Tag Archive for: Tyrkjabyrgi

Tyrkjabyrgi

Björn Þorsteinsson skrifaði eftirfarandi um „Rústirnar í Grindavíkurhrauni“ í Þjóðviljann og Nýja Tímann árið 1950:

Undarleg mannvirki
Í SundvörðuhrauniÁ síðara hluta síðustu aldar [19. aldar] fundu menn óvænt mannvirki inni í miðju  Grindavíkurhrauni og ollu þau ýmsum nokkrum heilabrotum. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi og Þorvaldur Thoroddsen athuguðu þau báðir, og skrifuðu um þau, annar í Árbók fornleifafélagsins 1903, en hinn í, Andvara, en síðan hafa menn ekki veitt þessum fornleifum frekari eftirtekt, þangað til síðastliðið vor. Eins og kunnugt er ritaði Halldór Kiljan Laxness „Litla samantekt um útilegumenn“ í Tímarit máls og Menningar 1949 og komst að þeirri niðurstöðu, „að útilegumenn hefðu sennilega aldrei verið til á Íslandi“, að Fjalla-Eyvindi undanskildum. Unnendum útilegumanna fannst Kiljan gerast ærið stórhöggur í þessari grein  og tala gálauslega um viðkvæmt málefni. Útilegumenn hafa þess vegna komizt aftur á dagskrá, og á næstu árum mun verða úr því skorið, hverju menn eiga að trúa í þessu efni.

Eldvörp

Eldvörp – fiskibyrgi.

Síðastliðið vor tóku nokkrir menn sig til og leituðu rústanna, sem Brynjólfur og Þorvaldur geta um, að séu í Grindavikurhrauni, ef vera kynni að þar leyndust augljós merki um útilegumannabyggð.Eftir árangurslausa ferð fundu þeir rústirnar að tilvísan oddvitans í Grindavík, og nú kom í Ijós, að sízt hafði verið frá þeim logið. Þessar tættur eru þær langmerkustu slnnar tegundar, sem fundizt hafa, og sumar þeirra svo kyndugar, að engum getum er hægt að leiða að því, til hvers þær hafa verið notaðar. Eitt af þessum furðuverkum er rúst, sem minnir einna helzt á skýlin á áfangastöðum strætisvagnanna. Þetta eru þrjár skeifulaga tættur, sem snúa göflunum saman, en um 120 gráðu horn myndast milli opanna. Uppi á hraunbrúninni er rúst af hringlöguðum hrauk, innanmál 75 sm. á lengd og 60 sm. á breidd, mesta hæð 122 sm. Þetta eru ein tvö af þeim tíu undarlegu mannvirkjum, sem þarna getur að líta, og munu margir spyrja, hvers konar fólk hafi verið hér að verki.

Varnir gegn Tyrkjum?

Í Sundvörðuhrauni

Í Ferðabók Þ. Thoroddsens, I. b. Khöfn 1913, bls. 174—’75 segir Þorvaldur frá þessum fundi sínum:
„Frá Járngerðarstöðum í Grindavík fórum við upp í Eldvarpahraun. Það er mjög nýlegt og fjarska illt yfirferðar. Hesti er ómögulegt að koma við og illfært gangandi manni. Hraunið er grátt af gamburmosa, en mjög lítill jurtagróður er þar annar. Í því skoðaði ég á einum stað gamlar mosavaxnar rústir. Þær er mjög illt að finna: á afskekktum stað i versta brunahrauni. Þar hefur líklega einhverntíma í fyrndinni verið athvarf manns, sem einhverra orsaka vegna hefur orðið að flýja úr byggðinni. Ekki er hægt að sjá þessar rústir fyrr en maður er rétt kominn að þeim. Standa þær í kvos á flötum hraunbletti og há hraun allt í kring. Fram á miðjum fletinum eru þrír kofar, allir hlaðnir úr hraunhellum og hleðslan víðast einföld. Gjort hefur verið yfir byrgi þessi með stórum hraunhellum. Allir eru kofar þessir smáir, 15—18 fet á lengd, og snúa dyrnar til norðurs. Stærsti kofinn er inni í hraunviki.

Eldvörp

Eldvörp – „Tyrkja“byrgin svonefndu; undanskot Grindavíkurbænda!?

Hafa hraunbrúnirnar verið notaðar fyrir veggi. Bak við þennan kofa er hlaðin tóft djúp eins og tunnur. Þar fundum við hálfúna tiltelgda spýtu undir mörgum hraunhellum og mosa. Önnur hringmynduð rúst var þar í nánd. Uppi á hæstu hraun brúninni fyrir ofan var enn eitt byrgi alveg eins og það hefði verið notað til þess að skyggnast um. Allar eru rústir þessar mjög gamlar, því að á beim var nærri eins þykkt mosalag og hrauninu sjálfu.

Enginn veit neitt um þessa kofa. Þeir fundust af tilviljun 1872. Það er mjög ólíklegt, að hér hafi verið mannabyggð að staðaldri; líklegra er, að kofum þessum hafi verið hróflað upp til bráðabirgða á ófriðartímum, og að menn hafi flúið í hraunið úr Grindavík. Þar hefur oft verið agasamt. Englendingar og Þjóðverjar börðust þar 1532, og 1627 herjuðu Tyrkir á byggðina. Gamlar sagnir geta um stigamenn eða útilegumenn á Baðvöllum einhvers staðar nálægt Grindavík, en hvort rústirnar standa í nokkru sambandi við þá illvirkja er efasamt.“

Barnagarðar?

Í Sundvörðuhrauni

Þorvaldur veit auðsæilega ekki hvað hann á að halda um þessi mannvirki, og sömu sögu er að segja um Brynjólf frá Minna-Núpi. Þegar hann fór að leita rústanna var Sæmundur bóndi Jónsson á Járngerðarstöðum, sá sem fylgdi Þorvaldi Thoroddsen um Grindavíkurhraun orðinn blindur. Fékk hann þá með sér tvo kunnuga menn, og leituðu þeir „nær heilan dag, en fundu ekki“. Með tilvísan hins blinda manns tókst þeim þó að finna rústirnar í annarri atrennu. Í Árbók fornleifafélagsins heldur Brynjólfur helzt, að tætturnar 3 í kvosinni „hefðu getað verið geymsluhjallar, t.a.m. fyrir þurrkað kjöt. Í kvosarbotninum er hringmynduð tóft svo lág, að veggirnir eru áð mestu mosa huldir. Það gæti verið niðurhrunin fjárrétt, en eigi bendir það þó til þess er Sæmundur sagði; að í henni hefði hann fundið ösku og skörung úr járni“. Brynjólfur fellst á, að þarna hafi verið gott fylgsni, ,,en ólíklegt er, að menn hafi getað dvalizt til lengdar á þessum stað. Þar hefur víst verið „á flestu góðu mesta óhægð“,“ og bendir á, að þar hafi hvorki verið vatn né eldivið að fá. Kunnugir menn í Grindavík segja, að vatnsból sé sæmilegt í djúpri gjá sunnan við Eldvarpahraun um 20-30 mín. gang frá rústunum, en eldiviður hefur auðvitað verið enginn nema mosi.

Eldvörp

Eldvörp – fiskibyrgi.

Brynjólfur bendir á, að sumar af tóftum þessum em svo smáar, „að það er eins og börn hafi byggt þær að gamni, og trúa mundi ég, að þetta væri allt saman eftir stálpuð börn, t. a. m. 10—14 ára gamla drengi, ef líklegt væri að þeir hefðu komið á þennan stað, en það sýnist mér ekki vera. Á vorum dögum mundu flestir drengir kjósa annað til skemmtunar en að leita leiksviðs í ófæru hrauni, og fyrrum hefur hraunið þó verið enn verra yfirferðar, er það var mosalaust og lítt saman sigið. Hafi drengir fyrri alda haft slíkar glæfraferðir og séu þessar menjar eftir þá, þá eru þær merkilegar fyrir þroskunarsögu vora, og þó þær séu eftir útilegumenn eru þær merkilegar, auk þess sem þær sýna eymdarstöðu slíkra manna og það þrek sem þurfti til að lifa í henni; þá sýna þær einnig það áræði, sem þrátt fyrir hættuna horfði ekki í að vera svo nærri mannabyggðum. „Karlmennskuhugurinn harði“ lýsir sér á sinn hátt í hvoru tilfellinu sem er.“

Junkerar í Grindavík

Í Sundvörðuhrauni

Þorvaldur og Brynjólfur vilja ekkert fullyrða um það, hverjir hafi staðið að húsagerðinni í Grindavíkurhrauni, en rústirnar benda ótvírætt til þess, að einihvern tima í fyrndinni hafi menn hafzt þar við. Skammt frá sjálfum tóftunum sér móta fyrir aðhaldi og lítilli rétt, en hverjir áttu að smala á þessum slöðum? Ef einhverjir óbótamenn óbótamenn hafa búið þarna, er harla ólíklegt, að einhver sögn um þá hefði ekki varðveizt, og nú vill svo vel til, að meðal Grindvíkinga hefur varðveizt saga um „útilegumenn“ á Reykjanessskaga. Brynjólfur frá Minna-Núpi skrásetur þessa sögu, og er hún prentuð í Huld, H. b., útg. 1892, bls. 58-60.

Járngerðarstaðahverfi

Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn -— tólf eða átján — hafzt við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavik, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé, og vindur standi af landi. En junkarar reru heldur aldrei nema þar sem vindur stóð af landi, og þá er svo var hvasst að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir í landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn því illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar.

Gerðavellir

Gerðavellir – leifar virkis Jóhanns breiða.

Og þó að að menn kæmist í gerði þeirra, þá er þeir voru ekki við, þorðu menn eigi að láta junkara sjá þess merki, þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmissa bragða til þess. Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en júnkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björguðust svo til lands. Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aftur. Naglarnir brustu, þá er í land skyldi róa, því að þá var mótvindi. Þá reru junkarar við hné sér til lands. Í þriðja sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu.

Tyrjabyrgi

Eitt „Tyrkjabyrgjanna“.

Nú reru junkarar, er vindur stóð af landi, en í það sinn komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er, að hverjir fyrir sig: Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi junkarar verið af dögum ráðnir.
Þessari sögu fylgir skýringarklausa frá Brynjólfi á Minna-Núpi: „Þessi munnmæli voru mér sögð í Grindavík 1861. En seinna hefur mér dottið í hug, að þessi sögn kunni að standa í sambandi við tóftarústir þær, er sjómenn frá Húsatóftum í Grindavík — einn af þeim var Guðmundur, bróðir minn — fundu veturinn 1872 norðan í Sundvörðuhrauninu, þar sem á stóru svæði er hvergi stingandi strá strá, og engin umferð af mönnum né skepnum, enda hafði þá enginn heyrt þeirra rústa getið áður. Þorvaldur Thoroddsen fann þær líka, er hann rannsakaði Rekjanesskagann, og áleit eins og hinir, að þar hefði verið mannahýbýli“.

Vafasamt junkaragerði
Junkaragerði ofan við Stóru-Bót í GrindavíkÞetta er eina sögnin, sem hægt er að tengja við tóftirnar í Sundvörðuhrauni, en hún hefur á sér ýmis einkenni góðrar þjóðsögu. Junkararnir eru 12 eða 18, en talan 18 er algeng í þjóðsögum um líkt efni. Í Grindavík lifði einnig saga um 15 þjófa í Þjófagjá í Þorbjarnarfelli en hún er farandsögn, sem ekkert á skylt við þessar rústir. Þrjár tilraunir eru gerðar til að ráða junkarana af dögum, og heppnast síðasta tilraunin, en slík efnisatriði eru einkenni allra góðra þjóðsagna.
Sannfræði þessarar sögu er því býsna vafasöm, en engu að síður standa rústirnar í Sundvörðuhrauni sem óbrotgjarnt vitni þess, að þar hafa menn verið að verki og sennilega dvalizt einhvern tima. Ef bófaflokkur hefur haft þar bækistöð sína ætti að finnast einhver urmull af beinum eða öðrum úrgangi þar í grendinni, en þess sér engin merki. Útilegumannadýrkendur benda þó rétti lega á, að tætturnar séu mjög gamlar, því að þær eru huldar þykku mosalagi. Fangamark útilegumanna getur því birzt einn góðan veðurdag undir mosalaginu.

Eldvörp

Eldvörp – eitt byrgjanna.

Það er eftirtektarvert við rústirnar, að byggingarlag þeirra bendir til þess, að það sé miðað við þá möguleika, sem hraunhellurnar í nágrenninu skópu byggingameisturunum. Stærstu hraunhellurnar eru um 90 sm. á lengd, en tætturnar eru frá því um 50 sm til 80 sm. á breidd nema ein. Hún er um 150 sm., þar sem hún er breiðust. Þar hefur þó verið hlaðinn milliveggur, svo að þakhellurnar hafa ekki þurft að vera nema um 80 sm. til þess að ná milli veggja, Ef hér er um mannabústaði að ræða, þá er enginn öfundsverður af því að hafa hafzt þarna við.  Mér er ókunnugt, að orðið junkari komi fyrir annars staðar í þjóðsögum. Orðið kemur inn inn í íslenzkuna á ofanverðum miðöldum og er þá oft skrifað jungkæri, og bæjarnafnið Junkaragerði er skrifað Junkæragerði í Jarðabók Árna Magnússonar. Orðið jungkæri var notað um yngissveina af tignum ættum, en hefur festst t. a. m. í Þýzkalandi við landeigendaaðalinn. Inn í íslenzkuna er orðið auðvitað komið úr þýzku eða dönsku, en Þjóðverjar höfðu miklar bækistöðvar á þessum slóðum á 16. öld. Það er dálítið kátbroslegt, að tignarheiti! einnar illræmdustu landeigendastéttar Evrópu skuli tengt við kot eitt suður í Höfnum og þjóðsögn um kvennagull, sem eiga að hafa búið á óbyggðum Reykjanesskaga.

Heimildir m.a.:
-Rústirnar í Grindavíkurhrauni – Björn Þorsteinsson – Þjóðviljinn 3. september 1950, bls. 5 og 7.
-Rústirnar í Grindavíkurhrauni – Björn Þorsteinsson – Nýi Tíminn 28. september 1950, bls. 3 og 6.

Tyrkjabyrgi - uppdrattur

Eldvörp

Margir hafa sótt Selatanga heim, eina þekktustu verstöð Reykjanesskagans fyrrum.

Fiskgeymsluhús á Selatöngum

Færri vita að svipaðar minjar má finna nokkrum öðrum stöðum í nágrenni Grindavíkur, s.s. mikla þurrkgarða, -byrgi og ekki síst – fískgeymslur. Vegna þess hversu fáir vita af öðrum mannvirkjum hafa þau að mestu fengið að vera í friði og því varðveist nokkuð vel. Mannvirkin á Selatöngum hafa látið á sjá í seinni tíð af tveimur ástæðum; ágangi sjávar annars vegar og manna hins vegar. Sjórinn hefur nú tekið til sín öll elstu mannvirkin og er á góðri leið með að hirða það sem eftir er. Mannfólkið hefur ekki látið sér nægja að berja minjanar augum heldur hefur það þurft að príla upp á sumar þeirra svo þær hafa orðið fyrir skemmdum.

Selatangar

Selatangar – fiskgarðar.

Á  þurrkgarðana var flattur fiskurinn lagður og hann þurrkaður. Einnig hausar og annað er nýta mátti af fiskinum. Auk garða má á nokkrum stöðum sjá þurrkbyrgi, sem fiskurinn hefur verið geymdur í milli þurrkálagninga. Slík byrgi má bæði sjá í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, vestan Húsatófta, við Nótarhól austan Ísólfsskála svo og á Selatöngum. Einnig austan við Herdísarvík.
Þegar bátar komu úr róðri var aflinn færður á skiptivöll, þar sem skipt var í hluti. [Einn slíkan óskemmdan má enn sjá neðan við Klöpp í Þórkötlustaðahverfi].
Fiskgeymsluhús í SundvörðuhrauniÞví næst var gert að, á skiptivellinum ef aðstæður þar leyfðu, annars á öðrum hentugum stað. Í Grindavík mun vísast hafa verið gert að á skiptivelli. Á vetrarvertíð, þegar ekki var þerrisvon, var fiskurinn lagður í kös, eða kasaður sem kallað var. Það var gert eftir sérstökum reglum. Fiskurinn var lagður þannig í kösina, að dálkurinn sneri niður, svo að blóð sem síga kynni úr honum færi síður í hinn helminginn; fiskurinn var kýttur, en það var gert með því móti að beygja hann saman í hnakkann, svo að fiskurinn fyrir framan dálk myndaði ¼ úr hring. Næsta lag var svo sett ofan á það, sem fyrir var, þannig að hnakkinn af þeim fiski læki móts við gotraufina á þeim, sem undir var, og með sama hætti koll af kolli. Helzt þurfti kösin að vera á sléttum halla, svo að ekki sæti vatn í henni. Að lokum myndaðist hringur og komu sporðar allra neðstu fiskanna saman. Kösin stóð misjafnlega lengi, stundum svo vikum skipti, þar sem sjaldnast viðraði vel fyrr en undir vor. Í frosti skemmdist kasarfiskurinn ekki að ráði, en ef skiptist á vætutíð og frost vildi hann vera maltur, jafnvel grútmaltur.
Þegar komið var fram á vor og veður fór batnandi, var fiskurinn tekinn úr kösinni og byrjað að þurrka hann. Fyrst var hann þveginn og himnudreginn, en síðan breiddur á garða, möl eða grjótghryggi, og var roðinu snúið niður á daginn en upp á nóttunni. 

 

Fiskgeymslur í Sundvörðuhrauni - flugmynd

Á meðan á þurrkuninni stóð, var fiskinum snúið hvað eftir annað, en er hann þótti orðinn hæfilega þurr, var honum hlaðið í stakka og þeir fergðir, svo að sléttaðist úr fiskinum. Þegar þurrkur var, var fiskurinn síðan breiddur úr stökkunum, uns hann var orðinn sprekaður, en þá þótti loks fært að vigta hann og flytja.
Nokkur tími gat jafnan liðið frá því fiskur var fullþurkkaður og þar til hægt var að flytja hann, og reið þá á miklu í stórum verstöðvum, þar sem margir gerðu út, að ekki ruglaðist fiskurinn. Af þeim sökum höfðu menn sérstök fiskmerki, og umsvifamiklir aðilar höfðu sérstakt brennimark.
Fiskbyrgi við EldvörpOg þá er komið að megininntaki þessarar umfjöllunar. Á meðan fiskurinn beið flutnings, var hann tíðast geymdur í fiskbyrgjum. Þau voru hlaðin úr grjóti, strýtu- eða stróklaga, en þannig var best að verja fiskinn gegn vætu. Á sumum jörðum í Grindavík munu einnig hafa verið sérstök fiskgeymsluhús, en ekki er ljóst hvernig þau voru byggð. Frá 17. öld eru heimildir um slík hús frá Hópi, sem voru í eigu Skálholtsstaðar. Þá var hús á Þórkötlustöðum, sem gekk undir nafninu “staðarhúsið”, og var það sýnilega fiskgeymsluhús í eigu Skálholtsstóls. Hugmyndir eru uppi um að einu fiskgeymsluhúsin, sem varðveist hafa í Grindavík, megi finna undir rótum Sundvörðuhrauns, svonefnd “Tyrkjabyrgi”. Fleiri slík byrgi má finna í upplandi bæjarins, ósnert með öllu. Staðsetning kemur vel heim og saman við heimildir þess efnis að annar aðalútflutningsstaður Grindvíkinga um tíma var frá Básendum.

Húsatóftir

Húsatóftir – fikibyrgi.

Fiskgeymslur voru staðsettar í hverfum Grindavíkur meðan miðstöð útflutningsverslunarinnar var þar, en færðist síðan út fyrir þau þegar verslunin færðist að Básendum er verslunin færðist frá Grindavík árið 1639.  Þær geymslur, sem sjá má í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp eru mjög nálægt gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Hafna, sem lá áfram um Ósa og út á hinn gamla verslunarstað Þórshöfn og loks að Básendum. Einnig leifar hinna mörgu fiskgeymslubyrgja ofan Húsatófta.

Ekkert fiskgeymsluhús hefur varðsveist í Grindavík, en fiskgeymsluhúsin í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp hafa varðveist með ágætum.
Skjól fiskivarða við EldvörpÁstæðan er tvíþætt; annars vegar eru þau yngri og auk þess hafa þau gleymst eftir að notkun þeirra lauk um 1800 eða skömmu eftir Básendaflóðið mikla 1799. Það var ekki fyrr en síðla á 19. öld að byrgin í Sundvörðuhrauni fundust á ný og Eldvarpabyrgin fundust ekki fyrr en árið 2006.
Öll geymslubyrgin í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp eru svo til að sömu stærð, hvort sem varðar breidd, lengd eða hæð. Þau eru gisin til að loft gæti leikið um varningin, sléttar þunnar hellur voru lagðar yfir sem þak svo auðveldara væri að koma fyrir og fjarlægja varninginn og auk þess voru settar upp hlaðnar refagildrur í nágrenninu ef vargurinn skyldi ásælast matvöruna í byrgjunum.
ÁhugiVakt hefur verið við báða staðina. Ummerki um varðmannskjól eru í Sundvörðuhrauni og einnig við Eldvörp. Þar eru mannvistarleifar í hellum á tveimur stöðum, örskammt frá geymslunum.
Allnokkur umgangur hefur verið um Sundvörðubyrgin í seinni tíð, en engin um Eldvarpabyrgin. Þau gætu því verið kærkomin rannsóknarvettvangur þeirra fornleifafræðinga er áhuga fengju á viðfangsefninu (sem reyndar gæti orðið einhver bið á m.v. núverandi áherslur minjavörslunnar í landinu).

Eldvörp

Eldvörp – hlaðin refagildra við fiskbyrgin.

Auðvitað er ávallt „leiðinlegt“ að svipta hulunni af jafn dulúðlegum stöðum og Sundvörðubyrgin hafa verið um langa tíð. Þau hafa hingað til ýmist verið talin felustaður útilegumanna eða flóttamannabúðir fyrir Grindvíkinga er þyrftu að flýja undan „Tyrkunum“ í skyndi, minnunga komu þeirra til þorpsins í júnímánuði 1627 er tólft þorpsbúar voru dregnir til skips og aðrir þrír limlestir. Til varnaðar má segja að enn hafi ályktun þessi ekki verið fullsönnuð því vísindaleg fornleifarannsókn hefur enn ekki farið fram á mannvistarleifunum – hvað svo sem tefur.
Líklegast má þó telja, þrátt fyrir að hver hafi apað upp eftir öðrum hingað til, að umrædd byrgi hafi þjónað öðrum tilgangi en hingað til hefur þótt sagnakennt.
Sjá meira um byrgin HÉR og HÉR.

Tyrkjabyrgi

Byrgin í Sundvörðuhrauni – uppdráttur ÓSÁ.

 

Staðhverfingabók

Í bókinni „Mannlífi mikilla sæva – Staðhverfingabók„,  er m.a. lýst hungurástandi því sem ríkti í Grindavík og á Suðurnesjum um miðja 18. öld – á tímum einokunarverslunar Dana.

Tyrkjabyrgi

Eitt byrgjanna.

Ekki verður, í ljósi þess, hjá því komist að skoða tilvist „Tyrkjabyrgjanna“ svonefndu í Sundvörðuhrauni neðan Eldvarpa, en þau virðast fyrst og fremst hafa verið byggð sem fiskbyrgi – og þá mögulegar vistgeymslur til að bregðast við ríkjandi tímabundnu ástandi. Ekki er vitað um aldur þeirra, en hafa ber í huga að fyrr á öldum voru allflestir Grindvíkingar leiguliðar og þurftu því á stundum nauðráð til bjargar. Byrgin gleymdust, en voru uppgötvuð sem minjar í lok 19. aldar. Ekki er ólíklegt að ætla að Grindvíkingar á árabátum Skálholtsstóls hafi stungið undan einum og einum fiski, borið hann upp í hraunið og hlaðið þar byrgi sem geymslur með það fyrir augum að geta sótt hann þangað síðar þegar hungur svarf að fjölskyldunni. Síðar, með breyttum breytanda, urðu byrgin óþörf og gleymdust, enda úr alfaraleið. Byrgin bera öll einkenni fiskibyrgjanna í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, í Slokahrauni vestan Hrauns, við Nótarhól austan Ísólfsskála og á Selatöngum.

Einokunin
„Með tilskipun 20. apríl 1602 gaf konungur þegnum sínum einkaleyfi til verslunar á Íslandi. Með því hófst Einokunarverslun Dana hér á landi, sem stóð í 185 ár. Versluninni var skipt milli þriggja borga, Kaupmannahafnar, Málmeyjar og Helsingaeyrar. Kom Grindavík, ásamt Keflavík og fjórum öðrum höfnum, í hlut höfuðstaðarins.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur – ÓSÁ.

Þótt Danir ættu að taka við versluninni að fullu árið 1602 var svo ekki í raun. Til þess skorti bæði kapítal, skipakost og mannafla. Hlutu þeir því að semja um það við Þjóðverja að annast verslunina að svo miklu leyti, sem þeir ekki komust yfir hana sjálfir. Stóð svo a.m.k. 2 fyrstu áratugi einokunar. Á þessum tíma átti Skálholtsstóll nánast allar jarðir í Grindavík og nágrenni.

Aðeins tvær ýsur

Húsatóptir

Minjar konungsverslunarinnar við Húsatóptir.

Hér skal brugðið upp einni mynda, sem lýsir nokkuð vel ástandinu og afkomunni í Grindavík þegar harðindin, aflaleysið og verslunaráþjánin fylktu liði gegn þessari örbjarga þjóð með þeim afleiðingum, að á árunum 1756 og ’57 dóu 2500 manns í Skálholtumdæmi.
Árið 1756 voru búsettir í Grindavík 28 fjölskyldur eða 196 manns, segir í umfjöllun Guðmundar sýslumanns Brynjólfssonar þann 12. febrúar, um ástandið á Suðurnesjum; „sem ei hafa annað af að lifa en litla mjólk vel flestir en sumir aldeilis ekkert nema það hjá öðrum skrármegandi betla. Hér fyrir utan er heill hóp margt sjófólk í þessa sveit komið matarlítið, sem ei verður matur lánaður, svo fyrir því bíður ei annað en vísast aftur til baka heim í sveitir, hvað þessa hreppa innbyggjurum, sem sjálfu því, er hin mesta skaða von. Og orsakast þessi bágindi mest af fiskleysi og stórri óveðurháttu, sem lengi hefur viðhaldist og enn nú yfir dynur.

Húsatóftir

Húsatóftir – Kóngshús.

Því er vor þénustusamleg begjæring til hr. sýslumannsins, að hann láti þess hrepps innbyggjara fá hjálp og styrk til lífs uppihalds í soddan nauðsynjum frá Básendabúðum ei síður en aðra utan districtsmenn þar eð vér byggjum Grindarvíkurhafna matvöru fyrirliggjandi í nefndum búðum og þykjumst því eiga þar frekara tilkall en þeir, hvað ef ekki nægir, óskum vér í undirgefni að hann komi hingað hið snarasta og opni hér kaupmannshúsin til frekari hjálpar þeim nauðlítandi, sem ómögulega geta sótt mjöl eður brauð til Bátsenda, því vér meinum hér fyrirliggja um eða yfir 10 tunnur matar.“
Átta dögum síðar – þ. 19. febrúar er sýslumaður kominn til Járngerðarstaða; „Kemur þar allt hið sama fram og hér að framan er lýst. Í sveitina hafa aðeins fengist 14 tunnur matar frá Bátsendum. Hins vegar telja þeir sig vita „nokkurn mat fyrirliggja í Companiniens handelshúsum hér í Grindavík“. Það sé því lífsnauðsyn, að þau sömu séu af sýslumanninum, sem næsta yfirvaldi með fyrstu hentugleikum, opnuð nauðlíðandi fólki í sveit þessari til lífsbjargar svo ei af hungri út af deyi eða ófært verði sér næringar leita á sjónum, hvar af sjófólksins heimavísan hangir, oss og því til óbætanlegs skaða“.

Húsatóptir

Kort Kristófers Klog frá 1751 af verslunarstaðnum á Húsatóftum og Stað.

Aðspurði sýslumaðurinn samankomna þingmenn hvort þeir vissu engin önnur ráð, meðöl eður útvegi þessu nauðlíðandi fólki til lífsbjargar en Companiens handels húsa opnan í Grindavík, hvar til einlæglega og sameiginlega svaraða var: NEI“.
„Svo og undirréttast sannferðulega, að næstliðinn dag hafi nær alskipa róið í sveit þessari, og allan dag í temmilegum makindum úti verið, djúpt og grunnt að leita. Hafi þó einasta tvær ýsur á land komið en varla orðið vart við aðra drætti. Sanni þessa best, hve algjört fiskleysið sé.“

Ein tunna bygg, en brennivín nóg

Húsatóftir

Húsatóftir – leifar konungsverslunarinnar.

En hvort sem Grindavíkurverslunin hefur verið opnuð á þessari vertíð og eitthvað hefur verið gert til að seðja sárasta hungur útróðrarmanna eða ekki, þá er svo mikið víst, að vorið fyrir var þar ekki um auðugan garð að gresja, hvað matvöruna snerti, aðeins tvær tunnur af skonroki og ein af af bygggrjónum. Hins vegar voru vínbirgðirnar 878 pottar af kornbrennivíni, 92 pottar af öðru víni, 4 tunnur af öli og 68 pottar af mjöð.“

Sjá meira um „Tyrkjabyrgin“ HÉR og HÉR.

Heimild:
-Mannlíf mikilla sæva – Staðhverfingabók, séra Gísli Brynjólfsson, Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1975-, bls. 107-113.

Húsatóftir

Minjar dönsku einokunarverslunarinnar á Húsatóftum.

Eldvörp

Skoðaður var svonefndur “Útilegumannahellir” vestan við borholuna í Eldvörpum ofan Grindavíkur. Í honum eru hleðslur. Ein kenningin er sú að í honum hafi Húsatóttarfólkið bakað brauðið sitt, en Brauðstígurinn, sem liggur upp í gegnum Sundvörðuhraun frá “Tyrkjabyrgjunum” kemur niður skammt frá opinu. Í þessum helli var talsverður jarðhiti áður en borholan kom til.

Eldvörp

Eldvörp – heðslur í helli.

Í stað þess að fara Brauðstíginn niður að “Tyrkjabyrgjunum”, var gengið suður fyrir byrgin, um tiltölulega slétt hraun, og komið að þeim úr suðvestri. Byrgin og hlaðin refagildra, sem er við byrgin, voru skoðuð. Þaðan var haldið niður eftir Brauðstígnum að girðingu, henni fylgt til vesturs út að hraunkantinum og strikið síðan tekið niður að Húsatóttum (-tóftum). Farið var yfir nokkrar gjár, s.s. Miðkrókagjá og Skothólsgjá, á leiðinni og komið að nyrsta og jafnframt heillegasta fiskbyrginu ofan Túngjár (Hjálmagjár) á Byrgjahólum.

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni – ÓSÁ.

Þaðan má sjá móta fyrir a.m.k. fjórum fiskbyrgjum öðrum sunnar á gjárbarminum. Enn sunnar eru nokkur byrgi til viðbótar, auk hlaðinna þurrkgarða. Þeir nefnast Háavíti og Lágavíti. Hjálmagjá nefndist svo því fólk taldi sig oft sjá gjáveggina upplýsta með fögrum ljósahjálmum, sem báru af lýsisstýrunum í mannheimum. Efsti hluti gjárinnar heitir Tóftagjá.
Á túninu neðan við Húsatóttir, sunnan við Stakabrunn, er hóll, sem nefndur er Pústi. Þar hitti Helgi Gamalíason hópinn og leiddi hann áfram vestur með ströndinni. Pústa sagði hann hafa fengið nafn af því að Húsatóttamenn hvíldu sig þar á leið sinni með byrðar frá vörinni. Helgi nefndi rústir gömlu bæjanna með kantinum landmeginn; Hamra, Sólvelli og Vindheima. Niður á skerjunum eru Þvottaklappir þar sem vatn streymir undan hrauninu á fjöru. Neðan Vindheima er Kóngsklöppin þar sem gamla konungsverslunin var í Grindavík. Enn má sjá tóttir hennar uppi á sjávarkambinum, en mikill hluti þeirra hefur þó sjórinn hirt.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Mikið landrof hefur orðið þarna í gegnum tíðina, auk þess sem landið hefur sigið. Innan við Kóngsklöppina var Tóttarvörin og sést móta fyrir hleðslum þar sem hún var. Utan við klöppina er Ballestasker, en við það má sjá steina, sem notaðir voru í ballest hinna erlendu skipa.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði.

Gengið var að gömlu bryggjunni, sem var í Húsatóttalandi. Vestan við hana er varða, landamerki Húsatótta og Staðar. Vestan við bryggjuna eru minjar fiskverkunarhúsa og ofar tóttir og garðar frá Hvirfli. Vestan við Hvirfil eru Þvottaklappir Staðarbænda. Þar kemur og tært vatn undan klöppunum. Þar fyrir neðan er Staðabótin, en ofan hennar er Hvirflabrunnur, hlaðinn. Vestar er flóruð Staðarvörin og Skakkavör skammt vestar. Undan henni er Festarsker, en á því er annar kengurinn af tveimur, sem konungsskipin voru fest við. Skerið kemur einungis upp í stórstraumsfjöru.

Staðarvör

Staðarvör.

Staðarvörin er fallegt mannvirki, sem huga þarf vel að. Vestar á kambinum eru heillegar tóttir Stóra-Gerðis, brunnur og falleg heimreið. Skammt vestan við Stóra-Gerði er Litla-Gerði. Sjórinn er nú byrjaður að brjóta tóttir þess bæjar niður. Þá var strikið tekið yfir vörslugarð Staðar, eða það sem eftir er af honum, og gengið að Kvíadal, heillegum tóttum þess bæjar.
Frá Kvíadal var gengið yfir Hundadal og á hól í Staðatúni, en þar undir er talið að bærinn Krukka hafi verið, en sandurinn lagði hann í eyði á skömmu tíma fyrir alllöngu síðan og þakti hann síðan alveg. Þarna undir gætu verið mjög heillegar minjar.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Skammt norðar er Staðarbrunnurinn, nær ósnertur og fallegur brunnur frá árinu 1914.
Komið var við á hinu gamla bæjarstæði Staðar og litið inn í kirkjugarðinn. Þar í klukknaportinu er t.d. skipsklukkan úr Alnaby, sem strandaði þarna fyrir utan, á Kolasandi, árið 1902. Á klukkunni er ártalið 1898 og áletrunin ALNABY. Áður en kaffi var þegið í golfskálanum í boði bæjarstjóra, var litið á Húsatóttarbrunninn. Hann er beint fyrir neðan golfskálann.
Loks var gengið upp Árnastíg með viðkomu í gömlu tóttunum á Húsatóttum, litið á Sundvörðuna austast í hrauninu og stígurinn skoðaður þar sem hann er hvað mest markaður í klöppina norðan við Sundvörðuhraunið.
GígurÞegar komið var inn í Eldvörpin á ný voru skoðaðar hleðslur, sem Erling Einarsson benti hópnum á, í gróinni lægð skammt norðan við heitasta gíginn í Eldvörpum. Þær gætu verið merki þess að Hamarsbóndahellir sé þarna einhvers staðar skammt frá, en Helgi hafði bent á svæðið þarna á sínum tíma sem líklega staðsetningu. Verður skoðað betur síðar.
Gangan tók með hléum um fimm klukkustundir og fimm mínútur. Boðið var í byrjun upp á glænýtt súrefni, svalan grindvískan andvara og síðan áður óþekkt sólskin seinni hluta leiðarinnar. Hitinn var í kringum 10 C°.

Eldvörp

Gígur í Eldvörpum.

Eldvörp

Gengið var suður fyrir Eldvörpin um Árnastíg, inn á Brauðstíginn og áfram áleiðis eftir honum til vesturs. Af honum var stefnan síðan tekin að Tyrkjabyrgjunum í suðvesturkrika Sundvörðuhrauns.

Á leið

Brauðstígurinn liggur  frá Árnastíg frá Húsatóttum og þaðan inn í krikann. Frá honum liggur stuttur stígur að byrgjunum. Er komið var að þeim fyrir nokkrum árum var mosinn næstum óhreyfður. Nú hefur myndast moldar hringstígur um byrginn, sem segir nokkuð um áhugann. Erfitt er að koma auga á þau úr fjarlægð vegna þess hversu vel þau hafa samlagast landslaginu. Þrjú byrgi eru í röð utan við kverkina, en eitt hlaðið inni í henni. Hlaðið skjól er aðeins utar og síðan smá hleðsla. Sunnan og ofan við krikan er eitt byrgi og hringlaga geymsla eða varðturn. Utar með kantinum eru tvö byrgi. Norðan þeirra er hlaðin refagildra. Gengið var yfir hraunið vestur frá byrgjunum. Þar er slétt hraun, sem auðvelt var að fylga upp í Eldvörpin til baka – bakatil við þau.

Tyrkjabyrgi

Í „Tyrkjabyrgjum“.

Margir hafa sótt Selatanga heim, eina þekktustu verstöð Reykjanesskagans fyrrum. Færri vita að svipaðar minjar má finna nokkrum öðrum stöðum í nágrenni Grindavíkur, s.s. mikla þurrkgarða, -byrgi og ekki síst – fískgeymslur. Vegna þess hversu fáir vita af öðrum mannvirkjum hafa þau að mestu fengið að vera í friði og því varðveist nokkuð vel. Mannvirkin á Selatöngum hafa látið á sjá í seinni tíð af tveimur ástæðum; ágangi sjávar annars vegar og manna hins vegar. Sjórinn hefur nú tekið til sín öll elstu mannvirkin og er á góðri leið með að hirða það sem eftir er. Mannfólkið hefur ekki látið sér nægja að berja minjanar augum heldur hefur það þurft að príla upp á sumar þeirra svo þær hafa orðið fyrir skemmdum.

Strýthólahraun

Fiskbyrgi í Strýthólahrauni – Uppdráttur ÓSÁ.

Á þurrkgarðana var flattur fiskurinn lagður og hann þurrkaður. Einnig hausar og annað er nýta mátti af fiskinum.

Strýthólahraun

Strýthólahraun – fiskbyrgi.

Auk garða má á nokkrum stöðum sjá þurrkbyrgi, sem fiskurinn hefur verið geymdur í milli þurrkálagninga. Slík byrgi má bæði sjá í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, vestan Húsatófta, við Nótarhól austan Ísólfsskála svo og á Selatöngum. Einnig austan við Herdísarvík.
Þegar bátar komu úr róðri var aflinn færður á skiptivöll, þar sem skipt var í hluti. [Einn slíkan óskemmdan má enn sjá neðan við Klöpp í Þórkötlustaðahverfi]. Því næst var gert að, á skiptivellinum ef aðstæður þar leyfðu, annars á öðrum hentugum stað. Í Grindavík mun vísast hafa verið gert að á skiptivelli. Á vetrarvertíð, þegar ekki var þerrisvon, var fiskurinn lagður í kös, eða kasaður sem kallað var. Það var gert eftir

Tyrkjabyrgi

„Tyrkjabyrgin“ – uppdráttur ÓSÁ.

sérstökum reglum. Fiskurinn var lagður þannig í kösina, að dálkurinn sneri niður, svo að blóð sem síga kynni úr honum færi síður í hinn helminginn; fiskurinn var kýttur, en það var gert með því móti að beygja hann saman í hnakkann, svo að fiskurinn fyrir framan dálk myndaði ¼ úr hring. Næsta lag var svo sett ofan á það, sem fyrir var, þannig að hnakkinn af þeim fiski læki móts við gotraufina á þeim, sem undir var, og með sama hætti koll af kolli. Helzt þurfti kösin að vera á sléttum halla, svo að ekki sæti vatn í henni. Að lokum myndaðist hringur og komu sporðar allra neðstu fiskanna saman. Kösin stóð misjafnlega lengi, stundum svo vikum skipti, þar sem sjaldnast viðraði vel fyrr en undir vor. Í frosti skemmdist kasarfiskurinn ekki að ráði, en ef skiptist á vætutíð og frost vildi hann vera maltur, jafnvel grútmaltur.

Gengið

Þegar komið var fram á vor og veður fór batnandi, var fiskurinn tekinn úr kösinni og byrjað að þurrka hann. Fyrst var hann þveginn og himnudreginn, en síðan breiddur á garða, möl eða grjótghryggi, og var roðinu snúið niður á daginn en upp á nóttunni. Á meðan á þurrkuninni stóð, var fiskinum snúið hvað eftir annað, en er hann þótti orðinn hæfilega þurr, var honum hlaðið í stakka og þeir fergðir, svo að sléttaðist úr fiskinum. Þegar þurrkur var, var fiskurinn síðan breiddur úr stökkunum, uns hann var orðinn sprekaður, en þá þótti loks fært að vigta hann og flytja.

Selatangar

Selatangar – fiskbyrgi.

Nokkur tími gat jafnan liðið frá því fiskur var fullþurrkaður og þar til hægt var að flytja hann, og reið þá á miklu í stórum verstöðvum, þar sem margir gerðu út, að ekki ruglaðist fiskurinn. Af þeim sökum höfðu menn sérstök fiskmerki, og umsvifamiklir aðilar höfðu sérstakt brennimark.

Byrgi

Og þá er komið að megininntaki þessarar umfjöllunar. Á meðan fiskurinn beið flutnings, var hann tíðast geymdur í fiskbyrgjum. Þau voru hlaðin úr grjóti, strýtu- eða stróklaga, en þannig var best að verja fiskinn gegn vætu. Á sumum jörðum í Grindavík munu einnig hafa verið sérstök fiskgeymsluhús, en ekki er ljóst hvernig þau voru byggð. Frá 17. öld eru heimildir um slík hús frá Hópi, sem voru í eigu Skálholtsstaðar. Þá var hús á Þórkötlustöðum, sem gekk undir nafninu “staðarhúsið”, og var það sýnilega fiskgeymsluhús í eigu Skálholtsstóls. Hugmyndir eru uppi um að einu fiskgeymsluhúsin, sem varðveist hafa í Grindavík, megi finna undir rótum Sundvörðuhrauns, svonefnd “Tyrkjabyrgi”. Fleiri slík byrgi má finna í upplandi bæjarins, ósnert með öllu. Ranghugmyndir hafa verið uppi um byrgin, allt frá því að Þorvaldur Thorarensen skrifaði um þau á ofanverðri 19. öld. Margir fleiri hafa apað hugmyndirnar eftir.

Húsatóftir

Húsatóftir – fikibyrgi.

Staðsetning byrgjanna kemur vel heim og saman við heimildir þess efnis að annar aðalútflutningsstaður Grindvíkinga færðist um tíma að Básendum. Fiskgeymslur voru staðsettar í hverfum Grindavíkur meðan miðstöð útflutningsverslunarinnar var þar, en færðist síðan út fyrir þau þegar verslunin færðist að Básendum. Verslunin færðist frá Grindavík árið 1639.  Þær fiskgeymslur, sem sjá má í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp eru mjög nálægt gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Hafna, sem lá áfram um Ósa og út á hinn gamla verslunarstað Þórshöfn og loks að Básendum. Einnig má sjá dæmi um leifar hinna mörgu fiskgeymslubyrgja ofan Húsatófta. 

Gengið

Ákjósanlegt hefur verið að hafa geymslurnar miðsvæðis, hvort sem þær voru frá bæjum á norðanverðum Skaganum, t.d. nálægt Stafnesi, eða frá Grindavíkurbæjunum á sunnanverðu því aldrei var hægt að vita fyrirfram á þeim tíma hvort Þjóðverjar eða Englendingar fengju vorhafnir á hvorum staðnum hvert árið. Reglan var sú að sú áhöfn er fyrst kæmi að höfn að vori héldi henni um sumarið (fyrstur kemur – fyrstur fær).

Nótarhóll

Fiskbyrgi við Nótarhól.

Ekkert fiskgeymsluhús hefur varðsveist í Grindavík, en fiskgeymsluhúsin í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, austan Nótarhóls við Ísólfsskála, á Seltaöngum og í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp hafa varðveist með ágætum. Ástæðan gæti verið sú að þau hafi gleymst eftir að notkun þeirra lauk þegar aðstæður breyttust. Það var ekki fyrr en síðla á 19. öld að byrgin í Sundvörðuhrauni fundust á ný og Eldvarpabyrgin fundust ekki fyrr en árið 2006.

Nótarhóll

Nótarhóll – minjar (ÓSÁ.

Öll geymslubyrgin í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp eru svo til með sömu lögun, hvort sem varðar breidd, lengd eða hæð. Þau eru gisin til að loft gæti leikið um innihaldið. Sléttar þunnar hraunhellur voru lagðar yfir sem þak svo auðveldara væri að koma fyrir og fjarlægja varninginn og auk þess voru settar upp hlaðnar refagildrur í nágrenninu ef vargurinn skyldi ásælast varninginn í byrgjunum.
Hlaðnar refagildrur eru  nálægt við öll fiskibyrgi í nágrenni Grindavíkur. Bendir það til þess að vargurinn hafi ásælst innihaldið. Það gildir einnig um „Tyrkjabyrgin“ í Sundvörðuhrauni.

Eldvörp

Eldvörp – hleðslur í helli.

Vakt hefur verið við báða staðina. Ummerki um varðmannskjól eru í Sundvörðuhrauni og einnig við Eldvörp. Þar eru mannvistarleifar í hellum á tveimur stöðum, örskammt Byrgifrá geymslunum.
Allnokkur umgangur hefur verið um Sundvörðubyrgin í seinni tíð, en engin um Eldvarpabyrgin. Þau gætu því verið kærkomin rannsóknarvettvangur þeirra fornleifafræðinga er áhuga fengju á viðfangsefninu (sem reyndar gæti orðið einhver bið á m.v. núverandi áherslur minjavörslunnar í landinu).
Önnur skýring er til á tilvist byrgjanna og alls ekki sú ólíklegasta. Hún er þessi: „Byrgin í Eldvarparhraunum eru fyrir „stuldfisk“.

Eldvörp

Óraskað byrgi í Eldvörpum.

Skálholtsbiskup átti nánast allt útræði á sunnanverðum Reykjanesskaganum frá því á 12. öld og fram á 16. öld. Eftir það eignuðust erlendir kaupmenn verslunina. Útvegsbændur í Grindavík líkt og annars staðar þurftu skv. laganna bókstaf að greiða Skálholti eða yfirvaldinu hverju sinni hluta af aflanum, sem annað hvort var fluttur að Skálholti eða seldur til útflutnings. Greindir útvegsbændur eða kotbændur hafa séð sér leik á borði, stolið undan hluta aflans og komið honum í þessar faldar geymslur í ofanverðum hraununum. Þurrkaður fiskurinn hefur síðan verið sóttur þangað ef nauðsyn bar til er sulturinn svarf að. Á einokunartímabilinu, frá 1602 til 1787, hvarf fiskur af Grindavíkurmiðum svo erfitt var um aðdrætti fyrir marga.

Tyrkjabyrgi-21

Þagnargildi hefur ríkt um geymslur þessar svo þær hafa alla tíð verið fáum kunnar.“ Sem sagt; „tyrkjabyrgin“ ku hafa verið með fyrstu skattaskjólum Íslendinga. Með því gæti aldur þeirra framlengst allt fram á 13. öld.
Auðvitað er ávallt „leiðinlegt“ að svipta hulunni af jafn dulúðlegum stöðum og Sundvörðubyrgin hafa verið um langa tíð. Þau hafa hingað til ýmist verið talin felustaður útilegumanna eða flóttamannabúðir fyrir Grindvíkinga er þyrftu að flýja undan „Tyrkunum“ í skyndi, minnunga komu þeirra til þorpsins í júnímánuði 1627 er tólft þorpsbúar voru dregnir til skips og aðrir þrír limlestir. Til varnaðar má segja að enn hafi ályktun þessi ekki verið fullsönnuð því vísindaleg fornleifarannsókn hefur enn ekki farið fram á mannvistarleifunum – hvað svo sem tefur.
Sjá meira um „Tyrkjabyrgin“ HÉR.

Eldvörp

Fiskbyrgin í Sundvörðuhrauni. Moldarstígur hefur myndast um minjarnar.

Ástæðulaust er að draga úr „sannleiksgildi“ annarra mögulegra ályktana um tilurð og notkun byrgjanna í Sundvörðuhrauni og Eldvörpum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín. Þátttakendur voru um 150.

Tyrjabyrgi

Eitt „Tyrkjabyrgjanna“.

 

Tyrkjabyrgi

Haldið var í Eldvörp og staðnæmst á svæðinu við borholuna. Sæmilegur vegur er þangað með heitavatnspípunni um Illahraun. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur.

Tyrkjabyrgi

Eitt byrgjanna í Sundvörðurhrauni.

Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Gengið var suður fyrir Eldvörpin, inn á svonefndan Brauðstíg. Þar er hlaðinn garður utan í hraunhrygg. Vestan hans er hverasvæði. Eftir tiltölulega stutta göngu í gegnum úfið Sundvörðuhraunið var komið niður á slétt mosavaxið apalhraun. Beygt var út af stígnum til vinstri og var þá komið inn í krika í skjóli hins háa apalhrauns. Í krikanum og upp á hraunöxlinni að sunnanverðu eru um tugur hlaðinna byrgja. Þau fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883. Gerður var uppdráttur af svæðinu.

Tyrkjabyrgi

Byrgin í Sundvörðurhrauni.

Sumir segja að byrgi þessi hafi verið aðsetur útilegumanna, en aðrir segja að í þeim hafi fólk dulist um sinn eftir að Tyrkirnir komu til Grindavíkur 1627. Byrgin eru fremur lítil, aflöng og þröng. Eitt kringlótt byrgi er uppi á hraunbrúninni og önnur þar hjá. Ummerki eru eftir mannvistir í skútum og hellum talsvert vestar í Eldvörpum. Hlaðin refagildra er framan við syðstu byrgin.

Tyrkjabyrgi

Eitt byrgjanna.

Ef einhver eða einhverjir hafa viljað dyljast þarna um sinn væri það tiltölulega auðvelt. Fyrir ókunnuga er mjög erfitt að finna staðinn, auk þess sem hann fellur vel inn í landslagið. Þótt mosinn hafi sest á byrgin og hraunið í kring er líklegt að þau hafi engu að síður fallið vel inn í landslagsmyndina þá og þegar þau voru gerð.
Eftir að hafa skoðað mörg byrgi á nokkrum stöðum á Reykjanesskaganum, s.s. ofan við Húsatóttir, í Strýthólahrauni, í Slokahrauni, austan við Ísólfsskála, á Selatöngum, við Herdísarvík og við gömlu Hafnabæina er að sjá sem margt sé líkt með þeim. Svipað lag er á þessum byrgjum og t.d. í Slokahrauni og við Herdísarvík. Því er ekki útilokað að byrgin undir Sundvörðuhrauni hafi um tíma verið ætlað eða þjónað þeim tilgangi að varsla þurrkaðan fisk eða annan varning frá Húsatóttum.

Eldvörp

Fiskbyrgin í Sundvörðuhrauni.

Á móti mælir að önnur þurrkbyrgi á Skaganum eru við sjávarsíðuna, en þessi talsvert langt uppi í landi. Hins vegar gætu þessi byrgi, á þessum stað, verið ætlað til annars en einungis að varsla þurrkaðan fisk, þ.e. sem felustaður fyrir slíkan fisk. Hafa ber í huga að Grindvíkingar voru fyrrum leiguþý Skálholtsstóls, sem átti alla útgerðina. Mikil örbirgð ríkti. Þarna gætu einstaklingar hafa skotið undan fiski til geymslu ef og þegar á þyrfti að halda er hungrið svarf að. Ekki ólíkleg tilgáta.

Eldvörp

Óraskað byrgi í Eldvörpum.

Engin ástæða er til að draga úr tilgátum manna um aðra notkun og tilgang, sbr. framangreint, enda má telja líklegt að fólk hafi dvalið, eða hafi ætlað að dvelja þarna í skjóli hraunsins, ekki síst í ljósi þess að mannvistarleifar hafa fundist þar á öðrum stöðum í nágrenninu. Fróðlegt væri að fá aðrar hugsanlegar tilgátur um tilgang og notkun þessara skemmtilegu, en dulúðulegu, byrgja.
Stígnum var fylgt til suðurs í gegnum hraunið og út á Árnastíg. Árnastíg var síðan fylgt áleiðis niður að Húsatóttum þangað til var komið að vörðu við gatnamót.

Tyrkjabyrgi

Refagildra.

Skammt neðan hennar er enn ein refagildran á svæðinu. Í stað þess að fylgja stígnum austur fyrir gamla bæinn var genginn varðaður stígur að og ofan við misgengið vestan hans. Ofan þess eru hlaðin fiskbyrgi og er a.m.k. eitt nokkuð heillegt. Stendur það nokkuð hátt. Önnur eru fallin, en vel má sjá útlínur þeirra og auðvelt er að áætla fyrri stærð þeirra. Gjáin í misgenginu er efni í sérstaka ferð, enda margar sögur og sagnir henni tengdar.
Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 2 klst og 54 mín.
Sjá meira um Eldvörp HÉR, HÉR og HÉR, HÉR, HÉR og einkum HÉR. Auk þess HÉR og HÉR.
Tyrkjabyrgi

Byrgin í Sundvörðuhrauni – uppdráttur ÓSÁ.

Selatangar

Hugsandi er Vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi. Eftirfarandi grein Lilju Bjarkar Pálsdóttur um „Rannsókn fiskbyrgja á Gufuskálum og Selatöngum„, má lesa á vefsíðu Fornleifastofnunar Íslands. Hér er um úrdrátt að ræða.

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Við upphaf þeirrar rannsóknar sem hér verður fjallað um voru settar fram ýmsar spurningar sem leitast var við að svara. Spurningarnar voru af ýmsum toga en flestar tengdust mannvirkjunum sjálfum, aldursgreiningu, byggingarforminu og byggingarefninu, fjölda og varðveislu. Auk þess voru almennari spurningar um fiskbyrgi; Hvort þau er að finna víðar en á Gufuskálum og Selatöngum og hvaða heimildir eru um slík mannvirki?

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Engin samantekt hefur átt sér stað um fjölda byrgja, gerð, ástand og dreifingu þeirra að því er höfundur kemst næst og hefur því land verið lagt undir fót síðustu misseri til að skoða og skrá einkenni hinna ýmsu byrgjastaða. Markmiðið er að skrá sem flestar þyrpingar byrgja og einkenni hvers staðar fyrir sig, ef einhver eru og með því, meðal annars, varpa skýrara ljósi á notkun byrgjanna og þar með framleiðsluaðferðir skreiðar fyrir vélaöld.
Gufuskálabyrgin eru hugsanlega þekktust ásamt byrgjum við Selatanga á Suðurnesjum. Það er erfiðleikum bundið að aldursgreina fiskbyrgin þar sem byggingarefnið gefur ekkert uppi um slíkt. Að vísu eru til aðferðir sem notaðar eru til að aldursgreina skófir og af þeim er nóg á byrgjunum, en sú aðferð er ekki mikið, ef eitthvað, notuð hér á landi. Sú aldursgreiningaraðferð sem mest er notuð, gjóskugreining, dugar ekki á Gufuskálum því ekki finnast nothæf, greinanleg gjóskulög á norðanverðu Snæfellsnesinu.

Selatangar

Selatangar – fiskbyrgi.

Við skráningu byrgjanna fyrir þessa rannsókn var reynt að skipta þeim í aldursflokka eftir ástandi og útliti. Þau sem voru mikið fallin með miklum skófum, mosa- og/eða lyngvaxin voru skráð elst og svo framvegis.
Á hinum endanum voru þau sem stóðu nær alveg heil en þau eru einnig minna yfirvaxin og minna er af skófum á þeim. Með þessari aðferð er hægt að fá einskonar innbyrðis aldursgreiningar, en hún segir að sjálfsögðu ekkert um raunverulega tímasetningu byrgjanna. Því er eðlilegast að reyna að tímasetja þau út frá verstöðinni sem þau tilheyra.
Byrgin  [á Gufuskálum] eru misfallin og sum yfirvaxin gróðri og hafa þau því ekki verið öll í notkun á sama tíma. Elstu byrgin virðast vera á jöðrum minjasvæðisins, þ.e. lengra uppi í hrauninu en einnig fjær verbúðunum/bæjarhólunum.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Yngstu byrgin, þ.e. þau sem standa enn vel og eru jafnvel heil, virðast raðast beint fyrir ofan verbúðirnar/bæjarhólana og eru sem næst hraunjaðrinum. Hugsanleg skýring er sú að eftir því sem umsvif minnkuðu hafi umfang svæðisins einnig minnkað og fjarlægari byrgi því orðið óþörf.
Lögun byrgjanna og stærð hefur ráðist af staðsetningu þeirra og byggingarefninu þar sem oft hefur verið notast við hraunkletta og hlaðið utan í þá. Byrgin eru yfirleitt ekki breið en geta hinsvegar verið löng. Ástæðan fyrir því er sennilega sú að þrátt fyrir að óreglulegt hraungrýtið henti vel í hleðslur og festist vel saman, ber það ekki kúpt þakið (borghlaðið) ef breitt er milli langhliðaveggja. Af sömu ástæðu hentar vel að hafa veggina sporöskjulaga eða rúnnaða. Staðsetning byrgjanna er heldur ekki tilviljun. Uppi í hrauninu er byggingarefnið og þar eru hæstu staðirnir þar sem vel blæs svo fiskurinn þornar vel.
Slétt svæði sem finnast við sum byrgin á Gufuskálum eru athyglisverð. Slétt svæði myndast væntanlega við efnistöku fyrir byrgin, en það skýrir þó ekki svæðin að öllu leyti þar sem greinilega hefur verið hlaðið í kringum sum þessara sléttu svæða. Þá er hlutverk grjóthleðslanna utan um sléttu svæðin óljóst. Ef aðeins er verið að bera fisk í byrgin til herslu þarf varla að hlaða garða til varnar búfénaði, þar sem inngangi byrgjanna var lokað og fiskurinn því öruggur. Ef fiskurinn var hinsvegar lagður í kös fyrir utan byrgin líta svæðin öðruvísi út. 

Áhugavert væri að líta undir gróðurþekjuna innan garðanna og sjá hvort merki um fiskvinnslu sé þar að finna. Mögulega kæmi sú vinnsla í ljós með fiskibeinum og lífrænum úrgangi, þ.e. í meiri mæli en myndi myndast við að leggja frá sér fiskböggla á meðan verið væri að koma fisknum hálfþurrum í byrgið. Engir fiskigarðar voru sjáanlegir eða greindir í hrauninu á Gufuskálum. Þeir eru ekki heldur greinilegir við verbúðarhólana eða á flatlendinu fyrir neðan hraunið. Möguleg skýring á þessum afmörkuðu svæðum við byrgin er, að þar hafi verkunin hugsanlega farið fram að miklu leyti og að þessi sléttu vinnusvæði séu í raun kasarreitirnir. Sandfok er og hefur ávallt verið mikið vandamál á þessu svæði og því er kannski líklegt að betra hafi verið að kasa og hálfþurrka fiskinn í hrauninu, hátt yfir sandsvæðinu. Einnig er alls ekki víst að notast hafi verið við fiskigarða á Gufuskálum, heldur einhverskonar hjalla eins og Lúðvík bendir á, en talið er að á Gufuskálum hafi fiskurinn verið hnakkaflattur, þ.e. þurrkaður á rám. Slíkur fiskur þótti heldur síðri en plattfiskurinn sem var þurrkaður á fiskigörðum. Við eitt byrgið leit út sem einhverskonar stoðarpakkning, þ.e. grjót sem notað hefur verið til að styðja við stoð, væri á vinnusvæði utan við inngang. Þetta gæti verið vísbending um lofthjall. Ef slíkir hjallar hafa verið notaðir er ekki líklegt að mikið finnist af þeim eða ummmerkjum eftir þá vegna áðurnefndrar gróðurþekju sem sveipar hraunið. Áhugavert væri þó að kanna svæðið aftur með þessi ummerki í huga.
Það sem einkennir minjarnar á Selatöngum eru hinir mörgu grjóthlöðnu garðar sem tilheyra hverju byrgi. Saman mynda þessir garðar og byrgin flókið kerfi athafnasvæða þar sem fiskverkun af einhverjum toga hefur átt sér stað. Verkunarsvæðin innan garða við byrgin á Selatöngum styðja þá kenningu að vinnusvæði sé að finna við sum byrgin á Gufuskálum. Fiskbyrgjunum í Dritvík svipar mikið til byrgjanna á Selatöngum hvað stærð og hleðslur varðar en auk þess eru greinilegir garðar tengdir byrgjunum og mynda verkunarsvæði.
Margt er þó ólíkt með stöðunum og eru jafnvel byrgin sjálf greinilega öðruvísi. Á Selatöngum eru byrgin hlaðin mikið til úr hraunhellum (þó ekki algilt) og við það líta þau út fyrir að vera mun reglulegri en byrgin á Gufuskálum, sem með sínu óreglulega hraungrýti líta svolítið út eins og þau hafi verið hlaðin í flýti og ekki vandað til verks. Ef betur er að gáð er hleðslan hinsvegar vönduð, þar sem hver steinn skipar mikilvægan sess í hleðslunni, eigi ekki allt að falla saman.
SelatangarLjóst er að mikið verk er eftir ef kanna á fiskbyrgi á Íslandi til hlítar og er þessi rannsókn langt frá því að vera tæmandi. Hinsvegar er ekki síst mikilvægt að skoða minjar sem þessar í ljósi þess að ótrúlega lítil áhersla hefur verið í fornleifafræði á minjar tengdum sjósókn og fiskverkun hér á landi. Þrátt fyrir hversu stór þáttur og mikilvægur sjósókn hefur verið Íslendingum frá upphafi er undarlegt hversu lítið af verbúðum og öðrum sjávarminjum hefur verið rannsakað með fornleifafræðilegum aðferðum. Þónokkuð hefur verið skrifað um efnið og má þar sem dæmi nefna rit Lúðvíks Kristjánssonar Íslenskir sjávarhættir en einnig eru nýlega komin út þrjú bindi Jóns Þ. Þórs, Sjósókn og sjávarfang: Saga sjávarútvegs á Íslandi. Með því að skoða fiskbyrgin er vonast til að upplýsingar um mismunandi verkunaraðferðir milli verstöðva, ef ekki landshluta komi í ljós. Þá gæti fjöldi þeirra og stærðir í tengslum við verstöð gefið vísbendingar um hvort um fisk til heimabrúks er að ræða eða söluvöru og bætt þannig við vitneskju okkar um sjósókn fyrri tíma. Þá væri fróðlegt að athuga hversu mikið magn af flöttum fiski kemst fyrir í meðal byrgi en þannig væri hugsanlega hægt að áætla umfang útgerðarinnar.“

Heimildir:
-Gavin M Lucas. 2009. Samkæmt samtali.
-Magnús Á. Sigurgeirsson. 2009. “Könnun á gjóskulögum“. Fornleifakönnun á verbúðarleifum á Gufuskálum, Snæfellsnesi. Bráðabirgðaskýrsla. Fornleifastofnun Íslands. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1982. Íslenzkir sjávarhættir. 2. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík
-Lúðvík Kristjánsson. 1983. Íslenzkir sjávarhættir. 3. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson. 1985. Íslenzkir sjávarhættir. 4. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
-Sigfús M. Johnsen. 1946. Saga Vestmannaeyja. 1.-2. bindi. Ísafoldarverksmiðja hf. Reykjavík.

Aðgengi:
-http://hugsandi.is/articles/rannsokn-fiskbyrgja-a-gufuskalum-og-selatongum/

Nótarhóll

Fiskbyrgi á Nótarhól.

Tyrkjabyrgi

Gengið var með Eldvörpum að nýfundnum „Tyrkjabyrgjum“ (fundust 2006), skoðað í „útilegumannahelli“ (fannst 2004), leitað að hlöðnu byrgi við Rauðhól skv. ábendingu Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, og gígurinn í Sandfellshæðardyngju skoðaður. Þá var skoðað í „útilegumannahelli“ (fannst 1982) við Eldvörp. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur.

Eldvörp

Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar stundum bökuð brauð. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora við Eldvörp um sumarið brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með greinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum.
Fyrst var þó haldið um Sundvörðuhraunið (sem reyndar er eitt Eldvarpahraunanna) að áður þekktum „Tyrkjabyrgjunum“ (fundust 1872). Ætlunin var m.a. að skoða alla þá staði er tengja má vangaveltum manna í meira en hundrað ár um tilgang og tengsl þeirra.
Byrgin, sem fundust 1872, eru í einum krika þess mót vestri og fundust fyrir tilvikjun þenna vetur, líkt og þær nýrri, sem einnig fundust í Eldvörpum fyrir tilviljun 134 árum síðar. Á fyrrnefnda staðnum eru 10 tóftir (sú 11. fannst reyndar í þessari ferð), en á þeim síðari eru þær tvær. Tóftirnar eru mjög svipaðar á báðum stöðum. Stærsta tóftin í hraunkrikanum er t.d. 4.0 m að lengd og stærri tóftin í Eldvörpum er 4.2 m á lengd. Sum byrgjanna eru mun minni og er eitt þeirra t.a.m. þrískipt.
Stígur liggur nú úr Eldvörpum suður yfir Sundhnúkahraunið, niður af því að sunnanverðu og áfram áleiðis að Húsatóftum. á leiðinni má berja augum fallið byrgi, sennilega refaskyttu, og hlaðinn leiðigarð.
„Tyrkjabyrgin“ eru skammt norðaustan við stíginn eftir að komið er út úr apalúf Sundhnúkahrauns og niður á sléttari öldung Eldvarpahraunanna. Þetta eru 10 tóftir, en tvær þeirra eru uppi á hraunbrúninni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4.0 x 1,5 m á stærð. Hæðin er um 1.3 m. Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
EldvörpÍ Sögu Grindavíkur (1994) segir á bls. 118 (I) að „Það var vetur inn 1972, að rústir af mörgum smáum kofum, hlöðnum úr grjóti, fundust af tilviljun í hraunkvos skammt vestur af Sundvörðuhrauni… Sumarið 1902 kom Brynjúlfur Jónnson frá Minna-Núpi til Grindavíkur (bjó m.a. í Klöpp) og skoðaði þá rústirnar. Hann brirti lýsingu á þeim í skýrslu sinni í árbók Fornleifafélagsins árið 1903 og taldi tóttirnar vera alls sjö, en of litlar til að menn gætu hafa dvalið þar nema skamman tíma í einu. Löngu síðar rannsakaði Ólafur Briem rústirnar, og taldi hann alls tíu tóttir, auk þess sem hann fann í hraunviki skammt frá þeim manngert aðhald, augljóslega til að handama fé. Lýsing Ólafs af tóttunum er ýtarleg, en ekki kemst hann, fremur en Brynjúlfur og Þorvaldur, að ákveðinni niðurstöðu um það, til hvers kofarnir hafai verið notaðir. Þar virðast einkum tveir möguleikar koma til greina; að þarna hafi útilegumenn hafst við skamma hríð, eða að byggðamenn hafi útbúið þarna fylgsni, sem flýja mætti í ef ófrið eða ræningja bæri að höndum. Væri þá trúlegast að kofarnir hafi verið hlaðnir á 17. öld, eftir Tyrkjaránið.´“Útilegumannabælið“ í Sundvörðuhrauni er á Fornleifaskrá, sem friðlýstar fornleifar.
Hér verður ekki reynt að skera úr um tilgang þeirra, sem kofana hlóðu í öndverðu, en bent skal á, að árið 1982 fannst hellir við Eldvörp, skammt vestur af Þorbirni, og virðst svo sem þar hafi útilegumenn átt fylgsni. Frá þessum helli að rústunum í sundvörðuhrauni er aðeins um 1 km, og er ekki loku fyrir það skotið að sambadn hafi verið á milli þessara tveggja felustaða.“
EldvörpEkki er að sjá að Þorvaldur, Brynjúlfur eða Ólafur hafi skoðað hlaðna, mosagróna, refagildru, sem þarna er örskammt frá rústunum. Þá má sjá vörðu ofan við byrgin, skófvaxna líkt og veggir byrgjanna. Enn ofar í úfnu og óárennilegu hrauninu má sjá a.m.k. enn eitt byrgi, fallið saman, en með greinilegu hleðslulagi. Ekki er ólíklegt að ætla að fleiri slík kunni að leynast þar efra – ef grannt væri skoðað.
Ef rústirnar eru skoðaðar – hver af annarri – má sjá að fjórar þeirra eru með sama lagi (þrjár í krikanum og ein á hraunbrúninni). Þær eru og svipaðar að stærð þó ein sé sýnum stærst (4.0 m á lengd). Gluggaop eru á neðri byrgjunum, en ekki því efra. Inngangsopin snúa að hraunkantinum eða hrauninu. Hleðsluhæð veggja er svipuð á þeim öllum. Ekki hefur verið lögð áhersla á að þakið héldi vatni, a.m.k. benda sléttar þunnar hraunhellur í gólfum til þess að þær hafi einungis verið lagðar yfir og væntanlega mosi ofan á þær. Þó skal bent á að þrátt fyrir friðlýsingu og vangaveltur um notkun húsanna hefur engin vísindaleg rannsókn farið fram á þeim, ekki einu sinni á gólfum þeirra, sem mögulega gætu gefið vísbendingu um tilgang þeirra og jafnvel aldur.
Tvö lítil byrgi eru sunnar með vestanverðum hraunkantinum. Annað er þrískipt þar sem öll rýmin eru lítil, innan við 0.6 m, og hitt hefur annað lag en fyrrnefnd byrgi. Það er líkara húslagi, en miklu mun minna í sniðum.
Eldvörp Upp á hraunbrúninni er, auk byrgisins, sem fyrr er lýst, er hringlaga lítið skjól. Í fyrstu virðist þar vera um skjól fyrir mann að ræða er gæti hafa verið þar á „útkikki“, en ef betur er að gáð virðist þar fremur hafa verið einhvers konar geymsla. Norðar er fallna byrgið, sem fyrr er lýst, og varðan.
Önnur mannvirki þarna eru norðan og norðvestan við byrgin þrjú í krikanum. Eitt þeirra er gerðið fyrrnefnda og síðan má sjá hleðslur með kantinum, sem virðast hafa verið lítil gerði eða aðhald, t.d. fyrir fé.
Refagildran vestan við byrgin tvö í suðvestanverðum hraunkrikanum, er svo til alveg heil. Fallhellan er fyrir opinu. Stuðningssteinarnir eru enn á sínum stað. Gangurinn á gildrunni er heill og þakhellurnar á sínum stað. Hið eina, sem ekki fyllir heildarmyndina er að sá, sem síðastur fjarlægði dauðan ref úr gildrunni, setti hana ekki upp að nýju, þ.e. hann lét fallhelluna á sinn stað, en setti ekki farg á þakið. Steina, sem til þess hafa verið ætlaðir, eru í mosanum við hliðina á gildrunni. Gildran gæti hvort sem er verið jafngömul byrgjunum eða jafnvel yngri – allt eftir því til hvers þau hafa verið notuð. Ef þau hafa verið ómannaðar birgðastöðvar vegna yfirvofandi árásar ræningja er gildran væntanlega jafngömul byrgjunum. Ef um útilegumannaskjól hefur verið að ræða gæti gildran verið yngri – eða jafngömul.
Ein kenning, sem ekki hefur verið skráð, er sú að þarna gætu hafa verið um mjög skamman tíma hugmynd í framkvæmd um varasjóð Húsatóftahreppstjóra í tengslum við þurfamannahjálp þess tíma. Fleiri hugmyndir og tillögur um tilvist byrgjanna haf og komið fram, en einungis sem vangaveltur.
Eldvörp Þá skal um stund horfið frá byrgjunum í „Sundvörðuhraunskrika“ og velt vöngum yfir umhverfinu og svæðinu sem merkilegu jarðfræðifyrirbæri.
Reykjanes er framhald Reykjaneshryggjarins – ofanjarðar. Flest sjávargos á sögulegum tíma hafa verið undan Reykjanesi. Eldvörpin eru afraksturs stórbrotinnar jarðsögu um langan tíma. Þau eru í raun afleiðingar dæmigerða gosa á sprungurein Norður-Atlantshafshryggjarins þar sem hann gengur fyrst á land á sunnanverðu landinu. Sambærilegar gígaraðir eru Stampar (Hörsl) skammt vestar, gígaröð Ögmundarhrauns (Afstapahrauns og Nýjahrauns), gígaröð eldborga í Brennisteinsfjöllum, Bláfjöllum og Hengli, auk eldri systkina þar sem eru Fagradalsgígaröðin (Festisfjall, Vatnsfellin og Keilir), Núpshlíðarhálsin og Sveifluhálsin sem og Geitarhlíð, Sandfell, Vörðufell, Kistufell og Draugahlíðar er urðu til fyrir nútíma, þ.e. undir jökli).
Dyngjurnar Skálafell, Háleyjarbunga og Sandfellshæð mynda undirstöðu Reykjanesskagans að vestanverðu. Gos úr þeim urðu eftir að jökla leysti, eða fyrir og eftir 10.000 f.Kr.
Ævagamlar heimildir segja að árið 1000 hafi mest allt Reykjanes sokkið í sjó og Geirfuglasker komið upp. Þá átti landið að hafa legið langt út fyrir Eldey í norðvestur en Eldey og drangar við hana hafi áður verið fjöll á Reykjanesskaganum.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118.
Eldvörp Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey.
Skoðaðir voru nokkrir gígar Eldvarpanna. Einn þeirra er dýpri en aðrir, sem jafnan standa hátt sem „hörsl“ (ójöfnur). Stiga þarf til að komast niður í hann, en dýptin niður á botn virðist verða ca. 8.0 m. Þegar staðið er upp á einhverjum gíganna má vel sjá hvernig gígarnir hafa raðað sér á sprungureinina. Þeir eru áþreifanlegur vottur um uppstreymisop hraunkvikunnar er myndað hafa hraunin umhverfis, sem ýmist hafa storknað þunnfljótandi (helluhraun) eða seigfljótandi (apalhraun). Af ummerkjum er ljóst að hraunflæðin hafa orðið með einhverju millibili og gosið varað í nokkurn tíma, jafnvel nokkur ár. Grindavíkureldarnir eru t.a.m. taldir hafa orðið á árabilinu 1220-1240, þótt mesta virknin muni hafi verið á árinu 1226.
Út frá gjall- og klepragígum Eldvarpa eru víða miklar og fallegar hrauntraðir, auk hraunæða.
Eldvörp „Tyrkjabyrgin“ í vestanverðum Eldvörpum eru mjög svipuð hinum fyrrnefndu. Um km er á milli byrgjasvæðanna. Um tvö byrgi virðist vera að ræða, en þó gætu fleiri reynst þarna í þykku gamburmosahrauninu. Efra byrgið er stærra, eða 1.2 m x 4.2 m. Hitt er 3.0 m x 1.2 m. Hæð á veggjum niður á núverandi gólf er 1.3 m Gólfin eru gróin, en undir eru sléttar hellur, sem notaðar hafa verið fyrir þak. Sumar liggja upp með veggjum.
Umhverfi byrgjanna er sérstakt. Byrgin, sem eru þarna í mjög góðu skjóli, eru þakin þykkum mosa að utanverðu svo mjög erfitt er að koma auga á þau. Þegar betur er að gáð má vel sjá hversu heilleg þau eru; veggir standa heilir og þakhellur liggja við veggi eða eru undir mosa í gólfum. Ekki voru ummerki um að maður hafi stigið þarna niður fæti um langan tíma.
Opið á efra byrginu snýr í norður (á langvegg). Opið á því neðra snýr hins vegar í vestur (á endavegg).
Þar sem byrgin hafa að öllum líkindum verið ósnert í langan tíma má ætla að mögulegt væri að áætla aldur þeirra með vísindalegri rannsókn. t.a.m. með því að athuga gólfin. Í þeim gætu falist upplýsingar um notkun byrgjanna og jafnvel áætlaður aldur. Sú niðurstaða gæti einnig varpað ljósi á tilgang og aldur byrgjanna í hraunkrika Sundvörðuhraunsins.
Og þá var komið að „útilegumannahellinum“ við Eldvörp. Sá er einungis nokkra tugi metra frá síðastnefndum byrgjum. Þótt FERLIR hafi komið þar að og skoðað hellinn nokkrum sinnum virðist alltaf jafnerfitt að finna opið. Það tókst þó að þessu sinni, líkt og áður, eftir nokkra leit.
Opið er lítið. Það er beint niður í hraunhelluna í hraunbrekku traðar. Æðar eru allt um kring. Í miðju opinu er þverhleðsla, mosavaxin, um 0.6 m há og um 0.8 m breið. Ef farið er niður á við (í vestur) er komið inn í rýmilega hraunrás. Í henni er hlaðið hringlaga bæli. Megintilgangur hennar virðist hafa verið tvíþættur; annars vegar að veita skjól umhverfis bæli og hins vegar að fela „innra rýmið“, þ.e. skúta er skýlt gæti hafa einum eða tveimur mönnum. Sá, sem af einhverri einskærri heppni eða tilviljun, liti inni í rásina gæti því ekki (ljóslaus) hafa séð þann eða þá, sem þar leyndust.
Tyrkjabyrgi Í efri hluta rásarinnar er fyrirhleðsla og síðan hlaðið undir bæli. Sama fyrirkomulag er þar og í neðri hlutanum; ef einhver leit þar upp að tilviljun gat hann ekki séð ef einhver leyndist þar efra.
Óneitanlega er hægt að setja fyrrnefnd byrgi og þetta skjól í ákveðið samhengi. Og þegar við bætast mannvistarleifar (svipaðar hleðslur) í helli nokkur norðar aukast líkur á ákveðinni niðurstöðu (sem þarf alls ekki að vera rétt).
Frá „Tyrkjabyrgjunum“ vestan Eldvarpa var haldið eftir Reykjavegi að Prestastíg. Prestastígur (Hafnaleið) er gömul þjóðleið á milli Húsatótta í Grindavík og Kalmanstjarnar. Þessi leið er greinileg og vel vörðuð. Henni var fylgt um hraunið norðan Rauðhóls þar sem víða má sjá hana djúpt markaða í slétta hraunhelluna.
Frá Rauðhól hefur runnið hraun til suðurs og suðvesturs og er Prestastígur milli hrauns og hlíðar, þ.e. liggur um slakkann þar sem Rauðhólshraunið rennur upp að Sandfellshæð. Rauðhólshraun er 2000-3000 ára.
Gengið er framhjá Rauðhól. Norðan við hann eru mosagróin og nokkuð slétt apalhraun. Það er yngsta hraunið á svæðinu og rann um 1226. Þá opnaðist fyrrnefnd 10 km löng gossprunga. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku.
Eldvörp Stefnt var á Sandfellshæð. Á toppi Sandfellshæðar (sem er dyngja) er gríðarlega stór gígur sem er um 450 m í þvermál og að minnsta kosti 20 m djúpur og vel þess virði að ganga upp á hæðina. Talið er að hæðin sé um 12500 ára gömul. Hraun hennar þekja um 120 km2. Til samanburðar má geta þess að Þráinsskjöldur er talinn vera 13000 ára og þekur um 130 km2 svæði. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Í austri blasa Eldvörpin við og lengra Þorbjarnarfell.
Þá var stefnan tekin til austurs, áleiðis að Eldvörpum. Gengið var yfir tiltöluelag slétt apalhraun. Sums saðar var fyrrum skriðdrekaslóða fylgt, enda svæðið verið æfingarsvæði fyrir varnarlið um áratuga skeið. Víða má sjá rafmagnsþræði og lágreist skyttuskjól.
Komið var að Eldvörpum rétt vestan við borholuna. Þar undir er “útilegumannahellir”. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.
Í hellinum er hlaðið lítið skjól, eða (að sumra áliti) umgjörð brauofns. Þarna var til skamms tíma allnokkur hiti, en það breyttist þegar borðar var á svæðinu. Líklegt má telja, vegna nálægðar við fyrrum mannvistarleifar, að þar hefðu einhver tengsl verið á millum, einkum minjanna sunnar með vestanverðum Eldvörpum. Um 1.0 km er á milli minjasvæðanna. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri minjar kunni að leynast þarna á millum.
Eldvörp Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar fyrrum stundum bökuð brauð sem vafalítið hefur komið sér vel í eldiviðarskorti. Örstutt vestan við borholuna er hellir í hrauninu. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.
Eldvörðin eru í raun einstakt jarfræðifyrirbæri. Á Íslandi eru einstök skilyrði til að sjá og rannsaka flest sem varðar jarðfræði, eldvirkni og jarðhita því landi er ungt og enn í mótun. Hér á Íslandi eru stærstu jöklar og þar með jökulár Evrópu, mestu há – og lághitasvæðin, óvenjumikið eld- og jarðskjálftavirkni auk stórbrotinnar náttúru. Talið er að Ísland hafi myndast eins og Surtsey sem er suðvesturundan Vestmannaeyjum. Gosið uppgötvaðist 14. nóvember 1963 þegar gosmökkur myndaðist og reis í 3.500 m hæð. Slíkur gosmökkur er að mestum hluta vatnsgufa og mismunandi stór gjóskukorn sem þeytast upp í loftið. Mestur hluti gjóskunnar fellur niður við gosopið og þar myndast stórt hrúgald sem smám saman nær upp fyrir sjávarmál. Strax á öðrum degi gossins náði gjóskuhrúgan 10 m upp fyrir sjávarflötinn og Surtsey var fædd. Það var þó ekki fyrr en 4. apríl 1964, sem gosopið var orðið nægilega vel lokað fyrir innrennsli sjávar.
Virkt gosbelti Íslands liggur eftir flekaskilunum endilöngum. Landið vestan megin við flekaskilin tilheyrir Ameríkuflekanum en landið austan megin tilheyrir Evrópuflekanum.
Flekana rekur í sundur frá flekaskilunum um það bil 1 cm á ári þannig að bergið sem einu sinni myndaðist þar hefur flust austur og vestur á firði.
Eldvörp Á Íslandi gýs að meðatali á 5 ára fresti og verða eldgos eingöngu á virka gosbeltinu.
Smám saman dragast Eldstöðvarnar út af gosbeltinu þannig að það gýs æ sjaldnar úr þeim þar til þær deyja að lokum.
Síðasta stóra umbrotahrinan undan var á árunum 1724-1729.
Á síðustu árþúsundum hafa gengið yfir gostímabill með rúmlega 1000 ára millibili. Síðast gekk goshryna yfir Reykjanesskagann fyrir 800-1000 árum. Orkuverið í Svartsengi stendur á einu af yngstu hraununum.
Þegar Reykjanesskaginn er athugaður má lesa þar ákveðna jarðsögu. Greinilega má sjá hvar Reykjaneshryggurinn kemur í land hjá Reykjanestá en þar er stór sigdalur sem sýnir hvar flekaskilin eru.
Ennfremur gefa stórar sprungur til kynna hvernig landið rifnar í sundur. Flest gos á Reykjanesskaga, og raun á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.
Reykjanes er á plötuskilum. Sjálf skilin eru á yfirborði mörkuðu eldvirkni og háhita. Háhitasvæðin verða til þar sem mest er um innskot ofarlega í jarðskorpunni.
Á síðustu árþúsundum hafa gengið yfir gostímabil með rúmlega 1000 ára millibili. Svæðin eru jafnan virk í um 300 ár, en síðan hjaðnar virknin næstu 700 árin. Segja má því, út frá tölfræðinni, að kominn sé tími á nýja goshrinu á virka gosbeltinu í gegnum landið.
Á Reykjanesskaga eru umfangsmikil jarðhitasvæði. Þau öflugustu liggja eftir skaganum frá Reykjanestá um Eldvörp, Svartsengi, Trölljadyngju og Krýsuvík og síðan má segja að í beinu framhaldi þvert yfir landið til norðaustuhornsins, séu hitasvæði, þar á meðal Nesjavellir við Þingvallavatn þar sem Hitaveita Reykjavíkur hefur virkjað.
Eldvörp Ef velta ætti fleiri vöngum yfir áætluðum aldri byrgjanna í Sundhnúkahrauni og við Eldvörp má telja víst að þau séu eldri en frá 13. öld því eldvirknin á svæðinu þar á undan hefði annað hvort komið í veg fyrir byggingu þeirra eða fært þau að hluta til í kaf í ösku. Og ef einhver byrgi hafa verið á þessu svæði fyrr væru þau nú komin undir hraun og öllum ósýnileg. Þessi byrgi eru hins vegar vel sýnileg – og heilleg. Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul, varla eldri en frá 17. öld. Mosi er á hleðslunum og í gólfi og skófir á veggjum. Það gefur til kynna að byrgin séu a.m.k. aldar gömul.
Um meintan tilgang „tyrkjabyrgja“ og „útilegumannaskjóla“ er erfitt að fjölyrða. Þegar hafa komið fram kenningar um tilgang þeirra, þ.e. annað hvort hafi þau verið hlaðin af útilegumönnum eða sem skýli fyrir fólk er þyrfti að forða sér undan endurkomu Tyrkjanna og þá væntanlega til skemmri dvalar.
Báðar framangreindar tilgátur gætu komið til greina. Mikil hræðsla var á meðal fólks í Grindavík og víðar við aðsteðjandi árás Tyrkja (sjóræningja) og því ekki óraunhæft að ætla að það hafi viljað getað flúið með engum fyrirvara ef sú yrði raunin. Þá var gott að geta átt sér skjól á stað, sem erfitt var að finna. Þá kemur vel til greina að ætla að í byrgjunum hafi verið einhverjar nauðsynjar, s.s. vatn, geymslumatur og skjólflíkur. Ef byrgin hafa verið ætluð til þessara nota er ólíklegt að þau hafi nokkrun tímann verið notuð því Tyrkirnir sneru ekki aftur til Grindavíkur. Þó gæti fólk hafa hræðst aðkomuskip fyrst á eftir og talið sig öruggt þarna upp frá uns upplýstist um erindi þeirra.
Eldvörp Og þá eru það útilegumannatilgátan. Fjögur húsanna í Sundvörðuhrauni gæti hafa hýst einn mann hvert, jafnvel tvo það stærsta (með gluggunum). Sama á við um byrgin við Eldvörp. En ef svo hafi verið þá hefur það verið í skamman tíma. Við Eldvörp eru mannvistarleifar í a.m.k. tveimur hellum. Reyndar fundust hleðslur í þeim þriðja í þessari ferð.
Í helli vestan við byrgin við Eldvörp er hlaðið hringlaga skjól og einnig veggur ofan við opið. Þar mótar og fyrir bæli. Í helli austan við byrgin eru hleðslur í helli, líkar byrgjunum en miklu mun minni. Hafa ber í huga að þarna var mikill jarðhiti fyrrum svo um getur verið að ræða aðhald utan um brauðbakstur enda herma gamar sagnir að fólk frá Húsatóftum hafi bakað þarna brauð.
Ljóst er að fólk hefur séð ástæðu til að hlaða þarna mannvirki. Það þurfa þó ekki að hafa verið útilegumenn heldur gætu þessar hleðslur átt að þjóna sama tilgangi og byrgin, þ.e. skýla fólki í skamman tíma. Mjög erfitt hefur verið að finna opin. Til marks um það þá fannst austari hellirinn ekki fyrr en jarðýta braut niður hluta af þakinu. Opið á vestari hellinum er alltaf jafnerfitt að finna, hversu oft sem farið er á svæðið.
Enn ein tilgáta um byrgin í Sundvörðuhrauni og vestan við Eldvörp hefur og komið fram. Hún er sú að byrgin hafi verið hlaðin af „njósnurum“. Hvaða?, kann einhver að spyrja. Jú, árin fyrir hinn afdrifaríka atburð er varð ofan við Stóru bót í Grindavík aðfararnótt 11. júní 1532 er 15 fullir Englendingar voru drepnir þar á nokkrum mínútum fylgdust Þjóðverjar og Bessastaðavaldið vel með ástandi mála í Grindavík vegna sífelldra kvartana íbúanna um yfirgang enskra.
Eldvörp Foringi þeirra, Jóhann breiði, hafi tekið konur traustataki til eigin nota, flutt þær í skip sitt, misboðið eiginmönnum þeirra, tekið hross heimamanna til eigin brúks og sýnt af sér alls kyns hroka og mikilmennsku. Fyrrgreindir, stoltir menn, reyndu því eðlilega að sæta lagi til að færa hlutina til betra horfs. Færið gafst loks 10. júní er Englendingar ætluðu að gera sér glaðan dag í Virkinu ofan við Bótina. Um nóttina réðust Hafnfirðingar, Njarðvíkingar, menn frá Básendum og Bessastöðum auk fleiri að þeim með fyrrgreindum afleiðingum. Fimmtán lágu dauðir, þ.á.m. Jóhann breiði. Ekki var einu sinni talin ástæða til að skifa skýrslu um málið – svo sjálfsögð þótti afgreiðslan og er það til marks um undangengnar þrengingar Grindvíkinga. Afleiðingarnar snérust því ekki um atvikið heldur um það hver skyldi hreppa hvaða herfang. En meira um aðdragandann.
Áður en hinn mikli liðsafnaður, er kom saman við Þórðarfell skv. sögunni, hélt til Grindavíkur hafa forkólfarnir vafalaust viljað hafa öruggar spurnir af ferðum Englendinga því að öllu óbreyttu gátu þeir búist við mikilli mótspyrnu og þar með mannfalli. Ekki er því ólíklegt að svo stór atlaga hafi verið vandlega undirbúin. Einn þáttur hennar gæti hafa verið að hafa menn til að fylgjast með ferðum Englendinga. Þeir gætu hafa haft dvalarstaði á fyrrnefndum stöðum, þ.e. í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp, þaðan sem mannaferða var síst að vænta. Þegar staðið er í gíg Eldvarpa ofan við byrgin má vel sjá niður að Stóru bót og reyndar um svo til allt Grindarvíkursvæði Járngerðarstaða. Gígskálin er sú eina í gígaröðinni, sem nú er gróin.
Ef þessi tilgáta er rétt eru byrgin margnefndu a.m.k. frá því um 1532.
Um fleiri möguleika kanna að vera að ræða varðandi tilurð og tilgang byrgjanna sem og annarra mannvistarleifa við Eldvörp.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Briem (1883); Útilegumenn og auðar tóttir, 161.
-Saga Grindavíkur I (1994), 119.
-Brynjúlfur Jónsson (1903), 45-46.
-Þorvaldur Thoroddsen (1913), ferðabók I, 174.
-Um rústirnar og kenningar um tilgang þeirra og notkun, Ólafur Briem (1983), 163-169.
-Markviss leit – FERLIR.
-Árni Hjartarson – vorráðstefna JÍ 2003,

Gígur

Tyrkjabyrgi

Í fornleifaskráningu fyrir Grindavík segir m.a. Skipsstíg að hann „er talinn hafa að geyma fornleifar sem eru eldri en frá 1550. Aldur götunnar er dreginn af því að hún hefur markað djúpa rás í hraunhelluna á köflum, en slíkt gerist ekki nema eftir mjög langa notkun.” Nefndur stígur er þó ekki líkt því eins vel markaður og t.a.m. Árnastígur. Gæti það þó sagt meira til um umferð um stígana en aldur.

Sundvörðuhraun

Haldið var upp eftir Árnastíg frá Húsatóftum. Ætlunin var að ganga af honum um Brauðstíg, upp í svonefnd Tyrkjabyrgi undir Sundvörðuhrauni, í Eldvörp að svonefndum Útilegumannahelli og festa síðan Prestastíginn til baka niður að Húsatóftum.
Ævagamlar heimildir segja að árið 1000 hafi mest allt Reykjanes sokkið í sjó og Geirfuglasker komið upp. Þá átti landið að hafa legið langt út fyrir Eldey í norðvestur en Eldey (77 m.y.s.) og drangar við hana hafi áður verið fjöll á Reykjanesskaganum.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118.
Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584.

Sundvörðuhraun

Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey.
Skammt áður en komið er upp á sandinn má sjá eina vörðu, sem sker sig frá hinum. Hún er hlaðinn “klofin”, líkt og sumar aðrar vörður á Reykjanesi. Eru þær oft nefndar “stúlkur” eða “bræður”. Sjá má eina á hól austan við gömlu Hafnabæina. Systir hennar þar skammt norðar er hins vegar fallin. Láta má sér í hugarlund koma að annað hvort hafi hleðslumaðurinn viljað breyta til og hlaða öðruvísi vörðu en hinar voru, eða hann hafi viljað líkja eftir lagi vörðunnar ofan við Hafnir, sem þá voru. A.m.k. nær hugmyndin og framkvæmdin athygli vegfarenda um stíginn.
SundvörðuhraunÞegar komið var yfir Haugsvörðugjá liggur Reykjavegurinn út af Prestastígnum þar sem hann kemur eftir honum að austan, í áttina að Stóru Sandvík. Þarna gerbreyttist gróðufarið. Nú tóku við mosar, lyng og jafnvel lítil grassvæði í skjóli undir hæðum. Stígurinn er vel greinilegur þar sem hann liggur utan í Sandfellshæðinni og inn á nýlegan bílsslóða frá Svartsengi áleiðis út á Reykjanes. Slóðanum var fylgt uns stígurinn lá samhliða honum hægra megin, með hraunbrún. Nokkru ofar beygir hann inn á hraunið, áleiðis að Eldvörpum. Þar liggur hann yfir hæð á milli tveggja gíga, áfram niður slétt mosahraun og síðan niður holt og móa áleiðis niður að Húsatóftum og Stað. Norðan í Eldvörpum var vent út af stígnum til að berja “útilegumannahelli” þar augum. Hann er örstutt vestan við borholuna í hrauninu. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.

Tyrkjabyrgi

„Tyrkjabyrgi“ – uppdráttur ÓSÁ.

“Tyrkjabyrgin” svonefndu er þarna nokkru (u.þ.b. einn km) austar, í hraunkrika sunnan undir Sundvörðuhrauni. Þetta eru 10 tóftir, en tvær þeirra eru uppi á henni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4 x 1,5 m á stærð. Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
Á toppi Sandfellshæðar (sem er dyngja) er gríð

arlega stór gígur sem er um 450 m í þvermál og að minnsta kosti 20 m djúpur og vel þess virði að ganga upp á hæðina. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Í austri blasa Eldvörpin við og lengra Þorbjarnarfell. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar fyrrum stundum bökuð brauð sem vafalítið hefur komið sér vel í eldiviðarskorti.
SundvörðuhraunÍ matsskýrslu Línuhönnunar fyrir Hitaveitu Suðurnesja (2003) um mat á umhverfisáhrifum vegna háspennulínu á milli Svartsengis og Fitja segir m.a. í áliti Bjarna Einarssonar, fornleifafræðings, að “fornleiðirnar fjórar; Skipsstígur, Prestastígur, Árnastígur og ónefnd leið, eru taldar hafa talsvert minjagildi í heild sinni, ein einstakar vörður á leiðunum eru taldar hafa lítið minjagildi. Fornleiðirnar, og er þá átt við götunar sjálfar, en ekki vörðurnar, eru taldar vera í mikilli hættu vegna mannvirkjagerðarinnar. Hættan felst einkum í slóðagerð sem fylgir línubyggingunni.
Pestastígur er vel vörðuð forn gönguleið úr Höfnum yfir Hafnasand og Eldvörp yfir í Staðarhverfi í Grindavíkurhreppi, Stígurinn er gömul þjóðleið. Skýringin á nafngiftinni er sögð vera sú að með prestakallalögum frá árinu 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið. Þessi áfangi var farinn frá Kalmanstjörn um Hafnarsand fyrir norðan Presthól og um Kinn, þar sem farið er ofan í sigdalinn upp af Stóru Sandvík, þaðan hjá Haug og yfir Haugvörðugjá og síðan með rótum Sandfellshæðar. Þar fylgir gatan hraunjaðri Eldvarpahrauns. Þegar kemur á móts við Rauðhól er farið yfir hraunhaft að hólnum og síðan hjá Eldvörpum og yfir Hrafnagjá og þaðan að Húsatóftum í Staðarhverfi. Leiðin er um 16 km.

Tyrkjabyrgi

Í „Tyrkjabyrgjunum“.

Eldvörp

Eftirfarandi eru opinberar umfjallanir um svonefnd „Tyrkjabyrgi“ í Sundvörðuhrauni ofan Grindavíkur:

Tyrk-9Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883 eptir Þorvald Throddsen.
„Af Reykjanesi fórum við í Grindavík, eru eintóm hraun á leiðinni. Úr Grindavík fór jeg upp í Eldvarpahraun, í því skoðuðum við á einum stað gamlar mosivaxnar rústir, pær er mjög illt að finna á afskekktum stað í versta brunahrauni, hafa þær líklega einhvern tíma fyrir löngu verið einhverjum til athvarfs, sem einhverra orsaka vegna hefir orðið að flýja úr byggðinni.“

Heimild:
-Fróði, 4. árg 1883, 119. tbl., bls 345

Ferðir á suðurlandi sumarið 1883 eptir þorvald Thoroddsen.

Tyrk-8

„Frá Járngerðarstöðum í Grindavík fórum við upp í Eldvarpa-hraun; það er mjög nýlegt, og fjarska-illt yfirferðar ; hesti er ómögulegt að koma við og illfært gangandi manni. Í því skoðaði jeg á einum stað gamlar, mosavaxnar rústir; þær er mjög illt að finna: á afskekktum stað í versta brunahrauni. Þar hefir líklega einhvern tíma í fyrndinni verið athvarf manns, sem oinhverra orsaka vegna hefir orðið að flýja úr byggðinni. Ekki er hægt að sjá þessar rústir fyr en maður er rjett kominn að þeim; standa þær í kvos, á flötum hraunbletti, og há hraun allt í kring. Fram á miðjum fletinum eru 3 kofar, allir hlaðnir úr hraunhellum og hleðslan víðast einföld; gjört hefir verið yfir byrgi þessi með stórum hraunhellum.

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Allir eru kofar þessir smáir, 15 — 18 fet á lengd. Stærsti kofinn er inn í hraunviki; hafa hraunbrúnirnar verið notaðar fyrir veggi. Bak við þennan kofa var hlaðin tótt, djúp eins og brunnur; þar fundum við hálflúna tiltelgda spýtu undir mörgum hraunhellum og mosa. Önnur hringmynduð rúst var þar í nánd. Uppi á hæstu hraunbrúninni fyrir ofan var enn eitt byrgi, alveg eins og það hefði verið notað til þess að skyggnast um. Allar eru rústir þessar mjög gamlar, því á þeim var nærri eins þykkt mosalag eins og á hrauninu sjálfu. Enginn veit neitt um þessa kofa; þeir fundust af tilviljun fyrir nokkrum árum.

Heimild:
-Andvari, 10. árg. 1884, 1. tbl., bls. 46

Brynjúlfur Jónsson, rannsókn í Gullbringusýslu- Árbókin 1903.
Tyrk-7„Útilegumannabæli hafa menn álitið rústir nokkrar í hrauninu fyrir ofan Húsatóftir, svo sem 1 1/2 kl.tíma þaðan ef mannavegur væri. En líttfært er að komast þangað nema á einn veg, með því að fara langan krók og þó mjög vandfarið. Má nærri geta, að þar er lítið um mannaferðir, þar eð enginn vissi af rústum þessum fyr en þær fundust af tilviljun litlu eftir 1870. Mér þótti einsætt að koma á þennan stað, en gat ekki uppspurt neinn, er hefði komið þar, utan Sæmund bónda Jónsson á Járngerðarstöðum. Hann hafði tvisvar komið þar.

Eldvörp

Eldvöro – byrgi.

Í síðara skiftið fylgdi hann Dr. Þorvaldi Thoroddsen þangað. En Sæmundur er nú orðinn sjónlaus. Fékk eg því með mér tvo aðra hina líklegustu. Leituðum við nær heilan dag, en fundum ekki. Leitaði eg þá til Sæmundar. Hann gat lýst afstöðu staðarins svo nákvæmlega, að eftir þeirri lýsingu fundum við Einar hreppstjóri Jónsson á Húsatóftum staðinn daginn eftir. Hraunið þar um kring lítur út fyrir að vera eitthvert yngsta hraunið á Reykjanesskaga, — þar má víða sjá, hvernig hraunflóðin liggja hvert ofan á öðru, — og er þetta hraun eitthvert hið hrikalegasta og órennilegasta sem eg minnist að hafa séð; eintómir standar og snagar, gjár og glufur.

Tyrk-6

Þar er ekkert grasstrá á stóru svæði, en aðeins grámosi. Gangandi menn geta með lagi komist um það, og er þó hætta. Enda eiga menn þangað ekki erindi og fýsast þangað ekki heldur. Aðrar skepnur fara þar ekki um, nema »fuglinn fljúgandi«. Rústirnar eru í kvos, þar sem hraunið hefir klofnað Og sinn hraunrimi oltið fram hvorumegin, eftir flötu hrauni, sem áður hefir verið storknað. Sér að eins á einn veg út úr kvosinni, og á þeim stað er það, sem koma má þangað hesti, ef gætilega er farið. Við fundum þar 7 tóftir og var hver laus við aðra. Tvær eru afsíðis, suður með austurbrúninni, þær eru litlar og huldar mosa. Inni í kvosinni eru 3 tóftir, sem mynda röð yfirum hana þvera. Hin stærsta þeirra er við vestrbrúnina, nálægt 6 al. löng. 2 fðm. austar er önnur 5 al. löng, og þá 7 fðm. austar hin þriðja, 4 al. löng, og er hún við austurbrúnina. Allar eru þær jafnvíðar: rúml. 2 al.; þær eru bygðar af smáum braunhellum og aðrar stærri hafa myndað þak, en eru nú fallnar ofan í. Veggirnir standa lítt haggaðir: eru gaflar hæstir og dyr á hliðinni við annan gaflinn, eins á öllum.

Tyrk-5

Vindaugu eru á veggjum og göflum. Eigi snúa þær göflum saman og eigi heldur hliðum, en horfa skáum hver við annari. Ekki virtust okkur þær líklegar til íbúðar, en hefðu getað verið geymsluhjallar, t. a. m. fyrir þurkað kjöt. Í kvosarbotninum er hringmynduð tóft, svo lág, að veggirnir eru mosa huldir. Það gæti verið niður hrunin fjárrétt. En eigi bendir það þó til þess, er Sæmundur sagði: að í henni hefði hann fundið ösku og skörung úr járni. Inn frá stærstu tóftinni er í hraunbrúninni glufa milli kletta. Sú glufa hefir verið notuð fyrir tóft; hlaðið í skörð og svo reft yfir með breiðum hraunhellum. Þær eru nú fallnar ofan í og hleðslan að nokkru leyti líka. Þetta kynni helzt að hafa verið íveruhúsið. Þar er skjól gott og fylgsni gott. En ólíklegt er, að menn hafi getað dvalið til lengdar á þessum stað.

Tyrk-3

Þar hefir víst verið »á flestu góðu mesta óhægð«. Þar hefir ekkert verið til eldiviðar, því þá hefir mosinn ekki verið kominn. En gerum ráð fyrir, að íbúar hafi eigi kært sig um eld, hafi eigi viljað láta reyk sjást eða reykjarlykt finnast frá hýbýlum sínum. En þá er einn gallinn þó verstur. Þar fæst ekkert vatn nema regnvatn, eða snjór á vetrum. Var því ekki hægt að vera þar lengi í einu. Ekki er hægt að skilja, til hvers litlu tóftirnar, sem fyrst getur, hafa átt að vera. Þær eru svo smáar, að það er eins og börn hafi bygt þær að gamni.

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Og trúa mundi eg, að þetta væri alt saman eftir stálpuð börn t. a. m. 10—14 ára gamla drengi ef líklegt væri, að þeir hefði komið á þenna stað. En það sýnist mér ekki vera. Á vorum dögum mundu flestir drengir kjósa annað til skemtunar, en að leita leiksviðs í ófæru hrauni Og fyrrum hefir hraunið þó verið enn verra yfirferðar, er það var mosalaust og lítt samansigið. Hafi drengir fyrri alda haft slíkar glæfraferðir fyrir barnleiki, og séu þessar menjar eftir þá, þá eru þær merkilegar fyrir þroskunarsögu vora. Og þó þær séu eftir útilegumenn, eru þær merkilegar. Auk þess sem þær sýna eymdarstöðu slíkra manna og það þrek, sem þurfti til að lifa í henni, þá sýna þær einnig það áræði, sem, þrátt fyrir hættuna, horfði ekki í að vera svo nærri mannabygðum. »Karlmennsku hugurinn harði« lýsir sér á sinn hátt í hvoru tilfellinu sem er.“

Heimild:
-Andvari, 10. árg. 1884, 1. tbl., bls. 46

Björn Þorsteinsson:
Rústirnar í Grindavíkur-hrauni
Undarleg mannvirki
Tyrk-4„Á síðara hluta síðustu aldar fundu menn óvænt mannvirki inni í miðju Grindavíkurhrauni og ollu þau ýmsum nokkrum heilabrotum. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi og Þorvaldur Thoroddsen  athuguðu þau báðir, og skrifuðu um þau, annar í Árbók fornleifafélagsins 1903, en hinn í Andvara, en síðan hafa menn ekki veitt þessum fornleifum frekari eftirtekt, þangað til síðastliðið vor. Eins og kunnugt er ritaði Halldór Kiljan Laxness „Litla samantekt um útilegumenn“ í Tímarit máls og menningar 1949 og komst að þeirri niðurstöðu, að útilegumenn hefðu sennilega aldrei verið til á Íslandi að Fjalla-Eyvindi undanskildum. Unnendun útilegumanna fannst Kiljan gerast ærið stórhöggur í þessari grein og tala gálauslega um viðkvæmt málefni. Útilegumenn hafa þess vegna komizt aftur á dagkrá, og á næstu árum mun verða úr því skorið, hverju menn eiga að trúa í þessu efni.
Tyrk-2Síðastliðið vor tóku nokkrir menn sig til og leituðu rústanna, sem Brynjólfur og Þorvaldur geta um, að séu í Grindavíkurhrauni, ef vera kynni að þar leyndust „augljós merki um útilegumanna-byggð. Eftir árangurslausa ferð fundu þeir rústirnar að tilvísan oddvitans í Grindavík, og nú kom í ljós, að sízt hafði verið frá þeim logið. Þessar tættur eru þær langmerkustu sinnar tegundar, sem fundizt hafa, og sumar þeirra svo kyndugar, að engum getum er hægt að leiða að því, til hvers þær hafa verið notaðar. Eitt af þessum furðuverkum er rúst, sem minnir einna helzt á skýlin á áfangastöðum strætisvagnanna. Þetta eru þrjár skeifulaga tættur, sem snúa göflunum saman, en um 120 gráða horn myndast milli opanna. Uppi á hraunbrúninni er rúst af hringlöguðum hrauk, ummál 75 sm. á lengd og 60 sm. á breidd, mesta hæð 122 sm. Þetta eru aðeins tvö af þeim tíu undarlegu mannvirkjum, sem þarna getur að líta, og munu margir spyrja, hvers konar fólk hafi verið hér að verki.
Varnir gegst Tyrkjum?

Tyrk-1

Í  Ferðabók Þ. Thoroddsens, I. b. Khöfn 1913, bls. 174—’75 segir Þorvaldur frá þessum fundi sínum: „Frá Járngerðarstöðum í Grindavík fórum við upp í Eldvarpahraun. Það er mjög nýlegt og fjarska illt -yfirferðar. Hesti er ómögulegt að koma við og illfært gangandi manni. Hraunið er grátt af gamburmosa, en mjög lítill jurtagróður er þar annar. Í því skoðaði ég á einum stað gamlar mosavaxnar rústir. Þær er mjög illt að finna: á afskekktum stað í versta brunahrauni. Þar hefur líklega einhvern tíma í fyrndinni verið athvarf manns, sem einhverra orsaka vegna hefur orðið að flýja úr byggðinni. Ekki er hægt að sjá þessar rústir fyrr en maður er rétt kominn að þeim. Standa þær í kvos á flötum hraunbletti og há hraun allt í kring.

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Fram á miðjum fletinum eru þrír kofar, allir hlaðnir úr hraunhellum og hleðslan viðast einföld. Gjört hefur verið yfir byrgi þessi með stórum hraunhellum. Allir eru kofar þessir smáir, 15—18 fet á lengd, og snúa dyrnar til norðurs. Stærsti kofinn er inni í hraunviki. Hafa hraunbrúnirnar verið notaðar fyrir veggi. Bak við þennan kofa er hlaðin tóft djúp eins og brunnur. Þar fundum við hálffúna tiltelgda spýtu undir mörgum hraunhellum og mosa. Önnur hringmynduð rúst var þar í nánd. Uppi á hæstu hraun brúninni fyrir ofan var enn eitt byrgi alveg eins og það hefði verið notað til þess að skyggnast um. Allar- eru rústir þessar mjög gamlar, því að á þeim var nærri eins þykkt mosalag og hrauninu sjálfu.
Enginn veit neitt um þessa kofa. Þeir fundust af tilviljun 1872. Það er mjög ólíklegt, að hér hafi – verið mannabyggð að staðaldri; líklegra er, að kofum þessum hafi verið hróflað upp til bráðabirgða á ófriðartímum, og að menn hafi flúið í hraunið úr Grindavík. Þar hefur oft verið agasamt.
Tyrk-10Englendingar og Þjóðverjar borðust þar 1532, og 1627 herjuðu Tyrkir á byggðina. Gamlar sagnir geta um stigamenn eða útilegumenn á Baðvöllum einhvers staðar nálægt Grindavík, en hvort rústirnar standa í nokkru sambandi við þá illvirkja er efasamt.“
Barnagarðar?
Þorvaldur veit auðsæilega ekki hvað hann á að halda um þessi mannvirki, og sömu sögu er að segja um Brynjólf frá Minna-Núpi. Þegar hann fór að leita rústanna var Sæmundur bóndi Jónsson á Járngerðarstöðum, sá sem fylgdi Þorvaldi Thoroddsen um Grindav.hraun orðinn blindur. Fékk hann þá með sér tvo kunnuga menn, og leituðu þeir „nær heilan dag, en fundu ekki“. Með tilvísan hins blinda manns tókst þeim þó að finna rústirnar í annarri atrennu. Í Árbók fornleifafélagsins heldur Brynjólfur helzt, að tætturnar 3 í kvosinni hefðu getað verið geymsluhjallar, t.a. m. fyrir þurrkað kjöt. Í kvosarbotninum er hringmynduð tóft svo lág, að veggirnir eru að mestu mosa huldir.
Það gæti verið tyrk-11niðurhrunin fjárrétt, en eigi bendir það þó til þess er Sæmundur sagði; að í henni hefði hann fundið ösku og skörung úr járni“. Brynjólfur fellst á, að þarna hafi verið gott fylgsni, en ólíklegt er, að menn hafi getað dvalizt til lengdar á þessum stað. Þar hefur víst verið á flestu góðu mesta óhægð“,“ og bendir á, að þar hafi hvorki verið vatn né eldivið að fá. Kunnugir menn í Grindavík segja, að vatnsból sé sæmilegt í djúpri gjá sunnan við Eldvarpahraun um 20—30 mín. gang frá rústunum, en eldiviður hefur auðvitað verið enginn nema mosi.
Brynjólfur bendir á, að sumar af tóftum þessum eru svo smáar, „að það er eins og börn hafi byggt þær að gamni, og trúa mundi ég, að þetta væri allt saman eftir stálpuð börn, t.a.m. 10—14 ára gamla drengi, ef líklegt væri að þeir hefðu komið á þennan stað, en það sýnist mér ekki vera. Á vorum dögum mundu flestir drengir kjósa annað til skemmtunar en að leita leiksviðs í ófæru hrauni, og fyrrum hefur hraunið þó verið enn verra yfirferðar, er það var mosalaust og lítt saman sigið.
tyrk-12Hafi drengir fyrri alda haft slíkar smáglæfraferðir fyrir barnaleiki og séu þessar menjar eftir þá, þá eru þær merkilegar fyrir þroskunarsögu vora, og þó þær séu eftir útilegumenn eru þær merkilegar, auk þess 
sem þær sýna eymdarstöðu slíkra manna og það þrek sem þurfti til að lifa í henni; þá sýna þær einnig það áræði, sem þrátt fyrir hættuna horfði ekkj í að vera svo nærri mannabyggðum. „Karlmennskuhugurinn harði“ lýsir sér á sinn hátt í hvoru tilfellinu sem er.“

Junkerarnir í Grindavík

Gerðavellir

Gerðavellir; Junkaragerði – uppdráttur ÓSÁ.

Þorvaldur og Brynjólfur vilja ekkert fullyrða um það, hverjir hafi staðið að húsagerðinni í Grindavíkurhrauni, en rústirnar benda ótvírætt til þess, að einhvern tíma í fyrndinni hafi menn hafzt þar við. Skammt frá sjálfum tóftunum sér móta fyrir aðhaldi og lítilli  rétt, en hverjir áttu að smala á þessum slóðum? Ef einhverjir óbótamenn hafa búið þarna, er harla ólíklegt, að einhver sögn um þá hefði ekki varðveizt, og nú vill svo vel til, að meðal Grindvíkinga hefur varðveizt saga um „útilegumenn“ á Reykjanessskaga. Brynjólfur frá Minna-Núpi skrásetur þessa sögu, og er hún prentuð í Huld, H. b., útg. 1892, bls. 58—60.
Einhvem tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn — tólf eða átján — hafzt við í óbyggðinnl
milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka.
Tyrk-13Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig  þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé, og vindur standi af landi. En junkarar reru heldur aldrei nema þar sem vindur stóð af landi, og þá er svo var hvasst að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir í landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn því illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar. Og þó að að menn kæmist í gerði þeirra, þá er þeir voru ekki við, þorðu menn eigi að láta junkara sjá þess merki, þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmissa bragða til þess. Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið  hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en junkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björguðust svo til lands. Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aftur. Naglarnir brustu, þá er í land skyldi róa, því að þá var mótvindi. Þá reru junkarar við hné sér til lands. Í þriðja  sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu. Nú reru junkarar, er vindur stóð af landi, en í það sinni komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er; að hverjir fyrir sig: Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi junkarar verið af dögum ráðnir.
Tyrk-14Þessari sögu fylgir skýringarklausa frá Brynjólfi á Minna-Núpi: Þessi munnmæli voru mér sögð í Grindavík 1861. En seinna hefur mér dottið í hug, að þessi sögn kunni að standa í sambandi við tóftarústir þær, er sjómenn frá Húsatóftum í Grindavík – einn af þeim var Guðmundur, bróðir minn — fundu veturinn 1872 norðan í Sundvörðu-hrauninu, þar sem á stóru svæði er hvergi stingandi strá, og engin umferð af mönnum ná skepnum enda hafði þá enginn heyrt þeirra rústa getið áður. Þorvaldur Thoroddsen fann þær líka er hann rannsakaði Reykjanesskagann, og áleit eins og hinir, að þar hafi verið mannahýbýli.

Vafasamt junkaragerði

Eldvörp

Eldvörp – órannsakað byrgi.

Þetta er eina sögnin, sem hægt er að tengja við tóftirnar í Sundvörðuhrauni, en hún hefur á sér ýmis einkenni góðrar þjóðsögu. Junkararnir eru 12 eða 18, en talan 13 er algeng í þjóðsögum um líkt efni. Í Grindavík lifði einnig saga um 15 þjófa í Þjófagjá í Þorbjarnarfelli en hún er farandsögn, sem ekkert á skylt við þessar rústir. Þrjár tilraunir eru gerðar til að ráða junkarana af dögum, og heppnast síðasta tilraunin,- en slík efnisatriði eru einkenni allra góðra þjóðsagna. Sannfræði þessarar sögu er því býsna vafasöm, en engu að síður standa rústirnar í Sundvörðuhrauni sem óbrotgjarnt vitni þess, að þar hafa menn verið að verki og sennilega dvalizt einhvern tíma.

Tyrk-15

Ef bófaflokkur hefur haft þar bækistöð sína ætti að finnast einhver urmull af beinum eða öðrum úrgangi þar í grendinni, en þess sér engin merki. Útilegumanna-dýrkendur benda þó réttilega á, að tætturnar séu mjög gamlar, því að þær eru huldar þykku mosalagi. Fangamark útilegumanna getur því birzt einn góðan veðurdag undir mosalaginu.
Það er eftirtektarvert við rústirnar, að byggingarlag þeirra bendir til þess, að það sé miðað við þá möguleika, sem hraunhellurnar í nágrenninu skópu byggingameisturunum. Stærstu hraunhellurnar eru um 90 sm. á lengd, en tætturnar eru frá því um 50 sm til 80 sm. á breidd nema ein. Hún er um 150 sm., þar sem hún er breiðust. Þar hefur þó verið hlaðinn milliveggur, svo að þakhellurnar hafa ekki þurft að vera nema um 80 sm. til þess að ná milli veggja. Ef hér er um mannabústaði að ræða, þá er enginn öfundsverður af því að hafa hafzt þarna við. Mér er ókunnugt, að orðið junkari komi fyrir annars staðar í þjóðsögum. Orðið kemur inn í íslenzkuna á ofanverðum miðöldum og er þá oft skrifað jungkæri, og bæjarnafnið Junkaragerði er skrifað Junkæragerði í Jarðabók Árna Magnússonar. Orðið jungkæri var notað um yngissveina af tignum ættum, en hefur festst t.a.m. í Þýzkalandi við landeigendaaðalinn.
Inn í íslenzkuna er orðið auðvitað komið úr þýzku eða dönsku, en Þjóðverjar höfðu miklar bækistöðvar á þessum slóðum á 16. öld. Það er álítið kátbroslegt, að tignarheiti einnar illræmdustu landeigenda stéttar Evrópu skuli tengt við kot eitt suður í Höfnum og þjóðsögn um kvennagull, sem eiga að hafa búið á óbyggðum Reykjanesskaga.“

Bréf sem varðveitt er í skjalasafni Þjóðminjasafns Íslands skrifað af Jóhanni Briem 17. apríl 1950 daginn eftir að hann skoðaði byrgin.
Útilegmannabæli í Grindarvíkurhrauni.
Brynj. Jónss. Árb. Fornleifafél 1903, bls. 45-46
Sami Huld ( annað heftir) 1892, bls. 59-60
Þorv. Thor. Ferðabók I. Bls 174-175

eldvorp-tyrkjabyrgi-551

Engin þessara heimilda getur um afstöðu rústanna, þannig að hægt sé að finna þær eftir því. En rústirnar eru vel faldar langt inni í stórum hraunfláka, sem hallar lítið eitt til suðurs.
Afstöðunni er hægt að lýsa þannig. Rústirnar eru sunnan við Eldvörpin um 1 km nokkuð austar en hásuður frá því eldvarpinu sem næst þeim er, en það er eina eldvarpið sem jarðhiti er í og sést stundum úr því gufa. Frá rústunum ber Sundvörðuna næstum í toppinn á Þorbirni. Sundvarðan er örnefni á austurhorni hraunsins, þar sem gatan liggur frá Húsatóftum norður í Njarðvíkur. Varðan sést langt til og er auðkennd á kortum. ( Greinilegustu á herforingjaráðskortunum 1:50 000) 1000 metra austur frá Sundavörðunni og sé fylgt línunni, að vörðunni ber í toppinn á Þorbirni, lendir maður á suðurbrún hvammsins, sem rústirnar eru í. Þar er lítil varða uppi á brúninni. En sú leið er mjög ill. Hraunið er þar eins ógreitt, eins og gamalt, mosavaxið hraun getur frekast orðið. – Sæmilega leið, en miklu lengri, má fá með því að fara frá Húsatóftum götuna sem liggur i Hafnir, allt upp að Eldvörpum. En þá fyrst stór eldgígaklasi austan við götuna og fer maður sunnan undir honum og stefnir á næsta eldvarp.

Eldvörp

Eldvörp – gígur.

Greiðast er að ganga norðan við það. Svo sunnan við það þriðja. Þegar komið er fram hjá því, sjást greiðafærar hraunbreiður liggja í suðaustur í hrauninu. Fer maður eftir þeim til S.A. þangað til komið er svo sem 1 km. Suður fyrir Eldvarparöðina. Er maður þá komin á næstu slóðir við rústirnar og verður nú að hafa stuðning af miðinu (Strandarvarða- Þorbjörn). Hraunbrúninni sem rústirnar eru í er ekki regluleg, þannig að setja megi hana á löngu svæði. Brúnin er hæst fyrir botni rústar krikans en lækkar svo til beggja hliða og víkkar hvammurinn um leið. Hann opnast móti vestri. Nokkuð má hafa það til marks, að austan rústanna eru mjög ógreiðfær hraun en miklu greiðfærari vestur frá þeim. Þó er mjótt belti af mjög ógreiðu hrauni rétt vestan við rústirnar og er ýmist hærra eða lægra en hraunið í kring. Löng lægð liggur niður eftir hraununum skammt vestan við rústirnar. Br. J. Segir í „ Huld“ að rústirnar séu norðan í Sandvörðu hrauninu ( misprentað fyrir Sundvörðu).
eldvorp-tyrkjabyrgi-vardaÞetta er mjög villandi enda skrifaði Br. J. Þessa lýsingu eftir tilsögn áður en hann kom sjálfur á staðinn. Rústirnar eru langt inni í hrauninu og hallar því þar til suðurs. Þ.TH segir ( Ferðabók I. Bls. 174): Fram á miðjum fletinum eru 3 kofar, allir hlaðnir úr hraunhellum og hleðslan virðist einföld. Þetta er misskilningur. Aðeins nyrsta tóftin er þannig hlaðin og hefur auk þess „ glugga“  á öllum hliðum og er augljóslega þurrkunarhjallur til a þurrka í fisk eða kjöt. Hinar tóftirnar hafa þykka veggi, vel hlaðna, þótt grjót hafi fallið úr þeim sumstaðar.

Sundvarða í Sundvörðuhrauni

Sundvarðan í Sundvörðuhrauni.

Spölkorn þar vestur frá eru tvær litlar tóftir saman mjög mosavaxnar og stendur hellan enn yfir dyrunum á annarri. Þessar tóftir getur Br. J um, en Þorv.Th hefur  ekki séð þær. En aftur á móti getur Þ.TH um tóft uppi á hábrúninni. Þá tóft nefnir B.J ekki og við gátum ekki fundið hana  þrátt fyrir nokkra leit. En eina mjög litla tóft fundum við, sem hvorugur (BRJ eða Þ.Th) nefnir. Hún er niðri í kvosinni við suðausturbrúnina sem svo mitt á milli rústarinnar í kvosarbotninum og þeirra þriggja sem liggja yfir um lægðina. Ef einn kofi er svo uppi á brúninni ( eins og Þ.TH segir) eru kofarnir alls 9 að tölu og allir lausir hvor við annan. Á nýju herforingjaráðskortunum ( mælikvarði 1:100 000) ættu rústirnar að vera mjög nálægt „d“ inu í orðinu „Sundvarða“.
Skrifað 17. apríl 1950 daginn eftir að ég skoðaði þennan stað.  -Jóhann Briem
Ath. „Sundvarðan“ er náttúrulegur klettur með vörðubroti á toppinum.“

Heimild:
-Fróði, 4. árg 1883, 119. tbl., bls 345
-Andvari, 10. árg. 1884, 1. tbl., bls. 46
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903
-Nýi tíminn, 9. árg 1950, 30. tbl. bls. 3 og 6 og sama frásögn í Þjóðviljinn 3. september 1950, bls. 5 og 7.

Eldvörp

Óþekkt byrgi í Eldvarpahrauni.