Færslur

Hrauntungustígur

Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

„Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg, var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum (Ófriðarstöðum), um hlaðið í Ási, oft gist þar, ef menn t.d. komu frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls, suður yfir Selhraun, vestan undir Stórhöfða, nokkurn spöl suðuastur með honum, lagt á hraunið frá suðurhorni hans, fyrst um gamalt klapparhraun, þar til komið var á nýrra brunabelti, sem á sínum tíma hefur runnið ofan á gamla hraunið. Gegnum nýja brunann, liggur stígur eða gata, sem enginn veit, hvenær ruddur hefur verið, annars með öllu ófær hestum. Í nýja braunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir litlir blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir.
Hólmar þessir heita Snókalönd. Ekki ber þau hærra en umhverfið og sjást því ekki lengra til, og helst ekki fyrr en að er komið. Hestfær götuslóði liggur norður í Snókalönd, nokkru austar en þar, sem Stórhöfðastígurinn kemur suður úr brunanum. …Gatan út í Snókalöndin bendir á nokkra umferð þangað, og fylgir maður brunanum, þar til komið er móts við Vatnsskarð í Undirhlíðum, sem farið er þá að nálgast. Úr því liggur stígurinn meira til suðurs, þar til komið er að Fjallinu eina. Er það fremur lágt, hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda. Austan undir því liggur stígurinn, og er þá Sandfell á vinstri hönd allnærri. Er nú stutt þar til komið er á Undirhlíðarveginn, skammt suður af Sandfellsklofa. Stórhöfðastíginn fóru stunum lausríðandi menn frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Fóru þá sem leið lá inn með hálsum, þar sem sú leið er allgóður reiðvegur, þar til kom á móts við, þar sem Stórhöfðastígurinn lá vestur á milli Fjallsins eina og Sandfells. Sá stígur var stundum tekinn, því að við það fell [er] mikill krókur, inn með Undirhlíðum um Kaldársel, en hitt bein lína til Hafnarfjarðar. Þó að Stórhöfðastígurinn sé frekar slitróttur, var gott að láta hestinn njóta hægu ferðarinnar, en jafnsnemmt komið til Hafnarfjarðar eða fyrr, þrátt fyrir stirðari veg.“

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

„Þeir, sem ætluðu sér Hrauntungustíg frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur, fóru um Jófríðarstaði (Ófriðarstaði) að Ási, þaðan um Skarð vestan Ásfjallsaxlar, yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamraness, undir vesturenda þess, austur að stórum steini flötum ofan sem er þar stakur á jafnsléttu. Frá honum er farið suður á gamalt helluhraun um 10 mínútur, þá tekur við Nýibruni eða Háibruni, sem runnið hefur ofan á eldra hraunið. Gegnum brunann er, eins og um Stórhöfðastíg, rudd allgreiðfær gata, sennilega gerð á svipuðum tíma og Stórhöfðastígur, en hver það hefur látið gera, veit víst enginn, en mjög gamlar eru þessar vegabætur, og eru þær sennilega fyrst vegabætur, sem gerðar hafa verið til Krýsuvíkur. Þó kann að vera, að stígurinn gegnum Ögmundarhraun, sé eldri, …og þá sennilega þær fyrstu.
Gegnum Hábrunann er sem næst 20 mín. gangur með lest, og þegar á suðurbrún hans kemur, ganga til beggja handa suður úr brunanum tvær hrauntungur, sem stígurinn liggur greiður á milli, og ná þessar tungur spölkorn suður á svokallaðan Almenning, sem er nú sauðfjárhagar Hraunjarðanna, en hefur fyr á öldum, eins og nafnið bendir til, verið frjáls til nýtingar fæeiri en Hraunabænda, t.d. til kolagerðar, og sjást þar enn allvíða leifar gamalla kolagrafa. Af brunatungum þessum tel ég víst, að stígurinn hafi fengið nafn, Hrauntungustígur. Eftir að suður úr Hrauntungunum kemur, er óglöggt, sums staðar jafnvel engin gata, og verður því sjónhending að ráða, enda torfærulaust yfir kjarrið vaxið lágahraun, en allt á fótinn. Þegar kemur upp á Almenninginn, fer maður nálægt gömlu selstæði, sem Gjásel heitir, og er þar venjulega vatn. …Nokkru austar er annað selstæði, sem Fornasel heitir. Þegar suður á há-Almenning kemur og útsýnið víkkar til suðursm sést hár klettahryggur í suðvestur, og eru það Sauðabrekkur. Norður af þeim er farið yfir síða og djúpa gjá, á jarðabrú, Sauðabrekkugjá, eftir það er komið á svonefnda Mosa, sem er flatt mosahraun, og er gata þar allglögg. Þá er hár brunahryggur, sem liggur frá norðri til suðurs á vinstri hönd, og heitir Hrútagjá, Hrútadalir þar suður af. Þegar Mosunum sleppir, hefur maður Mávahlíðarhnjúk og Mávahlíðar skammt sunnar á hægri hönd. Móti Mávahlíðum syðst er komið í Hrúthólma; er það langur, en fremur þunnur melhryggur, nokkuð gróinn neðan, öllum megin, smávin á þessari brunaeyðimörk. Þegar úr Hrúthólma er farið, taka við sléttar hraunhellur, ágætar yfirferðar. Sunnarlega á þessum hellum er stakt móbergsfell; Hrútafell. Þegar á móts við það kemur, en það er nokkuð til hægri við stíginn, er stutt þar til komið er á sumarveg Krýsuvíkur, skammt norðan Ketilsstígs. Þessi leið, sem hér hefur lýst verið að nokkru, var [að] heita má eingöngu farin af gangandi mönnum og stundum ráku Krýsvíkingar fé til förgunar þess leið.“

Báðar framangreindar leiðir eru bæði vel greini- og aðgengilegar í dag.

Heimild:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 267-268.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 98-88.
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 268-269.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 89-90.

Stórhöfðastígur - Hrauntungustígur

Stórhöfða- og Hrauntungustígur.

Ás

Bærinn Ás ofan við Hafnarfjörð hefur jafnan látið lítið fyrir sér fara þrátt fyrir að eiga sér langa og merka sögu.

Ás

Gamli bæjarhóllinn.

Í Örnefnaskrá segir að landamerki fyrir umboðsjörðina Ás í Garðahreppi séu: „Stefna á Fuglastapaþúfu fyrir vestan Skarð austast á Grímsnesi; þaðan í Bleikstein í Bleiksteinshálsi; þaðan í Þormóðshöfða og þaðan í Steinhús“
Í Örnefnaskrá segir enn fremur: „Ás í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi, en tilheyrir nú Hafnarfirði. Jörðin tilheyrði jörðum þeim er lágu við fjörðinn“.

Ás

Gamli bærinn.

Í Jarðabók frá 1703 segir m.a.:
„Jarðardýrleiki á kóngsins parti er óviss og veit enginn neitt til að segja.
Jóns Peturssonar part segja menn almennilega vera iii [symbol] lxxx álnir, er þetta þó nokkuð á óvissu, þar bóndaeignin engvum tíundast nje tíundast hefur það menn til vita. Er sögn manna að þessi bóndahlutans tíund niður falli fyrir örðugan hreppamanna flutning yfir Kapelluhraun að Þorbjarnarstöðum; sýnist líklegt að jörðin muni til samans öll xii [symbol] verið hafa, og væri þá kóngsparturinn viii [symbol] og xl álnir.
Eigandinn að meira hlut jarðarinnar er kóngleg Majestat, að minna hlut Jón Petursson á Hlíði lögrjettumaður. Ábúandinn Þórður Jónsson.
Landskuld af kóngsins parti er lx álnir, af bóndaeigninni xx álnir. Betalast með iiii vættum fiska í kaupstað. Við til húsabótar leggur ábúandinn af báðum pörtunum.
Leigukúgildi með kóngsins parti í, með bóndaeigninni i. Leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða eftir kóngskúgildið. En eftir bóndans kúgildið ýmist í smjöri eður fiski heim til eigandans eður í kaupstað. Kóngskúgildið uppýngdi í fyrra umboðsmaðurinn Páll Beyer. So hafa og eignarmenn bóndahlutans eftir þörfum uppýngt sitt kúgildi.

Ás

Fjósið frá 1904.

Kvaðir af kóngspartinum eru mannslán um vertíð, sem leyst hefur verið stundum með einuri vætt fiska, stundum með því að ljá umboðsmanninum eitt tveggja manna far leigulaust um vertíð. Item einn hrísshestur árlega heim til Bessastaða; þótti næst umliðið ár umboðsmannsins fólki sá hrísshestur ekki nógu gildur, er bóndinn færði; var hönum því tilsagt að bæta þar við, og færði hann annan hrísshest lakari í því nafni. Hjer að auki einn dagsláttur heim til Bessastaða, og fæðir bóndinn sig sjálfur. Stundum hafa skipaferðir kallaðar verið og jafnvel nokkrum sinnum fleiri en ein á ári, fæðir þá bóndinn sig sjálfur. Í fyrra og margoft áður var maður heimtur að þjóna að húsastörfum staðarins á Bessastöðum og fæðir bóndinn verkmanninn. Enn nú setti Jens Jurgensson tvö ár þau síðustu, sem manninn. Enn nú setti Jens Jurgensson tvö ár þau síðustu, sem hann var umboðsmaður, og so í fyrra umboðsmaðurinn Páll Beyer, eitt lamb í fóður hvört ár þessara þriggja með jörðinni. Hafði sú kvöð aldrei verið það menn til minnast, og hefur bóndinn ekkert fyrir það fóður þegið. Hjer á ofan voru í hittifyrra ár af Jens Jurgenssyni og nú í sumar af Páli Beyer útheimtur heyhestur til að fóðra kvikfjenað þann, er fálkanum var ætlaður til fæðis á útsiglingunni, og bóndanum sjálfum skikkað að flytja heyið inn í Hólmskaupstað. Þessi kvöð hafði og fyrr aldrei verið það menn muna. Áður þegar fálkarnir sigldu á Básendum og Keflavík var bóndanum skikkað að láta mann á tje til að bera fálkana ásamt öðrum frá Bessastöðum suður til áðurnefndra kaupstaða og kostaði bóndinn manninn að suður til áðurnefndra kaupstaða og kostaði bóndinn manninn að öllu. Þessi kvöð var og aldrei fyr en í

Ás

Innviðir fjósflórsins.

Heidemanns tíð og þaðan í frá iun til þess er fálkarnir sigldu með Hólmsskipi. Bóndinn gaf manninum xx álnir, sem hans vegna fór í þessa för, og fæddi hann. Á bóndans parti eru kvaðir alls öngvar. Kvikfjenaður er iiii kýr, viii ær, í sauður tvævetur, vii veturgamlir, viii lömb, i foli þrevetur. Fóðrast kann iii kýr og í úngneyti. Heimilissmenn iiii.
Selstöðu á jörðin í heimalandi, eru þar hagar sæmilegir og vatnsból gott.
Hrísrif hefur jörðin í almenningum til kolgjörðar og eldiviðar.
Lýngrif er í heimalandi brúkað nokkurn part til eldiviðar og til að fæða pening í heyskorti.
Torfrista og stúnga lök og lítt gagnvænleg.
Heimræði brúkar jörðin frí og skipsuppsátur í Ófriðastaðarlandi að sumir halda, en sumir eigna skipsuppsátrið Ási so sem ítak á móti selstöðu, sem Ófriðarstaðir skuli eiga og síðar segir. Vita menn ekki glögt hvort þetta skipsuppsátur og búðarstæði sje með skyldurjetti eður fyrir liðunarsemi. Þó gánga þar skip ábúandans og hafa gengið um lángan aldur, en búð var þar ekki það menn minnast fyr en Margrét Þorsteinsdóttir bjó að Ási fyrir meir en tuttugu árum.

Ás

Norðurtúnsgarðurinn.

„Í lýsingu Selvogsþinga eftir síra Jón Vestmanns segir m.a. Kaupstaðavegur til hafnarfjarðar liggur úr Selvogi yfir Grindarskörð, stífgild þingmannaleið yfir fjallgarðinn nr. 1, brattur og grýttur mjög. Frá Krýsuvík liggur annar vegur til sama kaupstaðar nefndur Ketilsstígur, þrír partar úr þingmannaleið að lengd grýttur og brattur sem hinn. Hlíð í Selvogi er næsti bær við Grindarskarðsveg, en Litli-Nýibær í Krúsuvík næst við Ketilsstíg. Ás í Garðasókn á Álftanesi er næst[i] bær við Ketilsstíg að vestan er Hafnarfjörður í sömu sókn næstur Grindarskarðarveg að vestanverðu.
Lýsing Garðaprestakalls 1842 eftir síar Árna Helgason segir m.a.: Þar eru taldir upp bæir í sókninni og einn af þeim er Ás með tómthúsi. Einnig eru taldir upp alfaravegir, og er sá syðsti sem liggur upp í Krýsuvík, liggur hann frá Ási Garðasókn, og heitir Stórhöfðastígur.

Í Jarðatali Johnsens frá 1847, segir m.a.:
Álftaneshreppur. Ás, jarðarnúmer 169; jörðin er í kojungseign. Dýrleiki er 12 hundruð, landskuld er 0.80, kúgildi tvö, ábúandi einn.
Jörðin Ás var lögð undir lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar 1959 og bærinn eignaðist landið 1964.

Sjá eignarnámsskuldir Hafnarfjarðar gagnvart einstökum bæjum – https://ferlir.is/logsagnarumdaemi-hafnarfjardar-fra-1908/

Samkvæmt túnakorti frá 1918, er túnið á Ási 2.8 teigar og þar af helmingur sléttaður. Kálgarðar eru i, 670 m2.
Tún Stekks er talið 0.6 teigar, ýft að mestum hluta. Kálgarður 720 m2.

Ás

Ás-túnakort 1914.

Til er „Fornleifaskráning í landi Áss Hafnarfirði“ 2005, en skráning sú verður að teljast í besta falli mjög hæpin. Skráningin sem slík veltir óneitanlega upp spurningunni um hvar takmörkin eru og eigi að vera á heimildum um opinberar samþykktir á slíkum skráningum hér á landi.
Fyrst Ari Gíslason: „Jörð í Garðahreppi, næst Hvaleyri, nær ekki að sjó, vegna þess að Hafnarfjarðarbær er þar á milli. Upplýsingar um örnefni eru frá Oddgeiri Þorkelssyni að Ási.
Upp og austur frá bænum Ási rís upp fjall, sem heitir Ásfjall (1). Það er raunverulega framhald af Hvaleyrarholti, (er fyrr getur). Á Ásfjalli er varða, sem heitir Ásvarða (2). Bærinn Ás stendur í brekku vestan undir fjallinu. Vestur frá bænum er tjörn í lægð, sem heitir Ástjörn (3). Norður frá henni er býli, sem heitir Stekkur (4). Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Neðan við Stekksbæinn er lægð, grasi vaxin, sem heitir Leirdalur (5), og ve[stur] af Ásfjalli er Grísanes, hæð í Hvaleyrarlandi.
Norðan við bæinn að Ási er holtið nafnlaust, og brekkurnar þar næstar, sem tilheyra Ási, utan í fjallinu eru einnig nafnlausar. Slakki er í fjallinu, sem nefndur er Skarð (6). Þegar hallar svo niður af fjallinu sunnanverðu, koma þar börð og lægðir á milli. Þetta svæði er nefnt Grófir (7), og neðan þess tekur svo við svæði, sem heitir Lækir (8). Þá fer að nálgast jafnsléttuna, og taka þar við Ásflatir (9). Þær eru fyrir botni dals þess, er myndast milli Grísaness og Hamraness, Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur (10). Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls (11) eða Bleiksteinaháls (12). Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar (13). Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.

Ásvarða

Útsýni af Ásfjalli.

Sunnan við Vatnshlíðarhnúkinn fyrrnefnda er hlíð með giljum og skógarbörðum, sem hallar niður að Hvaleyrarvatni (14), og heitir hlíð þessi Vatnshlíð (15). Að norðan eru merki Jófríðarstaða svo nærri vatninu, að þegar hátt er í vatninu, getur Jófríðarstaðabóndinn vatnað hesti sínum í því. Norðurendinn á Ásfjalli er nefndur Ásfjallsöxl (16), og þar er merkjavarða; svo í landsuður þaðan er varða á Bláberjahrygg (17), sem er á merkjum móti Jófríðarstöðum; svo eins og fyrr segir rétt við vatnsendann.
Sunnan við vestri endann á vatninu er gríðarstór höfði eða hóll, sem heitir Selhöfði (18). Á honum er merki móti Hvaleyri. Sunnan við vatnið er dálitill hryggur, sem nefndur er Kjóadalsháls (19). Svo er landið mjótt, því nú ná nöfnin þvert yfir land jarðarinnar. Svo er gríðarstór dalur, helmingur grasflöt, hitt moldarflag; heitir hann Miðhöfði (20). Þar upp af er svo Efstihöfði (21), og svo skerst landið í odda við svonefnt Steinhús (22), neðst í gjánni, rétt fyrir neðan túnið í Kaldárseli. Þar myndar það tungu.“

Ás

Stríðsminjar á Ásfjalli.

Og í framhaldinu Gísi Sigurðsson: „Landamerki fyrir umboðsjörðinni Ás í Garðahreppi eru: Stefna úr Fuglstapaþúfu í þúfu fyrir vestan svokallað Skarð austast á Grísanesi; þaðan í Bleikstein í Bleiksteinshálsi; þaðan í Þormóðshöfða og þaðan í Steinhús.
Úr Fuglstapaþúfu fyrir vestan Guðbrandsbæ bein lína í austur í vörðu milli Áss og Jófríðarstaða; þaðan í vörðu norðan til við Ásfjallsöxl. Þaðan til suðausturs í vörðu á Bláberjahrygg; sama lína í Vatnsenda efri; svo í vörðu á Kjóadalshálsi; þaðan beint í vörðu á Miðhöfða; þaðan í Fremstahöfða; þaðan upp í Steinhús.
(Úr landamerkjabók Gullbringu- og Kjósarsýslu).
Ás í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi, en tilheyrir nú Hafnarfirði. Jörðin tilheyrði jörðum þeim, er lágu við fjörðinn. Ás, bærinn, stóð á Bæjarhólnum (1), sem var um það bil í miðju Ástúni. Allt var túnið umgirt Ástúngörðum. Norðurtúngarður lá að ofan og vesturtúngarður að vestan, suðurtúngarður sunnan og neðan og austurtúngarður austan upp með fjallinu.
Heiman frá bæ niður Brekkuna (2) lágu Suðurtraðirnar (3) niður í suðurtraðarhlið. Um Austurtúnið (4) rann Lækurinn (5). Túnlækurinn (6) rann varla nema í rigningartíð og í leysingum. Neðan við Hólinn (7) vestan bæjarins var Ásbrunnur (8), og að honum lá Brunngatan (9). Austan lækjarins var Lambhústún (10) og þar lambhúsið. Í Norðurtúni (11) var Hjallabrekka (12), og þar sem saman komu Austurtún og Norðurtún, Hjallabyrgi (13). Þar eru nú sumarbústaðir. Heiman frá bæ lágu Norðurtraðir (14) og þar á mótum garðanna, norður- og vesturgarðs, var norðurtraðarhlið. Ofanvert við traðirnar nyrzt var flöt, nefndist Dansflöt (15), en neðan traðanna var Fjarðarflöt (16), en þar niður af þýfður hluti, nefndist Harðhaus (17).
Utan suðurhliðs var Stöðullinn (18), þar fyrir neðan var kargþýfður mói, nefndist Ásmói (19), sem sumir nefndu Ásumói (20). Þá var þar neðar Ásmýri (21) eða Mómýrin (22). Þar var mótak, og suður af var Móholtið (23). Þangað var mórinn borinn frá mógröf og þurrkaður. Út frá vesturtúngarði neðarlega var uppspretta, nefndist Áslindin (24). Þar var vatnsból fyrir Ás, ef brunninn þraut.

Ás

Bæjarlækurinn.

Vestur í holtinu var önnur uppspretta, sem var kölluð Lindin (25). Þar var vatnsból frá Stekknum.
Ofar hér í holtinu voru Börðin (26), þau hafa nú verið jöfnuð út, og er þar komið allgott tún. Hér ofar taka svo við Ásmelar (27). Þeir liggja austan og ofan frá Ásholti (28), en norðan landamerkja eru garðlönd Hafnfirðinga. Ásvegur (29) liggur frá Norðurtröðum norður um Ásleiti (30) og yfir á Háaleiti (31), síðan áfram norður að Ófriðarstaðatúngarði.
Vestur á melunum var hringlaga gerði nefnt Kringla (32). Hér enn vestar var svo býli, þurrabúð, nefndist það Stekkurinn (33), Ásstekkur (34), Vindás (35) og Vindásstekkur (36). Honum fylgdi Stekkstúnið umgirt Stekkstúngörðum, vesturtúngarður, suðurtúngarður, austurtúngarður og norðurtúngarður. Þar sem saman komu norður- og vesturtúngarður, var norðurhlið. Þaðan lá Stekksgata (37) niður að Brandsbæ og áfram niður til Fjarðar. Suðurhlið var neðarlega á mótum vestur- og suðurtúngarðs. En Lindargatan (38) lá heiman frá Stekksbæ austur um austurgarðshlið austur að Lindinni. Brunngatan var löng frá Stekk og austur.
Norðvestur frá Stekk, neðan vestasta hluta melanna, var Leirdalur (39), og tilheyrði nokkur hluti hans Ási, en í Fuglstapaþúfu syðri (40) voru hornmörk jarðanna Áss, Ófriðarstaða og Hvaleyrar. Þaðan lá landamerkjalínan í Axlarvörðu (41) á Ásfjallsöxl eystri (42), en neðan og vestan undir Öxlinni (43) var svokallaður Dagmálahvammur (44). Suðvestur og upp frá Öxlinni var Ásfjall (45) og þar á Ásfjallsvarða (46).

Ás

Upplýsingaskilti nálægt Ási.

Suður eða suðsuðaustur frá háfjallinu var klettastallur, nefndist Mógrafarhæð (47). Ekki er nú hægt að sjá, að mótak hafi verið hér í fjallinu. Landamerkjalínan liggur úr vörðunni suður á svonefndan Bláberjahrygg (48), sem er misgengisbrún og þaðan um Vatnshlíðargil (49) austast í Vatnshlíðinni (50). Hæst á Vatnshlíðinni er svonefndur Vatnshlíðarhnúkur (51). En vestan á Bláberjahrygg er Bláberjahnúkur (52).
Landamerkjalína liggur úr gilinu um Vatnsendann (53) og þaðan upp Kjóadalaháls (54) í Kjóadalahálsvörðu (55). Frá Markavörðunni (56) liggur lína um Kjóadali (57) upp í Miðhöfðavörðu (58) á Miðhöfða (59), þaðan í Fremsthöfðavörðu (60) á Fremsthöfða (61) og þaðan í Steinhús (62), sem í gömlum skjölum nefnist Steinhes (63), og er þar hornmark margra landa. Landamerkjalínan á vesturmörkum mun svo liggja úr Steinhúsi norður eftir Langholti (64) um Þormóðshöfða (65) og Selhöfða (66), en efst á höfðanum er Borgin (67), fjárborg allstór um sig. Héðan liggur línan niður á Selhraun (68) eða Seljahraun (69). Það liggur alveg að Hvaleyrarvatni (70). Við suðurhlið vatnsins er Hval-eyrarsel (71) og innar Ássel (72). Þar má enn vel sjá móta fyrir seljarústum. Úr Seljahrauni liggur línan upp á Bleikisteinsháls (73). Bleikisteinsstígur (74) liggur rétt við klöpp, sem nefnd er Bleikisteinn (75), en austur og upp frá hálsinum er Bleikisteinshnúkur (76). Bliksteinshnúkur (77), Bliksteinn (78), Bliksteinsháls (79) og Bliksteinsstígur (80) eru einnig nöfn, sem hér eru viðhöfð. Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun (81), sem liggur í Hellisdal (82), en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn (83) eða Hellishraunsskjól (84). Hann var í eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú saman hruninn.

Ás

Steinn af æsi við Ás.

Neðan frá hrauntungunni eru svo Ásflatir (85). En fram á þær syðst rennur Grófarlækur (86) ofan úr Grófunum (87). Þær liggja norðan við Bláberjahrygg. En stígur liggur um Ásflatir vestur á Grísanesháls (88), en þar er Hrauntungustígur (89), sem þarna er að byrja. Síðan liggur landamerkjalínan norður af hálsinum norður yfir Ástjörn (90), upp fyrir vestan Stekkinn í Fuglstapaþúfu. En Grísanesstígur (91) liggur niður af hálsinum heim að suðurtraðarhliði. Þaðan liggur aftur á móti Skarðsstígurinn (92) upp í svonefnt Skarð (93) á Ásfjallsöxl vestari (94). Skarðsvarðan (95) var þarna, sem einnig nefndist Hádegisvarða (96) og Hádegisskarð (97) skarðið. Hér um rann féð til beitar suður á Grófirnar, Bláberjahrygg og Vatnshlíðina. Hellishraun (98), svo var hraunið í Hellisdal einnig nefnt.“
Sjá einnig Ás og Ástjörn – friðlýsing Áss og Ástjarnar.

Til mun vera „Fornleifaskráning vegna samkeppni um skipulag í Áslandi og Grísanesi, Birna Gunnarsd. og Ragnheiður Traustad, 1996“, en sú skráning mun vera öllum öðrum hulin nema skráningaraðilunum sjálfum.

Heimildir:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar um Ás.
-Örnefnalýsing Gísla Siguðssonar um Ás.
-Jarðabókin 1703.
-„Fornleifaskráning í landi Áss Hafnarfirði“ 2005.

Ás

Ástjörn og nágrenni.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur greinist í tvær leiðir.
Ætlunin var að skoða nyrðri leið Stórhöfðastígs frá Hraunhólum, Storhofdastigur-7yfir Mosana áleiðis að Hrúthólma. Í leiðinni var ætlunin og að reyna að staðsetja Moshella og Sauðahelli er Gísli Sigurðsson nefnir í örnefnalýsingunni sinni fyrir Krýsuvík. Í lýsingunni segir hann m.a. að „[Stórhöfðastígur] nyrðri liggur norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma“ (sjá meira HÉR). Einnig að „[V]egurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna“ (sjá HÉR).
HraunhólarÍ nefndri örnefnalýsing Gísla segir m.a. um leiðir vestan við Vatnsskarð: „L.M. línan liggur úr Markrakagili yfir Nýjahraun og um Hraunhóla gíga á Fjallstagli Fjallsins eina, þaðan út á svonefnd Slitur, sem nefnd eru í gömlum skjölum, þar sem minnst er á landamerki Krýsuvíkur. Hjá hraunhólum þessum skiftist Stórhöfðastígur. Liggur sá nyrðri norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma. Syðri stígurinn lá sunnan Fjallsins eina og í Grænklofa milli Sandfells og Hrútagjárhorns um Grenklofa sem Grænklofi er einnig kallaður og undir Hrútagjárhraunbarmi) síðan frá Hrútagjárhorninu syðra upp á Krýsuvíkur- eða Ketilstíg. Hrútagjárhraun eða Hrútahraun hefur runnið úr gígum áður nefndum í Sveifluhálsi. Norðurbarmurinn er allur sprunginn og brattur. 

Hraunhólar-2

Þar er Hrútagjá stórgrýtt í botninn og ill umferðar. Syðst liggur stígur af gjánni yfir í Hrúthaga, Hrútagjárstígur. Stígurinn heldur síðan áfram vestur um Dalinn, Móhálsadalinn um sléttar og mosavaxnar klappir allt að Hrútafelli og sunnan þess í Ketilstíg.
Af Slitrum liggur L.M. línan í Markhelluhól.“
Um Undirhlíðaveg og Vatnsskarðsskarðsstíg segir Gísli m.a.: „
L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Mar-krakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus. Niður undan Undirhlíðum Mosarliggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík. Undan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið. Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð. Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina. Við Moshellar-2stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu. Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til. Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna.
Storhofdastigur nyrdriÞá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver. Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg.“
Því miður er framangreind Ráherraflöt kominn undir Vatnsskarðsnámusvæðið.
Um Stórhöfðastíginn nyrðri segir Gísli: „
Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka. Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestan vert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð Storhofdastigur nyrdri - 2vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin. Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur Ólafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin. Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatn.“
Storhofdastigur nyrdri - 3Í viðleitninni að rekja Stórhöfðastíginn nyrðri var lagt af stað við neðsta hraunhólinn í Hraunhólum og síðan gengið upp með þeim áleiðis að Fjallinu eina, þ.e. syðri leiðina, í von um að hún gæfi færi á kennileitum v/hinn fyrrnefnda. Þegar komið var upp undir fjallstöglin var stefnan tekin inn undir brúnum áleiðis að Mosum. Þeir voru síðan fetaðir upp í Moshella. Hellarnir eru greinileg fjárskjól. Gróin varða er á einum þeirra. Einhverra hluta vegna hefur þeirra verið getið sem „Sauðabrekkukjól“ (sjá m.a. HÉR). Nefnt skjól er hins vegar í norðanverðum Sauðabrekkum. Það er skjól fyrir smala eða þann/þá er áttu leið um Hrauntungustíg (sjá HÉR).
Storhofdastigur-4Þegar komið var upp að gatnamótum Stórhöfðastígs og Hrauntungustígs austan Hrúthólma var auðvelt að fylgja fyrrnefnda stígnum yfir mjóa apalhraunstungu áleiðis að Hrútargjárdyngjubrúninni. Reykjavegurinn hefur af einhverjum ástæðum verið lagður þarna til hliðar við hina fornu götu og yfir aðalhraunið á miklu mun óaðgengilegri stað en gamli stígurinn.
Stígnum var fylgt að grónum rauðamelshól. Á honum var varða. Síðan var stígnum fylgt eðlilegustu leið niður annars greiðfært hraunið, niður að fallegri sprungureinagígaröð, miklu mun yngri en dyngjuhraunið, og niður að annarri slíkri þar sem hann beygði með neðstu brúninni áleiðis að Hraunhólum. Einungis ein varða var við ofanverða leiðina, sem verður að teljast svolítið Tvi-Drangarsérstakt.
Þegar komið var niður á Mosana var stígnum fylgt eðlilegustu leið milli gjáa. Leiðin liggur síðan með lágum hæðum á hægri hönd, í svo til beina stefnu á Stórhöfða. Þegar kemur fram á brúnirnar og séð verður niður á syðri Stórhöfðastíginn liggur leiðin með grónum hraunhólum niður í stóra lægð í hrauninu með svo til beina stefnu á Tví-Dranga, tvo samliggjandi klettadranga við Stórhöfðastíginn. Þar virðist hafa verið áningarstaður og þar við eru gatnamótin.
Nyrðri leið Stórhöfðastígar virðist gleymd og tröllum gefin, en hefur engu að síður bæði verið greiðfær og einna sú beinasta millum Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar (Stórhöfða) fyrrum.
Sjá meira um Stórhöfðastíg HÉR og HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimidlir m.a.:
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur – Gísli Sigurðsson.
Moshellar

Moshellar

Stórhöfðastígur greinist í tvær leiðir.
Ætlunin var að skoða nyrðri leið Stórhöfðastígs frá Hraunhólum, Storhofdastigur-7yfir Mosana áleiðis að Hrúthólma. Í leiðinni var ætlunin og að reyna að staðsetja Moshella og Sauðahelli er Gísli Sigurðsson nefnir í örnefnalýsingunni sinni fyrir Krýsuvík. Í lýsingunni segir hann m.a. að „[Stórhöfðastígur] nyrðri liggur norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma“ (sjá meira HÉR). Einnig að „[V]egurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna“ (sjá HÉR).
HraunhólarÍ nefndri örnefnalýsing Gísla segir m.a. um leiðir vestan við Vatnsskarð: „L.M. línan liggur úr Markrakagili yfir Nýjahraun og um Hraunhóla gíga á Fjallstagli Fjallsins eina, þaðan út á svonefnd Slitur, sem nefnd eru í gömlum skjölum, þar sem minnst er á landamerki Krýsuvíkur. Hjá hraunhólum þessum skiftist Stórhöfðastígur. Liggur sá nyrðri norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma. Syðri stígurinn lá sunnan Fjallsins eina og í Grænklofa milli Sandfells og Hrútagjárhorns um Grenklofa sem Grænklofi er einnig kallaður og undir Hrútagjárhraunbarmi) síðan frá Hrútagjárhorninu syðra upp á Krýsuvíkur- eða Ketilstíg. Hrútagjárhraun eða Hrútahraun hefur runnið úr gígum áður nefndum í Sveifluhálsi. Norðurbarmurinn er allur sprunginn og brattur. 

Hraunhólar-2

Þar er Hrútagjá stórgrýtt í botninn og ill umferðar. Syðst liggur stígur af gjánni yfir í Hrúthaga, Hrútagjárstígur. Stígurinn heldur síðan áfram vestur um Dalinn, Móhálsadalinn um sléttar og mosavaxnar klappir allt að Hrútafelli og sunnan þess í Ketilstíg.
Af Slitrum liggur L.M. línan í Markhelluhól.“
Um Undirhlíðaveg og Vatnsskarðsskarðsstíg segir Gísli m.a.: „
L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Mar-krakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus. Niður undan Undirhlíðum liggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík.
MosarUndan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið. Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð. Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina. Við stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu.
Moshellar-2Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til. Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur.
Storhofdastigur nyrdriUppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna. Þá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver. Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg.“
Því miður er framangreind Ráherraflöt kominn undir Vatnsskarðsnámusvæðið.
Um Stórhöfðastíginn nyrðri segir Gísli: „
Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka. Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. 

Storhofdastigur nyrdri - 2

Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestan vert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin. Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur Ólafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin. Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatn.“
Storhofdastigur nyrdri - 3Í viðleitninni að rekja Stórhöfðastíginn nyrðri var lagt af stað við neðsta hraunhólinn í Hraunhólum og síðan gengið upp með þeim áleiðis að Fjallinu eina, þ.e. syðri leiðina, í von um að hún gæfi færi á kennileitum v/hinn fyrrnefnda. Þegar komið var upp undir fjallstöglin var stefnan tekin inn undir brúnum áleiðis að Mosum. Þeir voru síðan fetaðir upp í Moshella. Hellarnir eru greinileg fjárskjól. Gróin varða er á einum þeirra. Einhverra hluta vegna hefur þeirra verið getið sem „Sauðabrekkukjól“ (sjá m.a. HÉR). Nefnt skjól er hins vegar í norðanverðum Sauðabrekkum. Það er skjól fyrir smala eða þann/þá er áttu leið um Hrauntungustíg (sjá HÉR).
Storhofdastigur-4Þegar komið var upp að gatnamótum Stórhöfðastígs og Hrauntungustígs austan Hrúthólma var auðvelt að fylgja fyrrnefnda stígnum yfir mjóa apalhraunstungu áleiðis að Hrútargjárdyngjubrúninni. Reykjavegurinn hefur af einhverjum ástæðum verið lagður þarna til hliðar við hina fornu götu og yfir aðalhraunið á miklu mun óaðgengilegri stað en gamli stígurinn.
Stígnum var fylgt að grónum rauðamelshól. Á honum var varða. Síðan var stígnum fylgt eðlilegustu leið niður annars greiðfært hraunið, niður að fallegri sprungureinagígaröð, miklu mun yngri en dyngjuhraunið, og niður að annarri slíkri þar sem hann beygði með neðstu brúninni áleiðis að Hraunhólum. Einungis ein varða var við ofanverða leiðina, sem verður að teljast svolítið sérstakt.
Tvi-DrangarÞegar komið var niður á Mosana var stígnum fylgt eðlilegustu leið milli gjáa. Leiðin liggur síðan með lágum hæðum á hægri hönd, í svo til beina stefnu á Stórhöfða. Þegar kemur fram á brúnirnar og séð verður niður á syðri Stórhöfðastíginn liggur leiðin með grónum hraunhólum niður í stóra lægð í hrauninu með svo til beina stefnu á Tví-Dranga, tvo samliggjandi klettadranga við Stórhöfðastíginn. Þar virðist hafa verið áningarstaður og þar við eru gatnamótin.
Nyrðri leið Stórhöfðastígar virðist gleymd og tröllum gefin, en hefur engu að síður bæði verið greiðfær og einna sú beinasta millum Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar (Stórhöfða) fyrrum.
Sjá meira um Stórhöfðastíg HÉR og HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimidlir m.a.:
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur – Gísli Sigurðsson

Snókalönd

Gengið var um hraunsvæðið sunnan Stórhöfða. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að skoða Snókalöndin, óbrennishólma inni í Brunanum (Nýjabrun/Hábruna), sem mun heita eftir Nýjahrauni því er síðar var nefnt Kapelluhraun og rann árið 1151.
Gömul gata liggur inn í Snókalöndin frá Stórhöfðastíg skammt sunnan SnókalandsastígurBrunabrúnarinnar, milli hlaðins garðs á henni og hlaðins gerðis utan í hraunnefi skammt sunnar. Varða við götuna þar sem hún liggur inn á Brunann vísar leiðina. Frá henni er gatan augljós yfir nýja hraunið og inn í vestari Snókalöndin. Á leiðinni þangað er fallega hringlaga formað hraunbrigði á hægri hönd. Hraunið virðist hafa runnið áfram framhjá fyrirstöðu og þá myndað „garða“ beggja vegna er síðan hafa runnið saman neðar.
Snókalöndin eru þakin kjarri og lyngi. Þau eru hvað fegurst á haustin þegar litadýrðin er hvað mest.
Úr vestari hluta Snókalanda liggur gata yfir að þeim austari, sem er mun stærri. Nær suðurenda hans næstum því að gatnamótum Krýsuvíkurvegar og Bláfjallavegar. Allt umleikis er mosavaxinn og torfær Bruninn, sem fyrr segir.
Ólafur Þorvaldsson segir frá Snókalöndunum í grein sinni um „Fornar leiðir…“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48: „Í nýja brunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir dálitlir blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir. Ekki ber þau hærra en umhverfið og sjást því ekki lengra til og helst ekki fyrr en að er komið. Hestfær götuslóð liggur norður í Snókalönd, nokkur austar en þar sem Stórhöfðastígurinn kemur suður úr brunanum. Ekki eru Snókalöndin jafnstór, það vestra nokkur stærra og slóð á milli. Hvað liggur til grundvallar þessu nafni veit víst enginn lengur en á tvennt mætti benda. Í fyrra lagi að þarna hafi vaxið villihvönn, snókahvönn – geitla. Í öðru lagi að blettir þessi, sem hafa verið miklu gróðurríkari en umhverfið, hafi fengið nafnið land af töngum þeim og hornum sem hinn ójafni brunakantur myndar þarna í grennd og gæti því þýtt „Krókalönd“.

Snókalönd

Í orðabók Blöndals segir að snókur sé angi eða útskiki út frá öðru stærra. Gætu því tangar þeir, sem út úr brunanum ganga, verið stofn að þessu nafni. Þó finnst mér fyrri tilgátan sennilegri. Líkur benda til að þarna hafi verið nokkur skógur og máske verið gert að kolum fyrrum.
Gatan út í Snókaköndin bendir á nokkra umferð þangað. Sökum fjarlægðar þessa staðar frá alfaraleið óttast ég að svo geti farið að hann gleymist og nafnið týnist þar sem þeir, er mest fóru þar um og héldu með því við mörgum örnefnum, voru fjármenn og smalar en þeim fækkar óðum um þessar slóðir sem víðar.“
Snókalöndin eru hraunsvæði sem máttarvöldin, sem stóðu að jarðeldunum 1151 og skópu Nýjahraun (Kapelluhraun/Brunann) virtust hafa haft áhuga á að hlífa. Háir hraunhryggir hafa hlaðist upp með þeim og beint glóandi hrauninu frá. Eftir standa gróðurvinar þær er Ólafur lýsir.
Aðgengi að Snókalöndunum er ágætt og stutt að ganga inn í þau frá Krýsuvíkurvegi. Þá er jafnframt kjörið tækifæri til að skoða þar aðstöðu fjárbúskapsins frá Ási, bæði gerðið og garðinn við Stórhöfðastíginn. Arnarklettar sjást vel inn í Brunanum nokkru suðaustan Stórhöfða.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Þorvaldsson 1949. Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48. Bis. 81-95.Varða

Stórhöfðastígur

Gengið var eftir Stórhöfðastíg frá Undirhlíðavegi að Stórhöfða.
Ólafur Þorvaldsson lýsir leiðinni í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48, reyndar frá Ási upp á Undirhlíðaveg. Þar segir hann að „Stórhöfðastíg fóru stundum lausríðandi menn frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Fóru þá sem leið lá inn með hálsum, þar sem sú leið er allgóður reiðvegur, þar til kom á móts við þar sem Stórhöfðastígurinn lá vestur á milli Fjallsins eina og Sandfells. Sá stígur var stundum tekinn því að við það féll úr mikill krókur inn með Undirhlíðum um Kaldársel en hitt bein lína til Hafnarfjarðar. Þó að Stórhöfðastígur sé frekar slitróttur var gott að láta hestinn njóta ferðarinnar, en jafnsnemma komið til Hafnarfjarðar eða fyrr þrátt fyrir stirðari veg.“
Ólafur lýsir og stígnu

m þar sem hann liggur milli Sandfells og Fjallsins eina „og er þá Sandfellið á hægri hönd, allnærri“.
Stórhöfðastígurinn hefur nú verið stikaður að hluta, frá Undirhlíðavegi niður á Sléttuna.
Undirhlíðavegur sést vel í rótum móbergshróka Grænklofa ofan Djúpavatnsvegar – fast ofan Sandfellsklofa. Þar eru gatnamótin, í beygju á þjóðveginum, áður en komið er að bílastæðinu við Hrútagjá. Sjást þau vel. Þaðan liggur hann augljós niður með lágum grónum hraunhrygg austan utanverðrar gjáarbrúnarinnar.
Gjábrúnin er þarna bæði há og tilkomumikil. Auðvelt er að sjá í vegg hennar fyrrum hraunþakhelluna er lyfst hefur vegna mikils kvikuþrýstings undir niðri. Þegar kvikan síðan storknaði undir hélst veggurinn í rúmlega 45° halla. Endi gjárinnar sést í norðausturhorni „veggsins“, stór og mikilfenglegur. Hrútfell er þarna á hægri hönd. Stígurinn er augljós með rótum Sandfellsins. Reykjavegurinn hefur verið stikaður þarna eftir nýrri leið, en Stórhöfðastígurinn er svolítið norðaustan hans og liggur samhliða á nokkrum kafla. Hinar nýju stikur höfðu verið settar með Reykjaveginum, en voru nú færðar yfir á hinn eiginlega Stórhöfðastíg. Hann fylgir síðan rótum Sandfellsins að mikilli gjá. Sú liggur til norðurs með vestanverðu Sandfellinu og er jafnframt misgengi.
Á sumum kortum hefur þessi gjá, sem liggur alveg niður að gígaþyrpingu suðaustan við Sléttuna sunnan Krýsuvíkurvegar, nafnið Fjallgjá. Önnur gjá, með sömu stefnu, en nokkru vestar, hefur og verið nefnd því nafni. Einhvern veginn virðist Fjallgjárnafnið eðlilegra á þessari gjá því hún liggur upp með Sandfellinu vestanverðu og Fjallinu eina austanverðu, en hin kemur eiginlega hvergi að fjalli. En hvað um það. Stórhöfðastígur liggur þarna niður gróna hraunbrekku milli fellanna. Þar greinist hann í tvennt með hrauntungu. Sama er hvor leiðin er valin því þær koma saman neðan tungunnar. Þar fylgir stígurinn rótum Fjallsins eina og síðan gróinni vesturbrún gjárinnar. Bæði er skjólsælt þar fyrir austanáttinni (sem kom berlega í ljós í þessari ferð) og auk þess er fallegt að horfa til baka, upp eftir stígnum þar sem hann liggur á milli fellanna með Hrútargjána sem bakgrunn.
Einir er áberandi á þessu svæ

ði og ekki spilltu nýtilkomnu haustlitirnir í birkilaufinu fyrir litadýrðinni. Hraunssvæðin eru engu lík við þessar aðstæður.
Þegar komið var skammt ofan við gígaþyrpinguna nafnlausu (hér er stungið upp á hún verði nefnd Ásar í höfuðið á Ásbirni þeim er hefur verið með þeim duglegri að rekja gamlar götur og leiðir á þessu svæði auk þess sem nafnið minnir á upphaf stígsins að norðanverðu) fer gatan beggja vegna við lága hraunhæð og síðan með henni að þyrpingunni vestanverðri. Neðan (norðan) hennar breytir hraunið bæði um svip og yfirbragð. Við tekur ógrónara, ósléttara hraun og mosavaxnara, án þess að í því séu hæðir og lægðir. Með fránum augum má sjá hvar stígurinn lá með stefnu í næsta hraunnef að vestanverðu. Austan við það kemur stígurinn aftur mjög glögglega í ljós. Smám saman „birtir“ meir og meir yfir honum á sléttri hraunhellu Sléttunnar. Á kafla greinist hann þar í tvennt, en kemur saman á ný skammt norðar. Þar liggur stígurinn yfir austurmörk Straumslands og inn á Ásland með vestanverði brún Brunans, framhjá og í gegnum fallegan „gróðurvog“ þar sem „Tvídrangar“, tveir háir hraunstöplar rísa upp úr Brunanum og halla sér hvor að öðrum. Þarna er einn af fáum stöðum í öllum hraununum þars em sjá má áþreifanlega kynjaskiptingu hraunsins. Yfirleitt er talað um það í hvorukyni, en á þessum stað er það bæði í karlkyni og kvenkyni. Því getur í raun enginn trúað nema líta það eigin augum. Undir hraunbrúninni má sjá mannanna verk á tveimur stöðum, þakin mosa. Annað gæti hafa verið skjól eða jafnvel hús og hitt aðhald fyrir hesta eða fé. Skammt norðar er fallin fyrirhleðsla yfir stíginn.
Stórhöfðastíg var fylgt með hraunkantinum að skógræktargirðingu við slóða vestan gatnamóta Krýsuvíkurvegar og Bláfjallavegar. Áður en komið er þangað virðist stígurinn hverfa á stuttum kafla, en þegar betur er að gáð má sjá hvar hann liggur yfir sléttan klapparhrygg og síðan áfram niður gróna lænu. Þar virðast vera gatnamót. Líklega eru þau til komin vegna þess að ferðalangar á leið suður Stórhöfðastíg gleymdu að taka þar vinstri beygju. Hafi þeir haldið áfram hefur leið þeirra legið um hæðir og lægðir uns komið var að þeirri Fjallgjá, sem vestari hefur verið nefnd. Með góðum vilja hefur verið hægt að fylgja henni upp með Fjallinu eina vestanverðu. Þar liggur reyndar gata, sem sumir hafa tekið sem Stórhöfðastíg, en er í raun eitt afsprengi hans.
Norðvestan slóðans liggur Stórhöfðastígur í gegnum skógræktargirðinguna á stuttum kafla, niður með henni utanverðri og beygir síðan til norðurs yfir Krýsuvíkurveginn skammt vestan gatnamóta Bláfjallavegar, niður í ofanverðar Brunntorfur (Brunatorfur/Brundtorfur). Þar sést hann greinilega. Stígurinn liggur framhjá fallega hlöðnu ferköntuðu gerði í góðu skjóli. Skjól þetta hefur væntanlega verið notað til tilhleypinga frá Straumi eða Þorbjarnastöðum. Brunntorfurnar (Brundtorfurnar) gætu hafa dregið nafn sitt af því. Markagirðing Straums og Áss er þarna skammt austar. Líklega má finna fleiri mannvirki á þessu svæði ef vel væri leitað. Áfram til norðurs liggur stígurinn í gegnum gróið hraun, vestan brunabrúnar. Frá henni liggur gata til austurs, inn í Snókalöndin. Skammt norðar eru gatnamót. Gata liggur af stígnum til suðurs og síðan vesturs, um grónar hraunlænu milli klapparhóla, yfir Krýsuvíkurveginn með stefnu á vörður handan hans. Að öllum líkindum er um að ræða leið að hlöðnu fjárskjóli, sem nú er innan svæðis Skógræktarinnar, og síðan áfram niður að Straumi. Þessi gata er sýnd á uppdrætti Ólafs, sem og mörkin.

Varða framundan segir til um hvar Stórhöfðastígur fer inn á brunann. Á og með brúninni er hlaðinn garður utan í henni, sennilega fyrirstaða þegar fé var rekið eftir stígnum. Í gegnum brunann er stígurinn augljós, bæði gróinn og greiðfær. Eftir stutta göngu rífa gamlar malargryfjur stíginn, en ef línu er fylgt beint yfir þær má sjá bút af honum handan við brúnina. Eftir göngu um þann hluta óskerta brunans er aftur komið að malargryfjum sem hafa tekið gamla Stórhöfðastíginn. Nú er nýbúið að slétta þar undir verðandi trönusvæði. Norðan þess er klettur. Vestan við klettinn er Stórhöfðastígur enn ósnertur. Hægt er að fylgja honum af öryggi áfram í gegnum hraunið að suðausturhorni Stórhöfða. Þaðan liggur stígurinn til norðvesturs vestan hans, áleiðis að Ási. Lengra var ekki farið að þessu sinni. Stígurinn um Hellnahraunin, yngra og eldra, verða geymd til betri tíma. Þá er og ætlunin að skoða Snókalöndin betur við fyrsta tækifæri.
Snókalöndin fyrrnefndu, austan Stórhöfðastígs og norðan núverandi Krýsuvíkurvegar vestan gatnamóta Bláfjallavegar, eru heimur út af fyrir sig. Ólafur segir frá Snókalöndunum í fyrrnefndri grein sinni: „Í nýja brunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir dálitlir blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir. Ekki ber þau hærra en umhverfið og sjást því ekki lengra til og helst ekki fyrr en að er komið. Hestfær götuslóð liggur norður í Snókalönd, nokkur austar en þar sem Stórhöfðastígurinn kemur suður úr brunanum. Ekki eru Snókalöndin jafnstór, það vestra nokkur stærra og slóð á milli. Hvað liggur til grundvallar þessu nafni veit víst enginn lengur en á tvennt mætti benda. Í fyrra lagi að þarna hafi vaxið villihvönn, snókahvönn – geitla. Í öðru lagi að blettir þessi, sem hafa verið miklu gróðurríkari en umhverfið, hafi fengið nafnið land af töngum þeim og hornum sem hinn ójafni brunakantur myndar þarna í grennd og gæti því þýtt „Krókalönd“. Í orðabók Blöndals segir að snókur sé angi eða útskiki út frá öðru stærra. Gætu því tangar þeir, sem út úr brunanum ganga, verið stofn að þessu nafni. Þó finnst mér fyrri tilgátan sennilegri. Líkur benda til að þarna hafi verið nokkur skógur og máske verið gert að kolum fyrrum.
Gatan út í Snókaköndin bendir á nokkra umferð þangað. Sökum fjarlægðar þessa staðar frá alfaraleið óttast ég að svo geti farið að hann gleymist og nafnið týnist þar sem þeir, er mest fóru þar um og héldu með því við mörgum örnefnum, voru fjármenn og smalar en þeim fækkar óðum um þessar slóðir sem víðar.“
Gatan, sem Ólafur nefnir, er enn greinileg. Vörður eru við hana. Hún liggur inn á brunann og inn í vestari Snókalöndin og úr þeim inn í þau austari.
Með grein Ólafs fylgir kort með fornum leiðum milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Á því er Stórhöfðastígur sýndur liggja frá Undirhlíðavegi ofan við Hrútagjá, niður með gjárbarminum að austan og norðanverðu, milli Sandfells og Fjallsins eina, niður með Fjallgjá, niður að Stórhöfða og áfram heim að Ási.
Ofan Snókalanda heldur Ólafur áfram að segja frá leiðinni: „Þegar suður úr brunanum kemur liggur stígurinn upp með suðvesturbrún hans og fylgir maður brunanum þar til komið er móts við Vatnsskarð í Undirhlíðum sem farið er þá að nmálgast. Úr því liggur stígurinn meira til suðurs þar til komið er að Fjallinu eina. Er það fremur lágt, hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda. Austan undir því liggur stígurinn og er þá Sandfell á vinstri hönd allnærri. Er nú stutt þar til komið er á Undirhlíðaveginn, skammt suður af Sandfellsklofa.“
Fyrr á öldum lágu margar leiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur og voru það ýmist vegir, götur eða stígar. Sú leið sem mest var farin, og aðallega þegar farið var með hesta, lá úr Hafnarfirði öðru hvorum megin við Hamarinn upp yfir Öldur, þar sem nú er kirkjugarðurinn, framhjá Lækjarbotnum og upp í Kaldársel. Þaðan lá leiðin að Undirhlíðum og síðan ýmist norðan við Undirhlíðar eftir svonefndum Undirhlíðavegi eða sunnan við Undirhlíðar eftir svonefndri Dalaleið. Undirhlíðavegur var aðalvegurinn milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar og var oftast farinn á sumrin þegar farið var lausríðandi eða með lest. Var þessi leið talin vera um 8 stunda lestargangur. Þegar Undirhlíðavegur var valinn var farinn Ketilstígur yfir Austurhálsinn yfir í Krýsuvík, en ef Dalaleið var valin var farið með norðurströnd Kleifarvatns að Krýsuvík.
Gangandi menn fóru oft um tvo stíga, Stórhöfðastíg og nokkru vestar Hrauntungustíg, milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur, svo og ef farið var með fáa hesta að vetrarlagi.
Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum, umhlaðið í Ási, og oft gist þar ef menn komu t.d frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls og suður yfir Selhraun að Stórhöfða og þaðan áfram að Fjallinu eina og komið inn á Undirhliðaveg við Norðlingaháls.
Ef menn völdu Hrauntungustíg var farið frá Ási um Skarð vestan Ásfjallsaxlar yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamraness og stefnan tekin á Hrútafell, en skammt þar sunnan við er komið inn á Ketilstíg (Ólafur Þorvaldsson 1949).
Margir eiga erfitt með að átta sig á gömlum leiðum og víða eru þær fáfarnari að gróa upp og hverfa og þar af leiðandi er mikilvægt að halda þeim við með einum eða öðrum hætti. Hvort um höfuðleið, alfaraleið, sýsluveg eða hvað annað er að ræða er ekki aðal atriði. Þær leiðir sem lýsingar eru til af, t.d. frá Ólafi Þorvaldssyni, eiga jafn mikinn rétt á sér hvort sem hann hefur talið þær fáfarnar eða fjölfarnar. Greinina „Fornar slóðir…“ birti hann í Árbók Fornleifafélagsins 1943-1948 – og það er sú lýsing sem Ferðafélagið endurprentaði í sérriti. Með gömlu greininni fylgir ágætt kort af hinum gömlu leiðum, en í sérritinu var gerð tilraun til að merkja leiðirnar inn á kort, af mikilli ónámkvæmni vægast sagt. Sérritið kostar kr. 1000 og er það 999 kr. of mikið. Það er því varla krónu virði umfram gömlu prentunina.
Leiðir á þessu svæði hafa fyrst og fremst verið varðaðar með ókunnuleika ýmissa ferðalanga og vermanna í huga, á svipaðann hátt og sýsluvegirnir voru mjög vandlega varðaðir og breikkaðir um og eftir 1890, enda meginleiðir eða alfaraleiðir. Sama gildir um Selvogsgötuna, sem var ágætlega vörðuð, en er mun betur vörðuð í dag en hún var fyrir rúmlega einni öld. Ferðafélagsfólk tók sig til um miðja síðustu öld og bætti við fjölda varða sérstaklega í hrauninu milli Helgadals og Kerlingaskarðs, en vörðurnar á sjálfri heiðinni eru án efa mun eldri og hafa verið jafn þéttar og raun ber vitni vegna þess að þar getur verið erfitt að rata í þokuslæðingi og súldarsudda, sem skellur oft á með litlum fyrirvara þar efra eins og menn þekkja. Þá hefur líka verið nauðsynlegt að hafa leiðina vel varðaða á vetrum vegna snjóa sem sitja oft lengi í Leirdölunum og víðar.

Hrauntungustígur, Stórhöfðastígur og Straumsselsstígur voru ekki síður farnir af heimamönnum, íbúum á Innnesjum og Útnesjum og Krýsuvíkingum en þær leiðir sem í dag eru taldar hafa verið höfuðleiðir. Þessar leiðir voru varðaðar með allt öðru móti en alfaraleiðirnar. Vörðurnar eru smærri, jafnvel ekki annað en svonefndar þrísteinavörður, en með stöku stórum vörðum á milli á lykilstöðum. Stórhöfðastígurinn lá sannalega austan við Fjallið eina og sameinaðist Undirhlíðaleið við Grænklofa við brún Hrútadyngjuhrauns.
Þrátt fyrir þá fullyrðingu Ólafs Þorvaldssonar að vetraferðir með hesta milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar væru fátíðar, verður að hafa það í huga að hann bjó í Herdísarvík þegar byggð var að fara í eyði í Krýsuvík. Hans sýn miðast að sjálfsögðu við samtíð hans og það sem hann hefur numið af sér eldra fólki er hann var barn í Ási og seinna þegar hann var í vinfengi við fólkið í Stóra-Nýjabæ, sem voru síðustu ábúendur þar. Þetta fólk (og þar með Ólafur sjáflur) áttu það til að ná sér í aukatekjur með rjúpnaveiði og sölu á afurðunum fyrir jólin. Á þeirri tíð voru vetrarferðir næsta fátíðar á þessum slóðum. Engu að síður hefur Ólafur fyrir því að greina frá því að: “Ef snjó setti niður af austri eða norðaustri, t.d. meðan menn höfðu viðdvöl í kaupstaðnum, var venjulega snjóléttara á þessum leiðum (Hrauntungustíg og Stórhöfastíg) en með Undirhlíðum og Hálsum.”
Þar af leiðandi voru þessar leiðir farnar á hestum og gangandi, en á þeirri tíð þegar hestaferðir voru eingöngu tíðkaðar enda vagninn eða bíllinn ekki kominn til sögunnar. Ekki er gott að átta sig á því hvað voru tíðar eða fátíðar ferðir. Það eina sem er alveg á hreinu er að það var ekki ósjaldan farið með hesta milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar á vetrum. Og þá voru helstu leiðirnar Undirhlíðaleið og Hálsaleið (þegar snjóalög voru ekki til vandræða) eða Vatna- og Dalaleið (einkum þegar lágt var í Kleifarvatni) eins og sagan af Slysadalsnafninu ber með sér auk munnlegra heimilda afkomenda þeirra sem bjuggu í Krýsuvík. Það áttu samt ekki allir hesta, samanbera gamla konan sem hafði flutt til Hafnarfjarðar og fann að dauðinn nálgaðist. Hún tók sig til einn morguninn að vorlagi og hélt sína leið (þá stystu) um Hrauntungustíg til Krýsuvíkur, sótti sér vígða mold úr skjóðu og bar á baki sér heim í Hafnarfjörð. Hún vildi hafa sína mold úr Krýsuvík þegar rekunum var kastað.
Auðvitað hafa menn (og konur) ekki verið að flengjast þessa leið í erindisleysu. Undirhlíðaleiðin var örugglega oftar ófær á veturna vegna snjóa en nú er og þá hafa Stórhöfðastígur, Hrauntungustígur eða janfvel Straumsselsstígur eða Rauðamelsstígur verið betri kostur. Veðurlag og fleira réð ferðalögum í þá daga, bæði yfir sumartímann og á veturna. Þetta er haft eftir gömlu og frómu fólki. Jón “í Skuld” Magnússon var t.d. vanur að fara þessar leiðir á hestum ásamt föður sínum og bræðrum í æsku.
Þegar endanleg ganga um Stórhöfðastíg er næstum á enda við utanverðan Ás er komið að tóftarbroti á vinstri hönd, norðan Hádegisskarðs, þar sem Stórhöfðastígur og Hrauntungustígur lágu fyrrum á milli vestri Ásfjallsaxlar og Grísaness. Ólafur Þorvaldsson segir í grein sinni um leiðir þessar frá Hafnarfirði að: „Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum, um hlaðið á Ási, oft gist þar ef menn t.d. komu frá Reykjavík.
Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls, suður yfir Selhraun, vestan undir Stórhöfða, nokkurn spöl suðaustur með honum, lagt á hraunið frá suðurhorni hans, fyrst um gamalt klapparhraun þar til komið var á nýrra brunabelti sem á sínum tíma hefur runnið eða gata sem enginn veit hvenær ruddur hefur verið, annars með öllu ófær hestum.“
Nú er búið að undirbúa nýbyggingarsvæði í vestanverðum Dalnum þar sem Stórhöfðastígur og Hrauntungustígur lágu fyrrum til suðurs frá Hádegisskarði. Búið er að kroppa í þann sýnilega hluta gatnanna, sem enn var sýnilegur á þessum slóðum. Kroppið virðist hafa verið ónauðsynlegt vegna framkvæmdanna, en líklega vegna meðvitunarleysis skipulagsyfirvalda og verktaka hefur þarna farið forgörðum kærkomið tækifæri til að varðveita innan bæjarmarkanna hluta þeirrar sögu er hér að framan greinir.
Stikun stíga eins og Stórhöfðastígs undirstrikar í raun mikilvægi þess að halda hinum gömlu þjóðleiðum við, auka líkur á varanlegri verndun þeirra og efla vitund áhugafólks um nokun þeirra til heilsueflingar, fróðleiks, andgiftar og skemmtunnar. Um er að ræða leiðir, stíga og götur í svo mikilli nálægð við helstu þéttbýliskjarna landsins og það svo nærtæka að hjákátlegt er að sleppa því auðvelda tækifæri að notfæra sér möguleikann.
Sem fyrr segir var gerð sérstök ferð um Snókalöndin og er þeim lýst annars staðar á vefsíðunni. Þar er um að ræða hraunsvæði sem máttarvöldin, sem stóðu að jarðeldunum 1151 og skópu Nýjahraun (Kapelluhraun/Brunann) virtust hafa haft áhuga á að hlífa. Háir hraunhryggir hafa hlaðist upp með þeim og beint glóandi hrauninu frá. Eftir standa gróðurvinar þær er Ólafur lýsir.
Lagt var af stað í þessa Stórhöfðastígsgöngu síðdegis, eftir vinnu, að haustlagi. Dimman gerði að lokum vart við sig. Gangan tók 3 klst og 3 mín. Frábært veður – að ekki sé talað um sólsetrið yfir hraunbrúnini vestanverðri.

Heimildir m.a.:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 7. tbl. 52. árg., 18. maí 1994.
-Ólafur Þorvaldsson 1949. Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48. Bis. 81-95.
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1991. Krýsuvíkureldar II. Kapelluhraun og gatan um aldur Hellnahrauns. Jökull 41. 61-80.
-Jónatan Garðason.Stórhöfðastígur

Eldborg

Gengið var frá Trölladyngju á Núpshlíðarhálsi um Eldborg og Einihlíðar með stefnu á Mávahlíðar og Mávahlíðarhnúk. Þaðan var haldið yfir að Fjallsgjá norðan við Fjallið eina norðan Hrútargjárdyngju og endað á Krýsuvíkurvegi.

Dóruhellir

Dóruhellir í Konugjá.

Trölladyngjan er 375 m.y.s. Hún er formfagurt móbergsfjall. Í dyngjunni eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu. Hraun hafa runnið þaðan bæði í norður og suður, meðal annars Afstapahraun. Þar er og mikill jarðhiti á ýmsum stöðum, t.d. í Sogunum. Um þau rennur Sogalækur.
Höskuldarvellir er grasslétta yfir hrauninu vestur af Trölladyngju. Þangað liggur farvegur frá Sogalæk. Rennur hann niður á vellina í leysingum og hefur myndað það mikla landflæmi og gróðurbreiðu með framburði sínum. Höskuldarvellir munu vera ein stærsta samfellda graslendi í Gullbringusýslu eða um 100 ha.
Eldborgin norðan Trölladyngju hefur verið afmynduð með efnistöku. Sennilega hefur hún einhvern tímann verið eitt af djásnum Reykjanesskagans. Ef væntumþykjan og virðingin fyrir umhverfi og náttúru hefðu orðið efnishyggjunni yfirsterkari þegar ákvörðun um eyðilegginguna var tekin, væri Eldborgin nú margfalt verðmætari en krónurnar, sem fengust fyrir kápuna af henni á sínum tíma. En skaðinn verður ekki bættur, úr því sem komið er. Nú stendur Eldborgin þarna sem minnisvarði og þörf áminning um hvað ber að varast í umgengi við náttúruna. Ekki meira um það að sinni.

Mávahlíðar

Mávahlíðar.

Fallegir eldgígar eru utan í Dyngjuhálsi, eða Dyngjurana eins og hann er stundum nefndur. Lambafellið sást vel á vinstri hönd, en framundan sást einnig vel til Einihlíða. Fallegt er að sjá hvernig hraunstraumurinn hefur runnið niður hlíðarnar og elfan storknað í hlíðunum. Ofan við þær er nokkuð úfið hraun, en vönum greiðfært. Suðaustar blasa Mávahlíðar við. Nýrra hraunið er norðvestan við hlíðarnar, mikið jarðfall og hár hraunbakki við þær norðanverðar. Eldra hraun og grónara er ofan (sunnan) við Mávahlíðar. Gígarnir, sem það hefur komið úr, eru litlir og mynda röð samhliða sprungureininni. Frá Mávahlíðum sést vel upp í Hrúthólma, gróin skjöld í hrauninnu. Sunnar er Hrútfellið.
Gengið var yfir að Mávahlíðahnúki austan Mávahlíða og síðan strikið tekið frá vatnsstæði við gamla götu eftir tiltölulega sléttu, en eyðilegu, helluhrauni með úfnum hraunkanti á hægri hönd. Þegar honum sleppti tók við gróið hraun með fallegum hraunæðum. Í einni þeirra var beinagrind. Leggur af dýrinu var tekin með. Við greiningu á Keldum kom í ljós að um var að ræða hrossabógslegg. Óvíst var um aldur. Beinagrindin var ekki langt frá Stórhöfðastígnum frá Stórhöfða áleiðis upp á Ketilsstíg, ofan við Mávahlíðar og Hrútafell. Annað hvort hefur hrossið orðið til þarna við gömlu leiðina, eða refaveiðimenn hafa borið þar út hræ af hrossi til að egna fyrir ref.

Núpshlíðarháls

Svæðið. Horft til suðurs.

Skammt austar er falleg og tilkomumikil gjá, hér nefnd Konugjá, einu kvenveru hópsins að þessu sinni til heiðurs. Í gjánni er stór skúti, sem opnast hefur þegar jörðinn klofnaði og gjáin myndaðist, líkt og Hundraðmetrahellirinn ofan við Helgadal. Hann var nefndur Dóruhellir. Skútinn, sem er hinn skjólsælasti, verður að teljast álitlegur til samkomuhalds. Ofar í hæðinni eru nokkrir hellar. Að þessu sinni var gengið niður með hæðinni til austurs, að fallegum gervigíg, sem var líkt og hásæti í laginu – tilvalinn hópmyndastaður.
Suðaustar blasti Fjallið eina við í allri sinni reisn, en norðar opnaðist Fjallgjáin. Hún er ein af nokkrum gjám á svæðinu, en sú stærsta og lengsta. Víða er hún mjög djúp og sumsstaðar mjög breið, ekki ólík Almannagjá á köflum.
Gangan endaði á Krýsuvíkurvegi, sem fyrr sagði.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-www.reykjanes.is

Trölladyngja

Mávahlíðar og Trölladyngja fjær.

Stórhöfðastígur
Skoðaður var Stórhöfðastígur í Stórhöfðahrauni. Stígurinn liggur frá suðurhorni Stórhöfða, með norðanverðum hraunkanti Óbrennishólabruna og til suðurs í gegnum Selhraun og áleiðis upp í Almenninga austan við Brunntorfur. Þaðan virðist stígurinn óljós en við nánari gaumgæfni má vel lesa sig eftir honum að Hraunhól norðan Fjallsins eina.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Nú var ætlunin einungis að skoða stíginn þar sem hann liggur frá Stórhöfða og í gegnum Selhraunið. Í fyrstu er stígurinn vel greinilegur og auðvelt að fylgja honum í gegnum tiltölulega slétt hraunið. Þegar komið er á móts við og austan athafnasvæðis refabús, sem þar var reist og var nothæft í skamman tíma, hallar stígurinn meira til vesturs, en beygir síðan aftr til suðurs sunnan þess. Þar er yfir úfnara hraun að fara en stígurinn er gróinn og kastað hefur verið úr honum á kafla. Áður en komið er að háum kletti má sjá hvar stígurinn liggur niður í hraunbolla, sunnan línuvegarins. Þar hefur hann verið lagaður. Eftir það tekur við eyðilegging mannanna handa; búið að grafa hraunið út þvers og kruss. Þarna mun vera “ör” Skógræktar ríkisins á landi, sem ekki hentaði til skógræktar og var því “yfirborðslandið” selt til flutnings. Það eru ekki bara verndarnir á Miðnesheiði, sem hafa fengið keypt land og fundið hefur verið að. Margur mætti líta sér nær í þeim efnum (áminning til þeirra, sem telja sig bera umhyggju fyrir landinu).
Sunnan við námusvæðið sést Stórhöfðastígurinn á ný. Vörður eru við hann og auðvelt er að fylgja honum yfir brunahaft, námusvæðið á ný og síðan yfir ósnert gróið hraunsvæði að Krýsuvíkurvegi, og áfram upp í gegnum kjarrið sunnan vegarins. Vörður eru á hæðunum upp af Brunntorfum, en þær segja ekki til um legu Stórhöfðastígs heldur leið að meintu fjárskjóli í norðaustanverðum Brunntorfum.
Stígurinn liggur þarna skammt ofar. Við hann er m.a. fallega hlaðið gerði, væntanlega frá Ási, enda innan marka þess.
Ofan og austan við stíginn sunnan vegarins gegnt Bláfjallavegi eru hleðslur í hraungjá undir gamla girðingu á mörkum Straumslands. Hleðslan hefur einnig þjónað því hlutverki að vera brú yfir gjána. Um er að ræða mjög fallegt mannvirki skammt frá veginum. Landamerkjastaur Straums er þar skammt frá.
Þrátt fyrir skemmdirnar er alveg þess virði að verja síðdegisstund til að ganga Stórhöfðastíginn á framangreindum kafla.
Frábært veður – Gangan tók eina klukkustund og eina mínútu.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Stórhöfðastígur
Skoðaður var Stórhöfðastígur í Stórhöfðahrauni. Stígurinn liggur frá suðurhorni Stórhöfða, með norðanverðum hraunkanti Óbrennishólabruna og til suðurs í gegnum Selhraun og áleiðis upp í Almenninga austan við Brunntorfur. Þaðan virðist stígurinn óljós en við nánari gaumgæfni má vel lesa sig eftir honum að Hraunhól norðan Fjallsins eina.

Nú var ætlunin einungis að skoða stíginn þar sem hann liggur frá Stórhöfða og í gegnum Selhraunið. Í fyrstu er stígurinn vel greinilegur og auðvelt að fylgja honum í gegnum tiltölulega slétt hraunið. Þegar komið er á móts við og austan athafnasvæðis refabús, sem þar var reist og var nothæft í skamman tíma, hallar stígurinn meira til vesturs, en beygir síðan aftr til suðurs sunnan þess. Þar er yfir úfnara hraun að fara en stígurinn er gróinn og kastað hefur verið úr honum á kafla. Áður en komið er að háum kletti má sjá hvar stígurinn liggur niður í hraunbolla, sunnan línuvegarins. Þar hefur hann verið lagaður. Eftir það tekur við eyðilegging mannanna handa; búið að grafa hraunið út þvers og kruss. Þarna mun vera “ör” Skógræktar ríkisins á landi, sem ekki hentaði til skógræktar og var því “yfirborðslandið” selt til flutnings. Það eru ekki bara verndarnir á Miðnesheiði, sem hafa fengið keypt land og fundið hefur verið að. Margur mætti líta sér nær í þeim efnum (áminning til þeirra, sem telja sig bera umhyggju fyrir landinu).

Brunatorfur

Gerði í Brunatorfum við Stórhöfðastíg.

Sunnan við námusvæðið sést Stórhöfðastígurinn á ný. Vörður eru við hann og auðvelt er að fylgja honum yfir brunahaft, námusvæðið á ný og síðan yfir ósnert gróið hraunsvæði að Krýsuvíkurvegi, og áfram upp í gegnum kjarrið sunnan vegarins. Vörður eru á hæðunum upp af Brunntorfum, en þær segja ekki til um legu Stórhöfðastígs heldur leið að meintu fjárskjóli í norðaustanverðum Brunntorfum.
Stígurinn liggur þarna skammt ofar. Við hann er m.a. fallega hlaðið gerði, væntanlega frá Ási, enda innan marka þess.
Ofan og austan við stíginn sunnan vegarins gegnt Bláfjallavegi eru hleðslur í hraungjá undir gamla girðingu á mörkum Straumslands. Hleðslan hefur einnig þjónað því hlutverki að vera brú yfir gjána. Um er að ræða mjög fallegt mannvirki skammt frá veginum. Landamerkjastaur Straums er þar skammt frá.
Þrátt fyrir skemmdirnar er alveg þess virði að verja síðdegisstund til að ganga Stórhöfðastíginn á framangreindum kafla.
Frábært veður – Gangan tók eina klukkustund og eina mínútu.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Hrauntungustígur

Gengið var eftir Hrauntungustíg frá Krýsuvíkurvegi að malargryfjunum, sem eru á sunnan vegarins, á milli hans og Hrauntungu. Eini sýnilegi hluti stígsins, sem ekki hefur enn verið eyðilagður, er um 300 metra langur. Hann sést greinilega í tiltölulega sléttu hrauninu og síðan upp hraunbakka við gryfjurnar. Efst á bakkanum er varða, en við hana hefur stígurinn verið tekinn í sundur. Hann sést síðan handan við gryfjurnar þar sem hann kemur inn í Hrauntunguna. Tungan er stór gróin tóa inni í nýrra mosahrauni. Þegar stígnum er fylgt inn í gegnum tunguna má sjá vörðu upp á hraunhól á vinstri hönd. Handan við hólinn er jarðfall. Í jarðfallinu er stór birkihrísla. Við norðurjaðar þess er stór fyrirhleðsla með opi á. Innan við opið er smalaskjól (Hrauntunguskjól). Þegar komið er út úr Hrauntungunni að vestanverðu er stutt upp í Kolbeinshæðaskjólin og þaðan upp í Straumssel.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur austan Hrútfells.

Þá var Stórhöfðastíg fylgt í gegnum Dyngnahraun við Stórhöfðahraun. Eins og við Hrauntungustíginn hefur Stórhöfðastígurinn af skammsýni verið hreinsaður upp að hluta þar sem eru stórar malargryfjur. Ef gryfjurnar hefðu verið örlítið norðar hefði stígurinn sloppið. Við norðausturjaðar þeirra er stór hraunklettur. Stígurinn liggur niður með klettinum og liðast síðan um hraunið í átt að suðurhorni Stórhöfða. Stígurinn hefur einhvern tímann verið ruddur hluta leiðarinnar og þannig gerður akfær inn í hraunið. Ruðningurinn endar við háan flatan hraunstand. Frá honum til norðurs sést gamli Stórhöfðastígurinn vel þar sem liggur að línuvegi, sem liggur þvert á hann. Þegar komið er yfir línuveginn liggur stígurinn um nokkuð slétt helluhraun alveg að höfðanum. Á leiðinni eru nokkur lítil jarðföll og stór hraunskúti, en engir hellar. Stórhöfðastígurinn á þessum kafla er nú einungis heill á u.þ.b. 500 metra kafla. Sunnan við Krýsuvíkurveginn liggur hann upp og suður í hraunið með stefnu í vörðu á hraunhól. Stígurinn er óljós á nokkrum kafla í grónu hrauninu, en þegar komið er ofar í það verður hann aftur greinilegur. Hann er varðaður á hluta leiðarinnar, en þar sem hann liggur í áttina og ofan við Fjallið eina er stígurinn vel greinilegur. Hann liggur síðan upp með Húshelli, framhjá Hellinum eina (Steinbogahelli) og áfram suður með vestanverðri Hrútargjárdyngju og upp á Ketilsstíg.
Frábært veður.

Kolbeinshæðaskjól

Kolbeinsstaðaskjól.