Færslur

Austurengjahver

Reykjanes
“Við fyrstu sýn er Reykjanes lágreistur, eldbrunninn og hrjóstrugur útkjálki við ysta haf. Basalthraun frá nútíma þekja mestan hluta svæðisins en lágar móbergshæðir eru við jaðra þess. Jarðhitasvæðið er á miðju Reykjanesi, milli lágra fella, og það er eitt minnsta háhitasvæði landsins. Hveravirkni á yfirborði einkennist af leirhverum, gufuhverum og heitri jörð. Á síðustu öld urðu oftar en einu sinni verulegar breytingar á hveravirkni í kjölfar jarðskjálfta. Vegna nálægðar við strönd og gropins berggrunns á sjór greiðan aðgang inn í jarðhitakerfið. Vatnshverir á svæðinu hafa því verið mjög saltir. Myndarlegir goshverir voru virkir á svæðinu á síðustu öld.
rekjanesta-221Um Reykjanes liggur sprungukerfi með opnum gjám og misgengjum með norðaustlæga stefnu. Hér rís Mið-Atlants-hafshryggurinn upp fyrir sjávarmál og eru sprungurnar hluti af eldstöðvakerfi sem er að hálfu í sjó og að hálfu á landi. Það er kennt við Reykjanes og teygir sig til norðausturs í átt að Vatnsleysuströnd. Sprungur eru lítt sýnilegar á sjálfu jarðhitasvæðinu en sjást glögglega skammt suðvestan og vestan við það, m.a. í Valbjargagjá. Vestan til á Reykjanesi liggur gossprunga frá 13. öld og önnur um 2000 ára gömul. Skammt austan við hitasvæðið er kerfi af sprungum sem hafa töluvert norðlægari stefnu en ofangreindar sprungur. Þær eru taldar tilheyra framhaldi jarðskjálftabeltisins á Suðurlandi sem teygir sig vestur allan Reykjanesskaga en jarðskjálftabeltið einkennist af skástígum sprungum með heildarstefnu nálægt N-S.
Reykjanes hefur lengi verið á náttúruminjaskrá, m.a. vegna stórbrotinnar jarðfræði og allmikils hverasvæðis. Í náttúruverndaráætlun 2004–2008, sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 2004, var lagt til að svæðið yrði verndað sem náttúruvætti vegna jarðfræðilegs mikilvægis (Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004–2008) en af því hefur ekki enn orðið. Stór hluti svæðisins nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.
Gunnhver-221Reykjanesvirkjun hóf starfsemi á svæðinu árið 2006 auk þess sem önnur og eldri verksmiðjustarfssemi er í grenndinni. Aðgengi var til skamms tíma auðvelt að hverasvæðinu en það er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Í kjölfar starfsemi Reykjanesvirkjunar hefur hveravirkni aukist mikið á svæðinu og hverir hafa breyst.

Svartsengi-Eldvörp
Austan við eldstöðvakerfi Reykjaness tekur við sprungu- og eldstöðvakerfi sem kennt hefur verið við háhitasvæðin í Eldvörpum og Svartsengi eða jafnvel eingöngu við Svartsengi. Mörk milli eldstöðvakerfanna eru ekki skýr og stundum eru þau talin eitt og hið sama.
Allmikil eldgos urðu í kerfinu á 13. öld líkt og á Reykjanesi. Allmikið sprungukerfi teygir sig frá sjó við Mölvík til norðausturs í átt að Vatnsleysuvík og Straumsvík. Norðan og vestan við Þorbjarnarfell við Grindavík taka við miklar og lítt grónar hraunbreiður í um 20 m hæð. Í apalhrauninu norðan við fellið stigu áður fyrr upp heitar gufur sem nú eru líklega að mestu horfnar. Í móberginu í Svartsengisfelli og Þorbjarnarfelli er nokkur ummyndun sem og í Selhálsi sem tengir fellin. Áður fyrr hefur útbreiðsla jarðhitans því verið önnur og hugsanlega meiri en síðar varð. Vegna gropins berggrunns og nálægðar við sjó á sjór greiðan aðgang inn í jarðhitakerfið.
svartsengi-221Flatlendið er að stórum hluta þakið hraunum frá 13. öld en sprungur og misgengi eru áberandi í eldri hraunum og móbergi. Austasti hluti svæðisins er á náttúruminjaskrá undir merkjum Sundhnúksraðarinnar og Fagradals. Stór hluti svæðisins nýtur auk þess sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.
Boranir hófust á svæðinu 1976 og varmaorkuver tók til starfa 1976. Þar er nú varma- og raforkuver með tilheyrandi búnaði. Kaldavatnsleiðsla liggur að orkuverinu úr norðri og heitavatnsleiðslur liggja frá verinu til norðurs og suðurs. Þá liggur háspennulína frá orkuverinu að spennistöð við Rauðamel. Affallsvatn frá orkuverinu myndar Bláa lónið í hrauninu. Svæðið er mikið raskað eftir mannvirkjagerð.
Eldvorp-999Í hraunflákanum vestur af Þorbjarnarfelli liggur gígaröðin Eldvörp frá 13. öld. Hún samanstendur af fjölmörgum lágum gjallgígum sem umluktir eru hrauni frá gosinu. Í og við tvo af gígunum er lítið jarðhitasvæði í um 60 m hæð. Gufur stíga upp úr hrauni og gjalli á svæði sem er um 100 m í þvermál. Hraunið og gígaröðin eru að mestu ósnortin sem er fátítt á Reykjanesskaga.
Eldvörp eru innan þess svæðis sem afmarkað er í náttúruminjaskrá undir merkjum Reykjaness. Svæðið í heild nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

Krýsuvík
Milli Fagradalsfjalls og Kleifarvatns liggur allmikið sprungu- og eldstöðvakerfi. Sprungurnar teygja sig norðaustur frá sjó við Ísólfsskála um Núpshlíðarháls og Móhálsadal, Undirhlíðar og Heiðmörk til Hólmsheiðar og jafnvel Mosfellssveitar í norðaustri. Þetta kerfi hefur oftast verið kennt við Krýsuvík en einnig við Trölladyngju. Háhitasvæði eru á nokkrum stöðum við jaðra gosreinarinnar. Ögmundarhraun og Kapelluhraun brunnu í Krýsuvíkureldum á 12. öld. Svæðið er að mestu leyti innan Reykjanesfólkvangs. Í auglýsingu um fólkvanginn (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) er undanskilin hagnýting jarðhita og mannvirkjagerð í því sambandi.
seltun-999Seltún Jarðhitasvæðið sem venjulega er kennt við Krýsuvík liggur að mestu suðaustan til í lágum móbergshálsi, Sveifluhálsi. Hitasvæðið teygir sig frá flatlendinu austan við hálsinn og nær upp yfir hann miðjan. Sprungu- og gosreinin sem kennd er við Krýsuvík liggur skammt vestan við jarðhitasvæðið. Minniháttar eldvirkni hefur þó náð inn á jarðhitasvæðið og hraun hefur komið úr a.m.k. einum sprengigíg á nútíma. Við suðurenda Kleifarvatns eru þekktar skástígar sprungur með stefnu nærri N-S og virðast þær tengdar brotabelti Suðurlands.
Jarðskjálftar eru tíðir og breytist badstofa-999hveravirkni iðulega í kjölfar þeirra. Jarðhitinn er mestur í Seltúni og Baðstofu (Hveragili) í austurhlíðum Sveifluháls. Þar er mikil ummyndun, brennisteinsþúfur og leirugir vatnshverir. Í Baðstofu er talsvert af gifsi. Vestan í hálsinum er heit jörð með gufuaugum og rauðum leir. Margir sprengigígar eru á svæðinu, sumir mjög stórir. Smáir lækir renna á yfirborði. Arnarvatn er lítið gígvatn á norðurhluta svæðisins. Þá eru Grænavatn, Gestsstaðavatn og Augun sambærileg gígvötn syðst á svæðinu.

Jarðhitasvæðið er innan Reykjanesfólkvangs. Í auglýsingu um fólkvanginn (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) er jarðrask óheimilt nema með leyfi Umhverfisstofnunar en þó er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð henni tengd undanskilin friðlýsingarákvæðum. Stór hluti svæðisins nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a, b og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

Austurengjar

austurengjar-999

Austurengjar eru í ávölum grágrýtis- og móbergshæðum og -ásum um 1,5 km austur af jarðhitasvæðinu við Seltún í Krýsuvík. Meginhverirnir raðast syðst á línu með N-S stefnu. Línan virðist teygja sig skástígt norður í suðurenda Kleifarvatns. Austurengjahver í núverandi mynd varð til við jarðskjálfta árið 1924 en þá virðist hafa rifnað sprunga með N-S stefnu á Austurengjum. Þar sem hverinn er nú var áður heitur vatnshver en hann breyttist við skjálftann í gjósandi leirhver. Ætla má að sprungurnar tengist skjálftabelti Suðurlands. Opnar sprungur með N-S stefnu eru í Lambatanga við suðvesturhorn vatnsins. Jarðhitasvæðið í Austurengjum er algerlega utan við eldstöðvakerfi Krýsuvíkur og litlu fjær eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla.
Leirugir vatnshverir ásamt gufuhituðum laugum einkenna svæðið. Loftbólur og iðustreymi sjást í Kleifarvatni þegar vatnið er spegilslétt. Ummyndun er nokkur við hverina. Hveraörverur eru áberandi í afrennsli. Sprengigígar eru skammt suður af Kleifarvatni og í Austurengjum, sá stærsti er um 100 m í þvermál, líklega gamall.
Jarðhitasvæðið er innan Reykjanesfólkvangs. Í auglýsingu um fólkvanginn (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) er jarðrask óheimilt nema með leyfi Umhverfisstofnunar en þó er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð henni tengd undanskilin friðlýsingarákvæðum.
Stór hluti svæðisins nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum b og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

Trölladyngja
sog-999Norðausturendi Núpshlíðarháls er þríklofinn og heitir vestasti hlutinn Trölladyngja. Núpshlíðarháls er nær eingöngu úr móbergi en heita má að allt flatlendi á svæðinu sé þakið ungum hraunum. Lítill þverdalur, Sog, skilur nyrsta hluta Núpshlíðarháls frá meginhálsinum, þ.á.m. Trölladyngju. Móbergið í Sogum er mikið ummyndað og framburður úr Sogum til vesturs hefur fyllt hraunin á flatlendinu á allstóru svæði og myndað Höskuldarvelli, framburðarsléttu á hraununum vestan við Trölladyngju.
Trölladyngja er í jaðri gos- og sprungureinar Krýsuvíkur. Allmiklar gossprungur eru á svæðinu og töluvert sést af sprungum og misgengjum í móbergi. Yngstu hraun á svæðinu eru hugsanlega runnin eftir landnám.
Jarðhiti er á allstóru svæði við Trölladyngju en nokkuð dreifður. Til norðausturs frá dyngjunni stíga gufur upp úr hraunum og móbergi á um 1 km löngum kafla. Sunnan við Trölladyngju eru minniháttar leirugir vatnshverir og gufuaugu í Sogum. Í hrauni framan og vestan við Sogin er ungur sprengigígur og í nágrenni hans heit jörð með gufuaugum. Hverinn eini, sem er að mestu kulnaður, er um 2 km suðvestur með hálsinum, skammt norður af Selsvöllum. Þar er allmikið hverahrúður.
sandfell-999Jarðhitasvæðið er í jaðri Reykjanesfólkvangs og að hluta á svæði sem er á náttúruminjaskrá (Keilir og Höskuldarvellir). Í auglýsingu um fólkvanginn (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) er jarðrask óheimilt nema með leyfi Umhverfisstofnunar en þó er hagnýting jarðhita og mannvirkjagerð henni tengd undanskilin friðlýsingarákvæðum. Hlutar svæðisins njóta sérstakrar verndar samkvæmt liðum a, b og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd. Svæðið er að mestu þurrt á yfirborði. Lækir falla frá ummynduðum svæðum í Núpshlíðarhálsi um Höskuldarvelli og Selsvelli. Spákonuvatn er í lægð í móberginu skammt sunnan við Sog.

Sandfell
Sandfell er stakt fell, austast í klasa móbergsfella austan við Fagradalsfjall og um 1 km vestur af Núpshlíðarhálsi. Norðan og austan við fellið er tiltölulega flatur hellu- og apalhraunafláki. Gufur stíga úr hrauninu á litlu svæði skammt norðaustan við fellið. Jarðhitasvæðið er á vesturjaðri gos- og sprungureinar Krísuvíkurkerfisins og eru gossprungur í næsta nágrenni. Skammt norðan við jarðhitasvæðið eru sprungur með N-S stefnu og tengjast þær líklega skjálftabelti Suðurlands.
Svæðið er utan Reykjanesfólkvangs en nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

Brennisteinsfjöll
brennisteinsfjoll-999Eitt af sprungu- og eldstöðvakerfum Reykjanesskagans er að jafnaði kennt við Brennisteinsfjöll. Það nær frá sjó við Krýsuvíkurberg og liggur þaðan til norðausturs um Brennisteinsfjöll og Bláfjöll allt austur á Mosfellsheiði. Í Brennisteinsfjöllum er lítið jarðhitasvæði í austurjaðri gos- og sprungureinarinnar. Jarðhitinn, sem er að mestu gufur í hraununum, er í apalhrauni í brekku sem hallar móti suðaustri. Nær allt svæðið umhverfis jarðhitann er þakið hraunum. Vestan og norðvestan við hitasvæðið eru lágir móbergshryggir og gígar sem sent hafa hraunspýjur yfir jarðhitasvæðið en í austri tekur við úfin hraunbreiða.
Svæðið er innan Reykjanesfólkvangs (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) og nærri austurmörkum hans. Austan markanna tekur við Herdísarvíkurfriðland (Stj.tíð. B, nr. 121/1988). Nær allt svæðið nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd. Talið er að síðast hafi orðið eldsumbrot á svæðinu á 10. öld og ekki er vitað til að sprunguhreyfingar á yfirborðið hafi orðið á svæðinu eftir það. Svæðið er nánast ósnortið.”

Heimild:
-http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09012.pdf

Gunnuhver

Gunnuhver.

Ferlir

Nokkrar mistækar gönguleiðabækur hafa verið gefnar út um möguleika Reykjanesskagans, s.s. “Náttúran við bæjarvegginn – 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga” eftir Reynir Ingibjartsson, “Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur” eftir Einar Skúlason, og “Gönguleiðir á Reykjanesi”  eftir Jónas Guðmundsson. Síðastnefnda bókin byggir titil sinn reyndar á hugtakaruglingi því Reykjanesskaginn er svo miklu umfangsmeiri en Reykjanesið yst á skaganum.

Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson.

Í auglýsingu um bókina “Gönguleiðir á Reykjanesi” segir m.a.: “Gönguleiðir á Reykjanesi hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 áfangastaða á Reykjanesskaga, fjársjóðskistu útivistarfólks. Sumar leiðirnar eru á fjöll, aðrar um hraun og dali og margar eru hringleiðir. Allar eru lýsingarnar innblásnar af þeim miklu jarðumbrotum sem hafa einkennt svæðið alla tíð. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir utanvegahlaup og enn aðrar til að kynna yngstu kynslóðina fyrir töfrum fjallaferða og eru þær merktar sérstaklega.

Jónas Guðmundsson er leiðsögumaður, landvörður og ferðamálafræðingur sem varið hefur ótal stundum á fjöllum. Reykjanes skipar sérstakan sess í huga hans og þangað leitar hann aftur og aftur til að njóta, upplifa og endurhlaða rafhlöður líkamans og sálartetursins.

Gönguleiðir á ReykjanesiÞessi bók hentar öllum þeim sem ætla að leggja land undir fót. Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður. Auk þess er settur fram sögulegur og landfræðilegur fróðleikur um þær leiðir sem gengnar eru hverju sinni. Í bókinni er einnig hagnýtur kafli um undirbúning og fjölda góðra ráða sem varða fjallgöngur og útivist.”

Í inngangi bókarinnar segir m.a.: ” Sem fyrr er bók þessi aldrei eins manns verk því allnokkrir lögðu hönd á plóginn og að góðum íslenskum sið er rétt að þakka þeim… Otti Rafn Sigmarsson í Grindavík varpaði ljósi á nokkra þætti og hið sama gerði Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur með meiru, og nokkrar heimildir voru sóttar í vefsíðuna ferlir.is sem er hafsjór af fróðleik. Allir þessir og þeir sem ekki er hér minnst á fá þakkir fyrir sitt.” Nefndur Jóns bað hvorki svo lítið sem um leyfi né heimild til að nota efni af vefsíðunni í bók sína.

Allar framangreindar bækur eiga a.m.k. eitt sameiginlegt; þ.e. að hafa sótt a.m.k. hluta fróðleiksins á vefsíðuna www.ferlir.is, sem er reyndar ágætt því markmið hennar er er fyrst og fremst að miðla fróðleik um svæðið til áhugasamra. Á þeirri síðu er reyndar að finna endurgjaldslaust alla eiginlega leiðsögn um dásemdir Reykjanesskagans á einum stað frá upphafi til nútíma – langt umfram allar útgefnar göngubækur og villulýsingarnar, sem þar er að finna.

Hellugatan

Hellugatan í Selvogi.

Jón Baldvinsson

Í Morgunblaðinu árið 1955 er fjallað um strand togarans Jóns Baldvinssonar undir fyrirsögninni; “Undan þessu bjargi verður engu skipi bjargað“.  Á gömlum kortum er bergið það skráð sem Krossavíkurberg, en Hrafnkelsstaðaberg ku hafa verið nafnið á því að vestanverðu, en Krossavíkurberg á milli þess og Háleyjabergs.
Í fyrirsögn blaðsins segir: “Togarinn Jón Baldvinsson fórst í fyrrinótt – Áhöfn 42 mönnum bjargað. Togarinn fór á flullri ferð upp í stórgrýtisurð á Reykjanesi.”

Jón Baldvinsson
“Enn var unnið mikið björgunarafrek í gærmorgun, er hópur vaskra Grindvíkinga bjargaði áhöfn Reykjavíkurtogarans Jóns Baldvinssonar, er strandaði undir bröttum hömrum kippkorn fyrir austan gamla vitann á Reykjanesi. Sigldi togarinn þar í land með fullri ferð um klukkan 4 í fyrrinótt. Togarinn var á saltfiskveiðum og voru á honum 29 Íslendingar og 13 Færeyingar. — Sjópróf í máli þessu hefst í dag, en ástæðan til strandsins er ókunn. Veður var stillt en allþétt þoka. Björgun togarans er með öllu vonlaus.
Fregnin um strand nýsköpunartogarans Jóns Baldvinssonar flaug um bæinn árla í gærmorgun. Fólk varð þrumulostið yfir þessum illu tíðindum, og minntist þess, að fyrir um tveim mánuðum síðan fórst fyrsti nýsöpunartogarinn Egill rauði. En þungu fargi var af mönnum létt, er fregnir bárust um að björgunarstarfið hefði gengið framúrskarandi vel.

Hraðið förinni!

Egill rauði

Egill rauði á strandstað utan Vestfjarða. Eitt frækilegasta björgunarafrek síðustu aldar hér á landi var unnið þegar 29 mönnum úr áhöfn togarans Egils rauða var bjargað 27. janúar 1955. Þrjú mikil sjóslys urðu við Vestfirði miðvikudaginn 26. janúar 1955. Í áhöfn Egils rauða voru 34, 19 Færeyingar og 15 Íslendingar. Komust allir upp í brú skipsins utan fjórir Íslendingar sem horfnir voru í hafið. Fimm af áhöfninni létust þennan dag, 29 var bjargað.

Tíðindamenn Mbl. fóru á strandstaðinn í gær og áttu þeir stutt samtal við Sigurð Þorleifsson formann Slysvarnafélagsins í Grindavík, um björgunina. — Skrifstofustjóri SVFÍ, Henrý Háldánarson ræsti mig um kl. 4 og sagði mér af strandi togarans. Lét hann þess getið, að skipbrotsmenn hefðu lagt áherzlu á að björgunarsveitin hraðaði för sinni sem mest hún mætti, vegna mikilla ólaga, sem riðu yfir skipið Sigurður náði fljótlega saman 18 mönnum úr björgunarsveitinni og byrjað var að undirbúa bílana, sem flytja skyldi menn og áhöld. En vegurinn, sem er líkari troðningum út á Reykjanesið, er svo mjór að taka varð ytra afturhjólið undan hverjum vörubílanna.

Undir 40—50 metra háu bergi

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Í þetta umstang fór eðlilega nokkur tími, sagði Sigurður, en um kl. 7 var björgunarsveitin komin fram á bergið, sem togarinn hafði strandað undir. Heitir það Hrafnkelsstaðaberg og m á þessum stað um 40—50 m. hátt. Á berginu hittu björgunarmenn Sigurjón Ólafsson vitavörð á Reykjanesi, sem komið hafði á strandstaðinn um kl. 5. Frá togaranum hafði hnu verið skotið upp á bergi, svo undirbúningur að sjálfu björgunarstarfinu tók skamma stund.

Flestir á hvalbak

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Skipverjar á Jóni Baldvinssyni voru þá flestir komnir fram á hvalbak skipsins, enda náðu ólögin ekki þangað, er þau brotnuðu á reykháf og yfirbyggingu, því skipið sneri framstafni að landi. Nokkrir skipsmenn höfðust þó enn við í brúnni, sem ólög gengu yfir. En mönnum þessum gekk vel að kornast fram á hvalbakinn og sættu lögum.

Bjargað á 1,40 klst.

Tómas Þorvaldsson

Tómas Þorvaldsson.

Þokuslæðingur var, og stundum bar svo þykka bólstra fyrir, að björgurarmenn á berginu sáu tæplega mennina á hvalbaknum.
Björgunarstarfið gekk þó vel, sagði Sigurður enda er formaður sveitarinnar hinn traustasti maður, Tómas Þorvaldsson. Kl. 20 mín. fyrir 9, var síðasta manninum af 42 manna áhöfn togarans bjargað. Skipstjórinn, Þórður Hjörleifssson, fór síðastur frá borði. (Nöfn skipbrotsmanna má sjá hér aftar).

Góðar móttökur
Á heimili Sigurjóns vitavarðar í Reykjanesvita og konu hans Sigfríðar Konráðsdóttur, var skipbrotsmönnnum borin hressing, en þeir voru blautir og nokkrir höfðu hlotið minniháttar meiðsl, og var gert að sárum þeirra þar af lækni, sem fór með björgunarsveitinni. Einn mannanna var nokkuð meiddur á fæti.
Frá Reykjanesvita voru mennirnir fluttir til Grindavíkur og voru allir komnir þangað laust fyrir hádegi. Þar snæddu þeir hádegisverð í boði kvennadeildar SVFÍ þar. Að miðdegisverði loknum héldu skipbrotsmenn för sinni áfram til Reykjavíkur.
Það sem bjargaði mönnum Björgunarsveitarmönnum brá í brún, er þeir komu að togaranum og sáu að báðir björgunarbátarnir voru horfnir af skipinu eða brotnað á bátapalli. Annan bátinn höfðu skipverjar reynt að setja út, en til allrar hamingju munu togaramenn hafa misst bátann út úr höndunum í ólögunum, sagði Sigurður Þorleifsson, því ella hefði manntjón orðið. — Hvorki var hægt að lenda báti í stórgrýtinu undir bjarginu, né heldur björgunarfleka, enda lá báturinn brotinn í spón í urðinni skammt frá. Hinn báturinn mun hafa brotnað á bátapallinum.
En víst er um það, að ekki hefði björgunarmannanna mátt dragast öllu lengur, sagði Sigurjón vitavörður í stuttu samtali við tíðindamenn blaðsins, því togarinn hafði strandað um fjöru, en nokkuð var byrjað að falla að er björguninni var lokið og stórsjóar teknir að ganga yfir skipið stafna á milli.

Flakið sem klettur
Jón Baldvinsson
Er tíðindamenn blaðsins voru þar syðra um hádegisbilið og háflæði var, gengu ólögin stöðugt yfir allt skipið og í þeim mestu fór yfirbyggingin og reykháfurinn á kaf. En þrátt fyrir hin ægiþungu brot haggaðist flakið ekki í stórgrýtinu frekar en klettur, en háir skellir kváðu við gegnum brimgnýinn er trollhlerarnir lömdu síður skipsins, sem þarna bíður þess eins að liðast í sundur, jafnvel á svipstundu, ef snýst til suðaustan brims.

Vonlaust um björgun

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Um björgun er ekki að ræða. Annar togarinn í hinum glæsilega togaraflota Íslendinga, horfinn, „því undan þessu bjargi verður engu skipi bjargað”, sagði gamal Grindvíkingur við tíðindamenn blaðsins er þeir á heimleiðinni stöldruðu við litla stund í þorpinu. Þar stóðu menn niður við beitingarskúrana og horfu á bátana sæta lagi við að komast inn á höfnina úr róðri, því þó ekki hafi verið mikið brim á mælikvarða staðarmanna, þá urðu formenn bátanna þó að hafa fulla gát á.

Sjópróf

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Það er ekki vita? hvað olli því, að Jón Baldvinsson sigldi með fullri ferð upp að Hrafnkelsstaðabergi, það mun væntanlega koma fram við sjóprófin. Togarinn hafði verið á saltfiskveiðum um tveggja vikna skeið og var nú síðast á Selvogsbanka. Mun hann hafa ætlað á vestlægari mið, Eldeyjarbankann, eða jafnvel vestur undir Jökul. Skipstjórinn Þórður HjörJeifsson var ekki á vakt, og var fyrsti stýrimaður Indriði Sigurðsson yfirmaður á stjórnpalli.

Pétur Halldórsson

Pétur Halldórsson.

Jón Baldivinsson var 3 ára og 9 mánaða. Hann sigldi fánum skreyttur inn á Reykjavíkurhöfn 25. júní 1951. Hann var af sömu gerð og t.d. togarinn Pétur Halldórsson. sem einnig er eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Var Jón Baldvinsson tæpl. 700 lesta skip. Er hann strandaði var hann með á annað hundrað tonn af saltfiski og nokkuð af fiskimjöli.
Alla tíð var togarinn aflasælt skip. Hann var heitinn eftir Jóni Baldvinssyni alþingismanni og forseta Alþýðusambands Íslands.

Mikið tjón

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson. B.v. Jón Baldvinsson RE 208. Hinn nýi togari Bæjarútgerðarinnar kom í gær.
Mikill mannfjöldi var saman kominn á hafnarbakkanum til þess að fagna nýjasta togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, “Jóni Baldvinssyni”, er hann sigldi fánum skreyttur inn á Reykjavíkurhöfn um kl. 6 síðdegis í gær, eftir fljóta og góða ferð frá Englandi.
“Jón Baldvinsson” er 680 brúttósmálestir að stærð og af sömu gerð og togarinn Þorsteinn Ingólfsson. Vél skipsins er olíukynt gufuvél, og í reynsluförinni sigldi það 13 sjómílur. Skipstjórinn, Jón Hjörtur Stefánsson, lét mjög vel af skipinu á leiðinni heim, en þeir fengu mjög gott veður. Farið var gegnum Pentlandsfjörðinn í svarta þoku, en skipið er búið ratsjá, svo að förinni seinkaði ekki vegna þokunnar. Í hinu vistlega herbergi skipstjórans voru saman komnir ásamt nokkrum gömlum vinum og samstarfsmönnum Jóns heitins Baldvinssonar, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem einnig var einn af vinum , og samstarfsmönnum Jóns Baldvinssonar, og buðu þeir skipið velkomið og árnuðu því og skipshöfninni heilla. í þessum hópi var einnig Baldvin Jónsson, lögfræðingur, Baldvinssonar, og átta ára gamall sonur hans, Jón Baldvinsson. Skipstjóri á “Jóni Baldvinssyni” er Jón Hjörtur Stefánsson, 1. stýrimaður Páll Björnsson, 2. stýrimaður Ólafur Marínó Jónsson, 1. vélstjóri Jónas Ólafsson. Ekki er enn ráðið, hvort skipið verður fyrst sent á karfaveiðar eða það veiðir í salt. “Jón Baldvinsson” er 7. togari bæjarútgerðarinnar; en nú eru liðin 4 ár síðan fyrsti togarinn, “Ingólfur Arnarson” kom til Reykjavíkur. Bæjarútgerðin mun væntanlega fá einn togara í viðbót af þeim, sem nú er verið að smíða í Bretlandi.
Alþýðublaðið. 26 júní 1951.

Slíkur togaraskaði verður vart metinn í krónum, því svo afkastamikil atvinnutæki eru togararnir og svo mikla vinnu skapa þeir.
Það er því sannarlega stórtjón fyrir þjóðarbúið, er Jón Baldvinsson er nú horfinn. Hann var tryggður hjá Samtryggingu ísl. botnvörpuskipa fyrir rúmlega 10 milljónir króna.”

myndir:

Mbl. bls. 2 og 5:

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson var tæpl. 700 lesta skip. Er hann strandaði var hann með á annað hundrað tonn af saltfiski og nokkuð af fiskimjöli. Alla tíð var togarinn aflasælt skip. Hann var heitinn eftir Jóni Baldvinssyni alþingismanni og forseta Alþýðusambands Íslands.

Skipshöfn Jóns Baldvinssonar skv. upplýsingum frá lögskráningarskrifstofu skipshafna, var skipshöfn togarans Jóns Baldvinssonar, skipuð þessum mönnum:
Bv. Jón Baldvinsson RE 208
Þórður Hjörleifsson skipstjóri
Indriði Sigurðsson I. stýrimaður,
Jóhann Jónsson II. stýrimaður,
Símon Símonarson I. vélstjóri, Barmahlíð 12,
Agnar Hallvarðsson, II. vélstjóri,
Agnar B. Aðalsteinsson, III. vélstjóri, Haðarstíg 18
Stefán Ágústsson loftskeytam., Langholtsveg 183,
Guðm. H. Guðmundsson, brm., Ásyallagötu 65,
Þorlákur Hálfdánarson, kyndari, Langholtsveg 192,
Halldór Bjarnason, mjölv.m., Neskaupstað,
Þorsteinn Jónsson háseti, Ísafirði,
Steinn Þorsteinsson, háseti, Laugaveg 87
Ólafur Guðmundsson, háseti, Vesturgötu 9,
Héðinn Vigfússon, háseti, Brekkustíg 7,
Svavar Björnsson, mjölvinnslum., Suðurlandsbraut 15,
Sveinn Stefánsson, bátsmaður, Hofsósi,
Thorhallur Andreasen háseti, Færeyjar,
Eli Petersen, háseti, Færeyjum,
Samal J. Petersen, háseti. Fær.,
Sören Olsen, háseti, Færeyjum,
Hans J. Hansen, háseti, Færeyj.,
PaJl J. Djurhus, háseti, Fær.,
Edmund Vang, háseti, Fær.,
Eyðálfur Jóhannessen, hás., Fær.,
Theodor Johannessen, hás.. Fær.,

Jón Baldvinsson

“Togarinn Jón Baldvinsson RE 208 sStrandaði við Reykjanes í fyrrinótt. Öllum skipverjum 42 að tölu bjargað en óttast að skipið sé gersamlega ónýtt
Togarinn Jón Baldvinsson strandaði í fyrrinótt undan Hrafnkelsstaðabergi austan á Reykjanesi. 42 manna áhöfn var á skipinu, þar af 13 Færeyingar. Var öllum bjargað. En óttazt er, að skipið eyðileggist.
Togarinn Jón Baldvinsson var einn af 10 nýjustu togurunm og kom til landsins í júní 1951. Hann var tæp 700 tonn að stærð. Togarinn var að koma af veiðum í salt á Selvogsbanka og var að fara vestur úr “Húllinu”, eins og kallað er, vestur á Eldeyjarbanka eða vestur undir Jökul. Veðri var svo háttað er það strandaði, að þokuslæðingur var yfir og dimmt af nóttu. Sjólítið mun hafa verið úti fyrir. en mikið brim við ströndina, eins og mjög oft er við Reykjanes. Skipið tók niðri um kl. 3,45. Mun fyrsti stýrimaður hafa verið þá á vakt, en kallað á skipstjóra, rétt um það leyti sem skiplð tók niðri.
Sent var út neyðarskeyti, og kom loftskeytastöðin því til Slysavarnafélagsins, sem símaði til Grindavíkur, og lagði björgunarsveitin þaðan strax af stað með björgunarútbúnað. Var björgunarsveitin komin á strandstað um kl. 6.50. Einnig voru send upp neyðarblys. Sá vitavörðurinn á Reykjanesi þau, og kom hann fyrstur á strandstað. Lét hann í té upplýsingar um, hvar skipið hefði strandað, en um það var ekki vitað nákvæmlega áður. Skipverjar höfðu, áður en björgunarmenn komu á vettvang, skotið línu í land, og tók vitavörðurinn á móti henni og setti hana fasta.
Sjór gekk yfir skipið aftanvert, svo að illvært var í stjórnpalli en skipverjum tókst að komast fram á hvalbak, þar sem betra var að vera. Lágsjávað var, er skipið strandaði, en með hækkandi sjó var óttast, að farið gæti að brjóta á skipinu framan til, og þá voru mennirnir í bráðum háska.
Vegna þess að skipverjar höfðu sjálfir komið línu á land, var fljótlegt að koma björgunarútbúnaði fyrir. Björgunin gekk líka mjög rösklega, þótt aðstaðan væri allerfið. Um 150 m vegur var út í skipið, en bergið 30-40 m hátt þverhnípi, sem sjór fellur að, svo að björgunarmenn urðu að draga strandmenn úr skipinu upp á bergið. Fyrsti maðurinn var kominn í land rétt fyrir kl. 7 og öllum hafði verið bjargað kl. 8.45. Jafnótt og strandmenn komu á land fóru þeir heim í íbúð vitavarðar og fengu hressingu. Biðu þeir þar uns bifreiðar komu og sóttu þá. Þeir mötuðust í Grindavík, en voru komnir til Reykjavíkur um kl. 3 í gær.
Auk björgunarsveitaririnar í Grindavík komu á strandstað menn frá Bæjarútgerð Reykjavíkur með lækni með sér. Þá komu þar fáeinum mínútum, eftir að Grindvíkingarnir komu, Baldur Jónsson formaður björgunarsveitarinnar í Reykjavík og Guðmundur Pétursson fulltrúi Slysavarnarfélagsins og læknarnir úr Keflavík og Njarðvíkum. Höfðu þeir með sér talstöð. Unnt var að hafa samband við strandstað allan tímann. Eftir að ljósavél skipsins stöðvaðist notaði loftskeytamaðurinn neyðarsendi, er gengur með rafhlöðum, mjög hentugt tæki. En skeytum var komið til Reykjavíkur með því að láta togarann Kaldbak senda þau en hann lá fyrir utan. Skipstjóri á togaranum þessa ferð var Þórður Hjörleifsson, sem lengi var með togarann Helgafell.” – Alþýðublaðið. 1 apríl 1955.

Erik Olsen, háseti, Færeyjum,
Marne Olsen, háseti, Færeyjum,
Einar Olsen, háseti, Færeyjum,
Jörvan A. Poulsen, háseti, Fær.,
Haraldur Erlendsson, háseti, Laugaveg 87,
Þórarihn Hailvarðsson, netam., Langholtsvegi 184,
Sigursteinn Sigurðsson, háseti, Blesugróf,
Daði Guðmundsson, háseti.
Friðrik L. Fanring, háseti, Smyrilsvegi 29,
Karl H. Björnsson, kyndari,
Jón Jónsson. I. matsveinn, Miðtúni 70,
Óskar Guðjónsson, netam, Stórholti 32,
Jón Guðmundsson, háseti, Flateyri,
Bragi Guðmundsson, háseti, Hveragerði,
Rafn Thorarensen, háseti, Fálkagötu 14,
Nikulás Jónsson, II. matsveinn, Sviðnum á Breiðaf.,
Jóhann Steinþórsson, háseti, Flatey.

Heimild:
-Morgunblaðið, 76. tbl. 01.04.1955, “Undan þessu bjargi verður engi skipi bjargað” – Togarinn Jón Baldvinsson fórst í nótt, bls. 16. Einnig á bls. 2 og 5 í s.bl.

Reykjanes

Reykjanes – kort 1952.

Reykjanes

Guðmundur G. Bárðason skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 1928, “Á Reykjanesi“:

Guðmundur G. Bárðarson

Guðmundur G. Bárðarson.

“Þeir sem ætla frá Reykjavík út á Reykjanes eiga um tvær leiðir að velja. Önnur liggur frá Grindavík en hin frá Kalmanstjörn í Höfnum vestan á Reykjanesskaga. Til beggja þessara staða er góður bílvegur frá Reykjavík og tekur aksturinn um 2 klst. Frá Kalmanstjörn er 3 klst. gangur suður á Reykjanes. Liggur vegurinn fyrst fram hjá Hafnarbergi yfir gömul helluhraun, sem eiga upptök sín í Sandfellsdyngju (Sandfellshæð) upp við fjöllin á skaganum hefir hrunið fallið hjer í sjó fram og myndað Hafnaberg. Er hæsti hraunhóllinn yst á berginu nefndur Berghóll. Sunnan við Hafnaberg taka við Stóra- og Litla-Sandvík. Alt þangað suður eru foksandsbreiður á veginum, er skapast hafa af foksandi frá ströndinni. Veður í sandinn og er þungfært, einkum þegar þurt er. Úr Litlu-Sandvík liggur leiðin heim að Reykjanesbænum yfir Stampahraun. Er þar greiðfær og sæmilega sljett gata. Öll er þessi leið greiðfær hestum.

Gömlu-Hafnir

Tóftir í Gömlu-Höfnum.

Norðanvert við Hafnaberg mótar fyrir sandorpnum rústum, eyðibýlum. Þar voru í fyrndinni 3 bæir, Kirkjuhöfn, Sandhöfn, og Eyri og sunnan við Hafnaberg eru rústir af bæ, sem hjet Skjótastaðir. Líklega efir sandfok eytt býlum þessum. Nú eru þessi svæði mjög sandorpin og gróðurlaus að kalla. Hefir roksandurinn hjeðan borist langa leið upp í Hafnaheiði, austur fyrir veg þann, er liggur úr (Grindavík norður) í Hafnir.

Reykjanesviti

Vagnvegur að Reykjanesvita frá Grindavík. Það mun hafa verið Ólafur Sveinsson vitavörður, er fyrstur kastaði þarna grjóti úr götu. Ólafur og synir hans voru menn harðduglegir til verka, og þeir ruddu þarna veg svo að bílar gátu komist alla leið út að vita.

Frá Járngerðarstöðum í (Grindavík er einnig 3 klst. gangur út á Reykjanes. En s.l. vor hefir Ólafur Sveinsson vitav. á Reykjanesi unnið að því með sonum sínum að bæta veginn úr Staðarhverfinu út á nesið, og orðið mikið ágengt. 23. júlí í sumar fór jeg á bíl úr Grindavík alla leið út að túninu á Reykjanesi. Var það fyrsti bíllinn er komst alla þá leið. Milli Járngerðarstaða og Staðar skiftast á grónar grundir með sjónum og hraun, og á einum stað er sjávarós, sem tæpast verður ekið yfir um flæði.

Staðarberg

Staðarberg.

Utan við Stað taka við hraun og eru sum allúfin apalhraun. Ná þau útundir svo nefnda Sandvík mitt á milli Staðar og Reykjanes. Enda hraunin í bröttum hömrum við sjóinn. Heitir þar Staðarberg. Er þar torfærulaus leið fyrir bíla, en krókótt og seinfarin. — Út frá Sandvík er vegurinn sljettur og greiðfær, en víðast sandborinn. — Aðeins á stöku stað, svo laus að hjólin vantaði viðspyrnu og „spóluðu” sem kallað er; en úr því hefir vitavörðurinn bætt með því að leggja hraunsteina í veginn. Alt er þetta bærilegur reiðvegur og greiðfær gönguleið, en heldur þungfært í sandinum. En hvorki þessa leið eða frá Kalmanstjörn skyldu menn fara á spariskóm. Eru gúmmískór hentastir í hraununum.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Eldvörp kallast hraunhólaröð, sem ber við himin í hraununum nlllangt fyrir norðan veginn. Er það gömul gígaröð með strjálum gíghólum og eldborgum, sem mynd ast hefir á eldsprungu. Stefnir hún frá Sandvík til norðausturs inn Skagann, norðanveit við Þorbjarnarfell. Úr eldvörpunum hefir fallið mikil hraunbreiða fram á Staðarberg milli Staðar og Sandvíkur og önnur kvísl til sjávar milli Húsatófta opr Járngerðarstaða. Hafa gos þessi líklega orðið á undan landnámstíð, þó eigi verði það sagt með neinni vissu.

Baðstofa

Baðstofa.

Gjár eða hraunsprungur alldjúpar eru á nokkrum stöðum í hraunum þessum nærri veginum og stefna þær allar að kalla líkt og Eldvörpin, frá SV.—NA. — Nafnkunnust er gjá austan vert við bæinn á Húsatóftum; er hún kölluð Baðstofa. Er hún ca. 25—30 m. djúp og ferskt vatn í henni um fjöru. Er það eini staðurinn á þessari strandlengju sem ósalt vatn er að fá. Silfurgjá („Silfra”) er fyrir ofan Járngerðarstaði, 20—25 m. djúp. Inn í sumar gjárnar gengur smá upsi gegnum hraunið t.d. Bjarnagjá.

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Útilegumannabygð. Í Eldvarpahrauni, í norðvestur frá Grindavík, fundust 1872 eldgamlar rústir af hraunkofum er sumir hafa haldið að væru eftir menn sem lagst hafi út í hraunið, en aðrir halda að Grindvíkingar hafi notað þá sem fylgsni á ófriðartímum. Eru kofarústirnar á afskektum stað í versta hrauninu, og eigi gjörlegt að leita þeirra nema með leiðsögu kunnugra manna. Hefir Þorv. Thoroddsen lýst þeim í ferðabók sinni, (Ferðabókin T. bls. 174).

Rafnkelsstaðaberg

Gatklettur í [H]Rafnkelsstaðabergi.

Eydd bygð. Nú er Staðarhverfið vestasta bygðin sunnan á Skaganum. En ummæli herma að í fyrndinni hafi bygð verið miklu lengra út eftir og prestssetrið Staður hafi þá verið í miðri sveit. Ef til vill hefir einhver bygð verið í Sandvík og þar í grend, sem sje eydd af sandfoki. Sumir telja að Reykjanes hafi áður fyr náð lengra út og þar muni hafa verið bygð, sem sokkin sje í sjó. En það er harla óiíklegt og engin rök hafa fundist fyrir því í fornritum. Hafi Eldvarpahraun runnið eftir landnámstíð gæti það hafa eytt býlum við ströndina.
Háleyjarbunga. Utanvert við Sandvík er ávöl hæð eða bunga suður við ströndina góðan spöl frá veginum. Heitir hún Háleyjarbunga. Er hentugt að taka sjer krók af veginum til að skoða hana. – Er það gömul gosdyngja svipuð Skjaldbreið að lögun, en margfalt minni og halla minni. Efst í bungunni er gosketillinn og sjest hann eigi fyr en alveg er komið að honum. Er hann um 130 m. að þverm. og 20—30 m. djúpur, í börmunum er straumlögótt grágrýtiskent berg með glitrandi ólivín kristöllum gul grænum að lit og eru sumir með bláleitum blæ. Gosdyngjur svipaðar þessum eru allvíða hjer á landi en fágætar annarsstaðar nema á Sandwicheyjum í Kyrrahafi. Sjórinn hefir brotið af suðurjaðri dyngjanna og heitir þar Háleyjaberg.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga.

Skálafell. (Heiðin). Af Háleyjarþungu er best að fara vestur á Skálafell, sem er eldfjall (ef fjall skyldi kalla), og hæsta fjalli sunnan á Reykjanesi (78 m.).
Djúpur gígur eða eldborg með börmum af gjallkendu hrauni en austan í fellstoppnum. Þaðan hefir mikið apalhraun runnið niður fjallið. Annar eldri gígur ógleggri er þar nokkrum metrum vestar. Á fjallinu er gott útsýni út á Reykjanestána, þar sem litli vitinn er. Hraunsprungur og gjár eru margar í fjallshlíðinni að norðvestan. Stefna allar frá SV—NA og rýkur úr þeim á stóru svæði.
Mest ber á Misgengissprungu niður við rætur fjallsins og nær hún út að sjó, hefir þar myndast kletta belti af því landið austan við gjána hefir sigið 10—15m. Þar sem mest er. Heitir gjáin

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Valbjargargjá. Stefnir hún yfir hverasvæðið upp á nesinu. Líklega er suðurbarmurinn á svo kallaðri Hauksvörðugjá, norðvestur af Sandfelli inn á Skaganum, áframhald af Valbjargargjá. Sumir telja að sprungur þessar megi rekja austur í Strandaheiði, suður af Vogum.

Reykjanes-sundlaug

Reykjanes – sundlaug. Valborgargjá er staður sem fáir hafa heyrt um og er falin perla fyrir mörgum. Hún er með fallegri stöðum á Reykjanesi en þar er m.a að finna eina af elstu sundlaugum landsins. Ólafur P. Sveinsson vitavörður á Reykjanesi lét gera litla laug í gjánni á árunum 1925–1930. Hann lét sprengja hraunklöpp þannig að volgur sjór seytlaði í gjánna og útbjó hann þrep niður í gjánna. Byggður var skúr yfir gjána og var börnum kennt sund þarna áður en sundlaugar komu til skjalanna í byggðarlögunum á utanverðum Reykjanesskaganum. Laugin er kulnuð í dag.

Sjávarlaug. Sunnan við Valbjargargjá eru óslitin hraun út á Reykjanestána. Sunnanvert við Reykjanestána er Blásíðubás og svo Skarfasetur, þar sem litli vitinn stendur. Eru þar allsstaðar brattir hraunhamrar með ströndinni norður undir Valbjargargjá.
Norðan við gjána er láglent, Hefir brimið hlaðið þar upp háum malarkambi úr stórum hnullungum, er nær norður að Valahnúkum. Bak við malarkambinn er mjótt og langt krókótt lón. Sígur sjórinn inn í það um flæði gegnum malarkambinn. Einnig mun sjór leita neðanjarðar miklu lengra inn undir hraunin bak við, þangað sem jarðhitinn er. Þegar fer að falla út sígur sjórinn undan hrauninu út í lónið og er þá 26° heitur. Er hitinn mestur nyrst í lóninu. Þarna virðist vera efni í besta baðstað. Væri lónið hreinsað, steyptir að því veggir og stúkað í sundur, ættu menn þar völ á sjóböðum, misheitum, frá átta til tíu gráður eins og hann er hjer við ströndina upp í 26° eins og suður við Ítalíu. Nóg er hjer líka af skjólasömum sandstráðum, lægðum og skútum í Valbjargargjá og hrauninu til sólbaða þegar sólar nýtur.

Reykjanes - valahnúkar

Gamli vitinn á Valahnúkum.

Valahnúkar. Svo heita tveir einkennilegir móbergshnúkar við sjóinn norðan við sjólaugina og er sá syðri miklu stærri (48 m. hár). Í raun og veru munu hnúkarnir vera leifar af afargömlum eldvörpum, er spúið hafa ösku. Hefir sjórinn sorfið og brotið niður helming hnjúkanna og stendur þvergnýpt stálið eftir og fljettast svartir blágrýtisgangar og blágrýtislög alla vega innan um móbergið. Í nyrðri hnúknum ber meira á blágrýtinu. Hefir brimið etið breið göng í gegnum hann. Geta menn um fjöru gengið þar þurrum fótum í gegn, undir fellið.
Áður stóð vitinn á Stóra-Valahnúk En í landskjálftum vildi það til að bergið sprakk og hrundu úr því stykki svo staðurinn var ótyggur. Á vorin og framan af sumrum er allmikið af bjargfugli bæði lunda, ritu og fíl í hömrunum framaii í hnúkunum. Eiga þeir þar hreiður sín. Er þar tækifæri til að sjá þá hlynna að ungum sínum og færa þeim fæðu.

Reykjanes - viti

Yngri Reykjanesvitinn á Vatnsfelli. Eldri vitavarðahúsin.

Heima á Reykjanesi. Jeg býst við að ferðamennirnir sjeu farnir að þreytast af göngunni, þegar þeir hafa sköðað það sem hjer hefir verið talið. Er þá ráð að skreppa heim á bæinn og heilsa upp á vitavörðinn, taka sjer stundar hvíld.
Bærinn stendur sunnan undir svonefndu Bæjarfelli. Er það úr móbergi og líkt og Valahnúkar. Vitavörðurinn og frú hans taka vel á móti gestum sínum og eru fús að greiða götu ferðamanna og leiðbeina þeim. Ólafur vitavörður hefir aðeins verið 3 ár á Reykjanesi. Er hann mesti atorkumaður og hefir ótrálega mikið bætt jörðina á þeim stutta tíma, bæði aukið og bætt túnið og girt það með öflugum grjótgirðingum.

Reykajnes - viti

Reykjanes – yngri vitinn og yngri vitarvarðahús.

Vitinn stendur efst á Bæjarfelli (áður Vatnsfelli), er hann 25 m. hár og ljóskerið um 73 metra hátt, yfir sjó. — Borgar sig að skreppa upp í hann til að skoða ljóskerin og njóta útsýnis yfir nágrennið. Er erfitt að standa á verði við ljósin efst í turninum þegar landskjálftar ganga og alt leikur á reiðiskjálfi.

Gunnuhver

Við Gunnuhver á Reykjanesi.

Hefir vitavörðurinn stundum komist í hann krappan við ljóskerin þegar landskjálftar hafa komið. Goshverinn er góðan spöl fyrir austan bæinn á jarðhitasvæðinu norður af Skálafelli. Er hann nefndur Litli-Geysir. Mun hann hafa; myndast 1906(?). Áfast við hann að vestan er annað uppgönguauga. — Eru þetta einu hverirnir hjer á nesinu sem gjósa vatni. Þó er það ekki ferskt vatn sem kemur upp með gosunum, heldur saltur sjór, enn saltari en við ströndina. Liggur þó hverinn nm 15 metra hátt yfir sjó og frá honum er 2—3 km. spölur til sjávar. En óefað sígur sjórinn eftir sprungum neðan jarðar inn undir jarðhitasvæðið. Hverinn gýs á 15—20 mínútna fresti og eigi hefi jeg sjeð hann gjósa nema c.a. 3 m. frá jafusljettu, en stundum kvað hann gjósa mun hærra. Á undan gosunum heyrast miklar dunur niðri í jörðinni, er smáaukast þangað til gosið byrjar. — Nokkrum metrum fyrir austan Geysi ee vellandi leirpyttur er mikið gufar úr. Myndaðist hann í landskjálftum 1919.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Gunna eða Gunnuhver. Fyrir norðaustan Geysi er öll jörðin soðin sundur af jarðhita, bergtegundirnar leystar upp og orðnar að ruuðum, gulleitum og hvítum leirtegundum. Hafa menn haldið að hvítasti leirinn, sem best sjest þar í gryfju einni, væri postulínsjörð, en í rauninni er í honum sömu efni og venjulegu hverahrúðri (Kisill). Þar í holtunum eru á stóru svæði fjölmörg jarðffufuott, er sjóðheitar gufur streyma upp um. Hefir safnast nokkur brennisteinn við sumar þeirra (brenniateinshverir) og víða er leirinn blandaður brennisteini. Í dálítilli hvilft norður í holtaröðlinum, sem þar er, eru vellandi leirhverir. Heitir aðalhverinn Gunna eða Gunnuhver. Er sagt að hverinn dragi nafn af draug, er Eiríkur prestur á Vogsósum setti þar niður (Þjóðsögur Jóns Arnasonar I. 577—578). Í hverunum er vellandi leirgrautur, og öðru hvoru gjósa þar upp brennheitir gufustrókar með miklum hvin og dunum. Er þetta talinn einna mestur leirhver hjer á landi. Fara skyldu menn gætilega nærri þessum leirhverum því jarðvegurinn er ótraustur og undir honum er jörðin sjóðheit og vellandi.

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Láta mun nærri að jarðhitasvæðið á Reykjanesi muni vera 3-4 ferkílómetrar. Á öllu því svæði stíga gufur upp hjer og hvar úr sprungum og hraungjótum, þegar svalt er veður. Í grasflesjunum nærri aðalhveruuum, þar sem engar gufur sjást koma úr jörðu, er jörðin víða 80—90° heit rjett undir grassverðinuni; fer þar að rjúka ef jarðvegurinn er rofinn. Er það ljóst að hjer er geysimikil og dýrmæt orka falin í jörðu, sem nægt gæti Reykjavík og öllum þorpum hjer á skaganum til ljósa, hita og iðnaðarstarfa. En til þess þarf að beisla jarðhitann og breyta honum í rafmagn, líkt og nú er gert á Ítalíu og Japan. Telja fróðir menn að virkjun jarðhitans sje ódýrari en fossavirkjun. Áður en farið er að virkja fossa í stórum stíl handa Reykjavík, er sjálfsagt að rannsaka það til hlítar, hvort eigi borgi sig eins vel eða betur að virkja jarðhitann á Reykjanesi eða öðrum hverasvæðum í nálægð við bæinn.

Sýrfell

Sýrfell.

Sýrfell. Frá hverunum er um klukkutíma gangur norður á Sýrfell; er það móbergsfjall og hæsta fjallið út á nesinu (96 m.). Er þaðan gott útsýni. Suðvestur af því eru svo nefndir Rauðhólar; eru þar ljós og rauðleit leirlög, leifar eftir gamla hveri. Í hæðarana suðvestur af Sýrfelli er gígskál allstór og annar gígur nokkrum metrum sunnar efst í sömu hæðinni. Norðaustur af Sýrfelli mætast nýju hraunin úr Grindavíkur-Eldvörpunum og Stampahraunin úr gígaröðinni á norðanverðu nesinu.

Súlur

Súlur.

Í norðri og austri blasir við Hafnaheiði, Stapafell, Súlur, Þórðarfell, Sandfell og Sandfellshæð, sem er langstærsta hraundyngjan á utanverðum skaganum. Frá Sýrfelli gengur lægð til norðausturs inn skagann, sjest glögt fyrir henni norðaustur við nýjuhraunin. Heitir dældin Hauksvörðugjá, er þessi sigdæld takmörkuð af misgengissprungum beggja vegna. Framhald þessarar sigdældar er lægðin á Reykjanesi milli Skálafells og Stampahrauns. En sprungurnar eru þar víðast duldar undir yngri hraunum nema norðan í Skálafelli. Þjóðsögur herma að Kaldá hjá Kaldárseli hafi í fyrndinni runnið út Reykjanesskaga og þessi sigdæld sje hinn forni farvegur hennar, en forneskjumaður hafi breytt farvegi hennar.

Stampar

Stampar og Stampahraun.

Stampar og Stampahraun. Hraunbreiðan á nesinu norðan við fellin heitir Stampahraun. Hafa þau hraun komið úr eldsprungu (einni eða fleiri) er hefir vanalega stefnu (SV—NA) og nær alla leið frá sjó við svo kallaður Kerlingarbás, eins langt til norðausturs sem hraunið nær. Hefir röð af gígum eða eldvörpum myndast á sjálfum sprungunum þar sem hraunið hefir ollið upp. Heita gíghólar þessir Stampar. Mun nafnið þó helst eiga við þá syðstu. Til þess að skoða gígaröðina er hentast að fara út í hraunið norðvestur af Sýrfelli og fylga eldvörpunum til sjávar. Þar eru víða holar hrannpípur eða hraunræsi er storknað hafa utan um hraunstrauma og hraunleðjan síðan tæmst innan úr. Niður við sjóinn eru háir hamrar af lagskiftu móbergi og hraunið ofan á. Þar eru lóðrjettir blágrýtisgangar upp í gegnum móbergið er renna saman við hraunið ofan á, Eru það án efa endarnir á eldvörpunum sem hraunið hefir ollið upp um.

Önglabrjóstnef

Önglabrjótsnef. Karlinn fjær.

Spöl norður með sjónum er gíghóll framan í hömrunum. Hefir brimið etið hann inn að miðju svo þverskurður sjest af innri gerð hans. Er gígrásin full af rauðleitu gjalli. Önglabrjótsnef, litlu norðar, er myndað úr gjallkendu hrauni úr þessum gíg og fleirum af líkri gerð, er standa nokkru fjær ströndinni.

Karlinn

Karlinn.

Karlinn er 50 m. hár drangur fram af nesinu undan Stampahrauni 400—500 m undan landi. Þar eiga bjargfuglar hreiður í berghillum.
Eldey blasir við í suðvestur af nesinu. Er hún um 14 km. undan lyndi, álíka há og Skálafell (77 m., 100 m. breið, um 300 m. löng), flöt að ofan og öllu megin þverhnýpt niður að fjöru. Eyjan er úr móbergi og gróðurlaus. Hjalti Jónsson framkvæmdarstjóri kleif upp í eyjuna 30. maí 1894. Þótti það þrekvirki. Rak hann járngadda í bergið og las sig eftir þeim upp á eyjuna, og tengdi festi í bjargið. Þar verpa súlur í þúsundatali.

Reykjanes

Reykjanes – brim.

Brimið við Reykjanes er oft stórkostlegt þegar vindur stendur af vestri. Þeir sem staldra við á Reykjanesi þegar öldurót er, og eigi hafa sjeð stór brim, ættu að bregða sjer ofan á hamrana hjá Valbjargargjá eða ofan á Valahnúk, og virða fyrir sjer brimgarðinn, og hlusta á gróttuhljóðið við Valhuúkamöl, þegar brimsogið og öldurnar eru að velta til hnullungunum, sem sumir hverjir eru 1—2 m að þvermáli, Fágætar jurtir. Mjög er gróður lítið á Reykjanesi. Helstu gróðurflesjurnar eru í lægðinni frá túninu vestur fyrir hverina. Fann jeg þar á nesinu um 50 plöntutegundir. Af fágætum plöntum, fann jeg þar þessar: Baunagras í brekku við bæinn. — Naðartungu og flóajurt við gufuhverina. Þistil í túnjaðrinum. Gullkollur er algengur í hraununum. Sækvönn í grasbrekkum og á bjargröndinni suður af Skálafelli.

Gullkollur

Gullkollur – einkennisblóm Reykjaness.

Landskjálftar eru að líkindum tíðari á Reykjanesi en á nokkrum öðrum stað hjer á landi. Hafa þeir oft gert þar spjöll á vitanum og bæjarhúsum og valdið röskun á hverunum. Hafa þeir stundum staðið í sambandi við eldsumbrot í hafinu út af nesinu. Engar sögur fara af eldgosum á landi þar á hesinu. Vita menn því eigi hvort nokkur af hraununum þar hafa runnið eftir landnámstíð. Frásögurnar um gosin í hafi, framundan nesinu eru einnig mjög óglöggar.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 38. tbl. 23.09.1928, Á Reykjanesi – Guðmundur G. Bárðarson, bls. 297-300.

Reykjanes

Reykjanes.

Draugshellir

“Gamlir annálar segja mér, að eldar hafi á liðnum öldum brunnið við Reykjanes, svo sem það ber merki um enn í dag. Árið 1210 var eldgos við Reykjanes og þá komu eldeyjar upp, sem svo sukku síðar í sjó. Eldgosin við Reykjanes raðast svo sem dökkar perlur á band.
Valahnukur-221Að vera uppi á Valahnúk og horfa yfir landið er lífsreynsla, þar sem ártöl annálanna renna um hugann.
— Eldar við Reykjanes hafa brunnið í fortíðinni og munu brenna í nútíðinni þó að um engar hrakspár sé að ræða. Það er reyndar langt síðan óhappaskipið Clam strandaði við Reykjanes og dauðir Kínverjar veltust í fjörunni. En það var ekki í fyrsta skiptið, sem harmileikur átti sér stað á þessu úthorni landsins okkar. Í mínum huga eru þeir síðustu þó eftirminnilegri en þeir sem sagan geymir, því suma þeirra sá ég sjálfur í morgunbirtu, en sá tími er líka liðinn en veldur minningum, sem vara til lokadags. Framundan eru nú rjúkandi hitasvæði Reykjaness, þar leitar hitinn, sem undir býr, nokkuð upp úr yfirborðinu og gufurnar mynda ský, þó að annars sé bjart í lofti. Sýrfell er þarna til vinstri, gamall goshaugur, fallegur í kyrrðinni, þó að annar hafi verið svipurinn, þegar það var að verða tii, en þá leit enginn maður moldu. Hér á báðar hendur, um það bil er gufusvæðinu lýkur, eru rústir af byggð. Þar bjó hann Höjer, líklega danskur Gyðingur, með sinni pólsku konu. Þar hafði karlinn komið upp gróðurhúsum og leirbrennslu og var hvort tveggja vel gert — líklega fyrsta tilraunin til nýtingar jarðvarma á Reykjanesi, fyrir utan litlu sundlaugina í hraunsprungunni þar sem fellur út og að, en er alltaf jafn góð.
Gunnuhver-221Þessi Höjer á Reykjanesi var duglegur maður en svolítið skrítinn eins og ég og þú. Hvað er orðið af honum núna veit ég ekki, en rústirnar af gróðurhúsunum ag leirbrennslunni eru ennþá til og mættu einhverjir nútímamenn taka þessar rústir til athugunar um leið og efnavinnsla hefst á Reykjanesi.
Það var gott að koma að Reykjanesvita eftir nokkuð langa göngu um hraun og sanda — en það var líka gott að koma til Höjers — kaktusarnir voru þá móðins og bakpokinn þyngri, þegar út úr gróðurhúsinu var komið. Svo heldur gangan áfram um hlykkjóttan veginn, þar sem eldur býr undir og víða andar úr sprungum, því Reykjanesið á meðal annars sögu sína skráða í hverju hraunlaginu yfir öðru. Sum þeirra eru eldri en landnám Moldagnúpssona, en önnur yngri, því eldar og úthaf hafa verið förunautar þessa eldsorfna skaga. Næst er komið að Háleyjum, þar sem brimaldan hefur hlaðið mikinn vegg úr fægðum steinum, fallegan til að sjá en erfitt að klöngrast yfir, þar morar allt af myndum og dýrð. Þessi steinagarður umlykur nokkurn grasblett, þar sem loðnan lá langt inni á landi eftir álandsveður áður en farið var að veiða hana svo óskaplega eins og nú er gert.
Þau eru mörg skipin, sem hafa skilið eftir kjöl sinn við þessa úfnu strönd, þar sem brimið þylur dauðra manna nöfn. Ég ætla mér enga skýrslugerð um skipaskaða við þessa strönd.
Það er til annála fært og margir aðrir lífs og liðnir mér færari þar um. Ég er husatoftir-221aðeins að ramba um Reykjanesið, sjálfum mér til ánægju, um leið og ég hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
Svo liggur leiðin milli úfins hrauns og sæbarinna stranda. Gjárnar kljúfa raunið á stundum, þar fellur út og að i lítið söltu vatni, því vatnskúpan undir er í andstöðu við sjóinn sem sækir að utan. Svolítið er af stórum álfiski i þessum gjám, en það er meira gaman að horfa á hann en að veiða. Svo opnast útsýn yfir einn hraunhólinn til hins yfir gefna Staðarhverfis, sem áður fyrr var eitt af æðaslögum athafnalífsins, en geymir nú kirkjugarð þeirra í Grindavík, þar sem Dannebrogsmenn og aðrir stórhöfðingjar hvila við hlið þeirra, sem sóttu sjóinn og unnu hörðum höndum. Staðarhverfið er hrörnandi og mannlaust síðan síðasti víkingurinn, hann Manni á Stað, stóð ekki upp úr stólnum sínum og hætti að hlæja svo að jörðin skalf. Hvert af þessum auðu húsum á sína sögu, margslungna og merkilega. Hér var hluti af því starfi, sem hefur svo dásamlega skilað okkur áfram til líðandi stundar, allt frá því að enskir, þýzkir og danskir börðust um Grindavík og hennar klippfisk, þar sem hundruð af Sölku Völkum hafa verið til.
Léttum fótum skal gengið um gamla staði. Hér á Blómsturvöllum (einkennilegt nafn í auðninni) stóð hús skáldsins Kristins Péturssonar — núverandi Kristins Reyrs. Ég tek úr föllnum veggjum einn smástein til minja um að hafa komið að vöggustað skáldsins, sem ennþá er „Staðhverfingur”.
Að styðja sig við kirkjugarðsvegginn er mikið áfengi fyrir hugann og horfa yfir byggðina sem var og um himna og haf, sem er eins og það var, brosandi eða þunglynt, eftir því hvaða örlög eru ákveðin.
Jarngerdarstadir-221Húsatóftir blasa við og að baki þeirra gjáin, sem margar ljúfar minningar eru tengdar við og þar ofar í hrauninu eru Eldvörpur, þar sem gufar upp úr eftir hvern rigningardag, og þar á hrafninn sér hreiður.
Húsatóftir var höfuðból, byggt á þáverandi byggðastefnu fyrir nær hálfri öld, en fór svo í rusl eins og mörg önnur góð áform, en varð síðar ríkiseign, svo ríkið mætti eignast hlut Húsatófta í Stapafelli með meiru. Við skátarnir fengum húsið og lönd þess lánuð og höfðum þar sumardvalarheimili fyrir börn í 3 ár. Það voru gleðileg ár — en krónurnar reyndust ekki nógu margar, því húsið var skemmt svo mikið um haust og vetur.
Víkurnar og varirnar í Staðarhverfi liggja lognværar þessu sinni, þó að oft hafi áður aldað þar meira. Mörg sprek Hggja þar á fjöru og sum langt uppi á landi, því brimaldan stríða hefur nokkuð óglögg landamæri. Svo er Staðarhverfið og Húsatóftir að baki, en framundan eru melar, sandur og hraunflákar, gjár, pollar og sprungur — og núorðið nokkrir hrynjandi fiskhjallar og stóra loftskeytastöðin nær því yfirgnæfir Þorbjörn með sína þjófagjá.
— Þá kemur Grindavíkin í sjónmál með sína Járngerðarstaði, Garðhús, Krosshús og svo framvegis. Þó að Grindavíkin sé virðulegur hluti af rambi um Reykjanesið, þá skal að sinni staldrað við og horft og hugsað, enda snarlega komið inn í annað landnám. Reykjanesið og þess harða lífsbarátta er land til að skoða.” – Helgi S.

Heimild:
-Morgunblaðið, 13. júní 1973, bls. 11 og 19.

Grindavík

Járngerðarstaðir.

Reykjanes

“Það hefur margt rekið á fjörur þeirra Suðurnesjamanna, allt frá maðksmognum trjábolum, sem liggja þar á fjörum, ásamt skeljum og þaraþöngl um — auk þessa hefur margt annað kynlegt rekið þar á fjörur. — Einn dag rak þar á fjörur, beint inn í Ósabotna, skip Hafnir - spilnokkurt, sem „James” hét. Fór það mannlaust yfir brimgarðinn og hafnaði innst i Ósabotnum. Skipið var hlaðið trjáviði, eðlaættar, hefluðum og tilbúnum. Þegar nágrannarnir fóru að skyggnast eftir hvað um væri að vera, kom i ljós, að enginn maður var um borð og skipið hlaðið trjáviði. Þetta var nokkru fyrir aldamótin síðustu, en hvað varð utm skipshöfnina verður aldrei upplýst. Þegar þessar staðreyndir voru allar upplýstar, þá hélt sýslumaður uppboð á strandgóssinu og seldist plankinn á 20 til 30 aura hvert stykki. Mörg hús, sem ennþá standa, voru byggð af þessum viði, því hann var góður og sterkur. Leyndardómurinn um „James” verður ekki skýrður, en skipið fór þar í gegnum sundið, mannlaust og varð mörgum til bjargar við byggingu nýrra húsa, bæði í Höfnum og nágrenni. Báran skolar slíkum furðuhlutum í land, miklu fleiri en taldir verða, það vita þeir einir, sem um fjörur ganga.
Það var á árinu 1940 er vélbáturinn „Kristján” fór í róður frá Sandgerði, svo sem oft áður, en þegar út á miðin var komið henti þá erfið vélarbilun, og verður hetjusaga skipshafnarinnar ekki rakin hér að nokkru marki, en líf þeirra í 12 daga hrakningum með vonum og vonbrigðum var hetjusaga, sem byggðist á langri lífsreynslu og geðró. Eftir alla þeirra hrakninga lenti svo „Kristján” í brimrótinu fyrir framan Merkjanesbæinn í Höfnum og þar voru á landi hjálpfúsar hendur og mikið þor til að bjarga skipbrotsmönnum á land.

Merkines - brunnur

Þeim landmönnum hafði fundizt sigling bátsins einkennileg — en allt tókst þó vel, karlarnir á „Kristjáni” komust í land á síðasta snúning og nutu hjúkrunar og umönnunar í Merkjanesi. Minningarathöfn um látna, sem þarna átti að fara fram í Sandgerði daginn eftir, og einnig höfðu þeir komið fram á andafundum og verið hinir kátustu. Nóg um það, þetta er aðeins eitt af því, sem rekið hefur á fjörurnar á Reykjanesi. Við höldum svo áfram gegnum Hafnirnar og fyrir ofan þær.
Niður í Höfnum standa ennþá steinhleðslur mosagrónar og haganlega gerðar, það eru leifarnar af höfuðbólinu Kotvogi. Upp á barði stendur kirkjan, sem Hafnamenn hugsa vel um. Vesturhús og Austurhús eru ryðguð að utan, en nýtt frystihús er niðri á bakkanum — svo verður gjarnan um staði sem berjast um forna frægð og framtíðina.
Leiðin liggur áfram framhjá Merkjanesi, fallegt þríbýli, þar átti heima Marteinn myndskeri og ennþá býr þar Hinrik Ívarsson, kynjakall, refaskytta með meiru, skáld gott og faðir þeirra Ellýjar Vilhjálmsdóttur, Vilhjálms Vilhjálmssonar, söngvaranna góðu og Sigurðar Vilhjálmssonar, leikara og skáta foringja. — Þau eru Vilhjálms, því karlinn heitir Vilhjálmur Hinrik Ívarsson.
Næst verður á hægri hönd hið forna höfuðból Júnkaragerði, þar sem Galdra-Jón hreppstjóri átti heima fyrir nær því tveim öldum. Margt hefur siðan drifið á daga Junkaragerðis, sem nú til dags er að mestu í eyði, en var áður hjáleiga frá höfuðbýlinu Kalmanstjörn, sem þeir bræður Oddur Ólafsson læknir og alþingismaður og Ketill í Höfnum eiga ennþá. Þaðan kemur Hafnasandurinn góði, sem gefur húsum prýði bæði utan og innanhúss. Þá er Hafnabergið, sem var annar landamerkjastaður Steinunnar gömlu með sina farfugla og lífið í sjónum, seli á sundæfingu og margháttaðan reka — en allir skyldu taka sér vara á öldunni, sem æðir upp sandinn. Fyrir ofan fjöruna er sandurinn að gróa upp. Melgrasskúfurinn harði gerir þar hóla og hæðir, en smátt og smátt sléttast úr þeim og eyðimerkursandurinn lætur í minni pokann fyrir gróskunni — en sumt er jafngott bæði sandur og gróska.
Kista - byrgiÁ Rosmhvalanesi rekur fleira á fjörur en karlana á „Kristjáni”. „Gamall togari þýzkur, Atland, liggur þar hátt uppi í fjöru, litlu utan við Sandvík. Hann mun hafa skilað sínu fólki í land eftir tiltölulega auðvelt strand. Mótorbáturinn „Þorbjörn” fórst þarna við klettana 1964, og með honum voru 5 vaskir drengir — tveir þeirra komust á land en hina hirti hafið. Þarna fyrir framan, úti á rúmsjó, hafa margir bátar og skip horfið í öldurnar og nokkur sannindameki um það rekið á fjörur, bæði í nútið og fortíð. Nær Reykjanesi eru aðdjúpir klettar, sem kallaðir eru Kista. Voru þeir notaðir sem höfn eða uppskipunarstaður fyrir efni til nýja Reykjanesvitans, sem reistur var 1907 — en fyrsti viti á Íslandi var byggður uppi á Valahnúkum 1878.
Alltaf er að hrynja úr berginu, svo nú er vart eftir nema hálf undirstaða þessa fyrsta vita á Íslandi. Kveikt var á vitanum 1. desember 1879 og var vita vörður Arnbjörn Ólafsson frá Keflavík. Nýi vitinn er byggður nokkru seinna eða um 1930.
Það hefur margt rekið á fjörur á Reykjanesi. Togarinn Jón Baldvinsson lenti þar í víkinni austan Valahnúka, af þvi varð ekki manndauði, en hvort hlerarnir og trollið voru i Jon Baldvinsson a strandstadréttu lagi, það er önnur saga. Óhappaskipið KLAM, stórt olíuflutningaskip, rak þar upp í klettana, eftir margháttuð óhöpp. Þar fórust margir af skipshöfninni, aðallega Kínverjar. Það var nýstárlegt og nokkuð ömurlegt að sjá þá veltast þarna í fjöruborðinu, því hin dugmikla björgunarsveit Grindavíkur hefði getað bjargað öllum í land — en enginn má sköpum renna. Þeir voru of bráðlátir að bjarga lífi sínu og tilraunir þeirra í bátskeljum enduðu með dauða. Það mætti lengi rekja fjörurnar um Reykjanesið, því þar býr ný saga í hverjum steini og hverri þúfu.
Þetta er landnám Herjólfs, frænda Ingólfs Arnarsonar, en hvað hann hefur séð þar vænlegt til búsetu veit ég ekki, en allavega hefur Ingólfur verið naumt skorinn við gjafir sinar til frænda og vina.
Reykjanesskaginn er staður mikilla umbrota, hiti býr þar undir og gufustrókarnir öskra þar dag með nóttu — land hefur þar myndazt og horfið, og eldgos geta hafizt þar, þegar minnst varir, því þessi útkjálki er ekki dauður úr öllum æðum, en þó unum við vel, sem þar búum.” – Helgi S.

Heimild:
-Morgunblaðið, Helgi S., 5. nóvember 1972, bls. 20.

Hafnir

Hafnir – Kotvogur.

Reykjanesviti

“Vorið 1878 var byrjað á byggingu vita á Reykjanesi. Stóð fyrir smíði hans danskur verkfræðingur, Rothe að nafni. Sá viti var byggður yzt á Reykjanestá, en íbúðarhús vitavarðar stóð í kvosinni undir Bæjarfellinu, sem nýi vitinn var síðar reistur á, var langur spölur frá vitavarðarhúsinu að gamla vitanum.
Reykjanesviti 1962Þótti það karlmennskuverk að gæta vitans. Þessi viti, sem myndin sýnir, var byggður 30 árum síðar en gamli vitinn, en þá var undirstaða hans, kletturinn, orðin svo ótrygg og sprungin frá aðalberginu, að ekki þótti fært að láta svo búið standa. Aukaviti var einnig reistur á Skarfasetri, slóðum gamla vitans, þar eð Skálafell skyggir á aðalvitann á mjóu belti á siglingaleið skipa, er að austan koma. — Fyrsti vitavörður var Arnbjörn Olafsson, síðar kaupmaður í Keflavík. Flutti hann að Reykjanesi ásamt systur sinni Sesselju Ólafsdóttur, 1878, er byrjað var á vitabyggingunni. Hann fékk veitingu fyrir vitavarðarstarfinu 1. desember 1879 og hélt þeim starfa til 1884. Kona hans var Þórunn Bjarnadóttir, systir séra Þorkels á Reynivöllum.
Reykjanesviti-9212. Jón Gunnlaugsson, skipasmiður, var vitavörður 1884 til dánardægurs, 23. okt. 1902. Ekkja hans Sigurveig Jóhannsdóttir, fluttist til Reykjavíkur 1903.
3. Þórður Þórðarson 1902 til 1903.
4. Jón Helgason, áður vitavörður á Garðskaga, 1903 til 1915, síðar bóndi á stað í Grindavík. Kona hans Agnes Gamalíelsdóttir.
5. Vigfús Sigurðsson (Grænlandsfari í leiðangri dr. Wegeners), 1915 til 1925. Kona hans Guðbjörg Árnadóttir.
6. Ólafur Pétur Sveinsson 1925 til 1930.
7. Jón Ágúst Guðmundsson 1930 til dánardægurs, 11. ág. 1938.
Reykjanesviti-9078. Kristín Guðmundsdóttir, ekkja Jóns Ágústs, 1938 til 1943.
9. Einir Jónsson, sonur Jóns Agústs og frú Kristínar, 1943 til 1947. Hafði hann gegnt vitavarðarstarfi frá andláti föðurins, en á ábyrgð móður sinnar til 1943.
10. Sigurjón Ólafsson 1947 og síðan.
Að sjálfsögðu höfðu allir vitaverðirnir vinnumenn, sem voru þeirra önnur hönd við vitavarðarstarfið. Hér er ekki rúm til að gera vitavörðunum og fjölskyldum þeirra verðug skil, en hetjudug þurfti til að búa á Reykjanesi, víðs fjarri mannabyggð, þegar enginn vegarspotti lá yfir auðnina þangað né sími. M. V. J.”

Heimild:
-Faxi, 22. árg., 1962, 4. tbl., bls. 49.

Reykjanes

Reykjanes.

Á fundi Borgarstjórnar í dag [17.11.2009] var samþykkt samhljóða að undirbúa vinnu um Eldfjallagarð á Reykjanesi. Tillagan kom frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðsflokki og VG, að því er segir í tilkynningu.
EldfjallagarðurFram kemur í greinagerð að garðurinn sé hugmynd að samnefnara fyrir sérstöðu Reykjanesskagans sem geti tengt saman hinar fjölbreyttu auðlindir svæðisins og markað stefnu um nýtingu og verndun hans með hagsmuni heildarinnar og framtíðarinnar að leiðarljósi.
Þá segir að staðsetning Reykjanesskagans í nágrenni alþjóðaflugvallar og höfuðborgarsvæðisins og spá um aukinn fjölda ferðamanna, ýti undir væntingar til Eldfjallagarðs. Samstillt átak sveitarfélaga um Eldfjallagarð sé forsenda framgangs þessarar hugmyndar.
Einnig 
kemur fram að megin ávinningur af verkefninu eigi að skila sér til ferðaþjónustunnar og í útivistarmöguleikum fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Þá er lagt til að stjórn Reykjanesfólkvangs haldi utan um verkefnið og settur verði á laggirnar sérstakur stýrihópur um Eldfjallagarð á Reykjanesi, sem fundar reglulega með ráðgjöfum. Sjá fréttina á mbl.is.

Eldvörp

Í Eldvörpum.


Gunnuhver

 Eftirfarandi er ágæt samantekt Margrétar Írisar Sigtryggsdóttur og Jóhönnu Þórarinsdóttur um jarðfræðihringferð um vestanverðan Reykjanesskagann:

Formáli

Reykjanesskaginn vestanverður

Í Jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur, hann er ákaflega eldbrunninn og eru sprungur og gígaraðir algengar. Meginhluti skagans er þakinn nútímahraunum, þ.e. hraunum sem runnið hafa eftir að jöklar síðasta jökulskeiðs hopuðu. Á Reykjanesskaga munu jöklar hafa horfið fyrir um 12.000-13.000 árum, nokkru fyrr en víðast annars staðar á landinu. Reykjanesskaginn er einn stór sýningarsalur fyrir það afl sem skapar Ísland, þ.e. eldvirkni. Hann er hluti af sprungukerfi, sem liggur um Atlantshaf endilangt og tengir saman svonefndan Reykjaneshrygg og gosbelti Íslands.

Gosbelti

Gosbeltið um Ísland.

Gosbeltin liggja um landið frá suðvestri til norðausturs og marka skilin milli tveggja skorpufleka, Norður-Ameríkuplötunnar og Evrasíu-plötunnar. Gosbeltin eru nokkuð mismunandi að gerð, þau eru yfirleitt um 25-50 km breið. Eldvirknin innan gosbeltanna er ekki jafndreifð heldur raða gosstöðvarnar og sprungur sér á nokkuð vel afmarkaðar reinar og er eldvirknin vanalega mest nærri miðju hverrar reinar. Þar er upphleðslan því mest og þar myndast megineldstöð og henni fylgir oftast háhitasvæði. Reykjanesinu er gjarnan skipt í fjögur eða fimm eldstöðvakerfi, Reykjanes- Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndast háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum.

Eldstövakerfi

Eldstöðvakerfi Reykjanesskagans.

Eldstöðvakerfin hafa öll skilað blágrýti (þóleiískt berg) til yfirborðsins á nútíma nema Hengilssvæðið. Píkrít er að finna í gömlu og minni dyngjunum á svæðinu en ólivínþóleit í hinum yngri og stærri. Fjöldi dyngnanna frá nútíma er u.þ.b. 30 og gossprungur eru í tugatali. U.þ.b. 52% Reykjanesskagans (mælt úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar) er þakinn hraunum, sem runnu eftir síðasta skeið ísaldar (43 km²). Flest fjöll, t.d. Keilir, eru úr móbergi frá síðasta kuldaskeiði. Jarðsaga Reykjanesskaga er vel þekkt og hefur verið rakin nokkur þúsund ár aftur í tímann. Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 200 þúsund ára gömul.

Grófin í Keflavík
Lífsstöðugrót á PattersonssvæðinuGrágrýtinu á utanverðum skaganum er skipt í þrjár syrpur sem kenndar eru við Háaleiti, Njarðvík og Vogastapa. Hugsanlega hefur einnig verið gígur við Rockville. Aldur Njarðvíkurgrágrýtisins er talið vera frá síðasta hlýskeiði eða meira en 120 þúsund ára en hinar syrpurnar eru frá næst síðasta hlýskeiði eða eldri en 200.000 ára. Grágrýtið er runnið frá dyngjum sem verið hafa virkar um margra ára skeið. Hraunlögin eru frá 2-10 m að þykkt og hafa runnið sem helluhraun. Hraunin virðast hafa runnið við lægri sjávarstöðu en er í dag því á nokkrum stöðum finnast í þeim bólstrar t.d. í Grófinni og við Keflavíkurhöfn. Hraunið ber merki eftir ísaldarjökla.

Miðnesheiðin (Reykjanesbraut)
EldstöðvakerfiRomshvalanesið er gamalt grágrýti runnið úr sömu dyngju (Háaleitis dyngju) og Grágrýtið á utanverðum skaganum. Miðnesheiðin á Rosmhvalanesi er allvel gróin, en sunnan og vestan við Keflavíkurflugvöll er eyðimörk, um 25 ferkílómetrar að stærð. Það er m.a. sú sjón sem fyrst blasir við ferðamönnum sem koma til Íslands um flugvöllinn. Við ísaldarlok var hluti Rosmhvalanessins undir sjó sem skýrir hvers vegna jarðvegur er þykkari þar en upp á miðju nesinu. Sjórinn braut landið og hlóð upp seti við fjörumörkin.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur 1982.

Keflavíkurflugvöllur (NATO) er staðsettur á norðvestanverðu Reykjanesi, heiðin kringum Háaleiti þótti vel fallin til þessara mannvirkja engin há fjöll í nálægð og loftstraumar heppilegir. Þarna var tekið eignarnámi um 9200 ha, land sem tilheyrði um 30 jörðum í 5 sveitarfélögum, hann var um tíma einn stærsti flugvöllur heims.
Á Suðurnesjum er ólífrænn þurrlendisjarðvegur móajarðavegur langalgengastur. Hann er aðallega gerður úr gosösku frá nálægum og fjarlægum eldstöðvum og úr öðrum steinefnum. Þykkt jarðvegsins getur verið allt frá nokkrum sentímetrum til nokkurra metra. Þessi jarðvegur er ófrjósamur, og það takmarkar mjög vöxt plantnanna.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

Reykjaneskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans, sem Suðurnes eru hluti af. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands, og yst á skaganum skríður Mið-Atlandshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðal gosbeltum landsins. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteinsfjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna sprungna. Þá eru þar einnig fjöldi gíga og gígraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.

Patterson flugvöllur

Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir og næst sér. Jökulskeið enda snögglega, og meðalhitastig hækkar, og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sjávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlögum. Einn slíkur staður er hér við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

Á leið í Hafnir

Ósabotnar

Ósabotnar – kort.

Þrívörðuhæð heitir hæðin sem við keyrum á núna og blasa Ósabotnar við, eða Kirkjuvogur en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndast vegna landsigs. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er venjulega fjölbreytt lífríki fjöruborðs og einnig mikið fuglalíf.
Nú nálgumst við svokallaða Hunangshellu, klöpp norðvestan vegarins á hægri hönd. Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni nú grasi gróið. Á háflóði eru 25-30 metrar á milli Hunangshellu og sjávarborðs.
Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. Þessi meinvættur var svo vör við sig að ekki tókst með neinum hætti að koma færi á hana – ekki fyrr en einhverjum datt í hug að smyrja hunang á klöppina.
Á meðan dýrið sleikti hunangið var loks hægt að ráða því bana. Sumir segja að þarna hafi stór rostungur verið á ferð.

Stapafell

Bólstri

Bólstri í Stapafelli.

Móbergsfjall á Reykjanesskaga, suðaustur af Höfnum. Stapafell er gert nær einvörðungu úr bólstrabergi. Olívín, einn aðalfrumsteinn í basalti, hefur sést neðst í bólstrunum á meðan þeir voru óstorknaðir. Skammt austur af Stapafelli var fyrr á öldum alfaraleið frá Grindavík til verstöðva á Rosmhvalsnesi. Sést þar enn marka fyrir slóðum. Mikið grjótnám er í Stapafelli og minnkar fjallið ár frá ári.

Rauðamelur

Skipsstígur

Gengið um Rauðamel.

Er fyrrum sjávargrandi, sem liggur norðaustur úr Stapafelli, myndaður að mestu úr efni úr Stapafellinu. Inn í melnum er lag úr allþéttu bergi sem án efa er jökulberg Þetta lag er um 2m á þykkt en bæði undir og ofan á því eru malar og sandlög. Sand og malarnám hefur farið þar fram árum saman og hefur það opnað innsýn í þessa myndun.Hann varð til við hærri sjávarstöðu, þegar sjór braut úr því. Einnig hafa fundist framandsteinar t.d úr kvarsi og graníti sem líklegast hafa borist með hafís frá Grænlandi eða jafnvel fra Svalbarða. Einnig hafa fundist hvalbein sem við aldursgreiningu gefa til kynna að um 40.0000 ára bein. Síðan flæddu hraun. Þau eru úr Sandfellshæð (4 km³). Hringvegur liggur um Stapafell.

Súlur

Súlur

Súlur.

Heitir tindur vestan Stapafells, nær eingöngu vikur og aska en neðan til í fjallinu finnst einnig bólstraberg, er vestan Sandfellshæðar.

Þórðarfell
Gönguleið lá úr Keflavík og Njarðvík þvert yfir skagann og niður í Staðarhverfi í Grindavík. Sú leið liggur austan við Stapafell og svo til vesturs milli þess og Þórðarfells.
BólstriÞrjú misgengi kljúfa Þórðarfell og þannig myndast sigdalur milli fellanna Stapafells og Þórðarfell, fellið er út bólstrabergi.

Hafnir
Gamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum, víðáttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið , uppblásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim. Hraunið í grennd við Hafnir er úr gamalli dyngju sem kallað er Stampahraun.

Gömlu-Hafnir

Hafnarsandur – Herforingjaráðskort 1903.

Á sl. 25 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxtar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskaganum auk þess sem sáð hefur verið í vegkanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins. Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma.

Hafnasandur og þar vestur við sjó er Hafnabergið, mikið fuglabjarg og vinsæll ferðamannastaður. Fyrir nokkrum áratugum var reist sandræktargirðing á Hafnasandi, og nú mildar melgresið mjög hina svörtu ásjónu sem áður var. Hafnabergið er 40-50 metra þverhnípt bjarg er gengur í sjó fram. Þar er þverskurður hraunlaga úr eldstöðinni Berghól sem er dyngja frá nútíma. Mikið af bjargfugli verpir í Hafnabergi. Norðan Hafnasand stendur hin fornmerka byggð, Hafnir.

Við Álfubrúna

Reykjanes

Brú milli heimsálfa yfir Mönguselsgjá.

Kenningin sem Alfred Wegener setti fram var árið 1911 að meginlöndin hefðu fyrir um 200 milljón árum legið saman í einu stóru meginlandi sem nefnd var Pangea. Síðan hafi þetta stóra land brotnað upp í tvennt. Norðurlandið (Lárasíu) og Suðurlandið (Gondvanaland). Smátt og smátt klofnuðu stóru löndin upp í núverandi álfur. Helstu rök hans voru á meðal annars að útlínur meginlandana féllu saman eins og púslar og að berg af sama aldri var að finna beggja vegna úthafanna.
Kenningunni var hafnað á þeim tíma en ný rök komu fram á 7. áratug 20. aldar sem vöktu kenninguna til lífsins og er hún megin kenning jarðfræðinnar í dag.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Talið er að jarðskorpan skiptist í nokkra fleka eða plötur sem rekur afar hægt. Fyrir um 60 milljónum ára voru flekarnir í Norður-Atlandshafi einn fleki, en hann brotnaði síðan. Skilin milli flekann eru af tveimur gerðum, annars vegar úthafshryggir þar sem bráðið berg streymir upp úr iðrum jarðar og myndar nýja skorpu og aðliggjandi fleka rekur frá. Þetta á við Ísland. Á öðrum stöðum rekast tveir flekar hins vegar saman. Þá er úthafsflekinn þyngri og gengur innundir meginlandsflekann sem er léttari. Dæmi um slík skil eru Klettafjöllin í Norður-Ameríku.

Jörðin er gerð úr kjarna, möttli og skorpu. Talið er að hringstreymi sé í möttlinum þar sem heitt möttulefni stígur upp frá kjarnanum í átt að skorpunni, kólnar og sígur síðan aftur niður. Þar sem er uppstreymi togast plöturnar frá hvor annarri. Þær togast sundur í rykkjum sem kallast jarðskjálftar. Við það myndast sprungur sem fyllast af kviku að neðan. Ef kvikan nær til yfirborðs verður eldgos. Plötuskil eru allstaðar staðsett á hafsbotni nema í Eþíópíu og á Íslandi.

Stampar

Stampar.

Land myndast þegar eldvirkni er mun meiri en á venjulegu hryggjarstykki. Talið er að þessi landmyndun orsakist af möttulstróknum, en það er strokklaga uppstreymi af heitu efni djúpt í iðrum jarðar. Tveir þekktustu möttulstrókarnir eru undir Íslandi og Hawaii. Ef ekki væri möttulstrókur undir Íslandi væri hér ekki land heldur um 3000 m sjávardýpi. Möttulstrókurinn er staðsettur undir norðvestanverðum Vatnajökli.
Ísland hefur myndast á mið-Atlandshafshryggnum sem liggur á milli tveggja fleka. Þá rekur í gagnstæða átt (plötuskil), um 2 cm á ári. Úthafshrygghakerfið er í heild um 80.000 km langt og sést ekki á landi nema á Íslandi og austur-Afríku. Hér er glöggt dæmi um plötuskil og sigdal.

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík – Tjörnin manngerða.

Stóra-Sandvík er allstór vík með sandfjöru og skeljum. Mikið brim getur myndast þarna og eru sjóbrettaáhugamenn farnir að fara þarna og þykir þetta frábær staður fyrir slíkt. Miklir melgresishólar einkenna svæðið milli sjávar og tjarnar sem er austur af víkinni, er þar mikið af fuglum og því gaman að skoða sig þar um. Melgresi var sáð þarna um 1950 þegar byggð var að mestu lögð af vegna sandfoks.Reynt er að halda þessu við og græða upp sandinn á Hafnaheiðinni.

Stamparnir
Þegar ekið er framhjá Stóru-Sandvík blasa við framundan tveir formfagrir hraungígar sem rísa vel yfir umhverfi sitt. Þeir Einn Stampahraunsgígannaheita Stampar og eru nyrstir gíga á gígaröð sem er kennd við þá .Yngri-Stampagígaröðin. Samsíða henni og litlu vestar eru lágir gíghólar sem tilheyra Eldri-Stampagígaröðinni. Eru þeir mjög veðraðir og því heldur ellilegir að sjá. Yngri-Stampagígaröðin liggur síðan til suðvesturs í átt til sjávar. Nærri henni miðri er áberandi gígur sem heitir Miðahóll og skammt upp af ströndinni er einn stærsti gígurinn Eldborg dýpri. Aðrir gígar eru fremur lítið áberandi í landslaginu og bera ekki sérstök heiti.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Sprengigos urðu við ströndina þar sem gossprungan mætti ægi og hlóðust þar upp tveir gjóskugígar. Gjóska frá þeim barst yfir Reykjanes og nærliggjandi svæði. Þetta gos, Yngra-Stampagosið markaði upphaf langvarandi elda þ.e. Reykjanselda sem stóðu yfir um þriggja áratuga skeið á öndverðri 13. öld. Við Kerlingarbás, grunna vík við ströndina eru syðri endamörk gígaraðarinnar á landi. Framundan básnum stendur 51 m. hár móbergsdrangur í sjó fram sem heitir Karl. Einnig var við ströndina fyrir miðjum Kerlingarbás eitt sinn drangur sem hét Kerling en er fyrir löngu hrunin .Yngra –Stampahraunið flokkast undir helluhraun. Eldra-Stampahraunið er talið hafa runni fyrir 1500-1800 árum.

Reykjanesviti – Skálafell og fl.
ReykjanesvitiSuðvestur af Reykjanesskaga er landið allt hrjóstrugt og eldbrunnið þakið úfnum hraunum.Upp úr hraunbreiðunni rísa móbergs og bólstrabergshryggir sem liggja slitrótt norðaustur eftir nesinu.Næst ströndinni er Valahnúkur ysti tangi þeirra móbergsfjalla, skagar í sjó fram og þar var fyrsti viti á Íslandi settur 1878 en grunnbjarg hans brast í jarðskjálfta 1887, og var hann færður á Bæjarfell sem er aðeins innar. Þá kemur Litlafell, Sýrfellsdrög og Sýrfell sem er hæst.Mikil goshrina var um 1211-1240 svonefndir Reykjaneseldar og var aðalgosið um 1226 á Reykjanestá er gaus í sjó fram. Þá reis upp eyja, sem heitir Eldey, hún er mikill og þverhníptur móbergsklettur, 77m á hæð og er talin um 160m löng þar sem hún er lengst, frá norðaustri til suðvesturs en um 90m á hinn veginn. Hár hryggur gengur eftir eynni endilangri og skiptir þekjunni í þrjá hallandi fleti Öll er eyjan mjög sprungin og eru miklir skorningar á henni.Eyjan er gróðurlaus, ef frá er talinn fjörugróður en fuglalíf er hins vegar með meira móti, og Súlubyggðin (fuglinn) talin ein sú stærsta í heiminum. Í fárra sjómílna fjarlægð frá ströndinni, austan Valahnúka er sigdalur sem takmarkast af Valbjargagjá. Sunnan dalsins er Reykjanestá sem á uppruna sinn úr Skálafelli, dyngja sem nær aðeins 78m hæð. Á hátindi gígsins er víðsýnt um vestanverðan Reykjanesskagann austur til Grindavíkur.

Gunnuhver

Gunnuhver

Gunnuhver.

Í norðurhlíð Skálafells og þar norður af er hverasvæði. Það er háhitasvæði með gufuaugum,leirhverum og jafnvel virkum hverum. Allmikið hefur verið borað þarna og nú standa yfir stórframkvæmdir frá Hitaveitu Suðurnesja um djúpborun á þessu svæði. Stærsti leirhver á Íslandi er nálægt Litlafelli og heitir Gunnuhver. Þar hafa menn frá fornu fari bakað hverabrauð og gera enn. Til er þjóðsaga um Gunnu og hvernig hún steyptist í hverinn og verður sú saga sögð á staðnum.

Jarðhiti á Reykjanesskaga

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Úrkoma, sem fellur á Reykjanesskagann, hripar niður um lek berglög, safnast fyrir neðanjarðar og sytrar svo hægt í átt til sjávar. Þetta vatn kallast grunnvatn. Við ströndina mætir ferska grunnvatnið söltum sjónum. Sjórinn er eðlisþyngri, svo að grunnvatnið myndar 30-100 m þykka ferskvatnslinsu sem flýtur ofan á honum. Neðst í grunnvatnslinsunni er lag af ísöltu vatni og er það þykkast úti við ströndina þar sem berggrunnur er afar lekur og sjávarfalla gætir mest. Á Reykjanesskaga eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku (heit innskot). Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi. Í Svartsengi er heitur jarðsjórinn notaður til að hita upp kalt vatn fyrir hitaveitu á Suðurnesjum auk þess sem hann er nýttur fyrir gufuaflstöð til raforkuframleiðslu. Hluta af söltu afrennslisvatninu er veitt í Bláa Lónið en afganginum er dælt aftur niður um borholu.

Lághitasvæði

leirhver

Grunnvatn er rigningarvatn og yfirborðsvatn sem sígur ofan í jörðina og rennur hægt neðanjarðar í átt til sjávar. Það rennur svo hægt að það getur tekið 100 ár að renna 100 km leið. Á leið sinni til sjávar rennur grunnvatnið stundum um löngu útkulnaðar eldstöðvar sem þó hafa í sér nokkurn hita. Vatnið nær því smám saman að hitna og þegar það kemst um sprungur upp á yfirborð er það orðið töluvert heitt, þó lægra en 150°C á 1 km dýpi. Lághitasvæðin eru staðsett fyrir utan virka gosbeltið. Þau einkennast af því að vatnið kemur upp í heitum uppsprettum og eru mjög litlar útfellingar í kring.

Háhitasvæði

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Háhitasvæðin finnast á virka gosbeltinu í tengslum við virkar eldstöðvar. Kalt grunnvatn kemst í nálægð við kólnandi kviku, snögghitnar og leitar upp á yfirborð. Hitastig vatnsins er meira en 200°C á 1 km dýpi. Vatnið inniheldur mikið af uppleystum efnum úr berginu sem falla út þegar það kólnar á yfirborði. Háhitasvæði einkennast því af stórum svæðum þöktum leir og útfellingum ein og Gunnuhver.

Háleyjabunga

Háleyjabunga

Háleyjabunga.

Fyrstu hraungosin eftir að ísöld lauk á þessu svæði hafa skapað Háleyjabungu fyrir um 14.000 þúsund árum. Reglulegur

hraunskjöldur(dyngja) með reglulegan gíg og úr nokkuð sérstæðri bergtegund sem heitir píkrítbasalt eða óseanít. Einkennandi fyrir þá bergtegund er mikill fjöldi kristalla sem eru grænir að lit og nefnist ólivín.Talið er að þeir einkenni hraun sem eru komin mjög djúpt úr jörðu og finnst aðeins á úthafshryggjum. Við sjóinn má sjá hvernig hraun úr Skálafelli leggjast ofan á hraun úr Háleyjabungu sem er því augljóslega eldri.

Sandfellhæð
SandfellshæðÚr þessari dyngju er komið langmesta magn hrauna á utanverðum skaganum. Hraunin frá Berghól, Langhól og Sandfellshæð eru eins að gerð og sýnist líklegt að allt hafi þetta orðið til í einni goshrinu, sem vafalaust hefur verið ærið löng, en tilfærsla hafi orðið á gosopi. Hefur Sandfellshæð verið lengst virk. Þótt gígurinn sé aðeins í um 90 m hæð yfir sjó er þaðan ærið víðsýnt í góðu veðri. Sér þaðan yfir allt vestanvert nesið, inn yfir Faxaflóa til Borgarfjarðarfjalla og Snæfellsness. Gróður er talsverður á þessum slóðum og skjólsælt er inni í gígnum, sem er um 450 m í þvermál og vel 20 m djúpur.

Klofningahraun og Berghraun

Staðarberg

Staðarberg.

Hraunin runnu í Reykjaneseldum,(1210-1240) þau virðast að mestu komin úr einum stökum gíg sem nefnist Rauðhóll sem er nyrst í hrauninu. Í því eru nokkrir hólmar úr eldri hraunum svo og misgengi sem er óvenjulegt í svo ungum hraunum. Hraunið er gróft, sprungið og með háum úfnum jöðrum. Það myndar Staðaberg en vestast í því er fallegur brimketill sem af sumum er nefndur Oddnýjarlaug.
Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, um 1100 ár,. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjaneskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það helsta eru Bláfjallaeldar. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151, en minni háttar gos varð 1188. í því fyrra opnaðist um 25 km löng gossprunga, og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjaneskaganum, þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar eins og við fjölluðum um hér fyrr við Reykjanesvita. Jarðvegseyðing jókst mjög í kjölfarið á Reykjanesskaga.

Um Gerðistanga að Grindavík

Á ferð um Þorbjarnarfell 2007

Þegar komið er úr Berghrauninu og niður í Arfadalsvík breytir landið nokkuð um svip. Ástæðan er einkum sú að sumstaðar nær hraunið ekki alveg í sjó fram eða það er mjög sandfyllt og veðrað. Hér var áður stundaður landbúnaður auk sjósóknar að vetrinum, og er því víða að sjá litla túnskika sem sumir hverjir eru nýttir enn í dag og fyrir botni víkurinnar er nú golfvöllur.

Grindavík og nágrenni

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir.

Byggðin í Grindavík er að mestu á hrauntaum frá Sundhnúksgígaröð. Sundhnúkshraun hefur runnið til sjávar í fjórum kvíslum. Vestasta kvíslin er sú sem megin hluti byggðarinnar er á, önnur mjórri hefur runnið ofan í Hóp, þriðja myndar Þórkötlustaðanes (Hópsnes) og þú fjórða og austasta fellur til sjávar við Hraun. Sundhnúksgígaröðin er um 8,5 km að lengd og mun hafa gosið fyrir um 2400 árum.

Þorbjarnarfell

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Þorbjörn eins og fjallið er oftast kallað er um 243m hátt og að mestu úr bólstrabergi og bólstrabrotabergi, hefur orðið til við gos undir jökli. Slíkt berg er myndað úr bólstrabrotum eins og nafnið gefur til kynna. Það einkennist af kubbum sem á einn kant hafa svarta glerhúð en eru að öðru leyti ekki frábrugðnir basaltmolum sem koma fyrir í þursabergi.Það er smáholótt og brotnar auðveldlega í eins konar stuðla sem mynda, sem næst rétt horn við glerkennt og þétt yfirborðið. Innanum eru reglulegir , heilir bólstrar. Það sem er sérstakt við þetta fjall er að það er klofið að endilöngu af sprungum og í því er sigdalur.

Bláa Lónið
Bláa lóniðBláa Lónið er í Illahrauni sem gaus 1226 og kemur úr Eldvörpum. Er keyrt er að Blá Lóninu sér maður nánast eingöngu mosavaxið hraun. Arnasetuhraunið er yngsta hraunið í nágrenni Grindavíkur það tekur að mestu svæðið milli Vogastapa og Grindavíkur og komið úr gíg er nefnist Arnarsetur. Arnarsetuhraun þekur um 22 ferkílómetra.

Vogastapi

Grímshóll

Á Grímshól á Vogastapa.

Vogastapi 80 m. hár hét áður Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi oftast kallaður Stapi. Grágrýtissvæði yfir það hafa jöklar gengið á ísöld.Talið er að upptök þessa grágrýtishrauna eigi upptök sín annarsvegar við Háaleitis dyngju og hins vegar við Grímshól efsta stað á stapanum, ekki er vitað nákvæmlega hvort dyngja hafi verið við Grímshól, þá hefur hún verið mjög flöt. Mörg hraun hafa runnið til og frá þarna og svo hafa jökulruðningar og ágangur hafsins umbreytt svæðinu ásamt manninum. Jökulurðir eru hér og þar en ummyndaðar af ágangi hafsins, sem á síðjökultíma huldi svæðið allt að Grímshól, en í kring um hann er kragi úr lábörðu stórgrýti i um 70 m hæð yfir núverandi sjávarmáli. Vogastapi er byggður upp af frekar þunnum hraunlögum. Að sunnan er hann brotinn að endilöngu af misgengjum og verður þar sigdalur þar sem Seltjörn er í botni hans. Sunnan við Seltjörn hallar grágrýtislögunum inn undir Arnarseturshraun.

Heimildir:
-Árbók ferðafélag Íslands 1984.
-Kynnumst Suðurnesjum.
-Námsgögn / Glósur úr Jarðfræði.
-Námsgögn / Glósur úr Gróður og Dýralíf.
-Svæðisskipulag Suðurnesja. 1987-2007.
-Náttúrufar á Sunnanverðum Reykjanesskaga 1989.
-Suður með sjó, leiðsögn um Suðurnes 1988.
-Orkustofnun / Magnús Á Sigurgeirsson.
-Íslenskur Jarðfræðilykill. Mál og menning.

Berggangur

Þórkötludys

Austan við Bótina, í klettunum af Þórkötlustaðabæjunum, er Buðlungavör. Meðan árabátarnir voru, var sú vör notuð, alltaf þegar fært þótti, en í öllu misjöfnu lent í Nesinu, sem kallað var, og áttu þá Þórkötlustaðamenn því aflann eftir hverja vertíð á tveimur stöðum. Þetta breyttist, þegar vélarnar komu í bátana (trillur). Eftir það var eingöngu lent á Nesinu.
Botin-139Austan við Buðlungavör koma Slokin; út af þeim svonefndur skerjatangi, sem gengur vestur og út í Þórkötlustaðavík, og er sundið inn í víkina á milli þessara tanga og þeirra, sem liggja út frá Leiftrunarhól og áður er getið.
Þarna á Slokunum er álitið að eitt af stóru slysunum hafi orðið. Það var nóttina áður en mb. Aldan frá Vestmannaeyjum rak upp í Nesið að vestanverðu, sem áður er sagt, að annan vélbát frá Vestmannaeyjum, Þuríði formann, sem einnig varð fyrir vélbilun í sama veðrinu, rak þar upp. En þar tóku höfuðskepnurnar öðru vísi á hlutunum. Þegar fólk kom á fætur á Þórkötlustöðum, varð það vart við óeðlilega mikið brak í fjörunni, og þótt allt væri mjög maskað niður, sást þó, að þarna hafði Þuríði formann rekið upp og hún farist með allri áhöfn.
Hinn 8. desember 1923 gerðist það í austan veðri og snjókomu, að þýskur togari strandaði einhvers staðar hjá Grindavík, að því er skipstjórinn hélt. Togarinn losnaði sjálfur fljótlega úr strandinu, en hafði laskast svo mikið, að hann fór fljótlega að síga niður og sökk svo eftir lítinn tíma. Áhöfnin komst í björgunarbátinn og hélt síðan undan sjó og vindi, þar til þá allt í einu bar að landi og upp í stórgrýtiskamp. Mennirnir komust allir ómeiddir í land. Þar, sem þeir tóku land, reyndist vera Blásíðubás á Reykjanesi, sem áður er getið, og var þetta því önnur skipshöfnin, sem bjargaðist þar í land. Mennirnir komust svo heim á Reykjanes um morguninn, allir sæmilega hressir.
Sloki-139Skiptar eru skoðanir manna um, hvar togari þessi hafi strandað, en Þórkötlustaða- menn töldu, að eftir strand þetta hafi komið festa á veiðarfæri þeirra, sem ekki hefði  verið þar áður, á leirbotni skammt út af víkinni, og veiðarfærin oft ryðlituð, er þau komu upp. Því var giskað á, að togarinn hafi lent annað hvort á Slokunum eða nálægt Leiftrunarhól, þ.e. öðru hvoru megin við Þórkötlustaðavík.
Næsta örnefni við Slokin er svo Markabás. Þar eru landamerki milli Þórkötustaða og Hrauns. Næsta örnefni við Markabásinn er Hádegisklettur og fram af honum út í sjóinn Hádegistangi, næst Skarfatangi, klapparhlein nokkur þvernípt að norðan, líkust bryggju, en að sunnan ávala líðandi niður á bás. Ekki hefir Skarfatanginn orðið afskiptur af ströndunum, því skip hafa strandað báðum megin við hann. Og vegna þess, að við erum á leið frá vestri til austurs, er fyrst að geta um franska togarann “Cap Gagnet”, sem strandaði þarna sunnan undir Skarfatanganum aðfaranótt 24. mars 1931. Þetta er að mörgu leyti minnisstætt strand, því þar voru í fyrsta skipti í allri strandsögu Grindavíkur notuð nýtísku björgunartæki af björgunarsveit, sem var búin að æfa sig svo vel að nota tækin, að hún stóðst pryðilega þá eldskírn, sem hún fékk þarna við að nota þau í alvöru í fyrsta sinni. Þá var það og, að merkilega virtist hittast á, að þessi björgun fór fram þann eftirminnilega 24. mars, sem áður er getið og hefir gengið undir nafninu hrakningadagurinn, og einnig að, að bjargað var þarna jafnmörgum mönnum og Grindvíkingarnir voru, sem kútter Ester bjargaði hinn 24. mars 1916, eða 38 að tölu.
S.a. stormur var og nokkurt brim, þegar skipið strandaði. Þetta var stór togari, 600-700 tonn, sem gera mátti ráð fyrir, að þyldi eitthvað þarna í fjörunni. Stórstreymt var, flóð um kl 6 f.h. Nokkru fyrir flóðið var búið að koma sambandi frá landi í skipið. En brimið var það mikið og hreyfing á skipinu, að hægt gekk, fyrst í stað, að draga mennina í land. Þegar svo fór að falla út, fór skipið að verða kyrrara og þá fór að ganga betur með björgunina og fyrir hádegi var allri áhöfninni bjargað, 38 manns. Allir skipsbrotsmennirnir voru fluttir heim að Hrauni, til eirra bræðra Gísla og Magnúsar Hafliðasona. Það vildi til að þeir höfðu hýsrými nóg. Ekki er ég viss um að allar konur nú í dag kærðu sig um að fylla hús sín af mönnum, sem verið væri að draga upp úr sjó svo úr þeim læki í stríðum straumum, en Hraunskonurnar, sem á voru Margrét Jónsdóttir og Katrín Gísladóttir, voru ekki að hugsa um, hvort húsin blotnuðu eða óhreinkuðust, heldur að hjúkra mönnunum, jafnóðum og þeir voru leiddir eða bornir heim. Kvenfólk var og fengið af næstu bæjum til að hjálpa til og stjórnuðu þær hjúkruninni og lögðu sig fram um að hressa þá, sem helst þurftu þess, án allra úrtalna. Það var áberandi með sjómennina af skipi þessu, hvað þeir voru illa búnir; margir í einum nankins-samfesting og engu öðru, enda voru þeir illa á sig komnir vegna kulda. Þeir voru allir háttaðir niður í rúm til að fá til að hitna. Síðan voru fengin lánuð föt um allt Þórkötlustaðahverfi að færa þá í. Hreppstjórinn varð svo, sem á tíðkaðist, að koma mönnunum fyrir og sjá um kostnað með föt og annað. En vegna þess, að þarna gátu allir þessir menn ekki verið lengi, símaði hreppstjóri til Hjalta Jónssonar, sem þá var franskur konsúll, að hann sæi um að flytja hópinn til Reykjavíkur.
Hraun-139Hjalti kom sjálfur suður kl. 3-4 um daginn með tvo kassabíla að sækja mennina. En þegar að því kom, að Frakkarnir færu að klæða sig, reyndist ómögulegt að láta þá fara í föt sín aftur. Þau voru bæði blaut og meira og minna ötuð í smurningsolíu. Hjalti var ekki lengi að ráða fram úr því. Hann sendi hreppstjóra til að kaupa fatnað á alla skipshöfnina. Hann fór í verslun Einars í Garðhúsum og það heppnaðist að fá fatnað yst sem innst á alla; gallinn var bara sá, að yfirleitt voru þeir frönsku mjög smávaxnir, en verulegur partur af fötunum hafði lagst fyrir, vegna þess, hve stór þau voru. Fljótlega var komið með fatnaðinn og skipsbrotsmennirnir látnir fara að klæða sig. Var þeim sagt að fara úr þeim nærfötum, sem þeir höfðu verið færðir í. Þegar hópurinn var klæddur kom í ljós, að mikið vantaði af hinum lánuðu nærfötum. Annaðhvort hafa þeir ekki skilið skipunina eða viljað hafa fötin. Mest vantaði af ullarnæsbuxum. Þá var farið að kanna piltana, hverjir voru klæddir aukafötum, og reka þá úr, sem í þeim voru. Þegar búið var að yfirfara nokkra karla, brast Hjalta þolinmæði, og lofaði hann að sjá umgreiðslu fyrir þau föt, sem vantaði. Ég býst við, að margir, sem á horfðu, minnist þeirra frönsku, er þeir voru að spígspora um hlaðið á Hrauni í núju fötunum, flestir eins og marflóétnir gemlingar innan í þeim, með margbrotið upp á buxnaskálmar og jakkaermar. En búnaðinn virtust þeir ekkert setja fyrir sig; voru allir glaðir og kátir, Áður en skipstjórinn fór, gerði hann grein fyrir því víni, sem ætti að vera um borð í skipinu, taldi það vera 4 kvartel af koníaki, með 120 l hvert, og 6 tunnur af rauðvíni, með 250 l hverja.
Hraun-uppdrattur-139Hjalti Jónsson fór svo með þá frönsku kl. langt gengin í 6 um kvöldið. Þá fór og hreppstjórinn frá Hrauni, en varla var hann kominn heim til sín um kvöldið, út í Staðarhverfi, þegar Gísli á Hrauni var kominn á eftir honum að tilkynna, að togarinn væri alveg horfinn; hefði brotnað í spón í flóðinu, svo að ekkert sæi eftir af honum, en mikið rekald væri að koma upp í fjöruna. Þegar þetta var, var kominn dagur að kvöldi og ekkert hægt að gera við að bjarga. Það hefir löngum verið viðbrugðið þjófnaði á ströndum, eða svo að það þótti slöttungs heiðvirðir menn, þótt sannast hefði á þá þjófnaður á strandi. Þess vegna var talin nauðsun að hafa vörð á þeim ströndum, sem hægt var komast að, til þess að ekki reyndi of mikið á heiðarleika manna. Í þessu tilfelli var Gísli beðinnn um að láta líta eftir strandinu um nóttina.
Morguninn eftir setti hreppstjóri sig símeiðis í samband við Hjalta Jónsson, um hvað ætti að gera við strandið, bjarga undan sjó eða láta það eiga sig. Ekki gat Hjalti svarað á stundinni, taldi sig þurfa einhvern tíma til að taka ákvörðun; aðeins bað hann um að láta líta eftir, að engu yrði stolið eða skemmt af strandgóssinu.
Engin ákvörðun var komin frá Hjalta næsta morgun, þegar Gísli á Hrauni tilkynnti hrepsstjóra, að mikið rekald væri komið upp í fjöruna, þar sem Cap Fagnet strandaði, og að vart hefði orðið við tvær víntunnur, sem ekki hefðu brotnað í lendingu. Annað var koníakskvartel og hafði því strax verið bjargað og sett undir lás. Hitt var rauðvínstunna, en hún hafði farið þannig, að brotinn hafði verið úr henni botninn og mannfjöldi var sestur að henni við drykkju. Nú þótti ekki til setunnar boðið, og fór hreppstjóri með Gísla þegar á strandstaðinn. Þegar þangað kom, gaf á að líta. Tunnunni hafði verið velt hátt upp á kampinn – bjargað undan sjó – og reist þar á annan endann, vegna leka á annarri lögginni. En kampurinn var snarbrattur, þar sem tunnan stóð. Í kringum tunnuna voru svo milli 30-40 menn, allir að gæða sér á rauðvíninu. Enginn hafði gefið sér tíma til að fara frá, til að ná í ílát að drekka úr, heldur notað það, sem tiltækt var þarna í fjörunni. Þeir heppnari höfðu náð í hinar og aðrar dósir eða fundið flöskur til að drekka úr; og þeir sem höfðu fundið ílát, sem dálítið tóku, gátu veitt sér þann munað að leita eftir þægilegum steinum í kampinum til að sitja á og rabba saman meðan á drykkjunni stóð. Aðrir höfðu verið óheppnir með ílátin og ekkert undið nema öður eða kúskeljar eða brotnar kúlur. Þeir gátu vitanlega ekkert farið frá tunnunni, heldur urðu að standa við hana og bera sem örast á, svo eitthvað gengi að taka til sín mjöðinn. Ekki lest hreppstjóra á aðkomuna, óttaðist eftirmál um skemmdir á verðmætum og sérstaklega, að ölæði yrði svo mikið, að róstur hlytust af. Hann rést því inn í hópinn að ofanverðu við tunnuna, sagði í gamansömum tón, að rauðvín hefði hann aldrei bragðað, og spurði viðstadda, hvernig þeim líkaði það. Sjálfsagt þótti að gefa honum pláss til að komast að, svo hann gæti bragðað á miðinum. En þegar hann var kominn að tunnunni, setti hann í hana fótinn, svo hún hraut á hliðina og allt hvolfdist úr henni.
Hraunsfjara-139Það kvað við margraddað org og óp, þegar menn sáu rauðvínið hvolfast niður í kampinn. En að sýndi sog þá, að óþarfi hafði verið að meina þeim að þamba rauðvínið vegna áflogahættu. Aðeins einn réðst á hreppstjórann, er hann hafði velt tunnunni, og bróðir árásarmannsins kom þá og tók hann samstundis. Hitt var svo annað mál, að hreppstjóra, voru sendar margar ómjúkar kveðjur fyrir að gera þetta En hann taldi sig ekki hafa fengið neitt samviskubit af verknaðinum, nema þá helst vegna eins fullorðins manns, sem fór að hágráta yfir því mikla óhappaverki, að skemma svona mikið af rauðvíninu.
Þegar hér var komið sögu, fékk hreppstjóri fréttir af því, hvernig gengið hafði til að ráðist var svona á tunnuna. Hún var sú eina, sem komst heil upp á kampinn, hinar allar brotnuðu, en eitthvað var hún þó löskuð á löggum við annan botninn. Menn höfðu farið að hópast á strandstaðinn, strax eftir að bjart var orðið og flestir stansað hjá tunnunni. Hófust vangaveltur og umtal, að víst læki tunnan og sennilega myndi hún tæmast. Þetta gekk lengi morguns, þar til maður kom í hópinn, sem ekki hafði verið þar áður. Sá stóð þar þegjandi nokkra stund, tók síðan upp stein, sló honum í botninn leka, sem sneri upp, svo hann brotnaði úr, og sagði um leið og hann gekk í burtu; “Jú, vist lekur tunnan”, og lét svo eki sjá sig framar. Hann hefir sennilega hugsað svipað og Egill Skallagrímsson forðum, þegar hann vildi komast til Alþingis með silfurkistur sínar.
Hraunsvík-139Þá er að fara yfir Skarfatangann, en norðan undir honum strandaði hinn 9. maí 1926 kútter Hákon frá Reykjavík, eign Geirs Sigurðssonar. Þennan dag var veðri svo háttað, að það var n.a. rok með snjókomu svo mikilli, að ekki var meira en 100-200 metra kyggni. Frá bænum Hrauni er ca. 400-500 metrar á Sarfatangann og blasir hann við gluggum þar. Hákon hafði strandað þarna fyrir miðjan dag, en engin á Hrauni sá skipið. Það var ekki fyrr en undir kvöld, að Eyjólfur Jónsson bóndi í Buðlungu sá skipið þarna, er hann var á gangi í fjörunni í leit að kindum. Fyrst var farið frá Hrauni að athuga, hvort menn voru um borð, en þar var ekki vart neinnar hreyfingar, og greinilega þótti, að skipsbáturinn væri horfinn. Þá var sent um allt Þórkötlustaðahverfi, að fá menn til að leita á fjörunni, bæði austur og vestur. Var almennt brugðist vel við að fara í leitina, þótt þá væri ekki orðið greitt um ferðalag því þá var kominn klofsnjór, svo ekki var fært um jörðina, nema þá helst eftir fjörunum. leitað var fram á nótt, en án árangurs.
Þá er að segja frá skipshöfninni á kútter Hákoni. Þar sem skipið strandaði í lágum sjó, fór það ekki að öllu leyti inn í landsjóina; var víst utan til í broti þeirra. Eins og áður er getið, var bylurinn svo svartur, að erfitt var að átta sig á umhverfinu. Og þótt talið væri af kunnugum, að áhöfnin hefði getað komist þarna í land vegna brims, má gera ráð fyrir, að brotsjóirnir hafi ekki sýnst árennilegir fyrir innan, þar sem í dimmviðri sýnist allt stærra og fyrirferðameira en að raunverulega er. Skipshöfnin tók líka þann kostinn að fara í björgunarbátinn og út á rúmsjó; en að það skyldi vera hægt á þessum stað, sýndi raunverulega, að mjög lítið brim var, eftir mati okkar Grindvíkinga.
Festarfjall-139Eftir að báturinn var kominn út fyrir botin, hafði hann svo borist undan vindinum, sem stóð þarna meðfram landinu. Landkenningu höfðu þeir svo fljótlega tvívegis, sennilega á Slokunum og svo við Þórkötlustaðanes. En þar sem ekkert var hægt að átta sig á umhverfinu, urðu bátverjar ekki varir við neitt nema brimsjóina á töngunum, svo þeir hefir ekki þótt árennilegt að leita í land. Þennan dag voru lendingar allar taldar færar í Grindavík, en þar sem þær eru allar inni á víkunum hafa þeir ekki getað gert sér grein fyrir því. Næst munu þeir svo hafa orðið varir við land undir Staðarbergi. hvort tveggja var, að þeir urðu varir við sorta af bergveggnum, og hitt, að þar lentu þeir í meiri bulsorta en bæði undan og eftir. Sennilegt, að bylurinn hafi orðið hvað þéttastur í skjólinu, eftir að hafa þyrlast fram af bjargbrúninni. Bátinn hélt áfram að reka, en undir kvöldið bar þá allt í einu að landi. Sjórinn skellti bátnum uppá stórgrýtiskamp og mennirnir komust allir í ad, án meiðsla. Þar sem þeir lentu, reyndist vera Blásíðubás, svo þetta var þriðja skipshöfnin, sem þar hefir bjargast í land. heim að Reykjanesi komust þeir svo um kvöldið.
Hraun-fontur-139Ekki fréttist neitt af skipshöfninni af Hákoni í Grindavík fyrr en morguninn eftir, og fannst öllum þeir úr helju heimtir. Ekki hefi ég fullar heimildir fyrir því, en nokkrar líkur, að skipstjóri sá, sem var með Hákon, er hann strandaði, hafi verið stýrimaður sá á Resolút, er best gekk fram við að bjarga sér og öðrum skipverjum af henni í land, svo sem áður er getið.
Næsta örnefni innan við Skarfatanga er Kobbasker. Munnmæli er, að það hafi komið upp, þegar bænahúsið var lagt niður á Hrauni. Þá hafi og tekið af gömlu Hraunsvör. Þar fryir innan Vatnstangi, atnagarðar, Suðurvör og Norðurvör. Á milli varanna er sker, sem heitir Rolla. Innan við Norðurvörina er sker, sem heitir Baðstofa, þá Bótin, Barnaklettur, Skeljabót og Vonda fjara.
Í Vondufjöru strandaði eftir 1940, snemma í janúar, enskur togari, St. Louis. Veðri var þannig háttað, að s.a. rok var allan daginn með slydduéljum og miklu brimi. tekið var eftir strandinu frá Hrauni, rétt fyrir rökkrið, og björgunarsveit Slysavarnarfélagsins var þegar látin vita. En þegar hún kom á strandstaðinn, var orðið dimmt. Mjög þægilegt var að flytja björgunartækin, því að segjamátti, að bílar kæmust fast að kampinum, þar sem togarinn var niður undan. Þar sem strandið var svo nærri byggð, hópaðist mikið af fólki þangað, bæði konur og karlar, til að horfa á björgunina, en varð mjög til hjálpar, þar sem þetta var með erfiðari björgunum, sem björgunarsveitin hefir framkvæmt, aðallega vegna þess, hversu mikil hreyfing var á skipinu. Þannig hagaði til, að lágsjávað var. Skipið lá alveg þversum á tiltölulega sléttum klöppum fyrir brotsjóum, sem á það gengu. Þegar svo brotin skullu á það að utan, lagðist það alveg flatt en reisti sigá útsogunum, svo að það varð alveg kjölrétt. Það gekk ágætlega að skjóta línunni um borð í skipið og koma dráttartaug um borð. Skipshöfnin festi taugina neðan til í miðjan forvantinn, en þegar átti að fara að strengja dráttartaugina í landi, kom í ljós, að það mátti ekki gera vegna hreyfingarinnar á skipinu, sem áður er lyst. Þá komu i góðar þarfir allir áhorfendurnir, sem safnast höfðu þangað, því með nógum mannafla í taugarendanum var mikið hægt að fylgja hreyfingum skipsins eftir. En þrátt fyrir þetta urðu mennirnir í björgunarstólnum stundum eins og fuglar uppi í loftinu, en köstuðust svo niður í sjóinn aftur, þegar skipið lagðist á hliðina. Til að verja skipsbrotsmennina meiðslum, er þeir skullu niður, þegar nær kom landi, stóðu menn úti í sjónum, svo langt úti sem hakað var, til að taka af þeim fallið.
Isolfsskali-139Þegar björgunarsveitin hafði skipulagt björgunina og hún var kominm af stað, mátti segja að hún gengi vel. Hver maðurinn af öðrum var deginn í land, þar til allir voru komnir nema skipstjórinn, sem venja mun til að fari síðastur af strönduðu skipui. Þegar björgunarstóllinn var að síðustu kominn um borð eftir honum, kom hann ekki út úr brúnni nærri strax. Var búið að bíða með stólinn allt að 10. mín., áður en hann bir tist á brúarvængnum. Hann fetaði sig niður á dekkið og fram að vantinum, síðan uppá vantinn að björgunarstólnum, en er hann var kominn upp undir stólinn féll hann allt í einu aftur fyrir sig og niður í ólgandi brimlöðrið og drukknaði þar. Skipsbrotsmenn voru vitanlega fluttir heim að Hrauni og hresstir þar við, áður en farð var með þá til Reykjavíkur, enda var það ekki talið eftir, frekar en fyrri daginn.
Fyrir innan Vondu fjöru kemur Fremri- og Efri-Hrólfsvík. Í Hrólfsvíkinni hafði fyrir eða um miðja 19. öld rekið mannlaust seglskip (skonnortu). Þetta var í tíð Jóns dannebr.m. Jónssonar, sem var merkisbóndi þar á Hrauni. Skip þetta hafði komið heilt upp í fjöruna og var hlaðið bankabyggi, sem var laust ílestinni. Giskað var á, að áhöfnin hefði yfirgefið skipið vegna leka, en það svo ekki getað sokkið með þennan farm.
Bankabygginu hafði öllu verið bjargað í land, þurrkað á seglum og selt á uppboði. Talið var, að það hefði allt verið notað til manneldis og þótti hið mesta happ. Á þeim tímum voru hlutirnir nýttir og engu hent, sem hægt var a borða.
Innan við Hrólfsvík er Skerjaklettur, Hvalvík, Skarfaklettur og Dunkshellir. Í kringum 1890 fannst þarna rekin á hvolfi frönsk fiskiskúta. Erfitt var að gera sér grein fyrir. hvort áhöfn hefði farist með skipi þessu. En meðþví að engan mann hafði rekið úr því, var rekar hallast að því, að skip þetta hafi verið yfirgefið, en skipshöfninni bjargað af öðru skipi, áður en það rak upp. Í þennan tíma var gert út frá Ísólfsskála. Þeir bræður, Hjálmar og Brandur Guðmundssynir frá Ísólfsskála, voru þar formenn, með sinn bátinn hvor. Dag nokkurn á vertíðinni voru þeir á sjó austur í Hæslvík. Þar var þá mikið af frönskum fiskiskútum. Ein skúta var þar, sem þeir veittu sérstaka athygli, vegna þess hve segl hennar voru mislit, líkast því sem þau væru bætt. Seinni part þessa dags gekk svo í hvassa s.a. átt með slyddubyl. Þeir bræður héldu til lands, þegar veðrið fór að versla.

Isolfsskali-botin-139

Um kvöldið eða nóttina gekk síðan í hvassa s.v. átt. Morgunin eftir, þegar þeir á Ísólfsskála komu niður að sjónum þar, tóku þeir eftir miklu rekaldi þar úti fyrir og eitthvað var í fjörunni. Það var þegar giskað á, að skip hefði strandað vestur á Hraunssandi eða þar í kring og var fljótlega sent af stað að líta eftir þessu. Á leiðinni frá Ísólfsskála og út að Hrauni er mikið að þverhníptum háum klettum meðfram sjónum og sums staðar illt ap sjá greinilega niður í fjöruna, enda komust leitarmenn alla leið út að Hrauni, án þess að finna nokkuð. Frá Hrauni var svo snúið við aftur sömu leið og bættust þaðan menn við í leitina. Þegar upp að Dunkshelli kom, fannst svo þetta strand, sem áður er getið. Og þeir Ísólfsskálamenn töldu sig þekkja þar aftur frönsku skútuna með bættu seglin, sem þeir sáu í Hælsvík deginum áður. Engan hefi ég hitt, sem kann nánar að segja frá strandi þessu, en nú hefir verið gert.
isolfsskali-ornefni-139Fyrir innan Dunkshelli byrjar Hraunssandur og er hann í boga fyrir botni Hraunsvíkurinnar, hátt berg ríst alls staðar upp af Hraunssandi, og aðeins á einums tað er hægt að komast niður á sandinn, þar sem klettarnir eru lægstir. Alveg fyrir botni Hraunsvíkur, þegar ströndin byrjar að beygja út að austanverðu, rís Festarfjall upp af sandinum.
Í Festi eru Vestri-Nípa og Eystri-Nýpa, sem eru mörk milli Hrauns og Ísólfsskála, og frá Estri-Nípu heitir sandurinn Skálasandur. Munnmæli eru um að í skerjum, sem heita Selsker og eru fram undan Eystri-Nýpu, hafi í fyrndinni verið festiboltar fyrir skip og að þarna hafi þá verið skipalega. En miklar breytingar hafa þá orðið á landslagi þarna, hafi það nokkru sinni verið, því yfirleitt á öllum sandinum er sjaldan svo kyrrt, að hægt sé að lenda þar.
Upp úr 1890 hafði frönsk fiskiskúta siglt upp á Hraunssand og orðið þar til. Það var í besta veðri, svo margir bátar úr Þórköt lustaðahverfi voru á sjó. Eftir hádegi kom “fransari” siglandi á þær slóðir, sem bátarnir héldu sig helst á, og virtist vilja hafa tal af þeim, því hann sigldi að hverjum bátnum eftir annan, og þeir héldu að vera skipstjórann sem var með köll og bendingar, en enginn á bátunum skildi, hvað hann vildi. Eftir að hafa siglt þannig á milli bátanna nokkra stund tók hann stefnu beint upp á Hraunssand og ar í strand. Magnús Hafliðason bóndi á Hrauni segist muna það, að faðir sinn, Haflði Magnússon, sem lengi bjó á Hrauni, hafi oft minnst þessa fransa skips eða siglingar þess, þennan dag. Hann hafði verið í landi um daginn, en bátarnir voru svo nærri landi, að fljótlega var tekið eftir því, þegar franska skipið fór að sigla á milli þeirra, hvers af öðrum. Það þótti strax eftirtektarvert, því venja var að þegar “fransari” sigldi að bati, sem oft hafði komið fyrir, þá var erindið að biðja þá fyrir bréf í póst, eða að hafa viðskipti. Sérstaklega höfðu þeir frönsku sóst eftir sjóvettlingum.

Gvendargjogur-139

Allt, sem þeir keyptu, var aðallega borgað í kexi. Einstaka sinnum var gefið í staupinu, svo karlarnir höfðu stundum komið góðglaðir í að, berhentir en með kex, og það þótti alltaf góð hlutarbót. Þeir frönsku þurftu því að jafnaði ekki að sigla milli margra báta til að fá afgreiðslu. Þess vegna var fari að veita siglingunni athygli, þegar svo að skipið tók stefnu til lands. Beið heimafólk á Hrauni þess með eftirvæntingu, hvað skipið ætlaðist fyrir. En þegar svo að siglingin hvarf frir hamranefið, sem lengst skagar fram sunnan við Hraunssand, þar sem Dunkshellir er, var séð hvert stefndi.
Hafliði fékk orð fyrir að vera léttur á sér og fljótur á fæti allt fram á elliár, en það hafi hann sagt, að aldrei mun hann hafa verið fljótari upp á Hraunssand en í þetta skipti. En þótt hann væri fljótur, var skipið strandað og landsjórinn búinn að setja það þversum í fjöruna. Öllu verðmæti hafði  verið bjargað úr skipi þessu og það svo liðast sundur þarna í fjörunni.
Magnús Hafliðason segir og, að Hraunssandur sé oft á mikilli hreyfingu, þannig, að sjórinn hreinsi stundum allan sand af einum staðnum og flyji á annan, svo klappirnar verði berar, þar sem sandurinn hverfur. Í einu slíku umróti segir hann að gríðarstórt akkeri hafi sést í klöppunum, en sandurinn hafi hulið það svo fljótt aftur, að ekki hafi unnist tími til þess að ná því, svo að það týndist aftur. En akkeri þetta telur hann víst að sé af þessu franska skipi.
Dagon-139Austan við Skálasand kemur Lambastapi, þá Bjalli og næst Skálabót; upp af henni er bærinn Ísólfsskáli. Fyrir austan Skálabót er Gvendarvör; það var víst aðallendingin meðan útræði var á Ísólfsskála. Þar fyrir austan Gvendarsker, Trantar, Hattvík, Hattur, Rangagjögur, Skálabás, Veiðibjöllunef, Mölvík, Katlahraun, Nótarhellir, Nótarhóll og Dágon. Þá er komið á Selatanga.
Dágon er hraunstandur uppi í kampinum á Selatöngum, eru í honum landamerki milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Kirkjunar komu víða við með ítök í gamla daga, og þarna fyrir Ísólfsskálalandi, frá Dágon að austan og vestur um Veiðibjöllunefn, átti Kálfatjarnarkirkja allan stórviðarreka, þ.e. ábúandinn mátti sjálfur hirða það sem kallað var morkefli. Ítak þetta var svo keypt af núverandi ábúanda og eiganda Ísolfsskála um 1920, svo það er ekki kirkjueign lengur.
Næst austan við Dágon er Vestri-Hlein, þá Eystri-Hlein. Þarna á Selatöngum var útræði frá Krýsuvík. Sundið hefir verið vestan undir Eystri-Hlein og uppsátrið þar beint upp af. Þar upp með hleininni hafa bátarnir verið settir undan sjó. Verbúðir hafa verið þarna, því 6-7 km vegalengd er frá Krýsuvík á Selatanga og allt að þriðjungi þess vegar apalhraun, svo það hefði verið erfið skipsganga – sem kallað var – að fara kvölds og morgna. Tóftir verbúðanna standa nokkurn veginn uppi ennþá, hafa verið hlaðnar úr vel löguðu hellugrjóti, svo glögga grein er hægt að gera sér grein fyrir því, hvert húsurými og aðbúnaður útróðramanna hefir verið þarna.
selatangar-139Það má gera ráð fyrir, að 12-15 menn hafi verið við hvern bát, eftir því hvað stórir þeir voru, og verbúðin þá verið fyrir alla skipshöfnina. Varla getur það trúlegt talist nú, að fyrir tæpum 100 arum hafi þetta stór hópur manna hafst við í húsnæði, sem ekki var nema 5.5 m á lengd og 2.5 má breidd, en það er stærðin á búðartóftunum þarna.
Ég sé ekki ástæðu til að fara að rekja sögu útræðisins á Selatöngum, þar sem þess er ð nokkru getið bæði í annálum og þjóðsögum. En geta vil ég þess, að Sigurður Jónsson frá Hópi í Grindavík kann brag nokkurn, þar sem allir útróðramenn, sem þá voru á Selatöngum, eru taldir með nafni, og samkvæmt bragnum hafa þeir þá verið yfir 60 talsins.
Fyrir austan Eystri-Hlein koma Vestri-Látur, þá Eystri-Látur, Miðrekar, Selhella, Þjófabásnefn, Þjófabásar og Húshólmi; þar upp undan er talið, að til forna hafi Krýsuvíkurbærinn staðið, en hraunflóð hafi runnið á bæinn, og sjást tóftarbrot á einum stað út úr hárri hraunbrún. Þarna í Húshólma bjargaðist í land áhöfn af skipi, sem sökk þar  rétt fram undan. Skip þetta hét Kópur og var frá Reykjavík, ekki veit ég nákvæmlega, hvenær þetta gerðist, en það var að hausti til, sennilega fryir eða um 1920.
husholmi-139Austan við Húshólmann byrjar svo Krýsuvíkurberg og er það fyrsta örnefnið Bergsendi. Þá koma Mávaflár og Hællinn, af honum dregur Hælsvík nafn; hún er frá Selatöngum og að Fuglasteini. Á Hæslvíkinni er talið vera mjög aflasælt. Fram undan Hælnum er sker eða klettadrangur; hann heitir Þyrsklingasteinn. Þá kemur ækurinn, það er svokallaður Vestri-Lækur, sem rennur skammt fyrir ofan bergbrúnina, og sér þar fyrir túni og tóftum.
Fyrir austan Lækinn er Skriðan, þá Lundapallur og  Ræningjastígur; fram undan honum, nokkuð úti í sjónum, er Fuglasteinn. Þar verpir mikið af sjófugli, þegar vel viðrar á vorin. En þegar a. eða s.a. áhlaup gerirm skolar hátt upp í hann, svo mikið fer af varpinu. Hægt er talið að komast í Fuglastein í aflandsvindi, þegar kyrrt er í sjó, og er þá farið þangað stöku sinnum.
Um Ræningjastíg er sú þjóðsaga, að ræningjarnir hafi komið þar á land í Tyrkjaráninu og farið alla leið heim til Krýsuvíkur. Þetta hafi verið á sunnudegi, þegar presturinn var með allan söfnuðinn í krikju. Eitthvað hafði klerkir vitað um ferðir Tyrkjanna, þótt hann væri að fræða fólkið um eilífa sáluhjálp, því þegar þeir komu heim á Krýsuvíkurtúnið, lét hann þá fara að berjast hvern við annan, þar til allir voru fallnir. Það var dálítið gagn í prestunum í gamla daga og varla yrði slíkum körlum skotaskuld úr því nú á dögum að fylla hjá sér kirkurnar svið og við. Ræningjarnir höfðu verið dysjaðir í túninu, þar sem þeir lágu, en klerkur hafði sagt, að notið hefðu þeir þess að það var sunnudagur, því annars hefði hann látið þá éta hvern annan. Fyrir dysjunum á að hafa sést, allt þar til nýi tíminn reið í garð þar í Krýsuvík og Hafnarfjarðarbúið jafnaði allar misfellur og gerði alla jörð að sléttu túni. 
krysuvikurberg-139Fyrir austan Ræningjastíg kemur Nýipallur og Vondasig. Þá koma örnefni, sem virðast benda til skipta á berginu til nytja, því fyrir austan Vondasig heitir Krýsuvíkurberg, þá Kotaberg, þar rennur eystri Lækur fram af berginu, og næst Strandarberg. Til forna hafði Strandarkirkja átt ítök til eggjatöku og fuglaveiða í Strandarbergi. Undir Krýsuvíkurbergi, sem þarna er sérnafn á berginu, eru sker nokkur, sem upp úr standa á fjörum og hita Selsker, og milli þeirra Selalón.
Á árunum 1900-1907 hafði enskur togari strandað þarna undir berinu. Enginn vissi, hvenær það hefði gerst, því ekki hafi verið gengið á fjörur nema endrum og eins, og var fyrst vart við það þannig, að nokkuð mikið brak fannst í Húshólma og vestur á Selatanga, Nokkru seinna sást svo skipsflakið sjálft ofan af bergbrúninni, þarna í Selalóninu.
Af brakinu var hægt að sjá, hvað skipið hafði heitið og hvaðan það var.

seljabot-139

Ekkert varð vart við áhöfnina; hún vitanlega farist með skipinu. Aðeins eitt lík eða part af líki hafði rekið í Húshólma og það verið jarðað í Krýsuvík.
Árið 1947 eða 48 strandaði og þarna á skernaddi undir Krýsuvíkurbergi vélbáturinn Árni Árnason úr Garðinum. Þetta var seint í apríl eða byrjun maí. Báturinn var í fiskiróðri og, að sagt er, að leggja línuna er það vildi til, en fiskur gengur þarna oft mjög nærri landi, enda aðdýpi víðast hvar. Fleiri bátar voru á þessum slóðum og ekki allir langt frá landi, svo bátshöfninni var fljótlega bjargað, en báturinn brotnaði þarna og hvarf.
Fyrir austan Strandarbergið er Strandarbergs- kriki. Þá er bergið farið að lækka, svo hægt er að komast niður í bás í krikanum. Þá kemur Keflavík; þar eru og básar, sem hægt er að komast niður í.
Þá kemur austasta örnefnið við sjó í Krýsuvíkurlandi. Það heitri Seljabót og eru þar mörk milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, ásamt sýslu– og hreppamörkum.
Þá hefir verið farið með öllum fjörum meðfram Grindavíkurlandi, af Valahnjúkamöl að vestan og í Seljabót að austan.
Ég hefi leitað til margra eldri manna, sem ég vissi að voru fróðir um örnefni og ýmsar sagnir, og eru það aðallega þessir: Gamalíel Jónsson, bóndi, Stað, Jón Gíslason frá Merki, Sæmundur Tómasson frá Járngerarstöðum, Ólafur Árnasonm, Gimli, Guðmundur Beónýsson, Þórkötlustöðum, Magnús Hafliðason, Hrauni, og Guðmundur Guðmundsson, Ísólfsskála.
Það vannst ekki tíma til að leita til fleiri manna eða að fá að öllu staðfest það, sem sagt er frá, svo að lítilsháttar getur borið á milli í smærri atriðum. En í höfuðatriðum tel ég, að sé farið nærri því rétta.”
Sjá framhald.

Heimild:
-Guðsteinn Einarsson: Frá Valahnúk til Seljabótar – Frá Suðurnesjum 1960, bls. 9-52.

Hraun

Dys við Hraun.