Strandarkirkja

“Gizur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju sem hann næði heill landi; er sagt, hann tæki land á Strönd, og reisti þar kirkju síðan. Eptir þvi ætti að hafa verið kirkja á Strönd frá því í fyrstu kristni hér a landi. En sú er sögn Selvogsmanna, og henni fylgir síra Jón hér í kvæði sinu, að kirkjan hafi verið fyrst sett á Strönd í tíð Árna biskups Þorlákssonar, 1269—1298, og hafi þá verið fyrir kirkja í Nesi í Selvogi. Kirkjan í Nesi varð síðan hálfkirkja og stóð enn 1706. Til er gamall máldagi Neskirkju fra hér um bil 1313 (Dipl. Isl. II, Nr. 209), og hafði Nes þá verið í eigu Erlends sterka. En sögn Selvogsmanna er sú, að Árni héti maður. Hann komst í hafspauð og gerði það heit í sjávarháskanum, að gera þar kirkju, er hann næði landi; tók land farid á Strönd og lét síðan reisa þar kirkju með fulltingi Árna biskups í Skálholti Þorlákssonar. Þaðan segja menn svo það komið, að rekamark Strandarkirkju sé A. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur, sem var Selvogsprestur 1880—1884, heyrði þá sögn í Selvogi, að Árni sá, er hefði og kirkjuna lét reisa, hafi einmitt verið Árni biskup sjálfur (Staða-Árni), og það fylgdi þeirri sögn, að þegar skip biskupsins var komið úr sævolkinu inn í Selvogssjó, hafi þeir af skipinu séð hvítklæddan mann standa við sjó niðri og bákna þeim til hafnar, og þar náðu þeir landi, Þessi ljósklæddi maður var eingill, og heitir þar síðan Eingilsvik, fyrir neðan Strandarkirkju.

Strandarkirkja

Vígsla örnefna- og minjakort af Selvogi við Strandarkirkju. FERLIR hannaði og gaf skiltið.

Bágt er nú að segja, hver fótur sé fyrir þessum sögnum. Frá hinum elztu öldum landsins eru nú fáar frásagnir til um Selvoginn. Menn vita það, að Þórir haustmyrkur nam þar land, og hafa geymzt munnmælasagnir ýmsar um hann í Selvogi alt fram til vorra daga.1) Síðan finst Selvogsins varla getið svo öldum skiptir. Árið 1220 er þess getið í Sturlungu, að Sunnlendingar gerði „spott mikit at kvæðum þeim”, er Snorri Sturluson hafði ort um Skúla jarl, og hefði snúið þeim afleiðis. Segir þá, að „Þóroddr í Selvági keypti geldingi at manni”, að hann kvæði hæðnivísu um Snorra: Oss lízt illr at kyssa o. s. frv. Er svo að merkja, að Þóroddur sá hafi þá verið nafnkunnur maður og svo sem fyrir Selvogsmönnum, og eptir nafninu mætti ætla, að hann hafi verið af kyni Hjallamanna. Árið 1238 býr Dufgús Þorleifsson á Strönd í Selvogi, og lét Gizur Þorvaldsson þá taka þar upp bú fyrir honum, svo að alt var ólirgt eptir. Ekki verður með vissu sagt, hvort Dufgús hafi þá átt Strönd, eða hvort nokkuð hafi komið saman ættir með honum og þeim, sem síðar áttu Strönd um langa tíma. Elzta „Strendur máldaga”, er nú þekkist, hafa menn heimfært til tíma Árna biskups Þorlákssonar, eða hér um bil 1275. Er það skrá um „hvalamál í Selvogi”, og er Strönd þá svo stórauðug að rekum, að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvíkinga og sjálfan Skálholtsstól. Máldagi þessi kennir manni það, að áreiðanleg er sögusögn sú, er síra Jón getur um hér í kvæðinu (15. er.), að garður hafi til forna verið hlaðinn kringum mestan hluta Selyogs. Segir máldaginn svo, að sex vættir hvals eigi hvort land „fyrir garði, en fjórar utan garðs”. En ekki nefnir þessi skrá neina kirkju þá á Strönd. Þó er það nær óhugsandi, að kirkja hafi þá ekki verið komin þar fyrir laungu. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (1269—1298) átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (d. 1312) Strönd, Nes og sjálfsagt fleiri jarðir í Selvogi. Biskup og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum, og eru lítil líkindi til að Erlendur hafi farið „með fulltingi” Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd, enda má sjá það af vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar, út gefnum „á Strönd” 13. maí 1367 1), að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir laungu, því að Þorbjörn segist „fyrir sextigi vetra og áður” optsinnis hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strendur kirkju; hafi kirkjan þá verið orðin svo rík, að hún meðal annars átti þrjátigi hundraða í heimalandi (þ. e. hálft heimaland) og „alla veiði í fuglbergi”; en hann segist hafa vitað, að „með ráði Árna biskups” væri keyptar tvær klukkur til kirkjunnar. Þegar Þorbjörn gaf út þenna vitnisburð, þá voru staddir á Strönd Oddgeir biskup, og meðal annara þeir Erlingur Jónsson í Nesi (ef til vill sonarsonur Erlends sterka) og Andrés Sveinsson, síðar hirðstjóri, sem þá hefir átt Herdísarvík, og talinn er sonarsonur Gríms lögmanns Þorsteinssonar, af ætt Hafurbjarnar eða Ingólfs ætt. Ef kirkja hefði verið sett á Strönd af þeim Erlendi sterka og Staða-Árna, hefði þess án alls efa verið getið í sögu Árna biskup3), nema það hefði þá verið gert þau ár, sem söguna þrýtur. Vera má, að kirkja hafi, eins og munnmælin segja, verið sett fyrri í Nesi en á Strönd, og að þar hafi verið höfuðkirkjan fram á öndverða 14. öld. Þar er Erlendur sterki grafinn.

Strandarkirkja

Strandarkirkja á 19. öld.

Fornbréfasafn III, Nr. 180, inn þar, en ekki á Strönd.1) En 1397, í tíð Vilchins biskups, er Strandarkirkja orðin uiklu rikari en Nesskirkja. Þá hafði á undan Erlingi búið leingi í Nesi bóndi sá, er Árni hét, líklega nálægt 1330—1360, og mun hann hafa verið tengdur eða skyldur oett Erlends sterka. Sögusögnin um, að kirkja hafi verið sett í öndverðu á Strönd fyrir áheit einhvers í hafsvolki er ekki ósennileg.
Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefir sjálfsagt frá ómunatíð, alt þar til að það tók að fylla af sandi á síðari öldum, verið einhver öruggasta lendingarhöfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé opt kyrt a Strandarsundi, þó að allur Selvogssjór sé í einni veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi „rétt förnu”. Var annað sundmerkið varða uppi í heiðinni, sem enn er þekkjanleg, en hitt sundmerkið var niðri við sundið; lýndist það, og var sundið því lítt tíðkað leingi á síðari tímum, að leiðarmerkið var ókunnugt. En á þeim árum, sem síra Ólafur Ólafsson var prestur í Selvogi, eða sem næst 1882—1884, sópaði veltubrim eitt sinn mjög sandi þar úr vörunum, og komu þá fram grjótundirstöður þar við sundið, og töldu menn þá víst, að það væru grunnstæðurnar að sundmerkinu gamla.
Ýmsar sagnir hafa geingið um sundið. Sögðu sumir, að jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags. Tólfæringur mikill, er Skúta hét, fylgdi Strönd á dögum Erlends lögmanns og fram til 1632. Sagt var, að Skúta hefði altaf lag ú Strandarsundi. Þó fórst hún að lokum, enda var henni þá á sjó hrundið í nafni andskotans. Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfðingjasetur. Þar var sjóargagn mikið og landkostir góðir. Var jörðin eitt af böluðbólum sömu höfðingjaættarinnar í 400 ár: alt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700. Má því fara nokkuð nærri um það, hverir búið hafi á Strönd svo öldum skiptir, en það eru afkomendur Erlends lögmanns hins sterka Ólafssonur. Hann hefir átt bæði Strönd og Nes í Selvogi og líklega haft bú á báðum þeim jörðum. 1290 bjó Erlendur á Ferjubakka 9). Erlendur andaðist 1312, og er annaðhvort grafinn á Strönd eða í Nesi. Synir Erlends voru að vísu tveir, sem kunnir eru, báðir höfðingsmenn, Haukur lögmaður og Jón Erlendsson á Ferjubakka. Á lögmenskuárum sínum 1294—1299 hefir Haukur líklega búið á Strönd, og eins á árunum 1306—1308, er hann hafði völd um Suðurnes 3). Haukur fór síðan alfari til Noregs, og gerðist Gulaþingslögmaður, og andaðist þar 1334. Sonur Jóns Evlendssonar á Ferjubakka var Flosi officialis Jónsson prestur á Stað á Ölduhrygg, er kemur við bréf frá því 1350—1368. Synir hnns voru þeir Þórður Flosason og Vigfús Flosason, báðir miklir menn fyrir sér. Af Þórði er komin Leppsælt, fjölmenn og merkileg. Vigfús bjó í Krossholti (enn á lífi 1894) og átti Oddnýju dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar, og fékk með henni Kolbeinsstaðaeignir. Af þeim Vigfúsi og Oddnýju er komin Kolbeinsstaðaættin síðari. Var þeirra sonur Narfi faðir Ketils prests (1437-1440) og Erlendss í Teigi (1439-1458) föður Erlends sýslumanns. Annan son Jóns á Ferjubakka telja ættfræðingar Vigfús Jónsson hirðstjóra, er lézt 1371; telja menn, að Vigfús ætti dóttur Ívars Hólms Jónssonar (1284—1312) hirðstjóra 4).

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1900.

Ívar Jónsson mun hafa átt Brautarholt og búið þar með kvonfangi þessu hefir Vigfús því feingið Brautarholts eignir, en óðalborinn var hann til Strendur. Hann hefir verið gamall, þegar hann varð hirðstjóri (1371), og varla fæddur síður en c. 1305. Mun hann bæði hafa haft bú á Strönd og í Brautarholti. Sonur hans hefir heitið Ívar Vigfússon Hólmur, er hirðstjóri var á árunum 1352—1371, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Getur Vilchinsmáldogi þess, að hann („Ívar hóndi”) gerði Strandarkirkju silfurkaleik „og kostaði á sína peninga gerð og gylling” , og sá kaleikur fylgi kirkjunni enn. Ívar lézt í Noregi 1371, sama ár og faðir hans. Kona hans var Margrét Özurardóttir. Hún var enn á lífi 1422, og hefir hún verið miklu yngri en Ívar, sem varla er fæddur miklu síðar en 1325. Mun hún síðan hafa haft búnað á Strönd og í Brautarholti og víðar með Sundum, þar til Vigfús Ívarsson Hólmur, sonur þeirra, var vaxinn. Vigfús gerðist hér hirðstjóri 1390, og lézt nálægt 1419. Strönd var eitt af höfuðbólum hans. Bú hafði hann og í Brautarholti og á Hofi á Kjalarnesi, og voru þær jarðir þó öðrum til erfða fallnar í plágunni 1402—14031). Kona hans var Guðríður Ingimundardóttir, Oþyrmissonar, af Rogalandi. Áttu þau fjölda harna. Einn sonur þeirra hét Erlendur; annar var Ívar, er inni brann, en dóttir þeirra var Margrét, er giptist Þorvarði Loptssyni á Möðruvöllum 1436. Með henni fékk Þorvarður Strönd, þótt sérstaklega sé til nefndar Hlíðarendaeignir, er Margrét leggi til hjónalagsins. Á Strönd hafði Þorvarður síðan eitt af stórbúum sínum; hin voru á Möðruvöllum, Hlíðarenda og Eiðum 8). Eptir dauða Þorvarðs 1446 hélt Margrét uppi sömu búrisnu og höfðingsskap og áður, og dreifði ekki eignum sínnm, þar til börn hennar komust upp. 1460 gipti Margrét Guðríði dóttur sína Erlendi Erlendssyni, Narfasonar, Vigfússonar, Flosasonar, og sameinaðist Erlendsættin þar aptur, og kom þar saman mikið fé. Erlendi fylgdu Kolbeinsstaðaeignir og Teigseignir í Fljótshlíð, en Guðríði Hlíðarendaeignir og Strönd með öðrum jörðum i Selvogi og með Sundum. Erlendur gerðist síðar sýslumaður í Rangárþingi, og hafa þau Guðríður haft bú á öllum þessum höfuðbólum. Árið 1495 um veturinn 3. marts eru þau bæði á Strönd í Selvogi, og hafa þá búið þar og haft þar vetursetu. Það ár hverfa þau úr sögunni bæði, og hafa þau dáið þá (1495) úr drepsóttinni, líklega á Strönd og liggja í Strandarkirkjugarði. Eptir þau hefir Þorvarður lögmaður sonur þeirra búið á Strönd. Að vísu býr hann þar árin 1500—1507. Hann var giptur Margréti Jónsdóttur, systur Stefáns biskups. Er sagt, að „þessi hústrú Margrét” hafi haft Herdísarvík frá Strandarkirkju og gefið Krýsivíkurkirkju. Margrét varð ekki gömul, og er dáin ekki síðar en 1507,3) því að 3. sept. 1508 er stofnaður kaupmáli Þorvarðs lögmanns og Kristínar Gottskálksdóttur. Telur lögmaður sér þá til konumundar Strönd í Selvogi 100 hundraða, Nes 60 hundraða og Bjarnastaði 40 hundraða. Þorvarður lögmaður lézt í Noregi 1513. Þá hefir Erlendur sonur hans og Margrétar enn ekki verið fullveðja, en hann fékk eptir föður sinn bæði hin gömlu ættarhöfuðból Kolbeinsstaði og Strönd með fleirum fasteignum. Erlendur varð lögmaður sunnan og austan 1521, og hafði hann síðan bú bæði á Strönd og Kolbeinsstöðum, en eptir 1523 5) mun hann leingstum hafa setið á Strönd. Hafa geingið miklar sagnir um það, hve stórfeldur hafi þá verið búskapur hans á Strönd, bæði til lands og lár; var hann fjáraflamaður mikill og hið mesta afarmenni, einkum við öl, og sást þá lítt fyrir, en annars þótti hann vitsmunamaður hinn mesti, og sigldi kænlega milli skers og báru yfir brimsjó siðaskiptanna. Hinn 13. marts 1552 gaf konungur út erindisbréf handa Páli Hvítfeld hirðstjóra sínum hér á landi, þar sem hann meðal annars skipar hann yfir öll góz konungs hér, leggur fyrir bann að hegna banamönnum Kristjáns skrifara, og gefur honum vald til að setja af bæði lögmenn, lögréttumenn og sýslumenn, ef þeir sé konungi ótrúir eða athugaverðir á annan hátt. Og jafnframt skipaði konungur Páli Hvítfeld um leið að umboðsmanni með sama valdi hér á landi

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1940.

Eggert Hannesson, einhvern mesta fjárdráttar og ásælnismann, svo að hann þótti jafnvel vera ráðbani manna til fjár. Sama ár (1552) á Alþingi dæmdi Eggert sem konungsfógeti um banamenn Kristjáns skrifara, og setti þá af báða gömlu lögmennina, Orm Sturluson, norðan og vestan, og Erlend á Strönd, sunnan og austan. Orm setti hann af fyrir skuldir við konung, og setti í hans stað gamlan félaga sinn Odd Gottskálksson. Hjá Ormi var til einskis fjár að slægjast. Öðru máli var að gegna um Erlend lögmann; hann var maður stórríkur, og þar var í krás að komast. Á Erlend kærði Eggert ýmsar stórfeldar sakir, er hann þótti hafa orðið offara um og ekki bætt; dæmdi hann af Erlendi embætti og alt fé hans fallið undir konung, en það var sama sem undir Eggert sjálfan. Síðan setti hann sjálfan sig í sæti hans og embætti sem lögmaður sunnan og austan, en þá mun þingheimur víst helzt hafa viljað fá Pál Vigfússon á Hlíðarenda, ef þeir hefði mátt ráða; hann var bræðrungur við Erlend lögmann og ágætur maður. Eggert sat nú í nafni konungs í gózum Erlends lögmanns næstu árin, og er ekki að sjá, að Erlendur hafi treyst sér til að hreyfa neitt við því að rétta hluta sinn fyrri en eptir 1556. Þá drukknaði Oddur lögmaður Gottskálksson, og notaði Eggert þá tækifærið til þess að koma sér úr suður og austur lögdæminu og norður og vestur umdæmið, enda var þá fógetavöldum hans lokið yfir landinu fyrir tveim árum (1554). Þá var kosinn lögmaður sunnan og austan Páll Vigfússon, og þá fór Erlendur að hafa sig á kreik að rétta úr málum sínum. Sigldi hann þá skömmu síðar (1557) og fékk Páll lögmaður frændi hans honum þá 100 dali til ferðarinnar, því að alt fé Erlends var þá í klóm fógetans, þó að bú hans stæði. Fluttist þá Þorleifur Grímsson af Möðruvöllum suður að Strönd að sjá þar um búið, því að óvíst þótti þá um apturkomu Erlends. Þar andaðist Þorleifur snemma sumars 1559, og er hann grafinn á Strönd. Hið sama vor reið Grímur sonur hans, er giptur var Guðbjörgu dóttur Erlends lögmanns, frá Möðruvöllum og suður til Strandar. En þegar hann reið upp úr Hólminum, fældist hestur með hann „í Víkurholtum”, svo að hann féll af baki og beið bana af. Var hann fluttur til Strandar og grafinn þar. 1) En Erlendur lögmaður, sem sjálfsagt hefir haft með sér bréf frá Páli lögmanni frænda sínum, og líklega haft þáverandi hirðstjóra Knút Steinsson og fógeta hans Pál Stígsson sér ekki óvinveitta, afrekaði það í utanförinni, að konungur leyfði honum 27. janúar 1558 að leysa út alt fé sitt með 500 dölum, og með þá úrlausn kom hann út.  Í þessa útlausn seldi Jón Marteinsson og Guðbjörg dóttir Erlends — eptir dauða hans — Kolbeinsstaði, hið margra aldagamla ættarhöfuðból Erlendunga. Hefir þeim þá þótt minna fyrir því að láta það heldur en Strönd; þótt Strönd gagnsamari til lands og sjávar. Voru þá enn miklar eignir eptir Erlend, bæði Strönd og Selvogsjarðir, Sundajarðir og fleiri. Bjó Erlendur á Strönd við alsnægtir til dauðadags 1575, og er hann grafinn á Strönd, Er hann stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið; var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður; barði harðlega á útlendingum, þegar svo bar undir, og var þeim ekki altaf heldur mjúkur í dómum.  Þó segja sumir, að þeir feðgar séu báðir grafnir í Reykjavík (Ísl. söguþættir Þjóðólfs I, 1901, bls. 19—20), en það er ekki mjög líklegt.2) Ekki laungu eptir það, að Eggert fór að ásækja Erlend — því að úr Eggert mun það alt hafa verið, þótt Hvítfeld væri talinn fyrir — fóku að rísa brattir brekar að höfði Eggerts sjálfs, sem ekki var minni yfirgangsmaður en Erlendur. Árni Gíslason, sem var náteingdur Erlendungum, lék hann svo í málum þeirra, að Eggert bar mjög fyrir honum lægra hluta 1560. Einkaerfingi að auð Daða i Snóksdal var Hannes Björnsson bróðursonur Eggerts; var Eggert fjárhaldsmaður hans. En þegar Daði lézt 1563, var einhver búinn að kenna Páli hirðstjóra Stígssyni það, að alt fé Daða væri réttfallið undir konung fyrir ýmsar offarir Daða ; fékk þá Eggert sömu hremminguna, sem hann hafði látið Erlend fá, og varð hann að leysa arfinn út við konung, eins og hann, einmitt með 500 dölum. Ormur Sturluson var Eggerts líka allvel minnugir, og hratt honum úr lögmannsembætti 1568, og náði Eggert aldrei jöfnum virðingum eptir það, en auð hafði hann nógan.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1994.

Eptir lát Gríms Þorleifssonar giptist Guðbjörg Erlendsdóttir Jóni sýslumanni Marteinssyni (1561); bjuggu þau framan af á eignum Guðbjargar í Eyjafirði, en eptir dauða Erlends lögmanns 1575 fluttu þau sig suður að Strönd, og hafa þau búið þar á meðan Guðbjörg lifði, en Einar Grímsson, sonur Gríms Þorleifssonar og Guðbjargar, mun hafa búið að eignum sínum í Eyjafirði. En dóttir hennar og Jóns Marteinssonar var Solveig kona Hákonar sýslumanns Björnssonar í Nesi, og er komin mikil ætt af Guðbjörgu.
— Árið 1576, næsta ár eptir dauða Erlends lögmanns, gekk Alþingisdómur á milli Páls Eyjólfssonar á Hjalla og Jóns Marteinssonar um reka Hjallakirkju og Strandarkirkju. En 1594 andaðist bæði Guðbjörg og Einar Grímsson sonur hennar, og árið eptir, 15952), er Jóni Marteinssyni gert að skyldu að svara innstæðu Strandarkirkju, er skuli vera 22 hundruð í fríðum peningum, og er það ítrekað á Alþingi aptur 15982) Svo er að sjá sem losnað muni hafa um ábúð Jóns Marteinssonar á Strönd úr þessu, og á Alþingi 1596 eru „þeim unga manni” Grími Einarssyni 3) dæmd 45 hundruð í Strönd til erfða eptir Guðbjörgu ömmu sína, en Solveigu Jónsdóttur 15 hundruð eptir Guðbjörgu móður sína. En Magnús Hjaltason í Teigi hafði þá umboð Gríms. Þegar aldur færðist yfir Grím Einarsson fékk hann forráð Strandar og Strandareigna. Ættfræðingar segja, að hann hafi búið i Teigi í Fljótshlíð, en það kemur illa heim við það, að Grímur er lögréttumaður í Árnesþingi 1632—1640, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Árið 1642, hinn 6. ágúst, er Grímur enn í fyrirsvari um Strandarkirkju að þrem fjórðungum, en að fjórðungi Hákon Björnsson og Sigurður Hákonarson. Segir Grímr þá, að hann hafi ekki „uppborið kirkjutíundirnar á Strönd, „heldur þeir, sem á hefðu búið. Bendir það á, að hann hafi þá ekki búið á Strönd. 1646, hinn 15. ágúst, er Grímur dáinn, því að þá er hann nefndur „Grímur sálugi Einarsson”. Eru þá í svörum fyrir Strandarkirkju Indriði Jónsson og Vigfús Jónsson. lndriði var merkur maður og bjó í Eimu í Selvogi; hann var góður skrifari og smiður, og lögréttumaður var hann í Árnesþingi 1616 — 1649. Vigfús bjó á Bjarnastöðum og var einnig lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1632—1640. Sonur Gríms Einarssonar og Katrínar Ingimundardóttur hét Ingimundur, og hefir hann verið fæddur nálægt 1610—1615 Hann erfði 45 hndr. í Strönd, og er farinn að búa þar 1652, og býr þar enn 1670. Skömmu síðar mun hann hafa dáið. Hann var allra manna frástur á fæti, og hljóp uppi tóur; var því kallaður Tóu-Mundi. Hann var lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1656 — 1668. Kona hans var Þórelfur Vigfúsdóttir, dóttir Vigfúsar lögréttumanns á Bjarnastöðum, og bjó hún á Strönd eptir Ingimund andaðan, og þar er hún 1681 og enn 1683, en dáin virðist hún vera 1687 því að hinn 2. okt. það ár stendur sá „sæmdarsveinn” Vigfús Ingimundarson, sonur hennar, Þórði biskupi reikning Strandarkirkju, og mun hann hafa búið á Strönd þar til hún fór í eyði. 1) Meðan stórhöfðingjar bjuggu á Strönd og sveitin var í blóma, mun þar jafnan hafa verið einbýli. En þó að sveitin væri gagnsöm í þá daga, gat þar samt orðið hart á barið stundum, því að svo segja annálar, að árið 1314 hafi orðið svo mikið mannfall syðra „í sult” „af fátæku fólki”, að þrjú hundruð líka komu þá til Strandarkirkju í Selvogi. Mart af því hefir þó sjálfsagt verið reikunarfólk, sem leitað hefir til sjáarins. Eptir dauða Erlends lögmanns (1575) og að vísu eptir lát Guðbjargar Erlendsdóttur (1594), sem var kvenskörungur, mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd.
Frá Ingimundi og Þórelfi eru komnar merkar ættir. Meðal barna þeirra var séra Grímur er prestur varð í Selvogi 1673; varð ekki gamall, lézt 1676; Jón sonur þeirra bjó í Herdísarvík (1681), og Magnús Ingimundarson (f. 1640) bjó í Stakkavík 1681—1706. Ingibjörg dóttir þeirra átti Gunnar lögréttumann Filippusson í Bolholti og er þaðan mikið kyn — Strandarkirkja á enn menjagrip frá Ingimundi; er það klukka. Á henni stendur : -Engemunder Grímsson 1646″.

Strandarkirkja

Í Strandarkirkju.

Um Strandarkirkju sjálfa og áheit til hennar verða frásagnirnar nokkuð slitnar á hinum fyrri öldum. Þó má sjá, að áheit á kirkjuna hafa tíðkazt mjög snemma. Er það sérstaklega tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða”. Er þá og getið um bænhús í Herdísarvík.
Ekki verður rakið um áheit eða gjafir til kirkjunnar fyrri en um daga síra Jóns Vestmanns, sjálfsagt af því, að það hefir ekki verið bókfest, því að á ýmsu má sjá, að nógur átrúnaður hefir á kirkjunni verið, að minsta kosti á 18. öld. Getið er þess í annálum, að Ketill kurt hafi 1338 vegið mann einn, er Jón hét; siðan hafi Ketill komizt í kirkju á Strönd í Selvogi, „og gerði þar óspektir, og var fyrir því tekinn úr kirkjunni, og hálshöggvinn”.
Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups, eptir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp 1624. Er sú lýsing svona:-) „Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar ú lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitann, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni.
Í vísitazíu Brynjólfs biskups 6. ág. 1642 er sagt, að þessi kirkja sé „bygð fyrir 18 árum, vij stafgólf að leingd, með súð, þiljuð bak og fyrir”. Þá er og getið um „það blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið”. Stóð þessi kirkja fram til 1670, því að í vísitaziu Brynjólfs biskups 22 sept. það ár er kirkjan sögð nýbygð. Þá er og svo fyrirmælt, að það gamla blý „skuli ganga kirkjunni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeilis ónýtt”. Þá er og í fyrsta sinn þe3s getið (1670), að land sé tekið að rjúfa á Strönd, og er þá „tilsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eptir skyldu sinni, eptir því, sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki.”
Á árunum 1650—1652 hafði síra Jón Daðason í Arnarbæli feingið í sitt fyrirsvar þann fjórðung Strandarlands (15 hdr.), sem Sigurður Hákonarson átti; hafði Sigurður og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans gefið þann hluta landsins Solveigu dóttur síra Jóns og Katrínu Kortsdóttur konu hans1). — Gerðist síra Jón þá, eins og hann var vanur, eptirgangssamur um eignagögnin. Hinn 15. júní 1659 að Nesi í Selvogi fékk hann Torfa sýslumann Erlendsson til að láta ganga dóm um fuglveiði og eggver Strandarkirkju „í og fyrir Strandarbergi, sem liggur fyrir Krýsivíkurlandi,” og ber síra Jón þá fram vitnisburði um 40 ára hefð kirkjunnar fyrir berginu. Um reka kirkjunnar hefir á þeim árum ekki heldur verið alveg örugt, því að hinn 10. janúar 1669 „að Strandarkirkju, í Selvogi” gefa Selvogsmenn út, án efa að tilhlutun síra Jóns Daðasonar og Ingimundar Grimssonar, vitnisburð, „um það Strandarkirkju rekaítak í millum Selstaða og Hellis, hvert greint takmark haldið hefur verið átölulaust í allan máta frá Seljarnefi og hraunsþúfum undan Herdísarvíkurseli og í Breiðabás fyrir austan Herdísarvík að þeim hellir, sem máldaginn tilnefnir,” en hval hafði rekið þar haustið áður, 1668, og fjörumaður Sigmundur Jónssonar í Herdísarvík fundið hann. Skrifa þar 16 manns „undir með eigin höndum, sem skrifa kunnum, en hinir, sem ekki skrifa, staðfestu með alminnilegu lófaklappi.” Mann furðar næstum á hvo margir hafa verið skrifandi, en þessir skrifa undir: Jón Þorkelsson (á Bjarnastöðum), Björn Þorvaldsson (í Þorkelsgerði), Vernharður Jörinsson, Jón Kolbeinsson (í Eimu), Gunnar Árnason, Árni Jónsson (á Strönd) Gísli Ásbjarnarson (í Nesi), Gísli Vigfússon (á Strönd), Eyjólfur Þorgeirsson (í Nesi), Jón Jónsson (í Nesi), Jón Nikulásson, Hróbjartur Ólafsson (í Vindási), Bjarni Hreiðarsson, Jón Jónsson (líkl. á Bjarnastöðum), Hafliði Jónsson (í Nesi). Jón Indriðason (í Eimu) Segjast þeir muna „frá ómagaaldri”, þessir yfir 40 ár: Jón Þorkelsson. Eyjólfur Þorgeirsson, Jón Nikulásson, Jón Arnason1), Jón Jónsson2) „en allmargir, sem glögglega til muna. yfir 30 4r, einkum þessir”: Jón Indriðason, Björn „Þorvarðison,” Jón Jónsson, Árni Jónsson, Jón Ingvarsson, Vernharður Jónsson. Hafliði Jónsson, Bjarni Hreiðarsson, Gísli Ásbjarnnrson og Gunnar Arnasona).

Strandarkirkja

Strandarkirkja – altaristaflan.

Eptir að jörð tók að blása upp i Selvogi um 1670 má sjá að jarðarspjöllin hafa geingið þar mjög ört fram, einkum yfir Strandarland. Á árabilinu 1677—1680 voru 7 ábúendur á Strönd 1), en 1681 eru þeir ekki orðnir nema 5: Þórelfur Vigfúsdóttir, ekkja Ingimundar Gímssonar, Árni Jónsson. Gísli Vigfússon bróðir Þórelfar, Árni Magnússon og Gísli Erlendsson. En 1696, 15 árum seinna, legst Strönd sjálf, þetta gamla stórbýli, algerlega í eyði og bygð fellur þar af. Er svo sagt um Strönd í jarðabók Árna og Páls 1706: „fyrir 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf,” en Sigurðarhús, forn hjáleigu frá Strönd, er þá komin í staðinn, og metin 21 hundrað af dýrleika; hokra þá tveir menn á hjáleigunni: Guðmundur Þórarinsson (f, 1666, og María Egilsdóttir (f. 1667). – 1735 er þar 1 ábúandi, en 1762 er þar eingin ábúð og alt í eyði.
En alt stóð kirkjun á Strönd þetta af sér, og sat þar ein eptir á sandinum. Á sjálfum sandfjúksárunum geta vísitaziurnar ekkert um, að sandfokið komi neitt kirkjunni við. En um „gamla blýið”, seru fylgdi kirkjunni, fer Þórður biskup þeim orðum 29. Ág. 1679, að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik, og sé þá eptir af þvi „1 vætt og nær hálfur fjórðungur”. Í vísitaziu sinni 19. ágúst 1703 skipar Jón biskup Vidalín einnig að krefja inn blýverðið, en ekki getur hann sandfoks.
Hins vegar skipar bann að byggja upp kirkjuna sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið bygð upp í 5 eða 6 stafgólum. Í vísitaziu Jóns biskups Árnasonar 8. Maí 1723 er kirkjuhöldurunum skipað enn að gera grein fyrir andvirði blýsins. Í vísitazíu sama biskups 12. júní 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þakið á vetrardag. Voru fyrirsvarsmenn kirkjunnar þá margir: Magnús Einarsson, Egill og Grímur Eyjólfssynir á Þórkötlustöðum, og að nokkru leyti Jón sýslumaður Ísleifsson.
Hinn 4. Sept. 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöldurunum að byggja kirkjuna upp þá þegar um haustið, og var það gert. Var þá Magnús Einarsson aðalmaðurinn í fyrirsvari um kirkjuna. Vísiterar Jón biskup hana svo vorið eptir hinn 15. júní 1736, og lýsir hann nýbygðu kirkjunni, sem var 6 stafgólf, þá svo : „Kirkjan er uppbygð á næstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið mikið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Tvö krísholt eru framan fyrir kirkjunni, önnnur tvö á baka til, þriðju til hliða”.
Annaðhvort þetta ár eða hin næstu eptirfarandi hefir Jón biskup Árnason sjálfur keypt Strönd, og að vísu sýnist hann vera orðinn eigandi hennar 23 sept. 1738 eða fyrr. Á þeim árum mun ekki hafa verið björgulegt í Selvogi. Árið 1735 voru 2 búendur í Nesi, en höfðu verið 8 árið 1681; orðnir eru þó búendur þar 4 árið 1762, en þá er Strönd aleydd.
Með gjafabréfi 15. júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir (f. 1665, d. 20 okt. 1752), ekkja Jóns biskups Árnasonar, samkvæmt testamentisbréfi sínu frá 18. sept. 1747, Strönd “að æfinlegu beneficio” Selvogsprestum til uppheldis, og jörðin „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns vittluftuga haglendis, rekavonar, eggvers, veiðiskapar og annara herlegheita 20 hundruð”.
– Annað ár eptir, 8. júní 1751, vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju; er þar þá sama kirkjan, sem bygð var fyrir 15 árum (1735). Segir biskup hana þá stæðilega að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða fúin”. Síðan bætir biskup við : „Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan hentugri stað”.
1749 hinn 6. júní afhenti síra Þórður Eíriksson, sem þá hafði verið leingi prestur Selvogsmanna, prestakall og kirkjuna í hendur ungum presti, síra Einari Jónssyni, sem feingið hafði veiting fyrir Selvogsþingum. Síra Einar var ekki leingi að hugsa sig um að nota sér þessi orð biskups og láta ekki hjá líða tækifærið til þess að koma kirkjunni heim til sín að Vogsósum Þar voru hægust heimatökin fyrir hann, Ritar hann þá þegar á Alþingi 13. júlí samsumars bæði Pingel amtmanni og Ólafi biskupi átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og tillögu um að flytja kirkjuna heim að Vogsósum, og fær sama dag uppáskript prófastsins, síra Illuga Jónssonar, á bréf sitt, þar sem prófastur geldur samþykki við öllu saman. Biskup hefir þó ekki flýtt sér að gefa úrskurð hér upp á, og dregið það fram yfir veturnælur. En 3. nóv. 1751 skipar hann svo fyrir, að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum, og skuli bygging hennar þar framkvæmd og fullgerð á næstu tveimur árum (1752—1753). Skýra skjölin sjálf bezt frá þessu efni, og hljóða svona: “Umkvörtun síra Einars um Strandarkirkiu í Selvogi.
Veleðle og velbyrdige herra amtmann yfir Íslandi herra Jóhann Christian Pingel!

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kristsmynd.

Veleðle háehruverðugi og hálærði herra superintendent yfir Skálholtsstipti herra Ólafur Gíslason! Hér með innfellur mín nauðsynjafull umkvörtun út af skaðlegu ásigkomulagi Strendurkirkju i Selvogi, og þar af rísandi margföldum óhentugleikum, sem eptir fylgir: Hún stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Súð kirkjunnar verður ei heldur svo vel troðin með sillum og gættum, þó optlega gert sé, að sandurinn rifi það ekki burt aptur; fýkur hann svo inn í kirkjuna og feyir stafina að neðan og jafnvel súðina að innan, svo eg tel mér ómögulegt, kirkjunni fjarlægum, hana að vakta, verja og viðhalda fyrir þessum ágangi. Hún er og upp bygð seinast fyrir 16 árum, en nú eru mörg tré í henni fúin og fordjörfuð; hefur þó verið árlega bikuð, leitast við að verja hana fyrir skemdum og reparera, bæði af prestinum síra Þórði og mér, síðan eg við henni tók, svo sem fleirum er um kunnugt. Eins fordjarfar sandurinn læsing, saum og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stór þungi bennar utensilia og ornamenla að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi. Tilmeð er skaðvænleg hætta, helzt á vetrartíma, í þessari kirkju að forrétta kennimannlegt embætti, einkanlega það báverðuga sacramentum (sein ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla, meðan það er framflutt. Fólkið teppist í kirkjunni, ásamt presturinum, sem og ekki kann að halda þar besli sínum skýlislausnm, nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eður helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helzt heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í catechisationinni og öðrum guðs orða lærdómi. Hér fyrir innfellur mín allra innilegasta og auðmjúkasta begiæring til yðar hárespeclive herradóms, að þér vilduð þessar mínar hérgreindar umkvartanir álíta, og, ef ske mætti, tilhlutast og leyfi gefa, að nefnd kirkja flytjast ætti á einn óhultan og hentugri stað, hvar til eg með stærstu submission nefni kirkjunnar jörð Vogshús, og bið auðmjúklega, mínir hágunstugu herrar, hér uppá skriflega resolverað. – Þingvöllum d. 13.  þeirra julij 1751. Forblífandi með æstime skyldugur og auðmjúkur þénari Einar Jónsson.

Framan og ofan skrifaða heiðarlegs síra Einars Jónssonar sóknarprests til Strendurkirkju i Selvogi yfirlesna umkvörtun meðkenni eg & sannindum grundvallaða vera, að svo miklu leyti, sein mér er vitanlegt, og háæruverðugur þessa stiptis biskup mun sjálfur persónulega séð hafa í sinni visitation á næstliðnu vori 1751. – Til staðfestu er mitt undirskrifað nafn að Þingvöllum d. 13. julij 1751. – Illugi Jónsson.

Framanskrifaða umkvörtun æruverðugs kennimannsins síra Einars Jónssonar hefi eg séð; hvað Strendurkirkju viðvíkur, þá sýndist mér það ófært, nær eg vísiteraði hana á næstliðnu vori, að hún skyldi standa þar á eyðisandi, og þeirra orsaka vegna, sem hér að framan upp taldar eru, því tilsegist hér með velnefndumkennimanni, sem er beneficeraður með þessu prestakalli, að láta flytja Strandarkirkju, nú tvö næstkomandi sumur, að Vogsósum, og setja hana þar niður á hentugt pláss. Hann skal láta taka til þessa verks svo snemma í vor sem mögulegt er, og láta hlaða þar kirkjugarð um kring hana framliðnum til greptrunar. Til þessa erfiðis er öll sóknin skyldug að þéna, en kirkjan skal standa henni kost á meðan verkið fram geingur, og þá það er svo fullkomið, að þar megi embætta, skal sóknarpresturinn segja mér til, svo sú nýja sóknarkirkja megi með guðs orði, bæn og blessun innvígjast á næsta helgum degi. Sóknin skal og, svo mikið sem mögulegt er, búa um kirkjugarðinn á Strönd, með sóknarprestsins ráði, að hann blási ekki upp af framliðinna beinum, hvar til ekki sýnist óhentugt að þekja hann utan og ofan með undirlögðu grjóti. Sker þessi mín ráðstöfun með Deres Velbaarenheds Hr. amtmannsins vitund og samþykki, og má hér út í eingin forsómun verða. Skálholti d. 3. novembris 1751.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kirkjubjalla.

En hér varð sveipur i för Greipar, svo eptirminnilegur, að þuð var líkast því eins og þegar Gizur biskup Einarsson hafði tekið ofan krossinn i Kaldaðarnesi, reið heim í Skálholt, lagðist lostinn sótt og andaðist. Síra Einari varð eptir þetta ekki vært í Selvogi, og flosnaði þar frá prestskap 1753,1) biskupinn lifði rúmlega til jafnleingdar frá því að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, og andaðist nóttina milli 2. og 3. janúar 1753. Illugi prófastur í Hruna lézt einnig sama ár, 1753, og Pingel amtmaður misti embættið sökum ýmsra vanskila 8. maí 1752. Allir þessir menn, er að kirkjuflutningnum stóðu, biðu því annaðhvort hel eða greipilega hremmingu áður sá frestur væri liðinn, er kirkjan skyldi flutt vera. En Selvogskirkja stóð eptir sem áður enn óhögguð á Strandarsandi. Geta má nærri, hvort ýmsum hafi þá ekki þótt fingraför forsjónarinnar auðsæ í þessu, og þótt guð borga fyrir hrafninn. Eptir síra Einar varð prestur Selvagsmanna 1753 Jón Magnússon frá Hvammi, prófasts Magnússonar, bróðursonar Árna prófessors. Síra Jón hafði áður verið prestur að Selbergi, þótti ekki að öllu reglumaður, en sýnist þó hafa verið hygginn og athugull, sem hann átti kyn til. Á meðan biskupslaust var í Skálholti, milli Ólafs biskups og Finns biskups, hefir kirkjuflutningsmálið legið niðri. En 30. júní 1756 skipar Finnur biskup, samkvæmt fyrra biskups úrskurði, að flyt á kirkjuna að Vogsósum, en það þumba bæði sóknarmenn og síra Jón fram af sér; sérstaklega sýnast Austurvogsmenn, í Nes-sókn hinni gömlu, hafa verið flutningnum andvígir. Niðurstaðan varð því sú, að biskup og prófastur höfðu eingin önnur ráð en 1757 að fara að fyrirskipa að gera að kirkjunni þar sem hún stóð, og var það gert 1758 og enn aptur 1763, og svona var því huldið áfram, að aldrei var kirkjan tekin ofan, heldur alt af gert við þá gömlu smátt og smátt, — á meðan svo var að farið, var öruggt um, að kirkjan yrði ekki flutt, — og á þann hátt stóð sama kirkjan á Strönd, sem þar var bygð 1735, í 113 ár, þar til síra Þorsteinn Jónsson (frá Reykjahlíð) tók hana ofan, og reisti nýja kirkju á Strönd „úr tómu timbri”, sem fullgerð var 1848. Þá á datt eingum í hug að færa kirkjuna frá Strönd, enda hafði tilraun síra Jóns Vestmanns um það efni nálægt 1820 strandað á svipuðu skeri og fyrri, trygð og festu Selvogsmanna við að hafa kirkjuna á sínum gamla stað. Strönd með Strandarkirkju er einn af hinum merkilegu stöðum hér á landi; Strönd gamalt höfðingjasetur og höfuðból; kirkjugarðurinn á Strönd legstaður margra stórmenna og nafnfrægra manna; af slíkum mönnum, sem þar eru grafnir, mun almenningur nú bezt kannast við Erlend lögmann, og einkum „fróða Eirík” Vogsósaprest, sem hvert -mannsbarn í landinu þekkir, og þjóðsögur vorar hafa gert að þessum góða kunnáttumanni, sem öllum verður hlýtt til af sögunum um hann. Forlög og æfintýr kirkjunnar á Strönd eru mikil, enda ber helgi hennar yfir alt. Einginn verður betur við áheitum en hún, og þeir, sem að henni hlynna til gagns og góða, verða hamingjumeiri eptir. Væri öll stórmerki hennar kunn og komin í eitt, mundi sú jarðteiknabók vera ósmá.
Trygð Selvogsmanna við kirkju sína og kirkjustað er þeim til hins mesta sóma, Til hins er verra að vita, að uppblásturinn í Selvogi er án efa mjög mikið Selvogsmönnum fyrrum sjálfum að kenna. Menn hafa geingið alveg gegndarlaust í skrokk á öllum kvisti og lyngi og rifið það upp með rótum til eldsneytis. Ein sögn er sú frá Strandarkirkju, að það slys vildi til, þegar síra Þorsteinn Jónsson var að láta gera þar nýja kirkju 1847—48 og fara átti að reisa grindina, að bitar allir reyndust alin of stuttir; höfðu orðið mistök hja smiðnum. Efni var ekkert við höndina í nýja bita. Var prestur því farinn að tygja sig í ferð austur á Eyrarbakka til þess að útvega smíðavið. En áður hann legði af stað, varð honum geingið niður að lítilli sjávarvík skamt frá kirkjunni, en kirkjan á þar sjálf reka; var þar þá að landfesta sig “kantað” tré. Því var síðan velt undan og flett, og stóð það heima í bitana, og prestur gat hætt við ferðina.
Svo var kirkjan hamingjumikil, að hún bætti sér sjálf skaða sinn — Biskup vor segir áheitin á Strandarkirkju aldrei meiri en nú, jafnvel frá útlöndum.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 2014.

Í jarðabók Árna og Páls 1706, er „lyngrif talið til hlunninda nærri hverri einustu jörð í Selvogi. Það er auðráðin gáta að hverju þau „hlunnindi” ofnýtt mundu -verða. Það hefir og gert sitt til landspjallanna, þegar höfðingskap tók þar að hnigna, og hætt var að halda við þeim gamla Selvogsgarði, svo að alt varð óvarið, og skepnur gátu geingið eins og logi yfir akur, hvar sem var. Nú kváðu Selvogsmenn hafa gaddavírsgirt mikið af sveitinni, og síðan segja menn að þar grói upp árvöxtum. Hver “veit nema sveitin eigi eptir að ná sér aptur, og Strönd að verða aptur blómlegt býli.
Síra Jón Vestmann hefir ritað 1840 merkilega sóknarlýsingu um Selvog, en í bréfi 23. dec. 1812 til biskups og landstjórnar lýsir hann svo, hvernig þá er þar háttað: „Alt fram undir endalok 16. aldar voru hér, eptir sem næst verður komizt, í Strandarkirkju sókn í Selvogi 42 búendur, sem sést af brag þeim, er Jón Jónsson, þá verandi bóndi hér í Nesi, orti um téðrar sóknar bæi og bændur, en nú eru hér einasta 16 búendur, með prestinum í reiknuðum, og á meðal þeirra 8 bláfátækir öreigar. Fyrir, og alt til, 1770 geingu hér til útróðra 50 skip í Selvogi og Herdísarvík, en nú einungis 6 í báðum stöðunum. Orsökin til þessa er ekki alleina sú, að fiskur hafi lagzt hér frá, allra sízt í Selvogi, heldur ásamt með sá mikli sand-ágangur, sem eptir áður sögðu hefir eyðilagt svo marga bæi sóknarinnar, hefir einnig fylt lendingar með svo mikinn sand, að þær eru of grunnar orðnar, og þess vegna ófærar, þegar nokkurt brim er í sjóinn. Sömu orsakir eru og til þess, að næstum öll selalátur, tilheyrandi lénsjörð prestsins Vogsósa, eru aftekin og full af sandi, svo menn vita ekki eingaug, hvar skerin á milli lagnanna hafa verið. Sandslægjan, sem var sú helzta, er téðri jörð fylgdi, og sem alt fram til 1780 og þar yfir var svo góð, að óvíða þurfti mikið að raka milli flekkja, er nú víða blásin í rotur og jarðleysur, og svo snögg, að rart þykir, ef bezti verkmaður slær þar heykapal í dag, Heiðin, eður hagalandið, sem fyrrum hefir öll verið vaxin grasi, allslags lyngi og víðivið, er nú uppurin og blásin í berg, holt og flög, svo kalla má, að ei sjáist nú meira en menjar einar í fám stöðum til hennar fyrri gæða”.”

Heimild:
-Blanda, 1. bindi 1918-1920, bls. 311-332.

Strandarkirkja

Strandarkirkja. Örnefna- og minjaskilti af Selvogi við kirkjuna.