Færslur

Blikdalur

Þegar FERLIR fór enn og aftur í sérstaka leitarferð um Blikdalinn fannst enn ein selstaðan, sú efsta í dalnum hingað til.
Blikdalur-226Áður höfðu átta selstöður verið skráðar beggja vegna í dalnum.
Ætlunin var að rekja selstígana og skoða hvert þeir leiddu. Og þar sem engin selstaða hafði áður fundist ofan við miðjan dalinn var lögð sérstök áhersla á að gaumgæfa hana m.t.t. hugsanlegra minja. Og viti menn (og konur); Í ljós komu nánast jarðlægar leifar af þremur húsum og aflöngum stekk. Veggir voru hlaðnir úr grjóti. Efst var stekkurinn, þá minna hús, líklega eldhús, lítill skáli (5-6 m langur) og loks fjós (10-11 m langt). Enn ofar var hlaðið lítið gerði, hugsanlega kví. Selstaðan var á skjólgóðum stað og greinilega mjög gömul.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 40 mín (í 21°C hita og sól).

Blikdalsselin

Selin í Blikdal – uppdráttur ÓSÁ.

 

Blikdalur

Einhver merkasta bók um þjóðleg fræði, sem út hefir komið á síðari árum á Íslandi, er Íslenzkir þjóðhættir, eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kaldarhofdi-201Er það heildaryfirlit um þjóðháttu, siðu og þjóðtrú Íslendinga á síðari öldum. Því miður entist höfundinum, hinum merka fræðimanni, rithöfundi og kennara, síra Jónasi Jónassyni, ekki ævin til þess að ljúka þessu merkilega verki. Vantar t.d. alt er að sjómensku lýtur. En annar merkur fræðimaður, dr. Einar Ól. Sveinsson bjó bókina undir prentun og Ísafoldarprentsmiðja gaf hana út. Kafli sá, er hér fer á eftir er tekinn úr bókinni og fjallar um dagleg störf til sveita.
Frá fráfærum til sláttar leið nokkuð misjafn tími, eftir því sem gras spratt fljótt, en oftast var það hálfsmánaðartími að minnsta kosti. Var þá nóg til að vinna, sem eðlilegt var. Verður að taka fyrst þau störfin, er náðu jafnt yfir alt. Mjólkurærnar hafa lengi verið nefndar búsmali á Íslandi.
Stekkur-201Þegar eftir fráfærurnar voru ærnar nytkaðar kvöld og morgna, en hafðar í haga mála á milli. Nytkunartíminn kvöld og morgna heitir mál og kallað að mjólka ærnar á málum, mjólkurhirðing kvöld og morgna heitir málaverk, og kvöld- og morgunskattur málamatur. Þessi nöfn eru forn.
Smalinn hafði það verk á hendi, að sjá um, að féð væri komið í kvíar á dagmálum og náttmálum, til þess að það yrði mjaltað, enda er sá tími enn í dag einatt kallaður mjaltir og verkið líka: vinnukonur mjöltuðu fé jafnan. Smalinn gerði ýmist að fylgja fénu eftir í hagana eða láta það sjálfrátt og smala því kvöld og morgna.

Sel-201

Þurfti hann því að vera árrisull, ef fénaðarferð var löng, og æði erfið var honum einatt smalamenskan, fekki sízt til dala eða þegar ærnar létu illa, voru óspakar, óþekkar sem kallað var, eða sóttu mjög til fjalls; þó tók út yfir, þegar þokan kom, en jafnan var húsmóðurinni að mæta, ef vantaði í kvíarnar; henni þótti það ódrýgja nytina, sem von var. Nóg var nú samt, þegar þokur og rigningar komu og „datt úr því dropinn”, þó að ekki vantaði oft í tilbót.

Natthagi-201

En duglegur og röskur smali var altaf mesta uppáhald húsmóðurinnar og fékk marga aukabita og sopa, þegar hann stóð vel í stöðu sinni, og svo er sagt með sönnu, að Sigríður hin stórráða á Grund og Espihóli hafi altaf tímt að gefa smalanum að eta, þó að misbrestur þætti verða á því með hitt f ólkið. Þá átti hann altaf líka vísa smalafroðuna ofan af flóunarpottinum á málum. En ef hann var lélegur og vantaði oft hjá honum, þá átti hann ekki upp á pallborðið hjá húsfreyju. Því er sagt svo frá, að húsfreyja á einum bæ var að ala barn og var að basla við að segja vinnukonunni fyrir, hvernig hún ætti að skamta. Seinast kom að smalanum, og átti hún þá að hafa sagt: „Vantaði ekki af ánum, æ æ?” Stúlkan sagði, að svo hefði verið. „Minna af skyrinu og meira af grautnum, æ æ — látt’ ‘ann eta svikin sín, og æ æ.” Má af því ráða, að stundum hafi verið misjöfn æfi, sem smalarnir áttu
Ef smalanum hafði tekizt svo vel fjárgeymslan, að engin ærin missti máls fram að Þorláksmessu á sumar (20. júlí), átti hann að eiga Arasel-201nytina úr beztu kúnni þann dag og skemta sér við með útreiðum. Þetta var alment í Skaftafellssýslum og undir Eyjafjöllum, en ekki víðar um land, svo að kunnugt sé. Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaðar eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru bygð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag.
Ekki var malið undir smalann í Hvassahraunssel-uppdrattur-21seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skaka strokkinn, á meðan mjaltakonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn féll saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn: „Það stendzt á endum strokkur og mjaltir.” Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamensku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilizt þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, sízt alment. — Selin voru venjulega þrjú hús: mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft var og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bæjum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa: að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í strokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóir, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var þá skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn). Heldur þótti það vilja þynnast á selflutningunum, sem von var. Heldur hefir vistin verið einmanaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum.

Hraunssel - uppdrattur-201

Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungaðar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar astir. En þeir samfundir verða báðum jafnan að bana. Eru margar þær harmasögur til. Stundum ólu þær og börn í seljunum og báru þau út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komizt í tæri við selráðskonur. Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754 að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar.

Selsvellir - uppdrattur-21

Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.
Selfara er víða getið bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flutzt hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Selvenjur hafa þá verið hinar sömu og á síðari tímum, nema skyr hefir stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða í kollum í krókum.
Þá var annað, sem sjálfsagt var að annast um tímann á milli fráfærna og sláttar. Það var grasaferðin. Grasaferða er getið í Jónsbók, Landleigubálki, 58. kap.; segir þar svo: „Eigi skal maðr utan orlofs lesa ber á annars jörðu til heim at bera, en ef less, tvígildi ber ok svá grös, ef hann less þau.” Þá er og getið um grasaferð í Fljótsdælu og í ýmsum ritum frá 17. öld. Hafa grös verið mikið notuð hér á landi um margar aldir. Þótti hvert heimili til sveita, einkum nyrðra, illa búið til vetrar, ef ekki var farið til grasa. Víða var það og í uppsveitum syðra. Grasatekja var víða ágæt; má einkum til nefna sem orðlagðar grasastöðvar Arnarfell, Lambahlíðar, Kjalhraun, Þjófadali eða Hveravelli, Orravatnarústir o.m.fl.

Fjallagros-21

Grösin voru í miklum metum, og var grasatunnan syðra metin jafnt sölvavætt eða 10 álnir. Nyrðra var kapallinn (4 tn.) vanalega seldur 20 ál., eða 4 m. spec, en á Austurlandi var tunnan af hreinsuðum og hálfmuldum grösum seld í harðindum 30 ál. eða 1 rd. spec, og þótti gott kaup, því að menn álitu, að tvær tunnur grasa væru á við mjöltunnuna til matarnota. Venjulegast var gerður út karlmaður með 2—3 stúlkur frá stórbæjunum, en fólk af smærri bæjum sló sér saman, einn frá bæ, undir forustu eins manns. Venjulega voru 5—8 hestar í hverri lest, og var verið viku til hálfan mánuð í ferðinni, eftir því hvað grasatekjan var góð og tíð hentug. Útbúnaður til grasaferða voru tunnupokar, annað hvort unnir úr togi eða þá hærupokar, ofnir úr faxhári. Voru þeir allþolnir, ef þeir voru vel gerðir í fyrstu. Litlar hornhaldir, 6—8 tals, voru festar í kring í opið, og var svo reimað fyrir opið í hagldirnar með togbandi.
Fjórar tunnur grasa voru ætlaðar hestinum, ef þau voru vel þur. RaudablasturStundum prédikuðu prestar yfir grasaf ólki, áður en það fór, eða sveigðu að því í ræðu sinni sunnudaginn áður. Það gerði síra Jón lærði í Möðrufelli, og muna menn þetta úr ræðunni: „Troðið vel í hornin, svo að ekki verði svik fundin.” Svo var farið af stað og haldið áfram, þangað til komið var í grasastöðvarnar og tjaldað. Tjöldin voru oftast ofin úr vaðmáli. Prjónatjöld höfðu fáir nema útilegumenn. Grösin eru misjöfn að gæðum. Bezt eru skæðagrös; næst þeim brekkugrös eða Maríugrös og klóungur, kræða þótti kostaminnst, en þó vel hafandi í grauta; hún var helzt notuð á Norðurlandi; hundaló þótti til einskis nýt. Þegar búið var að sofa af sér ferðina, skipaði formaður flokksins til göngu. Bezt þótti grasaveður þokur og hægar vætur, því að þá verða grösin mýkri og ljósari og breiðast meira út, en skorpna saman og dökkna í þurki. Ef þurkar voru, var gengið á nóttunni og neytt döggfallsins. Það þótti meðal grasatekja, ef greiður kvenmaður tók tunnuna í göngunni milli mála. Í göngurnar hafði hver um sig tínupoka, svo sem hálftunnupoka; var fest í pokann band, sem gekk upp um hálsinn.

rekavidur-1

Ýmsar hættur gátu komið fyrir á grasafjalli, ekki sízt, ef þokur voru. Mátti þá alt af eiga á hættu, að útilegumenn væru á varðbergi, til að reyna að nema einhverja stúlkuna burtu, og enda huldufólkið var ekki laust við sama. En miklu tíðara var það, að huldumenn leituðu á selráðskonur. Grösin voru þurkuð, ef veður leyfði, og flutt heim síðan, og þótti heldur en ekki búsílag, ef vel hafði grasást. Þegar vel voraði og snemma tók snjó af heiðum og gróður var kominn, var stundum farið nokkru fyrir fráfærur til grasanna og það að því skapi fyrkomið heim aftur. Annað vorverk var það, er mikið var að gert, þar sem nokkurn skóg var að hafa eða fjalldrapa, sem var í stærra lagi. Það var kolagerðin. Allir þurftu kola við á hverjum bæ til þess að dengja við og smiðir til ljáasmíða og hestajárna; þurfti eitt kolakvartil til að smíða ljáinn. Skógurinn var höggvinn og hrísið rifið á haustin og veturna; svo var það afkvistað og afkvistið haft til eldiviðar. Leggir voru síðan kurlaðir í 3 —4 þuml. langa búta. Síðan var gerð kolagröf, 1—2 faðmar að þvermáli og um 2 ál. djúp, og kurlinu raðað í hana, og var hið stærsta haft neðst. Kúfur var hafður á gröfinni, 1—1 1/2 al. á hæð. Svo var slegið eldi í botninn og látið brenna, þangað til góður eldur var kominn í alla hrúguna.

rekavidur-2

Þá var snöggtyrft yfir og mokað mold yfir, svo að hvergi kæ,mist loft að; síðan var opnað eftir þrjá daga eða fjóra og kolin tekin upp; 4—5 tunnur kola fengust úr slíkri gröf. Stilt veður þurfti að velja til kolagerðar, svo að eigi hlytist óhapp af eins og hjá Ölkofra. Kolin voru seld í skógarsveitunum í aðrar sveitir í tunnutali, og var vanaverð á þeim 5 ál. tunnan. Fnjóskdælir seldu venjulega Eyfirðingum tunnuna fyrir lambsfóður (kolalambið). Í Þingvallasveit seldu menn hana 6 ál., en ef þeir fluttu kolin suður á Suðurnes og seldu þau þar, kostaði tunnan 10 ál. Borgfirðingar gerðu og oft til kola á áliðnu sumri. Kolagerðin hefir orðið skógum og hríslandi á Íslandi til hins mesta tjóns. Alt var höggvið, ungt og gamalt, og þar sem skógar voru ekki, var hrísið rifið miskunnarlaust; jarðvegurinn rótaðist allur upp, og svo blés alt upp ofan í grjót. Sumir skógaeigendur leyfðu líka hverjum, sem vildu, að höggva í skógi sínum og gera til kola, og tóku þá 5 ál. undir kolahestinn, t. d. presturinn á Húsafelli, eða þá einhvern ákveðinn hluta af kolunum. Sama var, ef leyft var að höggva raftvið til húsa. Sumir tóku þó hærri leigu. Konungur eða stjórnin reyndi að sporna við þessari hraparlegu eyðingu skóganna með lögum (10. maí 1755), en fáir eða engir skeyttu þeim.

rekavidur-3

Þá voru, einkum norðanlands, rekaviðarferðir tíðar á vorin, bæði á Strandir, Skaga, Tjörnes, Langanes og Sléttu. Húnvetningar, Vestur-Ísfirðingar, Barðstrendingar og Strandamenn sóttu til Hornstranda sjóleiðis, en sumir Vestfirðingar sóttu rekaviðinn landveg á hestum. Dragklyfjar á hest voru seldar á 5 ál. (= 1 mark); mátti kaupandi þá velja viðinn sjálfur, en varð að höggva hann til og tegla. Húnvetningar, Vestur-Ísfirðingar og Strandamenn höfðu til þeirra ferða sérstök skip, sem þeir kölluðu byrðinga; þau skip voru á stærð við sex- eða áttæringa og rammlega gerð. Þau voru heldur flöt í botninn, flá til hliðanna, og risu stefnin hátt. Á byrðinga þessa settu þeir 10 —15 manns og sendu þá á rekastöðvarnar, og var oft búið að, semja um timburkaupin. Sendimenn voru flestir vanir að höggva og saga við. Svo voru þeir vikutíma eða svo við rekana og höfðu nóg að gera að saga og höggva timbrið. Þeir gerðu langa planka og festu ofan á borðin á byrðingnum, en fyltu hann síðan með timbri, svo að hár búlki varð miðskipa, en autt nokkuð í barka og skut. Þegar þetta var búið, þéttuðu þeir samskeyti hliðarplankanna með mosa, svo að vatnshelt var. Maraði svo byrðingurinn í kafi, svo að upp úr stóðu hnýflarnir einir, en svo vel var um búið, að hvergi gaf sjó inn.

Brennisel-201

Síðan gerðu þeir flota úr timbri, til þess að hafa á eftir byrðingnum í eftirdragi. Til styrkingar reyrðu þeir köðlum um byrðinginn og farminn qg sömuleiðis um timburflotann. Segl höfðu þeir á byrðingnum, stundum 2 eða 3, því að ilt var að komast að að róa þeim, og sömuleiðis á flotanum, en höguðu þó svo til, að flotinn var jafnan gangtregari en byrðingurinn. Svo biðu þeir byrjar og sigldu heim og skiftu síðan með sér farminum að hlutfalli réttu. Tekið er það fram, að nærfelt aldrei hlektist byrðingunum á í ferðum þessum. Byrðingarnir lögðust alveg niður fyrir 1700, og fóru menn þá að sækja rekavið á almennum bátum, sex eða áttæringum, og kölluðu það að fara með stokkafarm, en ferðir þessar kölluðu þeir flotaferðir; 8—10 manns voru á bátnum. Þeir völdu sér viðinn, hlóðu bátinn og gerðu flota og höfðu hann í eftirdragi. Þegar alt gekk vel og byr var hagstæður, gat þetta borið sig, en ef veður gerði að þeim, urðu þeir oft að höggva af sér flotann, ryðja farminum, og stundum fórust skipin alveg. Gerði bæði, að farmurinn var illur og skipin léleg. — Á síðustu áratugum minkar mjög reki til landsins.

Heimild:
Alþýðublaðið – Sunnudagsblað, 3. árg. 1936, 26. tbl. bls. 2 og 6.

Kolagröf

Kolagröf.

Hafnarfjörður

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er fjallað um landshagi á þeim tíma – sem og fyrrum, jafnvel eins lengi og elstu menn muna á þeim tíma er ritið var undirbúi og unnið. Tvennt af mörgu því er fjallað er um í Jarðarbókinni, ef aðskilja ætti einstaka tvo þætti frá öðrum, svona til samanburðar út frá búskaparháttum á þeim tíma, má taka selstöður einstakra jarða annars vegar og hins vegar verbúðir sömu jarða.
LangeyriHér verður umfjöllunin bundin við Hafnarfjörð og Garðahverfi, með framangreint til hliðsjónar. Um Lambhaga í Hraunum (sem þá var bær í Garðahreppi hinum forna) segir um selstöðu: “Selstöðu brúkar jörðin í Þorbjarnarstaðalandi þar sem heitir, eru þar hagar góðir en vatn slæmt”. Um heimræði bæjarins segir: “Heimræði er árið um kring, og lending í besta lagi, gánga skip ábúandans eftir hentugleikum; undir kóngsskipanafni hefur hjer áður oftastnær gengið bátur, tveggja manna far, og ábúandinn hýst áróðrarmenn og ekkert fyrir þegið nema soðningskauo af þeim; næstliðið ár var það ekki. Inntökuskip hafa hjer engin gengið nema skjaldan um hausttíma bátar nágranna fyrir góðvilja eður einhverja þóknan”.
Hvaleyri-221Á Hvaleyri var “heimræði árið um kring og lending góð, og gánga skip ábúenda eftir hentugleikum. Til forna hefur hjer oft undir kóngsskipa nafni gengið eitt tveggja manna far, en síðan Lauritz Hansson Siefing var á Bessastöðum Heidemanns vegna hefur það ekki verið. Inntökuskip hafa hjer stundum gengið ekki stærri en tveggja manna för, og hefur ábúandi þegið undirgift af, mætti og enn vera ef menn vildu”. “Selstöðu á jörin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott”. Um er að ræða selstöðu austan Hvaleyrarvatns, er enn sést.
Um Ás segir: “Heimræði brúkar jörðin frí og skipsuppsátur í Ófriðastaðarlandi að sumir halda, en sumir eigna skipsuppsátrið Ási so sem ítak á móti selstöðu, sem Ófriðarstaðir skuli eiga og síðar segir. Vita menn ekki glögt hvort þetta skipsuppsátur og búðarstæði sje með skyldurjetti eður fyrir liðunarsemi. Þó gánga þar skip ábúandans og hafa gengið um lángan aldur, en búð var þar ekki það menn minnast fyr en Margret Þorsteinsdóttir bjó að Ási fyrir meir en tuttugum árum”. “Selstöðu á jörðin í heimalandi, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott”. Um er að ræða selstöðu austan Hvaleyrarvatns, skammt norðaustan Hvaleyrarsels. Má á hvorutveggja staðnum enn vel sjá tóftir þeirra.
skerseyri-1Um Ófriðarstaði segir um heimræði: “Heimræði er árið um kring og lending góð, og gánga skip ábúandans eftir hentugleikum. Kóngsskip haf hjer aldrei verið nema eitt sinni tveggja manna far. Inntökuskip hafa hjer aldrei verið, það menn minnast, nema eitt tveggja manna far fyrir fáum árum”. Og – “Selstöðu á jörin í heimalandi, eru þar hagar sæmilegir en vatnsskortur mikill, og hefur því til forna bóndinn neyðst til að færa selið að eður í Ásland, og fyrir það halda sumir að Áss hafi skipsstöðu eignast í Ófriðastaðarlandi sem áður greinir”.
Hamarskot átti “Heimræði er árið um kring og lending góð, og gánga skip ábúandans eftir hentugleikum. Inntökuskip gánga hjer engin”. “Selstöðu eigna nokkrir jörðinni í Garðakirkjulandi þar nærri sem heitir Sljettuhlíð hjá hellir nokkrum og skuli þar kallast enn í dag Hamarkotssel”.
skerseyri-2Setberg hafði “Selstöðu þar sem heitir Kietshellir, eru þar hagar góðir, en vatnsból ekkert nema snjór í gjá, sem sólarhiti bræðir. “Jörðin á ekki land til sjáfar, en búðarstöðu á hún og skipsuppsátur í Garðastaða landareign þar sem heitir Skipaklettur [þar sem byggðist Hraðfrystihús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar]. Er þetta eiginlega í Akurgerðislandi, sem Hafnarfjarðarkaupsstað tilheyrir. En þó er undirgiftin fyrir þetta skipsuppsátur betöluð og hefur betalast til staðarhaldarans í Görðum með xx álnum”.
Um Akurgerði, síðar einn helsta verslunarstað í Hafnarfirði segir 1703: “Um næstliðnu vertíð gekk hjer eitt þriggja manna far frá Arnarnesi að leyfi eftirliggjarans [sem var Garðakirkja]”. Svo virðist sem einungis hafi verið að ræða sjávarbúskap því engin selstaða er tilgreind.
Vestan Akurgerðis, sem á þeim tíma var talin austasti bær í Garðahverfi, eru m.a. Einarshús, Digranesbúð, Hólmsbúð, Skerseyri, Bali og Óskarsbúð áður en kom að sjálfum Görðum. Útgerðin á Langeyri virðist síðar hafa yfirtekið Einarshús, Digranesbúð og Hólmsbúð á milli Akurgerðis og Skerseyrar.
Skerseyri-3Í Jarðabókinni 1703 segir um Einarshús: “Hefur verið tómthús uppbyggt af kaupmanninum Petri Reyelssyni [eftirliggjari] fyrir utan túnstæði gömlu hjáleigunnar Akurgerðis… Síðan hefur þetta tómthús í eyði legið, nema hvað eftirliggjarinn hefur brúkað það sem hesthús”.
Um Digranessbúð segir: “Bygð í tíð með leyfi Peturs Reyelssonar kaupmanns lengra inn í Garðastaðar landareign en Einarshús af búandanum í Digranesi á Seltjarnarnesi, sem þessi búð brúkaði og skipi sínu (stundum tveimur, stundum þremur tveggja manna förum) þar hjá til fiskjar hjelt um vertíð orðlofslaust af staðarhaldaranum, so vitt menn vita. Búðin liggur nú í eyði síðan firkiríið brást í Hafnarfirði”.
skerseyri-4Hólmsbúð var “bygð nokkru síðar en Digranessbúð í tíð Knúts Storms kaupmanns í Hafnarfirði og með hans leyfi að menn meina. Stendur þessi búð álíka langt inn í Garða landareign sem Digranessbúð. Brúkaðist hún og brúkast enn nú fyirir verbúð um vertíð af ábúandanum á Hólmi við Seltjarnarnes í leyfi kaupmannsins í Hafnafirði, so framt menn vilja, að vísu leyfislaust af staðarhaldaranum, og gánga þar við þessa búð tvö tveggja manna för jafnlega um vertíð”. Jafnframt segir: “Út með Hafnarfirði í garðastaðarlandi standa þessi tómt hús: Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallna búð. Stigshús eður Jodisar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð. Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar tómthúsmönnum fyrir x álna leigu og mannslán. Í sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthúsmaðurinn soðningskaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fikiríið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallanda fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst”.
BalamolSkerseyri var hjáleiga frá “Garðarstaðar landi hjer um xx ára gömul. Landsskuld xx álnir. Betalast með i vætt fiska í kaupstað í reikning staðarhaldarans”.
Bali “hefur verið tómtús, fyrir átta eður tíu árum fyrst uppbygt. Nú er þetta býli öldúngis eyðilagt og í tóftarbrot komið og byggist aldrei nema stór fiskigánga inn í Hafnarfjörð komi”.
Óskarsbúð “stendur í Garðastaðar landi og er uppbyggð af Jakob Bang, sem síðar varð sýslumaður í Árness sýslu, fyrir ?? árum eða þar um og bygð einri konu að nafni Ósk, sem hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varning. Síðan hafa sjer eignarráð yfir buðinni tiltekið Bessastaðamenn og hafa þar látið gánga kóngsbáta, stundum tíu, stundum fleiri, stundum færri, item inntökuskip fyrir undirgift eður annan góðvilja meðan fikiríið var gott í Hafnarfirði. Búðin stendur enn nú, er þó í auðn”.
Að framansögðu er komið að Görðum, höfuðbólinu. Verður því ekki lýst hér, enda vel lýst annars staðar á vefsíðunni.
Í síðari tíma umfjöllun um framangreint svæði má t.a.m. lesa eftirfarandi: “Hafnarfjörður taldist til Garðasóknar, og landfræðilegu skilin ekki alltaf glögg í því, hvað menn áttu við með Hafnarfirði. Á elztu kortum er fjörðurinn miðaður landfræðilega við Fiskaklett, en síðar við Hliðsnes, en að búsetu til var Langeyri, talið vestasta býlið í Hafnarfirði og þar tæki Garðahverfi við.
ÍBali-223 sóknarlýsingunum, sem hér fylgja er um alla Garðasókn að ræða. „Árið 1780 voru 32 býli í Garðakirkjusókn. Átti konungur 11 þeirra, Garðakirkja 19, en tvö voru í bændaeign. Öll þessi býli áttu land að Hafnarfirði, nema 2. Á býlunum bjuggu samtals 41 ábúandi, (að sýslumanni, presti og kaupmanni meðtöldum), 14 grashúsmenn og 34 þurrabúðarmenn. Áður fyrri höfðu verið þarna 45 bændur og grashúsmenn og 6 þurrabúðarmenn, en auk þess 9 sjóbúðir, er tilheyrðu íbúðum Kjósar- og Árnessýslu. Voru þær ekki byggðar nema á vetrarvertíð. Árið 1780 var þannig 38 fjölskyldum fleira í Garðasókn en áður hafði verið (þar af 10 bænda- og grashúsmanna — og 28 þurrabúðarfjölskyldur), en verbúðirnar 9 voru ekki lengur við lýði.
Árið 1780
var fiskað í Garðasókn á bátum sóknarmanna eingöngu, og gengu þá þaðan 5 fjögra mannaför og 62 tveggja mannaför. Voru á þessum bátum 102 menn úr Garðasókn, 13 Austanmenn, 21 maður af Suðurnesjum og 1 Norðlendingur. Alls námu aflabrögð sóknarmanna 19.822 fiskum og urðu þar af 110 skpd., 2 lpd. og71/9pd. afharðfiski. Auk þessa voru á 8 fiskijögtum, sem verzlunin í Hafnarfirði átti, 30 menn úr Garðasókn, 11 Austanmenn, 6 Suðurnesjamenn og 8 Norðlendingar, eða samtals 55 menn.
Ekki var Skúla Magnússyni kunnugt um, hve mikið þessar 8 fiskijagtir öfluðu á vetrarvertíðinni 1780, enda höfðu hásetar á þeim ákveðið vikukaup, en voru ekki ráðnir uppá hlut. Um þessar mundir var á vetrarvertíð einatt róið úr Hafnarfirði suður undir Vogarstapa og veitt þar bæði á öngla og net”.”

Heimildir:
-Jarðabók ÁM og PV 1703, bls. 166-178.
-Sjómannadagsblaðið, 55. árg. 1992, 1. tbl., bls. 75.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – verbúð um 1917.

Selvogsheiði

Í “Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fórnu og nýju“, er kafli eftir Finn Jónsson undir yfirskriftinni “Bæjarnöfn á Íslandi”. Þar fjallar hann m.a. um hugtökin “sel” og “stekk“:

Árbæjarsel

Árbæjarsel á Nónhæð – uppdráttur ÓSÁ.

sel
merkir sumardvalarstað, helst á heiðum eða við fjöll uppi, þar sem ær og kýr eru hafðar á beit og með málnytuna farið, eins og lög gera ráð fyrir; húsakynnin voru ætíð lítil og órífleg, ekki nema 2 herbergi eða svo, enda ekki margt manna að jafnaði. Almennt var »haft í seli« á Íslandi lángt fram eftir öldum, uns það hætti, bæði vegna ódugnaðar og eins hins, að þörfin á að hafa í seli var aldrei eins mikil á Íslandi eins og t. d. í Noregi, nema þá rjett á stöku stöðum.
En nöfnin eru [þó] mjög þýðingarmikil, einmitt fyrir búskap Íslendinga á fyrri öldum. Sel urðu að bæjum (kotum) líkt og fjós o.s.frv.

Ottarsstaðastekkur

Óttarsstaðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

stekkr
er samskonar nafn og Fjós og uppruninn víst hinn sami, bær eða kot byggt upp úr stekk eða við gamlan stekk.
Nöfnin eru tiltölulega ekki svo fá: Eint. Stekkr V. VI. IX. XII. XIII. XV (-inn). Flt. Stekkar V (3; 3) -ir, AM).”

Í “Hinni fornu lögbók Íslendinga sem nefnist Grágás“, 2.b., er kafli um “afrétt” þar sem hugtakið sel kemur við sögu, sbr. “Of afrettu“, XXXVI. Capituli, bls. 302 (illlæsilegur nútímafólki):

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel (Bessastaðasel) – uppdráttur ÓSÁ.

“Eigi scal sel göra i afrett. 2) Ef gört er pa er sel oheilact, oc eigo þeir at briota sel er afrett eigo, enda verdr sa utlagr er sel gördi, eda göra let, vid þa alla er afrett eigo, oc sinni utlegp vid hvern þeirra.
Engi madr scal beita afrett þær vicor II er a midil ero pess er YI vicor ero af sumri oc YIII vicor ero af sumri. Þeir menn er næstir bua afrett eigo at beita avalt afrett hufe sino, nema fra þvi er VI vicor ero af sumri, oc til þess annars dags vico er IY vicor lifa sumars, þvatdaginn apr. Ef menn heita afrett þær vicor 3) er fra ero scildar, þat vardar oc utlegd vid hvern þeirra manna er þann afrett a. Þat vardar oc utlegd, ef menn heita afrett or seliom, 4) [vid hvern] þeirra manna er þann afrett eigo.”
Hér að framan kemur fram að byggi maður sel í afrétt annars skal hann útlægur verða, sýnist þeim svo.

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Hlutaðeigandi ákvæði styrkir verulega þá tilgátu Ómars Smára Ármannssonar, fornleifafræðings, að bændur byggðu oftlega selstöður sínar í jaðri jarða þeirra m.a. til að undirstrika eignarhald þeirra. Ómar birti þessa kenningu sína að undangenginni viðarmikilli skoðun á “Seljum vestan Esju” og birtist í samnefndri BA-ritgerð hans við Háskóla Íslands. Frá því að ritgerðin var gerð árið 2004 hefur hann uppgötvað enn fleirri sel á svæðinu er staðfesta enn frekar þessa kenningu hans.

Í “Skýringum yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast“, Landslb 12, bls. 635, er fjallað um sel og selfarir:

Hafnasel II

Hafnasel norðan Krossfjalla – uppdráttur ÓSÁ.

“4) er það víst, að ekki skyldi þá ætla kúm fóður, er skyldugt var í sel að færa úr húshaga, því þá væri ómögulegt að vænta; selhagar skydlu þá grónir á fjöllum uppi, er kúm þyrfti fóður í bygð að ætla; og einn ómögulegra, að verða flytja hey til sels, og mega ei gefa þau í vetrarhús sín, ef ei væru grónir selhagar. Nú er þafi ljóst af Llb. 24.3, hafi skylt er í sel að færa, þegar 2 mánuðir eru af sumri, það er í 9. viku sumar, því alt mánaðatal skal vera þrítugnætt éptir tilætlun lögbókarinnar, eins og áður hefi eg sýnt með rökum um erfitt „tvímánuður“, og þar má lesa, af hverju öllu hugleiddu það eptir fylgir, að þíng þetta, sem Llb. cap. 12. talar um, skuli vera fyrr á vorin, en skyldugt er í sel að fara. Á þess hér að gæta, að þegar lögbókin kom hingað anno 1280, voru liðin ein 17 ár frá því, er Grágás gekk hér fyrir lög, og þess vegna öllum í fersku minni, hafi sein eptir hennar bofiorfium hafið verið lángvarandi venja.”

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Bent skal á að víða á vefsíðunni er fjallað um sel og seljabúskap á Reykjanesskaganum, allt þangað til hann var aflagður í lok 19. aldar.

Heimildir:
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fórnu og nýju, “Bæjarnöfn á Íslandi” – Finnur Jónsson, 4. bindi, bls. 474-475.
-Hin forna lögbók Íslendinga sem nefnist Grágás, 2.b., “Of afrettu”, XXXVI. Capituli, bls. 302.
-Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast, Landslb 12, bls. 635.

Selsvellir

Selin á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

 

Blikdalur

Í Blikdal (Bleikdal) eiga, skv. Jarðabókinni 1703, að vera leifar af a.m.k. 7 selstöðum. FERLIR hafði staðsett þær í fyrri ferðinni um dalinn (sjá Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel – I). Skv. upplýsingum Páls Ólafssonar, bónda að BlikdalurBrautarhóli, átti Brautarholt sunnanverðan dalinn að mestu og Saurbær hann norðanverðan. Nes og Hof tilheyrðu Brautarholti, en Hof var jafnan sjálfstæð jörð, enda gömlu Hofselin nefnd til sögunnar. Ártún, Hjarðarnes og Mýrarholt (Mýrarhús) tilheyrðu Saurbæjartorfunni. Og nú er bara að reyna að geta í eyðurnar. Á handrituðu örnefnakorti af norðanverðum Blikdal er getið um Selfjall, Selgil, Selgilsbolla, Sel og Holusel.
Tilgangur þessarar FERLIRsgöngu, nr. 1130, var m.a. að staðsetja allar sýnilegar selstöður í dalnum og reyna jafnframt að
tengja sérhverja selstöðu við uppruna sinn. Þannig átti fyrsta – og jafnframt greinilegasta selstaðan, að vera frá Saurbæ, enda er hennar getið í heimildum sem þeirrar síðustu, sbr. ævisögu Matthíasar Jockumsens, skálds og greint er frá í fyrri lýsingu af ferð FERLIRs um dalinn (Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel I). Í selinu gerði hann sér dælt við Guðrúnu, dóttur Saurbæjarbóndans. Afraksturinn varð stúlkubarn og giftust þau skömmu síðar.
Vetrarsteinbrjóturinn var í blóma. Gaf hann hlíðum dalsins bleikan lit.
Vetrarsteinbrjótur í BlikdalTekið hafði verið fram í kynningu að hafa þurfti meðförum vaðpoka því þverskera varð Blikdalsána í fjórgang á leiðinni. Selstaða nr. 2 er sunnan þeirrar fyrstu, sömu megin árinnar, en þrjár næstu eru sunnan árinnar. Sjötta selstaðan var áætluð norðan árinnar, en sú sjöunda að sunnanverðu. Áttunda selstaðan og sú eftirvæntingarfyllsta átti skv. forkönnun FERLIRs að vera norðan árinnar, svo til beint neðan við svonefndan Leynidal, en varð við athugun sunnan árinnar. Sú selstaða kom einnig til greina sem stefnumótastaður Matthíasar og Guðrúnar, daladrósarinnar af tilskiljanlegu kvæði er hann orti til hennar, en drós rímar jú við rós. Niðurstaðan var þó sú að fyrsta selstaðan væri Saurbæjarselið, en hin síðastnefnda enn ein selstaðan, sem óþekkt hafði verið í dalnum.
Eins og síðast er jafnan getið var veðrið frábært þennan dag – kjördaginn til alþingiskosninga árið 2007. Umræður
forystumanna stjórnmálflokkanna höfðu tekið drjúgan tíma Tóft við Selgilbeggja fjarsýnisstöðvanna kvöldið áður, en ekki skilað einu einasta – ekki einu einasta – nýju orði umfram það sem áður hafði komið fram alla vikudagana þar fyrrum. Þvílík sóun á tíma fólks. Fuglasöngurinn og náttúrufegurðin í Blikdal þennan dag feykti þó þarflausri umræðunni óravegu frá raunveruleikanum – og sýndarveruleiki stjórnmálanna varð að engu. Umhverfisverndin, náttúruverndin, grunnþarfirnar, skattalækkunarmálin og önnur leiktjöld hversdagsleikans skiptu þarna nákvæmlega engu máli. Það var helst málefni aldraða og framtíð þeirra sem virtust hvað áhugaverðust þá stundina – enda hafa allir þörf fyrir hvíld og afslöppun að lokinni langri göngu eða að afloknum löngum “vinnudegi”, hvort sem þreytan hafi verið af “þjóðfélagslega arðbærum” ástæðum eða einfaldlega “einstaklingslega menningarsjálfbærum” ástæðum. Að vel ígrunduðu máli virtist enginn stjórnmálaflokkanna verðskulda atkvæði þátttakenda, enda enginn þeirra náð að sannfæra hlutaðeigandi um að hann hefði vilja og getu til að stuðla að eða standa vörð um grunngildi lífsins.
Blikdalsáin “söng” hið ljúfa vorlag leysinganna. Sólin hafði lyft sér nægilega til að skína í alla skorninga og gil beggja
vegna dalsins. Mófuglarnir léku við hvurn sinn fót; stelkur, spói, tjaldur, hrossagaukur, þröstur og lóa létu að sér kveða – miklu mun betur sannfærandi um grunnþættina en jafnmargir forystumenn stjórnmálaflokkanna höfðu kveðið kvöldið áður. Kannski þeir ættu að hlusta betur á náttúruhljóðin.
Sel í norðanverðum BlikdalSennilega eru fuglsdýrin eðlislega meira sannfærandi vegna þess að þau eru öll fædd og aldin upp af náttúrunni að hálfu mót foreldrunum. Við þær aðstæður verður skilningurinn á umhverfið og verðmæti þess óneitanlega meiri – og næmari. Ef niðurstaðan er skoðuð eftir á í ljósi allrar þvælunnar vekur sú staðreynd mesta athygli að umhverfisvænasti flokkurinn varð til þess að mestu umhverfisskaðvaldsflokkarnir héldu velli. C’et la vie, söng hrossagaukurinn, enda nýkominn frá Frakklandi.
Blikdalur, stundum kallaður Bleikdalur, skerst langt inn í vesturhluta Esjunnar að vestan og rennur Blikdalsá eftir
honum miðjum. Blikdalur norðan árinnar hefur lengst af tilheyrt jörðinni Saurbæ og suðurhlutinn Brautarholti á Kjalarnesi. Nokkrar jarðir áttu beitarítak í norðanverðum dalnum en þau eru nú fallin niður og gekk dómur um það efni í Hæstarétti þann 29. febrúar 1996. Ætla verður að ítök sunnan megin séu einnig fallin niður. Í fyrrgreindum dómi eru rakin mörk Blikdals norðan megin en þau ná frá Saurbæjarlandi og eftir fjöllum norðan megin eftir sem vötnum hallar fram í Blikdalsbotn og þaðan með Blikdalsá, sem einnig er nefnd Ártúnsá til Blikdalsmynnis.
Sel í sunnanverðum BlikdalMynni Blikdals er mjög skýrt í landslaginu þar sem frekar skörp skil eru á fjallsendunum báðum megin og þeir
teygja sig til Blikdalsárinnar. Við landnám var allt land numið milli Ölfusár og Brynjudalsár af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Helgi Bjóla var landnámsmaður á Kjalarnesi og bjó að Hofi, sem er ekki langt frá en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring. Andríður, sem var írskur maður, fékk land hjá Helga Bjólu, og reisti bæ að Brautarholti og Arngrímur sonur Helga fékk land á nesinu og reisti Saurbæ. Það er vart tilviljun að þessar tvær síðastnefndu jarðir hafa átt Blikdalinn til okkar tíma.
Ekki er til sjálfstæð landamerkjaskrá fyrir Blikdalinn að sunnan en í landamerkjaskrá Brautarholts frá 31. maí 1921
segir: “Ennfremur fylgir Brautarholti Bleikdalur allur sunnan Bleikdalsár, suður og austur á fjallsbrún eins og vötnum hallar, ennfremur Andríðsey í Hvalfirði.” Ekki verður Sel í sunnanverðum Blikdalséð annað en eigendur og umráðamenn nágrannajarða allra hafi undirritað skrána. Þann 8. maí 1960 seldi eigandi Brautarholts allt land sitt í Blikdal til Kjalarneshrepps en við sameiningu Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps árið 1978 varð þessi eign skráð eign Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt fyrrnefndri landamerkjaskrá Brautarholts frá 1921 fylgir Blikdalur sunnan Blikdalsár Brautarholti sem
eign þar sem merkjum landsins er lýst. Því verður að líta á þessa eign sem hluta jarðarinnar og háðan beinum eignarrétti eiganda.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er ótvíræð heimild um eignarrétt Brautarholts að Blikdal.
Þar segir: “Selstöðu og beitiland á kirkjan (þ.e. Brautarholtskirkja) á Blikdal og liggur það til jarðarinnar, tekur nú mjög af sér að ganga af skriðum og vatnsgangi”. Í jarðalýsingum nágrannajarða kemur fram að þær eigi selstöðu frítt í Brautarholtskirkjulandi.
Á handrituðu örnefnakorti fyrir norðurhluta Blikdals Bær í sunnanverum Blikdalkemur fram að Hálsinn er á vinstri hönd þegar komið er upp
dalinn að norðanverðu. Þar breytir Blikdalsáin um nafn og nefnist Ártúnsá neðar. Mannskaðafoss er í miklum gilskorningum á hægri hönd. Suðurdalurinn að vestanverðu mun hafa verið landareign Bakka, en efsti hlutinn að sunnanverðu, Suðurdalur, eign Brautarholts. Fyrsti hnúkurinn að norðanverðu er Melahnúkur. Undir honum er Berjahóll. Neðan hans er Selgil og Selgilsbolli niður við ána. Skammt vestan hans er Dyrafoss í ánni. Fjallið innan við Melahnúk nefnist Selfjall. Austurendi þess er við Leynidal, skál í fjallið, og þá tekur Kistufell við að Gunnlaugsskarði. Í botni Blikdals, innst í Blikdalsbotni, eru Kjötfossar, Fosshóll neðan við þá og Fossurð enn neðar. Leynidalsáin kemur úr Leynidal. Vestan hennar eru Stórhæðir, Stórhæðaflatir og Stórhæðafoss. Skammt vestan flatanna á Holusel að vera svo og annað sel, merkt “Sel”. Þar mun vera Norðurdalur gegnt Suðurdal, landareign Saurbæjar. Vestar eru Sel í norðanverðum BlikdalBalagilsblettir, Balagil, þá Mörgil og Skjólgarðamýri enn vestar. Allt er þetta austan Selgils, sem áður var nefnt.
Að  sunnanverðu er erfiðara að nefna örnefni, en þegar gengið er upp (austur) dalinn má þó sjá nokkur einkenni. F
remst er klettur er skagar út úr Esjunni, Sneiðingsklettur. Ofar er Arnarhamar. Úr honum liggur Nóngil niður í dalinn. Uppi á fjallinu má sjá líkt og stóra þúfu, en þær eru í rauninni þrjár þegar upp er komið. Nefnast þær Smáþúfur, en eru þó engar smáþúfur. Þá kemur skál í fjallið, Hrútadalur, og ofan hans þverhníptir hamraveggir, Kambshorn vestast og innar Kerhólakambur. Innan hans er Þverfellshorn að Gunnlaugsskarði. Handan þess er Kistufell, líkt og áður sagði um norðurhluta dalsins.
Og þá var að leggja af stað upp frá Ártúni, norðan Ártúnsár. Ofan við bæjartóftirnar er gamla Ártúnsréttin, nú
gróin. Þegar upp á Hálsinn var komið var gamla selstígnum fylgt áleiðis austur dalinn að norðanverðu. Fyrst var ætlunin að leita að hugsanlegum rústum við Selgil. Selgilsbolli er gróin “stétt” niður við ána eftir framburð gilsins. Sjálft gilið er gróið. Ofarlega með því að austanverðu vottar fyrir tóftum, nánast jarðlægum. Svo er að sjá að í þeim hafi verið þrjú rými. Erfitt er að greina húsaskipan. Þarna er greinilega um mjög forna selstöðu að ræða.
Næsta selstaða hafði verið skoðuð í fyrri FERLIRsferðinni. Um er að ræða formfagurt og vel greinilegt sel. Veggir
standa grónir, um 80 cm háir, og má sjá hleðslur í innanverðum veggjum. Tvö stór rými (baðstofa og búr) eru í meginhúsinu, en framan og til hliðar er lítil tóft, sennilega eldhúsið. Dyr snúa mót vestri, niður dalinn. Frá þeim hefur mátt greina allar mannaferðir að selinu, enda liggur selstígurinn beinustu leið að því. Austan við selið er stór tóft, sennilega leifar af enn eldra seli eða jafnvel fjárborg. Líklegra er að þarna hafi Sel í norðanverðum Blikdaleldra sel verið endurbyggt nokkrum sinnum og hóllinn smám saman hlaðist upp. Dæld er í miðju hans. Norðar og ofan við tóftirnar er ílangt mannvirki, gróið, en sjá má grjóthleðslur. Líklega hefur þetta verið stekkurinn. Lækur rennur austan selsins. Þetta selstæði er fjærst Blikdalsánni af öllum þeim 10 seljum, sem skoðuð voru í þessari ferð.
Næsta sel að norðanverðu er skammt neðar, nær ánni, þar ofan við gróinn árbakkann þar sem hún hlykkjast. Sjá
má þrjú rými í mjög grónum tóftum. Tvö rýmin eru saman og eitt sunnan við þau. Dyr á meginrýmunum eru mót suðri.
Þá var haldið yfir Blikdalsána því á tungu austan við síðastnefnda selið mátti sjá allnokkrar tóftir á a.m.k. fjórum
stöðum. Fremst (vestast) eru svipaðar tóftir og handan árinnar; tvö rými saman og eitt til hiðar. Veggir eru grónir Tóftirnar eru undir lágum bakka. Þessar minjar virðast tilheyra eldri tegundum selja.
Skammt austar eru tóftir. Þar gæti hafa verið um sjálfstæða selstöðu að ræða eða einfaldlega stekk frá
fyrrnefnda selinu svo og því næsttalda. Það sel er einnig þriggja rýma, en sýnu nýlegra og reglulegra. Það virðist vera tiltölulega nýlegt, bæði hvað varðar útlit og ástand. Veggir standa heilir, en grónir, og sjá má hleðslur að innanverðu. Í miðjunni eru tvö rými með dyr mót vestri. Til beggja hliða, samfast, er sitthvort rýmið, sennilega eldhús annars vegar og kví hinsvegar.
Og þá kom að því… Áður hefur komið fram að Helgi Bjóla hafi verið landnámsmaður á Kjalarnesi og búið að Hofi,
sem er ekki langt frá “en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring”. Í Landnámu (Sturlubók) segir m.a. í  11 kafla: “Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, fór til Íslands úr Suðureyjum. Hann var með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam meðhans ráði Kjalarnes allt milli Mógilsár og Mýdalsár; hann bjó að Hofi. Hans son var Víga-Hrappur og Kollsveinn, faðir Eyvindar hjalta, föður Kollsveins, föður Þorgerðar, móður Þóru, móður Ögmundar, föður Jóns byskups hins helga.”
Fyrrum lamb í BlikdalÍ 12. kafla Landámu segir: “Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga)
Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba. Með Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í
hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað. Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður. Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið Blikdalur til vesturs - Akranes fjærstnam hann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var. Örlygur átti margt barna; hans son var Valþjófur, faðir Valbrands, föður Torfa, annar Geirmundur, faðir Halldóru, móður Þorleifs, er Esjubergingar eru frá komnir. Þeir Örlygur frændur trúðu á Kolumba. Dóttir Örlygs hins gamla var Vélaug, er átti Gunnlaugur ormstunga, sonur Hrómundar í Þverárhlíð; þeirra dóttir var Þuríður dylla, móðir Illuga hins svarta á Gilsbakka.”
Spurningin er: Hvar byggðu Þórólfur spör, Þorbjörn tálkni og bróðir hans sem og Þorbjörn skúma bæi sína?
Sunnan Blikdalsár virðast í fyrstu vera tóftir fornbæjar, en mjög líklega hefur þarna verið selstað frá landnámstíð
. Þrjú hús eru í bæjarhólnum; 5×3 m rými (mælt að innanverðu) með op til norðurs, að ánni. Utan við það er minna rými með op til vesturs. Austan þeirra er svo sjálfstætt rými, 7×3 metrar að innanmáli. Hleðslur eru mjög grónar, en sjá má rýmin greinilega. Þau Bærinn í sunnanverðum Blikdaleru miklu mun stærri en tíðkast almennt í seljum á þessu landssvæði, ekki síst í Blikdalnum. Að öllum líkindum eru þessar tóftir svar við þeirri spurningu að með ólíkindum þykir að Blikdalurinn hafi ekki verið numinn frá fyrstu tíð.
Næsta selstaða er norðan við ána, undir háum grónum bakka. Um er að ræða tvær tóftir, aðra stærri. Þær eru
báðar grónar og greinilegar gamlar. Hér gæti, miðað við handritaða uppdráttinn, Holuselið verið. Selið, sem merkt er svo á uppdráttinn, gæti hafa verið fyrsta selið að norðanverðu, eftir Selgilsselið. Sá, sem þekkt hefur til í Blikdal, gæti ekki annað en hafa vitað af því seli, enda liggur gatan beint að því, auk þess sem þar eru greinilegustu seltóftirnar í dalnum.
Efstu seltóftirnar er fundust (að þessu sinni) eru sunnan við ána, einnig tveggja rýma og mjög grónar. Þær eru,
líkt og aðrar selstöður, í skjóli fyrir austanáttinni. Annars hefur það komið í ljós í báðum FERLIRsferðunum, að mjög misviðrasamt er í dalnum. Hvasst getur verið að austan í honum neðanverðum, en þegar komið er inn að seljunum lygnir. Enn austar breytist vindáttin Blikdalsainog verður vestlæg.
Selstígar eru greinilegir beggja vegna árinnar. Að sunnanverðu hverfur stígurinn við efsta selið. Líkt er komið að
norðanverðu. Með líkum var hægt að staðsetja Saurbæjarselið og Brautarholtsselið. Um Holusel, það efsta að norðanverðu, er getið í handritaða örnefnakortinu. Borgarsel (frá fyrrum kirkjustað) er sennilega nokkru austan við Brautarholtssel (mun eldra) og Nesselið á milli. Ártúnssel er sennilega Holuselið og Hjarðarnesselið ofan við Selgil, fremst í dalnum. Erfitt er að staðsetja Hofselin gömlu, en líklegt er að þau hafi verið þar sem Saurbæjarselið varð síðar því þar við eru miklar fornar tóftir og stór stekkur ofar. 
Spóinn, lóan, tjaldurinn, maríuerlan og þúfutittlingurinn fylgdust enn vel með öllum mannaferðum um dalinn, líkt og
lambamæðurnar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Saurbaejarsel

 

Uppdrátturinn hér að ofan er af Vífilsstaðaseli í Vífilsstaðahlíð.
FERLIR hefur þegar skoðað 400 Hraunsselselstöður á Reykjanesskaganum. Þegar allur skaginn hefur verið skoðaður má ætla að selin verði nálægt 450 talsins (eftir er t.d. að skoða nokkur selörnefni í ofanverðri Kjós, í Kvíum, Þingvallasveit, Mosfellsbæ og Grafningi), sem verður að telja líklegt að selminjar kunni að leynast við. Þetta er dágóður fjöldi á tilteknu landssvæði (sem hingað til hefur talið vera rúið öllum minjum er merkilegar geta talist).
Selin eru ein tegund búsetuminja, líkt og bústaðir, réttir, fjárborgir, varir, vörður, götur, brunnar, fjárskjól eða annað það sem mannfólkið frá fyrri tíð hefur skilið eftir sem sannindamerki um tilvist sína og tilgang um aldir. Selin gefa mannvirkin sjálf til kynna (hús, stíga, vörður, vatnsból, kvíar, stekki og nátthaga), notkun þeirra, bæði er varðar tíma og tilgang svo og gerð frá einu tímabili til annars. Mannvirkin tóku breytingum líkt og önnur mannanna verk.
Safnað hefur verið á einn stað öllum frásögnum af staðsetningum seljanna, s.s. úr ferðabókum, lýsingum, jarðabókum, örnefna-lýsingum, visitazíum, landa-merkjabréfum og skrifum einstaklega áhugasamra manna og kvenna á síðari tímum. Auk þess hefur verið gengið um staði er bera sel-örnefnið og má segja að án undantekninga hafa þar fundist minjar. Margra þeirra hefur ekki verið getið í skriflegum heimildum.

NýjaselFERLIR hefur bæði notað tækifærið og teiknað upp mörg selin, ljósmyndað og skráð lýsingar á aðstæðum og ástandi eintakra selja. Ekki hefur alltaf gefist mikill tími til að mæla upp allar minjar nákvæmlega á vettvangi (því þá hefði þurft að lengja sólarhringinn verulega). Hins vegar getur samantektin auðveldað öðru áhugasömu fólki að nálgast minjarnar til nákvæmari rannsókna, ef áhugi er fyrir hendi, auk þess sem vonir eru bundnar við að hún verði til þess að minnka líkur á að merkar (ómeðvitaðar) minjar fari forgörðum af gáleysi – eins og raunin hefur orðið á í seinni tíð.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

 

 

Vífilsstaðasel

Hér á eftir er getið um skrif Þorvalds Thoroddsens í “LÝSING ÍSLANDS“, sem gefin var út af Hinu íslenzka Bókmenntafélagi 1919. Eftirfarandi frásögn um “sel” birtist í þriðja bindi. Hann minnist reyndar ekki á selstöður á Reykjanesskaganum, en fjallar um margt á forvitnilegan hátt um notkun þeirra í tíma og rúmi:
Arahnukasel-21
Sel. Sumarbeit fyrir búsmala til dala, heiða og fjalla var á fyrri öldum mikið meir notuð en nú, menn höfðu snemma tekið eftir því, að gróðrarsæl fjallalönd og dalalönd voru góð undir bú og vildu eigi íþyngja heimahögum með of mikilli beit á sumrum. Það sá Skallagrímur fljótt, að fé þroskaðist vel til fjalla á sumrum. »Hann fann mikinn mun á, at þat fé varð betra ok feitara, er á heiðum gekk, svá þat, at sauðfé helzt á vetrum í fjalldölum, þótt ei verði ofan rekit. Síðan lét Skallagrímur gera bæ uppi við fjall ok átti þar bú. Lét þar varðveita sauðfé sitt». Fornmenn munu því frá landnámstíð hafa haft búpening sinn í seljum á sumrum, enda voru þeir vanir því frá Noregi, og þar eru selstöður enn algengar, eins og líka í Alpafjöllum.
Brunnastadasel-21Selin voru í fornöld kölluð sel eins og nú eða þá setr eða sætr; sætr eru þau kölluð í Jónsbók og hefir það nafn enn sumstaðar haldist i staðanöfnum, t. d. Sætrafjall og Sætraklif við Reykjarfjörð á Ströndum (Kúvíkur). Selin voru stundum kölluð sumarhús og sjálfir bæirnir eru oft nefndir vetrarhús í sögunum. Í Hafreðarsögu er getið um mörg sel við Langadal og Laxárdal í Húnavatnssýslu, og hafa þau verið skamt frá bæjum. Eins hefir selið í Sælingsdal verið nærri bæjum, sem getið er í Laxdælu, þar var engi hjá selinu, sem húskarlar Bolla unnu, og þar var mannmargt. Hefir þar verið reglulegur sumarbústaður fyrir flest heimilisfólkið. Selin voru þar tvö, svefnsel og búr. Þar í selinu var Bolli veginn, sem kunnugt er. Í sömu sögu er getið um sel frá Vatnshorni í Sarpi í Skorradal, þar hefir víst aðeins verið eitt hús, því sagt er: »Selið var gert um einn ás, ok lá hann á gaflhlöðum ok stóðu út af ásendarnir, ok var einart þak á húsinu ok ekki gróit. Þar voru 5 menn í selinu, en fólk var líka heima á bænum í Vatnshorni.
Flekkuvikursel-21Í Glúmu er talað um sel á Mjaðmárdal, og i Ljósvetningasögu er getið um sel, er Þorkell hákur átti i Ljósavatnsskarði. Þorsteinn i Saurbæ var i seli í Kúvallardal, er þeir Hörður ætluðu að heimsækja hann. Í Örnólfsdal er talað um sel, og var þar flest fólkið, en mannfátt heima; eins var sel á Langavatnsdal og hét þar á Þorgilsstöðum, og var þar mikið af stóðhrossum á beit, er Gunnlaugur ormstunga kom þangað. Af Hrafnkelssögu má ráða, að þá hafi eigi aðeins verið sel ofarlega i Hrafnkelsdal, sem hét Grjótteigssel, heldur einnig önnur sel viða um dali og heiðar í nánd. Í Kjarradal segir Heiðarvígasaga að allir bændur úr Hvítársíðu hafi haft selfarir,og er það eðlilegt, því þar eru enn mjög grösug beitarlönd upp á Tvídægru; milli Kjarrár og Lambár er nú afréttarland, sem Gilsbakkakirkja á og leigir Bæjarsveit til uppreksturs; þar sem Langavatnskvísl kemur í Kjarrá er ágætt hagapláss, sem heitir Starir.

Fornasel-21

Í Biskupasögum er getið um sel frá Hólum i Hjaltadal, og voru þar »nokkurar konur til at heimta nyt af fé«, »en karlmenn voru engir viðstaddir, voru þeir farnir at samna sauðum«. Bendir þetta á, að allmargt fólk hafi verið í selinu. Bæði þessir og fleiri staðir i sögunum sýna, að selin hafa verið nokkurskonar sumarbústaðir og eigi mjög fjarri bæjum.

Langt fram eftir öldum hafa sumir búið í seljum sem sumarhúsum með flestallt heimilisfólkið.
Þess er t. d. getið um dóttur Þorleifs Grímssonar á Gjasel-21Möðruvöllum (f:1560), að hún var ein heima og nokkur ungmenni, en annað fólk í seli. Grágás bannar að gera sel í afrétti, og á víst við, að menn byggi sel í óleyfi í annara manna afréttarlandi, er sá útlægur er sel gjörði, og Jónsbók telur selið heilagt, þó þeir brjóti, er afrétt eigu en þeir bæti landnám að fullu, er selið gerðu. Jónsbók kveður á, að menn hafi sætr á fjöllum, þar sem þau áður hafa verið og færi eigi úr stað þeim, er þau hafa verið að fornu fari og eigi má þau byggja of nærri högum annara. Jónsbók leyfir að sætr megi hverr þeirra gera í almenningi, »er þann almenning eigu, er vill sitja i sumarsetri, ef þat er úr búfjárgangi«. Yfirleitt er þó auðséð að flest sel til forna hafa verið nærri bygð eða í bygð, oftast þá í beztu hagbeitarlöndum, í frjósömum hlíðum, í dalabotnum, innfjörðum eða þá á heiðum.

Búalög segja svo fyrir, að þrjár konur eigi at vera í seli, þar sem er 80 ásauðar at mjólka og 12 kýr, með matselju, og skulu vera tvær við vetrarhús um miðdegi til heimavinnu«. Búpeningur var vanalega hafður í seli frá þvi 8—9 vikur voru af sumri til byrjunar tvímánaðar eða frá miðju júnímáuaðar til þess um seiuni hluta ágústmánaðar, enda var svo fyrirskipað í lögum; en sumstaðar er tekið fram í fornbréfum. að selstöður skuli aðeins vara til Ólafsmessu fyrri. Að selin hafa verið mjög mörg, sóst bæði á grúa af örnefnum og af Fornbréfasafni, sem getur selja og selfara á óteljandi stöðum. Seljunum hefir líklega smátt og smátt fækkað, eftir þvi sem nautpeningur varð færri og sauðaeignin stærri. Kirkjur eiga um alt land fjölda af ítökum til selfara en þau eru nú notuð sumpart sem afréttir, sumpart sem heimahagar, sumpart leigð öðrum einstökum mönnum og hreppum.

Selstigur

Á 18. öld voru selstöður mjög farnar að leggjast niður svo stjórnin, J 754, fann sér skylt að skipa bændum að hafa búfé sitt á seljum og geldfé á afréttum frá 9. til 21. viku sumars, til þess að hlífa heimahögum og slægjum, en því mun alls ekki hafa verið hlýtt frekar en öðrum fyrirskipunum stjórnarinnar í þá daga. Eftir fyrirmælum ýmsra íslenzkra framfaramanna gaf stjórnin á 18. öld út ótal boðorð og lagareglur um alt mögulegt og ómögulegt, er búskap snerti, en þar var aðeins sá hængur á, að engu var hlýtt, ekkert varð úr neinu, þegar til framkvæmdanna kom, þó oft væri hótað afarkostum. Þó segir Eggert Ólafsson, að selfarir hafi í hans tíð enn verið algengar í Borgarfirði, en viðast annarstaðar lagðar niður. Voru selhúsin vanalega þrjú, iveruhús eða svefnsel, eldhús og búr. og mun sá húsafjöldi hafa haldist síðan í fornöld, þó sum selin bæði fyrr og síðar hafi verið fátæklegri. Í seljunum voru kýr og ær. Þar var smali og fullorðin stúlka með telpu til aðstoðar, þær mjólkuðu, strokkuðu, gjörðu smjör og osta o. s. frv. N. Mohr kom 1780 í sel nálægt Skagaströnd, borðaði þar grasagraut og var fenginn fjöðurstafur til þess hann gæti drukkið úr mjólkurtrogunum. Mohr sá á ferð sinni um Norðurland og Vesturland aðeins þrjú sel, á Spákonufelli, við Kaldrananes i Strandasýslu og frá Reykjahlíð við Mývatn. Allir búmenn 18. aldar hvetja bændur til að taka upp aftur selstöður, en þó árangurslaust.

Fjarskjol-2

Ólafur Stephensen vill hafa búpening i seljum frá Jónsmessu til rétta, »eru þá heimahagar i friði fyrir ágangi hans. óbitnir, ótroðnir, og miklu betri til vetrarbeitar. Þá voru líka nærri öll tún ógirt og ilt að verja þau fyrir ágangi fénaðar, sem var heima við. Guðlaugur prófastur Sveinsson ritaði 1787 um selstöður og þeirra nytsemi. Hann segir, að þá sé það einungis nokkrir fáir forstands og fyrirhafnar menn, sem enn árlega flytja búsmala sinn i nokkurt fráliggjandi sel á sumrum, einkum frá messudögum fram um höfuðdag, 8 eða 10 vikna tíma; og á nokkrum stöðum veit eg haft í seljum frá fardögum og lengra fram á haust, einkum þar hrjóstrugt og magurt heimaland er, til enn meiri hagnaðar nytsemdar«.

Brennisel-21

Síra Guðlaugur heldur mjög fram nytsemi selja segist sjálfur hafa búið á jörð í 14 ár, þar sem búsmali gerði þriðjungi minna gagn heima en i selinu, en aðrir bændur hefðu sagt sér, að þeir hefðu ekki meira en freklega gagn af peningi sínum, er þeir gátu eigi komið honum í sel. Kosti seljanna telur hann: meiri afrakstur búfénaðar, hlífð við heimahaga, enginn ágangur á tún og engjar, minna ónæði fyrir fénaðinn af rekstri og smölun, oft gott til fjallagrasa nærri seljum og hægra að ná i þau, stundum hægt frá selinu að nota fjarlægar slægjur; sumstaðar má brúka selin sem beitarhús á vetrum, og hafa þar heyforða og fjárborgir. Segir höfundurinn, að sumir hafi tvö selhús, íbúðarhús með rúmum og eldstó í öðrum enda og svo búr, en betra sé að hafa húsiu þriú, eldhúsið sérstakt.

Nessel-21

Magnús Ketilsson hafði jafnan búsmala sinn i seli og þar fullorðinn mann, og dreng til smalamensku, áttu þeir lika að slá og hirða seltúnið. Jón Steingrímsson bygði einnig sel frá Prestsbakka »í efstu og beztu högum jarðarinnar, 3 selhús á eiuum hól með 7 stafgólfatali, en svo rúmgóð, að til var ætlað, þau skyldu taka hálft annað hundrað fjár«. Ólafur Stephefesen hafði líka búfé sitt i seli og svo gerðu flestir framfaramenn á 18. öld.

Á 19. öld lögðust selin því nær algjörlega niður, og nú munu selstöður nærri hvergi vera til á Íslandi. Á ferðum mínum 1881 — 98 fór eg mjög víða um beitarlönd og heiðar, en man ekki til að eg findi eitt einasta sel, sem enn var notað sem sumarhús frá aðaljörðu, en eg kom í allmörg sel, sem voru orðin að sérstökum heiðarbýlum eða kotbæjum; slík seljakot eru algeng víða um land. Hve afarmikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum. Sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifðar um afdali og heiðar um alt Ísland.

Selsvellir-91

Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög viða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o. s. frv. í bygðum sjást þess líka ótal dæmi, að sel hafa breyzt í sjálfstæðar jarðir og þær sumar allstórar; örnefnin eru hinn ljósasti vottur þess, hve miklar breytingar stöðugt hafa orðið í því efni.

Mosfellssel-21Í byrjun 20. aldar hafa ymsir búmenn hvatt til þess, að selstöður væru teknar upp að nýju, án þess þó nokkur sýnilegur árangur hafi orðið af þeim upphvatningum. Hugmynd manna hefir verið sú, að tekin væru upp selstöðubú i félagi. Sigurður Sigurðsson gerði 1902 áætlun um kostnað við félagssel og komst að þeirri niðurstöðu að það sé efasamt hvort þau borgi sig, nema ef ostagjörð væri þeim samfara, en i þeirri grein eru Íslendingar, sem kunnugt er, langt á eftir öðrum þjóðum. Nokkrum árum síðar (1908) ritaði Torfi Bjarnason líka um samlagssel. Var hann heldur bjartsýnni á framtíð þeirra, og mælti fram með þeim; komst hann að þeirri niðurstöðu, að “þau mundu borga sig, en ætlaðist líka til ostagjörðar á seljum þessum.”

Heimild:
-LÝSING ÍSLANDS eftir þorvald Thoroddsen. Gefin út af Hinu íslenzka Bókmentafélagi, þriðja bindi. Kaupmannahöfn, prentað hjá S. L. Möller, 1919.
-Lovsainling lor Island I, bls. 394.
-Egilssaga, Kvík 1892, 29. kap., bls. 7-5.
-Landnáma (1891) bls. 72, 95.
-Laxdæla (1895) bls. 175. 204.
-Glúma (1897) bls. 43, 44. Reykdæla (1896) bls. 87. Ljósvetniugasaga (1896) bls. 62. Harðarsaga og Hólmveria (1891) bls. 57.
-Hænsna-Pórissaga (1892) bls. 33., Gunnlaugssaga ormstungu (1893) bls. 13. Sumir haf’a á sumrum búið í tjaldi, þess er t. d. getið um Jófríði Gunnarsdóttur, að hún »átti sér tjald úti, þvíat henni þótti þ)at ódauíligra* (Hænsna-tórissaga s. st.).
-Hrannkelssaga (1893) bls. 6, 7.
-Vígastjrssaga og Heiðarvíga (1899) bls. 64.
-Biskupasögur I. bls. 189.
-Biskupasögur II, bls. 359.
-Grágás (1852) bls. 113. Jónsbók Ól. H. bls. 173, 174, 176—177. 193.
-Búalög (1915) bls. 22. 34, 61.
-Jónsbók bls. 172.
-Dipl. Isl. II, bls. 577.
-Lovs. f. Islaud III. bls. 182. 191.
-Eggert Olafssons Reise bls. 155, 178. Sbr. Olavius: Oekon. Rejse bls. ‘247—248.
-N. Mohr: Forseg til en islaudsk Naturhistorio. Kbhavu 1786 bls. 10, .349-350.
-Gl. Félagsrit VI. bls. 46.
-Gl. Félagsrit VII, bls. 194-204.
-Gl. Félagsrit XII, bls. 32-33.
-Æfisaga Jóns Steingrímssonar, Rvík 1915, bls. 223.
-Sig. Sigurðsson segir í Fjallkonu 1902, nr. 13, að nú muni vera 3 eða 4 menn á öllu landinu, sem hafa í seljum, og valda því alveg sérstakar ástæður. Árið 1900 tóku 3 bændur í Hrunamannahreppi sig saman og höfðu ær sínar, rúmar 200 að tölu, í seli.
-Sigurður Sigurðsson: Selstaða og sauðamjólk (Fjallkonan 1902, nr. 18 og 14). Sbr. Austri X, 1900. nr. 14. ísafold 1902, nr. 8.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Þorlákshafnarsel

Haldið var upp í Krossfjöll frá Raufarhól.
Gengið var ofan Dimmadals og inn með Fagradalsgafli ofan Fagradals. Stefnan var tekin á Kvídal undir Kvíadalabergi í LitlalandsselKrossfjöllum. Breiðabólstaðarselið er í Kvíadal. Þaðan var haldið í svo til beina stefnu til suðvesturs að Hlíðarendaseli við “nýrri” Ólafskarðsveg milli Búrfells og Geitafells. Skammt vestan Krossfjalla var gengið yfir “gamla” Ólafsskarðveginn. Núverandi “Ólafsskarðsvegur” (sá nýrri) er merktur milli Búrfells og Geitafells, en í örnefnaskrám og á gömlum kortum er hans getið þar sem hann lá upp frá Litlalandi um Grislingahlíð í norðausturhorn Geitafells. Við “nýju” götuna er Hlíðarendasel. Þá var haldið til suðausturs niður heiðina að Litlalandsseli.
Fallegur hraunsskúti er við selið, sem og aðrar leifar þess. Til baka var gengið um Leirdalsmóa, ofan Grútarbeilu og um Sauðabrekkur undir Dimmadalshæð.

Breiðabólastaðasel

Breiðabólstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Krossfjöllin láta ekki mikið yfir sér, en þegar komið er að fjöllunum má sjá hið fallegasta umhverfi innan lágra dalgeira. Fremst eru Löngudalir, en inn af þeim eru aðrir grösugir dalir, Kvíadalir. Eru klettabríkur milli þeirra. Mesta bríkin heitir Kvíadalaberg, nokkurra metra hátt standberg, sem horfir mót austri. Austan undan því eru allgreinilegar rústir. Þar stóð Breiðabólsstaðarsel. Ofan við selið er Krossfjallahnúkur. Tætturnar eru m.a. tvö hús sambyggð, úti á grundinni, utanmál 6 m. lengd og 13 m. breidd, beggja húsanna. Þá eitt hús upp við bergið, utanmál þess: 6 m. breidd og 5 m. lengd. Loks lítið hús rétt við hlið hins, um 2 m. sinnum 2 m. að utanmáli.

Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru í rauninni fjórar tóttir, tvö rými í hvorri. Kví virðist undir kletti sunnan við syðri tóftina. Ekki var að sjá stekk við selið. Vatn hefur væntanlega verið sótt í Flagið efst í Fagradal, en það er nú þurrt.
Selsstígurinn liggur að Breiðabólstað á tveimur stöðum, annars vegar niður í Leirdal og hins vegar með Ásunum.

Ólafsskarð

Ólafsskarðsvegur.

Á leið í Hlíðarendasel var gengið yfir Ólafsskarðveg. Hann er enn vel greinilegur.
Hlíðarendasel er á miðri leið frá Búrfelli inn að Geitarfelli, í stefnu af Búrfelli á Hrútagil (Kálfagil/Fálkaklett). Ljóst er að suðausturhorn Geitafells hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en selið virðist hafa þolað þau öll. Það kúrir í gróinni lægð, milli hóla, efst undir sunnanverðri hraunbrúninni þar sem hún rís hæst í hrauninu. Um 45 mín. gangur er frá Hlíðarenda upp í selið. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur, tvískiptur og sporöskjulaga, norðan þeirra. Annar stekkur eða gerði er norðan við vestari tóftina. Á bak við selið að austanverðu er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.

Núverandi Ólafskarðsvegur er liggur milli Búrfells og Geitafells (vestan Búrfells) er greinilega gömul gata áleiðis niður í Þorlákshöfn.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstígurinn liggur hins vegar upp frá Hlíðarenda, samstíga, upp með austuröxl Búrfells og síðan svo til beina leið í selið, sem er efst í hraunbungunni er 1/3 er ófarinn að Geitafelli. Frá selinu liggur stígurinn síðan upp að Selvöllum undir Geitafelli vestan við Fálkaklett (o.s.frv.).

Stefnan var tekin á Litlalandssel. Selið er austasuðaustan við Hlíðarendasel. Gróið hraunið gefur lítt tækifæri til stefnumiða, en kunnugir taka mið af Geitafellinu og Búrfellinu annars vegar og Skálafellinu hins vegar.
Selstóftirnar eru upp á “fjallinu”, neðan Lyngbrekkna og Grislingahlíðar. Hraunið ofan við selið nefnist Lyngbrekknahraun og eru Efri-Lyngbrekkur ofan og vestan þess, en Neðri-Lyngbrekkur neðan þess og austan.

Litlalandssel

Litlalandssel – uppdráttur ÓSÁ.

Það er í hrauni austur frá Búrfelli. Það heitir Litlalandshraun. “Í því austarlega er Litlalandsselið, í stefnu frá Búrfelli á Kerlingarberg.” U.þ.b. 25 mínútna gangur er milli Hlíðarendasels og Litlalandssels. Reyndar er mjög auðvelt að ganga framhjá því, en selið sést best frá suðri, en erfitt er að koma auga á það þegar komið er úr gagnstæðri átt. Það er utan í hól í gróinni kvos, sem opnast mót suðri, þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin, tvískipt, er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er kví. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Gólfið er lagað. Við suðurenda opsins mótar fyrir tóft. Austan við hólinn er hlaðinn ferkantaður, tvíhólfa, stekkur. Grjótið í honum er nokkuð stórt, en hleðslan hefur verið einföld. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu.

Selsstígurinn hefur verið fremur stuttur, eða um 20 mínútna langur. Farinn hefur verið Ólafsskarðsvegurinn upp frá bænum og beygt út af honum ofan við brúnina. Þar er hægt að rekja hann svo til beint í selið.

Litlalandssel

Hellisskúti í Litlalandsseli.

“Bærinn Litlaland stóð í grunnum hvammi eða dal, undir sömu hlíð og eystri Hlíðarbæirnir. En þar er hlíðin lág, nema á litlum kafla fyrir austan túnið. Þessi staðarákvörðun er miðuð við þann stað sem bærinn hefur staðið frá fornu fari. En nú er bærinn staðsettur austur í Ás, miðsvæðis, þó eldra bæjarstæði og tún sé greinilegt”, segir í Örnefnalýsingu. Litlaland á land mót Hlíðarenda upp í austuröxl Geitafells.
Í bakaleiðinni var gengið yfir Ólafsskarðsveg. Í örnefnaskrá segir hins vegar að “um [Ólafsskarð] liggur Ólafsskarðsvegur, og áfram suður með Bláfjöllum, um Þúfnavelli norðan við Geitafell, niður hjá Grislingahlíð, að Litlalandi … “Ólafsskarðsleið frá Litlalandi liggur um Fagradal, Þúfnavelli, milli Fjallsins eina og Bláfjalla, um Ólafsskarð, Jósefsdal á þjóðveg neðan við Þórishamar.” Þannig er Ólafsskarðsvegur merktur inn á gömul kort. Hann liggur upp frá Litlalandi milli Skyggnis og Stekkjardals. Ofan brúnarinnar greinist hann, annars vegar um Leirdal og hins vegar vestan í Borgarlágum, en kemur saman á ný í Grislingahlíð.
Selstígurinn í Hafnarsel hefur einmitt legið um Ólafsskarðsveg upp frá Litlalandi. Ofan við Grislingahlíð beygir hann til norðurs að Sandfelli og lá þar sunnan og austan við það að Votabergi. Þetta hefur verið u.þ.b. tveggja klukkustunda gangur.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur.

Þorlákshafnarsel

Þorlákshafnarsel undir Votabergi – uppdráttur ÓSÁ.

Í Örnefnaskrám segir að “frá fornu fari mun Þorlákshöfn hafa haft í seli í Breiðabólsstaðarlandi í Ölfusi… Þorlákshafnarsel stóð undir Votabergi, sem er skammt fyrir norðan þjóðveginn um Þrengslin, sem svo eru kölluð sunnan Hellisheiðar… Selrústirnar, eins og þær líta út nú á dögum, eru ekki beinlínis við bergið sjálft heldur við lítinn hamraskúta kippkorn frá. Rústirnar eru vallgrónar en skýrar”.

Hafnasel II

Hafnasel norðan Krossfjalla – uppdráttur ÓSÁ.

Reyndar hafði Þorlákshafnarbærinn einning selstöðu norðan undir Krossfjöllum. Þar má enn sjá fjölda tófta við fallegt vatnsstæði.

Aðalhúsið, sem sýnist vera, er um 4 m á lengd og 2 m á breidd, líklega selbaðstofan, en af enda hennar er örlítið hús, sem gæti hafa verið eldhús, en til hliðar og nær skútanum er þriðja húsið, ef til vill mjólkurhús, rösklega 3 m á lengd og 1.5 m á breidd, en við enda þess örlítill kofi, sem gæti hafa verið smalabyrgi eða hundakofi.”
Í annarri lýsingu segir að “vestur frá Votabergi, en austan vegarins, er lágur móbergsstapi úti í hrauninu. Austan við hann er gömul rúst. Þar stóð Þorlákshafnarsel eða Hafnarsel. Þar hafði Þorlákshafnarbóndi í seli gegn skipsuppsátri Breiðabólsstaðarbóndans í Þorlákshöfn.”
“Sunnar frá selinu er hóll eða klettaborg og þar við lóðréttan, lítinn hamravegg er eitthvert mannvirki, sem gæti verið kvíar og raunar ekki sýnilegt, hvað það gæti veirð annað. Hamraveggurinn hefur verið notaður á eina hlið, en síðan hlaðið á þrjá vegu úr grjóti. Þetta er um 7 m á lengd og 2 m á breidd, kynni að hafa tekið um 25-30, en það má þykja helst til lítið fyrir stórbýlið Þorlákshöfn. Þetta gæti þó vel staðist, því fjöldi sauðfjár var þar ekki svo mikill á 18. öld og fram á þá 19.”

Þorlákshafnarsel

Í Þorlákshafnarseli (Hafnarseli).

Heimild er til um leið ofan við selið. Þar segir m.a.: “Götur miklar og gamlar liggja um selrústirnar, sem þá hafa verið sérlega mikið troðnar til sels og frá því, en ekki var þarna alfaraleið.” Í annarri lýsingu segir að “upp úr grasgeira ofan við Votaberg er sniðgata í snarbrattri hlíðinni, upp á brúnina, og heitir Tæpistígur.”
Rústir Þorlákshafnarsels undir Votabergi á Hellisheiði.” friðlýst af Þór Magnússyni 20.1.1976.
Selsstígurinn hefur verið nokkuð langur og nokkrar jarðir að þvera því “Þorlákshafnarbærinn gamli stóð um miðja vegu milli Skötubótar og Hafnaress (63°51.402-21°22.525), fast við ströndina, Hafnarvíkina, niður í Þorlákshöfn, uppi á allháum sjógarði eða uppfyllingu, sem hét Sjógarður, og snéri stafni mót suðri. Nú er hins vegar búið að umturna öllu bæjarstæðinu svo ekkert er eftir, nema hluti af Þorlákshól.

Hafnarsel

Hafnarsel.

Aðalathafnasvæði hafnar, fiskverkunnar og annarra framkvæmda eru nú á bæjarstæðinu”, segir í Örnefnaskrá. “Í bæjarröðinni voru allmörg hús, geymsluhús austast en baðstofa, hlaðin úr höggnu grjóti, vestast. Fjós var vestan í móti, og hesthús, en heyhlaða, ærhús og fleiri byggingar að bæjarbaki. Suður af eystri hluta bæjarhúsanna stóð tveggja hæða timburhús og fleiri hús áföst, austan við það, en stórt geymsluhús aðeins sunnar.” Hægt er að sjjá teikningu og ljósmyndir af bænum í Sögu Þorlákshafnar.” Bærinn hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 6, 8a & 8b.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – gamli bærinn.

“Þorlákshöfn var einn þessara gömlu kirkjustaða. Þar var hálfkirkja (63°51.407-21°22.332) fram um 1770 og hafði svo verið örugglega í 250 ár, en sennilega þó í allt að 400 árum. Kirkjan hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 8. Kirkjugarður var norðan við bæjarhúsin. Bein, er upp komu í jarðraski sem varð í sambandi við hafnarframkvæmdir 1962, voru flutt þaðan að Hjalla. Við kirkjuna hefur verið grafreitur og garður hlaðinn kringum hann. Kemur það fram í einni heimild 1673, að garður sé umhverfis kirkjuna… Þegar kirkjan var fallin og menn hafa séð fram á, að hún yrði ekki  endurbyggð, var upp úr tóft hennar reist sjóbúð, er var ávallt síðan kölluð Kirkjubúðin. Vísuðu dyr hennar, sem voru til vesturs, á Geitafell. Kirkjubúðinni var haldið við og notuð af sjómönnum í meira en heila öld, allt fram yfir þarsíðustu aldamót. Þá var hún rifin og jöfnuð við jörðu. Í nóv. 1951 var jöfnuð út til mold til þess að jafna og slétta fyrir utan hlöðuinnfall í Þorlákshöfn í Ölfusi. Þá komu þar í ljós mannabein. Var þá verkinu hætt að sinni.”
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 04 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra
-Farfuglinn (1975).
-Eiríkur Einarsson: Örnefni og minjar í Hjallasókn, 1976.
-Örnefnaskrár.
-Örnefnakort – Eiríkur Einarsson 1969.

Hlidarendasel-211

Hlíðarendasel.

 

Vogaheiði
Haldið var inn á og upp Vogaheiði með það fyrir augum að skoða og rissa upp selin, sem þar eru sunnan Knarrarnessels.
BrunnastaðaselNýjaselsballi (af sumum í seinni tíð nefndur Níelsbjalli) liggur út úr efstu tveimur Snorrastaðatjörnunum til norðurs. Bjallinn er nokkuð langt grágrýtisholt, sem sker sig svolítið úr umhverfinu, og því í rauninni ekki eiginlegur bjalli. Hann dregur nafn sitt af litlu seli, sem staðið hefur rétt norðaustan við bjallann. Þar eru tóftir af Nýjaseli og kúra þær í lægð undir lágum gjárvegg, sem snýr til norðurs. Þegar farið er um Skógfellaveginn er selstæðið skammt austan við götuna. Á efri gjárbarminum þarna rétt við selið eru þrjár “hundaþúfur” með stuttu millibili. Selið hefur tilheyrt bændum í Vogum og líklega byggst eftir að selstaða lagðist af ofar í heiðinni eða þá að þarna hafi eingöngu verið kúasel. Rétt norður af selinu eru grasgefnir hólar, sem gætu heitið Selhólar, en heimildir eru til um það örnefni á þessum slóðum.
Í Nýjaseli eru þrjár tóftir. Miðtófin er þremur rýmum og er sennilega hluti hennar stekkur eða kví. Tóftirnar sunnan og norðan við hana eru eitt rými hvor, nokkurn veginn jafn stórar. Þarna eru því dæmigerðar selstóftir frá fyrri tíð. Þær eru fremur litlar, en á skjólgóðum stað undir lágum hamrabakkanum, ekki svo langt frá norðurenda Snorrastaðatjarna. Aðskildar tóftirnar, og hversu lítil húsin eru, benda til þess að þara hafi verið kúasel, sem fyrr segir.
Snorrastaðasel er norðvestan tjarnanna. Ein heimild er til um selið sem segir að það hafi verið frá bæjum í Vogum. Í því eru einnig þrjár kofatóftir. Selið er einnig nálægt byggð og við vatn er bendir til að í þeim hafi eingöngu verið hafðar kýr. Tóftirnar voru ekki heimsóttar að þessu sinni, en verða rissaðar upp fljótlega.
GjáselHuldugjá er næsta gjá ofan við Nýjaselsbjalla. Huldur nefnast svæðið milli Hrafnagjár, sem er næst Reykjanesbrautinni að ofanverðu, og Huldugjár. Tvær skýringar hafa verið gefnar á nafninu. Önnur er sú að vegna þess að Huldur er jarðsig milli Hrafnagjár og Huldugjár (gjáveggirnir snúa andspænis hvor öðrum) er allt á “huldu” um það sem fjær er, Hitt er þó líklegra að nafnið Huldur komi til af því að austast á svæðinu eru margar litlar, en djúpar sprungur, sem geta verið varasamar ef snjór liggur yfir og því er unnt að tala um “huldar hættur” á þessum slóðum.
Á Huldugjárbarmi er Pétursborg, fyrrum sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni, bónda þar (1839-1904), en hann er sagður hafa hlaðið borgina. Hún er sporöskjulöguð og austurveggurinn er hrauninn að mestu. Lengd borgarinnar er 6-7 m, breidd 4-5 m, veggþykkt um 50 cm, hæð um 180 cm og dyr snúa í suðaustur. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.
Fjárhústóftirnar eru enn nokkuð greinilegar. Grjót hefur verið í útveggjum og sést það vel ó tóftunum. Hleðslurnar gefa vel stærð húsanna til kynna sem og legu þeirra. Efsta tóftin er ofan við borgina og snýr dyraopi til suðausturs. Austasta tóftin snýr dyraopi til suðvesturs og miðtóftin, milli hennar og borgarinnar, virðist hafa snúið dyrum til suðausturs. Allnokkur gróðureyðing er þarna, en tóftarsvæðið hefur haldið sér nokkurn veginn vegna tóftanna.
Norðaustur og upp af Pétursborg, en rétt neðan Litlu-Aragjár, er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru nokkuð heillegar hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu, sem liggur gegnum einn hólinn. Þarna hefur ólíklega verið sel, enda engar húsarústir sjáanlegar – eða hvað?
Hlöðunessel
Ef vel er að gáð má sjá að þarna gæti hafa verið selstaða um skamman tíma. Hleðslurnar benda til stekks og að öllum líkindum hefur sprungan verið notuð sem skjól, hlaðið til endana og reft yfir. Ólíklegt má telja að selið hafi verið notað um langt skeið.
Næsta gjá fyrir ofan Litlu-Aragjá er Stóra-Aragjá. Þarna er bergveggurinn hæstur. Nefnist hann Arahnúkur. Hann sést vel af Vogastapa og víðar. Undir Arahnúk er Arahnúkssel eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel, en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðrinn eyddist.
Arahnúkaselstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn. Þar má sjá tíu kofatóftir ásamt kví. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið og líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir. Stór varða er á gjárbarminum skammt sunnan við selið og önnur minni (og nýrri) skammt austar.
Tóftirnar geyma fimm hús með átta til tíu kofa tóftum, sem fyrr segir. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna, sem er nokkurn veginn í beina línu undir veggnum. Eitt húsanna, tvískipt, stendur þá framar, lengra frá veggnum. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór og er líklegt að hann hafi verið samnýttur. Svo er að sjá að þrjú hólf hafi verið í honum, auk safnhólfsins.
Í bergveggnum á Arahnúk er hrafnsóðal og þar er sem uppgangan er á hnúkinn er Araselsgrenið. Svo virðist sem refurinn lifi þar enn góðu lífi því rjúpufiður á á víð og dreif ofan gjárinnar.
Vogheiði heitir svæðið einu nafni ofan Voga allt frá Gamla-Keflavíkurveginum upp úr og inn að landamörkum grannjarðanna. Vogaholtið er hins vegar á austurmörkum þess.
Í því er Jóhannesarvarða, er vestur undir Holtsgjá, aðeins norðan við austur frá Brandsgjá en v-n-v Vogasels. Í raun er Jóhannesarvarða á milli Arahnjúkssels og Vogasels. Varðan stendur hátt utan í litlum, en háum, klapparhól. Það eina sem vitað er um Jóhannesarvörðu er að þar hefði maður orðið úti.
Nýjasel
Utan í Vogaholtinu að norðaustanverðu er Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel. Þar má sjá þrjár gamalgrónar tóftir og eina nýlega rétt fyrir ofan uppblásna kvos sem heitir Vogaselsdalur. Í Jarðabókinni 1703 segir að þarna hafi Stóru- og Minni-Vogar í seli. Ekkert vatnsból hefur fundist við Gamla-Vogasel. Norður af selinu er Vogaselsdalsgrenið og inn í “dalnum” eru þrjú greni sem heita Dalsbotnsgrenin.
Tóftirnar á neðra svæðinu, í jaðri Vogaselsdals, sem nú er að verða jarðvegseyðingunni að bráð, mótar fyrir einu húsi með tveimur rýmum, auk þess það þriðja virðist óljóst austan þess. Þarna er greinilega um mjög gamlar tóftir að ræða, enda að mestu orðnar jarðlægar.
Efri tóftirnar, ofar í holtinu til suðausturs, geyma hús á þremur stöðum. Það nyrsta er tvískipt. Miðhúsið er byggt að hluta til í hól og er erfitt að greina útlínur þess svo vel sé. Efsta tóftin er fast undir háum kletti. Mikið er gróið í kringum hana og er ekki ólíklegt að húsið hafi verið stærra, en virðist. Austan efstu tóftarinnar er hlaðinn tvískiptur stekkur og sést lega hans vel.
Norðan við Gamla-Vogasel er Brunnastaðsel undir Brunnastaðaselsgjá. Um 15. mín. gangur er milli seljanna. Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan ogs unnan selsins, en það hefur ekki fundist enn svo óyggjandi sé.
Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr (frá Reykjanesbæ til Voga). Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst bygðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir, en aðeins norðar og neðar á grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni er lítil kví, óskemmd með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltartíma.
Tóftirnar undir hlíðinni, næst gjánni geyma þrjú hús. Tvö þeirra eru tvískipt og virðist kví vera við suðurenda þess efra. Milli þessara húsa er hús með einu rými. Vestan vestasta hússins er stekkur. Ytri tóftirnar eru tvískipt hús og þriðja rýmið er hlaðið reglulega úr grjóti aftan (norðan) við húsið. Lítill hóll er norðaustan við tóftirnar og er hlaðið gerði eða kví vestan undir honum, í skjóli fyrir austanáttinni.
Pétursborg
Enn má sjá talsvert grjót í innveggjum húsanna í Brunnastaðaseli. Veggir standa yfirleitt vel og eru u.þ.b. 120 cm á hæð. Kvíin í gjánni er heilleg og hefur varðveist vel.
Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið. Milli Brunnastaðasels og Gamla-Vogasels er Markhóll, sem skiptir löndum Brunnastaða og Voga. Um tvo hóla er að ræða. Sennilega er sá efri (með vörðu á) endamörk, en sá neðri hinn eiginlegi Markhóll. Neðan hans er Markhólsgrenið.
Í Brúnum ofan og austan við Brunnastaðasel er Hemphóll eða Hemphólar, en þar áður fyrr áður smalar úr Brunnastaðahverfi um leið og skipt var í leitir. Hemphóllinn er mjög áberandi séður frá Kúagerði og á honum er varða. Heimild frá Grindavík segir hólinn heita Stóruvörðu. Sagt er að prestar Kálfatjarnarsóknar og Staðarsóknar í Grindavík hafi átt sameiginlega hempu og að hún hafi verið sótt á hólinn fyrir messu á hvorum stað og vegna þess sé nafnið Hemphóll tilkomið. Hemphólsvatnsstæðið er lítill mýrarpollur rétt austur af hólnum.
Brunnastaðaselsgjá er efsta gjáin, sem eitthvað kveður að í heiðinni og liggur hún í sveig langt inn úr. Nokkuð inn með gjánni frá Brunnastaðaseli og neðan hennar er Hlöðuneskinn, en aðeins ein heimild er til um þetta örnefni (Jarðabókin 1703). Hlöðuneskinn er nokkuð brött brekka eða brekkur, sem liggja frá gjánni til norðurs og eru þar sundurgrafnar af moldargiljum, sem myndast hafa við framrás vatns.
Undir Hlöðuneskinn í lægð mót austri standa leifar Gamla-Hlöðunessels eða Hlöðunessels. Þar eru tvær gamlar tóftir, en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem er mikil þarna. Í Jarðabókinni 1703 segir að selið í Hlöðuneskinn sé aflagt vegna vatnsskorts. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við selið.
Vogasel
Vestari tóftin virðist hafa verið óskipt hús, sem bendir til þess að hún sé mjög gömul. Austan hennar, samsíða, er tvískiptur stekkur, nokkuð stór.
Enn má sjá móta fyrir grjóthleðslum þátt þær séu nú vel grónar og næstum jarðlægar, líkt og húsatóftin.
Neðan af Vatnsleysustrandarheiði sést vel til Gjásels, austan og sunnan við Knarrarnessel. Síðarnefnda selið er ofan við Klifgjá, en hið fyrrnefnda kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá, stundum nefnd Gjárselsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ haft var í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðasels.
Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn, en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs, en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu.
Tóftir húsanna standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum, sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu, en jarðskjálftar á fyrri hluta síðustu aldar hafi eytt þessum eina “fossi” í hreppnum. Ein heikmild telur líklegt að selin umhverfis Gjásel hafi haft afnot af vatnsbólinu þar en áður fyrr hefur líklega verið vatnsstæði við hvert sel eða tiltölulega stutt frá þeim þó svo þau séu svo til vatnslaus nú.
Um er að ræða fjögur hús í selinu og stekk skammt sunnar. Hann er orðinn nokkuð óljós, en tóftirnar hafa varðveist vel. Húsin er öll í einni röð undir gjárveggnum, sem fyrr segir. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni.
Arahnúkasel
Sjá má grjót í innveggjum. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg þegar komið er að henni neðanfrá. Gjáselið er eitt hið fallegasta í heiðinni.
Gjáselsgjá og eins og aðrar gjár í heiðinni opnast þessi og lokast á víxl. Suðvestar er Holtsgjá, sem tengist að einhverju leyti Gjáselsgjá. Frá Gjáseli sést vel yfir til Knarrarnessels norðar í heiðinni.
Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring. Hún sæist ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana. Um aldamótin 1900 hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson.
Í rauninni ætti óvant göngufólk ekki að fara eitt um Vogaheiðina – allra síst að vetrarlagi er snjór þekur jörð – því víða leynast sprungur og djúpar gjár opinberast oft skyndilega framundan, án minnsta fyrirvara. Það er a.m.k. mikilvægt að vera vel vakandi á göngum á þessu svæði. Þarna eru augun mikilvægasta skilningavitið.
Frábært veður. Fuglasöngur í heiði. Gangan tók 3 klst og 33 mín.Heimild m.a.:
Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995

Pétursborg

Pétursborg.

Dyljáarsel

Árið 1902 skrifaði Sigurður Siguðrsson eftirfarandi um “Selstöður og sauðamjólk”.
“Nú í seinni tíð hefir sú spurning gert vart við sig og komið fram, hvort eigi mundi hagur að því, að taka upp hinn gamla sið og hafa ær í seli að sumrinu. Um þetta efni hafa mér borist nokkur bréf, og þeim fyrirspurnum beint til mín, hvort selstaðan mundi borga sig, og hvernig henni yrði bezt komið fyrir. Hugsun þeirra, sem um þetta hafa rætt við mig, er sú, að komið sé á fót selstöðubúum í félagi, er rekin séu á svipaðan hátt og sameignarmjólkurbúin. Það er næsta eðlilegt, þótt slíkar fyrirspurnir komi fram, því hugmyndin er að vissu leyti álitleg og á að sjálfsögðu framtíð. Þess er einnig að gæta, að heimalönd eru víða rýr og málnytupeningur, einkum ær, þar af leiðandi gagnslitlar. En á hinn bóginn dylst það ekki, að selstaðan hefir ærinn kostnað í för með sér, ýms aukaútgjöld, og það er hætt við, að mönnum sé það miður ljóst, hve þessi kostnaður er mikill, eða hvernig honum er háttað. Það er því eigi að ófyrirsynju, þótt sé reynt fyrir sér, og litið á það frá ýmsum hliðum.
Fyrir tveimur árum síðan reit eg grein í blaðið Austra um þetta efni; en eftir því, sem eg hefi athugað þetta mál betur, og fengið reynslu í því, þó lítil sé, þá sé eg nú, að selstöðubúunum hefir þar verið gert heldur hátt undir höfði.
Nú fyrir skömmu hefir Daniel Hjálmsson skrifað grein í Ísafold (tbl. 8 þ. á.) um selför, og kemur þar með áætlun um kostnað við stofnun selbús og rekstur þess. En því miður er þessi áætlun alveg bygð í lausu lofti, og í sumum greinum svo fjarri öllum sanni, að óþarft er að eyða orðum að henni.
Það er öllum kunnugt, að í fornöld höfðu bændur í seli, og má finna þess mörg dæmi í sögum vorum. Þessi siður hélzt lengi við, en varð eigi eins almennur er tímar liðu fram. Um aldamótin 1800 var selför enn almenn í sumum sveitum landsins, en er leið á öldina, lagðist hún smátt og smátt niður. Nú eru það 3—4 menn á öllu landinu, er hafa í seli að sumrinu, og valda því alveg sérstakar ástæður. Vanalega var farið til sels þá er 2 mánuðir voru af sumri, og var þá rekinn þangað nálega allur málnytupeningur. Selstaðan stóð yfir til ágústmánaðarloka og stundum fram í september. Á seljunum var oft flest vinnandi fólk heimilanna, lengri eða skemri tíma. í Biskupasögum (II. bls. 359) segir um dóttir Þorleifs Grímssonar á Möðruvöllum, að hún hafði verið „heima og nokkur ungmenni, en fólk alt annað í seli”. Menn stunduðu heyskap á seljunum. Heyið var flutt að selinu, en að vetrinum var því annað hvort ekið heim, eða fénaður hafður á því framan af vetri.
Húsakynni voru góð á seljunum, að minnsta kosti framan af öldum. Húsin voru oftast 2 —4 að meðtöldu búri, eldhúsi og fjósi er þeim fylgdi stundum. Selstöðu tíminn þótti skemtilegur, og flestir undu sér vel á seljunum. Oft er getið um, að húsbændurnir eða hjónin hafi dvalið á þeim. Konan annaðist stundum sjálf búverkin og bændurnir voru þar einlægt með annan fótinn meðan heyannir stóðu yfir. Í Harðarsögu segir, að Þorsteinn í Saurbæ hafi verið í seli, er Hörður og hans menn sóttu hann heim (Harðars. 26. kap.) Bolli Þorleifsson var að seli, þá er hann var veginn (Laxd. 54. kap.), og sömuleiðis Helgi Harðbeinsson (Laxd. 62. kap.). Þessi siður að hafa í seli, fluttist hingað frá Noregi. Þar er selför almenn þann dag í dag, og hlýtur svo að verða framvegis í mörgum sveitum, og veldur því þéttbýli og landþrengsli heima fyrir.
Flestir telja, að selför og selstaða hafi lagst hér niður fyrir ódugnað landsmanna og vesaldóm. Vel má vera, að þetta sé rétt að nokkru leyti, en þó eigi öllu. Breyttar ástæður valda hér nokkru um, og eins og nú er háttað högum vorum, tel eg víst, að selförin í hinum gamla stíl mundi eigi reynast hagkvæm, eða auka búsæld bænda. í þessu efni er marklaust að vitna til Noregs, því þar stendur alt öðru vísi á. Heimalönd eru þar víða engin önnur en ræktað land og skógur. Þar verða bændur því að sjálfsögðu að hafa í seli, því enginn kostur er að hafa fénaðinn heima að sumrinu. Sumstaðar eru selin þar einskonar útibú t. d. í Guðbrandsdalnum víða, og svo bæði kýr og geitur látnar vera á þeim meiri hluta ársins. En hér á landi hagar alt öðruvísi til og dugir því eigi að vitna til Noregs i þessu efni. En þá er spurningin um það, hvort eigi væri reynandi að koma upp félagsseljum í stórum stíl. Það atriði er vert að athuga litið eitt nánar. Það, sem virðist einkum mæla með þessari hugmynd, er vinnusparnaður og meiri eftirtekja af málnytu peningnum eða ánum. En hér kemur ýmislegt til greina, sem hefir áhrif í þessum efni og dregur úr hinum ímyndaða hag við selförina.
Sumarið 1900 tóku 3 bændur sig til í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og höfðu ær sínar í seli um sumarið. Ærnar voru samtals rúm 200. Sellandið var víðáttumikið og gott, en mishæðótt nokkuð og leitótt. Ánum var haldið í einum hóp, og þurfti 7 menn — sumt voru unglingar — til þess að sitja þar fyrsta hálfa mánuðinn. Þegar á leið, og ærnar fóru að spekjast, mátti fækka hjásetu fólkinu, og síðast voru þeir, þegar gott var veður, að eins 3, er sátu þær. Í misjöfnu veðri, einkum ef þoka var, þurfti fleiri. Að nóttunni lágu ærnar inni, en að eins stuttan tíma; þær voru látnar seint inn og snemma út. Framan af sumrinu voru mjaltakonurnar 6 að ráðskonunni meðtalinni, en er á leið sumarið voru þær 4. Auk þess þurfti menn til að flytja heim frá selinu bæði skyrið og sýruna, og var það gert vikulega fyrri part sumarsins. Smjörið eða mestur hluti þess var fluttur til Reykjavíkur. — Mörgum mun nú virðast, að hér hafi verið ósparlega haldið á vinnukrafti, en við nánari athugun hljóta menn að skilja, að svo muni eigi hafa verið. Vinnukrafturinn er nú á tímum svo dýr, og erfitt að fá fólk, að flestir verða að láta sér nægja með það allra minsta, er komist verður af með. Og svo var það einnig á selbúinu, sem hér befir verið minst á. En selstaðan eða selbúskapurinn reyndist miklu fólksfrekari en gjört hafði verið ráð fyrir, og studdi það mest að því, að selförin hætti.
Þegar um það er að ræða að koma á fót selstöðubúum, þá er ýmislegt að athuga við það. Það, sem fyrst og fremst kemur til skoðunar er sellandið, og undir víðáttu þess og gæðum er það komið, hve margar ær má hafa á selinu. Setjum nú svo, að landrýmið og aðrar ástæður leyfi að ærnar séu 400—600 alls. En þá kemur annað til athugunar, sem taka verður til greina, og það er skiftingin á ánum í hagann. Það fer ekki vel, að sitja margt fé i einu lagi eða einum hóp. Þegar mörgu fé er beitt á sama svæði, gerir það troðninga mikla, og spillir brátt beitinni. Fyrir því er ávalt nauðsynlegt að skifta því í minni hópa og sitja þá sinn í hverju lagi, og beita eigi hópnum lengi á sama blett. Helzt mætti ekki fleiri ær vera í hóp en 200. Séu því ærnar um 400, ætti að skifta þeim í tvo flokka og sitja þá sinn í hvoru lagi. En afleiðing af þessu er sú, að fleiri menn þurfa til hjásetunnar en ella. Þá eru það mjaltirnar. Það er áríðandi, að þær standi sem styztan tíma yfir. En því verður naumast framgengt, nema mjaltakonurnar séu nægilega margar. En hvað er svo lengi verið að mjalta t. d. 200 ær? Mér mun svarað, að það fari eftir því, hvað mjaltakonurnar eru margar og duglegar. Það hafa sagt mér reyndar og vanar mjaltakonur, að meðal-kvenmaður mjólki 40—50 ær á klukkustund, ef það eigi að vera viðunanlega af hendi leyst. Af þessu sést, að selstöðu-búin hljóta að verða æði fólksfrek, ef vel á að fara. En sé aftur á móti um það eitt hugsað, að spara sem mest vinnukraft eða fólkshald, þá er hætt við að svo geti borið undir, að hjásetan fari í handaskolum, ánum verði  par haldið eða að þær tíni tölunni og að mjaltastörfin lendi ekki í klúðri og vanrækslu. En þá eru einnig og um leið allmikil líkindi til, að selstaðan verði eigi að þeim notum, er búist var við, og að eftirtekjan verði minni en vænta hefði mátt. — Þegar haft er í seli, einkum ef það er frá mörgum bæjum í sameiningu, má gera ráð fyrir, að ærnar séu óspakar framan af sumrinu. Það getur einnig
komið fyrir, að ær týnist ef þoku gerir, og þá þarf að leita þeirra. Ánum má ekki sparhalda um of, heldur lofa þeim að njóta haganna og hafa frjálsræði. En þetta sýnir, hve hjásetan er vandasöm, og að eigi gildir einu, hvernig hún er af hendi leyst. Til þess að hún geti farið í lagi, þurfa því hjásetumennirnir að vera nægilega margir.
Ef á selbúinu eru 400 ær, sem skift er í tvo hópa, þá þarf tvo menn — ungling og fullorðinn mann — til að sitja hvern hóp, eða 4 menn alls. Mjaltakonur þurfa 4—6, og hafa þær um leið á hendi alla mjólkurmatseldina. Hvað myndi nú kostnaðurinn verða við rekstur selstöðubús af svipaðri stærð og hér hefir verið minst á?
Um kostnaðinn við að koma á fót selstöðubúi er það að segja, að hann hlýtur að verða mismunandi
eftir stærð búsins og öðrum atvikum. Það er því eigi unt að ákveða nákvæmlega um, hve miklu hann nemur i hverju einstöku tilfelli. En það má fara all-nærri um það, miðað við ákveðna stærð búsins, eða ærfjölda sem hafður væri á selinu.
Í fyrra gerði eg ásamt öðrum manni áætlun um kostnað við selstöðu, eftir áskorun. Það var sem sé verið að bollaleggja að koma á fót selstöðu, en við nánari athugun þótti eigi hyggilegt að ráðast í það, að því sinni. Gert rar ráð fyrir 400 ám, og að hver ær mjólkaði til jafnaðar 40 potta yfir sumarið eða selstöðutímann, sem áætlað var 10 vikur. Meðferð mjólkurinnar, að því er tekur til afurða hennar, var búist við, að yrði svipuð því, sem gerist alment. Það var með öðrum orðum gert ráð fyrir, að búa til úr henni smjör og skyr. Smjörið átti sumpart að selja og sumpart að nota til heimilisþarfa sem feitmeti. Skyrið skyldi og flytjast til heimilanna. Með þetta fyrir augum var nýmjólkurpotturinn af ærmjólkinni reiknaður á 12 aura. Öll mjólkin úr 400 ám nam samkvæmt þessu (1600 X 12 = ) 1920 kr. eða kr. 4,80 á hverja kind eða ásauð.
Kostnaðurinn við rekstur selbúsins var á þessa leið:
1. Hjásetumenn 4, tveir unglingar og tveir vaxnir karlmenn. Kaup 6 kr. og 9 kr. um vikuna í 10 vikur; það gerir kr. 300,00
2. Mjaltakonur 6 framan af sumrinu, svo aðeins 4. Kaup þeirra 7 kr. til jafnaðar um vikuna; það gerir kr. 350,00
3. Fæði handa þessu fólki yfir þann tíma, sem það dvelur á selinu 60 aura til jafnaðar á dag; það gerir kr. 378,00
4. Vextir af fé því, sem varið hefir verið til þess að gera mjólkurskálann, og áætla eg, að hann hafi kostað 500 kr. — vexti og viðhald geri eg 10%; það eru kr. 50,00
5. Skilvinda, strokkur, færikvíar og önnur áhöld 400 kr.; vextir af þeirri upphæð og viðhald 12 kr., það eru kr. 48,00
6. Smjörílát, samtals . . . . kr. 60,00
7. Hagatollur kr. 40,00
8. Annar kostnaður svo sem salt og litur, bókfellspappír, margt fleira . . kr. 24,00
Samtals kr. 1250,00.
Samkvæmt þessari áætlun verður mismunurinn (1920 -h 1250 =) kr. 670,00. Og þegar svo þessari upphæð er deilt með ærtölunni, þá koma á hvern ásauð, að frádregnum kostnaði, kr. 1,67. Kostnaður við rekstur selbúsins verður þá eftir þessu kr. 3,13 fyrir hvern ásauð.
Vel má vera, að kostnaðurinn sé gerður hér lítið eitt of hár; miklu munar það ekki. En hér hefir heldur eigi verið talinn flutningur á afurðum selbúsins frá því, hvorki smjöri eða öðrum nytjum þess.
Ef hægt væri að stunda heyskap á selinu, þá mundi það að sjálfsögðu draga nokkuð úr kostnaðinum við fólkshaldið. Hluturinn er sá, að þetta fólk, sem ráðgert er, hefir eigi ávalt fullkomlega nóg að starfa við selverkin. En á vissum tímum dagsins hefir það meir en nóg að gera, svo sem á málum, og málaverkin mundu eftir þessari áætlun taka langan tíma. Þess Yegna mun erfitt að komast af með færra fólk, en hér hefir verið ráðgert. En ætla má, að stúlkurnar hefðu einhverja stund afgangs um miðjan daginn til þess að sinna heyvinnu. Líkt er að segja um þá er ærnar sitja. Þegar gott er veður gætu þeir oft, er fram á sumarið kæmi, verið við slátt part úr miðdeginum, án þess að vanrækja hjásetuna. En svo er þess að gæta, að á mörgum stöðum, þar sem selland er lengst uppi á heiðum og fram til dala, þar er litið um slæjur, og oft alls engar.
Þegar því á alt er litið, þá leynir það sér ekki, að selförin hlýtur að verða kostnaðarsöm, og þar af leiðandi eigi eins ábatavænleg og margir munu ímynda sér. Og það sem hér mestu veldur er einmitt fólkshaldið. Kostnaðurinn við það dregur úr þeim hagnaði, sem ætla mætti að selförin að öðrum kosti hefði i för með sér.
Alt öðru máli mundi gegna, ef ostagerð væri hér í góðu lagi, og osturinn nyti álits sem verzlunarvara. Þá má telja víst, að selstaðan borgaði sig, enda yrði hún þá sjálfsögð alstaðar þar, sem henni mætti koma við. En eins og nú er högum háttað, þá er mjög vafasamt, að hún svari kostnaði. Það getur auðvitað átt sér stað, undir sérstökum kringumstæðum, að hagur mundi að því að hafa ær í seli, eða koma upp selstöðubúum. Þetta getur átt við, þar sem kostur er á góðu og miklu sauðlendi á heiðum uppi eða fram til dala, en heimahagar þröngir og rýrir, og ef svo er háttað um leið, að hjásetan er hæg, ærnar spakar, og flutningur á afurðum selbúsins til heimilanna eigi mjög tilfinnanlegur. Þar sem ástæðurnar eru slíkar, má ætla, að selförin gæti komið að góðum notum.
Þess var getið hér að framan, að ef ostagerð væri í góðu lagi og markaður fenginn fyrir ostinn, þá mundu selstöðubúin reynast hagkvæm, og selförin avðvænleg. En nú er eigi um slíkt að ræða, þar sem ostagerð er héi- svo að segja engin og að sama skapi ófullkomin. En þá kemur það til álita, hvort heppilegt mundi, eins og nú er ástatt, að hætta skyrgerðinni, en búa til osta og nota þá til fæðis í stað skyrsins. Sumir hafa haldið þessu fram, og talið það hagfærilegra, en það er miög vafasamt, að svo sé. Það er hætt við, að slík breyting mundi eigi reynast neinn verulegur búhnykkur í framkvæmdinni. Skyrið er gömul og góð fæða og uppáhaldsmatur flestra Íslendinga. En að því sleptu þá hef ég heyrt bæði búmenn og búkonur segja, að osturinn mundi eigi þykja eins drjúgur og notasæll til búsílags og skyrið er. Annars skal eg ekki fara lengra, út i þetta efni; en hins vil eg geta, að menn ættu að leggja sig eftir ostagerð meir en verið hefir. Meðan ostagerðin er ófullkomin, má nota ostana til heimilisþarfa. í stað þess, að nú er mestöll miólkin tekin til skyrgerðar, þá ætti jöfnum höndum að búa til ost og skyr úr henni til heimilisnotkunar. En að hverfa algerlega frá því, að búa til skyr og til ostagerðar mun eins og nú stendur naumast hyggilegt. En þá kemur það til skoðunar, hvort ostagerð til útflutnings eða sölu innanlands mundi geta átt sér stað, svo hagnaður væri að fyrir landsmenn. Hvað innanlandsmarkað snertir fyrir ost, þá er hann mjög takmarkaður. Hér á landi er tiltölulega lítils neytt af osti, og sízt hinum dýrari.
Árið 1399 voru flutt hingað 22,645 pd. af alls konar osti, er nam 11,137 kr. Það er því hætt við, að innanlandsmarkaður fyrir ost reyndist ónógur, ef alment yrði farið að leggja stund á ostagerð. En einstaka menn geta ef til vill haft gott af því að búa til ost til sölu hér, en færu margir til þess, er hætt við að markaðinn brysti brátt, og osturinn félli í verði. — En þá kemur hitt til álita, hvort vér höfum tök á að framleiða ost til útflutnings.
Það má búast við, að um það atriði geti orðið skifrar skoðanir. En eins og nú stendur og öllu er háttað, þá tel ég litlar líkur til, að því megi framgengt verða. Ostagerð er hér svo að segja óþekt, og kunnátta í þeirri grein sama sem engin. Það er því barnaskap næst að ætla, að vér nú þegar getum búið til osta, sem boðlegir séu á mörkuðum erlendis.
Áður en farið er að hugsa urn útflutning á osti, þurfa menn að læra að búa hann til. En slíkt lærist ekki af sjálfu sér eða alt í einu. Regluleg ostagerð er mjög vandasöm, og þarf all-langan tíma til að fullkomnast svo, að von sé um, að ostarnir verði seldir háu verði á mörkuðum erlendis. Dönum hefir enn ekki tekist að búa til osta, er náð hafi verulegu eða föstu áliti. En allir ættu að vita nú orðið það, að engin þjóð stendur þeim jafnfætis, auk heldur framar í smjörgerð. Danskt smjör er talið betra en alt annað smjör og hefir nú um mörg ár skipað öndvegið á enska smjörmarkaðinum Þegar því á þetta er litið, þá mun það skiljast mönnum, að hér þarf meira en að segja það, að vér eigum að búa til osta. Það, sem hér aðallega brestur, er þekking og kunnátta í ostagerð. Hinu neitar enginn, að ostagerðin sé framtíðarmál. En málið þarf mikinn og góðan undirbúning til þess að því geti orðið farsællega framgengt, og komið oss að haldi. — Hér á landi er það sauðamjólkin, sem nota ætti til ostagerðar. Hún er vel til þess fallin, og úr henni ætti að mega búa til dýra og vandaða osta. Og þegar að því kemur — og það ætti aldrei að verða langur tími eða mörg ár — þá verður selstaðan nauðsynleg og sjálfsögð og selstöðubú munu þá rísa upp um land alt í sambandi við þetta selstöðumál, sem hér hefir verið gert að umtalsefni, vil ég geta þess, að þeirri skoðun hefir verið hreyft, að bezt mundi að hætta fráfærum, færa ekki lömbin frá ánum, en láta þær ganga með dilkum. — Eins og nú er gæti þetta víða komið til álita, og í sumum héruðum landsins mundi það að líkindum skila hagnaði.
Ég hef minst á þetta í skýrslu um ferð mína um Austurland („Búnaðarrit” 1. hefti þ. á.) og haldið því fram, að á Fljótsdalshéraði og víðar þar eystra, mundi ef til vill hyggilegt „að færa ekki frá”. Fyrir þessari skoðun minni geri eg stuttlega grein í áðurnefndvi skýrslu. En þótt nú svo sé, að í sumum sveitum væri hagur að því að taka upp þennan sið, þa ætti það ekki að hafa nein hindrandi áhrif á það, að gerðar væru tilraunir með ostagerð. Ef það kemur í ljós, er tímar líða fram, að ostagerðin borgi sig betur en að lata ærnar ganga með dilkum, þá er að breyta til og byrja aftur á þvi að færa frá. En þá kem eg að þeirri spurningu, hvernig þessu máli — ostagerðarmálinu — verði bezt þokað áfram.
Síðastliðið sumar áttum við Pétur Jónsson alþingismaður á Gautlöndum tal um þetta, og kom hann með þá uppástungu, að maður væri sendur utan til þess að læra ostagerð. Með því að dvelja ytra, ferðast um og kynna sér og læra sem flestar aðferðir við tilbúning osta, ætti slíkur maður að geta bent á, hvaða ostategund vér ættum helzt að leggja stund á að framleiða, og leiðbeina í því. Ef til vill tækist honum að finna upp aðferð við ostagerð, sem hentug væri hér og samkvæm okkar ástæðum. Hluturinn er sá, að vér þurfum að læra að búa til vandaða osta, er geti náð áliti, en með sem minstum kostnaði. Þetta getur að vísu eigi orðið alt í einu, en með æfingu og reynslu ætti það að geta heppnast. En eitt af aðalskilyrðunum fyrir því er einmitt það, að vér höfum manni á að skipa, er lært hafi ostagerð, og kynt sér alt, er að henni lýtur. Til þess nú að hrinda þessu máli á stað, ætti Búnaðarfélag Íslands að taka það að sér. Það ætti að útvega mann til þess að fara utan og leita til alþingis um styrk handa honum.
Mál þetta er annars mikils vert og hefir í sér fólgna möguleika til framfara búnaðinum, ef rétt er farið af stað. Það verðskuldar því athygli allra þeirra, er láta sér nokkuð ant um landbúnað Íslands og velfarnað hans. Það má því eigi lengur dragast, að eitthvað sé gert í þessu efni, er geti orðið að gagni og hrundið málinu áleiðis.”

Heimild:
-Fjallkonan, 19. árg. 1902, 13. tbl. bls. 3-4.
-Fjallkonan, 19. árg. 1902, 14. tbl. bls. 2.