Teigur

Eftirfarandi er úr viðtali sem Bragi Óskarsson tók við Árna Guðmundsson frá Teigi, fyrrverandi formann í Grindavík. Árni lést árið 1991, mánuð fyrir 100 afmælið. Árni bjó fyrst í Klöpp, torfbæ austan við Buðlungu, og síðar í Teigi.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi.

Frá honum og konu hans, Ingveldi Þorkelsdóttur frá Þorbjarnarstöðum í Hraunum, eru Teigaranir komnir (eða það segir a.m.k. Dagbjartur Einarsson – og ekki lýgur hann). Afi hennar var Jón Guðmundsson, hreppstjóri, á Setbergi við Hafnarfjörð. Faðir Ingveldar var Þorkell Árnason frá Guðnabæ í Selvogi og Igveldur Jónsdóttir frá Setbergi. Foreldrar Árna voru Guðmundur Jónsson (1858-1936) frá Þórkötlustöðum og Margrét Árnadóttir (1861-1947) frá Klöpp. Afi hans var Jón Jónsson frá Garðhúsum. Systir Árna var Valgerður, eiginkona Dagbjarts Einarssonar, afa Dagbjarts Grindvíkings. Svona var nándin mikil fyrrum í Grindavík – þegar húsin voru nafngreind og útidyrahurðir stóðu jafnan opnar.
Klöpp var myndarbýli, en nú sjást einungis rústir gamla torfbæjarins, nokkuð heillegar. Timburhús, sem byggt var á jörðinni, svolítið austar, flaut upp í stórviðri árið 1925. Eftir það var húsið fært ofar í landið, þar sem það er nú, samfast samnefndu húsi. Hér lýsir Árni útfræði, formennsku og öðru því sem þurfti að sinna í hinu daglega amstri Grindavíkurdaganna fyrrum – sem þó eru einungis handan við hornið…

Skógfellastígur

Skógfellastígur.

„Þeir eru nú orðnir fáir sem muna áraskipin gömlu og þá sjómennsku sem á þeim var stunduð. Allt frá landnámstíð og fram á þessa öld sóttu Íslendingar sjóinn á árabátum og urðu að notast við þær hafnir sem náttúran hafði sjálf smíðað. Sennilega hafa breytingar orðið næsta litlar í sjósókn landsmanna í sumum verstöðvum allar þessar aldir, því þó þilskipin kæmu til sögunnar héldu árabátarnir sínum hlut. Viðmælandi minn, Árni Guðmundsson frá Teigi í Grindavík, stundaði sjá á áraskipum þaðan í upphafi þessarar aldar í meira en áratug. Hann er 95 ára gamall (árið 1986), fæddur árið 1891. Ég fékk Árna til að rifja ýmislegt upp frá þessum árum.

Vermenn
– Faðir minn, Guðmundur Jónsson, var lengst af formaður á róðrarbátum frá Grindavík, sagði Árni. Hann varð ungur formaður – sextán ára og stundaði það starf allt þar til heilsan bilaði og ég tók við formennskunni af honum. Hann bjó á jörðinni Klöpp í Þórkötlustaðahverfi. Búið hjá honum var töluvert stórt á mælikvarða þess tíma. Hann var með eina kú, tvo hesta og þetta 60-70 ær.

Á veturna réru að jafnaði 7 – 9 aðkomumenn með föður mínum. Þeir bjuggu í verbúð og gerðu sig að öllu leyti út sjálfir. Sumir þessara manna komu langt að – einn þeirra man ég að var austan af Síðu og hefur það verið erfitt ferðalag hjá honum að komast í verið, sérstaklega ef maður hefur það í huga að þá voru allar ár óbrúaðar.

Klöpp

Tóft Klappar.

Mötuna sendu vermennirnir á undan sér í þartilgerðum skrínum, og varð faðir minn að sækja þær þeim að kostnaðarlausu inn í Keflavík. Skrínur þessar voru trékassar sem oftast voru hólfaðir í tvennt. Var kæfa í öðru hólfinu en smjör í hinu. Matan varð að endast alla vertíðina. Fisk urðu þeir að skaffa sér sjálfir en alla vökvun, hvort sem var grautur, kaffi eða sýra fengu þeir hjá útgerðinni, sem tók einn hlut upp í þann kostnað.

Jú, það vildi nú vera misjafnt hvernig þeim hélst á mötunni karlagreyjunum – en það var þá reynt að hjálpa eitthvað uppá þá sem verst voru staddir.

Hversu margir bátar réru þá frá Grindavík?

Ég á nú ekki gott með að áætla hversu margir árabátar voru gerðir út þaðan þegar ég man fyrst eftir. Róið var úr öllum hverfunum þrem, flestir voru bátarnir frá Járngerðarstaðahverfinu, en miklu færri frá Þórkötlustaðahverfi og Staðarhverfi. En ég gæti trúað að það hafi verið svo sem 20 bátar sem réru frá öllum hverfunum að jafnaði. Margir aðkomumenn réru jafnan í Grindavík og komu þeir víða að – allt austan frá Skaftafelli og norðan af Vestfjörðum. Margar vertíðir réru hjá mér tveir harðduglegir menn frá Patreksfirði, þeir gengu alla leið að vestan með pokana sína – og létu sér ekki muna um það. Það eina sem þeir fóru ekki gangandi á þessari löngu leið var að þeir fengu sig yfirleitt flutta með flóabátnum frá Akranesi til Reykjavíkur.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir ásamt börnum sínum.

Bærinn Teigur var upphaflega kot sem ég fékk að reisa á jörðinni hans pabba. Þar reisti ég timburhús sem stóð í átta ár. Þegar ég byggði þetta hús áttaði ég mig ekki á því að sjórinn var alltaf að brjóta landið og einu sinni í miklu brimi komu sjóarnir alveg upp að bæjardyrunum hjá mér. Þá varð konan hrædd, sem vonlegt var – ég réðst þá í að rífa húsið og notaði timbrið úr því til að byggja steinhús ofar í þorpinu. Þar átti ég svo heima alla tíð með fjölskyldu minni og síðast einn þar til í sumar sl. að ég fluttist hingað á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Búið hjá mér varð aldrei stórt. Ég var með eina kú, einn hest og svona 30 –40 ær. Það var margt í heimili hjá mér – börnin voru nú ekki nema ellefu en svo voru tengdaforeldrar mínir lengi hjá okkur og voru þá sextán manns í heimili.

Þú byrjaðir ungur þína sjómennsku?

Sjö ára gamall fór ég fyrst á sjó, fékk að fljóta með hjá einum formanninum. Það var aum byrjun, því ég var miður mín af sjóveiki en tókst þó að reita upp eina 29 titti. Það var minn fyrsti afli.

Lífróður
árabáturFjórtán ára fór ég fyrst að róa í alvöru og fór þá á vetrarvertíð í fyrsta sinn.

Eiginlega átti ég að vera í snúningum heima því þar var nóg að starfa. Pab

Eitt sinn um sumarið munaði þó mjóu að illa færi. Þá hafði gert óverður svo ekki varð farið á sjó í viku tíma. Formaðurinn var orðinn óþolinmóður því við vorum með net í sjó sem ekki hafði tekist að vitja um og svo áttum við tilbúna línu sem beitt hafði verið með gotu. Veðrið fór að lægja á sunnudegi en formaðurinn kallaði þó ekki á okkur fyrr en komið var fram á dag. Einn hásetanna, og annar eigandi bátsins, vildi þó ekki hlýða kallinu því bæði var hann fullur og svo þóttist hann vera svo guðhræddur að hann réri ekki á sunnudegi, sem var nú ekki annað en fyrirsláttur hjá honum.bi hafði alltaf nóg af sjómönnum enda var sóst eftir að komast í skiprúm hjá honum. Mín fyrsta vertíð var ekki með pabba, heldur fór ég á áttæring hjá formanni sem vantaði menn. Hann hafði ekki nema þrjá vana menn sem allir voru reyndar komnir yfir sextugt, svo vorum við tveir fjórtán ára strákar og einn fimmtán ára. Ekki þótti þetta merkileg skipshöfn en þetta slampaðist þó furðanlega hjá okkur.

Bátarnir í ÞórkötlustaðanesiNú, við fórum út og lögðum línuna. Það tafði okkur að við þurftum að taka upp grásleppunet sem formaðurinn átti, netin voru öll orðin full af þara og illt við þau að eiga. Þegar við höfðum loks lokið við að draga línuna reif hann sig upp með suðaustan rok og urðum við að róa lífróður allan daginn og fram á nótt að við komumst loks í höfn. Það var á versta tíma – um háfjöruna, og vorum við strákarnir hreinlega að gefast upp. Það vildi okkur til að feður okkar komu og tóku við af okkur, því við gátum þá rétt með herkjum staðið á löppunum. Þá var maður þreyttur og gott að hvíla sig.

Árabátarnir
Formaður varð ég tuttugu og tveggja ára þegar ég tók við af föður mínum sem þá hafði misst sjónina og var orðinn heilsuveill. Þá tók ég við formennsku á teinæringnum Lukku –Reyni. Síðar fékk ég Guðjón Einarsson skipasmið í Reykjavík til að smíða fyrir mig nýjan bát, Farsæl, og lét setja í hann vél.

Þetta var óneitanlega erfið sjómennska og ekki hættulaus. Róðurinn gat verið nokkuð langur á miðin, sérstaklega þegar netaveiðin stóð yfir. Mest vorum við með línu því ekki þýddi að byrja með netin fyrr en í apríl. Oft lenti maður í miklum barningi þegar róið var móti vindi og þá gat róðurinn orðið þungur og reynt á þolrifin í mannskapnum. Yfirleitt var róið á mið frá Staðarbergi og allt fram á Sýrfell. Mið þessi hétu ýmsum nöfnum s.s. Grunnaskarð, Síling, Djúpaskarð, Hallinn, Slakkinn, Melurinn o. fl. Aflinn var nú misjafn en oft sigldum við þó heim með hlaðinn bát.

Grindavík fyrrumRóið var allt árið um kring. Við feðgarnir áttum sinn bátinn hvor og rérum þannig allar árstíðir. Vor og sumar var róið á fjögurra manna fari, en reyndar voru venjulega fimm á, sex manna fari rérum við á haustin en á vetrarvertíðinni voru við á teinæringnum.

Vetrarvertíð
Á vetrarvertíð var farið út fyrir klukkan fimm á morgnana. Byrjað var á því að setja bátinn niður því allt var gert með handafli á þessum tíma. Skipin voru sett upp fjöruna á höndum líka, alveg þar til við fengum spil, sem var stór munur – þá gengu 4 – 6 á spilið og spiluðu bátinn upp en tveir studdu við hann.

Venjulega var um klukkustundar róður á miðin og þá var farið að leggja línuna. Oft var enn niðamyrkur þegar við komum á miðin og voru þá hafðar luktir til að lýsa mönnum við að leggja. Á teinæringnum vorum við venjulega með fimm bjóð – vorum yfirleitt átta undir árum meðan lagt var og hver krókur tíndur út, einn í einu. Ef eitthvað flæktist var bátnum róið afturábak og greitt úr því. Um klukkustund tók að leggja lóðina ef allt gekk vel. Að því loknu gátu menn fyrst gefið sér tíma til hvíldar, því væri ekki byr úr landi, var hamast í einni skorpu frá því lagt var af stað og þar til línan var öll komin í sjó.

Í NorðurvörÞegar búið var að leggja voru menn venjulega uppgefnir og sveittir. Sló þá oft illa að mönnum og varð mörgum hrollkalt meðan beðið var í rúmlega klukkustund yfir lóðinni, oft í frosti og snjókomu, en hvergi var skjól að hafa. Það gat gengið misjafnlega að ná línunni eftir því hversu mikið var á henni eða hvort hún festist. Ef hún varð föst var allra bragða neytt til að losa hana en þegar allt þraut var róið á línuna þar til hún slitnaði og síðan róið í næsta ból.

Þegar dregið var voru venjulega átta undir árum og andæfðu, tveir skiptust á um að draga og gogga af, en formaðurinn stóð afturí við stýrið. Það var erfitt verk og lýjandi að draga línuna og venjulega var það ekki falið öðrum en hraustmennum. Um 3 til 4 tíma tók að draga þegar allt gekk vel. Þá var haldið til lands. Ef byr var hagstæður var segl dregið að húni en annars varð auðvitað að róa.

Hvenær var svo komið að?

Fiskur í seilumJa, það gat nú verið ansi breytilegt, lagsmaður – það gat verið alveg frá hádegi eða fram í svartamyrkur eftir því hversu vel eða illa gekk á sjónum.

Náðuð þið alltaf í höfn í Grindavík?

Oft munaði það mjóu en hafðist þó alltaf hjá okkur. Einu sinni urðum við t.d. að liggja daglangt úti á lóninu fyrir utan brimgarðinn við innsiglinguna í veltubrimi og stormi. Þar urðum við að róa lífróður í sex klukkustundir samfleytt svo okk

ur ræki ekki upp í brimgarðinn. Vorum við allir orðnir allþrekaðir þegar formaðurinn ákvað að reyna lendingu. Þá voru allir karlmenn úr Járngerðarstaðarhverfinu komnir í fjöruna til að taka á móti okkur og það auðveldaði okkur lendinguna mikið. Þeir voru að reyna að hella lýsi og olíu í sjóinn til að draga úr briminu, en stormurinn hreytti því öllu upp í fjöru jafn óðum, svo það kom að litlu gagni. Þessi lending gekk þó að óskum og máttum við þakka það því hversu hraustlega var tekið á móti bátnum þegar hann bar upp.

Fiskur á seilum

Í Grindavík var engin bryggja á þessum árum og því varð ávallt að seila fiskinn. Væri brim var seilað út á lóninu fyrir utan brimgarðinn til að létta bátinn – fiskurinn var allur bundinn í kippur sem í var bundin fimm punda lína um 60 faðma löng. Einn maður gætti hnykilsins þegar róið var gegn um brimgarðinn og gaf út af færinu eftir því sem þurfti. Þegar í land var komið var svo aflinn dreginn að landi gegnum brimgarðinn og reynt að stilla þannig til að fiskurinn kæmi upp í fjöruna fyrir neðan skiptivöllinn.

Væri sæmilega gott í sjóinn var fiskurinn ekki seilaður fyrr en komið var í vörina. Þá voru tveir menn settir til að halda bátnum meðan aflinn var seilaður og gat það verið erfitt verk að styðja ef eitthvað hreyfði sjó. Aflinn var alltaf seilaður, – nógu erfitt var að setja bátinn upp þó ekki væri aflinn um borð í honum.

Þegar búið var að setja bátinn var tekið til við að bera fiskinn upp á skiptivöllinn. Þar var aflanum skipt í 14 staði eða 7 köst en við vorum 11 á. Voru tveir um hvert kast og voru kallaðir lagsmenn. Eitt kast, eða tveir hlutir, komu í hlut útgerðarinnar en einn hlutur var dauður og fór í kostnað við áhöfnina eins og ég kom að áðan.

Svo þurfti auðvitað að beita línuna fyrir næsta róður. Hraða þurfti öllum

þessum verkum svo menn fengju sæmilega langan svefn fyrir róður næsta dags.

Var ekki erfitt að eiga eftir alla aðgerðina þegar komið var af sjónum?

Nei, maður fann ekkert fyrir því. Það var bara að ná landi, þá var maður ánægður. Þegar það hafði tekist hafði maður bara gaman af aðgerðinni og að beita línuna.

Sjóslys voru tíð á þessum tíma er það ekki?

SpilJú, það kom fyrir að bátar fórust á miðunum í vondum veðrum. Einn teinæringur fórst í innsiglingunni við Grindavík nokkru eftir að ég hóf sjómennsku og gerðist það skömmu áður en við komum að. Það voru geysiháir sjóar og mikið brim í innsiglingunni þann dag. Þeim hlekkist eitthvað á og brimið náði bátnum. Það komust ekki nema tveir af – formaðurinn sem hét Guðmundur og einn háseti. Það merkilega var að Guðmundur þessi fór svo á skútu um sumarið og fórst með henni. Það virðist svo að ekki verði feigum forðað.

Samgöngurnar
Við Árni snúum nú talinu að samgöngum á landi í aldarbyrjun.

Þegar ég man fyrst eftir mér var hér enginn vegur, sagði Árni. Aðeins götuslóði var til Keflavíkur en þangað þurftu Grindvíkingar margt að sækja. Þar var læknirinn og þangað varð að sækja allt sem ekki fékkst hjá kaupmanninum í Grindavík. Menn fóru þetta ýmist gangandi eða ríðandi.

Já, ég gekk þetta oft og stundum með allmiklar byrðar. Einu sinni kom það fyrir þegar hann rauk upp með verður að faðir minn missti öll sín net. Það var mikill skaði því netin voru dýr og svo féllu auðvitað niður róðrar hjá okkur út af þessu. Ekki var um annað að ræða en setja upp ný net og sendi hann mig þá inn í Keflavík ásamt fjórum hásetum öðrum að ná í netakúlur. Það var von byrði – ekki vegna þess að hún væri svo þung, heldur fór þessi baggi illa á manni. Við höfðum borið sem svaraði 50 kg hver og höfðum af því mikið erfiði.

FarsællÞá var öll síld til beitu borin frá Keflavík til Grindavíkur. Hún var borin í fatla sem kallað var. Síldin var sett í poka sem við bundum á okkur með reipum og hertum að þannig að pokarnir hvíldu á öxlunum. Var mikill munur að hafa hendurnar lausar, þar sem leiðin var löng en byrðin oft um 50 kg. Illt var að nema staðar og hvíla sig með þessar byrðar eins og frá þeim var gengið. Reyndu menn venjulega að komast þetta í tveimur áföngum því aðeins einn góður hvíldarstaður var á miðri leið og var hann kallaður Lágar. Þar er bergsylla sem auðvelt var að styðja pokanum á og losa hann af sér án þess að eiga í vandræðum með að binda hann á sig aftur.

Saltflutningar

Þessi burður var þó auðveldur miðað við saltflutningana en við þá slapp ég sem betur fer. Þegar ég man fyrst til var öllu salti skipað upp í Vogunum og báru Grindvíkingar saltið á sjálfum sér þaðan í hálftunnupokum. Það voru því rúmlega 50 kg sem hver maður bar og var þetta mjög erfið byrði. Saltið var blautt og leiðin löng, og á göngunni nuddaðist það inn í bakið á burðarmönnunum. Aumingja karlarnir sem þannig urðu að þrælast með þessar drápsklyfjar dag eftir dag fengu oft mikil sár, sem lengi voru að gróa, undan pokunum.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson.

Sjálfur lenti ég stundum í því að rogast með svona byrðar í uppskipun, bæði með helvítis kolin og svo saltið.

Þegar saltskip og kolaskip komu varð uppskipun að ganga eins hratt fyrir sig og hægt var, enda venjulega nægur mannskapur á lausu. Við bárum þetta á bakinu í sekkjum en í þá var saltið mælt með hálftunnustömpum úti í skipinu. Þetta þrömmuðum við með frá uppskipunarbátnum og drjúgan spöl upp að geymsluhúsunum þar sem við urðum að staulast upp brattan stiga en svo var saltinu steypt úr pokunum fram yfir hausinn á okkur niður í binginn. Þannig man ég að við þræluðum einu sinni hvíldarlaust heilan dag og fram á nótt. Fengum rétt að fleygja okkur útaf í saltbinginn um lágnættið yfir lágfjöruna. Þá var maður hvíldinni feginn. Þetta voru ekki allt sældar dagar hjá manni.

Fiskurinn

Þá voru mörg handtökin í sambandi við fiskinn eftir að hann var komin á land. Allur þorskur og ufsi var flattur og saltaður á Portúgalsmarkað. Það var mikil vinna að breiða fiskinn til þurrkunar þegar vel veiddist. Oft man ég til þess að allur kamburinn fyrir neðan túnið hjá mér var hvítur af fiski. Þegar skipin komu var fiskurinn fluttur úr í þau í bátum og stúfað í lestarnar. Var vandaverk að stúfa því raða varð hverjum fiski rétt svo þessi dýrmæti útflutningur skemmdist ekki.

Leiddist þér aldrei þetta puð og basl á sjónum – fannst þér þetta ekki stundum þýðingarlítið strit?

Þórkötlustaðarétt

Þórkötlustaðarétt – Teigur t.h.

Nei, sú hugsun kom aldrei að mér. Það var ávallt mitt yndið mesta að vera á sjónum og ég man ekki til þess að mér leiddist sjómennskan nokkurn tíma. Enda var ég á sjónum árið um kring öll mín bestu ár – ég fékk aldrei leið á því. Meira að segja þegar ég var kominn yfir sextugt og hættur á vertíðum gátum við ekki stillt okkur um það þrír karlar að stunda sjóinn á fjögurra manna fari með búskapnum. Þetta var auðvitað ekki mikið sem við öfluðum því róðrarnir hjá okkur voru stopulir en við höfðum þó í soðið og vel það.“

Sjá viðtal – http://www.ismus.is/i/person/id-1007820

Heimild m.a.:
-http://www.simnet.is/isrit/greinar/arabat.htm

Þórkötlustaðabótin - Ísólfsskáli fjær

Brim utan Þórkötlustaða.

 

Blesaþúfa

Við Blesugróf er Blesaþúfa, leifar af fornri óseyri.
„Í Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 Blesaþúfa-2þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilssvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín. Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökullinn hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, mynduðust malarhjalla og setfyllur. Í Elliðaárdal má finna menjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum, setmyndanir tengdar henni og frárennsli bráðnandi jökuls. Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og malareyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi. Þessar myndanir sem nefndar eru strandhjallar og óseyrar benda til að sjávarstaðan hafi verið 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót, en ekki kyrrlátar lindár eins og nú er.“

Blesaþúfa

Blesaþúfa.

 

Laxnes

Bæjarnafnið Laxnes er órofa tengt skáldinu Halldóri Laxness (fæddur Halldór Guðjónsson 23. apríl 1902 – dáinn 8. febrúar 1998).
HalldórMillinafnið Kiljan tók hann upp þega
r hann skírðist til kaþólskrar trúar síðar á ævinni. Dreingurinn ólst upp að Laxnesi í Mosfellsdal, kenndi sig alla tíð við bernskustöðvar sínar og settist að í dalnum sem fulltíða maður. Hann sá bernskuár sín í dalnum í hillingum og í nokkrum bóka sinna sækir hann efniviðinn í Mosfellssveit, einkum í Innansveitarkroniku og endurminningabókinni Í túninu heima.
Eftir að fjölskyldan flutti að Laxnesi fékk bernskuveröld Halldórs nýjar víddir, drengurinn nærðist á töfrum náttúrunnar og nið aldanna sem hann nam ekki síst af vörum ömmu sinnar, Guðnýjar Klængsdóttur, en hún bjó einnig á heimilinu.
Þegar Halldór Laxness flutti ræðu á nóbelshátíð í Stokkhólmi þann 10. desember 1955 minntist hann sérstaklega Guðnýjar ömmu sinnar og sagði að þegar honum barst til eyrna að hann hafi fengið nóbelsverðlaunin hafi hann hugsað „sér í lagi til hennar ömmu minnar gömlu sem var búin að kenna mér ótal vísur úr fornöld áður en ég lærði að lesa.
Ég hugsaði, og hugsa enn á þessari stundu, til þeirra heilræða sem hún innrætti mér barni: að gera aungri skepnu mein; að lifa svo, að jafnan skipuðu öndvegi í huga mér þeir menn sem eru kallaðir snauðir og litlir fyrir sér; að gleyma aldrei að þeir sem hafa verið beittir órétti eða farið góðra hluta á mis, þeir sem hafa verið settir hjá í tilverunni og þeir sem öðrum mönnum sést yfir – einmitt þeir væru mennirnir sem ættu skilið alúð, ást og virðíngu góðs dreings umfram aðra menn hér á Íslandi.“
Í samræmi við þessa lífskoðun sína stofnaði Halldór ásamt öðrum börnum úr dalnum félag sem hét SkiltiBarnafélag Mosfellsdalsins. Börnin höfðu það m.a. á stefnuskránni að blóta ekki og vera hlýðin og góð. Helstu heimildir um þetta félag eru félagslögin, sem Halldór skrifaði niður tíu ára gamall, og bréf sem hann ritaði á bernskuárum til æskuvinar síns Ólafs Þórðarsonar (1904-1989) á Æsustöðum, seinna á Varmalandi í Mosfellsdal. Bréfin og lögin eru meðal þess elsta sem varðveist hefur með hendi Halldórs.
Annars var Halldór á þessum árum þekktur sem Dóri í Laxnesi og þótti sérstakur piltur. Það var snemma ljóst að hann yrði hvorki bóndi né vegagerðarmaður eins og faðir hans, ritstörfin áttu hug hans allan og sú ástríða tengdist ákveðnum atburði sem gerðist þegar hann var sjö ára:
„Páskamorgun þegar ég var sjö ára, eldri hef ég valla verið, þá fékk ég vitrun fyrir dyrum úti. Það var heima í Laxnesi. Ég var á biflíusöguárunum, enda held ég ekki leiki vafi á því að sú vitrun sem ég fékk hafi verið smitun af loftsýn Páls postula.
Sólin var risin upp dansandi sem hæfir þessum himnakroppi á páskum, eins þó kalt sé í veðri. Ég stend bakatil við húsið, á hlaðhellum forna laxnessbæarins, í þessum blæ af upprisu, ögn kaldranalegum, og horfi í austur; og sem ég stend þar þá er hvíslað að mér utanúr alheimi þessum orðum: þegar þú verður sautján ára muntu deya.
Fyrst varð ég dálítið hræddur. Síðan fór ég að hugsa.
Sem betur fór voru tíu ár til stefnu.“
Eftir þetta sest Dóri í Laxnesi við skriftir og skrifar Laxnesog skrifar eins og hann eigi lífið að leysa í orðsins fyllstu merkingu.
Á skilti skammt frá bænum Laxnes segir: „Laxnes er gömul bújörð og fyrst getið í heimildum á 16. öld. Seint á 19. öld reis hér stórt íbúðarhús. Það varð berskuheimili Halldórs Laxness sem flutti hingað með foreldrum sínum vorið 1905. Hér átti hann björt bernskuár sem hann hefur lýst ítarlega, einkum í endurminningabókinni „Í túninu heima“. Halldóri voru bernskustöðvarnar sérlega hugleiknar og ungur að árum hóf hann að kenna sig við bæinn. Hann skrifaði á efri árum: „Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnestúninu, og nú er ekki leingur til. Ég var eitt af grösunum sem uxu í þessu túni.“
Bernskuheimli Halldórs stendur enn og er eitt elsta íbúðarhúsið í Mosfellsbæ. Í Laxnesi var rekið stórt kúabú, sem kallað var Búkolla, um miðja síðustu öld og hestaleiga tók hér til starfa árið 1968.“
Á skiltinu er mynd af Laxnesbænum eftir málverki Jóns Helgasonar frá 1931. Þá eru og elstu eftirprentanir er varðveist hafa með rithönd Halldórs, þ.e. eru félagslög „Barnafjelags Mosfellsdalsins“ sem hann skrifaði niður í Laxnesi árið 1912. Félagið var ætlað dalbúum, 14 ára og yngri, og yngsti félagsmaðurinn var aðeins eins
árs.

Laxness

Halldór og AuðurLaxness.

 

Gamli Þingvallavegur

Í byrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8. og 200 manna fylgdarliðs hans. Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á nýrri brú við Brúarhlöð. Síðan niður Hreppa hjá Álfaskeiði, yfir Stóru- Laxá og að Þjórsárbrú. Þaðan um Ölfusárbrú í Arnarbæli í Ölfusi, upp Kambana, yfir Hellisheiði á Kolviðarhól, niður hjá Lækjarbotnum og til Reykjavíkur aftur. Vandlætingafólk þess tíma taldi að fikra mætti sig Kóngsveginn svonefnda eftir tómum kampavínsflöskum.

Þingvallavegur

Brú á Gamla Þingvallaveginum.

Víst er um það að ríkisþingmenn fengu fyrir brottför silfurslegna svipu að gjöf frá Alþingi og ferðabikar í ól til að smeygja um öxl sér. En að þetta hafi verið einhver fyllirístúr er af og frá, menn kannski fengið sér í annan fótinn en ekki mikið meira, flestir. Sérstök gullplata var á svipu konungs og hafði Árni Gíslason grafið á hana – Ísland 1907.
Ferðin á Þingvöll hófst 1. ágúst og var lagt af stað frá Latínuskólanum í Reykjavík.
Friðrik VIIIKonungur reið gráum hesti og var í búningi sjóliðsforingja með derhúfu að hætti aðmiráls og í uppháum leðurstígvélum. Hannes Hafstein Íslandsráðherra var á léttvígum, rauðskjóttum gæðingi Glæsir að nafni, kallaður Ráðherra-Skjóni. Seinna í ferðinni reið hann brúnum hesti en konungur hélt sig við gráa litinn enda hafði honum verið ætlaðir fjórir í þeim lit í ferðina. Þegar til kom líkaði honum aðeins við tvo þeirra. Eggert Benediktsson bóndi í Laugardælum, stórbýli rétt fyrir austan Selfoss, skaffaði þessa gráu hesta. Haraldur prins var í húsarabúningi. Þarna voru líka Axel Tulinius sýslumaður Suður-Múlasýslu, aðalskipuleggjari ferðarinnar, Rendtorff yfirhestasveinn konungs í rauðum búningi, J.C. Christensen forsætisráðherra og Rosenstand leyndaretatsráð svo að einhverjir séu nefndir.

Mosfellsheiði

Gamli Þingvallavegurinn.

Leiðsögumenn voru m.a. þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon skrifstofustjóri, síðar forsætisráðherra. Jón var hæglætismaður og frekar orðfár, en hvar sem hann sýndi sig fóru hjólin að snúast.
Það þurfti töluverða skipulagshæfileika til að henda reiður á öllu því hafurstaski sem fylgdi þessu liði, kerrur með tjöld og matföng og trússhestar, klyfsöðlar, hnakkar, beisli, lyfjaskrín, hattaöskjur og ferðakoffort. Að morgni fyrsta dags voru allir að ganga af göflunum og þá var notalegt að hafa Jón Magnússon með sína góðu nærveru. Hófaskellirnir á götum Reykjavíkur þennan dag komu öllum í ferðaham og góðhestarnir sem bændur sunnanlands og norðan höfðu lánað af þessu tilefni voru ekki af verri endanum. Flestar sýslur landsins lögðu til 18 hesta hver landssjóði að kostnaðarlausu, en einnig voru fjöldinn allur af leiguhestum.

Gamli-Þingvallavegur

Gamli-Þingvallavegur – ræsi.

Af lista yfir íslenska alþingismenn sem varðveist hefur er svo að sjá, að flestir þeirra hafi fengið tvo hesta til afnota. Númer 13 á listanum er Hannes Hafstein, 1. þingmaður Eyfirðinga, Tjarnargötu. Hann fékk bara einn hest enda lagði hann sjálfur til Ráðherra-Skjóna. Björn M. Olsen, 3. konungskjörinn þingmaður, Lækjargötu 8, fékk 3 hesta. Tryggvi Gunnarsson 1. þingmaður Reykvíkinga fékk 2 hesta og sömuleiðis Þórhallur Bjarnarson, þingmaður Borgfirðinga, síðar biskup yfir Íslandi.
Þar sem riðið var upp Hverfisgötu blakti danski fáninn við hún. Farið var upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði, en þar byrjar hinn eiginlegi gamli Þingvallavegur. Svipusmellir fylltu loftið og öllum mátti vera ljóst að þetta var enginn venjulegur reiðtúr. Á leiðinni bættust í hópinn bændur sem höfðu hlaupið frá búum sínum til að skoða kónginn. Þegar til kom gátu þeir ekki stillt sig um að slást í för á Þingvöll. Sumir voru ekki einir á ferð heldur með allt sitt hyski, konu og krakka. Í Djúpadal var framreiddur hádegisverður.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða framundan.

Eins og allir vita þá eru Danir fyrst í essinu sínu þegar matur er annars vegar. Þeir borða ekki eingöngu til að lafa á fótunum. Virkilega siðaður Dani getur rifjað upp matseðla áratugi aftur í tímann af jafn mikilli nákvæmni og veðurglöggur Íslendingur lýsir skýjafari.
Nema hvað í Djúpadal hafði Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 látið senda 150 rúnstykki, 7 rúgbrauð og 12 franskbrauð. Pagh veitingastjóri var staðráðinn í því, að hvað sem öðru liði þá myndi Friðrik 8. Danakonungur ekki verða hungurmorða í ferðinni og þyrstur yrði hann ekki, enda sést í skjölum að Thomsens Magasin lét senda 4000 flöskur vestur að Rauðamel. Þar var tappað ölkelduvatni á flöskurnar. Þetta ölkelduvatn var haft til hressingar í heimsókn konungs. Að loknum málsverði þumlungaðist hersingin áfram fyrir norðan Borgarhóla í áttina að Þrívörðum og sunnan við Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði, sem er forn áningarstaður. Þaðan var ekki langt í Ferðamannahorn, en það heitir svo vegna þess að þar sést fyrst til langferðamanna að koma á Þingvöll. Svo lá leiðin um Kárastaðastíg og niður í Almannagjá.

Þingvallavegur

Þingvallavegur – ræsi.

Þegar konungur reið niður gjána hrópaði fólkið sem hafði raðað sér þar upp nífalt húrra, ég endurtek nífalt, minna mátti ekki gagn gera.
Ekki er minnst á sæluhúsin við Gamla Þingvallaveginn á Mosfellsheiði.
Friðrik 8. var fæddur árið 1843 og dó árið 1912. Hann ríkti frá árinu 1906 til 1912. Faðir hans var Kristján 9. Þann stutta tíma sem Friðrik var við völd ferðaðist hann mikið um ríki sitt og komst í nána snertingu við þjóð sína. Hann beitti sér m.a. fyrir bættum samskiptum við Íslendinga.

Heimild m.a.:
-http://www.847.is/index4.php?pistill_id=35&valmynd=3
-Höfundur: Örn H. Bjarnason.

Gamli Þingvallavegur

Varða við gatnamót Gamla Þingvallavegar og Seljadalsvegar.

Bringnavegur

Bringnavegurinn var rakinn frá Laxnesi upp á Háamel á Mosfellsheiði.
Vegurinn var lagður af tilstuðlan Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness árið 1910. Á göngunni var m.a. komið að Bringnavegur-221upptökum Köldukvíslar, reiðleið frá Bringum yfir í Seljadal,
veginum um Illaklif, Grafningsvegi og reið- og vagnveginum frá Seljadal yfir að Vilborgarkeldu auk Þingvallavegarins frá 1894 og konungsveginum frá 1907.
Á skilti við gamla Bringubæinn stendur m.a.: „Búseta hófst í Bringum árið 1856, bærinn varstundum nefndur Gullbringur á fyrri tíð og nafn hans komst á hvers manns varir þegar mannskaðinn á Mosfellsheiði varð í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu aðhlynningu.
Á æskuárum Halldórs Laxness voru Bringur efsti bærinn í Mosfellsdal og kom hér eitt sinn í heimsókn ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Halldór og Móðir hans hafa væntanlega farið svonefndan Bringnaveg í þessari ferð. Sú þjóðleið lá úr Mosfellsdal, framhjá Bringum og tengdist síðan svokölluðum Þingvallavegi hjá Borgarhólum á Mosfellsheiði. Bringnavegur var lagður að undirlagi Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness, árið 1910 og má allvíða sjá leifar vegarins.
Bringur fóru í eyði á 7. áratugi 20. aldar og hét síðastaði ábúandinn Hallur Jónsson (1891-1968). Enn mótar fyrir bæjarstæðinu ofarlega í túninu.“

Bringnavegur

Bringnavegur.

 

Hafnarfjörður

Eftirfarandi lýsing birtist í Vísir árið 1967:
Vörubíll„Máske verður einhverjum lesendanum á að hugsa sem svo, þegar hann sér þessa „myndsjá,“ að fyrirsögnin sé ekki i samræmi við myndirnar og má það til sanns vegar færa.
Það er ekki meiningin að „særa“ Hafnfirðinga með birtingu myndanna, þvert á móti er höfundur þeirra mikill aðdáandi Hafnarfjarðar og flnnst kaupstaðurinn eiga fyrirsögnina að fullu skilið.
Hafnarfjörður er með fegurri kaupstöðum á landinu en staðsetning hans i landslaginu á þar mestan þátt. Hraunið umhverfis kaupstaðinn er víðfrægt fyrir fegurð, fjallahringurinn ekki
síður, að ekki sé minnzt á höfnina.
En það er víða pottur brotinn hvað snertir umgengni á ýmsum Timburhjallurstöðum hér á landi og er Hafnarfjörður ekki undanskilinn. Blaðamaður Vísis átti leið um Hafnarfjörð á dögunum, og kom utan af Álftanesi og ók um Garðahverfi inn til bæjarins. Vegurinn hlykkjast um hraunið vestan kaupstaðarins. Á hæðum standa fiskitrönur, sumar hlaðnar skreið, en aðrar auðar. Það er alltaf ánægja að sjá fiskitrönur í landslaginu, þær eru myndrænar og bera vott um athafnasemi fiskveiðiþjóðarinnar. Í lautum og lægðardrögum standa íbúðarhús og sumarbústaðir, kindakofar og alls konar skúrar, sem vandi er að segja til um hvaða tilgangi þjóna. En það sem meiðir augu vegfarandans er ruslið umhverfis suma af þessum skúrum og víða má sjá ruslahauga sem óvandaðir sóðar hafa fleygt i sumar hraungjóturnar. Það er vítavert athæfi að skemma náttúrufegurðina á þennan hátt og ætti að varða sektum. Það er sjálfsagt erfitt að koma lögum yfir þá menn sem óhreinka landslagið með alls konar rusli, en það ætti að vera hægur vandi að skipa þeim sem hafa skúra og kofadrasl á landsvæðinu að hafa þokkalegt í kringum þá, að ekki sé talað um að hafa sæmilegt útlit á kofunum sjálfum. En það kastar fyrst tólfunum þegar komið er að jaðri þéttbýlisins, sem er ákaflega fallegur frá náttúrunnar hendi. Þar eru einhvers konar verkstæði i bröggum og niðurníddum hreysum og allt i kring eru bílar og bílhræ í fjölbreytilegu ástandi ásamt öðru drasli. Það væri ekki úr vegi fyrir viðkomandi yfirvöld að gera sér ferð þarna i úthverfi bæjarins og líta á þessa hluti, að ekki sé talað um að þau geri elnhverjar ráðstafanir til úrbóta.

Ósóminn

En nú skulum við líta á meðfylgjandi teikningar sem allar eru gerðar á fyrrgreindu svæði. Fyrsta myndin er af ævagömlum vörubíl, sem stendur í túni eins bæjarins, en hvort tveggja er, að bíllinn er merkilegur fyrir aldurs sakir, svo heillegur sem hann er, en í öðru lagi fer hann illa við landslagið og óprýðir það. Svona gripur á heima á safni, en ekki i fögru landslaginu.
Önnur mynd sýnir okkur einn
 kofanna, gluggalausan timburhjall til einskis nýtan. Umhverfis eru fagurlega hlaðnir grjótgarðar frá gamalli tíð, en talsvert er um þá á fyrrgreindu svæði.

Á mynd nr. þrjú sjáum við svo ósómann í fullkomnustu mynd. Í forgrunninum eru bílhræ af öllum stærðum og gerðum, en í baksýn eru braggahróin og kofadraslið, en lengst í burtu má sjá nýbyggðar villurnar, sem tróna á hæðinni eins og viðkvæmar blómarósir vaðandi í fjóshaug.“

Heimild:
-Vísir, 19. apríl 1967, bls. 3 – höfundur óþekktur.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður. Garðaholt fjær.

Guddulaug

Í Mosfellsdal var lítil laug…

Laxnestungulækur

Laxnestungulækur neðan Guddulaugar.

Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Tíðum hefur hann gengið niður með Köldukvísl, yfir Laxneslæk og upp með litlum læk neðar, Laxnestungulæk. Í lækinn rennur (rann) vatn úr kaldavermsl norðan hans. Þau voru nefnd Guddulaug. Halldór segir frá lauginni í einni bóka sinna og taldi vatnið sérlega heilnæmt. Vatnsveita Mosfellsbæjar tekur vatn úr Guddulaug og öðru nálægu vatnsbóli, Laxnesdýjum.
Formlegur vatnsveiturekstur hófst í Mosfellssveit árið 1966. Vatnsveitan rekur nú eigið vatnsból í Laxnesdýjum. Vatni úVatnr Laxnesdýjum er dreift um Mosfellsdal, Helgafellshverfi og til Reykjalundar. Auk Laxnesdýja ræður Vatnsveitan yfir fyrrnefndu vatnsbóli, Guddulaug, sem aðeins er notað þegar vatnsbólið í Laxnesdýjum fullnægir ekki þörfum. Annað neysluvatn er keypt af Vatnsveitu Reykjavíkur.
Á skilti nálægt „Guddulaug“ segir: „Guddulaug er kaldavermsl, sem gefur af sér um 10 sekúndulítra af 4 gráðu heitu vatni, og var laugin virkjuð af Mosfellshreppi um 1980. Skammt hér fyrir austan stóð kotbýlið Laxnestunga en engar menjar sjást lengur um þann bæ.
Skilti

Í endurminningasögunni „Í túninu heima“ gerir Halldór Laxness Guddulaug að himneskum heilsubrunni og segir: „Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef einhver var hættulega sjúkur var sótt vatn í þessa lind. Faðir minn trúði á þessa lind. Ég trúði líka á þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn í lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja vatn handa honum í þessa lind tvisvar á dag og honum batnaði. Þegar hann fékk lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá var ég í bænum að láta prenta Barn náttúrunnar og einginn til að sækja honum vatn í þessa lind og hann dó…
Afrennslið úr Guddulaug var neðanjarðar, jarðvegurinn gróinn yfir lækinn. en sumstaðar voru holur niður gegnum jarðveginn oní lækinn; þar dorguðum við lángtímum saman og drógum lítinn fallegan fisk; sem betur fór ekki of oft.“

Í túninu heima

Á þessu nesi
á þessu túni
stóð bær.
Brúnklukka í mýri?
Nei, ekki meir. En altær lind og ilmur af reyr.
Og þegar þú deyr þá lifir reyr
á þessu nesi
við þessa lind
í þessu túni þar sem stóð bær.

Halldór Laxness.

Guddulaug

Guddulaug.

Þorlákshöfn

Í Sveitarstjórnarmálum 1976 fjallar Gunnar Markússon um „Ágrip af sögu Þorlákshafnar„:

Þorlákshöfn

Gunnar Markússon.

„Sögu Þorlákshafnar má skipta í tvo höfuðkafla — sögu sveitabýlisins og sögu sjávarþorpsins.
Upphafið að sögu sveitabýlisins er svo algjörlega hulið í móðu fjarskans, að ekki er einu sinni á hreinu með nafn staðarins. Munnmæli herma, að bær hér hafi í upphafi heitið Elliðahöfn og verið kenndur við skip það, er Ketilbjörn gamli kom á frá Noregi — það sama og Elliðaárnar eru við kenndar. Hvort svo hefir verið eða ekki, verður víst seint upplýst. Þó má benda á, að Þórdís, systir Skafta lögsögumanns á Hjalla, varð þriðja kona Gissurar hvíta. Þeirra son var Ísleifur biskup. Hafi hinn kristni goði á Hjalla verið að gera lögbýli úr verbúðum þeim og hrófum, sem hann hlýtur að hafa átt hér niðri á ströndinni, um svipað leyti og hann var að gefa dóttur sína sonarsyni Ketilbjarnar — þeim manni, er fáum árum áður átti sinn stóra þátt í kristnitökunni á Þingvöllum, — er varla hægt að segja, að seilzt hafi verið um hurð til lokunnar, þótt nýbýlið væri kennt við frægasta farkost í ætt brúðguma. Þau sömu munnmæli, sem herma, að bær hér hafi heitið Elliðahöfn, geta þess og, að bóndi hér hafi í hafsnauð heitið á heilagan Þorlák sér og félögum sínum til fulltingis og heimkominn hafi hann breytt nafni á bæ sínum og kallað Þorlákshöfn. Sitthvað gæti verið missagt í fræðum þessum, en varla er hægt að gera ráð fyrir, að bær hafi verið kenndur við heilagan Þorlák fyrr en 20. júlí 1198. Þann dag var helgur dómur hans upp tekinn og prestar samþykktu áheit á hann.

Þorlákshöfn

Gægst um í Þorlákshöfn.

Þess skal að lokum getið, að í lögmannsannál er sagt, að árið 1360 hafi Gyrður Skálholtsbiskup ætlað til Noregs fjölmennur á skipi litlu. Skipið var ekki komið úr landsýn, er það sökk. Fyrir áheit á heilagan Þorlák björguðust menn allir, og silfurkistu dómkirkjunnar rak á land á Eyrum. Vel má vera, að hér sé að finna kveikjuna að munnmælasögunni og nafnaskiptunum — ef verið hafa. En hvað sem bærinn hét, þá fer það ekki á milli mála, að hér var búið og oftast stórt. Tún voru tödd og slegin, búsmala gætt og hann nytjaður. Konur komu ull í fat og mjólk í mat, og karlar gættu útiverka til lands og sjávar. Börn fæddust og eldra fólk safnaðist til feðra sinna.
Kynslóðir komu og kynslóðir fóru, þar til komið var fram um 1950, þá hvarf síðasta bændafólkið héðan með amboð sín og áhöld — fénað og föggur.
Þá lauk sögu sveitabýlisins.

Mannskaðar og mannbjörg

Þorlákshöfn

Þorlákhöfn – kort frá 1908.

Auður in djúpúðga lét gera knörr einn mikinn. Hún hafði með sér frændlið sitt allt, það er á lífi var, þar á meðal 20 karla. Hún hafði og auð fjár á skipinu.
Hún kom skipi sínu á Vikraskeið. Þar braut skipið, en menn héldust og fé. Vikraskeið heitir nú Hafnarskeið. Þannig er elzta frásögn, sem til er úr nágrenni Þorlákshafnar, tengd sjónum, og fer vel á því. Þetta er þó ekki í eina sinnið, sem getið er um gifturíka björgun mannslífa hér um slóðir.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – lending fyrrum.

Laugardaginn 5. nóvember 1718 strandaði danska herskipið Gautaborg á Hafnarskeiði. Þá björguðu bændur hér úr grenndinni rúmlega 170 manns á land.
Hinn 16. marz árið 1895 réru öll skip, sem þá voru gerð út frá Þorlákshöfn, en þau voru rúmlega 20. Þann sama dag réru einnig um 60 skip frá öðrum verstöðvum í Árnessýslu. Um miðjan dag brimaði svo snögglega, að einungis tugur skipa náði lendingu í heimavör austan Ölfusár. — öll hin skipin, rúmir sjö tugir, urðu að lenda inn á milli Skarfs og Flataskers. Þann dag áttu nær 1000 karlmenn á bezta aldri Norðurvörinni hér líf að launa. Ekki þarf að ræða, hvert afhroð sunnlenzkar sveitir hefðu goldið, ef hennar — og þeirra manna, er þá stjórnuðu hér — hefði ekki notið við.
En því miður geymir saga Þorlákshafnar ekki aðeins frásögur um sigra í baráttunni við Ægi. Þar er líka getið um ósigra og mannskaða. Á árunum 1840—90 fórust tvö skip héðan með um 30 manns innanborðs, og á sama tíma fórst um tugur manna í lendingu hér.

Verstöð

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – verbúðir.

Þess er áður getið, að fyrstu mannabústaðirnir hér hafi verið verbúðir. Þannig mun starf hinna fyrstu manna hér hafa verið það sama og enn er sá burðarás, er afkoman hvílir á, að afla fiskjar og verka hann.
En veiðiskapur þessi og verkun hefir aldrei verið neitt einkamál þeirra, er hér hafa búið. Höfuðkirkjur og stórbýli sýslunnar áttu hér sína aðstöðu.
Þess er t. d. getið, að árið 1543 hafi Skálholtsstóll átt hér um 40 hestburði af fiski. Stóllinn átti um aldir ítök hér á staðnum — hvort þau hafi verið hluti af heimanmundi Þórdísar á Hjalla, veit ég ekki — en gömul eru þau. Og þegar jarðir Skálholtsstóls voru seldar um árið 1800, var Þorlákshöfn ein af þeim.
S

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – verbúðir.

tórbóndinn sendi nokkra af vinnumönnum sínum hingað, og einyrkinn skildi búsmala sinn eftir í umsjá konu og barna og fór í verið. Þannig varð Höfnin einn af hornsteinum undir afkomu manna í héraðinu öllu. Ekki mun kunnugt um tölu vermanna hér, fyrr en komið er fram um miðja síðustu öld, en þá var ekkert óalgengt, að þeir væru 300—400 að tölu.
Framan af öldum var handfærið eina tækið, sem notað var til að ná fiski úr sjó. Árið 1800 gerði Lambertsen, kaupmaður á Eyrarbakka, tilraun með netaveiði hér útifyrir. Sú tilraun gaf góða raun, en þetta nýmæli mætti svo mikilli andspyrnu, að rúm öld leið, þangað til aftur var róið með net hér um slóðir.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – skipshöfn um 1900.

Um 1880 var farið að nota hér línu síðari hluta vetrar. Árið 1903 reyndi Gísli Gíslason, þá bóndi í Óseyrarnesi að veiða fisk í net og tókst vel. Sú mótmælaalda, sem þá reis, var brotin á bak aftur á nokkrum árum, og árið 1909 voru netin orðin aðal veiðarfærið.
Það lætur að líkum, að ekki var fremur hægt að róa alla daga vertíðarinnar um aldamót en nú er. Vermenn urðu því að sjá sér fyrir einhverju að gera í tómstundum, sem því miður urðu stundum helzt til margar. Gat jafnvel komið fyrir, að einungis væri hægt að róa 30 af þessum 90—100 dögum, sem vertíðin stóð.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – áhöfn um 1920.

Sumir notuðu tómstundirnar til þess að gera ýmsa smáhluti, sem heimilum þeirra mátti að gagni koma. Aðrir spiluðu eða glímdu og fyrirkom, að leikfimi var iðkuð. Þá starfaði hér lestrarfélag og söngfélag. Einnig var málfundafélag hér um og eftir aldamótin. Það hóf m.a. undirbúning að byggingu sjúkraskýlis hér á staðnum. Nokkru var safnað af peningum, og á vertíðinni árið 1916 var grunnurinn gerður og grindin reist.
Það vor veitti sýslusjóður 200 kr. til þessara framkvæmda. En því miður fauk grindin og þar með vonin um sjúkraskýli hér, en fé það, er til var, var lagt í sjúkrahússbygginguna að Litlahrauni, en, eins og kunnugt er, voru konur þær, er að þeirri byggingu stóðu, of stórhuga fyrir sína samtíð, og byggingin endaði sem fangelsi, en ekki sjúkrahús.

Verzlunarstaður

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – gamli bærinn.

Í Íslendingasögunum er hvergi getið um skipakomur til Þorlákshafnar. Fyrsta örugga heimildin um kaupskip hér er frá árinu 1533, þá segist landfógeti hafa tekið við 30 lýbskum mörkum frá tilteknum kaupmanni liggjandi í „Thorlacershaffen“.
Ekki er ljóst, hvort skip þetta var statt hérna fyrir einhverja tilviljun eða algengt var, að kaupskapur færi fram hér á víkinni. Okkur, sem átt höfum heima hér í Þorlákshöfn fleiri eða færri undanfarinna ára og sótt svo til allar okkar daglegu nauðþurftir í þessa einu búð, sem hér hefir verið, gæti virzt, að ekki þyrfti mörg orð til þess að rekja verzlunarsögu staðarins. En það er öðru nær.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – bærinn 1911.

Hér er um að ræða nær tveggja alda sögu — sögu um baráttu hins veika við hinn sterka — sögu um uppreisn hins kúgaða gegn kúgara sínum —, en fæst af því verður rakið hér.
Hinn 13. júní árið 1787 var gefin út í Kaupmannahöfn konungleg tilskipun um, að verzlun á Íslandi skuli frjáls öllum þegnum Danakonungs. Þá hófst verzlunarsaga Þorlákshafnar. „Spekulantar“ lögðust hér inn á víkina, en voru illa séðir af Bakkakaupmanni — var jafnvel dæmi til, að þeir héldu sig heldur vestur á Keflavík, þar sem þeir blöstu ekki eins við Bakkanum. Sumrin 1789 og 1790 fengu þrír Árnesingar skip hingað, en Petersen Bakkakaupmanni tókst að fá verzlunarleyfin dæmd af þeim félögum.
Árið 1845 var lögð fram á Alþingi bænaskrá undirrituð af 142 sunnlenzkum bændum, þar sem óskað var eftir, að Þorlákshöfn verði löggilt sem verzlunarstaður.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn 1918.

Vorið 1875 samþykkti fjölmennur bændafundur, haldinn í Hraungerði, að óska hins sama, og þá um sumarið flutti Þorlákur Guðmundsson frumvarp til laga um verzlunarstað í Þorlákshöfn. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild. Þegar það svo kom til efri deildar, gekk þáverandi landlæknir svo hreinlega af því dauðu, að það var fellt við fyrstu umræðu.

Landlæknir sagðist hafa verið læknir á Eyrarbakka um eins árs skeið og gæti því borið um, að Þorlákshöfn væri einn mesti brimrass á öllu landinu, nema ef vera skyldi, að Svörtuloft væru lakari. Það mætti alveg eins setja lög um verzlunarstað á tunglinu eins og í Þorlákshöfn.
Hins gat læknirinn ekki, að hann hafði þetta ár sitt á Bakkanum verið meiri gistivinur í húsi kaupmannsins en í kotum karlanna, sem áttu lendingunum í Þorlákshöfn líf að launa. Þorlákur tók málið upp aftur á þinginu 1877 og daginn eftir Þorláksmessu á sumri það ár var samþykkt, að Þorlákshöfn í Árnessýslu skuli vera löggiltur verzlunarstaður frá 20. júní 1878. Verzlun hér hefir þó aldrei verið mikil. Þó hafði Jón Árnason hér sölubúð um skeið, og eftir að þorpið myndaðist, hefir Kaupfélag Árnesinga rekið einu verzlunina, þar til nú, að komin er önnur matvöruverzlun, brauðgerð og tvær sérverzlanir.

Lendingaraðstaða — hafnargerð

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – loftmynd 1958.

Tvær voru lendingar í Þorlákshöfn, Norður- og Suðurvör, og voru þær um mitt Hafnarnes austanvert. Varir þessar höfðu tvo stóra kosti. Þann fyrstan, að siglingaleiðin að þeim var hrein og skerjalaus. Og hin, sem oftar skipti sköpum um gildi þeirra, að þar var sjór ekki ófær, nema rok væri af suðaustri eða um 30 gráður hvoru megin við þá átt. Nokkru áður en vindur nær hásuðri, verður hann nesfastur og Flóinn tekur við mestu látunum, áður en áttin verður þver austan. En auðvitað getur lagt kviku hér inn á víkina í öðrum áttum.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn 1911 – bátar í nausti.

Á fyrstu árum þessarar aldar samþykkti sýslunefnd Árnessýslu að láta fara fram athugun á hafnarstæði beggja vegna Ölfusár. Thorvald Krabbe, þáverandi landsverkfræðingur, gerði þessa athugun á árunum 1907—1909. Honum fannst ekki gerlegt að leggja í framkvæmdir austan ár, en gerði tillögur um hafnargerð í Þorlákshöfn.
Árið 1913 veitti Alþingi Fiskveiðifélagi Íslands1000 kr. styrk til þess að rannsaka og gera áætlun um vélabátahöfn í Þorlákshöfn. Jón Þorláksson, sem þá var orðinn landsverkfræðingur, gerði þessa áætlun.
Árið eftir flutti Matthías Ólafsson, þingmaður Vestur-Ísfirðinga og starfsmaður fiskifélagsins, tillögu þess efnis, að landssjóður veitti 20.000 króna styrk til hafnargerðar hér og auk þess yrðu lánaðar 40.000 krónur úr viðlagasjóði til sömu framkvæmda.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn 1911 – santfiskbreiður.

Tillaga þessi fór til sjávarútvegsnefndar, sem lagði til, að landssjóður keypti jörðina og léti gera þar landshöfn, og er það fyrsta sinni, sem það orð er notað um höfnina hér, svo mér sé kunnugt.
Þegar þessi tillaga var komin fram, dró Matthías tillögu sína til baka. Tillaga nefndarinnar var mikið rædd og var loks ákveðið að vísa málinu til landsstjórnarinnar.
En þingsalirnir voru ekki eini vettvangurinn fyrir umræður um hafnarmál Þorlákshafnar.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn 1911 – sjóbúðir.

Hinn 18. júlí 1914 var mest öll forsíða blaðsins Suðurland helguð þessum málum og þá komizt að þeirri niðurstöðu, að vélbátaútgerð á Eyrum nyti sín ekki til fulls, nema til kæmi í Þorlákshöfn hafnaraðstaða, sem þeir gætu leitað til í viðlögum eins og verið hafði með áraskipin.
Hinn 11. marz árið 1916 ritar Gestur á Hæli langa grein í Suðurlandið. Þessi grein er um samgöngumál Sunnlendinga. Þar kemst Gestur að þeirri niðurstöðu, að það fyrsta, sem gera þurfi í þeim málum, sé að byggja höfn í Þorlákshöfn.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn 1911.

Það ár var sýslufundur Árnessýslu haldinn um mánaðamótin marz—apríl. Þar lagði Gestur fram tillögu um hafnargerð í Þorlákshöfn og samgöngur út frá henni.
Og á aukafundi sýslunefndar hinn 17. júní um sumarið var samþykkt að kaupa jörðina Þorlákshöfn og gera þar höfn, sem tæki 175 fiskibáta og a. m. k. 2 hafskip. Samþykkt þessi var bundin því skilyrði, að verð jarðar og hafnar færi ekki fram úr einni milljón króna, og á því mun málið hafa strandað. Þetta sumar var mikið skrifað um hafnarmálin hér, og er ekki tækifæri til að tíunda það nú. Þó vil ég ekki láta ógetið greinar, sem danski faktorinn á Eyrarbakka skrifaði í Suðurlandið hinn 24. apríl um vorið. Greinin hefst á orðunum „vel lýst mér á hugmyndir Gests um höfn í Þorlákshöfn“. Síðan er gerður samanburður á aðstöðu til hafnargerðar hér og á Eyrarbakka. Það fer ekki á milli mála, að þar heldur náttúrufræðingurinn Pétur Nielsen á pennanum, en arftaki dönsku einokunarkaupmannanna hefir verið rekinn út í horn, meðan greinin var skrifuð.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn 1911 – sjóbúðir.

Árið 1917 var samþykkt þingályktunartillaga um, að gerð verði áætlun um fulltrausta hafnargerð í Þorlákshöfn og hvað slíkt verk muni kosta. N.P. Kirk, verkfræðingi, var falið að vinna þetta verk, og skilaði hann áætlun árið 1919. Hann lagði til, að gerður yrði 635 m langur suðurgarður og 860 m norðurgarður. Inni í höfninni kæmi svo „T“ laga bryggja, og væri landleggurinn 183 m, en þverbryggjan 60 m. Kostnað áætlaði hann 3.830.177 kr. Sumarið 1929 var 20 m löng og 4 m breið bryggja gerð norðan við Norðurvörina. Sumarið eftir var hún lengd um 10 m.
Sumarið 1935 var Flataskersgarðurinn gerður. Hann var 90 m langur, teiknaður af Jóni Þorlákssyni til þess að taka skakkafallið af Norðurvörinni. Árið 1938 var hafin gerð Suðurvararbryggju. Var unnið við hana öðru hverju næsta hálfan annan áratuginn, og var hún þá orðin 175 m löng með tveggja metra háum skjólvegg á ytri brún.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – hafnaraðstaðan fyrrum.

Vorið 1962 var enn hafizt handa um hafnargerð hér. Þeim áfanga lauk árið 1969. Þá var Suðurvararbryggja orðin 240 metrar. Norðurvararbryggjan var þá orðin „L“ laga. Frá landi var hún 195 m, en þverleggurinn 100 m. Fljótlega eftir að Heimaeyjargosið hófst, var farið að huga að bættri hafnaraðstöðu á suðurströndinni. Árangur þeirra bollalegginga var, að Alþjóðabankinn lánaði fé til þriggja hafna, en lang mest til Þorlákshafnar.
Hinn 1. september árið 1974 hóf verktakafyrirtækið Ístak framkvæmdir við þann áfanga hafnargerðar hér, sem nú er unnið að, og áætlað er, að verði lokið á þessu ári, en það er stærsta átak, sem gert hefir verið í einu við hafnarbyggingu hér á landi.

Jörðin Þorlákshöfn

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – gamli bærinn.

Sjálfsagt hefir oltið á ýmsu um eignarhald á jörðinni Þorlákshöfn, eins og á öðrum góðjörðum landsins. Kirkja og klaustur — biskupar og braskarar hafa áreiðanlega átt hana öldum saman. En stundum hafa setið hér sjálfseignarbændur.
Árið 1818 keypti Magnús Beinteinsson, þá bóndi hér, jörðina, og í Suðurlandi 8. des. árið 1910 er þess getið, að Jón Árnason, sonarsonur Magnúsar, hafi þá fyrir fáum dögum selt Þorleifi Guðmundssyni frá Háeyri höfuðból sitt. Jón sat hér þó til dauðadags, 4. nóvember 1912.

Þorlákshöfn

Jón Árnason og frú.

Um það leyti, er Þorleifur keypti jörðina, hafði franskt útgerðarfyrirtæki mikinn áhuga á að koma sér upp útgerðarstöð hér. Það sendi hingað verkfræðinga árið 1911, og sögur voru á lofti um, að Þorleifur hafi selt Frökkunum hluta jarðarinnar.
Upp úr 1920 kemst Þorlákshöfn svo í eigu Reykvíkinga og er það, þangað til árið 1934, að Kaupfélag Árnesinga, undir stjórn Egils Thorarensen, kaupir hana. Tólf árum síðar kaupa svo Árnes- og Rangárvallasýslur staðinn, og á þeirra vegum var ráðizt í hafnarframkvæmdirnar á árunum 1946 og 1962.
Árið 1966 var höfnin gerð að landshöfn, og eignaðist ríkið þá 80 m breiða spildu meðfram ströndinni. Árið 1971 keypti svo Ölfushreppur jörðina að undanskildum nokkrum hekturum, sem sýslurnar eiga enn.

Dýrasta jörð á Íslandi
ÞorlákshöfnÁ árunum kringum 1920 var unnið að nýju fasteignamati fyrir landið í heild. Mat þetta tók gildi 1. apríl 1922 og var Þorlákshöfn þá dýrasta jörð á Íslandi, metan á 118.000 kr. auk bygginga.
Hve hátt land hér var virt, sést bezt á því, að allt land Árnessýslu var þá metið á tæplega tvær og einn fjórða úr milljón, og að 6 af hreppum sýslunnar voru hver um sig lægra virtir en landið hér. Skálholtsland var þá virt á 9.700 kr. og Oddi á Rangárvöllum á 8.400, og allt land Skarðshrepps í Dalasýslu var talið 400 kr. minna virði en sandurinn hér og trúlegt, að Birni á Skarði og Ólöfu ríku hefði þótt það þunnur þrettándi. Var þá hægt að moka hér upp gulli á þessum árum? Ekki úr sandinum, en þeir, sem að matinu unnu, gerðu sér ljóst, að mikið gull var geymt í Selvogsbanka, og hér höfðu verið hönnuð þau mannvirki, er þurfti til að taka á móti því.

Meitillinn hf. stofnaður
ÞorlákshöfnÁrið 1949 var Meitillinn h.f. stofnaður að frumkvæði Egils Thorarensen. Í september það ár kom fyrsta skip þess fyrirtækis hingað. Var það 22 tonna eikarbátur, er Brynjólfur hét. Félagið hóf svo útgerð á vertíðinni 1950. Þann vetur voru bátar þess 5 og hétu allir nöfnum Skálholtsbiskupa. Flaggskip þess flota var Þorlákur, er var 27 tonn. Samtals voru þessir 5 bátar 104 tonn. Fyrstu starfsmenn Meitilsins settust að í bæjarhúsum bóndans. Þannig sátu gamli og nýi tíminn hér í tvíbýli um skeið og skildu í bróðerni.
Á manntalinu árið 1950 voru skráðir hér í Þorlákshöfn 4 karlmenn, en engin kona. Árið eftir, þegar fyrstu húsinu voru reist, voru komnar hingað tvær fjölskyldur og 7 einhleypingar, alls 14 manns. Nú eru hér 834 íbúar með lögheimili, þar af 406 innan við tvítugt, en aðeins 5, sem náð hafa áttræðisaldri. Meðalaldur manna hér er nú 24 ár, og má segja, að sá hafi verið meðalaldur íbúanna öll árin, sem þorp hefir staðið hér.

Barnafræðsla

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – gamla skólahúsið.

Ölfushreppur byggði á sínum tíma heimavistarskóla fyrir börn í Hveragerði. Þar áttu bændabörnin héðan að stunda sitt skyldunám, eins og önnur börn sveitarinnar.
Fyrstu ár þorpsins hér voru engin skólaskyld börn á staðnum. Það var ekki fyrr en á árunum 1954—1955, sem þurfti að fara að hugsa um barnafræðslu í Þorlákshöfn. Þá varð hver að bjarga sér, eins og bezt hann gat. Einu barni var komið fyrir á Selfossi, og með öðru var lesið heima.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn fyrrum.

Sumarið 1956 voru hér 9 skólaskyld börn. Þá um haustið var sett hér á stofn útibú frá skólanum í Hveragerði og Kristján frá Djúpalæk ráðinn til kennslunnar.
Fram að jólum var kennt í sjóbúð, í janúar var verið í skúr, sem reyndist óhæfur. Þá var flutt í íbúð, sem útibússtjóra K.Á. hafði verið ætluð. Svona gekk þetta næstu árin. Kennt var, þar sem hægt var að fá inni fyrir nemendur og kennara.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – Gamli bærinn 1961.

Í upphafi ársins 1962 var flutt í skólahús staðarins. Byggingu þess var þó ekki lengra komið en svo, að mótatimbur klætt tjörupappa þénaði sem útihurð og rúðugler. Útbúnaður þessi hélt vindi og vatni að mestu utan veggja, en rafmagn og olía gáfu húsinu birtu og yl.
Þetta vor luku 37 börn prófi hér. Þá var Þorlákshöfn gerð að sérstöku skólahverfi. Aukning nemenda hefir verið stöðug og nú, þegar hér hefir verið kennt í rétt 20 ár, er tala nemenda 170. Vantar aðeins tug til að tvítugur standi skólinn með 20 sinnum fleiri nemendum en hann byrjaði með. Kennarar voru 9 í vetur eða jafnmargir og nemendurnir fyrsta árið.

Gamall kirkjustaður

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – gamli bærinn.

Á fyrri öldum, þegar hestar postulanna máttu heita eina farartæki alþýðu hér á landi, voru kirkjur miklu víðar en nú er. Þorlákshöfn er einn þessara gömlu kirkjustaða.
Hvenær eða hve lengi hér stóð kirkja, er mér ekki kunnugt, en víst er, að hér var hálfkirkja fram yfir miðja 18. öldina.
Kirkjugarður var fyrir norðan bæjarhúsin, og voru flutt þaðan að Hjalla bein, er upp komu í jarðraski, er þar var gert í sambandi við hafnargerðina árið 1962. Hökull úr Þorlákshafnarkirkju er á minjasafninu á Selfossi.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn-gamli bærinn.

Mér er fullljóst, að mikið vantar á að sögu Þorlákshafnar hafi verið gerð tæmandi skil. Til þess að ég geti gert það, vantar mig tvennt, sem ekki verður án verið, en það er þekking og tími til að raða saman þeim sprekum, sem rekið hafa á fjörur mínar. En enginn Sunnlendingur lætur hug fallast, þótt ekki sé alhirt um höfuðdag, og það, sem við ekki komum í verk í dag, munu afkomendur okkar gera á morgun.
Þegar Þorlákur Guðmundsson, 2. þingmaður Árnesinga, mælti fyrir þeirri tillögu sinni á Alþingi árið 1875, að hér mætti verða verzlunarstaður, sagði hann m.a.: „Það mun fara með þetta mál sem hvert annað, að væri það á skynsamlegum ástæðum byggt, mundi það hafa framgang, en væri það af heimsku stofnað, mundi það með henni fyrirfarast.“
Það er von mín, að sú verði gifta Þorlákshafnar, að hvert það mál, sem er á skynsamlegum ástæðum byggt, nái fram að ganga, en það, sem er af heimsku til stofnað, muni með heimskunni fyrirfarast.“

Heimild:
-Sveitarstjórnarmál, 3. hefti, 01.06.1976, Ágrip af sögu Þorlákshafnar – Gunnar Markússon, bls. 109-115.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn.

Óttarsstaðir

Gengið var í rólegheitum um ströndina hjá Óttarsstöðum og yfir að Lónakoti. Víða sáust fótspor eftir minka í snjófölinni, fiðurþæfingur á stangli og veiðitæki.
Paintball-kúlur neðan við EyðikotAnnars  var það helst fréttnæmt úr ferðinni að vaða þurfti yfir ógrynni af ósprungnum „paintball-kúlum neðan Eyðikots, „hlaðinn brunnur fannst norðan við Óttarsstaði eystri og nýmóðins minkagildrur við Lónakot. Þá voru skoðaðar nánar verbúðarminjarnar norðan Óttarsstaða, en það munu vera elstu sýnilegu mannvistarleifarnar á þessu svæði. Hafa ber í huga að goðhúsið á kirkjuhól hefur enn ekki verið grafið upp.
Hafnarfjarðarbær hefur haft það að markmiði að gera þetta fallega útivistarsvæði að hafnarsvæði, þ.e. valta yfir allar hinar sögulegu minjar á svæðinu, utan Jónsbúðar, sem gera á að nokkurs konar „vin“ inni á miðju hafnarsvæðinu. Sennilega er tilgangurinn með því að heimila nefnda „paintballstarfsemi“ á svæðinu liður er miða á að eyðileggingu þess. Bæði er átroningurinn á friðaðar minjar, s.s. hlaðna garða, mikill, og gróðursvæðum hefur verið spillt með utanvegaakstri. Enginn fulltrúi bæjarins virðist, þrátt fyrir þetta, hafa æmt hið minnsta. Í sem stystu máli er því sagt við þá hina sömu (bæjarfulltrúana alla), skv. gömlum íslenskum áhríningsorðum, er hafa framangreint í hyggju, þetta: „Svei ykkur öllum – og hana nú!“.

Brunnur norðan Óttarsstaða eystri

Minkur er rándýr af marðarætt sem lifir um alla Norður-Ameríku og nú á Íslandi þangað sem hann var fluttur til loðdýraræktar árið 1931. Kvikyndið slapp fljótlega út og breiddist hratt út um allt land. Almennt er litið á minkinn sem aðskotadýr og meindýr á Íslandi og kerfisbundið reynt að halda honum í skefjum. Minkurinn er lítill (um 40 cm á lengd), langur og grannur með lítið höfuð, svartan feld, langt og loðið skott og hvítan blett undir hökunni. Minkurinn er mjög fær að synda með ströndum, í ám og vötnum þar sem hann veiðir fisk og fugla.
Minkurinn er eina marðartegundin hér á landi. Hann varð vinsæl útbreiðsluvara til annarra landa í byrjun 20.aldar vegna skinnsins. Landnám hans hér á landi má segja að sé eitt af stærri umhverfisslysum okkar. Minkurinn var fluttur hingað til lands með það fyrir augum að hefja loðdýraræktun og var fyrsta minkabúið Foss í Grímsnesi og þaðan er talið að fyrsti minkurinn hafi sloppið. Betur hefði mátt standa að þeirri ræktun bæði þá og síðar.
Í fyrstu voru þrjú dýr keypt af norskum loðdýrabændum og flutt að Fossi. Nokkrum mánuðum síðar voru 75 minkar fluttir á nýstofnað bú á Selfossi. Minkabúum fjölgaði síðan á næstu árum og var meðal annars stofnað bú að Selási við Reykjavík.
Á næstu árum sluppu minkar einnig úr öðrum búum, meðal annars úr Selásbúinu. Fyrsta minkagrenið fannst árið 1937 og var það við Elliðaárnar í Reykjavík. Vorið eftir fannst minkagreni við Leirvogsá í Mosfellssveit og á næstu árum veiddust stöðugt fleiri villtir minkar.

Minkagildra við Lónakot

Þegar leið á 5. áratuginn fór ekki á milli mála að villtur minkur hafði náð öruggri fótfestu umhverfis minkabúin á Suðvesturlandi. Þaðan nam hann svo land bæði í norður og austurátt. Við lok 6. áratugarins voru minkar komnir nyrst á Vestfirði og farnir að sjást á Norðausturlandi. Afkomendur minka sem haldið höfðu í austurátt voru komnir að Skeiðarársandi. Lengra komust þeir þó ekki austur á bóginn því víðátta sandanna sunnan Vatnajökuls reyndist óyfirstíganleg hindrun enda lítið þar um fæðu og fylgsni.
Landnámi minks á Íslandi lauk í Öræfasveit þegar fyrstu dýrin komu þangað um 1975. Voru það afkomendur minka sem fyrst námu Vesturland, síðan Norðurland og höfðu að því búnu lagt land undir fót suður Austfirði.
Landnámssaga minks á Íslandi spannaði því rúma sjö áratugi. Í dag lifir minkur alls staðar á landinu þar sem lífvænlegt er fyrir tegundina. Þó verður að undanskilja hér nokkrar eyjar sem liggja það fjarri landi að minkar geta hvorki synt né komist þangað á ís.
Fljótlega eftir að minkar tóku sér bólfestu í íslenskri náttúru áttuðu menn sig á því að í sumum tilfellum gátu dýrin valdið töluverðu tjóni. Árið 1937 var byrjað að greiða verðlaun úr opinberum sjóðum fyrir að drepa minka. Fjöldi veiddra dýra hefur sveiflast nokkuð á milli ára. Árið 2001 var t.d. 6.961 minkur veiddur á Íslandi.
Minkagildra við LónakotLandnám minka á Íslandi er ekki einsdæmi því víðast hvar þar sem minkaeldi hefur verið stundað að einhverju marki hafa minkar fyrr en síðar sloppið úr búrum og fjölgað sér úti í náttúrunni.
Minkurinn er oftast dökkbrúnn með hvítar skellur á neðanverðum kjálkanum og hálsi og milli fram- og afturfóta.  Karldýrið er oftast u.þ.b. 1,2 kg og læðurnar helmingi léttari.  Dýrin eru upprunalega komin frá Norður-Ameríku um Evrópu á fyrstu árum 20. aldar.  Þeir voru aldir vegna skinnanna, en margir sluppu og lifa villtu lífi víða í álfunni norðanverðri.
Árið 1943 kom fram tillaga um að banna það með lögum.  Það var ekki fyrr en 1949, að sveitarfélögum var heimilað að banna minkahald í lögunum um eyðingu minka og refa. Þessum lögum var breytt 1955 og 1957. Villiminkur var kominn austur undir Skeiðarársand 1958 og hann dreifðist norður um Vesturland, Norðurland og Austurland. Skeiðarársandur virðist hafa verið náttúruleg hindrun og Öræfingar hafi aðallega fengið mink að austan eftir að samgöngur bötnuðu. Minkurinn dreifðist seinna og hægar um útkjálka, s.s. Vestfirði og norðanlands.

Minkagildra við Lónakot

Minkurinn verður kynþroska á fyrsta ári og tímgast strax.  Fengitíminn er í marz og byrjun apríl og meðgöngutíminn 6-11 vikur, að meðaltali 7 vikur. Læðurnar makast með 7-10 daga millibili og öll fóstrin fara að þroskast samtímis, þótt feðurnir geti verið margir. Got fer oftast fram í fyrri hluta maí og fjöldi hvolpa er 4-10.  Þeir eru blindir, hár- og tannlausir og nærast á mjólk fyrstu 5 vikurnar. Sjónin kemur eftir mánuð og tennur litlu fyrr. Karldýrin koma ekki nálægt uppeldinu.
Minkurinn helgar sér óðul eins og margar aðrar rándýrategundir og merkir með þvagi og skít. Grenin hafa marga útganga, stundum beint út í vatn, því að dýrin synda og kafa vel. Karldýrin eru aðallega á ferðinni á nóttunni en læðurnar eru á ferðinni allan sólarhringinn eftir got.
Fæðan er fjölbreytt, bæði úr sjó og af landi, s.s. marhnútur, sprettfiskur, keilubróðir, hrognkelsi, hornsíli, ufsaseiði, sandsíli, karfi, loðna, síld, skötuselur, tindaskata,  keila og krabbadýr. Fuglar, egg, mýs og hunangsflugur eru meðal þess, sem minkurinn étur af landdýrum. Á veturna eru ferskvatnsfiskar einkum á matseðlinum.

Minkur

Í dag er minkur aðallega veiddur í gildrur. Ýmsar tegundir eru til, s.s. fótbogi, hálsbogi, húnbogi, vatnsgildra, glefsir, þríhyrnugildra, stokkar, búrgildrur, Sverrir, röragildra og tunnugildra. Einungis þær fjórar fyrstnefndu hafa öðlast samþykki sem lögleg veiðitæki.
FERLIR tók myndir af gildrunum, sem fylgja umfjölluninni á ferðinni um Lónakot. Talsvert af agni hafði verið komið fyrir utan við og inni í gildrukassanum, en innan við opið var gildra, líkt og stór rottugildra. Um leið og minkurinn stígur á plötu á henni spennist armur utan um höfð hans. Gildrurnar gætu verið hættulegar börnum, sem stungið gætu hendi inn um opið af forvitni og ókunnugleik. Svo er eins gott að minkurinn kunni ekki að lesa umfjöllun sem þessa.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Eyðikot - paintball

Kútter Esther

 Eftirfarandi frásögn um mannbjörgina miklu 24. mars 1916 birtist í Ægi árið 1933:
Gudbjartur olafsson-2„Lengi hef ég nuddað við hafnsögumann Guðbjart Ólafsson í Reykjavík um að láta í té skýrslu um hina miklu björgun, er hann og skipverjar hans, framkvæmdu hinn 24. marz 1916 og sem var slík, að stjórn Fiskifélags Íslands fann sig knúða tíl að veita Guðbjarti, sem þá var skipstjóri á Esther, verðlaun fyrir hið mikla mannúðarverk, sem undir forustu hans var unnið og afhenda skipshöfninni skrautritað þakkarávarp. Það var gert að kveldi kl. 18, hinn 25. apríl 1916. Sjá »Ægir« bls. 59, 1916.
Nú vill svo vel til, að listmálari Arreboe Clausen hefur nýlega lokið við mynd af kútter Esther og datt mér þá í hug að herða á Guðbjarti Ólafssyni að láta af hendi skýrslu um björgunina, svo hún geti fylgt mynd þeirri af skipinu.sem er í þessu blaði. Nú er skýrslan komin og er á þessa leið: Hinn 23. marzmánaðar 1916 var ég á handfæraveiðum á kútter Esther á hinum alþekkta Selvogsbanka. Undanfarna daga var blæja logn og eins mikill fiskur og hægt var að taka á móti. Þennan dag kl. 4 siðd. voru komnir á þilfar á Esther 4000 fiskar og áleit ég, að ekki væri mögulegt að koma meiri fiski í lestina að eins vél til þess að komast heim til að láta fiskinn á land.

Grindavík

Grindavík – brim.

Andvari var af vestri. Var nú öllum seglum tjaldað og haldið áleiðis til Reykjavíkur. Það var seinlegt verk að koma fiskinum fyrir í lestinni, og var því ekki lokið fyrr en kl. 9 árd. þann 24. Var þá skipið út af Sandgerði. Sama blíðviðrið var allan þennan tíma frá því lagt var af stað. En allt í einu sést við vestur hafsbrún svart ský, sem smáfærðist norður eftir, þar til það staðnæmdist í hánorðri og eftir 5 mínútur skellur yfir kafaldsbylur með norðanroki og hörkufrosti. Nú þurfti að láta hendurstanda fram úr ermum við að fækka seglum, og tví og þrírifa stórsegl, aftursegl og fokku. Þegar því var lokið, voru ekki tök til að sigla lengra áfram. Var þvi siglt undan vindi suður að Reykjanesi og sá ekki út fyrir borðið fyrir kafaldsbyl. Þegar komið var móts við Reykjanes var hælt að sigla og skipið látið reka austur með. Kl. 3 1/2 var fyrirsjáanlegt, að áframhaldandi norðanstormur myndi verða og ákvað ég því að sigla lengra austur eftir til þess að komast í smærri sjó. Þegar við höfðum siglt um 10 minútur, segir einn skipverja: »Hvað er þarna að fjúka á sjónum fyrir norðan okkur?«
Kutter Esther-2Ég náði í sjónauka og sá þegar að þarna var opinn bátur, sem sigldi með smá þríhyrnu og hélt hann í áttina til Esther. Samstundis var hætt að sigla og beðið eftir, að báturinn kæmi til okkar, ef ske kynni að hægt væri að ná einhverju af mönnunum, þó það sýndist vart framkvæmanlegt fyrir roki og sjógangi, þar sem við vorum 3 sjómílur út af Reykjanesi. Eftir stuttan tíma tókst að koma línu til bátsins og höfðum við hann aftan í Esther meðan verið var að athuga á hvern hátt hægast mundi vera að ná mönnunum. En ekki leið á löngu þar til öllum var bjargað um borð í Esther og báturinn settur aftan í. Þegar ég hafðí talað við bátsverja, upplýstist það, að báturinn var úr Grindavík, og töldu þeir víst, að fleiri bátar væru.sem ekki hefðu náð landi.
Ég fór þá aftur að sigla nær landi og meðfram athuga, hvort fleiri bátar væru, sem þyrftu hjálpar með. Eftir stutta stund sáum við einn bát, sem hélt undan veðrinu í áttina til okkar, og náðum við mönnunum úr þessum bát á sama hátt og úr þeim fyrri. Aðferð sú er höfð var til að innbyrða mennina var þessi:

Bátur

Brim – Bjarni Jónsson.

Bátarnir voru hafðir til kuls og tveir menn tóku á móti hverjum einstökum er öldur lyftu bátnum upp. Að hafa þá á hléborða var ógerningur sökum þess, að bátarnir hefðu mölbrotnað af veltingi skips ins, áður en þeim hefði verið náð fram á síðuna. Skömmu eftir að við höfðum lokið við að ná mönnunum úr þessum bát og festa hann aftan í, sást til tveggja báta enn, sem stefndu til okkar. Fór mér nú ekki að lítast á, að hægt væri að koma öllum þessum mönnum undir þiljur, þar sem 27 manna skipshöfn var fyrir á skipinu. En sjálfsagt var að gera það sem hægt var. Komu nú þessir tveir bátar á svipuðum tíma til okkar, og tókst okkur að ná mönnunum úr þeim, öllum ómeiddum. Allir bátarnir voru settir aftan í Esther, hver aftan í annan, og var nú Esther gamla hægfara með alla þessa trossu i eftirdragi. Það var nú orðið fjölmennt umborð. 38 menn voru alls á þess um 4 bátum og þarf ég ekki aðlýsa hvernig umhorfs var fyrir þeim, sem þekkja til íbúða í kútteruni. 25 menn voru í káetunni og 40 í lúkar.
Rodur-21Ég sá þegar að eini möguleikinn til að missa ekki bátana var að ná sér upp á vikina sunnan við Reykjanesið og leggjast þar fyrir akkerum, en það var hægara sagt en gert.- Byrjaði. ég nú að slaga uppundir, en um kl. 9 um kvöldið bilaði mezaninn og varð að taka hann niður, en meðan verið var að laga hann, rakskipið undan sjó og vindi,. svo þegar allt var komið í lag aftur, virtist öll von úti um það, að hægt væri að ná sér undir land, bví enn hafði hert veðrið að mun. Var nú lagt til drifs, þó að það væri neyðarúrræði þvi skipið var svo hlaðið að það var ekki fært til að mæta stórsjó og roki úti á hafi. Allt sem upp úr stóð var margfalt af klaka, einkum reiðinn og seglin. Það kom fljótt í ljós. þegar lengra dró frá landi — sem ég hafði álitið, að skipið væri of hlaðið og minnist ég ekki þeirra tíma, sem ég var á skútum, að hafa séð skip liggja eins djúpt eins og Esther í þetta sinn. Það var auðvitað, að alltaf stækkaði sjórinn, eftir því sem lengra dró frá landi og sýnilegt hvaða enda það myndi hafa, ef ekkert væri að gert.

Bárufleygur

Bárufleygur.

Við létum þorsklifur í nokkra poka og bundum þá á kulborða, en það reyndist ekki fullnæjandi. Það sem næst lá fyrir, var að létta skipið, en það var enginn hægðarleikur, og ég fullyrði það, að hefði ég ekki haft eins valið lið, er óvíst hvernig farið hefði. En allir voru samtaka og enginn hlýfði sér og eftir tveggja stunda vinnuvarbú seglfestinni, þrátt fyrir, þótt yrði að taka það allt upp um káetukappann og sækja það niður undir lestargólfið. Nú hafði Esther létzt talsvert og átti hægara með að lyfta sér á öldunum og verjast áföllum.
Þegar farið var að líta eflir bátunum, kom í ljós að þeir voru allir slitnaðir aftan úr og var það mikið tjón fyrir þá, sem þá áttu, en við því var ekki hægt að gera, og heyrði ég engan bátverja fást um það, því þeir vissu hvernig veðrið var og öll aðstaða. Alla nóttina dreif austur eftir og næsta dag. Það var fyrst að morgni þess 26., að hægt var að byrja að sigla, og var skipið þá 20 sjómílur VNV af Vestmannaeyjum, hvassviðri var enn af norðri.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Það var verið að að sigla allan daginn og um kvöldið kl. 8 vorum við komnir upp undir Krýsuvíkurberg og haldið sér við þar um nóttina, því enn var of hvasst til að koma mönnunum á land í Grindavík. Um hádegi hinn 27. var svo siglt vestur á móts við Járngerðarstaðahverfi með flagg við hún og eftir stutta stund kom stórt skip út til okkar, og varð nu mikill fagnaðarfundur, eftir þriggja sólarhringa óvissu um hvort allir þessir menn væri lífs eða liðnir. Kvöddu nú bátverjar okkur með þakklæti fyrir samveruna og óskuðu okkur alls hins bezta. — Þannig er skýrsla skipstjóra.
Verðlaun þau er Fiskifélagið afhenti skipstjóra Guðbjarti Ólafssyni, var silfurbikar og á hann letrað: »Til Guðbjartar ólafssonar skipstjóra. Viðurkenning fyrir björgun 38 manna úr sjávarháska 24. marz 1916. Frá Fiskifélagi Íslands. Auk þess afhenti stjórn Fiskifélagsins um leið skrautrituð ávörp til skipstjóra og skipshafnar á »Esther«.

Selur

Selur við Selatanga.

Grindvíkingar afhentu einnig skrautritað þakkarávarp til skipshafnar. Gullúr og keðju færðu þeir skipstjóra og á það var letrað: »Með þakklæti fyrir björgun og móttökur. Formenn og hásetar í Grindavík. Frá því opinbera kom engin viðurkenning, því eitthvað viðeigandi vantaði, eins og vant er.
Árið 1922 bjargaði Guðbjartur Ólafsson botnvörpuskipinu »Bona Dea« frá Grimsby, er það í roki var að þvi komið að reka upp í Þrídranga við Vestmannaeyjar; voru á því 14 menn, sem telja má víst, að allir hefðu farist. Hann var þá skipstjóri á botnvörpungnum »Ingólfi Arnarsyni« (aðeins þá einu ferð). Ofsarok var er hann náði i »Bona Dea«, en heppnaðist þó að koma dráttartaug til skipsins, sem hann síðan dró til Reykjavíkur. Fyrir þessa björgun voru greiddar kr. 52.000, en skipstjóri og skipshöfn fengu 1/3 af þeirri uppbæð, sem skiptist milli allra á skipinu — eins og lög mæla fyrir. Enga opinbera viðurkenningu fékk skipshöfn.
Síðan þetta bar til eru nú liðin 17 ár, en skeð getur þó, að einhverjum,- sem kom þessi björgun við, þyki gaman að sjá mynd af skipinu og manninum, sem gekk fram sem hetja til að bjarga meðbræðrum sínum og samkvæmt útreikningi nú má áætla, að hann og skipshöfn hans, hafi. svift sjóinn bráð, sem virða má á tvær milljónir sex hundruð og sextíu þúsund krónur, hinn 24 marz 1916.

Reykjavík, 24. marz 1933.
Sveinbjörn Egilson.“

Heimild:
-Ægir, 26. árg. 1933, 3. tbl. bls. 91-95.

Kutter Frida

Kutter Fríða í Saltfiskssetrinu.