Færslur

Þingnes

“Heimildarritin geta eigi nema tveggja þinga hér á landi áður en alþingi var sett á stofn, Þórsnesþing og Kjalarnesþing. En að leiða út af þessu þá ályktun, að fleiri þing hafi eigi verið til hér á landi fyrir 930, virðist nokkuð hæpið. Það er auðvitað, að þinganna hér á landi er eigi getið nema í sambandi við einhverja atburði, eða þá af einhverjum öðrum sérstökum ástæðum. Að öðrum kosti er gengið þegjandi fram hjá þeim, eins og gengið er þegjandi fram hjá svo mörgum öðrum merkum atburðum, því fornsagan er fyrst og fremst viðburðasaga, en eigi réttarsaga eða þjóðmenningarsaga.

Þingnes

Þingnes – upplýsingaskilti.

Ari fróði, sem bezt og og áreiðanlegast þræðir réttarsögu landsins og framvaxtarsögu þjóðfélagsins, þótt fljótt sé yfir farið, minnist eigi einu sinni á Þórsnesþing. Aftur á móti getur hann um Kjalarnesþing á talsvert einkennilegan hátt. Hann segir svo frá: “Alþingi vas sett at ráþi Ulflíótz oc alra lanzmanna, þar es nú es, en áþr var þing á Kialarnesi, þat es Þorsteinn Ingólfssonr lannámamannz, faþeer Þorkels mána lögsögumannz, hafþi þar, oc höfþingiar þeir es at þuí hurfu”. Beinast liggur við að skilja orð þessi þannig, að eigi hafi verið til nema eitt þing hér á landi áður alþingi var sett á stofn, – Kjalarnesþing. Nú vitum vér með fullri vissu, að Þórsnesþing að minsta kosti, var sett löngu fyrir þann tíma, og þar er sjálfsagt, að Ara fróða var fullkunnugt um það líka, því hann var ættaður að vestan, afkomandi Þórðar gellis, er deiluna jafnaði [með liðum á Þórsnesþingi]. Hlýtur þá eitthvað og sérstakt að hafa verið einkennilegt við Kjalarnesþing, úr því hann minnist á það með þannig löguðum orðum, og getur það varla eftir atvikum verið annað en það, að Kjalarnesþing hafi haft líka þýðingu fyrir landið í heild sinni eins og alþingi hafi síðar, eða með öðrum orðum, að það hafi verið eins konar allsherjarþing, og verðum vér að hallast að þeirri skoðun. Þangað var skotið málum úr öðrum héruðum, sektarfé það, sem þar var dæmt, var gert að almannafé, þvert ofan í allar venjur, hefði þingið verið skoðað eingöngu sem héraðsþing, og goði sá, sem Kjalarnesþingi stýrði, var síðar við stofnun alþingis gerður að allsherjargoða. Allt bendir þetta í þá átt, að Kjalarnesþing hafi verið sameiginlegt fyrir land allt, og var þá engin furða, þótt endurminningin um það geymdist bæði vel og lengi”.

Esjuberg

Esjuberg – Leiðvöllur 1946.

Á öðrum stað (bls. 62-63) segir um Kjalarnesþing: “Kjalarnesþing hefir eflaust eins og nafnið bendir á verið haldið á Kjalarnesi, þótt nú sjáist þess lítil eða engin merki. Kjalnesingasaga segir, að það hafi verið haldið “suðr við sjóinn”, og þótt hún sé í flestum greinum á áreiðanleg, er eigi ólíklegt að hún hafi rétt fyrir sér í þessu, því endurminningin um hið forna, merka Kjalarnesþing hlaut að geymast lengi í minnum manna. Skammt út frá Mógilsá undir kleifunum við sjóinn er nefnt “Leiðvöllur”, og bendir það nafn á, að þar hafi einhvern tíma verið þing haldið. Leiðvöllur er breið grjóeyri, sem gengur út í sjóinn. Fyrir ofan eyrina liggur síki, og þar upp af að austanverðu er lítill grasgeiri, sem nú heitir Kirkjuflötur. Á henni sjást leifar af lítilli tóft, og þó mjög óglöggt. Önnur mannvirki sjást þar nú eigi, og mun sjórinn hafa rótað til og brotið af. Upp af eyrinni er brekka, víða grasi vaxin; hefur það eflaust verið “Þingbrekkan”. Slíkar þingbrekkur eru víða nefndar í fornsögunum, og hyggjum vér, að fornmenn hafi jafnan valið sér þingstað með tilliti til þess, að brekka eða hæð væri í nándinni, þaðan er vel mætti heyra mál manna, því frá þingbrekku fóru fram löglýsingar allar og tilkynningar”.

Esja

Esja – stekkur ofan Leiðvalla.

Af framangreindum skrifum að dæma virðist Kjalarnesþing upphaflega verið sem önnur hinna 13 vorþinga, en vegna tengslaleysis þeirra við setningu laga og dómauppkvaðningu virðist hafa orðið þörf fyrir samræmt þing þegar fyrir árið 900. “Víða í sveitum var orðið svo þéttbýlt þegar laust eftir 900, að brýn nauðsyn var á þingum eða einhverju öðru í þeirra stað til að ræða nauðsynjamál héraðanna og jafna deilur, og má nærri geta að örðugt hefir þótt að leita í aðra landsfjórðunga með hvert smáræði. Vér höfum því fyrir satt, að þing hafi risið smám saman víðsvegar um land, þótt eigi sé þess getið í sögunum.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Í hverju þingi fyrir sig hafa menn komið sér saman um helztu lagaákvæði og reglur, er fylgja skyldi, og hafa þær sjálfsagt verið nokkuð mismunandi í ýmsum héruðum landsins og sóttar sitt í hverja áttina. Meðan um innanhéraðsdeilur einar var að ræða, hefir þetta sjálfsagt getað bjargast og eigi orðið svo mjög að meini. En þegar landsbúum tók að fjölga og viðskifti og samgöngur á milli héraða að aukast, þá hlutu menn von bráðar að festa sjónir á annmörkum þeim, sem á þessu voru. Þegar sækja skyldi mál í önnur þing, kom það upp úr kafinu, að þar var allt öðrum reglum fylgt um málatilbúnað, sókn og vörn, eiðspjöll og sakarvætti, en í varnarþingi málshefjanda, og úrskurðir ef til vill byggðir á allt öðrum lagagrundvelli. Þetta hefir gert mönnum ókleift eða að minnsta kosti mjög örðugt að ná rétti sínum, er leita skyldi í önnur þing. Hlaut það því að verða eitt af brýnustu nauðsynjamálum landsins, að koma föstu skipulagi á þingin og mynda sameiginlega löggjöf fyrir allt land”.
Þetta gæti hafa verið hlutverk þingsins á Þingnesi, þ.e. að vera undanfari Alþingis, sem síðar var sett á Þingvöllum.

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 26-28.

Þingnes

Minjasvæðið á Þingnesi.

Þingnes
Skoðaðar voru minjarnar á Þingnesi og svæðið gaumgæft. Meginminjarnar eru landmegin við austanvert Elliðavatn, en einnig eru minjar á landfastum tanga. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, hefur haldið utan um nýjustu rannsóknir á svæðinu, en áður höfðu m.a. Jónas Hallgrímsson, sem fyrstur kom með þá kenningu að þarna hafi verið hið eiginlega Kjalarnesþing um tíma, og Daniel Bruun grafið í tóftirnar.

Þingnes

Skiptar skoðanir hafa verið um hvað minjarnar hafa að geyma, en ljóst er að sumar þeirra a.m.k. eru frá upphafi norræns landnáms. Að öllum líkindum hefur auk þess verið þarna um ýmis not að ræða og tóftirnar gætu verið frá mismunandi tímum. Ekki er óraunhæfta að álykta, ef þarna er um hinn forna þingstað að ræða, sem stofnaður var af Þorsteini, syni Ingólfs Arnarssonar, og að þar hafi verið ákveðið að stofna til Alþingis á Þingvöllum árið 930.
Grafið hefur verið í 3 rústir og kom í ljós að þær voru frá því um 900. Einnig komu í ljós hringir, sá stærri um 18 metrar í þvermál.

Þingnes

Þingnes – uppgraftarsvæði.

Upplýsingatafla er við aðkomuna á svæðið, en hún þyrfti að vera nær minjunum því á henni eru miklar fróðlegar upplýsingar, uppdrættur og mynd, sem erfitt er fyrir venjulegt fólk að leggja á minnið með hliðsjón af umhverfinu. Minjarnar mættu vera aðgengilegri, en eru í raun í skjóli utan stíga. Staðurinn er mjög fallegur, við tanga úti í Elliðavatn, og auðvelt að setja sig í spor þeirra, sem ákváðu þingstaðinn á sínum tíma. Hins vegar eru aðstæður aðrar en þá voru því yfirborð Elliðavatns hækkaði við stíflugerðina.
Þingnes

Nyrsta húsið er sýnilega stærst. Um miðju þess liggur hlaðinn garður. Garðurinn er þvert á húsið því opið vísar á mót suðri, en húsið er á lengdina frá vestri til austurs. Vestan utan í húsinu er hringurinn, eða öllu heldur hringirnir, því annar minni er inni í þeim stærri. Hann er að hluta til flóraður. Inni í honum er svo aftur enn eldri tótt. Sunnan við hringinn eru fimm tóttir og er sú, sem stendur næst, yfir enn eldri tótt, nokkuð stórri. Austan við tóttirnar eru þrjár tóttir, þ.a. ein nokkuð stór. Norðan við þær er ein tótt.

Þingnes

Á tanganum vestan við þær eru fjórar tóttir, tvær liggja nálægt hvorri annarri, ein er vestan við þær og sú fjórða norðar og efst á tanganum.
Nýjasti uppgröfturinn á Þingnesi var vikuna 17.-21. maí 2004. Það voru fornleifafræðinemar, sem það gerðu, undir stjórn Guðmundar Ólafssonar. Grafið var í rústir 9 og 12. Útlínur húsanna komu fram og dyragat í tóft 12, auk viðarkols- og beinaleifa. Landnámsöskulagið var greinilegt í torfinu og í jarðlögunum, sem og Katla~500. Þegar FERLIR leit þarna við voru nemarnir hinir áhugasömustu og unnu af kappi, en jafnframt með þeirri varfærni sem fræðigreininni er svo nauðsynleg. Vinna við fornleifarannsóknir eru tímafrekar – líkt og leifarnar, sem rannsaka þarf, gefa til kynna.

Þinganes

Fornleifauppgröftur á Þingnesi.

Þingnesið er áhugavert svæði til stuttrar gönguferðar í fallegu og sagnaríku umhverfi. Þótt ekki hafi hingað til verið hægt að fullyrða að þarna geti verið um fornan þingstað að ræða benda þó meiri líkur til þess en minni.
Gangan um Þingnesið tók 19 mín. Veður var frábært, lygnt og hlýtt.

Þingnes

Minjasvæðið á Þingnesi. Uppdráttur GÓ.

Hólmsborg

Gengið var frá bænum Elliðavatni við samnefnt vatn eftir svonefndri Þingnesslóð, yfir Myllulækjartjarnarlæk (tiltölulega nýlegt örnefni) og að Þingnesi, hinum meinta forna þingstað. Þar munu vera mannvistarleifar er teljast verða með þeim elstu hér á landi.

Þingnes

Minjasvæðið á Þingnesi.

Benedikt Sveinsson alþingismaður og yfirdómari í Landsyfirrétti lét hlaða steinhúsið að Elliðavatni á árunum 1860 – 1862. Það hefur sérstakt byggingarsögulegt gildi og nú er unnið að þvi að varðveita það og stefnt að því að þar verði sett á stofn fræðslustofa þar sem gestum gefst kostur á því að kynnast Heiðmörk, sögu og náttúrufari í máli og myndum og með fyrirlestrum þegar það á við. Þess má geta að þjóðskáldið og athafnamaðurinn Einar Benediktsson er fæddur á Elliðavatni 30. október 1864 og átti heima þar til 10 ára aldurs.
Við Myllulæk eru rústir, en eins og nafnið gefur til kynna er talið að þar hafi verið mylla.

Þingnes

Þingnes – upplýsingaskilti.

Skoðaðar voru minjarnar á og við Þingnes, en þar var grafið sumarið 1984, 2003 og 2004 og svæðið metið. Grafið var í þrjár rústir og kom í ljós að þær voru frá tímabilinu 900 – 1100. Einnig komu í ljós tveir hlaðnir grjóthringir, sá stærri um 18 metrar í þvermál. Sumir hafa viljað halda því fram að þar séu komnar minjar Kjalarnessþings, sem stofnað var af Þorsteini, syni Ingólfs Arnarssonar, þess er fyrstur er skrifaður til bólfestu hér á landi. Í heimildum er getið um stofnun Kjalarnessþings og mun það vera forverinn fyrir stofnun Alþingis árið 930.

Þinganes

Fornleifauppgröftur á Þingnesi.

Minjarnar eru vel aðgengilegar en lítt finnanlegar þar sem þær eru talsvert utan stígar. Upplýsingatafla er við bílastæðið ofan við Þingnes, en erfitt að átta sig á því fyrir ókunnuga hvar minjarnar er að finna þótt þær séu ekki allfjarri. Staðurinn sjálfur er mjög fallegur, að hluta til tangi úti í Elliðavatni eins og það er í dag, en hafa ber í huga að vatnsborðið hækkaði talsvert við stíflugerðina fyrrum.
Auðvelt er að setja sig spor þeirra, sem gætu hafa verið þarna við þingstörf á sínum tíma, með fuglasönginn í vindhljóðum eyrum og fiskuppitökuna á sléttum vatnsfletinum mót augum.
HólmsborgHvanna- og birkiangan hafa brugðið fyrir broddinn og sólin vermt kinn.
Nyrsta húsið er sýnilega stær
st. Um miðju þess liggur hlaðinn garður. Gangurinn er þvert á húsið því opið vísar mót suðri, en húsið er á lengdina frá vestri til austurs. Vestan og utan í húsinu er hringurinn fyrrnefndi, eða öllu heldur hringirnir því annar er inni í hinum. Inni í honum er svo aftur enn eldri tóft. Sunnan við eru þrjár tóftir, þ.a. ein nokkuð stór. Norðan við þær er en nein tóftin. Á tanganum vestan við þær eru þrjár tóftir.

Eftir gönguna haldið inn í Heiðmörk um Heiðarveg í austur að Hraunslóð, en svo nefnist vegurinn sem liggur út á Suðurlandsveg við Silungapoll, og haldið eftir henni er fljótlega komið inn á Hólmshraun. 

Ártalssteinn

Til hægri handar u.þ.b. 200 m. frá veginum er fjárborg sem nefnist Hlómsborg. Hún er hringlaga og má skríða inn í hana um þröngar dyr. Fjárborg þessi er að mestu hlaðin af Karli Norðdahl, bónda á Hólmi árið 1918 og þykir með afbrigðum vel gerð og stendur að mestu óskemmd.
Guðrún Eggertsdóttir Norðdahl frá Hólmi, sem fædd er árið 1902, man vel eftir því þegar borgin var reist. Borgina gerðu Eggert faðir hennar, sem fyrr sagði, Magnús Jónsson mágur hennar, kenndur við Engjabæ í Laugardal, Karl bróðir hennar og Áskell hálfbróðir föður hennar. Magnús í Engjabæ var annálaður hleðslumaður. Guðrún færði föður sínum og þeim félögum mat og kaffi frá Hólmi, meðan þeir unnu að borginni. Fór hún þá beinustu leið yfir
hraunið hjá Háhellu, en svo nefnist hraunhella, sem rís hátt norðan vegarins og sést vel frá Hólmi.

Hólmsborg

Hólmsborg.

Að sögn Guðrúnar átti faðir hennar mest tuttugu til þrjátíu sauði. Var borgin ætluð þeim til skjóls á útigangi. Annars telur Guðrún að borgin hafi ekki verið mikið notuð. Hafi faðir hennar jafnvel haft í huga að hún yrði öðrum þræði eins konar minnismerki. Hinu verður þó ekki neitað að borgin er vel staðsett. Austur af henni var gott kjarrlendi í úfnu hrauni, er nefndist Kargi. (Sjá meira um nágrenni Hólmsborgar HÉR).
Á Reykjanesskaganum, fyrrum landnámi Ingólfs, hins fyrsta norræna landnámsmanns, má (ef vel er leitað) finna minjar tæplega eitt hundrað fjárborga, fyrrum skjóla fyrir sauðfé í útigangi.
Veður var frábært – lygnt og hlýtt. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-Áfangar, ferðahandbók hestamanna, 1986

Hómsborg

Hólmsborg.

Landnám

Í Lesbók Morgunblaðsins 1969 fjallar Árni Óla um Kjalarnesþing og Alþingi hið forna:

“Fundur landsins og landnám eru vitanlega að því leyti merkustu viðburðir í sögu landsins sem þeir eru nauðsynlegur undanfari alls þess, sem hér hefir síðar gerzt. Og vafalaust hafa margir landnámsmenn vorir unnið afreksverk um byggingu landsins. En landnámin eru þó eigi svo margþætt né svo mikil vitraun sem setning Alþingis var, stofnun allsherjarríkis og setning laga handa landsmönnum öllum. Það er hið ágætasta verk og hafa margir góðir menn að því unnið, enda þótt Úlfljótur hafi mest í því átt. Það hefir kostað mikinn tíma og fyrirhöfn, og hefir útheimt margar skýringar og fortölur. Hafa höfðingjar þeir, sem Úlfljótur ráðfærði sig við áður en hann sigldi, sennilega unnið nokkuð fyrir málið, og svo Grímur geitskör, er hann fór um landið. — Svo sagði Einar prófessor Arnórsson, (Skírnir 1930).

Árni Óla

Ingólfur hét maður norrænn, er sannlega er sagt, að færi fyrstur þaðan til Íslands, þá er Haraldur hinn hárfagri var sextán vetra gamall, en í annað sinn fám vetrum síðar. Hann byggði suður í Reykjarvík. —
Svo segir Ari ífróði í Íslendingabók. En í Hauksbók Landnámu segir svo: Ingólfur tók sér bústað, þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið. Hann bjó í Reykjarvík. Þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út. Hann var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að auðu landi og byggði fyrst landið, og gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum síðan. Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lofts hins gamla. Þeirra son var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður alþingi væri sett.
Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna vegna þess að hann nam hér fyrstur land. En ekki ætti hann síður að vera frægur fyrir hitt, að afkomendur hans og venslamenn stjórnuðu landinu fram að kristnitöku, eins og enn mun sagt verða.
Dr. Guðbrandur Vigfússon leit svo á, að þótt talið væri að Ísland hefði byggzt úr Noregi, þá hefði komið hingað á landnámsöld álíka margt fólk af keltnesku kyni eins og norsku. En norska kynið var „herraþjóðin” í landinu, eins og glöggt má sjá af fornsögunum, og þær sýna líka að norsk menning og norskur hugsunarháttur hefir verið hér yfirgnæfandi. Í Noregi var byggð hagað öðruvísi en í öðrum germönskum nágrannalöndum. Í Svíþjóð, Danmörku og Þýzkalandi bjuggu menn í þorpum, en í Noregi voru sérstök bændabýli, og sama varð reglan hér á landi.

Landnám

Ingólfur og öndvegissúlurnar í Reykjavík.

Þeir, sem fyrstir komu, námu mjög víð lönd, en byggðu þau svo skipverjum sínum og öðrum er seinna komu. Með þessu móti höfðu þeir nokkurn liðsstyrk, ef á þá yrði ráðizt og jafnframt voru þeir þá höfðingjar, hver í sínu landnámi. Vegna þessa stefndi allt að því, að hér risi upp smáríki, eins og var í Noregi áður en Haraldur hárfagri lagði land allt undir sig.
Þessir fyrstu héraðshöfðingjar stjórnuðu svo landinu um hríð, án þess að nokkur sameiginleg lög væru hér gildandi. Að vísu komu þeir með nokkrar norskar venjur viðvíkjandi eignarhaldi einstaklinga, kaupskap, hjúskap, um erfðir, hefndir fyrir víg o.s.frv. En þetta gat orðið breytilegt eftir héruðum er fram í sótti og sáu framsýnir menn hver voði var búinn innanlandsfriði ef framvindan yrði slík. Nauðsyn væri að stofna hér þjóðfélag áður en í óefni væri komið. Þá var það, að Þorsteinn Ingólfsson stofnaði Kjalarnesþing og „höfðingjar þeir, er að því hurfu”, eins og Ari fróði kemst að orði. Tveir aðrir af stofnendum þingsins eru nefndir Helgi bjóla, tengdasonur Ingólfs og Örlygur gamli á Esjubergi, og voru þeir báðir kristnir. En svo hafa aðrir höfðingjar bætzt í hópinn og þeir hafa átt heima í Borgarfirði og Árnessýslu. Þetta þing skyldi setja lög er giltu á yfirráðasvæði þess og dæma um mál manna.

Hvenær var Kjalarnesþing stofnað?
Það skiptir nokkru máli ef unnt er að ákveða hvenær þing þetta var stofnað, því að með hverju ári fjölgaði mikið fólki í landinu og þá um leið ýfingum og ófriði milli manna. Meðan engar reglur voru til að fara eftir í viðskiptum manna, var óhægt um vik að setja niður deilur.
Leiðvöllur
Kjalarnessþings er getið í Íslendingabók, Landnámu Grettis sögu, Harðarsögu og Kjalnesingasögu, en hvergi er þess getið hvenær það var stofnað. Í Grettissögu segir, að skömmu eftir útkomu Önundar tréfótar, sem bjó í Kaldbaksvík á Ströndum, „hófust deilur þeirra Ófeigs grettis og Þorbjarnar jarlakappa og lauk svo, að Ófeigur féll fyrir Þorbirni í Grettisgeil hjá Hæli. Þar varð mikill liðsdráttur að eftirmáli með sonum Ófeigs. Var sent eftir Önundi tréfæti og reið hann suður um vorið”. Önundur var tengdasonur Ófeigs grettis. Á leiðinni suður gisti hann í Hvammi hjá Auði djúpúðgu. Hún bað að Ólafur feilan sonarsonur sinn mætti ríða með honum suður til að biðja Alfdísar hinnar barreysku, og að hann styddi það mál. Tók Önundur því vel. Þegar hann hitti svo vini sína og mága, var talað um vígamálin, „og voru þau lögð til Kjalarnessþings, því að þá var enn eigi sett alþingi. Síðan voru málin lögð í gerð, og komu miklar fébætur fyrir vígin, en Þorbjörn jarlakappi var sekur gerr. . . .Þetta haust fékk Ólafur feilan Alfdísar hinnar barreysku. Þá andaðist Auður hin djúpúðga, sem segir í sögu Laxdæla”.

Heiðni

Heiðnir víkingar og kristnir keltar virðast hafa lifað í sátt í upphafi landnámsins.

Í Tímatalsritgerð sinni telur dr. Guðbrandur Vigfússon, að Auður djúpúðga muni hafa andast á árunum 908—910. Nokkru fyrir þann tíma hlýtur Kjalarnesþing því að hafa verið stofnað. Af frásögn Ara fróða í Íslendingabók mætti ráða, að Kjalarnesþing hefði upphaflega aðeins verið fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar, því að þar segir, að Þorsteinn Ingólfsson hafi haft þetta þing, „og höfðingjar þeir, er að því hurfu”. Er þar með gefið í skyn, að smám saman hafi honum bætzt samþingsmenn, og gat það vel tekið nokkur ár að þingháin næði alla leið austur að Þjórsá.
Hér verður því að álykta svo sem Kjalarnesþing hafi verið stofnað rétt upp úr aldamótum 900. Nú telur og dr. Guðbrandur Vigfússon að Ingólfur Arnarson muni hafa dáið um 900 og getur þess að menn ætli að þingið hafi verið stofnað eftir hans dag. Bendir það til þess, að þingstofnunin hafi verið fyrsta verk Þorsteins Ingólfssonar eftir að hann tók við mannafonnráðum í héraði. Þing þetta mun hafa verið stofnað að fyrirmynd norsku fylkjaþinganna á Frosta, Gula og Eiðsvelli, og það mun hafa verið orðið aldarfjórðungs gamalt þegar alþingi var stofnað.

Hvar var þingið háð?
Aðeins á einum stað er þess getið, hvar Kjalarnesþnig var háð. Nú þekkist þetta örnefni ekki lengur.
Landnám Ingólfs
Vegna nafns þingsins héldu menn lengi vel, að það hefði verið háð á Kjalarnesi. Jónas Hallgrímsson tók sér fyrir hendur sumarið 1841 að finna þingstaðinn og leitaði upplýsinga víða. Honum var bent á Leiðvöll, sem er skammt frá Móum á Kjalarnesi. Fór Jónas þangað, en sannfærðist fljótt um, að þar hefði aldrei verið háð þing, heldur hefði þar aðeins verið leið. Svo fékk hann fregnir af því að í Þingnesi í Elliðarvatni væru margar og glöggvar búðatóftir, og þangað fór hann við áttunda mann til þess að rannsaka staðinn. Þar fann hann rúmlega 20 búðatóftir. Hann byrjaði á því að grafa upp stærstu tóftina, og segir hann að það hafi verið sú stærsta búðartóft, sem hann hafi séð á Íslandi, um 100 ferálnir að innanmáli. Veggir höfðu verið hlaðnir úr völdu grjóti og taldi hann að þeir mundu hafa verið um sex feta háir.
Því næst rannsakaði hann grjótdyngju nokkra utan við búðirnar, því að honum sýndist sem mannvirki mundi vera, en fann þar ekki annað en stóra steina og vissi ekki hvað þetta var. Þá réðist hann á merkasta staðinn, sjálfan dómhringinn. Þar var hringhlaðinn grjótgarður og taldi Jónas að hann mundi upphaflega hafa verið um tveggja álna þykkur neðst og álíka hár. Þvermál hringsins var 43 fet. Í miðjum hringnum var grjóthrúga og gat grjótið ekki verið komið úr hringgarðinum, og hélt hann því að þar mundu dómendur hafa setið.
Þingnes
Ekki var Jónas í nokkrum vafa um, að hér hefði hann fundið hinn gamla þingstað Þorsteins Ingólfssonar. Skammt þaðan voru einnig aðrar rústir, sem Jónas skoðaði ekki. Handan vatnsins, gegnt Þingnesi, undir holtinu sem Bugða rann fram með og heitir Norlingaholt, voru fram á þessa öld miklar búðatóftir og voru þær nefndar Norlingabúðir. Þarna hafa Borgfirðingar þeir, er þingið sóttu haft búðir sínar og bendir nafnið til þess, því að um aldir voru Borgfirðingar kallaðir Norlingar hér um nesin.
Þingnes heldur enn nafni sínu enda þótt það sé nú orðið að ey í vatninu, síðan vatnsborð Elliðavatns var hækkað vegna rafmagnsstöðvarinnar hjá ánum. Nesið gekk út í vatnið að sunnan, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Elliðavatns og Vatnsenda. Var fyrrum aðeins mjótt sund milli þess og engjanna fyrir norðan.
Þarna er einn af sagnmerkustu stöðum Íslands, en þó hefir verið farið illa með hann. Laust eftir seinustu aldamót, þegar ræktunaráhugi vaknaði meðal manna hér á landi, var ráðizt á Þingnes með plógum og öðruum jarðræktarverkfærum, öllum búðatóftum byllt um og eins dómhringnum, svo að þar var ekkert að sjá nama moldarflag. Norðlingabúðir vonu seinna kaffærðar, þegar afrennsli vatnsins var stíflað og yfirborð þess hækkað. Og þar með voru þurrkaðar út seinustu sýnilegu minjarnar um Kjalarnesþing.

Kristið þing
Heimildir fornsagnanna herma, að Örlygur gamli og Helgi bjóla hafi verið aðalhvatamenn að stofnun þingsins með Þorsteini. Þeir voru báðir kristnir og trúræknir vel. Örlygur hafði verið sendur hingað af Patreki biskupi á Iona með trúboðserindum. „Biskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenaríum og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina” (Landn). Örlygur bjó á Esjubergi og reisti þar þegar kirkju hina fyrstu er sögur fara af hér á landi.

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Helgi bjóla átti Þórnýju dóttur Ingólfs Arnarsonar og var því mágur Þorsteins. Einn af sonum þeirra Þórnýjar var nefndur Kollsveinn og mun það bafa verið auknefni, því að svo voru kallaðir sveinar þeir er fareldrar færðu guði nýfædda.
Þeir Helgi hjóla og Örlygur eru taldir meðal göfugustu landnámsmanna í Sunnlendingafjórðungi. Er því líklegt að þeir hafi ráðið miklu við stofnun þingsins og hvernig það var helgað. Er þá líklegt að þeir hafi látið helga það með tákni krossins og þar af sé komið nafnið Krossnes á þingstaðnum. Og þá er eigi ólíklegt, að grjótdyngjan sem Jónas Hallgrímsson fann þar í nesinu og vissi ekki hvennig á stóð, hafi verið leifar af stöpli, sem hlaðinn hefir verið undir krossmerkið. En er þing lagðist niður á þessum stað, hafi Kristnesnafnið horfið úr mæltu máli, og nesið síðan verið kallað Þingnes, eins og það heitir enn í dag.
Um þær mundir er Kjalarnesþing var stofnað voru engar trúarbragðadeilur hér á landi. Kristnir menn og heiðnir höfðu dreifzt um land allt og bjuggu þar í nábýli og fyrst í stað bar þeim ekki á milli í trúmálum. Og hafi nú verið — sem allar líkur benda til — að kristnir mennn hafi ráðið miklu á fyrsta Kjalarnesþingi, þá er eðlilegt að þeir réðu því hvernig þingið var helgað. En um þinghelgun með krossi má lesa í Kristnisögu, þar sem sagt er frá krossunum á alþingi árið 1000.

Lagasetning og dómnefna
Ætla má að hlutverk þingsins hafi að upphafi verið tvíþætt: lagasetning og dómnefna.
Um lagasetningu hefir verið farið eftir þeim réttarfarsvenjum, en mennn hafa alizt upp við í Noregi, og þó með þeim breytingum, er hæfðu breyttum aðstæðum. Hafa svo ný lög verið sett smám saman, eftir því sem hentaði og reynslan kenndi mönnum að nauðsynlegt var. En engin lög þessa þings gátu gilt annars staðar en í þinghánni.
Þingnes
Um dómaskipan verður ekkert sagt með vissu. Líklegt er að dómendur hafi verið kosnir af þingheimi hverju sinni og menn valdir eftir metorðum og mannviti. Dómhringurinn í Þingnesi sýnir, að dómar hafa farið þar út, enda vitum vér um tvo dóma, sem þar voru kveðnir upp. Fyrri dómurinn vax í vígsmáli Ófeigs grettis og hefir þegar verið sagt frá honum, en því má við bæta, að þeim dómi hefur verið fullnægt. Þorbjörn jarlakappi varð að fara utan og mun ekki hafa komið til Íslands aftur, og ekki heldur Sölmundur sonur hans. En Kári sonur Sölmundar kom til Íslands og segir frá því í Njáls sögu.
Frá hinum dómnum segir Ari fróði í Íslendingabók: „Maður hafði orðið sekurr um þrælsmorð eða leysings, sá er land átti í Bláskógum. Hann er nefndur Þórir kroppinskeggi, en dóttursonur hans er nefndur Þorvaldur kroppinskeggi, sá er fór síðan í Austfjörðu og brenndi þar inni Gunnar bróður sinn. Svo sagði Hallur Órækjusonur. En sá hét Kolur er myrður var. Við hann er kennd gjá sú, er þar er kölluð síðan Kolsgjá, sem hræin fundust. Land það varð síðan allsherjarfé, en það lögðu landsmenn till alþingisneyslu. Af því er þar almenning að viða til allþingis í skógum og á heiðum hagi til hrossahafnar. Svo sagði Úlfheðinn oss”.
(Bláskógar kallast nú Þingvallasveit. Hallur Órækjuson var systursonur Kolskeggs hins fróða, sem margt sagði fyrir um landnám á Austurlandi.
Úlfljótsvatn
Nafnið Kolsgjá er nú týnt, en menn halda að gjáin sé uppi á Leirunum. Ulfheðinn mun vera Úlfhéðinn Gunnarsson lögsögumaður). Þessi dómur hefir verið kveðinn upp áður en það væri afráðið hvar alþingi skyldi háð, og því aðeins var hægt að leggja landið til allþingisneyzlu að það var áður orðið almenningseign. Þórir hefir verið dæmdur sekur á Kjalarnesþingi en landi hans ekki ráðstafað á annan hátt en þann, að það skyldi vera almenningur.
Nauðsynlegt hefir verið á Kjalarnesþingi, eins og á alþingi síðar, að velja mann til að segja upp lög þau er samþykkt höfðu verið, og sjá um að dómum væri fullnægt. Engar sagnir höfum vér um, hver sá lögsögumaður hafi verið, en eflaust hefir hann átt heima í landnámi Ingólfs Arnarssonar. Og engin goðgá er þótt gizkað sé á, að það hafi verið Úlfljótur, hinn sami og seinna samdi allsheriarlög fyrir Ísland.
Konrad Maurer hefir það eftir séra Símoni Beck á Þingvöllum, að þar í sveitinni lifi þau munnmæli, að Úlfjótur lögsögumaður hafi upphaflega átt heima á Úlfljótsvatni í Grafningi.
Í Landnámu og fornsögum er aðeins getið um tvo menn, er hétu þessu nafni. Annar er talinn landnámsmaður norður í Skagafirði, og ekkert fleira um hann sagt, en hinn er Úlfljótur lögsögumaður, en ekkert getið um bústað hans fyrr en hann keypti Bæ í Lóni af Þórði skeggja, eftir að Þórður fluttist hingað suður í Mosfellssveit.

Kjalarnesþing

Þingin voru fyrst fornfáleg – haldin undir berum himni.

Nafnið Úlfljótsvatn er gamalt, því að það kemur fyrir í Harðarsögu, og enginn vafi er á, að það hefir verið kennt við einhvern mann, sem ÚlfLjótur hét. Þessi bær var í landnámi Ingólfs.
Ulfljótur var kynborinn, sonur Þóru, dóttur Hörða-Kára, sem talinn var ágætur maður, og segir Snorri, að á dögum Ólafs konungs Tryggvasonar hafi ættbogi hans verið mestur og göfgastur á Hörðalandi. Hjörleifur fóstbróðir Ingólfs var einnig komimin af Hörða-Kára, og er því líklegt, að vinátta hafi verið með Úlfljóti og þeim feðgum Ingólfi og Þorsteini.
Forn munnmæli, sem engar öfgar fylgja skyldu menn ekki sniðganga. Ritaðar heimildir bera heldur ekki á móti því, að Úlfljótur hafi fyrst í stað átt heima á Úlfjótsvatni. Þeim ber aftur á móti saman um, að hann hafi keypt Lónslönd af Þórði skeggja þegar hann fluttist suður í Mosfellssveit, en Þórður hafi búið þar alt að 15 ár áður en hann fór hingað og þess vegna líklega ekki komið að Skeggjastöðum fyrr en eftir 900, eða í þann mund er Kjalarnesþing var stofnað. Þá hefði Úlfljótur enn átt að vera búandi á Úlfljótsvatni, og verið einn af þeim „vitru mönnum”, er stofnuðu þingið með Þorsteini Ingólfssyni.
Það getur varla talizt getgáta, að hugmyndin um stofnun allsherjarríkis á Íslandi og alþingis hafi verið frá Þorsteini runnin, því að engum manni er betur trúandi tii þess en honum að hugsa svo stórmannlega. Hugmyndina mun hann þá fyrst hafa borið fram er honum þótti Kjalarnesþing orðið nógu öflugt til þess að vera bakhjall hennar, og allir helztu höfðingjar frá Hvítá í Borgarfirði austur á Rangárvelli höfðu heitið stuðningi sínum. Hið fyrsta, sem þurfti að gera, var að finna hentugan stað fyrir allsherjarþingið. Þetta var nauðsynlegt til þess að ekki yrði reipdráttur um það um allt land, að hver höfðingi vildi hafa hann hjá sér. Það gat hæglega spillt því, að málið næði fram að ganga.

Almannagjá

Almannagjá 1862 – málað af Bayard Taylor, 1862.

Misskilningur er það að Grímur geitskör hafi valið þingstaðinn. Það hafa höfðingjar á Kjalarnesþingi gert. Og hafi Úifljótur verið lögsögumaður þingsins, þá virðast fyrstu ráðin um undirbúning að stofnun alþingis vera frá honum komin. Hann mun hafa ráðið því, þá er Þórir kroppinskeggi var gerður sekur og útlægur, að landið í Bláskógum væri ekki dæmt sektarfé handa einstökum mönnum (t.d. dómendum), heldur gert að almenningi. Það er skammt á milli Úlfljótsvatns og Þingvalla og hefir Últfljótur eflaust verið kunnugur staðháttum á Þingvöllum, og þess vegna lagt til að alþingi skyldi háð þar. Er líklegt að hann hafi dregið fram kosti landsins líkt og gert er í Íslendingabók og haft eftir Úlfhéðni Gunnarssyni lögsögumanni, að þar mættu allir „viða til alþingis í skógum, og á heiðum hagi til hrossahafnar”. Aðrir þingmenn fallast á þetta og svo er ákveðið að þingstaðurinn skuli vera þarna. Margt fleira hefir staðnum að vísu veriðfundið til ágætis, og þá ekki sízt það að hann var þegar orðinn almenningseign.
Úlfljótur hefir gert meira. Hann hefir fengið því framgengt að Grímur geitskör, fóstbróðir hans, væri sendur um land allt til þess að hafa tal af höfðingjum og fá þá til aðfallast á hugmyndina um stofnun allsherjarríkis á Íslandi og alþing í Bláskógum. Var nauðsynlegt að vita hug höfðingja tiL þessa máls áður en fullnaðaðarákvörðun um ríkisstofnun væri tekin. Sagt er að Grímur hafi verið þrjú ár í þessu ferðalagi um landið og kæmi hann aftur erindi feginn, því að flestir eða allir höfðingjar hefðu verið málinu fylgjandi.
Og nú var komið að því, sem vandasamast var, að semja stjórnarskrá fyrir hið tilvonandi ríki. Og þá er Úlfljóti falið þetta vandaverk. Enginn aðili annar en Kjalarnesþing, var fær um að fela honum það. Þetta þing hafði tekið að sér forustu um stofnun allsherjarríkis og unnið að undirbúningi þess máls og þingmenn sjálfsagt komið sér saman um hvernig stjórnarskráin ætti að vera í höfuðdráttum. Það hafði ekki öðrum á að skipa að svo komnu máli, heldur en einhverjum af þingmönnum sínum. Og hver var þá líklegri til þess að verða fyrir vailnu, heldur en sjálfur lögsögumaðurinn — Úlfljótur. Hér virðast allar líkur benda í eina átt að Úllfljótur hafi átt heima á Úlfljótsvatni, eins og munnmælin herma; að hann hafi verið einn af þingmönnum Þorsteins Ingólfssonar; og verið kjörinn lögsögumaður Kjalarnessþings. Þetta gæti einnig stuðst við þessa frásögn Íslendingabókar: „Því nær tók Hrafn lögsögu Hæings sonur landnámamanns, næstur Úlfljóti”, því að Úlfljótur var aldrei lögsögumaður alþingis og væri hér bent til þess að hann hefði verið lögsögumaður Kjalarnessþings. Samkvæmt lögsögumannatali Ara fróða í Ísendingabók, hefir fyrsta alþingi 930 kosið Hrafn lögsögumann þegar er þingstörf gátu hafizt.

Þingvellir

Kjalarnesþing fól Úlfljóti að semja stjórnarskrána, en enda þótt höfðingjarnir þar hefðu komið sér saman um hvernig hún ætti að vera í aðalatriðum, hefir þeim þótt réttara að hafa hliðsjón af norskri löggjöf. Þess vegna fór Úlfljótur utan og er þrjá vetur í Noregi, kemur svo út með allsherjarlögin 929 og voru þau fyrst kölluð Úlfljótslög „en þau voru flest sett að því, sem þá voru Gulaþingslög eða ráð Þorleifs spaka Hörða-Káraasonar voru til, hvar við skyldi auka eða af nema eða annan veg setja”. — Svo sagði Teitur Ísleifsson biskups (Ísl. bók).
Næsta sumar var „alþingi sett að ráði Úljóts og allra landsmanna, þar sem nú er, en áður var þing á Kjaiarnesi” (Ísl. bók). Á þessu orðalagi má sjá, að Kjalarnesþing hefir verið talið upphaf, eða fyrirrennari alþingis og samband þessara þinga svo náið, að rétt var að segja að Hrafn Hængsson tæki lögsögu næstur Úlfljóti, því að lögsögu Úlfljóts var lokið með stofnun alþingis. Hann var þá 63 ára að aldri og mun hafa dregið sig í hlé eftir þetta afrek og farið austur í Lón.
Þingnes
Reykvíkingar fá æðstu völd Á þessu fyrsta allsherjarþingi var skipuð fyrsta embættismannastétt landsins. Þá var landinu skipt í 36 goðorð og goðarnir voru héraðsstjórar hver í sínu umdæmi; þeir voru einnig þingmenn og dómarar á alþingi. Eitt goðorðið var framar öllum hinum og kallað allsherjargoðorð. Það var goðorð Reykvíkinga og fylgdi því það heiðursstarf að helga alþingi.
Þorsteinn Ingólfsson mun hafa helgað þetta fyrsta alþing og hefir þótt sjálfkjörinn til þess sem stofnandi Kjalarnessþings og frumkvöðull að stofnun alþingis. Sést hér enn sambandið milli þessara tveggja þinga. Síðan fylgdi helgun alþingis goðorði Reykvíkinga og hefir það verið sérstakur virðingarvottur við minningu fyrsta landnámsmannsins og til heiðurs Þorsteini syni hans fyrir að vera stofnandi fyrsta þings á Íslandi og driffjöðrin í stofnun alþingis.
Með nýju allsherjarlögunum varð lögsögumaðurinn forseti alþingis og helzti embættismaður hins nýja ríkis, því að framkvæmdavaldið var í höndum hans, eins og sést á því, er Ari fróði segir um Skafta Þóroddsson lögsögumann: „Á hans dögum urðu margir höfðingjar og ríkismenn sekir eða landlótta of víg eða barsmíðar af ríkis sökum hans og landstjórn”.

Ingólfur

Ingólfur Arnarsson – minnismerki á Arnarhóli í Reykjavík.

Fyrsti lögsögumaður alþingis varð Hrafn Hængsson og hefir það ef til vill verið af því að faðir hans og bræður hafi stutt drengilega stofnum alþingis.
Jón Sigursson telur að Hrafn muni hafa verið fæddur 879 og „ef til vill fyrsti maður, sem fæddur er á Íslandi” (Safn til sögu Íslands I). Hafi svo verið, gat það nokkru ráðið um lögsögumannskjör hans, að mönnum hafi þótt vel við eiga að fyrsti innborni Íslendingurinn skipaði æðsta embætti á hinu nýja alþingi, þar sem hann var líka göfugur höfðingi og ættstór. Hrafn gegndi embættinu um 20 ár, eða fram til 950, en eftir það ráða Reykvíkingar lögsögumannskjöri allt fram að kristniöku og hafa því verið valdamestu menn landsins á þeim tíma.
Árið 950 tekur Þórarinn Raga bróðir við lögsögu, en hann var mægður Reykvíkingum, því að Ragi bróðir hans mun hafa verið kvæntur systur Þorsteins Ingólfssonar og búið í Laugarnesi. Þórarinn gegndi embættinu í 20 ár, fram til 970, en þá tekur við Þorkell máni sonur Þorsteins Ingólfssonar og gegnir því um 15 ára skeið. Þá tekur við Þorgeir Ljósvetningagoði, en þeir Þorkell máni voru að öðrum og þriðja og er sú ættfærsla þannig: Þorkell máni var sonur Þóru dóttur Hrólfs rauðskeggs á Fossi á Rangárvöllum, en móðir Þorgeirs Ljósvetningagoða var Þórunn dóttir Ásu Hrólfsdóttur rauðskeggs. Þorgeir andaðist tveimur árum eftir kristnitöku og þá gekk lögsögumannsstarfið úr ættum Reykvíkinga, en goðorði þeirra fylgdi enn lengi helgun alþingis.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 25. tbl. 06.07.1969, Kjalarnesþing og Alþingi hið forna, Árni Óla, bls. 6-7.
Þingnes

Elliðavatn

Á upplýsingaskilti við Elliðavatn má lesa eftirfarandi um “Elliðavatn – Þingnes og Vatnsenda”:

Elliðavatn
Elliðavatn
Elliðavatn var upphaflega tvö vötn; Vatnsendavatn (í Kópavogi) og Vatnsvatn (í Reykjavík) og tengdust með mjóum ál framan við Þingnes. Á árunum 1924-1928 var miðlunarstífla reist við Elliðavatnsengi og við það nær tvöfaldaðist flatarmál vatnsins (40%). Alls er Elliðavatn nú um 2 km2 að stærð, meðaldýpi þess aðeins um 1 metri og mesta dýpi um 2.3. metrar.
Elliðavatn er í flokki lindarvatna og er vatnasvið þess um 270 km2. Mikill hluti vatns sem streymir inn í það kemur neðanjarðar frá í gegnum lekar hraunmyndanir. Tvær ár renna í Elliðavatn; bugða (Hólsmá) og Suðurá. Ein á rennur úr Elliðavatni og heitir hún Dimma en neðar taka Elliðaár við. Hluti Kópavogs í Elliðavatni og Dimma njóta bæjarverndar (hverfisverndar) Kópavogs og vatnið ásamt vatnasviði Elliðaánna eru auk þess á náttúrminjaskrá.

Þingnes

Þingnes

Þingnes 1873.

Þingnes er með merkari stöðum við Elliðavatn og tilheyrir bæði Kópavogi og Reykjavík. Þar er talið að sé elsti þingstaður Íslands eða hið forna Kjalarnesþing sem haldið var áður en Alþingi var stofnað á Þingvöllum um 930. Árið 1938 var Þingnes friðlýst samkvæmt þjóðminjalögum.

Vatnsendi

Vatnsendi

Vatnsendi.

Vatnsendi var eitt af fjórum lögbýlum sem í dag mynda svokallað heimaland Kópavogs ásamt Hvammkoti (Fífuhvammi), Kópavogi og Digranesi. Vatnsendi er eina býlið af þeim sem enn er í ábúð. Til eru ritaðar heimildir um Vatnsenda allt aftur til ársins 1234. Jörðin á Vatnsenda hefur tekið miklum breytingum á 20. öld Við stíflun Elliðaánna missti Vatnsendi mikið land undir vatn og árið 1947 tók Reykjavíkurborg um helming landsins eignarnámi undir friðland fyrir íbúa Reykjavíkur, það land er nú hluti Heiðmerkur. Á sama tíma fóru ábúendur bæjarins að nytja óræktarland undir sumarbústaðaspildur sem eru undanfari þéttbýlismyndunar við vatnið.

Elliðavatn

Elliðavatn – kort.

Kópavogur

Í “Fornleifaskrá Kópavogs” árið 2000 er m.a. fjallað um sögu bæjarins, bæina sem og nokkrar merkar minjar í upplandi hans.

Sagan

Kópavogur

Kópavogur.

Í hugum margra er Kópavogur tiltölulega sögulaust sveitarfélag, sem á upphaf sitt að rekja til 20. aldar. Það má vissulega til sanns vegar færa þar sem sveitarfélagið sjálft er ekki stofnað fyrr en 1948, en þétting byggðar hafði hafist nokkrum árum áður eða um 1936 (Lýður Björnsson 1990:46 og 146). Kaupstaðarréttindi fengust svo árið 1955. Á seinustu tveimur öldum var Kópavogur ekki í brennidepli og þótti jafnvel ekki búsældarlegt um að litast. Segir danski fræðimaðurinn Kristian P.E. Kålund svo frá jörðinni Kópavogi í ferðalýsingu sinni er birtist á prenti árin 1877-82: „Bærinn er á leiðum og ömurlegum stað; umhverfis hann eru lág grýtt hæðardrög eða dökkleitar þýfðar mýrar.“ (Kålund 1984:15).
Kópavogsjörðin var lang rýrasta jörðin af þeim jörðum sem eru í Kópavogslandi. Ekki er víst að jarðirnar hafi talist eftirsóknarverðar til ábúðar (Magnús Þorkelsson 1990(a):160). Það að nafnið á Hvammi breyttist í Hvammkot árið 1552 gefur vísbendingar um það.
Hvammskotsnafninu var svo breytt um 1875 af Þorláki Guðmundssyni alþingismanni í Fífuhvamm (Guðlaugur R. Guðmundsson 1970:26 og 29).
Ekki hefur þó þróunin alltaf verið neikvæð því í jarðarbókum 17. aldar og Jarðamati Johnsens árið 1847 og yngri jarðamötum, hækkaði jarðarmat allra jarða innan bæjarlandsins nema Digraness (Magnús Þorkelsson 1990(a):164).
Elsta ritaða heimild um byggð í landi Kópavogs er frá árinu 1234. Þá bregður Vatnsenda fyrst fyrir í Máldagaskrá um eignir Maríu kirkju og staðar í Viðey. Segir m.a. svo í skránni: „hvn a oc Elliðavatz land hálft. Oc allt land at vatzenda. Með þeim veiðvm oc gæðvm er þeim hafa fylgt at fornv. … Hamvndur gaf til staðarins holm þann. Er liggr j elliða am. niðr fra Vatzenda holmi.“ (Ísl. fornbréfasafn I 1857-76:507).

Kópavogur

Kópavogur.

Heimildir segja svo ekkert um svæðið fyrr en árið 1313, í skrá um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá eru nefndir til sögunnar bæirnir Hvammur og Digranes, auk Vatnsenda. Segir m.a. svo um leigumálana í skránni: „At vatz ennda iij merkur. J hvamme c leigv. J digranesi iij merkur:“ (Ísl. fornbréfasafn II 1888:377).
Nafnið Kópavogur kemur fyrst fyrir í heimildum árið 1523. Er þar átt við Kópavogsþingstaðinn og tilefnið var dómur yfir Týla Péturssyni hirðstjóra, sem fundinn var sekur um morð o. fl. (Ísl. fornbréfasafn IX 1909-13:139-142). Bærinn Kópavogur kemur ekki fyrir í rituðum heimildum fyrr en 1553, þá í afgjaldareikningum Eggerts hirðstjóra Hannessonar á Bessastöðum. Er þar afgjald Þorsteins ábúanda tilgreint, en það var „viij alne vatmell.“ (Ísl. fornbréfasafn XII 1923-32:577).
Til eru aðrar og eldri heimildir um byggð í Kópavogi, en það eru fornleifarnar sem þar finnast. Margt er enn ósagt um þær, aðeins nokkrar þeirra hafa verið rannsakaðar og engar þeirra til fulls. Elsta mannvirki sem Um ýtarlegri sögu Kópavogs má lesa í Sögu Kópavogs I-III, sem Lionsklúbbur Kópavogs gaf út árið 1990 og endurminningum Huldu Jakobsdóttur, Við byggðum nýjan bæ, sem Gylfi Gröndal ritaði árið 1988.

Þróun byggðar

Kópavogur

Kópavogur.

Kópavogs er ekki oft getið í Íslandssögunni. Einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu var þó lengi vel í Kópavogi. Þingsókn þangað áttu m.a. Bessastaðamenn, handhafar hins danska konungsvalds. Þeir vildu gjarnan flytja Alþingi Íslendinga í nágrenni sitt og 1574 bauð Danakonungur að flytja skyldi Alþingi til Kópavogs. Á það féllust Íslendingar aldrei. Einn atburður var þó á þingstaðnum, niðri við voginn, sem allir Íslendingar eiga að þekkja. Það var þegar íslenskir valdsmenn undirrituðu erfðahyllinguna, 28. júlí 1662. Um atburðinn hefur nú verið reistur minnisvarði á hinum forna þingstað.
Byggðin tók ekki að þéttast á Kársnesi og Digranesi fyrr en eftir 1930. Þá hafði búskapur verið aflagður á jörðunum Digranesi og Kópavogi. Samkvæmt Fasteignaskrá eru um 180 eignir eða eignarhlutar í Kópavogi sem byggðir hafa verið 1950 eða fyrr.
Í seinni heimsstyrjöldinni urðu miklir fólksflutningar til Faxaflóasvæðisins. En húsnæðisleysi og skortur á lóðum í Reykjavík varð til þess að farið var að líta til óbyggðra svæða í nágrenninu svo sem í Kópavogi.
Í stríðslok var komin dreifð byggð í Kópavogi. Árið 1945 var farið að veita leyfi til byggingar íbúða til fastrar búsetu á erfðafestulöndunum og jókst þá uppbygging ört þrátt fyrir skort á þægindum eins og vatnsveitu, holræsum, rafmagni, síma, skóla o.s.frv.
Skipulagning byggðar í Kópavogi hófst 1946 en það ár var svæði á Digraneshálsi austan Hafnarfjarðarvegar, milli Álfhólsvegar og Dirnanesvegar skipulagt. Um þremur árum síðar var unnið skipulag af Kársnesi þ.e. svæðinu vestan Hafnarfjarðarvegar.
Og á árinu 1954 samþykkti hreppsnefdnin að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag og útlitsteikningar af miðbæ í Kópavogi.

Kópavogur

Kópavogur.

Við önnur bæjarstæði í Kópavogi, Hvamm (Fífuhvamm), Digranes og Vatnsenda, eru/voru vafalítið mjög fornar minjar. Fífuhvammur er horfinn að mestu leyti, ef ekki öllu, og Digranes horfið að talsverðu leyti þó ýmislegt markvert kunni að leynast þar enn undir grasrótinni. Við Vatnsenda er enn búið og bæjarstæðið og nánasta umhverfi þess geymir örugglega mikið af upplýsingum um forsögu þess bæjar sem gæti hafa verið talsverð, samanber orðalag Máldagaskrá Viðeyjarkirkju hér að framan. Í raun má segja að núverandi íbúðarhús standi á bæjarhól, en slíkir hólar geyma yfirleitt gríðarlegt magn upplýsinga um búskaparhætti á liðnum öldum.
Niðurstaðan er því sú að þó að ritaðar heimildir segi ekki mikið um mannlífið á Kópavogsbæjunum að fornu og að svæðið virðist ekki hafa komið við sögu helstu atburða Íslandssögunnar, þá geyma fornleifarnar gríðarlegt magn af upplýsingum sem eru enn mikilvægari þegar hinar rituðu heimildir skortir. Í tilviki Kópavogs eru þær að sumu leyti einu heimildirnar sem við höfum um mannlíf og sögu svæðisins fyrstu aldirnar.
Að lokum skal getið þeirra fornleifarannsókna eða kannana sem farið hafa fram í bænum til viðbótar við Kópavogsrannsóknina.
Í ársskýrslu Þjóðminjasafns Íslands árið 1986 er þess getið að könnun hafi verið gerð við hið gamla bæjarstæði Kópavogs og hafi Kópavogur kostað þær (Þór Magnússon 1987:177). Við eftirgrennslan kom í ljós að aðeins hafi verið um framkvæmdaeftirlit að ræða og engin skýrsla gerð.
Ekki kemur fram hvaða bæjarstæði hafi verið um að ræða en tveir staðir koma til greina. Í Sögu Kópavogs I segir að þegar klóak hafi verið grafið fyrir neðan Kópavogshælið, meðfram Fífuhvammsvegi, hafi verið fylgst með verkinu af fornleifafræðingi og hann skráð og teiknað upp eftir þörfum (Magnús Þorkelsson (a) 1990:176). Hér er trúlega um sama verk að ræða og frá var sagt á undan.

Kópavogur

Kópavogur.

Í sömu ársskýrslu segir að bæjarstæði Digraness hafi veri kannað af Þjóðminjasafni. Engin skýrsla er til um það, en skilti á staðnum sýnir að hreinsað hefur verið ofan af gólfum og veggir lagaðir eitthvað til. Að öðru leyti virðist bærinn ekki hafa verið rannsakaður frekar og við eftirgrennslan var það staðfest (Þór Magnússon 1987:177).
Skammt frá Digranesi stóð rúst sem líklega var fjárhús frá bænum. Var rústin fjarlægð með vélgröfu undir eftirliti Þjóðminjasafns. Engin skýrsla er til um þessar framkvæmdir en við eftirgrennslan fengust ýmsar upplýsingar sem sjá má í fornleifaskrá.
Árið 1988 voru tvær dysjar rannsakaðar er gengu undir heitinu Hjónadysjar. Kom í ljós að þar hvíldu maður og kona og getum að því leitt að þau hafi verið Sigurður Arason frá Árbæ og Steinunn Guðmundsdóttir, einnig frá Árbæ sem dæmd voru árið 1704 fyrir morð á eiginmanni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni (Guðmundur Ólafsson 1996, Magnús Þorkelsson 1990(b):209-10 & Matthías Þórðarson 1929:9-10).

Kópavogur

Kópavogur 1965.

Kópavogur dregur nafn sitt af voginum sunnan við Kársnes og er sunnan við Reykjavík og norðan við Garðabæ. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er Kópavogsbær fjölmennasta sveitarfélagið. Hann er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag á Íslandi, á eftir Reykjavík, með 31.205 íbúa í janúar árið 2012 (Hagstofa Íslands, á.á.).
Kópavogsbær er 80 km² að flatarmáli og er meðal tíu landminnstu sveitarfélaga á Íslandi.
Byggð í Kópavogi er á landsvæði sem afmarkast af Fossvogsdal í norðri, Breiðholti og Elliðavatni í austri og Garðabæ í suðri. Vestasti hluti bæjarins er Kársnesið en það er nes sem liggur á milli voganna Kópavogs og Fossvogs.
Einungis nokkra bústaði og býli var að finna í Kópavogi við upphaf 20. aldar, Kópavogur og Digranes voru ríkisjarðir sem voru leigðar út til bænda en á Vatnsenda og Fífuhvammi var einnig búskapur. Á kreppuárunum upp úr 1930 tók ríkisstjórn Íslands Kópavogs- og Digranesjarðirnar úr leigu og skipti niður í smærri einingar, nýbýli og leigulönd. Einungis efnað fólk og fólk ekki átti þegar býli gat sótt um nýbýli og hafið þar búskap að veittu samþykki nýbýlastjóra. Árið 1935 var lagður vegur til austurs frá Hafnarfjarðarvegi til að þjónusta komandi nýbýli. Lýður Jónsson vegaverkstjóri gaf veginum svo nafnið Nýbýlavegur sem stendur enn (Adolf J. E. Petersen, 1983).

Kópavogur

Kópavogur.

Fyrir ofan Nýbýlaveginn voru smábýli sem ætluð voru til garðræktunar en á þeim mátti líka byggja sumarhús. Húsnæðisskortur í Reykjavík gerði það að verkum að flest sumarhúsin urðu að heilsársíbúðum og þar með myndaðist í raun fyrsta þéttbýlið í Kópavogi meðfram Nýbýlaveginum (Helga Sigurjónsdóttir, 2002).
Eftir seinni heimstyrjöldina flutti mikið af fólki til höfuðborgarinnar en Reykjavík var ekki í stakk búin til að taka við þeim mikla straumi og því varð mikil aðsókn í lóðir í Kópavogi.
Upp úr 1940 var byrjað að úthluta lóðum í Kópavogi og vegna þeirra þjóðfélagslegu aðstæðna sem voru á þessum tíma varð fólksfjölgunin hröð. Þó nokkur byggð var komin upp á Kársnesi og norðanverðum Digraneshálsi og árið 1945 bjuggu 521 manns í bænum. Þegar skoðað er hvernig byggðin í Kópavogi hefur myndast má rekja upphaf þéttbýlismyndunar í bænum til heimskreppunnar miklu. Sem úthverfi Reykjavíkur eru aðallega íbúðasvæði í Kópavogi, en vegna staðsetningar sinnar í miðju höfuðborgarsvæðisins er einnig mikið af atvinnuhúsnæði og þjónustu í bænum. Þetta er helsta upplifun manns af Kópavogi – iðnaðarhverfi í bland við íbúðarhverfi en þó aðskilið.
Nóg landrými var í Kópavogi og íbúafjöldi jókst á hverju ári. Á árunum 1949-1954 var unnið að heildarsýn í skipulagsmálum bæjarins.

Kópavogur

Kópavogur.

Árið 1948 klofnaði Kópavogshreppur frá Seltjarnarnesi og fékk seinna kaupstaðarréttindi árið 1955. Árið 1958 var síðan lokið við fyrsta skipulagsuppdrátt Kópavogs (Andrés Kristjánsson & Björn Þorsteinsson, 1990).
Á næstu áratugum voru talsverðar deilur um skipulagsmál í bænum, einkum vegna hraðrar umskiptingar úr sveit í þéttbýli en einnig vegna landadeilna við Reykjavík. Miðbær Kópavogs var hannaður í áföngum á 8. áratugnum og framkvæmdum við Hamraborg var að mestu lokið árið 1984. Í lok 9. áratugarins voru aðalatvinnugreinar í Kópavogi húsgagna- og matvælaiðnaður, bifreiðaumboð og almenn verslun.

Árið 1948 var Kópavogshreppur stofnaður úr fjórum jörðum í upphreppi Seltjarnarneshrepps hins forna, Kópavogsjörð, Digranesjörð, Fífuhvammsjörð og Vatnsendajörð mynduðu kjarna hins nýja hrepps.
Árið 1955 varð Kópavogur kaupstaður og 1957 keypti bærinn allt landið af ríkinu nema svæðið austan Urðarbrautar og sunnan Kópavogsbrautar (Kópavogstún) og gat nú úthlutað lóðum og stýrt eigin uppbyggingu.

Kópavogur

Kópavogur.

Á þessum árum mótaðist skipulagið af fyrstu uppbyggingu hreppsáranna og svo ekki hvað síst af landslaginu á „hálsunum“. En í kjölfar nýrra skipulagslaga 1964 var hafinn undirbúningur að gerð aðalskipulags fyrir bæinn. Og á árinum 1970 var nýtt aðalskipulag samþykkt. Náði það til byggðarinnar vestan Reykjanesbrautar. Eftir samþykkt hins nýja aðalskipulags var hluti nýbýlanna Efstalands, Grænuhlíðar og Meltungu tekinn til skipulags, svo kallað Hjalla- og Hólmahverfi. Engihjallahverfið var síðan deiliskipulagt 1975.
Um og upp úr 1980 fer byggð að rísa í norðurhluta Kópavogs, við Bæjartún og Álfatún og á árunum 1983-85 var samþykkt skipulag í Suðurhlíðunum. Upp úr 1990 hófst hröð uppbygging í Kópavogsdal og á Nónhæð.
Í Fífuhvammslandi tók byggðin að rísa upp úr 1995 þegar Linda- og Salahverfin byggðust. Uppbygging í Vatnsenda hófst að ráði upp úr aldamótum.
Vöxtur byggðar í Kópavogi hefur verið mikill og hraður síðustu árin. En íbúum bæjarins fjölgaði úr liðlega 16.800 í 31.200 á árunum 1992 til 2012 og hlutfall bæjarbúa af íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins hækkaði úr 11% í 15,6% á þessu tímabili.

Á undanförnum tveimur áratugum hefur Kópavogur síðan byggst upp frá norðvestri til suðausturs í átt að Elliðavatni. Í botni Kópavogsdals eru útivistarsvæði og íþróttamannvirki, en sitt hvoru megin eru þéttbýli, íbúða- og verslunarhverfi.
Seinna, upp úr 1990 hefur íbúafjöldi Kópavogs tvöfaldast og stórt verslunar- og þjónustuhverfi hefur risið upp í Kópavogsdal. Mikil uppbygging hefur verið austan Reykjanesbrautar undanfarin 15 ár, og íbúðahverfi kennd við Lindir, Salir, Kóra, Þing og Hvörf hafa risið þar. Smáratorg var opnað árið 1997, Smáralind, stærsta verslunarmiðstöð landsins opnaði árið 2001 og Turninn í Kópavogi opnaði á Smáratorgi árið 2008. Svæðið þar sem þessi uppbygging hefur átt sér stað heldur áfram að þenjast út og reglulega koma fram hugmyndir um áframhaldandi þróun.

Eignarhald

Kópavogur

Kópavogur.

Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi með lögum nr. 30 frá 11. maí 1955. Í 1. gr. laganna segir að „Kópavogskaupstaður nái yfir allan Kópavogshrepp.“ Hann var skilgreindur sem sá hluti Seltjarnarneshrepps hins forna sem er sunnan og austan Reykjavíkur.
Kópavogsbær á nær allt land innan heimalandsins en um 6% eða um 90 ha eru enn ýmist í eigu ríkisins eða einkaaðila.
Undanfarin ár hefur Kópavogsbær verið að eignast jörðina Vatnsenda og í byrjun árs 2007 var stór hluti hennar tekinn eignarnámi, þ.e. Vatnsendahlíð og Vatsendaheiði að lögsögumörkum Kópavogs og Garðabæjar annars vegar og hins vegar að lögsögumörkum Kópavogs og Reykjavíkur. Innan heimalandsins er svæðið næst Elliðavatni í eigu Vatnsenda, þ.e. norðan og vestan vatnsins, á svæðinu milli Vatns og vegar svo og sunnar Vatnsvikur á um 35 ha svæði.
Kópavogstún er að hluta í eigu ríkisins. Á árinu 2003 eignaðist Kópavogsbær 13,5 ha af landinu en ríkið hélt eftir rúmum 3 ha. Í dag eru þar ýmsar stofnanir á vegum ríkisins.
Vatnsendahvarf og hluti Rjúpnahæðar voru í eigu ríkisins en árið 2001 keypti Kópavogsbær hluta landsins. Um 7,5 ha efst á Vatnsendahvarfi eru nú í eigu ríkisins.
Svæði sunnan Smáralindar er að hluta í einkaeign sömuleiðis kollur Nónhæðar.
Í upplandi Kópavogs eru tvær landbúnaðarjarðir í einkaeigu, Gunnarshólmi og Geirland, ásamt nokkrum smáspildum í Lækjarbotnum.

Hernámið í Kópavogi 1940–1944

Kópavogur

Hernámið.

10. maí 1940 var Ísland hernumið af Bretum. Þá höfðu Þjóðverjar sigrað Pólland, Danmörku og Noreg. Óttast var að sömu örlög biðu Íslands en við það hefðu bandamenn misst yfirráð siglingarleiða á Atlantshafi. Bretar lögðu því áherslu á að verða fyrri til. Bandaríkjaher tók að sér hersetuna sumarið 1941 samkvæmt samningi við Breta og ríkistjórn Íslands. Um 50 þúsund liðsmenn breska og bandaríska hersins, flotans og flughersins voru í landinu sumarið 1943. Þá voru Íslendingar 124 þúsund, um 43 þúsund bjuggu í Reykjavík en 314 manns í Kópavogi.
Bretar hófust strax handa við uppbyggingu flugvallar í Vatnsmýrinni og víða risu braggahverfi. Bretavinnan létti miklu atvinnuleysi sem hafði ríkt í landinu. Umsvif hersins hérlendis voru einna mest í nágrenni Reykjavíkurflugvallar við Fossvog. Í voginum var einnig aðstaða fyrir sjóflugvélar sem herinn notaði m.a. við kafbátaeftirlit. Á Kársnesi þar sem Siglingastofnun er núna var RAF Marine Craft Slipway. Þar má sjá skábraut þar sem flugbátunum var komið á land. Samskonar brautir voru í Nauthólsvík. Nokkur varnarbyrgi hersins voru við Fossvoginn.

Kópavogur

Herkampur við Sandskeið.

Bandaríski herinn gerði kort og uppdrætti yfir athafnasvæði sín. Örnefni hersins á Kópavogssvæðinu sjást best á korti frá árinu 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar ameríska landhersins gerði kortið með aðstoð kortaþjónustu bandaríska landhersins í Washington. Ensku nöfnin sem herinn notaði hurfu eins og dögg fyrir sólu er hann hvarf á braut.
Herskálahverfi í og við Kópavog voru nokkur. Camp Fossvogur var í botni Fossvogs, í Sæbólslandi við Fossvogsbotn var Camp Bournemouth, utarlega á Kársnesi var Camp Kórsnes. Hæðin þar sem nú er Hamraborg er skráð á kortum hersins Skeleton Hill og þar var samnefnt herskálahverfi og loftvarnarbyssur. Nýbýlavegur og Kársnesbraut nefndust Skeleton Hill Road. Nokkur óvissa hefur ríkt um nafnið, t.d. fullyrti Hendrik Ottóson að braggahverfið hafi heitað Skelton Hill eftir örnefni í Englandi. Kópavogsháls vestan miðbæjar hlaut nafnið Mossley Knoll.
Digranes var kallað Whale Hill og vestasti hluti Kársness Whale Point. Þar sem nú er gróðrastöðin Storð við Dalveg var herskálahverfið Hilton Camp. Fífuhvammsvegur hét Hilton Road.
Sambúð Kópavogsbúa og setuliðsins var yfirleitt friðsamleg og höfðu heimamenn nokkurn ábata af hernum. Síðustu hermennirnir í Kópavogi fóru af landi brott í apríl 1944. Braggarnir sem herinn skildi eftir voru nýttir á ýmsan hátt. Framfarafélagið Kópavogur, sem varð til þess að sveitarfélagið Kópavogshreppur varð til 1948, var stofnað í bragga í Hilton Camp 13. maí 1945 og árið 1950 var búið í þremur bröggum í Kópavogi. Búnaður sem herinn skildi eftir var nýttur af Kópavogsbúum, skátaflokkurinn Fálkar notaði hertjöld á árunum 1947-1948.
Þjóðverjar gáfust upp 8. maí 1945 og styrjöldinni lauk í Evrópu. Bandaríkjamenn vildu þó hafa herstöð áfram og yfirgáfu síðustu hermennirnir Ísland ekki fyrr en 8. apríl 1947 í samræmi við Keflavíkursamninginn. Árið 1951, tveimur árum eftir að Ísland gekk í NATO, var gerður umdeildur samningur við Bandaríkjamenn um hervernd landsins sem stóð til 2006.

„Commissionen for oldsagers opbevaring“

Kópavogur

Kópavogur.

Árið 1807 var með konungsboði sett á laggirnar nefnd til varðveislu fornminja í Danmörku og nýlendum hennar (Frásögur um fornaldarleifar 1983). Fékk nefnd þessi nafnið Commissionen for oldsagers opbevaring. Nefndin sendi spurningalista til allra sókna konungsveldisins og til Íslands bárust þessir listar árið 1809, á dönsku. Listarnir skiluðu sér illa vegna lélegra samgangna og ófriðar í álfunni.
Nokkrum árum síðar, eða árið 1817, bættust tveir nefndarmenn í Commissionen eins og nefndin var kölluð. Var annar þeirra Finnur Magnússon prófessor. Hann fékk það hlutverk að sjá um tensl nefndarinnar við Ísland. Hann þýddi og staðfærði spurningalista Commissionen og sendi þá þegar til Íslands sama ár. Viðbrögðin voru nú snöggtum skárri og alls bárust svör frá u.þ.b. 170 prestum.
Áður en að Finnur varð nefnarmaður hafð hann gert úttekt á fornleifum í landinu fyrir nefndina. Á grundvelli þessarar úttektar var fyrsta friðlýsingin gerð á fornleifum hér á landi árið 18172. Alls voru 10 fornleifar friðlýstar á grundvelli úttektar Finns og bar þar mest á rúnasteinum, 5 talsins. Að auki var ein rúnaáletrun í Múlakirkju í Þingeyjarsýslu, Borgarvirki í Húnavatnssýslu, dómhringur á Þingvöllum og á Þórsnesi og Snorralaug í Reykholti.
Árni Helgason (1777 – 1869), dómkirkjuprestur í Reykavík árin 1814 – 1825, svaraði nefndinni árið 1821. Í fornleifaskýrslu sinni telur hann upp þrjá gripi, alla tilheyrandi Dómkirkjunni í Reykjavík. Í bréfi til Finns, dags. 1. mars sama ár, barmar Jón sér yfir fátækt sóknarinnar. Hann segir: Hún er fyrst ein sú fátækasta á landinu af gömlum Meniagripum, þad sem higad hefur komid, er jafnodum burtflutt til Kaupenhavnar af þeim utlendu er hellst hafa reist um sudurland. Af Sogum vorum er ecki ad ráda ad her á Nesi hafi nockud Hof verid i fornöld, þes siást ej heldur Menjar. Eingin veit her til Hauga, nema Óbóta manna sem dysiadir eru nálægt Kopavogi, Þingstad fornum her i Sveit. Þad er furdulegt ad í þeim stad sem fyrst bygdist á landinu skuli hvérgi siást neitt þeirra handaverk og nærri hvergi í Sögum getid þeirra sem hér hafa búid.
Lýsingar af þessu tagi voru algengar um allt land og ekkert einsdæmi að prestar teldu sínar sóknir skorta fornaldarminjar jafnt sem önnur gæði.
Í bréfi sem Árni prestur sendi með skýrslu sinni dagsettu þann 20 júní 1821 skýrir hann nánar út ástæður þess að á hans ófrjósama landshorni finnist ekkert markvert, þrátt fyrir að sjálfur Ingólfur Arnarson hafi numið þar land. Árni skrifar: Vel tog Ingolf den förste Landnamsmand sig Boepæl i Reykevig; men baade
dadlede hans Folkl da strax, denne hans Beslutning, og sagde de havde reist over alt for frugtbare Strækninger for at nedsætte sig her paa den nögne Kyst; og tillige fortælles at Jngolf siden efter, fandt det raadeligt at flytte her fra til Ølveset i sine ældre Aar, hvor hans Gravhöj ogsaa er at see. … Hof eller Tingstæd tales ikke heller om i dette Sogn; de som boede her sögte först Kialarnes, og siden til Hofstad på Alftenes … Her af synes jeg det er rïmeligt at paa dette Sted skulle man ikke vænte at finde Oldsagers Levninger.
Skýrsla Finns er birt í Frásögur um fornaldarleifar 1983:615 – 639. Á þessum árum var skilgreining manna á fornleifum talsvert önnur en í dag og rústir í venjulegum skilningi ekki taldar til fornleifa. Yfirleitt áttu menn við leifar frá hinum glæsta þjóðveldistíma, sérstaklega tengdar þinghaldi og trúarbrögðum.

Kópavogsþingstaður  (þingstaður)

Kópavogur

Kópavogsþingstaður.

Eitt hið merkasta sem fundist hefur í Kópavogi er jarðhýsi eitt (Guðrún Sveinbjarnardóttir 1986), sem staðsett er undir minjum hins gamla Kópavogsþingstaðar, norðanvert við árósa Kópavogslækjar. Jarðhýsið er C-14 aldursgreint og var niðurstaðan óleiðrétt 1180 ± 130 BP (Before Present).
Sé niðurstaðan hins vegar leiðrétt með 95,4% vissu, er niðurstaðan sú að húsið hafi verið í notkun einhverntíma á bilinu 600 – 1200. Þungamiðja greiningarinnar er ca.750 – 950 AD. Viðurinn sem greindur var reyndist úr víði eða ösp, sem gerir aldursákvörðunina örlítið óvissa og sama má segja um óvenjulega mikið skekkjumörk eða 130 ár. Talið er að jarðhýsið geti jafvel verið frá 9. öld (Sama 1986:77).
Ofan á áðurgreindu jarðhýsi fannst smiðja sem var mun eldri en frá 1500 miðað við afstöðu gjóskulaga, en reyndist vera frá því um 1800 samkvæmt C-14. Ástæðan fyrir þessu misræmi hlýtur að vera sú að viðurinn sem var aldursgreindur hefur borist í húsið á seinni tímum eða mistök átt sér stað á tilraunastofunni. Talið er að smiðjan geti verið frá 12. öld (sama 1986:73).

Kópavogur

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Kópavogsþingstað.

Skammt suður af jarðhýsinu var byrgð þró. Viðarkolasýni úr henni var aldursgreint og niðurstaða þeirrar greiningar 900 ± 70 BP. Sé sú niðurstaða leiðrétt með 95,4% öryggi, verður niðurstaðan sú að þróin hafi verið gerð eða í notkun á tímabilinu 1010 – 1270 AD. Þungamiðja greiningarinnar segir að sýnið sé u.þ.b. frá árunum 1050 – 1200 AD. Mynd 3. Leiðréttingarkúrfa C-14 greiningar (HAR-2155. K649S) úr jarðhýsi á Kópavogsþingstað. Niðurstaðan er óleiðrétt í bók Guðrúnar Sveinbjarnardóttur 1986:60. Leiðrétt skv. Stuiver et. al. (1998).
Leiðréttingarkúrfa C-14 greiningar (HAR-2092. K646S) úr þró á Kópavogsþingstað. Niðurstaðan er óleiðrétt í bók Guðrúnar Sveinbjarnardóttur 1986:65. Leiðrétt skv. Stuiver et. al. (1998). Sýnið reyndist eins og fyrrnefnda sýnið vera úr víði eða ösp, en skekkjumörkin eru mun minni eða 70 ár. Þessi aldursákvörðun er mikilvæg fyrir jarðhýsið þar sem það er tekið úr mannvirki sem virðist hafa legið ofan á jarðhýsinu.
Rannsóknin á Kópavogsþingstað sýnir svo að varla verður um villst að búseta hefur hafist á staðnum þegar á landnámsöld, kannski við upphaf hennar í lok 9 aldar. Jarðhýsi finnast nær aldrei ein og sér, þau eru ævinlega á bæjarstæðum, verslunarstöðum, þingstöðum eða eins og ýmislegt bendir til, á kumlateigum. Ekki er líklegt að jarðhýsið í Kópavogi hafi tilheyrt neinu öðru en bæjarstæði, sem er þá elsta bæjarstæði Kópavogs sem vitað er um í dag. Hvar bærinn hefur nákvæmlega staðið er ekki gott að segja, en þau jarðhýsi sem fundist hafa á bæjarstæðum hérlendis eru öll nálægt bæjarhúsunum, varla meira en 10 m frá þeim. Jarðhýsið í Kópavogi sker sig þó úr öðrum jarðhýsum hér á landi hvað tvö atriði varðar.
Húsið er aðeins grafið niður um 20 sm í jökulruðninginn, sem er mjög lítið miðað við öll önnur jarðhýsi hér heima og erlendis.
2) Á gólfinu er steinalögn sem gæti verið eldstæði, öll eða hluti hennar. Hús það sem líkast er þessu jarðhýsi á Íslandi verður að teljast eldhús (Hús 9C) landnámsbýlisins Granastaða á Eyjafjarðardal í Eyjafirði, sem grafið var 1990-91 (Bjarni F. Einarsson 1995(a):83-85). Sé um hliðstætt hús að ræða gæti skáli leynst við húsið á Kópavogsþingstað.
Smiðjan ofan á jarðhýsinu segir okkur einnig að skammt frá hafi verið býli um 1200. Smiðjur virðast stundum hafa verið einhvern spöl frá bæjarhúsum í öndverðu en færst svo nær býlunum, trúlega í upphafi miðalda, sbr. Stöng o.fl. bæi.

Kópavogur

Kópavogsþingstaður.

Staðurinn býr yfir afar miklum upplýsingum sem ná frá nútíma allt aftur á landnámsöld. Ekki er mikið til ritað um staðinn og þeim mun mikilvægari eru þær heimildir sem geymdar eru undir sverðinum. Þarna má ímynda sér að skálabyggingar, fjós og önnur hús séu geymd í heilu lagi eða í brotum. Þessu fylgir mikið magn af upplýsingum sem felast í gripum, beinum og jarðveginum sjálfum. Stöðva þarf landeyðingu við sjávarkambinn og engar jarðvegsframkvæmdir ætti að leyfa nema undir ströngu eftirliti forneifafræðings eða minjavörslunnar. Endurskoða þyrfti friðlýsinguna sem nær aðeins yfir hluta staðarins auk þess sem hún nær yfir fornleifar sem eru löngu horfnar. Endurskoðuð friðlýsing þyrfti að ná yfir allan staðinn og hana þyrfti að skilgreina nákvæmlega varðandi umfang og innihald. Staðinn mætti gera aðgengilegri með því að hreinsa upp og endurskapa þær rústir sem rannsakaðar hafa verið og hanna upplýsingaskilti sem segir sögu staðarins. Þetta skilti mætti vinna í samvinnu við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Svæðið er kjörið útivistarsvæði og hægt að tvinna saman útivist og minjavörslu svo að vel fari.
Kópavogur virðist hafa verið vorþingstadur Á þjóðveldistímanum, en med lögtöku Járnsíðu 1271 verður hann hreppaþingstaður, svonefnt þriggja hreppa þing.
Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjöldi dóma og mála gengu á Kópavogsþingi á þeim árum sem þess er getið í heimildum. Mun nálægð vid Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um.
Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523, en þá var settur dómur á “þingstað réttum” til ad dæma í kærumáli Hannesar Eggertssonar, hirðstjóra, gegn Týla Péturssyni sem farið hafði ránshendi um konungsgarðinn á Bessastöðum.
Árið 1574 gaf Friðrik II, danakonungur, út tilskipun bess efnis að Alþingi skyldi flutt í Kópvog. Til þess kom þó aldrei. Árið 1578 lauk svo Hvassafellsmálum á þinginu eftir langt málaþref. Var dómi Gottskálks biskups hins grimma hnekkt, en hann hafði dæmt Bjarna Ólafsson, bónda á Hvassafelli, og dóttur hans, Randíði, sek um að hafa haft holdleg mök og eignir þeirra undir kirkju og kóng.
Sa atburður í sögu landsins og Kópavogs sem verður minnst þó annað gleymist er Erfðahyllingin í Kópavogi 28. júlí 1662, er danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke neyddi íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Fridriki III, danakóngi, hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir.
Þann 15. nóvember 1704 fór síðasta aftakan fram á þinginu í Kópavogi, en þá voru tekin af lífi fyrir morð Sigurður Arason og Steinunn Gudmundsdóttir frá Árbæ. Var Sigurður höggvinn skammt norðan við þinghúsið en Steinunni drekkt í Kópavogslæk. Árin 1725 og 1726 var svo Swartskopf-málið fyrir þinginu.
Málið fjallaði um Appolínu nokkra Swartskopf sem trúlofuð hafði verið Niels Fuhrmann, amtmanni á Bessastöðum. Fuhrmann sleit trúlofuninni og stuttu síðar lést stúlkan. Bróðir hennar kærdi ráðskonu Fuhrmanns og dóttur hennar fyrir að hafa verið valdar að dauða hennar. Málinu lauk þó með sýknu allra hinna ákærðu.
Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi.
Eftir að þingið lagðist af var engu hreyft á svæðinu þar til 1973. Þá höfðu yfirborðsathuganir farið fram, bæði af Jónasi Hallgrímssyni árid 1841 og síðar af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, 1929. Minjarnar voru síðan friðlýstar fyrir tilstuðlan Matthíasar árið 1938.
Á 300 ára afmæli Erfðahyllingarinnar í Kópavogi árid 1962 setti Lionsklubbur Kópavogs upp Minningarstein á þingsvæðinu.
Árið 1973 var hafist handa við fornminjauppgröft á Kópavogsþingstaðnum undir stjórn Gudrúnar Sveinbjarnardóttur, fornleifafræðings, og fyrir tilstuðlan þjódhátídarnefndar Kópavogs í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Lauk rannsóknum 1976 og hafði þá verið grafið upp á 3 stöðum á þingstaðnum.
Við minningarsteininn var grafinn upp tóft af jarðhúsi, sem helst virðist hafa verið eldhús og miðaldasmiðja. Gera menn ráð fyrir samkvæmt þessu að einhverjar mannaferðir hafi verið þarna þegar á 9. öld. Smiðja sem lá ofan jarðhússins virðist hafa verið aflögð um 1500, þó ekki sé það nákvæmt. Rannsóknirnar á þessum tóftum gáfu ekki til kynna að þær væru tengdar þinghaldi á staðnum, fremur hluti af bæjarhúsunum. Syðri tóftin eða þinghustóftin er mun yngri, var húsið að líkindum byggt á 17. öld og endurbyggt á 18. öld. Undir þinghúsinu fundust byggðaleifar sem gætu hafa tengst þinghaldi á staðnum, en voru svo brotakenndar að ekki var unnt að slá því föstu hvað þær væru. Þinghústóftin snýr í norðaustur og suðvestur og mun husið hafa verið um 25 fermetrar að flatarmáli. Húsið mun hafa verið með torfveggjum og bak sett beint ofan á með undirstöðum í hornum. Suðurhlið hefur verið úr timbri og þar gengið inn á miðjan gafl fyrst, en síðar hefur hurðin verið til hliðar og settur gluggi á hinn helminginn.

Kópavogsbærinn (býli)

Kópavogur

Kópavogsbærinn – skilti.

Engar ritheimildir eru til um upphaf búskapar á jörðinni Kópavogi, en fornleifarannsóknir við Þinggerði árið 1973-1976 leiddu í ljós bæjarrústir frá miðöldum og því líklegt að menn hafi verið hér frá síðari hluta 9. aldar.
Kópavogur er fyrst nefndur árið 1523 í dómi yfir Týla Péturssyni frá Kópavogsþingi, en hann var fundinn sekur um rán á Bessastöðum. Bærinn er fyrst nefndur í afgjaldsreikningum frá árinu 1553. Kópavogur hafði verið eign Skálholtskirkju en fór í konungseign ásamt öðrum jörðum kirkjunnar eftir siðaskiptin 1550.
Jarðabækur gefa til kynna að Kópavogsjörðin hafi verið rýr að landgæðum. Í jarðabókum frá 17. og fram til 19. aldar var jarðardýrleiki um 11 hundruð. Árið 1861 var jarðardýrleikinn skráður 13.6 hundruð. Til samanburðar við næstu jarðir voru Digranes og Hvammkot 15 hundruð hvor jörð og Vatnsendi 22 hundruð. Jörðin gat því ekki framfleytt mörgum.
Upphaflega stóðu bæjarhús Kópavogs við Þinggerði en á 19. öld voru þau við sjávarbakkann beint suður af núverandi steinhúsi sem reist var 1902-1904. Engin ljósmynd er til af gamla bænum frá 19. öld, en einstakar lýsingar af bæjarhúsunum eru til. Ein er frá sumri 1856, er hinn breski lávarður Dufferin (1826-1902) var á leið frá Reykjavík til Bessastaða og leiðinni lýsti hann svo: “Fyrstu mílurnar riðum við yfir öldótta doloritsléttu, uns við komum til bóndabæjar, sem var við vog nokkrun. Í fjarlægðinni virtist bærinn eins og lítil vin í eyðimörk, því allt í kringum hann voru gráar grjótbrekkur, en er nær dró virtist þarna vera keltneskir virkisveggir, en innan þeirra haugar eins eða tveggja fallinna kappa. Það kom á daginn, að haugarnir voru bara torfþök bæjar og gripahúsa, en virkisveggirnir torfgarðarnir, sem eru hlaðnir utan um best ræktuðu skákina í landi bóndans”.

Kópavogur

Kópavogsbúið.

Þarna lýsti lávarðurinn einnig túngarði Árna Péturssonar (1781-1854) bónda í Kópavogi, svonefndum Árnagarði, um 680 metra langri garðhleðslu umhverfis túngarðinn við bæinn. Útlínur garðsins sjást á gömlum kortum og loftmyndum, en Árni var verðlaunaður af konungssjóði árið 1827 fyrir jarðabætur á Kópavogsjörðinni.
Í annarri lýsingu Kópavogsjarðarinnar, frá 21. febrúar 1882, segir: “Bæjarhús eru þar góð, baðstofa byggð á bekk. Hálf er hún ný uppbyggð með kjallara undir. Frambær, búr og eldhús í góðu standi. Tún eru þar stór, sum part þýfð, sum part sléttuð og ábúandinn hefur verið að slétta í þeim. Þessi tún vantar tað. Kemur það til af því að augnvar eru útheyisslægur. Girðing er í kring úr torfi og grjóti. Er hér um bil 2/3 partar túnsins og hálf er hún vel uppbyggð, aftur hálf í falli. Traðir eru heim að bænum, hlaðnar úr torfi og grjóti vel uppgerðar. Kálgarðar eru þar góðir. Í kringum þá góð girðing. Þar jörð þessi liggur að sjó það eru þar góð vergögn. Þar er góð grásleppuveiði og gerir það jörðinni mikinn hag því inn vols hennar gefur jörðinni áburð. Kúgildi jarðarinnar eftir því sem ábúandinn skýrir frá eru 2.”
KópavogurErlendur Zakaríasson (1857-1930) steinsmiður, hóf byggingu núverandi íbúðarhússins um 1902 og lauk því árið 1904. Hann hafði áður unnið við byggingu Alþingishússins árið 1880, reisti Kópavogsbæinn á sama hátt og hlóð hann úr tilhöggnu grágrýti og steinlími. Hér hóf hann kúabúskap ásamt konu sinni Ingveldi Guðmundsdóttur, seldi mjólk til Reykjavíkur og var einnig með hesta og kindur. Engjar auk túns við bæinn voru austur af Hvammakotslæk í brekkunum upp af Fífuhvammi og í Fossvogi. Þar var einnig mikil mótekja. Eftir að Kvenfélagið Hringurinn fékk aðstöðu fyrir hressingarhæli á Kópavogsjörðinni árið 1924 taldið félagið hagkvæmt að vera með búresktur samhliða rekstri hælisins. Hringurinn keypti Kópavogsbæinn þegar hann losnaði úr ábúð og var með búrekstur til 1948. Félagið lét byggja fjós, hlöðu, hænsnahús og geymslu við steinhús Erlendar. Óskar Eggertsson (1897-1978) gerðist ráðsmaður á búinu hjá Kvenfélaginu Hringnum 1931 og bjó hér ásamt konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur (1899-1989) og sonum þeirra, Magnúsi (1927-2019), Einari (1930-2016) og tvíburunum Jóhanni Stefáni (1936-1046) og Guðmundi. Ríkissjóður og ríkisspítalar fengu búið 1948 og búskapur hélt áfram þar til skömmu eftir 1960. Síðustu ábúendur í Kópavogsbúinu voru Bjarni Pétursson Walen (1913-1987) bústjóri og Svanborg Sæmundsdóttir (1913-1995). Þau bjuggu hér árin 1959-1983. Íbúðarhúsið er elsta hús í Kópavogi. Kópavogsbærinn var friðaður samkvæmt lögum um húsafriðun í október 2012.

Hvammskot (býli)

Kópavogur

Fífuhvammur – skilti.

15 hdr. 1847. Kónungseign. “Í elstu heimildum um jörðina er hún talin eign Viðeyjarklausturs og nefnd Hvammur.
Í skrá um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313 segir: J hvamme o leigv. Í skránni frá 1395 um leigumála á jörðum klaustursins segir: J Hvamme iij merkur. Í reiknungum Kristjáns skrifara 1547-1548 er jörðin einnig nefnd Hvammur: Item met Huamme i j legekiór. vj for. landskyldt xv óre. ij lege iiij fóreng smór dt. her er ij foder en ij ar gamell nódt oc af foder en 3 veter nót oc ij landskyldt 4 for argammell for xl alner oc j for met lam for xx alner oc en gemmer met lam for xv alner. xxv alner 2. Auk þess er beit við fyrir árið 1548: Aff Huame xxv alner rest.
Í hlutabók eða  sjávarútgerðarreikningi Kristjáns skrifara árið 1549 segir: Item mett Huemme ij lege x fórenger smór dt. oc en ar gamell foer dt.
Í reikningi Eggerts fógeta Hannessonar, dagsett um 24. júní 1552 á Bessastöðum, er jörðin fyrst nefnd Hvammskot: Item mett Huamskotthe ij kór. vj faar. landskildtt xv óre ij leger vj fóringh smór. dt. oc ij landskild ett aarsgameltt nódtt for xl olner och ij faar. ettt haffuer lam. oc ett faar. ett aars gameltt faar. dt.
Í jarðaskrá Björns Lárussonar (The Old Icelandic Land Registers, Lund, 1967) er Hvammskot talin konugseign, jarðardýrleiki 15 hundruð, landskuld 90 álnir og leigukúgildi þrjú.
Í Jarðabók Árni Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Hvammskot: Jarðadýrleiki óviss. Eigandinn kóngl. Majestat. […]

Kópavogur

Fífuhvammur.

Í skrá um sölu konungskarða 1760-1846 sést, að Hvammskot hefur verið selt 17. maí 1837 með þremur kúgildum. Söluverð var 594 rd. Samkvæmt Jarðatali á Íslandi (Kh. 1847) er jarðardýrleiki 15 hundruð, landskuld 90 álnir og leigukúgildi þrjú.
Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland 1861 er jarðadýrleiki einnig talin 15 hundruð, en þar er einnig skráð ný hundraðstala 17,4. […] Eins og ég hef minnzt á var hið upprunalega nafn jarðarinnar Hvammur, en er fyrst nefnt Hvammskot árið 1552.
Í ritgerð sinni Úr byggðasögu Íslands tekur Ólafur Lárusson jörðina sem dæmi um lögbýli, sem hafa fengið hjáleigunafn, en áður borðið annað nafn.” segir í Örnefnum í landi Kópavogskaupstaðar, 26-30.

“Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn er kóngl. Majestat.” Svo hefst umfjöllun Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 23. október 1703 um konungsjörðina Hvammkot í Seltjarnarneshreppi. Fram að siðaskiptum um miðja 16. öld hafði jörðin verið í eigu Viðeyjarklausturs en elsta heimildin um jörðina er einmitt skrá um leigumála á jörðum klaustursins frá 1312. Þar heitir hún Hvammur. Nafnið Hvammkot kemur fyrst fram í fógetareikningum Eggerts Hannessonar á Bessastöðum 24. júní 1552. Þann 1. janúar 1891 breytti Þorlákur Guðmundsson þingmaður Árnesinga (búsettur á jörðinni 1875-1902) nafni jarðarinnar og hét hún þá Fífuhvammur.

Kópavogur

Fífuhvammur.

Árið 1703 var í Hvammkoti tvíbýli. Á helmingi jarðarinnar var ábúandinn Marteinn Jónsson, 46 ára, kona hans Þuríður Bjarnadóttir, 43 ára, og börn þeirra. Bústofn Marteins var sex kýr, þrír hestar og sautján sauðkindur. Á hinum helmingi jarðarinnar var Teitur Jónsson ábúandi, kona hans Guðrún Loftsdóttir og dætur þeirra. Teitur átti fjórar kýr, einn hest og ellefu sauðkindur. Kvaðir á jörðinni voru m.a. mannslán um vertíð, hestlán til alþingis, húsastörf á Bessastöðum þegar kallað var og að bera fálka frá Bessastöðum til Keflavíkur og Básenda.
Síðustu ábúendur Fífuhvamms voru hjónin Ísak Bjarnason og Þórunn Kristjánsdóttir sem þangað fluttu 1919 ásamt börnum sínum sex. Þau stækkuðu bæjarhús, ræktuðu tún og girtu og höfðu gott bú. Dóttir þeirra Bergþóra Rannveig og hennar maður Þorkell Guðmundsson reistu íbúðarhúsið Tungu í landi Fífuhvamms 1935 og þar var búið til 1990. Ísak lést 1930 en Þórunn hélt áfram búskap og var Guðmundur Kristinn sonur hennar ráðsmaður þar til hún flutti til Reykjavíkur 1954. Þá lagðist jörðin í eyði. Bæjarhúsið var rifið 1983, þá var Kópavogsbær búinn að kaupa jörðina.
Í grein um Fífuhvamm sem Adolf J.E. Petersen skrifaði 1984 segir: “Á Hvammakotslandinu munu í framtíðinni rísa veglegar byggingar, háborg komandi tíma, hallir menningar, viðskipta og iðnaðar, ásamt íbúðarhúsum með blómabeðum og trjágróðri í kring og iðandi borgarlífi.”
Fífuhvammsjörð var að mörgu leyti góð bújörð. Hvammkot hafði til afnota stærstan hluta Kópavogsdals og góðar slægjur norðan og austan við Hnoðraholt, Smalaholt og Rjúpnahlíð. Bæði Digranesbærinn og Hvammakotsbærinn voru vel staðsettir og með útsýni í suður- og vesturátt.
Mikil tæknileg uppsveifla kom með breska og ekki síst bandaríska hernum á stríðsárunum. Eigendur Fífuhvamms leigðu hernum svæði og seldu efni, einkum til flugvallagerðarinnar. Leirdalssvæðið var leigt sem sprengjugeymsla hersins.
Fífuhvammur stóð innst eða austast í Kópavogsdalnum, undir vesturtagli Selhryggs, norður af þar sem nú er Núpalind og leikskólinn Núpur hjá Lindaskóla. Hluti af túni bæjarins er þar enn opið svæði.

Álfhóllinn

Kópavogur

Álfhóll.

Hóllinn er trúlega þekktasti álfhóll Kópavogs og hefur skapað sér slíkan sess í skipulagi bæjarins að varla verður honum hnikað héðan af. Hann er sýnilegt dæmi um þjóðtrú Íslendinga og hve sterk hún hefur verið allt fram á þennan tíma. Hólinn mætti merkja með látlausum hætti.
Álfhóll er stórgrýttur grasi gróinn hóll sem gengur út í götuna. í hólnum er sagt að búi þrír álfar, einn gamall og tveir unglingsálfar; en að þeir hafi verið fleiri hér áður.
Fjórum sinnum er talið að álfar hafi haft áhrif á framkvæmdir við hólinn.
Byrjað var á lagningu Álfhólsvegar seint á fjórða áratugnum. Veginn átti að leggja frá Hafnarfjarðarvegi að Álfabrekku og tengja við Nýbýlaveg. vel gekk að leggja veginn út að Álfhólnum en þegar þangað var komið og átti að fara að sprengja var framkvæmdafé uppurið. því er haldið fram að álfar hafi komist í bókhald bæjarins.
Áratug síðar átti að hefja framkvæmdir afur. Fyrsta skrefið var að ryðja burt hólnum en þegar þær framkvæmdir hófust fóru dularfullir atburðir að gerast. Vinnuvélar biluðu, verkfæri skemmdust og mörg þeirra hurfu á óskiljanlegan hátt. Hætt var við að ryðja burtu hólnum og var settur hlykkur á veginn fram hjá honum.

Kópavogur

Álfhóll.

Í lok níunda áratugarins átti að endurbæta veginn. Framkvæmdirnar gengu mjög vel þar til ráðgert var að leggja mabik upp að hólnum. Fjarlægja átti hluta hólsins en til þess átti að nota öflugan steinbor tengdan kraftmiklli loftpressu. Þegar menn hófust handa við að bora í klöppina þá brotnaði borinn. Það dugði heldur ekki til að ná í annan bor því allt fór á sama veg og segja sjónarvottar að hann hafi hreinlega kubbast í sundur. í kjölfar þess neituðu verkamenn að koma nálægt hólnum með vélar og verkfæri. Vegaskipulaginu var breytt og er þarna þrenging og hraðahindrun á veginum ásamt gangbraut sem þjónar vel þeim börnum sem sækja Digranesskola.
Áhrifum álfa var þó ekki lokið. Lóðunum austan við hólinn var úthlutað á níunda áratugnum og þar á meðal var lóðin Álfhólsvegur 102, sú sem næst liggur hólnum. Eigandi lóðarinnar hóf þar aldrei framkvæmdir heldur skilaði lóðinni með þeim skýringum að honum litist ekki á lóðina og vildi ekki byggja þar. Að öðru leyti vildi hann sem minnst um málið segja. Hvort sem álfum var um að kenna eða ekki þá er enn ekkert hús númer 102 við Álfhólsveg og fellur lóðin ásamt hólnum nú undir bæjarvernd.
Hvort sem um er að ræða álfa, röð tilviljana eða ókunnug öfl þá er Álfhóllinn athyglisvert kennileiti í bænum. Örnefnið er hluti af sögu bæjarins og álfasögurnar af þessum skemmtilega stað gefa tilefni til mikilla vangavelta.

Digranesbærinn

Kópavogur

Kópavogur – kort.

Hér stóð eitt sinn höfuðbýli Kópavogs. Hluti af bænum stendur enn ásamt tröðinni, kálgarðinum og ýmsum minjum undir sverðinum allt í kring. Vandamálið er hve nálægt skóla staðurinn er og hve ágengni er mikil. Þessu mætti snúa í andhverfu sína og gera það að höfuðgildi staðarins, þ.e. að tengja hann kennslu grunnskólabarna með beinum hætti. Þarna mætti hafa vettvangskannanir skólabarna, þarna gætu börnin sjálf hlúð að staðnum og haldið honum við og þarna mætti jafnvel ímynda sér minni háttar fornleifauppgrefti með börnunum. Þannig yrði staðurinn á vissan hátt á þeirra ábyrgð og það ætti að tryggja góða umgengni og dýpri sögu- og byggðavitund barnanna.
Fornleifakönnun á Digranesi í Kópavogi.
Digranes er ein af elstu bújörðum í Kópavogi og eru heimildir um búskap á jörðinni frá um 1300. Árið 1703 var hún í eigu konungs og var landskuld hennar þá 90 álnir. Búskapur lagðist af í Digranesi árið 1936.

Kópavogur

Digranesbærinn.

Hafin var búskapur á jörðinni Digranesi sennilega á árnunum milli 1300-1313, en þá er jarðarinnar fyrst getið í máldagaskrá Viðeyjarklausturs. Síðasti bóndinn í Digranesi, Jón Guðmundsson, hóf þar búskap árið 1896 og bjó þar til hún var aflögð sem bújörð árið 1936. Digranes var þá þjóðjörð og sá Búnaðarfélag Íslands þá um að útmæla jörðina í smábýli og nýbýli samkvæmt nýjum lögum þar um. Árið 1950 var búið að úthluta úr landi Digraness um 10 löndum undir nýbýli og 146 smábýlalöndum. Smábýlalöndin voru fyrst og fremst ætluð sem ræktunarlönd en ekki til að setjast þar að með fasta búsetu, þó svo að mjög fljótlega hafi orðið þar breyting á og lönd þjóðjarðanna í Kópavogi orðið fyrsti vísirinn að þéttbýlismyndun.

Kópavogur

Digranes.

Digranes var stór jörð, þótt hún hafi kannski ekki þótt eftirsóknarverð eins og gæðum hennar er lýst í úttektarbók Jarðabókarnefndar frá október 1703. Ekki er skráður jarðdýrleiki, eigandinn kóngur eða kóngsgarðurinn í Viðey og bjó ábúandi Sveinn Eiríksson þar einn með sínu fólki.
Í jarðabókunum 1686 og 1695 svo og jarðabók Johnsens frá 1847 var jörðin metin á um hundruð en í nýju jarðabókinni frá 1848 hefur jörðin rýrnað frá fyrri mötum.
Á seinni hluta 19. aldar voru margar jarðir seldar úr konungseign, en Digranes var áfram í opinberri eigu og varð því þjóðjörð.
Var hún síðan alla tíð í ríkiseign þar til Kópavogskaupstaður keypti hana formlega árið 1957, en þá hafði henni verið skipt upp í lóðir og lendur fyrir íbúa hins unga kaupstaðar.

Selstaða?

Kópavogur

Fífuhvammssel.

Staðurinn er skammt frá bæjarstæði Fífuhvamms. Nálægðin bendir til þess að hér sé ekki selstaða, en þó er ekki loku fyrir það skotið að hér hafi verið haft í seli svo nálægt bæ. Örnefnin Selflatir, Selvellir og Selhryggur eru nokkuð langt frá til að geta verið í tengslum við þessar rústir. Hvort sem um er að ræða selstöðu eða annað þá eru rústirnar (mjög) fornlegar að sjá. Þær eru býsna nálægt fjölbýlishúsum og við þær liggja stígar. Fylgjast þarf með rústunum og ef ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þyrfti að rannsaka þær og komast að tegund þeirra og aldri.

Landamerkjasteinninn Markasteinn

Kópavogur

Markasteinn.

Fallegasti landamerkjasteinninn í Kópavogi. Hann hefur fengið nýtt hlutverk á seinni tímum, auk síns gamla, en það er að vera hluti af girðingu utan um Rjúpnahæð.
Með minni háttar uppgreftri á ég við prufuholur í kálgarðinn til að skoða jarðvegssýni, leit að mannvistarlögum í námundan við bæjarhúsin o.s.frv. Þannig væri strangt til tekið hægt að safna ýmsum upplýsingum sem annars væru ekki aðgengilegar.

Vatnsendi (býli)

Kópavogur

Vatnsendi 1900.

22 hdr. 1847. Kónungseign. “Í Fornbréfasafni er máldagaskrá um eignir Maríukirkju og staðar í Viðey á dögum Þorvalds Gissurarsonar. Skráin er talin frá 1234 og er eftir máldagabókum frá Skálholti í safni Árna Magnússonar. Í Fornbréfasafni segir, að hún sé fremst af öllum hinum elztu Viðeyjarskrám og ritað við á spássíu: “gamall máldagi”. Í skránni segir; Hvn a oc Elliðavatz land hálft og allt land at vatzenda með þeim veiðvm og gæðm er þeim hafa fylgt at fornv. Staðr a oc Klepps land allt, oc laxveiði j Elliða ar at helmingi við
Lavgnesinga. Hamvndr gaf til staðarins holm þann, er liggr j elliða am niðr frá Vatzenda holmi. Í skrám um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313 segir: At vatx ennda iij merkur. Í skránni frá 1395 um leigumála á jörðum klaustursins segir: at Vatzenda half fjorda mork.
Í reikningi Kristjáns skrifara 1547-1548 er eftirfarandi ritað um Vatnsenda: Item met Vatzende iiij legekiór landskyld x óre frj oc xij thónder kuoell ij lege vij fóringer smór dt. her er ij foder en 3 vet nót oc ij landskydt iij for met lame oc 2 ar gamle for oc xij thónder kuóll.
Í hlutabók eða sjávarútgerðarreikningi Kristjáns skrifara 1548-1549 segir: Item mett Vatzende iiij legekiór landskyldt x aure frj oc xij thónder kuell. ij lege en vet smór dt. oc ij landskyldt xij tónder kuoell oc desse x aurer tog Halvarder ij sijt kop.
Í reikningum Kristjáns skrifara 1549-1550 er ritað um Vatnsenda: Item mett Watzende iiij kiór landskyldt x óre frj oc xij toonder kúoell ij lege j vet smór etc. her er j foder ar gamel nód oc iiij lamb oc xij tonder koel etc. tog Haluarder thene landskyldt j sit kop.

Vatnsendi

Vatnsendi – túnakort 1916.

Í reikningum Eggerts fógeta Hannessonar, sem dagsettir eru á Bessastöðum 24. júní 1552, er eftirfarandi skráð um Vatnsenda: Item mett Wassende iiij legequiller landskyldt x óre frijj oc xij tonder koll. ik leger j vett smór. dt. och ij landskyldt x óre och tog Pouell Gurensón den ij sijt kop. oc xij toder kull. dt.
Í jarðaskrá Björns Lárussonar (The Old Icelandic Land Registers, Lund, 1967) er Vatnsendi talinn konungseign, jarðadýrleiki 22 hundruð, landskuld 112 álnir og leigukúgildi fjögur.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Vatnsenda: Jarðadýrleiki er óviss. Eigandinn kóngl. Majestat. […] Í skrá um sölu konungsjarða 1760-1846 sést, að Vatnsendi hefur verið seldur 11. september 1816 með fjórum kúgildum. Söluverð var 1384 rd.
Samkvæmt Jarðatali á Íslandi (Kh 1847) er jarðardýrleiki 22 hundruð, landskuld hundrað álnir og leigukúgildi fjögur.
Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland 1861 er jarðardýrleiki einnig talinn 22 hundruð, en ný hundraðstala 24,4 hundruð. [..].” segir í Örnefnum í landi Kópavogskaupstaðar, 37-41.

Rúst (stekkur?) undir Vatnsendahvarfi

Kópavogur

Fjárhús í Vatnsendahlíð.

Rústin er fornleg að sjá. Ekki er sennilegt að um stekk sé að ræða, mun heldur beitarhús frá Vatnsenda. Uppblástur er einhver við rústina og tryggja þarf að hún verði honum ekki að bráð, annaðhvort með því að stöðva uppblásturinn eða rannsaka rústina. Með vaxandi byggð mun rústinni stafa ákveðin hætta og áður en að hún fer að verða fyrir spjöllum þarf að rannsaka hana til að komast að tegund hennar og aldri.

Beitarhús suður af Litlabás

Vatnsendi

Vatnsendafjárhús.

Eins og algengt er þá er beitarhúsið ekki langt frá landamerkjum Vatnsenda og Vífilsstaða. Þannig var hægt að nýta betur sitt eigið land og jafnvel land nágrannans einnig. Húsið er eitt tveggja beitarhúsa í Kópavogi (eða á hinu skráða svæði) og það elsta. Svæðið í kring um beitarhúsið er kjörið útivistarsvæði og mætti hugsa sér að nýta það til að segja sögu fjárbúskapar fyrr á öldum.

Forn þingstaður á Þingnesi við Elliðavatn

Þingnes

Þingnes 1873.

Þingnes er ein af perlum höfuðborgarsvæðisins og hana eiga Kópavogsmenn í félagi við Reykjavík. Staðurinn hefur lengi vakið áhuga fræðimanna, bæði íslenskra og erlendra. Hvert hlutverk staðarins var nákvæmlega hefur ekki verið sannað enn. Sé hann elsti þingstaður landsins nær gildi hans langt út fyrir Ísland og hann lendir á svipuðum stalli og Þingvellis sjálfir. Hann er á fallegum stað við Ellliðavatnið og frá honum liggja gönguleiðir í ýmsar áttir, m.a. inn í Heiðmörkina. Helsti ókosturinn við staðinn er sumarbústaður sem hefur gengið býsna nærri staðnum og jafvel nær en lög leyfa. Annar ljóður á staðnum er uppkast og frágangur frá síðustu rannsókn, en það stendur nú til bóta. Þess má geta að skylt er að viðhalda friðuðum fornleifum á kostnað ríkissjóðs (þjóðminjalög, 25. gr.).

Þingnes

Þingnes 1987.

Um sumar rústir staðarins segir Konrad Maurer að séu frá Hastfer barón, sem reyndi kynbætur á sauðfé árin 1756-64. Afleiðingarnar urðu þær að fjárkláði barst til landsins og breiddist út um landið svo skera varð um 60% fjárins í landinu. (í Magnús Þorkelsson 1990:182).
Þarna mætti endurreisa einhverja þingbúðina, að því tilskyldu að þarna sé þingstaður, og hafa leiðsögn um staðinn. Einnig mætti vinna ítarlegt skilti fyrir gesti og gangandi. Þetta ætti að gerast í samvinnu við Árbæjarsafn og jafnvel Þjóðminjasafn Íslands.
Þingnes var friðlýst árið 1938. Friðlýsingin er mjög umfangsmikil en þar segir að allar „mannvirkjaleifar“ á hinum forna Kjalarnesþingstað séu friðlýstar, en engin afmörkun er gerð á umfangi svæðisins. Afmarka þarf staðinn betur í friðlýsingarskjali og gera ráðstafanir til að fjarlægja bústaðinn á staðnum. Frekari rannsókna er þörf til að varpa skýrara ljósi á eðli staðarins (rannsaka fleiri búðir, gera C-14 greiningar og aðrar náttúrufræðilegar rannsóknir). Verkefnið er kjörið til fjölþjóðlegrar samvinnu.

Heimild:
-Fornleifaskrá Kópavogs, Bjarni F. Einarsson, 2000.
-Fornleifakönnun á bæjarhól Digraness, Guðmundur Ólafsson, Reykjavík 2013
-BS – ritgerð, Kársnesið í Vesturbæ Kópavogs – Náttúra í þéttbýli, Sjöfn Ýr Hjartardóttir, maí 2012.

Kópavogur

Digranesbærinn.

Þingnes

Eftirfarandi úrdráttur úr dagbók eins FERLIRsfélaga á vettvangsnámskeiði fornleifafræðinema í Þingnesi dagana 17. 21. maí 2004 er birtur hér til að gefa áhugasömu fólki svolitla innsýn í “líf” fornleifafræðinnar, en hún er ein þeirra fræðigreina sem krefst mikillar þolinmæði, nákvæmni, ákveðins verklags og skilyrðislausrar þekkingar á viðfangsefninu.

Vettvangsnámskeið í Fornleifafræði á Þingnesi
17.-21. maí 2004.

Inngangur
Vettvangsnámskeiðið á Þingnesi er liður í námi í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
Nemendum hafði áður verið bent á fyrirlestur Guðmundar Ólafssonar, fornleifafræðings, um Þingnesið, sem hann hélt síðan í Kórnum, Safnahúsinu í Kópavogi laugardaginn 8. maí s.l. Þar gaf Guðmundur ágætt yfirlit um rannsóknirnar sem og helstu niðurstöður. Komið verður inn á þær í dagbókalýsingu fyrsta dagsins hér á eftir. Þá var nemendum gert að afrita Vettvangshandbók (Arcaelogical Field Manual) af vefnum og lesa hana vel fyrir námskeiðið. Í handbókinni er m.a. fjallað um undirbúning uppgraftar, uppgöftinn sjálfan og skráningaraðferðir, vettvangsskráningu, muni er finnast og sýnatökur. Hún er tekin saman af Gavin Lucas fyrir Fornleifastofnun Íslands.
Við undirbúning var einnig lesin rannsóknarskýrsla Guðmundar Ólafssonar um fornleifarannsókn og vettvangsæfingu fornleifafræðinema í Þingnesi árið 2003. Í henni kynnir Guðmundur m.a. helstu niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Í rannsóknarskýrslunni lýsir Guðmundur aðdraganda vettvangsnámskeiðanna og hvernig hið fyrra gekk fyrir sig í megindráttum. Þar kemur fram að rannsóknin sé skráð í Sarp-menningarsögulegan gagnagrunn minjavörslunnar og hefur þar fengið rannsóknarnúmerið 2004-26. Við rannsóknina 2003 voru teiknaðar 19 flatateikningar og 2 sniðteikningar. Teknar voru tvær filmur, samtals 75 myndir og þær skráðar í Sarp. Opnuð voru tvö svæði til rannsóknar. Annað var um 28 ferm. svæði í suðausturhluta rústar nr. 9 á yfirlitskorti og hitt var um 7 m langt þversnið yfir rúst nr. 12 á yfirlitskorti.
Leiðbeinendur á vettvangsnámskeiðinu eru, auk Orra Vésteinssonar, þeir Guðmundur Óskarsson, Howell Roberts og Oscar Aldred.

DAGBÓK.

Dagur eitt – 17.05. – 09:00-16:30.
Orri Vésteinsson, lektor, tók á móti hópnum, kynnti Þingnesið, tóftirnar og söguna og fór yfir verkefni dagsins. Undirritaður naut þess að hafa skömmu áður farið á fyrirlestur Guðmundar Ólafssonar, fornleifafræðings, um sama efni í Listasafni Kópavogs, en þar lýsti hann mjög vel möguleikum Þingnessins sem þingstaðar, breytingum og hugsanlegri nýtingu svæðisins sem og helstu niðurstöðum fornleifarannsókna þar.
Um var að ræða fjóra hópa er hver um sig fengu ólík verkefni frá degi til dags. Undirritaður var svo heppinn að lenda í hópi nr. 2 þar sem fyrir voru fjórar valkyrjur til verka.
Verkefni hópsins þennan dag var uppgröftur í rúst nr. 12. Leiðbeinandi var Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur. Rústin er neðarlega í hallanum niður að vatninu um 6 m austan við rúst nr. 13. Hún er um 12 m löng og um 6 m breið og snýr í A – V. Rústin er allgreinileg á yfirborði og var mæld inn árið 1984 í mælikvarða 1:50 (1984-386-14). Af yfirborði virtist hún vera um 1,5 x 5.3 m að innanmáli. Við rannsókn 2003 var tekið 6.7 m langt og 75 cm breitt þversnið í gegn um rústina frá N – S. Það var í raun útvíkkun í litlum sniðskurði sem byrjað var á sumarið 1986, en var ekki kláraður og ekki teiknaður upp. Þverskurðurinn 2003 var teiknaður upp bæði í fleti og í sniði og kom þá í ljós að rústin er 2.4 m breið að innanmáli. Veggirnir hafa verið hlaðnir úr torfi og grjóti og eru 1.3 m breiðir.
Neðst í veggjunum við innri og ytri veggjabrún er einföld röð steina. Þar ofan á eru torf og grjót til skiptis og á milli hefur verið fyllt upp með mold. Þrjár raðir steina voru hver upp af annarri, þar sem mest var. Efsti hluti veggjanna hafði hrunið til beggja hliða og lá ýmist innan í rústinni eða fyrir utan hana.
Innan í rústinni mátti greina óljóst mannvistarlag. Það var að sjá sem fjölmargar örþunnar brúnar, ljósbrúnar og dökkbrúnar rákir. Lagið er um 10 cm þykkt. Litabreytingar eru samt mjög litlar og reyndist mjög erfitt að greina lagið frá öðrum jarðlögum.
Í þversniði rústar 12 kemur uppbygging rústarinnar glögglega í ljós. Ytri og innri veggjarbrúnir eru hlaðanar grjóti og torf og moldarfylling þar á milli. Rist hefur verið torf innan úr rústinni og það sennilega lagt á veggina. Þá sést að steinar hafa verið að hrynja úr veggjum hússins á löngum tíma, og að það er löngu orðið að rúst þegar Katla~1500 fellur á svæðið. Í rannsóknarskýrslu Guðmundar Ólafssonar fyrir Þingnes árið 2003 er rannsókninni lýst sem og einstökum lögum í þversniði rústar nr. 12. Þar kemur m.a. fram að jarðlögin gefi til kynna að rústin sé líklega hlaðin og í notkun á 10. öld (900-1100). Hún hafi löngu verið komin úr notkun og hrunin þegar gjóskulagið Katla~1500 fellur. Samkvæmt innbyrðis greiningu mannvistarlaga megi ætla að rúst 12 hafi verið upphaflega hlaðin á fyrri hluta 10. aldar. Óvíst er hversu lengi hún var í notkun, en sennilega er það í mesta lagi um ein öld. Þunn og slitrótt mannvistarlög benda fremur til þess að ekki hafi verið um samfellda heilsárs notkun að ræða, heldur árstíðabundna notkun.
Ekki verði enn hægt að slá neinu föstu um hlutverk minjanna í Þingnesi, en eftir því sem meira hefur verið grafið hallast höfundur æ meir að því að þarna hafi verið þingstaður, fremur en t.d. sel eða útihús.
Þessi rannsókn hefur fengið rannsóknarnúmerið 2004-26 í SARPUR.
Byrjað var á því að taka upp frágang síðasta árs í þverskurði N – S. Einnig var tekið upp úr skurði A – V, hann breikkaður og grafið í hann. Ætlunin var m.a. að kanna hvort dyragat kynni að leynast á suðurveggnum, en yfirborðið bar ekki augljóslega með sér hvar það væri á rústinni. Skafið var með veggjum S – N skurðarins og sýndi Guðmundur og útskýrði jarð- og gjóskulögin, sem í þeim eru. Katla~500 er svart öskulag, nokkuð ofarlega, en landnámslagið ljósleitt og einnig dökkleitra neðst, ofan á óhreyfðum jarðvegi.
Þegar grafið var ofan af suðurveggnum kom Katla~500 í ljós ofarlega milli grjótsins. Eftir að hafa grafið þvert á suðurvegginn, hreinsað ofan af og grafið beggja vegna veggjarins, rúmlega meterlengd sunnan hans, komu í ljós slétthliða steinar neðst og aðrir, eru virtust vera hrun, ofan á. Ekki voru þó steinar á milli þeirra sléttu er sáust neðst, er bent gæti til þess að þar væri dyragat. Landnámslagið var sunnan við vegginn, ofan á óhreyfðu dekkra morldarlagi. Ofan á var ljósleitari fokmold. Síðan kom þunnt lag af ryðleitri mold er gæti hafa verið fyrrum mýrartorf. Ofan á því var fokmold, Katla~500 og síðan fokmold og torf. Dýpt skurðarins var um 60-70 cm og breidd um 70 cm.
Guðmundur leiðbeindi nemendum vel og vandlega hvernig haga ætti uppgreftinum og hvað þyrfti helst að varast, ekki síst er kæmi að hugsanlegum mannvistarlögum. Þá tók hann hæðarpunkt (78 m.y.s.) á línu með norðurbrún S – N skurðarins, snúraði rústina út skv. hniti og mælipunktum og lagði fyrir gerð þversniðs og flatarteikningar. Náðist að ljúka hvorri teikningu fyrir sig áður en vinnudegi lauk. Það verður síðan í höndum næsta hóps að lyfta grjótinu af suðurveggnum og rannsaka hvort dyragatið leynist þar. Einnig er ætlunin, ef tími leyfir, að grafa í suðausturfjórðung rústarinnar.
Áhugaverður og fróðlegur dagur.

Dagur tvö – 18.05. – 09:00-16:30
Í dag fékk hópur 2 tækifæri til að læra á og nota hæðarmælikíki, leggja út hnitakerfi, draga upp minjasvæði og gera “örvateikningu” af því.
Orri Vésteinsson útskýrði hvernig setja ætti upp “TÆKIД, þ.e. hæðarkíkinn, stilla og nota, hvort sem er til hæðarmælinga, fjarlægðarmælinga eða hornamælinga (nota kíkinn sem gráðuboga). Einnig útskýrði hann meginmuninn á hæðarkíki og alstöð (sjá dagur 4). Síðarnefnda tækið er fjölhæfara, en bæði dýrara og vandmeðfarnara. Fram kom hjá Orra að ýmsar aðferðir væru notaðar til að mæla upp rústir, s.s. með alstöð, kíki eða málbandi. Að þessu sinni átti að gefa hópnum tækifæri til að reyna bæði hina fyrstnefndu sem og þá síðastnefndu.
Í framkvæmd var nemum kennt að að nota kíkinn til að lesa hæðarkvarða af mælistiku og færa punkt, í þessu tilviki frá vatnsborði Elliðavatns upp á gróið klapparholt allnokkru sunnar. Hæðarmismunurinn reyndist, skv. mælingunni, vera 18.48 m. Þurfti að mæla af stikunni 12 sinnum til að finna út hæðarmismuninn (3.34-0.13+3.21-0.29+3.91-0.28+3.84-0.13+3.97-0.70+1.56-0.40=18.48). Var það gert með því að leggja kerfisbundið saman og draga frá til skiptis þangað til “flutningum” var lokið.
Kennt var í framkvæmd að nota kíkinn til fjarlægðamælinga með því að draga neðri tölu frá efri tölu tveggja strika mælistikunnar ofan við miðjustrikið á kíkinum þegar horft er í gegnum hann og margfalda með tölunni 100. Þannig var miðjustrikið t.d. á 1.70, efra strikið á 1.76 og neðra strikið á 1.62. Þetta gaf töluna 0.14×100=14. Fjarlægðin frá kíkinum að stikunni var því 14 metrar.
Þá fékk hópurinn að aðstoða annan hóp, sem vann við rúst 9, til að hæðarmæla rústina, eins og hún leit út þá. Fyrst var hæðarpunkturinn fenginn af hæl undir alstöðinni (TH=0.93 (TBM á ensku)) og síðan var tekið mið af honum við mælinguna. Teknir voru 17 hæðarpunktar á skipulegan hátt í rústinni og færði leiðbeinandinn þá samviskusamlega inn á uppdrátt (sjá meðfylgjandi riss).
Hópurinn fékk æfingu í að setja út punkta (8×8), bæði með því að nota kíki og málbönd sem og nota Pýþagórsarregluna (langa línan á þríhyrningi þar sem 1×1=1.41 eða 8×8=11.28).
Þá fékk hópurinn það verkefni að setja út mælilínur og teikna upp minjasvæði með málbandi. Orri útskýrði framkvæmdina og sýndi dæmi, bæði við framkvæmdina og fráganginn, þ.e. notkun tákna. Hópnum var skipt í tvennt og fékku undirritaður það verkefni ásamt Ernu að mæla upp tvær rústir (14 og 15) á landföstum tanga á vestanverðu minjasvæðinu. Lögðum við út mælilínu eftir endurlöngum miðveggnum og mældum síðan rústirnar út frá henni (sjá meðfylgjandi riss (ekki í mælikvarða)) og gerðum uppdrátt í mælikvarðanum 1:100. Það gekk vel eftir að hafa komist upp á lag með að nota aðferðina.
Tækifærið var notað og kíkt af og til á gang mála ú rúst nr. 12. Þar var smám saman að koma í ljós dyradag, auk þess viðakolsleifar fundust við gröft.

Dagur þrjú – 19.05. – 09:00-16:30
Howell Roberts, fornleifafræðingur, tók á móti hópnum um morguninn í Þingnesi. Verkefni dagsins var að fræðast um alstöðina, möguleika hennar og notkun.
Alstöð sú, sem notuð var (Fastmap 700 – DTM 750) er , að sögn Howells, flóknasta vettvangstækið við fornleifarannsóknir. Það mælir hæðir, fjarlægðir og horn, auk þess sem hægt er bæði að finna áður mælda staði og leggja út línur svo eitthavð sé nefnt. Alstöðin er jafnframt eitt viðkvæmasta tækið, sem notað er við vettvangsrannsóknir. Um er að ræða tiltölulega einfaldan tölvubúnað er gengur fyrir rafhlöðum og einnig er alstöðin viðkvæm og vandmeðfarin svo að mörgu þarf að hyggja. Einnig þarf að gæta varúðar við meðferð hennar, ekki síst við uppsetningu og upphafsstillingar. Alstöðin er fimm ára gömul og kostaði u.þ.b. tvær milljónir króna. Í dag eru til fullkomnari alstöðvar er hafa m.a. skynjara er fylgt getur sjálfvirkt þeim, sem staðmælir, og skráð mælinguna. Upplýsingarnar eru skráðar jafnóðum og afritaðar. Síðan er hægt að fara með minnisspjaldið í tölvu og vinna upplýsingarnar þar til frekari nota, samanburðar og úrvinnslu.
Howell leiðbeindi hópnum hvernig setja ætti alstöðina upp; staðsetja þrífótinn, sem hún hvílir á, með nákvæmni, koma alstöðinni fyrir á honum, grófstilla og fínstilla og hverjar hreyfingar eru mögulegar og hverjar takmarkanirnar eru.
Þá er mælt frá punkti (jörð), í þessu tilviki stöð (station) nr. 9004, upp í alstöðina með málbandi og upplýsingarnar skráðar í upphafsstillingu ásamt hæð á mælistikunni (1.5), staðsetningu (nr. stöðvar/staðsetningar), staðarheiti, því sem á að mæla og fleiri grunnupplýsingum eftir efnum og ástæðum.
Venjulega er mælt út frá uppgefnum hæðarpunktum í fyrirfram ákveðnu hnitakerfi, s.s. Reykjavíkurborgar (sveitarfélaga), Landmælinga Íslands eða Vegagerðar ríkisins. Í þessu tilviki var fastur punktur “sóttur” út í “stöð” 9006 á landfasta tanganum (E214.980 – N:562.250 – Z:081.265 þar sem E stendur fyrir austur og N fyrir norður). Stöng með “sól” eða kringlóttum spegli, staðsett á punktinum, endurkastar innfrarauðum geisla, sem alstöðin sendir frá sér, til baka og stöðin reiknar út fjarlægðina. Howell sýndi hvernig hægt var að mæla fjarlægðarpunkta, hæðarpunkta og gráður með því að hreyfa einstaka hluta tækisins. Tölvan sér síðan um útreikningana og birtir þá á skjánum.
Alstöðin mælir áttir fullkomlega. Við uppsetninguna kom í ljós að dagana tvo á undan hafði ekki verið tekið mið af höfuðáttunum af þeirri nákvæmni sem alstöðin gaf nú til kynna. Þannig lá svonefndur S-N skurður í rúst 12 ekki lengur í suður og norður, heldur fremur austur og vestur. Þarf að hafa hliðsjón af því er framangreint er lesið (dagbókinni verður ekki breytt þar sem hún er skrifuð jafnóðum – einungis leiðrétt).
Fram kom hjá Howell að hyggja þarf vel að áttum. Annars geta mælipunktar lent röngum megin við línu, sem síðan getur verið fyrirhöfn að leiðrétta síðar. Í alstöðina er hægt að safna nálægt 900 mælipunktum áður en upplýsingarnar eru afritaðar.
Howell sýndi hversu erfitt getur verið að ákvarða útlínur og innlínur gróinnar tóftar eða rústar. Sagði hann það vel geta verið matsatriði hjá hverju og einum hverjar hann telur útlínurnar vera. Í rauninni er ekkert til sem heitir ranglegra en annað í þeim efnum, en mikilvægt væri að reyna að átta sig á hvað kynni að tilheyra hverjum stað, sem mæla ætti. Þá skipti þéttleiki mælipunkta máli þegar kæmi að skjámyndinni, sem birtist á alstöðinni. Þéttleikinn mætti ekki vera og lítill (því þá tæki mælingin óþarflega langan tíma) og ekki heldur og mikill (því þá væri ónákvæmnin meiri). Fjöldi punktanna, þrátt fyrir tímalengdina, yki þó á nákvæmni mælinga. Beinar línur væri fljótlegra að mæla en t.d. hringi, bugður og beygjur. Ef einhver væri í vafa hvað ætti að mæla væri ávallt betra að taka fleiri punkta en færri. Það gæti sparað aðra ferð á vettvang. Punktmælingin kæmi með æfingunni eins og annað í þessu fagi.
Hægt er að stilla alstöðina þannig að hún dregur punktalínu, strikalínu eða sambland þeirra, á milli punktanna og getur þannig mynd af útlínum þess sem mælt er.
Tækifærið var nota, fyrst búið var að stilla alstöðinni upp á stöð 9004, að aðstoða við að taka tvo punkta á sýnastöðum í rúst 9 (find 9 and 10), en þar hafði fundist málmur og glerbrot (sennilega hvorutveggja frá 20. öld, en allur er varinn góður).
Þá var alstöðin tekin niður og sett upp að nýju yfir stöð 2007 á vestanverðum tanganum, vestan rústar nr. 16. Aftur var farið yfir grundvallaratriðin varðandi uppsetninguna og stillingar. Staðsetningin var nákvæmlega yfir stöðinni (hæll) og eftir fínstillingar varð skekkjan sú minnsta hugsanlega (eða 0.00). Gengið var með mælistikuna með útlínum rústar 16. Upplýsingarnar voru skráðar í alstöðina jafnóðum. Þá var innlínur mældar með sama hætti. Að því loknu sýndi Howell hvernig mæld rústin lítur út á skjámynd tækisins. Niðurstaðan var allsennileg.
Í framhaldi af þessu var, að beiðni Guðmundar, hafist handa við að staðsetja sumarbústaðinn í Þingnesi. Var það gert með því að setja mælistikuna á hvert sýnilegt horn hans (norðurhliðina) og mæla fjarlægðina.
Í framhaldi af þessu var ákveðið að færa stöð 9007 suður fyrir bústaðinn til að mæla horn á vestur og suðurhliðum. Áður þurfti að búa þar til nýja stöð (2008). Gengið var þangað, hæll rekinn niður og hann markaður. Hann var síðan mældur út með alstöðinni við stöð 9007. Alstöðin var síðan tekin niður, færð yfir 2008, sett upp að nýju, stillt og síðan fjarlægðin mælt frá henni í stöð 2007. Að því búnu var hinar hliðar sumarbústaðarins mældar og skráðar.
Howell útskýrði hvernig hægt er að nota alstöðina til að finna punkta og setja út línu. Tók hann æfingu með hópnum í því. Gekk það greiðlega. Loks var nálæg strönd Elliðavatns mæld, skráð og dregin með aðstoð alstöðvarinnar.
Gögn dagsins voru afrituð og Howell nýtti þann tíma, sem eftir var dagsins, til að fara yfir og útskýra skjámynd alstöðvarinnar og möguleika hennar.
Enn einn áhugaverður og fróðlegur dagur við fornleifarannsóknir í Þingnesi.

Dagur fjögur – 20.05. – 09:00-16:00
Oscar Aldred, fornleifafræðingur, tók á móti hópi 2 við rúst nr. 9. Framundan var uppgröftur í rústinni undir hans stjórn. Uppgraftarsvæðið er hluti tóftar. Sýnilegar voru útlínur miðveggs og hluti útveggjar. Ljósmynd var tekin frá norðvesturhorni uppgraftarsvæðisins til að bera saman við útlit þess að vinnudegi loknum (sjá mismuninn).
Oscar byrjaði á því að útskýra verkefnið framundan. Fram kom að grafið væri í svonefndri “single context”, þ.e. grafið lag eftir lag. Uppgraftarsvæðið var hluti stórrar tóftar og var það allt opið. “Fletta” átti lagi ofan af (context nr. 10) og skrá lagið, sem fjarlægja átti. Fyrra lagið (ofan á) hafði verið nr. 9. Gerður hafði verið uppdráttur (flatarteikning) af uppgraftarsvæðinu, eins og skilið hafði verið við það áður þar sem útlínur, steinar og annað, sem skipti máli, var sýnt. Lýsti Oscar hvað hafði verið gert á svæðinu fram að þessu, kynnti moldina, steinana og fyrri fundi til sögunnar og leiðbeindi um næsta skref, þ.e. að fjarlægja lausa steina úr vesturhluta rústarinnar.
Áður en kom að því að fjarlægja steinana fékk Oscar hópinn, sem var að æfa sig í notkun alstöðvarinnar, að taka 17 punkta í rústinni. Þar með voru mælipunktarnir orðnir 277 talsins. Hnitin voru færð á uppdráttinn og mælingarniðurstöðurnar skráðar. Bent var að betra væri að taka fleiri punkta en færri til öryggis ef eitthvað kynni að fara úrskeiðis.
Garfið var frá steinunum með múrskeið og mold fjarlægð þangað til þeir urðu lausir. Voru steinarnir teknir upp hver á fætur öðrum og komið fyrir í kesti við suðurenda rústarinnar. Oscar lýsti muninum á ljósari moldinni og þeirri dekkri, hvaða steinar teldust geta verið í “röð og reglu” og myndað útlínur og hvernig sjá mætti torflög og gjóskuna í þeim. Torfið er mýrartorf, en í því má sjá ljós og grænleit öskulög (landnámsöskulagið) og einnig ryðbrúna tauma (járn). Steinarnir í vesturhlutanum eru hrun úr veggjum og líkast til torfið einnig. Sást móta fyrir útvegg í norðausturhorni uppgraftarsvæðisins, en “veggurinn” í miðjunni virtist vera miðveggur eða gangur.
Sýnt var teikniblaðið og hvað myndi verða skráð á það. Þá sýndi Oscar graftæknina og benti á að ekki væri nóg að horfa á flötinn, sem verið væri að fjarlægja; einnig þyrfti að hlusta vel og reyna að finna þegar umskipti yrðu.
Við skafið fundust viðarkol (smáagnir og ein stærri) á víð og dreif, lítil beinbrot (gulbrún) og lítill ryðgaður málmhlutur (gat verið hluti úr spennu eða sylgju). Síðastnefndi hluturinn var mældur, skráður og fjarlægður, færður í poka, sem var merkturmeð uppgraftarnúmeri (ÞNG04, rústarnúmeri (9), fundarnúmeri (find number) (11), innihaldi (Fe) og tegund hlutar (óljóst í þessu tilviki). Jafnframt voru hnitin skráð á pokann. Hluturinn verður færður til sérfræðings svo fljótt sem verða má. Til að loft léki um gripinn gerði Oscar gat á plastpokann.
Oscar tók yfirlitsmynd og útskýrði jafnframt að ljósmyndnir í uppgrefti væru notaðar í mismunandi tilgangi. Þær geta verið með eða án fólks; til að sýna fólk að störfum eða til skráningar án þeirra og annars, sem því fylgir.
Eftir uppgröftinn skráði Oscar fyrirliggjandi upplýsingar á skráningarblað og færði nauðsynlegar upplýsingar inn á uppdráttarblað, sem ætlunin er að ljúka við á morgun. Ákvað hann að breyta contextnúmerinu úr 10 í 11 og gefa eystri hluta uppgraftarsvæðisins (austan við miðvegginn) sérstakt númer, sem er 10. Á skráningarblaðið færi hann m.a. contextnúmerin og tegund (surface). Oscar benti á að best væri að nota H4 blýant við skráninguna (máist síður og þolir bleytu).
Á uppdráttarblaðið skráði Oscar m.a. tengund teikningar (flatarteikning), uppgraftarnúmerið (ÞNG04), einingarnúmerið (context 11) og type (deposit). Benti hann á að mikilvægt væri að gera uppdráttinn eins fljótt og kostur er á vettvangi þar sem hægt væri að bera hann saman við fyrirmyndina.
Oscar sýndi og dró upp matrixinn af uppgraftarsvæðinu þar sem efsta torflagið er [1] og lagið, sem síðast var fjarlægt [11]. Ofan á því er [9] og ofan á því er [8]. Matrix nr. [10] er til hliðar. Matrixinn lýsir jarðlögunum, bæði innan og utan rústarinnar, í réttri röð. Um væri að ræða svonefndan “vinnumatrix”, sem gæti breyst, sbr. framangreint.
Þá lýsti Oscar með hópnum helstu einkennum uppgraftarins og skráði á uppgraftarblaðið (8 viðmiðunarliðir); 1. Þéttleiki jarðvegs (miðlungs), 2. Litur (dökkbrúnn, með ýmsum litbrigðum, s.s. ljósu, grænleitu og ryðbrúnu), 3. Samsteining (silt – sandleir/fínn), 4. Meðtalning (steinar, ávalir), 5. Þykkt – fjarlægt (10-15 cm), 6. Skil (greinileg, bein í miðvegg að austanverðu), 7. Samhengi (svipað yfir allt), 8. Röskun (erfitt að segja til um á þessu stigi).
Jafnframt þarf að lýsa eftirfarandi: Öskulögin, sem fundust eru að öllum líkindum landnámslagið (ljósleitt og grænleitt). Það var einkar áberandi í torfinu, sem fjarlægt var, ein og áður hefur komið fram. Hlutir, sem fundust; málmhlutur, viðarkolsagnir og smá beinbrot (ekki mælanleg). Sýni var einungis tekið af málmhlutnum. Svæðið var handgrafið og teiknað upp í matrix. “Innviðir” þess (uppgraftarsvæðisins) voru steinar og torf, sem hvorutveggja hafa hrunið inn úr veggjum (og hugsanlega þaki).
Enn einn lærdómsríkur dagurinn að síðdegi kominn.

Dagur fimm – 21.05. – 09:00 – 16:30
Lokadagur vettvangsnámskeiðsins var að morgni kominn. Byrjað var við rúst 9, þar sem endað hafði verið daginn áður. Oscar leiðbeindi hópnum hvernig leggja ætti út mælilínur. Í þessu tilviki voru notaðir þrír hælar, sem aðrir höfðu áður notað, auk þess sem fjórði hællinn var settur niður til að mynda ferning (5×5). Þá voru hornpunktarnir staðsettir á mæliblaðið (frá neðst til vinstri) og undirbúin mæling í 1:20.
Mældar voru útlínur uppgraftarsvæðisins að vestan og norðanverðu, sem og steinar, sem höfðu uppgötvast við gröftin í vestanverðri rústinni daginn áður. Allt var þetta skilmerkilega fært inn á teikniblaðið. Þá var syðri og austari hlutar rústarinnar hæðarmældir. Settur var upp þrífótur, kíkirinn ofan á og hann stilltur. Þá var TBM mælt (80.74), BS skráð (0.88) sem og IH (81.82). Að því búnu fór mælingin fram. Mælt var á 18 stöðum í rústinni, ýmist gólf eða steinar. Punktarnir (1. 0.90, 2. 0.94, 3. 1.06, 4. 1.02, 5. 1.05, 6. 1.00, 7. 0.98, 8. 1.00, 9. 0.71, 10. 0.86, 11.1.05, 12. 0.87, 13. 1.05, 14. 0.93, 15. 0.89, 16. 0.86, 17. 1.13 og 18. 1.00). Gengið var frá uppdráttarblöðum, mælilínur teknar upp og gengið frá áhöldum.
Howell leiðbeindi hópnum um notkun ljósmyndavélar. Fór hann yfir helstu atriði er gæta þarf að, s.s. að hafa ekki fólk, fötur og annað inn á yfirlitsmyndum af einstökum rústum eða gripum. Jafnframt hversu mikilvægt væri að huga að mælikvarða og staðsetja hann rétt m.v. fyrirhugaða afstöðu myndar. Huga þyrfti að áttum, sólstöðu o.fl. Stillingar á myndavélinni væru og mikilvægar og fór hann yfir hvernig þær virkuðu.
Gengið var frá rústunum með því að leggja “drendúk” yfir uppgraftarsvæðin og þekja síðan með torfinu, sem tekið hafði verið upp úr þeim á fyrsta degi eða fallið hafði til síðar í uppgreftinum. Svæðið var snyrt og áhöld voru til handargangs, fötur, skóflur og skeiðar þvegnar og gengið frá eins og leiðbeiningar kveða á um.
Loks var haldið niður að Ægisgarði við Reykjavíkurhöfn. Þar fór Sirrý (kynnti sig sem slík) yfir það helsta er lítur að fleytingu. Í gámi við vinnusvæðið var fjöldi hvítra (10 lítra) plastfatna með mold í úr ýmsum uppgröftu, s.s. Sveigakoti, Hofstöðum og einnig frá uppgreftinum á Þingnesi 2003. Sérhver fata er m.a. merkt með uppgraftarstað, númeri, dags. og hlutatölu af heild. Áður en hvolft er úr fötunni í fínryðið net efst í vatnstunnu, hagalegu gerðu íláti (sjá mynd), eru upplýsingar á fötunni bornar saman við skráningarblað, merkt við og álnúmer í fötunni tekið (en það fylgir síðan með því sem verður eftir úr fleytingunni). Samviskusamlega er moldin hreinsuðu frá öðru (eða öfugt), grófari “afurðirnar”, s.s. þræðir, bein eða gripir, falla í fat með sigti í botninn, en fíngerðari “afurðir”, s.s. frjókorn, verða eftir í enn fíngerðara sigti þar undir. Eftir að skolun úr fötunni er lokið, eru “afurðirnar” skolaðar vel og síðan hvor um sig færðar í fínar grisjur þar sem númerið er tilheyrði fötunni, fylgir með eins og fyrr sagði. Þær eru síðan hengdar upp til þerris áður en innihaldið verður skoðað nánar af sérfræðingi. Sjá mátti m.a. bein, smásteina, gróðurleifar o.fl. verða eftir í sigtunum áður en innihaldinu var komið fyrir í grisjunum.
Sirrý benti á að jafnan þyrfi að taka lítið sýni úr hverri fötu, merkja það og geyma, ef eitthvað kynni að fara úrskeiðis.
Enn einum áhugaverðum degi lokið – fyrr en varði.

Lokaorð
Framangreind lýsing dagbókarinnar er fyrst og fremst yfirlit yfir það sem hópur nr. 2 fékkst við á vettvangsnámskeiðinu. Hvorki er farið út í einstök smáatriði eða einstöku verki lýst í smáatriðum. Skrifin voru færð inn eftir hvern dag þannig að innihaldið ætti að vera nokkuð nálægt lagi. Textanum fylgja nokkrar yfirlitsmyndir, en þeim er einungis ætlað til að gefa mynd af einstökum stað eða hlut án mælikvarða eða viðmiðana.
Kennararnir á námskeiðinu voru hver öðrum betri, yfirvegaðir, þægilegir og gefandi. Þeir miðluðu nemendum af reynslu sinni og fróðleik. Tímanum var vel varið til að fara yfir það sem máli skiptir, hvort sem það lítur að því sem þarf að gera á vettvangi eða að því hvers ber að varast við framkvæmd fornleifauppgraftar, sem er ekki síður mikilvægt.