Færslur

Herdísarvík

Krýsuvík er austastur bær í Gullbringusýslu með sjávarsíðunni, en Herdísarvík er vestastur bær í Árnessýslu. Þetta eru næstu bæir sinn hvoru megin við sýslumótin; hvort tveggja er landnámsjörð og svo að ráða sem sín konan hafi gefið hvorri nafn er þar bjuggu lengi, og hét sú Krýs er byggði Krýsuvík, en Herdís sú er setti bú í Herdísarvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Jarðir þessar hafa alla tíð verið taldar með beztu bólstöðum hér á landi og er það ekki að undra, því báðum fylgir útræði, fuglaberg mikið og trjáreki nógur. Á landi áttu báðar jarðirnar veiðivötn ágæt: Krýsuvík mörg í suður og austur frá bænum þar sem hann er nú, en Herdísarvík litla tjörn eina í heimatúni milli sjós og bæjar. Rétt hjá veiðivötnunum átti Krýsuvík starengi mikið og fagurt. Herdísarvík átti aftur á móti ekkert engi, en beitiland svo miklu betra fyrir sauði en Krýsuvík að nálega tekur aldrei fyrir haga í Herdísarvíkurhrauni; er þar bæði skjólasamt af fjallshlíð þeirri er gengur með endilangri norðurbrún hraunsins og kölluð er Geitahlíð og skógur mikill.
Þótt fjarskalöng bæjarleið, hér um bil hálf þingmannaleið, sé milli þessara bæja voru þær Krýs og Herdís grannkonur og var nábúakritur megn á milli þeirra; því hvor öfundaði aðra af landgæðum þeim er hin þóttist ekki hafa, Krýs Herdísi af beitilandinu, en Herdís Krýs aftur af enginu. Svo hafði lengi gengið að hvor veitti annari þungar búsifjar; rak Krýs sauðfénað sinn í land Herdísar, en Herdís vildi aftur ná í engið, og beittust svo þessu á víxl með því landamerki virðast annaðhvort hafa verið óglögg eða engin í það mund.
Þegar þær grannkonurnar eltust meir fóru þær síður að hafa fylgi á framkvæmdum til að ásælast hvor aðra, en ekki var skap þeirra að minna eða vægara fyrir það. Bar þá svo við einhverju sinni að Herdís hafði gengið út í hraun og síðan út með Geitahlíð svo sem leið liggur út í Krýsuvík. En utarlega undir hlíðinni ganga úr henni hæðir nokkrar fram að hrauninu og eru þær kallaðar Eldborgir. Yfir þessar hæðir liggur vegurinn. Þann sama dag er Herdís tókst þessa göngu á hendur fór og Krýs að heiman. Í suður frá Krýsuvík er slétt melgata; er hún nokkuð langur skeiðsprettur suður undir hornið á Geitahlíð, en þegar komið er fyrir það horn blasa Eldborgir við sunnar með hlíðinni og er allskammt þangað undan hlíðarhorninu.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg og Geitahlíð í Krýsuvík.

Nú segir ekki af ferðum þeirra grannkvennanna fyrr en Krýs kemur þar á götunni sem hún liggur yfir hina nyrztu Eldborgina, þá kemur Herdís í flasið á henni að sunnan. Þegar þær hittust varð fátt af kveðjum, en því fleira af illyrðum á milli þeirra er hvor um sig þóttist eiga land það er þær stóðu á. Ekki er þess að vísu getið hvernig hvorri um sig hafi farizt orð, en svo lauk að hvor hézt við aðra vegna landadeildarinnar. Lagði þá Krýs það á Herdísi að allur ætur silungur skyldi hverfa úr veiðitjörn hennar, en verða aftur full af loðsilungi, sumir segja öfugugga. En Herdís lagði það aftur á Krýs að allur silungur í veiðivötnum hennar skyldi verða að hornsílum. Enn lagði Krýs það á Herdísarvík að þaðan skyldi týnast tvær eða þrjár skipshafnir. Herdís mælti aftur það um fyrir Krýsuvík að starengið þar skyldi smásökkva á hverjum 20 árum, en koma upp á jafnlöngum tíma.

Eftir þessi ummæli sprungu þær báðar þar sem þær stóðu og eru þær dysjaðar báðar til vinstri handar við götuna þegar riðið er út í Krýsuvík norðan til á Eldborginni nyrztu, og sér dysirnar þar enn; dys Krýsar er það sem nær er Krýsuvík, en Herdísar hitt sem fjær er. Heitir þar kerlingadalur, en Deildarháls ofar.

Herdís og Krýsa

Dysjar Herdísar, Krýsu og smalans undir Deildarhálsi.

Meðan þær voru að mæla hvor um fyrir annari kom að þeim smalinn úr Krýsuvík, en svo brá honum við heitingar þeirra að hann féll þegar dauður niður og er hann dysjaður hægra megin við götuna þar upp undan sem þeirra dys er niður undan svo ekki skilur nema gatan ein.
Dys þeirra grannkonanna eru enn kölluð Krýs og Herdís og þar með eru þau kölluð sýsluskil Gullbringusýslu og Árnessýslu, svo eru þau og talin landamerki milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur. En af ummælum þeirra er það að segja að í veiðivötnum Krýsuvíkur hefur enginn silungur fengizt svo menn viti nokkurn tíma síðan, en fullt er þar af hornsílum, og í Herdísarvíkurtjörn hefur ekki heldur orðið silungs var; en loðsilungar ætla menn þar hafi verið þótt ekki sé þess getið að neinn hafi af því bana beðið. Aftur var það einn vetur eftir þetta er sjómenn gengur til sjávar snemma morguns frá Herdísarvík, en skemmst leið er að ganga til sjávar þaðan yfir tjörnina þegar hún liggur, að þeir fórust allir í tjörninni ofan um hestís, og segja menn þeir hafi verið 24 að tölu. Um starengið í Krýsuvík er það enn í dag sannreynt að það lækkar smátt og smátt fram við tjörnina er það liggur að svo að hún gengur hærra upp eftir því unz hún er komin yfir allt engið eftir 20 ár, en þá fjarar tjörnin aftur smásaman svo engið kemur æ betur upp unz það er orðið jafngott og áður að öðrum 20 árum liðnum.

-Jón Árnason I 459.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Stapagata

Stapagata er gömul gata er liggur ofan við Stapann milli Voga og Innri-Njarðvíkur. Gatan er vel greinileg og gaman að ganga hana. Á leiðinni er m.a. Grímshóll þar sem gerðist sagan af vermanninum og huldumanninum í hólnum.

Reiðskarð

Stapagatan um Reiðskarð.

Eftirfarandi saga segir af Jóni Jónssyni frá Landakoti á Vatnsleysuströnd og Þorbjörgu Ásbjarnardóttur úr Innri-Njarðvík er þau voru að draga sig saman. Fóru þau oft fundaferðir hvort til annars. Eitt sinn, í síðari hluta ágústmánaðar, skrapp Þorbjörg að Landkoti. Tekið var að bregða birtu þegar hún kom að Vogastapa á heimleið. Þar er farið upp Stapann um svokallað Reiðskarð. Var það alltaf farið, áður en akvegurinn var lagður nokkru austar í Stapanum. Skarðið var mjög bratt og sendið, og teymdu vegfarendur oft reiðhesta sína upp úr því og niður úr.
Þegar Þorbjörg var að leggja á skarðið, verður henni það fyrir að óska sér, að hún hefði nú samfylgd yfir Stapann. Það er rösk fimm kílómetra leið og þótti óhreint í skuggsýnu, og nú var farið að skyggja.
Rétt í þessu verður Þorbjörgu litið upp eftir skarðinu. Sér hún þá, hvar þrjár verur er að þokast upp eftir, 50 til 60 metra fyrir framan hana. Fremst gengur kona, á eftir henni kýr, sem konan teymir, og á eftir kúnni labbar hundur. Konan er klædd eins og þá tíðkaðist um sveitakonur, hafi til dæmdis hyrnu á herðum. Kýrin var kjöldótt og hundurinn flekkóttur. Fannst Þorbjörgu ekkert óeðllegt við þetta. Hún kallar til konunnar: “Kona, eigum við ekki að verða samferða?” En konan lét sem hún heyrði ekki. Þorbjörg kallar aftur: “Kona, eigum við ekki að verða samferða yfir Stapann?”. En það fer sem fyrr, konan ansar ekki. Þegar hún er komin upp á skarðsbrúnina kallar Þorbjörg til hennar ennþá einu sinni. Þá lítur konan við og glottir til hennar. Í þeim svifum hverfur hún fyrir brúnina með kúna og hundinn.

Stapagata

Stapagatan.

Þegar upp úr skarðinu kom, gerðist gatan mjög niðurgrafin, svo að götubrúnirnar tóku meðalmanni í öxl. Þar var og mikil bugða á henni. Ekkert sá Þorbjörg til konunnar, þegar hún kom upp á skarðsbrúnina. Gerir húnsér þá í hugarlund, að hún sé niðri í götuskorningnum hinum megin við bugðuna, því henni datt ekki enn í hug, að þetta væri allt með felldu.
Hún steig nú á bak hestinum og hyggst ná konunni handan við bugðuna. En þegar þangað er komið, sér hún enga lifandi veru. Dettur henni þá í hug að konan hafi vikið út af götunni og haldið niður að bæ, sem hét Brekka og stóð norðvestan undir Stapanum. Snýr Þorbjörg hestinum á leið þangað og að stíg, sem lá niður að Brekku og kallaður var Kvennagönguskarð. En þar var ekkert kvikt að sjá. Þá fyrst rann það upp fyrir henni, að þessar verur gátu ekki verið af okkar heimi, enda lá það nú í augum uppi, að ef konan hefði verið mennsk, myndi hún hafa gengið götuna, sem lá undir Stapanum heim að Brekku, því það er venjuleg leið, í stað þess að taka á sig krók upp í Stapann og klöngrast þaðan ógreiðari veg niður að bænum.
Setti beyg að Þorbjörgu, sló hún í hestinn og reið í einum spretti heim í Innri Njarðvík.
Reykjanesið er sagnakennt umhverfi.

(Ritað eftir frásögn Ásbjörns Ó. Jónssonar 1961).

Stapagata

Gengið um Stapagötu.

Ferlir

2007 – 12. maí (fyrsta daginn eftir lokadag – upprifjun);

Strandarhæð

Gerði á Strandarhæð.

FERLIR-001: Helgafell. Fyrsta FERLIRsferðin. Þátttakendur mættu og voru við öllu búnir. Takmarkið var að komast fyrstu ferðina – allt til enda. Þegar öllum lúnum, og sumum mjög þreyttum, hafði tekist það, loksins, var markmiðið sett á a.m.k. eitt hundrað ferðir um Reykjanesskagann með það fyrir augum að skoða hann svo til allan – næstu mánuðina.

FERLIR-100 – ákveðið var að fara a.m.k. eitt hundrað FERLIRsferðir til viðbótar um Reykjanesskagann því ljóst var nú að mikið var enn óskoðað. Orðið þreyta var ekki lengur til í orðaforðanum. Öllum var nú meðvitað um að því meiri vitneskja sem fékkst því minna töldu þeir sig vita um svæðið.

Eldvörp

Mannvistarleifar í Eldvörpum.

FERLIR-200 – ákveðið að reyna að halda áfram og freysta þess að komast yfir sem flestar minjar og sögulega staði á Reykjanesi áður en skósólarnir væru allir. Svolítill styrkur fékkst frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar til að skrá og ljósmynda minjar og minjastaði á Reykjanesi. Gerðar voru exel-skrár yfir helstu tegundir minja og gps-punktar þeirra skráðir. (Gps-tæki var fengið að láni hjá Jóni Svanþórssyni, ljósmyndavél hjá ónafngreindu fólki og ljósmyndarinn hverju sinni kostaði framköllun).

FERLIR-300 – í ljós hafði komið að af ótrúlega miklu var af að taka. Listinn yfir óskoðuð svæði og áður fundnar, en týndar, og líklegar ófundnar minjar lengdist óðfluga. Ákveðið var að ganga a.m.k. eitt hundrað ferðir til viðbótar og reyna að “tæma” svæðið “ af „skráningarskyldum“ minjum.

FERLIR-400 – skráning minja hafði gengi vel og ótrúlega margar minjar og minjastaðir fundist við “leitir” á einstökum svæðum. Til að varðveita samhengið var og ákveðið að rissa upp helstu minjasvæðin til varðveislu og sem hugsanleg gögn til varanlegri framtíðar. Í fyrstu umferð voru teiknuð upp um 100 svæði. Uppdrættirnir hafa verið varðveittir í Reykjanesskinnu, sem verður, um sinn a.m.k., einungis til í einu órafrænu eintaki.

Brunnur

Brunnur í Njarðvík.

FERLIR-500 – þátt fyrir að búið væri að ganga og fara yfir einstök svæði og skoða, leita og skilgreina, komu enn í ljós minjar, sem ekki hafði verið vitað um áður, s.s. garðar, refagildrur, gamla leiðir, borgir, fjárskjól, brunnar, vatnsstæði o.fl. Ákveðið var að halda áfram enn um sinn, en láta síðan staðar numið við FERLIR-600.

FERLIR-600 – ljóst var að ekki yrði komist yfir allt svæðið með það fyrir augum að skrá allt, sem þar væri að finna. Ákveðið var að fresta ferð nr. 600, fara beint í nr. 601, en beina athyglinni fyrst og fremst að áhugaverðustu svæðunum, s.s. í umdæmi Grindavíkur og Hafnarfjarðar, en önnur sveitarfélög á svæðinu hafa ekki sýnt fornum minjum sínum jafn mikinn áhuga og þau. Fyrir lá að hér var um mikil verðmæti til framtíðar að ræða. Áhugi á umhverfi, útivist og hreyfingu fóru greinilega stigvaxandi.

Grindavíkurvegur

Byrgi vegavinnumanna við Grindavíkurveg.

FERLIR-700 – minjar og saga eru ekki einu auðævi Reykjanesskagans. Jarðfræði, umhverfi, dýralíf, flóra sem og annað er lítur að áhugaverðum útivistarmöguleikum á svæðinu er í rauninni ótæmandi ef vel er að gáð. Svæðið nýtur nálægðar um 2/3 hluta þjóðarinnar, en þrátt fyrir það er það eitt hið vannýttasta á landinu. Mikill áhugi hefur verið á að reyn að „opinbera“ minjar, minjasvæði og forn mannvirki á Reykjanesi og gera þær aðgengilegar áhugsömu fólki. Í byrjun árs 2004 var afráðið að sækja um styrk úr Þjóðhátíðarsjóði, sem er í vörslu Seðlabanka Íslands, með það fyrir augum að leggja drög að slíkri „opinberun“, hvort sem væri með rafrænum hætti eða blaðrænum. Þann 9. júní 2004 barst tilkynning frá sjóðsstjórninni um að FERLIR hafi verið veittur umbeðinn styrkur. Nú verður ekki aftur snúið. Stefnt var að opinberri og birtingu uppsafnaðra upplýsinga og fróðleiks (sem birtist nú lesendum hér á vefsíðunni).

Og enn er haldið áfram – á meðan að einhverju er að stefna. Síðasta FERLIRsferðin var nr. 2000. Nú er stefnt að því að ferðirnar um Reykjanesskagann, fyrrum landnám Ingólfs, verði a.m.k. 3999 talsins…

Ferlir

Ferlir á ferð í Selvogi.

Kaldársel
Kaldársel

Fjárborg á Borgarstandi við Kaldársel.

Gengið var um Kaldársel. Skoðað var gamla sel- og bæjarstæðið ofan við bakka Kaldár og síðan haldið yfir að Borgarstandi þar sem fjárborgin, stekkurinn og fjárskjólin voru skoðuð. Til hliðsjónar var höfð lýsing Ólafs Þorvaldssonar á aðstæðum í Kaldárseli.
Lengi vel mátti sjá veggi tóftanna í Kaldárseli, allt þangað til fólk fór að sækja í þá reglulegt grjótið og nota í annað. Húsaskipanina mátti rekja greinilega fram eftir 20. öld. Vegginir voru þegjandi vitni þess, að þar hefði fólk búið endur fyrir löngu, stundum við misjafnar aðstæður.

Kaldársel

Kaldársel – sumarbúðir.

Kaldársel átti sér ekki langa sögu sem fastur bústaður og saga þess er svipaður sögum smábýla á þeim tíma. En sögu á þetta fona býli samt – “sigurljóð og raunabögu”. Kaldársel dregur nafn sitt af litlu ánni, sem rennur fast sunnan við hið forna tún. Bærinn stóð sem næst á miðjum túnbletti, örfáa metra frá Kaldá.
Árið 1929 kom út í Reykjavík lítil bók með þremur kvæðum eftir séra Friðrik Friðriksson. Kver þetta nefnist “Útilegumenn”, og heitir annað aðalkvæðið “Kaldársel”. Friðrik var síðasti landnámsmaðurinn í Kaldárseli þar sem fyrir eru sumarbúðir KFUMogK. Kvæðið er svona:

”Eitt sinn ég kom
að Kaldárseli,
eyðistað
í ógna hrauni,
gömlu býli
og bæjarrústum:
einmana tóttir
eftir stóðu.

Reikaði ég einn
um rústir þessar, ríkti þar yfir
ró og friður,
unaðskyrrð djúp
við elfu niðinn
svölum gaf sál
og sæla gleði.”

Stekkur

Stekkur við Kaldársel.

Elstu heimild um Kaldársel er líklega að finna í Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703. Þar segir í sambandi við lýsingu Garða á Álftanesi: “Selstöð á staðurinn þar sem heitir við Kaldá, þar eru bæði hagar og vatnsból gott”. Þetta telur Jarðabókin ein af hlunnindum Garðastaðar og er augljóst að staðurinn hafi átt landið, eða allt þar til Hafnarfjarðarbær kaupir það árið 1912.
Þótt Kaldársel hafi um aldir verið eign Garðakirkju, ásamt miklu landflæmi til suðurs, austurs og norðurs frá Kaldárseli, er með öllu óvíst, hvort Garðaprestar hafi nokkru sinni haft þangað selfarir. Hitt er vitað, að þar var haft í seli frá Hvaleyri á síðasta fjórðungi síðustu aldar (skrifað 1968), en leiguselstöð hlýtur það að hafa verið, þar eð elstu landamerki, sem vitað er um, liggja í a.m.k. eins km vegalengd vestur frá Kaldárseli. Meðan selfarir voru mikið tíðkaðar, urðu landlitlir bændur oft að fá leigt land undir sel sín hjá landríkum bændum, svo að einsdæmi hefði ekki verið, þótt Hvaleyrarbóndinn leigði selstöð í Garðakirkjulandi.
Hvenær þessi selstöð hafi fyrst verið notuð frá Hvaleyri, er með öllu óljóst. Þegar litið er á bændatal Hvaleyrar um árið 1700 og það ástand, sem þaar var í búskap manna, þefar jarðamat fór fram 1703, sést, að bændur hafa allir búið svo smátt, að varla er hugsanlegt, að selfarir hafi haft og síst svo langt í burtu sem í Kaldárseli, þar eð allgott selland og nóg vatn var helmingi ær Hvaleyri og auk þess í heimalandi, þar sem selstöðin við Hvaleyrarvatn.

Gamli vegurinn

Gamli vegurinn að Kaldárseli.

Það eina, sem nú er vitað með vissu um selfarir í Kaldárseli, er, að hjónin Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir höfðu þar í seli. Jón keypti Hvaleyrina 1842. Hann mun vera ríkasti bóndi, sem nokkru sinni hefur setið Hvaleyri. Jón dó árið 1866. Bjó Þórunn eftir það á Hvaleyri til 1873. Þegar Þórunn dvaldist í “Selinu” á sumrin, sem var þó ekki nema við og við, fór hún stundum með orf sitt og hrífu upp með Kaldá og sló þar á hólmum, það sem slægt var, einnig smámýrarbletti milli kvíslanna í Kaldárbotnum. Þegar Þórunn á Hvaleyri hætti selförum að Kaldárseli, lagðist selstöð þar niður með öllu, og má ætla, eftir því sem síðar kemur fram, að það hafi verið 1865 eða 1866.
Í húsvitjnarbók Garðaprestakalls sést, að ábúandi er kominn í Kaldársel árið 1867, og er svo að sjá sem það sé fyrsta árið, sem fólk sé þar til ársdvalar. Þessi ábúandi var Jón Jónsson, kona hans og tvö börn. Þau munu hafa verið þar tvö eða þrjú ár. Fátæk voru hjón þessi og bústofn þeirra mjög lítill. Hjálparsteplpa var hjá þeim, Sigríður Jónsdóttir frá Setbergi, langömmusystir eins þeirra, sem með í för voru að þessu sinni. Jón flutti síðan með fjölskyldu sína að Ási. Við brottförina lagðist búskapur niður í Kaldárseli um nokkur ár.
Árið 1867 er manntal tekið í Kaldárseli, og er það sennilega fyrsta árið, sem það er í byggð eftir brottför Jóns. Sá, sem þá er orðinn ábúandi, er Þorsteinn Þorsteinsson, upprunninn í Ölfusi. Þetta ár telur húsvitjunarbókin þar þrjár manneskjur í heimili, bóndann, ráðskonu og tökubarn. Árið eftir, 1877, eru þar fjórir í heimili og hefur þá bæst við vinnukona. Árið 1883 er Þorsteinn orðinn einn í Kaldárseli. Hann dó þar þremur árum seinna.

Steinhús

Steinhús við Kaldársel – Helgafell fjær.

Þegar Þorsteinn fellur frá eru í Kaldárseli nokkra byggingar og önnur mannvirki. Hús öll í Kaldfárseli keypti Jón Guðmundsson bóndi að Setbergi svo og flestar kindurnar. Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð, og voru baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr. Allar voru tætturnar vel hlaðnar úr sléttum, en nokkuð þykkum brunahellum og hvergio mold né torf á milli, svo sem venja var til um flestar byggingar þess tíma. – Danski höfuðsmaðurinn Daniel Bruun kom í Kaldársel árið 1897. Lýsir hann allvel Kaldárseli og umhverfi þar. Hann sgeir m.a. um húsatætturnar, að þær séu frábrugðnar flestum, ef ekki öllum þess konar byggingum hér á landi, þar sem þær séu byggðar úr grjóti einu saman.
Aðalbústofn Þorsteins var sauðfé og eitt eða tvö hross, kú mun hann aldrei hafa haft þar. Að mestu mun Þorsteinn hafa haft fullorðna féð á útigangi, þar eð heyfengur var þar lítill. Fjárhús með jötu við annan vegg var norðvestan við bæjarhúsin, og mun hann hafa haft lömb sín þar. Fullorðna féð hafði hann við hella, sem voru skammt norður frá bænum, eða þá í fjárborgum uppi á Standinum, sem er nokkru nær. Önnur þeirra er nú horfin með öllu. Þá hafi hann fé sitt við helli í Heiðmörk, svonefndum Þorsteinshelli.
Þegar flytja átti Þorstein látinn til greftrunar að Görðum höfðu burðarmenn á orði að óþarfi væri að fara með karlfauskinn alla leið þangað og stungu upp á því að hola honum þess í stað niður einhvers staðar á leiðinni. Að Görðum varð hann þó færður að lokum og jarðsettur þar af séra Þórarni Böðvarssyni.

Þorsteinshellir

Fjárskjól við Selgjá (Þorsteinshellir).

Árin 1906 til 1908 var enn gerð tilraun til búsetu í Kaldárseli. Kristmundur Þorláksson frá Stakkavík í Selvogi fékk það til afnota og hélt hann þar afskekktri útigangshjörð sinni til haga og gjafar. Beitahúsavegur Kristmundar var langur þar sem hann var búsettur í Hafnarfirði og árferði óvenjuslæmt.
Saga Kaldársels er hvorki löng né viðburðarrík, en saga er það samt.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
Ólafur Þorvaldsson – Áður en fífan fýkur – 1968.
Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703 – III. bindi, bls. 180.

Kaldársel

Fjárskjól við Kaldársel.

Landnámabók greinir frá því að landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur í kringum árið 934. Landnámsmenn voru tveir. Þeir Grindavíkhétu Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Selvog og Krýsuvík. En allt fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær sóknir Staðarsókn og Krýsuvíkursókn. Synir Moldar-Gnúps settust að á þrem höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast.
Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til þess að Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun í húsi sem hann byggði árið 1897 í Járngerðarstaðarhverfi. 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið og upp úr 1950 hófst alvöru hafnargerð. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi 1974.

Sjá meira undir Fróðleikur.

Í bók Trausta Valssonar,“Skipulag byggðar á Íslandi – frá landnámi til líðandi stundar“, er m.a. fjallað um samspil skipulags við náttúrufarsþætti og hversu mikilvægt er að fulltrúar Bók Trausta Valssonar um skiplag byggðarskipulagsyfirvalda taki tillit til náttúru- og umhverfisþátta:
„Á Íslandi er meira um beint samspil mannlífs, atvinnulífs og byggða, við náttúruöflin en í flestum öðrum löndum. Þess vegna einkennast skipulagsverkefni á Íslandi meira af því en víðast annarsstaðar, að gera athuganir á náttúrunni þegar í upphafi, þegar skipulag er undirbúið.“

Sjá meira undir Fróðleikur.

Hér er til gamans birtur kafli, nr. 32, úr óbirti sögu ungs drengs er ólst upp í sjávarþorpi á Reykjanesskaganum á sjötta tug síðustu aldar. Ameríski herinn hafði bækistöðvar við þorpið og setti það svip sinn á mannlífið. Sögunni fylgir kort af svæðinu, en það verður ekki sýnt hér. Til að leiða lesendur inn í kaflann, sem hér er birtur, er fyrst staldrað við í 31. kafla:

31.
„Drengirnir voru enn að voma á sandinum ofan við Þorpið þegar þeir veittu allt í einu athygli grænleitum pallbíl þar sem honum var ekið eftir veginum að grófriðnu vírnetshliði á girðingunni umhverfis fjarskiptastöð hersins. Ökumaðurinn stöðvaði framan við hliðið og hermaður kom út úr varðskýli þar fyrir innan og opnaði. Þegar bílnum hafði verið ekið inn fyrir var hliðinu umsvifalaust lokað á ný. Bíllinn var stöðvaður framan við bragga skammt innan við varðskýlið. Ökumaðurinn og tveir vopnaðir hermenn, sem verið höfðu farþegar, yfirgáfu hann þar og flýttu sér inn í skúr við endann á bragganum.
 Aftan á bílnum grillti í enda á nokkrum trékössum. Þeir voru að hluta huldir gráum segldúk, en þetta voru samskonar kassar og þeir, sem drengirnir höfðu séð Kanana vera með þegar þeir voru að lauma amerískum bjúgum að Lónsvíkingum eða nota þau í skiptum fyrir eitthvað sem þá vanhagaði um. Lyktin af bjúgunum var svo sterk að hún fylgdi Könunum hvert sem þeir fóru, jafnvel þótt engin bjúgu væru í nánd. Anganin fannst meira segja alla leið niður á Torfu þegar vindur stóð af norðvestri, en það var þó sem betur fer sjaldgæf vindátt á þessum slóðum….

Loftskeytastöðvarsvæðið - núna, alssbert og stípað að lokinni notkun32.
Jón Pétur og Gunnsi voru sammála um að ástæða væri til að líta nánar á kassana á bílpallinum. Ekki var nokkurn mann að sjá á ferli innan við girðinguna. Drengirnir áræddu að rísa upp og gengu hálfbognir að henni. Þeir hikuðu. Á girðingunni voru einhver gul skilti með erlendri áletrun og mynd af rauðri eldingu. Amma hafði sagt Jóni Pétri að koma ekki nálægt vírnetinu því Kananum væri alveg trúandi til að tengja rafmagnsstraum við það. En Jón Pétur vissi betur. Hann hafði sjálfur sannreynt það einu sinni að ekkert rafmagn væri leitt í girðinguna með því að kasta á hana dauðri veiðibjöllu, sem hann hafði fundið þar skammt frá. Hún hafði sennilega drepist við að fljúga á einn víranna sem háu fjarskiptamöstrin voru stöguð niður með.
Til að gæta alls öryggis og hafa vaðið fyrir neðan sig gættu drengirnir þess vel að snerta ekki netið að óþörfu. Það var aldrei að vita nema gamla konan rétt fyrir sér. Hún var ekki vön að segja ósatt. Og það gat ekki verið að ástæðulausu sem hún var að vara við girðingunni.
Vindurinn þyrlaði rykinu upp á malarsvæðinu innan við girðinguna. Lyktin af bjúgunum varð greinilegri.
„Gaman væri nú að geta glatt ömmu með einum svona kassa“, hugsaði Jón Pétur. „Hún hefur ábyggilega aldrei bragðað svona mat blessunin og á sennilega aldrei eftir að gera. Og hvað munaði Kanana svo sem um einn kassa?”
Kaninn virtist eiga nóg af bjúgum. Að minnsta kosti voru þeir alltaf að gefa þær hverjum sem þiggja vildi, út og suður í tíma og ótíma, annað hvort í skiptum fyrir eitthvað annað eða að því er virtist að tilefnislausu. Amma Áslaug hafði þó ekki staðið í verslun við Kanann – einungs látið sér nægja lyktina.
Á meðan Jón Pétur og Gunnsi stóðu þarna hálfbognir utan við girðinguna tókst þeim á skömmum tíma að sannfæra hvorn annan um að ekki yrði hjá því komist að þeir reyndu að ná einum kassanna fyrir innan girðinguna með einhverjum ráðum. Ekki var þorandi að reyna að klifra yfir. Þótt ekki væri straumur á girðingunni þessa stundina væri ekki hægt að útiloka að Kaninn gæti hleypt á hana straumi öðru hvoru. Og það var alveg eins líklegt að hann gerði það ef hann yrði þeirra var. Auk þess var hún það há að vonlaust var fyrir þá að koma kassanum aftur yfir þá leiðina. Og ekki höfðu þeir verkfæri til þess að grafa sig undir girðinguna.
Leifar fjarskiptastöðvarinnar, tæpri hálfri öld síðarDrengirnir fikruðu sig spenntari og spenntari, en hikandi nær hliðinu, vitandi að vörðurinn í skúrnum fyrir innan var vopnaður. Því urðu þeir að fara sérstaklega varlega og láta lítið á sér bera.
Þegar nær dró settust þeir niður í sandinn og hvísluðust á. Þeim fannst þeir vera komnir í einhvers konar leik, sem þeir urðu að ljúka.
Allt í einu birtist vörðurinn í dyragættinni. Drengirnir beygðu sig alveg niður í sandinn.  Vörðurinn stóð þarna nokkra stund, skimaði í kringum sig, horfði yfir að bílnum, reykti, kastaði sígarettunni frá sér og snéri síðan aftur inn. Hann virtist óvopnaður. Drengirnir önduðu léttar. Þeir stóðu upp, hlupu hálfbognir að hliðinu og tóku lauslega í það. Heppnin var vera með þeim. Grindin féll ekki alveg að hliðarstólpanum. Nokkurt bil myndaðist þar á milli ef grindin var spennt frá.
Drengirnir horfðust í augu. Hvor skildi hinn. Jón Pétur tók á sig rögg og smeygði sér hiklaust inn fyrir. Það var hann sem hafði átt hugmyndina og því var sjálfsagt að að hann færi. Gunnsi  beið utan við hliðið og átti að halda því í sundur og vara Jón Pétur við ef vörðurinn eða einhver annar birtist.
Jón Pétur hljóp hljóðlega að pallbílnum og fram með afturhluta hans fjær bragganum. Hann staðnæmdist, en enga hreyfingu var að sjá á svæðinu. Hann greip þéttingsfast í skjólborðið, steig upp í felguna og vó sig upp á afturdekkið. Þaðan náði hann spyrnu til að geta teygt sig í einn kassann og draga hann hægt og varlega að sér. Annar endi kassans hvíldi á skjólborðinu. Jón Pétur lét sig síðan síga niður á jörðina og dró kassann að því búnu til sín.
BLeifar fjarskiptastöðvarinnar, tæpri hálfri öld síðaryrðin var þyngri en hann hélt. Jón Pétur átti erfitt með að ná nægilega góðu taki á kassanum og missti hann því á jörðina. Við það varð mikill hávaði.
Jón Pétur stóð grafkyrr. Hann þorði ekki að draga andann, húkti bara steinrunninn yfir kassanum. Engin hreyfing. Vindurinn hlaut að hafa dreift hljóðinu.
Jón Pétur tók kassann upp og hraðaði sér hálfboginn með hann að hliðinu. Þar beið Gunnsi eftir honum. Hann spennti sundur hliðið og Jón Pétur henti kassanum út fyrir í gegnum rifuna og fylgdi snarlega á eftir. Þeir gripu síðan undir sinn hvorn endann og hlupu við fót niður tröðina frá fjarskiptamiðstöðinni. En rétt áður en þeir komust í hvarf neðan við sandhæðina og niður á veginn kom varðmaðurinn út úr skúrnum.Â
Varðmaðurinn sá óðara hvers kyns var og hrópaði í ofboði á félaga sína, sem komu strax hlaupandi út. Eftir nokkurt handapat og köll stukku tveir hermannanna upp í bílinn og einn þeirra hentist fallvaltur að hliðinu. Tilburðir þeirra báru ekki með sér að um þrautþjálfaða atvinnuhermenn væri að ræða. Það tók Kanana auk þess nokkurn tíma að koma bílnum í gang og snúa honum við á svæðinu, en að því loknu hófst eftirförin. Vörðurinn stóð utan á skítbrettinu og hélt sér í þakbrúnina, albúinn að stökkva á bráðina ef færi gæfist.
Drengirnir urðu varir við að bílinn stefndi í áttina að þeim. Þeir hertu því hlaupin. Gunnsi dróst aftur úr. Jón Pétur tók þá kassann í fangið. Hann hafði ekki hugsað sér að sleppa herfanginu átakalaust.
Leifar fjarskiptastöðvarinnar, tæpri hálfri öld síðarGunnsi hrópaði að þeir skyldu stytta sér leið yfir kríuvarpið. Þeir beygðu út af veginum, hlupu yfir varpið, stukku í gegnum geil á hlöðnum grjótveggnum í túnfæti Vesturbæjarins og hiklaust áfram yfir túnið í átt að Miðbænum. Það var eins og kölski sjálfur væri að narta í hælana á þeim.
Hermennirnir þurftu að fara veginn og því mun lengri leið. Einn þeirra stökk af bílnum þegar hann nálgaðist hlaðna grjótvegginn í beygju á veginum og hljóp á eftir piltunum yfir túnið. Hinir héldu áfram á bílnum, en fylgdust þó vel með ferðum drengjanna. Til þess að komast inn í Þorpið og niður að bæjunum urðu þeir þó fyrst að krækja vestur fyrir Búðina. Leiðin var seinfarin á þungum herbílnum og á meðan nálguðust drengirnir óðfluga Miðbæ.
Það stóð á endum að um það bil sem Jón Pétur náði að útidyrunum birtist hlaupandi hermaðurinn við húshornið og hinir hermennirnir stöðvuðu bílinn um svipað leyti á hlaðinu. Annar þeirra stökk þegar út og hljóp hröðum skrefum í átt að húsinu. Jón Pétur náði að opna hurðina og var að henda sér inn á ganginn innan við forstofuna þegar einn hermannanna náði lafmóður taki á skyrtu hans með annarri hendinni og náði að grípa í kassann með hinni.
Jón Pétur lamdi og sparkaði frá sér af öllum kröftum og öskraði um leið: „Amma, amma, hann ætlar að drepa mig“, með slíkum látum að halda mætti að verið væri að kreista úr honum síðustu líftóruna. Kaninn sá þá sitt óvænna og sleppti drengnum, en hélt eftir kassanum.
Áslaug kom haltrandi fram. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, var órótt, en róaðist er hún varð þess áskynja að engin virtist hafa meiðst. Mikil rekistefna fylgdi í kjölfarið með hrópum, handafettum og brettum. Kaninn var óðamála, en Áslaug fórnaði höndum. Enginn skildi upp né niður í neinu í fyrstu, en svo skýrðust hlutirnLeifar fjarskiptastöðvarinnar, tæpri hálfri öld síðarir smám saman.
Loks kom í ljós hvers vegna Könunum hafði verið svo mikið í mun að ná í „bjúgun“, sem Jón Pétur og Gunnsi töldu sig hafa náð í. Í kassanum reyndust ekki vera meinlaus matvæli, heldur hættulegar dýnamítstúpur, sem ætlaðar voru til nota í hernaði. Þegar ró hafði komist á hrósuðu allir happi að ekki skyldi hafa farið verr í þetta skiptið.
Drengirnir höfðu læðst inn fyrir og földu sig hræddir inni í herbergi á meðan Áslaug bauð Könunum þremur í kaffi og pönnukökur. Svo gott fannst Könunum meðlætið að þeir gleymdu næstum að taka með sér kassann þegar þeir voru kvöddu gömlu konuna.
Jón Pétur og Gunnsi höfðu ekki þorað að koma út úr herberginu á meðan á veisluhöldunum stóð. Þeir létu lítið á sér bera og áræddu ekki einu sinni að kasta kveðju á gestina þegar þeir fóru.
Um kvöldið þegar Jón Pétur hafði strokið sér í framan, lagstur upp í rúm og dregið sængina skömmustulegur upp fyrir höfuð sér, kom Áslaug og settist á rúmstokkinn hjá honum. Hún strauk með hendinni yfir enni hans og klappaði honum á kinnina.
“Ég veit að þetta var vel meint, gullið mitt”, hvíslaði hún. “Þótt þér finnist gaman að gleðja mig, gömlu konuna, gleður það mig meira að vita af góðum og heiðarlegum dreng á öruggri leið. Litli, ræfillinn minn.  Ég ætla að biðja þig um að taka aldrei það sem aðrir eiga – ekki einu sinni í þeim tilgangi að gleðja aðra. Heyrirðu það, hróið mitt? Heyrirðu það”?
Áslaug taldi ekki ástæðu til að skammast sérstaklega yfir uppátækinu því hún vissi að drengirnir höfðu þegar dregið sinn lærdóm af því.
Þrátt fyrir atburði dagsins sofnaði Jón Pétur sáttur. Hann hafði lofað Áslaugu að láta hjá líða að gera aðra atlögu að ameríska hernum – þótt ekki væri fyrir annað en að halda friðinn.“

Nú, hálfri öld síðar er sagan gerðist, eru ummerki eftir loftskeytastöðina tilnefndu að mestu afmáð af yfirborði jarðar. Enginn vegfarandi, sem á leið um svæðið, gæti látið sér detta í hug að þarna hefði verið eitt af lykilmannvirkjum bandamanna (þess tíma) í baráttunni um heimsyfirráð (Kalda stríðsins). Allt í heiminum er svo hverfult. Líklegt má telja að deilumál dagsins í dag, orkuöflun og möguleg nýting hennar, muni að hálfri öld liðinni verða þess tíma fólki hjóm eitt. Vonandi mun eyðileggingin þó ekki verða í líkingu við þá er varð fyrir (okkar) 50 árum síðan – vonandi höfum við lært eitthvað, þótt ekki sé nema eitt hænuskref sem þurfa þykir – eftirlifandi kynslóðum til góða…

Jarðfræði

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu:

Forsöguleg gos;
-fyrir um 16 000 000 árum – elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.
-200.000 ára – elsta berg á Reykjanesi – Rosmhvalanes og Stapi.
-um 1000 f.Kr. – Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.
-um 250 e.Kr. – Snæfellsjökull

Gos á sögulegum tíma;
-um 900 – Afstapahraun.

-934 – Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. Landnámu. Landnáma segir einnig frá myndun Sólheimasands í miklu hlaupi Jökulsár.

-999 eða 1000 – Svínahraun.

-1151 – Krýsuvíkureldar. Gos í Trölladyngju; Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.

-1188 – ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu.

-1210-11 – undan Reykjanesi. Eldey myndaðist.

-1223 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1225 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1226-27 – nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, Tjaldstaðagjárhraun, Klofningahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi og mikið mannfall í kjölfarið.

-1231 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1238 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1240 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1340 – Brennisteinsfjöll.

-1422 – undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.

-1582 – við Eldey.

-1783 – á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. Nýey reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.

-1879 – Geirfuglasker .

-1884 – nálægt Eldey. Óljósar heimildir.

-1926 – við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.

Sjá meira undir „Eldgosaannáll Íslands“ á vefslóðinni:
-//is.wikipedia.org/wiki/Eldgosaann%C3%A1ll_%C3%8Dslands“

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Gullbringa
Gullbringusýsla sem slík á sér merka, en margflókna, sögu. Hér verður reynt að gera henni svolítil skil.

Í bókinni Landnám Ingólfs II eftir Magnús Grímsson er þess getið að Gullbringusýsla sé kennd við fornkonuna Gullbryngu og munnmæli herma að hún hafi átt kornakra í Sáðgerði (Sandgerði).
HjartaGullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 og náði hún yfir hluta hins forna Kjalarnesþings. Gullbringa er sýnd á herforingjaráðskortum sem hæðarbunga við suðaustanvert Kleifarvatn (308 m). Stefán Stefánsson sem kallaður var „gæd“ (af „guide“) taldi það þó hæpið, þar sem kunnugir menn á þessum slóðum hefðu jafnan kallað lyngbrekku þá sem er vestan í Vatnshlíðinni Gullbringu og nær hún niður undir austurströnd vatnsins.
Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi sagði að grasbrekkur frá Hlíðarhorni vestra og austur að Hvannahrauni (Hvammahrauni) væru nefndar Gullbringur (Örnefnaskrá í Örnefnastofnun).
Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi að nafnið Gullbringa nærri Geitahlíð væri frá Dönum komið sem hafi talið það fallegt og viðeigandi þar sem staðurinn lá nærri sýslumörkum við Árnessýslu. (Kristian Kålund: Íslenzkir sögustaðir I:51). Álitið er að staðurinn hafi fyrrum verið blómlegri en síðar hefur orðið vegna uppblásturs.
KrýsuvíkurbergEkki virðast beinar heimildir um þinghald í eða við Gullbringu og er því margt á huldu um þessa nafngift. Gullbringur eru í Mosfellsheiði, en sýslunafnið getur ekki átt við þær þar sem þær eru ekki í sýslunni. Örnefnið Gullbringa eða -bringur er til víðar á landinu og virðist merkingin vera ‘gróðursælt land’.
Á ferðum FERLIRs um svæðið hefur bæði mátt sjá suðurbak Gullbringu „gullhúðað“ í hádegissólinni á vetrum og hlíðina ofan hennar „gullbikaða“ í kvöldsólinni á sumrin.

Skv. Járnsíðu (1271) og Jónsbók (1281) var landinu skipt í 12 þing (umdæmi) Suðurnes voru í Kjalarnesþingi.
Gullbringusýslu er fyrst getið 1535 og Kjósarsýslu er fyrst getið 1637. Mörk milli sýslnanna voru lengst af við Elliðaár.
Gullbringu- og Kjósarsýsla voru sameinaðar með konunglegri tilskipun 19. mars 1754.
Skv. tilskipun 28. júní 1781 voru Landfógeta falin fjármál og löggæsla í Gullbringusýslu.
Með konungsúrskurði 9. maí 1806 voru fjármál og löggæsla færð frá Landfógeta til héraðsdómara í Gullbringusýslu, sem fór þá með öll sýsluvöld.
HnúkarReykjavík varð að sérstöku lögsagnarumdæmi með konungsúrskurði 15. apríl 1803 og þar skipaður sérstakur bæjarfógeti.
Árið 1874 var bæjarfógetaembættið í Reykjavík sameinað sýslumannsembættinu í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Árið 1878 var bæjarfógeti skipaður í Reykjavík og embættin aðskilin. Reykvíkingar undu sambúðinni illa og 16. ágúst 1878 voru embættin aðskilin á ný og sérstakur bæjarfógeti skipaður í Reykjavík. Allt land Reykjavíkur var áður í Seltjarnarneshreppi. Með lögum 1923 stækkaði Reykjavík með yfirtöku jarða í Mosfellshreppi.

 Árin 1878 til 1908 varð bæjarfógetinn í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Landshöfðingi samþykkti að skipta Álftaneshreppi 17. september 1878 í tvo hreppa, Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Hafnfirðingar undu þessu illa og vildu vera sér og eftir 30 ára baráttu varð Hafnarfjörður kaupstaður 1. júní 1908.

Þann 3.10.1903 var samþykkt á Alþingi að Gullbringu- og Kjósarsýslu myndi verða skipt upp í tvö sýslufélög. Annað er hin forna Kjósarsýsla og Seltjarnarneshreppur. Hitt er Bessastaðahreppur, Garðahreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, FERLIRNjarðvíkurhreppur, Rosmhvalaneshreppur, Miðneshreppur, Hafnarhreppur, og Grindavíkurhreppur. Eitt sýslumannsembætti, með aðsetur í Hafnarfirði, fór með málefni beggja sýslna. Með lögunum voru mörk milli sýslnanna flutt frá Elliðaám að hreppamörkum Seltjarnarneshrepps þar sem þau lágu þá að mörkum Garða- og Bessastaðahrepps.

Árið 1938 var skipaður lögreglustjóri í Keflavíkur. Með lögum 16/1934, undirskrifuð í Amalíuborg 25. janúar 1934 af Christian R. (Kristján tíundi (R.=Rex (konungur)) var ákveðið að skipa lögreglustjóra í Keflavíkurhreppi og skyldi hann einnig fara með dómsvald í lögreglumálum, innheimtu opinberra gjalda, fógetavald og hreppstjórastörf í Keflavíkurhreppi. Embættinu var komið á laggirnar 1. janúar 1938 og Alfreð Gíslason var skipaður lögreglustjóri, reyndar frá 31. desember 1937. Fram að þeim tíma hafði sýslumaður Gullbringusýslu með aðsetri í Hafnarfirði stjórnað löggæslumálum í Keflavík. Embættinu fylgdi ekki dómsvald einungis framkvæmdavald.
Þegar Keflavík varð kaupstaður 1. apríl 1949 var Alfreð skipaður bæjarfógeti í Keflavík og gegndi því starfi til 19. apríl Festisfjall1961 þegar hann fékk lausn frá starfi og varð bæjarstjóri í Keflavík frá 8. júní 1961. Eggert Jónsson f. 22. maí 1919, sem verið hafði bæjarstjóri var skipaður bæjarfógeti í Keflavík frá 1. júlí 1961 og gegndi því starfi til dauðadags en hann lést ungur maður 18. júlí 1962. Alfreð var þá aftur skipaður bæjarfógeti í Keflavík frá 5. september 1962.
 1. apríl 1949 fær Keflavíkurhreppur kaupstaðarréttindi og lögreglustjórinn verður jafnframt bæjarfógeti í Keflavík. Auk lögreglumála og dómsvalds í þeim fer hann nú með önnur dóms- og umboðsstörf í Keflavík.
Með bráðabirgðalögum sem sett voru 19. janúar 1954 var embætti Lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli komið á fót. Þann 8. apríl 1954 voru samþykkt lög á Alþingi um lögreglustjóraembættið og tóku þau þegar gildi. Umdæmið var samningssvæði þau á Reykjanesi, sem varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna tók til og eru eign ríkisins. Lögreglustjórinn fór með sömu störf og sýslumenn og bæjarfógetar.

Seltjarnarneshreppi var skipt 1948 í Seltjarnarneshrepp og Kópavogshrepp. Kópavogur varð kaupstaður 1955 og fór undan sýslunni. Sigurgeir Jónsson var skipaður bæjarfógeti í Kópavogi 11. ágúst 1955.

HrauntúnAlfreð var síðan skipaður sýslumaður í Gullbringusýslu frá 1. jan. 1974 og bæjarfógeti í Grindavík frá 10. apríl 1974. Hann fékk lausn frá embætti 8. júlí 1975 frá og með 1. október 1975. Þann 22. ágúst 1975 var Jón Eysteinsson f. 10. janúar 1937 skipaður bæjarfógeti í Keflavík og Grindavík og sýslumaður í Gullbringusýslu frá 1. október 1975 að telja og síðan bæjarfógeti í Njarðvík frá 1. maí 1976.

Seltjarnarneshreppur og Garðahreppur urðu kaupstaðir 1974. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði varð jafnframt bæjarfógeti í þessum kaupstöðum. Í Kjósarsýslu voru Garðahreppur, Bessastaðahreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellshreppur, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði varð jafnframt sýslumaður í Kjósarsýslu.
Fyrir forgöngu Geirs Gunnarssonar og Karls G. Sigurbergssonar urðu til sérstök lögsagnarumdæmi á Suðurnesjum og voru lög þess efnis samþykkt á Alþingi 24. apríl 1973 og tóku gildi 1. janúar 1974.

Í Gullbringusýslu voru Grindavíkurhreppur, Hafnarhreppur, Miðneshreppur, Gerðahreppur, Njarðvíkurhreppur og Vatnsleysustrandarhreppur.
GálgahraunBæjarfógetinn í Keflavík varð jafnframt Sýslumaður í Gullbringusýslu.
Grindavík hlaut kaupstaðarréttindi 10. apríl 1974.
Árið 1976 var bæjarfógetinn í Grindavík, Keflavík og Njarðvík jafnframt sýslumaður Gullbringusýslu.
Njarðvík fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1976. Bæjarfógetinn í Keflavík varð jafnframt bæjarfógeti í Grindavík og Njarðvík.

Við aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds í héraði 1. júlí 1992 var Jón skipaður sýslumaður í Keflavík en lögsagnarumdæmið er það sama og var. Þennan dag tóku gildi lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði nr. 92/1989. Hugtakið bæjarfógeti féll niður og sýslumenn voru kenndir við staði.

Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslumaður Gullbringusýslu heitir nú Sýslumaðurinn í Keflavík. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli verður Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Seltjarneskaupstað og Sýslumaður Kjósarsýslu verður Sýslumaðurinn í Hafnarfirði.

Hugtakið Gullbringusýsla er ekki lengur notað og má segja að þetta aldagamla heiti stjórnsýsluumdæmis sýslumanna leggist af með lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.

Heimild m.a.:
-Eyþór Þórðarson, Stjórnsýsla í Gullbringusýslu, birtist í Árbók Suðurnesja 1984-85.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2182Í Almenningi

Húshólmi

Gengið var inn í Húshólma um Húshólmastíg (1.1 km). Með í för var m.a. hinn mæti Grindvíkingur Dagbjartur Einarsson. Skoðað var aðhald austast í hólmanum, stekkur eða rétt og brunnur sem og hugsanlegar seltóftir. Þá var litið á grenið nyrst sem og skotbyrgi refaskyttunar, auk gróins gerðis í hraunkrika. Allt eru þetta nýlegri minjar í hólmanum, en engu að síður minjar manna, sem þar voru í ákveðnum erindagjörðum, hvort sem var að sitja yfir ám eða liggja fyrir ref.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Skammt vestar er forn fjárborg. Hún var skoðuð. Gengið var að fornum garði er legið hefur þvert yfir hólmann, en hefur nú látið verulega á sjá. Garðurinn er heillegastur að norðvestanverðu, næst hraunkantinum. Þá var gengið að bogadregnum garði skammt sunnar. Honum var fylgt inn í hraunið uns komið af að hinu fornu minjum ofan við Kirkjulág. Um er að ræða tvo skála. Hraunið frá 1151 hefur umlukið þann nyrðri. Í honum sjást stoðholur eftir miðju tóftar. jafnvel tvöföld. Svo virðist sem hraunið hafi einni brennt torfið utan af tveimur eða þremur hringlaga byggingum skammt suðaustan hans.
Meginskálinn virðist vera með sveigðum veggjum. Dyraop er mót suðri, en við austurenda hans er bygging. Dyraop er þar einnig mót suðri.
Í Kirkjuláginni eru garðar, tóft áætlaðrar kirkju sem og hugsanlegur skáli vestan hennar. Torfhlaðnir bogadregnir veggir eru norðan og austan hennar. Þeir umlykja og kirkjutóftina. Vestan hennar er stígur er liggur að Brúnavörðunum, á hraunkantinum að suðvestanverðu. Hann er flóraður að hluta. Sagt er að sonur Guðmundar Bjarnasonar frá Krýsuvík hafi lagt stíginn, en áður hafi forn stígur úr Húshólma legið að Selatöngum sjávarmegin, en hann lagst af við áganginn.
Þar er fornt garðlag, forn fjárborg sem og hugsanlega tóft topphlaðins húss. Ofar og norðar í hólmanum er hlaðinn veggur er hraunið hafði stöðvast við fyrrnefnt ár. Skammt ofar í hrauninu er nýrra hringlaga skjól.
Húshólmastígur hefur greinilega verið mikið notaður í gegnum tíðina því óvíða má sjá markað í jarðfast grjót, en víðast hvar hefur grjóti verið kastað úr götunni og myndar smærra grjót undirlagið. Hann er auðveldur umferðar. Þegar komið er í Hólmann er við enda hans fyrirhleðsla til að varna því að fé leitaði eftir stígnum og út úr Hólmanum.

Húshólmi

Stekkur í Húshólma.

Í líklegum brunni ofarlega í hólmanum virðast vera hleðslur. Þar skammt frá er réttin eða stekkurinn, auk annarra ógreinilegra mannvirkja, s.s. lítil tóft og hlaðið hringgerði.
Megingarðarnir í Húshólma eru gerðir úr torfi. Undirlagið var steinhlaðið. Þvergarður um Kirkjuflötina virðist þó hafa verið hlaðinn með grjóti.
Efst er þvergarður til austurs og vesturs. Hraunið hefur runnið yfir hann vestast. Annar garður liggur skammt sunnar til suðausturs og í boga til suðvesturs. Á hann er þvergarðurinn. Innan hans að norðanverðu er skeifulaga gerði. Það sést best þegar sólin er tiltölulega lágt á lofti. Heitir þar Kirkjuflöt.
Á meginminjasvæðinu í hrauninu vestan Húshólma virðast vera þrír, skálar, kirkjutóft og garðar. Í nyrsta skálanum er stoðholuröð, sennilega tvöföld, miðskálinn er heillegur af útlitslínum að dæma og sá syðsti er þvert á þá efri. Austan við hann er kirkjutóftin, í svokallaðri kirkjulág. Til austurs frá henni inn í Húshólma liggur kirkjugatan.
Tóft er skammt ofan rekagötuna niður að Hólamsundi. Hún gæti verið frá verið Krýsuvíkurbænda við útfræði þar árið 1917. Annars gerðu þeir fyrrum út frá Selatöngum. Húshólmastígur og stígurinn að Brúnavörðunum sem og stígurinn upp með vestanverðu Ögmundarhrauni gæti verið gömul vergata þeirra, en þá hefur Húshólminn verið á 1/3 leiðarinnar og þeir þá átt um 2/3 hennar eftir. Ekki er með öllu útilokað að einhverri tóftinni við Húshólma hafi enn verið haldið við sem skjóli á þeirri leið, t.d. kirkjutóftinni.
Frá því að fyrst var farið að búa í Krýsuvík, sem nú er, og fram á síðstu ár (ritað 1951), hafa alltaf verið þar menn, sem vissu að í Húshólma hefur endur fyrir löngu verið byggð, og hún ekki alllítil, svo sem sjá má af húsarústum og öðrum ummerkjum, sem eru þar enn í dag. Húshólmi – eða staður sá, sem svo hefur verið nefndur um langan aldur, er austast í Ögmundarhrauni, er það óbrenndur heiðalandsblettur, um 25-30 ha að stærð.

Húshólmi

Skáli í Húshólma.

Hinum sýnilegu minjum í Húshólma, sem vitna það í þögn sinni, en þó svo glöggt, að ekki verður um villst, að það hafi fólk búið endur fyrir löngu, hefur hraunflóðið þyrmt, þegar það beljaði þarna fram ís jó, yfir stórt og sennilega fagurt land og gott ásamt byggð, sem enginn veit, hve mannmörg hefur verið. – Þegar staðnæmst er við þessar fornu húsarústir, þá hlýtur hver hugsandi maður að fyllast undrun yfir þeirri algjöru þögn, sem svo rækilega hefur fram á þennan dag hvílt yfir þeim atburðum, sem hér hafa gerst.
Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni um jarðelda í Trölladyngju: “Að minnsta kosti er það víst, að krýsvíkingar kunna að segja frá ægilegum jarðeldi, er brann í fjöllum þessum í fornöld. Eldflóðið féll í sjó niður og eyddi nokkrum bæjum á því svæði, sem nú heitir Ögmundarhraun. Meðal þeirra var kirkjustaður, sem Hólmastaður hét, og sjást þar enn minjar kirkjugarðsins og húsatóftanna.”
Þorvaldur Thoroddsen segir í ferðabók sinni um rústirnar í Húshólma: “Ein sú lengsta er 49 fet, en breidd hennar sést ei fyrir hrauni.” Og ennfremur segir hann: “Þessar tóttir, sem hraunið hefur runnið yfir, eru full sönnun fyrir því, að það hefur myndast síðan land byggðist, þótt hvergi finnist þess getið í sögum eða annálum.” Einnig getur Þorvaldur um allmarga garða, sem sjáist þar enn. Hann segir um Ögmundarhraun, að Jónas Hallgrímsson hafi giskað á, að það hafi runnið í kringum 1340, “án þess þó að færa heimildir fyrir því”.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifar í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1903 um Húshólma og fornminjarnar þar. Þar getur hann garða og húsarústa á svipaðan hátt og Þorvaldur Thoroddsen. Í greins inni kemst Brynjúlfur þannig að orði á einum stað: “Krýsuvík hefur til forna staðið niður undir sjó, fyrir vestan endann á Krýsuvíkurbjargi. Nafnið Krýsuvík bendir til þess.” Brynjúlfur er sá eini af þessum þremur fræðimönnum, sem minnist á og telur víst, að Krýsuvík hafi verið upphafalega þar, sem nú er Húshólmi.

Húshólmi

Stoðhola í Húshólma.

Það, sem einkum styður þá kenningu, að Krýsuvíkin hafi í upphafi staðið við sjó, er aðallega þetta: Nafn byggðarinnar – Krýsuvík, eins og Brynjúlfur Jónsson bendir á, því að lítt hugsanlegt er, hafi byggðin staðið frá landnámi þar, sem nú er, að hún hefði þá fengið þetta nafn, því að þar er ekki um neina vík að ræða, ekki einasta að byggðin sé það nærri Kleifarvatni, að nafnið gæti þaðan verið komið. Í öðru lagi eru það hinar miklu húsarústir og önnur verksummerki í Húshólma, með nöfnum svo sem Kirkjuflöt og Kirkjulág. Nöfn þessi benda til, að þar hafi kirkja verið, en aldrei mun getið nema einnar kirkju í Krýsuvík, og er að ég hygg fyrst getið í máldaga 1275, en prests getið þar snemma á 14. öld. Mun þetta hvort tveggja áður en Ögmundarhraun myndaðist.
Nú mun vera vaknaður nokkur áhugi fyrir hinum fornu rústum í Húshólma. Vonandi tekst áður en langur tími líður að lyfta þeim huliðshjálmi, sem fram að þessu hefur hvílt yfir leifum þessara fornu byggðar, þessum leifum, sem segja má, að neitað hafi að láta ægivald elds og hrauns undiroka sig, til þess að síðar, þegar við værum þess umkomin, gætum lesið sögu þessara byggðar og að einhverju leyti sögu þess fólks, sem þarna lifði og starfaði – og “sat meðan sætt var”.

Húshólmi

Skáli í Húshólma.

Strjálir munu róðrar hafa verið frá Húshólma síðustu aldirnar. Þó munu menn stöku sinnum hafa lent þar bátum sínum, einkum á seinni árum, til þess að sækja timbur og annað það, sem á land hefur þar skolað, því rekasælt er í Hólmanum í góðum rekárum. Eins hefur það borið við, að sjóhraktir menn hafa náð þar landi. Þannig tók þar land um eða laust fyrir 1920, skipshöfn af selveiðiksipinu “Kóp”, sem sökk út af Krýsuvíkurbjargi á leið til Austurlands með saltfarm.
Skipshöfnin barði skipsbátnum í norðanbáli og kulda vestur með landi, en landtaka víst vart hugsanleg fyrr en í Húshólma, enda norðanáttin besta áttin þar. Þeir lentu í Húshólma heilum bát sinum, settu hann undan sjó, gengu svo – einhverjir eða allir – til Krýsuvíkur, því að allir komust þeir þangað og fengu þar og í Stóra-Nýjabæ, sem voru einu bæirnir í byggð þá.
Þær viðtökur og viðurgerning, sem Íslendingar eru svo þekktir fyrir þegar svo stendur á, ekki einasta hérlendis, heldur og allvíða erlendis.

Húshólmi

Garður í Húshólma.

Vitað er það, að Krýsvíkingar höfðu á síðari öldum útræði nokkurt, en þeir reru ekki út úr Húshólma, heldur frá Selatöngum, sem liggja fjær en tvennar vegalengdir í Húshólma, og hefur þetta vitanlega orsakað af því einu, að eins og þá var komið, mun ófært hafa verið talið útræði úr Húshólma, en gott frá Selatöngum að öðru leyti en því, að vatnslaust má telja þar, en oftast nægt vatn í Húshólmanum.
Svo var það sumarið 1917, að bændur í Krýsuvík tóku að hugsa til fiskiróðra út frá Húshólma. Ekki var hér um stórútgerð að ræða, enda ætlaði eigandinn að taka á sig tapið, ef eitthvert yrði, svo sem þeir munu enn gera, sem sjósókn stunda á opnum fleytum. Í Krýsuvík bjó þá Þorvarður Þorvarðarason, með systur sinni Hallbjörgu. Í Stóra-Nýjabæ bjó Guðmundur Jónsson.
Gata lá frá Krýsuvík niður í Húshólma og í gegnum Ögmundarhraun, áleiðis yfir á Selatanga.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Þorvaldsson – Harðsporar 1951.
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar.
-Ferðabók Þorvaldar Toroddsens, I, bls. 186.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.