Vitaleiðin – skilti

Nesviti

Við veitingaaðstöðuna að Götu í Selvogi er skilti er ber yfirskriftina „Vitaleiðin„. Á því má lesa eftirfarandi:

Þorlákshafnarviti (Hafnarnesviti)

Þorlákshafnarviti (Hafnarnesviti).

„Göngu- og hjólaleið ásamt akstursleið; þrír vitar, fjölbreytileg sjávarsíða, þrjú þorp – ýmiskonar afþreying, saga, matur og gisting.
Vitaleiðin er um 45 km leið sem nær frá Selvogi í vestri að Knarrarósvita við Stokkseyri í austri. Nafngiftin er dregin af vitunum sem marka leiðina þ.e. Selvogsvita, Hafnarnesvita [Þorlákshafnarvita] og Knarrarnesvita.
Vitaleiðin býður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana, gengið meðfram strandlengjunni eða jafnvel hjólað. Á Vitaleiðinni heimsækir þú þrjú þorp við sjávarsíðuna, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, sem hvert hefur sína sérstöðu og sögu. Vitaleiðim býður upp á fjölbreytta ferðamöguleika sem hægt er að njóta á einum eða fleiri dögum.“

Vitaleiðin - skilti

Vitaleiðin – skilti.