Tag Archive for: víkingaskip

Víkingaskip

Hér er birt „lokaorð“ eins FERLIRsfélaganna í tilefni af lokaritgerð hans í námi við HÍ; Fornleifafræði Norðurlanda. Orðin eru birt með leyfi höfundar. Ritgerðin er að sjálfsögðu mun ítarlegri umfjöllun um efnið:
„Víkingaskipin voru með stærstu „gripum“ víkingaaldar, á tímabilinu 800-1100. Samkvæmt heimildum vorGaukstaðaskipið-2u fjölmörg skip smíðuð á tímabilinu – af ýmsum stærðum og gerðum. Þrátt fyrir rannsóknir er ekki vitað hvenær fyrsta víkingaskipið var smíðað, en líklegt er að það hafi orðið til í aðdraganda víkingaaldar eftir langa þróun. Hönnun víkingaskipanna, einkum kjölurinn og „sveigjueiginleiki” skipanna, réði miklu um yfirburði þeirra, bæði hvað snerti grunnsiglingar og burði á löngum og erfiðum siglingaleiðum. Talsvert er til skráð í fornum heimildum um notkun og tegund skipanna, en lítið virðist vera til af nákvæmlega skráðum lýsingum um smíði þeirra og meðferð þar til skipin fundust í Ásubergi, Gaukstað og víðar. Síðan hefur mikillar vitneskju verið aflað. Ljóst er að smíði víkingaskipanna hefur grundvallast á hugviti og þeirri bestu þekkingu er um getur í langri sjólist. Skipin hafa verið einstaklega gagnleg og góð sjóskip. Siglingartækni nútímans grundvallast í raun á þeirri miklu þekkingu er þá var aflað – fyrir meira en þúsund árum síðan.
Af fornleifarannsóknum að dæma voru víkingaskipin af fleiri en einni tegund. Langskip voru t.d. notuð í strandsiglingum og siglingum um ár og fljót, en kaupför og knerrir á lengri leiðum þar sem flytja hefur þurft meira magn.
Skipin voru notuð til annars en siglinga eftir að hlutverki þeirra lauk, t.d. sem grafstaður mektarfólks. Þau hafa, sum hver a.m.k., verið skreytt eftir stílfræði þeirra tíma.
Víkingaskipum sem gripum, smíði þeirra, mismunandi gerðum, eiginleikum og notkun, hefur ekki verið mikill gaumur gefinn hér á landi í fornleifalegum skilningi. Ástæðan er helst sú að menn hafa ekki átt von á því að finna leifar stórra skipa eða hluta þeirra hér eftir svo langan tíma frá „hvarfi” þeirra. Minni bátar hafa þó fundist. Ekki er með öllu útilokað að fleiri skipaleifar og meiri eigi eftir að finnast hér við land – eða á landi.
Fornleifafræðin, sem og áhugafólk um efnið hefur, aflað dýrmætra viðbótarupplýsinga um víkingaskipin og án efa á þekkingin eftir að aukast í framtíðinni.
Við vinnslu ritgerðarinnar var reynt að takmarka efnið svo sem kostur var – þrátt fyrir að viðfangsefnið væri ærið.“

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

 

Víkingaskip

Víkingaskip (knörr og langskip) eru ein þeirra „verkfæra“, sem landnámsmenn notuðu, m.a. til að komast til eyjarinnar. Margir komu með það að markmiði að

Víkingaskip

Víkingaskip.

setjast að í nýju landi. Sumir voru samskipa með öðrum eða hafa haft fleiri en eitt skip. Telja má sennilegt að allt það sem þeir komu með hafi síðan verið notað, einnig skipin.
Víkingaskip entust í u.þ.b. 10 ár og jafnvel lengur. Þá hafa þau eflaust verið notuð í annað, t.d. klæðningar, húsagerð, áhaldagerð o.fl. Skipin voru flest úr eik, en einnig öðrum viðartegundum. Veikasti hlekkurinn í þeim voru böndin, sem byrðingurinn var bundinn með. Þau voru úr hampi og fúnuðu. Ekki var hægt að binda skip upp að nýju nema rífa það frá grunni. Það var líka erfitt því í einu skipi voru þúsundir járnhnoðnagla. Járnið var dýrmætt og notað aftur þegar það gafst.

Landnám Íslands

Landnám Íslands – Samúel Eggertsson.

Landnámsmenn hafa með skjótum hætti þurft gott skjól við komuna hingað til lands. Er hugsanlegt að landnámsmenn hafi miðað fyrstu húsagerð sína, þ.e. fyrsta tímabundna íveruhúsið, við skipið? Þeir hafi hlaðið veggi, ca. 120 cm háa með svipuðu lagi og breidd og skipið ofanvert og hvolft því síðan yfir? Þannig gætu þeir hafa fengið gott þak yfir höfuðið, bæði fljótt og vel. Skipið (þakið) hafi verið hægt að taka aftur og sigla því ef einhverjum hefði snúist hugur eða á hefur þurft að halda.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Um 70 menn voru í áhöfn langskipanna, færri á knörrum. Fjórir til fimm vanir menn gátu siglt þeim. Þyngd skipanna var um 5.000 til 8.000 kg (fór eftir stærð – mastur og segl, sem var laust er frátalið). Það hefur því þurft um 50 – 70 menn til að bera, lyfta eða velta einu skipi. Skipin voru ca. 23-25 metrar á lengd og ca. 3 – 5 metrar á breidd.
Giuseppe Maiorano hefur ritað um mögulega notkun skipanna sem þök í ‘Viking age ships as roofing structures in ship-shaped houses and their contribution to the origin of the Gothic Architecture.’Current issues in Nordic Archaeology, Reykjavík 2004, s. 79-84).
En menn eru nú yfirleitt ekki trúaðir á þessa hugmynd – aðallega af því að þeir hafa aldrei fundið neinar sannfærandi leifar sem gætu bent til þessarar þakgerðar en líka af því að menn telja yfirleitt að skipin hafi verið notuð lengur en gefið er til kynna og verið miklu verðmætari en svo að það borgaði sig að nota þau fyrir þök. “Vel smíðað tréþak er margfalt einfaldari og ódýrari smíð en skip” (ov).

Er hins vegar er ekki með öllu útilokað, miðað við lögun, lengd og breidd landnámshúsa, að þannig hafi verið málum háttað í einhverjum tilvikum? Litlar líkur eru þó á að tóftir slíkra húsa finnist nú því bæði hafa þær þá staðið mjög nálægt ströndinni og auk þess verður að telja líklegt að sjórinn hafi nú þegar brotið þær undir sig eða byggingarefnið notað í annað.

Víkingar

Víkingar á nýrri strönd.

Einstakir hlutar skips, s.s. mastrið, gætu hafa verið notað í hluti, t.d. stoðir og hluti þess hafa verið útskorið sem goðalíkneski eða gerðir úr því setbekkir við langeldinn. Kjölurinn var mikið tré og því ekki ólíklegt að hann hafi verið notaður í mæni eða annað burðarvirki.
Áhöfnin hefur áreiðanlega tekið kistla sína með sér og átt þá áfram. Ekki er vitað til þess að slíkur kistill hafi varðveist hér á landi, enda efnið forgengilegt.
Seglin voru stór og mikið efni í þeim. Ekki er ólíklegt að ætla að úr þeim hafi verið búið til nytjahlutir eða þau t.d. notuð til að klæða veggi híbýlanna.

Vikingar

Víkingaaldarkáli.

Framangreint eru að mestu tilgátur því fátt af því hefur kvorki verið sannreynt við fornleifauppgrefti eða þess getið í rituðum heimildum. Hins vegar er ekki óraunhæft að ætla að hinn mikli efniviður hafi verið notaður að einhverju leyti eftir að upprunalegu hlutverki hans lauk. Dæmi um slíka endurnýtingu muna og gripa eru allnokkur, sbr. kléberg, járn og tré.

Vitað er að skipin voru notuð í a.m.k. tvennum tilgangi eftir að líftíma þeirra lauk. Annars vegar eru dæmi um að skipin hafi verið grafin með eiganda sínum að honum látnum ásamt öðrum gripum, sbr. frásagnir í Landnámu [Ásmundur var heygður í Ásmundarleiði og lagður í skip og þræll hans hjá honum] og [Geirmundur heljarskinn andaðist á Geirmundarstöðum, og er hann lagður í skip þar út í skóginum frá garði] og hins vegar munu vera til sagnir um að látnir víkingar hafi verið brenndir í skipum sínum þótt slíkt virðist ekki hafa verið tíðkað hér á landi svo vitað sé.”Víkingaöldin var einhver mesti upplausnar- og endursköpunartími sem norrænar þjóðir hafa lifað. Hún hlýtur að hafa losað um margar fornar venjur og gefið einstaklingnum meira frelsi til að velja og hafna en kreddufesta kyrrstæðra heimabyggða getur gert.” -(AF)

Víkingar

Víkingaskip í legu.

Íslendingur

Vestmannaeyingurinn Gunnar Marel Eggertsson skipasmíðameistari ákvað að smíða eftirlíkingu af Gaukstaðaskipinu sem er á safni í Noregi.

Gauksstaðaskip

Gauksstaðaskipið.

Hann byrjaði að byggja skipið í Héðinshúsinu í Reykjavík árið 1994. Skipið sem Gunnar smíðaði er 23,5 m á lengd og 5,5 m á breidd. Mastrið er 14,5 m. + toppurinn sem er 18 metrar. Seglið er 13o m2. Skipið tekur 25 farþega og 5 manns í áhöfn. Skipið getur gengið upp í 12 mílur. Það hefur 2 Yammar vélar.
Gunnar Marel fæddist í Vestmanneyjum 1954. Skipasmiður var hann orðinn einungis 25 ára gamall. Hann hefur skipstjóraréttindi og hefur mikla reynslu af sjómennsku. Þegar hann fékk fréttir af fyrirhugaðri siglingu víkingaskipsins Gaia frá Noregi til Washington í Bandaríkjunum fékk hann áhuga á að taka þátt í siglingunni. Hann sigldi síðan með Gaia frá því í maí og þangað til í október 1991. Seinna tók hann þátt í öðrum leiðangri Gaia frá Washington til Rio de Janeiro þar sem Umhverfisráðstefnan var haldin og opnuð við komu skipsins þangað.
Gunnar Marel byrjaði á smíði Íslendings í september 1994 og lauk verkinu 16. maí 1996. Íslendingur er byggður á málum Gaustaðaskipsins.

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

Gunnar Marel Eggertsson var með fyrirlestur um víkingasiglingar, smíði víkingaskipa og siglingar þeirra fyrir Atlandshafið í Víkinni í Keflavík þann 23. nóv. s.l. Hjá honum kom m.a. fram að víkingaskipin væru týndur hlekkur í sögunni.  Þekkingin á smíði þeirra og sjóhæfni hefði glatast, en mikið af henni hefði opinberast að nýju eftir fund víkingaskipanna í Noregi og Danmörku. Skip hans, Íslendingur, væri eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Sú tegund skipa hafi verið vinsæl frá 700-1200 (víkingatímabilið) og jafnvel lengur, en svo virðist sem afturhvarf hafi verið í byggingu þeirra eftir það. Eiginleikar skipsins (Íslendings) eru þeir bestu sem þekkist í skipum í dag.

Knörr

Knörrinn Skuldelev I er stærsta skipið á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu. Það er yfir 16m langt og um 5m breitt með yfir 20 tonna lestarrými.

Knerrir munu mest hafa verið notaðir í siglingum til Íslands því þeir gátu borið mikið magn og mikinn þunga. Norsk heimild kveði á um að 400 menn hafi farið með slíku skipi til Íslands í einni siglingu. Gunnar telur það vel hafa getað staðist. Langskipin gátu verið allt upp í 50 metra löng. Íslendingur er um 23 m langur, litlu styttra en Gaukstaðaskipið. Ástæðan var sú að ekki var til lengra tré í kjölinn. Lengd trjáa í kjöl hefur eflaust ráðið lengd og stærð skipanna á hverjum stað. Tréð í kjöl Íslendings kom frá Svíðþjóð. Það vó þá um 5 tonn. Efnið í kjölinn kostaði 2.5 millj. kr.
Um 700 var fyrst settur kjölur í skip. Það gerðu Norðmenn. Aukin kjöllengd þýðir aukinn hraði. Þá komust þeir yfir höfin og pirruðu m.a. Englendinga. Um 850 urðu skipin líkt og Íslendingur og þannig var það út víkingatímann. Kjölurinn er þykkastur um miðjuna og í rauninni mjög hugvitsamlega hannaður. Hann var og þykkastur neðst, en mjókkaði upp. Þetta var t.d. gert til að koma í veg fyrir hliðarskrið.

Landnám

Farkostur landnámsmanna.

Hægt var að róa skipunum á 5-7 mílna hraða, en þeim var aldrei róið og siglt með seglum samtímis. Gaukstaðaskipið hefur verið þannig hannað að stefnið “safnaði loftbólum undir sig”. Þannig lyftist skipið í siglingu og viðnámið varð minna. Knerrir voru einnig byggðir með það fyrir augum að safna loftbólunum undir byrðinginn til að lyfta þeim upp og draga úr viðnámi þeirra stóru skipa. Það var gert með því að hafa botninn V-laga að hluta beggja vegna. Víkingaskip veltur ekki vegna byggingarlags þess. Byrðingurinn er misþykkur, þykkastur um miðjuna (32 mm), þynnstur til endanna (16 mm). Skipið flýtur mest um miðjuna. Endarnir “hanga” svo að segja á miðbikinu.

Víkingaskip

Handverk við smíði víkingaskips.

Eik var notuð í víkingaskipin – höggvin snemma. Gaukstaðaskipið og Ásubergsskipið eru t.d. úr eik og Íslendingur að hluta til, en eftir að ekki var nægilega mikið til af stórri eik munu skipin hafa vera smíðuð úr furu.
Mastur Íslendings er 18 metrar. Seglið er úr bómull og vegur um 500-600 kíló, um 130 m2. Erfiðast við seglið er að draga það upp með handaflinu og síðan að strekkja böndin. Það er venjulega gert með því að strekkja það bandið sem er hlémegin hverju sinni. Hampur var í böndum skipanna. Í dag fæst hann einungis á einum stað í litlu þorpi í Danmörku.
Gunnar sagði að ekki lægju fyrir áreiðanlegar upplýsingar um efni seglanna. Hann hefði heyrt af því að seglbútur hefði fundist upp á lofti í gömlu húsi og var álitið að hann hefði verið úr segli víkingaskips. Þessum bút var hent eftir því sem hann komst næst.
Í málum Gaukstaðaskipsins er mikið talað um töluna 16; í tengslum við rými, ræðara og árar hvoru megin og fjölda mann um borð. Einnig voru 16 borð í byrðingi o.s.frv.

Víkingaskip

Handverk við smíði víkingaskipa.

Lengsta langskip, sem endurgert hefur verið á Norðurlöndum er 34 metra langt. Um 70 manns voru í áhöfn meðalstórs langskips (2×32, skipsstjóri, stýrimenn og hálmsmenn). Sjálfur hefur hann siglt með 90 manns um borð á Ísl. Fjórir til fimm vanir menn geta þó stjórnað skipinu á siglingu í sæmilegu veðri. Í verri veðrum þarf fleiri, jafnvel tvær vaktir samtímis.
Gunnar taldi að fram til 930 hafi um 20.000 manns verið flutt með skipunum til Íslands. Þá voru hér um 30.000 manns. Þetta hafi verið miklir flutningar á erfiðri siglingaleið. Skipin voru 4-5 daga í siglingu milli Noregs og Íslands, ef ekki var komið við í Færeyjum. Þau fóru 12-15 mílur á klst., á sama hraða og vindurinn. Logn var því um borð.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Hafurtask áhafnameðlima hefur viktað 8-10 tonn. Einn kistill (32) voru fyrir hverja tvo róðramenn. Sátu þeir á þessum kistlum sínum þegar róið var. Íslendingur ber um 30 tonn. Skipið sjálft vegur um 8 tonn, sem er um meðal víkingaskip.
Skyldir, sem hver og einn áhafnameðlimur kom með, voru bundnir með ákveðnu lagi á skipið, 32 á hvora hlið.
Ballest var úr fjörugrjóti og blýi, ca. 8 tonn. Mannskapurinn var einnig að hluta til ballestin.
Áhöfnin vildi helst taka land í sandfjöru, láta flatreka. Hún gat þá gengið nær þurrum fótum í land. Húfurinn (borð nr. 10) tók á móti og þunginn hvíldi á honum, þykkasta borðinu. Með því var skipið hallalaust að kalla. Orðatiltækið “mikið í húfi” komið þaðan.

Gunnar Marel Eggertsson

Gunnar Marel Eggertsson.

Annað orðatiltæki: “fer mikið í súginn”, er komið frá súgnum, verkfæri, sem notaður var til að koma hinum 5000 járnnöglum í skipið. Allt járn var dýrmætt á þeim tíma.
Yfirleitt voru 4-5 skip í smíðum í einu til forna. Tréð nýttist vel, ekki þurfti mörg tré í eitt skip því 16 borð voru hvoru megin og þau heil yfir. Yfirleitt var veturinn notaður til skipasmíðanna.
Skipin voru mjög tæknilega smíðuð, sem fyrr segir, og mjög góð sjóskip. Miklu meiri kunnátta lá að baki smíði þeirra, en við gerumokkur grein fyrir. Um 1200 virðist þessi mikla þekking hverfa og nær ekki að þróast eftir það. Seinni tíma skip þróuðust út frá öðrum forsendum, s.s. skip Kólumbusar. Þau voru ekki ekki eins góð sjóskip og víkingaskipin, en gátu borið meira. Skip Kólumbusar var því nokkurs konar “koffort” miðað við víkingaskipin.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Halda mætti að erfitt hafi verið um eldun umborð, en svo var ekki. Sandur var í tveimur bilum og í þeim opinn eldur eða kol – nógur ferskur matur um borð.
Gunnar sagði að það hafi komið mönnum á óvart að sjá að víkingaskipin, sem grafin hafi verið upp hafi verið máluð að hluta. Þannig var Gaukstaðaskipið málað við efsta borð. Skipið var mikið skreytt með útskurði, einkum eftir endurlöngum borðum.
Fram kom hjá Gunnari Marel að skipin hefðu venjulega verið byggð til 10 ára. Íslendingur hefði t.a.m. látið mikið á sjá á einu ári. Reynslan sýndi að skipin væru fljóð að grotna niður að ákveðnum tíma liðnum. Hann benti á að bæði Ásubergs- og Gauksstaðaskipin væru nú mjög viðkvæm. Viðirnir hefðu einungis þunna skel er héldi þeim saman, en að innan væru þeir orðnir að dufti. Varla mætti hnerra í návist þeirra.

ÓSÁ tók saman.

Íslendingur

Íslendingur.

Víkingar

Í bókinni “Íslensk þjóðmenning” (1987) fjallar Haraldur Ólafsson um skip víkinganna. Þar segir hann að lengi vel hafi “menn tæpast neinar raunsannar hugmyndir um gerð þeirra skipa sem mjög víða er getið í fornum íslenskum heimildum. Þar er talað um knerri, langskip, skútur, ferjur o.s.frv., en gerð þessara skipa, stærð og burðarþol, var nokkurri þoku hulin. Það var ekki fyrr en með skipafundunum miklu í Noregi á ofanverðri 19. öld að sönn mynd fékkst af skipagerð norrænna manna. Þekking nútímanna á skipum víkingatímans jókst auk þess verulega á 7. áratug síðustu aldar er skipin í Hróarskeldufirði við Sjáland náðust upp.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Norsku fornleifafræðingarnir A.W. Brögger og Haakon Shetelig hafa lýst öllu því helsta sem vitað var um skip víkingatímans fram til 1950 og studdust þar við hin merku skip sem kennd eru við Gokstad, Oseberg og Tune (Brögger o.fl., 1950. Vikingeskibene. Crumlin-Pedesen, O., 1970. Skibstyper, Kult.hist. leks. XV.482-91). Bergristur og smábátar höfðu fram að þeim tíma gefið mönnum bestu hugmyndirnar um forna skipasmíði, ásamt íslensku fornritunum. Nefnd skip höfðu varðveist furðu vel.
Þessi þrjú skip voru öll um og yfir tuttugu metrar á lengd og 4-5 metrar á breidd miðskipa. Þau bera vitni mikilli tækni við skipasmíði og var bæði hægt að sigla þeim og róa. Þau eru vafalítið góðir fulltrúar skipasmíða af betri gerðinni í Noregi á víkingatíma.
Árið 1893 var nákvæm eftirlíking af Gokstad-skipinu smíðuð í Noregi og sigli yfir Atlantshafið til Ameríku. Það tók fjórar vikur að sigla frá Björgvin til Nýfundnalands. Skipið hreppti illviðri á leiðinni en stóð af sér all sjóa og reyndist hið öruggasta í öllum veðrum (Brögger o.fl., 1950. Vikingaskipene, 128-31).

Gauksstaðaskip

Gauksstaðaskipið.

Þekking mann á skipakosti víkingatímans jókst að miklum mun þegar könnuð voru skip sem sökkt hafði verið í Hróarskeldufirði í Danmörku einhvern tíma á árunum 1000-1050. Hróarskelda var þá mikilvægur verslunarstaður og vafalaust hefir skipunum verið sökkt til þess að loka siglingaleiðinni til bæjarins vegan yfirvofandi árásar ránsmanna. Sundið inn til staðarins er grunnt og þröngt og til að hindra að skip kæmust þangað var fimm skipum sökkt þar sem heitir Peberrenden við bæinn Skuldelev. Miklu grjóti var hlaðið í skipin og yfir þau og myndaðist þar neðansjávarhryggur sem fiskimenn á þessum slóðu þekktu vel.
Á árunum 1957-59 var farið að rannsaka þessar minjar og stóð danska Þjóðminjasafnið fyrir þeirri rannsókn. Það kom brátt í ljós að hér var um merkilegan fund að ræða. Þarna voru skip frá víkingatíma og hófst nú undirbúningur ítarlegrar rannsóknar. 1962 var stálþil reist í kringum skipin og sjó dælt úr þeirri kví sem þá myndaðist. Á fjórum mánuðum tókst að ná upp fimm skipum sem eftir uppgröftinn voru sett saman úr þúsundum trjábúta. Þau eru nú varðveitt í sérstöku safni í Hróarskeldu.

Knörr

Knörrinn Skuldelev I er stærsta skipið á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu. Það er yfir 16m langt og um 5m breitt með yfir 20 tonna lestarrými.

Skipin fimm eru hvert með sínu lagi. Þau gefa glögga mynd af farkosti Norðurlandabúa undir lok víkingatíma. Um er að ræða knörr, tvö langskip, kaupfar og ferju.
Knörrinn er hinn eini sinnar gerðar sem fundist hefur (mynd). Þetta er sterkbyggt skip og hefir verið notað til úthafssiglinga. Á þess konar skipum hefir verið farið um Atlantshafið allt til Íslands og Grænlands og til Ameríku. Skipið er gert úr furu, eik og linditré, sennilega smíða í Noregi sunnanverðum. Í stefnu og skut hefir verið lágt þilfar en um miðbik skipsins var varningi komið fyrir. Hvergi virðist gert ráð fyir skýli fyrir fólk. Á skipinu var rásegl. Lengd Knarrarins er 16.5 m, breidd miðskips er 4.5 m og hæð frá kili að borðstokk 1.9 m. Knörrinn er það skip sem líklegast er að notað hafi verið til Íslandssiglinga. Hann er kaupskip og futningaskip.

Ásubergsskip

Ásubergsskipið – langskip.

Langskip voru notuð til hernaðar og ólíklegt að á þeim hafi verið farið til Íslands þótt ekki sé það útilokað. Séu knörr og langskip borin saman er augljóst að knörrinn er að skip sem bar langtum meira og hefir þar að auki farið betur í sjó. Sum þeirra skipa, sem notuð voru til Íslandssiglinga, hafa ef til vill verið allmiklu minni en venjulegir knerrir.
Eins og segir hér að framan var knörrinn farmskip og kemur það heim og saman við það sem þóttust um hann vita af rituðumheimildum. Um það segir Lúðvík Kristjánsson:
“Fræðimenn hafa almennt ályktað af þeim fróðleiksmolum, sem ísl.

Gauksstaðaskip

Gauksstaðaskipið – uppgröftur.

Fornrit varðveita í máli og myndum um knörrinn, að hann hafi verið stuttur að tiltölu við lengdina, a.m.k. í smanburði við langskipin, allborðhár miðskipa, en þó reistur í stafni, einsigldur með þversegli. Farmrýmið var miðskipa og þar stóð siglan, en hana mátti fella, ef þurfa þótti. Fyrir framan og aftan farmrúmið voru róðrarúm, en þau tengdu gangpallar, er voru meðfram síðum beggja vegna, utan við búlkann. Knörrinn var farmskip, og við það var gerð hans miðuð. Hann var sjóborg í samanburði við langskipið, en þungur í vöfum og þess vegna ekki til að fleyta honum langar leiðir á árum.”
Sé aftur vikið að skipunum frá Skuldelev þá fundust þar, auk knarrarins, tvö langskip. Langskipin voru löng og lág. Hið minna er 18 m á lengd, breiddin er 2.6 m og hæðin miðskips 1.1. m. Það er úr aski og gátu 24 menn setið undir árum. Einnig var á því siglutré. Stærra skipið er úr eik og hafa 40-50 manns getað verið undir árum á því. Lengd þess er 28 m. Erfitt er að meta breiddina þar sem það er verr farið en hin skipin. Með rúmlega fjóra tugi manna undir árum hefir það náð mikilli ferð.
Um það hefir verið deilt hvort norsku skipin, sem kennd eru við Tune, Gokstad og Oseberg, hafi verið ætluð til úthafssiglinga. Tilraunin með Gokstadskipið sýnir að það var vel haffært og gat borið rúmelga 30 tonn. Hins vegar er líklegt, að Tuneskipið og Osebergsskipið hafi einkkum verið ætluð til siglinga innan skerja eða á styttri leiðum milli landa.

Víkingaskip

Víkingaskipasteinn.

Skipin, sem kennd eru við Skuldelev, sýna betur en önnur skip, sem fundist hafa og eru frá víkingatíma, hvernig háttað var skipasmíðum á Norðurlöndum áúthallandi víkingatíma. Knörrinn er sá eini, sem fundist hefur svo óyggjandi sé. Í Björgvin hafa fundist viðir úr skipi, sem talið er að hafa verið knörr. Þar er þó um svo litlar leifar að ræða að illmögulegt er að gera sér ljósa grein fyrir því skipi, en það hefir verið af svipaðri stærð og knörrinn úr Hróarskeldufirði.”
Víkingar smíðuðu einkum tvær gerðir skipa, langskip og knerri. Langskip voru helst noturð til siglinga með ströndum fram og til eyja. Þau ristu grunnt, voru bæði létt og hraðskreið.
Langferða- og flutningaskip sem sigldu á milli landa voru knerrir. Þeir voru þungir í vöfum og djúpsigldir breiðir og borðháir. Knerrir fóru því vel í sjó. Í botni skipsins var svefnstaður manna og þar var farangri og varningi komið fyrir.

Víkingaskip

Steinrissa af víkingaskipi, sem fannst við fornleifauppgröftinn að Stöð í síðasta mánuði, hefur líklegast verið verndargripur fyrir erfiða ferð yfir hafið. Danskir sérfræðingar hafa að undanförnu grandskoðað steininn. Þeir efast ekki um að teikningin sé af skipi en þykir hún óvenjuleg.

Um 800 smíðuðu víkingar sér stærri og fleiri skip en áður höfðu þekkst, og þá óx þekking í landafræði og siglingarlist. Í seinni tíma umfjöllun um víkingaskipin segir m.a. að nú til dags eru víkingaskip taldin “ófullkomnir farkostir, yfirtjölduð með einni stórsiglu miðskips, einu ránsegli og stýrisár.

Sigling á þessum skipum gekk ærið misjafnlega og til vöruflutninga á langleiðum um úthaf voru þau lítt hæf, því að erfitt var að stýra þeim til ákveðinnar hafnar. Reynsla síðustu ára hefur hins vegar sýnt að skipin voru hin bestu sjóskip og segja má að þau hafi grundvallast á þeirri siglingartækni er best þykir í skipasmíðum nútímans.

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

Nútímamenn hafa nokkrum sinnum smíðað eftirlíkingar af skipum víkinga.“
Víkingaskip (knörr og langskip) eru ein þeirra „verkfæra“, sem landnámsmenn notuðu, m.a. til að komast til eyjarinnar. Margir komu með það að markmiði að setjast að í nýju landi. Sumir voru samskipa með öðrum eða hafa haft fleiri en eitt skip. Telja má sennilegt að allt það sem þeir komu með hafi síðan verið notað, einnig skipin.

Víkingaskip entust í u.þ.b. 10 ár og jafnvel lengur. Þá hafa þau eflaust verið notuð í annað, t.d. klæðningar, húsagerð, áhaldagerð o.fl. Skipin voru flest úr eik, en einnig öðrum viðartegundum. Veikasti hlekkurinn í þeim voru böndin, sem byrðingurinn var bundinn með. Þau voru úr hampi og fúnuðu. Ekki var hægt að binda skip upp að nýju nema rífa það frá grunni. Það var líka erfitt því í einu skipi voru þúsundir járnhnoðnagla. Járnið var dýrmætt og notað aftur þegar það gafst.

-Úr Íslensk þjóðmenning – Upphaf Íslandsbyggðar – Haraldur Ólafsson, riststj. Frosti F. Jóhannsson – Reykjavík 1987, bls. 81-89.

Afstapahraun

Víkingaskip í Afstapahrauni.

Íslendingur

Bátakuml
Bátakuml hafa fundist hér á landi. Brimnes var bær á Upsaströnd. Lönd hans, Upsa, Hrísa og Böggvisstaða liggja nú undir Dalvíkurkaupstað. Svarfdælasaga segir frá vígi Karls hins rauða og fleiri við Brimnesá og að hann hafi verið lagður í haug með skipi. Norðan Brimnesár fannst merkur kumlateigur. Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu hann árið 1909 og fundu 13 grafir, þar af eitt bátkuml. Síðan hefur bæst í safnið, s.s. bátkuml u.þ.b. 300 m frá kumlateignum, og ýmsir munir komið í ljós.

Gaukstaðaskipið

Gaukstaðaskipið.

Talið er að hið forna Hyltinganaust hafi verið við Brimesá. Ekki er þó, enn að a.m.k., vitað um bátakuml á Reykjanesskaga.
Vorið 1964 fundust mannabein á sjávarbökkum rétt innan við Vatnsdalsá í Patreksfirði. Við athugun kom í ljós bátkuml með leifum úr sex metra löngum báti og beinum úr sjö einstaklingum á aldrinum 15-45 ára, þremur konum og fjórum körlum. Ýmsir munir fundust í kumlinu, s.s. sörvistölur, atmbaugar og hringur.
Í greini sinni í Árbók hins íslenska fornleifafélags (1966) lýsir Þór Magnússon bátakumli í Vatnsdal. Um var að ræða bát frá víkingaöld. “Báturinn veitir okkur ekki miklar nýjar heimildir um farkosti víkingaaldar. Hann er skiljanlega lítt sambærilegur við hin stóru grafskip þess tíma, sem grafin hafa verið úr jörðu í Noregi og víðar á Norðurlöndum. Norsku víkingaskipin, Ásubergsskipið og Gauksstaðaskipið, eru hvort um sig yfir 20 metra löng, og sama er að segja um Ladbyskipið í Danmörku. Skipin, sem nýlega fundust í Hróarskeldufirði, eru einnig af svipaðri stærð.
Til eru þó bátar frá víkingaöld, sem ætla má, að svipi til Vatnsdalsbátsins, en það eru bátarnir þrír, sem fundust í Gauksstaðaskipinu.
Stærsti báturinn úr Gaukstaðaskipinu er 9.75 m að lengd, 1.86 m breiður og 0.57 m djúpur. Næsti bátur hefur verið sem næst 8 m langur, en minnsti báturinn er 6.51 m langur, 1.38 m breiður og 0.49 m djúpur. Þeir eru því allir heldur stærri en ætla má, að báturinn í Vatnsdal hafi verið. Þessir bátar eru að mestu úr eik, borðin breið og þunn og hafa verið fimm í hvorum byrðingi í stærsta bátnum, en aðeins þrjú í hinum minnsta. Bönd eru mjög fá, sex í hinum stærsta, en aðeins þrjú í minnsta bátnum, og hafa þeir því verið veikbyggðir.

Ásubergsskipið

Ásubergsskipið.

Hins vegar eru böndin reyrð við byrðinginn eða negld með trésaum, svo að bátarnir hafa verið sveigjanlegri en ef þeir hefðu verið negldir með járnsaum.”
Reyndar segir bátkumlið í Vatnsdal okkur allnokkuð um bátasmíðina í ljósi aukinnar þekkingar í þeim efnum eftir að greinin var skrifuð. “Böndin voru reyrð við byrðingin” er ágætt dæmi um byggingu víkingaskipanna. Böndin á þeim voru einnig reyrð, en ekki negld við byrðinginn. Telja má líklegt að minni bátar hafi verið smíðaðir á svipaðan hátt og með svipuðum aðferðum og stærri skip víkingatímabilsins. Þess vegna er bátkumlið í Vatnsdal merkilegt, auk þess sem að það er dæmi um grafsiði þess tíma.
Í frétt í Morgunblaðinu 23. febrúar á þessu ári, baksíðu, segir að framundan sé að rannsaka landnámshöfn í tengslum við Hólarannsóknina. Í fréttinni segir m.a.: “Sefnt er á að fá erlenda fornleifafræðinga sem sérhæfa sig í að rannsaka mannvistarleifar á sjávarbotni til að kafa við Kolkuós sumarið 2005, en Kolkuós var landnámshöfn, ein af helstu höfnum landsins og hafnaraðstaða Hóla í Hjaltadal til einhvers tíma.
Þetta er hluti af tilraunum fornleifafræðinga til að fá heildarsýn á Hóla, þennan forna höfuðstað Norðurlands”, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur. Hún segir brýnt að rannsaka Kolkuós sem fyrst þar sem landbrot, og jafnvel landsig, ógni minjum frá þessari sögufrægu höfn. Mælingar á hafsbotni verða gerðar í samvinnu við Landhelgisgæsluna næsta sumar til að finna vænlegustu staðina fyrir kafarana að skoða.
„Við héldum að þetta væru meira og minna einhver ruslalög sem væru að fara út í sjó, en allar niðurstöður frá þessum þremur vikum sem við vorum þarna í sumar lofa svo miklu meiru. Þarna erum við að finna síðustu leifar af verslunarstað sem á sögu aftur að landnámi, það hafa engar landnámshafnir verið skoðaðar áður,“ segir Ragnheiður.”

Íslendingur

Íslendingur.

Víkingaskipið Íslendingur
Vestmannaeyingurinn Gunnar Marel Eggertsson, skipasmíðameistari, ákvað að smíða eftirlíkingu af Gaukstaðaskipinu, sem er á safni í Noregi. Hann byrjaði að byggja skipið í Héðinshúsinu í Reykjavík árið 1994. Skipið sem Gunnar smíðaði er 23,5 m á lengd og 5,5 m á breidd. Mastrið er 14,5 m. + toppurinn sem er 18 metrar. Seglið er 13o m2. Skipið tekur 25 farþega og 5 manns í áhöfn. Skipið hefur tvær Yammar vélar og getur gengið upp í 12 mílur.
Gunnar Marel er Vestmanneyingur (f:1954). Skipasmiður var hann orðinn einungis 25 ára gamall. Hann hefur skipstjóraréttindi og hefur mikla reynslu af sjómennsku. Þegar hann frétti af fyrirhugaðri siglingu víkingaskipsins Gaia frá Noregi til Washington í Bandaríkjunum fékk hann áhuga á að taka þátt í siglingunni. Hann sigldi síðan með Gaia frá því í maí og þangað til í október 1991. Seinna tók hann þátt í öðrum leiðangri Gaia frá Washington til Rio de Janeiro þar sem Umhverfisráðstefnan var haldin og opnuð við komu skipsins þangað.
Gunnar Marel byrjaði á smíði Íslendings í september 1994 og lauk verkinu 16. maí 1996. Skipið er því að verða 10 ára gamalt. Líkt og Gaia er Íslendingur byggður á málum Gaustaðaskipsins.
Gunnar Marel heldur því fram að víkingaskipin séu týndur hlekkur í sögunni. Þekkingin á smíði þeirra og sjóhæfni hafi glatast, en mikið af henni hafi síðan opinberast að nýju eftir fund víkingaskipanna í Noregi og Danmörku. Skip hans, Íslendingur, væri eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Sú tegund skipa hafi verið vinsæl frá 700-1200 (víkingatímabilið) og jafnvel lengur, en svo virðist sem afturhvarf hafi verið í byggingu þeirra eftir það. Eiginleikar skipsins (Íslendings) eru þeir bestu sem þekkist í skipum í dag.

Íslendingur

Íslendingur.

Knerrir munu mest hafa verið notaðir í siglingum til Íslands því þeir gátu borið mikið magn og mikinn þunga. Norsk heimild kveði á um að 400 menn hafi farið með slíku skipi til Íslands í einni siglingu. Gunnar telur það vel hafa getað staðist. Langskipin gátu verið allt upp í 50 metra löng. Íslendingur er um 23 m langur, litlu styttra en Gaukstaðaskipið. Ástæðan var sú að ekki var til lengra tré í kjölinn. Lengd trjáa í kjöl hefur eflaust ráðið lengd og stærð skipanna á hverjum stað. Tréð í kjöl Íslendings kom frá Svíðþjóð. Það vó þá um 5 tonn. Efnið í kjölinn kostaði 2.5 millj. kr.
Um 700 var fyrst settur kjölur í skip. Það gerðu Norðmenn. Aukin kjöllengd þýðir aukinn hraði. Þá komust þeir yfir höfin og pirruðu m.a. Englendinga. Um 850 urðu skipin líkt og Íslendingur og þannig var það út víkingatímann. Kjölurinn er þykkastur um miðjuna og í rauninni mjög hugvitsamlega hannaður. Hann var og þykkastur neðst, en mjókkaði upp. Þetta var t.d. gert til að koma í veg fyrir hliðarskrið.
Hægt var að róa skipunum á 5-7 mílna hraða, en þeim var aldrei róið og siglt með seglum samtímis. Gaukstaðaskipið hefur verið þannig hannað að stefnið “safnaði loftbólum undir sig”. Þannig lyftist skipið í siglingu og viðnámið varð minna. Knerrir voru einnig byggðir með það fyrir augum að safna loftbólunum undir byrðinginn til að lyfta þeim upp og draga úr viðnámi þeirra stóru skipa. Það var gert með því að hafa botninn V-laga að hluta beggja vegna. Víkingaskip veltur ekki vegna byggingarlags þess. Byrðingurinn er misþykkur, þykkastur um miðjuna (32 mm, þynnstur til endanna (16 mm). Skipið flýtur mest um miðjuna. Endarnir “hanga” svo að segja á miðbikinu.
Eik var notuð í víkingaskipin – höggvin snemma. Gaukstaðaskipið og Ásubergsskipið eru t.d. úr eik og Íslendingur að hluta til, en eftir að ekki var nægilega mikið til af stórri eik munu skipin hafa vera smíðuð úr furu. Yfirleitt voru 4-5 skip í smíðum í einu til forna. Tréð nýttist vel, ekki þurfti mörg tré í eitt skip því 16 borð voru hvoru megin og þau heil yfir. Veturinn var venjulega notaður til skipasmíðanna.
Skyldir, sem hver og einn áhafnameðlimur kom með, voru bundnir með ákveðnu lagi á skipið, 32 á hvora hlið. Ballest var úr fjörugrjóti og blýi, ca. 8 tonn. Mannskapurinn var einnig að hluta til ballestin.

Íslendingur

Íslendingur.

Mastur Íslendings er 18 metrar. Seglið er úr bómull og vegur um 500-600 kíló, um 130 m2. Erfiðast við seglið er að draga það upp með handaflinu og síðan að strekkja böndin. Það er venjulega gert með því að strekkja það bandið sem er hlémegin hverju sinni. Hampur var í böndum skipanna. Í dag fæst hann einungis á einum stað í litlu þorpi í Danmörku.
Gunnar sagði að ekki lægju fyrir áreiðanlegar upplýsingar um efni seglanna. Hann hefði heyrt af því að seglbútur hefði fundist upp á lofti í gömlu húsi og var álitið að hann hefði verið úr segli víkingaskips. Þessum bút var hent eftir því sem hann komst næst.
Í málum Gaukstaðaskipsins er mikið talað um töluna 16; í tengslum við rými, ræðara og árar hvoru megin og fjölda manna um borð. Einnig voru 16 borð í byrðingi o.s.frv.
Lengsta langskip, sem endurgert hefur verið á Norðurlöndum er 34 metra langt. Um 70 manns voru í áhöfn meðalstórs langskips (2×32, skipsstjóri, stýrimenn og hálmsmenn (halmsmen)). Sjálfur hefur hann siglt með 90 manns um borð á Íslendingi. Fjórir til fimm vanir menn geta þó stjórnað skipinu á siglingu í sæmilegu veðri. Í verri veðrum þarf fleiri, jafnvel tvær vaktir samtímis. Íslendingur ber um 30 tonn. Skipið sjálft vegur um 8 tonn, sem er um meðal víkingaskip.
Gunnar taldi að fram til 930 hafi um 20.000 manns verið flutt með skipunum til Íslands. Þá voru hér um 30.000 manns. Þetta hafi verið miklir flutningar á erfiðri siglingaleið. Skipin voru 4-5 daga í siglingu milli Noregs og Íslands, ef ekki var komið við í Færeyjum. Þau fóru 12-15 mílur á klst., á sama hraða og vindurinn. Logn var því um borð.
Hafurtask áhafnameðlima hefur viktað 8-10 tonn. Einn kistill (32) voru fyrir hverja tvo róðramenn. Sátu þeir á þessum kistlum sínum þegar róið var. Halda mætti að erfitt hafi verið um eldun um borð, en svo var ekki. Sandur var í tveimur bilum og í þeim opinn eldur eða kol – nógur ferskur matur til staðar.
Áhöfnin vildi helst taka land í sandfjöru, láta flatreka. Hún gat þá gengið nær þurrum fótum í land. Húfurinn (borð nr. 10) tók á móti og þunginn hvíldi á honum, þykkasta borðinu. Með því var skipið hallalaust að kalla. Orðatiltækið “mikið í húfi” væri komið þaðan.
Annað orðatiltæki: “of mikið í súginn”, er komið frá súgnum, verkfæri, sem notað var til að koma skinnum á hina 5000 járnnagla í skipinu. Allt járn var dýrmætt á þeim tíma. Ef naglinn var langur og skinnan gekk of langt inn á hann “fór of mikið járn í súginn”. Þá hefur járnsmiðurinn eflaust fengið orð í eyra.

Íslendingur

Íslendingur.

Skipin voru mjög tæknilega smíðuð, sem fyrr segir, og mjög góð sjóskip. Miklu meiri kunnátta lá að baki smíði þeirra, en við gerum okkur grein fyrir. Um 1200 virðist þessi mikla þekking hverfa og nær ekki að þróast eftir það. Seinni tíma skip þróuðust út frá öðrum forsendum, sbr. skipi Kólumbusar. Þau voru ekki ekki eins góð sjóskip og víkingaskipin, en gátu borið meira. Skip Kólumbusar var því nokkurs konar “koffort” miðað við víkingaskipin.
Gunnar sagði að það hafi komið mönnum á óvart að sjá að víkingaskipin, sem grafin hafi verið upp hafi verið máluð að hluta. Þannig var Gaukstaðaskipið málað við efsta borð. Skipið var mikið skreytt, aðallega með línulegum útskurði á borðum.
Fram kom hjá Gunnari Marel að skipin hefðu venjulega verið byggð til 10 ára. Íslendingur hefði t.a.m. látið mikið á sjá á stuttum tíma, meira en á árunum á undan. Reynslan sýndi að skipin væru fljóð að grotna niður að ákveðnum tíma liðnum. Hann benti á að bæði Ásubergs- og Gauksstaðaskipin væru nú mjög viðkvæm. Viðirnir hefðu einungis þunna skel er héldi þeim saman, en að innan væru þeir orðnir að dufti. Varla mætti hnerra í návist þeirra.
Víkingaskip entust í u.þ.b. 10 ár og jafnvel lengur. Þá hafa þau eflaust verið notuð í annað, t.d. klæðningar, húsagerð, áhaldagerð o.fl. Skipin voru flest úr eik, en einnig öðrum viðartegundum. Veikasti hlekkurinn í þeim voru böndin, sem byrðingurinn var bundinn með. Þau voru úr hampi og fúnuðu. Ekki var hægt að binda skip upp að nýju nema rífa það frá grunni. Það var líka erfitt því í einu skipi voru þúsundir járnhnoðnagla. Járnið var dýrmætt og notað aftur þegar það gafst.
Landnámsmenn hafa með skjótum hætti þurft gott skjól við komuna hingað til lands. Er hugsanlegt að landnámsmenn hafi miðað fyrstu húsagerð sína, þ.e. fyrsta tímabundna íveruhúsið, við skipið? Þeir hafi hlaðið veggi, ca. 120 cm háa með svipuðu lagi og breidd og skipið ofanvert og hvolft því síðan yfir? Þannig gætu þeir hafa fengið gott þak yfir höfuðið, bæði fljótt og vel.

Íslendingur

Íslendingur.

Skipið (þakið) hafi verið hægt að taka aftur og sigla því ef einhverjum hefði snúist hugur eða á hefur þurft að halda.
Um 70 menn voru í áhöfn langskipanna, færri á knörrum. Fjórir til fimm vanir menn gátu siglt þeim. Þyngd skipanna var um 5000 til 8000 kg (fór eftir stærð – mastur og segl, sem var laust er frátalið). Það hefur því þurft um 50 – 70 menn til að bera, lyfta eða velta einu skipi. Skipin voru ca. 23-25 metrar á lengd og ca. 3 – 5 metrar á breidd.
Giuseppe Maiorano hefur ritað um mögulega notkun skipanna sem þök í ‘Viking age ships as roofing structures in ship-shaped houses and their contribution to the origin of the Gothic Architecture.’Current issues in Nordic Archaeology, Reykjavík 2004, s. 79-84). En menn eru nú yfirleitt ekki trúaðir á þessa hugmynd – aðallega af því að þeir hafa aldrei fundið neinar sannfærandi leifar sem gætu bent til þessarar þakgerðar en líka af því að menn telja yfirleitt að skipin hafi verið notuð lengur en gefið er til kynna og verið miklu verðmætari en svo að það borgaði sig að nota þau fyrir þök. “Vel smíðað tréþak er margfalt einfaldari og ódýrari smíð en skip” (Orri Vésteinsson).
Er hins vegar er ekki með öllu útilokað, miðað við lögun, lengd og breidd landnámshúsa, að þannig hafi verið málum háttað í einhverjum tilvikum? Litlar líkur eru þó á að tóftir slíkra húsa finnist nú því bæði hafa þær þá staðið mjög nálægt ströndinni og auk þess verður að telja líklegt að sjórinn hafi nú þegar brotið þær undir sig eða byggingarefnið notað í annað.
Einstakir hlutar skips, s.s. mastrið, gætu hafa verið notað í hluti, t.d. stoðir og hluti þess hafa verið útskorið sem goðalíkneski eða gerðir úr því setbekkir við langeldinn. Kjölurinn var mikið tré og því ekki ólíklegt að hann hafi verið notaður í mæni eða annað burðarvirki.
Áhöfnin hefur áreiðanlega tekið kistla sína með sér og átt þá áfram. Ekki er vitað til þess að slíkur kistill hafi varðveist hér á landi, enda efnið forgengilegt.
Seglin voru stór og mikið efni í þeim. Ekki er ólíklegt að ætla að úr þeim hafi verið búið til nytjahlutir eða þau t.d. notuð til að klæða veggi híbýlanna.
Framangreint eru að mestu tilgátur því fátt af því hefur kvorki verið sannreynt við fornleifauppgrefti eða þess getið í rituðum heimildum. Hins vegar er ekki óraunhæft að ætla að hinn mikli efniviður hafi verið notaður að einhverju leyti eftir að upprunalegu hlutverki hans lauk. Dæmi um slíka endurnýtingu muna og gripa eru allnokkur, sbr. kléberg, járn og tré.

Íslendingur

Íslendingur.

Víkingaskipunum var siglt víða um höf, ár og vötn. Vitað er að skipin voru notuð í a.m.k. tvennum tilgangi eftir að líftíma þeirra lauk. Annars vegar eru dæmi um að skipin hafi verið grafin með eiganda sínum að honum látnum ásamt öðrum gripum, sbr. frásagnir í Landnámu [Ásmundur var heygður í Ásmundarleiði og lagður í skip og þræll hans hjá honum] og [Geirmundur heljarskinn andaðist á Geirmundarstöðum, og er hann lagður í skip þar út í skóginum frá garði] og hins vegar munu vera til sagnir um að látnir víkingar hafi verið brenndir í skipum sínum þótt slíkt virðist ekki hafa verið tíðkað hér á landi svo vitað sé.”Víkingaöldin var einhver mesti upplausnar- og endursköpunartími sem norrænar þjóðir hafa lifað. Hún hlýtur að hafa losað um margar fornar venjur og gefið einstaklingnum meira frelsi til að velja og hafna en kreddufesta kyrrstæðra heimabyggða getur gert.”

Ótrúlega lítið hefur verið skrifað um víkingaskipin. Víkingaskipin voru með stærstu „gripum“, sem landnámsmenn, notuðu. Lítið virðist vera til af nákvæmu efni um þau sérstaklega, þangað til nýlega. Hula var yfir skipunum þangað til skipin fundust í Oseberg og Gogstad og síðan í Hróarskeldu. Síðan hafa menn mikið mælt og skoðað og komist að þeirri niðurstöðu að víkingaskipin hafi verið bæði gagnleg og góð sjóskip. Þeim hafi verið hægt að sigla langar leiðir í misjöfnum veðrum. Langskip hafi verið notuð í strandsiglingum og siglingum um ár og fljót, en knerrir á lengri leiðum þar sem flytja hefur þurft meira magn. Ekki er vitað til þess að sambærilegt skip hafi fundist hér á landi, en ljóst er að hundruðir slíkra skipa komu hingað og mörg þeirra „urðu til“ hér. Talið er að um 20.000 manns hafi verið t.d. fluttur með skipunum hingað fram til 930, auk húsdýra og aðfanga.
Skipin hafa eflaust verið notuð hér til annars en siglinga eftir að hlutverki þeirra lauk. Í þeim var mikill unninn viður og sumir stórir (mastur og kjölur). Í einu skipi voru t.d. um 5000 járnhnoðsnaglar, sem hafa verið endurnýttir. Skipin voru úr eik, svo hún hefur enst eitthvað eftir úreldingu skipanna (entust í u. þ.b. 10 ár (sumir telja þó að þau hafi enst lengur) , en þá fúnaði hampbindingin, sem byrðingurinn var bundinn með við tréböndin. Ekki er útilokað að einhverjar leifar þessa eigi einhvern tímann eftir að sjá aftur dagsins ljós í uppgrefti hér á landi. Annars voru skipin þung, ca. 5-8 tonn, svo ekki hefur verið farið langt með þau á landi í heilu lagi.

Íslendingur

Íslendingur.

Skipagrafir hafa ekki fundist hér á landi, en bátakuml hafa fundist. Þau gefa óljósa mynd af byggingu, gerð og notkun skipanna, en þó einhverja. Þau gefa a.m.k. til kynna grafarsiði frá víkingatímabilinu.
Víkingaskipunum sem gripum, smíði þeirra, gerð og notkun, hefur ekki verið mikill gaumur gefinn, a.m.k. ekki hér á landi. Ástæðan er kannski helst sú að menn hafa ekki átt von á því að finna leifar slíkra skipa eða hluta þeirra hér eftir svo langan tíma frá “hvarfi” þeirra. Hér er þó bæði um forvitnilegt og áhugavert efni að ræða, ekki síst í forleifafræðilegu tilliti. Mikilvægt að hafa tilvist víkingaskipanna í huga við einstaka uppgrefti. Þá er og ekki með öllu útilokað að skipaleifar kunni að finnast í vatni, mýri eða í sjó hér við land, sbr. Kolkuós.
Ekki var hjá því komist að tvinna saman sagnfræði- og fornleifafræðiupplýsingar við gerð ritgerðarinnar, enda engin ástæða til skarpra skila þar á millum. Mestu máli skiptir að reyna að upplýsa sem mest um víkingaskipin sem “gripi”, uppruna, smíði þeirra, gerð og notkun þannig að sem heilstæðust mynd fáist af viðfangsefninu. Fornleifafræðin hefur áorkað miklu í því sambandi og á eflaust eftir að grafa upp enn meiri vitneskju um þau í framtíðinni.

Nú er víkingaskipið Íslendingur til sýnis við Stekkjarkot í Njarðvík. Gunnar Marel er þar ávallt nærtækur og reiðubúinn að fræða áhugasamt fólk um smíði og sjóhæfni skipsins.

ÓSÁ tók saman.

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

Astapahraun

I. Inngangur
Árið 1978 voru 26 skipafundir frá víkingaaldartímabilinu 800-1200 þekktir í Noregi, Svíþjóð, N-RústirÞýskalandi og Danmörku. Fjallað verður um skipafundi víkingaaldar á tímabilinu 800 (750) – 1050 á Norðurlöndum út frá rituðum heimildum og helstu fornleifum, sem fundist hafa. Athyglinni verður beint að Ásubergsskipinu og Gaukstaðaskipinu vegna aldurs þeirra, nýtingu, fundarstað og gripum, sem í þeim voru með hliðsjón af skreyti og samfélagsmynd víkingaaldar. Myndsteinar gefa vísbendingu um aldur og notkun skipanna. Einnig verður getið um íslenskar fornleifar og þekkingu, sem aflað hefur verið hér á landi um víkingaskip. Byggt er á reynslu skipasmiðs, sem hvað mesta reynslu hefur af efninu hér á landi.
Reynt verður að svara spurningunum:

1. Á hvaða tíma voru víkingaskipin og til hvers voru þau notuð?
2. Var um fleiri en eina tegund skipa að ræða?
3. Hver er þekking Íslendinga á víkingaskipum?

II. Á hvaða tíma voru víkingaskipin og til hvers voru þau notuð?
ArdreÝmis gögn staðfesta tilvist víkingaskipanna og staðsetja þau í tíma. Samkvæmt frásögnum af víkingaferðum í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum virðast þær hafa verið eins konar blanda af verslunar- og ránsferðum. Fyrsta víkingaskipaferðin er talin hafa verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið Lindisfarne.  Stílfærðar myndir í íslenskum handritum sýna lag skipanna.
Víkingar frá Danmörku og Noregi réðust reglulega á England, Frísland og Niðurlönd á fyrri hluta 9. aldar. Víst er að víkingar frá Danmörku og Noregi settust að bæði á Írlandi (í Dyflinni), Norður-Englandi (í Jórvík) og á austurströnd Englands (Danalög).
Í upphafi 10. aldar dró úr víkingaferðum. Seinasti víkingakonungurinn, Eiríkur Haraldsson konungur í Jórvík, féll árið 954. Á Írlandi hélst ríki víkinga í Dyflinni hins vegar fram til um 1170.
Danskir og norskir kóngar herjuðu á England á árunum 991-1085. Vitað er að norrænir menn fóru einnig í ránsferðir í austurveg, allt til Rússlands þar sem fundist hafa grafreitir og aðrar minjar um norræna menn. Skipin voru forsendur slíkra leiðangra.
Vik-skipÍ Landnámu er getið um uppruna og notkun víkingaskipa, sem fluttu fólk, fénað og aðföng til Íslands á 9. og 10. öld. Víkingaskipin virðast skv. heimildinni flest hafa verið smíðuð í Noregi og nágrenni. Í Landnámu er því t.d. lýst að [Arnkell keypti þeim skip í Dögurðarnesi og fylgdi þeim út um eyjar] og að [Þórður hafði þá tvo vetur og tuttugu, er hann keypti skip í Knarrarsundi].
Í Landnámu (Sturlubók)  er fjallað um framangreind skip og þau nefnd orðum, sem notuð hafa verið fram til þessa dags. [Þá bjuggu þeir Grímur og Kveld-Úlfur kaupskip og ætluðu til Íslands… Þeir lágu til hafs í Sólundum. Þar tóku þeir knörr þann, er Haraldur konungur lét taka fyrir Þórólfi… Þeir bjuggu hvort-tveggja skipið til Íslands og þrjá tigu manna á hvoru…], [Auður var þá á Katanesi… Hún lét þá gera knörr í skógi á laun, en er hann var búinn, hélt hún út í Orkneyjar] og [þeirra son var Þórir farmaður. Hann lét gera knörr í Sogni].

Vskip-2

Langskip er nefnt á einum stað þar sem segir að [þá er Ásgrímur varð heill, gaf Eiríkur honum langskip…].
Ekki er fjallað um smíði og stærð skipanna, einungis heiti og notkun. Ástæðan er sennilega sú að þau hafi þá er sagan er rituð á fyrri hluta 12. aldar (sennilega um 1130), verið svo almennur þáttur í daglegu lífi að ekki hafi tekið því að lýsa þeim sérstaklega.
Hingað til lands kom fjöldi skipa og héðan fóru einnig mörg skipanna. Sum fórust sbr. eftirfarandi frásögn í Landnámu: [Svo segja fróðir menn, að það sumar fóru hálfur þriðji tugur skipa til Grænlands úr Breiðafirði og Borgarfirði, en fjórtán komust út; sum rak aftur, en sum týndust. Það var fimmtán vetrum fyrr en kristni var í lög tekin á Íslandi].
Skildir munu hafa verið á skipunum sbr. eftirfarandi frásögn úr Landnámu: [Hella-Björn son Herfinns og Höllu var víkingur mikill… Hann fór til Íslands og kom í Bjarnarfjörð með alskjölduðu skipi; síðan var hann Skjalda-Björn kallaður].

Kort

Víkingaskip (langskip) voru notuð í hernaði, einkum vegna þess hve grunnskreið þau voru, og með þeim (knörrum) fóru fram miklir þjóðflutningar á einni erfiðustu siglingarleið er um getur. Skipin þurftu því bæði að vera meðfærileg og geta flutt mikið í hverri ferð.
Skipunum fylgdu minni bátar sbr. frásögnina af Garðari Svavarssyni í Landnámu (Sturlubók): [Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt.]
Í Gotlandi og víðar hafa varðveist myndsteinar (rúnasteinar) frá tímabilinu 700-800. Sumir þeirra sýna myndir af skipum, sbr. meðfylgjandi mynd af Ardre-steininum. Myndirnar fléttast gjarnan sagnakenndu ívafi.  

III. Mismunandi gerðir skipa
ÁsubskipÁsubergsskipið var grafið út úr stórum haug í Vestfold árið 1904. Haugurinn var 40 m í þvermál og hefur upphaflega verið um 6 1/2 m á hæð. Hann stóð á sléttu, 4 km frá sjó, en á víkingaöld hefur verið skemmra að flæðamáli því að þá gekk sjór hærra.
Skipskumlið er 21.58 m langt (70½ fet) og 5.1 m á breidd (16.7 fet). Dýpt niður á kjöl var aðeins 1.58 m (5.2 fet). Skipið hafði verið notað sem gröf fyrir mektarkonu. Næst henni lágu leifar annarrar konu, hugsanlega þjónn, ásamt dýrmæt-ustu eigum hennar. Báðar höfðu þær verið lagðar í rúm í grafhýsi á þiljum. Í rúmunum hafa verið sængur, koddar og ábreiður. Talið er að eldri konan hafi verið Ása, dóttir Haraldar hins granrauða, konungs á Ögðum.
Gaukstaðaskipið er skilgreint sem langskip frá víkingaöld.  Í skipinu fundust m. a. 4 sleðar og 1 vagn, Vagn7 hestar og nokkrir uxar, kjölturakki og páfugl. Ennfremur var þar allskonar húsbúnaður. Vistir hafa, einnig verið þar og fannst tunna, sem vatn hafði verið geymt í. Haugurinn var rændur í fornöld. Þess vegnai fundust ekki í gröfinni skartgripir eða aðrir hluti af gulli og silfri.
Ásubergsfundurinn er þó ríkmannlegasta víkingagröf, sem nokkru sinni hefur verið grafin upp. Skipið og munirnir í kumlinu voru ekki í heilu lagi. Margir gripirnir voru komnir í smátt og má geta þess að sleði, sem fannst þar var í 1068 bútum.
Ásubergsskipið er allt úr eik. Það hefir verið fimmtánsessa (róið með fimmtán árum á borð), en auk þess hefir það haft segl og ætla menn að siglutréð hafi verið 13 m á hæð. Kjölurinn er viðamikill. Stefnin gnæfa hátt og hafa verið mjög útskorin og með gapandi höfuð.
FataAllt var skipið þéttað með ull. Það er mjög flatbotna og hefir því verið svo lágt á sjó, að talið er að það muni ekki hafa þolað úthafsöldur og því eingöngu verið ætlað til ferðalaga innan fjarða og innan skerja. Skipið hefur að öllum líkindum verið byggt á árabilinu 815-820, en það hefur verið orðið um 50 ára gamalt þegar það var sett í hauginn.
Munirnir veita miklar upplýsingar um háttu á höfðingjasetrum víkingaaldar. Má nefna margskonar búsmuni; handkvörn, suðupott úr járni, stórt trog, baksturstrog, marga bala, ýmiskonar trédiska og skálar, ausu, eldhússtól, tvær viðaraxir, eldhúshníf, lampa, vefstól, spjöld til spjaldvefnaðar. vífl o. m. fl. Þar fundust einnig kistur. En allra merkustu gripirnir eru taldir fjórhjóla vagn og 4 sleðar, allir útskornir. Þá fundust þar einnig útskornar súlur með drekahöfðum. Er útskurður á munum þeim, sem þarna fundust mjög misjafn, og þykir sýna að margir menn hafi komið þar að og sumir verið sannkallaðir listamenn í þeirri grein. Stýrin voru á sínum stað, aftarlega á stjórnborða.
Árarnar Uppgröftur-1voru tilbúnar á þiljum og þurfti ekki annað en bregða þeim í götin á árastokkunum, þar sem raufar voru sagaðar í brúnirnir, svo að blöðin kæmust í gegn um götin.
Sérstakur stíll í gripafræði er kenndur við Ásuberg. Ásubergsstíll er fyrsti eiginlegi víkingaskreytistíllinn á Norðurlöndum. Skrautið byggist upp á ýmiss konar dýrum og furðuskepnum, oft höfuðsmáum og með ólögulegan líkama. Oft togna útlimirnir í langa anga og vefjast dýrin þá hvert um annað og mynda mynsturheild eða net. Blómaskeið stílsins var fyrir árið 850. Stíllinn er náskyldur Borróstíl og eru þeir saman oft nefndir eldri víkingastíll.
Nútíma trjáhringagreining hefur staðfest að gröfin geti verið frá 834, sem er öllu heldur sá tími er trén voru höggvin til að gera grafklefann. Skipið og aðrir gripir sem fundust eru eitthvað eldri.

Gaukstaðaskipið-3

Gaukstaðaskipið var grafið upp úr stórum grafhaug í samnefndum bæ. Haugurinn var kallaður Konungshaugur. Hann stóð á grasbala, um 50 m í þvermál og um 5 m á hæð. Fylgdu honum þau munnmæli, að þar væri konungur heygður ásamt öllum gersemum. Grafið var í hauginn árið 1880. Í líkhúsi, timburklefa, á þiljum fannst beingrind af manni. Hann hafði verið lagður í rúm í skrautklæðum og með vopnum sínum.
Haugurinn hafði verið rændur í fornöld og voru öll verðmæti af silfri og gulli, sem gætu hafa verið þar, fjarri. Vopn, sem eru venjulega hluti af graffé norskra manna, var einnig saknað.
Skipið var 79 fet á lengd og 6.9 feta breitt. Það hefur verið smíðað í kringum 890. Skipið flokkast sem langskip og er lítið lengra en Ásubergsskipið. Gaukstaðaskipið var þó ekki eins ríkulega búið og Ásubergsskipið. Um borð fundust 3 aðrir minni bátar. Sá stærsti var 9.75 m á lengd. Þessi bátur hefur líklega verið fjarðar- eða fiskibátur, notaður við strandsvæðin. Stærri bátunum var róið með 6 árum (sexæringar). Minnsti báturinn var 6.60 m á lengd, líklega skipsbátur, notaður þegar skipið lá við akkeri eða til annarra nota í löngum sjóferðum. Honum var róið með 4 árum (fjóræringur).
Uppgröftur-2Hinn látni hafði með sér 3 öngla og tveggja hliða leikborð gert úr eik með leikmönnum úr horni, svipað og úr leik sem nú er nefndur mylla. Einnig voru um borð tjald, sleði og reiðbúnaður. Skeifur fundust einnig í gröfinni. Einn hlutur, þekktur sem „horseman roundel“ fannst einnig, en hann er skrautgripur úr bronsi og sýnir reiðmann. Leifar páfugls, konungslegs tákns, fundust í gröfinni, auk sex bikara, viðardisks, leifar nokkurra rúma og búnaðar fyrir sleða. Stór 750 lítra áma fannst, en hún gat geymt vatnsbirgðir skipsins. Þá fundust eldhúsáhöld um borð, viðarskál og stór bronspottur. Utan við skipið voru leifar af 12 hestum og 6 hundum.
Kjölurinn undir Gaukstaðaskipinu er 20.10 m langur, en sjálft var það 23.30 m stafna á milli, og um miðju er breiddin 5.24 m. Með 8 tonna þunga risti Gaukstaðaskipið um 0.75 m. Fullhlaðið risti það um 1.00 m.

Gauksst

Á árastokkunum eru 16 göt á bæði borð. Árunum hefur verið stungið í gegnum þau og hefur. Skipið hefur því verið sextánsessa hafskip, sem bæði mátti róa og sigla. Á siglingu hafa sérstakir hlemmar verið settir fyrir áragötin svo að sjór færi ekki þar inn. Utan á borðstokkum eru skjaldrimar. Þar hefur verið skarað 32 skjöldum á hvort borð, eða 64 alls. Í haugnum fundust 25 skildir, og voru sumir þeirra heilir. Hver skjöldur er um 94 sm í þvermál og allir gerðir úr þunnum grenifjölum. Á miðjum skildi er skjaldbóla, en hinum megin er mundriði. Sennilegt er að rendur skjaldanna hafi verið bryddar með leðri. Á skipunum hefir skjöldunum verið þannig fyrir komið, að þeir „skara“ hver annan. Þeir hafa verið málaðir, annar skjöldurinn svartur og hinn gulur.
ÁsuTalið er að höfðinginn, Ólafur Geirstaðaálfur, hafi dáið í kringum 900. Gaukstaðaskipið er allt úr eik nema þiljurnar; þær eru úr greni og furuborðum og hafa þau verið negld með trénöglum í bitana. Öll smíði skipsins ber vott um vand-virkni og hvað skipasmíðar hafa verið komnar á hátt stig þegar á víkingaöld. En skipið hefur ekki verið ónot-að áður en það var lagt í hauginn, áragötin eru slitin. Þetta er stærsta skipið, sem fundist hefur, en talið er að til hafi verið stærri skip.  

Ásubergsskipið hefir sýnilega verið innfjarðaskip en Gaukstaðaskipið  verið hafskip. Byggingarlag skipanna er mismunandi m. a. að því leyti, að  Gaukstaðaskipið er mjórra en innfjarðaskipið og hefur því verið meira gangskip. Í Ásubergsskipinu eru áraopin í efsta borði byrðingsins, en í Gaukstaðaskipinu voru 2 borð fyrir ofan árarnar. Á þann hátt hefur skipið verið betur til þess fallið að mæta miklum sjávargangi. Nútímabátar eru miklu mun stinnari.

Gaukssta

Þegar öldur skella á þessum stinnu bátum er meiri hætta á aðþeim hvolfi, en gömlu skipin hafa verið mikið eftirgefanlegri (beygjanlegri). Sé Gaukstaðaskipið t. d. mælt frá borðstokk niður um kjöl og að hinum borðstokk hefur skipið verið svo eftirgefanlegt, að þessi fjarlægð hefur getað minnkað um 10 sm til eða frá – að sjálfsögðu án þess leki kæmi að því. Skipasmíði Norðmanna hefur átt langa þróunarsögu, áður en hún komst á þetta stig. Frá holum trjábolum til víkingaskipanna er löng þróun, þar sem komin er sterkur kjölur á skipin, rengdur með járnnöglum, og bitar sem þiljurnar hvíla á. Ekki er fullvíst að seglútbúnaður hafi verið kominn í skipin fyrr en í lok 8. aldar. 

Gaukssta

Íslensk bátakuml hafa fundist hér á landi, öll með smábátum. Norðan Brimnesár fannst merkur kumlateigur. Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu hann árið 1909 og fundu 13 grafir, þar af eitt bátakuml. Síðan hefur bæst í safnið bátakuml u.þ.b. 300 m frá kumlateignum og ýmsir munir komið í ljós. Talið er að hið forna Hyltinganaust hafi verið við Brimesá.
Vorið 1964 fundust mannabein á sjávarbökkum rétt innan við Vatnsdalsá í Patreksfirði. Við athugun kom í ljós bátkuml með leifum af 6 m löngum báti og beinum af sjö einstaklingum á aldrinum 15-45 ára, þremur konum og fjórum körlum. Ýmsir munir fundust í kumlinu, s.s. sörvistölur, armbaugar og hringur.
Í grein sinni í Árbók hins íslenska fornleifafélags (1966) lýsir Þór Magnússon bátakumlinu í Vatnsdal. Um var að ræða bát frá víkingaöld. „Báturinn veitir okkur ekki miklar nýjar heimildir um farkosti víkingaaldar. Hann er skiljanlega lítt sambærilegur við hin stóru grafskip þess tíma, sem grafin hafa verið úr jörðu í Noregi og víðar á Norðurlöndum. Til eru þó bátar frá víkingaöld, sem ætla má, að svipi til Vatnsdalsbátsins, en það eru t.d. bátarnir þrír, sem fundust í Gauksstaðaskipinu.
AsÞeir eru allir heldur stærri en ætla má, að báturinn í Vatnsdal hafi verið.”
Reyndar segir bátkumlið í Vatnsdal okkur allnokkuð um bátasmíðina í ljósi aukinnar þekkingar í þeim efnum eftir að greinin var skrifuð. „Böndin voru reyrð við byrðingin” er ágætt dæmi um byggingu víkingaskipanna. Böndin á þeim voru einnig reyrð, en ekki negld við byrðinginn. Telja má líklegt að minni bátar hafi verið smíðaðir á svipaðan hátt og með svipuðum aðferðum og stærri skip víkingatímabilsins.
Árið 2007 fundur fornleifafræðingar bátakuml í Aðaldal, 1000 til 1100 ára gamalt. Tveir fornmenn voru heygðir í bátnum, sem var um 4 kílómetra frá sjó. Báturinn var 7 metra langur og hátt í 2 metrar á breidd.

IV. Íslendingur og víkingaskipin
ÍslGunnar Marel Eggertsson, skipasmiður, segir að þekking á smíði víkingaskipanna og sjóhæfni hefði glatast um tíma, en opinberast að nýju eftir fund víkingaskipanna í Noregi og Danmörku (Hróarskeldu). Skip hans, Íslendingur, væri eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Sú tegund skipa hafi verið vinsæl frá 700-1200 og jafnvel lengur, en svo virðist sem afturhvarf hafi orðið í byggingu þeirra eftir það. Knerrir munu mest hafa verið notaðir í siglingum til Íslands því þeir gátu borið mikið magn og mikinn þunga. Um 400 menn hafi farið með slíku skipi til Íslands í einni siglingu. Langskipin gátu verið allt upp í 50 m löng. Íslendingur er um 23 m langur, litlu styttra en Gaukstaðaskipið. Ástæðan var sú að ekki var til lengra tré í kjölinn. Lengd trjáa í kjöl hefur eflaust ráðið lengd og stærð skipanna á hverjum stað. Tréð í kjöl Íslendings kom frá Svíþjóð. Það vó um 5 tonn.
IslendUm 700 var fyrst settur kjölur í  skip. Aukin kjöllengd þýddi aukinn hraði og meiri haffærni. Um 850 voru skipin orðin lík Gaukstaðaskipinu og þannig voru langskipin út víkingatímann. Kjölurinn var þykkastur um miðjuna og mjög hugvitsamlega hannaður. Hann var þykkastur neðst, en mjókkaði upp. Þetta var t.d. gert til að koma í veg fyrir hliðarskrið.
Hægt var að róa skipunum á 5-7 mílna hraða, en þeim var aldrei róið og siglt með seglum samtímis. Gaukstaðaskipið hefur verið þannig hannað að stefnið safnaði loftbólum undir sig. Þannig lyftist skipið í siglingu og viðnámið varð minna. Knerrir voru einnig byggðir með það fyrir augum að safna loftbólunum undir byrðinginn til að lyfta þeim upp og draga úr viðnámi. Það var gert með því að hafa botninn V-laga að hluta beggja vegna. Víkingaskip valt ekki vegna byggingarlags þess. Byrðingurinn er misþykkur, þykkastur um miðjuna (32 mm (þynnstur til endanna (16 mm)). Skipið flýtur mest um miðjuna. Endarnir „hanga” svo að segja á miðbikinu.

Íslend

Íslendingur er að hluta úr eik. Ekki þurfti mörg tré í eitt skip því 16 borð voru hvoru megin, heil yfir. Hampur var í böndum skipanna.
Skyldir voru bundnir með ákveðnu lagi á skipið, 32 á hvora hlið. Ballest var úr fjörugrjóti og blýi, ca. 8 tonn. Mannskapurinn var einnig að hluta til ballestin.
ÍSlendingMastur Íslendings er 18 metrar. Seglið er úr bómull og vegur um 500-600 kíló, um 130 m2. Erfiðast við seglið er að draga það upp með handaflinu og síðan að strekkja böndin. Það er venjulega gert með því að strekkja það bandið sem er hlémegin hverju sinni. Ekki liggja fyrir áreiðanlegar upplýsingar um efni seglanna fyrrum.
Í málum Gaukstaðaskipsins er mikið um töluna 16; í tengslum við rými, ræðara og árar hvoru megin og fjölda manna um borð. Einnig voru 16 borð í byrðingi o.s.frv.
Um 70 manns voru í áhöfn meðalstórs langskips (2×32, skipsstjóri, stýrimenn og hálmsmenn (halmsmen)). Sjálfur hefur hann siglt með 90 manns um borð á Íslendingi. Fjórir til fimm vanir menn geta þó stjórnað skipinu á siglingu í sæmilegu veðri. Í verri veðrum þarf fleiri, jafnvel tvær vaktir samtímis. Íslendingur ber um 30 tonn. Skipið sjálft vegur um 8 tonn, sem er u.þ.b. meðal víkingaskip.

Ásub

Gunnar taldi að fram til 930 hafi um 20.000 manns verið flutt með skipunum til Íslands. Þetta hafi verið miklir flutningar á erfiðri siglingaleið. Skipin voru 4-5 daga í siglingu milli Noregs og Íslands, ef ekki var komið við í Færeyjum. Þau fóru 12-15 mílur á klst., eða á sama hraða og vindurinn.
Hafurtask áhafnameðlima hef-ur viktað 8-10 tonn. Einn kistill (32) voru fyrir hverja tvo róðramenn. Sátu þeir á þess-um kistlum sínum þegar róið var. Sandur var í botni skipanna þar sem hægt var að kveikja eld.
Áhöfnin vildi helst taka land í sandfjöru, láta flatreka. Hún gat þá gengið nær þurrum fótum í land. Húfurinn (borð nr. 10) tók á móti og þunginn hvíldi á honum, þykkasta borðinu. Orðatiltækið „mikið í húfi” væri komið þaðan. Annað orðatiltæki: „fer mikið í súginn”, er komið frá súgnum, verkfæri, sem notaður var til að koma skinnum á um 5000 járnnagla í skipinu. Allt járn var dýrmætt á þeim tíma. Ef naglinn var langur og skinnan gekk of langt inn á hann „fór mikið járn í súginn”.
Miklu meiri kunnátta lá að baki smíði skipanna en almennt hefur verið talið. Um 1200 virðist þessi mikla þekking hverfa. Seinni tíma skip þróuðust út frá öðrum forsendum, sbr. skip Kólum-busar. Skip hans var þó  „koffort” miðað við víkinga-skipin.
Skipin hafa venjulega verið byggð til 10 ára. Íslendingur hefði t.a.m. látið mikið á sjá á stuttum tíma, meira en á árunum á undan. Reynslan sýndi að skipin væru fljót að grotna niður að ákveðnum tíma liðnum.   

Lokaorð
ÁsubergVíkingaskipin voru með stærstu „gripum“ víkingaaldar, á tímabilinu 800-1100. Samkvæmt heimildum voru fjölmörg skip smíðuð á tímabilinu – af ýmsum stærðum og gerðum. Þrátt fyrir rannsóknir er ekki vitað hvenær fyrsta víkingaskipið var smíðað, en líklegt er að það hafi orðið til í aðdraganda víkingaaldar eftir langa þróun. Hönnun víkingaskipanna, einkum kjölurinn og „sveigjueiginleiki” skipanna, réði miklu um yfirburði þeirra, bæði hvað snerti grunnsiglingar og burði á löngum og erfiðum siglingaleiðum. Talsvert er til skráð í fornum heimildum um notkun og tegund skipanna, en lítið virðist vera til af nákvæmlega skráðum lýsingum um smíði þeirra og meðferð þar til skipin fundust í Ásubergi, Gaukstað og víðar. Síðan hefur mikillar vitneskju verið aflað. Ljóst er að smíði víkingaskipanna hefur grundvallast á hugviti og þeirri bestu þekkingu er um getur í langri sjólist. Skipin hafa verið einstaklega gagnleg og góð sjóskip. Siglingartækni nútímans grundvallast í raun á þeirri miklu þekkingu er þá var aflað – fyrir meira en þúsund árum síðan.
KnörrAf fornleifarannsóknum að dæma voru víkingaskipin af fleiri en einni tegund. Langskip voru t.d. notuð í strandsiglingum og siglingum um ár og fljót, en kaupför og knerrir á lengri leiðum þar sem flytja hefur þurft meira magn.
Skipin voru notuð til annars en siglinga eftir að hlutverki þeirra lauk, t.d. sem grafstaður mektarfólks. Þau hafa, sum hver a.m.k., verið skreytt eftir stílfræði þeirra tíma.
Víkingaskipum sem gripum, smíði þeirra, mis-munandi gerðum, eiginleikum og notkun, hefur ekki verið mikill gaumur gefinn hér á landi í fornleifalegum skilningi. Ástæðan er helst sú að menn hafa ekki átt von á því að finna leifar stórra skipa eða  hluta þeirra hér eftir svo langan tíma frá „hvarfi” þeirra. Minni bátar hafa þó fundist. Ekki er með öllu útilokað að fleiri skipaleifar og meiri eigi eftir að finnast hér við land – eða á landi.
Fornleifafræðin, sem og áhugafólk um efnið hefur, aflað dýrmætra viðbótarupplýsinga um víkingaskipin og án efa á þekkingin eftir að aukast í framtíðinni.
Við vinnslu ritgerðarinnar var reynt að takmarka efnið svo sem kostur var – þrátt fyrir að viðfangsefnið væri ærið. 

Heimildir m.a.:
-Agnar Helgason. 2004. „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar.“  Hlutavelta tímans. Menningararfur í Þjóðminjasafni. Ritstj. Árni Björnsson og  Hrefna Róbertsdóttir. Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík.
-Anne Stine Ingstad: Hva har tekstilene vært brukt til? Osebergdronningens grav.  Oslo, 1992 Oslo, 1992.
-Arne Emil Christensen: Kongsgårdens håndtverkere, Osebergdronningens grav.  Arkeologiske nasjonalskatt. Nytt Lys. 1992.
-AW Brøgger, H. Schetelig, Osebergfundet. AW Brøgger, H. Schetelig,  Osebergfundet. Gefið út af norska ríkisins árið 1917.
-AW Brøgger, H. Schetelig: Osebergfundet II . AW Brøgger, H. Schetelig: Osebergfundet II. Kristiania, Kristiania, 1928.
-AW Brøgger, H. Schetelig: Vikingskipene deres forgjenger og etterfølgere. Oslo, 1950 Oslo, 1950.
-Fyrirlestur hjá Gunnari Marel Eggertssyni hjá Símenntun Suðurnesja 23. nóv. 2004.
-Gísli Sigurðsson. 2000. Gaelic Influence in Iceland. Historical and Literary Contacts. A Survey of Research. 2. útgáfa. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
-Göran Burenhult. Arkeologi í Norden, bls. 454-459, Stockholm 1999.
-Íslensk þjóðmenning – Upphaf  Íslandsbyggðar – Haraldur Ólafsson, ritstj. Frosti F. Jóhannsson – Reykjavík 1987, bls. 81-89.
-J. Graham-Campell. Viking Artefacts, British Museum, London. 1980.
-Jón Steffesen. Tímatal Ara fróða og upphaf víkingaferða. Saga 9 bls. 5-20. 1971.
-Kuml og haugfé. Kristján Eldjárn, 2. útgáfa – Adolf Friðriksson, 2000.
-Landnáma (1130) – Sturlubók.
-Lesbók Morgunblaðsins 1. júlí 2000 – Kortagerðarmaðurinn Samúel Eggertsson – Dóra Jónsdóttir, bls. 4-5.
-Lesbók Morgunblaðsins 19. september 1998 – Siglingar og landafundir Íslendinga á þjóðveldisöld – Guðmundur Hansen, bls. 4-5.
-M. Andersen, „Viking“, Kristiania, 1895.
-Magnus Magnusson, Lindisfarne; the Cradle Island, Stocksfield, Eng; Boston 1984.
-Morgunblaðið 23. febrúar 2004, baksíða.
-N. Nicolaysen, „Langskibet fra Gokstad“, Cammermeyer. 1882.
-Skipabókin – Almenna bókafélagið 1974.
-Sverre Marstrander, „De skjulte skipene“, Gyldendal 1986.
-Trausti Einarsson, Nokkur atriði varðandi fund Íslands, siglingar og landnám, Saga 8, bls. 43-64. 1970.
-V. St.  Morgunblaðið, 273. tölublað – II, 5. desember 1982 eftir Einar Pálsson.
-Þór Magnússon. Árbók Hins ísl. fornleifafélags, Bátskuml í Vatnsdal í Patreksfirði. 1966, bls. 5-32.

Auk þess:
http://odin.dep.no/odin/engelsk/norway/history/032005-990460/index-dok000-b-n-a.html
http://vestmannaeyjar.ismennt.is/Vefir/landnam/islendingur.html
http://www.am.hi.is/handritasafn/sagaOgBokmenntir.php?fl=6
http://www.amnh.org/exhibitions/vikings/ship.html
http://www.atom.is/viking/captain/main.html
http://www.cdli.ca/CITE/v_knarr.htm
http://www.cdli.ca/CITE/vikingships.htm
http://www.hi.is/~danival/#Skip
http://www.hi.is/~eggthor/adferdir1/heimildir/efni/verkfornleifar.pdf
http://www.ismennt.is/not/hrefnabj/html/skip.htm
http://www.khm.uio.no/samlinger/vskip//
http://www.missouri.edu/~rls555/SCA/research/ships/ships.htm
http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_brimnes.htm
http://www.pitt.edu/~dash/ships.html
http://www.simnet.is/sss/landafundir-grein-mbl.htm
http://www.skanerunt.nu/skepp.html
http://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm
http://www.win.tue.nl/~engels/discovery/viking.html
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4268
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1789
http://www.catshamans.se/0bildst3.htm)
http://www2.khm.uio.no/vikingskipshuset/english.php
http://runeberg.org/famijour/1866/0241.html
http://www.catshamans.se/0bildst3.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Tj%C3%A4ngvide_image_stone
http://www.instarch.is/instarch/ordasafn/a-a/

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.