Sólar

“Orðatiltækin tröll ög tröllkona eru næsta yfirgripsmikil; því þau tákna allar þær verur, sem meiri eru en menn að einhverju, og sem eru meir eða minna illviljaðir, t. d. drauga og jafnvel galdramenn. Samt sem áður eru þessi orðatiltæki 

troll-21

eiginlega höfð um þá tegund, sem hið risalega er einkennilegast við. Þó eru til fleri nöfn fyrir þá tegund, t. d. bergbúar, jötnar, þussar, risar, skessur, flögð, gýgjur o. s. frv. þessi tegundarnöfn hafa rutt sér svo til rúms, að sjaldan koma fyrir eiginnöfn trölla. — Mörg nöfn eru það, sem benda til trúarinnar á tröll, bæði hlutaheiti (t. d. jötunuxi, þussaberg, þussaskegg, gýgjarpúss, tröllagrös, tröllaurt, surtarbrandur, surtarepli) og örnefni, (t. d. Surtshellir, Trölladýngja, Tröllagata, Tröllaháls, Tröllakirkja, Tröllaskeið, Tröllaskógur, Tröllatúnga.)
Í sögum þeim, sem enn eru til á Íslandi um tröll, er þeim aö öllu eins lýst, og í hinum norrænu goðasögum. Bæði eru þau talin meiri og sterkari en menn optast, heimsk og hamslaus, gráðug og grimm; en þó er annað veifið sagt, að þau viti marga þá hluti, er menn vita ekki, séu góðviljuð, dreinglynd, og trú sem gull. “Við mótgjörðir reiðast tau illa, og leita að hefna sín grimmilega; á hinn bóginn þakka þau bæði og launa þegnar velgjörðir, og liðsinna opt mönnum að fyrra bragði. Mannætur er sagt þau séu; en þó eru ekki fá dæmi þess, að tröll hafi leitað samfara við mennska menn og í því skyni numið til sín bæði menn og konur.
Þó tröll séu í ýmsum greinum háskalega vansköpuð, eiga þau ávalt að vera í mannsmynd alt um það, enda virðist svo, sem þau eigi að vera einhvers konar eldri kynslóð, en mennirnir. þeim átti að vera það undur leitt, að kristni var tekin hér á landi, og hafa leitazt við með mörgu móti að tálma framförum hennar, og lögðust þar frá, sem kristni viðgekkst og kirkjar voru reistar, ef þau feingu eigi aðgjört eins og þau hafa síðan trylt menn og tælt frá kristni á sína trú.

troll-22

Tröll búa í hömrum og fjallaklettum og hellum og lifa bæði á dýraveiðum, fiskifángi, og ef til vill af kvikfé. Sum þeirra mega ekki sjá dagsljós, og verða að steini, ef sól nær að skína á þau, og eru því ávalt á ferð á næturnar. Lítur það fremur svo út, sem það sé eins konar tröllategund og er þeim því gefið sérstakt nafn og kölluð nátttröll. Mörg orðatiltæki eru það, sem benda á þá ýmsa háttsemi trölla og eru sum til lasts, en sum til lofs, sem Snorraedda (31. kap.) segir: „mann er ok rétt at kenna til allra Ása heita; kent er og við jötna heiti, ok er það flest háð eða lastmæli.” Eins þykir skass, skessa eða flagð og önnur slík orð lastmæli um konur, og eru ekki höfð um aðrar en þær, sem óhemjuskepnur eru að einhverju leyti eða bryðjulegar. þegar menn vilja tákna það, að einhver blíni á eitthvað höggdofa eða hjárænulega, er sagt „hann glápi á það, eins og tröll á himnaríki eða heiðríkju,” og er það líklega dregið af því, að tröllin, sem voru svo óvinveitt kristninni, muni aldrei eiga þángað kvæmt. Aptur eru önnur orðtök, sem til lofs liggja; tröllatrygð er viðbrugðið, og sagt, að maður sé „mesta trygðatröll,” sem trúr er eða tryggur „eins og tröll,” „tröll eru í trygðum bezt,” og „tröll gánga trautt á grið sín,” og fleiri eru slík orðatiltæki.”

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og æfintýri, Jón árnason, 1862, 1. bindi, bls. 181-182.