Færslur

Skansinn

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins 2013 fjallar Guðfinna Ragnarsdóttir m.a. um “Óla Skans“.

Óli Skans, Óli Skans
ógnar vesalingur Vala hans, Vala hans
Veit nú hvað hún syngur…
Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið í Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala konan hans.

Skansinn

Skansinn – uppdráttur ÓSÁ.

Allir kannast við þessar ljóðlínur. En hver var hann þessi Óli Skans?
Fullu nafni hét hann Ólafur Eyjólfsson og var sonur hjónanna Eyjólfs Jónssonar (1794-1861) og Málfríðar Ólafsdóttur (1804-1875) en þau bjuggu á Skansinum á Álftanesi. Ólafur var fæddur 26. nóvember 1842 og lést 11. júní 1914.

Skólanaust

Skólanaust við Skansinn.

Skansinn var hjáleiga frá Bessastöðum. Þar var einnig lendingin frá Bessastöðum. Skansinn var gamalt virki, kringlóttur, upphlaðinn garður fyrir fallbyssur fógetanna á Bessastöðum „og til skamms tíma voru kúlur úr byssum þessum uppi á lofti í Bessastaðakirkju“ segir í bókinni Sjósókn – Endurminningar Erlends Björnssonar Breiðabólsstöðum. Endurminningarnar voru skráðar af Jóni Thorarensen og gefnar út í Reykjavík 1945.
Á Skansinum, segir Erlendur enn fremur, var lítil torfbaðstofa með þili á suðurgafli. Túnbleðillinn fóðraði eina kú.

Niðursetningur að norðan

Skansinn

Skansinn og bær Óla skans.

Málfríður Ólafsdóttir, móðir Óla Skans, var ættuð að norðan. Hún er sögð niðursetningur á Litla-Vatnsskarði Holtastaðasókn í Húnavatnssýslu árið 1816. Hún fermdist 1819 frá sama stað. 1835 er hún komin suður og er þá á Hvaleyri í Garðasókn í Gullbringusýslu. Í Mt. 1845 er hún húsfreyja á Skansinum við Bessastaði og 1860 er hún sögð sjómannsfrú á sama stað.
Eyjólfur, faðir Óla Skans, er sagður fósturpiltur í Káraneskoti í Meðalfellssókn í Kjós í Mt. 1801, hann er léttadrengur á Reynivöllum í Reynivallasókn í Kjós árið 1816 og tómthúsmaður og veiðimaður á Hvaleyri í Garðasókn 1835 og sjómaður á Skansinum við Bessastaði 1860.

Lífsglaður
SkansinnÍ endurminningum sínum lýsir Erlendur Ólafi þannig: „Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, en allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt og sítt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans, og er við hann kennt hið alkunna danslag, sem allir þekkja, en vísan er svona:

“Óli Skans, Óli Skans,
er nú hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjólið.
Óla er kalt á kinnunum
Fía vill ei orna´honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Bessastaðir

Bessastaðir – Skansinn; skilti.

Ekki stemmir þessi gamla vísa við þá romsu sem við syngjum og ekki er gott að vita hver þessi Fía er sem ekki vill orna honum um kinnarnar. Eftir því sem ég best fæ séð átti Ólafur aðeins eitt barn, og ekki var móðir þess nein „Fía“. Og Vala kemur heldur hvergi við sögu.”

Málfríður Ólína
Barnsmóðir Ólafs var Ragnheiður Illugadóttir var fædd 1855. Ragnheiður var langömmusystir mín. Hún lést 62 ára gömul, árið 1917, og hvílir í merktu leiði í Garðakirkjugarði á Álftanesi. Í Íslendingabók er hún er sögð lausakona og bústýra, lengst af í Hafnarfirði. Hún var ein fjögurra systra frá Skógtjörn á Álftanesi.

Skansinn

Skansinn – uppdráttur.

Foreldrar hennar voru Illugi Árnason (1806-1865) og Halldóra Gamalíelsdóttir (1820-1894). Þau bjuggu á Skógtjörn og Svalbarða á Álftanesi.
Dóttir Ólafs og Ragnheiðar fékk nafn föðurömmu sinnar og föður og var skírð Málfríður Ólína Lára. Hún var fædd 2. nóvember 1877 í Lásakoti á Álftanesi. Þegar hún fæðist eru báðir foreldrar Óla Skans látin og sömuleiðis Illugi faðir Ragnheiðar. Aðeins móðuramman Halldóra er á lífi, en hún virðist hvergi koma hér við sögu.

Hjá pabba sínum

Skansinn

Bessastaðir – Skansinn.

Þau Ólafur og Ragnheiður hafa ekki átt mörg ár saman, því í mt 1880, þegar Málfríður Ólína litla er aðeins tveggja ára, er hún á framfæri föður síns sem þá er í Hlíð á Álftanesi. Ragnheiður virðist fljótt hafa leitað á önnur mið og 14. júlí 1881, þegar Málfríður Ólína er á fjórða árinu, á hún soninn Níels Níelsson með dönskum sjómanni. Sá sonur dó erlendis, úr spönsku veikinni, árið 1918. Síðan virðist hún hefja sambúð með Sigurði Ólafssyni, húsmanni í Hafnarfirði. 1884 og 1886 eiga þau Ragnheiður og Sigurður svo dæturnar Jóhönnu, sem dó strax, og Halldóru. Í mt. 1890 er Ólína 12 ára og er þá til heimilis í Hraunprýði í Garðasókn, hjá móður sinni, 30 ára, og Sigurði sambýlismanni hennar, 50 ára, ásamt Halldóru, sem þá er 4 ára og Níelsi sem er 9 ára. Halldóra flutti til Noregs, var tvígift og átti amk 10 börn.

Skansinn

Ljóðið um Óla skans.

Hvenær sambúð þeirra Ragnheiðar og Sigurðar lauk veit ég ekki, en 1895 á Ragnheiður dótturina Júlíönu Guðmundínu með Guðmundi Jónssyni, ættuðum úr Borgarfirði. Júlíana var húsfreyja á Litlu-Strönd í Rangárvallasýslu. Hún lést 1945 aðeins fimmtug að aldri. Hún mun hafa átt tvo syni. [Saga þeirra sona kann að vera áhugaverð].

Liðlegur sjómaður

Um Ólaf kvað faðir skrásetjarans, Erlendur, efirfarandi vísu:
Eyjólfs greiða kund við kjörum,
kola og seiðum fargar sá.
Ólafur skeiðar Skans úr vörum
skeljungs breiðan völlinn á.
Og Erlendur heldur áfram: „Ólafur þessi var vinnumaður nokkur ár hjá móður minni, og var hann einn fyrsti háseti hjá mér, er ég byrjaði formennsku. Hann var liðlegur sjómaður, og féll mér ágætlega við hann.“

Holdsveiki
Skansinn
Af einkabarni Ólafs, Málfríði Ólínu, er það að segja að hún flutti til Reykjavíkur 1895 og giftist þar árið 1900 Jóhannesi Kristjánssyni, sem ættaður var úr Borgarfirði.
Í mt 1901 býr hún á Smiðjustíg 4 í Reykjavík, ásamt Jóhannesi manni sínum, og eins árs barni þeirra. Í fyllingu tímans eignuðust þau Ólína og Jóhannes sjö börn og er stór ættbogi frá þeim kominn.
LaugarnesAf Ólafi er það að segja að í mt 1890, þegar Málfríður Ólína er hjá móður sinni, stjúpa og hálfsystkinum í Hraunprýði, er hann vinnumaður í Landakoti á Álftanesi. En einhvern tíma á næsta áratug veikist hann af holdsveiki og flytur til Reykjavíkur 1898. 1901 er hann skráður sjúklingur á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi. Þar er hann enn í mat 1910 og þar kveður hann þetta jarðlíf 11. júní 1914. Þá hafði Málfríður Ólína, einkadóttir hans, nýlega eignast sitt sjöunda og síðasta barn. Málfríður Ólína lést 77 ára gömul 29. maí 1954.

Skansinn

Skansinn 2020.

Hvort hann Óli Skans, þessi fyrrum káti, fjörugi og lífsglaði maður, sem holdsveikin lék svo grátt, leit barnabörnin sín nokkurn tíma augum, fer engum sögum. Hann er orðinn veikur maður þegar það elsta fæðist og umgengnin við holdsveika var í algjöru lágmarki.
En trúlega munum við öll, eftir þennan lestur, skyld sem óskyld, minnast hans og örlaga hans, þegar við tökum sporið, dönsum og syngjum hástöfum Óli Skans, Óli Skans…”.

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins; Óli Skans, Guðfinna Ragnardóttir, 3. tbl. 01.09.2013, bls. 14-15.
Ættriðngafélagið

Skansinn

Við Skansinn á Bessastaðanesi má lesa eftirfarandi texta á upplýsingaskilti við tóftirnar:

“Skansinn er hvort tveggja til marks um ófriðartíma fyrri alda og aðsetur æðsta valds landsins á Bessastöðum. Hér eru jafnframt minjar um kotbýli frá 19. öld þar sem Óli skans bjó.

Varnir gegn útlenskum hervíkingum

Skansinn

Skansinn.

Vígvirkið Skansinn á uppruna sinn að rekja til Tyrkjaránsins árið 1627. Annálar greina frá því að höfuðsmaðurinn danski, Holgeir Rosenkranz, hafi spurt rán í Grindavík og látið “tilbúa í Seylunni virki eður skans, (sumir sögðu af fiskiböggum), og setja á byssur þær fáu, til voru”. Þar vörðust landsmenn alsírskum sjóræningjum sem sigldu inn á höfnina á tveimur skipum. Meðal þeirra sem voru skikkaðir í skansinn var Jón Indíafari, reynd fallbyssuskytta. “Fýruðu þeir nokkrum stykkjum þeim á móti og ránsmenn í sama máta af sínum skipum á land upp.”
SkansinnÞegar annað ránsskipið festist á grynningum fullt af herteknum Íslendingum vildu varnarliðar skjóta án afláts og frelsa fangana um borð en Danir héldu aftur af þeim. Ruddu sjóræningjarnir ýmsu ránsgóssi frá borði, reru með fanga í hitt skipið og sigldu brott með aðfallinu til Vestmannaeyja.
Fjórum áratugum eftir þetta barst Friðriki Danakonungi sú flugufregn til eyrna að fjandvinir hans Englendingar hygðust hertaka Ísland. Gerði hann út Ottó Bjelke með stórt stríðsskip til að bæta varnirnar hér á landi.

Skansinn

Upplýsingaskiltið – Skansinn í baksýn.

Svokallaður skanstollur var lagður á til að fjármagna gerð virkis “til varnar fyrir útlenzkum hervíkingum”. Árið 1668 var skans reistur í nesinu norðan við Bessastaðatún, ferkantaður, tuttugu málfaðmar á hvern veg, tveggja mannhæða hár og “með fallbyssu besettur”. Ottaskans, eins og hann var kallaður, þótti lítilsverðar með hliðsjón af þeim fjármunum sem til hans runnu, “einn lítill skansvottur í afsökunarnafni ásýndar”.
Árið 1809 lét Jörundur hundadagakonungur reisa vígi við Arnarhól til varnar Reykjavík. Voru fallbyssurnar í Bessastaðaskansi fluttar þangað þótt hálfsokknar væru og ryðgaðar, sex að tölu fyrir sex punda skot, og dyttað að þeim svo hægt yrði að hleypa af þeim skotum. Eftir að skammvinnum valdatíma Jörundar lauk var lítt hirt um virkið og segir í árbókum Espólíns að flestum fallbyssunum hafi verið sökkt í sjó.
Leifar af fallbyssum frá Bessastöðum voru fluttar í Þjóðminjasafn Íslands. Í fornleifakjallaranum á Bessastöðum getur að líta fallbyssu og kúlur sem taldar eru vera úr Bessastaðaskansi.

Bessastaðaland

Bessastaðir

Bessastaðir.

Flóðs og fjöru gætir í Bessastaðatjörn síðan ósinn var stíflaður árið 1953. meðan enn fjaraði í tjörninni kom upp með fjöru brík frá Prentsmiðjuflöt, þar sem var prentsmiðja Skúla Thoroddsen snemma á 20. öld og liggur hún að Stekkjarmýrarhól. Var sú leið oft farin, ekki síst ríðandi og nefndist Steinboginn.
Hjá Sjóbúðaflöt er tóft sem kallaðist Sjóbúð og enn fremur mun þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör.
Í Bessastaðatjörn eru hólmar þar sem æður verpir. Bessi, bóndi á Bessastöðum, er sagður heygður í þeim stærsta, Bessahólma, hinir tveir eru manngerðir í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Kóri fékk nafn eftir fæðingarstað Ásgeirs í Kóranesi á Mýrum.
Austan við Skansinn eru veggjarústir, trúlega úr Skólanausti þar sem skólapiltar geymdu bát sinn.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Á Sauðatanga eru leifar af sauðaborgum og ef til vill hrossaskjóli.
Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber á Bessastaðanesi, hefur verið fyrirtaks byrgi til gæsaveiða. Grjóthlaðnir veggir skammt vestan við byrgið kunna að hafa verið rétt eða hrossaskjól.
Tóftarbrot eru á Ranatá og Vestaritanga en hlutverk þeirra er ekki þekkt.
Í Kringlumýri er ríkt fuglalíf og þar eru víða niður við sjó fornar hringlaga grjóthleðslur fyrir æðarvarp.

Tóftir af bænum hans Óla skans

Skansinn

Skansinn og bær Óla skans.

Á 19. öld var reist lítið býli við Seyluna, hjáleiga frá Bessastöðum, sem nefnt var eftir Skansinum. Þar var búið til ársins 1927. þekktastur ábúenda er án efa Ólafur Eyjólfsson, Óli skans kallaður, sem bjó þar á ofanverðri 18. öld. Gamanvísa um hann er sungin enn í dag, en afbökuð.
Rétt er hún svona:

Óli Skans, Óli Skans,
er hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjóli.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ei orna honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Gísli Jónsson listmálari bjó síðast í Skansinum með seinni konu sinni Björgu Böðvarsdóttur við bjargneyð og einangrun.
Málverk Gísla prýddu veggi og meðal þeirra fegurstu er myndin sem hér fylgir af Skansinum og hann gaf konu sinni með rósamáluðum ramma utan um.”

Óla skans er lýst svo

Skansinn

Ljóðið um Óla skans.

Salvör Kristjana Gissurardóttir bloggar um Óla Skans árið 2018. Þar segir hún m.a.: “Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, en allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt og sítt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans, og er við hann kennt hið alkunna danslag, sem allir þekkja.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – Skansinn.

Ólafur þessi var vinnumaður nokkur ár hjá móður minni, og var hann einn fyrsti háseti hjá mér, er ég byrjaði formennsku. Hann var liðlegur sjómaður, og féll mér ágætlega við hann. Ólafur varð síðar holdsveikur og dó á spítalanum í Laugarnesi.”

Átti Óli skans sem sagt enga konu sem hét Vala og var hann ekkert tengdur skansi nema að því leyti að hann ólst upp á litlum bæ í lendingunni á Bessastöðum?

Óli skans virðist hafa vakið upp sköpunarkraft skálda og Stefán Jónsson yrkir um Óla og í kvæðum Stefáns hefur Fífa breyst í Völu. Svo hefur Loftur Guðmundsson líka vísun í Óla skans oftar en einu sinni í kvæðinu Réttarsamba.

Bessastaðanes

Skólanaust við Skansinn.

Ég giska á að fyrsta vísan um Óla skans þar sem hann vildi láta Fíu orna sér hafi verið sungin við ákveðið danslag og svo hafi það fylgt Óla eftir, dansarnir breytast með tímanum og ég man ekki hvað dansinn hét sem maður lærði í danstímum bernskunnar og undir var spilað og sungið lagið um Óla skans, hét dansinn skottís eða eitthvað annað? En þessi danstaktur tíðarfarsins sem fylgir Óla skans með nafn sem minnir á dans kveikir líka upp fylgikonur, Fía og Vala og Gunna. Fía hlýjar Óla, en Vala ráðskast með hann.

Lagið “ÓLI skans”

Óli skans, Óli skans,
ógnar vesalingur,
Vala hans, Vala hans
veit nú hvað hún syngur.
Óli, Óli, Óli skans.
Vissulega vildu fáir
vera í sporum hans.

Óli er mjór, Óli er mjór.
Óli er líkur fisi.
Vala er stór, Vala er stór.
Vala er eins og risi.
Óli, Óli, Óli skans.
Sjá hve þú ert sauðarlegur,
segir konan hans.

Þú ert naut, þú ert naut.
Þannig hóf hún tölu.
Óli gaut, Óli gaut
augunum til Völu.
Óli, Óli, Óli skans.
Ákaflega önuglynd
er eiginkonan hans.

Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið í Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala, konan hans.

Skansinn

Upplýsingaskiltið um Skansinn og Bessastaðanes – bær Óla skans í baksýn við Skansinn.

Heimildir:
-Upplýsingaskilti við Skansinn á Bessastaðanesi.
-https://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/2214985/
-Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnasögu Íslendinga – Saga, 1. tölublað (01.01.1968), bls. 122-138.
-Kvæði Stefáns Jónssonar Harpan, 9-12. tölublað (01.12.1937), bls 186.
-Skansinn og Bessastaðastofa (ferlir.is).

Skansinn

Frá vígslu upplýsingaskiltisins við Skansinn.

Skansinn
Í júlí 1627 segir í Öldinni okkar:
Víkingar frá Algeirsborg ræna fólki og myrða – námu brott allt að fjögur hundruð manns, myrtu fjörutíu og rændu miklum fjármunum. Brenndu auk þess og eyðilögðu mikil verðmæti.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

“Geigvænlegir atburðir hafa gerst: Víkingar frá Norður-Afríku hafa gengið á land í Grindavík, Vestmannaeyjum og víða á Austfjörðum, rænt fólki og fémæti og drepið fjölda manna. Meðal þeirra er séra Jón Þorsteinsson í Kirkjubæ í Eyjum. Minnstu munaði að víkingar þessir réðust einnig til atlögu að Bessastöðum, og tálmaði það fyrirætlan þeirra, að eitt skip þeirra tók niðri á boða á Skerjafirði.
Víkingar þessir, sem flestir voru frá Algeirsborg, komu hingað til lands á fjórum skipum. Það er talið að þeir hafi drepið hér um fjörutíu manns, flesta í Vestmannaeyjum, sært nokkra og haft á brott með sér hátt á fjórða hundrað Ísledninga og nálega tuttugu Dani, þar á meðal tvo Vestfjarðarkaupmenn. Fjögur kaupskip hremmdu þeir og höfðu tvö þeirra á brott með sér.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – teikning dr. Bjarna Sæmundssonar 12. apríl 1895.

Í Grindavík voru teknir tólf Íslendingar og þrír Danir og þar að auki áhöfn duggu þeirrar, sem átti að fara til Skutulsfjarðar.
Fyrsta víkingaskipið kom til Grindavíkur 20. dag júnímánaðar og varpaði akkerum á grunninu úti fyrir höfninni. Var sendur frá því bátur að dönsku kaupskipi er þar lá og létust víkingar vera hvalveiðimenn í þjónustu Danakonungs og báðust vista, en fengu ekki.
Grindavíkurkaupmaðurinn, Láritz Bagge, mannaði þá bát og lét róa út í skipið. Voru sendimenn þegar gripnir. Þessu næst greiddu víkingar atlögu, hremmdu kaupskipiðog réðust til uppgöngu í kaupstaðinn.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Flúði kaupmaður á land upp með öllum þeim, sem hjá honum voru í kaupmannshúsunum, en víkingar hófu að ræna búðirnar og byggðarlagið. Flest fólk fór að dæmi kaupmanns, nema Járngerðarstaðafólk, er féll í hendur víkingum. Engan drápu víkingar þó í Grindavík og ekki hirtu þeim um að hafa þá á brott með sér, er lasburða voru og einskis verðir sem þrælar á markaði.
Þegar víkingar létu út frá Grindavík, sáu þeir kaupfar danskt á leið vestur með landinu. Var þetta Skutulsfjarðarduggan. Tókst þeim að blekkja skipstjórnarmenn á henni með danskri veifu og ná henni á sitt vald. Sigldu þeir síðan á tveimur skipum fyrir Reykjanes og Garðskaga og inn Faxaflóa og huguðst ganga þessu næst á land á Álftanesi.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja og Bessastaðastofa fyrrum.

Fréttir af ráninu í Grindavík bárust þegar til Bessastaða, þar sem hirðstjórinn, Holgeir Rósinkrans, var fyrir á herskipi, sem lá á Seylunni. Lét hann undir eins safna liði um Nesin og halda vörð nótt og dag. Kaupför þau, sem komin voru, sendi hann inn á Leirvog í Mosfellssveit, en bændur voru kvaddir til virkishleðslu í Bessastaðanesi og þangað dregnar fallbyssur, sem heima voru á Bessastöðum. Aðkomumenn komu, voru kyrrsettir, og vildi svo til, að meðal þeirra voru þrír Frakkar, sem kunnu með skotvopn að fara, og hinn íslenski ævintýramaður, Jón Indíafari, sem hefur verið skytta á herskipum Danakonungs.

Víkingaskipin lögðu inn á Skerjafjörð laugardaginn 23. júní og stefndu á Seyluna. Steig þá hirðstjóri á hest með sveit manna, og reið flokkurinn fram og aftur með langar stengur, sem smíðaðar höfðu verið. Var það gert í því skyni, að víkingum virtist þar sveit altygjaðra hermanna.
Víkingar tóku að skjóta úr fallbyssum sínum, er þeir nálguðust, og var þeim svarað með fallbyssuskotum úr virkinu og af hirðstjóraskipinu á Seylunni. Véku þá víkingar skipum sínum undan norður á fjörðinn, en við það tók stærra skipið niðri, þar sem heita Löngusker, og stóð þar fast.

Skansinn

Skansinn við Bessastaði.

Lét hirðstjóri þá hætta skothríðinni, því að honum þótti ekki vogandi að egna víkingana til bardaga, ef vera kynni, að þeir létu sér strandið að kenningu verða. Hófu víkingar að flytja fanga og þungavarning úr hinu strandaða skipi yfir á hitt, en fleygðu því í sjóinn, er torveldast var viðfangs. Tókst þeim loks eftir hálfan annan sólarhring að ná skipinu af grynningunum og færðu skip sín þá utar, þar sem þeir voru óhultari. Þar selfluttu þeir fólk og varning á ný á milli skipanna, sigldu síðan brott og létu í haf með feng sinn.”

Árið 1628 komu nokkrir þeirra handteknu aftur heim. Þar á meðal voru tvo systkin frá Járngerðarstöðum við þriðja mann. Það var hollenskur kaupmaður sem leyst hafði Grindvíkingana út. Fólk þetta sagði þær fréttir að hinir herteknu væru flestir í ánauð í Algeirsborg, þeir sem ekki létust skömmu eftir komuna til Norður-Afríku.
Á Suðurnesjum eru nokkrar minjar og sagnir tengdar komu Tyrkjanna. Má þar nefna Ræningjastíginn í Heiðnabergi í Krýsuvík, komu Tyrkjanna í Krýsuvíkurselið ofan við bjargið, samskipti séra Eríks á Vogsósum við þá og Ræningjadysin austan við Ræningjahól, Eiríksvarðan á Svörtubjörgum ofan við Selvog, “Tyrkjavarðan” vestan við Stað í Grindavík, sem ekki má raska, Fornavörin neðan við Járngerðarstaðahverfi, en þar er talið að Tyrkinn hafi varpað akkerum, blóðþyrnirinn (þistill) neðan við Sjólyst í Grindavík, hellir við Húsfjall ofan við Hraun, en þangað ætluðu Þórkötlustaðabúar að flýja ef Tyrkinn kæmi á ný, Dýrfinnuhellir, en sagan segir að þangað hafi samnefnd kona flúið með börn sín og dvalið meðan Tyrkir höfðust við í plássinu, byrgin undir Sundvörðuhrauni, en ein tilgátan er sú að þau hafi verið hlaðin til að veita fólki skjól ef Tyrkinn kæmi aftur til Grindavíkur og dysin á Hrauni, en þar eiga Tyrkir er Rauðka drap að hafa vera verptir skv. sögunni, svo eitthvað sé nefnt.
Við Bessastaði má enn sjá Skansinn og minjarnar umhverfis hann, auk fallbyssu í kjallara Bessastaðastofu.Tyrkjaránið

Bessastaðir

Þann 30. júní 2023 friðlýsti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Bessastaðanesið. Áður hafði Skansinn á Nesinu verið friðlýstur; 25. okt. 1930.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – friðlýsing 2023.

Rökstuðningurinn fyrir friðlýsingunni var að; “Bessastaðanesið er hluti af alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði Skerjafjarðar og er mikilvægur viðkomustaður farfugla og sjaldgæfra fuglategunda og er fræðslu- og vísindagildi svæðisins hátt með tilliti til lífríkis og menningarminja, en þar er fjöldi menningarminja. Friðlýsta svæðið er 4,45 km² að stærð og nær yfir Bessastaðanes allt, hluta Bessastaðatjarnar og Lambhúsatjarnar og liggur að friðlandinu í Gálgahrauni sem friðlýst var í október 2009.”

Bessastaðanes

Bessastaðanes – friðlýsing (kort).

Á Bessastaðanesi eru fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki sem eru mikilvæg fæðusvæði fugla. Þá er svæðið viðkomustaður margæsar og rauðbrystings, en auk þess er þar æðarfugl, sendlingur og tildra sem hafa alþjóðlegt verndargildi. Verndargildi vistgerðanna á svæðinu er frá því að vera miðlungs hátt og upp í mjög hátt og eru til að mynda votlendisvistgerðirnar starungsmýravist, gulstaraflóavist og marhálmsgræður á lista Bernarsamningsins yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.
Friðlýsingunni er ætlað að tryggja vernd náttúrulegs ástand svæðisins sem bú- og viðkomusvæðis fugla, sem og að vernda líffræðilega fjölbreytni þess – lífríki í fjöru, grunnsævi, hafsbotni og vatnsbol. Jafnframt er markmiðið að vernda fræðslu- og útivistargildi Bessastaðaness, sem felst m.a. í líffræðilegri fjölbreytni, auðugu lífríki, tækifærum til útivistar innan þéttbýlis og nýtingar sem samrýmist verndun búsvæða fugla.

Bessastaðir

Bessastaðir 2023.

Með friðlýsingunni er Lambhúsatjörn að stærstum hluta friðuð, en við hana er m.a. að finna vistgerðina marhálmsgræður, sem hefur takmarkaða útbreiðslu og er mikilvæg fæða fyrir ýmsar andfuglategundir s.s. margæsir.

Í Wikipadiu segir m.a. um Bessastaði og Besstaðanes: “Á Bessastöðum er þyrping nokkurra húsa: Bessastaðastofa, Norðurhús, þjónustuhús og Suðurálma eru portbyggðar byggingar. Suðurálma samanstendur af móttökuhúsi, bókhlöðu og tengibyggingu við þjónustuhús.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja og Bessastaðastofa fyrrum.

Bessastaðastofa er elsta húsið á jörðinni. Móttökuhús er byggt við hana árið 1941 og tengt á milli með blómaskála sem nemur við suðurgafl Bessastaðstofu og gerður er eftir hugmynd ríkisstjórafrúarinnar, Georgíu Björnsson. Samsíða móttökuhúsinu er bókhlaðan, sem byggð var árið 1968 og gengt er úr henni í borðsal Bessastaðastofu. Bessastaðakirkja stendur fremst en handan portbyggðu húsanna eru forsetahús og ráðsmannshús. Fjær stendur bílageymsla, sem áður var fjós. Sambyggð hlaða gegnir enn sama hlutverki og áður en hlöðuloftið er nú geymsla. Búskapur var á Bessastöðum til ársins 1968.

Bessastaðanes er allstórt og þar má sjá á yfirborði menjar um ýmsa starfsemi. Örnefni vísa til þess að hluta, svo sem Skothús, Prentsmiðjuflöt og Sjóbúðarflöt.

Söguágrip

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Saga Bessastaða nær allt aftur til landnámsaldar, samkvæmt fornleifarannsóknum sem fram fóru á staðnum á 9. og 10. áratug 20. aldar og sem studdar eru rituðum heimildum að nokkru. Bessastaðir hafa ávallt verið mikilvægir í sögu þjóðarinnar og jafnan verið aðsetur höfðingja og háembættismanna. Snorri Sturluson átti jörðina þó svo að óvíst sé að hann hafi nokkru sinni búið þar sjálfur.

Bessastaðir 1720

Bessastaðir 1720.

Eftir víg hans árið 1241, rann jörðin með öllum gögnum og gæðum undir Noregskonung. Hún varð fyrsta jörðin á Íslandi til þess að komast í konungseigu. Hirðstjórar konungs sátu á Bessastöðum og síðar amtmenn og stiftamtmenn ásamt landfógetum. Nafntogaðasti og jafnfram mögulega verst þokkaði hirðstjórinn var Páll Stígsson en meðal merkustu landseta var Magnús Gíslason (amtmaður) sem þótti milt og gott yfirvald. Magnús var fyrsti Íslendingurinn sem gegndi stöðu amtmanns og hann átti frumkvæði að byggingu steinhúsanna tveggja á 18. öld sem enn standa. All veglegir legsteinar þeirra beggja eru múraðir inn í veggi Bessastaðakirkju.

Bessastaðir

Bessastaðir – kort 1770.

Bessastaða er vitanlega getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703 en þar er getið um að landskuld ýmissa annarra jarða á Álftanesi og leigukúgildi “betalist” í tunnum kola og smjöri. Um Bessastaði sjálfa segir m.a.: “Jarðarinnar dýrleiki þykjast menn heyrt hafa að verið hafi xii [hundruð]. Eigandinn er kóngl. Majestat. Hjer er amptmannsins residens og fóetans þá so til hagar. Landskuld er hjer engin nje hefur verið í nokkur hundruð ár.[1]

Ólafur Stephensen, stiftamtmaður, sat ekki á Bessastöðum og hann lét staðinn eftir til skólahalds fyrir Lærða skólann sem þá var nefndur Hólavallaskóli árið 1805. Eftir það nefndist hann Bessastaðaskóli, allt til ársins 1846 að hann fluttist í Lækjargötu í Reykjavík og heitir nú Menntaskólinn í Reykjavík. Grímur Thomsen, sem var fæddur og uppalinn á Bessastöðum þar sem faðir hans var skólaráðsmaður, fékk jörðina með konungsúrskurði 28. júní 1867 í skiptum fyrir Belgsholt í Borgarfirði og bjó þar og rak bú í tæp þrjátíu ár til æviloka 1896. Þá eignaðist Landsbanki Íslands staðinn og tveimur árum síðar var hann seldur. Kaupandi var Skúli Thoroddsen, ritstjóri og alþingismaður. Skúli bjó á Bessastöðum ásamt fjölskyldu sinni í tíu ár. Eftir það bjuggu Jón H. Þorbergsson bóndi, Björgúlfur Ólafsson læknir og Sigurður Jónasson forstjóri í Bessastaðastofu en sá síðastnefndi afhenti ríkinu jörðina að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur.

Bessastaðastofa

Bessastaðir

Bessastaður 1722.

Bessastaðastofa var byggð á árunum 1761 til 1766 sem embættisbústaður Magnúsar Gíslasonar amtmanns. Það var danska stjórnin sem lét byggja húsið en ástand eldra embættisseturs var orðið afar bágborið. Kostnaðurinn nam 4.292 ríkisdölum og 77 skildingum. Þar í reiknast ýmis kostnaður sem til féll vegna vandamála sem upp komu á byggingartímanum. Miklu dýpra var niður á fastan grunn og fór jafnmikið grjót í sökkul hússins og í veggi þess, byggingartíminn varð mjög langur og kostnaðarsöm mistök voru gerð við þakið. Engar teikningar hafa fundist af Bessastaðastofu en talið er að húsameistarinn Jakob Fortling hafi teiknað hana. Bessastaðastofa hefur frá byggingu hússins tekið allmiklum breyting í gegnum tíðina, utan sem innan.

Fornleifakjallari undir Bessastaðastofu

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu. Fundust við uppgröft.

Að áliðinni 20. öld þótti kominn tími til umfangsmikilla viðgerða og endurnýjunar húsanna á Bessastöðum og kallaði ástand Bessastaðastofu á miklar endurbætur. Af heimildum og fyrri rannsóknum þótti ljóst að vænta mætti þess að mannvistarleifar kæmu í ljós við framkvæmdir en þær hófust árið 1989 undir stjórn Bessastaðanefndar (sem skipuð var um endurbæturnar). Sú varð raunin, en miklu meira en menn óraði fyrir og mannvistarlög voru mörg, hvert ofan á öðru. Að endingu spannaði fornleifarannsóknin á Bessastöðum níu ár og varð ein hin umfangsmesta sem fram hafði farið á Íslandi. Samkvæmt rannsóknum nær búseta á Bessastöðum allt aftur á landnámsöld. Auk mannvirkjaleifa, fannst allmikið af gripum við fornleifarannsóknina á Bessastöðum. Þá öfluðu vísindamenn stærsta safns fornvistfræðilegra gagna sem fundist höfðu í einum uppgreftri hérlendis fram að því.

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu.

Við upphaf húsaviðgerðarinnar, var kjallarinn undir Bessastaðastofu grafinn út og fornminjum komið fyrir þar, svo sýna mætti áhugasömum. Þann sóma sem fornminjum staðarins er sýndur með gerð fornleifakjallarans og útfærslu hans, má ekki síst þakka velvilja og skilningi þáverandi forseta, sem var Vigdís Finnbogadóttir. Fyrirhugaður vínkjallari undir húsinu vék fyrir fornleifakjallaranum. Um leið jókst þýðing setursins þar sem unnt varð að sýna gestum forseta raunverulegar menjar um sögu staðarins og veita innsýn að nokkru leyti inn í daglegt líf æðstu embættismanna landsins árhundruð aftur í tímann.

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu.

Bessastaðanefnd og Þjóðminjasafn Íslands sameinuðust um frágang kjallarans sem sýningarhæfs rýmis og útstillingu muna. Frágangi hans var endanlega lokið um mitt árið 1994. Þarna má skyggnast nokkrar aldir aftur í sögu Bessastaða og meðal annars er gengt meðfram austurvegg bústaðar landfógeta frá fyrstu áratugum 18. aldar og má sjá inn á gólf hússins. Það var gert af bindingsverki og gefið er sýnishorn af því hvernig veggir slíkra bygginga voru gerðir en fyrirmyndin er allgömul og kemur frá Evrópu þó svo að hús úr bindingsverki hafi ekki reynst mjög vel hérlendis né verið endingargóð.

Fallbyssa í fornleifakjallaranum

Bessastaðir

Bessastaðir – fallstykki frá Skansinum í kjallara Bessastaðastofu.

Flestir brenndu leirmunanna voru brot úr leirkerjum frá 17. – 19. öld en eitt brotanna er frá 15. öld. Meira en 100 brot úr krítarpípum fundust, flest frá 18. öld Pípuhausar voru litlir því tóbak var dýrt. Glerið sem fannst, svo sem glasabrot, sýna stöðu Bessastaða sem höfðingjasetur því annað eins var ekki að finna á bæjum. Elsta glerbrotið var úr mannvistarlagi frá 15. eða 16. öld. Meðal óvenjulegust muna voru lítill tálgukarl úr beini og hafa verið leiddar að því líkur að hér sé um að ræða e.t.v. leikfang barns eða taflmann. Allmargir járnmunir fundust, svo sem naglar, hnífur, sylgja og reisla.

Þá má nefna að í fornleifakjallaranum er fallbyssa sem talin er vera frá 15. öld, sem fannst í jörðu á Bessastöðum árið 1888. Trúlega var byssan notuð staðnum til varnar er einnig mögulega til erfðahyllingar þegar við átti. Byssan er trúlega sú næstelsta sem til er hérlendis. Hún er gerð af sex járnhólkum og eru járngjarðir utan um samskeyti þeirra. Mögulega vantar eitthvað á lengd byssunnar. Enn eldri er byssa sem einnig fannst í Bessastaðalandi, en hlaup hennar er gert af járnstöfum sem mynda sívalning sem járngjarðir eru felldar utanum. Sú er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands.

Þrælakistan

Bessastaðir

Lágmynd á Bessastaðakirkju.

Vinnumannaskálinn á Bessastöðum var kallaður Þrælakistan, svarthol konungs í Konungsgarði, og var ætlaður afbrotamönnum. Menn vissu lengi vel ekki hvar hún hefði verið. En árið 1993 stóð yfir uppgröftur í grennd við Bessastaði. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur taldi þá hugsanlegt að Þrælakistan hafi komið í ljós við rannsóknina rétt austan við Bessastaðastofu. Þar fannst niðurgrafin rúst og voru veggirnir gerðir úr stórum björgum, og er líklegt að hún hafi verið þar.

Bessastaðir

Forsetasetrið á Bessastöðum. Lengst til hægri er forsetabústaðurinn sem byggja á upp í sumar, kring um húsagarðinn er lengsttil hægri Hjáleigan svokölluð með nýja eldhúsinu, sem tengist um bókhlöðuálmuna blómaskála, móttökusal í Bessastaðastofu lengsttil vinstri. Norðanmegin er nýuppbyggt Norðurhús með tækniútbúnaði í kjallara, húsvarðaríbúð og öryggisvörslu. Lengst til vinstri má sjá Bessastaðakirkju. Á þessari skipulagstillögu má sjá bætta aðkomu, bílastæði og garða.

Þegar uppgreftrinum lauk varð þessi hugsanlega Þrælakista að vínkjallara Bessastaða. Í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness er minnst á Þrælakistuna: „Allir munu vera okkar vinir, sagði hún; því fólkinu líður vel. Og þrælakistan leggjast niður á Bessastöðum, sagði hann. Því í landi þar sem fólkinu líður vel eru ekki framdir glæpir. Og við ríðum um landið á hvítum hestum, sagði hún“.

Í Morgunblaðinu 1995 er fjallað um “Uppbyggingu á Bessastöðum“:

“Á Bessastöðum hafa síðan 1989 farið fram endurbætur á húsakosti og framtíðaruppbygging á forsetasetrinu. Endurbyggja þurfti Bessastaðastofu og þjónustubyggingar og um sl. áramót var tekið í notkun nýtt fullkomið eldhús í Hjáleigunni svonefndu. Næsta sumar er fyrirhugað íbúðarhús fyrir forseta á grunni Ráðsmannshússins. Formaður byggingarnefndar Helgi Bergs og Pétur Stefánsson framkvæmdastjóri verksins gengu um staðinn með Elínu Pálmadóttur og skýrðu frá endurbótum og áformum.

Bessastaðir

Bessastaðir – fyrirhuguð uppbygging.

Fréttir um að kostnaður við framkvæmdir á Bessastöðum fari líklega upp í 900 milljónir, nú þegar búið að verja 560 milljónum í endurbætur, vekja eðlilega spurningar um í hvað þetta hafi farið. Því fremur að ekki verður í fljótu bragði komið auga á afraksturinn, sem stafar af því að þótt nærri allt hafi þurft að endurbyggja, þá er það látið halda sér að ytra útliti þar sem öll hús eru friðuð hið ytra á þessu forna höfðingjasetri. Aðkoman er því og verður nánast óbreytt. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós hve gífurlega mikið verkefni þarna er á ferðum.

BessastaðirVar byrjað á að gera faglega úttekt á húsunum og kom í ljós að þau voru miklu verr farin en menn hafði órað fyrir. „Ég hafði ekki hugmynd um það fremur en nokkur annar þegar við þrír vorum skipaðir í nefnd til að hafa umsjón með endurbótum á húsakosti á Bessastöðum,” sagði Helgi Bergs, en með honum í nefndinni eru Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri og Gunnar Hall ríkisbókari. Húsameistari ríkisins Garðar Halldórsson er arkitekt verksins í samvinnu við Þorstein Gunnarsson, arkitekt og sérfræðing um gömul hús.

Sumarið 1989 var fyrsta verkefnið að endurbyggja Bessastaðastofu, þetta 200 ára gamla hús. Eftir því sem meira var rifið komu meiri skemmdir í ljós og þurfti að byggja húsið upp á nýtt, svo nánast er ekkert eftir af gömlu byggingunni nema hluti af útveggjum og kjaliara.
„Þurfti nánast að bródera saman það sem eftir var af útveggjunum, sauma steinana með ryðfríu stáli svo að þeir héldust saman.“ En viðgerðarsteinum var safnað úr gömlum byggingum, m.a. komu steinar úr Leynimýri í Öskjuhlíð. En húsið er allt byggt úr sömu efnum. Þegar farið var að rífa þakið sem hriplak var tekið það ráð að tjalda alveg yfir svo húsið var endurbyggt innan í öðru húsi.
BessastaðirBessastaðastofa er því með sama yfirbragði og hún var. Hlutföll hafa þó verið löguð á framhlið, þannig að fimm gluggar eru í stað fjögurra á kvistinum og handriðið yfir svölunum frá 1955 fallegra. Breiðu kvistirnir báðum megin á húsinu voru seinni tíma viðbætur og var bakkvisturinn rifinn og litlu upphaflegu kvistirnir komu í staðinn. Þegar húsið var endurbætt 1941 voru aftur settir á gafla þaksins upphaflegir hálfsneiðingar eða hálfvalmar, sem halda sér á þessu húsi og öðrum.

Steinhúsið sjálft er frá 1760-66, byggt í tíð Magnúsar Gíslasonar amtmanns, svo ekki er að furða þó það hafi verið orðið lasið. Bessastaði sátu síðan umboðsmenn hins danska valds, Lærði skólinn var þar til húsa 1805-1846 og ekki alllöngu síðar komust Bessastaðir í einkaeign og voru það þar til þeir komust í eigu íslenska ríkisins. 1941 voru gerðar víðtækar breytingar á byggingunni undir umsjón Gunnlaugs Halldórsssonar arkitekts í því augnamiði að hún yrði aðsetur þjóðhöfðingjans.

Nýtt hús fyrir forseta

Bessastaðir

Bessastaðir – mynd á vasa frá 19. öld.

Frá því að Bessastaðir urðu setur ríkisstjóra og síðan forseta Íslands hefur notkun forsetasetursins tekið talsverðum breytingum. Í tíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar var þarna bú og húsin nýtt eins og á herragarði með þjónustufólki. Bjuggu forsetafjölskyldurnar í Bessastaðastofu með afnot af stofunum sem jafnframt voru notaðar í opinbera þágu og með svefnherbergi sín uppi. Eftir því sem móttökum fjölgaði hörfaði forsetafjölskyldan upp á loftið og bjó þar að mestu í lítilli íbúð undir risi eftir að Kristján Eldjárn varð forseti. Var svo þegar Vigdís Finnbogadóttir tók við. En vart þykir lengur boðlegt að forseti búi í embættissölum eða risinu á samkomuhúsi, ef svo má segja. Og þegar farið var í endurbætur var ákveðið að forsetinn flytti úr Bessastaðastofu, sem verður að móttökuhúsi, en fái eigið hús fyrir sitt einkalíf. Vegna viðgerðanna hefur Vigdís forseti ekki getað búið á Bessastöðum síðan viðgerðir hófust 1989.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Ákveðið var að byggja forsetabústað á staðnum og er það næsta verkefni. Verður gamla Ráðsmannshúsið, sem var forskalað timburhús byggt 1944 fyrir bústjórann og stendur nokkru norðar, rifið á þessu ári og annað byggt í staðinn, nánast eins í útliti. Er ætlunin að semja við verktaka um það og að gera það fokhelt næsta sumar. Ekki kvaðst Helgi geta lofað því að það yrði fullbúið vorið 1996, það færi eftir fjárveitingum.
Forsetahúsið verður rúmgott hús fyrir eina fjölskyldu, ein hæð að framan og tvær undan brekkunni með risi, eins og gamla húsið og fær sjálfstæðan aðgang og lítinn garð, sem miðar að því að auka möguleika forsetans á að eiga sitt einkalíf.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Verða á húsinu minni háttar útlitsbreytingar, m.a. til að hægt sé að aka inn í bílskúr í enda kjallarans. Þarna eru stofur á aðalhæðinni og eidhús og tvö svefnherbergi uppi og tvö aukaherbergi á jarðhæð. Veitir það sveigjanleika fyrir fjölskyldustærð framtíðarforseta. Verður húsið með valmaþaki og kvistum eins og hið gamla, en á þakið verða settar skífur eins og á önnur hús. Verður þetta hús væntanlega fokhelt næsta haust og gengið alveg frá því að utan og jafnfram gengið frá lóð eftir því sem fjárveitingar leyfa.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Gert er ráð fyrir því að bæta aðkomuna, bílastæðin og umhverfi forsetasetursins og hafa landslagsarkitektarnir Reynir Vilhjálmsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir unnið að skipulagi þess í samvinnu við arkitekta staðarins. Milli bygginganna er ferhyrndur húsagarður, sem var malbikaður þjónustugarður og stendur fyrir dyrum að fegra hann og gera að inngarði, enda snúa gluggar út að honum.

Fundust líka fleiri húsaleifar

Bessastaðir

Bessastaðir – Skansinn; skilti.

Var haldið áfram uppgrefi í kring, alls á 3.000 fermetra svæði, og var utan við Bessastaðastofu grafið niður á botn. Var komið niður á leifar frá landnámsöld og farið í gegn um mörg lög þar á milli. Segir Guðmundur að það hafi komið á óvart hve umfangsmikil byggð hefur verið á Bessastöðum allt frá uppphafi Íslandsbyggðar, sennilega allt aftur á 10. öld, sem engar ritaðar heimildir era til um.

Skansinn

Bessastaðir – Skansinn.

Undir Bessastaðastofu hefur verið útbúinn gríðarlega merkilegur fornleifakjallari, þar sem hægt er að fara niður og sjá og sýna bæði muni, svo sem iitla mannsmynd úr beini klædda embættisskúða frá 18. öld, og horfa einnig gegn um gler inn á upplýstar mannvistarleifar og hleðslur. Ákaflega fallega og haganlega fyrir komið. Semsagt hægt að sjá sögu staðarins allt aftur á landnámsöld, sem er alveg einstakt hér á landi. Enda eru Bessastaðir einn mesti sögustaður þjóðarinnar.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja.

Að lokum spyr ég Helga hvort Bessastaðakirkja sé á verkefnaskrá nefndarinnar. Hann svarar því bæði játandi og neitandi, segir að þessu verkefni tilheyri að gera kirkjunni eitthvað til góða. Pússningin sé laus og illa farin og eins þakviðir og anddyri og þyrfti að gera við það.
Hvort eitthvað yrði meira vildi hann ekkert um segja. Ekki væri í þeirra áætlunum að byggja kirkjuna upp, eins og t.d. hefur verið gert við Hóladómkirkju.”

Á Bessastaðanesi eru margvíslegar fornleifar. Þar má fyrst telja Skansinn og bæ Óla “skans”, grunn prensmiðjuhúss Gríms Thomsen, Sjóðbúð, gerði, fjárborg, skothús, garðhleðslur, Skjónaleiðið, selstöðu, brunna, ummerki mótekju o.fl.

Bessastaðir

Bessastaðir – meint “Þrælakista”.

Líklegt má telja að svonefnd “þrælakista” hafi aldrei verið á bænum Bessastöðum heldur á tanga sunnan Músarvíkur. Þar eru tóftir, auk garða er umlykja hana.

Heimildir:
-https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/30/Radherra-fridlysir-Bessastadanes/-https://is.wikipedia.org/wiki/Bessasta%C3%B0ir
-Morgunblaðið 15. jan. 1995, Uppbygging á Bessastöðum, bls. 18-19.

Bessastaðir

Bessastaðir – skothús.

Bessastaðir

Gengið var um Bessastaðanes með viðkomu í kjallara Bessastaða og á Breiðabólstað vestan Bessastaðatjarnar.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – minjar og örnefni: ÓSÁ

Þegar farin er heimreiðin að Bessastöðum liggur leiðin framhjá Lambhúsum. Bærinn er horfinn en nálægt veginum og þar var m.a. stjörnuskoðunarstöð seint á 18. öld.
Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum urðu Bessastaðir fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar. Sigurður Jónsson (1896-1965), forstjóri í Reykjavík,
gaf íslenzka ríkinu staðinn til búsetu fyrir ríkisstjóra vorið 1941. Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni.

Sem fyrr segir komust Bessastaðir í eigu íslenska ríkisins 1941 þegar maður að nafni Sigurður gaf ríkinu staðinn til bústaðar fyrir ríkisstjóra. Og frá því að Ísland varð lýðveldi 1944 hefur þetta verið bústaður forseta landsins. Árið 1805 var æðsta menntastofnun sem þá var í landinu “Lærði skólinn” fluttur hingað og starfaði hér í 40 ár. Forsetabústaðurinn er með elstu húsum á Íslandi reistur á árunum 1761-1766. Síðan hefur húsinu verið breytt og byggt við það, en er nú einungis notað sem móttökustaður. Forsetinn býr í nýju hús skammt norðar.

Reykjavík

Bessastaðir – gamla kirkjan.

Kirkjan er byggð utan um eldri kirkju sem þar var. Í kirkjunni eru steindir gluggar sem settir voru í hana 1956, og sýna þeir atriði guðspjallasögunni og kristnisögu Íslands.
Sögu byggðar á Álftanesi má rekja allt aftur til fyrstu Íslandsbyggðar og tilheyrði nesið landnámi Ingólfs Arnarsonar. Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, nam land á því svæði sem hét Álftaneshreppur.

Bessastaðir

Bessastaðir – nýja kirkjan.

Álftaneshreppur varð snemma til því byggð óx hratt á fyrstu öldunum eftir landnám. Sennilega hafa mörk Álftaneshrepps verið hin sömu frá upphafi hans fram til 1878 þegar hreppnum var skipt eftir kirkjusóknum í tvö sveitarfélög: Bessastaðahrepp og Garðahrepp.
FERLIR er þekktur fyrir áhuga á sögu og minjum svæðisins svo sjálfsagt þótti að verða við þeirri ósk hans að fá að líta í kjallara Bessastaðastofu. Þar eru minjar frá uppgrefti á svæðinu er stofan gekk í endurnýjun lífdaga á síðasta áratug 20. aldar. Mikið mun hafa gengið á, bæði við og í kringum uppgröft þann. Afurðirnar má t.a.m. sjá í kjallaranum, s.s. minjahluta eldri bæjarstæða, einstaka hluti, muni og sögulegar skýringar.

Bessastaðir

Bessastaðir – kort 1770.

Gengið var áleiðis norður að Bessastaðanesi. Á móts við útihúsin á Bessastöðum er tangi út í Bessastaðatjörn sem heitir Prentsmiðjutangi. Þar var prentsmiðja Skúla Thoroddsens alþingismanns og ritstjóra Þjóðviljans. Hann bjó á Bessastöðum frá 1901-1908. Skammt norðar er gamall brunnur frá Bessastöðum.
Dr. Kristján Eldjárn gerði fornleifakönnun á Bessastaðanesi og gaf hana út (Kristján Eldjárn. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1981). Í henni eru tíundaðar helstu minjar, sem þar er að finna, s.s. brot af hlöðnum garði ofan við Músarvík, skotbyrgi, tóft, sennilega varðskýli á Rananum yst á Nesinu gegnt Eskinesi (norðan við hana er brunnstæði), tvær fjárborgir eða sauðabyrgi ofan Sauðatanga nyrst og síðan Skansinn norðvestan á því. Ferðin var notuð til að rissa upp minjarnar á svæðinu (sjá meðfylgjandi uppdrátt).

Skansinn

Skansinn við Bessastaði.

„Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Dugguós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir en eru nú ávalir og grasi grónir.“
Í júní 1627 rændu Tyrkir Grindavík. Tíðindin spurðust fljótt til Bessastaða og lét höfuðsmaðurinn Holger Rosenkranz hlaða virki úr torfi og grjóti fyrir ofan Seyluna, en svo kallast víkin sem skerst inn í nesið Skerjafjarðarmegin.

Skansinn

Skansinn – uppdráttur ÓSÁ.

Á næstu áratugum var farið að hugsa til þess að hafa að staðaldri virki á Bessastöðum. 1667 var innheimtur af landsmönnum skattur til að byggja upp Bessastaðaskans næsta ár og voru Suðurnesjamenn fengnir til þess. Ekki var skansinum haldið við eftir þetta og greri yfir hann að mestu.
Þegar komið er að stíflunni eru rústir á hægri hönd, þær eru af Skansinum, virkinu og bænum þar sem Óli skans bjó. Konan hans hét reyndar Fía en ekki Vala. Þau bjuggu þar í smábýli, sem fór í eyði um aldamótin 1900. Á hægri hönd (þegar gengið er eftir stíflunni) er Seilan, víkin þar sem skip alsírskra sjóræningja strandaði fullt af herteknum Íslendingum árið 1627. Einstreymisloki á stíflunni milli Bessastaðatjarnar og sjávar, sem gerð var 1953. Lokinn heldur vatninu í tjörninni stöðugt í svipaðri hæð.

Breiðabólstaðir

Breiðabólstaðir.

Breiðabólsstaðir eru byggðir úr höggnu grjóti undir lok 19. aldar. Sumir segja að það hafi verið afgangsgrjót úr Alþingishúsinu, líkt og einn veggur fjárhússins á Minna-Knarrarnesi. Lítil tjörn, Breiðabólsstaðatjörn er rétt við Breiðabólsstaði. Nálægt Jörva er gamall varðturn frá stríðsárunum, uppistandandi menjar um stóran herskálakamp, Brighton-kamp, sem teygði loftnet sín um flest tún þar í kring.

Heimildir:
-Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar. Ágúst Ó. Georgsson tók saman. Reykjavík 1990
-Kristján Eldjárn. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1981.

Upplýsingar um Bessastaði eru m.a. af http://alftanes.is

Á Álftanesi

Í Besstaðanesfjöru.

Skansinn

Komið við í Bessastaðarstofu og húsakynnin skoðuð hátt og lágt, bæði minjarnar í kjallara svo og sögufrægir munir hið efra. Staðarhaldari fræddi viðstadda um fornleifauppgröftinn á Bessastöðum, er kallaði á sínum tíma á allskyns vangaveltur um álitamál, sýndi afraksturinn undir stofunni og sagði frá húsdraugnum.

Bessastaðir

Undir Bessastaðastofu.

Í Álftanessögu eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson er m.a. fjallað um Skansinn. Þar segir: “Skansinn var hjáleiga frá Bessastöðum og þar var búið til ársins 1927. Bæjarhúsin stóðu við Seiluna, vík sem gengur inn í Álftanes norðanvert. Þar var einnig virki fyrr á tímum.

Þekkt er kvæðið um Óla Skans, Ólaf Eyjólfsson, sem bjó í Skansinum seint á nítjándu öld. Erlendur Björnsson lýsir honum í endurminningum sínum, Sjósókn. Óli var vinnumaður hjá Erlendi á Breiðabólstöðum og móður hans og “liðlegur” sjómaður. Óli Skans var meðalmaður, grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt en allhátt. Hann var með ljósleitt hár, slétt og sítt, skipti í miðju og var alrakaður. Hakan var óvenju breið og hann var lotinn í herðum.

Skansinn

Skansinn.

Hann var óvenjulegur þrifnaðarmaður, kátur og fjörugur en enginn söngmaður. Um hann er þó sungið enn í dag, en yfirleitt farið rangt með vísuna. Rétt mun hún vera svona:

Óli Skans, Óli Skans,
er hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjólið.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ei orna honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Garður við Skansinn

Garður við Skansinn.

Síðasti ábúandinn í Skansinum var Gísli Jónsson listmálari. Skansinn var þá í eigu Einars Benediktssonar skálds. Gísli var blásnauður en mjög listfengur og eftir hann liggur fjöldi merkra málverka. Árið 1890 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni ASÍ. Á meðan Gísli bjí í Skansinum valdi hann oft myndefni af Álftanesi. Ljósmóðir sem sat yfir fæðingu átta barna Gísla og síðari konu hans, Bjargar Böðvarsdóttur, hefur sagt frá þvía ð þau Gísli og Björg hafi haft fjöruþang til upphitunar og búið við bjargneyð og einangrun. En málverk Gísla prýddu veggi og meðal þeirra fegurstu er myndin, sem hér  fylgir af Skansinum, sem Gísli gaf Björgu konu sinni með rósamáluðum ramma utan um.”

Skansinn

Skansin og hús Óla Skans.

Sveinn fræddi viðstadda um stífluna við Bessastaðatjörn og hina hugvitsamlegu einstreymisloku, sem þar var sett til að jafna og halda vatnsyfirborði tjarnarinnar sem jöfnustu. Þá voru skoðaðar stríðsminjar á norðanverðu Nesinu, gamla steinhleðsluhúsið á Breiðabólstað o. fl.
Annars er ganga með strönd Álftanessins bæði ákjósanleg og áhugaverð. Fuglalífið er mikið og fjölbreytt, auk þess sem fjöruborðið býður upp á hinar ýmsustu kræsingar.
Veður var ágætt – Gangan tók 1 kls og 11 mín.

Heimild:
-Anna Ólafsdóttir Björnsson, Álftanessaga, kápa – Þjóðsaga 1996
-Sveinn Erlendsson

Skanskinn

Skansinn.

Skansinn

Fyrir tæplega hálfri öld (um 1960) var Gísli I. Þorsteinsson (f. 1952) á ferð um norðanvert Álftanes með föður sínum, Þorsteini Einarssyni. Gísli var þá á tíunda ári. Þeir feðgar voru m.a. að skoða fuglalífið í fjörunni við Seyluna. Þeir gengu um Dugguós. Þegar þeir komu út að Skansinum og voru á gangi yfir útveggi hans ofan fjörunnar ráku haukfrá augu Gísla óvænt í eitthvað áhugavert í fjöruborðinu rétt neðan hans (þar sem sjórinn hafi brotið gróðurbakkann).

Gísli á fundarstaðnum neðan við Skansinn

Betur að gáð kom í ljós að þarna var um heillega blýkúlu að ræða. Við viktun síðar mældist hún um 920 gr. (tæp 2 pund) að þyngd, 5.7 cm að þvermáli og 18.0 cm að ummáli. Drengnum fannst mikið til koma og ákvað að varðveita kúluna. Hún hefur fylgt honum æ síðan með einum eða öðrum hætti.
Fyrir skömmu rifjaðist ferðin forðum upp í tveggja manna tali og Gísli ákvað að leita kúlunnar – og var ekki lengi að finna hana. Við endurheimt hennar var tilefni talið að huga nánar að upprunanum og hugsanlegum tengslum hennar við söguna, skrifaðar heimildir, vangaveltur og aðrar minjar, sem síðar hafa fundist við Bessastaði, t.d. fallbyssuhlut þann er fáum er kunnugt um, en varðveittur hefur verið í þegjandi hljóði undir Bessastaðastofu.
Ákveðið var að reyna að kanna hvort hugsanlegt væri að þessi blýkennda kúla frá Skansinum, er virtist einna líklegast hafa tilheyrt fóðurfangi fallbyssu, gæti með einhverjum hætti tengst fallbyssuhlutnum í kjallara hins sögufræga menningarseturs að Bessastöðum. Með það að markmiði var haft samband við Guðmund Ólafsson, hinn mæta fornleifafræðing hjá Þjóðminjasafni Íslands er tók m.a. hvað virkastan þátt í fornleifauppgrefti þeim að Bessastöðum er endurheimti fallbyssuhlutinn, og hann spurður hvort hann gæti komið og lagt mat á umleitunina.

Skansinn febr. 2008

Þegar vettvangurinn við Skansinn var skoðaður með Gísla í aðdraganda síðdag einn í febrúarmánuði árið 2008 gekk hann hiklaust á staðinn þar sem hann fann kúluna umrætt sinn. Hann staðnæmdist uppi á grónum virkisveggnum, horfði í kringum sig og gekk ákeðnum skrefum niður að fjöruborðinu, síðan þrjú fet áfram og benti; “Hér var það”. Segja verður eins og er að það hefur þurft bæði forvitin og áhugasöm barnsaugu til að koma auga á kúluna innan um jafnlitt fjörugrjótið. Kannski það hafi bara alls ekki verið af einskærri tilviljun. Gæti verið að barninu, sem áður hafði lifað af alvarlegt bílslys, hafi beinlínis, á yfirnáttúrulegan hátt, verið bent á þennan ofurlitla hlut í fjöruborðinu með það fyrir augum að tengja hann síðar við hin menningarsögulegu myndbrot vettvangsins? Fæstir fræðimenn er vildu láta taka sig alvarlega myndu opinberlega samþykkja þá tilgátu, en leikmenn er upplifað hafa hliðstæð tilvik myndu án efa samþykkja hana. Þeir síðarnefndu gætu hins vegar lent í vandræðum ef þeir þyrftu að rökstyðja samþykki sitt því slíka skortir jafnan áþreifanlegar sannanir þegar til kastanna kemur (eða eiga a.m.k. erfitt með að rökstyðja mál sitt).
Karl Gíslason, umsjónarmaður á Bessastöðum, hafði við umleytan reynst góðfúslega tilbúinn að leyfa FERLIRsfélögum að skoða fallstykkishlutann í kjallaranum og bera kúluna við það. (Svona eiga opinberir starfsmenn að vera – jákvæðir og ávallt reiðubúnir (eins og Fallbyssukúlan - ljósm. KKgóðum skátum sæmir)). Tilgangurinn var að meginefni sá að kanna hvort kúlan gæti haft minjagildi eða ekki. Hafa ber í huga að hér gæti verið um “aðskotahlut” að ræða, þ.e. hann gæti hafa komið úr einhverjum byssum hernámsliðsins er hafði bækistöðvar á Álftanesi í Seinni heimsstyrjöldinni, verið kastað úr flugvél, skolað á land úr skipsflaki eða hreinlega verið kastað þarna af einhverjum áhugalausum um slíka gripi. Eftir sem áður gæti kúlan verið það gömul að hún myndi flokkast undir fornminjar – þótt uppruninn gæti verið annar en beintenging við “verkfærin”, sem notuð voru á Skansinum.
Áður en lengra er haldið er sjálfsagt að rifja eitthvað handhægt upp um fundarstaðinn: “Skansinn er yst á Álftanesi, innan við Seiluna, en þar var byggt vígi til varnar konungsgarðinum á Bessastöðum ef sjóræningjar skyldu leggja þangað leið sína. Inn á Seiluna sigldu sjóræningjarnir sem rændu í Grindavík 1627 og ætluðu að gera Bessastöðum sömu skil. En þeir strönduðu skipi sínu á skeri og sneru frá. Árið 1688 var hlaðið virki á Skansinum, með nokkrum fallbyssum til að verjast innrás sjóræningja og annars illþýðis. Þær voru aldrei notaðar.
Um síðustu aldamót var smákot á Skansinum. Þar bjuggu þá hjónin Málfríður og Eyjólfur ásamt syni sínum Ólafi. Þótt búið væri lítið ríkti þar mikill þrifnaður og ekki spillti Ólafur fyrir því hann var kátur, fjörugur og lífsglaður ungur maður, en enginn söngmaður, svo vitnað sé í samtímaheimild um hann. Ólafur Eyjólfsson er þó þekkt persóna í dansbókmenntum okkar, því um hann var saminn textinn við dansinn Óla skans sem hvert mannsbarn á Íslandi kannast við.”
Skansinn - úr bókinni Sjósókn - Esjan í baksýnSkansinn, þetta gamla virki, var friðlýst 1930, sbr.:„Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Dugguós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir en eru nú ávalir og grasi grónir.“
Í bók Vilhjálms Þ. Gíslasonar, “Bessastaðir, þættir úr sögu höfuðsbóls” er m.a. fjallað um Skansinn og Seyluna: “Bessastaðir hafa einu sinni verið herstöð og bardagasvæði. Það var í Tyrkjaráninu 1627. Þó að í þeirri viðureign væri að vísu “fallstykkjum affírað”, og höfðingjar sætu þar á riddaravísu ú gylltum söðlum vopnaðir, þá var sá hernaður enginn hetjusaga. Fyrirliðinn hafði einnig hest söðlaðan að húsabaki, til þess að geta flúið.
Sjóræningar komu að Reykjanesi í júni 1627. Hertóku þeir fólk í Grindavík og sigldu síðan vestur fyrir land. Þessi ótíðindi úr Grindavík spurðust fljótlega til Bessastaða. Þar var þá höfuðsmaður Holger Rosenkranz. Kaupskip varnarlítið lá þá á Seylunni, og skip voru einnig í Hafnarfirði, Keflavík og á Hólmshöfn. Þeim var stefnt til Bessastaða, og urðu þá þrjú hafskip á seylunni. Viðbúnaður var einnig hafður í landi og hlaðið virki úr torfi og grjóti fyrir ofan Seyluna. Þangað voru fluttar fallbyssunar sem til voru á Bessastöðum.Þar voru þá staddir ýmsir fyrirmenn í embættiserindum, og kyrrsetti höfuðsmaður þá alla og setti ýmsa þeirra til varnar í virkið. Meðal þeirra, sem þannig voru staddir á Bessastöðum, voru Þorlákur Skúlason, síðar biskup, Jón Sigurðsson á Reynistað, fyrrum lögmaður, Þorbergur og Sigurður Hrólfssynir úr Þingeyjarsýslum og Jón Ólafsson Indíafari, vestan úr fjörðum, en hann var þar með skilaboð frá Ara í Ögri.
FallbyssaÞetta var kvöldið fyrir Jónsmessu, og sáust nú Tyrkjaskipin sigla inn fyrir Álftanes og inn á Seylu og skutu nokkrum fallbyssuskotum. Þeir dönsku í Skansinum skutu á móti. Hugðu nú Tyrkir samt gott til góðarinnar og bjuggust við miklu herfangi úr Seyluskipunum. Almenningur um Nesin var lostinn miklum ótta og flýði. Konur og börn og búsmali var fluttur upp til selja eða upp um hraun til fjalla, segir Björn á Skarðsá.”
Til að gera langt mál stutt þá strandaði annað ræningjaskipið á Seylunni, en áhöfninni tókst að forfæra bæði fanga og farm yfir á hitt skipið og losa þannig um það. Í Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara, samin af honum sjálfum 1661 með viðbót, segir m.a. um þetta: “
Fýrað var af byssum bæði frá landi og frá skipum. Orrustan var hafin. “En um þetta bil, af Guðs tilsettu ráði, bar annað reyfaraskipið upp á grynningar svo það stóð, því fjörumikið orðið var. Var það það skipið, sem hertekna fólkið á var og mestallt góssið.” Til að létta skipið hófust þá menn af hinu skipinu handa við að flytja fólk og góss af hinu strandaða skipi yfir á hitt. Köstuðu þeir miklu af góssinu í sjóinn, mjöli, öli og annarri góssvöru sem þyngst var. Og sem þeir voru í þessu sjóarsvamli og flutningi skipanna á milli létu þeir dönsku af að skjóta, því miður, en íslendingar vildu að að þeim væri sem mest skotið meðan þeir voru í þessu svamli. Íslendingarnir fengu engu um ráðið…” Að því búnu var báðum ræningjaskipunum siglt úr úr Skerjafirði óáreitt.

Bakhlaðið fallstykki í Týhússafninu í Kaupmannahöfn

“Eftir þetta var öðru hvoru haldið uppi nokkrum herskap eða herþjónustu í sambandi við Bessastaði. Holger Rosenkranz kom þangað árið eftir Tyrkjaránið með fjögur herskip til landvarnar og eftirlits. Á næstu áratugum var farið að hugsa til þess að hafa að staðaldri virki á Bessastöðum, upp af Seylunni. Með konungsbréfi 3. júlí 1667 var krafinn af landsmönnum skattur til þess að byggja upp Bessastaðaskans næsta ár. Nú var stundumfarið að kalla forráðamann Bessastaða Commendant. Skanstollurinn eða Ottagjaldið, eins og almenningur kallaði hann, var óvinsælt gjald.
Í fyrstu höfðu menn ætlað að mæla á móti þessum skatti, enda galzt hann sums staðar með refjum, en Brynjólfur biskup gekkst í það, að menn skyldu játa honum, því að hann kvaðst óttast að annars yrði annar þyngri á lagður.
Teikning Halldórs Baldurssonar af fallstykkinuAllur heimtist tollurinn ekki fyrr en eftir nokkur ár og ei nema með sleitum.
Suðurnesjamenn voru látnir byggja Skansinn. Sumir segja, að þeir hafi mátt vinna að því kauplaust, og það hefur Árni Magnússon eftir Þormóði Torfasyni, en aðrir sögðu, að kaup hefði verið greitt.
Ekki varð mikið til frambúðar úr Skansbyggingunni, en þó er sagt, að Bjelke hafi gert konungi 800 rd. reikning fyrir viðhaldi virkisins. Ýmsar fleiri álögur var reynt á þessum tímum reynt að leggja á Íslendinga til herskapar, en þeir viku þeim af höndum sér.
Herskapur á Bessastöðum var enginn eftir þetta, og Skansinn féll, og greri yfir hann að mestu. Benedikt Gröndal sagði seinna, að “Skansinn var þá kotrass auðvirðilegur og er enn”.
Ennþá sér vel móta fyrir Skansinum og grasigróinni grjóthleðslunni. Nú er þar hvorki virki né bær. Er þar einn hlýlegasti blettur á Bessastaðalandi og þaðan er oft fagurt að sjá út á Seyluna og yfir um fjörðinn.”
ÍHorft á Skansinn yfir Dugguós - að fundarstaðnum bókinni “Sjósókn” segir Erlendur Björnsson í endurminningum sínum að “Skansinn var hjáleiga frá Bessastöðum. Í Skansinum var lendingin frá Bessastöðum. Þar var hið gamla virki, kringlóttur, upphlaðinn garður fyrir fallbyssur fógetanna á Bessastöðum, og til skamms tíma voru kúlur úr byssum þessum uppi á lofti í Bessastaðakirkju.
Í Skansinum var lítil torfbaðstofa með þili á suðurgafli. Túnbeðillinn fóðraði eina kú. Þar bjuggu hjónin Eyjólfur og Málfríður. Þau áttu einn son, Ólaf að nafni. Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, enn allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans. Hann dó á spítalanum í Laugarnesi”
.
Til að lengja textann svolítið til að koma að fleiri ljósmyndum í tengslum við ferðina er rétt að rifja upp ákvæði Þjóðminjalaga um hvað telst til fornleifa. Sérhver kynslóð hefur skilið eftir sig minjar í jörðu sem geyma menningarsögu hennar og vitna um lífsbaráttuna á hverjum tíma. Þessar minjar kallast fornleifar og þær geyma oft mikilvægar heimildir sem hvergi er hægt að fá fram með öðrum hætti. Þess vegna er mikilvægt að fornleifum sé ekki spillt og að þær séu varðveittar fyrir komandi kynslóðir.
En hvað eru fornleifar? Þegar Þjóðminjasafnið hóf undirbúning að skipulagðri fornleifaskráningu árið 1978 kom í ljós að menn hafa lagt mjög misjafnan skilning í hvað séu fornleifar. Sú skoðun var lengi útbreidd að það væru eingöngu mannvirki frá söguöld sem kallast gætu fornleifar, og væru þess virði að skrá og friðlýsa.

Bessastaðir í dag

Þessi hugmynd sem er mjög í anda sjónarmiða sem uppi voru á 19. öld, hefur fyrir löngu vikið fyrir nútímalegri hugmyndum. Flestar friðlýsingar síðustu áratuga 20. aldar tengjast til dæmis atvinnusögu þjóðarinnar á seinni öldum.
Í Þjóðminjalögunum frá árinu 1989 er í III. kafla um fornminjar m.a. getið um 2e; virki og skansa og önnur varnarmannvirki;  [Að jafnaði skal telja minjar 100 ára og eldri til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar, sbr. 18. gr.].
Sjá einnig sambærilegt ákvæði í þjóðminjalögunum frá árinu 2001. Í 1. g. laganna segir að “Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar fornleifar og hins vegar forngripir”. Megináherslan virðist þó fremur hafa verið á minjasvæðin og mannvirkin, sem þekkt hafa verið eða kynnu að finnast. Ákveðnar gripategundir eru tilgreindar sérstaklega, þ.e. kirkjugripir og minningarmörk. Þó eru og nefndir “listmunir og nytjahlutir, svo og myndir og aðrar heimildir um menningarsögu þjóðarinnar”. Ætla má þó að fallbyssukúla sú er hér um ræðir gæti falli’ innan ákvæða þjóðminjalaga er varðar verndun því í þjóðminjalögunum (sem reyndar eru ekki afturvirk), 18. gr., segir að “Forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri…” Jafnframt að “allir munir, sem grein þessi fjallar um… eru eign ríkisins”. Með ákvæðinu um tilkynningaskyldu til þjóðminjayfirvalda um fund á einstaka grip er verið að auka líkur á að fornminjar varðveitist, ekki síst hið smáa í heildarmyndinni.

Bessastaðir fyrrum

Guðmundur hafði haft samband við fallbyssusérfræðing safnsins, Halldór Baldursson, og boðað hann að Bessastöðum þennan dag. Baldur hefur m.a. skrifað greinar í Árbók fornleifafélagsins um fallbyssubrot frá Bessastöðum og um Skansinn.
Áður en gengið var í Bessastaðastofu var viðeigandi að rifja upp forsögu hússins. “
Bessastaðastofa var byggð 1761-66, í amtmannstíð Magnúsar Gíslasonar. Saga Bessastaða er hluti af íslenskri þjóðarsögu allt frá landnámstíð til vorra daga. Rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld og búseta hefur verið þar óslitið síðan. Á þjóðveldisöld bjó þar skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson eins og getið er um í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.
Þegar viðgerðir og endurbætur hófust á Bessastaðastofu árið 1987, kom í ljós að undir henni voru allt að 3,5 m þykk mannvistarlög, sem hlaðist höfðu upp af eldri mannvistarleifum. Hófust þá á staðnum umfangsmestu fornleifarannsóknir sem enn hafa verið gerðar á Íslandi. Á árabilinu 1987 – 1996 var stór hluti bæjarhólsins á Bessastöðum rannsakaður og er rannsóknarsvæðið rúmlega fjögur þúsund fermetrar. Við fornleifauppgröftinn á Bessastöðum fundust á annað þúsund gripa. Flestir þeirra eru brot af hversdagslegum búsáhöldum, sem hafa brotnað og verið hent. Nefna má fjölmörg leirkers- og postulínsbrot úr diskum og ílátum, kljásteina, fiskisleggjur, nagla, pottbrot, krítarpípur, brýni, kvarnarsteina o.s.frv. Nokkra furðu hefur vakið hve fáir gripir hafa bent til þess að þarna var aðsetur helstu höfðingja landsins á sínum tíma. Þó má ráða af sumum fundanna að hér var ekki venjulegt bændabýli. Nefna má byssukúlur og byssutinnu, leifar af fallbyssu, myndskreyttar glerrúður og austurlenskt postulín, og síðast en ekki síst mikið magn af vínflöskum.”  Sjá meira á www.forseti.is.
Bessastaðir - konungsgarðurÞegar ljóst varð hve vel varðveittar minjar voru undir gólfi Bessastaðastofu, var ákveðið að varðveita þær og gera þær sýnilegar fyrir gestum Bessastaða. Gengið var frá minjunum í kjallara Bessastaðastofu og þar er hægt að ganga niður og horfa inn á gólf landfógetabústaðar konungsgarðsins frá 18. öld og eldri minja frá 15. – 16. öld. Einnig er þar lítið sýnishorn gripa sem fundist hafa á Bessastöðum.
Það var einmitt í þennan kjallara, sem Karl Gíslason, umsjónarmaður á Bessastöðum, leiddi þátttakendur að þessu sinni.
Í fordyrinu eru leifar af annarri fallbyssunni, sem fannst í framangreindum fornleifauppgreftri.
Halldór Baldursson ritaði, sem fyrr sagði, grein í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1990 um “Fallbyssubrot frá Bessastöðum”. “Fallbyssur voru fluttar í skansinn frá Bessastöðum [þegar Tyrkir rændu hér á landi 1927]. Skansinn var endurbættur 1668 undir stjórn Otte (eða Otto) Bjelke. Þetta var í tilefni af ófriði, sem þá var á milli Dana og Englendinga. Svo virðist, sem fallbyssum hafi verið bætt í Bessastaðaskans um svipað leyti.
Kjallarinn undir BessastaðastofuSumarið 1800 voru þær fallbyssur, sem nothæfar töldust, fluttar úr Bessastaðaskansi í nýtt vígi við Arnarhól, sem nefnt hefur verið Phelps skans, Jörundarvígi eða Batteríið. Þetta voru sex langar fallbyssur, ætlaðar fyrir 6 punda járnkúlur. Engar heimildir hef ég fundið um hvort ónothæfar fallbyssur voru þá skyldar eftir í Bessastaðaskansi.
Bessastaðaskans hefur lítt komið við sögu eftir þetta.
Í Þjóðminjasafni Íslands eru nokkrir hluti, sem geta verið tengdir Bessastaðaskansi. Meðal þeirra eru tveir hlutir, sem líkur bentu til, að væru brot úr fallbyssum. Annar hluturinn fannst við fornleifagröft heima á Bessastöðum 1987. Þetta er járnrör, mjög ryðbólgið, ca. 27 cm langt og ca. 6 cm vítt. Á rörinu eru mjög greinilegar sprungur lagsum. Tveir járnhringir eru þversum utan um rörið, annar við enda og hinn nálægt miðju. Hinn hluturinn er “Kanona gömul og ryðbrunnin mjög, hún er nær al(in) á lengd, mun vera samsett úr hólkum því margir upphækkaðir hringir eru utaná, fylgir mikil járnhalda, sem hún hefir leikið í, og 2 kúlur fundnar þar niðrí jörð”. Þetta er járnrör, ca. 50 cm langt og 8 cm vítt. Utan um rörið eru þversum sex járnhringir með jöfnu millibili. Gapandi sprungur eru þversum utan á rörinu við hringina, en sjást ekki innanfrá.
Á 15. og 16. öld voru fallbyssur oftast smíðaðar úr járni og þá samsettar úr stöngum og þynnum… Fallbyssur úr smíðajárni voru oftast bakhlaðnar og var sérstök laus púðurkrús sett aftan við hlaupið, þegar skotið var, líkt og skothylki í nútíma byssum. Slíka púðurkrús nefnir Jón Indíafari byssukamar.
Fallbyssuhlutinn undir Bessastaðastofu - og kúlanByssurnar á Bessastöðum gætu hafa verið sendar úr vopnabúri konungs til landvarna eða til að sýna veldi höfuðsmanns gagnvart þegnunum. Þær gætu í sama tilgangi verið keyptar úr farskipum hér við land. Fallbyssur á Bessastöðum gætu hafa verið upp runnar í ýmsum löndum og hafa borist þangað með skiptum allra þjóða, sem sigldu til Íslands eða á Íslandsmið. Varla hefur jafn-afskekktur hluti Danaveldis og Bessastaðir fengið nýjustu og dýrustu tegundir vopna og er því líklegt, að fornar byssur hafi lengur staðið í Bessastaðaskansi en í þeim virkjum, sem nær voru konungi. Byssurnar geta hafa verið notaðar til að skjóta púðurskotum við hátíðleg tækifæri, eftir að þær voru orðnar lítils virði sem vopn.
Byssurnar eru líklega frá 15. og 16. öld. Þær gætu hafa verið til varna á Bessastöðum fram á 17. öld eða jafnvel lengur.”
Í grein Halldórs í Landnámi Ingólfs 1996 (Holger Rosenkrantz höfuðsmaður og atlaga Tyrkja að Seilunni 1627) segir m.a.: “Í virkið voru fluttar þær fallbyssur, sem til voru á Bessastöðum”. Meðfylgjandi er ljósmynd af bakhlaðinni fallbyssu í Týhússafninu í Kaupmannahöfn. “Hún er svipuð að gerð og stærð og fallbyssuleifar, sem fundist hafa á Bessastöðum. Vel er hugsanlegt að byssur líkar þessari hafi verið í virkinu við Seiluna 1627”. Einnig svolítið til varnar meintu hugleysi Holgers: “Fæstar fallbyssur á 17. öld gátu valdið teljandi tjóni á hafskipi á svo löngu færi. Ekkert bendir til, að Holger hafi ráðið yfir öflugum fallbyssum. Auk þess að eyða skotfærum til einskis (e.t.v. af litlum birgðum), væri með skothríðinni verið að auglýsa fyrir óvininum getuleysi vopnanna. Hér virðist því vera haldið aga og skotfærin geymd, þar til þau hefðu áhrif.”
Í grein sinni í Fylkir um jólin 1997 lýsir Halldór fyrrnefndri fallbyssu (könnubyssu eða porthundi). “Byssur þurftu helst að vera svo öflugar, að þær væru skeinuhættar skipum í innsiglingu og svo liprar, að þær væru hentugar til að verja Skansinn gegn árás óvina, sem leituðu þar inngöngu.
Hér þurfti tvenns konar vopn, annars vegar allstórar framhlaðnar fallbyssur fyrir 6 punda kúlur eða meir, og hins vegar léttar og meðfærilegar byssur, fakonettur eða léttar bakhlaðnar fallbyssur (svokallaðir porthunmdar með kúluþyngd 1/2-2 pund og þyngd byssu jafnvel aðeins nokkrir tugir kílóa… Vitað er, að léttar bakhlaðnar fallbyssur voru á Bessastöðum. Slík vopn gætu hafa verið látin á Skansinn 1585.”
Bessastaðanes- loftmyndBlýblönduð kúla hefur verið áreiðanlegri en járnkúlur. Á sjó gátu hinar síðarnefndu t.d. ryðgað og því orðið varhugaverðar þegar á þurfti að halda. Blýhúðin hefur farið betur með hlaupið og því aukið endingu byssunnar.
Sérfræðingarnir voru eðlilega varfærnir í áliti sínu. Kúlan virtist við fyrstu sín tilheyra þessari tegund fallbyssna. Hlaupið á byssuhlutanum á Bessastöðum er bólgið af ryði svo kúlan rann ekki greiðlega inn í það. Þó munaði einungis afar litlu. Guðmundur tók við kúlunni og mun reyna að láta meta hana með hliðsjón af mögulegum tengslum hennar við tiltekna tegund skotvopna. Hafa ber einnig í huga aðra möguleika á tilvist kúlunnar við Skansinn, s.s. að einhver hafi skilið hana þar eftir á síðari tímum, hún gæti verið hluti af vopnabúri Breta, sem höfðu bækistöð þarna skammt frá á Álftanesi í Seinni heimsstyrjöldinni, ekki er útilokað að kúlan hafi verið í aðra tegund fallbyssna hvort sem þær hafi verið eldri eða yngri en sú sem hér var miðað við, henni gæti hafa verið skotið frá skipi og lent í torfi við Skansinn. Kúlan gæti einnig hafa verið í torfi, sem síðan var stungið og notað í virkisvegginn eða hún gæti hafa komið hingað til lands með skipi og orðið eftir. Hins vegar eru samt sem áður verulegar líkur á að kúlan hafi verið notuð í fallbyssu, sem var á Skansinum, en fallið til hliðar eða ekki þurft að brúkast lengur og síðan gleymst. Þá er ekki útilokað að komið hafi í ljós að hún passaði ekki í byssu á Skansinum og því verið lögð til hliðar. Sjórinn náði þó loks, u.þ.b. þremur öldum síðar, að krafla í felustaðinn og afhjúpa kúluna á ný, skömmu áður en hin haukfráu augu drengsins komu augu á hana efst í fjörunni neðan virkisveggjarins.

Heimildir m.a.:
-Vilhjálmur Þ. Gíslason – Bessastaðir, þættir úr sögu höfuðsbóls, 1947, bls.111-116.
-Erlendur Björnsson – Sjósókn, Jón Thorarensen, 1945, bls. 36.
-Natmus.is
-Þjóðminjalög nr. 52 19. maí 1969.
-Þjóðminjalög nr. 88 29. maí 1989.
-Þjóðminjalög nr. 107 31. maí 2001.
-www.forseti.is
-Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara, samin af honum sjálfum 1661 með viðbót, sem er þriðji partur ævisögunnar. Guðbrandur Jónsson og Bókfellsútgáfan gaf út 1946.

-Halldór Baldursson – Holger Rosenktantz höfuðsmaður og atlaga Tyrkja að Seilunni 1627, Landnám Ingólfs 1996.
-Halldór Baldursson – Fallbyssubrot frá Bessastöðum, Árbók hins íslenska fornleifafélags 1990.
-Halldór Baldursson – Vígbúnaður á Skansinum 1586-1997, Fylkir 1997.
-Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, Þjóðminjasafni Íslands.
-Gísli I. Þorsteinsson, lögreglufulltrúi hjá LRH.

Bessastaðir