Ólafur Erlendsson og Gunnar Erlendsson, bóndi á Kálfatjörn lýsa hér Kálfatjarnarhverfinu. Gunnar er fæddur í Tíðagerði í febrúar 1920. Tíðagerði var byggt úr landi Norðurkots. Hann fluttist að Kálfatjörn fárra vikna gamall og er uppalinn þar. Ólafur er einnig fæddur í Tíðagerði, í október 1916, og ólst þar upp til tvítugs. Hér er getið hluta lýsingar þeirra lesendum til fróðleiks og glöggvunar. Þessi lýsing er sérstaklega mikilvæg í ljósi þess að golfarar að Kálfatjörn hafa verið einka skeytingalausir um varðveistu fornra minja á svæðinu.
“Kálfatjörn hefur verið kirkjustaður líklega frá upphafi kristins siðar hér á landi. Kálfatjarnarland var, eins og gera má ráð fyrir um kirkjustað, allmikið. Kringum stórjarðir og kirkjustaði mynduðust oft hverfi af smábýlum (kot), sem fengu kýrgrasvöll, einnig önnur, er ekki nutu þeira hlunninda. Þau voru kölluð þurrabúðir eða tómthús. Aðallífsframfæri hafði þetta fólk, sem við sjóinn bjó, af sjávargangi. Hverju býli var úthlutað dálitlum fjöruparti, þar sem skera mátti þang. Það var notað til eldiviðar, einnig þönglar. Um rétta leytið var þangið skorið og breitt til þerris á kampana og garða, líka var þurrkað það þang, sem rak á fjöru utan þess, sem þangað var. Þegar þangið var þurrt var því hlaðið í stakka. Lýsingarnar á merkjum milli fjörupartanna kunna mönnum nú að þykja smásmugulegar. Það gat þó gilt 1-2 mánaða eldsneyti, hvort þessi grandinn eða skerið tilheyrði býlinu eður ei.
Bærinn á Kálfatjörn stendur því sem næst í miðju túni á allstórum bala. Austan bæjarhúsanna er kirkjan. Allt umhverfis hana er grafreiturinn eða kirkjugarðurinn, og þó aðallega norðan og austan megin.
Umhverfis grafreitinn er hlaðinn garður úr grjóti og sniddu, og hefur lengst af þjónað því tvíþætta hlutverki að verja grafreitinn ágangi búfjár, en einnig og ekki síður sem aðhald og brún þeirrar moldarfyllingar, sem gera verður sökum þess hversu jarðvegurinn er hér grunnur.
Nú, um áratugi, hefur garðurinn verið girtur með vírneti. Beint fram af kirkjudyrum er hlið á girðingunni, sáluhliðið. Veit það mót vestri sem vænta má. Sunnan og suðvestan megin bæjarins er túnið, nefnt Land, slétt og hólalaust, utan hólbunga, allmikil um sig, suður við túngarðinn og niður undir Naustakotstúninu svonefndu.
Hólbunga þessi heitir Hallshóll. Efst í suðurtúninu, ofan við landið, er Landamóinn,nú fyrir alllöngu slétt tún að mestu leyti utan dálítil ræma meðfram Heiðargarði, en svo nefnist garðurinn, er ver túnið þeim megin sem að heiðinni veit. Í landamóanum, rétt við túngarðinn, er vatnsból á sléttum bala. Kallast það Landabrunnur; er hann um 2×3 m ummáls og 1.3 m á dýpt. Þar þrýtur sjaldan vatn. Austan og norðaustan bæjarins er kallað Upptún. Heim undir bæjarhólmanum að norðanverðu er Fjóshóll. Hann er brattur mót norðri og norðvestri. Það stóð fjósið lengi.
Vestan við bæinn er Kálfatjörnin. Þar segir af skepnum – sækúm.
Sjávargata kallast slóðin til sjávar niður í Naustin og lendinguna. Niður með sjávargötunni og fast við hana, um 70 m frá hlaðvarpanum, er brunnurinn, vatnsból, sem enn er notað, og var það fyrsta á Vatnsleysuströnd, sem grafið var svo djúpt í jörð að þar gætti flóðs og fjöru. Slíkt var kallað flæðivatn. Síðan þegar sprengiefni kom til sögunnar var þessi brunnur dýpkaður, svo ekki þryti vatn um stórstraumsfjöruru. Þá voru og teknir brunnar á flestum býlum smám saman, en áður hafði verið notast við vatn, er safnaðist í holur og sprungur á klöppum og voru þetta kölluð vatnsstæði eða brunnar og þá gjarnan kennd við bæina.
Á sumrum, einkum er þurrkasamt var, voru hin mestu vandræði með neysluvatn uns flæðibrunnarnir komu. Var þá gripið til þess ráðs að sækja í fjöruvötn, en svo voru kallaðar uppsprettur, er komu íljós þegar út fjarðaði. Voru þau all víða. Þessar uppsprettur voru oft kenndar við bæina, til dæmis Bakkavötn. Við þau var þvegin ull og þvotur. Var þá gerð stýfla úr steinum og þangi. Myndaðist þá dálítið lón svo skola mátti.
Neðan við Rásina er Naustakotstún. Neðst í því er mýrartjörn, Naustakotstjörn. Á kampinum fast norðan við tjörnina stóð kotbýlið Naustakot (í byggð1703), hefur lengi verið í eyði. Þarna eru nú fjárhús. Sunnan við þau er fjárrétt og fast við hana að sunnanverðu grasigróið gerði.Það var kallað Hausarétt. Þar voru þurrkaðir þorskhausra í sumartíð uns það lagðist niður með öllu á stríðsárunum síðari.
Rétt ofan við Eyrina og fast sunnan við Kálfatjörnina er Sjóbúðin. Þar eru rústir sjóbúðar er séra Stefna Thorarensen lét byggja, er hann var prestur á Kálfatjörn. Agt er a sjóbúð þessi rúmaði tvær skipshafnir, alls 16 menn. Hér mun býlið Hólkot hafa staðið (talið í eyði 1699 og ekki nefnt síðan).
Þegar nálgast suðausturhorn Kálfattjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfajarnartúns) uns hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlið; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. Við vesturenda baðstofunnar í Hliði, lá gatan milli bæjanna og heim að Kálfatjörn, Kirkjugartan. Rétt ofan við götuna lá grjótsrétt þvert yfir Goðhólstúnin, kölluð Kirkjubrú. Mælt er að Kirkjubrúin hafi verið til þess gerð að aðvelda kirkjufólki för yfir hana. Í brúnni er ártalsstein (1790). Líklega hefur hann gegnt hlutverki skósteins.
Í heiðinni er Staðarborgin, gömul fjárborg frá Kálfatjörn.