Hóp

Í 85. kafla Landnámu segir:
“Maður hét Hrólfur höggvandi; hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur; þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Vémundur kvað þetta, er hann var í smiðju:
Ek bar einn af ellifu bana orð. Blástu meir!
Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.

Hof í GrindavíkMolda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, son Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar.

En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.

Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðigur; síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sá ófreskir menn, að landvættir allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.

hop-234Hafur-Björn átti (Jórunni, stjúpdóttur Gnúps bróður síns). Þeirra son var Svertingur, er átti Húngerði, dóttur Þórodds Tungu-Oddssonar og Jófríðar Gunnarsdóttur, þeirra dóttir Þorbjörg móðir Sveinbjarnar, föður Bótólfs, föður Þórdísar, móður Helgu, móður Guðnýjar, móður Sturlusona. Gnúpur Molda-Gnúpsson átti Arnbjörgu Ráðormsdóttur, sem fyrr er ritað. Iðunn var dóttir Molda-Gnúps, er átti Þjóstar á Álftanesi. Þormóður var son þeirra.” Iðunn var og dóttir Molda-Gnúps, er átti Þjóstar á Álftanesi. Þormóður var son þeirra.

Í Rekaskrá Skálholtsstaðar um 1270 segir m.a.: “Item þessi rekamörk eru hallden j Grindavik: J millum valagnüpa og Rangagiógurs ad huar sem hualur kiemur j Grindabijk j greindu takmarke skal skiptast j fiðra fiordunga. Skal eirn fiordung hafa Þorkotlustadir. annann stadarstadr. vr jarngerdarstada hlut. hinn fiorda hlut sjal hafa hraun og hof. skal hraun hafa tuo hlute. en hof þridiung. Item a klaustrid i videy. hemlming huers af hrauns hlut.”

Heimild:
-Landnámabók, 85. kafli
-Íslenskt fornbréfasafn fyrir 1270,
Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1857, bls. 75-76.

Hóp

Hóp – gamli bærinn.