Tag Archive for: saga

Krýsuvíkurkirkja

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann“, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist þriðja greinin af þremur:

Herdísarvík„Pílagrímsför kallar Sigurveig Guðmundsdóttir kennari þau minni, sem hún skráði um kynnisferð sína og Kristínar Benediktsdóttur, systur Einars skálds, til Herdísarvíkur á hásumri 1936. Skal að vikið í lokaþættinum um Krýsuvík, en fyrr sagt, að Einar Benediktsson keypti Krýsuvíkurstaðinn allan og var þinglýst 17. nóvember 1908. Var þá lokið sýslumannstíð skáldsins í Rangárþingi.
Framundan föst búseta í Lundúnum, þar sem fjölskyldan átti heimili frá 1910 og síðan í Kaupmannahöfn næstu ár, alls utanlands í fullan áratug. Þó er þar í dvöl um sinn í Héðinshöfða við Reykjavík. Ekki orðlengt um þá óvissu, sem hinir mörgu ábúendur í Krýsuvík bjuggu við, þó að Einar skáld og hinn norski félagi hans og meðeigandi H. Th. Arnemann hefðu umboðsmann vegna bæði Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, nágrannajarðarinnar 15 km austar og í Selvogi og Strandarsókn.

Einar Benediktsson

Var ekki á vísan að róa, þar sem Einar Benediktsson var, með leyfi að segja, og grunsemdir jafnan með mönnum og byggingin þókti ótrygg. Í slíku efni ber að varast að reyna að finna samnefnara skáldsins og frjálshyggjumannsins Einars Benediktssonar. Þar er hvor persónuleikinn of stór til að geta samrýmzt í einu orðaljósi, tignarhár skáldhuginn og margslungin sveimhyglin um fjárvon og ofvirki. Hitt er alkunna, hve Einari skáldi var hlýtt til þess fólks, sem hafði hugrekki til að þakka skáldskap hans og fylgdi eftir með kvæðalestri hrifinnar sálar. Vera kann, að hann hafi komið í Krýsuvík 1908, þegar hann keypti jarðirnar og fundum hans og hjónanna í Stóra Nýjabæ borið saman, enda viljað inna Kristínu húsfreyju um ýmist í Herdísarvík, þar sem hún ólst upp og Guðmundur bóndi reri árum saman. Hafi þau mært skáldið því lofi, sem vert var og þulið ljóðamál. Þess vegna ætti þau vísa ábúðina og ekkert að óttast. Seta Magnúsar Ólafssonar svo lengi, sem þegar er einnig sagt, í Krýsuvík, kann að eiga sömu skýringu.

Alþýðufólk, sem dáðist að skáldskap Einars og fylgdi eftir í reiprennandi flutningi fékk þess virðingar og ævinlegrar vináttu hjá skáldinu. Þær Sigurveig og Kristín systir Einars höfðu tekið sér bíl úr Hafnarfirði til Grindavíkur og gútu skrönglazt um hraunin austur í Krýsuvík. Þar fengu þær hesta lúnaða hjú Magnúsi og voru fulla 4 tíma á leiðinni austur hina löngu bæjarleið undir Geitahlíð og í Herdísarvíkurhrauni. Voru báðar alls óvanir reiðmenn, en þessi langi vegur talinn 3ja stunda gangur. Hafa þær stöllur því farið fetið, áð við Eldborgina og ef til vill báðar kviðið dálítið fyrir móttökunum, sem voru óútreiknanlegar varðandi ráðskonuna, sem bjó Einari Benediktssyni borð og sæng.
Það var Hlín Jónsdóttir frá Sandhaugum í Búrðardal. Hún var í áratug með Ingólfi Jónssyni manni sínum og mörgum börnum í Kanada og var þá og síðan skrifuð Johnson. Fór og því fram, þegar þessi heimskona var í Argentínu.
Aðdáun hennar á skáldinu 1927 leiddi til hinna nánu kynna og ævinlegu aðfylgdar. Um kuldalegar kveðjur, þegar þær Kristín riðu í hlað má lesa í frásögu Sigurveigar í bók hennar og Ingibjargar Sólrúnar: Þegar sálin fer á kreik (1991).
Kemur ekki á óvart, að Hlín var hrædd um, að Kristín væri komin til að sækja bróður sinn. Sem ekki hefði verið kyn, af því að hann var þá orðinn lamaður af slagi og illa farinn á sálinni, auk fyrirfarandi andlegs heilsutaps og hindrunar gleymskunnar. Hitt er síður kunnugt, að Einar Benediktsson hafði veðsett jarðirnar á Suðurkjálkanum 1928, þegar H. Th. Arnemann lánaði honum töluvert fé. Gleymdist að gera skilin og var eindagi 1930.
Síðan átti norski auðmaðurinn Krýsuvíkurland, unz Hafnarfjarðarbær greiddi upp skuldina eftir eignarnám 1937. Skal þar enn vísað til heimildar í Sögu Hafnarfjarðar I. eftir Ásgeir Guðmundsson. En svo fannst Einari mikið til um prófessorsnafnbót, sem hann var sæmdur með launum 1935, að hann arfleiddi Háskólann að Herdísarvík.
Veðinu var aflétt í tæka tíð, er Hafnfirðingar höfðu greitt skuldina. Háskólinn fékk Herdísarvík, bókakost lítinn og eitthvert innbú, sem er virt í minningu snillings, þegar skáldið dó undir lágnættið á hjútrúardaginn sjálfan 12. janúar 1940. Dagur reiði, dagur æði, votta heilög völufræði, sagði eldra samtíma skáld.
Mest undraðist Sigurveig, þegar hún hafði séð, hvernig komið var, en vissi eins og Hafnfirðingar, að fjármál skáldins voru brenndar brýr að hrundum borgum, að Kristín Benediktsdóttir sagði á bakaleiðinnni út í Krýsuvík, að það væri með ólíkindum, að Einar skyldi láta halda sér í því fangelsi einmanaleika og afskekktrar veru sem Herdísarvík væri, – hann, sem gæti búið á fyrsta flokks hressingarhæli suður í Evrópu og haft einkaþjón.

Síðast, þegar fólkið fór, var Magnús rýmilegur um hestlánið
KrýsuvíkMagnús hafði ekki bændagistingu eða rak ferðamannaiðnað í Krýsuvík. Hann var maður síns tíma, ekki vorra þjóðlífsdaga. Að sögn Guðbjargar Flygenring, dóttur hans, kom hann fyrst 15 ára unglingur til Árna sýslumanns í Krýsuvík (1887), en varð þar ekki heimilisfastur, fyrr en undir aldamótin. Ýmist skráður vinnumaður eða síðar í húsmennsku. Bóndi í Krýsuvík er hann hins vegar ekki á manntali, en lögheimili í Hafnarfirði, er hann var kvæntur Þóru Þorvarðsdóttur, en hún og börn þeirra, meðan voru í bernsku, áttu aðeins sumardvöl í kirkjuhúsíbúðinni í Krýsuvík. Loftið, sem þú var einnig lagt yfir kórbitana, var rúmgott svefnpláss, nær 25 m2 og þrjúr úlnir upp í mæni, 1.86 m. Stigi til loftsins er í norðvestur horni kirkjunnar, lítill gluggi á stafni, enginn á kórgafli, sem miklu hefði þú munað. Magnús og Þóra voru gefin saman í þessari kirkju hinn 10. maí 1917, hann 45 ára, hún 12 árum yngri, og var hún frú Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, hann Óttarsstöðum eins og fyrr sagði. Síra Árni Björnsson í Görðum gifti þau, en svaramenn voru Þorvarður bróðir Þóru, þá bóndi í Krýsuvík, og Böðvar bakari og nefndarmaður í Hafnarfirði Böðvarsson frá Svarðbæli og Melstað í Miðfirði, náfrændi síra Þórarins prófasts í Görðum, sem oftsinnis gaf kirkjunni í Krýsuvík svo hraklega einkunn á öldinni, sem leið.

Krýsuvík

Krýsuvík um 1950.

Þorvarður fór að Hvassahrauni 1918. Voru ábúendaskipti tíð í Krýsuvík eftir daga Árna sýslumanns 1898, en ótíð eftir lát hans fór fjölskyldan til Reykjavíkur og vinnufólkið tvístraðist, er dánarbúinu var slitið og síðasta og eina stórbúskapnum í Krýsuvík á nýöld var lokið.
Við upphaf 18. aldar voru 35-40 manns í Krýsuvík og fylgijörðum staðarins. Á aldamótum 1800 voru 11 á heimabólinu, 28 á hjáleigunum, kotamennimir, er svo voru kallaðir, og þeirra fólk, Suður- og Norðurkoti, Stóra og Litla Nýjabæ.
Aðeins eru 20 manns í sókninni árið 1823, og er það lágmark, en undir miðja öldina hefur fjölgað eins og alls staðar á landinu, og hafa þá bætzt við Vigdísarvellir og kotin Bali og Lækur og sóknarbúar 54. Voru bæði þau kot byggð 1869, en fáum árum fyrr skammtímabyggð í Snorrakoti og dá Hausi. Arnarfell, þar sem Beinteinn Stefúnsson kirkjusmiður bjó, var í eyði 1867.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali. (Uppdráttur ÓSÁ)

Ívar Ívarsson og Guðný Bjarnadóttir voru síðustu búendur á Vigdísarvöllum, fóru þaðan 1905. Í Suðurkoti er síðast fólk á manntali
1903, Norðurkoti aldamótaárið. Í Litla Nýjabæ, en þar verður autt 1904, hafði Magnús Ólafsson síðar sjálfstæðar búnytjar um hríð. Eftir
1906 er föst búseta aðeins á 2 bæjum, kirkjustaðnum og Stóra Nýjabæ.

Leiguliðar Einars Benediktssonar
Meðal heimabænda á fyrsta fjórðungi aldarinnar, sem jafnframt var lokakaflinn í eiginlegri byggðarsögu höfuðbólsins, voru Árni Jónsson og Vilborg Guðmundsdóttir, og áttu þau 9 börn, en frá 1907-14 Jón Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir. Þau fóru til Reykjavíkur með fjórum börnum sínum. Þorvarðs er áður getið, en tveimur árum eftir að hann fór burt, fluttu Ísólfur Bergsteinsson og Guðný Sigurðardóttir með 7 börn sín frá Krýsuvík austur að Óseyranesi. Synir þeirra, Guðmundur 23 ára bóndi og Bergsteinn 24 ára vinnumaður, urðu eftir í Krýsuvík, en þeir gáfust upp á næsta ári, 1921, og fóru austur að Lundi hjá Krossi í Landeyjum.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Enn kom bóndi, sem ætlaði að freista þess að búa á hinni afskekktu beitarjörð, en hlaut frá að hverfa. Var það sigmaðurinn Marteinn Þorbjarnarson frá Þúfu, sem fór til Hafnarfjarðar 1925, en var mörg hin næstu árin á eggtíðinni í Krýsuvík og seig í bergið og seldi ritu- og svartfuglsegg. Var hann sjötti bóndinn, sem reyndi búskap í Krýsuvík á 25 ára bili, en hlaut að gefast upp.
Svili Magnúsar Ólafssonar innréttaði íbúðina í kirkjuhúsinu. Ástæður þess, hvernig fór um þessa mörgu bændur á lokaskeiði hinna gömlu búhátta, eru ljósar. Þær eru fyrst og fremst mannekla, skortur á tryggu og ódýru vinnuafli. Aðeins ein hjúleigan í byggð og nær engrar kvaðarvinnu notið. Hjálp var ekki einu sinni unnt að kaupa til að nytja Krýsuvíkurberg, manna bát eða bjarga fé undan illviðrum.

Krýsuvík

Krýsuvík 1936 – Ásgeir L. Jónsson.

Þá var hinn gamli staðarbær að hruni kominn vegna þess að honum var ekki haldið við, síðan um daga Árna sýslumanns fyrir aldamót. Það undanfæri, sem Magnúsi Ólafssyni gafst síðar, að komast undir þak kirkjunnar, var ekki innan seilingar, því að kirkjan var ekki afhelguð, fyrr en 1929. Sem hús var hún eins og vel viðuð og gamall sumarbústaður, alls ekki heilsárs sem kallað er, þegar slík orlofshús eru einangruð í hólf og gólf og mjög vel glerjuð. Það, sem forðaði þessu gamla guðshúsi frú flutningi norður fyrir Gestsstaðavatnið, þar sem nota mátti jarðhitann, var samgöngu- og tækjaleysið. Kirkjuhúsið stóð ekki undir vernd nokkurs manns, ráðs eða stjórnar. Það var eitt staðarhúsa jarðeigandans, veðsett eins og staðurinn allur með Stóra Nýjabæ. Hvorki komu hér eigandinn frú 1908 né meðeigandi hans og frú 1930, veðhafinn.

Auðir básar

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegur 1961.

Þegar aðalbólið með hinni síðustu og sjálfstæðu hjáleigu í Stóra Nýjabæ hafði verið tekið eignamámi 1937 og Krýsuvíkurvegurinn loks
náði suður fyrir Kleifarvatn 1945 og að austan úr Selvogi og hafizt var handa um stórfelldar framkvæmdir, sú enginn nokkurt gagn í gömlu trékirkjunni. Samstíga 1600 m2 gróðurhúsum til blóma- og tómataræktunar norðanvert Gestsstaðavatns, þurfti hús og híbýli fyrir garðyrkjustjórann og aðstoðarmann hans, ráðskonu, mötuneyti og starfsfólk.
Byggt var stórt þriggja íbúða hús, þar sem voru að auki margar vistarverur fyrir lausráðna starfskrafta. Var þeirri mannvirkjagerð lokið 1949 og stækkun gróðurhúsanna árið eftir. Ögn austar á háum melnum norðan við vatnið hafði verið byggt stórt og vandað íbúðarhús 1948 fyrir bústjórann á stærsta kúabúi landsins, sem hér skyldi verða.

Krýsuvík

Krýsuvík 1962- fjósið (HH).

Í fyrri grein var minnzt á 130 kúa fjósið og súrheysturnana, sem gnæfa yfir sprengigíginn Grænavatn. Sjálft stórfjósið, fleiri hús og herbergi fyrir fjósamenn og kaupafólk risu ekki. Kýr komu aldrei í hinn fyrsta og mikilláta áfanga mjólkurframleiðslunnar. Af 400 ha, sem átti að rækta og umbylta í töðuvöll voru aðeins 45 lagðir undir plóg og diskaherfi. Landinu var breytt og við þá eyðilegging var lítt snortinni gróðurvin milli Krýsuvíkurhrauns og Geitahlíðar, Ögmundarhrauns og Austurháls, núttúruperlu í dökkri umgerð, en við blik sunnan af hafi, umturnað í nafni stórrar landbúnaðarsveiflu vaxandi útgerðarbæjarfélags. Slíkt viðgengist varla nú, hálfri öld síðar.

Krýsuvík

Krýsuvík, Bústjórahúsið, síðar aðstaða Sveins Björnssonar.

Og þó, því að fátt bíður síns tíma og allt getur gerzt í mánaskini. Afskekkt veran í Krýsuvík gefur óverkum færi. Hitt var vel, úr því sem komið var, að Sveinn Björnsson fékk úkjósanlegt húsrými fyrir pensla sína og bauka, léreft og list. Enda kunni hann að meta töfra þessa einkennilega og hrjóstruga afkima á eyðilegri strönd Suðurkjálkans. Svo vel, að þegar hann dó í byrjun sumars 1997 var kistunni sökkt í mold í Krýsuvíkurkirkjugarði. Þó hafði ekki verið opnuð þar jörð í 8o ár.

Fullreyndin

Krýsuvík

Krýsuvík; Starfsmannahúsið (gult) og Bústjórahúsið (Sveinssafn).

Löngu síðar en búskapardraumarnir áttu að hafa rætzt, en sorta dregið fyrir hugljómun búauðgi sýnarinnar, miklum fjármunum kastað á glæ og stakri náttúruperlu splundrað í þungu höggi, virtist enn ekki fullreynt. Í nafni Kjalarnesprófastsdæmis að viðbættum Kópavogskaupstað, var hafizt handa 1967 við miklar húsbyggingar sunnan við Gestsstaðavatnið. Reis næsta langdregið, steinsteypt tveggja hæða skólahús. Varð því ekki né verður lokið á þessari öld, fjarri fer því, hvað þá sérstökum þjónustuhúsum þar við fyrir Vestmannaeyjar og aðra kaupstaði hins fjölmenna prófastsdæmis.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2021.

Hugmyndin um eigi smálegt afdrep fyrir böm, sem ættu óhægt heima, var múrað inni í öflugu steypuvirki. Annars konar starfsemi er hér rekin í óyndislegri einangruninni, sjálfsagt vel meint og nær vonandi árgangri hins góða markmiðs. Í húsinu er t.d. falleg heimiliskapella, sem vígð var fyrir tíu árum, enda æðispöl frá staðarkirkjunni. Hinn gífurlegi jarðhiti í Krýsuvík nýtist ekki til upphitunar, heldur verður að kynda með hráolíu. Gæti því virzt sanngirni, að setrinu hefði átt að velja hentari stað – með tilliti til aðkeyptrar þjónustu og samgangna, þó að 10 km af Krýsuvíkurveginum suður um Kapelluhraun séu bundnir tveggja akreina slitlagi og 7 km austur frá Krýsuvík að sveita- og sýslumörkum við Selvog og Ámesþing. Byggilegri stað og umfram allt hlýlegri, manneskjulegri. Austurháls, Gullbringa og Geitahlíð eru þögult og dimmleitt aðhald í landnámi Þóris haustmyrkurs, hraunin óyfirstíganleg hótun og úthafið ögrun við þann, sem kann að eiga lífslöngun og jarðneska von.
Sóknin litla á Suðurkjálkanum er falin geymd liðinna alda þjóðarsögu, sem ekki á endurtekningu, heldur er hulin regnsteypum af hafi og eldsumbrotum lands í sköpun.“

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Heima er best, 5. tbl. 01.05.1999, Söguhvörf á Suðurkjálka. Ágúst Sigurðsson, blss. 188-191.

Krýsuvík

Krýsuvík; Hverafjall, Hveradalur og Baðstofa efst.

Krýsuvík

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann“, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist önnur greinin af þremur:

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson í Krýsuvík.

„Það var í heimskreppunni, svo að út í frá var það ekki fréttnæmt né undarlegt í augum heimamanna í Grindavíkurhreppi eða nærsveitarfólks austur í Selvogi, að Krýsuvík lagðist í eyði. Endanlega, að álitið var, og enginn á manntali, en þó var Magnús Ólafsson frá Óttarsstöðum í Garðahreppi viðbundinn í Krýsuvík 1933-1945, hafði komið þangað fyrir aldamót, unglingur og varð vinnumaður, síðar húsmaður.
Loks einbúi, nema sumartímann, þegar kona hans, Þóra Þorvarðardóttir frá Jófríðarstöðum, og börn voru hjá honum uppfrá“, eins og frú Guðbjörg Flygenring dóttir þeirra kallar það. Svo rækilega hreinsaði útsog tímans og breytinganna þetta byggðarlag að fólki og fénaði, að eftir stendur einn maður með sárafáar skepnur“, segir í Harðsporum Ólafs frá Herdísarvík.

Stóri Nýibær

Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Síðustu bændahjónin í Krýsuvík, sem búið höfðu í Stóra Nýjabæ í 38 ár, fluttu burt með 8 vöxnum börnum sínum, sem enn voru að heimilishúsi, 1933. Hjónin höfðu gifst í Krýsuvíkurkirkju 8. september 1895, hann 29 ára, í húsmennsku og til sjós, sem lengst af ævinnar, hún 18 ára heimasæta í Herdísarvík. Þetta voru Guðmundur Jónsson frá Hlíðarenda í Ölfusi og Kristín Bjarnadóttir, sem getið var í fyrra þætti.
Þessum hraustu, dugmiklu og vel gerðu hjónum varð 18 barna auðið. 4 voru fædd, þegar berdreyminn föðurinn í Stóra Nýjabæ dreymdi, að hann fyndi kolluhreiður úti við sjó. Í hreiðrinu voru 4 egg, en þegar hann tók af dúninum, sá hann 14 egg undir – og eitt brotið. Andvana drengur fæddist 1906. Öll hin heilbrigð og komust upp. Lifir nú Guðrún Elísabet ein, 78 ára.
Stóri-NýibærAllra veðra er von á hrjóstugri úthafsströnd og 4-5 tíma gangur vestur í Grindavík, þar sem ljósmóðirin átti heima. Of langt og áhættusamt var að vitja hennar, stundum árvisst, svo að Guðmundur lærði tökin, sem mjúkhendum eiginmanni og bónda eru lagin og kunnug, og tók hann sjálfur á móti flestum barnanna. Læknir kom ekki á heimilið í lækniserindum í öllum þeirra langa búskap í Stóra Nýjabæ. Svo hraust og heilbrigð var Kristín, 18 barna móðirin, og öll fjölskyldan.
Þau voru aldrei ein í Krýsuvíkurbyggðinni, þó að önnur útbýli færu í eyði á fyrstu árum aldarinnar, sem enn verður sagt, og tíð ábúendaskipti á höfuðbólinu, sem átti hraða hnignun, þegar sýslumannsfjölskyldan var farin. Mest var þó niðurhrapanin eftir 1908, þegar íslenska stórskóldið, löngum erlendis, og norskur auðmaður, félagi hans, höfðu keypt Krýsuvíkurtorfuna eins og hún lagði sig.

Krýsuvík

Krýsuvík um 1950.

Síðasti heimabóndinn, Marteinn Þorbjörnsson frá Þúfu í Ölfusi, fór til Hafnarfjarðar 1925 með fjölskyldu sinni. Enginn var í manntali á höfuðbólinu eftir það, eins og sagt verður frá og rakið í næsta þætti, að sögulokum í þessari afbyggð á Suðurkjálkanum. En Magnús Ólafsson, þó heimilisfastur í Hafnarfirði með konu sinni og börnum, var eini nágranni fólksins í Stóra Nýjabæ, uns þau létu undan síga fyrir heimskreppunni. Fóru þau til Hafnarfjarðar og dó Guðmundur þar 1940, Kristín á hásumri 2 árum síðar.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Í minningarorðum eftir hana (Mbl. 24. júlí 1942) er ævistarf hennar í Stóra Nýjabæ kallað þrekvirki og hún sögð óvenjulega vel gefin til munns og handa, glöð í lund og bjartsýn, enda tekist að leysa af hendi þetta mikla hlutverk með þeirri sæmd, sem aðeins finnist fá dæmi til. Guðmundur var mjög vel vinnandi til sjós og lands, og bú þeirra var gott og aldrei skortur á hinu stóra heimili. Hann gerði út bát fyrstu 8 búskaparárin frá Herdísarvík og var formaður á, síðar sókti hann sjó utan úr Grindavík.

Krýsuvík

Í Krýsuvík 1887. Árni Gíslason lengst t.h.

Sýslumaðurinn Árni var fæddur í Vesturhópshólum 14. september 1820. Faðir hans, síra Gísli Gíslason var frá Enni, austanvert við ósa Blöndu, bóndaættar dugandi megns, fæddur í lok móðuharðinda. Þókti hann vel gáfaður og gerðist fróður með aldri, skáldmæltur, en flíkaði ekki, því að Ragnheiður kona hans, Vigfúsdóttir Þórarinssonar, var systir skáldsins Bjarna, síðast amtmanns á Möðruvöllum. Hún var talin gáfu- og mannkostakona. Þau skildu 1831 og var hiklaust sagt eftir það, að síra Gísli væri sérsinna og stórbrotinn í lund og hætti. Þeir, sem gerst þekktu, hugsuðu til skaphafnar Bjarna Thorarensens, sem var næsta stirðlyndur og lét hvergi undan. Maður Gyðingalögmálsins um auga fyrir auga í réttvísi lærdóms síns. Var Árni nokkuð með hinu þjóðkunna skáldi, frænda sínum, og mikla embættis- og valdsmanni á unglingsaldri. Saman voru þeir í Bessastaðaskóla Árni og Skúli bróðir hans, númsmenn miklir, en morgunsvæfir, segir Benedikt Gröndal, og söngmenn góðir. Röddina missti Árni í vonbrigðunum í búskap sínum í Krýsuvík, þú á sjötugsaldri.

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur ÓSÁ.

Gísli bróðir þeirra í Hólum á að hafa verið mjög latur piltur, en umsögn Gröndals getur verið svigurmæli. Hitt er alkunna, að æviganga Gísla var næsta örðug. Kornungur fékk hann þá ást á roskinni konu í sókn föður síns, Rósu Guðmundsdóttur skáldi á Vatnsenda, að hann kvæntist henni. Var Sigurður Breiðfjörð veisluskáldið í brúðkaupi þeirra undir Jökli. Áttu þau heima síðast, þegar Skáld-Rósa lifði, hann svo einn og sorgmæddur, ungur ekkjumaður, á Hvaleyrarholtinu við Hafnarfjörð.
Síra Skúli Gíslason prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, gerði nafn sitt ódauðlegt í sögu íslenskra bókmennta, segir dr. Sigurður Nordal, með þjóðsögunum, er hann færði svo snilldarlega í stílinn fyrir Jón Árnason og prófessor Maurer, rúmar 60 sögur. En faðir þeirra bræðra lét lítið á hæfileikum sínum bera, segir gamli Gröndal á sinn bersögla, beiska hátt: „Það getur vel verið, að þetta sé hin réttasta aðferð hér, því að hér er aldrei til neins að skara fram úr, nema í skömmum og óknyttum, ef lög nú ekki til, því úgæti er einskis metið.“

Krýsuvík

Legsteinn Árna Gíslasonar að baki Krýsuvíkurkirkju.

Samt eru það sannindi, að Árni Gíslason var metinn að verðleikum sem yfirvald Skaftfellinga á löngum sýslumannsferli, 1850-1879, og virtur vel, er hann var ríkisbóndi á Kirkjubæjarklaustri, þar sem hann bjó svo stórt, að hann var um sinn fjárflestur bænda í landinu og galt hæsta lausafjártíund (sbr. Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis 1971).
Árni Gíslason var réttvís í sýslumannsembætti, en minnir þó lítið á Bjarna lagamann, frænda sinn, er hann lifði í anda Kristí miskunnar, ekki lögmálsréttlætis Hebreanna. Lögfræðin var hans góða fylgja í móðurætt, en hann var kynborinn bóndi í húnvetnsku föðurættina. Varð sú hneigð slík árátta, að leiddi hann til ófarnaðar skepnumissis og fjártaps.

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði þar sem Magnús dvaldist við fjárgæslu.

Lét hann reka sitt fallega fé austan af Síðu og út í Krýsuvík, þar sem er óyndislegt mönnum og allri skepnu, sem vanist hafa tit muna sælla og betra. Strauk féð úr útigöngunni á harðasta tíma, sem mörg hin fyrstu árin voru í búskap Árna í Krýsuvík, og mun flest hafa farist í vötnunum.
Ef Ölfusárósar voru á ís, þá í Þjórsá…. Og það fann Árni Gíslason brátt, að Krýsuvíkurlandið var ofsetið og ofbeitt. Jörðin bar ekki þann stórbúskap, sem hann ætlaði, auk töluverðs hokurs kotamannanna. Allt á vogun útigangs, engin hús nema lambakofar. Gróðurland hinnar litlu sóknar á Suðurkjálkanum, milli Krýsuvíkurhrauns í austri og Ögmundarhrauns í vestri, frá úthafsströndinni og norður undir Kleifarvatn, hafði stórlega minnkað, farið aftur í kulda, áfoki og ofbeit, síðan hér var hin sæla mjólkursveit við upphaf 18. aldar. Ekki var unnt að verjast ágangi sauðfjár úr öðrum sveitum, fyrr en Hafnfirðingar girtu fyrir með 18 km langri varnargirðingu um miðja þessa öld.

Litlahraun

Litlahraun – beitarhús frá Krýsuvíkurbænum frá fyrri tíð.

Árni sýslumaður komst í varnarstöðu, einnig um Krýsuvíkurberg. Sjósjókn varð æ minni frá verstöðinni á Selatöngum, en róið nokkuð lengur frá Herdísarvík. Ella tók útgerð í hverfunum úti við Grindavík alfarið við.
Með Árna Gíslasyni og öldinni, sem leið, var lokið búskaparsögu Krýsuvíkur til lands og sjávar, sem staðið hafði við kyrr kjör, sem enst höfðu heimabónda og kotamönnum frá upphafi í Gömlu Krýsuvík. Heilli lengdargráðu austar voru lokin nú í nánd. Árni Gíslason dó 26. júní 1898, og er hinn eini legsteinn í kirkjugarðinum á leiði hans við suðausturhorn kirkjunnar. Síðastur var jarðsettur þar 1917, Páll Pálsson þurfamaður, fæddur í Hafnarfirði um 1850. Þaðan í frá enginn í 80 ár, sem enn verður fært í frásöguna.
Elín Árnadóttir frá Dyrhólum, ekkja Árna sýslumanns, bjó áfram fardagaárið og jafnframt henni Ragnheiður dóttir þeirra Árna og Pétur Fjeldsted Jónsson maður hennar, síðar verslunarstjóri í Reykjavík, en þangað fluttu þau hjónin og ekkjufrúin þegar 1899.

Herdísarvík

Herdísarvík um 1900.

Þórarinn smiður sonur Árna af fyrra hjónabandi hóf búskap í Herdísarvík 1895, þegar Sólveig Eyjólfsdóttir, ekkja Bjarna Hannessonar, hætti þar búskap, sem hún hafði stýrt af röggsemi í nær 7 ára ekkjudómi. Voru þau foreldrar Kristínar húsmóður í Stóra Nýjabæ, síðustu húsffeyju hins gamla sögutíma í Krýsuvíkursókn.
Þjóðkunnur var Skúli héraðslæknir í Skálholti, sonur Árna sýslumanns af síðara hjónabandi, dáinn nær níræður 1954, latínumaður mikill. Sonur hans var Sigurður magister og ritstjóri, sem m.a. samdi hina fyrri Hafnarfjarðar sögu, sem út kom 1933.

Sóknin fyrr á tíð

Krýsuvíkurtorfan

Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur ÓSÁ.

Við allsherjar manntalið 1703 eru 6 hjáleigur í Krýsuvík og alls í þeim 23 sálir, 10 á heimabólinu. Í grannsveitinni að austan eru 12 jarðir og fjöldinn allur af hjáleigum. Flestar mjög lítil kot og graslaus að kalla, eins og úti í Grindavík, þar sem 4 hjáleigur voru á Stað, 3 á Húsatóftum, 10 í Járngerðarstaðahverfi, á Þókötlustöðum 5 og Hrauni 2.
Tíu árum síðar hefur fjölgað í Krýsuvík og eru 41 í sókninni. Eru þá nefndar hjáleigur staðarins í Nýjabæ og Litla Nýjabæ, Norður- og Suðurhjáleigu, Austur- og Vesturhúsum, en Gestsstaða getið, eyðibóls austan undir Móhálsum. Selstaða heimajarðarinnar er talin merkilega góð, önnur til fjalls, hin niður undir sjó.
Eins og gefur á að líta í ferðabók hafa kýrgrös sýnst góð í Krýsuvík, en í stórfjósið, sem er harðneskja fyrir mannsauganu norðan við sprengigíginn Grænavatn, komu að vísu aldrei þær mjólkurkýr, sem vænst var, um eða yfir 300, og áttu að sjá Hafnfirðingum fyrir hvítum mat.

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918.

Í Jarðabókinni í byrjun 18. aldar eru taldar 20 kýr í Krýsuvík og hjáleigunum, auk annars nautpenings, en griðungurinn fóðrast á staðnum. Leigukúgildin eru 4 og er greitt af í smjörum. Ekki til eiganda jarðarinnar, Skálholtsdómkirkju, heldur af hálfu til þingaprestsins, kirkjuþjónsins. Hinn hálfan smjörtollinn fékk ábúandinn, Sigvaldi Bjarnason, fyrir að fóðra nautið og hafa tilsjón með hinum mikla kúabúskap landsetanna. Mjólkurmaturinn var veigamikill með fiskmetinu í sjávarsveit, en verstöðin við Selatanga hafði eflst. Ef ekki væri heilbrigði með fólkinu væri lítil eftirtekjan af Krýsuvíkureigninni.

Hraustur líkami, búhyggindi eins og um heimatekjur prestsins
KrýsuvíkHjátrúin launar í jörðum Selvogsþing voru fátækt brauð og afskekktur útnári, og svo drungalegt er þar í útsynningi og regnsteypum af hafi við brimseltusog, að hjátrú átti þar greiða aðkomu. Trúin á galdramátt síra Eiríks Magnússonar, sem varð sálnahirðir Krýsvíkinga löngu fyrir stóra manntalið og átti enn nokkur ár ólifuð, þegar bæði menn og kýr komust á skrár Jarðabókarinnar, var mjög meinlaus dægrastytting.
KrýsuvíkÞegar hugsað er til hinna ægilegu galdraofsókna samtímans og skelfilegu manndrápa í heitum eldslogunum, eru galdrar síra Eiríks aðeins sjónhverfing, dáleiðsla, sem hlaut ríkulega umbun í jörðum. Á Suðurlandi og út með sjó á Suðurkjálkanum á Reykjanesi voru menn ekki brenndir á bálköstum, þótt sýndi glettni, jafnvel sjálfum biskupinum. Og skemmtileg þversögn er það við hina sjúklegu hjátrú og sálsýki, sem einstakir menn gátu magnað í heilum byggðarlögum, að ekkja eins hins alvarlegasta og aðfinnslusamasta biskupsins í Skálholti á þessari síðustu öld stólsins, madama Guðrún Einarsdóttir, gaf hinu fátæka brauði, Strandar- og Krýsuvíkursóknum, þær eignir, sem um munaði: Strönd, Vindás og hálft Þorkelsgerði. Var það 18. september 1747.

Krýsuvík

Krýsuvík 1936 – Ásgeir L. Jónsson.

Með sérvisku sinni og hálfkæringi hafði síra Eiríkur í Vogsósum einstakt lag á að vekja athygli á eymdarkjörum þingaprestsins í Selvogi. En smjörskökurnar úr 2ja dómkirkjukúa mjólkinni í Krýsuvík reiddi hann heim eftir messu í þessari litlu sókn, þar sem smjör draup af strái í mýrlendinu milli hraunanna.
Hitt er meinleg rás viðburðanna, að allt, sem var til gangs og góða í kúasveitinni Krýsuvík á fyrri tíð, varð sú glýja í augum aldarfarsins, þegar sóknin var lögst í eyði, að ginnti út í eitthvert dýrasta og vitlausasta búskaparævintýri á landbúnaðarbyltingar tímanum. Skilur eftir djúpu skurðasárin í landinu, sem var mannlaust eyðipláss og saklaust, en freistaði að vísu, af því að í gamla daga var það vaxið svo góðu kýrgrasi, að haldið var, að allt þetta væri hér um bil gefins og gerðist fýrir sama og ekki neitt.

Krýsuvík

Krýsuvík 1909.

Listinn um eina mjólkurkú fyrir hverja tvo á fólkstalinu villti hrapallega sýn. En síra Eiríkur í Vogsósum er jafn sæll á svip í mynd sögulegrar geymdar, þegar hann sveiflar hægri löppinni yfir hnakkinn eftir messu og góðgerðir í Krýsuvík með þétta og fallega smjörbelgi yfrum hnakknefið og slær í heimfúsan hestinn. Langt var að sækja, því að útkirkjuvegurinn í Selvogsþingum er teygingasamur, þegar kvölda tekur og svört hraunin og dimm nóttin sameinast. Alfaraleiðin lá yfir að Geitahlíð og með henni hjá Eldborginni á Deildarháls, um Hvítskeggshvamm, þar sem síra Eiríkur safnaði galdragrösum sínum, og svo um Herdísarvíkurhraun.
Miklu austar miðju á þessari draugalegu, seinförnu reiðgötu er bærinn í Herdísarvík, umkringdur reginauðnum hrauns og úthafs. Á fyrri tíð var hér aðhlynnandi áningarstaður ríðandi manns, en oftast gangandi. Í síðustu byggðarsögu sat einsemdin um sálirnar á þessu afskekkta hrauns- og sjávarbóli og kvaldi í beyg þau, sem var hræðslugjarnt, og boðaði feigð, þegar hallaði út degi og jarðdimmt orðið undir skáldhimninum.“

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Heima er best, 4. tbl. 01.04.1999, Útsog á Suðurkjálka, Ágúst Sigurðsson, bls. 140-143.
Krýsuvík

Sjómannablaðið Víkingur

Gils Guðmundsson skrifaði þrjár greinar í Sjómannablaðið Víkingur á árinu 1945 um „útgerðarsögu Sandgerðis„. Fyrsta greinin var um fortíðina; upphafið og önnur um þróun atvinnuhátta í bænum. Þriðja greinin fjallaði síðan um stöðu byggðarinnar og framtíðina. Hér birtist útdráttur úr annari greininni.

Tímabil Mattíasar Þórðarsonar

Gils Guðmundsson

Gils Guðmundsson (1914-2005).

Þegar danska útgerðarfélagið lagði upp laupana, átti Einar Sveinbjörnsson bóndi í Sandgerði forkaupsrétt að fiskveiðistöð þess. Hafði hann ekki tök á að kaupa, eða kærði sig ekki um það. Varð það úr, að Pétur J. Thorsteinsson, útgerðarmaður frá Bíldudal keypti stöðina af hinu danska útgerðarfélagi, en seldi brátt helminginn Matthíasi Þórðarsyni, sem verið hafði útgerðarstjórinn. Ráku þeir stöðina í sameiningu árið 1909, en vorið 1910 keypti Matthías hinn helminginn af Pétri, og átti þá stöðina alla. Rak hann síðan útgerð frá Sandgerði um fjögurra ára skeið.
Matthías Þórðarson er fæddur árið 1872, á Móum á Kjalarnesi. Hann er sonur Þórðar hreppstjóra Runólfssonar og Ástríðar Jochumsdóttur. Matthías tók skipstjórapróf árið 1890, og var skipstjóri í nokkur ár. Árið 1899 gerðist hann leiðsögumaður strandvarna- og mælingaskipanna dönsku hér við land, og hafði þann starfa á hendi til ársins 1907.

Matthías Þórðarson

Matthías Þórðarson (1872-1959).

Matthías hafði mikinn áhuga á framfaramálum útvegsins. Sá hann það glögglega, að eitthvert bezta vopnið í baráttunni fyrir þróun og eflingu þessa mikilvæga atvinnuvegar var gott og vekjandi málgagn. Árið 1905 hófst hann því handa af eigin atorku, og byrjaði útgáfu fiskveiðiritsins ,,Ægis“, er kom út mánaðarlega. Gaf Matthías Ægi út í fjögur ár og annaðist ritstjórn hans að öllu leyti. Þá hætti Ægir að koma út um sinn. Var það einkum vegna þess, að Matthías hafði mörgu öðru að sinna, og gat ekki í því snúizt að halda úti blaðinu, en enginn þess um kominn að grípa merkið á lofti. Síðar var Ægir vakinn til nýs lífs, eins og kunnugt er, eftir að Fiskifélag Íslands var stofnað. Hefur Fiskifélagið gefið ritið út síðan.
Þegar er Matthías Þórðarson hafði keypt útgerðarstöðina í Sandgerði tók hann að leita þeirra leiða, er hann áleit vænlegastar til góðs og farsæls árangurs. Hann var sannfærður um það, að Sandgerði var kjörinn staður til vélbátaútgerðar, ef rétt væri á haldið.

Ægir

Ægir, 1. tbl. 1945.

Lét hann svo um mælt í blaði sínu, Ægi, er hann skýrði frá því að hin danska útgerðartilraun hafði farið út um þúfur, að þrátt fyrir allt hafi staðurinn verið ,,mjög vel valinn, hvað snertir sjósókn og hægt að ná til fiskjar, . . . og mun því tíminn bezt leiða það í ljós, að hér verður framtíðar fiskistöð Suðurlands“.
Matthías sá þegar, að Sandgerði var fyrst og fremst til þess kjörið, að þaðan væri róið á vetrarvertíð. Til þess þurfti góða og sterka báta, sem hægt væri að bjóða annað og meira en blíðu sumarsins. Lét Matthías nú smíða þrjá vélbáta í Reykjavík. Hétu þeir Óðinn, Þór og Freyr. Þá leigði hann viðlegurúm aðkomubátum, og tók ákveðið gjald fyrir. Einnig hóf hann verzlunarrekstur í Sandgerði.
Matthías var svo hepinn að fá góða aflamenn á báta sína. Gekk þeim fremur vel að fiska, og var viðgangur útgerðarstöðvarinnar hægur og jafn þau árin, sem Matthías veitti henni forstöðu. Meginhluti alls þess starfsliðs, sem til þurfti bæði á sjó og landi, var aðkomufólk, því að enn voru menn ekki farnir að setjast að í Sandgerði til stöðugrar dvalar.

Sandgerði

Sandgerði – við línudráttinn.

Þótt aflinn í Sandgerði væri dágóður þessi árin, var aðstaða að ýmsu leyti erfið og kostnaður reyndist mikill við bátana. Bryggjan var ákaflega stutt, miðað við þörfina. Bátarnir komust ekki að henni nema á flóði. Þá varð að fleygja fiskinum upp á bryggjuhausinn og bera hann síðan í kassabörum upp í fiskkassana. Sumir höfðu til þess hjólbörur. Síðar komu handvagnar og þóttu þeir miklir kostagripir.
Á þessum árum urðu menn að bera salt allt á bakinu. Þegar saltskip komu, urðu þau að liggja úti á höfn, en síðan var saltið sótt um borð á árabátum. Frá árabátunum var hver einasti saltpoki síðan borinn á bakinu og komið í hús.
Þá var ekki smáræðis staut við fiskverkunina. Allan fisk burfti að bera og draga fram og til baka, milli húsa til vöskunar, söltunar og geymslu, út á kamb til þurrkunar, heim í hús aftur o.s.frv. Einn þeirra manna, sem átti í þessu stauti árum saman, hefur lýst því á þá leið, að í raun og veru hafi allt lífið veriö einlægur burður og dráttur, sí og æ, aftur og fram.

Sandgerði

Sandgeðri – fiskur á bryggjunni.

Stúlkur unnu mjög mikið að störfum þessum, og var ekki talið ofverkið þeirra að bera jafnvel hundrað punda pokana á bakinu klukkustundum saman. Oft var það við uppskipun, að nauðsyn bar til að vaða. Vöknuðu þá margir, og það jafnvel allt upp til miðs. Einatt slampaðist kvenfólkið með karlmönnunum við slíkt vos, og þótti engum mikið.
Matthíasi Þórðarsyni mun ekki hafa fundizt útgerðarstöðin bera sig nógu vel. Ákvað hann því að selja, og snúa sér að öðrum verkefnum. Urðu eigendaskipti að Sandgerði árið 1913. Eftir að Matthías hvarf frá Sandgerði, gerðist hann ráðsmaður hjá Fiskifélagi Íslands, en hann hafði átt góðan hlut að stofnun þess. Starfi þessu hjá Fiskifélaginu gegndi Matthías þó ekki nema eitt ár. Árið 1914 fluttist hann til Danmerkur og hefur átt þar heima síðan.

Sandgerði

Þýðing úr skrifum Matthíasar í „Nordisk Havfiskeri Tidskrift“ í Ægi 1927.

Matthías hefur fengizt mikið við ritstörf. Hann stofnaði og gaf út ritið „Nordisk Havfiskeri Tidsskrift“, er út kom árin 1926—1932, og þótti fróðlegt. Síðan árið 1935 hefur hann gefið út „Aarbog for Fiskeri“, sem einnig hefur aflað sér nokkurra vinsælda. Tvær stórar bækur hefur hann samið. Hin fyrri, „Havets Rigdomme“ er skrifuð á dönsku og kom út árið 1927. Síðari bókin er „Síldarsaga Íslands“, sem út var gefin árið 1930. Matthías er fróður mjög um fiskveiðamálefni og allvel ritfær.

Loftur Loftsson

Sjómaður

Sjómaður í vinnufatnaði þess tíma.

Segja má, að nýr kafli hefjist í sögu Sandgerðis þegar Akurnesingar „uppgötvuðu“ staðinn og komu þangað með dugnað sinn, tæki og verkkunnáttu.
Menn þeir, sem keyptu útgerðarstöðina af Matthíasi Þórðarsyni voru félagamir Loftur Loftsson og Þórður Ásmundsson á Akranesi. Þeir höfðu stofnað verzlun í sameiningu árið 1908, og hugðust nú að færa út kvíarnar. Varð það hlutskipti Lofts að sjá um rekstur Sandgerðisstöðvarinnar, en Þórður stjórnaði fyrirtæki þeirra félaga á Akranesi. Síðar gerðist Loftur einn eigandi stöðvarinnar í Sandgerði. Rak hann þar útgerð samfleytt í 22 ár.
Loftur Loftsson er fæddur á Akranesi árið 1884, sonur Lofts Jónssonar sjómanns þar og konu hans, Valgerðar Eyjólfsdóttur verkamanns í Reykjavík Pálssonar. Loftur hóf verzlunarstörf á unga aldri, en stofnaði sem áður segir verzlun á Akranesi, árið 1908 með Þórði Ásmundssyni. Áttu þeir verzlunina þar og Sandgerðisútgerðina í sameiningu til 1918, en þá slitu þeir sameigninni, og tók Loftur að öllu leyti við fyrirtækinu í Sandgerði. Loftur hefur jafnan verið búsettur í Reykjavík síðan útgerð hans hófst í Sandgerði. Kvæntur er hann Ingveldi Ólafsdóttur læknis í Þjórsártúni Ísleifssonar.

Loftur Loftsson

Loftur loftsson (1884-1960).

Þegar Loftur hóf útgerðina í Sandgerði, keypti hann báta þá er Matthías Þórðarson hafði átt, Óðinn, Þór og Frey. Brátt tók hann að færa meira út kvíarnar og bætti við sig ýmsum bátum. Hétu þeir Ingólfur, Björgvin, Svanur II og Hera. Voru þessir bátar stærri miklu en áður hafði tíðkazt að gera út frá Sandgerði, eða um og yfir 30 smálestir. Þeir voru og svonefndir útilegubátar, komu ekki tilhafnar á hverjum degi, en beittu og gerðu að fiskinum um borð.
Strax og Loftur kom til Sandgerðis, fjölgaði þar einnig aðkomubátum, sem keyptu sér viðleguleyfi og aðstöðu til róðra á vertíðinni. Í fyrstu voru bátar þessir einkum frá Akranesi, en brátt kom þar, að til Sandgerðis streymdu bátar víðs vegar að. Má óhætt segja, að með komu Lofts hófst mikið athafnalíf í Sandgerði.
Stækkaði Loftur allmikið hús þau sem fyrir voru, þar á meðal íshúsið. Rak hann stöðina af dugnaði og myndarskap. Margir höfðu góða atvinnu í landi á vertíðinni, auk þess sem sjómenn báru oftast mikið úr býtum, þegar miðað er við það sem annars staðar var. Fiskvinna var mikil að sumrinu. Kvenfólk kom fjölmargt úr Garði, af Miðnesi og víðar að, vaskaði fiskinn og þurrkaði hann. Síldveiðar voru hins vegar sáralítið stundaðar í Faxaflóa á þessum árum, og var mikil beitusíld fengin frá Norðurlandi.

Haraldur Böðvarsson

Sandgerði

Haraldur Böðvarsson (1889-1967).

Þegar er Loftur hafði dvalizt árlangt í Sandgerði og gert þaðan út eina vertíð, þótti sýnt, að þar væru ágæt skilyrði til vélbátaúrgerðar. Einkum var þessi skoðun ofarlega í hugum manna á Akranesi, því að þaðan var Loftur og þar var, af eðlilegum ástæðum, einna mest talað um framkvæmdir hans.
Á Akranesi óx upp um þessar mundir mannval mikið svo sem síðar hefur komið greinilega í ljós. Einna fremstur í þeim hópi er sá maðurinn, sem um langan aldur hefur borið höfuð og herðar yfir aðra atvinnurekendur á Akranesi, og þótt víðar væri leitað. Sá hinn sami maður var og um nær þrjá tugi ára annar helzti máttarstólpinn í Sandgerði, og átti meginþáttin í því, ásamt Lofti Loftssyni, að gera þann stað að einu stærsta útgerðarþorpi landsins. Maðurinn var Haraldar Böðvarsson.
Haraldur Böðvarsson er fæddur árið 1889 á Akranesi. Foreldrar hans voru Böðvar kaupmaður Þorvaldsson og kona hans Helga Guðbrandsdóttir bónda í Hvítadal Sturlusonar. Haraldur sá það glögglega, þegar er hann kynntist Sandgerði, að þar var um mikinn framtíðarstað að ræða. Þetta hið sama ár, 1914, leigði hann allstóra lóðaspildu af landi Einars bónda Sveinbjörnssonar í Sandgerði, og hóf þegar að reisa þar nýja útgerðarstöð frá grunni. Naut hann við þetta hjálpar föður síns og tókst með framsýni mikilli og dugnaði að sigra allar torfærur. Lét hann smíða állstór verzlunar- og
vörugeymsluhús, salthús, sjóbúðir og bræðsluskúr.

Sandgerði

Sandgerði – trébryggja og geymsluhús.

Næsta ár lét Haraldur gera bryggju og íshús. Hélt hann svo áfram að fjölga byggingum eða stækka þær, sem fyrir voru, unz upp hafði risið mikil þyrping húsa, og taka mátti til fastrar viðlegu um 20 báta á stöðina. Voru byggingar flestar af miklum myndarskap gerðar, eftir því sem þá var talið hæfa; að langmestu leyti úr steini og vel vandaðar.
Jafnhliða þessum framkvæmdum í Sandgerði, hélt Haraldur áfram að auka bátaflota sinn.
Sá var jafnan háttur Haraldar Böðvarssorar, að hann hafði báta sína í Sandgerði blómann úr vetrarvertíðinni, en flutti þá til Akraness og gerði út þaðan er honum þótti það vænlegra til árangurs eða hentugra. Auk sinna eigin báta, hafði hann á sínum snærum í Sandgerði mikinn hóp viðlegubáta víðs vegar að af landinu. Voru þeir jöfnum höndum af Akranesi, úr Hafnarfirði, Reykjavík, Vestmannaeyjum, Ísafirði eða Eyrarbakka.

Sandgerði

Sandgerði – höfnin.

Bátar þessir fengu allar sínar nauðsynjar hjá verzluninni. Hún keypti aftur af þeim fiskafurðirnar og lét í té svefnskála fyrir skipverja, beitingaskúra, fiskaðgerðasvæði og þar frarn eftir götunum. Þá var og mikill fjöldi svonefndra útilegubáta, sem sóttist eftir að skjótast inn á Sandgerðishöfn. Gerðu þeir oft og einatt samninga við annan hvorn útgerðarmanninn á staðnum, Harald eða Loft, um að fá hjá þeim kost, veiðarfæri, salt og beitu, en seldu þeim aftur lifrina úr fiskinum eða lýsið. Voru oft mikil viðskipti við þessa báta, enda komu þeir sömu oft ár eftir ár. Mátti stundum sjá vænan hóp vélbáta liggja á Sandgerðishöfn, þegar gerði frátök og útileguskipin leituðu í var.
Hafði nú hróður Sandgerðis sem útgerðarstöðvar vaxið svo mjög, að bátaeigendur víða um land gerðust æ ákafari að fá þar viðlegu fyrir fleytur sínar.

Sandgerði

Sandgerði – frá útgerð Haraldar Böðvarssonar.

Þessi mikli vöxtur vélbátaútgerðar frá Sandgerði hafði þau áhrif, að róðrar á opnum bátum lögðust að mestu niður í Garði og á Miðnesi, en netaveiðar höfðu löngum verið mjög mikið stundaðar í Garðsjó og víðar. Garðmenn hófu nú að koma sér upp vélbátum til viðlegu í Sandgerði, því að hafnleysi bannar þeim heimaróðra á öllum meiri háttar fleytum. Frumherji Garðmanna í þessum efnum mun hafa verið Þorsteinn bóndi og útgerðarmaður Gíslason á Meiðastöðum. Síðan kom Guðmundur Þórðarson í Gerðum og þá hver af öðrum.
Þegar flestir voru vélbátarnir í Sandgerði, munu hafa hafzt þar við nálega 40 landróðrabátar, — um 20 frá hvorri útgerðarstöð, — en auk þess hafði þar bækistöð mikill fjöldi útilegubáta, og munu þeir jafnvel hafa komizt upp í 80 eða meira.

Enn frá Haraldi Böðvarssyni

Sandgerði

Sandgerði – tóftir gamla Sandgerðisbæjarins.

Árið 1916 keyptu þeir Haraldur Böðvarsson og Loftur Loftsson í sameiningu jörðina Sandgerði, af Einari Sveinbjörnssyni, og skiptu henni á milli sín. Einar fluttist til Reykjavíkur og átti þar heima til banadægurs.
Árið 1920 keypti Haraldur Böðvarsson hjáleiguna Tjarnarkot, og sameinaði þá landspildu aðaljörðinni. Við það varð olnbogarými meira og aðstaða betri til hvers konar framkvæmda. Rak Haraldur útgerðina í Sandgerði alla stund af fyrirhyggju og dugnaði, enda græddist honum þorp nokkurt í Sandgerði, utan um útgerð þá, sem þaðan var rekin. Þó hefur sá háttur jafnan haldizt, að mikill hluti þess liðsafla, sem starfar í Sandgerði á vertíðinni er aðkominn.
Haraldur Böðvarsson er kvæntur Ingunni Sveinsdóttur frá Mörk. Þau giftust árið 1915, og settust þá að í Reykjavík. Þar bjuggu þau til ársins 1924, að þau fluttu búferlum til Akraness. Hafa þau átt heima á Akranesi síðan.

Aflagarpar

Sandgerði

Sandgerði í gamla daga.

Útgerðarmenn í Sandgerði voru svo lánsamir, að þangað völdust ýmsir dugandi og aflasælir formenn, þegar á hinum fyrri árum vélbátaútgerðarinnar. Sýndu þeir og sönnuðu það svo glögglega, að ekki varð um villzt, hversu auðug fiskimið þau voru, sem róið varð til frá Sandgerði. Eiga margir þessir garpar það fyllilega skilið, að minningu þeirra sé á lofti haldið. Og þótt varla tjái að þylja nöfnin tóm, verður nokkurra þeirra hér lítið eitt getið.
Kristjón Pálsson var höfðings- og dugnaðarmaður, og einhver hin mesta aflakló, sem um getur. Hann hafði um skeið forystu fyrir öðrum skipstjórum er reru frá Sandgerði. Fyrstur manna suður þar hætti hann algerlega við þorskanot og veiddi eingöngu á línu alla vertíðina.

Sandgerði

Sandgerði – fiskaðgerð.

Áður hafði það verið föst og ófrávíkjanleg regla, að allir köstuðu frá sér línunni og tóku upp þorskanet þegar sílið (loðnan) kom, en það var oftast í marzmánuði. Höfðu menn þá trú, að ekki þýddi hið minnsta að leggja línu eftir að loðnan var komin. Kristján sýndi fram á að þessi skoðun var röng. Hélt hann áfram línuveiðum þó að loðna kæmi, og fiskaði allra manna bezt. Tóku þá flestir þann hátt eftir honum, og lagðist netaveiði að verulegu leyti niður hjá Sandgerðisbátunum. Bátur sá, er Kristjón stýrði, hét Njáll. Áttu þeir hann í sameiningu Kristjón og Loftur Loftsson. Njáll fórst 11. febrúar 1922, og drukknaði Kristjón þar ásamt hásetum sínum öllum. Þetta var í afskaplegu útsynningsroki, og skeði slysið lítið eitt innan við Garðsskaga. Annar vélbátur, Björg að nafni, hafði orðið að mestu leyti samhliða Njáli, og var að lensa inn fyrir Skaga eins og hann. Sáu skipverjar á Björgu að upp reis ofsaleg holskefla, stærri öllum öðrum. Lenti Björg í útjaðri brotsins og var mjög hætt komin, en Njáll var í miðju hvolfi þessarar himinglæfu og stakkst á endann þráðbeint niður í djúpið. Kristjón var enn ungur maður er hann fórst, og þótti að honum rnikill mannskaði, sem og skipverjum hans.

Sjúkraskýlið

Sandgerði

Sandgerði – sjúkraskýli RKÍ.

„Margt skeður á sæ“, segir gamalt máltæki, og hefur það löngum þótt sanni nær. Eitthvað svipað má eflaust segja um þá staði, þar sem athafnalíf allt er með miklum hraða og stendur ekki með miklum blóma nema skamman tíma á ári hverju, þar sem fjöldi manna safnast saman úr ýmsum áttum, leggur á sig vos og vökur til að grípa gullið meðan það gefst, og verður oft að búa við misjafna aðbúð fjarri heimilum sínum. Ef til vill er óvíða meiri þörf á einhverri aðhlynningu og hjálp í viðlögum en einmitt þeim stöðum, þar sem þessu líkt stendur á.
Í Sandgerði hefur aldrei læknir setið. Hefur því orðið að leita til Keflavíkur eða Grindavíkur þegar til læknis þurfti að grípa. Reyndist það oft mjög bagalegt, meðan ekki var hægt að fá gert skaplega við skurð á hendi eða graftarbólu á hálsi án þess að standa í læknisvitjun eða ferðalögum undir læknishendur. Þá var það ákafiega illt, að sitja ráðalítill uppi ef maður veiktist skyndilega. Var sjaldan hlaupið á að koma sjúklingi fyrirvaralaust í sjúkrahús, enda langan veg að fara, en á hinn bóginn engin leið að annast fárveika menn í litlum og loftillum svefnskálum, þar sem fjöldi sjómanna hafðist við og gekk um á öllum tímum sólarhringsins.

Sandgerði

Sandgerði – byggingar.

Það var því hið þarfasta verk, er Rauði Kross Íslands hófst handa árið 1937 og reisti í Sandgerði ágætt sjúkraskýli. Það er að vísu ekki stórt, en bætir þó prýðilega úr brýnni þörf. Í húsinu eru tvær vel búnar sjúkrastofur, og geta legið þar fjórir sjúklingar í einu. Ef nauðsyn krefur, er hægt að taka við nokkru fleiri sjúklingum um stundarsakir.
Veturinn 1939—1940 var sjúkraskýlið endurbætt allmikið. Þar var þá einnig komið upp finnsku baði. Hafði tekizt að festa kaup á baðofni og fá hann afhentan fáum dögum áður en styrjöldin hófst. Hefur bað þetta verið mikið notað síðan, og þykir sjómönnum það hið mesta þing. Þá eru og venjuleg steypiböð í húsinu.

Sandgerði

Sandgerði – bátar við bryggju.

Á hverri vertíð hefur Rauði Krossinn ráðið vel mennta hjúkrunarkonu til að annast rekstur Sjúkraskýlisins, en læknir frá Keflavík hefur eftirlit með sjúklingum og framkvæmir meiri háttar aðgerðir. Nýtur starfsemi þessi mjög mikilla vinsælda, enda hefur hún bætt úr brýnni þörf. Áður en Sjúkraskýlið var reist höfðu hjúkrunarkonur frá Rauða krossinum starfað um langt skeið á vertíð hverri í Sandgerði.

(Í þriðju og síðastu greininni, 01.12.1945, um Sandgerði er fjallað um uppbyggingu bæjarins og framtíð hans. Hún birtist í næsta blaði).

Heimild:
-Sjómannablaðið Víkingur, 9. tbl. 01.09.1945, Útgerðarstöðvar og verstöðvar, Sandgerði, Gils Guðmundsson, bls. 207-213.

Sandgerði

Sandgerði – aflinn kominn á land.

Gils Guðmundsson

Gils Guðmundsson skrifaði þrjár greinar í Sjómannablaðið Víkingur á árinu 1945 um „útgerðarsögu Sandgerðis„. Fyrsta greinin var um fortíðina; upphafið og önnur um þróun atvinnuhátta í bænum. Þriðja greinin fjallaði síðan um stöðu byggðarinnar og framtíðina. Hér birtist útdráttur úr fyrstu greininni.

Fortíðin

Sjómannablaðið Víkingur

Sjómannablaðið Víkingur, 10. tbl. 1945.

Á Reykjanesskaga hefur allt frá fornu fari verið mikill fjöldi verstöðva, stórra og smárra. Hinar helztu þeirra voru Bieringstangi á Vatnsleysuströnd, Vogar, Njarðvíkur, Leira, Garður, Sandgerði, Stafnes, Hafnir og Grindavík. Frá öllum þessum stöðum og mörgum fleiri, leituðu menn út á mið Faraflóa og Suðurstrandarinnar.
Fiskimiðin reyndust að vísu misjafnlega gjöful, og brugðust stundum, en þegar öllu er á botninn hvolft, má það heita miklum vafa bundið, hvort nokkur annar landshluti hefur átt slíka auðlegð fyrir ströndum úti, sem þessi hrjóstrugi, eldbrunni og hraunrunni skagi, sem teygir hæl og tá út í Atlantshafið.
Neðan á „ilinni“ á Reykjanesskaga, en þó miklum mun nær tánni (Garðskaga) en hælum (Reykjanesi), er byggðarlag það, sem Miðnes heitir. Þar er Miðneshreppur. Skiptist hann í sjö hverfi, er sum hafa verið fjölbyggð mjög á fyrri tímum, meðan útræði opinna skipa var í fullum blóma. Hverfi þessi heita: Kirkjubólshverfi, Klapparhverfi, Sandgerðishverfi, Bæjaskershverfi, Fuglavíkurhverfi, Hvalsneshverfi og Stafneshverfi. Nálægt miðbiki þessa svæðis er Sandgerði, sem hefur á síðari árum orðið bækistöð mikils vélbátaflota, og telst nú í hópi stærstu útgerðarstöðva þessa lands.

Sandgerði

Sandgerði – tóftir gamla Sandgerðisbæjarins.

Jörðin Sandgerði er snemma nefnd í skjölum. Einna fyrst mun hennar getið í skrá nokkurri um rekaskipti á Rosmhvalanesi, en sú skrá er talin vera frá því seint á Sturlungaöld, eða nálægt 1260—1270. Gömul munnmæli herma, að jörðin hafi upphaflega heitið Sáðgerði, af því að þar lágu kornakrar Gullbringu, sem sýslan er við kennd. Segja sagnir, að hún hafi gefið þræli sínum, Uppsa, jörð þá, er hann nefndi Uppsali. Uppsalir eru skammt ofan við Sandgerði. Voru þeir 20 hundruð að fornu mati, en Sandgerði 60 hundruð. Líklegt má telja, að saga þessi um þrælinn Uppsa, sé alþýðleg skýringartilraun á bæjarnafninu Uppsalir. Jarðarheitið Sáðgerði kemur hvergi fyrir í gömlum skjölum, og er það að öllum líkindum tilbúningur síðari tíma. Hitt mun rétt vera, að Sandgerði hefur fyrr á öldum verið grasgefnara miklu og frjósamara en síðar varð.

Sandgerði

Sandgerði – örnefni.

Votta heimildir, að áður á tlmum hafi verið svo hátt stargresi milli Bæjaskerja og Sandgerðis, að fénaður sást ekki er hann var þar á beit. Síðar blés þetta svæði upp og gekk á það sjór, svo að þar urðu ýmist berar klappir eftir eða gróðurlaus foksandur. Til skamms tíma hafa sézt nokkur merki í Sandgerðislandi, sem bent geta til þess, að þar hafi akuryrkja verið stunduð í allríkum mæli fyrr á öldum. Séra Magnús Grímsson, prestur á Mosfelli, sem kunnur er vegna þess að hann var annar helzti upphafsmaður þjóðsagnasöfnunar hér á landi, kynnti sér fornmenjar á Reykjanesskaga, og skrifaði um þær merkilega grein. Hann ræðir þar nokkuð um Sandgerði, og kemst meðal annars svo að orði:

Sandgerði

Sandgerði – loftmynd 2023.

„Suður af Flankastöðum við sjóinn eigi langt er bær, sem nú er kallað Sandgerði, en hét að sögn áður Sáðgerði. Þar eru tún fögur og allslétt. Mikið af túni þessu hefur í fyrndinni verið akrar, og sér þar glöggt fyrir skurðum, scm hafa skipt ökrunum í breiðar og langar reimar. Austan og norðanvert með akrinum liggur hóll eða brekka, sem hefur skýlt honum. Garðar sjást hér ei kringum akurinn eða um hann eins og á Skaganum. Tjörn ein er fyrir norðan bæinn, og sér til skurðar úr henni niður á akurinn. Hefur þar mátt hleypa vatni úr í allar rásirnar og af eða á akurinn eftir geðþekkni. Vestanvert við akurinn er túnið nokkuð hálendara. Þar eru þrír eða fjórir bollar eða lautir í röð, og mótar fyrir skurði á milli þeirra og fram úr þeim út í sjó.

Sandgerði

Sandgerði – Landakot; loftmynd 2023.

Bollar þessir eru nærfellt kringlóttir, misstórir og eigi djúpir nú. Bolla þessa held ég vera mannaverk, og hafi þeir verið notaðir sem böð eða laugar, því að vel hefði mátt hleypa í þá vatni úr tjörninni og kann ske sjó, þó nú virðist það miður ætlandi. Má og vera að þeir hafi verið notaðir til einhvers við akurinn, t. a. m. til að láta vatn standa í (Vandbeholdere). Þeir eru nú grasi grónir innan. Engar sögur hafa menn nú um bolla þessa, en þeir eru svo frábrugnir öllum hlutum þar í nánd, að mér þótti þeir eftirtektarverðir. Þeir eru hér um bil 3 til 5 faðma í þvermæli“.

Sandgerði

Sandgerði og nágrenni – herforingjaráðskort 1903; Rosmhvalanes.

Árið 1703, er Árni Magnússon og Páll Vídalín ferðuðust um Gullbringusýslu, lýstu þeir jörðinni Sandgerði allnákvæmlega, og er þá lýsingu að finna í jarðabók þeirra. Um þær mundir var eigandi og ábúandi Sandgerðis Vilhjálmur Jónsson lögréttumaður. Ekki hafði hann stórt bú á svo mikilli jörð. Kvikfénaður var talinn þessi: „Sjö kýr, ein kvíga tvævetur, ein kvíga veturgömul, einn kálfur, sextán ær, tólf sauðir veturgamlir, tveir tvævetrir, lömb tíu, tveir hestar“. Hlunnindi jarðarinnar voru ekki margvísleg, og bar þar útræðið langt af öðrum. Hlunnindum lýsir jarðabókin svo:
„Torfrista og stunga engin nema í sendinni jörð. Lyngrif nokkuð lítið. Eldiviðartak af fjöruþangi bæði lítið og erfitt. Sölvatekja fyrir heimamenn. Grasatekja nærri því engin. Eggver nokkuð lítið af kríu, en hefur áður betra verið. Rekavon nokkur.

Sandgerði

Sandgerði – Hamarssund.

Heimiræði er árið í kring og ganga skip ábúandans eftir hentugleikum; áður hafa hér stundum gengið inntökuskip fyrir undirgift, sem ábúandinn eignaðist; mætti og enn vera ef fiskirí tekist. Lending er góð. Sjór og sandur brjóta nokkuð á túnin þó ekki til stórmeina enn nú. Vatnsból sæmilegt en bregst þó, en það mjög sjaldan“.
Árið 1703 fylgdu Sandgerði hvorki meira né minna en níu hjáleigur, er svo hétu: Bakkakot, Krókskot, Landakot. Tjarnarkot, Harðhaus (?), Gata, Stöðulkot, Bakkabúð og Helgakot. Tvær hinar síðastnefndu voru komnar í eyði, önnur fyrir meira en 10 árum, hin fyrir nær 30 árum.

Reykjanes og Miðnes - sjóslys

Reykjanes og Miðnes – sjóslys.

Þessi mikli fjöldi af hjáleigum á ekki víðlendara né gróðurríkara svæði en Sandgerðishverfið er, talar skýru máli um það, að afkomumöguleikar fólksins hafa fyrst og fremst verið við sjóinn bundnir. Það var útræðið, sem gerði hjáleigumönnum kleift að haldast við á þessum stað. Ella hefði þar verið ólíft með öllu.
Árið 1839, þegar Sigurður B. Sívertsen, prestur á Útskálum, samdi sóknarlýsingu sína, taldi hann Sandgerði einhverja fallegustu jörðina þar um slóðir, kvað túnið grasgefið og í góðri rækt, en kvartaði undan því að sjór bryti þar upp á svo að til mikils tjóns horfði. Þá voru enn sex hjáleigur bvggðar frá Sandgerði og útræði mikið stundað.

Umhverfið
Í Sandgerði er lending góð. Þar er eitthvert hið bezta og tryggasta sund fyrir sunnan Skaga. Það heitir Hamarssund.

Sandgerði

Sandgerði – erfið innsigling.

Sundið er fremur mjótt og blindsker á báða vegu, svo að voði er fyrir höndum ef nokkuð ber út af. Þarf því allmikla nákvæmni og kumiugleik til að taka sundið rétt, þegar illt er í sjóinn, enda er þá nauðsynlegt að kunna skil á straumaköstum þar. En sé rétt að farið, er sundið hættulaust í öllu skaplegu.
Sandgerðishöfn myndast af Bæjaskerseyri að sunnan og vestan, en Sandgerðis- og Flankastaðalandi að norðan og austan. Mynni víkurinnar snýr í norðurátt. Að sunnanverðu við sundið, sem siglt er um inn á höfnina, er skerig Bóla, en skerið Þorvaldur að norðanverðu. Sú frásaga er höfð í munnmælum, að bóndi einn hafi í fyrndinni búið á Flankastöðum og átt sonu, efnispilta hina mestu. Sóttu þeir sjó af kappi, og réru úr Sandgerðisvík. Einhverju sinni komu þeir úr róðri og lögðu á sundið.

Flankastaðir

Flankastaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Stórstraumsfjara var og bára mikil. Steytti skipið á hellu nokkurri í miðju sundinu, hvolfdi því og drukknuðu menn allir. Bónda féllst mjög um atvik þetta. Litlu síðar rann á hann hamremmi. Fór hann þá út með menn sína og tóku þeir að þreyta fangbrögð við helluna. Tókst þeim að reisa hana upp sunnan til við sundið, og er hún sker það hið mikla, sem nú kallast Bóla. Eftir þessar aðgerðir reyndist sundið nægilega djúpt hverju skipi.
Út af skerinu Bólu, sem eins konar framhald af Bæjaskerseyri, er rif eitt mikið, sem Bólutangarif heitir. Skagar það langt í sjó fram, og mega skip hvergi nærri koma, svo að þeim sé ekki grand búið. Eru dæmi þess, að fiskiskip og jafnvel kaupför hafi strandað á Bólutangarifi. Árið 1839 strandaði þar frönsk húkkorta frá Dunkirque. Menn komust af allir, en skip braut í spón.

Sveinbjörn Þórðarson

Sandgerði

Sandgerði – bátar.

Litlu eftir miðja 19. öld, fluttist sá maður frá Hrauni í Grindavík og að Sandgerði, sem Sveinbjörn hét og var Þórðarson. Sveinbjörn var fæddur árið 1817. Snemma varð hann alkunnur maður um allan Reykjanesskaga fyrir fádæma dugnað, kapp og áræði. Svo var harðhugur Sveinbjarnar mikiil og sjósókn hans grimm, að flestum blöskraði, jafnvel þeim, sem ýmsu voru vanir og köllu ekki allt ömmu sína. Sveinbjörn var hverjum manni skjótráðari og ákafari, svo að óðagot hans varð stundum ærið hlátursefni.
Eftir að Sveinbjörn Þórðarson fluttist til Sandgerðis, rak hann þar gott bú og sinnti útræði af ofurkappi. Auðgaðist hann brátt að fé. Þá var það, að hann lét smíða lítinn þiljubát, sem Skarphéðinn var nefndur.

Sandgerði

Sandgerði – steinbryggja og fiskhús.

Gerði hann bátinn út um skeið, aðallega til lúðu- og þorskveiða í Reykjanesröst og þar í kring. Var Sveinbjörn sjálfur formaður bátsins. En er hann hafði átt Skarphéðinn í fjögur ár eða þar um bil, rak bátinn upp í klappirnar norðan við Sandgerðisvík, í ofsaveðri á suðaustan, og brotnaði hann í spón. Þá varð Sveinbirni að orði, er hann sá bát sinn í braki og bútum: „Kári skal hefna Skarphéðins!“ Lét hann ekki sitja við orðin tóm, en hóf samstundis smíð á nýjum þiljubát, er hann nefndi Kára. Þann bát notaði Sveinbjörn til fiskveiða að sumarlagi, og mun hafa átt hann um alllangt skeið. Jón, sonur Sveinbjarnar, var formaður bátsins hin síðari ár. Var hann, eins og faðir hans, sjógarpur hinn mesti og tilheldinn. Stýrði hann áttæringi þeirra feðga á vetrum, og sat einatt fram í rauða myrkur, svo framarlega sem veður leyfði. Þá formenn, er það gerðu, kölluðu Sunnlendingar setuhunda.

Sandgerði

Sandgerði – fjara, fiskhús og bryggja.

Það þóttust menn vita, að fráleitt hefðu viðtökurnar verið blíðar hjá Sveinbirni gamla, hefði sonur hans lagt það í vana sinn að koma fyrr að landi en karli þótti hóf að vera. Var sagt, að Sveinbjörn ýtti helzt til of undir syni sína að róa, stundum jafnvel út í nálega ófæru.
Var hann einatt óður og uppvægur, æddi um hús öll og tautaði, unz Jón stóðst ekki lengur mátið, kallaði á Einar bróður sinn og aðra menn sína og ýtti á flot. Hægðist karli þá í bili. En þegar þeir voru komnir út fyrir sundið, umsnerist Sveinbjörn á nýjan leik og sagði að þeir væru helvítis flón, þessir strákar sínir, að æða út í vitlaust veður. Gat hann síðan naumast á heilum sér tekið alla þú stund sem synir hans voru á sjónum, og hægðist ekki fyrr en þeir voru komnir heilu og höldnu í land.

Sandgerði

Sandgerði – trébryggja og geymsluhús.

Einhverju sinni er veður var ískyggilegt, höfðu þeir bræður, Jón og Einar, róið í skemmra lagi. Var ekki laust við að þess sæist vottur, er aflinn var athugaður, að þar hefði skotizt þaraþyrslingur innan um. Sveinbirni gamla þótti slælega að verið, en hafði þó venju fremur fá orð um að sinni. Næstu nótt var enn hið verstaveðurútlit, og ákváðu þeir bræður að sitja heima og róa hvergi. Að morgni, þegar Sveinbjörn gamli kom á fætur, sér hann að veður er allgott, en verður þess var, að synir hans hafa ekki róið. Verður hann nú ofsareiður, veður inn til þeirra, og sváfu báðir. Segir Sveinbjörn þá með þjósti miklum: „Ykkur hefði verið nær að fara út í þara og sofa þar!“ Strax og karli rann reiðin, sá hann eftir orðum sínum, og var það oft síðan, er synir hans voru á sjó í vondu veðri, að hann minntist ónotalega þessara ummæla.
Hér fer á eftir frásögn um fyrirbæri nokkuð, sem kunnugir menn fullyrða að hafi orðið í Sandgerði. Hafa sumir sett það í samband við Jón Sveinbjörnsson og drukknun hans. Aðrir telja, að þar sé ekkert samband á milli.

Höfuðskeljar
SandgerðiFyrir allmörgum árum bar svo við, að höfuðkúpur tvær rak á land í Sandgerði. Einhverjir tóku þær úr fjörunni og báru upp til húsa. Enginn vissi nein deili á höfuðkúpum þessum, en það þótti sýnt, að þær voru jarðneskar leifar sjódrukknaðra manna. Benti margt til þess, að þær væru nokkuð gamlar og hefðu velkst lengi í sjó. Lítt var um höfuðkúpur þessar hirt í fyrstu, og ekki voru þær færðar til greftrunar eða veittur neinn sá umbúnaður, sem hæfa þykir leifum dauðra manna. Lágu höfuðkúpurnar innan um allskonar skran í vörugeymsluhúsi og þoldu misjafna meðferð. Var loks svo komið, að flestir höfðu gleymt fundi þessum, og vissu fáir hvar höfuðkúpurnar voru niður komnar.

Hauskúpa

Hauskúpa.

Þá urðu þau atvik er nokkuð var frá liðið, að berdreymir menn tóku að láta illa í svefni og þóttust verða ýmissa hluta varir. Hinir aðrir, er ekkert dreymdi, höfðu slíkt allt í flimtingum, kváðu lítt mark takandi á þess konar rugli og hindurvitnum. Þrátt fyrir öll slík ummæli, tók það nú að verða æ tíðara, að draumvísir menn yrðu þess áskynja, að til þeirra kæmu halir tveir, er báðu þess, að eigi væri hraklega með höfuðbein sín farið. Báðu þeir þess einatt með mörgum fögrum orðum, að þeim væri komið í einhvern þann stað, þar sem þeir gætu verið í friði og rnættu horfa út á sjóinn. Létu þeir svo um mælt, að ekki myndi bátur farast eða slys verða á Hamarssundi, meðan þeir fengju að líta fram á hafið. Ágerðust draumfarir þessar smám saman, og var erindi hinna látnu sæfara einatt hið sama. Báðu þeir stöðugt um að fá að horfa út á sundið.
SandgerðiNokkuð bar á því um skeið, að hinir framliðnu létu sér ekki nægja að vitja manna í draumi. Urðu ýmsir varir við eitt og annað þótt vakandi væru. Mergjaðasta draugasagan, $em við hauskúpurnar er tengd, hefur verið sögð á þessa leið:
Það var einhverju sinni, að sjómenn nokkrir áttu leið um húsið, þar sem hauskúpurnar lágu. Með var í förinni ungur maður, ærslafenginn nokkuð og djarfmæltur. Gekk hann þar að, sem höfuðkúpurnar voru, þreif til þeirra ómjúklega og manaði eigendur beina þessara til að birtast sér í vöku eða svefni, ef þeir væru ekki alls vesælli. Að því búnu varpaði hann frá sér höfuðskeljunum og gekk burtu hlæjandi.

Sandgerði

Frá Sandgerði fyrrum.

Hið sama kvöld var veður ekki gott og réru engir. Gekk sjómaður þessi til náða ásamt félögum sínum. Svaf hann á efri hæð í tvílyftu húsi, og var svo til hagað, að svefnskálar sjómanna opnuðust allir að sameiginlegum gangi, sem lá eftir endilöngu húsinu.
Leið nú af kvöldið, og bar ekkert til tíðinda. Um miðnæturskeið, er flestir voru sofnaðir, varð maður einn, er í fremsta svefnskálanum hvíldi, var við það, að hurðin opnaðist og inn var gengið í skálann. Sér hann að inn koma karlmenn tveir, og er annar stórvaxinn mjög. Verður honum bilt við og leggja ónot um hann allan, en hvergi má hann sig hræra. Ganga komumenn inn skálann og lúta að hinni fremstu rekkju, svo sem leiti þeir einhvers. Hljóðlaust hverfa þeir þaðan og halda áfram ferð sinni frá einni hvílu til annarar. Er þeir höfðu farið um allan skálann, hurfu þeir út jafnhljóðlega og þeir komu.
SandgerðiFáar mínútur liðu. Heyrðist þá vein rnikið og svo ámátlegt, að það vakti af værum blundi alla þá, er á svefnloftunum sváfu. Hrukku menn upp með andfælum, kveiktu ljós í skyndi og tóku að leita orsaka þessa fyrirbæris. Reyndust hljóðin koma frá hvílu sjómanns þess, sem fyrr um daginn hafði gamnað sér við höfuðkúpurnar. Var hann kominn hálfur fram á rekkjustokkinn og hékk höfuðið fram af. Hafði hann andþrengsli svo mikil, að lá við köfnun, og allur var hann orðinn blár og afmyndaður ásýndum.
Fóru félagar hans að stumra yfir honum og kom þar brátt, að honum hægðist nokkuð. Leið þetta smám saman frá. Þegar hann hafði að mestu leyti náð sér, var hann spurður um orsakir til þessa atviks. Kvaðst hann hafa verið sofnaður sem aðrir í skálanum. Þótti honum þá sem maður kæmi inn í skálann og gengi að rekkju sinni. Var hann reiður mjög, og mælti á þá leið, að nú skyldi hefnt hæðnisorða þeirra, sem fallið hefðu um daginn, og annara mótgerða við sig. Við sýn þessa og orð komumanns, dró allan mátt úr sjómanninum. Fann hann að hinn óboðni gestur beygði sig niður að rekkjunni. Þóttist hann þá skynja óglöggt í myrkrinu, að ekki væri hér holdi klædd vera á ferð, heldur beinagrind ein.

Sandgerði

Sandgerði – nokkur húsa h.f. Miðness.

Í þeim svifum læsti beinagrindin berum kjúkunum um kverkar honum og herti að sem fastast. Tókst honum með erfiðismunum miklum að gefa frá sér óp það, er vakti hina sjómennina. Þegar er ljósinu var brugðið upp, hvarf hinn óboðni gestur.
Sjómaður þessi hafði ekki kunnað að hræðast, en mátti nú ekki einn sofa og vildi helzt láta yfir sér loga ljós á hverri nóttu. Ella þótti honum sem beinagrindin sækti að sér og sæti um að kyrkja sig.

Nokkru eftir að atburður þessi gerðist, urðu eigendaskipti að fiskveiðistöð þeirri, sem vörugeymsluhús það tilheyrði, sem höfuðkúpurnar voru í. Þegar hinn nýji eigandi hafði kynnt sér alla málavöxtu, lagði hann svo fyrir, að höfuðkúpurnar skyldu teknar úr vörugeymslunni.

Sandgerði

Sandgerði – byggingar.

Var síðan smíðaður utan um þær kassi eða stokkur, með gleri á þeirri hliðinni, sem fram vissi. Kassa þessum var síðan valinn staður í aðalglugga verzlunarinnar. Þaðan blasti við höfnin, svo að nú var öllu réttlæti fullnægt.
Svo virðist og, sem eigendur höfuðskeljanna yndu nú betur hlutskipti sínu en áður, því að mjög dró úr öllum draumum og tók fyrir flest það, sem menn höfðu viljað reimleika kalla.
Fyrir þrem eða fjórum árum var kassinn með höfuðskeljunum tekinn úr búðarglugganum og honum valinn staður þar sem minna ber á. Eru kúpurnar enn í kassa sínum í húsi einu frammi við sjó. Verða þær að horfa í gegnum héðan vegginn, en virðast una því hið bezta.

Dönsk útgerðartilraun

Lauritz Ditlev Lauritzen

Lauritz Ditlev Lauritzen (1859-1935).

Árið 1906 hófust miklar umræður í dönskum blöðum um auðæfi hafsins við strendur Íslands. Gekk þar maður undir manns hönd til að sannfæra Dani um það, að fátt væri gróðavænlegra og líklegra til skjótrar auðsöfnunar, en að nytja vel þær gullnámur, sem íslenzku fiskimiðin væru. Var rætt um það fram og aftur, að það væri Dönum meira en meðalskömm, hversu stórfeldir möguleikar lægju ónotaðir, meðan ekki væri hafizt handa um mikla útgerð á íslandi. Þyrfti nú að gera gangskör að því, sögðu blöðin, að kom upp miklum Íslandsflota, og reisa á hentugum stöðum fiskveiðistöðvar í stórum stíl.
Blaðaskrif þessi komu allmikilli hreyfingu á málið, og urðu þess valdandi, að fjármálamenn ýmsir tóku að kynna sér þennan möguleika. Í fremstu röð þeirra manna, sem horfðu hingað rannsóknaraugum, var D. Lauritzen, konsúll í Esbjerg. Hann var enginn byrjandi á sviði útgerðarmála, hafði rekið mikla fiskútgerð í Danmörku, og var öllum þeim hnútum kunnugur. Lauritzen beitti sér nú fyrir stofnun öflugs félags, er reka skyldi fiskveiðar við ísland og í Norðursjó, bæði á vélskipum og gufuskipum.

Sandgerði

Sandgerði – bryggja og viti.

Sumarið 1907 vann Lauritzen að félagsstofnuninni, en lét þó ekki þar við sitja. Þegar á því ári sendi hann út hingað nokkur skip, er stunduðu fiskveiðar fyrir Vestur- og Norðurlandi. Veiðin gekk mjög illa, svo að stórtjón varð á útgerðinni. Var það ekki glæsilég byrjun, en þó lét Lauritzen þetta hvergi á sig festa.
Lauritzen konsúll vildi kynnast sem flestu, er til sjávarútvegs heyrði og að gagni mætti koma við fiskveiðar frá Íslandi. Ferðaðist hann hingað í því skyni, — var með í konungsförinni 1907, — og gerði sér þá ljóst, að fyrsta skilyrðið til góðs árangurs var að ráða vel hæfan og þaulkunnugan Íslending í þjónustu félagsins. Fyrir valinu varð Matthías Þórðarson, skipstjóri frá Móum á Kjalarnesi. Skyldi hann gerast framkvæmdastjóri félagsins á Íslandi þegar er það væri formlega stofnað, og annast vélbátarekstur allan, er þar yrði.

Sandgerði

Sandgerði – nýr viti í smíðum.

Haustið 1907 var smiðshöggið rekið á félagsstofnunina. Langstærstu hluthafarnir voru D. Lauritzen, konsúll í Esbjerg og J. Balslev, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn. Auk þess voru ýmsir minni hluthafar, þar á meðal nokkrir Íslendingar. Hlutaféð var ákveðið 300 þús. kr., en mátti auka það að vild upp í 1/2 millj. kr. Skyldi félagið hafa aðalbækistöð í Kaupmannahöfn. Í stjóm þess voru kjörnir eftirtaldir menn: D. Lauritzen, konsúll í Esbjerg, formaður og meðstjórnendur Joh. Balslev, stórkaupmaður, J. Krabbe, yfirréttarmálafærzlumaður og C. Trolle, sjóliðsforingi, allir í Kaupmannahöfn og Ágúst Flygenring, kaupmaður í Hafnarfirði.

Sandgerði

Sandgerði – fiskaðgerðarhús Haraldar Böðvarssonar.

Eitthvert fyrsta verkefnið, sem Lauritzen, konsúll varð að leysa af höndum, var að kynna sér það sem rækilegast, hvar skilyrði til útgerðar væru einna vænlegust við strendur landsins. Ætlunin var sú, að reka vélbátaútgerð í stórum stíl, en auk þessi átti að stunda veiðar á togurum og línugufuskipum. Þá var og til þess hugsað, að notfæra sér síldarmiðin fyrir Norðurlandi. Ýmsir staðir komu til athugunar.
Eftir nokkra könnun var ákveðið að Sandgerði í Miðneshreppi yrði fyrir valinu sem fiskveiðistöð fyrir vélbáta, er stunda áttu þorskveiðar með línu bæði vor og sumar. Það var talið af kunnugum, að skilyrði væru einhver hin beztu, sem hugsast gæti. Þá mun það og hafa ráðið nokkru um val staðarins, að þar var íshús þeirra Hjálmarsson frá Mjóafirði, og stóð nú autt. Var því engum erfiðleikum bundið að fá það keypt fyrir lítið fé. Samningar tókust einnig greiðlega við eiganda jarðarinnar, Einar Sveinbjörnsson. Var síðan hafizt handa um framkvæmdir.
Þessu næst var Hafnarfjörður valinn að bækistöð fyrir botnvörpuútgerðina, en Siglufjörður sem síldarstöð.

Sandgerði

Sandgerði – fiskaðgerð.

Aðalstjórnandi þessa nýja fiskveiðifélags var ráðinn J. Balslev, og hafði hann skrifstofur sínar í Kaupmannahöfn. Auk hans gengu í þjónustu félagsins þrír framkvæmdastjórar. Einn þeirra, Adamsen að nafni, skyldi hafa aðalstjórn á útveginum í Esbjerg, en þar átti að vera ein deild félagsins. Annar, S. Goos, hafði aðalumsjónina hér á landi, og annaðist reikningsfærzlu. Hann bjó í Hafnarfirði. Hinn þriðji, Matthías Þórðarson, átti að hafa umsjón með vélbátaútgerðinni í Sandgerði, eins og fyrr segir.
Innarlega við Sandgerðisvík að austanverðu, út frá Sandgerðistúninu, liggur hólmi nokkur, umflæddur á flóði. Nefnist hólmi þessi Hamar, enda eru þar víða berar klappir. Á hólma þessum lét hið nýja útgerðarfélag reisa hús allstór. Voru það bæði fiskhús, salthús og bækistöð til að beita í línu fiskibátanna. Framan við Hamarinn var gerð steinbryggja, 10 fet á hæð og 75 álnir á lengd. Öll var bryggja þessi steypt og hlaðin úr höggnu grjóti. Var grjótið höggvið úr klettum þeim, sem næstir voru.

Sandgerði

Sandgerði – hús og trébryggja.

Þá var gerð trébryggja frá landi og niður á Hamarinn. Var lengd hennar um 70 álnir. Fiskhúsið á Hamrinum þótti myndarleg smíð. Það var 35 álnir á lengd og 16 álnir á breidd. „Bólverk“ allstórt eða fiskaðgerðarsvæði var steypt fyrir framan húsið. Breidd þess var 10 álnir.
Þá var ennfremur reist stórt hús, — eða öllu heldur tvö hús sambygð —, fyrir ofan Hamarinn. Var annað húsið íbúðarhús fyrir verkafólk, skrifstofur og eldhús, en í hinum hlutanum var verzlun og vörugeymsla.
Allar þessar byggingar voru reistar að fyrirsögn Matthíasar Þórðarsonar og undir umsjón hans. Tók verkið skamman tíma og var að mestu leyti lokið á fimm mánuðum. Mannvirki þessi öll munu ekki hafa kostað nema um 50 þús. kr.

Bágborin sjómennska

Sandgerði

Sandgerði – Nelly við bryggju.

Um miðjan marzmánuð 1908, kom fyrsta skipið frá félagi þessu til að fiska hér við land. Var það togari er „Britta“ hét. Á togara þessum voru að mestu leyti íslenzkir hásetar, en skipstjóri og stýrimaður danskir. Ráðinn var íslenzkur fiskiskipstjóri, og fór „Britta“ síðan út á veiðar. Litlu síðar kom annað skip félagsins, línuveiðarinn „Nelly“. Á „Nelly“ voru skipverjar allir Norðmenn. Bæði voru skip þessi gömul og illa löguð til fiskveiða hér við land. Afli reyndist nauðatregur, og mun félagið hafa orðið fyrir allmiklum skaða á þessari útgerð.
Frá því um miðjan júlímánuð og þar til í septemberbyrjun, stunduðu „Britta“ og ,,Nelly“ síldveiðar frá Siglufirði. Afli var góður, en síldin seldist fyrir smánarverð. Fór því svo, að síldarleiðangurinn svaraði naumast kostnaði.

Sandgerði

Sandgerði – síldarsöltun.

Í byrjun maímánaðar komu fyrstu Danirnir, sem fiska áttu frá Sandgerði, og höfðu með sér tvo opna vélbáta. Um miðjan mánuðinn komu tólf vélbátar frá Esbjerg, 15—20 smálestir að stærð. Áttu þeir einnig að stunda línuveiðar frá Sandgerði. Bátar þessir voru allt tvístöfnungar, vel smíðaðir og góðir í sjó að leggja, en vélarnar reyndust gersamlega ófullnægjandi. Var það hvort tveggja, að þær voru of litlar og illa gerðar, svo að bilanir máttu heita daglegt brauð. Lágu sumir bátarnir stöðugt vélvana og í algerum ólestri. Var og ekki hlaupið að því að fá viðgerð í fljótu bragði, og mátti einu gilda hvort stórt var eða smátt, sem úr lagi hafði gengið. Þurfti að leita með hvað eina til Reykjavíkur, en það reyndist tafsamt og kostnaðarmikið.

Sandgerðisgata

Sandgerðisgata.

Væri það lítilræði, sem bilað hafði, var einatt til þess gripið að senda röskan mann gagngert með hinn brákaða hlut til Reykjavíkur, en það var hvorki meira né minna en fullur tólf stunda gangur. Mátti því ekki slæpast ef komast átti á einum degi hvora leið, sízt þegar bera þurfti allþunga pinkla, sem oftast var.
Skipverjar á þessum józku bátum voru allir danskir. Aðeins var ráðinn einn íslenzkur leiðsögumaður eða fiskiskipstjóri, sem átti að,,lóðsa“ allann flotann á fiskimiðin. Í landi voru 40—50 íslenzkar stúlkur, sem beittu línuna, 4—5 stúlkur við hvern bát. Útgerðinn gekk mjög skrykkj ótt, og mátti raunar segja að á flestum bátunum færi allt í handaskolum. Voru það ekki nema opnu bátarnir tveir, sem komust upp á lag með að fiska svo að nokkru næmi. Þar voru aðeins þrír menn á sjónum, tveir Danir og einn Íslendingur á hvorum. Allir fiskuðu bátarnir með línu. Bar margt til þess, hversu lélegur árangur varð af tilraun þessari. Þess er fyrr getið, hve lélegar vélar bátanna voru.

Síldarnet

Síldarnet.

Mátti heita að tveir þeirra lægju rígbundnir við bryggju allt sumarið, og komust ekki út fyrir höfnina án þess að allt endaði með ósköpum og skelfingu. Þá voru yfimennirnir algerlega ókunnugir öllum staðháttum hér við land, og höfðu ekki hugmynd um hvernig hentast væri að bera sig til við línuveiðar á Íslandsmiðum.
Enn kom það til, að veiðar þessar voru reyndar að sumarlagi, en þá er jafnan minnstur fiskur í Faxaflóa og út af Reykjanesi. Loks er þess að geta, að hinir dönsku sjómenn reyndust heldur illa. Voru þeir daufir og áhugalausir um sjósókn, en drukku bæði oft og mikið. Sá var fastur siður þeirra, að róa aldrei á laugardögum.

Sandgerði

Sandgerði – við línudráttinn.

Vildi það við brenna hjá sumum a. m. k., að þeir fleygðu línunni örgrunnt á leirinn á föstudagskvöldum, til að vera kamnir í land um hádegi á laugardögum; þá stokkuðu þeir upp línuna og fóru í betri brækurnar. Síðan var efnt til dansleiks í beitingaskúrunum á laugardagskvöldum. Þangað komu að sjálfsögðu beitingastúlkurnar og auk þeirra allmikið meyjaval úr nágrenninu. Drykkjuskapur var mikill og enginn skortur á áfenginu. Var sá siður hafður, að blikkfata, full af brennivíni, stóð á hentugum stað, nálægt því sem dansinn var troðinn, og spilkoma eða bolli hjá fötunni. Fékk sér þar hver sem vildi, og var sótt í skjóluna eftir þörfum, líkt og þegar farið er til brunns eftir vatni.
Oft var ,,ástand“ mikið um helgar, og þótti einna hentugast form þess að fara í „eggjaleit“ upp um heiði, en þar verptu fáeinar kríur. Alla sunnudaga slæptust Danir í landi og gerðu ekki handarvik. Síðan beittu þeir á mánudögum og réru þá loks um kvöldið. Þótti Íslendingum þetta helzt til mikið gauf og slóðaskapur, enda voru þeir meiri og harðvítugri sjósókn vanir.
Að lokinni sumarvertíðinni 1908, fór Lauritzen, konsúll að kynna sér það, hvernig félaginu hafði reitt af. Kom þá í ljós það, sem raunar var áður vitað, að stórtap hafði orðið á allri útgerðinni. Urðu þetta slík vonbrigði fyrir eigendur og stjórnendur félagsins, að þeir ákváðu að hætta allri útgerð við Ísland og selja fasteignir þær, sem félagið átti þar. Varð þetta til þess, að löngun Dana til að ráðast í útgerðarbrask á Íslandi rénaði stórum.

(Í annarri grein verður sagt frá útgerð Matthíasar Þórðarsonar, Lofts Loftssonar og Haraldar Böðvarssonar).

Heimild:
-Sjómannablaðið Víkingur, 8. tbl. 01.08.1945, Útgerðarstaðir og verstöðvar – Sandgerði, Gils Guðmundsson, bls. 172-179.

Sandgerði

Fiskimið á Íslandi fyrrum.

Ferlir

2007 – 12. maí (fyrsta daginn eftir lokadag – upprifjun);

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

FERLIR-001: Helgafell. Fyrsta FERLIRsferðin. Þátttakendur mættu og voru við öllu búnir. Takmarkið var að komast fyrstu ferðina – allt til enda. Þegar öllum lúnum, og sumum mjög þreyttum, hafði tekist það, loksins, var markmiðið sett á a.m.k. eitt hundrað ferðir um Reykjanesskagann með það fyrir augum að skoða hann svo til allan – næstu mánuðina.

FERLIR-100 – Ákveðið var að fara a.m.k. eitt hundrað FERLIRsferðir til viðbótar um Reykjanesskagann því ljóst var nú að mikið var enn óskoðað. Orðið þreyta var ekki lengur til í orðaforðanum. Öllum var nú meðvitað um að því meiri vitneskja sem fékkst því minna töldu þeir sig vita um svæðið.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

FERLIR-200 – Ákveðið að reyna að halda áfram og freysta þess að komast yfir sem flestar minjar og sögulega staði á Reykjanesi áður en skósólarnir væru allir. Svolítill styrkur fékkst frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar til að skrá og ljósmynda minjar og minjastaði á Reykjanesi. Gerðar voru exel-skrár yfir helstu tegundir minja og gps-punktar þeirra skráðir. (Gps-tæki var fengið að láni hjá Jóni Svanþórssyni, ljósmyndavél hjá ónafngreindu fólki og ljósmyndarinn hverju sinni kostaði framköllun).

FERLIR-300 – Í ljós hafði komið að af ótrúlega miklu var af að taka. Listinn yfir óskoðuð svæði og áður fundnar, en týndar, og líklegar ófundnar minjar lengdist óðfluga. Ákveðið var að ganga a.m.k. eitt hundrað ferðir til viðbótar og reyna að “tæma” svæðið “ af „skráningarskyldum“ minjum.

Húshólmi

Boðið upp á veitingar í Húshólma.

FERLIR-400 – Skráning minja hafði gengi vel og ótrúlega margar minjar og minjastaðir fundist við “leitir” á einstökum svæðum. Til að varðveita samhengið var og ákveðið að rissa upp helstu minjasvæðin til varðveislu og sem hugsanleg gögn til varanlegri framtíðar. Í fyrstu umferð voru teiknuð upp um 100 svæði. Uppdrættirnir hafa verið varðveittir í Reykjanesskinnu, sem verður, um sinn a.m.k., einungis til í einu órafrænu eintaki.

FERLIR-500 – Þrátt fyrir að búið væri að ganga og fara yfir einstök svæði og skoða, leita og skilgreina, komu enn í ljós minjar, sem ekki hafði verið vitað um áður, s.s. garðar, refagildrur, gamla leiðir, borgir, fjárskjól, brunnar, vatnsstæði o.fl. Ákveðið var að halda áfram enn um sinn, en láta síðan staðar numið við FERLIR-600.

Njarðvíkursel

Innri-Njarðvíkursel.

FERLIR-600 – Ljóst var að ekki yrði komist yfir allt svæðið með það fyrir augum að skrá allt, sem þar væri að finna. Ákveðið var að fresta ferð nr. 600, fara beint í nr. 601, en beina athyglinni fyrst og fremst að áhugaverðustu svæðunum, s.s. í umdæmi Grindavíkur og Hafnarfjarðar, en önnur sveitarfélög á svæðinu hafa ekki sýnt fornum minjum sínum jafn mikinn áhuga og þau. Fyrir lá að hér var um mikil verðmæti til framtíðar að ræða. Áhugi á umhverfi, útivist og hreyfingu fóru greinilega stigvaxandi.

FERLIR-700 – Minjar og saga eru ekki einu auðævi Reykjanesskagans. Jarðfræði, umhverfi, dýralíf, flóra sem og annað er lítur að áhugaverðum útivistarmöguleikum á svæðinu er í rauninni ótæmandi ef vel er að gáð.

Grindavíkurvegur

Byrgi vegavinnumanna við Grindavíkurveg.

Svæðið nýtur nálægðar um 2/3 hluta þjóðarinnar, en þrátt fyrir það er það eitt hið vannýttasta á landinu. Mikill áhugi hefur verið á að reyn að „opinbera“ minjar, minjasvæði og forn mannvirki á Reykjanesi og gera þær aðgengilegar áhugsömu fólki. Í byrjun árs 2004 var afráðið að sækja um styrk úr Þjóðhátíðarsjóði, sem er í vörslu Seðlabanka Íslands, með það fyrir augum að leggja drög að slíkri „opinberun“, hvort sem væri með rafrænum hætti eða blaðrænum. Þann 9. júní 2004 barst tilkynning frá sjóðsstjórninni um að FERLIR hafi verið veittur umbeðinn styrkur. Nú verður ekki aftur snúið. Stefnt var að opinberri og birtingu uppsafnaðra upplýsinga og fróðleiks (sem birtist nú lesendum hér á vefsíðunni).

Og enn er haldið áfram – á meðan að einhverju er að stefna. Síðasta FERLIRsferðin var nr. 2021. Nú er stefnt að því að ferðirnar um Reykjanesskagann, fyrrum landnám Ingólfs, verði a.m.k. 3000 talsins…

Ferlir

Ferlir á ferð í Selvogi.

Bárujárn

Á vefsíðunni Wikipedia segir af sögu bárujárnsins hér á landi:

Bárujárn

Bárujárnshúsin í Seltúni í Krýsuvík 1872.

„Fyrsta bárujárnið var flutt hingað til lands einhvern tímann á árunum 1870-1880. Það var Slimmonsverslunin sem flutti það inn, og í upphafi var það bæði þykkt og þungt og plöturnar um 3 metrar á lengd. Voru þá mikil vandkvæði á því að sníða það eins og þurfti.

Fyrsta húsið sem bárujárn var lagt á var hús í Krýsuvíkurnámum um 1870, en það hús var síðar rifið og flutt þaðan 1872.
Fyrsta húsið í Reykjavík sem járnið var sett á, var hús í eigu Geirs Zoëga kaupmanns og útgerðarmanns við Vesturgötu í Reykjavík (Sjóbúð), en hann klæddi viðbyggingu hjá sér með galvaniseruðu bárujárni.

Bárujárn

Sjóbúð Geirs Zoéga við Vesturgötu.

Árið 1876 lagði svo W. Ó. Breiðfjörð bárujárn á þak og veggi húss síns. En notkun bárujárns fór þó ekki að verða almenn fyrr en eftir 1880 og almennt var það ekki lagt á húsveggi fyrr en eftir 1890. Bárujárn einkenndi mjög íslensk timburhús fram til 1935 eða þar til steinsteypa tók við sem helsta byggingarefni.

Menn þóttust hafa himin höndum tekið þar sem bárujárnið var komið, og breiddist það út um allt land á fáum árum. Kostir þess voru augljósir, en „gallarnir“ komu í ljós síðar. Ekki var laust við að það vefðist fyrir mönnum, hvernig skyldi negla það á þökin. Þannig var um hús á Sauðarkróki sem byggt var 1894. Þar var neglt í lágbárurnar á járninu svo að þakið hriplak, þangað til plötunum var snúið við og þær festar í hábáru. Í upphafi reyndu jafnvel sumir að tyrfa yfir bárujárnsþök til hlýinda.“

Í Reykvíkingi 1894 var fjallað um „Bárótta þakjárnið„:

Bárujárn

Hús W.Ó.Breiðfjörðs.

„Þetta byggingarefni er nú farið að ryðja sjer svo til rúms hjer í Reykjavík, helzt á seinni árum, að á hvert hús sem nú er byggt hjer úr timbri er það brúkað bæði á þak og jafnvel veggi.
Það er mjög stutt síðan farið var að brúka þetta þakjárn, og því vart unnt, að bera um af reynslunni, hvað endingargott það er. Eitt er þó víst, að það járn, sem farið er að flytjast hingað í seinni tíð, er sjáanlega verra og endingarminna, en járn það, sem fluttist hingað fyrst, og svo er lagningin og allur frágangur orðinn allt öðruvísi en á fyrstu þökunum sem hjer voru lögð; sem sönnun fyrir þessu er það, að á húsi, sem var endurbætt hjer í sumar, var þriggja ára gamalt járn orðið ónýtt, þar sem þakjárn, sem lagt var á nokkrum parti af sama húsinu árið 1876, var jafngott.

Bárujárn

Fyrrum hús Brennisteinsfélagsins í Seltúni, nú við Suðurgötu 10, Hafnarfirði.

Rjett fyrir 1870 fluttist hingað hið fyrsta bárótta þakjárn, og var lagt á húsið í Krýsuvíkurnámunum, sem síðar var rifið, og flutt þaðan 1872. Var Geir Zoega sá fyrsti hjer í Reykjavík, sem fékk galvaniserað bárótt þakjárn, og lagði það á útúrbyggingu hjá sjer, og stendur enn þann dag í dag, eins og þá er það var lagt. 1876 fjekk W. Ó. Breiðfjörð svo þetta þakjárn, og lagði það á húsþak sitt og hliðar, en þetta þakjárn fór þó ekki að verða almennt hjer fyrr en um og eptir 1880, og almennt var það ekki lagt á húsveggi fyr en eptir 1890.

Bárujárn

Bárujárn.

Með því að bygging þakjárns var með fyrstu lítt kunn hjer, fjekk Breiðfjörð frá Englandi, um leið og hann fjekk járnið, skriflega leiðbeining um, hvernig væri bezt að leggja þakjárn og fara með það, svo það entist eins vel og það gæti, og hljóðaði sú leiðbeining þannig: „Þakjárn þarf ekki að leggjast á misvíxl nema um eina báru. En undir hverja báru sem neglt er í — og eins undir iengdarsamskeytin — verður að láta „ávalan“ lista úr borði, svo naglarnir, hausarnir á þeim, ekki gjöri laut í báruna á járninu, þó þeir sjeu reknir fast. Varast verður að negla þakjárn of mikið, svo eðlilegar verkanir hita og kulda með útvíkkun og samdrættir þess ekki hindrist, annars smávíkka naglarnir götin á járninu, svo auðveldlega getur Iekið þar um. —

Bárujárn

Bárujárnsnaglar.

Fullkomið er, að negla svo sem svarar 6 nöglum í hverja 7 feta plötu. En varast verður að brúka ógalvaniseraða nagla, og ekki má heldur negla trjekjöl á hús, með ógalvaniseruðum nöglum, því nái ryð að festa sig á einhverjum hluta af galvaniseringunni á járninu, þá jetur það sig út um járnið, og í gegnum það á fáum árum. Nauðsynlegt er af farfa járnið með sama farfa og lit og merkin á járninu eru“. —
Það var einkennilegt, að allt bárótt þakjárn sem fyrst fluttist hingað, var merkt með rauðum stöfum. — En ekki má farfa járnið, hvorki á þökum nje veggjum, með menjufarfa, en ýmsa aðra liti en menjufarfa má þó brúka á járnið, ef það er lagt á veggi.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Til að gjöra járn þjett með þakbrúninni, verður að skera lista annaðhvort úr eik eða úr hjarnafuru (því Norðmenn flytja svo sem nóg af henni hingað!) þjett upp í allar bárurnar. En til að gjöra þjett upp með kjölnum, sem ætti að vera úr galvaniseruðu járni, má brúka cement og smásteinflísar, en gagnslaust er að cementera undir kjölinn nema í sólskinslausu veðri.
Vilji maður farfa járnið undir eins og búið er að leggja það, þá verður að bursta það fyrst utan úr saltvatni, og láta það svo standa í c. 14 daga, svo glanshúðin fari af því. Síðan verður að þvo saltvatnið vel af áður en farfað er. Annars verður að bíða að farfa það, þangað til glanshúðin er horfin (forvitret), svo skal farfa járnþökin undir eins með þar til gjörðum farfa þ. e. rauðum. Á þök má ekki brúka þynnra járn en nr. 22.

Bárujárn

Bárujárnsþök í Reykjavík.

Með því hjer í Reykjavík er nú farið að brúka feiknin öll af þessu galvaniseraða þakjárni, bæði á þök, veggi og jafnvel í girðingar, og sömuleiðis á bæi, hús og hlöður upp til sveita, þá ættu menn að athuga betur en gjört hefur verið, hvernig járnið er og hvaða þykkt er á því, en hlaupa ekki eptir því, þó endingarlaus pjátursplata sje ódýrari, en varanleg járnplata. Og eins ættu menn að varast, að brúka í járn ógalvaniseraða nagla, — gæta betur en áður að, hvernig járnið er lagt, og mála það svo undir eins og gljáhúðin er farin af því, því það er sannarlega fyrir marga tugi þúsunda krónu virði, sem landsmenn, einkanlega Reykvíkingar, brúka í þakjárni á ári hverju, og væri því sorglegt, ef allir þeir peningar væru eyðilagðir eptir hálfan mannsaldur fyrir tóma handvömm, skeytingarleysi og fásinnis sparsemi.

Bárujárn

Bárujárnshús á Eyrarbakka.

Samfara þakjárnsbrúkuninni hjer ætti þekkingin bæði á gæðunum, þykktarnúmerinu og allri meðhöndlun þess að ráða meira fyrir, en sýnzt hefur hingað til, bæði hjá smiðunum og þeim, sem byggja láta. En því er öldungis ekki þannig varið, því þeir sem byggja hjer geta aldrei fengið eins næfur þunt járn og þeir vilja; og sama er að segja um sauminn í járnið, af því að ógalvaníseraðir naglar eru ódýrari en galvaníseraðir, þá er sjálfsagt að brúka þá á járnið.
Og nú í sumar hefur sparsemin keyrt svo fram úr hófi hjá sumum, þó þeir hafi meir en getað efnanna vegna keypt hina rjettu nagla, að þeir hafa brúkað ógalvaníseraða steypta nagla til að negla með járn, og haldi þessi þekkingarleysissparnaður áfram, verður eflaust farið að festa galvaníserað járn á þök og veggi framvegis með húfu-títuprjónum, því það mun ódýrast fyrir augnablikið.

Bárujárn

Bárujárnshús í Hafnarfirði.

Á líkan hátt er nú með fráganginn á járneggingunni hjá sumum smiðunum ólíkt því sem fyrst var gjört hjer. Enginn listi er nú látinn undir bárurnar á járninu, þar sem neglt er í gegnum það, og 10—15 naglar eru drifnir í hverja þriggja álna plötu og keyrðir svo rækilega að, að stór laut verður eptir kringum hvern nagla. En eitt er þó ekki sparað, og það er, að leggja járnið nógu mikið á misvíxl, — sjálfsagt að skara hverja plötu yfir tvær bárur, ef ekki meira —, þannig eyða þeir að óþörfu áttundu hverri plötu eða rúmlega 12% af járni því, sem þeir leggja; þetta gjöra þeir af hjartans sannfæringu svo að þjett verði.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Vjer göngum að því sem gefnu samkvæmt núríkjandi hugsunarhætti, að bæði smiðir og húsabyggjendur ef til vill í svipinn reiðist oss ærið fyrir þessar útásetningar viðvíkjandi hinu bárótta þakjárni og meðhöndlun þess. En annaðhvort er, eptir voru áliti, að segja sannleikann, þó sumir veigri sjer við því, eða þegja; með hræsni fetast ekkert spor áfram til sannra framfara eður endurbóta. Og hjer er margra manna fjármunum hætta búin af vanþekkingunni, ef ekki er í tíma aðgjört.

Það mun vera vanalega þeim aðkenna, sem láta byggja, að brúkað er járn á þök með þykktarnúmerinu 27, en það álítum vjer sama og að kasta peningum sínum í sjóinn, því það járn er eins og þynnsta pjátur, og ekki einusinni hæfilegt á veggi. Þakjárn hafði áður ekki önnur þykktarnúmer, en 18, 20, 22, 24, en svo hefur eptirspurnin frá Íslandi (því annarstaðar brúkast það ekki) drifið það upp í eður rjettara sagt niður í 25, 26, 27: lengra kemst það víst ekki, því þá tyldi það ekki saman.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Það er vor sannfæring, að smiðir og þeir, sem byggja láta, geti bezt í sameiningu bætt úr þessu, enda mun þess stór þörf, ef allt þakjárn, sem flutt verður hingað frá 1890 til aldamótanna ekki á að vera orðið ónýtt 1915, í stað þess að þakjárn frá góðum verksmiðjum hæfilega þykkt, — númer 22 á þök og 24 á veggi — rjett og vel frá því gengið, farfað eptir eitt ár og förfuninni svo viðhaldið eptir þörfum, á að geta enzt í þrjá fjórðu aldar, eður lengur.“

Framhald var á umfjöllun um bárujárnið í Reykvíkingi 1898 undir fyrirsögninni „Enn á fáein orð um þakjárnið„:

Bárujárn

Bærinn Hlíð í Hafnarfirði.

„Vjer höfum hjer áður í þessu blaði rakið sögu þakjárnsins frá því fyrsta að það fór að flytjast hjer til landsins, og þar með, að í fyrstu fluttist hingað einungis hin góða og þykka tegund Nr. 22 og kostaði þá 3. al. platan á fjórðu krónu. Síðan var farið að flytja þynnra og þynnra járn, og að síðustu var það orðið alónytt til allrar endingar — þunt eins og pappír, og eftir því slæm efni í því.
Til þess að bæta úr slíkum vandræðum, byrjuðum vjer fyrir nokkrum árum að flytja þykkri og betri þakjárns tegund og höfum síðan, haldið því fram, því það hafði verið ógurlegt tjón fyrir almenning, ef haldið hefði verið áfram að flytja ónýta járnið sem ekki endist lengur en 8 til 12ár þar sem gott þakjárn endist í hundrað ár sje því vel við haldið með förfun, þó einhverjir óvildarmenn vorir kunni að segja, að þetta sje sjálfhælni og gort úr honum Walgarði, þá skeytum vjer því engu, en lýsum slíkt ósannindi hjá þeim góðu hálsum; og meira en minna samviskuleysi þyrfti til þess.

Bárujárn

Bárujárnshús undir Eyjafjöllum.

Fyrir fagmann í byggingum, að flytja byggingarefni sem er al ónýtt og selja það almenningi, enda munu allir sanngjarnir viðurkenna, að vjer höfum gjört ýmsar endurbætur viðvíkjandi þakjárninu til þæginda og hagsmuna fyrir almenning, þannig endurbættum vjer naglana í járnið, byrjuðum á að flytja löngu lengdirnar af járninu sem er bæði þægilegt, efnisdrýgra og óhultara fyrir leka, en hinar mörgu samsetningar með stuttu plötunum etc. Það gleður oss því mjög að almenningur er nú farin að sansast á okkar mörgu bendingar hjer í blaðinu, um hið þunna og alónýta þakjárn, því lítil sem engin eftirspurn er nú orðin eftir því, hjá þeim sem flytja það, vjer höfum aldrei flutt það eins og mönnum er kunnugt. Eins og svo oft er tekið fram hjer í blaðinu, þá má öldungis ekki brúka á þök þynnra járn en Nr. 24 og ekki þynnra járn á veggi eða gafla en Nr. 26, og negla allt járn með galvensereðum nöglum með rúnnum kúftum hausum.“

Bárujárn

Bárujárnshús á Hallormsstað.

Þá var umfjölluninni fylgt eftir í sama blaði með því „Þess ber að gæta almenningi til leiðbeiningar“:
„Einn kaupmaður hjer í bænum, hefur flutt nú í sumar þakjárn sem er miklu mjórra en hingað hefur áður fluttst, — ekki nema 8 bárur á plötunni, það er á fjórða þumlung mjórri hvor plata, allt svo c. 1/7 mjórra en vanalegt járn, þannig knýr samkeppnin suma til að viðhafa, jafnvel hins tjarstæðustu meðöl til að reyna að koma buslaárum sínum fyrir borð, en almenningur er nú farinn að verða skynsamari og óglámskygnari en áður, enda hafa þeir nú orðið, fremur en áður, að styðjast við leiðbeining þeirra sem vilja þeim vel.“

Bárujárn

Bárujánsbraggar við Flókagötu.

Í Þjóðólfi árið 1897 birtist grein eftir Björn Bjarnason með fyrrsögninni „Húsabótamál„:
„Enn hef eg eigi orðið þess var, að neinn hafi pantað eða fengið flutt hér til lands bárujárn með fellingum, sem eg gat um í Búnaðarritinu VIII, 1894, bls. 162 (og Fjallk. sama ár), en það er þó svo auðsælega miklu betra en hitt, sem hér er algengast, að ráða má til að útvega sér það, einkum á bæjarhús. Ættu skjálftasveitabúar að taka þessa bendingu til greina.
Eldlímsþakið, sem þar er einnig lýst, hef eg reynt. Það er algerlega vatnshelt og vindþétt, en reynist of þunnt á einfaldri súð, og hefur þess vegna komið slagningur undir því, þar sem hiti er í húsinu (frostið komizt að súðinni). Þarf því að þilja innan á grindina og troða á milli, eins og undir járnþaki, sé eldlímsþak notað, og er það þó eins dýrt og járnþak.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir (Miðbær) í Grindavík.

Nokkur reynsla er nú fengin fyrir járnþakningu á íbúðarhúsum og fénaðarhúsum, og væri fróðlegt að vita, hvaða aðferð við millitroðninguna hefur gefizt bezt; því allvíða veit eg til, að slagningur hefur verið í járnþöktum baðstofum. Eins væri fróðlegt að vita, hvernig það reynist að tyrfa utan yfir járnþakið til hlýinda, sem sumir hafa gert, og hvort járnið eigi skemmist við það. Margt þessu viðvíkjandi gætu menn nú lært af þeirri reynslu, sem þegar er fengin iunanlands, ef safnað væri upplýsingum um það.

Flagghúsið

Flagghúsið í Grindavík.

Skaði er, að hin verðlaunaða húsabótaritgerð Sig. Guðmundssonar, skuli eigi enn hafa birzt á prenti. Líklega mætti margt af henni læra. Og hann er einmitt búsettur á skjálftasvæðinu, og því líklegur til að geta lagt þarft „orð i belg“ um þetta húsabyggingamál þeirra héraða.
Ísafold hefur lagt það til, og er enn að halda því fram, að vér ættum að fá útlendan (danskan!) húsagerðarfræðing oss til leiðbeiningar í sveitabæjabyggingum. En ólíklegt er, að slíkt yrði að hinum minnstu notum fyrir oss, enda er líklegast að fáum öðrum en ritstj. Ísaf. komi það í hug. Vér fengjum að eins ánægjuna af að borga þessum „dánumanni“ ferðina hingað.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Miklu meiri likur eru til, að lið gæti orðið að því, að senda hæfan íslenzkan mann til útlanda, þar sem landshættir eru líkastir vorum, t. d. hinna norðlægari héraða Noregs og Svíþjóðar, til að kynnast þar húsagerð, og kynni margt að mega læra þar, er hér mætti að liði verða.
Þó að nokkrir bæir kunni nú að verða bættir á næstu sumrum, þar sem hrunið varð í sumar, með styrk samskotafjárins, verður um mörg ár enn mikið starfsvið fyrir hendi, að kippa í betra horf bæjabyggingum víðsvegar um land, og á því veltur að miklu leyti framtíð þjóðarinnar og heiður. Er því vert að gera allt sem verða má til að hlynna að því máli, og mun eg ekki átelja ísaf. fyrir það, þó hún endurtaki orð og hugmyndir mínar eða aunara 3.—4. hvert ár, til að halda málinu vakandi, úr því hún hefur ekkert nýtt að bjóða, — nema ‘arkitektinn’ danska!“ – Björn Bjarnarson, Reykjahvoli 28. febr. 1897.

Bárujárn

Bárujárnshús.

Í AVS-blaði arkitekja (Arkitektúr – verktækni) árið 1999 segir af „Bárujárni í íslenskir byggingarlist„:
„Árið 1995 gaf Minjavernd út bæklinginn Bárujárn, verkmenning og saga. Ritstjóri þessa ágæta bæklings var Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, en meðhöfundar hans eru arkitektarnir Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson.
Bæklingurinn er 60 bls. að stærð og gefur gott yfirlit um þennan þátt íslenskrar mannvirkjagerðar. Hér fer á eftir útdráttur úr þessum bæklingi, en hann er m.a. fáanlegur á skrifstofu Arkitektafélags Íslands. (ritstj.)
Bárujárnsklædd timburhús eru óvíða til annars staðar en á Íslandi og líklega hvergi í jafnríkum mæli. Þau eru snar þáttur í byggingarsögu okkar og bæjarmenningu. Þau eru sérstakt framlag íslensku þjóðarinnar til húsagerðarsögunnar, enda vekja þau athygli þeirra ferðamanna sem hingað koma og hafa auga fyrir því sem einkennir umhverfi okkar.
Bárujárn endist ekki að eilífu frekar en önnur byggingarefni.

Bárujárn

Ryðgað bárujárn.

Oftast er það tæring, þ.e. ryð, sem takmarkar endingu þess. Stundum má kenna um óheppilegum eða beinlínis röngum frágangi en fyrir kemur einnig að bárujárn skemmist vegna hnjasks, það rifnar eða dældast. En jafnvel þegar frágangur er eins og best verður á kosið tærist járnið að lokum og eyðist.
Þegar um friðuð hús er að ræða og önnur hús sem hafa menningarsögulegt gildi skiptir oft miklu máli að upphaflegt handverk hússins varðveitist og að efnisnotkun og aðferðum verði ekki raskað nema í undantekningartilvikum.
Bárujárn tók að berast hingað frá Englandi seint á 7. tug seinustu aldar. Um þær mundir opnuðust nýjar verslunarleiðir til Englands vegna sauðasölunnar svokölluðu, þegar umtalsverður útflutnungur hófst á lifandi sauðfénaði.

Bárujárn

Uppskipun á bárujárni í Vestmannaeyjum.

Nýjar verslunarvörur komu með skipunum sem sóttu sauðféð og meðal þeirra var bárujárnið. Talið er að fyrst hafi bárujárn verið sett á húsþak timburhúss í brennisteinsnámunum í Krýsuvík skömmu fyrir 1870, en þær voru reknar af ensku félagi. Þá voru þök íslenskra timburhúsa langflest klædd tjörguðu timbri. Slík þök voru talin endast illa og erfitt var að halda þeim regnþéttum. Talið er að Geir Zoéga útgerðarmaður hafi fyrstur íslenskra manna sett bárujárn á hús sitt árið 1874 og tveimur árum síðar setti Valgarður Breiðfjörð smiður og kaupmaður bárujárn á þak og veggi á húsi sínu, Aðalstræti 8 í Reykjavík, og hefur það ef til vill verið í fyrsta sinn sem bárujárn var notað á húsveggi hér á landi.

Bárujárn

Iðnó í Reykjavík.

Reykjavík gekk í Brunabótafélag dönsku kaupstaðanna árið 1874 og var þá gert skylt að leggja eldtraust þök á öll ný hús. Sú ákvörðun hefur eflaust átt drjúgan þátt í því hve mikla útbreiðslu bárujárnið fékk á skömmum tíma. Um 1874 voru aðeins bárujárn og steinskífur viðurkennd sem eldtraust þakefni hér á landi. Bárujárnið var a.m.k. helmingi ódýrara en skífurnar.

Bárujárn

Ráðherraústaðurinn.

Eftir mikinn bæjarbruna í Reykjavík árið 1914 var nánast bannað að byggja timburhús í Reykjavík. Eftir það voru nær því öll hús sem reist voru gerð úr steinsteypu. Áfram var bárujárn notað á þök húsanna.
Um 1970 var orðin töluverð breyting á afstöðu almennings og stjórnmálamanna til húsafriðunar og um það leyti var hafin stórfelld viðgerð og endurbætur á gömlum timburhúsum. Skilningur hafði vaxið á því að bárujárn hafði valdið byltingu í íslenskri húsagerð og var að mörgu leyti eitt ákjósanlegasta byggingarefni sem hér var völ á.

Bárujárn

Fríkirkjuvegur 11.

Handverkskunnáttu við smíðar timburhúsa hafði hrakað frá því í byrjun aldarinnar og þekking og reynsla á notkun bárujárns var ekki almenn meðal smiða.
Þessum bæklingi er m.a. ætlað að örva áhuga á bárujárnsnotkun og hvetja til þess að gömlum bárujárnshúsum sé vel viðhaldið. Hér er kynnt saga bárujárnsins og reynt eftir mætti að lýsa þróun handverksins og notkun þess. Leiðbeint er um aðferðir við notkun bárujárns á nýjum húsum en þó einkum við endurnýjun bárujárns á gömlum, friðuðum húsum.

Grindavíkurkirkja

Grindavíkurkirkja.

Mikilvægt er að hafa í huga, að oft háttar svo til að fleiri en ein aðferð koma til greina þegar ákveða skal hvernig nota skuli bárujárn. Bárujárnsklæðning húsa byggist á handverki sem hófst á öldinni sem leið og er enn í þróun. Um hálfrar aldar skeið lá timburhúsagerð hér á landi að mestu niðri en fyrir um það bil 25 árum var þráðurinn tekinn upp að nýju og enn er verið að bæta aðferðir og útfærslur.“

Fréttablaðið árið 2005 fjallar um „Bárujárbsklæddan útnárann Ísland„:
„Bárujárn er eitt helsta einkenni húsanna í miðbæ Reykjavíkur. Óvíða í heiminum hefur það verið notað eins mikið til klæðningar og hér á Íslandi.

Bárujárn

Torfbærinn.

„Íslendingar hafa lagt tvennt til byggingalistasögunnar, annars vegar torfbæinn og hins vegar bárujárnsklædda timburhúsið. Þegar sveiserstíllinn svokallaði barst til landsins frá Norðurlöndunum um 1890 þá byrjuðu íslenskir forsmiðir að klæða vegleg timburhús með bárujárni. Þegar Norðurlandabúar sjá þessi hús í dag þá taka þeir bakföll af undrun því þeir eiga ekki að venjast því að sjá hús í sveiserstílnum klædd bárujárni, en það er einmitt mikið af slíkum húsum í miðborginni.

Bárujárn

Gamla torfkirkjan í Víðimýri.

Norðmönnum eða Svíum datt ekki í hug að nota bárujárn til að klæða húsin sín því þeir áttu nóg af timbri,“ segir Magnús Skúlason forstöðumaður húsafriðunarnefndar. Afsprengi iðnbyltingarinnar Bárujárn var afsprengi iðnbyltingarinnar í Bretlandi og kom fyrst fram á sjónarsviðið í kringum 1830. Aflmiklar gufuvélar voru forsenda þess að hægt væri að ,,valsa“ bárurnar, sem bárujárn dregur nafn sitt af, í slétt járn en það hafði ekki gefið góða raun að nota slétt járn til klæðningar.
Það er einkum þrennt sem gerir bárujárn að undraefni. Í fyrsta lagi eru það bárurnar sem gefa efninu styrk langt umfram það sem ætla mætti af þykkt þess, í öðru lagi valda bárurnar því að loft getur leikið um svæðið bak við járnið sem dregur stórlega úr rakaskemmdum og í þriðja lagi er bárujárn galvaníserað sem eykur mjög mikið á endingu járnsins og gerir það að verkum að bárujárn getur enst í allt að 100 ár.

Bárujárn

Bárujárnshús við Dýrafjör.

„Þegar Íslendingar fengu verslunarfrelsi og fóru í auknum mæli að versla við Skotland og England, sérstaklega að selja þeim sauði, þurfti að finna einhverja vöru til að flytja til baka, þá fengu íslenskir kaupmenn þá hugmynd að fllytja inn bárujárn í staðinn fyrir sauðina,“ segir Pétur H. Ármannsson hjá byggingarlistardeild Listsafns Reykjavikur.
„Það var um 1880 sem bárujárnið fer að verða útbreitt hér á landi og eru nokkrar ástæður fyrrr því. Timburklæðningin sem var notuð hér á landi áður en bárujárnið kom til sögunnar var óhentug í þeim veðrabrigðum sem eru á Íslandi.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir í Grindavík.

Bárujárnið þótti heppilegra en gamla klæðningin því það einangraði betur. Einnig spilaði inn í að á seinni hluta 19. aldarinnar fóru menn að tryggja hús sín hjá dönskum fyrirtækjum og ef hús var bárujárnsklædd voru tryggingarnar ódýrari en ella því eldhætta er minni þegar hús eru klædd bárujárni en þegar þau eru timburklædd,“ segir Pétur.

Þótti ekki fínt í öðrum löndum

Bárujárn

Viðgerð á bárujárnshúsi.

Pétur segir að íslenskum smiðum hafi tekist einstaklega vel upp að laga notkun á bárujárni að norrænum byggingarstíl þó svo að bárujárnið hafi ekki þótt við hæfi í öðrum löndum. „Það datt engum í Bretlandi eða á Norðurlöndunum í hug að nota bárujárn nema í skúra eða útihús því það þótti ekki fínt, bárujárnið var heppilegt og ódýrt efni en það þótti ljótt og því var það nær eingöngu notað á íbúðarhús á jaðri hins siðmenntaða heims,“ segir Pétur.
„Bárujárnið var mikið flutt í útjaðar breska heimsveldisins. Ég fór með nýsjálenskan arkitekt í skoðunarferð um miðborg Reykjavíkur um daginn og hann var gáttaður þegar hann sá allt bárujárnið á húsunum því hann hélt að engin þjóð ætti eins mikið af bárujárnsklæddum húsum og Nýsjálendingar,“ segir Pétur og minnist einnig á að bárujárn sé mikið notað í Ástralíu.

Bárujárn

Bárujárnshús í Reykjavík.

Bárujárn varð fljótt ríkjandi í klæðningum húsa hér á landi, bæði á þökum og eins á veggjum. Fyrsti maðurinn sem talinn er hafa sett bárujárnsklæðningu á þak og veggi á húsi sínu var Valgarður Breiðfjörð, smiður og kaupmaður, sem bárujárnsklæddi hús sitt við Aðalstræti 8 árið 1876.
Almennt var bárujárn þó ekki lagt á húsveggi fyrr en eftir 1890. Í grein frá árinu 1897 sem bar titilinn Handhægasta byggingarefnið og birtist í blaðinu Reykvíkingi segir Valgarður Breiðfjörð: ,,Það er engum efa bundið, að það handhægasta, varanlegasta og besta byggingarefni sem við höfum nokkru sinni fengið, er galvaniseraða þakjárnið,“ en bárujárnið gekk undir ýmsum nöfnum hér áður fyrr áður en orðið bárujárn festist við það.

Lifði lok timburhúsaaldar

Bárujárn

Fríkirkjan í Reykjavík.

Þrátt fyrir að timburhúsaöld hafi liðið undir lok á Íslandi um 1920 var bárujárnið áfram notað á þök steinsteyptu húsanna sem byrjuðu að rísa í borginni. Listin að bárujárnsklæða hús féll svo í gleymsku í um hálfa öld allt fram til um 1970 að áhugi fór að vakna aftur á gamla timburstílnum og menn fóru aftur að nota bárujárn til klæðningar á nýjum húsum í nýjum hverfum.
„Bárujárn þykir ekki fínt og því kom það mér á óvart þegar ég sá það notað á húsþaki í Písa á Ítalíu fyrir nokkrum árum og eins veit ég að það er mikið notað á Falklandseyjum en þar er veðurfar svipað og hér á landi. Ég held að að bárujárnið sé til víða í heiminum í ófínni hverfum en ég held að Ísland sé eini staðurinn þar sem bárujárnið er viðurkennt og þykir bara flott,“ segir Magnús Skúlason.“

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/B%C3%A1ruj%C3%A1rn
-Reykvíkingur, 4. árg. 08.09.1894, Bárótta þakjárnið, bls. 83-84.
-Reykvíkingur, 7. tbl. 01.07.1898, Enn á fáein orð um þakjárnið, bls. 26-27.
-Lesbók Morgunblaðsins, 15. tbl. 22.04.1951, Bárujárn, bls. 236.
-Þjóðólfur, 11. tbl. 05.03.1897, Björn Bjarnason – Húsabótamál, bls. 48-49.
-AVS. Arkitektúr verktækni, 2.tbl. 01.08.1999, Bárujárn í íslenskir byggingarlist, bls. 33-35.
-Fréttablaðið, 182. tbl. 08.07.2005, Útnárinn Ísland er bárujársnklæddur, bls. 37.

Bárujárn

Bárujárnshús við Bergþórugötuna var vinsælt dægurlag fyrir nokkrum áratugum eftir þá Davíð Oddsson og Gunnar Þórðarson.
Upphaflega voru þrjú svipuð bárujárnstimburhús við Bergþórugötu en nú er bara eitt af þeim eftir, nefnilega þetta sem er nr. 20 og hefur verið málað með ærið sérstökum hætti eins og sjá má. Eins og flest hús á það sér merkilega sögu, var upphaflega reist af Byggingarfélagi Reykjavíkur sem stofnað var af verkalýðssamtökunum í Reykjavík árið 1919 og var hluti af fyrstu tilrauninni til að stofna verkamannabústaði hér á landi.
Sú tilraun fór þó illa. Byggingarfélagið fór á hausinn. Löngu seinna eða 1986 fékk Barnaheimilið Ós inni í húsinu og var þar alveg til 2017. Þetta var einkabarnaheimili eða leikskóli sem róttækir foreldrar, flestir úr hópi leikara, höfðu stofnað þar sem á þeim tíma var ekki gert ráð fyrir að börn giftra foreldra fengju heildagspláss á slíkum stofnunum sem borgin rak. Það gerðist ekki fyrr en með Reykjavíkurlistanum 1994. Núna er bárujárnshúsið við Bergþórugötuna svona skrautlega málað og líklega bara í anda dægurlagatextans.

Hópsheiði

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir Svavar Sigmundsson um „Önefnið Grindavík„:
„Grindavíkur er getið í Landnámabók (Íslensk fornrit I:330). Í sömu bók eru auk þess Grindalækur í Húnavatnssýslu og Grindur í Borgarfirði.

Hópsvarða

Innsiglingavarða við Hóp í Grindavík – endurhlaðin af FERLIRsfélögum.

Í örnefnum bendir orðið grind til merkingarinnar ‘gerði’ eða ‘hlið’, eða ‘klettarið’, til dæmis Grindaskörð í Gullbringusýslu og Grindamúli í Suður-Múlasýslu, Grindarás í Austfjörðum (Íslenskt fornbréfasafn IV:205,271), Helgrindur á Snæfellsnesi og Jökulgrindur í Rangárvallasýslu. Klettarani á merkjum Þorpa og Hvalsár í Strandasýslu heitir Grind (Íslenskt fornbréfasafn IV:161). Sögn er um að grind hafi verið þar í skarði til varnar ágangi búfjár.

Svartiklettur

Svartiklettur við Hópið í Grindavík – sundmerki.

Hugsanlegt er að grind hafi átt við sundmerki* en Sundvarða er í Herdísarvíkursundi, „sem tréð með grind stendur í“ (Örnefnaskrá).
*Sundmerki er innsiglingarmerki, oft varða með tré í, eins og í Herdísarvíkursundi, og til dæmis þannig að tvær slíkar vörður átti að bera saman þar sem innsigling var örugg.“

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – innsiglingavarða.

Famangreint verður að teljast fróðlegt í ljósi allara sundmerkjanna í Grindavík. Reyndar eru núverandi sundmerki ekki svo gömul að telja megi til landnáms, en þau verður að telja merkileg í samhengi sögunnar. Engum vafa er um það orpið að Grindvíkingar hafi sótt sjó um aldir og hafa því nýtt sér sundmerki sér til leiðsagnar, sbr. Siggu og önnur kennileiti ofan byggðar. Flest þeirra eru nú orðin mosavaxin, líkt og merkið í Leiti ofan Þórkötlusstaða, en önnur þau nýrri eru þó enn augljós, s.s. sundmerkin ofan Hóps.

 

Hópsvarða

Neðri Hópsvarðan 2021.

FERLIRsfélagar endurhlóðu efri sundvörðuna við Hóp eftir að hluti hennar hrundi í frostvetri, en nú, eftir jarðskjálftana undanfarið (2021) hafa bæði hún sem og sú neðri þurft að lúta í lægra haldi. Þar má segja að „Snorrabúð“ sé nú stekkur. FEELIRSfélagar hafa sýnt lítinn áhuga á að endurhlaða vörðuna vegna lítils áhuga bæjarstjórnar Grindavíkur á að viðhalda þessu gömlu minjum byggðalagsins…

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6588

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Hafnarfjörður

Í Lesbók Morgunblaðsins 1995 fjallar Snorri Jónsson um „Atvinnusögu Hafnarfjarðar 1924-1926, Hellyerstímabilið“ undir fyrir sögninni „Veitingar að vild og sungið í Almannagjá„. Hellyersbræður voru enskir útgerðarmenn sem gerðu út frá Hull en ráku á tímabili umfangsmikla togaraútgerð og saltfiskverkun frá Hafnarfirði. Algengt var að þetta tímabil, 1924-1929, væri kennt við þá bræður í Hafnarfirði. Frásögn Gísla Sigurgeirssonar kemur þó miklu víðar við og gefur á gamansaman hátt hugmynd um aldaranda og daglegt líf í Firðinum á þessum tíma.
Um er að ræða IV og lokakafla í sögu þessa tímabils.

Umbætur á húsum og löndum
HafnarfjörðurÞetta sumar lét Hellyer gera margar og miklar umbætur á húsum og löndum í Svendborg. Júlíus Nýborg skipasmiður sá um allar smíðar og viðgerðir bæði í landi og á skipunum. Honum til aðstoðar, meðal annarra, var Níels í Kletti. Verkstjórar við skverkunina voru Sigurður Þórólfsson og Þórður Einarsson, sem um eitt skeið var rafljósavörður í bænum, ævinlega nefndur Þórður ljósa. Umsjónarmaður með vörum til skipanna var Englendingur að nafni Johnson, ákaflega sver og feitur karl og hafði áður verið togaraskipstjóri. Annar Englendingur sá um allt sem viðkom vélum skipanna, en nafn hans er liðið mér úr minni.

Hafnarfjörður

Sendborg.

Margir duglegir strákar unnu þarna í Svendborg. Sérstaklega minnist ég Jóns Guðmundssonar, sem síðar varð yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði. Hann aðstoðaði m.a. Englendingana við flutning á vörum til skipanna.
Lífið í Hafnarfirði á fyrsta fjórðungi aldarinnar var tilbreytingarlítið; — að minnsta kosti myndi mönnum finnast það nú ef þeir hyrfu þetta spölkom aftur í tímann. Allt snerist um fisk, vinnan var fiskur og fiskurinn var vinnan og fiskur var uppistaðan í daglegri fæðu. „Vantar þig ekki í soðið,“ sögðu sjómennimir þegar þeir komu úr róðri.

Hafnarfjörður

Uppskipun á fiski í Hafnarfjarðarhöfn.

„Taktu hann þennan. Er þessi kannski ekki nógu góður?“ Og engrar greiðslu var krafist. Þannig var samhjálpin, eðlileg og ómeðvituð. En núna, þegar allt er að breytast eða orðið breytt, er svona lagað kallað frumstætt og vekur furðu. Allt er selt og allt er tilbreyting frá daglegu amstri varð því eftirminnileg og umtöluð.

Skemmtiferðir Bookless og Hellyers
Á sínum tíma þótti það ekki lítil tilbreyting þegar Booklessbræður tóku upp þann sið að bjóða fólki sínu i skemmtiferð.
Þessar skemmtiferðir á vegum Booklessbræðra þættu nú ekki tilkomumiklar á nútímavísu. Þær voru fólgnar í því að boðið var upp á veitingar eins og hver vildi suður við Grísanes eða á Hamranesflötum og fóru þangað flestir gangandi því að fæstir áttu fararskjóta. Vel man ég eftir einni slíkri skemmtiferð.
HafnarfjörðurÞegar veitingar höfðu verið þegnar hófst íþróttakeppni. Var mönnum skipt í flokka eftir aldri og fengu allir verðlaun að lokinni keppni. Í þriðja flokki karla tóku þrír þátt í hlaupi. Það vom þeir Bjarni Narfason, Magnús í Brúarhrauni og Ándrés Guðmundsson, faðir Gríms Andréssonar og þeirra systkina. Hlaut Magnús fyrstu verðlaun, sem var göngustafur. Sagði hann að göngustafurinn hefði komið sér vel á heimleið, því hann hefði orðið dálítið valtur á fótum eftir trakteringar þeirra skosku!

Boddíbíll

Boddíbíll.

Bjarni hlaut önnur verðlaun og gekk heim hjálparlaust, en Grímur þriðju og gekk víst ekki nema hálfa leiðina! Þetta vakti ánægju og gleði í fásinni og tilbreytingarleysi daganna.
Svo var það eitt árið, sem þeir Hellyersbræður störfuðu hér, að þeir ákváðu að feta í fótspor fyrirrennara sinna, þeirra Booklessbræðra, og bjóða fólki sínu í skemmtiferð og skyldi nú fara til Þingvalla. Var okkur verktökum, ásamt öllu verkafólkinu, boðið með, en þátttakan var nú ekki mikil miðað við allan þann fjölda sem hjá þeim vann. Farkostirnir vora venjulegir flutningabílar. Á þeim bílum sem best voru úr garði gerðir var húsgrind með bekkjum í, klædd með striga. Víst var um það að allir, sem tóku þátt í ferðinni, voru ánægðir yfir farkostunum og glaðir í sinni og það var besta veganestið.

Ferðalag

Ferðamáti í byrjun 20. aldar. Boddíbíll í bakgrunni.

Á austurleiðinni lentu þeir saman í bíl Guðmundur Gíslason frá Tjörn, Finnbogi Jónsson, Marijón Benediktsson og Janus Gíslason. Eitthvað var nú skrafað í bílnum þeim því það bar helst til tíðinda á leiðinni austur að þeir Guðmundur og Finnbogi hótuðu að fara úr bílnum og verða eftir ef þeir Janus og Marijón hættu ekki sínu klúra orðbragði! Ekki varð þó úr að þeir yfirgæfu bílinn og að lokum tókst að koma á sættum sem entust þeim nokkum veginn á leiðarenda.

Rómantík á Þingvöllum

Þingvellir

Þingvellir 1915 – póstkort.

Þennan sunnudag var sólskin og bliða allan daginn. Þá eru Þingvellir yndislegur staður og náttúrufegurðin í allri sinni fjölbreytni óviðjafnanleg. Mér fannst eins og ég kæmist í persónulega snertingu við þá atburði sem þarna hafa átt sér stað í gegnum tíðina, sérstaklega þá atburði sem frá er sagt í Njálu. Þingvellir í blíðviðri gefa atburðum sögunnar, sem við staðinn era tengdir, enn
rómantískari blæ. Gunnar og Hallgerður verða enn glæsilegri þar sem þau ganga eftir Almannagjá í kvöldkyrrðinni, Skarphéðinn enn tilkomumeiri þegar hann veður að Þorkeli hák í liðsbónarferð og hótar að keyra Rimmugýgju í höfuð honum og enn meiri ljóma stafar af Þorgeiri Ljósvetningagoða þegar hann skríður undan feldinum og sættir þingheim.

Valhöll

Valhöll 1915.

Þarna nutum við dagsins í blíðviðri á Þingvöllum í boði atvinnurekandans, Hellyer Bros. Ltd. í Hull, og skemmtum okkur svikalaust.
Fólk hafði með sér nesti og þess var neytt á víð og dreif, farið í leiki, keppt í hlaupi og kefladrætti svo að eitthvað sé nefnt. Í kapphlaupinu var fólki skipt í flokka eftir kynjum og aldri. Man ég vel að um fyrsta sætið í öldungaflokki karla kepptu þeir Jón Einarsson og Pétur Snæland og varð Jón hlutskarpari eftir harða keppni.

Sungið fullum hálsi

Almannagjá

Almannagjá.

Þegar líða tók á daginn söfnuðumst sum okkar saman í Almannagjá, einkum þau okkar sem voru úr söngkór stúkunnar Morgunstjarnan, og fóra að syngja fullum hálsi ættjarðarlög, m.a. Öxar við ána. Fannst okkur söngurinn hljóma vel í gjánni. Brátt veitum við því athygli að talsverður áheyrendahópur er kominn í gjána og hlýðir á sönginn. Mestur hluti þess fólks voru farþegar á skemmtiferðaskipi sem statt var í Reykjavík. Er nú komið til okkar og við beðin að syngja meira af íslenskum þjóðlögum. Við tökum vel í það og var nú reynt að vanda sig eftir bestu getu og sungum við mörg lögin þrí- og fjórraddað.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Að lokum dettur okkur í hug að syngja þjóðsönginn. Þegar við erum í þann veginn að bylja vindur sér til okkar maður úr ferðamannahópnum og syngur tenórinn í þjóðsöngnum. Þetta var Þorsteinn, bróðir Péturs Jónssonar óperusöngvara, og var heldur betur liðtækur. Þegar söngnum var lokið víkur sér amerísk kona að minni ungu konu, Jensínu Egilsdóttur, og þakkar henni sérstaklega fyrir sönginn. Segist hún hafa veitt því athygli hversu mikla og fagra rödd hún hafi og biður hana að þiggja af sér fimm dollara seðil til minningar sem örlítinn virðingar- og þakklætisvott fyrir söng hennar.

Og sumarið leið

Hafnarfjörður

Starfsmannahús Hellyers.

Allt var þetta eftirminnilegt; ferðin fram og til baka, veðurblíðan, náttúrufegurðin, söngurinn. Þegar við héldum heim á okkar fimm flutningabílum með trébekkjum á palli og húsgrind klædd í striga þá fannst mér þetta verið hafa dásamlegur dagur sem fengið hefði dýrðlegan endi. Og upp í huga minn kom þetta ágæta erindi eftir séra Hallgrím:

Gott er að hætta hverjum leik
þá hæst fram fer.
Nú skal hafa sig á kreik.
Vel sé þeim sem veitti mér.

Hafnarfjörður

Togarinn Ceresio var í eigu Hellyers.

Var nú ekið heim í kvöldkyrðinni og bar ekkert til tíðinda sem frásagnarvert geti talist.
Daginn eftir tók hversdagsleikinn við. Nóg var að starfa, — allra beið þrotlaust starf. Hjá okkur lá fyrir að losa togara, kola togara og leggja fiskreit; — hjá Svenborgarfólkinu að þvo fisk, stafla fiski eða breiða fisk ef þurrkur yrði.
Og sumarið leið, þetta blíðviðrasumar, og vinnan var alltaf meira en nóg. Við lögðum Mr. Allans-reitinn milli þess sem við losuðum fiskinn úr togurunum eða kol og salt úr flutningaskipum. — Og árið leið til enda við umstang og erfiði.

Tryggvi skar sig úr

Hafnarfjörður

Imperialist var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1924 fyrir Hellyers Bros Ltd í Hull. 488 brl. 800 ha. 3 þenslu gufuvél. Smíðanúmer 457. Hann var gerður út á saltfiskvertíðinni frá Hafnarfirði 1925-29 af Hellyer-bræðrum. Tryggvi Ófeigsson var fiskiskipstjóri, og segir af skipinu í ævisögu hans eftir Ásgeir Jakobsson.

Næsta ár komu Hellyersbræður með skip sín á ný, en það var ekki nærri eins mikill kraftur og líf í útgerðinni og áður hafði verið. Fiskiskipstjórarnir íslensku fengu ekki að ráða eða höfðu ekki þau bein í nefi sem þurfti til að taka völdin í sínar hendur, enda ungir og lítt reyndir, og gekk illa að fiska.
Tryggvi Ófeigsson skipstjóri á Imperialist skar sig úr hvað þetta snerti. Hann fór ekki eftir öðru en eigin sannfæringu og eigin hugboði og lét aldrei í minni pokann fyrir þeim bresku, enda fiskaði hann meira en hinir. Atlæti og aðbúnaður um borð var betri hjá Tryggva en hinum. Það gætti óánægju í áhöfnum hinna togaranna, enda var á takmörkum að mannskapurinn fengi nóg að borða. Er þá ekki að sökum að spyrja: úr afköstum dregur, óánægjan býr um sig og þá er ekki við miklu að búast.

Hafnarfjörður

Togarinn Menja.

Á síðari hluta Hellyerstímabilsins finnst mér færra til frásagnar. Við unnum við ensku togarana meðan þeir lögðu hér upp fyrir sömu eða svipuð kjör og við sömdum um á áramótum 1924—25. Auk þess afgreiddum við botnvörpungana Ver og Víði, Ými og Menju. Ýmiss konar aðra vinnu tókum við að okkur eftir því sem til féll. Á sumrum fórum við austur í Arnarbæli og heyjuðum til viðbótar Selskarðstúninu. Tíðin var einmuna góð á þessum árum og heyskapur jafnan ágætur.

Samanburður út í hött

Hafnarfjörður


Saltfisklöndun úr togaranum Garðari GK 25. Tekið um borð í skipinu og sér yfir fremri hluta þess, bakborðsmegin. Um borð eru verkamenn að vinnu, flestir á nankinsjökkum, buxum og með derhúfur. Einnig tveir drengir á þilfari togarans. Löndunarskúffa. Net strengt milli skips og bryggju. Á bryggju tveir vörubílar, verið að kasta fiski á annan þeirra. T.v. löndunarkrani, sést að hluta, löndunarskúffa með fiski í hangir í krana og heldur maður í reipi á henni. Í bakgrunninum bryggjur, hús og þorp.
Nánari upplýsingar:
1) Edinborgarhúsið (nú horfið). Ágúst Flygenring var þar til húsa með umsvif sín.
2) Salthús (nú horfið).
3) Akurgerðishúsið (nú horfið). Þar var m.a. verslun Gunnlaugs Stefánssonar og skrifstofur Sviða.
4) Jón Einarsson, verkam., áður verkstjóri í Hafnarfirði.
5) Vöskunarhús Edinborgar.
6) Fiskverkunarhús Akurgerðis.
7) Bæjarbryggjan.
8) Janus (Gíslason) bílstjóri.

Rétt finnst mér að geta þess hvað við fengum fyrir vinnuna. Eg geri það raunar til gamans, því samanburður við nútímann virðist ógjörningur. Tæknin er komin í margföldum mæli til liðs í svona vinnu, vélaafl komið í stað vöðva og verðlag og kaupgjald hefur breyst svo mjög í krónum talið að allur samanburður er út í hött. En verð á ýmsum þessara verka árið 1926 var sem hér segir:
Uppskipun á fiski úr togara, komið á bíl kr. 3.30 pr. tonn.
Kola togara með tippvögnum kr. 1.70 pr. tonn.
Kola togara með pokum kr. 2.55 pr. tonn.
Útskipað salti í togara með pokum kr. 2.60 pr. tonn.
Útskipað salti í togara með tippvögnum kr. 1.60 pr. tonn.
Uppskipun á kolum úr fragtskipi í pokum kr. 2.60 pr. tonn.
Uppskipun á kolum, laust í trogum og á bíla kr. 1.65 pr. tonn.
Uppskipun á salti í pokum kr. 2.50 pr. tonn.
Eftirvinna var í hlutföllunum 3:5.

Það sem úrslitum réði
Útgerð Hellyersbræðra varaði næstu árin, en kraftur hennar fór sídvínandi. Árið 1929 sigldu þeir brott með sinn fríða flota, saddir af sínu umstangi hér. Að þeim var mikil eftirsjá og brottför þeirra var þungt áfali fyrir atvinnulífið. Sú var þó bót í máli að innlend botnvörpungaútgerð og önnur útgerðarstarfsemi var komin á fót og dafnaði og því vofði atvinnuleysi ekki yfir á sama hátt og 1922, þegar Bookless Bros. Ltd. varð gjaldþrota.

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn 1910.

Þessir tæpu tveir áratugir, frá 1910 til 1930, mætti ef til vill með réttu kalla breska tímabilið í atvinnusögu Hafnarfjarðar. Þótt önnur atvinnustarfsemi hafi verið að sækja í sig veðrið á þessum árum var hún ekki nema svipur hjá sjón við hliðina á þessum skosku og ensku risum. Afkoma fólks og atvinnulífið hér byggðist að verulegu leyti á þeim.
Á þessu tímabili var töluvert aðstreymi fólks til Hafnarfjarðar og margir komu hingað utan af landi til að vinna meðan vertíðarnar stóðu sem hæst; — og það er óhætt að segja að margur hlaut góða umbun síns erfiðis.

Hanarfjörður

Fiskvinnslufólk við aðgerð á plani bæjarútgerðarinnar við Vesturgötu. Vestan við bárujárnsgirðinguna sést kolabingur og í eitt af húsum Helleyers.

Hellyersbræðrum þótti erfítt og umfangsmikið að gera út á veiðar í salt. Í því var fólgin mikil fjárfesting sem skilaði sér ekki til baka fyrr en seint og um síðir, en þegar fiskurinn var ísaður um borð var annað upp á teningnum; það var jafnvel búið að gera upp túrinn þegar skipið fór í næstu veiðiferð.
„Það er léttara að gera út sextíu togara frá Hull á veiðar í ís en sex héðan á veiðar í salt,“ sagði Mr. Owen Hellyer eitt sinn við mig.
Það var þetta sem úrslitum réði.“

Hér líkur skrifum af Hellyersútgerðinni sem og útgerðaratvinnuháttum í Hafnarfirði á árunum 1924-1929. Skrifin eru byggð á endurminningum Gísla Sigurgeirsson, sem nú er látinn. Ljóst er að margt hefur breyst í framangreindum efnum á skömmum tíma. Þess vegna eru frásagnir sem þessar svo mikilvægar til að efla meðvitund okkar, sem teljum okkur lifa í nútímanum.
Skrifarinn, Snorri Jónsson (1928-2016), starfaði við Flensborgarskóla.

Framhald…

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 10. tbl. 11.03.1995, Snorri Jónsson, Hellyerstímabilið IV, Veitingar að vild og sungið í Almannagjá, bls. 6-7.

Hafnarfjörður

Krosseyrarvegur 7. Húsið er teiknað af Geir Zoega, fyrir útgerðarfyrirtækið Hellyers bros.

Hafnarfjörður

Í Lesbók Morgunblaðsins 1995 fjallar Snorri Jónsson um „Atvinnusögu Hafnarfjarðar 1924-1926, Hellyerstímabilið„. Hér fjallar hann um tímabilið undir fyrirsögninni „Vinnubók týndist í kolabing„. Hellyersbræður voru enskir útgerðarmenn sem gerðu út frá Hull en ráku á tímabili umfangsmikla togaraútgerð og saltfiskverkun frá Hafnarfirði. Algengt var að þetta tímabil, 1924-1929, væri kennt við þá bræður í Hafnarfirði. Frásögn Gísla Sigurgeirssonar kemur þó miklu víðar við og gefur á gamansaman hátt hugmynd um aldaranda og daglegt líf í Firðinum á þessum tíma.

Hafnarfjörður

Tryggvi Ófeigsson (1896-1987). Tryggvi var svo með Imperíalist til ársins 1929. Það ár hættu Hellyersbræður allri útgerð og fiskvinnslu á Íslandi. Tryggvi gekk svo inn í útgerðarfélagið h/f Júpíter í Hafnarfirði sem stofnað var 26 júlí 1929, með Lofti Baldvinssyni og Þórarni Olgeirssyni, sem árið 1925 höfðu látið smíða skip fyrir sig í Beverley, það skip var Júpíter GK 161. Tryggvi varð svo skipstjóri á honum þegar Þórarinn Olgeirsson hætti skipstjórn þar árið 1929.

„Á vertíðinni 1925 barst óhemjumikill fiskur á land í Hafnarfirði. Það var því annasamt hjá okkur á þessari vertíð eins og árið áður og eins var mikið að gera við fiskverkunina í landi. Í stað kolaskipsins, sem strandaði, kom brátt annað, en það var ýmsum erfiðleikum bundið að losa kolin úr skipinu af því að fiskvertíðin var komin í fullan gang og togararnir nærri daglega inni.
Samningur okkar við Hellyer var samningur um ákvæðisvinnu. Hann tók til allrar vinnu við togarana og flutningaskipin að því undanteknu að losa úr þeim kolin. Sá togari, sem fyrstur kom frá Englandi í byrjun vertíðarinnar, var Imperialist. Hann var þá nýr og stærstur þeirra allra og kom með allar sínar lestir fullar af kolum. Eftir mikið bras, við aðstæður, sem ég hefi áður lýst, tókst okkur að koma öllum kolunum í land. Skipstjóri á Imperialist var sá landskunni dugnaðar- og aflamaður, Tryggvi Ófeigsson.
Skrifstjóri Hellyersbræðra, og sá sem sá um allar fjárgreiðslur fyrir þá, hét Allan, ævinlega nefndur Mr. Allan. Næst, er ég kom  með reikninga til hans, fékk ég þá alla greidda orðalaust, nema reikninginn fyrir að losa kolin úr Imperialist, hann fékk ég ekki greiddan. Segir Mr. Allan við mig að reikningurinn sé óheyrilega hár og hann geti ekki greitt hann og byrjar nú heldur betur að þusa.

Hafnarfjörður

Togarinn Imperialist.

„Það er svo sem auðséð,“ segir hann, „að þið ætlið að nota ykkur það að ekki er til neinn samningstaxti fyrir verkið eins og í fyrra þegar þið sömduð við Íslendinginn Zoéga. Nú finnst ykkur auðvitað tækifæri til að taka munninn nógu fullan. Svona eruð þið allir, Íslendingar. Það er ekki ofsögum af því sagt.“ Og áfram lét hann dæluna ganga.
Mér varð nær orðfall; maldaði þó eitthvað í móinn, en hugsaði því fleira. Satt að segja var þessi reikningur nokkuð handahófslegur. Ég mundi ekki hvernig þessi viðskipti við Geir H. Zoéga höfðu verið árið áður, en reikningurinn átti að vera sem næst kostnaðarverði. Samt reiddist ég ansi illa þessum ásökunum á mig og mína félaga og ekki síður viðhorfi hans til Íslendinga. Varð heldur fátt um kveðjur; ég rauk út og skellti hurðinni.

Reyndist svo hinn besti

Geir Zóega

Geir Zóega (1896-1985). Geir hóf fiskverkun í Hafnarfirði 1920 og þar var hann búsettur og þar gerðist athafnasaga hans næsta hálfan annan áratug. Hann keypti fiskverkunarstöð í Hafnarfirði, svonefnda Haddensstöð, og tók að verka fisk af
togurum. En þau reyndust mörgum erfið, eftirstríðsárin, þegar allur kostnaður, sem hækkað hafði á styrjaldarárunum, hélzt áfram hár en verðlag á fiski lækkaði.

Fór ég nú hið snarasta heim að leita í plöggum okkar frá árinu áður. Kom þá í ljós að það hafði kostað 15 aurum minna að skipa upp hverju tonni af kolum úr Imperialist en samkvæmt samningnum við Geir árið áður! Þetta var að vísu hrein tilviljun eins og í pottinn var búið. Verð ég nú heldur en ekki feginn þessari niðurstöðu, sest niður, glaður í sinni, og rita Mr. Allan langt og ítarlegt bréf um málið á ómengaðri íslensku. Í bréfinu segi ég að mér þyki leitt þegar okkur félögum, og íslendingum, séu borin á brýn rakalaus ósannindi og syívirðingar. Krafðist ég þess að reikningar fyrirtækisins frá í fyrra yrðu rannsakaðir, þótt þeir væru komnir til Hull, svo að hann gæti komist að hinu sanna. Þyrftum við þá ekki lengur að liggja undir dæmalausum ásökunum hans og svívirðingum. Fór ég með bréfið samdægurs til Péturs Jóhannessonar, sem þá var bókhaldari hjá Hellyer; tók hann að sér að þýða það fyrir Mr. Allan.
Árdegis næsta dag er sent eftir mér og ég beðinn um að koma upp á kontór til Mr. Allans. Var þá reikningurinn greiddur orðalaust. Öll þau ár, sem við höfðum viðskipti við Heilyersbræður eftir þetta, var aldrei minnst einu orði á nokkurn reikning, sem frá okkur kom, þótt um ósamningsbundna vinnu væri að ræða. Vann ég, með þessari tilviljun mætti kannski segja, fullt traust Mr. Allans, enda reyndist hann mér, þaðan í frá, í öllum viðskiptum, hinn besti maður.

Hvinnska var fágæt

Kolaflutningur

Kolaflutningur.

Þegar Hellyerstogararnir komu hingað í fyrsta sinn var haft mjög strangt eftirlit með öllu sem í togurunum var. Vörður var látinn gæta verkamannanna, mjög stranglega, af ótta við að þeir stælu úr skipunum. Þegar frá leið varð þessarar gæslu lítið vart og að lokum varð enginn hennar var. Hygg ég að hvinnska hafi verið fátíð hér um þessar mundir og hafi hennar eitthvað gætt voru Bretarnir ekki síður aðgæsluverðir en Íslendingarnir, svo að ekki sé meira sagt.
Verkin urðu að ganga fljótt og vel, þess krafðist Hellyer og sömu kröfu gerðum við til okkar manna. Það var t.d. venja að kola togarana samtímis því að fiskurinn var losaður. Við kolunina unnu nær eingöngu sömu mennirnir og var sá háttur á hafður að flytja kolin í þá hlið togarans sem frá sneri bryggjunni.

Kolamokstur

Kolamokstur.

Var það gert á þann hátt að gríðarstór og þung renna var sett niður af bryggjunni og neðri enda hennar komið fyrir milli spils og brúar, stundum yfir keisinn ef mjög var lágsjávað.
Stundum voru kolin flutt eingöngu laus á bílum og hvolft í rennuna, en það var því aðeins gert að kolalúga væri milli brúar og spils, annars varð að flytja helminginn af þeim í pokum. Jón Þórarinsson á Norðurbraut 22 var oft forsvarsmaður við kolarennuna og við móttöku á kolunum niðri í skipinu. Oft var kolarennunni bölvað, enda var hún þung á þreyttum höndum, en Jón Þórarinsson sagði í mesta lagi „ansvítti;“ það var hans stærsta blótsyrði.

Þetta er nú meiri bíllinn!

Júpiter

Skipshöfn Tryggva Ófeigssonar á Júpiter.

Í boxunum, við að lempa kolin, voru ævinlega sömu mennirnir. Þau embætti höfðu Guðjón Jónsson frá Hellukoti, Karl Kristjánsson, Jón Þorleifsson, Erlendur Jóhannsson og Atli Guðmundsson. Allir voru þeir úrvalsmenn við þessa iðju og samviskusamir. Oft voru þeir spurðir hversu mörgum bílhlössum þeir kæmu í boxin. Á móti spurðu þeir hversu mörg bílhlöss væru á dekkinu. Eitt sinn sem oftar kemur Karl Kristjánsson með höfuðið upp að boxgatinu og spyr þann sem var að moka niður af dekkinu hversu mikið væri þar eftir af kolum. Honum er sagt að það sé rúmur bíll og ekki von á meiru. Lét hann það gott heita. Hinsvegar stóð þá svo á að búið var að moka á fimm bíla uppi í kolabing og var þeim öllum dembt ofan á dekkið: Er nú kolunum mokað í boxin og farið að hreinsa dekkið.
HafnarfjörðurSkyndilega kallar Karl upp og segist vera að koma, það sé allt orðið fullt niðri. Um leið og hann rekur höfuðið upp um boxgatið segir hann með undrun í röddinni:
„Þetta er nú meiri bíllinn!“
Var þetta haft að orðtaki eftir þetta ef eitthvað þótti keyra úr hófi:
Þetta er nú meiri bíllinn!
Stundum gat nú fokið í boxarana og fyrir kom að þeir sem skeleggasta höfðu skapsmunina kæmu upp úr boxunum með skófluna reidda að höfði þeim sem dyngt höfðu niður til þeirra meira af kolum en góðu hófí gegndi.

Saknaði vinar í stað
HafnarfjörðurÉg hafði þann hátt á að skrifa daglega niður vinnustundir fólksins þegar ég kom heim og helst uppi í rúmi á kvöldin. Tímana skrifaði ég eftir minni og var mér orðið þetta mjög tamt. Ég vissi og mundi hvar hver maður stóð við sitt verk, — hafði, með öðrum orðum, mynd af þessu öllu í huganum. Ég notaði litlar vasabækur í þessu skyni, innbundnar með stífum spjöldum. Halldór bróðir minn fékk þessar bækur venjulega til úrvinnslu að viku liðinni.
Það var einu sinni að kvöldi til, er ég var nýkominn heim úr vinnunni, að vélstjórinn á James Long bankaði uppá hjá mér og kvartaði yfir því að illa hefði verið lempað í boxunum. Maðurinn var úrillur og krafðist þess að meira yrði látið af kolum í skipið. Þetta kom mér dálítið á óvart og fannst mér kvörtunin ekki trúleg, en mér bar skylda til að athuga málið.
HafnarfjörðurFer ég nú niður á dekk, ásamt Englendingi nokkrum; og niður í boxin og er í hinu versta skapi. Í ljós kom að lempað hafði verið í boxin líkt og venjulega. Bið ég þó boxarana að reyna að troða tveimur bílhlössum í skipið til viðbótar og tókst þeim það með herkjum. Ég hafði skriðið eftir boxunum og lítið komist áfram þótt mjór væri. En viti menn! Þegar ég kem heim sakna ég heldur en ekki vinar í stað. Vinnubókin, með vikuvinnu allra verkamannanna, var horfin úr vasa minum. Þessa viku unnu hjá okkur daglega um eitt hundrað manns. Vinnubókin hafði greinilega þvælst upp úr vasanum þegar ég var að skríða eftir boxunum. Rýk ég nú aftur niður á bryggju og talá við vélstjórana og kyndarana og bið þá fyrir alla muni að hafa auga með bókinni þegar kolunum verði mokað á eldana.

Minnið nær óbrigðult

Hafnarfjörður

Saltfisksstæða.

Leist mér nú ekki á blikuna, bókin töpuð og fimm vinnudagar óskráðir á skýrslu og engin von til að togarinn kæmi aftur að bryggju fyrr en að hálfum mánuði liðnum, en vinnulaun yrði að greiða á tímabilinu. Leiðinlegt fannst mér og niðurlægjandi að ganga fyrir hvern mann og spyija um vinnu hans.
Ég sagði Jóni Einarssyni strax frá þessu óhappa atviki og við ákváðum að fara undir eins heim til pabba og ræða málið við hann og Halldór bróður. Kl. 10 um kvöldið bönkuðum við á dyrnar hjá pabba og settumst á ráðstefnu, allir fjórir. Úr hugum okkar reyndum við að framkalla myndir um atvik og atburði úr vinnunni þessa daga, hver dagur sér, hvert skip fyrir sig, tilvik og frávik hjá mannskapnum o.s.frv. Og í trausti þess að niðurstaðan yrði mjög nálægt því rétta fórum við að sofa um fimmleytið þessa eftirminnilegu nótt.

Hafnnarfjörður

Fiskvinnsluhús Hellyers.

Á venjulegum tíma var allt tilbúið. Halldór hafði skrifað vinnuskýrsluna, peningarnir komnir í umslögin og útborgun fór fram. Kom nú í ljós að minni okkar hafði reynst nær óbrigðult. Aðeins einn maður kvartaði og taldi sig vanta dag í launum sem auðvitað var strax leiðrétt. Vorum við nú í sjöunda himni eftir allar áhyggjurnar sem við höfðum haft út af þessu atviki.
Að liðnum hálfum mánuði kom James Long inn til hafnar. Kemur þá til mín vélstjórinn heldur en ekki hróðugur með bros á vör og réttir mér vinnubókina mína með velktum blöðum og dökkum af kolaryki. Ég þrýsti hönd hans í þakklætisskyni. Um kvöldið bárum við saman vinnubókina og kaupskrána og kom þá í ljós að þetta, sem áður er um getið, var eina villan sem teljandi var.

Mr. Orlando og Reiturinn

Vesturgata 32

Vesturgata 32 – Bungalow.

Owen Hellyer fór til Englands á útmánuðum árið 1925, en í staðinn kom bróðir hans, Orlando. Þeir höfðu látið byggja sér ljómandi skemmtilegt íbúðarhús, nú Vesturgata 32, sem í daglegu tali var nefnt Bungalow. Það hús eignaðist síðar Ásgeir Júlíusson teiknari og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir. Einnig létu þeir byggja stóran skála á mölinni norðan við Svendborgina. Þar var geymdur lager fyrir skipin og þar bjuggu enskir starfsmenn á þeirra vegum. Húsið Krosseyrarvegur 7 létu þeir líka byggja. Bjó þar einn af forstjórum þeirra, Tracy að nafni, en hann var hér ekki lengi, eitt eða tvö ár að mig minnir. Orlando var alúðlegur karl, kátur og fjörugur, enda varð okkur fljótlega vel til vina. Ákvarðanir hans þóttu þó ekki alltaf bera vott um mikla vitsmuni eða áunna reynslu.

Krosseyrarvegur 7

Krosseyrarvegur 7. Húsið er teiknað af Geir Zoega, fyrir útgerðarfyrirtækið Hellyers bros.

Hann bað okkur t.d. að gera fiskreit uppi á háhæðinni fyrir vestan Víðistaði, norðan vegarins. Var reitur þessi í daglegu tali nefndur Háireitur. Reitarstæðið var í alla staði mjög óheppilegt, aðskildir smáblettir, snepla, kölluðum við það, vegna landslagsins, enda var reiturinn hvorki fugl né fiskur.
Þegar Mr. Owen kom til baka varð honum að orði þegar hann sá reitinn:
„Hann hlýtur að hafa verið fullur, hann bróðir minn, þegar hann valdi þetta reitartogarana hingað, þeir eru einmitt akkúrat 30!“ Svo bætti hann við eftir stundarþögn:
„Svo eigum við 30 litla togara að auki.“

Uppáhald og æskuvinur

Kútter

Kútter.

Um þetta var ekki meira rætt, en það lá vel á karli og hann vildi spjalla og fór nú að segja mér ýmislegt frá sjálfum sér. Meðal annars sagði hann mér að faðir sinn hefði átt marga kúttera, áður en togaraöldin gekk í garð, og hefði síðasti kútterinn, sem faðir hans átti, heitið Othello. Othello þessi var hans mesta uppáhaldsskip. Það var með dammi í lestinni, þ.e. dálitlu rými þar sem sjór gekk út og inn, en þar var fiskur geymdur lifandi þar til menn tóku hann og stungu honum í soðpottinn. Othello var seldur til Hafnarfjarðar um síðustu aldamót. Pétur Thorsteinsson og Co. keypti skipið, en forstjóri þess fyrirtækis var Sigfús Bergmann. Dammurinn þótti ódrýgja lestarrýmið og að rúmu ári liðnu var skipið selt til Færeyja og annað keypt í staðinn sem hét Sléttanes og þótti hið mesta happaskip. Skipstjóri á Sléttanesi var Hrómundur Jósepsson, mikill dugnaðar- og aflamaður.

Hafnarfjörður

Samstarfsfólk hjá Hellyers – væntanlega verkakona og verkstjóri ásamt kúsk.

Á meðan Othelló var í Hafnarfirði kom Mr. Orlando til Íslands. Þá fór hann til Hafnarfjarðar og heimsótti Othello, uppáhaldið aðstæðum sem fyrir hendi væru. Svo var það eitt sinn, er við við höfðum lokið við að afgreiða Imperialist, að Mr. Allan kemur til okkar og segir að togari muni væntanlegur að nokkrum stundum liðnum; Spyr svo að venju: Hvað verðið þið lengi að afgreiða togarann? Ég svara eins og ég hafði gert að undanfömu: „Ég veit það ekki, Mr. Allan, ég veit það ekki.“ Verður hann þá öskuvondur, skælir sig allan, þykist herma eftir mér og segir hvað eftir annað á sinni bjöguðu íslensku:
„Évidhaike, évidhaike, évidhaik!“

Hafnarfjörður

Ari var einn af Hellyerstogurunum.

Rausar svo heilmikið út af þessari tregðu minni og aumingjaskap að geta ekki svarað einfaldri spurningu. Verður mér nú nóg boðið, rýk upp, einnig öskuvondur, helli mér yfir hann á mínu ensk-íslenska hrognamáli, sem hann réði þó vel í, og segi að lokum:
„Mr. Allan. Imperiaiist er að fara úr höfn, hvenær kemur hann inn fullur af fiski? Ég ætla að hafa fólk til reiðu þegar hann kemur“.
Það kom svolítið hik á Mr. Allan, svo segir hann:
„Hvernig á ég að geta sagt um það, það fer auðvitað eftir fískiríinu!“

Hafnarfjörður

Saltfiskvinnsla.

„Já, einmitt það,“ segi ég. „Ætli það sé ekki eitthvað svipað hjá okkur. Ætli það fari ekki eftir því hvað við fáúm marga menn til vinnu hversu langan tíma það tekur að afgreiða togarann, það vitum við sjaldnast fyrr stæði!“
Mr. Owen valdi annað reitarstæði og bað okkur að leggja þar reit, hvað við gerðum um sumarið og haustið 1925. Sá reitur var í daglegu tali nefndur Allansreitur eftir Mr. Allan, þess er áður hefur við sögu komið, stór og mikill reitur á ágætu landi norðan Kirkjuvegarins, upp af Skerseyri, þar sem nú er Hrafnista.

Áttu 60 togarar

Hafnarfjörður

Togarinn Ver var í eigu Hellyers.

Einu sinni, þetta vor, kallaði Mr. Orlando mig inn á skrifstofu sína. „Hvur fjandinn er nú á seyði,“ hugsaði ég, „líklega einhverjar aðfinnslur“.
Það var nú aldeilis ekki daglegur viðburður að vera beðinn um að tala við æðstu mennina. Þegar ég kem leggur Mr. Orlando fyrir mig þessa spurningu:
„Hvað haldið þér, Gísli, að hægt yrði að gera út marga togara héðan ef allir vinnufærir Hafnfirðingar, karlar og konur, ynnu við útgerðina?“
Ég var auðvitað óviðbúinn svona spurningu, varð undrandi á svip og vafðist tunga um tönn.
„Ég held ég geti ekki svarað þessu,“ stamaði ég, „til þess skortir mig þekkingu, enda hef ég ekkert um það hugsað.“
„Þetta er nú meira til gamans,“ segir hann, „mér datt bara í hug að slá þessu svona fram, ég bjóst nú ekki við að fá um þetta tæmandi svör frá þér.“
„Ég gæti ímyndað mér að hægt yrði að afgreiða héðan 30 togara ef allir Hafnfirðingar yrðu í þeirra þjónustu,“ segi ég, svona til að losna sem fyrst við þessa umræðu.

Flensborg

Flensborg og Óseyrarbæirnir. Hvaleyri í baksýn.

„Já,“ segir Orlando, „þá væri kannski mátulegt fyrir okkur að koma með alla stóru föður síns og æskuvin. Þá var Othello uppi í fjöru hjá Flensborg og þá var verið að hreinsa það og mála. Mr. Orlando sagðist hafa gengið í kringum skipið og strokið byrðinginn eins og vinarvanga.
„Af öllum sínum mörgu seglskipum þótti pabba vænst um þetta skip,“ sagði Mr. Orlando, „en það varð að víkja fyrir togurunum.
Þeir voru meiri aflaskip og miklu betri.“

Évidhaike!

Hafnarfjörður

Kolatogarinn Ýmir Gk 488.

Skipin komu og skipin fóru og skipin sigldu sinn veg. Um leið og þau lögðust við bryggjuna var kallað á okkur til vinnu, strax og reíjalaust, hvernig sem á stóð. Oft höfðum við nægan mannskap til að sinna þörfum þeirra, en stundum höfðum við það ekki.
Lögmálið um framboð og eftirspurn var ekki alltaf í jafnvægi. Því var oft erfitt að segja til um það hversu langan tíma myndi taka að afgreiða togara eða fragtskip. Það fór eftir aðstæðum, eftir því hvort við hefðum allan okkar vana mannskap, hvort við þyrftum að notast við óvaninga að einhverju leyti eða hvort fólk vantaði til að vinna verkin. Það mátti heita regla að um leið og skip var væntanlegt vorum við spurðir hversu langan tíma myndi taka að afgreiða það. Til þess lágu ýmsar orsakir.
HafnarfjörðurVið Jón Einarsson reyndum að svara þessum spurningum eftir bestu getu og í lengstu lög, en leitt þótti okkur að fá óþökk fyrir ef einhveiju skakkaði með uppgefinn tíma, alveg sama á hvorn veginn sem var. Út af þessu varð ég smám saman tregur til að segja nokkuð um þetta, vildi láta þá á skrifstofu Hellyers ákveða það sjálfa; þeir vissu þetta nokkurn veginn eins og við. Því tók ég upp þann hátt þegar Mr. Allan var sífellt að spyrja mig þessara tímaspurninga, að um þetta gæti ég ekkert sagt, — ég vissi það ekki, það færi allt eftir þeim en verkið er hafið. Þér skuluð því ekki spyrja mig slíkra spurninga eftirleiðis, Mr. Allan, ég svara þeim ekki.“
Rýk ég svo í fússi frá honum, en hann rigsar til sinnar skrifstofu og mælti ekki orð af vörum.

Sáttfýsn ofan á
HafnarfjörðurÁ næstu dögum mætti ég iðulega Mr. Allan en kasta ekki á hann kveðju eins og sjálfsögð kurteisi krafði. Ef eitthvað þurfti við hann að tala gerði Halldór bróðir minn það fyrir okkar hönd. Líður nú heil vika; við tölumst ekki við og heilsum ekki hvor öðrum.
Að rúmri viku liðinni er gert boð fyrir mig og ég beðinn að koma upp á skrifstofu. Þegar þangað kemur er Mr. Allan þar fyrir og biður mig að koma inn í innri skrifstofuna, sem var hans einkaskrifstofa. Réttir hann mér þá höndina og segir:
„Við skulum ekki láta svona lengur; við erum víst báðir stífir og stórir í lund, látum þetta vera gleymt sem okkur fór í milli.“
Hafnarfjörður„Ég skal samþykkja það,“ segi ég, „það er meira en velkomið.“
Ræddum við svo málin stutta stund og kvöddumst með mestu virktum.
Eftir þetta breyttist viðmót Englendinganna mjög til batnaðar. Þeir kröfðust þess ekki lengur að fá að vita nákvæmlega fyrirfram hversu langan tíma tæki að afgreiða skipin, heldur spurðu þess í stað: Hvenær eigum við að kalla á áhöfnina til skips? Hafið þér tímann bara nógu rúman svo að mannskapurinn þurfi ekki að bíða eftir brottför.
Aldrei lét Mr. Allan styggðaryrði falla í okkar garð eftir þetta.“

Framhald...

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 9. tbl. 04.03.1995, Hellyerstímabilið – III hluti, Snorri Jónsson, Vinnubók týndist í kolabing, bls. 10-11.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1974 – loftmynd.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður kemur víða við sögu togaraútgerðar á Íslandi.

Togarinn Coot.

Togarinn Coot. Fyrsti togari Íslendinga, Coot, var gerður út frá Hafnarfirði á árunum 1905-1908. Skipið var 98 fet á lengd, búið 225 hestafla gufuvél og var búið til botnvörpuveiða.

Fyrsti íslenski togarinn, Coot, var gerður þaðan út og Pike Ward gerði út togarann sinn, Utopiu, frá Hafnarfirði. Seinna má segja að Hafnarfjörður verði snemma aðalmiðstöð fyrir erlenda togaraútgerð á Íslandi. Ber þar fyrst að nefna Booklessbræður frá Aberdeen. Þeir keyptu fiskaðgerðarstöð í Hafnarfirði árið 1910 og höfðu þaðan meiri og minni útgerð og annan atvinnurekstur til ársins 1922. Um tíma áttu þeir fjóra togara sem stunduðu veiðar frá Hafnarfirði. Þá keyptu þeir fisk af togurum, bæði breskum og hollenskum. Einnig hafði fyrirtækið A.D. Birrel & Co. keypt fiskverkunarstöð í Hafnarfirði og lögðu togarar upp hjá því á árunum 1910-14. Fleiri erlendir togarar bæði norskir og þýskir lögðu upp afla sinn í Hafnarfirði um þetta leyti.

Hafnarfjörður

Verksmiðjuhús Bookless.

Hafnfirðingar höfðu mikla atvinnu af þessari starfsemi en skjótt skipast veður í lofti. Á árunum 1922 og 1923 var mikið atvinnuleysi í Hafnarfirði. Booklessbræður höfðu orðið gjaldþrota 1922 og ný lög, sem samþykkt voru sama ár á Alþingi, komu í veg fyrir að aðrir erlendir útgerðarmenn gætu hlaupið í skarðið. Í lögunum var lagt bann við því að útlend skip lönduðu afla sínum á Íslandi og seldu hann íslenskum ríkisborgurum til verkunar.
Þessi lög voru sett til að hindra síldveiðar Norðmanna fyrir Norðurlandi en þau giltu einnig um þorskveiðar. Þetta kom sér einkum illa fyrir Hafnfirðinga.

Hafnarfjörður

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beitti sér nú fyrir því að undanþága fengist frá þessum lögum til þess að annað erlent fyrirtæki gæti keypt þá aðstöðu sem Booklessbræður höfðu áður. Hér var á ferðinni útgerðarfyrirtækið Hellyer Bros. Ltd. í Hull. Í samráði við stjórnvöld var sú leið farin að Geir Zóega var fenginn til að taka togara Hellyersbræðra á leigu og taldist það ekki brjóta í bága við ákvæði laganna. Hellyersbræður hófu útgerð sex togara frá Hafnarfirði á vetrarvertíð 1924.
HafnarfjörðurÁri síðar fékk fyrirtækið sérstaka lagaheimild til að reka útgerð sína í Hafnarfirði sem sjálfstætt fyrirtæki um átta ára skeið. Fyrstu vertíðina voru enskir skipstjórar á togurum Hellyers en síðan voru fiskiskipstjórarnir íslenskir. Á togurunum voru enskir flaggskipstjórar sem voru leppar því íslensku fiskiskipstjórarnir höfðu ekki ensk skipstjórnarréttindi. Einnig voru enskir stýrimenn á togurunum sem leppar. Þessir menn stunduðu ekki vinnu um borð en voru þarna aðeins til að fullnægja formsatriðum. Meðal þeirra togara sem Hellyersbræður gerðu út frá Hafnarfirði var stærsti og fullkomnasti togarinn í eigu Englendinga á þessum tíma, Imperialist, og var Tryggvi Ófeigsson skipstjóri á honum.

Hafnarfjörður

Tryggvi Ófeigsson (1896-1987). Tryggvi Ófeigsson var skipstjóri og síðar útgerðarmaður í Hafnarfirði og Reykjavík, tók við Imperialist nýsmíðuðum í Hull í mars árið 1925. Tryggvi var svo með Imperíalist til ársins 1929. Það ár hættu Hellyersbræður allri útgerð og fiskvinnslu á Íslandi. Tryggvi gekk svo inn í útgerðarfélagið h/f Júpíter í Hafnarfirði sem stofnað var 26 júlí 1929, með Lofti Baldvinssyni og Þórarni Olgeirssyni, sem árið 1925 höfðu látið smíða skip fyrir sig í Beverley, það skip var Júpíter GK 161. Tryggvi varð svo skipstjóri á honum til 1929.

Tryggvi stofnaði síðan eigin útgerð eftir að Hellyersbræður fóru héðan. Tryggvi ber Hellyersbræðrum vel söguna í ævisögu sinni og segir að þeir hafi verið bjargvættir Hafnarfjarðar. Hellyerbræður hættu útgerð sinni frá Hafnarfirði í nóvember 1929. Síðustu árin hafði orðið taprekstur á fyrirtækinu. Einnig átti það í vinnudeilum hér heima og ágreiningur kom upp við Hafnarfjarðarbæ um útsvarsgreiðslur.

Í Lesbók Morgunblaðsins  1995 fjallar Snorri Jónsson um „Atvinnusögu Hafnarfjarðar 1924-1926, Hellyerstímabilið„. Byggir hann á endurminningum Gísla Sigurgeirssonar. Um er að ræða fyrsta kafla af fjórum.

„Hellyersbræður voru enskir útgerðarmenn sem gerðu út frá Hull en ráku á tímabili umfangsmikla togaraútgerð og saltfiskverkun frá Hafnarfirði. Algengt var að þetta tímabil, 1924-1929, væri kennt við þá bræður í Hafnarfirði. Frásögn Gísla Sigurgeirssonar kemur þó miklu víðar við og gefur á gamansaman hátt hugmynd um aldaranda og daglegt líf í Firðinum á þessum tíma. – Fyrsti hluti af fjórum.

„Veturinn 1922-23 var mikið atvinnuleysi í Hafnarfirði eins og reyndar átt hafði sér stað áður, en að þessu sinni keyrði ástandið um þverbak, engin hreyfing á neinu — ekkert að gera. Hið stóra og umfangsmikla útgerðarfirma, Bookless Bros Ltd. frá Aberdeen, hafði orðið gjaldþrota 1922. Svo alvarlegt þótti ástandið að haldinn var um málið almennur borgarafundur á haustmánuði 1923. Óttuðust menn að fjöldi fólks yrði að flytja búferlum úr bænum og fasteignir yrðu óseljanlegar. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru boðaðir á fundinn og mættu þeir báðir, Klemenz Jónsson og Sigurður Eggerz. Skorað var á þá að gefa undanþágu frá því ákvæði fiskveiðilaganna sem bannaði útlendingum að leggja afla sinn hér á land, en ráðherrarnir töldu að hægt yrði að komast hjá banninu ef Íslendingar tækju á leigu erlend fiskiskip.

Snorri Jónsson

Snorri Jónsson (1928-2016).

Í framhaldi af þessum borgarafundi samþykkti bæjarstjórnin 6. nóv. að skora áríkisstjórnina að leyfa útlendingum að leggja afla sinn til verkunar hér á land. Veitti ríkisstjórnin þetta leyfi og urðu málalyktir þær að stórfírma frá borginni Hull á Englandi, Hellyer Bros. Ltd., kom hingað með sex botnvörpunga á vertíðina i byrjun árs 1924.
Bræðurnir sem áttu firmað og voru fosvarsmenn þess hétu Owen og Orlando Hellyer. En vegna ákvæðis fiskveiðilaganna tók Geir Helgason Zoéga togarana á leigu að nafninu til og var umboðsmaður firmans og gerði samninga fyrir þess hönd. Samdist nú svo um við Geir að við Jón Einarsson og Sigurgeir Gíslason, faðir minn, yrðum verktakar hjá Hellyer og tækjum að okkur afgreiðslu togaranna, en það var að sjálfsögðu mikið verk og við erfiðar aðstæður að eiga.

Fjörkippur í atvinnu og viðskiptum

Hafnarfjörður

Togarinn Ceresio.

Þegar togararnir komu til Hafnarfjarðar voru þeir allir með fullar lestir af kolum og öðrum varningi til útgerðarinnar. Þetta varmikið magn og meiri birgðir vöru en áður höfðu verið fluttar hingað til hafnar. Verður það nú hlutskipti okkar að annast alla þessa vinnu, uppskipun og útskipun, fyrir ákveðið verð hvert tonn inn og út. Satt best að segja var þessi samningur við Geir H. Zoéga gerður í alltof miklu fljótræði af okkar hálfu, enda var hann sá versti sem við gerðum við nokkurn verksala á allri okkar starfsævi. Svo vondur var hann, að þegar vetrar- og vorvertíðinni lauk var útkoman sú að við þrír, verktakarnir, ég, Jón og pabbi, máttum heita kauplausir allan tímann.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1910.

Þrátt fyrir það, að ákveðið væri að Hellyer fengi aðstöðu hér í Firðinum, óttuðumst við að vinnan lenti í höndum reykvískra verktaka og því var hugsun okkar sú að tryggja það að svo yrði ekki. Við vildum sitja að þessari vinnu, bænum og búendum hér til heilla og hagsbóta. Sú hugsun réði mestu þegar við vorum að gera samninginn við Geir. Reynsla okkar var sú að Reykvíkingar væru ásæknir í að ná sem flestu til sín. Óttinn við þetta var aðalástæða þess að Geir gat pínt okkur niður úr öllu valdi.
Af þessari reynslu drógum við lærdóm sem kom okkur að góðu haldi við næstu samningsgerð.

Hafnarfjörður

Athafnasvæði Hellyersbræðra.

Togaraútgerð og fiskverkun Hellyersbræðra, sem rekin var hér í Hafnarfirði í nokkur ár, olli því að atvinnulífið tók mikinn fjörkipp og viðskiptalífið glæddist. Togarar þeirra þóttu myndarleg skip og fyrsta flokks að öllum búnaði á þeirrar tíðar mælikvarða. Þeir togarar sem komu hingað fyrsta árið voru: Ceresio, Lord Fischer, Earl Haig, General Birdwood, Viskont Allanby og Kings Grey. Skipstjórar og vélamenn voru enskir, en hásetar voru að mestu leyti íslenskir og margir úr Hafnarfirði.
Fljótlega voru ráðnir íslenskir fiskiskipstjórar á togarana, því hinir ensku flaggskipstjórar þekktu lítt til miðanna og voru m.a. af þeim sökum litlir fiskimenn. Hin raunverulega skipshöfn var því íslensk. Frá þessu var þó ein undantekning.
Á togaranum Ceresio var íslenskur skipstjóri frá Hull, Jón Oddsson að nafni. Hann var mikill aflamaður og viðurkenndur fyrir dugnað, enda var enginn fiskiskipstjóri með honum.

Hellyer kaupir Svendborg

Hafnarfjörður

Ágúst Flygenring (1865-1932).

Þegar kom fram í júní þetta ár, 1924, tókust samningar milli Landsbanka Íslands og Owens Hellyers um að Hellyer Bros. keypti útgerðarstöðina Svendborg. Þessi stöð hafði gengið kaupum og sölum. Sveinn Sigfússon kaupmaður frá Norðfirði reisti hana árið 1903. Var þá stöðin nefnd í höfuðið á honum uppá dönsku, eins og þá þótti fínt, og nefnd Svendborg.

Stöðina reisti Sveinn við Fiskaklett, skömmu síðar komst stöðin í eigu Ágústs Flygenrings sem hafði þar timburverslun, en seldi hana eftir stuttan tíma norskum manni, H.W. Friis, sem stundaði hér línubátaútgerð. Friis varð nokkrum árum seinna gjaldþrota og keypti þá Einar Þorgilsson stöðina, árið 1909, og seldi hana Bookless Bros. Í Aberdeen árið eftir með góðum hagnaði. Þegar Svendborg kemst í eigu þeirra Booklessbræðra, Harrys og Douglas — fyrirrennara Hellyers, — hefst áhrifamikið tímabil í atvinnusögu Hafnarfjarðar. Þeir urðu vinnuveitendur í mjög stórum stíl og verkafólk starfaði hjá þeim, á tímabilum jafnvel svo hundruðum skipti.
Sjálfir áttu þeir fjóra togara sem hér lögðu upp afla sinn fyrstu árin, en þeir versluðu mikið með fisk, keyptu ógrynni af fiski af íslendingum, einkum á Faxaflóasvæðinu milli Suðumesja og Akraness, og af erlendum togurum, aðallega breskum. Fiskverðið greiddu þeir í peningum, fyrstir manna hér um slóðir. Fyrir það, ekki síst, áttu þeir almennum vinsældum að fagna, en því miður lauk starfsemi þeirra að 12 árum liðnum þegar fyrirtækið varð gjaldþrota árið 1922.

Hafnarfjörður

Sendborg – síðar Brookles.

Með kaupum Hellyers á Svendborg hefst fiskverkun þar á ný og fjöldi fólks, sem áður varð að láta sér nægja að lepja dauðann úr krákuskel, fékk vinnu og gat nú litið til framtíðar með vongleði í huga.

Erfiðar aðstæður
Eins og áður segir voru togarar Hellyers með allar sínar lestir fullar af varningi til útgerðarinnar, einkum þó kolum. Heldur var nú brasksamt að losa kolin úr togurunum og verst og erfiðast var að ná þeim inná bryggjuna þegar lágsjávað var. Enginn krani var á bryggjunni og engar bómur voru á skipunum. Utbúnaðurinn var þannig að strengdur var vír úr frammastrinu í reykháfinn. Á þennan vír voru settar jafnmargar hjólblakkir og lúgurnar voru sem hala átti uppúr, en þær voru venjulega þrjár. Togspilið var notað til að vinda upp kolin og var einn maður við hverja lúgu.

Hafnarfjörður

1940-1950, portrett af ónafngreindri konu. Svo virðist sem konan hafi verið að bera kol en hún er með sótuga peysu og svuntu.

Kolunum var öllum mokað í poka í lestinni og tveir til þrír pokar voru halaðir í einu upp um lúguna. Þegar pokalengjan var komin í bryggjuhæð toguðu bryggjumennirnir í hana og vingsuðu henni inn á bryggjuna og upp á jámbrautarvagna. Var vögnunum svo ekið upp í kolabinginn sem stundum var allt að fjórir metrar á hæð. Stundum gat það komið fyrir að togaramir blésu út eða urðu damplausir, eins og það var kallað, og þá fór nú að vandast málið. Eina úrræðið var að hala allt upp með handafli, en það var bæði seinlegt og hinn mesti þrældómur.
Hver togari flutti þétta 200 til 250 tonn af kolum í þessari fyrstu ferð sinni hingað í Hafnarfíörð. Kolin til Hellyersbræðra voru geymd á Árnalóðinni, sem svo var kölluð. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hafði þar seinna kol handa sínum skipum. Ámalóð er vestan við skrifstofur Bæjarútgerðarinnar þar sem þær voru, áður en þær voru fluttar í nýja frystihúsið. Kolin vom flutt upp á lóðina í járnbrautarvögnum og var oft erfitt að komast þangað eftir misjöfnum sporunum.

Hafnarfjörður

Járnbrautir voru algengar á fiskreitum Hafnarfjarðar.

Járnbrautarteinarnir lágu í sandi meðfram Vesturgötunni og yfir hana. Var því oft sandur fyrir hjólunum og þungt að aka vögnunum á handaflinu einu með tvö tonn innanborðs af kolum.
Tíðin var einmuna góð á þessari vertíð. Togararnir komu oftast inn síðari hluta dags og hófst þá vinnan milli kl. 4—6 síðdegis og lauk ekki fyrr en undir morgun næsta dags. Þær vom margar blíðviðrisnæturnar og dagarnir, einkum er líða tók á vertíðina og sólaruppkoman heillaði menn. Þá var freistandi að líta uppúr stritinu og horfa mót dagsins rísandi sól.
Og það leyfðu menn sér stundum.

Eftirminnileg kynni
HafnarfjörðurMenn urðu örþreyttir og slæptir eftir erfiðar og langar vinnuvökur, en þó jafnframt glaðir í sinni yfír tekjunum sem þeir höfðu aflað til að sjá sér og sínum farborða í harðri lífsbaráttu. Svo héldu menn heim í morgunbirtunni, fegnir hvíld og svefni, en þó reiðubúnir að hefja störf á nýjan leik hvenær sem kallið kæmi.
Vinnan og umsvifín fóru vaxandi þegar á vertíðina leið. Við tókum einnig að okkur afgreiðslu skipa sem komu með vörur til annarra útgerðarfyrirtækja og vinnuaflið lét ekki á sér standa. Það var oft drepið á dyr hjá okkur Jóni Einarssyni og leitað eftir vinnu. Iðnaðarmenn í bænum höfðu t.d. ekkert að gera um þessar mundir og munu þeir flestir hafa komist í snertingu við bryggjuvinnuna, allt frá úrsmiðnum til stórskipasmiðanna. Kynnin við suma þessa menn urðu mér eftirminnileg.
HafnarfjörðurÞað var eitt sinn að stórt og mikið saltskip var væntanlegt. Fréttin um það hafði borist út og til okkar kom fjöldi manna að biðja um vinnu. Einn þeírra var stór og föngulegur maður og leist okkur Jóni að sá mundi liðtækur vera og segjum honum að koma niður að skipi morguninn eftir. Við þekktum flesta verkamennina og okkur var ekki sama um hvernig niðurröðun þeirra var við verkin. Skipulögðum við það allt fyrirfram. Við ætluðum þessum stóra og dugnaðarlega manni að taka á móti saltlengjunum og koma þeim fyrir á jámbrautarvögnunum. Um morguninn tilnefndi ég fólkið að stórlestinni, var fljótur að lesa upp nöfnin og fer nú hver maður á sinn stað. Svo kalla ég nokkrum sinnum í þann stóra og segi honum að vera á bryggjunni en hann skeytir því engu og er hinn rólegasti. Verð ég nú leiður á þessu sérlega heyrnarleysi mannsins, vind mér að honum og spyr hvort hann hafi ekki heyrt til mín. Segir hann þá og brosir um leið: „Ég heiti ekki Sigfús Vormsson, ég heiti Kjartan Ólafsson!“
HafnarfjörðurEinhvern veginn hafði ég bitið það í mig að maðurinn héti Sigfús Vormsson, en Sigfús sá var trésmiður og átti hér heima um tíma og giftist Kristínu Þorsteinsdóttur frá Kletti.
Þessi urðu fyrstu kynni okkar Kjartans Ólafssonar sem síðar varð bæjarfulltrúi í Hafnarfirði o.fl. og höfum við oft brosað að þessu síðan. Var Kjartan ævinlega velkominn til okkar meðan hann stundaði verkamannavinnu, enda var maðurinn afburða duglegur og svo var viðkynningin að ekki varð á betra kosið.

Sörli og Gullfoss
Vornæturnar um þessar mundir voru yndislegar. Laugardaginn fyrir páska unnum við framundir morgun í blíðviðri, og þegar við hættum fannst mönnum ekki nauðsynlegt að flýta sér heim. Við fórum með verkfærin upp í skúr sem áfastur var við gripahús, sem við Jón áttum, en er nú húsið Vörðustígur 9. Þar inni áttum við gráan hest, stóran og sterkan, sem við nefndum Sörla. Var nú leikur í körlum, þótt lúnir væm eftir langa törn og dettur nú einhverjum í hug að prófa hvursu marga menn muni þurfa til að halda sterkum hesti kyrrum. Var Sörli leiddur fram, lögð á hann aktygi og kaðlar festir í þau. Tóku nú fjórir þeir sterkustu í kaðlana og er nú slegið í Sörla. Kippist hann við og rykkir í, en þegar hann finnur mótstöðuna lítur hann við og sér hvað um er að vera. Reyndi hann þá ekki meira og varð ekki úr að aka hvernig sem að var farið. Mun Sörla hafa þótt óþarfi að láta svona á sjálfa páskanóttina! Höfðu menn á orði að sá grái væri gáfaður og hefði heldur betur skotið þeim ref fyrir rass!

Hafnarfjörður

Vörðustígur.

Og það var eins og menn yrðu góðglaðir þarna í næturkyrrðinni og fóru að segja sögur. Meðal „sagnamann þessa vornótt við Vörðustíginn var Guðmundur Gíslason — oft nefndur hinn sterki — og átti heima á Hverfisgötu 6. Þótti mönnum gaman að kraftasögum Guðmundar — enda var hann stundum óspar á þær — og nú sagði hann eftirfarandi sögu:
Á mínum fyrri árum stundaði ég oft í vinnu í Reykjavík. Varð mér ævinlega vel til með vinnu því að ég þótti ekki síður liðtækur en best gerist og gengur. Einu sinni — það var á fyrstu árum Eimskipafélagsins — var ég settur í að losa vörur úr Gullfossi. Vill þá svo til að maður nokkur, eitthvað slompaður, dettur út af hafnarbakkanum og fellur í sjóinn milli skips og bryggju.

Hafnarfjörður

Gullfoss 1919.

Urðu menn nú logandi hræddir og hrópuðu hver í kapp við annan að maður hefði dottið í sjóinn og myndi kremjast milli skips og bryggju ef skipinu yrði ekki haldið frá. Þarna á bakkanum var fjöldi manna saman kominn, á að giska 50—60 manns. Hlupu nú allir sem vettlingi gátu valdið til að ýta Gullfossi frá bakkanum svo að manninn sakaði ekki ef honum skyti upp. Var nú maður látinn síga niður milli skips og bakka og hafði sá með sér kaðal til að binda utanum hrakfallabálkinn. Þetta tókst, og var nú sá slompaði dreginn upp, við mikinn fögnuð viðstaddra, dasaður og heldur illa til reika. En í fagnaðarlátunum gleymdist að huga að hinum sem sigið hafði niður með kaðalinn, — og áður en við væri litið voru allir hlaupnir í burtu frá skipinu — allir — nema ég.

Hafnarfjörður

Gullfoss 1930.

Ég mundi eftir björgunarmanninum og hélt skipinu alveg kyrru; — og þótt ég kallaði og bæði um aðstoð ansaði enginn, — allir voru á bak og burt. — Þama hélt ég Gullfossi grafkyrrum þangað til manntötrið hafði klöngrast upp á bakkann. En það verð ég að segja að þungur fannst mér Gullfoss þegar ég var orðinn einn. Ég held ég hafi aldrei tekið meira á um mína daga.
Þegar Guðmundur hafði lokið sögu sinni sagði Ingimundur Ögmundsson sem var maður orðvar og hæggerður:
„Ég er nú bara farinn heim, ég hlusta nú ekki á meira af þessu tæi!“

Unnið nætur og daga
HafnarfjörðurAð öllum vel sögðum sögum þótti jafnan góð skemmtan og skipti þá ekki máli hvort þær studdust við raunverulega atburði eða ekki. En þess vil ég geta að Guðmundur Gíslason var afburðasterkur maður og feikna duglegur; verður dugnaður hans seint of lofaður.
Vinnan jókst. Á daginn unnum við í kolaog saltskipum, en á kvöldin og nóttinni afgreiddum við togarana. Það þótti gott að fá að sofa í tvær til fjórar stundir á sólarhring. Það tók því varla að hátta ofaní rúm. Kjartan Ólafsson sagðist eina vikuna hafa þurrkað sér með hörðum striga um andlit og lagt sig svo á hálmdýnu í heitu eldhúsinu. þetta gerði hann til að lengja svefntímann og svipað gerðu fleiri.
HafnarfjörðurSigurður Guðnason, seinna formaður Vkm. Dagsbrúnar og alþingismaður, var tengdasonur Guðmundar Gíslasonar frá Tjörn í Biskupstungum, föður Gísla bifreiðarstjóra sem hjá okkur vann oft og mikið. Fyrir kunningsskap við Guðmund tókum við Sigurð í vinnu. Hann átti heima í Reykjavík, en þá var lítið um atvinnu þar. Sigurður var skemmtilegur félagi, kappsfullur og afburður að dugnaði.
Einhvern veginn vildi svo til að þeir unnu mikið saman Kjartan Ólafsson og Sigurður. Þegar salti var skipað um borð í togarana var því ekið fram á bryggjuna í járnbrautarvögnum eða bílum. Kjartan og Sigurður höfðu þann starfa að taka pokana af vögnunum og kasta þeim upp í saltrennu ef hátt var í sjóinn eða hvolfa úr þeim í rennuna ef lágsjávað var. Rann þá saltið oní lestamar. Veittist þeim létt að fleygja pokunum og var oft gaman að sjá handatiltektir þeirra. Við neðri enda rennunnar var Hallgrímur Jónsson; hann sá um að saltið færi ekki til spillis. Ef hátt var í sjó tók hann við pokunum fullum, ásamt aðstoðarmanni, og losaði úr þeim oní lúgurnar. Þeir Kjartan og Sigurður köstuðu stundum nokkuð hastarlega svo þeir Hallgrímur höfðu ekki undan og kenndi í því nokkurrar stríðni. Varð Hallgrímur þá ergilegur og kvartaði sáran. Þetta endaði þó jafnan í friði og spekt og að lokum höfðu allir gaman að og hlógu.“

Framhald

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 7. tbl. 18.02.1995, Snorri Jónsson, Atvinnusaga Hafnarfjarðar 1924-1926, Hellyerstímabilið, bls. 1-2. Úr endurminningum Gísla Sigurgeirssonar. Snorri Jónsson tók saman.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – forsíða Lesbókar Mogunblaðsins 18.02.1995.