Árnarétt

Á Miðnesheiði ofan millum Garðs og Sandgerðis er mikið hringlaga hlaðið mannvirki úr grjóti, u.þ.b. 1 mannhæðar hátt. Veggurinn er um meter á þykkt og innanmálið um 9 metrar. Þetta er Árnarétt eða Árnaborg, eins og hún hefur stundum verið nefnd.

Árnarétt

Árnarétt/Árnaborg.

Árnarétt var reist af Árna Þorvaldssyni sem fæddist 24. maí 1824 í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík. Voru foreldrar hans merkisbóndinn Þorvaldur Oddsson og kona hans, Margrét Ólafsdóttir, en þau fluttust síðar að Stóra-Hólmi í Leiru. Árni hóf fyrst búskap á Stóra-Hólmi, en fluttist að Meiðastöðum laust eftir 1850 og gerðist þar mikill athafnamaður. Hafði hann þar gott bú, en rak jafnframt mikla útgerð. Séra Sigruður Sívertsen segir svo um Árna: “Er hann mestur útvegsmaður á Suðurnesjum, gerir út sex skip og heldur milli 20-30 sjómenn, svo að fólksfjöldi á bæ hans verður 50 manns.”
Árið 1884 fluttist Árni með fjölskyldu síðan að Innra-Hólmi hjá Akranesi og þótti skarð fyrir skildi í Garðinum við brottför hans þaðan.
Árni Þorvaldsson lést 3. nóvember 1901.

Heimild:
-Guðmundur Garðarsson.

Árnarétt

Árnarétt.