Tag Archive for: Sel

Selvogsheiði

Selstöðvar voru tímabundnar nytjastöðvar frá einstökum bæjum. Á Reykjanesskaganum má enn sjá leifar af yfir 400 slíkum.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Mannvirki í seljum á Reykjanesskaganum, auk húsanna, eru hlaðnir stekkir og kvíar, nálægar réttir, fjárskjól með hleðslum fyrir og í, hlaðnar fjárborgir eða –byrgi, manngerðir brunnar og vatnsstæði, hlaðnir nátthagar og vörður, ýmist við selgöturnar eða selin sjálf. Við kolasel má auk þess sjá kolagrafir.
Elstu selstöðurnar voru fyrir kýr, en langflestar eru fjársel þar sem búpeningur hafður í seli að jafnaði frá 6. til 16. viku sumars, mjólkurafurðinar unnar þar og þeim komið til bæjar til vetrarnytja.

Sel – hús
Helstu mannvirki í seljunum á Reykjanesskaganum, líkt og annars staðar á landinu, eru húsin. Þau voru gerð úr tilfallandi byggingarefni, að mestu úr grjóti og einnig torfi. Þar sem grjót var að hafa var byggingarefnið að mestu grjót. Þar sem auðveldara var að ná í torf er torfið einnig hluti af húsagerðinni. Á Reykjanesskaganum, þar sem nægt grjót var að hafa í hraununum var torfið vandfundara.

Kringlumýri

Kringlumýri – ein elsta selstaðan á Reykjanesskaganum.

Á Reykjanesskaganum er lítið um gróna inndali. Hvamma og kvosir er helst að finna undir Hálsunum (Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi) og Austurhálsi (Sveifluhálsi)) eða Hlíðunum (Lönguhlíðum og Undirhlíðum).
Húsin í seljum Reykjanesskagans eru gjarnan með tveimur eða þremur rýmum. Annars vegar er inngangur í tvö rými; svefnaðstöðu (selbaðstofu) og búr eða geymslu, og hins vegar inngangur í stakt rými; eldhúsið. Í sumum seljanna má enn sjá ón í þessu rými, s.s. í Óttarsstaðaseli. Þegar grafið var í Fornasel árið 2004 voru hlóðir í stöku rými.

Möngusel

Möngusel ofan Hafna.

Í minnstu seljunum sjást einungis minjar tvískiptra húsa með sameiginlegum inngangi eða inngangi í hvorn hluta. Líklega hefur verið reft yfir veggi með tré og torfi, en sums staðar gæti hafa verið notaður dúkur, enda um tímabundna notkun að ræða á heitasta tíma ársins. Þar sem einungis eru tvípskipt hús er gjarnan skúti eða lítill hellir nærri, s.s. í Litlalandsseli, Stakkavíkurseli yngra, Nesseli, Eimubóli og Þorkelsgerðisbóli (Skyrhóll)). Slík aðstaða gæti hafa verið notuð til eldamennsku eða annarra nota, s.s. sem búr.

Hnúkar

Hellisskjól við Hnúkasel.

Á einum staðnum, í óþekktu skjóli í Hnúkum, hér nefnt Hnúkasel ofan við Selvog, er t.a.m. slík aðstaða. Bæði er þar rúmgóður skúti með hringlaga hleðslu í miðju er bendir til eldstæðis og tvær tóftir utan við. Skammt frá er hlaðin kví, að því er virðist.

Húsin voru venjulega fremur lítil að innanmáli, reyndar breytileg frá einum tíma til annars. Elstu selshúsin voru lítil, nánast eins og og smákofar, en þegar fram leið stökkuðu vistarverurnar; baðstofan um 240×360, búr um 180-120 og eldhús um 120×120. Til eru sel með nokkrum tóftum þar sem hvert hús er stakt, s.s. Ara[hnúk]sel og Gjásel.

Staðarsel

Strandarsel (Staðarsel) í Selvogsheiði.

Ekki virðist vera meginmunur á gerð seljanna eftir því hvar þau eru á svæðinu. Þótt byggingarefnið hafi ráðist af því hvort selin voru í mólendi eða í hraunum er ekki að sjá að það hafi haft áhrif á byggingarlag þeirra. Þannig eru seltóftir í Selvogi, s.s. Þorkelsgerðisból og Bjarnastaðaból, svipaðar seltóftum á Selsvöllum og í Sogagíg, ofan við Hafnir, eða ofan Leirvogsár í Mosfellssveit. Hins vegar leyfa landshagir á nokkrum stöðum svolítil frávik.

Merkinessel

Merkinessel yngra.

Merkinessel yngra er t.a.m. hlaðið utan í u.þ.b. tveggja metra háan gjávegg og þar sem skjól eða skúta er að finna hafa húsin oft verið byggð nálægt þeim, t.d. Stakkavíkurselið yngra, Eimuból, Straumssel, Óttarstaðasel og Lónakotssel. Ekki er ólíklegt að ætla að skútarnir hafi í fyrstu verið tímabundin skjól fyrir þá er fyrstir reistu mannvirkin í seljunum.
Þótt ekki sé hægt í fljótu bragði að greina mikinn mun á gerð seljanna þó má vel greina breytingar á þeim í gegnum tíðina, ef vel er að gáð.

Réttir

Stóri-Hamradalur

Rétt í Stóra-Hamradal.

Réttir voru ekki fast við sel á Reykjanesskaganum, enda seinni tíma mannvirki, þ.e. eftir að seljabúskapurinn lagðist af um og eftir 1870. Þó má víða greina litlar réttir í tengslum við selin, s.s. vorréttir, fráfæru- og rúningsréttir, en slíkar réttir voru þó yfirleitt nálægt bæjum, s.s. við Óttarsstaði, Þorbjarnastaði, Lónakot, Hvassahraun og Þórustaði, en þó má sjá rúningsrétt undir hamraveggnum í Stóra Hamradal, fjarri Vigdísarvöllum. Þessar réttir eru jafnan nefndir stekkir í örnefnaskrám, sbr. Stekkinn ofan Þorbjarnastaða, enda hafa bæjastekkirnir að öllum líkindum þjónað sem slíkir á meðan fært var frá heima við bæi, væntanlega eftir að hætt var að færa frá í seli í lok 19. aldar. Hleðslur þessara mannvirkja eru jafnan enn mjög heillegar og standa vel. Síðar, þegar hætt var að færa frá í byrjun 20. aldar, hafa stekkir þessir gegnt hlutverki rétta.

Fjárskjól

Bekkjarskúti

Bekkjarskúti.

Fjárskjól eru um 320 á Reykjanesskaganum skv. athugunum. Sum þeirra eru nálægt seljunum. Samkvæmt örnefnalýsingum eru t.a.m. Efri- og Neðri-Straumsselshellir við Straumssel, Bekkjaskúti, Sveinshellir, Meitlaskjól og Rauðhólsskúti eru við Óttarsstaðasel og Skoráskjól við Lónakotssel. Einkum má sjá þetta ofan við Hraunabæina og ofan við Selvog. Við munna þeirra eru víða hleðslur og einnig inni í þeim. Í Eimubóli er t.d. hlaðinn stekkur inni í Eimuhelli. Bjargarhellir og Strandarhellir á Strandarhæð er með stærri fjárskjólunum, sem og Gvendarhelllir (Arngrímshellir) í Klofningum.

Fjárskjólshraun

Fjárskjól í Fjárskjólshrauni.

Þar skammt frá er stórt fjárskjól í Fjárskjólshrauni.
Fyrirhleðslur eru inni í mörgum stærri hellanna, s.s. í Straumsselshellum, til að varnar því að fé færi of langt inn í hraunrásirnar. Fjárskól þessi hafa verið mikilvæg fyrr á öldum þegar ekki var í önnur skjól að venda fyrir fé. Ekki voru byggð hús sérstaklega yfir fé fyrr en í byrjun 20. aldar.

Fjárborg – fjárbyrgi

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg.

Fjárborgir (hlaðnar) eru um 145 talsins á Reykjanesskaganum skv. athugunum. Sumar þeirra eru nálægt seljum eða á leiðum að þeim, s.s. Óttarstaðafjárborgin (Kristrúnarborg) við Óttarstaðaselstíg, Pétursborg ofan Huldugjár á Vatnsleysuströnd, Gvendarborg á leið í Rauðhólssel og Oddafellsel, Þorbjarnarstaðaborg við Fornasel og Gjásel, Borgarhólsborg nálægt Húshólma og Djúpudalaborg nálægt Nesseli (í Hlíðarendalandi). Borgir þessar hafa verið hlaðnar til að veita fé skjól fyrir óvæntum veðrum og vindum. Ekki er útilokað að þær hafi einnig verið notaðar sem nátthagar á sumrum í sumum tilvikum.

Stakkavíkurborg

Stakkavíkurborg.

Fjárborgir nær bæjum, s.s. Stakkavíkurborg, Herdísarvíkurborgirnar tvær, sem síðar urðu að fjárhúsum, Breiðabólstaðaborg í Ölfusi, Grænaborg og Gvendarborg ofan Voga, Hringurinn, Lynghólsborg og Staðarborg í Strandarheiði, Árnaborg ofan Garðs og Álaborgirnar ofan Sandgerðis hafa þjónað sama hlutverki og „fjárhús“ heima við bæi á vetrum.
Fjárborgirnar voru jafnan grjóthlaðnar, en þó má víða sjá að torf hafi verið notað við gerð þeirra, s.s borgirnar ofan Flaknastaða og Grænaborg í Njarðvíkum.

Nátthagi – smalabyrgi

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – nátthagi.

Nátthaga (hleðslur) má finna við sum selin, s.s. Óttarstaðasel, Straumssel, Kaldársel og Hvassahraunsseli. Við hið síðarnefnda er hlaðið byrgi til skjóls fyrir smalann (smalabyrgi). Séðir smalar hafa eðlilega gert sér skjól, sem þeir hafa getað hafst við í skjóli fyrir vondum veðrum en jafnframt haft yfirsýn yfir hjörðina.
Nátthagar voru hluti af selinu, en ekki allfjarri, og voru yfirleitt ekki afmarkaðir með görðum. Náttúrulegir dalir og lægðir hafa verið notaðir til slíkra nota, þ.e. til að halda fé saman yfir nótt. Smalinn hefur þá jafnan haft nálægt afdrep í skjóli eða skúta. Við flest selin eru fallegir grónir nátthagar.

Stekkur – kví

Hádegisskarð

Stekkur norðan Hádegisskarðs.

Stekkir voru yfirleitt hlaðnir, ýmist úr grjóti eða torfi, og má sjá þá við flest selin. Þeir eru jafnan tvískiptir. Króin var notuð til að halda lömbunum aðskildum frá ánum á meðan þær voru mjólkaðar. Stekkir seljanna á Reykjanesskagnum eru misstórir, en þó margir furðu jafnstórir. Svo virðist sem þeir yngri séu öllu stærri en þeir eldri, en það getur þó einungis verið vegna þess að þeir sjást nú betur með berum augum. Í sumum seljanna eru fleiri en einn stekkur, misgamlir. Fjöldi stekkja í fjölnota selstöðu geta sagt til um fjölda bæja, sem þar höfðu í seli. Stærð stekkjanna gefa einnig mynd af stærð fjárstofnsins hverju sinni.

Flankastaðastekkur

Flankastaðastekkur.

Hlaðnar kvíar má sjá við sum selin, s.s. við Gjásel, en í þeim voru ærnar mjólkaðar. Í mörgum seljanna er erfitt að koma auga á kvíar svo líklegt má telja að þær hafi oft verið gerðar úr trjástofnum eða timbri, svonefndar færikvíar, en þar sem þær voru hlaðnar voru þær yfirleitt í skjóli fyrir suðaustri eða austri (rigningaráttinni), í lægð, í gjá, undir hæð, bakka eða jafnvel stórum steini, sbr. Gjáselið í Hraunum.
Hlaðnar kvíar og stekki má sjá við flestar selstöðurnar á Reykjanesskaganum. Mjög erfitt getur verið að greina hvorutveggja við elstu selin, en svo virðist sem náttúrulegar aðstæður hafi þá verið látnar ráða staðsetningunni. Hvorutveggja voru jafnan staðsett í góðu skjóli.

Arahnúkasel

Arahnúkasel – stekkur.

Stekkir í spottkornsfjarlægð voru jafnan hlaðnir utan í hæðir eða bergveggi þar sem auðvelt var að leiða eða reka fé að þeim, s.s. við Gjásel, Brunnastaðasel, Vogaselin yngri, Selsvallaselin eldri, Hraunssel, Varmársel, Þerneyjarsel og Mosfellssel II. Staðsetningar kvía og stekkja í selinu virðast hafa einnig hafa verið ákveðnar með það fyrir augum að auðvelt væri að reka féð að þeim.

Brunnur – vatnsstæði

Fornasel

Fornasel – vatnsból.

Sel voru jafnan staðsett við brunna eða vatnsstæði, gjarnan nálægt ystu mörkum jarðnæðis. Vatn var bráðnauðsynlegt í seljum eða í nálægð við þau. Vatnsbólin gerði gæfumuninn hvort vært væri í tilteknu seli frá einum tíma til annars. Á þurrkatímum eru dæmi um að yfirgefa hafi þurft sel áður en seltíma lauk. Í slíkum tilvikum var ótímabærum draugagangi kennt um.
Í Jarðabókinni 1703 eru gæði selja að mestu metin eftir vatninu, auk fjarlægðar frá bæ og beitarmöguleikum. Vatnsstæðin við Fornasel (ofan Þorbjarnarstaða), Straumssel, Óttarsstaðasel, Fornasel (Litlasel) og Knarrarnessel eru öll myndarleg og höfðu ávallt vatn, enda selstöðurnar taldar ágætar.

Hraunsels-Vatnsfell

Vatnsstæði í Hraunssels-Vatnsfelli.

Gnægt vatn var í Hraunssels-Vatnsfelli fyrir Hraunssel þótt „Vatnsbólspölkorn“ væri á milli þess og selsins. Selin á Selsvöllum, Sogagíg, Hvömmum (Kaldranasel?), Haukafjöllum (Esjubergssel), Bringum, Gömlubotnum og við Leirvogsá voru öll við læki eða ár, líkt og Jónssel í Blásteinsbringum svo og Kaldársel.
Markúsarsel, (Reykja)víkursel, Mosfellssel II, Hvaleyrarsel, Ássel, Snorrastaðasel, Nýjasel, Innra-Njarðvíkursel og Grafarsel eru nálægt vötnum.
Erfiðustu selstöðurnar voru þar sem minnst vatn var að fá, s.s. Hlöðunessel, Hólssel, Hópssel, Kirkjuvogssel, Merkinesselin, Möngusel og Rauðhólssel.

Gerði – garður

Eimuból

Stekkur í Eimubóli.

Gerði og garðar eru í seljum og við þau til að hefta eða takmarka aðgang sauðfjár. Umhverfis jarðföll Eimuhóls í Selvogsheiði er t.d. hringlaga gerði og umhverfis Straumssel (sem varð að bæ á 19. öld) eru garðar. Norðan við Kirkjuvogssel er hringlaga gerði á sléttri jörð. Við flest sel eru þó engar merkjanlegar hleðslur umfram það sem nefnt er hér að framan. Selstöður virðast jafnan hafa verið valdar með hliðsjón af því hvort nota mætti aðstæður og spara hleðslur. Helgusel neðan við Bringur ofan Mosfellsbæjar eru t.a.m. ágætt dæmi um slíkar aðstæður, svo og Mosfellssel II við Leirvogsvatn, sem og mörg seljanna í Vogaheiði.

Selstígur – selsgata

Selsstígur

Selsstígur.

Selstígur lá jafnan svo til beint frá bæ upp í selstöðuna. Enn í dag má rekja sig eftir flestum þessara fyrrum stíga. Sumir eru markaðir á köflum í harða hraunhelluna, s.s. selstígurinn frá Herdísarvík, gatan upp í Gjásel og Fornasel og stígurinn inn á Selsvelli frá Grindavíkurbæjunum.
Selsgatan var mislöng. Þannig var langt inn á Selsvelli frá Grindavíkurbæjunum (um 11 km) og upp í Sogagíg frá Kálfatjörn (um 9 km), en stutt t.a.m. frá Hlíðarenda, Litlalandi og Selvogsbæjunum (innan við 5 km). Þannig var því einnig háttað víðast hvar annars staðar, s.s. í Hraunum, á Vatnsleysuströnd og í Stafnes- og Hafnahreppi. Að jafnaði hefur selsgatan verið nálægt 6-7 km. Ferðalagið upp í selið með vistir hefur þá tekið 1 ½ til 2 klst og svipaðan tíma með afurðirnar til baka.
Stígar og götur upp í selin voru gjarnan varðaðar. Enn má víða sjá við leiðirnar vörður og/eða vörðubrot.
Nokkur seljanna eru við alfaraleiðir, s.s. Hlíðarendaselið, Litlalandssel, Breiðabólstaðasel, Selsvallasel, Hafnarsel (Þorlákshafnarsel), Víkursel við Selvatn, Ólafarsel undir Vörðufelli í Selvogsheiði og Stakkavíkurselin. Líklegt er að sumar þessar leiðir hafi orðið til sem framhald af selsgötunum frekar en að þau hafi beinlínis verið staðsett með tilliti til þeirra.

Mannsskapur í seli

Mosfellsbær

Í stekknum.

Í sérhverju seli var a.m.k. selsmatselja og smali. Fjöldinn fór eftir umfanginu.
Bóndinn, eða einhver í hans umboði, flutti vistir í selið og síðan færði nytjarnar til bæjar.
Gegnumgangur um selin hefur tæplega verið æskilegur, en ferðalangar virðast hafa nýtt sér nálægð seljanna á leiðum sínum því þar gat jú verið athvarf ef illa viðraði.
Mjög þótti það áríðandi að hafa trúa og ötula selsmala. Ærnar máttu helst ekki missa máls, en svo var það kallað, er vantaði af ánum til að mjalta. Ef á vantaði til mjalta að morgni eða sídegis var smalinn jafnan látinn borða borða „skattinn“ sinn, þ.e. hann fékk að borða við skilin.
Nokkrar sögur eru til um að selsmatseljur hafi orðið ófrískar í selinu. Oftar en ekki var huldufólki eða útlegumönnum um kennt, en ógjarnan hugað að ferðum húsbóndans í selið eða aðkomumönnum þar á ferð.

Selsvarða

Lónakot

Lónakot – Skorásvarða.

Selsvarðan stóð gjarnan á hæsta hól ofan við selstöðuna eða á hæsta kennileiti er leiddu þá er þangað áttu erindi. Varðan var nokkurs konar stefnumið. Þessi varða var yfirleitt stærri og hærri en aðrar vörður í nágrenninu. Margar þessara varða standa enn eða hafa verið endurhlaðnar. Þótt sumar varðanna séu ekki mjög stórar þegar að er komið, hefur þeim verið þannig fyrir komið að þær sjást langt að, s.s. varða á Skorás ofan við Lónakotssel.
Vörður eða vörðubrot eru við flest selin í hraunum Reykjanesskagans, en síður við sel undir hlíðum (Hraunssel og Selssvallasel) eða á aðgengilegri og auðrataðri stöðum, s.s. í Sogagíg. Þótt enn megi sjá reisulegar vörður, eru sumar nú fallnar og aðrar orðnar grónar.

Verklag í seli

Sel - tilgáta

Selshús – tilgáta ÓSÁ.

Selin voru jafnan byggð úr torfi og grjóti, sem fyrr sagði. Trog og önnur ílát sem notuð voru í selinu voru smíðuð úr viði. Mikil vinna var við að hirða þau og halda þeim tandurhvítum. Eftir að þau höfðu verið þvegin úr vatni var þeim haldið að hlóðareldinum og þau þurrkuð. Það hét að hlóðarbaka trogin. Selsstúlkurnar höfðu mikið að starfa. Fyrst að mjalta allar ærnar en síðan var málnytin sett í trog og geymd í útihúsum í einn og hálfan til tvo daga. Lágmark var að þrídægra mjólkina. Þá var rennt úr trogunum.

Skyrhóll

Skyrhóll neðan Þorkelsgerðissels.

Oft var stutt við rjómann með hendinni meðan undanrennunni var rennt burt. Undanrennan var flóuð – oft fjórir stórir pottar í einu. Síðan þurfti að ausa þessu upp og láta kólna undir skyrgerðina. Þá var hrært í það þétti sem var steinsíað skyr og látnir nokkrir dropar af hleypi út í. Síðan var þetta birgt niður til næsta dags og þá síðað. Það var um að gera að sía vel því þá súrnaði það síður og mátti geyma það eins og nýtt í langan tíma. Entist það yfirleitt allt árið og var notað í hræring og út í kjötsúpu sem mikið var borðað af.
Búnir voru til mjólkurostar og mysuostar líkir því sem þeir eru í dag. En draflinn var líka seiddur og búinn til seidduostur. Hann var brúnleiddur og borðaður heitur og þá sem morgunmatur.

Mjólkurtrog

Mjólkurtrog.

Mikið var drukkið að sýru á sumrin og er það áreiðanlegur hollur drykkur. Sýran var flutt heim í kvartilum en heima var hún geymd í tunnum.
Fyrst eftir fráfærurnar var strokkað tvisvar á dag en sjaldnar er minnka tók í ánum. Úr strokknum var smjörið saltað og hnoðað í kökur sem geymdar voru í eldhúsinu fram á mitt sumar. Þá var smjörinu drepið í belgi, hnoðað og pressað þar til enginn dropi kom úr því. Voru belgirnir pressaðir milli á tveggja fjala og mátti hvergi sjá holu. Þannig geymdist smjörið langa lengi og var svo hart að ekki sá á því jafnvel þótt það væri flutt langar leiðir.

Mjólkurtrog

Mjólkurtrog.

Af kindum var fleginn belgur. Síðan var hann rakaður og þveginn vandlega úr heitu sótavatni og skolaður á eftir. Var hann þá drifhvítur. Smjörinu var drepið inn um hálsopið og saumað fyrir.
Fyrst eftir fráfærurnar var flutt tvisvar í viku heim úr selinu en sjaldnar er leið á sumarið. Flutt var á þremur hestum. Á tveimur voru skrínur undir skyr á á þeim þriðja voru sýrukvartil. Smjör til heimilisnota var flutt jafnóðum heim en meginhluti þess var geymt í selinu þangað til það var flutt beint í verlsunarstað.
Ef rennt var úr trogunum var rjóminn á efri gafli troganna ævinlega skilinn eftir og okkur leyft að borða hann. Þótti mjög gott að fá rjómagafl enda var rjóminn hnausþykkur og töggur í honum eins og öllum þessum góða selmat. Maturinn sem búinn var til í seljunum var mikið búsílag fyrir heimilin og holl fæða.
Allt kaup var greitt í smjöri. Peningar voru þessu fólki einskis virði á móts við feitmetið.

Rjómatrog

Rjómatrog.

Þegar kvöldmjöltum var lokið ráku selssmalarnir ærnar fram dalinn. Röltu þær svo sjálfar hægt og bítandi fram í dalbotninn. Smalarnir skriðu inn í smalabyrgi, sem var lítill kofi hlaðinn af grjóti og mosa troðið í göt og glufur. Á veggina voru látnar nokkrar spítur og ofan á þær hagalega raðað hellum og síðan þétt með leir og mosatægjum. Var þá þakið sæmilega vatnsþétt. Á gólfinu var lag af berjalyngi sem legið var á. Loks þurfti að finna hæfilega mosaþúfu til að hafa fyrir kodda. Engin hurð eða dyr voru á byrginu en þess í stað var gat á þeim veggnum, sem smalarnir skriðu inn um. Ef stormur var strengdu þeir poka fyrir gatið. Þarna lögðust þeir til hvíldar, alklæddir með smalahundana á fótum sér. Til að breiða ofan á sig höfðu þeir gamlar rúmábreiður og úlpurnar sem þeir höfðu með sér til skjóls ef rigndi. Þeir voru fljótir að sofna.

Trog

Trog.

Yfir nóttina þurftu þeir að fara út einu sinni eða tvisvar til að gæta þess að ekkert af ánum færi heimfyrir, en hætta var á því eftir fyrstu næturnar eftir fráfærurnar.
Um kl 6 til 7 að morgninum fóru smalarnir á kreik. Þeir byrjuðu á að grípa í nestisbitann sinn og miðla hundunum þeirra skammti. Hófst þá smölunin og síðan sigið heim á leið. Voru ærnar venjulega komnar í kvíarnar um kl. 11 á daginn. Tóku þá selsstúlkurnar til mjaltanna. Var tvímjólkað fyrir mjaltir og eftir mjaltir. Þótti eftirmjólkin mun smjörmeiri. Voru ærnar svo hafðar heima við uns kvöldsmölun hólfst. Fengu selssmalarnir sér þá smádúra. Þess á milli réttu þeir selsstúlkunum hjálparhöfnd, gripu í strokkinn, báru inn eldivið og sóttu vatn.

Straumssel

Smalaskjól við Efri-Straumsselshella.

Annars var fremur lítið sofið í selinu því alltaf var nóg að gera og allir fundu til ábyrgðarinnar, sem á þeim hvíldi um að allt færi þeim sem best úr hendi sem þeim var til trúað.
Selsstúkurnar höfðu geysimikið og erfitt verk á hendi. Vinnudagur þeirra hófst snemma á morgnanna og stóð þangað til seint á kvöldin. Á morgnana byrjuðu þær á því að sækja kýrnar, sem lágu úti, og mjólka þær. Þá tóku þær til við mjólkurvinnsluna, sem hét að búverka. Mjólkin sem til féll um dagin var svo mikil að skipta varð henni við vinnsluna. Varð því að búverka tvisvar á dag. Öll þessi mjólkurvinnsla hvíldi á herðum selsstúlknanna auk hirðingar á sokkaplöggum og skóum smalanna. Og ekki hvað minnsti þátturinn í selsstarfinu var sífelldur þvottur á mjólkur- og skyrílátum, sem gerast alltaf tvisvar á dag. Til þess þurfti verulega að vanda svo ekki kæmist súr í mjólkina. Kæmi það fyrir var vís gellir við flóninguna að mjólkin hlypi í kost og mysu og væru til lítils nýt í selinu.

Hvassahraun

Smalaskáli.

Ílátin þurfti að sjóða í sjóðandi vatni og sóta og skola vandlega á eftir úr köldu vatni. Þetta útheimti mikinn og sífelldan vatnsburð. Það var því verulegt metnaðarmál stúlknanna að ekki kæmi hjá þeim gellir því hætta var á að um vanrækslu yrði um kennt.
Venjulega var fllutt heim tvisvar í viku skyr og smjör en sauðatað og fleira sem selfólkið þurfti með flutt til þess. Þannig liðu dagarnir í selinu í fábreyttni og kyrrð afdalanna.
Á sunnudögum kom það fyrir að ungt fólk í sveitinni gerði sér listitúr í selin. Þótti það auðfúsigestir og var fagnað vel og var veitt sykrað sauðaskyr og rjómi sem gestunum var nýnæmi á og þótti hið mesta lostæti. Gestirnir höfðu líka með sér ýmislegt sælgæti sem þeir veittu selfólkinu, stundum ofurlítinn brennivínstár út í kaffið. Þegar þessa gesti bar að garði var oft glatt á hjalla í selinu og mikill dagamunur.
Eftir u.þ.b. fjórar vikur í selinu voru ærnar reknar heim og selsstúlkur og smalar breyttum verustað. Var þá seltímanum lokið í það sinn.

– ÓSÁ

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Litla-Botnssel

RÚV var með fróðlegan talsmálsþátt 11. des. 2022 um seljabúskap á Íslandi; „Man ég það sem löngu leið – Samtíningur um seljabúskap á Íslandi„.
Eftirfarandi er lesið í þættinum: „Bernskuminning um Miðhópssel“ eftir Stefaníu S. Jósefsdóttur, birt í Húnavöku árið 1975″, „Minningar Þormóðs Sveinssonar úr Goðdölum„, „Sögukaflar af sjálfum mér“ eftir Matthías Jochumsson“ og „Sel og selfarir“ eftir Hólmgeir Þorsteinsson, birt í safnfritinu Heimdragi.

Stekkur

Smali og selsmatsseljur við stekk (kvíar).

FERLIR umbreytti framangreindum frásögnum að hluta yfir í eftirfarandi ritmál. Um er að ræða áhugaverðar upplýsingar um verklag í seljunum fyrrum, en slíkar frásagnir er sjaldnast að finna í skriflegum lýsingum um þessa merkilegu arfleifð íslenskrar búskaparsögu.

Bernskuminning um Miðhópssel“ eftir Stefaníu S. Jósefsdóttur birt í Húnavöku árið 1975:
„Frá ómunatíð hafa selfarir tíðkast hér á landi. Málnytupeningur, ær og kýr, var á hverju sumri fluttur til dala þar sem bithaga voru meiri og kjarnbetri en í heimahögum. Þetta var kallað að hafa í seli. Vafalaust má rekja þennan þátt landbúnaðarins alla leið til landnámsmannanna norsku því að um sel og selfarir er þegar getið í Íslendingasögunum. Enn munu vera á lífi fólk er man af eigin sjón og raun seljabúskap hér á landi. Selin voru útibú frá heimilinum til að nota beitilandið sem fjær lá bæjunum. Ærnar gerðu meira gagn þar en heima.

Selsmatsselja

Selsmatsselja eftir mjaltir.

Selin voru jafnan byggð úr torfi og grjóti. Trog og önnur ílát sem notuð voru í selinu voru smíðuð úr viði. Mikil vinna var við að hirða þau og halda þeim tandurhvítum. Eftir að þau höfðu verið þvegin úr vatni var þeim haldið að hlóðareldinum og þau þurrkuð. Það hét að hlóðarbaka trogin. Selsstúlkurnar höfðu mikið að starfa. Fyrst að mjalta allar ærnar en síðan var málnytin sett í trog og geymd í útihúsum í einn og hálfan til tvo daga. Lágmark var að þrídægra mjólkina. Þá var rennt úr trogunum.

Oft var stutt við rjómann með hendinni meðan undanrennunni var rennt burt. Undanrennan var flóuð – oft fjórir stórir pottar í einu. Síðan þurfti að ausa þessu upp og láta kólna undir skyrgerðina. Þá var hrært í það þétti sem var steinsíað skyr og látnir nokkrir dropar af hleypi út í. Síðan var þetta birgt niður til næsta dags og þá síðað. Það var um að gera að sía vel því þá súrnaði það síður og mátti geyma það eins og nýtt í langan tíma. Entist það yfirleitt allt árið og var notað í hræring og út í kjötsúpu sem mikið var borðað af.
Búnir voru til mjólkurostar og mysuostar líkir því sem þeir eru í dag. En draflinn var líka seiddur og búinn til seidduostur. Hann var brúnleiddur og borðaður heitur og þá sem morgunmatur. Mikið var drukkið að sýru á sumrin og er það áreiðanlegur hollur drykkur. Sýran var flutt heim í kvartilum en heima var hún geymd í tunnum.

Strokkur

Strokkur.

Fyrst eftir fráfærurnar var strokkað tvisvar á dag en sjaldnar er minnka tók í ánum. Úr strokknum var smjörið saltað og hnoðað í kökur sem geymdar voru í eldhúsinu fram á mitt sumar. Þá var smjörinu drepið í belgi, hnoðað og pressað þar til enginn dropi kom úr því. Voru belgirnir pressaðir milli á tveggja fjala og mátti hvergi sjá holu. Þannig geymdist smjörið langa lengi og var svo hart að ekki sá á því jafnvel þótt það væri flutt langar leiðir.
Af kindum var fleginn belgur. Síðan var hann rakaður og þveginn vandlega úr heitu sótavatni og skolaður á eftir. Var hann þá drifhvítur. Smjörinu var drepið inn um hálsopið og saumað fyrir.
Fyrst eftir fráfærurnar var flutt tvisvar í viku heim úr selinu en sjaldnar er leið á sumarið. Flutt var á þremur hestum. Á tveimur voru skrínur undir skyr á á þeim þriðja voru sýrukvartil. Smjör til heimilisnota var flutt jafnóðum heim en meginhluti þess var geymt í selinu þangað til það var flutt beint í verlsunarstað.

Smalaskjól

Smalaskjól.

Ein af mínum mestu ánægjustundum var að vera send í selið til að sækja smjör og osta sem vanhagaði um í svipinn. Þar var oft glatt á hjalla. Móðir mín fór ævinlega með töðugjöldin þangað þegar búið var að halda þau heima. Við unglingarnir fengum þá að fara með, leika okkur og tína ber í ábæti.
Ef rennt var úr trogunum þegar við vorum þar var rjóminn á efri gafli troganna ævinlega skilinn eftir og okkur leyft að borða hann. Þótti mjög gott að fá rjómagafl enda var rjóminn hnausþykkur og töggur í honum eins og öllum þessum góða selmat.
Maturinn sem búinn var til í seljunum var mikið búsílag fyrir heimilin og holl fæða.

Hraunssel

Hraunsselsstígur.

Fært var frá seint í júní. All sumarið var selráðskona í selinu með litla dóttur sína með sér. Þar var einnig eldri kona og smali. Lengi höfðum við pilt sunnan af Miðnesi, sem reyndist mjög vel.
Á þessum árum kom allt kaupafólk að sunnan, s.s. frá Garði. Allt kaup var greitt í smjöri. Peningar voru þessu fólki einskis virði á móts við feitmetið. Kaupamaður fékk venjulega fjórðung smjörs í mánaðarkaup, en verð á fjórðungunum var þá 12 krónur.“

Minningar úr Goðdölum“ eftir Þormóð Sveinsson segir höfundur ölítið frá selstöðum í Skagafjarðardölum um síðustu aldramót (1900). Hér lýsir hann heimaseli:
„Alltaf var fært frá sama dag um tíundu sumarhelgina. Var þá strax flutt í selið og verið þar í fjórar vikur. Ærnar voru venjulega um 120 í kvíum. Aldrei voru þær hýstar og gætti einn [smali] þeirra á næturna og annar á daginn. Á selinu voru oftast fjórar stúlkur og tveir karlmenn og svaf fólk í fjárhúsgörðunum við rúmföt þó. Tvær stúlknanna fluttu skyrið heim í skrínum annan hvorn dag. Smjörinu var drepið í belgi og geymt heima þar til undir göngur. Þá var það sent í verslunarstað.

Sel - tilgáta

Selshús – tilgáta ÓSÁ.

Kýrnar voru einnig hafðar í selinu þennan tíma, utan ein. Mjólkurafurðirnar voru geymdar í húsi sér og lítill kofi var þarna, hafður fyrir eldhús.
Mjög svipað þessu sagði faðir minn mér frá seltímanum á Skatastöðum, en þar var haft í seli fram til um 188o eða vel að. En þar flutti allt fólkið fram með kýrnar þennan tíma. Þar var öll ullin þvegin, rifið hrís til kolagerðar svo og heyjað sem hægt var. Hann sagði mér og að sum haustin hafi 9 stórar tunnur, fullar af skyri, verið heima þar eftir sumarið. Af þessu má sjá hversu þessi atvinnugrein hafði áður fyrr.“

Sögukaflar af sjálfum mér“ eftir Matthías Jochumsson:

Matthías Jockumsson

Matthías Jockumsson.

„Ekki voru allir selssmalarnir háir í loftinu eða miklir fyrir sér í þeim raunum er smalann hrjá – þótt þeim væri síðar á ævinni flestir vegir færir. Einn þeirra var þjóðskáldið Matthías Jockumsson, sem á æskuárunum gætti fjár móðurbróður síns, séra Guðmundar Einarssonar á Kvennabrekku í Dölum.
Matthías segir svo frá veru sinni í selinu: Eftir fráfærur fylgdi ég fénu fram á Geldingadal. Var ég þar smalapiltur í þrjú sumur. Hið fyrsta mun ég hafa staðið í stað með þroskun ef ekki miður en hin tók ég heldur við að gangast. Fyrsta sumarið átti Matthías í ólyndi við gildandi selsmatsseljuna. Þau samskipti þótti honum erfið, en voru og eru því miður ekki talin einstök þegar horft er til óæskilegra mannlegra samskipta í víðara samhengi í gegnum tíðina.
Í samanburði við fyrsta sumarið mitt í dalnum má heita að ég hafi lifað eins og sólkinshestur hin sumrin tvö. Þá var góð og gegn kona húsmóðir mín í selinu.“

Sel og selfarir“ eftir Hólmgeir Þorsteinsson frá Hrafnagili, birt í safnritinu Heimdragi, 4. bindi. Hólmgeir lýsir þar Hvassafellsseli í Djúpadal í Eyjafirði.

Hólmgeir Þorsteinsson

Hólmgeir Þorsteinsson (1884-1973).

„Ekki voru húsakynni seljanna ævinlega byggð fyrir þá starfsemi, sem þar fór fram heldur var stundum notast við gömul fjárhús eða einhverja slíka kofa.
Hvassafellsel var reglulegt selhús, sem var byggt aðeins fyrir þessa starfsemi og öll tilhögun hússins sniðinn í samræmi við hana. Selhúsinu var vel við haldið og í alla staði hið snotrasta.
Við skulum nú heyra hvernig Hólmgeir lýsir þessu seli og starfinu þar:
Selshúsinu var skipt í fernt; úr honum var innangegnt í mjólkurhús og búr. Nyrst var eldhúsið og var utangengt í það. Vestan við selið var fjárrétt og kvíarnar, langar og mjóar þar sem ærnar voru mjólkaðar.
Áður en flutt var í selið þurfti ýmis konar undirbúning – taka til ílát, kollur og kyrnur, selskrínur og potta og margskonar smærri áhöld. Gera smalaskóna og margt fleira.
Þegar í selið kom var byrjað að sópa veggi og gólf, þvo mjólkurbekkina, rúmstæði og borð. Og svo hófust daglegu störfin, tilbreytingarlaus frá degi til dags.

Arahnúkasel

Arahnúkasel.

Þegar kvöldmjöltum var lokið ráku selssmalarnir ærnar fram dalinn. Röltu þær svo sjálfar hægt og bítandi fram í dalbotninn. Smalarnir heftu hesta sína og skriðu inn í smalabyrgi, sem var lítill kofi hlaðinn af grjóti og mosa troðið í göt og glufur. Á veggina voru látnar nokkrar spítur og ofan á þær hagalega raðað hellum og síðan þétt með leir og mosatægjum. Var þá þakið sæmilega vatnsþétt. Á gólfinu var lag af berjalyngi sem legið var á. Loks þurfti að finna hæfilega mosaþúfu til að hafa fyrir kodda. Engin hurð eða dyr voru á byrginu en þess í stað var gat á þeim veggnum, sem smalarnir skriðu inn um. Ef stormur var strengdu þeir poka fyrir gatið. Þarna lögðust þeir til hvíldar,  alklæddir með smalahundana á fótum sér. Til að breiða ofan á sig höfðu þeir gamlar rúmábreiður og úlpurnar sem þeir höfðu með sér til skjóls ef rigndi. Þeir voru fljótir að sofna.

Fornasel

Fornasel – vatnsstæði.
Búsmali þurfti á stundum að hverfa frá selstöðum á Reykjanesskaga fyrr en áætlað var. Ástæðan var jafnan sögð „draugagangur“, en raunin var vatnsskortur.

Yfir nóttina þurftu þeir að fara út einu sinni eða tvisvar til að gæta þess að ekkert af ánum færi heimfyrir, en hætta var á því eftir fyrstu næturnar eftir fráfærurnar.
Um kl 6 til 7 að morgninum fóru smalarnir á kreik. Þeir byrjuðu á að grípa í nestisbitann sinn og miðla hundunum þeirra skammti. Hófst þá smölunin og síðan sigið heim á leið. Voru ærnar venjulega komnar í kvíarnar um kl. 11 á daginn. Tóku þá selsstúlkurnar til mjaltanna. Var tvímjólkað fyrir mjaltir og eftir mjaltir. Þótti eftirmjólkin mun smjörmeiri. Voru ærnar svo hafðar heima við uns kvöldsmölun hólfst. Fengu selssmalarnir sér þá smádúra. Þess á milli réttu þeir selsstúlkunum hjálparhöfnd, gripu í strokkinn, báru inn eldivið og sóttu vatn. Annars var fremur lítið sofið í selinu því alltaf var nóg að gera og allir fundu til ábyrgðarinnar, sem á þeim hvíldi um að allt færi þeim sem best úr hendi sem þeim var til trúað.
Selsstúkurnar höfðu geysimikið og erfitt verk á hendi. Vinnudagur þeirra hófst snemma á morgnanna og stóð þangað til seint á kvöldin. Á morgnana byrjuðu þær á því að sækja kýrnar, sem lágu úti, og mjólka þær. Þá tóku þær til við mjólkurvinnsluna, sem hét að búverka. Mjólkin sem til féll um dagin var svo mikil að skipta varð henni við vinnsluna. Varð því að búverka tvisvar á dag. Öll þessi mjólkurvinnsla hvíldi á herðum selsstúlknanna auk hirðingar á sokkaplöggum og skóum smalanna. Og ekki hvað minnsti þátturinn í selsstarfinu var sífelldur þvottur á mjólkur- og skyrílátum, sem gerast alltaf tvisvar á dag. Til þess þurfti verulega að vanda svo ekki kæmist súr í mjólkina. Kæmi það fyrir var vís gellir við flóninguna að mjólkin hlypi í kost og mysu og væru til lítils nýt í selinu.

Mjólkurtrog

Mjólkurtrog.

Ílátin þurfti að sjóða í sjóðandi vatni og sóta og skola vandlega á eftir úr köldu vatni. Þetta útheimti mikinn og sífelldan vatnsburð. Það var því verulegt metnaðarmál stúlknanna að ekki kæmi hjá þeim gellir því hætta var á að um vanrækslu yrði um kennt.
Venjulega var fllutt heim tvisvar í viku skyr og smjör en sauðatað og fleira sem selfólkið þurfti með flutt til þess. Þannig liðu dagarnir í selinu í fábreyttni og kyrrð afdalanna.
Á sunnudögum kom það fyrir að ungt fólk í sveitinni gerði sér listitúr í selin. Þótti það auðfúsigestir og var fagnað vel og var veitt sykrað sauðaskyr og rjómi sem gestunum var nýnæmi á og þótti hið mesta lostæti. Gestirnir höfðu líka með sér ýmislegt sælgæti sem þeir veittu selfólkinu, stundum ofurlítinn brennivínstár út í kaffið. Þegar þessa gesti bar að garði var oft glatt á hjalla í selinu og mikill dagamunur.
Eftir u.þ.b. fjórar vikur í selinu voru ærnar reknar heim og selsstúlkur og smalar breyttum verustað. Var þá seltímanum lokið í það sinn.

Rjómatrog

Rjómatrog.

Um og eftir síðustu aldamót var víðast hvar hætt að færa frá og sú nýbreytti upp tekin að lá ærnar ganga með dilk. Var þá lagður fyrir róða aldagamall þáttur í lanbúnaði Íslendinga – fráfærurnar.
Síðustu selfarirnar i Eyjafirði voru 1803. Þótt stundum væri eritt og kalsamt fyrir selssmalana og þeir yrðu það þola vosbúð og einangrun voru þó miklu fleiri sólskinsdagarnir sem þeir geymdu í hugskoti sínu. Minningin um afdalakyrrðina og mildan árniðinn sem svæfði þá þegar þeir lögðust til hvíldar á mosakoddann sinn í litla byrginu var sem ljúfur draumur liði um vitund þeirra á efri árum. Nú er allt hljóðnað frá seljunum og húsin fallin. Þaðan heyrir ekki lengur hóað saman kvíaám, engin fráfærajarmur og ekkert strokkshljóð. Allt þetta hjúfrar sig í skauti minninganna um það sem einu sinni var.“

Heimild:
-https://www.ruv.is/utvarp/spila/man-eg-thad-sem-longu-leid/33824/a2i8g9

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel.

Litla-Botnssel

FERLIR hefur löngum fjallað um seljabúskap á Reykjanesskaganum – m.a. lýst öllum 401 seljunum, sem þar er að finna, gerð þeirra og sérstöðu, aldri m.t.t. heimilda o.s.frv.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Í riti Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 131 skrifar Bjarni Guðmundsson um seljabúskap, bæði út frá staðbundinni athugun hans á seljum í Dýrafirði sem og almenn út frá sögum og sögnum. Þar segir m.a.:

„Dalabotnarnir voru alsettir seljum“, fyrirlas Páll Zóphóníasson nemendum sínum á Hvanneyri veturinn 1919-1920, „og enn má sjá þess ljós merki af tóftunum sem nú standa sem menjar um horfna frægð, því frægð var það að hafa manndóm í sjer til að hafa fjenað í seljum.“

Seljahugtakið hefur með árunum fengið á sig eilítið rómantískan blæ, ef til vill vegna ýmissa þjóðsagna sem seljum eru tengdar, legu þeirra í víðernum og frjálsræði fjarri byggð en sjálfsagt einnig vegna erlendra áhrifa, einkum frá Noregi, þar sem þessi búskaparháttur tengist í hugum margra fögru landslagi og sællegum selstúlkum. Ýmsir kannast t. d. við lag Ole Bull, Sunnudagur selstúlkunnar, leikrit Riis: Upp til selja, sem mjög var vinsælt hérlendis á fyrri hluta síðustu aldar, og fleira mætti nefna úr flokki rómantískra lýsinga. Skáldið Snorri Hjartarson orti til dæmis kvæði sem er verðugur fulltrúi þeirra, kvæði sem hann nefndi „Mig dreymir við hrunið heiðarsel“:

Nærsel

Nærsel – uppdráttur ÓSÁ.

Mig dreymir við hrunið heiðarsel: heyri ég söng gegnum opnar dyr, laufþyt á auðum lágum mel? Líf manns streymir fram, tíminn er kyr. Allt sem var lifað og allt sem hvarf er, það sem verður dvelur fjær ónuminn heimur, hulið starf; hús þessa dags stóð reist í gær.

Við göngum í dimmu við litföl log í ljósi sem geymir um eilífð hvað sem er, og bíður. Fuglinn sem flaug framhjá er enn á sama stað. Veruleiki selfólksins hérlendis og sennilega einnig í nágrannalöndum okkar mun þó ekki aðeins hafa verið gleði og rómantík. Víða var seljabúskapurinn hluti þess að komast af við þröng kjör og óblíða náttúru fyrri alda; enginn leikur heldur bláköld og oft mjög erfið lífsbarátta.

Selin í sögu og lögum
Seljabúskapur er eitt af einkennum fornrar norrænnar kvikfjárræktar. Sel og selför voru hluti hins dreifbæra (extensive) búskapar sem einkenndi hana. Hann var og er einnig þekktur í Alpahéruðum Evrópu, í Skotlandi, Írlandi og raunar í fleiri hornum heimsins (summer farming). Seljabúskapur var leið til þess að nýta fjarlæg en oft kostamikil beitilönd, gjarnan ofan skógarmarka, til framleiðslu mjólkur á hásumri með sauðfé, kúm og geitum. Mjólkin var unnin í ýmsar afurðir til heimaneyslu um ársins hring en gat einnig verið liður í öflun nauðsynlegs gjaldmiðils t. d. smjörs upp í land- og gripaleigu. Seljabúskapur á einu eða öðru formi á sér fornar rætur er rekja má langt aftur til járnaldar. Þrennt mótaði seljabúskapinn: búfé, fólk og landkostir, einkum beitarkjörin.

Hraunssel

Hraunssel – stekkur.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á seljum og seljabúskap. Það eru ekki síst Norðmenn sem þar hafa verið afkastamiklir enda búhátturinn mjög algengur þar í landi. Hér verða þeim rannsóknum ekki gerð sérstök skil heldur látið nægja að vísa til yfirlitsverka, svo sem þriggja binda verks Lars
Reinton um sel og selfarir; skipulag, verklag og lið í framfærslu. Þá hefur Karoline Daugstad fjallað um sel og selfarir í margbreytilegum formum sem mótandi þátt menningarlandslags svo og vitundar fólks og viðhorfa frá starfrænum og ekki síst fagurfræðilegum sjónarmiðum í listum og menningu.
Reinton skilgreindi hinn norræna seljabúskap (sæterbruk) þannig: „Sæterbruk er det når ein gard (ein fast vinterbustad) har krøtera sine i sumarbeite på ein stad eit stykke frå garden der det er husvære og fast personale, så ein kan nytta ut større vidder til beite, som regel òg til slått og onnor fórsanking, og så ein kan spara på heimemarkene og nå i betre beite, føde fleire krøter over vinteren og skaffe forråd til levemåten på den faste bustaden (garden)“.

Hraunssel

Hraunsselsstígur.

Með nokkurri einföldun má segja að tvær kenningar hafi einkum staðið um upphaf og þróun hins norræna seljabúskapar: Fyrst sú að seljabúskapurinn hafi þróast úr hjarðmennsku (nomadism) og eigi sér rætur í hinum indóevrópska frumbúskap og fyrstu búsetu jarðyrkjufólks. Reinton var einkum talsmaður þeirrar kenningar en verk hans var lengi vel miðlægt í norrænni seljaumræðu. Hin kenningin er sú að seljabúskapur hafi á löngum tíma einkum þróast sem svæðabundið svar við breytilegri þörf fyrir beitilönd og fóður. Svo virðist sem síðari kenningin njóti nú meira fylgis þótt í raun séu þær sprottnar af sömu rót – þörfinni fyrir hagkvæma nýtingu takmarkaðra beitilanda til öflunar lífsnauðsynlegs matarforða. Þótt álitið sé að vestur-norskir landnámsmenn hafi fært seljabúháttinn með sér til Íslands og mótað hann í fyrstu með hliðsjón af eigin reynsluheimi og áþekkum umhverfisaðstæðum virðist hátturinn hafa þróast með ólíkum hætti í löndunum tveimur.

Arahnúkasel

Arahnúkasel.

Cabouret segir Frostaþingslög geyma orðið sel í sömu merkingu og hin 200 árum yngri lög nota orðið setur/sætr. Upphaflega merkti sel aðeins lítið einsrýmis hús en setur dvalarstað. Það síðara taldi hann fela í sér hlutverkaskiptara mannvirki fyrir fólk og fé og til framleiðslu mjólkurafurða. Ennfremur að það benti til þess að það hafi fyrst verið á hámiðöldum sem norski seljabúskapurinn var fullþróaður. Að baki því áleit Cabouret liggja byggðaþróun sem ýtti búfjárhaldi að sumarlagi það langt frá býlinu að hverfa varð frá mjaltastað svo nærri býli að í mesta lagi þurfti dálítið sel til næturhvíldar, ef fjarlægðin heim var þá ekki orðin það mikil að frágangssök var að fara heim á milli morgun- og kvöldmjalta.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Cabouret benti á að það var aðeins heitið sel sem fluttist til Íslands, og að þess vegna megi reikna með því að þetta form seljabúskapar hafi verið hið algenga í Vestur Noregi við landnám Íslands. Þegar støl/stöðull varð algengt heiti selja í Vestur Noregi bendir það til hins sama. Orðið táknar mjaltastað, upphaflega án búsetu. Á Íslandi er orðið aðeins þekkt í hinni upphaflegu merkingu, sem mjaltastaður. Það taldi Cabouret benda til þess að merkingar-breytingin hafi fyrst orðið í Noregi eftir fólksflutningana til Íslands.

„Hve afarmikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum, sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifðar um afdali og heiðar um alt Ísland“, skrifaði Þorvaldur Thoroddsen árið 191912 en hann er líklega sá, ásamt þjóðverjanum Hitzler, sem lengi vel átti rækilegasta yfirlitið um sel og selstöður á Íslandi.

Kolhólasel

Kolhólasel – uppdráttur ÓSÁ.

Annars eru innlendar heimildir eru býsna ríkulegar. Þær byggjast bæði á sérstökum sagnfræði- og fornleifarannsóknum, sem gerðar hafa verið, sem og almennum frásögnum af seljum og seljabúskap í einstökum sveitum. Til viðbótar þeim heimildum, sem þegar hafa verið nefndar, má úr fyrri hópnum sérstaklega nefna rannsóknir þeirra Guðrúnar Ólafsdóttur og Guðrúnar Sveinbjarnardóttur en úr þeim síðari til dæmis verk Eyfirðingsins Hólmgeirs Þorsteinssonar og Skaftfellingsins Einars H. Einarssonar. Þá ber úr þeim flokki að nefna afar athyglisverða heimasíðu með fróðleik um sel, selstöður og seljabúskap á Reykjanesskaganum. Þá birti Benedikt Eyþórsson samantekt um seljabúskap á Íslandi og í norrænu ljósi í tengslum við rækilega rannsókn sína á búskap og rekstri Reykholtsstaðar fyrr á öldum. Beitarbúskapurinn, sem var grunnur að rekstri seljanna, gegndi miklu hlutverki í norrænum heimi, jafnvel svo að á vissum tíma sögunnar, svo sem á víkingaöld, hafa fræðimenn talið að [góðir] hagar hafi verið meginuppspretta auðs og valda.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Höfundur Laxdæla sögu notar heitið sel um hin einstöku hús svo sem talin er hafa verið hin upphaflega merking orðsins. Við stympingar í Vatnshornsseli rifu árásarmenn „ræfrit af selinu“ en „selit var gert um einn ás, ok lá hann á gaflhlöðum, og stóðu út af ásendarnir, og var einart þak á húsinu ok ekki gróit.“ Orðalagið einart þak má í þessu samhengi skilja sem þak einfaldrar gerðar. Frásögnin bendir til þess að yfir selhússveggina hafi verið reft með einföldum hætti, hugsanlega aðeins til sumars í senn. Ekki er fráleitt að takmörkuð árleg notkun selhúsanna, og það á hlýjasta tíma sumars, hafi ýtt undir það að húsagerðin væri höfð einföld og að efni til þeirra væri sparað, til dæmis hvað snerti burðarviði þaks og árefti.

Hlíðarsel

Hlíðarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Í lögbókunum fornu, Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins, og Jónsbók, sem samþykkt var á Alþingi árið 1281, er allvíða vikið að seljum og selförum. Er það mjög til marks um mikilvægi seljanna á gildistíma lögbókanna. Lögin geyma ýmis atriði varðandi umgengni um sel og selstöður svo og selfarir, atriði sem varpa gagnlegu ljósi á forsendur og framkvæmd þessa búháttar. Hér verður því nokkurra ákvæða lögbókanna getið með beinum tilvitnunum í texta þeirra:

Úr Grágás (tölur vísa til blaðsíðu)

20: Manni er rétt að fara, þótt drottinsdagur sé, til sels með byttur . . .

319: OF SELFÖR. Ef maður hefir lönd fleiri undir bú sitt en eitt, og vill hann fara þar í sel yfir annars manns land, og á hann þar að fara með fé sitt tysvar á sumri til sels, en því aðeins oftar ef þar verða misgöngur fjár, þá á hann að reka heim smala sinn. Hann á fornar götur að fara, ef þær eru til.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Ef hann fer of engi manns, þá skal hann í togi hafa hið lausa hross. Ef þar eru keldur á götu hans, og á hann að gera brúar þar yfir og vinna þau áverk á annars manns landi. Ef maður fer yfir engi annars, og hlýtur hinn af því skaða, þá varðar honum það útlegð, enda skal hann bæta honum skaða, svo sem búar fimm virða við bók.

320: ENN OF SELFÖR. Ef maður fer annan veg til sels of annars manns land með smala sinn eða klyfjahross en áðan var tínt, og verður hann útlagur of það þrem mörkum, og bæta auvisla sem búar virða við bók.

Ef fimm aura skaði verður að eða meiri, þá varðar fjörbaugsgarð. . .

330: . . . Eigi skal sel gera í afrétt. Ef gert er, þá er sel óheilagt, og eigu þeir að brjóta sel er afrétt eigu, enda verður sá útlagur er sel gerði eða gera lét við þá alla er afrétt eigu, og sinni útlegð við hvern þeirra.

Úr Jónsbók (tölur vísa til blaðsíðu):

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

146: . . . þá skal það boð hver bera en engi fella, og á það að fara með veturhúsum eftir boðburð réttum en eigi með sætrum. . .

147: Sá skal boð bera bæja í milli . . . En ef hjú eru öll af bæ gengin, þá skal ganga í seturhús bónda ef það er opið og setja niður í öndugi svo að eigi falli.

186: [Hvervetna þar sem sætur eru til bæja manna, þá skulu menn fara með búfé sitt yfir annars land til sætra, fornar götur ef til eru, og hafa í togi laus hross ef yfir eng er að fara. En ef keldur eru á leið hans, þá má hann gjöra þar brú yfir og vinna þann áverka á jörðu hins]. Menn skulu fara úr húshaga með fé sitt þá er tveir mánaðir eru af sumri, utan þeim þikki öllum annað hentara er brottfærslu eigu.

En ef einhver situr lengur niðri, þá skal sá er að telur fyrirbjóða honum þarsetu. Nú situr hann heima eigi að síður, þá skal hann stefna honum héraðsþing fyrir rán og þarsetu. Þá eiga þingmenn að dæma konungi hálfa mörk fyrir grasrán en grönnum hans hálfa mörk fyrir grasverð þeim er gras missa. Nú skal hann æsta svo marga bændur liðs sem hann þarf að færa fé hins úr haga sínum. Sekur er sá hver tveimur aurum við konung er eigi fer, ef hann er til krafður. Slíkt hið sama liggur við ef maður fer heim í húshaga fyrir tvímánuð.

186: [Nú skal til sætra á fjöll upp vera merki sem að fornu fari hefir verið og færa sætur eigi úr stað utan hann færi öngum manni til skaða, og svo skulu þeir hið sama sætrum halda. Engi maður skal setja sætur sitt við annars land eður haga, þar sem eigi hefir að fornu verið. Þar skal mæta horn horni og hófur hófi.]

Arasel

Ara(hnúka)sel – uppdráttur ÓSÁ.

186: Þjóðgata og sæturgata og allir rekstrar skulu vera sem að fornu fari hafa legið . . . [187] . . . Ef maður rænir annan mann sæturgötu eður rekstri þeim sem að fornu fari hefir verið, bæti konungi hálfri mörk fyrir vegarán og hafi hinn þó götu sem áður.

198: . . . Sætur má hver maður gjöra er þann almenning á ef hann vill þar sitja í sumarsetri, ef það er.“

Á vef HÍ 2020 má lesa eftirfarandi frétt:
„Flest þekkjum við og höfum sungið þetta kvæði Sveinbjarnar Egilssonar, fyrrverandi rektors Menntaskólans í Reykjavík. Kvæðið vísar til horfins tíma á Íslandi, tíma þar sem kindur og kýr voru reknar á afskekkta staði fjarri bóndabæjum, í svokölluð sel, yfir sumartímann. Þar voru dýrin á beit og smalar eða vinnukonur höfðu það hlutverk að mjólka skepnurnar og hirða um þær.

Seljabúskapur tíðkaðist á Íslandi frá landnámi og fram á 19. öld líkt og víða í Evrópu. Þess konar búskapur er viðfangsefni Árna Daníels Júlíussonar, sérfræðings hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, og erlendra samsstarfsfélaga hans í rannsóknarverkefninu PECUS sem hlotið hefur styrk frá Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel.

„Markmið PECUS-verkefnisins er tvíþætt: Annars vegar er viðfangsefni og hins vegar aðferð sem beitt verður til að fást við það. Viðfangsefnið er seljabúskapur í löndum Evrópu. Með í verkefninu eru sérfræðingar sem hafa rannsakað seljabúskap á Íslandi, Bretlandi, Alpafjöllum, á Spáni, Ítalíu og Grikklandi, og markmiðið er að kynna þessar rannsóknir og leggja þær fram þannig að þær nýtist sem viðfangsefni í verkefninu. Aðferðin sem unnið verður með heitir á ensku „Fuzzy Cognitive Mapping“ og felst í að nota tölvuforrit til að greina og bera saman seljabúskap í löndunum fimm. Unnið verður með ókeypis forrit að svokallaðri „huglægri líkanagerð“ (e. mental modelling) með hin ýmsu seljakerfi sem viðfangsefni,“ útskýrir Árni Daníel sem hefur sérhæft sig í sögu íslenska bændasamfélagsins í rannsóknum sínum.

Nemendur og kennarar starfa saman að verkefninu

Lónakotssel

Lónakotssel.

Árni Daníel segir að frumkvæðið að rannsóknarverkefninu hafi komið frá Ítalíu, frá stofnun sem hefur sinnt ýmsum samevrópskum verkefnum á sviði skipulagsmála, landfræði og sögulegrar landfræði og nefnist U-space. Fulltrúar hennar hafi haft samband við rannsóknasamfélög í Grikklandi, Spáni, Bretlandi og Íslandi og leitað samstarfs og byggður hafi verið upp verkefnishópur.

Verkefnið hófst síðastliðið haust og stendur í tvö ár. „Hugmyndin er að fá kennara og nemendur til samstarfs í verkefninu. Nokkur námskeið og ráðstefnur verða haldin, í Newcastle á Englandi og Valencia og Sevilla á Spáni, og þangað verður kennurum og nemendum úr viðkomandi háskólum boðið til að vinna með viðfangsefni verkefnisins,“ segir Árni Daníel.

Hamrasel

Hamrasel – uppdráttur ÓSÁ.

„Með í verkefninu eru sérfræðingar sem hafa rannsakað seljabúskap á Íslandi, Bretlandi, Alpafjöllum, á Spáni, Ítalíu og Grikklandi, og markmiðið er að kynna þessar rannsóknir og leggja þær fram þannig að þær nýtist sem viðfangsefni í verkefninu. Aðferðin sem unnið verður með heitir á ensku „Fuzzy Cognitive Mapping“.

Seljabúskap hnignaði eftir Stórubólu
Ritaðar heimildir um seljabúskap er að sögn Árna Daníels að finna í íslenska fornbréfasafninu og víða í fornritum, eins Íslendingasögum og öðrum sögum. Þá megi finna ýmislegt um síðari alda seljabúskap mjög víða í ritheimildum og bendir Árni Daníel sérstaklega á Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem gefi mjög nákvæmt yfirlit um ástandið í upphafi 18. aldar.

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel.

Hins vegar segir hann að seljabúskapur á Íslandi sé lítt rannsakaður. „Þó hefur ýmislegt komið í ljós um seljabúskap fyrr á tímum við fornleifaskráningu á síðustu áratugum og til er þýskt doktorsrit um seljabúskap á Íslandi frá 1979. Fornleifaskráning leiðir í ljós að seljabúskapur var miklu mun útbreiddari fyrr á öldum en t.d. 1702-1714 þegar miklar heimildir um seljabúskap voru skráðar í Jarðabók Árna og Páls. Við Eyjafjörð hefur komið í ljós að sel var nánast við hvert lögbýli til forna en þegar Jarðabókin var tekin hafði seljunum fækkað mjög mikið. Aðeins voru fá sel eftir í sýslunni miðað við það sem verið hafði. Svo er ekki vitað á hvaða tíma þessi sel störfuðu, hvort það var um skamman tíma eftir landnám eða hvort það var allar miðaldir. Þetta er mjög spennandi viðfangsefni sem vonandi verður unnt að ræða innan ramma þessa verkefnis,“ segir hann enn fremur.

Mjóanessel

Mjóanessel – uppdráttur ÓSÁ.

Ekkert er vitað um hvort íslenskum seljabúskap hafi svipað eitthvað til sams konar búskapar við Miðjarðarhaf en sá íslenski á rætur sínar að rekja til Noregs. „Norskur seljabúskapur er ekkert sérlega gamall í samhengi landbúnaðarsögunnar. Hann hófst þegar farið var að nýta land betur, að líkindum vegna aukinnar fólksfjölgunar um 200–300 e.Kr. Það kerfi var síðan flutt nær óbreytt hingað til lands en það liggur s.s. nær ekkert fyrir um það hversu lengi því var haldið við. Egon Hitzler gerir í doktorsritgerð sinni frá 1979 ráð fyrir að seljabúskap hafi hnignað eftir plágur 15. aldar og greinilegt er að seljabúskap hnignaði mjög eftir Stórubólu 1707. Þar var frekar um að ræða aðlögun að aðstæðum en hnignun því gróðurlendi á hvern íbúa er það mikið hér á landi að í rauninni var ekki þörf á seljabúskap eins og hann var stundaður í Noregi þar sem gróðurlendi er minna á hvern íbúa og þörf á að þaulnýta allan gróður,“ bendir Árni á.

Verkefnið tengir íslenskt fræðasamfélag við Miðjarðarhafssvæðið
Aðspurður segist Árni Daníel vona að verkefnið skili þekkingu á og færni í nýrri aðferðafræði í félags- og hugvísindum, sem hægt er að nota á breiðu sviði, ekki einungis í tengslum við seljabúskap. „Mikilvægt er þó að fjalla um og búa til gagnagrunn um rannsóknir og þekkingu á seljabúskap hérlendis sem gæti nýst til rannsókna á því sviði.“

Selvogsheiði

Selvogsheiði – sel. Uppdráttur ÓSÁ.

Alþjóðlegt samstarf verður sífellst stærri þáttur í starfi fræðimanna Háskólans sem skilar í senn nýjum hugmyndum inn í íslenskt vísindasamfélag og nýrri þekkingu og vinnuaðferðum innan fræðigreina eða í tengslum við afmörkuð viðfangsefni. „Verkefnið tengir íslenskt fræðasamfélag við lönd sem eru ekki svo nálægt okkur og tilheyra öðru svæði Evrópu, Miðjarðarhafssvæðinu. Nýjar aðferðir í akademískri vinnu eru alltaf velkomnar og mikil nauðsyn er á að kanna betur seljabúskap hér á landi“, segir Árni Daníel að endingu.“
Ástæða er til að vekja athygli á að „hnignun seljabúskapar í kjölfar farsótta fyrr á öldum“ verður að teljast eðlileg í ljósi aðstæðna á hverjum tíma. Hins vegar munu breyttir búskaparhættir hafa haft mun meiri áhrif en hingað til hefur verið gert ráð fyrir.

Á vef Fornleifastofnunar Íslands 6. desember 2022 má lesa eftirfarandi:

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

„Í ár styrkti Rannís verkefnið „Þróun seljabúskapar á Íslandi 800-1800“ til þriggja ára. Í rannsókninni verður leitast við að svara spurningum um upphaf og hnignum seljabúskapar hér á landi og kannað hvaða vísbendingar seljabúskapur fyrri alda getur gefið um vist-, félags-, hag- og landbúnaðarkerfi á Íslandi frá 800 til 1800. Til að svara þessum spurningum verða nýtt ýmis verkfæri fornvistfræði, fornleifafræði og sagnfræði og eru aðferðir landsháttafornleifafræði í forgrunni. Sel voru eins konar útstöðvar frá bæjum. Þau voru gjarnan nokkurn spöl frá bæjum, inn til dala eða upp til fjalla og þar voru mjólkandi skepnur voru hafðar yfir sumartíma.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – tilgáta.

Á Íslandi voru vinna í seljum yfirleitt talin til kvennastarfa, a.m.k. á seinni öldum, en víða annars staðar í heiminum voru og eru það gjarnan karlar sem sjá um þessi verk, því þótt seljabúskapur hafi að mestu lagst af á Íslandi á 18.-19. öld er hann enn stundaður víðs vegar í heiminum. Margvíslegar athuganir hafa verið unnar á þessu fyrsta ári rannsókna.“
Framangreindar athuganir virðast ekki hafa skilað sér til áhugasamra um verkefnið.

Heimild:
-https://issuu.com/landbunadarhaskoli_islands/docs/rit_lbhi_nr_131_sel_og_selstodur_vid_dyrafjord_lok/s/17199734
-https://www.hi.is/frettir/sameinast_um_ad_rannsaka_seljabuskap_i_evropu
-https://www.facebook.com/people/%C3%9Er%C3%B3un-seljab%C3%BAskapar-%C3%A1-%C3%8Dslandi-Transice/100083391214649/

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – tilgáta.

Óttarsstaðasel

“Í fornöld tíðkuðust mjög selstöður á sumrum, og er víða í sögunum getið um sel og selfarir. Voru bæjarhúsin til aðgreiningar frá seljunum nefnd vetrarhús. Var stundum margt manna í seli og selin tvö, svefnsel og búr, og var þá annað haft til íbúðar, en hitt til matargerðar.

Mosfellsbær

Nessel.

Voru hér sumarhagar fyrir búfé og mjólkin höfð til smjörgerðar, skyrgerðar og osta. Voru nytjarnar fluttar heim jafn ótt og skyrið reitt í belgjum eða húðum og bundið fyrir ofan; voru slíkir belgir nefndir skyrkyllar. Munu flestir kannast við söguna af Gretti, er Auðun frændi hans flutti mat úr seli og sletti skyrkyllinum í fang Gretti, svo hann varð allur skyrugur; þótti honum það illt, því hann barst þá allmikið á í klæðaburði. Selstöður voru mjög nauðsynlegar í fornöld til hlífðar heimahögum, þar sem búfé var svo margt. Í selin fluttu menn að jafnaði um fráfærur, en úr þeim um réttaleytið eða í 22. viku sumars. Voru nákvæmar reglur settar um það í lögunum, hversu með skyldi fara er fé var rekið í sel eða frá.

Nessel

Nessel.

Geldfé var rekið á afrétt að sumrinu til, eins og nú tíðkast, og voru strangar reglur settar um beit í afréttum og notkun þeirra að öðru leyti. Mátti eigi gera sel í afrétt né heyja og eigi beita þangað öðru en geldfé, og lá við útlegð. Fé sitt skyldu menn reka á afrétt er 8 vikur voru af sumri, en úr afrétt er 4 vikur lifðu sumars. Réttir höfðu fornmenn tvisvar á ári, að vorinu til áður féð var rekið á fjall, og að haustinu til er afréttir voru smalaðar, og var hvorttveggja nefnt lögréttir”.

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 247-248.

Nessel

Nessel; dæmigert sel á Reykjanesskaga – uppdráttur ÓSÁ.

Sel - tilgáta

Um selsbúskap (úr bókinni „Íslenskir þjóðhættir“ eftir séra Jónas Jónasson).

Hraunsselið“Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaða eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru byggð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur.

Færikvíar

Færikvíar – selsmatselja og smali.

Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var mulið undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skaka strokkinn, á meðan mjaltarkonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn félli saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn; “Það stenst á endum strokkur og mjaltir”. Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamennsku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilist þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, síst almennt.
Selin voru venjulega þrjú hús; mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft voru og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bænum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu.
SelsvallaselSelmatseljan hafði nóg að starfa; að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í strokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr.
Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóri, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn).

Smalaskjól

Smalaskjól.

Smalamaður fylgdi ánum nótt og dag, eða þá að hann fylgdi þeim á daginn, en lét þær leika lausar á nóttunni. Stundum eða sumsstaðar var þeim og sleppt í bæði mál og þá smalað kvöld og morgna. Mikið var undir því komið, að smalinn væri góður. Alltaf átti smalinn að vera kominn með ærnar í sama mund í kvíabólið kvöld og morgna, og vandist hann furðanlega á það, þó að ekki hefði hann úr í vasanum. Oftast voru unglingar hafðir við smalamennsku, og var þeim oft ætlað miklu meira en þeim var treystandi til, því að þeim er var ekki hlíft, þó að þeir væru bæði ungir og pasturlitlir. Illt áttu þeir oft í meira lagi, er þeir áttu að fylgja fénu nótt og dag og tíð var stirð, rigningar og slagviðri. Þá byggðu þeir sér hús; byrgi eða smalabyrgi, á þeim stöðum, er fénu var mest haldið til haga, og voru þeir þar inni, þegar illt var eða þeir máttu sofna. Ærið voru þessi byrgi smá og lítilfjörleg, en þó skárri en úti.
BrunnastaðaselÞegar komið var fram yfir fardaga, var farið að stía. Til þess var notaður stekkur, einhverskonar rétt, hæfilega stór fyrir ærnar. Í stekknum var kró, lambakró. Lömbin voru tínd úr stekknum og látin inn í króna. Það var gert seint á kvöldin, svo sem stundu fyrir lágnætti, og látið sitja svo um nóttina, þangað til um miðjan morgun daginn eftir. Þá var aftur farið í stekkinn og lömbunum hleypt saman við ærnar.
Eftir Jónsmessuna komu svo fráfærurnar. Þá voru ærnar reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar fyrst í kvíunum og reknar síðan í haga og setið þar yfir þeim.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – tilgáta.

Heldur hefir vistin verið einmannaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum. Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungaðar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar ástir. En þeir samfundir verða báðum jafnan að bana.
EArasel-1ru margar þær harmasögur til. Stundum ólu þær börn í seljunum og báru út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komist í tæri við selráðskonur.
Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754* að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar. Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.

Stekkur

Smali og selsmatsseljur við stekk.

Selfara er víða getið, bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flust hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Selvenjur hafa þá verið hina sömu og á síðari tímum, nema skyr stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða kollum í krókum, sbr. Njálu.
Ísland hefir alla tíð verið gott sauðland, enda er þess víða getið í fornritum og sögnum, að menn hafi verið fjármargir mjög, enda gekk þá fé sjálfala í skógum, meðan þeir voru óhöggnir á landi hér. En auðvitað var hvorki hús né hey handa þessum fjárfjölda, enda hrundi það niður, þegar harðindin dundu yfir. Fram á 19. öld var það víða enn siður á Suðurlandi, að ekki voru hús yfir sauði, önnur en jötulausar fjárborgir”.

Geitafell sel-1*Lovsamling for Island III, nr. 559, bls. 219 – „Rentekammer-Skrivelse til constitueret Amtmand, Laugmand Magnus Gislason, ang. Skovenes Behandling. Kjöbenhavn 10. Mai 1755. —
Publiceret paa Altliinget ved den constituerede Amtmand Magnus Gislasons Bekjendtgjörelse 15. Juli 1755 (Althinigsb. s. A. Nr. xxvi, 2. 3), samt i Synodalforsamlingen for Skalholt Stift 1755. – Rentek. Isl. og Færö. Copieb. Litr. L, Sr. 559.
Udi indkomne allerund. Supplique af 30. Septembr. 1754 haver Han andraget, at de, som med Hans Maj“ og det publique Gods ere benaadede, foröde de derved befindende Krat-Skove og den tilvoxende Birke-Riis lader forhugge. Thi ville Herr Laugmand föie den Anstalt, og derover ved Sysselmændene alvorlig lade holde, at ingen, som med Jordegods er benaadet, enten selv eller ved andre forhugger de dertil hörende Krat-Skove, og mindre deraf noget afhænder, men samme Jangt mere freder og opelsker, saa fremt de ikke derfore Tiltale vil være upderkastede.1 Vi forblive & c.
Rentekammeret 10. Mai 1755.“

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

 

Kaldársel

Eftirfarandi skilgreiningar á selmannvirkjum  má sjá í skrifum Daniels Bruun og Jónasar Jónasonar:

Sel:

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.

Staður þar sem fé og jafnvel kúm var haldið til haga að jafnaði frá 6. til 16. viku sumars, mjólkurafurðinar unnar og þeim komið til bæjar.

Beitarhús:
Beitarhús eru fjárhús sem standa í úthögum fjarri bœjum, hugsuð til útbeitar á vetrum. Oft er erfitt að greina hvort um er að rœða beitarhús eða sel, en sel-byggingar voru oft notaðar sem beitarhús á vetrum. Beitarhús voru oft reist á gömlum bœjarstœðum og jafnvel stekkjarstœðum.

Stekkur:

Hraunssel

Hraunssel – stekkur.

Stekkur er fjárrétt eða aðhald, venjulega tvískipt, sem notað var til að fœra frá. Túnbleðlar mynduðust oft í kringum stekki og er hugtakið líka notað um þannig staði, jafnvel þó enginn eiginlegur stekkur sé þar eða hafi verið svo vitað sé.

Tóft:
Orðið tóft er er notað um hús- eða búðargrunn sem verið hefur undir einu þaki eða tjaldi. Einnig er það notaðu um kvía- og stekkjarústir en ekki stœrri réttir. Ekki er hœgt að gefa nákvœma skilgreiningu á hver er munurinn á ‘tóft’ og ‘tóftaþyrpingu’ en ‘tóft’ er yfirleitt ekki meira en 3 hólf. Lögð eru að jöfnu orðin “tóft” og “tótt”.

Íslenskir þjóðhættir

Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson.

Daniel Bruun var afkastamesti fornleifafræðingurinn á Íslandi og Grænlandi á árunum 1894-1910 og þó sérstaklega á Íslandi. Hann var upphafsmaður etnógrafískrar (þjóðfræðilegrar) fornleifafræði á Íslandi og hafa fáir safnað eins miklum upplýsingum um íslenska þjóðmenningu eins og hann.
Danile skrifaði m.a. „Forlidsminder og Nutidshjem paa Island# (1897). Árið 1987 kom úr bókin „Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“, en hún er byggð á skrifum hans um Ísland og íslenska þjóðhætti. Wikipedia.com.

Jónas Jónasson frá Hrafnagili fæddist að Úlfá í Hólasókn í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Jónas bóndi Jónsson og kona hans Guðríður Jónasdóttir Guðmundssonar frá Halldórsstöðum í Eyjafirði.
Stórvirkið „Íslenzkir þjóðhættir“ kom fyrst út árið 1934 og hlaut strax geysigóðar viðtökur. Þegar bókin var endurútgefin árið 1945 var fullyrt á bókarkápu að þar færi „…sú bók íslenzk sem tvímælalaust hefur hlotið bezta dóma“.
„Íslenskir þjóðhættir“ urðu feikilega vinsæl bók strax eftir útkomu fyrir fjörutíu árum. Þá skírskotaði hún að nokkru leyti til lifandi reynslu — lífshátta sem hver og einn þekkti af eigin sjón og raun. Nú horfir öðru vísi við. Þessir „íslensku þjóðhættir“ eru svo gersamlega úr sögunni að einungis alelsta núlifandi kynslóð seilist með minni sínu til lokaþáttar hinna fornu lifnaðarhátta sem margir hverjir höfðu tiðkast öldum saman og þekktust hér og þar fram undir 1940 en eru nú með öllu horfnir. Mbl. 5.11.1975, bls. 16.

Litla-Mosfellssel

Litla-Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

Selgjá

Gengið var um Selgjá, eða Norðurhellagjá (Norðurhellragjá), eins og hún jafnan var nefnd. Gjáin dró nafn sitt af fjárhellum norðan hennar, en þeir voru jafnan nefndir Norðurhellar (Norðurhellrar).

Selgjárhellir

Selgjárhellir.

Síðar voru þeir aðgreindir og var þá hellir, sem er norðan úr Gjánni nefndur Selgjárhellir og hellar þar skammt vestur af nefndur Sauðahellirinn nyrðri og Sauðahellirinn syðri. Fyrrnefndi hellirinn gekk um tíma einnig undir nafninu Þorsteinshellir frá því að Þorsteinn Þorsteinsson í Kaldárseli nýtti hann um aldarmótin 1900. Sá hellir er fallega hlaðinn niður og tvískiptur.

Hleðslur eru á mörgum stöðum beggja vegna í vestanverðri Selgjá. Vel sést móta fyrir a.m.k. þremur seljum enn þann dag í dag, en talið er að þau hafi verið allt að 11 talsins þegar mest var.

Selgjá

Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Rústirnar sjást sumar vel, en aðrar ver. Flest hafa selin verið minni í sniðum en t.d. Vífilsstaðasel. Rústirnar standa fast upp við gjárbarmana. Selstaða þarna er nefnd í Jarðabók 1703 og virðist skv. henni átta kóngsjarðir á Álftanesi hafa haft þar í seli. Í öllum heimildum er talað um selstöðu þarna í þátíð svo hún virðist vera mjög gömul. Stekkir og kvíar, sem voru hlaðnir, sjást greinilega á flestum staðanna.
Eins og kunnug var búsmalinn hafður í seli á sumrum frá fráfærum til tvímánaðar. Þangað var farið með allan ásauð og stundum kýr. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskonan) og ef fé var mjög margt hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Smalinn átti að sjá um að féð væri komið í kvíar á dagmálum og náttmálum til þess að það yrði mjaltað. Sniðugur smali kom sér upp nátthaga til að fé hlypi ekki út og suður á meðan hann hallaði sér um stund á annað eyrað.

Selgjá

Selgjá – selsminjar.

Selin voru venjulega þrjú hús; mjólkurhús, selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Vatn er ekki að finna í Selgjá, en hins vegar er gott vatn í Vatnsgjánni í Búrfellsgjánni, sem er þarna skammt sunnar. Í raun er Selgjáin og Búfellsgjáin hluti af sömu hraunrásinni frá Búrfelli, en vegna misgengis og ris landsins hafa þær aðskilist a.m.k. hvað hæðarmismuninn varðar.

Selgjá

Rjúpur í Selgjá.

Eftir gjánni lá Norðurhellagjástígur austur með gjánni. Við austurbrúnina er steinn með merkinu B. Annar samskonar steinn fannst skammt norðar, en snúa þarf honum við til að kanna hvort á honum er einnig merki. Steinar þessi hafa verið reistir upp á endann og “púkkað” með þeim. Telja má líklegt að þarna geti hafa verið um hestasteina að ræða, en erfitt er um festur þarna annarss staðar. Stígurinn liggur síðan upp úr gjánni sunnan syðstu seljarústanna.
Gengið var eftir Norðurhellagjárstíg suður með austanverðir gjánni og síðan áfram þangað til komið var á móts við syðstu rústirnar að vestanverðu. Gengið var yfir að þeim og m.a. litið inn í fjárhellinn, sem þar er. Í honum eru hleðslur. Bæði norðan hans og austan eru talsverðar hleðslur. Síðan var haldið norður með vestanverðum barminum og endað á upphafsstað. Á leiðinni var alltaf eitthvað sem bar fyrir augu. Hellarnir norðan og vestan gjárinnar voru ekki skoðaðir að þessu sinni, enda stutt síðan litið var á þá.
Gangan tók um 1 og ½ klst.

Þorsteinshellir

Fjárskjól við Selgjá (Þorsteinshellir).

Mjóanes

Í BA-ritgerð Gunars Gímssonar um „Kortlagningu eyðibyggðarinnar á Þingvöllum með flygildum og hitamyndavél“ í maí 2020 segir m.a. um Ródólfsstaði:

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir

Mögulegar minjar um Ródólfsstaði sunnan undir Ródólfsstaðahæðum.

Elsta heimild um eyðibýlið Ródólfsstaði er í Ármanns rímum Jóns Guðmundssonar lærða árið 1637 en í einni rímunni gerir sauðaleitarmaður sér ferð „til Rotólfs austur//í rjóðri skógar byggði“ (Ármanns rímur, 1948, bls. 8). Setningin „Rotólfsstaðir norður undan Miðfellsfjalli“ er síðar rituð á lausan miða og er stungið inn í drög af Jarðabókinni, innan kaflans um Þingvallasveit, því þar þótti miðinn best eiga við (JÁM II, bls. 363). Í sóknarlýsingunni 1840 skrifar séra Björn Pálsson: „Bótólfsstaðir og Bæjarstæði í Miðfellshrauni“ og merkir býlin hér um bil mitt á milli Miðfells og Skálholtsvegar á korti (Björn Pálsson, 1979, bls. 186).

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson.

Brynjúlfur Jónsson lýsir Ródólfsstöðum svohljóðandi í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1905: Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 46–47). Brynjúlfi þykir nafn bæjarins merkilegra en rústirnar sjálfar og telur þær hljóta að hafa heitið Ródólfsstaðir en ekki Rótólfsstaðir, þar sem hann telur þær kenndar við einhvern Róðólf en nafnið hafi síðar orðið að „Ródólfi“. Dettur Brynjúlfi helst í hug Róðólfur (eða Hróðólfur) biskup en bætir svo við að „auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja“ (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 47).

Mjóanes

Mjóanes.

Ekki verður séð að Brynjúlfur hafi vitað af þjóðsögulegum uppruna nafnsins í Ármanns rímum. Hann getur þá ekki sérlega nákvæmlega til um staðsetningu bæjarins en tæpum 30 árum síðar skrifar Ásgeir Jónasson úr Hrauntúni: Norðaustur af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir efri og neðri. Sú neðri er lág, og austur af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur af henni er hæðardrag. Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert mundi vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir síðast á nítjándu öld (sbr. þó árb. 1905, bls. 46–47). (Ásgeir Jónasson, 1932, bls. 81) Jónas Halldórsson í Hrauntúni, faðir Ásgeirs, telur hins vegar að Ródólfsstaðir hafi varla getað verið býli, enda sé ekkert þar til að lifa við og einnig skóglaust (Jónas Halldórsson, 1921).

Mjóanessel

Gamla þjóðleiðin upp á Skálholtsveg frá Miðfelli.

Jónas segir það í miðri ritdeilu við Guðmund Davíðsson vegna þjóðgarðsáforma en Guðmundur notaði munnmæli um eyðibýli á örfoka landi til marks um að þar hafi eitt sinn verið glæstir skógar, sem byggt hafi verið í en hafi eyðst vegna ágangs manna. Því væri vert að friða landið og leyfa því að gróa upp (Guðmundur Davíðsson, 1919). Jónas Halldórsson sá hins vegar fram á að missa býlið sitt vegna þjóðgarðsmyndunar og því hefur hann mögulega séð ástæðu til að slá á hugmyndir um forna byggð á uppblásnum svæðum. Eyðibýlið svokallaða var friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni 1927 þar sem það er kallað Ródólfsstaðir eftir túlkun Brynjúlfs.

Pétur J. Jóhannsson

Pétur Júlíus Jóhannsson. Pétur fæddist í Skógarkoti þar sem foreldrar hans voru síðustu ábúendur. Síðar bjó hann um tíma í Mjóanesi. Snemma varð ljóst að Pétur J. Jóhannsson ætti öðrum mönnum fremur aðgang að námu, sem nú er eflaust lokuð, en það er vitneskja um leyndardóma Þjóðgarðsins á Þingvöllum í smæstu efnum. Bestu menn hafa skrifað öndvegisrit í þessari grein og er þar fjölmörgu til skila haldið. En Pétur vissi fleira. Því varð það að ráði að hann fengi í hendur loftmyndir af þjóðgarðinum. Þar skrásetti hann örnefnin öll, sem honum voru kunn, vel á sjöunda hundrað innan þjóðgarðsmarkanna. Þingvallanefnd sýndi Pétri verðskuldaðan sóma af þessu tilefni. Nú er verkið varðveitt hjá Landmælingum Íslands. Mun það verða fræðibrunnur, þeim er ausa vilja af á komandi tíma. Með þeim hætti lét Pétur J. Jóhannsson okkur hinum í té heimild, sem hvergi er til nema þar.

Ekki er fjallað um eyðibýlið á opinberum vettvangi á næstu áratugum að Pétri J. Jóhannssyni undanskildum, sem hafði eftir sögusögnum að býlið hefði staðið vestan undir Ródólfsstaðahæð (Gunnar Þórisson og Pétur J. Jóhannsson, 1983, bls. 186). Sumarið 2012 fór félagið Ferlir að hæðinni og staðsetti mögulegar rústir sunnan undir henni, þar sem þótti líklegt að búið hefði verið í stuttan tíma (Ómar Smári Ármannsson, 2012). Þar sáust ummerki um grónar tóftir og garð. Austan tóftanna sást skúti með hleðslum við opið, sem gæti hafa verið fjárskjól (Ómar Smári Ármannsson, munnleg heimild, 4. október 2019).

Nokkur efi var um tilvist Ródólfsstaða og að vissu leyti er sá efi enn til staðar. Landsvæðið norðan Miðfells er afar illa farið vegna ágangs fólks og fjár og erfitt er að gera sér í hugarlund að nokkur hafi viljað búa þar miðað við núverandi gróðurfar. Þar sem Ródólfsstaðir koma úr Ármannsrímum er spurning hvort býlið sé nokkuð meira en þjóðsaga. Aftur á móti eru tvær selstöður á þessu svæði, hvor við sinn fjárhelli. Heimildir um Ródólfsstaði eru að auki það margar að ekki er hægt að slá tilvist þeirra algjörlega af. Ef gert er ráð fyrir að allar heimildirnar séu óskeikular ætti að leita að litlum, ferhyrndum túngarði með tóftum vestan í. Staðsetningin ætti þá að vera milli Efri- og Neðri-Ródólfsstaðahæða, vestan undir þeirri efri, sunnan grjótbala og austan hraunholu.

Ekki er hægt að segja til með vissu hvort Ródólfsstaðir hafi hér verið staðsettir, að því gefnu að Ródólfsstaðir hafi í raun verið meira en þjóðsaga. Mögulega gæti þó mannvirkið, sem hér er, verið ein af þeim rústum sem Brynjúlfur Jónsson (1905, bls. 46–47) segir standa vestan í ferhyrndum túngarði. Tvö til þrjú mismunandi kolalög geta þá bent til þess að þarna séu tvö eða þrjú byggingarskeið og útlínur mannvirkisins á yfirborðinu séu leifar yngri rústa, til dæmis seljarústa líkt og túlkað hefur verið á Grímsstöðum, Litla-Hrauntúni og Hrafnabjörgum. Við frekari leit að Ródólfsstöðum ætti að einblína á þetta svæði og skoða vel alla staði þar sem trjágróður vex. Sérstaklega ætti að leita að ummerkjum túngarðs, t.d. sunnan tvískipta mannvirkisins.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Mögulega gætu minjar leynst um 30 metrum vestan þess en þar mótar fyrir rétthyrndri dæld á yfirborðslíkani, sem er um 13 metrar að lengd. Þar gæti verið mannvirki hulið birkigróðri en borkjarnarannsóknir gætu skorið úr um hvort þar séu fornleifar eða gróið rofabarð. Svæðið ætti að skoða að vetri til en mögulega gætu snjóskaflar auðveldlega safnast upp við brekkuræturnar og torveldað heilsársbúsetu. Einnig ætti að rannsaka betur skútann sem meðlimir Ferlis telja vera fjárhelli en var ekki skoðaður í þessari umfjöllun, enda er fordæmi um selstöður við fjárhella á þessum slóðum. Ráðgátan um Ródólfsstaði telst enn óleyst en hafi þeir í raun verið til er líklegt að þeir hafi verið hér, enda samræmist staðsetningin örnefnum og heimildum, auk þess sem fornleifar eru á staðnum.

Mjóanesel

Mjóanessel – fjárhellir (Selshellir).

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1905 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftirfarandi um athugun sína á nálægum stað ofar í hrauninu: “Rótólfsstaðir – Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skammt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn.

Mjóanessel

Mjóanessel – fjárhellir.

Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Ródólfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum en Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja. En hvað sem um það er, þá hygg eg að Ródólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.”

Mjóanessel

Mjóanessel – fjárhellir.

Ekki er að sjá að Gunnar hafi skoðað Mjóanesselið, sem skammt norðvestan Ródólfsstaðahæða, og eini vel gróni bletturinn í heiðinni.

Jarðabókin 1703 segir um Mjóanes (Miófanes): „Selstöðu sæmilega á jörðin í sínu landi, sem enn nú er og brúkuð“ (bls. 361). Um Rófólfsstaði (bls. 363) segir: „Rotólfsstaðir norður undan Miðfellsfjalli“.

Jóhann Jónsson

Jóhann Jónsson og Rósa Jónsdóttir í Mjóanesi.

Rætt var bóndann á Mjóanesi, Jóhann Jónsson. Hann kvað selið í Karhrauni hafa verið frá Mjóanesi, en hann kynni ekki frekari deili á því, þ.e. hvenær það hafi verið í brúkun eða hvenær það lagðist af. Selstígurinn frá bæ væri þó enn vel greinilegur, a.m.k. á köflum, einkum hið efra. Þá hafi þjóðleiðin, Hraungatan, legið upp frá norðanverðu Miðfelli og fast upp með selinu að austanverðu að Gjábakka. Hún væri augljós, þótt lítt væri farin hin síðari ár.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Þjóðleiðin var gengin að þessu sinni, frá lítilli hestarétt við þjóðveginn ofan norðanvert Miðfell. Á kortum er Fjárhellir merktur á hæð austan götunnar, en að stenst ekki. Þar eru tvo op, hvort við annað. Hið vestara geymir u.þ.b. 60 metra langan helli. Fremst eru nöguð bein kindar.
Í Mjónesjaseli er hins vegar hinn ágætasti fjárhellir. Í honum eru hleðslur. Ofan á hraunbólunni er gróin varða; selsvarða. Framan við hellisopið eru fjögu samliggjandi rými, auk einnar stakrar. Hlaðinn stekkur er skammt suðaustar. Eldri minjar má mögulega greina við selstöðuna. Ekki er hægt að útiloka að selið hafið verið byggt upp úr eldri minjum, en það virðist ekki hafa verið endurbyggt og því líklega verið í notkun í tiltölulega skamman tíma sem slíkt, mjög líklega frá því um miðja 19. öld til loka selstöðunnar um 1870. Gerð rýma og samsetning bendir til seinni tíma byggingarhátta.
Vatnsbólið frá selinu hefur verið skammt suðaustan við það. Þar eru nú uppþornaðir flekkir í mældarlægð.

Mjóanessel

Mjóanessel. Hér sést gamla þjóðleiðin vel ofan við selið sem og áframhald selstígsins inn á leiðina.

Með vísan í Brynjúlf varðandi nefndan Róðólf biskup og ferða hans á Alþingi mætti ætla að „Róðólfsstaðir“ hafi aldrei verið bær, einungis „sæluhús“ í takmarkaðan tíma að sumri. Af þeirri ástæðu væri vel þess virði að gefa Mjóanesseli meiri gaum en verið hefur, en þess hefur vart verið getið í heimildum til þessa. Sem fornleif er hún a.m.k. enn óskráð, sem slík. Þá gefur sóknarlýsing séra Björn Pálssonar frá  1840: „Bótlfsstaðir og Bæjarstæði í Miðfellshrauni“ og merkir býlin hér um bil mitt á milli Miðfells og Skálholtsvegar, byr undir báða vængi. Þá er Mjónessel beint „norður undan Miðfellsfjalli“. Ródólfsstaðahæðir eru skammt austan selsins. Pétur J. Jóhannesson taldi einnig að eyðibýlið hefði staðið vestan undir Ródólfsstaðahæð[um].
Þá er vert að minnast þess að „staðarnafnið“ var jafnan kennt við kirkjustaði þótt nöfn þeirra bentu ekki til þess. Má í því sambandi benda á Staðarselið í Selvogsheiði, en það var frá kirkjustaðnum Strönd í Selvogi.
Allar nánari upplýsingar um svæðið í heild eru vel þegnar…

Mjóanessel

Mjóanessel – uppdráttur ÓSÁ.

Litla-Mosfellssel

“Tilgangurinn með verki Hitzlers var að koma þekkingunni um seljabúskapinn á Íslandi á fastan grundvöll og varpa ljósi yfir þennan þátt íslenskrar menningarsögu, eins og þegar hafði verið gert í nágrannalöndum okkar í Skandinavíu og reyndar sunnar og austar í Evrópu einnig. Þar hafa mikil verk um þetta efni verið gefin út á öldinni og lætur höfundurinn í ljós undrun á því, að hið sama skuli ekki hafa veriðgert á Íslandi. Hann kennir því um, að hér á landi var seljabúskapurinn að heita má algjörlega horfinn um aldamótin [1900] og farið að fenna í sporin, þegar áhugi á þessu vaknaði í Skandinavíu á millistríðsárunum vegna þess að búskaparhættir þar voru óðum að breytast og selin að týna tölunni.

Egon Hitzler

Egon Hizler og Gísli Sigurðsson.

Það er enginn vafi á því, að seljabúskapur skipti í eina tíð miklu máli hér á landi. Um það vitnar hinn miklu sægur orða í málinu, sem á rætur sínar að rekja til hans, örnefnaforðinn og seljarústir víða um land. Með hjálp þeirra auk margkyns ritaðra heimilda, munnlegra heimilda og vettvangsransókna reynir höfundur að draga upp mynd af þróuninni frá fyrstu tíð og fram á þennan dag.

Helstu ritaðar heimildir frá miðöldum eru máldagar, kaup- og gjafabréf og dómar í fornbréfasafninu auk Landnámu, Íslendingasagna og lögbókanna. Frá síðari tímum er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns drýgst. Ferðabækur og Íslandslýsingar frá 18. og 19. öld veita einnig mikinn fróðleik, einkum um lífið og störfin í seljunum, sömuleiðis ritgerðir, sem skrifaðar voru á síðari hluta 18. aldar og um aldamótin 1900 til þess að reyna að blása nýju lífi í seljabúskapinn. Sýslulýsingar byggðar á spurningalistum Bókmenntafélagsins 1839-1873 gefa nokkra innsýn í ástandið á 19. öldinni og svör við spurningalista Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns 1962 um fráfærur varpa nokkru ljósi yfir síðasta skeið seljabúskapar hér á landi um aldamótin 1900.

Egon Hitzler

Egon Hitzler og Gísli Sigurðsson. Gísli fór með Egoni og sýni honum sel í nágrenni Hafnarfjarðar.

Höfundur leitar heimilda frá fyrstu tíð og er megintilgangurinn að komast að eðli og sérkennum íslensks seljabúskapar. Í síðustu köflunum er hins vegar leitast við að rekja sögu seljabúskaparins og gera grein fyrir útbreiðslu og þýðingu hans. Í þriðja kafla er t.a.m. athyglisverð tilraun til þess að meta vinnuálag í seljunum. Með því að bera saman bússmala (mjólkandi kýr og ær) skv. jarðabókinni á allmörgum bæjum með sel við upplýsingar um búsmala á nokkrum bæjum á síðari hluta 19. aldar fæst sú niðurstaða, að fjöldi áa hefur vaxið mjög miðað við kýr og þar með hefur vinnuálagið vaxið og erfiðleikar og kostnaður í sambandi við hjúahald.

Enn mikilvægari verður jarðabókin í sambandi við rannsóknina á þróun og útbreiðslu seljanna. Þótt höfundur hafi farið yfir alla jarðabókina og reiknað út hlutfallið milli selstaða og býla í þeim sýslum, sem jarðabókin telur yfir (meðaltalið reyndist 23 af hundraði og munurinn á sýslum frá ca. 10 af hundraði í Rangárvalla- og Eyjafjarðarsýslu upp á rúmlega 50 af hundraði í Dalasýslu) þá hefur hann ekki gert nákvæma rannsókn á landinu í heild, heldur valið úr svæði, sýslurnar Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu, til nákvæmrar athugunar og samanburðar við eldri og yngri heimildir (V. kafli). Forsendan fyrir valinu er sú að eftir athugun á öllum gögnum í fornbréfasafninu kemur í ljós að úr þessum sýslum hafa varðveist fleiri skjöl um selstöður en í öðrum sýslum (IV. kafli). Til samanburðar fyrir tímabilið eftir skráningu jarðarbókarinnar þrengir hann enn valið og tekur Sauðadal í Húnavatnssýslu á milli Vatnsdals og Svínadals (VI. kafli).

Stekkur

Smali og selsmatsselju við stekk.

Elsta heimild um selstöðu þar er máldagi Hjaltabakkakirkju frá 1318, en skv. heimildarmönnum var síðast haft þar í seli aldamótaárið eða 1904. Fjölmargar seljarústir eru í dalnum og hefur höfundur því getað rakið sögu seljanna frá miðöldum og fram á síðasta áratug, síðasta spottann á göngu um dalinn með staðkunnugum heimildarmönnum og ljósmyndavél sér við öxl.
Með þessari aðferð gefur höfundur hugmynd um umfang seljabúskapar í upphafi 18. aldar, en ekki beinlínis um útbreiðslu hans, gefur dæmi um það hversu langt aftur og fram má rekja sögu sumra selja og sýnir fram á að breytingar hafa átt sér stað á eignaraðild, nýtingarrétti, staðsetningu o.fl. Nokkra hugmynd um útbreiðslu selja gefur hins vegar kortið á bls. 93, sem sýnir bæjarnöfn með nafnliðum sel eftir heimildum frá 19. og 20. öld. Það er þó langt í frá að öll kurl séu komin til grafar þar. Auk þess sem gera má ráð fyrir að eins brot af seljunum hafi orðið að býlum má reikna með að bæjarnöfn séu ekki einhlít vitni [sbr. bæjarnafnið Stardalur). Sel urðu ekki endilega að býlum þar sem þau voru flest heldur þar sem landkostir voru bestir. Á suðurkjálkanum, þar sem sem voru tiltölulega mörg sel, er t.a.m. ekkert bæjarnafn sem vitnar um slíkan uppruna. [Hafa ber þó í huga Straumsel, sbr. framangreint]. Ennfremur má benda á að ekki eru talin býli sem komin voru í eyði um miðja 19. öld.

Selsmatsselja

Selsmatsselja eftir mjaltir.

Hverjar eru niðurstöður höfundar? Miðaldagögnin eru fyrst og fremst skjöl sem kveða á um eignar- eða nýtingarrétt, máldagar, kaup- og gjafabréf og dómar. Þau ná yfir fimm aldir, frá 1140-1570, og sýna að selstöður hafa lotið sömu reglum og hlunnindi, þannig var hægt að selja, gefa eða leigja selstöðu og kom oftast ítak fyrir ítak. Á grundvelli þess er seljunum skipt í fjórar tegundir, þ.e. 1. sel í heimalandi, sem mun vera það upprunalega, 2. sel í sel- eða seljalandi, á eigin jörð, en fjarri heimalandi, 3. réttindi eða ítak í landi annarrar jarðar, 4. leigusel. Fyrsta örugga dæmið um það er frá 16. öld. Máldagar spegla ástand, sem er býsna stöðugt, en hvernig koma aðstæður í upphafi 18. aldar heim og saman við aðstæður á miðöldum? Samanburður sýnir að þótt rekja megi réttindi til selstöðu langt aftur í miðaldir þá hafa þó miklar breytingar átt sér stað. Samanburðurinn við Sauðadal gefur til kynna að sveiflur hafa átt sér stað. Seljabúskapurinn í byrjun 18. aldar er sýnilega í afturför. Af 188 selstöðum sem nefndar eru í sýslunum þremur eru 70 niðurlagðar. [Þessi hlutfallsskipting kemur vel heim og saman við samanburð á heildarfjölda selja á Reykjanesi við Jarðabókina 1703].

Færikvíar

Færikvíar.

Rannsókn Egon Hitzlers staðfestir þá mynd sem menn hafa gert sér um þróun búskaparhátta á Íslandi, að þeir hafi haldist lítt breyttir, en verið undirorpnir nokkrum sveiflum og að yfirleitt hafi heldur sigið á ógæfuhliðina. Þannig virðist seljabúskapur hafa staðið með meiri blóma á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, t.a.m. virðist heyöflun hafa skipt miklu máli og bendir ýmislegt til þess að verulegur hluti heimilsfólks hafi dvalist í seljunum um tíma á sumrin. Hins vegar hefur höfundur ekki fundið dæmi um það að heyjað hafi verið í seljum á 19. öld. Þá getur eyðing skóga hafa átt þátt í samdrætti seljabúskapar vegna þess að eldiviður var forsenda þess að hægt væri að hafa í seli.

Selvogsheiði

Selvogsheiði – óþekkt sel.

Ef horft er til seljanna á Reykjanesi og landshátta þar með hliðsjón af framansögðu er raunhæft að álykta að ekki hafi verið heyjað í seljum þar. Þau eru yfirleitt í hraunum eða utan í þeim og gras er einungis að sjá næst eða í kringum selin eftir áburð búsmalans. Sjaldnast eru um samfelld grassvæði að ræða, nema ef vera skyldi á Selsvöllum og hugsanlega á Baðsvöllum. Þar er þó sagt (sjá meðfylgjandi skrif Guðrúnar Ólafsdóttur) að seljabúskapur hafi lagst af vegna ofbeitar. Líklegast er, miðað við aðstæður, sem eru allólíkar aðstæðum annars staðar á landinu, að einungis hafi verið um sumarbeit að ræða í og við selin á Reykjanesi. Hitt er einnig athugunarvert að eldiviður hafi verið ein forsenda seljabúskaparins. Það gæti að hluta til skýrt hinn mikla fjölda selja á Reykjanesi miðað við aðra landshluta því jafnan var, a.m.k. framan af, næg hrístekja og runnagróður í eldri hraununum á skaganum, s.s. í Almenningum, í Skógarnefi ofan við krosstapana og jafnvel á Selvogsheiðinni. Víða annars staðar á landinu voru “áreiðanlegir” lækir eða jafnvel ár, en víðast hvar á Reykjanesi urðu bændur að treysta á úrkomu til að halda við vatnsbólum og brunnum í hraununum].

Kárastaðasel

Kárastaðasel.

Auk harðanandi veðráttu og rýrnunar landgæða hefur verðlag eflaust haft sín áhrif. Hækkað verð á smjöri og aukin eftirspurn hafa líklega bæði ýtt undir fækkun selja með því að sel voru þá gerð að föstum bylum og fjölgun vegna þess að ný sel hafa verið tekin upp eða gömul tekin upp að nýju. Eftirspurnin eftir vinnufólki hefur eflaust einnig haft áhrif. Í Noregi er yfirleitt talið að kostnaður í sambandi við vinnufólk og skortur á vinnuafli hafi verið ein meginástæðan fyrir því að sel lögðust af. Hér á landi hefur endanlegt hvarf seljabúskapar verið sett í samband við að fráfærur lögðust af enda voru það fyrst og fremst ær, sem hafðar voru í seljum. Kýrnar skiptu minna máli.

Selvogsheiði

Selsminjar í Selvogsheiði.

Í síðasta kaflanum reynir höfundur að setja íslenska seljabúskapinn í alþjóðlegt samhengi. Það kemur víst engum á óvart að hann virðist vera sama eðlis og sá sem í Noregi kallast sæter (seter) bruk, í Þýskalandi Alm-Alp- eða Sennwirtschaft. Helstu einkenni hans eru að búsmalanum er haldið til haga fjarri heimahögum til þess að létta af þeim og tryggja betri beit. Unnið er úr afurðunum í seljunum og þær fluttar til heimabæjar annað hvort að hausti eða við og við. Dæmi eru einnig um að önnur fæðu- eða forðaöflun hafi átt sér stað. Höfundur hefur ekki fundið neitt, sem sérkennir íslensku selin nema hvað helst að yfirleitt er lítill, ef nokkur, hæðarmunur á heimabæ og seli hér á landi, enda staðhættir aðrir en í Noregi og Ölpunum. Á þeirri forsendu hafnar hann líka kenningu Lars Reitons (1946), að hér á Íslandi hafi mátt finna vor-, sumar- og haustsel líkt og sums staðar í Ölpunum og Noregi. Vorselin og haustselin gegndu því hlutverki að létta af heimahögum á meðan fjallagrösin voru ósprottin eða farin að sölna.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – tilgáta.

Höfundur lýkur bók sinni á þeirri frómu ósk, að hann hafi lagt grundvöll sem nýta megi til framtíðarrannsókna á sérstökum þáttum sem enn þurfi nánari athugunar við og bíði fræðimanna í öðrum greinum og með öðrum aðferðum en fílólógískum og sagnfræðilegum. Vissulega vakna ýmsar spurningar við lestur bókarinnar. Fengur væri að uppgrefti á einhverjum seljarústum. Rannsóknir á örnefnum, þjóðsögum og munnmælum tengdum seljum gætu einnig varpað ljósi yfir þenann þátt menningarsögu okkar. En hvað sem því líður þá verður ekki annað sagt en að Egon Hitzler hafi með bók sinni rennt traustum stoðum undir þær niðurstöður, sem Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1961) og Þorvaldur Thoroddsen (1908-22) voru búnir að setja fram fyrr á öldinni”.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel.

Hitzler byggir lýsingar sínar og athuganir að meginefni á heimildum úr þremur sýslum norðanlands. Þótt seltíminn og verklag í seljum hafi ekki verið svo ólíkt á milli einstakra landshluta hafa aðstæður á hverjum stað þó áreiðanlega sett mark sitt á hvorutveggja, líkt og var með aðra atvinnuhætti eða jafnvel talað mál. Ekki er því alveg hægt að heimfæra niðurstöður Hitzlers ógagnrýnislaust upp á selbúskapinn á Reykjanesi því aðstæður þar hafa verið ólíkar öðrum hluta landsins þótt ekki væri fyrir annað en hraunin, takmarkað landrými eða beitarmöguleika og heyjanir. Líklegt má þó telja að verklagið sjálft hafi verið svipað um land allt, ef ummerkjum í seljunum að dæma virðist húsakostur yfirleitt hafa verið fremur rýr á Nesinu ef bornar eru t.a.m. saman tóftir í seljum norðanlands.

Breiðabólstasel

Breiðabólstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Askur

Í bók Önnu Sigurðardóttir um „Vinnu kvenna á Íslandi í 1100 ár„, sem var gefin út árið 1985, fjallar hún m.a. um selstöður til forna og störf í seli á seinni öldum og mjaltir og búverkin heima.
Hér verður gripið niður í nokkur atriði í hinum merku lýsingum Önnu. Þótt hún segi lítið um selstöðurnar á Reykjanesskaganum segir hún allmikið um vinnuna í seljunum fyrrum:

Á stöðli og í seli til forna
Vinna kvenna í 1100 ár
Þær voru sumar sjálfar í seli, sennilega hefir þeim fallið það betur en að vinna heima á bænum. Þórhildur Skinna-Bjarnardóttir var ein þeirra. Maður hennar, Ásgeir rauðfeldur, hafði „selför það sumar uppi í Vatnsdal; hafði kona hans þar umsýslu bús og smalaferðar.“ Frá þessu er sagt vegna þess að „sá atburður var, að hún varð léttari í smalaferðinni og fæddi sveina tvo í Vatnsdalshólum.“
Þórdís Skeggjadóttir húsfreyja í Tungu var jafnan í seli fram í Hrútafjarðardal og voru þó yngri synir hennar mjög ungir. Önnur húsfreyja hafði tvær ungar dætur með sér í selinu. Ekki er nafns þeirrar konu getið en maður hennar hét Þorsteinn Gíslason og fór kona hans heim til að sækja hreinar skyrtur handa feðgunum.

Selsmatsselja

Selsmatsselja eftir mjaltir.

Ein af jarteiknasögum Jóns biskups helga segir frá konu, Arnfríði að nafni, sem var í seli ásamt nokkrum konum að heimta nyt af fé. Þetta orðalag að heimta nyt af fé kemur fyrir í kristinna laga þætti Grágásar þar sem talin eru upp þau verk sem vinna má á helgum degi og ekki eru helgidagsbrot: Menn skulu eiga að reka fé sitt heim og heiman, og eiga konur að heimta nyt af því, og bera heim hvert sem skal, að menn beri heim, eða ferja á skipi, eða á hrossi, ef vötn eru milli bæjar og stöðuls, og eiga konur að gera til nyt þá.
Að gera til nytina heitir líka að búverka. „Að mjalta, sía mjólkina og setja hana, að þrífa mjólkurílátin, að strokka rjómann, hnoða smjörið og hleypa skyr allt þetta hét að búverka. Fyrstu vikurnar eftir fráfærur varð oft einnig að sinna búverkum á kvöldin.“ Búverk hafa frá fyrstu tíð verið kvennastarf svo sem kristinna laga þáttur sýnir.

Fyrrum fóru búverkin aðallega fram í seli. Sel voru höfð þar sem góðir voru hagar, oft allfjarri bænum. Konur í seljum voru óánægðar ef „gerðist fé harla nytlétt“ eins og segir í Hænsna-Þóris sögu. Konurnar vildu að skipt væri um haga og töldu að myndi þá miklu betur mjólka. Ekki voru konur einar í selinu, smalar voru þar líka. Einn þeirra fer heim í Örnólfsdal með klyfjar úr selinu og biður heimasætuna, Jófríði Gunnarsdóttur, að taka ofan með sér. En gestur Jófríðar kemur til og tekur ofan klyfjar. Þess vegna er sagan sögð um heimflutning á hvítum mat úr selinu að gestur var hjá heimasætunni.

Stekkur

Smali og selsmatsselju við stekk.

Gunnar Hlífarson í Örnólfsdal „hafði selför, og var jafnan mannfátt heima.“ En ekki er þess getið hve margt manna var í selinu.
Í Búalögum eru ákvæði um hversu margar konur eigi að vera í seli með vissan fjölda ásauðar og kúa.
Um störf kvenna í selinu segir ekkert í Íslendingasögum nema hvað þær eru við mjaltir í kvíum. Hvernig farið er að vinna mjólkina í smjör, skyr og osta segir ekki. En Búalög geta um verð á ýmsum ílátum undir mjólkurmat en þau áttu að vera af löggiltri stærð, svo sem keröld, trog og búskjólur, og strokkur átti að vera „sígirtur af þriðjungurinn og eirseymd gjörð á botni.“ Í sögunum eru nefnd nokkur ílát, svo sem sýrukerald, skyrkerald og skyrkyllir. Skyrkyllar voru notaðir til að flytja skyrið heim úr selinu og sennilega geyma það í líka. Í Grettis sögu segir: Auðunn bar mat á tveim hestum og bar skyr á hesti, og var það í húðum og bundið fyrir ofan; það kölluðu menn skyrkylla. Auðunn tók af hestinum og bar inn skyr í fangi sér… .
Framhald sögunnar er m. a. um að yfirbandið gekk af og var síðan skyri slett enda þótt sekkbært væri.

Skyr

Skyr.

Verð á skyri var miðað við sekkbært skyr eða sekkbæra hvítu, þykkt skyr eða þykkva hvítu skv. mismunandi heitum í Búalögum. Þunna skyrið, sem stundum er talað um í sögunum, hefir ekki gilt sem söluvara. En venjulega er tekið fram að askarnir hafi verið stórir er menn drukku eða supu skyrið.
Verð var annað á sumarsmjöri en vetrarsmjöri („menn kalla Basalm“). Ostur hefir verið gerður á annan hátt en nú er gert eða var gert á seinni öldum. Verð á osti skv. Búalögum var miðað við að hann hafi haft þriggja daga þerri eða hann á að vera „þurr og gagnsær af þriggja daga þerri.“
Í sögunum er þess getið að menn höfðu „skyr og ost“ til kvöld- eða náttverðar og þótti það betri matur en grautur.

Í seli á seinni öldum og mjaltir og búverk heima

Færikvíar

Færikvíar.

Eftir því sem aldir líða virðist það hafa minnkað að hafa í seli og það svo mjög að það opinbera vildi snúa þróuninni við um miðja 18. öld. Þó getur Eggert Ólafsson um sei í Borgarfirði upp til fjalla. Venjulega eru það þrjú hús eða kofar. í einu er búið, í öðru er mjólkin geymd, en hið þriðja er eldhús. Selfólkið er smali, fullorðin stúlka og unglingsstúlka, en þær mjólka og vinna úr mjólkinni smjör, skyr, osta og sýru.
Þeir eru á ferðalagi um landið Eggert og Bjarni þegar gefin er út tilskipun sem átti að stuðla að því að bjarga landsmönnum frá hungri og annarri neyð sem þeir bjuggu við eða yfir þeim vofði. Af konunglegri náð átti t. d. að styrkja „innréttingar“ en jafnframt var mönnum gert skylt að koma á kornyrkju og garðrækt. Bændur áttu auk þess, að viðlagðri refsingu, að hafa búfé sitt í seli og geldfé á afrétti frá 9.—21. viku sumars, að undanteknum þeim hestum sem nota þurfti við búskapinn. Nánar er minnst á refsinguna ef ekki er farið eftir þessum ákvæðum um selstöðu og jarðrækt eða ef menn notuðu húsdýraáburð til eldsneytis.

Smali

Smali við færikvíar.

Klerkur einn, séra Guðlaugur Sveinsson (1731 — 1807), í Vatnsfirði skrifaði ritgerð í Rit hins íslenska lærdómslistafélags árið 1787: „Um selstöður og nytsemi þeirra.“ Þar bendir hann á nytsemi þess að hafa ær í seljum eða setrum að sumrinu svo sem títt hafi verið hér á landi til forna og enn sé mjög til siðs í Noregi. Nú sé „þessi gagnlega brúkun, ásamt fleiri nytsamlegum atburðum, mikinn part undir lok liðið.“ Telur séra Guðlaugur það illa farið, því að selstöður séu mjög nytsamar, einkum þar sem heimaland er hrjóstrugt og magurt. Hann
telur síðan upp aðalkostina við að hafa í seli og segir frá reynslu sinni af því. Guðrún Ólafsdóttir lektor rannsakaði selstöður í Grindavíkurhreppi. Sama ár og grein hennar birtist, 1979, kom út í Noregi á vegum stofnunar um samanburðarmenningarrannsóknir bók um sel eða rannsóknir til sögu selbúskapar á Íslandi frá landnámsöld. Fróðleg og áhugaverð bók fyrir margan Íslending en því miður ekki á íslensku.

Hraunssel

Hraunssel – tilgáta.

En frásagnir um sel á öldinni sem leið má trúlega víða finna. T.d. lýsir Ingibjörg Jónsdóttir frá Djúpadal selinu sem foreldrar hennar höfðu á árunum 1842-1862. En þau hjón giftust tvítug og dóu fertug. Þau eignuðust 12 börn, þeirra á meðal var Björn Jónsson ráðherra. Í æskuminningum sínum segir Ingibjörg m. a.: Að sumrinu var haft í seli fram á dal. – Ráðið, sem faðir minn hafði til að fjölga skepnunum, var það, að hann byggði beitarhús á selinu og ruddi nýjan veg upp snarbratta hlíð skammt frá selinu, svo að nota mætti slægjur, sem þar voru. Erfitt var það og svo bratt, að ef baggi datt af hesti efst í hlíðinni, þá staðnæmdist hann ekki fyrr en niðri í árgljúfri, og á hverju vori varð að ryðja þennan veg, og ég veit ekki til að það hafi verið gert nema í tíð föður míns, hvorki fyrr né síðar. Ég hugsa að hann hafi átt mjög erfitt fyrstu búskaparárin, en með framúrskarandi dugnaði yfirvann hann alla erfiðleika og átti síðustu árin gott bú. Fyrstu árin var móðir mín í selinu með börnin 3 og 4, en þegar þau fjölguðu meir, hætti hún, og Guðrún systir [föðursystir, en kölluð systir] var upp frá því selráðskona. — Skrýtnar voru færikvíarnar, þegar í selið kom, þær sem notaðar voru heima þóttu of fyrirferðarmiklar til að flytja þær, í þess stað voru hafðar hrískvíar, hrísið var bundið í smábagga og hlaðin úr því kví og færð til á þann hátt, að önnur hliðin og gaflinn var flutt til þegar þurfti, seinlegt var það, en ekki var um það fengist, þetta mátti nota og gerði sama gagn. Það var gott að mjólka í hrískvínni, ærnar voru rólegar við skógarilminn. Seltúnið spratt vel og gaf af sér töluverða töðu af þessum eina áburði.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – tilgáta – ÓSÁ.

Það mun víða „ekki hafa þótt svara kostnaði að leggja fólk til“ að hafa í seli á öldinni sem leið. En fráfærur voru hins vegar víða. Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi (1871-1952) nefnir ekki selstöður, en hún getur um fráfærurnar, t. d. hversu mjög hún vorkenndi litlu lömbunum að verða að yfirgefa mæður sínar og einnig um mjaltirnar og búverkin: Ýmsir erfiðleikar fylgdu fráfærum, sem nútímafólk þekkir ekki. Þá þurfti að þvo upp og þétta öll mjólkurílát, einnig stóra skyrsái. Tunnur voru ekki notaðar undir skyr; í þeim var geymd súrmjólk og drukkur, sem hafður var á slátur. Annars var lítið um tunnur á þeim árum, nema tvíbytnur, sáir voru miklu meira notaðir og fleiri til. Líka þurfti að þvo upp mörg trog, sem mjólkin var sett í; sumir höfðu mjólkina í trébyttum. Þá var fjöldi af upphleypudöllum, sem hafa þurfti við skyrgerðina. Allt var þetta þvegið fyrir fráfærurnar. Mjaltir í kvíum voru ekki gott verk; þó voru unglingar látnir mjólka alveg eins og fullorðnir. Hér voru fullorðnu stúlkurnar við heyvinnu á engjunum, en við unglingarnir vorum við heyþurrkinn og mjaltirnar. Oft var ég syfjuð á morgnana, þegar ég varð að fara á fætur klukkan sjö… . Út yfir tók þó að verða að fara í kvíarnar á sunnudagskvöldin, verða þá að fara úr sunnudagsfötunum, fyrr en aðrir, og klæða sig í kvíakastið og úlpuna; það voru óskemmtileg umskipti… . Á kvöldin var ofurlítil uppbót á mjaltirnar, að við fórum með mjólkurföturnar í bæjarlækinn og þvoðum þær þar. Yfir lækinn var byggt hús — brunnhús— inni í því þvoðum við föturnar. En þegar það var búið, fórum við út og settumst á brunnhúsvegginn.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – tilgáta.

Stundum voru þá komnar fleiri stúlkur að læknum, svo að samtölin urðu oft fjörug og stundum nokkuð löng. Þarna var skrafað og skeggrætt um framtíðina og fleira. Hvað er eðlilegra, en að æskuna dreymi framtíðardraum, enda þótt þeir rætist aldrei. . . . Við byggðum vonahallir, sem hrundu áður en þær voru fullgerðar.
Steinunn Jósefsdóttir rifjar upp bernskuminningar um Miðhópssel enda þótt hún hefði sjálf ekki verið selstúlka en ánægjulegt þótti henni að vera send þangað til að sækja smjör og osta sem vanhagaði um heima. Selráðskonan var með dóttur sína og ein eldri kona var þar og smali. Miðhópssel var byggt úr torfi og grjóti. „Trog og önnur ílát sem notuð voru í selinu voru smíðuð úr viði. Mikil vinna var að hirða þau og halda þeim tandurhvítum. Eftir að þau höfðu verið þvegin úr vatni var þeim haldið að hlóðareldinum og þurrkuð. Pað hét að hlóðarbaka trogin. Selstúlkurnar höfðu mikið að starfa. Fyrst að mjalta allar ærnar, en síðan var málnytin sett í trog og geymd í útihúsum í einn og hálfan dag til tvo daga.“ Síðan lýsir Steinunn hvernig rennt var úr trogi, rjómi strokkaður og smjörið saltað, hnoðað og pressað í skinnbelgjum, hvernig undanrennan var flóuð og kæld fyrir skyrgerðina, mjólkurostur og mysuostur var gerður og seyddur ostur úr draflanum. Sýran var flutt heim í kvartelum og geymd heima í tunnum.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel.

Í handritum Sigurlínu Sigtryggsdóttur frá Æsustöðum, sem birtust á prenti 1953 í Göngum og réttum, eru líka mjög skilmerkilegar lýsingar á meðferð mjólkur og mjólkuríláta í Eyjafirði, bæði heima við og í seli. Þar er þess getið að húsin í Hvassafellsseli hafi verið baðstofa og eldhús, mjólkurbúr og skyrbúr.
Pétur Jónsson frá Stökkum segir að venjulega hafi einni mjaltakonu verið ætlaðar 30-40 ær að mjalta, stundum þó allt að 50 en sjaldan yfir það. Víðast hvar hafi verið „tekið eftir“ sem kallað var að allar ærnar voru mjólkaðar aftur og þurrtottaðar.
Hér er ekki minnst á hversu lengi konurnar voru að mjólka þennan fjölda, en Sigurður Sigurðsson ráðunautur hefir það eftir reyndum og vönum mjaltakonum, að meðalkvenmaður mjólki 40-50 ær á klukkutíma, ef það eigi að vera viðunandi af hendi leyst.
Guðríður Guttormsdóttir sagði að þegar fært var frá í Stöð, fyrir aldamót, hafi stúlkurnar sem áttu að mjólka farið dálítið fyrr heim úr heyskapnum en hitt fólkið. En þó var mjöltum og mjólkurhirðingu stundum ekki lokið fyrr en undir miðnætti.
Jósef á Svarfhóli man eftir því að fært var frá á æskuárum hans 60—70 ám en kýrnar voru 6-8: Þennan pening mjólkuðu tvær stúlkur, kvölds og morgna. Heldur voru til þess valdar þær, sem liðléttari þóttu. Var það talin hvíld frá heyvinnu að fara heim að mjólka. Kannski hafa þær sem kraftmeiri voru og kjarkbetri afþakkað hvíldina þá og mjaltirnar og búverkin á eftir. „Talið var… . til þess voru valdar“ segir höfundur, en ekki að stúlkurnar hafi óskað þess að fá að sinna mjöltum og búverkum.

Nessel

Nessel – uppdráttur. Dæmigert fyrir sel á Reykjanesskaga; eldhús, búr og baðstofa.

Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ segir m. a. svo frá í kafla um fráfærurnar í minningum sínum: Mjaltir á sauðfé þótti frekar vond vinna og var ekki eftirsótt meðal kvenþjóðarinnar, en auðvitað kom það eingöngu niður á henni. Þá tíðkaðist ekki að karlmenn önnuðust mjaltir. Það hefði þótt hneysa fyrir karlmenn að gera slíkt kvenmannsverk.
Það var víðar en í Skagafirði sem það þótti hneisa fyrir karlmenn að mjólka. Hreppstjóri einn á Suðurlandi var sárhryggur og grét þegar sonur hans — hreppstjórasonurinn — fór að mjólka kýrnar fyrir konu sína sem gekk með 12. barnið. Sonardóttir hreppstjórans sagði mér þetta en hún var í hópi eldri barnanna.
Það var liðið langt á 20. öldina þegar karlmenn töldu sér ekki lengur vansæmd að mjólka kýr en eftir það var fljótlega farið að mjólka með vélum.
Árið 1954 kom út ritgerðasafn sem ber heitið: Enginn matur er mjólk betri. Þar segir m. a. að það færist í vöxt að mjólka með mjaltavélum. Þar er talað um að „meðferð mjólkur sé í höndum bænda.“ (Karlmenn fóru líka að vefa þegar dönsku vefstólarnir komu).
Bergsteinn Kristjánsson skrifar um ýmsa þjóðhætti liðinna tíma í bókinni Fenntar slóðir. Í kafla sem heitir „Ull í fat og mjólk í mat“ segir hann frá mjöltum: Handmjaltir á kúm eru enn með svipuðu lagi og alltaf hefur tíðkast. Sá er einn munur að hinar svokölluðu togmjaltir eru lagðar niður, en nýtt og betra mjaltalag upptekið… .

Bjarnastaðasel

Stekkur í Bjarnastaðaseli (-bóli).

Ær voru alltaf mjólkaðar í opnum kvíum… . Þegar ærnar fóru að venjast mjöltunum og spekjast, röðuðu þær sér með veggjunum, og gat þá mjaltakonan gengið á röðina og mjólkað; hún stóð aftan við ána með fötu sína og mjólkaði annan spenann í einu… . Mjaltir í kvíum voru mjög óþrifalegt verk, einkum ef rigningar gengu og ærnar voru blautar og óhreinar, og geta má nærri, að erfitt hefur verið að halda mjólkinni hreinni. Við ærmjaltirnar fóru konur í hlífðarföt, sem geymd voru við kvíarnar (kvíaföt). Þetta batnaði nokkuð, þegar færigrindur voru uppteknar, því að þá voru þær settar upp á hreina jörð, og mátti altaf færa þær til, er völlurinn óhreinkaðist… .
Þegar mjólkin hafði verið sigtuð, var hún sett upp sem svo var kallað, það er að hún var látin í trog og byttur. Trogin voru grunn ílát með höllum hliðum og göflum, og þekkjast víða enn. Bytturnar voru einnig mjög grunnar og víðar, kringlóttar og gyrtar með vanalegu gyrði, en gat neðarlega á einum stafnum og tappi í. í þessum ílátum var mjólkin látin standa, minnst einn sólarhring, en stundum í þrjú dægur, en að þeim tíma liðnum átti rjóminn að vera sestur ofan á mjólkina. Þar, sem mikil var mjólk, þurfti mjög mikið af þessum ílátum, og hreinsun þeirra var mikið verk og krafðist mikillar vandvirkni og hreinlætis… .

Trog

Trog.

Þegar mjólkin hafði staðið áðurnefndan tíma, var rennt undan, sem svo var kallað, það er að undanrennan var látin renna úr ílátinu, en rjóminn var eftir. Úr byttunum var þetta auðvelt, því að þar var tappinn tekinn úr gatinu á stafnum og undanrennan látin renna þar úr. Úr trogunum var þetta dálítið erfiðara, en þá var undanrennan látin renna úr einu horni trogsins og þess varnað með hendinni að rjóminn rynni með.
Þá fer höfundur nokkrum orðum um það hvernig rjóminn var strokkaður: Þá sem nú þurfti rjóminn að vera í vissu hitastigi, ef smjörgerðin átti að ganga eðlilega fljótt og vera í fullu lagi, en þá var ekki hægt að grípa til hitamælis, svo að matseljan varð að finna það með fingri sínum, hvort strokkurinn var mátulega heitur; sömuleiðis heyrði hún á hljóðinu í strokknum, hvað langt var komið smjörgerðinni. Af því er komið hið alkunna máltæki um hljóð í strokknum, . . .

Rjómatrog

Rjómatrog.

Það er líka fróðlegt að heyra með hverju mjólkurílátin voru hreinsuð á þeim slóðum sem Bergsteinn var kunnugur: Til að þvo mjólkurílát voru notaðar þvögur, en þær voru ýmist úr fíngerðum rótum undan melgrasi eða úr hrosshári. Pottar voru fægðir með vikri eða sandi. Vikurs og melgrasróta var oft aflað í fjall- eða skógarferðum, því að óvíða var það að fá nærri bæjum.
Nýja mjaltalagið sem Bergsteinn segir að hafi verið tekið upp var kallað Hegelundsmjaltalag. Sigurður Pórólfsson kenndi það veturinn 1902—1903 í Reykjavík á allmörgum námskeiðum sem þar voru haldin á vegum Búnaðarfélags Íslands. Guðjón Guðmundsson búnaðarráðunautur kenndi ýmislegt um kýrnar og meðferð mjólkur. Mjaltaæfingarnar fóru fram í þrem bestu fjósum bæjarins. 8—10 stúlkur voru á hverju námskeiði sem stóð í tvær vikur. Margar þeirra voru í hússtjórnarskólanum og kvennaskólanum og var meirihluti þeirra úr sveit.

Mjólkurtrog

Mjólurtrog.

Trúlegt er að G.A., kona sem Halldóra Bjarnadóttir leitar til um upplýsingar um ostagerð í Austur-Skaftafellssýslu, hafi þekkt þvögur úr melgrasrótunum. En hún segir frá því hvernig móðir hennar hafði kennt henni að búa til osta:… . Það var notaður heimatilbúinn hleypir af kálfsvinstur, sem fyrst var blásin upp, hert, bleytt síðan upp í saltvatni. — Fyrst var mjólkin hituð, en ekki meira en svo, að maður þoldi vel niðri í henni með hendinni, þá var hleypirinn látinn út í og hrært vel í um leið. Þegar vel var hlaupið, var þetta vandlega hrært sundur með hendinni, síðan var hlaupið látið setjast á botninn, en því mesta af mysunni ausið ofan af, og osturinn tekinn saman með höndunum og látinn í mátulega stórt ílát og það mesta kreist úr honum af mysunni, og osturinn síðan pressaður t. d. eina nótt. Svo er hann tekinn úr pressunni og látinn í saltpækil (það má líka strá salti á hann, snúa honum, þegar saltið er runnið á efra borðinu, og salta þá hitt). Síðast er osturinn þurrkaður í hjalli í nokkra mánuði. Þess verður að gæta að láta ekki sól skína á ostana, snúa þeim oft við og færa þá til, og þvo þá úr saltvatni, ef skán sest á þá, sem helst vill verða í óþurrkatíð. — Ostarnir urðu góðir og jafnir í gegn með þessari aðferð.

Mjólurfata

Mjólkurfata.

Önnur orð eru til fyrir hleypi, lyf og kæsir. Viktoría Bjarnadóttir kemst svo að orði: Til skyrgerðar var notaður kæsir, en hann var búinn til úr innihaldi magans úr nýslátruðum kálfi. Var tekið úr kálfsmaganum strax og kálfinum hafði verið slátrað, og blandað saman við þetta volgri mjólk í nokkra daga og hrært saman og bundið yfir krukkurnar með þessu í. Síðan var þetta notað eftir tilsettan tíma. Reyndist þetta furðu gott efni til skyrgerðarinnar. Trúlega hefir hann verið þessu líkur kæsirinn sem verðlagður er í Búalögum hálfum eyri.
Viktoría talar um þá miklu vinnu sem er við mjólkina, hvernig trogin voru þvegin, sem notuð voru áður en skilvindur komu á bæina, og um búrin þar sem mjólkurtrogin stóðu. Smjör- og skyrgerð hafi verið mikil á þeim bæjum sem mörgu fé var fært frá því ólíkt meira fengist af smjöri og skyri úr sauðamjólk en kúamjólk. Og hún bætir við: „Hefi ég aldrei farið með búdrýgri mat en sauðamjólkina.“

Strokkur

Strokkur.

Hér á árum áður var landfrægt skyr sem kallað var Hvanneyrarskyr. Kristjana Jónatansdóttir ráðskona á Hvanneyri, sem átti heiðurinn að því skyri, segir frá skyrgerð sinni í Hlín árið 1934. Hún segist reyndar hafa lært hana sem unglingur heima og síðan af 30 ára reynslu.
Sem myndarleg húsfreyja hleypti Herdís Andrésdóttir í skyr og helti á grind, eins og hún orðar það í kvæði sínu, og strokkaði rjóma og breytti smjöri í sköku.
Mesta og besta vitneskju um skyrgerð veitir 5 blaðsíðna grein eftir Hólmfríði Pétursdóttur frá Arnarvatni í 19. júní árið 1960. Greinin er skrifuð af slíkri nákvæmni að vart verður betur gert. Hólmfríður segir ekki aðeins frá því hvernig best tekst að gera skyr heldur einnig frá ýmsu sem veldur því að skyrgerðin mistekst og hvernig þá er reynt að bæta úr. Mörg orð og orðatiltæki, sem fjöldi fólks hefir nú ekki hugmynd um hvað þýðir, koma að sjálfsögðu fyrir í greininni. Hólmfríður lýkur grein sinni með þessum orðum: Íslenska skyrgerðin er arfur frá liðnum kynslóðum íslenskra kvenna, kvenna, sem með hugkvæmni, skynsamlegri athugun og kostgæfni gerðu skyrið að þeirri kostafæðu, sem raun hefur á orðið, og lögðu um leið mikilvægan skerf til varðveislu hreysti og viðnámsþróttar íslenska kynstofnsins á liðnum öldum. Nú hafa íslenskar konur skilað þessum arfi af höndum sér.
Réttara væri þó að segja, að breyttir atvinnu- og þjóðlífshættir hefðu hrifið hann úr höndum þeirra. Vonandi ber þó þjóðin gæfu til að varðveita hann enn um aldir fram.“

Heimild:
-Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár, Anna Sigurðardóttir 1908 – 1996, útg. 1985, bls. 236-240 og 243-252.

Mjólkurfata

Mjólkurfata.