Tag Archive for: Suðurnesjabær

Gamli-Kirkjuvogur

„Ósar heitir sá vogur sá hinn mikli, sem hér gengur til austurs inn í landið.
Norðan megin við Ósana, gagnvart Kirkjuvogi, er kölluð preststorfa, því þar er presturinn vanur að fá flutning yfir að Kirkjuvog, þegar hann fer þá leiðina. Gamla-kaupstadagatan-221Litlu innar í Ósnum er einstakur hólmi dálítill, sem heitir Einbúi. Þar á eru rústir af sjómannabúðum, sem líklega hafa verið þar frá Vogi, sem síðar verður getið. Út í einbúa má nú ganga þurrum fótum um fjöruna. Skotbakki er þá næst kallaða þar inn með, og er hann upp undan Kirkjuvogsey, sem er grasi vaxin og eigi mjög lítil,framarlega í Ósunum. Annars kalla men, að ósarnir byrji ei utar en við sker þau, sem liggja norður undan Kirkjuvogstúni, austanverðu. Af hverju nafnið Skotbakki er dregið, gat ég ekki fengið neina sögu um. Þar er flutningur yfir um Ósa, þá ekki er fær hin leiðin vegna brims.

Þegar inn kemur með Ósunum, svo eigi er nema snertu korn að botnum þeirra, verður fyrir nes eitt lítið. Gengur sinn smávogur eða vík upp með því hvoru megin, og er hin eystri víkin nokkuð stærri en hin vestari. Upp undan nesi þessu hefir staðið bæ á hól einum, og eru þar húsarústir miklar. Þær eru nú fullar orðnar af sandi túnið allt upp blásið. Túnið hefur verið stórt mjög, og frá bænum, allskammt þaðan í landsuður, eru rústir, sem líklega eru kirkjurústir. Hefir kirkjan verðið hér um bil 5 faðma löng og 3 faðmar breið. Til kirkjugarðsins sést til og frá, en mjög óglöggt, svo ekki verður hann mældur. Kirkjugarðurinn er alveg upp blásinn; engin sjást þar mannabein og engir legsteinar. Niður á nesinu og með eystri voginum eru stórkostlegar rústir, líklega sjóbúðir, vergögn og þess háttar. Allar eru þær úr grjóti og mikið mannvirki á. Þar hafa verið 5 eða 6 varir ruddar út í hin eystra voginn.
Gamli-Kirkjuvogur-uppdrattur 2014Af rústunum fram á nesinu eru 3 mestar, allar hér um bil kringlóttar, en stutt bil á milli. Það hafa menn fyrir satt, að hér hafi einhvern tíma, ekki fyrir mörgum árum, sézt kjalfar í hellu við voginn, og ætti það vera vottur þess, hversu mjög hér hefði verð sóttur sjór. Nú eru Ósarnir og vogar þessi varla gengir íslenzkum skipum fyrir útgrynni og sandrifjum. Er ei ólíklegt, að frá bæ þessum hafi útræði verið haft í Einbúa, sem fyrr er getið. Vogurinn austan til við nesið heitir Vogur eða Djúpivogur, og bærinn hét í Vogi. Kirkjan hefir verið flutt þaðan að Kirkjuvogi, þar sem nú er hún, fyrir sunnan Ósana. Með kostnaði og fyrirhöfn mætti grafa upp bæinn í Vogi, og væri það máske gjöranda til þess að sjá byggingarlag og húsaskipun, sem þá hefir verið; því þetta hefir auðsjáanlega verið stórbær á sinni tíð. Á seinni tímum hafa sumir kallað rústir þessar Gamla-Kirkjuvog, og má vera, að nafnið Vogur hafi breyzt í Kirkjuvogur, áður en kirkjan var flutt þaðan.

Inn úr Ósunum ganga ýmsir smávogar: Seljavogur, Kýrvogur, Skollavogur og Brunnvogur, en Djúpavog kalla þeir nú nyrzta horn þeirra. Ekki vita menn neitt merkilegt um örnefni þessi.“

Heimild:
-Magnús Grímsson. Fornminjar um Reykjanessskaga. Landnám Ingólfs. Reykjavík 1935-36. Bls. 257-258.

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur.

Básendar

„Skammt suður frá túninu á Stafnesi eru Básendar, þar sem kaupstaðurinn var.
Ganga þar inn í landi tveir vogar, eigi stórir, og neskorn fram á milli. Nes þetta hefir verið slétt og grasi vaxið, þó nú sé það mjög af sér gengið. Það snýr í basendar-221-loftmyndútsuður. Fremst á nesinu sér til rústanna af bænum á Básendum; eru þær eigi stórar mjög, en allglöggar. Vör hefir þar verið niður frá bænum út í hinn nyrðra voginn. Litlu ofar á nesinu er rústin af búðar- og vöruhúsinu. Það hefir snúið frá útnorðri í landsuður, hér um bil 11 faðma á lengd, en 7 faðma á breidd, eftir þeim undirstöðum, sem nú sjást. Að vestanverðu við hús þetta hefir verið hlífðargarður, stór og mikill, fyrir hafsjó. Nokkrum spöl ofar á nesinu hefir íveruhúsið verið. Rústir þess sjást og múrsteinabrot á millum, þó ei svo glöggar, að mældar verði, en garður hefir verið um það hér um bil 10 faðma á breidd, en 20 faðma á lengd. Allar þessar rústir sýnast að hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar, mest allt hlaðið af hraungrjóti, enda eru hér góð tök í slíku. Undirstöður húsanna eru eins og garðarnir, hrundar mjög og skörðóttar.

Innsigling á Básendum hefir verið vandrötuð og eigi fær fyrir hafskip nema með vissum vindum, enda hafa þar verið mörg sundmerki og nákvæm, sem sum eru enn í manna minnum og sjást, en sum varla eða alls ekki.
Útsker eru eigi fá fyrir framan vogana, en gott, þegar inn kemur. basendar-hringur-221Kaupskipin áttu að hafa legið í syðra vognum. Voru þau jafnan bundin landfestum, svo að ei máttu snúast fyrir vindi; voru af hverju skipi 4 eða 5 festar; það kölluðu þeir svínbundið. Festar þessar sjást enn, og eru 5 á landskerjum eða landi, en 4 á útskerjum. Ég sá eina þeirra aðeins á nesinu, sem fyrr er getið. Er það járnsúla mikil, greypt niður í klöppina og blýi hleypt í kring; gat er á stólpanum og þar í hringur digur og víður. Járnstólpinn er ferskeyttur, á tvo vegu 12 en hina tvo 15 millimet.; hæð hans frá klöppinni var 32 millimeter, diameter hringsins 53½ millim., en yfir um hringinn var digurðin 23 millimeter. Öll þessi járn voru ryðbrunnin mjög. Festar þær, sem í útskerjum voru, gat ég ei skoðað, því enginn bátur var við hendina, enda sagði mér kunnugur maður, að þær væru með sama hætti og umbúningi allar 9. Að öðrum járnstólpa kom ég, og var hann eins og sá, sem þegar er lýst, nemar þar var hringurinn úr. Ég spurði manninn, því svo væri. Hann sagði, að sjómaður einn svarf hann úr með launung, en Stafnesbóndi komst þó að því um það leyti hann var ónýtur orðinn, hringurinn. Varð bóndi þá reiður, kvaðst ei vilja berja manninn, en á meðan hann lifði, mætti enginn hreifa neitt af menjum þessum. Það hefir ei heldur verið síðan.

basendar - ornefni

Yfir þær festar, sem á útskerjum eru, fellur sjór ætíð, og þar ryðbrenna járnin óðum. Við hinn síðarnefnda járnstólpann, sem ég sá, var á klöppina höggið ASS, en á skeri einu var mér sagt, að væru ótal slík fangamörk. Það er að austanverðu við syðri voginn, en þangað komst ég ei, því bát vantaði, en hásjávað var. Um fjöru kvað mega ganga út á það sker. Útskerin eru alltaf umflotin. Landnorðurhallt við nesið sér rúst af kálgarði, eigi alllitlum; þar var brunnur í, djúpur og góður.  Á botni hans segja menn, að verið hafi eikartré slegin í kross, og svo hver tunnan upp af annarri innan í til þess að eigi félli sandur í brunninn. Nú er það allt komið í sand, en sést þó, hvar brunnurinn var, af grjótþúst dálítilli í útsuðurhorni garðsins. Garðurinn liggur móti suður-útsuðri og er skammt frá Básendum. Upp undan syðra vogsbotninum og fyrir nesinu er grasi vaxin flöt, allfríð; það heitir Brennitorfa, því þar áttu kaupmenn að hafa haft brennur. Nokkru sunnar, upp á hrauninu er hóll hár, sem kallaður er Draughóll. Þar átti að hafa verið dys til forna, og rótuðu sjómenn henni alveg um. Þar fundur þeir lítið fémætt. Spölkorn suður þaðan í hrauninu og ekki rétt fram við sjó eru klettar tveir allháir og nokkurra faðma breitt sund á milli. Þá kalla menn Gálgakletta. Áttu Básendamenn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn á, þegar þá greindi mjög á við einhverja. Er það í munnmælum, að beinum enna hengdu hafi verið kastað í gjótu undir annan klettinn og borið grjót fyrir að framan.“

Heimild:
-Magnús Grímsson: Fornminjar um Reykjanessskaga, bls. 255-257.

Básendar

Á Básendum.

Einbúi

Stefnan var tekin á Einbúa, gróið sker lausfrjálst frá landi við norðanverða Ósa. Um 5-7 metra sjávarbreiða, Prestsmið, skilur þarna á millum mögulegrar þurrfótagöngu. Skerið greinist í tvennt með rennu. Að norðanverðu heitir það Einbúi, en Vörðuhólmi að sunnanverðu. Talið var líklegt að þar væru einhverjar mannvistaleifar að finna, einkum að sunnanverðu.
ÓsarHestaklettur er vestan við skerið, en á því staðnæmdist timburflutningaskipið Jamestown 1881. Suðvestar er Runkhólmi. Ætlunin var láta fleytast með flatbytnu frá landu yfir í skerið. Byrjað var að fjara út af flóði um þetta leyti.
Norðan og landmegin við Einbúa er Torfan; allvel gróin. Vestan hennar er Hvalvík.
Í greininni Örnefni með ströndinni frá Básendum … í Faxa ´84 segir sr. Jón Th. m.a.: ‘’Einbúi er einskonar löng eyja frá norðri til suðurs og umflotin sjó, en á fjörum má víða vaða yfir rásina, sem umlykur hann, en strax með aðfalli er það ekki hægt.
Einbúi í ÓsumSyðri endinn heitir Vörðuhólmi … skammt frá er Runkhólmi, svo þrengslin verða mikil með útfallinu í þessum þrönga ósi, og beljandinn ofsalegur, en stórsteinar, strýtumyndaðir, hér og þar í botninum, svo að þetta er stórhættulegur staður fyrir báta.’’ Leó M. Jónsson í Höfnum segir svo frá Jamestown: „Á morgni sunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður. Í Suðurnesjaannál Sigurðar ívertsen2 er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
Skömmu eftir að ég flutti í Hafnir um áramótin 1978/79 heyrði ég talað um strandTorkennilegt hernaðartól í Einbúa þessa stórskips og varð forvitinn um frekari vitneskju, fór m.a. að reyna að kynna mér hvað væri til af heimildum um strand Jamestown. Í annálum er þessa strands getið . Í jólablaði tímaritsins Faxa3 frá árinu 1967 er merkilegt viðtal við Friðrik Gunnlaugsson (þá 95 ára) þar sem hann segir ítarlega frá björgun farmsins úr Jamestown. Ennfremur er að finna frásögn Ólafs Ketilssonar, fyrrum hreppstjóra Hafnahrepps, af þessu strandi í bókinni Sunnlenskir sagnaþættir5 (sem Gunnar S. Þorleifsson safnaði) en þar segir Ólafur frá strandinu, björgun farms og afdrifum skipsins. Hins vegar fann ég ekkert um skipið sjálft, sögu þess né áhafnarinnar.
Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: ,, Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Varðan í VörðuhólmaMálmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“ Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður ,,klinker“ sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.“
Áður fyrr var Einbúi landfastur, en langt er síðan sú tenging rofnaði. Landið hefur sigið verulega á umliðnum öldum. T.d má í sjá hlaðna garða undir sjávarmáli út frá hinum forna bæ Vogum (Kirkjuvogi), en Ósinn mun einmitt hafa verið nefndur eftir bænum. Meginállinn milli lands og skers er um 40 m breiður og mjög straumharður þá og þegar vantaði tvo tíma í stórstraumsfjöru.
Báturinn var blásinn upp og sjósettur. Tryggara þótti að hafa línu festa við bátinn þegar róið var yfir – sem kom sér mjög vel því stuttu síðar flutu árarnar í burtu og stefnu beint út á Letursteinn í vörðunniAtlandshafið. Það gerði svo sem ekkert til því ill mögulegt var að róa í straumnum og áður búið að gera óspart grín að þessum „teskeiðum“. Kapteinninn var einn í bátnum í fyrstu ferð til að koma línunni yfir og sást til hans bograndi í bátnum og rífa upp þara meðan hann rak með eyjunni uns hann  loks náði festu er hélt. Var þá björninn unninn og byrjað að ferja fólkið yfir og þóttust sumir bara nokkuð góðir að hafa sloppið lifandi úr þessum straumi.
Nú var tekið til við að kanna hina óbyggðu eyju. Hún greinist í tvennt, sem fyrr segir, með rennu. Gengið var fram á hernaðartól og í Vörðuhólma voru mannvistarleifar, varða með letursteini; LM – landamerki Stafnes og Hafna að sögn Jóns Borgarssonar. Vegna þessa landamerkja fékk Jón Borgarson gjafabréf fyrir einu akkerinu úr Jamestown á sínum tíma. Annað akkeri liggur á sjávarbotni skammt frá Hestasteini og hefur verið vaxandi áhugi á að ná því upp. Margir eigendur eru tilkallaðir, s.s. Sandgerðisbær, en vænlegast væri að staðsetja það á klöpp ofan strandarinnar gegnt þar sem skipið tók niðri – til minningar um atburðinn.
Sem sagt; heilmikið ævintýri en minna um minjar. Þó fannst Ferjað yfir í Einbúaein tóft ca. 3 x 1,5 m innanmál, norðvestan í Vörðuhólmanum (63°56,707-22°41,181) og ofan á  vörðunni, sem fyrr segir, syðst í hólmanum (63°56,662 -22°41,081) er letursteinninn með áletruninni „LM“.  Hjá tóftinni eru 2 lágir sandhólar svipaðir að stærð og tóftin sjálf, – þar undir gæti eitthvað leynst. Með góðum vilja má líka sjá garða, en erfitt var að fullyrða nokkuð um það.
Ekki fannst tangur né tetur af silfrinu úr Jamestown og mun það því liggja eitthvað lengur á hafsbotni vel falið í þaranum. Einn veglegur, ryðgaður gamall nagli fannst þó inni á milli fjörugrjótsins. Líkum var leitt að því að hann hefði verið úr Jamestown. Vor var í lofti og mikið um fugla og víða mátti ganga fram á hreiður, bæði svartsbaks- og gæsahreiður.
Frábært veður. Gangan tók 3 tíma og 33 mínútur.

Einbúi

Tóft í Einbúa.

Hvalsnessel

Í upplandi Stafness og Hvalsness voru selstöður bæjanna fyrrum. Í Jarðabókinni 1703 er þeirra getið, en þá, er það var skrifað, höfðu þær verið í eyði um árhundraðabil. Þegar FERLIR skoðaði selstöðurnar árið 2014 var aðkoman eftirfarandi:
Stafnessel-2014-2Stafnessel: Vitað er um leifar þriggja selstöða í Landi Stafness, allar mjög gamlar og grónar, líklega frá því fyrir 1500. Miðnesheiðin er mjög eydd af gróðri og sandorpin. Fyrrum hefur heiðin þó verið vel gróin. Selstöðurnar gefa þ.a.m.k. til kynna. Ein er í grónum hól vestan undir klapparhól skammt norðaustan eyðibýlisins Gamla-Kirkjuvogs. Í hólnum mótar fyrir þremur fremur litlum rýmum og er eitt þeirra stærra en hin; væntanlega baðstofan, (búr og eldhús). Ekki mótar fyrir steinhleðslum í veggjum. Vatnsbólið er uppi á klapparholtinu skammt norðnorðaustan við selið. Leifar tveggja stekkja eru skammt frá selstöðunni, en dátar í herleik virðast hafa tekið mesta grjótið úr þeim til að búa til „dátaskjól“.
Hinar selstöðurnar eru í grónum hringlaga hól á flatneskju sunnan klapparholts skammt sunnan Gömlu-Skjólgarða á Miðnesheiðinni. Í hólnum mótar fyrir sex rýmum, sem gefa til kynna tvær selstöður. Þau eru öll mjög gróin og ekki mótar fyrir steinhleðslum. Mjög eyðilegt er allt umhverfis; berar klappir og ógrónir melar. Ekki er að sjá aðrar minjar tengdar selstöðunum í nágrenninu, nema hvað brunnur gæti hafa verið rétt sunnan við selstöðurnar.
Hvalnessel: Efst (austast) í Hvalsneslandi á Miðnesheiði er aflangur gróinn hóll (nánast upp undir vHvalsnessel-2014arnargirðingunni). Í hólnum mótar fyrir níu rýmum, Sex þeirra, er mynda tvær samstæður, eru mjög gömul (líkum og þeim sem eru í Stafnesselstöðunum nokkru suðvestar í Heiðinni). Bæði eru rýmin lítil og óreglulega saman sett. Þriðja selstaðan þarna gæti verið svolítið yngri. Bæði er hún reglulegri og eitt rýmið sýnilega stærst; sennilega baðstofa. Allar eru tóftirnar mjög grónar og ekki er að sjá í þeim steinhleðslur. Nyrst í hólnum mótar fyrir aflangri tóft; gæti hafa verið stekkur. Suðaustan við hólinn, í lágu klapparholti er hlaðið við vik inn í klöppina, einhvers konar skjól fyrir austan- og suðaustanáttinni. Þar gæti hafa verið kví. Þrjár vörður eru á klapparhólum sunnan við selstöðuna. Ekki er að sjá hvar vatnsbólið gæti hafa verið, en þó er ekki ólíklegt að vestan við selið hafi fyrrum verið lítil tjörn. Tvær þeirra gætu verið markavörður, en selsvarðan næst því. Öll er Miðnesheiðin þarna uppblásin og eyðileg, nema selstöðuhóllinn, sem fyrr sagði.
Mjög erfitt er að leita að fyrrum selstöðum í Miðnesheiði, enda nánast engar skráðar „opinberlega“ í nútímanum. Utan þeirra tveggja framangreindra koma tveir aðrir staðir til greina sem fyrrum selstöður. Þeir verða kannaðir á næstu dögum. Hafa ber í hug að fáum er það eiginlegt að lesa úr slíkum aðstæðum í dag. Til þess þarf áratugalanga þjálfun með hliðsjón af umhverfi, landkostum, nýtingarmöguleikum þeirra tíma, tilgangi og tilheyrandi „afleiðingum“ er landið hefur borið með sér allt til þessa dags.

Stafnessel

Stafnessel.

 

Hafnasel

Á landakortum er örnefnið „Seljavogur“ merkt við norðaustanverða Ósa í Höfnum. Örnefnið bendir til að þar hafi verið selstaða og það fleiri en ein. Hingað til hefur ekki verið vitað um aðra selstöðu norðan Ósa en Stafnessel norðan Djúpavogs. Í vettvangsferð FERLIRs átti hins vegar annað eftir að koma í ljós.
Ósar - loftmyndMagnús Þórarinsson lýsir eftirfarandi í ritinu „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi frá árinu 1960 þar sem hann er að lýsa Stafneslandi: „Nokkurn spöl austur af Fremri-Skotbakka er annar tangi, sem heitir Innri-Skotbakki. Skammt innar er gamli Kirkjuvogur. Þar sér aðeins fyrir rústum, en engin önnur merki um fyrri byggð. Til marks um það, hve Vogur (gamli Kirkjuvogur) var mikil jörð, skal þess getið, að árið 1407 selur Björn Þorleifsson hirðstjóri manni einum, er Eyjólfur hét Arngrímsson, Voga á Rosmhvalanesi, sem þá var kirkjustaður, fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. (Árb. Esp. 2, 68.)
SeltóftNokkur fróðleiksauki er þáttur jarðabókar (Á. M. & P. Víd.) 1703. Þar segir svo: „Gamli Kirkjuvogur. Forn eyðijörð, um hana er skrifað síðast meðal Hafnahreppsbæja, að óvíst sé, hvort hún liggi í Kirkjuvogs- eða Stafneslöndum, item, að munnmæli séu, að Kirkjuvogsbær sé þaðan fluttur. Nú að fleirum kringumstæðum betur yfirveguðum sýnist að sitt hafi hvor bær verið. Kirkjuvogur sem nú er byggður, og þessi gamli Kirkjuvogur, sem af gömlum documentum ráða er að heitið hafi til forna Djúpivogur. Hvað sem hér um er að segja, þá er það víst, að þessi eyðijörð öldungis ekki kann upp aftur að byggjast, með því so vel túnstæðið sem landið allt um kring af sandi uppblásið er og að bláberu hrjóstri orðið. Svo er og lendingin, er þar sýnist verið hafa, af útgrynni öldungis fordjörfuð og ónýtt. Grastór, sem hér og hvar í landareigninni kunna til baka að vera, nýta sér Stafnesingar og Kirkjuvogsmenn og er hér ágreiningur um landamerki.“
Seljavogssel IÁrið 1703 hefir gamli Kirkjuvogur legið í auðn yfir stórt hundrað ár, segir þar, þ. e. frá 1580 eða nokkru fyrr.
Þegar hér er komið, er orðið grónara heiðarland með lyngklóm niður undir sjávarbakka. Útfiri er mikið innst í Ósum og sandleirur allmiklar um stórstraumsfjöru. Djúpivogur er nyrzti, innsti og lengsti vogurinn í Ósabotnum. Þar voru landamerki milli Stafness og Hafna og um leið hreppamörk. Þeim mun þó hafa verið lítilsháttar breytt á síðari árum.
Yfir margt er að líta á langri ævi og umbreytingasamri. Frá strönd ég stari og sé í fjarska tímans: sjóinn og fjöruborðið með öllu Miðnesi, eins og rósótta ábreiðu, síbreytilega eftir sjávarhæð og ljósbroti sólar. Á lognblíðum dögum, þegar síkvik báran lék við þarann og sandinn, fóerlan söng sitt ljúfasta lag og æðurin ú-aði á útmánuðum, var yndislegt að vera ungur og lifa í óskadraumum, sem aldrei rættust. – En svo dró bliku á loft og bakka við hafsbrún. Þau sendu sterkan hvínandi storm, þá varð dimmt undir él, sjórinn úfinn og ægilegur, eins og reiður jötunn, er Hræsvelgur blakaði arnarvængjum sínum. Þannig er, í fáum orðum, myndin á spjaldi minninganna.“
Seljavogssel IINokkurra selstaða er getið frá Hafnabæjunum, s.s. Merkinessel, Gamlasel, Möngusel og Kirkjuvogssel (sjá HÉR). Þær eru allar uppi í Hafnaheiðinni. Kalmannstjörn mun hafa haft selstöðu suður undir Stömpum. Ekki er að sjá í heimildum að selstaða eða selstöður frá bæjunum hafi verið við Seljavog við norðaustanverða Ósa, en þar munu þó vera tóftir. Örnefnið bendir til að þar hafi verið fleiri en ein selstaða, en skv. örnefnalýsingu Stafness voru landamerki milli þess og Hafna að hafa verið við Djúpavog skammt norðvestar. Það er því ekki ólíklegt að þarna kunni að hafa verið selstöður frá Hafnabæjum, s.s. Kotvogi, eða jafnvel frá enn fyrri tíð og þá jafnvel frá Hvalsnesi. Bæði gætu mörk hafa breyst sem og eignarhlutdeild, frændsemi ráðið staðsetningu eða aðstaðan verið keypt í skiptum fyrir aðra önnur hlunnindi.
Seljavogssel IIÍ Jarðabókinni 1703 er getið um selstöður frá Hvalsnesi, en þær eiga þá að vera komnar í eyði. Þrátt fyrir leitir hafa ekki fundist ummerki eftir þær í heiðinni ofan við bæinn, sem verður að teljast óvenjulegt. Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöður frá Hvalsnesi (Hualsnesi): „Selstöður tvær er sagt að kirkjan eigi, og eru nú báðar þær næsta því ónýtar fyrir grasleysi, og önnur aldeilis vatnslaus, so er og mestalt land jarðarinnar komið í sand, grjót og hrjóstur“. Skv. þessu er að sjá að Hvalsnes hafi haft selstöður, hugsanlega á mismunandi tímum, á a.m.k. tveimur stöðum. Önnur þeirra gæti hafa verið við Seljavog, a.m.k. er það ekki útilokað. Skoða á eftir heiðina ofan við selstöðurnar m.t.t. hugsanlegra selstíga. Hér eru selstöðurnar einfaldlega nefndar „Hafnasel“ þótt enginn hafi bær verið með því nafni. Hin selstaðan gæti síðar hafa verið frá Kotvogi, jafnvel byggst upp úr þeirri fyrrnefndu. Kirkjuvogur (Kyrkiu Vogur) hafi skv. Jarðabókinni 1703 „selstöðu eigi allfjarri. Mjög haglítil. En vatnsból í selinu mjög erfitt, so að á hestum þarf til að flytja um hásumar“. Selstaðan frá Kirkjuvogi er þekkt. Þó er ekki útilokað að við Seljavog hafi verið eldri selstaða frá Gamla-Kirkjuvogi, enda fyrir Djúpavog að fara. Jarðarinnar er getið í Jarðabókinni sem eyðijarðar, en ekkert er fjallað um selstöðu á þessu svæði.
SeljavogurÞegar komið er norður fyrir austanverða Ósa við Hafnir verður fyrst fyrir Djúpivogur er nær þar lengst upp í landið. Suðaustur af voginum er Beinanes. Efst á því er stór klettur; Hestaskjól. Suðaustan við Beinanes er Seljavogur, mjór og langur. Þvert yfir Beinanes, milli Seljavogs og Djúpavogs, á móts við miðja vogina, eru að sjá á loftmynd leifar af hlöðnum garði. Suðvestan innan við garðinn eru tóftir er síðar verður getið. Við vettvangsskoðun var erfitt að koma auga á garð þennan.
Samkvæmt Jarðabókinni 1703 hafði Kirkjuvogur í seli, sbr. „Selstaða eigi allfjarri. Mjög haglítil. En vatnsból í selinu mjög erfitt, so að á hestum þarf til að flytja um hásumar“. (Sjá meira um Kirkjuvogssel HÉR.)
Í Jarðabókinni er ekki getið um selstöður frá hjáleigum Kirkjuvogs, s.s. Hólshúsi, Garðhúsum, LandamerkiHaugsendakoti og Árnagerði (Arne gerde). Getið er um Gamla-Kirkjuvog, „forna eyðijörð. Hefur legið í auðn stórt hundrað ár. Eru munnmæli að Kirkjuvogs bær sje þaðan fluttur, þángað sem nú stendur hann, og vill þá þetta bæjarstæði í Kirkjuvogslandi verið hafa. Aðrir halda að þetta bæjarstæði sje í Stafness landi“.
Þar sem selstöðu við Seljavog er ekki getið í Jarðabókinn 1703 má telja að annað hvort hafi þær þá verið aflagðar þar fyrir löngu eða teknar upp eftir að Jarðabókin var skrifuð. Af ummerkjum á vettvangi að dæma má telja líklegt að selstöðurnar hafi orðið til talsvert fyrir árið 1700 (a.m.k. sú sem er norðan við Seljavog), en fallið í gleymsku. Til viðmiðunar er t.d. Kirkjuvogsselið, sem verður að teljast af nýrri tegund selja, enda miklu mun greinilegri en þessar selstöður. Fyrrum hefur þetta land væntanlega tilheyrt Gamla-Kirkjuvogi þótt það tilheyri nú Höfnum. Af ummerkjum að dæma virðist þó hafa verið róið í nyrði selstöðuna, en það gæti hafa verið leið til að spara krókinn fyrir Djúpavog.
landamerkinOfan við vörina í nyrðri selstöðinni er tóft. Í selstöðunni, sem er í skjóli fyrir austanáttinni undir lágu klapparholti, eru þrjú rými og hringlaga gerði. Ofan við klapparholtið er ágætt vatnsstæði.
Í syðri selstöðunni, sunnan við Seljavog, eru rými hins vegar reglulegri og virðast nýrri. Þau eru í einni lengju. Norðar, á klapparholti, eru stakar tóftir, sú syðsta greinilegust. Í henni sjást hleðslur. Neðan við hana, undir klapparholtinu og ofan við voginn, er hringlaga hleðsla; lítið gerði, hugsanlega kví í skjóli fyrir austanáttinni. Selstaðan sjálf er óvarin fyrir regni og vindum, sem verður að teljast óvenjulegt. Hins vegar eru góð skjól undir klöppum í nágrenninu.
Grónar vörður ofan við selstöðurnar benda til þess að komið hafi verið að þeim sjóleiðis frá því sem Hafnir eru í dag, þ.e. róið yfir Ósa.
HestaskjólHvenær land Gamla-Kirkjuvogs féll undir Stafnesland er ekki vitað þegar þetta er ritað. Hins vegar má sjá á gamalli gróinni vörðu norðaustan við Djúpavog með línu í hlaðna vörðu norðaustar í heiðinni hvar landamerkin hafi legið á liðnum öldum. Selstöðurnar, sem hér um ræðir eru báðar utan hennar, þ.e. í landi Hafna.
Fyrrnefndar selstöður eru greinilegar þótt ekki væri fyrir annað en að í kringum þær eru mikið graslendi, en óvíða annars staðar norðan Ósa, nema ef vera skyldi á litlum blettum undir klettum vestanverðum, og í þeim báðum má vel greina rými með grónum jarðlægum veggjum og tilheyrandi hleðslum (stekkir).
Hvað sem líður niðurstöðum þess hvaða jörðum þessar selstöður hafa tilheyrt fyrrum verður a.m.k. tvennt að teljast merkilegt; annars Svæðiðvegar sú uppgötvun að örnefnið Seljavogur á sér áreiðanlega og skiljanlega skýringu og hins vegar að þar skuli liggja áhugaverðar fornminjar er legið hafa í þagnargildi um aldir. Auk þess taldist skráning þessara tilteknu selstöðuminja til þeirrar tvöhundruð og sextugustu (260), sem FERLIR hefur skoðað á Reykjanesskaganum, fyrrum landnámi Ingólfs.
Í leiðinni var ákveðið að skoða tilgreint Stafnessel. Í örnefnalýsingu sem Ari Gíslason skráði eftir Metúsalem Jónssyni um Stafnes segir m.a. um Stafnessel: „Skammt suður og upp frá Gálga eru lágar klappir nefndar Klofningar. Þar suður og upp af Þórshöfn er einstök varða á klöpp, Mjóavarða, sem var innsiglingarmerki á Þórshöfn. Suðaustur af henni eru svo tvær vörður á klöpp, sem nefndar eru Systur. Þar austur af eru Stórubjörg, og austan þeirra er gamalt sel, sem heitir Stafnessel.“
Magnús Þórarinsson segir í sinni framangreindri lýsingu: „Enn sést móta fyrir rústum af Stafnesseli“.
Við skoðun á selstöðunni var augljóst að þarna eru mannvistarleifar. Þær eru hins vegar mjög fornar að sjá.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; Stafnes“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, Hafnarfirði, 1960, bls. 151 –165.
-Örnefnalýsingar fyrir Hafnir.

Stafnessel

Stafnessel.

Býjaskersrétt

Í Faxa 1980 spyr Skúli Magnússon „Hvort er réttara; Býjasker eða Bæjarsker?

„Halldóra á Bæjarskerjum sendi Faxa pistil um örnefnið Bæjarsker, sem birtist í 2. tbl. 1980. Hallaðist hún jafnvel að því að kalla eigi jörðina Býjasker. Vitnar hún þar í nokkrar heimildir frá seinni tímum máli sínu til stuðnings.

Býjasker

Bæjarsker er ef til vill elsta höfuðból Suðurnesja en margt bendir til þess að þar hafi búið Steinunn gamla, sem Ingólfur Arnarson gaf mestallan Reykjanesskaga. Væntanlega heftir Steinunn stundað útgerð af kappi, en Bæjarskerseyrin þótti lengi ein besta veiðistöð Suðurnesja. Landbrot vegna ágangs sjávar hefur þó leikið eyrina grátt og eftir ofsaflóð 1769 og síðar Básendaflóðið 1799 hnignaði útgerð þar mjög. Víkin fyrir innan eyrina var kölluð Sandgerðisvík. Víkin þótti ákjósanleg til útgerðar mótorbáta. Fyrsti mótorbáturinn, sem kom til Sandgerðis, hét Gammur RE 107. Kom hann 4. febrúar 1907 og komu þar með mótoristar til starfa. Sá fyrsti hét Olaf Olsen, sem var síðar þekktur maður í Njarðvíkum.

Meðal annars til ritgerðar eftir Magnús Þórarinsson frá Flankastöðum. Líklega mun óhætt að treysta frásögnum hans, enda hefur maðurinn skráð einhverjar bestu ritgerðir sem til eru um Suðurnes. Greinarnar eru nákvæmar, á góðu máli og bera vott um mikla glöggskyggni höfundarins á umhverfi sitt. Bókin „Frá Suðurnesjum„, sem út kom 1960, er að miklu leyti handverk Magnúsar, og ber þess glöggt vitni. Þátturinn um leiðir og örnefni á Miðnesi er t.d. stórmerkur og virðist traust heimild. Bókin er eflaust sú besta sem komið hefur frá Suðurnesjum, enda skrifuð af heimamönnum, er þekktu nágrenni sitt allt frá æsku.
Frá SuðurnesjumEn svo ég snúi mér að efninu var erindið að skýra frá nokkrum niðurstöðum, sem ég fann, eftir að hafa kannað lítillega heimildir um örnefnið Býjasker.
Eftir því sem ég komst næst við lestur Fornbréfasafnsins, sem er ein aðalheimild Íslendingasögunnar, hefur snemma orðið venja að skrifa „Býja-“ í stað „Bæjar-„. Í nafnaskrá Fornbréfasafns er orðið býr gefið upp í merkinu bær. Vel má vera að þarna liggi ráðningin. Í orðabók Menningarsjóðs er hins vegar talað um býjarbyggð, „að hafa býjarbyggð“, í merkingunni að annast févörslu. Orðið er gamalt og tíðkast lítið í nútímamáli. Einhverjum kynni að detta í hug skyldleika orðsins við dönsku, jafnvel að áhrifa gæti þaðan. Ekki þarf það að koma til greina, þar eð orðmyndin „Býja-“ kemur strax fyrir um 1270. Skyldleiki getur hafa orðið við norskuna, enda höfðu Íslendingar meiri samskipti við Norðmenn á þessum tíma, en suður til Danmerkur.
Nafnið Bæjarsker kemur fyrst fyrir í Landnámu. Þar er frásögn af hólmgönguáskorun Hrolleifs í Heiðabæ í Þingvallasveit gegn Eyvindi í Kvíguvogum syðra.
Segir, að þeir hafi í staðinn „keypt löndum. Eyvindr bjó nokkra vetr síðan í Heiðabæ ok fór síðan á Rosmhvalanes til Bæjarskerja …“. (Ísl.sögur I, bls. 230-31. Rvík 1953).
Fram að þessu hefur gullaldarmálið staðið fyrir sínu, og trúlega er þetta upphaflegur ritháttur nafnsins. En er á leið breyttist orðið í meðförum, og um 1270 er það: „bíasker“, í skrá yfir hvalskipti Rosmhvelinga, sem prentuð er stafrétt í Fornbréfasafni. (II. bindi, bls. 77).

Býjasker

Býjasker – loftmynd 2020.

Í Hítardalsbók, sem hefur að innihalda kirknaskrá, frá um 1367, (handritið talið skr. um ca. 1650), er rætt um „Býjasker“. (Fornbr.sa. III, bls. 221). Á Bæjarskerjum var þá kirkja, helguð heilögum Úlafi Noregskonungi. Þarna kemur nafnið fyrst fyrir í núverandi mynd. Er það síðan skrifað þannig allar götur til 1570, nema í reikningum Kristjáns skrifara á Bessastöðum. Þeir reikningar eru yfir tekjur af konungsjörðum víða um land fyrir árin 1547-48. Þar er jörðin kölluð „Beersker“. Trúlega kennir þar þýskra áhrifa, enda var Kristján ættaður frá Þýskalandi (Fornbr.s. XII, bls. 116). Hins vegar kemur fram í VII. bindi Fornbréfasafns, bls. 53, að máldagi Brautarholtskirkju á Kjalarnesi, var lesinn upp, á héraðsþingi á „Bæjarskerjum“ 6. febr. 1749. Máldaginn var hins vegar frá miðöldum og hefur trúlega verið lagður fram sem sönnunargagn í einhverju máli, sem þá var háð. Þarna kemur orðið í ljós, við upplestur og bókfærslu á 18. öld.

Býjasker

Býjaskershverfi – túnakort 1919.

Ekki hafði ég tíma til að kanna ítarlega Alþingisbækurnar, gerðabækur þingsins, allt frá miðöldum, sem eru önnur aðalheimild (Íslandssögunnar, ásamt Fornbréfasafni). Einnig Alþingisbækur eru gefnar út stafrétt, og hafa því töluvert málsögulegt gildi. En við lauslegt yfirlit bókanna sýndist mér, að þar kæmi oftar fyrir Býjasker en Bæjarsker.
Ég hygg að Bæjarsker sé upphaflega nafngiftin, og skírskota þá til Ara fróða.

Býjasker

Býjasker – loftmynd 1954.

Fljótt virðist málvenjan hafa orðið Býjasker, sú orðmynd orðið algengust, en hin horfin. Því er ekki óeðlilegt þó gamalt fólk hafi notað meir það orð. Síðan hefur nafngiftin komist á prentaðar bækur og loks á landakort á 19. öld.
Sjálfur finnst mér fara betur í málinu orðið Bæjarsker en Býjasker. Hið seinna er svolítið dönskuskotið þrátt fyrir allt. Ég held því, að það sé ekki röng þróun þó jörðin hafi [í seinni tíð frekar gengið undir nafninu Bæjarsker, því líklega er það upphaflega nafnið.“ – Skúli Magnússon

Í tveimur tölublöðum Faxa 1983 fjallar Halldóra Thorlacius um Jón Jónsson, bónda, og ættbálk hennar á Bæjarskerjum:

Býjasker

Býjasker – Jón Jónsson.

„Á Bæjarskerjum í Miðneshreppi býr Jón Jónsson, 87 ára gamall. Hann er fæddur laugardag í mið-þorra 1896.
Jón segir svo frá: „Á Bæjarskerjum hefur sama ættin búið í 128 ár. Árið 1855 fluttist afi minn, Oddur Bjarnason austan úr Vestur-Skaftafellssýslu til Suðurnesja. Keypti hann Bæjarskerin og bjó þar til æviloka.
Með honum komu, faðir hans Bjarni Oddson, eiginkona Guðný Sveinsdóttir og börn þeirra, Bjarni, Ragnhildur og Jón faðir minn. Hann var fæddur að Borgarfelli 13. apríl 1855 og því ekki nema rétt mánaðar gamall þegar foreldrar hans lögðu upp í þessa löngu ferð, sem tók hálfan mánuð.
Nærri má geta að það hefur verið erfið ferð fyrir móður og barn að fara þessa löngu leið. Á þessum tíma voru vegir ekki eins góðir og nú gerist. Aðeins hestavegir og óbrúaðar ár. Ekki er heldur víst að hestar hafi verið til fyrir alla fjölskylduna.
BýjaskerÁrið 1870, 4. febrúar, varð afi minn úti á Miðnesheiði. Hafði hann farið til Keflavíkur í kaupstaðarferð. En þangað voru flestar vörur sóttar á þeim tíma. Oft kom það fyrir að menn voru ekki vel búnir þegar farið var að heiman. Þegar svo til Keflavíkur kom þurftu þeir að bíða hálfu og heilu dagana eftir afgreiðslu. Þeir voru orðnir þreyttir og svangir þegar lagt var aftur af stað á heiðina. Þó Miðnesheiði þyki ekki erfið yfirferðar nú voru vegir lélegir á þessum tíma og kennileiti fá. Þá var hún villugjörn í stormum og stórhríð á vetrum.
Þegar afi minn dó var faðir minn 15 ára. Hann varð aðalstoð móður sinnar. Vegna erfiðleika missti amma mín jörðina. Þá eignaðist hana séra Sigurður Sívertsen prestur á Útskálum. Amma og faðir minn fengu þar ábúð áfram.
Og þegar faðir minn giftist fékk hann lífstíðarábúð.
Móðir mín, Þuríður Einarsdóttir, var fædd á Kirkjubóli í Útskálasókn. Í móðurætt var hún ættuð úr Garðinum en faðir hennar Einar Pálssonar var úr Vestur-Skaftafellssýslu.
Foreldrar mínir giftu sig 21. júní 1890 og bjuggu á Bæjarskerjum til æviloka. Eins og víða á Suðurnesjum munu efnin ekki hafa verið mikil. Faðir minn var laginn við tré og járn. Hafði hann smiðju og smíðaði fyrir nágrannana. Ég minnist þess að hann smíðaði nálar og skeifur en þó mest ljábakka. Einnig gerði hann við ýmis amboð. Mun þessi vinna hans hafa drýgt tekjurnar nokkuð. En með sparsemi og mikilli vinnu voru foreldrar mínir alltaf sjálfum sér nógir.

Býjasker
Foreldrar mínir eignuðust fimm börn. Oddur var elstur. Fæddur árið 1884. Kona hans var Helga Bjarnadóttir, ættuð austan úr Árnessýslu. Þau bjuggu í Norður-Miðkoti. Einar var fæddur 1886. Hann var alla ævi til heimilis hér að Bæjarskerjum. Ragnhildur var fædd 1890. Hún var alltaf hér heima. Missti hún unnusta sinn Jónas Bjarna Benónýsson í febrúar 1914. Hún eignaðist einn son Jónas Bjarna Jónasson, fæddan 24. maí 1914. Ragnhildur var með hann hér á Bæjarskerjum. Hún annaðist foreldra okkar þegar aldur færðist yfir þá. Síðan okkur bræðurna og var okkur stoð og stytta meðan henni entist aldur og heilsa til. Bjarni var fæddur 1893. Kona hans var Guðrún Benediktsdóttir. Móðir hennar var ættuð úr Garðinum, en faðir hennar austan af fjörðum. Bjarni og Guðrún byggðu sér hús í Sandgerði er þau nefndu Haga. Börn þeirra eru Sigurður og Jóna. Ég var yngstur. Fæddur laugardag í mið-þorra 1896.

Býjasker
Þ
egar foreldrar okkar systkinanna voru látin keyptum við Einar og Ragnhildur jörðina Bæjarsker aftur. Var hún þá komin í eigu Bjarna Péturssonar blikksmiðs í Reykjavík. Það er árið 1938 sem hún kemur aftur í eigu ættar okkar.
Ekki er hægt að segja að búið hafi verið stórt á nútíma mælikvarða. Þar voru 30-40 fjár og 3-6 kýr. En svo var alltaf töluvert útræði héðan. Faðir minn gerði alltaf út. Það var aðaltekjulind heimilisins. Hann gerði út Heklu sem var 8 – 10 manna far. Við vorum allir feðgarnir á sama báti. Faðir minn hafði meiri áhuga á sjómennsku en landbúnaði. En honum þurfti líka að sinna. Oft þegar komið var að landi mátti maður fara að smala og huga að skepnunum.

Býjasker

Býjasker – sjóbúð.

Þegar ég var að alast upp var fjölmennara hér í hverfinu en nú er. Það var stór hópur ánægðra barna sem lék sér hér á túnunum þegar tími gafst til leikja, en börn þá voru látin vinna strax og kraftar leyfðu.
Hér var saltfiskverkun. Fiskurinn var vaskaður niður við sjó. Sjórinn var borinn í stór kör uppi á kampinum og vaskaður þar. Það voru aðallega konur sem vöskuðu en börn og unglingar breiddu fiskinn til þerris. Seinnipart sumars komu skip hér á víkina og tóku bæði þurrkaðan saltfisk og þurrkaða fiskhausa til útflutnings.

Býjasker

Býjasker – fjárhús.

Heyskapur byrjaði yfirleitt ekki fyrr en í júlí. Hér var allt slegið með orfi og ljá á mínum uppvaxtardögum. Farið var á fætur kl. 3-4 á næturnar til þess að slá. Það var gert til þess að nota rekjuna (náttfallið). Þá beit betur. Var staðið við slátt fram undir hádegi og þá lagði maður sig oft. Ef rekjan var næg var slegið allan daginn. Það var ánægjulegt að koma út um lágnættið í góðu veðri og finna þögnina og kyrrðina. Sjá og heyra fuglana og allt líf vakna þegar kom fram á morgun.

Býjasker

Býjaskersrétt 1983.

Smalamennskan var mér nú hugljúfust. Að ganga um heiðar og líta að fé. Ég tala nú ekki um á vorin þegar ærnar voru að bera. Finna nýborin löb og hlúa að þeim og ánni.
Í Leirunni var mjög góð fjörubeit og okkar fé sótti þangað mikið yfir Miðnesheiðina. Aðallega sótti það í Bergvík og Sjálfkvíar sem eru fyrir utan Litla-Hólmsjörðina. Einnig sótti það í Helguvíkina. Þangað niður var einstigi og því erfitt að fylgja því eftir. Það þurfti að vakta féð því það vildi sækja langt út í fjöru í þarann. Það uggði ekki að sér þegar féll að. Varð því að fara og reka frá fjörunni áður en hálffalið var að.

Býjaskerstétt

Býjarskersrétt-uppdráttur.

Göngur og réttir þóttu mér skemmtilegar. Héðan áttu smalar að fara lengst austur í Selvog. Voru sendir 4- 5 menn og voru 3-4 daga í ferðinni. Farið var austur í Selvog og gist þar. Síðan var réttað í Selvogsrétt fé sem austanmenn höfðu smalað. Okkar fé var svo rekið til Grindavíkur. Þar var gist og réttað daginn eftir. Þaðan var rekið í Vogarétt. Þegar búið var að draga þar var fé Miðnesinga rekið áfram gegnum Njarðvíkurnar og áfram yfir Miðnesheiði og réttað í réttinni fyrir ofan Bæjarsker.
Þórarinn Snorrason
Tvisvar fór ég þessar ferðir og gisti ég þá hjá Þórarni í Vogsósum. Þangað var gott að koma, góður matur og gott rúm fyrir þreytta smala.
Lengst hef ég komist norðan megin á Reykjanesskaganum, inn að Hvassahrauni og réttað í Vogarétt. Ekki voru allir sáttir við það að ég færi ekki nær höfuðstaðnum en þetta. Var mér einu sinni skipað í Gjárétt og þá þurfti ég að fara í Hafnarfjörð. Því hafði ég nú ekki áhuga á svo ég fékk mann fyrir mig. Var það Ólafur Pétursson frá Knarrarnesi. Gerði hann það með glöðu geði. Þurfti ég því ekki að fara lengra en að Hvassahrauni.
Nú er maður orðinn gamall og stirður. Hættur að fara til kinda um Miðnesheiði. Ég læt mér nægja að horfa á kindurnar sem frændur og vinir eiga hér á túnunum í kring.
Mánudaginn 2. ágúst lést Jón Jónsson á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs eftir stutta legu. Hann var 87 ára og yngstur fimm Vesturbæjarsystkina, en svo voru börn Jóns Oddssonar og Þuríðar á Bæjarskerjum nefnd í daglegu tali af sveitungum sínum. Þau voru: Oddur, Einar, Ragnhildur, Bjarni og Jón.
Ég sem þetta skrifa átti því láni að fagna að kynnast þessum systkinum er ég kom hingað ung kona með manni mínum, Jónasi syni Ragnhildar. Þau reyndust mér ávallt góðir vinir og leiðbeinendur.
Við Jón vorum búin að vera samtíða hér í rúm 40 ár. Tvö síðustu árin vorum við tvö ein. Vil ég þakka þessu fólki samfylgdina.“ – Halldóra Thorlacius

Heimildir:
-Faxi, 4. tbl. 01.01.1980, Býjasker – Bæjarsker; hvort er réttara?, bls. 109-110.
-Faxi, 6. tbl. 01.06.1983, Jón Jónsson á Bæjarskerjum – Halldóra Thorlacius, bls. 152-153.
-Faxi, 7. tbl. 01.09.1983, Jón Jónsson á Bæjarskerjum – Halldóra Thorlacius, bls. 181.
Býjasker

Básendar

Básendar var verslunarstaður fyrr á öldum. Nú virðist við fyrstu sýn fátt sem minnir á verslunina, en ef betur er að gáð má sjá ýmislegt henni tengdri, t.d. áletranir á klöppum.
Nefndar áletranir eru flestar í Arnbjargarhólma, vestan Básendahafnar (Brenntorfuvíkur). Á Letursteinn í Arnbjargarhólmaháhólmanum má bæði lesa skrifstafi og ártöl á klöppunum, en auk þess, þegar vel er leitað, má sjá slíkar áletranir á lausum steinum, sem virðast hafa verið á hólmanum áður fyrr, er hann var landfastur og væntanlega gróinn vel, en skolast til þegar sjórinn náði að aðskilja hann fastalandinu og leika frjálslegar um hólmann.
Við skoðun FERLIRs kom m.a. í ljós að á einum lausa steininum stóð nafnið „BERTELANDERS“ og ártalið 1700. Á öðrum lausum steini var m.a. áletrað MVL og XX þar sem ör lá upp frá ártalinu 1590. Á klöppum mátti bæði lesa bókstafi er virtust vera upphafsstafir manna og ártöl, s.s. 1640, 1650, 1651 og 1694. Þessar áletranir á þessum stað benda til þess að þarna hafi verið athafnasvæði verslunar danskar kaupmanna, en þeir höfðu höfnina eftir 1602 út af fyrir sig. Þjóðverjar og Englendingar kepptust um hana fram yfir 1532 (Grindarvíkurstríðið) svo áletrunin Bertelanders gæti verið eftir einhvern kaupmanninn á Endunum eða hugsanlega nafn á skipi hans. Fróðlegt væri fyrir sagnfræðinga að reyna að grafa eitthvað upp um þetta.
Líklegt má telja að fleiri áletranir og ártöl kunni að leynast við Básenda er kunna að varpa ljósi á veru framangreindra á staðnum í gegnum aldirnar.

Letursteinn

Másbúðir
Magnús Þórarinsson skrifar um Másbúðarhólma í bókina „Frá Suðurnesjum„, sem gefin var út árið 1960. Þar segir hann m.a.:
„Þar er Másbúðarvarða, gild og gömul mjög, á háum kletttanga, sem er norðvestur úr Fitinni… innan ekki mjög langs tíma mun Másbúðarvarða standa á klettinum úti á sjó á flóði. Sunnan við vörðuna er breitt sandvik, en sunnan við vikið hefir staðið fjárrétt Nesjamanna, stór og vel hlaðin; dregur vikið nafn af réttinni og kallast Réttarvik….

Másbúð

Brúin út í Másbúðarhólma.

Másbúðir, sýnist mér, hafa verið fornmerkur staður og stórbýli á sinni blómatíð. Þar var oftast fjölmennt, einkum á vertíðum. Þar var konungsútgerð, við Másbúðir er sundið kennt og sundvarðan stóra og myndarlega, sem enn stendur, umhirðulaus um langa tíð….
Másbúðir hafa verið höfuðbólið á þessum slóðum á fyrri tíð. Másbúðarhólmi, sem nú er stór eyðiklettur úti í sjó, 80-100 faðma frá sjávarkampi fyrir ofan, var áður áfastur við land og virðist hafa verið víðátta graslendis, sem nú er þangi vaxin fjara….

Másbúðarhólmi

Tóft í Másbúðarhólma.

Á 17. öld hefir Másbúðarhólmi hlutast frá fastalandinu, en þangað til var samgróið tún á öllu því fjörusvæði, sem nú er milli lands og Hólma…
Síðasti búandi á Másbúðum var Jón Jónsson, frá 1884 til 1895….
Í Hólmanum má finna Kóngsvör. Sáust þar kjölför í klöppunum fram undir síðustu aldamót (1900), en munu varla greinast nú. Eitt ártal er höggvið í klappir þar – 16 hundruð og eitthvað -. Um 1890 var rótað upp gömlum öskuhaug, sem var þar í námunda við bæinn og fannst þá heilmikið af brotnum krítarpípum…
Sjávarhúsin stóðu flest vestan við bæinn, þar var Hólminn hæstur. Þar var líka hróf skipanna. Þar var traustur tvíhlaðinn grjótgarður, vinkillagaður, sem var skipunum til öryggis fyrir veðrum og sjógangi.
Útgerð lauk í Másbúðarhólma fyrir 50 árum. Hólminn er að fjarlægjast fastalandið, hægt en öruggt… En Másbúðarhólmi er harður haus og verður til langt fram í aldir og loks grynning, sem boði fellur á, og það verður stór boði, hvert nafn sem hann kann að fá.
Nú (2000) sjást einungis leifarnar af Másbúðarvörðu ofan við Másbúðarhólma.

Másbúðir

Áletrun í Másbúðarhólma.

Garðskagaviti

Í Víkurfréttum í septembermánuði 2014 var stutt frásögn um „Garðskagavita“ í tilefni af 70 ára afmæli hans:

Garðskagaviti

Garðskagaviti.

„Vitinn var formlega vígður þann 10. september lýðveldisárið 1944 en hann var byggður á þremur mánuðum af 10-15 manna vinnuflokki, undir stjórn Sigurðar Péturssonar frá Sauðárkróki.
Hinn reisulegi Garðskagaviti, sem hannaður er af Axel Sveinssyni verkfræðingi, kom í stað eldri Garðskagavita sem þótti of lágur og einnig í hættu vegna landbrots.
Hinn sívali kóníski steinsteyputurn er 28,6 m að hæð með ljóshúsi sem er ensk smíð. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en var kústaður með hvítu viðgerðar- og þéttiefni árið 1986.
Í fyrstu voru notuð ljóstækin úr eldri Garðskagavitanum en árið 1946 var vitinn rafvæddur. Árið 1960 var skipt um linsu og í stað linsunnar frá 1897 var sett fjórföld snúiningslinsa.
Garðskagi var einn þeirra vitastaða þar sem vitavörður hafði fasta búsetu og stóð svo fram til 1979. Vitavarðarhús stendur enn en það var byggt árið 1933 eftir teikningum Einars Erlendssonar arkitekts.

Garðskagaviti

Garðskagaviti vígður – Svanhildur Ólafía Guðjónsdóttir (Lóa) frá Réttarholti í Garði.

Garðskagaviti var vígður sunnudaginn 10. september 1944, með mikilli viðhöfn. Fór vígslan fram með útiguðsþjónustu. Séra Eiríkur Brynjólfsson, sóknarprestur predikaði, kirkjukórar Útskála- og Keflavíkursókna sungu, en Emil Jónsson, vitamálastjóri flutti vígsluræðuna. þakkaði hann sóknarprestinum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum, sem hafði undirbúið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap, segir í samantekt á vef Sveitarfélagsins Garðs.“

Í blaðinu „Reykjanes“ 2013 var fjallað um „Gamla vitann og Garðskagavita“:

Gamli vitinn

Garðskagaviti

Gamli Garðskagaviti um 1940.

„Gamli vitinn var byggður árið 1897. Danska flotamálastjórnin sá um byggingu hans. Bygging vitans var merkisviðburður en í byggðarlaginu þá voru aðallega torfbæir og nokkur timburhús.
Ljós Garðskagavitans sló bjarma á nágrennið, þar sem menn notuðust við ófullkomin olíuljós og lýsislampa, utanhússlýsing var engin. Ég minnist hve gamlir menn lýstu þessu skæra ljósi af miklum fjálgleik.“

Garðskagaviti
Garðskagaviti
„Sigurður Pétursson annaðist byggingu 60 vita hér á landi. Voru þá vitar landsins orðnir 140, þó aðeins væru liðin 66 ár frá því að fyrsti vitinn var reistur (Reykjanesviti). Emil Jónsson, vitamálastjóri, flutti vígsluræðuna.
Þakkaði hann sóknarprestinum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum, sem hafði undirbúið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap. „Minnir það mig á”, sagði Emil í ræðu sinni, „að fyrstu sagnir um leiðarljós fyrir sjómenn á Íslandi, eru tengdar við kirkjuna. Mér hefir verið á það bent, að verið hafi hér til forna, um 1200 og jafnvel fyrr ákvæði um að ljós skyldi loga í ákveðnum kirkjum, allar nætur tiltekin tímabil.“

Garðskagaviti

Gamli Garðskagaviti.

Þegar þessi ákvæði voru rannsökuð nánar kom í ljós, að flestar þær kirkjur, sem hér var um að ræða, voru nálægt sjó, og á þeim stöðum þar sem ætla má að sjófarendur hafi getað notið þeirra.”
Er ræða Emils Jónssonar mjög fróðleg og um margt merkileg. – (Ræða Emils er prentuð í Suðurnesjablaðinu FAXA, nóv.-blaði 1944).“

Heimildir:
-Víkurfréttir, 35. tbl. 11.09.2014, Garðskagaviti, bls. 19.
-Reykjanes, 14. tbl. 08.08.2013, Gamli vitinn og Garðskagaviti, bls. 12.

Reykjanesviti

Garðskagaviti – ræða Emils Jónssonar við vígslu vitans 10. september 1944.

Gamli Kirkjuvogur

Gengið var um sunnanverða Ósabotna að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd.
osar-22Á þessari leið má velja um gömlu reiðleiðina er liggur rétt ofan við ströndina eða gamla vagnveginn. Hann, líkt og reiðleiðin, er enn sýnilegur austan túngarðs hins horfna bæjar Teigs (enn má þó sjá skorsteininn af bænum skammt austan Hafna). Ef vel er að gáð má sjá að vagnvegurinn hefur á einhverjum tíma verið útfærður í bílveg og að hætt hafi verið við þær vegabætur í miðjum kliðum. Þegar komið var austur fyrir Hunangshelluna var haldið frá gatnamótunum að Njarðvík eftir reiðleiðinni þar sem Lágafellsleiðin sameinast henni áleiðis að gamla verslunarstaðum í Þórshöfn. Gatan er greinileg í heiðinni og sjá má fallnar vörður við hana. Þegar komið var yfir austanverðan Djúpavog tók við vagnvegur frá Illaklifi áleiðis að verslunarstaðnum.
Af og til mátti þó osar-23sjá gömlu reiðleiðina út frá veginum. Á Selhellu og við Draugavog eru tóftir, bæði ofan Selhellu og efst á henni. Vestan við tóttina er fallegt vatnsstæði í klöpp. Efst við sunnanverðan Selvoginn, sem er næsti vogur, eru einnig tóttir. Gengið var inn fyrir voginn og inn á þjóðleiðina, ofan við Beinanesið að Hestaskjóli og áfram fyrir Djúpavog, sem fyrr sagði. Í botni vogarins liggur girðing upp í heiðina, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið (Illaklif) er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels. Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. Vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna.
osar-24Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið osar-25kirkjugarður og kirkja eða bær. Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir.
Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Vikið var út af vagngötunni til suðurs vestan Illaklifs og gamalli götu niður lága brekku. Þar sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Einnig á öðrum skammt suðvestar. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kaf í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi.

osar-26

Skammt austar er önnur tótt, mun stærri, og sú þriðja suðvestar. Við hana er hlaðið gerði, sennileg aupp úr eldri fjárborg, sem enn mótar fyrir. Götunni var fylgt upp brekkuna uns komið var að manngerðum stórum grónum hól á klöpp. Þarna kanna að vera dys, a.m.k. benda ummerkin til þess. Umleikis hólinn miðsvæðis er hringlaga hleðsla. Skammt þarna vestar er Gamli Kirkjuvogur. “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipan er ekki hægt að greina. Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.“

osar-27

Kaupstaðaleiðin er falleg vagngata á melhálsi upp af Djúpavogi, en gamla þjóðleiðin liggur sunnar, að Gamla-Kirkjuvogi. Enn önnur leið, greinilega minn farin, liggur frá Djúpavogstóftunum og rétt ofan við strönina að Gamla-Kirkjuvogi. Þar á leiðinni er slétt flöt og gerði. Liggur veggur þess út í sjó, en land mun hafa sigið þarna verulega á umliðnum öldum (nokkra millimetra á ári skv. mælingum).
Gamli-Kirkjuvogur er sagður vera mjög gamall, forveri bæjanna handan Ósa. Sumir segja það þar hafi verið landnámsjörð. Sjá má þar tóftir, garða, gerði o.fl. og virðast þær allar mjög komnar við aldur. Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn osar-28prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi.
Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði grein í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 um „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“. Þar segir hann m.a. um Gamla-Kirkjuvog og Gamla-Kotvog, sem áttu að hafa verið norðan Ósa en ekki sunnan eins og síðar varð. „Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smávoga, og kallast þeir Ósabotnar. Er löng bæjarleið frá Þórshöfn inn að Kirkjuvogi forna.
Þar sem bærinn var, er rústabunga mikil. Þar er alt nú blásið hraun, osar-29þó er rústin að nokkru leyti grasgróin. Er eigi hægt að sjá grein á húsaskipun og eigi sést með vissu hvar kirkjan hefir verið. En kunnugir menn vita það, því mannabein hafa fundist þar, er kirkjugarðurinn blés upp. Voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800, að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt.
Kotvogur stóð þó þar, sem hann er enn, sunnanmegin við Ósana. En kirkjusókn átti hann að Kirkjuvogi og allir bæir fyrir innan Kalmanstjörn. En þaðan, og frá þeim bæjum, er sunnar voru, var kirkja sótt að Kirkjuhöfn. Til Kirkjuvogs sóttu líka Suðurnesjabæirnir: Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Stafnes, ásamt hjáleigum. Stóð það fram að 1370, er Oddgeir biskup vígði kirkju á Hvalsnesi. Enn átti Innri-Njarðvík sókn að Kirkjuvogi: hélzt það, þó Kirkjuvogur væri fluttur suður fyrir Ósa, og þangað til 1760, er Ólafur biskup Gíslason, vígði kirkju í Njarðvík.

osar-30

Fremur er það fátt, sem menn vita um Kirkjuvog hinn forna. Þess er getið í Árbókum Espólíns II. 68. að 1467 seldi Ólafur biskup Rögnvaldsson Eyjúlfi Arnfinnssyni »Voga« í Rosmhvalsnesshreppi fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. Nú er enginn bær í Rosmhvalsnesshreppi, er heitir »í Vogum«. Mun hér því átt við Kirkjuvog hinn forna og ef til vill Kotvog með, eða þó öllu heldur Djúpavog, sem mun hafa verið hjáleiga frá Kirkjuvogi og staðið við Ósabotnana. Svo segir í landamerkjabréfi frá 1270: »En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi.

osar-31

Hér virðist »Djúpivogur « vera bæjarnafn. Og það getur ekki verið annað nafn á Kirkjuvogi, þar eð hann er líka nefndur í sömu málsgreininni. Nokkru fyrir innan Kirkjuvog hinn forna gengur gróf mikil frá Ósabotnunum þvert til norðurs. Gengur sjór nokkuð inneftir henni, og heitir þar enn Djúpivogur. Þar litlu innar ætti bærinn, Djúpivogur, að hafa verið. Merki sjást ekki til þess; en það er ekki að marka. Sjór hefir mjög gengið á land í Ósunum, og getur bæjarstæðið verið brotið af. Þó hefir það ekki verið sjávargangur, heldur sandfok, sem eytt hefir Kirkjuvogi hinum forna. Hvenær það var, vita menn ógjörla. Jarðabók Á. M. telur hann hafa verið í eyði meir en 120 ár þá er hún var rituð. Hefir það því eigi verið síðar en á 16. öld, en getur vel hafa verið fyr. Það liggur nærri að ætla, að þá hafi sami maður átt bæði Kirkjuvog og Kotvog, er hann flutti Kirkjuvog heim á tún í Kotvogi. Bendir það til þess, að Kotvogur hafi frá upphafi verið talinn hjáleiga frá Kirkjuvogi, þó Ósarnir væri á milli. Þess er getið, að Kirkjuvogskirkja átti 1/2 Geirfuglasker. — Kirkjubólskirkja og Hvalsnesskirkja áttu 1/4 hvor.

osar-33

Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið kirkjugarður og kirkja eða bær.

osar-32

Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi. Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
osar-34Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Áletranir eru á klöppum austan við Þórshöfn. M.a. er þar áletrunin HP á sléttri jarðfastri klöpp undir klapparholti. Sumir vilja halda því fram að sammstöfunin eigi við Hallgrím Pétursson, prest í Hvalsnesi er einnig þjónaði Höfnum um tíma (eftir 1644).

osar-35

Skammstöfunin er á miðri jarðfastri klöpp utan í jökulsorfnu klapparholti. Umhverfis áletrunina eru síðan aðrar skammstafanir og jafnvel ártöl. Ofan við hlöppina eru áletrnir og útflúr. Til hliðar eru nýrri áletranir, m.a. frá 20. öld.
Gengið var út með víkinni beggja vegna og festarhringjanna leitað. En þrátt fyrir útfjöru fundust hringirnir ekki. Jón Borgarson í Höfnum kvaðst hafa siglt þangað yfir fyrir nokkrum árum og þá m.a. litið festarhringina augum. Næsta skref verður að fara með Jóni í Þórshöfnina og skoða hringina.
Vestan þræsingur stóð inn í Ósana og því auðvelt að ímynda sér við hvaða aðstæður þurfti að takast á við er koma þurfi vélavana skipunum inn fyrir skerjagarðinn og inn í örugga höfnina í Þórshöfn. Utan hennar var hvítfyssandi öldurótið, en innan var lygna og angurværð. Auðvelt var að sjá fyrir sér hversu góð Þórshöfn var skipum hér fyrr á öldum.

osar-37

Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum.
osar-38Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður.
osar-36Í Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
osar-39Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: „Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“ Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður „klinker“ sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.“

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.