Færslur

Geldingadalir

Á Vísindavefurinn er fjallað um “Eldvirkni á Reykjanesskaga”:

Eldstövakerfi“Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun. Sniðgengin eru minni háttar skástígar gjár, oft samtengdar með sprunguhólum. Gliðnunarbeltin koma fram sem gígar og gígaraðir, gjár og misgengi í eldstöðvarkerfum skagans. Þau eru sex, að meðtöldu Hengilskerfinu, og liggja norðaustur-suðvestur, skáhallt á gosbeltið. Eldstöðvakerfin eru flest hver miklu lengri en gosmenjar á yfirborði gefa til kynna. Eldvirkni nær yfir stóran hluta þeirra, en á norðausturhlutanum eru svo til eingöngu gjár og misgengi. Þar hefur hraunkvika sjaldan náð til yfirborðs en setið eftir í berggöngum.
SprunguopEldstöðvakerfin mynda grunneiningar í jarðfræði Reykjanesskaga. Þau eru fimm til átta kílómetra breið og flest 30 til 50 kílómetra löng. Í hverju þeirra eru tvær eða fleiri gos- og sprungureinar. Fullmótuð kerfi með háhitasvæði og sprungusveim eru fimm. Þau eru kennd við Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengil (sjá mynd hér fyrir neðan). Sjötta eldstöðvakerfið, sem kenna má við Fagradalsfjall, er ólíkt hinum að gerð. Þar er hvorki jarðhiti né sprungusveimur. Skil milli kerfanna eru oftast skýr, en þau skarast þegar kemur norðaustur á gjásvæðin. Milli Reykjaness- og Svartsengiskerfanna er einföld röð dyngna og bólstrabergsfella úr ólivínríku basalti, Háleyjabunga yst og Stapafell innst. Mörk Fagradalsfjallskerfisins við þau næstu markast af löngum gossprungum beggja vegna. Skil Krýsuvíkur- og Brennisteinsfjallakerfanna eru í Kleifarvatnslægðinni með stapana Lönguhlíð og Geitahlíð að austanverðu. Skil Brennisteinsfjalla- og Hengilskerfis eru hér sett við Þrengsli.

Fagradalsfjall

Eldgos í Fagradalsfjalli.

Á Reykjanesskaga skiptast á gos- og gliðnunartímabil á sprungusveimum með stefnu norðaustur-suðvestur og skjálftatímabil með virkni á norður-suður sprungum. Það er afleiðing af því að Reykjanesskagi liggur skáhallt á rekstefnuna og spennusviðið sveiflast á milli lóðréttrar mestu bergspennu og láréttrar með suðvestur-norðausturstefnu. Í báðum tilvikum er minnsti þrýstingur í stefnu reksins. Kvikuinnskot þarf til að gjárnar gliðni, en það getur gerst án þess að gjósi. Gos- og gliðnunartímabilin, hér nefnd gosskeið, standa yfir í nokkrar aldir hvert. Á síðasta gosskeiði fluttist gosvirknin milli eldstöðvakerfanna með 30-150 ára millibili. Gosvirknin einkennist af sprungugosum sem vara í nokkra áratugi, en með hléum á milli gosa. Goshrinur af þessu tagi eru kallaðar eldar. Á milli gosskeiðanna eru löng skjálftatímabil án kvikuvirkni og þá væntanlega eins og á síðustu áratugum með ótal snöggum hrinum sem standa daglangt eða í fáar vikur. Gosskeið síðustu 3500 ára eru þrjú, og vísbendingar eru um fleiri þar á undan. Í Fagradalsfjallskerfinu hefur ekki gosið á þessu tímabili og aðeins einu sinni í Hengilskerfinu.

Sundhnúkagígaröðin

Sundhnúkagígaröðin.

Á Reykjanesskaga hefur aðeins gosið basalti eftir að land varð jökullaust. Bergið í hraununum er pikrít, ólivínþóleiíti og þóleiít. Dyngjuhraun eru úr pikríti og ólivínþóleiíti en hraun frá gossprungum yfirleitt úr þóleiíti. Súrt berg er ekki að finna á skaganum nema í Hengilskerfinu. Þar spannar samsetning bergsins allt bilið frá pikríti í ríólít. Í hinum kerfunum nær það einungis yfir í þróað basalt.
Aldursdreifing sprungugosa sem vitað er um á Reykjanesskaga síðustu 3500 árin, er sýnd á næstu mynd hér að ofan. Tímasetning er byggð á sögulegum heimildum, aldursgreiningu með geislakoli (C-14) og öskulagsrannsóknum. Af myndinni má ráða að skipst hafi á gosskeið sem stóðu í 400-500 ár, og goshlé í 600-800 ár. Núverandi hlé er nálægt efri mörkum. Sé hins vegar litið á eldstöðvakerfin ein og sér, verða hléin mun lengri, að meðaltali nálægt 1000 árum. Í engu eldstöðvakerfanna er komið fram yfir lágmarkslengd fyrri hléa, nema ef til vill í Brennisteinsfjöllum. Allt að fjórar aldir þurfa að líða þar til lengstu hléunum er náð. Í Hengilskerfinu varð eina kvikuhlaupið án goss sem vitað er um. Þá er átt við Þingvallasigið árið 1789. Eldri hraun eru of fá tímasett til að rekja söguna lengra aftur. Segja má þó að grilli í fleiri gosskeið, svo sem fyrir 4000 og 8000 árum. Eins og sjá má á myndinni hefur eldvirkni á hverju gosskeiði oftast hafist í Brennisteinsfjallakerfinu og síðan færst vestur.

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja.

Að frátöldum dyngjunum hefur upphleðsla gosefna í eldstöðvakerfum Reykjanesskaga, öðrum en Henglafjöllum, verið mest þar sem sprungusveimar liggja yfir flekaskilin. Þau markast af skjálftabelti skagans, og þar eru einnig háhitasvæðin. Segja má að þar séu vísar að megineldstöðvum. Ætla má að í rætur þeirra geti safnast kvika sem síðan leitar út í sprungusveimana, myndar ganga og kemur upp í sprungugosum. Hnyðlingar í gjalli og úrkasti sprengigíga í Krýsuvík eru vísbending um að grunnstæð gabbróinnskot, það er kvikuhólf sem voru eða eru þar undir, en greinast ekki í skjálftum.
Á Reykjanesskaga eru dyngjur í þyrpingum, ýmist í virknimiðjum eldstöðvakerfanna, svo sem í Hengils-, Brennisteinsfjalla- og Fagradalsfjallskerfunum, eða utan þeirra. Stærstu dyngjurnar ná yfir 200 ferkílómetra og áætlað rúmmál þeirra stærstu er fimm til sex rúmkílómetrar. Alls eru þekktar um tuttugu dyngjur á Reykjanesskaga. Af þeim eru 12 úr ólivínþóleiíti, hinar úr pikríti.”

Tilvísanir:
-Freysteinn Sigmundsson, 1985. Jarðvatn og vatnajarðfræði á utanverðum Reykjanesskaga II. hluti. Viðaukar um jarðfræði. Orkustofnun, skýrsla, OS-85075/VOD-06, 49 bls.
-Páll Einarsson, 1991a. Earthquakes and present-day tectonism in Iceland. Tectonophysics, 189, 261-279.
-Sigrún Hreinsdóttir og fleiri, 2001. Crustal deformation at the oblique spreading Reykjanes Peninsula, SW-Iceland: GPS measurements from 1993 to 1998. Journal of Geophysical Research, 106(B7), 13803-13816.
-Clifton, A. E. og S. Kattenhorn, 2006. Structural architecture of a highly oblique divergent plate boundary segment. Tectonophysics, 419, 27-40.
-Sigrún Hreinsdóttir og fleiri, 2001. Crustal deformation at the oblique spreading Reykjanes Peninsula, SW-Iceland: GPS measurements from 1993 to 1998. Journal of Geophysical Research, 106(B7), 13803-13816.
-Keiding og fleiri, 2009. Earthquakes, stress and strain along an oblique plate boundary: the Reykjanes Peninsula, southwest Iceland. Journal of Geophysical Research, 114, B09306, doi: 10.1029/2008JB006253. 16 bls.
-Sveinn P. Jakobsson og fleiri, 1978. Petrology of the Western Reykjanes peninsula, Iceland. Journal of Petrology, 19, 669-705.
-Gee, M. A. M., 1998. Volcanology and Geochemistry of Reykjanes Peninsula: Plume-Mid-Ocean Ridge interaction. Doktorsritgerð, Royal Holloway University of London. 315 bls.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65699
-Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun.
-Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur.

Geldingadalir

Eldgos í Geldingadölum í Fagradalsfjalli.

Geldingadalir

Á vefnum Eldey.is má lesa eftirfarandi um eldstöðvar og jarðsögu Reykjanesskagans, auk annars:

Eldvörp

Eldvörp.

“Á Reykjanesskaga má finna allar tegundir eldstöðva sem gosið hafa á Íslandi. Talið er að um tólf hraun hafi runnið þar frá því að land byggðist eða að meðaltali eitt hraun á öld.
Á Reykjanesskaganum eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku. Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi þar sem jarðsjórinn er notaður til að hita upp kalt vatn fyrir Hitaveitu Suðurnesja.

Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Reykjanes er til að mynda eini staðurinn á jörðinni þar sem berlega má sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum.
Reykjanesskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.

Reykjanesskagi

Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteins-, fjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna spungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.
Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar eru hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.
Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.

Jarðsaga Reykjanesskaga er tiltölulega vel þekkt og hefur verið rakin nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann.

Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 100 þúsund ára gömul. Á þessum tíma hefur loftslag verið mjög breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu. Á milli voru tímabil með svipuðu loftslagi og nú er. Kuldatímabilin eru nefnd jökulskeið og hlýrri tímabilin eru nefnd hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði.
Þau hraun sem runnið hafa síðan síðasta jökulskeiði lauk eru ekki slípuð af jöklum.
Á jökulskeiðum áttu sér stað gos undir jökli, og móbergsfjöll mynduðust í geilum sem gosin bræddu upp í ísinn. Þegar jöklarnir hopuðu stóðu eftir óregluleg móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun svipað og nú þ.e.a.s. frá gosstöðvum undan halla og oft til sjávar. Kappelluhraun og Ögmundarhraun eru dæmi um slík hraun.
Allt gosberg á Reykjanesskaganum er basalt (gosberg með lágt kísilsýrumagn).

Ísöld

Patterssonsvöllur

Lífsstöðugrjót við Patterssonsvöll.

Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.
Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

Eldgos á Reykjanesskaga

Stampahraunið

Stampahraunið.

Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Eldgos á sögulegum tíma

Húshólmi

Í Húshólma í Ögmundarhrauni.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegssniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.”

Meira HÉR á Wikipedia.

Sogin

Sogin.

Flekaskil

Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafshryggurinn) “gangi” á land á Reykjanesi en með honum liggja skil þessara tveggja fleka. Ísland skiptist þannig milli tveggja jarðskorpufleka. Austurhluti landsins tilheyrir svonefndum Evrasíufleka og vesturhlutinn svonefndum Norður-Ameríkufleka. Skilin milli flekanna birtast okkur ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem sem gígaraðir.

Möttull

Jörðin – að innan.

Ysti hluti jarðar er samsettur úr nokkrum geysistórum bergflekum sem ná djúpt niður í seigan möttul jarðar. Flekarnir eru 100–200 km þykkir og „fljóta“ ofan á möttlinum. Efsti hluti flekanna kallast jarðskorpa og er hún 5-70 km þykk.

Við flekamót rekur fleka saman en við flekaskil rekur þá í sundur.

Við flekaskil valda iðustraumar í möttulbráðinni því að flekar færast í sundur. Þar þrýstist bráðin hraunkvika upp og bætist á jaðra flekanna. Eldgos verða þar sem hraunkvikan brýst alla leið upp á yfirborð.

Flekaskil

Mismunandi flekaskil.

Flekaskil eru að langmestu leyti á botni úthafanna og mynda þau geysilangt net af neðansjávarhryggjum, alls um 60 þúsund km að lengd. Aðeins um 1% af úthafshryggjum jarðar eru ofansjávar.

Ísland er á flekaskilum og eru flekarnir tveir, Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn. Úthafshryggurinn sem liggur um Ísland og sker það í tvennt kallast einu nafni Norður-Atlantshafshryggur og er hann hluti af jöðrum flekanna tveggja.

Svæði þar sem flekana tvo rekur hraðast í sundur eru kölluð gliðnunarbelti eða rekbelti. Utan rekbeltanna eru tvö hliðarbelti og liggja þau í eldri jarðskorpu en rekbeltin. Tvö þverbrotabelti tengja saman hliðrun sem er á Norður-Atlantshafshryggnum um mitt Ísland.

Hliðrun úthafshryggjarins stafar líklega af miklum möttulstrók, svokölluðum heitum reit með sérstaklega heitu, léttu og miklu kvikuuppstreymi, sem er undir Íslandi. Miðja möttulstróksins er undir Vatnajökli og togar strókurinn hrygginn eða gliðnunarbeltin til sín.

Ameríkuflekann og Evrasíuflekann rekur um 1 cm á ári frá hvor öðrum í vestur og austur. Ísland gliðnar því um 2 cm á ári, eða um 2 m á 100 árum. Óvíst er hvort Ísland stækki við þetta vegna þess að samtímis nýmyndun jarðefna á sér stað landeyðing vegna ýmissra rofafla.

Jörðin er mjög spennandi viðfangsefni fyrir alla aldurshópa. Það er margt sem hægt er að skoða og rannsaka nánar hvort sem það er sólkerfið sem tilheyrir jörðinni, samspili lífvera og jarðarinnar eða uppbyggingu jarðarinnar.

Landrekskenningin – Alfred Wegener

Alfred Wegener

Alfred Wegener.

Árið 1912 kynnti þýskur veðurfræðingur Alfred Wegener fyrstur kenningu um landrek. Þremur árum síðar eða 1915 var Landrekskenning Wegeners sett fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa. Hann hélt því fram að öll meginlönd gætu flust úr stað með því að fljóta. Wegener taldi að meginlöndin hafi verið ein heild, þ.e. Pangea (al-álfa) sem hafi brotnað upp og brotin flust úr stað. Hann taldi með þessu að hann gæti útskýrt ásæðuna fyrir því af hverju löndin pössuðu vel saman. Um 1930 töldu jarðeðlisfræðingar að það væri ekki til nægilega stór kraftur sem gæti flutt heimsálfurnar úr stað og tókst þeim þar með að afsanna þann hluta kenningar Wegeners. En árið 1964 var landrekskenningin endurvakin og var þá nefnd botnskriðskenning og var þá gerð athugun á gerð hafsbotnsins. Í ljós kom að á hafsbotni leyndust langir fjallgarðar sem risu í um 2000-4000 m yfir hafsbotninn. Árið 1968 kom fram flekakenningin, en samkvæmt henni skiptist jarðskorpan í jarðfleka sem eru á reiki um yfirborð jarðar og eru flekarnir knúnir af hita frá möttlinum. Á úthafshryggjum á hafsbotni jarðarinnar rekur þessa fleka í sundur og til þess að það myndist ekki gap í jarðskorpunni fyllir bergkvika bilið og myndar á ný úthafsskorpu.

Innri gerð jarðar

Möttull

Jörðin – að innan.

Jörðin er flóknara fyrirbæri en við höfum gert okkur grein fyrir og verður stikklað á stóru um jörðina. Hún er þriðja reikistjarnan frá sólu en fimmta stærsta reikistjarna sólkerfisins. Þykkur lofthjúpur umlykur jörðina sem er að mestu úr nitri og súrefni. Á jörðinni hafa miljónir lífvera viðveru, hvort sem það eru plöntur eða dýr. Jörðin snýst um möndul sinn heilan hring á sólarhring en hún snýst einnig umhverfis sólu, sem tekur hana heilt ár. Jörðinni er skipt upp í nokkur lög, þ.e.a.s. innri kjarna, ytri kjarna, möttul og jarðskorpu. Innan möttulsins er 100 km þykkt lag sem kallast deighvel en ofan á deighvelinu flýtur u.þ.b 100 km þykkir jarðflekar. Ysta lag jarðflekanna hefur tvær misþykkar jarðskorpur, meginlandsskorpu og hafsbotnsskorpu. Jarðskorpan er að stærstum hluta byggð upp af 8 frumefnum eða u.þ.b. 98,5%, súrefni (45,6%), kísil (27,7%), áli (8,1%), járni (5,0%) ásamt kalsíum, natríum, kalíum og magnesíum en þau finnast í minna magni.

Jarðflekar

Flekaskil

Jarðflekar.

Jarðflekarnir sem eru um 100 km á þykkt innihalda jarðskorpuna ásamt efsta hluta möttulsins. Yfirborð jarðarinnar skiptist upp í 6 stóra jarðskorpufleka ásamt nokkra minni. Stærstu flekar jarðarinnar eru Evrasíufleki, Ameríkufleki, Afríkufleki, Kyrrahafsfleki, Suðurskautsfleki og Indlands-Ástralíufleki. Á mörkum þessara jarðskorpufleka birtast innri öfl, til dæmis með eldgosum og jarðskjálftum. Samkvæmt tilraun sem var gerð á árunum 1955-1965 kom fram að flestir jarðskjálftar ásamt mestallri eldvirkni jarðar var á mjóum beltum, þ.e. flekamörkum. Í berginu við mjóu beltin eða flekamörkin byggist upp spenna þegar flekamörkin hnikast til og jörðin losar sig við þennan varma hvort sem það er á meginlandi eða á hafsbotni. Flekamörkin skiptist í þrjá flokka, flekaskil, flekamót og sniðgeng flekamörk eða þverbrotabelti.

Flekaskil

Flekaskil

Flekaskil Norður-Atlantshafshryggjarins.

Flekaskil koma fram þar sem flekarnir gliðna í sundur, eldvirkni er í sprungunum og bergkvika kemur upp um sprungurnar, sem hafa myndast á skilunum. Þegar bergkvikan storknar kemur hún sem viðbót beggja vegna við flekana. Á hafsbotni myndast miðhafshryggir, til dæmis Atlantshafshryggurinn, og þar sem flekarnir gliðna í sundur þá myndast djúpir sigdalir. Á Íslandi má finna marga staði þar sem hægt er að sjá og jafnvel skoða flekaskil sem eru á þurru landi.

Flekaskil og gosbelti á Íslandi

Flekaskil

Flekaskil – Jarðfræðikort ÍSOR – http://jardfraedikort.is/?coordinate=64.96%2C-18.62&zoom=2

Á Íslandi eru flekaskil mjög aðgengileg og liggja þau þvert yfir landið frá Reykjanestá norður í Öxarfjörð. Einn vinsælasti staður til þess að sjá flekaskil á þurru landi eru Þingvellir en einnig er hægt að sjá flekaskil vel á Reykjanesi. Á Þingvöllum hefur sigdalur myndast á milli Almannagjár og Hrafnagjár og hefur dalurinn sigið um 40 m á síðustu 9000 árum. Ísland hefur fleiri sérkenni sem má rekja til flekaskilanna, til dæmis mikið af sprungum og gjám, mikinn jarðvarma til dæmis í Kröflu, Öskju og Hengli, eldgos í löngum sprungum en væga jarðskjálfta sem skipta tugum á hverjum sólarhring sem við finnum ekki fyrir.

Flekamót

Flekamót

Flekamót.

Við flekamót mætast tveir flekar, þar sem annar lútir fyrir hinum og sveigir undir hann og „eyðist“. Djúpálir myndast þegar hafsbotn eyðist en hafsbotninn sveigir u.þ.b. í 45° niður á við og fer undir hafsbotninn eða meginlandið sem kemur á móti honum. Mikilir jarðskjálftar verða á flekamótum á hafsbotni ásamt hættulegum eldgosum. Þrjár tegundir flekamóta eru til, hafsbotn mætir hafsbotni, hafsbotn mætir meginlandi og meginland mætir meginlandi.

Hafsbotn mætir hafsbotni; þar myndast djúpálar og hafsbotninn sem hefur svegt 45° niður á við eyðist upp þegar komið er niður í möttulinn og samlagast honum að hluta til. Mikil eldvirkni er á þessum svæðum og eyjabogar myndast, sem er röð eldfjallaeyja. Kúileyjar í Norður-Kyrrahafi eru dæmi um eyjaboga.
Hafsbotn mætir meginlandi; hafsbotninn lútir fyrir meginlandinu og treðst undir meginlandinu í djúpál. Á svæðum þar sem hafsbotn mætir meginlandi er einnig mikil eldvirkni og fellingafjöll með eldfjöllum myndast.
Meginland mætir meginlandi; hvorugur flekanna sveigir undir hinn, heldur myndast óregluleg hrúga, fellingafjöll, þar sem begið leggst í fellingar. Þegar fellingafjöllin myndast er lítil sem engin eldvirkni en harðir jarðskálftar eru á þessum svæðum. Himalayafjöllin í Asíu þar sem Indland rekur til norðurs er dæmi um flekamót þar sem meginland mætir meginlandi.

Sniðgeng flekamörk eða þverbrotabelti

Flekaskil

Jarðflekar.

Engin eyðing eða myndun bergs á sér stað við sniðgeng flekamörk. Tveir flekar nuddast saman á hliðunum og við það koma frekar harðir jarðskjálftar. Aðaleinkenni miðhafshryggjanna er hryggjarstykkin sem myndast við sniðgengu flekamörkin, en flekamörkin búta miðhafshryggina niður og við það kemur hliðrun víða fram á miðhafshryggjunum. San Andreas sprungan í Bandaríkjunum er dæmi um sýnileg sniðgeng flekamörk en þau koma fram á fleiri stöðum á meinglöndunum.

Heimildir:
-https://natkop.kopavogur.is/syningar/jardfraedi/landrek-flekaskil/
-https://is.wikibooks.org/wiki/Jar%C3%B0flekar
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3811

Flekaskil

Flekaskilin um Ísland.

Eldgos

Í Morgunblaðinu árið 1967 var “rabbað við Jón Jónsson, jarðfræðing, sem vinnur að því á sumrin að gera jarðfræðikort af skaganum. Fyrirsögnin var: “Er Eldgos væntanlegt á Reykjanesskaga?”

Jón JónssonJón Jónsson, jarðfræðingur, er einn þeirra íslenzku vísindamanna sem á sumrin ferðast vítt og breitt um landið til ýmiskonar starfa. Dagurinn er oft langur og erfiður, hann leggur af stað með malpokann eldsnemma á morgnana og það er ekki óalgengt að hann komi ekki heim fyrr en undir miðnætti. En hann kvartar ekki því að eins og hann segir: „Þegar tómstundaiðjan og starfið eru eitt og hið sama, þá er þetta allt í lagi”.
Jón er maður hraustlegur og útitekinn, með snör augu og er létt um bros.
„Ég starfa hjá jarðhitadeild Orkustofnunarinnar og aðalstarf mitt er jarðfræðirannsóknir í sambandi við jarðhita. Það hefur svo komið af sjálfu sér að ýmis önnur verkefni hafa hlaðist á mig, t.d. hef ég unnið að því að finna kalt vatn og held að mér sé óhætt að segja að ég hafi staðsett svo til allar kaldavatnsboranir í seinni tíð”.

Hvernig er það með kalda vatnið, það gýs víst ekki upp eins og það heita?”
„Nei, það þarf alltaf að nota dælur til að ná því upp, en það er ekki svo erfitt. Það er tiltölulega auðvelt að koma dælunum fyrir”.
„En nú er það ekki svo vel að þið getið fundið einhver merki um vatnsból ofanjarðar, eins og þegar leitað er að heitu vatni. Hvaða tæki notar þú til að finna kalt vatn?”
Jón brosir kankvíslega: ,Engin önnur en þau sem guð gaf okkur, við verðum bara að sjá það með berum augum, og bað er ekki eins erfitt og það kann að virðast.

Hvað hefur þér oft skjátlast?”

Stapafell

Stapafell.

„Það hefur mjög sjaldan komið fyrir að mér hafi skjátlast algerlega, en stundum hefur ekki komið nærri nóg vatn upp úr holunum. Verstu „feilskotin” voru á Akureyri í fyrra sumar og svo aftur núna, en ég vona að við séum nú búnir að finna lausn á því vandamáli.
Það er erfitt að nota tæki til kaldavatnsleitar, en viðnámsmælingar hafa þó gefist vel á einum stað a.m.k. Vatnið er á sífelldri hreyfingu undir yfirborði jarðar, og straumar liggja víða til sjávar. Þau eru skilin víða mjög skörp. Ég get nefnt þér sem dæmi, að þegar við vorum að bora við Stapafell fyrir tveimur árum vorum við með snúningsbor og þurftum því að bora aukaholu til að fá skolvatn. Við þurftum svo að steypa í tilraunaholuna og helltum í hana mörgum pokum af sementi, en hin holan gruggaðist ekki, þótt hún væri aðeins tuttugu metra í burtu”.

En svo að við snúum okkur að sumarstarfinu þau á þessu ári, hvað hefur þú verið að fást við?”

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort.

„Í sumar hef ég snúið mér algerlega að rannsóknum á Reykjanesi, ég er að gera nákvæmt jarðfræðikort af öllum Reykjanesskaganum, og hefunnið að því eftir því sem ég hef getað í nokkur ár. Því miður hef ég ekki alltaf haft mikinn tíma aflögu til þessa, svo að það má segja að ég vinni þetta í hjáverkum. Ég byrja með því að merkja sprungukerfi, því að jarðhitinn eins og hann kemur fyrir á yfirborðinu, er ákaflega tengdur sprungunum. Við erum bara tveir við þetta, ég og Karl Grönvold, ungur maður sem er að læra jarðfræði”.

Og dagurinn er strangur?”

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort – Þríhnúkar.

„Já, það er hann oft. Við föum yfirleitt upp um klukkan átta á morgnana og erum sjaldan komnir heim fyrr en 9—10 á kvöldin, oft seinna, en þegar tómstundaiðjan og starfið fara saman er ekki yfir neinu að
kvarta”.

Er það ekki áratuga verk að labba um allan skagann til að gera kort af honum?”

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort – Brennisteinsfjöll.

„Nei, svo slæmt er það nú ekki, en það er satt að þetta er yfirgripsmikið starf. Við notum mikið loftmyndir og þær koma okkur að ómetanlegu gagni. Við leggjum gegnsæjan pappír yfir loftmyndirnar og merkjum inn á hann gíga, sig, sprungur og þessháttar. Við verðum auðvitað að ganga mikið, en það er nú ekkert annað en það sem maður er vanur.
Eg byrjaði árið 1960 og þá á Krýsuvíkursvæðinu. Ég var bara að þrjár vikur það sumarið og hef svo haft það í ígripum eins og ég sagði áðan. Mér tekst sjálfsagt ekki að ljúka við þetta í sumar, en fer þó yfir mestan hluta þess svæðis sem eftir er. Í dag fórum við á jeppanum upp með Bláfjöllum að vestan. Við fórum ekki upp á háfjall þó að hægt sé að komast yfir í Selvog. Það er gott að hafa jeppann, mikill munu frá því að ég byrjaði fyrst, þá átti ég ekki bíl og varð að fara allra minna ferða gangandi eða reyna að ferðast á þumalfingrinum”.

Hefur eitthvað komið þér á óvart við þessar rannsóknir?”

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort – Hrútargjárdyngja.

„Nei, ég get varla sagt það.
Við Lönguhlíð austanverða og suðvestur með Þríhnúkum er þó mikið um ketilmynduð sig sem ekki eru algeng hér á landi. Askja er eitt líkt sig, en þessi komast að sjálfsögðu ekki í hálfkvist við hana. Það má eiginlega segja að það hafi komið mér á óvart hvilík firn af eldstöðvum er á þessum slóðum, margar þeirra eru ekki merktar á neitt kort, og liggja mjög þétt víða”.
„En hefur þú orðið var við einhverjar breytingar á jarðveginum á þessum slóðum?”
„Á hluta á svæðinu held ég að umibrot eða hræringar séu að aukast og hiti að hækka.
Það er meiri kraftur í hverunum en því miður höfum við ekki eldri hitamælingar yfir svæðið svo að það er erfitt að segja nákvæmlega til um. Ég er þó ekki einn um þessa skoðun, því að einn af mönnunum sem fæst við innrauðu „hitaljósmyndunina” nefndi þetta sama við mig af fyrra bragði.
Við vitum ekkert um ástæðuna ennþá, en ég myndi ætla að svona yrði undanfari eldgoss.
Það hafa ekki orðið eldsumbrot þarna síðan um 1340, þegar Ögmundarhraun rann. Þá rann hraun yfir bæ suð-vestur af Krýsuvík, og ég held að það gæti orðið gaman fyrir fornleifafræðinga að líta nánar á þann stað. Það eru til Húshólmi og Óbrennishólmi í hraun inu, og bæjarrústirnar standa að nokkru leyti út undan hrauninu og má telja víst, að undir því sé einhverja muni að finna frá þessum tíma. Hraunlagið er ofur þunnt á þessum stað, innan við metra held ég og það væri ekki mikið verk að rífa það ofan af bænum. Ég býst ekki við að neitt fólk hafi farist, en það ætti t.d. að vera hægt að finna þarna viðarkol sem hægt væri að aldursákvarða, og jafnvel eitthvað af húsunum. Mér myndi þykja mjög gaman að taka þátt í rannsókn á staðnum. Jarðvegurinn undir hrauninu er valllendi, þurrlendismói”.

Fyrst við erum farnir að tala um fornminjar og slíkt Jón, þá minnist ég þess að nálægt bæ í Kjósinni, þar sem ég var í sveit, fundust margir gamlir trjálurkar í mýri sem verið var að ræsa fram, ætli þeir hafi verið frá landnámstíð, þegar landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru?”
Jón Jónsson
„Það held ég ekki. Mér finnst líklegra að þeir hafi verið af skógi sem fenginn var undir löngu fyrir landnámstíð.
Það er vitað að miklar loftlagsbreytingar hafa orðið á Skandinavíu og það má sjá þess merki á hinum Norðurlöndunum að skógar hafa gengið um 200 metra hærra upp í fjallshlíðar. Það hefur líka verið á hlýindatímabilinu eftir ísöld”.

Hver eru nú þín uppáhalds verkefni, Jón?”
Jón Jónsson
„Þau eru svo mörg að ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Ég hefi til dæmis mjög mikið gam«n að öllum rannsóknum, og eins að kortleggja, kanna sprungur, fellingamyndanir, misgengi og þessháttar. Ein af mínum uppáhaldsiðjum er líka að skoða berg í smásjá.
Þá límum við steinflís á glerplötu og sögum af henni eins nálægt glerinu og hægt er.
Síðan er flísin slípuð þar til hún er ekki nema 1/300 úr millimetra og svo skoðum við hana í smásjánni. Þá er hún orðin gegnsæ þannig að við sjáum gegnum alla krystalla og efni nema málma. Svona rannsóknir — sem og aðrar rannsóknir — krefjast mikils og góðs samstarfs, og það er nokkuð sem tilfinnanlega vantar. Ekki þar fyrir að samkomulag er mjög gott milli okkar allra og við erum allir reiðubúnir að rétta kollega hjálparhönd, en aðstaða til raunhæfs samstarfs er ekki fyrir hendi til þess skortir aðstöðu, vonandi verður bætt úr því sem fyrst. – ótj

Jón Jónsson skrifaði grein í Vikuna árið 1964 undir fyrirsögninni: “Það má búast við gosi á Reykjanesi“.

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort.

“Það er óhætt að slá því föstu að alls engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu hætt á Reykjanesskaga. Það verður þvert á móti að teljast í fyllsta máta líklegt, að gos muni enn verða þar…
Reykjanesskagi er meir eldbrunninn en nokkur annar hluti þessa lands. Ég ætla að engin viti hversu margar eru þær eldstöðvar og því síður hversu mörg þau hraun eru, sem þar hafa brunnið frá því að jökla leysti af landinu hraunflákana á þessu svæði fær maður nokkra hugmynd ef það er athugað að hægðarleikur er að ganga alla leið frá Þingvallavatni út á Reykjanestá án þess að stíga nokkurn tíma af hrauni.
Fyrsta gos, sem sögur fara af á þessu svæði er það, sem átti sér stað árið 1000 og sem getið er um í Kristnisögu. Það gos var á Hellisheiði norð-austur og austur af Hveradölum og eru eldstöðamar vel sýnilegar hverjum þeim, sem um Hellisheiði fer. Ekki fara sögur af fleiri gosum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefur þar gosið síðar a.m.k. tvisvar sinnum, í Eldborg nyrðri og syðri, milli Lambafells og Bláhnjúks, því hraun frá þeim gosum hafa runnið út á hraunið frá 1000. Í námunda við þær eldstöðvar, hefur áður gosið oftar en einu sinni eftir ísöld, og þaðan er komið það hraun, sem næst hefur komizt höfuðborginni, en það er hraunið sem runnið hefur út í Elliðaárvog. Samkvæmt rannsóknum Þorleifs Einarssonar er þetta hraun komið úr stórum gíg er nefnist Leitin sunnan við Ólafsskarð austan undir Bláfjöllum. Yngri hraun þekja þetta að mestu vestur að Draugshlíðum, en þaðan er auðvelt að rekja það alla leið til sjávar. Þetta hraun hefur verið mjög þunnfljótandi og væntanlega runnið hratt. Það er helluhraun og myndar hvergi kraga það ég veit, en í því eru gervigígir á nokkrum stöðum og þekktastir þeirra eru Rauðhólar við Elliðavatn. Skammt ofan við brúna yfir Elliðaár á Suðurlandsvegi er mór undir hrauninu. Hann hefur verið aldursákvarðaður með C1 4 aðferð og reynzt vera 5300 -4- eða -j- 340 ára. Vestan við Bláfjöll eru allmargir gígir og sumir þeirra stórir. Meðal þeirra er sá sem gerður hefur verið hinn mesti ógnvaldur í VIKUNNI á undanförnum vikum.

Eldborg

Eldborg í Kristnitökuhrauni.

Frá eldstöðvum á þessum slóðum hafa hraun runnið norður á Sandskeið, milli Sandfells og Selfjalls og vestan við Selfjall, milli þess og Heiðmerkur. Á síðastnefnda svæðinu ber hraun þetta nafnið Hólmshraun. Þarna er þó um a.m.k. 5 mismunandi hraunstrauma að ræða, og verða þeir nefndir Hólmshraun I—V hér. Hólmshraun I er þá þeirra elzt og V yngst. Ekki hafa þessi hraun ennþá verið rakin til einstakra eldstöðva, og er raunar óvisst hvort það er mögulegt, a.m.k. með öll þeirra. Af þessum slóðum hafa þau samt komið. Engar sagnir eru til um gos á þessum slóðum. Hólmshraun I hefur runnið út á Leitahraunið rétt austan við Gvendarbrunna og langleiðina yfir það þar skammt fyrir austan. Hólmshraun II hefur einnig runnið út á það austan við Lækjarbotna og myndar hina áberandi, háu hraunsbrún ofan við gamla Lögbergsbæinn aðeins norðan við Suðurlandsveginn. Af þessu er ljóst að Hólmshraunin öll eru yngri en Leitahraunið, en um aldur þess var áður getið.
Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt hafa orðið a.m.k. 9 eldgos á austanverðum Reykjanesskaga á síðastliðnum 5300 árum. Auk þess er Nesjahraun í Grafningi, en það er samkvæmt rannsóknum Kristjáns Sæmundssonar 1880 + eða — 65 ára, C11 aldursákvörðun. Þar með eru gosin orðin 10. Milli Selfjalls og Helgafells virðist ennfremur vera nokkuð á annan tug mismunandi hrauna, sem öll eru runnin eftir ísöld, eru þá ekki talin með áðurnefnd fimm Hólmshraun né heldur hraun það sem komið er úr Búrfellsgígnum, og sem nefnt er ýmsum nöfnum, svo sem Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun o.s.frv., en sem ég mun nefna Búrfellshraun. Á þessu hrauni stendur meginhluti Hafnarfjarðarbæjar.

Hraunakort

Hraunakort ofan Hafnarfjarðar.

Ekki skal nú haldið lengra vestur skagann að sinni, en aðeins geta þess að fjöldi hrauna og eldstöðva eru þar, og hafa sumar þeirra verið virkar eftir að land byggðist.
Það er óhætt að slá því föstu, að alfe engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu hætt á Reykjanesi. Það verður þvert á móti að teljast í fyllsta máta líklegt að gos muni enn verða þar. Sé jafnframt litið á, hversu oft hefur gosið þar og hvað langt er liðið frá síðasta gosi, en það hefur líklega verið um 1340 er Ögmundarhraun brann, þá vaknar sú spurning hvort ekki muni nú líða að því að gos verði einhvers staðar á þessu svæði. Vitanlega er þetta nokkuð sem enginn veit, ekki jarðfræðingar fremur öðrum. Það er þó Ljóst að a.m.k. verulegur hluti þeirra mynda, sem — sumar í allsterkum litum — hafa verið dregnar upp í undangengnum blöðum VIKUNNUR gætu áður en varir verið komnar í hinn kaldhamraða ramma veruleikans. Við höfum ekki leyfi til að haga okkur eins og við vitum ekki, að við byggjum eitt mesta eldfjallaland jarðarinnar. Það er skoðun mín að það sé í fyllsta máta tímabært að hlutaðeigandi geri sér nokkra grein fyrir því, hvað komið getur fyrir og hvernig við því skal bregðast. Sumt af því er svo augljóst að ástæðulaust er um það að fjölyrða. Ég á þar við truflanir á samgöngum og beina skaða á mannvirkjum.

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar – flugmynd.

Því er ekki að neita að vatnsból Reykjavíkur og Hafnarfjarðar geta legið nokkuð illa til í þessu sambandi. Vatnsbóli Hafnarfjarðar í Kaldárbotnum hagar þannig til að vatnið kemur úr misgengissprungu, sem klýfur Kaldárhnjúk, Búrfell og myndar vesturhlið Helgadals. Svo sem 1—1,5 km. sunnan við Kaldárbotna hefur sama sprunga gosið hrauni. Það er að vísu lítið hraun, en hætt er við að gos á þessum stað eða með svipaða afstöðu til vatnsbólsins gæti haft óheppileg áhrif á vatnið. Þess skal getið að ólíklegt virðist að gos mundi hafa veruleg eða jafnvel nokkur áhrif á vatnsrennslið. Um Gvendarbrunna er svipað að segja. Vatnið kemur þar líka úr sprungum, sem a.m.k. tvö og líklega þrjú Hólmshraunanna hafa runnið yfir. Vatnið í Gvendarbrunnum kemur því ekki aðeins undan hrauninu í venjulegum skilningi heldur dýpra úr jörðu og af miklu stærra svæði. Því er ekki líklegt að gos hefði áhrif á rennslið, en kæmi enn eitt Hólmshraun, gæti það hæglega runnið yfjr vatnsból Reykjavíkurborgar. Bullaugu eru hirfs” vegar ekki á sambærilegu hættusvæði. Vel gæti komið til mála að hægt væri að segja fyrir gos á því svæði, sem hér er um að ræða með því að fylgjast stöðugt með efnasamsetningu vatnsins. Þetta hafa Japanir gert, en á þessu sviði sem alltof mörgum öðrum fljótum við ennþá sofandi að feigðarósi.

Reykjaneskagi - jarðfræði

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Eldstöðvarnar á Reykjanesi eru aðallega tvennskonar: dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri a.m.k. á vestanverðu nesinu. Frá þeim eru stærstu hraunin komin, og ná sum þeirra yfir mjög stór svæði. Sprungugosin virðast hins vegar flest hafa verið tiltölulega lítil og ekki hafa gert mikinn usla. Mörg þeirra hafa ekki verið öllu meiri en Öskjugosið síðasta og sum minni. Þau virðast einnig hafa verið samskonar, þ.e. hraungos með sáralitlu af ösku, og hafa yfirleitt ekki staðið lengi. Svo er að sjá sem þannig sé um Hólmshraunin. Nokkuð öðru máli gegnir um gosið í Búrfelli. Það hefur verið mikið gos, og er hraunið víða um og yfir 20 m þykkt. Ekki verður séð að Búrfell hafi gosið nema einu sinni. Um aldur þess hrauns er ekki vitað, en líklegt virðist mér að það sé með eldri hraunum hér í grennd. Ekki er því að leyna að allófýsilegt væri að búa í Hafnarfirði ef Búrfell tæki að gjósa á ný, sérstaklega á þetta við um þann hluta bæjarins, sem stendur á hrauninu eða við rönd þess. Sama er að segja um Grindavík, ef eldstöðvarnar, sem þar eru næst færu aftur að láta til sín taka. Aðeins eru um 5 km. frá Búrfelli til Hafnarfjarðar og mun skemmra til Grindavíkur frá gígunum, sem þar eru næstir. Í þessu sambandi má benda á að hraunið frá Öskjugosinu síðasta mun hafa runnið um 11 km. á 2—2 1/2 sólarhringum. Hveragerði gæti verið hætta búin af gosum á Hellisheiði.

Jón Jónsson

Rit Jóns Jónssonar.

Vera má að sumum lesenda finnist hér hafa verið málað svart, að ég sé hér að spá illu og jafnvel að hræða fólk að ástæðulausu. Því fer fjarri að það sé ætlun mín. Ég, sem allir aðrir vona að sjálfsögðu að þær byggðir sem um hefur verið rætt fái um alla framtíð að vaxa og dafna í friði. Hins vegar er í hæsta máta óheppilegt í þessu sem öðru að loka augunum fyrir staðreyndum.
Enginn veit hvar eða hvenær eldur kann næst að brjótast upp á Reykjanesskaga. Þeir sem nú byggja Þessar slóðir sjá kannski ekkert af honum, kannski ekki heldur þeir næstu, en persónulega efast ég ekki um að, ef ekki við, þá muni einhver eða öllu heldur einhverjar komandi kynslóða verða að taka afstöðu til þess, hvað gera skuli er glóandi hraunflóð stefna að byggðu bóli — og þá væri gott að vera ekki alveg óviðbúinn.” – Jón Jónsson.

Sjá má viðtal við Jón í Morgunblaðinu árið 1965 á FERLIRssíðu undir fyrirsögninni: “Gosið gæti hvenær sem er á Reykjanesskaga“, HÉR.

Þá má sjá rit Jóns og “Jarðfræðikort af Reykjanesskaga : 1. Skýringar við jarðfræðikort ; 2. JarðfræðikortHÉR.

Heimildir:
-Morgunblaðið, 207. tbl. 14.09.1967, Er Eldgos væntanlegt á Reykjanesskaga, Rabbað við Jón Jónsson, jarðfræðing, sem vinnu að því á sumrin að gera jarðfræðikort af skaganum, bls. 17-18.
-Vikan, 7. tbl. 13.02.1964, Það má búast við gosi á Reykjanesi, Jón Jónsson, jarðfræðingur, bls. 20-21 og 30.

Jarðfræði Íslands

Jarðfræðikort af Íslandi – ÍSOR.

Hengill

Páll Imsland skrifar um “Þróun jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa – sprungumyndunarsögu” í Náttúrufræðinginn árið 1985.

Inngangur

Páll Imsland

Páll Imsland.

Kenningin um landrek og tilurð jarðskorpu á gliðnandi plötumótum, gerir betur grein fyrir myndun, þróun og ástandi íslensku jarðskorpunnar en nokkurt annað tiltækt hugmyndakerfi.
Það sem hér verður útlistað um almennt jarðfræðilegt ástand og þróun skorpunnar á Suðvesturlandi er gert innan ramma plötukenningarinnar, sem er óneitanlega frjóasta og notadrýgsta heildarmynd, sem jarðfræðin hefur átt. Á fáum stöðum á jörðinni tala merkin ljósar á máli þessarar kenningar en einmitt hérlendis. Samhengið í jarðfræðilegri þróun er tiltölulega auðsætt hér, þó flókið sé, og samband „strúktúra” og þeirra ferla, sem eru orsök þeirra, liggur ljósar fyrir en almennt gerist. Veldur því bæði, að landið er í hraðri myndun og eins hitt, að það er gróðursnautt, svo opnur eru yfirleitt mjög góðar í berggrunninn.
Það er vegna þessa, sem Ísland gegnir gjarnan lykilhlutverki í jarðfræðilegum rannsóknum, er beinast að skilningi á jörðinni í heild.

Um sprungusveima og megineldstöðvar og hlutverk þeirra í jarðskorpumyndun
Sprungur
Íslenska jarðskorpan verður til í rek- og gosbeltinu. Á Suðvesturlandi liggur þetta belti um Reykjanesskagann og Hellisheiðar-Þingvallasvæðið í átt til Langjökuls. Framhald þess til suðurs er sjálfur Reykjaneshryggurinn. Flói og Ölfus liggja á nýmynduðum vesturjaðri Evrópuplötunnar, er rekur til austurs með u.þ.b. 1 cm hraða á ári að meðaltali. Höfuðborgarsvæðið liggur hins vegar á nýmynduðum austurjaðri Ameríkuplötunnar, vestan við rekbeltið, og rekur með líkum hraða til vesturs (Leó Kristjánsson 1979). Landið verður því eldra, sem lengra kemur frá rekbeltinu. Nýtt land er ætíð að myndast í rekbeltunum. Það verður til, þar sem spennuástand í jarðskorpunni veldur því, að landið brotnar upp og myndar langar sprungnar ræmur eða spildur, sprungusveima. Þeir eru virkastir inn til miðjunnar, en jaðrar þeirra og endar eru venjulega minna sprungnir og eins er þar heildartilfærslan á sprungunum minni.
Myndun nýrrar jarðskorpu í sprungusveimnum á sér stað samfara gliðnuninni. Það gerist á þann hátt að bergkvika neðan úr möttli jarðar streymir upp í sprungurnar og storknar þar eða vellur að hluta út yfir umhverfið í eldgosum. Þessi nýmyndun jarðskorpu á sér ekki stað á einni ákveðinni sprungu, heldur dreifist hún á nokkrar þyrpingar sprungna, sprungusveimana. Á milli sjálfra sprungusveimanna er oftast minna um alla virkni. Stærð sprungusveima og afstaða þeirra hvers til annars er breytileg svo og framleiðslumynstur þeirra og e.t.v. „lífslengd”. Á Reykjanesskaganum liggja sprungusveimarnir skástígt og að allverulegu leyti samsíða. Annars staðar á landinu hliðrast þeir meira til á langveginn, svo að samsíða spildur þeirra eru tiltölulega styttri.
Sprungur
Hver sprungusveimur þekkist á yfirborði af þrem gerðum sprungna: misgengjum, gjám og gossprungum. Misgengin mynda stalla í landslaginu og um þau hliðrast jarðlögin, sem þau skera, mest í lóðrétta stefnu. Misgengin hafa tilhneigingu til að mynda ákveðinn sigdal (graben) um miðbikið, þar sem virknin er mest. Þingvallalægðin er gott dæmi þar um. Rof og önnur eyðingaröfl hafa tilhneigingu til þess að brjóta niður og jafna út misgengisstallana jafnótt og þeir myndast. Ásamt jöklum hefur rennandi vatn tilhneigingu til þess að grafa landið í samræmi við gamalt sprungumynstur. Misgengin og gjárnar geta því orðið stýrandi þáttur í landslagsmótun í eldri berglögum. Opnu gjárnar myndast eingöngu á gliðnunarsvæðum. Um dýpi þeirra er lítið vitað. Með tímanum hafa roföflin og eldvirknin tilhneigingu til þess að fylla gjárnar. Gígaraðir myndast yfir gossprungum, þar sem kvikan berst til yfirborðsins. Hlaðast þar upp gígar, sem hraun renna frá. Á meðan jöklar lágu yfir gosbeltunum á kuldaskeiðum ísaldarinnar, hindruðu þeir hraunrennsli með þeim afleiðingum, að gosefnin hrúguðust nær öll upp yfir gosrásunum. Þá urðu til móbergshryggir, þar sem annars hefðu orðið gígaraðir. Móbergsfjöll eru áberandi í landslaginu austan og sunnan höfuðborgarsvæðisins, enda er það land að mestu leyti orðið til á síðasta hluta ísaldarinnar og þar af leiðandi lítið rofið.
Um líf- eða virknitíma sprungusveimanna er fremur lítið af haldgóðri þekkingu til staðar, enn sem komið er. Flest bendir þó til þess, að líflengd þeirra séu takmörk sett í raun. Framan af framleiða þeir tiltölulega frumstætt berg og eingöngu basískt að samsetningu. Á sama tíma virðist einnig sprunguvirknin vera mest og e.t.v. ná lengst út til enda og jaðra. Er líður á, hefur virkni sprungusveimanna tilhneigingu til þess að safnast inn á miðsvæði þeirra. Þar myndast háhitasvæði, eldvirknin eykst þar hlutfallslega jafnframt því sem bergkvikan verður þróaðri að samsetningu.
Sprungur
Eldgosin verða tíðari en gjarnan minni í hvert sinn. Ennfremur virðist sprunguvirknin fara minnkandi. Jarðfræðingar segja að megineldstöð verði til á sprungusveimnum. Þegar líður svo á þróun þessara megineldstöðva dregur aftur úr virkni þeirra og að lokum deyja þær út. Í flestum tilfellum deyr megineldstöð út samtímis því að nýr sprungusveimur verður til í nágrenninu; eitt kerfi (sprungusveimur-megineldstöð) deyr út og annað hliðstætt kerfi tekur við hlutverkinu. Hinn útdauða sprungusveim ásamt tilheyrandi megineldstöð rekur þá í heilu lagi út úr gosbeltinu til annarrar hvorrar áttarinnar, eftir því hvorum megin nýi sprungusveimurinn myndast. Eyðingaröflin byrja að brjóta megineldstöðina niður og ef til vill kaffærist hún að einhverju marki í gosefnum frá nýja sprungusveimnum.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort – Náttúrufræðistofnun.

Í þeirri þróunarsögu jarðskorpunnar, við sunnanverðan Faxaflóa, sem hér verður gerð grein fyrir, koma sjö sprungusveimar við sögu. Af þeim eru tveir útdauðir en fimm virkir. Hinir dauðu voru virkir á árkvarter og eru kenndir við Kjalarnes og Stardal. Á báðum þróuðust samnefndar megineldstöðvar. Hér er því bæði rætt um Kjalarnessprungusveiminn og Kjalarnesmegineldstöðina o.s.frv. Kjalarnesmegineldstöðin var virk á tímabilinu frá 2.8-2.1 miljón ára síðan en Stardalsmegineldstöðin á tímabilinu frá 2.1-1.6 miljón ára (Ingvar B. Friðleifsson 1973). Fyrstu merki megineldstöðvanna koma í ljós, þegar alllangt er liðið á þróunarskeið sprungusveimsins. Eldvirkni og sprunguvirkni hefst því á Kjalarnessprungusveimnum nokkrum hundruðum þúsunda ára áður en megineldstöðin sjálf hefur þróast svo, að hún verði þekkjanleg í jarðlagastaflanum. Virku sprungusveimarnir fimm eru kenndir við stærstu jarðhitasvæðin, sem á þeim finnast, Hengil, Brennisteinsfjöll, Krýsuvík, Svartsengi og Reykjanes. Hengilssprungusveimurinn hefur þegar þróast í megineldstöð, en mjög nýlega. Það er hins vegar skilgreiningaratriði, hvort megineldstöð er til staðar á hinum sprungusveimunum enn sem komið er. Þeir bera sum merki dæmigerðra megineldstöðva, en vantar önnur. Þeir eru því allir ungir. Upphafs þeirra er að leita í sjó undan gamalli suðurströnd höfuðborgarsvæðisins seint á ísöld; að öllum líkindum fyrir minna en 700 þúsund árum.
Um jarðfræði höfuðborgarsvæðisins hefur ýmislegt verið ritað og er vitnað til þess helsta í köflunum, sem á eftir fylgja. Jarðfræðileg kortlagning svæðisins var gerð af þeim Tómasi Tryggvasyni og Jóni Jónssyni (1958). Er það kort í mælikvarðanum 1:40.000 og sýnir fyrst og fremst lausu jarðlögin ofan á berggrunninum, sem þó er mjög víða sýnilegur í gegn um lausu þekjuna.

Jarðlög og berg við sunnanverðan Faxaflóa

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort.

Jarðlögum við sunnanverðan Faxaflóa má skipta upp í nokkrar ákveðnar stórar einingar. Hér er notast við fjórar myndanir:
(1) Tertíera myndunin er elst. Hún er gerð að mestu úr blágrýtishraunlögum og er mynduð áður en þeir sprungusveimar, sem hér er fjallað um, urðu virkir.
(2) Árkvartera myndunin liggur ofan á tertíera berginu. Hún er gerð úr hraunlögum og móbergi að mestu leyti. Hún varð til í þeim tveimur útdauðu sprungusveimum, Kjalarnes- og Stardals-sveimunum, sem að ofan getur og virkir voru á fyrri hluta kvarters. Á báðum þróaðist megineldstöð með háhitakerfi og þróuðum bergtegundum (Ingvar B. Friðleifsson 1973).

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort.

(3) Nútímamyndunin er gerð úr móbergi frá síðasta jökulskeiði og hraunum, sem runnin eru eftir að ísöld lauk. Þetta berg hefur myndast í sprungusveimunum fimm, sem kenndir eru við Hengil, Brennisteinsfjöll, Krýsuvík,Svartsengi og Reykjanes, en þeir eru allir virkir enn og framleiða nú jarðskorpu á sunnanverðu svæðinu. Þeir hafa ekki náð þroskastigi háþróaðra megineldstöðva.
(4) Grágrýtismyndunin er gerð úr grágrýtishraunum frá síðustu hlýskeiðum ísaldarinnar. Þessi hraun liggja á milli árkvarteru og nútíma myndananna. Þau verða ekki talin tilheyra ákveðnum sprungusveimum. Þau eru yfirleitt talin vera upp komin í dyngjum, en upptök eða gígasvæði þeirra flestra eru enn óþekkt.
Á þeim tíma, er forverar Hengilssprungusveimsins voru virkir og jarðskorpan á höfuðborgarsvæðinu var að myndast, var Reykjanesskaginn ekki til sem slíkur, eftir því sem best verður séð. Suðurströndin lá norðar en nú er. Hún hefur að sjálfsögðu verið eitthvað breytileg frá einni tíð til annarrar vegna ýmissa breytiþátta, svo sem: Uppbyggingar af völdum eldvirkninnar, niðurbrots af völdum sjávar og jökla, sem langtímum voru á svæðinu, og síðast en ekki síst vegna breytinga á jafnvægisástandi í jarðskorpunni af „ísóstasískum” toga. Við getum til einföldunar áætlað að lengst af hafi ströndin legið til austurs eða suðausturs frá svæðinu milli Hafnarfjarðar og Grafarvogs. Sprungusveimar þeir sem nú finnast á Reykjanesskaganum voru ekki orðnir virkir og framhald rek- og gosbeltisins til suðurs var neðan sjávarmáls. Afraksturinn af virkni þeirra sprungusveima, sem þá voru virkir neðansjávar, sést ekki á þurrlendi í dag og virðist ekki skipta verulegu máli fyrir endurröðun atburða í þessari þróunarsögu.

Tertíer-, ár- og miðkvarter
Jarðfræðikort
Elsta berg við Faxaflóa er frá tertíer. Það finnst ekki sunnar á yfirborði en á norðurströnd Hvalfjarðar. Úr því er t.d. Akrafjall. Þetta berg er myndað í sprungusveimum, sem ekki verða til umfjöllunar hér. Á því hvílir það berg, sem myndar berggrunninn á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu.

Jarðfræði

Jarðfræði.

Meginhluti þess bergs, sem nú finnst á yfirborði, myndaðist í árkvarteru sprungusveimunum tveimur. Það finnst í Esju og þeim fjallabálki, sem henni tengist. Það er því myndað í nyrðri hluta kerfanna. Botn Faxaflóa úti fyrir höfuðborgarsvæðinu er einnig gerður úr bergi frá Kjalarneskerfinu, þ.e.a.s. suðurhluta þess. Ofan sjávarmáls sést í þetta berg, þar sem það hverfur undir grágrýtið í Viðey, Kleppsskafti, Geldinganesi og fleiri stöðum. Einnig kemur það fram ofarlega í borholum vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið (Ragna Karlsdóttir 1973). Tiltölulega meira berg er sýnilegt úr suðurhluta Stardalskerfisins, enda er kerfið yngra og minna rofið. Það finnst í fjöllunum vestan Mosfellsheiðar. Í Seljadal og sunnan Úlfarsár hverfur það undir grágrýtið. Lítið er vitað um það, hvernig þessi árkvarteru jarðlög enda í staflanum undir grágrýtinu.
Mörk árkvarteru myndunarinnar og grágrýtisins hlýtur eiginlega á flestum stöðum að vera strand-mislægi. Hver heildarþykkt ákvarteru myndunarinnar er liggur ekki ljóst fyrir, en neðri mörk hennar eru mótin við tertíera bergið. Á yfirborði finnst það fyrst norðan Hvalfjarðar. Ummyndað og holufyllt árkvartert berg kemur fyrir í borholum um allt höfuðborgarsvæðið.

Fræðileg samstilling jarðlaga og uppröðun þróunarsögunnar innan þessarar myndunar, er að því er virðist töluvert erfið í smáatriðum. Bergið í þessari árkvarteru myndun er mestmegnis allvel holufyllt basalthraunlög og basískt móberg, enda var landið ýmist hulið jöklum eða ísfrítt á myndunarskeiðinu. Slæðingur af súru bergi finnst, einkum úr Stardalsmegineldstöðinni. Það kemur fyrir í Móskarðshnjúkum og Grímmannsfelli (sjá Helga Torfason 1974). Innskotsberg er einnig töluvert áberandi í þessum jarðlagastafla. Er þar bæði um að ræða ganga og minniháttar óregluleg innskot eins og til dæmis í Þverfelli og umhverfis Stardal (Ingvar B. Friðleifsson 1973). Gangarnir mynda kerfi með sömu stefnu og sprungukerfin hafa, enda eru þeir storknuð kvika, sem leitaði inn í sprungukerfið.

Fyrri hluti síðkvarters — grágrýtið
Hrútargjárdyngja
Ofan á árkvarteru myndunina leggst grágrýtið. Núverandi þekja þess teygir sig frá Þingvallavatni í sjó fram, sitt hvorum megin við Mosfellssveitarfjöllin. Það finnst á öllum nesjum og eyjum frá Hvaleyri til Brimness. Það finnst í ásum og holtum á höfuðborgarsvæðinu, frá Ásfjalli í suðri til Keldnaholts og Reynisvatnsáss í norðri. Það er einkennisberg flatlendisins ofan Lækjarbotna, umhverfis Sandskeið og á Mosfellsheiði. Stór og mikill fláki af sama bergi finnst sunnar við Faxaflóa og myndar þar Vogastapa, Miðnesheiði og Garðaskaga. Hvort þetta syðra svæði tengist hinu nyrðra beint um botn flóans úti fyrir Vatnsleysuströnd er óljóst. Það gæti eins verið stök myndun. Heildarþykkt grágrýtisins á svæðinu er óþekkt en í borholum reynist það víða allþykkt (Jens Tómasson o.fl. 1977). Þrátt fyrir rofið yfirborð sjást víða um 40 m af því á yfirborði í einu hrauni. Sem jarðlagamyndun með millilögum er það varla undir 150—200 m. Þó grágrýtið sé myndað á tiltölulega stuttu tímaskeiði, þá fer aldur þess almennt lækkandi eftir því sem austar dregur. Neðstu og elstu hlutar grágrýtismyndunarinnar finnast vestur við sjó, í Reykjavík, á Álftanesi og Brimnesi, o.s.frv. Efst og yngst er grágrýtið austur á Mosfellsheiði. Grágrýtið er yfirleitt fremur grófkorna bergtegund. Það er basalt eins og blágrýtið í eldri myndunum og flestöll yngri hraun. Það er opnara að innri gerö, kristallarnir liggja ekkí þétt saman, svo á milli þeirra eru smáholrúm. Þetta einkenni er líklega meginástæðan fyrir hinum ljósa lit grágrýtisins og á þátt í því að grágrýtið er yfirleitt tiltölulega vatnsgæft. Mjög mörg grágrýtishraunin eru tiltölulega frumstæð basölt. Helsta sýnilega einkenni þessarar frumstæðu samsetningar er mikið magn ólivíndíla, einnar af frumsteindum basalts.

Hengill

Hengill.

Dyngjur þær, sem myndast hafa eftir að ísöld lauk, eru margar gerðar úr bergi, sem mjög líkist grágrýti hlýskeiðshraunanna frá síðkvarter. Auk þess er ýmislegt annað líkt með dyngjunum og þessum hraunum. Yfirleitt telja því jarðfræðingar að síðkvartera grágrýtið á höfuðborgarsvæðinu, og reyndar víðar, sé komið úr dyngjum. Dyngjulögunin er þó í flestum tilvikum horfin svo og sjálfir gígarnir. Upptök grágrýtisins eru því yfirleitt óþekkt. Pað hefur vegna þessa (líkrar berggerðar og samsetningar og horfinna flestra upprunalegra yfirborðseinkenna) reynst mjög erfitt að deila grágrýtinu upp í einstök hraun, þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Grágrýtið var fyrr á tímum gjarnan afgreitt sem ein stór myndun komin úr Borgarhólum á Mosfellsheiði (Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983 og Þorleifur Einarsson 1968), en nú á síðari árum hefur sýnt sig (sbr. Jón Jónsson 1972), að þetta er of mikil einföldun. Að hluta til hefur hún verið leiðrétt með því að greina grágrýtisflákann upp í smærri myndanir (Ragna Karlsdóttir 1973; Árni Hjartarson 1980; Kristján Sæmundsson 1981), þó öll kurl séu langt frá því komin til grafar.

Grágrýti

Grágrýti.

Nokkuð bendir til þess, að enn eimi eftir af upprunalegu landslagi í grágrýtinu, þrátt fyrir jökulrof og sjávarágang. Grágrýtið er víða enn mjög þykkt, jafnvel svo að skiptir nokkrum tugum metra. Sú skoðun hefur því komið fram, að upptakasvæði sumra grágrýtiseininganna sé að finna í námunda við þykkustu hluta þess (sbr. Jón Jónsson 1978). Enn sem komið er, er þó ekki gengið úr skugga um þetta. Ef satt er, bendir þetta til þess að upptök grágrýtisins séu ekki eins tengd sprungusveimum og upptök annarra hrauna.
Árkvart eru kerfin tvö, sem að ofan er lýst, voru virk á tímabilinu frá 2.8 – 1.6 miljón ára. Grágrýtið, sem ofan á jarðmyndanir þeirra leggst, er allt rétt segulmagnað (Leó Kristjánsson 1982, munnlegar upplýsingar), þ.e.a.s. með sömu segulstefnu og ríkir á svæðinu í dag. Grágrýtið hefur því runnið sem hraun á þeim tíma, sem liðinn er frá síðustu segulumpólun, fyrir 700 þúsund árum, eða á síðkvarter.

Lok síðkvarters og nútími – móberg og hraun

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Nútímabergið eru hraun, sem runnin eru eftir að ísöld lauk og móberg frá síðasta hluta ísaldar. Móbergið er að mestu leyti frá síðasta jökulskeiði. Það er því yngra en grágrýtið. Móbergið finnst í stökum fjöllum og fellum, löngum fjallgörðum og jafnvel flóknum fjallaklösum, sem hraunin hafa lagst upp að eða runnið umhverfis. Hraunin eru komin úr fáeinum nútímadyngjum og eldborgum en fyrst og fremst úr gígaröðum, sem raðast samsíða á sprungusveimana.
Það er ekki vani jarðfræðinga, að tala um nútímaberg, nema það sé myndað eftir að ísöld lauk, þ.e.a.s. á nútíma. Hér er þessi hefð þó brotin, vegna þess að hvort tveggja bergið, móberg síðasta jökulskeiðs og nútímahraunin, eru mynduð í sömu sprungusveimunum, þeim sem ennþá eru virkir á nútíma og fyrr eru taldir upp. Þó þetta berg skiptist í tvær ólíkar berg gerðir og önnur þeirra (móbergið) sé eldri, þá er það allt ættað úr sömu einingunum (virku sprungusveimunum). Báðar berggerðirnar eiga því saman sem „stratigrafísk” og tímaleg eining.

Móberg

Móberg í Henglinum.

Nútímabergið liggur ofan á grágrýtinu. Mörk grágrýtisins og móbergsins eru ekki víða áberandi, en hraunaþekjan leggst sýnilega ofan á grágrýtið á stórum svæðum. Á höfuðborgarsvæðinu er þetta áberandi frá Hafnarfirði austur um og upp undir Draugahlíðar (sbr. Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Þetta er í suðurjaðri þess, sem venjulega er kallað höfuðborgarsvæði, og því má segja, að þessi yngsta myndun sé hvergi mjög þykk á sjálfu höfuðborgarsvæðinu. Þegar suður fyrir það kemur, verður hún hins vegar nær einráð og víða mjög þykk. Jafnframt dýpkar yfirleitt á eldri myndununum.
Báðar berggerðir þessarar myndunar eru mjög gropnar, einkum hraunin. Þau eru jafnvel gropnari en grágrýtið í sumum tilvikum. Því veldur bæði lágur aldur þeirra og myndunarmáti. Vatn hripar því auðveldlega niður í myndunina, enda rennur hvorki á né lækur til sjávar á milli Lækjarins í Hafnarfirði og Ölfusár.
Ekki verður séð að aldursmunur sé á einstökum sprungusveimum innan myndunarinnar. Uppbygging er mest og land stendur hæst á Hengilssveimnum, sem er lengst inn til landsins. Uppbyggingin er hins vegar minnst og land stendur lægst á Reykjanessveimnum, sem nær lengst út til sjávarins. Hlutfallslega virðist móberg vera mest inni á Hengilssveimnum, en minnst úti á Reykjanessveimnum. Þetta gæti bent til þess, að Hengilssveimurinn væri ef til vill eitthvað eldri. Það er þó líklegra að öll þessi einkenni spegli fremur afkastagetu sprungusveimanna og mismikla virkni en verulegan aldursmun.

Saga jarðskorpumyndunarinnar á Suðvesturlandi í stuttu máli

Skálafell

Skálafell – Stardalur fremst.

Eins og fyrr er sagt myndaðist elsti hluti jarðskorpunnar á höfuðborgarsvæðinu í sprungusveimnum og megineldstöðinni, sem kennd eru við Kjalarnes og voru virk í upphafi kvartertímans og fram undir 2.1 miljón ára. Sambærilegt kerfi, Stardalskerfið, hafði við endalok hins kerfisins verið í uppsiglingu um tíma. Stardalssprungusveimurinn óx þá að virkni og hrakti Kjalarnesmegineldstöðina út úr gosbeltinu. Þá dó Kjalarnesmegineldstöðin út, en Stardalsprungusveimurinn þróast sjálfur í megineldstöð. Stardalsmegineldstöðin dó svo út fyrir 1.6 miljón árum og hefur síðan verið að fjarlægjast gosbeltið og rofna niður. Núna rekur hana til vesturs undan virkni Hengilssprungusveimsins. Hann er þó yngri en 0.7 miljónir ára samkvæmt segulstefnudreifingu (Kristján Sæmundsson 1967; Leó Kristjánsson og Ágúst Guðmundsson 1980). Það getur því vart verið, að hann einn eigi sök á færslu Stardalsskerfisins vestur á bóginn. Líklegast er, að á tímabilinu á milli u. þ. b. 1.8 miljón ára og þess að Hengilssveimurinn tók við gliðnunarhlutverkinu, hafi verið virkur sprungusveimur, sem nú ætti að finnast útdauður á milli Hengils og Stardals. Ekki hefur þó slíkt kerfi fundist, en sá möguleiki er fyrir hendi, að það sé til staðar undir hinni miklu grágrýtisþekju á Mosfellsheiði og nágrenni.
Annar möguleiki er að í langan tíma hafi að lokum verið tiltölulega þétt hrina stórra dyngjugosa, sem framleiddu grágrýtið.

Viðeyjareldstöðin

Viðeyjareldstöðin.

Á tímum þessara árkvarteru kerfa myndaðist jarðskorpa, sem nú finnst ofan sjávarmáls um norðanvert höfuðborgarsvæðið og á botni Faxaflóa undan ströndum þess. Sunnanvert höfuðborgarsvæðið var undir sjó eða við ströndina og Reykjanesskaginn sem slíkur var ekki enn orðinn til.
Þegar leið að lokum kvartertímans hófust hin miklu dyngjugos, sem lögðu til grágrýtið. Þau virðast flest hafa átt sér stað á þurru landi og íslausu og hraunin hafa runnið út að ströndinni og lagst meðfram henni í eins konar kraga. Sum þessara gosa gætu jafnvel hafa byrjað á grunnsævi og myndað eyjar, sem ýmist tengdust ströndinni eða ekki. Hér er helst skírskotað til grágrýtisflákans á Rosmhvalanesi og Vogastapa og ef til vill á Krýsuvíkurheiði. Nágrennið við sjávarsíðuna er meðal annars sterklega gefið til kynna af algengum brotabergsmyndunum í botni margra grágrýtiseininganna um allt svæðið (sbr. Ragna Karlsdóttir 1973; Jón Jónsson 1978; Árni Hjartarson 1980 og Kristján Sæmundsson 1981).
Að loknu gostímabili grágrýtisdyngjanna gekk kuldaskeið í garð og jökull lagðist yfir svæðið. Þar sem nú er Reykjanesskagi var orðið grunnsævi og land ef til vill að hluta til risið úr sæ. Eldgos á sprungum hófust undir íshettunni og móbergsfjöllin urðu til. Þetta er fyrsta virknin, sem þekkt er á sprungusveimum Reykjanesskagans. Mikil virkni hófst á þessum sprungusveimum og hélt hún sleitulaust áfram eftir að kuldaskeiðinu lauk og nútími gekk í garð. Þetta sést glöggt af þeim aragrúa hrauna, sem eru á skaganum, mjög áberandi höggun (með misgengjum og gjám) og mörgum háhitasvæðum (Jón Jónsson 1978), ákafri jarðskálftavirkni (Páll Einarsson 1977) og síðast en ekki síst á þykkt hraunlaga- og móbergsstaflans eins og hann birtist í borholum innan sprungusveimanna (Sveinbjörn Björnsson o.fl. 1971 og Stefán Arnórsson o.fl. 1975), þar sem sigið er mest. Hinn lági aldur sprungusveimanna á Reykjanesskaga er ennfremur gefinn til kynna af sprungumynstrinu í grágrýtinu. Það er ósprungið eða lítt sprungið víða, en hins vegar mjög brotið í beinu framhaldi af sprungusveimum Reykjanesskagans. Sprungurnar í árkvartera berginu undir grágrýtinu hverfa innundir grágrýtið og virðast ekki hafa nein áhrif á það sjálft (sbr. Kjartan Thors 1969). Hreyfingum á þeim er því lokið, þegar grágrýtishraunin renna, en hefjast e.t.v. aftur síðar. Sprungusveimarnir, frá Hengli í austri til Reykjaness í vestri, eru nýmyndunarsvæði jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa.

Höggunin, um aldur hreyfinganna og fleira

Brennisteinsfjöll

Í Brennisteinsfjöllum.

Höfuðborgarsvæðið liggur utan gosbeltisins, þar sem jarðskorpan myndast í dag. Það er að mestu leyti þakið grágrýtinu, sem er á milli gömlu útdauðu sprungusveimanna og hinna virku. Grágrýtið rann á sínum tíma út yfir sprungið land gömlu sprungusveimanna. Það virðist sjálft ekki hafa myndast á sprungusveimum eða í beinum tengslum við sprungusveima og er því óbrotín og ósprungin myndun við lok myndunarskeikvartera jarðlagastaflann líka.
Gömlu og nýju sprungurnar eru sama eðlis og líklega er mjög erfitt að greina þær að í árkvartera berginu, einkum vegna þess, að stefna þeirra virðist vera í megindráttum nær alveg sú sama (sjá Jefferis og Voight 1981). Gömlu sprungurnar gætu því eins vel hafa tekið að hreyfast aftur í vissum tilvikum, eins og nýjar að myndast. Grágrýtið sjálft er mest sprungið á vestanverðri Mosfellsheiði, í beinu framhaldi af sprungusveim Brennisteinsfjallanna og umhverfis Elliðavatn, í beinu framhaldi af Krýsuvíkursprungusveimnum. Framhald Reykjanessprungusveimsins til norðausturs stefnir beint á Reykjavík. Sprungurnar hverfa í sjó á Vatnsleysuströnd, en þær hafa ekki fundist á landi á Álftanesi eða í Reykjavík. Grágrýtið á þessum stöðum er því að mestu óbrotið, að því er virðist. Erfitt er þó að fá af þessu óyggjandi mynd, vegna þess hversu byggt land er orðið í Reykjavík og sprungukort voru ekki gerð í tíma, eins og nú er farið að gera á framtíðarsvæðum byggðar á höfuðborgarsvæðinu (sbr. Halldór Torfason 1982). Árkvartera bergið undir grágrýtinu er hins vegar brotið, en þau brot tilheyra Kjalarnessprungusveimnum, eins og fyrr segir. Hvort líkur eru á að sprunguvirkni Reykjanessprungusveimsins nái til Reykjavíkur í framtíðinni, er háð því á hvaða stigi Reykjanessprungusveimurinn er. Sé hann enn vaxandi að virkni er ekki útilokað að hann eigi eftir að brjóta Reykjavíkurgrágrýtið á sama hátt og Krýsuvíkursprungusveimurinn hefur brotið grágrýtið umhverfis Elliðavatn og Rauðavatn, og Brennisteinsfjallasveimurinn hefur brotið grágrýtið á vestanverðri Mosfellsheiði. Sé hann á hinn bóginn í hámarki virkni sinnar eða farinn að dala, verður að sama skapi að teljast ólíklegt að hann brjóti nokkurn tíma Reykjavíkurgrágrýtið.
Reykjanesskagi
Um breytingar á virkni Reykjanessprungusveimsins í framtíðinni er mjög erfitt að segja nokkuð ákveðið. Til þess vitum við of lítið um smáatriðin í þróun sprungusveima, raunverulegan „líftíma” þeirra, aldur Reykjanessprungusveimsins o.fl. Um aldur hreyfinganna nyrst á Krýsuvíkursprungusveimnum er þó hægt að fá nokkra vitneskju og skal hér rakið gleggsta dæmið. Grágrýtið er brotið í framhaldi af Krýsuvíkursprungusveimnum norður fyrir Rauðavatn. Ofan á þetta grágrýti leggjast nokkur tiltölulega ung hraun. Tvö þeirra verða hér til verulegrar hjálpar, þar sem þau renna bæði þvert á sprungukerfið og bæði hafa verið aldursákvörðuð. Annað þeirra er Búrfellshraun upp af Hafnarfirði. Samkvæmt aldursákvörðun með geislakoli rann þetta hraun fyrir um það bil 7200 árum (Guðmundur Kjartansson 1973). Vestur af Búrfelli skera nokkur misgengi, þ.á.m. Hjallamisgengið, taum af þessu hrauni. Tilfærslan á Hjallamisgenginu er mest í grágrýtinu norðan við hrauntauminn, um 65 m, en við aðalbrotið er tilfærslan á Búrfellshrauninu aðeins um 7 m (sbr. Jón Jónsson 1965). Misgengið er því að stofni til eldra en 7200 ára, en hefur eftir þann tíma hreyfst um 7 m. Einum 6—7 km norðar rann hraun í gegnum sundið á milli Skyggnis og Seláss niður eftir Elliðaárdalnum. Hraun þetta er komið upp í Leitum austan Bláfjalla og hefur runnið norður undir Kolviðarhól, svo niður á Sandskeið, um Lækjarbotna og Elliðaárdal til sjávar í Elliðavogi (Þorleifur Einarsson 1961). Samkvæmt geislakolsaldursákvörðun á mó undan hrauninu í Elliðavogi, þeirri fyrstu á íslensku efni, rann þetta hraun fyrir um það bil 5300 árum (Hospers 1953 og Jóhannes Áskelsson 1953). Samskonar aldursákvörðun á birkikolum undan hrauninu í Elliðaárdal, gerð síðar (Jón Jónsson 1971), gefur heldur lægri aldur, eða um 4600 ár, sem er líklega nær hinu rétta. Hraun þetta er óbrotið í sundinu við Skyggni, þar sem það liggur 4- 5 m þykkt ofan á 2 m af lausum jarðlögum (Gestur Gíslason og Páll Imsland 1971). Austurbrún Selássins norðan sundsins er misgengisstallur á sama misgengja- og sprungusveim og Hjallamisgengið. Fleiri misgengi á þessum sprungusveim liggja norður um svæðið austan Elliðavatns og skera þar grágrýtið beggja vegna Leitahraunsins, án þess að nokkurra brota verði vart í hrauninu (sbr. Jón Jónsson 1965). Það verður því að teljast nær fullvíst, að ekki hafi orðið hreyfing á þessum misgengjasveim norðan Elliðavatns síðustu 4600 árin, þó ljóst sé, að 6- 7 km sunnar hafi orðið allt að 7 m misgengi á brotum á sama sprungusveim einhvern tíma á síðustu 7200 árum. Leitahraun er hins vegar brotið austur við Vatnaöldur (Jón Jónsson 1982, munnl. upplýsingar), þar sem Brennisteinsfjallasprungusveimurinn sker það. Verið getur að brotavirkni á öllum norðurhluta Krýsuvíkursprungusveimsins hafi dáið út á tímabilinu milli 7200 og 4600 ára. Hitt er líklegra, að áhrifa brotavirkninnar gæti minna eftir því, sem norðar dregur og 7 m misgengið við Búrfellsgjá deyi út áður en það nær norður að Skyggni. Í síðara tilvikinu segir aldur hraunanna ekkert til um lágmarksaldur síðustu misgengjahreyfinga á brotum.

Lambafell

Lambafell í Krýsuvík – forn dulbúin dyngja.

Krýsuvíkursveimurinn hefur sem sagt ekki náð að brjóta og hreyfa grágrýtið í Reynisvatnsheiði á síðustu 4600 árum. Ekki liggur fyrir næg vitneskja um eðli og hegðun sprungusveima til þess að draga megi af þessu mjög ákveðna vitneskju um framtíðarhorfur. Yfirleitt virðist sem 5000 ár á milli atburða á sprungusveimum rekbeltanna sé mjög langt hlé, en hér er þess að gæta, að um er að ræða ysta jaðar sprungusveimsins, svo langt frá hámarki virkninnar sem komist verður. Hvenær á „lífsferli” sprungusveims slíkir jaðrar eru virkastir er ekki vitað með neinni vissu.
Grunnvatnsstreymi allt, ekki síst í jarðhitakerfunum í landinu, er yfirleitt talið standa í mjög nánum tengslum við sprungukerfin. Árkvarteru sprungukerfin hafa þannig, að því er virðist, afgerandi áhrif á lághitasvæðin í Reykjavík og Mosfellssveit. Virku sprungusveimarnir stjórna hins vegar rennsli vatns og gufu í háhitasvæðunum á Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og Hengli.
Kaldavatnsrennslið á sér stað grynnra og ungar sprungur í grágrýtinu og ungu hraununum stjórna rennsli þess á Elliðavatns-Heiðmerkursvæðinu að einhverju leyti. Vegna þess hversu hátt í jarðskorpunni kaldavatnsstraumurinn á sér stað og þeirrar staðreyndar, að þar eru jarðlög, grágrýti, móberg og hraun, mjög opin að innri byggingu, er kalda vatnið minna háð sprungum um rennsli en heita vatnið, sem streymir dýpra og í þéttara bergi.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 01.04.1985, Úr þróunarsögu jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa, sprungumyndunarsaga, Páll Imsland, bls. 63-74.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – misgengi.

Flekaskil

Í ritgerð Ingibjargar Andreu Bergþórsdóttur í Jarðvísindadeild HÍ er m.a. fjallað um Yngra-Stampagosið og fleira um jarðfræði Reykjanesskagans, s.s. rekaskilin o.fl. Ægir Sigurðsson bætir um betur og spyr í grein sínni í Faxa árið 2006: “Er eitthvað áhugavert að sjá á Reykjanesskaganum?

Jarðfræði Íslands

Jarðfræði Íslands

Jarðfræðikort af Íslandi – ÍSOR. Sjá HÉR.

“Jarðfræði Íslands endurspeglast í staðsetningu þess í Norður Atlantsshafi milli Grænlands og Noregs á Mið-Atlantshafshrygg og á Grænlands-Færeyja þverhryggnum (Thordarson og Larsen, 2007, Thordarson og Höskuldsson, 2008). Landið er jarðfræðilega mjög ungt og talið hafa byrjað að myndast fyrir um 24 milljónum ára en elsta aldursgreinda berg á landinu er 14-16 milljón ára gamalt. Á Íslandi rís Mið-Atlantshafshryggurinn úr sæ vegna þess að Ísland er heitur reitur. Heitur reitur er svæði þar sem eldvirkni er meiri þar en á aðliggjandi svæðum. Ástæðan fyrir heita reitnum á Íslandi er sú að Mið-Atlandshafshryggurinn liggur yfir möttulstrók, sem er eðlisléttari en möttulinn umhverfis og rís því í átt að yfirborði. Talið er að möttulstrókurinn undir Íslandi hafi verið virkur að minnsta kosti síðustu 65 milljón árin. Möttulstrókar eru almennt taldir vera tiltölulega kyrrstæð fyrirbæri og flekaskilin á Íslandi leitast við að vera fyrir ofan hann. Rekbeltastökk hefur orðið í jarðsögunni en það er þegar flekaskilin hliðrast til að fylgja möttulstróknum (Ingi Þ. Bjarnason, 2008).
Eldvirkni á Íslandi tengist gliðnun á flekaskilum Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans. Eldvirkni á suðurhluta landsins er aðallega takmörkuð við tvö gosbelti, Eystragosbeltið og Vestra gosbeltið en á norðurhluta landsins er eldvirkni á Norðurgosbeltinu sem nær frá Vatnajökli til Öxarfjarðar en þar hliðrast það til vesturs á Tjörnesbrotabeltið (Jakobsson et. al., 1978). Það eru tvö innanfleka gosbelti á Íslandi en það eru Öræfajökuls og Snæfellsnesgosbeltið. Snæfellsnesgosbeltið er leifar gömlu flekaskilanna og talið er að Öræfagosbeltið kunni að vera byrjun á nýjum skilum (Sæmundsson, 1979, Thordarson og Höskuldsson, 2002). Eldvirkni á Íslandi spannar svið frá neðansjávargosum til eldgosa undir jökli og eldgosum á þurru landi. Samsetning er frá basalti upp í rýólít (Jakobsson et. al., 1978).

Jarðfræði Reykjaness

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – ÍSOR. Sjá HÉR.

Reykjanesskagi er eldvirkt áframhald Reykjaneshryggjar á landi sem myndar hluta Atlantshafshryggs. Þar liggja mót Evrasíu og N-Ameríkuflekannn og öll eldvirkni þar er tengd gliðnunarhrinum en gliðnun flekaskilanna er talin vera um 2 cm á ári. Reykjanes er vestasti hluti Reykjanesskaga og er um 5 km langur og dregur nafn sitt af háhitasvæði sem er þar. Reykjanesskagi liggur innan Reykjanes-gosbeltisins sem liggur vestur af Vesturgosbeltinu og skaginn er þakinn hraunum sem runnið hafa á núverandi hlýskeiði, sem upp úr standa en móbergshryggir og stapar sem hafa myndast á meðan jökull lá yfir landinu eða sjávarborð hefur verið hærra.
Innan Reykjanesskaga eru þrjú til fjögur eldstöðvarkerfi, Reykjanes-Svartsengi (stundum talin sem sitt hvort kerfið), Krýsuvík og Brennisteinsfjöll. Þessi eldstöðvarkerfi eða sprungusveimar hafa stefnuna suðvestur til norðaustur (Jakobsson et. al., 1978, Thordarson og Höskuldsson, 2008, Páll Einarsson, 2008).
Eldstöðvakerfin sitja öll vestur af hvert öðru á skaganum (Mynd 3). Gosefnin úr þessum kerfum eru aðallega basísk og samanstanda af pikríti, ólivín-þóleiíti og þóleiíti. Þóleiít eru einkennandi fyrir sprungugos en pikrítin og ólivín-þóleiítin koma yfirleitt frá dyngjum (Peate et. al., 2008). Það eldstöðvarkerfi sem liggur vestast á Reykjanesskaga er Reykjaneseldstöðvarkerfið sem liggur frá suðvestri til norðausturs á Reykjanesi.
Reykjaneseldstöðvarkerfið er um 25 km langt og 10 km breitt og syðstu 9 km eru neðansjávar (Jakobsson et. al., 1978). Gígaraðir á Reykjanesi liggja á tveimur aðskildum gosreinum og hafa orðið sprungugos á þeim að minnsta kosti þrisvar sinnum á nútíma.
Reykjanes er eldbrunnið og að mestu gróðurlaust og þakið úfnum hraunum. Eldvirkni hefur verið mikil á Reykjanesskaga á sögulegum tíma. Þar má nefna að á fyrri hluta 13. aldar voru eldgos tíð og er tímabilið frá 1211-1240 e. Kr. nefnt Reykjaneseldar. Bæði urðu eldgos á landi og í sjó og finna má fjögur gjóskulög á Reykjanesskaga sem tengjast Reykjaneseldum, þ.e. gjóskulögin R-7 – R-10. Eldgos á gossprungum kerfisins hafa náð í sjó fram með tilheyrandi sprengivirkni við ströndina en að auki hefur runnið hraun á landi (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995). Athuganir hafa sýnt að það hafa verið að minnsta kosti 10 eldgos í sjó undan Reykjanesi síðan ísaldarjökullinn hörfaði (Sigurður Þórarinsson, 1965). Hraun sem runnið hafa á Reykjanesi eru úr basalti. Þóleiít hefur runnið frá gossprungum en ólivínþóleiít eða pikrít úr dyngjum (Jakobsson et. al., 1978).

Fyrri rannsóknir á Reykjanesi

Stampahraunið

Yngra-Stampahraunið.

Magnús Á. Sigurgeirsson (1995) lýsir vel áætluðum framgangi gossins sem myndaði gígrimana tvo í ströndinni við Kerlingarbás og skal hér gera stutta grein fyrir því.
Yngsta hraun Reykjaness, Yngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldum og er talið hafa markað upphaf þeirra. Ekki er hægt að staðfesta nákvæmt gosár en út frá rituðum heimildum og gjóskulagatímatali má leiða líkur að því að það hafi verið árið 1211. Gossprungan er talin hafa náð í sjó fram og myndað þar tvo gjóskugíga en hraun runnið á landi. Þetta gos er kallað Yngra-Stampagosið. Þar sem gossprungan lá á landi mynduðust margir gígar en tveir þeirra, sem kallast Stampar, eru stærstir og er gígaröðin kennd við þá.
Stampar liggja nyrst á gígaröðinni en hún liggur svo í suðvestur í átt að sjó og er 4 km löng. Þau eldvörp sem finna má á gígaröðinni eru byggð úr hraunslettum eða kleprum. Má því áætla að hawaiísk gosvirkni hafi verið ráðandi með tilskyldri kvikustrókavirkni og hraunframleiðslu. Hraunið þekur um 4 km2 lands og flokkast sem klumpa- og helluhraun.
Við endamörk gígaraðarinnar við ströndina er grunn vík sem kallast Kerlingarbás.

Karlinn

Karlinn – utar.

Út af Kerlingarbás í sjónum er drangurinn Karl, sem er 51 m hár og úr móbergi. Hluta þeirra gjóskugíga sem mynduðust í Yngra-Stampagosinu má sjá í ströndinni við Kerlingarbás. Sjórinn hefur rofið talsverðan hluta þeirra en að sama skapi útbúið góðar jarðlagaopnur þar sem skoða má innviði gíganna (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995). Undir Yngra-Stampahrauninu má finna dökkmóbrúnt gjóskulag sem er nefnt R-7.
Vatnsfell, sem er við ströndina við Kerlingarbás, er að verulegum hluta úr þessari gjósku en þar er þykktin orðin allt að 20 m. Því má áætla að upptök þessa gjóskulags (R-7) séu við ströndina og í Vatnsfelli sé varðveittur gígriminn. Athuganir benda til þess að Yngra-Stampahraunið og gjóskulagið R-7 hafi myndast á svipuðum tíma á gossprungu sem náði frá landi og út í sjó. Kannanir á gígleifunum benda til þess að þar séu tveir aðskildir gjóskugígar og sá yngri hefur kaffært þann eldri. Gígarnir eru ólíkir að byggingu og því auðvelt að greina þá í sundur. Sá eldri er nefndur Vatnsfellsgígur og er talinn hafa átt upptök í fjöruborðinu við Vatnsfell og verið 650 m í þvermál. Sá yngri er nefndur Karlsgígur eftir dranginum Karli og er talið að hann hafi átt upptök um 500 m frá landi og verið stærri að þvermáli eða um 1600 m. Drangurinn Karl er talinn vera hluti yngri gígsins og markar gígskálina. Talið er að Yngra-Stampahraunið hafi svo runnið að jaðri Karlsgígsins á meðan hann var heill og markar nú útlínur hans. Bæði Vatnsfellsgígur og Karlsgígur teljast til hverfjalla (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995). Walker og Croasdale (1972) notuðu sýni úr Vatnsfells- og Karlsgígnum til þess að skilgreina surtseyska gjósku. Gosið er talið hafa byrjað með sprengigosi út fyrir ströndinni og þar hleðst upp Vatnsfellsgígurinn (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995). Vatnsfellsgígurinn er að hluta til þakinn leifum Karlsgígsins og hefur öðruvísi uppbyggingu. Gígbarminum má skipta í neðri og efri gjóskulagasyrpu. Neðri syrpan er fín aska, mjög þunnlagskipt með gárum. Efri syrpan er úr vikri og bergbrotum sem verður grófari eftir því sem ofar dregur. Efsti hlutinn er nánast eingöngu úr vikri. Eftir upphleðslu Vatnsfellsgígsins gerir síðan stutt goshlé, ekki lengra en nokkrir mánuðir og þá tekur aftur að gjósa undan ströndu en lengra frá landi. Þar hleðst upp Karlsgígurinn og gjóskan frá honum (R-7) berst svo um Reykjanesið en mest út á sjó. Karlsgígurinn er hverfjall sem er uppbyggður úr gusthlaupa- og gjóskufallslögum sem skiptast á. Algengt er að finna öskubaunir og þétt blöðrótt lög í gígbarminum, sem gefur til kynna að gjóskan hefur verið mettuð gufu þegar hún settist til. Bygging gígsins einkennist í fyrsta lagi af þunnum til þykkum (3-30 cm) lögum af einsleitum gjóskulögum og í öðru lagi af mjög þunnum til þunnum (1-3 cm) lagþynnóttum til lagskiptum lögum. (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995). Í framhaldi af þessum gjóskugosum við ströndina hefst svo hraungosið á landi. (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995).”

Í Faxa 2006 spyr Ægir Sigurðsson; “Er eitthvað að sjá á Reykjanesskaganum“?

Eldvörp

Í Illahrauni við Bláa lónið.

“Þessi landslags og mannlífslýsing meistara Þórbergs á einu af innnesjunum á einnig við útnesin í hugum þorra landsmanna og mörgum sem á skaganum búa finnst lítt til um náttúru hans. Hér rísa vissulega ekki há fjöll þverbrött úr Ægisfaðmi, hér finnast ekki djúpir dalir og ekki liðast hér ár, bakkafullar af laxfiski, um grænar grundir. En skaginn okkar býr yfir öðrum töfrum sem allt of margir hafa látið fram hjá sér fara en eru þó að verða fleirum og fleirum ljósari.
Í þessum greinarstúfi ætla ég að benda á örfáar perlur sem hægt er að nálgast án mikillar fyrirhafnar í þeirri von að einhverjir Suðurnesjamenn geri sér grein fyrir að innan seilingar eigi þeir náttúru sem er einstök í sinni röð. Um seinni línuna í tilvitnuninni ræði ég ekki að sinni.

Katlahraun

Í Katlahrauni.

En hvað er það sem gerir Reykjanesið svona sérstætt? Hví hafa jafnt erlendir sem innlendir náttúrufræðingar skrifað aragrúa lærðra greina um náttúru þessa útskaga? Jú hér hagar svo til að rannsaka má úthafshrygg á þurru landi sem óneitanlega er miklu þægilegra en á nokkur hundruð eða þúsund faðma dýpi. Þar hlaðast upp há fjöll svo sem Himalajafjöllin, þar verða jarðskjálftar mun harðari og mannskæðari og gos eldfjallanna ofsafengnari. En þar sem við erum á plötuskilum læt ég þetta duga um mótin. Eftir úthöfunum endilöngum liggja 2000-4000 m háir fjallgarðar sem alls eru um 70.000 km að lengd. Víða hafa hryggirnir hliðrast þvert á lengdarás sinn um tugi eða hundruð kílómetra um svo nefnd brotabelti.
Tvenn brotabelti eru á eða við landið. Annað tengir saman gosbeltin á Reykjanesi og á Suðurlandi og þar eiga m.a. hinir illræmdu Suðurlandsskjálftar upptök sín. Hitt er fyrir Norðurlandi og tengir saman eystra gosbeltið í Axarfirði og Kolbeinseyjarhrygginn. Á því urðu fyrir skömmu allsnarpar hræringar.
Hryggirnir, svo og hafsbotninn eru úr eðlisþyngri efnum en meginlöndin og standa því lægra en þau og eru því undir sjó. Undir hryggjunum kemur heitt möttulefnið upp og þeir standa því mun hærra en botninn umhverfis sem er úr kaldara efni. Yfir möttulstrókunum miðjum þar sem landris er mest bæði vegna hitaáhrifanna svo og mikillar efnisframleiðslu getur hafsbotninn risið úr sæ. Ísland er dæmi um slíkt.

Reykjaneshryggur

Reykjaneshryggur

Reykjaneshryggur.

Reykjaneshryggur er hluti af Atlantshafshryggnum sem liðast eftir hafinu endilöngu og skilur m.a. að Norður Ameríku- og Evrasíuflekana. Reykjanesskaginn tekur síðan við af hryggjunum og markar þannig upphaf gosbeltisins sem nær þvert yfir landið. Reykjanesskaginn er því að klofna. Vestari hluti hans færist til norðvesturs að meðaltali um 1 cm/ári en eystri hluti hans til suðausturs með sama hraða. Jarðeldurinn fyllir síðan jafnóðum í rifuna á milli. Þessar hreyfingar verða í rykkjum og fylgja þeim eldgos líkt og í Kröflueldum þar sem land gliðnaði um 78 m á nokkrum árum.
Eldvirknin innan gosbeltanna er ekki samfelld heldur raða eldvörpin sér á afmörkuð svæði, gosreinar. Í miðju hverrar reinar er eldvirknin mest og þar myndast megineldstöðvar sem oft rísa nokkur hundruð metra yfir umhverfi sitt. Þar er að fi nna mun meiri breytileika í bergtegundum og gosmyndunum en utan þeirra og háhitasvæði tengist þeim fl estum. Á Reykjanesskaganum hafa megineldstöðvar ekki náð að myndast enn nema í Hengilsreininni sem er elst. Reinarnar eru mismunandi að lengd, 20-50 km, og breiddin frá 5 og upp í 7 km og stefna þær NA SV. Misgengin í hverri rein mynda grunna sigdali og gígarnir fylgja flestir miðju hverrar reinar. Einstaka hrauntaumar hafa þó runnið langt út fyrir sína heima rein.

Snókalönd

Skjól í Snókalöndum.

Fjölbreytileiki eldstöðva er mikill og á fáum stöðum er hægt að skoða allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva á jafn litlu og aðgengilegu svæði. Dyngjur litlar sem stórar, gígaraðir stuttar og langar úr kleprum og gjalli í ýmsum hlutföllum, gígahópar (svæðisgos), stampar og eldborgir, sprengigígar og jafnvel myndanir sem líkjast sigkötlum. Í útjaðri svæðisins eru megineldstöðvar órofnar eins og Hengilssvæðið eða rofnar til róta líkt og Reykjavíkur, Kjalarnes og Stardalsstöðvarnar. Á utanverðum skaganum er aðeins að finna basalt en þar eru þó allar þrjár megin gerðirnar. Fjölbreytileiki hraunanna og hraunmyndanna er óþrjótandi. Hraunhólar með djúpum sprungum sem veita ýmsum jurtum skjól svo sem blágresi og stóraburkna, hraunbólur, óbrinnishóla inn í miðju hraunhafinu, hrauntraðir með ýmsum myndunum, kargahraun þakið þykkri mosakápu, niðurföll, rásir, skúta og hella af mismunandi lengd og gerð.

Hellar

Ferlir

Í hellinum Ferli.

Fjölmargir hellar eru á skaganum og aðeins hluti þeirra fundinn svo að fyrir þá sem vilja skríða um móður jörð og skoða innviði hennar er þetta kjörsvæði. Hellaauðug hraun eru oft aðeins steinsnar frá þjóðleiðum t.d. í Arnaseturshrauni við Grindavíkurveg og hinir rómuðu Bláfjallahellar í Strompahrauni þar sem þúsundir manna fara um á góðviðrisdögum. Konunginn sjálfan hinn 1360m langa Raufarhólshelli í Leitahrauni þekkja víst flestir. Ekki eru allir hellarnir svo til láréttir heldur er einnig þó nokkuð um lóðrétta hella sem flestir eru afgösunar pípur og þá oft tengdir gígunum. Dýpstur er hellirinn í Þríhnjúkum en þar þarf að síga um 110 m beint niður áður en fætur kenna gólfs og eftir það má enn fara neðar. Fer þá eflaust að styttast til þess höfðingja sem hinir ófrómu munu gista að lokinni jarðvistinni. Um þær myndanir sem hellarnir búa yfir, mætti hafa mörg orð, en þeirra á aðeins að njóta á staðnum, í því sérkennilega andrúmslofti sem þar ríkir og í hinni dularfullu birtu ljóskeranna. Sjálft hraunið og myndanir þess og litbrigði eru svo heimur út af fyrir sig.

Móberg

Móbergsmyndanir.

Djúpar gjár stundum með köldu tæru vatni og misgengisstallar af mismunandi stærðum og gerðum eru einnig skoðunarverðir staðir. Móbergið sem er mun linara en basaltið er tilvalið efni fyrir vatn og vind til að skera út ýmsar kynjamyndir. Og ekki má láta hjá líða að minnast á háhitasvæðin með öllum þeim furðum sem þar er að sjá og heyra að ógleymdri þeirri ilman sem fylgi skoðandanum langt út fyrir svæðið.

Jarðlagagerð

Ef við lítum aðeins á jarðlagagerðina má skipta henni eftir myndunartíma í þrjá aðal flokka. Grágrýtishraunin frá síðustu hlýskeiðum, móbergs og bólstraberg frá síðustu jökulskeiðum og hraun runnin eftir ísöld.

Grágrýti

Grágrýti

Grágrýti.

Grágrýtishraunin runnu á hlýskeiðum ísaldar og jöklarnir hreinsuðu og skófu síðan allt gjall, hraunreipi og aðrar yfirborðsmyndanir af. Ysti hluti skagans, Rosmhvalanes, sem er SV við miðju landrekssprungunnar, er hulið grágrýti og samkvæmt flekakenningunni ætti grágrýti af svipuðum aldri að finnast SA við hana. Ef þið skoðið mynd 3 sjáið þið að svo er t.d. í Krýsuvík. Við skulum líta aðeins nánar á grágrýtið á “Rostunganesinu” en á því eru helstu stórborgir Suðurnesja. Hraunin bera þess greinileg merki að þau eru runnin frá dyngjum. Þar sem sjór og/eða jöklar hafa rofið stalla í það má sjá að þau eru beltótt og smá eða grófkristölluð. Ef rýnt er í bergið má kenna að ljósu kornin í því eru plagíóklas (feldspat) og á einstaka stað má í ljósum og gropnum blettum sjá dökka, nokkuð stóra, ágít kristalla. Þar sem bergið er mishart, veðrast við vissar aðstæður mjög sérkennilegt „bollamunstur” í það og prýða slíkir steinar margan verðlaunagarðinn í Keflavík. Skipta má grágrýtinu upp í þrjár syrpur: Háaleitis, Njarðvíkur og Vogastapagrágrýtið.

Vogastapagrágrýtið

Háaleiti

Háaleiti – Áki Granz.

Talið er að Háleitis og Vogastapagrágrýtið hafi myndast á næst síðasta hlýskeiði fyrir um 200.000 árum en Njarðvíkurgrágrýtið á síðasta hlýskeiði og er þá um 100.000 ára. Talið er næsta víst að Háaleitið sé dyngjuhvirfill samnefnds hrauns en óvíst er um uppkomustað hinna og gætu þeir jafnvel verið horfnir í sæ. Þykkt hraunanna er allt að 90m. Vogagrágrýti hefur snarast til SA, inn að virka svæðinu, og má merkja það á misgengjum svo sem í Háabjalla og stöllunum sitt hvoru megin Seltjarnar.

Móbergs- og bólstramyndanir

Bólstrar

Bólstri í Lambatanga.

Móbergs- og bólstramyndanir eru flestar frá síðasta jökulskeiði sem hófst fyrir 70.000 árum. Dæmi er um myndanir frá eldri jökulskeiðum. Reynt verður að skýra lauslega frá því hvað á sér stað þegar jarðeldur kemur upp undir jökli eða vatni. Flestir hafa séð hvernig hraun renna frá eldvörpum t.d. Heklu og Kröflugosum. Ef bergkvika kemur upp undir jökli bræðir hún geil í jökulinn sem hálffyllist af vatni sem snöggkælir hana svo hún nær ekki að kristallast en splundrast í smá gleragnir sem nefnist aska. Margir hafa orðið fyrir því að snöggkæla heita glerhluti og þekkja þetta því af eigin skinni. Ef vatnsþrýstingurinn er nægur nær efnið ekki að splundrast en vegna mikillar kælingar myndar það hnykla eða kodda sem oft eru innan við metri á hvern kant. Nefnist bergið þá bólstraberg. Ef gos stendur það lengi að bólstrabergið og gosaskan ná að hlaða upp gíg sem vatn kemst ekki í rennur hraun sem myndar hettu ofan á eldvarpinu. Nefnist það þá stapi. Með tíð og tíma ummyndast og harðnar hin dökka aska og verður að brúnu mógleri sem límist saman og myndar móbergið. Vikur, gjall og hraunmolar smáir og stórir sem blandast öskunni gefur svo móberginu mismunandi ásýnd.
Þegar jökullinn hvarf af landinu stóðu eftir hlíðarbrött fjöll, mismunandi að hæð og gerð. Útlit og gerð þeirra fer eftir því hvenær gosinu lauk og hvort gosið hefur aðallega á einum stað eða á gossprungu. Sem dæmi um móbergshryggi má nefna Sveiflu og Núpshlíðarhálsa svo og fellin frá Valahnúk að Sýrfelli. Vegna athafna manna er unnt að skoða bólstrabergið í Stapafelli í mjög laglegu sniði, meira að segja, án þess að þurfa að yfirgefa hægindi mótorfáksins. Í Súlunum, sem samfastar eru Stapafelli, má einnig greina gangana sem á sínum tíma veittu eldleðjunni upp í gíginn. Keilir er dæmi um stakstætt móbergsfjall og Fagradalsfjall er myndarlegasti stapinn á utanverðum skaganum.

Hraun

Katlahraun

Katlahraun.

Nútímahraun nefnast þau hraun sem upp hafa komið eftir að jökla leysti hér á skaganum líklega fyrir 12-13 þúsund árum. Venja er að skipta hraununum í tvo flokka eftir uppruna og útliti: Dyngjuhraun sem eru dæmigerð helluhraun úr þunnum hraunlögum, slétt, reipótt og með ávölum hraunhólum sem oft eru með alldjúpum sprungum í kollinum. Bergið er gráleitt og með brúnleita veðrunarkápu, oft grófkornótt og áberandi ólivín og/eða plagíóklas dílar eru algengir. Bergtegundin nefnist ólivínþóleiít og er einkennisberg hafsbotnsins. Hraunin dreifast gjarnan yfir stór svæði því kvikan er heit og þunnfljótandi þegar hún kemur upp. Á skaganum utanverðum eru þrjár stórar dyngjur. Sú ysta nefnist Sandfellshæð og þrátt fyrir að hraun hennar þeki uppundir 150 km2 og eru tæpir 6 km3 er gígur hennar aðeins 90 metrar yfir sjávarmáli.
Þráinsskjöldur byggir síðan upp Vogaheiðina og er gígur hans rétt austan við FagradalsfjallVatnsfell. Að stærð og aldri eru þessar dyngjur álíka og virðast hafa verið virkar við lægri sjávarstöðu líklega skömmu eftir að ísa leysti af svæðinu. Ef þið hafið ekki tekið eftir þessu mikla eldfjalli, Þráinsskyldi, rennið þá augunum, frá Ströndinni og upp í vikið á milli Keilis og Vatnsfells næst þegar þið eigið leið um Stapann í átt til höfuðstaðarins. Þá blasir við eldstöð þar sem upp kom um 20 sinnum meira efni en í Heimaeyjargosinu. Þriðju dyngjuna er að finna uppundir Sveifluhálsi og er hún kennd við Hrútagjá en hraun hennar runnu til sjávar á milli Afstapahrauns og Straums. Dyngja þessi er mun minni en hinar tvær og einnig snöggtum yngri. Austar á skaganum eru fleiri dyngjur svo sem Selvogsheiði, Heiðin há og Leitin, en hraunin frá þeim runnu til sjávar bæði í Reykjavík og Þorlákshöfn.
Nokkrar minni dyngjur úr svo nefndu pikríti, er einnig að finna á Reykjanesi og má þar til nefna Háleyjarbungu út á Reykjanestá en hana prýðir formfagur gígketill. Pikrítið er bergtegund sem er talin vera komin svo til beint frá möttli. Það er grófkornótt og allt löðrandi í ólivíndílum sem stundum eru svolítið brúnleitir vegna ummyndunar í stað þess að vera ólivíngrænir. Pikrít hraunin eru talin vera elstu nútímahraunin á skaganum og hafa því runnið strax eftir ísaldarlok.

Sundhnúkar

Sundhnúkagígaröðin.

Sprunguhraun sem runnið hafa frá gossprungum og gígaröðum eru úr mun seigari kviku en dyngjuhraunin og mynda því þykk hraun með mikinn gjallkarga. Þau eru því úfin og ill yfirferðar og hraunjaðar þeirra hár og brattur. Nefnast slík hraun apalhraun. Frá einstaka eldvarpi geta þó báðar hraungerðirnar runnið í einu og sama gosinu. Apalhraunin renna gjarnan frá gosrásinni eftir hraunám sem nefnast hrauntraðir að gosi loknu en helluhraunin eftir rásum undir storknuðu yfirborðinu. Þau síðarnefndu eru því mun auðugri af hellum. Sprunguhraunin eru flest yngri en dyngjuhraunin og nokkur þeirra hafa runnið eftir að land var numið. Bergtegundin er þóleiít, algengasta bergtegund landsins, nema hér á nesinu þar sem um 18 % af yfirborðsberginu telst til þess en 78% er ólivínþóleiít og 4% pikrít. Þóleiítið er mun dekkra en dyngjubasaltið og dul- eða fínkornótt og mun minna af dílum er í því en hinum tveim. Eldvörpin eru mjög fjölbreytt að gerð og lögun, en mun meira af lausum gosefnum koma upp í þeim en dyngjunum og heildar magn gosefna einstakra gosa er oftast langt innan við 1 km3 Erfitt er að gera sér grein fyrir fjölda þeirra eldvarpa sem gosið hafa á nútíma en Jón Jónsson jarðfræðingur hefur kortlagt hraun frá meira en 150 uppkomustöðum en þeir hljóta að vera fleiri því einhverjir hafa lent undir yngri hraunum. Gosin verða í hrinum innan hverrar gosreinar. Glöggt dæmi um það er gos sem hófst út á Reykjanestá, líklega 1226, sem síðan breiddist norðaustur eftir skaganum allt til Arnarseturs sem er rétt austan Grindavíkurvegar. Sömu sögu má segja þegar Ögmundarhraun rann líklega 1151. Á kortinu má einnig sjá þau 14 hraun sem upp hafa komið á sögulegum tíma. Athygli skal vakin á austasta hrauninu númer 14, en það telur Jón Jónsson vera Kristnitökuhraun sem rann þegar við kristni var tekið af lýð árið 999.

Hvenær gýs næst?

eldgos

Má vænta þessa í nánustu framtíð á Reykjanesskaga?

Þó langt sé liðið, á tímakvarða manna, síðan síðast gaus á Reykjanesskaganum er hann langt frá því að vera dauður úr öllum eldæðum. Mun skemmra er síðan stór gos hafa orðið út á Reykjaneshrygg. 1783 hlóðst þar upp eyja sem fékk það frumlega nafn Nýey en hafið vann fljótt og vel á henni. Líkur hafa verið að því leiddar að gosið hafi út á hryggnum á síðustu öld og það oftar en einu sinni.
Þó eldgos séu mikil sjónarspil og valdi ekki alltaf miklu tjóni og geti jafnvel verið til bóta fyrir svæðið sem þau koma upp á t.d. með því að leggja til byggingarefni, veita skjól eða draga til sín ferðamenn æskir þeirra enginn.
Mannskepnan er ósköp smá og lítils megnug þegar eldgyðjan blæs í glæður sínar en eitt er víst að jarðeldur á eftir að koma upp hér á skaganum. Eina óvissan er hvar og hvenær.” – Ægir Sigurðsson.

Heimildir:
-Yngra-Stampagosið á Reykjanesi, Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, Jarðvísindadeild HÍ 2016 – ritgerð í HÍ.
-Faxi, 2. tbl. 66. árg. 2006, Er eitthvað að sjá á Reykjanesskaganum, Ægir Sigurðsson, bls. 44-47.

Eldgos

Vel er fylgst með jarðhræringum á Reykjanesskaga.

Sprunga

Ágúst Guðmundsson skrifaði um “Sprungurnar á Þingvöllum og myndun þeirra” í Náttúrfræðinginn 1986:

Sprungur

Sprungur á Þingvallasvæðinu.

Inngangur
“Sprunguþyrpingar, þ. e. belti af opnum gjám og misgengjum, eru algengar í gosbeltum hér á landi, en finnast einnig á eldvirkum svæðum erlendis. Almenn lýsing á öllum sprunguþyrpingum á Íslandi er í grein Kristjáns Sæmundssonar (1978), en ítarleg lýsing á einstöku sprungusvæði er í grein Ágústs Guðmundssonar (1980) um sprungurnar við Voga á Vatnsleysuströnd.

Hrafnagjá

Hrafnagjá ofan Voga.

Jón Jónsson (1978) hefur einnig lýst sprungunum á Reykjanesskaga. Sprunguþyrpingar hér á landi eru allt að 20 km breiðar og 100 km langar. Flestar eru þó talsvert minni að flatarmáli, og almennt eru sprunguþyrpingarnar álíka að flatarmáli og rofnar gangaþyrpingar (Walker 1974).
Á síðustu árum hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á sprunguþyrpingunni við Kröflu (Axel Björnsson o. fl. 1979, Oddur Sigurðsson 1980, Torge 1981, Eysteinn Tryggvason 1980). Kröfluþyrpingin gliðnaði um nokkra metra á tímabilinu 1975-1983. Gliðnunin er talin orsakast af göngum sem troðast lárétt inn undir þyrpinguna á nokkurra kílómetra dýpi (Páll Einarsson og Bryndís Brandsdóttir 1980, Pollard o. fl. 1983). Stundum ná þó gangarnir til yfirborðs og verða þá sprungugos. Utan Íslands hafa sprunguþyrpingarnar á Hawaii einkum verið kannaðar og virðast að flestu leyti mjög áþekkar hinum íslensku (Duffield 1975, Pollard o. fl. 1983).

Hrútagjá

Hrútagjá.

Sprunguaflfræði er vísindagrein sem hefur þróast ört á síðustu áratugum (Broek 1978). Beiting hennar í jarðfræði er þó nýtilkomin, en hefur þegar varpað ljósi á ýmsa þætti í myndun og þróun jarðsprungna sem áður voru óljósir (Rudnicki 1980). Enn er þó margt óskýrt, en aukin áhersla er nú lögð á nákvæmar mælingar og tilraunir úti í náttúrunni ásamt athugunum á tilraunastofum (Logan 1979). Slíkar nákvæmar athuganir hafa meðal annars leitt til þess að menn gera sér nú betur grein fyrir því en áður, að allar jarðsprungur eru sundurslitnar eða ósamfelldar og því ber að fjalla um þær sem slíkar (Segall og Pollard 1980).
Sprungur
Sprungurnar á Þingvöllum eru hluti af mikilli sprunguþyrpingu sem kallast Hengilsþyrpingin (Kristján Sæmundsson 1978, Eysteinn Tryggvason 1982) og nær frá Langjökli í norðri til Reykjanesskaga í suðri. Þær sprungur sem hér verður rætt um liggja norðan við Þingvallavatn í um 9000 ára gömlu helluhrauni (Guðmundur Kjartansson 1964).

Þingvellir

Almannagjá.

Oft hefur verið talið að Þingvallahraunið sé frá Skjaldbreið. Svo mun þó ekki vera, heldur er það komið úr 15 km langri gossprungu á Tindfjallaheiði, vestan við Kálfstinda, og liggur það ofan á Skjaldbreiðshrauninu (Kristján Sæmundsson 1965). Þótt Þingvallahraunið sé úr gossprungu er það dæmigert helluhraun (dyngjuhraun), beltað og tuga metra þykkt, eins og best sést í veggjum Almannagjár.
Á undanförnum árum hafa margvíslegar jarðfræðilegar og jarðeðlisfræðilegar athuganir verið gerðar á Þingvallasprungunum, og verður helstu niðurstöðum lýst hér á eftir. Meginefni greinarinnar eru þó mælingar sem höfundur gerði á nokkrum af stærri sprungunum sumarið 1981 og tilgátur um myndun og þróun þeirra.

Fyrri rannsóknir
Sprungur
Þingvallasprungurnar hafa verið kannaðar bæði jarðfræðilega og jarðeðlisfræðilega á síðustu áratugum, og er rétt að geta hér helstu rannsóknanna.

Þegar árið 1938 var gerð ítarleg könnun á Þingvallasprungunum, sem meðal annars fól í sér mælingu á samanlagðri vídd sprungna í tilteknu sniði (Bernauer 1943).

Þingvellir

Þingvellir.

Bernauer og félagar gengu yfir Þingvalladældina milli Almannagjár og Heiðargjár og mældu vídd hverrar sprungu sem þeir rákust á. Niðurstaðan var sú að vesturhluti dældarinnar, 1310 m breiður, hefði gliðnað um 41,2 m, en austurhlutinn, 2150 m breiður, hefði gliðnað um 33,85 m. Engin sprunga reyndist vera í 2,7 km breiðum miðhluta dældarinnar. Heildargliðnun 6160 m mælisniðs yfir Þingvalladældina reyndist því um 75 m, sem jafngildir 1,25%.
Kristján Sæmundsson (1965, 1967) kortlagði helstu sprungur Þingvalla sem hluta af kortlagningu Hengilsvæðisins. Í grein Kristjáns frá 1965 er yfirlit yfir allar fyrri rannsóknir á Þingvöllum, og vísast í það yfirlit um rannsóknir eldri en Bernauers (1943). Þrír rannsóknarhópar hafa á síðustu árum reynt að mæla hraða gliðnunar á Þingvöllum. Þýskur hópur mældi 1967 og 1971, en fann enga marktæka gliðnun eða samþjöppun á því tímabili (Gerke 1974). Bandarísk-íslenskur hópur mældi 1967, 1970 og 1973, og reyndist gliðnunarhraðinn 3 mm á ári tímabilið 1967-1973 (Decker o.fl. 1976). Hópurinn reyndi einnig að mæla hreyfingu samsíða Almannagjá, þ. e. hliðarhreyfingu, en engin fannst.
Sprungur
Niðurstöðurnar sýna að láréttar hreyfingar á Þingvallasvæðinu eru óreglulegar; svæðið næst Almannagjá þjappast saman en svæðið næst Hrafnagjá gliðnar, þannig að lokaniðurstaðan er gliðnun um 2 cm á ofangreindu tímabili. Enskur hópur mældi 1968-1972, 1977 og 1979. Niðurstöðurnar benda til gliðnunar í stefnu þvert á sprungustefnuna, að meðaltali um 3 mm á ári á tímabilinu 1970-1979 (Brander o. fl. 1976, R.G. Mason, munnlegar upplýsingar, 1981).
Eysteinn Tryggvason (1974) hefur mælt lóðrétta færslu eða sig á Þingvallasvæðinu. Niðurstöður hans benda til 2,5 mm sigs austurhluta dældarinnar, miðað við svæðið vestan við Almannagjá, tímabilið 1966-1971. Eysteinn (1968) áætlar mesta sigið á svæðinu 70 m og telur (1982) að breidd þess svæðis sem sígur kunni að vera meiri en breidd Þingvalladældarinnar, þannig að raunverulegur sighraði gæti verið talsvert meiri en þeir 2,5 mm hér á undan.

Stefna
Sprungur
Meðalstefna sprungnanna er N30°A, og er þá átt við línulega stefnu milli sprunguenda. Einstakar sprungur eru hlykkjóttar og víkja sums staðar talsvert frá meðalstefnu. Dæmi um slíkt er Gildruholtsgjá sem er stórt misgengi á austurhluta Þingvallasvæðisins. Gildruholtsgjá liggur í áberandi sveig þar sem misgengið um hana er mest, en þrátt fyrir það er línuleg stefna milli endanna áþekk meðalstefnu sprungna á svæðinu. Flestar sprungur á svæðinu víkja þó lítið frá meðalstefnu.

Lengd
Sprungur
Lengd sprungna er ávallt háð túlkun þar sem þær eru yfirleitt ósamfelldar (sundurslitnar) og klofnar. Í þessari grein hefur sú aðferð verið notuð að telja sem eina sprungu togsprungu eða misgengi sem rekja má óslitið á loftmyndum í mælikvarða 1:33300. Þessi kvarði var valinn til að auðvelda samanburð við sprunguþyrpinguna við Voga (Ágúst Guðmundson 1980) og til að útiloka smásprungur og stuðlasprungur sem sjást á loftmyndum í stærri mælikvarða.
Meðallengd þeirrar 101 sprungu sem mæld var er 620 m. Stysta sprungan mældist 57 m en sú lengsta 7,7 km (Almannagjá). Flestar sprungurnar eru hlutfallslega stuttar, en örfáar mjög langar. Til dæmis eru 44 sprungur styttri en 250 m og 72 styttri en 500 m. Hins vegar eru aðeins 12 sprungur lengri en 1000 m.

Vídd
Sprungur
Vídd sprungna var mæld með 25 eða 50 m millibili. Víddin er að vísu breytileg en oft mest nálægt miðri sprungunni og minnkar svo til beggja enda. Mesta vídd mældist á Hrafnagjá, 68 m. Mesta vídd Almannagjár mældist 64 m, en báðar þessar mælingar eru gerðar eftir loftmyndum. Mesta vídd úti í náttúrunni mældist á Hrafnagjá, 60 m. Þar sem sprungurnar eru víðastar hafa þær lögun langra, mjórra sigspildna.

Lóðrétt færsla

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Allar stórar sprungur á Þingvallasvæðinu eru að hluta til siggengi, og margar af smærri sprungunum hafa mælanlega lóðrétta færslu í einstökum mælipunktum. Siggengisveggirnir eru venjulega því sem næst lóðréttir. Sum siggengin eru lokuð, en önnur eru opnar gjár. Sums staðar eru þau því sem næst bein, en annars staðar hlykkjótt. Lóðrétt færsla mældist mest 28 m í einum punkti við Almannagjá, og er þá átt við brúnir misgengisveggjanna. Þar sem austurveggurinn stendur 10 til 20 m hærra en landið rétt austan við hann er heildarsigið um Almannagjá mest um 40 m (Kristján Sæmundsson 1965). Þar sem mælilína Eysteins Tryggvasonar (1974) liggur yfir Almannagjá er sigið 30-35 m, og er þá áttvið brún misgengisins að vestan og lægstu stöðu lands rétt austan við eystri misgengisbrúnina. Sigið um Gildruholtsgjá er 25 m í mörgum mælipunktum nálægt miðju hennar. Mesta sig um flest misgengin er þó aðeins nokkrir metrar.

Almannagjá og Hrafnagjá
Almannagjá og Hrafnagjá eru meginsprungur Þingvallasvæðisins og eru jafnframt þau misgengi sem mynda Þingvalladældina, þ. e. sigdalinn. Báðar eru sprungurnar siggengi, en útlit þeirra er samt talsvert mismunandi. Hér á eftir fer lýsing á þessum sprungum.

Almannagjá

Almannagjá

Almannagjá.

Til samans mynda Hestagjá, Almannagjá, Stekkjargjá, Hvannagjá og nokkrar smærri sprungur 7,7 km langa sprungu sem hér verður einu nafni nefnd Almannagjá. Gjáin er víðust 64 m. Sprungurnar sem til samans mynda Almannagjá hafa upphaflega verið hliðraðar, með nokkuð breytilega stefnu, en síðan vaxið saman í brotahrinum.

Þingvellir

Þingvellir – Almanngjá.

Hlutarnir sem tengja sprungurnar saman víkja víða nokkuð frá meðalstefnu Almannagjár og eru oft tengdir smásprungum. Fyrst hefur Almannagjá komið fram á yfirborðinu sem belti af hliðruðum sprungum, en þær síðan sameinast við aukna gliðnun á svæðinu.
Í suðri gengur Almannagjá yfir í röð af skástígum sprungum. Sprungurnar sjálfar hafa áþekka stefnu og meðalstefna Almannagjár, en til samans mynda þær belti sem víkur talsvert frá stefnu hennar. Þetta bendir til þess að undir þessu belti af skástígum sprungum sé eldra misgengi sem ákvarði staðsetningu og stefnu sprungubeltisins, en sprungurnar sjálfar opnist í stefnu mestu togspennu. Sums staðar er Almannagjá klofin upp í nokkrar meira og minna samsíða sprungur. Í sumum tilfellum hefur landspildan milli sprungnanna sigið nokkra metra, en í öðrum tillfellum ekki. Flestar þær sprungur sem mynda Almannagjá eru mjóar sigspildur, sem hafa orðið til við það að landræman milli samsíða sprungna hefur sigið. Þótt Almannagjá sé siggengi er hún því einnig gapandi gjá.

Hrafnagjá
Hrafnagjá
Innan Þingvallahrauns er Hrafnagjá ekki nema um 4,4 km að lengd og sker móbergsfjallið Arnarfell. Ef þessi suðurhluti er talinn með, svo og belti af smásprungum norðan víð gjána, er hún yfir 11 km löng. Mesta vídd er 68 m, sem jafnframt er mesta vídd í einum mælipunkti á svæðinu. Víddin er þó mjög breytileg, eða allt niður undir 0 m, en sigið, miðað við brúnir sprunguveggjanna, er nokkuð jafnt langs eftir gjánni; yfirleitt 5-10 m og mest um 20 m.

Hrafnagjá

Hrafnagjá við Þingvelli.

Ef miðað er við lægstu stöðu landsrétt vestan við Hrafnagjá og austurbrún gjárinnar er sigið þó meira, til dæmis um 30 m þar sem mælilína Eysteins Tryggvasonar (1968) liggur yfir gjána.
Hrafnagjá er samsett af mörgum skástígum, ílöngum sigspildum sem eru að hluta til samvaxnar. Í þversniði líkjast þessar sigspildur helst U-laga dal, öfugt við Almannagjá þar sem sigspildurnar hafa rétthyrnt þversnið. Sigspildur Hrafnagjár eru grunnar miðað við sigspildur Almannagjár.
Í suðri liggur Hrafnagjá fyrst í gegnum Arnarfell, en endar síðan í Þingvallavatni. Nálægt suðurendanum klofnar hún upp í margar samsíða sprungur, ekki þó skástígar. Í norðri víkkar sprungan, grynnist og breytist síðan í belti af smásprungum, svo litlum að vart eru greinanlegar á loftmyndum. Eins og við Almannagjá er mesta sigið ekki um Hrafnagjá sjálfa heldur nokkuð vestan við vestari sprungubarminn. Af þessu er ljóst að landið við bæði Hrafnagjá og Almannagjá hefur svignað nokkuð áður en sprungurnar mynduðust.

Dýpi
SprungurAllar togsprungur og siggengi hafa svo til lóðrétta veggi við yfirborð. Af þessu má álykta að allar sprungur á Þingvallasvæðinu séu myndaðar við togspennu nálægt yfirborði. Spennuástand í jarðskorpunni ræður því að á ákveðnu dýpi fá siggengin eðlilegan halla, sem er um 70° frá láréttu á rofnum blágrýtissvæðum hér á landi (Ágúst Guðmundsson 1984a) og svipaður annars staðar (Price 1966). Dýpi togsprungna og lóðrétts hluta siggengja má áætla með reikningum. Ef togsprungur ná ákveðnu dýpi breytast þær í siggengi með mælanlega lóðrétta færslu á yfirborði.

Myndun
Hér verða ræddar tvær tilgátur um myndun sprungna á Þingvöllum. Í fyrri tilgátunni eru gangar taldir valda sprungunum, nema þeim stærstu sem eru beint tengdar plötuhniki. Í síðari tilgátunni er sprungumyndun og sig tengt þrýstingsbreytingum í kvikuþró undir Hengilsþyrpingunni.

Gangainnskot

Kristján Sæmundsson

Kristján Sæmundsson skoðar berggang undir Lyngfelli við Festarfjall.

Þessi tilgáta gerir ráð fyrir að stóru misgengin, svo sem Hrafnagjá og Almannagjá, séu mynduð við plötuhreyfingar, en að smærri misgengi og togsprungur séu af völdum ganga sem ekki ná yfirborði. Plötuhreyfingar, og tengsl þeirra við jarðhnik, hafa verið svo mikið ræddar á síðustu árum að ekki er ástæða til að fjölyrða frekar um þær hér.

Festarfjall

“Festin” í Festarfjalli.

Þegar kvika í gangi nálgast yfirborðið, minnkar yfirþrýstingur hennar yfirleitt þar sem eðlismassi basalkviku er venjulega hærri en eðlismassi efsta hluta skorpunnar. Athuganir benda til þess að þegar kvika í sprungu nálgast yfirborðið þá sé sprunguendinn í það minnsta nokkrum tugum metra á undan kvikunni (Macdonald 1972 s. 15). Þótt kvika gangsins stoppi tugum eða hundruðum metra neðan við yfirborðið getur gangurinn samt þróað sprungu til yfirborðsins. Einnig hjálpar til að á virkum svæðum er oft togspenna ríkjandi í efsta hluta skorpunnar (Scháfer 1979), ef til vill vegna kólnunar skorpunnar. Þá þarf sáralítinn yfirþrýsting kviku til að þróa sprungu til yfirborðs, þótt eðlismassi kvikunnar sé of hár til þess að hún nái að lyfta sér til yfirborðs.
Gangakenningin um uppruna sprungnanna skýrir hvers vegna slíkar sprungur finnast innan sigdala eins og Þingvalladældarinnar. Sprungurnar eru myndaðar við togspennu, en vegna þess að siggengin sem afmarka sigdalinn eru virk, einangra þau dalinn frá togspennusviði utan við hann. Togspenna utan við dalinn leiðir einungis til frekari sigs um siggengin, en getur ekki myndað togsprungur innan við þau. Togspennan sem myndar sprungurnar í sigdalnum sjálfum verður því að myndast innan við stóru siggengin, og auðvelt er að skýra slíkt togspennusvið með gangainnskotum.

Gangakenningin skýrir einnig hvers vegna sprungurnar eru svo stuttar sem raun ber vitni. Ef togspenna orkaði á gosbeltið í heild, og hún væri nægilega mikil til þess að mynda tuga metra breiðar sprungur, mætti búast við því að sprungurnar yrðu tuga kílómetra langar, þ. e. næðu langs eftir því gosbelti sem þær tilheyrðu. Svo er ekki, og er það auðskýrt ef gangar valda sprungunum, því þá deyr togspennan út við lárétta enda ganganna, þannig að yfirborðssprungur verða ekki lengri en þeir gangar sem mynda þær.

Háibjalli

Háibjalli.

Ýmsir annmarkar eru þó á gangakenningunni og skal hér getið um þá helstu, án þess að ræða þá ítarlega.
1) Margt bendir til að sömu sprungurnar séu virkar í langan tíma og að Þingvallasprungurnar séu bara yngstu hreyfingar á gömlum sprungum. Ef svo er, þá geta einstakir gangar varla skýrt sprungurnar.
2) Gangakenningin skýrir ekki sigið um sprungurnar, þ.e. myndun sigdalsins. Sigið er þó unnt að skýra með plötuhreyfingum og/eða þrýstingsbreytingu í kvikulagi undir svæðinu.

Þrýstingsbreytingar
SprungurÞessi tilgáta gerir ráð fyrir að undir Hengilsþyrpingunni, sem og öðrum virkum eldstöðvakerfum á Íslandi, sé kvikuþró sem sé álíka löng og þyrpingin sjálf. Þessi kvikuþró er hluti af kvikulaginu undir gosbeltinu á þessu svæði (Gylfi Páll Hersir o. fl. 1984). Rétt er að undirstrika að hér er gerður greinarmunur á kvikuþró, sem staðsett er í kvikulaginu á 8—10 km dýpi, og kvikuhólfi, sem staðsett er í skorpunni á 1—3 km dýpi eða minna, líkt og undir Kröflusvæðinu (Ágúst Guðmundsson 1984).
Þegar ísa tók að leysa fyrir um 14000 árum flæddi kvika undir landið, og þá einkum undir gosbeltin þar sem skorpan er þynnst. Landið reis því mest í gosbeltunum, og opnuðust þá bæði gamlar og nýjar sprungur. Samtímis urðu dyngjugos og sprungugos, og eitt þeirra var gosið sem myndaði Þingvallahraun fyrir um 9000 árum.
Nokkru eftir að Þingvallahraun rann náði landlyftingin á Þingvallasvæðinu hámarki og mynduðust þá Þingvallasprungurnar. Til samanburðar má geta þess að strönd Íslands mun almennt hafa legið utar en nú á tímabilinu 9000-3000 og landið mun hafa verið fullrisið fyrir um 5000 árum (Þorleifur Einarsson 1968). Af þessu má álykta að Þingvallasvæðið hafi haldið áfram að rísa í nokkurn tíma eftir að Þingvallahraun rann, sem skýrir myndun sprungnanna.
Sprungur
Eftir að landið er fullrisið minnkar aðstreymi nýrrar kviku verulega (hættir jafnvel um tíma), og gosvirkni Hengilsþyrpingarinnar færist nær miðju hennar þar sem skorpan er þynnst. Kvikan í þrónni tekur því að flæða frá endunum inn að miðju, sem leiðir til þrýstingsminnkunar við endana og landsigs. Sigið verður jafnan um þær sprungur sem þegar voru myndaðar, einkum um Almannagjá, Hrafnagjá, Gildruholtsgjá og Heiðargjá. Síðustu árþúsundin hefur því sig verið ríkjandi á Þingvallasvæðinu, en innan dældarinnar mun gliðnunin aðallega hafa orðið fyrir þann tíma, þ. e. meðan landið var að rísa.
Hér á undan er hugmyndin um þrýstingsbreytingar í kvikuþrónni undir Hengilsþyrpingunni það almennt orðuð að erfitt er að benda á einstök atriði sem hún skýrir illa eða ekki. Þó er ljóst að einhver gliðnun hlýtur að hafa orðið á Þingvallasvæðinu síðustu árþúsundin, ella gæti sigdalurinn ekki sigið. En sú gliðnun hefur einungis orðið um stóru siggengin sem mynda sigdalinn, en ekki um sprungurnar inni í dalnum. Eðlilegast er að tengja þessa gliðnun við plötuhreyfingar eða þyngdarskrið (Ágúst Guðmundsson 1984).

Þróun og vöxtur

Sprungur

Hraunsprungur þykja jafnan áhugaverðar til skoðunar.

Af lýsingu á sprungunum er ljóst að þær hafa vaxið saman úr smærri sprungum. Vöxtur sprungna virðist yfirleitt gerast með þessum hætti, og á það jafnt við um örsprungur (Broek 1978) og sprungur sem eru margir kílómetrar að lengd (Segall og Pollard 1980). Líklegt er að Þingvallasprungurnar hafi fyrst opnast um stuðlasprungur í hrauninu, því þar er hraunið veikast.

Sundhnúkahraun

Sprungur í eldra Sundhnúkahrauni.

Hlutfallslega stuttar sprungur eru mun algengari en langar sprungur. Ástæður fyrir þessu eru eftirfarandi:
1) Ef gangar mynda sprungurnar þá ná þeir mishátt upp í skorpuna (yfirborð hvers gangs er á mismiklu dýpi) og því opnast sprunga bara á vissum svæðum. Þetta þýðir að sprunga sem annars væri samfelld og löng er slitin sundur í margar smásprungur.
2) Togstyrkur hraunsins er breytilegur, einkum vegna breytilegrar niðurröðunar og dreifingar á stuðlasprungum. Þegar sprunga vex lárétt verður hún að yfirvinna togstyrk bergsins, og því opnast hún greiðlegast þar sem togstyrkur er lægstur, en síður eða alls ekki þar sem togstyrkur er hár. Margar sprungur ná því ekki að vaxa saman í lengri sprungur.
3) Einnig hefur verið bent á (Nur 1982, Segall og Pollard 1983) að vöxtur einnar langrar sprungu hindri vöxt
margra stuttra. Ein löng sprunga léttir svo mikilli togspennu af svæðinu að vöxtur sprungna í grenndinni stöðvast. Smáar sprungur í grenndinni ná því ekki að vaxa saman í stórar sprungur.

Hliðrun

Almannagjá.

Almannagjá.

Hliðraðar, stundum skástígar og samsíða sprungur eru algengar á Þingvöllum. Sumar af stóru sprungunum, svo sem Almannagjá, greinast í margar smásprungur við endana, og minna þannig á „árfarvegi”. Kvíslóttir „árfarvegir” af þessu tæi eru algengir á yfirborði örsprungna og er vöxtur sprungunnar ávallt „niðurstreymis” (Broek 1978). Samkvæmt þessu hefur Almannagjá vaxið frá norðaustri til suðvesturs, sem er í samræmi við það að síðasta meiriháttar sig um gjána var syðst á henni, þar sem hún mætir Þingvallavatni. Þar seig landið um 0,6 m í jarðskjálftum 1789 (Kristján Sæmundsson 1965). Lawn og Wilshaw (1975) benda á þrjár mögulegar skýringar á hliðrun örsprungna og ættu þær að eiga jafnt við um jarðsprungur. Í fyrsta lagi kann sprungan, þegar hún er að þróast, að verða fyrir staðbundinni truflun við endann. Fyrir Þingvallasprungurnar gæti slík staðbundin truflun verið fólgin í breytilegri niðurröðun stuðlasprungna, breytingu á gerð bergsins undir Þingvallahrauninu, eða í brotalínum í berginu undir sem hafa aðra stefnu en sprungan sjálf. Sprungan hefur þá tilhneigingu til að klofna í margar samsíða sprungur eins og best sést við suðurenda Almannagjár og suðurenda Hrafnagjár.

Sprunga

Hraunsprunga á Þingvöllum.

Í öðru lagi benda þeir á að sprungan kunni að myndast við samvöxt smærri sprungna sem upphaflega eru hliðraðar. Þetta er að mínu áliti algengasta ástæðan fyrir hliðrun sprungna í sprunguþyrpingum hér á landi.
Í þriðja lagi geta sprungur sem þróast mjög hratt, þ.e. nálgast hljóðhraðann, klofnað vegna snöggra breytinga á spennusviðinu við endana. Þessi skýring mun vart eiga við um Þingvallasprungurnar því þær eru myndaðar á löngum tíma og hafa því þróast mjög hægt.
Sú hugmynd um vöxt sprungnanna sem sett er fram í þessari grein er sú sama og önnur skýring Lawn Wilshaw (1975) hér að ofan. Upphaflegu sprungurnar eru hliðraðar vegna þess að togspennan nær að brjóta bergið samtímis á mörgum stöðum innan þess beltis þar sem há togspenna er ríkjandi og þar sem endanlega sprungan kemur til með að liggja. Þegar gliðnunin vex innan þessa beltis sameinast sprungurnar í eina meginsprungu. Sums staðar á Þingvallasvæðinu er þessi sameining langt á veg komin eða þegar lokið, en annars staðar, svo sem í framhaldi af Sleðaásgjá, er hún skammt á veg komin.

Niðurstöður

Sprungur

Gjár á Þingvöllum.

Helstu niðurstöður greinarinnar eru þessar:
1) Meðalstefna sprungnanna er N30° A.
2) Meðallengd um 100 sprungna er 620 m, minnsta lengd 57 m og mesta lengd 7,7 km (Almannagjá).

Þingvellir

Sprungur (gjár) á Þingvöllum.

3) Mesta vídd er 68 m á Hrafnagjá, en þar á eftir kemur Almannagjá með mestu vídd 64 m.
4) Mesta lóðrétta færslan (sigið) er 28 m á Almannagjá og þá átt við sigið miðað við brúnir sprunguveggjanna. Sé miðað við landið rétt austan við Almannagjá er mesta sigið um 40 m.
5) Allar stóru sprungurnar eru myndaðar við samvöxt smærri sprungna sem upphaflega voru hliðraðar og stundum skástígar.
6) Tvær tilgátur eru settar fram sem skýring á tilurð sprungnanna. Fyrri tilgátan reiknar með að gangar sem ekki ná að brjóta sér leið til yfirborðs, valdi togspennu á yfirborðinu sem leiði til sprungumyndunar. Í þessari tilgátu er þó gert ráð fyrir að stærstu sprungurnar (svo sem Almannagjá og Hrafnagjá) séu tengdar reki á gosbeltunum.
Seinni tilgátan tengir sprungumyndunina og sigið á Þingvallasvæðinu við þrýstingsbreytingar í kvikuþrónni undir Hengilsþyrpingunni.”

Framangreind lýsing á sprungunum á Þingvallasvæðinu gæti jafnframt átt við önnur sprungu- og misgengissvæði á Reykjanesskaganum.

Í Náttúrfræðingnum árið 1983 skrifar Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, um “Hálfrar aldar þögn um merka athugun“.

Sprungur

Hraunsprunga.

“Einhvers staðar í ritum sínum segir Helgi Péturss, að ekki sé nóg að gera uppgötvun, heldur þurfi aðrir líka að uppgötva að uppgötvun hafi verið gerð. Hér skal getið um eitt slíkt tilfelli, þar sem mér og fleirum hefur sést yfir snjalla ályktun um eldvirkni á Reykjanesskaga.

Guðmundur G. Bárðarson

Guðmundur G. Bárðarson.

Síðustu æviár sín vann Guðmundur G. Bárðarson að jarðfræðirannsóknum þar, en féll frá í miðju verki. Hálfkarað handrit af jarðfræðikorti (í vörslu Náttúrufræðistofnunar) er til frá hans hendi og auk þess nokkrar prentaðar ritgerðir og greinar í blöðum um Reykjanesskagann. Á „18. Skandinaviske Naturforskermöde” í Kaupmannahöfn 1929 lagði Guðmundur kortið fram og flutti um það erindi, sem seinna var prentað í skýrslu fundarins undir heitinu „Geologisk Kort over Reykjanes-Halvöen” (Guðmundur G. Bárðarson 1929). Þar er höfundi ljós aldursmunur dyngjuhrauna og sprunguhrauna og fjallar niðurlag greinarinnar um sprunguhraunin undir yfirskriftinni „De yngste Lavadœkker”. Í lýsingu sinni á sprungugosunum aðgreinir Guðmundur fjögur belti (Vulkanbælter) sem hann gerir síðan nánari grein fyrir. Belti þessi svara nákvæmlega til eldstöðvakerfanna, sem við yngri mennirnir höfum verið að vekja máls á næstliðinn áratug. Beltin sem Guðmundur aðgreinir á Reykjanesskaga ná (1) frá Reykjanesi norðaustur fyrir Grindavík. – (2) Yfir Vesturháls og Austurháls. Nefnt er, að hverirnir í Mosfellssveit séu í norðaustur fram

Sprunga

Hraunsprunga á Þingvöllum.

Seinni höfundar, sem lýstu jarðfræði skagans, virðast ekki hafa haft sama skilning á aðskiljanlegum eldvirknibeltum. Svo er t.d. um Kuthan (1943), sem gekk þó fram úr hófi langt í túlkun sinni á jarðfræði Reykjanesskaga. Skipan eldsprungna, gjásvæða og móbergshryggja fangar þó augað strax og litið er á kort hans. Sama gildir um jarðfræðikort Guðmundar Kjartanssonar (1960).

Ágúst Guðmundsson

Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur.

Sjálfur vakti ég upp hugmyndina um stórar einingar í gosbeltinu þ.á.m. á Reykjanesskaga kringum 1970 (Kristján Sæmundsson 1971) og hélt þá í barnaskap mínum að ég væri að benda á eitthvað nýtt. Veifaði ég á fundi í Jarðfræðafélagi Íslands korti Kuthans og jarðfræðikorti Guðmundar Kjartanssonar framan í viðstadda félagsmenn til að þeir mættu sjá einingar þessar ljóslifandi á eldri kortum þótt enginn hefði bent sérstaklega á þær fyrr. Hefði ég þá betur verið búinn að lesa grein Guðmundar G. Bárðarsonar, því hann hafði sagt 40 árum fyrr aðalinntakið í því, sem ég var að boða kollegum mínum á þessum fundi.
Það kom fljótlega fram, að fleiri jarðfræðingar lögðu sama skilning í byggingu Reykjanesskagans og raunar landsins alls (Eysteinn Tryggvason 1973, G. P. L. Walker 1975, Sveinn Jakobsson o. fl. 1978).
Almennt er nú farið að kalla einingar þessar eldstöðvakerfi, en það er bein þýðing á „volcanic system” sem ameríkumenn nota um sömu fyrirbæri. Amerískur jarðfræðingur, J. G. Moore, benti hérlendum á enska heitið og er það fyrst notað af Sveini Jakobssyni (1979) og í sérhefti Jökuls um jarðfræði Íslands (1979).

Eldgos

Eldgos í Eldvörpum fyrrum.

Eldstöðvakerfin eru í mörgum tilfellum saman sett af einni megineldstöð og gossprungum og gjám sem liggja í gegnum hana. Megineldstöð er þýðing á ensku „central volcano” og mun fyrst koma fyrir hjá Þorleifi Einarssyni í 1. útg. jarðfræðibókar hans (1968). Bæði þessi orð voru innleidd um rofin eldfjöll í tertíera bergstaflanum. Í rofnum bergstafla koma gossprungur og gjár fram sem berggangar. Gangasveimur var það kallað er margir gangar lágu því sem næst í sömu stefnu út frá megineldstöð og mynduðu aflanga heild. Orðið kemur einnig fyrst fyrir hjá Þorleifi í áður tilvitnaðri jarðfræðibók (1968). Það er bein þýðing á ensku „dyke swarm”.

Þorleifur Einarsson

Þorleifur Einarsson.

Þegar farið var að draga fram hliðstæður í virku gosbeltunum voru þessi heiti yfirfærð með þeirri breytingu einni, að í stað gangasveims var talað um sprungusveim (fissure swarm) (Kristján Sæmundsson 1971). Hliðstæð fyrirbæri við eldstöðvakerfin í virku gliðnunarbeltunum hér á landi eru eldstöðvakerfin á Hawaii. Þar heitir megineldstöðin „shield volcano” en sprungusveimurinn „rift zone”. Íslensk þýðing á shield volcano er eiginlega ekki til*, en um „rift zone” hefur verið haft orðið gjástykki (Kristján Sæmundsson 1979). Bæði ensku og íslensku heitin hafa hér þrengri merkingu en felst í orðunum megineldstöð (central volcano) og sprungusveimur (fissure swarm).
Margir eru þeir sem ekki fella sig við orðið sveimur, og því mjög á reiki hvað einstakir höfundar nefna þessi fyrirbæri á íslensku. Um þetta hafa sést á prenti eftirtalin orð: þyrping (Sveinn Jakobsson 1979b, Ari T. Guðmundsson 1982), belti (Oddur Sigurðsson 1976), belti eða rein (Freyr Þórarinsson o. fl. 1976), kerfi (Guðmundur E. Sigvaldason 1982, Guðrún Larsen, 1982), stykki (Axel Björnsson, í fyrirlestrum). Sjálfum er mér tamast að nota orðið sveimur og sama gera þeir Sigurður Þórarinsson, Sigurður Steinþórsson og Sveinbjörn Björnsson og Páll Einarsson í ritgerðum sínum á 2. útg. af Náttúru Íslands (1981).

Reykjanes

Jarðfræði Reykjanesskaga – sveimar.

Orðin sveimur og þyrping missa að nokkru marks, vegna þess að þau gefa ekki til kynna að regla sé í dreifingu sprungnanna. Það undirstrika hins vegar orðin belti og kerfi. Hér skal ekki tekin afstaða til þess hvert af þessum orðum sé skárst.
Framar í þessum greinarstúf var þess getið að sá maður sem fyrstur kom auga á og lýsti eldstöðvakerfunum á Reykjanesskaga hafi verið Guðmundur G. Bárðarson. Notaði hann um þau orðið belti. Eitt framantaldra orða var haft til að lýsa skyldu fyrirbæri rúmum þremur öldum fyrr: „Frá Eldeyjum og Geirfuglaskeri grynnra og nyrðra skal telja 7 smásker og sést hvert frá öðru á sömu rein rétt í haf frá Reykjanesi”. Þannig komst Jón lærði að orði í riti sínu „Ein stutt undirrjetting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur” (tilvitnað eftir útg. Halldórs Hermannssonar 1924). Kannske er þar komið heitið, sem allir hefðu getað fellt sig við.”

Ágúst Guðmundsson skrifar um “Innskotatíðni kvikuhólfa og gostíðni eldstöðvakerfa” í Náttúrfræðinginn árið 1989. Þar segir hann m.a. um skammtíma gosstíðni:

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

“Reykjanesskagi er það svæði hér á landi þar sem fjöldi gosa á nútíma er hvað best þekktur (Jón Jónsson 1978, 1983, 1984, 1985). Samkvæmt gögnum Jóns Jónssonar (1978, 1984) hafa þar orðið um 200 gos á síðustu 10-12 þúsund árum. Þessi gos hafa deilst á fjögur eldstöðvakerfi sem til samans eru 35 km að breidd. Fyrir svo langt tímabil er stuðull togspennumögnunar (k) á bilinu 1,0-3,0.

Eldgos

Eldgos í Merardölum 2023.

Ef gert er ráð fyrir að Reykjanesskaginn taki á sig allt rekið og að allir gangar nái yfirborði (séu gosgangar) ættu að verða 0,8-2,4 gos (háð stærð k) á hverjum 100 árum. Á 12 þúsund árum ættu því að hafa orðið 96-288 gos á Reykjanesskaga, sem er í góðu samræmi við töluna 200 hér á undan. Þótt niðurstöður þessara reikninga falli tiltölulega vel að áætluðum fjölda gosa á Reykjanesskaga, er óvissan í reikningunum mikil. Rekhraðinn og gildin á k eru sennilega nærri lagi, en það er hins vegar ekki eins víst að gera megi ráð fyrir að allir gangar á svo löngu tímabili hafi náð til yfirborðs. Á móti kemur þó að ef hærri talan, 288 gos, er nálægt raunverulegum fjölda ganga á þessu tímabili, hefur allt að þriðjungur þeirra ekki náð yfirborði og ofangreind forsenda því óþörf. Vera kann að allir eða langflestir gangar hafi náð yfirborði á fyrri hluta nútíma þegar hraunaframleiðsla var mest á skaganum (Ágúst Guðmundsson 1986), en að hlutur hreinna innskota hafi farið vaxandi síðustu árþúsundin samtímis því sem hraunaframleiðslan hefur minnkað.

Nútímahraun

Nútímahraun á höfuðborgarsvæðinu.

Þá hafa sumar gossprungur og margar dyngjur myndast utan hinna eiginlegu eldstöðvakerfa (Ágúst Guðmundsson 1986), þannig að samanlögð vídd eldstöðvakerfa á skaganum er ef til vill ekki fullkominn mælikvarði á breidd þess svæðis sem verður fyrir togstreitu. Frávikin eru þó varla veruleg og þegar breiddin er orðin yfir 30 km þá hefur frekari aukning á breidd lítil áhrif á gostíðni.
Þrátt fyrir þessa varnagla, verður að telja að líkanið gefi allgóða mynd af gostíðni á Reykjanesskaga á nútíma.”

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um Eldgos á Reykjanesskaga á sögulegum tíma í Náttúrufræðinginn 1983. Greinina má lesa HÉR.

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn 1. tbl. 01.04.1986, Sprungurnar á Þingvöllum og myndun þeirra, Ágúst Guðmundsson, bls. 1-18.
-Náttúrfræðingurinn, 1. tbl. 01.04.1989, Innskotatíðni kvikuhólfa og gostíðni eldstöðvakerfa, Ágúst Guðmundsson, bls. 49.

Eldgos

Eldgos á Havaii.

Reykjanesskagi

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um “Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga” í Náttúrufræðinginn árið 1983:

Inngangur
Reykjanesskagi er hluti af gosbeitinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi. Er það efni þessarar greinar að draga saman nokkrar staðreyndir í því sambandi. Jarðvísindalega séð er Reykjanesskagi hreinasti dýrgripur því hann er einn aðgengilegasti hluti hins virka gosbeltis og dæmi um það hvernig slíkir hryggir byggjast upp.

Heimildir um eldgos á Reykjanesskaga

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Tvíbollahrauni – Jón Jónsson.

Fyrsta heimild um gos á umræddu svæði er hin alkunna frásögn Kristnisögu: „Þá kom maðr hlaupandi ok sagði að jarðeldr var upp kominn í Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ Þorodds goða” (Kristnisaga, bls. 270). Kristnisaga er talin vera „að stofni til frá 12. öld” (sama heimild bls. 29) og gæti því verið rituð rösklega öld eftir að atburðir þessir áttu sér stað. Hér er að sjálfsögðu látið liggja milli hluta hvort kristnitakan hafi verið árið 1000 eða 999.
Lengi hefur verið fullyrt að gos þetta hafi verið í gígaröð austan við Hveradali. Svo gerir Hálfdán Jónsson (1703, útg. 1979), Sveinn Pálsson (1945) og svo hver af öðrum, m. a. hefur það slæðst inni í sögu Íslands I (Sigurður Líndal 1974, bls. 241) og er þar til áréttingar sýnd mynd af hrauntungu þeirri sem „mundi hlaupa á bæ Þórodds goða” að Hjalla.
Síðari heimildir um eldgos á Reykjanesskaga eru með afbrigðum óljósar og torráðnar. Þannig er t. d. getið um gos í Trölladyngju eða Trölladyngjum 1151, 1188, 1340, 1360 og 1389-90 og um hraun, sem runnið hafi niður í Selvog 1340 (Þorvaldur Thoroddsen 1925, 1958). Líkur eru til að það, sem nú er nefnt Brennisteinsfjöll hafi áður fyrr verið nefnt Trölladyngjur, en sannanlega hefur þar verið eldvirkni mikil — og líka á sögulegum tíma og verður að því vikið síðar.
Ljóst er að Ögmundarhraun hefur runnið á sögulegum tíma þar eð það hefur runnið yfir bæ og hluti af rústum hans sést ennþá, en skráðar heimildir um það gos munu ekki vera fyrir hendi. Vafalaust hafa skráðar heimildir um ýmsa atburði á þessum landshluta, þar á meðal eldgos, glatast í aldanna rás. Má í því sambandi minna á afdrif bóka Viðeyjarklausturs (Árni Óla 1969).
Nú hefur, eftir mismunandi leiðum, verið mögulegt að sýna fram á, að a. m. k. 12 eða 13 eldgos hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því að norrænt landnám hófst hér.

Aldursákvarðanir
Aðferðum, sem notaðar hafa verið til þess að flokka aldur hrauna á Reykjanesskaga má skipta í 4 flokka:
1) Sögulegar heimildir.
2) Geislakolsákvarðanir, C14.
3) Öskulög.
4) Afstaða til hrauna með þekktan aldur.
Eins og áður er sagt, eru sögulegar heimildir um eldgos á þessum landshluta bæði mjög fátæklegar og auk þess svo ruglingslegar að vant er að vita hverju má treysta. Örnefnið Nýjahraun (Kapelluhraun) bendir til þess að það hafi orðið til á sögulegum tíma.
Bæjarrústirnar í Ögmundarhrauni tala sínu máli, en þar með eru sannanir á þrotum. Um vitnisburð annála er áður getið. Ákvarðanir aldurs gróðurleifa (C14) hafa reynst notadrjúgar þar sem þeim verður við komið. Öskulög með þekktan aldur hafa einnig verið mjög til hjálpar eins og sýnt verður hér á eftir. Einkum eru það tvö öskulög, sem hafa haft mikla þýðingu í þessu sambandi, en þau eru landnámslagið frá því um 900 (Sigurður Þórarinsson 1968, Jón Jónsson 1978) og öskulag frá Kötlu um 1495 (Jón Jónsson 1978). Bæði eru þessi öskulög auðþekkt séu þau á annað borð sæmilega greinileg. Landnámslagið er tvílitt, ljóst að neðan en svart að ofan. Öskulagið frá Kötlu er svart og þykkara en nokkurt annað öskulag í jarðvegssniðum á þessu svæði ofar en landnámslagið.

SÖGULEG HRAUN Á REYKJANESI
Svínahraun — Kristnitökuhraunið

Eldborgir

Eldborgir efst í Svínahrauni.

Sýnt hefur verið fram á að yngsta hraunið austan við Hveradali getur ekki verið frá gosi því, er Kristnisaga getur um, ekki heldur hraunið úr Eldborg undir Meitli, er runnið hefur þannig, að það stefnið á Hjalla í Ölfusi og kemur að því leyti vel heim við söguna. Hins vegar er landnámslagið ofan á Eldborg, og mosakol undan hrauninu við Hveradali sýna að það er um 800 árum eldra en kristnitakan (Jón Jónsson 1977). Þetta leiddi til þess að gerðar voru athuganir á yngsta hrauninu milli Lambafells og Bláhnúks, en það er augljóslega yngra en það, sem talið var vera Kristnitökuhraunið. Kom brátt í ljós að landnámslagið er undir þessu hrauni, en Kötlu-lagið frá um 1495 ofan á því (Sigurður Þórarinsson 1968, Jón Jónsson 1979). Endurteknar athuganir í óbrennishólmanum í Svínahrauni leiddu í ljós, að ekki verður greindur minnsti vottur af jarðvegi eða gróðurleifum milli öskulagsins og hraunsins. Það, sem hér er nefnt Svínahraun, er hraunið úr Nyrðri Eldborg, en hraunið úr Syðri Eldborg er nefnt Lambafellshraun. Það hraun er eitthvað yngra, en talið vera nær samtíma, þ. e. úr sömu goshrinu. Þó er þetta enn ekki sannað mál. Bæði þessi hraun ná yfir 11,9 km2 svæði (Þorleifur Einarsson 1960, Jón Jónsson 1978) og teljast um 0,24 km\. Þetta eru ólivínþóleíthraun og innihalda rösklega 14% ólivín.

Rjúpnadyngnahraun

Í nær miðjum Húsfellsbruna milli Þríhnúka og Sandfells er eldstöð, sem mjög lítið ber á, en nefnist Rjúpnadyngjur. Húsfellsbruni er örnefni, sem nær til margra hrauna, sem flest eru runnin fyrir landnám, en einnig eru þar yngri hraun. Naumast verður það talið, að augljóst sé við fyrstu sýn, að Rjúpnadyngjur séu eldvörp. Þarna er óvenju stórbrotið hraun með djúpum sprungum og illfærum gjám. Eitt hringlaga niðurfall er á þessu svæði og er talið líklegast að það sé yfir uppvarpinu. Gjall kemur aðeins fyrir á litlum hól miðsvæðis. Við nánari athugun sést að þarna er um eldstöð og um dæmigert hraungos að ræða, en yngri hraun hafa runnið upp að henni sunnan frá og verið langt komin með að færa hana í kaf. Hraun frá Rjúpnadyngjum hefur runnið norður og norð-vestur. Nyrsti tangi þess endar í allhárri brún rétt austan við Búrfell og hefur þar runnið út á Búrfellshraun. Leysingavatn hefur grafið dálítinn farveg meðfram hraunröndinni norðaustur af Búrfelli og þar reyndist mögulegt að grafa inn undir hraunið. Komu þá í ljós bæði öskulögin, sem áður var minnst á. Landnámslagið liggur inn undir hraunið, en svarta Kötlulagið er ofan á því. Þar með er ljóst að þarna hefur gosið eftir 900. Annað, sem sannar þetta, er að hraunið hefur á einum stað runnið út á Tvíbollahraun, en það var áður aldursákvarðað (sjá síðar). Gróðurleifar undir þessu hrauni eru afar fátæklegar og því hefur enn ekki verið hægt að koma C14 athugunum við.

Kóngsfellshraun
Vestan við Stóra Kóngsfell er stutt gígaröð, sem nær upp í fellið og er á sprungu, sem gengur gegnum það. Þarna hafa einkum tveir gígir verið virkir. Hraunið hefur runnið báðum megin við Kóngsfell norður og niður á við. Það hefur runnið upp að Rjúpnadyngjum og báðum megin við þær og er því yngra en sú gosstöð og þar með frá sögulegum tíma. Nánari aldursákvörðun á þessu gosi liggur ekki enn fyrir.

Breiðdalshraun

Á Brennisteinsfjöllum er feiknamikil eldstöð, sem ég hef nefnt Kistu og sem sent hefur hraunstrauma bæði suður og norður af fjallinu. Það hraun, sem til norðurs rann, er dæmigert helluhraun. Unun er að ganga þessar svörtu klappir, sem bjóða upp á hin furðulegustu mynstur í formi straumgára, fellinga og hraunreipa. Það hefur runnið í fremur mjóum straumi norðvestur fjallið milli eldri hrauna og fallið í bröttum fossi ofan í Fagradal, þar sem það hefur hrifið með sér stór björg og steina úr brúninni og liggja þeir nú í tugatali ofan á hrauninu í dalnum, meðal grjóts sem síðar hefur hrunið úr fjallinu út á hraunið. Það hefur svo haldið áfram allt að Undirhlíðum og loks staðnæmst í Breiðdal og þekur allan dalbotninn með sléttu hrauni. Þar sem það fellur niður í dalinn austan við Breiðdalshnjúk er það örþunnt. Leysingavatn hefur þar grafið sér farveg meðfram því og nokkuð inn undir rönd þess. Þar má sjá jarðveg þann, sem hraunið rann yfir og finna leifar þess gróðurs, sem þar var þá og raunar liggja þær gróðurleifar í sjálfu landnámslaginu. Liggur því tvöföld sönnun fyrir aldri þessa hrauns, enda gaf C” ákvörðun um ár 910. Meðal gróðurleifa virtist vera beitilyng, víðir, bláberjalyng og einír, en þetta allt vex á staðnum enn í dag.

Selvogshraun
Skammt eitt austan við hina fornu brennisteinsnámu, sem raunar mun hafa gefið þessum fjallaslóðum nafn, rís á fjallsbrún hár og brattur gígur, sem ég í dagbókum mínum hef nefnt Gráfeld. Hljóti það nafn viðurkenningu, skal hraun þetta Gráfeldshraun heita, en fram til þess nota ég hitt nafnið enda hef ég áður notað það (Jón Jónsson 1978). Þessi gígur er á sprungu og smágígir eru vestan við hann. Auðsætt er að hann hefur þegar í upphafi tekið völdin og sent hraunflóð mikið niður í dalinn, þar sem fleiri hraun voru þegar fyrir og fylla hann nú fjalla milli. Meðal þeirra er áðurnefnt Breiðdalshraun, sem hverfur inn undir þetta hraun, sem þannig örugglega er yngra, enda yngst í dalnum og samkvæmt þessu frá sögulegum tíma.
Annálar geta þess að hraun hafi runnið niður í Selvog 1340 og 1389 (Þorvaldur Thoroddsen 1925, bls. 188-189). Mjög trúlegt sýnist að Selvogshraun sé frá öðru hvoru þessu gosi, en vel gætu hafa orðið enn fleiri gos í Brennisteinsfjöllum á sögulegum tíma og vafalaust hafa bæði þessi gos orðið þar, en tímasetning er óljós. Hraunið hefur fallið fram af Herdísarvíkurfjalli við Hlíðarvatn, en staðnæmst neðan við brekkurætur aðeins norðan við núverandi þjóðveg. Hraun það er fallið hefur niður í Kleifarvatn sunnanvert og Hvammahraun nefnist er mjög ungt og gæti jafnvel verið frá sögulegum tíma.

Tvíbollahraun

Við Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins og hef ég áður fjallað um þá (Jón Jónsson 1977a). Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 4 0 – 60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess. Gígirnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn hefur fallið norður og mest um undirgöng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu. Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C’4 ár, (Jón Jónsson 1977a) en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma. Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun og svo það litla hraun, sem næst verður fjallað um í þessari grein.

Gvendarselshraun

Norðurendi Undirhlíða er nefndur Gvendarselshæð. Hún endar við Kaldárbotna. Austan í hæðinni gegnt Helgafelli er gígaröð, sem ég hef nefnt Gvendarselsgígi. Þeir eru á misgengi því, sem liggur eftir endilöngum Undirhlíðum, klýfur Kaldárhnúk, myndar vesturbrún Helgadals og klýfur Búrfellsgíginn um þvert og heldur áfram um Heiðmörk. Hraun frá þessari litlu gígaröð þekur allt svæðið milli Gvendarselshæðar og Helgafells. Víðast er það dæmigert helluhraun. Það hefur runnið niður í Kaldárbotna að norðaustan í smátotu, sem hangir þar níður, en hefur staðnæmst neðan við hjallann. Annar straumur hefur fallið vestur um skarðíð milli Kaldárbotna og Hlíðarhorns og nær nokkuð vestur fyrir Kaldársel. Vestast er það svo þunnt að talsverða nákvæmni þarf til þess að rekja ystu mörk þess. Þriðja hraunkvíslin hefur svo fallið um Kýrskarð við suðurenda megin gígaraðarinnar, og út á Óbrinnishólahraun, og myndar smá hraunbleðil vestan undir hæðinni. Eins og áður er sagt hverfur Tvíbollahraun inn undir Gvendarselshraun við suðurenda Helgafells.
Gvendarselshraun er því yngra. Auk þess grófum við Sigmundur Einarsson jarðfræðingur inn undir hraunið syðst og fundum þar bæði landnámslagið og gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst vera frá því um 1075.

Nýjahraun — Kapelluhraun

Kapelluhraun

Kapelluhraun – loftmynd.

Eins og áður er sagt bendir upprunalegt nafn þessa hrauns ótvírætt til þess að það hafi orðið til á sögulegum tíma. Um aldur þess hefur að öðru leyti ekki verið vitað. Í sambandi við rauðamalarnám við gígina, sem hraunið er komið úr, opnaðist möguleiki til þess að komast að jarðvegslögum undir því og ná þar í kolaðar gróðurleifar. Þar voru tekin alls 3 sýni á jafnmörgum mismunandi stöðum. Aldursákvarðanir á þeim sýndu að gosið hafi þarna um 1005. Þrátt fyrir þær skekkjur, sem loða við þessar aldursákvarðanir er með þeim staðfest að hraunið er frá sögulegum tíma og næsta ljóst að gosið hafi orðið snemma á 11. öld.

Ögmundarhraun
Ekki er kunnugt um uppruna nafnsins á hrauni þessu, en langt er síðan að ljóst var að það hafði runnið á sögulegum tíma. Það sanna rústir bæjar, sem eyðst hafði í gosinu. Ögmundarhraun er komið úr gígaröðum austan í og austanundir Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi). Samanlögð lengd þessara gígaraða er nær 5 km. Næsta ljóst er að allar hafa þær verið virkar aðeins í byrjun gossins, en fljótlega hefur hraunrennslið færst yfir í, einkum þrjá gígi, nálægt austurenda gígaraðarinnar og þaðan hefur megin hraunflóðið runnið suður dalinn milli Krýsuvíkurmælifells og Latsfjalls alla leið í sjó fram. Þarna hefur það farið yfir gróið land og eyðilagt a. m. k. eitt býli eins og rústirnar sanna, en vel gætu þau hafa verið fleiri og raunar ekki ólíklegt að svo hafi verið (lón Jónsson 1981).

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun.

Hraunið hefur fallið í sjó fram á um 7,5 km strandlengju og hugsanlegt gæti verið að þar hafi sú vík verið, sem Krýsuvík er kennd við — sé það á annað borð nauðsynlegt að skýra nafnið svo – og hafi hraunið fyllt hana. Um þetta skal ekkert fullyrt.
Lengi hefur því verið haldið fram að þetta gos hafi orðið árið 1340. Þetta ártal er komið frá Jónasi Hallgrímssyni, en ekki getur hann heimilda fyrir því. Á öðrum stað hef ég rakið það, sem vitað er um aldur hraunsins og er ekki ástæða til að endurtaka það hér (Jón Jónsson 1981). Því má aðeins bæta við hér að engar mannvistarleifar er að finna í tveim smá óbrennishólmum ofar í hrauninu. Þess skal hér einnig getið að svo virðist sem Ögmundarhraun, Nýjahraun (Kapelluhraun) og Gvendarselshraun hafi öll orðið í einni goshrinu, sem þá hafi orðið á fyrri hluta 11. aldar. Því má svo bæta við, að vel gætu fleiri gos hafa orðið um svipað leyti eða samtímis víðar á Reykjanesskaga og skal nánar að því vikið síðar.

Afstapahraun

Víkingaskip

Víkingaskip í Afstapahrauni.

Áður hef ég leitt nokkur rök að því (Jón Jónsson 1978) að nafnið á þessu hrauni sé afbökun úr Arnstapa — enda er hitt nafnið lítt skiljanlegt. Ekkert hefur verið vitað með vissu um aldur þessa hrauns. Þorvaldur Thoroddsen (1925, bls. 187) segir raunar að það sé „In aller Wahrscheinlich nach bei Ausbrúcken in historischer Zeit hervorgebrochen”, en ekki fer hann í þessu eftir öðru en unglegu útliti hraunsins.
Í norðanverðu hrauninu eru nokkrir óbrennishólmar og eftir að athuganir meðfram vesturbrún hraunsins höfðu ekki borið árangur, leituðum við Sigmundur Einarsson jarðfræðingur fyrir okkur nyrst í einum þessara hólma. Eftir að hafa grafið á nokkrum stöðum við hraunröndina töldum við okkur hafa fundið landnámslagið, sem liggur inn undir hraunið. Þar eð ég var ekki fyllilega ánægður með sniðið fór ég aftur á staðinn og gróf lengra inn undir hraunið. Þar fann ég landnámslagið mjög greinilegt með þess einkennum, ljóst að neðan en dökkt að ofan. Þetta má vel greina á ljósmyndinni ef hún prentast sæmilega. Þar með er ljóst að Afstapahraun er runnið á sögulegum tíma. Ekki heppnaðist að finna gróðurleifar nothæfar til aldursákvörðunar.

Arnarseturshraun
Hraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem hæstur er nafnið Arnarsetur. Hraunið hefur ótvíræða dyngjulögun, einkum séð vestan frá, en bergfræðilega er það skyldara sprunguhraunum. Þetta hefur verið allmikið gos. Hraunið þekur sem næst 22 km2  og telst samkvæmt því 0,44 km\ en sennilega er sú tala talsvert of lág því hraunið er greinilega mjög þykkt á stóru svæði kringum eldvarpið. Eldra hraun, sem aðeins sést í smá óbrennishólma bendir til þess að áður hafi gosið á þessum sama stað. Í sambandi við jarðfræðikortlagningu kom í ljós að Arnarseturshraun hlaut að vera yngst allra hrauna á þessu svæði. Það vakti grun um að það gæti verið frá sögulegum tíma.
Út frá þeim skráðu heimildum, sem til eru, virtist liggja beinast fyrir að ætla að gos þetta hafi orðið 1660 og sé það, sem getið er um í annál Gunnlaugs Þorsteinssonar fyrir árið 1661, Vallholtsannál, (Annálar 1400-1800) sem getur um eldgos í Grindavíkurfjöllum þetta ár. Sú var og niðurstaða mín (Jón Jónsson 1978, bls. 258-9). Hins vegar hafa nú rannsóknir leitt í ljós að svo getur ekki verið, og er hraunið talsvert eldra, en eigi að síður frá sögulegum tíma.
Óbrennishólmi einn lítill er skammt fyrir neðan Litla-Skógfell og eftir árangurslausa leit á nokkrum stöðum fórum við Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og grófum þar við hraunröndina. Fundum við þar bæði landnámslagið og Kötlulagið, hið fyrra undir, hið síðara ofan á hrauninu. Af jarðvegssniðinu má ráða að talsvert lengri tími hafi liðið frá því að landnámslagið féll til þess að hraunið rann, en frá því til þess að Kötlulagið féll. Sýnist því að þetta gos gæti vel hafa orðið eitthvað nálægt 1300.

Eldborg við Trölladyngju

Eldborg

Eldborg norðan Trölladyngja.

Þess skal og getið að gos það er orðið hefur rétt norðan við Trölladyngju og myndað gíginn Eldborg sýnist hafa orðið um líkt leyti og Afstapahraun rann. Ég hef áður talið þetta hraun yngra en Afstapahraun (Jón Jónsson 1978) en ekki treysti ég mér til að telja þá niðurstöðu með öllu ótvíræða. Vel gætu þessi gos bæði hafa verið svo að segja samtímis og mætti þá raunar um það deila hvort um er að ræða eitt gos eða tvö. Einar Gunnlaugsson (1973) fann öskulag ofan við landnámslagið í Hörðuvallaklofa og er líklegt að það sé af þessum slóðum komið. Ekki verður hins vegar í það ráðið hvort það kann að vera úr Eldborg eða öðru eldvarpi í nágrenninu.

Traðarfjöll

Eftir að þessi grein var búin til prentunar, fannst enn ein eldstöð, sem telja verður óvéfengjanlegt að sé frá sögulegum tíma. Þessi eldstöð er sunnan í Traðarfjöllum, skammt sunnan við Djúpavatn. í riti mínu um jarðfræði Reykjanesskaga (Jón Jónsson 1978, bls. 165-166) er eldstöðvum á þessu svæði nokkuð lýst og hraunið nefnt Traðarhraun, en réttara væri e.t.v. að nefna það Traðarfjallahraun. Þegar vegur var lagður gegnum Reykjanesfólkvang var hann skorinn inn í gíg sunnan í Traðarfjöllum. Við það kom í ljós allþykkt moldarlag undir gjallinu og reyndist þar auðvelt að grafa fram jarðvegssnið, sem nær frá því og niður á fast berg, sem þarna er móberg. Undir gjallinu er fyrst 9 cm þykkt moldarlag en þá kemur ljósleitt (nánast gulleitt) öskulag, sem ekki getur annað verið en landnámslagið margumtalaða. Sýnir þetta að þarna hefur gosið, að líkindum þó nokkru eftir árið 900 þar eð um 9 cm jarðvegur hefur verið kominn ofan á öskulagið áður en gosið varð. Vel gæti þetta hafa verið um sama leyti og Ögmundarhraun rann, þótt ekkert sé um það hægt að fullyrða. Eins og teikningin sýnir er annað ljóst öskulag neðar í sniðinu og ætti það samkvæmt reynslu að vera H3. Ekki hefur enn gefist tími til að rekja útbreiðslu hraunsins frá þessu gosi, enda er það ekki auðvelt. Hitt er ljóst að með þessu bætist við enn eitt gos, sem örugglega hefur orðið á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Þykir þetta renna enn einni stoð undir það að meiriháttar goshrina hafi þar orðið snemma á landnámsöld. Ekki var mögulegt að greina neinar gróðurleifar undir gjallinu. Nægilega mikið loft hefur þarna komist að til þess að gras hefur brunnið til ösku en ekki kolast.

Því má bæta hér við að þar eð svona þykkt jarðvegslag er komið ofan á landnámslagið, gæti þetta verið það gos sem Jónas Hallgrímsson talar um og Þorvaldur Thoroddsen (1925) vitnar í. Gæti þetta verið skýringin á því að ártalið 1340 hefur verið tengt Ögmundarhrauni.

Umræða
Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að gos hafa orðið á Reykjanesskaga a.m.k. 12 sinnum eða 13 frá þeim tíma að norrænt landnám hófst. Mjög sennilegt virðist að Eldborg við Bláfjöll hafi gosið á sögulegum tíma þó ekki verði það fullsannað. Vel gætu gosin verið enn fleiri og ber því að líta á þessar tölur sem lágmark en ekki  endanlegar. Svo virðist sem eldvirkni hafi verið mikil á tímabilinu 1000-1400 og raunar eins skömmu fyrir landnám. Hraun frá sögulegum tíma þekja um 143 km2 og rúmtak þeirra ætti að vera um 2,3 km’. Einnig þetta eru lágmarkstölur. Það skal tekið fram að enda þótt hraunin 6, sem talin eru í efri hluta töflunnar, séu sett í ákveðna aldursröð er engan veginn víst að hún sé rétt.
Ljóst er að Kóngsfellshraun er yngra en Rjúpnadyngjur, en þær aftur yngri en Tvíbollahraun. Arnarseturshraun og Afstapahraun gætu vel verið frá sama tíma.

Spursmál sem þessi hljóta að bíða úrlausnar. Af sumum hraunanna eru til nokkrar aldursákvarðanir gerðar með nokkurra ára millibili, aðrar samtímis. Nokkrum sinnum hafa verið gerðar tvær ákvarðanir á efni frá sama stað. Er þá annað sýnið að jafnaði leifar kolaðs kvistgróðurs, stöku sinnum örugglega leifar birkikjarrs, en hins vegar kolaðar leifar gróðurs, sem ekki verður nánar ákvarðaður, væntanlega einkum leifar mosa og grasa.
Ófrávíkjanlega hefur slíkt efni sýnt hærri – stundum verulega hærri aldur. Hefur það því ekki verið notað við gerð töflunnar, enda oft í ósamræmi við staðreyndir fengnar frá öskulögunum eða hreint jarðfræðilegum staðreyndum (t. d. jarðlagafræðilegum „stratigrafiskum”). Þessi mismunur er ofur eðlilegur þar eð lífrænar leifar efst í jarðveginum hafa líka náð að kolast, þegar hraunið rann yfir gróið land. Slíkt lag er 3- 4 cm þykkt eða meir.
Þess má geta að hraunið úr Eldborgum undir Meitlum, það er runnið hefur niður í Ölfus og bæði ég (Jón Jónsson 1977) og Þorleifur Einarsson (1960) höfum talið vera nær samtíma gosinu í Reykjafellsgígum (Hellisheiðarhraun IV hjá Þorleifi), er samkvæmt C14  ákvörðuninni verulega eldra. Af innbyrðis afstöðu hraunanna er ljóst að hraunið úr Eldborgum er eldra.

Af innbyrðis afstöðu annarra hrauna til þeirra, sem aldursákvörðuð hafa verið, má nokkuð ráða um lágmarksaldur þeirra. Sem dæmi má nefna að hraunin frá Hrútagjárdyngjunni, en þau þekja svæðið frá Hvaleyrarholti vestur að Vatnsleysuvík, eru yngri en Búrfellshraun, þ. e. minna en ca. 7000 ára. Sama gildir um hraun það er ég hef kennt við Helgadal, en það hefur runnið út á Búrfellshraun, er brotið af misgengi eins og það og því sennilega óverulega yngra.
Margt fleira mætti telja, en hér skal nú staðar numið.!”

Sjá Jarðfræðikort ÍSOR HÉR.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 1983 – 52. árgangur 1983, 1.-4. tölublað, “Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga” – Jón Jónsson, blaðsíða 127-138.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR.

Kålund

Kristian Kaalund eða Kristian Kålund, fullu nafni Peter Erasmus Kristian Kaalund (19. ágúst 1844 – 4. júlí 1919) var danskur textafræðingur, lengst af bókavörður við Árnasafn (Den Arnamagnæanske Samling) í Kaupmannahöfn.

Kristian kålund

P.E. Kristian Kålund.

Kristian Kaalund fæddist í Søllested á Lálandi. Foreldrar hans voru Caspar Ernst Kaalund (1806–1853), sóknarprestur í Søllested, og kona hans Anna Helene Riedewaldt (1817–1888).
Kaalund var 9 ára þegar hann missti föður sinn. Hann varð stúdent frá Herlúfshólmsskólanum 1863, fór svo í Háskólann í Kaupmannahöfn og tók meistarapróf í norrænni textafræði 1869, með ritgerðinni: „Familielivet paa Island i den første sagaperiode (indtil 1030)“, sem birtist í Árbókum Fornfræðafélagsins 1870. Haustið 1872 fór Kaalund til Íslands og dvaldist þar í tvö ár. Hann ferðaðist um mestan hluta landsins sumrin 1873 og 1874 til þess að kynna sér sögustaði fornritanna. Þessar rannsóknir, sem hann jók síðar með viðbótarefni úr prentuðum og óprentuðum ritum, birtust síðar í tveggja binda riti: Bidrag til en historisk-topografisk beskrivelse af Island, 1877–1882. Það er enn talið undirstöðurit um íslenskar fornleifar og ómissandi handbók fyrir þá sem lesa Íslendingasögurnar, vegna ítarlegra upplýsinga, sem hann fékk m.a. hjá staðkunnugu fólki. Ritið kom út í íslenskri þýðingu 1984–1986, undir heitinu Íslenskir sögustaðir 1–4.

“Reykjanesskaginn hefur í raun og sannleika verið sem miðstöð hvers konar eldsumbrota, og þó að skaginn hafi þegar fyrir Íslands byggð verið sama útlits og eðlis sem nú, hafa þó jarðskjálfatr þráfaldlega skekið hann á sögulegum tíma, og hraunstraumar hafa runnið ofan á hina eldri frá næstum óteljandi gígum, sem opnast í fjallgörðum skagans, en þeir eru aðeins framhald af miklu meiri og víðlendari eldfjallabjálki sem liggur til landnorðurs inn í óbyggðir landsins. Slíkt hérað gat ekki verið mjög aðlaðandi fyrir fyrstu íbúana; “til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta”, segir Karli þræll Ingólfs, þegar húsbóndi hans að tilvísun öndvegissúlna nam alla Gullbringu – og Kjósarsýslu og nærliggjandi sveitir og settist að í Reykjavík, – og hvarf síðan á brott og ambátt með honum. –

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Í fornöld var landbúskapur eðlilegastur og hæfilegastur fyrir bónda, fiskveiði aftur móti í minna áliti, arðminni og einnig óvissari atvinnugrein. Fyrst eftir að ísland var komið undir yfirráð noskra konunga, hófst fiskverslun við útlönd, sem síðar varð svo mikilvæg (Maurer: Island 420-22, sbr. 412-14). Á fyrsta tímabili Íslandssögunnar var enn óþekkt þessi undirstaða framfærslu í fiskihéruðunum, sem gat í góðæri orðið til mikils framgangs efnuðum útgerðarbændum. Salan miðaðist þá við það sem landbændur keyptu; annars fiskuðu menn aðeins til eigin afnota, en hafa sennilega næstum alltaf stuðst svo og svo mikið við landbúnað. Einnig hefur það verið sjaldgæft að bændur færu sjálfir í verið niður við ströndina og tækju þar þátt í fiskveiðinni.

Selatangar

Selatangar – gömul verstöð á Reykjanesskaga.

Í þjóðveldislögunum, Grágás, er að vísu talað um “fiskiskála” á nokkrum stöðum og að fólk dvelst þar um veturinn til fiskveiða, og einnig nefna nokkra af sögunum “vermenn” (fólk sem dvelst um tíma í verstöðvum) og verstöðvar, þar sem margir komu saman, en ætla má að það hafi einkum verið lausamenn eða fólk frá fiskihéruðunum sjálfum, sem var að þessum störfum; má helst ætla það af athugunum á þessum málefnum eða þögn sagnanna um þau, en aftur á móti oftsinnis minnst á skreiðarkaup af útvegsbændum. Af þessu leiðir, að líklegt er, að ástand í Gullbringusýslu hafi í fornöld verið með allt öðrum hætti en nú. Nú er sýsla þessi ein hin mannflesta í landinu; er þar að vísu mikil fátækt, en einnig allmargir efnamenn á íslenska vísu. Á hverjum vetri eða raunar allt árið að undateknum sumarmánuðunum þremur sækir þangað fjöldi fólks, því að næstum hver bóndi frá Skafafellssýslu til Skagafjarðar kemur annaðhvort sjálfur eða sendir vinnumann til fiskveiða eina eða fleiri “vertíðir”. Þangað koma menn þúsundum saman, og búa þeir í bæjunum í hinum mestu þrengslum eða í verbúðum sem til þess eru útbúnar, og við illar aðstæður menningar gæti þetta orðið tilefni hinna margvíslegustu atburða. Þetta hefði tæplega þekkst í fornöld, án þess að um það hefði verið talað í sögunum.

Selsvellir

Selstóftir á Selsvöllum, fyrrum selstöð Grindvíkinga.

Fyrir austan Reykjanes er byggðarlagið Grindavík á suðurströnd skagans (Harðar s. 15, Gunnl. s.61). Byggðin liggur einnig hér meðfram sjónum, og er landsvipur hinn sami og fyrr hefur verið lýst. Uppi í landinu er hrjóstugt hraun, en ofar eru ýmsar hæðir og smáfjöll, sum nokkuð grasi gróin, en flest aðeins mosavaxin, jafnvel ekki einu sinni það, svört og nakin. Hraunið getur með nokkrum hætti kallast framhald af Almenningum, en gróðurminna og yngra. Þessi eru einkenni landsins, allt út til strandar, allt heim að túnum bæjanna er ekki annað að sjá en sand, blásnar heiðar og svart brunnið hraun. Byggðarlagið skortir mjög beitiland, bæði kýr og sauðfé, bæði málnytu- og geldpening verður að reka þegar á vorin frá bæjunum og til sameiginlegra selja upp undir fjöllunum; vegna þess að þarna er ekki sameiginlegt beitarland (afréttur) verða menn þar enn – eins og nokkrum öðrum svipuðum stöðum á Íslandi – að láta lömbin ganga undir ánum kefld, þ.e. með tréprjón, bundinn með bandi sem er krosslagt yfir höfuðið, liggur sem kjaftamél í munninum, svo þau geti ekki sogið. Einnig verður að reka hestana langt burtu frá bænum í hvert skipti sem þeir hafa verið notaðir. Þar er og mikil vatnsskortur. Víðast verður að notast við hálfsalt vatn úr pollum nálægt ströndinni eða úr sprungum í hrauninu, þar sem sjór fellur út og inn við hvert flóð og fjöru.”

Heimild:
-Íslenskir Sögustaðir Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island – 1877), P.E. Kristian Kålund, Sunnlendingafjórðungur I, Bókaútgáfan Örn og Örlygur Hf, 1984, bls. 17-28.

Kålund

Íslandskort Kålunds.

Keilir

Það hefur varla farið framhjá nokkrum að öflug og stöðug jarðskjálftarhrina hefur gengið yfir sunnanverðan Reykjanesskagann að undanförnu (skrifað 5. mars 2021).

Í Fréttablaðinu 04.03.2021 (í gær) mátti lesa eftirfarandi:
Gosspenna á Reykjanesskaga
Óróapúls og kvikuhlaup á Reykjanesskaganum í gær bentu til að von væri á eldgosi á svæðinu á næstu dögum. Jarðeðlisfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við átti ekki von á því að næstu byggðir væru í hættu.
Kaflaskil urðu í jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga í gær þegar svo virtist sem von væri á eldgosi.
ReykjanesskagiÓróapúls greindist á mælum um miðjan dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað til að kanna hvort gos væri að hefjast.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun var gos ekki hafið.
„Þetta sem við sáum í dag var greinilega kvikuhlaup, kvikan hljóp þarna upp eða til hliðar en virðist ekki hafa farið nálægt yfirborði og þá hafi hlutirnir róast aftur,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, um stöðu mála í gærkvöld.

Reykjanesskagi

„Svo er bara spurningin hvert framhaldið verður, eftir því sem svona atburðarás dregst á langinn aukast líkurnar á að þetta endi á gosi. Það verður að koma í ljós,“ heldur Magnús Tumi áfram.
„Ef það kemur eldgos á Reykjanesskaga yrði það sögulegur atburður. Það hefur ekki komið gos á þessu svæði í 800 ár og það gæti komið hrinu af stað. Það skal samt ekki gleymast að hrinur geta staðið yfir í aldir og það voru áratugir milli gosa síðast.“
Fram kom á blaðamannafundi almannavarna að jarðskjálftavirknin væri milli Litla-Hrúts og Keilis. Þar gæti kvika verið að brjóta sér leið og færast nær yfirborðinu. Freysteinn Sigmundsson hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sagði erfitt að spá fyrir um nákvæma tímasetningu eldgossins.
Um leið tilkynnti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að fyrstu tákn væru um að gosið yrði eftir þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan var búin að teikna upp og að hraunstraumar ættu ekki eftir að ógna mannfólki.
„Ef þetta endar með eldgosi þá ætti þetta ekki að vera sprengigos heldur flæðigos með lítilli sprengivirkni. Þetta ætti fyrir vikið ekki að koma til með að ógna næstu byggðum þótt það sé skiljanlegt að fólk í næstu byggðum hafi áhyggjur. Það snertir marga að það sé eldgos á þessu svæði en miðað við fyrri gos á þessu svæði ættu byggðir ekki að vera í hættu þótt það sé aldrei fullvíst,“ sagði Magnús Tumi, aðspurður út í hættuna fyrir næstu byggðir.
„Það getur alveg gerst að það verði ekkert gos á næstunni. Í Kröflueldum voru sífellt blikur á lofti um að það færi að gjósa en það var ekki fyrr en eftir árabil sem fyrsta gosið var. Það er ekki hægt að færa það yfir á þetta en það sýnir að það getur heilmikið kvikuhlaup átt sér stað án þess að það gjósi upp,“ sagði Magnús Tumi.

Í mbl.is þann daginn sagði: “Stærsti skjálftinn í rúma tvo sólarhringa“.
ReykjanesskagiJarðskjálfti sem reið yfir klukkan 8.54 var 4,5 að stærð samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftinn er á svipuðum slóðum og fyrri skjálftar, við Fagradalsfjall.
Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorni landsins líkt og aðrir skjálftar af þessari stærð á Reykjanesi. Órói hefur ekki byrjað aftur samhliða skjálftanum.
Þetta er stærsti skjálfti síðan 2. mars kl. 03.05 en sá var 4,6 að stærð.

Í mbls.is sama dag segir: “Nýlegar sprungur eru á svæðinu“.

Reykjanesskaginn

Vitleysan öll…

Nýlegar sprungur eru á svæðinu við Litla Hrút, Fagradalsfjall og Sandfell, aðallega suðvestan við Keili. Ekki er hægt að segja til um hvort þær mynduðust í gær eða eftir stóra jarðskjálftann sem varð í síðustu viku.
Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki vita hversu stórar sprungurnar eru.

Í DV mátti einnig lesa eftirfarandi:
Reykjanesskagi

Grannt er fylgst með jarðhræringum á Reykjanesi á næturvakt Veðurstofunnar. Auk eins veðurfræðings eru tveir á skjálftavakt. Sólarhringsmönnun hefur verið á skjálftavaktinni frá því skjálftahrina hófst á Reykjanesi fyrir viku síðan.
Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hefur staðan á Reykjanesi lítið breyst síðustu klukkustundir. „Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni á svæðinu suðvestur af Keili. Óróinn er enn til staðar og hefur ekki breyst mikið frá því í kvöld.“
Skjálfti 4,1 að stærð reið yfir um klukka 00:59 í nótt, sá stærsti síðastliðinn sólarhring en þó litlu stærri en annar sem var á fjórða tímanum í dag.
Nýjar gervihnattamyndir af skjálftasvæðinu bárust í nótt, en eftir á að vinna úr þeim. Þá eru myndirnar bornar saman við fyrri myndir til að sjá þenslu jarðskorpunnar og fá vísbendingar um kvikumagn auk þess sem landris sést á myndunum. Í fyrramálið ætti yfir­ferðinni að ljúka.

Hafa ekki undan að yfirfara skjálfta
ReykjanesskagiMeðal helstu verkefna næturvaktarinnar hjá Veðurstofunni er að yfirfara handvirkt þá skjálfta sem ríða yfir, greina stærð og staðsetningu. Óvinnandi vegur er þó að fara yfir þá alla enda skipta skjálftarnir þúsundum á hverjum sólarhring um þessar mundir. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarka skömmu fyrir klukkan tvö í nótt voru skjálftarnir orðnir 215 frá miðnætti.

„Við náum auðvitað ekki yfir þetta allt saman. En ef maður er mjög duglegur getur maður náð 100-200 skjálftum á dag,“ segir hann. Því til viðbótar þarf að senda út tilkynningar, taka við símtölum frá almenningi og auðvitað svara fjölmiðlamönnum. „Þegar það er eitthvað mikið að gerast þá hringir almenningur mikið og sendir inn fyrirspurnir, en núna þegar þessi atburður er búinn að vera í gangi í yfir viku þá eru þau ekki mikið að senda tilkynningar eða hringja inn lengur,“ segir Bjarki.

Fagradalsfjall

Í Fagradalsfjalli. Fjallið er fjölbreytt, bæði að gerð og lögun.

Ef gos hefst er aðeins einn á formlegri bakvakt, en Bjarki segist þó viss um að starfsfólk muni hrúgast inn ef til þess kemur. Því mætti segja að allir væru á óformlegri bakvakt.

Þá fer enda mikið ferli af stað. Breyta þarf litakóða fyrir flug yfir á rautt, senda út fréttatilkynningar og skrifa á vefinn. „Þess vegna eru þau sem eru ekki á vakt löngu farin heim að hvíla sig þannig að þau verði tilbúin ef eitthvað gerist. Það verða vonandi einhverjir sem eru úthvíldir,“ segir Bjarki.

Í DV samdægurs segir; “Hvað er óróapúls?

Fagradalsfjall

Stóri-Hrútur í Fagradalsfjalli.

Flestir landsmenn heyrðu í fyrsta skipti í gær orðið „óróapúls“. Það koma víða fyrir í fréttum í eftirmiðdaginn og um kvöldið en flestir hafa líklega í besta falli óljósa hugmynd um hvað það þýðir. „Óróapúls mældist í gær kl. 14:20 og sást á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili, við Litla Hrút,“ segir í samantekt Veðurstofunnar um atburði gærdagsins.

Óróapúls er mikill fjöldi lítilla jarðskjálfta sem verða með örstuttu millibili. „Það sem við teljum að gerst hafi í gær var að kvika var að þrengja sér leið í gegnum jarðskorpuna. Virknin sýnir þá hvar spenna er í jarðskorpunni. Þegar hún rýkur upp köllum við það púls. Þá verður fjöldi lítilla jarðskjálfta, jafnvel með fárra sekúndna millibili,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við DV.

Eins og Sigurlaug segir er líkleg skýring á óróanum í gær sú að kvika hafi verið að þrengja sér leið inn í jarðskorpuna. En óróapúls getur átt sér aðrar skýringar: „Í öðrum kringumstæðum geta verið aðrar skýringar, til dæmis suða á jarðhitakerfi,“ segir Sigurlaug en tekur fram að það eigi alls ekki við um atburði gærdagsins. Þar er líklegasta skýringin sú að kvika hafi verið að þrengja sér leið í gegnum jarðskorpu og valdið fjölda lítilla skjálfta með örstuttu millibili.

Sem sagt, stutta skýringin á orðinu „óróapúls“ er: Fjöldi lítilla jarðskjálfta með örstuttu millibili.

Í RÚV er sagt að “Eldgos við Keili gæti komið af stað keðjuverkun
ReykjanesskagiEldgos við Keili gæti komið af stað kvikuinnskotum á öðrum sprungusveimum á Reykjanesskaganum að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Reykjanesskaginn sé allur virkt svæði og eldvirkni á svæðinu tengist milli kerfa. Páll telur mögulegt að kvikuinnskot geti orðið í Reykjaneskerfinu, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og Henglinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Gígaröð

Sundhnúkagígaröðin.

Páll sagði að undanfarið ár hafi orðið ítrekuð kvikuinnskot í þessum kerfum en þau hafi ekki valdið tjóni. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að ef kæmi til eldgoss myndi það hafa í för með sér kvikuinnskot á öðrum stöðum á Reykjanesskaganum sem gæti opnað sprungur ofanjarðar án þess að eldgos yrði á þeim stað.
Slíkar sprungur gætu haft í för með sér tjón á ýmsum innviðum eins og vegum, rafmagnslínum, vatnsæðum og fjarskiptum.

„Þegar svona virkni tekur sig upp þá virðist vera að öll svæðin taki undir“ segir Páll og bætir við að eina svæðið sem ekki hafi tekið undir ennþá séu Brennisteinsfjöll en að það sé bara tímaspursmál hvenær virkni hefjst þar líka.
“Eitt af því sem getur valdið tjóni eru sprunguhreyfingar og það er nokkuð sem við getum ekki horft framhjá. Kannski er það það alvarlegasta sem getur gerst þarna“ segir Páll og bendir á að Krísuvíkurkerfið teygi anga sína alveg inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins og sprungur samhliða kvikuinnskotum geti farið í sér tjón á innviðum. Því sé Krísuvíkurkerfið undir alveg sérstöku eftirliti vísindamanna.
Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að þetta gerist segir Páll að litlir skjálftar síðdegis í gær hafi verið óþægilega nálægt Krísuvíkursvæðinu.

Í Vísi segir: “Áfram gert ráð fyrir að gos muni hefjast
Reykjanesskagi
Áfram er mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaganum þó eitthvað hafi dregið úr óróapúlsi í nótt. Þó er enn gert ráð fyrir að eldgos muni hefjast, að sögn Kristínar Jónsdóttur náttúruvársérfræðings. Stór skjálfti reið yfir í morgun en hann er sá stærsti í rúma tvo sólarhringa.
Um 2500 jarðskjálftar mældust í gær, og frá miðnætti eru þeir um 800 talsins. Í heildina hafa ríflega átján þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur um fimm leytið. Þá mældist skjálfti af stærðinni 4,5 um klukkan 8.54 í morgun við Fagradalsfjall en hann fannst vel á suðvesturhorni landsins.
„Staðan núna er sú að það hefur kannski aðeins dregið úr ákafanum í þessari skjálftahrinu en hún er samt enn þá í gangi. Og hún er dálítið hviðótt þannig að það koma svona mjög öflugar hviður, stundum með stærri skjálftum og svo koma svona smá hlé inn á milli,“ segir Kristín.

Í miðjum atburði akkúrat núna

Keilir t.h. og Fagradalsfjalll t.v.

„Núna er búið að vera frekar rólegt síðustu tvo klukkutímana en þegar við horfum aftur í tímann þá sjáum við að það eru klukkutímar, jafnvel tveir til þrír klukkutímar, á milli sem eru frekar rólegir en svo tekur þetta sig alltaf upp aftur. Þannig að við erum bara inni í miðjum atburði akkúrat núna,“ bætir hún við.
Kristín segir að viðbúið sé að fleiri öflugir skjálftar verði. „Þessum umbrotum fylgja greinilega sterkir skjálftar eða sæmilega sterkir skjálftar og við verðum bara að vera í þeim gírnum að þetta geti haldið eitthvað áfram,“ segir Kristín og bætir við að helstu breytingarnar í nótt hafi verið að virknin hafi fært sig til suðvesturs en sé áfram bundin við Fagradalsfjall.
Þá sé enn búist við að eldgos muni hefjast. „Á meðan hrinan stendur enn yfir að þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika. Ég held að flestir jarðvísindamenn séu sammála þeirri túlkun að þessi jarðskjálftavirkni og óróahviða sem kemur í gær að hún sé líklega til marks um kvikuhreyfingar. Og kvikan er á ferð þarna á þessu svæði. Á meðan kvikan er á ferð þá er auðvitað hætt við því að hún komi ofar í jarðskorpuna og komi upp. Þannig að við erum með þá sviðsmynd enn þá á borðinu, já.“
Vonir stóðu til að niðurstöður úr gervihnattamyndatöku lægju fyrir um hádegisbil í dag. Það hefur hins vegar frestast og að sögn Kristínar verða niðurstöðurnar að líkindum klárar seint í kvöld eða á morgun.

Í mbl.is segir: “Líklega byrjun á gosskeiði fari að gjósa
Reykjanesskagi
„Ef byrjar að gjósa væri það líklega byrjun á svona skeiði, í nokkrar aldir myndi ég halda. Það hefur allavega verið þannig í síðustu þrjú skipti, og lengra aftur reyndar, en það eru ekki til jafn nákvæm gögn um það,“ segir Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur hjá ÍSOR, í samtali við mbl.is í dag. Hann tók saman upplýsingar um síðustu gosskeið á Reykjanesskaganum og þau hraun sem runnu í hvert skipti. Aðalatriði samantektarinnar má lesa hér:

Eldgos

Allgóð þekking er til staðar um síðustu þrjú gosskeiðin á Reykjanesskaga sem stóðu yfir fyrir 3000-3500 árum, 1900-2400 árum og svo 800-1240 e.Kr. er kemur fram í samantektinni. Hana byggir hana á jarðfræðikortum af Reykjanesskaga og bókinni Náttúruvá á Íslandi, eldgos og jarðskjálftar.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að á seinni hluta Hólósen ([nútíminn í jarðfræðilegu samhengi] sem nær yfir síðustu 11.700 árin) hefur gosið í kerfunum á 900-1100 ára fresti. Um fyrri hluta Hólósen er meiri óvissa sem orsakast af færri og ónákvæmari aldursgreiningum.
Hvert gosskeið virðist standa yfir í um 500 ár en á þeim þeim tíma verða flest eldstöðvakerfin virk en þó yfirleitt ekki á sama tíma. Einkennist gosvirknin af eldum sem standa í nokkra áratugi hver. Hraunin renna frá gossprung­um sem geta orðið allt að 12 km langar.
Á Reykjanesskaga eru sex eldstöðvakerfi sem raða sér skáhallt eftir honum í NA-SV stefnu. Vestast er Reykjaneskerfið og austar koma kerfi kennd við Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og að síðustu Hengil.

Síðasta eldsumbrotaskeið stóð í um 450 ár
Reykjanesskagi
Á síðasta gosskeiði hófst gosvirknin um 800 e.Kr. í Brennisteinsfjöllum og í Krýsuvíkurkerfinu. Í Brennisteinsfjöllum rann Hvammahraun og í Móhálsadal rann Hrútafellshraun.
Á 10. öld gaus síðan aftur í Brennisteinsfjallakerfinu og runnu þá m.a. Svínahraunsbruni (Kristnitökuhraun) í Þrengslum, Húsafellsbruni í Heiðmörk, Breiðdalshraun, Selvogshraun og Tvíbollahraun/​Hellnahraun.
Um hálfri annarri öld eftir að þessum eldum lauk hófst gos í Krýsuvíkurkerfinu um miðja 12. öld, líklega árið 1151. Nefnast þessir eldar Krýsuvíkureldar. Ritaðar heimildir benda til að þeim hafi lokið árið 1188. Hraun sem runnu í Krýsuvíkureldum eru Ögmundarhraun, sem er þeirra syðst, Mávahlíðahraun og Kapelluhraun. Ögmundarhraun eyddi a.m.k. einu býli sem sjá má merki um í Óbrennishólmum.
Eftir um 20 ára hlé hefjast síðan Reykjaneseldar sem stóðu yfir á tímabilinu 1210-1240 og marka lok um 450 ára langs eldsumbrotaskeiðs. Allgóð vitneskja er fyrir hendi um framgang Reykjaneselda 1210-1240. Eldarnir hófust með gosi í sjó við Kerlingarbás á Reykjanesi (skammt norður af Valahnúk). Eftir þetta færist gosvirknin á land og rann þá Yngra-Stampahraun frá 4 km langri gígaröð, líklega árið 1211. Samkvæmt rituðum heimildum gaus að minnsta kosti sex sinnum í sjó í Reykjaneseldum. Gjóskulög má merkja frá Reykjaneseldum í Þingvallasveit og í Borgarfirði frá um 1226 og á Álftanesi frá um 1231. Um tuttugu árum eftir Yngra-Stampagosið hófst sprungugos í Svartsengiskerfinu og á tímabilinu 1230-1240 runnu Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Eftir það lýkur eldunum og hefur ekki orðið hraungos á Reykjanesskaga síðan.

Reykjanesskagi„Ef byrjar að gjósa væri það líklega byrjun á svona skeiði, í nokkrar aldir myndi ég halda. Það hefur allavega verið þannig í síðustu þrjú skipti, og lengra aftur reyndar, en það eru ekki til jafn nákvæm gögn um það,“ segir Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur hjá ÍSOR, í samtali við mbl.is í dag. Hann tók saman upplýsingar um síðustu gosskeið á Reykjanesskaganum og þau hraun sem runnu í hvert skipti. Aðalatriði samantektarinnar má lesa hér:
Allgóð þekking er til staðar um síðustu þrjú gosskeiðin á Reykjanesskaga sem stóðu yfir fyrir 3.000-3.500 árum, 1.900-2.400 árum og svo 800-1240 e.Kr. er kemur fram í samantektinni. Hana byggir Magnús á jarðfræðikortum af Reykjanesskaga og bókinni Náttúruvá á Íslandi, eldgos og jarðskjálftar.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að á seinni hluta Hóló­sen ([nútíminn í jarðfræðilegu samhengi] sem nær yfir síðustu 11.700 árin) hefur gosið í kerfun­um á 900-1.100 ára fresti. Um fyrri hluta Hólósen er meiri óvissa sem orsakast af færri og ónákvæmari aldursgreiningum.

Hvert gosskeið virðist standa yfir í um 500 ár en á þeim þeim tíma verða flest eldstöðvakerfin virk en þó yfirleitt ekki á sama tíma. Einkennist gosvirknin af eldum sem standa í nokkra áratugi hver. Hraunin renna frá gossprungum sem geta orðið allt að 12 kílómetra langar.
Á Reykjanesskaga eru sex eldstöðvakerfi sem raða sér skáhallt eftir honum í NA-SV stefnu. Vestast er Reykjaneskerfið og austar koma kerfi kennd við Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og að síðustu Hengil.

Í DV segir jarðfræðingur “atburðarásina á Reykjanesskaga koma stöðugt á óvart

Reykjanesskagi
Eins og kunnugt er mældist óróapúls sunnan við Keili á miðvikudaginn en slíkt er fyrirboði eldgoss en enn er ekki byrjað að gjósa á svæðinu. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að vísindamenn séu að reyna að átta sig á hvaða möguleikar eru í stöðunni og að þeir séu mjög margir.

Gígaröð

Gígaröð í Eldvörpum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Páli að atburðarásin komi vísindamönnum á óvart daglega.

Enn er mikil virkni á svæðinu en hún hefur færst í suðvestur frá Keili. Hefur Morgunblaðið eftir Páli að ekki sé nein leið að spá um hvert framhaldið verður því sérfræðingar eigi fullt í fangi með að reyna að skilja hvað gerðist eftir að óróapúlsinn mældist á miðvikudaginn.

Á gervihnattarmyndum sem ná frá 25. febrúar til 3. mars sést kvikugangur á milli Fagradalsfjalls og Keilis en þær sýna ekki verulega aukningu í kvikuhreyfingum í óróanum á miðvikudaginn. „Það hefði enginn orðið hissa þótt breytingarnar hefðu verið talsverðar og eitthvað hægt að ráða í þær. Það hefur verið kvikuhlaup en mjög lítið,“ er haft eftir Páli.

Samkvæmt nýrri hraunflæðispá vísindamanna við Háskóla Íslands er gert ráð fyrir fjórum svæðum þar sem gæti gosið. Þetta eru Fagradalssvæðið, Hauksvörðugjá, Móhálsadalur og Sýlingarfell sem er rétt norðan við Grindavík. Breytingin frá fyrri spám eru að skjálftavirknin hefur dreift úr sér og því eru fleiri svæði talin líkleg en áður.

Á mbl.is má lesa eftirfarandi: “Dvínandi jarðskjálftavirkni

Eldgos

Gígaröð við Trölladyngju.

Óróinn og virknin á skjálftasvæðinu á Reykjanesskaga hefur dvínað aðeins eftir að hafa færst í aukana á sjötta tímanum í morgun. Enn er talsverð skjálftavirkni á svæðinu en ekki eins mikil og um hálfþrjúleytið í gær.
Að sögn náttúruvársérfræðingsins kemur þetta í bylgjum. Þegar átt er við að óróinn og virknin hafi dvínað er átt við þéttleika skjálftanna. Þar af leiðandi er óróapúlsinn ekki eins áberandi og í gær.
Spurður hvaða þýðingu þetta hefur segir sérfræðingurinn ekkert hægt að lesa úr stöðunni eins og hún er núna. Hlutirnir verði að koma betur í ljós.

Ekki séð gervihnattarmyndir
Flogið var yfir svæðið í þyrlu í gær og teknar myndir, auk þess sem starfsfólk var á staðnum áður en óróapúlsinn myndaðist. Fara þarf betur yfir þær upplýsingar sem fengust.
Spurður hvort starfsfólk Veðurstofunnar muni fara á svæðið í dag segir hann það fara eftir því hvernig hlutirnir þróast.
Gervihnattamyndir áttu einnig að berast núna í morgun sem eiga að hjálpa til við að meta stöðuna en náttúruvársérfræðingurinn hefur ekki séð þær enn þá.

Funda með Veðurstofunni
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að næstu skref verði að fá upplýsingar um hvernig nóttin var og funda svo með Veðurstofunni. Hann segir stöðuna óbreytta frá því sem var í gærkvöldi.

HÉR má sjá myndskeið gossögunnar í Geldingadölum fyrstu tíu dagana á fimm mínútum….

Reykjanesskagi

Jarðfræðikort.

Ergo
Þegar þetta er skrifað 4. mars 2021 skelfur jörðin enn á Reykjanesskaganum.
Málið er að allt framangreint virðist fljótt á litið vera hjóm eitt, þ.e.a. ályktanir svonefndra “sérfræðinga” er hvorki byggja gögn sín á sögulegum staðreyndum né víðtækri þekkingu á landssvæði Reykjanesskagans.
Í fyrsta lagi ganga skil Evrasíu- og Ameríkufleka jarðskorpunnar upp í gegnum Reykjanesið er liggja síðan austan með sunnanverðu landinu að miðsvæði þess þá er þau skera það í tvennt til norðausturs uns hlaup verða á skilununum til vesturs á leið þeirra áfram til norðurs.
Engin ummerki eru enn um að gosið hafi orðið á flekaskilunum sjálfum, a.m.k. ekki á landi. Stóru dyngjugosin fyrir meira en 5000 árum voru á kvikuþróm út frá flekaskilunum, flest til norðurs, s.s. Þráinsskjöldur, Hrútargjárdyngja, Stóra-Lambafell, Kistufell og Ölkelduháls. Möttulstrókurinn, sem nú er undir Vatnajökli, var í þá daga mun vestar og hefur eflaust ýtt undir kvikumyndun á þessum svæðum.
Í öðru lagi hafa langflest gos á Reykjanesskaganum síðustu 5000 árin verið svonefnd sprungureinagos, þ.e. gosið hafa orðið á sprungum, mislöngum eftir aðstæðum. Sprungureinar þessar liggja langflestar til norðnorðausturs út frá flekaskilunum. Lengsta sprungureinagosið varð 1151 er Ögmundarhraun rann, en þá náði sprungan frá sunnanverðum Núpshlíðarhálsi að Helgafelli ofan Hafnarfjarðar. Af þessum gosum hafa jarðfræðingar dregið ályktanir að svonefndar kvikuþrær lægju þvert á flekaskilin í tilgreindum sveimum inn til landsins. Það segir hins vegar lítið um það hvort og hve mikla kviku er þar að finna í dag.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort. Hér má sjá flekaskilin (svart) og fyrrum kvikuhólfin (hvít).

Í þriðja lagi sýna jarðskjálftamælingar nánast einungis hreyfingar á flekaskilunum, sem verður að teljast eðlilegar þótt það kunni að þykja óþægilegt. Ef um aukna kvikumyndun væri að ræða undir niðri myndu skjálftamælar og gps-mælingar bæði sýna auka hreyfingu á jarðskorpunni út frá flekaskilunum sem og landris. Því hefur ekki verið til að heilsa. a.m.k. ekki hingað til.

Sundhnúkagígaröðin

Sundhnúkagígaröðin.

Í fjórða lagi má líta á landfræðilegar aðstæður á svæðinu í kringum Keili, Fagradalsfjall og nágrenni. Þegar Þráinsskjöldur gaus fyrir u.þ.b. 9000 árum rann hraun bæði til austurs og norðvesturs, myndaði t.d. Vatnsleysuströndina og heiðina upp af henni. Þá má ætla að frá dyngjunni hafi legið jafnlæg hraunbreiða niður að ströndinni. Nú má hins vegar sjá á landssvæðinu miklar gjár og misgengi upp á tugi metra. Slík landmótun hefur ekki gengið þegjandi og hljóðlaust fyrir sig í gegnum árþúsundin, en þó án nýrrar uppstreymiskvikumyndunar, að einum stað undanskildum, þ.e. í smáum “Eldvörpum” ofan Knarrarnessels. Hraungosin í Kálffelli, í Rauðhólsröðinni ofan Skógfella og Sundhnúkagígaröðin eru seinna til kominn, líkt og Eldvörp og Stamparnir.
Í fimmta lagi virðast jarðfræðingar fyrrum, sem unnu frábært skráningarstarf á hraunaupptökum og -rennsi, hafa dregið þá ályktun að gígaraðirnar séu enn tákn um virkar kvikuþrær undir niðri. Reyndar er fátt, sem bendir til þess, umfram það sem jarðarþróin stóra getur annars eðlilega boðið upp á. Hún er og verður reyndar óútreiknanleg svo lengi sem Jörðin mun verða til.
Í sjötta lagi hafa Grindvíkingar löngum þurft að upplifa skjálftahrinur líkar þessum. Á tólftu öld var nánast ólíft á svæðinu. Á þrettándu öld flúðu íbúarnir og byggðin lagðist í eyði um langt skeið. Í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. hrundu bæir í jarðskjálftum, s.s. á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík. Núlifandi Grindvíkingar munu að vísu ekki þau tímabil, en óþægindatímabil voru þau samt, þeim er þá lifðu.
Í sjöunda lagi mættu fjölmiðlar vera meira vakandi; ekki bara endurtaka og mata almenning á upplýsingum frá “sérfæðingunum”, heldur gera sínar eigin athuganir. Hversu margt fjölmiðlafólk skyldi hafa gengið um svæðið, lesið landið og ályktað tilurð þess út frá landfræðilegum aðstæðum í gegnum tíðina? Nánast hver einasti nútíma fjölmiðlaumfjallandi virðist nú vera orðinn sérfræðingur í landsháttum svæðisins á örskömmum tíma.

Sundhnúkar

Sundhnúkagígaröðin.

Í áttunda lagi finnst mér sorglegt hversu margt fjölmiðlafólk kann ekki að stafsetja örnefnið “Krýsuvík” – sjá HÉR.
Í nýjunda lagi á bæði “sérfræðingar” og fjölmiðlafólk það til að rugla saman örnefnum; skjálftarsvæðið við Fagradalsfjall er ekki á Reykjanesi. Reykjanes er syðsti hluti Reykjanesskagans, þar sem m.a. Reykjanesvitinn trjónar nú. Reykjanesskaginn er landssvæðið allt, landnám Ingólfs fyrrum er hann nam á milli “Brynjudals og Ölfusárósa”. Alltaf betra þegar fjölmiðlafólk gerir sér annt um að geta réttra heimilda – ekki síst út frá sögulegu samhengi.

Fjallasýn

Útsýni að Keili og nágrenni frá höfðuborgarsvæðinu – örnefni.

Las í gær áhyggjur íbúa á Völlunum í Hafnarfirði í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla af væntanlegu gosi. Hann virtist hræddur og krafðist skýringa af hálfu lögregluyfirvalda. Náði að útskýra fyrir honum að hann þyrfti ekkert að óttast, ef spár “sérfræðinganna” gengi eftir; millum væntanlegs eldgoss suðvestan Keilis væru a.m.k. þrjú hraun frá 12. og 13. öld er myndu hindra hraunstraum í átt til hans. Hann gæti því bara setið rólegur á sínum svölum og notið dásemdanna, ef af yrðu.

Rykjaneskaginn

Krútt.

Með fullri virðingu fyrir svonefndum “jarðvársérfræðingum”, sem virðast vera nokkurs konar “veðurfréttamenn” hversdagsins, er á stundum svolítið erfitt að hlusta á glaðklakkanlegar útskýringar þeirra, að því að virðist, án nokkurs rökstuðnings m.t.t., eins og að framan sagði; sögulegra og landfræðilegra aðstæðna. Undantekningin er þó söguleg umfjöllun mbl.is.
Sakna gömlu góðu jarðfræðinganna; Jóns Jónssonar og Kristjáns Sæmundssonar, sem kenndu mér svo margt. Hólósenheilkennið virðist hafa truflað margan nútímajarðfræðinginn.

Nenni ekki að fjalla um svonefndan “Óróapúls”, svo vitlaus sem hann nú er.
Ef svo ólíklega vildi til að eldgos birtist ofan jarðar í framhaldinu á þessu tilgreinda landssvæði yrði það bara kærkomin sjón. Flest fólk upplifir slíka ásýnd ekki nema einu sinni á ævinni…

Hér má sjá það nýjasta á Vísir.is (6. mars):
Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð.

Keilir

Yfirlit yfir væntanlegt jarðgosasvæði milli Keilis og Fagradalsfjalls.

Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil.

„Það er áframhaldandi skjálftavirkni þó að fólk finni kannski ekki jarðskjálftana þannig að þeir eru minni heldur en þeir hafa verið. En þeir eru mjög tíðir og GPS-mælar sem ég vinn helst með sýna að það er áframhaldandi þensla á svæðinu,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu.

Halldór sérhæfir sig einkum í jarðskorpuhreyfingum. „Sumir kalla okkur krumpufólkið. Við erum að skoða hvernig jarðskorpan beyglast og reyna að túlka þannig hvað er að gerast ofan í jarðskorpunni,“ segir Halldór.

Hærri líkur ekki það sama og háar líkur
Þá segir hann heilmargt hafa komið á óvart hvað varðar þær jarðhræringar sem nú standa yfir. „Það er búið að vera magnað að fylgjast með þessu núna síðastliðna rúma viku og bara til dæmis það að við séum að sjá kviku á ferð þarna er eitthvað sem að mörg okkar hafi kannski ekki alveg órað fyrir. Það er langt síðan að það hefur gosið akkúrat á þessum slóðum þótt að þar hafi gosið mörgum sinnum áður. En þetta er kannski ekki það fyrsta sem fólk átti von á. Það er spennandi fyrir jarðvísindaáhugafólk að fylgjast með þessu,“ segir Halldór.

Hvernig metur þú líkurnar á eldgosi akkúrat núna?

„Það er mjög erfitt að segja til um einhverjar líkur. En á meðan við sjáum að einhver kvika er að flæða inn í kerfið, sem við sjáum núna, það er að flæða inn nokkuð magn af kviku á hverjum degi, og á meðan að það er í gangi þá eru alltaf hærri líkur á eldgosi. En það þýðir ekki endilega að það séu háar líkur,“ segir Halldór. „Það þarf bara að fylgjast vel með öllum tiltækum ráðum.“

Kvikugangurinn á hreyfingu

Eldgos

Tölvugerð skjámynd í Kastljósi RÚV um það sem landsmenn kynnu að vænta.

Hann segir útlit fyrir að þessi kvikugangurinn hafi færst aðeins til suðvesturs fyrir nokkrum dögum og hann haldi áfram að þenjast út. „Þannig það er full ástæða til að hafa fullar gætur á öllu,“ segir Halldór.

Er ekki ástæða til að ætla að þetta sé að verða búið?

„Nei það held ég ekki og ekki vísbendingar um það. Þannig að eins og ég segi, það er stöðug skjálftavirkni í gangi, þeir eru bara það litlir að fólk finnur fæsta þeirra,“ svarar Halldór.

„Jarðskjálftavirknin færist aðeins til, þannig milli 25. febrúar og fram til 3. mars þá var mest af virkninni á milli Fagradalsfjalls og Keilis en svo 3. mars var heilmikil jarðskjálftavirkni og þá er kvikan að brjóta sér leið lengra í raun og veru inn í Fagradalsfjall, eða undir það, og er að fara kannski kílómetra, einn eða tvo þar undir eða eitthvað svoleiðis, og það hefur líka svolítil áhrif á jarðskjálftavirknina. Þannig að þegar svona berggangar, eða kvikugangar troðast út þá breyta þeir líka spennu á mismunandi misgengjum og á miklu stærra svæði heldur en akkúrat þar sem þessi gangur er að þenjast út,“ útskýrir Halldór.

Það orsaki kannski að einhverju leiti þá jarðskjálftavirkni sem hefur verið nær Grindavík. „Það er alla veganna ein helsta skýringin sem við erum með þessa dagana. Kvikugangurinn virðist ekki vera á neinni ferð þangað beinlínis, það er frekar að stefnan sé núna meira suðlæg heldur en að hann sé að ferðast til suðvesturs. Þannig að það er ekkert sem að styður að það séu einhverjar kvikufærslur þarna nærri bænum,“ segir Halldór.

En eru enn jafn miklar líkur á að það verði stór skjálfti líkt og talað var um fyrir helgi. Er viðbúið að skjálfti upp á 6 eða meira kunni að ríða yfir á svæðinu?

Eldgos
„Það eru heilmiklar breytingar á landinu og aflögun á landinu um einhverja sentímetra eða tugi sentímetra og þetta hefur áhrif á þessi jarðskjálftamisgengi sem geta jafnvel verið þónokkuð í burtu. Þannig að það lítur út fyrir að það hafi kannski heldur minnkað líkur á jarðskjálfta í Brenniseinsfjöllum, þessi tegund af hreyfingu hefur tilhneigingu til að ýta aðeins saman misgengjunum þar þannig að þau festast frekar. En það eru í sjálfu sér ekki miklar breytingar þannig að sú hætta er alltaf enn fyrir hendi svona í bakgrunninum en það er síður líklegt,“ svarar Halldór.

Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð?
Hann segir að ekki sé hægt að segja til um hversu lengi þetta muni halda áfram eða hvenær þessu muni ljúka. Ekki sjái fyrir endann á virkninni ennþá.

„Við höfum kannski verið í tiltölulega rólegu tímabili síðustu áratugina og síðustu árhundruðin en það er náttúrlega ekki útilokað að það hafi verið viðlíka hrinur áður en að góðar mælingar voru til. En svo getur líka verið að við séum að fara inn í ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum og það getur þá spannað tímabil sem við myndum mæla þá í einhverjum hundruðum ára, með einhverjum smá gosi hér og hvar, stundum stærri og stundum minni og stundum jarðskjálftar og fleira. En þetta er nú allt í stóra samhenginu þá er þetta nú kannski frekar smátt í sniði yfirleitt, alla veganna sýnir jarðsagan okkur það,“ segir Halldór.

Heimildir:
-https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/210304_ny.pdf
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/staersti_skjalftinn_i_ruma_tvo_solarhringa/
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/nylegar_sprungur_eru_a_svaedinu/
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/allir_a_tanum_a_vedurstofunni/
-https://www.dv.is/frettir/2021/3/4/ord-gaerdagsins-hvad-er-oroapuls/
-https://www.ruv.is/frett/2021/03/03/eldgos-vid-keili-gaeti-komid-af-stad-kedjuverkun
-https://www.visir.is/g/20212080792d/afram-gert-rad-fyrir-ad-gos-muni-hefjast
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/liklega_byrjun_a_gosskeidi_fari_ad_gjosa/
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/04/liklega_byrjun_a_gosskeidi_fari_ad_gjosa/
-https://www.dv.is/frettir/2021/3/5/pall-segir-atburdarasina-reykjanesskaga-koma-stodugt-ovart/
-https://www.visir.is/g/20212081717d/gaetum-sed-fram-a-virknitimabil-sem-spannar-arhundrud

Goshrina

Goshrina – sem spáð var á milli Fagradalsfjalls og Keilis.