Færslur

Fossvogur

“Í Fossvogi er skipsflak – og búið að vera þar lengi.
Þetta er hnoðaður járnskrokkur, stærðin er óræð Fossvogur - skipsflak 2en gæti hafa verið um 350-500 tonn ef marka má lengd kjalarins sem sjáanlegur er. Líklegast hefur skipið verið rifið þarna því síðurnar virðast hafa verið logskornar sundur þó erfitt sé að átta sig á því vegna ryðs. Skrokkurinn liggur þarna í mörgum bútum, þó virðist allt sem viðkemur framskipinu, bóga og stafn, vanta. Sömuleiðis allt úr skutnum en þó má vera að eitthvað leynist úti í sjónum, því afturhluti kjalarins var enn í sjó. Þarna var í heilu lagi, miðju-botnstykki, líklegast undan lest eða ketilrými. Undir neðsta þilfari má greinilega sjá “tunnel”, með röralögnum sem líklegast eru olíulagnir eða vatns/miðstöðvarrör. Þetta er líklega stjórnborðssíðan. Þarna sést meira af ætlaðri bakborðssíðu.
Neðsta þilfar séð frá bb. til st.b.  Þetta gæti hafa verið gólfið undir katlinum. Undir því má sjá “tunnelinn” með röralögnunum, en það er ekki Fossvogur - skipsflak 3sýnilegt á myndunum. Yfirlit yfir þann hluta sem vel er sýnilegur á fjöru. Það má sjá framkjölinn í sandinum vinstra megin við aðalhlutann. Það má giska á (með sæmilegri vissu) að þetta skip hafi verið a.m.k. 30-35 metra langt. Þetta var enginn smábátur, gæti hafa verið togari aða gamalt flutningaskip.”
Gamall Snæfellingur, fyrrum togarajaxl, sagði: “Þetta er bara drasl, það var allt rifið sem hægt var” sagði hann. “Þetta er gamli Íslendingur, lítill togari sem var dreginn þarna upp og rifinn. Þeir hafa bara ekki hirt um að hreinsa leifarnar”.
Togarinn Íslendingur RE 120 var smíðaður í Englandi 1893. Hann var 146 brl. og með 200 ha. gufuvél. Þann 9. des. 1926, er skipið lá í vetrarlægi á Eiðsvík við Reykjavík kom af ókunnum orsökum leki að skipinu og það sökk. Skipinu var bjargað af hafsbotni eftir 15 ár, það endurbyggt og allir hlutir endurnýjaðir. Sett var í skipið ný 500 ha. Fairbanks Morse díesel vél. 

Fossvogur - skipsflak 4

Eigendur frá 4. nóv. 1942 voru: Sveinbjörn Einarsson, Ágúst Ingvarsson og Stephan Stephensen, Reykjavík, þeir áttu Díeseltogara h/f, sem gerði út skipið sem hét þá Íslendingur RE 73. Skipið var selt 18. maí 1949 Bjarna Sigurðssyni og Kristjáni Guðlaugssyni Reykjavík og Ingibjörgu Pétursdóttur, Reykjum Mosfellssveit og Þorvaldi Stephensen, Sörvaag, Færeyjum. 19. júní 1951 seldi Ingibjörg Pétursdóttir Kristjáni Guðlaugssyni Reykjavík sinn hlut. Skipið var talið ónýtt og tekið af skipaskrá 2. febr. 1961. Þessar bækur, “Íslensk skip” eru hreinasta gersemi, og skyldueign hverjum skipa-og bátaáhugamanni.
Líklegt er að Sindri h/f hafi eignast skipið, rennt því á land og rifið það þarna í fjörunni.”
Fossvogur - skipsflak 5Skv. upplýsingum B.I. mun þetta ekki vera flakið af nefndum Íslending heldur af Óla Garða Gk sem var dreginn þangað og svo rifinn eftir því sem kostur var en Íslendingur hefði endað sína ævi við Klepp í Kleppsvíkinni og verið seldur í brotajárn að hann minnti til Sindra.
Margir aðrir hafa haft samband við FERLIR vegna skipsflaksins og sitt sýnist hverjum um tilurð þess. Hvað sem því líður er þarna um að ræða skipsflak, sem er bæði aðgengilegt og sjálfsagt að gefa gaum þegar gengið er með norðanverðum Fossvoginum, neðan Kirkjugarða Reykjavíkur.

Heimild m.a.:
-“Íslensk skip”, 3ja bindi bls.77, Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð, útg. 1990.

Fossvogur

Fossvogur – bátsflak.

Suðurnesjavegur

Sýsluvegurinn frá Reykjavík suður að Vogastapa.
Hér er ritað um sýsluveginn frá Reykjavík suður í sýsluna. “Ég ætla þá að fara úr Reykjavík suður eftir, og geta um ýmislegt, sem fyrir augun ber, hvað veginn snertir.
Foss-202 Þegar maður kemur niður í Fossvog, verða fyrir manni rásirnar þar. Þær eru að vísu þannig á sumrum, að fáum ókunnugum mundi til hugar koma, að við þær væri neitt að athuga; en á vetrum í leysingum verða þær lítt færar eða stundum ófærar.
Þá kemur Fossvogslækur, lækur þessi, sem er á sumrum ekki nema ofurlítil spræna, verður stundum á vetrum svo, að naumast verður yfir hann komist, og það ber við, að hann verður með öllu ófær.
Vegurinn upp Kópavogsháls er óhæfilega brattur, lítt fær með vagn, en vagnvegur á vegurinn milli Rvíkur og Hafnarfjarðar að verða úr þessu. Með því að sneiða hálsins lítið eitt utar, má fá hann mjög hallalítinn.
Þegar kemur suður að Kópavogi, kemur ein torfæran, þótt stutt sé; hún er rétt við landnorðurhornið á túngarðinum í Kópavogi; þar eru götutroðningar, djúpir mjög, og verður þar á vetrum kafhlaup, þegar snjóþyngsli eru. Þá kemur brúin yfir Kópavogslæk. Að henni er mesta vegarbót, og er furða, að hún skyldi ekki vera á komin fyrir mörgum tugum ára; en trén í henni eru mikils til of veik; brúin skelfur undan gangandi manni, hvað þá heldur þegar hún er riðin.
foss-203 Þá er nú úr því brýr yfir lækina, og vegur all góður þangað til kemur suður í Hafnarfjörð.
Þar er vegurinn lagður yfir Hamarinn hér um bil þar sem hann er brattastur; en auk þess er vegur þessi óruddur, ekkert í hann borið, og er hann fullur af lausu grjóti, og má það kallast hættulegt að ríða hann ofan að norðanverðu; í sunnanverðum Hamrinum neðst er sjórinn búinn að taka burtu hleðsluna úr veginum, og er honum því einnig hætta búin úr þeirri átt. Svo er þess að gæta, að rétt við endann á veginum er skipa-uppsátur þeirra manna, er búa þar í grennd. Af því, að sjórinn gengur þar rétt upp að veginum, standa skipin svo hátt, að ókunnugum mönnum, sem í myrkri fara um veginn, getur verið af þeim hætta búin; skipa-uppsátur er ekkert annað til þar í grennd.
Svo kemur nú suður undir Flensborg. Þar standa þilskip, og liggja járnkeðjur af þeim yfir þveran veginn, og er furða, að ekki skuli oft hafa hlotist slys af þeim. En þess ber að geta, að þar er enginn vegur lagður, nema hvað hrossin hafa unnið þar að vegavinnu. Flensborgarskóli á þar lóðina, sem skipin standa á, og leigir þar uppsátrið, og tekur 10 kr. fyrir hvert skip yfir veturinn. Ef skipin mega ekki hafa þar landfestar, þá er ekki til neins að ljá manni uppsátur; hafa þar að undanförnu legið 4 skip á vetrum; gjaldið eftir þau eru þá 40 kr., eður sama sem að skólaeignin sé 1000 kr. meira virði en ella. Eitt af tvennu er: annaðhvort verður að banna að hafa þar skipauppsátur, eða að leggja veginn annarsstaðar.

foss-204

Um stórstraumsflóð flæðir alveg upp undir túngarðinn í Flensborg, og verða menn þá að ríða sjóinn fram með garðinum, oft talsvert djúpt, og auk þess er þar mjög grýtt, svo að þar er mjög illt yfirferðar.
En þá tekur ekki betra við, þegar Ásbúðarmegin kemur; þar er hár bakki, sem upp verður að klöngrast; vinnist sú þraut, þá tekur við dý, sem hver hestur liggur í.
Þegar búið er að draga þá upp úr því, er haldið suður Hvaleyrarholt. Þetta holt hefur ekki verið rutt í ár, og er það mjög seinfarið. En þegar kemur suður fyrir Sandskörðin sunnanvert við Hvaleyrartjörn, þá liggur vegurinn svo lágt, að þar flóir yfir í stórstraumum.
Svo koma nú Hraunin, þ. e. Gráhelluhraun, Kapelluhraun, Almenningur og Afstapahraun. Um veginn gegnum þau ætla ég ekki að tala; hann er alkunnur, og líklega ekki þeirrar núlifandi kynslóðar meðfæri að bæta hann svo, að nokkru nemi; þó ætti það að vera vinnandi vegur, að ryðja veginn gegnum þau árlega; þegar það er gjört, er þó ólíku betra að fara yfir þau, heldur en þegar vegurinn er fullur af lausu grjóti og steinvölum.
Þegar Hraununum sleppir, kemur Vatnsleysuheiði. Yfir hana mestalla hefir verið lagður upphækkaður vegur, en hann er nú orðinn því nær ófarandi, og miklum mun verri en gamli vegurinn var. Þessi upphækkaði vegur er í daglegu tal oft kallaður Vatnleysu(heiðar)brú, en af sumum “Svívirðingin”, og þykir bera það nafn með rentu; það er sama smiðs-markið á henni og Svínahraunsveginum gamla, og þarf þá ekki lengra til að jafna.
Þessi upphækkaði vegur stefnir frá Kúagerði til Kálfatjarnar, og er honum sleppir, þá tekur við hfoss-205inn gamli vegur suður með bæjunum á Vatnsleysuströnd; þessi gamli vegur er allgóður á sumrum, enda er hann oftast vel ruddur; en á vorum og haustum, þegar bleyta og leysingar eru, er hann mjög illur yfirferðar, liggur sá vegur allt suður að Vogastapa og lengra ætla ég ekki að fara að sinni.
Hvað skal nú gjöra við þennan veg? Eins og er, er illa við hann unandi.
Í Fossvogi má ef til vill leggja veginn fyrir ofan rásirnar allar, nema hina syðstu; hana þarf að brúa.
Fossvogslæk ber brýna nauðsyn til að brúa, og það sem allra fyrst, og væri það lítill kostnaður.
Götutroðningana við Kópavogstún verður að brúa, og virðist það auðgjört.
Kópavogslækjarbrúna þarf að athuga; það er of seint að gjöra það eftir að slys er búið að hljótast af því, hversu veikgjörð hún er. Í öllu falli væri nauðsynlegt að láta áreiðanlega menn, sem vita hafa á því, dæma um það, hvort henni sé treystandi eins og hún er.
Veginn yfir Hamarinn í Hafnarfirði, þar sem hann er, ætti alveg að leggja niður. Þar sem hann liggur upp Hamarinn, er mikils til of bratt; það er ógjörningur, og líklega heldur engin lagaheimild til, að vísa mönnum burtu með skip sín, sem uppsátur hafa rétt fyrir sunnan Hamarinn, en skipa-uppsátur þar og vegur geta ekki samrýmst. Sama er að segja um þilskipa-uppsátrið hjá Flensborg; annaðhvort er, að banna skólanum að hafa þar uppsátur, eða að leggja af sýsluveginn þar fram hjá. Og þegar þess er gætt, að vegurinn þar er afar-illa lagður, þ. e. undirorpinn sjávargangi, og menn verða að sæta sjávarföllum til að komast hann, þá virðist lítil eftirsjón í honum þar sem hann er.
En hvar ætti þá að leggja hann?

foss-206

Hann ætti að leggjast sunnar upp Hamarinn en nú er, fyrir ofan bæinn “á Hamri” neðan til í Jófríðarstaðaholti, fyrir sunnan Ásbúð og svo suður Hvaleyrarholt hér um bil beina stefnu á Hjörskot. Það, sem ynnist við að leggja veginn þannig, hjá því sem nú er, mundi verða: vegurinn upp Hamarinn yrði ekki eins brattur, hann yrði ekki undirorpinn sjávargangi; vegfarendum yrði engin hætta búin af bátum, sem nú standa því nær yfir þveran veginn; skólaeigninni í Flensborg yrði ekki meinað að hafa þann hag af þilskipa-uppsátri, sem hingað til hefir oftast samsvarað vöxtum af 1000 krónum; menn kæmust hjá hinni afarillu torfæru hjá Ásbúð, og um stórstraumsflóð þyrfti ekki að klifra upp sandskörðin hjá Hvaleyri.
Veginn suður Hraunin ætti sannarlega að ryðja á hverju ári; minna má það ekki vera; hann er full-illur samt.
Af hinum upphækkaða vegi suður Strandarheiði (eða Vatnsleysu-heiði), þar sem hann nú er, ætti sýslunefndin alls ekki að skipta sér. Sá vegur liggur vestur Ströndina, og ef menn ætla t. a. m. suður í Voga eða þaðan af lengra, þá er það sá afarkrókur, að ríða niður á Ströndina, að ég er viss um, að það nemur fullum þriðjungi, móti því að fara beint úr Kúagerði á Reiðskarð (upp Vogastapa). Strandarmenn mundu þá halda við gamla veginum sem hreppsvegi. En eigi að halda við hinum gamla vegi sem sýsluvegi, þá mundi sú aðgjörð, sem hann þarfnast, ef hann á að geta kallast viðunanlegur, dragast að verðinu til hátt upp í það, sem nýr vegur, beint frá Kúagerði á Reiðskarð, mundi kosta.
Sumir berja því við, að með slíku fyrirkomulagi þyrfti svo víða að leggja vegi frá Ströndinni upp á sýsluveginn. Þetta fæ ég ekki séð að sé nauðsynlegt. Sá, sem ætlar að koma við á Ströndinni, ríður hreppsveginn; en ætli maður beint frá Kúagerði suður, án þess að eiga erindi á Ströndina, þá fer maður sýsluveginn.
Ritað á Fidesmessu 1890.
Vegfarandi.”

Ísafold, 26. apríl 1899, 26. árg., 26. tbl., bls. 103:

Almenningsvegur

Gengið um Almenningsveginn ofan Vatnsleysustrandar.

“Sumrin 1897 og 1898 lét sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu leggja mikið laglegan vagnveg milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, frá Fossvogi, en þangað hafði bæjarstjórn Reykjavíkur lagt áður og hefir þessa ekki enn verið getið í blöðum vorum.
Vegur sá er sýslan lét byggja af nýju, er rúmar 5 rastir á lengd, einnig var borið ofan í og endurbættur gamall vegur (Hafnarfjarðarhraun) rúml. 1 ½ röst á lengd. Hver röst er 531 faðmur. Brýr voru gerðar yfir fjóra læki, og er ein þeirra þrjátíu áln. Lengd, með 50 álna löngum stöplum (þeir eru þrír) og 5 áln. Háum á fullum helmingi. Hinar eru 5-8 álna langar.
Til vinnu þessarar var varið 9.600 kr.
Brýrnar allar kostuðu 1.800 krónur. Aðgerð við gamla veginn um 800 kr. Kostar þá her um bil kr. 2,80 faðmurinn í hinum nýja vegi. Í gegnum veginn eru 16 rennur gerðar úr grjóti 50×100 cm., utan ein úr timbri 3×2½ alin. Mold og möl höfð undir í öllum veginum með torf og grjót á hliðunum, nema um 150 faðmar eru eingöngu úr grjóti (púkkvegur). Ofaníburður allstaðar frá 8-12 þuml. á þykkt. Við vinnuna voru 12 menn fyrra sumarið með 4 hestum, en 15 til 18 hið síðara með 6 og 8 hestum. Verkstjóri var bæði sumrin Sigurgeir Gíslason í Hafnarfirði.
Það var myndarlega til ráðist af sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu að leggja veg þennan, og væri óskandi að hún fengi styrk til þess að geta gert meira í líka átt sem þetta. Hefir talsverð vagnaferð verið eftir vegi þessum síðan hann var fullger, en talsverð óþægindi eru að því, að ógert er enn við hallann ofan í Hafnarfjörð, því þar er vegurinn mikils til of brattur fyrir vagna, og er vonandi að ekki bíði mjög lengi svo búið.”

Heimildir:
-Ísafold, 11. okt. 1890, 17. árg., 82. tbl., forsíða.
-Ísafold, 26. apríl 1899, 26. árg., 26. tbl., bls. 103.

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Keflavíkurveginn.

Úlfarsá

Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur, lýsti námi sínu við Háskóla Íslands í fornleifafræði er kom að fornleifaskráningu með eftirfarandi hætti:

Úlfarsá

Úlfarsá.

“Fornleifaskráning var einn liður í náminu við HÍ. Sérstaklega skemmtilegur og lærdómsríkur áfangi. Gaf mér meira en flestir ungnemendurnir áttuðu sig á.
Lokaverkefnið var dagsett á miðvikudagsmorgni. Skilyrtur skiladagur var næsti mánudagsmorgun, skv. stundarskrá.

Úlfarsá

Úlfarsá – gamli bærinn.

Kennarinn tilkynnti öllum þrettán nemendunum að því tilefni að hann ætlaði að skipta þeim í fjóra þriggja manna hópa til lúkningar verkefnunum. Að skiljanlegum ástæðum þurfti einn nemandanna að verða útundan í slíkum útreikningi – í þessu tilviki varð það ég (sem varð þar með einn að hóp).
Fékk úthlutað jörðinni Úlfarsá. Ritgögn fylgdu með í umslagi, þ.á.m. fyrri fornleifaskráning Árbæjarsafns og örnefnalýsing.
Þegar út úr háskólabyggingunni var komið þennan miðvikudagsmorgun skein sól í nánast logni; fallegur dagur.
Þar sem meðfylgjandi í bílnum voru blað og blýantur, GPS-tæki, ljósmyndavél og málband ákvað ég bara að aka á vettvang skráningarinnar.
Tólf fornleifar höfðu áður verið skráðar á jörðinni, skv. gögnunum. Nýbyggingasvæði þrengdi verulega að henni.

Úlfarsá

Úlfarsá – útihús.

Gaf mér góðan tíma í blíðviðrinu að leita uppi og skrá einstakar augljósar fornleifar, ljósmynda, staðskrá, rissa upp, sem og leita uppi ýmsar aðrar áður óljósar fornleifar. Dagsverkið; 32 skráningar.
Skilaði verkefninu á tilskildum tíma. Þá kom í ljós að allir hinir hóparnir fjórir höfðu beðið um skilafrest vegna “óhagstæðs veðurfars”. Málið var að daginn eftir þennan sólríka miðvikudag tóku við nánast látlausar rigningar með tilheyrandi óvindaveðrum (sérstaklega óhagstæðar til fornleifaskráninga á vettvangi).

Úlfarsá

Úlfarsá – fyrrum selstaða.

Fékk að tveimur vikum liðnum boð um að mæta á skrifstofu kennara. Úrskurðar væri að vænta.
Hann: “Ég er búinn að fara yfir skráningarverkefnið þitt. Vitað var að verkefnið væri flókið. Þú hefur leyst það vel af hendi og færð 10 í einkunn.”
Þakkaði fyrir mig – taldi niðurstöðuna verðskuldaða.
Í dag eru, því miður, nánast allar hinar skráðu fornleifar horfnar undir byggð…”.

Úlfarsá

Úlfarsá – hermannvirki.

Esja

Í fornleifaskráningu Ragnheiðar Traustadóttur Önnu Lísu Guðmundsdóttur um Kollafjörð má sjá eftirfarandi um Arnarhóla (dysjar) og forna götu.
Arnarholl-1“Kollafjarðar er fyrst getið í Kjalnesingasögu. Helgi bjóla setti Kolla hinn írska niður í Kollafjörð. (Í.F., [Kjalnesingasaga], XIV. bindi, s. 5). Jarðarinnar getur í fógetareikningum á árunum 1547-1552. (D.I., XII. bindi, s. 117). Jörðin var í konungseign 1705 og jarðardýrleiki óviss.”
Arnarhóll er ofan og sunnan Kollafjarðar. “Suðvestur af Réttarholti mitt á milli réttarinnar og þjóðvegarins er Arnarhóll, þar sem Örn austmaður var veginn.” (Ö.Ko.1). “Á Móholti, þar sem gamli vegurinn liggur yfir “Flóalæk”, eru tveir hólar (eða dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á móholtinu. Hinn er nokkuð austar og er stærri. Þessir hólar (eða dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann.” (Ö.Ko.2). “Arnarhóll er frekar lítill hóll með þúfu í kolli.” (Ö.Ko.3). “Arnarhóll er utan við Flóann, vestnorður af honum.” (Ö.Ko.4).”
Arnarholar-2Í Arnarhólum hafa verið talin vera kuml. Í örnefnalýsingu segir: “Á Móholti norðan við, þar sem gamli vegurinn liggur yfir Flóalæk”, eru tveir hólar (dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á Móholtinu. Hinn er nokkru austar og er stærri. Þessir hólar (dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann”. Hóllinn er á miðju móholtinu og ber greinilega við.” Hólar þessir eru mjög greinilegir og erfitt að segja til um hvort þeir séu manngerðir. Sá, sem hér um ræðir, er sporöskjulaga með upphækkun í miðjunni, sem virðist vera hlaðin, sést í grjót á stöku stað og er erfitt að gera sér grein fyrir hvort menn hafi komið því þar fyrir. Lengd hólsins er um 10 m og breidd 5 til 6 m. Hæð hans er frá 10 til 60 sm.
Esjumelar-2Í örnefnalýsingu segir: “Á Móholti norðan við, þar sem gamli vegurinn liggur yfir Flóalæk”, eru tveir hólar (dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á Móholtinu. Hinn er nokkru austar og er stærri. Þessir hólar (dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann”. Þessi hóll er norðan við 282-23 og liggur við hina fornu leið inn Kollafjörðinn. Hóllinn er afar greinilegur og ber við þegar komið er á vettvang.”
Við hólinn liggur forn gata. “Hóllinn liggur fast við hina fornu leið og 4 metrum frá hellulagðri brú/ræsi sem hefur verið lögð yfir læk sem nú er uppþornaður. Hin forna leið liggur um norðurhluta Móholtsins, nærri samhliða núverandi Vesturlandsvegi og inn í Kollafjörðinn. Leiðin er einstaklega vel varðveitt í sjálfu Móholtinu og er hægt að rekja sig eftir henni frá Flóalæk og yfir Móholt að mestu samhliða Vesturlandsveginum en um 50 m ofar. 

Esjumelar-3

Vegurinn liggur yfir mógrafir og að hluta til virðist hann uppbyggður.”
Á leiðinni er brú. “Á hinni fornu leið, þegar komið er um hana miðja af því sem varðveist hefur, er að finna hellulagða brú/ræsi yfir uppþornaðan lækjarfarveg. Stórar grjóthellur hafa verið hlaðnar yfir lækjarfarveg. Hellurnar eru allt 1 m á lengd. Farvegurinn er nú orðið ógreinilegur.”
Örn austmaður, sbr. 8. kafla Kjalnesingasögu: “Eftir leikinn gekk Kolfinnur út að vanda og fór leið sína. En er hann kom suður af holtunum hlupu þeir Örn austmaður upp og sóttu að honum.
Esjan-202Kolfinnur varðist með lurkinum og barði vopnin fyrir þeir. Varð þeim hann torsóttari en þeir hugðu. Og er þeir höfðu saman átt um hríð sló Kolfinnur sveininn í rot. Hraut þá frá honum bæði skjöldurinn og sverðið. Kolfinnur greip þá upp hvorttveggja. Sótti hann þá að Erni austmanni og lauk svo að Örn féll en Kolfinnur varð sár. Í því raknaði sveinninn við og vildi Kolfinnur ekki gera honum meira. Gekk hann þá leið sína. Sveinninn sá Austmanninn veginn. Skaut hann þá yfir hann skildi, gekk síðan heim í Kollafjörð. Kolli lét flytja heim lík hans og búa um eftir siðvenju.”
Lík Arnar austmanns var sem sagt “flutt heim og um það búið að siðvenju”. Hólarnir tveir eru þá líklega bara tilvísun í atburðinn sjálfan þar sem tveir menn börðust…, nema annað eigi eftir að koma í ljós.

Heimildir m.a.:
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Kollafjörð. (Ö.Ko.1).
-Byggt á fornleifaskrá Ragnheiðar Traustadóttur Önnu Lísu Guðmundsdóttur.

Kollafjörður

Kollafjörður 1906. Mynd frá dönsku mælingamönnunum.

Gamlivegur

Ákveðið var að leita og fylgja svonefndum Gamlavegi frá Ártúni og Árbæ að Reynisvatni og áfram áleiðis að Búrfellskoti, en gata þessi lá á Þingvelli forðum daga. Af sögnum mátti greina að úrbætur hafi verið gerðar á reiðgötunni með það fyrir augum að gera hana vagnfæra millum höfuðstaðarins og hins helgasta staðar þjóðarinnar frá upphafi þjóðveldisins.
Gamlivegur-2Ljóst var þó að með stefnu í nútíma vegargerð hafi bæði tekið lítið sem ekkert tillit til hinna fornu gatna og áhugi á varðveislu þeirra hefur að sama marki verið engin í gegnum tíðina. Svo rammt hefur að þessu kveðið að í fornleifaskráningum síðustu ára er þessara tegunda fornleifa sjaldnast getið.
“Jarðarinnar Grafar mun fyrst getið í máldaga Maríukirkju á Bessastöðum sem tímasettur er til ársins 1352 en ekki er þar getið um eiganda jarðarinnar. Gröf var komin í eigu Viðeyjarklausturs 1395. Þá var gerð skrá um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins.
Gröf virðist hafa verið í einkaeign þar til í byrjun 16. aldar, því þann 5. september 1503 seldu Guðmundur Þórarinsson og Ingibjörg Jónsdóttir Árna ábóta jörðina fyrir fjórtán hundruð í lausafé og kvittuðu fyrir andvirðinu. Þann 10. desember sama ár (1503) var í Viðey gert skiptabréf Árna ábóta annars vegar og Halldórs Brynjólfssonar hins vegar, á jörðunum Strönd í Hvolhreppi og Gröf í Mosfellssveit.
Gamlivegur-3Þar með var Gröf aftur komin í einkaeign. Ekki eru heimildir fyrir því hvenær Halldór seldi jörðina, en hann var nefndur hinn auðgi og hafði mikið umleikis. Svo mikið er víst að jörðin hefur aftur orðið klausturjörð á tímabilinu 1503–um 1545 og hélst svo þar til klausturjarðir runnu til konungs um siðaskipti. Á árunum 1547–1552 er jarðarinnar svo getið í fógetareikningum Bessastaðamanna.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 er konungur talinn eigandi, en ábúandi er Einar Þórðarson. Leiga var greidd konungi í smjöri til Bessastaða.
Gamlivegur-4Kvaðir voru um mannslán og hestlán til Þingvalla og annarra staða, jafnvel stundum norður í land og í ýmsar áttir. Skila átti tveimur dagsláttum, tveimur hríshestum og einum eða tveimur móhestum. Skera átti torf, flytja lax úr Elliðaánum, sjá um skipaferðir, sækja timbur til Þingvalla, sinna hússtörfum á Bessastöðum og fleira. Engjar jarðarinnar voru mjög litlar. Kvikfénaður er skráður 6 kýr, 1 kvíga tvævetur, 8 ær með lömbum og 4 hestar. Heimilismenn eru skráðir 10. Kostir jarðarinnar eru taldir litlir. Hjáleigur eru taldar tvær, það eru Grafarkot sem byggst hafði upp fyrir 50 árum og hét hugsanlega Holtsstaðir áður og hjáleigan Oddgeirsnes sem var hafði verið eyðijörð í allra manna minni.
Gamlivegur-5Litlum sögum fer af jörðinni en skömmu fyrir 1840 er hún seld eins og flestar konungsjarðir á þessum slóðum. Gröf var mjög landstór jörð. Hún fékk nafnið Grafarholt þegar bærinn var fluttur á núverandi stað við Vesturlandsveg árið 1907. Þá bjó í Grafarholti bændahöfðinginn Björn Bjarnason hreppstjóri og um skeið alþingismaður, fróðleiksmaður mikill, en sérkennilegur í mörgu. Árið 1943 var jörðin Grafarholt lögð undir Reykjavík samkvæmt lögum og meginhluti hennar síðan tekinn eignarnámi 1944.
“Gamlivegur” er til á nokkrum stöðum, s.s. á Vatnsleysuströnd og í Selvogi. Á uppdrætti Steinbjörns Björnssonar eru merktir nokkrir gamlir slóðar. „Gamli vegurinn“ er trúlega elsti slóðinn á milli Árbæjar og Hólms yfir Klapparholtsmóa og líklega elsti forveri Suðurlandsvegar.
Enginn örugg merki eru sjáanleg eftir hann nema hugsanlega nyrst við núverandi Gamlivegur-6Norðlingabraut. Leiðin er merkt rauð. Annar slóði lá svo suðvestur frá Rauðavatni inn Margrófina inn að Oddagerðisnesi. Þessi vegur var forveri Breiðholtsbrautar og er nú notaður sem reiðvegur að hluta nyrst. Slóðinn er merktur grænn. Að lokum slóði yfir Klapparholt og Klapparholtsvað yfir að Elliðavatni.
Fyrsti Suðurlandsvegurinn var gerður vagnafær 1886–1892. Hann lá frá Árbæ eftir Rofabæ og austur yfir Hellisheiði. Núverandi Suðurlandsvegur liggur að mestu í gamla vegstæðinu við Rauðavatn. Fyrir austan vatnið hefur gamli vagnavegurinn hugsanlega verið, þar sem nú er reiðvegur við Rauðavatnsskóg og austar núverandi bílvegur, norðan Suðurlandsvegar. Norðan við Suðurlandveg, fyrir austan Rauðavatn, er síðan um 13 hektara svæði sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hið eldra hóf plöntun í um 1900.
Þetta er eitt af Gamlivegur-7elstu skógræktarsvæðum landsins og er í dag notað sem útivistarsvæði. Nýbýlið Baldurshagi var þar sem nú er OLÍS bensínstöðin. Þar var rekin greiðasala á árunum 1920–1945. Austan við það var braggahverfið Camp Columbus Dump, sem var birgðageymsla.
Í örnefnaskrá er ritað um Gamla veg: ,,Þá erum við komin að Gamla vegi, sem lá um Leirdal, Kotsklofning, Flagið, Vörðulágar [svo] og eftir Eggjum”. Vegurinn var merktur inn á Herforingjaráðskort 1909. Miðað við núverandi skipulag liggur syðsti hluti golfvallarins í Grafarholti yfir veginn, og hann liggur um 300 m fyrir norðan prentsmiðju Morgunblaðsins við Hádegismóa.
Gamlivegur-8

Lýsing: Þar sem vegurinn er enn sjáanlegur, má sjá rás þar sem grjót hefur verið hreinsað upp úr melnum og hlaðið í kanta. Suðvestast eru um 70 m sem liggja í brekku og beygir vegurinn þar. Síðan kemur um 50 m kafli á milli tveggja flata á golfvellinum, og svo 30 m kafli.
Gamlavegi var fylgt í gegnum móan norðan við Hádegismóa áleiðis austur fyrir Grafarholt. Grafarkot var þar sem nú er golfskáli golfvallarins undir Grafarholti. Syðstu flatirnar liggja ofan á Gamlavegi. Hann sést þó vel koma niður á flatirnar ofan af móunum austan núverandi Suðurlandsvegar. Eftir að hafa gengið yfir flötina kemur gatan aftur í ljós í móakafla. Þar er gatan tvískipt; annars  vegar gamli reiðvegurinn og hins vegar fyrstu merki um vagnnveg, sem lagður hefur verið ofan í eða samhliða reiðveginum. Þessi ummerki má glögglega sjá á nokkrum stöðum á leiðinni upp á Reynisvatnsáss og áfram á leiðinni áleiðis til Þingvalla.
Nú hverfur gatan undir golfvallaflatir. Í rauninni er sorglegt til þess að vita að golfvallaleggjendur skuli ekki hafa skilið eftir ummerki eftir götuna á þessu svæði því það hefði alls ekki komið niður iðkuninni. Líklegt má telja að menn þeirra tíma hafi lítið sem ekkert spáð í gildi hinna fornu leiða m.t.t. framtíðar varðveislu. Lýsir það allnokkurri skammsýni hlutaðeigandi. Og skrítið má telja að ekki hafi verðar gerðar áætlanir strax á fyrstu tíð nútíma vegagerðar að gera ráð fyrir áframhaldandi sýnileika hinna fornu gatna, t.d. sem göngu- eða reiðleiðir, ekki einungis meða það fyrir augum að varðveitar slíkar heldur og til að sýna afkomendum hver þróun þeirrar tegundar mannvirkja hafi verið frá fyrstu tíð landnáms hér á landi.

Grafarsel

Gamlivegur sést ekki aftur fyrr en norðan Reynisvatns. Bæði hefur golfvöllurinn eytt honum og auk þess suðaustasta byggðin í Grafarholti. Ef tekið er mið af herforingjakorti frá árinu 1909 er gata sýnd sem reiðleið en ekki vagnvegur þrátt fyrir augljós ummerki séu eftir vagnveg samhliða reiðleiðinni. Vagnvegur er á sama korti sýnd sunnan Rauðavatns og er hann nefndur “Gamlivegurinn”, þ.e. með greini. Að henni verður vikið síðar.
Þegar komið var upp að Reynisvatni mátti sjá leifar að hlöðnum túngarði. Á kortinu fyrrnefnda er Gamlivegur sýndur liggja ofan garðsins og síðan áfram upp á Reynisvatnsás með stefnu til norðausturs vestan Miðdals. Þar endar gatan á kortinu, en í raun lá hún áfram að Búrfelli, til austurs sunnan fjallsins framjá Búrfellskoti og áfram upp í gegnum Seljadal og á Þingvelli.

Gamlivegurinn

FERLIR hafði áður rakið þennan hluta líkt og sjá má annars staðar á vefsíðunni.
Af ummerkjum að dæma virðist reiðleiðin (eldri gatan) hafa legið framhjá bænum Reynisvatni og síðan norður með vestanverðu vatninu og til austurs með því norðanverðu. Þar liggur gatan hlikkjótt, á hálsinn. Á sama kafla kemur vagnvegurinn upp frá vatninu með stefnu upp á hálsinn, í og til hliðar við reiðleiðina. Þegar upp er komið hefur götunum verið raskað með nýrri malarvegi, en handan hans sjást þær vel. Göturnar koma saman skammt handan malarvegarins, en síðan liggur reiðvegurinn samhliða vagnveginum skammt sunnar. Þær sameinast síðan og eftir það liggur nýrri malarvegur ofan á þeim til austurs norðan Langavatns uns þær venda til norðausturs vestan Miðdals, sem fyrr sagði.
Ekki er að sjá að minnst sé á Gamlaveg í öGamlivegur-9rnefnalýsingum fyrir Ártún, Árbæ og Reynisvatn. Eftir er þó að skoða umfjöllun um vegagerð í Ísafold og fleiri eldri tímaritum. Þar gætu mögulega komið fram upplýsingar um fyrrnefndan vagnveg á endurbættum Gamlavegi. Örnefnið gæti og hafa tengst úrbótunum og vagnvegurinn þá verið nefndur Gamlivegur, þótt þess sjáist ekki merki á kortinu frá 1909.
Þá var haldið þvert til suðurs yfir Reynisvatnsheiðina með stefnu á Grafarsel og Gamlaveginn. Eftir áningu í Grafarseli var komið inn á Gamlaveginn (með greini). Hann sést enn norðan núverandi Suðurlandsvegar. Þar sem nú er komið hringtorg austan Rauðvatns hefur vegurinn verið fjarlægður, en sjá má hvar hann kemur aftur í ljós í hæð skammt austar. Veginum var fylgt til norðvesturs. Á fyrrnefndu korti er vegurinn dreginn upp og skv. hnitsetningu er hann svo til nákvæmlega á sama stað. Er hann ágætt dæmi um nákvæmni kortagerðamanna er unnu sína vinnu fyrir 100 árum, án nokkurra nútíma GPS-tækja.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar (Gröf, Hólmur og Geitháls), Anna Lísa Guðmundsdóttir – 2010.

Gamlivegur

Gamlivegur – gangan.

Rjúpnadalir

Rölt var um Rúpnadali.

Bláfjöll

Á gangi um Bláfjöll.

Gengið var frá skarðinu á milli Selfjalls og Sandfells (af línuveginum) inn með Sandfelli, undir Rjúpnadalahnjúkum, um Rjúpnadali á Bláfjallaveg. Á leið um skarð yfir lágan háls, sást greinileg gata sniðhallt niður af hálsinum að austanverðu. Ósennilega er um fjárgötu að ræða því að gatan virtist vera upphlaðin. Þegar þetta var skoðað nánar virtist móta fyrir götu upp á hnjúkana, í stefnu á Rauðuhnjúka. Hugsanlega hafa lausríðandi eða gangandi menn á suðurleið stytt sér leið með því fara með Bláfjöllum að norðan/vestanverðu og á Heiðarveginn í stað þess að fara norður og austur fyrir fjöllin? Þessi leið er styst ef fara á í Selvog frá t.d. Mosfellssveit eða Kjalarnesi og þá af Vesturlandi – kortsett.
Verður skoðað betur á næstunni. Frábært veður – logn og sól.

Rjúpnadalir

Í Rjúpnadölum.

Bláfjöll

Brak úr flugvél er austan Bláfjalla. Ætlunin var að skoða aðstæður sem og grennslast fyrir um hvaða vél gæti verið að ræða. Samkvæmt slysaskráningu ameríska hersins gæti verið um að ræða DC-3 flugvél, eða C47 eins Kaninn nefndi hana. Það slys varð 5. mars 1944 kl. 18:30, 1 mílu suðaustur af “Camp Bundy”. Enginn komst af. Tvö lík fundust.

Bláfjöll

Í Árbók FÍ 1984 segir Tómas Einarsson frá því að “á styrjaldarárunum fórst herflugvél í Bláfjöllum á sléttunni austan við Hákoll. Hér á landi liggja litlar upplýsingar fyrir um það slys. Leifar af flakinu sáust á slysstaðnum í mörg ár, en munu nú horfnar.”
Pétur Þorleifsson kvaðst hafa séð flakið fyrir tveimur árum. Hann hafi verið að hjóla undir hlíðum Kerlingarhnúks, sem auðvitað má ekki, og þá séð flakið dreift um hana á u.þ.b. 100 metra kafla. Best væri að fara niður frá skíðalyftunum ofan Kóngsgils, milli Heiðinnar há (Heiðartopps) og Kerlingahnúks og niður með rótum hans. Stórgrýtt væri þarna á köflum og væri flakið upp af slíkri utan í grónum bala við lækjarfarveg. Líklega væri um klukkustundar gangur á svæðið – eða innan við það. Austar væru Drögin og fjær Fjallið eina.
Gengið var inn á Heiðarveginn innan við Bláfjallahornið. Þaðan er þessi gamla gata Bláfjöllvörðuð niður á Ólafskarðsleið í austri, skammt sunnan við Leiti. Vesturendinn er á Selvogsgötu skammt ofan við Tvíbolla. Reykjavegurinn liggur spölkorn eftir Heiðarveginum eða þangað til hann beygir til norðausturs yfir norðuröxl Kerlingarhnúks. Þar liggur vegurinn áfram niður með austanverðum Bláfjöllum, niður með Fjallinu eina.
Bláfjallahornið er hæsti hluti Reykjavegarins, en þaðan er frábært útsýni til allra átta í björtu veðri. Eftir nokkra göngu með neðrihlíðunum var komið að rótum Bláfjallahryggjarins að austanverðu skammt ofan við Fjallið eina – annað tveggja með því nafni á Reykjanesskaganum.
Úr skarðinu milli Bláfjalla og Fjallsins eina er mikið og fagurt útsýni norður yfir, þar sem Lambafell, Syðri Eldborg og Blákollur blasa við nær, en Hengilsvæðið fjær. Útsýnið hikstar þó á vitundundinni um eyðileggingu Orkuveitunnar á náttúruverðmætum í Henglinum. Þar hefði verið hægt að gæta miklu meiri tillititsemi en gert var.
Þá er skammt á Ólafsskarðsveg, sem liggur um Ólafsskarð upp úr Jósepsdal nokkru norðar, með hlíðum Bláfjalla og áfram austan Geitafells suður af hálendisbrúninni.
Leitað var bæði með austurrótum Bláfjalla sunnan og norðan Kóngsgils og síðan Bláfjöllhaldið um neðri hlíðarnar þar sem rætur Kerlingarhnúks liggja.
Þegar komið var fram á neðri brúnirnar austan Bláfjalla sást víðfeðmin neðanverð. Einhverjum hefði fallist hendur – en ekki FERLIR. Geitafell sat þarna formfagurlega neðan hraunsléttunnar er runnið hafði úr gígum Heiðinnar há. Enn neðar sást Leitarhraunið. Austar og nær voru Drögin, mikil og breið gildrög. Kvöldsólin á vesturhimninum, handan Bláfjallahornsins, var byrjuð að glitra nafna hans, austurhimininn. Haldið var upp með Drögunum vestanverðum.
Bláfjöll eru mótuð af eldvirkni og umbrotum. Fjöllin sjálf eru dæmigerður móbergshryggur sem myndast hefur í gosi undir jökli. Hæst ber tind sem vanalega er nefndur 702 sem vísar til hæðar hans, en Hákollur er skammt norðar.
Umhverfis fjöllin hafa runnið hraun og er þar mest áberandi hraunið frá Heiðartoppum (613m), austur af skíðasvæðinu. Margir gígar og gígaþyrpingar eru á svæðinu. Má þar nefna Stompa, Eldborg og Skeifuna. Nú andaði köldu af norðri. FERLIR hefur hins vegar aldrei látið veður aftra leit – enda er það bara eldra nafn á Cintamani.
Bláfjöll Í svo til beina stefnu frá Kóngsgili í norðuröxl Geitafells lá flakið, milli Hákolls og Kerlingarhnúks, í um 560 metra h.y.s., u.þ.b. 50 metrum norðan Reykjavegarins fyrrnefna.
Svo virtist sem flugvélin hafi verið að koma úr suðaustri, vinstri vængurinn lent utan í stórgrýttri hlíðinni og vélin þá byrjað að brotna. Eftir örskamma stund steyptist vélin síðan niður í gil og þar liggur meginhluti hennar ennþá. Leifarnar eru ótrúlega heillegar af slíkum að vera. Líklega er það vegna þess að snjór þekur þær 2/3 hluta úr ári. Ljóst er að eldur hefur komið upp við brotlendinguna og þá hluti vélarinnar brunnið. Bráðið ál er á vettvangi. Vænghluti er þarna, hjólaspyrnur og fleira. Á vænghlutanum má greina tvo stóra svartmálaða stafi. Annar er nokkur skýr, “S”, en hinn (fremri) öllu óskýrari, gæti verið “T”. Það gæti bent til þess að vélin hafi verið í eigu Íslendinga, með ísl. skráningarstafi. Þessi vél virðist í fljótu bragði hafa verið eins hreyfils því einungis einn V12 strokka vél er sjáanleg í gilinu. Svo stór hreyfill gæti þó bent til þess að annar hreyfill hafa verið þarna, en einhverjir fjarlægt hann. Einungis einshreyfils orrustuflugvél hefði getað haft svo stóran aflgjafa.
Lækur rennur um gilið á vorin og hefur hann eflaust skolað hluta braksins niður hlíðina. Af þessu að dæma er ósennilegt að um DC-3 flugvél hafi verið að ræða. Sú flugvélartegund var bæði stærri og tveggja hreyfla. Því væri þarna bæði meira brak á vettvangi auk þess sem auðkennin leyndu sér ekki. Þá myndi vænghlutinn vera breiðari en raun ber vitni.
Merking er á vélarhlutum; annars vegar 40773 A – ALCOA – M – ? og hins vegar 40772 – DR M1. Erfitt var að greina hvaða litur hefur verið á vélinni, en sjá mátti blágrænan lit á einstaka málmbútum.
Leitin tók 3 klst og 3 mín. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var byrjað að dimma þegar flugvélin fannst. Við þær aðstæður komu FERLIRshúfurnar að góðum notum.
BláfjöllÓlafur Íshólm, flugmaður og lögregluvarðstjóri á Selfossi rámaði aðspurður í að eins hreyfils flugvél á leið frá Vestmannaeyjum hafi brotlent í Bláfjöllum á stríðsárunum, en hann vildi þó ekki fullyrða með öllu að svo hafi verið.
Ekkert er að finna í gömlum fréttum dagblaða um flugslys í Bláfjöllum.
Annar viðmælandi FERLIRs, sem haft var samband við, minnti að tveggja hreyfla bandarísk Lightning flugvél hefði farist þarna á stríðsárunum. Meira vissi hann ekki um atvikið.
Haft var samband við Flugmálastjórn og leitað eftir því hvort einhver þar kynni að vera fróður um flugvélaflök sem þessi á Reykjanesskaganum. Eftir stutta athugun kom upp nafnið Guðjón Viðar Sigurgeirsson, flugvélstjóri.
Hlynur Skagfjörð Pálsson fv. rekstrarfulltrúi og starfsmaður í Bláfjöllum gaf FERLIR gagnmerkar upplýsingar um flugvélaflakið.
“Flakið sem um ræðir er af lightning P-38. Orrustuvél með stuttan búk og tvöfalt stél knúin 2 mótorum. Ég hef heyrt að þessi vél hafi farið niður 1944. Þegar ég kom að henni fyrst u.þ.b. 1996 voru mótorarnin tveir. Þessi sem er ofan í gilinu og svo annar á melholti í stefnu á Geitafell. Þegar ég kom aftur til starfa í Bláfjöllum 2001 og fór að svipast um þá var annar mótorinn horfinn. Auðunn Jónsson ýtumaður sagði mér að hann hefði heyrt að einhverjir aðilar úr Þorlákshöfn hefðu náð í hann og sent hann vestur í Örlygshöfn.
Bláfjöll Ég hef alloft komið að henni bæði gangandi í auðu og farið þarna um á snjó. Ég tel að vélin hafi verið að koma að vestan beygt upp með hlíðinni og rekið v. vænginn í og að þá hafi mótorinn sem nú er horfinn orðið eftir. Brakið úr vængnum gæti hafa dreifst þarna um flatirnar fyrir neðan. Vélin hefur svo skriðið þarna upp yfir holtin því að það er töluverð dreif úr henni og krassað í gilinu þar sem hæðin ofan við er heldur hærri en sú sem neðar er.
Þá er stjörnuhreyfill í Bláfjöllunum, skammt norðan við Reykjavegarstikurnar. Ég hef ekki öruggar heimildir fyrir því hvaða vél þetta var en hef talið þetta vera “Gömlu Gránu” þá er Jóhannes Snorrason var u.þ.b. skotinn niður í yfir Eyjafirði í stríðinu. Hún var sögð hafa endað lífdagana á hraunsléttu í Bláfjöllum.”

Heimildir m.a.:
-Árbók FÍ 1984, bls. 45.
-Útivist, greinar/Reykjavegur.
-Hlynur Skagfjörð Pálsson.

Brak

Laugarnes

“Í Laugarnesi voru fyrrum 3 hjáleigur. Hét ein þeirra Suðurkot og var niður hjá víkinni, um það bil sem nú er Afurðasalan.
Önnur Barnholl-321hjáleigan hét Sjávarhólar, en var oftast kölluð Norðurkot. Stóð hún úti á Laugarnesstöngum, þar sem nú er braggahverfið. Nú sjást engar minjar þessara býla. Þriðja hjáleigan hét Barnhóll og stóð hjá samnefndum hóli fyrir ofan túnið í Laugarnesi.
Þegar íbúðarhúsið Hólar var reist, var það í Barnhólstúninu gamla. Þetta hús reistu þeir synir Bjarna heitins Jenssonar læknis, Jens bókhaldari og Ingólfur kaupmaður. Hefir Ingólfur skýrt mér svo frá, að þar sem húsið stendur hafi ekki verið nein gömul mannvirki. En vestar í lóðinni sem þeir fengu, og sunnan undir Barnhólnum, þar sem nú er kartöflugarður, voru gamlar húsarústir, og þegar farið var að stinga þær upp, varkomið niður á flórað gólf. Það var látið óhreyft, en mold úr rústunum sett þar yfir. Var þessi mold svo frjó, að ekki þurfti að bera í garðinn fyrstu árin. Er sennilegt að flóraða gólfið hafi verið úr fjósi og þar hafi gamall áburður verið bæði úti og inni, og blandast saman við moldina.
Barnhóll stendur enn óhaggaður í túni Hóla og geymist þar eitt af fáum örnefnum á þessum slóðum.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 18. september 1960, bls. 446.

Reykjavík

Laugarnes 1836.

Hof

“Hof er landnámsjörð.
Í Landnámu segir að Helgi bjóla hafi farið til Íslands af Suðureyjum og var Hof-1hann með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam með ráði Ingólfs “…Kjalarnes allt millim Mógilsár og Mýdalsár [Miðdalsár]; hann bjó at Hofi.” (Í.F., [Landnámabók], I.bindi 1, s. 50 og 51).  Síðar gaf hann Örlygi frænda sínum Hrappssyni hluta úr landnámi sínu, eystri hlutann allt út að Ósvífslæk, og bjó hann að Esjubergi. (Í.F. I.bindi 1, s. 54 og 55). Kjalnesingasaga gerir landnám Helga mun stærra og segir hann hafa numið Kjalarnes “millum Leiruvágs ok Botnsár… .” (Í.F.[ Kjalnesingasaga], XIV.bindi, s. 3). Síðar tók Þorgrímur Helgason bjólu við föðurleifð sinni og lét samkvæmt sögunni reisa stórt Hof í túninu “…hundrað fóta langt, en sextugt á breidd…” (Í.F., XIV. Bindi, s. 6-8). Eftir lát Þorgríms tók Helgi bróðursonur hans við búi. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (biskup 1269-1298) bjó á Hofi Nikulás Pétursson. (Í.F., XIV. bindi, s. 40-41 og 43).
Kirkju er getið á Hofi í kirknaskrá Hof-2árið 1200. (D.I., XII.bindi, s. 9). Kirkjan á Hofi var helguð heilögum Andrési í ilchinsmáldaga 1397 og átti hún fjórar kýr auk góðra muna. (D.I., IV.bindi, s. 114). Guðrún Sæmundsdóttir, frændkona Vigfúsar hirðstjóra Ívarssonar erfði Hof í plágunni miklu, en Vigfús hélt jörðina leigulaust og er þessara mála getið í bréfi 1436. (D.I., IV.bindi, s. 561). Árið 1501 gerðu þeir Þorvarður lögmaður Erlendsson og Grímur Pálsson jarðaskiptasamning og lét Grímur meðal annars Hof fyrir sextíu hundruð. (D.I., VII.bindi, s. 583).  Þorvarður lögmaður taldi fram Hof til sextíu hundraða í kaupmálabréfi hans og Kristínar Gottskálksdóttur. (D.I., VIII.bindi, s. 230). 1523 fékk Erlendur Þorvarðsson Hof, Ögmundi biskupi til fullrar eignar í reikningsskap nokkurra kirkna. (D.I., IX.bindi, s. 158-159). 1526 fékk Ögmundur biskup Halldóri Magnússyni Hof til fullrar eignar gegn Barkarstöðum í Svartárdal, en í staðinn skyldi Halldór vera maður biskups og til styrktar kirkjunni. (D.I., IX.bindi, s. 391-392). Kirkju er getið á Hofi í Gíslamáldaga frá 1570 og síðar. (D.I., XV.bindi, s. 549).
Hof-5Í Jarðabók Árna og Páls er þess getið að menn segi að á Hofi hafi verið til forna hálfkirkja eða bænhús en ekki hafði verið framin þjónustugjörð þar í manna minnum. Minjar hafi þó verið þar á staðnum til skamms tíma sem skjóti stoðum undir þessa sögn hreppsbúa. Hof var metin á 60 hundruð. Heimajörðin var í eigu fjögurra einstaklinga alls 33 hundruð og reiknuðust þar í hjáleigurnar Grófartún og Prestshús. Þrjú afbýli voru að auki. Jörfi var metinn á 8 hundruð, annað var Krókur á tíu hundruð og hið þriðja var Lykkja en ekki er þess getið hver dýrleiki þess var. Þó má reikna það út að hann hafi verið níu hundruð. Sjá annars um þessi þrjú síðsut afbýli hér síðar.

Hof-21

Jarðatal Johnsens metur jörðina á 60 hundruð en getur þess neðanmáls að sýslumaður telji dýrleika Hofs 27 hundruð, Jörfa 7 hundruð, Krók 10 hundruð og Lykkju 10 hundruð. Einn ábúandi var á parti þeirra bræðra Magnúsar og Vigfúsar og var landskuld hans eitt hundrað og tíu álnir sem greiddust í fiski ef til var í kaupstað eða með peningum uppá fiskatal, eða hestum og skyldi greiðast á Alþingi eigendunum í hönd eða þeirra umboðsmönnum. Alls fylgdu þessum hluta fimm og hálft kúgildi, ábúandi bræðranna leigði þrjú en hin fylgdu hjáleigunum. Á þessum hluta jarðarinnar gátu fóðrast fjórar kýr, tíu lömb, og einn hestur. Annar ábúandi Sveinn Þórðarson var á átta hundraða hluta auk tveggja hundraða hluta þess eiganda sem minnst átti. Landskuld af átta hundruðunum voru fimmtíu álnir en af tveimur hundruðunum tuttugu álnir og greiddist í landaurum upp á landsvísu. Kúgildi með átta hundruðum Hallfríðar voru tvö og guldust leigur af þeim í smjöri eða fríðu heim til  eigandans. Á þessum parti bar jörðin að fóðra fjórar kýr og sex lömb.
Um alla jörðina Hof tiltekur Jarðabókin fjölmörg atriði. Héðan, sem svo víða annars staðar í hreppnum voru geldneyti og hestar reknir til beitar upp í Hvannavelli á Mosfellsheiði. Þó er tekið fram að vegna fátæktar eigi menn ekki slíkan búpening og því sé ekkert rekið þangað upp. Jörðin á torfristu og stungu til gagns en tekið fram að hún sé mjög örðug frá heimabænum. Mótak til eldiviðar átti jörðin bjarlegt en þó var tekjan nokkuð erfið yfir foröðum ef mórinn væri tekinn þar sem best hentaði jörðinni.

Hof-22

Jarðabókarritarar telja að selveiði mætti stunda frá jörðinni til nokkurs gagns en það var ekki verið gert. Rekavon var talin lítil á jörðinni, einnig sölvafjara og skelfisksfjara ekki nema til beitu. Litlu betri var hrognkelsafjara talin. Frá jörðinni var heimræði árið um kring og gengu skip ábúenda eftir hentugleikum. Á jörðinni hafði margt aðkomusjófólk verið um vertíð og fram á sumar þar fiskur gekk, en fiskveiðar virðist á þessum tíma vera hrundar. Nefnt er að aldri hafi verið verbúðir í landi jarðarinnar heldur hafi sjómenn þegar þeir voru haft herbergi, þjónustur og soðningu hjá bændum og hjáleigumönnum. Vertíð á jörðinni mun hafa hafist, sem á Suðurnesjum, um Kyndilmessu og endað vanalega á Hallvarðarmessu. Fengur skiptist jafn, skiphlutur var einn af tveggjamannafari árið um kring og engin skipaleiga. Af fjögurra manna fari voru tveir skiphlutir um vertíð og engin skipleiga, utan vertíðar einn skiphlutur og engin skipleiga. Langræði var mikið ef ekki gekk fiskur inn á firði. Hof átti hálfa Andríðsey til móts við Brautarholt. Þar átti jörðin slægjur og eggver sem var, þegar þetta var ritað, mjög gagnlítið en hafði áður verið betra.

Kross-32

Jarðabókin getur þess að ekki sé að telja dúntekju á eyjunni en í dag er þar stærsta æðarvarp á Suðurlandi. Sölvafjara var þó þar talin gagnvænleg og nokkur rekavon. Stórviðri spilltu túnum jarðarinnar að mati skrásetjara, engar engjar lágu til jarðarinnar nema í Andríðsey. Landþrengsli voru á þrjá vegu en á hinn fjórða lá meginland jarðarinnar og mætti miklum ágangi kvikfjár jarðanna í kring sem voru landþröngar. Sjór braut af túni hjáleigunnar Presthúsa og engja í eyjunni. Sauðfé var mjög flæðihætt bæði vor og vetur. Túnið að neðanverðu lá undir skemmdum af sandfoki, húsum og heyjum var hætt vegna stórviðra og hafði af því marg oft skaði orðið. Menn töldu að Hof hafi haft í seljum í Blikdal þar sem heita Hofssel gömlu en ekki vissu menn hvort þar hefði verið haft frítt eða nokkuð greitt til Brautarholts. Í landi Hofs var lending hin besta og brást aldrei. (Jarðabók, III.bindi, s. 357-360).”
Í örnefnalýsingu fyrir Hof segir m.a.: “Hofstangi skilur Jörfavík og Hofsvík. Hofið gæti verið komið undir sjó og hefði þá staðið neðan við húsið, sem nú er.” Brynjúlfur Jónsson skrifar: “Að Hofi á Kjalarnesi er sýnd hoftóft; skoðaði eg hana í vor (1890?). Hún er í túninu suðaustur frá bæjarhlaðinu hjá tröðinni. Mjög er hún niðursokkin; sér þó fyrir veggjum, nema vesturhliðarvegg neðri tóftarinnar. Þar gat verið þilveggur. Efri tóftin (goðastúka?) er 6X6 fðm. út fyrir veggi; virðast dyr á suðvesturhorni. Neðri tóftin er 6X8 fðm. Efasamt tel eg að þetta sé hin rétta hoftóft. Hún líkist öllu fremur tveim litlum sáðgörðum. Yfir ótrúlega vídd gátu menn samt reft með stoðrefti.”
“Hoftóftin” var friðlýst með skjali, undirrituðu af Matthíasi Þórðarsyni þann 25. október 1930 og var því þinglýst 17. nóvember 1938. Í spjaldskrá á fornleifadeild segir: “K:E. kom á staðinn 18.7.1965.  Allt er þar óbreytt og eins og það var, þegar Br. J. sá það. Ekki þesslegt að vera hús.  Friðlýsingarmerki ekki sett upp að sinni, þetta er rétt hjá bæ og eigendur vita málavexti. Hóllinn fyrir vestan heitir Goðhóll, blótklettur var jafnvel talinn vera neðan undir honum. Til var og blótsteinn, sem enn mun vera þarna.” 

Heimildaskrá:
-Fornleifaskráning fyrir Hof – Árbæjarsafn.
-Diplomatarium Islandicum [Íslenzkt fornbréfasafn. Hér eftir D.I.], sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn, I.-XV. bindi , Hið íslenzka bókmenntafélag, Kaupmannahöfn og Reykjavík, 1857-1950.
-Íslenzk Fornrit [hér eftir  Í.F.],  I.bindi 1 [Landnámabók] , Jakob Benediktsson gaf út, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1968.
-Íslenzk Fornrit, XIV.bindi [Kjalnesingasaga], Jóhannes Halldórsson gaf út, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1959.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, með brauðlýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslum um sölu þjóðjarða á landinu, J. Johnsen gaf út, Kaupmannahöfn, 1847.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns [hér eftir Jarðabók],  III.bindi Gullbringu- og Kjósarsýsla, 2.útg. [ljósprentun], Hið íslenzka fræðafélag, Kaupmannahöfn, 1982.
-Brynjúlfur Jónsson – Hoftóft að Hofi á Kjalarnesi, Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1902, bls. 35.
-Örnefnalýsing fyrir Hof.

Hof

Hof – túnakort 1916.

Hof

Goðhóll við Hof?

Esja

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Hæsti kambur á Esju miðri, séð úr Reykjavík, heitir Kerhólakambur.

esja-2

Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“.

“Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.

Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.

esja-3

Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).

Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.

Talgusteinn

Líklegasta skýringin á örnefninu Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.”

Heimildir m.a.:
-Wikipedia.

-Vísindavefur HÍ.

Esja

Esja – örnefni.