Færslur

Stekkjarás

Leikskólar landsins eru bæði margir og fjölbreytilegir. Sjaldnast er þó samtímasaga þeirra skráð af sanngirni á samfélagsmiðlunum – þrátt fyrir mikilvægið. Hér verður þó fjallað um einn þeirra – af gefnu tilefni. Leikskólastarfið þar hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun víða.
Leikskólinn Stekkjarás í Hafnarfirði tók til starfa 8. september 2004. Skólinn er átta deilda og er í eigu Hafnarfjarðarbæjar, sem einnig sér um rekstur hans. Heildarstærð skólans er 1358 m² og leikrými 590 m². Leikskólinn er opinn alla virka daga fyrir utan skipulagsdaga og sumarlokanir. Væntingar starfsfólksins eru jafnan um að  hugmyndir þess um hið ágæta skólastarf leikskólans, sem og annar leikskóla, fái að njóta sín til framtíðar.
Leikskólinn opnar á morgnana kl. 7:30 og honum er að jafnaði lokað kl. 17:00. Starfsmannafjöldi miðast við fjölda barna og aldur þeirra. Við leikskólann er að minnsta kosti ein ungbarnadeild starfrækt og fleiri ef þess þarf. Á ungbarnadeildum eru börnin færri en á hinum deildunum. Aðrar deildir skólans eru aldursblandaðar.

Stekkjarás

Eitt barnanna í jólaratleiknum.

Á Stekkjarási er starfað eftir starfsaðferðum Reggio Emilia og endurspeglast sú uppeldissýn í öllu starfi skólans. Það sem einkennir Stekkjarás sérstaklega er m.a skapandi hugsun, notkun opins efniviðar í listsköpun, útinám, leikur, aldursblöndun, sérkennsla og sérstaklega gott foreldrasamstarf.

Í Stekkjarási hefur hvert barn hæfileika og getu – barnið lærir af samferða fullorðnum, öðrum börnum og umhverfinu.

Það er mikil ábyrgð og mikið samvinnuverkefni samfélagsins að ala upp börnin okkar. Þau eiga rétt á því að fá ögrandi verkefni sem efla getu þeirra til að takast á við lífið og menntun til framtíðar.
Börn eru klár og mikils megnug.

Leikskólinn Stekkjarás hefur nú að frumkvöðli leikstjórastjórans, Öldu Agnesar Sveinsdóttur, vegna breytingakvaða (Covid19), boðið börnum og foreldrum leikskólans upp á skemmtilegan jólaratleik í nágrenninu, með góðum stuðningi foreldrafélagsins.
Ratleikurinn felst í að ganga um Ásskóginn, neðan leikskólans, sem börnin þekkja svo vel, með ratleikjakortinu og finna með þeim falin jólasveinaspjöldin….

Stekkjarás

Ratleikurinn.

Húshellir

Undirbúningi að Ratleik Hafnarfjarðar 2012 er að ljúka. Þemað verður „hellar og skjól“.
Kaldarsselshellar-303Í umdæmi Hafnarfjarðar og nágrennis eru fjölmargar náttúru- og menningarminjar er tengast hellum, hvort sem um er að ræða langar og fagursveigðar hraunrásir hellurhraunanna eða skjólgóða skúta apal- og blandhraunanna. Útvegsbændurnir nýttu sér skjólin m.a. fyrir fé og gangandi. Þau voru einu afdrep fjárins um aldir, eða allt fram í byrjun 20. aldar þegar efni varð til að byggja sérstök hús fyrir það.
Hraunin umleikis Hafnarfjörð gefa því góða mynd, bæði af afurð náttúrunnar í gegnum tíðina sem og nýtingu fólksins er þau byggðu.

Sjá meira undir Fróðleikur.

Grindavík

Ratleik Grindavíkur fyrir árið 2010 hefur verið hleypt af stokkunum.
Um er að ræða sögutengda fróðleiksleit. Þátttakendur geta nálgast seðil á flestum betri veitingahúsum og í Saltfisksetrinu í Grindavík, ratleikur -3gengið um hverfin þrjú og skráð hjá sér upplýsingar á sérstökum grænlitum spjöldum, sem komið hefur verið fyrir á völdum
stöðum. Þetta er sjötta árið sem ratleiknum er haldið úti í bænum.
Ratleikurinn er auðveldur og fróðlegur úttivistaleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta (3. júní) fram að Jónsmessu (24. júní). Í tilefni að því að 80 ár eru frá því að Slysavarnardeildin var stofnuð 2. nóvember 1930 er minnst mikilvægis sjóslysavarna og björgunarsveita. Ratleikurinn vísar á nokkra áþreifanlega minnisvarða. Fróðleikurinn byggir á Sögu Grindavíkur frá árinu 1994 sem Jón Þ. Þór tók saman, örnefnalýsingum og munnmælum fólks í Grindavík.

Í ár eru spjöldin á eftirfarandi stöðum með tilheyrandi fróðleik:

1. Í Staðarkirkjugarði – Í klukknaportinu er skipsklukka úr Anlaby. Minnisvarði er um Odd V. Gíslason prest á Stað 1879-1894 og brautryðjanda í slysavarnarmálum.

Sjoarinn2. Spölkorn fyrir neðan Bjarnargjá við Markaklett – Við Jónsbása fórst breski togarinn Anlaby 14. janúar 1902 með allri áhöfn. Skipstjórinn Carl Nilsen var þekktur fyrir aðför að Hannesi Hafstein og mönnum hans á Dýrafirði 1899.

3. Við hús björgunarmið-stöðvarinnar að Seljabót – Skrúfan fyrir framan björgunarmiðstöðina er úr franska togaranum Cap Fagnet.

4. Við Eyjabryggju – Við Eyjabryggju leggur björgunarskipið nefnt eftir fyrrnefndum Oddi. Oddur lagði m.a. áherslu á nauðsyn sundkunnáttu og fræddi um notkun lýsir og olíu til að lægja brim.

5. Við Þórkötlustaðanesvita (Hópsvita) – Þórkötlustaðanesviti (Hópsnesviti) var reistur 1928 til að lýsa sjófarendum. Vitinn var rafvæddur árið 1961.

6. Við gömlu bryggjuna í Þórkötlustaðanesi – 24. mars árið 1916 héldu 24 bátar til róðra en aðeins 20 náðu landi eftir að óveður skall skyndilega á. Í þrjá daga voru þeir taldir af þar til kútter Esther frá Reykjavík birtist með alla 38 skipsbrotsmennina.

Grind7. Rétt vestan við söguskiltið á Hrauni er gengið niður með girðingunni í Markabás að Skarfatanga – 24 mars árið 1931 strandaði franski togarinn Cap Fagnet. Slysavarnadeildin var þá nýstofnuð. Í fyrsta skipti var notuð fluglínubyssa við björgun og tókst að bjarga 38 manns.

8. Við heimkeyrsluna að Hrauni – Í Fitjaannál segir að árið 1602 hafi utan við Þórkötlustaði drukknað á stóru farmskipi Skálholtsstóls 24 piltar og voru þeir flestir jarðaðir við bænahúsið á Hrauni.

9. Skammt austan við Hraun við útskot undir Húsafelli – Enskur togari, Lois, strandaði í Hrólfsvík árið 1947. Áhöfn var bjargað fyrir hreina tilviljun. Dóttir Magnúsar Hafliðasonar á Hrauni var á leið út í fjós er hún sá ljós úti á sjó. Björgunarsveitin Þorbjörn sem þá var nýstofnuð, náði að bjarga 15 manns. 

Allir eru hvattir til þátttöku í þessum skemmtilega og heilsusamlega leik. Úrlausnarblöðum þarf að skila í Saltfisksetrið eigi síðar en 25. júní n.k. Dregið verður úr réttum lausnum. Heppnir geta unnið vegleg verðlaun.
Grindavikurmerki

Ratleikur Hafnarfjarðar verður lagður út fljótlega – fjórtánda árið í röð að árinu 2009 undanskyldu. Í ár verður leikurinn Náttúran umhverfis Hafnarfjörð er stórbrotin - og bíður þín í Ratleiknum 2007tileinkaður steinhleðslum. Upphafsmaður hans var Pétur Sigurðsson, útivistarkappi. Hann kynntist svipuðum leik á ferð sinni um Noreg. Jónatan Garðarsson, hinn fjölfróði um inn- og uppsveitir Hafnarfjarðar, hefur lagt leikinn undanfarin ár, auk Guðna Gíslasonar.
Frá upphafi hefur markmiðið með leiknum verið að efla áhuga almennings á útivist og vekja athygli á þeim fjölmörgu náttúruperlum sem bíða handan við bæjardyrnar. Leikurinn hefur verið í stöðugri þróun og nú á 13 ára afmælinu er boðið upp á breytilega styrktarflokka. Það ættu því allir að geta fundið verkefni við sitt hæfi.
Nánar verður fjallað um ratleikinn er nær líður miðjum júní.

Sjá meira undir Fróðleikur.