Færslur

Náttúruminjasvæði

Í Víkurfréttum árið 1988 má lesa eftirfarandi um “Suðurnes – Ellefu staðir á náttúruminjaskrá”. Hafa ber þó í huga að í raun nær hugtakið “Suðurnes” einungis yfir byggðirnar norðan Stapa.

Náttúruminjaskrá 1988

Forsíða Náttúruminjarskrár 1988.

“Út er komin á vegum Náttúruverndarráðs náttúruminjaskrá 1988. Bókin er með öðru sniði en fyrri útgáfur og fylgir litprentað kort af Íslandi, þar sem merktir eru staðir sem eru á náttúruminjaskrá eða eru friðlýstir.
Ellefu staðir hér á Suðurnesjum heyra undir náttúruminjaskrána en þeir eru:
(Skýringar við texta: Þar sem talan (1) stendur framan við texta er átt við hvar mörk svæðis eru skilgreind en þar sem talan (2) stendur er talað um náttúruverndargildi, t.d. sérkenni eða sérstöðu svæðis og gildi þess almennt og fræðilega séð.)

Keilir

Keilir.

1. Keilir – Höskuldarvellir – Eldborg við Trölladyngju, Grindavík, Vatnsleysustrandarhr., Gull. (1) Mörk svæðisins eru um Keili að vestan, Markhelluhól að norðan, fylgja síðan vesturmörkum Reykjanesfólksvangs á móts við Hverinn eina, þaðan um Driffei! í Keili. (2) Mikið gígasvæði vestan í Vesturhálsi, liggur frá Höskuldarvöllum suður á milli Oddafells og Trölladyngju til Selsvalla, en úr gígaröðinni þar hefur Afstapahraun runnið. Gígasvæðið er að hluta innan Reykjanesfólksvangs. Norðan undir Trölladyngju er einstakur gígur, Eldborg, myndaður á sögulegum tíma. Á vesturmörkum svæðisins gnæfir móbergsfjallið Keilir.

Katlahraun

Katlahraun.

2. Katlahraun við Selatanga, Grindavík. (1) Austurmörk fylgja mörkum Reykjanesfólksvangs að þjóðvegi, eftir honum að hlíðum Höfða, þaðan suður í Mölvík. (2) Stórbrotið landslag, hrauntjarnir og hellar. Friðaðar söguminjar við Selatanga.

Festisfjall

Festisfjall.

3. Hraunsvík og Festarfjall, Grindavík. (1) Fjaran í Hraunsvík frá Hrauni að Lambastapa, ásamt kríuvarpi á Hraunssandi vestan Hrólfsvíkur. Suðurhluti Festarfjalls. (2) Snotrir sjávarhamrar og brimrofin eldstöð, Festarfjall. Fjölbreytt sjávarlíf. Fjölsóttur náttúruskoðunarstaður.

Sundhnúkagígaröðin

Sundhnúkagígaröðin.

4. Sundhnúksröðin – Fagridalur, Grindavík. (1) Sundhnúksgígaröðin öll, frá Melhól, um Hagafell, Sundhnúk, hluta StóraSkógfells, 3,5 km norðaustur í átt að Kálffelli, ásamt 400 m breiðu svæði beggja vegna gígaraðarinnar og Fagradal sem gengur austur af enda gígaraðarinnar. (2) Tæplega 9 km lóng gígaröð sem kennd er við Sundhnúk. Snotrar hrauntraðir í suðvesturhlíð Hagafells. Grindavíkurbær stendur á hrauni úr gígaröðinni. Fagridalur er grösugt dalverpi við norðvesturhorn Fagradalsfjalls. Söguminjar.
5. Strandsvæði vestan Grindavíkur, Grindavík. (1) Strandlengjan frá Litlubót, ásamt Gerðavallabrunnum, vestur að Vörðunesi. (2) Fjölbreyttur strandgróður, fjölskrúðugt fuglalíf. Djúpar vatnsfylltar gjár, snotur hraunkantur með sjávartjörnum.

Eldvörp

Eldvörp.

6. Eldvörp – Reykjanes – Hafnaberg, Grindavík, Hafnahr., Gull. (1) Mörk liggja úr Mölvík, nokkru austan Vatnsstæðis, 500 m austan Eldvarpagígaraðarinnar, norðaustur fyrirgíginn Lat, að borholu Hitaveitu Suðurnesja, HSK-10 við Lágar, í Þórðarfell, þaðan bein lína í veg fyrir botni Stóru-Sandvíkur, norðvestur með honum niður að Lendingamel, eftir Hafnabergi að eyðibýlinu Eyrarbæ. (2) Reykjanesið er framhald Reykjaneshryggjarins á landi,sem er gliðnunarbelt á mótum tveggja platna. Stórbrotin jarðfræði, m.a. gígaraðirnar Eldvörp og Stampar, dyngjurnar Skálafell, Háleyjabunga og Sandfellshæð, ásamt fjölda gjáa, sprungna og hrauntjarna.
Allmikið hverasvæði, fjölskrúðugur jarðhitagróður, sérstæð volg sjávartjörn.
Hafnarberg er lágt fuglabjarg með fjölmörgum tegundum bjargfugla. Aðgengilegur staður til fuglaskoðunar.
7. Ósar, Hafnahr., Miðneshr., Gull. (1) Vogurinn með strandlengju, fjörum og grunnsævi austan línu sem dregin er á milli Hafna og Þórshafnar. (2) Mikið og sérstætt botndýralíf, fjölbreyttar fjórur, vetrarstöðvar ýmissa fuglategunda.
8. Fjörur og tjarnir á Rosmhvalanesi, Miðneshr., Gerðahr., Gull. (1) Fjörur og sjávarfitjar frá Stafnesi að Rafnkelsstaðabergi, m.a. Sandgerðistjörn, Gerðasíki, Miðhúsasíki og Útskálasíki. (2) Fjölbreyttur strandgróður og ýmsar fjórugerðir. Lífauðugar sjávartjarnir og mikið fuglalíf.

Snorrastaðatjarnir

Við Snorrastaðatjarnir.

9. Seltjörn, Snorrastaðatjarnir og hluti Hrafnagjár, Njarðvík, Vatnsleysustrandarhr., Gull., Grindavík. (1) Svæði frá Seltjörn til Snorrastaðatjarna, ásamt skógarreitum. Einnig syðsti hluti Hrafnagjár. (2) Gróskumikill gróður í Snorrastaðatjörnum. Gróðursælir skógarreitir undir Háabjalla og í Sólbrekkum. Mikilvægur áningarstaður farfugla vor og haust. Kjörið útivistarsvæði. Hrafnagjá er misgengissprunga með fjölbreyttum gróðri.
10. Tjarnir á Vatnsleysuströnd, Vatnsleysustrandarhr., Gull. (1) Síkistjórn, Vogatjörn, Mýrarhústjörn, Gráhella, tjarnir við Hlöðunes, Ásláksstaðatjörn, Sjónarhólstjörn, Knarrarnestjörn, Landakotstjörn, Kálfatjarnartjörn og Bakkatjörn, ásamt nánasta umhverfi. (2) Lífríkar tjarnir með fjölbreyttu fuglalífi.

Fagravík

Fagravík.

11. Látrar við Hvassahraun, Vatnsleysustrandarhr., Gull. (1) Fjaran ogstrandlengjan frá Fögruvík að Stekkjarnesi suðuraðþjóðvegi ásamt ísöltum tjörnum og Hvassahraunskötlum sunnan vegar. (2) Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Sjávartjarnir með mismikilli seltu. Katlarnir eru regluIegar hraunkúpur, e.k. gervigígar, á sléttri klöpp í Hvassahrauni. Útivistarsvæði með mikið rannsókna- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli.
Þá er einn staður hér á Suðurnesjum, Eldborgir undir Geitahlíð við Grindavík, sem lýstur hefur verið náttúruvætti. Þá er Eldey friðlýst með lögum 1940, en friðlýst land 1960.”

Heimild:
-Víkurfréttir, Suðurnes – Ellefu staðir á náttúruminjaskrá, fimtudaginn 29. september 1988, bls. 15.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg.

Jarðskjálfti

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftans saman við áhrif annarra skjálfta á sama svæði sem mælingar eru til á. Það er einkum jarðskjálftinn á Rangárvöllum árið 1912 sem hefur verið notaður í þessum tilgangi. Hann mældist 7 stig að stærð og áhrifasvæði hans var nokkru minna en skjálftans 1784. Ætla má að byggingar hafi verið sambærilegar á Suðurlandi í báðum skjálftunum.

Jarðskjálftar

Margir bæir hafa hrunið í jarðskjálftum hér á landi.

Skjálftinn 1784 átti upptök í Holtum. Þar varð tjónið mest og í nágrenni Eystra-Gíslholtsvatns má finna sprungur sem telja má að hafi orðið til í upptökum skjálftans. Finna má vísbendingar um þetta upptakamisgengi til norðurs og teygir það sig í átt til Skálholts. Þar varð einmitt tilfinnanlegt tjón í skjálftanum. Varð það mönnum tilefni til vangnavelta um að flytja biskupsstólinn og Skálholtsskóla til Reykjavíkur.

Stærstu skjálftar á Íslandi sem mælst hafa eru skjálfti undan norðurströndinni 1910, fyrrnefndur skjálfti á Rangárvöllum 1912, og skjálfti sem varð fyrir mynni Skagafjarðar árið 1963. Allir mældust þeir 7 stig að stærð. Nýlegri skjálftar hafa mælst nokkru minni, til dæmis voru skjálftarnir 17. og 21. júní 2000 af stærðinni 6,5, sömuleiðis Kópaskersskjálftinn 1976.

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Jarðskjálftar

Jarðskálftabelti landsins.

Í kjölfar atburða á Reykjanesskaga hefur Páll Einarsson, prófessor emeritus við Jarðvísindadeild, tekið saman yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á svæðinu og byggir þar á nýlegri grein Sveinbjörns Björnssonar o.fl. höfunda.

Að sögn Páls byggja gögn fyrir árið 1900 á samantekt Þorvaldar Thoroddsen, meðan skýrsla Kjartans Ottóssonar er helsta heimildin fyrir tímabilið 1900-1930 og skýrslur Eysteins Tryggvasonar fyrir áratugina 1930-1960. „Frá 1960 er stuðst við lista frá International Seismological Centre, Veðurstofu Íslands og Sveinbirni Björnssyni o.fl. Eftir að mælitæki koma til sögunnar eru skjálftar á listanum einungis tilgreindir ef stærðin er 5 eða meira, eða ef þeir ollu tjóni, tengdust sprunguhreyfingum eða breytingum á hveravirkni.“

Sögulegt yfirlit

Jarðskjálftar

Jarðskálftasvæði Reykjanesskagans.

1151: „Eldur uppi í Trölladyngjum, húsrið og manndauði“.

1211: „Eldur kom upp úr sjó fyrir utan Reykjanes. Sörli Kolsson fann Eldeyjar hina nýju, en hinar horfnar er alla æfi höfðu staðið. Þá varð landskjálfti mikill hinn næsta dag fyrir Seljumannamessu og létu margir menn líf sitt. … og féllu ofan alhýsi á fjölda bæjum og gjörðu hina stærstu skaða.“

1240: „Landskjálftar miklir fyrir sunnan land. Sól rauð. Eldur fyrir Reykjanesi.“ Þetta er talið vera síðasta eldgosið í hviðu slíkra atburða á Reykjanesskaga. Hviðan er talin hafa byrjað stuttu eftir 870 AD og voru flest gosin hraungos (Kristján Sæmundsson og Magnús Sigurgeirsson, 2013).

1724: Jarðskjálfti í ágústmánuði. Hrapaði bærinn í Herdísarvík og maður fórst við sölvatekju undir Krýsuvíkurbjargi.

1754: Jarðskjálfti í Krýsuvík, og kom þar upp hver, 6 faðma víður og 3 faðma djúpur.

1785-1886: Jarðskjálftar fundust mörgum sinnum í Reykjavík og nágrenni, en ekki er getið um tjón. Sterkustu skjálftarnir voru 1868.

1879: „Allharðir landskjálftakippir á Reykjanesskaga um lok maímánaðar, harðastir voru þeir í nánd við Krýsuvík, sterk baðstofa á Vigdísarvöllum féll og í Nýjabæ við Krýsuvík flýði fólk úr húsum. Um sama leyti hófst eldgos á mararbotni fyrir utan Reykjanes nærri Geirfuglaskeri.“

Jarðskjálftar

Nýleg jarðskálftahrina á Reykjanesskaga.

1887: Jarðskjálftahrina gekk yfir Reykjanes og fundust margir kippir um Suðvesturland. Valahnúkur, sem Reykjanesviti stóð á, klofnaði og féllu úr honum stykki. Leirhverinn Gunna nærri Reykjanesvita breyttist töluvert.

1889: Sterkur jarðskjálfti olli minni háttar tjóni í Reykjavík og nærliggjandi byggðum. Nokkur hús hrundu á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík.

1899: Skjálftahrina gekk yfir Reykjanes og varð tjón á vitanum. Við Gunnuhver opnaðist sprunga og breytingar urðu á hvernum.

1900-1910: Vægir skjálftar fundust oft við Reykjanesvita á þessum árum. Umtalsvert tjón varð í janúar 1905 á Litla Nýjabæ, Vigdísarvöllum og Ísólfsskála.

1919: Reykjanesviti skemmdist í jarðskjálfta sem fannst víða á Reykjanesskaga. Nýr hver myndaðist á Reykjanesi.

1920: Skjálfti varð 14. maí sem líklega átti upptök í Krýsuvík, fannst í Reykjavík. Mældist 5,2 að stærð.

1924: Sterkur jarðskjálfti varð 4. september í Krýsuvík, fannst víða. Nýr hver, Austurengjahver, myndaðist, sprungur opnuðust og grjót hrundi úr fjöllum. Stærðin mældist 5,1.

1924: Í desember varð áköf hrina á Reykjanesi sem olli minni háttar tjóni á vitanum. Stærsti skjálftinn metinn 4,7 stig.

1925-1928: Tíðir jarðskjálftar fundust á Reykjanesi. Vitinn skemmdist 25. október 1926. Sprungur mynduðust í jörð og breytingar urðu á hverum.

1929: Hinn 23. júlí varð stærsti skjálfti sem vitað er að hafi orðið á Reykjanesskaga. Upptök hans voru nálægt Brennisteinsfjöllum, líklega á hinu svokallaða Hvalhnúksmisgengi. Stærðin var 6, 3 og skjálftinn fannst víða um land og olli umtalsverðu tjóni í Reykjavík og nágrenni.

Jarðskjálftar

Vegsummerki eftir jarðskálfta.

1933: Skjálfti sem varð 10. júní fannst víða á Suðvesturlandi. Upptökin voru líklega suður af Keili og vestan Núpshlíðarháls. Rétt við Vigdísarvelli hrundi og mikið rót varð á yfirborði jarðar, sprungur og viðsnúnir steinar. Mælingar erlendis gáfu stærð skjálftans tæplega 6 stig.

1935: Skjálfti 9. október átti upptök á Hellisheiði. Minni háttar tjón varð, en grjót hrundi úr fjöllum og vörður á Hellisheiði féllu á nokkru svæði. Mælingar gefa stærð um 6 stig.

1952: Skjálfti að stærð 5,2 átti upptök nærri Kleifarvatni. Hann fannst víða en olli engu tjóni.

Jarðskálfti

Ummerki jarðskálfta.

1955: Skjálfti ad stærð 5,5, sem varð 1. apríl, átti upptök austarlega á Hellisheiði. Hann fannst víða en olli litlu tjóni.

1967: Kröftug skjálftahrina átti upptök á Reykjanesi 28.-30. september. Miklar breytingar urðu á jarðhitasvæðinu þar og sprungur mynduðust. Stærsti skjálftinn var af stærðinni 4,9 en alls urðu 14 skjálftar af stærðinni 4,0 og stærri. Skjálftarnir fundust víða en tjón var óverulegt.

1968: Jarðskjálfti af stærðinni 6,0 varð 5. desember og átti hann upptök í Brennisteinsfjöllum, líklega á Hvalhnúksmisgenginu, líkt og skjálftinn 1929. Brotlausn hans sýnir að hann varð vegna hægri handar sniðgengishreyfinga á misgengi með N-S stefnu. Skjálftinn fannst víða og olli minniháttar tjóni í Reykjavík.

Jarðskálfti

Afleiðingar jarðskálfta innanhúss.

1973: Skjálftahrina gekk yfir Reykjanesskaga 15.-17. september. Fimm skjálftar voru stærri en 4, þar af þrír stærri en 5, sá stærsti 5,6. Virknin byrjaði í Móhálsadal, austan Djúpavatns og færðist síðan til vesturs, allt vestur að Eldvörpum. Stærsti skjálftinn varð vegna hægri handar sniðgengishreyfinga á misgengi með N-S stefnu.

1974: Jarðskjálftahrina varð 8. desember skammt undan ströndinni á Reykjanesi. Fjórir kippir voru á stærðarbilinu 4,0-4,5.

2000: Jarðskjálftinn 17. júní á Suðurlandi hleypti af stað röð skjálfta á flekaskilunum sem liggja um Reykjanesskagann, allt vestur að Núpshlíðarhálsi. Þrír skjálftanna voru stærri en 5. Sá stærsti (5,9) átti upptök undir Kleifarvatni. Vatnsborð Kleifarvatns féll um 4 metra á næstu vikum. Þá voru FERLIRsfélagar á göngu í Sveifluhálsi, en sakaði ekki.

Grindavík

Grindavík – jarðskjálftar í nóv. 2023.

2003: Jarðskjálfti að stærð 5,0 varð 23. ágúst og átti upptök nálægt Krýsuvík. Honum fylgdu margir smærri eftirskjálftar sem röðuðu sér á N-S línu.

2013: Skjálfti að stærð 5,2 með upptök skammt austan Reykjaness varð 13. október. Ekkert tjón varð en sprungur sem hreyfðust á svæði austan jarðhitasvæðisins gáfu til kynna færslur á vensluðum sniðgengjum með stefnur í norður og aust-norð-austur.

Sjá meira um jarðskjálfta á Íslandi fyrrum.

Heimildir:

-https://is.wikipedia.org/wiki/Jar%C3%B0skj%C3%A1lftar_%C3%A1_%C3%8Dslandi
-Eysteinn Tryggvason, 1978a. Jarðskjálftar á Íslandi 1930 – 1939. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-78-21, 92 pp.
-Eysteinn Tryggvason, 1978b. Jarðskjálftar á Íslandi 1940 – 1949. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-78-22, 51 pp.
-Eysteinn Tryggvason, 1979. Earthquakes in Iceland 1950 – 1959. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-79-06, 90 pp.
-International Seismological Centre, 2014.
-Kjartan Ottósson, 1980. Jarðskjálftar á Íslandi 1900 – 1929. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-80-05, 84 pp .
-Sveinbjörn Björnsson, Páll Einarsson, Helga Tulinius, Ásta Rut Hjartardóttir, 2018. Seismicity of the Reykjanes Peninsula 1971-1976. J. Volcanol. Geothermal Res., https://doi.org/10.1016/j.jvolgeores.2018.04.026.
-Þorvaldur Thoroddsen, 1899. Jarðskjálftar á Suðurlandi. Hið íslenska bókmenntafélag, Kaupmannahöfn, 197 bls.
-Þorvaldur Thoroddsen, 1905. Landskjálftar á Íslandi, II. Jarðskjálftar við Faxaflóa. Hið íslenska bókmenntafélag. Kaupmannahöfn. bls. 201-269.-
Þorvaldur Thoroddsen,1925. Die Geschichte der isländischen Vulkane, Det Kongelige Danske Videnskabernes Selskab, Köbenhavn 1925, 18+458 p.
-https://jardvis.hi.is/sogulegt_yfirlit_um_jardskjalftavirkni_reykjanesskaga

Jarðskálftar

Yfirlit yfir styrk jarðskjálfta á Íslandi aftur til 1734.

Gunnuhver

ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) hafa gefið úr Jarðfræðikort af Suðvesturlandi í mælikvarðanum 1:100 000.

Austurengjahver-21

Kortið byggist á fjölmörgum eldri jarðfræðikortum. Kortin hafa verið einfölduð, endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við. Elstu jarðlögin á kortinu eru rúmlega 4 milljóna ára gömul og þau yngstu eru hraun frá Reykjaneseldum 1211-1240. Alls eru á kortinu um 160 mismunandi hraun. Á kortinu er jafnframt bent á 40 áhugaverða staði og eru lýsingar af þeim að finna hér á vefnum.
Jarðfræðilega nær Reykjanesskagi austur að þrígreiningu plötuskilanna sunnan Hengils. “Reykjanesskagi er svokallað sniðrekbelti og fer gliðnunin fram í NA-SV-eldstöðvakerfum, sem eru tugir kílómetra að lengd, með misgengjum, gjám og gígaröðum.
Sniðgengisþátturinn kemur fram í nokkurra kílómetra löngum norður-suður sprungum með láréttri færslu og sprunguhólum. Þær eru á mjóu belti sem liggur eftir skaganum endilöngum. Þar verða tíðum jarðskjálftar. Þeir koma í hrinum og eru flestir litlir. Sá öflugasti hefur verið um 6 stig á Richter.
Tímabil eldgosa og gliðnunarhreyfinga annars vegar og Krysuvikurberg-21sniðgengishreyfinga hins vegar skiptast á og standa hvor um sig í 6-8 aldir.
Síðasta gos- og gliðnunartímabili lauk um miðja 13. öld. Tímabil eldgosa eru fundin með aldursgreiningu hrauna með hjálp öskulaga og C14- aldursgreiningum, auk skráðra heimilda um gos eftir landnám. Aðeins tvö síðustu gostímabilin eru vel þekkt, það þriðja að nokkru leyti, en helst til fá hraun því tilheyrandi hafa verið aldursgreind. Eldstöðvakerfin hafa ekki verið virk samtímis heldur hefur gosvirkni á þeim flust á milli þeirra með löngum hléum á milli.
Á Reykjanesskaga eru sex eldstöðvakerfi. Miðstöð þeirra ákvarðast af mestri hraunaframleiðslu í sprungugosum. Sprungusveimar eldstöðvakerfanna, með gjám og misgengjum, eru miklu lengri en gossprungureinarnar.

Hraundrangur

Þar hafa kvikuinnskot (berggangar) frá megineldstöðvunum ekki náð til yfirborðs. Í fimm af eldstöðvakerfunum er háhitasvæði. Hitagjafi þeirra eru innskot ofarlega í jarðskorpunni. Boranir á háhitasvæðunum hafa sýnt að 20-60% bergs neðan 1000-1600 m eru innskot. Súrt berg og öskjur eru ekki í eldstöðvakerfum skagans. Veik vísbending er þó um kaffærða öskju á Krýsuvíkursvæðinu, og í Hengli kemur fyrir súrt berg í megineldstöðinni, en það er norðan þrígreiningar plötuskilanna (gosbeltamótanna). Bergfræði gosbergsins í eldstöðvakerfunum spannar bilið frá pikríti til kvarsþóleiíts.
Brennisteinsfjallakerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum skagans eftir ísöld og framleitt mest hraun, bæði að flatar- og rúmmáli. Hvert hinna þriggja gostímabila sem greind hafa verið byrjaði þar um 200-300 árum fyrr en hin komu til. Endurtaki það sig mætti ætla að Brennisteinsfjallakerfið færi að nálgast nýtt upphaf miðað við lengd undanfarinna sniðgengistímabila. Hin myndu svo fylgja eftir með löngum hléum á milli.

Básendar – Básendaflóð
Basendar-21Eitt mesta sjávarflóð sem orðið hefur við Íslandsstrendur, Básendaflóðið, er kennt við Básenda á Reykjanesi. Básendar var gamall verslunar- og útróðrarstaður skammt sunnan við Stafnes og þekktur frá fornu fari. Þar eru grágrýtisklappir við sjóinn og grýttar fjörur. Ströndin öll liggur fyrir opnu hafi en smávíkur og básar gera veitt bátum og smærri skipum var.
Básendaflóðið varð aðfaranótt 9. janúar 1799. Þetta var stórstraumsflóð samfara lágum loftþrýstingi og aftakaveðri af hafi en við slíkar aðstæður magnast flóðbylgjan. Á Básendum gekk hún langt á land og hreif með sér verslunarhúsin og flest önnur hús á staðnum, eyðilagði lendinguna og braut alla báta sem þar voru í naustum. Margir sluppu naumlega úr flóðinu en gömul kona drukknaði. Þá urðu einnig gríðarmikil flóð og eignatjón víða við Suður- og Vesturland allt frá Þjórsárósi til Barðastrandar.

Basendar-22

Allmikil tóftarbrot eru á Básendum. Staðurinn er sæmilega merktur.
Í Reykjavík gekk sjór yfir nesið vestan við Lambastaðahverfið svo Seltjarnarnesið var sem eyja í hafinu. Fátítt er að slíkt gerist en átti sér þó stað 1936 í Pourquoi Pas veðrinu fræga. Bærinn Breið, sem var yst á Akranesi, gereyddist, bæði hús og tún. Talið er að 187 skip og bátar hafi eyðilagst eða stórskemmst en engin sjóslys urðu þó. Fárviðri var að suðvestri þessa nótt þannig að það var ekki einungis sjávargangurinn sem olli eyðileggingu. Kirkjurnar á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn fuku af grunni og brotnuðu í spón og kirkjurnar á Kirkjuvogi og Kálfatjörn stórskemmdust .

Basendar-23

Miklar breytingar urðu víða við ströndina, sjávarkambar hurfu og nýir urðu til og grandar og eiði tóku stakkaskiptum. Erfitt er að meta flóðhæðina en þó eru ýmsar vísbendingar í tjónalýsingum. Í skýrslu um tjónið á Básendum er sagt að sjór hafi komist 164 faðma upp fyrir verslunarstaðinn og rekadrumbur hafi skolast upp á húsþak og liggi þar 4 álnum yfir jafnsléttu. Geir biskup Vídalín sem bjó á Lambastöðum á Seltjarnarnesi áleit „að 5 álnum [3 m] hefði sjór gengið hærra, þverhnýptu máli, en í öðrum stórstaumsflóðum“.
Breidd flóðsins Pattersson-21innan við Lambastaði mældist 300 faðmar (áln 0,63 m, faðmur 1,88 m). Í Staðarsveit á Snæfellsnesi gekk sjórinn alstaðar meira en 560 m lengra á land en í eðlilegum stórstraumi og allt upp í 2800 m. Í dag eru ummerki Básendaflóðsins hvergi glögg. Þrátt fyrir það eru þetta mestu hamfarið af völdum sjávarfalla sem vitað er til að hafi orðið við Ísland á sögulegum tíma.

Pattersonvöllur – fornskeljar, 20-25.000 ára gamlar
Undir Pattersonflugvellinum sunnan við Innri-Njarðvík eru allþykk, forn, hörðnuð sjávarsetlög. Í þeim er á köflum mikið af steingerðum skeljum. Mest ber á sandmigu (smyrslingi – Mya truncata) og er hún víða í lífsstöðu. Í einstaka samloku hefur fundist steingerður skelfiskur. Aldur skeljanna er 20.000-22.000 ár og þær því lifað skömmu áður en jöklar síðasta jökulskeiðs gengu fram í fremstu stöðu fyrir um 18.000 árum. Sjávarstaða hefir verið a.m.k. 5-10 metrum ofar en nú.

Valahnúksmöl – sjávarkambur

Valahnuksmol

Valahnúksmöl er 420 m langur og 80 m breiður stórgrýttur sjávarkampur (-kambur) úr vel núnum hnullungum, mestmegnis á bilinu 1-3 fet í þvermál. Hann liggur þvert um sigdæld, eða sigdal, sem markast af Valahnúk í norðri og Valbjargagjá í suðri. Þegar hásjávað er myndast lítið lón innan við kampinn.
Uppruna grjótsins í Valahnúksmöl er einkum að leita í sjávarklettum milli kampsins og Reykjanestáar. Ströndin þarna er ákaflega brimasöm og er þungi úthafsöldunnar mikill þegar hún skellur á klettunum. Ber hún skýr merki þessara átaka og er alsett básum og skútum, jafnvel gatklettum. Valahnúksmöl liggur nokkuð inn á Yngra Stampahraun, sem rann á öndverðri 13. öld, og er því yngri.
Vert er að benda á frumstæða sundlaug innan við kampinn gerða af vitaverði í Reykjanesvita á 3. áratug síðustu aldar. Laugin var sprengd niður í sprungu við norðanvert lónið. Hún var einungis nothæf á flóði en með aðfallinu streymir sjór um sprungur inn í lónið og hitnar.

Háleyjabunga – dyngjugígur
HaleyjarbungaHáleyjabunga er lítil hraundyngja austast á Reykjanesi. Í hvirfli dyngjunnar er allstór hringlaga gígur, um 25 m djúpur.Hraunin eru úr bergtegundinni píkrít, sem er mjög auðugt af steindinni ólivín. Í handsýni má auðveldlega sjá mikið af flöskugrænum ólivíndílum. Píkrít flokkast sem frumstætt berg og er talið eiga upptök í möttli jarðar.
Mesta sjáanlega þvermál dyngjunnar er um 1 km en hún er umlukt yngri hraunum á alla kanta nema suðaustanmegin, þar sem hún liggur að sjó. Í sjávarhömrunum er auðvelt að skoða byggingu dyngjunnar og einnig sést vel hvernig yngri hraun hafa runnið upp að henni. Píkríthraun eru talin elst hrauna á Reykjanesskaga, frá því skömmu eftir að ísaldarjöklana tók að leysa.

Kerlingarbás – öskugígur og berggangar
KerlingarbasVið Kerlingarbás, sem er grunnur vogur næst sunnan Önglabrjótsnefs, hafa skapast einstakar aðstæður til að skoða innviði eldgíga af ýmsum gerðum. Gígaraðir á vestari gosrein Reykjaness, sem kennd hefur verið við Stampa, liggja að sjó við Kerlingarbás. Þar sem gossprungurnar opnuðust í sjó  hlóðust upp gjóskukeilur en gjall- og klepragígar þar sem sjór komst ekki að gosrásinni. Leifar þriggja gjóskugíga af hverfjallsgerð má sjá við ströndina. Þeir tilheyra Eldri og Yngri Stampagígaröðunum sem liggja um 4 km inn til landsins frá Kerlingarbás. Eldra Stampagosið varð fyrir tæpum 2000 árum síðan en það yngra á 13. öld. Gosmyndanir Stampagígaraðanna eru mest áberandi við Kerlingarbás en þó sér þar í eldri myndanir í sjávarmálinu, bæði túff og hraun.
Gígar og hraun við Kerlingarbás á Reykjanesi. Myndin er tekin frá Önglabrjótsnefi.

Kerlingarbas-2

Norðan til í básnum er þverskorinn gjallgígur á Eldri Stampagígaröðinni. Þar má m.a. sjá bergstólpa í fjörunni sem er hluti af gosrás hans. Gígur þessi ber nafnið Kerling (kemur fram í þjóðsögum ásamt dranginum Karli).
Eftir að virkni á Eldri Stampagígaröðinni lauk tók við goshlé á Reykjanesi í um 1100 ár. Yngra Stampagosið hófst snemma á 13. öld á gossprungu sem lá um 150 m suðaustan Eldri Stampagígaraðarinnar. Í upphafi gossins hlóðust upp tvær gjóskukeilur af hverfjallsgerð við ströndina. Aldursmunur þeirra er vart meiri en nokkrir mánuðir. Gígrimar beggja gíganna náðu inn á land og eru að hluta varðveittir. Yngra Stampahraunið rann upp að gígrimunum og markar hraunbrúnin hringlaga útlínur þeirra. Við miðjan Kerlingarbás má sjá tvo þunna bergganga sem liggja upp í gegnum yngri gjóskukeiluna, í Yngra Stampahraunið. Gefst þarna gott tækifæri til að skoða tengsl hrauns við aðfærsluæðar þess. Um 150 m breið sigdæld liggur um miðjan Kerlingarbás, með skarpa brún norðan megin. Rofmislægi koma fram beggja vegna sigdældarinnar. Við Kerlingarbás má fá góða mynd af gosvirkni við mörk lands og sjávar.
Við Kerlingarbás. Á myndinni sést berggangur sem liggur í gegnum óharðnaða gjósku, upp í Yngra Stampahraunið.

Eldvörp – gígaröð frá 13. öld
Eldvorp-21Eldvarpahraun er eitt þeirra hrauna sem runnu í Reykjaneseldum á tímabilinu 1211-1240. Önnur hraun frá þessum eldum eru Stampahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Suðurendi Eld-varpagígaraðarinnar er við vestanvert Staðarberg, þar sem hraunið hefur runnið í sjó, en í norðri endar hún tæpa 2 km vestur af Bláa lóninu. Hún er alls um 10 km löng en nokkuð slitrótt. Mest hraunframleiðsla hefur verið í Eldvörpum, skammt sunnan miðju gígaraðarinnar. Flatarmál Eldvarpahrauns er um 20 km2. Gígarnir á Eldvarpagígaröðinni eru gjall- og klepragígar og eru sumir þeirra allstæðilegir. Hraunið er ýmist slétt helluhraun, uppbrotið helluhraun eða úfið kargahraun. Jarðhiti er í Eldvörpum sem nýttur er til orkuframleiðslu í Svartsengi.
Arnarseturshraun og Illahraun eru talin vera frá því stuttu eftir 1226, líklega nokkrum árum, en þau runnu bæði inn á Eldvarpahraun.

Sandfellsdalur – dyngjugígur
SandfellshaedStærstu hraunin á Reykjanesskaga eru dyngjur. Þær elstu og stærstu, hvor um sig yfir 100 km2, eru Sandfellshæð og Þráinsskjöldur. Þær mynduðust á síðjökultíma fyrir um 14.000 árum. Þá var sjávarstaða næstum 30 m lægri en nú.
Gígurinn í Sandfellshæð heitir Sandfellsdalur. Hann er næstum kringlóttur, mest 450 m yfir barminn. Í honum hefur verið hrauntjörn. Hraun úr henni hefur runnið um hellakerfi. Sums staðar hefur ollið upp úr því, t.d. þar sem röð af hraunbólum vísar til vesturs með Langhól og Berghól stærstum. Í lok gossins hefur sigið í tjörninni og hallandi spildur hangið eftir innan á barminum. Hraun hefur einnig runnið yfir gígbarminn. Næst honum er það fremur frauðkennt og þunnbeltótt en fjær eru beltin þykkri og bergið þéttara. Dyngjugos standa lengi, jafnvel í nokkur ár þau stærstu. Bergið í þeim er jafnan ólivínríkt. Um það bil 5 km breiður sigdalur gengur yfir Sandfellshæð. Jaðarmisgengið suðaustan megin skerst yfir gíginn í henni og heldur áfram norðaustur yfir Sandfell, Lágafell og Þórðarfell. Það sést ekki í um það bil 2000 ára hrauni suðvestan við gíginn en kemur aftur fram í eldri hraunum úti á Reykjanesi, svo sem Háleyjabungu.

Stampagígaröðin 
Stampar-21Yngra Stampahraun er eitt af hraunum Reykjaneselda 1210-1240 en þá runnu fjögur hraun á Reykjanes- og Svartsengiskerfunum og neðansjávargos urðu í sjó undan Reykjanesi.
Stampagígaröðin er alls um 4 km löng og er flatarmál hraunsins 4,6 km2. Á norðurenda hennar eru tveir allstæðilegir  „stamplaga“ gígar sem heita Stampar. Sunnar á gígaröðinni eru nokkrir stæðilegir gígar sem bera nöfn, s.s. Miðahóll, Eldborg dýpri og Eldborg grynnri, en allir þessir gígar voru notaðir sem mið við fiskveiðar fyrr á tímum. Að öðru leyti eru gígar Stampagígaraðarinnar lágir klepragígar og fremur lítt áberandi.
Í rituðum heimildum er getið að minnsta kosti sex gosa í sjó við Reykjanes á tímabilinu 1210-1240. Á Reykjanesi hafa fundist fjögur gjóskulög í jarðvegi sem skjóta stoðum undir þessar frásagnir.

Stampar-22

Einnig eru þekkt fjögur hraun sem runnu á þessu tímabili, það er Yngra Stampahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Hefur þessi goshrina verið nefnd Reykjaneseldar 1210-1240. Eldarnir byrjuðu með gosi í sjó við suðvesturströnd Reykjaness. Þar hlóðust upp tveir gjóskugígar af hverfjallsgerð með um 500 metra millibili. Er drangurinn Karl hluti af gígbarmi yngri gígsins. Báðir gígarnir eru nú mikið eyddir vegna rofs en hlutar þeirra eru þó varðveittir á ströndinni. Þar má sjá allt að 20 metra þykka gjóskustabba sem vitna um tilvist gíganna. Í framhaldi af gjóskugosunum rann Yngra Stampahraunið.

Gunnuhver – hverasvæði
Gunnuhver-21Gunnuhver er gufuhvera- og leirpyttaklasi. Gufu- og leirhverir stafa af suðu í jarðhitageymi. Gufan leitar upp og blandast yfirborðsvatni. Henni fylgja gastegundir. Þær gera vatnið súrt. Af því umbreytist hraungrýti og móberg í leir. Gufustreymið jókst mjög er þrýstingur lækkaði í jarðhitageyminum við vinnslu vatns og gufu úr honum. Stærsti leirhver landsins, nú með digrum suðustólpa í 20 m víðum stampi, er efst í brekkunni. Um tíma náði gosstólpinn um 10 m hæð og slettur úr honum hlóðust á barmana.
Óróasamt er á Reykjanesi af völdum jarðskjálfta. Þeir koma í hrinum en eru vægir, þeir stærstu rúmlega 5 á Richter.
Í helstu hrinunum Gunnuhver-22hefur sprunga sem liggur frá Valbjargagjá til norðausturs um Gunnuhver hreyfst til, síðast fyrir um 40 árum. Við slík umbrot hefur hveravirkni aukist um tíma og efnaríkt vatn úr jarðhitageyminum náð til yfirborðs og myndað goshveri með útfellingum af hverahrúðri. Þetta voru sjóhverir. Kísilhóll er nefndur eftir kísilhellu efst á honum. Í henni eru skálar eftir kulnaða goshveri. Kulnaður bolli Hversins 1919 er um 100 m sunnar, ofan vegar. Hann var síðast virkur kringum 1970. Skammt þar suðvestan við var Geysir (Reykjanes-Geysir) virkur kringum aldamótin 1900 og framan af 20. öld. Engin merki sjást um hann nú.

Skálafell – jarðskjálfta-sprungur
SkalafellSkálafell hefur hlaðist upp í nokkrum gosum á gossprungum og aldursmunur á þeim er mikill. Toppgígurinn í því er klepragígur af eldborgargerð. Hann varð til í því yngsta, líklega fyrir rúmum 3000 árum. Kringum toppgíginn eru jarðföll (skálarnar?) þar sem runnið hefur undan. Af þeim toga er einnig smáhellir suður úr toppgígnum. Elstu hraunlögin úr Skálafelli, yfir 8000 ára, sjást í misgengisstalli austan við fellið og í sjávarklettum (Krossvíkurberg). Brotstallar eru stórir í gömlu hraununum en í yngsta hrauninu rétt mótar fyrir þeim. Misgengi þessi takmarka siglægðina á Reykjanesi að austan. Tilsvarandi misgengi á móti eru vestur við Kinn og við táknræna brú yfir flekaskilin. Þar á milli eru 5 km. Á hraunsléttu kippkorn norðaustan við Skálafellsbunguna eru gömul hraun úr Skálafelli og í þeim slitróttar gjár með norð-suðlægri stefnu. Færsla á þeim er lárétt til hægri þegar horft er þvert yfir þær. Einkenni þeirra eru uppskrúfaðir sprunguhólar þar sem sprungubútarnir hliðrast til.

Hrólfsvík – hnyðlingar
HrolfsvikHrólfsvík er þekktur fundarstaður hnyðlinga. Hnyðlingar eru aðskotasteinar sem kvika hefur hrifið með sér í gosum. Ein gerð þeirra er úr gabbrói og svo er um hnyðlingana í Hrólfsvík. Þar eru þeir í hraunlagi, eða öllu heldur í hraunbelti, og krökkt af þeim á litlum kafla austanvert í víkinni. Ekki er vitað um upptök hraunsins. Ofan á því er sandur og möl sem best sést í lágum sjávarbakka. Áhorfsmál er hvort jökull hefur gengið yfir það. Hnyðlingarnir eru ýmist rúnnaðir eða kantaðir. Í þeim er aðallega feldspat en mikið ólivín í sumum. Þeir gætu verið úr botnfalli kvikuinnskots sem var byrjað að storkna en kvika hreif svo með sér eftir viðdvöl í neðra. Skorpan undir Reykjanesskaga er úr gosbergi og minni háttar innskotum niður á 5-6 km dýpi en þar undir innskotsbergi, fyrst berggöngum og síðan gabbrói. Vel mega gabbróhnyðlingarnir vera úr gabbrólaginu.

Festarfjall – rofin eldstöð, aðfærsluæð og berggangar
FestarfjallÓvenjulegt er að sjá þverskurði af móbergsfjöllum eins lýsandi um innri gerð þeirra og í Festarfjalli. Þar hefur sjávarrof verið að verki. Undirlag fjallsins er móberg og á því grágrýti. Fjallið sjálft er úr móbergsbreksíu en grágrýti í toppnum. Á skilunum er rauðagjall. Berggangur, Festi, gengur upp í gegnum undirstöðuna og móbergshluta fjallsins upp að grágrýtishettunni, greinilegur úr fjarlægð. Festarfjall er stapi að gerð, myndaður á stuttri gossprungu í jökli og Festin er aðfærsluæðin. Norðan megin hvílir móbergsbreksían í Festarfjalli á eldri og lægri stapa. Gígurinn í honum er norðan undir Festarfjalli, að hálfu grafinn undir því. Ekki verður greint úr fjarlægð hvort eldri stapinn komi fram í brimklifinu.
Festarfjall kemur við sögu í riti sem tékkneskur jarðfræðingur skrifaði um jarðfræði Reykjanesskaga og út kom árið 1943. Hann benti á að undirlagið gengi óbrotið undir fjallið sem sönnun þess að móbergsfjöll Skagans væru ekki ris-spildur. Í staðinn hélt hann fram jafngalinni kenningu um að þau væru leifar af víðáttumikilli myndun sem rofist hefði burt að mestu. Bergganginn nefnir hann ekki. Þar missti hann af réttum skilningi. Kannski hefði það rétta runnið upp fyrir honum hefði hann velt honum fyrir sér.

Vestan Selatanga – tæmd hrauntjörn
KatlahraunHraunið vestan við Selatanga er úr Moshólum, sundurgröfnum gjallgígum við veginn neðst í hraunsundinu milli Móhálsa. Moshólar eru ysti parturinn af gígaröð sem nær inn fyrir Trölladyngju. Aldur hennar er um 2000 ár. Þekktasta hraunið úr henni er Afstapahraun. Veiðistöðin gamla á Selatöngum er þar sem hraunið úr Moshólum og Ögmundarhraun koma saman. Þar er dálítið var í smáviki.
Katlahraun heitir í Moshólahrauninu (ekki örnefni) þarna vestur af. Í því eru tvær stórar bungur úr helluhrauni skammt vestur af Selatöngum. Hraun hefur safnast í þær en síðan hlaupið undan fram í sjó og miðsvæðið í þeim sigið og 10-20 m hár veggur staðið eftir umhverfis. Stöku strípar standa eftir í siglægðinni. Innveggir eru ýmist hrunskriða eða húðaðir hraunbrynju, svo einnig stríparnir.
Helluhraunið í botni er ogmundarhraun-mosiýmislega beyglað og brotið. Þessi tæmda hrauntjörn minnir á Dimmuborgir í Mývatnssveit en sá munur er að þær eru gervigígamyndun og hér vantar gjallið sem einkennir þær.

Húshólmi, Óbrennishólmi – rústir og samspil byggðar og eldgosa
Allstór óbrinnishólmi austast í Ögmundarhrauni niður undir sjó. Hólminn opnast niður í fjöru [Hólmasund]. Ögmundarhraun sem brann árið 1151 umlykur hann. Í hólmanum og kimum vestur úr honum eru mannvistarleifar sem eru eldri en hraunið. Í aðalhólmanum eru tveir fornir torfgarðar sem hraunið hefir runnið upp að og yfir. Annar þeirra var hlaðinn fyrir árið 871, er landnámsöskulagið féll, og því eitt elsta mannvirki sem fundist hefir í landinu. Í kimunum eru húsatóftir sem hraunið rann upp að og að stórum hluta yfir. Þar eru leifar af stórum bóndabæ sem hlaðinn hefir verið að hluta úr lábörðu grjóti.
Þar er einnig heilleg tóft sem talin hefur verið af kirkju. Husholmi-21Þessi staður nefnist Forna-Krýsuvík og þar hefir Krýsuvíkurbærinn staðið frá upphafi og fram að gosi er hann hefir verið fluttur á núverandi stað.
Óbrennishólmi er í miðju Ögmundarhrauni norðvestur af Húshólma. Gengið er í hólmann frá fjallinu Lat. Þá er farinn misglöggur stígur um Ögmundarhraun sem brann árið 1151. Í Óbrennihólma er forn, hringlaga fjárborg og einnig eru þar leifar af túngarði. Þessar mannvistaleifar eru eldri en hraunið.

Ögmundarhraun við Núphlíð – gígar og hraunfossar
Ögmundarhraun myndaðist í gosi árið 1151. Þá opnaðist um 25 km löng sprunga eftir endilöngum Móhálsadal og allt norður undir Kaldársel. Í henni miðri er gígalaus kafli. Úr suðurhlutanum rann Ögmundarhraun en Kapelluhraun úr þeim nyrðri. Syðst í Vesturhálsi, þar sem heitir Núphlíð, liggur gígaröðin á bláfjallsbrúninni og falla frá gígunum hraunlænur niður þverhnípta hlíðina. Hraunið er að mestu slétt helluhraun og gígarnir eru flestir litlir.

Grænavatn, Gestsstaðavatn – sprengigígar
GraenavatnÍ Krýsuvík er þyrping sprengigíga. Allir eru þeir líklega yfir 6000 ára. Þekktastir eru Grænavatn og Gestsstaðavatn. Í þyrpingunni eru a.m.k. fjórar gígaraðir, þrjár liggja norður-suður og ein NA-SV.Sú vestasta og elsta hefur aðallega gosið gjalli (Gestsstaðavatn) en hinar grjótmylsnu með stórgrýti í bland (Grænavatn) auk gjalls sú austasta (vikið austast í Grænavatni). Yngstar eru tvær gígaraðir sem liggja um Grænavatn. Aðalgígurinn í þeirri eldri er vestan megin í því. Þar gaus bergbrotum og bergmylsnu úr undirlaginu. Það myndar a.m.k. 10 m þykkt lag í gígbarminum sunnan megin. Úrkast þaðan hefur dreifst umhverfis og yfir nálæga gíga með því minni blokkum sem fjær dregur. Kleprahraun, morandi af gabbróhnyðlingum, er úr þeirri yngri austan megin í Grænavatni.

Graenavatn-21

Efsti hluti hraunsins er ósambrætt lausagjall. Grjót úr undirlaginu er þarna með. Aldursmunur á Grænavatnsgígunum er sennilega lítill. Augun, smágígar með pollum báðum megin vegar eru á 300 m langri gígaröð með stefnu N50°A. Hún er tvískipt og partarnir standast ekki á. Sprengigígarnir raða sér í stefnu skjálftasprungna. Hraunmagn í gosunum hefur verið mjög lítið, þeim fylgdi mikið magn gabbróhnyðlinga og gossprungurnar voru stuttar. Því er líkast að gengið hafi yfir skjálftatímabil sem kom hreyfingu á storknandi kvikumassa í rótum megineldstöðvar Krýsuvíkurkerfisins. Gliðnunarsprungur hreyfðar eftir ísöld er ekki að sjá þarna nærlendis.

Seltún – háhitasvæði
Seltun-21Seltúnshverir kallast hveraþyrping neðst í lækjarskorningi sem margir skoða, enda við alfaraveg. Fyrir rúmri öld var þar miðstöð brennisteinsvinnslu og fyrir um hálfri öld einn helsti vettvangur borana í Krýsuvík. Þarna eru gufu- og leirhverir og heit jörð umhverfis. Nokkuð er um heiðgulan brennistein en einnig gulleit og hvít hverasölt. Þau þekkjast frá brennisteini á beisku bragði en hverfa að mestu í rigningartíð.
Fúlipollur heitir víð hveraskál austan vegarins en dautt er í honum nú. Kraumandi leirhverir eru fast við veginn aðeins norðar. Gamlir borpallar eru við lækinn vestan við göngustíginn. Borholan í öðrum þeirra reif sig upp í gos veturinn 2010 en dagar liðu og líða enn milli gosa.

Seltun-22

Úthlaupi fyrir gosin er beint til hliðar yfir lækinn. Gufusprenging varð í annarri borholu neðst í brekkunni austan við stíginn í nóvember 1999. Hún myndaði gíg um 30 m í þvermál. Úrkastið, leir og grjót, barst inn með hlíðinni til norðausturs og gulleitur hroði situr enn á brekkunni.
Vatnið í hverunum er yfirborðsvatn. Það hitnar af gufu sem sýður upp af jarðhitageyminum undir og þéttist í því. Gastegundir, einkum brennisteinsvetni, fylgja með. Þær sýra yfirborðsvatnið og leysa bergið sundur í leir. Aðeins efstu 300 metrar jarðhitakerfisins undir Seltúnssvæðinu eru í suðu, þ.e. fylgja suðumarksferli með dýpi. Þar fyrir neðan kólnar. Það bendir til flatrennslis frá uppstreymi til hliðar.

Stóra-Eldborg – eldborg
Stora-eldborgEldborg (Stóra-Eldborg) sunnan við Geitahlíð er dæmi um gíg af eldborgargerð. Gígarnir eru raunar tveir, báðir með eldborgarlögun. Gígar þessir eru á gossprungu með þrem smágígum milli eldborganna og Geitahlíðar. Norðan við Geitahlíð heldur gígaröðin áfram. Eldborgir myndast kringum hrauntjörn af hraunbráð sem fellur úr miðlægum gosstrók, eins og hér, eða smástrókum í tjörninni og hlaða upp kamb allt umhverfis, brattastan efst. Hér er kamburinn úr 5-10 cm þykkum hraunskeljum, líkustum hraunbelti hver og ein, blöðróttar efst en þéttari neðar. Hraun getur runnið yfir gígbarminn og svo var hér um skarð austan í móti. Hrauntraðir eru þar niður undan og sömu þunnu hraunskeljarnar í börmum þeirra.
Hraunið úr Eldborg er mjög ólivínríkt helluhraun. Það hefur runnið til sjávar fram af Krýsuvíkurbergi austast. Aldur þess er ekki þekktur en miðað við þykkan jarðveg, framburð á því og áhrif frostveðrunar á yfirborð þess gæti það verið 7000-8000 ára. Nánasta hliðstæða við Stóru-Eldborg er Búrfell ofan við Hafnarfjörð.

Sog – gígar og litskrúðug ummyndun

Sog

Sogin er slakki sunnan við Trölla- og Grænudyngju. Í Sogunum er litskrúðug háhitaummyndun og nokkrir leirhverir og gufuaugu. Skammt neðan við Sogin er merkileg gígaröð. Norðan við vegslóðann er svonefndur Sogagígur, allstór sprengigígur. Inni í honum eru tóftir af nokkrum fornum seljum. Sunnan við vegslóðann eru nokkrir minni en áberandi sprengigígar. Suður af Sogunum er Spákonuvatn og enn sunnar Grænavatn. Mikið útsýni er af egginni ofan við Sogin. Í sundinu milli Soga og Oddafells eru falleg apalhraun og gufur upp úr þeim í grennd við borholu sem þar er.

Lambafellsgjá – bólstraberg
Lambafellsklofi-21Norðan við Eldborg við Trölladyngju er lágt, ávallt fell er nefnist Lambafell. Syðst í því eru virk háhitaaugu. Eftir fellinu er slakki eða lág brún sem opnast í hrikalegri gjá sem nefnist Lambafellsgjá. Gjáin er aðeins nokkurra metra víð og mesta dýpi er um 50 metrar. Gjáin opnast út á jafnsléttu í norðurenda fellsins. Hægt er að ganga eftir gjánni endilangri. Auðveldast er að fara upp í fellið að sunnanverðu og ganga niður gjánna. Þar eru bratt og nokkuð laust undir fæti en engin mannhætta. Í veggjum gjárinnar sést bólstraberg sem fellið er byggt úr. Gjá þessi er vafalaust að stórum hluta mynduð við umbrot á nútíma en fellið sjálft virðist aldið og hugsanlega frá næstsíðasta jökulskeiði eða jafnvel eldra.

Hrútagjá – risfláki
Við norðanverðan Sveifluháls, um 2 km vestan Vatnsskarðs, eru upptök dyngju sem heitir Hrútagjárdyngja. Hún dregur nafn sitt af gjá sem liggur umhverfis gígsvæðið. Er þarna um sérstæða myndun að ræða sem vert er að skoða. Hraunin frá Hrútagjá hafa breytt úr sér til norðurs og runnið til sjávar vestan Hafnarfjarðar, á milli Vatnsleysuvíkur og Hvaleyrarholts. Hraun í svonefndum Almenningi, suður af Straumsvík, eru að mestu frá Hrútagjárdyngju komin. Myndarlegir gervigígar eru í hrauninu skammt sunnan Reykjanesbrautar sem myndast hafa þegar hraunið rann yfir sjávarset. Samkvæmt gjóskulaga-rannsóknum er Hrútagjárdyngjan um 6000-6500 ára gömul og er ein af þeim yngri á Reykjanesskaganum.

Hrutagja-21

Sjáanlegt flatarmál dyngjunnar er um 80 km2 og rúmmál hefur verið áætlað rúmir 3 km3. Um lágmarkstölur er að ræða en dyngjan er að stórum hluta hulin yngri hraunum.
Gígsvæði Hrútagjárdyngju er hraunslétta með gapandi gjám á þrjá vegu. Gígurinn sjálfur er óreglulegur með 10-14 m háa, bratta gígbarma. Gígurinn er opinn til suðurs og hefur hraunið aðallega runnið í þá átt. Um 10 m djúpur sigketill er skammt norðvestan aðalgígsins. Undir lok gossins hefur kvika troðist undir gígsvæðið og belgt það upp og hraunbunga (hraunfyllt kýli) myndast. Hún hefur verið allt að 30 m há.

 

Hrutagja-22

Ljóst er að yfirborð hraunsins hefur verið storknað er kvikan fór að lyfta því. Síðar hefur kvikan fengið útrás um hraunrásir eða slokast ofan í gosrásina og yfirborð hraunbungunnar þá sigið. Sprunga hefur myndast umhverfis gígsvæðið (vestan megin heitir hún Hrútagjá) og það tekið á sig núverandi mynd. Löngu síðar hefur gossprunga opnast á gígsvæði Hrútagjárdyngju og skilið eftir sig talsverðan hraunflekk.

Straumsvík
Straumsvik-21Straumsvík er lítil sjávarvík sem gengur inn á milli Kapelluhrauns, sem rann árið 1151, og hrauns frá Hrútagjárdyngju sem er um 6000 ára. Keflavíkurvegurinn liggur við víkurbotninn. Bærinn Straumur stendur við víkina og handan hennar er Álverið í Straumsvík. Þarna eru miklar fjörulindir sem sjást best þegar lágsjávað er en þá flæðir vatnið um þröng hraunsund við ströndina og út í víkina. Á flóði fara lindirnar á kaf og lítil ummerki sjást þá um hið mikla ferskvatnsrennsli. Talið er að um 4000 l/s streymi þarna að jafnaði til sjávar. Fjörulindir eru allvíða á Reykjanesi en hvergi eru þær eins vatnsmiklar og áberandi. Vatnið er úrkomuvatn sem fellur á hraunin upp af Straumsvík. Hluti þess er kominn úr Kaldá fyrir ofan Hafnarfjörð. Kaldá kemur upp í Kaldárbotnum en hverfur aftur í hraunin nokkru neðar. Vatnið birtist síðan á ný í Straumsvík. Annar grunnvatnsstraumur kemur frá Kleifarvatni. Við Þorbjarnarstaði hjá Straumsvík eru tjarnir sem flóðs og fjöru gætir í. Við innstu tjörnina er Gvendarbrunnur. Mikið er um krækling í Straumsvík og töluvert fuglalíf. Þar finnst einnig sjaldgæft afbrigði af bleikju, dvergbleikja, sem þarna lifir í hraungjótum á mörkum ferskvatns og sjávar.

Ástjörn
AstjornÁstjörn er hraunstífluð tjörn í kvos vestan undir Ásfjalli, tæpir 5 ha að stærð og liggur í um 20 m hæð yfir sjó. Berggrunnurinn í kvosinni undir tjörninni er kubbaberg úr neðsta hluta Reykjavíkur-grágrýtisins en í Ásfjalli er yngra grágrýti. Fyrir um 3000 árum rann svokallað Skúlatúnshraun niður með grágrýtisholtunum. Þetta var þunnfljótandi helluhraun sem nú myndar ströndina milli Hvaleyrarhöfða og Álversins í Straumsvík. Það rann fyrir mynni kvosarinnar og þá hefur Ástjörn líklega orðið til í lægð milli hraunsins og grágrýtisins sem myndar Ásfjall. Skömmu eftir landnámsöld, eða um 950, varð eldgosahrina í Grindaskörðum og Brennisteinsfjöllum.
Mjóir, þunnfljótandi hraunstraumar teygðu sig allt niður undir Hvaleyrarholt. Þetta er flatt helluhraun og nefnist eftir útliti sínu Hellnahraun. Tunga úr hrauninu rann inn í kvosina við Ástjörn sem þá fékk sitt núverandi lag. ÁAsfjall-22stjörn er afrennslislaus á yfirborði, eins og flest vötn á Reykjanesskaga, en vatnsstaðan í henni ræðst af grunnvatnsstöðunni í berginu. Þegar hátt stendur má greina streymi frá tjörninni inn í vikið vestast í henni þar sem vatn sígur í hraun og skilar sér með grunnvatnsstraumi til sjávar vestan við Hvaleyrarhöfða. Innrennsli í tjörnina kemur úr mýrunum norðan hennar og austan. Þar eru smálindir sem koma úr grágrýtinu. Vatnasvið tjarnarinnar á yfirborði er ekki nema um 1 km2.
Útsýni af Ásfjalli er gott og áhugavert fyrir fólk sem vill fræðast um jarðfræði og sögu Hafnarfjarðar og raunar höfuðborgarsvæðisins alls. Bærinn Ás stóð skammt frá tjörninni en bæði hún og fjallið þar ofan við heita eftir bænum. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkenndust af fjölbreyttu gróðurfari en nú er lúpínan að leggjast yfir svæðið og rýma brott upprunalegum gróðri. Fugla- og smádýralíf er auðugt. Ástjörn er friðuð og umhverfis hana er friðland og fólkvangur.

Álftanes og Álftanesgarður
Bessastadir-23Álftanesgarðurinn er jökulgarður sem myndast hefur framan við skriðjökulstungu sem lá yfir Álftanes einhvern tíma í ísaldarlok. Bæjarröðin gamla á nesinu frá Skógtjörn að Bessastöðum er á garðinum sem síðan heldur áfram út á Bessastaðanes. Þar hverfur hann í sjó. Á árum áður mátti sjá hvar hann tók land yst á Kársnesi en nú er hann horfinn undir fyllingu þar. Garðurinn er lágur og breiður og gæti hafa myndast í sjó, a.m.k. er ljóst að sjór hefur gengið yfir hann eftir að hann varð til. Álftanesgarðurinn er langstærsti jökulgarðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Minni garðar og garðstubbar eru á nokkrum stöðum, s.s. við botn Kópavogs og við Grafarvog. Fátt er vitað með vissu um aldur Álftanesgarðsins. Hann virðist þó vera yngri en skeljalög Fossvogsins og er að líkindum frá yngra dryas kuldakastinu og um 11.000 ára.

Rauðhólar – gervigígar
Raudholar-21Fyrir um 5200 árum varð eldgos í austanverðu Brennisteinsfjallakerfinu en þá rann mikið hraun frá gígnum Leitum austan undir Bláfjöllum (nefnt Leitahraun). Meginhraunstraumurinn fór til suðurs á milli Bláfjalla og Lambafells og niður á láglendið, allt til sjávar (þar sem nú er Stokkseyri). Önnur hraunkvísl rann til norðurs að Húsmúla og síðan til vesturs um Sandskeið, Lækjarbotna, Elliðavatnslægðina og síðan um farveg Elliðaár til sjávar. Á leið sinni fór hraunið um allvíðlent votlendi og grunnt stöðuvatn, forvera Elliðavatns. Gufusprengingar urðu í hrauninu þegar það rann yfir vatnssósa setlög og upp hlóðst þyrping gjall- og klepragíga. Hólarnir ná yfir um 1,2 ferkílómetra svæði. Annað minna gervigígasvæði er um 5 km austan Rauðhóla, svonefnd Tröllabörn.
VideyRauðamalarnám var stundað af kappi úr Rauðhólum um miðja síðustu öld og var þá um þriðjungi hólanna spillt. Talið er að gíghólarnir hafi í upphafi verið um 150 talsins. Í sundurgröfnum gígunum gefst gott tækifæri til að skoða innri gerð gervigíga og sjá hvernig þeir hafa hlaðist upp. Hægt er að aka að Rauðhólum frá Suðurlandsvegi, um 1 km austan Rauðavatns.

Viðey – basaltinnskot og keilugangar
Berggrunnur Viðeyjar skiptist alveg í tvennt. Á Vestureynni er grágrýtishraun frá hlýskeiði seint á ísöld. Á Heimaeynni er aftur á móti mest áberandi jarðlög sem myndast hafa í tengslum við svonefnda Viðeyjarmegineldstöð sem var virk fyrir um tveimur milljónum ára. Þar er gosmóberg víða og einnig eru setlög austast á eynni. Inn í móbergið hafa troðist innskotseitlar s.s. Virkishöfði. Norðan á Heimaey er svo grágrýtisflekkur allstór.

Búrfellsgjá – gígur og hrauntröð
Burfell-22Búrfell upp af Hafnarfirði er eldstöð af þeirri gerð sem kallast eldborg. Gígurinn er aðeins einn og rís 180 m y.s., hlaðinn úr gjalli og hraunkleprum. Hraunið frá honum nefnist einu nafni Búrfellshraun en einstakir hlutar þess hafa sérnöfn;
Smyrlabúðarhraun
Gráhelluhraun
Lækjarbotnahraun
Urriðakotshraun
Hafnarfjarðarhraun
Garðahraun
Gálgahraun
Þrjár stórar hrauntungur hafa runnið frá Búrfelli til sjávar.
Sú stærsta fór niður með Vífilsstaðahlíð og náði í sjó bæði í Hafnarfirði og við Arnarnesvog.
Önnur tunga rann í átt að Kaldárbotnum og síðan niður hjá Ásfjalli og í sjó við Hamarinn í Hafnarfirði. Þriðja hrauntungan rann suður fyrir Kaldárbotna og til sjávar í Straumsvík. Hún er nú að mestu hulin yngri hraunum.
Burfellsgja-21Þegar hraunið rann stóð sjór um 10 m lægra við landið en hann gerir nú. Berggerðin er ólivínbasalt með hvítum plagíóklasdílum og ljósgrænum ólivíndílum. Mörg hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ standa á Búrfellshrauni.
Sprungur og  misgengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið sem nær allt frá Elliðavatni að Kaldá. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu NA-SV sem teygir sig frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell.
Hraunið er talið um 24 km2 að flatarmáli en um þriðjungur þess er hulinn yngri hraunum. Rúmmálið er um 0,5 km3. Það er um 8000 ára og með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkursvæðinu.
Hverahlid-21

Hrauntraðir mynduðust í hrauninu meðan á gosi stóð. Þær stærstu nefnast Búrfellsgjá og Selgjá. Þessar gjár eru af allt öðrum toga en gjárnar sem þverskera hraunið í grennd við Hjallamisgengið, svo sem Hrafnagjá og Vatnsgjá sem hafa myndast við jarðhræringar og brot af þeirra völdum.
Margir hraunhellar eru í Búrfellshrauni. Lengstur er Selgjárhellir yfir 200 m langur en þekktastir eru Maríuhellar við veginn upp í Heiðmörk.

Hverahlíð – jökulhamlaður hraunjaðar
Hverahlíð er hluti af bogadregnum stalli. Hann er hæstur á móts við hverina en lækkar niður að jöfnu til austurs og heldur nokkurn veginn hæð til vesturs. Stallur þessi er hraunbrún á dyngju sem myndaðist seint á ísöld, líklega á síðasta jökulskeiði, og nefnd er Skálafellsdyngja (ekki örnefni). Hún er hæst vestan við Skálafell. Þar er gígurinn, Trölladalur. Hraunið er skrapað af jökli sem hvalbök og jökulrákir á því sýna. Hraunbrúnir sem þessar myndast þar sem hraun hafa runnið í Skalafell-21aðhaldi af jökli. Hér hefur hann verið á hæð við stallinn eða lítið þar yfir. Neðst í stallinum sést hér og þar móbergsbreksía með bólstrum. Hún nær hátt upp í hann nokkuð austur frá hverunum. Vatn hefur eftir því staðið mishátt í lóni milli jökuls og hrauns. Lægri stallur í miðri hlíð sýnir hraunrennsli við lága vatnsstöðu. Hverahlíðarhorn skagar vestur úr hraunjaðrinum. Þar hefur hraunið leitað í rás sem þangað lá. Hraunið hefur runnið niður á jafnsléttu í Ölfusi og í sjó við um það bil 30 m háa sjávarstöðu sem skil á breksíu og hraunlögum sýna. Þar er á því hnullungakambur eftir 20 m hærri sjávarstöðu frá lokum ísaldar. Hverirnir sem hlíðin dregur nafn af eru á NA-SV sprungu. Hana má rekja töluverðan spöl suður á dyngjuna. Undir Hverahlíð er hæstur hiti í jarðhitakerfinu sunnan Hengils, vel yfir 300°C.

Ölfusvatnslaugar – uppsprettur
Olfusvatnslaugar-3Ölfusvatnslaugar eru austan undir Hengli, þyrping hvera og kalklauga. Hverirnir eru í brekkunni ofan við laugarnar, aðallega gufuhverir. Töluverður brennisteinn er í þeim. Laugarnar eru á dálitlum bala. Þar hafa fyrrum verið goshverir. Gospípa þess stærsta er 1,5 m á vídd og í henni smáólga af loftbólum og lítið rennsli af um 70°C heitu vatni. Hrúðurbunga, 50×50 m að stærð, er umhverfis. Hún er úr kalkhrúðri. Hverir og laugar austan við Hengil frá austanverðum Innstadal [í Þrengslum við Miðdal] inn að Ölfusvatnslaugum eru með kolsýruríku vatni og ölkeldur koma fyrir. Koldíoxíð er kvikugas sem einkum ber á í háhitakerfum þegar innskotsmassi, hér sennilega gömul kvikuþró, í rótum þeirra storknar.

Gjárnar á Þingvöllum
ThingvallagjarGliðnunarbelti Reykjaneshryggjar gengur inn í Ísland. Á Reykjanesskaga er það samsett af tveim þáttum, gliðnun og sniðgengi. Það mætti nefna sniðrekbelti. Hreint rekbelti verður hryggjarstykkið ekki fyrr en norðan Hengils, í norðurgrein eldstöðvakerfis hans. Partur af því er Þingvallasigið með gjánum beggja vegna. Gjárnar norðan við Þingvallavatn eru í dyngjuhrauni sem rann fyrir um 10.000 árum. Gígurinn í dyngjunni er suður af Hrafnabjörgum. Nýrunnið náði hraunið suður á móts við Nesjaey. Þingvallavatn var þá að flatarmáli aðeins um þriðjungur þess sem það er nú. Gjárnar komu fram við tognun yfir flekaskilin og því fylgdi landsig. Þetta gerðist í hrinum með gangainnskotum frá Hengli og gliðnun gjánna ofan þess sem gangarnir náðu. Við landsigið færðist ströndin innar. Tímann á milli slíkra umbrota þekkjum við ekki en síðasti atburður af því tagi varð í júní 1789. Sokkinn túngarður í Vatnskoti sýnir að landsigið þar nam um 2,5 metrum. Vestan megin er svo til allt sigið um Almannagjá en austan megin deilist það á fleiri gjár. Sigið í Almannagjá losar 40 m þar sem mest er. Líta má á misgengin við Hestvík sem framhald gjárinnar til suðvesturs. Þar sneiða þau sundur grágrýtisdyngju og er austurhlíð hennar töluvert neðar en botn víkurinnar. Samanlögð stærð sigstallanna, þeir eru tveir stærstir, nemur hátt í 400 metrum. Hún gæti eftir því verið tíu sinnum eldri en Þingvallahraun og þá frá síðasta hlýskeiði ísaldar.

Súlufell – sprengigígar
KattartjarnirSúlufell (446 m) er norðarlega í Grafningshálsum, strýtulaga móbergsfjall, núið af jökli og þakið jökulruðningi hið neðra. Suðvestan í því er feiknamikill gígur, Smjördalur, gróinn í botninn og þverhnípt, sveiglaga hamraþil upp af að austan. Vestan megin er lægra upp úr dalnum og þar sem lægst er rennur dalbotninn saman við yfirborð ássins sem fjallið rís upp af, framhald Katlatjarnahryggjar til norðurs. Gígurinn er um 500 m yfir barminn á langveginn en um 400 m þvert á. Í hömrunum að austan sést innri gerð Súlufells, bólstraberg upp fyrir miðju, og móberg þar ofan á. Gígurinn skerst upp í gegnum berglög fjallsins og það hefur verið fullmyndað er hann braust upp. Norðan megin hefur svo bólstrabergshryggur komið upp utan í háfjallinu og nær með suðurendann nokkuð ofan í gíginn. Úrkast er ekki þekkt sem tengst gæti myndun hans. Ætla verður að hann hafi myndast á ísöld og það lent á jöklinum.

Sulufell-3

Basaltkvika veldur ekki sprengigosi nema vatn komist að henni og hvellsjóði. Koldíoxíð þenst einnig við fasabreytingu og þekkt er að það eykur á gjóskumyndun í basaltgosum. Nærtækt dæmi um það eru Seyðishólar í Grímsnesi. Þá er þriðji möguleikinn að súr kvika hafi komið þarna upp en hún er gasrík og henni fylgja sprengigos. Hins vegar kemur venjulega hraun eða gúll á eftir en slíks sér hér ekki merki, nema ef hryggurinn norðan í honum sé af þeim toga og þá basaltfasi í blönduðu gosi þar sem súri fasinn fór á undan. Fráleitt er þetta kannski ekki því að ísúrt berg kemur þarna fyrir, þ.e. í Stapafelli norðan við Hrómundartind. Sunnar á Katlatjarnahrygg er röð sams konar sprengigíga, Katlatjarnir, eða Kattartjarnir. Sá syðsti hefur sprungið upp úr Kyllisfelli.

Tjarnarhnúkshraun við Ölfusvatnsá – fjölbreyttir hnyðlingar
Tjarnahnuksgigur-3Tjarnarhnúkur (520 m) er stakur gjallgígur. Hann situr efst á Ölkelduhálsi og er yngstur í röð fjallshryggja sem annars eru úr móbergi með Hrómundartind hæstan. Hraunið á hálsinum sunnan hans er afar veðrað og frostsprungið. Norðan við gíginn heita Lakaskörð. Þar eru hverir og leirskellur. Hraun hefur runnið þar niður en skriður síðan fallið. Þær ná ofan frá gíg, sú efsta, og hafa ýmist bunkast upp í brekkunum eða náð niður á dalgrundina með leirrennsli í Ölfusvatnsá. Hraunið hefur runnið norður með ánni og endar á vatnshjalla í um 160 m hæð.
Eftir að hraunið rann hefur Ölfusvatnsá grafið 1500 m langt gljúfur meðfram því ofan í jökulurð, móberg og aðallega bólstraberg. Jarðveg er ekki að sjá á milli. Hraunið hefur líkast til komið upp skömmu eftir að ísöld lauk. Neðsti hluti gljúfursins er í bólstrabergi úr Mælifelli. Bergið í því er pikrít, afar ólivínríkt.

Tjarnahnuksgigur-4

Í bólstrunum má sjá að ólivínkristallarnir hafa sokkið og langmest er af þeim neðst. Í feldspatdílóttu bólstrabergi, sem einnig kemur fram í gljúfrinu, má sjá að feldspat (bytownít) í bólstrum þess hefur sokkið og mun minna er af því efst í bólstrunum en neðan til. Hraunið úr Tjarnarhnúk er mjög dílótt, aðallega af feldspati. Óvenju mikið er í því af hnyðlingum. Mest er af þeim neðst í hrauninu við gljúfrið. Hnyðlingarnir eru úr grófkristölluðu bergi, gabbrói, mismundandi að gerð eftir því hvaða steind er ríkjandi. Hnyðlinga má einnig finna í bombum utan í gígnum. Steindir í gabbróhnyðlingunum eru þær sömu og finnast sem dílar í hrauninu sjálfu. Því er líkast að hér hafi kvikumassi verið að storkna í gabbró þegar nýtt kvikuinnskot blandaðist honum og braust upp til yfirborðs.

Dyrafjöll – móbergshryggir og misgengi
Dyradalur-21Dyrafjöll eru samsett úr mörgum goseiningum sem skiptast í þrjár syrpur. Tvær af þeim eru við Nesjavallaveginn.
Eldri gossyrpan er úr næstum dílalausu þóleiítbasalti, sem aðallega er móberg, en grágrýtishraunlög samkynja eru ofan á því, ósamfelldir flákar og bleðlar. Grágrýtið er straumlögótt og oft rauðagjall neðst í því. Stærsti flákinn er á Háhrygg.
Yngri syrpan samanstendur af bólstrabergs- og móbergshryggjum úr dílóttu basalti. Móbergshryggirnir eru skarpir en bólstrabergshryggirnir ávalir og skriðurunnir.
Nesjavellir-21

Hryggir þessir eru fremur efnisrýrir og dalir skilja þá að, luktir öllum megin. Fyrir kemur þó að rás hafi grafist á milli. Dyrnar eru dæmi. Þar má á nöfinni sjá jökulbergslag á skilum milli þessara myndana.
Grágrýtið í dyngjunni vestan við Hestvík gengur undir Dyrafjöll. Það er sennilega frá síðasta hlýskeiði ísaldar. Fjöldi misgengja liggur eftir Dyrafjöllum. Lóðrétt færsla á þeim er báðum megin frá að Háhrygg. Í honum er siglægðin þannig dýpst þótt landið sé hæst. Frá Háhrygg gengur hún ofan í Hestvík, og til suðvesturs yfir Hengil. Nesjavellir eru á austurvæng siglægðarinnar. Misgengi eru báðum megin við hann en færsla á þeim er niður til vesturs. Því er líkast að misgengi með færslu niður til austurs sé vestan Nesjavalladalsins en svo er ekki. Þar hefur á austurhlíð Háhryggjar gosið á Hengilssprungunni auk þess sem einn af yngri hryggjunum, Kýrdalsbrúnir, hafa hlaðist þar upp. Eftir Kýrdalsbrúnum liggja að auki tvær gígaraðir. Gosrein þessi er meginuppstreymisrás Nesjavallahluta jarðhitakerfisins sem virkjunin byggir á.

Seltjörn – fjörumór
SeltjornLand er að síga við sunnanverðan Faxaflóa. Þetta sést bæði í gömlum örnefnum og í jarðlögum. Þegar land byggðist virðist hafa verið allmikil tjörn eða stöðuvatn á Seltjarnarnesi sem nesið dró nafn sitt af. Vegna landsigs og ágangs sjávar breyttist tjörnin í breiða sjávarvík milli Gróttu og Suðurness. Talið er að allt fram á 18. öld hafi Seltjarnarrif (eða Suðurnesrif) lokað Seltjörn og hún því verið með fersku eða lítt söltu vatni fram til þess tíma. Þegar lágsjávað er við ströndina, t.d. á stórstraumsfjöru, koma sérkennilegar jarðvegstorfur í ljós sem standa upp úr sandinum og sjávarmölinni við ströndina fyrir miðri Seltjörn. Þetta er fjörumór sem myndast hefur í vel gróinni mýri. Mórinn er 3000-9000 ára og sýnir að Seltjarnarnes hefur sigið um 3-5 m á síðustu 3000 árum og um 1-1,5 m frá landnámstíð.

Fossvogur – setlög frá ísaldarlokum

Fossvogur

Fossvogslögin eru meðal þekktustu setlaga í íslenska jarðlagastaflanum. Þetta er setlagasyrpa þar sem skiptast á jökulruðningslög og sjávarsetlög með skeljum og sums staðar er straumvatnaset. Lögin finnast við Fossvog, í Nauthólsvík og út með Skerjafirði. Þau hafa einnig komið í ljós í húsgrunnum víða um vesturbæ Reykjavíkur, svo sem á Háskóla- og flugvallarsvæðinu. Lög þessi hafa lengi verið þekkt meðal náttúrufræðinga og margt hefur verið um þau ritað allt frá öndverðri 19. öld.
Ýmsar tegundir skelja og kuðunga hafa fundist í lögunum og allt eru það tegundir sem enn lifa við Íslandsstrendur, t.d.:
smyrslingur (mya truncata)
hallloka (macoma calcaria)
beitukóngur (buccinium undatum)
hrúðurkarlar ((Balanus balanus) o.fl.

Raufarholshellir

Jökulrispaðar klappir Reykjavíkurgrágrýtis og jökulruðningur eru undir skeljalögunum og ofan á þeim má sums staðar sjá yngri jökulruðning. Jarðlög þessi hafa myndast í lok síðasta jökulskeiðs meðan jöklar voru enn að verki á höfuðborgarsvæðinu, ýmist að hörfa eða sækja fram. Sjór stóð þá töluvert hærra en hann gerir í dag. Aldursgreiningar á skeljum úr Fossvogslögum sýna að sjávarsetið í þeim er 12.500-13.000 ára, eða frá alleröd-tímabilinu og jökulruðningurinn ofan á lögunum er frá yngra dryas kuldakastinu.

Raufarhólshellir
Raufarhólshellir er rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi, áður en farið er niður í áttina til Þorlákshafnar. Hann er ekki vel sýnilegur frá veginum þótt hann sé aðeins steinsnar frá honum austanverðum. Hellirinn er u.þ.b. 1360 m langur og liggur að hluta undir Þrengslaveginum til norðvesturs. Hann er 10-30 m breiður og upp undir 10 m hár. Nokkur smá op eru fremst í hellinum og er farið ofan í það syðsta. Raufarhólshellir er fjórði lengsti hraunhellir landsins og sá lengsti utan Hallmundarhrauns í Borgarfirði. Hellirinn er í Leitahrauni sem rann fyrir um 5200 árum en upptökustaður eldsumbrotanna voru rétt austan Bláfjalla í Leitum. [Hann dregur nafn sitt af lágum hól rétt vestan vegarins móts við Hellisopið.]

Hvalfjarðareyri-21Hvalfjarðareyri – eyri, baggalútar, geislasteinar og berggangar
Á sunnanverðri Hvalfjarðarströnd norðan við Eyrarfjall er Hvalfjarðareyri. Meðfram ströndinni er að finna mikinn fjölda síðsteinda (seólíta). Bergið er mjög ummyndað af völdum bergganga frá Kjalarneseldstöðinni sem skera jarðlagastaflann. Þeir koma vel fram í Tíðarskarði við mynni fjarðarins og áfram inn með ströndinni. Önnur þyrping bergganga er svo austan og norðan við Hvalfjarðareyri en þeir eru ættaðir frá Hvalfjarðareldstöðinni sem liggur nærri Ferstiklu norðan við fjörðinn.
Síðsteindir myndast við ummyndun bergsins þegar heitt vatn leikur um það. Vatnið leysir upp frumsteindir bergsins en í staðinn falla út síðsteindir í sprungur og holrými. Dæmi um seólíta sem finna má með ströndinni eru:

Baggalútar 21

kabasít
stilbít
analsím
mesólít
thomsonít
heulandít
Á Hvalfjarðareyrinni er einnig einn aðalfundarstaður baggalúta á suðvestur horni landsins. Baggalútar eða kýlingar nefnast smákúlur sem myndast þar sem gas hefur orðið innlyksa í líparíthraunum eða flikrubergi. Nálar af feldspati og kvarsi vaxa út frá kristalkími. Þeir eru ýmist stakir eða samvaxnir tveir eða þrír hér og þar í kvikunni. Baggalútar eru yfirleitt frá 0,5-3 cm í þvermál en geta þó orðið enn stærri. Baggalútarnir hafa rofist út úr líparíthraunlögum sem mynda jarðlögin með ströndinni austan við eyrina.

Botnsdalur – grafinn móbergshryggur
MulafjallInnst í Hvalfirði er að finna grafinn móbergshrygg. Hryggurinn kemur fram í miðju Múlafjalli sem skilur á milli Brynjudals og Botnsdals. Móbergshryggurinn hefur myndast undir jökli á jökulskeiði snemma á kvarter. Mörkin milli tertíer og kvarter (2,58 milljóna ára) liggja þarna utar með ströndinni og neðar í staflanum sem sýnir að hryggurinn er um 2,5 milljóna ára gamall. Hann liggur þvert undir Múlafjallið með NNA-stefnu sem er algeng stefna misgengja á svæðinu. Móberghryggurinn kemur best fram í Botnsdal. Þar má sjá hvernig hryggurinn rís hæst í miðju og hvernig hraunlög frá yngri dyngjugosum hafa runnið upp að honum og að lokum kaffært hann.”

Á jarðfræðikortinu eru jafnframt upplýsingar um aldur flestra hraunanna á Reykjanesskaganum.

Heimild:
http://isor.is/
-Kristján Sæmundsson, 2010.
-Haukur Jóhannesson, 2010.
-Magnús Á. Sigurgeirsson, 2010.
-Árni Hjartarson, 2010.
-Sigurður Garðar Kristinsson, 2010.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga

FERLIR

FERLIRstóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Ferlir

Ferlir í Selvogi.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu í tilbreytingu frá hversdagslegum önnum, krefjandi rannsóknum og kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig utan starfstöðvanna – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta úthverfi. Reykjanesskaginn varð fyrir valinu, bæði vegna nálægðarinnar og ekki síður vegna lítils áhuga fólks almennt á því svæði (þótt undarlega megi teljast) þrátt fyrir fjölbreytileikann.

Ferlir

Ferlir á Sveifluhálsi.

Eftir að þátttakendur höfðu kynnt sér og rannsakað gaumgæfilega margvíslegar heimildir, -bæði gamlar og nýjar, skráðar og óskráðar – kom í ljós að Skaginn hafði upp á ótrúlega mikla fjölbreytni að bjóða; allt frá fornum minjum um búsetu frá því fyrir upphaf norræns landsnáms til áþreifanlegrar atvinnuþróunarsögu frá fornöld til vorra tíma, þjóðsagnakennda staði, fornar þjóðleiðir, stórkostlega og síbreytilega náttúrufegurð, tímasetta jarðsögu, fjölbreytta flóru og fánu, sendnar strandir jafnt sem rísandi björg, magnþrungið brim, langa fjallgarða, formfögur fjöll, gróna dali, tifandi læki, fjölskrúðug jarðhitasvæði og svo mætti lengi telja.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fornar leiðir.

Til að gera langa sögu stutta er rétt að nefna að þegar hafa verið farnar rúmlega 4000 gönguferðir um Reykjanesskagann, sem markast af hinu forna landnámi Ingólfs, vestan línu milli Hvalfjarðarbotns og Ölfusárárósa. Hópurinn, breytilegur frá einum tíma til annars, hefur notið leiðsagnar frábærs fólks á einstökum afmörkuðum svæðum. Því fólki verður seint fullþakkað fyrir móttökurnar.

Ferlir

Ferlir við Markastein.

Árangurinn má sjá á vefsíðunni. Auk texta má sjá fjölda mynda og uppdrætti af yfir 200 minjasvæðum. Margt mjög áhugasamt fólk hefur verið með í ferðum. Sumt af því hafði áður skoðað og skráð merkilegar upplýsingar á einstökum svæðum. Þátttaka þess hefur gert hópnum kleift að auka víðsýnið og fræðast um ýmislegt það, sem áður virtist óþekkt. Við leitir hefur hópurinn og fundið áður óþekktar minjar og staðsett aðrar, sem heimildir voru um en virtust týndar. Alls staðar, þar sem bankað hefur verið að dyrum, hefur hópnum verið mjög vel tekið. Þátttakendur hafa einnig átt frábært samstarf við ágæta fulltrúa Hellarannsóknarfélagsins (Björn Hróarsson), Ferðamálafélags Grindavíkur (Erling Einarsson), kirkjuverði, skólastjórnendur, staðkunnugt heimafólk, innfædda leiðsögumenn og marga fleiri á ferðum sínum.

Ferlir

Ferlir í Bálkahelli.

Sem dæmi má nefna að bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Ólafsson, hefur verið áhugasamur um sitt umdæmi og mætt í margar ferðir er farnar hafa verið innan umdæmisins. Verður það að teljast einkar virðingarvert því talsverður tími hefur farið í ferðir um það víðfeðma umdæmi. Safnað hefur verið miklum fróðleik um Skagann, skráðir GPS-punktar á minjar, hella, skúta, sel, sögulega staði, flugvélaflög, vörður, fornar þjóðleiðir og annað er merkilegt hefur þótt. Þá hafa einstök minjasvæði, s.s. Gömlu Hafnir, Básendar, Húshólmi, Selatangar, Krýsuvík, Selalda, Strandarhæð, Kaldársel o.fl. staðir verið dregnir upp skv. lýsingum eldra fólks, en fróðleiksmiðlun þess verður seint metin að verðleikum. Viðtöl hafa og verið tekin við þekkingarfólk, sem enn man hvaða minjar voru hvar, af hvaða tilefni og hvað var gert á hverjum stað á hverjum tíma.

Áhugasömu fólki um Reykjanesskagann hefur jafnan verið boðið velkomið í hópinn.

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Merkinesbrunnur
Nafn: Fjöldi: Fundið: Staðsetn:
-Arngrímshellisbr. 1 x v/Arngrímshellisop
-Auðnabrunnur 1 x N/v Auðnir
-Básendabrunnur 1 x a/við Básenda
-Bergvatnsbrunnur 1 x s/v við Bergvötn
-Bessastaðabrunnur 1 x Bessastöðum
-Bjarnastaðabrunnur 1 x v/Bjarnastaði
-Bolafótsbrunnur 1 Ytri-Njarðvík
-Brandsbæjarbrunnur 1 x Suðurbæjarlaug
-Brekkubrunnur 1 x s/Brekku
-Brekkubrunnur 1 x Brekka/Garði
-Brunnastaðabrunnur 1 x Efri-Brunnastöðum
-Brunnur 1 x Selatöngum
-Búðarvatnsstæði 1 x Almenningum
-Bæjarbrunnur 1 x Litlalandi
-Djúpmannagröf 1 x Þórustöðum
-Duusbrunnur 1 x í Duushúsi Keflav.
-Eyrarhraunsbrunnur 1 x Mölum
-Flekkuvíkurbrunnur 1 x n/húss
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x n/við Fornasel
-Fuglavíkurbrunnur 1 x vs/við Fuglavík
-Gamla-Kirkjuvogsbr. 1 x neðan v/tóttir
-Gamlibrunnur 1 x Hrauni
-Garðalind – hleðslur 1 x v/Garða
-Garðhúsabrunnur 1 x v/Garða
-Garðskagabrunnur 1 x n/v vitann
-Gerðisvallabrunnar 1 x v/Járngerðarstaða
-Gesthhúsabrunnur 1 x Gesthús Álftan.
-Gjáréttarbrunnur 1 x n/réttar
-Goðhólsbrunnur 1 x v/Goðhóls
-Góðhola 1 x Hafnarfirði
-Guðnabæjarbrunnur 1 x v/Guðnabæjar
-Gvendarbrunnur 1 x Alfaraleið
-Gvendarhola 1 x Arnarneshæð
-Gvendarbrunnur 1 x Vogum
-Halakotsbrunnur 1 x Halakoti
-Hausthús 1 x a/Grænuborgar
-Herdísarvíkurselsbr. 1 x Herdísarvíkursel
-Hnúkavatnsstæði 1 x N/Hnúka
-Hólmsbrunnur 1 x n/ við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur – lind 1 x s/við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur II 1 x s/a við S-Hólm
-Hrafnagjá 1 x v/Járngerðarstaða
-Hraunsbrunnur 1 x s/bæjar
-Hrólfsvíkurbrunnur 1 x ofan við Hrólfsvík
-Húsatóftarbrunnur 1 x Húsatóftum
-Hvirflabrunnur 1 x Staðahverfi
-Innri-Njarðvíkurbr. 1 x v/Tjörn g/kirkjunni
-Ísólfsskálabrunnur 1 x undir Bjöllum
-Jónsbúðarbrunnur 1 x Jónsbúð
-Kaldadý 1 x Hafnarfirði
-Kálfatjarnarbrunnur 1 x n/v við kirkjuna
-Kálfatjarnarbr. II 1 x v/v Kálfatjörn
-Kálfatjarnarvatnsst. 1 x a/Helgahúss
-Kirkjuvogsbrunnur 1 x s/v Kirkjuvog
-Knarrarnesbrunnur I 1 x Knarrarnes
-Knarrarnesbrunnur II 1 x Minna-Knarrarnes
-Kvíadalsbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Kálfatjörn
-Landakotsbrunnur 1 x Landakoti
-Langhólsvatnsstæði 1 x Fagradalsfjall
-Leirdalsvatnsstæði 1 x Leirdal
-Leirubrunnur 1 x s/a í Leiru
-Litli-Nýjabæjarbr. 1 x v/Litla-Nýjabæ
-Merkinesbrunnur I 1 x Merkinesi
-Merkinesbrunnur II 1 x Merkinesi
-Merkiselsbrunnur II 1 x v/yngra Merkin.sel
-Miðengisbrunnur 1 Miðengi
-Móakotsbrunnur 1 x v/Móakot v/Kálfatj.
-Móakotsbrunnur 1 x n/Móakots
-Móvatnsstæðið 1 x s/v Urðarfells
-Mýrarhúsabrunnur 1 Álftanesi
-Nesbrunnhús 1 x v/við Nes
-Norðurkotsbrunnur 1 x n/Norðurkots
-Óttastaðabrunnur I 1 x n/Óttastaða
-Óttastaðabrunnur II 1 x v/Óttastaði
-Óttastaðaselssbr. 1 x v/Óttast. sel
-Rafnstaðabrunnur 1 x Kistugerði
-Reykjanesbrunnur 1 x v/Bæjarfells
-Staðarbrunnur 1 x v/v kirkjugarðinn
-Staðarvararbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Stafnesbrunnur 1 x s/v Stafnes
-Stapabúðabrunnur 1 x v/Stapabúðir
-Stóra-Gerðisbrunnur 1 x a/Stóra-Gerðis
-Stóru-Vatnsleysubr. 1 x a/v St.-Vatnsleysu
-Straumsselsbrunnur 1 x Straumsseli
-Suðurkotsbrunnur 1 x n/húss v/veginn
-Sælubuna 1 v/v Svörtubjörg
-Torfabæjarbrennur 1 x Selvogi
-Tófubrunnar 1 x Selatangar
-Urriðakotsbrunnur 1 x n/v bæinn
-Varghólsbrunnur 1 x v/Herdísarvík
-Vatnaheiðavatnsst. 1 Grindavík
-Vatnsskálar 2 x á Vatnshól
-Vatnssteinar 1 x Borgarkot
-Þorbjarnastaðabr. 1 x a/bæjar
-Þorkelsgerðisbrunnur 1 x v/Þorkelsgerði
-Þorlákshafnarbr. 1 x s/verbúðargötu
-Þórkötlustaðabr. 1 x a/v Þórk.staði
-Þórkötlustaðanesbr. 1 x norðan við HöfnÁ bak við nafn er falinn GPS-punktur.
Reykjanes
Hér er getið nokkurra heimilda um sagnir og minjar á Reykjanesskaganum, sem FERLIR hefur m.a. stuðst við:
-Á refaslóðum – Theodór Gunnlaugsson.
-Áður en fífan fýkur – Ólafur Þorvaldsson.
-Ægir 1936 – bls. 194.
-Aftökustaðir í landi Ingólfs – Páll Sigurðsson.
-Ágúst Guðmundsson f. 1869: Þættir af Suðurnesjum – Akureyri : Bókaútgáfan Edda, 1942. 113 s.
-Ágúst Jósefsson. 1959. Örnefni í Viðey. Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, bls. 229-231
-Álftanessaga.
-Álög og bannhelgi.
-Annálar 1400-1800.
-Árbók F.Í. – 1936 – 1984 – 1985.
-Árbók hins íslenska fornleifafélags – 1998-1994-1981-1979- 1978-1974-1971-1966-1955-1956-1903.
-Árbók Suðurnesja 1983-1998. Sögufélag Suðurnesja
-Árbók Suðurnesja 1984-1985 og 1986-1987.
-Ari Gíslason. 1956. Örnefni. Eimreiðin 62:279-290.
-Árni Magnússon & Páll Vídalín: Jarðabók. Gullbringu og Kjósarsýsla III. Reykjavík, 1982.
-Árni Óla f. 1888: Strönd og Vogar : úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs. – Reykjavík : Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1961. 276 s.
-Árni Óla. 1961a. Rúnasteinn í Flekkuvík. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík,[Um nafnið Flekka.]
-Árni Óla. 1961b. Örnefni á Vogastapa. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík.
-Árni Óla. 1961c. Heiðin og eldfjöllin. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík.
-Árni Óla. 1976. Grúsk V. Greinar um þjóðleg fræði. Reykjavík. [Örnefni sanna írskt landnám, bls. 45-52; Örnefni kennd við Gretti]
-Ársrit Sögufélag Ísfirðinga 1978, Ísafirði, bls. 136-142.
-Ásgeir Ásgeirsson f. 1957: Við opið haf : sjávarbyggð á Miðnesi 1886-1907. – [Sandgerði] : Sandgerðirbær, 1998. 309 s.
-Ásgeir Jónasson. 1939. Örnefni í Þingvallahrauni. Árbók hins íslenska Fornleifafjelags 1937-1939, bls. 147-163. [Í möppu Þingvallahrepps í örnefnasafni.]
-Átthagalýsingar (Saga Grindavíkur, Staðhverfingabók, Mannlíf og mannvirki …)
-Baldur Hafstað. 1986. Örnefni í Engey. Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 3:78-85.
-Benedikt Gíslason. 1974. Íslenda. Bók um forníslenzk fræði. 2. útg. Reykjavík. [Arnarbælin, bls. 169-172; Kirkjubólin, bls. 173-182; Nafngiftirnar, bls. 183-190.]
-Benediktsson, Einar, í Herdísarvík. Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1766-1890. -Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1992. 302 s.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1890-1920.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1920-1949. -Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1999. 448 s.
-Guðmundur Björgvin Jónsson: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi [án staðsetningar] 1987
-Björn Bjarnarson. 1914. Um örnefni. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1914, bls. 9-16. [Mosfellssveit.]
-Björn Hróarsson. 1990. Flokkun og nafngiftir á íslenskum hraunhellum. Surtur, ársrit Hellarannsóknafélags Íslands, bls. 23-24.
-Björn Hróarsson. 1990. Hellanöfn síðustu ára – tilurð nafngifta. Lesbók Morgunblaðsins 41:2.
-Björn Þorsteinsson. 1964. Nokkrir örnefnaþættir. Sunnudagsblað Tímans III:609-611, 621-622, 628-630, 646, 664-666, 669, 681-683, 693.
-Björn Þorsteinsson. 1966. Blaðað í örnefnaskrá. Lesbók Morgunblaðsins 41,39:4 og 12-13; 41,40:4 og 13; 41,41:4 og 9-10; 41,42:4 og 6.
-Bláfjöll – Tómas Einarsson.
-Blanda, I, II, III og IV.
-Bréf og bækur Jónasar Hallgrímssonar.
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1895. Ölfus = Álfós?. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafjelags 16:164-172. [Leiðrétting í sama tímariti 1896, bls. 236.]
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1911. Hvar voru Óttarsstaðir?. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1911, bls. 63-64.
-E[inar] F[riðgeirsson]. 1918. Á Nesi. – Í Nesi. Skírnir 92:288.
-Egon Hitzler: Sel – Untersuchungen zur geschichte des isländschen sennwesens seit der landnahmzeit, gefið út á vegum Institutt for sammenlignende kulturforskning af Universitetforlaget, Oslo – Bergen – Tromsö, 1979, 280 bls. með myndum og uppdráttum.
-Einar Jónsson. 1979. Nöfn og nafngiftir utan fjörumarka I. Sjómannablaðið Víkingur 41,9:31-34.
-Einar Ólafur Sveinsson. 1960. Samtíningur 7. Skírnir 134:189-192. [Um keltnesk nöfn.]
-Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Reykjanes –Reykjavík : Víkingur, 1996. 96 s.
-Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Suðvesturhornið.
-Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Sumarbústaðaland í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Fornleifakönnun Fornleifastofnun Íslands FS171-02031 Reykjavík 2002
-Ellingsve, Eli Johanne. 1983. Hreppanöfn á Íslandi. Prófritgerð í Íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Íslands, Reykjavík, 30 bls. Óprentuð.
-Erlendir leiðangrar (Horrebow, Stanley, hendersen….).
-Exploring Suðurnes. – Keflavík : Enviromental Div. Of the Public Works Dept., NAS, 1998.
-Faxi – 62. ágr. 2. tbl.
-Ferðabók – Þorvaldur Thoroddsen.
-Ferðasögur (Eggert og Bjarni, Olavius 1777, SvPá, Þorv. Th, Jón Th….).
-Fimmtán gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur – Kristján Jóhannsson.
-Flugsaga Íslands í stríði og friði.
-Fornar Hafnir á Suðvesturlandi – Jón Þ. Þór.
-Fornleifakönnun á Reykjanesi 1998.
-Fornleifaskrá á Miðnesheiði – Ragnheiður Traustadóttir.
-Fornleifaskráning í Grindavík – Elín Ósk Hreiðarsdóttir – 2002. Einnig eldri fornleifaskráning, einungis til á bæjarskrifstofunum.
-Fornleifaskráning í Ölfushreppi II – Svæðisskráning í Ölfus- og Selvogshreppi – Hildur Gestsdóttir og Orri Vésteinsson.
-Fornleifaskráning í Selvogi.
-Fornritin – Fornbréfasafn (máldagar, jarðasölur).
-Frá Suðurnesjum – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík.
-Frá Suðurnesjum : frásagnir frá liðinni tíð. – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960. 384 s.
-Frásagnir (æviminningar – staðkunnugir).
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 I-II, Reykjavík 1983.
-Friðrik K. Magnússon. 1960. Fiskimið í Grindavíkursjó. Í: Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð. Reykjavík, bls. 56-60.
-Frjálsa glaða líf – Guðmundur Bjarnason.
-Fræðirit (Landnám Ingólfs, Árna Óla, Jónas Hallgrímsson…).
-Gamlar minningar – Sigurður Þorleifsson.
-Gerðahreppur 90 ára.
-Gísli Brynjólfsson f. 1909: Mannfólk mikilla sæva : Staðhverfingabók. – [Reykjavík].
-Gísli Brynjólfsson. 1975. Mannfólk mikilla sæva. Staðhverfingabók. [Reykjavík.] [Örnefni á Húsatóftum, bls. 20-24; örnefni í Staðarlandi, bls. 25-34. (Grindavík).]
-Gísli Sigurðsson – handrit í Bókasafni Hafnarfjarðar.
-Gísli Sigurðsson – leiðarlýsingar – handrit.
-Gömul landakort – herforingjakort – leiðakort.
-Gönguleiðir á Íslandi – Reykjanesskagi – Einar Þ. Guðbjartsson.
-Gráskinna hin meiri, útg. af Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni, Rvík, Bókaútgáfan Þjóðsaga 1983; “Sagnir úr Hafnarfirði”.
-Grúsk, I, II, III og IV.
-Guðlaugur R. Guðmundsson. 2001. Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Safn til sögu Garðabæjar III. Garðabær, 166 bls.
Guðmundsson 2001.
-Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Í bak og fyrir : frásagnir af Suðurnesjum.
-Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Sagnir af Suðurnesjum : og sitthvað fleira sögulegt. – Reykjavík : Setberg, 1978. 200 s.
-Guðmundur Björgvin Jónsson f. 1913: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandahreppi. – Guðmundur Björgvin Jónsson, 1987. 436 s.
-Guðmundur Einarsson. 1945. Uppruni norrænna mannanafna. Eimreiðin 51:124-127.
-Guðmundur Finnbogason. 1931. Íslendingar og dýrin. Skírnir 105:131-148.
-Guðmundur Jónsson: Frá síðustu árum Einars Benediktssonar. Lesbók Morgunblaðsins 20. apríl 1941.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir, grein í Acta Archaeologica 62 frá 1992? Þetta er sérhefti um rannsóknir á Norður Atlantshafssvæðinu.
-Gunnar Haukur Ingimundarson. 1982. Örnefni í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd. B.S.-ritgerð. Háskóli Íslands. Verkfræði- og raunvísindadeild. Jarðfræðiskor. 105 bls.
-Gunnar M. Magnúss f. 1898: Undir Garðskagavita. – Reykjavík : Ægisútgáfan, 1963. 360 s.
-Hannes Þorsteinsson: “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi” Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1923, 1-96.
-Harðsporar – Ólafur Þorvaldsson.
-Heiðmörk – Páll Líndal.
-Helgi Hallgrímsson. 1999. Landnámsbærinn Bessastaðir. Lesbók Morgunblaðsins 6. nóvember 1999, bls. 10-12. [Bæjarnafnið Hamborg, bls. 12.]
-Helgi Hallgrímsson. 2004. Um íslenskar nafngiftir plantna. Náttúrufræðingurinn 72:62-74.
-Hengilssvæðið – Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson.
-Hildur Harðardóttir f. 1943: Þjóðsögur af Suðurnesjum. Ópr. B.Ed ritgerð frá KHÍ.
-Horfnir starfshættir – Guðmundur Þorsteinsson.
-Hraunhellar á Íslandi – Björn Hróarsson.
-Hraunin sunnan Straumsvíkur.
-Hreindýr á Íslandi – Ólafur Þorvaldsson.
-Húsatóftaætt . – Reykjavík : Sögusteinn, 1985. 247 s.
-Islandske Annaler indtil 1578, Kristjania 1888.
-Í bak og fyrir – Guðmundur A. Finnbogason.
-Ísland fyrir aldarmót – Frank Ponzi.
-Íslandshandbókin – Örn og Ölygur.
-Íslendingaþættir – vor- og sumarvinna.
-Íslenzk fornrit I. Íslendingabók & Landnáma, Reykjavik 1986.
-Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur III og X.
-Íslenskir sjávarhættir – Lúðvík Kristjánsson.
-Íslenskir þjóðhættir – Jónas Jónasson.
-Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson, III. útg. 1961 – bls. 62-64 og 163-177.
-Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Daniel Bruun – Steindór Steindórsson þýddi – 1987 – bls. 367-370.
-Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Steindór Steindórsson.
-Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir, Kaupmannahöfn 1992.
-Jarðabækur ( 1686 – 1695 – 1703 – 1874 ).
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703), annað og 3ja bindi. – Útg. Kbh. 1923-1924.
-Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – Jón Jónsson, jarðfræðingur.
-Járngerðarstaðarætt 1-3 : niðjatal Jóns Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum. – Reykjavík : Þjóðsaga, 1993
-Járngerðarstaðir í Grindavík og hjáleigur – fornleifaskráning –Agnes Stefánsdóttir 2001.
-Jochens, Jenny. 1997. Navnet Bessastaðir. Í: Frejas psalter. En psalter i 40 afdelinger til brug for Jonna Louis-Jensen. Kbh., bls. 85-89.
-Johnsen, J: Jarðatal á Íslandi, Kaupmannahöfn 1847.
-Jóhannes Björnsson. 1981. Örnefnaflutningur og örnefnasmíð. Náttúrufræðingurinn 51,3:141-142.
-Jón Böðvarsson f. 1930: Suður með sjó. – Keflavík : Rótarýklúbbur Keflavíkur, 1988. 152 s.
-Jón Gíslason. 1991. Fjarðaheiti á Íslandi. Námsritgerð í nafnfræði. 15 bls. Í eigu Málvísindastofnunar Háskóla Íslands.
-Jón Oddur Hjaltalín: “Lýsing Kjósarsýslu 1746” Landnám Ingólfs III, 1937-1939, 25-34.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Hafnir á Reykjanesi : saga byggðar og mannlífs í ellefu hundruð ár.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá 1800-1974. – Grindavík, Grindavíkurbær, 1996. 293 s.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá landnámi til 1800. –Grindavík : Grindavíkurbær, 1994. 282 s.
-Jón Thorarensen f. 1902: Rauðskinna hin nýrri : þjóðsögur, sagnaþættir, – þjóðhætti og annálar. 1-3. – [Reykjavík] : Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1971
-Kålund, Kristian: Íslenzkir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur I, Reykjavík 1986.
Lovsamling for Island : : indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og Anordninger, Resolutioner … III, Kaupmannahöfn 1853-1889.
-Konráð Bjarnason: Hér fer allt að mínum vilja. Í vist hjá Einari
-Kort (16. og 17. öld, Herfk. (1902), amerík. (1955), túnkort.
-Kristín Geirsdóttir. 1995. Hvað er sannleikur?. Skírnir 169:399-422. [Um örnefni, bls. 402-413.]
-Kristján Eldjárn. 1957. Kapelluhraun og Kapellulág. Fornleifarannsóknir 1950 og 1954. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1955-1956, bls. 5-34.
-Kristján Eldjárn. 1963. Örnefnasöfnun. Í: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík, bls. xxvi.
-Kristján Eldjárn. 1974b. Örnefni. Í: Saga Íslands I. Reykjavík, bls. 108-109.
-Kristján Eldjárn. 1980b. Athugasemd um Kapellulág í Grindavík. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1979, bls. 187-188.
-Kristján Eldjárn. 1982. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1981, bls. 132-147.
-Kristján Sveinsson f. 1960: Saga Njarðvíkur. – Reykjanesbær : Þjóðsaga, 1996. 504 s.
-Landnám Ingólfs – Félagið Ingólfur.
-Landnám Ingólfs : nýtt safn til sögu þess 1-5. [Reykjavík] : Félagið Ingólfur, 1983-1996.
-Landnám Ingólfs 1-3 : lýsing Gullbringu- og Kjósasýslu : ýmsar ritgerðir : sýslulýsingar og sóknarlýsingar. – Reykjavík : Félagið Ingólfur, 1935-1939.
-Landnámsbók – Sturlubók.
-Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði á 14. öld – Gísli Sigurðsson – handrit, greinar og útvarpserindi.
-Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu – Skúli Magnússon.
-Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók – Gísli Brynjólfsson –1975.
-Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd- Guðmundur Jónsson.
-Mannvirki við Eldvörp.
-Marta Valgerður Jónsdóttir f. 1889: Keflavík í byrjun aldar 1-3 : minningar frá Keflavík. – Reykjavík : Líf og saga, 1989.
-Matsáætlanir vegna vegagerðir, t.d. Suðurstrandarvegur.
-Menningaminjar í Grindavikurkaupstað – Svæðisskráning – Orri Vésteinsson – 2001.
-Náttúrfræðingurinn – 1972 og 1973 (Búrfellshraun).
-Náttúrufræðistofnun Íslands : Náttúrufar á sunnarverðum Reykjanesskaga. -Reykjavík : Samvinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum, 1989. 85 s. Náttúruminjaskrá.
Ólafsdóttir.
-Oddgeir Hansson: Fornleifakönnun v/Reykjanesbrautar, Fornleifastofnun Íslands FS149-01141, Reykjavík 2003
-Ólafur Jóhannsson: Selvogur og umhverfi hans. Lesbók Morgunblaðsins 23. jan. 1938.
-Ólafur Lárusson. 1944a. Byggð og saga. Reykjavík, 384 bls.
-Ólafur Lárusson. 1944d. Guðmundur góði í þjóðtrú Íslendinga. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 244-279. [Um Gvendarörnefni.] [Áður pr. í Skírni 116:113-139.]
-Ólafur Lárusson. 1944e. Kirkjuból. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 293-347. [Áður pr. í Árbók hins íslenzka Fornleifafjelags 1937-1939, bls. 19-56.]
-Ólafur Lárusson. 1944f. Hítará. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 348-359.
-Ólafur Þorvaldsson: Eitt ár í sambýli við Einar Benediktsson (í Herdísarvík). Húsfreyjan 31:4 (1980), bls. 20-21.
-Ólafur Þorvaldsson: Herdísarvík í Árnessýslu. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-1948, bls. 129-140.
-Óprentaðar heimildir (eftir 1570, bún.skýrslur, bygg.bréf, úttektir, landamerkjaskjöl, erfðaskjöl, útsvarsreikbingar, Jarðamat, brunabótamat, Manntöl).
-Orðabók Háskólans – ritmálsskrá.
-Örn og Örlygur, 1975. 239 s.
-Örnefni í Ölfusi – Selvogur.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi. – [Keflavík]: Lionsklúbburinn Keilir, [1995]. 152 s. Sesselja Guðmundsdóttir 1995.
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2002.
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – Guðlaugur Rúnar
-Öskjuhlíð – Náttúra og saga – Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson 1993.
-Páll Sigurðsson. 1984. Athuganir á framkvæmd líflátshegninga og á aftökustöðum og aftökuörnefnum á Íslandi – utan alþingisstaðarins við Öxará. [Reykjavík], 130 bls. [Fjölrit.] [Um m.a. Aftöku-, Drekkingar-, Gálga-, Hanga- og Þjófa-nöfn.]
-Prestaskýrslur frá 1817.
-Ragnar Guðleifsson: “Örnefni á Hólmsbergi” Faxi. 27. árg, 8. tbl 1967, 126
-Rannsóknarleiðangrar (Gaimard 1836…).
-Rauðskinna hin nýrri.
-Rauðskinna I.
-Reglugerð um fornleifaskráningu.
-Reglugerð um þjóðminjavörslu.
–Reykjanes. – Reykjavík : Almenna bókafélagið, 1989. 91 s.
-Reykjanesbær : Reykjanesbær, 2003. 271 s., örnefnakort.
Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1997. 371 s.
-Reykjanesför 1796.
-Reykjanesskagi vestan Selvogsgötu. – Reykjavík : Ferðafélag Íslands, 1984. (Ferðafélags Íslands, Árbók; 1984).
-Saga Bessastaðahrepps.
-Saga Grindavíkur.
-Saga Hafna, 2003.
-Saga Hafnarfjarðar, eldri og nýrri.
-Saga Njarðvíkur – Kristján Sveinsson.
-Sagnir af Suðurnesjum – Guðm. A. Finnbogason.
-Selatangar – verstöð og verkun.
-Selatangar – verstöð og verkun.
-Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir – Ólafur Þorvaldsson.
-Sesselja G. Guðmundsdóttir: Örnefni og gönguleiðir í Vatnleysustrandarhreppi [1995]
-Sigurður Ægisson. 1992. Sagnir og minjar um Völvuleiði á Íslandi. Lesbók Morgunblaðsins 67,41 21. nóv. 1992:6-8.
-Sigurlína Sigtrygssdóttir – Handrit er birtist í “Göngur og Réttir”, Bragi Sigurjónsson, Bókaútgáfan Norðri, 1953, bls. 253-256.
-Skammir – Skuggi.
-Skipulag byggðar á Íslandi – Trausti Valsson – 2001
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990 – Fornleifanefnd og Þjóðminjasafnið.
-Skrá um friðlýstar fornminjar 1989.
-Skúli Magnússon: “Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu” Landnám Ingólfs I, 1935-1936, 1-96.
-Söguslóðir – afmælisrit helgað Ólafi Hanssyni sjötungum.
-Sölvi Helgason.
-Staður í Grindavík – Fornleifaskráning – Agnes Stefánsdóttir 1999.
-Steinabátar – Sturlaugur Björnsson.
-Strönd og Vogar – Árni Óla 1961.
-Sturlaugur Björnsson f. 1927: Steinabátar : í máli og myndum.[Keflavík] Sturlaugur Björnsson, 2000. 141 s.
-Sturlunga saga I-II, Reykjavík 1946.
-Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes – Jón Böðvarsson.
-Suðurnes. Reykjavík : Náttúrurfærðistofnun Íslands, 1982. 82 s.
-Svavar Sigmundsson: “Íslensk örnefni” Frændafundur 2 Þórshöfn 1997, 11-21
-Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, 2. útg., Reykjavík 1950.
-Sædís Gunnarsdóttir: Fornleifaskráning í landi Minni-Voga og Austurkots. Deiliskráning Fornleifastofnun Íslands FS314 -02134 Reykjavík 2006
-Sædís Gunnarsdóttir: Svæðaskráning í Vatnsleysustrandarhreppi – Forleifastofnun Íslands 2006
-Teikningar (málverk, bæjarteikningar, uppmælingar, riss).
-Þematísk heimildarsöfn (Ísl. sjávarh., Útilegumenn og auðar
-Þjóðminjalög.
-Þjóðsögur – ýmsar.
-Þjóðsögur á Reykjanesi.
-Þjóðsögur í heimabyggð.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Þjóðsögur og þættir.
-Þorgrímur Eyjólfsson, viðtal 1978.
-Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók, skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898 I Kaupmannahöfn 1913-1915.
-Tillaga til alþýðlegrar fornfræði.
-Tímarit Máls og menningar – 1966.
tóftir…).
-Tyrkjaránið.
-Um sel og selstöðu í Grindavíkurhreppi 1979 – Guðrún
-Um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi – Guðrún Ólafsdóttir.
-Undir Garðskagavita – Gunnar M. Magnús.
-Útilegumenn og auðar tóttir – Ólafur Briem.
-Útivist 1 og 6.
-Við opið haf – Ásgeir Ásgeirsson.
-Viðeyjarklaustur – Árni Óla.Auk þess:

•Sýslu- og sóknarlýsingar
•Átthagalýsingar (Saga Grindavíkur, Staðhverfingabók, Mannlíf og mannvirki…)
•Tímarit sögufélaga (Sjómannablaðið Ægir, Árbók Ferðafélagsins….)
•Fræðirit (Landnám Ingólfs, Árni Óla, Jónas Hallgrímsson…..)
•Ferðasögur (Eggert og Bjarni , Olavius 1777, SvPá, Þorv. Th, Jón Th…)
•Erlendir leiðangrar (Horrebow, Stanley, Hendersen…)
•Rannsóknarleiðangrar (Gaimard 1836…..)
•Árbækur o.s.frv.

•Örnefnalýsingar / Örnefnaskrár
•Jarðabækur (1686, 1695, 1703, 1847)
•Manntöl (1703, 1801, 1816, 1845, 1910)
•Kort (16. og 17. öld, Herfk. (1902), amerík. (1955), túnkort o.fl.
•Loftmyndir
•Fornritin – Fornbréfasafn (máldagar, jarðasölur)
•Fornbréf – http://www.heimildir.is/vefur
•Annálar (miðalda, 1400-1800, 19. aldar)
•Samtíðasögur
•Blaðagreinar (Tíminn, Þjóðviljinn, Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Alþýðublað Hafnarfjarðar o.fl.)
•Frásagnir (æviminningar – staðkunnugir)
•Hljóðupptökur (Stofnun Árna Magnússonar)

•Corographia Árna Magnússonar
•Prestaskýrslur frá 1817
•Sóknarlýsingar
•K. Kaalund
•Árbók hins ísl. fornleifafélags
•Prentaðar skráningarskýrslur
•Fjölritaðar skýrslur um afmarkað efni eða staði, t.d. vegna framkvæmda
•Óprentuð skráningargögn á Þjms
•Aðfangaskrá Þjms og annarra safna
•Þjóðsögur (Jón Árnas., ÓD, SS, Gríma, Rauðskinna, Gráskrinna…)
•Þematísk heimildarsöfn (Ísl. sjávarh., Útilegumenn og auðar tóftir..)
•Óprentaðar heimildir (eftir 1570, bún.skýrslur, bygg.bréf, úttektir, landamerkjaskjöl, erfðaskjöl, útsvarsreikningar, Jarðamat, Brunabótamat, Manntöl)
•Teikningar (málverk, bæjarteikningar, uppmælingar o.fl.)
•Ljósmyndir
•Frásagnir
•Munnmæli
•Arena vefgáttin www.instarch.is/arena/fsidata/htm
•Erlend söfn (danska Þjóðminjasafnið).
•Fornleifastofnun Íslands.
•Ísleif – Grefill (gagnakerfi Fornleifast. Ísl.). Opnað almenningi í júlí.
•Sarpur (gagnakerfi ísl. safna).
•Skjalasafn Þjóðminjasafnsins
•Skjalasöfn byggðasafna.
•Örnefnastofnun.

Auk þess hefur FERLIR stuðst við viðtöl og ábendingar fjölmargra v/einstaka staði og/eða minjar.
ÓSÁ tók saman.

Skógarnefsgreni

Heiti: Fjöldi: Fundið:x Staðsetning:
Eldborgargreni 3 x vestast í Eldborgum
Gjágreni 1 ofan v/Bergsenda
Húshólmagreni 1 x Húshólma
Klofningsgreni 1 ofan v/Keflavík
Mælifellsgrenið efra 1 x Ögmundarhrauni
Mælifellsgrenið neðra 1 x Ögmundarhrauni
Seljabótagreni 3 x Seljabót
Stakkavíkurfjallsgreni 1 x Stakkavíkurfjalli
Stóru-Aragjárgreni 1 x beint neðan Stapaþúfu
Þrætugreni 1 ofan v/Sýslustein
Kristjánsdalagreni 1 x Kristjánsdölum
Hvaleyrarvatnsgreni 1 x Stórhöfðahrauni
Vatnaheiðagreni 1 x Vestast í Vatnaheiði
Hrafnkelsstaðaborg 3 x ofan við bergið
Stórholtsgreni 2 x Stórh. ofan Hafurbjarnarholts
Hásteinsgrenin 3 x Vestan við Hásteina í Selvogsheiði
Þingvallagrenin 6 x Þingvallahraunum/Þjófahrauni

Á bak við nafn er falinn GPS-punktur.
Grenjum verður smám saman bætt inn á listann.

Almenningsvegur
Heiti: Frá: Til: (eða öfugt)
Alfaraleið- Hafnarfjörður Útnes
Alfaraleið- Hellisskarðsleið Elliðavatn
Alfaraleið- Reykjavík Hvalfjarðarbotn
Alfaraleið- Hvassahraun Hafnarfjörður
Alfararleið- Hraunsholt Elliðavatn
Almenningsvegur- Vogar Hvassahraun
Arnarseturshraunsst.-Svartsengisfjall Arnarsetur
Auðnaselsstígur- Auðnir Auðnasel
Álftanesg. (Fógetag.)- Bessastaðir Reykjavík
Álftanesstígur- Álftanes Hafnarfjörður
Árnastígur N/Þórðarf.-Mótum Skipsstígs Húsatóttir
Bakkastígur- Bakki að sjó
Brennisteinsfjallast.- Grindarskörð Brennisteinsfjöll
Dalaleið- Kaldárbotnar Breiðdalur
Eiríksvegur- Akurgerðisslakkar Vatnsleysa
Eldborgarstígur- Krýsuvík Hlíð
Engidalsstígur- Engidalur Gamla Fjarðargata
Eyrarvegur Hraun Klöpp
Flatahraunsgata- Engidalur Hafnarfjörður
Fógetastígur- Garðabæ Bessastaðir
Fuglavíkurvegur- Fuglavík Keflavík
Gamli-Stapavegur- Vogar Njarðvík
Gamlivegur- Breiðagerði Strandarvegur
Gamli-vegur- Vestan Fuglav. stubbur
Gamli-vegur- Vatnsleysu Nes
Garðagata- Garðar Álftanesgata
Garðsvegur- Keflavík Garður
Gálgahraunsstígur- Álftanesgata Fógetastígur
Gálgahraunsstígur n.- Gálgaklettar Troðningar
Gálgastígur (Sakam.)-Álftanesgata Gálgaklettar
Gjáarréttargötur- Þingnesslóð Gjárrétt
Grásteinsstígur- Hraunhornsflöt Kolanefsflöt
Grunnavatnsstígur- Vífilstaðalækur Vatnsendaborg
Gvendarstígur- Lækur Gvendarhellir
Hafnarbergsgata- Sandhöfn Valahnjúkar
Hagakotsstígur- Hagakot Urriðakot
Hausastaðasjávarg.- Hausastaðir að sjó
Hálsagötur- Núpshlíðaháls
Heiðarvegur- Ólafsskarðsvegur Grindarskörð
Heljarstígur- yfir Hrafnagjá
Hellisheiðavegur- Hveragerði Kolviðarhóll
Herdísarvíkurstígur- Herdísarvík Herdísarvíkursel
Hetturstígur- Vigdísavellir Krýsuvík
Hjallatroðningar- Hjallar Gjárrétt
Hlíðarvegur- Kaldársel Krýsuvík
Hlíðarvegur- Stakkavíkurvegur Hlíðarvatn
Hraunselsstígur- Hraunssel Grindavík
Hraunsholtsstekksst.- Stekkjarlaut stekkur
Hrauntungustígur- Ófriðastaðir Norlingagata
Hrauntungustígur- Hrauntunga Stórhöfðastígur
Hrísatóarst. – Selt.st.- Seltó Rauðhólsselsstígur
Hrísatóustígur- Tóustígur Rauðhólsselsstígur
Húshólmsstígur- Húshólmi Krýsuvík
Hvalsnesvegur- Hvalsnes Keflavík
Hvammahraunsstígur- Vatnshlíð Gullbringa
Hvassahraunsselsst.- Hvassahraun Hvassahraunssel
Höskuldarvallastígur- Oddafell Keilir
Jónshellastígur- Lækjarbrú Jónshellar
Kaldárselsstígur- Hafnarfjörður Kaldársel
Kaldárselsstígur- Ófriðastaðir Norlingagata
Kaldárselsvegur- Kaldársel Undirhlíðavegur
Keflavíkurvegur- Keflavík Sandgerði
Ketilsstígur Seltún- Móhálsadalur
Kirkjubólsvegur- Kirkjuból á Garðsveg v/Leiru
Kirkjubraut- Hafnarfjörður Garðar
Kirkjustígur- Stórikrókur Garðar
Knarranesselsstígur- Knarrarnes Knarrarnessel
Kúadalastígur- Kúadalir Urriðakotshraun
Kúastígur- Kaldársel Kúadalur
Kúastígur- Vogar Hrafnagjá
Kúastígur- Brunnastaðir Kúadalir
Lambafellsstígur- Sóleyjarkriki Lambafell
Lágaskarðsleið- Hveragerði Reykjavík
Lindargata- Garðar Garðalind
Löngubrekkustígur- Vífilsstaðir Kaldársel
Melabergsvegur- Melaberg Keflavík
Mosastígur- Herdísarvík Herdísarvíkurfjall
Mosastígur- Straumur Dyngjur
Nessvegur að Hvalsnesi
Norðlingagata- Hraunsholtslækur Hafnarfjörður
Oddafellsstígur- Höskuldavellir Selsvellir
Ólafsskarðsvegur- Ölfus Reykjavík
Ólafsskarðsvegur- Ölfus Hellisskarðsleið
Ósastígur - Básendar – Gamli-Kirkjuvogur
Óttastaðaselsstígur – Óttastaðir – Óttastaðasel
Prestsstígur – Hafnir – Húsatóttir
Rauðamelsstígur – Þorbjarnastaðir – Almenningar
Rauðhólsselsstígur – Vatnsleysu – Rauðhólssel
Reykjanesvegur – Grindavík – Reykjanes
Reykjavíkurvegur – Reykjavík – Hafnarfjörður
Sandakravegur – Skógfellav. – Selatangar
Sanddalavegur – Selvogur
Sandgerðisvegur- Sandgerði á Garðsveg að Keflav.
Sandhálsavegur – Selvogur
Seljadalsvegur-  Alfaraleið – Leirvogsvatn
Selsstígur – Hlíðarvatn – Herdísarvíkurfjall
Selsstígur – Hraunsholt - Hraunsholtssel
Selsstígur – Maríuflöt - Vílfilstaðasel
Selsstígur – Hvassahraun – Hvassahraunssel
Selsstígur – Flekkuvík – Flekkuvíkursel
Selvogsg. (Grindarsk)- Hafnarfjörður – Selvogur
Selvogsstígur – Selvogur – Ölfus
Setbergsstígur – Setberg – Norlingagata
Setbergsstígur – Setberg – Hafnarfjörður
Skagagarðstígur – Útskálar Kirkjuból
Skálastígur – Ísólfsskáli – Hraun
Skipsstígur – Njarðvík – Staðarhverfi
Skógargatan- Óttastaðaselsstígur Sveifluháls
Skógfellavegur – Vogar - Járngerðarstaðir
Sköflungur – Þingv.sveit – Hafnarfjörður
Stafnesvegur – Stafnes Keflavík
Stakkavíkurvegur – Selsstígur Selvogsgata
Stapagata – Vogar Suðurnesjavegur
Stekkjargata – Alfaraleið Hofstaðatraðir
Stórhöfðastígur – Ás – Ketilstígur
Stórkrókastígur – Kaffigjóta – Stórikrókur
Straumsstígur – Straumur – Straumssel
Suðurnesjavegur – Grímshóll – Njarðvík
Sveiflustígur – Sveifluháls Krýsuvík
Tóastígur – Kúagerði – Hrístóarstígur
Troðningar – Álftanesgata – Hraunsholt
Undirhlíðavegur – Grindavík – Innnes
Vífilstaðagata – Arnarnes – Vífilstaðir
Vífilstaðarvegur – Vífilsstaðir – Hafnarfjörður
Vogsósavegur – Vogsós að hraunkanti
Þórustaðastígur – Þórustaðir – Núpshlíðarháls
Ögmundahraunsv. – Méltunnuklif Núpshlíðarhorn
Kambsrétt
Heiti: Fjöldi: Fundið:x Staðsetning:
Arnarfellsrétt 1 x Arnarfelli
“Arnarbælisstekkur” 1 x Vatnsl.str.
Álaborg – nyrðri 1 x Miðnesheiði
Álaborg – syðri 1 x Miðnesheiði
Ásláksstaðarétt 1 Strandarrétt
Ásrétt 1 Miðnesheiði
Básendarétt 1 x Básendum
Bergvatnarétt 1 x s/v við Bergvötn
Bjarnastaðarétt 1 Selvogi
Bjarnastaðaselsst. 1 x Selvogsheiði
Borgarhraunsrétt 1 x Ísólfsskála
Borgarklettarétt 1 horfin Selvogi
Bóndastakkstúnsrétt 1 x v/Járngerðarstaði
Bæjarfellsstekkur 1 x Krýsuvík
Bæjarskersrétt 1 x Bæjarsker
Dísuréttir 1 x Kötluhraun
Draugatjarnarrétt 1 x Draugatjörn
Finnsstekkur 1 x Vífilsstaðir
Fjárréttin gamla 1 x Herdísarvík
Fjárréttin nýja 1 x Herdísarvík
Fornistekkur 1 x Vatnsl.str.
Fornuselsstekkur 1 x Milli Fornuselja
Flóðahjallaréttin 1 x Svínhöfða
Gamlarétt 1 x Flatahrauni
Gamlaréttin 1 x Stakkavík
Garðarétt 1 x Garðahrauni
Gapstekkur 1 x v/Gapið
Girðingarréttir 1 x Selv.heiði
Gjáarrétt 1 x Réttargjá v/Geitaf.
Gjáarrétt 1 x Búrfellsgjá
Grísanesrétt (Ásrétt) 1 x v/Grísaness
Grjóthólarétt 1 Krýsuvík
Grjótréttin – e. og n. 2 x Urriðakot
Gömluþúfurétt 1 x Straumsseli
Hafliðastekkur 1 x Krýsuvík
Hafnarétt 1 norðan v. Berghóla
Hamradalsrétt 1 x Stóra-Hamradal
Háaleitisrétt 1 Njarív./Keflav.
Herdísarvíkurrétt 1 x Herdísarvík
Hestagerði 1 x Ísólfsskála
Hestarétt 1 x Einbúi
Hrafnhólarétt 1 x n/a Fornasels
Hraunsholtsrétt 1 x Flatahrauni
Hraunsholtsstekkur 1 x Flatahrauni
Hraunsrétt 1 Hafnarfirði
Hvassahraunsrétt 1 x Hvassahrauni
Hvasshr. (Virkið) 1 x Hvassahrauni
Imphólarétt 1 x Selvogi
Ísólfsskálastekkur 1 x sunnan Einbúa
Járngerðarstaðarrétt 1 x Járngerðarstöðum
Kambsrétt 1 x Seljadal
Kampsstekkur 1 x Bæjarskeri
Kleifarvatnsrétt 1 x v/Lambhagatjörn
Krókamýrisrétt 1 x Krókamýri
Krýsuvíkurrétt 1 x Eldborg
Krýsuvíkurrétt 1 x Krýsuvík
Kúarétt 1 x Straumi
Litlistekkur 1 x Vatnsl.str.
Miðvogsrétt 1 x Selvogi
Mosaskjólgerðar 1 Stafnesi
Neðri-hellagerði 1 x N/Neðri-hella
Neðri-hellaaðhald 1 x s/Neðri-hella
Nesgerði 1 x Nesi
Nesrétt 1 x Selvogi
Nesstekkur 1 x Nesi
Óttarstaðarétt 1 x Óttarstöðum
Óttarstaðaselsnátth. 1 x Óttarstaðaseli
Rauðamelsrétt 1 x v/Kapelluhraun
Rauðshellisstekkur 1 x n/Rauðshellis
Rauðsstekkur 1 x Vatnsl.str.
Seljabótarrétt 1 x Seljabót
Selvogsrétt 1 x v/Hnúka
Selvogsrétt 1 x v/Hlíðarvatn
Skálaréttir 1 x Ísólfsskála
Skyggnisrétt 1 x Járngerðarst.hverfi
Staðarrétt 1 x a/Staðar
Staðarstekkur 1 x Vatnsl.str.
Stakkavíkurselsst. 1 x Herdísarv.fjalli
Stekkjartúnsrétt 1 x Flatahrauni
Stekkurinn 1 x Flatahrauni
Stekkurinn 1 x Bali
Strandarhellisgerði 1 x n/Strandarhellis
Strandarselsstekkur 1 x Selvogsheiði
Straumsnátthaginn 1 x n/Straums
Straumsrétt 1 x Straumi
Suðurbæjaréttin 1 Höfnum
Toppuklettar – rétt 1 x ofan við Selshraun
Urriðakotsrétt 1 x Urriðakotshrauni
Urriðakotsnátthagi 1 x Urriðakotshrauni
Útvogsréttir 1 Selvogi
Virkisrétt 1 x Grindavík
Víghólsrétt 1 Selvogi
Vorréttin 1 x v/Kapelluhraun
Vörðufellsrétt 1 x Vörðufelli
Þorbjarnarsstaðarétt 2 x Þorbjarnarstöðum
Þorkelsgerðisselsst. 1 x Selvogsheiði
Þorkelsgerðisréttir 1 x ÞorkelssgerðiAth. Sumar réttir hétu fleiru en einu nafni.Á bak við nafn er falinn GPS-punktur.

Portfolio Items