Tag Archive for: Reykjanesskaginn

Sogin

Eftirfarandi friðlýsingar má finna á Reykjanesskaganum sbr. vefsíðu Umhverfisstofnunar:

-Akurey (Rvík)
-Álafoss (Mosf.)
-Ástjörn (Hafn.)

Tröllabörn

Tröllabörn.

-Ástjörn og Ásfjall (Hafn.)
-Bakkatjörn (Seltj.)
-Bláfjöll
-Borgir (Kóp.)
-Bringur (Mosf.)
-Búrfell (Garðab.)
-Bláfjöll (Rvík)
-Eldborg (Grindav.)
-Eldey (Reykjanesb.)
-Fjaran við Kastúsatjörn (Seltj.)
-Fossvogsbakkar (Rvík)
-Garðahraun (Gardab.)
-Gálgahraun (Gardab.)

Tungufoss

Tungufoss.

-Grótta (Seltj.)

-Hamarinn (Hafn.)
-Háubakkar (Rvík)
-Hleinar (Hafn.)
-Hlið (Álftan.)
-Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði (Hafn.)
-Kaldárhraun og Gjárnar (Hafn.)
-Kasthúsatjörn (Álftan.)
-Laugarás (Rvík)
-Litluborgi (Hafn.)
-Rauðhólar (Rvík)

Valhúsahæð

Valhúsahæð.

-Reykjanesfólkvangur
-Skerjafjörður (Garðab.)
-Skerjafjörður (Kóp.)
-Stekkjarhraun (Hafn.)

-Tröllabörn (Kóp.)
-Tungufoss (Mosf.)
-Valhúsahæð (Seltj.)
-Varmárósar (Mosf.)
-Vífilsstaðavatn (Garðab.)
-Víghólar (Kóp.)

Akurey

Akurey

Akurey – friðlýsing.

Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes.Akurey flokkast sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð en í eynni verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi sem er langalgengastur, sílamáfur, æðarfugl og teista, jafnframt er Akurey mikilvæg vetrarstöð fyrir skarfa.

Markmiðið með friðlýsingu Akureyjar er að stuðla að vernd líffræðilegar fjölbreytni með því að vernda alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði í Reykjavík.

Í reglum um friðlandið er meðal annars kveðið á um að flug ómannaðra loftfara er óheimilt, þá er óheimilt að fara í land í Akurey nema með leyfi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar.
Ákvæðið á þó ekki við um umsjónaraðila. Þá kemur einnig fram að óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf innan friðlandsins. Varðandi landnotkun þá er heimilt að nýta æðarfugl og sílamáf.
Umhverfisstofnun getur veitt leyfi til athafna í friðlandinu, s.s. til ljósmynda- og kvikmyndatöku.

Álafoss

Álafoss

Álafoss – friðlýsing.

Umhverfisráðherra hefur að tillögu sveitarfélagsins Mosfellsbæjar og að fengnu áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands ákveðið að friðlýsa Álafoss og nánasta umhverfi hans. Landsvæðið er friðlýst sem náttúruvætti, skv. 2. tölul. 1. mgr. 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Má enn sjá leifar af tveimur dýfingarpöllum ofan við fossinn sem og leifar af stíflunni.

Álafoss

Álafoss.

Hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð og nær yfir fossinn, töluvert svæði ofan og neðan hans og einnig skóglendi í svonefndu Álanesi sem er einn af eldri skógum bæjar­ins.

Markmiðið með friðlýsingu Álafoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan, nánasta umhverfi hans sem og menningarminjar sem tengjast sögu og þróun Mosfells­bæjar. Svæðið er fjölsótt, bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Ástjörn

Ástjörn

Ástjörn – friðlýsing.

Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið.

Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoðavarpið á Suðvesturlandi en tegundinni hefur fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. Aldar og er flórgoði alfriðuð tegund og á válista. Í tjörninni er mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað.

Ástjörn

Ástjörn og Ásfjall.

Ástjörn við Hafnarfjörð er í kvos vestan undir Ásfjalli. Bakkar tjarnarinnar eru raklendir og að norðaustanverðu er stórt mýrarstykki niður undan gamla Ásbænum.
Upp af votlendinu taka við þurrir grýttir móar sem eru að gróa upp og hefur trjám verið plantað í þá norðan og austan megin við tjörnina. Tvö gömul tún eru norðan tjarnarinnar, annars vegar við Stekk og hins vegar við Ás.

Ástjörn og Ásfjall

Ástjörn og Ásfjall

Ástjörn og Ásfjall – friðlýsing.

Ástjörn og Ásfjall var friðlýst sem fólkvangur árið 1996. Fólkvangurinn umlykur friðland Ástjarnar en Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins. Á Ásfjalli eru minjar um hersetu fyrr á öldinni.

Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoðavarpið á Suðvesturlandi en tegundinni hefur fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. aldar og er flórgoði alfriðuð tegund og á válista. Í tjörninni er mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað.

Stærð fólkvangsins er 56,9 ha.

Bakkatjörn

Bakkatjörn

Bakkatjörn – friðlýsing.

Bakkatjörn var friðlýst árið 2000. Bakkatjörn er ísölt tjörn og hefur svo verið frá um 1960 þegar lokað var fyrir leirvog sem þar var. Lægð kölluð Rásin tengdi áður Bakkatjörn og Seftjörn en sú síðarnefnda er nú horfin undir byggð.

Umhverfis Bakkatjörn er graslendi í sendnum jarðvegi og votlendi. Þær tegundir sem finna má innan friðlandsins eru m.a. melgresi, skriðlíngresi, tágamura, lokasjóður, mýrasauðlaukur, njóli, túnvingull, vallarsveifgras, klóelfting, mýrastör, knjáliðagras, lófótur, hálmgresi, gulstör, hrafnaklukka, vætuskúfur (vætusef), baldursbrá, fjöruarfi, fjörukál, hjartaarfi, vallhumall, snarrótarpunktur, túnvingull, gullvöndur, engjavöndur, hnúskakrækill, umfeðmingur, mýrasóley, augnfró, túnsúra, skarifífill, brennisóley, maríustakkur, gleym-mér-ei, hvítsmári, vallhæra og skriðlíngresi. Í blautustu lænunum vaxa lófótur, gulstör, mýrastör ásamt hrafnafífu, klófífu, hófsóley, skriðlíngresi, vætusefi, mýrasauðlauk og knjáliðagrasi.

Stærð friðlandsins er 14,9 ha.

Bláfjöll

Bláfjöll

Bláfjöll – friðlýsing.

Bláfjallafólkvangur var fyrst friðlýstur árið 1973. Fólkvangurinn er fjallaklasi sem rís hæst 685 m yfir sjávarmál. Vinsælt útivistarsvæði með góðri aðstöðu fyrir skíðafólk.

Aðilar að rekstri fólksvangs þess, sem stofnaður var í Bláfjöllum, sbr. auglýsingu ráðuneytisins nr. 97, 21. mars 1973 eru nú eftirtalin sveitarfélög: Reykjavíkurborg, Kópavogskaupstaður, Seltjarnarneskaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðakaupstaður, Keflavíkurkaupstaður,
Njarðvíkurkaupstaður, Selvogshreppur, Miðneshreppur, Gerðahreppur, Vatnsleysustrandarhreppur og Bessastaðahreppur.

Stærð fólkvangsins er 9035 ha.

Borgir

Borgir

Borgir – friðlýsing.

Borgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 1981. Eftir að jökull hopaði í lok ísaldar, fyrir um 10000 árum, var Borgarholtið sker úti fyrir landi. Hafaldan skolaði burt smágrýti en skildi eftir lágbarða grágrýtis hnullunga sem einkenna holtið.

Mörk friðlýsta svæðisins fylgja jaðri Borga að sunnan. Að vestan liggja mörkin 10-15 m frá lóðarmörkum
aðliggjandi húsa, en 205 m frá þeim að norðan og norðaustan. Að austan fylgja mörkin jaðri Borga að því
undanskildu að utan markanna er um 25 m breið spilda inn að kirkjunni og um 15 m breið landræma
umhverfis hana.

Borgarholt

Borgarholt.

Umhverfis friðlýsta svæðið afmarkast svonefnt jaðarsvæði. Ytri mörk þess liggja 10-15 m utan við mörk
friðlýsta svæðisins að austan og sunnan, en að vestan og norðan eru mörk þess jafnframt lóðamörk.

Stærð náttúruvættisins er 2,8 ha en umhverfis friðlýsta svæðið afmarkast svokallað jaðarsvæði og er stærð þess 1,3 ha.

Bringur

Bringur

Bringur – friðlýsing.

Borgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 1981. Eftir að jökull hopaði í lok ísaldar, fyrir um 10000 árum, var Borgarholtið sker úti fyrir landi. Hafaldan skolaði burt smágrýti en skildi eftir lágbarða grágrýtis hnullunga sem einkenna holtið.

Stærð náttúruvættisins er 2,8 ha en umhverfis friðlýsta svæðið afmarkast svokallað jaðarsvæði og er stærð þess 1,3 ha.
Bújörðin Bringur varð til sem nýbýli úr landi prestsetursins að Mosfelli árið 1856. Jörðin fór í eyði árið 1966, en þar er að finna talsvert af mannvistarleifum á bæjarstæðinu og heimatúninu. Jörðin Bringur er norðan Köldukvíslar en þaðan er víðsýnt yfir Mosfellsdal og allt til hafs. Handan árinnar, utan fólkvangsins, rís Grímansfell, sem er hæsta fjall Mosfellsbæjar, og rétt við túngarðinn er Helgufoss í Köldukvísl.

Helgusel í Bringum

Helgusel í Bringum. Helgufoss fjær.

Vestan við fossinn eru Helguhvammur, rústir Helgusels og Helguhóll, einnig nefndur Hrafnaklettur. Sagan segir að þar sé mikil huldufólksbyggð. Seljarústirnar vitna um löngu horfna atvinnuhætti þegar búpeningur var hafður í seli yfir sumartímann. Þjóðtrúin hermir að Helgusel sé nefnt eftir Helgu dóttur Bárðar Snæfellsáss, en önnur skýring á nafngiftinni byggir á því að landsvæðið var fyrrum í eigu kirkjustaðarins á Mosfelli og upphafleg merking nafnsins væri þá hið helga sel.

Örskammt frá túnfætinum í Bringum má sjá leifar af þjóðbraut, svonefndum Bringnavegi, sem lagður var árið 1910. Vegur þessi var tengileið milli Mosfellsdals og gamla Þingvallavegarins sem lá yfir Mosfellsheiði til Þingvalla.

Búrfell

Búrfell

Búrfell – friðlýsing.

Svæðið er mjög gott dæmi um jarðmyndanir sem eru sérstakar á landsvísu og hafa hátt vísinda- og fræðslugildi. Búrfell og hrauntraðir frá gígnum, gjárnar og misgengi eru mjög áberandi í landi. Búrfell er stakur gjall- og klepragígur sem tilheyrir eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Snemma á nútíma fyrir um 8100 árum rann úr Búrfelli Búrfellshraun sem hefur breytilega ásýnd eftir svæðum. Næst upptökunum í Búrfelli er hraunið slétt helluhraun með hrauntröðum eða hraunrásum með hellum. Fjær upptökunum er það klumpahraun. Innan svæðisins er talsvert af menningarminjum s.s. fjárskjól og seljarústir sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Hluti svæðisins hefur verið friðlýstur sem hluti af Reykjanesfólkvangi síðan 1975.

Svæðið er 380 ha að stærð.

Eldborg í Bláfjöllum

Bláfjöll

Eldborg í Bláfjöllum – friðlýsing.

Eldborg er einn þriggja gíga af eldborgargerð hjá Kóngsfelli. Eldborg var friðlýst sem náttúruvætti árið 1971.

Fallegt landslag og sérstakar jarðmyndanir einkenna svæðið sem er á vatnsverndarsvæði. Göngustígur liggur frá bílastæði upp á Eldborgina. Haustið 2012 var unnið í göngustígagerð á svæðinu, villustígum var lokað og mosi græddur í sár þar sem villustígar höfðu myndast um gíginn.

Stærð náttúruvættisins er 34,8 ha.

Eldborg í Grindavík (Krýsuvík)

Eldborg

Eldborg undir Geitarhlíð – friðlýsing.

Eldborg undir Geitahlíð var friðlýst árið 1987. Eldborg er hluti af gjallgígaröð og er Stóra-Eldborg meðal fegurstu gíga Suðvesturlands.

Stærð náttúruvættisins er 100,5 ha.

Eldey
Eldey var friðlýst árið 1974 og er hún 77 metra há þverhnípt klettaeyja suður af Reykjanesi. Í Eldey er ein stærsta súlubyggð sem þekkist í heiminum og óhætt að segja að á sumrin sé eyjan þakin súlu. Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Umhverfisstofnunar og til verndar fuglalífi eru skot bönnuð nær eynni en 2 km.

Stærð Eldeyjar er 2 hektarar.

Fjaran við Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn – friðlýsing.

Aðliggjandi fjara við Kasthúsatjörn var friðlýst sem fólkvangur árið 2002. Markmið með friðlýsingu fjörunnar sem fólkvangs er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar. Aðgengi að svæðinu er gott og því ákjósanlegt til útikennslu.
Stærð fólkvangsins er 17,6 ha.

Hluti Kasthúsatjarnar og umhverfi hennar á Álftanesi var friðlýst sem friðland árið 2002 og er markmið með friðlýsingunni að vernda tjörnina með fjölskrúðugu fuglalífi hennar og lífríki, en tjörnin er strandtjörn, grunn og lífrík. Tjörnin býr yfir líffræðilegri fjölbreytni og er ákjósanleg til rannsókna og fræðslu.

Stærð friðlandsins er 4,20 ha.

Fossvogsbakkar

Fossvogsbakkar

Fossvogsbakkar – friðlýsing.

Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1999. Á svæðinu er að finna fágætar jarðminjar í jarðsögu Reykjavíkur og landsins alls, Fossvogslögin, og felst verndargildi svæðisins í verndun þeirra.

Náttúruvætti eru náttúrumyndanir sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Markmiðið með friðlýsingu Fossvogsbakka er verndun fágætra jarðminja svæðisins.

Setin í Fossvogsbökkum, hluti hinna svokölluðu Fossvogslaga, eru talin vera um 11.000 ára gömul, eða frá lokum síðustu ísaldar. Talið er að þau hafi myndast í einu af síðustu hlýskeiðunum eftir að bráðnun jökla hafði leitt til umtalsverðrar hækkunar sjávarstöðu. Lögin eru um 2 km að lengd við strandlengjuna og 5 m þykk þar sem þau eru þykkust. Sumsstaðar eru þau þó nærri horfin vegna sjávarrofs.

Elliðaárdalur

Fossvogur – set.

Setlögin liggja ofan á grágrýtisklöpp sem talin er hafa myndast fyrir 100-200 þúsund árum. Neðsta lag setlaganna er jökulberg sem myndað er úr jökulruðningi og bendir til þess að á svæðinu hafi verið jökull sem hefur hopað. Næstu lög eru sjávarsetlög, einkum fíngerð silt- og eðjusteinslög, sem bendir til þess að á svæðinu hafi verið grunnsævi. Í sjávarsetlögunum er að finna mikið magn af steingervingum, einkum skeljar lindýra. Ofan á sjávarsetinu er aftur að finna jökulberg sem bendir til þess að allra síðustu jökulskeið ísaldar hafi átt sér stað eftir að setlögin mynduðust. Af þessu má sjá að hægt er að fá mikilvægar vísbendingar um loftslagsbreytingar, landslagsmyndun, sjávarstöðu og lífríki á grunnsævi.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort.

Einstakt er að merkar jarðminjar, líkt og finnast í Fossvogsbökkum, séu staðsettar í miðri borg og að mestu leyti mjög aðgengilegar og sýnlegar.

Á svæðinu er mjög fjölbreyttur gróður sem hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og áratugum vegna útbreiðslu ágengra tegunda og landnámi slæðinga úr görðum. Þar sem setlögin eru ekki mjög brött og mynda nokkurs konar skriður eru þau nokkuð gróin af margvíslegum gróðri, einkum grastegundum, en einnig stórvaxnari gróðri. Á bökkum setlaganna er gróður víða stórvaxinn þannig að hann skyggir á jarðminjarnar. Á þeim svæðum er lúpína algeng.

Gróðurlendið á Fossvogsbökkum hýsir fjölbreytilegt smádýralíf og fuglalíf á svæðinu er mikið, einkum í fjörunni.

Við Fossvogsbakka er að finna minjar frá tímum síðari heimstyrjaldar. Um er að ræða húsgrunna sem tilheyra herbúð, Camp Mable Leaf. Austan við herbúðirnar eru tóftir sem byggðar voru árið 1944 og eru enn vel greinanlegar.

Náttúruvættið er 17,8 hektarar að stærð.

Garðahraun

Garðahraun

Garðahraun – friðlýsing.

Garðahraun og Vífilsstaðahraun (Svínahraun) eru hlutar hins svokallaða Búrfellshrauns. Hraunin eiga uppruna sinn í Búrfellseldstöðinni og eru talin vera um 8000 ára gömul. Svæðin eru aðgengileg og henta vel til útivistar, fræðslu og rannsókna fyrir áhugamenn jafnt sem vísindamenn. Innan þeirra eru merkar söguminjar, s.s. Berklastígur, sem var útivistarstígur sjúklinga frá berklahælinu á Vífilsstöðum og sk. Atvinnubótastígur, sem lagður var í atvinnubótavinnu frostaveturinn 1918, en var aldrei tekinn í notkun.

Markmið friðlýsingarinnar er að stofna fólkvang, útivistarsvæði í þéttbýli, þar sem jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningarminjar, m.a. fornar rústir eru verndaðar. Með friðlýsingunni eru tryggðir möguleikar til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu í náttúrulegu umhverfi.

Gálgahraun

Gálgahraun

Gálgahraun – friðlýsing.

Markmiðið með friðlýsingu Gálgahrauns er að vernda nyrsta hluta Búrfellshrauns, þann hluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram, bæði vegna jarðmyndana og lífríkis. Markmið friðlýsingarinnar er jafn­framt að varðveita Gálgahraun sem vettvang náttúruskoðunar og fræðslu um ókomna tíð.

Gálgahraun, Garðabæ, friðlýst sem friðland í stjórnartíðindum B.nr. 877/2009.

Verndargildi svæðisins byggir m.a. á því að verndarsvæðið í Gálgahrauni er á þessu svæði að mestu ósnortið. Þar sem hraunjaðarinn nær í sjó fram hefur rofmáttur úthafsöldunnar verið lítill í innvíkunum Arnarnesvogi og Lambhúsatjörn og er hraunið því að mestu eins og þegar það rann. Forsendur frið­lýsingarinnar eru jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningarminjar, en í hrauninu er m.a. forn gata, Fógetagata og forn aftökustaður, Gálgaklettur, sem hraunið dregur nafn sitt af.

Grótta

Grótta

Grótta – friðlýsing.

Grótta var friðlýst árið 1974. Grótta er í raun eyja sem tengd er við land af mjóum granda sem fer á kaf á flóði. Strönd eyjunnar hefur að mestu verið hlaðin upp vegna landsigs og er hún því eins og grunn skál. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí.

Eyjan er vel gróin og gróskuleg þrátt fyrir fábreytt gróðurlendi og tiltölulega fáar tegundir.
Auðugt og fjölbreytilegt fuglalíf er í Gróttu. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið eru um 450 kríupör í Gróttu. Krían er ábyrgðartegund og alfriðuð.

Viti var fyrst reistur árið 1897 og þar bjó lengi vitavörðurinn Albert Þorvarðarson (1910-1973), en Slysavarnarfélagið á Nesinu heitir eftir honum.

Frá Gróttu var áður útræði og segir sagan að skip hafi farist við Gróttutanga.

Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.

Stærð friðlandsins er 39,6 ha.

Hamarinn

Hamarinn

Hamarinn – friðlýsing.

Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984. Á Hamrinum eru jökulminjar. Hann setur mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamrinum tengjast sögur um álfa og huldufólk.

Stærð náttúruvættisins er 2,1 ha.

Háubakkar

Háubakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Á svæðinu er að finna þykk setlög sem bera merki um áhrif loftslagsbreytinga á ísöld.

Náttúruvætti eru náttúrumyndanir sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Markmiðið með friðlýsingu Háubakka er verndun fágætra jarðminja svæðisins í núverandi mynd.

Háubakkar

Háubakkar – friðlýsing.

Setlögin í Háubökkum tilheyra svokölluðum Elliðavogslögum sem mynduðust að öllum líkindum á löngu tímabili sem hófst fyrir meira en 300 þúsund árum og varði í að minnsta kosti 100 þúsund ár. Í setlögunum er bæði sjávar- og þurrlendisset sem bendir til þess að sjávarstaða hafi verið all breytileg á þeim tíma er setlögin mynduðust. Elliðavogslögin eru talin ná frá Brimnesi suður að Álftanesi, en Háubakkar eru með betri stöðum þar sem opnur eru að setlögunum sem víðast hvar eru grafin fyrir neðan yngri hraun- og setlög.

Neðstu setlögin eru jökulberg, líklega rúmlega 300 þúsund ára gamalt. Fyrir ofan jökulbergið taka við sjávarsetlög sem benda til hærri sjávarstöðu í kjölfar þess að jöklar bráðnuðu.

Háubakkar

Háubakkar.

Í sjávarsetlögunum er nokkuð af steingervingum, einkum samlokutegundir, t.d. kúfskel, krókskel og hallloka. Þessar tegundir eru nokkuð kuldasæknar og bendir það til þess að hiti sjávar hafi verið um 1-2°C lægri en í dag. Fyrir ofan sjávarsetið er meira jökulberg sem talið er vera um 250 þúsund ára gamalt. Efst í setlögunum er síðan þurrlendisset, einkum móset, meðal annars surtarbrand sem bendir til þess að gróskusamt votlendi hafi verið á svæðinu og loftslag hlýrra en nú. Ýmsar plöntuleifar er að vinna í surtarbrandinum.

Háubakkar

Háubakkar.

Þær jarðminjar sem er að finna í Háubökkum veita mikilvæga innsýn í jarðsögu Reykjavíkur og endurspegla setlögin um 100 þúsund ára sögu sem einkennist af miklum umskiptum í veðurfari, sjávarstöðu og landmótun. Þá veita þau einnig góðar upplýsingar um lífríki sjávar og gróðurfar á þurrlandi.

Verndun lífríkis er ekki upprunalegt markmið með friðýsingu Háubakka. Hins vegar liggur svæðið að fjörum þar sem er töluvert fuglalíf og nokkuð um strandgróður. Þá er fjölbreytileiki plantna sem vex ofan á bökkunum og í skriðum mikill, sérstaklega gras og blómlendi, auk þess sem nokkuð stórvaxinn trjágróður finnst á svæðinu. Ágengar tegundir eins og alaskalúpína og skógarkerfill finnast á svæðinu.

Fuglar eru áberandi á svæðinu, einkum vaðfuglar, enda stendur svæðið við vog. Skordýralíf er töluvert.

Náttúruvættið er 2,1 hektarar að stærð.

Hleinar

Hleinar

Friðlýsingarsvæðið á Hleinum.

Hleinar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 2009. Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri svo sem mosa- og lynggróðri. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar. Aðgengi að svæðinu er gott og það er því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu.

Fólkvangurinn er 32,3 hektarar að stærð og er hluti af friðlýsingu búsvæða fugla við Álftanes og Skerjafjörð í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008.

Hlið

Hlið

Hlið – friðlýsing.

Hlið á Álftanesi var friðlýst sem fólkvangur árið 2002. Árið 2020 var fólkvangurinn stækkaður og friðlýsingaskilmálar endurskoðaðir.

Markmið friðlýsingarinnar er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota og að vernda fuglalíf, búsvæði fugla og líffræðilega fjölbreytni svæðisins. Miðar verndunin að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúrunni, svæðis til útivistar, náttúruskoðunar og til fræðslu. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar.

Aðgengi að svæðinu er gott og er það hluti af lífríku svæði og því ákjósanlegt til útikennslu. Innan svæðisins eru m.a. margæs, æðarfugl, rauðbrystingur, sendlingur og tildra sem eru ábyrgðartegundir á Íslandi og eru þær skráðar á viðauka II og III við Bernarsamninginn. Á svæðinu er einnig auðugt botndýralíf á grunnsvæði og lífríkar þangfjörur. Jafnframt eru friðlýstar menningarminjar (Skjónaleiði) innan fólkvangsins.

Stærð fólkvangsins er 41 ha.

Nú verðum við náttúru landsins að liði
um ljómandi vordag í sjávarins niði.
Nú látum við seli og fugla í friði
og fólkvanginn stækkum hér úti í Hliði.
(Arinbjörn Vilhjálmsson, júní 2020.)

Hvaleyrarlón og Hvaleyrargrandi

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði – friðlýsing.

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur árið 2009. Markmið með friðlýsingu Hvaleyrarlóns og fjara Hvaleyrarhöfða er að tryggja útivistar- og fræðslusvæði til útiveru og fuglaskoðunar ásamt því að vernda lífríki og leirur svæðisins sem eru m.a. mikilvægt búsvæði fugla.

Útivistar- og fræðslugildi svæðisins er hátt. Dýralíf í leiru er allauðugt og er fuglalíf sérlega auðugt á svæðinu. Aðgengi fyrir íbúa er gott og einnig eru grunnskóli og leikskóli í nágrenninu og svæðið því tilvalið til útikennslu. Svæðið hefur lengi verið vinsælt til útivistar og er ákjósanlegt til fuglaskoðunar allt árið, en oft má sjá á svæðinu sjaldséða gesti eins og t.d. gráhegra.

Svæðið er 39,9 hektarar að stærð.

Kaldárhraun og Gjárnar

Kaldárhraun

Kaldárhraun og Gjár – friðlýst svæði.

Kaldárhraun og Gjárnar í Hafnarfirði voru friðlýst sem náttúruvætti árið 2009. Markmið með friðlýsingu Kaldárhrauns og Gjánna er að vernda hellu­hrauns­myndun og fagrar klettamyndanir í vestari hrauntröðinni frá hinni kunnu eldstöð Búrfelli.

Kaldárhraun er heillegt og óraskað helluhraun á vinsælu útivistarsvæði við Helgafell, en upptök hraunsins eru í gígum austan við norðurenda Gvendarselshæðar. Kaldárhraun er eitt síðasta dæmið um heillegt og óraskað helluhraun í landi Hafnarfjarðar og er fræðslu- og útivistargildi svæðisins metið hátt. Á svæðinu eru fornminjar sem tengjast selbúskap, m.a. gömul gata, Kaldárstígur.

Stærð hins friðlýsta svæðis er 208,9 ha.

Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn – friðlýsing.

Hluti Kasthúsatjarnar og umhverfi hennar á Álftanesi var friðlýst sem friðland árið 2002 og er markmið með friðlýsingunni að vernda tjörnina með fjölskrúðugu fuglalífi hennar og lífríki, en tjörnin er strandtjörn, grunn og lífrík. Tjörnin býr yfir líffræðilegri fjölbreytni og er ákjósanleg til rannsókna og fræðslu.

Stærð friðlandsins er 4,20 ha.

Aðliggjandi fjara var svo friðlýst sem fólkvangur árið 2002.

Markmið með friðlýsingu fjörunnar sem fólkvangs er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar. Aðgengi að svæðinu er gott og því ákjósanlegt til útikennslu.

Stærð fólkvangsins er 17,6 ha.

Laugarás

Laugarás

Laugarás – friðlýsing.

Laugarás var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1982. Á svæðinu eru jarðminjar í formi jökulsrispaðs bergs og einnig má sjá ummerki um sjávarstöðu við lok ísaldar.

Náttúruvætti eru náttúrumyndanir sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Markmiðið með friðlýsingu Laugaráss er verndun fágætra jarðminja svæðisins og vilji til að halda opnu svæði þar sem unnt væri að skoða þær merku jarðminjar sem eru á svæðinu.

Jarðminjar í Laugarási eru að mestu afmarkaðar við hæsta punkt svæðisins. Þar er að finna grágrýtisstórgrýti, ávalar klappir og hnullunga sem talin eru vera um 200 þúsund ára gömul og eru hluti af Reykjavíkurgrágrýtismynduninni.

Laugarás

Laugarás.

Jöklar ísaldar mótuðu grágrýtið og má sjá jökulrákir í stærri hnullungunum. Við lok ísaldar hækkaði sjávarborð og var Laugarás þá einn af fáum stöðum sem ekki var neðansjávar, en sjávarstaðan þá var um 45 metrum hærri en hún er nú. Aðeins efsti hluti Laugaráss stóð upp úr þannig að hann var lítið meira en sker. Ummerki um þetta má sjá á stórgrýti nálægt efsta punkti svæðisins sem er sjávarbarið.

Jarðminjar svæðisins veita mikilvæga sýn í jarðsögu Reykjavíkur og upplýsingar um loftslags- og landháttabreytingar.

Friðlýsing Laugaráss er ekki bara mikilvæg til verndar jarðminjum, heldur einnig vegna verndunar upprunalegs holtagróðurs í miðju þéttbýli þar sem upprunalegar, einkennandi tegundir eru ríkjandi og mynda sérstök samfélög sem eru nokkuð tegundauðug.

Laugarás

Laugarás – mynd SS.

Áður fyrr var þessi holtagróður ríkjandi á svæðinu, en hann á nú undir högg að sækja vegna lúpínu og trjágróðurs sem herjar á. Lúpínan myndar stórar og þéttar breiður sem stundum skyggja á eða hylja jarðmyndanirnar. Birki er algengasta trjátegundin, en einnig er mikið um selju. Aðrar trjátegundir sem finnast eru reynir, viðja, alaskavíðir, loðvíðir, stafafura og elri.

Ýmsir fuglar halda til á svæðinu, s.s. stari, svartþröstur og auðnutittlingur. Flugur og fiðrildi eru mest áberandi af skordýrum, einkum hunangsflugur, geitungar, birki- og víðifetar og ýmsar tvívængjur. Innan um gróðurinn er nokkuð um hattsveppi.

Náttúruvættið er 1,5 hektarar að stærð.

Litluborgir

Litluborgi

Litluborgir – friðlýsing.

Litluborgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2009. Markmiðið með friðlýsingu Litluborga er að vernda sérstæðar jarð­myndanir í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis, en Helgafell og nágrenni þess hefur um langan tíma verið afar vinsælt útivistarsvæði.

Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr.

Stærð náttúruvættisins er 10,6 ha.

Rauðhólar

Rauðhólar

Rauðhólar – friðlýsing.

Rauðhólar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 1974. Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili. Reiðgötum má ekki loka með girðingum. Þessi ákvæði eiga þó ekki við girðingar um vatnsból og ræktað land enda er umferð óheimil innan slíkra girðinga. Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til.

Stærð fólkvangsins er 130,2 ha.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – friðlýsing.

Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Eldfjöll eru mörg innan fólkvangsins einkum lágar hraundyngjur og gossprungur. Móbergs- fjöll og stapar í óteljandi myndum er einkennandi fyrir landslag á svæðinu. Innan marka fólkvangsins er náttúruvættið Eldborg undir Geitahlíð. Naðurtunga finnst innan fólkvangsins og er hún á válista NÍ og talin talsvert útbreidd við hveri norðan Trölladyngju.

Stærð fólkvangsins er 29.262,7 ha.

Skerjafjörður – Garðabæ

Skerjafjörður

Skerjafjörður Garðabæ – friðlýsing.

Skerjafjörður innan bæjarmarka Garðabæjar var friðlýst sem búsvæði árið 2009. Markmið með friðlýsingunni er að vernda lífríki á strönd, í fjöru og grunnsævi Skerjafjarðar. Einnig er markmið með friðlýsingunni að vernda útivistar- og fræðslugildi svæðisins sem felst í auðugu lífríki og möguleikum til útivistar við ströndina.

Skerja­fjarðar­svæðið er undirstaða afar fjölbreytts fuglalífs allan ársins hring og er svæðið mikil­vægur viðkomustaður farfugla og fargesta sem hér hafa viðdvöl á leið sinni til og frá norðlægum varp­slóðum.

Skerjafjörður

Skerjafjörður.

Fjörur og leirur svæðisins eru lífríkar, þar eru miklar þangfjörur og grunnsævi er með auðugu botndýralífi. Skerjafjarðarsvæðið í heild sinni hefur alþjóðlegt verndargildi vegna fuglategunda, svo sem rauðbrystings og margæsar og einnig er svæðið mikilvægt vegna marhálms, en plantan hefur takmarkaða útbreiðslu hér á landi og er ein aðalfæðutegund margæsar. Fræðslugildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og aðgengi að svæðinu er gott, en strandlengjan er vinsæl til útivistar og fjörðurinn til skemmtisiglinga.

Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af samningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979) sbr. Stjórnartíðindi C 17/1993, samningnum um líffræðilega fjölbreytni (Ríó de Janeró 1992) sbr. Stjórnartíðindi C 3/1995 og samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar 1971) sbr. Stjórnartíðindi C 1/1978.

Stærð búsvæðisins er 427,5 ha.

Skerjafjörður – Kópavogur

Skerjafjörður

Skerjafjörður Kópavogi – friðlýsing.

Skerjafjörður innan bæjarmarka Kópavogs var friðlýst sem búsvæði árið 2012. Markmiðið með friðlýsingu Skerjafjarðar er að vernda lífríki við ströndina, í fjöru og á grunnsævi, einkum og sér í lagi með tilliti til fugla. Jafnframt er það markmið að vernda útivistar- og fræðslugildi svæðisins sem felst í líffræðilegri fjölbreytni og samrýmist verndun búsvæða fugla.

Skerjafjarðarsvæðið í heild hefur alþjóðlegt verndargildi vegna farfuglategunda, svo sem rauðbrystings og margæsar en þar er að finna lífríkar þangfjörur, leirur og grunnsævi sem skapa undirstöðu fyrir afar fjölbreytt fuglalíf allan ársins hring. Einnig er svæðið mikilvægt vegna marhálms og sjávarfitjungs sem hafa takmarkaða útbreiðslu hér á landi, en marhálmur er ein aðal fæða margæsar.

Kópavogur

Kópavogur – Skerjafjörður; MWL.

Í Fossvogi og Kópavogi er stór hluti af leirum á Skerjafjarðarsvæðinu. Fræðslugildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og aðgengi að svæðinu er gott. Strandlengjan er vinsæl til útivistar og í Fossvogi eru iðkaðar siglingar og annað sjósport.

Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af samningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979, sbr. Stjórnartíðindi C 17/1993), samningnum um líffræðilega fjölbreytni (Ríó de Janeró 1992, sbr. Stjórnartíðindi C 3/1995) og samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar 1971, sbr. Stjórnartíðindi C 1/1978).

Stærð búsvæðisins er 62,6 ha.

Víghólar – Kópavogur

Víghólar

Víghólar – friðlýst svæði.

Víghólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Þar er að finna jökulsorfnar grágrýtis klappir, svokölluð hvalbök. Jökulrákirnar segja til um stefnu jökulsins sem lá yfir Kópavogi í lok ísaldar.Víghólar og Borgarholt tilheyra víðáttumiklum hraunum sem runnu á hlýskeiðum ísaldar.

Stærð náttúruvættisins er 1,4 ha.

Um mörk náttúruvættisins gilda eftirfarandi ákvæði:
Friðlýsta svæðið umhverfis Víghól afmarkast að sunnan, vestan og norðan af lóðamörkum aðliggjandi húsa og af lóðamörkum og bílastæði að austan. Um svæðið gilda eftirfarandi reglur:
1. Varðveita skal jarðmyndanir og lífríki svæðisins í núverandi mynd. Hvers konar mannvirkjagerð eða jarðrask, sem breytt getur útliti eða eðli svæðisins, er óheimilt, nema til komi sérstakt leyfi [Umhverfisstofnunarar].

Víghólar

Víghólar.

2. Gangandi fólki er heimil för um svæðið, enda sé góðrar umgengni gætt. Þá er bæjarstjórn heimilt, að höfðu samráði við náttúruverndarnefnd og skipulagsnefnd, að láta planta skjólgróðri, leggja gangstíga, setja upp bekki og annan búnað í þágu útivista á svæðinu.
3. Hvers konar losun jarðefna, rusls eða sorps er óheimil á svæðinu. Náttúruverndarnefnd Kópavogs hefur eftirlit með framkvæmd friðlýsingar í umboði [Umhverfisstofnunar] og bæjarstjórnar.
Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.
Ráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni, sem tekur gildi við birtingu þessarar auglýsingar í
Stjórnartíðindum. Menntamálaráðuneytið, 23. nóvember 1983.

Stekkjarhraun

Stekkjarhraun

Stekkjarhraun – friðlýsing.

Stekkjahraun var friðlýst árið 2009. Markmið með friðlýsingu svæðisins er að vernda útivistar­svæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar. Stekkjarhraun er hluti af hraunum sem runnu í Búrfellseldum fyrir um 7000 árum. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a. horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli.

Stærð hins friðlýsta svæðis er 15,9 hektarar.

Tröllabörn

Tröllabörn

Tröllabörn – friðlýsing.

Tröllabörn voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983. Náttúruvættið einkennist af sérkennilegum hraundrýlum (hornító) sem hafa verið notuð sem fjárskýli og jafnvel sem sæluhús. Þegar gosgufurnar koma úr útstreymisopum hraunsins brenna þær við hátt hitastig þegar þær sameinast súrefni loftsins. Þá hlaðast upp litlar en brattar strýtur úr kleprum sem gosgufurnar rífa með sér. Strýtur sem þessar, eða hraundríli, eru einkum algengar á hraundyngjum.

Stærð náttúruvættisins er 4,7 ha.

Tungufoss

Tungufoss

Tungufoss – friðlýsing.

Umhverfisráðherra hefur að tillögu sveitarfélagsins Mosfellsbæjar og að fengnu áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands ákveðið að friðlýsa Tungufoss og nánasta umhverfi hans. Landsvæðið er friðlýst sem náttúruvætti, skv. 2. tölul. 1. mgr. 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu og dregur fossinn nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans og framleiddi stöðin rafmagn fyrir bæinn fram til ársins 1958.

Tungufoss

Tungufoss.

Tveir fallegir hylir eru neðan við Tungufoss: Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar. Nærsvæði fossins er vinsælt til útivistar en hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð.

Markmiðið með friðlýsingu Tungufoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan sem og menningarminjar innan þess. Svæðið hefur mikið útivistargildi enda fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Valhúsahæð

Valahúsahæð

Valhúsahæð – friðlýsing.

Valhúsahæð var friðlýst sem náttúruvætti árið 1998. Á Valhúsahæð er rákað berg eftir ísaldarjökul. Þaðan er víðsýnt um Faxaflóa. Hæðin ber nafn sitt af húsum sem fyrr á öldum geymdu veiðifálka Danakonungs. Valhúsahæð er hæsti staður á Seltjarnarnesi í 31 m hæð yfir sjó.

Á Valhúsahæð er graslendi, lítt grónir melar, mólendistorfur og votlendisblettir. Þar er að finna fjölda tegunda t.d. olurt, túnvingul, blóðberg, vallelftingu, krossmöðru, gulmöðru, túnfífla, blávingul, vallhæru, axhæru, vallarsveifgras, hvítmöðru, klóelftingu, vallhumal, kattartungu, gleym-mér-ei, umfeðming, grávíðir, þursaskegg, túnvingul, mosajafna, krækilyng, mósef, brjóstagras, gullmuru, lógresi, friggjargras, mýrfjólu, þrenningarfjólu, njóla, túnsúru, brennisóley og maríustakk svo eitthvað sé nefnt.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð.

Jarðfræði á Valhúsahæð er margbreytileg en þar er að finna laus jarðlög, basalthraunlög (grágrýti) og jökulrákir. Einnig er vel hugsanlegt að forna eldstöð sé að finna á Valhúsahæð. Aldur grágrýtishraunanna á Seltjarnarnesi er nokkuð óljós, en talið er að þau hafi myndast á næst síðasta hlýskeiði. Laus jökulruðningur sem þar er að finna er væntanlega frá lokum síðasta jökulskeiðs. Á Valhúsahæð má skoða minjar sem tengjast hersetu og sögu hernámsins hér á landi í seinni heimstyrjöldinni.

Stærð náttúruvættisins er 1,7 ha.

Varmárósar

Varmárósar

Varmárósar – friðlýsing.

Varmárósar voru fyrst friðlýstir árið 1980 sem friðland og var friðlýsingin endurskoðuð árið 2012. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og viðhalda fitjasefi (Juncus gerardii) og búsvæði þess sem og náttúrulegu ástandi votlendis Varmárósa ásamt sérstöku gróðurfari sem þar er. Friðlýsingin á einnig að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins og treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslugildi svæðisins. Við endurskoðun friðlýsingarinnar 2012 var samningur um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979), samningur um líffræðilega fjölbreytni (1992) og stefnumörkun stjórnvalda höfð til hliðsjónar.

Stærð friðlandsins er 9.76 hektarar og liggja mörk þess frá hesthúshverfinu við Varmárbakka og frá göngustíg við reiðhringi út í Varmá og norður fyrir Hestþinghól út í ósinn.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – friðlýsing.

Vífilsstaðavatn og nágrenni var friðlýst sem friðland árið 2007. Friðlýsingin tekur til Vífilsstaðavatns og hlíðanna að sunnar og austanverður upp frá vatninu upp á brún, að meðtöldu Grunnavatnsskarði. Vestur – og norðurmörk fylgja ofanbyggðavegi og Elliðavatnsvegi.

Friðlýsingunni er ætlað að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands vatnsins og styrkja verndun tegunda og samfélagsgerðar með sérstæðum stofnum bleikju, urriða, áls og hornsíla í vatninu. Hornsílin í vatninu eru mjög sérstök þar sem þau skortir kviðgadda. Töluvert af andfuglum verpa við vatnið og mófuglar um­hverfis það. Markmið með verndun nærsvæðis vatnsins er að tryggja eðlilegt grunnvatnsstreymi til þess og viðhalda náttúrulegu gróðurfari svæðisins. Enn fremur er það markmið friðlýsingarinnar að treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslu­gildi svæðisins.

Stærð friðlandsins er 188,3 ha.

Víghólar

Víghólar

Víghólar – friðlýsing.

Víghólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Þar er að finna jökulsorfnar grágrýtis klappir, svokölluð hvalbök. Jökulrákirnar segja til um stefnu jökulsins sem lá yfir Kópavogi í lok ísaldar.
Víghólar og Borgarholt tilheyra víðáttumiklum hraunum sem runnu á hlýskeiðum ísaldar.

Stærð náttúruvættisins er 1,4 ha.

Heimild:
-https://www.ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/

Álfhóll

Kópavogur – Álfjóll.

FERLIR

Ómar Smári Ármannsson skrifaði um „Hina vanmetnu útivistarperlu Reykjanesskagans“ í Fjarðarpóstinn árið 2004:

Grindavíkurfé

Grindavíkurá.

„Það er svo margt smálegt sem hægt er að gleðja sig við á hverjum degi“ varð manni nokkrum að orði er kunni að njóta umhverfisins, náttúrunnar og lífsins. Hann gerði sér grein fyrir áhrifum lífssteinsins að vori, yl sumarsins, litadýrðinni að hausti og fegurð sólsetursins að vetri.

Grindarskörð

Kvöldsýn frá Grindaskörðum, ystu mörkum Krýsuvíkur í norðri.

Þekkt er og sagan af manninum, sem dó eftir að hafa þrælað allt sitt líf og safnað fyrir öllu öðru en því sem hann þráði; kyrrð og ró. Hann skyldi eftir sig auðlegð, sem var önnur en sú er hann leitaði að; auðlegðinni í tilgangi lífsins. Vitað er að hún verður ekki keypt fyrir peninga. Hún er ókeypis; hún er falin í skilningi og nálgun. Sá svartsýni segir venjulega: „Það er ský fyrir sólinni“. Sá bjartsýni segir hins vegar: „Það er sól á bak við skýin“. Margir leita mikillar gleði á sem skemmstum tíma og kosta til þess miklu fé. Í dag virðist lífið þeirra einungis snúast um fundið fé í formi hlutabréfa og happdrætta. Hér áður fyrr var lífið mun erfiðara, en einnig einfaldara. Það fólst einungis í tvennu; feitu fé og fenginn fisk. En hefur tilgangur lífsins í raun breyst svo mikið frá því sem þá var?

Selatangar

Selatangar – Uppdráttur ÓSÁ.

Á Reykjanesskaganum búa nú rúmlega tvö hundruð þúsund manns. Einungis örfáir gera sér grein fyrir verðmætum svæðisins hvað varðar útivist og sögu – og nálgun lífsgilda. Þar eru hinar merkustu fornminjar, sögulegar minjar eru hvert sem farið er þar sem lesa má búsetu- og atvinnusögu svæðisins allt frá landnámi norrænna manna til okkar daga, að ógleymdum stórbrotum útivistarsvæðum. Um fimmtán hraunanna hafa runnið á sögulegum tíma. Í þeim má og finna fjölmarga hella og hraunskjól með ómetanlegum dýrgripum. Í þeim eru fjölbreytilegar mannvistarleifar. Þjóðsögulegir staðir eru margir og tilvist þeirra sýnilegir sem og staðir þar sem draugasögur eiga uppruna sinn. Þar er fegurðin hvert sem litið er.

Húshólmi

Húshólmi – Uppdráttur ÓSÁ.

Fjöldi mannvistarleifa

Til glöggvunar þeim, sem ekki til þekkja, þá má finna á Reykjanesskaganum leifar um 140 selja og selstöðumannvirkja, þ.e. bygginga, fjárskjóla, vatnsstæða, stekkja, kvía, nátthaga og rétta, 78 letursteina, 132 vörður er tengjast sögum og sögnum, 152 gamlar leiðir á milli byggðarlaga eða einstakra áfangastaða, 72 fjárborgir, 83 gamlar réttir, 82 gamla brunna og vatnsstæði, 23 hlaðnar refagildrur, 272 sæluhús og aðrar merkilegar tóftir, 350 hella og hraunskjól, vita, dali, fjöll, strandir, hamra, hraun læki, dýralíf, gróður, auk fagurrar náttúru og tilkomumikils umhverfis.

Ekkert áhugavert að sjá?

Selsvellir

Selin á Selsvöllum. Uppdráttur ÓSÁ.

Því miður eru margir enn með sama viðhorf gagnvart Reykjanesinu og náttúrufræðingurinn Sveinn Pálsson árið 1794 er hann sagði það „ömurlegt á að líta, þar væri auðn og ekkert áhugavert að sjá“. Þeir, sem hafa gengið um svæðið og kynnt sér verðmæti þess vita hins vegar að raunin er önnur. Svæðið hefur upp á allt að bjóða, sem merkilegast getur talist hér á landi. Það er í nánd við fjölmennasta þéttbýli landsins, aðstaða er fyrir hendi til að taka við áhugasömu fólki, tilefnin eru ærin og fjölmargt að skoða og sagan er svo til við hvert fótmál.

Út og skoðið!

Selvogsheiði

Selvogsheiði – minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

Minjasvæðin í Selvogi, í Herdísarvík, í Klofningum, í Krýsuvík, við Selöldu, í Húshólma, í Grindavík, í gömlu Höfnum, við Ósabotna, Básenda, Stafnes, Fuglavík, Sandgerði, Garð, Njarðvík, Stapa, í Vatnsleysuheiðinni, Hraunum, Selgjá og í upplandi Almenninga, Undirhlíða, Lönguhlíða, Brennisteinsfjalla, Austurháls og Vesturháls að ógleymdu Fagradalsfjalli, eru ógleymanleg þeim er þangað hafa komið.
Undirritaður vill hvetja alla þá, sem unna útivist, hreyfingu og áhuga á söguskoðun að kynna sér möguleika Reykjanesskagans – fegurð hans jafnt sem fjölbreytni.“ – ÓSÁ

Heimild:
-Fjarðarpósturinn – 8. tölublað (26.02.2004), Ómar Smári Ármannsson, Reykjanesskaginn – vanmetin útivistarperla, bls. 6.

Sel í Selgjá

Sel í Selgjá. Uppdráttur ÓSÁ.

Stekkjarkot

Reykjanesskaginn á sér magnaða sögu.

Jón Thorkellis

Jón Thorkellis – minnismerki.

Íbúarnir hafa hins vegar oft verið meira sem þátttakendur en gerendur í hinum stærri atburðum, s.s. atburðunum í kjölfar átaka Englendinga og Þjóðverja og aftöku Jóns Arasonar. Mikil umferð fólks var um svæðið alls staðar af landinu, það kom á vertíðir og fór síðan. Kot voru mörg hver lítil og oft nýtt til tiltölulega skamms tíma, sbr. Stekkjarkot í Narðvík. Höfuðbýlin voru fá, en lítt ríkmannleg, með örfáum undantekningum.
Í seinni tíð má segja að á Reykjanesskaganum hafi nútíminn verið stærri en sagan, en víða úti á landi hefur sagan verið stærri en nútíminn (SÁJ).

Njarðvík

Kot í Innri-Njarðvík.

Þannig hafa íbúarnir vera meira uppteknir af því að hafa ofan af fyrir sér með niðursoðnu afþreyingarefni en leita þess í sögunni, þjóðarmenningunni. Landsbyggðin hefur hins vegar notið fortíðarinnar og nýtt sér hana til framtíðar. Hvorutveggja eru þau næringarefni nútímans, sem maðurinn þarnast til að geta verið sæmilega sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt.

Víðast hvar í heiminum er verið að leggja aukna áherslu á nýtingu áþreifanlegra minja til að gera íbúnum og gestum þeirra mögulegt að „þreifa á“ uppruna sínum.

Njarðvík

Frá Njarðvík.

Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að uppruninn er sú auðlind, sem allt annað er á eftir kemur byggist á.
Þróun er afbrigði þess þekkta. Sá, sem ekki þekkir, kemur hvorki til með að geta þróað eitt né neitt.

Njarðvík

Innri Njarðvík – Áki Grenz.

Skálafell

Eftirfarandi viðtal var tekið við einn FERLIRsfélaga og birtist í hinu virta dagblaði Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum:

Hvað er FERLIR?

Stóra-Vatnsleysa

Letursteinninn við Stóru-Vatnsleysu – á hvolfi.

FERLIR er FErðahópur Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Í hópnum eru auk starfsmanna deildarinnar fleira fólk, s.s. úr sektardeild embættisins, almennu deild, útlendingaeftirliti og fleiri deildum, allt eftir áhuga hvers og eins sem og á hollri og nauðsynlegri hreyfingu og vilja til að skoða áhugaverða staði eða minjar, sem virðast leynast víða. Þá hafa allir aðrir, áhugasamir, jafnan verið boðnir velkomnir í hópinn. Morgunblaðið ræddi á dögunum við einn forkólfa FERLIRs, Ómar smára Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjón í Reykjavík.

Hvar og hvað hafðið þið verið að skoða að undanförnu?

Almannavegur

Gengið um Almannaveg.

“Við höfum einbeitt okkur að Reykjanesinu. Ætlum okkur að klára það áður en við snúum okkur að öðrum svæðum. Á þessu svæði átti norrænt elsti hluti norræns landsnáms sér stað. Það eru elstu minjarnar – ef vel er að gáð. Það er svo til öll atvinnusaga landans – í landinu. Minjar eru svo til við hvert fótmál. Það eina sem þarft til er að fara út og skoða. Stundum þarf að leggja svolítið á sig og að leita, en það er allt þarna við fætur fólks, sem hefur áhuga. Þarna eru t.d. gömlu tóttir bæjanna, sem fólkið, er lagði drög að nútíðinni, húkti í öld fram af öld. Þarna eru sjóbúðirnar, naustin, varirnar, siglingamerkin, sundvörðurnar, brunnarnir, selin, selstígarnir, vatnsstæðin, stekkirnir, kvíarnar, fjárhellarnir, vatnsstæðin og vörðurnar.

Borgarhraunsrétt

Borgarhraunsrétt.

Jafnvel réttirnar, útilegumannahellarnir, aftökustaðirnir, dómhringirnir og lögrétturnar eða hvaðanaæva er tengdist lifnaði eða lifnaðarháttum fólks liðins tíma. Það er allt þarna úti – ef einhver hefur áhuga.
Refabyrgin, refagildurnar eða grenin – bara nefndu það. Eða hinir fjölmörgu hellar og skútar, sem tengjast einstökum sögum, s.s. Arngrímshellir, og Sængukonuhelli.
Eða drykkjasteinarnir, eða letursteinarnir eða…. Að ekki sé minnst á náttúruna sjálfa og allt sem hún hefur upp á að bjóða. Bara nefndu það. Það er engin afsökun til að skoða þetta ekki. Lítið sem ekkert af þessu hefur verið haldið að fólki”.

Hvað er verið að skoða?

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

“Allt, sem kann að vera áhugavert frá liðinni tíð. Leitað er í bókum, ritum, sögnum, lýsingum, minningarbrotum og örnefnaskrám og höfð viðtöl við eldra fólk, sem kann frá einhverju merkilegu að segja. Svo virðist sem þjóðsögurnar, sem gerast reyndar hlutfallslega fáar á Reykjanesi, eigi sér svo til allar tilvísun í staði eða staðhætti. Þannig má sannanlega sjá merki þeirra á Selatöngum, í Ögmundarhrauni, í Draughelli í Valahnjúk, í Arngrímshelli (Gvendarhelli) og í Bálkahelli í Krýsuvíkurhrauni, í Kerlingadal austan við Eldborg eða á Vörðufelli ofan við Selvog.

Selvogsgata

Gengið um Selvogsgötu.

Á þessu landsvæði m.a. sjá ein elstu mannvirki landsins, s.s. Skagagarðinn mikla, Fornagarð Í Selvogi, skálann og tóttirnar í Húshólma og Óbrennishólma, minjarnar fyrir ofan Stórubót í Grindavík, kapelluna í Kapellulág við Hraun, dysjarnar við Hraun og víðar, grafirnar við Hafurbjarnastaði eða á Draughól við Garðskaga og svona mætti lengi telja. Þá eru ekki upptaldir letursteinar, sem víða má sjá og hafa skýrskoutun til gamalla heimilda, s.s. letursteinninn við Prestsvörðuna er sr. Sigurður Sívertssen lét höggva í eftir að hafa lifað að harðviðri, rúnasteininn í Kistugerði, áletranir í Másbúðarhóla, leturstein neðan við Kálfatjörn frá 1674, skósteininn í brúnni vestan kirkjunnar, vörðuáletranir, s.s. í Stúlknavörðunni (1777) ofan við Stapann, letur- og ártalssteinana á Vatnselysuströnd, t.d. við Knarrarnes og svona mætti lengi telja.

Þá er ekki talað um allar þær fornu leiðir, sem farnar voru og enn má merkja ef ve er að gáð”.

Hafið þið skráð eitthvað af þessu?

Lambafellsklofi

Lambafellsklofi.

“Við höfum fram að þessu notað upplýsingarnar sem ákveðið tilefni til útivsitar. Stundum höfðum við þurft að fara nokkrum sinnum á sama stað til að finna það sem lýst var. Stundum finnum við annað en það sem lýst var og merkilegt kann að þykja. En við höfum fram að þessu ekki skráð það sérstaklega. Teljum það hlutverk annarra, einkum þeirra sem fram að þessu hafa einungis fengið tækifæri til að skrá og varðveita minjar, sem sögulegar kunna að teljast. Annars er það okkar mat að minjar eigi að varðveitast á staðnum Þær á ekki að færa í eitthvert miðlægt munsteri – víðs fjarri – jafnvel þótt fjöldinn kunni að vera þar. Enginn hefur gott að því – síst sagan eða munirnir. Þeir halda einungis gildi sínu á þeim stað er sagan skóp þeim tilvist – eða öfugt. Aðalatriðið fyrir okkur er hreyfingin. Allt annað bætir um betur. Við þolum hins vegar enga linkennd. Annað hvort er fólk tilbúið til að takast á við það sem bíður þess eða ekki. Ekki er hlustað á kvartanir. Ef einhver gefst upp er leitað að því sem kann að nýtast öðrum til framtíðar, t.d. göngustafnum”.

Hversu margir hafa ílengst frá upphafi og ekki gefist upp?
“A.m.k. tveir”.

Er ætlunin að halda áfram?

Ferlir

Ferlir á ferð um Húshólma.

“Já, svo lengi sem eitthvað er eftir óskoðað. Við höfum þegar farið 317 ferðir á Reykjanesið, en sýnt er að við höfum einungis skoðað það að hluta. Við eigum eftir að skoða selin norðan og austan Búfells og sandana ofan Selvogs svo eitthvað sé nefnt. Og margir hellar eru enn óskoðaðir. Þetta svæði er geysilega víðfeðmt og hefur upp á ótrúlega margt og mikið að bjóða. Jarðfræði landsins er t.d hvergi eins opin og áberandi og þar. Lesa má svo til alla landsmótunina frá vitsmunalegu upphafi á svæðinu og mörg hraunanna hafa runnið eftir að norrænt landnám hófst. Líklega þarf hver og einn að þekkja a.m.k. svolítið til um fortíðina til að geta skilið betur framtíðina. Nútíðin, þ.e. dagurinn í dag, var framtíðin í gær, en verður fortíðin á morgun. Með því má sjá hversu fortíðin getur verið, ekki bara okkur, heldur og öðrum, sem á eftir koma, dýrmæt. Sá veldur, sem á heldur. Þeir sem ekkert gera, vanrækja framtíðina. Viljum við það”.

Hvað er framundan?

Sveifluháls

Gengið um Sveifluháls.

“Meiri hreyfing – í fallegu mhverfi innan um minjar forfeðra og –mæðra og sögu þeirra, sögu liðins tíma – okkar tíma í fortíð, nútíð og framtíð”.

Ljóst má vera að framangreint er einungis svör við framkomnum spurningum, en ef spurt hefði verið nánar um eigindlega möguleika fyrirliggjandi upplýsinga, hugsanlega greiningu eða túlkun þeirra, aðferðir eða aðferðafræðileg hugtök, mögulegra kenninga eða væntanlegar niðurstöður hefðu svörin án efa orðið önnur. Þannig mótast svörin jafnan af spurningunum.

Túlkun niðurstaðna út frá fyrirliggjandi upplýsingum er jafnan talin gild – þá og þegar hún er lögð fram – en hún er líka fljót að breytast þegar til lengri tíma er litið. Svo virðist sem jafnvægi aukist með fjarlægðum – því lengra sem líður frá túlkun gagna því líklegra er að hún nálgist áreiðanleikann fyrrum.

Arngrímshellir (gvendarhellir)

Í Arngrímshelli (Gvendarhelli).

Reykjanes
Virkt gosbelti Íslands liggur eftir flekaskilunum endilöngum. Landið vestan megin við flekaskilin tilheyrir Ameríkuflekanum en landið austan megin Evrópuflekanum. Flekana rekur í sundur frá flekaskilunum um það bil 1 sm á ári þannig að bergið, sem einu sinni myndaðist þar, hefur flust austur og vestur á firði. Þar og á Austfjörðum er nú elsta berg á Íslandi, um 15 milljón ára gamalt.
Jarðfræði

Íslandi gýs að meðaltali á 5 ára fresti og verða eldgosin eingöngu á virka gosbeltinu. Smám saman dragast eldstöðvarnar út af beltinu, þannig að það gýs æ sjaldnar úr þeim þar til þær deyja út að lokum.

Komið hefur í ljós að sumar eldstöðvar tengjast þannig að þær virðast fá sams konar kviku. Þess vegna er eldstöðvum á Íslandi skipt upp í u.þ.b. 30 aðskilin eldstöðvakerfi. Innan hvers eldstöðvakerfis geta verið margar eldstöðvar en aðeins ein megineldstöð. Sum eldstöðvakerfi fá kviku sína beint úr kvikulaginu en önnur fá kvikuna úr grunnstæðum kvikuhólfum.

Ætla má að jarðskorpan undir Íslandi sé um 10 km þykk. Hún er þó mun þynnri undir flekaskilunum heldur en undir Aust- og Vestfjörðum. Undir skorpunni er svokallað kvikulag en þar er bergið bráðið að hluta til og leitar bráðin upp um sprungur í átt til yfirborðsins. Sums staðar nær kvikan að safnast saman og mynda kvikuhólf sem geta náð töluvert upp í jarðskorpuna. Slík hólf eru undir öllum helstu eldfjöllum landsins og nefnast þau megineldstöðvar.

Þgar Reykjanesskaginn er athugaður má lesa þar ákveðna jarðsögu. Greinilega má sjá hvar Reykjaneshryggurinn kemur í land hjá Reykjanestá en þar er stór sigdalur sem sýnir hvar flekaskilin eru. Enn fremur gefa stórar sprungur til kynna hvernig landið rifnar í sundur. Búast má við gosi á Reykjanesskaga á u.þ.b. þúsund ára fresti en gostímabilin geta spannað 300 til 400 ár.

Jarðfræði
iðnesið og svæðið suður af Reykjanesbæ er alsett hraunum sem runnu áður en jökull lagðist yfir landið en hann náði mestri útbreiðslu fyrir u.þ.b. 18.000 árum. Þessi hraun hafa orðið fyrir miklum ágangi. Þegar þau runnu var loftslag svipað og nú en síðan lagðist jökull yfir hluta þeirra. Jafnfram því lækkaði yfirborð sjávar um 100-150 m þannig að hraunin lentu uppi á miðju landi. Jökulár fluttu bræðsluvatn til sjávar og þegar jökla leysti hækkaði sjávarmál allt upp í 10 m yfir núverandi sjávarmál.

Meðan jökull lá yfir Reykjanesi urðu eldgos tíð. Þá mynduðust móbergsstapar og móbergskeilur sem standa upp úr hraunsléttunni sem þekur skagann. Fjöll, sem eru keilulaga eða lík hrúgöldum, hafa ekki náð upp úr jöklinum en hin, sem eru með hraunsléttu efst, gefa til kynna þykkt jökulsins þegar þau mynduðust. Meirihluti Reykjanesskagans er hraunslétta, gerð úr hraunum sem runnið hafa eftir að jökullinn tók að bráðna fyrir u.þ.b. 18.000 árum. Mikill hluti þessarar hraunsléttu er dyngjur sem urðu flestar til á fyrri hluta tímabilsins. Þær eru víðáttumiklir, lágreistir hraunskildir og er Þráinsskjöldur ein stærsta dyngjan, 130 km2. Frá því að land byggðist er talið að um 12 hraun hafi runnið á Reykjanesskaga eða að meðaltali eitt hraun á öld. Hraunin runnu þó einkum á tveimur gostímabilum: um 1000 og um 1300. Síðara tímabilið gengur undir nafninu Reykjaneseldar.

Heimild m.a.:
-http://www.bluelagoon.is/Gjain/Almenn_jardfraedi/Island/

Jarðfræði

Jarðfræði Reykjanesskagans.

Jarðfræði

Úrkoma, sem fellur á Reykjanesskagann, hripar niður um lek berglög, safnast fyrir neðanjarðar og sytrar svo hægt í átt til sjávar. Þetta vatn kallast grunnvatn. Við ströndina mætir ferska grunnvatnið söltum sjónum. Sjórinn er eðlisþyngri, svo að grunnvatnið myndar 30 – 100 m þykka ferskvatnslinsu sem flýtur ofan á honum. Neðst í grunnvatnslinsunni er lag af ísöltu vatni og er það þykkast úti við ströndina þar sem berggrunnur er afar lekur og sjávarfalla gætir mest.

JarðfræðiÁ Reykjanesskaga eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku (heit innskot). Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi. Í Svartsengi er t.d. heitur jarðsjórinn notaður til að hita upp kalt vatn fyrir hitaveitu á Suðurnesjum auk þess sem hann er nýttur fyrir gufuaflstöð til raforkuframleiðslu. Hluta af söltu afrennslisvatninu er veitt í Bláa Lónið en afganginum er dælt aftur niður um borholu.

Jarðskjálftar eru tíðir á Reykjanesskaganum. Upptök þeirra eru einkum á örmjóu belti sem sker eldstöðvakerfin og stefnir nærri í austur. Líta má á þetta belti sem flekaskilin sjálf. Á Reykjanesskaganum eru þrjú eldstöðvakerfi og þar sem beltið sker þau eru eitt eða fleiri háhitasvæði á yfirborði jarðar: Reykjanes, Eldvörp, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöll.

Reykjaneskagi - jarðfræði

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Vestast á jarðskjálftabeltinu er gliðnunarhreyfing ráðandi og mikið um væga jarðskjálfta sem verða ekki stærri en 4-4,5 stig á Richter. Eftir því sem austar dregur verður aftur á móti víxlgengishreyfingin, sem einkennir Suðurlandsundirlendið, greinilegri. Þar geta jarðskjálftar orðið sterkari eða allt upp í 6-6,5 stig á Richter. Um miðhluta Reykjanesskagans fara jarðskjálftar aftur á móti ekki upp fyrir 5-5,5 stig á Richter.

Á Reykjanesskaga eru átta jarðskjálftamælar sem veita hagnýtar upplýsingar um upptök og eðli skjálftavirkninnar auk þess að auðvelda Almannavörnum eftirlit með svæðinu. Hitaveita Suðurnesja kostar þrjá þessara mæla. Á Reykjanesskaga virðast skiptast á róleg og óróleg jarðskjálftatímabil. Sögulegar heimildir eru mismiklar en um og fyrir aldamótin virðist hafa verið mikil ókyrrð á og við Reykjanes. Ennfremur voru miklar skjálftahrinur á tímabilunum 1929-1935 og 1967-1973. Svo virðist sem slík óróleikatímabil geti gengið yfir Reykjanesskaga á 30-40 ára fresti.

Heimild m.a.:
-http://www.bluelagoon.is/Gjain/Almenn_jardfraedi/Island/

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Árni Óla

„Einn góðviðrisdag í sumar kom jeg á skemtilegan og fallegan stað hjerna í nágrenninu. Sunnan við Hafnarfjörð er fell nokkurt sem Ásfjall heitir. Vestan undir því er dalverpi og hefir Kapelluhraun runnið inn í það að norðan og hlaðið hraunborð þvert fyrir það. Þess vegna hefir myndast dálítil tjörn innst í krikanum, uppi undir fjallinu.

asfjall-221

Hraunið er þarna helluhraun með mörgum sprungum. Í hverri sprungu var köngulóarvefur við köngulóarvef og glóði á þá eins og silfurvíravirki þar sem sól skein á. Í miðjum hverjum vef sátu „maddömurnar“, sleiktu sólskinið og biðu eftir bráð. En undir vefunum var fagurgrænt burknastóð. Umhverfis tjörnina var mikið fuglalíf. Þar voru lóur, stelkar, tjaldur, kríur, duggandir, stóru móandir, óðinshanar, hettumáfar. Auk þess grámávar, svartbakar og hrafnar, sem sýnilega höfðu komið í heimsókn. Öll tjörnin moraði af hornsílum. Smáhólmi er í henni og var nú fagurgulur af vatnasóley. Blástör vex í þriðjungi tjarnarinnar og eru þar smátoddar og tappir á víð og dreif og eins meðfram löndum. Þarna var líf og fjör, en mest bar á hettumávunum. Þeir voru á annað hundrað og lintu ekki gargi og skrækjum og gerðu sig heimaríka með árásum á hinn óboðna gest, því að þarna hafa þeir valið sjer varpstað. Á hverri smátöpp meðfram landi mátti líta hreiður með 4 eggjum hvert. Úti í hólmanum voru hreiðrin víst álíka þjett og kríuhreiðrin hjer í Tjarnarhólmanum. Og alls staðar voru þeir að setjast niður í störina, og hafa þar verið toddar með hreiðrum, þótt þeir sæist ekki.
Hettumávurinn er fallegur fugl, harðskeyttur og ráðríkur og ryður sjer til landa með mestu frekju. Ekki veit jeg hvað langt er síðan hann hefir sest þarna að, en varla eru það mörg ár. Og hann hefir lagt undir sig besta landið þarna, eins og annars staðar þar sem hann kemur og bolað öðrum frá. Sjálf krían hefir orðið að hörfa úr hólmanum fyrir ráðríki hans, og er ýmist flúin eða hefir flutt sig upp í mýri ofan við tjörnina. Þangað hafa andirnar víst einnig orðið að flytja til þess að fá afdrep fyrir hreiður sín.
Þótt hettumávurinn sje leiðinlegur til lengdar, var unaðslega skemtilegt þetta sólbjarta sumarkvöld þarna hjá litlu starartjörninni. Handan við hana í ásunum blöstu við iðgræn tún, bæir og sumarbústaðir og spegluðust í vatninu.

Ástjörn

Ástjörn.

Þarna var líf og fjör. Innan um jassgargið í hettumávunum heyrðist margraddaðiir kliður af söng annara fugla og í loftinu stóð hinn fallegi tjaldur og rak upp sín hvellu bjölluhljóð, sem yfirgnæfðu alt annað. Og á meðan jeg sat þaraa og horfði og hlustaði hugfanginn, og naut þess að láta blessaða sólina verma mig, hvarflaði sú hugsun að mjer, hve undarlegt það væri, að slíkir staðir sem þessi færi fram hjá augum fjöldans. Hve undarlegt það væri, að menn þeyttust langar leiðir út og suður, austur og vestur, til þess að fá að sjá fegurð náttúrunnar, en hugsuðu ekkert um þá fögru staði sem hjer eru á næstu grösum. Og þá fanst mjer sem það mundi þarft verk, að benda Reykvíkingum á það, að hjer eru margir fagrir staðir, rjett við bæjarvegginn hjá þeim, staðir, sem fæstir þeirra hafa sjeð og vita ekkert um. Fanst mjer að slíkt gæti orðið góð leiðbeining fyrir þá, sem ekki hafa annan frítíma en vikulokin til þess að lyfta sjer upp.
Reykjanesskaginn er ekki jafn ómerkilegur og sumir hyggja. Hjer er bæði stórbrotin og fjöbreytt náttúrufegurð. Fjöllin eru að vísu ekki há, en þau eru undrafögur og margbreytileg. Hjer eru fagrir firðir og svo hin dásamlegu Sund og eyjarnar. En skaginn þykir heldur gróðurlítill.
Merkilegastur er Reykjanesskaginn fyrir hinar miklu eldstöðvar, sem þar eru, og hraunin. Milli Vogastapa og Hvaleyrar er norðan á nesinu um 15 km. breitt undirlendi upp að Fagradalsfjalli, Keili, Trölladyngju og Undirhlíðum. og er alt þetta svæði samfeld hraunbreiða, sem kallast Almenningur. En tvö yngri hraun hafa flætt þarna yfir gömlu hraunin og alla leið fram í sjó, Afstapahraun milli hrauns og Vatnsleysu og Kapelluhraun milli Hvaleyrar og Hrauns. Almenningshraun eru mjög gömul og eru sennilega komin úr gígum hjá Undirhlíðum, sum eru margir. Frá miðgígunum þar og gígum hjá Helgafelli er Kapelluhraun komið. Það er í annálum nefnt Nýjahraun og draga menn af því þá ályktun að það muni hafa runnið eftir landnámstíð. Afstapahraun er komið úr miklum gígum hjá Trölladyngju.
Þá er Hafnarfjarðarhraun eða Garðahraun. Það er komið úr stórum gíg norður af Helgafelli, skamt frá Kaldárseli. Landspildan fyrir vestan gíginn, með tröðum og hrauni, og líklega gígurinn sjálfur, hefir sigið eftir gosið, og þess vegna má sjá þar þá einkenilegu sjón, að aðalhraunið er hærra heldur en uppvarpið. Hraunstraumarnir frá þessum gosstöðvum hafa beljað niður milli ása niður að Hafnarfirði og út á Álftanes ofanvert.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.

Fyrir neðan Bláfjöll og Grindaskörð er samanhangandi hraunhaf að Elliðavatni og Lækjarbotnum, og standa aðeins fáir móbergshnúkar upp úr svo sem Helgafell, Valahnúkur og Húsfell. Hafa hraun þessi komið úr mörgum stórum gígum uppi á brúnum við Kóngsfell, hjá Bláfjöllum, við Kerlingarskarð og Grindaskörð og runnið niður hlíðarnar í mörgum stórum elfum og fossum, sem enn má sjá. Það eru ekki vatnsföllin á Reykjanesskaga, en þurár eru þar margar. En þurár munu fornmenn hafa kallað hraunstrauma, sbr. bæjarnafnið Þurá í Ölfusi. Hraun þessi úr Bláfjöllum eru mjög misgömul, komin upp við mörg gos, líklega öll fyrir landnámstíð. Vestan til í þeim eru ýmsar stórar gjár, og heitir ein Gullkistugjá. Við hana er kend Gjáarrjett. Um nafnið Kóngsfell er það að segja, að fellið er kent við fjallkóng eða gangnaforingja, sem hafði þann sið að skifta leitarmönnum þar.

Hellnahraun

Hraun í nágrenni Hafnarfjarðar.

Öll þessi hraun eru í námunda við Reykjavík og öll eiga þau sammerkt um það, að vera mjög girnileg til fróðleiks, svo sannarlega sein fjölbreytni í landslagi er girnileg til fróðleiks. Hraunin eru heimur út af fyrir sig, og margir einkennilegustu og fegurstu staðir þessa lands eru í hraunum. Oft eru þau nokkuð óblíð á svipinn og ógestrisin, En öll geyma þau sjerstaka töfra, sem menn finna fyrst þegar þeir fara að kynnast þeim. Og í þessum hraunum má margt læra, eigi aðeins um eldsumbrot, hamfarir og tortímingu, heldur einnig um gróðrarsögu landsins, hvernig hin þolinmóða móðir náttúra byrjar aftur að græða og klæða. Þar sjest einna best hvað hún hefir „hendur sundurleitar“ og að „önnur er mjúk en önnur sár“. Yfir gróðurlendur falla logandi hraunelfur og brenna og kaffæra alt sem fyrir verður. En ekki hefir hraunið storknað fyrr en gróðurinn tekur að nema þar land. Fyrst koma fljetturnar eða skófirnar, sem bíta sig fastar í bert hraunið og mynda á því hvíta og gula bletti. Svo kemur grámosinn og tyllir sjer á skófirnar og myndar þar smám saman smáþúfur, sem síðan renna saman og verða að dyngjum, eða mosaþembum, þessum einkennilega gróðri, sem Jóhannes Kjarval málari hefir skynjað manna best hve fagur er í látleysi sínu og lífskrafti. Grámosinn hefir það hlutverk að skapa jarðveg í hraununum. Hann vex og vex, en fúnar jafnframt að neðan og með því að kappkosta að lifa er hann þannig að útrýma sjálfum sjer, því að nú kemur nýr gróður og sest að í þeim jarðvegi, er mosinn hefir skapað. Í því landnámi er fyrst og fremst krækiberjalyngið og aðrar lyngtegundir, móasef, sauðvingull, geldingalauf o. fl. Þessi gróður kæfir svo smám saman mosann og myndar fastan jarðveg og þá koma enn nýir landnemar: fjalldrapi, víðir og birki, og grastegundir þar sem rakara er, svo sem í bollum og gjótum. Á þennan hátt klæðast hraunin, þangað til þar er kominn skógur og blómskrúð. Og öll þessi gróðurstig má sjá í hraununum hjer umhverfis Reykjavík. Þau eru bæði fögur og fjölbreytileg. Mestur gróður er í Almenningshraununum og Hafnarfjarðarhrauni og hrauninu fyrir ofan Elliðavatn. En Afstapahraun er enn á grámosastiginu. Hvergi eru hraun þessi sandorpin. Sumum finst nú máske upp á lítið boðið að skoða hraun. En það er misskilningur.

Reykjanes

Reykjanesskagi – nefnur.

Þótt hraunin sje heldur fáskrúðug yfir að líta, eru þau sífeld uppspretta fjölbreytni þcgar inn í þau er komið. Þau taka engum vel sem flanar að þeim. En íhugulum gestum veita þau skjól og hvíld og leika við þá með því að sýna þeim hinar furðulegustu kynjamyndir. Það getur og trauðla skemtilegra ferðalag, en að ganga meðfram hraunjaðri. Farið t.d. með jaðri Afstapahrauns frú Vatnsleysu og alla leið upp á móts við Keili. Yður mun langa til að ganga það oftar en einu sinni. Hvers vegna eru menn að fara inn á öræfi, dýrar og erfiðar ferðir þegar þeir hafa öræfanáttúruna rjétt við bæjarvegginn? Viljið þið ekki reyna að skreppa einhvern tíma hjerna suður í Trölladyngju? Best og fyrirhafnarminst er að fara með bíl vestur með Sveifluhálsi, eins langt og ekið verður.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. ISOR

Hraunið þar á milli og Mávahlíða er allörðugt yfirferðar, en skemtilegt að fara það. Það er að vísu skófrekt og ef þjer viljið spara skóna, þá skuluð þjer fara lengra vestur, þangað sem leiðin liggur vfir Sveifluhálsinn til Krýsuvíkur. Þar er Ketillinn og getið þjer skoðað hann um leið. Þaðan liggur svo gata vestur og norður að Vigdísarvöllum, undir Núpshlíð. Er sú hlíð rómuð fyrir það, segir Eggert Ólafson, hve margt fagurra jurta vex þar. Mikið vex þar af blágresi, maríustakk, hjúnagrasi, muru, sjerstakri tegund af lyfting o. s. frv. Þar finnast og jarðarber. Þaðan er svo farið inn með hlíðinni að Djúpavatni, sem er eitt af hinum fáu stöðuvötnum á Reykjanesskaga. Þar er ágætur tjaldstaður og ef þjer hafið farið úr Reykjavík á laugardegi, þá er sjálfsagt að tjalda þar, og hafa svo sunnudaginn fyrir sjer. Áreiðanlega er það meira en dagsverk að skoða Trölladyngju og umhverfi hennar, hinar stórkostlegu eldstöðvar og jarðhitann. Þeir, sem hafa gaman af því að ganga á fjöll, fá þar ósk sína uppfylta, því að tveir hæstu tindarnir á Trölladyngju eru bæði girnilegir og ögrandi. Þaðan mun vera víð og tilkomumikil útsýn, betri en af Keili, þótt margir dásami útsýnina þaðan. Eru þeir og fleiri, sem gengið hafa á Keili heldur en Trölladyngju. Af Trölladyngju blasir við auga öll dýrð öræfanna, alt nema jöklar.
Vilji menn fara víðar yfir, er hægt að ganga vestur í Fagradal, en þangað fara Grindvíkingar stöku sinnum í skemtiferðir. Norðan og sunnan Trölladyngju eru tvö graslendi, vinjar hjer í eyðimörkinni, Vigdísarvellir að sunnan, en Höskuldarvellir að norðan. Á Vigdísarvöllum var bygð fram yfir aldamót.
Fyrir sunnan og austan Hafnarfjörð eru nokkrir dolerításar með stefnu frá norðvestri til suðausturs og dalir á milli. Í grjótinu í ásum þessum er mikið af „olivirí’, gulum krystöllum, og heldu útlendingar lengi vel, að hjer væri um sjerstaka tegund af grjóti að ræða, og kendu hana við Hafnarfjörð og kölluðu „Havnefjordit“.

Reykjanesskaginn

Reykjanesskaginn.

Vestasti ásinn nær frá Hvaleyri og hamrinum við Hafnarfjörð áfram á móts við Undirhlíðar. Aðskilur hann Hafnarfjarðarhraun og Kapelluhraun. Um uppruna nafnsins Kappelluhraun er svo sagt: Yfir Kapelluhraun er vegur svó vel lagður, að hann má skeiðríða. (Var það áður en bílvegurinn kom). En enginn veit af hverjum eða hvenær hann hefir verið lagður. Nálægt í miðju þessu hrauni er upphlaðin grjóthrúga rjett við veginn, sem fólk kallar Kapellu og segir, að þar sjeu dysjaðir þeir menn frá Bessastöðum, sem drepnir voru í hefnd eftir Jón biskup Arason 1551. En ólíklegt er að það muni satt vera.
Skamt fyrir sunnan Hafnarfjörð er Ásfjall og er það hæsti hnúkurinn á þessum ásum. Fyrir sunnan það heitir hraunið Brunahraun eða Bruni. Þar er vegur til Kaldársels og var kallaður Stórhöfðavegur.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – sýnir áætlaðan aldur yngri hrauna.

Næsti ásinn er nefndur Setbergshlíð, og sá þriðji Vífilstaðahlíð, en Vífilstaðaháls er austur frá Vífilstöðum frá suðri til norðurs og þá Arnarnesháls. Frá Setbergi og fram undir Kaldársel gengur daldrag, sem gjarna mætti kalla Kaldárdal, því sennilega hefir Kaldá runnið um hann áður en hraunflóðið kom, sem fallið hefir um dalinn niður að Hafnarfirði og þaðan fram á Álftanes og er fyrst kallað Gráhelluhraun og síðan Hafnarfjarðarhraun og Garðahraun. Eftir þessum dal liggur akvegur suður að Kaldárseli meðfram vesturbrún hraunsins. Er hraunið víða úfið og brotið, hef ir sporðreist og hlaðist upp á sumum stöðum, en sums staðar með djúpum skvompum og skorum. Heiðin að sunnan heitir vestast Sljettahlíð. Er hún kjarri vaxin og graslendisræma milli hennar og hraunsins. Þarna hafa Hafnfirðingar reist sumarbústaðahverfi, og eru þar nú milli 20 og 30 snotrir sumarbústaðir í röð undir hlíðinni. Er þarna viðkunnanlegt og verður með tímanum mjög fagurt, því að hver maður er að rækta hlíðina upp frá sínum bústað og gróðursetja þar blóm og trje.
Milli Setbergshlíðar og Vífilstaða hlíðar er annar dalur, og eftir honum hefir runnið önnur kvísl af Hafnarfjarðarhrauni og dreifir úr sjer á sljettunni fyrir vestan Vífilstaði. Liggja traðir úr Vífilstaðahlaði þar þvert yfir hraunið, og víða meðfram þeim eru bekkir fyrir sjúklinga hælisins. Er hraunið þarna gróið og kjarri vaxið og eru þar margir yndis fagrir staðir, sem sjúklingar munu áreiðanlega lengi minnast af hlýum huga, því að þessir staðir hafa sjálfsagt veitt þeim hugfró og unað í mótlæti þeirra. Dalurinn þarna fram af er svipaður hinum, nema hvað hraunið er öllu stórbrotnara og þegar vestur úr dalnum kemur og það nálgast upptök sín verður það æ hrikalegra og þó fegurra, með mörgum gjám og kötlum. Er víða mikill gróður þarna innan um hinar furðulegustu klettaborgir. Fyrir mynni dalsins er lágt fell, sem Smalafell nefnist. Af því er góð útsýn yfir hraunið og lægðina þar fyrir sunnan, þar sem mikið landsig hefir orðið einhvern tíma. Rjett fyrir vestan Smalafell liggur gamli vegurinn frá Hafnarfirði til Selvogs. Heitir hann Grindaskarðavegur. Göturnar eru nú horfnar og gleymdar, þótt þetta væri áður alfaraleið, en vegurinn segir þó til sín. Hafa verið sett ýmis merki við hann, svo sem smávörður, trjestaurar, eða járnhælar, sem reknir hafa verið niður með stuttu millibili. Og svo hefir á löngum köflum verið raðað steini við stein meðfram götunni. Kemur þessi langa steinaröð, hjer í óbygðum, ókunnugum einkennilega fyrir sjónir, því að hun líkist mest gangstjett. Liggur hún þvert suður yfir jarðfallið með stefnu á eldgíg nokkurn fyrir austan Valafell. Er þetta víst eina færa leiðin með hesta þarna þvert yfir, til þess að komast fram hjá tveimur hrikalegum gjam, sem eru sin hvoru megin við jarðfallið. Þegar komið er upp undir hlíðarnar að sunnan beygir vegurinn vestur að Kaldárseli. Einu sinni var bygð í Kaldárseli. Bjó þar seinast einsetumaður og dó þar, svo að engin vissi fyr en nokkuð seinna að einhverja menn bar þar að garði. Eftir það fór kotið í eyði. En fyrir nokkrum árum reistu skátar þarna skála og höfðu þar bækistöð sína. Í fyrra var skálinn stækkaður um helming, og í sumar hafa Hafnfirðingar haft þar barnaheimili með 27 börnum. Er viðkunnanlegt þarna og hafa börnin unað sjer vel, enda frjálst um svo fjarri mannabygð og í návist fjallanáttúrunnar. Yfir Kaldárseli gnæfir Helgafell. Það er nokkuð hátt og ilt uppgöngu nema að austan. Af því er ágætt útsýni yfir hraunin og gosstöðvarnar þar um kring.

Helgafell

Helgafell og nágrenni – örnefni (ÓSÁ).

Undir Helgafelli eru Kaldárbotnar í kvos nokkurri. Eru þar margar uppsprettur og mynda fyrst dálítið lón. Þangað sækir Hafnarfjarðarbær vatn sitt, og er sú vatnsleiðsla eldri en vatnsveita Reykjavíkur. Stíflugarður hefir verið hlaðinn fyrir lónið og frá honum liggur opinn timburstokkur norður yfir sljetta hraunið og Gullkistugjá, fyrir norðan Kaldársel. Hefir orðið að hlaða geisimikinn og háan steinvegg þvert yfir gjána undir stokkinn. Þar skamt frá er svo vatnið tekið í pípur og leitt til Hafnarfjarðar. En það er nú orðið viðsjárvert að hafa þennan langa opna stokk, og uppspretturnar ógirtar. Stokkurinn er víða farinn að gefa sig og lekur drjúgum. Er einkennilegt að sjá það efst, að vatnið, sem niður lekur rennur í þveröfuga átt við renslið í stokknum, og sameinast Kaldá. Rennur hún svo niður hjá Kaldárseli og þar í hálfhring, eins og hún sje að villast, en steypir sjer svo á kaf niður í hraunið og sjest ekki meir. Jörðin gleypir hana með öllu.

Kaldá

Kaldá.

Hefir mörgum þótt þetta furðulegt, og hefir þjóðtrúin spunnið út af því hinar furðulegustu sögur. Getur Eggert Ólafsson þess í ferðabók sinni, að menn haldi að Kaldá renni neðanjarðar alla leið vestur á Reykjanestá og þar til hafs, en af straumi hennar myndist Reykjanesröst. Getur hann þess einnig, að í samræmi við þessa tilgátu mahna sje farvegur hennar þannig sýndur á hinu nýasta Íslandskorti, sem gert var á konungs kostnað. Brynjulfur Jónsson á Minna-Núpi segir, að það sje almælt, að á fyrri öldum hafi á sú runnið úr Þingvallavatni, er Kaldá er nefnd, eitthvert hið mesta vatnsfall á Íslandi. Hún á að hafa runnið norðan við Hengil og ofan þar sem nú eru Fóelluvötn og svo suður með hlíðum og í sjó á Reykjanesi. Sje sagt að hún komi upp í Reykjanesröst og að Kaldá hjá Helgafelli sje úr henni. Er það haft til sannindamerkis, að hinir svonefndu Vesturvellir ofan frá Hengli til Litlafells, Fóelluvötn og þaðan niður undir Holm líkist gömlum árfarvegi. En svo þurfti að fá skýringu á því, hvernig á því stóð, að þetta mikla vatnsfall skyldi hverfa, og eru um það ýmsar sögur. Ein er sú, að karl nokkur, sem var kraftaskáld, misti í hana tvo sonu sína, og kvað hana því niður. Önnur sögn, og öllu vísindalegri er sú, að Kaldá hafi horfið eitt sinn er suðurfjöll brunnu, svo einn var eldur ofan úr Hengli og út í sjó á Reykjanesi og hafi bá jörðin gengið upp fyrir sunnan Elliðavatn.

Skamt fyrir austan Kaldársel er Helgadalur, djúp hvos með dálítilli tjörn. Er þráðbeint hamrabelti að norðan en grösugar hlíðar á tvo vegu. Er þarna tilvalinn og skemtilegur áfangastaður fyrir þá, sem kanna vildu fjallaslóðir þar um kring. Þaðan má fara t. d. Grindaskarðaveg upp undir f jöllin og síðan austur á við milli hrauns og Kaldárselhlíða um svonefnda Kristjánsdali. Þar er ekkert vatn, en mjög grösugt. Þar voru áður geymdir hestar lestamanna þeirra, er sóttu brennistein í Brennisteinsfjöll, og var þá bygður kofi þar. Er svo haldið austur með yfir hraunfossana, og niður með Vífilfelli á Suðurlandsbraut. Þá er og skemtilegt að fara Grindaskarðaveg, yfir Heiðina há. Það er geisimikil elddyngja, lík í lögun og Skjaldbreiður, og um 700 metrar á hæð. Útsýn er þar víð og fögur í góðu veðri, sjer yfir alt Suðurlandsundirlendið að Eyjafjöllum, inn til jökla og vestur á Snæfellsnes. Vegurinn suður af liggur niður í Selvog, og er þar á brúninni fyrst komið að vörðu þeirri, er hinn alkunni galdramaður, síra Eiríkur í Vogsósum hlóð á sínum tíma Frá Kaldárseli er hæfileg gönguför upp í Brennisteinsfjöll. Er það aflangur fjallahryggur uppi á Lönguhlíð. Í austurhlíð þeirra eru óteljandi gígar og standa mjög þjett, og frá þeim hafa hraunfossar steypst niður hlíðina. Breiða hraunin síðan úr sjer yfir mikla sljettu, sem er þar á milli og Bláfjalla og Heiðarinnar há, en sljettu þessari hallar suður að brúnum fyrir ofan Stakkavík í Selvogi og Herdísarvík, og halda menn að hraunfossarnir sem steypst hafa þar fram af hengifluginu, sje komnir úr gígunum í Brennisteinsfjöllum.

Traðarfjöll

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Mundi það hafa verið hrikaleg sjón, ef einhver hefði verið til að horfa á, er glóandi hraunið kastaðist í stórum fossum fram af bjargabrún. Upp úr hrauninu í austurhlíð Brennisteinsfjalla, koma gufur sums staðar og litlir brennisteinsblettir eru utan í rönd þess. Á því haf a menn þóst vita að þarna væri brennisteinsnámur og hafa svo gefið fjöllunum nafn af því. Sumarið 1851 ferðaðist Jón Hjaltalín landlæknir nokkuð hjer um land til að rannsaka brennisteinsnámur, þar á meðal námurnar í Krýsuvík. Frjetti hann þá um þessar námur uppi í Brennisteinsfjöllum, og fór að spyrjast fyrir um það hvar þau væri, en svorin voru mjög sitt á hvað, sagði einn þetta annar hitt. Var það ekki fyr en að áliðnu sumri, að hann fann mann úr Selvogi, sem kvaðst þekkja fjöll þessi. Bauðst hann til að fylgja Jóni þangað, og lögðu þeir á stað í það ferðalag skömmu fyrir veturnætur. Fann Jón þarna fjórar námur og leist mjög vel á 3 þeirra. Þær eru í Krýsuvíkurlandi. Sjö árum seinna (1858) keypti Englendingur nokkur, J. W. Busby að nafni þessar námur og Krýsuvíkurnámurnar fyrir milligöngu dr. Jóns Hjaltalíns. Eftir kaupbrjefinu máttu Englendingar taka allan brennistein í Herdísarvíkur og Krýsuvíkur landareignum svo og allar málmtegundir, er þar kynni að finnast, og ýmis önnur rjettindi voru þeim áskilin. Seljendur voru þeir síra Sig. B Sivertsen á Útskálum og Sveinn Eiríksson í Krýsuvík og var söluverðið 1400 dalir. Var nú stofnað námuhlutafjelag í Englandi og hafið brennisteinsnám. En fjelagið tapaði og gengu hlutabrjefin kaupum og sölum, og óvíst hvar þau eru nú niður komin. En í Brennisteinsfjöllum má enn sjá verks ummerki eftir brennisteinsnámið. Á dálítilli grasflöt við læk eru rústir húsanna, sem Englendingar reistu og skamt þar fyrir sunnan eru námurnar. Hefir ekki verið neinn hægðarleikur að vinna þær, því að þær eru undir hrauninu. Hafa Englendingar brotið þar stórar skvompur í hraunið, urðu að brjóta um tveggja mannhæða þykkt blágrýtishraunið til þess að komast að brennisteininum, því að hann hefir sest í glufur og hraunholur niður undir jörð. Hitinn í gufuholunum þarna er talinn vera 26—78 gráður. Hefir gufan soðið og etið hraunið í sundur allavega og umbreytt því, svo að þar hafa myndast krystallar og marglitir steinar, sem gaman er að eiga.

Selvogsgata

Kerlingarskarð framundan.

Leiðin frá Kaldárseli upp í Brennisteinsfjöll liggur um Kerlingarskarð, sem er rjett fyrir sunnan Grindaskarðaveginn. Eru þar á brúninni margir gígar og úr þeim hafa komið hraunin fyrir neðan Langahlíð. Einn af stærstu gígunum á þessum slóðum er Kistufell. Er af því víð og mikil útsýn. Gígurinn er mikill um sig og um 70 metra á dýpt. Vestan við Kistufell er viðsjált hraun. Eru þar sums staðar hringlaga gígop, þverhnýpt niður og svo djúp, að jökull er í botni þeirra.
Óteljandi gjár og hellar eru í hraununum á öllu þessu svæði, er nú hefir verið lýst, alt frá sjó og upp á Heiðina há. Kann jeg ekki nöfn á þeim, enda yrði það of löng upptalning, eigi heldur allar gjár skírðar, nje allir hellar fundnir enn.

Helgadalur

Helgadalur.

Þegar Árni prófastur Helgason var í Görðum á Álftanesi samdi hann sóknarlýsingu og segir í henni: „Gjár eru víða í þessum hraunum, sumar bæði langar og djúpar. Merkilegastar þekki jeg tvær, sem liggja samsíða frá austri til vesturs fyrir ofan Setbergshlíð, og er ei lengra á milli en svo sem 100 faðmar, að jeg ætla. Í vatn sjer niður í þeim og er langt niður að því; sums staðar eru þetta fremur sprungur en gjár og sums staðar vottar ekki fyrir þeim. — Svo kallaðir Norðurhellar eru hjá Vífilstaðahlíð og Kjötshellir í Setbergshlíð. Rauðshellir er skamt fyrir norðan Helgafell. Í honum eru pallar sjálfgerðir er bæði má sitja á og smjúga undir, og ná þeir yfir þveran hellirinn. Margir hafa grafið nöfn sín í bergið í Rauðshelli, sem þangað hafa komið. Sum staðar er hvað skrifað ofan í annað.“
Eins hellis enn verður hjer að geta, ekki vegna þess að hann sje stór nje merkilegur frá náttúrunnar hendi, heldur vegna þess að Farfuglar hafa gert hann að bústað sínum. Hellir þessi er uppi í kletti nokkrum austan undir Valahnúk. Hann er rjett manngengur þar sem hann er hæstur. Þeir hafa sett fyrir hann hurð og komið fyrir tveimur gluggum, og síðan gert þar fjalagólf. Geta 8—10 menn sofið þarna á gólfinu í svefnpokum, og mun oft svo gestkvæmt þarna, bæði sumar og vetur. Umhverfis er afgirtur dálítill blettur, klettakvosir og brekka sem hefir verið ræktuð. Hafa þeir sáð þarna blómum og gróðursett trjáplöntur, og gert staðinn einkennilega fallegan og aðlaðandi. Verður þó betra seinna, því að alt er þetta svo að segja í byrjun. En alt, sem þarna hefir verið gert, lýsir smekkvísi og ást á náttúrunni, en hún er aðalsmerki allra farfugla.“

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 1. september 1946, bls. 349-353.
-Lesbók Morgunblaðsins, 25. ágúst 1946, bls. 341-347.
-Lesbók Morgunblaðsins, 18. ágúst 1946, bls. 334-337.

Valaból

Valaból.

 

Skipsstígur

Vitneskja um „fornar“ eða „gamlar“ götur á Reykjanesskaganum eru tiltölulega nýjar. Þeirra er ekki getið í fornum heimildum, enda hafa að öllum líkindum þótt svo sjálfsagðar að ekki tæki að fjalla um þær sérstaklega.

Skógfellastígur

Fyrstu „ferðamennirnir“ hér á landi fóru flestir alfaraleiðirnar milli áhugaverðra náttúrustaða. Einn þeirra staða var t.a.m. hverasvæðið í Krýsuvík. Að öðru leyti þótti Reykjanesskaginn líkastur auðn, líkt og Sveinn Pálsson lýsti í ferðabók sinni seint á 19. öld; „hér er ekkert merkilegt að sjá…“
Þrátt fyrir heimildarleysið hafa landsmenn ferðast af nauðsyn milli tiltekinna staða með ströndinni og stranda á millum um aldir – eða
allt frá landnámi á 9. öld, eða jafnvel lengur. Þegar meiri festa komst á samfélagsmyndina og tilteknir staðir urðu ráðandi forðabúr svæðisins og aðrir ákveðnir stjórnsýslustaðir komust á fastar og hefðbundnar ferðir starfsfólks að og frá þeim, sem og fólks er sótti þangað varning, stundum í löngum lestum, s.s. að Seltöngum og í aðrar verstöðvar og verslunarstaði.
Yfirleitt var reynt að velja greiðfærustu leiðirnar á milli staða, jafnvel þótt lengri væru en þær beinustu. Reynt var að krækja framhjá úfnum og torfærum hraunum, sléttlendi frekar valið fyrir fótgangandi tvífætlinga og gróðurræmur fyrir fjórfætlinga. Vel var gætt að því að „halda hæð“ svo ekki væri verið að fara að óþörfu upp og niður hæðirog lægðir. Slíkt krafðist orku, en mikilvægt var að lá fyrirliggjandi orkuöflun nýtast sem best í ferðinni hverju sinni. Hver fylgdi öðrum. Smám saman mynduðust mjóar götur í harða hraunhelluna þar sem umferðin var mest og samfeldust. Hafa ber í huga að ný hraun voru að renna um Skagann fram á ofanverða 12. öld og hiti hefur verið í þeim allt fram á framverða 13. öld. Helluhraunið milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur er gott dæmi um breytta þjóðleið vegna eldgosa á nútíma. Einnig Ögmundarhraun, Afstapahraun og Nýjahraun (kapelluhraun), auk hraunanna ofan við Grindavík (Sundhnúkahraun, Illahraun og Afstapahraun sem og Eldvarpahraunin síðustu).

Rauðamelsstígur

Eftir að hafa skoðað þær mörgu „gömlu“ götur á Reykjanesskaganum hefur vaknað grunur um að hlutar sumra þeirra séu hluti af mun eldri, almennari og lengri leiðum – gleymdum götum, sem legið hafa frá Innnesjum út á sunnanverð Útnesin. Þar hefur t.a.m. Krýsuvíkurleiðir, sem á seinni aldarmisserum hafa verið skráðar sérstaklega vegna tengsla, vitneskju eða áhuga manna á þeim, einungis verið hliðarstígar af almennari leiðum sem og margar aðrar götur, þ.á.m. Þórustaðastígurinn, Breiðagerðisstígurinn, Hrauntungustígurinn, Skógargatan o.fl.. Líklegt er, miðað við ummerki, að Krýsuvíkurleið með Suðurströndinni hafi verið ein aðalleiðanna frá og til sveitanna Sunnanlands.
Svo hefur einnig veirð um Sandakraveg, hluta Skógfellastígs, gata um Brúnir sunnan Keilis, götur með Hálsunum, gata að og frá Selsvöllum svo og gata um Lambafell og Mosa sem annar hluti að vestanverðri Alfaraleiðinni til Reykjavíkur, heimkynna allsherjagoðans, og síðan Álftaness, aðseturs yfirvaldsins. Þessar götur eru hvað mest klappaðar í hraunhelluna. 

Ófullgert vörðu- og leiðakort af Almenningi - ÁH

Sumar sjást nú einungis að hluta eða á köflum og líklegt má telja að elstu göturnar liggi utan þeirra leiða er síðar voru farnar með fé eða til almennra ferðalaga milli svæða. Þær eru nú þaktar mosa og öðrum gróðri og bíða opinberunnar.
Ætlunin er að gaumgæfa nánar framangreindar grunsemdir á næstunni. Sá er einna duglegastur hefur verið að leita að kennileitum og tengslum er Ásbjörn Harðarson, starfsmaður Vegagerðarinnar. Þá hafa nokkrir gaumgæft tiltekin svæði, s.s. Vatnsleysuströndina. Þar hefur Sesselja Guðmundsdóttir verið fremst í flokki áhugasamra.

Uppdráttur af gömlum götum í Almenningi frá 19. öld

Fyrstu upplýsingarnar um gamlar alfaraleiðir langsum eftir Skaganum birtust á fyrri hluta 19. aldar, en eftir það eru framkomnar upplýsingar fyrst og fremst endurtekningar, en yfirleitt lítið verið gert að því að leita uppi, rekja og sannreyna áþreifanlegar upplýsingar. Þá virðist áhugafólk hafa haft lítið þor til að koma með kenningar byggðar á uppgötvunum þess. Vörður hverfa á löngum tíma, einkum eftir að hætt er að nota götur, og það grær smám saman yfir þær. Djúp förin á klöppinni gróa þó ekki og þau virðast halda sér um langa tíð. Einstakir búsetukjarnar, s.s. Krýsuvík, hafa varla verið í alfaraleið þótt slík leið hafi áreiðanlega legið þar í gegn eða skammt undan, s.s. við Arnarfellsvatn (Bleiksmýrartjörn).
Of fáir ferðafærir vísinda- og fræðimenn hafa hingað til lagt áherslu á framangreind fræði með grunnkenningar fræðigreinanna að leiðarljósi. Áhugasamir einstaklingar hafa því dregið vagninn hingað til. Á því þarf að verða gagnger breyting.
Mikil vitneskja liggur fyrir hjá nokkrum um hinar gömlu (og nýrri) götur á Reykjanesskaganum, en það er líka margt óunnið áður en nýjar upplýsingar um fornar leiðir verða opinberaðar.
Gamlar leiðir, s.s. Selvogsgatan, Dalaleið, Undirhlíðavegur og Stórhöfðastígur voru einungis fáar af mörgum. Vesturleiðin (hinn gamli Vesturlandsvegur) hefur lítil ræktarsemi verið sýnd á meðan Suðurleiðinni (um Grafning og Hellisheiði) hefur verið betur við haldið. Ekki síst vegna krafna um virkjanir á þessum svæðum og frekari vegagerð er orðið mikilvægara en áður að staðsetja og skrá þessar gömlu þjóðleiðir. Tilvistin þarf að vera meðvituð eftirkomandi kynslóðum sem ein af hinum mikilvægu arfleifðum þeirra.
Forn

Arnarfell

Fornritin eru almennt talin til hinna mestu gersema. En hvað um minjarnar á vettvangi?
Á Reykjanesi býr yfir helmingur Íslendinga, á einu fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins, en Handritjafnframt því vannýttasta. Á svæðinu er mikill fjöldi ómetanlegra minja, bæði náttúruminja og menningarminja. Flestar lýsa menningarminjarnar sögu þjóðarinnar frá upphafi norræns landnáms, stig af stigi, sem og búskapar- og atvinnuháttum liðinna alda. Ótaldar eru náttúruminjarnar á Reykjanesi, sem margar hverjar eiga hvergi sína líka.
Minjasagan lýsir m.a. einkennum þjóðarinnar og hvernig hún nýtti landkosti og efni öðruvísi en aðrar þjóðir, hvernig dreifing útvegsbændabyggðarinnar var með ströndum landsins, nýting innlandsins og önnur hagnýting landsgæðanna. Á Reykjanesskaganum er hægt að sjá bæði þróun híbýlanna hér á landi og upphaf steinhúsabygginganna á 19. öldinni. Um þetta og ótalmargt annað er fjallað á vefsíðu þessari.
HúshólmiGönguhópurinn FERLIR hefur nýtt undanfarin misseri til að ganga um einstök svæði á Reykjanesi. Upphaflega var markmiðið að fara eitt hundrað ferðir um svæðið til að skoða það helsta, en þrátt fyrir tæplega 1100 ferðir, sem að jafnaði hafa tekið 1-5 klst hver, eru enn stór svæði ógengin og óskoðuð.
Hópurinn hefur á ferðum sínum um Reykjanesið leitað til fólks, sem fætt er eða uppalið á hinum ýmsu svæðahlutum. Hvarvetna hefur hópnum verið vel tekið og fólk verið ótrúlega áhugasamt og viljugt að miðla af fróðleik sínum og þekkingu. Berlega hefur komið í ljós að þetta fólk býr yfir bæði mikilli og ómetanlegri vitneskju um minjar og sögu staðanna. Þessu fólki fer því miður fækkandi og líklega kemur að því að margt af því, sem vitneskja er um í dag, hverfi með tímanum.
FERLIRTil gamans má geta þess að þátttakendur hafa fram að þessu skoðað um eitt hundrað og áttatíu sel á svæðinu frá Suðurlandsvegi að Reykjanestá, auk allra mannvirkjanna, sem þeim fylgja, s.s. stekkir, kvíar, fjárskjól, gerði, brunnar, vatnsstæði og leiðir, gamlar hlaðnar réttir, um 350 hella og nafngreinda skúta, fjölmargar gamlar leiðir, gamla hlaðna brunna, letursteina og áletranir, vörður, sem tengdar eru einhverjum sögum, hlaðnar refagildrur sem og margt annað er ætti að þykja áhugavert.
Mest um verð er þó sú innsýn, sem þátttakendur hafa öðlast á landssvæðið, breytingar á því í gegnum aldirnar, aðstæður fólksins og dugnað þess við takmarkaða möguleika og erfiðan kost. Þetta fólk á skilið mikla virðingu frá okkur afkomendunum. Mikilvægt er og að láta ummerkin um það lifa áfram á meðal þeirra sem eiga að erfa landið – og vanda til allra ákvarðana um nýtingu þess til langrar framtíðar.
Fólk er hvatt til að kynna sér efni vefsíðu FERLIRs – www.ferlir.is – með von um aukna vitund á verðmæti Reykjanesskagans, hvort sem um er að ræða náttúruleg eða söguleg, svo og minnkandi líkur á eyðileggingu þeirra.

Framangreint erindi var haldið á Ferðamálaráðstefnu Ferðamálasamtaka Suðurnesja á Hótel Sögu þriðjudaginn 27. mars. 2007.

Selsvellir

Selsvellir – tóftir.

 

Gunnuhver

Saltfisksetur Íslands í Grindavík var stofnað haustið 2002 og hefur á þeim stutta tíma náð að marka sér stöðu sem einn af helstu ferðamannastöðum Reykjaness.
SaltfisksetriðMikill vaxtarbroddur er í ferðamennsku á svæðinu að sögn Óskars Sævarssonar. Hann er og hefur verið forstöðumaður Saltfisksetursins, (síblundandi sjómaður frá fyrri tíð), göngugarpur, leitarmaður fjár að hausti, félagi í björgunarsveitinni Þorbirni, stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Suðurnesja og nefndarmaður í Menningarráði Suðurnesja, áhugamaður um menningu og minjar á Reykjanesskaganum, frumköðull að örnefnaskiltagerð í Grindavík, jeppafræðingur og samhæfingarsinni um áhrifaríkt samspil náttúru og sögu. Óskar telur að ferðaþjónustumöguleikarnir á Suðurnesjum séu nær óþrjótandi.
„Það hefur verið nokkur aukning hjá okkur undanfarið og sem dæmi var síðastliðinn febrúar okkar besti febrúarmánuður frá upphafi,“ segir Óskar, en á síðasta ári sóttu 12.000 gestir setrið heim. [Eru þá ótaldir hinir fjölmörgu er leið áttu um svæðið, gjörsneiddir meðvitund um hvað það kynni að geta boðið því upp á að öðru leyti).
Óskar í Saltfisksetrinu[Athyglinni var hins vegar að þessu sinni (árið 2006) aðallega beint að vinnustað Óskar; Saltfisksetrinu]. Fjölbreytt starfsemi er í Saltfisksetrinu, en fyrir utan sýninguna „Saltfiskur í sögu þjóðar“, sem hefur verið uppi frá upphafi er í setrinu glæsilegur listsýningasalur þar sem nokkrir frægustu listamenn þjóðarinnar hafa sýnt verk sín. Vinsældirnar hafa heldur ekki látið á sér standa og sækja nú um 400 manns hverja sýningu að jafnaði. Óskar segir sýningarsalinn í mikilli sókn sem slíkan, en hann er nú fullbókaður fram á næsta ár.Þar hafa, auk sýninganna, verið haldnir fyrirlestar og kynningar ýmiss konar, t.a.m. sérstök sagnakvöld um minjar og menningu svæðisins.
„Mesta traffíkin hjá okkur þessa dagana er í hópferðunum, en þá koma til okkar fólk frá vinnustöðum eða félögum. Ferðin hefst gjarna í hellaferð í nágrenninu, fólkið kemur svo hingað í Saltfisksetrið þar sem er boðið upp á rauðvín og saltfiskbollur eftir sérstakri uppskrift,“ segir Óskar, en eftir þá dagskrá er farið á veitingastað í Grindavík til að snæða og eftir það á pöbbarölt.
Áætlanir eru þó uppi um að í nánustu framtíð verði í Saltfisksetrinu Í Saltfisksetrinuallsherjarferðamannamiðstöð. Lykillinn að því er í fyrsta lagi að bæta aðstöðu í setrinu, en strax næsta sumar er gert ráð fyrir að opna kaffiteríu sem hefur bráðvantað til að geta annað eftirspurn. „Svo erum við líka að byrja með aðra nýjung en það er svokölluð hljóðleiðsögn. Þá fá erlendir ferðamenn geislaspilara með heyrnartólum með sér sem leiðir þá um sögusýninguna og segir frá því sem fyrir augu ber á tungumáli áhorfandans. Þetta fyrirkomulag hefur þegar gefið mjög góða raun.“
Sá ferðamannahópur sem hefur vaxið hvað örast á síðustu árum er farþegar skemmtiferðaskipa, en Óskar hefur lagt mikla áherslu á að fá slíka viðskiptavini á Reykjanesskagann. „Það skiptir öllu máli að markaðssetja svæðið rétt og bjóða upp á eitthvað einstakt. Við höfum til dæmis verið að vinna í því að koma á fót jeppaferðum um Reykjanesið, en það verður að sjálfsögðu skipulagt með umhverfisvernd í huga,“ segir Óskar og er full alvara þar sem hann metur hið ósnortna svæði Reykjaness mikils.
Óskar á göngu á ReykjanesskaganumÓskar hefur gengið um nesið þvert og endilangt frá því hann var drengur og þekkir þar til Oskar en flestir. Hann var einmitt í göngu fyrir skemmstu ásamt ferðahópnum FERLIR þegar hann rak skyndilega augun í áður óþekktar mannvistaleyfar sem stendur til að rannsaka og aldursgreina. Um var að ræða hlaðin hús í Eldvörpum, mjög líkum þeim er uppgötvaðar voru í Sundvörðuhrauni á 19. öld – og þóttu einstaklegur fundur á þeim tíma.
Óskari er heitt í hamsi þegar talið berst að umgengni fólks á Reykjanesi, sem hann segir að mætti bæta verulega. „Það eru ótrúlega margir útlendingar sem hafa farið um svæðið sem minnast á slíkt. Það er varla eitt skilti sem ekki er útskotið svo að maður minnist ekki á gróðurskemmdirnar. Jeppaslóðirnar og förin eftir torfæruhjólin eru skelfileg. Það má ekki skilja sem svo að ég vilji láta banna hjólin og jeppana með öllu, en við verðum að vinna saman að því að finna öllum stað. Það gengur ekki að bjóða fólki að skoða náttúru sem er búið að fara svona með.“
Uppgötvun Óskars - týnt byrgi í EldvörpumMöguleikar Reykjaness í ferðamannaiðnaðinum eru nær óþrjótandi og með bættum samgöngum telur Óskar að svæðið eigi enn eftir að eflast. „Tilkoma Kynnisferða hér á svæðinu hefur stóraukið tíðni rútuferða frá Reykjavík. Það er að vísu óvíst með framhaldið á því þar sem fyrirtækið er til sölu, en við erum bjartsýn.“
Þá hafa Ferðamálasamtökin staðið fyrir miklu átaki í að merkja gönguleiðir á svæðinu og er nú búið að stika 5 af u.þ.b. 20 leiðum leiðum. Auk þess er búið að setja upp eitt af 6 stórum gönguleiðaskiltum við Sólarvéið í Grindavík.
Vonir Óskars og fleiri ferðaþjónustaðila á svæðinu standa til þess að fá nánara samstarf við Bláa lónið, fjölsóttasta og best kynnta ferðamannastað landsins. „Það væri mikil lyftistöng fyrir Grindavík sem ferðamannastað að ferðamenn gætu farið í Bláa lónið og tekið þaðan rútu að Grindavík. Þaðan væri svo farið í hellaferðir, gönguferðir, ferðir með leiðsögumönnum eða eitthvað slíkt. Þá gæti Saltfisksetrið verið miðpunkturinn hér í Grindavík.“
Framtíðin er björt í ferðaþjónustunni á Reykjanesi segir Óskar að lokum. Með réttri og markvissri stjórn Ferðamálasamtakanna og ekki síst nánu samstarfi helstu aðila á svæðinu hefur kynningarstarf skilað miklu – og gæti enn bætt um betur.
„Það segir sig sjálft að einn stór bás frá Reykjanesi á Vest-Norden ferðakaupstefnunni hefur meiri áhrif en ef við værum hver í sínu horni. Það eru enn mikil sóknarfæri hjá okkur og má þar minnast á ferðir tengdar upplifun af ýmsu tagi líkt og jeppaferðir. Þar erum við að tala um allt öðruvísi kúnnahóp en hefur vanið komur sínar hingað til lands. Sem dæmi um möguleikana má nefna að franskur milljarðamæringur hefur leigt helli í nágrenni Grindavíkur til að halda upp á stórafmæli sitt.“
Grindavík býður upp á óteljandi möguleikaÁ árinu verður enn bætt um betur í aðgengi um svæðið þegar Ósabotnavegur verður lagður milli Hafna og Stafness og þá verður kominn hringvegur um alla ferðamannastaði á nesinu. Einnig verður nýr áfangi endurnýjuðum Suðurstrandavegi frá Hrauni til Ísólfsskála tilbúinn í júni og Nesvegur frá Stað í Grindavík að orkuveri Reykjanesvirkjunar mun verða malbikaður  [ef alþingismenn standa við orð sín]. „Grundvöllur þessara tækifæra er að stækka Reykjanesfólkvang og koma á  samvinnu allra aðila í því sambandi. Við vonumst til að fá Hitaveitu  Suðurnesja með okkur í það verkefni auk Landgræðslunnar sem þegar er  byrjuð að vinna gott starf eftir að beitarhólf var girt við Krýsuvík.“
Það má með sanni segja að framtíðin sé björt í ferðamannaiðnaðinum  á Reykjanesi þar sem þegar er rekin ein öflugasta ferðaþjónusta landsins. Nú er einmitt rétti tíminn því mikið liggur á að efla slíka  starfsemi undir núverandi kringumstæðum. Hver veit nema þjónusta við ferðamenn verði hin nýja kjölfesta í atvinnulífinu suður með sjó er fram líða stundir.

Heimild:
-reykjanes.is

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.