Íslandskot

Í bókinni “Ísland – framandi land”, fjallar Sumarliði Ísleifsson m.a. um frásagnir um Ísland fram á síðari hluta 16. aldar,, umfjallanir um Ísland frá 16. öld til miðrar 18. aldar, s.s. landafræði og sögurit á 16. öld, ferðalýsingar á síðari hluta 16. aldar, ferðalýsingar á 17 öld og fyrri hluta 18. aldar, könnunarleiðangra á Íslandi á síðari hluta 18. aldar og Íslandslýsingar frá síðar hluta 19. aldar (túrisma á Íslandi, íslenska náttúru, fólkið og sögueyjuna). Hér verður samhengislega drepið niður á nokkra punkta er varðar Reykjanesskagann:

Hugmyndir um Ísland

“Rómverski sagnaritarinn og náttúrfræðingurinn Plinius (23-79 e.Kr.) tók saman mikið verk um náttúrusögu, Naturalis historia. Eitt þeirra fjarlægu svæða sem Gajus Plinius ræddi um í verkinu var eyjan Thule. Kvað hann þar vera albjart allan sólarhringinn um sumarsólstöður og almyrkt um vetrarsólhvörf ern sumir segi þó að þar sé stöðugur dagur í sex mánuði og stöðug nótt í aðra sex. Þá sé eins dags sigling frá landinu að frosnu hafi. Fróðleik sinn um Thule hafði Plinius að öllum líkindum eftir gríska sæfaranum Pyþeasi, þó sennilega með gríska landfræðinginn Strabo (1. öld f.Kr.) sem meðalgöngumann. Mun Pyþeas hafa ritað um ferðir sínar á fjórðu öld fyrir Krist og minnist þar meðal annars á þessa norðlægu eyju. Segir hann ís ekki fjarri landinu í norðri, bjart nánast allan sólarhringinn um hásumar og sé þangað sex daga sigling frá Bretlandi.
Á næstu árhundruðum urðu ýmsir fleiri til þess að minnast á Thule og höfðu flestir fróðleik sinn beint eða óbeint eftir Pyþeasi, oft fyrir meðalgöngu Strabos eða Pliniusar. Claudius Ptholemeus (á 2. öld e.Kr.) kvað til dæmis Thule vera norðan Orkneyja og væri lengstur dagur þar um 20 stundir. Á fyrri hluta sjöundu aldar staðsetti Isidorus frá Seville Thule norður og vestur í hafi, nyrst eyja handan Bretlandseyja, og segir hann meðal annars að handan við Thule sé engin dagsbirta og sjór af þeim sökum “hreyfingarlíftill og frosinn”. Í stuttu máli má segja að Thule hafi verið talið hið nyrsta land og fjarlægasta sem um gat, eyja í grennd við hið frosna haf. Íbúarnir virtust ólíkindalegir.
Hluti af korti Bertellis 1570 - HafnarfjörðurFlest var þokukennt í kringum eyna Thule á fyrri hluta miðalda. Ögn skýrðust málin þó á áttundu og níundu öld. Hinn írski Beda venerabilis (Beda prestur) greindi nokkuð frá Thule á fyrri hluta áttundu aldar, að flestu í anda eldri höfunda sem hafa verið nefndir hér að framan. En lýsingar hans eru þó nákvæmari en verið hafði fram til þessa, enda vitnar hann til samtímamanna sinna sem hafi dvalist þar og upplifað “nokkra daga sumar hvert” að sól gangi ekki til viðar. Hvort Beda á þarna við Ísland er ekki hægt að fullyrða en margir hafa talið svo vera, til dæmis Sturla Þórðarson í formála sínum í Landnámu á síðari hluta 13. aldar. Eins líklegt er þó að ummæli hans eigi við önnur norræn lönd, til dæmis Norður-Noreg.
Hundrað árum síðar, um árið 127, fjallaði annar Íri, Dicuil að nafni, stuttlega um Thule í riti sínu De Mensura Orbis Terrae. Ducuil, sem var munkur og kennari við frönsku hirðina, greinir fyrst frá lýsingum þeirra Pliniusar, Isidorusar og fleiri fornra höfunda á þessu en síðan bætir hann við “að bjarmi sólar sjáist á hinn bóginn örskamma stund á Thile um vetrasólstöður og fáeina daga undan og eftir, þegar hún er í hádegisstað á miðri jörðunni, og því skjátlist skrökberendum, er þeir hafa ritað, að hafið sé þar ísi lagt og stöðugur nóttlaus dagur frá vorjafndægrum til haustjafndægra, en sífelld nótt á hinn bóginn frá haustjafndægrum til vorjafndægra… Þá bjuggu menn á Thile.

Merkir brunnar á Reykjanesskaga - kort Orteliusar 1570

Álitið hefur verið að frásögn Dicuils eigi við Ísland og hefur hún af mörgum verið talin fyrsta eiginlega Íslandslýsing sem um getur. Tvennt geta menn verið sammála um; Thule var langt í norðri og þar var mikill munur dags og nætur að sumri og vetri.
Adam frá Brimum (d 1085) ritaði sögu erkibiskupsstólsins í Hamborg á síðari hluta 11. aldar. Hann heldur því fram að Ísland og eyjan Thule séu eitt og hið sama. Fór svo að nafngiftin Thule festist við Ísland á síðari hluta miðalda og gekk landið ýmist undir Íslandsnafninu eða var nefnt Thule. Síðar var hart um það deild hvort nafngiftin Thule hefði átt við Ísland eða ekki. Á eynni býr fjöldi fólks sem hefur viðurværi sitt af húsdýrum að sögn höfundar, enda vex þar ekkert korn og lítið er um trjágróður. Segir hann að fólkið gangi um skinnklætt, búi neðanjarðar í holum sínum til þess að verjast kuldanum og deili með ánægju þaki og rekkju með með búfénaðinum. Lifi landsmenn erfiðu en einföldu og hamingjuríku lífi á því sem náttúran hafi upp á bjóða og óski einskis annars; uppsprettur hafi þeir sér til ánægju.
Furðudýr á Faxaflóa - kort Orteliusar 1570Adam frá Brimum hefur að öllum líkindum stuðst við heimildir frá íslendingum sem dvöldust á Engalndi eða mönnum sem höfðu kynnst þeim. Til dæmis var Þorlákur helgi við nám í París um svipað leyti og Garibaldus og systursonur Þorláks, Páll Jónsson biskup, var við nám á Englandi á dögum hans. Þar gæti Adam hafa fengið upplýsingar um “góða veiðifálka, ofsatorma, sem eyða öllu sem fyrir er með eldi sínum, eldgos o.fl.
Í norskum ritum frá 12. og 13. öld hafa varðveist nokkrar frásagnir af Íslandi. Þar á meðal er Histria de antiuitate regum Norwagiensium (Um konunga Norðmanna að fornu), rituð um 1180 af Þjóðreki munki (Theodricus monachus). Í verki sínu ræðir hann maðl annars um fund landsins, fyrstu norrænu landnámsmennina, svo og að á undan þeim hafi nokkrir Írar verið búnir að koma þangað.”
Í ljósi fyrirliggjandi heimilda, skráðra sagna og upplýsinga nútímans verður að teljast líklegt að Thule og Ísland hafi verið ein og sama eyjan. Norður Noregur gæti varla hafa verið eyja í augum reyndra sæfara, Orkneyjar og Færeyjar voru þekktar og ef um Grænland hefði verið að ræða hefi landlýsingin verið allt önnur en raunin var á. Ekki er heldur vitað til þess að önnur búsældarleg eyja hafi verið í Norður Atlantshafi – en horfið af yfirborði jarðar. Efasemdafólk hefur leyft sér að efast, en ekki getað bent á aðra sennilega staði er átt geta við þær mörgu samstiga lýsinga um eyjuna Thule í norðri. Færeyingar vissu, allt frá því að eyjan bygðist, að farfuglarnir staðnæmdust ekki á eyjunni heldur héldu för sinni áfram til norðurs. Land hlaut því að að vera fyrir handan – og þess var að sjálfsögðu leitað.
ThuleSamkvæmt framangreindum skráðum heimildum er bæði eðlilegt og sjálfsagt að viðurkenna það fúslega að landið/eyjan, sem í þeim er lýst; Thule/Thile – var landið/eyjan er síðar var nefnt Ísland. Af þeim sömu heimildum (sem einna erfiðast virðist fyrir suma að sætta sig við) má sjá að landið var jafnvel þegar numið á fyrstu öldum f.Kr. Harðyndi og/eða sjúkdómar gætu hafa eytt íbúnum á einhverju tímabili. Ef að líkum lætur hafa náttúruhamfarir leikið landið og landsmenn grátt, breytt tilvistarmöguleikum þeirra og eytt ummerkjum um búsetuna frá einum tíma til annars. Það var síðan ekki fyrr en á 7. öld að jafnvægi virðist hafa komist á og þáverandi íbúar, írskir menn, gátu leyft sér að þróa bústofn sinn. Þegar norrænir menn fengu áhuga á eyjunni var bústofninn orðin svo álitlegur að þeir töldu ávinning að því að ná honum undir sig. Það, auk fárra varnarlausra íbúanna, hvatti þá til dáða – svo mikilla að innan skammt urðu þeir allsráðandi á eyjunni Thule. Nafnnýbreytnin Ísland varð því óumflýjandleg í ljósi nýrrar söguskráningar. Segja má að meginágreiningurinn hefur (var) jafnan um nafngiftina en ekki tilvist eyjunnar.

Heimild:
Sumarliði Ísleifsson – Ísland – framandi land, 1996.