Tag Archive for: Vatnsleysuströnd

Móakot

Eftirfarandi vital við Þórarinn Einarsson á Höfða á Vatnsleysuströnd birtist í Vísi árið 1967 undir fyrirsögninni „Stundum þarf leiðin ekki að vera svo löng svo maður verði margs vísari“:
Thorarinn-21„Það skeður margt á langri leið er oft orðtæki eldra fólksins. En stundum þarf leiðin ekki að vera svo mjög löng, til þess að menn verði margs vísari bæði um fortíð og samtíð.
Hér verður rætt við hjónin Þórarinn Einarsson frá Höfða á Vatnsleysuströnd og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir frá Álftakoti á Mýrum. Þegar við höfum tekið tal saman, kemur í ljós að ég er ekki með öllu ókunnur ætt þeirra og uppruna. Því Þórarinn — og þeir góðvinir mínir Elías Guðmundsson, sem lengi hefur haft hönd í bagga með útbreiðslu Þjóðviljans og Einar Guðmundsson, sem svo oft hefur verið viðmælandi minn á Blönduósi norður eru bræðrasynir — og standa því rætur þeirra á Suðurnesjum, og víst er að þótt grunn virðist hin frjóa gróðurmold á Vatnsleysuströndinni þá hefur Þórarni tekizt að festa þar vel rót, því hann hefur nú átt heima í 62 ár á Höfða og aldrei fært sig um set. Nokkur skil kann ég einnig á konu hans, því hún er systir þeirra bræðra Friðriks Þorvaldssonar framkvæmdastjóra í Borgarnesi og Sigurðar Þorvaldssonar hreppstjóra á Sleitustöðum í Skagafirði, svo þess má vænta að engir kalkvistir muni út af þeim spretta.

Hofdi-1

Og nú fer ég að spyrja Þórarin um líf liðinna daga — áður en Miðnesheiði var hálf erlend borg og farið var að leggja undirstöður að bræðsluofnum við Straumsvík eða stofna þar til verkfalla.
— Já, þá var búið á hverjum bæ frá Vogastapa að Hvassahrauni og útgerð úr hverri vör.
— Fyrst voru eingöngu áraskip og svo litlir vélbátar. Á Ströndinni er víðast sæmileg lending og mjög fiskisælt þangað til togararnir komu. Sjálfur hef ég bæði verið háseti og formaður á áraskipi og vélbát. Það var oft gaman þegar vel veiddist, og gæftir gáfust. Þá féllu stundum margir svitadropar, og ekki var, maður tímaglöggur þegar sá guli vildi bíta.
Hofdi-2— Þótt Vatnsleysu-ströndin sé fremur hrjóstrug, þá höfðu flest allir einhvern búpening, kýr og kindur. — Nú er þetta breytt orðið, Ströndin að mestu komin í eyði og enginn fer á sjó úr hennar vör. Undanfarin ár hefur verið stunduð hrognkelsaveiði, en svo kom verðfallið í vor og munu einir tveir bátar eitthvað sinna því. Úr Vogunum eru nú gerðir út tveir bátar, annar 50 smálestir, hinn 100.
— Ójá ég man nú tvenna tímana og það var stundum hart í ári. Hann var ekki alltaf tiltækur sá guli, einar þrjár vertíðir man ég að það fengust einir 16 fiskar til hlutar, en svo man ég líka að það komu 1000 fiskar í hlut yfir úthaldið. Stærstu býlin á Ströndinni áður fyrr voru Kálfatjarnarhverfi — Auðnir og Landakot. Á Kálfatjörn búa nú tvö systkin ásamt föður sínum.
Stadur-301— Faðir minn var frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík. Þá voru þar 14 býli. 25 ár var hann sigmaður í berginu og síðasti formaður á Selatöngum, – reri þá sexmannafari.
— Öll mín æskuár átti ég heima í Grindavík og fermdist á Stað. Maður sá oft stórbrotna sjóa við Suðurnesin og marga hæpna landtöku, enda margir þar beinin borið við brimsorfna strönd, það var ekki ætíð sem lánaðist að sæta lagi. — Já, eins og ég sagði áðan þá fermdist ég að Stað. Þá var mikil byggð í Staðarhverfinu. Við vorum fermingarbræður ég og hann Guðmundur minn í Ísólfsskála — svo við erum nú farnir, að tölta nokkuð á 9. tuginn. — Það er senn komið að náttmálum, a.m.k. er vinndagurinn orðinn stuttur.
— Hugsaðu þér, maður, árið 1905 voru öll býli á Vatnsleysuströnd í byggð, já, ég held bara hvert einasta kot og mikið athafnalíf.
– Nú sækir fólkið bæði úr Brunnastaðahverfi og Vogum vinnu hingað og þangað — það sem ekki vinnur við þá útgerð sem er í Vogunum.
— Ég gerði stöðugt út í 20 ár og var oft nokkuð heppinn. þó engin sérstök fiskikló.

Stadur-302

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

Og Höfði er alls ekki kominn í eyði, þar býr yngsta dóttir okkar með manni sínum. Þau hafa átt 7 börn og af þeim eru 4 dætur giftar — en þrjú eru heima. Það yngsta sonur, fermdist í vor.
— Já, þegar litið er til baka þá er svo sem margs að minnast.
T. d. Halaveðrið 1925. — Þá var ég á Ver frá Hafnarfirði og við komumst ekki undir Jökul fyrr en veðrinu slotaði. Maður var oft veðurbitinn eftir sjóferðirnar í þá daga. — En það skal ég segja þér, að ég tel að togararnir hafi eyðilagt flóann. Þar var áður svo að segja alltaf fullur sjór af fiski. Það er illa farið. Rányrkja borgar sig aldrei.
— En þegar ég nú lít um öxl, finnst mér lífið hafa verið gott, kannski ofurlítið hnökrótt stund um, ekki alveg ýfulaust frekar en sjórinn hérna við blessaða ströndina okkar. En þá var allur almenningur sem komst sæmilega af og var ánægður með lífið — og hvers er þá vant?“
Þ.M.

Heimild:
-Vísir, 25. október 1967, „Stundum þarf leiðin ekki að vera svo löng svo maður verði margs vísari“, bls. 9.

Höfði

Höfði.

Eiríksvegur
Gengið var um Minni- og Stóru-Vatnsleysu í fylgd Sæmundar bónda með það fyrir augum að skoða það, sem ekki hafði verið litið sérstaklega á í fyrri ferðum um svæðið.
Árin 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs sögð vera 4 vættir fiska. 1703 er Minni-Vatnsleysa konungseign. Ein eyðihjáleiga er á jörðinni, Búð, og tómthús í eyði.

Stóra-Vatnsleysa

Fúli.

Grund hét hjáleiga norðan bæjar, en Miðengi, sem nánar verður vikið að á eftir, var einnig hjáleiga, í byggð á 19. öld og fram til um 1916. Það kemur m.a. fram í örnefnaskrá fyrir jörðina.
Á Vatnsleysu minni bjó oft mikill fjöldi vermanna á vertíð. Árið 1703 hafa “túnin fordjarfast merkilega af sands og sjáfar ágángi, item leir og vatnsrásum af landi ofan. Engjar eru öngvar. Útihagar lakir um sumur, um vetur nær öngvir nema lítið af fjöru.”
Allnokkrar, og heillegar grunn- og vegghleðslur eru í túninu sunnan Minni-Vatnsleysu, eða öllu heldur þar sem hún var, því nú er búið að raska svo til öllu bæjarstæðinu, en svínabú með tilheyrandi mannvirkjum komin þar í staðinn (Alisvín). Hleðslurnar í túni er frá bænum Miðengi, sem þar. Neðan þeirra og sunnar var Miðengisvörin, slæm. Stóru-Vatnsleysubóndinn sprengdi hana síðar, en vörin var í landi jarðarinnar, rétt sunnan við mörkin. Þau sjást enn þar sem fyrir er mikill grjótgarður. Áður lá hlaðin tröð frá Stóru-Vatnsleysu yfir að Minni-Vatnsleysu. Hana má m.a. sjá á túnakorti frá 1919. Hún var fjarlægð þegar túnin voru sléttuð.
Gamla Stóra-Vatnsleysuvörin var skammt norðan við núverandi vör. Við hana var spil af þýskum togara, sem notað var til að spila inn báta, og má sjá leifar þess enn ofan við nýju vörina.
“Neðan við Hólshjall er gamall hlaðinn brunnur, sem heitir Fúli. Það er ekki flæðibrunnur eins og aðrir runnar á bæjunum, heldur safnast í hann úr jarðveginum í kring, enda vatnið ekki neyzluvatn. Fúli var líka kallaður Hólsbrunnur.” segir í örnefnaskrá.
Á túnakortinu frá 1919 sést brunnurinn ofan við garðenda nyrst á hlöðnum garði ofan strandarinnar. Minni-Vatnsleysuvörin var þar skammt norðar. Þetta var hlaðinn, en grunnur, brunnur, ekki ólíkur Fjósabrunninum á Stóru-Vatnsleysu. Þegar að var gætt hafði kantinum á athafnasvæði austan svínabúsins verið rutt yfir brunninn, sennilega vegna óaðgæslu því hann á að vera svo til í jaðri hans.
“Fleiri brunnar eru nær bænum, sem hafa verið notaðir. Talað eru um brunninn Danska.” segir í örnefnaskrá. Þá er fjallað um Hólabrunn; “Í Norðurtúni voru Hólarnir. Þar var Hólabrunnur og þar var Minni-Vatnsleysubrunnur og brunnurinn Danskur. Engin þessara brunna var góður.” Hér er jafnframt fjallað um tvo aðra brunna, Minni-Vatnsleysubrunn og Danska. Minni-Vatnsleysubrunnur sést í bakkanum norðan við litla styttu við Minni-Vatnsleysu. Steypurör hefur verið sett yfir hann og járnlok yfir. Þessi brunnur var hlaðinn líkt og Stóru-Vatnsleysubrunnurinn, en dýpri. Til eru menn, sem muna eftir þessum brunni eins og hann var. Líklegt má telja að framangreindir brunnar hafi verið einn og hinn sami, en þó má vera að þarna hafi verið, í missléttu landi, vatnsstæði, sem nefnd hafa verið.
Í örnefnaskrá segir ennfremur: “Hér nokkru austar er gróinn hóll, sem heitir Stekkhóll. Þar var fyrrum Stekkur, en nú er þar Stekkhólsfjárhús og Stekkhólsrétt.” Stekkhóll er skammt ofan strandar, en nokkru austar, í landi Stóru-Vatnsleysu.
Norðan við Stekkhól sést grunnur fjárhússins, sem hefur verið nokkuð stórt. Líklega er staðsetningin á Stekkhólsréttinni ekki rétt, eða a.m.k. ónákvæm. Réttin, eins og hún var jafnan nefnd, er nokkru sunnan við hólinn, skammt ofan gamla Eiríksvegarins. Þar eru allnokkrar hleðslur og mótar enn fyrir gömlu réttinni. Leiðigarður er nyrst í henni, en að öðru leyti er hún tvískipt þar sem hún er norðan undir lágum klapparhól.
Stóra-Vatnsleysa var einnig í konungseign árið 1703.
Varðveist hefur gamall máldagi útkirkjunnar á Vatnsleysu frá um því um 1269, þar segir: “Allra heilagra kirkia a vatnslavsv a fimtan hvndrad j heima lande. tiolld vmhverfuis og allan sinn bvning.” Annar máldagi hefur varðveist frá því um 1367. Þar segir: “Allra hreilagra kirkia a Vatzlejsu a xvc j heimalande. kluckur ij.”
Árið 1375 segir í máldaga kirkjunnar í Krýsuvík að hún eigi fjórðungspart í Vatnsleysu. [1379]: “ok firr nefnd fleckvik aa allann þridivng j vatzleysv jord.” Síðasti varðveitti miðaldamáldi kirkjunar er frá árinu 1397 og segir þar að kirkjan eigi 15 hdr i heimalandi.” Þann 28.4.1479 er „Jörðin Vatnsleysa er í Kálfatjarnarkirkjusókn.“ Í þessu bréfi lýstir Arngerður Halldórsdóttir því yfir að engin ítök séu í jörðinni Vatnsleysu nema að kirkjan í Krýsuvík eigi þar 10 hundruð og jörðin Flekkuvík eigi þriðjung í hvalreka ásamt viðarreka og Vatnsleysa eigi tvo hluta í Flekkuvíkurreka sem og hvalreka. Árin 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum líkt og Minni-Vatnsleysu. Árið 1515 kaupir Ögmundir ábóti Pálsson 20 hdr. í Vatnsleysu fyrir 25 hdr. Árið 1518 er Viðeyjarklaustri færð 10 hdr í Vatnsleysu til viðbótar. Það ár (1518) féll dómur um að „heimatíund af Vatnsleysu skuli greiðast heim ekki til Kálfatjarnar.“ Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 6 vættir fiska.
Minjar um fornbýli er að finna nálægt Kúagerði. Hefur það verið nefnd Akurgerði. Árið 1703 voru hjáleigur í byggð; Vatnsleysukot og tvær nafnlausar hjáleigur auk einnar nafnlausrar eyðihjáleigu. „Eyðibýlið Akurgerði var lagt undir Vatnsleysu á 16. – 17. öld. Austast og neðst var Naustakot, stundum kallað Pallakot … Þá var norðan og ofar Nýibær, Móabær, Sigurjónsbær og Jónasarbær.” Einnig var lítið kot nefnd Kofinn byggt utan í kirkjugarðshleðsluna.“ segir í örnefnalýsingu fyrir Stóru-Vatnsleysu. Garðbær er merktur inná túnakort frá 1919. Einnig var kotbýli nefnt Krókur. Garðhús er nefnt í bók GJ, en það gæti verið sama og Garðbær.
Í Jarðabókinni 1703 kemur fram að „heiðarland Vatnsleysubæja er víðáttumikið, nær frá sjó til fjalla. Túnum spillir nokkurn part vatnságángur f landi ofan og jarðfast grjót sem árlega blæs upp í túninu. Engjar eru öngvar. Úthagar lítilfjörlegir vetur og sumar.” Guðmundur B. Jónsson segir í bók sinni að Vesturbærinn hafi farið í eyði, lagðist undir Austurbæinn og var rifinn um 1940.
Tekið var hús á Sæmundi Þórðarsyni, bónda á Stóru-Vatnsleysu. Hann lýsti kotunum, sem voru á Kottúninu austan við bæinn. Þau eru m.a. dregin upp á túnkortið frá 1919; Móakot, Nýibær, Garðbær og Naustakot, sem jafnan var nefnt Pallakot eftir síðasta ábúandanum. Kotin stóðu þétt saman, en Pallakot fór síðast í eyði 1931.
“Vegur liggur frá bænum og niður að sjávarhúsum. Rétt við veginn norðan megi, rúmlega [ríflega] hálfa leið til sjávar, er gamall brunnur, sem var notaður þar til fyrir fáum árum. Þetta er flæðibrunnur og nokkuð saltur.” segir í örnefnaskrá.
Steypt er yfir brunninn, en hann var notaður til langs tíma. Hann er fallega hlaðinn.
“Rétt vestan bæjar er gamall og grunnur brunnur, sem nefndur er Fjósbrunnurinn.” segir í örnefnaskrá. Brunnur þessi, eða öllu heldur vatnsstæði, er í lægð í túninu vestan við íbúðarhúsið. Sæmundur sagði að alltaf hafi verið sótt vatn í hann til að brynna kúnum – kvölds og morgna. Svo merkilegt sem það hafi verið þá virtist alltaf nægilegt vatn í honum.
Örnefnaskrá segir og frá enn einum brunninum. “Á flötunum, rétt ofan þar sem kotablettirnir voru, er flæðibrunnur, vel hlaðinn innan. Þó mun eitthvað vera hrunið úr veggjum hans nú. Vatnið í honum var saltminna en í brunninum vestar í túninu, sem áður er sagt frá. Þessi brunnur var kallaður Kotbrunnur.”
Sæmundur sagði að brunnurinn hafi jafnan verið nefndur Pallabrunnur, eftir Palla í Pallakoti. Á túnkortinu frá 1919 er teiknaður annar brunnur skammt suðaustar, en þetta svæði var allt sléttað út fyrir allnokkrum árum, að sögn Sæmundar. Kotbrunnur hefur þó fengið að halda sér. Hann er alveg heill og fallega hlaðinn.
Sæmundur benti einnig á Stöðulbrunn, vatnsstæði í grónum hól, Stöðulsbrunnshól, syðst í túninu. Hlaðið er í vatnsstæðið og var vatn í því er aðgætt var.
Sæmundur sagði að tvíbýlt hafi verið á Stóru-Vatnsleysu; Vesturbær og Austurbær. Síðarnefndi bærinn (húsið) stæði enn, en sjálfur hafi hann rifið Vesturbæinn fyrir allnokkrum árum. Þar stóð þar sem nú er stórt hús norðvestan við húsið.
Áður hefur letursteini, sem er í sunnanverðu túninu, verið lýst sem og áletruninni á honum. Milli hans og íbúðarhússins mun hafastaðið kapella fyrr á öldum. Byggt var kot upp úr henni, en vegna draugagangs lagðist það fljótlega af.
Sæmundur sagðist vilja leiðrétta og benda á nokkur atriði varðandi örnefni með ströndinni austast í S-Vatnsleysulandi. Víkin austan laxeldisins væri jafnan nefnd Stekkjarvík eða jafnvel Kúagerðisvík. Vík með því Stekkjarvíkurnafninu (Stekkjarvíkur) væri í Flekkuvíkurlandi, vestan bæja, en þessi vík hefði jafnan verið nefnd Vatnsleysuvík.
Búðavík hefði verið sandfjara beint neðan við laxeldið. Starfsmenn þar hefðu tekið sand úr fjörunni undir vatnsleiðslur að stöðinni og eftir það hefði sandfjaran horfið að mestu.
Innan (austan) við laxeldið væri Steinkeravík, en hún dregur nafn sitt af náttúrulegum steinkerum er myndast höfðu er fljótandi hraunið rann þar út í sjó.
Jafnan hefði vík allnokkru austan við Arnarklett verið nefnd Fagravík. Þannig væri hún á kortum. Arnarklettur er beint fyrir neðan grunn af húsi, sem reist var norðan við Reykjanesbrautina sunnan Afstapahrauns (Arnstapahrauns). Rétt innan við hann er hin réttnefnda Fagravík, vestan við Látrin.
“Einhversstaðar hér í Heiðinni var Vatnsleysustekkur og hér er Litli-Hrafnhóll …” segir í örnefnaskrá “Við höldum okkur enn við gamla veginn og rétt vestan gjárinnar komum við að Vatnsleysustekk í lítill kvos fast við og neðan Eiríksvegar,” segir í Örnefnum og gönguleiðum eftir SG.
Enn sést vel móta fyrir tvískiptum stekknum sunnan undir lágum hólnum.
Loks var litið á Eiríksveginn svonefnda, en „hann var ein fyrsta tilraun til vegagerðar á landi hér, sem þó var aldrei notuð. Vegurinn er í raun sýnishorn af vegagerð fyrri tíma en vegarstæðið liggur þráðbeint frá Akurgerðisbökkum, en þeir eru neðan og vestan við Kúagerði, og síðan áfram vestur yfir holt og hæðir.
Um Akurgerði lá Almenningsgatan eða hestslóðin og héðan lá ein fyrsta tilraun til vegagerðar á landi hér, sem þó var aldrei notuð. Vegurinn kallast Eiríksvegur, því Eiríkur faðir Árna Kaupmanns og leikara í Reykjavík var verkstjóri. Vegurinn lá upp í Heiðina.” segir í örnefnaskrá.
„Eiríksvegur lá frá þeim stað sem nefndur er Akurgerði. Slóðinn var meðfram Steinkeravík/Kúagerðisvík og áfram til vesturs inn heiðina. Meðfram Kúagerðisvík liggur bílslóði samsíða Reykjanesbraut og endar hann í Strandavegi. Næstum fast frá slóða þessum má sjá leifar Eiríksvegar fast upp við fjörukambinn og svo til vesturs. Gatan er greinileg á grasi grónu svæði ofan við fjörukambinn en verður ógreinilegri þegar komið er út í meira hraunlendi norðvestar. Vegurinn er nefndur eftir verkstjóra vegagerðarmannanna sem hét Eiríkur Ásmundarson frá Grjótá í Reykjavík (1840-1893) … Eiríksvegur er 3-4 m breiður og í honum er mikið af grjóthnullungum. Ekkert farartæki hefur hingað til nýtt sér “samgöngubótina” því vegargerðin dagaði uppi í Flekkuvíkurheiðinni einhvern tíman fyrir síðustu aldamót. Almenningsvegurinn liggur svo til samsíða Eiríksvegi á þessum slóðum ýmist ofan eða neðan hans og á kafla liggja allir þrír vegirnir samsíða, Strandarvegurinn neðstur, síðan Almenningsvegurinn en Eiríksvegurinn efstur”, er lýsingin á Eiríksvegi í bók SG um Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi.
Frábært veður, sól og varmt veður.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Sæmundur Þórðarson.

Vatnsleysustekkur

Vatnsleysustekkur.

Vatnsleysuströnd

„Af Íslands næstum 5 þúsund kílómetra löngu strandlengju eru það ekki nema tiltölulega stuttir kaflar í ýmsum landshlutum, sem bera heitið strönd og gefin eru sérstök nöfn: Hornstrandir, Barðaströnd, Svalbarðsströnd o.s.frv. 

Kalfatjorn-505

Sumstaðar heitir önnur hliðfjarðanna strönd — hin ekki: Hvalfjarðarströnd, Berufjarðarströnd. Á það vitaralega sínar orsakir þótt ekki verði þær hér raktar. Og ekki er ætlunin að huigleiða frekar þessi strandanöfn heldur að bregða sér í heimsókn á þá ströndina, sem næst liggur Reykjavík —Vatnsleysuströndina — þennan óhjákvæmilega tengilið milli Innnesja og Suðurnesja þegar á landi er farið. Áður en steypti vegurinn var lagður, lá leiðin skammt ofan við bæina, sem standa í slitróttri röð niður undir sjávarmáli. Nú eru þeir nánast horfnir hinum fjölmenna hópi vegfarenda á hraðakstri þeirra suður Strandaheiði. Það er aðeins ef manni verður á að líta upp þegar sveigt er inn í Kúagerði. Þá blasa við hinar reisulegu byggingar á Vatnsleysunum báðum — hinni minni og stærri. Þannig er Ströndin að hverfa fjöldanum í hraða og flýti nútímasamgöngutækni. Við þessa löngu strönd hefur mörg fleytan farizt bæði stór og smá. Ágúst í Halakoti telur, að á árunum 185—1928 hafi 78 manns drukknað af bátum af Ströndinni. En fleiri skip hafa farizt á þessum slóðum en fiskibátarnir úr sjálfu plássinu. Hér rétt framundan Kálfatjörn var það, að póstskipið frá Danmörku — Svalan — strandaði í norðanbyl þann 6. desember 1791. Voru þá liðnir 72 dagar frá því að hún lagði út frá Kaupmannahöfn og farþegar eðlilega orðnir langþreyttir er þá hafði velkt svo lengi í hafi. Meðal þeirra var nýútskrifaður lögfærðingur Benedikt Gröndal Jónsson, sem hafði verið skipaður varalögmaður sunnan og austan. Hann vildi ekki taka sér gisting á Ströndinni, heldur hraða för sinni sem mest
hann mátti til Reykiavíkur til að taka við embætti sínu. En kapp er bezt með forsjá. Hann komst ekki lengra en að Óttarsstöðum, þar sem hann hneig máttvana niður í snjóskafl, kalinn á höndum og fótum. Var hann borinn til bæjar, þar sem hann fékk hjúkrun. Það sem eftir var vetrar dvaldi hann í Görðum hjá sr. Markúsi stiptprófasti í Görðum á Álftanesi. Svo var það 1. desember 1908, að fyrsti togari Íslands, Coot, var að draga kútterinn Kópanes til Hafnarfjarðar.
Þá tókst svo slysalega til að Kópanes slitnaði aftan úr, en dráttartaugarnar flæktust í skrúfu togarans. Rak síðan bæði Kalfatjorn-506skipin stjórnlaust undan straumi og vindi og bar að landi við Keilisnes sunnanvert eða á Réttartöngum seint um kvöldið. Mannbjörg varð, en hvorugu skipinu varð bjargað. Þannig varð Ströndin hinzti „hvílustaður“ fyrsta íslenzka togarans.
Em víkjum nú aftur til landsins. Ströndin er líka að hverfa í annarri merkingu heldur en þeirri, að við verðum hennar lítt eða ekki vör á ferð okkar til Suðurnesja. Hún er að verða önnur nú en áður hún var. Þetta pláss var áður aðalhlutinn, þungamiðjan í hátt í þúsund manna sveitarfélagi, sérstakt prestakall með skóla og landsfrægum homopata, aðsetur blómlegrar útgerðar og með talsverðum landbúnaði eftir því sem um er að ræða á hrjóstrum Suðurnesja.

rodur-501

Hér á þessari löngu strönd voru sumir mestu stórútgerðarmenn síðustu alda enda í nánd við fiskisælustu mið landsins — gullkistunia undir Vogastapa. — Þetta var áður en Englendingurinn kom og skóf botninn og tók lifibrauðið frá landsins börnum, sem horfðu uppgefin og úrræðalaus á eyðinguna úr landi. Það er átakanleg saga, einn skuggalegasti þátturinn í öllum okkar dapurlegu samskiptum við erlent ofurefli.
Stórútgerðarmenn Strandarinnar á síðustu öld hétu margir Guðmundar, hver Guðmundurinn öðrum meiri að útsjón og athafnasemi. Þar var t.d. Guðmundur frá Skjaldarkoti Ívarsson á Brunnastöðum, sem stundaði sjó í 50 ár. Hann átti og gerði út allt upp í 7 skip, gat valið úr mönmum en tók aldrei drykkjumemn á skip sín.

Coot-501

Um vertíðina hafði hann yfir 50 manns í heimili. Því stjórnaði af fyrirhyggju og skörungsskap, kona Guðmundar Katrín Amdrésdóttir. Hún var systir sr. Magnúsar á Gilsbakka. — Guðmundur á Auðnum var einn ríkasti bóndi á Ströndinni, varð formaðuir 17 ára, fljótt hinn „mesti útsjónarmaður til afla fanga og græddi á tá og fingri.“ Frostaveturinn 1881 gerði hann út 6 skip og 2 báta. Eitt Skipanna var sponhúsa nýtt. Það hét Framfari. Formaður á því var Ólafur Runólfsson úr Biskupstungum. Einn háseta hans var Kristleifur á Kroppi. Undir lokin „dreymdi mig,“ sagði Ólafur, „að ég væri kominn austur að Skálholti og væri að hátta þar ofan í rúm hjá henni mömmu minni.“ Næsta dag hvolfdi Framfara á heimsiglingu í ofsaveðri. Fórst Ólafur þar og skipshöfn hans nema 2 menn, sem bjargað var af kili. Annar þeirra var Kristleifur. Hefur hann gefið ógleymanlega lýsingu á þessum atburði í sagnaþáttum sínum, Mun sú frásögn ógjarnan hverfa úr minni þeim, sem lesið hafa.

Vatnsleysustrond-201

Einn, kunnasti Guðmundur Síðustu aldar á Vatnsleysuströnd og víðar var Guðmundur Brandsson alþingismaður í Landakoti. Hann drukknaði að eins 47 ára gamali á heimleið úr kaupstaðarferð til Hafnarfjarðar 11. október 1861. „Missti þar Suðurland einn af hinum merkustu og beztu bændum sínum“. (Annáll 19. aldar). Tvennum sögum fer um hvernig lík Guðmundar fannst. Árni Óla segir í Strönd og Vogar, að Þorkell í Flekkuvík sem þá var 11 ára heima hjá foreldrum sínum.“(Annáll 19. aldar). Stekkjarvík, rekið á þeim stað er bát þeirra Guðmundar hafði borið að landi slysdaginn. Hins vegar segir Kristleifur á Kroppi, að vorið 1914 hafi hann verið samskipa manni ofan úr Borgarnesi til Reykjavíkur. Sá hét Andrés, summan úr Keflavík, gamall og grár fyrir hærum.

Vatnsleysustrond-202

Hann hafði lengi verið formaður á Vatnsleysuströnd. Tal þeirra Kristleifs barst að drukknun Guðmundar Brandssonar. Daginn eftir slysið fóru bátarnir að reyna að slæða upp líkið. Andrés var meðal leitarmanna. „En það kom fyrir ekki,“ sagði gamli Andrés, „þangað til við tókum með okkur hana. Og þegar við vorum búnir að róa nokkurn tíma aftur og fram um sjóinn, þá fór haninn að gala. Var þá lík Guðmundar Brandssonar þar í botni, sem bátinn bar yfir, er haninn galaði. Var það þá slætt upp samstundis.“ Einn af sonum Guðmundar Brandssonar var Guðmundur, sem bjó eftir hann í Landakoti. Hann var ekki eins mikiu útgerðar- og aflamaður og nafnar hans, sem hér hafa verið nefndir, en hann var sjálfmenntaður félags- og menningarfrömuður sveitar sinnar, hreppstjóri, kirkjuhaldari og organisti á Kálfatjörn um áratugi.

Vatnsleysustrond-203

Mun þá óvíða hafa verið komið hljóðfæri í kirkjur utan Reykjavíkur. Kona Guðmundar var Margrét Björnsdóttir frá Búrfelli í Grímsnesi. Er skemmtileg og greinagóð frásögn um kvonfang Guðmundar í Árnesingaþáttum Skúla Helga sonar. Þau Margrét voru barnlaus. Hún var talin góð kona og mikil húsmóðir. Var umgengni öll og heimilisbragður í Landakoti til sannrar fyrirmyndar. Þessi Guðmundasaga er vitanlega framhliðin á blómaskeiði Vatnsleysustrandarinnar: Dugnaður, framtak, rúmur efnahagur, stórútgerðin, reisuleg hús, fjölmenn heimili, risna, höfðingsbragur. — En þarna átti lífið sínar skuggahliðar eins og alltaf. Þeim lýsir Kristleifur á Kroppi þanmig: „ Umhverfis þessi stórbændabýli voru fjöldamörg þurrabúðarhús — byggð úr torfi og grjóti — þröng og óvistleg í mesta máta, aleiga þeirra sem í þeim bjuggu og lifðu þar við sult og seyru.“

Vatnsleysustrond-204

En það væri ekki rétt mynd af lífinu á Ströndinni í gamla daga, ef ekki væri drepið á annað em útgerð og aflabrögð. Að vísu var sjósóknin draumur næturinnar og innihald daganna, það er að segja hinna rúmhelgu daga. En helgidagurinn bar annan svip — bar nafn með rentu — þá fjölmenntu Strandarmenn í helgidóm sinn — kirkjuna á Kálfatjörn. Þar hefur kirkja staðið frá öndverðri kristni og fram á þennan dag. Það þurfti að vera stórt hús, þar sem sóknin var svo fjölmenn og fjöldi aðkomusjómennina á vertíðinni.
Vatnsleysustrond-205Núverandi kirkja er frá árinu 1893, reist fynir forgöngu Guðmundar í Landakoti, stórt hús og reisulegt. Árið 1935 fékk hún mikla viðgerð og var útliti henmar þá mikið breytt. Fylgir grein þessari mynd af kirkjunni í hinu gamla formi. Mun margur minnast hennar ekki sízt vegna turnsins, sem var nokkuð sérstæður. Á hann voru málaðir gluggar sem úr fjarlægð líktust munkum eða prestum hemipuklæddum. En að innan er kirkjan eins og hún var í upphafi, meira að segja sama málningin. Hún var framkvæmd af dönskum manni, sem hét Bertelsen. Til hennar hefur ekki verið kastað höndunum. Á 75 ára afmæli kirkjunnar rakti Erlendur á Kálfatjörn sögu hennar í glöggu og skemmtilegu erindi. Gat hann þess, að fyrir byggingu grunnsins hefði staðið Magnús steinsmiður Árnason, Reykvíkingur að uppruna, en þá búandi í Holti í Hlöðuneshverfi. Er grunnurinn hið mesta snilldarverk og sér ekki á honum enn í dag. Það var líka haft eftir kirkjusmiðnum, Guðmundi Jakobssyni, að aldrei hefði hann reist húis á jafnréttum grunni sem þessum,

Kalfatjarnarkirkja-505

Efni allt til kirkjunnar var flutt á dekkskipi og skipað upp á árabátum, öllum unnum við, en stórtré öll lögð í fleka og róin til lands. Aðrir tóku svo við og báru upp og heim að Kálfatjörn. Hafði verið mikið kapp í ungum mönnum að vinna sem mest að þessu og að verkið gangi fljótt og vel. Gengu menn að morgni heiman frá sér um klukkutíma gang, þeir sem lengst áttu, og heim aftur að kvöld bóndi í Þórustöðuum. Hann var sonur Guðmundar alþingismann Brandssonar í Landakoti. Egill var lærður trésmiður, hagleiksmaður og þótti framúrskarandi vel virkur. Smíðaði hann mörg hús á Ströndinni á þessum tíma. Stendur eitt þeirra enn í dag, íbúðarhús á Þórustöðum.
Vatnsleysustrond-206Nú mun engri fleytu ýtt úr vör á Vatnsleysuströnd á vetrarvertíð. Samt er fjarri lagi að útgerðin og sjósóknin sé horfin úr hreppnum. Hún hefur öll flutzt suður í Voga, þar sem sköpuð hefur verið aðstaða til að stunda sjóinn á stórum vélbátum og verka aflann eins og markaðurinn krefst á hverjum tíma. Utan um þá aðstöðu er nú að rísa hið myndarlegasta þorp. En íbúarnir á Ströndinni sækja sumir vinnu sína út úr hreppnum eða stunda landbúskap — aðallega sauðfjárrækt. Þess má sjá merki og það þarf maður að muna þegar maður ekur að sumarlagi hratt og greitt suður steinsteypta veginn á Strandaheiði. Þá er það ekki óvenjulegt að dilkar — fleiri eða færri — séu á beit með fram veginum, gerandi sér erindi yfir hann án þess að gæta að umferðinni. En sjálfsagt fer nú þesum kindum að fækka, því að Stórráð sveitarfélanna í Reykjaneskjördæmi ku hafa það á stefnuskrá sinni að fækka sauðfé en fjölga sálfræðingum.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Sr. Gísli Brynjólfsson,25. janúar 1970, bls. 8-9 og 14.

Ferlir

FERLIRsfélagar á göngu um Almenningsveginn á Vatnsleysuströnd.

Litlistekkur
Gengið var um Knarrarnesland og skoðaðar minjar, sem ekki hafði verið litið á áður í fyrri FERLIRsferðum. Þessarra minja er getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum.
Fjóla Jóhannsdóttir (72 ára) dvelur nú í húsi skammt sunnan við Stóra Knarrarnes. Hún hefur verið tengd svæðinu í yfir hálfa öld, en hún er gift Guðmundi ÁrnastekkurViggó Ólafssyni frá Stóra Knarrarnesi. Kritur hafa löngum verið millum fólks á Knarrarnestorfunni vegna landamerkja-ágreinings – og það þrátt fyrir að nægt land virðist vera þarna til handa öllum lítilmátlegum til allra nútímaþarfa. Gömul fyrrum „Nes“ og „Höfði“ virðast hafa færst um set í baráttunni og jafnvel landamerkjasteinar lagt land undir fót. Þátttakendur í deilunni hafa og verið skipulagsyfirvöld í Vogum, sem varla hafa skilið hvað snýr upp eða niður í þeim málum. En í sæmilega litlu, en upplýstu sveitarfélagi, þar sem starfsfólk fær greitt fyrir að leysa vandamál frekar en að búa þau til, ætti að vera tiltölulega auðvelt að skapa sátt meðal þegnanna. Það er a.m.k. eitt af opinberum markmiðum stjórnsýslunnar.

Stóra-Knarrarnes

Stóra-Knarrarnes.

Þegar fulltrúi FERLIRs mætti á staðinn voru fyrstu viðbrögðin þessi: „Ertu frá skipulagsyfirvöldum í Vogum?“ „Nei“, var svarið. „Ertu að skoða eitthvað um landamerkin?“ „Nei“, var svarið. „Ertu sérfæðingur?“ „Nei“, var svarið enn sem fyrr. „Ég er áhugamaður um fornar minjar á Reykjanesskaganum og hef verið að reyna að staðsetja þær eftir því sem gamlar heimildir segja til um – og nútímaugað nær að sjálfsögðu“. Þetta dugði – að vera hvorki fulltrúi né sérfræðingur – til að fá hlýrra viðmót og viðhlítandi upplýsingar, sem leitað var að, enda áhugamaðurinn bæði afhuga deilnaþátttöku og launum fyrir verkið. Reyndar hefur þátttakendum FERLIRs hvarvetna verið vel tekið af fólki, sem búið hefur yfir upplýsingum um minjar og forna tíð.
Fjóla sýndi FERLIR í framhaldi af þessu gamla loftmynd af Stóra Knarrarnesi. Á henni voru tvo hús; Vesturbær, þ.e. hið gamla Stóra Knarrarnes, og Austurbær (jafnan nefndur Austurbær II), auk hinna gömlu tófta Stóra Knarrarness. Hið merkilega við loftmyndina er það að á henni séstvel móta fyrir Gamlabrunni, en hann var einmitt eitt af viðfangsefnum FERLIRs þessu sinni.

Knarrarnessel

Knarrarnessel.

Stóra Knararrness er getið í Jarðabókinni 1703. Jörðin er þá konungseign. Þann 9. september 1447 er jarðarinnar getið í bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö ( 30 hdr) og Breiðagerði fyrir (10 hdr). Árin 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. Seinna, eða 1584 segir: „Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs eru 5 vættir fiska.“ Árið 1703 er ein hjáleiga í eyði sem heitir Helgahús.
Í Knarrarnesi var oft tvíbýli, nefndist Austurbær og Vesturbær 1703: “Túnin fordjarfast árlega af sjáfarágángi og stöðutjörnum þeim, sem innan garðs liggja, og það so frekt, að gamlir menn minnast til þar hafi fóðrast x kýr og i griðúngur, og nú eru þau so spilt, að ekki fóðrast meir en áður er sagt. Þar með blæs upp árlega stórgrýti í túninu. Engjar eru öngvar. Útihagar nær öngvir sumar nje vetur utan fjaran.”

Knarrarnes

Krosshólar.

Á milli Knarrarnessbæjanna var hlaðinn garður á landamerkjum. Hann sést enn að mestu leiti. Í örnefnalýsingur segir frá huldufólksbústað á mörkunum: “Milli Túna Litla-Knarrarness og Stóra-Knarrarness var merkjagarður. Hann lá um þrjá hóla sem nefndust Krosshólar og var á þeim mikil huldufólkstrú. Krosshóll syðsti, Mið-Krosshóll og Krosshóll nyrsti.” Þarna hafði átt að vera álfakirkja, líkt og svo víða í stökum hraunhólum í Vatnsleysustrandarhreppi.
Fjóla sagðist jafnan hafa heyrt þessa hóla nefna Hulduhóla. Sú trú hafi verið með heimilisfólki að at byggi huldufólk þótt hún hafi aldrei séð slíkt fólk þar á ferli, “ en það væri ekki að marka“. Ekki sagðist hún hafa heyrt „Krosshólanöfnin“ nefnd fyrr.
Tveir brunnar eiga að hafa verið við Stóra Knarrarnes skv. örnefnalýsingum – Gamli Brunnur og Nýi Brunnur: “Þá voru Brunnarnir, Gamli Brunnur og Nýi Brunnur.”
Fjóla sagði að Þuríður Guðmundsdóttir, húsfreyja í Stóra-Knarrarnesi, hafi sýnt henni Gamlabrunn. Þær hafi gengið niður gamla brunnstíginn, sem þá var augljós, og beint að brunninum. Hleðslur hafi á verið fallnar inn í hann. Hún væri hrædd um að brunnurinn væri nú kominn undir sjávarkambinn.

Knarrarnes

Stóri-Knarrarnesbrunnur. Nú kominn undir kampinn.

Þegar litið var eftir brunninum (2006) mátti sjá að hann var horfinn undir sjávarkambinn, enda hafði Fjóla ða orði að kamburinn hafi gengið þar verulega inn á umliðnum árum. Brunngötunni var fylgt sunnan við gömlu tóftirnar af Stóra Knarrarnesi. Hleðslur er norðan hennar. Þar sem brunngatan endar var brunnurinn, en þar er kamburinn nú. Hnit var tekið af staðnum þar sem brunnurinn var, skv. loftmyndinni.
Nýi Brunnur sést hins vegar vel enn skammt norðan Vesturbæjar. Steypt hefur verið ofan á lokið og er timburbretti ofan á því.
Aðspurð um önnur merkilegheit á svæðinu sagði hún að ágætt dæmi um vitleysuna þarna um kring vera nýreist sumarhús á holti austan við Knarrarnes. Leyfi hafi verið gefið fyrir hjólhýsi, en nú væri komið þar kofi auk trjáa. Yfirvöldum í Vogum hafi verið tilkynnt um að þar hefði fundist grunnur, sennilega undan fornri kirkju. „Þvílíkt og annað eins“. Þarna á holtinu hafi verið gamall skúr, sem nú væri löng horfinn, og væri um að ræða mótun eftir hann.

Knarrarnes

Knarrarnes. Minna-Knarrarnes nær.

Það verður nú að segjast eins og er að þær framkvæmdir, sem átt haf sér stað á holtinu, særa augu gamalla sjáenda er enn geta skynjað samhengi lands og búsetu á annars fornfrægri strönd.
Fjóla vildi einnig vekja athygli á gömlu mannvirki austar með ströndinni, sem væri svonefndur Halagarður. Þetta væri hlaðinn garður utan um matjurtagarð, sem hreppurinn hafi látið hlaða í atvinnubótavinnu skömmu eftir aldarmótin 1900. Hann stæði enn óhreyfður. Hleðslurnar sjást vel, enn þann dag í dag.
Í örnefnalýsingum er getið um Árnastekk. „Suður af Hellum og suðvestan Vorkvía er Árnastekkur sem snýr mót vestri og fast neðan hans er Árnastekkshæð. Sumar heimildir kalla stekkinn Arnarstekk og hæðina Arnarstekkshæð …,”
Austurbærinn Sesselja Guðmundsdóttir lýsir Árnastekk í bók sinni „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“ (1995), bls. 31: „Suður af Hellum og suðvestan Vorkvía er Árnastekkur sem snýr mót vestri og fast neðan hans er Árnastekkshæð. Sumar heimidlir kalla stekkinn Arnarstekk og hæðina Arnarstekkshæð, en fleiri segja Árnastekkur og verður það nafn látið gilda hér.“ Hér er um að ræða svipaða lýsingu og af Árnarétt eða Arnarétt ofan við Garð.
Um Knarrarnes minna (sem nú virðist stærra, ef tekið er miða af húsastærð), segir m.a. í Jarðabókinni 1703: „Jarðadýrleiki er óviss, konungseign.“ Þann 9. september 1447 segir í fyrrgreindu bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey: „Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö (30 hdr) og Breiðagerði fyrir (10 hdr)… Árið 1703 hafa “túnin spillst af sjáfarágángi og tjörn þeirri, sem innan garðs er. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta og nær öngvir um vetur nema fjaran.”
Breiðagerðis er jafnan getið sem eigarbýlis, en fjallað verður um þá jörð nánar í annarri FERLIRslýsingu (ásamt Auðnum og Höfða). Það er m.a. getið um brunn: “Breiðagerðisbrunnur var sunnan bæjar.” Enn sést móta fyrir honum sunnan gömlu tóftanna.

Litlistekkur

Litlistekkur.

Í örnefnalýsingum er getið um Litlastekk. Þar segir: “Þar var í Heiðinni Litlistekkur og Breiðagerðisskjólgarður.” Í annarri örnefnalýsingu segir: “Litlistekkur er beint upp af bæ og suður af Auðnaborg …” “Upp og suður af Skálholti er Auðnaborg í grasmóa sunnan í hól. Þar er nokkuð heilleg fjárrétt með stórum almenningi og tveimur dilkum, en uppi á hólnum við réttina eru rústir af tveimur kofum. Lítill stekkur er rétt neðan og vestan við borgina en engar heimildir eru til um nafn hans.”
Sesselja Guðmundsdóttir lýsir Litlastekk í bók sinni. Þar segir (bls. 35): „Fyrir ofan og austan Borg er stekkur sem gæti heitið Litlistekkur en það örnefni segja heimildir að sé í Breiðagerðislandi.“
Frábært veður – mófuglasöngur, kyrrð og angurværð á miðsumarskvöldi.Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Fjóla Jóhannsdóttir.

Knarrarnesholt

Knarrarnesholt.

Arahólavarða
Gengið var um Kirkjuholt í Vogum undir leiðsögn Voktors og JóGu. Hús þeirra stendur utan í norðaustanverðu holtinu. Í örnefnaskráningu Ara Gíslasonar segir um Kirkjuholtið: „Það sem myndar Aragerði að austan er holt sem heitir Kirkjuholt, en þar liggur vegurinn niður í Voganna.“ Þar á hann trúlega við Strandarveginn eins og hann er í dag.
Töðugerðisvarða

Töðugerðisvarða.

 

Gísli Sigurðsson nefnir holtið „Kirkjuhóll“ en líklega er það ekki rétt því heimamenn hafa jafnan talað um Kirkjuholtið. Heyrst hefur sú tilgáta um nafnið, að upp á holtinu hefði fyrst sést til kirkju (á Stóru-Vogum) þegar komið var Almenningsveginn niður í Voga fremur en að þar hafi fyrrum staðið kirkja. Ekki er vitað til þess að tilgátan hafi verið fest á prent. Á seinni tímum hafa einhverjir hugsað sér að sniðugt væri að reisa kirkju á Kirkjuholtinu, en það gæti varla talist sniðugt fyrir nálæga íbúa, sem hingað til hafa fengið að njóta holtsins. Þegar það er skoðað mætti ætla sneiðing götu í því norðanverðu. Ekki munu vera mannvistaleifar á holtinu.
Haldið var eftir gömlu götunni frá Vogum áleiðis að Kálfatjörn í gegnum Brunnastaðaland og m.a. skoðaðar minjar við Vatnsskersbúðir.
Í framhaldi af því var leitað upplýsinga hjá Símoni Kristjánssyni á Neðri-Brunnastöðum (f: 1916) um nokkra staði í Brunnastaðalandi og nágrenni þess að vestanverðu. Símon fæddist á Grund á Bieringstanga og þekkir vel staðhætti á svæðinu.

Bieringstangi

Grund – brunnur.

Þegar Bieringstangi var skoðaður í fylgd Magnúsar Ágústssonar í Halakoti og Hauks Aðalsteinssonar (móðir hans er fædd á Grund) var m.a. gengið að Vatnsskersbúðum, sem eru á ystu mörkum Brunnastaðalands í vestri.
Í örnefnalýsingu fyrir Brunnastaði segir m.a. um Vatnsskersbúðir: „Yst í Djúpaós er Dýpstiós. Nokkru innar er Vatnasker, þar upp af er Vatnsskersbúðir og Vatnsskersbúðarvör. Einnig Djúpavogsvör.” Í svæðaskráningarskýrslu fyrir Vatnsleysustrandarhrepp (2006) segir að „staðsetning minjanna hefur verið óljós enda hafa deilur verið innan sveitarfélagsins um staðsetningu þessara örnefna. Ása Árnadóttir kannaðist ekki við þessi örnefni, en gat þó aðstoð við að staðsetja örnefnin gróflega út frá staðsetningu annarra þekktra örnefna. Grýtt og víðfeðm fjara er á þessum slóðum og engin merki sjást um verbúð“.  Ágúst og Haukur bentu FERLIR hins vegar óhikað á gróinn tanga vestan Djúpavogs. Út frá honum eru mörkin, sem reyndar nú hafa fengist viðurkennd með dómi. Á tanganum er hlaðinn ferkantaður grunnur undan timburhúsi (Vatnsskersbúðum). Flóruð stétt sést við grunninn, auk annarra hleðslna. Ofan við rústirnar eru garðar, greinilegir þurrkgarðar. Í svæðaskráningarskýrslunni segir að „um 75 m ASA af Vatnsskersbúðum, eru mjög ógreinilega hleðsluleifar. Hleðslan er uppi á grónu lágu holti.

Umverfis er mosagróið hraun. Tvískipt tóft sem snýr norður-suður, og er alls 15 x 5 m á stærð. Að norðanverðu er stórt grjóthlaðið hólf. Op hefur verið á því syðst á vesturvegg.
Beint suður þessu hólfi eru ógreinilegar leifar af hleðslum, annars vegar er þar 2 m langur veggstubbur (norður-suður) og hins vegar, suður af honum, annar veggstubbur nokkuð lengri. Hann snýr austur-vestur og er um 5 m langur. Hleðsluhæð er mest 1 umfar, eða 0,2 metrar. Þessi ummerki eru fremur óljós en afar líklegt verður að telja að þarna séu leifar einhvers konar mannvirki, þó óljós séu þau.“
Norðan við hleðslur þessar eru leifar er virðast vera af hlöðnum brunni. Hlaðið hefur verið umhverfis stutta hraunsprungu og hefur verið gengið niður í innvolsið um eitt þrep. Hleðslan er að hluta til fallinn inn, en þó sjást þær enn vel umhverfis. Ferskt vatn streymir þarna undan klöppunum í fjörunni. Mannvirki þetta er í grasúfnu landi og því ekki auðvelt að koma auga á það. Magnús í Halakoti sagðist ekki hafa rekið augun í þetta mannvirki, en hann vissi til þess að þarna, a.m.k. á þessu svæði, hafi áður verið hænsnakofi.

Varða

Ragnar í Halakoti (f:1916) sagðist vera vel kunnugur þarna. Þetta hafi verið brunnur í lítilli hraunsprungu. Vatn hefði safnast saman í möldarlægð skammt ofar og þegar þar fylltist, einkum á vorin eftir snjóa, hafi vatn seitlast niður í sprunguna og fyllt brunninn. Hænsnakofinn hafi verið svo til alveg við Vatnsskersbúðirnar. Hann teldi þó sjálfu að nafnið hafi átt að vera Vatnskatlar því á klöppunum innan við búðirnar hafi við hringlaga katlar með mold og ýmsum gróðri, marglitum. Þessar tjarnir hafi jafnan fyllst af sílum.
Ofar liggur gamla kirkjugatan frá Vogum að Kálfatjörn. Enn sér móta fyrir henni. Vörður eru við götuna, bæði endurreistar og einnig fallnar og grónar.
Í örnefnaskrá segir að „tvær vörður eru í Djúpavogsheiði ofan við Bieringstanga og heitir önnur þeirra Kristmundarvarða, kennd við Kristmund Magnússon sem varð úti á heiðinni þar sem varðan er, svo til beint austur af svonefndum Voghól. Þessi atburður gerðist 1907 eða 1908 er verið var að smala fé.” (Sjá meira HÉR.)
Símon sagði þessa vörðu jafnan hafa verið mönnum kunn. Hún hafi verið nálægt gömlu kirkjugötunni, en fyrir nokkrum Kristmundarvarðaárum hafi Ragnar Ágústsson hlaðið hana upp.
Samkvæmt bestu vitund fróðra manna í Vogum er Kristmundarvarða ofan við Vorhús eða Grund, í lægð við hól einn með áberandi hundaþúfu. Um hana segir Sigurjón Sigurðsson frá Traðakoti í örnefnalýsingu; „Svo bar til, að haustið 1907 eða 1908 var farið í smölun í sveitinni. Einn af smölunum var unglingspiltur frá Goðhól hér í sveit, sem hét Kristmundur Magnússon. Það hafði verið mjög slæmt veður, suðaustan rok og mikil rigning (dimmviðri) og fór svo, að pilturinn týndist og fannst daginn eftir örendur á þeim stað sem Kristmundarvarða stendur nú.“ Sigurjón frá Traðakoti lýsir staðsetningu Kristmundarvörðu svo; „í suð-suðvestur frá Gilhólum (það eru tveir þúfuhólar suðaustur af Brunnastaðaafleggjara) er klapparhóll með þúfu á vesturendanum, heitir Boghóll. …. Í suður frá Boghól er hóll sunnan við þjóðveginn, …. Hóll þessi heitir Grænhóll. … Í norðvestur frá Grænhól er grjótvarða, sem heitir Halakotsvarða. Er hún ofan við veginn, sem notaður var sem þjóðvegur til 1912. Þar, nokkuð sunnar með veginum, er grjótvarða, sem heitir Kristmundarvarða.“
Vogshóll, sbr. framangreint, er líka til, inn á Bieringstanga, einnig nefndur Hvammsvogshóll.
HalakotsvarðaÖnnur varða væri við götuna og nefndist hún Töðugerðisvarða. Stendur hún heil á hól ofan við Töðugerði. Á milli hennar og annarrar endurhlaðinnar vörðu ofan við Grænuborgarrétt væru nokkrar fallnar og nú grónar.
Í örnefnalýsingu segir: „Hin varðan, Töðugerðisvarða eða Halakotsvarða stendur rétt ofan eða sunnan við Skipholt. Þar hjá er reiðgata sem notuð var sem þjóðbraut fram til 1912 og heitir Gamlivegur.”
Þá var Símon spurður um Gestsrétt og Skiparéttina, en í örnefnalýsingu segir að uppsátur sé rétt við fjöruna. “Svokölluð Skiparétt var fornt uppsátur í Skjaldarkotsfjöru, en Gestsrétt var ofan við Gestvör, einnig fornt uppsátur.”
Skiparétt er merkt inn á örnefnakort, rétt við sjávargarðinn.
Símon sagði mannvirki þessi nú vera komin undir kampinn. Fyllt hafi verið upp ofan við uppsátrið og varnargarður hlaðinn. Hann hafi sjálfur róið þaðan fyrsta sinni árið 1930 á Hafrenningi. Þá hafi vörin verið norðan við sjávarhúsin og réttin ofar. En nú væri þetta allt farið – eins og svo margt annað.
Haldið verður áfram að skoða nokkra minjastaði á Ströndinni.Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Símon Kristjánsson.
-Magnús Ágústsson.
-Ragnar Ágústsson.

Brunnastaðir
Hús var tekið á Símoni Kristjánssyni á Neðri-Brunnastöðum. Símon er fæddur árið 1916, en ennþá ern og kann glögg skil á örnefnum og kennileitum í Brunnastaðalandi. Hann er fæddur á Grund og hefur alið mestan sinn aldur á svæðinu.

Brunnastaðir

Bænhúshóll, að sögn Símonar.

Um Brunnastaði er m.a. fjallað í Jarðabókinni 1703. Þar segir um jörðina: „Jarðadýrleiki óviss, konungseign.“ Hennar er þó einnig getið í eldri heimildum. Árið 1395 er Brunnastaða t.a.m. getið í eignaskrá Viðeyjarklausturs. Þá eru hálfir Brunnastaðir metnir á 30 hdr. Á árunum 1547-’48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. 1584 segir að „Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 1 hdr í fríðu og 2 vættir fiska. Árið 1703 eru eftirfarandi hjáleigur í byggð; Halakot, Brunnastaðakot, Stöðlakot, Tangabúð og Skjaldarkot. Í eyði voru Traðakot, Vesturhús, Naustakot, Austurhús og Suðurhús. Hjáleigur í byggð árið 1847 voru Halakot, Suðurkot, Austurkot, Naustakot, Skjaldakot og Traðarkot. Á Bieringstanga voru nokkrir bæir, sem fóru í eyði á árunum 1920-1925. Þeir voru þessir: Grund eða Trumba, Vorhúsabæirnir, Austurbær eða Bjarnabær og Vesturbær eða Guðjónsbær, Hausthús og Hvammur. Frá þessu segir Gunnar Ingimundarson í örnefnalýsingu um Brunnastaðahverfi. Tvíbýli var á jörðinni um tíma; Efri- og Neðri-Brunnastaðir.
Um Neðri-Brunnastaði segir að þeir séu „allnærri sjávarkampinum, en Efri-Brunnastaðir eru talsvert fjær og standa á allháum hól. Ekki ber hverfisingum saman um hvort býlanna séu hinir upphaflegu Brunnastaðir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1923-1924, er getið Brunnastaða og

Suðurkotsbrunnur

Suðurkotsbrunnur.

Brunnastaðakots, en hvort kotið sé annað vort núverandi býla skal ósagt látið. Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti telur Neðri-Brunnastaði upphaflega býlið, án þess þó að slá neinu föstu um það. Ályktun sína dregur hann af því, að ýmis býli á Vatnsleysuströnd hafi fyrrum verið byggð alveg niðri við sjávarkampinn, en síðan verið færð fjær sjó, eftir því sem landbrot jókst,” segir í örnefnaskrá.
“Neðri-Brunnastaðir, gömlu, var oft nefnt Húsið í daglegu tali, vegna þess, að það þótti stórglæsilegt timburhús á sinni tíð, er þar var reist, skömmu eftir síðustu aldamót (1907-8). Stendur þetta hús enn ásamt áföstum útihúsum, hvorttveggja hrörlegt mjög. … Núverandi íbúðarhús á Neðri-Brunnastöðum var reist 1957, töluvert fjær sjó en hið gamla.” “Bæjarhóll heitir sá sem Efri-Brunnastaðir standa á. Hlaðið, eða Brunnstaðahlað er hluti af Bæjarhól.”
Heimild er um bænhús á „Bænhúshól eða Kirkjuhól, en hóllin heitir svo því þar á að hafa verið bænhús í kaþólskri tíð,” segir í örnefnaskrá (GI).
Símon var spurður um hvar Bænhúshólinn væri að finna. Hann benti á aflíðandi hól í túninu suður af íbúðarhúsinu. Hann sagðist hafa afsléttað hólinn. Þá hafi komið þar upp ferkantaður steinn, ekki stór. Í honum hafi verið ferköntuð hola. Steininn hefði hann sett í sunnanverðan kálgarðinn sunnan við túnið. Garðurinn er þarna Halakotsbrunnurenn, en vel gróið í kringum hann. Hér er að öllum líkindum um stoðholustein að ræða.
Heimild er um brunn neðan við Neðri-Brunnastaði, fast við Brunnastaðabrunngötuna. “Eftir Sigurjóni Sigurðssyni í Traðarkoti er haft, að fram undir 1908 hafi aðeins verið fjórir brunnar í Brunnastaðahverfi, innangarðs, þ.e. í Halakoti, Efri-Brunnastöðum, Skjaldarkoti og Suðurkoti. Utangarðs voru brunnar í Grund og Vorhúsum. … Í (Neðri-) Brunnastaðabrunni gamla, sem af Hverfisingum er talinn elsti brunnurinn, voru steintröppur, og sömuleiðis í gamla Halakotsbrunni,” segir í örnefnaskrá (GI).
Símon sagði Neðri-Brunnastaðabrunninn vera kominn undir kampinn. Svæðið hafi verið fyllt upp og varnargarður settur utar, en áður hafði hleðslur í brunninum verið fallnar að mestu. Gamli Halakotsbrunnurinn væri þó enn sýnilegur.
Brunnurinn nýrri við Halakot sést enn norðvestan við húsið. Einnig brunnarnir við Efri-Brunnastaði, Skjaldarkot og Suðurkot. Brunnurinn við Suðurkot er norðaustan við núverandi íbúðarhús, sunnan gamla bæjarhólsins. Brunnarnir við Grund og Vorhús sem og við Hvamm sjást einnig enn. Þeim er m.a. lýst í ferð FERLIRs  um Bieringstanga í fylgd Magnúsar Ágústssonar og Hauks Aðalsteinssonar.
Magnús Ágústsson í Halakoti sagði Gamla Halakotsbrunninn vera í tjarnarjaðri norðan við húsið. Affallið fráhúsinu væri leitt í brunninn og því hafi myndast tjörn við hann. Til stæði að breyta því og þá myndi brunnurinn koma í ljós að nýju. Í honum væru hleðslur og tilhöggvin þrep.
Ragnar bróðir hans staðfesti þetta. Hann sagði þó einn fallegasta brunninn í hverfinu hafa verið Skólabrunninn skammt ofan við Halakot, upp undir vegi. Hann hafi verið alveg heill þangað til nýi afleggjarinn að Skólatúni var lagður frá aðalveginum [sjá má gömlu hliðstólpana vestan vegarins] – og yfir brunninn.
SG sagði brunninn hafa verið neðan við skólahúsið. Hans væri ekki getið í örnefnalýsingum. Svæðinu hefur verið raskað og brunnurinn væntanlega horfinn.Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Símon Kristjánsson – Neðri-Brunnastöðum – f: 1916.
-Magnús Ágústsson.
-Ragnar Ágústsson.

Narfakotsbrunnur
Helgi Davíðsson í Vogum (84 ára) er manna fróðastur um Ásláksstaði og nágrenni, en hann ólst þar upp og bjó þar lengi framan af. Á svæðinu eru nokkrar athyglisverðar minjar, auk bæjartóftanna, garða, útihúsa, nausta og vara – leifar mannanna verka fyrri tíðar. Má þar t.d. nefna svonefnt Hlöðversleiði. Svæðið, sem hér verður tekið fyrir, er í raun tvískipt; annars vegar Halldórsstaðir, Hlöðunes og Narfakot vestan Atlagerðistanga og hins vegar Móakot, Ásláksstaðir, Nýibær (Hallandi) og Sjónarhóll.

Brunnur við Narfakot

Í örnefnaskrá fyrir Hlöðunes segir að “Halldórsstaðir stóðu í Halldórsstaðatúni og í því rétt við Halldórsstaðastíginn er svo nefnt Hlöðuversleiði. Á þar að vera heygður landnámsmaður Hlöðuness, sem þá ætti að hita Hlöðversnes og er af sumum nefnt.”
Rústir Halldórsstaða eru sunnan við Narfakot, sem stendur nær sjárvarkambinum. Sunnan þess eru tóftir Hlöðuness. Norðar, við ströndina eru rústir sjávarhúsa og aðrar minjar. “Allar varir Hlöðuneshverfis voru nefndar einu nafni Hlöðunesvarir. Vestust var Hlöðunesvör. Ofan vararinnar var Hlöðuneskampur og á honum var Hlöðuneskamphús, og Hlöðunesnaust eða Hlöðunesskiparétt.” segir í örnefnaskrá.
Helgi sagði fyrrnefnt leiði vera í eða upp á litlum ílöngum hól í Hlöðunestúninu, milli Narfakots og Hlöðuness. Hann hafi einhverju sinni sett stein upp á hólinn, en steinninn væri nú horfinn. Hlöðversleiðið væri ómerkt, en enn væri vitað hvar það væri.
Sesselja Guðmundsdóttir sagði að Klemens Kristmannsson (f. 1917, d. 2005) hafi gengið með henni um túnið í júní 2004 og sýnt henni staðinn þar sem „Hlöðvershaugur stóð, ílöng þúst, líktist leiði.“ Túnið var sléttað út ca 1944. Húsfreyjan þá, Silla, var ekki ánægð með rótið þegar hún frétti af því.. Heimild er um brunn við Hlöðunes, svonefndan Hlöðunesbrunn. Hann er skammt norðan bæjarins, við girðinguna að Narfakoti.
Brunnur „Halldórsstaðabrunnur og þá Narfakotsbrunnur voru allir skammt frá bæjum í Túnunum.” Brunnurinn við Narfakot er austan við núverandi íbúðarhús og brunnurinn við Halldórsstaði er rétt norðan við rústir bæjarins.
Hlöðunes er reyndar mjög gamalt býli. Þann 9. september 1447 er jarðarinnar getið í bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö (30 hdr)., Breiðagerði fyrir (10 hdr)… Árið 1584 segir: „Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska“. Árin 1547-48 er Minni- og Stærri Ásláksstaða getið í fógetareikningum. Atlagerði er orðin hjáleiga 1703. Ásláksstaðakot er og hjáleiga 1847. “Þá hafa verið nefndar nokkrar þurrabúðir, sem nú eru allar óbyggðar: Rás, Fagurhóll, Gerðar, út á Grandanum nefnist einnig Gerðakot og Atlagerði, sem stóð alveg út við vitann. Þá er Miðbær, og eitt sinn var svo nýbýli ofan þjóðvegar, Garðhús … “Þá eru grasbýlin. Syðst og vestast er Móakot, og norðaustur frá Ásláksstöðum er Hallandi, eða Nýibær, en undir því nafni gengur bærinn nú. Þá er Sjónarhóll, sem er innsti bærinn í Ásláksstaðahverfi.” Árið 1703 (Jarðabókin) segir: „Túnunum segir bóndinn að spilli tjörn, sem þar liggur innan mitt í túninu og líka nokkur önnur tjörn minni, ogso Fornmannaleiðiinnangarðs, líka gjörir sjáfarángur nokurt mein, þó ei til stórbaga á heimajörðinni. Engjar eru öngvar. Útihagar um sumar og vetur í lakasta máta og nær öngvir nema fjaran.”
Helgi sagði reyndar tvö fornmannaleiði vera við Hlöðunes. Guðrún Kristmannssdóttir, dóttir Kristmanns Runólfssonar, bónda í Hlöðunesi, sýndi honum þau. Það austara er vestast í túni Halldórsstaða, austan í lágum grónum hól. Á því er lítill steinn. Helgi sagði Kristmann hafi eitt sinn þurft að bregða sér til Reykjavíkur, en þá hefðu komið menn að bænum til að plægja. Hann hafði gleymt að segja þeim frá leiðinu svo þeir plægðu yfir það. Þetta hefði Kristmanni leiðst mjög.
 Helgi sagði Guðrúnu og hafa sýnt honum annað leiði, vestar, norðan undir bæjarhólnum. Þar ætti að vera svonefnt Hlöðversleiði, en líklega hefði Hlöðunes heitið Hlöðversnes fyrrum. Á því er einnig lítill steinn. Leiðið er á tiltölulega sléttu túni og rétt sést móta fyrir því, óreglulega. Mörkin á Halldórsstöðum og Hlöðunesi voru þarna við hlaðinn garð, sem enn sést að hluta. Kom garðurinn þar rétt austan við brunninn. Svonefnt Hlöðversleiði er því innan garðs á Hlöðunesi, en hitt leiðið, austara, er í Halldórsstaðatúni.
Grunnurinn af Hlöðuneshúsinu sést á bæjarhólnum, hlaðinn kjallari.
Þá var skoðað svæðið í og kringum Ásláksstaði. Hús og bæir við Ásláksstaði eru Hlöðversleiðieftirfarandi: Syðst Sjónarhóll, yfirgefið tveggja hæða steinhús með risi. Þá Ásláksstaðir vestar. [Sjónarhóll stendur í Innri-Ásláksstaðalendi, sem nú eru rústir fast við Sjónarhólshúsið, en Ytri-Ásláksstaðir, eru þar sem Helgi Davíðsson var alinn upp – SG]. Ásláksstaðahúsið var byggt árið 1884, að sögn Helga, upp úr timbri, sem barst á land með Jamestown er skipið strandaði utan við Hafnir 1881. Síðar var járnið rifið utan af húsinu og það forskallað. Nú væri húsið svo fúið að það mætti heita ónýtt. Norðan við Áláksstaði var Nýibær (rústir), en hann hét áður Hallandi. Vestan við Ásláksstaði væri ryðbrunnið bárujárnshús, Móakot. Stundum er talað um Ytri-Ásláksstaði.
Eitt hið merkilegasta við Ásláksstaði er fornar heimildir um legstað. Þar segir (FF,239): “Firir utan þennan Hól eru hér i Sókninni 3 önnur Fornmannaleidi; þar af, 2 á Asláksstödum sitt yfir hverju fyrstu Hióna þar / ad sagt er/ 1 á Hlödunesi, Öll þessi snúa ad Höfudgafli i Midmundastad, 9 álma ad lengd hvert, og nær 2 al: breid ofan, eru grasi vaxinn, svo sem þau eru í midjum Túnum, innan smárra gamallra Gyrdínga sem adeins siást hinar sydurstu Rústir af, og eru enn nú kölluð Korngerði, líkleg til at hafa á fyrri ölldum til Kornfædis öfð, þó nú séu þýfd orðin; hid minsta þeirra er 49 fadar hit stærsta herum 250.” Sama lýsing er tekin upp í örnefnalýsingu fyrir Ásláksstaði. Viðbótin þar er eftirfarandi: „Tvö aflöng leiði voru í túni Lárusar [sennilega í landi Sjónarhóls] niður undir Hallanda (nú Nýjabæ). Það voru talin leiði fornmanna, en ekki heyrði Vilborg getið um nöfn þeirra. Hún segir þó, að þar kunni að liggja Áslákur og Ásláka …”
Helgi sagðist kannast við leiði þetta, eða öllu helstur þessi, því þarna mótaði fyrir tveimur leiðum samföstum. Um væri að ræða upphækkun í Ásláksstaðatúninu á smá parti. Hún sæist þegar staðið væri á hlaðinu á Ásláksstöðum með stefnu á vitann (Atlagerðistangavita) í norðvestri. Það hafi jafnan verið trú þeirra, sem til þekktu, að þarna munu hafa verið leiði. Helgi sagðist einhverju sinni hafa rekið niður járntein í upphækkunina og þá komið niður á steina.

Móakot

Móakot – Hjónaleiði fremst.

Í örnefnalýsingu er flötin þarna nefnd Hofmannaflöt sem styður söguna um Hjónaleiðið. Helgi sagði girðingu hafa verið þarna skammt frá milli tjarnarinnar (Hallandatjarnar) og leiðisins. Sunnan liggur kúagatan gamla frá bæ yfir að Fagurkoti. Enn sést móta fyrir henni. Einnig tóftum HelgiFagurkots sunnan leiðisins. Um var að ræða hjáleigu frá Ásláksstöðum. Samnefndur hóll er skammt suðvestar (með þúfu á). Hesthústóft er austan við bæjarhúsið. Rafn Símonarson fæddist þarna, en það mun hafa verið í kringum 1904. Norðvestan við fagurkot er myndarlegur hóll Álhóll (Álfhóll segja sumir). Álasund er neðan hans og þangað gekk áll, að sögn Helga. Öskuhóll er skammt sunnan við leiðið. Þangað var öskunni frá Ásláksstöðum hent. Ef vel er að gáð má sjá öskuna í hólnum. Enn sunnar, sunnan vegarins, er hlaðin varða á hól, svonefnt Kánabyrgi.
Heimild er til um Móakotsbrunn. Brunnurinn er rétt austan við húsið. Hann er fallega hlaðinn og mjög heillegur. Einnig er til heimild um Hallandabrunn: „Hallandabrunnur var framan bæjar í túninu.” segir í örnefnaskrá, hét líka Nýjabæjarbrunnur því Hallandi heitir því nafni núna.“ Brunnurinn sést enn.
Um Ásláksstaðabrunn segir í heimildum (örnefnalýsing fyrir Ásláksstaðahverfið): “Ásláksstaðir eiga þrjú túnstykki í Norðurtúni. Túnstykki niður við Tjörn, túnstykki niður að Vesturkofa og túnstykki niður á Ásláksstaðabrunni.” Brunnurinn er norðvestan við húsið, fallega hlaðinn.
Loks má nefna Sjónarhólsbrunn, en hans er reyndar ekki getið í örnefnalýsingum. Brunnur er þó skammt sunnan við húsið, lokaður með bárujárni.
Í örnefnaskrám er og heimild um huldufólksbústað. Þar segir: “Huldukona var sögð vera í hól rétt sunnan við húsið á Sjónarhóli. Var steinn fremst í hólnum, og voru þar taldar dyr. Lárus hómópati hjálpaði huldukonunni eitt sinn við barnsfæðingu.”Â
HelgiHelgi kannaðist ekki við þennan hól. Allir hólar sunnan við Sjónarhól væri meira og minna grónir, á steina. Þó er einn hóll sunnan við túnið er snýr steinum mót norðri einna líklegastur. Einnig hóll sunnan túnsins, rétt sunnan þjóðvegarins. Þessir hólar eru þó hvorugir „rétt sunnan við húsið“.
Í lýsingum er getið um Rauðstekk: “Fyrir innan Arnarbælishólana er Rauðstekkur, og var grjóthrúga uppi á hólnum, sem hét Rauðhóll. Rauðstekkur eru stórþýfðir móar eða holt, sem snúa í norðvestur. Komið er að Rauðstekk, ef stefnt er þvert af gamla veginum frá grútarbræðslunni aðeins vestan við Deili og gengið 7-8 mínútur.“ Fram kemur í lýsingunni að ekki er vitað um mannvirki þar sem þessi Rauðstekkur á að vera. Hins vegar segir í bók SG (Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi -1995) að “Rauðstekkur er nafn á hól eða grjóthleðslum sem standa rétt suðvestan við Krummhól og er um 8 mín. gangur þangað frá Vatnshólum og Gamlaveg með stefnu á Keili. Í Rauðstekk var farið með kýrnar frá Sjónarhóli í tíð Magnúsar Jónssonar (1881-1963). Ekki er ljóst af hverju nafnið er dregið.” FERLIR hefur áður komið við í Rauðstekk og fjallað um hann í annarri lýsingu þar sem rústunum er lýst.
Ætlunin er að ganga fljótlega með Helga Davíðssyni um svæðið og gaumgæfa fleira er merkilegt getur talist.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Sveinbjörn Rafnsson (Frásögur af fornaldarleifum, bls.239).
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Helgi Davíðsson.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir.

 

Vorhúsbrunnur
Gengið var um svæði Vatnsleysustrandar milli Auðna og Kálfatjarnar þar sem staðnæmst var við Goðhól. Reynt var að beina athyglinni að minjum og stöðum, sem ekki höfðu verið skoðaðar í fyrri ferðum um svæðið.
Um jörðina Auðnar er m.a. fjallað árið 1584. Þar kemur fram að landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs sé 1 hdr í fríðu og 1 vætt fiska. Hjáleigur eru taldar upp í Jarðabókinni 1703; Auðnahjáleiga í byggð, í eyði voru Lönd og Hólmsteinshús og ein nafnlaus hjáleiga. Auðnakot er þarna hjáleiga árið 1847. Höfði hét afbýli frá Auðnum, í byggð frá um 1850-1971. Höfði er nú nafn á fallegu rauðmáluðu húsi sunnan Auðna, en þar hefur gamli bærinn líklega staðið fyrrum. Tómthúsið Hóll var einnig í landi Auðna.
Skv. Jarðabókinni 1703 eru Auðnar konungseign: “Túnin spillast af sandi og grjóti sem sjór og vindur ber á, líka er þar mein að grjóti því, sem jarðfast er í túninu. Engjar eru öngvar.”
“Norðan við stíginn var svo Höfðabrunnur.” segir í örnefnaskrá. Líklega er þarna átt við sjávarstíg frá Höfða niður að vörinni, en túnin þarna hafa verið sléttuð svo erfitt getur reynst að finna brunn þann er getið er um í örnefnaskránni. Það væri þó eflaust hægt með staðkunnugum, en ætlunin er að reyna að finna einhvern slíkan. Þá mun væntanlega koma viðbót (búbót) við lýsingu þessa.
“Auðnabrunnur var austan bæjarins, og Auðnabrunnstígur heim til bæjar.” segir í örnefnaskrá. Hér er að öllum líkindum um sama stíginn að ræða að hluta, en hvort um sama brunn er að ræða mun væntanlega koma í ljós síðar. Ekki er ólíklegt að gamli brunnurinn sé þarna einhvers staðar einnþá, en gömlu túnin eru nú allloðinn og torveldar það leit á svæðinu. Kunnugir gætu vitað hvar brunninn er/var að finna. Þegar FERLIR bar að garði á Auðnum var þar fyrir fólk, sem ekki vissi hvað „brunnur“ var – hvað þá aðrar mögulegar (sögulegar) minjar.
Þá var farið að Bergsstöðum, en svo heitir hús það nú er stendur vestan við tóftir Bergkots. Í örnefnaskrá segir m.a.: “Austan við bæinn var brunnur (vatnsból), Bergkotsbrunnur. Brunnur þessi var hlaðinn innan, og var hann tæp mannhæð á dýpt. Vatn úr honum var notað handa skepnum og einnig til þvotta, en óhæft til drykkjar, svo sækja var neyzluvatn á næsta bæ, Landakot.”
Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá árinu 1919. Hann sést enn, reyndar suðaustan við bærinn, en innan heimagarðs. Hann er hlaðinn a.m.k. eina umgjörð upp frá jörðu, en byrgður með röftum, heillegur að sjá.
Landakot hefur sennilega byggst upp úr jörðinni Lönd. Kotið var nefnt hálflenda, en jarðadýrleikinn var óviss árið 1703. Jörðin var þá konungseign. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Guðmundur B. Jónsson segir þetta býli hafa verið höfuðból Vatnsleysustrandarhrepps á árunum 1830-1930. Gata var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi. Niður við sjó var býlið Lönd. Í Jarðabókinni 1703 segir að “túnin [hafa] fordjarfast stórum af sandi og sjáfargángi allareiðu til þriðjúngs. Engjar eru öngvar.”
“Núverandi íbúðarhús var byggt 1925-27 norðan við grunn eldra húss, sem rifið var. Standa nú tröppur þess húss einar eftir, og mótar fyrir grunnir.” segir í örnefnaskrá. Heimildum ber ekki saman, í bók Guðmundar Jónssonar segir að steinhúsið hafi verið byggð um 1921-22.
Í örnefnaskrá segir af Landakotsbrunni: „Sá brunnur [Djúpagröf sjá Þórustaði] var aldrei kallaður annað í okkar tíð, og var ausið úr honum vatn á þvott. Vatnsbólið var annar brunnur miklu dýpri, byrgður, og í honum flæðivatn ósalt. Hann þornaði um fjöru, en fylltist á flóði, og varð að sæta sjávarföllum til að dæla úr honum vatni. Hann er um 80-100m neðan við íbúðarhúsið í Landakoti, langt frá Djúpugröf og miklu yngri og var aldrei kallaður annað en Brunnurinn.” Brunnurinn er teiknaður inn á túnakort árið 1919. Hann er fallega hlaðinn. Girt er í kringum hann og lagðir raftar yfir hann svo ekki hljótist af slys, eins og títt var um gamla brunni.
Austan við Landakot má sjá tóftir Götu. Til útnorðurs frá þeim er fyrrgreint jarðhýsi, rétt innan girðingar.
Og þá svolítið um Þórustaði. Jarðadýrleikinn var óviss árið 1703, konungseign. Árin 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs eitt hdr fiska. Hjáleigur 1703 voru Norðurkot og Suðurhjáleiga í eyði. Norðurkot var einnig hjáleiga árið 1847. Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar segir GBJ í Mannlíf og mannvirki (309). Árið 1703 eru: “Túnin [farin að] spillast af sjáfarágángi og föstu grjóti, sem árlega blæs upp. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta um sumar, nær öngvir um vetur.”
„Fyrir aldamótin var tvíbýli á Þórustöðum. Timburhús reis á jörðinni 1884 og brann húsið 1984“, segir GBJ í MogM. Nú sést þar enn grunnurinn af Hellukoti, vestan megin við heimkeyrsluna að Þórustöðum, vestan íbúðarhússins.
“Brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast þeir Tjarnarbrunnar. Brunnurinn Nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn Syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar.” segir í örnefnaskrá. Einnig að „brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast Tjarnarbrunnar Brunnurinn Nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn Syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar.”
Í raun má sjá báða þessa brunna enn þann dag í dag. Einkum er Syðri brunnurinn áberandi. Hann er bæði hlaðinn og stór um sig, þó líkari vatnsstæði, enda suðvestan undir Tjarnarendanum. Fallega hlaðin brunngata liggur að honum. Nyrðri brunnurinn er vestan götu frá bænum niður að sjávarhúsnum. Steypt er við opið og stór hringlaga hlemmur ofan á. Hann er fallega hliðinn niður.
“Auk þess sem áður segir finnast í Þórustaðatúni eftirtalin örnefni: Tíðarhóll, Jónsvöllur, Jónsslakki, Grábakki og Bakkarétt.” segir í örnefnaskrá. Einnig “Stekkhólsrétt, veit ég ekki, hvort er sama réttin, sem enn stendur að hluta uppi og var alltaf notuð í mínu ungdæmi og var alltaf kölluð bara Þórustaðaréttin.” segir í svörum við spurningum um örnefnaskrána. Líklega er hér um einu og sömu réttina að ræða. Þórustaðaréttin er hins vegar nokkuð sunnan íbúðarhússins og sést enn ágætlega. Hún er tvískipt með leiðigarði eins og títt hefur verið um heimaréttir á þessu svæði. Réttin sést vel norðan heimtraðarinnar.
Margrét Guðnadóttir í Landakoti talar um Bakkan og Bakkagarð í örnefnalýsingu. „Sjór hefur mikið gengið á landið í seinni tíð, og má heita, að sjávargarðurinn frá Hausaklöpp að mörkum Þórustaða sé eyddur. Á honum sem næst miðjum er sundvarðan, sem áður er á minnzt, og hefur verið reynt að halda henni við. Ofan við garðstæðið eru harðir sandbakkar með lágu, þéttu grasi. Þeir voru kallaðir Bakkinn eða Landakotsbakki og talað um að slá Bakkann.
Neðst á Bakkanum sést nú kálgarðsstæði, sem notað var til skamms tíma, eða þar til ágangur sjávar gerði þar veruleg spjöll. Þessi kálgarður var kallaður Bakkagarður eða sandgarður, því að jarðvegurinn var hvítleitur af fjörusandi, hér um bil eins og sandfjaran fyrir neðan sjávarkambinn. Utan um Bakkagarð voru grjótveggir, og fyrir austan hann merkilegt mannvirki grafið inn í Bakkann, hlaðið í hring og reft yfir með tunnustöfum, svo tyrft yfir allt saman. Þetta var kallað Jarðhúsið og notað fyrir kartöflugeymslu í okkar bernsku og var víst upphaflega ætlað til að ísa í fisk.“
Að sögn dóttur Margrétar, Eydísar, sem nú býr í Landakoti, fór hún ásamt nokkrum öðrum í för með Margréti um ströndina neðan og austan Landakots. Þá hafi móðir hennar sagt hleðslurnar í kampinum við sjávarbyrgi (herslubyrgi, heillegt) vera leifarnar af Bakkaréttinni. Þegar þær voru skoðaðar, rétt vestan við byrgið, má sjá móta fyrir görðum og hólfum. Kampurinn er kominn yfir réttina. Skammt vestar má sjá hleðslur, sennilega fjárhúss, innan við kampinn. Austan þess er hlaðinn garður. Allt er þetta í Þórustaðalandi. Austan sjávarbyrgisins er annað, hálffallið, frá Tíðargerði.
Nýjasti brunnurinn við Þórustaði er fast norðan við húsið. Hann er um 9 m djúpur og var enn í notkun fyrir nokkrum árum.
Norðurkot var hjáleiga Þórustaða 1703, jarðadýrleiki óviss. Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, og aflagðist árið 1920. Harðangur var tómthús frá Norðurkoti, í byggð frá um 1885 til um 1900 segir GBJ í MogM (315-316). Harðangur var „sunnan við garðinn, sem skilur á milli Norðurkotslands og Goðhóls, neðan Hliðs. Þar eru rústir býlisins Harðangurs. Þar er lítill túnblettur innan garða, sennilega kálgarður upphaflega,” segir í örnefnaskrá.
“Harðangur var tómthús frá Norðurkoti og stóð rétt hjá Tíðargerði. Í byggð 1885 en aflagðist um aldamótin,“ segir GBJ í MogM.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir meira um Norðurkot, en húsið var flutt fyrir skömmu af grunni sínum yfir á væntanlegt húsminjasvæði norðvestan við Kálfatjarnarkirkju. Þar stendur húsið nú, uppgert. “Árið 1903 var Norðurkot byggt upp eins og það er í dag. Það var skólanefnd … Norðurkot var í upphafi grasbýli frá Þórustöðum og átti ekki ítök í heiðarlandi.” Norðurkot var notað sem heyhlaða og geymsla.
Norðurkotsbrunnurinn er einn fallegast brunnurinn á ströndinni og nær alveg heill. Hann er í lægð skammt norðan við túngarðinn.
“Steinsnar norðaustan við bæinn í Norðurkoti stóð býlið Tíðagerði, byggt úr Norðurkotslandi. … Tíðargerðistúnið er ofan og austan við bæinn. Um það eru hlaðnir grjótgarðar.” segir í örnefnaskrá.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Tíðagerði var býli, þurrabúð með Tíðagerðislóð eða Tíðagerðistún. Býlinu fylgdi matjurtagarður og svo var Heiðarlandið óskipt, en leyfi til beitar eftir stærð heimalandsins. En Tíðargerði átti 2400 fermetra land.” “Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, þó það yrði grasbýli síðar … Tíðagerði aflagðist árið 1920.” Á túnkorti 1919 sést að „tún eru 0,5 teigar og garðar 700m2.“
“Djúp graslaut er rétt norðan við bæjarstæðið í Tíðargerði. Hún var kölluð Lautin. Á Klöppinni norðan við Lautina, rétt utan við túngarðinn, er vatnsstæði, Klapparvatnsstæði.” segir í örnefnaskrá. Vatnsstæðið sést enn og jafnan er vatn í því þótt það standi hátt í landinu.
Hlið var bæjarstæði við Tíðargerði. “Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlíð; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum.” segir í örnefnaskrá. “Milli Goðhóls og Norðurkotstúns var Hlið og var þar í kring liðslóð eða Hliðstún umgirt Hliðstúngörðum, hlöðnum af grjóti og ofan lóðarinnar svo svo Heiðargarðurinn.” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Hlið var tómthús frá Kálfatjörn. … “ Þar lagðist niður búskapur 1923 en þar var byggður sumarbústaður sem ekki er notaður nú. Túnakort árið 1919 gefur til kynna: „Tún 0,05 teigar, garðar 540m2.“ Þarna er nú sumarbústaður.
Í fyrri umfjöllun FERLIRs segir m.a. um þetta: “Á miðjum vestari garðinum eru tóftir bæjarins í Hliði en þar í gegn lá kirkjugatan svokallaða sem að allir kirkjugestir fóru til messu og þar má sjá steinhleðslu yfir rásina sem áður hefur verið nefnd og þar má jafnframt finna klappaðan stein með ártalinu A°1790. Sagnir eru um að allir hafi stoppað í Hliði og fengið sér í nefið og rabbað um landsins gagn og nauðsynjar og jafnvel farið í kirkjufötin þar. Kirkjustígurinn heldur síðan áfram út eftir ströndinn í gegnum Tíðagerði og Norðurkot.”
“Þegar nálgast suðausturhorn Kálfattjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfajarnartúns) uns hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlið; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. Við vesturenda baðstofunnar í Hliði, lá gatan milli bæjanna og heim að Kálfatjörn, Kirkjugatan.”
“Svo sem 20 m neðar en brunnurinn er Rásin, en þar er farvegur, er Goðhólsrás hefur grafið sér, en hún rennur að nokkru inn á Kálfatjarnartún.” “Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlíð; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. … Nokkurt tún er í Goðhól.
Goðhóll fór í eyði árið 1933. Þar mun síðast hafa verið búið í torbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Bærinn var skammt frá suðurtúngarði og eigi alllangt frá sjó. Beint niður undan bænum er uppsátrið, skiparéttin og vörin …” segir í örnefnaskrá. “Ofan og sunnan Naustakots var býlið Goðhóll, sem stóð í Goðhólstúni, á suðurhlið túnsins var svokallaður Heimagarður og Vatnagarður eða Móinn.” Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Goðhóll var tómthús frá Kálfatjörn, en hafði grasnyt.” Búskapur lagðist af þar 1935. Túnakort frá 1919 sýnir „tún 1,4 teigar og garðar 660m2.“
Á annarri síðu FERLIRs segir: “Vestan við Naustakot og Kálfatjarnartúnið eru tóftir Goðhóls en þar var búið í torfbæ til ársins 1933. Þar má vel sjá hvernig fólk lifði í byrjun tuttugustu aldar en þar eru tóftir baðstofu og fjósið við hliðina og þar er fjárhús og garðar í kringum kálgarðinn og kartöflubeðin. Goðhólsjörðin afmarkast greinilega af hlöðnum görðum.”
Kálfatjarnarhverfinu austan Tíðargerðis, Hliðs, Harðangurs og Goðhóls er líst í annarri FERLIRslýsingu, en þá var gengið um svæðið í fylgd Ólafs Erlendssonar frá Kálfatjörn. Hann þekkir svo til hverja þúfu á svæðinu. Ólafur hafði samband nýlega og kvaðst myndi hafa áhuga á að fara aðra umferð um svæðið, enda nú orðin hressari eftir aðgerð, sem hann hafði þurft að ganga í gegnum. Sú ferð hefur verið sett á áætlun.
Hér er gengið um svæðið milli Auðna og Goðhóls. Vatnssleysustrandarsvæðið er í heild bæði merkilegt og af þeim sökum verðmætt af mörgum ástæðum. Ströndin, þar sem byggð hefur verið samfelld um aldir, myndar heilstæðar búsetuminjar er lýsa ljóslifandi lífi og afkomu fólks nánast frá upphafi landnáms hér á landi til okkar daga. Minjarnar bera augljóslega með sér hvernig byggðin hefur þróast, á hverju fólkið hefur byggt lífsafkomu sína, við hvaða aðstæður og til hverra ráða það hefur gripið til þess að geta skilað okkur, sem nú lifum, með mikilli fyrirhöfn inn í nútímaveröldina. Við þekkjum hana nokkuð vel, en þekkjum við jafn vel veröld forfeðranna og -mæðranna, sem þó skiluðu okkur þangað (hingað)? Minjar um fyrri tíma má enn sjá víðast hvar með Ströndinni, hvort sem er ofan við sjávarsíðuna, þar sem fólkið bjó að jafnaði, eða upp til heiða, þar sem upplandið var nýtt til beitar, selsbúskapar, eldiviðartöku og veiða. Minjar um allt það má og enn sjá þar, bæði neðra og efra – ef vel er að gáð.
Frábært veður – gult og gott.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Margrét Guðnadóttir.

Norðurkot

Norðurkotsbrunnurinn.

Vatnsleysuströnd

Eftirfarandi er byggt á svæðaskráningarskýrslu Sædísar Gunnarsdóttur um „Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi“ fyrir Fornleifastofnun Íslands -2006. Í þessari skráningu koma fram bæði áhugaverðar og mikilvægar upplýsingar um upphaf, þróun og sögu byggðar í Vatnsleysustrandarhreppi.

Vogar

Vogar 1921.

Þegar leitað er eftir ummerkjum um byggð Í Vatnsleysustrandarsvæðinu er eðlilegast að byrja á því að leita að líklegum vísbendingum um upphaf landnáms eins og sagt er frá því í Landnámabók. „Á grunni þess er síðan hægt að huga að staðsetningu kumla og kirkna með það fyrir augum að setja fram tilgátur um hvaða jarðir byggðust fyrst. Kuml eru auðsjáanlega vísbending um byggð fyrir árið 1000, en kirkjur og bænhús eru yfirleitt talin hafa verið reist skömmu eftir kristnitöku. Nærtækasta skýringin á miklum fjölda guðshúsa á Íslandi á miðöldum er sú að þau hafi upphaflega verið byggð í heimagrafreitum, sem voru líklega við hvern bæ eins og kumlateigar í heiðni. Sé svo má nota bænhús eða kirkju sem vísbendingu um að viðkomandi bær hafi verið komin í byggð á fyrri hluta 11. aldar. Jarðir þar sem kirkjur og bænhús hafa verið, eru að jafnaði stærri og dýrari en þær sem ekki höfðu slík hús og er því oft freistandi að álykta að minniháttar jarðir þar sem ekki hafa verið bænhús séu seinna til komnar, eða hafi að minnsta kosti ekki verið orðnar sjálfstæð býli á fyrri hluta 11. aldar. Ritaðar heimildir eru helstar Landnámabók, fornsögur og fornbréf.

SkjaldarkotLand Vatnsleysustrandarhrepps er 15 km á lengd og 10 km á breidd. Landið er samfellt hraun frá fjöru til fjalla. Byggðin er á mjórri ræmu meðfram sjónum en bæjunum fylgja hvorki kúahagar né slægjur og var ræktun landsins oft erfið. Rennandi vatn er ekki í hreppnum því rigningarvatn safnaðist allt ofan í hraunið. Vatnsskortur er hinsvegar ekki í hreppnum enda notuðu sveitungar brunna til að nálgast neysluvatn og eru fjölmargir brunnar á skráningarsvæðinu, miklu fleiri en gerist í öðrum sveitum. Af ströndinni er stutt á fengsæl fiskimið, og var oft fjölmennt á vertíð enda streymdi að fólk allstaðar af landinu. Hlunnindi hafa verið talsverð á svæðinu, má þar nefna hrognkelsi, sölvafjöru og skelfiskfjöru en skelfiskur var aðallega nýttur í beitu.

Vogar

Vogar 1921.

Landnám skiptir miklu máli er byggðasaga er rannsökuð því þeir sem komu fyrstir gátu tekið bestu löndin, höfðu mestra hagmuna að gæta og mótuðu oft þá byggð er fylgdi í kjölfarið. Ætla má að bæir hafi byggst snemma þar sem fóru saman góð skilyrði til búfjárræktar og fjölbreytileg hlunnindi, svo sem fjörubeit, sumarbeitiland, vetrarbeit, reki, æðarvarp eða selveiði eftir því hvað við á. Hreppurinn er allur innan landnáms Ingólfs Arnarsonar en Landnáma getur einnig um aðra landnámsmenn á svæðinu sem komu síðar. Frænka Ingólfs Arnarssonar, Steinunn hin gamla, kom til Íslands til frænda síns. Hann bauð henni Rosmhvalanes utan Hvassahrauns. Hún gaf Eyvindi frænda sínum hluta úr landnámi sínu sem samsvarar núverandi mörkum Vatnsleysustrandarhrepps. Ekki er þess getið hvar Eyvindur bjó, enda dvaldi hann stutt í landnámi sínu. Hrolleifur Einarsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit ásældist land Eyvindar og höfðu þeir jarðaskipti og bjó Hrollleifur í Kvíguvogum.

AuðnarEkki gefur þetta okkur miklar upplýsingar um byggðaþróun á Vatnsleysuströnd aðra en þá að snemma hefur jörðin Kvíguvogar (Stóru-Vogar) komist í byggð. Engin kuml hafa fundist í hreppnum þannig að fátt er vitað um þróun byggðar í hreppnum á allra fyrstu árunum eftir landnám. Telja má líklegt að jarðir, þar sem guðshús voru, hafi byggst á 11. öld. Allar jarðir á Vatnsleysuströnd tilheyrði Kálfatjarnarsókn og er kirkjunnar þar fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá því um 1200. Sagnir eru um að kirkjan hafi fyrst staðið á Bakka en vegna landbrots hafi hún flust að Kálfatjörn en engar sannanir eru fyrir þeim sögum. Ekki hafa varðveist heimildir um bænhús í sókninni á miðöldum en í túni Brunnastaða er Bænhúshóll og er mjög líklegt að þar hafi verði bænhús. Tvær útkirkjur voru í hreppnum á miðöldum. Annars vegar í Stóru Vogum en kirkju þar er fyrst getið á seinni hluta 14. aldar. Hinsvegar á Vatnsleysu en kirkju þar er fyrst getið um 1269.

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar 1950.

Miðað við frásagnir Landnámu og heimildir um kirkjur á svæðinu er í raun fátt vitað um fyrstu byggð í hreppnum annað en að Stóru Vogar, Kálfatjörn og Vatnsleysa byggðust snemma. Því þarf að skoða fleiri heimildir en engra jarða í hreppnum er getið í Íslendingasögum og aðeins er getið um eina jörð í Sturlungu og það eru Stóru Vogar.
Elstu fornbréfin eru frá 13. öld og má oft fá nokkra hugmynd um byggðaskipan út frá þeim. Nær allra jarða, þar sem ekki var kirkja eða bænhús, er getið í fornum skjölum, máldögum kirkna og sölu-, testamentis eða vitnisburðarbréfum. Munar þá helst um það að Viðeyjarklaustur átti meirihluta jarða á Vatnsleysuströnd. Klaustrið var stofnað 1225-6 af Þorvaldi Gissurarsyni í Hruna og skömmu síðar er getið um að Magnús biskup, bróðir Þorvaldar, gaf því viðreka í Hvassahraunslandi. Smám saman náði klaustrið undir sig öllum jörðum í hreppnum fyrir utan Kálfatjörn, Flekkuvík og Brekku sem voru eign kirkjunnar á Kálfatjörn.

Efri-Brunnastaðir

Brunnastaðir

Jarðarinnar Brunnastaða er fyrst getið í eignaskrá Viðeyjarklausturs frá árinu 1395. 1447 fékk Viðeyjarklaustur jarðirnar Voga, Hlöðunes, báða Ásláksstaði, bæði Knarrarnesin og Breiðagerði. Vatnsleysu minni er fyrst getið í fógetareikningum frá því um 1547-8.

Minni-Vogar

Minni-Vogar.

Þær klausturjarðir sem síðast er getið um eru nefndar í landskuldarreikningum frá árinu 1584 í bréfabókum Klaustursins. Það eru Minni Vogar, Auðnir, Landakot og Þórustaðir sem eflaust hafa byggst mikið fyrr þó þær séu ekki nefndar í heimildum. Af jarðeignum sínum á svæðinu hafði klaustrið gagn af reka og miðunum undan landi og einnig hafði klaustrið dágóðar tekjur af leigugjöldum af jarðeignum sínum og leigufé.
Þá má draga ályktanir af dýrleika jarða. Dýrleikinn var fasteignamat sem virðist hafa verið fastsett snemma, a.m.k. þegar á 12. öld og má því hafa hann sem vísbendingu um misjöfn gæði jarðanna í öndverðu. Sennilegt verður að telja að dýrustu jarðirnar séu á þeim stöðum sem bestir voru til búsetu og því líklegir til að hafa byggst fyrst. Því miður er ekki getið um dýrleika jarðanna 1703 en miðað við eldri heimildir sem til eru um dýrleika jarða sem og dýrleika þeirra árið 1847 má sjá að dýrustu jarðirnar í hreppnum voru Stóru Vogar, Brunnastaðir, Knarrarnes stærra, Auðnar, Kálfatjörn, Vatnsleysa stærri og Hvassahraun en þær voru allar metnar á 25 hundruð eða meira.

Móakot

Móakot.

Bæjanöfn sem eru ósamsett náttúrunöfn eru yfirleitt talin til marks um elsta stig búsetu. Aðeins tvær jarðir uppfylla þessi skilyrði; Auðnar og Bakki og er hvorug meðal stærstu jarða í hreppnum sé annarra vísbendinga um að hafa byggst snemma. Stærri Vogar gætu hafa verið nefndir Vogar fyrst en elsta nafn sem vitað er um á þeirri jörð er Kvíguvogar og telja menn það elsta nafnið. Algengustu liðir í bæjanöfnum í Landnámu eru fell, dalur, holt, nes, vík, hóll, á og eyri og flest þeirra ósamsett.  Nokkrir liðir eru enn fátíðari, það eru t.d. fors (foss) og múli. Flest bæjanöfn í hreppnum eru samsett; Hvassahraun, Knarrarnes, Hlöðunes, Flekkuvík, Vatnsleysa, Breiðagerði og Kálfatjörn, (Galmanstjörn talin eldri mynd af nafninu). Bæjanöfn sem enda á -staðir eru yfirleitt talin tilheyra seinni stigum landnáms. Þrjú lögbýli með -staða endingu eru í hreppnum; Ásláksstaðir, Brunnastaðir, og Þórustaðir. Langflest lögbýli hreppsins hafa áttúrunafnaendingar sem er mun algengara í Landnámu.

Halldórsstaðir

Allra stærri býla á skráningarsvæðinu er getið á miðöldum enda ásældist Viðeyjarklaustur jarðir svo nálægt fengsælum fiskimiðum. Þrátt fyrir hraun og engjaleysi voru jarðirnar á Vatnsleysuströndinni eftirsóttar til búsetu og hafa líklega byggst snemma. Þó heimildir geti ekki um jarðir fyrr en á 13. öld, segir það lítið um hvenær þær voru fyrst byggðar og má ætla að flest lögbýlin hafi verið komin í byggð á 11. öld, í síðasta lagi.
Fyrir utan bæjarhóla á býlum sem verið hafa í byggð fram á 20. öld eru á flestum stöðum á landinu margir staðir þar sem byggð hefur annaðhvort varað í stuttan tíma eða þar sem hjáleigur eða afbýli hafa lagst í eyði fyrir 1847. Margar þeirra eru innan Stóru-Voga enda byrjaði vísir að þéttbýli þar undir lok 19. aldar.

Nafn á býli: Í byggð:
Snorrastaðir – fyrir 1703
Nýibær – eftir 1872
Hábær – ekki vitað
Stapabúð – fyrir 1899
Brekka – ekki vitað
Hólmsbúð – um 1850-1910
Steinsholt – 1874-1879
Bræðrapartur- ekki vitað
[nafnlaust] – ekki vitað
Halakot – fyrir 1700
Klöpp – e 1900
Gata – byggð fyrir 1703
Syðsta hjáleiga- byggð fyrir 1703
Garðhús – fyrir 1900
Valgarðshjáleiga fyrir 1703
Móakot – fyrir 1703
Eyrarkot – ekki vitað
Hof – ekki vitað
Tjarnarkot – fyrir 1703, eftir 1880
Mýrarhús – 1885-?
Mörk – ekki vitað
Hólkot – ekki vitað
Grænaborg- 1881-?
Austurkot – ekki vitað
Renslutóft – fyrir 1703
Helgabær – ekki vitað
Eyrarkot – fyrir 1703
Hólshjáleiga- fyrir 1703
Norðurkot – ekki vitað
Grund – fyrir 1925
Vorhúsabæir- fyrir 1925
Hausthús – fyrir 1925
Hvammur – fyrir 1925
Brunnastaðakot fyrir 1703
Stöðlakot – fyrir 1703
Tangabúð – fyrir 1703
Vesturhús – fyrir 1703
Miðgarður – fyrir lok 19. aldar
Töðugerðisbæir um 1900
Kothús – fyrir 1900
Fögruvellir – til um 1920
Gerði – fyrir 1905
Tjörn – til 1918
Halldórsstaðir- fram yfir 1900
Miðhús – ekki vitað
Bjarghóll – fyrir 1900
Nýlenda – fyrir 1900
Holt – um 1900
Gerði – ekki vitað
Atlagerði – ekki vitað
Klöpp – fyrir 1900
Miðbær – ekki vitað
Garðhús – 1917-1940
Móakot – um 1900
Hallandi – 1917-1970
Sjónarhóll – frá 1886
Rás – ekki vitað
Fagurhóll – um 1900
Gerðar – ekki vitað
Grandabærinn – ekki vitað
Atlagerði – um 1703
Nýibær – um 1919
Helgahús – fyrir 1700
Hellur – fram á 20. öld
Vík – fyrir 1900
Breiðagerði- um 1900
[Nafnlaus] – ekki vitað
[Nafnlaus] – ekki vitað
Auðnar – frá 1883
Höfði – 1850-1971
Lönd – fyrir 1703
[Nafnlaus] – fyrir 1703
Hólmsteinshús- fyrir 1703
Hóll – ekki vitað
Gata – fram yfir 1900
Lönd – ekki vitað
Hellukot – um 1880
Suðurhjáleiga- fyrir 1703
Tíðagerði – til 1920
Harðangur – 1885-1900
Hlið – til 1923
Goðhóll – til 1933
Litlibær – frá um 1884
Hólakot – fyrir 1703
Árnahús – fyrir 1703
Borgarkot – 19. öld
Bakkakrókur- í eyði 1660
Bjarg – 1850- 1934
Tröð – ekki vitað
Vatnagarður- ekki vitað
Holt – ekki vitað
Járnhaus – ekki vitað
Sigurðarhjáleiga- ekki vitað
Blíðheimur – í byggð 1703
Péturskot – í byggð 1703
Refshali – til 1922-23.
Úlfshjáleiga- fyrir 1703
Búð – fyrir 1703
[Nafnlaus] – fyrir 1703
Grund – ekki vitað
Miðengi – fyrir 1916
Akurgerði – fyrir 1703
Naustakot – til 1930-31
Nýibær – fram yfir 1900
Móabær – fram yfir 1900
Sigurjónsbær- ekki vitað
Jónasarbær- ekki vitað
Kofinn – ekki vitað
Garðbær – um 1919
Krókur – ekki vitað
Skálinn – til 1901
Garðhús – um 1920
[Nafnlaus] – ekki vitað
Vatnsleysukot um 1703
[Nafnlaus] – um 1703
[Nafnlaus] – um 1703
Norðurkot – ekki vitað
Niðurkot – ekki vitað
Þorvaldskot- ekki vitað
Látur – ekki vitað
Suðurkot – ekki vitað
[Nafnlaus] – um 1703
[Nafnlaus] – um 1703
Þóroddskot- um 1703
Saunghóll – um 1830

Stóra-Vatnsleysa.

Sjómenn frá Stóru-Vatnsleysu.

Þessi listi gefur nokkuð skýra mynd af hjáleigubyggð á svæðinu sem greinilega hefur verð mun þéttari en víða annar staðar á landinu. Af 130 býlum sem nefnd eru hér eru 36 býli komin í byggð fyrir 1703 er jarðabókin var samin og mörg þeirra voru þá komin í eyði og fæst þeirra byggðust upp aftur.
Sjónarhóll.
Á 17. öld varð mikil byggðaaukning á Íslandi, fjöldi hjáleiga og smákota byggðist upp um allt land, sum í skamman tíma en önnur hafa haldist í byggð fram á þennan dag. Mörg þessara 36 býla voru aðeins í byggð í stuttan tíma. Ekkert er vitað um það hvenær 40 býli af listanum voru í byggð. Víða um landið varð einnig nokkur sprengja í hjáleigubyggð á seinnihluta 19. aldar og má sjá það glögglega á Vatnsleysuströndinni. Að minnsta kosti yfir 50 býli af listanum byggðust eftir 1850 og voru í byggð rétt fram yfir aldamótin 1900. Reyndar má segja að hjáleigubyggð hafi alltaf verið nokkuð mikil enda girnilegt að komast að við ströndina svo nálægt gjöfulum fiskimiðum. Ítarlega sögu býlanna í Vatnsleysustrandarhreppi er að finna í bók Guðmundar B. Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi.
Eins og sést af þessum hugleiðingum má leggja á ýmsan hátt út af tiltækum heimildum um upphaf byggðar á skráningarsvæðinu en er þó fátt fast í hendi.“

Heimildir aðrar:
-Ágúst Ó Georgsson: Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar, Reykjavík 1993.
-Árni Óla: Strönd og vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar Reykjavík 1961.
-Björn Bjarnason: “Kjósarsýsla” Landnám Ingólfs II, 1937, 90-109.
-Brynjúlfur Jónsson: “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902” Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1903, 31-52.
-Bsk: Biskupa sögur gefnar út af hinu íslenzka bókmenntafélagi I II, Kaupmannahöfn 1858 1878.
-Íslenzkt fornbréfasafn I-XVI, Kaupmannahöfn/Reykjavík 1857-1972.
-Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Fornleifakönnun. Reykjanesbraut. Fornleifastofnun Íslands FS133-00141 Reykjavík 2001
-Eggert Ólafsson: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferð þeirra á Íslandi árin 1752-1757, Reykjavík 1974.
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 I-II, Reykjavík 1983.
-Guðmundur Björgvin Jónsson: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi [án staðsetningar] 1987.
-Hannes Þorsteinsson: “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi” Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1923, 1-96.
-Islandske Annaler indtil 1578, Kristjania 1888.
-ÍF I: Íslenzk fornrit I. Íslendingabók & Landnáma, Reykjavik 1986.
-Jarðabréf: Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir.
-Árni Magnússon & Páll Vídalín: Jarðabók. Gullbringu og Kjósarsýsla III. Reykjavík, 1982.
-Johnsen, J: Jarðatal á Íslandi, Kaupmannahöfn 1847.
-Jón Oddur Hjaltalín: “Lýsing Kjósarsýslu 1746” Landnám Ingólfs III, 1937-1939, 25-34.
-Kålund, Kristian: Íslenzkir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur I, Reykjavík 1986.
-Lovsamling for Island : indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og Anordninger, Resolutioner III, Kaupmannahöfn 1853-1889.
-Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, 2. útg., Reykjavík 1950.
-Ragnar Guðleifsson: “Örnefni á Hólmsbergi” Faxi. 27. árg, 8. tbl 1967, 126.
-Sesselja G. Guðmundsdóttir: Örnefni og gönguleiðir í Vatnleysustrandarhreppi [1995].
-Skúli Magnússon: “Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu” Landnám Ingólfs I, 1935-1936, 1-96.
-Sigurður Sigurðsson: “Lýsing Reynivallasóknar 1840” Landnám Ingólfs 3, 1937-1939, 241-258.
-Sturlunga saga I-II, Reykjavík 1946.
-Svavar Sigmundsson: “Íslensk örnefni” Frændafundur 2 Þórshöfn 1997, 11-21.
-Túnakort. Þjóðskjalasafn Íslands. Jarðadeild XIV. Uppdrættir af túnum 1917. Kjósarhreppur.
-Viðtal við Þorgrím Eyjólfsson 1978.
-Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók, skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898 I Kaupmannahöfn 1913-1915.

Á Vatnsleysuströnd

Á Vatnsleysuströnd.

Kálfatjörn

FERLIRsfélagi, sem var á göngu á Vatnsleysuströnd fyrir skömmu, rak skyndilega auga í ártalsstein í fjörunni. Hann hafði margsinnis áður gengið sömu leið, en nú voru birtuskilyrðin (tilsýndarskilyrðin) hins vegar mun betri en áður, þ.e. sólin í réttu sjónarhorni svo skuggi féll á ártalið.

Ártalssteinninn

Við fyrstu skoðun virtist ártalið vera 1710, en þegar betur var að gáð varð ljóst að þarna hafði verið meitlað ártalið 1910. Nían var ógreinileg, en ef tekið er mið af öðrum ártalssteinum á Vatnsleysuströnd, t.am. ártalssteininum í gömlu sjóbúðinni við Kálfatjörn frá 1674 og kirkjubrúarsteininum frá 1790 þá er sjöan ógjarnan með þverstriki.
Hvað um það – ártalssteinn er þarna í fjörunni – og það merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann stendur efst í fjörunni, beint ofan við eina ákjósanlegustu og fallegustu vörina Ströndinni. Bærinn ofan við er á fornu bæjarstæði. Vörin var og notuð lengur en aðrar varir, löngu eftir að varanleg höfn var komin í Voga. Í beina línu við steininn er hleðsla; sökkull eða neðsta röð á hlöðnu húsi. Sjórinn hefur tekið annað af húsinu til sín, en eftir stendur þessi einharða röð til merkis um mannvirkið. Líklega hefur ártalssteinninn verið hornsteinn hússins eða byrgisins, en önnur slík eru allnokkur með ströndinni. Fyrrnefndur ártalssteinn neðan við Kálfatjörn er einnig dæmi um leifar af gömlu hlöðnu húsi, sem heimildir voru til um; verbúð.
SteinaröðinEf sá siður hefur haldist á Vatnsleysuströnd að ártalsmerkja verbúðirnar þá er þarna á þessu strandsvæði um að ræða leifar verbúðar frá 1910. Einungis vantar því þrjú ár upp á að þær geti talist til fornleifa. Þótt leifarnar séu í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu hefur FERLIR ákveðið að geyma nákvæma opinberunnar hans og minjanna enn um þriggja ára skeið. Í rauninni eru þær dæmigerðar fyrir mannvirki á Ströndinni, líkt og lesa má um í heimildum manna er stunduðu vermennsku og sjósókn fyrr á öldum.
Ártalssteinninn er ágætt dæmi um fornleif, sem fengið hefur verið að vera óáreitt vegna þess að enginn hefur veitt henni sérstaka athygli. Þar með er hún orðin mikilvægur minnisvarði um aðrar slíkar, sem finna má á Vatnsleysuströnd – ef varið yrði tíma í að gaumgæfa allt það er þar mætti finna, hvort sem vegna skráðra heimilda eða einfaldlega nákvæmisleitar á svæðinu.
Ártalssteinn þessi er að vísu frá árinu 1910, en verðmæti hans eykst hins vegar í réttu hlutfalli við tilsettninguna. Hann gefur bæði til kynna að aðrar sjóbúðir á Vatnsleysuströnd hafi að öllum líkindum haft slíka hornsteina að geyma og að þá megi enn finna í nálægð leifa slíkra búða sem og í þeim búðum sem enn standa. Bara það gefur tilefni til enn einnar FERLIRsferðarinnar um strandir Vatnsleysustrandar!
Vatnsleysuströnd