Færslur

Oddagerðisnes

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Kbh. 1923—24, III, 296) segir svo “um Oddageirsnes”, þegar lokið er lýsingu Grafarkots í Mosfellssveit, er síðar var lagt undir Gröf, núverandi Grafarholt: „Oddageirsnes, forn eyðijörð og hefur í auðn verið fram yfir allra þeirra manna minni, sem nú eru á lífi. Dýrleikann veit og enginn maður. Eigandinn er kóngl. Majestat. Landskuld engin og hefur aldrei verið í manna minni, en grasnautn til beitar og slægna brúka nú bæði Grafar ábúendur og Árbæjar; meina menn ómögulegt aftur að byggja fyrir því, að tún öll, sem að fornu verið hafa, eru uppblásin og komin í mosa, en engi mjög lítið og landþröng mikil.”

Oddgeirsnes

Oddgeirsnes ofan Elliðavatnsengja.

Engar aðrar heimildir eru til um eyðibýli þetta, svo að mér sé kunnugt. Líklega hefur bærinn staðið upp í holtinu vestan Borgarmýrar, þar eru nú leifar gamalla fjárborga.
Samkvæmt frjórannsóknunum hefur Oddageirsnes byggzt á 10. öld. Fyrstu ábúendur virðast hafa verið búhöldar góðir, og auk túnræktar hafa þeir ræktað malurt og mjaðarlyng. Eins og víðar hefur illgresi innreið sína með byggðinni. Kornyrkja hefur ekki verið stunduð að neinu ráði í Oddageirsnesi.
Í þéttbýlinu á Innnesjum hefur snemma farið að gæta uppblásturs. Fyrir lok 15. aldar er Oddageirsnes farið í eyði. (Í öllum heimildum fyrir 1550 er bærinn óþekktur, hvort sem hann væri með nafnforminu Oddgeirsnes, Oddageirsnes eða Geirsnes. Oddgeirsnafn var fátítt, svo að sennilegasti frumbyggi jarðarinnar mundi vera sá tengdasonur Ketils í Gufunesi, sem lengst bjó síðan í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi. B. S.).”
Fyrirspurn um fyrrum staðsetningu Oddageirsness var send á Árbæjarsafn, en svar hefur enn ekki borist – nú sex árum síðar.

Oddgeirsnes

Oddgeirsnes.

Í jarðabókinni segir: ,,Oddageirsnes, forn eyðijörð og hefur í auðn verið það fram yfir allra þeirra manna minni, sem nú eru á lífi. Dýrleikann veit engin maður. Eigandinn er kóngl. Majestat. Landskuld er engin og hefur aldrei verið í manna minni, en grasnautn til beitar og slægna brúkar nú bæði Grafar ábúendur og Árbæjar; meina menn ómögulega aftur að byggja fyrir því að tún öll sem að fornu verið hafa, eru uppblásin og komin í mosa, en engi mjög lítið og landþröng mikil.” Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, III: bls. 296.
Í örnefnaskrá Björns Bjarnarsona segir: ,,Þar [á Norðlingaholti] voru margir götutroðningar. Þá er Oddgerðisnes. Þar var byggð, og eru rústirnar suðvestan undir Skyggningum, sem fyrr er getið.” Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Grafarholt (Ö. Graf.1), 14. ,,Nú er hluti þess svæðis, sem ýmist hét Oddgerðisnes, Oddageirsnes, Oddi eða Bugðunes, undir vatni.” Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt (Ö. Graf 2), 22. ,,Frá Klapparholtsmóum gengur þarna mishæðóttur Lyngmóahryggur suður í flatlendið, sem Elliðavatnsengjar eru á, og beygist Bugða fyrir hann, rennur meðfram honum og myndar þannig langt og eigi breitt nes eða odda. Syðst í oddanum er stór hóll eða holt, en í lægð norðan við hann hefur bær verið og fleiri byggingar. Eru þær rústir mjög fornlegar. Vestur frá þessu aðalnesi gengur lítið nes, slægnablettur, sem enn er nefnt Oddagerðisnes. [Á því byggði Benedikt heitinn Sveinsson í fyrstu flóðastíflu sína til að veita á Elliðavatnsengjarnar, en hún sprakk og braut um leið af nesinu; var svo byggt ofar.] Þvert yfir nesið er afar forn girðing, frá Bugðu austan við Skyggnir inn, vestur yfir norðanvert við hann, lítið eitt á ská til norðurs vestur í ána aftur fyrir norðan Oddagerðisnes. Bæjarrústirnar standa suðvestan undir Skyggningum upp frá Oddagerðisnesi. Er líklegast að býlið hafi heitið Oddagerði [af garðinum yfir Oddann?], og hefi ég hér ritað örnefnin að nokkru leyti samkvæmt því. Mannvirkin þarna eru jafnfornleg eins og á þingstaðnum við Elliðavatn.” Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt (Ö. Graf 2), 31.

Oddagerðisnes

Oddagerðisnes – loftmynd.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1914 skrifar Björn Bjarnsaon um örnefni í Gröf og nágrenni. Þar nefndir hann m.a. Oddagerði (Oddgeirsnes):
“Oddagerði (Oddgeirsnes?) o. s. frv. Hér virðist reik og ruglingur kominn á örnefni. Oftast nefnt »suður í nesi« eða Odda. Í afskrift sem eg hefi af jb. Á.M. frá 1704 stendur: Oddageirsnes, forn eydi jörd, og hefur í auðn verið fyrir allra manna minni sem nú eru á lífi … . Meina menn ómögulegt aftur að byggja fyrer því að tún öll sem að fornu hafa verið eru upp blásin og komin í mosa«.

Elliðavatn

Elliðavatn.

Frá Klapparholtsmóum gengur þarna mishæðóttur lyngmóahryggur suður í flatlendið, sem Elliðavatnsengjar eru á, og beygist Bugða fyrir hann, rennur fram með honum, og myndar þannig langt og eigi breytt nes eða odda. Syðst á oddanum er stór hóll eða holt, en í lægð norðan við hann hefir bær verið og fleiri byggingar. Eru þær rústir mjög fornlegar. Vestur frá þessu aðalnesi gengur lítið nes, slægnablettur, sem enn er nefnt Oddagerðisnesi).
Þvert yfir nesið er afarforn girðing, frá Bugðu austan við Skyggnirinn, vestur yfir norðanvert við hann, lítið eitt á ská til norðurs og vestur í ána aftur fyrir norðan Oddagerðisnes. Bæjarrústirnar standa suð-vestan undir Skyggninum upp frá Oddagerðisnesi. Er líklegt að býlið hafi heitið Oddagerði (af garðinum yfir Oddann?), og hefi eg hér ritað örnefnin að nokkru leyti samkvæmt því. Mannvirkin þarna eru jafn-fornleg eins og á þingstaðnum við Elliðavatn.”

Vitað er að hluti af þessu svæði er nú undir vatni en árið 1924-1928 var gerð jarðvegsstífla með flóðgáttum í Dimmu og Bugðu. Árið 1977-1978 var síðan gerð ný stífla vestar. Með þessari framkvæmd hurfu Elliðavatnsengjar og Vatnsendaengjar (og þar með tóftir Oddgeirsness) undir vatn og Elliðavatn stækkaði um helming að flatarmáli. Helgi M. Sigurðsson, Elliðaárdalur, land og saga, 100.

Heimildir m.a.:
-Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, 7. árg. 1886, bls. 234.
-Saga, 3. árg. 196-1963, bls. 465-466.
-Árbók Hins íslenzka fornleifafélags – Megintexti (01.01.1914) – Um örnefni – eftir Björn Bjarnarson, bls. 15.

Elliðavatn

Elliðavatn.

Blikdalur

Haldið var í Saurbæjarsel í Blikdal (Bleikdal) á Kjalarnesi.
Með í för var Þorvaldur Bragason og Matthias-2fjölskylda (eiginkona og sonur). Tilgangurinn var að skoða selið, sem svo eftirminnilega kom við sögu í aðdrætti forföður Þorvaldar, Matthíasar Jockumssonar, skálds, og Guðrúnar Runólfsdóttur, dóttir bóndans í Saurbæ, á síðari hluta 19. aldar. Í framhaldi af heimsókn Matthíasar upp í selstöðuna í miðjum fjallasalnum norðanverðum eignaðist Guðrún dóttur. Guðrún varð síðar eiginkona Matthíasar. Eða eins og Guðbergur Bergsson, skáld, gæti síðar hafa sagt: “Þegar aðdrættir eru góðir verða þeir hvergi betri en í Blikdal”.
Dagurinn var 18. nóvember 2011, en dánardagur Matthíasar var einmitt þann 18. nóvember árið 1920 (fyrir 91 ári). Hann fæddist 11. nóvember 1835 og var því 85 ára þegar hann lést (og viku betur).
Matthías orti m.a. ljóð (daladrósin) til selsmatsseljunnar í Blikdal:

“Hátt í dalnum,
sólarsalnum
situr stillt og þýð,
snotur, hýr og hnellin,
há og grönn og smellin
dala-drósin blíð.”

Þegar komið var upp í Blikdalinn þennan fagra lognumstillta nóvembersdag virtist í loftinu liggja hátíðlegt boð um minningu Matthíasar – slíkt var lognið og kyrrðin.
Matthías Jochumsson (11. nóvember 1835 – 18. nóvember 1920) fæddist á Skógum sem stóð um Gudrun Runolfsdottir100 metra frá sjó í austurhlíðum Þorskafjarðar undir Vaðalfjöllum. Átti hann heima á Skógum til 11 ára aldurs hjá foreldrum sínum. Matthías stundaði síðan ýmis störf, aðallega sjómennsku og sveitavinnu, en einnig verslunarstörf í Flatey. Matthías aðhylltist únítarisma.
Í Latínuskólann fór hann 24 ára gamall. Eftir Matthías liggja mörg ritverk og kvæði, t.d. leikritið “Skugga-Sveinn” og hann samdi ljóðið “Lofsöngur” sem síðar var notað sem þjóðsöngur Íslands. Hann var ritstjóri Þjóðólfs um tíma og síðari hluta ævi sinnar bjó hann í Sigurhæðum á Akureyri, en húsið reisti hann sjálfur. Áður var hann prestur í Odda á Rangárvöllum og um tíma bjó hann í Móum á Kjalarnesi þar sem Blikdalsævintýrið framangreinda gerðist eitt fagurt miðsumarssíðdegi þegar selfarir tíðkuðust enn (þær lögðust af um 1870 og þar með lauk þeim þúsund ára söguþætti þjóðarinnar).
Saga séra Matthíasar Jochumssonar byggir á sjálfsæfisögu hans og útgefnum bréfum.
Matthías Jochumsson var lykilpersóna í trúar- og menningarlífi Íslands á árunum 1874-1920, sem ritstjóri, mikilvirkur greinahöfundur, þjóðskáld, afkastamikill þýðandi heimsbókmennta, leikritahöfundur og síðast en ekki síst ,,huggari” þjóðar sem enn bjó við skelfileg kjör, á öld efahyggju í trúmálum sem leysti upp aldagamla heimsmynd. Hann orti marga bestu sálma þjóðarinnar og ógrynni minningarljóða og erfiljóða. Hann vann ötullega að því í sálmum sínum, fyrirlestrum, greinaskrifum og bak við tjöldin að koma á framfæri nýjum trúarhugmyndum sem samræmdust tíma biblíurannsókna. Matthías var úthrópaður fyrir guðlast en lifði það 85 ára gamall að verða sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði við Háskóla Íslands, svo mikið höfðu tímarnir breyst frá því hann hóf baráttu sína fyrir siðbót kirkjunnar. Hann var frumkvöðull í því að ráðast gegn bókstafstrú og gömlum trúarkreddum og draga þannig úr spennunni milli vísinda og trúar. Hann vann mikilvægt verk í því að gera íslenska kristni víða og umburðarlynda og færa hana í nútímabúning, og átti mikinn þátt í því að miklu stærri hluti fólks telur sig nú trúaðan eða er sáttur við trúarhefðina hér á landi en í nágrannalöndunum.

Matthias og Gudrun

Saga hans mun hjálpa þjóðinni að endurmeta trúararf sinn og jafnvel örva ,,heilastöð trúarinnar” sem samkvæmt nýlegum fréttum hefur nú verið kortlögð á rannsóknarstofu í Bandaríkjunum.
Þótt Matthías hefði lítið gert annað en að semja þjóðsöng Íslendinga og vinsælasta leikrit allra tíma hér á landi (Útilegumennina) nægði það eitt til þess að gefa ævisögu hans gildi, en eftir hann liggur gífurlegt magn texta, í þýðingum, kvæðum, blaðagreinum, sjálfsæfisögu, ferðasögu, bréfasöfnum, leikritum og sálmum. Á þjóðhátíðinni 1874 varð Matthías Jochumsson stjarna, var fenginn til að yrkja minni konungs og “Lofsöngur” hans sem varð, sem fyrr sagði, þjóðsöngur Íslendinga 1918 var þá frumfluttur við hátíðamessu í dómkirkjunni.
Matthíasi var fyrirgefið áhugaleysi á stjórnmálum þjóðfrelsis á ritstjórnarárunum 1874-1880, því að hann var svo mikilvægur liðsmaður í hinum ,,trúar” þáttum sjálfstæðisbaráttunnar: trúnni á tunguna, skáldskapinn, söguna og guð. Mæddur af lestri heimspekirita sem boðuðu algjöra efnishyggju orti hann eins og kraftaskáld í sig og aðra þá trú að guð væri þrátt fyrir allt einhvernveginn til. Það væri galdur í lífinu og trúarleg skynjun, hrein efnishyggja væri bæði dapurleg og óholl Saurbaejarsel-23og jafnvel óskynsamleg.
Séra Matthías var sonur hjónanna þar, Jochums bónda Magnússonar og Þóru Einarsdóttur, sem bæði voru komin af merkum breiðfirzkum ættum. Þau voru andlegt atgervisfólk hvort á sína vísu, en bjuggu lengstum við þröngan kost, þar sem ómegð var ærin og harðindi tíð, en margförult um Skóga og mikil gestrisni.
Matthías var hinn þriðji að aldri bræðranna þar á bænum og ólst upp með foreldrum sínum fyrsta áratug ævinnar, en fór þá í vistir, fyrst í nágrenninu, en síðan til séra Guðmundar móðurbróður síns, sem um þær mundir fluttist að Kvennabrekku í Dölum. Þar dvaldi hann fram yfir fermingu, en ekki prísaði hann sig með öllu sælan undir handarjaðri frænda síns, því enda þótt hann kynni vel að meta mannkosti hans, var klerkur kappsmaður um búsýslu, að hann hélt drengnum meir til vinnu en náms. Sextán ára gamall hvarf svo Matthías vestur í Flatey, þar sem hann hóf störf við verzlun föðurfrænda síns, Sigurðar Jónssonar, en hann var tengdasonur Brynjólfs Bogasonar, sem þá var einn ástsælasti höfðingi þar vestra. Skipti nú heldur en ekki um hagi, því hér var hann kominn sem í ný foreldrahús, auk þess sem hann naut góðvildar og fyrirgreiðslu þess ágæta menntafólks sem búsett var þar í eynni. Kom loks þar, að það styrkti hann til utanfarar, þegar hann var ári betur en tvítugur og dvaldi hann þá vetrarlangt í Kaupmannahöfn. Á þessum árum hafði honum vaxið svo andlegt ásmegin, að næsta haust bauðst Brynjólfur kaupmaður til að kosta hann í skóla – og það raunar ekki síst fyrir tilstilli Þuríðar Kúld, sem fljótt hafði séð hvað í pilti bjó og studdi hann til frama sem hún mátti.

Saurbaejarsel-24

Stundaði hann nú undirbúningsnám hjá séra Eiríki, manni Þuríðar, næstu tvo vetur, en verzlunarstörf eða sjómennsku á sumrin. Síðan settist hann í þriðja bekk latínuskólans haustið 1859 – þá orðinn 24 ára gamall.
Snemma hafði borið á skáldskaparhneigð hjá Matthíasi, en nú tvíefldist hún er í skólann var komið og gerðist hann þar brátt mestur hagsmiður bragar og kvað ótrauður fyrir minnum.
Sumarið 1861 ferðaðist hann með kvekurum vítt um byggðir og öræfi landsins og mun sú reynsla hafa orðið kveikjan að Útilegumönnunum, sjónleiknum um Skugga-Svein, sem sýndur var í skólanum veturinn eftir og varð honum síðar einna drýgstur til vinsælda og þjóðfrægðar um langa hríð.

Saurbaejarsel-245

Stúdentsprófi lauk Matthías á sínu þrítugasta aldursári, sat þar næst tvo vetur í prestaskólanum og vígðist síðan til Kjalarnessþinga á hvítasunnudag 1867. Settist hann að í Móum ásamt konu sinni, Elínu Sigríði Knudsen, sem hann hafði kvongast árið áður. Hún hafði aldrei orðið fullheil eftir höfuðmein, sem hún tók á unga aldri, enda lézt hún á jólum eftir aðeins tveggja ára sambúð þeirra hjóna.
Tveim árum síðar kvæntist séra Matthías að nýju og nú Ingveldi, dóttur Ólafs E. Johnsens prófasts á Stað á Reykjanesi, en hann var náfrændi Jóns forseta og náinn heimilisvinur þess Skógafólks. Það hjónaband entist enn skemur, því Saurbaejarsel-246þessa konu missti hann úr lungnabólgu eftir tæpt ár.
Eftir þessi miklu áföll undi hann eigi fyrir harms sakir þar heima í Móum, heldur byggði jörðina og fékk leyfi til að hverfa frá brauðinu um sinn. Hélt hann síðan utan, fyrst til Englands, en þar næst til Danmerkur og Noregs, og var nær árlangt í þeirri för.
Ekki hafði honum þó auðnazt það jafnvægi að hann mætti staðnæmast til lengdar á Kjalarnesi og sagði hann lausu brauðinu árið eftir og lét enn í haf til Englands. Dvaldi hann þar að mestu þann vetur. Eins og nærri má geta urðu þessar utanfarir slíkum manni sem séra Matthíasi í senn reynslubrunnur og harmabót. Hann eignaðist vini hvar sem hann fór og kynntist ýmsum helztu frumkvöðlun mennta og lista í gistilöndum sínum, sem og ýmsum stofnunum og stefnum samtíðarinnar úti í hinum stóra heimi.

Saurbaejarsel-247

Séra Matthías kom heim úr þessari þriðju utanför sinni þjóðhátíðarsumarið 1874 og varð þá eitt af fyrstu verkum hans að yrkja sjö minni í tilefni af hátíðinni – ,,og flest sama daginn” eins og hann segir sjálfur í minningum sínum.
Árið eftir kvæntist hann í þriðja sinn. Hét sú kona Guðrún Runólfsdóttir og var frá Saurbæ á Kjalarnesi, en bróðir hennar var giftur systur séra Matthíasar. Lifði Guðrún mann sinn og eignaðist með honum ellefu börn.
Það hafði orðið að ráði með tilstyrk vina séra Matthíasar erlendis að hann festi kaup á blaðinu Þjóðólfi og gerðist ritstjóri þess. Settist hann nú að í Reykjavík og varð blaðamennskan aðalstarf hans þar næstu sjö árin, en auk þess fékkst hann nokkuð við tímakennslu og sitthvað fleira, þar til hann seldi blaðið og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum. Bjó hann þar við allmikla rausn um sex ára skeið.
En er harðæri kreppti mjög að þar eystra, tók að hvarfla að honum að skipta um set og að ráði landshöfðingja sótti hann um Akureyrarbrauð og fékk það. Kostaði sá tilflutningur ærna örðugleika og einnig urðu fyrstu ár hans Saurbaejarsel-248þar nyrðra með ýmsum hætti heldur óyndisleg. En smám saman rættist úr um hag hans og frægðarorð og um aldamótin sagði hann lausu kallinu, en naut eftir það skáldalauna frá Alþingi.
Hann bjó þó áfram á Akureyri til æviloka og fór svo, að á efri árum sínum hlotnaðist honum óskoruð ástsæld bæjarbúa, sem og þjóðarinnar allrar, er nú taldi hann nær einróma höfuðskáld sitt og andlegan höfðingja. Kom þetta meðal annars ljóslega fram á 75 og 80 ára afmælum hans, er honum voru haldin samsæti og auðsýnd margvísleg önnur sæmd.
Auðvelt var þennan frábæra nóvemberdag árið 2011 að feta selstíginn frá Saurbæ að selstöðunni góðu í miðjum Blikdalnum. Þegar þangað var komið mátti glögglega sjá seltóftirnar er Guðrún hafði hafst við fyrrum. Aftan þeirra mátti “lesa” skálatóft (sjá uppdrátt) af enn eldri selstöðu. Tóftin stendur nokkuð hátt svo ætla má að undir henni kúri nokkrar eldri seljakynslóðir fornra minja, jafnvel allt frá landnámstíð. Tóft, sem gefur vísbendingu um kúafjós frá fyrstu tíð er ofan selstöðunnar. Hún er a.m.k. góður leiðarvísir þessa efnis. Ljóst virðist vera að fyrstu selin í þúsund ára sögu þeirra hafi verið kúasel með tilheyrandi beitargæðum og aðgengi að vatni. Með breyttum búskaparháttum; heimaræktun túna og slægjum, færðist kúabúskapurinn heim að bæjunum. Fjárselin tóku við hlutverki kúaseljanna. Sú þróun varði í u.þ.b. 800 ár – með tilheyrandi breytingum. Staðsetning seljanna frá einum tíma til annars er ekki síst áhugavert viðfangsefni… 

Heimildir m.a.:
-Þessi grein er eftir Jóhannes úr Kötlum og birtist sem formáli í kvæðakverinu “Gullregn” – úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar.

Blikdalsselin

Selin í Blikdal (samþjöppuð í réttri röð) – uppdráttur ÓSÁ.

Hamrahlíð

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Blikastaði í Mosfellshreppi segir m.a. um bæinn Hamrahlíð, sem nú er kominn í eyði:

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

“Jörð í Mosfellssveit, uppl[ýsingar] gaf þar Helga Magnúsdóttir, húsfreyja þar á staðnum. Fjallið fyrir ofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er austan veginn.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Þetta skarð heitir Kerlingarskarð, og eftir því, hve kvöldsett er, myndar skuggi klettanna karl eða kerlingu.
Neðan við þjóðveginn undir fjallinu og hitaveitustokkinn heitir Börð, og í þeim neðan þessa er klettahóll, sem sprengdur var burt og nefndur var Sauðhóll. Þar bjó huldufólk, og mýrin þar upp af, ofan við veginn, heitir Sauðhólsmýri. Efst í óræktaða landinu við afleggjarann heim að Blikastöðum stóð býli, sem hét Hamrahlíð. Þetta er utar og neðan við veginn. Þar nokkuð utar er svo beygja, sem nefnd var Alnbogi, og þar utar var önnur beygja á veginum, sem nefnd var Öxl.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Þar neðar tók svo við nokkuð samfelldur flói niður að Blikastaðaá, og heim undir tún í þessari mýri eru þrír klettar (?) hólar, sem heita aðeins Hólar.”

Í athugasemdum og viðbætum Jónu Þorbjarnardóttur og Jóns Guðnasonar við handrit Ara má lesa eftirfarandi:
“Stórihnúkur er hæsta hæðin á Úlfarsfelli. Forarmýri nær frá ánni (Úlfarsá) upp að vegi. Hún var blaut, en nú búið að ræsa hana eitthvað. Kálfakotsgil, venjulega nefnt Gilið, en jörðin hét Kálfakot fram til um 1927.
Lambhagamelar eru fyrir ofan túnið í Lambhaga.

Úlfarsfell

Úlfarsfell.

Skyggnir heitir hraunhóll eða hólbarð ofan við melana. Austur af honum er Leirtjörn upp að fjalli, mikið leirflag á sumrum, en á vetrum tjörn.
Milli Grafarholts og Reynisvatns er Leirdalur.
Hamrahlíð heita hamrarnir norðan í Úlfarsfelli, rétt við veginn.”
Ekkert er minnst á kotbýlið í athugasemdunum.

Sagan af brauðinu dýra

Hamrahlíð

Guðrún Jónsdóttir.

Í Hamrahlíð bjó Friðrik nokkur sem sektaður var fyrir að stela kræklingabeitu og hýddur fyrir að stela dönskum spesíum. Þar bjó líka Jón hreppstjóri og dannebrogsmaður. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún Jónsdóttir vinnukona. Halldór Laxness gerði henni ógleymanleg skil í Innansveitarkróniku sinni og hún varð aðalpersóna í stuttri sögu hans: Sagan af brauðinu dýra. Samkvæmt henni lenti Guðrún í margra daga villum á Mosfellsheiði þegar hún var að sækja brauð fyrir húsbændur sína. Þótt svöng væri snerti hún ekki á brauðinu. Um ástæðu þess svaraði hún ungum Halldóri Laxness:

„Því sem manni er trúað fyrir því er manni trúað fyrir, segir þá konan,“ las Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu 1978.”

Uppgröftur fór fram á Hamrahlíð á árinu 2022 – sjá meðfylgjandi myndir sem og frásögn

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Mosfellshreppur; Blikastaðir – Ari Gíslason skráði.
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Úlfarsá, aths. og viðb. 1 – Mosfellshreppur; Samlesið G.Þ.G.
-https://www.ruv.is/frett/2022/10/26/kotbyli-grafid-upp-ny-byggd-vid-vesturlandsveg?term=fornleifa&rtype=news&slot=1

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Friðþór Eydal

Kristján Már Unnarsson skrifaði um Rauðhóla 15. nóvember 2022 þar sem Friðþór Eydal fjallar um falda leynilega stjórnstöð Bandaríkjahers í gígum hólanna:

Rauðhólar

Friðþór Eydal bendir á grunn ratsjármiðstöðvar Bandaríkjahers í Rauðhólum.

“Ein mikilvægasta herstöðin á Íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar var starfrækt í Rauðhólum. Stöðin var vel falin ofan í gervigígum og þaðan var loftvörnum Íslands stjórnað. Nánast ekkert hefur verið ritað um þessa starfsemi opinberlega.

Við höfum áður fjallað um malarnámið úr Rauðhólum. En það er önnur saga tengd hólunum sem er minna þekkt. Þar var nefnilega eitt leynilegasta og mikilvægasta hernaðarmannvirki stríðsáranna, falið ofan í gervigígum.

Rauðhólar

Ratsjármiðstöðin var í gígnum vinstra megin, fjarskiptamiðstöðin í gígnum hægra megin.

„Þessi staðsetning hérna var náttúrlega klárlega til þess að verja eða fela staðsetninguna fyrir loftárásum,“ segir Friðþór Eydal, höfundur bóka um umsvif hersins á stríðsárunum.

Þar má enn sjá grunna fjarskipta- og ratsjármiðstöðvar, sem Bandaríkjaher hóf að reisa árið 1942 og tók til starfa árið 1943, en miðstöðin var tengd ratsjárstöðvum hersins víða um land.

Rauðhólar

Ljósmynd bandaríska hersins úr stjórnstöðinni í Rauðhólum. Þar var tekið við öllum upplýsingum um ferðir þýskra flugvéla og fyrirskipanir sendar út til að mæta þeim.

„Það var þannig að Bandaríkjaher reisti ratsjárstöðvar víða um land og þær sendu tilkynningar til þessarar miðstöðvar hér í Rauðhólunum. Þaðan voru síðan send fyrirmæli til loftvarnastöðva í Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli þar sem loftvarnabyssunum var stjórnað og orustuflugsveitinni sem var á Reykjavíkurflugvelli. Þannig að hér var miðstöðin fyrir þetta kerfi,“ segir Friðþór.

Til er gömul ljósmynd úr Rauðhólastöðinni sem sýnir herforingja yfir landakorti, rétt eins og menn þekkja úr bíómyndum um stríðið.

-Þetta hefur verið bara nokkuð mikilvæg stöð og kannski ein sú þýðingarmesta á stríðsárunum?

Rauðavatn

-Mikil braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermennina en þegar leið á stríðið árið 1944 var stöðin flutt til Keflavíkurflugvallar. Braggabyggðin við Rauðhóla hýsti hermenn stöðvarinnar. Hægra megin sjást Elliðavatn og Elliðavatnsbærinn.

„Þetta var náttúrlega miðstöð loftvarnanna. Það er enginn vafi á því,“ svarar Friðþór.

-Það er eins og fólk viti lítið af þessu. Það er ekkert sérstaklega merkt hér hversu merkileg stöð þetta var?

„Nei, það hefur raunar lítið verið fjallað um þetta. Ég hef reyndar sagt frá þessum loftvarnaviðbúnaði í mínum bókum. En aðrir hafa nú ekki fjallað mikið eða skoðað þessa sögu neitt frekar,“ segir Friðþór.”

Heimild:
-https://www.visir.is/g/20222339498d/bandarikjaher-faldi-leynilega-stjornstod-i-gigum-raudhola
-Friðþór Eydal, höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi.

Rauðhólar

Herbyggingarnar voru hafðar í gígbotnum í vesturhluta Rauðhóla. Norðlingaholtshverfi í baksýn.

Rauðhólar

Kristján Már Unnarsson fjallaði þann 14. nóvember 2022 um Rauðhóla ofan Reykjavíkur í þættinum “Um land allt”:

Rauðhólar

Loftmynd bandaríska hersins frá árinu 1946. Rauðhólar sjást neðarlega til vinstri, Rauðavatn efst í vinstra horninu. – U.S. AIR FORCE

“Friðþór Eydal er höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru. Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta.

Rauðhólar

Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar.

Örlög gervigíganna hafa löngum verið tekin sem dæmi um eitt fyrsta stóra umhverfisslysið á Íslandi. Það hefur verið viðtekin skoðun að breski herinn hafi eyðilagt Rauðhólana þegar hann fór að leggja Reykjavíkurflugvöll. Þessi saga er ekki allskostar rétt, miðað við athugun Friðþórs Eydals, sem ritað hefur bækur um umsvif hersins á stríðsárunum.

„Það var þegar hafin efnistaka hérna áður en herinn byrjaði á sínum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll,“ segir Friðþór. Borgin hafi áður verið byrjuð að nýta efni úr hólunum í gatnagerð.

Rauðhólar

Hermenn við malarnám í Rauðhólum. Herinn tók 95 þúsund rúmmetra úr hólunum.

„En efnið í Reykjavíkurflugvöll kom úr Öskjuhlíðinni, þar sem sprengt var út grjót, og úr sandgryfjunum í Fífuhvammi í Kópavogi. Og svo fylliefni héðan úr Rauðhólunum.“

Friðþór segir að herinn hafi skráð það sem kom úr Rauðhólum.
„Herinn tók 95 þúsund rúmmetra. Þeir skráðu það niður allt saman. Það er ekki meira en svo að ef við stöfluðum því upp í svona fimm metra hæð þá væri það ekki nema hundrað sinnum tvöhundruð metrar á kant.“

Rauðhólar
Þetta segir hann sjást vel á loftmynd sem bandaríski herinn tók skömmu eftir stríð, árið 1946.

„Þar sér eiginlega bara ekki högg á vatni.“

-Þannig að megnið af Rauðhólunum er tekið eftir stríð?

„Já.“

Rauðhólar

Svona lítur eystri hluti Rauðhólanna út í dag.

-Þannig að þetta er bara bæjarbúum sjálfum og borginni um að kenna hvernig Rauðhólarnir fóru?

„Já, já, væntanlega kannski að stærstum hluta. Því að hér var óheft efnistaka meira og minna fram á sjöunda áratug,“ segir Friðþór.”

Heimildir:
-https://www.visir.is/g/20222338971d
-Friðþór Eydal, höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

 

 

 

Þvottalaugar
Þvottalaugarnar í Laugardal eru rétt hjá Valbjarnarvelli. Þær hafa verið gerðar upp og standa nú sem áþreifanlegur minnisvarði um húsmæður í Reykjavík er þvoðu þvotta sína þar um aldir.

Þvottalaugar

Þvottalaugar – Friðrik VIII við laugarnar.

Í MBL þann 3. júní, 1995 er fjallað um endurgerð þvottalauganna í Laugardal og opnun þeirra við hátíðlega athöfn. Sýningin fjallar um sögu þvottalauganna í máli og myndum á sýningargrind á grunni þvottahúss frá árinu 1901.
“Almenningsþvottahúsið” í Laugarnesinu gegndi mikilvægu hlutverki í heimilishaldi Reykvíkinga um árabil. Þvottakonur fóru lengst af gangandi rúmlega þriggja kílómetra leið frá miðbæ Reykjavíkur í þvottalaugarnar. Ekki voru byrðarnar heldur léttar, bali, fötur, þvottaklappur, þvottabretti, sápa, kaffikanna, bolli og matarbakki til viðbótar við sjálfan þvottinn og hafa fullfrískar konur eflaust verið orðnar heldur veglúnar þegar komið var á áfangastað. Eftir 10 til 15 tíma erfiðsvinnu tók svo við önnur þrekraun. Gangan heim með blautan þvottinn.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar í Laugardal.

Þvottarnir kostuðu ófáar konur lífið. Þrjár konur létust af brunasárum eftir að þær féllu í þvottahverinn í laugunum á árunum 1894 til 1901. Eftir að barnshafandi kona hrasaði í laugina árið 1901 fóru bæjaryfirvöld að huga að öryggi þvottakvennanna. Hlaðnar voru upp laugar og festar á þær bogagrindur til að koma í veg fyrir að fólk félli í hverina árið 1902.
Rætur Hitaveitu Reykjavíkur liggja í laugunum. Eftir að borað var eftir heitu vatni við þvottalaugarnar á árunum 1928 til 1942 var lagt heitt vatn í um 70 hús í Reykjavík. Elsta dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur stendur enn við laugarnar. Laugaveitan var undanfari þess að ráðist var í hinar miklu hitaveituframkvæmdir í upphafi fimmta áratugarins.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar – Heiße Quellen 1925.

Þegar Reykvíkingar fá sér sundsprett í Laugardalslauginni þá leiða þeir sjaldnast hugann að öllum þeim körlum og konum sem á fyrri öldum lauguðu sig á þessu svæði. Flestum er tamt að halda að Íslendingar hafi ekki verið duglegir að ganga til lauga fyrr á tímum en ýmislegt bendir þó til að þar sé hallað réttu máli. Þorsteinn Einarsson fyrrum íþróttafulltrúi ríkisins hefur safnað heimildum um baðmenningu Íslendinga, einkum hefur hann skoðað það sem til er skráð um Laugardalinn í Reykjavík. Þar var fyrr á tímum baðlaug sem Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson geta um í Ferðabók sinni sem út kom 1772. Þar segir: “Laugarnes nefnist bær og kirkjustaður milli Reykjavíkur og Viðeyjar, og dregur það nafn af laug þar í nágrenninu. Hverinn, sem heita vetnið rennur frá niður í baðlaugina er all vatnsmikill og sjóðandi heitur.”

Laugardalur

Laugardalur – þvottalaugarnar.

Nokkru síðar í frásögninni lýsa þeir félagar umræddri baðlaug. “Baðlaugin er allstór og djúp. Heiti lækurinn frá hvernum fellur í hana, en einnig kalt vatn, sem temprar mjög hitann í lauginni.” Fleiri staðir komu til greina fyrir þá sem vildu lauga sig í Reykjavík fyrir rúmum tvö hundruð árum. “Fyrir neðan baðlaugina eru tveir eða þrír staðir, sem hentugir eru að baða sig í, og eru þeir notaðir til þess, þegar vatnið í aðallauginni er of heitt á sumrin eða hún offyllist af fólki, því að margir koma að Laugarnesi frá nágrannabæjunum til þess að taka sér bað í lauginni. En einkum er laugin þó sótt af farmönnum úr Hólminum og starfsfólki Innréttinganna í Reykjavík á laugardags- og sunnudagskvöldum.”
Samkvæmt þessum upplýsingum hefur fólk í Reykjavík og nágrenni verið uppfullt af áhuga á að baða sig.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar.

Hinir heitu hverir í Laugardalnum sendu öldum saman frá sér háa gufustróka, jafnframt því sem íbúar svæðisins nýttu sér heita vatnið ýmist til að þvo af sér eða þvo sjálfum sér. Uno von Troil sem síðar varð biskup í Uppsölum ferðaðist til Íslands árið 1772. Í bók um ferðalag þetta hélt von Troil því fram að íslenskir elskhugar færu gjarnan í heitt laugarbað með festarmeyjum sínum. Sveinn Pálsson landlæknir tekur þessi ummæli hins tilvonandi biskups óstinnt upp í Ferðabók sinni. Hann fullyrðir að ekkert lauslæti fari fram í baðferðunum – baðferðirnar væru ekki annað en saklausar smáskemmtanir. Sveinn lýsti nákvæmlega aðstæðum í Laugardal. Hann segir að skammt fyrir sunnan bæinn sé allstór mýri. Norðvestur af mýrinni segir hann að liggi allhár sandbakki sem sjórinn brýtur á (þar á hann við Kirkjusand).

Þvottalaugar

Gömlu þvottalaugarnar – stytta Ásgríms Jónssonar af “Þvottakonunni”.

Uppi í mýrinni nálægt 1.000 skrefum frá sjó er köld uppspretta sem Sveinn kveður hafa grafist í gegnum móinn, þar til botninn hækki skyndilega og dropasteinsklöpp gægist upp úr vatninu. Á þessum klapparhól stendur nú stytta Ásmundar Sveinssonar; Þvottakonan. Um 86 skrefum fyrir neðan er hver og 34 skrefum þar fyrir neðan komu upp litlar sjóðandi uppsprettur úr sléttri klöpp. Síðan breikkaði farvegurinn og þar skapaðist dálítil tjörn sem notuð var til að þvo í af almenningi, þar skammt frá var Laugarhóll. Svo þar fyrir neðan tók vatnið að kólna og miðja vegu milli Laugarhólsins og sjávar var vatnið mátulega heitt til að baða sig í því, “enda taka allir, sem að lauginni koma, sér bað á þeim stað,” segir Sveinn Pálsson.

Þvottlaugar

Í þvottalaugunum í Laugardal.

Í baðlaugunum fornu háttaði oftast þannig til að kaldur lækur rann inn í hina heitu laug og var þá gjarna hægt að stöðva kalda rennslið með hellublaði þegar þörf þótti á. Þannig stjórnuðu menn hitastiginu í baðlauginni.
Í heimildum þeim sem Þorsteinn Einarsson hefur dregið saman um sundkennslu á Íslandi á þessari öld og þeirri nítjándu er fyrst getið um Jón Þorláksson Kærnested sem snemma á síðustu öld kenndi 30 piltum sund í “baðstað” þeim sem Sveinn Pálsson kallar svo í Laugalæknum. Björn L. Blöndal lærði sund og bauðst svo til að kenna sund ef leyfi fengist hjá ábúanda Lauganess til þess að lagfæra sundstæði í Laugardalnum. Björn Jónsson síðar ráðherra var aðstoðarmaður Björns við sundkennsluna.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar 1971.

Sundfélag Reykjavíkur var stofnað 1884 og tveimur árum seinna hafði tekist að reisa laugarhús á fjórum steinstólpum út í miðju sundstæðinu. Björn Blöndal drukknaði í mars árið 1887 en Birni Jónssyni tókst að fá Húnvetninginn Þorstein B. Magnússon til að kenna sund um tíma. Árið 1894 tókst Birni Jónssyni að fá Pál nokkurn Erlingsson til að kenna sund. Hann kenndi sund lengi þótt seinlega gengi að laga aðstæðurnar til sundkennslunnar í Laugardalnum. Árið 1903 tók Reykjavíkurbær við starfrækslu Laugarneslauga og kölluðust þær eftir það Sundlaugar Reykjavíkur. Árið
Þorsteinn fór sjálfur með móður sinni með þvott inn í þvottalaugar. “Þarna fóru konurnar á mánudögum með poka á bakinu, þvottabretti framan á sér, kaffikönnu hangandi við hliðina á sér og tvo eða fleiri krakka hangandi í pilsunum með þvottinn sinn inn í Laugardal. Þarna sem sagt þvoði fólkið þvottinn sinn, þvoði á sér skrokkinn og lærði að synda. Þessi staður er mikill sögu- og menningarstaður og á skilið að honum sé sómi sýndur sem slíkur.”

Þvottalaugar

Gömlu þvottalaugarnar.

Í heimildasafn og endurminningar um þvottalaugarnar í Laugardal segir Hulda H. Pétursdóttir m.a.: “Fyrir okkur sem munum ekki annað en sjálfvirkar og murrandi þvottavélarnar er þessi bók um púl og strit og ótrúlega sögu ótal kvenna sem þurftu að bera þvott sinn á bakinu langa vegu við aðstæður sem virðast tilheyra löngu liðinni fortíð ­ svo órafjarri að engu tali tekur. Þessar konur þurftu svo að strita við að þvo heilan dag og rogast með þvottinn blautan og þungan heim.” Hér er sögð saga þess þegar heita vatnið fannst í Laugardal og varð brátt hið mesta þing.

Þvottalaugar

Gölu þvottalaugarnar.

Vinnukonurnar voru sendar með þvottinn þangað og var ekki miskunn hjá Magnúsi. Reykvíkingar og nærsveitungar gátu þar með haft hreint á rúmum og gengið í sæmilega skikkanlegum flíkum. Það er vissulega skrítið og allt að því ruglað fyrir okkur að hugsa til þess að þvottalaugarnar skuli ekki hafa lagst af fyrr en fyrir örfáum áratugum. Bókin segir sögu sem er horfin og sögu kvenna sem koma ekki aftur.
Hulda byggir frásögnina á almennum heimildum og leitar einnig fanga í minningaskrínum margra sem á þeim tíma leituðu í Laugarnar. Frásögnin er allavega: sumar minnast Lauganna með gleði á sinn hátt. Þrátt fyrir púl voru Laugarnar greinilega sérstæður og eftirminnilegur samkomustaður kvennanna sem gátu inni á milli leyft sér að skrafa og spjalla og börn þess tíma rifja upp minningar þegar þau komust fyrst í kynni við það sem Laugarnar voru. Enn aðrar konur eru beiskar og þreyttar að hugsa til þessa tíma. Samt er ljómi yfir.

Heimildir:
-MBL – 3. júní, 1995 .
-GULLKISTA ÞVOTTAKVENNA – Útg. Árbæjarsafn ­ Hið ísl. bókmenntafélag 1997. 94 bls.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar um 2000.

Vilborgarkot

Haldið var að Elliðakoti og Vilborgarkoti síðdegis í dimmasta skammdeginu. Norðanáttin blés grimmt á vinstri vangann, en sólin litaði himininn rauðan bæði á bak og fyrir. Guðlaugur R. Guðmundsson skráði örnefnalýsingu fyrir Elliðakot og Vilborgarkot. Hér verður lögð megináherslan á síðarnefnda kotið.
Elliðakot“Ég fór með Karli Nordahl að Elliðakoti 18. júlí 1978. Þar eru aðeins húsarústir eftir. Húsgrunnurinn stendur enn, en húsið brann 1949. (Sjá meira um Elliðakot HÉR). Karl segir, að afi hans hafi byggt það 1887. Það var timburhús, en Elliðakot hafði þá verið í eyði. Krakkar, sem þar gistu, kveiktu í húsunum. Ósinn, sem Tryggvi nefnir Dugguós, kallar Karl Gudduós. Það er lækurinn, sem rennur frá Selvatni í Hólmsá og ræður merkjum Elliðakots til vesturs. Á herforingjaráðskortinu er lækur, nefndur Urðar-lágarlækur. Karl segir, að enginn lækur hafi verið til með því nafni. Lækurinn hafi alltaf heitað (svo) Sellækur, en Urðarlágar eru upp með læknum. Hrútslækur rennur í norðvestanvert Selvatn úr Sauðhúsamýri.
TóftNorðan við Nátthagavatn er engjastykki, sem nefnt er Nátthagi. Austan við Nátthagavatn er ávöl hæð, Klifin. Karl sagði, að kvísl rynni í Leirdal, þegar mikið vatn væri í Fossvallaá, en hún rennur um dragið milli Vatnahæðar og Vatnaáss. Þar sem Fossvallaá rennur í Hólmsá, heita Fossvellir. Heiðin upp af Leirdal er Elliðakotsheiði. Þar langt til austurs, fyrir norðan Lyklafell, er Klakkur, 247 m á hæð.
Við Elliðakot er grjótveggur, sem Skúli bóndi á Úlfarsfelli hlóð. Þegar komið er að Elliðakoti, er Dyngja fyrir ofan bæjarrústina. Fram við bæinn er Nónholt [(á teikningum Nónás)], ávalur ás í þá eyktarstefnu frá bænum.
Nátthagaá fellur frá uppsprettum við Syðstubrekkur, norðan við Hólmsá. Þegar komið er upp fyrir Litla-Lyklafell, þá er hér Sleðaás. Þar uppi er vindbelgur, rétt austan við veginn. Efrivötn eru fyrir ofan Vatnaás, en Neðrivötn fyr[ir] neðan hann. Fyrir neðan Vatnavelli er Syðri-Fossvallakvísl. 

Tóft

Norðan við Vatnásinn (svo) er Fossvallaklifið. Og nálgumst við þá upptök Fossvalláar, skammt frá Stangarhóli og Litla-Lyklafelli.
Ég ók með Karli Nordahl upp veginn fyrir ofan Elliðakot, ásinn, sem farinn er, heitir Dyngja. Vegurinn var hroðalegur, og komumst við ekki lengra en upp á háhrygginn og snerum þar við. Þegar ekinn er vegurinn að Elliðakoti, þá er til vinstri Gudduós og síðan Nónholtið og Miðmundahóll. [(Miðmundarhóll á teikningu.)]
Vilborgarkot (og Geirland): Ég kom með Karli að Vilborgarkoti 18. júlí 1978.  Hann sagðist muna eftir Vilborgarkoti í byggð. Vilborgarkot fór úr byggð 1905. Síðast bjó þar Pétur Ólafsson, flutti að Elliðakoti og bjó þar í 10 ár, síðan í Þormóðsdal.
Geirland er í landi Lækjarbotna. Milli Klifanna fyrir Beðslétturofan Geirland eru Klofningar. Árfarvegurinn við Lögberg, norðan við foss þar í ánni, er nafnlaus. Karl segir, að Klofningar tilheyra (svo) ekki Lækjarbotnum. Miðmundamýri er fyrir neðan Geirland, en Miðmundahóll fyrir ofan. Geirland fór í eyði. Ólafur Sigurjónsson (sonur Ólafs í (svo)) hefur kindur í Geirlandi. Geirland var keypt úr landi Lækjarbotna 1927. Sigurjón Ólafsson bílstjóri reisti nýbýli og keypti af Guðmundi Sigurðssyni á Lækjarbotnum.”
Að þessu sinni var stefnan tekin á Vilborgarkot undir suðaustanverðu Vilborgarholti (Litla-Kotási). Kotið hefur verið reist í nokkrum bratta. Sex stafnar hafa verið á framhlið mót suðaustri, þar af einn hálfur (þ.e. með efri hluta). Austast hefur verið fjárhús og innan og á bak við bæinn hlaða. Vestan hennar er garður utan um heykuml. Hlaðan hefur verið mikið mannvirki, djúphlaðin með stóru grjóti í veggjum. Smiðja hefur verið milli fjárhússins og íbúðarhúsa. Veggir standa heillegir, grónir að utan.
Enn má glögglega sjá húsaskipan í Vilborgarkoti. Vestan við bæinn eru leifar að útihúsi, líklega hesthúsi. HlaðanAustan við bæinn eru tóftir tveggja húsa, þar af er annað tvískipt. Annað, það austara, hefur væntanlega verið sauðakofi, en hið tvískipta gæti hafa verið útibúr og reykkofi.
Milli bæjarins framanverðan og matjurtargarðs er heimtröð. Suðaustar má sjá leifar túnræktar, heillegar beðasléttur í mýrarslakka. Hlaðinn túngarður umlykur heimatúnið. Hlaðið hefur verið um brunn neðan og vestan við heimtröðina.
Ekki er að sjá að ábúendur í Vilborgarkoti hafi haft úr miklu að moða, en bæjarhúsin eru táknræn mynd fyrir 19. öldina og því verðmæt sem slík. Auðvelda þyrfti aðgengi að minjunum með tilheyrandi upplýsingum.
Ofan við bæjarstæðið eru grónar lægðir millum hóla. Nú eru þar forfallnir sumarbústaðir. Líklegt má telja að þarna hafi verið heyjað fyrrum fyrir Vilborgarkot.
Bæjarleifarnar í Vilborgarkoti eru nú (2008), skv. örnefnaskránni, orðnar rúmlega eitt hundrað ára, sem gefur þeim friðunarrétt skv. gildandi lögum. Bæjarhúsin og útihúsin eru mun eldri, sem og túngarðurinn.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Guðlaugur R. Guðmundsson skráði – Örnefnalýsing fyrir Elliðakot og Vilborgarkot.

Útihús

Öskjuhlíð

Í riti um Öskjuhlíð – náttúru og saga, er m.a. fjallað um sögulegar minjar í hlíðinni:
“Í Öskjuhlíð Úr Víkuselifinnast víða sögulegar minjar. Þær eru af margvíslegu tagi, en í stórum dráttum má skipta þeim í tvennt; almennar söguminjar og stríðsminjar. Þær elstu tengjast búskap, þ.e. svonefndu Víkurseli. Öskjuhlíð tilheyrði frá upphafi landnámsbænum og höfuðbólinu Reykjavík, sem var nefnt Vík. Engir atburðir gerðust í Öskjuhlíð, sem annálsverðir þóttu fram af öldum. En þar höfðu Reykjavíkurbændur snemma nytjar, skóg og selstöðu, eins og það var kallað. Sel voru íveruhús fjarri bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrin til að dreifa ágangi á beitilandið.
Elsta ritaða heimild um seljabúskap Reykjavíkurbænda er eignaskrá, öðru nafni máldagi, frá 1379. Er selið þar sagt vera í Víkurholti, sem gæti verið eldra nafn á Öskjuhlíð en einnig Í Víkurselieru getgátur um að það hafi verið Skólavörðuholt. Staðsetning selsins framan af er þannig óljós. Selin gætu raunar hafa verið fleiri en eitt og hafa þau verið flutt til í aldanna rás.
Í máldögum 1397 og 1505 er getið um selið. Ekki er þó ástæða til að álykta að seljabúskapur hafi legið niðri á því tímabili, því máldagarnir eru mjög fáorðir um búskaparefni.
Víkursel kom við sögu atburða sem gerðust nálægt aldamótum 1600 og vörðuðu tildrög hjúskapar. Séra Gísli Einarsson (f. 1570, d. 1660), hálfbróðir Odds biskups, “fékk lítilmótlega giftingu, átti mörg börn, en erfitt bú og hjónaband”. Kona hans var Þórey Narfadóttir (ein heimild nefnir hana Þórnýju) bónda í Reykjavík. Frá því er greint að Gísli, þá óvígður, Hlíðarhúsaselhafi átt leið um Mosfellsheiði og náttað í Víkurseli. Var Þórey í selinu, en smalamaður fór heim um nóttina og tilkynnti Narfa bónda mannkomuna. Hann brá við skjótt og var kominn snemma næsta morgun til selsins að óvörum komumanni, gekk hart fram og neyddi Gísla til að taka Þóreyju að sér og ekta hana. Klemens Jónsson, skrásetjari Reykjavíkursögu 1929, dró þá ályktun af frásögn þessari að selið hafi verið undir Mosfellsheiði. En hann hefur í raun ekki á miklu að byggja í því efni.
Elsta heimildin sem með vissu greinir frá því að Víkursel hafi verið í Öskjuhlíð er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Selsins er getið á eftirfarandi hátt: “Selstaða er jörðinni [REYKJAVÍK] eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; Við Hlíðarhúsaselþar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn”. Undirhlíðar voru Öskjuhlíð sunnan og vestanverð. Athyglisvert er að hér er talað um “gamla Víkursel. Það styður þá ályktun að löng hefð hafi verið fyrir selinu á þessum stað.
Skýrasta lýsingin á staðsetningu Víkursels er frá upphafi 19. aldar, um það leyti sem það var lagt niður. Kona að nafni Elín Þórðardóttir, Sighvatssonar í Hlíðarhúsum, var síðasta selsáðskonan í Víkurseli. Árið 1828 var hún beðin að gefa vitnisburð um landamerki milli Reykjavíkur og Skildinganess og sagði þá meðal annars: “Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð…”. Þessi vitnisburður færir okkur talsvert áleiðis. Í Fornleifaskrá Reykjavíkur er gert ráð fyrir að rúst Víkursels sé þar sem talan 1 er merkt á [meðfylgjandi] korti. Þó segir í skránni: “Rústin Uppdrátturer ógreinileg og erfitt að skera úr um hvort þetta séu leifar Víkursels”. Hér er vísað til þess að fornleifaskráin byggir aðeins á yfirborðskönnun. Til að ganga úr skugga um aldur og hverskonar rúst þetta er þyrfti að kanna mannvistarleifar nánar.
Stærð rústarinnar og lögun eru meðal vísbendinga þess efnis að um sé að ræða Víkursel. Hún er 11 x 6 m að ummáli, tvískipt. Ennfremur er svæðið umhverfis rústina búsældarlegt og stekkur er ekki fjarri. Þá er rústin við eina lækinn sem er sæmilega vatnsmikill í Öskjuhlíð vestanverðri. Því til viðbótar kemur staðsetning rústarinnar heim og saman við fyrrnefndar heimilir, Jarðabók Árna og Páls frá 1703 og vitnisburð Elínar frá 1828. Að lokum er vísbending fólgin í því að rústin er við örnefnið Seljamýri”.
Þess bera að geta að í seinni tíma heimild er á einum stað talað um Hlíðarhúsasel í Öskjuhlíð, en ástæðan gæti verið sú að selið hafi um tíma verið nytjað frá Hlíðarhúsum samanber framangreinda frásögn Elínar. Þó gæti þar hafa verið um Öskjuhlíðannað sel að ræða á svipuðum stað því fleiri rústið eru þarna í hlíðinni, reyndar ógreinilegar, ef vel er að gáð.
Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst. Eptir sögninni um séra Gísla Einarsson, er síðar getur virðist svo sem selið hafi verið alllangt frá Vík, og hefur mjer helzt dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal, því þar átti Nes í seli.“ (Sjá HÉR.)

Reykjavíkursel

Reykjavíkursel við Selvatn.

Svo kemur sögnin um séra Gísla: „Dóttir Narfa [Ormssonar í Rvík] ein hjet Þórey, hún átti séra Gísla prest í Vatnsfirði Einarsson, bróðir Odds biskups. „Þótti sú gipting af ransandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið (Þetta bendir til, að selið hafi þá legið allfjarri, og orðið ´Mosfellsheiði´ bendir á, að selið hafi legið undir henni, í Seljadalnum, sbr. það sem áður er sagt) heim um nóttina, sagði bónda gestakomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleiri í sæng dóttur sinnar, heldur en von átti á. Sýndist gestinum skást afráðið, að lofa eigin orði.“ Þessi skemmtilega saga er tekin úr Ættartölu Steingríms biskups.”
Þegar rústir eru skoðaðar í Öskjuhlíð/Vesturhlíð/Lönguhlíð má sjá leifar tveggja selja. Þær neðri virðast eldri. Hvorugar eru þó leifar hins gamla Víkusels, nema selstöðurnar frá Vík og nálægum bæjum hafi verið fleiri en ein. Víkursel er undir Lönguhlíð norðaustan við Selvatn (sjá meira HÉR). Þar mun og hafa verið selstaða frá Víðeyjarklaustri um tíma (sjá meira HÉR). Um Nessel er m.a. fjallað HÉR.

Heimild:
-Úr bókinni “Öskjuhlíð – náttúra og saga”.

Víkursel

Víkursel við Selvatn.

Silungapollur

Gunnar Ólafsson hafði boðið FERLIR að skoða umhverfi Silungapolls, sem og Hólmsár og Suðurár. Þar má finna gamlar reiðgötur, bæði í gegn um hraunið og einnig götur klappaðar í berg.
Gata ofan við SilungapollSömuleiðis eru þarna leifar af hlöðnu byrgi sem gæti verið annað tvegga, gamalt, eða hugsanlega frá stríðinu, en þarna í kring voru töluverð umsvif Breta (Geitháls) og var m.a. grafin “skotgröf” við Hólmsána sem nú er að mestu gróin. Einnig má sjá að aðeins eitt vað er á Suðuránni suðuryfir ána allt frá Silungapolli að ármótum, rétt við ármótin og hefur greinilega verið notað. Reiðgötur, mjög skýrar, eru þarna í gegnum hraunið.
Þegar komið var að sumarbústað Gunnars reyndist hann ekki heima. Eftir sem áður var tækifærið notað og umhverfið skoðað. Gengið var upp á Hófleðurshóll norðan við Suðurá, norðvestan Silungapolls. Grágrýtisklappir hólsins eru jökulsorfnar og má greinilega sjá hver stefna jökulsins hafði verið er hann var að hopa á svæðinu fyrir u.þ.b. 11000 árum. Útlit hólsins er einnig ágætt dæmi um það hvernig jökullinn hefur mótað landslagið; knappt mót stefnunni og aflíðandi undan henni.
Norðar eru Suðurhólmar  og enn norðar, handan Suðurlandsvegar, er  Norðurhólmur. Húsið á Silungapolli, sem hýsti barnaheimili á vegum barnaverndar Reykjavíkurborgar, var rifið á síðusta áratug 20. aldar. Í fréttum RÚV þann 11.02.2007, kl: 18:11, ssagði m.a.: “Íslenska ríkið rak nokkur barnaheimili á 6. og 7. áratugnum og fram á 8. áratug síðustu aldar. Meðal þeirra eru Breiðavík, Unglingaheimili ríkisins, Kumbaravogur og Silungapollur. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að rannsakað verði hvernig aðbúnaði barna var háttað á þessum heimilum en á þeim dvöldu börn oft langdvölum.”

Silungapollur

Silungapollur – barnaheimili.

Í MBL 11. sept. 1955, bls. 12, er fjallað um starfrækslu barnaheimila. Einn kaflinn er um barnaheimili rekin af Reykjavíkurborg, m.a. Silungapoll: “Þar er vistheimili fyrir 30 börn á aldrinum 3-7 ára. Dvalardagar þar árið 1954 voru alls 12119. Forstöðukona er frk. Guðrún Hermannsdóttir.” Þarna er ekki minnst á Elliðahvamm, sem var vistunarheimili skammt frá fyrir sérstaklega erfið börn. Þar voru rimlar fyrir gluggum vistunarrýmanna, en á Silungapolli var hins vegar um opin rými að ræða eftir þeirra tíma tíðaranda og hugsunarhætti um vistanir barna og ástæður þeirra, sem myndu varla þykja boðlegar í dag.

Efst á Hófleðurshól

Í gönguleiðatilboði FÍ vegna svonefndra “Lýðveldisgangna” félagsins segir m.a. (Mbl. 4. mái 1994): “Göngunni lýkur við grágrýtishólinn Höfuðleðurshól hjá Silungapolli, enhúsin sem stóðu þarna og Oddfellowreglan reisti fyrir barnaheimili voru rifin árið 1984.”
Ofan við Silungapoll má enn sjá gamlar götur, bæði fyrrum reiðgötur og einnig götur, sem á köflum hafa verið gerðar vagnfærar. Líklega eru vegabæturnar síðan breski herinn var þar í upphafi Seinni heimstyrjaldarinnar.
Suðaustan við Pollinn, á hæð, eru tóft, sennilega beitarhúss frá Hólmi. Veggir standa grónir og hefur verið gafl á mót norðvestri. Annað slíkt er suðvestan við Silungapoll, álíka stórt, en við það er þó einnig heytóft. Hólmshraunið er á millum. Gata liggur milli húsanna sunnan við Silungapoll. Gengið var eftir henni. Reyndist gatan vel greinileg. Frá vestari tóftinni liggur gata til norðurs, að vaði á Suðurá.
Hið merkilegasta er þó gata klöppuð í hraunið vestan og sunnan við svonefnt Heiðatagl, suðvestan við bugðu á Hólmsá. Þar liggur gatan til vesturs sunnan Ármóta og yfir Ármótakvísl. Vestan hennar er gatan hvað greinilegust. Um er að ræða götumyndun líkt og fjölförnustu götum Reykjanesskagans (Hellisheiði, Skógfellavegur, Sandakravegur, Skipsstígur, Helluhraunsgata). Gatan liggur þarna áleiðis að Hólmi og væntanlega áfram áleiðis til Víkur. Austar er gróið yfir götuna, en hún liggur upp með Hólmsánni áleiðis að Lækjarbotnum og þá væntanlega áfram að Lyklafelli og Hellisskarði ofan við Kolviðarhól.
Allt er þetta hið áhugaverðasta væri, sem eflaust mun verða gaumgæft mun betur síðar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Beitarhústóft ofan við Silungapoll

Landnámsmenn

Ísland byrjaði að byggjast frá Noregi á 9. öld. Samkvæmt hefðbundinni söguskoðun og þeim skriflegu heimildum, sem til eru, nam Ingólfur Arnarson fyrstur manna land á Íslandi. Hann setti bæ sinn niður í Reykjavík um 870 og staðfesta fornleifarannsóknir við Aðalstræti og Suðurgötu þá tímasetningu.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu eftir tilvísun guðanna vegna þess að öndvegissúlur hans rak þar á land. Líklegra er þó að Reykjavík hafi verið valin vegna ótvíræðra landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám. Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.

Landnám

Ingólfur og fjölskylda í Reykjavík.

Lítið er vitað um fjölskyldu Ingólfs og hagi hennar annað en að kona hans hét Hallveig Fróðadóttir, sonur þeirra Þorsteinn og þrælar Vífill og Karli. Þau reistu sér skála við núverandi Aðalstræti en landið, sem Ingólfur helgaði sér, var afar víðáttumikið, náði frá Brynjudalsá í Hvalfirði að Ölfusá í Árnessýslu. Afkomendur Ingólfs og Hallveigar í karllegg báru virðingarheitið allsherjargoðar vegna stöðu sinnar sem afkomendur fyrsta landnámsmannsins. Þeir beittu sér fyrir stofnun Kjalarnesþings og áttu verulegan þátt í stofnun Alþingis á Þingvöllum árið 930. Þorkell máni, sonarsonur þeirra, var lögsögumaður og sonur hans, Þormóður, var allsherjargoði er Íslendingar tóku kristni árið 1000.

Ingólfur Arnarsson

Ingólfur Arnarsson – stytta Einars Jónssonar.

Ingólfur hefur með hinu stóra landnámi sínu hugsað sér að ráða því hverjir settust að undir veldisstól hans á Suðvesturlandi. Eftir hans daga saxaðist smám saman á landnám hans. Í nágrenninu risu stórbýli sem skyggðu jafnvel á sjálfa Reykjavík, hugsanlega vegna erfða meðal afkomenda Ingólfs. Þar má nefna Laugarnes og Nes við Seltjörn. Eftir árið 1000 er Reykjavíkur sjaldan getið í heimildum og ætt Ingólfs hverfur af sögusviðinu.
Sagan segir að Hrómundur Gripsson hafi átt tvo syni, Björnólf og Hróald. Sonur Björnólfs var Örn faðir Ingólfs og Helgu, en sonur Hróalds var Hróðmar faðir Leifs (Hjörleifs).
Þeir fóstbræður Ingólfur og Leifur fóru í hernað með sonum Atla jarls hins mjóva af Gaulum, þeim Hásteini og Hersteini og Hólmsteini. Með þeim fóru öll skipti vel, þar til í veislu um veturinn strengdi Hólmsteinn þess heit, að hann skyldi eiga Helgu Arnardóttur eða öngva konu ella. Um þessa heitstrenging fannst mönnum fátt, og varð fátt um með þeim Hólmsteini og Leifi, er þeir skildu þar að boðinu.

Landnám

Ingólfur og öndvegissúlurnar í Reykjavík.

Um vorið eftir bjuggust þeir fóstbræður að fara í hernað og ætluðu til móts við syni Atla jarls, en er þeir fundust lögðu þeir Hólmsteinn og bræður hanns þegar til orustu við þá Leif og Ingólf. Í þeirri orustu féll Hólmsteinn, en Hersteinn flýði en gerði för að þeim aftur um næsta vetur þar sem hann féll enda höfðu þeir haft njósn af för hans. Eftir það dreif að þeim fóstbræðrum vinir þeirra úr Firðafylki. Voru þá menn sendir á fund Atla jarls og Hásteins að bjóða sættir, og sættust þeir að því, að þeir Leifur guldu eignir sínar þeim feðgum.
En þeir fóstbræður bjuggu skip mikið, er þeir áttu, og fóru að leita lands þess, er Hrafna-Flóki hafði fundið og þá var Ísland kallað. Þeir fundu landið og voru í Austfjörðum í Álftafirði hinum syðra. Þeir voru einn vetur á landinu og fóru þá aftur til Noregs.
Eftir það varði Ingólfur fé þeirra til Íslandsferðar, en Leifur fór í hernað í vesturvíking. Hann herjaði á Írland og síðan var hann kallaður Hjörleifur.

Aðalstræti

Aðalstræti – brunnur.

En eftir það fór Hjörleifur til Noregs og fann þar Ingólf fóstbróður sinn. Hann hafði áður fengið Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs.
Þeir bjuggu nú skip sín til Íslandsferðar; hafði Hjörleifur herfang sitt á skipi, en Ingólfur félagsfé þeirra.
Þetta sumar sem þeir Hjörleifur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi. Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndugissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land.
Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða.
Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöfða, fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi tíðindin.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Þá fór Ingólfur vestur til Hjörleifshöfða, og er hann sá Hjörleif dauðan, mælti hann: “Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða, og sé eg svo hverjum verða, ef eigi vill blóta.”
Ingólfur gekk upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu hafa flúið þangað því að báturinn var horfinn. Fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Ingólfur drap þá alla. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.
Þeir Ingólfur fóru aftur til Hjörleifshöfða; var Ingólfur þar vetur annan. En um sumarið eftir fór hann vestur með sjó. Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá.
Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fyrir neðan heiði.

Reykjavík

Reykjavík 1789.

Ingólfur fór um vorið og tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu komið á land og bjó þá í Reykjarvík. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Þá mælti Karli: “Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.”
Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lofts hins gamla sonur þeirra var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður en alþingi var sett.
Samkvæmt heimildum Örnefnastofnunar er engin vík eða vogur í höfuðstaðnum sem ber nafnið Reykjavík. Upphaflega nafnið var Reykjarvík með r eins og sjá má í frásögn Íslendingabókar af því þegar Ingólfur Arnarson tók sér bólfestu á þeim stað sem seinna varð höfuðstaður Íslands. Þar segir „ … hann byggði suðr í Reykjarvík“. Örnefnið Reykjarvík hefur væntanlega átt við víkina milli Laugarness og núverandi Granda (eða Örfiriseyjar).

Reykjavík

Reykjavík 1835 – Joseph Gaimard.

Vel þekkt er sú saga að Reykjavík hafi fengið nafn sitt af reyknum sem Ingólfur Arnarson sá stíga upp úr laugunum þegar hann fyrst kom á staðinn. Í bókinni Saga Reykjavíkur segir Klemens Jónsson (1944) að á landnámsöld megi gera ráð fyrir að laugarnar hafi verið heitari en nú og því borið meira á reyknum. Einnig nefnir Klemens þá gömlu sögn að í norðvestanverðri Örfirisey hafir fyrrum verið laug sem sjór sé nú genginn yfir. Sé það rétt, hafi á sínum tíma verið hverareykir bæði austan og vestan víkurinnar og því eðlilegt að kenna hana við reykina.

Landnámssýning

Landnámsýningin í Aðalstræti.

Orðmyndin Reykjarvík virðist hafa horfið fljótlega því að í eldri heimildum er landnámsjörðin yfirleitt nefnd Vík á Seltjarnarnesi. Með tímanum festist þó nafnið Reykjavík í sessi og eftir að þéttbýli tók að myndast er alltaf talað um Reykjavík.

Í miðaldaritum er frá því sagt að Ingólfur Arnarsson hafi fyrstur numið land á Íslandi og búið í Reykjavík. Heimildirnar, Íslendingabók frá fyrri hluta 12. aldar og Landnámabók sem er yngri, geta þess aðeins að bær Ingólfs hafi verið í Reykjavík en ekkert kemur fram um hvar nákvæmlega bær hans hafi staðið.

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti.

Í Landnámabók er sagt frá því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land við Arnarhól og hefur þess verið getið til að fyrsti bústaðurinn hafi verið þar. Á Arnarhóli var á seinni öldum bær með sama nafni og getur þetta því vel staðist. Hinn möguleikinn sem helst hefur verið nefndur er að bær Ingólfs hafi verið við suðurenda Aðalstrætis, á tjarnarbakkanum, en Tjörnin náði þá mun lengra til norðurs en hún gerir nú. Á þeim slóðum stóð Reykjavíkurbærinn á seinni öldum og þar hafa fundist fornminjar sem staðfesta byggð á seinni hluta 9. aldar. Landámabók getur þess einnig að öndvegissúlurnar sjáist “enn” í eldhúsi í Reykjavík. Þetta hefur verið ritað á 13. öld og virðist þá hafa staðið hús í Reykjavík sem menn töldu ævafornt.
Fornleifagröftur í Aðalstræti gefa til kynna að þar hafi verið skáli í fornöld.

-http://www.anok.is/saga_reykjavikur/rvk/874-1200
-http://www.islandia.is/systah/ing%c3%b3lfur_arnarson.htm
-http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2252
-http://www.instarch.is

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti – skáli.