Færslur

Húshólmi

Árið 2005 gaf Ferðamálafélag Grindavíkur út ritið “Húshólmi – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur“.

Húshólmi

Húshólmi – rit.

Á baksíðu ritsins segir: “Samantekt þessi er unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Ferðamálafélag Grindavíkur. Nefndin gaf út samantekt um Selatanga á 30 ára afmæli kaupstaðarins í Grindavík 10. apríl 2004. Hún stefnir að því að gefa út samantektir um fleiri merkilega staði í umdæmi Grindavíkur, s.s. Selöldu, Þórkötlustaðahverfi , Þórkötlustaðanes, Járngerðarstaðahverfi, Staðarhverfi, ströndina, Baðsvelli og Selsvelli svo eitthvað sé nefnt.
Það er von nefndarinnar að efnið, sem hingað til hefur verið dreift og hér er sett fram í samfelldan texta, auk göngulýsinga af svæðinu, myndum og uppdráttum, muni nýtast áhugasömu fólki, bæði til fróðleiks og gagns á vettvangi, en æ fleiri gera sér nú ferð í Húshólma til að skoða minjarnar og fá innsýn í hugsanlegan heim fólksins, sem þar bjó áður en Ögmundarhraun rann og færði byggðina í kaf að mestu. Þá kemur fleira fólk til Grindavíkur í þeim tilgangi að skoða forna staði, kynnast sögu fleirra og njóta fagurs umhverfis.

Húshólmi

Í Húshólma.

Í samantektinni er m.a. reynt að lýsa aðstæðum, staðháttum, minjunum, tengingu við nálægar minjar sem og umhverfið. Í ritinu er uppdráttur af Húshólma og minjunum, sem í honum eru”.

Ritið er nú upselt og ólíklegt er að það verði endurútgefið. Lesendur FERLIRs geta hins vegar skoðað innihaldið á vefsíðunni – sjá Húshólmi – rit.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Selatangar

Árið 2004 gaf Ferðamálafélag Grindavíkur út ritið “Selatangar – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur”.

Selatangar

Selatangar – rit.

Á baksíðu ritsins segir: “Samantekt þessi er unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Ferðamálafélag Grindavíkur í tilefni af 30 ára afmæli kaupstaðarins 10. apríl 2004. Nefndin stefnir að því að gefa út samantektir um fleiri merkilega staði í umdæmi Grindavíkur, s.s. Selöldu, Húshólma og Óbrennishólma, Þórkötlustaðanes, Þórkötlustaðarhverfi, Járngerðarstaðarhverfi, Staðarhverfi, ströndina, Baðsvelli og Selsvelli svo eitthvað sé nefnt.
Það er von nefndarinnar að efnið, sem hér er sett fram í texta, myndum og uppdráttum, muni nýtast áhugasömu fólki bæði til fróðleiks og gagns á vettvangi, en æ fl eiri gera sér nú ferð á Selatanga til að skoða minjarnar og fá innsýn í verbúðarlífið þar fyrr á öldum. Þá kemur fleira fólk til Grindavíkur í þeim tilgangi að skoða forna staði, kynnast sögu þeirra og njóta fagurs umhverfis.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Í samantektinni er m.a. handbragðinu lýst, skiplagi, nýtingu, hinu daglega lífi sjómanna, götunum og rekanum, auk þess sem getið er um hinar merkilegu refagildrur við Tangana og Ketilinn í Katlahrauni, hinu stórbrotna jarðfræðifyrirbrigði.
Í ritinu er uppdráttur af svæðinu.”

Ritið er nú upselt og ólíklegt er að það verði endurútgefið. Lesendur FERLIRs geta hins vegar skoðað innihaldið á vefsíðunni – sjá Selatangar – rit.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

 

Kálfatjörn
“Reykjanessaginn, sem nær frá Garðskagaflös upp í Hvalfjarðarbotn og frá Reykjanestá austur undir Þorlákshöfn, hefur að mörgu leyti verið vanmetinn, bæði sögulega séð og sem ferðamannaslóðir. Er þá einkum átt við þann hluta hans, sem kallaður hefur verið Suðurnes. Þegar vel er gáð leynist þar mikil saga og merkileg og svæðið býður upp á landfræðileg undur og feikna fegurð víðsvegar.
Sagnaslóðir á Reykjanesi IRitið byggist á efni sem leiðsögumenn fluttu á sagnakvöldum víðs vegar á Suðurnesjum á tímabilinu desember 2005 til apríl 2006. Erindin eru látin halda sér að mestu leyti eins og þau voru í flutningi.
Þessu riti er ætlað að opna augu fólks og vekja áhuga á þessum forvitnilegum slóðum. Eftir að hafa kynnt sér efni þess í ró og næði heima fyrir, er einkar hentugt að taka það með sér í bílinn, aka á einhvern þeirra staða, sem fjallað er um, og njóta síðan leiðsagnar þess um sögu, minjar og landslag í þægilegum og hressandi göngutúr.”
Um er að ræða forvitnilegan fróðleik og áhugavert efni.
Ritið, sem var gefið út í takmörkuðu upplagi, er nú til sölu á ferðamannamiðstöðum á Suðurnesjum og öllum betri bókabúðum.
Ritstjóri Sagnaslóða á Reykjanesi I er Sigrún Jónsd. Franklín.
Gvendarborg

Sesselja G. Guðmundsdóttir hefur endurútgefið bók sína “Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysustrandar-hreppi” frá árinu 1995.
Gamla bókinBókin var löngu uppseld, enda einungis gefin út í 500 eintökum. Það var Lionsklúbburinn Keilir, sem stuðlai að hinu merka framtaki – líkt og nú. “Gamla” bókin var 152 bls. með fallegum ljósmyndum og upplýsandi örnefnakortum af Vogaheiði og Strandaheiði. Með nýju bókinni (útg. 2007) hefur Sesselja bætt um betur; endurbætt og staðfært kortin og fjölgað ljósmyndum af merkilegum stöðum, sem eru fjölmargir á landssvæðinu ofan Voga og Vatnsleysustrandar. Nýja bókin er 184 bls, aukin og endurbætt. Hún er ágætur vitnisburður um dugnað, elju og þrautseiglu manneskju er þykir bæði mjög vænt um landið sitt og uppruna og jafnframt vilja til að miðla eftirlifandi kynslóðum af forsögunni og áþreifanlegum menningararfi – sem verður dýrmætari með hverju árinu sem líður.
Nýja bókin hefur verið gefin út í 1000 eintökum og ef að líkum lætur munu þau eintök verða fljót að fangast fegnum aðdáendum útivistar og fróðleiks. Með nýju bókinni hefur höfundinum tekist að nálgast viðfangsefnið enn frekar – líkt og sjá má á kápumyndinni.
Bók Sesselju fæst bæði hjá henni sem og í öllum betri bókaverslunum landsins, einkum á Reykjanesskaganum – næst Vogum á Vatnsleysuströnd.

Örnefndi og gönguleiðir í Vatnsleysstrandarhreppi

Örnefndi og gönguleiðir í Vatnsleysstrandarhreppi – II.