Tag Archive for: Ölfus

Ölfus

Svo skrifar Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi um örnefnið „Ölfus“ eða „Álfsós“ árið 1895:
Brynjulfur jonsson„Svo segir í Landnámu (V. 13.): »Álfr enn egðski stökk fyrir Haraldi konungi af Ögðum úr Noregi; hann fór til Íslands ok kom skipi sínu í ós þann, er við hann er kendr, ok Álfsós heitir; hann nam lönd fyrir utan Varmá ok bjó at Gnúpum«. Álfsós er hvergi nefndur nema á þessum eina stað; ekki væri unnt að vita hvaða ós það er, ef ekki stæði svo vel á,að þar er ekki um að villast. Álfr nam land »fyrir utan Varmá ok bjó at Gnúpum«. En rjett áður stendur: »Ormr nam land fyrir austan Varmá til Þverár, ok um Ingólfsfell alt ok bjó í Hvammi«. Það liggur opið fyrir, að landnám þessara manna er Ölfussveit, þó nafnið sje ekki nefnt. En þar er ekki, og hefir aldrei verið, nema um einn ós að ræða, er til sjávar liggur, það er útfall Ölfusár. Álfsós er því sama sem Ölfusár-ós.
En svo má fara lengra: Álfsós er sama sem Ölfusá sjálf að meðtöldu »Soginu«, sem nú heitir, allt upp að Þingvallavatni. Þangað hafa landnámsmenn kannað landið upp með ánni að vestanverðu. Þeir hafa álitið Sogið aðal-ána, því vestan frá sjeð sýnist Hvítá ekki öllu stærri þar sem þær koma saman. Og þeim hefir ekki þótt hún vera lengri en svo, að við hana ætti nafnið: ós; — en alkunnugt er að stutt á, sem rennur úr stöðuvatni, er venjulega kölluð: „ós“. Vatnið, sem þessi ós rann úr, hafa þeir svo kennt við hann og kallað það Álfsóssvatn. Það nafn hefir síðan breyzt í »Ölfusvatn«, bæði örnefnið eða nafn vatnsins, — sem síðar fjekk nafnið: Þingvallavatn, — og líka nafn bæjarins, sem nefndur hefir verið eftir vatninu; fyrst: at Álfsfssvatni, seinna: at Ölfusvatni. Og enn heitir hann Ölfusvatn.— Þetta eru að vísu tilgátur, en þær má styðja með talsverðum líkum.
Olfus-22Í Íslendingabók koma fyrir nöfnin: »Ölfossá« (= Ölfusá)…, »en þar Ingólfsfell fyrir vestan Ölfossá es hann lagþi sína eigo á síþan« (1. k.) og »Ölfossvatn « (= Ölfusvatn)…. »en þeir Gissorr foro unz qvámu í staþ þann í hjá Ölfossvatni es kallaþr es Vellankatla« (7. k.). Vellan- heitir enn við Þingvallavatn. Það eru uppsprettur, sem koma undan hrauninu við vatnið skammt fyrir vestan Hrafnagjá. Þar hjá liggur vegurinn og hefir altaf legið þar. Þann veg urðu þeir Gissur og Hjalti að fara. Um þann stað er því ekki að villast, og sjest þar af, að Þingvallavatn hefir heitið »Ölfossvatn« þá er þetta var ritað. Í Landnámu I. 6. stendur: »Ingólfr lét gera skála á Skálafelli, þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn ok fann þar Karla«. Hvar það var við vatnið, sem Ingólfur fann Karla, er ekki hægt að ákveða; en í hug kemur manni bæjarnafnið Ölfusvatn. En það gerir ekkert til. Hitt er enginn vafi um, að vatnið, sem hjer er nefnt Ölfusvatn, er Þingvallavatn, eða hið sama, sem Íslendingabók nefnir Ölfossvatn. Ölfusvatn er yngri mynd sama nafnsins. En nú liggur beint við að spyrja: Hvernig stendur á þessura örnefnum: Ölfossá og Ölfossvatn eða Ölfusá og Ölfusvatn, ellegar á sveitarnafninu Ölfus, sem auðsjáanlega stendur í sambandi við þau? Menn vita það ógjörla. En svo er að sjá, sem menn hafa ætlað, þá er fram á aldirnar leið, að þessi nöfn væru leidd af mannsnafninu Ölvir. Því mun það vera, að margir seinni menn hafa ritað: »Ölves«, »Ölvesá«, Ölvesvatn«. En enginn hefir, svo jeg viti, reynt til að skýra nafnið Ölfus, nema hvað Dr. Guðbrandur Vigfússon víkur að því nokkrum orðum í riti sínu: Um tímatal í Íslendingasögum (Safn til sögu Íslands I.). Hann hneigist þar að myndinni: Ölves og virðist heimfæra það til Ölvis barnakarla, þar eð hann gefur öllum ættmönnum Ölvis, er hingað komu, ameiginlegt nafn og kallar þá »Ölvisinga«. Og svo segir hann (bls. 289): »Ölfusið mun bera nafn sitt af þessari ætt«. Þó bætir hann við: »getur vel verið, að það hafi heitið hérað á Ögðum, þaðan sem þeir voru«. Sjest af þessu, að hann var þó ekki ánægður með að leiða það af nafni Ölvis,— sem ekki var við að búast. Neðanmáls (á sömu bls.) segir hann: »Nafnið er óvanalega myndað (Ölves, líkt og Olfus-23Valdres), mun varla vera annað örnefni á Íslandi sem eins er myndað«.
Í sambandi við þetta nefnir hann Eirík ölfus, lendan mann í Súrnadal á Ögðum; en þar við setur hann »ölfús« í sveigum með spurningarmerki, og er það án efa rjett athugað, að viðurnefni Eiríks hefir verið: öl-fúss, þ. e. fús til öls (að drekka það og veita); stendur það því ekki í sambandi við örnefnið Ölfus, eða Ölves. Það var nú án efa hin eina skynsamlega skýring á nafninu Ölves, sem hægt var að koma fram með, að geta þess til, að það hjeti í höfuðið á samnefndu hjeraði erlendis. En af því ekki er hægt að styðja þá tilgátu með neinu, verður að sleppa henni. Og það er hvorttveggja, að ættmenn Ölvis barnakarls munu aldrei hafa verið kallaðir Ölvisingar til forna, enda námu þeir land í Hreppunum og ættbálkur þeirra dreifðist mest út þar um uppsveitirnar, sem ekki einu sinni eru í nágrenni við Ölfusið. Álfr, landnámsmaður í Ölfusi, var raunar af Ögðum; en það er engin sönnun fyrir því, að hann hafi verið af ætt Ölvis barnakarls.
Er líklegt, að þess hefði verið getið, olfus-24ef svo hefði verið, og því fremur ef hann hefði gefið hjeraðinu nafn eftir honum eða ætt hans, því Ölvir var svo kunnur og kynsæll maður, að höfundi (eða höfundum) Landnámu hefði naumast verið ókunnugt um það; og hann hefði þá ekki heldur sleppt að geta þess. En það þarf ekki að fjölyrða um þetta: Fornritin hafa »Ölfus« en ekki »Ölves«; og má undra, að Dr. Guðbr. minnist ekki á það. En vitanlega var það ekki tilgangur hans, að rannsaka þetta mál, hefir hann því farið fljótt yfir. Annars hefði hann að líkindum komizt að annari niðurstöðu.
Á hvorar myndirnar sem litið er: Ölfus, Ölfusá, Ölfusvatn eða Ölves, Ölvesá, Ölvesvatn, þá stendur það á sama: þær eru óíslenzkulegar og óskiljanlegar. Þær hljóta að vera aflagaðar úr öðrum eldri myndum. Það eru nú eldri myndir, sem standa í Íslendingabók: »Ölfossá« og »ölfossvatn«, en þar ber að sama brunni: ekki er heldur hægt að skilja þær, eins og þær eru. Þær hljóta líka að vera breyttar úr öðrum enn eldri. Eitthvert skiljanlegt orð og lagað eftir eðli íslenzkrar tungu hlýtur að liggja til grundvallar fyrir þeim öllum. Mjer hefir dottið í hug að það muni einmitt vera orðið Álfsós. Og þetta þykir mjer þvi líklegra, sem jeg hugsa lengur um það.
olfus-26Það er hægt að hugsa sjer og gera sjer skiljanleg öll þau breytingastig, sem orðið: Álfsós hefir gengið í gegnum, þangað til það var orðið að orðinu: Ölfus. Einna fyrst mun mega telja það, að eignarfalls s-ið í miðju orðsins hefir fallið burt, eins og mörg dæmi eru til í samsettum orðum, þar sem fyrri hlutinn er í eignarfalli. Mörg orð verða við það þægilegri í framburði og þar á meðal er Álfsós, það var þægilegra að bera fram: Álfós, og þá líka Álfóssvatn. Því hafa menn borið svo fram. Líkt stendur á t. d. með nöfnin: Álfhólar (=Álfshólar), Úlfdalir (=Úlfsdalir) og Úlfá (=Úlfsá), og fleiri mætti nefna. Þessi breyting mun hafa orðið mjög snemma. Það er jafnvel hugsanlegt, að strax þá er nafnið var gefið, hafi það verið Álfós. Satt er það, að í Landn. stendur: Álfsós. En þess er að gæta, að elztu frumrit hennar eru ekki til. Enginn veit, hvort í þeim hefir staðið Álfsós. Mjer þykir líklegra, að þar hafi staðið: Álfós, en seinni afritarar bætt ,s-inu inn í.

olfus-25

Þeir hafa fundið, að það átti þar heima, en ekki vitað, að orðið stóð í sambandi við orðið Ölfus. Svo mikið er víst, að þó orðið standi í upprunamynd sinni í Landn., þá hefir það verið búið að týna henni í daglegu máli löngu áður en Landn. var rituð, það sýna myndir þess í Íslendingabók. Er því eitt af tvennu: Annaðhvort hefir upprunamyndin, ásamt frásögninni um landnám Álfs, geymzt óbreytt í fjarlægum hjeruðum landsins, þar sem menn vissu ekki hvaða ós það var, sem nafnið bar, ellegar ritararnir hafa lagað orðið eftir mannsnafninu af skilningi sínum.
Menn vita það, að frameftir öldum voru hljóð þau, sem táknuð eru með d og ó, ekki eins skarplega aðgreind eins og á seinni öldum. Þá hefir t.d. Ólöf verið sama nafnið og Álöf (sbr. Álöf árbót og Ólöf árbót). Og þar sem í vísu Hallfreðar stendur (Ól. s. Tr. 256. kap.): »Vera kveðr öld ór eli Ólaf kominn stála«, þá sýnir bragarhátturinn, að Hallfreður hefir sagt: Álaf, en ekki Ólaf, og hefir það á þeim tíma staðið á sama. Eins hefir verið um nafnið Álfós; það hefir engu síður verið borið fram Ólfós. Og eftir því sem þessi hljóð aðgreindust hefir þess meira gætt að d-ið í ós tillíkti sjer a-ið í Álf, svo að Álfós varð algerlega að Ölfós í framburðinum.

olfus-27

Tilhneiging manna til, að gera orðin æ mýkri og linari í framburði, veldur óteljandi latmælum, sem gera daglega málið svo aðgæzluvert. Orðið Ölfós hefir einnig orðið fyrir því: hljóðin í því hafa styzt eða grennst í framburðinum, svo að úr Ölfós hefir orðið Ölfos. Og þá er svo var komið, bar það ekki lengur með sjer, hvað meint var með því: enginn vissi lengur, að merkingin var ós. Því varð nú ekki lengur komizt hjá, þá er um ána var rætt, að ákvarða merkinguna með því, að bæta d aftanvið. Við það fjekk »Ölfos« eignarfallsmerkingu og eignarfalls-s bættist þar við. Nafnið varð: Ölfossá — að sínu leyti eins og Ölfossvatn, sem breyttist að sama skapi.
En nafnið á var nú líka á reiki milli á og ó, og átti það sjer stað um hvaða á sem ræða var í landinu. En með tímanum varð á allstaðar ofan á, eins í nafninu Ölfossá og öðrum. En jafnframt fór þá á-hljóðið í endingunni að hafa áhrif á o-ljóðið í upphafinu: það varð að ö-hljóði. Menn fóru að bera fram: Ölfossá — og í samræmi við það: Ölfossvatn. —

olfus-28

Hafa þessar myndir verið orðnar algengar, þá er Íslendingabók var rituð. Aftur fór nú ö-hljóðið í upphafinu að hafa áhrif á o hljóðið í -oss: það varð að u-hljóði. En eignarfallsmerkingin, sem Ölfoss- hafði borið með sjer, varð þar við svo óljós, að ekki þótti lengur þörf á að tvöfalda s-ið í framburði. Það var líka viðfeldnara að sleppa því, og svo gerðu menn það. Nú var þá orðið Álfós orðið að orðinu: Ölfus og Álfósvatn að: Ölfusvatn.
Öll þessi breytingastig eru svo snemma um garð gengin, að á ritöldinni, þegar sögur vorar eru skráðar, hafa orðin verið búin að fá hinar síðasttöldu myndir og hafa þær því verið færðar í letur í sögunum. Og þá er búið var að því, var þeim óhættara við breytingum; enda hafa þau ekki breyzt eftir það, nema að skift hefir verið um nafn vatnsins. En það kemur ekki þessu máli við. Það hefir víst verið snemma, að menn fundu þörf á, að gefa öllu byggðarlaginu, eða sveitinni, sameiginlegt nafn. Lá þá mjög nærri að kenna sveitina við ósinn, sem rann með henni endilangri og kalla Álfsóssveit — eða Álfóssveit þá er s-ið var fallið burtu. Getur líka verið, að menn hafi nefnt Álfósshrepp eða jafnvel Álfósshjerað. En það kemur allt í sama stað niður. Hjer er svo breytingasaga orðsins hin sama, sem áður er rakin. En það bætist við, að þá er það var orðið algengt að nefna »Ölfussveit« (Ölfushrepp eða Ölfushjerað?), án þess að gera sjer neina hugmynd um merkingu »Ölfus«-nafnsins, þá hættu menn að finna þörf á, að bæta hinu ákvarðandi orði: -sveit (eða hvað það nú var) aftan við.

olfus-29

Nafnið Ölfus var svo einkennilegt, að þá er það var búið að festa sig við sveitina, þá þurfti ekki að bæta við það -sveit, eða neinu slíku, til þess að hver maður vissi hvað um var talað. Menn nenntu þá ekki heldur að hafa orðið lengra en þurfa þótti, nefudu svo sveitina blátt áfram »Ölfus«, og varð það að vana. En um leið fundu menn til þess, að viðfeldnast var, að hafa það nafn hvorugkyns, og gerðu menn það ósjálfrátt. Það hlaut nefnilega oft að koma fyrir, að orðið væri haft með greini, og þá var ólíku viðkunnanlegra að segja Ölfusið, heldur en Ölfusinn eða Ölfusin. Hafi það líka verið nefnt Ölfushjerað áður, sem vera má, þá var hvorugkynsmerkingin þegar fengin fyrirfram í orðið Ölfus. Þar sem Ölfussveit kemur fyrir í sögunum, er nafn hennar ekki nema Ölfus; sveitar-orðið er þá þegar fallið burtu.
Í fljótu áliti má það virðast undarlegt, að Ölfusá skuli ekki halda nafninu alla leið upp að Þingvallavatni, hafi nafnið Álfós náð þangað. Hvernig stendur á því, að efri hluti hans skyldi síðar fá hið einkennilega nafn: »Sogið«. Sennilegt svar upp á þetta spursmál liggur ekki fjarri: Í fyrstu mun staðurinn þar, sem ósinn rann úr vatninu, hafa verið nefndur »Sog« af straumlaginu. Þar, en ekki annarstaðar, gat það nafn átt við. En þá er nafnið Álfós var orðið svo breytt, að það var óþekkjanlegt og merkingarlaust, þá gleymdist smámsaman hve langt það náði. Þá fóru menn að láta nafnið »Sog« eða »Sogið« ná alla leið niður að Hvítá. En nafnið Ölfusá var ekki látið ná lengra en upp að áamótunum þar sem Hvítá og Sogið koma saman.

olfus-30

Það er naumast vafamál, að orsökin til þess, að menn tóku upp á því, að rita Ölves — og þar af leiðandi: Ölvesá og Ölvesvatn, — hefir verið sú, að þeim hefir ekki getað dulizt það, að orðið »Ölfus« hlyti að vera einhver afbökun. Hafa því viljað færa það til rjettara máls og gefa því merkingu sína, er þeir hafa ætlað, að standa ætti í sambandi við Ölvis-nafn, þó enginn vissi neitt um þann Ölvi, og þó Ölves verði ekki að rjettu leitt af því nafni. Þess konar leiðrjettingatilraunir út í bláinn eru ekki sjaldgæfar. En eins og von er til, eru þær oft misheppnaðar, þó þær sjeu vel meintar og viðleitnin, að útrýma villum úr málinu, góðra gjalda verð.
Að endingu skal jeg taka það fram, að þó jeg hafi hugsað mjer breytingasögu orðsins stig fyrir stig eins og hún er hjer fram sett, þá er ekki meining mín að fullyrða, að breytingin hafi farið þannig fram og ekki öðruvísi. Mig skortir þekkingu á fornmálinu til þess, að jeg geti fullyrt nokkuð um það. Það er einmitt líklegt að jeg hafi ekki hitt á að rekja stig breytingarinnar rjett. En þar af leiðir ekki, að breytingin hafi ekki átt sjer stað. Jeg hefi leitazt við að leiða líkur að henni, til að vekja athygli á þessu máli. Tel jeg víst, að þeir, sem betur kunna, geti sannað það málfræðislega, ao orðið Ölfus sje ummyndað úr orðinu Alfós (=Álfsós).“

Heimild:
-Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, Brynjúlfur Jónsson,  Ölfus – Álfós, 16. árg. 1895, bls. 164-172.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjartóftir.

Strandardalur

Selvogsgatan frá Selvogi til Hafnarfjarðar liðast um Strandardal og Hlíðardal á leið sinni milli byggðalaganna.
Þegar komið er upp á efstu brún Strandarheiðarinnar verður Strandamannahliðið (Suðurfararhliðið) síðasti áfangi hennar áður Gatnamót Selvogstötu og Vogsósargötu við Suðurfararhliðiðen lagt er á brún Kötlubrekkna upp í Strandardal. Ofan hliðsins greinist gatan; annars vegar til Selvogs/Hafnarfjarðar og hins vegar að og frá Vogsósum. Gatnamótin eru augljós, en ekki er þó svo með öllu villuljóst að fylgja Vogsósagötunni um heiðina að um sannleiksgötu megi úr gera. Þó má bæði sjá vörður og vörðubrot á leiðinni. Hlíðargata er leið út af þessum götum að Hlíð. Sú gata er vel greinileg þar sem hún liggur undir hlíðinni að bæjartóftunum ofan við Hlíðarvatn. Allnokkra minjastaði má sjá á leiðum þessum, s.s. Hlíðarsel, Hlíðarborg, Borgina undir Borgarskörðum, Vogsósasel, fyrirhleðslur fjárskjólsins við Ána og sauðahússtóftir.
Þegar sagt er frá Selvogsgötunni (Suðurfarargötu), hinni fornu þjóðleið er varð að sýsluvegi undir lokinn (enda ber hann þess glögg merki), kemur t.d. eftirfarandi í ljós: Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir: ,,Þórir Haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra, eftir þeirri sögn að, fátækt fólk hafi flakkað í Selvog, bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindarskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni dreginn; Grindaskarð og Grindavík.“

Selvogsgatan ofan Hlíðardals

Önnur sögn er að dætur Þóris Haustmyrkurs hafi heitið Herdís og Krýsa. En sögnin er svona: „Krýsa bjó í Krýsuvík en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki sín á milli. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarás. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefur spúð eldi, því í honum er gígur ekki alllítill. Úr honum hefur runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar. Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum, undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Þangað til hafði verið mikil veiði í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur, óætur. Þá lagði Krýsa það á, að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn. En allur silungur skyldi verða að hornsílum.  Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir myndu í henni drukkna.
Tvær vörður við Selvogsötuna ofan við HlíðardalÞetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja út stað. Og einn vetur sem oftar sem oftar var tjörnin lögð ís, þá komu sjómenn frá tveim skipum og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varast að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.“
Nú er vinsæl gönguleið hjá útivistafólki að ganga svokallaða Selvogsgötu, en það er gamla þjóðleiðin frá Hafnarfirði um Grindaskörð og í Selvog. Staðreyndin er þó sú að engin fótspor göngufólksins má sjá þar í götunni, ekki einu sinni í mold eða á berangri. Þar hefur enginn stigið niður fæti í langan tíma. Samt sem áður hafa bæði ferðafélög og leiðsögumenn selflutt göngufólk um „Selvogsgötuna“ um margra ára skeið. Hverju sætir? Málið er einfalt; undanfarna áratugi hefur leiðin jafnan verið fetuð í fótspor hvers á fætur öðrum, þ.e. gengið hefur verið um Kerlingarskarð (þegar gengið er suður) og stefnan þá tekin eftir vel varðaðri leið (Hlíðarvegi) að Hlíðargili ofan við Hlíð við Hlíðarvatn. Þessar vörður voru hlaðnar á sjötta áratug 20. aldar af ferðafélagsfólki. Hún tengist því lítið hinni gömlu Selvogsgötu, sem liggur mun austar. Líkja má þessari leið að nokkru við Reykjaveginn, sem stikaðu var árið 1996 sem gönguleið milli áhugaverðra staða. Hann er hvorki gömul þjóðleið né hafði merkingu sem slíkur.
Þegar komið er upp í Strandardal blasir Kálfsgilið við og Urðarfellið ofar. Í Kálfsgili átti galdrapresturinn, Eiríkur Magnússon, á Vogsósum, að hafa urðað Gullskinnu, hina mögnuðustu galdrabók allra tíma. Aðrir segja hana eina hinna fyrstu landnámsbóka. Í fyrrum FERLIRslýsingu um svipað efni er varð að svipuðu tilefni segir m.a.:

Hlíðardalur

„Gengið var upp Selvogsheiði. Gamla Suðurfararveginum (Selvogsgötunni) var fylgt upp heiðina og upp í Strandardal. Þar var ætlunin að kíkja í Kálfsgil og athuga hvort ekki sæist í a.m.k. eitt horn hinnar fornu Gullskinnu, mestu galdrabók allra tíma, sem séra Eiríkur á Vogsósum er sagður hafa grafið þar svo bókin sú arna yrði ekki til fleiri rauna en hún hafði þegar orðið.
Götunni var fylgt upp heiðina. Á henni miðri, skammt vestan og ofan við Vörðufell, var gengið fram á gróna kofatóft. Skammt suðvestan hennar var fallega hlaðið gerði á hól. Húsið var stakt, sem bendir til þess að þar hafi verið sæluhús á heiðinni. Á Vörðufelli er gömul hlaðin fjárrétt Selvogsmanna. Þar eru einnig Smalavörðurnar, en þjóðsagan segir að smalar, sem týnt hefðu einhverjum hlut, hefðu þá hlaðið litla vörðu á fellinu og skipti þá engum togum – þeir fundu hann skömmu síðar. Syðst á fellinu er markavarða. Krossmark er á jarðfastri klöpp sunnan og neðan við hana.
Haldið var áfram upp í Strandardal og stefnan tekin á Kálfsgil. Efst í dalnum er Sælubuna, gömul lind, sem kemur undan hlíðinni. Hana þrýtur aldrei og gat fólk fyrrum jafnan treyst á vatnið úr henni þegar það var við heyaðdrætti í Strandardal og Hlíðardal þar ofan við.

Mogrof

Kálfsgilið var nú þurrt, sem oftar síðari árin. Þegar gengið var upp það miðja vegu mátti, ef vel var að gáð, sjá glitta í skinnpjötlu, nær samlitu grjótinu. Nú var hver sekúnda dýrmæt. Þegar reynt var að nálgast staðinn var sem jörðin opnaðist skyndilega á svolitlu svæði og grjót tók að hrinja úr gilinu. Við það hrúgaðist að staðnum svo pjatlan varð næstum því utan seilingar. Þvílík tilviljun að jarðskjálfti skuli endilega þurfa að hrista gilið þegar einungis vantaði herslumuninn að tækist að krækja í Gullskinnu. En skjálftinn kom aðeins of seint til að hylja bókina alla. Hluta hennar var rifin upp, pakkað í skyndi og er nú í öruggri vörslu og bíður opnunar. Hvort í henni megi finna lýsingu á upphafi landnáms hér á landi eða galdraþulur skal ósagt látið – að sinni. Í öllum látunum hvarf myndavélin niður um gatið, sem myndast hafði. Það kom ekki að sök hvað Gullskinnu snerti, enda ekki unnist tími til að taka kyrrstöðumynd af henni í látunum.
Skuggi segir frá Gullskinnu, eða Gullbringu eins og hann nefnir hana einnig, í riti sínu um Brísingamenn Freyju. Ritið kom út 1948 og kallaði á mikil skoðanaskipti. Þar er því haldið fram að Gullskinna hafi verið með fyrstu Landnámsbókunum, en aðrar verið byggðar á henni, þótt ýmsu hafi þá verið sleppt. Hún segir t.a.m. frá Krýsum í Gömlu Krýsuvík, aðförinni að þeim og yfirtöku Dana, sem síðar voru nefndir hinir fyrstu Landnámsmenn. Þeir komu frá Noregi. Allt er þetta þó fram sett með fyrirvara um áþreifanlega sönnunarmöguleika.
Selvogsgata ofan HlíðardalsÍ sögnum af galdraprestinum Eiríki frá Vogsósum segir af Gullskinnu. Hún var mikil galdrabók, sem fór víða og margir vildu eiga. Hún barst hingað til lands með útlensku skipi. Það fórst, en maður kom henni í land í Selvogi við illan leik. Eiríki áskotnaðist bókin og notaði hann hana þegar þurfa þurfti. Öfl reyndu að nálgast bókina og taldi Eirkur vænlegast að láta hana hverfa. Segir sagan að hann hafi grafið hana í Kálfsgili. Þar hefur sést til hennar endrum og eins, en ávallt við tilteknar aðstæður, líkt og nú voru. Í bókinni er, skv. sögunum, m.a. kveðið á um hvernig eigi að magna upp óveður, fægja lágþoku og leita regns.
Gengið var með Katlahlíð yfir að Katlahrauni, þvert á Hlíðargil. Þar er Dísurétt í hraunkvos, fallega hlaðin og hefur haldið sér nokkuð vel frá árinu 1938. Erfitt er þó að finna réttina vegna legu hennar í hrauninu, en hún er mun nær Strandardalnum en áður var talið. Þá var komið að réttinni að vetrarlagi úr vestri, en nú var komið að henni að sumarlagi úr austri. Frá henni er ágætt útsýni upp Strandardal og yfir víðan Hlíðardalinn vestan Svörtubjarga.“
Selvogsgatna (Suðurfaravegurinn) var auðvitað fyrst og fremst kaupstaðarleið Selvogsmanna til Hafnarfjarðar með afurðir sínar. Þetta var gamla lestarmannaleiðin um aldir og allt fram undir 1940, meðan henni var haldið við með ruðningi sem sýsluvegi. Ferðin endaði í seinni tíð við Reykjavíkurveg 23 en farið var um Öldugötu eða Selvogsgötu að húsi Steingríms Torfasonar sem tók á móti ullinni.
Í dag fer útivistarfólk frá Bláfjallaafleggjara, upp Grindaskörð og gengur „gömlu götuna“ en kemur niður við Hlíðarvatn í Selvogi. Þetta er um 15 km ganga og tekur 5-6 tíma. En sjálf kaupstaðarleið Selvogsmanna er rúmlega 10 tíma ferð.
Margir hafa hugsað sér að ganga þessa fornu þjóðleið, en þrátt fyrir þá mörgu er lagt hafa land undir fót, hefur einungis örfáum tekist að ganga Selvogsgötuna til enda. FERLIR stefnir að því, innan ekki of langs tíma (ef Guð lofar), að gefa áhugasömu fólki kost á að feta þessa fornu götu – þá leið sem hún lá.

Möguleg tóft í Hlíðardal

Í lýsingu Konráðs Bjarnasonar segir m.a. um þennan hluta Selvogsgötunnar: „Nú er lestin komin langleiðina yfir Katlahraun. Nú blasa við augum á hægri hönd Strandardalabrekkur allbrattar og vel grösugar að efstu brún. Kálfsgil, er liggur frá Stakafelli, klífur Strandardalinn nær miðju og endar innri hluti hans í hvammi undir bergvegg, sem gengur út í Katlahraun og verður að öxl þeirri er skilur að Strandar- og Hlíðardal. Úr bergöxl þessari sprettur silfurtær vatnslind, Sælubuna, sem er ómetanleg fyrir heyskapafólk í nefndum dölum. Nú erum við lestarmenn í nokkrum halla á fótinn að komast framhjá bergöxlinni með sælubuninni sinni og þar með erum við komin á undirlendi Hlíðardals. Hann stendur Strandardal ofar mót hækkandi heiðlendi. Hann er hvammslaga og vel grösugur upp á brún. Efst í dalnum stóð eitt sinn bær Indriða lögréttumanns, Jónssonar. Hann var þar á fyrri hluta 17. aldar, merkur maður, góður skrifari og smiður. Lestargatan frá Urðarfellum til Litla-Leirdals liggur yfir einskonar hraunmóa, ávallt vel rudd á tímum lestarmanaferða. Nú fara að koma í ljós þokkafullir hraunhólar á hægri hönd með nokkrum brekkuhalla frá þeim niður í dæld þar sem stargresi vex út í snoturt vatnsstæði, Rituvatnsstæðið, sem kom sér vel fyrir sauðféð í sumarhögum og heyskapamenn á fjalli. Ofan við vatnsstæðið beygði gatan í norðaustur upp grasbrekkuhalla. Þegar upp var komið blasti Litli-Leirdalur við, alllangur í sömu átt.“
Varða ofan við SælubunuÞegar þessi lýsing Konráðs var gaumgæft af vandvirkni kom Rituvatnsstæðið fljótlega í ljós ofan við Hlíðardal. Um er að ræða vatnsmikið starengi, enda vatnsstæðið af sumum nefnt Starengisvatnsstæðið. Norðvestan þess hafa verið grafin notadrýgri vatnból. Þau hafa orðið til eftir mógröft. Skýrar götur liggja að því frá Selvogsgötunni, hvort sem komið er neðanfrá eða ofan-. Við Selvogsgötuna, á móts við vatnsbólið, eru brot af tveimur vörðum beggja vegna götunnar, er benda hefðu átt á mikilvægið. Frá þeim ber Hvalhnúka í götuna til norðurs.
Við norðanvert vatnsstæðið gæti verið tóft af sæluhúsi, enda áningarstaðurinn sérstaklega mikilvægur, bæði vegna vatnssins og legur hans millum byggðalaganna.
Þegar gengið var um Hlíðardal mátti sjá móta fyrir mögulegum tóftum á tveimur stöðum. Sá nyrðri þótti þó öllu sennilegri. Grjót var að því er virtist í veggjum. Út frá veðrum og legu kom þessi staður fremur til greina sem mögulegt bæjarstæði. Hafa ber þó í huga að hér hefur væntanleg verið fremur um tímabundna „selstöðu“ að ræða en varanlegan bæ. Og þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir búfénaði í „selinu“ heldur einungis fólki til slátta virtist „tóftin“ enn líklegri en ella. Brekkur dalsins voru einstaklega grónar og skrýddar hinum fjölbreytilegustu fjallagrösum.

strandamannahlid

Í Strandardal mátti vel sjá fyrir upptökum Sælubunu, en þegar betur var að gáð reyndist hún safalaus með öllu. Nýlega endurhlaðin varða ofan við hana er á áberandi stað; á klapparrana er aðskilur dalina.
Á baka leiðinni var komið við í Hlíðarborginni.
Þórður Sveinsson frá Bjargi í Selvogi sagðist vera mjög vel kunnugur þarna uppfrá; hefði svo að segja alist þarna upp á ungra aldri. Fyrrum hefði verið farið með tjöld inn að mógröfunum vestan við Stóra-Urðafell þaðan sem gengið hefði verið á rjúpu. Grafinn hefði verið skurður út úr mógröfunum því lömb vildu drukkna í þeim. Þarna hefði verið tekinn mór fyrir Selvogsbæina. Urðafellin væru þrjú; Stóra-Urðafell vestast, Mið-Urðafell og Litla-Urðafell (stundum nefnt Staka-Urðafell. Kálfsgil væri milli Mið- og Stóra-Urðafella. Rituvatnsstæðið rétt sunnan Litla-Leirdals, vestan Suðurferðavegar, hefði stundum verið nefnt Djúpa vatnsstæði.
Frábært veður. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Guðlaug Helga Konráðsdóttir.
-Konráð Bjarnason í Selvogi.

Rituvatnsstæðið

Grindarskörð

Ætlunin var að ganga frá Strandarhæð ofan Selvogs og fylgja Selvogsgötunni, Eystri leið, til norðurs, allt niður fyrir Grindarskörð.
Bergmyndin í HerdísarvíkurfjalliVið Strandarhæð er Útvogsskáli (Skálavarða) og Dalhólar austar. Á þeim er Árnavarða. Fornugötur liggja niður að Digruvörðu (götur, sem FERLIR hefur áður fetað um Selvogsheiði). Halda átti áfram framhjá Kökuhól og yfir Katlahraun, um Strandardal framhjá Sælubunu og upp í Hlíðardal þar sem bær Indriða lögmanns átti að hafa staðið á fyrri hluta 17. aldar. Ekki var talið með öllu útilokað að enn mætti sjá móta fyrir tóftum þar, ef vel væri gáð.
Þá var ætlunin að rekja götuna um Litla-Leirdal, framhjá Rituvatnsstæðinu, um Hvalskarð, Stóra-Leirdal, um Grafninga og niður Grindarskörð þar sem gangan endaði ofan við Mosa.
Á leiðinni að upphafsstað ráku þátttakendur augun í sérkennilega risastóra bergmynd í veggjum Herdísarvíkurfjalls; kindarhaus, líkt og Surtla heitin hefði rekið þarna hausinn út úr hamrinum (sjá meira HÉR og HÉR). Margt býr í berginu…
Áður en lagt var stað var farið yfir lýsingu af Suðurfararveginum (Selvogsgötunni).
Eftirfarandi er hluti lýsingar Konráðs Bjarnasonar af kaupstaðaleið Selvogsmanna frá Torfabæjarhliði um Grindarskörð til Hafnarfjarðar, sem hann tók saman árið 1993.
Selvogsgata - kort“Þetta var gamla lestamannaleiðin um aldir og allt fram undir 1940 á meðan henni var haldið við ruðningi sem sýsluvegi.
Vorsmalamennsku og rúningi var lokið og ull fullverkuð, þurrkuð, sekkjuð og bundin til klakks, sem hestaburður á mörgum hestum. Góðveðursdagur var valinn, hestar heima við vel járnaðir og lagt af stað í fulla dagleið klukkan sjö að morgni.
Þorkelsgerði var um aldir ein jörð; lögbýli með bændakirkju á 15. og 16 öld og varð um skeið eign höfðingjanna á höfuðbólinu Strönd, en deildist síðar, einkum milli fjögurra búsetumanna, undir heitunum Austurbær, Miðbær, Vesturbær og Torfabær, eftir að Torfi Erlendsson, sýslumaður, náði þar búsetu ásamt Stafnesi. Hann kom þangað um 1656 og dó þar. Hin fjórskipta búseta á Þorkelsgerðisjörðinni er bókfest: 1681, 1703 (Jarðabók Á.M. og P.V.), 1706, 129 og 1735. Eftir 1760 varð samruni í Austurbæ og Miðbæ til bújarðarinnar Þorkelsgerðis I og æ síðan. Þá kemur fram í þinglesinni landamerkjaskrá 12.06.1890, að hún er gildandi fyrir Þorkelsgerði I, Vesturbæ og Torfabæ.
Hestalest Þorkelsgerðismanna lagði upp frá heimtröðinni austur í Moldu og þar norður og vestur með túngörðum, uns hún beygði á götuna upp Flögin á móts við áðurnefnt hlið. Gatan var vel rudd og eftir tæpan stundarfjórðung er lestin komin móts við Útvogsvörðu á hægri hönd. Mikil varða, þykk, ferköntuð með strýtu upp úr miðju og þar upp úr sundmerki, af tré í þríkant, enda mikilvægt tákn, vegna Stokksvíkurssunds til Þorkelsgerðislendingarvara.
Þá liggur gatan nokkuð greið eftir sandeyðingum, þar til hún nær grasflötum neðan Dalhólalágar. Rétt áður á vinstri hönd fórum við framhjá vörðubroti á lágum hól, Hrossabeinavörðu. Þar sá ég á æskudögum hvíttærð hrossabein þeirra er fallið höfðu í harðræði. Þar skammt ofar á vinstri hönd er Dauðhóll, einn vitnisburður um búgripafelli.
Nú erum við komin upp í Dalhólalágina, gróna vallendis snögggróðri. Austan við hana lá Bjarnastaðavegur í átt til sýsluvegar upp Selvogsheiði til Ölfuss.
Lestargatan úr Útvogi, er við fylgjum upp úr Dalhólalág, liggur fast að Útvogsskála, þykkhlaðinni ferkantaðri vörðu með strút efst og var allvíðsýnt frá henni, einkum inn í vesturheiði, allt til Hlíðarvatns og fjallgarðsins þar upp af. Við Skálavörðuna var fyrrum stekkur, er vel sást fyrir í umdæmi mínu.

Útvogsskáli

Austur af Útvogsskála voru Dalhólar og á einum stóð Árnavarða. Í norðaustur af henni sést til Bjargarhellis með vörðu á grónum hellishól. All nokkur austar af Bjargarhelli, eru sandkenndar grasflatir, er tóku við í suðvestur af Hásteinaflagi og sveigjast til suðvesturs, sem snögggróið valllendi vestan við hið mikla sandflæmi til austurs. Þar í sandjarðri eru Fornugötur, er liggja niður að Digruvörðu og framhjá henni til Nes og túngarðshliða Bjarnastaða.
Frá Útvogsskála lá lestargatan eftir snögggrónum vallargróðri, er náði inn að Kökuhól, en vestan við hann lá gatan inn á Rof með stefnu á Katlahraun, vestan Urðarfella. Ekki var löng leið frá Útvogsskálavörðu að Kökuhól, en rétt áður en við höfum náð til hans förum við yfir þjóðleiðina fornu úr Ölfusi framhjá Vogsósum til Útnesja.
Kökuhóll er vestasti hluti lágheiðararms þess, er liggur til vesturs frá suðurhluta Standarhæðar. Nokkru austar af honum fast við þjóðleiðina er fjárhellirinn Gapi. Framan við hann var fjárrétt vel hlaðin og stendur hún enn með lágum veggjum vegna þess hvað gróinn jarðvegur hefur hækkað innan hennar, svo og í hellinum, sem var fyrr hár til lofts og rúmgóður. Sagt var í honum hefðu fyrr á tímum hafst við næturlangt langferðamenn til Útnesja. Suður af honum var smáhellir með vörðubroti, en nú með gleymdu nafni. Nokkru austar og norður af Gapa, er allvíð hæð er ber hátt yfir umhverfi sitt og allvel gróið lyngi áður fyrr. Þar var venja að svipast um í hestaleit miðheiðar. Á hábungu hæðarinnar er hringlaga jarðfall, grasi gróið í botni ogmeð góðum niðurgangi fyrir menn og skepnur. Þetta er Kerið á Strandarhæð með stórhelli einkum í norður, er hýsti um 200 fjár. Strandarhellir, sem er sögulegur og verður því ekki komist hjá því að staðfesta það frekar:
Þorvarður og sonur hans Erlendur, lögmenn sunnan og austan sátu höfuðbólið Strönd í Selvogi á 15. og 16 öld og náðu undir það í krafti stórveldis síns, nærliggjandi jörðum. Erlendur fór að vísu offari og tapaði stóreign sinni til Konungs um 5 ára skeið, en fékk svo aftur 1558 og varð þá stórbú hans mest, allt til æviloka 1576, þá um áttrætt.
Sú saga er sögð og fyrir löngu skráð, að Erlendur átti 600 ásauði og af þeim gengu 200 með sjó á vetrum og höfðu þar Strandarhellirfjárborg, og geymdi þeirra einn maður. Önnur 200 gengu upp á völlunum við Strandarborgir (Borgirnar þrjár) og geymdi þeirra annar maður. Þriðju 200 gengu á Strandarhæð við Strandarhellir, og geymdi þeirra hinn þriðji maður.
Sú saga er sögð af fjárgæslumanni Erlendar við Strandarhelli, sem hafði ströng fyrirmæli frá Erlendi, sem og hinir, að týna engri kind úr hjörðinni og að líf smalamanns gæti legið við. Þá bar það til einn vetur, að fjármaður við Hlíðarendahelli í Ölfusi (um 12 km fjarlægð) fann 2 kindur með marki Erlendar á Strönd í fjárbyrgi sínu og voru Erlendi send boð þar um. Erlendur kallaði þá fjárgæslumann inn við Strandarhelli fyrir sig og var þungbúinn mjög og sagði að upp væri komið, að hann hefði týnt úr hjörð sinni og hverju hann svaraði til. Sauðfjámaður harðneitaði að hafa týnt úr hjörð sinni og sagði að kindur þessar hefðu geta komist neðanjarðar í Hlíðarendahelli, því enginn hafði komist svo langt inn í Strandar- eða Hlíðarendahelli að endir hafi fundist. Við þessu átti Erlendur engan mótleik og lét kyrrt liggja, því hann var mikill lögmaður og mat að verðleikum réttmæt gagnrök og viðurkenndi eigin rökþrot.
Útvogsskáli (Skálavarða)Við erum nú komin drjúgan spöl framhjá Kökuhól in á heiðina og áfram eftir hinu fjölgróna Katlahrauni, sem kemur niður austanvert af Hlíðarfjallsbrekkum og verður að Katlabrekkum í halla sínum. En þar sem lestargatan liggur yfir það í átt til Hlíðardals, er það milt og vinalegt í fjöljurtagróðri sínum. Austur af eru Svörtubjörg. Þar stendur Eiríksvarða í fullri reisn sinni svo tæpt á bjargsbrún að ekki fýsir menn að ganga framan við hana. Í munnlegri geymd er talið fullvíst að séra Eírikur Magnússon, hinn fjölfróði, hafi staðið fyrir byggingu vörunnar og valið henni stað. Tilgangur vörðubyggingarinnar hefu vafalaust verið slá að slá á þann stöðuga ótta er fólkið á úthafsströndinni bjó við, einkum frá landgöngu víkinganna voðalegu frá Algeirsborg, er gengu á land í Grindavík 20. júní 1627, nokkru vestar á sömu úthafsströnd.
Nú er lestin komin langleiðina yfir Katlahraun. Nú blasa við augum á hægri hönd Strandardalabrekkur allbrattar og vel grösugar að efstu brún. Kálfsgil, er liggur frá Stakafelli, klífur Strandardalinn nær miðju og endar innri hluti hans í hvammi undir bergvegg, sem gengur út í Katlahraun og verður að öxl þeirri er skilur að Strandar- og Hlíðardal. Úr bergöxl þessari sprettur silfurtær vatnslind, Sælubuna, sem er ómetanleg fyrir heyskapafólk í nefndum dölum.

Selvogsgatan við Kökuhól - vörðubrot fremst

Nú erum við lestarmenn í nokkrum halla á fótinn að komast framhjá bergöxlinni með sælubuninni sinni og þar með erum við komin á undirlendi Hlíðardals. Hann stendur Strandardal ofar mót hækkandi heiðlendi. Hann er hvammslaga og vel grösugur upp á brún. Efst í dalnum stóð eitt sinn bær Indriða lögréttumanns, Jónssonar. Hann var þar á fyrri hluta 17. aldar, merkur maður, góður skrifari og smiður.
Lestargatan frá Urðarfellum til Litla-Leirdals liggur yfir einskonar hraunmóa, ávallt vel rudd á tímum lestarmanaferða. Nú fara að koma í ljós þokkafullir hraunhólar á hægri hönd með nokkrum brekkuhalla frá þeim niður í dæld þar sem stargresi vex út í snoturt vatnsstæði, Rituvatnsstæðið, sem kom sér vel fyrir sauðféð í sumarhögum og heyskapamenn á fjalli. Ofan við vatnsstæðið beygði gatan í norðaustur upp grasbrekkuhalla. Þegar upp var komið blasti Litli-Leirdalur við, alllangur í sömu átt. Í suðausturhorni hans, nú á hægri hönd, er fallegur hraunhelluhóll með fallegri grasflöt er leggst upp að honum vestanverðum. Dalur þessi var allvel grösugur fyrr og sleginn ásamt brekkum og grasgeirum austan og innan við hann.
Gatan upp úr dalnum liggur eftir lágbrekkuhalla og sveigist brátt í norðvestur yfir hraunmóa með grasdrögum hér og þar, einnig með klifum sem voru á tímum lestarferðanna þannig gerðar að þær yrðu hestum sem best færar. Hinir mörgu svigar á vegferð þessari voru vegna hraunhólanna þar til komið var upp að Hvalskarðsbrekkum. Þá liggur gatan eftir mjúkri moldargötu neðanvert brekkum þessum þar til komið er að Hvalskarði, sem er allskörp klauf milli Hvalshnúks Eystri og Vestri. Sá Eystri verður því á hægri hönd og sveigist allhátt til norðurs, en sá Vestri á vinstri hönd upp skarðið og er alllangur í vestur, fer hækkandi frá Hvalskarði uns hann hækkar nokkuð við vesturhluta sinn. Þegar kaupstaðalestin kemur að Hvalskarði blasir lestargatan við sem afbragðslestargata, sneiðskorin austan í rauðamelsskriðu Hvalshnúks Vestri og endar í rúmri góðgötu á hálsinum upp af skarðsgilinu og liggur þaðan örstutta leið ofan í suðurhluta Stóra-Leirdals, sem liggur fast upp að Hvalhnúk Eystri. Graslendi hans er breiðast og best syðst. Þar mátti sjá á sumardögum á beit 50-100 sauðfjár, en að þar haf verið heyjaðir hundruð hestburðar verður að teljast vafasamt.
Selvogsgata - loftmyndHestar lestarinnar verða léttari í spori niður á grasvöll dalsins, enda hefðarlöggiltur áningastaður á hinni löngu lestarleið yfir Grindarskörð. Hér eru hestburðir ofan teknir og hestar leystir úr lestarbandi og þeim leyft að grípa niður með reiðing sínum og beisli um háls. Þar spenntu lestarmenn töskur sínar frá hnakki og tóku fram nesti sitt. Klukkan var um 11 f.h. og hafði því lestargangur í Stóra-Leirdal verið 4 klukkustundir á fótinn.
Á heimleið úr kaupstað var hér gjarnan tekinn tappi úr flösku sem gekk milli manna og dreypt var á af háttvísi. Því fylgdi eftir ættjarðarsöngur sem fór vel í fjallasal þessum.
Var nú haldið norður eftir dalnum og um sinn eftir leirflagi (sístækkandi) framhjá hraunbrún hins víðáttumikla Skarðahrauns á vinstri hönd. Við norðurenda dalsins var farið framhjá lágbungu þeirri er tengist Hvalhnúk Eystri og þá á hægri hönd. Þarna gæti verið Sæmundarmelur sá er sumir nefna.  Norðan við lágbungu Hvalhnúks Eystri tók við vesturjarðar Heiðarinnar háu sem verður með lágbrekkusniði á hægri hönd milli skarða. Að götunni vestan megin liggur hið mikla Skarðahraun fast upp að götunni og sumsstaðar yfir hana en það liggur fast að Hvalhnúk Vestri í suðri og til Draugahlíðar og Kerlingarskarðs í norðri en í vestur allt til Brennisteinsfjalla.
Lestargatan milli skarða var allgóður lestarvegur með árlegu viðhaldi í ruðningi á árum áður, einnig í skorningunum milli hrauns og hlíðar er Grafningar nefndust. Sumsstaðar var sýnt að gamalt hraun ofan af heiðinni hafði hnigið undir vegferð lestargötunnar. Þarna gæti veri það sem kallað hefur verið Hrauntraðir. Ferð lestarinnar milli skarða miðar vel og er komin um hálftíma ferð frá Stóra-Leirdal norður úr Grafningum og að beygja sunnan við Litla-Kóngsfell. Með beygju þessari mildast vegferðin með snögggrónum lautum, ásamt pollum í dældum. Hér verður þessari vegferð lestarinnar í vesturátt til Grindarskarða en hið einkarfallega hringlaga fell Litla-Kóngsfell á hægri hönd. Það er borglaga gígsfell hæst á suðurbarmi og með grasgeira neðantil. Norðaustur af því er gjá mikil, Stórkonugjá. Það er talið að fjall þetta sá á markalínu Gullbringu- og Árnessýslna með stefnu á Vílfilsfell, enda var Jósepsdalir sunnan þess smalaðar á haustdögum sem afréttarland Selvogshrepps um aldir.

Selvogsgatan

Ekki var nú lestarferð löng vestur að uppgöngu austanmegin Kerlingarskarðs. En rétt austan við uppgönguna fórum við yfir örmjóa apalhrauntungu er runnið hefur niður Skarðahraun. Þar standa Tvívörður við vegferð og frá þeim í beinlínu eru hinar vel hlöðnu vetravegsvörður í stefnu á vesturenda Hvalhnúks Vestri. Þær höfðu þann kost að út úr sérhverri þeirra stóð steinn í átt þeirrar næstu sem var mikið öryggi þegar hin svarta þoka lá yfir Skarðahrauni sem oft var. Nefndust steinar þessir Vegvísir.
Vestan við apalhrauntunguna lá vegurinn upp á Kerlingarskarð í allsnörpum halla, vel ruddur á tímum lestarferðanna sem og vegurinn yfir nefnda hrauntungu. Þá verður að taka fram að girðing sú sem títt er nefnd í nútíma var enn í þekkt á tímum lestarferðanna því hún var uppsett vegna mæðiveikivarna á stríðsáratugnum. Þá verður að minnast þess að hér skárust saman í sömu uppgöngu á Kerlingarskarð, Eystri leið eftir Katlahrauni og Vestri leið upp Selsstíg frá Herdísarvík og Stakkavík. En rétt áður en við beygðum upp á Skarðið blöstu við á vinstri hönd Draugahlíð og framhjá þeim í vestur sér til Eldborgar. En nær nefndri hlíð er að finna leifar af brennisteinsvinnslu Breta á púðurskots- og hernaðarárum þeirra.
Þegar lest okkar er komin á norðurbrún Grindarskarða rétt ofan við Kerlingarskarð blasir við augum víð og fögur sýn allt til þéttbýliskjarna á strönd hins fagurbláa Faxaflóa og til Akrafjalls og Esju í norðri, nær okkur Helgafell og Húsfell. Og enn nær okkur hið mikla helluhraun sem verður illþyrmislega úfið neðan undir Kerlingarskarði. Það er í fyrsta sinn sem nú við 12 ára aldur lít augum hina kvöldfögru strandbyggð Faxaflóans og óraði ekki fyrir því að þar myndi um hálfraraldar skeið æfi minnar renna. Á háskarði höfðum við verið um 5 klukkustundir á ferð úr heimabyggð.
Fyrir niðurgöngu Kerlingarskarðs er litið eftir klyfburði á hestum og gjarðir enn hertar. Við niðurgöngu var sýnt að gatan var vel valin í sveigum og nú vel rudd og vel tókst hinum vönu burðarhestum að spyrna framfótum sínum til móts við aðstæður.  Lestinni farnaðist því vel niður aðalbrattann. En þá tók við úfnasti hlutu Hellnanna. Líklega það sem kallað var Flár. Hér er víðsjál vegferð með bröttum klifum niður í svonefnda Mosa, einnig ótrygg vegferð, þar til mesti hallinn er að baki og við taka sjálfar Hellurnar með vel ruddri og varðaðri hestagötu í beinstefnu á Strandartorfur. Þegar komið var niður Hellurnar sást vel til hinna grösugu Kristjánsdala er liggja norðan undir fjallshlíðum þeim er sveigjast í norðaustur frá Kerlingarskarði í átt að Vífilsfelli.
Selvogsgatan í GrafningumVel gekk lestarferðin niður Hellurnar og við taka lágholt eða hrantungur með grasgeirum og moldarrofum. Hér eru því bithagar og væntanlega þess vegna kallaðir Kaplatótur (þunnar torfur). Af landslagi þessu taka við Strandartorfur sem taldar eru hafa tengst ítökum þeirra höfðingja er sátu Strönd í Selvogi fyrr á öldum.
Lestragatan liggur nú bugðótt yfri allvel gróið, gamalt helluhraun með Húsfellið reista á hægri hönd ó norðausturátt. Austanmegin þess liggur úfið, þykk hraunbreiða og sveigist suður fyrir fellið allt niður undir Mygludali þar sem það 
stöðvast í húm hraunkambi.
Nú er kausptaðalestin komin niður úr gamalgróna hrauninu og niður í hina grösugu Mygludali er teygjast á átt til Búrfellsgjár. Þeir einkennast af nær sokknum hraunhólum niður í grassvörðinn. Hér var gjarnan áð á austurleið og klyfjar stundum teknar ofan en nú talin tímaeyðsla þar sem skammt var til ferðaloka. Þess vegna hélt lestin rakleitt áfram yfir dalina út á rauðamelinn slétta í átt til Valahnúka.
Valahnúkar eru norðaustur af Helgafelli og eru gróðurlausar svartmelhæðir með bergstrýtum uppúr. Norðan þeirra hefur fyrr verið gróið land í átt til Mygludala en er nú uppblásið. Norðan í vestasta Valahnúknum er vinalegur grashvammur er nær upp að helli inn í móberg og nefnist Músarhellir.

Selvogsgatan í Grafningum

Kaupstaðalestin er nú kominm framhjá Valabóli og eftir nokkra hlykki á hestagötunni er hún komin á lágan melás er liggur til norðurs með grösugum brekkuhalla að sunnan sem endar niður í djúpum sérkennilegum dal. Þetta er Helgadalur með vinalegri tjörn vestast er nær upp að gjáarbergvegg. Hestagatan liggur niður brekkuna nyrst ú dalnum og kemur að nefndum bergveggofan við tjörnina. Þar liggur gatan upp hið illfæra klif upp á gjáarbergsbarminn. Þegar upp er komið tekur við slétt greiðfært helluhraun, Slétthraun.
Innan við stundarfjóðung var burðarlestin að komast yfir Séttuhraun sem markaðist vestanvert af Folaldagjá, ljótri sprungu í misháum gjáarvegg er lá í átt til Gjáarréttar í norðaustri. Þar allnokkru norðar Selogslestargötu reis upp allhár bergkambur vestan við gjána og ber nafnið Smyrlabúðir. Þar verptu smyrlar í áraraðir. Þegar burðarlestin var komin norðvestur yfir Folaldagjá tóku við uppblásin melholt og vel grónir lágmóar sunnan þeirra, ásamt kjarrbreiðum og nær bithagi þessi fram í átt til háhæðar Sléttuhlíðar.

Brátt fer hið úfna apalhraun á hægri hönd að láta meira til sín taka en hestagatan fær möguleika til þess að liðast eftir vinalegum grasgeirum sunnan undir hrikalegum hraunjarðrinum á hægri hönd. Endaði þessi sérkennilega vegferð í þríhyrndi grasflöt er teygðist suður á vestrubrún Sléttuhlíðar. Þar lá gatan yfir allgróið hraun í átt til austurenda Setbergshlíðar og lá í hallanum niður að hlíðinni fast að Kershelli. Kershellir opnast til suðurs í er bolli með botngróðri er nær upp að lestargötu þeirra Selvogsmanna. Þar var talið að hraktir vegfarendur hafi leitað skjóls fyrr á tímum, sem og í Músarhelli Valabóla.
Fleiri sigbollar með smáhellum eru sýnilegir á vinstri hönd á leið niður hallan frá Kershelli uns komið er niður á jafnlendið móts við austasta hluta Setbergshlíðar. Þar með hefst síðasti áfangi leiðarinnar eftir vel ruddri hestagötu milli hinar fögru kjarrivöxnu Setbergshlíðar á hægri hönd og Gráhelluhrauns á vinstri hönd en það er gamalgróið hraun, lungi og kjarri vaxið og geymir ótal hraunbolla grasi og skógi vaxna. Þar er einnig að finna minjar um sauðfjárbúskap Setbergsbænda.
Gráhelluhraun nær frá Setbergshlíð suður ap norðausturhlíðum Ásfjalls en það mjókkar og dulúð þess magnast er nær Selvogsgatan ofan Mosadregur byggð og á sín endimörk nyrst undir Hádegisholti (eyktamörk frá Setbergi).
Kaupstaðalestin úr Selvogi hefur nú að baki götuna ljúfu undir hinni fögru Setbergshlíð og slakkan norðvestan hennar og er nú undir nyrsta hluta Hádegisholts.
Þar má sjá hinar tæru bergvatns-uppsprettur sem streyma fram undan nyrsta hluta Gráhelluhrauns og verða að straumhörðum læk er hlykkjast milli hrauntungu og láglendis suðaustur af Setbergstúnjarðri uns hann mætir læk þeim sem rennur úr Urriðakotsvatni og fer síðan niður austan við Kaplakrika til suðausturs. Sameinaðir verða þeir að Hamarskotslæk er rennur til sjávar gegnum Hafnarfjarðarbyggð vestan Hamarsins.
Vegferð lestarinnar liggur frá Lækjarbotunum í átt til Mosahlíðar á vinstri hönd og fram hjá Hvíldarbörðum sem svo voru kölluð vegna þess að fyrri tíma Hafnfirðingar settust þar niður á göngu sinni með hrísbagga sína er ætlaðir voru til eldneytis. Síðar varð þarna hinn endanlegi hvíldarstaður þeirra, Kirkjugarður Hafnafjarðar. Þar rétt neðar komum við að Selvogsgötu sem svo er nefnd vegna hinna fastmótuðu lestarferða Selvogsmanna vor og haust um aldir.
Nú er ljóst að við höfum verið rúma fjóra tíma á leið okkar úr Kerlingarskarði og þar með á tíunda klukkutíma úr Selvogi, að frádreginni áningu í Stóra-Leirdal.“
Enn sést móta fyrir stekknum vestan við Útvogsskálavörðuna. Gatan liggur niður með stekknum og verður æ greinilegri eftir því sem húm fjarlægist gróningana á hæðinni.Í lýsingunni sleppir Konráð hins vegar Skarðsvatnsstæðinu, stuttu áður en komið er að Kerlingarskarði.
Fallnar vörður og vörðubrot eru við þennan kafla Selvogsgötunnar svo til alla leiðina, frá Útvogsskála á Strandarhæð að Mosum undir Grindarskörðum. Upplýsing um tóftir bæjar Indriða lögréttumanns Jónssonar í Hlíðardal er og verður tilefni sérstakra skrifa á vefsíðuna (sjá HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.
Sjá MYNDIR.
Heimild:
-Konráði Bjarnasyni – 1993.

Lambagras

Búri
Þá var lagt af stað í Búra, enn og aftur. Að þessu sinni var tilgangurinn að þjálfa og undirbúa nýliða til að takast á við væntanlega hellaferð í Goðahraun. Aflóga vegstikur voru gripnar upp á leiðinni. Framlag Vegagerðarinnar til undirheimanna. Ætlunin var færa stikurnar í endurnýjun lífdaga, þ.e. nota þær til merkinga í Búra.
Gengið um fordyri BúraEkið var eftir slóða upp á Búrfell. Fálki tók sig á loft og fleytti vangdýfur til vesturs. Tignarleg sjón. Afturendaleifar á hæsta steini benda til þess að hann eigi sér makahreiður í björgunum neðanverðum. Frá efstu brún Búrfells var fetuð gata norðvestan og niður með fellinu að Ólafskarðsvegi, gengið þvert yfir hann að jarðfallinu, sem geymir op hellisins.
Annars ósnertur mosinn umhverfis geymdi spor þriggja manna – engin spor lágu til baka.
Bakpokar voru geymdir upploftis, hundar bundnir og allt skilið eftir, sem ekki var beinlínis þörf fyrir. Mittismál allra þátttakaenda uppfylltu ströng skilyrði áframhaldsins.
Búraopið er slíkt að skilyrða þarf að gæta; fætur niður, hægri handleggurinn niður og sá vinstri upp, snúningur og niðurdráttur. Með því lagi einu er hægt að komast niður í ískjallarann; fordyri Búra. Þar neðan við var sett upp stika með glitmerki Sparisjóðs Reykjavíkur. Sérstakur styrkur af hans hálfu var afþakkaður vegna áhugaleysis um að koma nýjungum á framfæri við viðskiptavini sína, þ.e. pappírslaus greiðsluseðlaviðskipti í gegnum rafnrænan heimabanka samviskusamlegra viðskiptavina hans. Þörf áminning í myrkrinu.
Gengið um hrunhluta BúraFordyrið klikkar aldrei. Þrátt fyrir að dagar grýlukertanna væru taldir þetta sumarið stóðu klakadrílin enn undir nafni. Leiðin var fetuð milli þeirra – og upp hrunið að handan. Þegar inn fyrir þrengingu þar var komið hélt gangan áfram ofan á fyrrum loftum hins víðganga Búra; þrenging, gengið niður á við, upp á við, þrenging og haldið niður á við. Þarna var sett stika, enda hefur reynslan sýnt að ekki er alltaf auðvelt að finna þröng opið í bakaleiðinni. Úr þeirri áttinni hverfur það í skriðu. Stika var sett við þrenginguna til að koma í veg fyrir að beinagrindur kunni að finnast þar í framtíðinni.
Haldið til vinstri og niður á við. Í bakaleiðinni gleymist þessi sýn gjarnan – því þá þarf að fara til hægri og upp á við. Allt slíkt er mikilvægt að leggja á minnið þegar gengið er um hellarásir. Búrarásin er tiltölulega auðveld, enda ekki um aðrar leiðir að velja, en rétt að nýta  tækifærið til að þjálfa nauðvirkileg neðanjarðarskilningarvitin.
Hér í frá, líkt og áður, þarf að gæta vel að því hvar stigið er niður. Ennisljósin eru nauðsynleg í Búra sem og handlukt að auki.
Búri - að endinguEftir allnokkurt ferðalag um jafnfallið hraun úr loftum er komið að sléttum gólffleti. Lofthæðin er um 20 metrar og breiddin um 12 metrar. Héðan er hægt að fara með veggjum og ganga þvert milli þeirra á sléttu gófinu. Framundan er ein myndarlegasta hraunrás norðan Alpafjalla; jafnsléttir veggir, brúnleitir, alsettir smáum“gaseggjum“. Þá lækkar rásin í tvennum skilningi; annars vegar lækkar lofthæðin og hins vegar lækkar gólfið. Lítill haunfoss er á skilunum. Frá honum er stutt að Svelgnum, um 18 metra djúpum hyl innst í rásinni. Lengra verður ekki farið að sinni án sigbúnaðar. Sjá má leifar festinga sem Björn Hróarsson og félagar notuðu þegar þeir sigu fyrstir manna í Svelginn (sjá stórvirkið „Íslenskir hellar“ eftir BH). Rautt glitmerki Hellarannsóknarfélagsins er við mörkin til marks um endimörk rásarinnar. Stiku var bætt um betur.
Ferðin inn eftir þessari tæplega kílómetralangri hraunrás hafði tekið u.þ.b. 30 mínútur. Ferðin til baka tók svipaðan tíma, með staldri við áhugaverðar hraunmyndanir, þökk sé fyrrum vegstikunum.
Sá, sem ætlar að ferðast um Búra, ætti að gefa sér a.m.k. 3 klst til þeirrar ferðar. Bæði þarf að fara mjög varlega í hrunum, sem varða 3/4 rásarinnar, og þá er að mörgu að hyggja á leiðinni. Góður ljósabúnaður er því og nauðsynlegur.
Þegar komið var upp úr rásinni barst söngur lóunnar á móti þátttakendum, heitkennt sumarloftið og vindurinn hafði þegar lagst til hvílu þetta kvöldið. FRÁBÆRT.
Ferðin tók 3 klst og 3 mín.

Búri

Búri.

Surtla
Ein frægasta ær síðari tíma er Herdísarvíkur-Surtla, sem var í eigu Hlínar Johnson frá Herdísarvík á Reykjanesi. Surtla var svört, eins og nafnið gefur til kynna, og hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða.
Surtla á KeldnaveggÍ fjárskiptum vegna mæðiveikinnar haustið 1951 var svæðið frá Þjórsá að Hvalfirði hreinsað af fé, fyrir utan eina svarta kind og lamb hennar sem náðust ekki. Eftir áramótin náðist lambið þegar það örmagnaðist í einum eltingaleiknum en Surtla slapp ávallt burt. Hún sást nokkrum sinnum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa fjárskiptayfirvalda virtist engin leið að ná henni, hún ýmist stakk menn af í klettum sem voru öðrum ófærir eða þá að hún fannst ekki þegar til átti að taka.
Haustið 1952 gripu yfirvöld til örþrifaráða. Lagt var fé til höfuðs Surtlu. Hver sem næði skepnunni, dauðri eða lifandi fengi 2000 krónur í verðlaun. Eftir langan eltingaleik tveggja leitarhópa laugardaginn 30. ágúst féll Surtla fyrir byssuskoti, en þá hafði hún stokkið niður klettahamar sem var ófær öllum venjulegum skepnum. Surtla var felld í þriðja skoti og var í þremur reifum. Höfði hennar var skilað inn á skrifstofu sauðfjárveikivarna og vígalauna krafist. 

Surtla á Keldum

Aðalfyrirsögnin á forsíðu Tímans 2. sept. 1952 hljómaði þannig: Surtla lögð að velli í Herdísarvíkurfjalli á laugardagskvöld.
Ekki ríkti almenn ánægja með fall Surtlu því mörgum fannst að kindin ætti skilið að fá að lifa lengur, vegna þrautseigju hennar og harðskeytni, auk þess sem greinilegt var að hún þjáðist ekki af mæðiveiki. Fjölmargir skrifuðu greinar í blöð þar sem Surtlu var minnst auk þess sem vísur og ljóð voru ort um hana og endalok ævi hennar, en í þeim flestum fengu vígamennirnir bágt fyrir verkið. Það er greinilegt að kindin hefur orðið mörgum táknmynd frelsis og áræðni hennar vakti þjóðarathygli. Höfuð Surtlu er í dag í eigu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og hangir uppi á Rannsóknarstöðinni að Keldum.

Herdísarvík

Mynd af Surtu greypt í Herdísarvíkurfjall.

Brennisteinsfjöll

Ætlunin var að ganga upp Fagradal og inn í Brennisteinsfjöll. Tilgangurinn var að skoða bæði Kistuhella og Kistufellshella, og jafnvel Eldborgarhella. Í Kistuhrauni eru þekktir á þriðja tug hella eins og KIS-24 (yfir 1000m langur), Snjólfur fullan af dropsteinum, KIS-21, KIS-07, KIS-09, KST-07, KST-06 og hellirinn KIS-09 er sérlega áhugaverður hellir og þar er margt að skoða. Í Kistufelli eru rúmur tugur hella og það stórir, líkt og KST-05 (Loftgeimur), KST-06 (Kistufellsgeimur), KST-07 (Jökulgeimur) og KST-08 (Ískjallarann). Í Eldborgarhrauni er vitað um á annan tug hella, margir af þeim smáir, en þó einnig stórir s.s. FERLIR(enn ókannaður að hluta) og Lýðveldishellir.
útsýniSvæðið á Brennisteinsfjöllum (Kistufell, Kista og Eldborg) er ótrúlegur undraheimur … ósnertir litskrúðugir hellar og einstök náttúrufyrirbæri … og því nauðsynlegt að standa vörð um þessa einstöku veröld.
Upp úr Hvammadal var fylgt gömlum stíg upp hraunfoss, sem kemur þar niður hlíðina að sunnanverðu. Þennan stíg var m.a. farið á milli Kaldársels og Krýsuvíkur, en í seinni tíð einkum af rjúpnaveiðimönnum og göngufólki. Þegar upp á brúnina var komið var beygt til vinstri því ætlunin var að fylgja stíg austur með brúninni yfir á slétta hraunshellu Kistuhrauns, sem liggur þar milli Kistufellshraunsins í austri og Eldborgarhraunsins í vestri. Undir hinu síðarnefnda og vestar sjást fleiri Eldborgarhraun.
Á leið upp á brúnina kom í ljós stórt gat niður í u.þ.b. 30 m rás. Neðri hlutinn endar þar sem koma saman gólf og loft. Hafri er í gólfi. Efri hlutinn endar í hruni, en annað minna op er ofar. Eflaust væri hægt að fara lengra inn og áfram undir hraunið með viðeigandi búnaði. Rásin var nefnd Hvammabrúnshellir.

Hvamma

Eftir að gengið hafi verið fyrir gróft apalhraunið ofan brúnarinnar var komið inn á slétt og bert helluhraunið. Að spölkorn genginni var komið var upp á brúnina. Þaðan blasti við hið fallegasta útsýni; Kistufell lengst til vinstri (602 m.y.s), Kistugígarnir í miðið og Eldborg (570 m.y.s.) (Eldborgir) lengst til hægri. Auðvelt var að sjá hvernig landið lá framundan. Handyrtur þátttakandi festi útsýnið á blað, enda ekki hægt að taka mynd af því á eitt myndskeið. Við þessa mikilfenglegu sýn hallaði einn leiðangursmanna sér að öðrum og sagði: „Veistu hvenær þú ert kominn á leiðarenda?'“ „Við dauðann“, svaraði hinn að bragði. „Nei“, ekki alveg, dauðinn er einungis lokaáfanginn. Þú ert loksins kominn á leiðarenda þegar þú getur snert sjóndeildarhringinn. Sjáðu“, sagði hann, og teygði fram höndina mót fjallahringnum þar sem himinn og jörð runnu saman.

Brennisteinsfjöll

Ofan Fagradals.

Á leiðinni upp eftir komu í ljós nokkur falleg vatnsstæði í grónum bollum grunnra hraunrása. Í einni þeirra voru op inn í sæmilegar rásir. Tekin voru hnit, en rásirnar ekki skoðaðar að þessu sinni.
Þegar komið var undir brúnir Kistu var haldið upp eftir vestanverðum hlíðunum og staðnæmst við op Lýðveldishellis (KIS-30). Hellir þessi er skammt neðan (suðaustan) undir lítilli eldborg austan undir brúnum Háborgar (Eldborgar þeirrar er stendur hæst á brúnum Brennisteinsfjalla, en Eldborgin sjálf er skammt norðar, mjög umfangsmikil, en stendur lágt í hrauninu. Hæst ber norðurbrún hennar). Guðmundur Löve og Þröstur Jónsson fundu þennan helli árið 1994, þann 17. júní. Þeir voru þá á ferð þarna í mikilli þoku og rigningu þegar þeir svo til duttu niður um opið á þessum 200 metra helli. FERLIR leitaði hans á sínum tíma og uppgötvaði þá Þjóðhátíðarhelli Norðamanna (HVM-07), en þann dag bar einmitt upp á 17. maí. Hellisopin eru ekki langt frá hvoru öðru, en reyndar í sitt hvoru hrauninu.

17. maíÞá var stefnan tekin á FERLIR suðvestan undir Háborginni. Hellirinn, sem er með þeim litskrúðugri á landinu, var skoðaður hátt og lágt. Í fyrstu virtist hluti neðri rásarinnar hafa hrunið að hluta því hinn fallegi og einstaki grænleiti hraunfoss fannst ekki við fyrstu sín. Þegar reyndari hellamenn fóru síðan um rásirnar og beygðu inn í þær á réttum stöðum kom hann í ljós, á sínum stað og óskemmdur.
Næst var tekið hús á Kistuhellunum nokkur austar. Kistuhraun er suðsuðvestan við Kistufell, nær miðja vegu milli Kistufells og Eldborgar í Brennisteinsfjöllum. Efst á brúnum er mikil hraunbunga sem nefnd hefur verið Kista. Eldstöðin samanstendur einkum af tveim stórum gígum. Gígarnir eru báðir sporöskjulaga og hvor um sig um 150 metrar á lengd. Kringum eldvörpin sem hafa verið virk samtímis hefur hlaðist upp mikil hraunbunga. Svo virðist sem hrauntjörn hafi verið í gígunum um tíma og þá haft afrennsli um hraunhella.
Hraunið leggst ofan á Kistufellshraun í norðri og Hvammahraun í suðri og því yngra en þau enda talið runnið nálægt árinu 1000 eða um það leyti sem íslenskir ráðamenn voru keyptir til þess af norsku hirðinni að taka upp kristna trú og má því með sanni kalla kristnitökuhraun. Hraunið er hér nefnt Kistuhraun í heild sinni en sumstaðar er sá hluti þess sem rann niður af Lönguhlíð ofan Breiðdals nefnt Breiðdalshraun.

JökulgeimirÍ nóvember 2002 héldu Björn Símonarson, James Begley og Jakob Þór Guðbjartsson til hellaleitar í Brennisteinsfjöll. Var gengið í átt að Kistufelli. Í hrauninu milli Kistufells og Eldborgar á Brennisteinsfjöllum skráðu þeir félagar 16 hella. Þeir tilheyra flestir sama kerfi og eru því göt í sama hraunstraumi. Heildarlengd hraunrásarkerfisins er um 600 metrar, þ.e. vegalengdin frá upptökum að þeim stað sem nýrri hraun renna yfir er um 600 metrar. Kerfið er nokkuð flókið og rennur í mörgum samsíða hraunrásum. Rásirna eru frá 10 m á lengd og upp í 1000m. Þarna eru m.a. tveir hellar hlið við hlið (KIS-5) með fallegum flórum. í KIS-07 renna þrjár rásir saman og mynda fallega og stóra rás. Góð lofthæð, rennslisform, fallegir bekkir og gljáandi veggir. Heildarlengd hellisins er um 130 metrar. Um nokkuð flókinn helli er að ræða með nokkrum hellismunnum. Í KIS-09, sem er um 130 metrar á lengd, er um að ræða flókið kerfi sem liggur í a.m.k. tveim samsíða rásum sem tengjast með þröngum göngum. Í hellinum eru fallegir hraunfossar og ísmyndanir. KIS-24 er mikill og glæsilegur hellir með mörgum fallegum göngum. Þunnfljótandi hraunlag hefur slétt út gólfin og myndað þunna skán. Afhellar eru hingað og þangað. Ein rásin liggur þvert á meginrás og úr henni nokkrar aðrar. Fallegir bálkar með veggjum og litadýrð. Gljáfægðir separ í loftum, hraunsúlur og svo mætti lengi telja. Nokkrar 100 metra rásir eru þarna og fjölmargar styttri eða hringrásir. Þarna væri hægt að dvelja klukkustundum, eða jafnvel dögum saman og alltaf finna eitthvað nýtt.

Í BrennisteinsfjallahellumHellirinn er langt í frá fullkannaður en heildarlengd hans hefur verið áætluð 800 metrar. Þá má nefna KIS-27, sem einnig hefur verið nefndur Sá græni. Þessi hellir sem fékk viðurnefnið „Sá græni“ er um 240 metra langur. Niðurfallið er djúpt og í því gróður sem hellirinn dregur nafn sitt af. Þaðan eru um 40 metra löng göng upp eftir rennslisstefnu hraunsins og tvenn göng niðureftir, önnur um 60 metrar og hin um 140 metra löng. Fremur þröngt er víðast í hellinum og á sumum stöðum skiptast göngin í þrenn göng sem sameinast síðan aftur.
Þá var haldið yfir að hraunróti norðaustan hellasvæðis Kistu. Á leiðinni var gengið fram á tvö op. Undir því fyrra var um 100m rás. Hafraður hraunflór var í botninum. Þegar gengið var upp eftir rásinni var hægt að komast upp um op þar. Skammt norðar var lítið gat niður í jörðina og grönn rás. Hún var ekki könnuð að þessu sinni. Hæðin, sem myndar undirstöðu Kistunnar er mun eldra, líklega frá sama tíma og Kistufellið. Gróið er í sauminn svo auðvelt var að fylgja honum upp í Kistuna. Kistan er, eins og fram hefur komið, tvö eldvörp, um 120m hvort. Út frá þeim liggja fallegar hrauntraðir, bæði til suðurs og norðurs.
Í BrennisteinsfjöllumÞegar komið var niður að hinum stóru Kistufellshellum var ákveðið að fara einungis inn í einn þeirra að þessu sinni, Jökulgeimi. Snjór var framan við opið, en þegar inn var komið blasti við hvítt jökulgólfið, grýlukerti úr loftum og fallegir „ísdropsteinar“ á gólfi. Hitastigið inni var rétt um frostmark og það í júlí. Ekki var haldið inn yfir hrunið og inn í rásina að þessu sinni.
Skammt norðvestan við hellasvæðið var myndarlegt vatnsból. Þegar komið var inn á slétt Eldborgarhraunið á nýjan leik með stefnu niður að Fagradalsbrún kom í ljós op. Inn undir þar var u.þ.b. 30m löng rás, alveg heil, sem opnaðist í hinn endann. Botninn er sléttur, hæðin um 2m og breiddin um 5 m. Henni var gefið nafnið Opið. Erfitt er að koma auga á það í annars sléttri hraunhellunni, en við það eru tveir steinar, annar ofan í hinum.

Ferðin niður að Fagradalsbrún gekk vel, sem og niðurgangan. Útsýni er fallegt ofan af brúninni yfir Breiðdal, Undirhlíðar, Háuhnúka, Móskarðshnúka og yfir nánast allt höfðuborgarsvæðið að handan.
Björn Hróarsson hafði fyrir skömmu farið á þær hellaslóðir, sem lýst hefur verið. Hann flaug þangað með þyrlu. Sú ferð tók hann 12 mín. Hann lenti þá við Lýðveldishellinn og varð þar eftir með öllum búnaði. Að því búnu heimsótti hann 18 hella og fann einn nýjan fullan af dropsteinum er hann nefndi Snjólf. Sá hellir fannst ekki í þessari FERLIRsferð.

ÚtsýniVið athugun Björn kom í ljós að Lýðveldishellirinn er í Kistuhrauni en ekki í hraunum Eldborgar. Þá gekk hann á Eldborg, skoðaði gatið við Eldborgina (HVM-19), þá yfir í Þokuslæðing (Áttatíumetrahelli) og þaðan í Þjóðhátíðardagshelli Norðmanna, í Ferlir og dvaldi þar um stund, þá inn fyrir fimm hellismunna í KIS-24 og þvældist þar lengi … „Báða þessa hella þarf að kortleggja en það kæmi mér ekki á óvart þótt þær væru yfir kílómetri hvor um sig“ … gekk þá upp Kistuhraunið að meintum helli við hraundrýli (KIS-15) en var ekki markvert, gekk þá um eldvörp Kistunnar og fann þar hellinn Snjólf fullan af dropsteinum, þaðan var haldið í hellana vestur frá Kistu og margir þeirra skoðaðir og myndaðir, svo sem þessir og fleiri, KIS-21, KIS-07, KIS-09, KST-07, KST-06, hellirinn KIS-09 er sérlega áhugaverður hellir og þar margt að skoða … „Þá var gengið að Kistufellshellunum … og þar sem annars staðar á svæðinu tókst mér að laga lýsingar verulega“ … dvaldi hvað lengst í KST-05 (Loftgeimur) en einnig í KST-06 (Kistufellsgeim), KST-07 (Jökulgeim) og KST-08 (Ískjallarann) … gekk þaðan að gígnum og síðan töluvert á einhverja vitlausa punkta … og þaðan að götunum sem við tókum punkta á í snjónum (fyrir ári)… með mikilli leit í og með að götunum tveim … þau fundust ekki … og annað gatið sem við tókum punkt af í snjónum var ekki neitt…
Kistufell En hitt alveg geggjað … það er um 7 metra djúp gjóta og mér tókst að klifra þangað niður (og upp aftur) við illan leik … á botni þessarar 7 metra djúpu gjótu sést niður í hellisrás milli tveggja grjóthnullunga sem varna för niður í hellinn … Þarna þarf sem sagt vaska menn með járnkarla …. til að opna niður og um að gera að benda þeim á sem næst verða þarna á ferðinni með járnkarla í hendi að fara niður og færa til grjótið …. hafa þarf þó línu því það er ekki á allra færi að klifra niður og upp úr holunni … þaðan var gengið fram á brún Kerlingargils og niður það við illan leik … enda byrðin mikil og þreytan enn meiri … úrvinda komum við niður að bifreið sem beið okkar neðan Kerlingargils …. þá var klukkan korter yfir eitt eitt eftir miðnætti … og tók ferðin þvi 17 klukkustundir … og mátti ekki lengri vera … en hefði tekið um 20 klukkustundir ef ekki hefði verið notast við þyrlu … en var held ek vel varið … í það minnsta batnaði lýsingin á svæðinu og hellum þess verulega.“
Lokaorðin verða Björns og er óhætt að taka undir sérhvert orð með honum: „Svæðið þarna uppi á Brennisteinsfjöllum (Kistufell, Kista og Eldborg) er ótrúlegur undraheimur … og ósnertur … við þurfum að standa vörð um þessa einstöku veröld.“
Ferðin, sem tók 12 klst, var í einu orði einstök – enda gengið um einstakt svæði. Af því var gengið í 5 klst og 45 mín. Frábært veður.

Í Brennisteinsfjöllum

Í Brennisteinsfjöllum.

Torfdalur

Torfdalur er ofan Breiðabólstaðar í Ölfusi. Ofan hans eru Krossfjöll. Fyrir nokkru var skoðuð þar tóft, sem reyndar er merkt inn á kort.

Torfdalur

Annars er Torfdalsnafnið þekkt víðar um land, s.s. vestur í Grímarsfelli, suðaustan Reykjafells. Líklegt hefur verið talið að nafnið sé til komið vegna torfristu og/eða mótekju fyrrum, sbr. eftirfarandi örnefnalýsingu Ölfuss; „Torfdalur – örnefni, rista – dæld í hraunið, vestan engjagötunnar, blautur, góður torfvöllur. Þar var skorið mikið torf til einangrunnar á Hitaveitu Reykjavíkur 1939.“ Hér er átt við Núpa undir Núpafjalli sunnan Kamba í Ölfusi. Víða eru og til sambærileg heiti, s.s. Torfufell, Torfufellsdalur, Torfastaðir o.s.frv.
Þegar haldið var á ný í Torfdal fyrir skömmu fundust tvær aðrar tóftir, og jafnvel sú fjórða.
Fyrsta myndin sýnir vörðu á hjallanum ofan dalsins og niður á gatnamót þar en um dalinn liggur gömul gata (götur), sem kemur úr Krossfjöllunum. Í þeim eru margar þjóðgötur og krossgötur og telja má líklegt að nafn fjallsins sé tilkomið af þeim.
Í örnefnalýsingu fyrir Breiðabólstað kemur m.a. eftirfarandi fram um nýtingu og minjar í dalnum: „Mómýri – heimild um mógrafir;
Suður frá Krossfjöllum austanverðum, austan Ása er allstór dalur. Innsti hluti hans heitir Torfdalur. Innst í honum er mýri sem heitir Mómýri. Þar var tekinn mór.“ Einnig er til önnur heimild í nefndri örnefnaskrá um nýtingu dalsins, sbr. eftirfarandi: „Mókofi – heimild um mókofa; Sunnan við Mómýri er dálítil slétt vallendisflöt, sem heitir Torfdalsflöt. Á henni miðju eru rústir, sennilega mókofarústir.“
Torfdalur Til að fá meiri heimildir um Torfdalsnafnið var Örnefnastofnun rituð beiðni um frekari upplýsingar og útskýringar á því. Ekki stóð á svari stofnunarinnar að venju: „Þegar leitað var í Sarpi komu upp komu 93 skjöl (og síðan 2 til viðbótar) þar sem Torfdal er að finna. Að vísu eru dalirnir ekki alveg svona margir því að stundum eru fleiri en eitt og jafnvel fleiri en tvö skjöl um sömu jörð, en margir eru þeir, og þar sem ekki nærri allt örnefnasafnið er í Sarpi má vel margfalda þessa tölu með tveimur. Leitað var í margar þessar skrár – ekki þó allar því að það er seinlegt að leita í kerfinu – og mjög víða er ekkert minnst á torfristu eða annað sem skýrir nafnið. En þrátt fyrir það fundust mörg dæmi þar sem tekið er fram að í Torfdal sé torfrista eða -skurður. Má í því sambandi nefna bæi s.s. Svínhagi á Rangárvöllum, Brandsstaðir í Blöndudal, Hellisholt og Núpstún í Hrunamannahreppi, Grashóll á Sléttu, Feigsdalur í Arnarfirði, Bjarg í Miðfirði, Hróardalur í Skagafirði, Helgadalur í Mosfellssveit (Grímansfell), Torfastaðir í Grafningi og loks Núpar í Ölfusi þar sem skorið var torf til einangrunar fyrir Hitaveitu Reykjavíkur 1939. Af þessu má e.t.v. draga þá ályktun að Torfdalur dragi langoftast – ef ekki alltaf – nafn af torfskurði, hugsanlega mótaki því að torf merkir að fornu bæði grastorf og mór („elditorf“). Í landi Breiðabólstaðar í Ölfusi er einmitt Mómýri í Torfdal en það þarf þó alls ekki að vera að dalurinn hafi fengið nafn af mónum, þar gat líka verið torfrista þó þess sé ekki getið. Fyrir kemur orðmyndin Tordalur en telja má að það sé aðeins framburðaratriði, „f“ hefur tilhneigingu til að detta út í þessari stöðu.

Torfdalur Í gamallli örnefnaskrá Núpstúns í Hrunamannahreppi er því haldið fram að nafn dalsins, Tordals, sé af því að torvelt hafi verið að komast með hesta niður í hann, en bóndi sem þar er fæddur og uppalinn og hefur búið alla sína tíð hrekur þá kenningu í nýrri skrá. Stundum er tekið fram að slægjur séu í Torfdal eða eitthvað sagt um gróðurfar, og á einum stað – í Botni í Tálknafirði – er skógur í Torfdal. Að lokum má benda á grein um Torfa- og Torfustaði sem Þórhallur Vilmundarson skrifar í Grímni 1 (1980).“
Framangreint er hið ágætasta svar og útskýrir nafngiftina prýðilega út frá nýtingu og örðum nytjum.
Á annarri mynd sést niður á flötina þar sem tvær tóftir eru í Torfdal neðan Krossfjalla, önnur er með grjóti í, þessi nær en hin er mestmegnis úr torfi og er að sjá vinstra megin við grjóttóftina alveg við rof sem er þarna fyrir framan lækinn. Einn steinn sést í þeirri tóft.
Á þriðju myndinni sést enn eldri tóft, sem er ofar í dalnum með rofi umhverfis og er staf stungi niður í hana. Þar nálægt er ferköntuð gröf, trúlega mógröf. Við neðri tóftirnar er vatnslögn sem kemur úr gilinu efst en ólíklegt er að þessar tóftir tengist henni eitthvað. Athugandi er að gaumgæfa þetta svæði betur við tækifæri.
Að lokum má geta þess að í leiðinni var gengið fram á 10 urtandaregg í hreiðri, sem næstum var búi að stíga ofan á. En það kom nú öndinni til góða að þjálfaðir sjáendur eru með jafnan með augun allsstaðar, einnig næst sér.

Heimildir m.a.:
-Ö-Breiðabólsstaður.
-Ö-Núpar.
-Örnefnastofun – Jónína Hafsteinsdóttir.

Urtönd

Urtönd.

Miðdalur

Ætlunin var að ganga um Miðdal frá Fremstadal og inn í Innstadal. Þar átti að skoða betur aðstöðu útilegumanna, sem höfðust við í dalnum um miðja 18. öld. Enn má sjá minjar í og undir hamri norðan í dalnum, auk þess sem óvíða er litadýrðin meiri en í nálægu Hveragili.
ÖlkeldanDalir þessir hafa einnig verið nefndir Hengladalir. Um þá rennur Hengladalaáin. Dalir þessir hafa einnig verið nefndir Hengladalir. Í Miðdal (Þrengslum) er Ölkelda. Sagt er að hver sá sem laugar lasinn líkamshluta í keldunni muni alheill verða.

Fyrsta hindrunin var skapillur starfsmaður Orkuveitunnar. Sagði hann FERLIRsþátttakendur ekkert eiga með það að gera að fara um svæðið – þetta væri vinnusvæði. Ekki var þó að sjá að maðurinn væri að vinna, einungis að leggja sig fram við að brúka kjaft við saklausa skoðendur. Til þess hafði hann bæði ökutæki og búnað frá Orkuveitunni – og eflaust á fullu kaupi. Ef þetta er dæmigert viðmót starfsfólks orkuversins á Hellisheiði gagnvart áhugasömu göngufólki um Hengilssvæðið þá þarf það hið sama að endurmeta afstöðu sína til umgengisréttarins við landið. Virkjunarheimild felur ekki í sér rétt til að rífa kjaft við allt og alla.

Litskrúð

Hengill er eitt svipmestu fjöllum í grennd við Reykjavík. Hengill telst til stapafjalla en er mjög sprunginn og hagaður. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m yfir sjávarmáli). Hengill er aðallega úr móbergi en grágrýtishrúður er uppi á honum. Í sleggju sem gengur uppi á fjallinu er líparít. Jarðhiti er utan í Hengli á nokkrum stöðum. Sunnan við Hengil eru þrjú dalverpi. Vestastur er innsti dalur, þá Miðdalur en Fremstidalur er austastur. Úr þeim fellur Hengladalaá. Í innsta dal, sem liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls (597 m.y.s.), er einn mesti gufuhver landsins.
Í ÞrengslumVíðar er jarðhiti í Hengladölum. Þar er einnig ölkelda, sem fyrr sagði. Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellirinn sem í eru mannvistarleifar. En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum (sjá meira HÉR).

Þegar komið er fyrir Litla Skarðsmýrarfjall er komið inn í Fremstadal, flatlendan og grösugan. Haldið var upp með ánni og þar til heldur þrengist um og var þá komið í Miðdal. Þar inn af er skarð er Þrengsli heita. Í Þrengslunum er ölkeldan. Þegar að henni var komið var að henni mátti sjá að um var að ræða hverauga með um 100° heitu vatni. Út frá því og umhverfis höfðu orðið til stallaðar og sepalaga kísilmyndanir í ýmsum litum. Þegar vatn úr keldunni var borið við augun varð sá hinn sami alsjáandi. Annar bar vatn úr henni á enni sér og mundi hann samstundist hvað hafði gerst fyrir a.m.k. tveimur dögum síðan. Það er því ljóst að sögur af heilsusamleika ölkelduvatnsins eru meira en bara orðin tóm.

Hengill

Slóðin heldur áfram með suðurhlið dalsins sem er grasi gróinn og sléttur, girtur fjöllum allan hringinn, Hengillinn í allri sinni dýrð til norðurs. Til norðvesturs gengur gil upp í Hengilinn með tignarlegum klettabeltum þar má ganga á Vörðu-Skeggja þó ekki sé það stikuð leið. Að austanverðu er gróið hraun, þar þrengist dalurinn. Lækur rennur eftir dalnum sem verður að Hengladalsá og síðar Varmá, lækjarvatnið er gott til að fylla á drykkjarílát. Í hrauninu er vegprestur sem skiptir leiðum, önnur áfram til austurs yfir á Ölkelduháls, hin til norðurs upp á Vörðu-Skeggja.

Lækur

Áður en farið er í Þrengslin þarf að komast yfir ánna, annað hvort með því að stikla hana eða vaða. Ef menn eru í góðum gönguskóm má víða fara hana á ferðinni og í stóru skrefi án þess að verða svo mikið sem rakir í fæturnar. Þetta er ekki meira vatnsfall en svo. Best er að fara um Þrengslin norðan árinnar vegna þess að hinu megin eru klettar og brattir melar, auk þess minna að sjá.

Í ÞrengslunumEftir að hafa hækkað sig eilítið í Þrengslunum er komið upp í Innstadal og þar gæti þurft enn og aftur að komast yfir Hengladalaánna, á sama hátt og áður en þarna er nokkuð auðvelt að stikla hana. Þarna í Þrengslunum er mikil litadýrð norðan árinnar. Þar er önnur ölkelda og lindaraugu líkt og víða í dölunum.

Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, sem nær frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í gosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NASV og ganga út í Þingvallavatn.
GígurÁ Hengilssvæðinu eru þrjú eldstöðvakerfi með megineldstöðvum, hverum og laugum. Þetta eru Hveragerðiseldstöð, Hrómundartindskerfi og Hengilskerfi sem er yngst og virkast. Eftir ísöld eru þekkt fjögur til fimm sprungugos á svæðinu. Síðast gaus fyrir um 2.000 árum á 30 km langri sprungu sem náði frá Þrengslum, um Hellisheiði, Innstadal og í Sandey í Þingvallavatni. Þá rann yngsta hraunið á Hellisheiði og Nesjahraun í Grafningi.
Síðast voru umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig spilda á sprungubelti sem liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Þá seig land um einn til tvo metra. Hverir og laugar finnast í öllum eldstöðvakerfunum, en þó mest í Hengilskerfinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal.

Litadýrð

Kristján hóf störf hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar, forvera ÍSOR, árið 1960. Hann lauk doktorsprófi í jarðfræði frá Háskólanum í Köln árið 1966 og var aðalviðfangsefni hans var kortlagning á jarðfræði Hengilsins. Kristján hefur verði með afkastamestu jarðfræðingum landsins. Hann hefur kortlagt drjúgan hluta þess í meiri smáatriðum en áður hafði verið gert og með vísindastörfum sínum lagt þung lóð á vogarskálar nútímaskilnings á jarðfræði landsins og þeim öflum sem móta hana. Megináherslan í starfi Kristjáns hefur þó falist jarðhitaleit vítt og breitt um land. Er óhætt að segja að enginn einn maður hafi átt jafndrjúgan þátt í þeim mikla árangri sem náðst hefur á því sviði á Íslandi og Kristján. Fáar eru þær hitaveitur þar sem hann hefur ekki komið að málum.

Fyrir landnám óx birkiskógur með fjölbreyttum undirgróðri upp í 3-400 metra yfir sjávarmáli á svæðinu. Ofar tók við harðgerður og lágvaxinn fjallagróður og samfelld gróðurþekja náði upp í 5-600 metra hæð. Smám saman breyttist gróðurfar í kjölfar kólnandi veðurfars, skógarnytja og búsetu. Nú er samfellt birkikjarr á afmörkuðum svæðum upp af Þingvallavatni. Birkistofninn er kræklóttur og lágvaxinn en getur þó náð tveggja metra hæð. Fjölbreytni í gróðri er allmikil, en grasaættin er einkennandi og útbreiddust. Margar gerðir mólendis eru á svæðinu, en það er mest áberandi í Grafningi. Í Ölfusi er land grösugra, en graslendi nær þó sjaldnast yfir stór samfelld svæði. Á láglendi eru stærstu votlendissvæðin við Villingavatn, Króksmýri og í Dælum austan við Úlfljótsvatnsfjall, auk minni mýrlenda við tjarnir og læki. Allstórt og fjölbreytt flóasvæði er í Fremstadal.
VetrarblómMýrastör er jafnan ríkjandi tegund í mýrum. Strjáll bersvæðisgróður vex á melum, en tegundafjöldi er þó mikill. Þar má nefna geldingahnapp, lambagras, blávingul, blóðberg, músareyra, holurt og holtasóley. Í Nesjahrauni er samfelld breiða af gamburmosa, sem er landnámsplanta á hraunum. Mosinn myndar jarðveg fyrir aðrar tegundir og þar dafna krækilyng, bláberjalyng, blávingull, kornsúra, móasef, túnvingull, hvítmaðra, grávíðir og fleiri tegundir.

Ölkelda (úr öl + kelda sem þýðir í fornnorsku „uppspretta“ eða „lind“) er uppspretta vatns sem inniheldur koltvísýring, en hann á uppruna sinn í storknandi kviku í iðrum Jarðar. Koldíoxíði kemur úr storknandi kviku í iðrum jarðar. Ef menn taka vatn með sér úr ölkeldu dofnar kolsýran fljótt ef vatnið er ekki geymt í lofttæmdum umbúðum. Vatnið úr ölkeldum þykir hressandi drukkið á staðnum og er vatnið ýmist heitt eða kalt. Ölkeldur finnast um allan heim og eru sumar þeirra þekktar sem heilsulindir (Sigurður Þórarinsson, 1978).

Ölkeldur eru kaldar eða rétt volgar uppsprettur sem finnast á háhitasvæðum og oft í jöðrum þeirra. Yfirleitt eru þær járnmengaðar og bragðvondar og vatnið rauðbrúnleitt, jafnvel svo liti heilu lækina. Vatn úr þeim köldustu sem mest ólga af kolsýrunni er drekkandi þótt brúnleitt sé.

Lóuegg

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 18. öld, er fjallað um ölkeldur á Snæfellsnesi. Þar telja þeir ölkeldur bæta Snæfellsnesi þann missi að hafa ekki neitt heitt vatn. Í ferðabókinni eru ölkeldur skilgreindar sem „uppsprettur sem eru auðugar af málmsöltum og með bragðmiklu vatni“. Eggert og Bjarni reyndu að flytja ölkelduvatn með sér til Kaupmannahafnar en vatnið skemmdist á leiðinni. Þeir félagar álitu að ölkeldur gætu orðið til mikilla hagsbóta fyrir Íslendinga því í öðrum löndum væru hressingarhæli oft byggð nálægt ölkeldum. Enn hefur þó lítið verið gert til að nýta það ölkelduvatn sem finnst á Íslandi.

Í HveragiliGufu- og leirhverir finnast aðeins á háhitasvæðum. Í raun er um samskonar hveri að ræða og því eru þeir oft flokkaðir saman. Í leirhverum nær vatnið upp í hvernum en í gufuhverum er svo djúpt á grunnvatnið að ekkert vatn er sýnilegt. Í gufuhverum leitar vatn yfir suðumarki til yfirborðsins og streymir þar út sem gufa. Í raun getur sami hverinn verið bæði gufu- og leirhver, bara ekki á sama tíma. Í miklum þurrkum getur leirhver þornað upp og orðið að gufuhver. Leir hveranna samanstendur af vatni og soðnu umbreyttu bergi.
Vatnshverir eru einkennandi fyrir lághitasvæði en finnast líka í einhverju mæli á háhitasvæðum. Vatnshverir á sama jarðhitasvæðinu liggja oftast nær í beinni línu eða í þyrpingum sem ná frá tugum til hundruð metra í lengd. Venjulega má þá finna sprungu undir hveraröðinni sem gefur til kynna að heita vatnið eigi upptök sín þar.

SkjólHellir útilegumannanna var skoðaður sem og undirliggjandi minjar. Undir stórum steini mátti sjá votta fyrir hleðslum. Bæði höfðu þær fallið inn á gólfið og regnvatn hafði fært sand og möl inn í skúta sem þar er. Staðurinn hefur verið hið ágætasta afdrep fyrir þá sem vildu leynast fyrir ferðum fólks um Innstadal því ekkert af því hefði átt erindi þangað að hömrunum.
Til baka var gengið frá upprunalindum Hengladalaárinnar og meðfram henni að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Ölkeldan

Innstidalur

Stefnan var tekin á Innstadal í Hengli. Ekki var genginn hinn hefðbundni stígur upp Sleggjubeinsskarð syðst í dalinn heldur haldið niður af norðvesturbrúnum (Vesturása) Skarðsmýrarfjalls, um gönguskarð, sem þar er og fáir fara að jafnaði um. Þaðan er hið ágætasta yfirsýn yfir gjörvallan dalinn sem og umlykjandi fjöll, auk þess sem ekki tekur ekki nema nokkrar mínútur að snerta dalbotninn.
GöngusvæðiðÞegar niður var komið var gengið um grasgróninga til norðurs, áleiðis að Lindarbæ, skála nyst í dalnum, skammt neðan við Hveragilið. Það sem vakti sérstaka athygli á leiðinni var a.m.k. tvennt; annars vegar greinilega fjölfarin hestagata langsum eftir dalnum upp úr Grafningi (Miðdal og Fremstadal) og hins vegar nýlegri hraunmyndun. Svo virðist sem lítið gos hafi komið upp í dalnum löngu eftir myndunina (sjá meira um jarðfræðina hér á eftir), sennilega u.þ.b. þúsund árum fyrir norrænt landnám.
ReiðgatanÁ leiðinni var gengið fram á tvær grafir, greinilega teknar af jarðfræðingum er hafa verið að skoða góskulög í dalnum. Grafirnar voru í lægð á milli barða, en ekki utan í börðunum, sem eðlilegra væri, vildu þeir sjá tímabilið allt. En hvað um það; landnámsöskulagið var greinilegt í sniðunu á u.þ.b. 40 cm dýpi eða á rúmlega metersdýpi að börðunum meðtöldum. Segir það nokkuð til um nýmyndunina í dalnum, en af umhverfinu mátti ljóst vera að lækir hafa runnið um hann úr nálægum hlíðum og flutt niður með sér mikið magn jarðvegs. Grónir farvegir eru víða um dalinn svo sjá má að núverandi lækir hafa áður leikið sér annars staðar en nú gerist.
LambhóllÍ örnefnalýsingu Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti um „Örnefni í Henglinum og hálendinu, sem er áfast við hann“, segir m.a. um Innstadal: „Sunnan í Henglinum eru þessir dalir; Innstidalur, og austur frá honum Miðdalur og Fremstidalur. Milli dalanna eru Þrengslin og inni í þeim er Lambhóll. Úr þesum dölum rennur Hengladalaá, en við ána er Smjörþýfi. Skarðamýrar eru áfastar við Fremstadal, og sunnan við Skarðsmýrar er Skarðsmýrarfjall.“

Mikill jarðhiti er í Innstadal. Mikið er um hveri, gíga og heitt vatn í dalnum. Og einn mesti gufuhver landsins er í Innstadal. Stefnan var m.a. tekin á gilið er hýsir hverinn, en áður var huga beint að bæði jarðfræðinni og fyrrum útilegumannahelli innst í Innstadal.

Jarðvegssnið„Hengill er eitt svipmestu fjöllum í grennd við Reykjavík. Hengill telst til stapafjalla en er mjög sprunginn og hagaður. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m yfir sjávarmáli). Hengill er aðallega úr móbergi en grágrýtishrúður er uppi á honum. Í sleggju sem gengur uppi á fjallinu er líparít. Jarðhiti er utan í Hengli á nokkrum stöðum. Sunnan við Hengil eru þrjú dalverpi. Vestastur er Innstidalur, þá Miðdalur en Fremstidalur er austastur. Úr þeim fellur Hengladalaá. Í Innstadal, sem liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls (597 m.y.s.), er einn mesti gufuhver landsins. Víðar er jarðhiti í Hengladölum. Þar er einnig ölkelda [norðan í Miðdal]. Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellir sem í eru mannvistarleifar. [Reyndar er ekki um kletta að ræða heldur standberg. Margir klettar eru undir því.] En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum.

Innstidalur

Hengilssvæði nær yfir tvær megineldstöðvar og nágrenni þeirra. Önnur, Hveragerðieldstöðin, er útdauð og sundurgrafin. Hin er virk og nær yfir Hengil og Hrómundartind. Hún skiptist í tvær gosreinar. Önnur liggur gegnum Henglafjöll, hin um Hrómundartind. Gosmyndanir á Hengilssvæðinu spanna um 800.000 ár í aldri. Elstu jarðlögin er að finna í ásunum suðaustan við Hveragerði, en yngst eru hraunin sem flætt hafa frá gosreininni gegnum Hengil. Þar á milli skipar sér fjölbreytt jarðlagsyrpa þar sem skiptast á móberg frá jökulskeiðum og hraunlög frá hlýskeiðum. Berggrunnur Hengilssvæðisins er að mestu úr móbergi. Um 500 metrum undir móberginu eru basalthraunlög. 

Hveragil

Grafningsmegin á svæðinu má finna röð móbergshryggja sem fylgja sprungustefnu. Í jörðum svæðisins kemur grágrýti fram undan móberginu. Jarðskorpuhreyfingar í gliðnunarbelti eins og verið hefur á hengilssvæðum allan þann tíma sem jarðsaga þess spannar sýna sig í gjám og misgengjum og hallandi jarðlögum á jaðarsvæðunum. Skjálftabelti Suðurlands gengur austan frá inn í Hengilssvæðið. Sprungur tengdar því eru þekktar í Fram-Grafningi, um alla Hveragerðiseldstöðina og vestur á Hálsa við Skálafell. Jarðskjálftar eru tíðir, en smáir á þessu svæði, nema þegar suðurlandsskjálftar ganga yfir. Um 24.000 jarðskjálftar af stærðinni 0.5 (á Richter) eða stærri voru mældir á árunum 1993 til 1997. Sá stærsti var 4.1 á Richter.

Brennisteinn

Gosmyndanir á Hengilssvæðinu eru fjölbreyttar og byggist á því hvort og hversu þykkur Jökull lá yfir svæðinu þegar gosinn urðu. Aðalgerðir eldstöðvana eru þó einugis tvær, tengdar sprungugosum og dyngjugosum. Á vestanverðu Hengilssvæðinu er landslagið mótað af gosmyndunum sem þar hafa hlaðist upp á síðasta jökulskeiði og á nútíma (þ.e. eftir ísöld). Austan til hafa roföflin hins vegar mótað það. Úrkoma á Hengilssvæðunum er mikil, raunar með því mesta sem hefur mælst á landinu. Á austanverðu Hengilssvæðinu eru stöðugar lindir og lækir einugis þar sem jarðlögin eru svo ummynduð að þau haldi vatni. Annars sígur þar allt vatn í jörð eða rennur stuttan tíma í leysingum. Á austanverðu svæðinu renna ár og lækir allt árið um kring. Í sumum er lindaþátturinn stór, en allar mega þær þó fremur teljast dragár. Heita vatnið á Hengilssvæðinu er álitið vera á eins til þriggja km dýpi. Á mörgum stöðum á svæðinu nær þessi hiti að komast upp á yfirborðið. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal. Hengilsvæðið er með þeim stærstu jarðhitasvæðum á landinu, eða um 100 ferkílómetrar. það er þó ekki allt sami suðupotturinn heldur er það a.m.k þrískipt: Hveragerðaeldstöðin, Ölkelduhálsvæðið og jarðhitasvæðið í Henglafjöllum. Boranir og virkjanir eiga sér stað á Nesjavöllum sem eru á vegum Orkuveitunnar. Einnig standa yfir miklar framkvæmdir á Hellisheiðarvirkjun, sem er á landi Kolviðarhóls. Þær framkvæmdir eru einnig á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Mikill jarðhiti eru í þessum jarðlögum. Regnvatn sem seytlar niður í berggrunninn og kemst í snertingu við heitt bergið þrýstist sjóðandi upp um sprungur og misgengi. En innskot frá kviku verða algengari því neðar sem dregur.“
HveragilslækurHér að framan er reyndar ekki minnst á hraunmyndunina í Innstadal, enda væri þar um að ræða nánari jarðfræðilega úttekt í dalnum og svæðinu umleikis. Eitt er það, sem vakti sérstaka athygli FERLIRs á þessari göngu, voru fagurmyndaðar og stórar hraunbombur er finna mátti í austanverðum dalnum. Benda þær til þess að þarna hafi um tíma verið kröftugt gjóskugos – þótt hraunmassinn frá því hafi ekki verið verulegur.
Eftir að hafa barið litadýrð Hveragils auga (ein ljósmynd segir meira en þúsund orð) var haldið upp og til vesturs með ofanverðum hömrunum, yfir gil og gjár. Upptök Hengladalsárinnar er þarna með öllum sínum grænsafaríku dýjamosum. Litskrúðið þar gefur Hveragilinu lítið eftir.

Hengladalsáin

Sagnir eru til um það að í helli í Innstadal hefðu verið menn sem komu sunnan úr Höfnum. Þeir hefðu verið áhafnar meðlimir af einhverju skipi en verið brottviknir fyrir einhver níðingsverk. Ekki bera heimildum saman um hversu lengi þeir höfðust við í þessum helli, sumir sögðu eitt sumar aðrir tvö ár. Það er ekki vitað með vissu. Talið er að þeir hafi verið 6 til 7 karlmenn og tvær hlutakonur. Þau lifðu á saufé sem þeir stálu frá bændum í Grafningi og Ölfusi. Bændur sátu síðan fyrir þeim og drápu, en ekki fyrr en eftir miklar eltingar. „Þjófahlaup“ í Henglinum er skýrt eftir þessar eftirfarir. Útilegumennirnir voru drepnir ýmist vestan í Henglinum eða á Mosfellsheiðinni. Konurnar voru fangaðar eftir mikið viðnám. Ekki er heldur vitað með vissu hvaða ár þetta var en talið er að það hafi verið í kringum 1700.   

Hellir þessi átti að hafa verið, sem fyrr segir, í Innstadal.
Heimildir skýra svo frá; „Norðan við sléttuna í dalsbotninum sé einn af mestu gufuhverum landsins, en örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur. Ofarlega í þessum kletti er hellir og grastó fyrir framan hann. Hellismunninn sést strax og komið er yfir Sleggjuháls. Móbergið fyrir framan hellinn er mjög bratt og illkleift á tveggja til þriggja mannhæða kafla.

Syllan

Lýður Björnsson, sagnfræðingur, fór í þennan helli 1978. Hann skýrir svo frá að hellir þessi sé um 2 til 3 metra langur inn í botn og manngengur að framanverðu. Breiddin er um 2 metrar. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunann en hleðslan er nær hrunin, fallin bæði inn og út. Talsvert var af beinum undir hellum í hellinum, mest stórgripabein. Engar leifar sáust af eldstæði eða ösku.
Eins og heimildir greina frá þá er verulega erfitt að klífa upp í þennan helli. Alls ekki ráðlagt fyrir fólk að reyna uppgöngu án sérhæfðar búnaðar og kunnáttu. Bergið fyrir framan hellinn er bæði mjög bratt og laust í sér.“

Heimildir eru að finna m.a. í lesbók MBL frá 1939, grein sem Þórður Sigurðsson „Tannastöðum“ skrifaði, Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra. Þar segir:

Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra

Hellirinn

Í annálum er þess getið, að útileguþjófar hjeldu til í henglafjöllum. Ekki er þó tekið til hvar í fjöllunum þeir hafi verið, en yfirleitt er afrjettur Grafningasmanna og Ölfusinga nefndur Henglafjöll í fyrri tíðar ritum. Þeirra er getið tvisvar að mig minnir, og að hafa að líkindum verið oftar, þó það sje ekki í frásögur fært. Í Nesjum í Grafningi höfðu þeir eini sinni vetursetu sína, en voru teknir og þeim refsað.
Þegar jeg var unglingur heyrði jeg sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum; þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hafði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þeir skipshöfn, sem hefði gert einhver níðingsverk, en aldrei heyrði jeg hver þau hefðu átt að vera.
Tóku þeir sjer nú stöðu í þessum helli og höfðust þar við, sumir sögðu í tvö ár, en aðrir aðeins eitt sumar, en hvort sannara er verður ekki vitað. Og ekki vissu menn heldur, hve margir þeir voru – jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, og eru ef til vill líkur fyrir því.
Þeir höfðu með sjer langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp í hellirinn og föng sín jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfje Ölfusinga og Grafningsmanna.
AðhaldNú þótti sveitamönnum hart á barið að verða að þola slíka óhæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið þá gerðu þeir ráð sitt og tóku sig saman eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögðust í leyni margir saman úr báðum sveitum, Ölfusi og Grafningi – sem að vísu var þá sama þingsóknin – og bíða þess að hellisbúar færu úr hellinum í smalatúr og ætluðu þeim svo syndirnar og var þess skamt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sjer sem fljótast fyrir hellisbergið að neðan og komu hellismenn innan skamms með fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu og enginn vegur að ná hellinum. Sveitamenn veittu strax svo harða aðsókn, að hinir hjeldust ekki við, enda var liðsmunur ákaflegur, því sveitamenn höfðu verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegumanna tvístraðist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fjenu.
SkessuketillHellsimenn tóku nú að flýja hver sem best mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sem fótfrástir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan og  vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn; eru þar kölluð „Þjófahlaupin“ enn í dag sem örnefni síðan. Allir voru hellsimenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum, eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði.
Nú voru hellismenn allir unnir, en fylgdarkonur þeirra voru enn í hellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, og svo er haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni voru, að svo ilt sem hefði verið að sigra hellisbúa, þá hefði þó hálfu verra verið að vinna fylgikonur þeirra. En samt að lokum urðu þær teknar og fluttar burtu, og er ekki getið að þær sýndu neinn mótþróa eftir að þær komu undir annara manna hendur.
Jón hjet maður, sem kallaður var „yddú“, Jónsson ins harða í Ossabæ, Sigurðssonar Þorkelssonar Jónssonar.
HellisopiðJón var fæddur 1777. Hann var hverjum manni flínkari, ófyrirleitinn og harðfengur í meira lagi, nokkuð ertinn og kappsfullur, starfsmaður mikill og þrekmaður hinn mesti. Ekki fara sögur af honum í æsku. Hefir hann líklega alist upp hjá foreldrum sínum. Þegar hann var um tvítugsaldur var hann vinnmaður í Reykjakoti. Þá var það eitt sinn í fjallgöngum, að Jón kleif upp í þennan umtalaða hellir útilegumannanna. Ekki getur þess, að Jón fyndi þar neitt merkilegt, en öskuleifar litlar voru í einum stað utan við hellisopið, enda hefir alt verið tekið burt þaðan, hafi nokkuð verið að taka, þegar útilegumenn voru unnir.
InnstidalurNú var Jón í hellinum og hafði tvisvar gert tilraun að komast niður, en hikað við. Sá Jón nú, að ekki dugði, að vera þar til lengdar og rjeð því til enn að nýju og komst með naumindum alla leið niður fyrir hellisbergið og ómeiddur að öllu leyti. Hafði hann svo sagt, að ekki mundi hann leggja upp í aðra för í þann hellir. Hefir þetta verið kringum aldarmótin 1800, eftir því sem næst verður komist, og vita menn hjer ekki til að síðan hafi neinn maður farið upp í þennan hellir.
Það er og haft eftir Jóni „yddú“, að þegar útilegumennirnir komu með fjárhópinn, að þá hafi sveitarmenn skipað sjer í kring og slegið hring um þá, en þó sluppu þeir allir til að byrja með, og byrjuðu þá strax eltingar. Það hafði og verið mestur tálmi hjá hellismönnum, að þeir voru illa skóaðir, en sveitamenn betur búnir til handa og fóta, og mest höfðu hellismenn fallið fyrir grjótkasti og bareflum, er hinir höfu, en eiginlg vopn voru fá eða engin.
KjóiSögu þessa hafði Jón „yddú“ eftir Jóni harða föður sínum og Sigurði Þorkelssyni afa sínum, en Jón „yddú“ sagði aftur Hávarði gamla Andrjessyni, en þeir voru samtíða á Völlum meir en 20 ár, en Hávarður sagði oft gömlum karli, sem enn er á lífi. Jón „yddú“ var hrekkjóttur í uppvexti, en svi fimur, að til þess var tekið. Hann var og ágætur vinnumaður til hvers er taka þurfti, og eru fáeinar smásagnir til um hann.“
Þessi sama frásögn birtist síðan í Lögbergi 2. mars 1939, bls. 4-5.
Þegar skoðað var neðanvert umhverfi „útilegumannahellisins“ mátti sjá að milli stórra steina undir honum mátti greina aflagaða hleðslu. Við endann á henni að sunnanverðu var skúti undir stórum steinum. Ofanvert var náttúrulegt aðhald. Þarna hefði mátt geyma fé án þess að til þess sæist úr dalnum. Tvö bein lágu þar við skútann.
KjóinnÞrátt fyrir framangeinda lýsingu er ekki ókleift upp í hellinn. Hins vegar þarf að fara varlega, bæði upp  og niður. Sennilega á lýsing Jóns við um helli skammt norðar í berginu. Þar er aflöng sylla, líklegasta hellisstæðið þegar horft er upp í hamarinn. Til að komast þangað þarf að fara með erfiðsmunum upp móbergsbrúnir, en öllu erfiðara er að komast niður aftur. Freistingin gæti þó auðveldlega leitt áhugasama þangað upp, en uppgötvunin hlýtur ávallt að valda vonbrigðum. Þrátt fyrir álitlegan helli neðanvert séð er um að ræða slétta og grunna stétt í berginu. Af ummerkjum að dæma (göt í berginu) má ætla að margir hafi lagt leið sína á þessan stað í vissu um að hann væri sá er leitað væri að.
Innstidalur„Útilegumannahellirinn“ umræddi er skammt sunnar. Hann er, sem fyrr sagði, tiltölulega auðveldur uppgöngu. Þegar þangað upp var komið mátti sjá leifar af fyrirhleðslu. Innar var grjót er gæti verið leifa af beðum. Tveir leggir lágu undir vegg. (Næst verður málmleitartæki með í för.) Útsýni úr hellinum er frábært yfir Innstadal og Miðdal. Enginn maður hefði getað óséður komist að hellinum án þess að vistverjendur hefðu áður komið auga á hann.
DaggardroparUndir hellinum eru skjól undir klettum. Líklegt er, ef einhverjir hafi hafst þarna við um tíma, að þeir hafi nýtt sér aðstöðuna þar. Hleðsla hefur verið fyrir opi að norðanverðu, en hún fallið inn. Op er milli steina að austanverðu – sem sagt hið ágætasta skjól og vandfundið. Þá er og bæði kalt vatn til svölunnar og heitt í grenndinni soðningar. Sérstaka athygli þátttkenda vöktu skessukatlar undir hellinum. Í þá hefur ávallt verið hægt að sækja drykkjarvatn að sumarlagi, auk þess sem Hengladalsáin kemur upp svo til undir hellismunnanum. 

Tveir einkaskálar eru í Innstadal, annar er staðsettur austast í dalnum (Hreysi), en hinn er norðan meginn fyrir miðju við Hengilinn (Lindabær). Þessir skálar eru lokaðir almenningi.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Lesbók Morgunblaðsins, Þórður Sigurðsson, Tannastöðum, „Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra“, 29. jan. 1939, bls. 30-31.
-www.wikipedia

Hveragil

Herdísarvík

Ólafur Þorvaldsson ritaði m.a. um gestakomur í Herdísarvík, „Gestir af hafi“, í Sjómannablaðið Víking árið 1953:
olafur thorvaldsson„Á þeim árum, sem ég bjó í Herdisarvík, vorum við hjónin oft spurð að því, hvort ekki væri ákaflega leiðinlegt að búa þar, hvort ekki væri þar voðalega afskekkt og einangrað, hvort nokkum tíma sæist þar maður. Tveimur fyrri spurningunum svöruðum við, einkum þó ég, á þá leið, að ekki væri leiðinlegt að búa í Herdisarvík, heldur þvert á móti skemmtilegt, þótt nokkuð mætti teljast þar afskekkt og þótt ekki væri hægt að segja, að hún lægi nú lengur í þeirri þjóðbraut, sem áður á árum, þegar menn úr austursveitum og sýslum fóru sínar skreiðar- og lestaferðir út með sjó, svo og meðan vermenn úr þessum sömu sýslum gengu þar um til vers og úr veri, en hvort tveggja þetta mun hafa lagzt niður um svipað leyti, og mun það hafa verið á tveim fyrstu tugum þessarar aldar. Þriðju spurningunni munum við oftast hafa svarað á þá leið, að fleiri gesti bæri að garði í Herdísarvík heldur en við hefðum þorað að gera okkur vonir um í upphafi, enda þótt ég vissi áður nokkuð um, að ekki var alltaf mannlaust þar.
Það er eitt og annað í sambandi við gesti okkar í Herdísarvík, sem æðimargir urðu í þessi sex ár, sem við bjuggum þar, sem ég ætla að rifja upp fyrir sjálfum mér, þar eð flestra gesta okkar þar minnist ég enn með ánægju. Heldur mun ég fara fljótt yfir sögu hvað snertir hina almennu gestakomu, þ.e. þeirra gesta, sem vænta mátti hvenær sem var, þekktra gesta eða óþekktra, sem ýmist dvöldu næturlangt eða allt að viku, og annarra, granna eða langferðamanna, sem með garði fóru, en litu í bæinn, okkur til mikillar ánægju og sjálfum þeim til hvíldar og hressingar.

Herdísarvík

Herdísarvíkurbærinn yngri.

Svo sem að framan getur, þá var á þessum árum (1928—33) tími skreiðarferða og vermanna liðinn, og var því aldrei þessara manna von. Samt sem áður voru ekki allir hættir að ferðast þessa leið. Þegar kom fram á vorið og sumarið og hagar voru komnir fyrir hesta, fór að lifna yfir umferðinni. Framan af sumri voru það einkum menn utan frá sjó, Grindavík og Suðurnesjum, sem komu til fjárleita og fóru þá oft allt til Selvogs. Oft voru menn þessir nokkrir saman og voru marga daga í þessum ferðum. Alltaf komu þeir við í Herdísarvík og gistu stundum. Um hásumarið komu oft stórir eða smáir hópar fólks. Einkum var þetta fólk frá Hafnarfirði og Reykjavík. Allt var þetta fólk á hestum, því enginn var þá bílvegur kominn um þær slóðir. Oft gistu hópar þessir, og var stundum þröngt á því þingi, þar eð húsakosturinn var ekki mikill, fimm rúm i tvískiptri baðstofu auk gestarúms í frammistofu. Helzt var fólk þetta á ferð um helgar, og var þá flest að fara hringinn, svo sem nú er sagt, þegar farið er um Krýsuvík til Selvogs og Ölfuss, en lengri tíma tók það þá heldur en nú.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Fyrir kom það, að menn kæmu gangandi, einn eða fleiri saman. Ýmist komu menn þessir beint yfir fjallið frá Hafnarfirði, og lá þá leiðin langt austan Kleifarvatns, — eða þeir komu um Krýsuvík. Sumir þessara manna voru vinir okkar og þá í skyndiheimsókn, aðrir okkur lítt eða ekkert þekktir, svo sem bóksölumenn, trúboðar o. fl. Eitt sumarið kom til okkar Árni Óla blaðamaður og gisti hjá okkur. Var hann þá að ganga hringinn og mun hafa verið að safna efni í bókina „Landið er fagurt og frítt“. Höfðum við mikla ánægju af heimsókn hans. Eitt sumarið dvaldist próf. Guðmundur Bárðarson náttúrufræðingur, ásamt þýzkum stúdent, um vikutíma hjá okkur. Voru þeir með fjóra hesta og nokkurn farangur. Mest voru þeir við rannsóknir hrauna og eldgíga uppi á fjalli og komu venjulega ekki heim fyrr en á kvöldin. Þágu þeir þá stundum kvöldmat í bænum. Svona mætti lengi telja gestina. Ég skil nú við sumargestina, en minnist lítillega aðal haustgestanna.

Herdísarvík

Vinnufólk í Herdísarvík.

Á hausti hverju var nokkur gestakoma, einkum var það kringum réttir og oft nokkuð þar fram yfir. Til Selvogs- og Ölfusrétta sóttu menn úr Garðahreppi og Hafnarfirði. Þeir, sem af Suðurnesjum komu, fóru um í Herdísarvik og stöku sinnum Hafnfirðingar. Þótti þeim betri reiðvegur um Krýsuvík heldur en fara austur yfir fjall um Kerlingarskarð. Urðu þeir að nátta sig í Selvogi og ríða svo upp í réttir að morgni, vildu þá eins vel gista í Herdísarvík, enda voru þetta þá oftast gamlir kunningjar okkar og þóttust slá tvær flugur í einu höggi með því að gista hjá okkur. Það var stundum þröngt þessar nætur í bænum í Herdísarvík; gekk heimafólk flest úr rúmum og lá þá í flatsængum í framgöngum. Oft urðu þrír að hafast við í einu rúmi eða ætluðu að gera það, en stundum var einum sparkað út úr hreiðrinu, og vaknaði sá þá stundum liggjandi á gólfinu. Allt fór þetta fram í mesta bróðerni, og var oft glatt á hjalla. Stundum var spilað lengi nætur. Venjulega voru það sömu mennirnir haust eftir haust, sem þessar útréttir sóttu, og voru þvi okkur vel kunnir og velkomnir gestir, sem og allir, sem komu. Þessir menn þekktu vel húsakost okkar, en gerðu sér allt að góðu, sem fyrir þá var gert.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Um og eftir síðustu réttir var stundum fallinn það mikill snjór á Kerlingarskarð og fjallið þar austur af, að bændur úr Selvogi, sem áttu órekinn sauðarekstur og mylkar ær til slátrunar, treystust ekki að reka féð þá leið og urðu í þess stað að reka um Herdísarvík og Krýsuvík, þar eð sú leið gat verið snjólaus með öllu, þótt dyngja væri komin á fjallið. Þegar svona bar undir, fór það eftir því, hve snemmbúnir þeir urðu heiman að, hvort þeir heldur náttuðu sig í Herdísarvík eða Krýsuvík. Þessir sauðarekstrar voru æðifjármargir, þar eð allir bændur úr Selvogi áttu þar sauði og annað síðheimt förgunarfé og Selvogsbændur sauðamargir í þá daga. Margir menn fylgdu þessum rekstrum, og var þá sungið og kveðið fram eftir vökunni, þegar þeir gistu í Herdísarvík, og svo kann víðar að hafa verið.

Herdíarvíkurgata

Herdísarvíkurgata.

Ég hef hér að framan nokkuð dvalið við vor- og sumargesti, sem til Herdísarvíkur komu og gátu komið hvenær sem vera vildi. Líka hef ég minnzt á haustgestina, sem margir voru nokkuð tíma- og árvissir, — en það komu fleiri gestir en þeir framan töldu. Við komu þessara gesta mun ég einnig nokkuð dvelja í þessum minningum, svo hugstæðir eru mér margir þeirra. Ekki komu gestir þessir daglega, og aldrei þurfti að vonast eftir þeim i níu til tíu mánuði af árinu. Hvorki komu þeir ríðandi né gangandi. Þeir komu af sjó. Gestir þessir voru Færeyingar.
Þegar kom fram um mánaðamótin febrúar —marz, fórum við að huga að gestakomu á ný.
Ekki þurfti að horfa til austurs né vesturs eftir gestum þeim, sem nú var helzt að vænta. Þeir komu allir af hafi. Þetta voru færeysku fiskimennirnir, sem sóttu á Íslandsmið á skútum sínum. Flestar lögðu þessar skútur úr heimahöfn í febrúar og fyrst í marz. Allar voru þær með handfæri einvörðungu. Flestar munu skútur þessar hafa verið um 150, sem hingað sóttu. Eftir að skúturnar voru komnar vestur með landinu, sást oft heiman frá Herdísarvík, eftir að dimmt var orðið, svo að segja ljós við ljós fyrir allri víkinni.
Herdisarvik 1930Hvaða erindi áttu svo öll þessi erlendu skip til þessarar afskekktu víkur? Vil ég nú skýra það nokkuð. Flest skipanna komu þangað til þess að afla sér vatns eða íss, annars eða hvors tveggja. Mörg voru þau búin að vera svo vikum skipti í sjó og þessar nauðsynjar ýmist að mestu þrotnar eða svo á þær gengið, að viðbótar var talin þörf. — Herdísarvík var eini staðurinn frá Vestmannaeyjum allt vestur fyrir Reykjanes, þar sem mögulegt var fyrir skip að afla sér þessara nauðsynja. Ég held, að Færeyingar hafi litið á Herdísarvíkina sem nokkurs konar Færeyingahöfn fyrir suðvesturlandinu, og þannig heyrði ég orð falla milli tveggja skipstjóra. Svo mikils virði var þeim að geta fengið þarna ótakmarkað vatn — og venjulega ís eða snjó eftir þörfum — móts við það að þurfa að öðrum kosti að sækja þetta — helzt annaðhvort til Hafnarfjarðar eða Reykjavíkur og þurfa þar að borga það með peningum.

Herdísarvíkurbjarg

Herdísarvíkurbjarg.

Svo sem fyrr er sagt, var erindi flestra skipanna það, að fá neyzluvatn, ís eða snjáur, eða eins og sumir sögðu kava, sbr. kava-rok, skafbyl, sem við segjum. Ísinn og snjóinn notuðu þeir að sjálfsögðu í frosthólf skipsins til varðveizlu beitu. Ekki voru öll skipin, sem upp á vikina komu, í framangreindum erindum. Það var á þeim tíma, sem hér um ræðir, ófrávíkjanleg regla Færeyinga að fiska ekki á sunnudögum eða öðrum helgidögum. Þá daga slöguðu skipin fram og aftur eða héldu sér við á vélinni um miðin, þar til aftur var farið að fiska. Þegar Færeyingarnir voru á fiski út af Herdísarvík eða vestur með Krýsuvíkurbergi, sem varað gat svo vikum skipti, komu mörg þessara skipa upp á Víkina og lögðust þar fyrir akkeri og voru þar til sunnudagskvölds. Þetta var þó því aðeins, að stillur væru eða vindur stæði af landi.

Herdísarvíkurgötur

Herdísarvíkurgötur.

Svo sem fyrr segir, þá var erindi flestra skipanna að fá vatn eða ís, og oft sama skipið hvort tveggja. Væri ekki ís á tjörninni, þá tóku þeir snjó, væri hann fyrir hendi. Þegar fram á vertíðina kom og snjór horfinn neðanfjalls, leyndist hann stundum í djúpum kerum í hrauninu. Af þessum stöðum vissi ég, og Færeyingarnir vissu, að ég vissi. Þegar allur snjór var uppurinn neðan fjalls, voru oft skaflar efst í fjallinu. Þá klungruðust þeir eftir honum þangað og báru hann á bakinu og höfðinu til sjávar. Var þetta löng leið og erfið mönnum i sjóstökkum og fullháum vaðstígvélum, en hér var mikið í húfi, beitan lá undir skemmdum, og henni varð að bjarga. Ég sagði áðan, að þeir hefðu borið á bakinu og höfðinu, og vil ég skýra þetta nánar. Þegar komið var i pokann það, sem þeir gátu mest farið með, var bundið fyrir op hans. Síðan var kaðli brugðið um pokann nálægt miðju og bundið að; þó var ekki nær bundið en svo, að maðurinn gat brugðið kaðlinum fram um enni sér, þegar pokinn var kominn á bak hans. Þannig báru þeir oft langa leið og vonda án þess að hafa hendur á bandinu, létu bara hausinn hafa það. Ég lét stundum í ljós undrun yfir, hve sterkir þeir voru í hausnum og þó einkum hálsinum. „Já, svona berum við torfið, blessaður“, var svarið, sem ég fékk, og mun ég víkja lítillega að þessu síðar.

Herdísarvíkurtjörn

Herdísarvíkurtjörn.

Þegar þykkur ís var á tjörninni, brutu þeir hann upp með járnum eða öxum og roguðust svo með jakann í fanginu, á bakinu eða á milli sín ofan í bátinn, sem alltaf varð að halda á floti, vegna þess að oftast var einhver lá í Bótinni. Stundum tók hvert skip ís í 2—3 báta, einkum þau stærri, sem stórar ísgeymslur höfðu. Einhverju sinni — það mun hafa verið komið fram í apríl og allan snjó löngu tekið upp neðanfjalls — var barið á stafnglugga baðstofunnar og það allharkalega; þeir hafa víst haldið, að fast væri sofið. Þegar ég leit út, sá ég að hópur manna stóð fyrir utan, voru sumir með stór vasaljós í höndum, en aðrir báru ljósker. Ég bjóst við, að hér væru komnir strandmenn, en svo var nú ekki. Einn hefur strax orð fyrir og segir: „Veiztu nokkurs staðar af snjáur, blessaður?“ Ég klæddist í skyndi og gekk út. Þarna var kominn skipstjóri með sína vakt af kútter „Harry“, einu hinna gömlu Reykjavíkurskipa. Skip þetta hafði fengið síld senda að heiman til Vestmannaeyja daginn áður, og þar sem þeir gátu þá ekki fengið ís í Vestmannaeyjum, lá síldin undir skemmdum. Hann sagðist þá hafa sett til öll segl og vélina á fulla ferð og stefnt vestur til Herdísarvíkur í von um, að þar væri snjó að fá. Ég sagði skipstjóranum, að allur snjór væri þorrinn ofanjarðar, en snjór mundi vera í djúpum kerum uppi við fjall, en óvíst, hvort ég hitti á þau nú í myrkrinu, og þótt svo yrði, þá þyrfti að síga ofan í kerin og hala snjóinn upp. Ekki setti skipstjóri neitt af þessu fyrir sig, enda mun mörgum Færeyingnum hafa boðizt brattara sig heldur en hér gat orðið um að gera.

Herdísarvíkurfjall

Herdísarvíkurfjall.

Var svo lagt af stað og stefnt til fjalls. Lestuðu menn sig um hraunið, og vildi sumum verða hnotgjarnt í myrkrinu, enda heldur stirt búnir til gangs. Ljósin báru þeir, sem á eftir gengu, því að ég treysti mér betur til að finna kerin í myrkri heldur en við ljós, því að það gerði dimmra út frá sér. Kerin fundum við, og ofan var sigið með ljós. „Já, já, nógur snjóur, gamli“, var kallað upp af þeim, sem fyrstur fór niður. Þarna var tekinn snjór í tvo báta.
Þegar Færeyingar tóku vatn eða ís fyrsta sinni, vildu flestir skipstjórarnir borga eða buðu borgun fyrir. Ég sagði öllum það sama, að ég seldi hvorki vatn né ís og væri þeim heimil taka þessara nauðsynja hvenær sem væri. Þeir vildu borga samt, þótt ég vildi ekki við peningum taka, — og gerðu það líka.

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

Það var föst venja okkar hjóna að ná sem flestum heim og gera þeim eitthvað gott. Urðu þeir venjulega að skiptast á um að koma heim, þar eð bátar máttu ekki mannlausir vera, væri verið að taka vatn eða ís. Flestum þótti skyr mjög gott, svo var það mjólk eða kaffi, eftir því sem þeir æsktu. Oft var fata með mjólk í send út á skip til þeirra, sem ekki gátu í land komið. Fyrir þessa smáaðhlynningu — svo og vatnið og ísinn — virtust allir mjög þakklátir. Oft höfðu þeir með í land í fyrstu ferðinni ýmislegt, sem þeir vissu, að hvert heimili hafði not fyrir. Bar þar mest á kexi. Voru það heldur smáar kökur, ýmist sætt eða ósætt. Voru sumir skipstjórar þar svo stórtækir, að fyrir kom, að þeir komu með eða sendu í land óuppteknar kextunnur eða kassa, sem í var frá 25—40 kg. Náðu þessar kexbirgðir stundum saman hjá okkur. Þess utan komu þeir með kaffi, sykur, smjörlíki, kartöflur, fiskilínur, blýlóð og öngla. Þeim þótti lína sú, sem ég notaði i handfæri, — en það var 4 lbs lína, — of sver, og sagði einn skipstjóri, sem sá hana, við mig: „Þetta er ófiskilegt, gamli; ég skal senda þér betri línu“, — og var það 2 lbs lína. Salt mátti ég fá hjá þeim, meira en ég hafði not fyrir. Oft komu þeir í land með nýjan fisk, svo og stóra slatta af nýjum þorskhausum, sem ég svo herti. Eitt er ótalið enn, sem sízt var við neglur skorið, en það var reyktóbak. Ekki var tóbak þeirra að sama skapi gott, en vel var ég farinn að sætta mig við það. Þetta tóbak reyktu þeir jafnt og tuggðu.“

Heimild:
-Sjómannablaðið Víkingur, 15. árg. 1953, bls. 295-302 og 317-318.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.