Tag Archive for: Suðurnesjabær

Leiran

Eftirfarandi frásögn Gísla Brynjólfssonar um Leiruna birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1966:
leiran-221„Á Suðurnesjum er nú fleira fólk en nokkru sinni. Og þar er meira um að vera en víðast annars staðar á þessu athafnasama landi. Þar er hliðið inn á loftbrúna, sem liggur til umheimsins héðan frá Ægi girtu Islandi, sem svo lengi hefur verið afskekkt, einangrað, yzt á Ránarslóðum.
Það er því ekki nema næsta eðlilegt að margt hafi breytzt í þessum landshluta og sitthvað af því gamla og góða hafi gengið fullkomlega úr skorðum og farið forgörðum í öllum þessum fólksfjölda og fyrirgangi. Það er líka svo að þarna suður á Nesjunum er ein sveit, sem manni finnst bókstaflega vera að týnast — hverfa — líða burt úr vitund fólksins, a. m. k. heyrir maður hana aldrei nefnda á nafn frekar en hún væri ekki lengur til.
leiran-222Hvaða sveit er þetta? Ekki er það Ströndin eða Grindavík, eða Garðurinn, eða Miðnesið, eða Njarðvíkurnar. Nei, en nú er líka ótalin ein sveit Suðurnesja — Leiran — litla sveitin milli Keflavíkur og Garðs. En það ber svo lítið á henni, að maður getur farið þarna oft um án þess að veita henni nokkra eftirtekt. Í Leirunni eru nú aðeins þrír bæir í byggð; stórbýlið Stóri-Hólmur, Reynistaður, sem er nýbýlí á Litla-Hólmi, og landnámsjörðin Gufuskálar. Á þessum bæjum búa innan við 10 manns, svo að það er ekki nema von að Leiran sé horfin í skugga fjölmennisins í Keflavík, sem er að þengja út yfir öll sín gömlu landamerki. Öðruvísi var. Fyrir eina tíð — það eru raunar ekki nema 86 ár síðan — voru þessir staðir, Keflavík og Leira, með nákvæmlega jafnmarga íbúa — 154 — eitt hundrað fimmtíu og fjórar sálir, eftir því sem segir í Suðurnesjaannál sr. Sigurðar á Útskálum.
leiran-228Það ár getur hann „helztu manna, er uppi eru á Suðurnesjum“. Þessa nefnir hann í Leirunni; Ekkja Kristín Magnúsdóttir í Melbæ, kvenskörungur, greind og góðgerðarsöm, hefur þó ekki mikil efni, en verður allt drjúgt í hendi.
Árni Helgason ekkjumaður í Hrúðurnesi, hugvitssamur, vandvirkur smiður, hinn mesti iðju- og erfiðismaður, hreinlyndur, ráðvandur og guðhræddur. Gísli Halldórsson í Ráðagerði, áhuga og atorkumaður, heppinn til sjávarins, í jarðabótamaður.
Á Gufuskálum bjó Pétur Jónsson með hjálpari í Útskálakirkju í 40 ár, sóma- og merkilegur á marga grein.
Gufuskálar eru landnámsjörð Ketils gufu Öriygssonar. En ekki átti það fyrir honum að liggja, eða fólki leiran-232hans, að setja sVip sinn á byggðina í Leirunni. Frá honum segir svo í Egilssögu: „Ketill gufa kom til Íslands, þá er land var mjög byggt. Hann var hinn fyrsta vetur að Gufuskálum á Rosmhvalanesi. Ketill hafði komið vestan um haf af Írlandi. Hann hafði með sér þræla marga írska.
Lönd voru öll byggð á Rosmhvalanesi þann tíma. Réðst Ketill því þaðan á brott og inn í Nes og sat annan vetur á Gufunesi og fékk þar engan ráðstafa. Síðan fór hann í Borgarfjörð og sat þar hinn þriðja vetur Ketill gufa fór síðan vestur í Breiðafjörð og staðfestist í Þorskafirði. Stóri-Hólmur í Leiru er í jarðabók 1861 langhæst metna jörð í Rosmhvalaneshreppi, sem náðí yfir Miðnes, Garð og Leiru. Þá er hún metin á 51.9 hundruð, ásamt þessum hjáleigum: Kötluhóli, Bakkakoti, Litla-Hólmi, Nýlendu, Rófu, Garðhúsum og Ráðagerði.
leiran-233Um aldamótin síðustu var byggð mjög blómleg í Leirunni. Þá áttu þar heima 134 manns á 29 heimilum, 11 eru taldir bændur, hinir tómthúsmenn. Þá gekk þaðan um einn tugur heimaskipa á vetrarvertíð og á vorvertíð fóru þaðan 62 fleytur þegar flest var. En á þessum árum reru fleiri úr Leirunni heldur en Leirubúar. Þar lágu við formenn af Innnesjum, stór-útvegsbændur með skipshafnir sínar og stunduðu sjóinn þaðan, vegna þess hve stutt var á miðin. Sumir þeirra áttu þar verbúðir. Árbækur og annálar bera þess vott að Leiran hefur orðið að gjalda Ægi sinn skatt ekki síður en önnur sjávarpláss.
leiran-223Hér eru nokkur dæmi þess frá síðustu öld;
1830: Fórst skip frá Bakkakoti með 5 mönnum.
1836: Fórst bátur frá Stóra-Hólmi með 3 mönnum.
1863: Fórst bátur úr Leiru með 2 mönnum.
1875: (5. júlí) fórust sex karlmenn og 2 konur úr Leiru, ætluðu í kaupavinnu upp í Borgarfjörð.
1875: (15. okt.) fórst skip úr Leiru með 5 mönnum.
1879: Fórst bátur frá Litla-Hólmi með 4 mönnum.
En frá þessum tíma má minnast á fleira í Leirunni heldur en sjósóknina. Þar var félagslíf og fræðslustofnun, Þar var lagt til baráttu við Bakkus með því að byggja Gúttó, þar sem fundir voru haldnir og samkomur og leikrit sett á svið. Þar var kennt börnum þessarar þéttbýlu sveitar, og svo var byggður skóli úr steinsteypu, og því standa veggir hans enn í dag sem óbrotgjarn minnisvarði um framtak Leirubúa í fræðslumálum meðan sveitin þeirra var og hét.
leiran-234Fyrsti kennari Leiruæskunnar var hinn snjalli hagyrðingur, Ísleifur Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, sem var borinn og barnfæddur í Leirunni. Ekki er hann samt höfundur hinnar alkunnu vísu í söngbók stúdenta:

Hann Árni er látinn í Leiru og lagður í ískalda mold,
og burtu frá sulti og seyru flaug sálin og skildi við hold.
Úr heimi er formaður farinn, sem fram eftir aldregi svaf.
Og nú grætur þöngull og þarinn því hann Árni er pillaður af.

Síðast var kennt í Leiru-skóla árið 1917. Eftir það sóttu börnin fræðslu út í Garð.
Nú yrkir enginn lengúr um Leirubúa, hvorki látna né lifandi. Þar mun skáldunum finnast fátt til um yrkisefnin. Og athafnalífið í Leirunni heyrir líka til liðna tímanum, hann er horfin öld, sem ekki kemur aftur, því allt er orðið breytt, fiskiríið stundað frá fjölmennum plássum, þar sem sjórinn er sóttur á stórum skipum, sem krefjast fullkominna hafnarmannvirkja og önnur aðstaða er í samræmi við það. Þessvegna er lífið í Leirunni að fjara út og dapurt yfir dvínandi byggð. Hinir fáu íbúar sækja atvinnu sina inn í Keflavík eða upp á Völl eins og fleiri Suðurnesjamenn. Varirnar eru orpnar grjóti, spilin fúna uppi á kambi, hjallarnir og fiskhúsin hafa orðið veðrum og vindum að bráð.
Bátarnir horfnir. Raunar liggja hér tvö skip. En þau hvolfa langt uppi á landi. Þau hafa orðið viðskila við hafið vegna þess að enginn maður var eftir til að koma þeim til sjávar. Og hvaða erindi eiga þau líka fram í fjöru þessi skip? Það er enginn sjómaður lengur til í þessu plássi, það er engin vör til a’ð ýta þeim úr, engar árar til að leggja í þeirra keipa, engin rödd til að biðja fyrir þeirra sjóferð. Þess vegna eru þau bezt komin á þurru landi.
Leiran-235En Leiran hefur fengið nýtt hlutverk. Tún hennar hafa verið tekin undir golf, og klúbbur Suðurnesja, sem kennir sig við þessa nóblu íþrótt, er að nema hér land og virðist munu verða þaulsetnari heldur en Ketill gufa forðum daga. Og þar sem fáeinir bændur og fátækir tómthúsmenn börðust fyrir lífinu áður fyrr, þangað aka nú velmegandi borgarar í lúxusvögnum sínum á blíðviðrisdögum um hábjargræðistímann til að fá frískt loft í lungun og liðka stirða limi eftir þreytandi kyrrsetur.“
G. Br.

Í samtali við þá bræður frá Stóra-Hólmi, Guðmund og Bjarna Kjartanssyni, mátti lesa biturð út í forsvarsmenn golfklúbbsins í Leiru. Bæði hafa þeir sýnt þeim bræðrum, sem og systur þeirra, Sigrúnu, ótrúlegan yfirgang með því svo að segja ganga á skítugum skónum yfir tún jarðarinnar að eigendum forspurðum, auk þess sem þeir hafa stórskemmt og jafnvel eyðilagt menningarminjar með ströndinni þegar ruddur var þar upp sjóvarnargarður. T.d. hafa allar varir frá Stóru-Bergvík að Stóra-Hólmi verið eyðilagðar með öllu.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 13. nóvember 1966, bls. 14-15.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur.

Gufuskálar

Framsöguerindi, flutt á málfundanámskeiði Iðnaðarmannafélagsins 28. febrúar 1967. –
stori-holmur-231„Það litla, sem Landnáma segir um upphaf byggðar á Suðurnesjum er eftirfarandi: „Steinunn in gamla frændkona Ingólfs fór til Íslands og var með honum inn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta enska og vildi kaup kalla. Henni þótti það óhættara við riftingu. Steinunn hafði átt Herlaug bróðir Skallagríms, þeirra synir voru Njáll og Arnór,,.1.)
Þetta er öll landnámssaga Steinunnar gömlu og næstum allt og sumt, sem um hana verður vitað eftir rituðum heimildum. Þó víst sé talið, að við Íslendingar séum af norrænum uppruna, þá eru miklar líkur fyrir því, að Steinunn landnámskona sem er talin vera sú fyrsta, sem reisti sér bú á Suðurnesjum, hafi komið frá Vesturlöndum. Synir hennar hétu Njáll og Arnór. Njálsnafnið bendir til þess, að hún hafi komið frá Vesturlöndum og styrkist það við frásögnina um ensku hekluna, er hún gaf Ingólfi fyrir landnámið. Hún hafði enska vöru og getur maður því ætlað, að það hafi verið fleira af því tagi í fórum hennar, en hekla þessi, því að bæði víkingar og landnemar fluttu með sér nokkrar birgðir af varningi frá þeim löndum, sem þeir lögðu frá, er þeir fóru í herferðir eða landaleit.2)
Talið er, að Steinunn hafi reist sér bú að Stóra gardur-gufuskalarHólmi í Leiru og hafi rekið þar um árabil mikið höfuðból og verstöð. Það er talið, að á landnámsöld hafi Keflavík og Njarðvík verið sel frá Stóra-Hólmi í Leiru.4) Hið forna höfuðból Steinunnar gömlu er nú komið í eyði, en sel hennar eru aftur á móti ört vaxandi byggðarlög.

Í bókum um landnám Ingólfs er getið um, að í Rosmhvalaneshreppi hafi verið Keflavík, Leira, Garður og Miðnes og allt að Ósabotnum. Greinilegt er, að Njarðvíkur eru teknar undan Rosmhvalanesi, er hreppar eru myndaðir.5) Njarðvíkur, Vatnleysuströnd og Vogar mynduðu Vatnsleysustrandahrepp.
Fyrsta breytingin, sem gerð er á Suðurnesjum er, að Njarðvíkur segja skilið við Vatnsleysustrandahrepp og sameinast Rosmhvalaneshreppi árið 1885.6).
Næsta breytingin á hreppaskilum er, að Miðnesingar segja skilið við Rosmhvalaneshrepp árið 1886.7) Það ár verður því Miðneshreppur til í sinni núverandi mynd, og hefur engin breyting orðið á síðan.
Næsta breytingin á Rosmhvalaneshreppi er, að árið 1908 er hann lagður niður og myndaðir tveir nýir hreppar. Hinir nýju hreppar voru núverandi Gerðahreppur og Keflavíkurhreppur. Í þeim síðarnefnda voru núverandi Keflavíkurkaupstaður og Njarðvíkurhreppur. Þannig voru Keflavík og Njarðvík sameiginlegt hreppsfélag frá árinu 1908 8) eða þar til Njarðvíkingar óskuðu eftir að gerast sér hreppsfélag, vegna þess að þeir töldu sig vera mjög afskipta með alla þjónustu og framkvæmdir svæði sínu til handa.
njardvik-231Samningur um skilnað Keflavíkur og Njarðvíkur var gerður 25. október 1941.9)
Njarðvíkur urðu því fyrst sérstakt sveitarfélag með lögum, sem tóku gildi 1. janúar 1942.
Landaskil Njarðvíkur og Keflavíkur voru fyrst þar, sem Tjarnargata er nú í Keflavík, en er samningur var gerður um skipti byggðarlaganna voru þau ákveðin um lóð Fiskiðjunnar hf. þannig, að mjölskemma Fiskiðjunnar stendur nú að hálfu í Keflavík og að hálfu í Njarðvík.
Keflavík hlaut kaupstaðaréttindi 1. apríl 1949. Lögsagnarumdæmi Keflavíkur var stækkað með lögum frá 4. maí 1966. Með þeirri stækkun rúmlega þrefaldaðist lögsagnarumdæmið að flatarmáli. Þeir 415 ha, sem Keflavík stækkaði um, eru að mestu land, sem hefur verið skilið frá Gerðahreppi.
keflavik 1833Nokkuð er sagt frá Eyvindi fóstra Steinunnar gömlu í Landnámu, en Evindi fóstra sínum gaf Steinunn hin gamla land á millum Hvassahrauns og Kvígubjargarvogum.
Landnám Evindar, er hann hlaut að gjöf frá Steinunni fóstru sinni, hlaut nafnið Vatnsleysuströnd. Landnám hans er nú óbreytt sem Vatnsleysustrandarhreppur.
Molda-Gnúpssynir, þeir Hafur-Björn, Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi, námu Grindavík. Landnám þeirra bræðra er enn óbreytt sem Grindavíkurhreppur10.)
Herjólfur, frændi Ingólfs og fóstbróðir, fékk frá honum að gjöf land milli Reykjaness og Vogs og svarar það nákvæmlega til núverandi Hafnarhrepps. 10)“

Eyþór Þórðarson.

Neðanmálsheimildir:
1. Landnám I—III 1900 bls. 123 og Þórðarbók 1921, bls. 28.
2. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 266.
3. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 280.
4. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 278.
5. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 279.
6. Strönd og Vogar 1961 bls. 48.
7. Undir Garðskagavita bls. 218.
8. Faxi 1963 bls. 211.
9. Faxi Desember 1941,
10. Landnám Ingólfs II. 1. 1936 bls. 14.

Heimild:
-Faxi, 28. árg. 1968, 1. tbl., bls. 5-7.

Njarðvík

Frá Njarðvík.

Básendar

Nafnið er ekki vafalaust. Kemur það fyrir á voru máti í þremur myndum: 1. Bátsendar, þ. e. mesta amabagan, og þó einna mest notað í ritum síðari alda. 2. Bátsandar, notað jafnframt, og nú optast í ritum síðustu áratuga, 3. Básendar (eða Bassendar), sést að eins í gömlum og góðum heimildum (Fornbrs. VIII, 97 (1506), Jarðabók A.M.(opt Bassendar), og í manntalinu fyr á sama ári svo og á ýmsum stöðum í kirkjubókum Hvalsnessóknar frá 18. öld.
basendar-321Í elztu heimild: Fbrs. VIII, 13, (1484), er þó ritað „Bátsendum“. — Bátsund finnst hvergi, nema getgáta Br. J., í Árbók Fornleifafél. bls. 1903, 40). Það er í góðu samræmi við landslagið frá fyrstu byggð. Verður því að teljast réttara og betra en hin fyrri nöfnin, og vegna þess er nafnið ritað þannig í grein þessari. Í fjórða lagi sést nafnið í fjölda bréfa i Þjóðskjalasafninu í Reykjavík, optast á dönsku: Bosand (Bosenes-Havn, -Kiöbsted, -Distrikt). „Baadsende“ sést varla nema í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (þýðing). Nafnið kemur aldrei fyrir — svo eg viti — í fornsagnaritum vorum, annálum eða öðrum heimildum, fyr en í Fornbréfasafninu 1484.

Básendar eru sunnarlega a vestanverða. Miðnesi (Rosmhvalanesi), og sunnan við alla byggðina þar. Þeir eru í Stafnes landi, og 8—10 mín. gangspölur milli.
Fjörur og sandauðn er umhverfis Básenda, með litlum grasflesjum, frá síðustu öld, að austan og norðananverðu. Þær eru þó aptur basendar-322að brotna, eða blása og gróa á víxl, allt heim að túni á Stafnesi. En sjór mylur framan af. Frá Básendum skagar nesið nokkuð lengra til suðuráttar. með boðum miklum, skerjum og lónum. Þá er Kirkjuvogshverfið (Hafnahr.) í suðaustur, en vogur milli, og gengur langt inn í landið til norðausturs. Nesið er hálent um miðju (Háaleiti), bunguvaxið, víðlent og gróðurlítið. Norðan á því austast — vestan við Vogastapa — eru Njarðvíkur (Norðv.), þá Keflavík  (Fyrir 220 árum var Keflavík 1 býli með 6 mönnum.
Jarðargjaldið var það, að gæta a vetrum lokaðrar kaupmannsbúðar (og þola á sumrum átroðning). Nú er þar þorp með kirkju, nál. 90 íbúðarhúsum og á 5. hundrað manns.), þá Leira og Garður (Gerðahr), en Miðneshreppur er vestan á nesinu. Hánesið allt, og að vísu suðurhallandi þess, hefur verið að blása og brotna um margar aldir, at lyngrifi og eldfjallasandi —. Nú er þó aptur farið að gróa upp frá byggðinni, og að sunnan frá „Ósabotnum“.
Norðan við voginn, utar miðju, stóð gamli Kirkjuvogur o. fl. bæir. Hann eyðilagðist á 16. öld. Þaðan hefur blasturinn gengið út eptir nesinu, allt beim að túni á Stafnesi — fyrir 200 árum eða meira. Nú er þarna gróðurlaust hraun, og örfoka að mestu leyti.
basendar-323Höfnin á Básendum var lón mjótt og langt, svo sem bás austur og inn í landið. Skipaleiðin inn á leguna var nokkuð löng, milli skerja, og í líkri stefnu.
Á fyrri öldum hefur vafalaust verið graslendi á báðar hliðar, og fyrir botni lónsins. Höfnin hefur þá verið á Básenda. (Eintalan kemur líka fyrir í nafninu: -endi. En ekki -sandi.
Þórshöfn er bás annar, sunnar á nesinu, við Kirkjuvogsósa. Komu þar opt seglskip á 19. öld raeð vörur, og tóku fwk. En mótorbátar hafa hleypt þar inn og hreinsað sig fratn á síðustu ár. Þaðan frá í s.s.v. eru ekki færri en 5 nafngreindir básar, er marka landið að Reykjanesi (Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás, Blasíusbás o. s. frv. — Blanda II. 50). En að norðan við Básenda er enginn slikur bás á Miðnesinu. Bás(a)endar er þvi réttnefni (sbr. t. d. Skálaholt).
Að sunnanverðu við höfnina á Básendum, eru nú klappir þangi vaxnar, sandur fyrir botni, en grjótrimi að norðan. Hann er með grastóm og hásarustum, því þar stóð „kaupstaðurinn“. Sjóvik gengur með rimanum að norðvestan, og síðan lágt sandbelti í sveig austur um rimann að haínarbotni. Ætla má, að þar hafi verið tún á fyrri öldum, þó varla um 220 árin síðustu (Jarðab. A. M.).
basendar-334Mannvirki. Leifar mannvirkja sjást enn miklar á þessum atað (skoðað 1919). Kotbær hefur staðið vestast á rimanum. Má greina þar 5 sambyggðar kofatættur, þó að nokkru sé gróið yfir þær. Aust-suðaustur frá bænum — 28 m. — hefur staðið vöruhús mikið. Sér þar fyrir grunni 20 m. á lengd frá suðri til norðurs og 12 — 15 m. á breidd, máske raeð gangstétt. Annar húsgrunnur er 10 m. austar (9X6 m). Mun þar hafa verið sölubúðin. En hússtæðis kaupmanns þætti mér líklegast að leita enn austar, í sömu röð. Þar er nú grastorfa yfir. Norður af þessum stað er garðlagabrot, með kotatóptum við norðurhlið. Og enn — 24 m. norðaustar — kálgarður eða rétt (um 180 m2), með hesthúsi (? 7X3), geymslu (7X4) og fjósi (5X3) að baki, en hlöðuveggir 2 (4X3) eru þar laust norðvest an við. Hús þessi hafa staðið hæst og norðaustur á rimanum. Stendur enn meira og minna af grjótveggjum þeirra, eptir 1 1/4 aldar.
basendar-344Í lægðinni fyrnefndu — 100 m. austar — er vel upp hlaðinn brunnur, fullur af sandi. Og enn, 20 m. til austurs, hefur verið kálgarður (um 18O m2), í ágætu skjóli. Grastorfa er nú yfir mestum hluta hans; samt sér á tvíhlaðinn garðinn, af úrvalsgrjóti, og mjótt hlið við norðvestur hornið. Efsta flóðfar, er neðan við garð þennan, og upp í öðrum garði stærri, eða túngerði þar dálítið norðvestar. Á þessum stað má sjá það, að kaupstaðurinn hefur verið alveg afgirtur (tún?) að sjó, bæði vestur. og suður. Rskabyrgi, litil og kringlótt eða sporlaga, úr einhlöðnu grjóti, hafa verið þar á klettum og hólum viðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fiskurinn verið hengdur á rár og hertur. Garðlagabrot sjást hér líka á mörgum stöðum — eins og um öll Suðurnes — 2, 3 grjótlög, til að þurka á þang í eldinn, og fiskæti líka fyr & öldum.

basendar-345

Í þangivaxinni klöpp, 42 m. niður frá suðvesturhorni húsgrunnsins mikla, er járnkall vel gildur (15 sm. á þykkt og 30 sm. á hæð, með broti af hring í gati) greyptur og tinsteyptur við klöppina (smiðir hafa meitlað þar úr tin, til að kveikja með). Þetta var hestasteinninn á hlaðinu, fyrir stjórnborða-beizli sjóhesta. Annar slíkur er dálítið utar, niður undan kotinu, og 2 eða fleiri festarhringir þar á móti, í klöppum við suðurhlið skipalegunnar. Þannig hafa skipin verið „svínbundin“ á báðar hliðar, og frá báðum stöfnum. Hefur þetta lánazt vel þar, á svo litlum bás, þó opt færi það illa á Eyrarbakka. En ekki befur það verið vandalaust að snúa skipinu í hálfhring, á lóni, sem er tvær skipslengdir á breidd.
Sjálfsagt hefur Básendahöfn lengi verið notuð til bátaútræðis og fiskiveiða á vertíðum — þó lítið sé um þetta kunnugt. En merkustu notin voru þó af þessari góðu hafskipalegu, og verzluninni, sem telja má vist, að þar hafi optast verið rekin í rvimar 3 aldir (1484—1800), og sennilega enn fyr á öldum líka. Mun þá og hafa verið siglt á fleiri Bása, og verzlað á Básum — þó Básendar yrðu löngum hlutskarpastir.
Gretið er í fyrstu enskra kaupmanna á Básendum. Það var út af ásælni Diðriks Pininga, fulltrúa konungs hér, og manna hans. Tóku þeir af kaupmönnum á „Bátsendum“ vörur og skip, um 1484 — eða lítið fyr —. Vildu kaupmenn fá að halda skipinu tómu, og mega síðan verzla við landsmenn í friði. En þeir fengu þetta ekki. Geta má nærri um gremju þeirra. Þó sést ekki, að þeir hafi rænt hér við land á næstu áratugum eptir þetta (liðugum 70 árum fyr höfðu Englendingar byrjað að verzla hér á landi, með friðsemi og í konungs leyfi. En fljótt slettist á vinskapinn. Fóru þeir opt með ránum og vígaferlum. Handtóku hirðstjóra konungs tvo (Hannes Pálsson og Balthasar), en drápu hinn þriðja (Björn ríka, 1467). Munu þeir allir hafa „veitt enskum mótstöðu“, að boði konungs, og illvirkin því ekki án orsaka) 1491 má ætla, að bæði enskir og þýzkir kaupinenn hafi deilt um Básenda — ef „Gotsand“ a að merkja „Bátsanda“. Þýzkir kaupmenn kæra þá ensku á Útskálum fyrir ósvífni og herneskju á sjó og landi.
basendar-3481506 eru enskir kaupmenn á „bassendum“. Þorvarður lögmaður Erlendsson á Strönd í Selvogi, leyfir þeim þá að verzla á löglegan hátt á „Rosmalanesi“. Úr þessu fór að styttast um verzlunarfrelsið og friðinn fyrir ensku kaupmönnunum þar um slóðir. 1518 eru þýzkir kaupmenn komnir á Básenda. Fara þeir þaðan, og víðsvegar af Suðurnesjum, og allt frá Grindavík, í bardaga við enska kaupmenn í Hafnarfirði. Þjóðverjar féllu þar unnvörpum (40 af 48, er að sunnan komu), en samt héldu þeir velli. Og þá var það, að Þjóðverjar náðu Hafnarfirði af Englendingum, þessum höfuðstað þeirra hér við land (Vestmannaeyjar og Grindavík þar næst), sem þeir höfðu haldið og hagnýtt sér um heila öld (frá 1415), en þó nokkuð slitrótt að vísu.
Næsta aldarfjórðunginn eptir þennan mikla bardaga, sem fyr segir, varð mestur uppgangur þýzkra kaupmanna hér á Jandi, og hafa þeir vafalaust verzlað á Básendum þann tíma. Hafnarfjörð gerðu þeir svo að segja að þýzkum bæ. Höfðu þar fógeta og byggðu sér kirkju (líkt og i Björgvin áður). Höfðu þeir þá líka útgerð mikla um nesin til fiskiveiða. Árið 1543 áttu þeir ráð á 45 fiskiskipum.
En þá lét Kristján konungur III. ræna basendar-356þeim öllum, og byrja með þeim konungsútgerðina hér, um nes og víkur. — 20 árum síðar (1563) var afii konungs aukinn með öðru ráni (þó kölluð væru makaskipti), þá er Páll Stígsson höfuðsmaður tók beztu aflajarðirnar við Eaxaflóa af Skálholtsstól: Hvalsneshverfið á Miðnesi, „Ófriðarstaði“ (Jófríðar-) í Hafnarfirði, og 12 aðrar jarðir þar á milli; svo og Þerney o. fl. En í staðinn lét hann jarðir og kot í Borgarfirði — annan ránsfeng Dana, og þó minnihlutann af jörðum Ögmundar biskups og Viðeyjarklausturs. Eptir þetta var þorskinum, sem aflaðist, allt frá Reykjanesi til Reykjavíkur, sópað vendilega í sjóð konungs, um tvær aldir og nær fjórðungi betur — afla konungsskipanna, landskuldum, sköttum og sektafé.

Sennilega hafa enskir kaupmenn siglt að jafnaði á Básenda mest alla 15. öldina og fram á 2. áratug 16. aldar, þvi á þessu aldar timabili höfðu þeir að langmestu leyti verzlun alls íslands í sinni hendi. En eptir bardagann fyr nefnda, hrakaði óðum verzlun þeirra og yfirgangi á landi hér. Að sama skapi færast þýzkir kaupmenn í aukana. En Dönum gengur seint róðurinn inn á hafnir einokunarinnar. Þrátt fyrir fiskiskiparánið eru Danir ekki komnir lengra en svo um miðja 16. öldina á einokunarferli sínum, að þeir sigla tveimur kaupskipum til Íslands, en Þjóðverjar tuttugu. Eru um þetta bil miklar ráðagerðir hjá stjórn Dana, að steypa undan Þjóðverjum.
basendar-368Ein þeirra var sú og þó nokkru fyr, um 1544, að konungur tæki af Þjóðverjum Básendahöfn, og sendi þangað skip árlega. Átti það að sækja fisk konungs og brennistein úr námunum á Reykjanesi, fara til Englands og selja þar fyrir gull og góðar vörur, klæði og konunglegar nauðsynjar.

Konungur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. Árið 1548 vildi danskt skip sigla á Básendahöfn og verzla þar. En þýzkt skip var þar fyrir, með fógeta innanborðs, og hrundu þeir Dönum frá verzluninni þar. Þá er einokun Dana byrjaði með fullum krapti hér á landi (1602), segir J. Aðils í Einokunarsögunni (bls. 70—71), að Þýzkir hafi enn siglt á Básendahöfn. Það er því varla rótt, er segir síðar í sömu bók (103) og í Skarðsárannál, að árið 1640 hafi ekki verið siglt á Básendahöfn í 50 ár. Hitt er sönnu nær, að Danir hefji einokun sína hér með því að afrækja höfn þessa í 38 ár. Og síðan byrja þeir verzlunina þar (1640) með því að yfirgefa Grindavík um næstu 24 árin. Eptir það var optast siglt á þessar hafnir báðar, og opt fluttar vörur milli þeirra.
Árið 1645 kom sigling á Básenda, fágæt 4 þeim árum og boðflenna sennilega. Það var hollenzkt skip með íslenzkum skipstjóra, Einari Þórðarsyni frá Tjaldanesi. Verzlaði hann þar eitthvað, og var optar í för um hér við land. Danir höfðu síðan tögl og hagldir á Básendum rúma hálfa aðra öld. – V. G.“

Heimild:
-Blanda, 3. bindi 1924-1927, bls. 46-53.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Garðsskagaviti

Gengið var um Sveitarfélagið Garð í tilefni af Sólestursdögum dagana 13. og 14 ágúst.
Rosmhvalaneshreppur var væntanlega til frá upphafi hreppaskipunar við lögtöku

Prestsvarða

Prestsvarða.

tíundarlaga 1097, þar til farið var að breyta skipun og mörkum þessara sveitarfélaga á ofanverðir 19. öld. Rosmhvalaneshreppur átti Njarðvíkurjarðirnar, en missti þær úr sínu umdæmi 1596. Hreppurinn náði yfir allan ytri hluta Reykjanesskagans og átti land að Hafnarhreppi og Grindvíkurhreppi að austan og Vatnsleysustrandarhreppi að norðan.
Árið 1886 breyttist hreppaskipanin á Reykjanesskaga með þeim hætti, að hinum forna Rosmhvalaneshreppi var skipt í tvennt og nýr hreppur stofnaður. Hann hlaut nafnið Miðneshreppur og náði yfir ysta hluta skagans vestan Hafnarhrepps. Innri hlutinn náði yfir Keflavík, Leiru og Garðinn, að mörkum Útskála og Kirkjubólshverfis og hélt sínu forna nafni. Þegar Miðneshreppur hlaut kaupstaðaréttindi 3. desember 1990 var hann nefndur Sandgerði.
Keflavíkurkauptún komst fljótt í landþröng, enda Keflavíkurjörðin afar smá og var þá brugðið á það ráð árið 1891 að löggilda hluta af landi Njarðvíkurhrepps sem verslunarlóð Keflavíkurkauptúns og eftir það var kauptúnið í raun í tveimur hreppum.
Þann 15. júní 1908 var sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu sent bréf frá stjórnarráði Íslands um breytingu á takmörkum Rosmhvalaneshrepps og Njarðvíkurhrepps. Í því kom m.a.. fram, að Njarðvíkurhreppur ásamt landi jarðarinnar Keflavíkur skuli vera hreppur útaf fyrir sig, er nefnast ætti Keflavíkurhreppur og Rosmhvalaneshreppur að fráskilinni jörðinni og kauptúninu Keflavík skuli vera sjálfstæður hreppur og heita Gerðahreppur.
Takmörk hins nýja Keflavíkurhrepps voru þáverandi takmörk Njarðvíkurhrepps og gagnvart Gerðahreppi, landamerki jarðarinnar Keflavíkur. Hélst friður um þau mörk í nærfellt 6 áratugi eða þar til 14. maí 1966, að samþykkt voru lög frá Alþingi, þar sem hreppamörk Gerðahrepps og Keflavíkur voru færð til norðurs og dregin frá Hólmbergsvita í háspennulínu ofan þjóðvegar. Nafni Gerðahrepps var breytt í Sveitarfélagið Garð þann 27. janúar 2004.

Árnarétt

Árnarétt.

Þegar jarðabókin var tekin saman árið 1703 voru alls sextán jarðir í byggð í Garði og Leiru auk Útskála. Jarðirnar voru þessar: Hrúðurnes, Stórihólmur, Litlihólmur, Gufuskálar, Meiðastaðir, Ívarshús, Kothús, Varir, Brekka, Skeggjastaðir, Gauksstaðir, Gerðar, Miðhús, Lambastaðir, Rafnkelsstaðir og Krókur og að auki er getið hinna fornu Heiðarhúsa, sem stóð á heiðinni upp af Meiðastöðum og Rafnkelsstöðum, og enn má sjá leifar af. Heiðarhús varð klausturseign og síðar konungs, líkt og flestar jarðirnar á svæðinu. Síðar fór hún í eyði, en var nýtt frá nærliggjandi jörðum.
Mörk Sveitafélagsins Garður liggja frá Garðskagatá um Skálareyki og um fríhöfn flugstöðvarbyggingarinnar á Keflavíkurflugvelli. Eystri mörk liggja frá flugstöðvarbyggingunni að mörkum heiðinnar fyrir ofan Sandgerði og þaðan í vitann á Hellisgnípu. Margt norðan við þessa línu er í rauninni stórmerkilegt, ef vel er gaumgæft. Táknrænt er að kirkjugarður Keflvíkinga skuli vera á mörkunum – og rúmlega það. Hluti hans teigir sig inn fyrir mörk Garðs, en það er í raun lýsandi dæmi um mikinn og jafnan áhuga sunnanmanna á landssvæðinu þar fyrir norðan. Má nefna golfvöllinn nýjastan í því sambandi, en áður útræðið. Haga fyrir hross sín sækja Keflvíkingar og til Garðs.

Garður

Garður – fjárborg.

Töluverðar breytingar hafa síðustu áratugi átt sér stað í Garðinum. Leiran er komin í eyði og á landi landnámsjarðarinnar Stóra-Hólms er nú með betri golfvöllum landsins. Golfararnir mættu af og til staldra við af og til milli högga og íhuga um stund hina merkilegu sögu svæðisins fyrrum.

Leiran mun hafa dregið nafn sitt af leirunni með lágri ströndinni milli Hólmsbergs og Rafnkelsstaðabergs. Í dag er hún að mestu horfin, en hærri bakkar komnir í hennar stað. Bæði hefur gróið land sumstaðar náð lengra út (sbr. Leiruhólma, sem eitt sinn var útgerðarstaður), en sjór brotið það smám saman líkt og annars staðar á Suðurnesjum, og auk þess hefur bökkum, sem draga nöfn sín af einstökum bæjum næst ströndinni, verið hlaðið upp ofan hennar og tún ræktuð efra. Það er samdóma álit eldri manna að sandstrandir og leirur hafa verið á undanhaldi með ströndum Faxaflóa á síðastliðnum áratugum, enda mikill sandur verið tekinn víða til húsbygginga í langa tíð.
Í Leiru og Garði, ystu byggð Reykjanesskagans, hafa minjar, sem voru svo algengar hér áður fyrr, og þóttu bæði svo sjálfsagðar og eðlilegar, að ekki tók að minnast á þær í annálum eða sérstökum lýsingum, fengið að vera óáreittar. Einkum er þær að finna í Út-Leirunni, ofan og innan við Réttarholt sem og vestan við íþóttahúsið í Garði. Þessar minjar eru og verða dýrmætari eftir því sem tíminn líður. Líta má á þær sem verðmæti komandi kynslóða.

Litla-Hólmsvör

Áttir í Leiru og Garði voru jafnan einungis tvær; Inn og Út. Þannig var Leirunni jafnan skipt upp í Innleiru (Hólmshverfið) og Útleiru (Gufuskálahverfið) og Garði var skipt upp í Inn-Garð (Rafnkelsstaðir og Meiðastaðir) og Út-Garð (Útskálar, Miðhús og Lambastaðir með Mið-Garð eða Gerðahverfið á milli. Hefur þetta sennilega verið gert til einföldunar því ströndin liggur milli átta; norðvestur og suðaustur. Líklega hefur fólki fundist lítt ágreiningslaust að ákveða mörk áttanna (vestur og norður annars vegar og austur og suður hins vegar) hverju sinni, og því einfaldað þau til ágreiningsléttingar. Víða má sjá á letri hvernig íbúar á tilteknum svæðum hafa komið sér saman um viðurkennd viðmið á meðan aðkomufólk virtist hafa notað sín eigin. Þannig hefur á stundum komið upp misskilningur um leiðir og staðsetningar, allt eftir því hver um fjallar.

RáðagerðisvörÞótt byggðin hafi hörfað úr Leirunni hefur byggðin í Gerðalandi á hinn bóginn vaxið ört og þar er nú myndarlegt þéttbýli. Fyrr á tímum var oft mikið fjölmenni í Garðinum þó landrými væri ekki mikið og hjáleigur margar sem fylgdu aðalbýlum. Gegnum aldirnar hefur verið mikil sjósókn frá Garðinum enda stutt á fengsæl fiskimið. Árið 1780 voru taldir 120 manns í Garði en þá voru 288 heimilisfastir í Útskálasókn.
Um aldamótin 1900 voru eftirfarandi bæir syðst í Leirunni, auk hjáleiga og tómthúsa. Innsta húsið í Inn-Leiru hét Bergvík. Bergvík var samheiti á bæjum þeim, er mynduðu hálfhring eða skeifu umhverfis geysimikinn mel innst undir Ritunýpu, sem er vestasta nýpan af fjórum á leiðinni til Keflavíkur. Býlin í Bergvík voru nefnd eftir eigendum sínum eða ábúendum, s.s. Einarskot, Brandskot eða Margrétarkot, Guðrúnarkot, Pálsbær og Bakki.
Framan af var ekkert hugsað um ræktun í Bergvík, nema ef vera skyldi hjá einum bónda. Hann hafði töluvert af kindum og ræktaði stóran túnblett fyrir framan hjá sér. Setti þessi ræktun hans vinanlegan svip á umhverfið. Tóku aðrir upp eftir honum að rækta bletti hjá sér, einkum kálgarða og smá túnskákir framan við húsin. Grjótmelurinn við Bergvík hefur á seinni árum verið hagnýttur sem steypuefni í Garðinum og Keflavík. Þangað var t.d. sótt byggingarefni í Garðskagavita.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Hólmsberg endar til norðurs í Berghólum. Hóllinn næstur Bergvíkurtúninu, beint upp af svonefndum Gónhól, var nefndur Gapastokkur. Talið er að strákar hafi farið djarflega framan í honum og sýnt það gapaskap þegar þeir voru að klifra. Huldufólkstrú lá á þessum hól. Hann er hár og klettóttur sjávarmegin og illfær. Þóttust menn oft heyra mannamál og áraglamur niðurundan hólnum, einkum að kvöld- og næturlagi. A.m.k. þrjár tóftir eru á og utan í Gapastokk. Austsuðaustur af Gapastokk er stór ílangur klettur, sem er eins og hús í laginu. Svolítill hnúður er á norðvesturenda hans. Steinn þessi var nefndur Álfakirkja. Gamalt fjárskjól er norðvestast á Berghólum, fast við gömlu götuna til Keflavíkur. Stóravör var beint niðurundan Gónhól.

Norður af Bergvík var Grænigarður eystri og vestari og þá Lindarbær. Vatnsbrunnurinn, fallega hlaðinn, er í Dalnum. Í leysingum fór Línlækur þar niður um. Í Dalnum var stundum þveginn þvottur. Af því dregur Línlækur nafn sitt og eftir vatnsbólinu heitir Lindarbær. Norðar með sjónum var Melbæjarbakki og norðar Melbær, steinsnar frá Bakka.

Gamli

Upp úr torfbænum að Melbæ var byggt timburhús, portbyggt með íbúðarlofti. Í þetta nýja hús var sett eldavél, niðurmúruð eins og þær tíðkuðust fyrst eftir að þær tóku að flytjast hingað til lands. Þóttu þær all nýstárlegar og hinir mestu kjörgripir, enda var þá strax farið að baka í þeim brauð og „bakkelsi“. Mun þetta hafa verið fyrsta „Maskínan“, sem kom í Leiruna, að sögn Þorbjargar Sigmundsdóttur, sem ólst upp frá fjögurra aldri að Efra-Hrúðurnesi í Leiru (fædd 15. okt. 1878). „Myndi þetta þó þykja þröngur kostur nú til dags og ófýsileg lífskjör, en samt er gagnlegt og lærdómsríkt fyrir nútímafólk, sem flestir hlutir eru lagðir upp í hendurnar á, að hyggja að þeim stórstígu breytingum til bættra lífskjara, sem orðið hafa á síðar aldarhelmingi (20. aldar).“
Það mikla og raunalega atvik skeði milli jóla og nýárs aldamótaárið, að eldur kom upp í Melbæ að í ofsaroki að næturlagi og brann þar allt sem brunnið gat og þar á meðal 2 kýr í fjósinu. Mannskaði varð þó ekki og bjargðist fólkið allt, fyrst og fremst fyrir dugnað húsbóndans og áræði, en við björgunarstarfið skaðbrenndist hann bæði á höndum og andliti. Dóttir hjónanna brenndist einnig mjög mikið.

Ranglát

Ranglát.

Utan og suðvestan við Melbæ var Efra- og Neðra-Hrúðurnes, sem drógu nöfn sín af hólmanum þar utan við; Hrúðurhólma. Hann var hinum megin við svokallað Hólmasund, sem var þrautalending í Leiru og mátti lenda þar í öllum áttum, nema norðanátt. Í þeirri átt gat sundið verið stórhættulegt. Á seinni huta 19. aldar fórst þar skip af Seltjarnarnesi. Formaðurinn hét Loftur frá Bollagörðum og var nýkvæntur dóttur Guðmundar frá Nesi þegar þetta gerðist. Skammt frá var Efra-Hrúðurnes. Norðvestar var Garðhús. Fyrir neðan Garðhús stóð Ráðagerði, stórt timburhús með háu risi. Það stóð næst Hrúðurnesjabæjunum. Vestar var býlið Kötluhóll. Þá kom Stóri-Hólmur.

Á göngu frá Leiru með ströndinni að Garðskagavita var tækifærið notað til að rifja upp sögu og sjósókn í Garði.
Guðmundur A. Finnbogason segir frá Leirunni í Lesbók Morgunblaðsins; „Leiran slagaði eitt sinn upp í Keflavík. Hún var þyrping fátæklegra býla með ofurlitlar grasnytjar, en lífsbjörgin kom umfram allt upp úr sjónum. Nú býr þar enginn, bærinn á Stórhólmi stendur einn eftir, en þotur koma í lágflug inn yfir þessa grænu vin, þar sem Suðurnesjamenn koma nú saman í frístundum og leika golf. Leiran var á landnámsöld einn þeirra staða við sunnanverðan Faxaflóa sem Ingólfur landnámsmaður Arnarson skenkti Steinunni gömlu frænku sinni. Hún hafði átt Herlaug bróður Skalla-Gríms, sem nam land á Mýrum og hún bjó í Leiru eða sem hét Hólmur og síðar Stóri-Hólmur eða Stokkhólmur.

Kistugerði

Kistugerði.

Síðan fer engum sögum af búskap í Leiru þar til 1703, að manntal fór fram, en þá voru 4 býli í Leiru og íbúar um 51. Á Stóra-Hólmi töldust 26 til heimilis, 6 á Litla-Hólmi, 7 í Hrúðurnesi og 15 á Gufuskálum. Þrettán býli voru orðin í Leirunni árið 1801 og íbúarnir 74. Þeim hafði fækkað niður í 6 árið 1836. Eftir það færðist nýtt líf yfir plássið og býlin urðu 12 og íbúarnir 82. Árið 1870 eru Leirumenn orðnir 138 og býlin orðin 16. Árið 1950 voru aðeins 5 býli eftir í Leirunni og árið 1960 stóð Stóri-Hólmur þar einn eftir.
Leiran var á sínu blómaskeiði eitt af allra bestu fiskiþorpum við sunnanverðan Faxaflóa. Þar var róið sem víða annars staðar svo til árið um kring. Vetrarvertíðir voru þó almesti sjósóknatíminn og oftast allra besti fiskitíminn. Úr Leirunni var oft hægt að sækja til fiskar á bæði borð, þegar frá landi var komið.
Á árabilinu 1631 til 1910 hafa svo vitað sé 14 skip og bátar farist er gengu úr Leirunni. Af þessum fleytum fórust 68 menn, þar af tvær konur. 23 menn fórust á þessu tímabili af Gufusskálaskipunum, 15 af Litla-Hólmsskipunum og 8 af Stóra-Hólmsskipunum, en færri af öðrum.
Innnesingar voru þeir nefndir er komu suður í Leiru í byrjun vetrarvertíðar með skipshafnir sínar til að róa þaðan.“ Ofan við Hólm eru rústir Steina, en þar vilja sumir meina að Steinunn gamla hafi búið.
Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er kveðið á um að Steinunn gamla hafi fengið Rosmhvalanesið í kaup Fornmannadysvið Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og er talið að hann hafi haft bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru.

Fyrir norðan Kötluhól stóð Stór-Hólmsbaðstofan. Neðar er Stóra-Hólmshúsið. Vestan við Stóra-Hólm er bátslaga óræktarsvæði. Hleðsla hefur verið og er umhverfis og lengi vel var bletturinn girtur af. Sú sögn var um blett þennan að þar væri fornmaður grafinn og honum mætti ekki raska. Sumir segja að þar hafi Hólmkell, fornmaður, verið grafinn með haugfé sínu, en ekki er vitað til þess að gengið hafi verið úr skugga um það. Sigurður B. Sívertsen, prestur á Útskálum segir frá þessu í lýsingu Útskálaprestakalls árið 1839 að svo hafi verið mælt að á Stóra-Hólmi „hafi byggt fornmaður nokkur, sem Hólmkell hafi heitið og skal vera heygður þar í túninu.“ Ofar var annar hóll, nú sléttaður. Þar vilja kunnugir meina að hafi verið dys Steinunnar landnámskonu.

Lásarif er þarna fyrir utan. Rauf er nokkurn veginn á miðju rifinu og er hægt að róa í gegnum það um smástraumsfjöru. Raufin dregur nafn sitt af þeim, sem ruddi grjótinu, en sá hét Nikulás Björnsson og bjó þá í Nýlendu. Miklum björgum hefur Lási þurft að bylta til, er hann ruddi raufina, en það gerði hann einn, nema hvað dóttir hans mun hafa hjálpað honum.

Á Hólmi gerðist frásögn af smala nokkrum er hlaut mein í látum. Meðan smalinn lá veikur mælti hann svo fyrir um að hann skyldi grafinn við götuna heim að bænum. Það var gert þegar að honum látnum; skammt fyrir innan hliðið á garðinum og letursteinn settur yfir. Sást steinn þessi til skamms tíma, en FERLIR hefur leitað að honum um alllangt skeið, en ekki fundið.

Norðar var bærinn Nýlenda. Fyrir ofan hann stóð bærinn Rófa. Utar var Nýlenda og Steinar. Tóftir sjást enn. Austar og nær sjónum stóð Bakkakot, stórt timburhús á tveimur hæðum. Fyrir utan Stóra-Hólm og ofan við Bakkakot voru býlin Traðarkot og Steinar, hið síðarnefnda litlu ofar. Litlu ofar við þessa bæi var Hábær. Næst Bakkakoti var Litli-Hólmur. Litla-Hólmskotin voru talin þrjú um aldamótin 1900.

Gufuskálar

Brunnur við Gufuskála.

Leiran var góð veiðistöð og lá vel við til sjósóknar. Það var því algengt, að formenn af Innnesjum lægju þar við með skip sín fram til sumarmála, er fiskur fór að veiðast inni í bugtinni. Það voru formenn af Álftanesi, Seltjarnarnesi og Reykjavík.
Tvær stórar verbúðir voru í Leirunni. Önnur var í Bergvík. hana átti Brynjólfur í Engey. Hin verbúðin var rétt fyrir vestan Melbæ, á grandanum milli Neðri-Hrúðurness og Melbæjar. Var það geysimikil bygging, í daglegu tali kölluð „Skökk“. Mun nafnið hafa stafað af því, að þegar nýbúið var að reisa verbúðina, gerði afspyrnu rok, svo hún skekktist á grunninum og varð aldrei lagfærð aftur. Þetta var timburkofi, ein hæð og dálítið ris. Þar voru oft 3-4 skipshafnir og jafnvel fleiri. Vertíðina 1910 voru þar 4 skipshafnir með 28 manns, en á tímabilinu 1901-1905 höfðust við í „Skökk“ 7 skipshafnir. Skökk stóð innan við og á bakka Línlækjar.

Í Leirunni var reist dágott samkomuhús þar sem allir fundir stúkunnar Vonarstjörnunnar voru haldnir svo og þær skemmtanir er til féllu. Áramótafagnaðir voru haldnir í húsinu og álfadans á Hólstjörn, sem lá utan við Hrúðurnestúnið í Hólslandi, en á þessari tjörn var oft ágætt svell.

Til að komast til Keflavíkur voru gengnar „eggjarnar“, það er þrædd bergbrúnin, en þar var yfirleitt þurrast yfirferðar. Gatan þótti oft aurug fyrir fótgangandi.

Svo virðist sem lífsviðurværi fólksins í Leirunni hafi að langmestu leyti verið sótt til sjávar, en fátt verið af skepnum. Sel frá bæjunum voru engin, enda kannski heiðarlandinu ekki fyrir að fara. Skepnuhaldið fór því nær eingöngu fram við bæina, fjöruna og næsta nágrenni. Á Leirunni mátti hafa sauðfé með nákvæmri aðgæslu fyrir sjó. Misstu bændu oft fé sitt í sjóinn, því fyrir utan Hólm og innan Gufuskála er bás, sem Sjálfkvíar heita, er fé vildi oft flæða, en ómögulegt að bjarga, því þverhnýptir klettar eru fyrir ofan.

Garður

Letursteinn á fornmannaleiði í Garði.

Í Rauðskinnu segir frá Prestsvörðunni: „Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen (1808-1887), sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var

höggvið sálmavers.“

Sálmaversið á hellunni er 4. Davíðs Sálmur 8. vers. („Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum“).

Litli-Hólmur

Litli-Hólmur.

Íbúðarhúsið að Litla-Hólmi stendur enn. Á Litla-Hólmi var búin til eða rudd vör um 1790 „með ærna uppákostnaði; hafði sá, að sögn, sem það gerði, þegið 100 dala verðlaun af kóngi,“ að sögn Sigurðar B. Sívertsen. Litla-Hólmsvör var langmest mannvirki af öllum vörum í Leiru. Aðrir segja hana endurbyggða af Páli bónda Jónssyni, er þar bjó á seinni hluta 19. aldar. Vörin er 50 m löng, 10 m breið og vegghæð um 2 m. Margir steina í vegghleðslunni munu vega yfir eitt tonn, sumir allt að 2 1/2 tonn. „Er hleðslan gerð af meistarahöndum og raunar hið mesta þrekvirki, svo gengur undrum næst, hvernig verkfæralaus maður hefur getað framkvæmt þetta,“ segir Ari Gíslason í örnefnalýsingu sinni um Innleiruna.

Utar er Leiruhólmi. Á klettakoll í honum er klappað LM, merki um landamörk. Sunnar er annar hólmi, Hrúðurinn. Hrúðurnes var þar fyrir ofan í Leirunni. Sagnir herma að Þjóðverjar hafi verslað í Leiruhólma, að líkindum í lok miðalda. Þaðan var mikið útræði, enda fjölmennt.

Kistugerði

Letursteinn við Kistugerði.

Steinsteypt, hálfhrunið hús, stendur milli Hólmsbæjannna. Að sögn Ásgeirs Jóelssonar var skólahúsið í landi Nýlendu í Leiru byggt 1910. Húsið var einskólastofa og anddyri. Fyrir utan skólahald fóru þar fram ýmisskonar mannamót: þingfundir, leikritaflutningur og dansleikir. Húsið var 13 x 9 álnir eða rúmir 43 fermetrar að utan máli. Það varsteypt úr 1 hluta af sementi á móti 12 af möl, sem var sótt niður ífjöru. Mikið grjót var sett í steypuna sem var ójárnbent. Fyrir miðju og eftir endilöngum grunninum er veggur sem átta burðarbitargólfsins hvíldu á og eru úrtök fyrir þá í hliðarveggjunum. Skólinn var hvítkalkaður að utan með rauðmáluðu þaki, vængjahurð og gluggum. Sjávarmöl var í stétt meðfram efri gafli og aðalhliðhússins. Í norðurhlið rústanna, sem enn stendur uppi, eru festingar fyrir kamar sem þar stóð.

Í Út-Leirunni, eða Gufuskálahverfinu, stundum nefnd Útleira. Voru nokkrir bæir um aldamótin 1900. Höfuðbólið var Gufuskálar. Næst Gufuskálum var Vesturkot, Hausthús og síðan Kónsgerði efst (nyrst) í túninu. Í Landnámu segir að á Gufuskálum hafi tekið land Ketill gufa Örlygsson ásamt þrælum sínum írskum og setið þar einn vetur, en síðan haldið í leit að jarðnæði.

Smærnavellir

Land Gufuskála byrjar við Sjálfkvíar. Í rifi, beint fram undan Sjálfkvíum, eru nokkrir stórir steinar, Þyrsklingasteinar, og einn þeirra stærstur. Steinar þessir eru alltaf upp úr á fjöru. Oft réru menn fram fyrir þyrsklingasteina og drógu þaraþyrskling. Var það kallað að róa á þarann. Innan við rifið er stórt lón, Sjálfkvíalón. Um 100 m norðar er skarð inn í klettana, kallað Kista. Vatnagarðar, tvo lítil dalverpi, voru skammt norðan við Kistu.
Gamli bærinn stóð aðeins austar, en í miðju túni – á sama stað og bærinn stendur nú. Bæjarhóllinn var ýmist nefndur Hóllinn eða Gufuskálahóll. Hóllinn mun að mestu leyti vera forn öskuhaugur. Háar klappir í túninu ofan við bæinn heita Kastali. Kastalahliðið var á túngarðinum ofan þeirra.
Tómthúsið Kóngsgerði hefur um sig dálítið gerði. Þaðan var konungsútgerð á tímabili. Mun gerðið af því hafa fengið nafn sitt. Kóngsgerði fór í eyði 1915.
Ofan þjóðvegarins eru löng holt; Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Syðst á því er mikil varða; Ranglát. Ásgeir M. Hjálmarsson í Garði sagði vörðuna hafa verið reista af opinberum aðilum, en ekki er vitað hvenær það var. Hún átti að þjóna þeim tilgangi að það var dregin lína úr henni yfir flóann í eitthvað kennileiti upp í Hvalfirði. Þetta var einskonar landhelgislína þannig að bátar úr byggðalögum fyrir sunnan hana máttu ekki fara norður fyrir hana, sama gilti fyrir báta sem voru gerðir út frá Garði, þeir máttu ekki fara suður fyrir línuna. Menn voru mjög ósáttir við þetta, því var varðan jafnan nefnd Ranglát.

Langholtsvarða

Langholtsvarða.

Á holtunum eru vörður; Langholtsvörður. Það er gömul trú, að einhverjir vættir væru í Langholtum: Illvættur í Ytra-Langholti, en hollvættur í Innra-Langholti. Þrívörðurnar sjást vel í suðvestur frá Ytra-Langholti. Hríshólavarða er í stefnu vestsuðvestur frá Ellustekk (Elínarstekk). Hún stendur á Hríshólum. Gamlar götur út úr Garði lágu við Langholt og Hríshólavörðu. Þær nefndust Efrivegur. Neðrivegur lá ofan við Leirubæina. Enn sést móta fyrir götum þessum.

Uppsprettulind er þar sem bærinn Nýlenda stóð, rétt hjá gamla barnaskólahúsinu. Önnur lind er ofan við Gufuskála, við Huldufólkshamar. Einnig á klöppunum ofan við Litla-Hólm. Hún er fallega hlaðin úr steini og er hún það eina em stendur eftir af bænum Vesturkoti í landi Gufuskála.

Þegar komið er að Garði er fyrst komið að Rafnkelsstaðabergi. Bergið er ekki hátt, en af ofviðum þess ber Ellustekkur við sjónarrönd í vestri. Áður fyrr var byggðin svo dreifð um allan Garð að hún var hæfileg blanda af þorpi og dreifbýli – og hafði kosti hvors tveggja. Við Rafnkelsstæði er Kistugerði þar sem þjóðsagan segir að fjársjóður Rafnkels hafi verið grafinn. Reyni einhver að grafa hann upp mun þeim hinum sama sýnast bærinn standa í ljósum logum. Sagan er svipuð sögunni um fjársjóðinn í Silfru við Járngerðarstaði í Grindavík.

Garðaskagaviti

Garðskagaviti.

Skúli Magnússon segir í Faxa, október 1999, frá Elínarstekk (Ellustekk) utan við Garð.
„Skammt ofan við þjóðveginn í gegnum Leiruna er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er Elínarstekkur (Ellustekkur). Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld.
Sögu þessa og staðsetningu stekksins hef ég eftir ábendingum Ólafs Sigurjónssonar frá Litla-Hólmi.
Þegar bílvegur var lagður um Leiruna, um og eftir 1920, var honum valið stæði ofan við byggðina, skammt austan við Elínarstekk. Þessi vegur var síðan breikkaður, eins og fleiri þjóðvegir á árum seinni heimstyrjaldarinnar, og náði þá uppundir stekkinn.
Það var sumarið 1787 að Elín Stefánsdóttir, blásnauður niðursetningur á Gufuskálum, fannst örend í snærisspotta í hjalli þar skammt frá bænum. Vegna deilna hennar og vinnumanns, þar á bænum, þótti dauði hennar ekki einleikinn.
Haldgóðar vísbendingar fengust þó ekki um að Elín hafi verið myrt, þrátt fyrir réttarhöld. Þess vegna var talið að hún hefði tekið líf sitt í skyndilegu æði, sem að hefði borið um nótt.
Elín var því, samkvæmt kirkju- og landslögum, heygð utan vígðrar moldar og var holað niður utan túngarðs í Leirunni, í sauðfjárstekk frá bænum á Gufuskálum.
Láti Elínar og aðdraganda þess, svo og hulun líks hennar og frágangi þess, er lýst í Dóma- og þingbókum Gullbringusýslu. Óttuðust grafarnir að Elín gengi aftur og skáru höfuð hennar af um hálsinn, lögði líkið á grúfu, en lögðu höfuðið við þjóhnappana. Átti það að tryggja að hún lægi kyrr.

Spil

Fyrir meðferðina á líkinu hlutu mennirnir dóma og ákúrur yfirvalda. En aldrei fórum neinum sögum af ókyrrleika sem eignaður var þessari ólánsömu konu.
Heimildarmaður minn, Ólafur Sigurjónsson, kallaði stekkinn aldrei annað en Elínarstekk, en í heimildum Jóns Helgasonar í Sunnudagsblaði Tímans 9. febr. 1969, bls. 108-112, virðist hann nefndur Gufuskálastekkur og hefur það að öllum líkindum verið upprunalegt nafn hans. Eftir greftrun Elínar hefur nafn stekksins breyst en hið eldra heiti líklega fallið úr daglegu máli og gleymst.“

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir m.a. frá Bergþóri er bjó á Rafnkelsstöðum. „Hann var maður fjáður einkum að sjávarútvegi og átti mörg skip. Það var þá siður að gjalda sjómönnum skiplag sitt í mjöli, hverjum tvo fjórðunga eða þá annan í mjöli en hinn í hörðum fiski og færið skyldu þeir fá að vertíðarlokum; flestir létu þá fá stykki úr gömlu færi.
Þar var með sjómönnum Bergþórs unglingspiltur úr Norðurlandi ósjóvanur. En er hann vó skiplagið í þetta skipti vildi hann ekki gjalda drengnum nema helminginn og lét hann gjalda þess er hann var ekki sjóvanur.“ Sagan er lengi en óþörf ílengdar hér.

Vindmyllustandur

Innsti bærinn í Garði er Rafnkelsstaðir, þá koma Meiðastaðir, síðan Kothús niðri við sjóinn og Varir þar skammt fyrir utan. Í landi þessara jarða standa nú íbúðarhús, sem reist hafa verið á seinni árum eftir að fólki fór mikið að fjölga í Garðinum. Í vörunum var mikið útræði, enda lending þar góð um sund sem Varaós var. Ósvarða er ofarlega í heiðinni. Frá Rafnkelsstöðum að Garðskaga teljast 14 nafngreindar varir er segja nokkuð til um fjölda uppsátra þarna við ströndina fyrrum.
Neðan við fiskhúsin er ós, sem nefnist Kópa. Inn úr henni eru Meiðastaðavör og Rafnkelsstaðavör, erfiðar varir. Fyrir ofan veg, uppi í heiði, er Árnarétt, skilarétt. Hana byggði Árni Þorvaldsson, sem hér var stórbóndi. Réttin er skemmtilega hringhlaðin, víðast hvar mannhæðar há.

Hér er einungis helstu býlanna getið, enda of langt mál að telja upp öll kot og smábýli líkt gert var í Leirunni.

Garður

Garður – Heiðarhús.

Í Inn-Garðinum utan við Leiruna tók hver bærinn við af öðrum. Fyrst Rafnkelsstaðir, síðan Meiðastaðir, Ívarshús og Kothús, sem áður hétu Straglastaðir og Darrastaðir. Því næst komu Varir þar sem fyrir var ágæt lending eða sund, sem Vararós hét. Kóngsmenn, sem voru í Leirunni á 17. öld og réru frá Kóngsgerði, sáu að betra var að róa úr Garði þegar fiskur var í Garðsjó, og búið til vör í Varós, sem síðan var kölluð Kóngsvör.
Þegar segl- og áraskip voru notuð í Garði, var ávallt sett kjölfesta í skipin, sem kölluð var ballest, til að skipin væru hæfari undir seglum. Þetta var grjót, misstórt, sem tekið var í skipið, eftir að það var komið á flot. Það fór eftir sjávarföllum, hvar ballest var tekin. Norðan megin að innanverðu við sundið Varós var grjótkampur, sem oft var tekin ballest úr. Þegar skipin komu að landi, var balllest hent ú þeim í rfið, því það var ekki lent fyrr en það var gert. Þetta rif var kallað Ballest.
Brekka og Skeggjastaðir heita næstu jarðir og Gauksstaðir nær sjónum. Sjávarmegin við Brekku er forn brunnur. Heimildir kveða á um að gengið hafi verið niður í brunn þennan. Vel sést móta fyrir honum norðaustan við húsið.
Vestan við Gauksstaði er ós inn úr sjó er heitir Skólatjörn. Eiðið ofan við tjörnina er nefnt Steinbogi. Þar er kringlótt byrgi til að þurrka fisk. Gauksstaðaurðin er utan við tjörnina. Þar var fyrsti skólinn.

Garður

Skagagarðurinn.

Þá er komið að Gerðum, “sem er falleg jörð; þar er útræði mikið og fiskisælt”, segir í sóknarlýsingu. Í Gerðum myndaðist fyrst vísir að þéttbýli Garðsins með tilkomu Milljónafélagsins, sem stofnaði útibú í Gerðum árið 1907. Gekk hús það er félagið reisti lengi undir nafninu Milljón. Félagið rak bæði útgerð og verslun og dró það fólk að plássinu svo að um tíma var Garður fjölmennesta byggð Suðurnesja, enda gengu þaðan allt upp í 70 áraskip til fiskveiða á vertíðum.

Fram af Gerðum var hólmi; Gerðarhólmi. Hann er nú sker, en álitið er að hann hafi áður fyrr verið gróið land. Gerðasíkin, tvö vötn, voru nefnd Innrasíki og Ytrasíki. Gerðabakka eru sjávarbakkinn fyrir neðan Síkin. Þar var áður bær, sem líklega hefur heitið Bakki. Aðeins utar var Vatnagarður og stendur bærinn enn. Ofan við þjóðveginn, að sjá í Ósvörðuna frá bæ, heitir Gerðastekkur.

Engill

Með hnignun félagsins varð afturför í atvinnu Garðbúa og fólki fækkaði og tók ekki að fjölga aftur fyrr en nýir tímar komu með önnur tækifæri í útgerðarmálum. Þá var sökum hafnleysis í Garðinum, farið að flytja þangað fisk til verkunar, sem skapað hefur mikla atvinnu. Auk þess hafa allmargir byggt sér hús í Garði, en stunda atvinnu annars staðar.
Gerðaskóli er nú ofan við Gerðar. Gamla skólahúsið, sem var við Skólatjörnina vestan við Gauksstaði, var einn elsti barnaskóli landsins (reyndar þriðji elsti), tók til starfa 1872 með 20 börnum. Var hann reistur fyrir frjáls samskot með forgöngu séra Sigurðar Sívertssen á Útskálum. Seinna var skólinn fluttur að Útskálum. Þá keyptu góðtemlarar skólahúsið í Gerðum og var það jafnan nefnt „Gamli templarinn“. Nú stendur stór bautarsteinn með áletrun á þeim stað, sem skólinn stóð, en húsið var rifið fyrir skömmu.

Miðhús og Krókur voru ofan við Miðhúsatjörnina. Nú stendur húsið Sólbakki á og norðan við bæjarhól Króks. Austan undir honum var Króksbrunnurinn; annar tveggja í Garði er ósaltir voru. Útskálar áttu vatnstökurétt í brunninum.

Fyrir utan (vestan) Gerðahverfið tekur við Út-Garðurinn. Þar gerðist byggðin strjálli. Þar eru Útskálar og Vatnagarðar, hús austan við nyrsta síkið, Garðhús, Prestshús, Móakot, Nýibær, Akurhús og Lónshús. Tvær lendingar tilheyrðu staðnum; Króksós og Lónsós. Fyrrnefnda lendingin var stundum nefnd Útskálaós og jafnvel Biskupós, hættuleg og vandmeðfarin þegar brimasamt var.

Útskálakirkja

Útskálakirkja.

Gerðavörin var utan við núverandi hafnargarð, en inni í höfninni móta enn fyrir hlöðunum hleðslum og bökkum. Steyptur þvergarður, sem þar er efst, eru leifar frá Milljónafélaginu.
Eitt er það hús, sem þarna er, lítið, en tvílyft; Unuhús. Þar bjó Una í Garði Guðmundsdóttir, en húsið hét áður Neðri-Sjólist, en Una var jafnan sögð búa í Skúlhúsi. Um tíma var bókasafn Gerðargrepps í húsinu, þótt ótrúlegt megi virðast.

Mór var eingöngu tekinn í flæðamáli (fjörumór). bestur þótti hann á Nýjabæjarfjörum. Þar var mór tekinn á stríðsárunum fyrri.
Rétt við gamla bæinn á Lambastöðum er ysta uppsátrið á skagagnum, Lambastaðavör. Þarna var brimasamt og ekki hægt að lenda nema boðarnir, þ.e. Ljóssveinar og Þórðarflös, lægju niðri. Farið var inn í lendinguna um rennu er hét Lækur.
Utar er Lambastaðarétt eða Helgarétt því hún var stundum kennd við bónda sem bjó á Lambastöðum. Sennilega hefur hún áður verið skilarétt fyrir hreppinn, en seinna aðeins heimarétt Lambastaða.

Neðar eru Síkin; nyrst Útskálasíki, þá Miðhúsasíki og syðst Gerðasíki, milli byggðarinnar og grandans við sjóinn. Hér áður fyrr virðast síkin einungis hafa verið tvö því sr. Sigurður B. Sívertssen kallar þau árið 1939 Innra-Síki og Ytra-Síki. Þar gengu kýr á sumrum. Í örnefnaskrá greinast þau í Gerðasíki, sem skiptist í Innrasíki og Ytrasíki, Krókasíki og Útskálasíki.
Krókvöllur og Bræðraborg heita hús nær veginum við vegamótin suður í Sandgerði. Bræðraborg er heiti á fallegum skrúðgarði, sem rækt hefur verið lögð við hin síðari ár. Skammt austar er fornmannaleiði og rúnasteinn. Hvorutveggja er norðan við íþróttahúsið. Þar eru og tóftir nokkurra heillegra kota, en ástæða væri til að varðveita og jafnvel endurgera að hluta.

Garður

Garður 1903 – kort.

Þegar skoðað er landslag í Garði má víða sjá hóla. Þeir voru svo til allir manngerðir og munu vera gamlir bæjarhólar. Í þeim öllum eru mannvistarleifar frá fyrri tíð. Miðhús stendur nú á sléttlendi, en útihúsin norðar eru utan í gamla bæjarhólnum.
Norðan við íþróttahúsið var Smærnavöllur, en neðst í því landi hétu Vegamót og ofar Bali. Í þessu fyrrum landi Smærnavalla, er haugur fornmannsins og letursteinn, sem fyrr nú verður sagt frá.

Í sögunni af þessum steini haugbúans segir að „Í Lykkju í Garði suður hefir búið maður sem Þorsteinn hét. Hann byggði bæ sinn og aflaði víða grjóts til hans. Þar allnærri var steinn mikill og fagur og voru á hann ristar fornar rúnir. Hugðu menn hann þar settan á dys fornmanns einhvers, mundu rúnirnar segja hver hann var en þær gátu menn eigi lesið en hitt þóttust menn sjá að vel var um búið undir honum. Þennan stein vildi bóndi færa heim en aðrir sögðu illt af hljótast ef það væri gert og úrtöldu það. En bóndi réði og var steinninn heim færður af mann söfnuði og hló bóndi að hjátrú manna að óttast slíkt.

Hríshólavarða

Næstu nótt dreymir bónda það að til hans kemur jötunvaxinn maður all-fornlegur að ásýnd og búnaði; hann er þýðlegur á svip. Biður hann bónda góðlátlega að færa steininn þangað sem hann var. Skilur bóndi að hann muni vera fornmaður og vera heygður undir steininum. Bóndi þykist færast undan því, það kosti svo mikla fyrirhöfn. Þótti manninum auðsjáanlega fyrir þessu og hvarf burtu.

Aðra nótt kom hann aftur og var nú hægur og alvarlegur og talar enn með alvörugefni um hið sama en er nú allt þyngri í orðum og hálf-ógnandi en allt fer sem fyrr.
Þriðju nóttina kemur hann og er nú svo grimmilegur að bónda stóð stuggur af honum. Býður hann bónda nú með harðri hendi að flytja steininn sinn í sinn stað og segir hann skuli annars verra af fá. Bóndi svarar því lítt. Sýnist honum nú eigi betur en hann muni ráða á sig og við það hrekkur hann upp og finnst þá að hann sjá svip þann er hann hvarf frá honum burt. En annaðhvort hafði hann þá komið steininum fyrir í vegg eða hann ætlaði þetta draumskrök orsökuð af hræðslu annarra því eigi færði hann steininn á dysina.

Garður

Garður – vindmyllustandur.

Nú kom það fyrir rétt um þetta bil að hafólgu gerði og brim mikið, tók sjórinn þá 10 skippund af saltfiski er Þorsteinn bóndi átti. Vitraðist honum þá enn haugbúinn og spurði hvort hann vildi enn eigi undan láta. En eigi er þess getið að Þorsteinn bilaði. Þá missti hann stórgrip. Og enn kom haugbúinn reiður. En Þorsteinn sat við sama keip. Síðan kom haugbúinn hverja nótt af annarri, verri og verri, svo Þorsteinn fór að ugga um líf sitt. Lét hann þá loks undan og lét færa steininn á sinn stað og ganga frá honum eins og hann var áður. Segir sagan að helmingi færri menn hafi þurft til að færa steininn til baka. Sá hann aldrei haugbúann síðan.“
Steinninn stóð áður á þremur öðrum, en þegar honum var skilað varð frágangurinn ekki sá hinn sami og áður var. Ofan við steininn er manngerður haugur. Þar er fornmaðurinn, haugbúinn, talinn hvíla.

Í Garðinum var löngum mikið um manninn en árið 1703 voru alls 185 heimilisfastir í Garðinum.

Gegnum aldirnar hefur óefað verið mikið útræði í Garði enda stutt á fengsæl fiskimið. Þaðan munu venjulega hafa gengið 50-60 skip á vetrartíð en yfir 100 skip úr allri Útskálasókn þegar best lét. Margt aðkomumanna stundaði sjó úr SteinnGarðinum og komu þeir úr öllum landshlutum. Árið 1780 voru taldir 120 manns í Garði en þá voru 288 manns heimilisfastir í Útskálasókn. Á vertíðinni þetta ár voru gerðir út í skókninni 9 sexæringar, 25 fjögurra manna för og 21 tveggja manna far, alls 55 skip auk þess tveir aðkomubátar. Hafnarskilyrði voru slæm rétt eins og í dag. Það fórust 76 manns úr Garðinum á árunum 1664-1695 í sjólslysum.

Á 19. öldinni fór vegur Gerða vaxandi og eftir aldamótin 1900 með tilkomu Milljónafélagsins, sem fyrr sagði, varð þar mikil útgerð. Þar er nú bryggja bæjarins og helstu fiskvinnslufyrirtækin. Um verstöðina Garð má lesa í bókinni Gerðarhreppur 90 ára eftir Jón Þ. Þór. Þar lýsir hann m.a. fiskverkunni og þróun atvinnuhátta í byggðalaginu.

Á fyrri hluta þessarar aldar tóku opnir vélbátar að ryðja áraskipunum úr vegi. Fyrsti trillubáturinn kom í Garðinn 1922. Þegar þilfarsbátarnir komu til sögunnar minnkaði atvinnan í Garðinum því Garðmenn áttu ekki nógu stóra og góða bryggju fyrir slíka báta. Árið 1910 var Gerðahreppur fjölmennasta sveitafélgið á Suðurnesjum með 647 íbúa en minnkaði niður í 396 á fjórum áratugum.

Garður

Spil við Helgustaði.

Með bættum samgöngum tóku Garðmenn að flytja fisk af bátum sínum, sem gerðir voru út í öðrum byggðarlögum, til verkunar heima fyrir. Á kreppuárunum eftir 1930 jukust fiskflutningar í Garðinn og var hann verkaður þar til útflutnings. Alls var þurrkað á um 30 reitum þegar best lét og á árunum 1938-1939 var þurrkuð um 9 þúsund skippund af fiski í hreppum.

Þrátt fyrir þetta fækkaði fólki í Garðinum á þessu tímabili, en það var ekki fyrr en árið 1943 að fólksflóttinn stöðvaðist þegar Hraðfrystihús Gerðabátanna tók til starfa og eftir það kom hvert frystihúsið af öðru til starfa og á árunum 1950-1960 voru yfir 20 fiskverkunarstöðvar.
Víða má sjá steypta stöpla við hús í Garðinum. Þarna er um að ræða vindmyllustanda, en þeír voru undirstöður vindmyllana, sem voru undanfari rafvæðingarinnar. Rafvæðing hófs í Garðinum 1933 og var orka fyrst frá ljósavélum. Vindstöðvar urðu mjög algengar um tíma en rafmagn frá Sogsvirkjunum var leitt um Garðinn 1946. Holræsi var leitt um byggðina á árunum 1950-1960.
Nú eru 1322 (1.des. 2004) íbúar í Garðinum.

„Utan við Leiruna tekur við Inn-Garðurinn,“ segir sr. Sigurður Sívertssen í lýsingu sinni á Útskálaprestakalli 1839. „Fyrst eru Rafnkelsstaðir (sem byggð skyldi hafa verið af Rafnkeli nokkrum, sem heygður skyldi hafa álandareigninni með kistu sinni, í svokölluðu Kistugerði; er þar steinn með rúnaletursstöfum nokkurm, sem menn þó ekki vita nema seinna hafi verið klappaðir). Milli Leirunnar og Inn-Garðsins er strandberg fram við skó, sem heitir Rafnkelsstaðaberg, og ekki nema bæjarleið á milli.“
Frá Rafnkelsstöðum syðst voru helstu jarðirnar Meiðastaðir, Kothús, Varir, Gerðar, Miðhús, Útskálar og Lambastaðir svo einhverjar séu nefndar. Heimamenn skiptu Garðinum oft í tvennt; Inn- og Út-Garð, og síðan í þrennt; Inn-Garður, syðst, Mið-Garður, Miðskála-Garður eða Gerðahverfi og Út-Garð nyrst. Er sjávarútvegur tók að eflast til muna á 14. og 15. öld, jókst mjög ásókn kirkju og klaustra í góðar sjávarjarðir. Þá komust margar jarðir á þessum slóðum í eigu Viðeyjarklausturs og urðu síðan konungseign, er konungur lagði undir sig eigur klaustranna eftir siðaskiptin. Þá varð Garðurinn ein helsta miðstöð konungsútgerðarinnar hér á landi.

Garður

Garður – letursteinninn.

Á Útskálatorfunni er rúmt um kirkju og prestsetur þar sem þau standa á lágum hól í stóru sléttu túni. Þetta eru gamla og virðulegar byggingar. Kirkjan stendur lægra, innan kirkjugarðs, byggð 1861 og kostaði 1725 ríkisdali. Hún er í góðri hirðu og viðhaldi, enda hefur söfðnuður Útskálasóknar alltaf látið sér einkar annt um hana eins og vel kom fram á aldarafmælinu 1961.

Kirkjan að Útskálum var reist að frumkvæði sóknarprestsins síra Sigurðar B. Sívertsen (1808-1887). Grafsteinn hans er aftan við kirkjuna og minningarskildir um hann og konu hans, Helgu, hanga uppi í anddyrinu.
Árið 1907 heyrðu Hvalsnes-, Njarðvíkur- og Kirkjuvogssóknir til Útskálaprestakalls og hélst sú skipan fram til ársins 1952.
Útskálakirkja er byggð úr timbri og járnvarin. Árið 1975 var forkirkjan stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Granz, málarameistara, hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu sem nær var horfin. Prédikunarstóll kirkjunnar var keyptur úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1886. Altaristaflan sýnir boðun Maríu, stór mynd, gefin kirkjunni árið 1878.
Í kirkjugarðinum vekur athygli hvítmálað konulíkneski, sunnan undir kirkjunni. Hún heldur á barni og leiðir annað með sér við hönd. Þetta er Gytta Jakobine Fridrika Lever, sem árið 1832 giftist Thomsen faktor Flensborgarverslunar í Keflavík. Þau eignuðust 3 börn, misstu 2 þeirra nýfædd og sjálf andaðist Gytta “af brjóstveiki og tæringu” haustið 1835 og var jarðsungin að Útskálum 6. nóvember. Þrem árum síðar fluttist Thomsen faktor til Reykjavíkur þar sem þeir feðgar gerðust umsvifamiklir kaupmenn. En sinnar ungu konu minntist hann með því að reisa henni þennan eftirminnilega bautastein.

 

Garður

Garður – haugur fornmannsins.

Árið 1946 fannst sjórekið lík í Lambastaðavör. Það var með öllu óþekkjanlegt. Það var jarðsett í Útskálakirkjugarði og á gröfinni reistur fallegur en látlaus minnisvarði um óþekkta sjómanninn. Er þessa jafnan minnst við sjómannadagsguðsþónustur í Útskálakirkju.

Í sögu Sigfúsar af „Börnunum að Útskálum“ er sagt frá Brynjólfi prestur Sívertsen á Útskálum 1826-37. Grafsteinn hans er við hlið grafsteins sr. Sigurðar í Útskálakirkjugarði. Hélt hann tvö fósturbörn, afkvæmi fátækra foreldra. Voru þau heitin í höfuð þeim hjónum og hétu Brynjólfur og Ragnheiður. Þau voru bæði efnileg.
Þegar þau voru 12 og 13 ára tók Ragnheiði litlu að dreyma það að til hennar kom í þrjár nætur eina eftir aðra kona nokkur allmikilúðleg og ferleg að sjá og bað hana fara með sér.

MiðengisbrunnurRagnheiður spurði hvaðan og hver hún væri. „Ég á heima í Steinbítsklettum,“ svaraði hún.
Svo hvarf hún og liðu nú tímar fram og allt þar til á sauðburði. Þá voru börnin einn dag að mala korn í handkvörn. Kom þar þá nágranni þeirra og sagði þeim frá því að ein af ám fóstra þeirra væri borin úti á Skaga svo sem venjulega stekkjarleið frá bænum og kvað hann þurfa að huga að henni. Börnin fóru þá bæði að vitja ærinnar. En hvorugt þeirra hefir sést síðan og ekkert er þeim viðkom nema hálsklútur Brynjólfs, hann var vafinn utan um stein í flæðarmáli.

Grynningar eru þar með landi fram. Veður var bjart og kyrrt um daginn. Engin torfæra segja menn að væri þar til á leið barnanna. Og með því að öllum mönnum var óskiljanlegt hvarf þeirra þá leiddust ýmsir menn til að setja það í samband við draum Ragnheiðar litlu og trúðu einstakir menn því að sækona og þá einkum margýgur hefði numið til sín þau fóstursystkinin.

Þrívörður

Í Grímu hinni nýrri segir frá séra Þorsteini á Útskálum á 17. öld. Hann var allvel viti borinn og vel að sér en þótti stærilátur og hjátrúarfullur og fór með fjölkynngi. Almælt var að hann hafi fyrstur manna gert mynd af Hallgrími Péturssyni þegar hann var nágrannaprestur hans á Hvalsnesi. Þegar séra Þorsteinn tók að eldast varð hann líkþrár og blindur; samt sem áður gat hann barn í hórdómi og missti fyrir það kallið. Það var honum þvernauðugt og gerði hann allt hvað hann gat til að halda kallinu, fór til alþingis, þótt veikur væri orðinn og talaði máli sínu við höfðingja. En það kom fyrir ekki og var séra Þorleifi veitt kallið. Þó varð nokkurt þóf um mál þetta, því að séra Þorsteinn vildi ekki standa upp af staðnum góðviljuglega og séra Þorleifur hikaði við að ganga að staðnum á meðan séra Þorsteinn væri þar kyrr; hefur hann ef til vill haft beyg af fjölkynngi prests.
Prestur var fluttur að Setbergi í Garðahverfi og átti hann þá jörð sjálfur. Þar lifði hann nær fjórtán ár eftir þennan atburð. Ekki lagði hann niður hjátrú sína og hindurvitni og lét jafnvel á banasænginni lesa þesskonar fræði fyrir sig. Finnbogi sá, er fyrr var nefndur, varð eigi gamall; sætti hann vélráðum af Magnúsi félaga sínum, sem öfundaði hann af gáfum hans og kunnáttu. Eiríkur varð prestur og bjó að Vogsósum og var nafnkunnur fyrir þekkingu sína í töfrafræðum, og eigi síður hitt, hvað hann var góðgjarn og hjálpfús og fór vel með kunnáttu sín.

Prestsetrið að Útskálum var byggt árið 1890 og hefur í gegnumtíðina veriðmikið stolt Garðmanna. Þarna var Sparisjóðurinn í Keflavík stofnaður, einnig sveitarfélagið Gerðahreppur og þar var lengi myndarlegt skólastarf. Það þarf þú að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga.

Útskálar

Harðindin birtust fólki í sjávarplássunum í köldu verði og fáfiski, en ekki síður fyrirvaralaust. Fyrir kom að hann brast á með ofasveðri upp úr þurru, jafnvel um miðjan dag, þótt veðurítlit væri bærilegt þegar ýtt var úr vör að morgni. Veturinn 1685 var að sögn Jóns Espólín nefndur „mannskaðavetur“, en það ár er talið að milli 180 og 190 mann hafi farist í sjó hér við land. Flestir fórust á einum degi, 8. mars, en þá drukknuðu alls 136 menn, langflestir af Suðurnesjum. Úr Garði fórust þrjú skip þennan örlagaríka dag og með þeim 13 menn. Nóttina eftir rak alls 47 lík á land í Garði og á Miðnesi. Í eina gröf voru lagðir 42 menn í Útskálakirkjugarði.

Allt um kring eru hinar gömlu hjáleigur, sem eru orðnar sjálfstæðar jarðir fyrir löngu: Vatnagarður niðri við sjávarkambi (var jafnan tómthús, nú í eyði), Garðhús, Presthús. Móakot, Nýibær, Akurhús I og II, Lónshús á sjávarkambinum utan við Akurhðúsatúnið. Í gamla daga voru Útskálar með öllum sínum fylgijörðum metnir á 41,8 hundruð. (Eitt hundruð var jafngildi einnar kúar og 6 áa með lömbum). Það gaf prestinum talsvert í aðra hönd í eftirgjöldum. Aðalkostur brauðsins var samt útræðið úr tveimur lendingum staðarins (Króksós og Lóninu) því að “í Út-Garðinum er fiskisælt, og ber sjaldan við, að fiskilaust sé, og aldrei til lengdar,” segir Sigurður B. Sívertsen í sóknarlýsingu sinni 1839. Nafn séra Sigurðrar minnir á að hann var einn hinn kunnasti í langri röð Útskálapresta, ekki síst fyrir annál sinn og aðra fræðimennsku. Honum eigum við að þakka mikla vitneskju um menn og málefni á Suðurnesjum á fyrri öldum.
ÚtskálarÍ sóknarlýsingu sinni nefnir séra Sigurður m.a. eina jörð í Út-Garðinum – Lambastaði. Það höfðu Kirkjubólshverfingar á Miðnesi lendingu þegar þeir stunduðu róðra inn á Garðsjó vegna langræðis á vertíðarslóðir Miðnesinga. Lambastaðavörin er „myndræn“ eins og hún er í dag, með gömlu lúnu tréspili ofan til, gömlum fúnum trébát á hvolfi efra og vel gróið í kring.

Rúmum 40 árum síðar, þ.e. í lok fyrra stríðs 1916-1918, var öðruvísu um að litast á Skaganum. Þá var hann orðinn að risastórum kálgarði. Hafði ríkið stofnað til þessarar ræktunar í kartöfluleysi Norðurálfuófriðarins og allir Garðbúar sem vildu fengu vinnu við að tína jarðepli upp úr sendinni moldinni. Þessi ríkisræktun á kartöflum á Garðskaga stóð í þrjú ár. Plægðir voru 4 ferhyrndir reitir, 100 m á kant, þara ekið á flögin úr hrönnum í fjörum Skagans og það látið nægja sem áburður. Útsæði var sent úr Reykjavík og skipað upp í Lambastaðavör. Undirvöxtur varð ekki eins mikill og menn væntu. Var kennt um of einhæfum áburði. Næsta sumar gekk betur. Svipuð ræktun var reynd á Eyrabakka, en þar segja fróðir menn að ræktunin hafi gengið afar illa, enda hafi heimamenn jafnan etið útsæðið áður en það komst í jörðina.
Kartöfluræktunin á Skaganum stóð í 3 ár. Eftir það var Skaginn fljótur að gróa sára sinna og varð aftur hið besta tún og gott beitiland fyrir gripi Útskálaprests.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Garður dregur nafn sitt af Skagagarðinum og því er því mannvirki gerð nokkuð góð skil hér á eftir. Sumir gætu haldið að Garður tæki nafn af hinum mörgu og miklu grjótgörðum, túngörðum, sjóvarnargörðum, landamerkjagörðum, fiskigörðum, matjurtargörðum, görðum í kringum staka túnbletti og fleiri, sem þar eru, en sú er ekki raunin því þá héti staðurinn Garðar. Gísli Sighvatsson á Sólbakka sagði Gunnari M. Magnúss að garðarnir í Garðinum væru um 60 km samanlagt. Njáll Benediktsson segir þó öndvert í örnefnalýsingu sinni árið 1979 að „Innnesjamenn, sem fóru út á Skaga, sögðu, að þeir færu „út í Garð“ eða „út í Garða“. Af þesssu held ég að nafnið „Garður“ hafi komið.“

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, hefur sagt frá Skagagarðinum mikla, sem Garður dregur nafn sitt af og prýðir einkennismerki bæjarfélagsins. „Fáum mun kunnugt um Skagagarðinn sem forðum lá frá túngarðinum á Kirkjubóli norður í túngarðinn á Útskálum. Engu að síður er hér um að ræða einhverjar merkustu fornminjar landsins og gefa okkur vísbendingar um löngu horfna starfshætti.
Skagagarðurinn mun hafa verið um 1500 metra langur og var fyrr á öldum um einn og hálfur metri á hæð og afar þykkur. Í tímans rás hefur hann hins vegar flast út og fengið ávalan svip.
Lengi ver var talið að garðurinn væri frá 13. og 14. öld, en fyrstu ritheimildir um hann eru frá árinu 1528. Rannsóknir jarðfræðinga hafa þó leitt í ljós að garðurinn hefur varla verið hlaðinn síðar en á 10. öld.

Leiran

Horft yfir Leiruna af Berghól.

Garðinum hefur sennilega verið ætlað að halda sauðfé frá kornökrum á norðanverðum skaganum, en örnefni og fornar akurreinar benda til umfangsmikillar akuryrkju á Suðurnesjum fyrr á öldum.
Ljóst er að garðurinn hefur girt með öllu fyrir skagann. Því við báða enda hans tóku við miklir túngarðar, en samkvæmt lögum íslenska þjóðveldisins var hver maður skyldugur til að verja vikum á ári til garðhleðslu.“

Eftirfarandi frásögn Magnúsar Gíslasonar í Garðinum um Skagagarðinn er í félagsriti Landssambands eldri borgara, 9. árg. 2004:

„Menn hafa lengi velt fyrir sér hvaðan Garðurinn dregur nafn sitt. Margir telja hann draga nafn sitt af því, þegar jarðeigendur voru að ryðja grýtta jörðina til ræktunar fyrir bústofn sinn og nýttu grjótið í garðhleðslu bæði til skjóls og varnar ágangi dýra. Talið er að garðarnir í hreppnum hafi náð 60 km að lengd og af þeim sé nafn byggðarlagsins dregið.
Aðrir telja að það fái ekki staðist. Samkvæmt íslenskum málvenjum ætti það þá að heita Garðar. Þeir sem hafa rannsakað nafnið ofan í kjölinn fyllyrða að Garðurinn dragi nafn sitt af Skagagarðinum mikla sem var 1500 metra langur, hlaðinn úr hnausum og grjóti og náði meðalmanni í öxl. Var hæð hans í samræmi við ákvæði um garða í landbrigðaþætti Grágásar, lögbók þjóðveldisaldar. Þar segir að taka skuli menn tvo mánuði ár hvert til hleðslu. Augljóst virðist að garða hafa landnámsmenn byrjað að hlaða næst því að velja sér bæjarstæði, af þeirri gildu ástæðu að kvikfé var grunnur undir tilveru þeirra og vörslugarðar því nauðsynlegir.“

Brunnur

Brunnur við Litla-Hólm.

Básendar

Sem lið í Sandgerðisdögum – innan seilingar, dagana 5. -7. ágúst, var boðið upp á göngu um og frá Stafnesi yfir að Básendum.

Stafnes

Stafnes – dómhringur.

Gengið var að dómhringnum á Stafnesi, yfir og eftir gömlu þjóðleiðinni (Kaupstaðaleiðinni) að Draughól sunnan við Básenda. Þaðan var haldið niðurá Brennitorfu (Brennihól) og yfir að minjasvæðinu við Básenda ofan við Brennitorfuvík. Skoðaðir voru sökklar húsanna, sem þarna voru í tíð verslunarinnar, festarkengir, sem kaupskipin voru bundin við, sjóbúiðin og vörin, réttin, vörður og garðar, auk brunnsins, sem enn sést. Haldið var til baka ofan Básendahóla, yfir hlaðna brú frá Básendasandi að Stafnesi og stefnan síðan tekin að Stafnesvita þar sem skyggnst var eftir tóftum hjáleiganna fjölmörgu, sem þar voru fyrr á öldum, s.s. Loddu og Þembu. Á leiðinni var rifuð upp saga svæðisins, hlutur þess í sjósóknarsögunni og einstakar minjar skoðaðar með sérstaka áherslu á verslun Þjóðverja og Englendinga, konungs- og einokunarverslunina sem og eyðingu hennar í Básendaflóðinu mikla í janúar árið 1799.

Stafnes

Stafnes – uppdráttur ÓSÁ.

Stafnes, eða Starrnes eins og það er talið hafa heitið til forna, er vestan Hvalsness. Líklegt má telja að höfuðból hafi verið þar um langa tíð, enda benda fornar minjar á staðnum til þess að svo hafi verið. Þá tengjast Stafnesi sögur og sagnir, sem rekja má langt aftur í tímann, Starrnesnafnið bendir til gróanda, en eins og svo víða utan Sandgerðis hefur sandurinn fært gróður í kaf, jarðvegur fokið upp og sjór brotið af ströndinni, jafnvel svo munar um 50 metrum á mannsævi. Þá hefur land lækkað á Rosmhvalanesi sem nemur að jafnaði um 0.8 cm á ári. Á síðustu 70-80 árum hefur mikil vinna farið í að hefta sandfok og jarvegseyðingu á nesinu.
Miklir og fallega hlaðnir garðar eru við Stafnes. Flestir þeir heillegu eru tiltölulega nýir, notaðir til skjóls við kál- og kartöflugarða, en ekki síst fyrir rabbara á 20. öldinni. Um hinar u.þ.b. 30 hjáleigur, sem voru um tíma frá Stafnesi, voru einnig víða hlaðnir garðar, en lægri, og sjást margir þeirra enn.

Kaupstaðagatan

Kaupstaðagatan norðan Ósa.

Stafnes var fjölmennasta verstöð Suðurnesja á 17. og 18. öld, enda var það ásamt Vestmannaeyjum miðstöð konungsútgerðarinnar. Áfram var róið af kappi frá Stafnesi fram undir miðja síðustu öld, þrátt fyrir fjölmörg háskaleg sker sem grandað hafa ófáum skipum og bátum. Meðal skipa sem strönduðu var togarinn Jón forseti sem fórst þar árið 1928, en til þess slyss má rekja stofnun slysavarnardeildarinnar Sigurvonar í Sandgerði. Þá fórust 10 manns af togaranum, en 15 var bjargað í land.

Í Rauðskinnu eru nokkrar sögur frá Stafnesi. Ein þeirra er um tilurð nafnsins: „Svo er sagt að endur fyrir löngu hét Stafnes ekki því nafni, heldur aðeins Nes.
En sú saga er til þess, að nafnið breyttist, er hér fer á eftir: Í fyrndinni bjó maður nokkur í Nesi og mun bærinn þá hafa staðið þar sem nú er kallað Urð. Er þar nú rif sem kemur aðeins upp með hálfföllnum sjó.

Stafnes

Stafnes.

Maður þessi var orðinn gamall og blindur þegar þessi saga gerðist. Hann átti tvo sonu er stunduðu sjómennsku og reru til fiska frá Nesi. Einn dag að áliðnum vetri er þeir voru á sjó að vanda brimaði snögglega svo mikið að ólendandi var. Gerðist gamli maðurinn órór gekk til smíðahúss og telgdi þar til staf einn eða kefli. Bað hann vinnukonur sínar að vera á höttunum og tjá sér hvers þær yrðu áskynja um afdrif skipsins. Um miðjan dag kemur ein þeirra inn til hans og segir að ekki muni lengur þurfa að bíða þess að synir hans lendi. Þær stúlkurnar hafi horft á þá bræður leggja í sundið en þá hafði Boðinn komið og fallið á bátinn flatan og honum þá þegar hvolft og borizt upp á skerið.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Gamla manninum sást lítt bregða og svo var að sjá sem honum kæmi þetta ekki á óvart. Bað hann stúlkuna að koma aftur til smíðahússins eftir litla stund og þær tvær saman.
Þegar stúlkurnar komu til karls hafði hann lokið við að smíða stafprik sitt svo sem honum líkaði. Var stafurinn ekki mikill en haglega gerður og með útskurði allmiklum. Stakk hann stafnum niður með vestisboðang sínum og biður stúlkurnar að leiða sig fram á nesið þar sem Boðinn falli á land. Segir þeim að leiða sig svo nærri sjónum sem frekast sé fært og láta sig vita nákvæmlega þegar Boðinn falli hæst á land við fætur sér. Gera þær nú sem karl leggur fyrir og þegar Boðinn rís hæst tvíhendir karl stafinn á loft, keyrir hann í ölduna og mælir: “Héðan í frá skaltu Stafur heita og nesið Stafnes. Aldrei skaltu framar mönnum að tjóni verða sé rétt sundleið farin. Og leiðið mig nú heim.”

Básendar

Básendar – gerði.

Það fylgir sögu þessari að ummæli karls hafi orðið að áhrínsorðum því að í manna minnum hafi engir menn frá Stafnesi farizt á sundinu þó að jafnan hafi þaðan sjór verið sóttur djarflega og stundum brimað snögglega. Á þeim tímum er konungsútgerðin stóð í sem mestum blóma fórst þó eitt skip þarna með 20 manna áhöfn, en þeir voru komnir langt inn fyrir aðalsundið og boðann Staf. Hafði skipið ekki farið rétta sundleið og steytti á skeri því sem Brúnkolla heitir, á gjánni rétt framan til við aðallendinguna.“
Þá segir einnig af Stafnesbóndanum: „Eftir að mislingarnir gengu hér á landi á 19. öld, var oft mikið um flökkulýð og ölmusumenn, er fóru víða um land, og var meðal annars mikið um þá á Suðurnesjum. Komu þeir tíðast á ríkisheimilin og varð oft mikill átroðningur að þeim og misjafnar viðtökur hjá bændum, því að sumir vildu venja förumenn þessa af komum sínum.

Stafnes

Stafnes – örnefni. ÓSÁ.

Í þá tíð bjó á Stafnesi ríkisbóndi nokkur; ekki er hér getið nafns hans. Það bar til eitt haustkvöld um réttir, að barið var að dyrum á Stafnesi. Fór bóndi til dyra. Úti stóð lítill drenghnokki og bað hann að gefa sér brauðbita.
Tók bóndi þegjandi í hönd drengsins og leiddi hann í úthýsi nokkurt, leysti niður um hann og hýddi duglega og sagði honum að því búnu að hafa sig á brott. Hvarf drengurinn grátandi út í myrkrið, og skildi þannig með þeim. Gekk bóndi síðan til baðstofu…“ Framkoma bóndans átti eftir að hafa verulega eftirmála honum til handa, og það ekki góða.
Ólafur Davíðsson skráði eftirfarandi sögu af Stafnesdraugnum, sem löngum hefur gengið þar ljósum logum: „Þá er kvefveikin gekk 1894 lagðist í henni Jón nokkur sem kallaður var „í brókinni“. Hann átti heima austur í Landeyjum, en var þá vermaður að Stafnesi. Jón var hræddur um, að hann mundi deyja og bað annan sjómann að sækja handa sér meðul til Keflavíkur. Annaðhvort var, að maður þessi neitaði að fara, eða honum dvaldist á leiðinni. Að minnsta kosti er víst um það, að Jón fékk aldrei meðulin og dó nálægt sumarmálum. Eftir það tók Jón að sækja að meðalamanninum og gekk ljósum logum. Maðurinn fór heim til sín, en aðsókninni linnti ekki við það. Jón kvað ganga um eins og grár köttur á Stafnesi enn í dag og einu sinni sást hann á ferð um Rosmhvalanes á meri sem hann hafði átt í lifanda lífi.“

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Í Rauðskinnu segir einnig frá Narfa á Stafnesi: „Fram að aldamótunum 1800 voru Básendar ein helzta verzlunarstöð danskra einokunarkaupmanna á landi hér. Básendar lágu undir höfuðbólið Stafnes. Ein af hjáleigunum frá Stafnesi hét Þemba. Var það lítið kot og afgjaldið goldið að Básendum inn í reikning heimabóndans.
Þegar saga þessi gerðist, þá bjó maður sá í Þembu, er Narfi hét. Narfi þessi var allur vel á sig kominn, gleðimaður, kvæðamaður, dróst oft að drykk og laus var í honum hornriðinn. Hann var hrókur alls fagnaðar í veizlum og á mannamótum. Eins og aðrir leiguliðar þá hann atvinnu sína aðra en sjóróðra af Básendakaupmönnum, og tók þar jafnan mikið út af brennivíni. Söfnuðust oft að Þembu kunningjar hans og vermenn; var þar þá oft glatt á hjalla og fast drukkið. Einn kaupmanna hafði konu sína jafnan með sér að Básendum og dvaldist hún þar með honum. Var hún fríð kona og glaðvær, þótti henni Narfi bera af öðrum mönnum og sýndi honum meiri vinsemd en góðu hófi þótti gegna. Fór svo að lokum, að kaupmanni þótti nóg um dálæti það, sem hún hafði á Narfa. Var það orsök þess, að Narfa var byggt út af kotinu og flæmdur loks burt frá Stafnesi til Hafna. Þóttist Narfi vita, hvaðan sú alda var runnin og lagði upp frá því mikla fæð á Básendakaupmann….“ Narfi lést, en gekk síðan aftur, heimsótti kaupmann, kvað vísu og hefndi sín grimmilega.
Brynjúlfur Jónsson segir í rannsókn sinni á Reykjanesinu 1902 að á Stafnesi sé forn dómhringur, sem enn má sjá móta fyrir í túninu. Nú hefur einhver reynt að vera huggulegur og nýlega plantað inn í hann nokkrum runnum og fyrirhuguð er skógrækt utan í honum.

Pakkhúsið

Pakkhúsið 1962.

Vestan við Stafnes eru nokkrar lægðir, er við fyrstu sýnt gætu verið gamlar grafir. Þær eru það í vissum skilningi því þarna geymdu bændur karftöflur sínar, grófu þær í sandinn til varnar frosti. Handan við Gjána er læna inn í landið og yfir hana hlaðin brú. Urðin er neðar. Þarna hefur líklegast verið bæjarstyttingur því þjóðleiðin gamla yfir á Kaupstaðaleiðina austan Ósa er nokkru ofar, eða ofan garðs. Tveir myndarlegir grónir hólar eru við ströndina milli Stafness og Básenda. Sá eystri er Stóri-Básendahóll og sá vestari Litli-Básendahóll.
Nafnið Básendar er ekki vafalaust. Kemur það fyrir í þremur myndum; Bátsenda (danskir skrifuðu það Botsendar)m Bátsandar og loks Básendar (eða Bassendar). Nafnið kemur fyrst fyrir í Fornbréfasafninu 1484. Þar er ritað „Bátsendum“.

Básendar 1726

Básendahöfn og Keflavíkurhöfn 1726.

Básendar urðu verslunar- og útgerðarstaður strax á 15. öld. Framan af voru þeir í eigu Viðeyjarklausturs en eftir siðaskiptin tók konungsvaldið útgerðina í sinar hendur og máði hún hámarki að fyrstu tugum 18. aldar en um þær mundir voru konungsbátar í Gullbringusýslu milli 80 og 100 talsins. Rekstur konungsútgerðarinnar var þó ekki burðugri en svo að árið 1769 var hún lögð niður. Enn um sinn héldu þó danskir einokunarmenn áfram að stunda verslun frá staðnum og voru margir þeirra afar illa þokkaðir. Í kvæðinu Básendapundarinn eftir Grím Thomsen segir frá útistöðum Skúla fógeta við einn slíkan.
Í fornleifaskráningu um Básenda segir m.a. að „í Stafnesslandi, á hraunnefi milli tveggja víka sunnarlega á vestanverðu Miðnesi sunnar en Stafnes, heita Básendar. Þar var ein af höfnum einokunarverslunar Dana og náði verslunarsvæðið yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes.

Básendar

Básendar – brunnur.

Aðfaranótt 9. janúar 1799 gerði óveður usla allt frá Þjórsá og vestur um Seltjarnarnes, kirkjur fuku, skip brotnuðu, jarðir í Staðarsveit urðu óbyggilegar og Seltjarnarnes varð eyja í flóðinu. Grótta á Seltjarnarnesi varð að eyju til frambúðar en áður var hún landfastur tangi. Á Básendum gerði flóðið þó líklega mestan usla. Flest ef ekki öll hús kaupstaðarins sópuðust burt, roskin og veikburða kona drukknaði en annað heimilisfólk bjargaðist við illan leik. Atburður þessi hefur síðan verið kallaður Básendaflóðið.
Höfnin á Básendum var lón mjótt og langt. Skipaleiðin inn í leguna var nokkuð löng, milli skerja.
Á Básendum má enn sjá leifar kaupstaðarins, þ.á.m. minjar um landfestar, varir, fiskbyrgi og verslunar- og birgðahús auk búsetuminja. Þar standa ágætlega varðveittar leifar af rétt, hlöðu og fjósi. Einnig má finna þar leifar garðs sem hlaðinn var í hálfhring utan um verslunarstaðinn. Samanburður heimilda og húsaleifa á vettvangi bendir til að fjórar rústir geti verið leifar lifrarbræðsluhúss, skemmu, lýsisbúðar og vörugeymslu. Loks skal getið kaupstaðavegarins. Hann er nær því óskertur frá Kirkjuvogi heim að Básendum. Minjagildi hans er verulegt, ekki einungis vegna þess að fáar ef nokkrar fornar leiðir eru svo stórkostlega vel varðveittar, heldur er hann sýnilegur í landinu með upphækkuðum brúnum og vel til gönguferða fallinn.“

Básendar

Áletranir við Básenda.

Básendar komu við sögu í aðdraganda Grindavíkurstríðsins, eða Fimmta þorskastríðsins, eins og það er stundum nefnt.
Árið 1480 kom stórt þýskt vöruflutningaskip og lá við landfestar við Straumsvík. Sex ensk herskip komu og tóku skipið, fluttu það út og seldu áhöfnina m.a. í ánauð. Englendingar fluttu sig til Grindavíkur, en Þjóðverjar til Básenda. Sú regla gilti að sú áhöfn sem fyrst kom að höfn að voru átti einkaaðstöðu þar það sumarið. Upp spratt verslunarstétt, nefnd “verslunarduggarar”. Þeir fóru að sigla til Íslands, ekki bara yfir sumarmánuðina, heldur alveg fram í nóvember. Íslendingar unnu hjá þeim og sáum um veiðar og vinnslu aflans, t.d. í Grindavík, á Básendum og í Hafnarfirði.
Eftir að Englendingar byrjuðu að sigla hingað komu þeir sér upp umboðsmönnum. Í Grindavík var það Marteinn Einarsson frá Stað. Stjórnaði hann verslun Englendinga hér. Systir hans var gift Englendingi. Lærði Marteinn m.a. listmálun í Englandi. Eftir að Þjóðverjar lögðu undir sig Hafnarfjörð fóru þeir að herja á Englendinga annars staðar, t.d. á Básendum við Stafnes (sem hét Starrnes til forna).

Básendar

Básendar – brú.

Hinrik VIII. var við völd í Englandi. Aðalhafnir Englendinga voru á Básendum og í Grindavík. Þegar Þjóðverjar komu til landsins 2. apríl 1532 fóru þeir ekki til Grindavíkur heldur inn á Básenda. Fyrirliði þeirra, Ludtkin Smith, hafði sagst ætla að vinna eina höfn af Englendingum, en hann mun hafa verið skyldur fyrirliða þeim er enskir hertóku við Straumsvík og færðu í þrældóm. Samkvæmt reglunni átti hann rétt á aðstöðunni (fyrstur að vori). Básendar var aðalhöfnin á Romshvalanesi. Keflavík var ekki einu sinni orðið þorp. Skömmu síðar komu Englendingar að Básendum, réru í land og báðu um að fá að hafa þar aðstöðu. Ludtkin hafnaði beiðni þeirra, sagðist ætla að bíða eftir væntanlegu öðru þýsku skipi þangað. Englendingar virtust taka þessu furðu vel og réru til baka út í skip sitt. Skömmu síðar kom annað enskt skip þar að. Þá breyttist framkoma Englendinganna gagnvart Þjóðverjum. Annað skipið sigldi inn í höfnina og réðst á Þjóðverjana. Héldu Englendingar að þeir hefðu í fullu tré við þá. En þeir vissu ekki eitt, Bróðir Ludtkins, Hans Smith, hafði haft vetursetu á Básendum, varðveitt fiskistafla, sem ætlunin var að flytja út að vori, og vingast við heimamenn. Þegar Þjóðverjar sáu hvert stefndi, söfnuðu þeir liði, aðallega Íslendingum, og mikil orrusta verður með fylkingunum. Þjóðverjum og Íslendingum tókst að gersigra Englendinga. Öðru skipinu var sökkt, en Þjóðverjar náðu hinu.

Básendar

Básendar – festarkengur.

Þá víkur sögunni til Grindavíkur. Englendingar voru þar, um 15 að talið var. Foringi þeirra er Joen Breen (Brier), nefndur Jóhann Breiði af heimamönnum. Líklega var hann fjarskyldur Englandskóngi. Annar mjög merkilegur Englendingur var þarna líka, en sá var yfirfálkatemjari Englandskóngs. Sennilega í þeim erindagjörðum að fanga hér fálka og temja, en þeir voru bæði konungasport og útflutningsvara. Þessi Englendingar reistu virki að Járngerðarstöðum. Svolítið öðruvísi var þá umhorfs þar en nú er. Sjórinn er búinn að “éta” mikið af landinu. Virkið var sennilega þar sem nú er Stóra Bót á Hellunum.
Englendingar uggðu ekki að sér. M.a. vegna þess að í höfninni (líklega Stóru Bót eða austar) voru 5 ensk skip. Af einhverri ástæðu fréttu Þjóðverjar að til stæði að halda drykkjusvall hjá Englendingum í Grindavík. Þjóðverjar tryggðu sér þá stuðning danskra yfirvalda á Bessastöðum og söfnuðu liði frá Hafnarfirði og Njarðvíkum, auk áhafna átta þýskra skipa. Söfnuðust þeir saman við Þórðarfell ofan við Grindavík og skiptu liði. Um nóttina, aðfararnótt 11. júní 1532, og héldu sumir suður Árnastíg (Skipsstíg) að virkinu (Hafnfirðingar og Njarðvíkingar) og aðrir að skipunum. Voru 15 Englendingar drepnir í Virkinu, þ.á.m. Jóhann Breiði, en lík hans var illa leikið eftir átökin. Átta voru teknir höndum. Voru þeir látnir dysja félaga sína undir virkisveggnum, í svonefndri Engelsku lág. Fjórum skipum tókst að leggja frá landi, eitt strandaði og árásarliðið náði einu, Peter Gibson, skip Jóhanns Breiða (sjá nánar undir Fróðleikur – Grindavíkurstríðið).
Þá kom að því, sem einna minnistæðast þykir um Básenda, eða Bátsendar, eins og þeir voru einnig nefndir. Það var Básendaflóðið mikla.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Aðfararnótt 9. janúar árið 1799 gerði stórkostlegasta sjávarflóð um margar aldir. Bátsendakaupstaður eyddist og mörg býli fóru í auðn. Ein kona drukknaði, mörg hundruð bátar brotnuðu og fénaður fórst.
“Sjór gekk á land um stærstan straum í stórviðri af útsuðri á allri strandlengjunni austan frá Þjórsá og allt vestur um Breiðafjörð. Varð í þessu flóði meira tjón á mannvirkjum, bátum, varpstöðvum og löndum en menn vita áður dæmi um á einni nóttu, auk þess, sem fórst af fénaði og matföngum. Fygldi flóðinu regn mikið, þrumur og eldingar, og fannst mörgum því líkast sem himinn og jörð væri að farast.
Hést er svonefnd Háeyrarflóð til samjafnaðar við þessar hamfarir. Það varð að kvöldlagi í janúarmánuði árið 1653 í svipuðu veðri og nú og olli mestu tjóni á Eyrarbakka, í Selvogi og Grindavík. Þó mun það hvergi nærri hafa gert annan eins usla og þetta flóð.
Fólk allt gekk til hvílu að venju að kvöldi hins 8. Þessa mánaðar. Var þá aðfall og hávaðarok með miklum sjógangi og ógurlegu brimhljóði. Er skemmst frá því að segja, að veður færðist mjög í aukana upp úr lágnættinu, og litlu síðar tók sjór að ganga á land á strandlengjunni sunnan Reykjanesskaga, um Suðurnes öll, Innes, Kjalarnes, Akranes, Mýrar og Snæfellsnes.

Básendar

Básendar – vör.

Kaupstaðurinn í Bátsendum tók af með öllu, og flest kaupstaðahúsin á Eyrarbakka og Búðum á Snæfellsnesi eyddust. Nokkur býli á sjávarbökkum sættu sömu örlögum. Uggði fólk ekki að sér, fyrr en sjór tók að bylja á híbýlum þess og streyma inn í þau, og veggir hrundu í brimsúgnum. Björguðust menn víða mjög nauðulega úr þessu fári, og þoldu sumir mikla vosbúð og hrakninga.
Kaupmaðurinn á Bátsendum, Hinrik Hansen, vaknaði við það klukkan tvö um nóttina, að hrikti í hverju tré í húsinu. Litlu síðar heyrði hann, að þung högg tóku að dynja á því, líkt og veggbrjót hefði verið beint að því. Svartamyrkur var á, en kaupmaðurinn hafði ekki eirð í sér, snaraðist fram úr rekkju sinni og ætlað að líta út til þess að gæta að, hverju þetta sætti. En þegar hann opnaði húsdyrnar, flæddi sjórinn í fang honum.
Sjóvarnargarður, sem hlaðinn var í hálfhring um húsið og verslunarsvæðið, hafði sýnilega brostið, og sjór æddi um allt plássið. Með því að sífellt hækkaði í, streymdi sjórinn linnulaust inn í herbergin, og við það flúði heimilisfólkið, kaupmaðurinn, kona hans, Sigríður Sigurðardóttir frá Götuhúsum, börn þeirra fjögur, sjö til sextán ára, og stofuþerna þeirra, upp á húsloftið.

Básendar

Básendar – minjar.

Þar hafðist það síðan við hálfnakið til klukkan sjö um morguninn. Var húsið þá allt laskað og skekkt af brimgangi og tekið að riða mjög, svo að ekki var annað sýnna en það hryndi þá og þegar.
Kaupmaður braut þá glugga á loftinu og lét sig síga niður í hafsjóinn úti fyrir. Tókst honum að vað með sjö ára dóttur sína í fanginu að fjósi, er stóð lítið eitt hærra en íbúðahúsið, og fylgdu kona hans og synir þeirra þrír, þrettán til sextán ára, á eftir ásamt vinnukonunni. En þegar fólkið hafði aðeins verið örskamma stund í fjósinu, brast mæniás þess undan ágjöf á sjóblautt þakið, svo að þau urðu enn að hrökklast undan. Að þessu sinni var flúið í hlöðuna.

Básendar

Básendar – gamli bærinn.

Fólkið hélst ekki við í hlöðunni nema stutta stund. Þakið tættist af henni í hörðum sviptivindi, og leitarnar blöktu eins og pappírsarkir í storminum. Þóttist Hansen sjá fram á, að fólkið myndi ekki lifa af í tóftinni, svo að það ráð var tekið að yfirgefa kaupstaðinn með öllu, þótt ekki væri fýsilegt að leggja út í myrkur og fárviðri með konuna og börnin nálega klæðvana.
Hélst fjölskyldan í hendur svo að enginn týndist, og skreið jafnvel í hörðustu hrinunum, því að þá var óstætt með öllu. – Þannig náði fólkið loks um morguninn að Loddu, hjáleigu rétt hjá Stafnesi, nær dauða en lífi.
Þrjú hjú kaupmannsins á Bátsendum bjuggu í torfkofum skammt frá timburhúsinu, ásamt nær áttræðri konu, niðursetningi, sem lengi hafði legið í kör, Rannveigu Þorgilsdóttur að nafni.
Þessu fólki varð að sjálfsögðu ekki svefnsamt, en ekki uggði það þó að sér, fyrr en kofarnir voru umflotnir sjó. Þegar því varð ljóst, að hverju fór, rauf það þekjuna og skreið þar út. Rannveig var rifin upp úr körinni og dregin út um gatið, en veðrið lamdi hana niður, þegar hún kom út á plássið, og þar drukknaði hún. Vinnuhjúin komust hins vegar lífs af með harðfylgi.

Básendar

Básendagata.

Þegar flóðið rénaði og birti af degi, ást, að byggingar allar höfðu ýmist sópast brott eða falið í rúst, þar á meðal sölubúð, vöruskemma mikil, bræðsluhús og gripahús. Sex bátar höfðu brotnað í spón og sjóvarnargarðurinn gerfallið. Allt verslunarsvæðið er kafið grjóti, möl og sandi, og upp á brotnu þaki eins hússins, fjórum álnum ofar grundvelli, situr rekadrumbur fastur, en þangað hefur brimið slöngvað honum. Talið er, að sjór hafi gengið lengst 164 faðma á land upp fyrir kaupstaðinn.
Enn er ótalið mikið tjón, er varð á Suðurnesjum. Þar sópuðust fiskigarðar, sem fyrirskipað hafði verið að hlaða á undanförnum áratugum, heim á tún, brunnar fylltust, uppsátur eyðilögðust, og sums staðar fóru töðuvellir undir möl. Allmörg skip brotnuðu einnig og á Vatnsleysuströnd tíu bátar.
Í Keflavík skemmdist kaupmannshús, timburkirkjan á Hvalsnesi fauk, kirkjan í Kirkjuvogi skekktist, og Kálfatjarnarkirkja laskaðist.

Básendar

Básendar – gerði.

En má hnýta því hér við, að í Grindavík spilltust fimm hjáleigur, og tók af völl á tveimur, hundrað kindur drápust, og sex skip brotnuðu.”
Þótt nú sé fátt á Bátsendum (Básendum) er sýnt getur aðstæður þar þennan örlagaríka dag árið 1799 má þó enn sjá ýmislegt ef vel er að gáð. Brunnurinn er t.d. ofan við það sem húsin stóðu, sökkla timburhúsanna má sjá þar, tóftir ofan við vörina, a.m.k. þrjá festarkengi frá tímum konungsverslunarinnar, Brennuhól þar sem eldur var kyntur til leiðsagnar sjófarendum, auk þess sem aðstæður við Bátsenda gefa fólki mynd af því hvernig gæti hafa verið umhorfs þarna fyrr á öldum þegar umsvifin voru hvað mest. Garðar eru hlaðnir utan og ofan við Básenda um túnbleðla, þar er nokkuð heilleg hlaðin rétt og tóftir má sjá nálægt brunninum.
Til er uppdráttur af Básendum frá konungsverslunartímanum. Þar sést hvernig skip voru svínbundin, bæði inn undir Brennitorfuvík og utan skerjann við Básenda. Festarkengir voru skv. því fimm að tölu, en enn má sjá þrjá þeirra ef vel er að gáð.
Tóftir síðasta Básendabæjarins eða sjóbúðarinnar, sem líklegra er, sést enn fremst á tanganum austan Brennitorfuvíkur og neðan hennar er lendingin. Til skamms tíma mátti í henni sjá för eftir kili árabátanna, sem þar voru dregnir upp.

Báendar

Básendar – bærinn.

Skoðaðar voru fundamental kaupmannshússins, leifar lýsisbræðslunnar, réttin, sem er nýlegra mannvirki, brunnurinn og garðarnir umhverfis. Þá var litið á Brennitorfuhól, eða Brennihól eins og hann var einnig nefndur. Á honum var tandrað bál þegar rökkvað var orðið og ekki allir bátar komnir inn til lendingar. Draughóll er skammt sunnar. Á honum er talið að hafi verið dys, en það mun ókannað.
Þar sem staðið er á flóraðri stétt sölubúðarinnar á Básendum, sem enn sést, má vel gera sér grein fyrir hvernig þarna var umhorfs fyrr á öldum. Húsið hefur verið í vinkil, fremur lítið. Vestan við það hefur vöruhúsið staðið. Sér þar fyrir grunni, um 20 m á lengd og 12-15 m á breidd. stærra hús. Austan við sölubúðina hefur kaupmannshúsið staðið staðið, en framan og til hliðar við húsin hefur lýsisbræðslan verið. Planið framan við húsin er flórað og sést drjúgur hluti þess enn. Ljóst er að mikill umgangur hefur verið um planið, enda vel máð. Neðan þess er vik í klappirnar, rétt sunnan festarkengs, sem þar er. Annar kengur var í klöpp skammt vestar, en virðist nú horfinn. Hugsanlega er þarna um að ræða leifar lendingar smærri báta, sem ferjað hafa varning að og frá kaupskipinu, sem bundið var í innri víkinni, neðan verslunarhúsin. Léttari varningur hefur væntanlega verið dregin í land á lyftuböndum.

Básendar

Básendabærinn.

Sjóbúðin vestast á tanganum virðist í fljóti bragði hafa verið bær, en það getur þó varla verið. Til hliðar við búðina, sem hefur staðið með gaflinn mót hafi (vestri), eru afhýsi, líklega notuð til geymslu varnings og veiðarfæra. Ólíklegt er að áhafnir hafi haldið til í búðinni, en hún mun þó líklega hafa hafst þar við á meðan róðralotur stóðu yfir, en þess á milli dvalið heima hjá sér eða á nærliggjandi bæjum.
Norðaustar er hlaðinn rétt eða kálgarður með hesthúsi að baki, en hlöðuveggir eru þar laust norðvestan við. Austan við brunninn hefur verið kálgarður, tvíhlaðinn úr úrvalsgrjóti. Frá þessum stað má sjá að kaupstaðurinn hefur verið alveg afgirtur að sjó. Fiskabyrgi, lítil og kringlótt eða sporlaga, úr einhlöðnu grjóti, hafa verið á klettum og hólum víðsvegar að ofanverðu.
Mikið útræði var lengi á Stafnesi og nærliggjandi bæjum, enda stutt á miðin. Vörin er beint fyrir neðan sjóbúðina. Um aldamótin 1900 er því lýst að þar hafi mátt sjá merki eftir kjöl bátanna, sem þar voru dregnir upp.
Þegar Básendar eru gaumgæfðir út frá minjunum, örnefnum og aðstæðum vakna þeir ósjálfrátt til lífsins og auðvelt er að gera sér í hugarlund hvernig mannlífið, sjósóknin og verslunin hafa gengið fyrir sig þótt ekki séu þar enn heil hús eða búðir.
Vöruhúsið á Básendum var flutt til Keflavíkur árið 1800 og stóð við Hafnargötuna sunnan við Norðfjörðsgötu og kallað Svarta pakkhúsið.
Gálgar nefnast tveir háir klettar skammt sunnar. Þeir sjást vel frá Básendum. Milli þeirra er nokkurra faðma breitt sund sem ævagamlar sagnir herma að sakamenn hafi verið hengdir í.

Stafnes

Stafnes.

Ef þetta á við rök að styðjast, má gera ráð fyrir að á næstu grösum hafi verið héraðsþing til forna, sennilega á Stafnesi.
Þórshöfn er skammt sunnar, austan Ósa. Þar var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs.
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum. Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Gamla þjóðleiðin ofan við Básenda var gengin til baka að Stafnesi. Það er sú leið sem Hallgrímur Pétursson er talinn hafa fetað á leið sinni frá Bolafæti í Njarðvíkum yfir að Hvalsneskirkju fyrst eftir að hann var ráðinn þangað til prestsskaps. Við leiðina er talið að séu tvö sannindamerki um tilvist þess; annars vegar áletrunin HP á klöpp við Þórsmörk og síðan sama áletrun ásamt ártali á svonefndri Hallgrímshellu við vörðu milli Básenda og Þórshafnar. Hvort Hallgrímshellan er letursteinninn eða klapparhella, sem þar er, er ekki alveg á hreinu.
Frábært veður, hávaða rok og rigning. Veðrið gaf góða mynd af því hvernig gæti hafa verið umhorfs við ströndina þennan fyrrnefnda örlagadag í janúar 1799. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-Sandgerdi.is
-Reykjanes.is/bokasafn
-Blanda 1924-27.

Stafnes

Stafnes – uppdráttur ÓSÁ.

Stafnes

Svo er sagt að endur fyrir löngu hét Stafnes ekki því nafni, heldur aðeins Nes. En sú saga er til þess, að nafnið breyttist, er hér fer á eftir:

Stafnes

Á Stafnesi.

Í fyrndinni bjó maður nokkur í Nesi og mun bærinn þá hafa staðið þar sem nú er kallað Urð. Er þar nú rif sem kemur aðeins upp með hálfföllnum sjó. Maður þessi var orðinn gamall og blindur þegar þessi saga gerðist. Hann átti tvo sonu er stunduðu sjómennsku og reru til fiska frá Nesi. Einn dag að áliðnum vetri er þeir voru á sjó að vanda brimaði snögglega svo mikið að ólendandi var. Gerðist gamli maðurinn órór gekk til smíðahúss og telgdi þar til staf einn eða kefli. Bað hann vinnukonur sínar að vera á höttunum og tjá sér hvers þær yrðu áskynja um afdrif skipsins. Um miðjan dag kemur ein þeirra inn til hans og segir að ekki muni lengur þurfa að bíða þess að synir hans lendi. Þær stúlkurnar hafi horft á þá bræður leggja í sundið en þá hafði Boðinn komið og fallið á bátinn flatan og honum þá þegar hvolft og borizt upp á skerið.

Stafnes

Stafnesviti – tóft.

Gamla manninum sást lítt bregða og svo var að sjá sem honum kæmi þetta ekki á óvart. Bað hann stúlkuna að koma aftur til smíðahússins eftir litla stund og þær tvær saman. Þegar stúlkurnar komu til karls hafði hann lokið við að smíða stafprik sitt svo sem honum líkaði. Var stafurinn ekki mikill en haglega gerður og með útskurði allmiklum. Stakk hann stafnum niður með vestisboðang sínum og biður stúlkurnar að leiða sig fram á nesið þar sem Boðinn falli á land. Segir þeim að leiða sig svo nærri sjónum sem frekast sé fært og láta sig vita nákvæmlega þegar Boðinn falli hæst á land við fætur sér. Gera þær nú sem karl leggur fyrir og þegar Boðinn rís hæst tvíhendir karl stafinn á loft, keyrir hann í ölduna og mælir: “Héðan í frá skaltu Stafur heita og nesið Stafnes. Aldrei skaltu framar mönnum að tjóni verða sé rétt sundleið farin. Og leiðið mig nú heim.”

Stafnes

Stafnesviti.

Það fylgir sögu þessari að ummæli karls hafi orðið að áhrínsorðum því að í manna minnum hafi engir menn frá Stafnesi farizt á sundinu þó að jafnan hafi þaðan sjór verið sóttur djarflega og stundum brimað snögglega. Á þeim tímum er konungsútgerðin stóð í sem mestum blóma fórst þó eitt skip þarna með 20 manna áhöfn, en þeir voru komnir langt inn fyrir aðalsundið og boðann Staf. Hafði skipið ekki farið rétta sundleið og steytti á skeri því sem Brúnkolla heitir, á gjánni rétt framan til við aðallendinguna.

Heimild:
http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=172
-Rauðskinna I 57.

Stafnes

Stafnes – örnefni. ÓSÁ.

Stafnes

Gengið var upp í Stafnesheiðina með Jóni Ben Guðjónssyni frá Austur-Stafnesi. Hann þekkir svæðið líkt og lófann á sér.
JónVið fyrstu sýn virðist fátt áhugavert við ofanvert Stafneslandið, en þegar betur er að gáð er því öðruvísi farið. „Landið er skjóllaust yfir að líta og í rauninni hvergi hægt að skíta“, segir í einni hendingu ferðalangs er fór þar um fyrir skömmu. Öðrum finnst auðnin bæði dulúðleg og heillandi. A.m.k. er beitilyngi hvergi fallegra en þarna í miðri auðninni.
Skammt ofan við Stafnes, utan garða, er reisuleg innsiglingavarða fyrir hafnarlagið. Ofar í heiðinni blasir Pétursvarðan við. Að sögn Jóns var hún innsiglingarvarða inn á legurnar við Básenda, þá innri og ytri. Vörður voru á ströndinni fyrir hvora innsiglinguna, en þær báru báðar í Pétursvörðu. Hún mun hafa staðið þarna um langan tíma og ávallt haldist nánast óröskuð. Jón sagði að heiðin hefði mikið breyst frá því að hann var barn og unglingur. Þá hefði hún öll verið gróin, en nú væri heiðin norðanverð nánast örfoka.

Beitilyng

Margt fé gekk um svæðið fyrrum, stundum of margt. Þá hafi leið legið upp frá Básendum svo til beina yfir til Keflavíkur með stefnu á Pétursvörðu. Gengið var fram á vörðubrot við leiðina á holtstanga skammt suðvestan við Pétursvörðu. Frá henni sást í vörðubrot á holtsbrún neðar í heiðinni. Þarna virðist hafa verið greið leið þarna á millum því er komið var spölkorn ofar í heiðina lá landið svo til flatt fyrir fótum og enn vel gróið. Jón sagði að Háaleiti hefði verið nálægt þar sem nú er flugturninn á Keflavíkurflugvelli. Leitið hefði verið um 50 m hátt og því vel greinilegt sem viðmið. Sjávargrandi hefði verið við Háaleiti er gaf til kynna að áður hafi landið verið mun lægra, en risið eftir að jökla leysti.

Varða

Leiðin hafi legið þar við, en nú sæist hvergi móta fyrir götunni, bæði vegna jarðvegs-eyðingarinnar að vestanverðu og flugbrauta-framkvæmdanna að austanverðu.
Þá var komið að Skjólgarði (eða Skjólgörðum eins og Jón nefndi hann). Um er að ræða bogadregna einfalda garðhleðslu, um 18 m. langa. Út frá henni til vesturs liggur um 7 m langur þverveggur. Hæst er hleðslan nú um 0.9 m. Jón sagði að garðurinn hafi verið um hærri þegar hann var strákur. Fyrir ofan garðinn er vel gróið sem fyrr sagði. Staðsetningin er ofan við brúnina áður en hallar niður að Básendum (Stafnesi).
Jón

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrrir Stafnes er m.a. getið um Skjólgarð og Pétursvörðu. „Beint upp af túni eins og 1 km er varða á leið til Hafna. Hún heitir Pétursvarða og stendur þar á klettasyllu. Þar til austurs er garðbrot fyrir fé, nefnt Skjólgarður. En niðri við Flatirnar er vik, sem fellur upp í og er nefnt Fagradalsvik. Þar upp frá er Fagridalur, sem nú hefur verið girtur af. Hér nokkuð austar upp frá sjó, suður frá Draughól, eru klettar tveir allháir og nokkurra faðma breitt sund á milli. Heitir þetta Gálgaklettar. Þar norður af er há klöpp, sem heitir Kiðaberg. Við Skjólgarðinn fyrrnefnda er komið upp fyrir hraunbeltið. Er þá fátt um nöfn. Heitir það Neðri-Mosar og Efri-Mosar, aðskilið af grjótbelti. Kiðaberg er há klöpp, sem fyrr var nefnd. Skammt suður og upp af Gálgum er fyrst hóll. Í honum er gren, sem heitir Kollóttagren. Hraunið upp af Gálgunum er nefnt Gálgahraun. Allmikið sunnar er Þórshöfn, sem fyrr getur, og er þar mjór og langur bás inn í hraunið. Þangað fóru kaupskip hér fyrr.

Ummerki

Ekkert er vitað um tilefni örnefnisins Pétursvarða né fólk það, sem hún er kennd við.“
Í suðvestri blasti Mjóavarða við, austan við Gálga (Gálgakletta (sjá meira HÉR)). Hún var innsiglingarvarða fyrir Þórshöfn. Í útliti eru Pétursvarða og Mjóavarða nánast eins og tvíburar.
Svo virðist sem Skjólgarður hafi verið ígildi fjárborgar, líkt og Stóri-Skjólgarður ofan við Innri-Njarðvík og krossskjólgarðurinn við Borgarkot. Aukin heldur, vegna þess að hann hefur verið í alfaraleið millum kaupstaðarins á Básendum og Keflavíkurbæjarins fyrrum, hefur garðurinn verið kærkomið skjól fyrir fólk á þeirr leið því óvíða er berangurinn meiri og skjólleysið augljósara en einmitt þarna. Augljóst var af ummerkjum að dæma, að þarna hefðu og aðrir haft eitthvert skjól, þ.e. Verndararnir í Heiðinni.
Frábært veður. Gangan tók 40 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stafnes – Ari Gíslason skráði.
-Jón Ben Guðjónsson, Austur-Stafnesi.

Skjólgarður

 

Básendar

Farið var að Stafnesi, rifjuð upp sagan af gamla manninum og tilurð nafnsins, skoðaður dómhringurinn og brunnurinn við hið gamla Lindarkot.

Básendar

Kengur á Básendum.

Á Básendum var litið á einn stálkenginn, sem konungsskipin voru bundin við fyrr á öldum og gengið um garða og tóttir gamla bæjarins, sem var “dæmigerður íslenskur torfbær”. Skoðaðar voru undirstöðurnar undir gömlu verslunarhúsin og Básendaflóðið 1799 rifjað upp, en í óveðrinu lögðust flest húsin af sem og mörg hús önnur við suðvesturströndina, bátar flutu upp og brotnuðu og fólk og skepnur drápust.
Haldið var að Gálgum, sem eru tvær klettaborgir og forn aftökustaður innan verndarsvæðisins. Þaðan var haldið niður að Þórshöfn. Brimið fór mikinn og í gegnum það glytti í Hafnir sunnan Ósa. Útsýnir var stórbrotið og skýheft sólarbirtan gaf umhverfinu dulrænan blæ. Eftir nokkra leit fannst jarðfasti klapparsteinninn með áletruninni HP auk annarra stafa og ártala. Gerð verður tilraun til þess síðar að rýna nánar ofan í letrið á steininum.

Kistugerði

Letursteinninn við Kistugerði.

Gengin var hin Gamla gata til baka að Stafnesi. Leitað var að „Hallgrímshellunni“ með áletrunni HP16??, en hún á að vera þarna á klapparhrygg við vörðubrot. Hún fannst ekki að þessu sinni. (Sjá nánar.) Á leiðinni fannst enn ein fjárborgin, nú ofan Básenda. Hún var staðsett og skráð á GPS-tækið.
Frá Stafnesi var haldið að Skagagarðinum mikla og hann skoðaður og metinn. Við enda hans, Útskálamegin, var gengið að fornmannagröf norðan Vegamóta. Yfir gröfinni er stór hella og áletrun yfir hana miðja. Einungis ein gömul heimild er um hellu þessa sem og þjóðsöguna, sem að henni lítur. Sagt er frá henni í annarri FERLIRslýsingu.
Farið var í Kistugerði og litið á Kistuna og rúnasteininn neðan hennar. Kistan á að vera, skv. þjóðsögum, gömul fornmannagröf. Flestir þekkja söguna af gullkistunni, sem þar á að vera. Rúnasteinninn liggur nú nokkuð frá gröfinni, en bændur, sem grófu í Kistuna færðu hann úr stað á sínum tíma. Garðbúar hafa af miklli samviskusemi merkt merka staði í grennd við Garð, þ.á.m. Kistugerði, en því miður á röngum stað.
Frábært veður.

Stafnes

Á Stafnesi.

Skagagarður

Var genginn með Jóni Ólafssyni, fyrrverandi og margfróðum skólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Fylgdi hann hópnum frá Kirkjubóli, um Garðskaga að Vatnagörðum. Lýsti hann staðháttum við Kirkjuból er Kristján skifari var brenndur þar inni 1551 eftir að áður hafði verið kveðið á um að “jörðin og öxin” geymdu best þá Jón Arason biskup og syni, Björn og Ara.
Dóttir Jóns fékk flokk manna tikirkjubol-21l að sækja að Kristjáni og mönnum hans eftir að fréttist af ferðum þeirra á Romshvalanesi. Höfðust þeir þá við að Kirkjubóli. Bónda var gefinn kostur á að ganga úr, sem og hann þáði, áður en eldur var borinn að bænum. Voru innimenn síðan handteknir er þeir reyndu útgöngu, hver á fætur öðrum. Þolinmæði aðsóknarmanna var lítil. Drápu þeir einhverja þar sem nú heitir Draughóll (á mörkum Garðs og Sandgerðis). Þar eru gamlar heimildir (Fornbréfasafnið) um leturstein því tengdu. FERLIR hefur leitað steinsins, en Draughól hefur verið raskað verulega frá því sem var. Varnarherinn hafðist þar að um á stríðsárunum hinum síðari og eru ummerki eftir hann á svæðinu. Við Draughól er letursteinn með áletrun, er gæti verið sá er nefndur var, en sá hefur sömu áletrun og Sveinbjörn Rafnsson lýsir þar árið 1817. Steinninn var myndaður, líkt og aðrar sýnilegar minjar á Reykjanesi.

Árnarétt

Árnarétt.

Gengið var um Hafurbjarnastaði, rættið ábúanda og litið á staðsetingu fornmannagrafreitsins, sem þar er. Í kumli þar fannst m.a. kona með keltneska skartgripi. Staðfestir það þá kenningu að sumar konur landnámsmanna hafa verið af keltneskum uppruna, en segir lítið um keltneskt landnám hér á landi (a.m.k. ekki enn sem komið er).
Jón lýsti m.a. Skagagarðinum mikla og tilgangi hans, einu elsta og mesta mannvirki hér á landi. Þegra komið var að Garðskaga opnaði Ásgeir Hjálmarsson á Garðskaga Byggðasafnið fyrir FERIRsfólkinu og gekk með því um safnið, sagði frá munum og mönnum og framtíðaráformum safnsins. Þá var komið við í enn einni fjárborginni á Reykjanesi, Útskálaborg, gengið um Helgustaði og yfir síkin að Vatnagörðum, sem er eina ófallna kotið frá tímum Milljónafélagsins.
Í bakaleiðinni var gengið yfir heiðina þar sem afvelta hrútur nauð góðs af ferðinni.
Veðrið var í einu orði sagt frábært. Gangan tók 3 klst og 11 mínútur.

Draughóll

Áletrun á steini við Draughól.

Garður

Hörður Gíslason frá Sólbakka leiddi göngu um Garð.
Gengið var um byggðina og fræddi Hörður Gardur-2þátttakendur um þróun hennar frá upphafi og sögu fólksins. Auk þess að segja frá breyttum staðsetningum hinna 13-15 bæja er mynduðu bæjarsamfélagið, bæði vegna ágangs sjávar og breyttra verkhátta, lýsti Hörður einkennum þeirra er lengst hafa staðið nálægt núverandi húsum, þ.e. bæjarhólunum. Gengin var horfin gata milli Síkjanna og saga Gerða rifjuð upp, en þar var lífæð byggðarinnar lengst af á síðustu öldum. Skoðuð var m.a. Gerðavörin, íshúsið, pósthúsið og gamla verslunin, en hluti hennar er samfast hús er flutt var á ís frá Útskálum og var upphaflega byggt úr timbri úr Jamestown.
Hörður tók Útskálabæjarhólinn, sem dæmi um gamalt bæjarstæði til langs tíma, sjá m.a. frásögn af
fornleifauppgreftri. Bæði þurfti að endurbyggja bæjarhúsin reglulega og losna við tilheyrandi ösku og sorp er ekki var nýtt til túnræktar. Við það mynduðust hólar líkt og nú má sjá þar sem líklegt er að gömlu Miðhús hafi staðið (milli Útskála og núverandi Miðhúsa).
Þegar komið var yfir að Króki lýsti Hörður síðustu bæjarhúsunum er nú hafa verið rifin. Grunnurinn var úr tilhöggnu grjóti, en húsið sjálft úr timbri. 

Gardur-3

Gamli hlaðni brunnurinn er neðan við íbúðarhúsið, en hefur verið fylltur upp til að fyrirbyggja slysahættu. Sólbakki er næsta býli að norðanverðu. Skammt neðan við Krók er gróinn garður er náði frá Miðhúsum að Miðhúsasíkinu. Milli þess og Gerðasíkisins er gangfært. Innnan garðsins er gróin gata er lá frá bænum um eyðið áleiðis að Gerðum. Hún sést norðan síkjanna, en sunnan þeirra hefur gatan sokkið í jarðveginn. Skammt neðar eru leifar Bakkabæjanna, en þeir voru nokkrir rétt ofan við kampinn. Vatnagarðar voru einn þeirra (nyrst) sem og Níelsarkot (syðst, horfið undir kampinn). Vegna ágangs sjávar var hopað með marga bæina ofar í landið, upp fyrir síkin. Þarna má þó enn sjá stakkstæði, húsgrunna og mosavaxna garða.
Hvönnin er mikil við Gerðar, en þar má sjá Gerðarvörina, sem var sú besta í Garði. Enda var bryggjan reist þar þegar þurfa þótti og útgerð Milljónafélagsins festi þar rætur um sinn.
Gardur-4Gamla íshúsið stendur enn sem og gamla verslunarhúsið. Samfast við það að vestanverðu er rishús, sem flutt var fyrrum á ís frá Útskálum. Uppistaðan í því eru timburbálkar er bárust hingar með timburflutningaskipinu Jamestown er strandaði við Hestaklett utan við Hafnir 1881 (sjá HÉR).
Hvar sem gengið er um Garð má sjá mannvistarleifar, bæði greinilegar og ógreinilegar. Það væri vel þess virði að teikna þær upp eins nálægt sanni og hægt er, til að skapa yfirsýn yfir hið forna samfélag og til að minnka líkur á að hluti menningararfsins fari forgörðum af vangá þegar og að því kemur að framkvæma þarf á svæðinu.
Gangan var bæði fróðleg og skemmtileg. Hún tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Hörður Gíslason frá Sólbakka.

Garður

Garður – gengið um gömlu byggðina.