Tag Archive for: Reykjavík

Zeppilin yfir Reykjavík 17. júli 1930.

Þýska loftfarið Zepperlin kom nokkrum sinum við ofan Reykjavíkur á ferðum sínum milli Evrópu og Ameríku á fjórða áratug 20. aldar.
Fimmtudaginn 17. júlí 1930 um klukkan 11:00 horfðu Reykvíkingar t.d. undrandi upp til himins þegar hið glæsilega þýska loftskip Graf Zeppelin sigldi í átt að borginni.

Zeppilin

Zeppilin yfir nýbyggðum Landsspítalnuum.

Hægt og tignarlega nálgaðist það, grár líkami hans ljómaði í sólarljósinu. Það flaug mjög hægt yfir borgina í hringlaga mynstri og fegurð hennar heillaði alla sem urðu vitni að þessari miklu sjón. Þetta var sannarlega ógleymanlegt atriði þar sem Ísland hefur aldrei fengið betri fluggest. (Fálkinn, ágúst 1930)
Við lestur þessa texta í dag er eins og litla þorpið Reykjavík hafi fengið heimsókn frá geimskipi. Árið 1930 var Ísland enn mjög afskekkt og óljóst eyríki sem barðist við að halda í við nútímavæðinguna í Norður-Evrópu. Svartsýni var að aukast þar sem viðkvæmt hagkerfi Íslands hafði orðið fyrir alvarlegum áhrifum af upphafi kreppunnar miklu árið áður. Flugvélar voru sjaldgæf sjón, svo það hlýtur að hafa verið „sannlega ógleymanlegt atriði“ þegar þetta glæsilega þýska loftskip birtist fyrir ofan Reykjavík í júlí 1930.

Zeppilin

Zeppilin í Reykjavík 30. júlí 1930.

Zeppelinar sigldu um heiminn til að sýna og prófa loftskipin. Zeppelin-fjölskyldan flutti farþega og póst í flugi yfir Atlantshafið á þriðja áratugnum fyrir Hindenburg-slysið 1937 og önnur pólitísk og efnahagsleg álitamál, sem flýttu fyrir því að loftskipin féllu. Ísland var heimsótt a.m.k. í annað sinn árið 1931.

Forsætisráðherra Íslands sendi skipstjóra Zeppelin símskeyti í kjölfar heimsóknar hans 1930:
„Kommadant, Graf Zeppelin.

Zepperlin

Þróun Zepperin loftfaranna.

Í nafni íslensku þjóðarinnar býð ég þig, herra Kommandant, velkominn til Íslands. Ég bið ykkur að senda ríkisstjórn Þýskalands okkar innilegustu þakkir fyrir þann velvilja sem þeir hafa sýnt okkur með því að senda Graf Zeppelin til Íslands og bera því kveðjur Þýskalands á 1000 ára afmæli Íslands.

Hinar minnstu þýsku þjóða tekur náðarsamlega við þessari kveðju þeirrar stærstu. Heppnin fylgir þér, herra Kommandant, á ferð þinni til Íslands og heimferð til Þýskalands. Sendum bróðurkveðjur okkar frá Íslandi til Þýskalands“.

Yfirmaður Zeppelin var Ernst Lehmann. Hann lést daginn eftir að Graf Zeppelin hrapaði, af sárum.

Um klukkan 19:25 að staðartíma í New Jersey 6. maí 1937 kviknaði í þýska seppelfaranum Hindenburg þegar hann beygði sig í átt að viðlegukantinum á Naval Air Station í Lakehurst. Loftskipið var enn í um 200 fetum yfir jörðu.

Zeppilin

Zeppilin yfir New York 1933.

Um var að ræða LZ 129 Hindenburg (Luftschiff Zeppelin #129; Skráning: D-LZ 129), sem var þýskt loftskip sem flutti farþega í atvinnuskyni, aðalskip af Hindenburg flokki, lengsta flokki flugvéla og stærsta loftskip miðað við rúmmál. Það var hannað og smíðað af Zeppelin Company (Luftschiffbau Zeppelin GmbH) og var rekið af þýska Zeppelin flugfélaginu (Deutsche Zeppelin-Reederei). Það var nefnt í höfuðið á Paul von Hindenburg fieldmarshal, sem var forseti Þýskalands frá 1925 til dauðadags 1934. Það kviknaði í því og eyðilagðist þegar reynt var að leggja að bryggju við viðlegustöng sína á flotaflugstöðinni í Lakehurst. Slysið olli 35 bana (13 farþegum og 22 áhafnarmönnum) af 97 manns um borð (36 farþegar og 61 áhöfn) og til viðbótar banaslysi á jörðu niðri.

Hamfarirnar voru umfjöllunarefni fréttamynda, ljósmynda og hljóðritaðra sjónarvotta. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram bæði um orsök íkveikju fyrir eldsvoðann sem fylgdi í kjölfarið. Umfjöllunin braut traust almennings á risastóru, farþegaflutningastífu loftskipinu og markaði skyndilega endalok loftskipatímabilsins.

Zeppilin

Um klukkan 19:25. að staðartíma kviknaði í þýska seppelfaranum Hindenburg þegar hann beygði sig í átt að viðlegukantinum á Naval Air Station í Lakehurst, New Jersey, 6. maí 1937. Loftskipið var enn í um 200 fetum yfir jörðu.

Heimild m.a.:
-https://en.wikipedia.org/wiki/Hindenburg_disaster

Gufunes

Kristján H. Kristjánsson skrifaði eftirfarandi nýlega (2023) um „Gufunesið“ á samfélagsmiðlunum:

Gufunes

Gufunes.

„Ég kannaði Gufunesið sem er ógeðslegasta svæði Reykjavíkur. Mikið af drasli og vond lykt enda er umhverfissóðinn SORPA með starfsemi þarna. Ég tók eftir krossi við hól skammt frá Sorpu og kom þá í ljós að þarna eru margar líkamsleifar grafnar skv. minnisvarða, sem voru áður í kirkjugarð Maríukirkju, þar sem áburðarverksmiðjan var. Í Þorláksmáldaga sem kenndur var við Þorlák Þórhallsson biskup og gerður árið 1180 segir að Maríukirkja sé í Gufunesi. Prestur í Gufunesi á þeim tíma var Ásgeir Guðmundsson en hann lést kringum 1180. Kirkjan var lögð niður 1886. Kirkjan stóð um nokkra hríð og var notuð sem skemma en var svo rifin og kirkjugarðurinn sléttaður. Staðsetning kirkjunar glataðist með tímanum en við byggingaframkvæmdir við Áburðaverksmiðjuna 1978 komu upp mannabein sem reyndust tilheyra gamla kirkjugarðinum.

Gufunes

Gufunes.

Ákveðið var að láta grafreitinn víkja fyrir framkvæmdum og voru beinin flutt í nýjan grafreit í túninu og hófst verkið 6. ágúst 1968. Mjög víða í garðinum voru “leiðin” hvert ofaná öðru. Sumsstaðar mátti greina 3 beinagrindur hverja niður af annarri. Einnig mátti sjá það að engin kista hafði verið utan um líkið, heldur bara “fjöl” undir. Líka leit svo út fyrir að ekkert hafi verið, annað en líkaminn lagður í moldina. Engin kista var heil, utan ein barnskista, sem náðist heilleg, en mjög fúin. Á öllum kistunum var lokið fallið niður að botnfjöl og yfirleitt voru þessar kistufjalir svo fúnar að þær duttu í sundur þegar hreyft var við þeim. Við uppgröftinn komu upp 748 mannabein eða höfuðkúpur, sem taldar voru, auk barnskistunnar.

Gufunes

Gufunes.

Beinin voru látin í 125 kassa, sem voru allir af sömu gerð og stærð. Ekki fundust legsteinar eða brot af þeim. Undir lokfjöl einnar kistunnar lá silfurskjöldur áletraður, Páll Jónsson, sýslumaður, Elliðavatni, settur sýslumaður Gullbringu- og Kjósasýslu 1801-1803 og síðar 1818, dáinn 1819. Og í annarri kistu fundust tvö silfurlauf af sömu gerð, en mismunandi stærð. Þessi lauf voru á höfuð- og fótagafli. Í þriðju kistunni lá naglbítur. Þessi gripir og bein Páls fóru í Þjóðminjasafnið. Varðveist hefur altari úr kirkjunni. Það barst að Úlfarsfelli eftir að kirkjan í Gufunesi var aflögð.

Gufunes

Gufunes.

Þar var það lengi notað sem búrskápur, þar til séra Hálfdán Helgason á Mosfelli rakst á það og flutti heim að Mosfelli og notaði það við hjónavígslur. Síðar var það flutt að Reykjalundi og gert upp af Magnúsi Ingvarssyni, sem málaði rósamynstur á það, sem hann lærði í Noregi og er það núna notað þar við guðþjónustur. Ég fékk leyfi til þess að taka þessar myndir af altrarinu. – Ég tel rétt að flytja beinin í Gufuneskirkjugarðinn vegna þess að þetta er allt of ógeðslegur staður fyrir látna.“

Heimild:
-Kristján H. Kristjánsson.

Gufunes

Gufunes.

Heiðarvegur

Haldið var eftir slóð upp og austur yfir Bláfjallahorn. Þar blasir við varða á Heiðarveginum, h.y.s 591m. Vörðubrot er sunnar út undir Bláfjallahorninu.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Gengið var austur framhjá stórri vörðu hlaðinni úr hraunhellum. Framundan eru leirsléttur og eru nokkrar grjóthrúgur á þeim (hugsanlega fallnar vörður). Síðan tekur við vörðuð leið austur fyrir Kerlingarhnjúk. Fljótlega kemur stikaða leiðin um Reykjaveg á Heiðarveginn og hafa vörðurnar verið hlaðnar upp á þeim kafla. Við 14. vörðu eða vörðubrot beygir Reykjavegurinn í norð-austur í skarð á milli Bláfjalla og Kerlingarhnjúks. Áfram var haldið þvert fyrir dalkjaftinn milli Bláfjalla og Kerlingarhnjúks og fram á brúnir austan við hnjúkinn. (Taldar voru 7 vörður og vörðubrot á þeim kafla). Vörðubrot er á brúninni.

Heiðarvegur

Varða á Heiðarvegi.

Vegalengd frá Bláfjallahorni er um 2 km. Héðan sést austur til jökla og suður til sjávar. Nokkuð bratt er beint niður brekkuna en meira aflíðandi rétt norðar utan í Kerlingarhjúk og einnig sunnar í hrauninu og er þar hugsanlega gata (steinar ofan á steinum). Mikið úrrennsli er hér og djúpir vatnsfarvegir í þykkum jarðvegi niður dalverpi í aflíðandi halla. Fljótlega sér fyrir götum í grasi og er mikið úrrennsli úr þeim. Lækjarfarvegur er hér með hraunbrún Heiðarinnar há og sjást götur norðan við farveginn. Virðist fylgja honum niður á Hrossahryggi og Hrossaflatir þar sem þær koma á Ólafsskarðsveginn.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Þegar neðar dregur verða göturnar greinilegri, liggja í vallendi á bökkum vatnsfarvegsins sem orðinn er að árfarvegi. Þessi farvegur virðist taka við miklu af leysingarvatni af Heiðini há og Bláfjöllum austanverðum. Nú er komið að vörðu. Gatan virðist skiptast nokkrum sinnum. Önnur fer áfram niður með ánni en hin fer stytting yfir móa og virðist þræða valllendisræmur í gegnum móana. (Getur verið að vallendið hafi myndast við umferðina?). Næst er komið fram á brekkubrún og sést þá klettaborg framundan með þrem vörðum. Tvær eru syðst á klettinum og ein á norðurbrún og er hún stærst. Stór hella er neðarlega í hleðslunni og skagar út úr henni og virðist hún vísa á götuna norðan með klettinum.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – Geitafell fjær.

Í holtinu er fallegt vatnsstæði eða drykkjarsteinn í berginu. Vörðurnar gætu hafa verið merki um það. Framundan sést steinn á kletti (varða) og er gatan sunnan við hana. Enn er varða á leið okkar nærri árfarveginum. Vegamót virðast vera á Hrossaflötum. Beint áfram er lækjarfarvegur sem hefur stefnu á Þúfnavelli austan við Geitafell. Hraun er hér undir og suður í átt að Geitafelli.
(Frá því að gengið var á brúnir í júní virðist eitthvað hafa verið átt við vörðurnar síðan þá).
Frábært veður – sól og blíða. Gangan tók 2 klst og 20 mín.

Heiðarvegur

Varða við Heiðarveg.

Búahellir

Í Kjalnesingasögu segir frá Búa, sem hélt til í helli í Laugargnípu. Í viðræðum við Harald Jónsson í Varmadal fékkst staðfest að hellirinn væri til, nefndur Búahellir.

Kjalarnes

Kjalarnes – kort.

Hellirinn er ofarlega í Búa (Laugargnípu) og erfitt að komast upp í hann. Sjálfur hafi hann einu sinni reynt að klifra þangað upp en í upphafi skal endirinn skoða því erfitt getur reynst að komast niður aftur. Best væri að síga ofan frá, í hellinn og síðan fara áfram á bandinu niður fyrir.
Gengið er að skriðu fjallsins frá Grundará, sem kemur úr gili (Gljúfrinu) skammt norðar. Op hellisins horfir mót vestri.

Í Kjalnesingasögu segir t.d.. að Helgi bjóla hafi numið Kjalarnes og búið á Hofi. Hann átti Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins. Synir þeirra hétu Þorgrímur og Arngrímur.

Esjuberg

Búahellir?

Örlygur hinn írski leitaði á náðir Helga bjólu að ráði frænda síns, Patreks biskups á Írlandi. Fékk Helgi honum bústað. Þar reisti Örlygur kirkju. Andríður, Kolli og Esja koma síðar. Helgi tekur við þeim.

Kolli sest að í Kollafirði. Örlygur var þá háaldraður og gaf upp land og bú fyrir Esju en upp frá því heitir þar að Esjubergi. Andríður var á hinn bóginn hjá Helga á Hofi hinn fyrsta vetur og sórust hann og synir Helga í fóstbræðralag. Helgi gefur honum síðan land undir bú, Brautarholt, og bað einnig til handa honum konu, Þuríðar, systur Þormóðs í Þormóðsdal.

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Þorgrímur, sonur Helga, fékk Arndísar á Skeggjastöðum og var því tvöfalt brúðkaup á Hofi.
Þegar Helgi andast tekur Þorgrímur við búinu á Hofi og mannaforráðum (goðorði) en Arngrímur reisir sér bæ sem hann kallar Saurbæ. Synir hans eru þeir Helgi og Vakur en sonur Þorgríms heitir Þorsteinn. Þorgrímur er blótmaður mikill og reisir sér stórt hof. Sonur hans, Þorsteinn, er sagður „uppivöslumaður mikill“. Sonur Andríðs og Arndísar, Búi, er aðalpersóna sögunnar. Hann er sagður einrænn. Kolfinnur er kynntur til sögu. Hann býr í skjóli móður sinnar, Þorgerðar á Vatni, og er ekki eins og fólk er flest. Hann er kolbítur, beit steiktan börk af viði og gætti katla móður sinnar.

Lauganýpa

Lauganýpa.

Búi er í fóstri hjá Esju. Hann vill aldrei blóta og er loks dæmdur sekur skógarmaður á Kjalarnesþingi fyrir „rangan átrúnað“. Hann er með öðrum orðum brottrækur úr mannlegu samfélagi og réttdræpur. Ákæruefnið bendir til þess að hann sé kristinn eins og raunar kemur skýrt fram í sögulok.

Búi fer allra sinna ferða eins og ekkert hafi í skorist. Hann hefur hnýtt um sig slöngu sem er eina vopn hans. Fram kemur að kærleikar eru með honum og móður hans. Þeir Þorsteinn hyggjast taka hann af lífi og veita honum eitt sinn eftirför. En Esja kemur honum til bjargar. Yfir þá lýstur svo miklu myrkri að þeir sáu ekki handa sinna skil. Síðar drepur Búi Þorstein og ber eld í hofið sem brennur til kaldra kola. Esja fær honum bústað, herbergi með baði í helli nokkrum undir Laugargnípu í fjallinu ofan við Esjuberg, þ.e. Esju.“

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Kjalarnesið er sagnaríkt. Margar minjar er þar að finna ef vel er að gáð sem og skírskotun til gamallar sögu og sagna fyrri tíðar.
Haraldur segir umhverfið þarna hafa breyst mikið á skömmum tíma. Um 1920 hafi t.d. áin breytt um farveg. Áður hafi hún runnið mun vestar. Þegar staðið væri uppi á Búa og horft yfir Esjuberg og nágrenni hefði fyrir 50 árum mátt sjá móta fyrir gömlum tóftum á túninu og þannig nokkurn veginn mátt átta sig á hvernig gamla bæjarstæðið hafi litið út. Nú væri þetta meira og minna horfið. Ef taka ætti mið af breytingunni á þessum rúmlega fimmtíu árum, sem hann hafi verið þarna, þá gæti svæðið og þar með fjallið hafa litið allt öðruvísi út fyrir einhverjum öldum síðan, hvað þá árþúsundi. En hellirinn væri þarna upp í klettunum.

Heimild fengin af:
-http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/handr/Kjalnesingas.htm

Esjuberg

Esjuberg um 1900.

Camp Tinker

Í nágrenni við Hólm og Geitháls ofan Reykjavíkur voru nokkur braggahverfi á stríðsárunum, s.s. Camp Swansea, Camp Phinney, Geitháls Dump, Camp Aberdeen, Camp Buller, Camp Columbus Dump, Camp White Heather, Camp Arnold, Camp Clapham og Camp Omskeyri, auk Camp Tinker í Rauðhólum. Enn í dag má sjá ummerki eftir veru hermanna á þessum slóðum þótt mannskepnan, tíminn og lúpínan hjálpist að við að afmá ummerkin og þar með söguna.

Hólmur

Hólmur og nágrenni.

Í Camp Omskeyri voru höfuðstöðvar stórskotaliðs 5. hersveitarinnar á tímum hersetunnar. Þær voru á svæði þar sem nú er beitarhólf suðaustan við Geitháls, fast norðaustan við gamla Suðurlandsveginn. Á svæðinu eru leifar og ummerki eftir veru setuliðsins, s.s. vegir, byssustæði, skotgrafir og braggabotnar. Út frá gamla Suðurlandsveginum liggur vegur í boga og vegir út frá honum. Við þá eru leifar af bröggum.

Steinullarverksmiðja

Steinullarverksmiðjan á leifum Camp Phinney.

Herskálahverfin Swansea og Phinney voru norður af Hólmi, milli Hafravatnsvegar og vegarins upp í Mjóadal og var Camp Phinney austar. Ekki er ljóst hvar skilin á milli þessara herbúða voru nákvæmlega. Steinullarverksmiðja var síðar byggð upp úr Camp Phinney.

Camp Columbus Dump var birgðastöð hersins á mel sunnan við Suðurlandsveg og austan við Hólmavað, þar sem nú er opið svæði. Um 25-30 braggar hafa tilheyrt þessum herbúðum. Vegur lá um svæði frá Suðurlandsvegi að Steinastöðum, sem var sumarhús við Bugðu.

Camp Buller

Camp Buller 2021.

Nokkur ummerki eru eftir braggahverfið, en efst við Suðurlandsveginn er ekki hægt að greina nein ummerki þar sem allt er komið á kaf í gróður, aðallega lúpínu. Árið 2006 var þetta svæði fyllt upp og sléttað að norðan, en sunnar, neðan við hljóðmön við Hólmavað, eru steypuleifar, sennilega hluti af braggabotnum sem fóru undir mönina. Þar fyrir neðan er greinilegur vegur, lúpínuvaxinn, sem liggur í boga frá malbikuðum gangstíg og kemur aftur að honum 115 m neðar. Suðaustan við hann eru ummerki eftir bragga og fyrir neðan veginn nær ánni má greina ummerki eftir tvo bragga og annan fyrir ofan.

Camp Swansea

Camp Swansea – loftmynd 1954.

Camp Buller var 20 m vestan og ofan við Suðurlandsveg, norðvestur af Sandvík og 115 m austur af Rauðási, eru leifar af braggabotni. Á tímum hersetunnar voru þarna höfuðstöðvar strandvarna og/eða loftvarnarstórskotaliðs á svæðinu. Þegar loftmynd var tekin 1954 stóðu þarna tveir braggar en voru horfnir þegar mynd var tekin 1965. Árið 1971 var aðeins grunnur vestara hússins greinilegur en sá eystri hefur horfið við framkvæmdir við Suðurlandsveg 1970.

Camp Aberdeen

Camp Aberdeen.

Camp Arnold var austan við sprengigeymslurnar við Mjóadalsveg í Almannadal, norðvestan við Fjárborg. Á tímum hersetunnar voru hér höfuðstöðvar flug- og ratsjárliðs frá Bandaríkjunum. Á svæðinu voru tveir braggar sinn hvorum megin við veginn. Braggabotnarnir sjást á loftmyndum en eru ekki lengur greinilegir á yfirborði og svæðið komið á kaf í gróður.

Camp Phinney

Camp Phinney 2021.

Camp Phinney var í holtinu fyrir norðan Suðurlandsveg, um 500 m fyrir vestan Geitháls.
Á svæðinu var mikið af braggagrunnum auk þess sem þarna voru tvö steinsteypt hús frá hernum sem síðar hlutu nöfnin Heiðarsel og Heiðarhvammur, rifin um 1985.
Á svæðinu var hýst stórskotalið og voru herbúðirnar höfuðstöðvar herfylkis.

Camp Aberdeen var stærsta braggahverfið, um 600 m norðaustan Geitháls. Grunnar flestra bragganna sjást enn vel.

Hólmur

Hólmur og nágrenni – loftmynd.

Camp White Heather herbúðirnar voru norðan við brúna yfir Hólmsá og uppi í Kotásnum, þar sem nú er íbúabyggð. Þar hafðist við lítil undirfylking skriðdrekaliðs.
Nokkur ummerki eru eftir veru hersins á svæðinu.

Camp Clapham

Camp Clapham 2022.

Camp Clapham herbúðirnar voru austan við gamla Þingavallaveginn ( Hafravatnsveginn), um 350m fyrir austan Geitháls.
Á svæðinu sem hverfið náði yfir eru nokkrir steyptir braggagrunnar og vegir. Margir braggabotnar voru rifnir upp og notaðir í Steinullarverksmiðjuna.

Geitháls
Býlið Geitháls var byggt við gatnamót Þingvallavegar og Suðurlandsvegar (Austurvegar).

Geitháls

Geitháls.

Eldra íbúðarhúsið á Geithálsi var tvílyft, bárujárnsklætt timburhús á steinhlöðnum grunni. Húsið var um 8×8,2 m og lá norðvestur-suðaustur, með bíslag á norðvesturgafli. Austan við það var skemma (11×8,2 m. Árið 1940 var gamla bæjarhúsið og skemman á Geithálsi rifið, en það hafði þá verið í niðurníðslu í nokkurn tíma. Nýtt hús var byggt á sama stað, ein hæð með lágu risi. Það var rifið skömmu eftir að Olíuverslun Íslands reisti þar veitingaskála 1963. Staðurinn var áfram vinsæll áningarstaður en var lagður niður sem slíkur árið 1972 þegar Suðurlandsvegurinn var færður sunnar og Geitháls fór úr alfaraleið. Hólmsá, sem rann rétt sunnan við bæjarstæðið, var færð sunnar þegar nýi Suðurlandsvegurinn var gerður.

Geitháls

Geitháls – túnakort 1916.

Á Geithálsi var bæði búskapur og greiðasala. Þar var símstöð frá 1909. Geitháls varð vinsæll áningarstaður og voru þar oft mikil læti eins og fram kemur í blaðagrein frá 1927: ,,Mér er kunnugt um það, að sá veitingamaður, sem nú rekur veitingar á Geithálsi, kysi ekkert fremur en að honum væri veitt aðstoð til að bægja ölvuðum óþjóðalýð burt frá staðnum, svo að honum gæti veist næði til að reka þar veitingar fyrir friðsama gesti. Geitháls er sérlega vel fallinn til sunnudagaheimsókna Reykvíkinga, bæði sökum góðs húsrúms og einnig vegna fegurðar þar í kring, og þá ekki síst fyrir ríðandi fólk, því að þar er gnægð góðrar hagbeitar og vatns fyrir hesta.“

Geitháls

Geitháls 1920-1935.

Árið 1940 var gamla bæjarhúsið á Geithálsi rifið, en það hafði þá verið í niðurníðslu í nokkurn tíma. Nýtt hús var byggt á sama stað, ein hæð með lágu risi, en það var rifið skömmu eftir að Olíuverslun Íslands reisti þar veitingaskála 1963. Staðurinn var áfram vinsæll áningarstaður en var lagður niður sem slíkur árið 1972 þegar Suðurlandsvegurinn var færður sunnar og Geitháls fór úr alfaraleið. Engin hús eru í dag á Geithálsi, en leifar eru þar af steinhlöðnum vegg sem hefur verið í porti norðan við gamla húsið. Hólmsá sem rann rétt sunnan við bæjarstæðið var færð sunnar þegar nýi vegurinn var gerður. Túnakort er til af bæjarstæðinu frá 1916. Á stríðárunum voru braggahverfin Camp Aberdeen og birgðageymslan Geitháls Dump við Geitháls.

Geitháls

Geitháls – geitakofi.

Bæjarstæðið hefur verið byggt utan í hjalla sem hefur verið stallaður upp frá gamla Suðurlandsveginum. Við veginn voru kálgarðar og norðan við þá hefur verið gerður sléttur stallur þar sem íbúðarhúsið og útihúsin stóðu áður. Norðan við húsin var steinhlaðinn veggur sem stendur enn. Ef rýnt er í þessa hleðslu má sjá að hún er samsett, þ.e.a.s. þetta eru leifar af veggjum úr húsum og jarðvegsvegg, um 25 m á lengd, sem gæti líka verið að hluta endurhlaðinn. Vestast á bæjarstæðinu, stallinum, eru leifar tveggja útihúsa úr torfi og grjóti og er austasta vegghleðslan, veggjarkampur, hluti af þeim.

Geitháls

Geitháls 2010.

Suðaustan við veggjakampinn eru sex steinþrep í steinhleðslunni upp á hjallann og frá þeim liggur hleðslan áfram til suðausturs að hlöðnum gafli, en hluti hleðslunnar hefur verið hliðarveggur í útihúsi og gaflinn hefur tilheyrt því. Hornrétt á hann er hleðsla sem gæti hafa verið annar gafl sem gæti hafa tilheyrt skemmu. Þrepin hafa verið gerð síðar því þau sjást ekki á elstu ljósmyndunum. Þegar túnakort var gert 1916 voru tveir kálgarðar fyrir framan bæjarstæðið, meðfram veginum, sem voru afmarkaðir með steinhlöðnum görðum, en sunnan við veginn voru tún bæjarins. Þar sem íbúðarhúsin stóðu og á hlaðinu þar fyrir aftan er mosavaxinn malarjarðvegur.

Geitháls

Geitháls – minjar.

Lítil ummerki eru eftir húsin. Tveir litlir steyptir fletir, sem á eru fest tvö járnrör, eru uppi á stallinum þar sem var inngangur á suðvesturhlið íbúðarhúsanna, og rafmagnskapall stendur upp úr jörðinni þar sem inntakið gæti hafa verið. Bæjarstæðið er mosa- og grasigróið en trjágróður og lúpína sækja stíft að bæjarstæðinu.

Heimildir:
-Þór Whitehead, 2002. Ísland í hershöndum, bls. 124-125.
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá, Reykjavík 2010.
-Bjarki Bjarnarson og Magnús Guðmundsson 2005. Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, bls. 196 og 295.
-Túnakort 1916, Geitháls, Þjóðskjalasafn.
-Vísir 25.08.1927, bls. 4.
-Þjóðviljinn 14.05.1963.
-Alþýðublaðið 28.06.1963.
-Vísir, 15.08.1940.

Herkampar

Herbúðir í landi Geitháls og Hólms, horft í vestur með Hólmsá og Suðurlandsvegi. Neðst til hægri er Camp White Heather við beinan veg, Camp Omskeyri við bogadregin veg aðeins vestar, Camp Geitháls Dump við Geitháls. Vestan við Geitháls ofarlega á myndinni er hvítur braggi sem var kvikmyndahús og síðar steinullarverksmiðja (213-66), þar voru Camp Phinney og Camp Swansea. Myndin er líklega tekin 1943-1945.

Friðrik VIII

Í Tímanum 19. des. 1958 segir Þ.M.J. frá útgáfu bókarinnar um „Íslandsferðina 1907„, þ.e. ferð Friðriks VIII, Danakonungs til Íslands það ár.

Friðrik VIII

Konungsheimsókn Friðriks VIII. Bæjarbryggjan, Steinbryggjan í forgrunni. Danski fáninn við hún. Konungsflotinn sést fyrir utan, 1907. Ljósmyndari: Magnús Ólafsson.

„Sama árið og Friðrik VIII. varð konungur, bauð hann og ríkisþing Dana alþingismönnum og ráðherrum Íslands til Danmerkur, og var þeim tekið þar með mikilli viðhöfn og vinahótum.

Árið á eftir (1907) kom svo konungur hingað til lands ásamt fjörutíu dönskum ríkisþingmönnum og fleira dönsku stórmenni, þar á meðal Haraldi prinsi syni sínum, J.C. Christensen, forsætisráðherra Dana og sagnfræðingnum Troels-Lund. Með í förinni voru og blaðamennirnir Holger Rosenbérg og Sven Poulsen, sem skrifuðu bók um förina til Íslands, og kom hún út á dönsku sama ár og förin var farin, en nú í fyrsta sinn hefur hún verið þýdd og gefin út á íslenzku.

J. C. Cristensen

Jens Christian Christensen (J.C. Christensen); 21. nóvember 1856 – 19. desember 1930. Embættismenn er jafnan vanmetnir þegar kemur að sögulegum „ákvörðunartökum“ valdhafa.

Segja þeir í inngangi bókarinnar, að sá hafi orðið árangur Íslandsferðarinnar, að hinn norðlægari og suðlægari hluti ríkisins hafi tengzt stórum traustari böndum en áður. Íslendingar tóku vel á móti konungi og fylgdarliði hans.
Konungur vann sér hér vinsældir vegna ljúfmannlegrar framkomu snnar, en fyrst og fremst fyrir það, að Íslendingar álitu hann vera sér hliðhollan í sjálfstæðisbaráttu sinni. En blaðamennimir hafa misskilið Íslendinga er þeir halda, að gestrisni þeirra hafi táknað, að þeir vildu bindast Danmörku enn fastari böndum en áður. Eg man að vísu eftir einni þingmálafundarsamþykkt frá vorinu 1907, þar sem samþykkt var, að fundurinn óskaði eftir, að Ísland yrði bundið sem traustustu ríkissambandi við Danmörku. Á öðrum fundi í sama kjördæmi kom fram samskonar tillaga, en henni var vikið til hliðar, áður en hún var borin upp. En þetta voru undantekningar. Samþykkt Þingvallafundarins 1907 segir aftur á móti vilja meirihluta þjóðarinnar, eins og sannaðist við þingkosningarnar 1908.“

Friðrik VIII

Friðrik VIII Kristjánsson.

Í Morgunblaðinu 4. ágúst 2007 mátti m.a. lesa eftirfarandi um „Íslandsheimsókn Friðriks VIII. Danakonungs árið 1907“: „Þriðjudaginn 30. júlí eða níu dögum eftir að lagt var af stað [frá Danmörku], með viðkomu Færeyjum, gekk konungur á land í Reykjavík. Allt var með hátíðabrag í bænum, hús voru skreytt og spariklætt fólk á ferli. Í fjöldanum mátti sjá konur í þjóðbúningi, einkennisklædda embættismenn, danska og franska sjóliðsforingja, ræðismenn erlendra ríkja í viðhafnarbúningi, bændur, sjómenn og fleiri.

Friðrik VIII. gekk upp Steinbryggjuna eftir rauðum flosdregli en við enda hans reis hár heiðursbogi, inngangur í bæinn.

Friðrik VIII

Friðrik VIII og fylgdarlið koma til Reykjavíkur 30. júlí 1907.

Hannes Hafstein ráðherra bauð konung velkominn og kynnti fyrir honum helstu embættismenn. Á bryggjunni voru meðal annars eftirtaldir meðlimir í móttökunefnd: Jón Jakobsson landsbókavörður, Guðmundur Björnsson landlæknir, Skúli Thoroddsen ritstjóri og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Síðan fylgdi Hannes konungi og fylgdarliði um götur til búsetu í latínuskólanum sem breytt hafði verið í konungsbústað og var fljótlega nefndur konungshöllin.

Hannes hafstein

Hannes Hafstein (1861-1922). Fyrsti ráðherra Íslands (01.02.1904-31.03.1909). Hannes varð fyrsti ráðherra Íslands frá og með 1. febrúar 1904. Meðan Hannes var ráðherra var sími lagður til landsins. Deilur risu um uppkast að nýrri stjórnarskrá og var kosið um „Uppkastið“ árið 1908. Andstæðingar Uppkastsins unnu sigur og Björn Jónsson varð ráðherra 31. mars 1909. Þá varð Hannes bankastjóri Íslandsbanka. Hannes varð ráðherra í annað sinn 24. júlí 1912, þá fyrir Sambandsflokk, þegar Kristján Jónsson lét af embætti, og sat til 21. júlí 1914. Á því tímabili var fánamálið mjög til umræðu, og tapaði Hannes atkvæðagreiðslu um skipan nefndar um tilhögun og tillögugerð í fánamálinu. Tók Sigurður Eggerz við ráðherraembætti af Hannesi. Hannes settist þá aftur í bankastjórastól Íslandsbanka og sat þar til 1917 er hann sagði af sér vegna heilsubrests.

Í latínuskólanum undirritaði konungur þrenn lagafyrirmæli handa Íslendingum, ein um aðflutningsgjöld en hin varðandi útvegsmál. Voru það fyrstu lög sem staðfest höfðu verið á íslenskri grund. Frá sama stað var ennfremur tilkynnt um að skipuð yrði nefnd ríkisþingmanna og alþingismanna til þess að gera ráðstafanir til nýrrar löggjafar varðandi stjórnskipunarlega stöðu Íslands í Danaveldi.

Seinna um daginn var móttökuhátíð í Alþingishúsinu. Deginum lauk með stórri veislu sem Íslandsráðherra og alþingisforsetar buðu til…“

Á vefsíðunni Hugi.is mátti árið 2013 m.a. lesa eftirfarandi um konungskomuna eftir Örn H. Bjarnason árið 1907 undir fyrirsögninni „Gamlar götur“:

„Í byrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8. og 200 manna fylgdarliðs hans. [Friðrik 8. af Glücksborg var konungur Danmerkur frá 1906 – 1912. Hann var elstur barna Kristjáns konungs 9. og Lovísu af Hessen-Kassel.]
Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á nýrri brú við Brúarhlöð. Síðan niður Hreppa hjá Álfaskeiði, yfir Stóru- Laxá og að Þjórsárbrú. Þaðan um Ölfusárbrú í Arnarbæli í Ölfusi, upp Kambana, yfir Hellisheiði á Kolviðarhól, niður hjá Lækjarbotnum og til Reykjavíkur aftur. Vandlætingafólk þess tíma taldi að fikra mætti sig Kóngsveginn svonefnda eftir tómum kampavínsflöskum.
Víst er um það að ríkisþingmenn fengu fyrir brottför silfurslegna svipu að gjöf frá Alþingi og ferðabikar í ól til að smeygja um öxl sér. En að þetta hafi verið einhver fyllirístúr er af og frá, menn kannski fengið sér í annan fótinn en ekki mikið meira, flestir. Sérstök gullplata var á svipu konungs og hafði Árni Gíslason grafið á hana “Ísland 1907.”
Áhugavert er að skoða ljósmyndir teknar þessa sumardaga, pípuhattar í öllum áttum og harðkúluhattar, barðastórir kvenhattar, upphlutur og skotthúfur, skautbúningur og möttull. Í bakgrunninum voru derhúfur en á húfum lúðurþeytara voru sérstakir borðar. Allir báru höfuðföt sem er hyggilegt enda fer að sögn veðursérfræðinga 75% af hitatapi líkamans um höfuðið.

Friðrik VIII

Skrúðganga í Reykjavík í tilefni heimsóknar Friðriks VIII.

Svo voru það skínandi einkennisbúningarnir. Myndir frá þessum tíma eru allar í svart/hvítu og þess vegna heldur maður kannski að í gamla daga hafi allt verið svo leiðinlegt. Svo var þó ekki ef marka má allar sögurnar og eitt er víst að þarna var ekki litlaus hópur á ferð, öðru nær.
Tildur segjum við í dag á stíllausri öld, en gleymum því ekki að á bak við stífa framkomu þessa fólks leyndist oft hörku dugnaðar. Það er meira en að segja það að fara í 7 daga hestaferð á Íslandi að viðbættum íþyngjandi ræðuhöldum, ofáti og skjalli hvers konar sem sterk bein þarf til að þola. Auk þess var mikil pólitísk spenna í loftinu vegna sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Frá Reykjavík á Þingvöll
Friðrik VIIIFerðin hófst 1. ágúst og var lagt af stað frá Latínuskólanum í Reykjavík. Konungur reið gráum hesti og var í búningi sjóliðsforingja með derhúfu að hætti aðmiráls og í uppháum leðurstígvélum. Hannes Hafstein Íslandsráðherra var á léttvígum, rauðskjóttum gæðingi Glæsir að nafni, kallaður Ráðherra-Skjóni. Seinna í ferðinni reið hann brúnum hesti en konungur hélt sig við gráa litinn enda hafði honum verið ætlaðir fjórir í þeim lit í ferðina. Þegar til kom líkaði honum aðeins við tvo þeirra. Mér skilst að Eggert Benediktsson bóndi í Laugardælum, stórbýli rétt fyrir austan Selfoss, hafi skaffað þessa gráu hesta.

Haraldur prins var í húsarabúningi. Þarna voru líka Axel Tulinius sýslumaður Suður-Múlasýslu, aðalskipuleggjari ferðarinnar, Rendtorff yfirhestasveinn konungs í rauðum búningi, J.C. Christensen forsætisráðherra og Rosenstand leyndaretatsráð svo að einhverjir séu nefndir.

Axel V. Tulinius

Axel V. Tulinius.

Leiðsögumenn voru m.a. þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon skrifstofustjóri, síðar forsætisráðherra. Jón var hæglætismaður og frekar orðfár, en hvar sem hann sýndi sig fóru hjólin að snúast. Þannig var það einnig við undirbúning þessarar ferðar.
Það þurfti töluverða skipulagshæfileika til að henda reiður á öllu því hafurstaski sem fylgdi þessu liði, kerrur með tjöld og matföng og trússhestar, klyfsöðlar, hnakkar, beisli, lyfjaskrín, hattaöskjur og ferðakoffort. Þetta líktist meira innrásinni í Rússland eða herleiðingu eins og sagt er frá í Gamla testamentinu hjá Móse frá Egyptalandi eða Esekiel til Babylon, erillinn var svo mikill. Að morgni fyrsta dags voru allir að ganga af göflunum og þá var notalegt að hafa Jón Magnússon með sína góðu nærveru.

Friðrik VIIIHófaskellirnir á götum Reykjavíkur þennan dag komu öllum í ferðaham og góðhestarnir sem bændur sunnanlands og norðan höfðu lánað af þessu tilefni voru ekki af verri endanum. Flestar sýslur landsins lögðu til 18 hesta hver landssjóði að kostnaðarlausu, en einnig voru fjöldinn allur af leiguhestum.
Af lista yfir íslenska alþingismenn sem varðveist hefur er svo að sjá, að flestir þeirra hafi fengið tvo hesta til afnota. Númer 13 á listanum er Hannes Hafstein, 1. Þingmaður Eyfirðinga, Tjarnargötu. Hann fékk bara einn hest enda lagði hann sjálfur til Ráðherra-Skjóna. Björn M. Olsen, 3. Konungskjörinn þingmaður, Lækjargötu 8, fékk 3 hesta. Tryggvi Gunnarsson 1. Þingmaður Reykvíkinga fékk 2 hesta og sömuleiðis Þórhallur Bjarnarson þingmaður Borgfirðinga síðar biskup yfir Íslandi.

Guðmundur Björnsson

Guðmundur Björnsson, alþingismaður. Alþingismaður Reykvíkinga 1905–1908, konungkjörinn alþingismaður 1913–1915, landskjörinn alþingismaður 1916–1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
Forseti efri deildar 1916–1922. Milliþingaforseti efri deildar 1915.

Guðmundur Björnsson 2. Þingmaður Reykvíkinga, Amtmannsstíg 1, fékk engan hest enda hefur hann sjálfsagt verið með sína eigin hesta í ferðinni.
Í bréfi dagsettu 7. febrúar 1907 býður Daniel Danielsson hinni háttvirtu Heimboðsnefnd vagnhesta til kaups á kr. 160 stykkið. Hann segir í bréfinu, að hann treysti sér ekki til að fara neðar þar sem hann telji að verð á hestum á sumri komandi verði mjög hátt. Þetta var svo sannarlega uppgripstími fyrir hestaspekúlanta.
Þar sem riðið var upp Hverfisgötu blakti danski fáninn við hún. Farið var upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði, en þar byrjar hinn eiginlegi gamli Þingvallavegur. Svipusmellir fylltu loftið og öllum mátti vera ljóst að þetta var enginn venjulegur reiðtúr. Á leiðinni bættust í hópinn bændur sem höfðu hlaupið frá búum sínum til að skoða kónginn. Þegar til kom gátu þeir ekki stillt sig um að slást í för á Þingvöll. Sumir voru ekki einir á ferð heldur með allt sitt hyski, konu og krakka.
Í Djúpadal var framreiddur hádegisverður. Eins og allir vita þá eru Danir fyrst í essinu sínu þegar matur er annars vegar. Þeir borða ekki eingöngu til að lafa á fótunum. Matargerð er í þeirra augum listgrein og að skeggræða um mat umræðuefni sem stendur jafnfætis heimspekitali á gangstéttarkaffihúsum stórborganna. Virkilega siðaður Dani getur rifjað upp matseðla áratugi aftur í tímann af jafn mikilli nákvæmni og veðurglöggur Íslendingur lýsir skýjafari. Danir eru heimsmenn.

Djúpidalur

Djúpidalur.

Nema hvað í Djúpadal hafði Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 látið senda 150 rúnstykki, 7 rúgbrauð og 12 franskbrauð. Pagh veitingastjóri var staðráðinn í því, að hvað sem öðru liði þá myndi Friðrik 8. Danakonungur ekki verða hungurmorða í ferðinni og þyrstur yrði hann ekki, enda sést í skjölum að Thomsens Magasin lét senda 4000 flöskur vestur að Rauðamel. Þar var tappað ölkelduvatni á flöskurnar. Þetta ölkelduvatn var haft til hressingar í heimsókn konungs.

Friðrik VIII

Gamli Þingvallavegurinn 1907.

Að loknum málsverði þumlungaðist hersingin áfram fyrir norðan Borgarhóla í áttina að Þrívörðum og sunnan við Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði, sem er forn áningarstaður. Þaðan var ekki langt í Ferðamannahorn, en það heitir svo vegna þess að þar sést fyrst til langferðamanna að koma á Þingvöll. Svo lá leiðin um Kárastaðastíg og niður í Almannagjá. Þegar konungur reið niður gjána hrópaði fólkið sem hafði raðað sér þar upp nífalt húrra, ég endurtek nífalt, minna mátti ekki gagn gera.

Friðrik VIII

Friðrik VIII.

En hver var þessi konungur sem verið var að hrópa húrra fyrir? Friðrik 8. var fæddur árið 1843 og dó árið 1912. Hann ríkti frá árinu 1906 til 1912. Faðir hans var Kristján 9. Þann stutta tíma sem Friðrik var við völd ferðaðist hann mikið um ríki sitt og komst í nána snertingu við þjóð sína. Hann beitti sér m.a. fyrir bættum samskiptum við Íslendinga. Árið 1869 gekk hann að eiga sænska prinsessu Louise að nafni.

Friðrik VIII

Frímerki af tilefni eitt hundrað ára minningar um komu Friðriks VIII. Danakonungs til Íslands 1907.

Og þjóðin sem hann var að heimsækja hvernig var hún? Af því að maður er svolítið blindur á sitt eigið fólk þá gerði ég það að gamni mínu að fletta upp í Nordisk Konversasions Leksikon, 5. bindi, bls. 183. Þar stendur: “Íslendingar tilheyra hinum hvíta kynstofni, flestir eru háir, ljósir yfirlitum og langhöfðar. Þeir eru með blá augu og grannvaxnir.” Þetta fannst mér áhugaverð lesning, en meira hafði ég samt gaman af að koma út af bókasafninu og labba eftir Austurstræti og sjá margbreytileikann í útliti fólks enda er þjóðin örugglega ekki svona einslit eins og stendur í alfræðiritinu. Rannsóknir á blóðflokkum Íslendinga sýna raunar að þjóðin er af margvíslegum uppruna.

Friðrik VIIIEn við vorum stödd á Þingvöllum. Þar höfðu miklar vegabætur farið fram sem og annars staðar á leið konungs. Árið 2000 voru líka lagðir vegir á Þingvöllum. Það tengdist Kristnitökuhátíðinni. Þetta voru mjög snotrir vegir út um alla móa, en lágu svo sem ekkert sérstakt að mér fannst. Áhugavert þótti mér að sjá hvílíkri tækni vegakarlar bjuggu yfir þegar þeir mokuðu þessum sömu vegum upp á vörubíla aftur og keyrðu í burtu. Þarna hófst nýr kafli í samgöngusögu þjóðarinnar. Það er ekki enn búið að moka í burtu Kóngsveginum gamla en slitróttur er hann orðinn á köflum.
Að loknum kvöldverði þennan fyrsta dag gekk konungur um meðal fólksins í tvo klukkutíma. Hann var skrafhreyfinn og lék við hvern sinn fingur. Engin þreytumerki voru á honum að sjá.

Þjóðhátíð á Þingvöllum

Friðrik VIII

Friðrik VIII á Þingvöllum.

Næsta dag 2. ágúst var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum. Drifhvítar tjaldborgir höfðu risið þar og byggður hafði verið konungsskáli í hallanum upp að Almannagjá ekki langt frá Öxarárfossi en í Hestagjá voru höfð hross sem þurftu að vera til taks. Ekki létu fréttamennirnir sig vanta en Guðmundur Finnbogason var fulltrúi Blaðamannafélagsins. Þegar á ferðina leið reyndust fréttamennirnir hvað dugmestir. Það er ótrúlegt hvað forvitnin er mikið hreyfiafl.
Friðrik VIIIÍ Valhöll var snæddur hádegisverður, en kl. 1 hófst Lögbergsgangan og tóku nær 6000 manns þátt í henni. Það var regnkápuveður þennan dag og margar ræður voru fluttar og mikið sungið. Hannes Hafstein flutti konungsminni. Ýmsir aðrir tóku til máls. Tulinius sýslumaður stjórnaði glímukeppni og sigraði Hallgrímur Benediktsson í þessari keppni en þriðji varð Jóhannes Jósefsson sem síðar var kenndur við Hótel Borg en hann hafði lagt sig eftir grísk rómverskum fangbrögðum og var talinn öflugur glímumaður. Sem sigurmerki fékk Hallgrímur birkigrein og síðan var hann borinn af sviðinu í gullstól.

Björn M. Olsen

Björn M. Olsen; Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Björn M. Olsen prófessor fræddi fólkið um Úlfljótslög, Grágás, Járnsíðu og Jónsbók. Eins sagði hann frá því hvernig Gissur Þovaldsson sendi árið 1238 Hjalta biskupsson upp á þing með stóran flokk manna til að hleypa þinginu upp. Svo var það bardaginn á Alþingi eftir Njálsbrennu og hvernig dómi var hleypt upp árið 999 er dæma skyldi í máli á hendur Hjalta Skeggjasyni um goðgá. Það var síður í frásögur færandi að oftast fór þingið fram með hinni mestu friðsemd og spekt.
Lítillega sagði prófessorinn frá því hvernig þjófar höfðu verið hengdir við Gálgaklett og konur sem höfðu borið út börn sín eða deytt á annan hátt drekkt í Drekkingarhyl. Þetta gerði stóra lukku.
Um kvöldið var haldin hátíðarveisla. Þar flutti Sveistrup þjóðþingsmaður ræðu fyrir minni íslenska hestsins, en konungur mælti fyrir minni kvenna. Aðeins ein kona Ragnheiður Hafstein eiginkona Íslandsráðherra var í veislunni, sem mönnum þótti alveg kappnóg. Konungur beindi orðum sínum til hennar frekar en að tala út í buskann til allra þeirra kvenna sem voru annars staðar. Dansað var á palli fram á nótt og tók konungur þátt í dansinum.

Friðrik VIII

Verst var að hesturinn sem Sveistrup lofaði hvað mest í fjörugri ræðu sinni fældist nokkrum dögum seinna fyrir vagni hans uppi á Hellisheiði. Sveistrup hlaut nokkrar skrámur á enni og mikil mildi að ekki hlaust verra af.“

Frá Þingvöllum að Geysi

Friðrik VIII

Minningarsteinn um komu Friðriks VIII til Geysis 1907.

Næsta dag þann 3. ágúst var svo riðið hjá Skógarkoti Skógarkotsveg og í Vatnsvíkina hjá Vellankötlu um Gjábakkastíg og Barmaskarð á Laugarvatnsvelli. Þangað var komið um hádegisbil og beið þar stórt veitingatjald. Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 hafði sent þangað 160 rúnstykki, 8 rúgbrauð og 12 franskbrauð…“

Í Fréttablaðinu 7. maí 2019 er fjallað um Gamla Þingvallaveginn á þeim nótum að hann „fái veglegri sess með friðlýsingu“. Þar segir:

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði.

„Þrjú sveitarfélög við Mosfellsheiði og minjavörður Suðurlands vilja að hafið verði ferli til að breyta skilgreiningu á nítjándu aldar hestvagnavegi sem liggur frá Geithálsi að Almannagjá úr því að vera friðaður í það að verða friðlýstur. Þá yrði vegurinn merktur og vakin á honum athygli sem menningarminjum.
Minjastofnun vinnur nú að því með þremur sveitarfélögum að Gamli Þingvallavegurinn frá því á 19. öld verði friðlýstur.
„Vegna aldurs síns er vegurinn friðaður samkvæmt lögum en vert er að skoða hvort ekki sé ástæða til að ganga lengra og friðlýsa hann. Með friðlýsingu fengi Gamli Þingvallavegurinn veglegri sess, hann yrði merktur og vakin athygli á honum sem merkum menningarminjum,“ segir í minnisblaði Tómasar G. Gíslasonar, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, sem lagt var fram er bæjarstjórnin þar staðfesti vilja sinn í málinu.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur frá 1907 millum Djúpadals og Þingvalla.

Í framhaldinu var málið borið undir yfirvöld í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð þar sem Gamli Þingvallavegurinn liggur einnig um lönd þeirra sveitarfélaga. „Að langstærstum hluta er leiðin á landi Mosfellsbæjar; sker svo norðurhorn Grímsnes-og Grafningshrepps við Klofningstjörn á stuttum kafla en fer þá yfir í Bláskógabyggð, í Vilborgarkeldu nálægt núverandi Þingvallavegi við Torfdalslæk,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, í samantekt um málið.
Vegurinn hafi verið geysimikið mannvirki á sinni tíð; upphlaðinn á köflum með vatnsræsum, brúm og vel hlöðnum vörðum. Hann sé vel varðveittur hestvagnavegur.

Friðrik VIII

Konungsheimsókn Friðriks VIII 1907. Hannes Hafstein ráðherra kveður konung á Bæjarabryggju (Steinbryggjunni).
Ljósmyndari: Magnús Ólafsson.

„Hann markaði tímamót í samgöngusögu heiðarinnar og við hann var einnig hlaðið sæluhús úr tilhöggnu grágrýti. Eftir að önnur þjóðbraut var lögð yfir norðanverða
heiðina til Þingvalla um 1930 var þessi leið aflögð að mestu og hlaut hún þá nafnið Gamli Þingvallavegurinn,“ rekur Tómas umhverfisstjóri.
Nú liggur fyrir að afla þurfi upplýsinga um minjarnar og síðan fá ráðgefandi álit Fornminjanefndar áður en málið er kynnt almenningi og á endanum lagt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar um friðlýsingu eður ei.“

Heimildir:
-Tíminn 19. des. 1958, Íslandsferðin 1907, bls. 8.
-Gamlar götur-Konungskoman árið 1907, Örn H. Bjarnason – https://www.hugi.is/saga/greinar/130222/gamlar-gotur-konungskoman-1907/
-Örn H. Bjarnason. Konungskoman árið 1907. Heima er bezt 53. árg., 3. tbl., mars 2003, bls. 122-127.
-Fréttablaðið 7. maí 2019, Gamli Þingvallavegurinn fái veglegri sess með friðlýsingu, bls. 6.
-„Aukinn skilning mun hún færa oss, þessi Íslandsferð“, Þ. M. J – Heimsókn Friðrik VIII Danakonungs til Íslands 1907, rit Landsbókasafns Íslands 2007 – https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/9442/Konungskoma_%C3%ADslenska.pdf?sequence=1
-Morgunblaðið 4. ágúst 2007, Íslandsheimsókn Friðriks VIII. Danakonungs árið 1907, Lesbók Morgunblaðsins.

Friðrik VIII

Friðrik VIII. með ríkisþings- og alþingismönnum við Miðbæjarskólann í Reykjavík.

Listaverk

Skúlptúrinn „Sólfarið“ er einn af mest heimsóttu stöðum hér í Reykjavík. Hann er við Sæbraut, aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Hörpu og Hallgrímskirkju.

Jón Gunnar Árnason

Jón Gunnar Árnason.

Listamaðurinn Jón Gunnar Árnason gerði skúlptúrinn sem staðsettur er niðri við sjávarsíðuna hér í Reykjavík. Jón Gunnar Árnason (1931-1989) var vélsmiður að mennt en gerðist myndlistarmaður seint á sjötta áratugnum. Hann var einn af stofnendum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, SÚM-hópsins og Nýlistasafnsins í Reykjavík. Listferill Jón Gunnars er fjölbreyttur og var hann óhræddur við að fara nýjar leiðir í listsköpun sinni. Hann vann verk gjarnan í málma og vísaði ýmist í sagnir fortíðar eða kosmískar kenningar. Nokkur verka hans standa í borgarlandslaginu en þekktast er Sólfarið við Sæbraut.

Borgarráð ákvað að efna til listaverkasamkeppni og minnast borgarinnar með útilistaverki. Sun Voyager (Sólfarið) var vinningshönnunin. Listamaðurinn lýsti skúlptúrnum sem Óði til sólarinnar eða draumabát. Hann sagði að þetta væri „loforð um ófundið landsvæði, draum um von, framfarir og frelsi. Þetta er líklega ástæðan fyrir því að þessi skúlptúr átti upphaflega að vera neðar á strandlengjunni og snúa í vestur í átt að Norður-Ameríku.

Listaverk

Skúptúr við Sæbraut.

Það mun vera algengur misskilningur að Sólfarið sé víkingaskip og að sýn listamannsins hafi verið á ferð íslenska víkingsins Leifs Eiríkssonar eða Leifs heppna til að finna Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus gerði það. En í stað þess að snúa til vesturs endaði skúlptúrinn með því að snúa í norður á þessum pínulitla skaga, sem listamaðurinn sjálfur kallaði í gríni, Jónsnes eða Jónsskaga.

Eins og sjá má átti íslensk víkingaarfleifð stóran þátt í hönnuninni þar sem það lítur út eins og víkingalangskip gert með hvalabeinum úr ryðfríu stáli sem standa á graníthring.

Sólfarið

Skúlptúr við Sæbraut.

Skúlptúrinn er gríðarlegur (4,2 m x 8,8 m x 3,6m / 16,7 in × 34,6 in × 14,2 tommur) og nær út í geiminn að hafið, himinninn og hugur áhorfandans verða hluti af listaverkinu í heild sinni.

Listaverk

Skúlptúr við Sæbraut.

Í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986 efndu íbúasamtök Vesturbæjar til samkeppni um útilistaverk. Sólfar Jóns Gunnars varð fyrir valinu og var frummyndin, lítill álskúlptúr gefin Reykjavíkurborg til stækkunar. Sólfarið var sett niður við Sæbraut í fullri stærð og afhjúpað á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1990. Ári áður féll listamaðurinn frá, langt fyrir aldur fram, og náði því aldrei að njóta verksins í endanlegri mynd.

Listaverk

Skúlptúr við Sæbraut.

Verkið er úr ryðfríu stáli og stendur á graníthellum með svokallaðri ráðhússteypu í stétt umhverfis hellurnar. Aðstoð við frumvinnu og eftirfylgni veitti Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður. Sigurjón Yngvason, tæknifræðingur, sá meðal annars um gerð verklýsingar í samvinnu við Jón Gunnar og hafði eftirlit með smíði og uppsetningu verksins. Reynir Hjálmtýsson hafði yfirumsjón með smíði verksins í Vélsmiðjunni Orra í Mosfellssveit. Stærð verksins er 900 x 1800 x 700 cm.

Listaverk

Skúlptúr við Sæbraut.

Sitt sýnist hverjum um staðsetningu verksins við Sæbraut og setja menn helst fyrir sig að skipið snúi ekki stefninu í vestur, í sólsetursátt, samkvæmt hugmyndafræðinni á bak við verkið.

Staðarval Sólfarsins einskorðaðist í upphafi við vesturbæ Reykjavíkur af augljósum ástæðum. Samkvæmt fyrstu tillögum Jóns Gunnars var gert ráð fyrir að Sólfarið stæði á Landakotstúni og stefnið vísaði til miðborgarinnar en skutur að Landakotskirkju. Einnig kom til greina að skipið stæði í Reykjavíkurhöfn á þar til gerðum stöpli. Ánanaust var hins vegar sá staður sem hugnaðist Jóni Gunnari best en áætlanir um breytt skipulag Reykjavíkurborgar komu í veg fyrir það.

Listaverk

Skúlptúr við Sæbraut.

Endanleg ákvörðun var tekin í samráði við Jón Gunnar um staðsetningu Sólfarsins við Sæbraut á litlu nesi, sem hann kallaði Jónsnes í gríni. Hann vissi vel að þótt Sólfarið yrði niðurnjörvað með stefnið í norður þá skipti það ekki máli.

Listaverk

Skúlptúr við Skúlagötu.

Sólfarið var smíðað eftir fríhendisteikningum Jóns Gunnars og óreglulegt form þess, síbylgjandi línur og ljóðræn hreyfing, sem einkenna svo mörg listaverka hans, gera það að verkum að það er eins og skipið svífi í lausu lofti. Það teygir sig út í rýmið þannig að hafið, himinninn og hugur áhorfandans verður hluti af verkinu. Fyrir vikið er Sólfarið gætt þeim einstaka eiginleika að geta flutt hvern og einn þangað sem hugur hans leitar. Fæst verka Jóns Gunnars eru augljós enda sagði hann sjálfur að öll list ætti að hafa merkingu eða boðskap sem vísaði út fyrir hana sjálfa — áhorfandinn ber alltaf ábyrgð á að túlka verkin á sinn hátt og gerist þannig þátttakandi í mótun listaverksins. Verk Jóns Gunnars gera iðulega slíka kröfu til áhorfandans og veita honum þannig tækifæri til að uppgötva nýjan sannleika með þátttöku sinni.

Listaverk

Sólfarið – líkan.

Jón Gunnar var orðinn mjög veikur þegar hafist var handa við stækkun og smíði Sólfarsins og lést hann í apríl 1989. Sá sem ekki veit betur heldur að verkið hafi orðið til á þessu tímabili og ímyndar sér að það tengist hugleiðingum Jóns Gunnars um dauðann — að Sólfarið flytji sálir í ríki dauðans en það er alrangt. Hugsunin er falleg út af fyrir sig en hún er ekki í samræmi við hugmyndafræði Jóns Gunnars. Sólfarið er draumbátur, óður til sólarinnar og felur í sér von og birtu.

Heimildir m.a.:
-https://listasafnreykjavikur.is/frettir/listaverk-vikunnar-solfar
-https://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B3lfar

Listaverk

Skúlptúr við Sæbraut.

Saurbær

Kjalarnesið er sagnaríkt. Margar minjar er þar að finna ef vel er að gáð sem og skírskotun til gamallar sögu og sagna fyrri tíðar.

Kjalarnes

Kjalarnes – kort.

Í Kjalnesingasögu segir t.d.. að Helgi bjóla hafi numið Kjalarnes og búið á Hofi. Hann átti Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins. Synir þeirra hétu Þorgrímur og Arngrímur.

Örlygur hinn írski leitaði á náðir Helga bjólu að ráði frænda síns, Patreks biskups á Írlandi. Fékk Helgi honum bústað. Þar reisti Örlygur kirkju.
KjalarnesAndríður, Kolli og Esja koma síðar. Helgi tekur við þeim. Kolli sest að í Kollafirði. Örlygur var þá háaldraður og gaf upp land og bú fyrir Esju en upp frá því heitir þar að Esjubergi. Andríður var á hinn bóginn hjá Helga á Hofi hinn fyrsta vetur og sórust hann og synir Helga í fóstbræðralag. Helgi gefur honum síðan land undir bú, Brautarholt, og bað einnig til handa honum konu, Þuríðar, systur Þormóðs í Þormóðsdal. Þorgrímur, sonur Helga, fékk Arndísar á Skeggjastöðum og var því tvöfalt brúðkaup á Hofi.

Kjalarnes

Kjalarnes – norðurhluti (AMS-kort).

Þegar Helgi andast tekur Þorgrímur við búinu á Hofi og mannaforráðum (goðorði) en Arngrímur reisir sér bæ sem hann kallar Saurbæ. Synir hans eru þeir Helgi og Vakur en sonur Þorgríms heitir Þorsteinn. Þorgrímur er blótmaður mikill og reisir sér stórt hof. Sonur hans, Þorsteinn, er sagður „uppivöslumaður mikill“. Sonur Andríðs og Arndísar, Búi, er aðalpersóna sögunnar. Hann er sagður einrænn. Kolfinnur er kynntur til sögu. Hann býr í skjóli móður sinnar, Þorgerðar á Vatni, og er ekki eins og fólk er flest. Hann er kolbítur, beit steiktan börk af viði og gætti katla móður sinnar.

Kjalarnes

Kjalarnes – norðurhluti (AMS-kort).

Búi er í fóstri hjá Esju. Hann vill aldrei blóta og er loks dæmdur sekur skógarmaður á Kjalarnesþingi fyrir „rangan átrúnað“. Hann er með öðrum orðum brottrækur úr mannlegu samfélagi og réttdræpur. Ákæruefnið bendir til þess að hann sé kristinn eins og raunar kemur skýrt fram í sögulok.
Búi fer allra sinna ferða eins og ekkert hafi í skorist. Hann hefur hnýtt um sig slöngu sem er eina vopn hans. Fram kemur að kærleikar eru með honum og móður hans. Þeir Þorsteinn hyggjast taka hann af lífi og veita honum eitt sinn eftirför. En Esja kemur honum til bjargar.

Lauganýpa

Í Lauganýpu.

Yfir þá lýstur svo miklu myrkri að þeir sáu ekki handa sinna skil. Síðar drepur Búi Þorstein og ber eld í hofið sem brennur til kaldra kola. Esja fær honum bústað, herbergi með baði í helli nokkrum undir Laugargnípu í fjallinu ofan við Esjuberg, þ.e. Esju.

Framundan er verkefni, þ.e. að fara og skoða framangreindan helli með skírskotun til sögunnar.

Heimild fengin af http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/handr/Kjalnesingas.htm

Esja

Esja.

Klifhæð
Norðan við gamla þjóðveginn (Suðurlandsveg), svo til efst á Klifhæð, er sæmilega stór steinn. Á hann er klappað formfagurlega ártalið 1887 og eru stafirnir rauðlitaðir. Áletrunin er að öllum líkindum frá þeim tíma er vegurinn var fyrst lagður í þetta vegstæði, en gamla leiðin upp úr Lækjarbotnum er ekki allfjarri. Suðurlandsvegur lá einnig upp úr Lækjarbotnum áður en hann var færður í núverandi vegarstæði nokkru norðar, og yfir Klifhæð.
Þann 1. mars árið 1895, 47. árg., 10. tbl. er ritað um þetta vegstæði Suðurlandsvegar.

“Vanhugsuð vegarlagning“.
SuðurlandsvegurUm það hvar vegurinn liggur frá Árbæ upp að Hólmi, skal ekki farið mörgum orðum, því að líkindum verður honum aldrei breytt á þeirri leið og virðist þess heldur ekki þörf, jafnvel þó hann hefði þar átt að hafa aðra stefnu frá byrjun, sem sé, fyrir norðan Rauðavatn, en um það er nú ekki mikið að fást. En úr því kemur upp fyrir Hólm; fer að verða skoðunarmál, hvort hann hefur verið lagður á sem bestum stað, eða ekki. Skal hér því stuttlega lýsa landslagi á því svæði og hvernig ár og rásir falla, sem bæði hafa valdið honum stórskemmdum og munu eins hér eftir, jafnvel þó varið hafi verið töluverðu fé honum til viðhalds, sem hefur verið brýn þörf, ætti hann að vera fær.

Suðurlandsvegur

Letur á klöpp við brúarstæði Hólmsár.

Eins og kunnugt er, liggur vegurinn yfir Hólmsá, skammt fyrir austan Hólm. Hefur þar orðið að brúa hana tvisvar með ærnum kostnaði og óvíst að enn dugi. Þaðan upp að Lækjarbotnum, er sléttlent – Hólmarnir, – sem áin flæðir yfir í leysingum og hefur vegurinn þar umrótast fleirum sinnum og sjálfsagt verður honum þar aldrei óhætt. Á þeirri leið eru tvær brýr, er báðar hafa flotið burt með stöplum, en sú þriðja er nú nýgerð. Fyrir ofan Lækjarbotna, liggur vegurinn um svo kallaða Fossvelli, er áin rennur yfir, og hefur hún þar oft gert usla. Svo liggur hann upp Lakheiði, en þar er ekki annað að óttast en þverrásir, sem stundum hafa orðið nokkuð dýrar.

Suðurlandsvegur

Fyrsti Suðurlandsvegurinn 1887.

En þegar kemur upp undir Arnaþúfu, fer heldur að versna sagan. Þar liggur vegurinn á parti fram með ánum, fyrir sunnan neðri vötnin – svo er Fóelluvötnum skipt – enda flýtur hann þar burtu árlega, sem þó er enn verra, er kemur upp á Sandskeiðið. Þar má segja, að komi vatn úr hverri átt og það eigi lítið. Renna þar saman allar leysingakvíslir, er koma sunnan með öllum Bláfjöllum og hraunum og heiðum þar í kring, einnig með Vífilfelli að austan og norðan. Verður þá yfir allt Sandskeiðið og Fóelluvötnin einn hafsjór, enda sýndi það sig best, veturinn eftir að vegurinn var þar lagður, því þá gersópaðist hann svo burtu, að eftir voru kafhlaup, þar sem hann var áður.

Suðurlandsvegur

Elsta leiðin upp frá Reykjavík til austurs (blá brotalína).

Síðan hefur þar ekki verið vegur lagður og var það hyggilegt. Að vísu er þar allgóður vegur í þurrkatíð um hásumarið, en fram eftir öllu vori er þar oft lítt fært. Fyrir ofan Sandskeiðið taka öldurnar við og er þar ekki slæmt vegstæði í sjálfu sér, en þar er svo mikið aðrennsli, sunnan úr Sauðadölum og fjöllum þar í grennd, að vegurinn hefur orðið þar fyrir miklum áföllum og er nú svo eyðilagður, að víða er hann verri en enginn vegur. En síðast og ekki síst kemur Svínahraun, er staðið hefur eins og „þrándur í götu“ fyrir allri vegasmíð á þessari suður-vegsleið, með alla sína lögnu og flóknu vegargerðasögu, er væri nóg í stóra bók, og verður henni því sleppt hér.

Svínahraun

Vegurinn um Svínahraun.

Í fáum orðum sagt, virðist vegurinn frá Hólmi upp að Kolviðarhól vera lagður um þær verstu torfærur, er voru á þessari leið og er það hrapalegt, um hinn fjölfarnasta veg upp frá sjálfum höfuðstaðnum. Þetta sýnist nú því verra, þar eð fenginn var útlendur vegfræðingur til að leggja veginn, en ætli hann hafi eða verið þá skipað að skoða, hvort ekki væri hentugra vegstæði á öðrum stað, en eitt má telja víst, að hefði vegurinn verið fyrst lagður frá Reykjavík, að þá hefði aldrei verið farið með hann suður fyrir ár, og upp í Fóelluvötn, sem nú er líka dálaglegur krókur.

Svínahraun

Varða við veginn um Svínahraun.

Hér skal því benda á, hvar vegurinn hefði átt að liggja, eða öllu heldur, hvar hann nú ætti að leggjast, því ótrúlegt er að hann, þar, sem hann nú er líti dagsljós tuttugustu aldarinnar, og það því heldur, sem við nú höfum vegfræðing við hendina, og erum búnir að fá dálitla reynslu í vegasmíði.
Eins og áður hefur verið drepið á í blöðunum, er það nyrðri leiðin, sem af sumum hefur verið álitin betri til vegalagningar, enda er þeim óðum að fjölga, er sannfærast um, að þar hefði hann orðið að mun styttri, ódýrari og varanlegri, því á leiðinni frá Árbæ og upp að Húsmúla, eru bara tvær leysingavatns-rásir og lækurinn milli Vilborgarkost og Elliðakots, er bæði væri hægt að brúa, og eins að fara fyrir upptök hans, ef það þætti betra, en það mætti með því móti að skilja ekki suðurveginn frá Mosfellsheiðarveginum fyr en fyrir ofan Sólheimatjörn.

Lyklafell

Lyklafell.

Leysingarásirnar eru, önnur fyrir vestan Lyklafell, sem sjaldan rennur og þá örlítil, en hin fyrir austan fellið og er hún nokkuð meiri, en þó hverfandi á móti öllu því vatni, er kemur úr suðurfjallinu, er nú stendur mest hætta af, hvað veginn áhrærir. Að nyrðri leiðin sé styttri, getur hver meðalgreindur maður séð og þó ekki sé mælingafróður, því frá Árbæ upp í Hellisskarð, er línan hér um bil um Elliðakot, Lyklafell og norðan til á öldunum, en bein lína milli tveggja punkta er þó stysti vegur.

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur ofan Hveragerðis.

Væri nú ekki ráðlegt, að þingið léti vegfr. Sigurð Thoroddsen rannsaka vegarstæði á nyrðri leiðinni, áður en veitt væri stórfé til viðgerðar suðurveginum enn á ný, því þó gert væri við hann all-rækilega síðastl. sumar á pörtum, þá er þó efri hlutinn í mesta óstandi, helst öldurnar, er ekki mundi veita af nokkrum þúsundum krónum til viðreisnar. Sumum þótti nú kannske nokkuð í ráðist, að hætta nú við suðurveginn, en slíkt er þó varla áhorfsmál, því þó búið sé að verja til hans allmiklu fé, þá er því þó alls ekki á glæ kastað. Fyrst hefur vegurinn verið til mikils hægðarauka og að öðru leyti hefur féð að mestu leyti runnið í hendur landsmanna sjálfra. En úr því við höfum ekki peninga til vegabóta, nema af skornum skammti, ætti þeim helst að vera varið þar, er traustast yrði með framtíðinni, en ekki fleygt út til eins fávíslegrar vegagerðar, eins og suðurvegurinn er, því á þeim stað, sem hann er nú, verður hann fyr eða síðar dæmdur ófær.”

Lögberg

Grafreitur á Lögbergi.

Á árunum 1904–1910 flutti Guðmundur H. Sigurðsson bóndi í Lækjarbotnum býli sitt frá Gömlubotnum við Selfjall að þjóðveginum undir Fossvallaklifi, sem nú er oft kallað Lögbergsbrekka. Þarna hafði Guðmundur greiðasölu og gistingu ásamt bústýru sinni, Guðfinnu Karlsdóttur, og nefndi býlið Lögberg. Húsið var rifið þegar Suðurlandsvegurinn var lagður á sjöunda áratug 20. aldar. Hægt er m.a. að sjá minjar þessa búskapar á hólnum sunnan vegarins neðan brekkunnar.

Tröllabörn

Eitt Tröllabarna.

Enn neðar er merkilegt náttúrufyrirbæri, “Tröllabörnin í Lækjarbotnum”. Þetta eru sérkennileg hraundrýli (hornító) sem hafa verið notuð sem fjárskýli og jafnvel sem sæluhús. Þau voru friðlýst árið 1983. Þegar gosgufurnar koma úr útstreymisopum brenna þær við hátt hitastig þegar þær sameinast súrefni loftsins. Þá hlaðast upp litlar en brattar strýtur úr kleprum sem gosgufurnar rífa með sér. Strýtur sem þessar, eða hraundríli, eru einkum algengar á hraundyngjum.
Svipuð jarðfræðifyrirbæri, þó ekki eins í útliti, má sjá í Hnúkunum og á Strokkamelum í Hvassahrauni (Hvassahraunsgígar). Þar eru nokkur hraundríli eða hraunkatla eins og þeir eru nefndir í Náttúruminjaskrá.

Tröllabörn

Tröllabörn.

Katlarnir eru mjög sýnilegir frá Reykjanesbrautinni og aðeins örfáum metrum ofan við nýtt vegstæði. Merkileg náttúrufyrirbæri sem líkjast einna helst gömlum strokkum. Nokkurs konar strompar sem hafa hleypt upp lofti/gastegundum þegar hraun rann um svæðið en um leið hefur hlaðist utan á þá og þeir stækkað. Í miðju þeirra er op sem nær niður í hraunhelluna.
Hraundrýlið í Hnúkunum er hæst þessara drýla og ekki síst.Fróðleikur um vegagerðina:
www.vegagerdin.is

Fróðleikur um hraundrýli:
http://www.ust.is/Frodleikur/Fridlystsvaedi/nr/1139

Lakheiði

Sæluhústóft ofan við Lakheiði.

Hernám

Eftirfarandi fróðleik um kampa (herskálasvæði) og örnefni þeim tengdum á árunum 1940-1945 má lesa á vef Árnastofnunar:

Hernám

Hermenn í Reykjavíkurhöfn.

„Árið 1940 var upphaf eins merkasta tímabils í sögu Íslands, en 10. maí það ár var landið hernumið af Bretum. Styrjöld hafði hafist í Evrópu með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og stríðsyfirlýsingum Breta og Frakka gegn Þjóðverjum. Í lok apríl 1940 höfðu Þjóðverjar lagt undir sig Danmörku og Noreg og sóttu fram á öllum vesturvígstöðvunum, var aðeins tímaspursmál hvenær Frakkland, Belgía og Holland féllu. Stríðið um Atlantshafið var þá hafið og töldu Bretar sér stafa ógn af staðsetningu Íslands ef það lenti í óvinahöndum. En Winston S. Churchill hafði vitnað í eftirfarandi sem haft var eftir Karli Haushofer: „Hver sá sem ræður Íslandi beinir byssu að Englandi, Ameríku og Kanada.“ Þessi ummæli töldu Bretar m.a. réttlæta hernám Íslands.

Hernámið

Njarðvík

Á fyrstu dögum hernámsins.

Þegar breskur her, landgöngusveitir flotans eða Royal Marines, gekk hér á land 10. maí 1940 var lítið um varnir. Hluti af landhernum fylgdi svo í kjölfarið viku síðar eða 17. maí, yfirstjórn hersins undir stjórn Henrys O. Curtis hershöfðingja kom 26. maí og síðan hver deildin af annarri næstu vikurnar á eftir. Breski herinn lagði strax undir sig það húsnæði sem hann taldi sig þurfa á að halda til að hýsa sína menn og starfsemi, þar má nefna ÍR húsið við Landakot, KR húsið sem stóð þar sem ráðhús Reykjavíkur er í dag, Austurbæjarbarnaskólann, Miðbæjarbarnaskólann, Menntaskólann í Reykjavík sem var gerður að aðalstöðvum hersins, Hafnarhúsið og Hótel Borg o.fl.

Hernámið

Hernámið.

Þar sem nægjanlegt húsnæði fyrir þann fjölda hermanna sem settist að í og við Reykjavík var ekki fyrir hendi reisti herinn í fyrstu tjaldbúðir. Síðan var hafist handa við að reisa hermannaskála eða svokallaða bragga, og á skömmum tíma risu upp braggahverfi víðsvegar í Reykjavík og nágrenni.

Hermennirnir fluttu jafnóðum úr því húsnæði sem þeir höfðu lagt undir sig við hernámið í braggahverfin. Í framhaldi af því var farið að gefa hverfunum nöfn. Má geta þess að aðalstöðvar hersins, sem höfðu verið í Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu, voru fluttar í hverfi inn við Elliðaár er hlaut nafnið Camp Alabaster. Alabaster var dulnefni sem Bretar notuðu yfir áætlun og framkvæmd á hertöku Íslands og var liðið sem sent var til landsins kallað Alabaster Force.

Hernám

Braggahverfi við Gamla-Garð.

Kamparnir eða braggahverfin í Reykjavík urðu um 80 talsins en hverfanöfnin um 100 þar sem skipt var um nöfn á sumum kömpum og það oftar en einu sinni, í einstaka tilfellum. Hér verður aðeins drepið á nokkur þessara nafna og getið uppruna þeirra; auk þess verður aðeins getið um ensk og bandarísk götu- og staðarheiti í og við Reykjavík frá sama tímabili, þ.e. 1940-1945. (Sjá kort.)

Breskir kampar

Hernám

Kampurinn á Skólavörðuholti.

Flestir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi, t.d. Yorkshire, og kölluðu þeir sína kampa yfirleitt eftir bæjarnöfnum í heimahéruðum sínum eða þá stöku stað víðsvegar um Bretland. Má hér til dæmis nefna að á Skólavörðuholti, þar sem Hallgrímskirkja stendur nú, var braggahverfi sem kallað var Camp Skipton. (Sjá mynd.) Kampurinn var nefndur eftir bæ í Norður- Yorkshire sem er nokkuð miðsvæðis í Yorkshire. Í augum Breta er bærinn The Gateway to the Dales eða Hliðið að dölunum. Áður fyrr fóru bændur í Yorkshiredölum með sláturfé og nautgripi um Skipton. Þangað komu sérstakar lestir eftir búpeningnum og fluttu til slöktunar. Camp Skipton er líklega einn fyrsti kampurinn ef ekki sá fyrsti sem Bretar reistu í Reykjavík. Skólavörðuholt var eiginlega miðpunktur Reykjavíkur á þessum tíma og áður hafði aðalleiðin út úr bænum legið um holtið svo það er sennilega engin tilviljun að þessi kampur hlaut nafnið Skipton.

Nokkur önnur braggahverfi reist af Bretum báru nöfn sem rekja má til Yorkshire eins og hér má sjá:

Valhúsahæð

Herminjar, Camp Keighley, ofan við kirkjuna á Valhúsahæð.

Camp Bingley, var vestan við Smyrilsveg á horni Smyrilsvegar og Hjarðarhaga.
Camp Bradford, var austan við Langholtsveg á horni Holtavegar og þar sem nú er Efstasund. Holtavegur lá á þeim tíma yfir á Suðurlandsbraut og kölluðu þeir hann Bradford Road.
Camp Harrogate, var vestan við Sundlaugaveg og afmarkaðist af Sundlaugavegi, Gullteig og Hraunteig.
Camp Keighley, var á Valhúsahæð en hæðina kölluðu Bretar Keighley Hill. Til gamans má geta þess að skammt sunnan við Keighley bjuggu þær frægu Bronté-systur, rithöfundarnir Emily Jane, Charlotte og Anne.
Camp Ripon var í Sogamýri við Tunguveg, hér er einnig um heiti á smábæ í Norður-Yorkshire að ræða.

Camp Pershing

Camp Pershing 1942.

Selby Camp, var í Sogamýri sunnan við Sogaveg og austan Réttarholtsvegar.
Camp Tadcaster, var þar sem nú er eystri göngubrúin yfir Miklubraut norðan við Rauðagerði. Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum landsins voru aðalstöðvar þeirra fluttar í Tadcaster. Fljótlega breyttu þeir nafninu í Camp Pershing. Síðar fluttu þeir í fyrrum aðalstöðvar breska hersins í Camp Alabaster inn við Ártúnsbrekku og breyttu því nafni í Camp Pershing en Camp Pershing, áður Camp Tadcaster, í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Henry O. Curtis sem var að fara af landi brott.

Kaninn kemur

Hernám

Júlí 1941 – Bandarískur óbreyttur hermaður, Robert C. Fowler, boðinn velkominn af óbreyttum Bretanum Gunner Harold Ricardi.

Árið 1941 var gerður sérstakur samningur milli Íslendinga, Breta og Bandaríkjamanna um að Bandaríkjamenn tækju við vörnum landsins á meðan ríkjandi ástand varði. Þetta var gert til að losa um breska hermenn, sem hér voru, og þörf var á vegna hernaðarátaka, m.a. í Norður-Afríku og Asíu. Bandarískir landgönguliðar flotans, United States Marines, voru fyrstu bandarísku hermennirnir sem stigu hér á land, 7. júlí 1941. Breski herinn rýmdi bragga og braggahverfi fyrir landgönguliðana svo þeir þurftu ekki að byrja á því að hírast í tjöldum eða leggja undir sig íþrótta- eða skólahús. Í kjölfar landgönguliðanna kom svo landherinn, U.S. Army. Brátt fóru Bretarnir að hverfa á brott og halda heim á leið, en Bandaríkjamönnum fór fjölgandi. Í lok desember 1942 voru um það bil 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi, sem höfðu aðsetur í um 300 kömpum víðsvegar um landið. Bandaríkjamennirnir ýmist fluttu inn í bresku kampana eða byggðu nýja. Í mörgum tilfellum breyttu þeir nöfnum bresku kampanna og gáfu nýju hverfunum nöfn.

Bandarískir kampar

Hernám

Camp-Hálogaland.

Það var nokkur munur á nafngiftum Breta og Bandaríkjamanna á kömpunum. Bretar eins og áður hefur komið fram leituðu til heimahéraða sinna, bæði eftir bæjar- og staðarnöfnum. Nafngiftir Bandaríkjamanna virðast allar tengdar hernaðarsögu þeirra og voru þau breytileg eftir því hver átti í hlut, landgönguliðið, flotinn, landherinn eða flugher landhersins.

Landgöngulið flotans, U.S.M.C., nefndi sína kampa eftir frægum stöðum þar sem þeir höfðu háð orrustur og má hér nefna:

Hernám

Camp Tripoli.

Tripoli Camp. Þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum landsins sameinuðu þeir tvo breska kampa vestur á Melum, þá Camp Camberley og Crownhill Camp, í einn og kölluðu hann Tripoli Camp. Camp Camberley var kallaður eftir bæ í Surrey á Suður-Englandi, sem er á milli Ascot og Farnbourough, en Crownhill er hinsvegar nafn á strandvirki við hafnarborgina Plymouth á Suður- Englandi. Árin 1801-1805 áttu Bandaríkjamenn í stríði við sjóræningja frá borginni Tripoli í Líbíu í Norður-Afríku.

Hernám

Camp Tripoli.

Camp Montezuma var uppi við Úlfarsfell þar sem Skyggnir er nú. Árin 1842-1847 áttu Bandaríkjamenn í stríði við Mexikó. Landgöngusveitir flotans tóku undir lok þess stríðs Þjóðarhöllina í Mexikóborg en hún mun standa á sama stað og höll Montezuma síðasta konungs Azteka, sem var drepinn 1520.
Bæði þessi nöfn koma fyrir í fyrsta erindi lofsöngs bandarísku landgönguliðanna:

The Marines Hymn:

From the halls of Montezuma
To the shores of Tripoli,
We fight our country’s battles
On the land as on the sea.
First to fight for right and freedom
And to keep our honor clean;
We are proud to claim the title of
United States Marines

Keflavíkurflugvöllur

Braggahverfi á sunnanverðu Keflavíkurflugvallasvæðinu.

Til gamans má geta þess að þegar landgönguliðarnir komu hér fyrstir bandarískra hermanna 7. júlí 1941 bættu þeir inn í lofsönginn þessu erindi:

Again in nineteen forty one
We sailed a northern course
And found beneath the Midnight Sun
The Viking and the Norse
This old Icelandic nation
We’ll defend by every means
And uphold the reputation
of The United States Marines

Camp Corregidor var vestan við Brautarholt á Kjalarnesi. Kampurinn var kenndur við síðasta vígi Bandaríkjamanna, sem féll í hendur Japana, á Filippseyjum í seinni heimsstyrjöldinni er var á eynni Corregidor í mynni Manilaflóa.

Hernám

Camp Tientsin ofan Úlfarsárdals.

Camp Tientsin var vestan við Úlfarsfell við Leirtjörn, sem landgönguliðarnir kölluðu Tientsin Lake. Tientsin þýðir bókstaflega „Hið himneska vað“ en það er nafn á hafnarborg í Kína sem stendur við Hai Ho fljót og er um 56 kílómetra inni í landi frá Bo Hai flóa. Þessi staður kom mjög við sögu í hinu svokallaða Boxarastríði árið 1900 þegar fjölþjóðlegur her lenti þar og marseraði til Peking (Beijing) til að leysa sendiráð vestrænna ríkja úr umsátri sem stóð í 55 daga. Fjölmennasti herinn var úr landgönguliði bandaríska flotans eins og svo oft áður.

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).

Kampar flotans voru víða en hér er aðeins getið um tvo þeirra:

Camp Bunker Hill. Í þessum kampi voru aðalstöðvar flugdeildar bandaríska sjóhersins og strandvarna eða „coastal artillery“. Kampurinn var sunnan við Bústaðaveg, nánast þar sem brúin yfir Kringlumýrarbraut er nú. Bunker Hill er algengt í bandarískri hernaðarsögu og hefur fylgt bandaríska hernum nánast hvar sem hann hefur haft herstöðvar eða átt í hernaðarátökum. Nafnið kemur frá samnefndum stað við Boston í Massachusetts, þar sem frelsisher Bandaríkjanna háði sína fyrstu stórorrustu gegn breska hernum 17. júní 1775.

Herkampur var í Urriðaholti, nefndur Camp Russel.

Camp Russel

Kamp Russel – kort.

Tveir kampar voru í Garðaholti, Camp Gardar og Camp Tilloi. Þá var loftskeytastöð á Álftanesi; Camp Jörfi. Kampabyggðin í Hafnarfirði þjónaði m.a. varðstöðu á Ásfjalli og nálægum svæðum. Hvaleyrarkampur annaðist varnir við innsiglinguna í Hafnarfjörð.

Á Garðaholti er skilti með upplýsingum um herkampana Camp Gardar og Camp Tilloi, sem þar voru þar á stríðsárunum. Í texta á skiltinu segir: “Sumarið 940, í beinu framhaldi af hertöku landsins, hóf breski herinn varnarviðbúnað með ströndinni frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði og einnig á helstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og austan þess. Fótgöngulið sem gætti strandlengjunnar á Álftanesi, kom sér fyrir á austanverðu Garðaholti og stórkostaliðsflokkur setti þar upp tvær stórar loftvarnarbyssur. Á Garðaholti og beggja vegna Garðaholtsvegar, sem breski herinn lagði upphaflega, má sjá ummerki eftir hersetuna.

Hernám

Camp Knox.

Camp Knox var við Kaplaskjól, milli Reynimels, Kaplaskjólsvegar og Hofsvallagötu, nánast á svæði Sundlaugar Vesturbæjar. Þar var aðsetur bandaríska sjóhersins á Íslandi. Þetta er einn þekktasti kampurinn í sögu Reykjavíkur. Hann var nefndur eftir Frank Knox, sem var flotamálaráðherra 1940–1944 eða í seinni stjórn Franklín D. Roosvelts forseta. Hann barðist á Kúbu í liði Theodor Roosvelts í spánsk-ameríska stríðinu 1898 og síðar í Frakklandi, í fyrri heimsstyrjöldinni.

Hernám

Í Camp Knox um 1960.

Í Camp Knox var öllum sjóliðum bandaríska flotans, sem höfðu orðið skipreika og bjargað, komið fyrir til aðhlynningar. Skipreika menn úr kaupskipaflotanum voru hinsvegar hýstir í Camp Caledonia, er var betur þekktur sem Múlakampur. Hann var vestan við Suðurlandsbraut, á móts við Múla, en nú má miða við Laugardalshöllina þar sem Múli er horfinn.

Landherinn kenndi marga af sínum kömpum í og við Reykjavík við fræga hershöfðingja úr sinni sögu:

Camp Pershing, sem fjallað er um hér að framan, var kenndur við John J. Pershing, sem var yfirhershöfðingi bandaríska hersins í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni.

Hernám

Kampar í Reykjavík og nágrenni.

Camp Sheridan var rétt norðan við Bráðræði, milli Seilugranda og Frostaskjóls.
Sheridan er nafn á einum frægasta hershöfðingja norðanmanna í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum 1861-1865. Er honum jafnað við hershöfðingjana Grant og Sherman.
Camp MacArthur var í Mosfellssveit og var kenndur við Douglas MacArthur einn frægasta hershöfðingja Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni.
Flugdeild landhersins, „U.S. Army Airforce“, nefndi nokkra af sínum kömpum og flugvöllum eftir flugmönnum, sem látist höfðu af slysförum.

Meeks Camp var við Meeks Field, sem seinna hlaut nafnið Keflavíkurflugvöllur.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Kampurinn og flugvöllurinn var kallaður eftir fyrsta bandaríska herflugmanninum sem fórst á Íslandi, George Meeks. Það gerðist fyrir hádegi 19. ágúst 1941. George Meeks var að koma á orrustuflugvél sinni inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli, frá norðri. Hermaður mun hafa hjólað út á flugbrautina og flugmaðurinn þá fengið merki um að taka upp aftur. Hann var í lágflugi. Í stað þess að halda áfram í beinni stefnu eftir brautinni þá beygði hann til vinstri með þeim afleiðingum að hann flaug á loftnetsvírstreng, sem var strengdur á milli tveggja mastra. Annað mastrið brotnaði og hluti af öðrum væng vélarinnar. Vírdræsa vafðist um skrúfu vélarinnar og hún steyptist stjórnlaus í Skerjafjörðinn við Nauthólsvík. Flugmaðurinn mun hafa látist samstundis.

Hernám

Kampur í Nauthólsvík – Camp Kwitcherbelliakin.

Eitt undarlegasta nafn á braggahverfi, sem hér var, var Camp Kwitcherbelliakin (Quit-Your-Belly-Aching), sem mun þýða „hættu þessu nöldri“. Þessi kampur tilheyrði flugdeild bandaríska sjóhersins og var staðsettur við Nauthólsvík. Yfirmaður flugdeildarinnar, Dan Gallery kapteinn, var um margt sérstakur maður en nafngift kampsins er hans. Hann varð frægur fyrir stjórn á töku þýsks kafbáts, U-505, 4. júní 1944, en þá var hann kapteinn á flugmóðurskipinu USS Guadalcanal. U-505 er nú sýningargripur í Chicago. Dan Gallery varð síðar aðmíráll. Eftir heimsstyjöldina skrifaði hann nokkrar greinar í Saturday Evening Post um reynslu sína á stríðsárunum, m.a. um dvöl sína á Íslandi. Það er ekki hægt að segja að hann hafi skrifað neitt jákvætt um landið eða dvölina hér.

Íslensk kampanöfn

Hernám

Camp Leynimýri.

Bretar og Bandaríkjamenn gáfu nokkrum kömpum íslensk nöfn eða höfðuðu til íslenskra staðhátta. Verður nokkurra þeirra getið hér:

Camp Leynimýri var á svæðinu við Bústaðaveg þar sem Veðurstofa Íslands er.
Camp Fossvogur var þar sem Nesti í Fossvogi er nú.
Camp Ártún var við bæinn Ártún í Elliðaárdal.

Hernám

Camp Hálogaland – Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og
var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks
í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn,
þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig
íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð.
Skálinn var rifinn árið 1970.

Camp Hálogaland var kenndur við samnefndan bæ og var á svæðinu sem markast af Suðurlandsbraut, Skeiðarvogi og Gnoðarvogi.
Camp Langholt var austan við Langholtsveg rétt við Skeiðarvog.

Herskóla Camp var þar sem hús Landssímans er við Suðurlandsbraut. Margir kölluðu þennan kamp „Herskálakamp“ það mun hafa komið til af því hve orðin herskóli og herskáli eru lík í framburði. Þarna ráku Bretar herskóla sem mun hafa verið sá fyrsti í seinni heimsstyrjöldinni, sem kenndi vetrarhernað.
Laugarnes Camp var á samnefndu svæði norðaustan við Kirkjusand.
Camp Defensor var við samnefnt hús við Borgartún; Balbo Camp nefndur eftir Balbo, ítalska flugkappanum, en kampurinn var uppi á hæð norðan við Vatnagarða og austan við Kleppsveg (Sæbraut).

Elliðaárdalur

Camp Ártún.

Camp Ingolfs var við Ingólfsstræti þar sem Hallveigarstaðir eru nú; Camp National Theatre, þetta var kampur við Þjóðleikhúsið.
Stadium Camp var við gamla íþróttavöllinn á Melunum eða Melavöllinn þar sem Þjóðarbókhlaðan er.
Camp Tower Hill var vestan við Sjómannaskólann og fékk nafnið af vatnstankinum sem þar er.

Eftirtaldir þrír kampar voru allir á Kjalarnesi og voru við þá staði, sem þeir eru kenndir við:

HernámCamp Arnholt (Arnarholt).
Camp Brautarholt.
Camp Saurbær, sá kampur var upp við þjóðveginn en ekki niður við kirkjustaðinn.

„Örnefni“
Bretar og Bandaríkjamenn áttu oft í mesta basli við að bera fram íslensk staðarnöfn og gripu þá til þeirra ráða að nefna staði enskum eða bandarískum nöfnum eftir því sem hentaði. Það virðist samt svo að Bretar hafi verið duglegri við þetta, að minnsta kosti í Reykjavík. Verður hér getið örfárra staða, sem hlutu þessi örlög.

Álftanes:
Bless Bay (Bessastaðatjörn); Deilit (Deild); Spidnholt (Sviðholt); Bottle Neck Bay (Skógtjörn) og Lamb Bay (Lambhúsatjörn).

Hernám

Eftir heimsstyrjöldina 1939 til 1945 stóðu borgaryfirvöld í Reykjavík frammi fyrir miklum húsnæðisvanda. Fólki fjölgaði ört og fjöldi flutti til borgarinnar af landsbyggðinni í von um betra líf. Uppbygging húsnæðis hafði verið hæg og ekki gert ráð fyrir þeim fólksflutningum sem hafinn var. Eitt neyðarráð borgarinnar kom þó upp í hendurnar á henni við lok styrjaldarinnar og var óspart notað. Á styrjaldarárunum byggðu Bretar og einkum Bandaríkjamenn mikinn fjölda hermannaskála eða bragga víðs vegar um landið til að hýsa þann mikla fjölda hermanna sem hingað kom á stríðsárunum. Þessir skálar mynduðu oftast þyrpingar eða hverfi sem kölluð voru kampar sem dregið er af enska orðinu camps. Í Reykjavík voru reist um 80 braggahverfi með hátt í sex þúsund bröggum. Stærsti bragga-kampurinn í Reykjavík var í Vesturbænum, kallaðist Kamp Knox og stóð á svæðinu milli Kaplaskjólsvegar og Hofsvallagötu þar sem Hagamelur og Grenimelur eru í dag. Kampurinn var fyrst og fremst svefnstaður hermanna en nokkur þjónusta varð til í kringum þessa byggð. Höfuðstöðvar bandaríska setuliðsins voru staðsettar í Camp Knox á stríðsárunum. 2300 íbúar í 543 bröggum Við stríðslok 1945 hurfu hermennirnir á braut og braggarnir stóðu auðir eftir. Í húsnæðisneyðinni gripu borgaryfirvöld til þess ráðs að kaupa bragga af Bandaríkjamönnum til að leigja efnalitlu fólki. Árið 1947 keyptu borgaryfirvöld Camp Knox fyrir 415 þúsund krónur. Í fyrstu var litið á þetta sem skammtímalausn á ört vaxandi húsnæðisvanda en raunin varð allt önnur. Braggalausnin varð mun lífseigari en til stóð. Í september 1944 bjuggu um 800 Reykvíkingar í bröggum og rúmum áratug síðar eða árið 1955 bjuggu 2300 bæjarbúar í 543 bröggum. Taldi Camp Knox þá 165 skála, stóra og smáa. Að geta fengið inni í bragga var skárra en ekkert. Braggarnir í Camp Knox voru notaðir undir leiguhúsnæði allt til ársins 1966 eða í nær tvo áratugi.

Arnarnes og austan við það:

Puffin Bay (Arnarnesvogur); Puffin Point (Arnarnestá), þetta getur aðeins þýtt það að þarna hafi verið eitthvað um lunda; Gala Hill (Hnoðraholt) og Hawick Hill (Selhryggur). Hawick er bær i Skotlandi rétt norðan við landamæri Englands og Skotlands. Nafnið kemur trúlega þaðan.

Kópavogur:
Hilton Road, lá frá Hafnarfjarðarvegi næst Kópavogslæk eða þar sem Fífuhvammur er nú. Hilton Flats, Smárinn eða flatirnar þar sem íþróttasvæði Kópavogs er nú.

Reykjavík:
Baldurshagi Hill, þ.e. Breiðholtshvarf, en Baldurshagi Hill var kallað svo eftir Camp Baldurshagi, sem var þar sem nú er skeiðvöllurinn austan við Elliðaár.

Consul Point. Klettarnir sem voru fyrir norðan Höfða en á þessum tíma hafði ræðismaður Breta aðsetur í Höfða.

Howitzer Hill eða Fallbyssuhæð. Bretar kölluðu Öskjuhlíðina Howitzer Hill en þar höfðu þeir komið fyrir fjölda fallbyssna auk vélbyssna til varnar flugvellinum. Það má enn sjá skotbyrgi eða vélbyssuhreiður á Howitzer Hill frá þessum tíma.

Park Lane Road. Njarðargata frá Hringbraut suður að þar sem nú er Skerplugata. Það er nokkuð augljóst að nafnið kemur frá Hljómskálagarðinum.

Tower Hill Road. Þessi gata lá frá vatnsgeyminum við Sjómannaskólann, til austurs yfir þar sem nú er Álftamýrin og allt austur að Elliðaám. Gatan var betur þekkt meðal Íslendinga sem Sogavegur.

Wellington Road eða Kringlumýrarvegur. Nafnið kemur frá herdeildinni Duke of Wellingtons Regiment, sem hér var. Vegurinn lá rétt frá mótum Laugavegar og Suðurlandsbrautar eða rétt vestan við þar sem Kringlumýrarbrautin var síðar lögð og suður að að Bústaðavegi.

Lokaorð

Hernám

Winston Churchill heimsótti Ísland 16. ágúst 1941 á heimferð sinni í sögulegri heimsókn til Roosevelt forseta Bandaríkjanna. Hér skoðar hann hervörð í Reykjavík. 

Hér hefur verið stiklað á stóru um sérstakt efni og í rauninni merkilegan þátt í sögu hernáms og hersetu Íslands 1940-1945. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn. Það sem hér hefur verið skráð er hreint ekki tæmandi og margt er enn hulið. Smátt og smátt bætast þó við nýjar upplýsingar, sem fylla í skörðin, og vonandi kemur að því áður en mjög langt um líður að nokkuð heildstæð mynd skapist um þetta efni.

Sjá nánar Eggert Þór Bernharðsson: Undir bárujárnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940–1970. JPV Forlag. Reykjavík 2000.“

Heimild:
-https://arnastofnun.is/is/utgafa-og-gagnasofn/pistlar/kampanofn-og-ornefni-tengd-hersetu-islandi-1940-1945
Hernám