíkurtjörn, en vestur úr henni eða lægðinni, sem hún liggur í, er sæmilega bílfær vegur, Mölvíkurstígur upp á alfaraveginn uppi á brunanum.
BúðBúðarrúst er austur af Tjörninni, Mölvíkurbúð, frá þeim tímum, er útræði var úr Mölvíkurvörum;  þar er og Mölvíkurfiskabyrgi. Þar upp af framan í brunanum eru svo Grenshólar.
Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur af þeim taka svo við Draugagjár, og eru þar klappir og klettar. Á einum stað liggur milli klettanna gjá;  þar svarrar sjórinn fast.
Á Draugagjárlóninu er steinn mikill, Skarfaklettur. Austarlega í Draugagjám er klöpp, þangi vaxin og öðrum sjávargróðri. Í Skarfaklettureina tíð lá Steinbogi út á klöppina, og þá leið fór féð til beitar. En á flæði hraktist það af klöppinni í ker, sem þar liggur inn af, og drapst þar. Þar af var kerið kallað Drápsker. Fyrir þessa sök var steinboginn brotinn.
Fjaran austur af Draugagjám er nefnd Bergdalir og er klettótt mjög. Nafnið fær þessi hluti fjörunnar af grasi vöxnum hvömmum ofanvert við Bergdalakamp. Þar er Vestasti-Bergdalur, Mið-Bergdalur og Austasti-Bergdalur. En vestur af Bergdölunum lá enn dalur kallaður Vestastidalur, en Mið-Bergdalur var stundum kallaður Stóri-Bergdalur.
Austur af Bergdölum tekur við Happasælavik og ber nafn með rentu, því þarna er rekastaður góður. Þar austur af tekur við Krókur með Króksbót og liggur allt austur að Skothellu, og eru þar mörk milli Stakkavíkur og Vogsósa.
AlfaraleiðinOfanvert við sjávarkampinn, sem liggur frá Draugagjám austur að Skothellu, er austast Víðisandur, og liggur vestasti hluti hans undir Stakkavík. Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun. Svo segja Selvogsingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga. Við götur þessar upp af Happasælaviki er Hundaþúfuhóll, sem allt eins er kallaður Hulduþúfuhóll. Þaðan liggur gatan um klappirnar ofan við Bergdali. Alfaravegurinn efri liggur um Hellurnar upp á brunann allmiklu ofar. Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.“
Stakkavíkurvegi er lýst með upptalningu frá bæ og áfram upp Selskarð á Stakkavíkurfjalli: „1. Stakkavík: Heim við tún byrjaði vegurinn og lá upp 2. Stakkavíkurhraun: Í austur neðanvert við Fjárborgina. 3. Flötin: Úr hrauninu lá vegurinn um flöt ofan við Botnavik. 4. Lyngskjöld: Sem er hraunbrekka ofan og austan Flata. 5. Selskarðsstígur: Heitir vegurinn eiginlega heiman frá bæ þá leið sem þegar er lýst upp í 6. Selskarð: Sem er í Stakkavíkurfjallsbrún. 7. Stakkavíkurfjall: Er þá komið upp á Stakkavíkurfjall, eða Fjallið. 8. Stakkavíkursel: Spölkorn ofan brúna [?] er þetta sel. 9. AlfaraleiðinLeirdalur: Er þar nokkru ofar. 10. Helgadalur: Dalur þessi eða hvammur er þar enn ofar. 11. Langhólar: Þeir eru þar enn ofar og liggja í Hlíðarveg. 12. Brekkurnar: Þær eru nokkrar með sérnöfnum. 13. Dýjabrekkur 3: Þær eru allt upp undir Ása. 14. Dýjabrekkuhóll: Hann er á hægri hönd við Veginn. 15. Ásarnir: Taka svo við og liggja á beggja megin vegar. 16. Svörtu-Ásar: Liggja á vinstri hönd. 17. Vesturásar: Þar norðar og á vinstri hönd. 18. Austurásar: Beint á mót á hægri hönd. 19. Hvalhnúkur vestari: Hann hefur blasað við alla leiðina. 20. Hvalhnúkatagl: Um það liggur vegurinn og beygir til hægri. 21. Skarðshraun: Inn og austur eftir hrauni þessu, sem mun vera kennt við Grindaskörð. 22. Skarðahraunsvörður: Allur er vegurinn varðaður þessum vörðum. 23. Tvívörður: Upp í þessar vörður sem standa með nokkurra metra millibili. Þar um liggur svo 24. Suðurferðaleið: Sem áður er lýst. 25. Vetrarvegur: Vegur þessi var farinn á vetrum. Þótti hann öruggari en Suðurferðaleiðin.“
Um Herdísarvíkurveg segir: „1. Bæjarhlið:  Vegurinn lá heiman frá bæ og um hlið þetta. 2. Túngarður: Austur með Túngarði. 3. Kátsgjóta: Framhjá gjótu þessari. 4. Langigarður: Með Langagarði lá vegurinn. 5. Herdísarvíkurbruni: Um Brunann og áfram austur. Fiskigarðar: Milli Fiskigarðanna á Brunanum. 7. Mölvíkurklappir: Um Mölvíkurklappir. 8. Háa-Hraun: Yfir brunann og niður á 9. Hellurnar: Ofarlega og austur þær. 10. Sandhlíð: Upp Sandhlíð upp á 11. Háahraun eystra: Sem er annað nafn á Stakkavíkurhrauni. 12. Hvíkubakkar: Um gróna sléttu litla í Hrauninu.
13. ummerkiBorgartungur: Um Borgartungur ofanvert við Fjárborgina. 14. Flötin: Niður á Flötina og á Stakkavíkurveg.“
Þá segir um Stakkavíkurgötuna frá Stakkavík, sem Herdísarvíkurvegur liggur á: „Upp úr Dalnum liggur Stakkavíkurgatan, sem liggur NV yfir hraunið. Gata þessi lá að Herdísarvík og upp að fjallinu. Á vinstri hönd við götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar. Þar sat Selvogsörninn.“
Um Alfaraleiðina frá Vogsósavaði (Vesturleiðina, en Austurleiðin nefnist veghlutinn frá vaðinu austur eftir) og vestur úr segir: „1. Vesturleiðin: Lá frá. Vogsósavaði út á 2. Víðisand: Mikið sandflæmi. 3. Melatögl: Eru á vinstri hönd melvaxnir hólar. 4. Flæðin: Svæði á hægri hönd, sem flæddi stundum yfir.
Vetrarblóm5. Stórabarð: Það er nokkuð vestarlega á Víðisandi. 6. Hellur: Þegar Víðisandi lauk tóku þær við. 7. Neðri-Leiðin: Neðrileiðin var eldri miklu og lá nær sjó. 8. Krókabót: Ofanvert við bót þessa lá Leiðin. 9. Bergdalir: Taka við vestarlega á Hellunum og eru þar vel troðnar brautir í Hellurnar. 10. Hulduþúfuhóll: Leiðin liggur fast við Hól þennan. 11. Happasælavik: Sem er vestan til við Bergdali. 12. Draugagjár:  Þangað liggur Leiðin og hverfur hér undir hraunið eða Stakkavíkurbruna. 13. Efri-Leiðin: Leiðirnar skiptast á Hellunum. 14. Leiðamót: Austanvert við 15. Sandhliðið: Hlið á girðingum sem girðir af Sandinn. 16. Hellur: Leiðin liggur hér um Hellurnar. Spor eru hér ekki eins glögg og á Neðri-Leiðinni. 17. Háahraun: Leiðin liggur um troðning þvert um Brunann. 18.Mölvíkurklappir: Leiðin liggur nú hér um djúpar götur. 19. Herdísarvíkurbruni: Leiðin liggur svo um bruna þennan. 20. Langigarður: Að garði þessum og meðfram honum. 21. Herdísarvík: Ofan Herdísarvíkurtúngarðs [?].
22. Herdísarvíkurhraunið eldra:  Leiðin liggur hér ofar Gamla-Sjávarkampsins. 23. Herdísarvíkurhraunið yngra: Leið lá í bugðum og beygjum hér um. 24. Sængurkonuhellir: Framhjá hellisskúta þessum. 25. Vonda-Klif: Um Klif þetta og hraunið þar hæst. 26. Sýslusteinn: Hann er þá á hægri hönd.“
Þá segir: „Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu. Austur með Selvegi er Selhóll og Selhólsbruni.“
Blómstrandi vetrarblómið minnti á upprisu sumarsins.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Sjá MYNDIR

Stakkavíkurgötur

 

Framkvæmdarstjóri Sauðfjárseturs á Ströndum sendi FERLIR eftirfarandi ábendingu:
Surtla„Góðan daginn, datt í hug að senda ykkur á ferlir.is fréttatilkynningu vegna sýningar um Herdísarvíkur-Surtlu, enda talsvert fjallað um hana á frábærum vef ykkar.
Sauðfjársetur á Ströndum opnaði á dögunum sérsýningu um eina frægustu kind Íslandssögunnar, hina fótfráu og stórgáfuðu Herdísarvíkur-Surtlu. Árin 1951 og 1952 var Surtla hundelt af smölum, hundum og skotmönnum, en þá fóru fram fjárskipti á svæðinu frá Hvalfirði að Rangá vegna mæðiveikinnar. Óhætt er að segja að kindin hafi orðið goðsögn í lifanda lífi, en fjárskiptayfirvöld gripu að lokum til þess örþrifaráðs að leggja fé til höfuðs henni. Eftir margra klukkustunda eltingaleik þann 30. ágúst 1952 var Surtla felld ofan við Herdísarvík, en örlög hennar vöktu mikla athygli og hörð viðbrögð fjölmargra sem töldu að kindin hefði átt skilið að lifa, enda bersýnilega ekki mæðiveik . Á sýningunni, sem verður uppi til sumarloka, segir frá ævi og örlögum Herdísarvíkur-Surtlu og þar gefur einnig að líta höfuð Surtlu sem Sauðfjársetrinu var góðfúslega lánað af Sigurði Sigurðarsyni dýralækni. (Sjá sýningarupplýsingar
HÉR.)
Sauðfjársetur á Ströndum er staðsett í Sævangi við Steingrímsfjörð, 12 km. sunnan við Hólmavík.

Bestu kveðjur,
Arnar S. Jónsson,
frkv.stjóri Sauðfjárseturs á Ströndum.“

Surtla

Surtla á Keldum. Sigurður Sigurðsson klappar holdgervingnum.

 

Hlíðarborg

Undir Hlíðarfjalli eru tvær samliggjadi tóftir. Munnmæli herma að þar hafi um tíma verið athvarf og/eða mannabústaður.
Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1956 segir m.a.: „Í fardögum árið 1850, fluttu ung hjón búferlum á jörðina Efri-Mörk á Síðu. Þessi hjón voru: Ísleifur Guðmundsson frá Ystabæli undir Eyjafjöllum og Ragnheiður Jónsdóttir frá Hlíð í Skaftártungu.
hlidarkot-1Ekki kemur hér við sögu annað heimilisfólk þessara hjóna, en sonur þeirra er Guðmundur hét, hann var þá fjögurra mánaða gamall er þau fluttu að Efri-Mörk, fæddur 17. jan. (1850).
Það mun snemma hafa komið í ljós, að drengurinn vildi vera sjálfráður ferða sinna. Því ungur var hann, er svo bar við einn góðan veðurdag, að hann hvarf frá bænum, og leit var gerð að honum. En meðan á leitinni stóð, breyttist veður, til hins verra. Þann árangur bar þó leitin, að drengurinn fannst á svonefndu Borgarholti. Þar hafði hann fengið afdrep undir skjólgarði, og er það sem svarar 10 mínútna gang austur frá bænum.
Alloft mun Ísleifur hafa skipt um bústað, en ekki verður það rakið hér. Árið 1858, þegar Guðmundur var 8 ára, þá flutti Ísleifur alfarið af Síðunni, og þá alla leið til Krýsuvíkur, en nokkuru síðar að Hlíð í Selvogi.
Ekki verður hér meira sagt af foreldrum Guðmundar Ísleifssonar, en hjá þeim dvaldi hann í Hlíð í nokkur ár. Svo þegar hann hafði þroska til, þá réðist hann til vandalausra sem vinnumaður. Fyrst var hann hjá Selvogsprestinum um þriggja ára skeið. Þá réðist hann í kaupmannshúsið á Eyrarbakka.
hlidarkot-2Eftir skamma dvöl þar, fór hann að eiga með sig sjálfur. Og þá kvæntist hann Sigríði Þorleifsdóttur á Stóru-Háeyri. Þar settist hann svo að, og þar hófst vegur hans og gengi, eins og flestu eldra fólki á Suðurland; er kunnugt.
Ekki verður saga Guðmundar Ísleifssonar — eða Guðmundar á Háeyri, sem hann var jafnan nefndur — rakin hér frekar.“
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hlíð segir m.a. um framangreindar tóftir: „Stekkatúnsbrekkur voru brekkur í fjallinu vestan við Háhamar, og þar hafði verið Stekkur og Stekkatún“. Minjarnar eru líklega frá því um miðja 19. öld.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 23. sept. 1956, bls. 546.

-Örnefnalýsing fyrir Hlíð. ÖÍ.

Hlíð

Hlíð, bæjarminjar.

Lakastígur

Ætlunin er að fylgja Lakastíg innan við Stóradal, inn með Lakahnúkum og inn á Hellur utan við Lakadal. Í stað þess að fylgja stígnum um Lágaskarð og niður í Sanddal verður beygt inn í Lakadal undir Stóra-Sandfelli. Í dalnum ku einhverju sinni hafa verið brak úr óþekktri flugvél. Tilgangurinn er m.a. að skoða hvort brak kunni enn að vera í dalnum.
LoftmyndÞá verður gengið um Lakakrók á leiðinni til baka.
Ætlunin var sem sagt að gera aðra leit að hugsanlegu flugvélaflaki í Lakadal undir Stóra-Sandfelli, innan við Laka undir Hellisheiði.
Í greinargerð um hugsanlega efnistökustaði á Hellisheiði sem tekin var saman fyrir Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra jarðvarmavirkjana við Hverahlíð og Ölkelduháls segir m.a. um þetta svæði: „Innan athafnasvæðis fyrirhugaðrar Hverahlíðavirkjunar er eftirfarandi jarðmyndanir að finna: Hraun frá nútíma, þ.e. Hellisheiðarhraun, grágrýti og skálaga móberg í Skálafellsdyngju og bólstraberg í Lakahnúkum (Kristján Sæmundsson, 1995). Hellisheiðarhraunin þekja langstærstan hluta af athafnasvæðinu. Bólstraberg er einungis að finna á yfirborði á litlum hluta í SV hluta athafnasvæðisins. Um er að ræða svokallaða Laka og Lakahnúka.
LakarLakar eru þyrping af bólstrabergshólum og hæðum sem raða sér nokkurn vegin á NNASSV línu í framhaldi af Reykjafelli, gegnt Skíðaskálanum, á sunnanverðri heiðinni. Hólarnir ná suður undir Stóra-Meitil. Hólarnir eru mosavaxnir að stórum hluta, nema í bröttustu hlíðunum þar sem eru gróðursnauðar skriður. Milli hólanna eru grónar lautir. Ef þungamiðja framkvæmda við Hverahlíðarvirkjun verður á vestanverðri heiðinni, vestan við afmarkað athafnasvæði, eru Lakar líklega álitlegasti kosturinn fyrir efnistöku. Vel ætti að vera hægt að finna efnistökunni stað þar sem hún yrði lítt áberandi og er þá miðað við útsýn að staðnum frá fjarsvæði, veginum yfir Hellisheiði. Við norðurenda hólanna er gamalt efnisnám þar sem fram hefur farið yfirborðsvinnsla á hrauni.
LakahnúkarHér er bent á einn hugsanlegan efnistökustað þar sem líklegt er að vinna megi bólstraberg í gæðafyllingar. Það er einn af austustu hólunum í Lökum. Bent er á þennan stað því þar er líklegt að náma geti verið vel falin í umhverfi. Hóllin rís um 10 m yfir umhverfi sitt. Með því að láta efnistöku fara fram í hólnum vestanverðum og láta norður og austurhlíðar standa ósnertar ætti efnistakan að geta verið nokkuð vel falin. Gossprunga frá nútíma liggur um hólinn austanverðan og melur, fínefni, er á yfirborði. Þessir þættir gera það að verkum að austasti hluti hólsins er lítt eftirsóknarverður og mikið magn fínefna á yfirborði gæti rýrt gildi þessa tiltekna hóls sem efnistökusvæði.
LakadalurLakahnúkar eru umfangsmikil bólstrabergsmyndun við suðurbrún Hellisheiðar. Líkt og Lakar eru þetta bólstrabergshólar og hryggir. Hnúkarnir ná frá Skálafelli í austri og teygja sig í áttina að Lökum. Hellisheiðarhraun hafa runnið eftir myndun bólstrabergsins og hraunstraumar þeirra skilja Lakahnúka frá Lökum. Lakahnúkar eru mun umfangsmeiri heldur en Lakar. Til greina kæmi t.d. að vinna efni úr suðurhlíðum nyrstu hólanna. Austan við stærstu hólana er lægri hóll/hryggur sem er að hluta til innan athafnasvæðisins, til greina kæmi að vinna efni úr honum að hluta til eða öllu leiti. Úr hlíðum bólstrabergshryggjar er líklega hægt að vinna bólstraberg í gæðafyllingar og gnægð efnis til staðar. Það ætti að vera hægt að haga efnistöku á þessum stað þannig að hún verði lítt áberandi.
LakadalurStærstur hluti Skálfells er dyngjuhraun, myndað í eldgosi á síðjökultíma. Að norðanverðu hefur hraunbráðin runnið út í vatn og það er því freistandi að álykta að í rótum Skálafellsins að norðanverðu gæti bólstraberg verið að finna, þó það sjáist hvergi í yfirborði með óyggjandi hætti. Efnistaka í Lakakróki væri líka kjörinn staður.“
Svona er nú þankagangurinn á þeim bænum!

Lakastígur (Lákastígur)
Lágaskarðsvegar er getið í Sýslulýsingu árið 1840 (Lýsing Arnarbælisþinga 1937:90) og 1842 (Lýsing Garðaprestakalls 1937:212). Lákastígs er ekki getið í þessum heimildum.

Varða

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar um þræla Ingólfs Arnarssonar, Sviða og Vífil segir m.a.: “Langt fyrir ofan Vífilsstaði er fell eitt sem Vífilfell heitir og liggur þjóðvegur ofan fyrir norðan það þegar farið er Hellisskarð að austan eða Lágaskarð; en rétt vestan undir fellinu liggur Ólafsskarðsvegurinn á þjóðveginn.”
Í örnefnalýsingum er fjallað um Lágaskarðsveg. Þar segir m.a. að “Lágaskarð liggur hjá Stakahnúk [en hann er áberandi þegar komið er í skarðið austan við Stóra-Meitil]. Eftir skarðinu liggur Lágaskarðsvegur.
Lágaskarðsvegur hefst við Breiðabólstað. Hann liggur yfir Bæjarlæk [við Breiðabólsstað] rétt fyrir ofan Fossinn, inn Torfdalshraun, austan Lágaskarð Torfdalsmels og innan til á móts við Krossfjöll austur yfir Eldborgarhraun, austur að Lönguhlíð og upp á Hveradalaflöt, undir austurhlíðum Lakahnúka og síðan um breitt skarðið yfir slétt og greiðfært helluhraun (að mestu mosagróið) og síðan niður úr skarðinu (sem er meira eins og grunnt dalverpi en skarð) til Þorlákshafnar og í Selvog. Á herforingjaráðskorti frá 1909 (1:50000) er norðurendi leiðarinnar sýndur vestar en hér er lýst. Þar liggur Lágaskarðsleiðin útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt en sú leið er mun ógreiðfærari þó hún sé styttri. Á kortinu kvíslast leiðin við Lönguhlíð og liggur ein slóð til Breiðabólstaðar en önnur til Hrauns.”
VarðaVegurinn er lengstaf aðeins kindastígur en nokkur vörðutyppi eru í sjálfu skarðinu (á helluhrauninu) og gætu sum þeirra verið gömul. Á nokkrum stöðum má ímynda sér að hestaumferð hafi gert för í hraunhelluna en hvergi er það skýrt. Þessi leið mun nú ganga undir nafninu Lákastígur, en það nafn er væntanlega komið frá Lakahnúkum austan við stíginn. Austar og sunnar, undir Norðurhálsum, eru Lakakrókur og Lakadalir.
Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936: „Þessi leið liggur að mestu leyti samhliða Þrengslaleiðinni, en um það bil þremur km austar. Og Meitlarnir mynda takmörkin á milli þeirra. Leiðin liggur frá Skíðaskálanum, og stefnir suður yfir lága öldu, um 50 m upp á við af veginum í byrjun. Þegar upp á hana er komið, sér greinilega móta fyrir Lágaskarði.
LakadalurVestan undir [Lákahnúkum] er víðast hvar graslendi, sem ásamt haganum undir Lönguhlíð, austar á leiðinni, hefir orðið til þess að gera leið þessa vinsælli en Þrengslaleiðina. Lágaskarðsleiðin var ein aðalþjóðleiðin yfir Hellisheiði, allt fram að því að akvegur var gerður yfir heiðina og sjálfsögðust lið allra austanmanna, er um Eyrarbakka komu og fóru yfir Ölfusá í Óseyrarnesi og um Hafnarskeið. Vestan undir Stóra-Sandfelli er hádepill Lágaskarðsleiðar, 303 m.
Skammt austar liggur leiðin niður brekku eina talsvert bratta en ei langa, og þegar kemur á brekkubrúnina, sér vegafarandinn hvar Eldborgarhraunið breiðist út vestur með Meitilstöglunum og allt vestur að Sandfelli. Með heiðarbrúninni er greiðfær og götumtroðinn grasmói, og heiðin fyrir ofan hann – að suðurbungu Skálafells, heitir Langahlíð.
LakakrókurNorðaustur af Krossfjöllum skiptast leiðir, en gamla aðalleiðin lá suðaustur með Lönguhlíð, niður hjá Kömbum og Kerlingadrögum, vestanvert við brún Hjallafjalls og annaðhvort austur með fjallsbrúninni, að Hjalla eða suðvestur undir hraunið, að hrauni, sem var fyrrum alkunnur viðkomustaður þeirra, sem Lágaskarð fóru.” Hálfdan Jónsson getur Lágaskarðsleiðar í lýsingu Ölfushrepps frá 1703: „Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverjir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðarlönd taka til Suðurnesjajarða.“
LakastígurÍ Þjóðólfi 14. september árið 1906 er fjallað um fyrirhugaða járnbrautalagningu milli Reykjavíkur og Ölfuss. Þar segir m.a. um járnbrautarleiðina austur í sýslur að verkfræðingurinn Þorvaldur Krabbe hafi nú athugað leiðina. “Skýrði hann oss frá, að hann hefði fyrst athugað leiðina héðan austur í Ölfus. Er þar um þrjár leiðir að tala: um Ólafsskarð, Lágaskarð og um Hellisheiði niður hjá Reykjaholti og Reykjum, en um þá leið væri naumast að tala. Um Ólafsskarð mætti leggja braut, og væri þá farið fram hjá Vífilfelli, en Lágaskarðsleiðin niður að Hrauni væri greiðust, en á þeirri leið væri um hraun að fara á mjög löngum kafla, og hann vildi ekki leggja til, að járnbrautir væru lagðar yfir hraun. Undirstaðan eða hleðslan undir brautina héldist þar afarilla, sigi niður og skekktist allavega, og það gæti orðið stórhættulegt, því að járnbrautarteinarnir mega ekki haggast hið minnsta, annars er við því búið, að lestin hlaupi út af sporinu.”
Brakið, sem leitað var að, fannst ekki að þessu sinni, enda þakti snjór jörð.
Frábært veður þennan fyrsta sumardag (2009). Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Eldborg

Eldborg undir Meitlum – hrauntröð.

Girðingarrétt

Ætlunin var að ganga frá Strandarhæð (Strandarhelli og Bjargarhelli) að Ólafarseli, upp á Vörðufell að Vörðufellsréttinni, í Vindássel og Eimuból, upp í Hellholt og að Girðingarréttinni (Selvogssréttinni gömlu). Þaðan var ætlunin að halda niður í Staðarsel undir Svörtubjörgum og skoða nokkrar óþekktar tóftir í bakaleiðinni um heiðina. Séra Eiríkur Magnússon á Vogsósum fylgdi ferðalöngunum um heiðina.
Vordufellsgata-21Á 
 leiðinni var gengið fram á óþekktar mannvistarleifar á nokkrum stöðum og þó einkum á einum milli Vindássels og Staðarsels. Þar reyndust vera hús, líklega selstöður, á fjórum stöðum, stórt fjárskjól með miklum fyrirhleðslum og stór hellir með hlöðnum niðurgangi og fyrirhleðslu er niður var komið. Botninn var rennisléttur svo sæmandi væri hverju öðrum samkomustað. Telja verður að þarna hafi 2-3 bæir (hjáleigur) frá Strönd hafst sameiginlega selstöðu í heiðinni um skamman tíma fyrir nokkrum öldum.
Strandarhelir-21Sama verður sagt um Staðarselið. Í því eru fimm  hús; eitt greinilega stærst og annað greinilega nýjast. Alllangur stekkur er þar til hliðar, fjárhellir sunnar og fleiri minni tóftir og brunnstæði vestar. Telja verður líklegt að þarna hafi prestssetrið haft selstöðu undir það síðasta. Annað hvort eru þetta hús frá mismunandi tíma eða að fleiri Strandarbæir hafi haft þarna selstöðu, sem telja verður líklegt, en á Strandartorfunni voru allnokkrar hjáleigur á síðari öldum.
Strandarselið (sem jafnan hefur verið Olafarsel-21nefnt Staðarsel, væntanlega eftir prestsstaðnum) er á mjög fallegu, sléttu og grónu graslendi efst og suðaustan undir Svörtubjörgum. Þaðan er víðsýnt til vesturs sem og heim að bæ í suðsuðvestri.
Í Hellholti eru greinilega smalaskjól. Gólf hafa verið slétt og hlaðið fyrir op skúta (hella). Varða er á norðvesturbrún Hellholts, greinilega markavarða.

Suðvestan undir Vörðufelli er greinilega gleymd forn fjölfarin gata. Hún mætir Selvogsgötunni (Suðurferðavegi) milli Strandarhæðar og Selvogsheiðar (Strandarheiðar). Þessi gata virðist hafa verið fjölfarnari en hin, en ástæðan gæti hafa verið fjárrekstrar frá réttum þeim er hér koma við sögu.

Hnúkar rísa eins og steingerð tröll efst á Selvogsheiði. Heiðin er dyngja en erfitt er að átta sig á því Vordufell-22nema með því að skoða landakort. Á Vörðufelli er gamla lögrétt Selvogsbúa, Vörðurétt eða Selvogsrétt. Hún er fallega hlaðin, hringlaga almenningur austast, innan dráttur og dilkar um kring. Notkun hennar var hætt árið 1924.
Suðvestan undir Vörðufelli er Ólafarsel, mjög gamalt sel í grónum hraunkrika Vörðufellshrauns. Skammt suðaustan við selið er hlaðinn stekkur utan í kletti.
Í þjóðsögunni „Vörðurnar á Vörðufelli“ segir m.a.: „Sagt er að ræningjar hafi komið á land ekki langt frá Krýsuvík. Komu þeir gangandi og stefndu fram til Krýsuvíkur, en er til þeirra sást var sendur maður til séra Eiríks prests, sem fór með honum og er þeir sáu heim að bænum þá hafði ræningjaflokkurinn numið staðar á hóli nokkrum fyrir sunnan kirkjuna í Krýsuvík og börðust í ákafa svo þeir drápust fyrir vopnum sjálfra sín, en komust aldrei heim að bænum.
Nokkru Vordufell-21seinna fór prestur austur á Selvogsheiði og nam staðar á felli einu lágu, hann byggði upp margar vörður og sagði að meðan nokkur varðan stæði mundi Selvogurinn ekki verða rændur. Heitir fellið síðan Vörðufell.“

Í þjóðsögunni „Eiríksvarða og Vörðufell“ segir m.a.: „Eiríkur prestur hlóð vörðu þá sem við hann er kennd og kölluð Eiríksvarða, hún stendur fyrir ofan Hlíð á Hellisheiði. Eiríkur sagði að Selvogur mundi ekki verða rændur á meðan varðan stæði. Margar vörður hlóð hann á hæð þeirri er heitir Vörðufell, ránsmönnum þeim sem fóru um landið sýndist að herflokkar væru þar sem vörðurnar voru, en þær standa í röðum og eru um þrjátíu talsins og allar eru þær með klofi.“

Vordufell-23Margt hefur verið ritað um séra Eirík. M.a. skrifaði Konráð Bjarnason eftirfarandi um hann í Lesbók Morgunblaðsins 1997: „Séra Eiríkur Magnússon varð eftirmaður séra Gríms Ingimundarsonar að Strönd, en með búsetu að Vogsósum. Um hann þyrlaðist upp mikið moldviðri þjóðsagna, sem erfitt hefur reynst að kveða niður.
Séra Eiríkur Magnússon var fæddur 1638, sonur Magnúsar Eiríkssonar lögréttumanns að Njarðvíkum í Gullbringusýslu og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur bónda í Reykjavík á Seltjarnarnesi, Oddssonar. Yngri bróðir séra Eiríks var Jón Magnússon lögréttumaður að Marteinstungu í Holtum fæddur l642. Afi þeirra var Eiríkur Magnússon lögréttumaður að Djúpadal í Skagafirði fæddur um 1575. En langafi hans var Jón Arason skáld og biskup að Hólum í Hjaltadal fæddur 1484. Séra Eiríkur á Vordufell-24Vogsósum var því í beinan karllegg frá Jóni biskupi Arasyni kominn.
Öllum ber saman um að séra Eiríkur hafi frá unga aldri alist upp og lært undir Skálholtsskóla hjá séra Jóni Daðasyni í Arnarbæli Ölfusi. Séra Jón Daðason í Arnarbæli var maður vel að sér, lögvís, náttúrufróður, búhöldur góður og eignaðist fjölda jarða. En hann var haldin þeim veikleika margra sautjándu-aldarmanna, að hægt væri að virkja ill öfl og senda þau óvildarmönnum. Séra Jón Daðason varð bráðkvaddur á túninu í Arnarbæli 13. janúar 1676, þá sjötugur að aldri.
Þann 31. maí 1668, var séra Eiríkur Magnússon vígður af Brynjólfi biskupi í Skálholti Sveinssyni aðstoðarprestur séra Jóns Daðasonar í Arnarbæli, samkvæmt kappelláns köllun frá honum og var vígslubréf séra Eiríks gefið út samdægurs, 31. maí 1668 í Skálholti.
Selvogsmönnum var fullljóst við áramót 1676-7, að þeir þyrftu nú þegar prest til Strandar- og Krýsuvíkursókna, vegna þess hve séra Grímur prestur þeirra að Strönd Ingimundarson var langt leiddur í ólæknandi sjúkdómi sínum. Þeir hafa þegar notið þjónustu séra Eiríks Magnússonar og þekktu mannkosti hans og sækja fast og með lagni að koma honum til embættis að Strönd, með því að fá prófastinn í Gaulverjabæ séra Torfa Jónsson til liðs við sig. En honum er það ljúft, einkum vegna þess að hann nýtur nú Selvogssveitar eftir að frændi hans Brynjólfur biskup arfleiddi hann að skipi sínu og sjóbúð innan við malarkamp Strandar, ásamt uppsátri.

Vindassel-21

Þann 25. febrúar 1677 var að Strönd í Selvogi séra Eiríkur Magnússon kallaður til prests að Strönd og Krýsuvík. Veitingabréf séra Eiríks fyrir Selvogsþingum var gefið út af Þórði Þorlákssyni biskupi og dagsett í Skálholti 5. mars 1677.
Þegar séra Eiríkur tekur við embætti sínu í Selvogssveit fer hann að Vogsósum við Hlíðarvatn. Þar hafa Selvogsprestar haft ábýlisréttindi frá trúarsiðskiptum, en jarðareigendur eru kirkjustaðurinn að Strönd og Strandarkirkja á meðan Strönd er enn í byggð.
Séra Eiríkur verður því ábúandi að Vogsósum, en vegna þess að hann er einhleypur og lítt gefin fyrir búskaparvafstur leigir hann í ábúandarétti sínum fjölskyldubónda, næra allan búskaparmöguleika jarðarinnar með sérsamningi þeirra í millum. Þegar séra Eiríkur kemur i Selvogsbyggð eru þar 42 búendur (vegna gjöfulla fiskislóða upp að sjávarströnd með lendingarvörum). Þá enn 7 búendur á höfuðbólinu Strönd. Það kom í hlut séra Eiríks að jarðsyngja starfsbróður sinn séra Grím Ingimundarson á árinu 1678.

Eimubol-21

Séra Eiríkur verður þolandi þess að sjá höfuðbólið Strönd fara í eyði á tíunda áratug 17. aldar og sandágang teygja sig upp að Strandarkirkjugarði. En án vafa hefur séra Eiríkur notið kyrrðar og friðar á bökkum hins gjöfula veiðivatns og við mófugla- og beitilandsheiðina, er teygðist upp að Hlíðarfjalli og brekkum. Hann er afkomutryggður emættismaður í húsmennsku og nýtur góðhesta sinna á reiðgötu undir Herdísarvíkurfjalli og Geitahlíð á leið til útkirkju sinnar í Krýsuvík, sem og hinnar litríku kaupstaðarleiðar yfir Grindarskörð til Hafnarfjarðar.
Árið 1688, þann 20. maí, fól Þórður biskup séra Eiríki á Vogsósum, að taka út Stað í Grindavík af séra Rafni Ólafssyni og setja þar inn séra Stefán Hallkelsson.

Hellholt-21

Þetta verk leysti séra Eiríkur fljótt og vel af hendi. En frá þessu verki hafði biskup orðið að ganga árið áður, með því að séra Rafn neitaði að láta af hendi kirkjulyklana við biskup sjálfan. En séra Rafn hafði það eitt brotið af sér við kirkjuvald að hann neitaði að halda kóngsbænadag sem lögboðinn var á árinu 1686.
Með tilliti til manntalsins 1703 er sýnt að laust fyrir aldamót 1700 hafa ung hjón í frumbúskap sínum tekið við Vogsósabúi í ábúð séra Eiríks. Þau voru Jón Jónsson fæddur 1677 og kona hans Helga Gísladóttir honum fjórum árum eldri. Yngri dóttir þeirra Vigdís var fædd 1700 og varð móðir Jóns Halldórssonar lögréttumanns að Nesi, fyrri manns Rannveigar Filippusdóttur, er átti að seinni manni Bjarna Sívertsson dbrm. og kaupmann í Hafnarfirði.
Hellholt-22Samkvæmt jarðabók Árna og Páls 1706 er ljóst að Jón bóndi að Vogsósum hefur gott kúa- og fjárbú, ásamt hlunnindum jarðar í selveiði, fjörureka og eggjatöku. Þar kemur fram, að jörðinni fylgja þrjú leigukúgildi og af þeim greiðir bóndi með smjöri til prests og að hluta til jarðareigenda, en landskuld af allri jörðinni greiðist til prests inná reikning jarðeiganda. Bóndinn hefur þá sjö kýr, kvígu og kálf, að auki prestsins tvær eigin kýr. Þá hefur sóknarpresturinn séra Eiríkur Magnússon herbergi fyrir sjálfan sig og einn þjónustukvenmann og forsorgar sig og hana á eigin kosti (þjónustustúlka séra Eiríks árið 1703 var Oddný Ólafsdóttir þá 29 ára en, séra Eiríkur 65 ára).

Girdingarrett-23

Meðal hinna mörgu sjávar- og landbænda í Selvogssveit fyrir aldamót 1700 voru Páll Björnsson bóndi og lögréttumaður að Bjarnastöðum, fæddur að Teigi í Fljótshlíð og afkomandi Önnu á Stóruborg. Dóttir hans Guðrún átti Bjarna Sigurðsson bónda í Nesi albróður Péturs einnig bónda þar afa Bjarna riddara í Hafnafirði. Svo og Jón Jónsson óðalsbóndi og skáld að Nesi, fæddur laust fyrir 1630. Hann orti „Sveitarbrag“ á árabilinu 1677­80, og margt sálma, kvæða og gátna. Hann var vel metinn maður á sinni tíð, átti Nes og bjó þar til dánardægurs. Hann var talinn fornlyndur og trygglyndur og hélt við hinni fornu Neskirkju. Um hana segja þeir Árni og Páll í jarðabók l706, að enn fari þar fram altarisþjónusta fyrir heimilisfólk í Nesi, en tíundir allar komnar undir Strönd. Embættisgerðir þessar í hinni fornu Neskirkju hafa því komið í hlut séra Eiríks að Vogsósum, enda bað Jón óðalsbóndi séra Eirík um að sjá til þess að hann yrði jarðsettur í Neskirkjugarði.

Svortubjorg-21

Í byrjun mars 1702, lést Jón skáld og óðalsbóndi að Nesi í hárri elli. Skrifar séra Eiríkur þá Jóni biskupi Vídalín bréf og skýrir honum frá því að Jón hafi beiðst þess að vera grafinn í Nesi. Í svarbréfi Jóns biskup til séra Eiríks 23. mars 1702. Kemur fram eftirfarandi: „Þar er nú enginn nýlega greftraður (í Neskirkjugarði), og engin skikkun (regla) finnst fyrir um kirkjugarðinn.“ Leyfir Jón biskup að „sá erlegi heiðursmann Jón Jónsson, sem var að Nesi, megi grafast þar innan kirkju á sinni heimilis- og eignarjörð.“ Þar undir kirkjugólfi í Neskirkju jarðsetti séra Eiríkur Jón Jónsson vin sinn og þar var síðar við hlið hans lögð til hinstu hvíldar Guðrún Jónsdóttir, ekkja hans.

Eiríksvarda-2

Skömmu síðar sama árs bar það til tíðinda á Nesþingi í Selvogi 15. maí 1702, að þar var hýddur N.N. meðal annnars fyrir stuld frá séra Eiríki á Vogsósum á hálfum fjórðungi smjörs, tvennum leðurskæðum og malpoka, er hann hafði tekið úr læstu húsi gegnum vindauga (loftop). Staðreynd þessi er ekki hliðholl þjóðsögum um að séra Eiríkur á Vogsósum hafi skotið hlífiskildi yfir sakamenn. Eftir 1708 er séra Eiríkur á áttræðis aldri og gegnir án aðstoðar báðum sóknum sínum.
Síðasta vitneskja um séra Eirík á lífi er samkvæmt dr. Hannesi Þorsteinssyni 1. desember 1716. Þá bað Jón Vídalín biskup séra Árna Þorleifsson prest í Arnarbæli að messa á Strönd einhvern hátíðisdaginn á jólum með því að hann hafi heyrt, að séra Eiríkur væri lasburða af elliburðum og tilfallandi veikleika. Þann 14. desember 1716 segir Jón biskup í bréfi til séra Árna Þorleifssonar í Arnarbæli (hann varð prófastur í Árnesþingi) að nú sé séra Eiríkur á Vogsósum látinn og sjái hann um hinstu athöfn.

Eirksvarda-3

Dr. Hannes Þorsteinsson ályktar því að séra Eiríkur hafi dáið snemma í desember fremur en síðast í nóvember, ókvæntur og barnlaus.
Séra Eiríkur Magnússon var að áliti greindra manna fyrst og fremst mannþekkjari, sálfræðingur og mannvinur, sem beitti þekkingu sinni í þágu meðbræðra sinna, svo sem í hlutrænum verndartáknum. Hafa Selvogsmenn enn munnlega geymd og tákn þessu til staðfestingar þegar séra Eiríkur létti af sóknarbörnum sínum viðvarandi ótta við landgöngu erlendra ránsmanna á úthafsströnd með því, að taka með sér hleðslumenn upp á Svörtubjörg. Hann lætur þá bera hleðslusteina langt að svo varða hans njóti uppstreymis vindbrots á ystu bjargbrún. Hún er ílöng eftir bjargbrún og gengur upp til einhleðslu efst. Að verki loknu afhendir séra Eiríkur Selvogsbyggð í votta viðurvist vörðuna, sem verndartákn með eftirfarandi orðum: „Meðan enn stendur steinn yfir steini í vörðu þessari verður ekki aðsteðjandi ófriður í Selvogi.“

Stadarsel-21

Þar með blasti Eiríksvarða á ystu brún Svörtubjarga við augum Selvogsmanna á úthafsströnd frá morgni til kvölds, ásamt með vitneskjunni um verndarhlutverk það er hún skyldi þjóna. Og sóknarbörnin minnast sálusorgara síns í þakklátum huga, leyst úr hlekkjum óttanns. Að 300 árum liðnum, stendur Eiríksvarða enn í fullri reisn sinni og aldrei á hinum mörgu liðnu árum steðjaði ófriður að Selvogsbyggð.“

Í riti um galdrapresta frá 1882 er getið um lokadægur séra Eiríks: „Svo er sagt, að fyrir andlát sitt hafi Eiríkur prestur dysjað forneskjubækur sínar í Kálfsgili í Urðarfellum; þau eru norður af Svörtubjörgum. Áður Eiríkur dó, bað hann færa líkama sinn í kirkju, þegar er hann dæi, og leggja í kistu, og bað menn vaka yfir líkinu hina fyrstu nótt og kveikja 3 ljós á kistulokinu, og mundu þau ekki leingi lifa; en þess bað hann þá gæta, að kveikja jafnskjótt aptur, ef eitt dæi, svo ávalt væri eitt lifandi; því ella mundu illir andar taka sig. En ef ljós lifði alla hina fyrstu nótt á kistu sinni, þá hefðu þeir ekkert vald yfir sér. þetta var gjört, og lifði ávalt eitthvert ljósið alt til dags. Svo hafði Eiríkur sagt, að ef hann yrði sáluhólpinn, þá mundu daggardropar koma úr heiðu lopti, á meðan lík hans væri lesið til moldar, og er sagt, að svo hafi orðið.

Stadarsel-22

Það er önnur sögn um dauða Vogsósa-Eiríks, að þegar hann var að bana kominn, tiltók hann, hverjir vera skyldu líkmenn að sér. Sagði hann, að gjöra mundi haglél mikið, þegar hann væri borinn út til kirkjunnar, en bað, að ekki væri kistan sett niður, frá því hún væri tekin upp, fyrr en í kirkjunni. Sagði hann, að þá mundi upp stytta élinu. En þá mundu sjást fuglar tveir, annar hvítur, en annar svartur, yfir kirkjunni, og mundu þeir rífast mjög. Bað hann þess, að ef hvíti fuglinn sigraði, og næði að setjast á kirkjubustina, þá græfu menn sig í kirkjugarði, en ef sá svarti hefði sigurinn, og settist á kirkjuna, þá skipaði hann að dysja sig utangarðs; því þá væri úti um sig. Þetta kom alt fram, þegar Eiríkur prestur dó, bæði um élið og fuglana, og vann hinn hvíti fuglinn sigur á þeim svarta, svo Eiríkur var grafinn í kirkjugarði.“

othekkt sel i selvogsheidi-2Í örnefnalýsingu fyrir Þorkelsgerði segir að Vörðufellsvörður hafi verið hlaðnar af unglingum. „Það brást þeim aldrei, er þeir voru að leita að skepnum, að þeir fundu það, sem leitað var að, ef þeir settu stein í vörðu eða hlóðu nýja.“
Skv. örnefnalýsingum á stafurinn M að vera markaður á jarðfastan stein sunnan við Markavörðuna syðst á fellinu. Þegar betur er að gáð er þar um að ræða kross, en sprungur beggja vegna Efri hluti steinsins hefur brotnað af skammt ofan við krossinn. Á fellinu eru enn urmull smávarða, en sagt er að smalar hefðu hlaðið vörðurnar og áttu þær að uppskera fundvísi að launum.

othekkt sel i selvogsheidi

Austan við Vörðufell eru þrjú sel. Fyrst er komið að Vindásseli, miklum tóttum á hól. Ofar er Eimuból á bakka jarðfalls. Hefur hellir, sem þar er verið nýttur sem fjárhellir, enda má sjá hringlaga hleðslur á og ofan við opið. Skammt sunnar, í grónu ílöngu jarðfalli, er forn tóft. Við það er fjárhellir. Í honum er hlaðinn stekkur. Skammt austar er Skyrhellir í hraunhól, en þar var skyr seljafólks geymt fyrrum.

othekkt sel i selvogsheidi-3

Eimuból er norðan við Vörðufell. U.þ.b. 10-15 mínútna gangur er á milli seljanna í heiðinni. Bæði er seltóft ofan við gróið jarðfall og niður í því. Í Eimuhelli í jarðfallinu er hlaðinn stekkur. Umhverfis jarðaflið er hlaðið gerði. Kví er og ofan við það. Í örnefnaskráningu fyrir Eimu segir m.a.: “Fyrir norðan [Vörðu]fellið er Eimuból alveg við mörkin. Þar eru hellar með húsveggjum.“ Vindássel er skammt vestar, nokkur tóft og stekkur.
Haldið var upp eftir heiðinni, á Hellholt. Í því er Hellholtshellir, stór inngöngu en frekar stuttur. Botninn er flóraður að hluta. Nokkir smáhellar er undir Hellholti, flestir með mannvistarleifum í. Líkast til hafa þeir verið notaðir sem fjárskjól í gegnum tíðina. Ofan við Hellholtið er Girðingarréttin (Selvogsréttin nýrri). Gamla réttin er á Vörðufelli, stór og dilkrík með löngum leiðigarði til norðurs sem fyrr er lýst. Á leiðinni niður að fellinu var komi við í Skjólinu, merkilegu fyrirbæri. Það er hellisskúti að sjá, en þegar að er komið eru miklar hleðslur, grónar, fyrir munnanum. Gangur liggur niður og þegar þangað er komið tekur við slétt hellisgólf, salur. Varla er arða á gólfi, utan eitt bein inn undir skilum lofts og veggjar. Þarna sést hin mikla hleðsla vel. Hægt er að fara inn fyrir hana hægra megin og inn í afhelli, sem þar er. Ekki er vitað hvaða tilgangi þetta mannvirki hefur átt að þjóna í heiðinni, nema ef vera skyldi forðabúr eða geymsla. Strandarsel (Staðarsel) er þarna skammt vestar og fyrrnefnd sel sunnar. Fjárskjól er skammt austar. Ofan við opið er hlaðinn stekkur. Þarna gæti hugsanlega hafa átt að vera selstaða frá einhverjum bænum ef tekið er mið af mannvirkjunum næst Skjólinu.

Strandarheidi - tankurFrá Hellholti var stefnan tekin í austurátt að Girðingar-réttinni við enda Strandargjár, sem einnig hefur verið nefnd Gamlarétt eða Selvogsréttin eldri. Hún var aflögð árið 1957.

Vestan við holtið, suðaustan Svörtubjarga, eru greinilegar fyrstnefndar tóftir selstöðva. Utan í hól eru a.m.k. tvö fjárhús, stakt hús (að sjá nýjast) og eitt tvískipt. Ekki eru til heimildir um sel þetta, en líklegt má telja að þarna hafi verið selstaða frá Strönd eða Strandarbæjunum sem fyrr sagði. Bæði er staðurinn í Strandarlandi og selstaðan virðist fyrir margt veglegri en aðrar selstöður í heiðinni.

Selvogsheiðin virðist geyma ótrúlega margar mannvistarleifar frá fyrri tíð. Minjarnar eru arfleifð fyrri búskaparhátta og ætti hiklaust að umgangast þær sem slíkar.

Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Vörðurnar á Vörðufelli, Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (Reykjavík, 1954-61), III, 505.
-Eiríksvarða og Vörðufell, Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (Reykjavík, 1954-61), III, 505.
-Örnefnalýsing fyrir Þorkelsgerði.
-Örnefnalýsing fyrir Eimu.
-Lesbók Morgunblaðsins 26. júlí 1997, séra Eiríkur á Vogósum, Konráð Bjarnason,bls. 4-5.
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, J.C. Hinrichs, 1882, bls. 580-581.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt.

Eiríksvarða

Á Svörtubjörgum ofan Selvogs er Eiríksvarða.
Í þjóðsögunni „Vörðurnar á Vörðufelli“ segir m.a.: Eiríksvarða„Sagt er að ræningjar hafi komið á land ekki langt frá Krýsuvík. Komu þeir gangandi og stefndu fram til Krýsuvíkur, en er til þeirra sást var sendur maður til séra Eiríks prests, sem fór með honum og er þeir sáu heim að bænum þá hafði ræningjaflokkurinn numið staðar á hóli nokkrum fyrir sunnan kirkjuna í Krýsuvík og börðust í ákafa svo þeir drápust fyrir vopnum sjálfra sín, en komust aldrei heim að bænum. Nokkru seinna fór prestur austur á Selvogsheiði og nam staðar á felli einu lágu, hann byggði upp margar vörður og sagði að meðan nokkur varðan stæði mundi Selvogurinn ekki verða rændur. Heitir fellið síðan Vörðufell.“
Í þjóðsögunni „Eiríksvarða og Vörðufell“ segir m.a.: „Eiríkur prestur hlóð vörðu þá sem við hann er kennd og kölluð Eiríksvarða, hún stendur fyrir ofan Hlíð á Hellisheiði. Eiríkur sagði að Selvogur mundi ekki verða rændur á meðan varðan stæði. Margar vörður hlóð hann á hæð þeirri er heitir Vörðufell, ránsmönnum þeim sem fóru um landið sýndist að herflokkar væru þar sem vörðurnar voru, en þær standa í röðum og eru um þrjátíu talsins og allar eru þær með klofi.“

Vörðufell

Vörðufell – LM/krossmark?

Í örnefnalýsingu fyrir Þorkelsgerði segir að Vörðufellsvörður hafi verið hlaðnar af unglingum. „Það brást þeim aldrei, er þeir voru að leita að skepnum, að þeir fundu það, sem leitað var að, ef þeir settu stein í vörðu eða hlóðu nýja.“
Skv. örnefnalýsingum á stafurinn M að vera markaður á jarðfastan stein sunnan við Markavörðuna syðst á fellinu. Þegar betur er að gáð er þar um að ræða kross, en sprungur beggja vegna Efri hluti steinsins hefur brotnað af skammt ofan við krossinn. Á fellinu eru enn urmull smávarða, en sagt er að smalar hefðu hlaðið vörðurnar og áttu þær að uppskera fundvísi að launum.
Eiríksvarða, var sem fyrr sagði, reist af Eiríki, presti og galdramanni, í Vogsósum árið 1710.

Heimild:
-Vörðurnar á Vörðufelli, Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (Reykjavík, 1954-61), III, 505.
-Eiríksvarða og Vörðufell, Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (Reykjavík, 1954-61), III, 505.
-Örnefnalýsing fyrir Þorkelsgerði.

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Svörtubjörgum.