Færslur

Þorbjarnarstaðir

Gengið var um Þorbjarnarstaði í Hraunum. Veður var frábært – sól og logn. Tjörnin milli Þorbjarnarstaða og Gerðis var spegilslétt. Norðvestar er Fagurgerði umgirt.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðastekkur.

Þegar komið er að Þorbjarnarstöðum frá gamla Keflavíkurveginum er fyrst komið að Þorbjarnarstaðaréttinni (Hraunaréttinni), sem mun hafa verið allfjörug á meðan var. Réttin stendur vel heilleg austan undan Sölvhól. Byrjað var á því að ganga austan með hleðslugarði bæjarins, en heimatúnið er girt hringinn með slíkum garði – reyndar tvöföldum. Sunnan undir hraunhól skammt sunnar er tótt og gerði framan og til hliðar við hana. Skammt sunnan þess er önnur heilleg tótt og hlaðinn garður sunnan hennar. Þar virðist hafa veriðum matjurtargarð að ræða. Vestan garðsins er gamalt gerði og tótt sunnan í því. Framundan er Tjörnin. Í henni gæti sjávarfalla, en tjörnin er ekki síst merkileg vegna þess að ferkst vatn kemur í hana undan hrauninu þegar fjarar út. Suðvestast í henni eru mannvirki – hlaðinn bryggja út í tjörnina. Ef vel er að gáð má einnig sjá hlaðna brú út í hólma, sem þarna er og aðra hlaðna bryggju frá honum út í tjörnina. Í hólmanum mótar fyrir tótt. Þarna var m.a. ullin þveginn sem og annar fatnaður á árum fyrrum.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta ÓSÁ.

Stígur (þvottastígur) liggur frá aðstöðunni við tjörnina upp á heimtröðina. Þegar honum er fylgt sést skeifulaga lægð á vinstri hönd. Í henni er skúti. Á hægri hönd er hringlaga lægð. Í henni er einnig skúti. Tótt er vestan við lægðina. Efsti hluti heimtraðarinnar er hlaðinn beggja vegna. Þegar komið er að bæjarhúsunum má sjá tveggja rýma hús á vinstri hönd og fjölrýma hús á þá hægri. Þetta voru bæjarhúsin á Þorbjarnarstöðum. Stutt er síðan þakið féll af syðri húsunum. Greinilegt er að tréþiljað hefur verið að framan á nyrðri húsunum og er fallegur gangur þar framan við. Vestan og sunnan við bæinn er hlaðinn garður. Frá bænum sést Miðmundarvarða á Miðmundarhól vel, fallega hlaðinn á sprungubarmi. Hún var eitt eyktarmarkanna frá Þorbjarnastöðum.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðabrunnur.

Tótt er syðst á túninu. Þegar komið var yfir suðurveggina sást móta fyrir gamalli hleðslu neðan ytri veggjarins skammt austar. Vestan við hleðsluna er laut og sunnan hennar fótur af gamalli vörðu. Norðan hennar liðast Alfaraleiðin gamla úr vestri til austurs. Alfaraleiðin var aðalgatan út á Útnesin. Önnur varða sést við götuna skammt vestar.
Beint framundan til suðurs sjást hraunbakkar. Undir þeim er gömul hlaðin rétt. Inni í henni er hlaðinn dilkur og tveir aðrir vestan í henni. Réttin stendur enn mjög vel, enda hefur hún upphaflega verið vel gerð.

Þegar gengið er norður með vestanverðum heimatúnsgarðinum sést vel hversu mikið mannvirki hann hefur verið. Við norðvesturhorn hans er nokkurs konar dalur í hrauninu. Þar gæti hafa verið nátthagi. Innan og norðanundir garðinum er minni dalur. Innst í honum er skúti. Vestan við hraunhólinn, sem myndar dalinn, er enn ein tóttin. Auðvelt er að greina húsaskipan af tóftum Þorbjarnarstaðabæjarins, sem fór í eyði um 1930.
Þorbjarnastaðaborgin er upp í Brunntorfum, en henni eru gerð góð skil í öðrum FERLIRslýsingum, s.s. HÉR og HÉR.
Á Þorbjarnastöðum bjó hið ágætasta fólk og eru afkomendur þess m.a. margir mætir Hafnfirðingar.
Gangan tók u.þ.b. klukkustund. Gerður var uppdráttur af svæðinu.

Þorbjarnastaðastekkur

Þorbjarnastaðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var upp með vestanverðum Þorbjarnarstaðatúngarðinum með það fyrir augum að skoða Straumsstíg (Straumsselsstíg) upp í Tobbuklettaskarð, rekja síðan markavörður með hraunbrún til suðurs, fara niður í Grenigjá og fylgja gjáargötunni inn á Straumsselsstíg og síðan til baka.
Heimarétt HraunamannaMeðfram austurtúngarðinum á Þorbjarnastöðum lá Straumsstígurinn. Honum var fylgt norður með tvöfalt hlöðnum túngarðinum. Var þá fyrst komið að Lambhúsinu, sem er rétt utan við Lambhús-hliðið. Vikið var svolítið af leið. Við norðurtúngarðinn er/var Þorbjarnastaðaréttin, vel hlaðin rétt af grjóti. Hún hefur haldist vel – hleðslur eru um 120 cm að jafnaði. Hér var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnastaði og Péturskot – fallegt mannvirki og fagur vitnisburður um fyrrum búskaparhætti í Hraunum.

Sjá meira undir Lýsingar.

Björn Möller í Hafnarfirði benti FERLIR á Minningu um forföður eiginkonu hans, Guðfríðar Guðmundsdóttur, Ólaf Jónsson, bónda á Geitabergi, Katanesi, er birtist í Íslendingaþáttum Tímans árið 1982.
Thorbjarnarstadir-2Ólafur var langafi Guðfríðar. Þar segir Valgarður I. Jónsson frá Eystra-Miðfelli frá Ólafi, en hann var m.a. um tíma lausamaður á Þorbjarnarstöðum í Hraunum.
Þorbjarnarstaðir eru í dag áþreifanlegar leifar síðasta torfbæjarins í umdæmi Hafnarfjarðar. Að ósekju mætti Minjasfan Hafnarfjarðar beita sér fyrir endurbyggingu bæjarins íbúum og ferðamönnum til gagns og fróðleiks.

Sjá meira undir Fróðleikur.

Starfsmannafélag álversins í Straumsvík ákvað að halda góðan vorfagnað í sumarbyrjun.
Að sjálfsögðu varð Gerði, starfsmannahús fyrirtækisins, fyrir valinu sem Góður hópur á göngu...vettvangur blótsins. Leitað var til FERLIRs um upphitunina – því hvað er lystugra en góð gönguferð fyrir lambalundirnar. Gengið var um nágrennið og rifað upp ýmislegt það er tengdist minjum, íbúum, sögu og náttúru þess. Enda af fjölmörgu var að taka. Svæðið sem slíkt er heilstætt búsetuminjasvæði, eitt hið ákjósanlegasta á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu – og jafnframt það nærtækasta.

Sjá meira undir Lýsingar.

Þorbjarnastaðir

Í örnefnaskrá fyrir Þorbjarnarstaði má sem svolítið áþreifanlegt sýnishorn nefna Þorbjarnarstaðakerið.
ÞorbjarnarstaðakerÞað virðist hvorki merkilegt né áhugavert, er jafnvel ósýnilegt þeim sem ekki kunna að lesa landið, en er samt sem áður ágætt dæmi um hlutdeildina í hinu áðurnefnda ómetanlega búsetulandslagi.
„Úr skarðinu [á Kapelluhraunsbrún-inni/Brunabrúninni] liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr.

Sjá meira undir Fróðleikur.

Þorbjarnastaðarétt

Ætlunin var að ganga til baka og fram eftir Alfaraleiðinni, hinni gömlu þjóðleið milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Voga, Njarðvíkna, Hafna, Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis). Vestari hluti leiðarinnar, milli Hvassahrauns og Voga, hefur jafnan verið nefnd Almenningsleið (Menningsleið), en kaflinn frá Hvassahrauni til Hvaleyrar Alfaraleið.

Gvendarbrunnur

Gangan hófst við nýlegt bílastæði sunnan undirgangna Reykjanesbrautar innan (austan) við Hvassahraun. Þegar Reykjanesbrautin var breikkuð var tekinn hluti af Alfaraleiðinni á þessum kafla. Áður sást hún sunnan brautarinnar, liggja undir hana og síðan spölkorn af henni norðan brautarinnar, ofan við gömlu réttina.
Gengið var beint inn á Alfaraleiðina, gegnt gatnamótunum, þar sem hún byrjar núna. Framundan er nokkuð hæðótt og gróið hraun þar sem vörður sjást á stangli við götuna, þ.a. ein mjög myndarleg er stendur hátt á hraunhól hægra megin hennar. Þegar innar dregur liggur hún um nokkuð slétta, vörðulausa hraunfláka sem nefnast Sprengilendi. Í fyrstu er leiðin óljós en þegar komið er hálfa leið yfir „sléttuna“ skýrist hún verulega og hófför fara að sjást í klöppunum. Í götunni fannst m.a. skeifubrot frá löngu liðnum tíma. Gatan liggur ofarlega á þessu svæði en þó aldrei meira en 3-400 m frá Reykjanesbrautinni. Myndarleg varða við götuna sést á hæðarhrygg framundan.
Innan við Sprengilendið liggur slóðinn ofan við mjög klofinn og sérkennilegan hraunhól en ofan götunnar og hólsins er hæð sem heitir Taglhæð og á henni er merktur jarðsímastrengur. Þarna sveigir Almenningsvegurinn til austurs, hækkar dálítið og fjarlægist Reykjanesbrautina til muna. Næst er haldið yfir kennileitalítið svæði um nokkurn veg. Framundan til hægri við götuna og aðeins ofar er mjög sérkennilegur, stakur klettahóll sem er eins og hetta í laginu. Þessi hóll er mjög áberandi séður frá Reykjanesbrautinni þó hann sé ekki stór. Hér sjást lítil og fá vörðubrot við götuna. Við hólinn liggur Lónakotsselsstígur áleiðis upp í Lónakotssel. Nú fer útsýnið að víkka til muna og fljótlega sést í stóra sprungna klapparhæð í austurátt sem nefnist Smalaskálahæð og klapparhól í framhaldi af henni til suðurs. Stefna götunnar er fast hægra megin við hólinn í stefnu sem næst á Vífilfellið. Þarna liggur Óttarsstaðaselsstígur þvert á Alfaraleiðina. Gatnamótin eru nokkuð glögg. Neðar sést í Kristrúnarborg, fallega heillega fjárborg frá Óttarsstöðum sem sögð er hlaðin um 1870 af Kristrúnu Sveinsdóttur húsfreyju á Óttarsstöðum og vinnumanni hennar. Handan borgarinnar er svo Smalaskálhæðin með fallegum jarðföllum sem gaman er að skoða. Listaverkið Slunkaríki var þar til skamms tíma, en hefur nú verið fjarlægt.
Varða við Alfaraleiðina HvassahraunsmeginÞá er gengið um Draugakróka. Gvendarbrunnshæð heitir næsta hæð en sveigt er upp fyrir hana og farið um Löngubrekkur sem liggja utan í hæðinni ofanverðri. Nú sést í fjárskjól, Gvendarbrunnshæðarskjól, með hleðslum við op og er hellirinn í hæðinni við götuna. Fast austan við fjárskjólið er svo Gvendarbrunnurinn, gott vatnsból í klöpp en um brunninn þveran liggur gömul fjárgirðing, landamerki Straums og Óttarsstaða.
Austar er komið að hárri og uppmjórri vörðu en hún er önnur af þremur fallegum vörðum sem standa við götuna frá Gvendarbrunnshæð að Miðmundarhæð. Nú taka Þrengslin við en þar liggur hún þröngt á milli hárra hraunhóla. Næsta kennileiti er hár og brattur klapparhóll með rismikilli vörðu sem sést víða að. Neðan við hann er gatan mjög greinileg en frá hólnum og ofan eyðibýlisins Þorbjarnarstaða er hún óljós og hverfur loks undir háan hraunkantinn spöl fyrir ofan Gerði (starfsmannahúss á vegum álversins). Þar sem gatan lá upp á hraunið hét Brunaskarð syðra. Mótar enn fyrir því í hraunkantinum þar sem gatan liðast upp á hraunbrúnina.
Framundan eru svo brunaruðningarnir á móts við álverið og að sjálfsögðu sést engin gata þar fyrr en komið er að Kapellunni sem stendur á hraunhól í miðju umrótinu rétt ofan við Reykjanesbrautina beint á móti álverinu. Gatan sést þar á um 10 m kafla. Kapellan, sem var endurhlaðin klúðurslega á sjöunda áratug 20. aldar, er friðlýst lítið grjótbyrgi úr hraunhellum og snúa dyrnar í suðvestur en veggirnir eru tæplega mannhæðar háir. Kapellan er tileinkuð heilagri Barböru, dýrðlingi úr kaþólskum sið. Fyrir innan Kapelluna tekur við rutt svæði, en göngustígur liggur um það áleiðis til Hafnarfjarðar. Þegar komið er inn á hraunið á ný sjást vörðubrot. Þeim er fylgt til norðurs uns gatan beygir undir Reykjanesbrautina þar sem hún fylgir hraunlægðum í áttina að hárri vörðu, sem nú er á golfvellinum. Héðan í frá sést ekki móta lengur fyrir gömlu Alfaraleiðinni milli Hvaleyrar og Hafnarfjarðar.

Í ljóAlfaraleiðins hafði komið að leiðin er vel greinileg svo til alla leiðina, vel mörkuð í landið á körflum og því tiltölulega auðvelt að fylgja henni þar sem hún liggur framhjá Þorbjarnastöðum í Hraunum (fór í eyði um 1930), sunnan Reykjanesbrautar, og áfram vestur úr. Í rauninni er hægt að fylgja gömlu leiðinni frá Hvaleyri og áleiðis að Hvassahrauni þar sem hún kemur niður að Reykjanesbrautinni ofan við hin nýju mislægu gatnamót, sem þar eru.
Fyrsta varðan á leiðinni er nú inni á miðjum golfvellinum á Hvaleyri. Önnur varða, eða vörðubrot, er skammt sunnar. Þriðja varðan er sunnan Reykjanesbrautar. Síðan tekur við svæði Kapelluhrauns þar sem búið er að fjarlægja yfirborðslagið og þar með götuna. Gatan kemur síðan aftur í ljós við kapelluna á u.þ.b. 10 metra kafla og loks þar sem hún kemur niður Brunann ofan við tjarnirnar við Gerði. Efst á Brunanum við götuna er varða. Þá liðast hún með tjörnunum að austan- og síðan sunnanverðu í áttina að Miðmundarhæð. Hún er augsýnileg þar sem Miðmundarvarða stendur uppi á hæðinni.
„Gerði reisti Guðjón Jónsson frá Setbergi um aldamótin 1900. Alfaraleiðin út á Útnes lá svo að segja um túnblettinn. Hann lá yfir Kapelluhraunið, eða Brunann, eins og það var stundum nefnt, síðan lá leiðin áfram, þar til komið er í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys. Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans.“
Gengið var eftir Alfaraleiðinni gömlu frá Gerði þar sem hún kemur niður úr Brunanum sunnan við Hraunshornið, norðan Gerðis, og henni fylgt yfir að brunninum í Brunntjörninni. Flóruð brú liggur út að brunninum, sem er í tjörninni. Þarna var og þvottur þveginn og skammt austar var þvegin ull.
Gengið er framhjá túngörðum Þorbjarnastaða. Að þessu sinni var tækifærið notað og kíkt á tóftirnar sem og Gránuskúta. Þvottastæðið er neðan við Þvottastíginn þar sem er hlaðinn bakki út í tjörnina sunnanverða. Vel má sjá hleðslur gamla brunnsins í tjörninni. Ofan við götuna er Þorbjarnarstaðaréttin undir breiðum klapparhól. Hún er ekki ósvipuð Óttarstaðaréttinni, með tvo dilka, lambakró og fallega hlöðnum veggjum. Réttin var fyrrum nefnt Stekkurinn, en eftir að hann var færður út og réttargerði hlaðið norðan við stekkinn, var hann jafnan nefndur Réttin eða Þorbjarnarstaðarétt.
Alfaraleiðin liggur áfram framhjá Miðmundarholti (-hól/-hæð), yfir Straumsselsstíg. Gatan er vörðuð meira og minna, ýmist með heilum vörðum eða endurupphlöðum. Við Miðmundarhæðina eru gatnamót götu heim að Þorbjarnarstöðum. Önnur gatnamót eru skammt austar. Mun þar vera um að ræða Skógargötuna frá Straumi er lá upp með vestanverðum túngarði Þorbjarnarstaða. Gránuskúti er þarna skammt sunnar, lítið en einstaklega fallegt fjárskjól frá Þorbjarnarstöðum.
Ekki er minnst á Alfaraleiðina í örnefnaslýsingu fyrir Þorbjarnastaði, sem verður að þykja sérstakt því leiðin liggur um land jarðarinnar og hefur án efa haft mikil áhrif á líf fólksins þar. Í örnefnalýsingu (GS) fyrir Straum er hins vegar getið um Alfaraleið. „Þá liggur hér vestur um hraunið Alfaraleiðin í miklum djúpum lægðum, sem nefnast Draugadalir. Hér mun og vera staður, sem nefnist Himnaríki. Tilefnið er það, að bóndi nokkur í Hraunum ætlaði að fara á Rauð sínum til himnaríkis – eftir viku drykkju. Hann lagði upp undir rökkur með nesti og nýja skó (en kvaðst ekki þurfa sokka, því að nóg væri af þeim í himnaríki). Hesturinn skilaði sér fljótt heim, og sjálfur kom bóndi undir vökulok. Í skrá G.S. segir, að hnakkurinn og beizlið hafi fundizt vestarlega í Draugadölum, en heimildarmenn sr. Bjarna segja, að þetta hafi legið í Stekkatúninu. Síðan er þarna kallað Himnaríki.
Þegar kemur vestur úr þessum þrengslum eða skorningum, má finna götu, sem liggur upp á klappir norðan við þær, og liggur gatan austur áleiðis að Þorbjarnarstöðum. Gata þessi nefnist Vetrarleið. Snjóþungt var í AGvendarbrunnurlfaraleið, en snjóléttara hér og því var hún farin á vetrum.
Sunnan í klettahrauni því, sem hér er, vestan Miðmundahæðar (sjá Þorbjarnarstaði), liggur rani fram úr. Á þessum rana er vel hlaðið Skotbyrgi, sem stendur enn. Fjárgata liggur upp úr rétt hjá byrginu. Í skrá G.S. segir, að hér liggi fram úr hrauni þessu Mosastígurinn og Skógarstígurinn frá Þorbjarnarstöðum, en þennan Mosastíg kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekki við (sjá Þorbjarnarstaði).“ Skotbyrgið sést enn, við vestari Straumsselsstíginn, en er ekki í sjónlínu frá Alfaraleið.
Sunnan við Þorbjarnastaði er Stekkurinn eða Réttin undir háum hraunhól. Hún er vel hlaðin. Í henni er lambakró. Þar er Stekkatún.“
Gengið er þvert yfir vestari Straumsselsstíg að Hæðunum. Þá var komið að Gvendarbrunni, litið á fjárskjólið nálægt honum og síðan haldið áfram suður götuna. Brunnurinn er hola í miðjum grasbala á lítilli klapparhæð við götuna. Sagan segir að Guðmundur góði Hólabiskup hafi blessað hann á sínum tíma.
Annars eru Gvendarbrunnarnir a.m.k. fjórir á Reykjanesi, þ.e. þessi við Alfaraleiðina, Gvendarbrunnur í Vogum, Gvendarbrunnar í Heiðmörk og Gvendarhola í Arnarneshæð. Það er líkt með Gvendarbrunnum og Grettistökum að Gvendur og Grettir hafa að öllum líkindum aldrei litið hvorutveggja augum. En það er nú önnur saga. Sá átrúnaður fylgdi svonefndum Gvendarbrunnum (sem talið var að Guðmundur biskup hinn góði hefði blessað) að vatnið í þeim læknaði mein. Þannig var t.d. talið gott að bera það á augu eða á sár svo þau myndu gróa. Nokkrar heilar og fallega hlaðnar vörður eru á þessum kafla leiðarinnar. Skammt vestan Gvendarbrunns má sjá leifar af tveimur stórum vörðum, sem verið hafa beggja vegna götunnar.
Varða í DraugadölumÞegar komið er framhjá Óttarstaðaborginni (Kristrúnarborginni) liggur Óttarstaðaselsstíg (Skógargötuna) yfir hana. Líklega er hér um misskilning að ræða. Skógargötunnar er getið í lýsingu upp frá Straumi. Þar liggur hún til suðurs vestan túngarðs Þorbjarnarstaða með stefnu upp í Draugahraun. Neðan þess eru gatnamót götu er liggur síðan þvert á Óttarsstaðaselsstíg og áfram upp í Skógarnef. Þessi leið er auðfarin, en ógreinileg vegna gróninga, með föllnum vörðubrotum í fyrstu, en vestan Óttarstaðaselsstígs hafa vörðurnar verið endurreistar og því auðveldara um vik. Líklega er hér um hina eiginlegu Skógargötu að ræða.
Smalaskálahæðir eru á hægri hönd. Skammt vestar liggur Lónakostsselsstígur yfir götuna og upp í hæðir. Varðan ofan við selið sést vel. Nú verður gatan óljósari, en ef farið er hægt og rólega og tekin mið af kennileitum og vörðubrotum má sjá hvar gatan hallar til vesturs og líður svo í bugðum áleiðis að Hvassahrauni. Skammt sunnan Reykjanesbrautar, áður en komið er á móts við Hvassahraun, hverfur hún svo til alveg, en Reykjanesbrautin hefur verið lögð yfir götuna á þessum kafla.
Alfaraleiðin er skemmtileg gönguleið um fallegt hraun. Á leiðinni ber margt fyrir augu, sem áhugavert er að staldra við og skoða nánar.
Leiðin milli Hvassahrauns og Þorbjarnarstaða er 6 km. Að ganga þennan kafla leiðarinnar tekur u.þ.b. 1 og 1/2 klst.
Frábært veður.

Heimild m.a.:

-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.
-Örnefnalýsing fyrir Straum.
-Gísli Sigurðsson.

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin.

Þorbjarnastaðir

Tóftir Þorbjarnastaða eru síðustu heillegu minjar af íslenska torfbænum í umdæmi Hafnarfjarðar (áður Garðahrepps). Bærinn eru hluti af heilstæðu búsetulandslagi Hraunajarðanna ofan og utan Straumsvíkur og í þeim felast því mikil vanmetin menningarverðmæti.

Tóftir Þorbjarnastaða

Túngarðurinn við Þorbjarnarstaði er hlaðinn tvöfaldur. Ástæðan er tvíþætt; annars vegar er um útfærslu að ræða og hins vegar endurgerð. Bæjartóftirnar eru dæmigerðar fyrir bæjarstæði. Bærinn var úr torfi og grjóti, en nýjustu viðbyggingar og útihús voru með bárujárnsþaki. Tréþil stóðu mót suðri. Heimtröðin er milli gaflana og dæmigerðs matjurtargarðs í umgirtum hallanda. Brunngatan er til norðausturs að Tjörnunum. Þar, sem ferskt vatn kemur undan hrauninu, er hlaðinn brunnur svo og steinbrú. Á hana var ull og þvottur lagður eftir atvikum í þerrum.
Í landi Þorbjarnarstaða má finna allt það er tilheyrði gömlu bæjararfleifðinni; auk íbúðar- og útihúsa, hlaðinn túngarð, réttir, stekki, fjárskjól, götur og stíga, eyktarmörk, brunna, vatnsból, byrgi, selstöður, vörður og álagabletti.
Hafnarfjarðarbær á heimajörðina, en hefur langt í frá sýnt henni tilhlýðilega virðingu. Íslenska álfélagið keypti útjörðina af bænum fyrir nokkrum árum. Til stóð að selja hana alla, en nokkrir bæjarfulltrúar með skilningshjarta komu í veg fyrir það.
Stekkur við ÞorbjarnarstaðiÍ örnefnaskrá fyrir Þorbjarnarstaði má sem svolítið áþreifanlegt sýnishorn nefna Þorbjarnarstaðakerið. Það virðist hvorki merkilegt né áhugavert, er jafnvel ósýnilegt þeim sem ekki kunna að lesa landið, en er samt sem áður ágætt dæmi um hlutdeildina í hinu áðurnefnda ómetanlega búsetulandslagi.
„Úr skarðinu [á Kapelluhraunsbrúninni/Brunabrúninni] liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur. 

Þorbjarnarstaðakerið

Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins.“
Þorbjarnarstaðakerið er vandfundið, líkt og önnur mannvirki í Hraununum. Það er þó þarna. Hleðslan er áþreifanlegur minnisvarði um Þorkel bónda – og burkninn, sem þar vex nú, er hinn ágætasti minnisvarði um þann ágæta mann. Þorkell, sem var frá Guðnabæ í Selvogi, og Ingveldur, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppsstjóra á Setbergi (Guðmundar Jónssonar hins fjárglögga úr Tungunum), einnig þá í Garðahreppi, áttu 11 börn. Þorkell var löngum við róðra eða vinnumensku annars staðar, en Ingveldur annaðist bæði uppeldi barnanna og búreksturinn. Segja má því með sönnu að Ingveldur Jónsdóttir hafi verið dæmigerð móðir, dugnaðarkona og því verðug að minnast – ekki síst í ljósi síðari tíma krafna um jafnrétti versus ábyrgð og skyldur.

Thorbjarnarstadir

Áætlanir eru uppi um að „valta yfir“ menningarminjar í Selhrauni (Selhraunum) og nágrenni og gera þar akstursæfingasvæði. Slík framkvæmd, ef af yrði, væri hin mesta sóun menningarverðmæta í umdæmi Hafnarfjarðar á síðari árum – og er þó nóg komið af slíku síðustu ár og áratugi.
Hvorki Byggðasafn Hafnarfjarðar né menningarfulltrúi Hafnarfjarðar, hvað þá kjörnir bæjarfulltrúar, hafa svo sem lyft litlafingri til mótvægis við fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Nýleg fornleifaskráning á svæðinu er í einu orði sagt háðung. Og íbúarnir virðast algerlega ómeðvitaðir, og jafnvel áhugalausir, um verðmæti svæðisins til lengri framtíðar litið. Þarna er jú um að ræða eina vitnisburð og einu tengsl íbúanna við fortíðina, þá arfleifð er skilaði þeim til þessa dags – nútímans. Hana ber bæði að virða og heiðra – markvisst.
Sá einn sem fær tækifæri til að standa á barmi Þorbjarnarstaðakersins, staldra við og horfa niður á hleðslurnar og gróðurinn, veit hvaða mikilvægi fortíðin hafði fyrir nútíðina. Hleðsla Þorkels sést enn og er táknræn – henni var ætlað fyrir fé er rataði óvart niður í kerið í snjóum, en hefði ella orðið þar til. Fyrir tilstuðlan hleðslunnar komst það upp úr jarðfallinu – og lifði.
Thorbjarnarstadir

Þorbjarnastaðastekkur

Gengið var upp með vestanverðum Þorbjarnarstaðatúngarðinum með það fyrir augum að skoða Straumsstíg (Straumsselsstíg) upp í Tobbuklettaskarð, rekja síðan markavörður með hraunbrún til suðurs, fara niður í Grenigjá og fylgja gjáargötunni inn á Straumsselsstíg og síðan til baka.

Tóftir Þorbjarnarstaða í Hraunum

Meðfram austurtúngarðinum á Þorbjarnastöðum lá Straumsstígurinn. Honum var fylgt norður með tvöfalt hlöðnum túngarðinum. Var þá fyrst komið að Lambhúsinu, sem er rétt utan við Lambhús-hliðið. Vikið var svolítið af leið. Við norðurtúngarðinn er/var Þorbjarnastaðaréttin, vel hlaðin rétt af grjóti. Hún hefur haldist vel – hleðslur eru um 120 cm að jafnaði. Hér var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot – fallegt mannvirki og fagur vitnisburður um fyrrum búskaparhætti í Hraunum.
Skammt austur frá hliðinu á austurtúngarðinum eru tveir hraundrangar, nær mannhæðarháir og voru áberandi af sjó fyrrum. Þeir nefndust Riddarar. Um þá og Riddarann á Helgafelli (austanvert fellið) var mið á Rifið út frá Óttarsstaðatúni. Þar utan við er nú innsiglingin inni í Straumsvíkurhöfnina. Fiskurinn lá gjarnan í hraunkantinum og það vissu útvegsbændurnir.
Í GránuhelliRétt suður af Þorbjarnarstaðatúni er Miðmundahæð. Á henni er Miðmundarvarða og austur af henni er svonefnt Seljahraun sem nær svo að merkjum. Rétt er að geta þess að Geldingahraun (Afstapahraunið eldra) er þarna þversum á millum – ein og glöggleg má sjá). Ofan þessa hrauns er eru svo gjár sem heita Grenigjár. Neðan við Seljahraunið er svo hæð sem heitir Gvendarbrunnshæð og þar er gömul svalalind Gvendarbrunnur. Þá er Rauðimelur, austur af honum er í Hrauninu Rauðamelsrétt. (Þegar hér var komið var örnefnalýsingin komin út fyrir göngusvæðið). Því er hér farið aftur inn á Straumsselsstíg neðan (norðan) Geldingahrauns.
Hér liggur stígurinn upp með sléttri klapparhæð. Norðan hennar er Stekkurinn; falleg heimafjárrétt Þorbjarnarstaðafólksins. Fyrrnefnda var sameignarrétt, en þessi; undir hárri hraunklapparbrún í góðu skjóli, tvíhlaðin af festu, var réttin þeira. Í henni er hlaðin lambakró, sem segir nokkuð til um til ganginn, líkt og sjá má í heimarétt Óttarsstaðamanna allnokkru norðvestar.
Eftir að Stekkurinn/réttin hafði verið virt virðingarinnar viðlits í kvöldsólinni var haldið til vesturs yfir að Gránuhelli/-skúta. Hlaðinn ingangurinn sést vel kunnugum, en getur leynst furðuvel ókunnugum. Innan við opið er flórað gólf, eitt af fáum fjárskjólum með ummerkjum um slíka natni við sauðkindina.
Tobbuklettar austariSkammt norðaustar er varða á enn einum hraunhólnum. Hún virðist merkingarlaus, en ef betur er að gáð má sjá allgóða sprungu í hólinn við vörðuna. Þegar farið var niður í sprunguna var hægt að horfa inn í hinn myndarlegasta skúta þvert á gjána; allgott skjól fyrir þann eða þá, sem þar vildu leynast. Grjót hafði verið fært til við innganginn, en alls ekki þannig að það yki útsýnið í skjólið. Ef laust hefði verið um þetta skjól má ætla að einhver hafi haft um það leynd óskráð orð – einhvern tímann.
Haldið var áfram upp eftir Straumsselsstíg. Í Geldingahrauni er hástend varða, á uppréttu klettanefni. Gengið var  yfir línuveginn og stígnum fylgt upp í Tobbukletta. Klettarnir nafngreindu eiga að hafa verið þrír; og þeir eru það, ef vel er að gáð.
Í örnefnalýsingum hefur verið getið um Tobbukletta vestari og Tobbukletta austari. Einhverra hluta vegna hefa vestari klettarnir verið færðir vestar svo austari Tobbuklettar hafa orðið að Tobbuklettum austari. Í raun eru klettarnir u.þ.b. 30 metra frá hvorum öðrum – sitt hvoru megin við Tobbuklettaskarð.
GrenigjárréttFörum spölkorn til baka. Í örnefnalýsingu segir að „af Tókletti lá landamerkjalínan suður yfir Seljahraun í Tobbuklett vestari. Þar uppi á klettunum er Tobbuklettsvarða. Í skrá G.S. segir, að þarna hafi einnig verið Tobbuklettsrétt. „Nafnið þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar. Vestur frá Tobbuklettum eru klettar miklir og margsprungnir. Óvíst er um heiti þeirra, en vestan þeirra eru Grenigjár. En suður frá Tobbuklettum liggur landamerkjalínan um Flárnar eða Flárnar nyrðri eða Neðriflár.“
Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. „Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefur verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir, í Tobbukletti vestri (skoðað 21. júlí ’80, B. S.).“
Þegar svæðið er skoðað gaumgæfilega mátti sjá hleðslu (aðhald) í klettunum austan Straumsselsstígs. Grasgróningar eru í botninum. Opið er mót norðvestri. Hraunkarl við GrenigjárréttLandamerkjavarðan er ofan skjólsins. Skammt vestar eru Tobbuklettar vestari. Í þeim er fyrirhleðsla í klettasprungu. Ofan sprungunnar er varða; „Tobbuklettsvarða“?
Reyndar ætti austari varðan að hafa þann titil því svo til í beina stefnu frá henni til suðurs eru a.m.k. 6 vörður; landamerkjavörður. Tvær þeirra standa á Draughól. Svo til beint ofan við Grenigjár eru tvær vörður.
Þegar stefnan var tekin frá þeim niður í Grenigjár (sem fremur ættu að heita Birkigjár m.v. hávaxnar birkihríslurnar í lægðum gjánna), var tiltölulega auðvelt að rata leiðina niður í Grenigjárréttina. Gjárnar eru þó ekki nefndar eftir gróðrinum heldur grenjum, sem þar voru (eru).
Réttin er mótuð í náttúrulega ílanga klapparhæð. Fyrirhleðslur er í gjánni og hlaðið umhverfis. Op er á réttinni til norðurs. Austan þess er sérkennilegur og sérstakur hraunkarl, líkt og oft má sjá í aplahraunum.
Þegar gengið var til baka, mót kvöldsólinni, var komið að Miðmundahæð suðaustan Þorbjarnarstaða, eyktamarki frá Þorbjarnarstöðum. Þar er fyrrgreind stór varða.
Þegar komið var niður með tvíhlöðnum görðum hinna gömlu Þorbjarnarstaða, þess einstaka staðar er hýsti, verndi og kom fjölda barna til mannvista, þ.e. tóftir bæjarins anspænis bláköldum nútímanum, stærðarinnar farmskipi og álveri í bakgrunni, vakna óneitanlega spurningar – um lífið og tilgang þess??!!
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Straum (AG og GS) og Þorbjarnarstaði (GS).
-Þorkell Árnason, bóndi á Þorbjarnarstöðum og Ingveldur Jónsdóttir, húsfreyja á Þorbjarnarstöðum.

Þorbjarnastaðir

Við skoðun á örnefnalýsingum fyrir Þorbjarnarstaði kom í ljós áður óráðin misræmi, m.a. varðandi Grúnuskúta (Gránuhelli) og Kápuhelli. Í annarri lýsingunni (GS) eru þessi skjól sögð vera við heimatún Þorbjarnastaða, en staðsetning þeirra ekki tilgreind nánar.

Þorbjarnarstaðarétt

Í hinni er Gránuskúti sagður „sunnan við Fornarsel“, en í lýsingunni er Gjásel nefnt Fornasel og öfugt. Þá er Kápuhellir sagður vera „í brúninni á“ Laufhöfðahrauni. Þótt báðir staðirnir séu í landi Þorbjarnarstaða munar hér verulegum vegarlengdum. Hingað til hefur ekki verið vitað um skjól við [Fornasel], en Kápuhellir við Jónshöfða í vesturjarðri Laufhöfðahrauns er þekktur. FERLIR hefur skoðað hann áður. Eftir allnokkra leit að hugsanlegum Gránuskúta við Þorbjarnarstaði fékk FERLIR ávísun á fallegan helli sunnan Þorbjarnastaða, austan undir Miðmundarhæð. Var hann tilgreindur sem Gránuskjól. Hleðslur eru fyrir munnanum og gólfið flórað.
Nú var tilefnið m.a. að kanna með hugsanlegt skjól við [Fornasel].
Gengið var að þorbjarnarstaðaréttinni undir Sölvhól norðan Þorbjarnarstaða, að brunni bæjarins, inn á Alfaraleið og henni fylgt að mótum Gerðisstígs (Hólaskarðsstíg). Þeim stíg var fylgt upp hraunið að Neðri-hellum, framhjá vörðuðum skúta í Selhrauni, að vorréttinni undir Brunabrúninni, upp að Efri-hellum og þaðan gengið eftir Kolbeinshæðarstíg upp að Kolbeinshæðarskjóli. Stígnum var fylgt suður yfir Kolbeinshæðir og upp að Laufhöfðavörðu og áfram að Gjáseli [Fornaseli] þar sem m.a. ætlunin var að skoða svæðið af nákvæmni með hliðsjón af upplýsingum í örnefnaskrá. Þarna kynni Gránuskúti að leynast einhvers staðar, en svæðið er nú vel kjarri vaxið.
Brunnur Þá var stefnan tekin niður að Kápuhelli við vesturbrún Laufhöfðahrauns, Straumsselsstíg fylgt niður að áður vísiteruðum Gránuskúta austan undir Miðmundarhæð og síðan að Stekknum (réttinni) sunnan Þorbjarnastaða. Lokaáfanginn var Alfaraleiðin til austurs, að Brunabrúninni sunnan Gerðis.
Í þessari ferð var aðalheimildin örnefnalýsing, upphaflega skráð af Gísla Sigurðssyni, örnefni eftir Ástvald Þorkelsson frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónsson frá Hlíð, Magnúsi Guðjónsson frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti. Einnig var stuðst við gömul landamerkjabréf.
3. júní 1978 fóru sr. Bjarni Sigurðsson og Haukur bróðir hans á vettvang ásamt hinum þremur öldruðum mönnum. Þeir fimmmenningar gerðu ýmsar athugasemdir við lýsingu Gísla. Flestar þeirra skráði sr. Bjarni jafnóðum, en fáeinar ritaði Sigríður Jóhannsdóttir eftir sr. Bjarna 5. júní 1978. Loks gerði sr. Bjarni fáeinar athugasemdir í október 1980.
Gísli Guðjónsson er fæddur á Setbergi 1891, kom í Hraunin um 10 ára og var þar til 1917, 8 ár í Gerði og önnur 8 á Óttarsstöðum. Jósef Guðjónsson er fæddur 1899, kom að Óttarsstöðum 2-3 ára og var þar til 1918. Gústaf er fæddur 1906, kom í Eyðikot 1907 og var þar til 1937. Sr. Bjarni og Haukur bróðir hans ólust upp í Straumi frá 1930.
Hér fer á eftir lýsing Gísla Sigurðssonar með þeim leiðréttingum, sem að framan greinir. Landamerkjalýsing er tekin upp úr Landamerkjabók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Í örnefnaslýsingunni kemur fram að meðfram austurtúngarðinum lá Straumsstígurinn. „Norðar, eða við norðurtúngarðinn var Þorbjarnarstaðaréttin, vel hlaðin rétt af grjóti. Hún stendur norður undir Sölvhól. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns 1918.) Eitt örnefni enn er hér nálægt túninu, Mosaflesjur, þar sem mosinn var þurrkaður til eldiviðar.
Neðri Austurtúngarðinum var fylgt niður að brunni Þorbjarnastaða. Hann er í Brunntjörninni norðan við túnin, grunnur, en fallega hlaðinn umhverfis. Ferskt vatn leysir undan hrauninu sunnan við hann. Að brunninum liggur hlaðinn gata eða garður. Af honum var ullin jafnan þvegin í tjörninni.
Norðan tjarnanna má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanum niður af Hraunhorninu. Af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni. Stígur lá frá bænum upp á Brunabrún upp í Hraunhornsstíg. Niður undan Hjallanum voru Gerðisbalar, Stóri-Bali nær og Litli-Bali fjær. Norðan Balanna er Gerðistjörn. Í henni var Gerðisvatnsból og vestur frá henni Stakatjörn. Fyrrnefndur stígur, sem lá upp á Brunabrúnina, var kallaður Kirkjustígur. Hann sést enn, liggur upp frá túninu norðan við Gerði og upp á alfaraleið. Þessi stígur var mest genginn, er sóttur var mosi í Kapelluhraun.
Sunnan Gerðistúns var tjörn, er nefndist Gerðistjörn syðri, en sameiginlega voru allar tjarnirnar nefndar Gerðistjarnir eða Þorbjarnarstaðatjarnir.
Um Brúnaskarð eystra liggur alfaraleiðin upp á Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallast Bruninn og enn ofar Háibruni. Áður hefur verið getið um mosatekju í Kapelluhrauni.
LandamerkjalínaÞorbjarnastaða að austan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali (þar sem m.a. má sjá nokkur hlaðin skjól) og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.
Þegar farið var vestur yfir Brunann lá leiðin áfram, þar til komið var í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri.“
Vorréttin Vörður þessar eru nú horfnar, sem og meginhluti leiðarinnar um Kapelluhraunið. Einungis má sjá enda leiðanna sitt hvoru megin við brúnirnar, auk nokkurra metra kafla við kapelluna. Öllu öðru hefur verið raskað. Það hefði ekki verið slæmt nú ef götunni hefði verið hlíft við eyðileggingunni og hægt hefði verð að sýna hana áhugasömu fólki um gamlar þjóðleiðir. Þegar staðið er við hana lá leiðin í stefnu á græn hús, sem nú hafa verið byggð í vestanverðu hrauninu og áfram að brúninni. Á henni eru nú þrír steinar þar sem gatan kom niður. Neðan Brunans sést gatan síðan vel þar sem hún liðast vestur yfir hraunið ofan Gerðis og Þorbjarnastaða.
„Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur.“
Gerðisstíg var nú fylgt til suðurs. Hann er vel gróinn og breiður á kafla. „Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur.“
Efri Kerið er ekki stórt en nokkuð djúpt. Nú vaxa í því stórir fallegir burknar. Og enn má sjá hleðsluna, sem Þorkell bóndi, ættaður frá Guðnabæ í Selvogi, hlóð við norðurbrún kersins. Þótt hér sé verið að lýsa aðstæðum og örnefnum við Gerðisstíg er Þorbjarnastaðakerið og Dalirnir nokkuð vestan stígsins.
„Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins. Þegar komið er yfir Seljahraun, blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur. Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellar eða Litlu-Hellar.“
Við Neðri-Hella eða -Hellra er m.a. fallega hlaðið ferkantað gerði undir Brunabrúninni. Ofar má, ef vel er að gáð, sjá móta fyrir löngum garði, nú mosavöxnum. Hellarnir sjálfir er spölkorn ofar. Hleðslur eru við opin. Mjög gróið er í kringum hellana.
„Rauðimelur var einnig nefndur Rauðhólar. Norðan melsins voru klettaborgir, áberandi vegna gróðurs í kringum þær. Nefndust þær Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur. En Rauðamelsstígur lá vestur norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta bara verið fjárslóðir. Suður frá melnum var Réttargjá. Gjá þessi var sprunga, sem sneri suður og norður.“
Skammt vestan við Rauðamelskletta er víð hraunsprunga, gróin í botninn. Í henni er heilleg há fyrirhleðsla. Ljóst er að þarna hefur annað hvort verið nátthagi eða gerði. Skammt suðaustan sprungunnar er fallegt, nokkuð stórt skjól með op mót norðvestri. Gamalt vörðubrot er ofan við opið. Ekki er að sjá að þessa skjóls eða „sprunguréttarinnar“ sé getið í örnefnalýsingum.
„Skammt suður þaðan í Brunabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum.“
Kolbeins Réttin stendur enn vel heilleg. Á Brunanum, ofan hennar, er nú æfingasvæði Skotfélags Hafnarfjarðar. Réttin hefur þó fengið að vera að mestu óáreitt. Í henni eru tveir dilkar auk almennings.
„Héðan var stígurinn kallaður Efrihellnastígur allt upp að Efrihellum, sem hér voru við brúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, ofan Efrihellna, brunatunga, er lá hér suður. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið.“
Reynt var skyggnast eftir því hvort þarna væru ummerki eftir að kvarnasteinn hefði verið unninn á staðnum, en erfitt er að átta sig á því enda mosavaxið.
Hér á eftir kemur svolítill útúrdúr frá þessari ferð, miðað við gönguáætlunina.
„Halda skal nú hér fram með Brennu, allt þar til kemur í Hrauntungukjaft. Þar taka við Hrauntungur, sem liggja norðaustur eftir milli Brennu og Brunans. Þær eru nokkrar að víðáttu, og er skógurinn einna mestur þar, allt að 4 m há tré. Úr kjaftinum liggur Hrauntungustígur norðaustur og upp á Háabruna, út á helluhraunið og austur eftir því upp að Hamranesi vestan Hvaleyrarvatns. Er þetta skemmtileg gönguleið. Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhellar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin [Þorbjarnastaðafjárborg] á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir [með krosshlöðnum aðgangi]. Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir.“
Gránuskúti Ekki var farið í Hrauntungur, að Þorbjarnastaðafjárborginni eða upp í Brunntorfuhelli að þessu sinni. Um þessa staði er fjallað í öðrum lýsingum á vefsíðunni. Í heimildum er svæðið nefnt Brunatorfur, en þarna við mætast Óbrennishólabruni og Nýibruni (Nýjahraun).
„Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, staðsett á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur.“
Hér er Fornasel nefnt Gjásel, en í öðrum heimildum er Gjáselið norðar af þessum tveimur seljum á þessu svæði, en Fornaselið sunnar. Framangreind lýsing passar vel við Fornaselið, enda önnur tilgreind örnefni skammt frá því.
„Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Hér lengra og ofar er Þúfuhólshraun með Þúfuhól og þar á Þúfuhólsvörðu. Svæði þetta nefndist líka Hundaþúfuhólshraun, Hundaþúfuhóll og Hundaþúfuhólsvarða.“ En Gísli Guðjónsson og Jósef Guðjónsson segja, að þessi örnefni séu ekki til hér, heldur séu þau vestur af Tóhólum í Óttarsstaðalandi.“
Framangreint er ágætt dæmi um mismunandi upplýsingar um örnefni. Það sem einn telur sig vita hlýtur að vera hið eina rétta. Sama mun gilda um aðra þá er telja sig hafa aðrar upplýsingar. Staðreyndin er hins vegar að bæði breytast örnefni með tíð og tíma og jafnvel milli manna því ekki taka allir nákvæmlega vel eftir ábendingum eða þeir áætla út frá þeim. Þannig hefur þetta verið og mun verða – líkt og þessi heimildarörnefnalýsing gefur glögga mynd af.
Nú er aftur haldið af stað þar sem frá var horfið við Efri-Hella. Gránuskúti „Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð [stundum nefnd Kolbeinshæðir], og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun.“
Fyrir Kolbeinshæðarskjóli er falleg fyrirhleðsla. Sjá má enn spýtur sem notaðar voru til að refta yfir skjólið. Vel er gróið í kringum það og óvíða má sjá stærri krækiber en einmitt þarna. Staðurinn er enda einstaklega skjólgóður. Stígurinn sést enn í annars grónu hrauninu. Honum var fylgt áfram suður yfir hæðina, upp að Laufhöfðavörðu á Laufhöfða. Þar var komið inn á stíg, sem er framhald af Straumsselsstíg og liggur upp í Gjásel og Fornasel, sem fyrr var nefndur til sögunnar.
„Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.“
Nú var úr vöndu að ráða. Lýsingin á Fornaseli passaði vel við Gjásel; niðurgrafið vatnsstæði við selið, þrjár vistarverur og rústir eftir kvíar norðan undir hæðinni. En hvað um Gránuskúta?
Gengið var suður fyrir selstöðuna og svæði skoðað mjög vel. Eins og áður var lýst er það nú kjarri vaxið og það torveldaði leitina. Eftir nokkra leit fannst gott skjól innan við kjarr, vandfundið. Ekki var hægt að greina mannvistarleifar í eða við það. Staðsetningin gat hins vegar staðist. Tekinn var gps-punktur – til öryggis.
Kápuskjól Haldið var til norðurs með vestanverðu selstæðinu. Þá – skyndilega – mátti með glöggum augum greina mikla vegghleðslu í kjarri vöxnum bolla vestan undir hæðunum. Í dag myndi það teljast til suðurs. Við nánari athugun kom í ljós hellisop með fyrirhleðslum. Inni var rúmgott skjól. Mosi við opið benti til þess að þarna hefði ekki nokkur lifandi vera stigið niður fæti um langa tíð. Spurningin er hvort þarna kunni Gránuskúti að hafa verið opinberaður, en um hann hefur jafnan verið fjallað í þátíð hingað til, líkt og hann hafi týnst. Þarna er a.m.k. veglegt fjárskjól og það við sel. Ekki er að sjá að því hafi verið lýst annars staðar – hingað til. Segja má með sanni að þarna sé komið enn eitt fjárskjólið á þessu svæði (auk Brunntorfuhellis, Kápuhellis og tveggja hella, sem á eftir að nefna undir Miðmundarhæð).
„Suðvestur héðan var Litlaholt og lá milli Straumssels og Hafurbjarnarholts, en um Hafurbjarnarholtsvörðu lá landamerkjalínan. Þaðan lá línan um Nyrztahöfða og um Norðurhöfðaslakka, á Mjóhöfða og um Miðhöfðaslakka, þaðan í Fremsthöfða í Þrívörður. Gísli Sigurðsson segir, að þær hafi verið nefndar Lýritti, en það hafa heimildarmenn sr. Bjarna ekki heyrt. Héðan lá aftur á móti línan austur og ofan við Brundtorfur og kom þar á Stórhöfðastíg, sem lá svo áfram vestur að Fjallinu eina. Úr Hafurbjarnarholti lá landamerkjalínan niður um hraunið austur af Straumsseli niður um Katla og niður á Fremri-Flár. Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða.“
Leit var gerð að vatnsstæðinu, en það fannst ekki að þessu sinni. Mörg vatnsstæði í hraununum eru enda þurr nú eftir litla snjóa og takmarkaða vætutíð. Þó stendur vatnsstæðið við Fornasel jafnan fyrir sínu.
Stekurinn „Í brúninni á hrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselshöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson). Verður þá Straumsselsstígurinn innan merkjanna.“
FERLIR hafði áður komið að Kápuhelli utan í Jónshöfða, við vesturmörk Laufhöfðahrauns. Að þessu sinni var gengið í gegnum Gráhelluhraunið og beint að hellinum. Best er þó að fylgja stígnum frá Gjáseli til norðvesturs því varða ofan við Kápuhelli vísar á hann. Hellirinn er aðgengilegastur um gróninga frá stígnum. Um er að ræða skúta inn undir hraunhæð í einni af hinum mörgu lægðum á svæðinu. Hann er þó í þeirri austustu og vísar varðan á hann, sem fyrr segir. Fyrirhlesla er við hann. Skammt ofan við hann, undir sömu hæðarbungu, er annað hlaðið skjól, grynnra. Vel gróið er umhverfis lægðina og því ljóst að þarna hefur fé verið haft til nytja.
Nöfnin Grána og Kápa eru fengin frá fé Þorbjarnastaðabóndans, en stundum er talað um grátt og kápótt kyn slíkra skepna.
„Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur [ætti að heita Gjáselsstígur, en mætti þess vegna heita framangreint því hann liggur áfram framhjá því upp í Fornasel] suður og upp í Laufhöfðahraun suður í selið. Frá Jónshöfða liggur Straumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan.“
Varðan sést enn. Á kafla er Straumsselsstígur grópaður í slétta hraunhelluna.
„Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla.“
Veg þennan má enn sjá í hrauninu. Hún hefur stundum verið nefnd Straumsselsstígurinn vestari því leiðin liggur um Straumssel að vestanverðu.
Gránuskjól „Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri (skoðað 21. júlí ’80, B. S.).
Tobbuvarðan eystri var á eystri klettinum.“
Þótt fjallað sé um mannvistarleifar í þátíð í lýsingu þessari er ekki þar með sagt að mannvirkin séu horfin, eins og dæmin hafa sýnt. Varðan ofan við Tobbukletta eystri stendur enn. Auk þess má enn sjá fyrirhleslur í klettunum þar fyrir neðan (austan).
„Þaðan er skammt í Seljahraun, en austur frá klettunum eru Ennin áðurnefnd. Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi.“
Pétursbyrgi er hlaðið skjól við stíginn, þ.e.a.s. vestari stíginn, sem fyrr er getið, því annar austari liggur um Selhraunið niður að Stekknum.
„En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða [í annarri örnefnalýsingu er hún nefnd Miðmundarvarða og hæðin Miðmundarhæð], stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð. Varða þessi var ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan. Er þá komið heim að túngarði.“
Skömmu áður en komið var að Stekknum var litið við í fyrstnefndu Gránuskjóli. Austari Straumsselsstígurinn kemur niður að Stekknum skammt austan þess. Austan við Stekkinn má enn sjá hleðslu eftir stórt gerði.
Þorbjarnarstaðir Þegar komið var niður fyrir Stekkinn (réttina) var gengið inn á Alfaraleiðina af Þorbjarnastaðagötunni. Alfaraleiðinni var fylgt til austurs (nú tilgreint norður). Gatan liðast um hraunið. Sunnan við Þorbjarnastaði tekur hún vinkillaga hlykk á sig til suðurs, en síðan á ný til austurs. Gatan er vel greinileg inn í gróinn hvamm að Brunabrúninni sunnan Gerðis. Þar hefur Brunanum verið ýtt með jarðýtum út fyrir brúnina svo ekki er hægt að sjá lengur hvar gatan lá um „Vestari Brunaskarð“. Hún endar því við „hina áþreifanlegu eyðileggingarbrún nútímamenningarinnar“. Ofar eru nú þrír steinar til merkis um mörkin.
Framangreind leið er í rauninni einstakt tækifæri og tiltölulega auðveld leið til að kynnast fyrrum búskaparháttum og atvinnusögu svæðisins – á tiltölulega skömmum tíma. Hvar sem stigið er niður eru minjar og saga þeirra birtist auðveldlega ljóslifandi.
Reynslan hefur kennt okkur að það sem eyðilagt er nýtist engum. Einungis með stöðugri meðvitund, viðurkenningu á eigin fortíð og meðvitund um mikilvægi framtíðar verður mikilvægum verðmætum forðað frá glötun. Varðveitt verðmæti nýtast framtíðinni – glötuð verðmæti nýtast engum.
Frábært veður – lyngna og gróðurangan. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Brunnur