Færslur

Strandarkirkja

Jón Helgason, biskup, skrifaði grein “Um Strönd og Strandarkirkju” í Lesbók Morgunblaðsins árið 1926:
strandarkirkja - jon helgason
Árni biskup á fyrstur að hafa vígt kirkju á Strönd. Hið sannasta, sem sagt verður um uppruna Strandarkirkju, er, að vjer vitum ekkert um hann með vissu. Má vel vera, að hún hafi verið reist þegar í fyrstu kristni, og eins má vel vera, að hún hafi ekki verið reist fyr en í tíð Árna biskups á síðari hluta 13. aldar. Um það verður ekkert fullyrt. En um máladag kirkju þessarar er ekki að ræða eldri en frá 13. öld. — Strönd í Sel-Selvogi er höfðingjasetur eins lengi og vjer höfum sögur af. Situr þar hver höfðinginn fram af öðrum að stórbúum af mestu rausn.
Í lok 13. aldar bjó þar Erlendur sterki lögmaður Ólafsson, og eftir hann mun sonur hans, sá ágæti fræðimaður Haukur Erlendsson lögmaður, hafa búið þar, uns hann fluttist búferlum til Noregs eftir 1308. Síðar á 14. öld kunnum vjer að nefna Ívar Vigfússon Hólm hirðstjóra sem búandi á Strönd og eftir hans dag Margrjeti Össurardóttur, ekkju hans. Vigfús hirðstjóri, sonur þeirra, hafði þar eitt af fjórum stórbúum sínum og með dóttur hans Margrjeti Vigfúsdóttur eignast Þorvarður Loftsson (ríka á Möðruvöllum) Strandar-eignina og varð Strönd eitt af höfuðbólum hans.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1900.

Um aldamótin 1500 býr þar dóttursonur þeirra Þorvarðar og Margrjetar, Þorvarður lögmaður Erlendsson og eftir hann sonur hans Erlendur lögmaður Þorvarðarson (d: 1575), „stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið. Var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður” (dr. J. Þ.). Má að vísu telja, að Strönd hafi verið með helstu stórbýlum og höfðingjasetrum sunnanlands í fullar fjórar aldir og ef til vill lengur. En hafi þar stórbændur setið lengst af, mætti ætla, að þar hafi og kirkja verið lengst af, því að auk þess, sem hverjum, er vildi, var heimilt að gera kirkju á býli sínu, ef landeigandi legði fje til, „svo að biskup vildi vígja fyrir þeim sökum”, eins var það mörgum stórbónda nokkuð metnaðarmál að hafa kirkju reista á óðalsjörð sinni. Jafnsnemma og vjer vitum um kirkju á Strönd, er, eins og vikið var að, um aðra kirkju talað þar í Vognum, sem sje að Nesi. Hvor þeirra hefir talist höluðkirkja þar í sveit, vituni vjer ekki. En bent gæti það á Neskirkju sem höfuðkirkju, að Erlendur sterki fær leg í Nesi, en ekki á Strönd, þótt vitanlega hafi einhverjar aðrar orsakir getað verið því valdandi. En því meiri sem vegur Strandar varð, því eðlilegra varð og, að Strandarkirkja yrði höfuðkirkja bygðarinnar, enda er hún það lengstan tímann, sem vér þekkjum til.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1884.

En á síðari hluta 17. aldar tók Strandarland að eyðast af sandfoki og þar kom um síðir, að þessi gamla vildisjörð og höfðingjasetur lagðist algerlega í eyði. Og svo hefir verið um þessa jörð síðan. En þótt alt annað færi í svartan sandinn, fjekk kirkjan að standa þar áfram og með henni hefir nafn þessa forna stórbýlis varðveist frá gleymsku.
Elsta lýsing Strandarkirkju, sem til er, er frá dögum Odds biskups Einarssonar. Þar er kirkjunni lýst á þessa leið: „Kirkjan nýsmíðuð; fimm bitar á lofti að auk stofnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prjedikunarstóll; óþiljuð undir bitana, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið — og ofan á öllum kórnum er sagt sje blýlengja hvoru megin og eins ofan yfir mæninum, líka svo á framkirkjunni.” Á þessari lýsingu má sjá, að kirkjan hefir verið vandað hús, en að sjálfsögðu torfkirkja eins og flestar kirkjur hjer á landi voru í þá daga.
Eftir að alt Strandarland var komið í sand, var eðlilegt að mönnum dytti í hug að flytja kirkjuna úr sandinum h

Vogsósar

Vogsósar.

eim að prestsetrinu Vogsósum. En Selvogsmenn voru ekki á því, þótt hvað eftir annað yrði að byggja kirkjuna upp, svo illa sem fór um hana þar á svartri sandauðninni. Þó segir í vísitasíu Mag. Jóns biskups Árnasonar frá 1736, er kirkjan hafði verið endurreist fyrir einu ári, að nú sje kirkjan „betur á sig komin en hún hafi nokkurntíma áður verið,” og svo um hana búið að utan, að „sandurinn gangi ekki inn í hana.” En 15 árum síðar vísiterar Ólafur biskup Gíslason kirkjuna og er hvergi nærri jafnánægður með hana. „Húsið stendur hjer á eyðisandi, svo hjer er bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum, er því mikið nauðsynlegt, hún sje flutt í annan hentugri stað.” Og haustið 1751 skipar biskup, með samþykki Pingels amtmanns, að kirkjan sje rifin og endurreist á Vogsósum, enda hafði óglæsileg lýsing hennar borist amtmanni í umkvörtunarbrjefi frá sóknarprestinum sjera Einari Jónssyni.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi.

Segir þar m. a. á þessa leið: „Hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af illum áttum engu minna foreyðir og fordjarfar bik, kirkjunnar, viði og veggi en vatnságangur, því það fer dagvaxandi, sjerdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. — Eins fordjarfar sandurinn læsing, saura og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stórþungi hennar utensilía og ornaraenta að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi. Til með er skaðvænleg þætta, helst á vetrartíma, í þessari kirkju að forrjetta kennannlegt embætti, einkanlega það háverðuga sacramentum (sem ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla meðan það er framflutt. Fólkið teppist þá í kirkjunni ásamt prestinum, sem ekki kann við halda þar hesti sínum skýlislausum nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eða helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helst heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í eatechisationinni og öðrum guðsorða lærdómi.”

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

En ekkert varð úr kirkjuflutningnum. þeim mönnum, sem þar höfðu helst haft forgöngu, varð það atferli þá líka meira en dýrt spaug, því að „áður en sá frestur væri útrunninn er kirkjan skyldi flutt vera” hafði Pingel amtmaður hröklast úr embætti, Ólafur biskup og Illugi prófastur í Hruna orðið dauðanuni að herfangi og Einar Vogsósaprestur flosnað upp! Þótti mönnum sem þeim hefði komið greipileg hefnd fyrir afskifti sín af því flutningsmáli. Enda stóð kirkjan áfram á sama staðnum. Og heldur en að eiga það á hættu, að valdamenn kirkjunnar þröngvuðu sóknarmönnum til að flytja húsið, ljetu þeir um langt skeið ósint öllum skipunum frá hærri stöðum um að endurbyggja húsið, þótt hrörlegt væri orðið og lítt við unandi, en reyndu í þess stað að ditta að húsinu eftir þörfum. Fjekk það því að hanga uppi full 113 ár, eða þangað til 1848, er alt tal um flutning var löngu þagnað.

Strandarkirkja

Gömul klukka Strandarkirkju.

Hið síðasta, sem vjer vitum gjört hafa verið til þess að fá kirkjuna flutta, það gjörði sjera Jón Vestmann. Er að því vikið í vísum hans, sem áður eru nefndar: „Hann mig hafa vildi heim að Vogsósum og byggja í betra gildi, en bráðum mótsögnum hlaut hann mæta af hjátrúnni, meinar hún standi megn óheill af mínum flutningi.” Flutningurinn fórst þá líka fyrir. Varð prestur að láta sjer nægja að „setja kirkjuna í sæmilegra stand en fyr” og síðan hefir því, svo kunnugt sje, alls ekki verið hreyft, að kirkjan væri flutt burt úr sandinum.
Árið 1848 var gamla torfkirkjan (frá 1735) loks rifin til grunna af sjera Þorsteini Jónssyni frá Reykjahlíð (síðast presti að Þóroddsstöðum í Kinn) er fullgerð; þar nýja kirkju ..úr tómu timbri” og stóð sú kirkja til 1887. Mynd af þessari Strandarkirkju gefur að líta á póstkorti, sem Ísafoldar-bókaverslun hefir fyrir skemstu prenta látið.. En sú kirkja sem nú er á Strönd, mun myndarlegri. Ljet sjera Eggert Sigfússon, er varð síðastur prestur í Selvogsþingum, reisa hana 1887 og er það mynd af henni, eins og hún er nú, sem birtist hjer í blaðinu. Þá kirkju smíðaði Sigurður Árnason trjesmiður hjer í Reykjavík, en ættaður úr Selvogi.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1948.

Hve snemma tekið hefir verið að heita á Strandarkirkju, vita menn nú ekki. Áheit á kirkjur var mjög algeng í kaþólskum sið hjer á landi sem annarstaðar. En þegar í Vilkins-máldaga er beint tekið fram um þessa kirkju, að henni gefist „heitfiskar” og það tilfært sera tekjugrein, mætti sennilega af því ráða, að meiri brögð hafi verið að heitagjöfum til hennar en annara kirkna.
Hvort siðaskiftin kunna að hafa haft nokkur áhrif á trúnað manna á Strandarkirkju, um það verður ekkert sagt. Heimildir allar þegja um það. En ekkert er því til fyrirstöðu, að sá trúnaður alþýðu hjeldist áfram, ekki síður en margt annað, sem frá katólsku var runnið, þótt ekki hefði hátt um sig. Og áreiðanlega gerir sjera Jón gamli Vestmann ráð fyrir því í Strandarkirkju-vísunum, að áheitin sjeu ekki síður frá eldri tíð en yngri. Sjerstaklega álítur hann, að öllum þeim forsvarsmönnum kirkjunnar, sem bygðu hana eða bættu, hafi fyrir það borist „—. höpp og bjargir bú sem styrktu” mest” og lifað við hagsæld upp frá því, meðan þar dvöldust. Sjerstaklega þakkar presturinn mikla hagsæld Bjarna riddara Sívertsens (sem var upprunninn í Selvogi) því örlæti hans við kirkjuna, að hann 1778 gaf henni skriftastól.

Strandarkirkja

Í Strandarkirkju.

Víst má telja, að meðfram liggi leifar hins forna trúnaðar á kirkjuna tit grundvallar samúð sóknarmanna með kirkjunni, er þeir máttu ekki hugsa til þess að hún væri flutt burt úr sandinum við sjóinn. En til þess voru og þær raunhæfar ástæður, að þar hafði kirkjan staðið um aldaraðir, og af sjó að líta, var kirkjan þar á sandinum róðrarmönnum besta sjómerki, þegar leituðu lendingar. — Hins vegar kynnu líka tilraunir kirkjuvaldsins til að fá kirkjuhúsið flutt í óþökk sóknarmanna, hafa orðið til að auka og efla samúð þeirra með þessu gamla guðshúsi, er auk þess sem svo margar gamlar endurminningar voru tengdar við kirkjuna, stóð þarna svo sem minnisvarði fornrar frægðar höfuðbólsins og höfðingjasetursins á Strönd, en var nú orðin eins og einstæðingur þar á sandinum, eftir að alt annað, sem þar hafði áður verið, var horfið burtu.

Strandarkirkja

Hestasteinn við Strandarkirkju.

En með vaxandi samúð almennings með þessari kirkju sinni má gera ráð fyrir, að lifnað hafi aftur yfir gömlum trúnaði á hana, og sú sannfæring náð enn meiri festu með alþýðu manna að það, sem vel væri til kirkjunnar gert, yrði þeim til hagsældar og hamingju, sem gerði, af því að það væri gert til hans þakka, sem húsið var helgað. — Sá, er þetta ritar, lítur svo á, að með þessu sje gefin nægileg skýring þess, hversu trúnaðurinn á Strandarkirkju hefir haldist með alþýðu fram á vora háupplýstu daga. Mun engin ástæða til að setja það í nokkurt samband við trúnað manna á kyngikraft sjera Eiríks „fróða” á Vogsósum Magnússonar, sem var Selvogsþingaprestur 1677—1716 eða full 39 ár, þrátt fyrir allar þær sagnir, sem mynduðust um hann, enda er eftirtektarvert, að ekki er nein þjóðsaga kunn um sjera Eirík, þar sem Strandarkirkju sje að nokkru beint getið. Og sennilega hefir sjera Jóni Vestmann ekki verið neitt kunnugt um samband þar á milli; því að naumast hefði hann látið þess ógetið í vísum sínum, ef á hans vitorði hefði verið, svo víða sem hann kemur við; en sjera Jón var prestur þar eystra í 32 ár.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Sjera Jón Vestmann var uppgjafaprestur í Kjalarnesþingabrauði er faðir minn sál. byrjaði þar prestskap 1855. Hafði sjera Jón setið að Móum, sem var ljensjörð prestsins í þingunum. Vildi faðir minn ekki hrekja hann burtu þaðan hálfníræðan og fjekk sjer því verustað á Hofi og dvaldist þar árin, sem hann var á Kjalarnesinu. Oft heyrði jeg föður minn sál. minnast á þessi gömlu prestshjón. Þótti honum þau ærið forn í framgöngu og háttum. En sjera Jón kunni frá mörgu að segja og þótt föður mínum því gaman og spjalla við hinn aldraða klerk, enda mun hann sjaldan hafa átt þar leið um svo að hann ekki skrippi af baki til að heilsa upp á gamla manninn. Sjera Jón dó 1859, en þá var faðir minn kominn að Görðum.
Átrúnaður manna á Strandarkirkju, er á allra vitorði, sem blöðin lesa, enda hafa verið svo mikil brögð að áheitunum á kirkju þessa hin síðari árin, að auðtrygni manna í sambandi við hana hefir aldrei komist á hærra stig. Kirkja þessi er nú orðin ríkust allra kirkna á þessu landi, á tugi þúsunda á vöxtum og er sjálf hið stæðilegasta hús, er getur enst lengi enn. Er því síst um gustukagjafir að ræða, þar sem áheitin eru. En svo er auðtrygnin rík, að kirkjunni berast áheit frá mönnum, sem ekki hafa hugmynd um hvar í landinu kirkja þessi er. Hingað hafa einatt borist áheit í brjefum, sem fyrst hafa farið — norður á Strandir, af því hlutaðeigandi áleit kirkju þessa vera þar nyrðra!

Strandarkirkja

Strandarkirkja 2023.

Þeim sem þetta ritar, er það síst á móti skapi, að gefið sje til guðsþakka og að einnig kirkjur hjer á landi njóti góðs af því örlæti manna. En þegar menn hugsa til þess, að annarsvegar á hjer í hlut ríkasta kirkja landsins, en hinsvegar eru hjer starfandi ýms nytsemdar fjelög og þarfan stofnanir, sem vegna fjárskorts eiga örðugt uppdráttar, þá er ekki að furða þótt þeim fyndist tími til þess kominn, að menn hættu að færa fórnir á altari auðtrygninnar með Strandarkirkju-áheitum sínum, en ljetu heldur örlæti sitt í tje stofnunum, sem áreiðanlega eru gjafaþurfar og starfa fyrir góð málefni í almennings þarfir og alþjóð til heilla. Það má vera auðtrygni á mjög háu stigi, sem álítur, að minni blessun fylgi því að lofa gjöfum til Stúdentagarðsins eða Elliheimilisins eða Sjómannastofunnar eða Sumargjafarinnar, svo að jeg nefni aðeins nokkur fyrirtæki frá allra síðustu árum, en að láta þær renna sem áheit til Strandarkirkju, sem alls ekki er neinn gjafaþurfi.”

Heimild:
Lesbók Morgunblaðsins 17. janúar 1926, bls. 1-4.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Strandarkirkja

Skilti er framan við Strandarkirkju, innan girðingar. Á því eru eftirfarandi upplýsingar:

Strandarkirkja

StrandarkirkjaStrönd í Selvogi var stórbýli og höfðingjasetur lengi framan af öldum.

Elsta skjalfesta heimild um kirkju á Strönd er frá því um 1200, en öruggt má samt telja að kirkja hafi risið þar skömmu eftir kristnitöku.

Kirkjan á Strönd var í kaþólskum sið helguð Maríu guðsmóður og blessuðum Tómasi Becket erkibiskupi af Kantaraborg.

Kirkja var einnig á höfuðbólinu í Nesi fram til 1706 og kirkjunnar því tvær í Selvogi.

StrandarkirkjaUppblástur og sjávarágangur eyddu landkostum í Selvogi og stórbýlið Strönd var komið í eyði um 1700.

Kirkjan stóð ein eftir á svörtum sandi við opið haf, óvarin fyrir veðrum og vindi, eins og það virki, sem ekki verður gefið upp, það vígi, sem ekki verður unnið né brotið niður. Hún hefur verið endurbyggð nokkrum sinnum á sama grunni.

Sóknarbörnin hafa ætíð látið sér annt um kirkju sína og staðið einbeitt gegn hugmyndum fyrri tíma um að flytja hana á hagkvæmari stað.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Núverandi kirkja var upphaflega reist af nýjum viðum árið 1888. Miklar endurbætur voru gerðar á henni og hún endurvígð 1968 og 1996.

Það hefur verið trú manna að Strandarkirkja verði vel við áheitum og sjái alltaf fyrir sér og viðhaldi sínu.

Engilsvík – Helgisögn varðveitt í Selvogi

Fyrir langa löngu gerði ungur bóndi úr uppsveitum Árnessýslu för sína til Noregs á sínu skipi. Var ferð þessi farin til að sækja valinn við til húsagerðar.

Segir ekki af ferðum bónda fyrr en hann hefur verið lengi í hafi úti á leið sinni til Íslands. lendir hann þá í sjávarháska og hafvillu í dimmviðri og veit ekki lengur hvert skip hans stefnir.

Ölfus

Ölfus – minnismerki; Landsýn.

Í örvæntingu sinni heitir hann því þá að gefa allan húsagerðarvið sinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. Að heiti þessu unnu birtist honum sýn í líki ljósengils fram undan stefni skipsins og verður nú ljósengill þessi stefnumið, er hann stýrir eftir. Segir ekki frekar af siglingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjávarklappa. Hvarf þá engillinn og birta tók af degi. Sáu þá skipsmenn, að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan malarkamb var hin fyrsta Strandarkirkja reist af fórnarviðnum.
Heitir þar síðan Engilsvík, sem skipið bar að landi.

Áheitin

Strandarkirkja

Strandarkirkja – skilti.

Áheitatrúin er trú á góð máttarvöld. Trúin á Strandarkirkju birtir vissuna um, að til sé hulinn verndarkraftur.

Áheit á kirkjur, helga menn og helga dóma voru mjög algeng í kaþólskum sið. Áheit á Strandarkirkju munu löngum ekki hafa verið meira en almennt gerðist. Þorláksskrín í Skálholti og Krossinn helgi í Kaldaðarnesi nuti mikillar áheitahelgi umfram aðra helgidóma á Suðurlandi. Eftir siðaskiptin á sextándu öld má segja að áheitatrúna hafi vantað athvarf, en fundið séð það í Strandarkirkju.

Það eru trúin og bænirnar, sem helga staðinn og guðshúsið. Hvert áheit felur í sér vonarákall, borið fram í trausti til Guðs, sem veit, skilur og bænheyrir.”

Strandarkirkja

Strandarkirkja – skilti.

Strandarkirkja

Í bók Lofts Guðmundssonar “Á förnum vegi – rætt við samferðamenn” frá árinu 1966 er m.a. fjallað um Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og styttuna “Landsýn”, sem nú stendur framan við Strandarkirkju í Selvogi:

Gunnfríður Jónsdóttir

Gunnfríður Jónsdóttir.

“Þrjár kirkjur eru kunnustar á hér á landi; tvær á biskupsstólunum fornu, sú þriðja í hálfeyddri byggð á suðurströndinni, við lága vík fyrir opnu hafi. Sú vík á sér fegurst nafn staða hérlendis, sú kirkja dýrlegasta frægð hérlendra guðshúsa – Strandarkirkja við Engilsvík í Selvogi.
Á hól við kirkjuna stendur höggmynd af konu með kross í hendi og horfir yfir víkina. Yfirlætislaust en þróttmikið og hugnæmt listaverk, sem á heima á þessum stað. Fjarri sé mér að reyna að geta þess til hvaða hugsun höfundurinn, Gunnfríður Jónsdóttir, leggi í þetta verk sitt. En þegar ég hef staðið þarna á hólnum og virt fyrir mér konuna með krossinn, finnst mér ósjálfrátt að hún bjóði öllum byrginn í hljóðri ró – briminu, veðrunum, auðninni og einmanaleikanum. En fyrst og fremst hef ég furðað mig á því, að það skuli ekki koma manni neitt á óvart að sjá grásteinskonuna með krossinn standa þarna, heldur sætta sig ósjálfrátt við þá tilfinningu, að hún hafi staðið þarna marga áratugi, kannski öldum saman. Nafnið, sem listakonan hefur valið myndinni, “Landsýn”, styrkir þá tilfinningu. Hún er sammrunnin umhverfinu og sögu þess. Og mér kemur því ekki á óvart svar Gunnfríðar, þegar ég spyr hana um tildrögin að því að hún gerði myndina og að myndin stendur þarna.

Landsýn

Landsýn

-Ég sá fyrst kirkjuna við hafið ofan af Selvogsheiði, og einmanaleiki hennar hafði á mig djúplæg áhrif. Næstu þrjár vikurnar ásótti mig stöðugt þessi sýn – einmanaleiki kirkujunnar við hafið. En hugmyndin að myndinni vaknaði ekki með mér fyrr en nokkru seinna – það var þessi þrúgandi einmanaleiki, sem mér hafði birst ofan af heiðinni, sem lá á mér eins og mara. Svo var það í nóvembermánuði, 1940. Systir mín hafði kroppið upp að Álafossi og ég var alein heima. Þegar hún kom aftur, sagði ég henni að ég hefði verið að vinna að lítilli frummynd á meðan hún var í burtu, sem stæði að einhverju leyti í tengslum við Strandarkirkju. “Jæja, ekkert er það!”, varð systur minni að orði, og svo var ekki frekar á það minnst um hríð.

Landsýn

Landsýn – skjöldur á styttunni.

Ég lauk við frummyndina, sem var tólf sentímetrar á hæð, setti hana undir eldavélina og sat svo við að sauma fram yfir nýár. Þegar kom fram í miðjan janúar, dró ég myndina fram undan eldavélinni og gerði aðra eftir henni, mun stærri. Og enn leið ár, þangað til ég tók rögg á mig og stækkaði hana enn, eins og hún er nú. Sú mynd var á sýningunni í skálanum 1943. Ekki hafði ég þá ákveðið henni neinn framtíðarstað, en einhvernveginn fannst mér að hún ætti að standa á ströndu úti við hafið; helst einhvers staðar á Suðurnesjum og ekki langt frá Strandarkirkju, því sagan um Engilsvík hafði verið mér í huga, þegar myndin varð til.
-Hvað skar svo úr um það, að myndin yrði höggvin í granít og valinn staður, þar sem hún stendur ný?

Síldarstúlkur

Síldarstúlkur – mynd Gunnfríðar.

-Það yrði oflangt mál að segja þá sögu alla. Er þar naut ég meðal annars skilnings og áhuga Guðmundar bónda í Nesi í Selvogi, þess fjölgáfaða mannkostamanns. Og Strandarkirkja leysir vanda sinn; þó að ýmsir erfiðleikar yrðu á framkvæmdum, rættist úr öllu og stundum á óvæntan hátt. Myndin var höggvin í granít í Noregi, og gekk allt samkvæmt áætlun – þangað til granítmyndin var komin hingað á hafnarbakkann og ég hélt að nú væri öllum hindrunum rutt úr vegi. Ekki aldeilis – það kom á daginn, að ekki hafði verið gert ráð fyrir slíkum innflutningi við samningu tollskrárinnar og nú lá myndin í fullt misseri á hafnarbakkanum og enginn þóttist kunna ráð eða eiga með að fella nokkrun úrskurð í því sambandi. Loks spurði ég viðkomandi valdhafa, hvort það væri þá ætlun þeirra að taka myndina eignarnámi. Þá loks mátti Strandarkirkja sín betur en ákvæðin, sem ekki höfðu verið sett í tollskrána.

Heimleið

Á heimleið – stytta Gunnfríðar.

-En þá var komið fram á haust. Myndin hafði legið í kössum á hafnarbakkanum frá því í maí um vorið, og ég mátti ekki til þess hugsa, að hún lægi þar enn vetrarlangt. Hafði ég því samband við Selvogsbændur; vissi að mestu önnum þeirra var lokið í bili, en enginn þar hafði hins vegar tíma til neins þegar voraði. Ég spurði þá því hvort þeir vildu ekki vera mér hjálplegir við að koma myndinni upp, ef hún yrði flutt þangað suður eftir. Þeir tóku vel í það. Mér tókst að fá ágætan kranabílstjóra til að flytja myndina suður í Selvoginn – Sigurjón hét hann, prýðilegasti drengur – en við komum þangað ekki fyrr en klukkan sjö um kvöldið, og þá var eftir að taka myndina úr kössunum og koma henni á stallann, og það varð að gera strax, svo að kranabíllinn gæti haldið suður aftur.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – Landsýn eftir Ginnfríði Jónsdóttur.

Nema hvað myndin var komin upp klukkan níu og mátti ekki heldur tæpara standa, því að þá var komið myrkur. Þeir kunnu að taka til hendinni í þann tíð, Selvogsbændur. Sjálf var ég svo þarna í fimm daga og gekk frá þrepunum – við tíndum hellur í fjörunni og fluttum að í hestvagni og ýmsu var að sinna. Bændurnir reyndust mér einstaklega hjálplegir, boðnir og búnir til alls. Loks var settur hjúpur yfir myndina og hún látin bíða þess að hún yrði afhjúpuð að vori. Sú athöfn fór fram á annan í hvítasunnu, 1950, fjölsótt og var hin ánægjulegasta.

Landnámskonan

Landnámskonan eftir Gunnfríði Jónsdóttur frá 1955. Verkið er staðsett í Hljómskálagarðinum.
Landnámskonan er síðasta stóra verkið sem Gunnfríður mótaði árið 1955. Það er að mörgu leyti mjög lýsandi verk fyrir listakonuna. Forfeður, formæður og almennt kvenskörungar íslenskra sagna voru henni hugleiknar. Verkið vísar til landnámskvenna í víðtækari merkingu og þá ekki síst til kvenna í heimi listanna, þar á meðal Gunnfríðar sjálfrar, fyrstu konunnar sem vann höggmyndir á Íslandi. Landnámskonan stendur bein og hnarreist og horfir fram fyrir sig.
Gunnfríður Jónsdóttir (1889–1968) var fyrsta konan sem fékkst við höggmyndalist á Íslandi. Listsköpun hennar var íhaldssöm og klassísk myndlist henni efst í huga.

Gunnfríður sýnir mér grein í hinu kunna tímariti “Scandinavian Review”, 1958, þar sem segir frá Strandarkirkju og “Landsýn”, og fylgir ágæt mynd þaðan, en höfundur fer miklum viðurkenningarorðum um listaverkið.

Síldarstúlkur

Síldarstúlkur – verk Gunnfríðar Jónsdóttur í Ráðhúsinu í Stokkhólmi.

Það leynir sér ekki að Gunnfríði þykir vænt um “Landsýn”. Hún hefur gert tvær aðrar stórar myndir í áþekkum stíl, “Landnámskonu” og “Biskup”, sem enn bíða þess að þeim verði valdir viðeigandi staðir. Loks eru það “Síldarstúlkurnar” – það listaverk væri vel til þess fallið að prýða umhverfið í einhverjum síldarbænum. Núverandi borgarstjóri lét gera af þeim afsteypu í bronsi og gaf Stokkhólmsborg. Ein höggmynd eftir Gunnfríði stendur í Tjarnargarðinum, “Á heimleið”, stúlka, sem tyllt hefur sér niður til að varpa mæðinni, og starir fram undan sér eins og hún eigi enn langt heim. Loks hefur Gunnfríður gert “höfuð” af ýmsum nafnkunnum mönnum og konum og þótt vel takast”.

Meira verður fjallað um Gunnfríði Jónsdóttur síðar.

Heimild:
-Á förnum vegi – Loftur Guðmundsson – rætt við samferðamenn, Ægisútgáfan, Reykjavík 1966 – “Frá Sæunnarstöðum í Selvoginn – rætt við Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara, – Landsýn, bls. 214-217.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

 

Strandarkirkja

“Gizur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju sem hann næði heill landi; er sagt, hann tæki land á Strönd, og reisti þar kirkju síðan. Eptir þvi ætti að hafa verið kirkja á Strönd frá því í fyrstu kristni hér a landi. En sú er sögn Selvogsmanna, og henni fylgir síra Jón hér í kvæði sinu, að kirkjan hafi verið fyrst sett á Strönd í tíð Árna biskups Þorlákssonar, 1269—1298, og hafi þá verið fyrir kirkja í Nesi í Selvogi. Kirkjan í Nesi varð síðan hálfkirkja og stóð enn 1706.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – Engilsvík.

Til er gamall máldagi Neskirkju frá hér um bil 1313 (Dipl. Isl. II, Nr. 209), og hafði Nes þá verið í eigu Erlends sterka. En sögn Selvogsmanna er sú, að Árni héti maður. Hann komst í hafsnauð og gerði það heit í sjávarháskanum, að gera þar kirkju, er hann næði landi; tók land farid á Strönd og lét síðan reisa þar kirkju með fulltingi Árna biskups í Skálholti Þorlákssonar. Þaðan segja menn svo það komið, að rekamark Strandarkirkju sé. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur, sem var Selvogsprestur 1880—1884, heyrði þá sögn í Selvogi, að Árni sá, er hefði og kirkjuna lét reisa, hafi einmitt verið Árni biskup sjálfur (Staða-Árni), og það fylgdi þeirri sögn, að þegar skip biskupsins var komið úr sævolkinu inn í Selvogssjó, hafi þeir af skipinu séð hvítklæddan mann standa við sjó niðri og bákna þeim til hafnar, og þar náðu þeir landi, Þessi ljósklæddi maður var eingill, og heitir þar síðan Eingilsvik, fyrir neðan Strandarkirkju.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1884.

Bágt er nú að segja, hver fótur sé fyrir þessum sögnum. Frá hinum elztu öldum landsins eru nú fáar frásagnir til um Selvoginn. Menn vita það, að Þórir haustmyrkur nam þar land, og hafa geymzt munnmælasagnir ýmsar um hann í Selvogi alt fram til vorra daga.1) Síðan finst Selvogsins varla getið svo öldum skiptir. Árið 1220 er þess getið í Sturlungu, að Sunnlendingar gerði „spott mikit at kvæðum þeim”, er Snorri Sturluson hafði ort um Skúla jarl, og hefði snúið þeim afleiðis. Segir þá, að „Þóroddr í Selvági keypti geldingi at manni”, að hann kvæði hæðnivísu um Snorra: Oss lízt illr at kyssa o. s. frv. Er svo að merkja, að Þóroddur sá hafi þá verið nafnkunnur maður og svo sem fyrir Selvogsmönnum, og eptir nafninu mætti ætla, að hann hafi verið af kyni Hjallamanna.

Selvogur

Selvogur – Strönd; loftmynd.

Árið 1238 býr Dufgús Þorleifsson á Strönd í Selvogi, og lét Gizur Þorvaldsson þá taka þar upp bú fyrir honum, svo að alt var óbygt eptir. Ekki verður með vissu sagt, hvort Dufgús hafi þá átt Strönd, eða hvort nokkuð hafi komið saman ættir með honum og þeim, sem síðar áttu Strönd um langa tíma. Elzta „Strendur máldaga”, er nú þekkist, hafa menn heimfært til tíma Árna biskups Þorlákssonar, eða hér um bil 1275. Er það skrá um „hvalamál í Selvogi”, og er Strönd þá svo stórauðug að rekum, að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvíkinga og sjálfan Skálholtsstól. Máldagi þessi kennir manni það, að áreiðanleg er sögusögn sú, er síra Jón getur um hér í kvæðinu (15. er.), að garður hafi til forna verið hlaðinn kringum mestan hluta Selyvogs.

Víghólsrétt

Víghólsrétt í Selvogi.

Segir máldaginn svo, að sex vættir hvals eigi hvort land „fyrir garði, en fjórar utan garðs”. En ekki nefnir þessi skrá neina kirkju þá á Strönd. Þó er það nær óhugsandi, að kirkja hafi þá ekki verið komin þar fyrir laungu. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (1269—1298) átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (d. 1312) Strönd, Nes og sjálfsagt fleiri jarðir í Selvogi. Biskup og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum, og eru lítil líkindi til að Erlendur hafi farið „með fulltingi” Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd, enda má sjá það af vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar, út gefnum „á Strönd” 13. maí 1367 1), að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir laungu, því að Þorbjörn segist „fyrir sextigi vetra og áður” optsinnis hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strendur kirkju; hafi kirkjan þá verið orðin svo rík, að hún meðal annars átti þrjátigi hundraða í heimalandi (þ. e. hálft heimaland) og „alla veiði í fuglbergi”; en hann segist hafa vitað, að „með ráði Árna biskups” væri keyptar tvær klukkur til kirkjunnar.

Selvogur

Selvogur – Gapi.

Þegar Þorbjörn gaf út þenna vitnisburð, þá voru staddir á Strönd Oddgeir biskup, og meðal annara þeir Erlingur Jónsson í Nesi (ef til vill sonarsonur Erlends sterka) og Andrés Sveinsson, síðar hirðstjóri, sem þá hefir átt Herdísarvík, og talinn er sonarsonur Gríms lögmanns Þorsteinssonar, af ætt Hafurbjarnar eða Ingólfs ætt. Ef kirkja hefði verið sett á Strönd af þeim Erlendi sterka og Staða-Árna, hefði þess án alls efa verið getið í sögu Árna biskup3), nema það hefði þá verið gert þau ár, sem söguna þrýtur. Vera má, að kirkja hafi, eins og munnmælin segja, verið sett fyrri í Nesi en á Strönd, og að þar hafi verið höfuðkirkjan fram á öndverða 14. öld. Þar er Erlendur sterki grafinn.

Strandarkirkja

Strandarkirkja um 1900.

Fornbréfasafn III, Nr. 180, inn þar, en ekki á Strönd.1) En 1397, í tíð Vilchins biskups, er Strandarkirkja orðin uiklu rikari en Nesskirkja. Þá hafði á undan Erlingi búið leingi í Nesi bóndi sá, er Árni hét, líklega nálægt 1330—1360, og mun hann hafa verið tengdur eða skyldur oett Erlends sterka. Sögusögnin um, að kirkja hafi verið sett í öndverðu á Strönd fyrir áheit einhvers í hafsvolki er ekki ósennileg.
Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefir sjálfsagt frá ómunatíð, alt þar til að það tók að fylla af sandi á síðari öldum, verið einhver öruggasta lendingarhöfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé opt kyrt a Strandarsundi, þó að allur Selvogssjór sé í einni veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi „rétt förnu”. Var annað sundmerkið varða uppi í heiðinni, sem enn er þekkjanleg, en hitt sundmerkið var niðri við sundið; lýndist það, og var sundið því lítt tíðkað leingi á síðari tímum, að leiðarmerkið var ókunnugt. En á þeim árum, sem síra Ólafur Ólafsson var prestur í Selvogi, eða sem næst 1882—1884, sópaði veltubrim eitt sinn mjög sandi þar úr vörunum, og komu þá fram grjótundirstöður þar við sundið, og töldu menn þá víst, að það væru grunnstæðurnar að sundmerkinu gamla.

Selvogur

Selvogur – Útvogsvarða.

Ýmsar sagnir hafa geingið um sundið. Sögðu sumir, að jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags. Tólfæringur mikill, er Skúta hét, fylgdi Strönd á dögum Erlends lögmanns og fram til 1632. Sagt var, að Skúta hefði altaf lag ú Strandarsundi. Þó fórst hún að lokum, enda var henni þá á sjó hrundið í nafni andskotans. Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfðingjasetur. Þar var sjóargagn mikið og landkostir góðir. Var jörðin eitt af böluðbólum sömu höfðingjaættarinnar í 400 ár: alt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700. Má því fara nokkuð nærri um það, hverir búið hafi á Strönd svo öldum skiptir, en það eru afkomendur Erlends lögmanns hins sterka Ólafssonur. Hann hefir átt bæði Strönd og Nes í Selvogi og líklega haft bú á báðum þeim jörðum. 1290 bjó Erlendur á Ferjubakka 9).

Selvogur

Selvogur – uppdráttur ÓSÁ.

Erlendur andaðist 1312, og er annaðhvort grafinn á Strönd eða í Nesi. Synir Erlends voru að vísu tveir, sem kunnir eru, báðir höfðingsmenn, Haukur lögmaður og Jón Erlendsson á Ferjubakka. Á lögmenskuárum sínum 1294—1299 hefir Haukur líklega búið á Strönd, og eins á árunum 1306—1308, er hann hafði völd um Suðurnes 3). Haukur fór síðan alfari til Noregs, og gerðist Gulaþingslögmaður, og andaðist þar 1334. Sonur Jóns Evlendssonar á Ferjubakka var Flosi officialis Jónsson prestur á Stað á Ölduhrygg, er kemur við bréf frá því 1350—1368. Synir hans voru þeir Þórður Flosason og Vigfús Flosason, báðir miklir menn fyrir sér. Af Þórði er komin Leppsætt, fjölmenn og merkileg. Vigfús bjó í Krossholti (enn á lífi 1894) og átti Oddnýju dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar, og fékk með henni Kolbeinsstaðaeignir.

Selvogur

Selvogur – merkt fyrrum bæjarstæði nálægt Strönd.

Af þeim Vigfúsi og Oddnýju er komin Kolbeinsstaðaættin síðari. Var þeirra sonur Narfi faðir Ketils prests (1437-1440) og Erlendss í Teigi (1439-1458) föður Erlends sýslumanns. Annan son Jóns á Ferjubakka telja ættfræðingar Vigfús Jónsson hirðstjóra, er lézt 1371; telja menn, að Vigfús ætti dóttur Ívars Hólms Jónssonar (1284—1312) hirðstjóra 4).

Ívar Jónsson mun hafa átt Brautarholt og búið þar með kvonfangi þessu hefir Vigfús því feingið Brautarholts eignir, en óðalborinn var hann til Strendur.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1900.

Hann hefir verið gamall, þegar hann varð hirðstjóri (1371), og varla fæddur síður en c. 1305. Mun hann bæði hafa haft bú á Strönd og í Brautarholti. Sonur hans hefir heitið Ívar Vigfússon Hólmur, er hirðstjóri var á árunum 1352—1371, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Getur Vilchinsmáldogi þess, að hann („Ívar hóndi”) gerði Strandarkirkju silfurkaleik „og kostaði á sína peninga gerð og gylling” , og sá kaleikur fylgi kirkjunni enn. Ívar lézt í Noregi 1371, sama ár og faðir hans. Kona hans var Margrét Özurardóttir. Hún var enn á lífi 1422, og hefir hún verið miklu yngri en Ívar, sem varla er fæddur miklu síðar en 1325. Mun hún síðan hafa haft búnað á Strönd og í Brautarholti og víðar með Sundum, þar til Vigfús Ívarsson Hólmur, sonur þeirra, var vaxinn.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Vigfús gerðist hér hirðstjóri 1390, og lézt nálægt 1419. Strönd var eitt af höfuðbólum hans. Bú hafði hann og í Brautarholti og á Hofi á Kjalarnesi, og voru þær jarðir þó öðrum til erfða fallnar í plágunni 1402—14031). Kona hans var Guðríður Ingimundardóttir, Oþyrmissonar, af Rogalandi. Áttu þau fjölda harna. Einn sonur þeirra hét Erlendur; annar var Ívar, er inni brann, en dóttir þeirra var Margrét, er giptist Þorvarði Loptssyni á Möðruvöllum 1436. Með henni fékk Þorvarður Strönd, þótt sérstaklega sé til nefndar Hlíðarendaeignir, er Margrét leggi til hjónalagsins. Á Strönd hafði Þorvarður síðan eitt af stórbúum sínum; hin voru á Möðruvöllum, Hlíðarenda og Eiðum. Eptir dauða Þorvarðs 1446 hélt Margrét uppi sömu búrisnu og höfðingsskap og áður, og dreifði ekki eignum sínnm, þar til börn hennar komust upp. 1460 gipti Margrét Guðríði dóttur sína Erlendi Erlendssyni, Narfasonar, Vigfússonar, Flosasonar, og sameinaðist Erlendsættin þar aptur, og kom þar saman mikið fé.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kaleikur frá 13. öld.

Erlendi fylgdu Kolbeinsstaðaeignir og Teigseignir í Fljótshlíð, en Guðríði Hlíðarendaeignir og Strönd með öðrum jörðum i Selvogi og með Sundum. Erlendur gerðist síðar sýslumaður í Rangárþingi, og hafa þau Guðríður haft bú á öllum þessum höfuðbólum. Árið 1495 um veturinn 3. marts eru þau bæði á Strönd í Selvogi, og hafa þá búið þar og haft þar vetursetu. Það ár hverfa þau úr sögunni bæði, og hafa þau dáið þá (1495) úr drepsóttinni, líklega á Strönd og liggja í Strandarkirkjugarði. Eptir þau hefir Þorvarður lögmaður sonur þeirra búið á Strönd. Að vísu býr hann þar árin 1500—1507. Hann var giptur Margréti Jónsdóttur, systur Stefáns biskups. Er sagt, að „þessi hústrú Margrét” hafi haft Herdísarvík frá Strandarkirkju og gefið Krýsivíkurkirkju. Margrét varð ekki gömul, og er dáin ekki síðar en 1507,3) því að 3. sept. 1508 er stofnaður kaupmáli Þorvarðs lögmanns og Kristínar Gottskálksdóttur. Telur lögmaður sér þá til konumundar Strönd í Selvogi 100 hundraða, Nes 60 hundraða og Bjarnastaði 40 hundraða.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – ljósakróna.

Þorvarður lögmaður lézt í Noregi 1513. Þá hefir Erlendur sonur hans og Margrétar enn ekki verið fullveðja, en hann fékk eptir föður sinn bæði hin gömlu ættarhöfuðból Kolbeinsstaði og Strönd með fleirum fasteignum. Erlendur varð lögmaður sunnan og austan 1521, og hafði hann síðan bú bæði á Strönd og Kolbeinsstöðum, en eptir 1523 5) mun hann leingstum hafa setið á Strönd. Hafa geingið miklar sagnir um það, hve stórfeldur hafi þá verið búskapur hans á Strönd, bæði til lands og lár; var hann fjáraflamaður mikill og hið mesta afarmenni, einkum við öl, og sást þá lítt fyrir, en annars þótti hann vitsmunamaður hinn mesti, og sigldi kænlega milli skers og báru yfir brimsjó siðaskiptanna. Hinn 13. marts 1552 gaf konungur út erindisbréf handa Páli Hvítfeld hirðstjóra sínum hér á landi, þar sem hann meðal annars skipar hann yfir öll góz konungs hér, leggur fyrir bann að hegna banamönnum Kristjáns skrifara, og gefur honum vald til að setja af bæði lögmenn, lögréttumenn og sýslumenn, ef þeir sé konungi ótrúir eða athugaverðir á annan hátt. Og jafnframt skipaði konungur Páli Hvítfeld um leið að umboðsmanni með sama valdi hér á landi

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1940.

Eggert Hannesson, einhvern mesta fjárdráttar og ásælnismann, svo að hann þótti jafnvel vera ráðbani manna til fjár. Sama ár (1552) á Alþingi dæmdi Eggert sem konungsfógeti um banamenn Kristjáns skrifara, og setti þá af báða gömlu lögmennina, Orm Sturluson, norðan og vestan, og Erlend á Strönd, sunnan og austan. Orm setti hann af fyrir skuldir við konung, og setti í hans stað gamlan félaga sinn Odd Gottskálksson. Hjá Ormi var til einskis fjár að slægjast. Öðru máli var að gegna um Erlend lögmann; hann var maður stórríkur, og þar var í krás að komast. Á Erlend kærði Eggert ýmsar stórfeldar sakir, er hann þótti hafa orðið offara um og ekki bætt; dæmdi hann af Erlendi embætti og alt fé hans fallið undir konung, en það var sama sem undir Eggert sjálfan.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – altaristafla.

Síðan setti hann sjálfan sig í sæti hans og embætti sem lögmaður sunnan og austan, en þá mun þingheimur víst helzt hafa viljað fá Pál Vigfússon á Hlíðarenda, ef þeir hefði mátt ráða; hann var bræðrungur við Erlend lögmann og ágætur maður. Eggert sat nú í nafni konungs í gózum Erlends lögmanns næstu árin, og er ekki að sjá, að Erlendur hafi treyst sér til að hreyfa neitt við því að rétta hluta sinn fyrri en eptir 1556. Þá drukknaði Oddur lögmaður Gottskálksson, og notaði Eggert þá tækifærið til þess að koma sér úr suður og austur lögdæminu og norður og vestur umdæmið, enda var þá fógetavöldum hans lokið yfir landinu fyrir tveim árum (1554). Þá var kosinn lögmaður sunnan og austan Páll Vigfússon, og þá fór Erlendur að hafa sig á kreik að rétta úr málum sínum. Sigldi hann þá skömmu síðar (1557) og fékk Páll lögmaður frændi hans honum þá 100 dali til ferðarinnar, því að alt fé Erlends var þá í klóm fógetans, þó að bú hans stæði. Fluttist þá Þorleifur Grímsson af Möðruvöllum suður að Strönd að sjá þar um búið, því að óvíst þótti þá um apturkomu Erlends.

Strandarkirkja

Strandarkirkja er kirkja við Engilvík. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907.
Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.
Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.
Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn. 

Þar andaðist Þorleifur snemma sumars 1559, og er hann grafinn á Strönd. Hið sama vor reið Grímur sonur hans, er giptur var Guðbjörgu dóttur Erlends lögmanns, frá Möðruvöllum og suður til Strandar. En þegar hann reið upp úr Hólminum, fældist hestur með hann „í Víkurholtum”, svo að hann féll af baki og beið bana af. Var hann fluttur til Strandar og grafinn þar. 1) En Erlendur lögmaður, sem sjálfsagt hefir haft með sér bréf frá Páli lögmanni frænda sínum, og líklega haft þáverandi hirðstjóra Knút Steinsson og fógeta hans Pál Stígsson sér ekki óvinveitta, afrekaði það í utanförinni, að konungur leyfði honum 27. janúar 1558 að leysa út alt fé sitt með 500 dölum, og með þá úrlausn kom hann út.  Í þessa útlausn seldi Jón Marteinsson og Guðbjörg dóttir Erlends — eptir dauða hans — Kolbeinsstaði, hið margra aldagamla ættarhöfuðból Erlendunga. Hefir þeim þá þótt minna fyrir því að láta það heldur en Strönd; þótt Strönd gagnsamari til lands og sjávar.

Voru þá enn miklar eignir eptir Erlend, bæði Strönd og Selvogsjarðir, Sundajarðir og fleiri. Bjó Erlendur á Strönd við alsnægtir til dauðadags 1575, og er hann grafinn á Strönd, Er hann stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið; var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður; barði harðlega á útlendingum, þegar svo bar undir, og var þeim ekki altaf heldur mjúkur í dómum.  Þó segja sumir, að þeir feðgar séu báðir grafnir í Reykjavík (Ísl. söguþættir Þjóðólfs I, 1901, bls. 19—20), en það er ekki mjög líklegt.2) Ekki laungu eptir það, að Eggert fór að ásækja Erlend — því að úr Eggert mun það alt hafa verið, þótt Hvítfeld væri talinn fyrir — fóku að rísa brattir brekar að höfði Eggerts sjálfs, sem ekki var minni yfirgangsmaður en Erlendur. Árni Gíslason, sem var náteingdur Erlendungum, lék hann svo í málum þeirra, að Eggert bar mjög fyrir honum lægra hluta 1560. Einkaerfingi að auð Daða i Snóksdal var Hannes Björnsson bróðursonur Eggerts; var Eggert fjárhaldsmaður hans.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kristsmynd.

En þegar Daði lézt 1563, var einhver búinn að kenna Páli hirðstjóra Stígssyni það, að alt fé Daða væri réttfallið undir konung fyrir ýmsar offarir Daða ; fékk þá Eggert sömu hremminguna, sem hann hafði látið Erlend fá, og varð hann að leysa arfinn út við konung, eins og hann, einmitt með 500 dölum. Ormur Sturluson var Eggerts líka allvel minnugir, og hratt honum úr lögmannsembætti 1568, og náði Eggert aldrei jöfnum virðingum eptir það, en auð hafði hann nógan.

Eptir lát Gríms Þorleifssonar giptist Guðbjörg Erlendsdóttir Jóni sýslumanni Marteinssyni (1561); bjuggu þau framan af á eignum Guðbjargar í Eyjafirði, en eptir dauða Erlends lögmanns 1575 fluttu þau sig suður að Strönd, og hafa þau búið þar á meðan Guðbjörg lifði, en Einar Grímsson, sonur Gríms Þorleifssonar og Guðbjargar, mun hafa búið að eignum sínum í Eyjafirði. En dóttir hennar og Jóns Marteinssonar var Solveig kona Hákonar sýslumanns Björnssonar í Nesi, og er komin mikil ætt af Guðbjörgu.

Strönd

Strönd – loftmynd.

— Árið 1576, næsta ár eptir dauða Erlends lögmanns, gekk Alþingisdómur á milli Páls Eyjólfssonar á Hjalla og Jóns Marteinssonar um reka Hjallakirkju og Strandarkirkju. En 1594 andaðist bæði Guðbjörg og Einar Grímsson sonur hennar, og árið eptir, 15952), er Jóni Marteinssyni gert að skyldu að svara innstæðu Strandarkirkju, er skuli vera 22 hundruð í fríðum peningum, og er það ítrekað á Alþingi aptur 15982) Svo er að sjá sem losnað muni hafa um ábúð Jóns Marteinssonar á Strönd úr þessu, og á Alþingi 1596 eru „þeim unga manni” Grími Einarssyni 3) dæmd 45 hundruð í Strönd til erfða eptir Guðbjörgu ömmu sína, en Solveigu Jónsdóttur 15 hundruð eptir Guðbjörgu móður sína. En Magnús Hjaltason í Teigi hafði þá umboð Gríms.

Selvogur

Selvogur – Nesborgir.

Þegar aldur færðist yfir Grím Einarsson fékk hann forráð Strandar og Strandareigna. Ættfræðingar segja, að hann hafi búið i Teigi í Fljótshlíð, en það kemur illa heim við það, að Grímur er lögréttumaður í Árnesþingi 1632—1640, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd.

Árið 1642, hinn 6. ágúst, er Grímur enn í fyrirsvari um Strandarkirkju að þrem fjórðungum, en að fjórðungi Hákon Björnsson og Sigurður Hákonarson. Segir Grímr þá, að hann hafi ekki „uppborið kirkjutíundirnar á Strönd, „heldur þeir, sem á hefðu búið. Bendir það á, að hann hafi þá ekki búið á Strönd. 1646, hinn 15. ágúst, er Grímur dáinn, því að þá er hann nefndur „Grímur sálugi Einarsson”. Eru þá í svörum fyrir Strandarkirkju Indriði Jónsson og Vigfús Jónsson. lndriði var merkur maður og bjó í Eimu í Selvogi; hann var góður skrifari og smiður, og lögréttumaður var hann í Árnesþingi 1616 — 1649. Vigfús bjó á Bjarnastöðum og var einnig lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1632—1640.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 2014.

Sonur Gríms Einarssonar og Katrínar Ingimundardóttur hét Ingimundur, og hefir hann verið fæddur nálægt 1610—1615 Hann erfði 45 hndr. í Strönd, og er farinn að búa þar 1652, og býr þar enn 1670. Skömmu síðar mun hann hafa dáið. Hann var allra manna frástur á fæti, og hljóp uppi tóur; var því kallaður Tóu-Mundi. Hann var lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1656 — 1668. Kona hans var Þórelfur Vigfúsdóttir, dóttir Vigfúsar lögréttumanns á Bjarnastöðum, og bjó hún á Strönd eptir Ingimund andaðan, og þar er hún 1681 og enn 1683, en dáin virðist hún vera 1687 því að hinn 2. okt. það ár stendur sá „sæmdarsveinn” Vigfús Ingimundarson, sonur hennar, Þórði biskupi reikning Strandarkirkju, og mun hann hafa búið á Strönd þar til hún fór í eyði.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Meðan stórhöfðingjar bjuggu á Strönd og sveitin var í blóma, mun þar jafnan hafa verið einbýli. En þó að sveitin væri gagnsöm í þá daga, gat þar samt orðið hart á barið stundum, því að svo segja annálar, að árið 1314 hafi orðið svo mikið mannfall syðra „í sult” „af fátæku fólki”, að þrjú hundruð líka komu þá til Strandarkirkju í Selvogi. Mart af því hefir þó sjálfsagt verið reikunarfólk, sem leitað hefir til sjáarins. Eptir dauða Erlends lögmanns (1575) og að vísu eptir lát Guðbjargar Erlendsdóttur (1594), sem var kvenskörungur, mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd.

Strandarkirkja

Klukka Strandarkirkju.

Frá Ingimundi og Þórelfi eru komnar merkar ættir. Meðal barna þeirra var séra Grímur er prestur varð í Selvogi 1673; varð ekki gamall, lézt 1676; Jón sonur þeirra bjó í Herdísarvík (1681), og Magnús Ingimundarson (f. 1640) bjó í Stakkavík 1681—1706. Ingibjörg dóttir þeirra átti Gunnar lögréttumann Filippusson í Bolholti og er þaðan mikið kyn — Strandarkirkja á enn menjagrip frá Ingimundi; er það klukka. Á henni stendur : -Engemunder Grímsson 1646″.

Um Strandarkirkju sjálfa og áheit til hennar verða frásagnirnar nokkuð slitnar á hinum fyrri öldum. Þó má sjá, að áheit á kirkjuna hafa tíðkazt mjög snemma. Er það sérstaklega tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða”. Er þá og getið um bænhús í Herdísarvík.

Strandarkirkja

Í Strandarkirkju.

Ekki verður rakið um áheit eða gjafir til kirkjunnar fyrri en um daga síra Jóns Vestmanns, sjálfsagt af því, að það hefir ekki verið bókfest, því að á ýmsu má sjá, að nógur átrúnaður hefir á kirkjunni verið, að minsta kosti á 18. öld. Getið er þess í annálum, að Ketill kurt hafi 1338 vegið mann einn, er Jón hét; siðan hafi Ketill komizt í kirkju á Strönd í Selvogi, „og gerði þar óspektir, og var fyrir því tekinn úr kirkjunni, og hálshöggvinn”.
Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups, eptir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp 1624. Er sú lýsing svona:-) „Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar ú lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitann, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Í vísitazíu Brynjólfs biskups 6. ág. 1642 er sagt, að þessi kirkja sé „bygð fyrir 18 árum, vij stafgólf að leingd, með súð, þiljuð bak og fyrir”. Þá er og getið um „það blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið”. Stóð þessi kirkja fram til 1670, því að í vísitaziu Brynjólfs biskups 22 sept. það ár er kirkjan sögð nýbygð. Þá er og svo fyrirmælt, að það gamla blý „skuli ganga kirkjunni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeilis ónýtt”. Þá er og í fyrsta sinn þe3s getið (1670), að land sé tekið að rjúfa á Strönd, og er þá „tilsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eptir skyldu sinni, eptir því, sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki.”

Selvogur

Selvogur – minnismerki um fyrrum bæjarstæði við Strönd.

Á árunum 1650—1652 hafði síra Jón Daðason í Arnarbæli feingið í sitt fyrirsvar þann fjórðung Strandarlands (15 hdr.), sem Sigurður Hákonarson átti; hafði Sigurður og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans gefið þann hluta landsins Solveigu dóttur síra Jóns og Katrínu Kortsdóttur konu hans1). — Gerðist síra Jón þá, eins og hann var vanur, eptirgangssamur um eignagögnin. Hinn 15. júní 1659 að Nesi í Selvogi fékk hann Torfa sýslumann Erlendsson til að láta ganga dóm um fuglveiði og eggver Strandarkirkju „í og fyrir Strandarbergi, sem liggur fyrir Krýsivíkurlandi,” og ber síra Jón þá fram vitnisburði um 40 ára hefð kirkjunnar fyrir berginu. Um reka kirkjunnar hefir á þeim árum ekki heldur verið alveg örugt, því að hinn 10. janúar 1669 „að Strandarkirkju, í Selvogi” gefa Selvogsmenn út, án efa að tilhlutun síra Jóns Daðasonar og Ingimundar Grimssonar, vitnisburð, „um það Strandarkirkju rekaítak í millum Selstaða og Hellis, hvert greint takmark haldið hefur verið átölulaust í allan máta frá Seljarnefi og hraunsþúfum undan Herdísarvíkurseli og í Breiðabás fyrir austan Herdísarvík að þeim hellir, sem máldaginn tilnefnir,” en hval hafði rekið þar haustið áður, 1668, og fjörumaður Sigmundur Jónssonar í Herdísarvík fundið hann.

Breiðabás

Í Breiðabás.

Skrifa þar 16 manns „undir með eigin höndum, sem skrifa kunnum, en hinir, sem ekki skrifa, staðfestu með alminnilegu lófaklappi.” Mann furðar næstum á hvo margir hafa verið skrifandi, en þessir skrifa undir: Jón Þorkelsson (á Bjarnastöðum), Björn Þorvaldsson (í Þorkelsgerði), Vernharður Jörinsson, Jón Kolbeinsson (í Eimu), Gunnar Árnason, Árni Jónsson (á Strönd) Gísli Ásbjarnarson (í Nesi), Gísli Vigfússon (á Strönd), Eyjólfur Þorgeirsson (í Nesi), Jón Jónsson (í Nesi), Jón Nikulásson, Hróbjartur Ólafsson (í Vindási), Bjarni Hreiðarsson, Jón Jónsson (líkl. á Bjarnastöðum), Hafliði Jónsson (í Nesi). Jón Indriðason (í Eimu) Segjast þeir muna „frá ómagaaldri”, þessir yfir 40 ár: Jón Þorkelsson. Eyjólfur Þorgeirsson, Jón Nikulásson, Jón Arnason1), Jón Jónsson2) „en allmargir, sem glögglega til muna. yfir 30 4r, einkum þessir”: Jón Indriðason, Björn „Þorvarðison,” Jón Jónsson, Árni Jónsson, Jón Ingvarsson, Vernharður Jónsson. Hafliði Jónsson, Bjarni Hreiðarsson, Gísli Ásbjarnnrson og Gunnar Arnasona).

Strandarkirkja

Strandarkirkja – altaristaflan.

Eptir að jörð tók að blása upp i Selvogi um 1670 má sjá að jarðarspjöllin hafa geingið þar mjög ört fram, einkum yfir Strandarland. Á árabilinu 1677—1680 voru 7 ábúendur á Strönd 1), en 1681 eru þeir ekki orðnir nema 5: Þórelfur Vigfúsdóttir, ekkja Ingimundar Gímssonar, Árni Jónsson. Gísli Vigfússon bróðir Þórelfar, Árni Magnússon og Gísli Erlendsson. En 1696, 15 árum seinna, legst Strönd sjálf, þetta gamla stórbýli, algerlega í eyði og bygð fellur þar af. Er svo sagt um Strönd í jarðabók Árna og Páls 1706: „fyrir 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf,” en Sigurðarhús, forn hjáleigu frá Strönd, er þá komin í staðinn, og metin 21 hundrað af dýrleika; hokra þá tveir menn á hjáleigunni: Guðmundur Þórarinsson (f, 1666, og María Egilsdóttir (f. 1667). – 1735 er þar 1 ábúandi, en 1762 er þar eingin ábúð og alt í eyði.
En alt stóð kirkjun á Strönd þetta af sér, og sat þar ein eptir á sandinum. Á sjálfum sandfjúksárunum geta vísitaziurnar ekkert um, að sandfokið komi neitt kirkjunni við. En um „gamla blýið”, seru fylgdi kirkjunni, fer Þórður biskup þeim orðum 29. Ág. 1679, að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik, og sé þá eptir af þvi „1 vætt og nær hálfur fjórðungur”. Í vísitaziu sinni 19. ágúst 1703 skipar Jón biskup Vidalín einnig að krefja inn blýverðið, en ekki getur hann sandfoks.

Seljabót

Seljabót – rétt.

Hins vegar skipar hann að byggja upp kirkjuna sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið bygð upp í 5 eða 6 stafgólum. Í vísitaziu Jóns biskups Árnasonar 8. Maí 1723 er kirkjuhöldurunum skipað enn að gera grein fyrir andvirði blýsins. Í vísitazíu sama biskups 12. júní 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þakið á vetrardag. Voru fyrirsvarsmenn kirkjunnar þá margir: Magnús Einarsson, Egill og Grímur Eyjólfssynir á Þórkötlustöðum, og að nokkru leyti Jón sýslumaður Ísleifsson.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1920.

Hinn 4. Sept. 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöldurunum að byggja kirkjuna upp þá þegar um haustið, og var það gert. Var þá Magnús Einarsson aðalmaðurinn í fyrirsvari um kirkjuna. Vísiterar Jón biskup hana svo vorið eptir hinn 15. júní 1736, og lýsir hann nýbygðu kirkjunni, sem var 6 stafgólf, þá svo : „Kirkjan er uppbygð á næstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið mikið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Tvö krísholt eru framan fyrir kirkjunni, önnnur tvö á baka til, þriðju til hliða”.

Strandarkirkja

Standarkirkja.

Annaðhvort þetta ár eða hin næstu eptirfarandi hefir Jón biskup Árnason sjálfur keypt Strönd, og að vísu sýnist hann vera orðinn eigandi hennar 23 sept. 1738 eða fyrr. Á þeim árum mun ekki hafa verið björgulegt í Selvogi. Árið 1735 voru 2 búendur í Nesi, en höfðu verið 8 árið 1681; orðnir eru þó búendur þar 4 árið 1762, en þá er Strönd aleydd.
Með gjafabréfi 15. júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir (f. 1665, d. 20 okt. 1752), ekkja Jóns biskups Árnasonar, samkvæmt testamentisbréfi sínu frá 18. sept. 1747, Strönd “að æfinlegu beneficio” Selvogsprestum til uppheldis, og jörðin „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns vittluftuga haglendis, rekavonar, eggvers, veiðiskapar og annara herlegheita 20 hundruð”.

Selvogur

Selvogur; MWL.

– Annað ár eptir, 8. júní 1751, vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju; er þar þá sama kirkjan, sem bygð var fyrir 15 árum (1735). Segir biskup hana þá stæðilega að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða fúin”. Síðan bætir biskup við : „Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan hentugri stað”.
1749 hinn 6. júní afhenti síra Þórður Eíriksson, sem þá hafði verið leingi prestur Selvogsmanna, prestakall og kirkjuna í hendur ungum presti, síra Einari Jónssyni, sem feingið hafði veiting fyrir Selvogsþingum.

Selvogur

Selvogur – kvöld við Engilvík.

Síra Einar var ekki leingi að hugsa sig um að nota sér þessi orð biskups og láta ekki hjá líða tækifærið til þess að koma kirkjunni heim til sín að Vogsósum Þar voru hægust heimatökin fyrir hann, Ritar hann þá þegar á Alþingi 13. júlí samsumars bæði Pingel amtmanni og Ólafi biskupi átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og tillögu um að flytja kirkjuna heim að Vogsósum, og fær sama dag uppáskript prófastsins, síra Illuga Jónssonar, á bréf sitt, þar sem prófastur geldur samþykki við öllu saman. Biskup hefir þó ekki flýtt sér að gefa úrskurð hér upp á, og dregið það fram yfir veturnælur. En 3. nóv. 1751 skipar hann svo fyrir, að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum, og skuli bygging hennar þar framkvæmd og fullgerð á næstu tveimur árum (1752—1753). Skýra skjölin sjálf bezt frá þessu efni, og hljóða svona: “Umkvörtun síra Einars um Strandarkirkiu í Selvogi.
Veleðle og velbyrdige herra amtmann yfir Íslandi herra Jóhann Christian Pingel!

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kristsmynd.

Veleðle háehruverðugi og hálærði herra superintendent yfir Skálholtsstipti herra Ólafur Gíslason! Hér með innfellur mín nauðsynjafull umkvörtun út af skaðlegu ásigkomulagi Strendurkirkju i Selvogi, og þar af rísandi margföldum óhentugleikum, sem eptir fylgir: Hún stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Súð kirkjunnar verður ei heldur svo vel troðin með sillum og gættum, þó optlega gert sé, að sandurinn rifi það ekki burt aptur; fýkur hann svo inn í kirkjuna og feyir stafina að neðan og jafnvel súðina að innan, svo eg tel mér ómögulegt, kirkjunni fjarlægum, hana að vakta, verja og viðhalda fyrir þessum ágangi. Hún er og upp bygð seinast fyrir 16 árum, en nú eru mörg tré í henni fúin og fordjörfuð; hefur þó verið árlega bikuð, leitast við að verja hana fyrir skemdum og reparera, bæði af prestinum síra Þórði og mér, síðan eg við henni tók, svo sem fleirum er um kunnugt. Eins fordjarfar sandurinn læsing, saum og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stór þungi bennar utensilia og ornamenla að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Tilmeð er skaðvænleg hætta, helzt á vetrartíma, í þessari kirkju að forrétta kennimannlegt embætti, einkanlega það báverðuga sacramentum (sein ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla, meðan það er framflutt. Fólkið teppist í kirkjunni, ásamt presturinum, sem og ekki kann að halda þar besli sínum skýlislausnm, nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eður helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helzt heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í catechisationinni og öðrum guðs orða lærdómi. Hér fyrir innfellur mín allra innilegasta og auðmjúkasta begiæring til yðar hárespeclive herradóms, að þér vilduð þessar mínar hérgreindar umkvartanir álíta, og, ef ske mætti, tilhlutast og leyfi gefa, að nefnd kirkja flytjast ætti á einn óhultan og hentugri stað, hvar til eg með stærstu submission nefni kirkjunnar jörð Vogshús, og bið auðmjúklega, mínir hágunstugu herrar, hér uppá skriflega resolverað. – Þingvöllum d. 13.  þeirra julij 1751. Forblífandi með æstime skyldugur og auðmjúkur þénari Einar Jónsson.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg – topphlaðinn fjárborg í Selvogi.

Framan og ofan skrifaða heiðarlegs síra Einars Jónssonar sóknarprests til Strendurkirkju i Selvogi yfirlesna umkvörtun meðkenni eg & sannindum grundvallaða vera, að svo miklu leyti, sein mér er vitanlegt, og háæruverðugur þessa stiptis biskup mun sjálfur persónulega séð hafa í sinni visitation á næstliðnu vori 1751. – Til staðfestu er mitt undirskrifað nafn að Þingvöllum d. 13. julij 1751. – Illugi Jónsson.

Framanskrifaða umkvörtun æruverðugs kennimannsins síra Einars Jónssonar hefi eg séð; hvað Strendurkirkju viðvíkur, þá sýndist mér það ófært, nær eg vísiteraði hana á næstliðnu vori, að hún skyldi standa þar á eyðisandi, og þeirra orsaka vegna, sem hér að framan upp taldar eru, því tilsegist hér með velnefndumkennimanni, sem er beneficeraður með þessu prestakalli, að láta flytja Strandarkirkju, nú tvö næstkomandi sumur, að Vogsósum, og setja hana þar niður á hentugt pláss.

Nes

Nes – legsteinn í kirkjugarði við Nes.

Hann skal láta taka til þessa verks svo snemma í vor sem mögulegt er, og láta hlaða þar kirkjugarð um kring hana framliðnum til greptrunar. Til þessa erfiðis er öll sóknin skyldug að þéna, en kirkjan skal standa henni kost á meðan verkið fram geingur, og þá það er svo fullkomið, að þar megi embætta, skal sóknarpresturinn segja mér til, svo sú nýja sóknarkirkja megi með guðs orði, bæn og blessun innvígjast á næsta helgum degi. Sóknin skal og, svo mikið sem mögulegt er, búa um kirkjugarðinn á Strönd, með sóknarprestsins ráði, að hann blási ekki upp af framliðinna beinum, hvar til ekki sýnist óhentugt að þekja hann utan og ofan með undirlögðu grjóti. Sker þessi mín ráðstöfun með Deres Velbaarenheds Hr. amtmannsins vitund og samþykki, og má hér út í eingin forsómun verða. Skálholti d. 3. novembris 1751.

Landnám

Þórir haustmyrkur nam Selvog. Herforingjaráðskort 1903.

En hér varð sveipur i för Greipar, svo eptirminnilegur, að þuð var líkast því eins og þegar Gizur biskup Einarsson hafði tekið ofan krossinn i Kaldaðarnesi, reið heim í Skálholt, lagðist lostinn sótt og andaðist. Síra Einari varð eptir þetta ekki vært í Selvogi, og flosnaði þar frá prestskap 1753,1) biskupinn lifði rúmlega til jafnleingdar frá því að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, og andaðist nóttina milli 2. og 3. janúar 1753. Illugi prófastur í Hruna lézt einnig sama ár, 1753, og Pingel amtmaður misti embættið sökum ýmsra vanskila 8. maí 1752. Allir þessir menn, er að kirkjuflutningnum stóðu, biðu því annaðhvort hel eða greipilega hremmingu áður sá frestur væri liðinn, er kirkjan skyldi flutt vera.

Strandarkirkja

Minnismerki um Strönd í Selvogi – einnig nefndur “Staður”.

En Selvogskirkja stóð eptir sem áður enn óhögguð á Strandarsandi. Geta má nærri, hvort ýmsum hafi þá ekki þótt fingraför forsjónarinnar auðsæ í þessu, og þótt guð borga fyrir hrafninn. Eptir síra Einar varð prestur Selvagsmanna 1753 Jón Magnússon frá Hvammi, prófasts Magnússonar, bróðursonar Árna prófessors. Síra Jón hafði áður verið prestur að Selbergi, þótti ekki að öllu reglumaður, en sýnist þó hafa verið hygginn og athugull, sem hann átti kyn til. Á meðan biskupslaust var í Skálholti, milli Ólafs biskups og Finns biskups, hefir kirkjuflutningsmálið legið niðri.

Vogsósar

Vogsós – herforingjakort 1903.

En 30. júní 1756 skipar Finnur biskup, samkvæmt fyrra biskups úrskurði, að flyt á kirkjuna að Vogsósum, en það þumba bæði sóknarmenn og síra Jón fram af sér; sérstaklega sýnast Austurvogsmenn, í Nes-sókn hinni gömlu, hafa verið flutningnum andvígir. Niðurstaðan varð því sú, að biskup og prófastur höfðu eingin önnur ráð en 1757 að fara að fyrirskipa að gera að kirkjunni þar sem hún stóð, og var það gert 1758 og enn aptur 1763, og svona var því huldið áfram, að aldrei var kirkjan tekin ofan, heldur alt af gert við þá gömlu smátt og smátt, — á meðan svo var að farið, var öruggt um, að kirkjan yrði ekki flutt, — og á þann hátt stóð sama kirkjan á Strönd, sem þar var bygð 1735, í 113 ár, þar til síra Þorsteinn Jónsson (frá Reykjahlíð) tók hana ofan, og reisti nýja kirkju á Strönd „úr tómu timbri”, sem fullgerð var 1848. Þá á datt eingum í hug að færa kirkjuna frá Strönd, enda hafði tilraun síra Jóns Vestmanns um það efni nálægt 1820 strandað á svipuðu skeri og fyrri, trygð og festu Selvogsmanna við að hafa kirkjuna á sínum gamla stað.

Þórarinn Snorrason

Þórarinn Snorrason og Ómar spá og spekulera um fyrirhugaðn uppdrátt af Selvogi.

Strönd með Strandarkirkju er einn af hinum merkilegu stöðum hér á landi; Strönd gamalt höfðingjasetur og höfuðból; kirkjugarðurinn á Strönd legstaður margra stórmenna og nafnfrægra manna; af slíkum mönnum, sem þar eru grafnir, mun almenningur nú bezt kannast við Erlend lögmann, og einkum „fróða Eirík” Vogsósaprest, sem hvert -mannsbarn í landinu þekkir, og þjóðsögur vorar hafa gert að þessum góða kunnáttumanni, sem öllum verður hlýtt til af sögunum um hann. Forlög og æfintýr kirkjunnar á Strönd eru mikil, enda ber helgi hennar yfir alt. Einginn verður betur við áheitum en hún, og þeir, sem að henni hlynna til gagns og góða, verða hamingjumeiri eptir. Væri öll stórmerki hennar kunn og komin í eitt, mundi sú jarðteiknabók vera ósmá.

Þórarinn Snorrason

Þórarinn Snorrason á Vogsósum.

Trygð Selvogsmanna við kirkju sína og kirkjustað er þeim til hins mesta sóma, Til hins er verra að vita, að uppblásturinn í Selvogi er án efa mjög mikið Selvogsmönnum fyrrum sjálfum að kenna. Menn hafa geingið alveg gegndarlaust í skrokk á öllum kvisti og lyngi og rifið það upp með rótum til eldsneytis. Ein sögn er sú frá Strandarkirkju, að það slys vildi til, þegar síra Þorsteinn Jónsson var að láta gera þar nýja kirkju 1847—48 og fara átti að reisa grindina, að bitar allir reyndust alin of stuttir; höfðu orðið mistök hja smiðnum. Efni var ekkert við höndina í nýja bita. Var prestur því farinn að tygja sig í ferð austur á Eyrarbakka til þess að útvega smíðavið. En áður hann legði af stað, varð honum geingið niður að lítilli sjávarvík skamt frá kirkjunni, en kirkjan á þar sjálf reka; var þar þá að landfesta sig “kantað” tré. Því var síðan velt undan og flett, og stóð það heima í bitana, og prestur gat hætt við ferðina.
Svo var kirkjan hamingjumikil, að hún bætti sér sjálf skaða sinn — Biskup vor segir áheitin á Strandarkirkju aldrei meiri en nú, jafnvel frá útlöndum.

Selvogur

Selvogur – afhending Minja- og örnefnaskiltisins 2011.

Í jarðabók Árna og Páls 1706, er „lyngrif talið til hlunninda nærri hverri einustu jörð í Selvogi. Það er auðráðin gáta að hverju þau „hlunnindi” ofnýtt mundu -verða. Það hefir og gert sitt til landspjallanna, þegar höfðingskap tók þar að hnigna, og hætt var að halda við þeim gamla Selvogsgarði, svo að alt varð óvarið, og skepnur gátu geingið eins og logi yfir akur, hvar sem var. Nú kváðu Selvogsmenn hafa gaddavírsgirt mikið af sveitinni, og síðan segja menn að þar grói upp árvöxtum. Hver “veit nema sveitin eigi eptir að ná sér aptur, og Strönd að verða aptur blómlegt býli.
Síra Jón Vestmann hefir ritað 1840 merkilega sóknarlýsingu um Selvog, en í bréfi 23. dec. 1812 til biskups og landstjórnar lýsir hann svo, hvernig þá er þar háttað: „Alt fram undir endalok 16. aldar voru hér, eptir sem næst verður komizt, í Strandarkirkju sókn í Selvogi 42 búendur, sem sést af brag þeim, er Jón Jónsson, þá verandi bóndi hér í Nesi, orti um téðrar sóknar bæi og bændur, en nú eru hér einasta 16 búendur, með prestinum í reiknuðum, og á meðal þeirra 8 bláfátækir öreigar.

Selvogur

Askur í Selvogi.

Fyrir, og alt til, 1770 geingu hér til útróðra 50 skip í Selvogi og Herdísarvík, en nú einungis 6 í báðum stöðunum. Orsökin til þessa er ekki alleina sú, að fiskur hafi lagzt hér frá, allra sízt í Selvogi, heldur ásamt með sá mikli sand-ágangur, sem eptir áður sögðu hefir eyðilagt svo marga bæi sóknarinnar, hefir einnig fylt lendingar með svo mikinn sand, að þær eru of grunnar orðnar, og þess vegna ófærar, þegar nokkurt brim er í sjóinn. Sömu orsakir eru og til þess, að næstum öll selalátur, tilheyrandi lénsjörð prestsins Vogsósa, eru aftekin og full af sandi, svo menn vita ekki eingaug, hvar skerin á milli lagnanna hafa verið. Sandslægjan, sem var sú helzta, er téðri jörð fylgdi, og sem alt fram til 1780 og þar yfir var svo góð, að óvíða þurfti mikið að raka milli flekkja, er nú víða blásin í rotur og jarðleysur, og svo snögg, að rart þykir, ef bezti verkmaður slær þar heykapal í dag, Heiðin, eður hagalandið, sem fyrrum hefir öll verið vaxin grasi, allslags lyngi og víðivið, er nú uppurin og blásin í berg, holt og flög, svo kalla má, að ei sjáist nú meira en menjar einar í fám stöðum til hennar fyrri gæða”.”

Heimild:
-Blanda, 1. bindi 1918-1920, bls. 311-332.

Strandarkirkja

Strandarkirkja. Örnefna- og minjaskilti af Selvogi við kirkjuna.

Strandarkirkja

Í Vísir 13. ágúst 1968 er grein, “Strandarkirkja – Hugleiðing úr sunnudagsferð til Strandarkirkju“, eftir Jónas Guðmundsson.

Herdísarvík

Herdísarvík.

“Eftir að komið er fram hjá Kleifarvatni og Krýsuvík beygir leiðin til austurs. Útsýni opnast til suðurs. Þótt örskammt sé til þröngbýlisins í Reykjavík, er hér allt svo undarlega friðsælt og ósnortið. Hraunfossar komnir úr Trölladyngju fyrir liðlega 600 árum falla með ótrúlegu lífsmarki fram af Geithlíðarfjalli og sundrast í ótal hraunbolla, hóla og dranga. Framundan er Selvogur.
Hér er indæl fegurð og tign. Hér kaus Einar Benediktsson sér að deyja við drungalegar aðstæður. Svarrandi brim og tröllvaxnar hraunborgir kalla fram undarlegustu litbrigði og áhrif.

Selvogur

Herdísarvík

Herdísarvík – hús Einars Benediktssonar og Hlínar Johnson.

Í augum vegfarandans virðist byggðarkjarni hafa verið frá Herdísarvík að vestan, að Nesi í Selvogi að austan. Herdísarvík er nú í eyði og er eign Háskólans. Lystilega gerðir hraungarðar faðma túnkrílið umhverfis íbúðarhúsið, sem sýnist sæmilega við haldið, en peningshús eru fallin, eða að falli komin.

Stakkavík

Stakkavík – bæjarstæði.

Þá tekur við Stakkavík, túnlaus jörð og friðlýst. Þar er nú stærsta æðarvarp á Suðurlandi.
Þá koma Vogsósar og svo austast byggðahnappurinn austan við Strandarkirkju. Síðan eru 15 kílómetrar í næsta bæ, Hlíðarenda.
Regnúðinn hefur bundið sjónir við endalaus hraun, sum ber, önnur vaxin mosa enn önnur þau elztu eru vaxin lyngi og blómum og þegar komið er gegnum skriðurnar norðanvert við Hlíðarvatn, tekur við flatlendi. Sér víða á flata eldforna hraunhellu, eða berghellu gegnum moldina. Einu sinni var hér jarðvegur og skógur sögðu þeir okkur í Selvogi, en nú hefur uppblásturinn feykt jörðinni út á bankann fyrir framan.

Vogsósar

Vogsósar.

Í regnúðanum óx himinn og jörð saman rétt fyrir ofan veginn og framundan blasti við sjónum þar sem kallað er Selvogur.
Saltstorkin strá, melgras og smári ásamt blóðbergi, setja fínleg ósýnileg litbrigði á landið og úti í móðunni blasir við helgasta kirkja álfunnar, á lágum sandi við opið haf, þar sem heitir Engilvík. Um þessa kirkju og grasbýlin í kring, fjallar þetta greinarkorn, og um það fólk er lifir í flæðarmáli þessa undarlega staðar.

Strandarsókn

Selvogur

Selvogur – bæjartóft.

Við börðum að dyrum í einu húsanna, eftir að hafa lagt leið okkar að kirkjunni. Það heitir í Þorkelsgerði. Þorkelsgerði tvö er næsta hús, örfáa metra í burtu, og þar við hliðina Torfabær, sem nú er í eyði. Í Þorkelsgerði eitt hittum við að máli Ólaf Bjarnason, bróður bóndans, Rafns Bjarnasonar, en hann var fjarverandi þennan dag, og móður þeirra bræðra, Þórunni Friðriksdóttur, mestu skýrleiksmanneskjur. Ennfremur hittum við að máli fáeina aðra bæði úti við kirkjuna og höfðum tal af kunnugum, og á því byggjum við frásögn þessa.

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði.

Fyrsta Strandarkirkjan mun hafa verið byggð árið 1615 af Norðmönnum sem velktust í sjávarháska fyrir ströndinni. — Hétu þeir að byggja kirkju þar sem þeir næðu landi heilir. — Skyndilega sjá þeir engilveru, sem lóðsar þá inn sundið, þar sem heitir síðan Engilvík. Hinir norsku sjómenn stóðu við heit sitt og reistu kirkjuna ofan við flæðarmálið, við bæinn Strönd, og eru tóftir bæjarins við kirkjugarðsvegginn norðanverðan. Strönd var höfðingjasetur og í byggð fram á 16. öld. Til eru fleiri útgáfur af upphafi og stofnun Strandarkirkju en þessi útgáfa var okkur sögð í flæðarmálinu þar eystra í heimsókn okkar þangað og hana segjum við hér.

Nes

Nes.

Áður en Strandarkirkja var grundvölluð, var bænahús í Nesi. Litlar heimildir eru um það og mun það hafa aflagzt fljótleg eftir að Strandarkirkja var reist. Enn sjást tóftir bænahússins og þar er einn legsteinn ofar moldu, sem höggvið er í krossmark. Prestar Strandarkirkju sátu lengst af í Vogsósum, en núverandi prestur kirkjunnar er búsettur í Hveragerði. Sr. Eggert í Vogsósum, undarlegur klerkur, en gáfaður, reyndi talsvert til að flytja Strandarkirkju að Vogsósum, en vættir kirkjunnar komu ávallt í veg fyrir flutning, með einhverjum ráðum. Gafst klerkur loks upp og lét varða leið til kirkjunnar og standa vörðurnar enn. Sr. Eggert notaði ekki hesta og leiddist rápið út í Engilvík. Mun hafa verið ástæðan fyrir því að hann margreyndi að fá kirkjuna flutta og nú hefur kirkjan verið endurbyggð.
EggertKirkjan sem við höfum fyrir augunum, er næstum algjörlega ný. Þakið nýtt, gólfið og allur innviður. Aðeins kirkjuskipið er úr gömlu kirkjunni, en þó var hún lengd um á að gizka 3 metra svo að hægt væri að koma fyrir sönglofti. Að innan er kirkjan vel einangruð og klædd furu, lakkaðri. Bekkir eru úr furu og mikillar smekkvísi gætir í frágangi, og teikningar eru góðar. Predikunarstóllinn er úr gömlu kirkjunni, sem var 80 ára gömul og sómir sér vel svo og altaristaflan sem er sama mynd og í Dómkirkjunni í Reykjavík, máluð af sama málara. Kirkjan á urmul gripa, merkilegra og algengra. Þá hefur ur hún þegið að gjöf. Merkastur er bikar frá 13. öld, sem Ívar Hólm, frændi Erlendar lögmanns á Strönd gaf kirkjunni. Kirkjan, sem nú hefur verið endurbyggð var hin 3 í röðinni í Engilvík.

Ríkasta kirkja landsins
Ólafur BjarnasonStrandarkirkja er ríkasta kirkja landsins, ef innistæður í bönkum eru taldar saman og verðbréf hennar. Þetta litla óskiljanlega guðshús í flæðarmáli Engilvíkur býr yfir huldum dómum. Hið ytra er ekki til yfirlætislausara hús í öllum heiminum. Það stendur á sæbarinni strönd undir tignum himni guðs, innan um melgras og blóðberg. Hér, þar sem ekki þrífst einu sinni venjulegt gras, býr það volduga afl sem sneiðir hjá háum turnum dómkirknanna hér i prestsleysinu sú tign og festa, sem á sér enga líka, eða hliðstæðu í hinni samanlögðu evangelisku lúthersku kirkju. Opnaðu barnsaugu þín til himins og hlustaðu á brimgný og vindinn salta og þú finnur að hér er helgur staður, tvímælalaust.
En í hverju er þetta fólgið?
Kirkjan verður við, sem kallað er. Menn heita á hana og hún verður við heitum manna. Í raun og veru hefur enginn getað útskýrt þetta, og engar sögur fara af því. Menn gera þetta einir innra með sér. Þetta er aðeins milli þeirra og guðs.
Þórunn FriðriksdóttirEkki vita menn um annað guðshús í lútherskum sið, sem gætt er þessum eiginleika. Svo voldugt er þetta samband Strandarkirkju við fólkið, að kirkjustjómir og guðfræðingar kirkjunnar, ganga í stóran hring og hætta sér ekki í útskýringar. Það er ekki einasta, að heitið sé á kirkjuna í Strandarsókn, af fólki í Reykjavík, á Langanesi og um allt Ísland. Bréf berast líka frá Bretlandi, Þýzkalandi, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Eitt sterlingspund, eitt þýzkt mark, dollar, eða svo berst í bréfi. Pílagrímar koma yfir þúsund mílna haf til að sjá með eigin augum kirkjuna í Engilvík, til að fá að ganga á söltum sandinum umhverfis hana og anda að sér þeim ilmi er berst frá hafi og jörð á þessum stað. Í sumar kom hér t.d. áttræð ensk kona, varla rólfær og Ólafur Bjamason studdi hana út að kirkju. Strandarkirkja var hennar kirkja líka, eins og hún var kirkjan hans. Með einhverjum hætti hefur kirkjan í Engilvík orðið að stórveldi í hjörtum fólksins, þrátt fyrir látleysi sitt og einangrun. Og eins og brimaldan fyllir loftið niði af bárum, sem borizt hafa yfir þúsund mílna haf til að brotna á sendinni strönd, stíga bylgjur nýrra vona til himins hér.

Sóknarbörn

Selvogur

Selvogur – Guðnabær.

Þó Strandarkirkja hafi staðizt veðrin reið nær fimm aldir og hafi haldið vellii á kjamorkuöld þá hefur sóknarbömum hennar ekki vegnað eins vel, ef hið veraldlega er haft i huga. Sauðfé líður hér bærflega og það kemur fram í holdum, úr hraunum, hvert haust, en nýtízkubúskapur þróast ekki hér. Selvogstorfan er aðeins í þrengsta skilningi aðili að því mannfélagi sem nú byggir Ísland. Þeir hafa að vísu kosningarétt og allt það og borga skatta. En þeir eru t.d. rafmagnslausir ennþá einir bæja á stærsta Orkusölusvæði landsins.

Selvogur

Selvogur – Bjarnastaðir.

Það er of langt til ykkar er viðkvæðið. Landið fyrir ofan hefur orðið uppblæstrinum að bráð og berghellan skín víðast hvar undan, eins og undan götóttri flík. Hinn gljúpi sandur er nær fjörunni og þar þrífast aðeins melur og blóðberg. Nægt vatn er víðast hvar, en aðeins melur nær því. Nú munu vera um 1000 fjár á þeim 4—5 bæjum sem eru í byggð þarna og yfirleitt er fólk komið yfir miðjan aldur. Sumt dáið, annað hefur flutzt burt. Ungt fólk nennir ekki að rölta alla ævina eftir sauðfé.

Selvogur

Selvogur – Þorkelsgerði og Torfabær.

Það vill ekki hóa og æpa að skepnum. Það vill ræktun. Það vill kýr, mjaltavélar, stórbúskap. Samgöngur og dansleiki.

Selvogur

Selvogur – ströndin.

En Strandarkirkja? Jarðeigandinn. Hún á margar jarðanna þama. Vill hún ræktun? Vill hún sóknarbörn, vonglaða æsku, torfur af bömum og akra?
Biskup svarar fyrir hana. Nei. Fjármunir Strandarkirkju fást ekki til að ala upp beljur. Ekki til að rækta venjulegt gras. Ekki í raflínur, þeir fyrir sunnan þekkja þarfir kirkjunnar. Hver eyrir rennur þangað . Meira að segja er sturtað úr samskotabauk Strandarkirkju í kirkjusjóð.

Selvogur

Selvogur – bautasteinar í kirkjugarðinum í Nesi.

Gagnstætt venju fer biskup með fjármál Strandarkirkju en ekki sóknamefndin, eða kirkjuhaldarinn. Í upphafi mun kirkjuhaldara Strandarkirkju hafa óað varzla svo gildra sjóða og farið þess á leit að biskup tæki að sér vörzlu kirkjusjóðsins. Hér er því ekki um slettirekuskap að ræða. En sú ábyrgð er kirkjuhaldari staðarins hafði færzt undan, hún hvílir nú á biskupsembættinu. Gjafir þær, sem áheit færa kirkjunni eru fjármunir. Þær eru gefnar án skilyrða, a.m.k. oftast nær. Úrskurður um ráðstöfun þessa fjár er hins vegar mat einstakra manna á afmörkuðu sviði, sem verja má fénu til.
Dýrlingar koma kaþólikkum ekki í bobba af þessu tagi. Hið innra skipulag kaþólsku kirkjunnar gerir ráð fyrir tekjum af kraftaverkum. Sú ráðabreytni að verja fé Strandarkirkju í aðrar kirkjur en Strandarkirkju þó í formi lána sé, virðist jafnvel hæpnari en að rækta gras í Selvogi, á Strönd, eða í uppblæstrinum. Vörzlumenn sjóða Strandrkirkju neituðu að lána til raflínu þá 15 kílómetra sem vantar á að rafmagn nái til Strandarkirkju og báru við „starfsreglu”. Hins vegar var rándýr einkarafstöð sett upp við kirkjuna, svo þar er rafmagn.

Selvogur

Selvogur – Gata. Gamla skólahúsið t.v.

Hvernig vita forráðamenn kirkjusjóðs að gera beri mun á dieselrafmagni og Sogsrafmagni? Hitt er komið í eyði. Nes í eyði, Torfabær í eyði, og maður finnur að til úrslita dregur senn í sögu þessarar byggðar. Í dularfullum gufum, sem leggur frá hafi, sést úthafsbrimið við hina fornu lendingu. Inni í landi bendir sundmerkið til himins.

Selvogur

Selvogur – Bjarnastaðir.

Enginn heitir lengur á Strandarkirkju í lífróðri í Engilvík. Við erum ekki sveit, segir Ólafur Bjarnason, við erum sjávarþorp.
Hver verða örlög þessarar lágreistu byggðar i Selvogi er ekki gott að segja. Sjálft Skálholt var að afleggjast, en kirkjunnar menn komu vitinu fyrir þjóðina og byggðu staðinn upp. Ekki einasta kirkjuna, heldur líka hinn lifandi stað. Hvað er um Strönd? Verður hún senn arfsögnin, ein byggðin þar? Landsins frægasta kirkja skilin eftir ein og yfirgefin á sandflákunum í Engilvík?

Strandarkirkja

Í Strandarkirkju.

Biskup hefur nú endumýjað Strandarkirkju og notið þar hollráða hinna færustu smiða og teiknara. Vel hefur varðveitzt fomlegur blær og þokki. Enn á biskupinn leik. Vafalaust eru margvíslegir annmarkar því fylgjandi að beita sér fyrir nútímamannlífi í Selvogi. En með eins góðu liði og hann safnaði um sig við kirkjusmíðina mun takast að varðveita lífsstíl þessarar byggðar, þótt stefnt sé samhliða því að endumýja búskaparhættina. Bezt verður þetta starf unnið sem skipulagsverk, með stórbúskap fyrir augum, og þá mun ekki standa á fólki, sem ann sveitalífi, að setjast að í Selvogi og þá mun glaðværðin aftur ríkja í sandhólunum upp af hafi Engilvíkur.” – Jónas Guðmundsson, stýrimaður

Heimildir:
-https://timarit.is/page/2397738?iabr=on#page/n11/mode/2up/search/selvogur
-Vísir 13. ágúst 1968, Strandarkirkja – Hugleiðing úr sunnudagsferð til Strandarkirkju, bls. 9 og 13 – Jónas Guðmundsson.

Selvogur

Selvogur – Strandarkirkja.

Strandarkirkja

Sveinn Sigurðsson fjallaði um heimsókn í Selvog í Eimreiðinni árið 1948 undir fyrirsögninni “Heimsókn á helgan stað”.
Strandarkirkja-251“Helgisögnin um verndarengil sjómannanna, þann er birtist á ströndinni í Selvogi, er ævagömul. Enginn veit, hve gömul hún er. En eina dimma ofviðrisnótt á hafinu rak skip fyrir stormi og stórsjó upp að þessari strönd. Skipverjar vissu ekki, hvar þeir voru, en þeir treystu guði og báðu hann verndar, í skilyrðislausu trúnaðartrausti, eins og börn. Foringinn hét að láta reisa þar kirkju sem þá bæri að landi, ef þeir fengju að halda lífi. Og sjá! Framundan rofaði til, frá einhverri annarlegri og undursamlegri birtu. Þeir sáu land fyrir stafni. Og engill stóð á ströndu í ljómandi birtu þess bliks, sem af honum stafaði. Það blik vísaði sjómönnunum leiðina gegnum brim og boða — og þeir komust heilu og höldnu til lands. En á hólnum ofan við víkina, þar sem engillinn birtist, var síðan reist kirkjan til dýrðar honum, sem leitt hafði sjómennina hrjáðu og hröktu heila að landi — og í þakklætisskyni fyrir bænheyrsluna og verndina. En víkin, þar sem bjarta veran birtist, neðan Strandarkirkju, heitir síðan Engilsvík.
Strandarkirkja-552Eitthvað á þessa leið er helgisögnin um það, hvernig Strandarkirkja í Selvogi varð til. Um aldir hefur verið heitið á þessa kirkju, þegar hætta var á ferðum. Þau áheit voru og eru gerð af farmönnum og fiskimönnum, sem um höfin fara, og einnig af öðrum, sem á landi lifa og sjaldan eða aldrei koma á sjó. Menn og konur úr öllum stéttum heita á Strandarkirkju. Og mjög er sú trú útbreidd og almenn, að gott sé á hana að heita. Enda nema áheitin orðið mikilli upphæð á íslenzkan mælikvarða. Og nú er Strandarkirkjuhóllinn að verða fjölsóttur staður. Menn fara þangað pílagrímsferðir á öllum árstímum, en einkum þó á sumrin. Og þær ferðir munu aukast mjög, þegar vegurinn um Krýsuvík og Selvog er fullgerður.
Ég kom í Strandarkirkju 8. ágúst, á þessu sumri, í fyrsta sinn. Við vorum sjö í hóp — og veðrið var fagurt. Einn úr hópnum var fæddur á Vogsósum og hafði alizt þar upp bernskuárin, en farið ungur utan og ekki vitjað þessara bernskustöðva í hálfa öld — fyrr en nú. Ferðin varð honum því sannnefnd pílagrímsför — en okkur hinum einnig. Það varð ekki komizt hjá því, að Við yrðum þess vör, er við nálguðumst hólinn, þar sem kirkjan stendur hvít og látlaus — og einmanaleg, — að við vorum að koma á helgan stað. Og þegar inn í kirkjuna kom, varð þessi helgikennd enn ákveðnari. Strandarkirkja-553
Altaristaflan í Strandarkirkju er eftirmynd altaristöflunnar í Reykjavíkurdómkirkju, og stendur á henni ártalið 1865. Í horni töflunnar standa stafirnir S. G., en Sigurður Guðmundsson málari gerði myndina. Á silfurskjöld, sem festur er á umgerð myndarinnar, standa þessi orð á latínu: »Sit tibi nomen Jesu pectori infixum”, að því er bezt varð séð, e n letrið er ekki vel skýrt. Sé rétt lesið, myndu orðin út leggjast eitthvað á þessa leið: „Nafn Jesú sé greypt í brjóst þér ” eða „nafn Jesú sé þér fast í huga”. Er taflan falleg, þó að myndin sé ekki tiltakanlega vel máluð, enda ef til vill eitthvað máð af raka, sem gætir nokkuð í kirkjunni, svo sem bezt mátti sjá í gluggakistúm. Á kirkjulofti fundum við gamla hreppsnefndargerðabók frá árunum 1885—’89, með margskonar fróðleik, og ætti bók sú heima Þjóðskjalasafninu, og verður vafalaust þangað send úr kirkjunni áður en langt um líður. Þá höfðu og leiðin í kirkjugarðimim á hólnum, þar sem kirkjan stendur, sína sögu að segja, þó að leiðarvísar um þau væru alltof fáir.
Bílvegurinn í Selvog, um Ölfus og vestur Selvogsheiði, var greiðfær í sumar nema síðasti kaflinn, stuttur spölur, sem vafalaust verður fullgerður á þessu hausti. Frá endimörkum vegarins á Nesi er aðeins um tíu mínútna gangur að Strandarkirkju. Heim að Vogsósum er einnig bílfært svo að segja alla leið. Bærinn stendur við Hlíðarvatn og ósinn, sem skiptir sveitinni í tvennt. Vestan óssins og vatnsins, yzt í sveitinni, er hið forna stórbýli Herdísarvík, þar sem Einar skáld Benediktsson lifði síðustu ár ævi sinnar. Austan óssins og vatnsins stendur Vogsósabærinn og byggðin á Strönd og Nesi. Frá Vogsósum séð ber Strandarkirkju við hafsbrún í suðri. Þar stendur hún hvítmáluð og snotur til að sjá, en eyðisandar umhverfis, sem nú hafa verið græddir upp að nokkru fyrir fé úr hennar eigin sjóði, hinum langstærsta, sem til er í eigu nokkurrar einnar kirkju á landinu. Sjóður þessi nemur nú um 600 þúsund krónum. Svo er áheitunum fyrir að þakka.
Hlidarvatn-221Silungsveiði var mikil í Hlíðarvatni áður fyrr — og fuglalíf- varp var þar í hólma til skamms tíma, og sagði okkur bóndinn á Vogsósum, að fyrir ári síðan hefðu í hólmanum verið mörg æðarhreiður. En í vor, þegar gætt var í hólmann, sást þar ekki einn einasti fugl á lífi. Afklipptir vængir, fuglshausar og -lappir lágu þar á víð og dreif. Hefur minkur grandað fuglinum og lagt varpið í auðn. Sömu söguna er allsstaðar að heyra af þeim vágesti, þar sem hann hefur náð að setjast að villtur og auka kyn sitt.
„Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík, en Heggur, sonur hans, bjó að Vogi”, segir í Landnámu. Ýmsar ósamhljóða sagnir eru til um það, hvenær kirkja var fyrst sett á Strönd. Ein sögnin er sú, að Gizur hvíti hafi fyrstur reist þar kirkju, samkvæmt heiti, er hann vann í sjávarháska um að gera þar kirkju sem hann næði landi heill á húfi. önnur sögn er, að kirkjan á Strönd hafi fyrst verið reist í tíð Árna biskups Þorlákssonar (Staða-Árna, 1269—1298), og vegna áheita skipbrotsmanna, sem náðu landi í Selvogi að tilvísan hvítklædds manns, er stóð á ströndu og benti þeim réttu leiðina í land. Segja sumar sagnir, að formaður skipbrotsmanna hafi verið Árni biskup Þorláksson sjálfur. Sagan er ekki líkleg, því á dögum Staða-Árna átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson Strönd, ásamt fleiri jörðum í Selvogi, og er ósennilegt að þeir hafi átt nokkra samvinnu um að reisa þar kirkju, þar sem þeir voru andstæðingar miklir í staðamálum. Enda er til vitnisburður Þorbjarnar Högnasonar, út gefinn á Strönd 13. maí 1367, fyrir því, að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir löngu. Segist Þorbjörn fyrir 60 vetrum og áður oft hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strandarkirkju, sem hafi þá verið orðin svo rík, að hún átti 30 hundraða í heimalandi og „alla veiði i fuglbergi”, o. fl. Vel má vera, að upphaf Strandarkirkju sé að rekja alla leið til papa, þó að ekki verði nú færðar sönnur á þá tilgátu.
Selvogur-551Jörðin Strönd var í fjórar aldir, eða frá 1300 og fram um 1700, eitt af höfuðbólum sömu höfðingjaættarinnar. Var það ætt Erlends lögmanns sterka, en hann andaðist árið 1312, og er að líkindum grafinn á Strönd. Einn afkomenda hans og þeirra aðsópsmestur var Erlendur, lögmaður sunnan og austan, Þorvarðarson. Hann varð lögmaður 1521, rak stórbú á Strönd, bjó þar sjálfur öðru hvoru, lézt þar árið 1575 og er grafinn í Strandarkirkjugarði. Byggð var fjölmenn í Selvogi um margar aldir. Á árunum 1677—1680 eru þar 42 búendur, en eftir 1700 tekur heldur að fækka fólki þar. Séra Eiríkur á Vogsósum, hinn fjölkunnugi, Magnússon, var þar prestur frá 1667—1716, og hafa sögurnar um hann gert garðinn frægan. Um annan Vogsósaklerk, sem uppi var löngu síðar, séra Eggert Vigfússon (1840—1908), eru og ýmsar sögur, þó 30 ekki væri hann fjölkunnugur talinn sem séra Eiríkur, fyrirrennari hans.
Fyrstu skjalfestu sannanirnar fyrir því, að mjög snemma á öldinni hafi verið tekið að heita á Strandarkirkju, eru í Vilchinsmáldaga frá 1397. Þar er tekið fram, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða”. Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups Einarssonar, eftir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp árið 1624. Árið 1696 leggst jörðin Strönd í eyði, en kirkjan stóð ein eftir á sandinum. Árið 1703 skipar Jón biskup Vídalín að byggja upp kirkjuna, sem orðin sé þá hrörleg mjög. Frá vísitazíuferð Jóns biskups Árnasonar til Strandarkirkju, 15. júní 1736, er til lýsing hans á kirkjunni, þá nýlega endurbyggðri. Sjálfur verður Jón biskup eigandi jarðarinnar Strönd um þessar mundir. En með gjafabréfi ekkju hans frá 15. júlí 1749 er Strönd gerð að ævinlegu „beneficio” Selvogsprestum til uppeldis.
Strandarkirkja-555Oft hafa verið gerðar tilraunir til að fá kirkjuna flutta frá Strönd, en allar hafa þær tilraunir mistekizt. Um miðja 18. öld verður séra Einar Jónsson prestur í Selvogsþingum. Vill hann láta flytja kirkjuna og ritar um það bréf Pingel amtmanni og Ólafi biskupi Gíslasyni. Í bréfinu, sem er sent með vilja og vitund Illuga prófasts Jónssonar, lýsir séra Einar því, hversu óheppilegt sé að hafa kirkjuna þar sem hún stendur, á eyðisandi og langt frá bæjum. Féllust ráðamenn algerlega á tillögu Einars um að láta flytja kirkjuna, og skipaði biskup svo fyrir, að verkið skyldi hafið vorið 1752. En hér fór öðruvísi en ætlað var. Séra Einar flosnaði upp frá prestsskap, biskup lifði stutt eftir að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, Illugi prófastur Jónsson, sem mælt hafði eindregið með flutningunum við biskup, lézt skömmu síðar — og Pingel amtmaður missti embættið vegna vanskila 8. maí 1752. Allir þeir, sem að því unnu að fá kirkjuna flutta, urðu þannig í vitund almennings fyrir refsivendi máttarvaldanna, en kirkjan stóð sem áður óhagganleg á Strandarsandi. Aftur átti að flytja kirkjuna að boði Finns biskups sumarið 1756, en úr framkvæmdum varð aldrei neitt. Aftur á móti var gert við kirkjuna, þar sem hun stóð, bæði 1758 og aftur 1763. Þannig var haldið áfram að halda kirkjunni við á sama staðnum, því sóknarmenn vildu ekki hlýðnast skipunum valdamanna um að færa hana úr stað. Stóð sama kirkjan á Strönd, með mörgum umbótum, í 113 ár, frá 1735 og til 1848, að séra Þorsteinn Jónsson lét rífa hana og reisa timburkirkju í staðinn.
Eftir það hættu allar tilraunir til að Strandarkirkja-556láta flytja kirkjuna, enda höfðu þær jafnan mistekizt. Með flestum menningarþjóðum mundi fornfrægt guðshús sem Strandarkirkja vera undir stöðugri gæzlu kirkjuvarðar og kirkjunni haldið sem bezt við, en þess þó jafnframt gætt að varðveita sem bezt gömul einkenni hennar. Hvergi er önnur eins vernd um þjóðfræga staði og sagnríka sem í Englandi. Slíkir staðir eru í opinberri gæzlu, og allt er gert til að friða um þá og varðveita frá glötun. Í Westminster Abbey eru verðir þann tíma, sem kirkjan er opin almenningi, en það er venjulega frá kl. 10—6 daglega. Þessi fræga kirkja, full af sögulegum minjum, er talin upp runnin frá aldamótunum 500—600 e. Kr. Helgisögn er til um það, að sjálfur Pétur postuli hafi vígt hina fyrstu kirkju þarna á Tempsároakkanum, þar sem Westminster Abbey nú stendur. St. Páls dómkirkjan í London er opin almenningi daglega, en leiðsögu veita verðir, ef óskað er. Sagan segir, að Díönuhof hafi verið á staðnum löngu áður en kristnin kom til sögunnar. En snemma a 7. öld lætur Aðalbert konungur í Kent reisa þarna guðsbús, og til þeirra tíma er rakinn uppruni kirkjunnar. Í báðum þessum kirkjum eru varðveittar leifar margra beztu sona þjóðarinnar og minningar um þá.
Kirkjugarðurinn umhverfis Strandarkirkju geymir leifar margra merkismanna, svo sem Erlends lögmanns og Eiríks prests hins fróða, sem einna vinsælastur mun, úr þjóðsögum, allra íslenzkra kunnáttumanna fyrr og síðar. Litlar eða engar upplýsingar eru nú til um legstaði merkra manna í garðinum. Kirkjan sjálf er að vísu snotur, bæði innan og utan, en henni mætti halda betur við. Gluggakistur eru votar af sagga, og málningu þyrfti að endurnýja. Ýmislegt mætti gera til að auka prýði kirkjunnar og umhverfis hennar. Einnig þyrfti að koma fyrir í kirkjudyrum áheitaskríni, hvar í menn gætu lagt skerfi sína án þess að þurfa að leita uppi hlutaðeigandi kirkjuyfirvöld. Því áheitin á Strandarkirkju munu halda áfram. Þau hafa jafnvel aukizt undanfarinar – Margra alda reynsla kynslóðanna fyrir því, að áheitin verði til gæfu og óskir og þrár þeirra uppfyllist, sem á náðir hins helga verndarengile kirkjunnar á Strönd leita, hefur látið eftir sig glögg merki. Frásagnirnar um tákn þau og stórmerki, sem tengd eru Strandarkirkju og áheitunum á hana, myndu fylla margra binda bók, ef saman væru komnar í eina heild. Og þó yrði alltaf margfalt meira eftir, sem engar sagnir eru um og enginn kynni frá að greina. Strandarkirkja er fyrir löngu orðin í vitund íslenzkrar alþýðu helgur jarðteiknastaður, þar sem dásamlegir hlutir gerast. Því á að sýna henni alla þá lotningu og ræktarsemi, sem henni ber. Látum hana njóta þess friðar og þeirrar fegurðar, sem í mannanna valdi stendur að veita og með öðru getur stuðlað að því, að vitranir geti gerzt og hlið himinsins megi opnast yfir vorri ófullkomnu jörð.
Strandarkirkja-557En til þess að friðað verði áfram um Strandarkirkju, ekki síður en verið hefur allan þann tíma, sem hún hefur staðið einmana á afskekktri strönd, er nauðsynlegt að hafa um hana alla þá gæzlu, er firri hana átroðningi og skemmdum. Vegurinn um Krýsuvík og Selvog er nú langt kominn. Gert er jafnvel ráð fyrir, að honum verði lokið á þessu ári. Enginn vafi er á því, að mikið af þeirri gífurlegu umferð, sem nú er um Hellisheiði, færist þá yfir á þenna veg. Að minnsta kosti verður svo yfir vetrartímann.
Þá verður fjölsótt að Strandarkirkju og fullrar gæzlu og leiðsagnar þörf á þeim fjÖlsótta stað. Og einhverntíma kemur að því, að vegleg ný kirkja verði reist á hólnum, í stað þeirrar litlu og lágu, sem nú er þar. Það verður þegar Ísland er orðið þess megnugt að eiga sér háreist musteri. Hingað til hafa landsmenn verið of fátækir af jarðneskum auði til að reisa slík sýnileg tákn um lotningu sína og þökk til hins æðsta. En að koma til Strandarkirkju er að lifa upp í anda kvöl kynslóðanna og leit þeirra að líkn og náð. Það er sem maður skynji umkomuleysi þeirra, en jafnframt vonarneistann, sem lýsti í myrkrinu og hefur bjargað lífi þjóðarinnar til þessa dags.
Að koma til Strandarkirkju er að sjá sögu lands og þjóðar í leiftursýn líðandi stundar. – Sveinn Sigurðsson”

Heimild:
-Eimreiðin, 54. árg. 1948, 3-4. hefti, bls. 252-258.

Strandarkirkja

Klukka Strandarkirkju.

Djúpudalaborg

Ekið var að Strandarkirkju með viðkomu við dysjar Herdísar og Krýsu neðst í Kerlingadal. Við Strandarkirkju tók Kristófer kirkjuvörður vel á móti ferðalöngum. Leiddi hann þá í allan sannleika um kirkjuna, uppruna hennar og sögu.

Strandarkirkja

FERLIRsfélagar við Strandarkirkju.

Fram kom að skyggt fólk hafi komist að því að kirkjan hafi upphaflega verið byggð úr timbri er Gissur hvíti flutti til landsins frá Noregi skömmu eftir að kristni var lögtekin hér á landi. Kom hann á leið sinni við í Vestmannaeyjum og reisti þar kirkju, þá sömu og endurbyggð var þar fyrir skömmu, en lenti í hafvillum utan við Selvog. Komst hann þar í land ásamt áhöfn eftir að hafa heitið því að þar skyldi reist kirkju er og ef hann næði landi. Hann og áhöfn hans björguðust og reistu ofan við sjávarkambinn litla áheitakirkju er snéri stafni til hafs. Bekkir voru annars vegar í henni og altari innst.
Núverandi Strandarkirkja er frá árinu 1888 og hefur verið vel við haldið. Í henni má m.a. finna sakramentisbikar frá 1262 og altarisbikar frá um 1340. Þá gripi sýndi Kristófer auk margra fleiri.

Nes

FERLIRsfélagar við Nes í Selvogi. Standa á fæti gamla Nesvitans.

Gengið var að Nesi frá Bjarnastöðum og Guðnabæ, skoðaðar fjárborgir, sjóbúðir, brunnhús, gamli kirkjugarðurinn og rústir gamla bæjarins í Nesi. Kristófer lýsti gamla vörsugarðinum er náði frá Nesi ofan Selvogs að Vogsósum, en hann mun vera eitt allra elstu mannvirkja, sem enn eru sýnileg hér landi. Þá var haldið að Hellisþúfu og hellirinn, sem búið var í um tíma, skoðaður, gengið um Djúpadalshraun og skoðuð Djúpadalsborgin.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg.

Strandarkirkja

Bóndi nokkur úr Árnessýslu fór til Noregs á eigin skipi og erindi hans var að ná í góðan við til húsbyggingar.
Sagan hefst þar sem bóndinn og félagar hans eru á heimleið og hafa siglt lengi. Strandarkirkja-802Veðrið var að versna og sjór orðinn úfinn. Veðrið dimmdi enn þar til þeir vissu ekki hvert skyldi halda. í angist sinni strengdi bóndinn þess heit aö hann skyldi byggja kirkju úr viðnum ef þeir kæmust heilu og höldnu í höfn, á þeim stað sem þeir næðu landi. Þá birtist honum skínandi engill beint framundan. Hann stírði skipi sínu í áttina að englinum. Ekki hermir sagan hvernig ferðin gekk eftir það þar til þeir lentu í sendnum vogi milli lágra kletta. Engillinn hvarf og það birti að degi. Sáu þá mennirnir að þeir höfðu verið leiddir um bugðóttan ál milli hættulegra skerja við brimbarða ströndina. Þessi vogur nefnist Engilsvík. Þarna uppi á ströndinni var fyrsta kirkjan byggð úr viði þeim sem bóndinn hafði lofað. Þessi saga sem rituð er af Konráð Bjarnasyni árið 1988 er byggð á atvikum sem sennilega skeðu á elleftu eða tólftu öld.
Þessi helgisaga og kraftaverk gera Strandakirkju sérstaka. Fólk hugsar gjarna til hennar þegar það er í nauðum statt og heitir á hana líkt og bóndinn í sögunni. Strandakirkja er því auðugasta kirkja landsins. Gjafir berast víðsvegar að af landinu og einnig erlendis frá.

Heimild:
-Konráð Bjarnason, Þorkelsgerði, Selvogi.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Strandarkirkja

Eftirfarandi grein birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins árið 1985. Efnið er að miklu leiti byggt á upplýsingum frá Rafni Bjarnasyni, kirkjuverði, frá Þorkelsgerði í Selvogi. Hann lést ári seinna, eða 31. ágúst 1986.
Strandarkirkja-803“Út við ysta haf, þar sem kaldar bárur kveða við grátt fjörugrjótið, stendur kirkja sem sögð er reist að tilvísun yfirnáttúrulegra afla. Allar götur síðan kirkjan var reist fyrir árhundruðum hafa heitar bænir stigið upp af hrjáðum brjóstum og menn boðið gull og gersemar gegn því að kirkjan á Strönd komi til móts við óskir þeirra, verði vel við áheitum, kyrri úfinn sjó, bjargi fjárhag heimila, lækni sjúka, veki ást í köldum hjörtum og láti óbyrjum fæðast börn, svo eitthvað sé nefnt af því sem menn hafa heitið á Strandarkirkju í Selvogi að rættist.
Hvað veldur þessari bjargföstu trú fólks á þessari kirkju? Er það þörfin fyrir sterka forsjón sem glepur mönnum sýn eða getur einu guðshúsi verið gefinn slíkur máttur — máttur til að hnika til forlögum og snúa illu til góðs. Það veit enginn en hitt er ljóst að margur telur sig hafa verið bænheyrðan, það geta áheitin sem renna til kirkjunnar borið vitni um.
Strandarkirkja-804Sögusagnir um tilurð kirkjunnar vekja spurningar hjá þeim sem eiga viðdvöl í Strandarkirkju, nöturlegt umhverfið eykur fremur á þessa spurn en hitt. Stöku melgrasskúfar gera örvæntingarfulla tilraun til að hemja gráan sandinn sem þyrlast um í vindinum, meðan hvítt brimið lemur fjörugrjótið með þungum ekkasogum. Þarna verða menn að geta í eyðurnar. Skip var að koma úr hafi. Veður höfðu verið válynd, vistir skipverja þrotnar og vatn gengið til þurrðar. Hagir skipverja hörmulegir. Þeir höfðu mátt velkjast lengi í hafi, komu frá Noregi með tilhögginn við í Skálholtsbæ. Nú var ekki annað sýnna en skip, áhöfn og viður mundi þá og þegar skolast niður í grængolandi Atlantshafið. Skipstjórinn kvað sér hljóðs og stakk upp á að menn hétu því að byggja kirkju á þeim stað sem þá bæri að landi, auðnaðist þeim að ná landi. Menn bundu þetta fastmælum.
Strandarkirkja-806Skömmu síðar sigla þeir upp undir land í Selvogi en óttuðust strand og freistuðu þess að venda skipinu frá. Þá sjá þeir skínandi hvíta veru með krossmark í hendi gera þeim bendingu að lenda á ströndinni. Þeir fóru eftir bendingu verunnar og náðu landi heilu og höldnu. Þar sem þeir lentu heitir síðan Engiisvík. Veran hvarf þeim sjónum en þeir komust að því að þeir höfðu lent í landi Strandar í Selvogi. Skipverjar byggðu þar síðan kirkju beint upp af Engilsvík að fengnu leyfi Árna Þorlákssonar biskups i Skálholti. Hann gaf leyfi sitt til kirkjubyggingarinnar með því skilyrði að hin nýja kirkja yrði sóknarkirkja en áður hafði kirkjan i Nesi gegnt því hlutverki. Varð vegur hennar eftir þetta æ minni þar til að hún var aflögð á átjándu öld. Kirkjan á Strönd hefur verið sóknarkirkja í Selvogshreppi síðan þessir atburðir gerðust.
Þessi sögn um tilurð Strandarkirkju hefur gengið mann fram af manni í Selvogi og alla tíð hefur kirkjan sú þótt góð til áheita. Áheit fóru að berast strax frá upphafi, einkanlega frá sjómönnum og Norðmönnum. Munir og fé, ekki síður munir, þvi almenningur hafði ekki mikið fé handbært á þeim tíma. Skógarhögg átti kirkjan í Noregi i langan tíma auk ýmiskonar annarra hlunninda sem voru áheit til kirkjunnar.
Jörðin Strönd í Selvogi var eitt sinn höfuðból og sátu hana lögmenn af kyni Erlendar ólafssonar sterka sem var norskur að ætterni. Sátu ættmenn Erlendar Strönd í 400 ár eða 14 Strandarkirkja-818ættliðir. Sonur hans var Haukur lögmaður, sá er ritaði Hauksbók.
Höfuðbólið Strönd varð sandinum að bráð. Sandurinn berst með suðurströndinni austan frá jöklum, hleðst upp í víkum og vogum og fer að fjúka þegar mikið er orðið af honum. Strönd fór í eyði um 1700 vegna sandfoksins. Þegar Brynjólfur biskup Sveinsson vísiterar að Strönd haustið 1670 gerir biskup sóknarmönnum að skyldu að halda vel uppi kirkjugarði „eftir skyldu sinni, eftir því sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki”.

Strandarkirkja-807

Þó sandurinn eirði engu stóð Strandarkirkja af sér áhlaup hans, en árið 1749 kom ungur prestur að Selvogi, Einar Jónsson. Tveimur árum síðar vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju. Hún er þá 15 ára gömul en biskup segir að súðin og grind sé víða fúin. „Húsið stendur á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustur í stormum og stórviðrum. Er því mikið nauðsynlegt að hún sé flutt í annan hentugri stað.” Prestur bað þessu næst biskup og Pingel stiftamtmann leyfis að flytja kirkjuna að Vogsósum og sendi með beiðninni meðmæli Illuga Jónssonar prófasts. Segir þar ennfremur að „stundum nái sandskaflarnir upp á miðja veggi kirkjunnar. Þarna sé ekkert afdrep og fólk kveinki sér við því að sækja kirkju sé nokkuð að veðri”. Var ákveðið að kirkjan skyldi flutt til Vogsósa innan tveggja ára.
Selvogsmenn voru þessari ráðstöfun mjög mótfallnir og töldu að kirkjan mundi glata helgi sinni ef hún fengi ekki að standa á þeim stað er forsjónin hafði valið henni. Endalok þessa máls urðu þau að prestur flosnaði frá prestskap í Selvogi tveimur árum eftir að beiðnin um flutning Strandarkirkju kom fram. Ólafur biskup andaðist ári eftir að hann fyrirskipaði kirkjuflutninginn. Pingel stiftamtmaður hrökklaðist frá embætti nokkru seinna og Illugi prófastur andaðist um svipað leyti. Taldi almenningur að þeim hefði  hefnst fyrir  —  Strandarkirkja borgaði alltaf fyrir sig.

Strandarkirkja-808

Sóknarmenn Strandarkirkju hafa staðfastlega trúað því að hún myndi glata helgi sinni yrði hún færð og hafa staðið sem klettur gegn öllum slíkum fyrirætlunum og þess vegna stendur kirkjan enn á sama stað.
Fyrsta kirkjan á Strönd var úr norsku timbri eins og fyrr sagði. Margrét frá Öxnafelli hefur oft komið í Strandarkirkju og hún lætur hafa eftir sér á einum stað að hún hafi, þegar hún stóð eitt sinn í fjftrunni fyrir neðan kirkjuna, séð skip Norðmannanna koma að landi og mennina bera viðinn í hlaða. Gat hún lýst mönnunum nákvæmlega, útliti og búningi. Kvað hún þá vera fimmtán eða sextán. Seinna voru torfkirkjur byggðar á Strönd. Elsta lýsing á slíkri kirkju á Strönd er frá árinu 1624: „Kirkjan nýsmíðuð, fimm bitar á lofti auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn predikunarstóll. Öll óþiljuð undir bitana bæði í kórnum og framkirkjunni. Einnig fyrir altarinu, utan kjórþilið.” Torfkirkjur stóðu að jafnaði í um 30 ár og ekki er að sjá að hin miklu auðæfi Strandarkirkju hafi verið auðsæ af gerð hennar eða búnaði.
Árið 1735 skipar Jón biskup Árnason að reisa þar nýja kirkju. Er hún komin upp ári seinna og sögð væn og vel standandi og svo um hana búið að utanverðu að sandurinn gengur ekki inn í hana. „Hennar grundvöllur hefir ogso verið mikið hækkaður að hún verst langtum betur en áður sandinum að utanverðu.”
Þorvaldur Thoroddsen kemur að Strandarkirkju sumarið 1883. Segir hann að Strandarkirkja, sem svo margir heiti á, standi nú ein fjarri byggð á kringlóttum grasfleti (kirkjugarði) sem vindurinn hefir rifið sandinn frá, svo hátt sé niður af honum til allra hliða en enginn garður í kring.

Strandarkirkja-809

Það var kvöld eitt fyrir skömmu að blaðamaður Morgunblaðsins og ljósmyndari tóku sér ferð á hendur suður í Selvog til að skoða hina fornfrægu Strandarkirkju. Rafn Bjarnason bóndi i Þorkelsgerði I, sem er annar bær frá kirkjunni, er meðhjálpari í kirkjunni og manna fróðastur um hana. Hann hafði lofað að sýna kirkjuna og spjalla við blaðamann.
Rafn kannast við gefið loforð og býður komumönnum í bæinn. Í stofunni eru tvær stórar myndir af Strandarkirkju og gamalt orgel úr kirkjunni. Rafn tekur aðra myndina ofan af veggnum og segir okkur að timburkirkju þessa hafi ömmubróðir sinn, Sigurður Arnórsson snikkari, smíðað árið 1887 með aðstoð eins lærlings. Þeir félagar héldu til í skúr meðan á smiðinni stóð. Bróðir Sigurðar, Árni, bjó þá í Þorkelsgerði I. Hann átti rennibekk og var það mikið hagræði fyrir kirkjusmiðinn að geta notað hann. Timbrið fékk hann beint frá Noregi, það kom á skútu og var orgel frá Vestur-Þýskalandi. Róbert A. Ottósson hafði veg og vanda af orgelsmíðinni erlendis, tók sjálfur nákvæmt mál af þvi rúmi sem orgelinu var ætlað.
Rafn Bjarnason leggur á það mikla áherslu að það væri óframkvæmanlegt fyrir fámennan söfnuð eins og nú er í Selvogshreppi, um 14 manns, að halda kirkjunni sómasamlega við ef ekki kæmi til áheitaféð. Árið 1887 voru í Selvogshreppi rúmt hundrað manns svo fólki þar hefur fækkað mikið. Strandarkirkja hefur og stöndum norpandi á kirkjutröppunum á meðan í kuldastrekkingnum, horfum á dökk rigningarský og hlustum á beljandi hafið. „Það er sjaldan hljótt við ströndina,” segir Rafn um leið og hann opnar kirkjudyrnar.
Það er hljótt inni i guðshúsinu og ósjálfrátt stigur maður varlega niður á rautt gólfteppið. Í fordyri kirkjunnar er innrömmuð bæn eftir Sigurð Pálsson vígslubiskup, skrautrituð af kaþólskum nunnum og hefst svo: Þetta er ekkert venjulegt hús, heldur himinn á jörðu. Því Drottinn himnanna býr hér.
Rafn leiðir okkur inn i helgidóminn. Altaristaflan er eftir Sigurð Guðmundsson málara frá árinu 1865. Litirnir eru þó enn bjartir og skírir. Númerataflan er einnig frá 1865. Hún hangir á vegg í horninu til vinstri handar þegar inn er komið. Þar stóð áður kórinn og söng. 1968 var byggt söngloft. Kirkjan er öll þiljuð með við en í gömlu kirkjunni var að sögn Rafns blá hvelfing með gylltum stjörnum sem honum fannst mikill sjónarsviptir að. Í lofti hanga þrjár ljósakrónur. Sú i miðið er úr skornu gleri, keypt i Þýskalandi og er eitthvað á annað hundrað ára gömul. Kirkjan á einnig kaleik frá þrettándu öld, geflnn af Ivari Hólm Vigfússyni, góðan og veglegan grip. Kaleikurinn er talinn vera þýskur og fundist hefur þar í landi kaleikur sem steyptur er í sama mót og kaleikur Strandarkirkju.

Strandarkirkja-811

Í skrúðhúsi hanga á vegg sérkennilegir kransar tveir, gerðir úr glerperlum þræddum á band svo þær mynda ýmiskonar mynstur. Slíkir kransar voru lagðir á leiði fyrirmanna fyrri tíma og mundi Rafn eftir þremur slikum frá því hann var barn. Annar kransinn í skrúðhúsinu var lagður á leiði séra Eggerts Sigfússonar sem var prestur í Vogsósum og dó 1908. Eftir dauða hans tilheyrði Strandarkirkja Arnarbælisprestakalli. Séra Tómas Guðmundsson í Hveragerði þjónar kirkjunni nú. Þegar séra Eggert dó höfðu myndast um hann margar sagnir. Sumt af því er skráð í Austantórum Jóns Pálssonar. Sem prestur var séra Eggert skyldurækinn með afbrigðum en hann var sjaldan „biblíufastur” og fór ekki ávallt stranglega eftir fyrirmælum kirkjunnar né kennidómsins. Því sagði hann einhverju sinni: „Þegar ég skíri barn, gifti hjón eða jarða framliðna sleppi ég ölium kjánaskap úr handbókinni.” Var hann þá spurður: „Hvaða kjánaskapur er það?” „Kjánaskapur,” sagði séra Eggert. „Hvort það er. Eða hvað er þetta til dæmis, sem ætlast er til að lesið sé yfir brúðhjónunum: „Með sótt skaltu börn þín fæða o.s.frv.? Þarf að segja nokkurri konu það að hún muni verða eitthvað lasin um það leyti, sem hún elur barn? Ætli hún megi ekki búast við því, eins og aðrar konur. Og hvað þýðir að segja næturgömlu barni, að það sé fætt i synd eða dauðum manni, að hann verði að mold, er eigi upp að rísa?

Strandarkirkja-812

En svona eru nú fyrirskipanir kirkjunnar. Margar þeirra eru kjánaskapur, og því fer sem fer um trúna.”
Séra Eggert var lærður maður. Einhverju sinni kom til hans þýsksur prófessor að Vogsósum og áttu þeir tal saman á latinu. „En hann flaskaði einu sinni á því,” sagði séra Eggert, „að nota þolfall i stað þágufalls. Ekki var það gott.”
Annar nafntogaður klerkur sat á Vogsósum, séra Eiríkur Magnússon, sem kallaður var galdramaður og af fara margar sögur. Hann dó 1716. Rafn Bjarnason segir okkur að hann sé fimmti maður frá séra Eiriki og hann kann af þessum forfoður sínum margar sögur. Eitt sinn komu Tyrkir í Selvog. Eiríkur var þá staddur í verslun í Hafnarfirði. Hann bað búðarpiltinn að vera fljótan að afgreiða sig, það væru komnir gestir í Selvog. Leið hans heim lá vestan við Svörtubjörg sem kölluð eru. Hann hlóð vörðu fram á Svörtubjörgum, fremst á bjarginu og mælti svo um að meðan steinn standi yfir steini í vörðunni muni ekki ófriður granda Selvogi. Kvaðst Rafn muna eftir jarðskjálfta þegar flestir hlaðnir veggir hrundu en varðan stóð það af sér. Rafn kvað gámalt fólk hafa sagt sér að varðan haf i ekki breyst neitt frá því það mundi fyrst eftir. Hleðslur eru þó yfirleitt fljótar að hrynja í jarðskjálftum, sérstaklega við fjöll. Í síðasta jarðskjálfta sagði Rafn að allar vegghleðslur í Herdisarvík hafi hrunið og einnig hrunið úr fjallinu en varðan hans Eiríks hafi ekki haggast. Hún er nú orðin a.m.k. þrjú hundruð ára.
Fólk úr söfnuði séra Eiríks hafði áhyggjur af sáluhjálp hans eftir dauðann, þar sem hann var þekktur fyrir fjölkynngi. En Strandarkirkja-813Eiríkur sagði að þeir gætu séð það hvort hann færi vel eða illa við jarðarförina. Ef hann færi vel ætti að vera heiðskírt veður og gera skúr á meðan athöfnin stæði yfir. Svo áttu að koma tveir fuglar og setjast á kirkjuburstina meðan á athöfninni stæði og þeir myndu rífast. Ef sá svarti hefði betur færi hann illa en vel ef sá hvíti hefði betur. Þetta gekk allt eftir og sóknarbörnum séra Eiríks til mikillar gleði hafði hvíti fuglinn betur.
Eitt sinn komu tveir strákar til séra Eiríks og báðu hann að kenna sér galdur. Fór hann þá með þá út í fjós, þar sem gömul kona, hálfblind og vesöl, var fyrir. Hann hvíslaði að þeim að hann skyldi kenna þeim galdur ef þeir dræpu kerlinguna. Þá sagði annar að það væri nú ekki mikið, þetta væri hrörlegt gamalmenni. Hinn sagðist ekki vinna það fyrir galdur að drepa konuna. Þá sagði séra Eiríkur: „Þér kenni ég en hinum ekki, hann svifst einskis.” Rafn lét það fylgja sögunum að séra  Eiríkur  væri  grafinn  fyrir framan altarið í Strandarkirkju. Má hafa það til marks um vinsældir séra Eiríks.
Áheit til Strandarkirkju berast ýmist til biskupsskrifstofu, til sóknarnefndarformanns, Rafns Bjarnasonar, til prófasts og vígslubiskups og í fleiri staði. Hæsta áheit sem Rafn vissi til að kirkjunni hefði borist var 60 þúsund krónur árið 1968 en sú upphæð er a.m.k. 120 þúsund krónur samkvæmt núgildandi verðlagi.
Strandarkirkja-814Rafn segir að kirkjunni berist árlega mikið fé vegna áheita frá útlendingum, einkanlega frá Norðurlöndum. Strandarkirkja mun enda vera ein mesta áheitakirkja Norðurlanda og þó víðar væri leitað.
Rafn segir okkur einnig að það komi oft fyrir að fólk komi utan af landi og láti gifta sig í Strandarkirkju, ekki síst sjómenn. „Þeir hafa oft kynnst kirkjunni ungir,” segir Rafn, „það sagði mér eitt sinn skipstjóri að háseti hjá honum hefði heitið á kirkjuna ef það gerði þrjá landlegudaga. Það gekk eftir. Þetta urðu hans fyrstu kynni af Strandarkirkju, dóttir þessa skipstjóra var gift í kirkjunni. Það sagði mér merkur maður ekki fyrir löngu,” heldur Rafn áfram, „að hann hafi verið að koma frá Vestmannaeyjum. Ætlunin var að skipið kæmi við á Eyrarbakka og skilaði þar af sér mönnum. Þegar komið er að sundinu við Eyrarbakka sjá þeir að búið er að flagga frá, sundið var ófært. Þarna var einn maður um borð sem þurfti endilega inn á Bakkann og hann heitir á Strandarkirkju ef þeir komist inn. Þeir hinkra aðeins við utan við sundið, þá gerist það allt í einu að sundið lygnir og þeir keyra inn fyrir. Þegar þeir líta til baka þá brýtur yfir aftur. Þeir komust ekki til baka að sinni en maðurinn komst sinna erinda.”
Kristín hét kona Kristjánsen frá Skarðshömrum í Borgarfirði. Hún var lengi hjúkrunarkona í Ameríku. Hún var skyggn kona. Hún sagði Rafni svofellda sögu: „Ég hafði höggvið mig í fótinn og það kom dauði í fótinn á mér.

Strandarkirkja-815

Læknarnir sögðu að þeir gætu ekki bjargað mér nema taka fótinn af en það gat ég ekki hugsað mér. Svo var það eitt sinn að ég sé í herberginu hjá mér altaristöflu með mynd af upprisunni og stendur gullnum stöfum „Strandarkirkja” fyrir neðan. Mér fannst eins og hvislað að mér að ég skuli heita á Strandarkirkju að ég fái að halda fætinum. Ég gerði það og uppúr því fór fóturinn á mér að smá hvítna. Læknarnir botnuðu ekkert í þessum bata en fætinum hélt ég.” Rafn kvað Kristínu hafa komið að Strandarkirkju fjögur sumur í röð og ævinlega gekk hún óhölt.
Rafn heldur áfram að segja sögur af Strandarkirkju: „Hann sagði mér, Sigurður Nordal, sem var svo merkur maður, gáfaðasti maður landsins á sinni tíð, að hann hafi haldið mikið upp á Strandarkirkju, hann hét oft á hana. Hann var einu sinni á leið til Danmerkur og kunningjar hans fleiri. Þegar þeir koma inn á ytri höfnina í Kaupmannahöfn þá setur yfir svarta þoku. Þá lagðist skipið við akkeri. Þegar svo var komið segir Sigurður við kunningja sína að hann þurfi að vera kominn fyrir vissan tíma erinda sinna í Kaupmannahöfn og það líti ekki vel út með það vegna þokunnar svo nú þurfi hann að heita á Strandarkirkju. Þeir brostu að þessu hjá honum. Hann sagði mér að það hefðu liðið svo sem tíu mínútur, þá létti þokunni og hann komst í tæka tíð inn í borgina. Þegar kunningjar hans sáu að þokunni var að létta hrópuðu þeir: „Við viljum vera með í áheitinu.”
Þegar séra Matthías Jochumsson sat í Odda var hann eitt sinn sem oftar að hlaða heyi í heygarð. Þá týnir hann gullhring sem vinur hans gaf honum í Danmörku og þótti honum sárt að týna hringnum. Þá heitir hann á Strandarkirkju að hringurinn finnist. Eftir það var haldið áfram að leita og gullhringurinn góði kom í leitirnar. Þarna var ung stúlka hjá Matthíasi og varð henni þetta minnisstætt. Hafði hún aldrei fyrr heyrt Strandarkirkju nefnda en Matthías hafði mikla trú á Strandarkirkju.
Það voru oft miklir skipskaðar á hafinu undan Selvoginum. Rafn sagðist muna eftir einni skútu sem strandaði beint fyrir neðan kirkjuna. Það björguðust allir af henni. Enskur togari fórst á sama stað, Strandarkirkja-810þá björguðust allir nema einn. Menn tóluðu um að hann hafi ekki viljað bjargast, honum hafi verið send taug en hann hafi sleppt henni.
Þegar út er komið horfir styttan Landsýn þögul og dökk til hafs og kríur garga yfir henni ógnandi. Styttan er eftir Gunnfríði Jónsdóttur og var komið fyrir á hól við kirkjuna árið 1950, hún á að tákna engilinn sem vísaði leiðina. Þegar við göngum frá kirkjunni nemur Rafn staðar um stund, lætur kirkjulyklana ofan í vasa sinn, horfir yfir dimman sandinn og segir svo: „Hér voru 18 hurðir á járnum hjá Erlendi lögmanni.” Og heldur svo áfram: „Bræður mínir fundu hér gullhringa í hólum þar sem bærinn Strönd stóð. Hringarnir eru nú á Þjóðminjasafninu.”
Þegar við erum sest inn í bílinn segir Rafn okkur að erfitt sé að taka grafir i Strandarkirkjugarði, það verði að nota sérstaka grafkassa sem rennt er niður í jörðina jafnóðum og grafið er, sandurinn sé svo laus. „En þær varðveitast vel kisturnar í þessum garði,” heldur hann áfram, „það sér ekki á málningu eftir tíu ár.”

Heimild:
-Morgunblaðið, sunnudagsblað, 18. ágúst 1985, bls. 4-7.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – altaristaflan.

Strandarkirkja

“Strandarkirkja í Selvogi stendur við skerjótta Suðurströndina, leiðarljós þeirra er um sjávarslóð fara. Kirkjan er eins og kunnugt er vinsæl til áheita og um tilurð kirkjunnar hafa myndast helgisagnir sem vitna um þann lífsháska sem sjómönnum var búinn úti fyrir þessari klettóttu, hafnlausu úthafsströnd.

Strandarkirkja

Fyrsta helgisögnin er að Gissur hvíti á 10. og 11. öld hafi fyrst gert kirkju á Strönd og þá úr kirkjuviðnum sem Ólafur Noregskonungur sendi hann hingað með. Gissur ásamt Hjalta Skeggjasyni tengdasyni sínum átti ríkan hlut að kristnitökunni árið 1000. Þessi skoðun byggir eingöngu á kvæði Gríms Thomsens um kirkjuna þar sem segir m.a.:
,,Gissur hvíti gjörði heit
guði hús að vanda
hvar sem lífs af laxareit
lands hann kenndi stranda.”
Önnur sögn er að kirkjuna hafi reist Árni nokkur formaður þegar hann var að koma með timburfarm frá Noregi. Um þennan Árna yrkir séra Jón Vestmann er hann orti um Strandarkirkju árið 1843. Í kvæðinu er Árni Þorláksson biskup í Skáholti nefndur og sagður gefa honum heimild til kirkjubyggingar á Strönd. Árni var biskup 1269 til 1298 og ætti því Strandarkirkja samkvæmt þessari sögn að hafa verið reist í fyrsta skipti á síðari helmingi 13. aldar. Í kirknatali Páls biskups Jónssonar í Skálholti (1195-1211) sem að stofni til er frá árinu 1200 er kirkjan á Strönd hins vegar nefnd.
Þriðja helgisögnin er á þessa leið: ,,Fyrir langa löngu gerði ungur bóndi úr uppsveitum Árnessýslu för sína til Noregs á sínu eigin skipi. Var ferð þessi farin til að sækja valinn við til húsagerðar. Segir nú ekki af ferðum bónda fyrr en hann hefur verið lengi á hafi úti á leið sinni til Íslands. Lendir hann þá í sjávarháska og hafvillu í dimmviðri og veit ekki lengur hvert skip hans stefnir. Í örvæntingu sinni heitir hann því þá að gefa allan húsagerðarvið sinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. Að þessu heiti unnu birtist honum sýn í líki ljósengils framundan stefni skipsins og verður nú ljósengill þessi stefnumið er hann stýrir eftir.
Eldri klukkanSegir ekki frekar af siglingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjávarklappa. Hvarf þá engillinn og birta tók af degi. Sáu þá skipsmenn að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan var hin fyrsta Strandarkirkja reist úr fórnarviðnum.”
Sameiginlegt þessum frásögnum er að menn hafi verið á leið til Íslands og lent í hafvillum og sjávarháska uti fyrir þessari hafnlausu strönd og unnið Guði sínum það heit að reisa kirkju þar sem þeir næðu landi.
Sennilega hefur lendingin verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Kunnugir segja að oft sé kyrrt í Standarsundi þó að haugasjór sé allt um kring.
Núverandi kirkja er frá 1888. Hún var endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og enn endurbætt og endurvígð 13. okt. 1996.
Vorið 1950 var rest var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Er það standmynd á stalli eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhögvara og nefnist Landsýn. Sýnir hún hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki og bendir sjómönnum í lífsháska inn í Engilsvík.
Þjónustuhús var reist nálægt kirkjunni 1988. Í jarðhýsi er snyrtiaðstaða fyrir gesti og gangandi. Umhverfi kirkjunnar er allt til mikillar fyrirmyndar. (Byggt í meginatriðum á riti Magnúsar Guðjónssonar biskupsritara um Strandarkirkju).
Kirkjan og garðurinn er í mjög góðri hirðu og góðu ásigkomulagi. 1986 var land Kirkjunnar girt af og hafin ræktun. Gróðursettar hafa verið 4000 plöntur og sáldrað um 30 kílóum af lúpínufræi. Árlega er áburður borinn á landið. Áður var sandfok illvígt þarna og ógnaði tíðum kirkjunni.

Yngri klukkan

Árið 1996 var kirkjan endurbætt að innan, skipt um glugga, einangrað og hvelfing sett yfir kirkjuskipið. 1998 var lokið við byggingu nýs turns á kirkjuna. 1987 var kirkjugarðurinn stækkaður og unnið hefur verið að endurbótum, merkingum og lagfæringum leiða. 1994 var vígt minnismerki um látna sjómenn. Settur hefur verið upp minningarsteinn um presta er þjónuðu og bjuggu í Selvogi. Sumarhúsið Strönd var keypt og sett upp 1988 en það er m.a.a afdrep þeirra er gæta kirkjunnar á sumrin. Gömul bæjarstæði í landi kirkjunnar hafa verið merkt. Útbúið var bílaplan 1988 og aðgengi fatlaðra þaðan og að kirkju tryggt. Steyptar nýjar tröppur.
Kirkjuhúsið er upphaflega byggt 1887-88 og mun hafa að mestu haldið formi sínu óbreyttu síðan. Árið 1968 var kirkjan að mestu endurbyggð. Þó eru máttarviðir hennar hinir sömu svo og gólf. Við þessa endurbyggingu var kirkjan lengd um „eitt gluggabil” eða rúml. 2 metra. Henni var breytt að því leyti að söngloft var sett í hana og hvelfing fjarlægð úr henni og var hún með súð og sýnilegum sperrum. Breytingum er lýst í Biskupsvísitasíu frá 1982 og 1968. Þetta var fært í fyrra horf 1996.
Kirkjan er mjög hlýleg að innan. Dregill er á kirkjugangi. Norðanmegin dyra er skrúðhús vel búið. Þar er eldtraustur skápur sem varðveitir dýrgripi kirkjunnar.
Kerti á altari eru máluð af Sigurbjörgu Eyjólfsdóttur frá Þorkelsgerði. Pípuorgel kirkjunnar 6 radda af Walker gerð er frá 1969. Gamla orgelið frá 1898 var gefið kirkjunni 1997. Altaristafla (Upprisan eftir Sigurð Guðmundsson frá 1865) stærð 175 x 118 cm. Númeratafla er frá 1865 ásamt kassa með númerum. Altari og prédikunarstóll eru frá 1888.
AltaristaflanEnn önnu sögn um Strandarkirkju er þessi: “Á elleftu öld var stórbóndi úr Fljótshlíðinni á leið til Íslands með skipið sitt fullt af timbri frá Noregi sem hann ætlaði til að byggja sér nýjan bæ. Þegar bóndinn og skipshöfn hans tóku að nálgast suðurströnd Íslands, skall á aftaka veður. Allir héldu að skipið mundi farast og krupu þeir allir í bæn til Heilagrar Maríu. Eigandi skipsins hét á Maríu Guðsmóður að ef þeir kæmust lífs af mundi hann nota farminn til kirkjubyggingar hvar sem þeir kæmust að landi. – Skyndilega kom þá ljós af himni sem lýsti upp þungbúinn nætur himininn og mennina og himneskt ljós lýsti upp sjóinn fyrir stefni skipsins og frammi fyrir þeim myndaðist líkt og vegur með lygnum sjó þótt á sitt hvora hlið við lygnan sjávarveginn ólmaðist sjórinn með mannhæðar háum hvítfyssandi öldum. Skipið sigldi eftir þessum lygna vegi í átt til strandar og þegar ströndin birtist sjómönnunum stóð hin heilaga María þar með ljósker í hendi (Þegar sagan er sögð á 15 öld hefur hin “Helga Jómfrú” breyst í Engil, því Lútherstrúarmenn vilja að sem minnst sé minnst á Heilaga Guðsmóður en eldri heimildir eigna henni þetta kraftaverk) Um leið og skipið lagði að landi hvarf veran með ljóskerið en eigandi skipsins hélt heit sitt og byggði kirkju þar á ströndinni, svo eina og sér svo fjarri manna byggðum. Og þar stendur hún enn þann dag í dag.
Tvisvar í gegnum aldirnar, hefur átt að flytja kirkjuna nær prestsetri þá þjónandi prests. Í seinna skiptið sem var á 18 öld, hafði presturinn meira segja fengið leyfi biskupsins í Skálholti til kirkjuflutningsins. En daginn áður dó presturinn með sviplegum hætti. Í fyrra skipti var það einn flutningsmanna sem hneig örendur niður, rétt áður en rífa skyldi kirkjuna.
ÚtsaumurÁ 13 öld byrjaði fólk að heita á Strandarkirkju og í 7 aldir hefur fólk hvaðanæfa úr heiminum heitið á kirkjuna. Og hafa áheit farið þannig fram að fólk biður til Guðs, fyrir lækningu sinni eða annarra og heitir vissri fjárupphæð og bænheyri Guð biðjandann, þá fyrst er borguð sú peningaupphæð sem lofað var áður en bænin var beðin. Strandarkirkja er vinsælasta áheitakirkja í Evrópu. Og með áheitapeningum sem koma til Strandarkirkju er ekki aðeins séð um viðhald á Strandarkirkju sem er afskaplega vel við haldin og ótrúlega falleg lítil kirkja, heldur hafa áheitarpeningar til kirkjunnar verið notaðir til að halda við ótal kirkjum á Íslandi.
Mörg tákn og stórmerki hafa gerst í tengslum við þetta fallega Guðshús sem stendur hátt á sjávarkambinum. Svo þegar setið er þar í Kirkjunni við Guðsþjónustur sér maður langt út á Atlanshafið. Eitt sinn var fundur hjá safnaðarnefnd og prestinum þar í Selvoginum inni í kirkjunni. Var fundinum að ljúka nema meðhjálparinn og presturinn urðu einir eftir til að undirbúa messu næsta sunnudag. Þegar þeir höfðu lokið sínum umræðum og ætluðu út úr kirkjunni, gátu þeir ekki með nokkru móti lokað útihurð kirkjunnar. Hvað sem þeir gerðu, þeir reyndu allt, enda stórir og sterklegir menn. Ekki gátu þeir farið heim og skilið kirkjuna eftir opna. Þeir ákváðu að fara aftur inn í kirkjuna til að ráða ráðum sínum um hvað þeir ættu til bragðs að taka til að loka kirkjuhurðinni. En þegar þeir komu aftur inn í helgidóminn, sáu þeir að þeir höfðu gleymt að slökkva á kertunum á altarinu. Þeir litu hvor á annan fóru svo upp að altarinu og slökktu á kertunum. Gengu síðan út og kirkjuhurðin lokaðist ljúflega á eftir þeim.

Silfurkross

Áheitin eru auðvitað ótrúlegt fyrirbæri út af fyrir sig, eitthvað sem stendur tímans tönn og fólk hættir ekki að heita á kirkjuna þrátt fyrir efasemdaraddir nútímans. Það er líka afar einstakt að áheitin sem fremur eru kaþólskur siður en lútherskur skuli lifa svo vel af í íslensku samfélagi. Vegna áheitanna og gjafa er Strandarkirkja einhver ríkasta kirkja landsins, það streyma til hennar áheit bæði frá Íslendingum og erlendis frá. En hvers vegna heita svona margir á kirkjuna? Það er ekki annað hægt en að vera sannfærður um það að áheitin rætast og kirkjan borgi fyrir sig vegna þess að fólk borgar einungis til hennar ef það telur áheitið hafa gengið eftir.
Árið 1964 segir Árni Óla, í ritgerð sinni Áheitatrú á Íslandi, eftirfarandi um áheitin: ,,Áheitatrúin er trú á góð máttarvöld. Í trúnni á Strandarkirkju birtist vissan um, að til sé hulinn verndarkraftur. Er sú trú engu óvísindalegri heldur en trúin á að í geimnum leiki óteljandi geislar og orkustraumar sem nú hefur verið sannað”.
Strandarkirkja er lítil kirkja og afskekkt, það eru ekki margir sem sækja þangað guðsþjónustur, í sókninni eru innan við 20 manns. En þó svo að áheitin og sögurnar í kringum þau séu hið dularfyllsta mál eru þau um leið dæmi um sanna og einlæga guðstrú. Þau eru einnig sönnun þess að kraftaverkin gerast í heiminum eða að minnsta kosti trúir sá stóri hópur fólks því innilega sem heitir á Strandarkirkju á ári hverju.
BrúðarstólarStundum er talað um að það að heita á kirkjur sé sprottið af þörf fólks fyrir samband við verndandi mátt og það tengi hann þannig kirkjunni þótt trúin sem þeim fylgir sé einkamál. Stundum tekur fólk t.d. fram að það vilji ekki láta nafn síns getið þegar kirkjunni eru færðar gjafir. Í könnun sem Guðfræðistofnun gerði árið 1986, þar sem spurt var um áheit á kirkjur, kom í ljós að u.þ.b. þriðji hver Íslendingur hefur einhvertíma heitið á kirkju. Það er ekki ólíklegt að langflestir þeirra hafi heitið á Strandarkirkju.
Það má segja að hægt sé að skipta þeim sem heita á kirkjuna upp í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem heita á kirkjuna ef eitthvað bjátar á og finnst þeir þurfa á kraftaverki, stóru eða smáu, að halda. Hins vegar eru það þeir sem t.d. borga alltaf einhverja vissa upphæð til kirkjunnar á ári hverju og trúa því að hún veiti þeim vernd sína í staðinn. Þannig heita sumir kannski bara einu sinni á ævinni á Strandarkirkju meðan aðrir gera það jafnt og þétt allt lífið.

Minningarsteinn

Eins og áður segir eru áheit fremur kaþólskur siður en lútherskur og siðbreytingin hefur eflaust haft sitt að segja um trú manna á Strandarkirkju. Biskupar og prestar hafa vafalaust reynt að mæla gegn áheitunum eftir siðbreytingu og fundist fé fólksins betur varið í eitthvað annað. En áheitin héldu áfram og ekkert gat stöðvað þau.
Fyrir siðbreytingu voru Skálholt og Kallaðarnes mestu áheitastaðir Íslendinga og er stundum talið að Strandarkirkja hafi leyst þessa tvo staði við siðbreytingu, hvað áheitin varðar.
,,Árnessýsla átti um aldir tvo mestu áheitastaði landsins, Skálholt og Kallaðarnes. Og enn á hún mesta áheitastaðinn, þar sem er Strandarkirkja. Hún er líkt og arftaki beggja hinna kirknanna. Það er ekki fyrr en eftir að siðbótamenn hafa afnumið og bannað áheit á Þorláksskrín og krossinn helga í Kallaðarnesi, að áheit manna taka að berast til Strandarkirkju.”
Áheitin lifðu tímans tönn og lifa enn sem hluti af trúarlífi okkar Íslendinga. Árni Óla segir í ritgerð sinni að það sé rangt að halda því fram að áheitin hafi borist hingað til lands með pápiskum sið. Hann segir að áheitatrúin sé miklu eldri og eigi líklega rætur sínar að rekja til þess að maðurinn fór fyrst að huga að og gera sér grein fyrir því að til væru æðri máttarvöld. Maðurinn hefur svo leitað ráða til að komast í samband við þessi æðri máttarvöld og fá þau þannig til að hjálpa sér. Slíka trú má finna í öllum löndum og hefur gefist fólki vel, annars mundi hún ekki halda velli. Svona trú er ekki hægt að banna því menn standa vörð um það sem þeim er heilagt. Við kristintökuna blönduðust saman kristnar og heiðnar hugmyndir.

Landsýn

Með siðbótinni var blandað saman pápískum og lúterskum hugmyndum, allt hafði þetta glundroða og öfgar í för með sér. En þegar upp er staðið er það eina sem hélst óbreytt trúin á góð og ill öfl.
Styttan Landsýn, sem stendur framan við Strandarkirkju er eftir listakonuna Gunnfríði Jónsdóttur (f: 26. desember árið 1889 að Sæunnarstöðum í Hallárdal í Austur-Húnavatnssýslu). Gunnfríður var við nám í Kaupmannahöfn þegar hún kynntist tilvonandi manni sínum Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og þau felldu hugi saman. Styttan var vígð sumarið 1953. Styttuna vígði þáverandi biskup Íslands Sigurgeir Sigurðsson. Styttan er af englinum sem birtist sæförunum sem lentu í sjávarháska fyrir langa löngu og er minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík.
Höggmyndin er úr ljósu graníti og var höggvin í Noregi. Hún sýnir okkur hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki og bendir sjómönnum í lífsháska inn í Engilsvík.
Gunnfríður lést árið 1968 og á sér legstað í kirkjugarði Strandarkirkju.

 

Heimild:
-www.kirkjan.is/strandarkirkja
-www.olfus.is

Strandarkirkja

Strandarkirkja.