Listaverk

Í Velvakanda Morgunblaðsins 19. maí 2023 mátti lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni “Tengingin við landið“:

Ingólfur Arnarsson

Stytta af Ingólfi Arnarssyni, fyrsta norræna landnámsmanninum, á Arnarhóli í Reykjavík.

“Það færist í vöxt að gert sé lítið úr sögu lands og þjóðar og þeim reynslubanka sem þjóðin hefur lagt inn í í 1.100 ár.

Eins og sambýlið við landið og náttúruna sé einskis virði og hægt væri að sækja sér alla þekkingu og félagsskap við landið á netinu.

Ef þjóðin forsómar söguna verðum við ekki lengur þjóð heldur ótengdur hópur sem byggir þessa veiðistöð meðan eitthvað er að hafa en gæti allt eins flutt eitthvað annað ef betra byðist.

Kannski þurfum við meiri kennslu í þjóðarsögu, frekar en leiðtogasögu, sem við höfum búið við, en hryggjarstykkið verður alltaf frásagnir af lífi forfeðranna og þeirra önn.
Það eru miklir flutningar fólks í veröldinni núna, vonandi þó ekki svo miklir að kallist þjóðflutningar þar sem innbyggjarar farast í þjóðarhafinu, en það má gæta sín að glata ekki arfleifðinni og gleyma því sem máli skiptir.
En meðan einhverjir geta, af eigin reynslu, vísað okkur á vaðið á ánni, og þulið örnefni, þá er öllu óhætt, – ef gestirnir í boðinu hlusta og muna”. – Sunnlendingur

Heimild:
-Morgunblaðið 19. maí 2023, “Tengingin við landið”, Velvakandi, bls. 17.

Listaverk

Listaverk við Sæbraut í Reykjavík.