Tag Archive for: upplýsingaskilti

Hernám

Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.

Jeffersonville

Mosfellsbær – upplýsingaskilti.

Norðvestan við Hafravatn er mikið af rústum braggahverfis, sem þar var á stríðsárunum. Hverfið gekk undir nafninu „Jeffersonville“.
Þegar stríðinu lauk skildi herliðið eftir allskyns byggingar, aðallega braggana. Þessi hús voru sett saman úr einingum, amk. burðargrindin og því auðvelt að flytja milli staða. Gluggaumbúnaðurinn var með hætti sem algengt var í Ameríku, opnanlegum fögum var rennt upp og niður eftir þörfum. Svona gluggar munu aldrei hafa reynst vel hér á landi og því þurfti að breyta þeim svo hentuðu íslenskum aðstæðum. Að sögn Friðþórs Kr. Eydal, sem hefur lagt sig eftir sögu hersetunnar í síðari heimstyrjöld, voru svona skálar hvergi annarsstaðar en þarna.

Staðurinn þar sem Camp Jeffersonville stóð er alveg við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Rétt við veginn eru steyptir grunnar sem eru undan þessum húsum eða braggaskemmunum sem þar stóðu líka.

Jeffersonville

Rústir skála við Hafravatn.  Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.

Skálarnir sem Rauða krossinum voru síðan afhentir árið 1945 stóðu við Hafravatn norðvestanvert, í þyrpingu bygginga sem kallaðist „Camp Jeffersonville“. Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.

Mosfellsbær

Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.

Barnaheimili Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands í Laugarási
Frá 1952 – 1971 starfrækti Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands stórt barnaheimili í Laugarási, sem var í daglegu tali kallað “Krossinn”. Rekstur þessa heimilis skipti heimiklu máli fyrir Laugarás, fyrir utan auðvitað lífið í Krossinum. Fyrir utan þau 120 börn, auk starfsfólks, sem þar dvöldu 3 mánuði á sumri hverju, stuðlaði þessi starfsemi að því að styrkja innviði, eins og vatnsveitu og hitaveitu, eins og nánar verður komið að annarsstaðar.

Mosfellsbær

Unnið við skálabyggingar í Camp Jeffersonville.

Rauði kross Íslands hóf aðkomu sína að sumardvalarheimilum fyrir kaupstaðabörn árið 1932 með því að greiða 2000 króna styrk til barnaheimilisins á Egilsstöðum. Þetta vatt upp á sig og á stríðsárunum þótti útlit fyrir að flytja yrði öll börn úr bænum með stuttum fyrirvara sökum yfirvofandi loftárásarhættu. Þá stofnaði Rauði krossinn til sumardvalarnefndar og var Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, formaður RKÍ, formaður hennar.
Í byrjun var börnum komið fyrir bæði á sveitaheimilum og í skólum víðs vegar um landið. Þetta þróaðist síðan þannig, að sveitaheimilum fækkaði og meiri áhersla var lögð á sumardvalir í skólahúsnæði sem víða var ónotað yfir sumarmánuðina.

Jeffersonville

Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, Haraldur Árnason, Sigurður Thorlacius.

Árið 1940 var stofnuð sumardvalarnefnd, að frumkvæði Reykjavíkurbæjar og landstjórnarinnar. Að ósk borgarstjóra skipaði RKÍ tvo menn í þessa nefnd, þá Þorstein Sch. Thorsteinsson og Sigurð Thorlacius, skólastjóra. Starfsemin sem nefndin hafði með höndum færðist æ meira inn á skrifstofu RKÍ og þar mun Haraldur Árnason, kaupmaður, hafa unnið mikið og merkt starf. Reynslan af þessum sumardvölum sýndi forystufólki RKÍ fram á mikla þörf á þessu úrræði og ljóst varð að vart yði bakkað út þó svo stríðinu lyki.

Í lok stríðsins, sumarið 1945 nutu um 300 börn á vegum Rauða krossins sumardvalar víða í sveitum landsins, aðallega á sveitabæjum, en einnig í skólahúsnæði. Foreldrar sem óskuðu eftir úrræði af þessu tagi fyrir börn sín, þurftu að sækja um skriflega og láta fram koma eftirfarandi upplýsingar:

Jeffersonville

Saumastofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.

Þó svo stríðinu lyki og þar með hættan á loftárásum ekki lengur fyrir hendi, varð ekkert lát á þörfinni fyrir að koma börnum til sumardvalar í sveitum, enda fóru í hönd mikil barnaár, en fæðingartíðni tók að aukast við byrjun styrjaldarinnar. Þá voru lifandi fædd börn á hverja konu um 2,7 og sá fjöldi náði síðan hámarki um 1960, þegar lifandi fædd börn á hverja konu voru orðin 4,3. Þá kom pillan á markaðinn og síðan hefur fæðingartíðni farið jafnt og þétt minnkandi, jafnframt því sem atvinnuþátttaka kvenna jókst jafnt og þétt.

Frjósemishlutfall á Íslandi á fullveldistímanum fram á tíunda áratug 20. aldar var með því hæsta í Evrópu. Víðast hvar í álfunni jókst frjósemi

Jeffersonville

Skóvinnustofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.

á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hérlendis jókst hún á stríðsárunum og á eftirstríðsárunum jókst hún meira hér en í flestum löndum Vestur-Evrópu. Almennt séð er frjósemishlutfallið nokkuð hátt í Norður-Evrópu miðað við lönd sunnar í álfunni.

Jeffersonville

Jeffersonville – hluti leifa braggahverfisins.

Það þarf ekkert fleiri orð til að lýsa þeim miklu breytingum sem áttu sér stað frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari og fram yfir 1960, þegar fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu náði hámarki (4,3). Styrjöldin og barnafjöldinn kallaði á ráðstafanir. Á styrjaldartímanum þótti mikilvægt að flytja börn og einnig að talsverðum hluta mæður þeirra, burt frá borginni og öðrum þéttbýlisstöðum, vegna hættu á loftárásum. Þegar styrjöldinni lauk tók síðan við tími þar sem velmegun fór vaxandi á sama tíma og fæðingartíðnin. Þá þótti mikilvægt að halda áfram að gefa borgarbúum kost á því að senda börn sín í sveitina til sumardvalar.

Jeffersonville

Jeffersonville.

Rauði kross Íslands var stofnaður 10. desember 1924. Árið sem samtökin fögnuðu 20 ára afmæli sínu, 1944, var samþykkt að minnast afmælisins með því að sækja um „lóð og land í Laugarási“ undir sumardvalarheimili fyrir börn. Í nóvember þetta ár var síðan undirritaður samningur við Grímsneslæknishérað um afnot af tveim hekturum lands í kvos, vestan Kirkjuholts. Landið var tveir hektarar til að byrja með, en í júni 1952 var gerður samningur um 4,37 ha til viðbótar, þannig að alls fékk Rauði krossinn á leigu 6,37 ha lands. Umsaminn leigutími var 60 ár, eða til ársins 2004.

Í október 1944 ákvað framkvæmdanefnd RKÍ að leita til ríkisstjórnarinnar um að hún afhenti félaginu 8-10 herskála sem setuliðið hafði reist við Hafravatn. Þetta samþykkti ríkisstjórnin og afhenti RKÍ 10 skála til verkefnisins.

Allir sem að komu voru áfram um að sumardvalarheimili skyldi byggt í Laugarási og það var mikill framkvæmdahugur og bjartsýni ríkjandi. Þarna var samþykkt að heimilið skyldi tekið í notkun vorið 1947.

Þetta sama ár voru skálarnir fluttir í Laugarás.

Hvers vegna Laugarás?

Laugarás

Laugarás – sumardvalarheimili.

Einhver kann að spyrja hversvegna Laugarás varð fyrir valinu sem staður fyrir sumardvalir Reykjavíkurbarna.

Aðdragandinn að þeirri ákvörðun var sá, að á þessum tíma var Sigurður Sigurðsson, berklalæknir og síðar landlæknir, formaður RKÍ (frá 1942-1947). Hann hafði, árið 1942, tekið á leigu land í Laugarási sem hann nefndi Krosshól, en sem betur er þekkt undir nafninu Sigurðarstaðir, meðal íbúa.

Upphaflega ástæðan fyrir því að hann tók þetta land á leigu mun hafa verið sú að hann, eins og svo margir aðrir sem höfðu aðstöðu til, vildi hafa afdrep fyrir fjölskyldu sína ef kæmi til loftárása á höfuðborgina. Hann fékk þarna 3-4 hektara erfðafestuland til 60 ára.

Það var Sigurður sem lagði til að tekið yrði á leigu land í Laugarási fyrir sumardvalarheimili og sú varð niðurstaðan.

Jeffersonville

Þvottahús og vatnstankur í Camp Jeffersonville.

Mosfellsbær

Þegar leitað er efnis um Mosfellsbæ má finna ágætt upplýsingakort af því helsta sem sveitarfélagið býður upp á hvað varðar útivist og sögulegan fróðleik:

Mosfellsbær – sveit með sögu

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, að sunnanverðu af Kópavogi og að vestanverðu af Reykjavík. Í aldanna rás hét sveitarfélagið Mosfellshreppur og náði allt að Elliðaám fram á 20. öld en 9. ágúst 1987 lauk langri sögu hreppsins og Mosfellsbær varð til.  [Mosfellssveit náði framan af að Elliðaám. Öll braggabyggð austan Elliðaáa var því í Mosfellssveit – SH].
Sögu byggðar í Mosfellssveit má rekja aftur á landnámsöld þegar Þórður skeggi og Vilborg Ósvaldsdóttir námu land milli Leirvogsár og Úlfarsár. Þau bjuggu á Skeggjastöðum en „frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi,“ segir í Landnámu.

Mosfellsbær

Lágafell – Þarna er viðbygingin sem hýsti m.a. Lestarfrélagið.  Þinghúsið er ekki risið.
Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.

Allt fram á síðari hluta 19. aldar ríkti kyrrstætt bændasamfélag í Mosfellssveit, líkt og annarsstaðar á Íslandi. Sveitin var að vísu í þjóðbraut því um hana lágu leiðir til Vesturlands, Þingvalla og austur fyrir fjall. En íslenskir bændur voru ekki alltaf að flýta sér til móts við nútímann og þegar fyrsti hestvagninn sást í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld töldu menn að eigandinn væri genginn af göflunum!
Kringum aldamótin 1900 varð félagsleg vakning í Mosfellssveit, ýmis félög voru stofnuð, til dæmis lestrarfélag, kvenfélag og ungmennafélag. Smám saman urðu atvinnumálin einnig fjölbreyttari: Ullarverksmiðjan á Álafossi tók til starfa árið 1896 og fyrsta gróðurhús landsins var byggt á Reykjum árið 1923. Mikinn jarðhita er að finna í Reykjahverfi og Mosfellsdal og vagga íslenskrar ylræktar stóð í Mosfellssveit.
Mosfellssveit og þegar þeim lauk voru yfirgefnir hermannabraggar meðal annars nýttir undir starfsemi Reykjalundar sem tók þá til starfa.
Allt frá stríðslokum hefur verið mikil fólksfjölgun í sveitarfélaginu, fyrsta stóra stökkið í þeim efnum varð á 8. áratugnum og nú búa meira en átta þúsund manns í sveitinni milli fellanna þar sem fjölbreytt náttúra og áhugaverð saga haldast í hendur.

Hernámsárin

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum. Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi. Braggahverfi, svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur. Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.
Norðvestan við Hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einnig voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði. Braggabyggðin við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.

Stekkur

Helgafell

Helgarfell – stekkur í Stekkjargili.

Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.
Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðurfar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekjan þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.

Helgafell
Helgafell
Helgafell rís 216 metra yfir sjávarmáli og þeir sem ganga á fjallið verða verðlaunaðir með góðu útsýni yfir Mosfellsbæ og Sundin blá. Efst á fellinu má sjá rústir af varðbyrgi frá hernámsárunum og vestan fjallsins eru leifar fjöruborðs, í 55 metra hæð yfir sjávarmáli, sem skýrist af því að eftir að ísaldarjökullinn tók að hopa fyrir um 10.000 árum gekk sjór inn á láglendið í Mosfellssveit.
Algengasta gönguleiðin á Helgafell hefst á svonefndum Ásum við Þingvallaveg. Leiðin liggur framhjá tveimur steyptum vatnstönkum frá hernámsárunum sem voru notaðir til að miðla köldu vatni í stórt sjúkrahúshverfi sem reis á Ásunum og nefnt var Helgafell Hospital.

Helgafell

Helgafell – Stekkjartjörn (loftmynd).

Göngusneiðingur liggur upp fjallið að vestanverðu og þar sem lagt er á brattann er smálaut sem er leifar af lítilli gullnámu frá því snemma á 20. öld. Forsaga málsins er sú að skömmu eftir aldamótin 1900 tóku menn að gera sér vonir um að finna gull í Mosfellssveit, einkum við Seljadalsá í suðurhluta sveitarinnar. Þegar bóndinn á Reykjum auglýsti jörð sína til sölu árið 1911 skrifaði hann í blaðaauglýsingu: „Reykjaland liggur meðfram Þormóðsdals landareign að norðan, og stefnir gullæðin þar á það mitt. Líka kvað hafa fundist gull í næstu landareign að norðan í líkri stefnu (Helgafelli).“ Engar frekari sögur fara af gullinu í Helgafelli.

Reykir

Mosfellsbær – herseta á Reykjum.

Árið 1942 voru reistar spítalabúðir í landi Suður­Reykja,­ þar sem Reykjalundur er í dag. Spítalinn hóf starfsemi með 250 sjúkrarúmum í októbermánuði,­ en hafði rými fyrir 550 sjúklinga í neyðartilvikum. Álafoss Hospital var aðeins starfræktur í eitt ár en starfsemin þá flutt í Helgafell Hospital vegna fækkunar í herliðinu. Reykjabændur,­ þeir Bjarni Ásgeirsson og Guðmundur Jónsson,­ voru leigusalar lóðarinnar til hersins. Flestir braggarnir voru fljótlega fjarlægðir en S.Í.B.S. keypti lóðina og hóf starfsemi sína m.a. í þeim sem eftir stóðu og voru í notkun fram á sjöunda áratuginn.

Sjá upplýsingaskilti Mosfellsbæjar HÉR og HÉR.

Mosfellsbær

Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.

Vogar

Í Vogum er upplýsingaskilti við Arahól og Aragerði. Á skiltinu er eftirfarandi texti:

Arahólavarða
Vogar
Vörðuna á Arahól lét Hallgrímur Scheving Árnason útvegsbóndi í Minni-Vogum hlaða árið 1890. Verkið vann frændi hans Sveinbjörn Stefánsson. Varðan er hlaðin úr höggnu hraungrýti og steinlímd með kalki úr Esjunni sem unnið var í kalkofninum í Reykjavík. Varðan mun ekki hafa verið hlaðin í neinum ákveðnum tilgangi. Þegar varðan var nokkuð farin að láta á sjá, um það 100 árum eftir að hún var reist, var hún löguð með sementi af Leifi Kristánssyni frá Helgafelli.

Skrúðgarður
Vogar
Þegar húsum tók að fjölga og byggð að þéttast í Vogum sáum menn fyrir sér að honn víði og fagri hvammur sem Aragerði var, yrði sjálfkjörinn skrúðgarður og skemmtilundur Vogamanna í framtíðinni. Fyrstu trjánum var plantað þar upp úr 1950 fyrir atbeina Egils Hallgrímssonar (Árnasonar) kennara frá Austurkoti. Árið 1968 gáfu landeigendur Kvenfélaginu Fjólu Aragerði til umsjár. Í dag er það í umsjón sveitarfélagsins. Í hinum skjólsæla hvammi er bæjarhátíð sveitarfélagsins haldin ár hvert.

Vegagerð Hafnargötu
Vogar
Eftir að Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar hóf starfsemi sína á Eyrarkotsbakka var orðið aðkallandi að bæta úr vegleysunni og koma þangað akfærum vegi. Því réðst Útgerðarfélagið í lagningu Hafnargötu um 1931. Verkið var líklega unnið í þegnskylduvinnu og meira eða minna með höndum. Grjót var flutt með hestvögnum í Sólheimabrekkuna og Vogatjörnina norðanverða. leyfi fyrir grjótnámi fékkst hjá landeigendum. grjóri var lengi bætt í tjörnina, því þar vildi vegurinn síga.Vogar

Vogar

Í Vogum, skammt norðan við Stóru-Voga, er fróðleiksskilti á Eyrarkotsbakka. Á því er eftirfarandi texti:

Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar
Vogar
Í fjörunni má sjá leifar af Gömlubryggju sem reist var að tilstuðlan Útgerðarfélags Vatnsleysustrandar sem stofnað var 1930. Ástæðan fyrir stofnun félagsins var breytt atvinnuástand í hreppnum í kjölfar þjóðfélagsbreytinga. Ungir menn réðu sig frekar á togara úr öðrum héruðum en opin skip heimamanna.
Markmið Útgerðarfélagsins var aðs tulða að atvinnuppbyggingu. Allt varð að byggja frá grunni, báta, bryggju og fiskverkunarhús (Braggann). Samið var um smíði tveggja 22 tonna báta í Danmörki sem fengu nöfnin Huginn og Muninn. Því næst var ráðist í smíði bryggju og fiskverkunarhúss. Bryggjan var 84 m löng og 3 m breið timburbryggja sem fór að mestu á þurrt um stórstraumsfjöru. Fiskverkunarhúsið var ein hæð með risi. Niðri var aðstða fyrir bátana, gert að fiski, saltað og beitt. Í risinu var verbúð og mötuneyti fyrir þá sem á þurftu að halda.
Vogar
Mikið var lagt í kostnað við uppbygginguna. Heimskreppa skall á 1931, fiskverð hrundi á mörkuðum auk þess sem áföll dundu yfir. Útgerðarfélagið komst í greiðsluþrot árið 1935 og var leyst upp. Sigurjón J. Waage frá Stóru-Vogum keypti bryggjuna, húsið og annan vélbátinn, Huginn. Hann lét setja nýja vél í bátinn og gaf honum annað nafn, Jón Dan, eftir langafa sínu, Jóni Daníelssyni sem miklar hreystisögur fóru af. Sigurjón rak útgerðina til dánardægurs árið 1944.
Þrátt fyrir stutta starfsemi félagsins er það talið hafa verið gæfuspor fyrir byggðina. Það veitti mörgum atvinnu og stöðvaði með því flóttann úr hreppnum.
Vogar

Vogar

Í Vogum er upplýsingaskilti sunnan við Minni-Vogavör um mannlífið á sjávarbakkanum. Á því er eftirfarandi texti:

Vör og sjávarhús
Vogar
Í flæðarmálinu má sjá Minni-Vogavör er Egill Hallgrímsson (1817-1884) útvegsbóndi í Austurkoti lét ryðja. Vörin var sameiginleg fyrir Minni-Voga og Austurkot. Beggja vegna vararinnar voru hlaðnir öflugir grjótgarðar til að skýla henni. Efst í vörinni höfðu útgerðarbændurnir uppsátur báta sinna. Á sjávarkambinum voru sjávarhús, fiskreitir (svæði þar sem fiskur var lagður og þurrkaður) og lifrarbræðsluhús. Enn má sjá grunna sjávarhúsanna ef vel er að gáð.

Egill ríki
Vogar
Egill var annálaður dugnaðarmaður og efnaður eftir því. Árið 1870 eignaðist hann þilskipið Lovísu sem gert var út við Faxaflóa. sagt var að hann hafi borgað skipið með silfupeningum. Þegar skipið var ekki á veiðum hafði hann það í förum milli anda, sendi það með saltfisk til Spánar og lét það taka saltfarm til baka. Egill gerði út marga báta, keypti fisk og seldi salt. Hann leit sjálfur eftir öllu og rakaði saman auði og var um langt skeið talinn einn ríkasti bóndinn á Suðurnesjum.

Lífið á bakkanum
Vogar
Á tímum átabátaútgerðar var mikið líf við sjávarsíðuna. Árabátar komu með aflann í varirnar, þaðan sem hann var borinn í sjávarhúsin og á klappirnar í kring til verkunar. Þegar vélbátaútgerðin hóf innreið sína og bátarnir urðu stærri var hafnaraðstaða byggð þar sem hún er í dag, út af Eyrarkotsbakka. Fiskvinnslan fluttist í fiskvinnusluhús við höfnina og lagðist starfsemin á bakkanum smám saman af. Á bakkann var lagður vegaslóði til Grænuborgar eftir að bílar komu til sögunnar.
Vogar

Vogar - skilti

Við Stóru-Voga í Vogum, milli Sæmundarnefs og Eyrarkotsbakka, er upplýsingaskilti. Á skiltinu er eftirfarandi texti:

Fornt höfuðbýli
Vogar
Höfuðbýlið Stóru-Vogar mun hafa verið landnámsjörð Kvíguvogar. Þar var hálfkirkja, líklega fram til siðaskipta. Ekert sést til hennar í dag en mannabein sem fundust í bæjarhólnum að vestanverðu þykja benda til þess að þar hafi staðið kirkja og kirkjugarður.
Minna ber á grasigrónum bæjarhól Stóru-Voga nú en áður vegna ágangs sjávar og framkvæmda við Stóru-Vogaskóla. Að norðanverðu, fast við bæðinn má enn sjá leifar af veggjum fjóss og hlöðu sem hlaðið var úr grjóti.

Ættaróðalið
Vogar
Rústir Stóru-Voga bera vott um stórhug við byggingu íbúðarhússs. Þær eru útveggir steinhúss sem reist var árið 1871 og er talið hafa verið fyrsta steinhús sem íslenskur bóndi lét reisa. Veggir hússins voru úr höggnu grjóti, límdu saman með kalki. Loft, gólf og þaksúð var úr timbri og á þakinu voru hellur. Smiður var Sverrir Runólfsson steinhöggvari. Árið 1912 byggði Sigurjón J. Waage nýtt hús á grunni þess gamla og var gamla húsið að hluta kjallari nýja hússsins.
Ættin sem kennd er við Stóru-Voga er komin af Jóni Daníelssyni, „hinum ríka eða sterka“ (1771-1855). Á steini við fánastangir framan við Stóru-Vogaskóla er hreysti Jóns minnst. Steinninn sem vegur 450 kg á Jón að hafa tekið úr Stóru-Vogavörinni þegar eitt skipa hans steytti á honum í lendingu.
Ættarnafnið Waage tók Magnús sonur Jóns upp er hann lagði stund á siglingafræði og skipasmíði erlendis snemma á 19. öld. Með ættarnafninu vildi hann kenna sig við Voga. Smíðaði hann um 100 báta og 2 þilskip.

Vogar

Stóru-Vogar – skilti.

Vogar - skilti

Í Vogum, ofan við innri Vogavíkina, er upplýsingaskilti um Hólmabúðir og Gullkistuna. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Hólmabúðir og Gullkistan
VogarÍ Hólmanum hefur eflaust verið veiðistöð um margar aldir en saga þeirrar útgerðar er glötuð. Frá um 1830 þekkja menn hins vegar söguna þegar verstöðin Hólmabúðir rísa. Þá risu hin svokölluðu „anleggshús“ sem menn nefndu í daglegu tali salthús og fisktökuhús stórkaupmanna, gróssera á 19. öld. Talið er að hér hafi verið gerðir út 18-20 bátar þegar best lét á 19. öld og sjómenn og landverkafólk verið um 140-150. Ummerki verstöðvanna eru óðum að hverfa þó enn megi sjá leifar af miklum mannvirkjum, húsagrunnum, kálgörðum, upphlöðnum torfveggjum, uppsátur og grjótbyrgjum fremst á Hólmanum þar sem sjómenn hafa salta fisk sinn.
Seinastur með útræði í Hólmanum árið 1910-1012 var Haraldur Böðvarsson. Eftir það flutti hann útgerðina, fyrst til Sandgerðis og síðar til Akraness.
Fiskimiðin undir Vogastapa voru kölluð Gullikistan vegna mikillar og góðrar veiði. Þjóðsagan sefir frá mikilli fiskgengd undir Reykjanesskagann, í göngum sem lágu frá Grindavík og komu upp undan Vogastapa.

Bæirnir undir Vogastapa
Vogar
Undir Vogastapa er lítið undirlendi. Vestast þar sem udirlendið er minnst voru Kerlingabúðir. Þar voru sjóbúðir sem sorfnar hafa verið burt af sjávarróti og landeyðingu. Um Kerlingabúðir eru til þjóðsögur.
Næst kom Stapabúð, síðast í ábúð árið 1896, þá Brekka sem lagðist í eyði árið 1928 og í Hólminum var þurrabúð. Stapabúð og Brekka voru grasbýli og greiddu þau landskuld til Stóru-Voga, er átti landið. Undir Stapanum sést ekki til sólar í 18 vikur.

Pramminn á Langaskeri
Vogar
Pramminn á Langaskeri var hluti af færanlegri höfn bandamanna við innrásina í Normandí í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Tilgangurinn var að auðvelda hraða uppskipun hergagna og herliðs úr stórum herskipum sem ristu djúpt og komust ekki nálægt ströndinni.
Eftir stríðið keypti íslenskur athafnamaður, Óskar Halldórsson, nokkra pramma og lét draga þá hingað til lands. Prammarnir voru notaðir í hafnargerð, þeim var sökkt og fylltir grjóti og steypu.
Vogar