Hafnarfjörður

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er fjallað um landshagi á þeim tíma – sem og fyrrum, jafnvel eins lengi og elstu menn muna á þeim tíma er ritið var undirbúi og unnið. Tvennt af mörgu því er fjallað er um í Jarðarbókinni, ef aðskilja ætti einstaka tvo þætti frá öðrum, svona til samanburðar út frá búskaparháttum á þeim tíma, má taka selstöður einstakra jarða annars vegar og hins vegar verbúðir sömu jarða.
LangeyriHér verður umfjöllunin bundin við Hafnarfjörð og Garðahverfi, með framangreint til hliðsjónar. Um Lambhaga í Hraunum (sem þá var bær í Garðahreppi hinum forna) segir um selstöðu: “Selstöðu brúkar jörðin í Þorbjarnarstaðalandi þar sem heitir, eru þar hagar góðir en vatn slæmt”. Um heimræði bæjarins segir: “Heimræði er árið um kring, og lending í besta lagi, gánga skip ábúandans eftir hentugleikum; undir kóngsskipanafni hefur hjer áður oftastnær gengið bátur, tveggja manna far, og ábúandinn hýst áróðrarmenn og ekkert fyrir þegið nema soðningskauo af þeim; næstliðið ár var það ekki. Inntökuskip hafa hjer engin gengið nema skjaldan um hausttíma bátar nágranna fyrir góðvilja eður einhverja þóknan”.
Hvaleyri-221Á Hvaleyri var “heimræði árið um kring og lending góð, og gánga skip ábúenda eftir hentugleikum. Til forna hefur hjer oft undir kóngsskipa nafni gengið eitt tveggja manna far, en síðan Lauritz Hansson Siefing var á Bessastöðum Heidemanns vegna hefur það ekki verið. Inntökuskip hafa hjer stundum gengið ekki stærri en tveggja manna för, og hefur ábúandi þegið undirgift af, mætti og enn vera ef menn vildu”. “Selstöðu á jörin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott”. Um er að ræða selstöðu austan Hvaleyrarvatns, er enn sést.
Um Ás segir: “Heimræði brúkar jörðin frí og skipsuppsátur í Ófriðastaðarlandi að sumir halda, en sumir eigna skipsuppsátrið Ási so sem ítak á móti selstöðu, sem Ófriðarstaðir skuli eiga og síðar segir. Vita menn ekki glögt hvort þetta skipsuppsátur og búðarstæði sje með skyldurjetti eður fyrir liðunarsemi. Þó gánga þar skip ábúandans og hafa gengið um lángan aldur, en búð var þar ekki það menn minnast fyr en Margret Þorsteinsdóttir bjó að Ási fyrir meir en tuttugum árum”. “Selstöðu á jörðin í heimalandi, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott”. Um er að ræða selstöðu austan Hvaleyrarvatns, skammt norðaustan Hvaleyrarsels. Má á hvorutveggja staðnum enn vel sjá tóftir þeirra.
skerseyri-1Um Ófriðarstaði segir um heimræði: “Heimræði er árið um kring og lending góð, og gánga skip ábúandans eftir hentugleikum. Kóngsskip haf hjer aldrei verið nema eitt sinni tveggja manna far. Inntökuskip hafa hjer aldrei verið, það menn minnast, nema eitt tveggja manna far fyrir fáum árum”. Og – “Selstöðu á jörin í heimalandi, eru þar hagar sæmilegir en vatnsskortur mikill, og hefur því til forna bóndinn neyðst til að færa selið að eður í Ásland, og fyrir það halda sumir að Áss hafi skipsstöðu eignast í Ófriðastaðarlandi sem áður greinir”.
Hamarskot átti “Heimræði er árið um kring og lending góð, og gánga skip ábúandans eftir hentugleikum. Inntökuskip gánga hjer engin”. “Selstöðu eigna nokkrir jörðinni í Garðakirkjulandi þar nærri sem heitir Sljettuhlíð hjá hellir nokkrum og skuli þar kallast enn í dag Hamarkotssel”.
skerseyri-2Setberg hafði “Selstöðu þar sem heitir Kietshellir, eru þar hagar góðir, en vatnsból ekkert nema snjór í gjá, sem sólarhiti bræðir. “Jörðin á ekki land til sjáfar, en búðarstöðu á hún og skipsuppsátur í Garðastaða landareign þar sem heitir Skipaklettur [þar sem byggðist Hraðfrystihús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar]. Er þetta eiginlega í Akurgerðislandi, sem Hafnarfjarðarkaupsstað tilheyrir. En þó er undirgiftin fyrir þetta skipsuppsátur betöluð og hefur betalast til staðarhaldarans í Görðum með xx álnum”.
Um Akurgerði, síðar einn helsta verslunarstað í Hafnarfirði segir 1703: “Um næstliðnu vertíð gekk hjer eitt þriggja manna far frá Arnarnesi að leyfi eftirliggjarans [sem var Garðakirkja]”. Svo virðist sem einungis hafi verið að ræða sjávarbúskap því engin selstaða er tilgreind.
Vestan Akurgerðis, sem á þeim tíma var talin austasti bær í Garðahverfi, eru m.a. Einarshús, Digranesbúð, Hólmsbúð, Skerseyri, Bali og Óskarsbúð áður en kom að sjálfum Görðum. Útgerðin á Langeyri virðist síðar hafa yfirtekið Einarshús, Digranesbúð og Hólmsbúð á milli Akurgerðis og Skerseyrar.
Skerseyri-3Í Jarðabókinni 1703 segir um Einarshús: “Hefur verið tómthús uppbyggt af kaupmanninum Petri Reyelssyni [eftirliggjari] fyrir utan túnstæði gömlu hjáleigunnar Akurgerðis… Síðan hefur þetta tómthús í eyði legið, nema hvað eftirliggjarinn hefur brúkað það sem hesthús”.
Um Digranessbúð segir: “Bygð í tíð með leyfi Peturs Reyelssonar kaupmanns lengra inn í Garðastaðar landareign en Einarshús af búandanum í Digranesi á Seltjarnarnesi, sem þessi búð brúkaði og skipi sínu (stundum tveimur, stundum þremur tveggja manna förum) þar hjá til fiskjar hjelt um vertíð orðlofslaust af staðarhaldaranum, so vitt menn vita. Búðin liggur nú í eyði síðan firkiríið brást í Hafnarfirði”.
skerseyri-4Hólmsbúð var “bygð nokkru síðar en Digranessbúð í tíð Knúts Storms kaupmanns í Hafnarfirði og með hans leyfi að menn meina. Stendur þessi búð álíka langt inn í Garða landareign sem Digranessbúð. Brúkaðist hún og brúkast enn nú fyirir verbúð um vertíð af ábúandanum á Hólmi við Seltjarnarnes í leyfi kaupmannsins í Hafnafirði, so framt menn vilja, að vísu leyfislaust af staðarhaldaranum, og gánga þar við þessa búð tvö tveggja manna för jafnlega um vertíð”. Jafnframt segir: “Út með Hafnarfirði í garðastaðarlandi standa þessi tómt hús: Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallna búð. Stigshús eður Jodisar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð. Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar tómthúsmönnum fyrir x álna leigu og mannslán. Í sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthúsmaðurinn soðningskaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fikiríið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallanda fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst”.
BalamolSkerseyri var hjáleiga frá “Garðarstaðar landi hjer um xx ára gömul. Landsskuld xx álnir. Betalast með i vætt fiska í kaupstað í reikning staðarhaldarans”.
Bali “hefur verið tómtús, fyrir átta eður tíu árum fyrst uppbygt. Nú er þetta býli öldúngis eyðilagt og í tóftarbrot komið og byggist aldrei nema stór fiskigánga inn í Hafnarfjörð komi”.
Óskarsbúð “stendur í Garðastaðar landi og er uppbyggð af Jakob Bang, sem síðar varð sýslumaður í Árness sýslu, fyrir ?? árum eða þar um og bygð einri konu að nafni Ósk, sem hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varning. Síðan hafa sjer eignarráð yfir buðinni tiltekið Bessastaðamenn og hafa þar látið gánga kóngsbáta, stundum tíu, stundum fleiri, stundum færri, item inntökuskip fyrir undirgift eður annan góðvilja meðan fikiríið var gott í Hafnarfirði. Búðin stendur enn nú, er þó í auðn”.
Að framansögðu er komið að Görðum, höfuðbólinu. Verður því ekki lýst hér, enda vel lýst annars staðar á vefsíðunni.
Í síðari tíma umfjöllun um framangreint svæði má t.a.m. lesa eftirfarandi: “Hafnarfjörður taldist til Garðasóknar, og landfræðilegu skilin ekki alltaf glögg í því, hvað menn áttu við með Hafnarfirði. Á elztu kortum er fjörðurinn miðaður landfræðilega við Fiskaklett, en síðar við Hliðsnes, en að búsetu til var Langeyri, talið vestasta býlið í Hafnarfirði og þar tæki Garðahverfi við.
ÍBali-223 sóknarlýsingunum, sem hér fylgja er um alla Garðasókn að ræða. „Árið 1780 voru 32 býli í Garðakirkjusókn. Átti konungur 11 þeirra, Garðakirkja 19, en tvö voru í bændaeign. Öll þessi býli áttu land að Hafnarfirði, nema 2. Á býlunum bjuggu samtals 41 ábúandi, (að sýslumanni, presti og kaupmanni meðtöldum), 14 grashúsmenn og 34 þurrabúðarmenn. Áður fyrri höfðu verið þarna 45 bændur og grashúsmenn og 6 þurrabúðarmenn, en auk þess 9 sjóbúðir, er tilheyrðu íbúðum Kjósar- og Árnessýslu. Voru þær ekki byggðar nema á vetrarvertíð. Árið 1780 var þannig 38 fjölskyldum fleira í Garðasókn en áður hafði verið (þar af 10 bænda- og grashúsmanna — og 28 þurrabúðarfjölskyldur), en verbúðirnar 9 voru ekki lengur við lýði.
Árið 1780
var fiskað í Garðasókn á bátum sóknarmanna eingöngu, og gengu þá þaðan 5 fjögra mannaför og 62 tveggja mannaför. Voru á þessum bátum 102 menn úr Garðasókn, 13 Austanmenn, 21 maður af Suðurnesjum og 1 Norðlendingur. Alls námu aflabrögð sóknarmanna 19.822 fiskum og urðu þar af 110 skpd., 2 lpd. og71/9pd. afharðfiski. Auk þessa voru á 8 fiskijögtum, sem verzlunin í Hafnarfirði átti, 30 menn úr Garðasókn, 11 Austanmenn, 6 Suðurnesjamenn og 8 Norðlendingar, eða samtals 55 menn.
Ekki var Skúla Magnússyni kunnugt um, hve mikið þessar 8 fiskijagtir öfluðu á vetrarvertíðinni 1780, enda höfðu hásetar á þeim ákveðið vikukaup, en voru ekki ráðnir uppá hlut. Um þessar mundir var á vetrarvertíð einatt róið úr Hafnarfirði suður undir Vogarstapa og veitt þar bæði á öngla og net”.”

Heimildir:
-Jarðabók ÁM og PV 1703, bls. 166-178.
-Sjómannadagsblaðið, 55. árg. 1992, 1. tbl., bls. 75.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – verbúð um 1917.