Víkingar

Í bókinni “Íslensk þjóðmenning” (1987) fjallar Haraldur Ólafsson um skip víkinganna. Þar segir hann að lengi vel hafi “menn tæpast neinar raunsannar hugmyndir um gerð þeirra skipa sem mjög víða er getið í fornum íslenskum heimildum. Þar er talað um knerri, langskip, skútur, ferjur o.s.frv., en gerð þessara skipa, stærð og burðarþol, var nokkurri þoku hulin. Það var ekki fyrr en með skipafundunum miklu í Noregi á ofanverðri 19. öld að sönn mynd fékkst af skipagerð norrænna manna. Þekking nútímanna á skipum víkingatímans jókst auk þess verulega á 7. áratug síðustu aldar er skipin í Hróarskeldufirði við Sjáland náðust upp.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Norsku fornleifafræðingarnir A.W. Brögger og Haakon Shetelig hafa lýst öllu því helsta sem vitað var um skip víkingatímans fram til 1950 og studdust þar við hin merku skip sem kennd eru við Gokstad, Oseberg og Tune (Brögger o.fl., 1950. Vikingeskibene. Crumlin-Pedesen, O., 1970. Skibstyper, Kult.hist. leks. XV.482-91). Bergristur og smábátar höfðu fram að þeim tíma gefið mönnum bestu hugmyndirnar um forna skipasmíði, ásamt íslensku fornritunum. Nefnd skip höfðu varðveist furðu vel.
Þessi þrjú skip voru öll um og yfir tuttugu metrar á lengd og 4-5 metrar á breidd miðskipa. Þau bera vitni mikilli tækni við skipasmíði og var bæði hægt að sigla þeim og róa. Þau eru vafalítið góðir fulltrúar skipasmíða af betri gerðinni í Noregi á víkingatíma.
Árið 1893 var nákvæm eftirlíking af Gokstad-skipinu smíðuð í Noregi og sigli yfir Atlantshafið til Ameríku. Það tók fjórar vikur að sigla frá Björgvin til Nýfundnalands. Skipið hreppti illviðri á leiðinni en stóð af sér all sjóa og reyndist hið öruggasta í öllum veðrum (Brögger o.fl., 1950. Vikingaskipene, 128-31).

Gauksstaðaskip

Gauksstaðaskipið.

Þekking mann á skipakosti víkingatímans jókst að miklum mun þegar könnuð voru skip sem sökkt hafði verið í Hróarskeldufirði í Danmörku einhvern tíma á árunum 1000-1050. Hróarskelda var þá mikilvægur verslunarstaður og vafalaust hefir skipunum verið sökkt til þess að loka siglingaleiðinni til bæjarins vegan yfirvofandi árásar ránsmanna. Sundið inn til staðarins er grunnt og þröngt og til að hindra að skip kæmust þangað var fimm skipum sökkt þar sem heitir Peberrenden við bæinn Skuldelev. Miklu grjóti var hlaðið í skipin og yfir þau og myndaðist þar neðansjávarhryggur sem fiskimenn á þessum slóðu þekktu vel.
Á árunum 1957-59 var farið að rannsaka þessar minjar og stóð danska Þjóðminjasafnið fyrir þeirri rannsókn. Það kom brátt í ljós að hér var um merkilegan fund að ræða. Þarna voru skip frá víkingatíma og hófst nú undirbúningur ítarlegrar rannsóknar. 1962 var stálþil reist í kringum skipin og sjó dælt úr þeirri kví sem þá myndaðist. Á fjórum mánuðum tókst að ná upp fimm skipum sem eftir uppgröftinn voru sett saman úr þúsundum trjábúta. Þau eru nú varðveitt í sérstöku safni í Hróarskeldu.

Knörr

Knörrinn Skuldelev I er stærsta skipið á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu. Það er yfir 16m langt og um 5m breitt með yfir 20 tonna lestarrými.

Skipin fimm eru hvert með sínu lagi. Þau gefa glögga mynd af farkosti Norðurlandabúa undir lok víkingatíma. Um er að ræða knörr, tvö langskip, kaupfar og ferju.
Knörrinn er hinn eini sinnar gerðar sem fundist hefur (mynd). Þetta er sterkbyggt skip og hefir verið notað til úthafssiglinga. Á þess konar skipum hefir verið farið um Atlantshafið allt til Íslands og Grænlands og til Ameríku. Skipið er gert úr furu, eik og linditré, sennilega smíða í Noregi sunnanverðum. Í stefnu og skut hefir verið lágt þilfar en um miðbik skipsins var varningi komið fyrir. Hvergi virðist gert ráð fyir skýli fyrir fólk. Á skipinu var rásegl. Lengd Knarrarins er 16.5 m, breidd miðskips er 4.5 m og hæð frá kili að borðstokk 1.9 m. Knörrinn er það skip sem líklegast er að notað hafi verið til Íslandssiglinga. Hann er kaupskip og futningaskip.

Ásubergsskip

Ásubergsskipið – langskip.

Langskip voru notuð til hernaðar og ólíklegt að á þeim hafi verið farið til Íslands þótt ekki sé það útilokað. Séu knörr og langskip borin saman er augljóst að knörrinn er að skip sem bar langtum meira og hefir þar að auki farið betur í sjó. Sum þeirra skipa, sem notuð voru til Íslandssiglinga, hafa ef til vill verið allmiklu minni en venjulegir knerrir.
Eins og segir hér að framan var knörrinn farmskip og kemur það heim og saman við það sem þóttust um hann vita af rituðumheimildum. Um það segir Lúðvík Kristjánsson:
“Fræðimenn hafa almennt ályktað af þeim fróðleiksmolum, sem ísl.

Gauksstaðaskip

Gauksstaðaskipið – uppgröftur.

Fornrit varðveita í máli og myndum um knörrinn, að hann hafi verið stuttur að tiltölu við lengdina, a.m.k. í smanburði við langskipin, allborðhár miðskipa, en þó reistur í stafni, einsigldur með þversegli. Farmrýmið var miðskipa og þar stóð siglan, en hana mátti fella, ef þurfa þótti. Fyrir framan og aftan farmrúmið voru róðrarúm, en þau tengdu gangpallar, er voru meðfram síðum beggja vegna, utan við búlkann. Knörrinn var farmskip, og við það var gerð hans miðuð. Hann var sjóborg í samanburði við langskipið, en þungur í vöfum og þess vegna ekki til að fleyta honum langar leiðir á árum.”
Sé aftur vikið að skipunum frá Skuldelev þá fundust þar, auk knarrarins, tvö langskip. Langskipin voru löng og lág. Hið minna er 18 m á lengd, breiddin er 2.6 m og hæðin miðskips 1.1. m. Það er úr aski og gátu 24 menn setið undir árum. Einnig var á því siglutré. Stærra skipið er úr eik og hafa 40-50 manns getað verið undir árum á því. Lengd þess er 28 m. Erfitt er að meta breiddina þar sem það er verr farið en hin skipin. Með rúmlega fjóra tugi manna undir árum hefir það náð mikilli ferð.
Um það hefir verið deilt hvort norsku skipin, sem kennd eru við Tune, Gokstad og Oseberg, hafi verið ætluð til úthafssiglinga. Tilraunin með Gokstadskipið sýnir að það var vel haffært og gat borið rúmelga 30 tonn. Hins vegar er líklegt, að Tuneskipið og Osebergsskipið hafi einkkum verið ætluð til siglinga innan skerja eða á styttri leiðum milli landa.

Víkingaskip

Víkingaskipasteinn.

Skipin, sem kennd eru við Skuldelev, sýna betur en önnur skip, sem fundist hafa og eru frá víkingatíma, hvernig háttað var skipasmíðum á Norðurlöndum áúthallandi víkingatíma. Knörrinn er sá eini, sem fundist hefur svo óyggjandi sé. Í Björgvin hafa fundist viðir úr skipi, sem talið er að hafa verið knörr. Þar er þó um svo litlar leifar að ræða að illmögulegt er að gera sér ljósa grein fyrir því skipi, en það hefir verið af svipaðri stærð og knörrinn úr Hróarskeldufirði.”
Víkingar smíðuðu einkum tvær gerðir skipa, langskip og knerri. Langskip voru helst noturð til siglinga með ströndum fram og til eyja. Þau ristu grunnt, voru bæði létt og hraðskreið.
Langferða- og flutningaskip sem sigldu á milli landa voru knerrir. Þeir voru þungir í vöfum og djúpsigldir breiðir og borðháir. Knerrir fóru því vel í sjó. Í botni skipsins var svefnstaður manna og þar var farangri og varningi komið fyrir.

Víkingaskip

Steinrissa af víkingaskipi, sem fannst við fornleifauppgröftinn að Stöð í síðasta mánuði, hefur líklegast verið verndargripur fyrir erfiða ferð yfir hafið. Danskir sérfræðingar hafa að undanförnu grandskoðað steininn. Þeir efast ekki um að teikningin sé af skipi en þykir hún óvenjuleg.

Um 800 smíðuðu víkingar sér stærri og fleiri skip en áður höfðu þekkst, og þá óx þekking í landafræði og siglingarlist. Í seinni tíma umfjöllun um víkingaskipin segir m.a. að nú til dags eru víkingaskip taldin “ófullkomnir farkostir, yfirtjölduð með einni stórsiglu miðskips, einu ránsegli og stýrisár.

Sigling á þessum skipum gekk ærið misjafnlega og til vöruflutninga á langleiðum um úthaf voru þau lítt hæf, því að erfitt var að stýra þeim til ákveðinnar hafnar. Reynsla síðustu ára hefur hins vegar sýnt að skipin voru hin bestu sjóskip og segja má að þau hafi grundvallast á þeirri siglingartækni er best þykir í skipasmíðum nútímans.

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

Nútímamenn hafa nokkrum sinnum smíðað eftirlíkingar af skipum víkinga.”
Víkingaskip (knörr og langskip) eru ein þeirra “verkfæra”, sem landnámsmenn notuðu, m.a. til að komast til eyjarinnar. Margir komu með það að markmiði að setjast að í nýju landi. Sumir voru samskipa með öðrum eða hafa haft fleiri en eitt skip. Telja má sennilegt að allt það sem þeir komu með hafi síðan verið notað, einnig skipin.

Víkingaskip entust í u.þ.b. 10 ár og jafnvel lengur. Þá hafa þau eflaust verið notuð í annað, t.d. klæðningar, húsagerð, áhaldagerð o.fl. Skipin voru flest úr eik, en einnig öðrum viðartegundum. Veikasti hlekkurinn í þeim voru böndin, sem byrðingurinn var bundinn með. Þau voru úr hampi og fúnuðu. Ekki var hægt að binda skip upp að nýju nema rífa það frá grunni. Það var líka erfitt því í einu skipi voru þúsundir járnhnoðnagla. Járnið var dýrmætt og notað aftur þegar það gafst.

-Úr Íslensk þjóðmenning – Upphaf Íslandsbyggðar – Haraldur Ólafsson, riststj. Frosti F. Jóhannsson – Reykjavík 1987, bls. 81-89.

Afstapahraun

Víkingaskip í Afstapahrauni.