Grindarskörð

Eftirfarandi grein um Grindarskörð birtist í MBL í júli 1980.
„Fyrr á tímum lá aðalleiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs, fyrir norðan Valahnúka, um Grindaskörð, GrindarskörðHvalskarð og þaðan til byggða í Selvogi. Í daglegu tali er þessi leið nefnd Selvogsgata. Hún er á ýmsan hátt torsótt. Meðfram henni er lítið sem ekkert vatn að finna, hún liggur að mestu um gróðurlaus brunahraun og í Grindaskörðum kemst hún í 400 m y.s. Með breyttum samgönguháttum lagðist umferð um Selvogsgötuna niður að mestu og hin síðari ár hefur verið lítið um mannaferðir í Grindaskörðum. Þó munu gangnamenn eiga þar leið um vor og haust, rjúpnaskyttum bregður fyrir á haustin í leit að bráð og svo kemur fyrir að einstaka göngumaður sé þar á flakki sér til gagns og ánægju.
Um þessar mundir er unnið að vegargerð frá Krýsuvíkurveginum fyrir sunnan Hafnarfjörð áleiðis að skíðalöndunum við Bláfjöll. Vegurinn mun liggja rétt fyrir norðan skörðin og við það opnast aftur þetta svæði sem hefur til þessa verið falið fyrir svo mörgum. Vegurinn nær nú ekki lengra en að Lönguhlíð og þar skiljum við bílinn eftir og tökum stefnuna á Grindaskörðin. Á vinstri hönd höfum við hraunið úfið og ógreiðfært en á hina hlíðar fjallsins þaktar lausum skriðum. En milli hrauns og hlíðar er gott að ganga. Þar eru harðir, sléttir og grasigrónir balar, sem ættu að reynast tilvalin tjaldstæði handa þeim, sem hafa hug á lengri dvöl.

Myndanir

Eins og sjá má á korti eru Grindaskörðin milli Lönguhlíðar og Kristjánsdalahorns. Þar eru þrír hnúkar sem heita Stóribolli, Tvíbollar ( á kortinu nefndir Miðbollar) og Syðstubollar. Á þessu svæði öllu hefur verið mikil eldvirkni áður fyrr og eru Stóribolli og Tvíbollar gamlir gígar, sem hafa lagt til megnið af því hrauni, sem þekur svæðið fyrir norðan og vestan skörðin. Fyrir ferðamanninn eru Tvíbollar einna forvitnilegastir og þangað tökum við stefnuna. Þegar komið er upp á gígbarminn kemur í ljós að gígskálarnar eru tvær. Unnt er að ganga brúnirnar allan hringinn, en þó er nokkuð laust undir fæti á stöku stað.
Enginn hefur rannsakað þetta svæði betur er Jón Jónsson jarðfræðingur. Álit hans er að meginhluti þeirra hrauna, sem þekja svæðið frá Grindaskörðum og norður að Undirhlíðum og Helgafelli, sé komið frá Stórabolla og Tvíbollum. Hann segir Stórabollahraunið eldra og liggi það víða undir Tvíbollahrauninu. Samkvæmt mælingum munu þessi hraun vera nokkurn veginn jafnstór, þekja um 18 ferkm. Hvort og vera um 0.36-0.37 km að rúmmáli.
LönguhlíðarhornEn þegar farið er að athuga aldur Tvíbollahrauns nokkru nánar, koma fram sterkar líkur til þess, að það hafi runnið eftir landnám norrænna manna hér á landi, því undir því hefur fundist á einum stað hið svokallaða landnámslag, en það er öskulag, sem talið er að sé frá því um 900.
Útsýnið af Bollunum er frábært í einu orði sagt. Hraunbreiðurnar til norðurs blasa við fyrir fótum manns, og gamla Selvogsgatan hlykkjast milli hraunhólanna í áttina að Valahnúkum. Og í einni sjónhending greinir maður byggðina á Innnesjunum, allt frá Hafnarfirði til Kjalarness. Og ekki spillir fjallasýnin með Snæfellsjökul sem útvörð í vesturátt. Þótt útsýnið til suðurs sé ekki eins tilkomumikið, hefur það samt glögga mynd af hinu gífurlega hraunhafi sem þekur þennan hluta Reykjanesskagans, enda telur Jón Jónsson að á sama tíma og Tvíbollahraunið rann, hafi á annan tug gíga við Grindaskörð og þar fyrir suðvestan, verið virkir.
TvíbollarÞótt við höfum ekki farið lengra en upp í Grindaskörðin, er margt annað að sjá og skoða, sem athyglisvert er, þótt ekki hafi verið minnst á það hér. T.d. er margir fallegir og sérkennilegir hellar í hraununum fyrir norðan skörðin og má það nefna hellana í Dauðadölum og Kristjánsdölum. Við höldum til baka sömu leið að bílnum. Það hallar undan fæti og leiðin sækist greitt. Og þá er gott að rifja upp stutta sögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”.

Heimild:
-Mbl dags. óviss 1980 júlí.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Hreindýr

„Rangifer tarandus er latneskt nafn þessarar tegundar, sem er af hjartarætt (cervidae).
Rangiferættkvíslinni tilheyrir ein tegund, sem skiptist í tvo hópa, túndruhreindýr og skógarhreindýr. HreindýrTúndrudýrunum er síðan skipt í 6 undirtegundir og skógardýrunum í þrjár. Bæði kyn hreindýranna eru hyrnd, sem er óvenjulegt, því að venjulega eru aðeins tarfarnir hyrndir. Tarfar hafa stór og sístækkandi horn með árunum eins og kýrnar, sem hafa mun minni horn. Hreindýrið er meðal stærri dýra af hjartarættinni, en lágfættara, loðnara og klunnalegra og ber höfuðið lágt líkt og nautgripir. Þykkur vetrarfeldurinn ver vel gegn kulda og gerir dýrin léttari í vatni.  Fengitíminn er oftst í október og meðgöngutíminn er 30-35 vikur. Hver kýr eignast yfirleitt einn kálf. Burðartíminn er venjulega frá miðjum maí og stendur í þrjár vikur.
HreindýrAðalburðarsvæðin hér á landi eru í Hálsi, austan Jökulsár á Brú, í Dysjarárdal, Glúmsstaðadal og Þuríðarstaðaárdal. Eftir að dýrunum fjölgaði hefur borið meira á burði á heiðum og stundum niðri í byggð. Þegar kemur fram í ágúst og september, leita dýrin fram á heiðarnar og halda sig þar á veturna, nema þar sé óvenjusnjóþungt, en þá leita þau niður á láglendi. Ungir tarfar og geldar kýr fella hornin í janúar – marz og kelfdar kýr eftir burð. Horn tarfanna falla eftir fengitímann. Þessi hjarðdýr safnast saman þrisvar á ári, seinni hl
uvali hreindýra, bíta þau helzt í hálfþurrum hálfgras- og sefmóum og í grasvíðisdældum og miklu síður í mýrum og flóum. Þau bíta mest af gras- og grávíði og bláberjalyngi auk grasa. Þau bíta lítið af fléttum seinni hluta sumars, enduta vetrar, eftir burð og fyrir haustið. Búskapur með hreindýr er víða stundaður, s.s. á Norðurlöndum, í N-Ameríku, Grænlandi,  Rússlandi og Síberíu.
HreindýrSamkvæmt takmörkuðum rannsóknum á fæð
a lítið af þeim í sumarhögum. Líklega bíta þau fléttur mest síðla vetrar auk sauðamergs, beitilyngs, beitieskis, slíðra- og tjarnastarar. Dýrin éta líka sveppi og mosa.“
Saga hreindýranna á íslandi spannar aðeins um tvær og háfa öld. Fyrstu h
ugmyndir um innflutning hreindýra munu hafa komið frá Páli Vídalín, lögmanni. Hann ritaði um það í lok 17. aldar að selja ætti hesta úr landi og kaupa fyrir þá hreindýr.  Ekkert varð þó úr innflutningi í það skiptið. Skriður komst svo á málið um miðja 18. öld þegar illa áraði í landinu og lífsbjörg skorti. Ætlunin var að hér yrði hreindýrabúskapur með svipuðum hætti og hjá Sömum í Finnmörku og var gefin út konungsskipun um að flytja til landsins Samafjölskyldu frá Noregi til að kenna Íslendingum hreindýraeldi.
HreindýrÁrið 1771 voru fyrstu hreindýrin, 13 eða 14 dýr, flutt til Íslands frá eyjunni Sørø í grennd við Hammerfest í Noregi. Tvær kýr og einn tarfur lifðu og voru flutt að Hlíðarenda í Fljótshlíð.  Að fimm árum liðnum voru þau orðin 11 og urðu flest 16.  Allir kálfarnir, sem fæddust, voru tarfar. Þessi dýr voru horfin skömmu eftir móðuharðindin. Árið 1777 komu 6 tarfar og 24 kýr sem gjöf frá norskum kaupmanni í Hammerfest. Tuttugu og þrjú lifðu ferðina af og var sleppt á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þessum dýrum fjölgaði verulega næstu árin.
HreindýrÁrið 1784 var 35 dýrum, gjöf frá séra Ólafi Jósefssyni í Kautokeinó í Finnmörku, sleppt á Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Þau dreifðust um Þingeyjarsýslur og fjölgaði ört.  Innflutningi lauk með 35 dýrum árið 1787, 5 törfum og 30 kúm, sem var sleppt við Vopnafjörð (gjöf frá Per Jensen í Avjovarre í Finnmörku). Núverandi stofn er kominn af dýrunum, sem voru flutt til Austurlands. Ekki er útilokað að hluti dýranna frá Eyjafirði hafi blandast þeim. Hámarki náði stofninn líklega í upphafi 19. aldar, en minnkaði stöðugt fram á hina 20. og náði líklega lágmarki kringum 1940, en þá er talið að aðeins 100 dýr hafi verið eftir á Austurlandi. Einna flest urðu þau 1976, 3600.
Árið 1787 voru hreindýrin alfriðuð, 1790 var takmörkuð veiði leyfð í Eyjafirði, 1794 var takmörkuð veiði leyfð í Þingeyrar- og Múlasýslum, 1798 var leyft að veiða tarfa án takmörkunar, 1817 var leyft að veiða öll dýr nema kálfa, 1849 var friðun aflétt, 1882 voru dýrin friðuð frá 1. janúar til 1. ágúst, 1901 voru dýrin alfriðuð til 1925, 1927 var friðun framlengd til 1935, 1937 var friðun framlengd til 1945, 1939 voru veiðar leyfðar undir eftirliti og einungis tarfar voru veiddir, 1954 urðu veiðar undir eftirliti víðtækari. Líklegt má telja að veiðar hafi verið stærsti orsakavaldurinn í því að þessir hópar hurfu með öllu upp úr 1930.
HreindýrHreindýrin hurfu á Reykjanesi og í Þingeyjarsýslum og náðu sér á strik á Austurlandi, þar sem mörk útbreiðslunnar hafa verið Hornafjarðarfljót og Jökulsá á Fjöllum. Dýra hefur þó stundum orðið vart utan þessa svæðis. Kjörsvæði þeirra er á Brúaröræfum, austur að Snæfelli.
Innflutningur hreindýra átti að styðja og efla íslenzkan landbúnað, en úr því varð ekki og því hafa dýrin lifað villt á landinu frá upphafi. Leyfi til veiða þeirra Hreindýrbyggðust oftar en ekki á kvörtunum þeirra, sem töldu þau rýra haga sauðfjár, en síðustu ár beinast þær að því að grisja stofninn og halda honum í skefjum. Törfum fækkaði um of á tímabili, þannig að veiðistýring og eftirlit var aukið. Hin síðari ár hafa bændur kvartað undan ágangi dýranna í löndum þeirra og skógræktarfólk lítur þau hornauga.
Vangaveltur hafa verið uppi um það að dreifa hreindýrum víðar, en á Austurlandi, en ennþá hefur ekki komið til þess. Má þó búast við því að hreindýr geti með góðu móti þrifist víðar á Íslandi en á Austurlandi.
Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja hefur rætt þá hugmynd að fá leyfi til að flytja hreindýr á Reykjanesskagann eða í Landnám Ingólfs. Tilgangurinn er að auðga dýralíf svæðisins og draga að ferðafólk.
HreindýrKristjáns Pálssonar, formaður Ferðamálasam-takanna segir að málinu hafi verið vel tekið en tekur fram að það sé enn á hugmyndastigi. Minnir Kristján á að hreindýr hafi lengi verið á Reykjanesi, meðal annars í miklum harðindum í lok átjándu aldar og á þeirri nítjándu og komist ágætlega af. Nú sé landið mun minna nýtt af mönnum og skepnum og því ættu að vera enn betri skilyrði.
Kristján segir að hreindýrin séu falleg og tignarleg dýr, engum hættuleg, og telur að margir íbúar höfuðborgarsvæðisins og bæjanna í nágrenni hefðu áhuga á að skoða villt hreindýr í náttúrulegu umhverfi. Þá gætu þau haft aðdráttarafl fyrir ferðafólk.
Tekur Kristján fram að ekki sé ætlunin að leyfa veiðar, það samrýmist Hreindýrekki hugmyndinni um friðland villtra dýra. Áhugi er á því að þarna verði einhver hundruð dýra. Reiknar Kristján með að svo færi einnig nú, ef hreindýr væru flutt á svæðið, þau héldu sig væntanlega mest í Brennisteinsfjöllum og á Sveifluhálsi.

HreindýrDýraverndarsamband Íslands varar eindregið við áformum  um að sleppa hjörð villtra hreindýra í Reykjanesfólkvang. Reykjanesskaginn hafi ekki uppá að bjóða kjörlendi fyrir hreindýr, að mati Dýraverndarsambandsins, hvorki hvað beitilönd varðar né loftslagsskilyrði þar sem þetta er eitt votviðrasamasta svæði landsins. „Gera má ráð fyrir að hreindýrin myndu leita niður á láglendi, a.m.k. hluta árs, svo sem í skóglendi, allt til Heiðmerkur, og niður að sjó, þar með yfir hina fjölförnu Reykjanesbraut, og lenda í mikilli slysahættu. Þau gætu reyndar farið víðar hindrunarlaust og með þeim þyrfti því að vera stöðugt eftirlit sem viðkomandi sveitarfélög þyrftu sennilega að kosta.“
Þar segir ennfremur: „Auk þess þyrfti að gera ráð fyrir fóðrun í harðindum og ráðstafanir yrði að gera til þess að dýrin yrðu ekki sjálf fyrir slysum á vegunum eða gætu valdið slysum á fólki við ákeyrslur. Ýmis önnur sjónarmið varða framangreinda tillögu en við teljum að velferð dýranna skipti megin máli og teljum fráleitt að hún verði tryggð á Reykjanesskaga né annars staðar í Landnámi Ingólfs Arnarsonar.“

Heimildir m.a.:
-nat.is
-mbl.is

Framkvæmdarstjóri Sauðfjárseturs á Ströndum sendi FERLIR eftirfarandi ábendingu:
Surtla„Góðan daginn, datt í hug að senda ykkur á ferlir.is fréttatilkynningu vegna sýningar um Herdísarvíkur-Surtlu, enda talsvert fjallað um hana á frábærum vef ykkar.
Sauðfjársetur á Ströndum opnaði á dögunum sérsýningu um eina frægustu kind Íslandssögunnar, hina fótfráu og stórgáfuðu Herdísarvíkur-Surtlu. Árin 1951 og 1952 var Surtla hundelt af smölum, hundum og skotmönnum, en þá fóru fram fjárskipti á svæðinu frá Hvalfirði að Rangá vegna mæðiveikinnar. Óhætt er að segja að kindin hafi orðið goðsögn í lifanda lífi, en fjárskiptayfirvöld gripu að lokum til þess örþrifaráðs að leggja fé til höfuðs henni. Eftir margra klukkustunda eltingaleik þann 30. ágúst 1952 var Surtla felld ofan við Herdísarvík, en örlög hennar vöktu mikla athygli og hörð viðbrögð fjölmargra sem töldu að kindin hefði átt skilið að lifa, enda bersýnilega ekki mæðiveik . Á sýningunni, sem verður uppi til sumarloka, segir frá ævi og örlögum Herdísarvíkur-Surtlu og þar gefur einnig að líta höfuð Surtlu sem Sauðfjársetrinu var góðfúslega lánað af Sigurði Sigurðarsyni dýralækni. (Sjá sýningarupplýsingar
HÉR.)
Sauðfjársetur á Ströndum er staðsett í Sævangi við Steingrímsfjörð, 12 km. sunnan við Hólmavík.

Bestu kveðjur,
Arnar S. Jónsson,
frkv.stjóri Sauðfjárseturs á Ströndum.“

Surtla

Surtla á Keldum. Sigurður Sigurðsson klappar holdgervingnum.

 

Reykjanes - göngukort

Árið 2005 gáfu Landmælingar Íslands út nýtt sérkort yfir Suðvesturland.
Í framhaldi af því skrifaði
Sesselja GudmundsdottirSesselja Guðmundsdóttir gagnrýni um kortaútgáfuna í Morgunblaðið. Gagnrýni Sesselju er upp tekin hér sem dæmi um mikilvægt viðmót þeirra er til þekkja þann fróðleik er um er höndlað, en fá jafnan ekki eðlilega aðkomu að undirbúningi slíkrar mikilvægrar vinnu.
Nýlega kom út sérkort af Suðvesturlandi frá Landmælingum Íslands í mælikvarðanum 1:75 000. Í kápukynningu segir m.a.: „Á kortinu er fjöldi örnefna, upplýsingar um vegi og vegalengdir, göngu- og reiðleiðir auk helstu upplýsinga sem útivistarfólk þarf á að halda.“ Hér koma nokkrar athugasemdir sem snerta Reykjanesskagann: Þorpið Hafnir í Reykjanesbæ var byggt út úr höfuðbólunum Kirkjuvogi og Kotvogi en þau örnefni sjást ekki. Í Höfnum stendur Kirkjuvogskirkja sem á sér merka og langa sögu en hún er ekki sett inn, aðeins kirkjugarðstáknið (þrír krossar). Þarna mætti ætla að kirkja væri aflögð sem er rangt.
sulur-101Suður undir Reykjanesi er örnefnið Tjaldstaðagjá sem vísar til bæjarnafns (-staðir) en á kortinu stendur Tjaldstæðagjá. Til eru skrif um byggð úti á Reykjanesi og örnefnið Tjaldstaðagjá styður þær sagnir, nafnið er rétt á eldri kortum. Súlnagjá er sett suðaustan við fjallið Súlur austan Hafna en gjáin er vestan (neðan) við fjallið og hefur verið rétt staðsett á eldri kortum. Gamli-Kirkjuvogur (nefndur Vogur í Landnámu, seinna kirkjustaður) stóð handan við Ósana norðan Hafna en var fluttur til Hafna líklega vegna landbrots og landeyðingar á 16. öld. Á kortinu er Gamla-Kirkjuvogs ekki getið en hann er á eldri kortum. Á Grímshól á Vogastapa er hringsjá en hún er ekki sýnd (var á korti frá 1989).Þorpið Vogar var byggt út úr höfuðbýlinu Stóru-Vogum en það nafn er ekki inni nú, aðeins Minni-Vogar. Örnefnin Stapaþúfa, Gjásel og Brunnastaðasel í Strandarheiði eru sett niður á röngum stöðum.

Brunnastadasel-101

Stapaþúfa er suðvestan við Gjásel og Gjásel norðan Brunnastaðasels. Enn og aftur er bæjarnafnið Auðnar á Vatnsleysuströnd rangt skráð á kort, sagt Auðnir, en í Jarðabókinni 1703 og í öðrum gömlum heimildum er alltaf sagt Auðnar. Höskuldarvallastígur er settur á núverandi göngustíg sem liggur frá Oddafelli að Keili en örnefnið á aðeins við gömlu götuna sem liggur yfir hraunið næst Oddafelli en sú lá yfir í selin austan við. Sandakravegur (gömul lestaleið að austan til Suðurnesja) hefur alla tíð verið rangt staðsettur á kortum og er enn. Yngstu reiðgötuna um Herdísarvíkurhraun vantar á kortið en sú elsta (?) er sýnd þó óljós sé. Yngsta reiðgatan er djúp og vörðuð og fær bæði hestum og fólki og ætti frekar heima á kortinu en sú eldri. Sláttudalur austan Geitahlíðar (fjall, 384 m) í Krýsuvíkurlandi er á röngum stað nú en var réttur á korti 1989.
Örnefnið Meltunnuklif-101Geitahlíð hefur aldrei fyrr teygt sig austur með hlíðinni frá fjallinu Geitahlíð. Samkvæmt örnefnaskrám heitir fjallið sjálft (hnjúkurinn) Geitahlíð og efst á því tróna Æsubúðir. Örnefnið Drumsdalavegur er sett á vellina sunnan við Vigdísarvallaeyðibýlið en á heima á fjallveginum yfir Sveifluhálsinn sunnarlega en þar er kletturinn Drumbur. Reykjavegur (stikuð gönguleið) er rangur að hluta á kortinu, villa sem hver apar eftir öðrum. Hann liggur EKKI um Méltunnuklif og svo austan við Höfða heldur niður Brattháls norðan klifsins og svo vestan Höfðans og gengur um skarðið milli hans og Sandfells. Þeir sem stofnuðu til Reykjavegarins ættu að koma upplýsingum um legu hans í rétt horf sem fyrst. Fyrrnefnd villa er ekki sú eina á þessari leið.

Raudholssel-101

Rauðhólssel – uppdráttur ÓSÁ.

Í kynningu kortsins er sagt að það hafi að geyma „helstu upplýsingar sem útivistarfólk þarf á að halda.“ Því miður er ekki svo. Á svæðinu eru margar rústir sem útivistarfólk hefur ánægju af að skoða en eru ekki settar inn, ekki einu sinni merktar með rústakrossi (x). Hér má nefna selrústir í Hafnaheiði, Merkinessel og Möngusel; selrústir við Seltjörn við Grindavíkurveg; Nýjasel við Skógfellaveg; Hvassahraunssel og Lónakotssel; selrústirnar við og í Núphlíðarhálsinum, þ.e. Rauðhólssel, Oddafellssel og Sogasel svo ekki sé talað um selrústirnar á Selsvöllum.

Flestar fyrrnefndar rústir liggja við merktar gönguleiðir á kortinu. Gvendarhellir í Krýsuvíkurhrauni er merkilegur vegna mannvistarleifa og sagna en hann er ekki á kortinu en er á eldri kortum. Elsta (?) þjóðleiðin með Suðurströndinni er sýnd um Herdísarvíkurhraun eins og fyrr segir en nálægt henni eru selrústir sem og gömul fjárrétt á Seljabótarnefi sem er við það að hverfa í hafið. Þessar rústir eru ekki settar inn.

Suðvesturland

Suðvesturland – kort.

Sumar gönguleiðirnar á kortinu enda að því er virðist í öngstræti og ekkert sem segir að við lok þeirra sé eitthvað áhugavert, t.d. er einn slíkur leggur í Geldingahrauni austan Afstapahrauns og annar ofan Draugahlíða í átt að Brennisteinsfjöllum. Sú leið hefði átt að liggja alla leið að námunum en þar eru merkar mannvistarleifar í og við hverasvæði. Flest þarf gagnrýni við. Ef enginn gagnrýnir birtast sömu villurnar aftur og aftur eins og illgresi í túni.
Landakortaútgáfa virðist varðveita villur af kerfislegri íhaldssemi og heimur versnandi fer þrátt fyrir sérfræðinga út og suður. Atlaskortin eru vönduð sem og kort frá 1989 og mættu kortagerðarmenn hafa þau meira til hliðsjónar við gerð nýrri korta. Sögufalsanir eru nógu slæmar þó ekki séu þær skjalfestar um aldur og ævi.“
Framangreint kort er langt í frá að vera gallalaust líkt og gerist með slík kort nú til dags. Sennilega kemst ekki skikk á ágreiningis- og deilumál um örnefni og minjar á Reykjanesskaganum fyrr en væntanleg „Reykjanesskinna“ kemur út seint á öðru áratug þessarar aldar.
Til upplýsinga og fróðleiks um framangreint Rauðhólssel, svo dæmi sé tekið, má t.d. geta heimildar í Jarðabók ÁM og PV 1703: Stóra-Vatnsleysa; „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Rauðhólssel, eru þar hagar viðsæmandi, en stórt mein á vatnsskorti“.

Heimild:
-Morgunblaðið 16. júlí 2005, bls. 30.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. b. 1923. S. 152.

Gvendarborg

Gvendarborg.

Stjórnarráðshúsið

Á vef Stjórnarráðsins er rakin saga Stjórnarráðshússins við Lækjartorg:

Á fyrri hluta 18.aldar var tekin upp ný hagstjórnarstefna í Danaveldi sem byggði á svokölluðum kameralisma sem var afbrigði upplýsingarstefnunnar. Samkvæmt henni átti ríkið að vinna að hagsæld og velmegun þegnanna til þess að þeir gætu sem best þjónað heildinni og átti þar að líta til allra þátta, ekki bara atvinnuveganna heldur einnig uppeldis, fræðslu og menningar. Til þess að allir þegnar ríkisins væru iðnir og sparsamir og legðu sitt til almennrar velferðar ríkisins var m.a. talið nauðsynlegt að reisa betrunarhús og fangelsi. Þannig væri hægt að gera betlara, flækinga og sakamenn að nýtum samfélagsþegnum.

Stjórnarráðið

Stjórnarráðshúsið.

Það var í þessum betrunaranda sem tugthúsið í Reykjavík (nú Stjórnarráðshús) var reist á árunum 1761-1771. Þá skömmu áður höfðu verið byggð eða voru í byggingu fjögur vegleg steinhús á Íslandi, embættisbústaðirnir Viðeyjarstofa, Nesstofa og Bessastaðastofa ásamt Dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Fremstu arkitektar Dana voru fengnir til að teikna húsin sem voru fullkomin nýlunda á Íslandi þar sem nær allir mannabústaðir voru þá enn torfbæir.

Tugthúsið

Georg David Anthon

Georg David Anthon.

Tugthúsinu í Reykjavík, stundum nefnt Tyftunarhúsið, var valinn staður í landi konungsjarðarinnar Arnarhóls jafnframt því sem jörðin var lögð til stofnunarinnar. Hafist var handa um byggingarframkvæmdir árið 1761 en þær sóttust seint þannig að þeim var ekki að fullu lokið fyrr en 10 árum seinna. Auk danskra og íslenskra iðnaðarmanna unnu sakamenn að byggingu hússins en þeim var síðan, eftir að húsbyggingunni var lokið og þeir orðnir innanhússmenn, ætlað að vinna í þágu hinna nýju tau- og klæðaverksmiðja (svokallaðra Innréttinga) og aðra tilfallandi vinnu í hinum upprennandi höfuðstað Íslands.
Teikningar af tugthúsinu við Arnarhól hafa ekki varðveist en fullvíst er talið að arkitekt byggingarinnar hafi verið Georg David Anthon (1714-1781) hirðhúsameistari í Kaupmannahöfn og kennari við Listaakademíuna þar. Auk tugthússins teiknaði hann Viðeyjarkirkju og Landakirkju í Vestmannaeyjum og líklega einnig Bessastaðakirkju.
Húsið, sem er um 260 fermetrar að flatarmáli, var byggt úr tilhöggnu grágrýti, veggir tvíhlaðnir og þakið gaflsneitt og timburklætt. Gluggar, sem voru litlir með járnstöngum fyrir, voru settir samhverft um miðjudyr eins og algengast var um þær mundir. Þegar gengið var inn í húsið varð þar fyrir forstofa með stiga upp á loft. Til hægri handar var íbúð tugtmeistara en til vinstri stórt eldhús og stofa inn af því fyrir fangavörð. Aftan til í húsinu voru tvær vinnustofur, m.a. með tóskaparáhöldum fyrir spunakonur, en klefar fyrir stórglæpamenn í hvorum enda. Uppi á lofti voru fjögur fangaherbergi en yfir því var efra loft með geymslu fyrir ull og tóvinnu.

Reykjavík

Grunnteikning af Stjórnarráðshúsinu (Tukthúsinu) eftir Ohlsens árið 1803 sem sýnir skipulag á neðri hæð hússins, en x og y eru kamrar.

Tugthúsið var talið geta rúmað 16 stórglæpamenn og 54 venjulega fanga. Svo margir fangar sátu þar þó aldrei, þeir urðu flestir um 40. Bæði karlar og konur voru í fangelsinu og frjálslegur samgangur milli kynja, svo frjálslegur að nokkuð var um barneignir þar innan dyra.
Aðbúnaður fanganna mun þó hafa verið bágborin löngum, sérstaklega þegar illa áraði. Móðuharðindin dundu yfir landið eftir 1783 og dóu fangar þá úr hor og vesæld í húsinu. Ekki tók betra við eftir 1800 þegar siglingar til landsins strjáluðust mjög vegna Napóleonsstyrjalda og árása Breta á Danmörku. Mikill matvælaskortur varð þá í landinu sem kom hart niður á föngum í Múrnum eins og tugthúsið var gjarnan nefnt. Árið 1813, þegar danska ríkið varð í raun gjaldþrota, var rekstri tugthússins hætt og þeim föngum sem enn sátu inni sleppt. Þremur árum síðar var það formlega lagt niður.

Stiftamtmannssetrið – Ludvig Moltke

Ludvig Moltke

Moltke greifi – 1790-1864.

Frá árinu 1683 hafði stiftamtmaður verið æðsti embættismaður landsins. Þegar hér var komið sögu voru ungir danskir aðalsmenn oftast skipaðir í það embætti. Skipun þeirra var meðfram hugsuð sem fyrsti póstur á væntanlegri framabraut, eins konar manndómsvígsla því ekki þótti þá eftirsóknarvert fyrir aðalsborið fólk að búa á Íslandi.

Þannig var um Ludvig Moltke, 29 ára gamlan greifason af frægri aðalsætt, sem skipaður var stiftamtmaður Íslands árið 1819. Fyrri stiftamtmenn höfðu þá um skeið búið í litlu timburhúsi (nú Austurstræti 22) en hinum unga Moltke og konu hans, Reinholdine Frederikke Vilhelmine, fædd Bartenfleth, sem þótti nokkuð steigurlát, fannst slíkt hús ófullnægjandi fyrir sig og hið háa embætti. Þeim kom til hugar að gera mætti tugthúsið gamla, sem stóð þá tómt og ónotað, að verðugum embættisbústað. Nýi stiftamtmaðurinn sótti síðan um leyfi til þess gera húsið upp og breyta því og var fallist á það af stjórnvöldum í Kaupmannahöfn.

Reykjavík 1801

Reykjavík 1801. Tukthúsið lengst t.h.

Hafist var handa við framkvæmdir og húsinu gjörbreytt veturinn 1819-1820. Allir gluggar voru stækkaðir, gólfið lækkað til að fá meiri lofthæð og settur bakdyrainngangur á húsið nyrst og brattur stigi frá honum upp á loft. Íbúð stiftamtmanns var komið fyrir í sunnanverðu húsinu en til vinstri þegar gengið var inn voru stiftamtmannsskrifstofurnar. Salur og vinnuherbergi voru baka til, uppi herbergi vinnuhjúa og stofustúlkna. Að húsabaki voru útihús því stiftamtmaðurinn þurfti bæði hesta og kýr. Túnið hans var Arnarhóll.

Eftir þetta var húsið ýmist nefnt Stiftamtshúsið eða Stiftamtmannshúsið einnig þó Kóngsgarður eða Konungsgarður. Moltke greifi og frú hans hurfu af landi brott 1824 en Moltke átti eftir að eiga langan feril, lengst sem sendiherra í París og einnig var hann utanríkisráðherra Dana um skeið. Við af honum tók Peter Fjeldsted Hoppe en hann þótti atkvæðalítill í embætti.

Lorentz A. Krieger

Friðrik VII

Friðrik VII.

Sá sem tók við af Hoppe 1829 var öllu líflegri. Sá var Lorentz A. Krieger kammerjúnkeri, 32 ára og ógiftur. Hann lét mjög til sín taka, sérstaklega í Reykjavík þar sem hann vann að endurbótum á skipulagsmálum og stuðlaði að því nýmæli að kosin var byggingarnefnd í bænum. Hann lét m.a. endurhlaða Skólavörðuna á sinn kostnað sem eftir það var um tíma kölluð Kriegers-Minde. Hann bannaði byggingar á Lækjartorgi og Austurvelli og lagði veg meðfram Læknum sem var upphafið að Lækjargötu.

Krieger sat nýstofnað stéttaþing Dana 1835 sem fulltrúi Íslands og samdi síðan tillögur um breytingar á stjórn Íslands þar sem hann lagði til að landið fengi heimastjórn. Það var í fyrsta sinn sem slíkar tillögur voru settar fram og hefur því ekki verið mikið haldið á lofti af Íslendingum.

Meðan Krieger bjó í Stiftamtsmannshúsinu við Lækjargötu bar þar tignan gest að garði. Það var sjálfur Friðrik Kristján prins Dana sem sendur var til Íslands í refsingarskyni fyrir glaumgosahátt og fyrir að hafa hrakið frá sér eiginkonu sína, kóngsdótturina Vilhelmine. En Friðrik Kristján lét sér það í léttu rúmi liggja, dvaldi á Íslandi í þrjá mánuði, ferðaðist víða á hestbaki og skemmti sér vel. Þess á milli sat hann oftar en ekki í góðu yfirlæti og við góðan veislukost í Kóngsgarðinum við Lækjartorg hjá piparsveininum Krieger stiftamtmanni. Fjórtán árum síðar tók prinsinn við konungdómi í Danmörku og nefndist Friðrik VII.

Það er hins vegar af Krieger að segja að hann lét af stiftamtmannsembætti á Íslandi 1836 og varð stiftamtmaður í Álaborg en lést skömmu síðar, aðeins rúmlega fertugur að aldri.

Carl Emil Bardenfleth

Carl Emil Bardenfleth

Carl Emil Bardenfleth.

Næsti húsbóndi Stiftamtmannshússins var aðalsmaðurinn Carl Emil Bardenfleth sem var um þrítugt þegar hann tók við embætti. Hann var mágur Moltkes, fyrsta stitamtmannsins í húsinu, en uppeldisbróðir fyrrnefnds Friðriks Kristjáns Danaprins. Þess naut hann í ríkum mæli síðar. Bardenfleth var áhugasamur um íslensk málefni, lagði sig fram um að læra íslensku og lét son þeirra hjóna, sem fæddist í Reykjavík, heita Ingolf eftir Ingólfi Arnarsyni.

Mikið fjör var í kringum Bardenfleth í Reykjavík. Meðal annars efndi hann til leiksýninga í Stiftamtmannshúsinu, vafalaust í salnum baka til í húsinu. Stiftamtmaðurinn lék sjálfur og fór m.a. í kvenmannsgervi þegar hann lék Pernillu í leikritinu Misforstaaelse paa Misforstaaelse eftir Overskou en meðal annarra leikenda voru tveir frægir danskir náttúrufræðingar, Chr. Scythe og Japetus Steenstrup, sem þá voru við rannsóknir á Íslandi. Tvær íslenskar stúlkur, Sylvia Thorgrimsen og Þóra Melsted, tóku þátt í þessari sýningu og var það í fyrsta sinn sem konur voru orðaðar við leiklist á Íslandi.

Þóra Melsted

Þóra Melsted.

Stiftamtmannstíð Bardenfleths lauk fyrr en ætlað var. Eftir aðeins þriggja ára dvöl á Íslandi var hann kallaður til Danmerkur. Æskuvinurinn Friðrik Kristján var nú orðinn krónprins og vildi fá Bardenfleth til sín sem hirðmeistara. Bardenfleth átti þó eftir að koma mikið við sögu Íslands áfram. Þegar Alþingi kom saman í Reykjavík 1845, eftir að það var endurreist, var Bardenfleth sendur hingað sem fulltrúi konungs og aftur 1847.

Frami hans varð mikill og skjótur í Danmörku eftir að Friðrik VII tók við völdum 1848. Konungur skipaði þennan vin sinn þegar í ráðuneyti sitt. Bardenfleth gegndi lykilhlutverki sem dómsmálaráðherra í byltingarumrótinu 1848-1849 þegar einveldi var afnumið og Danir fengu stjórnarskrá. Þó að skoðanir féllu ekki alltaf saman var Bardenfleth sem konungsfulltrúi og ráðherra í góðu sambandi við Jón Sigurðsson og aðra Íslendinga í Kaupmannahöfn um málefni Íslands.

Stiftamtmaðurinn sem tók við af Bardenfleth var Torkild Abraham Hoppe, yngri bróðir P. F. Hoppe sem áður var stiftamtmaður. Áður hafði hann starfað í Rentukammerinu í Kaupmannahöfn og komið þar að málum Íslands, einkum verslunarmálum.

Mathias hans Rosenørn

Hans Mathias Rosenörn

Hans Mathias Rosenörn.

Og enn var skipaður nýr stiftamtmaður 1847 og átti heimili sitt og skrifstofur í Kóngsgarði við Lækjartorg. Sá var Matthias Hans Rosenørn, 33 ára gamall, og fór gott orð af honum þau tvö ár sem hann bjó í Reykjavík. Hann gaf m.a. öllum götum bæjarins ný nöfn, sem enn eru flest við lýði, og tölusetti hús. Árið 1849 var hann kallaður til Kaupmannahafnar og tók við embætti innanríkisráðherra. Tveir fyrrverandi stiftamtmenn Íslands, Bardenfleth og Rosenørn, sátu þá saman í ríkisstjórn Danmerkur. Eftir að hann lét af ráðherraembætti 1851 var hann löngum ráðunautur dönsku stjórnarinnar um íslensk málefni.

Jørgen Ditlev Trampe

Jørgen Ditlev Trampe

Jørgen Ditlev Trampe.

Árið 1850 var 47 ára gamall greifi skipaður stiftamtmaður á Íslandi og kom til Íslands með sína stóru fjölskyldu. Hann hét Jørgen Ditlev Trampe og þótti glaðlyndur náungi og viðkunnanlegur. Hann tók upp á því að láta rita embættisbréf sín á íslensku en þau höfðu jafnan verið á dönsku áður. Hann naut vinsælda til að byrja með þær hjöðnuðu allmikið við þá atburði sem gerðust á þjóðfundinum 1851 og í kjölfar hans. Fundurinn átti að færa Íslendingum nýja stjórnarskrá en Trampe sleit honum í miðju kafi. Lokaorð þjóðfundarins ‒ Vér mótmælum allir ‒ voru lengi í minnum höfð sem eins konar hápunktur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Reiðibylgja reis upp gegn Trampe og skírðu menn hunda sína eftir amtmanninum víða um land í óvirðingarskyni við hann. Hann gerði þó ekki annað en uppfylla embættisskyldu sína með því að fylgja fyrirmælum frá Kaupmannahöfn. Trampe sat í embætti til 1860 og var oft líflegt í kringum hann. Hann efndi til leiksýninga í Stiftamtmannshúsinu, eins og Bardenfleth áður, og lék sjálfur. Einnig tók hann upp á að hafa tombólu (hlutaveltu) fyrir almenning í Stiftamtmannshúsinu en slíku fyrirbæri höfðu Íslendingar ekki kynnst áður.

Veisluhöld

Frederick Dufferin

Frederick Dufferin.

Stiftamtmenn sem sátu í Kóngsgarði við Lækjartorg voru fremstu menn landsins, eins konar forsætisráðherrar síns tíma, og héldu uppi risnu fyrir hönd yfirboðara síns, Danakonungs. Eftir að Alþingi var endurreist bauð stiftamtmaður þingmönnum jafnan til veislu í húsi sínu og þegar virðulega erlenda gesti bar að garði var þeim að sjálfsögðu boðið heim til stiftamtmannsins. Í tíð Trampes var óvenjulega mikið um hátignarlega gesti, sérstaklega sumarið 1856. Í júní komu breski lávarðurinn Frederick Dufferin í heimsókn. Fræg er lýsing hans á veislu honum til heiðurs í Kóngsgarði sem helstu embættismenn landsins sátu. Þar reyndu Trampe greifi og Dufferin lávarður að drekka hvorn annan undir borðið milli þess sem þeir héldu ræður á bjagaðri latínu. Dufferin segist í ferðasögu sinni muna óglöggt eftir því hvernig veislan endaði.
Í sama mánuði kom franskur floti til Reykjavíkur og var fyrir honum Jerôme Napóleon prins, bróðursonur Napóleons mikla og frændi Napóleons III sem þá var við völd í Frakklandi. Danska blaðið Fædrelandet var mjög hneysklað á yfirgangi Frakka í þessari heimsókn. Það skýrir svo frá veislu sem Trampe greifi hélt Napóleons prins til heiðurs:

Jerôme Napóleon

Jerôme Napóleon.

„Í stærstu stofunni í bústað stiftamtmanns blöstu við tvö stór og glæsileg olíumálverk af franska keisaranum [Napóleon III] og keisaraynjunni. Sýna málverkin þau bæði standandi og í nær fullri líkamsstærð. Þessi sömu málverk höfðu áður skreytt danssalinn stóra í herskipinu Artemise, þegar veisla var haldin þar um borð 6. júlí. Heyrst hafði, að Napóleon prins hefði gefið Trampe greifa þessi málverk, en þegar boðsgestir spurðu nú Demas flotaforingja um þetta, þá var svar hans, að þau „hafi verið gefin stiftamtmannsbústaðnum“… Segja má að þessi stóru og verðmætu málverk hafi í veislunni sett sinn sterka svip á stofu greifans og það svo, að menn tóku varla eftir málverkinu af Kristjáni VIII Danakonungi, sem fært hafði verið úr Alþingissalnum og hengt upp á milli myndanna af Frakkakeisara og frönsku keisaraynjunni. Enn síður bar á myndinni af okkar núverandi konungi, Friðriki VII, en málverk af honum hékk í bakgrunni andspænis inngangi.“
Síðar þetta viðburðaríka sumar í Reykjavík kom Vilhjálmur prins af Óraníu, ríkisarfi Hollands, og var honum haldin mikil kvöldveislu í Stiftamtmannshúsinu og dansað í garðinum.

Hilmar og Olufa Finsen

Hilmar Finsen

Hilmar Finsen.

Staða Íslands var í óvissu á þessum árum og var enginn stiftamtmaður skipaður um fimm ára skeið eftir að Trampe hvarf á braut árið 1860. Þórður Jónassen landsyfirréttardómari gengdi þá stöðu setts stiftamtmanns og bjó í Stiftamtmannshúsinu ásamt fjölskyldu sinni.

Meðan Alþingi sat að störfum sumarið 1865 var nýr stiftamtmaður að koma sér fyrir í embættisbústaðnum fyrir austan læk. Hann hét Hilmar Finsen, 41 árs gamall, og átti eftir að sitja þar lengi. Hann var íslenskur að föðurkyni, sonarsonur Hannesar Finnssonar Skálholtsbiskups, en fæddur og uppalinn í Danmörku enda danskur að móðurkyni. Hann hafði verið bæjar- og héraðsfógeti í Sønderborg í Slésvík en hrakist þaðan þegar Prússar hernámu Slésvík árið 1864. Ísland hafði verið í stjórnskipunarlegu tómarúmi frá því að einveldi var afnumið 1849 og nú bundu dönsk stjórnvöld vonir við að Hilmar Finsen gæti haft áhrif á Íslendinga vegna íslensks ætternis síns og annarra hæfileika þannig að hægt yrði að festa Ísland örugglega innan vébanda Danaveldis.

Olufa Finsen

Olufa Finsen.

Um leið og Hilmar tók við embætti stiftamtmanns gerði hann ráðstafanir til að stækka Stiftamtmannshúsið sem honum þótti of lítið. Hann fór fram á að fá að hækka framhlið hússins um eina hæð en til vara að byggja stóran kvist. Stjórnvöld í Danmörku féllust á varatillöguna og sumarið 1866 var breiðkvisturinn, sem síðar hefur sett svip á framhlið hússins, bætt við en með honum stækkaði húsið verulega. Kvisturinn var notaður fyrir skrifstofur embættisins og skjalasafn en stiftamtmannshjónin tóku alla neðri hæðina undir íbúð sína. Við sama tækifæri var núverandi dyraumbúnaður í gotneskum stíl settur á aðalinngang hússins og hellur á þakið í stað timburþaks. Danski byggingarmeistarinn C. Klentz bar ábyrgð á þessum breytingum.

Stiftamtmannsbústaðurinn var mikið menningarheimili á dögum Hilmars og Olufu konu hans sem var dönsk. Hún var tónlistarmenntuð og beitti sér mjög í tónlistarlífinu í Reykjavík auk þess sem hún átti veigamikinn þátt í stofnun Kvennaskólans í Reykjavík. Sjálf kenndi hún á píanó og hafði milligöngu um að útvega þeim Íslendingum sem hugðu á tónlistarnám í Kaupmannahöfn góða kennara. Hún varð fyrst til að æfa blandaðan kór kvenna og karla í Reykjavik 1868 og samdi sjálf kantötu sem flutt var við útför Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur vorið 1880.

Í kjölfar svokallaðra stöðulaga, sem sett voru einhliða af Dönum 1871, var sett á stofn embætti landshöfðingja í stað stiftamtmannsembættisins og var Hilmar Finsen skipaður fyrsti landshöfðinginn árið 1873. Þjóðfrelsisöflunum á Íslandi líkaði ekki þróun mála og að morgni þess dags sem landshöfðingi tók við embætti urðu menn þess varir að á fánastöng framan við Landshöfðingjahúsið, sem nú var svo kallað, hafði verið dregin upp tuska sem á var letrað „Niður með landshöfðingjann“. Sumar frásagnir herma að með tuskunni hafi hangið dauður hrafn. Einnig voru fest upp spjöld víða um bæinn með samhljóða áletrunum. Var þetta allt fjarlægt í skyndi.

Konungsheimsóknin 1874

Konungsheimsóknin 1874

Konungsheimsóknin 1874.

Árið 1874 var uppi fótur og fit í Reykjavík. Í tilefni af 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar ætlaði konungurinn sjálfur, Kristján IX, að heimsækja landið. Var það í fyrsta sinn sem konungur lét svo lítið að heimsækja þessa fjarlægu eylendu. Ekki var um mörg hús í Reykjavík að ræða sem gætu hýst konung og varð það úr að Hilmar Finsen landshöfðingi og Olufa kona viku fyrir konungi í Landshöfðingjahúsinu og fluttu sjálf upp á loft. Anna dóttir þeirra minntist þessa síðar í viðtali. Hún sagði:

Kristján IX

Kristján IX.

„Ég var að vísu ekki nema sex ára. En ég man eftir öllu umrótinu, sem var í húsinu, meðan verið var að undirbúa komu þeirra Kristjáns IX og Valdimars prins. Stiftamtmannshúsið eða Landshöfðingjahúsið, sem þá var kallað, því þá var faðir minn orðinn landshöfðingi, var allt fágað og prýtt. Íbúð okkar var á neðri hæð, en skrifstofur og skjalasafn uppi á lofti. Við urðum að flytja okkur upp á loftið, jafnvel inn í skjalakompuna, svo að hinir tignu gestir gætu haft íbúðina niðri. Þeir sváfu alltaf í íbúð okkar, meðan þeir dvöldu í Reykjavík og borðuðu morgun- og kvöldverð hjá okkur… Kristján konungur var mjög blátt áfram og lítilþægur í daglegri umgengni. Daginn, sem hann kom og fylgd hans, vorum við landshöfðingjabörnin í okkar fínu, nýju fötum. Við systurnar höfðum lært að hneigja okkur. Þegar konungur kom og ég hneigði mig fyrir honum, klappaði hann á kollinn á mér og sagði: „Vel hefur þú lært að hneigja þig, stúlka litla“. Eitt sinn spilaði hann kroket á vellinum við Landshöfðingjahúsið. Það þótti okkur ekki ónýtt.“

Eins og kunnugt er færði Kristján IX Íslendingum stjórnarskrá í þessari ferð og fer vel á því að stytta af honum með stjórnarskrána í hendi standi fyrir framan Stjórnarráðshúsið. Kristján IX var stundum kallaður tengdafaðir Evrópu því að síðar urðu bæði Bretakonungur og Rússakeisari tengdasynir hans og einn sona hans varð Grikkjakonungur. Má heita að allt kóngaslekti í Evrópu sé nú af honum komið.

Bergur Thorberg og Magnús Stephensen

Bergur Thorberg

Bergur Thorberg.

Hilmar Finsen lét af embætti landshöfðingja 1882 og varð síðan um skeið innanríkisráðherra Dana. Eftir hann gegndu tveir Íslendingar embætti landshöfðingja þar til heimastjórn komst á árið 1904. Þeir voru Bergur Thorberg sem tók við af Hilmari en lést í embætti 1886 og Magnús Stephensen, síðasti landshöfðinginn.

Til er lýsing á húsakynnum Landshöfðingjahússins á dögum Magnúsar Stephensen og er hún á þessa leið:

Frá útidyrum var fyrst komið inn í lítið fordyri. Til hægri handar var skrifstofa landshöfðingjans en inn af henni svokallað frúarherbergi. Þar hafði landshöfðingjafrúin afdrep eða vinnustofu. Baka til sunnan megin í húsinu var stærsta og veglegasta stofa hússins, svokallaður salur, og inn af henni í suðausturhorninu lítið herbergi sem gekk undir nafninu kabinet.

Magnús_Stephensen

Magnús_Stephensen.

Til vinstri handar við fordyrið var gengið inn í svefnherbergi landshöfðingjahjónanna en inn af því var barnaherbergi. Stórt eldhús var þar fyrir aftan í norðausturhluta hússins en bakdyrainngangur í bláhorninu. Í miðju hússins aftan til ‒ milli eldhúss og salar ‒ var borðstofa. Hægt var að ganga beint inn í hana úr forstofunni.

Úr forstofunni lá stigi í sveig upp á efri hæðina. Þar í suðurhelmingi kvistsins vestan megin var hin almenna skrifstofa landshöfðingja. Þar sátu landshöfðingjaritarinn og skrifari að störfum. Norðanmegin í kvistinum voru skjalageymslur. Í norðurenda uppi hafði landshöfðinginn þrjú svefnherbergi auk þurrklofts.

Stjórnarráð Íslands

Fálkamerkið

Fálkamerkið.

Við stofnun heimastjórnar 1. febrúar 1904 var ákveðið að Landshöfðingjahúsið yrði aðalaðsetur landsstjórnarinnar, síðar ríkisstjórnar Íslands, og hefur það síðan verið kallað Stjórnarráðshús. Jafnframt var ákveðið að gera það einvörðungu að skrifstofuhúsi. Fálkamerkinu, hinu nýja skjaldarmerki Íslands, var þá komið fyrir yfir höfuðinnganginum. Allmiklar breytingar voru einnig gerðar á húsinu.

Borðstofunni baka til, sem gengið var inn í beint úr fordyrinu, var nú skipt í tvö herbergi, annað var gert að biðstofu, hitt að herbergi dyravarðar. Skrifstofa Hannesar Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, var í salnum baka til í sunnanverðu húsinu en kabinetið þar fyrir innan varð nú eins konar hvíldarherbergi ráðherrans. Eldhúsinu, sem áður var aftan til í húsinu norðanverðu, var breytt í skrifstofu Klemensar Jónssonar landritara en staða hans var ígildi ráðuneytisstjóra sem síðar varð.

Skjaldarmerkið

Skjaldamerkið var sett á Stjórnarráðshúsið á valdatíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Undir ráðherra Íslands voru þrjár skrifstofur sem hver um sig hafði afmörkuð verkefni, líkt og ráðuneytin síðar. Fyrstu skrifstofu, sem annaðist dóms- og kirkjumál, var komið fyrir í herbergjunum tveimur til hægri við innganginn þar sem áður var skrifstofa landshöfðingja og frúarherbergi. Þar réði ríkjum Jón Magnússon skrifstofustjóri, síðar forsætisráðherra. Önnur skrifstofa, sem annaðist atvinnu- og samgöngumál, var beint á móti í herbergjunum þar sem áður voru svefnherbergi landshöfðingjahjónanna. Þar réði ríkjum Jón Hermannsson skrifstofustjóri. Í kvistinum uppi var svo þriðja skrifstofa, sem annaðist fjármál. Þar var Eggert Briem skrifstofustjóri. Uppi á lofti var einnig íbúð dyravarðar í norðurendanum, skjalageymslur og fleira.

Þegar ráðherrar urðu þrír árið 1917 var óhjákvæmilegt að stækka Stjórnarráðshúsið. Var þá ráðist í að setja kvist á austanvert húsið, svipaðan þeim sem er á framhliðinni. Þeirri framkvæmd var lokið um haustið. Auk þess var innréttuð íbúð fyrir dyravörð í litlu timburhúsi sem stóð fyrir aftan Stjórnarráðið og hafði verið notað fyrir geymslur. Þar bjó dyravörður hússins allt til ársins 1958.

Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið.

Í nýja austurkvistinum voru útbúin tvö ráðherraherbergi og biðstofa á milli þeirra. Fyrstu ráðherrarnir sem sátu í þessum nýju skrifstofum voru Sigurður Jónsson atvinnumálaráðherra og Sigurður Eggerz fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytið hafði allan vesturkvistinn en atvinnu- og samgönguráðuneytið lagði undir sig norðurhelming hússins niðri. Jón Magnússon forsætisráðherra, sem auk þess fór með dóms- og kirkjumál, var með suðurhelminginn.
Starfsmenn Stjórnarráðsins, sem unnu í húsinu, voru 13 árið 1904 og fjölgaði ekki fyrr en á tímum fyrri heimsstyrjaldar en árið 1917 voru þeir þá taldir 23. Árið 1939 voru þeir orðnir 31. Eftir það varð ör fjölgun í mannahaldi auk þess sem húsið sprengdi af sér starfsemina.

Fullveldisathöfnin

Stjórnarráðshúsið

Fullveldishátíðin 1918.

Hinn 1. desember 1918 var Ísland viðurkennt fullvalda ríki. Í skugga Spænsku veikinnar og erfiðleika, sem fylgdu fyrri heimsstyrjöldinni, fór þá fram áhrifamikil og alvöruþrungin athöfn við Stjórnarráð Íslands. Veður var hið fegursta, heiðríkt og þurrt. Danska herskipið Islands Falk var í Reykjavíkurhöfn og var það fánum prýtt í tilefni dagsins. Stuttu eftir klukkan hálf tólf gengu sjóliðar af herskipinu í fylkingu með axlaðar byssur og bera byssustingi frá bryggju og upp á Stjórnarráðsblettinn. Jafnframt safnaðist þar fyrir nokkur mannfjöldi. Síðastir komu foringjar herskipsins, skrýddir einkennisbúningum og konsúlar erlendra ríkja sem þá voru í Reykjavík. Þeir gengu upp að dyrum Stjórnarráðshússins en þar var fyrir ríkisstjórn Íslands og helstu embættismenn og borgarar Reykjavíkur.
Stjórnarráðshús
Klukkan kortér i tólf hófst athöfnin með því að lúðrasveitin Harpa lék Eldgamla Ísafold. Sigurður Eggerz fjármálaráðherra hélt síðan ræðu en að henni lokinni var hinn nýi ríkisfáni Íslands dreginn í fyrsta skipti að húni á fánastöng sem komið hafði verið fyrir á vesturkvistinum. Karlmenn tóku ofan hatta sína en Islands Falk lét 21 fallbysskot ríða af í virðingarskyni við hina fullvalda þjóð. Sjóliðarnir hylltu síðan fánann og lúðrasveitin lék fánasönginn, Rís þú unga Íslands merki. Þegar þessu var lokið flutti Lorck skipherra ávarp og síðan var leikið Kong Christian á horn. Síðan hrópuðu allir nífalt húrra fyrir kónginum. Jóhannes Jóhannesson, forseti Sameinaðs þings, flutti minni Danmerkur með tilheyrandi húrrahrópum og danski þjóðsöngurinn var leikinn en athöfninni lauk með „Ó, guð vors lands“ og húrrahrópum fyrir hinu nýja íslenska ríki.

Lýðveldishátíðin 1944

Lýðveldishátíðin 1944

Lýðveldishátín 18. júní 1944.

Hinn 18. júní 1944, daginn eftir lýðveldisstofnun, fóru fram mikil hátíðarhöld í Reykjavík. Í ritinu Lýðveldishátíðin segir:

„Stjórnarráðið – en svo heitir það í daglegu tali – var eins konar altari þessa mikla mannfundar. Það ræður enn, þó gamalt sé og ekki háreist, öllum svipnum á Lækjartorgi… En undir þess æruverðuga, gráa múr fór nú fram fyrsti þjóðfundur hins unga lýðveldis – eftir sjálfan stofndaginn – þar sem fyrsti forsetinn hélt sína fyrstu stórræðu og fulltrúar allra landsmálaflokka mættust einhuga um þann hornstein, sem nú væri lagður að framtíð þjóðarinnar.“

Ráðuneytin tínast í burtu ‒ forsetaskrifstofan

Stjórnarráðið

Stjórnarráðshúsið.

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg var látið duga fyrir ráðuneytin til ársins 1939 og þykir mörgum það kynlegt nú til dags, miðað við hversu umfang þeirra er orðið mikið. Arnarhvoll við Lindargötu var að vísu tekinn í notkun 1930 en í honum voru framan af eingöngu stofnanir og embætti á vegum ríkisins en ekki ráðuneytin sjálf.

Árið 1939 tók við völdum svokölluð þjóðstjórn en í henni voru fimm ráðherrar en höfðu aldrei verið fleiri en þrír fram að þeim tíma. Ljóst var að ekki var pláss fyrir fimm ráðherra í Stjórnarráðshúsinu. Var þá gripið til þess ráðs að flytja fjármálaráðuneytið í Arnarhvol en atvinnumálaráðuneytið flutti í húsnæði þess uppi á lofti Stjórnarráðshússins. Nýstofnað viðskiptaráðuneyti fékk og inni í Arnarhvoli. Á næstu árum jókst mannahald ráðuneyta óðum, eins og áður var vikið að, og ný voru stofnuð. Atvinnumálaráðuneytið var flutt í Arnarhvol árið 1943 en dóms- og kirkjumálaráðuneytið í Túngötu 18 árið 1946. Voru þá einungis forsætisráðuneytið, utanríkisráðuneytið og menntamálaráðuneytið eftir í gamla Stjórnarráðinu, það síðastnefnda uppi á lofti. Skrifstofa forsætisráðherra var í aftanverðu húsinu sunnan til en skrifstofa utanríkisráðherra til vinstri handar við fordyrið í húsinu framan til.

Vigdís Finnbogadóttir

Vigdís Finnbogadóttir forseti.

Menntamálaráðuneytið var flutt að Hverfisgötu 6 árið 1968 og utanríkisráðuneytið í húsakynni lögreglustöðvarinnar við Hlemm árið 1973.

Forsætisráðuneytið var þá eitt eftir ráðuneyta í gamla Stjórnarráðinu og hefur svo verið fram á þennan dag.
Þegar utanríkisráðuneytið hvarf á brott var skrifstofa forseta Íslands flutt í fyrri skrifstofur þess í framanverðu húsinu norðan til. Áður hafði skrifstofa forsetans verið í Alþingishúsinu. Þarna sátu síðan Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir í nábýli við skrifstofur framkvæmdavaldsins og í raun undir forsjá forsætisráðherra í húsnæðismálum. Árið 1996, áður en Ólafur Ragnar Grímsson tók við embætti forseta Íslands, ákvað ríkisstjórn Íslands að kaupa húsið Sóleyjargötu 1 fyrir forsetaskrifstofur og hefur forsætisráðuneytið síðan haft allt hið gamla og sögufræga Stjórnarráðshúsið til afnota. Forsætisráðherrar Íslands frá Hannesi Hafstein til þessa dags hafa allir með tölu setið í húsinu.
Allmiklar endurbætur og viðgerðir fóru fram á Stjórnarráðsbyggingunni eftir að skrifstofa forseta Íslands var flutt annað. Um húsakynni eftir þær úrbætur segir Þorsteinn Gunnarsson arkitekt:

„Sé gengið í bæinn eftir endurbætur, er fyrst komið í forstofu, sem eitt herbergja í húsinu hefur alla tíð haldist óbreytt að stærð og lögun… Úr forstofu er gengið í biðstofu, sem ásamt tveimur forrýmum báðum megin forstofu er klædd brjóstþili og að ásýnd áþekk innri gerð hússins á tímabilinu 1873-1917. Inn af biðstofunni eru í suðurenda hússins skrifstofuherbergi aðstoðarmanns ráðherra og fundarherbergi ríkisstjórnar, en í norðurenda fundarherbergi og skrifstofa forsætisráðherra. Þessi herbergi eru nú heilklædd innan eins og 1820, þrjú þeirra með nýsmíðuðu brjóstþili og römmum, en hið fjórða og fyrstnefnda þiljað innan með leifum af klæðningum úr sal Moltke greifa. Á efri hæð hússins er frágangur allur einfaldari og með svipuðu sniðir og tíðkaðist á fyrri hluta tuttugustu aldar.“

Stjórnarráðsbletturinn og stytturnar

Stjórnarráðshúsið

Tukthúsið 1820.

Árið 1787 var danskur maður, Henrik Scheel, skipaður ráðsmaður tugthússins. Hann var áhugamaður um garðrækt og gróðursetti m.a. tré á lóð hússins. Þau tré mörkuðu upphaf trjáræktar í Reykjavík. Hann var einnig með blóma- og matjurtagarða fyrir framan húsið og hafði þar vermireiti og listhús.

Stjórnarráðshúsð

Stjórnarráðshúsið.

Á dögum stiftamtmanna og landshöfðingja voru miklir matjurtagarðar í brekkunni og sjást þeir á elstu myndum af því. Bletturinn fyrir framan húsið náði alveg niður að Læknum og var brú yfir Lækinn gegnt húsinu með fallegu handriði báðum megin og veglegu hliði. Einnig var um tíma grindverk meðfram læknum fyrir framan blettinn. Grjótgarðar afmörkuðu lóðina við Bankastræti og Hverfisgötu ‒ eftir að hún kom 1905.

Þegar heimastjórnin komst á 1904 og húsið var gert að Stjórnarráði Íslands voru kálgarðar á Stjórnarráðsblettinum fljótlega aflagðir en ráðherrahestarnir voru gjarnan hafðir þar á beit meðan þeir voru við lýði. Lækurinn var byrgður árið 1912 og um það leyti var Stjórnarráðsbletturinn girtur af frá Lækjartorgi með steinstólpum og pottjárnsgirðingu. Árið 1925 var sams konar girðing sett meðfram Bankastræti en lengi var bárujárnsgirðing Hverfisgötumegin.

Stjórnarráðshúsið

Styttan af Jóni Sigurðssyni, leiðtoga sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld, var afhjúpuð við Stjórnarráðið 1911 þar sem hún stóð allt til ársins 1931 þegar hún var flutt á Austurvöll. Þar stendur Jón enn í dag og fylgist með alþingi og mannlífinu í miðbænum. Styttuna, og lágmyndina „Brautryðjandinn“ á stalli hennar, gerði Einar Jónsson myndhöggvari í tilefni af 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar (17. júní 1811 – 7.desember 1879) og var verkið gjöf frá Íslendingum austanhafs og vestan.

Stór flaggstöng var á Stjórnarráðsblettinum þar sem Dannebrog var flaggað í tíð stiftamtmanna, landshöfðingja og fyrstu ráðherranna. Þegar Íslendingar fengu eigin fána 1915 var önnur flaggstöng reist og var þá um þriggja ára skeið bæði Dannebrog og íslenska fánanum flaggað. Þessar stangir voru teknar niður eftir að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1918. Íslenska fánanum hefur síðan verið flaggað á vesturkvisti hússins.

Kristján IX

Sytta af Kristjáni IX. framan við Stjórnarráðshúsið.

Á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta 17. júní 1911 var höggmynd hans eftir Einar Jónsson myndhöggvara komið fyrir framan við Stjórnarráðsbygginguna og árið 1915 annarri af Kristjáni IX eftir sama mann.
Styttan af Jóni Sigurðssyni var flutt á Austurvöll 1931 en í stað hennar var afhjúpuð stytta af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherranum, á þeim stað sem styttan af Jóni hafði áður staðið. Er hún einnig eftir Einar Jónsson.

Árið 1971 var Lækjargata breikkuð fyrir framan Stjórnarráðið og var þá Stjórnarráðsbletturinn minnkaður verulega og stytturnar fluttar ofar í lóðina. Girðingin fyrir framan húsið var þá tekin af en í stað hennar komu upphækkuð blómabeð með tröppum sem liggja að gangveginum að húsinu. Hefur svo verið síðan.

Heimild:
-https://www.stjornarradid.is/raduneyti/forsaetisraduneytid/stjornarradshusid/Stjórnarráðshúsið

Stytta af Hannes Hafstein framan við Stjórnaráðshúsið.

Knarrarnessel

Knarrarnessel er nokkurn spöl ofan Klifgjár. Þar er flatlendast miðað við önnur selstæði á Vatnsleysustrandarheiðinni (Strandarheiðinni). Selstígurinn er ekki augljós frá Klifgjánni og upp í selið, en hann liggur fast við Knarrarnesselsvatnsstæðið, sem er um 100 metrum neðan og norðan við nyrstu tóftirnar. Þar er oftast vatn enda vatnsstæði þetta með þeim stærstu í heiðinni.

Knarrarnessel

Knarrarnessel.

Selstæðið er stórt með mörgum tóftum. Þar má finna átta slíkar, misjafnlega stórar og margflóknar. Þrjá hlaðna stekki er að sjá í selstöðunni. Fjöldi stekkja benda jafnan til fjölda selja á viðkomandi svæði. Hins vegar má geta þess að stekkir virðast ekki alltaf augljósir. Þannig má ætla að enn einn stekkurinn hafi fylgt austustu tóftunum þremur. Þær eru í grónum krika ofan við hinatr tóftirnar. Sjá má móta fyrir hleðslu milli tveggja húsa, en alls eru rýmin í þeim fimm að tölu. Tvær tóftanna eru nokkuð heillegar og jafnvel sjá hveru stór rýmin hafa verið. Í nyrstu tóftinni mældust innanrýmin 140×280. Það er svipað hlutfall og í öðrum rýmum annarra tófta, ekki einungis í þessu seli heldur og fleirum. Ein tóftin, sú syðsta í vestanverðri selstöðunni, er greinilega stærst umfangs. Hún hefur verið með fleiri rýmum en hinar, líklega einum fjórum, en það er óalgengt í seljum á Reykjanesskaganum, sem jafnan hefur þrjú slík, þ.e. eldhúsið með sérinngangi og búr og svefnaðstöðu með sameiginlegum inngangi.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – stekkur.

Því, sem hér er lýst, er einungis ályktun út frá því sem sést á yfirborðinu, en ef grafið yrði í rústirnar gæti ýmislegt annað komið í ljós, s.s. tengsl einstakra rýma innbyrðis. Stekkirnir eru svipaðir að gerð, tvö hólf. Þó má sjá móta fyrir bogadreginni hleðslu við endann á vestasta stekknum. Hlaðin kví er skammt norðan við selstæðið. Líklega höfðu flestir bæir í Knarrarnesshverfi selstöðu þarna og í heimildum er getið um Litla-Knarrarnessel og Ásláksstaðasel á þessum stað. Rétt fyrir ofan selið er nokkuð stór gjá sem snýr bergvegg til sjávar og er Gjáselsgjá framhald hennar til suðvesturs. Þegar bornar eru saman selstöður í landnámi Ingólfs sést að Vatnsleysuströnd og Grindavík hafa nokkra sérstöðu varðandi sel því þar er mörgum bæjum hrúgað saman á einn stað en svo virðist ekki vera annarsstaðar, hvorki á Rosmhvalanesi, Höfnum, né Hraunabæjum og ekki að sjá slíkt í Kjósarsýslu.
Nýleg lambaspörð voru í einni tóftinni (í apríl).

Breiðagerðisslakki

Brak á slysstað ofan Breiðagerðisslakka.

Norðaustur af selinu er flak úr þýskri Junkers könnunarherflugvél. Hún varð fyrir skotárás bandarískrar orrustuflugvélar í april 1943. Þrír fórust en loftskeytamaðurinn komst lífs af í fallhlíf. Hann var fyrsti þýski flugliðinn, sem bjargaðist úr flugvél sem skotin var niður yfir Íslandi og jafnframt sá fyrsti sem Bandaríkjamenn tóku höndum í Seinni heimstyrjödlinni. Sjá má merkingar á einstökum hlutum.
Auðnasel er norðaustur af Knarrrarnesseli, innan við slakkann, Breiðagerðisslakka, sem þýska flugvélin hrapaði í og er um 20. mín. gangur milli seljanna.

Breiðagerðissel - Auðnasel

Auðnasel – Uppdráttur ÓSÁ.

Selið liggur suðvestur við hæð eina, sem heitir Sýrholt. Margar tóftir eru þar mismikið grónar, en þarna var haft í seli frá bæjum í Auðnahverfi, s.s. Auðnum, Höfða og Breiðagerði. Á hæsta hólnum í seltúninu er varða. Vatnsstæði hefur ekki fundist við selið, en heimildir segja það vera norðvestur af því, nokkurn spöl neðan þess, og sunnan við háan og brattan klapparhól.

Tóftir í Auðnaseli eru á fjórum stöðum. Líklega eru þó austari tóftirnar tvær huti af sama selinu. Fjórða tóftin gæti mögulega verið tyrfður tvískiptur stekkur, en tveir aðrir, hlaðnir stekkir eru skammt norðar. Á tveimur stöðum við selstöðuna eru göt undir klapparhæðum. Svo virðist sem hleðslur séu niðri í þeim, en gróið er yfir þær að mestu.

Fornusel

Fornusel í Sýrholti – uppdráttur ÓSÁ.

Klofinn klapparhæð er vestan við selstöðuna, en ekki er að sjá hleðslur í henni. Vel hefði mátt nýta hana sem nátthaga og er ekki óliklegt að það hafi verið gert.

Fornuselshæða er getið í Jarðabókinni 1703 og þá þar sem Kálfatjörn og Þórustaðir höfðu í seli áður en þeir bæir fengu selstöðu í Sogaseli. Líklega eru Fornuselshæðir þær sömu og nefnt hefur verið Sýrholt. Þar eru fornar tóftir á a.m.k. tveimur stöðum, auk stekkst í gjá.
Hrafnslaupur er í Klifgjá neðan Auðnasels.
Strokkar heita klapparhæðir ofan Reykjanesbrautar. Í austurátt frá Strokkum er lítið selstæði, sem heitir Fornasel. Ein heimild segir það vera frá Þórustöðum, en önnur heimild segir að selið gæti heitið Litlasel og vera frá Landakoti. Í Jarðabókinni 1703 er ekki getið um Fornasel eða annaðs el á þessum slóðum, en bókin nefnir Fornuselshæðir, sem eru líklega nokkuð ofar í heiðinni, sbr. framangreint.

Fornasel

Fornassel – uppdráttur ÓSÁ.

Fornasel sést vel frá Reykjanesbrautinni, enda ekki langt ofan við hana. Sennilega er það eitt aðgengilegasta selið á Reykjanesskaganum – eitt hið minnsta, en jafnframt eitt hið fallegasta. Hæð (sem áreiðanlega hefur heitið eitthvað fyrrum) skilur að tóftir selstöðunnar. Þær eru annars vegar sunnan við hana og hins vegar norðan við hana. Á milli er vatnsstæðið.
Sunnanverðar tóftirnar eru umfangsmeiri. Þær eru vel grónar, en þó má ennþá sjá móta fyrir tveimur rýmum og því þriðja skammt sunnar. Líklegt er að þar hafi eldhúsið verið. Austan við tóftirnar er skeifulaga gerði, huganlega nátthagi.
Vatnsbólið hefur verið bæði áreiðanlegt og gott. Hlaðið hefur verið umhverfis það og sést enn móta fyrir hleðslunum austan þess og norðan.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Norðaustan við vatnsstæðið er tvískipt tóft, að öllum líkindum stekkur. Hann er mjög gróinn og ber merki húss, en ólíklegt er að svo hafi verið.
Fróðlegt er að skoða, bera saman og greina hinar ýmsu selstöður á Reykjanesskagnum, en FERLIR hefur nú skoðað 145 slíkar. Selin hafa ekki öll verið nýtt á sama tíma, en telja má, miðað við heimildir, að um helmingur þeirra hafi jafnan verið í notkun að jafnaði. Eldri selstöður voru gerðar upp aftur og aftur og síðan ný reist að teknu tilliti til nýrra krafna og aukins rýmis, enda verður að telja mjög líklegt að haft hafi verið í seli hér á landi allt frá fyrstu búsetu og þangað til selsbúskapurinn lagðist af að mestu skömmu fyrir aldamótin 1900. Merki um slíkt má sjá í nokkrum seljanna. Þannig má og sjá, miðað við stærð rýma og gerð seljanna, hvaða sel hafi verið í notkun á svipuðum tíma. Elstu selin eru greinilega einföldust að allri gerð, en seinni tíma selin eru formlegri og rýmin stærri.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995

Knarrarnessel

Knarrarnessel – vatnsstæðið.

Reykjavík

Í Skírni árið 1979 birtist erindi Lýðs Björnssonar um „Reykjavík; upphaf höfuðstaðar„, sem hann flutti á aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags 16. desember 1978. Hér er erindið stytt að nokkru.

Lýður Björnsson

Lýður Björnsson.

„Haft hefur verið fyrir satt, að Ingólfur Arnarson frá Dalsfirði í Firðafylki í Noregi hafi fyrstur norrænna manna numið land á Íslandi og byggt í Reykjavík. Þetta á að hafa gerzt um 870.
Fornrit herma, að Ingólfur hafi, áður en hann ákvað bústað sinn, verið búinn að ferðast meðfram meginhluta suðurstrandarinnar og þá væntanlega kannað land þar nokkuð. Staðarvalið virðist síðar hafa vakið furðu, enda leggur skrásetjari Landnámu þræli Ingólfs í munn hin kunnu orð, er ljóst varð, að Reykjavík varð fyrir valinu: „Til lítils fórum vér um góð héruð, ef vér skulum byggja útnes þetta.“ Má ætla, að ummæli þessi spegli viðhorf 12. og 13. aldar manna til bústaðarvalsins. Á síðari árum hefur Benedikt Gíslason, fræðimaður frá Hofteigi, bent á, að búsældarlegra hafi verið við Sund á landnámsöld en á Suðurlandsundirlendinu. Þetta er hárrétt athugað, enda hefur fiskur verið þar á miði, fugl í eyjum, selur á skerjum og hafnarskilyrði góð af náttúrunni. Auk þess er líklegt, að kjarrs hafi gætt minna í seltunni úti við hafið, en allgróskumikið kjarr hlýtur að hafa torveldað samgöngur um mikinn hluta Suðurlandsundirlendisins á landnámsöld og hulið þar hin minni kennileiti. Lægðir og harðbalar meðfram sjó hafa þá sennilega verið skógvana, og þá líka malarkamburinn milli vogs þess, sem skerst inn úr Kollafirði austan Örfiriseyjar, og Reykjavíkurtjarnar. Birkikjarr hefur þó hulið öll holt í nágrenni þessa staðar. Reki mun og hafa verið til búdrýginda á Seltjarnarnesi, þótt margri góðri spýtu hafi skolað út aftur aldirnar næstu fyrir landnám og aðrar fúnað uppi á malarkambi líkt og á síðari öldum.

Reykjavík

Reykjavík – elsti uppdráttur 1715 eftir Hans Hoffgaard.

Ingólfur Arnarson sló að sögn Landnámu eign sinni á landsvæðið milli Ölfusár og Hvalfjarðar. Hér er um svo víðáttumikið landsvæði að ræða, að einum bónda mundi nú veitast fullerfitt að nýta það að gagni, þrátt fyrir alla tækni 20. aldar. Má því geta nærri, hvernig landnemi, sem aðeins réði yfir tækni 9. aldar, gat nálgazt það takmark, enda á Ingólfur að hafa brugðið á það ráð að selja eða gefa hluta landnáms síns. Ætla má því, að það hafi fljótlega skipzt milli allmargra eigenda. Björn Teitsson sagnfræðingur telur líklegt, að í öndverðu hafi aðeins þrjár jarðir verið í byggð á utanverðu Seltjarnarnesi, Nes við Seltjörn, Reykjavík og Laugarnes. Tvær fyrsttöldu jarðirnar voru metnar á 100 hundruð eða meira í sumum jarðabókum.

Reykjavík

Reykjavík og nágrenni 1703.

Uppblástur fylgdi í kjölfar vaxandi byggðar og flest holt í nágrenni Reykjavíkur voru orðin örfoka um 1500 að sögn dr. Þorleifs Einarssonar. Þrátt fyrir þetta virðist byggð hafa þétzt í Seltjarnarneshreppi á tímabilinu 1200—1500. Má ætla, að íbúarnir hafi þá í auknum mæli lifað á sjávargagni, enda herðust fiskveiðar mjög í vöxt á 14. og 15. öld. Landeigendur brugðu þá á það ráð að leigja mönnum afmarkaða túnskák og heimila þeim beit í óskiptu landi þeirrar jarðar, sem túnskákin hafði tilheyrt. Með þessu tryggðu landeigendur sér aukinn vinnukraft, enda hvíldu ýmsar vinnukvaðir á ábúendum smábýla af þessu tagi, t.d. skipsróður. Smábýli þessi nefndust hjáleigur. Þrjár hjáleigur a.m.k. voru í landi Ness við Seltjörn 1397 og um 1700 voru 8 hjáleigur í landi Reykjavíkur. Munu þær hafa verið fleiri fyrrum.

Reykjavík

Reykjavík-jarðir og hjáleigur 1703.

Fiskur var mjög eftirsótt vörutegund í Evrópu á 14. öld og næstu aldir á eftir. Talið er, að borgamyndun og föstuboð kaþólsku kirkjunnar séu helztu orsakir þessa. Afleiðing varð sú, að fiskverð hækkaði mikið eða því nær þrefaldaðist á árunum 1200—1550. Þetta ýtti undir fjársterka aðila að eignast útróðrarjarðir, og var kirkjan þar fremst í flokki. Sama þróun varð í Seltjarnarneshreppi og annars staðar. Þannig átti Skálholtsstóll höfuðbólið Nes og fjórar jarðir aðrar í hreppnum um siðaskipti. Konungur þröngvaði síðan stólnum til að skipta á jörðum þessum og fleiri útróðrarjörðum í Kjalarnesþingi fyrir jarðir í landbúnaðarhéruðum á árunum 1556 og 1563, og árið 1616 keypti sami aðili meginhluta Reykjavíkur af erfingjum Narfa lögréttumanns Ormssonar. Útræði var stundað frá Reykjavík, en mikilvægi staðarins hafði og vaxið er hér var komið sögu vegna tilkomu verzlunar. Skal nú vikið lítilsháttar að því atriði og fylgt ritgerð eftir Helga Þorláksson sagnfræðing.

Reykjanes

Reykjanes við Reykjavík.

Getið er um siglingu á Elliðaár- og Leiruvog á þjóðveldistímabilinu, og kaupstefnur og skipakomur virðast hafa verið töluverðar við Þerney um 1400 og á 15. öld. Þá er getið um kauprein í Gufunesi í skjali einu frá 1496, en þar verzluðu Viðeyjarmenn.
Verzlunar er fyrst getið í Hólmi árið 1521, en sá Hólmur kynni að vera Grandahólmur vestan Örfiriseyjar. Á síðari hluta 15. aldar og öndverðri 16. öld var mikil samkeppni milli Englendinga og Þjóðverja og virðist eðlilegt, að Hólmur hafi orðið verzlunarstaður sem mótvægi við Hafnarfjörð í samkeppni kaupmanna um verzlun við innanverðan Faxaflóa. Þjóðverjar höfðu betur í samkeppninni og voru upp frá því leiðandi aðili í verzlun hérlendis, unz einokunarverzlunin var innleidd 1602. Árið 1608 var dönskum kaupmönnum boðið að rífa verzlunarhús Þjóðverja. Konungur keypti Reykjavík árið 1616 eins og fyrr var getið, en Örfirisey átti hann fyrir. Kemur því til álita, að verzlunin hafi verið flutt úr Grandahólmi til Örfiriseyjar á árunum 1608—1616, enda gat sú ráðstöfun losað kaupmenn við að greiða lóðartolla. Reykjavík átti Grandahólm hálfan. Verzlunin í Örfirisey nefndist síðar Hólmsverzlun.
Fiskgengd virðist hafa verið mikil í Faxaflóa á tímabilinu 1640—1687. Kaupmenn sigldu á hafnir við norðurströnd flóans talsverðan hluta þessa tímabils, t.d. Eyri í Hvalfirði og Straumfjörð, en verzlun þar lagðist af um 1680 vegna atburða erlendis, dauðsfalls í röðum kaupmanna og fjárglæfra. Beindist þá verzlun íbúa Borgarfjarðar- og Mýrasýslu til Reykjavíkur, sem þá lá bezt við samgöngum þaðan af verzlunarstöðunum. Styrkti þetta stöðu Reykjavíkur.

Reykjavík

Reykjavík 1921 – Kristján X. við veiðar í Elliðaánum.

Það styrkti og stöðu Reykjavíkur, að mönnum var a.m.k. þegar um 1700 gert að flytja konungsgjöld ásamt fálkum og laxi konungs þangað. Lax konungs var veiddur í Elliðaám. Áður hafði þessi varningur verið fluttur með skipum Bessastaðamanna, en þau sigldu á Seiluna við Bessastaði. Sú höfn lagðist af, er kaupmenn hófu að taka konungstekjur á leigu 1695.
Hafnarfjörður var mikilvæg verzlunarhöfn mikinn hluta 17. aldar, enda jafnframt varahöfn fyrir Eyrarbakka og Grindavík. Hafnarskilyrði voru góð í Hafnarfirði frá náttúrunnar hendi, en slæm á hinum stöðunum. Fór og svo, að sigling til Grindavíkur hætti um 1640, og viðskipti þeirra, sem þangað höfðu sótt, beindust til Hafnarfjarðar. Landinu var skipt í kaupsvæði árið 1662, og varð kaupsvæði Hafnarfjarðar lítið. Sigling til Grindavíkur hófst á nýjan leik 1664, og skerti þetta hlut Hafnarfjarðar. Sami kaupmaður hélt þó bæði Grindavík og Hafnarfjörð ásamt Eyrarbakka enn um hríð, en hann lét Grindavíkurverzlun af hendi 1684 og Eyrarbakkaverzlun 1692. Eftir það var verzlun í Hafnarfirði um skeið einskorðuð við hið litla kaupsvæði staðarins. Er því ljóst, að Reykjavík var orðin helzti verzlunarstaður við innanverðan Faxaflóa þegar fyrir 1700.

Reykjavík

Reykjavík 1787 – Jón Helgason.

Kaupauðgisstefnan (merkantilismi) var ráðandi stefna í efnahagsmálum meginhluta 17. og 18. aldar. Talsmenn þessarar stefnu lögðu áherzlu á mikilvægi iðnaðar og verzlunar. Báðar þessar atvinnugreinar eiga meiri vaxtarmöguleika í þéttbýli en strjálbýli. Efling þeirra stuðlaði því að þéttbýlismyndun, og þær eru oft nefndar borgaralegar atvinnugreinar. Það virðist því eðlilegt, að hugmyndir um stofnun borga á hinu borgalausa Íslandi taka að skjóta upp kollinum, er Íslendingar og aðrir þeir, sem báru hag landsins fyrir brjósti, kynntust kenningum í anda þessarar stefnu.
Arngrímur Þorkelsson Vídalín (um 1667—1704), rektor og bróðir Jóns biskups lagði í riti sínu Consilium de Islandia til að stofnaðar yrðu tvær kastalaborgir á Íslandi, önnur á Norðurlandi og hin á Suðurlandi. Setulið skyldi vistað í borgum þessum til að halda uppi aga í landinu, og erlendir iðnaðarmenn laðaðir til að setjast þar að og þeir hvattir til að kvænast íslenzkum konum.

Reykjavík

Reykjavík 1787 – Hans Lievog.

Á 18. öld tóku þeir Páll lögmaður Vídalín (1667—1727), Jón Eiríksson konferensráð (1728—1787) og Hans lögmaður Becker (d. 1746) upp þráðinn. Í ritinu Deo, regi, patriæ, sem Jón Eiríksson gaf út árið 1768, er stungið upp á því, að efnt skuli til kaupstaðar á Mýrum og staðnum talið það til ágætis, að innsiglingin þangað sé svo slæm og vandrötuð, að það eitt mundi nægja til varnar gegn ræningjum. Lagt er til, að 5 húkkortur verði gerðar út frá kaupstaðnum og þar stundaður iðnaður og jarðrækt. Í bænum verði reist timburkirkja og þar starfi tveir prestar, bæjarfótgeti og lögreglustjóri. Síðar verði götur kaupstaðarins steinlagðar og þar reistir skólar. Loks er bent á, að íþróttastarfsemi muni með tímanum eflast í kaupstaðnum, t.d. skíðaferðir.

Reykjavík

Reykjavík – Aðalstræti 10; hluti Innréttinganna.

Nokkru fyrir miðja öldina eða 1736 lagði Hans Becker til, að kaupstaðir yrðu stofnaðir á eftirtöldum fimm stöðum: Hafnarfirði, Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Tíu timburhús skyldu reist í hverjum kaupstað. Hafnarfjörður skyldi vera höfuðstaður landsins og aðsetursstaður helztu embættismanna sunnanlands, en norðlenzkir embættismenn áttu að búa á Akureyri.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Af þessu er ljóst, að fyrir 1750 hafði ekki komið fram tillaga um myndun þéttbýlissvæðis í Reykjavík, sem þó var leiðandi verzlunarstaður við innanverðan Faxaflóa. Næstu ár hóf Skúli fógeti ásamt flestum atkvæðamestu embættismönnum landsins viðamikla tilraun til að efla hér hinar borgaralegu atvinnugreinar auk fiskveiða og landbúnaðar. Stofnuðu þeir fyrirtæki í þessu skyni, og hlaut það nafnið Innréttingarnar. Saga þess verður ekki sögð hér, heldur skal vikið að staðsetningu fyrirtækisins og áhrifum á næsta nágrenni. Svo var ráð fyrir gert, að Innréttingarnar rækju ullariðnað, útgerð, sútun, kaðlagerð o.fl. Ætla hefði mátt, að freistandi hefði verið að staðsetja fyrirtæki, sem lagði svo mikla áherzlu á ullariðnað, á Norðurlandi, en þar hefur sauðfjárrækt verið mikil frá fornu fari. Á móti vó, að betri fiskimið voru fyrir Suðurlandi, og útgerð átti að vera einn þátturinn í rekstrinum.

Reykjavík

Skíp á 18. öld.

Góð hafnarskilyrði frá náttúrunnar hendi hljóta því að hafa verið eitt þeirra atriða, sem stofnendur Innréttinganna hafa haft í huga varðandi staðarval. Góð fiskimið voru á Faxaflóa. Auk þess höfðu byggðarlögin við innanverðan Faxaflóa þann kost að þau lágu tiltölulega skammt frá Þingvöllum, en þar hittust flestir hluthafanna ár hvert. Konungur átti margt jarða við innanverðan Faxaflóa, en hluthafar í Innréttingunum gátu gert sér vonir um að losna við að greiða leigu ef þeir staðsettu fyrirtækið á konungsjörð, og jafnvel að fá jörðina gefins. Fór og svo, að þeir báðu konung um að gefa fyrirtækinu jarðirnar Hvaleyri, Reykjavík og Örfirisey, og varð hann við þeirri bón með konungsúrskurði dagsettum 4. janúar 1752. Allir þessir staðir voru prýddir framangreindum kostum og góðri höfn frá náttúrunnar hendi að auki.

Reykjavík

Þófaramylla við Elliðaár.

Svo fór, að Innréttingunum var valinn staður í Reykjavík, og gerir Skúli fógeti grein fyrir viðhorfi sínu til þess máls í ódagsettu skjali. Hann telur Seltjarnarnes, sem hann nefnir reyndar Saltenes, heppilegasta svæðið til að staðsetja fyrirtækið á, einkum Reykjavík eða Skildinganes. Seltjarnarnes liggi mitt á milli tveggja góðra hafna, Hólms (Örfiriseyjar) og Seilu, og liggi vel við fiskveiðum. Þófaramyllu megi reisa við Elliðaár eða í Laugarnesi, og útgerðin geti haft miðstöð sína í Örfirisey, en þar hagi svo til, að bátum verði auðveldlega hrundið á flot og þeir settir upp. Mismunur flóðs og fjöru sé að vísu mikill eða um 16 fet, en botn sé fastur og sléttur. Eyjan hafi ennfremur þann kost að vera umflotin sjó um flóð og varðgæzla sé aðeins nauðsynleg á einum stað, sem viti móti landi. Skúli er lítið hrifinn af Hafnarfirði sem aðsetursstað fyrir Innréttingarnar, kveður veginn þangað slæman og þar engan mó að hafa. Eldsneyti, hafnarskilyrði, samgöngur og vatn hafa því ráðið úrslitum um staðarvalið, og er það að vonum. Fyrrnefnt skjal hlýtur að vera frá árunum 1750—1751, enda geymir það tillögur til laga fyrir Innréttingarnar og rekstraráætlun fyrir slíkt fyrirtæki ásamt skýringum.

Reykjavík

Örfirisey tengd landi með granda.

Forsvarsmenn Innréttinganna fóru ekki fram á að fá Skildinganes, sem var konungsjörð eins og hinar þrjár, enda mun höfn þar lakari en við Reykjavík og Örfirisey og staðurinn liggur lengra frá Elliðaám og Laugarnesi. Athugasemdin um varðgæzlu í Örfirisey er athyglisverð og bendir til þess að Skúli hafi óttazt þjófnað af fiskbirgðum eða úr verzluninni. Annars bar hann varnir Reykjavíkur talsvert fyrir brjósti og bendir t.d. í lýsingu sinni á Gullbringu- og Kjósarsýslu frá árunum 1782—1784 á, að lítið virki í Engey mundi nægja til að loka báðum innsiglingunum á höfnina, en önnur þeirra er milli Örfiriseyjar og Engeyjar og hin milli Engeyjar og Viðeyjar.
Árið 1703 áttu 69 manns lieima í Reykjavík að hjáleigum meðtöldum, en um 180 manns bjuggu á sama svæði árið 1787. Aukninguna má vafalítið rekja að verulegu leyti til Innréttinganna, þótt blómaskeið fyrirtækisins hafi verið liðið, enda voru aðeins 34 menn í þjónustu þess árið 1780. Mun fleiri unnu hjá fyrirtækinu um 1760, jafnvel um 100 manns samtímis, en á árunum 1767—1773 var samtals 53 starfsmönnum sagt upp. Af vitnisburði um hag þessa fólks, dagsettum 6. marz 1773, er ljóst að fjórðungur þess bjó þá enn í Reykjavík, flestir við sárustu fátækt að sögn. Nokkur hluti þess var fjölskyldufólk.

Reykjavík

Fæstir starfsmanna Innréttinganna höfðu grasnyt. Frá fornu fari höfðu bændur haft mikla vantrú á fólki, sem framfleytti sér og sínum án grasnytja. Slíkt fólk var nefnt þurrabúðarmenn eða tómthúsmenn, en talsverð tómthúsmannahverfi hafa öldum saman verið í grennd við helztu verstöðvar, t.d. á Suðurnesjum og undir Jökli. Þorri bænda hafði horn í síðu tómthúsmanna, og mun ein orsök þess hafa verið ótti við, að tómthúsmenn og fjölskyldur þeirra færu á vergang á aflaleysisárum. Hitt gleymdist, að verstöðvarnar og tómthúsahverfin voru helzta athvarf þeirra bænda, sem flosnuðu upp, er harðindi geisuðu til landsins. Auk þessa munu bændur hafa óttazt, að vinnuafl kynni að dragast að sjávarsíðunni, ef ekki væru reistar skorður við tómthúsmennsku, svo sem ráða má af skjölum frá 15. öld, t.d. bréfi frá Íslendingum til konungs, dagsettu 4. júlí 1480. Slíkt hefði og valdið samkeppni um vinnuafl og kaupgjaldshækkun. Þetta viðhorf átti sinn þátt í því, að hér mynduðust aðeins fámenn þurrabúðarhverfi, en ekki þorp eða borgir.

Reykjavík

Reykjavík – tómthús 1890.

Eðlilegt virðist, ef þetta er haft í huga, að íbúar Seltjarnarneshrepps hafi litið hið nýja tómthúsmannahverfi í Reykjavík nokkru hornauga. Þetta átti líka eftir að koma á daginn og að vonum mest eftir að Innréttingunum tók að hnigna laust fyrir 1770. Starfsmenn Innréttinganna staðhæfa í fyrrnefndu bréfi 2. maí 1771, að fyrirtækið hafi komið fleirum en Reykvíkingum að gagni. Íbúar nágrennisins hafi oft fengið þar vinnu, þegar vinna féll til, og aðstoð í harðindum, bæði mat og peninga.

Reykjavík

Reykjavík 1917.

Ýmsir lifnaðarhættir bæjarbúa breyttust lítið fyrr en talsvert var liðið á 19. öldina. Heimildir frá tímabilinu 1773—1830 geyma gnótt vitnisburða um slark, enda munu Reykvíkingar hafa átt auðveldara með að afla nauðsynlegra vínfanga eftir að verzlunin var flutt til bæjarins úr Örfirisey 1780 og verzlunum tók að fjölga í bænum eftir 1787.

Reykjavík

P.C. Knudtzon reisti kornmyllu á árinu 1864 sem gekk undir nafninu „Hollenska myllan“, en áður hafði hann reyst myllu þar sem nú er Suðurgata 20 (Hólavallamylla). Rekstur myllunar gekk ekki sem skyldi og var hún á tímabili notuð sem geymsla. Myllan var rifin árið 1902.

Um aldamótin 1800 var gerð tilraun til að koma á fót félagsstarfsemi í bænum. Klúbbur að enskri fyrirmynd hafði verið stofnaður í bænum þegar árið 1803 og tveir slíkir virðast hafa starfað hér á árunum 1805—1806. Borgarar bæjarins hittust í klúbbum þessum 2—3 kvöld í viku, og þar voru haldnir nokkrir dansleikir á hverjum vetri. Þrátt fyrir menningarviðleitni af framangreindu tagi var bæjarbragurinn um 1800 sumum ærinn þyrnir í augum.
Þrátt fyrir þennan áfellisdóm kom ýmislegt fram í Reykjavík á tímabilinu 1752—1830, sem til framfara horfði, en ekki tóku landsmenn þeim nýjungum öllum opnum örmum. Ný tækni við ullarvinnslu — notkun rokks og nýrrar gerðar af vefstól — breiddist út frá bænum, en útbreiðslan átti og aðra orsök.

Reykjavík

Hólavallaskóla var komið á fót á Hólavöllum ofan núverandi Suðurgötu í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að skólahald í Skálholti var lagt niður. Sögu skólahalds má rekja til þess að hálfri öld eftir kristnitöku á Íslandi eða árið 1056 varð Skálholt biskupssetur. Var þá stofnaður þar skóli til þess að mennta presta til að sinna trúarlífi nýkristina landsmanna. Með konungsboði að loknum siðaskiptum 1550 var biskupsstólunum íslensku gert skylt að reka skóla til að mennta menn til að gegna prestsembættum og einnig gat skólavist verið undirbúningur undir framhaldsnám erlendis. Saga skólahalds í Skáholti endaði sumarið 1784. Þá hrundu öll hús á staðnum nema dómkirkjan í suðurlandjarðskjálfta. Á sama tíma gengu móðuharðindin í lok Skaftárelda yfir og næstum allt búfé staðarins féll vegna gróðurbrests og fóðurskorts. Skólinn var ekki endurreistur í Skálholti. Með konungsúrskurði 15. apríl 1785 var ákveðið að flytja biskupssetrið og skólann til Reykjavíkur. Smíði Hólavallaskóla var lokið sumarið 1786 sama ár og Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi sem áttu að efla hana til að gerast höfuðbær svo vitnað sé til orða Jóns Espólín. Var skólinn vígður haustið 1786 í viðurvist ýmissa heldri manna þess tíma. Þar á meðal voru Hans Christopher Diderich Victor von Levetzow stiftamtmaður, Hannes Finnsson biskup, Ólafur Stefánsson amtmaður, Guðmundur Þorgríms-son dómkirkjuprestur og Jón Sveinsson landlæknir viðstaddir athöfnina. Alþingi hélt síðustu fundi sína 1799 og 1800 í húsi Hólavallaskóla áður en það var lagt niður tímabundið. Landsyfirréttur var um tíma í húsinu en hrökklaðist þaðan í febrúarmánuði 1807 vegna kulda og trekks. Skólahúsið var rifið skömmu síðar.

Stjórnvöldum var á ofanverðri 18. öld umhugað um að bæta verkkunnáttu Íslendinga. Þau sendu því sýslumönnum rokka og vefstóla, sem þeir útbýttu ókeypis til þess fólks, er talið var líklegt til að notfæra sér þessi tæki. Auk þessa kostuðu stjórnvöld a.m.k. 20—30 manns til náms í vefnaði og spuna í Danmörku á árunum 1785—1795. Sumt þessa fólks sneri aftur heim til Íslands og stundaði hér iðn sína.

Reykjavík

Málverk Jóns Helgasonar biskups sýnir Hólakot og Hólavallamyllu um 1840.

Hliðstæð kennsla fór fram við Innréttingarnar í Reykjavík. Þessi viðleitni bar þann árangur, að hin nýju tæki og ný tækni útrýmdu eldri vinnubrögðum á tiltölulega skömmum tíma. Öðru máli gegndi um kerru og hjólbörur. Þessi tæki voru keypt til Reykjavíkur 1752 og hafa verið í notkun hér síðan. Útbreiðsla þeirra um landið virðist aftur á móti hafa verið mjög hæg, og er það skiljanlegt að því er kerruna varðar, enda var landið vegalaust, en öðru máli gegnir um hjólbörurnar. Þær hefðu þó átt að létta mörg dagleg störf.Aðeins tveir barnaskólar störfuðu í landinu á 18. öld svo að öruggt sé. Barnaskóli tók til starfa í Vestmannaeyjum árið 1745 og starfaði fram yfir 1760, og Hausastaðaskóli tók til starfa 1791 og starfaði rúmlega tvo áratugi.

Reykjavík

Viðeyjarstofa.

Reykjavík var helzti þéttbýlisstaður landsins á ofanverðri 18. öld. Þess var því að vænta, að þar kæmu fram hugmyndir um stofnun barnaskóla, enda varð sú raunin. Af bréfi frá Sunchenberg kaupmanni til Levetzows stiftamtmanns, dagsettu 3. febrúar 1786, og bréfum stiftamtmanns til kaupmanns þessa, dagsettum 24. desember 1785 og 13. febrúar 1786, er ljóst, að Sunchenberg hóf fjársöfnun til skólastofnunar hinn 8. janúar 1785. Lét hann í þessu skyni setja upp söfnunarkassa í verzlun sinni. Stiftamtmaður bannaði þessa fjáröflunaraðferð, og undrast kaupmaður það mjög, enda væri þessi háttur algengur í Kaupmannahöfn. Alls söfnuðust 261 rd og 7 1/2 sk í þessu skyni. Kaupmaður lagði til, að stofnaður yrði skóli fyrir 20 nemendur að Hlíðarhúsum við Reykjavík, tíu af hvoru kyni. Nemendur skyldu vera á aldrinum 7—16 ára. Hlíðarhúsaskóla varð aldrei hrundið í framkvæmd, en vera má, að fé það, er safnaðist, hafi verið notað til skólahalds, enda er Þorkell Magnússon titlaður skoleholder í skjölum frá fyrstu árum 19. aldar.

Reykjavík

Bessastaðir.

Jón sagnritari Espólín ber Reykvíkingum ófagra sögu í Árbókum sínum, en þar segir svo við árið 1808: „Voru allir bæjarmenn kramarar, og þernur þeirra og þjónar hugsuðu ei um annað en skart og móða; konur höfðu gullhringa marga hver, og keppt var um hvað eina sem til yfirlætis horfði, samkvæmi jafnan og dansar og drykkjur, og eftir þessu vandist alþýðan,, er þar var um kring.“ Ummæli þessi benda ekki til, að bóklestur hafi þá verið mikið iðkaður í bænum.

Reykjavík

Nesstofa.

Á fyrri öldum bjuggu æðstu embættismenn konungs á Bessastöðum. Skúla fógeta þótti of þröngt um sig þar, og því fór hann fram á að fá Viðey til ábúðar. Konungur varð við þeim tilmælum, og lét stjórnin reisa vandaðan landfógetabústað í Viðey á árunum 1752—1754. Landlæknisembætti var stofnað árið 1760, og embættisbústaður reistur yfir landlækni á árunum 1761—1765 að Nesi við Seltjörn. Nýr embættisbústaður fyrir amtmann var reistur að Bessastöðum á árunum 1760—1765. Allir þessir staðir eru í næsta nágrenni við Reykjavík, sem því varð samgöngumiðstöð og höfn fyrir þessi embætti, einkum eftir að verzlunin var flutt til Reykjavíkur úr Örfirisey 1780. Nábýli var mikill kostur fyrir æðstu embættismenn landsins, enda þurftu þeir að hafa margvísleg samskipti. Mun þetta orsök þess, að bæði biskupsstóll og skóli voru fluttir til Reykjavíkur eða nágrennis, er hinir fornu biskupsstólar voru lagðir niður.

Reykjavík

Reykjavík – Laugarnes 1836.

Fyrrnefndir embættisbústaðir voru reisuleg hús og kostuðu mikið fé. Stjórninni mun því hafa verið umhugað um, að þeir væru nýttir, og byggingarkostnaður vegna nýrra embættisbústaða hefði einn út af fyrir sig verið nægileg hindrun í vegi þess að flytja fyrrnefnd háembætti frá Reykjavíkursvæðinu næstu áratugi. Má því segja, að staða höfuðborgarsvæðisins sem aðsetur æðstu stjórnar á Íslandi hafi verið orðin vel tryggð fyrir lok 18. aldar. Miðstöð þess svæðis var í Reykjavík.

Reykjavík

Myndina málaði Aage Nielsen-Edwin eftir mynd Moltke greifa frá því um 1820. Moltke varð stiftamtmaður á Íslandi 1819. Árið eftir flutti hann í Tukthúsið sem gert hafði verið að bústað fyrir hann (heitir nú Stjórnarráðshúsið).

Ein þeirra stofnana, sem komið var á fót í Reykjavík á ofanverðri 18. öld, var tukthúsið á Arnarhóli. Forsaga þess máls er sú, að Henrik Ocksen, sem var stiftamtmaður yfir Íslandi 1730 — 1750, hreyfði árið 1734 þeirri hugmynd, að rétt væri að reisa hér tukthús og bauð amtmanni að ræða málið við sýslumenn. Amtmaður var þessu mótsnúinn og sama máli gegndi um lögmenn og sýslumenn, en þessir aðilar töldu allir, að kostnaðurinn vegna starfrækslu slíkrar stofnunar yrði landinu ofvaxinn.
Forstöðumenn Innréttinganna tóku málið upp við stjórnvöld árið 1753. Um skeið höfðu þeir áhuga á, að slíkri stofnun yrði komið á fót á Búðum á Snæfellsnesi, enda væri staðurinn í grennd við kaupstað og verstöðvar. Síðar breyttu þeir um skoðun og hinn 22. ágúst 1760 ritaði Magnús amtmaður Gíslason Otto Rantzau stiftamtmanni og lagði til, að tukthúsið yrði reist á Arnarhóli, enda fylgi jörðinni uppsátur og útræði. Magnús tekur fram, að þeir Skúli fógeti hafi rætt málið og séu sammála um þessa lausn. Er vart að efa, að þessir tveir aðalforustumenn Innréttinganna hafa sannfærzt um, að tukthúsið varð að vera mjög nærri Reykjavík, ef vinna fanganna átti að koma að tilætluðum notum fyrir fyrirtækið, en sú hafði verið ætlunin. Varð þetta að ráði. Tukthúsið var reist á Arnarhóli á árunum 1761—1771, en farið var að vista fanga þar alllöngu fyrr.

Reykjavík

Grunnteikning af Stjórnarráðshúsinu (Tukthúsinu) eftir Ohlsens árið 1803 sem sýnir skipulag á neðri hæð hússins, en x og y eru kamrar.

Magnús amtmaður lætur að því liggja í bréfi, dagsettu 27. september 1757, að ýmsir afbrotamenn á 18. öld hafi fagnað því að vera dæmdir í hegningarvinnu og talið sig öðlast örugga framfærslu með þessum hætti, enda gleðji slíkir dómar margan þjófinn. Umsögn Magnúsar lýtur að refsivist á Brimarhólmi og öðrum hliðstæðum stofnunum í Danmörku, sem hér voru lítt þekktar í raun, en ekki er víst, að viðhorf brotamanna til tukthússins á Arnarhóli hafi verið svipað. Það var að vísu furðunýtízkulegt um sumt. Fangarnir voru ráðnir í vinnu hjá bændum og öðrum vinnuveitendum í nágrenninu og komu því stundum ekki vikum saman í tukthúsið. Karlmenn voru einkum ráðnir í ver eða að Bessastöðum eða Viðey, en þeir virðast og hafa unnið við uppskipun og við að taka grafir og við kúagæzlu. Gert var út frá tukthúsinu, og voru bátarnir mannaðir föngum, jafnt formaður sem hásetar.

Reykjavík

Reykjavík – kort 1787; Tukthúslóðin græn h.m.

Kvenfangar voru oft ráðnir í vist, en þá kom fyrir, að einhver á heimilinu og fanginn felldu hugi saman.
Hér hefur einkum verið dvalið við hinar bjartari hliðar. Á móti kemur, að barsmíðar voru tíðar í tukthúsinu og a.m.k. í eitt skipti beið fangi bana af þeirra völdum (Þorsteinn Einarsson 1808). Þetta kann þó að hafa vakið litla athygli. Fangaverðir kvarta og um, að ýmsir fanganna séu svo harðgerir, að refsing með kaðli bíti ekki á þá. Verra til afspurnar hlýtur að hafa verið, að sum ár dó allt að því heill tugur fanga, og er banamein þeirra nær undantekningarlaust hor eða óþrif. Jafnvel lús er nefnd sem banamein. Skýtur þetta mjög skökku við dánarorsakir hjá bæjarbúum öðrum, en þær eru einkum magaveiki og skyrbjúgur auk landfarsótta og slysa. Skyrbjúgur virðist hlutfallslega tíðari hjá þeim bæjarbúum, sem unnu við verzlun eða iðnað, og kann þetta að spegla mismunandi neyzluvenjur.

Reykjavík

Ljósmynd frá 1907 af „Batteríinu“ eða Jörundar-vígi neðan Arnarhóls.

Fréttirnar um hið illa atlæti í tukthúsinu þessi ár hljóta að hafa átt greiðan aðgang að bæjarbúum og breiðzt út um landið frá Reykjavík, enda kvartar fangelsisstjórnin um of mikil tengsl milli fanganna og bæjarbúa hinn 4. apríl 1806. Tekur hún fram, að fangarnir séu óðar komnir út á götu og gefi sig á tal við vegfarendur, ef þeir (þ.e. fangarnir) fari út til að fá sér hreint loft. Fangelsisstjórnin leggur til, að lóð tukthússins verði girt, en á því varð bið.
Orðrómurinn um atlætið í tukthúsinu hefur fráleitt orðið þess valdandi, að brotamenn hafi fýst þangað og talið sig með því öðlast trygga framfærslu hérna megin. Stofnun tukthússins treysti Reykjavík á hinn bóginn í sessi sem þjóðlífsmiðstöð. Tukthúsið sjálft var hin myndarlegasta bygging, sem kostað hafði talsvert fé, og a.m.k. 1—2 embættismenn voru ráðnir að stofnuninni.

Reykjavík

Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu á sér langa sögu. Hana má rekja allt aftur til ársins 1759, en þá var gefinn út konungsúrskurður um byggingu tugthúss á Íslandi. Tveimur árum síðar var hafist handa við framkvæmdir en smíði hússins lauk ekki að fullu fyrr en veturinn 1770 – 71. Fyrstu áratugina gegndi húsið hlutverki tugthúss, en frá 1819 var það embættisbústaður stiftamtmanns og síðar landshöfðingja. Árið 1904 fékk húsið nýtt hlutverk, þegar Íslands fékk heimastjórn og Stjórnarráð Íslands var stofnað. Allar götur síðan, hefur húsið gengið undir nafninu Stjórnarráðshúsið.

Niðurstöður verða þessar: Nægilegt eldsneyti, góð hafnarskilyrði frá náttúrunni, tiltölulega góðar samgöngur og gnægð vatns voru þeir kostir, sem tryggðu Reykjavík sess sem aðsetursstað fyrir Innréttingarnar. Þar hófst því þéttbýlismyndun á 18. öld. Embættisbústaðir fyrir þrjá af æðstu embættismönnum landsins voru reistir í nágrenni bæjarins á árunum 1750—1770, og varð Reykjavík þá samgöngumiðstöð fyrir þessi embætti, einkum við útlönd. Fleiri embættismenn fylgdu í kjölfarið, enda höfðu þeir hag af nábýlinu, og tryggði þetta svæðinu sess sem stjórnarsetur landsins. Innréttingarnar reyndust nágrenninu styrkur, enda sóttu íbúar þess þangað vinnu og seldu þar vörur sínar. Íbúum þéttbýlishverfisins var tekið með tortryggni, og guldu þeir þar bæði gamalla hleypidóma og lífernis síns. Eimdi lengi eftir af þessu viðhorfi.“ – Lýður Björnsson

Heimild:
-Skírnir, 1. tbl. 01.01.1979, Reykjavík; upphaf höfuðstaðar – Lýður Björnsson, bls. 42-61.

Reykjavík

Málverk af Reykjavík frá um 1850. „Batteríið“, þar sem Íslendingar hafa komist næst því að koma upp virki, sést vinstra megin á myndinni, en þar stóð áður Arnarhólskot sem var hjáleiga frá Arnarhóli.

Lækjarbotnar

Eftirfarandi frásögn af Eyvindi og Magréti má lesa í Frjálsri þjóð árið 1962:
laekjarbotnar-992„Á
rið 1677 voru dæmd til líkamlegrar refsingar á Kópavogsþingi hjú tvö úr Árnessýslu, karl og kona. Var maðurinn kvæntur, en hafði strokið frá heimili sínu og lagzt út með stúlku, er hann lagði hug á. Maðurinn hét Eyvindur Jónsson, stundum kallaður Eyvindur eldri, til aðgreiningar frá alnafna sínum, hinum víðkunna Fjalla-Eyvindi. Alþingisbókin 1678 segir í stuttu máli hina dapurlegu örlagasögu þessara tveggja mannvera, sem virðast hafa lagt allt í sölurnar til að mega njótast. Sú frásögn er á þessa leið:
„Í sama stað og ár og dag (29. júní 1678) auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri þann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkárholti í Ölfusi í Árnessýslu það ár 1677 2. nóvembris undir 12 manna útnefnd áhrærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi orðið sín á millum með barneign, hann eigingiftur, en hún í einföldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón… urðu svo höndlaðar í einum helli suður undir Örfiseyjarseli í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris með fola og nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu sem og heilagrar aflausnar og sakramentis forröktun, hverjar þrjár refsingar valdsmaður Jón Vigfússon rigtuglega bevísaði á þær lagðar vera.
laekjarbotnar-993Einnig auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsing í Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar að hnígandi þjófnaðar atburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið. Að því gerðu voru þessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdsmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust.“
Eyvindur og Margrét voru síðan bæði dæmd til dauða á Alþingi, og fór aftakan fram á Þingvöllum 3. júlí.“

Heimild:
-Frjáls þjóð, 11. árg. 1962, 43. tbl., bls. 4.

Lækjarbotnar

Aðsetur útilegumanna fyrrum – Hellisopið.

Krýsuvík

Þekkt er að örnefni hafa tilhneigingu til að breytast, bæði hvað varðar staðsetningu og heiti í tíma og rúmi.
ofeigskirkja-221Ástæðurnar geta verið margar; t.d. nýtt fólk kemur á vettvang þar sem það þekkti ekki til áður, skrásetjarar fara rangt með (m.a. vegna þess að þeir fóru aldrei á vettvang), þeir sem þekktu best til voru aldrei spurðir (áður en þeir féllu frá), ný tilefni fyrir örnefnum verða til og glaðklakkanlegir einstaklingar einfaldlega giska á bæði heiti og staðsetningu örnefna.
Eitt dæmið er svonefnd „Ófeigskirkja“ í Garðahrauni. Skv. örnefnalýsingu og öðrum skriflegum heimildum fór hún („stór klettur“) undir núverandi Álftanesveg á sínum tíma (staðsetningin er þekkt). Til að viðhalda örnefninu var það allnokkru síðar fært yfir á næsta „stóra klett“ skammt norðar í hrauninu. Leiknir og lærðir, sem aldrei höfðu áður komið á vettvang, hafa fengið tækifæri til að staðfesta flutninginn. Sumir þeirra trúa jafnvel að í klettinum þeim arna sé nú fjölmennur samkomustaður bæði dverga og álfa). Og „Grenshóll“ (þar sem menn lágu fyrir tófu á sínum tíma“ er allt í einu orðinn að athvarfi álfa. A.m.k. tveir segjast hafa séð þessar verur á staðnum.
Ef sú ákvörðun verður tekin að endurbæta núverandi Álftanesveg (í stað þess að gera nýjan veg um Garðahraun) þarf væntanlega að gera ráð fyrir undirgöngum, eða göngubrú, yfir veginn – svo hvorki dvergum né álfum verði bráður bani búinn á ferð þar yfir á leiðinni að samkomustöðunum.
Svo hlýtur alltaf að vera hægt að flytja bara „álfakirkjuna“ fyrst hún hefur nú áður verið færð – án vandræða.

Ófeigskirkja

„Ófeigskirkja“ flutt.

 

Gerðavellir

Haldið var inn á Gerðavelli ofan við Stóru-Bót í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Ætluninn var m.a. að skoða betur hið þjóðsagnakennda Junkaragerði. Garðarnir um gerðið sjást enn vel. Liggja þeir milli strandar og Brunnanna á Gerðavöllum. Einar Ól. Sveinsson segir svo frá því í útgáfu sinni á Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum:

Gerðavellir

Gerðavellir – flugmynd.

„Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn – tólf eða átján – hafst við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma í skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé og vindur standi af landi. En Junkarar reru heldur aldrei nema þar, sem vindur stóð af landi og þá er svo var hvasst, að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir á landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar.

Gerðavellir

Gerðavellir – flugmynd.

Og þó að menn kæmust í gerði þeirra, þá er þeir voru eigi þar, þorðu menn eigi að láta Junkara sjá þess nein merki; þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmsra bragða til þess.
Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en Junkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björgðust svo til lands.
Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aftur. Naglarnir brustu þá, er í land skyldi róa, því að þá var mótvindur. Þá reru Junkarar við hné sér til lands.
Í þriðja sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu.

Gerðavellir

Gengið um Gerðavelli.

Nú reru Junkarar, er vindur stóð af landi; en í það sinn komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er, að hverjir fyrir sig; Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi Junkarar verið af dögum ráðnir.“
Í upphafi sögunnar er getið um stað í „óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíkur“, sem Junkarar höfðust við í. Ekki er ólíklegt að hér geti verið átt við byrgin í Sundvörðuhrauni þar sem þeir hafi geymt byrgðir sínar. Hafa þeir getað flutt og falið þær þar og verið jafnlagt fyrir alla að sækja þangað aðdrætti þegar þurfa hefur þótt.

Heimild m.a.:
-Einar Ól. Sveinsson – Íslenskar þjóðsögur og ævintýri – 1952.

Gerðavellir

Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.