Tag Archive for: Reykjanesbær

Njarðvíkursel

Skúli Magnússon hafði eftir síra Pétri Jónssyni að höfðubæir í Njarðvíkum hafi verið tveir; Innri- og Ytri-Njarðvík: “Frá Innri-Njarðvík var selstaða við veginn, er liggur frá Vogum að Grindavík.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Þar er lítið vatn skammt frá, er heitir Seljavatn. Þar í er hólmi með litlu kríu- og andavarpi. Þessi selstaða, sem er í hrauninu upp frá Stapanum, er nú sökum peningsfæðar aflögð”. Þetta var ritað í byrjun 19. aldar. Á gömlu dönsku landakortunum er merkt sel suðaustan við Seltjörn (vestan við Grindavíkurveginn á þeim stað, sem Stapavegurinn liggur nú). Við skoðun á staðnum þurfti ekki að leita lengi til að sjá seltætturnar. Þær kúra undir hraunkantinum, í skjóli fyrir suðaustanáttinni.
Selið lagðist af um 1800, en líklegt er að það hafi verið notað eitthvað eftir það, t.a.m. sem sæluhús, enda við Vogaveginn til Grindavíkur.

Njarðvíkursel

Stekkur við Njarðvíkursel.

Tóftirnar eru sumar enn mjög heillegar. Þær eru ekki fjarri gamla Grindavíkurveginum og er lagður var á árunum 1914-1918. Því er ekki ólíklegt að vegavinnumenn hafi haft einhver not af aðstöðunni þarna, a.m.k. réttinni norðan selsins, ofan við vatnsbakkann. Nefndur hólmi fór í kaf þegar hækkaði í vatninu er afrennsli þess var stíflað með vegastæðinu austan þess. Eini núverandi íbúinn, í einu tóftahorninu, minkur, vildi ekki láta sjá sig að þessu sinni.
Við Knarrarnes var skoðaður letursteinn og sást vel vísan, sem á hann var klappað á 18. öld. Vísunni er lýst í einni bóka Árna Óla. Talið er að hinn sami nafngreini maður (gátan felst í áletruninni) hafi einnig klappað ártalið á skósteininn í hlöðnu brúnni á kirkjugötunni að Kálfatjörn.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Keflavíkurberg

Sturlaugur Björnsson er bæði áhugasamur og margfróður um hinar merkilegstu minjar í núverandi Reykjanesbæ. Hann tók á móti hópnum í Keflavík.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Var þegar haldið að Keflavíkurborg, fjárborg (fjárrétt) norðan bæjarins, skammt ofan við Grófina. Borgin er á klapparhól. Við hana hefur verið settur landmælingastöpull. Austan borgarinnar liggur Stafnesvegur. Sést hann mjög vel þar sem hann liðast áleiðis upp á heiðina.

Keflavík

Brunnur ofan Stekkjarhamars.

Þá var haldið að Helguvík. M.a. var letrið, HPP (Hans P. Petersen), á klettunum vestan víkurinnar barið augum. Sturlaugur lýsti tilurð þess og leiddi hópinn síðan um Keflavíkurbjargið upp frá Grófinni.

Þar var komið við í Stekkjarlág, gömlum samkomustað Keflvíkinga. Í þá daga voru nefnilega til alvöru Keflvíkingar. Við Stekkjarlág benti Sturlaugur á ræðustól gerður af náttúrunnar hendi, sté í hann og hélt stutta tölu um það markverðasta á svæðinu; lýsti m.a. tóft, sem þarna er (væntanlega stekkur) og leiddi hópinn síðan að Drykkjarskálinni, gerði krossmark yfir og bauð fólki að drekka.

Keflavík

Stekkur í Stekkjarlág undir Stekkjarhamri.

Um er að ræða stóran grágrýtisstein með skál ofan í. Í henni var ávallt tilbúið tært vatnið til handa þeim, sem áttu leið um bjargið á leiðinni milli Leiru og Víkur. Neðar er klettanef, mörk Keflavíkurbjargs og Hólmsbergs.

Þá fór Sturlaugur með hópinn að Brunninum, ferköntuðum steinbrunni ofan við bjargið. Sagði hann þá trú hafa verið á brunninum að í honum myndi vatn aldrei þrjóta. Í kringum brunninn eru smátjarnir.

Keflavík

Drykkjarsteinn ofan Keflavíkurbjargs.

Haldið var að Berghólsborg og hún skoðuð. Um er að ræða heillega og stóra borg á Hólmsbergi skammt sunnan Leiru. Sunnan hennar átti að vera rétt, sem enn sér móta fyrir. Gengið var yfir að Bergvötnum (Leirutjörnum) því þar átti að vera sel sunnan við vötnin. Erfitt var að átta sig á hvar það gæti nákvæmlega verið, en þarna eru hleðslur á nokkrum stöðum, sennilega stekkir eða kvíar. Selið sjálft átti að vera á bjarginu neðan við vötnin. Þarna er vel gróið og greinilegt að vötnin og nágrenni hafa verið vinsæl til beitar. Leita þarf betur við þau að þessu seli.
Sturlaugur komst að þessu sinni einungis yfir hluta þess, sem markvert þykir í Reykjanesbæ. Framundan er ferð með honum að Ásarétt á Háaleiti, um Háaleitið og að Nónvörðu.

Sturlaugur Björnsson

Sturlaugur Björnsson.

Njarðvíkursel

Öll kort, sem birt hafa verið, telja Njarðvík vera heiti á vík sem er á milli Klapparnefs fremst á Vatnsnesi (þar sem vitinn er nú) og Hákotstanga.
„Merkin [Njarðvíkur] eru í Innri-Skoru á Stapa, en stapi þessi hét áður fyrr Kvíguvogastapi. Um 1840 segja þeir, að gamalt nafn á Stapanum sé Gullkistan sökum þess hve fiskignægð er þar mikil á færi rétt við. Ytri-Skora heitir önnur skora í stapann rétt vestar. Þar næst undir berginu er Svartiskúti, og þegar stapinn fer að lækka, heitir Sigurðarsteinn. Það er klöpp frammi við sjó, og er hann hæstur fremst. Þar var dreginn fiskur fram af. Upp af þessu og vestur af Svartaskúta eru á brúninni tvær vörður, sem heita Álbrúnarvörður. Draga þær nafn af því, að þær eru mið á fiskislóð þá, sem Álbrún heitir“.
Ofanverðar NjarðvíkurAllar gildandi örnefnalýsingar hefjast svona: „Þegar Stapanum sleppir, kemur lítil vík, sem heitir Kópa. Hún er austur af Stapakoti og er lending þaðan. Vestur af Kópu taka við Hákotstangar. Austur af Stapakoti og vestan Kópu gengur klettur langt fram, sem heitir Grákjafta. Þar næst eru Gálgaklettar, háir klettar eða björg við sjó, milli Stapakots og Njarðvíkna. Vestur af Gálgaklettum er vör, sem heitir Móakotsvör (eða Móakotsklettur?). Þar upp af var kot áður fyrr, sem hét Móakot. Þá er vík norður af kirkjunni, sem nefnd er Kirkjuvík. Þar næst eru svonefndir Hákotstangar, er liggja þar fram í sjóinn. Þar var og vör. Við þessa tanga segir maður svo, að Njarðvík byrji. Vestur af töngunum er Hákotsvör. Þaðan reri Pétur Björnsson í Hákoti. Þá er Hálfdán. Það er mið Súla um kirkjuna, og hitt miðið er Litli-Keilir um Fálkaþúfu á innri enda Stapans. Þar var mjög fiskisælt. Nokkur áratog framar var svo komið á leirbotn, nefnt Klettsmið, sem var milli Súlna um Stapakot.
Innri-Njarðvík

Vestur – suðvestur af Hákoti er stór klöpp, sem kemur ekki upp nema um fjöru, og heitir hún Hundhella. Þar utar eru Njarðvíkurvarir tvær, sem skiptast í Norðurvör og Suðurvör. Vararkjaftarnir eru saman. Næst er vík, sem heitir Tjarnarkotsseyla, og Seylubakki, kampurinn upp af sjávarmáli. Þetta er möl. Tjarnarkot er næst og stendur upp frá þessu á smáhæð. Framhald er malarkambur. Þá er næst Markasteinn, stór klettur, sem kemur upp um fjöru og er merki móti Narfakoti, aðeins til, að þar marka af þangfjöru(?). Narfakotsklettar eru þar við, og þar fram af er stór steinn, nefndur Snasi. Hann fer ekki í kaf, og suður af þessu er svo loks Narfakotsvör. Smátangi er þar næst, sem heitir Harðhaus. Narfakotsvör var þrautalending. Suður af Harðhaus eru Narfakotstangar, og þar næst er smávík, Narfakotsseyla, sem nær lengra inn en Tjarnarkotsseylan. Í Seylunni er Seylusker, og þar í er sandur, sem var maðkasandur. Í Narfakotsseylu var Stekkjarkotsvör. Hún var í svonefndum Seylutanga, sem er næst utan við Seyluna. Upp af Seylunni sunnanverðri er klapparhóll, sem heitir Tjaldhóll. Dregur hann nafn af því, að þar sat tjaldurinn oft. Þá er Stekkjarkotssíki, leysingarvatn. Stekkjarkot var rétt við veginn, en neðan við hann. Þá eru næst Njarðvíkurfitjar, láglendið fyrir botni víkurinnar. Þá er Grandi og Innri-Háibali, sbr. Ytri-Njarðvíkur. Þá er tangi utan við sandinn, sem heitir Háabalatangi. Spöl utan við tangann er lítill steinn á merkjum. Tvö sker eru utarlega á sandinum. Þau heita Stórasker og Móakotssker.

Ytri-NjarðvíkRéttarhús er upp af, milli Gálgakletta og Kirkjuvíkur. Njarðvíkurtjörn er upp af Tjarnarkotsseylu og var slegin lengi fram eftir. Við austurjaðar tjarnarinnar heitir Hólmfastskot og Ólafsvellir, sem eru þar upp frá. Í norðaustur frá Hólmfastskoti var býlið Tröð, og í austur frá því var Móakot, sem Móakotsklöppin er kennd við. Norðan við túngarð Hólmfastskots var blettur lítill niður við tjörn, og hét hann Ullarreitur. Hann er þríhyrndur í lagi, rétt hjá Njarðvíkurbrunni. Þá er Einarsvöllur hjá kirkjunni, og þar austur eftir er svo Kirkjuvíkurvöllur. Ullarreitur heitir þetta, því þar var þurrkuð ull.
Syðst í tjörninni var grjótgarður, sem gengið var eftir og er nefndur Heljarstígur. Hann var þjóðbraut milli bæjanna. Suður af  honum er smáflöt, sem heitir Ólafsvallakrókur. Nú er verið að umturna þessu öllu. Þar suður af var kálgarður, sem hét Illugagarður. Í Tjarnarkotstúni austast var kálgarður, sem nú er orðinn að túni, og hét hann Helgugarður. Suður af Tjarnarkoti er hóll þar upp af til austurs, Holtshóll. Þar er eyðibýlið (tómthús) Holt. Þetta er norður af Dæluhúsinu. Tættur eru þar upp af, upp við veg, sem heita Arnbjörnshús. Lambhús voru milli Akurs og Akurgerðis, sem hétu Lambhús. Í Tjarnarkotslandi austan til, rétt fram af, var býlið Hlíð, og Björnsbær var við bæinn heima.

Tóft Hólmfastskots

Uppi í heiðinni upp af vegi, þegar farið er austanverðu, er þar í lægð gömul selstaða við lítið vatn, sem heitir Seljavatn. Þar í er hólmi með litlu kríu- og andavarpi. Norðanvert við vatnið er svonefndur Háibjalli eða Seltjarnarhjalli. Suður af tjörninni eru tættur, sem heita Sel. Þar suðvestur af eru Hraunslágar. Þær eru við austurenda Rauðamels, en það er melflæmi allmikið hér í hrauninu. Norðvestur af Seljavatni er allstór hóll með vörðu, sem heitir Selhóll. Þá er Stóragjá, sem er framhald af Hrafnagjá og nær alla leið með ýmsum nöfnum fram á Reykjanes. Vestur af Rauðamel er Stapagjá og Vörðugjá, og suður af henni eru Gíslhellislágar, kenndar við Gíslhelli, sem er þar ofan við Rauðamel. Í Stórugjá er stórt berg á köflum.
Beint upp af Njarðvíkum í suðaustur eru Löngubrekkur, og syðst í þeim er Vogshóll, sem er á merkjum, aðeins skorinn frá brekkunum. Innst á Löngubrekkum heitir Löngubrekkuendi. Þar á er stór varða, beint upp af Skjólgarði.
Ártalssteinn í NjarðvíkVestur frá Löngubrekkum niður af Vogshól eru Steindraugsbrekkur. Beint suður frá þeim eru smádældir, sem heita Djúpudalir. Við suðurenda Löngubrekku norður af Vogshól er hár hóll nær Njarðvíkum, sem heitir Sjónarhóll. Suður af honum er klettaklungur, Klofningur, suður af flugvelli. Stóri-Skjólgarður er fyrr nefndur, uppi á hæð, hlaðinn í kross og er norðvestur af Löngubrekkum. Þar í vestur er svo Litli-Skjólhóll skammt ofan við Njarðvíkur. Inn af honum er Leirdalur, land og gras, nú tættur. Innst á Löngubrekkum heitir Löngubrekkuhóll.
Leirflög eru fyrir ofan brekkur. Þar ofar er Litli-Latur og Stóri-Latur, grjótbelti beint upp af Njarðvíkum. Ofan við veginn er smáhæð, sem heitir Narfakotsborg. Þar suður af er smáhóll vestur af Vogshól, og heitir hann Smalaskáli. Gleymzt hefur Arnarklettur, sem er á merkjum. Hann stendur í hvamminum ofan við Vatnsgjár.

Njarðvíkursel

Landamæri Ytri- og Innri-Njarðvíkur eru frá Ytri-Háabala í Grænásvörð á Grænási. Innan við Háabala koma Njarðvíkurfitjar. Malarkambur er fyrir botni víkurinnar (Njarðvíkur), sem heitir Fitjagrandi. Fjöruborð er mikið frá víkurbotninum og er það mest allt dökkur, fínn sandur. Í honum var mikið af sandmaðki, sem notaður var til beitu frá ómunatíð og allt fram til ársins 1940, er atvinnuhættir breyttust, og menn höfðu öðru að sinna og öðru að beita. Framarlega á sandinum, sem kallaður var Stórisandur, eru tvö sker. Annað þeirra er kallað Langasker eða Móakotssker en hitt er kallað Stórasker eða Njarðvíkursker. Voru þessi sker mjög hættuleg flæðisker og urðu fjárbændur oft að vakta þau daga og nætur og oft um miðjar nætur í svartamyrkri og illviðrum að reka féð úr skerjunum og jafnvel að vaða sjóinn á aðfalli upp undir axlir.
Við austurenda Fitjagrandans er frárennsli úr tjörnum, sem eru ofan við grandann og nefnist það Stekkjarkotssíki og ber nafn af bænum Stekkjarkoti, er stóð ca. 1[00]-300 metra ofar og austar, skammt neðan við þjóðveginn. Þar var síðast búið fyrir 34 til 36 árum, og eru þar nú bæjartættur og garðarústir eftir.
Næstsíðustu ábúendur í Stekkjarkoti voru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Magnús Gíslason, en síðast bjuggu þar Bjarni Sveinsson og Björg Einarsdóttir.
Innar með sjónum er tangi, sem kallast Byrgistangi. Á honum norðanverðum er vör, sem heitir Stekkjarkotsvör; þar rétt hjá er rúst af fiskbyrgi Stekkjarkotsbóndans, er hafði þaðan útræði á seinni hluta 19. aldar. Mun bóndi sá hafa heitið Jón, eins og gömul vísa bendir til, en vísan er þannig:

Bragnar halda besta mið
og búast ei við fiskiþroti,
ef Súla ber í salthúsið
signor Jóns í Stekkjarkoti.

Milli Byrgistanga og Seylutanga að norðan er dálítil vík, sem heitir Narfakotsseyla (Seyla). Er þar mest sandur á botni um fjörur og var þar grafinn upp maðkur eins og í Stórasandinum. Innst í botni Seylunnar er hóll, sem kallast Tjaldhóll og lá gamli vegurinn suður með sjó yfir hólinn.
Stóri-Skjólgarður á NjarðvíkurheiðiNæst norðan við Seylutanga kemur Narfakotsvör. Þaðan var töluvert útræði á síðustu öld. Skammt þaðan í suður eru rústir af bæ er hét Harðhaus. Lagðist það býli niður skömmu fyrir aldamót vegna sjávargangs, en bæjartóftir sjást enn í dag. Norður og fram af Narfakotsvör er stór steinn, sem heitir Snasi. Milli Narfakotsvarar og Tjarnarkotsvarar liggur malarkambur. Út í sjónum beint fram af túngarði milli Tjarnarkots- og Narfakotsjarða er stór steinn, sem kallast Marka- eða Merkjasteinn. Tjarnarkotsvör  er við botn Tjarnarkotsseylu, og liggur svonefndur Seylubakki norður að syðri Njarðvíkurvör, en sú vör var niður lögð 1935, er byggð var þar dráttarbraut.
Ofan við Seylubakkann liggur Njarðvíkurtjörn og var hún prýði byggðarlagsins þar til fyrir þremur árum, að grafin var skolpveita gegnum Seylubakkann og gengur nú sjór inn í tjörnina á flóðum í stórstraumum og virkar það á þann veg, að gras og gróður drepst þar. Hefir þetta og annað umrót gjört það að verkum, að nú er hún á leið með að verða moldar- eða forardý og er það mjög illa farið að áliti okkar eldri Njarðvíkinga, er þekktum hana eins og hún var frá náttúrunnar hendi.
GarðbærNjarðvíkurvarir voru tvær, suður- og norðurvör. Frá Tjarnarkotsvör og Njarðvíkurvörum var á 19. öld mikil útgerð áraskipa allt frá tveggja manna förum og upp í áttæringa og hélst alltaf nokkur útgerð frá þessum lendingum á árabátum og opnum vélbátum (trillum) fram til ársins 1942. Fyrstu opnu vélbátarnir voru gerðir út frá þessum lendingum og hér í Innri-Njarðvík veturinn 1928, tvær trillur þá vertíð og hélst trillubátaútgerðin óslitin til ársins 1942, lengst af tveir 4-5 [tonna] bátar frá Tjarnarkotslendingu.
Dekkaður vélbátur kom fyrst í Innri-Njarðvík 1912 og hét hann Njarðvík og var eign heimamanna og áttu þeir hann í 7-8 ár. Á árunum 1925 og allt fram yfir 1940 voru gerðir út mótorbátar frá Innri-N[jarð]v[ík] og höfðu þeir lendingu við bryggju steinsteypta, er byggð var á árunum 1925 til 30. Stærð þessara báta var frá 12-30 tonn og voru þeir frá eftirtöldum stöðum: Vestmannaeyjum, Keflavík, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Hrísey og ef til vill víðar að, og á þessum árum sóttu báteigendur utan af landi eftir að komast með báta sína á vertíð hér við Faxaflóa, jafnvel þó aðstæður væru slæmar miðað við það sem nú er, og urðu menn þá að leggja bátum sínum við legufæri úti á víkinni og oft á lágum sjó og landa fiskinum á opnum smábátum.
StekkjarkotsbrunnurÁ árunum 1925-31 var gerður út átján tonna vélbátur frá Narfakots- og Tjarnarkotslendingum. Í Tjarnarkotslendingu var byggð lítil bryggja, og fiskhús þar upp af á árunum 1927-8, og var þar aðallendingarstaður fyrir trilluútgerðina. Þá útgerð ráku um árabil bræðurnir Finnbogi Guðmundsson, Tjarnarkoti og Sigurgeir Guðmundsson, Akurgerði, er báðir voru formenn, og meðeigandi þeirra var Magnús Pálsson frá Garðbæ.
Skammt norður frá Njarðvíkurvörum er gríðarstór klöpp, sem kölluð er Hundhella. Spölkorn norðaustar er Hákotsvör, var þaðan róið á 19. öld, allt fram yfir 1890. Norður af henni er Hákotstangi og skagar hann lengst í norður hér í Innri-Njarðvíkurbyggð. Suðaustur frá Hákotstöngum er vík, sem heitir Kirkjuvík og ber hún sennilega nafn af kirkjunni, er stendur upp frá víkinni í suðurátt. Austan við Kirkjuvíkina eru háir bakkar.  Er þar mjög stór klöpp, sem kallast Móakotsklöpp, og er aðdýpi mikið við hana. Var oft lent bátum við klöppina til að landa fiski. Var það gert langt fram á 19. öld og er tóft af fiskbyrgi uppi á bakkanum til minja um þá tíma.
Stapinn - sorphaugarFrá þessum stað, austur með sjónum, er klettabelti er nefnist Gálgaklettar. Tilgátur eru um, að þar hafi verið reistir gálgar í fornöld. Þar skammt austar er smáklettanes, fremst á því er stór klettur, sem nefndur er Grákjaftur. Þar fyrir suðaustan er vík, sem heitir Kópa. Við botn hennar að vestanverðu er Stapakotsvör og var stundaður sjór þaðan allt fram til 1930. Fyrir botni Kópu er hár malarkampur allt að Stapaenda, en hann myndar víkina að austanverðu. Þar skammt innar undir Stapanum er mikil klöpp er heitir Sigurðarsteinn. Gömul sögn segir, að maður að nafni Sigurður hafi orðið út undan með skiprúm, en tekið það ráð að renna færi sínu fram af klöppinni og fiskað ekki síður en þeir sem reru.
Dálítið innar með Stapanum er skúti undir bergi, sem kallaður er Svartiskúti. Upp af honum eru tvær vörður, önnur fram undir bergbrún, en hin spölkorn ofar, og heita þær Álbrúnarvörður. Nokkru innar er Ytriskorunef; þar er Stapinn hæstur fram við sjóinn. Þar innar er Ytriskora og var oft áður farið þar niður og náð í kindur er þangað sóttu. Nú síðan í stríðslok eru þar sorphaugar niðri og uppi. Suðurnesjamenn, aðallega Keflvíkingar, hafa keyrt þangað alslags óþverra og fýkur hann í norðanátt langt upp á land og yfir þjóðveginn eins og vegfarendur geta séð, og eru það mikil og skammarleg óþrif.
Í StekkjarkotiNokkru innar er önnur vík, er skerst inn í Stapann, og heitir hún Innriskora og eru þar endamörk Innri-Njarðvíkurlands. Eru landamerki þaðan upp í Arnarklett, sem er spölkorn austur frá Seltjörn.
Svo vil ég segja frá nokkrum fiskimiðum fram af Innri-Njarðvík og undir Stapanum. Fyrst skal nefna Hálfdánarmið. Súla ber (um kirkjuna) … og Litli-Keilir í Fálkaþúfu á innri Stapaendanum. Álbrúnarmið eru að Álbrúnarvörður  fyrrnefndar bera hvor í aðra.
Njarðvíkurbrún kallast þar sem hraunið og leirinn mætast; miðin þar eru: Brúnarhnúkur suðvestur af Keili kemur fram fyrir Grímshólshæð nærri hraunbrún fram úr miðri Njarðvíkinni að vestan og út af Kópu að austan. Klettsmið eða Klettsslóð fram í leirnum var kallað, er Súla bar í Gálgakletta.
Njarðvíkurbrún var kölluð, þegar Súla bar í Njarðvík og Kirkjubrún er Súla bar í kirkjuna; Narfakotsbrún, er Súla bar í Narfakot.
Skoruleir var kallaður undir Stapanum út frá og milli Ytri- og Innriskoru. Voru þessi mið oft mjög fiskisæl, er netafiskur gekk hér á grunnið.
Svo vil ég að lokum segja frá nokkrum býlum í Innri-Njarðvík til viðbótar þeim sem fyrr segir. Fyrst er Lambhús, tómthús utan túngarðs skammt suður frá Narfakoti. Lagðist það býli í eyði skammt eftir síðustu aldamót. Bjuggu þar seinast hjónin Jón og Margrét. Var Margrét systir Sæmundar Jónssonar á Minni-Vatnsleysu. Annað býlið hét Holt og var það í austur frá Lambhúsum og bjuggu þar hjónin Jón Jónsson og Ingigerður Þorsteinsdóttir, er síðar flutti að Akri. Holt lagðist í eyði rétt eftir síðustu aldamót.
Í túnjaðri við túngarðshlið í Tjarnarkoti (var lítið býli er lagðist í eyði upp úr miðri nítjándu öld, var það kallað Hlið. Þar bjuggu síðast, sem vitað er, gömul hjón, Halla og Magnús að nafni.
Ólafsvöllur og Hólmfastskot voru grasbýli byggð í Njarðvíkurtúni skammt hvort frá öðru austan við syðri tjarnarendann og lögðust þau í eyði á síðari hluta fimmta tugs þessarar aldar.
Skammt í austur frá Móum var grasbýli, sem hét Móakot. Bjó þar síðast maður að nafni Guðmundur Bjarnason. Var hann bróðir Péturs, er lengi bjó í Hákoti. Móakot lagðist í eyði um eða fyrir 1890, en jörðin fór í eigu Stapakotsbónda.
Milli Njarðvíkur og Móa var tómthús, sem nefndist Tröð. Bjuggu þar lengi hjón, er hétu Þorgerður og Jósep, en síðast bjuggu þar Sigríður og Sigfús Jónsson. Sigfús var sonur Jóns, er bjó lengi á Vatnsnesi við Keflavík. Lagðist Tröð í eyði skömmu eftir síðustu aldamót.
Er nú þessari frásögn lokið, en ég hef fest hana á blað í samráði við föður minn, Finnboga Guðmundsson, sem er á 76. aldursári og hefur búið í Tjarnarkoti í 51 ár, og var hann á 11. ári, er hann fluttist hér í Innri-Njarðvík. Ég er einnig fæddur og uppalinn hér og hef alltaf átt hér heima, og á uppvaxtarárum mínum var vinnan mest við sjó og á sjó og þurfti í þeim daglegu störfum að vita skil á mörgu, sem nú uppvaxandi kynslóð þarf ekki að vita eða kunna.

Tímarnir breytast og mennirnir með,
margt hefur gengið úr skorðum.
En halda skal í það, er hefir þó skeð
og hugsuðu kynslóðir forðum
.“                                             

Heimild m.a.:
-Kristján Sveinsson – Saga Njarðvíkur, Þjóðsaga 1996.
-Örnefnalýsingar fyrir Innri-Njarðvík – ÖI.

Innri-Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Keflavíkurflugvöllur

Eftirfarandi umfjöllun var um vörðuna Kölku í dálknum „Víkverji skrifar“ í Morgunblaðinu árið 1949. Kalka var fyrrum áberandi kennileiti á Háaleiti, gíg, norðvestan Njarðvíkna.
„Ýms gömul og hálf gleymd örnefni hafa komið í ljós í sambandi við tillögurnar um nafnið á  KalkaKeflavíkurflugvelli og þótt ekki fáist nafn á flugstöðina, þrátt fyrir alla fyrirhöfnina, sem þessar nafnatillögur hafa kostað, þá hefir það þó áunnist, að grafa upp þessi gömlu nöfn.
Góður og gegn Suðurnesjamaður, Magnús Þórarinsson í Nýlendu í Miðneshreppi, segir í brejfi frá vörðu, sem stóð eini sinni þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur og kalka var nefnd. Glöggir menn á íslenskt mál vita ekki af hverju nafn þetta er dregið, en sumir geta sjer til, að það sje komið af kalki og tekur Magnús, að vel geti verið að þarna hafi verið kalkvinnsla til forna, þótt nú sje gleymt.
KeflavíkurflugvöllurBrjef Magnúsar í Nýlendu er á þessa leið: „Kæri Víkverji! Nafnið Keflavíkurflugvöllur er orðin hefð í málinu enda, enda þótt flugvöllurinn sje aðallega á Háaleiti og Mosunum í Miðnesheiði, en teygi anga sína niður fyrir Njarðavíkur-Ása og lítið eitt suður í Hafnaheiði.
Á Háaleiti stóð varða, gild en ekki há, mosavaxin af elli. Hún var nefnd Kalka. Á hverjum einasta fjallskilaseðli sem borinn var bæ frá bæ á Miðnesi frá 1885-1905 (og eflaust fyrir og eftir þann tíma) stóðu þessi orð: „….og mætið allir við Kölku á Háaleiti kl. 9 f.h. og skiftið ykkur eftir því, sem fjallkóngur mælir fyrir“ o.s.frv. Kalka var því merkileg að þessu leyti, og kann að hafa verið það að fleiru leyti þó mjer sje það ekki kunnugt. Nú er Kalka horfin slík er hún var, en upp er risið á Háaleiti nýtt, glæsilegt hótel, sem vantar nafn. Auðvitað heitir hótelið „Kalka“ og ekkert annað. Það er gömul íslenska, stutt og laggóð. – Magnús Þórarinsson.“

Njarðvík

Það má telja víst, að flugstöðin í Keflavík verið kölluð blátt áfram Keflavík, eða Ísland og af þessum tveimur nöfnum er það síðara betra. En þrátt fyrir það verða birt hjer nokkur nöfn, sem stungið hefur verið upp á síðustu dagana: „Gimli“, „Atlantic“, Leiti, Einbúi, Björg, Eldey, Thule, Fálkinn, Fortuna, Eldorado, Gammur, Gandur, Svanasetur, Svanavellir, Alda, Bára, Skýjaborg.

Er þá nóg komið. Á morgun verður flugstöðin vígð.“
Nokkrum dögum síðar birtist eftirfarandi í sama dálki;

 Kalka.

Kalka.

„Nokkrar umræður hafa orðið um vörðuna Kölku á Háaleiti, þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur.
Nú hefir aldraður maður, Eríkur Torfason, bent á skýringu um uppruna nafnsins á vörðunni, sem er mjög sennilegt. Eiríkur hefir það eftir Magnúsi Bergmann, sem bjó í Leiru, greindur maður og skýr, að Kalka sje þannig til kominn, að endur fyrir löngu hafi kaupmenn í Keflavík látið reisa vörðuna og kalkað hana. En vörðuna hafi þeir notað til þess, að gá að ferðum kaupskipa á vorin. Hafi þeir riðið, eða gengið að vörðunni er skipa var von, með sjónauka sína, því þarna sjáist vel út á sjóinn í björtu veðri.
Kemur þessi skýring heim við það, sem Magnús Þórarinsson sagði frá, að hvítt hafi verið við vörðuna, en það stafar af því, að hún hefir á sínum tíma verið kölkuð til þess, að hún sæist betur. Og af því stafi nafnið.“

Heimild:
-Morgunblaðið 8. apríl 1949.
-Morgunblaðið 21. apríl 1949.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugturninn er þar sem Kalka var.

Kotvogur

Eftirfarandi sögu um „Eldhnöttinn“ í Höfnum má lesa í Leiftri árið 1915:
„Saga Árna prests Þórarinssonar á Stóra-Hrauni. En samkvæmt bendingu frá honum var leitað umsagnar Ketils bónda Ketilssonar yngra í Kotvogi, er gaf í sumum atriðum fyllri og nánari frásögn, sem bætt var inn í aðalsögnina.
Hafnir-333Sumarið 1886 kom eg að Kotvogi í Höfnum til Ketils dbrm. Ketilssonar, er þar bjó þá. Bað eg hann að segja mér sögu af eldhnetti þeim, sem eg hafði heyrt sjómenn segja frá að hann og fleiri hefðu séð. Var eg austur í Miðfelli í Hreppum í Árnessýslu, þegar eg heyrði söguna fyrst. Ketill varð við þessum tilmælum mínum. Hóf hann þá sögu sína á þessa leið: Eg stundaði refaveiðar á vetrum. Einu sinni var eg að egna fyrir tóur fyrir ofan Kirkjuvogs-túngarðinn. Þetta var árið 1839. Með mér var Jón Halldórsson frá Kirkjuvogi, er druknaði 1852. Hann var í sömu erindagerðum og eg. Þetta var um dagsetursbil. Tungl var í fyllingu og bjart veður. Sá eg þá hvar kom dökkleit hnoða. Líktist hún mest stórum selshaus og valt áfram eftir veginum í áttina til okkar. Eg áleit að þetta hlyti að vera missýning, og hafði þvi engin orð um hana við förunaut minn. Mér þótti þó einkennilegt að sýnin hvarf ekki, en hnötturinn þaut áfram eftir veginum í áttina til okkar. Eg hélt þó áfram þögninni við förunaut minn, til að ganga úr skugga um, hvort hin sama sýn bæri eigi fyrir hann. Við gengum samhliða og hélt eg óhikað áfram, þótt eg sæi að hnötturinn stefndi beint á mig. Alt í einu kipti Jón mér til sín og sagði nokkuð höstugt:
»Ætlar þú að láta þetta helvíti fara á þig?«
»Eg sá það líka, kunningi, svaraði eg.
Hnötturinn hélt svo áfram með sama hraða eftir hinum svonefndu Flötum, er liggja fyrir ofan Kirkjuvogshverfið, svo lengi að sýn eigi hvarf.
Af samtali okkar varð eg þess þá vís, að Jón hafði séð hnöttinn jafn lengi og eg.
Þetta sama kveld var Guðmundur bóndi í Merkinesi á leið úr Grindavík af sáttafundi. En þá voru Hafnir og Grindavík sama sáttaumdæmi, og voru það fram yfir síðustu aldamót. Þegar Guðmundur kom niður fyrir Hauksvörðugjá, en svo heitir gjá, sem er mitt á milli Húsatófta í Grindavík og Kalmannstjarnar, sá hann á veginum fram undan sér eldglæringar eða eldhnött, er fór í sneiðingum eða sitt á hvað eftir veginum, en aldrei beint áfram. Þegar þetta kom á móts við Guðmund stanzar það. Þá ávarpar Guðmundur það og spyr:
»Hvað ertu, eða hver ertu, eða getur þú talað?«
»Já«.
»Hvaðan kemur þú?«
»Frá Merkinesk.
»Hvert ætlar þú að halda?«
»Austur að Skála undir Eyjafjöllum«.
»Hvert erindi er þangað?«
»Brenna þar bæinn«.
»Áttir þú nokkuð að finna mig?«
»Nei!«
»Far þú þá til helvítis«.
Síðan fór hver sína leið, og hnötturinn þaut áfram veginn með miklum hraða. Um fótaferðatíma næsta morgun er eg vakinn og sagt að Guðmundur á Merkinesi sé kominn og vilji finna mig. Lét eg vísa honum inn til mín. Tók hann sér sæti við rúm mitt, og lauk þar erindum sínum. En eigi taka þau til þessa máls. Eftir stundarþögn, að erindi loknu, mælti Guðmundur: »Það bar undarlega sýn fyrir mig í gærkveldi. Eg sá eldhnött koma veltandi hérna neðan úr Höfnunum«. Svo sagði hann mér frá því, sem þegar er fram tekið. Guðmundur á Merkinesi var einn hinn mesti herðimaður og fullhugi, sem eg hefi þekt. Sagði eg honum þá frá því, hvað fyrir okkur félaga hafði borið skömmu fyrr um kveldið. Þótti okkur það bera einkennilega saman. Saga okkar allra breiddist fljótt út, og biðu menn með óþreyju eftir fréttum að austan. Leið svo nokkur tími, að ekkert fréttist, unz vermenn komu undan Eyjafjöllum. Höfðu þeir þær fréttir að flytja, að í vökulok, hið sama kveld og við sáum sýnina, hefði verið barið högg á bæjarhurðina á Skála undir Eyjafjöllum. Var það með þeim undrakrafti að bæjarhurðin fór mélinu smærra, og brotin þeyltust inn í göng.
Einar hét bóndi á Skála. Hann var mikilmenni og ódeigur. Einar mælti, er höggið reið á: »Þetta mun vilja finna mig«. Klæddist hann skjólt, því að hann var nýháttaður. Gekk hann svo út, en sagði áður til heimamanna: »Þið skuluð sofa og ekkert um mig forvitnast.
Eg mun skila mér aftur«. Var því hlýtt. Eigi er þess getið hve rótt menn sváfu um nóttina, en hins er viðgetið að engir veittu Einari eftirför, eða gerðu sig fróðari um það, hvað hann sýslaði þessa nótt. Litlu fyrir dægramót kom Einar bóndi inn. Háttaði hann þegar og sofnaði skjótt. Þá er nokkuð lýsti af degi, sáu heimamenn, að smiðjan hafði brunnið um nóttina. Fundu þeir til þess enga orsök, því að nokkuð var frá því liðið að eldur hafði verið kveyktur þar. Þegar kona Einars vissi um smiðjubrunann, fór hún inn og vakti bónda sinn og sagði honum tíðindin. »Ekki kalla eg þetta mikil tíðindi«, mælti Einar. »Eg held að meira hafi staðið til, en eg vona að þeir komi ekki að tómum kofum hér«. Sofnaði hann svo væran aftur og svaf vel út.
Þeir, Einar á Skála og Guðni Ólafsson á Merkinesi, feldu hugi til sömu stúlku, Kristínar að nafni. Sagt var að báðir þeir bæðu hennar, en svo fóru leikar, að Guðni varð hlutskarpari, og giftist hann Kristínu. Reiddist Einar þessu mjög og var þá talað að hann hefði í heitingum við Guðna, og sagt að hann myndi hefna sín þó seinna yrði.
Rétt eftir að Guðni giftist, varð hann einhvers ónota var, sem hann skildi þó ekki. En þetta, hvað svo sem það var, hafði þau áhrif á konu hans, að hún brjálaðist. Eftir það lifði hún við fásinnu og eymdarskap. En áður var Kristin talin með efnilegri konum á sinni tíð.
Sú saga gekk að Guðna í Merkinesi hefði verið ráðlagt að íinna Jón stúdent á Bæjarskerjum á Miðnesi. Hann var gáfumaður mikill, en sagt var að forneskja væri í eðli hans og háttum. Hafði hann því orð á sér að vita jafnlangt nefi sínu. Talað var að hann hefði lofað Guðna því, að senda Einari þá sendingu, er kæmi fram hefndum og lækkaði rostann í honum.
Sumarið áður en saga eldhnallarins hefst, var það kunnugt að Guðni reið ósjaldan út að Bæjarskerjum til tals við Jón stúdent. Enginn kunningsskapur var þó áðnr þeirra milli, svo vitað yrði. Var því svo alment trúað að Jón á Bæjarskerjum hafi, eftir beiðni Guðna bónda á Merkinesi, sent til Einars bónda á Skála sendingu til þess að vinna honum tjón, og þá helzt með bæjarbruna.
Guðni Ólafsson var fæddur 19. sept. 1798, en deyði 19. júní 1846.
Svo lýkur sögu Ketils.
Ketill dbrm. í Kotvogi var mikill maður vexli, og hinn vænsti að áliti. Hann var trúmaður mikill, vandaður í öllum báttum og þvi manna merkastur að allra dómi, sem þektu. Sjálfur var hann og nokkuð við söguna riðinn. Nær var hann og kominn frétt um þau Merkineshjón. Vermenn, er fréttirnar báru honum frá Skála, voru og snmir básetar hans.
Þetta alt var þess valdandi, að eg lagði fullan trúnað á frásögn Ketils.“

Heimild:
-Leiftur, 1. árg. 1915, 1. tbl. bls. 19-22.

Möngusel

Ofan við Mönguselsgjá er Merkinessel. Þetta eru 4 sérstæðar kofarústir og eru hlaðnar undir gjárbarmi. Þetta er í landi Merkiness og er talið, að haft hafi verið í seli þar fram á 19. öld. Norðan í hæð er kvos, grasi gróin og ofurlitar kofarústir í botni hennar. Þetta er Möngusel.

Möngusel

Möngusel.

Við skoðun á seljunum sumarið 2002 kom í ljós, eftir langan gang, að Möngusel er í bakka gróinar hraunkvosar og virðist vera allgamalt. Merkinessel hið nýrra er suðv við kvosina, undir misgengisvegg. Tóftirnar eru nokkuð heillegar. M.a má sjá glugga á einum vegg einnar húshleðslunnar. Þar er og hlaðinn stekkur og grafið vatnsból. Það var þurrt þegar komið var í selið. Allnokkru norðvestnorður af selinu fannst Merkinesselið eldra. Það var norðaustan undir grónum hól í annars eyðilegu umhverfi. Tóftirnar virtust vera allgamlar. Ekki er auðvelt að finna og staðsetja þetta sel því heiðin þarna er hvert öðru líkt. Gamla-Merkinessel (Miðsel) er í vestur frá Norður-Nauthólum. Augljóst er að landkostir hafa daprast og selið verið fært í Mönguselsgjá.

Kirkjuvogssel

Kirkjuvogssel – uppdráttur ÓSÁ.

Ofan Hafnavegar er Kirkjuvogssel. Ofan þess er gróin hæðarbunga. Undir henni norðanverðri eru tóftir og kví eða stekkur skammt vestar. Kirkjuvogssel hefur verið allveglegt sel á sínum tíma.

Merkinessel

Merkinessel.

Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir er getið um sel tilheyrandi bæjum þar: „Nú bregðum við okkur þangað, svo sem hálftímagang, og förum upp á miðhólinn og litumst þaðan um. Rétt norðar en við st er býkúpumyndaður hóll. Í honum, með munna mót norðri, er hellisrifa, sperrulöguð. Þetta er refagren og nefnist Suður-Nauthólagren. Norðan við okkur liggur geysilangt og ca. þriggja til fjegra kílómetra landsig, eða neðan frá Stóru-Sandvík norðaustur í heiði. Gjáin er nefnd Mönguselsgjá. Ofan við miðju gjáarinnar má sjá nokkuð stæðilegar kofarústir. Þetta heitir Merkinessel. Þetta eru 4 rústir og eru hlaðnar að suðurbergveggnum. Þetta er í landi Merkiness og er talið, að haft hafi verið í seli þar fram á 19. öld.

Merkinessel

Gamla Merkinessel.

Upp af Lágunum við dálítið skarð í hæðarkinninni í vestur frá Norður-Nauthólum eru mjög gamlar rústir. Það heitir Gamla-Merkinessel. Augljóst er, að landkostir hafa daprazt og selið fært upp í Mönguselsgjána.

Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga með klappahólum. Norðvestan í hæð þessari eru rústir gamlar og heitir það Kirkjuvogssel.“

Merkinessel

Merkinessel – uppdráttur ÓSÁ.

Reykjanesviti

Eftirfarandi um Reykjanesvita – „Fyrsta vita á Íslandi „- er eftir Skúla Magnússon og birtist í Sjámannablaðinu Víkingi árið 1973:
Reykjanesviti - fyrsti
Á þessu ári eru liðin 95 ár síðan kveikt var á fyrsta vita landsins, Reykjanesvitanum gamla, nánar tiltekið 1. desember 1878. Mun ég hér á eftir skýra nokkuð frá vitabyggingunni og starfrækslu þess fyrsta vita. Einnig verður greint frá fyrsta vitaverði á Reykjanesi, sem jafnframt varð upphafsmaður að þessari mjög svo þörfu stétt manna. Heimilda um þessi efni er að leita í eftirfarandi ritum: Um  vitavörðinn, febrúarblað Faxa 1963 (útg. í Keflavík), grein eftir Mörtu V. Jónsdótur ættfræðing. Um vitann og byggingu hans: Saga Íslendinga IX., 1. bindi bls. 218—219, Ísafold 26. okt. 1878 og 14. sept. 1895. (Um vitavörðinn sjá jafnframt í „Ægir“ sept. blaði 1914).
Fyrsti vitavörður þessa lands var Arnbjörn Ólafsson, síðar kaup- og útgerðarmaður í Keflavík. Hann fæddist að Árgilsstöðum í Hvolhreppi 24. maí árið 1849, en ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Arnbirni og Guðríði. Á yngri árum sínum flutti hann til Reykjavíkur og lærði þar trésmíði. Stundaði hann þá iðn, ásamt mörgu fleiru um margra ára skeið. Sama ár og vitinn var tekinn í notkun, 1878, flutti Arnbjörn sig suður á Reykjanes og varð umsjónarmaður með vitaljósinu. Hélt hann þeim starfa til ársins 1884, er hann flutti til Reykjavíkur, og stundaði þar verzlun um nokkur ár. Árið 1891 settist svo Arnbjörn að í Keflavík og dvaldist þar til dauðadags. Þar setti hann upp brauðgerðarhús, hið fyrsta á Suðurnesjum. Marta getur þess að hann hafi sjálfur verið bakari en stundað þá iðn mjög lítið. Hingað til Keflavíkur hafði hann með sér tvo menn, sem munu hafa unnið í bakaríinu, þá Magnús Erlendsson bakarameistara, og Eyjólf Teitsson, er var nemi.
ArnbjornArnbjörn byggði sér hús sunnarlega í Keflavík, sem þá var lítið þorp með innan við 300 íbúa. Var húsið fljótlega nefnt „Bakaríið“ og er svo kallað enn í dag af gömlum Keflvíkingum. Það stendur við Hafnargötuna, skammt frá hinum gömlu mörkum Keflavíkurjarðarinnar og Njarðvíkurlands, þó innan lands Njarðvíkinga. Bökunarofnar voru í kjallaranum, þá hlóð Símon Eiríksson, steinsmiður, sem kom mjög við sögu í Keflavík um og eftir aldamótin 1900, var hann hinn mesti völundur í hleðslu, eins og handverk hans sem enn sjást, bera vott um. Útgerð hafði Arnbjörn alltaf, hann gerði út áraskip, vélbáta (meðal stofnenda hlutafélagsins „Vísi“, sem gerði út vélbátinn „Júlíus“, hinn fyrsta sinnar tegundar er til Keflavíkur kom. Það var 1908) og togarann Coot sem hann var einn af eigendum að (1904). Lengi vel var Arnbjörn formaður fyrir skipi sínu, en síðar var það Guðmundur á Hæðarenda í Keflavík, sem eldri Keflvíkingar kannast við. Jafnframt þessu hafði Arnbjörn verzlun og átti pakkhús niður við sjóinn í suðvestur krika Keflavíkur, var það ætíð kallað  „Arnbjarnarpakkhús“. Ennfremur fylgdi húsunum allstórt tún, sem kennt var við eiganda sinn, það er nú fyrir löngu komið undir götur og hús. Þar var Hafnargatan, sem nú er aðalgata umiferðar og verzlunar í Keflavík, lögð yfir árið 1912. Þann 5. júlí 1879 kvæntist Arnbjörn ungfrú Þórunni Bjarnadóttur, systur síra Þorkels á Reynivöllum í Kjós. Þau eignuðust tvö börn, annað misstu þau, en hitt komst upp, það er Ólafur Jón, sem varð kaupmaður í Keflavík eftir föður sinn (f. í R.vík 1885, d. í K.vík 1941). Hans kona var Guðrún Einarsdóttir útvegsbónda í Sandgerði, Sveinbjarnarsonar. Hún lézt fyrir fáum árum og hafði þá ásamt börnum sínum rekið skóverzlun í Bakaríinu. Auk þess ólu þau Arnbjörn og Þórunn upp stúlku, Jónínu Guðlaugu Sigurjónsdóttur, ættaða af Vatnsleysuströnd. Hún fluttist til Khafnar og bar þar beinin 1935.
Arnbjörn Ólafsson tók mikinn þátt í menningar- og framfaramálum í Keflavík, sat m.a.í skólanefnd og hreppsnefnd (þá er átt við hreppsn. Njarðvíkurhrepps gamla, sem 1908 var sameinaður Keflavíkurkauptúni). Hann lézt í Kaupmannahöfn á ferð heim frá fiskiráðstefnu í Bergen 30. júlí 1914, en þangað fór hann fyrir Fiskifélagið, sem þá var nýlega stofnað.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn.

Eftirfarandi segir um Arnbjörn í Ægi 1914 (minningargrein): „Hann var hár maður vexti og vel limaður, gæfulegur og góðmannlegur á svip með greindarlegt yfirbragð, enda var hann maður vel greindur og vel að sér í ýmsum fræðum og tók allmikinn þátt í almennum málum. Hann var einkar dagfarsprúður, vinfastur, ráðhollur og hjálpsamur öllum þeim, sem leituðu til hans, gestrisinn og mjög skemmtilegur í viðræðum. Hann ávann sér því bæði vináttu og virðingu hinna mörgu bæði innlendra og útlendra, sem kynntust honum. Hann var búsýslumaður mikill, einkum í öllu er að fiskveiðum lýtur, og í hinum margbreyttu störfum, sem hann hafði með höndum til sjós og lands, sýndi hann bæði kapp, ráðkænsku og dugnað og framúrskarandi rósemi og úrræði. Kom það m.a. í ljós, þegar hann fyrir allmörgum árum síðan bjargaði heilli skipshöfn af enskum botnvörpungi frá drukknun „fyrir Söndunum“. Sæmdi útgerðarfélag botnvörpungsins hann með skrautrituðu þakkarávarpi og mjög vönduðu gullúri fyrir hans bjargráð, enda hafði skipstjórinn talið víst, að öll skipshöfnin hefði farist, ef Arnbjörn hefði ekki verið þar innanborðs, og lagt á ráðin, hvernig öllu skyldi haga, er skipið var strandað. Hann var jafnrólegur þó hann horfði í augun á dauðanum, og kjarkurinn óbilandi. Hann var gæfumaður og heppnaðist allt sem hann tók sér fyrir hendur, hann virtist jafnvígur á allt. En ég hygg að hann hafi lagt mestan hug á fiskveiðar og vildi afla sér sem mestrar þekkingar á öllu því, er laut að þeirri grein.

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Arnbjörn var frjálslyndur í skoðunum sínum og ættjarðarvinur mikill, fylgdi hann jafnan þeim flokki stjórnmálamanna, sem djarflegast börðust fyrir frelsi og sjálfstæði lands vors, og var góður og einbeittur liðsmaður í þeim hóp. Hann hataði kúgun, áþján og öll óeðlileg bönd hverju nafni sem nefnast, og sömuleiðis óhreinlyndi og ódrengskap, enda var hann sjálfur hreinskilinn, og jafnframt því gætinn í orðum og drengur góður“ Meðan hann var vitavörður átti hann sæti í Hreppsnefnd Hafnahrepps, og var jafnframt hreppsstjóri. Eiginkona Arnbjörns lézt að heimili þeirra í júlí árið 1912.
Byrjað á vitabyggingunni Sumarið 1878 var byrjað á byggingu vitans á Reykjanesi. Borgaði ríkissjóður Dana ljóskerið, kr. 12.000,00, en landssjóður Íslands allt annað. Árið 1875 hafði alþingi ritað konungi „allraþegnsamlegast ávarp um að hans hátign allramildilegast vildi sjá svo fyrir, að fé yrði veitt úr ríkissjóði til vitagjörðar á Reykjanesi m.m.“, þar sem vitagerðir heyrðu undir flotamálaráðuneyti Dana og þar með til sameiginlegra mála ríkisins, en ekki hinna sérstöku mála Íslands eftir „stöðulögunum“. Ekki gat þó stjórnin aðhyllzt þá skoðun, en veitti fé til kaupa á sjálfu ljóskerinu með speglum og fleira, sem tilheyrir.

Reykjanesviti

Upplýsingaskilti við Valahnúk.

Aftur var vitamálið tekið fyrir á næsta alþingi, 1877, en þá voru þing haldin annað hvert ár. Veitti alþingi þá til vitagerðarinnar kr. 14.000, samkvæmt áætlun frá þar til kjörnum verkfræðingi, A. Rothe, er hingað hafði verið sendur þá um vorið til að rannsaka vitastæðið, gera kostnaðaráætlun o.fl. vitanum aðlútandi, Rothe stóð síðan fyrir byggingunni, en ekki kom áætlun hans betur heim en svo, að kostnaðurinn varð kr. 22.000,00 og fór þannig langt fram úr áætlun. Ísafold segir svo: „Verkstjóri við vitahleðsluna var Luders, múrarameistari, sem hér dvaldi síðan mörg ár á eftir. Hann fékk góðan orðstír almennings, en Rothe miður. Sagði Luders svo, að sú sérvizkufirra hins, að hafa turninn hlaðinn í átthyrning, hefði hleypt kostnaðinum fram um helming. Sívala turna eða ferhyrnda hefði mátt hlaða tvo fyrir sama verð“.
Miklir erfiðleikar fylgdu byggingu vitans, eins og eðlilegt var, voru erfiðleikar margir og miklir við bygginguna. Rothe ætlaðist fyrst til að haft yrði hraungrýti í hleðsluna, sem nóg var af, en það var óvinnandi. Luders var svo heppinn að finna mikið af grásteini niður við fjöruborð undir hraunsnös, á að gizka 1-200 faðma fyrir norðan Valahnjúk (þar sem vitinn var reistur). Það grjót mátti kljúfa og höggva að vild. En síðan varð að bera það allt á handbörum að rótum hnjúksins og síðan upp á hann. Var það eins og nærri má geta bæði erfitt verk og seinlegt.
Ísafold gerir lítið úr Rothe verkfræðingi, og segir að almenningi hafi mjög lítið þótt til hans koma. Er eftirfarandi saga sögð því til sönnunar: „Til merkis um, hvað almenningi þótti lítið til „mannvirkjafræðingsins“ koma, er þar í frásögur fært, að þegar að því kom að á vatni þurfi að halda í kalkið og sementið, til turnhleðslunnar, vantaði fötur til að bera það í upp á hnjúkinn frá vatnsbóli því, er loks hafði fundist góðan spöl fyrir neðan hann, eftir mikla leit og margar árangurslausar tilraunir til brunngraftar, sumar næsta fákænlegar, að sumum þótti.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk.

Brá þá mannvirkjafræðingurinn sjálfur við, og lagði af stað inn til Reykjavíkur að útvega föturnar. Segir ekki af þeirri ferð fyrr en hann á heimleiðinni aftur, er kominn suður undir Bæjarfell, fyrir ofan bæ vitavarðar. Þá minntist hann þess, að hann hefir steingleymt erindinu, hann hafði skemmt sér svo vel í Reykjavík, að þar komst engin vatnsfötuhugsun að. Eftir hæfilega hvíld leggur hann síðan af stað aðra ferð til höfuðstaðarinss. Þá er þess getið að hann hittist einhvern dag í fögru veðri í barnaleik suður á melum með sonum landshöfðingja (H. Einssen). Það var Grímur Thomsen, sem rak sig þar á hann og hjalaði við hann lítilsháttar, fann síðan landshöfðingja að máli og hafði orð á því, að betur mundi fara á, að mannvirkjafræðingurinn“ væri við starf sitt suður á Reykjanesi úr því að Landssjóður gyldi honum afarhátt kaup daglega. Verður niðurstaðan sú, að Rothe sást vonbráðar aftur syðra, í mjög slæmu skapi og hábölvandi Grími þeim, en — fötulaus. En í þriðju ferðinni höfðust svo föturnar. Varð þá turnhleðslan að bíða á meðan, í margar vikur? Nei, menn björguðust við naglakassa, kíttuðu þá og þéttu og báru vatnið í þeim“. Í sjálfum byggingarkostnaðinum var innifalið verð á íveruhúsi handa vitaverði og fjölskyldu hans. Því var spáð í Ísafold árið 1870, að þetta hús, sem var torfbær, myndi ekki standa í 10 ár, sakir þess hve óvandað það var og illa frá því gengið. Þetta rættist.
Þegar Ísafoldar-Björn skrifaði um Reykjanesvitann 1895, er búið að byggja þar timburhús, og þó tvö heldur en eitt, járnvarin, góð híbýli og myndarleg nú orðin, enda hefur talsverðu verið kostað til þeirra síðan. Íbúðarhúsin stóðu þá eins og nú, sunnan undir Bæjarfelli, sem núverandi viti stendur á.

Vitagjaldið

Reykjanesviti

Vagnvegur að Reykjanesvita frá Grindavík.

Landssjóður Íslands átti að sjá um reksturinn á vitanum, og var með lögum 1879 lagt vitagjald á skip þau, sem fóru framhjá Reykjanesi, 20 aurar á smálest, ef skip leitaði hafnar við Faxaflóa, en annars 15 aurar. Herskip og skemmtiskútur voru undanþegin gjaldi. Þá er komið að lýsingu á sjálfu vitahúsinu og því sem það hafði að geyma. Er hún tekin hér orðrétt úr Ísafold frá 1895: „Reykjanesvitinn stendur yzt á suðurtá Reykjanesskaga, á dálitlum hnjúk rétt við sjóinn, er nefnist Valahnjúkur, og er beint undan landi. Framan í hnjúknum er þverhnípt berg í sjó niður og hallar töluvert upp frá brúninni. Nokkra faðma frá henni stendur vitinn, þar í hallanum. Það er turn, hlaðinn í átthyrning, úr íslenzkum grásteini, höggnum og steinlími, rúml. 22 feta hár, og 6—7 fet á vídd (að þvermáli) að innan, veggimir rúm 4 fet á þykkt nema helmingi þynnri ofan til, þar sem ljóskerið stendur, enda víddin þar meiri. Ljóskerið er áttstrent, eins og turninn, rúm 8 fet á vídd, og 9—10 á hæð upp í koparhvelfinguna yfir því. Það er ekki annað en járngrind, húsgrind, með stórum tvöf öldum glerrúðum í, sem eru nálægt alin í ferhyrning, afarsterkum og þykkum, 6 á hverri af 7 hliðum átthyrningsins — eins og 6 rúðugluggar — en engri á hinni áttundu, þeirri er uppá land veit. Þar utanyfir er svo riðið net af málmþræði, til varnar gegn fuglum, og er manngengt á milli þess og ljósskersins. En innan í holspeglum (sporbaugaspeglum) úr látúni, fagurskyggðum, 21 þuml. að þvermáli, er þeim raðað 2 og 3 hverjum upp af öðrum á járnsúlnagrind hringinn í kring, nema á sjöttung umferðarinnar, þann er upp að landi veit. Verður svo mikið ljósmagn af þessum útbúnaði, að sér nærri 5 vikur sjávar undan landi, enda ber 175 yfir sjávarmáli.

Tvíloftaður turn

Reykjanesviti

Brunnur við Reykjanesvita.

Turninn er tvíloftaður fyrir neðan ljóskerið, og eru þar vistarverur fyrir vitagæzlumennina, með ofni, rúmi, sem neglt er neðan í loftið m. m. Tvöfaldir gluggar litlir eru á þeim herbergjum, 2 á hvoru. Allt er mjög rammgert, hurðir og gluggaumbúnaður o.fl., og veitir ekki af, því fast knýr Kári þar á dyr stundum, t.d. í veðrinu mikla milli jóla og lýárs í vetur sem leið, þeytti þá ekki einungis sandi úr fellinu, heldur allstórum steinum upp um vitann og bæði inn um turngluggana tvöfalda og eins í ljóskersrúðurnar í gegnum málmþráðarnetið og mölvaði þær, þótt sterkar væru.
Tveir menn eru í vitanum á hverri nóttu allan þann tíma árs, er á honum logar, sem er frá 1. ágúst til 15. maí. Bústaður vitavarðar er sem sé dálitla bæjarleið frá vitanum, fulla 60 faðma. Gæzlumenn slökkva á vitanum hálfri stundu fyrir sólaruppkomu. Tveim stundum þar á eftir skal byrjað á dagvinnunni, en hún er í því fólgin að hreinsa og fægja vandlega lampana og speglana, láta á þá olíu, taka skar af kveikjunum og yfirhöfuð undirbúa allt sem bezt undir kveikinguna að kvöldinu. Sömuleiðis að fægja ljóskersrúðurnar og önnur áhöld sem brúkuð eru. Með því að allbratt er uppgöngu að vitanum og veðrasamt mjög þar, hefur verið lagður öflugur strengur úr margþættum málmþræði meðfram veginum til að halda sér í, og hafðar járnstoðir undir. Upp þann stíg er og borin steinolía og annað, sem til vitans þarf, úr geymsluklefa fyrir neðan hnjúkinn“.
Þegar þetta er ritað, 1895, var vitavörður á Reykjanesi Jón Gunnlaugsson. Hefði hann og Arnbjörn Ólafsson lagt mikið í túnrækt heima við  vitavarðarbústaðinn, en samt gat bústofn vart kallast mikill: 1 kýr og 2—3 hestar, sem varð að fá hey fyrir annars staðar. Slægjur voru engar. Eftirfarandi menn hafa verið vitaverðir á Reykjanesi síðan: Jón Gunnlaugsson sem lézt þar 23. okt. 1902, en þá sat ekkja hans þar eitt ár unz hún flutti til Reykjavíkur. Hún hét Sigurveig Jóhannsdóttir.

Vitaverðir á Reykjanesi

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk.

3. Þórður Þórðarson 1902—1903.
4. Jón Helgason, áður vitavörður á Garðskaga, 1903—1915, síðar bóndi á Stað í Grindavík. Kona hans: Agnes Gamalíelsdóttir.
5. Vigfús Sigurðsson (Grænlandsfari í leiðangri dr. Wegeners) 1915—1925. Kona hans: Guðbjörg Árnadóttir.
6. ólafur Pétur Sveinsson, 1925—1930.
7. Jón Ágúst Guðmundsson, 1930 til dauðadags, 11. ágúst 1938.
8. Kristín Guðmundsdóttir, ekkja Jóns Ágústs, 1938—1943.
9. Einar Jónsson, sonur Jóns og Kristínar 1943—1947. Hafði gengt vitavarðarstarfinu frá andláti föður síns, en á ábyrgð móður sinnar til 1943.
10. Sigurjón Ólafsson frá 1947 og síðan.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Auðvitað höfðu allir vitaverðir vinnumenn eða aðstoðarmenn, sem voru þeirra önnur hönd við vitavarðarstarfið því oft hefur þurft að hafa sig allan við er napur vindur næddi og ýlfraði um vitann. (Ofangreind upptalning er úr apríl-blaði Faxa 1962 frá Mörtu V. Jónsdóttur).
Reykjanesvitinn sýndi það glögglega, hve mikils virði var að hafa Ijós fyrir sjófarendur á yztu nesjum, en reynslan um viðhald og kostnað hefur sennilega dregið allan framkvæmdahug úr mönnum, svo nokkur tími leið þar til næst var komið upp ljósi fyrir sæfarendur. Var rekstri vitans á Reykjanesi í mörgu ábótavant og fór í ólestur. „Var og lítil þekking á því hvernig hreinsa skyldi hin margbrotnu gler og annað“, segir í Sögu Íslands. Árið 1887 eyðilagðist ljósabúnaður vitans í miklum jarðskjálfta er þá gekk yfir. Og 1896 var vitinn farinn að lýsa mjög illa, og var hingað til þess að athuga hvað gera skyldi. „Þótti honum sem lítið gagn væri í að setja upp góða og dýra vita ef ekki væri séð um að hafa kunnáttumenn við reksturinn. Gegn loforði um, að séð skyldi fyrir því, var hafizt handa um að setja ný ljós í Reykjanesvitann, rannsaka hvar á landinu væri mest þörf á vitum og loks að reisa fyrstu vitana. Voru settir vitar á Garðskaga (1884 hafði verið sett þar upp ljósmerki) og Gróttu, en lengra komust þau mál ekki fyrr en gerð var áætlun, 1905, um 7 nýja vita“. Má hér glöggt greina þann fjörkipp er vitabyggingar taka við komu heimastjórnarinnar 1904.“ – Keflavík, 11. nóv. 1973. Skúli Magnússon.

Heimild:
-Sjómannablaðið Víkingur, 35. árg. 1973, 11.-12. tbl., bls. 359-361 og 384-385.

Reykjanes

Við Reykjanesvita – uppdráttur ÓSÁ.

Hunangshella
Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.

Hunangshella

Varða á Hunangshellu.

Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni.
Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta. Hellan er síðan kölluð Hunangshella og er hún við landsuður-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna.

-Jón Árnason I 611

Hunangshella.

Hunangshella.

Eldey

Hér á eftir ferð „Lýsing á Höfnum“ eptir Brand hreppstjóra Guðmundsson í Kirkjuvogi og birtist í Blöndu 1923 – prentað eptir eigin handarriti hans, úr safni, Bókmentafélagsins 72 fol. í Lbs. Hefur hann sent skýrslu þessa sóknarpresti sínum §íra Sigurði B. Siverfsen a Útskálum og samið hana eptir beiðni hans, sem sóknarlýsingu Kirkjuvogssóknar um 1840. En skýrslu þessa mun svo síra Sigurður hafa gefið Magnúsi stúdent Grímssyni, þá er hann ferðaðist um Reykjanesskaga 1847, og reit lýsingu af honum, því að handrit þetta er nú meðal plagga Magnúsar í Bókmentafélagssafninu.
Hafnir-41Brandur var fæddur á Brekkum á Rangarvöllum í september 1771, og var faðir hans Guðmundur Brandsson, sonarson Bjarna Halldórssonar á Víkingslsæk, er hin fjölmenna Víkingslækjarætt er frá komin. Hann flutti síðan suður að Kirkjuvogi og drukknaði þar á góuþrælinn 1801, en Brandur sonur hans andaðist í Kirkjuvogi 16. júní 1845, nálega 74 ára gamall. Synir hans voru Vilhjálmur, Hafliði, Guðmundur alþingismaður, er drukknaði 1861, Einar og Björn í Kirkjuvogi faðir Þórðar, er þar bjó síðar, föður Björns verzlunarmanns og Einars kennara í Reykjavík. Síra Sigurður B. Sivertsen lýsir svo Brandi Guðmundssyni í Kirkjuvogi i Suðurnesjaannál sínum (í minni eigu):
Hafnir-42„Hann var merkasti maður í mörgum greinum, mikill gáfumaður, mjög vel greindur og vel að sér, en nokkuð sérlundaður, alvörugefinn og siðavandur, þurr ákomu, en skemmtinn og ræðinn, þegar hann var tekinn tali, mesti hófs- og reglumaður, skrifaði atkvæðavel alla hönd, einhver bezti skipasmiður í sína tíð og fljótur, einkum smíðaði hann stórskip, — alls 40, og 100 smærri á 40 árum — hraustmenni mesta, kappsamur og atorkusamur, vildi ekki hlut sinn láta við hvern sem átti, þegar þóttist á réttu standa; var lengi hreppstjóri í Hafnahreppi og í miklu afhaldi“.
(H. Þ.)

Hafnir-43

„Kirkjan i Höfnum er aunexía frá Útskálum nú, áður lá hún til Hvalsness-prestakalls; hún er í Kirkjuvogi, er timburhús, sem tilheyra 6 málnytukúgildi, gelzt eptir þau hálf leiga, en hálf fellur niður fyrir ábyrgð og viðhald; hún á 1/3 part í heimalandi, reka frá Ósum til Klaufar 5 álna tré og þaðan af stærri annaðhvert ár, samt hálft Geirfuglasker; er byggð fyrir fáum áruin. Jörðin Kirkjuvogur er metin að dýrleika 72 hndr., auk Merkiness, sem er talin 20 hndr., kölluð kirkjujörð, tíundast því ekki, en gelzt landskuld af til Kirkjuvogs ábúenda; það er stór bær, sæmilega húsaður að nokkru leyti; 3 eru ábúendur heima á jörðinni, kallast Austur- Mið- og Vesturbær; sá austasti, sem lengi hefir verið ábúenda eign er bezt húsaður; hinn næstnefndi, sem er Thorkelii barnaskóla stiptunar eign er miklu miður, en sá vestasti í meðallagi.—

Hafnir-44

Kotvogur er bær í sama túni, 17 hndr. í nefndri jörðu, en 3 hjábýli innan túngarða, og 1 utangarðs, byggt fyrir 10 árum liðnum. Byggð þessi er við sjóinn, hvar Kirkjuvogsósar byrja; er sjór fyrir vestan og norðan, en ósarnir liggja til austurs landnorðurs, eru um hálfa viku sjávar að lengd með skerjum víða, sandi líka í botni, marhálmi, skeljum nokkuð og ýmislegu. Selveiði á vorin var í þeim nokkur fyrrum og eptir fardagaleyti af kópum, sem nú er ekkert orðið vegna ósvífinna skota á öllum árstímum; hrognkelsaveiði er í þeim nokkur kringum miðsumarsskeið. Á jörðinni allri hafa verið hafðar frá 10 fyr, en nú 11 eða 12 kýr, því jörðin gengur af sér vegna sandfoks á túnið og sjávar landbrots. Sauðfé er þar nokkurt og hestar, en bágt vill veita að fleyta þar fram skepnunum; hagalönd eru mikil að víðáttu, en yfrið snauð að gæðum, mest partinn grjóthólar, hraun með gjám og klettum; alslags lyng vex þar, lítið af einiöngum, ber eru þar stundum á eini, kræki- og bláber og litið af grasteigingum.

Hafnir-45

Stutta bæjarleið þaðan sunnar er Merkines; þar eru 2 ábúendur, tún allsæmilega gott, því þar fýkur enn ekki á sandur, en sjór gengur þar nærri, þó ekki geri mikinn skaða enn; 4 kýr eru þar optast hafðar og lítið af fé og hestum; öll hin sömu eru þar hagalönd og í Kirkjuvogi, en ekkert hjábýli. Kirkjuvogur var áður fyrir norðan Osa, sem nú er Stafnessland, meina menn fluttan fyrir hér um 300 árum síðan liðnum (Í Jarðabók AM. segir, að Gamli Kirkjuvogur hafi legið í auðn lengur en 120 ár 1703, en það bæjarstæði var i Kirkjuvogslandi) og voru hér þá tvær jarðir: Haugsendar (Svo hdr., ef til vill réttara: Haugssandar. Jarðabók AM. 1703 nefnir Haugsendakot, þá fyrir löngu komið í eyði, en Árnagerði (eða Arnagerði) hafi farið í auðn þá ekki fyrir löngu, sökum vatnsleysis og átroðnings kvikfénuðar frá Kirkjuvogi) og Arnagerði. Sú fyrri lagðist í eyði hér um fyrir 200 árum vegna sandfoks; var á milli Kirkjuvogs og Merkiness; hin, sem er fyrir innan spölkorn mun hafa lagzt í eyði fyrir nálægt 100 árum af ágangi af mönnum og skepnum, eins og á Kirkjuvogstún og líka vegna sandfoks frá sjó og uppbrots þar.

Hafnir-46

Túngarðar, hvar verður, fylgja byggðinni, og kálgarðar eru yrktir og ræktaðir eptir mætti. Hvað Kirkjuvogstún muni hafa af sér gengið má meðal annars af því ráða, að Ingigerður heitins (þ. e. Ingigerður Tómasdóttir (f:1804) kona Vilhjálms Hákonarsonar hins eldra i Kirkjuvogi (f 1803, 79 ára)sál. Hákonar (Hákon Vilhjálmsson dó 1821) sagði Gróu minni (Gróa Hafliðadóltir kona Brands var mesta yfirsetukona og merkiskona (f 1855)) að kerling gömul gömul, móðir Sesselju í Garðhúsum, er eg man til, hefði sagt eptir annari kerlingu, að full sáta heys heiði í hennar tíð verið slegin á Kirkjuskeri, sem nú íer í kaf í hverjum stórstraumi, og þá heíði varla verið klyfjafært milli Þvottakletta og búðarbakkans, sem nú er að 30 faðma rúm í millum, en sandur skemmir þó enn meira, því að í þau 50 ár, er eg veit til, hefur blásið af norðurtúninu til vissu kýrfóðuravallarstærð auk skemmda, sem garðafærslur sýna.

Hafnir-47

Heyrt hef eg, að þær 3 jarðir Stóra- og Litla Sandhöfn og Kirkjuhöfn hafi allar verið 60 hndr. að dýrleika og Kirkjuhöfn þeirra fyrst lagzt í eyði, að kirkja hafi þar staðið, eptir að jörðin lagðist í eyði, en of naumt mun tilnefnt tímatalið á annað hundrað ár síðan (hefur lagzt i eyði um 1660 (sjá síðar) því nefnd Ingigerður sál. vissi að eins til, að uppblásin mannabein i hennar minni hefðu verið flutt til Kirkjuvogskirkju og lögð þar í kirkjugarð og eru þó síðan full 100 ár. Það er nokkurnveginn víst, að Litla Sandhöfn lagðist seinast i eyði; sagt er mér, að ekkja hafi átt, hún verið 8 hndr., gefin af henni Viðeyjarklaustri og hún með þvi móti síðar orðið kóngseign (frá [b. v. eptir aukablaði með hendi höf. þar getur hann og þess, að hann hafi á „landcommissiþingi á Járngerðarstöðum 1801 séð í bók hjá commissariis Kirkjuvog nefndan fyrir norðan Ósa ár 1516, sem mig minnir og þar i getið eyðijarða Haugsenda hér og Arnagerðis“ [Þetta bréf er ekki kunnugt nú, en ártalið gæti verið skakkt t.d. 1616).

Hafnir-48

Bæjarleið sunnar með ströndinni [en MerkinesJ er Kalmanstjörn (Kalimanstjörn, hdr.) 20 hndr. jörð með JunkaragerU, sem Vs partur úr neíndri jörðu, og er skammt bil milli túna. Tún eru þar stórskemmdum undirorpin af sandfoki og sjávarbroti á Gerðið; þó hafa menn þar optast haft i kýr, því nielaslægjur eru þar, en tún mikið þverbrestasamt. Spölkorn sunnar er eyðijörðin Kirkjuhöfn („Hefur óbygð legið um 40 ár“ (Jarðab. AM. 1703).) Hún mun hafa lagzt í eyði vegna sandfoks; þar var kirkja áður en í Kirkjuvogi. Á milli þesssa og Kalmanstjarnar eru girðingar nokkrar líkast til sem eptirstöðvar af húsagrundvelli, hver í orði er, að þýzkir, þá höndluðu hér við land, er á tali, að hafi átt, en höfnin þá verið Kirkjuhöfn. Þar er gott sund í öllum sunnanáttum, en lending verri. Sunnar er Sandhöfn, eyðijörð, aflögð vegna sandfoks („Hefur óbygð legið hér um 50 ár,“ segir í Jarðab. AM. 1703) því ekkert sést eptir, utan lítið af hól, hvar bærinn skyldi hafa staðið. Sunnar er Eyrin innan Hafnabergs. Þar var bær og útræði seinast fyrir rúmum 50 árum; er þetta í vik nokkru (fyrir) sunnan Kalmanstjörn: Skammt sunnar byrjar Hafnabergs nyrðri endi, og er þar fyrnefnd Klauf, klettar með gjá í millum; bergið er um hálfa viku sjávar á lengd, rúmir 20 faðmar þar hæst er, ógengt, en sigið í það og stöku sinnum lent við það að neðan; þar er svartfugl, lítið af súlu, eggvarp og fuglatekja nokkur, sem heyrir til Kalmanstjörn.

Hafnir-49

Fyrir sunnan bergið eru sandar og hraungrýti; kallast það Lendingarmalir, (líklega réttara: melar, sbr. skýrslu Þorkels hér á undan) og er þar lent þá verður brims vegna í norðan- og austanátt, þá menn sökum storma ekki geta dregið inn fyrir bergið. Sunnar eru Skjótastaðir, sem meint er forn eyðijörð, enda er í tali, að allt Reykjanes hafi fyrrum byggt verið. Sunnar er Stóra Sandvík og er í mæli, að Kaldá skyldi hafa fallið þar í sjóinn, og liggur þar gjá uppundan og inn til fjalla, sem myndar líka vatnsfarveg afarstóran, eu það getur líka svo hafa myndazt af eldrennsli, því allt Reykjanes er af eldi einhverntíma gersamlega brunnið (á aukablaði getur höf. nánar um gjá þessa, er hann kallar Haugsvörðugjá, er sé þar stærst gjáa að lengd og breidd, og sumstaðar með hömrum beggja vegna; muni víða vera um 100 faðma breið og sumstaðar miklu meir; sé sagt, að Kaldá, er þar eigi að hafa runnið, hafi hlaupið í jörð í jarðeldum, en vatn sé ofarlega í Sandvík, þar sem Kaldá hafi átt að renna í sjó fram, en hvort það vatn sjáist frá sjónum gegnum sandkampinn, segist höf. ekki vita,).

Hafnir-50

Sunnar er Litla-Sandvik, þá klettabelti með litlum grasteigingum og blöðkuhnubbum, þá Kistuberg, lítið berg, nytjalaust; síðan Kinnin, berg nokkurt gróðurlaust, síðan Aunglabrjótur, nef syðst á nesinu það vestur veit, beygist það svo til suður landsuðurs. Stendur þar Karl, klettur mikill í sjó fyrir nesinu um 50—60 faðma kár, er var þó hærri fyrir, því í jarðskjálfta féll ofan af honum hetta mikil í þeirra manna minni, er nú lifa; upp undan honum á landi er bergsnös, kallast Kerling, og eru þau brúkuð fyrir mið í Reykjanessröst og víðar m. ff. Sunnar eru: Valahnúkar, bergsnös há, Valahnúkamöl og Skarfasetur syðst; beygist þá nesið til austur landnorðurs, því stór vík skerst þar inn í og má því kallast hálfeyja. Framundan Skarfasetri á sjó eru 2 klettar, sem varast þarf, þá fyrir það er lagt, og boði einn; er þar sem optast iðukast og óhreinn sjór. Á nesinu eru jarðhitar og hverir, stórir hólar eða lítil fjöll, sandöldur, ægisandur og hraun; sumstaðar sjást grasteigingar, blöðkuhnubbar, lyng, einiangar hér og hvar og grófasta brunahraun. Frá Kirkjuvogi til syðsta tauga þess mun vera um 2 1/2 míla vegar, en frá Kalmanstjörn til Grindavíkur 2 mílur og er það þjóðvegur, liggur til landsuðurs. Annar vegur liggur frá Höfnum til kauptúnsins Keflavíkur í norður nær 1 1/2 míla langur.

Hafnir-52

Fiskafli er þar helzti bjargræðisstofn manna; sjómenn eru þar í betra meðallagi og sjósókn, langræði mikið, en optast með landi suður. Fiskur gengur á öllum árstímum, helzt með stórstraum; menn hafa tekið eptir, að austangöngur með sílhlaupum koma helzt með góu og þeim straumnum, líka stundum síðar; vestangöngur, sem eru sjaldgæfar fyrri, lenda einkum í röst; þorskur, ýsa, keila, þyrslingur, skata, karfi, langa eru þær fiskitegundir, er veiðast á færi og öngla, líka hákarl nokkuð, við andþóf og stundum stjóra.
— Sundið í Kirkjuvogi er þrautgott, en langt og ógurlegt í brimum, snúningar eru á því lakari og lending háskasöm; eru þar blindsker fyrir sunnan sundið spottakorn.
Hafnir-53Í Merkinesi er lakara sund, en lending um flóð betri. Bæði liggja sund þessi til austurs í land öl þess við er snúið og haldið í suður. Sundið á Kalmanstjörn liggur í sömu átt, er stutt, þröngt og slæmt í brimum, en beint. Útsker er fyrir innan nyrðri önda bergsins og skammt frá landi, sést á það með hálfföllnum sjó; pað heitir Eyrarsker. Önnur útsker eru ekki með Reykjanesi Hafnamegin. En Eldey er klettur stór í hafinu í vestur frá Reykjanesi um 3 vikur sjávar; það er mestpartinn hengiberg með fáum hillum; að austar má lenda við klöpp í ládeyðu, og er þvert nmur með henni 9 faðma djúp. Skerjahryggur með ósum inn í liggur hálfhring til útnorðurs og vesturs frá nefndri klöpp; tvö sker eru í boga þessum, hann kemur upp með hálfföllnum sjó. Klöppin er um 3 eða 4 ljábrýnur að stærð eða 80 ferskeytta faðma. Klettur þessi, það til lands veit, mun vera að ágizkan vel svo 100 faðma langur, um 40 að norðan, en á sjósíðuna (nefnil. vestan) 80—90 faðma og suðurhornið 15—20 faðmar, hæðin eptir ágizkun 90—100 faðma mest, móberg með blágrýti neðst, öllum mönnum ógengt. Slý er mikið á klöppinni og því hættulegt upp að komast, sem er um 2 faðma hæð um fjöru, og er þá skárst að lenda. Súgur er þar mikill og iðukast.

Hafnir-55

Fugl er mikill á nefndri klöpp og á einni hillu stórri uppundan, sem ekki verður upp á komizt, súla mest upp á eynni. Maður, sem þangað hefur farið nokkur vor, segist hafa náð þar mest 10 í hlut af svartfugli, 2 og 3 af súlu, — 24 geirfuglum alls á skip langmest, en optast 5 til 8, en seinustu 2 vorin hafi hann ekki sést — og 100 í hlut af eggjum. Lítið er þar af sel, en afarstyggur. Skammt frá Eldey er klettur í útsuður, kallaður Eyjadrangi (mun vera það sem nú kallast Eldeyjardrangur), sem hvergi verður upp á komizt, enda er hann gæðalaus. Geirfuglasker er í vestur í hafinu undan Eldey. Þangað var ferðazt í fyrri tíð til geirfugladráps; en engir eru nú uppi, hjá hverjum menn geti fengið vissar sögur um arðsemi þess eða lögun, lending eða afstöðu. Fyrir nokkrum árum var gerð þangað ferð á þiljuskipi og varð til einskis að kalla. Sagt er, að menn hafi gert þangað ferðir fyrir og eptir slátt á sumri, sem þá lukkaðist, hafi mannshlutur orðið fullt svo mikill sem fullkomins manns sumarkaup úr Norðurlandi. Skrifað finnst, að skip hafi farizt þar (sumarið 1639 fórust með allri áhöfn 2 skip af 4, er til Geirfuglaskers fóru um. Í mæli er, að 12 vikur sjávar séu úr Höfnum í skerið, en 6 til Eldeyjar). Í suður frá skerinu er klettur, sem kallast Skerdrangi, en í vestur frá því eða til útnorðurs hefur brunnið í hafinu fyrir fáum árum.

Hafnir-56

Í Höfnum er rigninga- og snjóasamt frá austurslandsuðurs og sunnanáttum og stormasamast, líka bitur kuldi; norðanveður eru vægari að tiltölu, útnyrðingar hættusamastir sjófarendum, útsynningar ganga miklir um jólaaðventu og á útmánuðum, skruggur stundum, en ekki orðið skaði af, hrævarelda og ýmsar loptsjónir orðið vart við. Flestar grasategundir munu þar á heiðinni og hraununum, líka nærri sjó. Engin eru þar rennandi vötn og ekki fjöll það heita megi. Trjáreki á Kalmanstjarnar rekaplássi, sem er stórtré opt, allarðsamur til húsabóta, engir skógar. Ekki hefur hval rekið í Höfnum yfir 60 ár; engar vita menn þar fornmenjar í jörðu eða á, en steinkol meina menn vera á Reykjanesi. Sláttur er þar byrjaður i 14. og 15. viku sumars, stendur yfir 2 og stundum 3 vikur. Þang brúkast þar til eldsneytisog að geyma í fisk. Ullarvinna, hampspuni og smíðar tíðkast þar á vetrum. Menn munu þykja þar drungalegir, því plássið er afskekkt og fámennt, en málvitrir og starfsamir. Þeir munu flestir eiga ættir að rekja til sveitamanna austur, að öðruhvoru kynferði.

Athugagrein
Af 60 ára reynslu er aðgætt, að flóð hafi orðið mest um og eptir veturnætur, veður mest um jól fram yfir miðjan vetur af land- og hafsuðri til útsuðurs, en vestan- og norðanáttir hafa verið skæðastar sjófarendum í Höfnum. Klettur er framan Hafhaberg, laus við land, má fara milli hans og þess, stendur optast upp úr um flóð, og þvi ekki sérlega hættulegur. Víða eru boðar með landi, en ekki sérleg rif eða útgrynni. Röstin fyrir Reykjanesi liggur til vesturs frá nesinu til Eldeyjar; hálfa viku sjávar frá því er svo mikið misdýpi, að á skipslengd er 14 og líka 40 faðma djúp, og er það hraunhryggur þverhniptur að uorðan, en flatur suður af. Viku sjávar frá landi verður sandalda um 50 faðma djúp, en botuast ekki þá norður eða suður af ber; sandalda þessi breikkar því meira sem fram [eptir dregur og ætla menn hún nái framt að Eldey. Skammt frá heuni, hér um bil 80 faðma, er 40 faðma djúp landsmegin, en grynnra að vestan.

Kirkjuvogur

Opt er straumur svo mikill í röstinni, þó veður sé gott, að ekki gengur á fallið, þótt siglt sé og róið af mesta kappi. Aðfall er þar venjulega meira eu útfall; Stundum ber til, að þar [er ekki skiplægur sjór, þó annarsstaðar sé ládeyða. Vestan- og sunnanáttir eru þar beztar, þá hægar ern, en austanáttir hættulegastar, því að sækja er & einn laudsodda í austur, en haf a allar síður, en straumar opt óviðráðanlegir. Ekki hefur þar skip farizt svo menn viti, en erfitt er að sækja þangað; mörg hefur þaðan máltíð fengizt; það er um 4 vikna sjóarlengd þangað frá Kirkjuvogi. Þetta er þá, sú upplýsing, er eg get í stuttu máli meðdeilt yður, prestur minn góður, í því áður umtalaðaogbið egyður auðmjúklega vel aðvirða, en skyldi þar þurfa nokkru við að bæta, vildi eg að því leyti geta sýnt viljann, en bið auðmjúklega leiðréttingar á missmíðinni og yfirsjónum.

Br[andur] Guðm[unds]son.
Til prestsins herra S. B. Sívertsen á Útskálum.“

Heimild:
-Blanda,2. bindi 1921-1923, bls. 51-60.

Hafnir

Gengið um Hafnir.

Vigdís Ketilsdóttir

Í Fálkanum 1963 er viðtal við Vigdísi Ketilsdóttur frá Kotvogi í Höfnum undir yfirskriftinni „Æskudagar í Höfnum„. Hún var þá 95 ára og mjög vel ern. Sveinn Sæmundsson skrifaði viðtalið. Þar segir m.a.:

Kotvogur-23„Á nítjándu öldinni, þegar allur almenningur barðist í bökkum, en ný tækni var að koma til sögunnar fór mikið orð af ríkidæmi ýmissa útvegsbænda á Álftanesi og suður með sjó. Flestir voru þetta miklir dugnaðar og fyrirhyggjumenn, sem nytjuðu landið og sóttu jafnframt sjóinn. Sumir höfðu komizt í álnir af eigin rammleik, en aðrir höfðu hlotið nokkurn arf og ávaxtað sitt pund með ráðdeild, og var sá hópurinn stærri.
Einn þeirra höfðingja sem hvað mest orð fór af um miðja nítjándu öldina, var Ketill Ketilsson í Kotvogi, Ketilssonar Jónssonar ættaður af Álftanesi.
Katli var svo lýst, að hann var höfðingi í sjón og raun, alvörumaður og trúmaður mikill. Kona hans var Vilborg Eiríksdóttir, ættuð austan ag Skeiðum, en alin upp á Litla-Landi í Ölfusi. Þau Ketill og Vilborg eignuðust sex börn er upp komust og er af þeim komin mikil ætt. Meðal barna þeirra voru Ketill, sem tók við búi í Kotvogi, Eiríkur, sem lengi bjó að Járngerðarstöðum í Grindavík og Vígdís, húsfrú að Grettisgötu 26 í Reykjavík.

kotvogur-23

Vigdís er ern svo af ber. Þrátt fyrir níutíu og fjögur ár að baki, er hún hress og glöð í bragði, stálminnug og hafsjór af fróðleik, ekki einungis frá gömlum dögum, heldur frá því sem hefur skeð fyrir nokkrum árum eða því sem skeði fyrir nokkrum vikum eða mánuðum. Í stuttu rabbi sagði Vigdís mér frá ýmsu sem á dagana hafði drifið, en saga merkar konu í níutíu og fimm ár verður ekki sögð í stuttri blaðagrein. Því verður þetta ekki ævisaga heldur nokkrar ósamstæðar myndir.
— Ég er fædd í Kotvogi árið 1868 en fór eins árs gömul í fóstur til Gunnars Halldórssonar og Halldóru Brynjólfsdóttur í Kirkjuvogi. Þetta atvikaðist þannig, að móðir mín veiktist og okkur tveim yngstu börnunum var komið í fóstur. Kirkjuvogur var næsti bær við Kotvog, — túnin lágu saman. Mamma fór til Reykjavíkur til lækninga, hún var sullaveik og það voru átta aðrir slíkir sjúklingar hjá Jónassen ]ækni.

kotvogur-24

Lækningaaðferðin þætti ekki á marga fiska núna, sjúklingurinn var látinn sitja á stól og svo var stungið á honum. Af þessum níu sjúklingum dóu sjö. Mamma og ungur piltur lifðu af. Þegar hún kom aftur heim í Kotvog, voru fósturforeldrar mínir búnir að taka ástfóstri við mig og vildu helzt hafa mig áfram. Það drógst að ég færi heim aftur og þegar ég var átta ára dó Gunnar fóstri minn. Þá tók ég af skarið og sagðist ekki yfirgefa fóstru mína. Í Kirkjuvogi var ég svo til nítján ára aldurs, en auðvitað með annan fótinn í Kotvogi seinni árin.
Meðan mamma var veik í Reykjavík bjó hún hjá þeim Geir Zoega í húsinu sem nú er nýbúið að rífa neðarlega á Vesturgötunni. Mikið sé ég eftir því húsi. Ég var þarna seinna og mjög dásamlegar endurminningar á ég þaðan. Pabbi minn og Geir Zoega voru miklir vinir. Geir var frábærlega duglegur maður og var jöfnum höndum í búskapnum, verzluninni og útgerðinni. Hann var allt í öllu og virtist hafa tíma til alls. Við vorum þarna stundum langdvölum, en aldrei fékkst Geir til að taka við borgun. — Bændur sunnan að ráku fé til Reykjavíkur og seldu bæjarmönnum. Ég man að pabbi sendi Geir einu sinni tvo væna sauði. Vinnumaður var í Kotvogi, sem Einar hét, kallaður Melkir. Hann var trúmennskan sjálf en einfaldur og skrítinn í tilsvörum. Einar var meðal rekstrarmanna þegar pabbi sendi Geir sauðina tvo. Þegar þeir voru komnir með reksturinn inn í Reykjavík dreif að margt fólk til þess að skoða féð. Þar á meðal var Theodor Jónassen bæjarfógeti sem fór að þukla sauðina og hafði orð á því hvað þeir væru fallegir. Einar þekkti ekki bæjarfógetann, rauk að honum og sagði: „Hvað, ætlar þú að stela sauðunum? Hann Ketill minn á þá“!“
kotvogur-25Baðstofulífið var skemmtilegt í Kotvogi. Þar var yfir tuttugu manns í heimili á vertíðinni og allt prýðis fólk. Pabbi var ákaflega heppinn með það. Hann var mikill alvörumaður, en hafði ekki á móti því að glatt væri á hjalla hjá unga fólkinu. Auk heimilsfólksins, var alltaf margt ungt fólk af bæjunum í kring,sem kom og sat í baðstofunni á kvöldin og tók þátt í vinnunni og kátínunni. Eiríkur bróðir minn var ekkert hrifinn af ullarvinnunni, en hann var hrókur alls fagnaðar heima. Hann spilaði listavel á harmonikku og stundum var dansað. Við fengum að dansa í fremri stofunni, sum okkar höfðum lært að dansa í Reykjavík og eldri bændum í nágrenninu fannst þetta í meira lagi skrítið, það man ég glöggt.
Húslestur var lesinn á hverjum degi á haustin og veturna og á sunnudögum allt árið. Á eftir var sunginn sálmur. Oftast var lesið úr Pétursbók og þeir lásu til skiptis bræður mínir.
Baðstofan á Kotvogi var gríðar stór. Fremst var afþiljað hús, þar sváfu foreldrar mínir. Alltaf voru lesnar sögur eða annar fróðleikur á vokunni. Noregskonunga sögur voru í uppáhaldi og ýmsar bækur sem út komu.
Hjá okkur var alltaf mikill og góður matur, alltaf eldað það mikið að hægt væri að bjóða gestum að borða, því mjög var gestkvæmt.
Steikur voru á stórhátíðuKotvogur-26m og voru steiktar í stórum potti með flötum botni og loki. Í þessum pottum var líka bakað brauð og þá var potturinn látinn standa á glóðinni og glóð líka látin ofan á lokið til þess að fá brauðið til þess að bakast jafnt. Einu sinni á ári kom skip með vörur frá Keflavík. Þetta var mikill  flutningur, því fólkið var margt. Í fremri stofunni voru tvær stórar byrður sem kornmaturinn var geymdur í.
Heima í Kotvogi var mjög stór og reisulegur bær. Þar voru tvær stofur auk baðstofunnar og húsakostur allur mjög góður. Bærinn var byggður úr rekaviði og það var alltaf sérstakur ilmur af honum, úr viðnum. Við unga fólkið fórum stundum margt saman í útreiðartúra, og þá var glatt á hjalla. Ég var alltaf mikið fyrir hesta og við höfðum lengi hesta hérna á Grettisgötunni.
Pabbi átti úrvalsgæðinga, og meðan ég var lítil, var mér og bróður mínum á líkum aldri stranglega bannað að fara á bak þeim. Einu sinni sem oftar fórum við, bróðir minn og ég, út með sjó. Við vorum alltaf með snæri og oftast náði Hafnir-21maður hestum til þess að komast leiðar sinnar.
Við vorum bæði aðeins krakkar þegar þetta gerðist. Pabbi hafði þá fyrir nokkru fengið tvo gæðinga norðan úr Skagafirði og hafði vinur hans fyrir norðan valið þá fyrir hann ,og sent suður. Pabbi hafði lagt sérstaklega ríkt á við okkur að láta þessa tvo í friði, en þeir voru í girðingu og voru tvö rekatré í hliðinu, þannig að okkur krökkunum var ofraun að opna það eða loka. Nú sem við vorum þarna innfrá, sáum við enga aðra hesta, en þessa tvo gæðinga hans pabba og freistingin var of sterk: Við hnýttum upp í þá og fórum á bak. Það var eins og við manninn mælt, að þeir tóku á rás og við réðum ekki við neitt. Efra tréð í hliðinu var ekki í og þeir stukku léttilega yfir það neðra með okkur á bakinu og geistust á harða stökki heim að Kotvogi. Þeir stönzuðu ekki fyrr en heima á hlaði.
Pabbi átti kíki og einmitt þennan dag var hann að kíkja inneftir. Einhver af heimilisfólkinu heyrði hann allt í einu hrópa upp yfir sig: „Guð minn góður!“ Hann hafði komið auga á hestana, sem fóru sem fugl flygi yfir vegi og vegleysur með okkur á bakinu. Ekki man ég hvort við hlutum refsingu fyrir tiltækið, en ekki reyndum við að óhlýðnast þessu banni í annað sinn.

Hafnir-22

Frá Kotvogi voru gerð út tvö skip á vertíð, áttæringur og teinæringur. Pabbi var heppinn með menn á þau eins og reyndar allt sitt fólk, og oft varð ég þess vör, að ungum mönnum þótti gott að vera á útgerð hans. Ungar stúlkur tóku fullan þátt í störfunum og við jafnöldrur mínar unnum í öllu nema því að bera á tún. En í fiskinum vorum við seint og snemma á vertíðinni og fram á sumar. Ég get sagt að ég hafi átt tvenna dásamlega foreldra, mömmu og pabba í Kotvogi og mömmu og pabba í Kirkjuvogi fósturforeldra mína. Fósturforeldrar mínir áttu einn son, séra Brynjólf, sem seinna giftist systur minni. Gunnar fóstri minn í Kirkjuvogi var meðalmaður að hæð, þrekinn og annálaður kraftamaður.
Bærinn í Kirkjuvogi var tveggja hæða timburhús og stóð skammt frá sjónum, en stétt fyrir framan húsið, hellulagðri, hallaði niður að sjónum. Fóstra minn vantaði einu sinni stóra hellu í hornið á stéttinni og hann fór með piltana sína til þess að sækja hana. Þeir leituðu nokkuð og kölluðu á hann. Sögðust hafa fundið hellu sem væri góð en hún væri jarðföst. „Getið þið ekki ráðið við hana fjórir?“ spurði hann. Þeir sögðust ekki komast að henni fjórir. Fóstri minn gekk að hellunni, lyfti henni og bar hana út á skipið.
Einu sinni í landlegu komu tveir ungir menn, sem heldur þóttu árásasamir að Kirkjuvogi og voru undir áhrifum. Ekki vissi ég hvernig þetta byrjaði, en þeir voru uppi á lofti og lenti þar saman í slagsmál. Einhver hrópaði að sækja húsbóndann. Fóstri minn kom upp á loftið með hægðinni, tók þá báða og setti á sitt hvort hné svo bökin snéru saman og hélt þeim þannig. Þeir voru alveg óðir og vildu bíta hvern annan heldur en ekki, en fóstri minn hélt þeim í stálgreipum þangað til móðurinn rann af þeim. Hann var annálaður kraftamaður og stilltur vel og misnotaði ekki sína miklu krafta. Gunnar fóstri minn gat ekki heitað mér um neitt, sem ég bað hann um og alltaf fann hann leiðir til þess að veita mér bænir mínar, án þess að ganga í berhögg við neitun fóstru minnar ef svo bar undir.

Hafnir-23

Mér er minnisstætt að einu sinni á miklum afladegi var hann að salta aflann og allir unnu að nýtingu hans. Ólafur bróðir minn sem var nokkrum árum eldri en ég, kom heim frá Kotvogi og sagðíst ætla á bát út í varpeyju, sem liggur skammt undan landi, ,,og ég verð skipstjórinn,“ sagði hann. Ég hljóp inn til fóstru minnar og bað um leyfi að fara með. Hún sagði að það kæmi ekki til mála að ég færi með. Þetta væru allt börn og svona ferðalag stórhættulegt fyrir þau. Ég hef víst farið að skæla, nema þegar ég kom þangað sem fóstri minn var að salta fiskinn, spurði hann hvað væri að. Ég sagði að fóstra mín hefði bannað mér að fara í skerið með Ólafi. „Já, með eintómum krökkum máttu ekki fara og auðvitað hefur fóstra þín rétt fyrir sér eins og alltaf, en hún bannar þér ekki að fara með mér.“ Svo hætti hann að salta og réri með okkur krakkana út í eyju.
Þegar afurðunum var afskipað, voru bátarnir lestaðir í lítilli vík, sem heitir Þórshöfn. Þetta var afburða góð höfn og þröngt sund inn í hana. Fóstri minn og piltar hans voru einu sinni að skipa út hrognum í tunnum. Þegar þeir komu út að skipinu sem átti að taka tunnurnar, var þeim sagt að þeir yrðu að bíða, því yfirmennirnir væru að borða. Ekki munu Gunnari fóstra mínum hafa líkað þessi svör. Allt í einu heyrðu yfirmenn og aðrir á skipinu, sem var hátt á sjónum, dynki og skruðninga. Þeir þustu frá borðhaldinu og urðu þá vitni að því, að fóstri minn tók hverja tunnuna af annarri og kastaði þeim upp úr bátnum upp á þilfarið. Þeir létu hann ekki bíða það semKotvogur-27 eftir var af útskipuninni.
Alltaf eru mér minnisstæðar ferðir okkar út að Kalmannstjörn. Þar bjó ekkja, Ráðhildur að nafni, mesta sæmdarkona. Hún missti þrjá mennina sína og unnusta að auki. Tvo þeirra tók sjórinn. Ráðhildur var mjög gestrisin og manni fannst mikið til koma að fá kaffi og kræsingar í stofunni. Hún missti einnig son sinn í sjóinn, ég man að skipið fórst þriðja jóladag. Móðir mín var hlédræg kona og fátöluð, en þegar hún lét i ljósi skoðun sína á einhverju máli var eftir því tekið. Merkur maður sem ég þekkti í æsku, sagði einu sinni, að aldrei hefði hann vitað svo ólík hjón, sem forelra mína, né heldur jafn gott hjónaband. Þau dáðu hvort annað. Vart mun hafa liðið sá dagur að pabbi væri ekki beðinn einhvers greiða og hann var með afbrigðum bóngóður. Þó var tvennt sem honum var sárt um: Það voru skip, sem alltaf voru höfð í sem beztu lagi, og svo hestar.
Einu sinni snemma morguns, kom nágranni okkar einn, sem ég nafngreini ekki, heim að Kotvogi. Foreldrar mínir voru ekki komnir á fætur en maðurinn bað pabba að lána sér bát til þess að sækja timbur, sem rekið hafði úr strönduðu skipi. Þennan dag var hálf illt í sjó, og pabbi sagði manninum að hann vildi helzt ekki lána bátinn, því þeir létu hann berjast við grjótið og færu ekki nógu vel með hann að öðru leyti. Maðurinn fór við svo búið. Pabbi snéri sér að mömmu og spurði hvort hún væri ekki á sama máli. „Gazt þú ekki neitað honum með færri orðum,“ sagði hún. Pabbi skildi hvert hún fór. Hann fór fram í baðstofu þar sem piltarnir voru að borða morgunverð og sagði þeim að taka áttæring, róa inn í ósa og sækja timbrið fyrir manninn, og síðan ættu þeir að bera það á land og koma því fyrir heima hjá honum.

Kotvogur-28

Pabbi átti jörðina Hvalsnes og þar byggði hann kirkju árið 1864. Þessi kirkja var úr timbri. Mörgum árum seinna komu menn af Nesinu og tjáðu honum að þakið á kirkjunni væri farið að leka. Ég man þetta eins og það hefði gerzt í gær. Pabbi sat eftir að mennirnir voru farnir og var hugsi. „Ég er ákveðinn i að láta gera það,“ sagði hann upp úr eins manns hljóði. Mamma spurði hvort hann ætlaði að láta gera við þakið á kirkjunni. „Ég er ákveðinn í að byggja nýja steinkirkju,“ sagði hann. „Ég ætla ekki að skilja eftir eitthvert fúahrip handa börnunum mínum.“ Svo lét hann byggja steinkirkju þá er nú stendur á Hvalsnesi árið 1887.
Geir Zoega útvegaði honum færasta trésmið héðan úr Reykjavík, Magnús Ólafsson og steinsmiður var Stefán, faðir Sigvalda Kaldalóns og þeirra systkyna. Pabbi kostaði kirkjubygginguna að öllu leyti.
Ég giftist tuttugu og tveggja ára. Maðurinn minn var Ólafur Ásbjörnsson frá Njarðvík. Við hófum útgerð frá Kotvogi en þá voru togararnir komnir á miðin, þeir skófu Hafnaleirinn og þessa vertíð fiskaðist varla í soðið, hluturinn var frá 16—50 fiskar. Margir á skipinu okkar Ólafs voru svonefndir útgerðarmenn, þ. e. menn sem réru fyrir fast kaup yfir vertíðina en voru ekki upp á hlut. Það vor létu sumir bændur sem ég vissi um úrin sín eða giftingarhringana til þess að gera upp við sjómennina. Vitanlega urðu þeir að fá sitt. Við bjuggum lengi að afleiðingum þessarar lélegu vertíðar, rétt eftir aldamótin.
Eftir 12 ára búskap í Keflavík fluttum við til Reykjavíkur.“

Heimild:
-Æskudagar í Höfnum – Vigdís Ketilsdóttir, Fálkinn 06.02.1963, 36. árg, 5. tbl. bls. 8-9 og bls. 36.

Hafnir

Gengið um Hafnir.