Gjásel

Ara(hnúks)sel geymir fimm hús. Þrjú þeirra eru tvískipt. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór.

Hólssel

Í selstöðunni í Gjáseli eru „raðhús“ undir háum gjárbarmi líkt og í Arahnúksseli. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni. Mögulega hafa einhverjir bæir sameinast þarna um selstöður um tíma. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg.
Ætlunin var að ganga upp Vogaheiði með viðkomu í framangreindum seljum sem og í Hólsseli (Hólaseli) – í sumarbyrjun. Í Bakaleiðinni var ætlunin að koma við í Ólafsgjá.
Í BA-ritgerð ÓSÁ í fornleifafræði er fjallað um „Sel vestan Esju“. Þar segir m.a. um Arasel og Gjásel:
Vogasel VI (Arasel /Arahnúksel) – (Ö): „Á Aragjábarmi er varða er nefnist Aragjárvarða. Austar og ofar er Arahnúkur og Arahnúksgjá er Gjáin þar kölluð, og í slakkanum er Arahnúkssel.“
AraselLíklega tekur selið nafn af Arahnúk og því rétt að kalla selstöðuna Arahnúkssel.
(Ö): „Og næsta gjá þar ofar heitir Stóra-Aragjá eða öðru nafni Arahnúksgjá og dregur þá nafn sitt af háum hól sem er við hana og heitir Arahnúkur og undir honum er Arahnúkasel, eru þar miklar rústir og hvanngrænar á hverju sumri, talsvert svæði.“
SG segir frá Arahnúkseli: „Undir Arahnjúk er Arahnjúkasel eða Arasel….Arahnjúkaselstæði er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn og þar finnum við tíu kofatóftir ásamt kví. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917.  Ekkert vatnsból er við selið og líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir.“
Höfundur skoðaði Ara[hnúks]-sel árið 2003: Undir Arahnúk er Arahnúksel (Arahnúkssel) eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel, en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðurinn eyddist.
Arahnúkselstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn. Þar má sjá tíu kofatóftir saman. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið, en snjór hefur verið í djúpum gjánum langt frameftir sumri. Stór varða er á gjárbarminum skammt sunnan við selið og önnur minni (og nýrri) skammt austar.
ArahnúksselTóftirnar geyma fimm hús. Þrjú þeirra eru tvískipt. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna, sem er nokkurn veginn í beina línu undir veggnum. Eitt húsanna, tvískipt, stendur þá framar, lengra frá veggnum. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór og er líklegt að hann hafi verið samnýttur. Svo er að sjá að þrjú hólf hafi verið í honum, auk safnhólfsins. Veggir tóftanna eru grónir, en gefa vel stærð og rýmin til kynna. Stekkurinn er einnig heillegur.“
Þá var haldið í Gjásel
. Í örnefnalýsingum segir: Ö: „Á Aragjábarmi er varða er nefnist Aragjárvarða. Austar og ofar er Arahnúkur og Arahnúksgjá er Gjáin þar kölluð, og í slakkanum er Arahnúkssel.  Enn austar er svo Vogaselið gamla.“
Gjásel(Ö): „Þá er á barminum Stapaþúfa. Litla-Aragjá er næst fyrir sunnan Holtsgjá. Austur með henni er Gjásel og þá er hún kölluð Gjáselsgjá.“
(Ö): „Í suðaustur frá Einiberjahólnum blasir við Gjáselsgjá, sem snýr hömrum í norðvestur; undir hömrunum er Gjásel. Þar mótar fyrir tóftarbrotum. Sennilega hefir selið verið notað af búanda eða búendum úr Brunnastaðahverfi.“
(Ö): „Í Gáseli, en svo heita gamlar selstöður, má nú sjá átta til níu tóttarbrot. Lítið seltún mun hafa verið þar framanvið. Ofan við selið er Gjáselsgjái, sem sagt var um að í væri óþrjótandi vatn, en erfiðleikum bundið að ná því.“
SG segir frá Gjáseli: „Af Einiberjahólum sjáum við vel til Gjásels sem kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá. Óvíst er frá hvaða bæ var haft í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðalands.  Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar verið með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu. Tóftir af átta húsum standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir fjárveggnum sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli.  Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu en jarðskjálftar á fyrri hluta þessarar aldar hafi eytt þessum eina “fossi” í hreppnum.“
Gjásel-6Höfundur skoðaði Gjásel árið 2003: Frá Stapaþúfu var haldið að Gjáseli, einu fallegasta selinu á Reykjanesskaganum. Þar eru, auk stekkjar og kvíar, átta keðjuhústóftir undir gjárveggnum. Þær mynda fjögur hús og eru tvö þeirra tvískipt, eitt þrískipt og eitt stakt. Þar gæti hafa verið eldhús? Líklega er þetta eitt fyrsta raðhús hér á landi. Óvíst er frá hvaða bæ/bæjum selstaðan þarna var.
Tóftir húsanna standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum, sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu, en jarðskjálftar á fyrri hluta síðustu aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum.
ÓlafsvarðaUm er að ræða þrjú eða fjögur hús í selinu og stekk skammt sunnar. Hann er orðinn nokkuð óljós, en tóftirnar hafa varðveist vel. Veggir eru grónir og sjá má móta fyrir hleðslum í sumum þeirra. Húsin er öll í einni röð undir gjárveggnum, sem fyrr segir. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni. Mögulega hafa einhverjir bæir sameinast þarna um selstöður um tíma. Sjá má grjót í innveggjum, sem fyrr segir. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg þegar komið er að henni neðanfrá.
Magnús Ágústsson í Halakoti sagði að þegar smalar í heiðinni hefðu farið um Gjásel hefðu þeir losað stein í gjárveggnum og þá hefði komið þar út vatn til drykkjar.
Í bakaleiðinni var komið við í Ólafsgjá.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir:
-Örnefnaskrár.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja Guðmundsdóttir.
-ÓSÁ- Sel vestan Esju, BA-ritgerð.

Ólafsgjá

Ólafsgjá.

 

Garðahraun

Gengið var um Garðahraun. Við fyrstu sýn virðist hraunið erfitt yfirferðar, en ef rétt er farið er hvergi auðfarnara utan gangstétta Garðabæjar.
MálverkÞegar gengið er inn á hina fornu leið Fógetastíg að austanverðu inn á hraunbrúnina og henni fylgt spölkorn inn á slétt hraunið er tilvalið að venda til hægri, áleiðis að klettaborgum innan seilingar. Ofan við þær eru leifar af lítilli fjárborg (ævagamalli) og fyrirhleðslum. Augljóst er að þarna hefur verið setið yfir fé fyrrum. Hraunbollar eru grösugir og víða má sjá gróin vörðubrot, garðleifar og lítil skjól. Hið 8000 ára gamla hraun ber aldurinn vel. Í tilefni hans var boðið upp á allt sem alvöru gömul hraun geta boðið upp á; grónar sprungur, háa klapparkolla, innfelldar hraunæðar og alls kyns kynjamyndir. Á þessu svæði eru mannvistarleifar á grónum hól ofan við Eskines (sjá meira HÉR). Utar er hleðsla í sprungu, líklegt aðhald eða nátthagi. Þegar gengið var upp (suðvestur) hraunið birtust fleiri kynjamyndir og hraunstandar. Enn ofar sléttist hraunið og auðvelt er að fylgja yfirborðinu til suðurs. Á hægri hönd er svo „ógurlegt“ Gálgahraunið. Á stöndum þess stóðu gráðugar veiðibjöllur og biðu eftir bráð vorsins, eggjum mófuglanna.

Fyrirmynd

Garðahraunið er ótrúlega fljótfarið enda á millum. Fyrirvaralaust komust tvífætlingarnir upp undir suðurbrún þess, að svonefndu „Kjarvalskletti“ eftir að hafa lagt lykkju á leiðina til að komast niður í eina myndarlegustu klettagjána. Hvarvetna á leiðinni mátti sjá hvar fyrirmyndirnar að verkum meistarans biðu léreftsáfestingar. En líftími mannsins er bara svo skammur þegar horft er til líftíma hraunsins – nema maðurinn breyti því til hins verra. Það er nefnilega svo auðvelt og það tekur svo skamman tíma að skemma viðvarandi fegurð ef ekki er að gætt. Stundarskemmarverk (sbr. stundarbrjálæði) getur svipt komandi kynslóðir ánægjunni af fá að njóta fyrrum dásemda. Þær sá meistari Kjarval í hrauninu og þær sjá allir aðrir er hafa næmt auga fyrir fegurð landsins. Auðvitað getur sú skynjun tapast í ölduróti annarra hagsmuna, s.s. kröfu til aukinna lífsgæða og þörf á landrými undir íbúðir og vegi.

Móslóði

Ætlunin var m.a. að skoða eina af fyrirmyndum Kjarvals. Með afrit af málverki við hendina fannst staðurinn. Umhverfis voru miklar klettaborgir, en fyrirmyndin virtist léttvæg þar sem hún var þarna í hinu tilkomumikla landslagi. En af einhverri ástæðu valdi Kjarval þennan stað, enda hafði hann næmt auga fyrir myndefninu.
Austan við þennan stað og vestan við annan stað, sem hann málaði einnig á, liggur gata; Móslóði.
KjarvalÍ örnefnalýsingu segir að eftir 
honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar. Slóðanum var fylgt til norðurs. Áður en langt var komið varð gróin varða á leiðinni. Frá henni lá gatan áleiðis yfir slétt gróið hraunið og síðan undan halla þess, áleiðis niður að uppruna Fógetastígs (þar sem hann kemur inn á Garðahraunið). Gatan er vel greinileg alla leiðina, allt þar til hún mætir Fógetastíg. Þar er mosavaxin varða er gefur til kynna hvar gatnamótin eru.
Frábært veður. Gangan um Garðahraunið tók 2 klst og 2 mín.

Garðahraun

Litir eftir Kjarval í Garðahrauni skammt frá Móslóða.

 

Lakastígur

Ætlunin er að fylgja Lakastíg innan við Stóradal, inn með Lakahnúkum og inn á Hellur utan við Lakadal. Í stað þess að fylgja stígnum um Lágaskarð og niður í Sanddal verður beygt inn í Lakadal undir Stóra-Sandfelli. Í dalnum ku einhverju sinni hafa verið brak úr óþekktri flugvél. Tilgangurinn er m.a. að skoða hvort brak kunni enn að vera í dalnum.
LoftmyndÞá verður gengið um Lakakrók á leiðinni til baka.
Ætlunin var sem sagt að gera aðra leit að hugsanlegu flugvélaflaki í Lakadal undir Stóra-Sandfelli, innan við Laka undir Hellisheiði.
Í greinargerð um hugsanlega efnistökustaði á Hellisheiði sem tekin var saman fyrir Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra jarðvarmavirkjana við Hverahlíð og Ölkelduháls segir m.a. um þetta svæði: „Innan athafnasvæðis fyrirhugaðrar Hverahlíðavirkjunar er eftirfarandi jarðmyndanir að finna: Hraun frá nútíma, þ.e. Hellisheiðarhraun, grágrýti og skálaga móberg í Skálafellsdyngju og bólstraberg í Lakahnúkum (Kristján Sæmundsson, 1995). Hellisheiðarhraunin þekja langstærstan hluta af athafnasvæðinu. Bólstraberg er einungis að finna á yfirborði á litlum hluta í SV hluta athafnasvæðisins. Um er að ræða svokallaða Laka og Lakahnúka.
LakarLakar eru þyrping af bólstrabergshólum og hæðum sem raða sér nokkurn vegin á NNASSV línu í framhaldi af Reykjafelli, gegnt Skíðaskálanum, á sunnanverðri heiðinni. Hólarnir ná suður undir Stóra-Meitil. Hólarnir eru mosavaxnir að stórum hluta, nema í bröttustu hlíðunum þar sem eru gróðursnauðar skriður. Milli hólanna eru grónar lautir. Ef þungamiðja framkvæmda við Hverahlíðarvirkjun verður á vestanverðri heiðinni, vestan við afmarkað athafnasvæði, eru Lakar líklega álitlegasti kosturinn fyrir efnistöku. Vel ætti að vera hægt að finna efnistökunni stað þar sem hún yrði lítt áberandi og er þá miðað við útsýn að staðnum frá fjarsvæði, veginum yfir Hellisheiði. Við norðurenda hólanna er gamalt efnisnám þar sem fram hefur farið yfirborðsvinnsla á hrauni.
LakahnúkarHér er bent á einn hugsanlegan efnistökustað þar sem líklegt er að vinna megi bólstraberg í gæðafyllingar. Það er einn af austustu hólunum í Lökum. Bent er á þennan stað því þar er líklegt að náma geti verið vel falin í umhverfi. Hóllin rís um 10 m yfir umhverfi sitt. Með því að láta efnistöku fara fram í hólnum vestanverðum og láta norður og austurhlíðar standa ósnertar ætti efnistakan að geta verið nokkuð vel falin. Gossprunga frá nútíma liggur um hólinn austanverðan og melur, fínefni, er á yfirborði. Þessir þættir gera það að verkum að austasti hluti hólsins er lítt eftirsóknarverður og mikið magn fínefna á yfirborði gæti rýrt gildi þessa tiltekna hóls sem efnistökusvæði.
LakadalurLakahnúkar eru umfangsmikil bólstrabergsmyndun við suðurbrún Hellisheiðar. Líkt og Lakar eru þetta bólstrabergshólar og hryggir. Hnúkarnir ná frá Skálafelli í austri og teygja sig í áttina að Lökum. Hellisheiðarhraun hafa runnið eftir myndun bólstrabergsins og hraunstraumar þeirra skilja Lakahnúka frá Lökum. Lakahnúkar eru mun umfangsmeiri heldur en Lakar. Til greina kæmi t.d. að vinna efni úr suðurhlíðum nyrstu hólanna. Austan við stærstu hólana er lægri hóll/hryggur sem er að hluta til innan athafnasvæðisins, til greina kæmi að vinna efni úr honum að hluta til eða öllu leiti. Úr hlíðum bólstrabergshryggjar er líklega hægt að vinna bólstraberg í gæðafyllingar og gnægð efnis til staðar. Það ætti að vera hægt að haga efnistöku á þessum stað þannig að hún verði lítt áberandi.
LakadalurStærstur hluti Skálfells er dyngjuhraun, myndað í eldgosi á síðjökultíma. Að norðanverðu hefur hraunbráðin runnið út í vatn og það er því freistandi að álykta að í rótum Skálafellsins að norðanverðu gæti bólstraberg verið að finna, þó það sjáist hvergi í yfirborði með óyggjandi hætti. Efnistaka í Lakakróki væri líka kjörinn staður.“
Svona er nú þankagangurinn á þeim bænum!

Lakastígur (Lákastígur)
Lágaskarðsvegar er getið í Sýslulýsingu árið 1840 (Lýsing Arnarbælisþinga 1937:90) og 1842 (Lýsing Garðaprestakalls 1937:212). Lákastígs er ekki getið í þessum heimildum.

Varða

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar um þræla Ingólfs Arnarssonar, Sviða og Vífil segir m.a.: “Langt fyrir ofan Vífilsstaði er fell eitt sem Vífilfell heitir og liggur þjóðvegur ofan fyrir norðan það þegar farið er Hellisskarð að austan eða Lágaskarð; en rétt vestan undir fellinu liggur Ólafsskarðsvegurinn á þjóðveginn.”
Í örnefnalýsingum er fjallað um Lágaskarðsveg. Þar segir m.a. að “Lágaskarð liggur hjá Stakahnúk [en hann er áberandi þegar komið er í skarðið austan við Stóra-Meitil]. Eftir skarðinu liggur Lágaskarðsvegur.
Lágaskarðsvegur hefst við Breiðabólstað. Hann liggur yfir Bæjarlæk [við Breiðabólsstað] rétt fyrir ofan Fossinn, inn Torfdalshraun, austan Lágaskarð Torfdalsmels og innan til á móts við Krossfjöll austur yfir Eldborgarhraun, austur að Lönguhlíð og upp á Hveradalaflöt, undir austurhlíðum Lakahnúka og síðan um breitt skarðið yfir slétt og greiðfært helluhraun (að mestu mosagróið) og síðan niður úr skarðinu (sem er meira eins og grunnt dalverpi en skarð) til Þorlákshafnar og í Selvog. Á herforingjaráðskorti frá 1909 (1:50000) er norðurendi leiðarinnar sýndur vestar en hér er lýst. Þar liggur Lágaskarðsleiðin útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt en sú leið er mun ógreiðfærari þó hún sé styttri. Á kortinu kvíslast leiðin við Lönguhlíð og liggur ein slóð til Breiðabólstaðar en önnur til Hrauns.”
VarðaVegurinn er lengstaf aðeins kindastígur en nokkur vörðutyppi eru í sjálfu skarðinu (á helluhrauninu) og gætu sum þeirra verið gömul. Á nokkrum stöðum má ímynda sér að hestaumferð hafi gert för í hraunhelluna en hvergi er það skýrt. Þessi leið mun nú ganga undir nafninu Lákastígur, en það nafn er væntanlega komið frá Lakahnúkum austan við stíginn. Austar og sunnar, undir Norðurhálsum, eru Lakakrókur og Lakadalir.
Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936: „Þessi leið liggur að mestu leyti samhliða Þrengslaleiðinni, en um það bil þremur km austar. Og Meitlarnir mynda takmörkin á milli þeirra. Leiðin liggur frá Skíðaskálanum, og stefnir suður yfir lága öldu, um 50 m upp á við af veginum í byrjun. Þegar upp á hana er komið, sér greinilega móta fyrir Lágaskarði.
LakadalurVestan undir [Lákahnúkum] er víðast hvar graslendi, sem ásamt haganum undir Lönguhlíð, austar á leiðinni, hefir orðið til þess að gera leið þessa vinsælli en Þrengslaleiðina. Lágaskarðsleiðin var ein aðalþjóðleiðin yfir Hellisheiði, allt fram að því að akvegur var gerður yfir heiðina og sjálfsögðust lið allra austanmanna, er um Eyrarbakka komu og fóru yfir Ölfusá í Óseyrarnesi og um Hafnarskeið. Vestan undir Stóra-Sandfelli er hádepill Lágaskarðsleiðar, 303 m.
Skammt austar liggur leiðin niður brekku eina talsvert bratta en ei langa, og þegar kemur á brekkubrúnina, sér vegafarandinn hvar Eldborgarhraunið breiðist út vestur með Meitilstöglunum og allt vestur að Sandfelli. Með heiðarbrúninni er greiðfær og götumtroðinn grasmói, og heiðin fyrir ofan hann – að suðurbungu Skálafells, heitir Langahlíð.
LakakrókurNorðaustur af Krossfjöllum skiptast leiðir, en gamla aðalleiðin lá suðaustur með Lönguhlíð, niður hjá Kömbum og Kerlingadrögum, vestanvert við brún Hjallafjalls og annaðhvort austur með fjallsbrúninni, að Hjalla eða suðvestur undir hraunið, að hrauni, sem var fyrrum alkunnur viðkomustaður þeirra, sem Lágaskarð fóru.” Hálfdan Jónsson getur Lágaskarðsleiðar í lýsingu Ölfushrepps frá 1703: „Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverjir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðarlönd taka til Suðurnesjajarða.“
LakastígurÍ Þjóðólfi 14. september árið 1906 er fjallað um fyrirhugaða járnbrautalagningu milli Reykjavíkur og Ölfuss. Þar segir m.a. um járnbrautarleiðina austur í sýslur að verkfræðingurinn Þorvaldur Krabbe hafi nú athugað leiðina. “Skýrði hann oss frá, að hann hefði fyrst athugað leiðina héðan austur í Ölfus. Er þar um þrjár leiðir að tala: um Ólafsskarð, Lágaskarð og um Hellisheiði niður hjá Reykjaholti og Reykjum, en um þá leið væri naumast að tala. Um Ólafsskarð mætti leggja braut, og væri þá farið fram hjá Vífilfelli, en Lágaskarðsleiðin niður að Hrauni væri greiðust, en á þeirri leið væri um hraun að fara á mjög löngum kafla, og hann vildi ekki leggja til, að járnbrautir væru lagðar yfir hraun. Undirstaðan eða hleðslan undir brautina héldist þar afarilla, sigi niður og skekktist allavega, og það gæti orðið stórhættulegt, því að járnbrautarteinarnir mega ekki haggast hið minnsta, annars er við því búið, að lestin hlaupi út af sporinu.”
Brakið, sem leitað var að, fannst ekki að þessu sinni, enda þakti snjór jörð.
Frábært veður þennan fyrsta sumardag (2009). Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Eldborg

Eldborg undir Meitlum – hrauntröð.

Fremstihöfði

Haldið var í Hreiðrið norðvestan Kaldársels á sumardaginn fyrsta með viðkomu í Gjánum. Í leiðinni var litið á hálfhlaðna tóft austan undir Fremstahöfða.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Opið á Hreiðrinu er á berangri og því mjög erfitt að finna það. Þórarinn Björnsson hafði sýnt FERLIR hellinn fyrir nokkrum misserum síðan, en hann er örfáum kunnur. Fara þarf niður um loftið og liggur þá rás til norðurs og suðurs. Af ummerkjum að dæma undir opinu hafði ekki verið farið þarna niður um alllangan tíma. Rásin til norðurs lokast fljótlega, en hægt er að fylgja rásinni til suðurs með því að skríða á fjórum fótum. Botninn er mjög grófur. Eftir u.þ.b. 30 metra skrið er komið að svæði þar sem sjá má víða inn undir hraunið. Á þessu svæði eru falleg og misstór hraunegg, dökkbrún að lit. Um er að ræða gasbólur, sem hafa storknað, en ekki náð að sprynga. Eggin eru misstór, allt frá títuprjónshausum upp í hænueggsstærð. Svo virðist sem þetta jarðfræðifyrirbæri sé einungis á litlu svæði. Fara þarf mjög varlega þarna um til að valda ekki skemmdum. Þegar komið var inn í Hreiðrið var auðvelt að skilja hvers vegna ástæða hefur verið til að halda staðnum leyndum.
Erfitt er að fara um Hreiðrið vegna þess hversu hrjúfur hellirinn er. Það er því betra að hafa með sér hnéhlífar og hanska þegar farið er þar niður, þ.e.a.s. ef einhver skyldi verða svo heppinn að finna opið.

Kaldársel

Kaldársel – hálfköruð fjárhústóft Kristmundar.

Ágætt ústýni er yfir Gjárnar og Nátthagann úr norðvestri með Valahnúka í austri. Þarna hefur runnið mikil hrauntröð, en þegar fjaraði undan storknu yfirborðinu hefur yfirborðið fallið niður, en eftir standa standar hér og þar.
Tóftin undir Fremstahöfða er sennilega frá tímum Kristmundar í Kaldárseli eða Þorsteins, sem bjó þar nokkru fyrr, um aldarmótin 1900. Svo virðist sem ætlunin hafi verið að hlaða hús úr sléttu hellugrjóti, en af einhveri ástæðu hefu rverið hætt við það í miðjum kliðum. Frásögn er til um útlit húsanna í Kaldárseli og sú mynd er ekki fjarri því lagi sem þessi tóft er. Hún gæti því verið síðustu leifarnar af hinum gömlu búsetuminjum í Kaldárseli, utan borgarinnar á Borgarstandi, stekksins undir honum, fjárskjólanna norðan hans og nátthagans í Gjánum.
Skammt frá tóftinni er gamla gatan að Kaldárseli, en það gæti hafa einhverju um staðarvalið. Þá er ekki langt frá henni í fjárskjólin. Skammt norðan við tóftina hafa hellur verið hreinsaðar á kafla og svo virðist sem þar hafi átt að búa til haga undir gerði.
Frábært veður. Gangan tók 1. klst. og 1. mín.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Óbrinnishólaskjól

Óbrinnishólar eru vestan við miðbik Undirhlíða og liggur Bláfjallavegurinn sem tengir Hafnarfjörð við skíðasvæðið í Bláfjöllum á milli hólanna. Óbrinnishólar voru fjórir fallega mótaðir gíghólar sem heilluðu marga. Ferðafélag Íslands og Útivist voru með reglulegar ferðir á sumrin um tíma þar sem gengið var frá Kaldárseli að Óbrinnishólum og voru þessar ferðir ofstast fljölmennar. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn var gjarnan fararstjóri en fleir tóku að sér að leiða hópa um þessar slóðir. Óbrinnishólar urðu til í tveimur goshrynum með talsverðu millibili og rannsakaði Jón Jónsson jarðfræðingur hólana um miðjan og ritaði grein um þá sem birtist í Náttúrufræðingnum um miðjan 8. áratug 20. aldar. Hann taldi að talsvert langur tími hefði liðið milli gosanna tveggja og að eldra gosið hafi jafnvel verið um líkt leyti og gaus í Búrfelli, samkvæmt samsetningu þeirra steintegunda sem hann fann á báðum stöðum.
obrinnisholar-222Óbrinnishólar voru með þeim glæsilegustu á Reykjanesskag-anum öllum  áður en þeim var að mestu eytt með óhóflegu malarnámi. Fyrst í stað var eingöngu tekið gjall  í smáum stíl, og um líkt leyti voru gerðar þó nokkrar rannsóknir á hólunum. Var grafið að vestanverður og kom þar í ljós undir tæplega eins metra þykku lagi af gjalli 5-8 sentimetra þykkt moldarlag, en undir því var gjall. Gróðurleifar fundust efst í moldarlaginu sem voru kolaðar. Það mun hafa gerst eftir að seinna gosið hófst. Neðra gjallþykknið náði alveg niður á jökulurð og fast berg. Hólarnir eru að mestu úr bósltrabergi og grágrýti og í seinna gosinu urðu til margar hraunkúlur sem eru allt frá því að vera mjög smáar upp í það að vera eins og smáboltar að stærð og nokkuð reglulega lagaðar.
Það er fátt sem minnir á hina formfögru hóla sem þarna stóðu um aldir, svo gersamlega hefur þeim verið spillt og það er í rauninni skömm að því hvernig þarna hefur verið gengið á merkar náttúruminjar.
obrinnisholar-223Óbrinnishólar eru hluti af sprunurein sem liggur eftir endilöngum Reykjanesskaga. Víðsvegar á sprungunni eru mismunandi gamlir gígar sem hafa orðið til í mörgum goshrynum en fæstir þeirra eru stórir eða umfangsmiklir. Það er næsta auðvelt að þræða þessar gígaraðir og fylgja þeim frá Búrfelli og út á Reykjanestá eða því sem næst. Hólaröð Óbrinnishóla var einhverntíma mæld og reyndist vera 900 metra löng eða tæpur kílómetri.
Eins og nafnið gefur til kynna mynduðu hólarnir óbrennishólma sem yngri hraun hafa runnið í kringum og stóðu hólarnir eftir óbrenndir þar sem þeir voru hærra í landinu en nánasta umhverfi. Hæsti gígurinn var í 44 metra hæð yfir nærliggjandi umhverfi en miðað við hæð yfir sjó var hann í 144 metra hæð. Sigdalur eða hrauntjörn hefur myndast suðaustan við gígana við seinna gosið og gekk þessi dalur undir nafninu Óbrinnishólaslakki. Vestarlega í slakkanum er hellir sem er vel þess virði að skoða. Hlaðið hefur verið fyrir opið fyrir margt löngu en hellirinn er um 15-20 metra djúpur með bogadregnum lofti og þrengist eftir því sem innar dregur. Hann nefnist Óbrinnishellir en var líka nefndur Óbrinnishólaskúti. Þessi hellir var notaður um aldir sem fjárskjól yfir vetrartímann af bændum á Hvaleyri enda voru Óbrinnishólar í efri hluta Hvaleyrarlands. Birki- og víðihríslur uxu í vesturhluta nyrsta Óbrinnishólsins og sömuleiðis í hæðardragi skamm frá sem heitir Stakur en einna mestur var kjarrgróðurinn í sjálfum Undirhlíðum, enda heita þar Litli-Skógarhvammur og Stóri-Skógarhvammur. Þarna var kjörlendi fyrir vetrarbeit.
Óbrinnishólar eru ekki svipur hjá sjón en það má samt sem áður hafa ánægju af því að skoða hraunið umhverfis þá og þeir sem hafa gaman að því að rýna í litbrigði jarðar geta dundað sér við að skoða litina sem leynast í gígnámunum.
Óbrinnishólar eru ekki svipur hjá sjón en það má samt sem áður hafa ánægju af því að skoða hraunið umhverfis þá og þeir sem hafa gaman að því að rýna í litbrigði jarðar geta dundað sér við að skoða litina sem leynast í gígnámunum.

Heimild:
-Hraunavinir – Óbrinnishólahellir, Jónatan Garðason – http://www.hraunavinir.net/obrinnisholahellir/

Óbrinnishólaskjól

Óbrinnishólahellir.

Skagagarðurinn

Í Búnaðarritinu 1910 fjallar Björn Olsen m.a. um kornyrkju á nokkrum jörðum á Suðurnesjum og Grindavík: “
Utskalar-101Útskálar í Garði: Í kaupsamningi þeirra Jóns biskups Indriðasonar og Bjarna bónda Guttormssonar, dags. 17. desember 1340, stendur, að Bjarni leggi til Skálholtsstaðar fjórðung í Útskálalandi „um fram öll þau akurlönd, sem Bjarni keypti til Útskála“ (Í Fornbrs. II 734. bls.). Þessi kaupsamningur er tekinn inn í Wilchinsmáldaga 1397 (í Fornbrs. IV 108. bls.).
Sandgerði á Miðnesi: Í skrá um rekaskifti á Rosmhvalanesi frá c. 1270 er getið um akurland Sandgerðinga (í Fornbrs. II 77. bls.).
Hvergi á landinu sjást víst glöggari menjar akra enn í Garðinum og á Miðnesinu, bæði gerði og akurreinar. Sagt er að einn höfuðgarður harl legið ifir Skagann þveran, nefndur Skagagarður (Kr. Kålund, Island I 33. bls.). Brynjólfur Jónsson lýsir þessum menjum í Árb. Fornleifafjelagsins 1903, 36.—37. bls., á þessa leið: Akurlönd þessi hafa verið fyrir norðan Útskála. Sjer þar enn votta flrirað minsta kosti 18 akurreinum, 4—8 faðma breiðum, sem eru aðgreindar með þráðbeinum jafnhliða görðum, er norðast liggja ifir þveran Skagann, enn þegar sunnar dregur, takmarkast þeir að vestanverðu af garði, sem þar liggur frá sjónum langsetis í suðaustur að lítilli hæð eða tóttabungu, sem er skamt frá norðvesturhorni hinna norðustu túngarða í Útskálahverflnu.

Sandgerdi-101

Suður og austur frá langsetisgarðinum og rústinni eru margar stærri girðingar, flestar hjer um bil ferhirndar, og ná þær alt suður að landamerkjum Útskála og Kirkjubóls. Hafa það að líkindum verið töðuvellir“(?). Uppdráttur fylgir þessari lýsingu í Árbókinni. Um Sandgerði segir Brynjólfur: „Austurhluti Sandgerðistúnsins, sem nú er, hefur verið akurlendi. Sjást þess glögg merki, því að samhliða garðlög minda þar akurreinar, líkt og á Garðskaganum“. Sú sögn gengur, segir Brynjólfur, að bær hafl verið á Garðskaga, sem hjet Skálareykir, og bendir það til jarðhita. Hinir þjettu garðar, sem Brynjólfur lýsir, milli akurreinanna, eru bersýnilega skjólgarðar fyrir kornið, meðframt líka eflaust gerðir til að geta haft skepnur á þeim hluta akursins, sem var látinn standa ósáinn eða „lagður í tröð“, sem kallað var. Því var eðlilegt, að jörð, þar sem korn var ræktað innan slíkra girðinga, fengi nafnið Garðar eða Gerði (í fleirtölu nefnifalli oftast Gerðar, sbr. Grenjar, Giljar, Skipar o.fl. fyrir Gren, Gil, Skip).

Husatoftir-101

Húsatóttir í Grindavík: Í skránni um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs 1313 írá 1313 (sbr. nr. 6 og 8) segir, að klaustrið eigi auk landsleigu af Húsatóttum (1 hundrað og 12 aurar) „þrímæling í jörðu, sælding í jörðu“ (í Fornbrs. II 377. bls.). Líklega er þetta svo að skilja, að klaustrið hafi tekið undan jörðunni hálfs annars sálds land sjer til notkunar, því að þrímælingr, eða 3 mæla land, er rjettur helmingur af sældingi eða sálds landi (1 sáld er = 6 mælar), sem vjer síðar munum sjá. Enn verið gæti líka, að klaustrið hefði fyrst tekið undan þrímæling í jörðinni og sett það í skjalið, enn síðan aukið akur sinn þa upp í sælding, og hað verið sett í skjalið sem leiðrjetting, enn gleymst að strika út þrímælinginn. Í samskonar skrá frá 1395 er landskuldin sett upp í 2 hundruð, enn hvorki getið um þrímælinginn nje sældinginn.
Auk þess átti Staðarkirkja í Grindavík „hálft annað mælis land“ að Húsatóttum. Það sjest á máldaga Hraun-101þeirrar kirkju í Wilchinsbók 1397 (í Fornbrs. IV 101. bls.). Sama stendur í máldaga Staðarkirkju frá c. 1500 (í Fornbrs. VII 49. bls.).
Hraun í Grindavík: Í gjörð Árna biskups Þorlákssonar milli Viðeyjarklausturs og Hraunsbóndans frá c. 1284, um ágreining út af rekum, segir, að klaustrið skuli eiga allan hálfan viðreka fyrir austan Hraun úr Markvík utanverðri og austur fyrir Lambastapa, og beit handa svo mörgum hrossum, sem Viðeyingar vilja, „utan túns og akra“ (á Hrauni), meðan þeir vinna að viðnum. Á þessu sjest, að akurkirkja hefur verið á Hrauni (í Fornbrs. II 245. bls.).
Þorkötlustaðir í Grindavíkurhreppi: Þar átti Krýsuvíkurkirkja „9 mæla lands samkvæmt máldaga kirkjunnar frá c. 1275 (í Fornbrs. III 3. bls.). Sama stendur í máldaga sömu kirkju frá 1307 (í 1307 Fornbrs. II 361. bls.) í máldaga Krýsuvíkurkirkju i Wilchinsbók 1397 stendur sama (í Fornbrs. IV 101. bls. 3. nmgr.).“

Heimild:
-Búnaðarrit, 24. árg. 1910, 1. tbl. Vitnisburðir um kornyrkju á einstökum stöðum, Björn Magnússon Ólsen: Um kornyrkju á Íslandi að fornu, bls. 86-95.

Skálafell

Gullakur neðan Skálfells.

Ísólfsskáli

„Ísólfsskáli er þar austast við sjó [frá Grindavík]. Getur Jarðabók þess (ár 1703), að vatnsból, sem þá er grafinn brunnur, sé háskalegt bæði mönnum og skepnum, enda sjórinn þá kominn svo nærri, að hætta sé á, að brunninn fylli af möl og grjóti, og þá jafnvel hætta á, að jörðin leggist í eyði af vatnsleysi.

isolfsskali-101

Svo illa hefur þó ekki farið. En að sjórinn hefur gengið upp í brunninn og fyllt hann, má sjá á því, að séra Geir Bachmann getur þess árið 1841 (Geir Bachmann: Lýsing Grindavíkursóknar 1840—41), að mikill vatnsskortur sé á Ísólfsskála og ekki annars kostur þar en fjöruvatna og sé það vatn haft bæði til neyzlu heimilisfólks og búpenings. En fjöruvötn eru nefndar þær uppsprettur, einatt aðeins seytlur, sem koma upp fyrir neðan flóðmál og ekki er hægt að ná til nema um fjöru. Líka getur séra Geir þess, að sjór brjóti land á Ísólfsskála og sandur frá sjónum sé farinn að berast upp í selalátur jarðarinnar undir Festarfjalli og spilla þeim. Frá Ísólfsskála eru 4—5 rastir til hinnar eiginlegu Grindavíkurbyggðar, því að björg eru með sjónum, svo að ekki verður farin stytzta leið, heldur verður að fara kringum Festarfjall.“

Isolfsskali-102

„Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur. Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af því, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feiknamikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum. Frá þeim tíma hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjallið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar.
Isolfsskali-111Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjallinu, og hefur verið að því síðan löngu fyrir landnámstíð. En af því að bergtegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar bergraðir upp og ofan fjallið. Það eru festarnar. (Jón Trausti).“

– Þegar hann er einu sinni lagstur í suðvestanátt er hætt við því að útsynningurinn verði þrautseigur hérna við ströndina, segir Ísólfur Guðmundsson, bóndi á Ísólfsskála við Grindavík, er blaðamann og ljósmyndara Nýs Helgarblaðs bar þar í hlað á dögunum. Þetta voru orð að sönnu. Heimamenn hafa orðið að fresta smalamennsku í Grindavíkurfjöllum um viku tíma sökum slagveðurs og þoku.
Festarfjall-101Ísólfsskáli er um margt sérstakur. Þrátt fyrir að jörðin sé skammt austan Þórkötlustaðarhverfis í Grindavík, er yfir slæmfæran fjallveg að fara – Festarfjall – til að komast á milli. Á Ísólfsskála er austasta byggð í landi Grindavíkur og óravegur er í næsta byggt ból austur með hrjóstugri suðurströnd Reykjanesskagans.
Ísólfsskáli er eina bújörðin á Reykjanesskaganum vestan Selvogs, þar sem ábúendur hafa framfæri sitt eingöngu af landbúnaði, en þar stunda þau Ísólfur og Herta kona
hans sauðfjárbúskap með hálft annað hundrað fjár.

– Við vorum með 300 kinda kvóta. í dag er þetta ekkert orðið, enda naumt skammtað af hálfu þeirra sem fara með stjórn landbúnaðarmála. Núna höfum við aðeins leyfi fyrir 165 ærgildum og fullnýtum þann kvóta. Maður getur harla illa framfleitt sér af þessu lengur, segir Ísólfur, – en svona er þetta orðið. Bændum eru allar bjargir bannaðar. Það er engu líkara en að við Íslendingar séum að taka upp sama skömmtunarkerfið og sömu miðstýringuna og þeir þarna austantjalds hafa verið að bagsa við að leggja niður. Sér er nú hver vitleysan. –
Isolfsskali-112Nei blessaður vertu. Það hefur ekki hvarflað að mér, segir Ísólfur, þegar hann er inntur eftir því hvort honum hafi aldrei komið til hugar í kreppudansi sauðfjárræktarinnar að reyna fyrir sér í loðdýrarækt. – Enda hefur það reynst óðs manns æði fyrir flesta að leggja út í þessar nýju búgreinar.
Á sínum tíma átti minnkurinn að leysa allan vanda íslensks landbúnaðar. Síðan varð lausnarorðið refaræktin, þá kom kanínuræktin og fiskeldið og nú hafa snillingarnir fundið upp að við eigum að lifa af skógrækt, segir Ísólfur og er auðheyrilega ekki par hrifinn.
– Svo er reynt að telja manni trú um það að skógræktin geti biessast vegna þess að einu sinni hafi landið verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þessi vitleysa tekur vart tali. Heldurðu að við fyndum ekk rætur af trjám ef svo hefur verið. Það sem menn eru að tala um að hafi verið skógur, hefur vart verið annað en venjulegt kjarr, segir Ísólfur.
Isolfsskali-113– Eftir skrifum DV að dæma er það eiginlega orðin þjóðarskömm að standa í þessu hokri. Nei, við sauðfjárbændurnir eigum ekki upp á pall í samfélaginu í dag, svo mikið er víst.
Nei, ég lét ekki ginnast. Það var einhver sérfræðingurinn sem ráðlagði mér að taka helminginn af fjárhúsunum og setja þar upp refabú. Ég væri svo vel settur hérna, skammt frá Grindavík þar sem nægt fóður fellur til frá fiskvinnslunni. Ég bað hann bara að átta sig á einu sem honum yfirsást. Yfir fjallið og til Grindavíkur, en nú eru hér hvorki hross né nautgripir. Það er því af sem áður var.
En hvað með uppblásturinn og landeyðinguna, skýtur blaðamaður inní.
– Það er ekki nóg að friða landið – það grær ekki upp sjálfkrafa. Ef ekkert er borið á sprettur ekkert. Þetta þekkjum við bændur fullvel. Ef ekki er borið á garða og bletti fer allt í órækt. Þeir hjá Landgræðslunni tala sýknt og heilagt um það að friða og friða og að girða fyrir lausagöngu búfjár.
Isolfsskali-114– Það er nú ein plágan til, segir ísólfur. – Menn eru að skrattast þetta hér um skagann og aðallega akandi vegleysur. För og skorningar eru upp um allt. Það segir sig sjálft að það er engin hollusta fólgin í því fyrir landið að um það sé ekið í mars, apríl og maí þegar gróður er hvað viðkvæmastur.
– Svo er verið að tala um ofbeit, meðan bæjarbúum þykir ekkert sjálfsagðara en andskotast eins og þeim sýnist út og upp um allt. Þegar maður minnist á þetta við þessa menn er viðkvæðið einatt: þú átt ekkert meira í landinu en við helvítið þitt. Í staðinn má ekki einu sinni kötturinn koma til þeirra svo allt ætli af göfl
unum að ganga.

Sauðkindin verður ekki ein dregin til ábyrgðar
Þegar blaðamaður beinir talinu að uppblæstri á Reykjanesskaga og spyr eins og álfur út úr hól hvort ekki sé ástæða til að koma alfarið í veg fyrir lausagöngu búfjár á skaganum, hleypur Ísólfi fyrst verulega kapp í kinn.
Isolfsskali-115– Það er ekki meiri ofbeit hér en víða annarsstaðar. Ef sauðféð er of margt, eins og alltaf er verið að tala um, þá þarf að fækka því til jafns allsstaðar á landinu. Menn eru látnir hokra við búskap víða við miklu verri skilyrði en hér, þar sem allt verður að leggja niður. Í dag er svo komið að það er eiginlega ekkert orðið eftir af skepnum á Reykjanesskaganum. Það eru eitthvað um tólf hundruð kindur á öllum Reykjanesskaganum. Áður fyrr var sauðfé hér milli tuttugu og þrjátíu þúsund og það gekk úti árið um kring. Ég minnist þess þegar ég var stráklingur, þá gengu í fjallinu hér tynr ofan um eitt hundrað hross. Á öllum kotum var hið minnsta einn hestur og ein til tvær sveitarfélaga á Suðurnesjum og íslenskir aðalverktar hafa verið að dreifa á landið lítilsháttar áburði og sá í það. Ég veit ekki betur en að austur við Strandakirkju hafi verið landgræðslugirðing í ein 60 ár. Ef eitthvað er, þá er ástand gróðurs innan þessarar girðingar verra núna en þegar var girt, enda hefur ekkert frekar verið að gert eftir að girðingin var sett upp. Uppblásturinn og landeyðingin hér stafar ekki af ofbeit. Þar er við veðráttuna að sakast. Það sjáum við skýrast þegar gerir miðsvetrarhláku. Þegar svörðurinn er frosinn og þurr og það gerir asahláku með vindbeljanda er, ekki að sökum að spyrja. 

Isolfsskali-116

Vatnselgurinn og sjávarseltan vinna þá auðveldlega á öllum gróðri. Það nægir bara að líta á suðurhlíðar Reykjanesfjallanna. Þau eru gróðurvana af þessum sökum. Svo mikið er víst að þar er ekki við sauðkindina eina að sakast, segir Ísólfur.
– Það er ekki ábætandi þegar menn eru akandi hér upp um fjöll of firnindi á torfærubílum og fjórhjólum, segir húsfrúin Herta, sem hefur ekki blandað sér til þessa í umræðurnar, enda verið önnum kafin við að taka til úr búri bakkelsi, heimabakaðar flatkökur og annað góðgæti, eins og góðra búkvenna er gjarnan siður er gesti ber að garði þessara jarðvöðla og fá birt í blöðunum.

Skotóðir bæjarbúar
En ábúendurnir á Ísólfsskála hafa orðið varir við annan og öllu óhuggulegri átroðning af hálfu þéttbýlisbúa.
– Við búum ekki afskekktara en það að hér koma menn og skjóta á allt sem hreyfist, segir Herta – og það dugar ekki til. Það hefur komið fyrir að skotið hefur verið á útihúsin og bæjarhúsið. Þannig að þið hafið verið höfð að skotspæni í eiginlegri merkingu þess orðs?
Isolfsskali-117– Já, það má segja það, segir Herta og bætir því við að eitt sumarið hafi lögreglan gert upptækar 18 byssur af skotveiðimönnum í landi Ísólfsskála.
– Öll meðferð skotvopna er óheimil hér við suðurströndina, frá Reykjanesi og allt austur að Ölfusá. Landeigendur á svæðinu tóku sig saman og bönnuðu alla skotveiði í landi þeirra. Það virðist þó koma fyrir lítið. Grimmdin er slík að fýllinn fær ekki einu sinni að vera í friði þegar hann er skríða á hreiðrin í fjallinu hér fyrir ofan, segir Ísólfur, er getur trútt um talað enda alvanur meðferð skotvopna eftir að hafa verið grenjaskytta um áraraðir.

Sjaldan bítur refur nærri greni
– Ég er búinn að vera viðloðandi þetta síðan ég var sextán eða sautján ára, segir Ísólfur um grenjaleitina.
– Það hafa verið mikil áraskipti í þessu. Sum árin vinnast mörg dýr, en færri önnur árin. í fyrra gekk grenjaskyttiríið vel. Þá náði ég 53 dýrum, en í vor hefur þetta gengið fremur illa. Það er töluvert um búref hérna á skaganum sem slapp út úr refabúinu í Krýsuvík á sínum tíma og það er alltaf talsvert um að maður nái búrtófu.
Isolfsskali-118Annars er útilokað að segja til um það hvaðan dýrin eru upprunnin. Ég veit dæmi þess að tófa sem slapp úr búinu í Krýsuvík hafi náðst austur undir Lómagnúp. Það er ekki nein smávegalengd. Hún er fljót í förum og fer hratt yfir. Hún fer þetta tuttugu og fimm til þrjátíu kílómetra í leit að æti. Eitt er víst að refur bítur aldrei nálægt greninu.
Ísólfur segist vita um ein 200 greni á Reykjanesskaga. Honum telst svo til að það þurfi að fara yfir 300 kílómetra til að komast á milli þeirra allra. – Sum grenin hef ég fundið sjálfur en vitneskju um önnur hef ég eftir tilvísun mér eldri manna.
En er skolli eins skæður og af er látið?
– Já, ef um bitdýr er að ræða. Ég hef fundið allt að tuttugu til þrjátíu lambshausa við greni. Við höfum þó náð að leggja að velli skæðustu bitdýrin. Eftir að rifflarnir komu til sögunnar varar refurinn sig ekki á því að það er hægt að skjóta hann af lengra færi en áður.
Það getur verið bölvað slark í grenjaleitum. Eg hef legið allt upp í fjóra sólarhringa úti. Skolli er bæði var um sig og getur verið ansi skæður.
Isolfsskali-119Mannfólkið getur lært margt af því að fylgjast með rebba, reyndar eins og fleiri skepnum. Það er gaman að sjá hvað yrðlingarnir eru eftirtektarsamir og vel uppaldir. Ungviðið er ekki látið komast upp með neitt múður eins og hjá okkur mannskepnunni, segir Ísólfur sem ber auðheyrilega engan kala til skolla. Ísólfur segir refinn vera afburða lyktnæman og heyra vel.
– En hann sér ekki vel. Það er orðið sáralítíð um bitdýr hérna á skaganum. Þessi refur sem er hér er aðallega í fuglinum, fýlnum og- mófuglinum og hann er ansi skæður. Núorðið sér maður varla mófugl. Það sagði mér grenjaskytta að hann hefði eitt sinn náð ref á Mosfellsheiði sem var með átján þrastarunga í kjaftinum. Refurinn er eins og ryksuga þegar því er að skipta. Hvað skyldi ísólfi finnast um þá skoðun að ástæða sé til að friða refinn?.
– Ef við friðum tófuna verður hún óviðráðanleg eins og minkurinn. Það er tómur kjánaskapur að halda þessu fram eða þá að um er að ræða fólk sem hefur engra hagsmuna að gæta við að stemma stigu við útbreiðslu rebba. Ef menn vilja friða tófuna þá eru menn um leið að kveða upp dauðadóm yfir öllu refur-101fuglalífi. Það er reyndar mikið verra að eiga við minkinn en tófuna. Minkurinn getur leynst í hrauninu. Það er eins og silunganet, hann smýgur allsstaðar í gegn. Það er minkur hérna meðfram öllum fjörum. Ég hef náð þetta einu og einu skotti. Hann hefur drepið hjá mér lömb heima við fjárhús Þannig var að ég setti tvö þriggja vikna lömb út í sól og blíðu. Seinna um daginn tek ég eftir því að annað lambið er búið að liggja hreyfingarlaust nokkra stund. Þegar ég athuga málið er það steindautt. Daginn eftir fór á sömu leið – hitt lambið liggur dautt þegar að var gáð. Herta fláði bæði lömbin og þá kom það sanna í ljós. Innanverður lærvöðvinn á þeim báðum var eins og gatasigti. Þar hafði minkurinn bitið og sogið úr lömbunum allt blóð og þrótt.

Tvítug og vegalaus
Á mæli Hertu má greina að hún er af erlendu bergi brotinn. Hún er nánar tiltekið þýsk. Við spyrjum Hertu um ástæður þess að hún er komin hingað upp.
– Ég kom til íslands árið 1949, þá um tvítugt. Ég kom hingað upp ásamr átta samlöndum mínum með togaranum Maí frá Hafnarfirði sem hafði verið í sölutúr til Cuxhaven, segir Herta, en þetta sama ár réðu Búnaðarsamtökin nokkur hundruð Þjóðverja til vinnumesku vítt og breitt um sveitir.
Isolfsskali-120– Ég er fædd í Pommern sem er austur undir pólsk
u landamærunum. Eftir stríðið var enga atvinnu að fá í Þýskalandi. Rauði herinn brenndi æskuheimili mitt og fjölskyldan hraktist til vesturhluta Þýskalands. Einn bróðir minn féll á Krímskaga, annar var í fangelsi á Krít eftir stríð og það sem eftir var af fjölskyldunni var á tvist og bast. Ég hafði því vart í nein hús að venda á þessum árum. Vissulega voru það mikil viðbrigði að koma hingað, en okkur var vel tekið. Það gerði gæfumuninn, segir Herta.

Hún segist hafa kunnað ljómandi vel við sig hér á landi. Fljótlega eftir að hún kom til landsins réði hún sig í vinnumennsku á Ísólfsskála hjá Guðmundi föður Ísólfs.
– Ég sé ekki eftir neinu. Ég held að ég gæti ekki sest aftur að í Þýskalandi eftir þetta langan tíma. Þar er allt orðið breytt frá því sem áður var þegar ég bjó þar. Þeir tímar koma reyndar stundum að maður hugsar heim til æskustöðvanna með ljúfsárum söknuði, en það nær ekkert lengra. Hér á ég heima. Ég hef enga ástæðu til að sýta mitt hlutskipti í lífinu, segir Herta.
– Í fyrra voru liðin fjörutíu ár frá því að við komum hingað upp. Við ætluðum að hittast og halda sameiginlegan gleðskap, en vegna heyanna og rysjótts tíðarfars varð ekkert úr, segir Herta aðspurð hvort Þjóðverjarnir sem komu hingað 1949 og eru enn búsettir hér á landi haldi hópinn.

Ekki á færi amlóða
Isolfsskali-121Ísólfur er fæddur og uppalinn á Ísólfsskála. Hann tók við búi af föður sínum, en þar á undan hafði afi Ísólfs búið á jörðinni eftir að hann fluttist frá Vígdísarvöllum.
– Afi var þrígiftur og átti aðeins þrjátíu og þrjú börn, þar af eitt á milli kvenna. Hann var heljarmenni að burðum. Hann var mikil hreindýraskytta og hann lá einnig á grenjum þegar svo bar við, segir Ísólfur. Þar á meðal segir Ísólfur eftirfarandi hreystisögu af afa sínum, sem honum hefur auðheyrilega fundist mikið til koma.
– Sjáðu þennan stein sem liggur hérna á flötinni fyrir utan stofugluggann. Hann er ekki nein smásmíði og það er ekki fyrir hvern sem er að taka hann upp. Ég er ekki að segja að þú sért neinn amlóði, en þennan stein tvíhenti gamli maðurinn á loft kominn vel á efri ár.
Tildrög þessa voru þau að pabbi sem var níu ára, að mig minnir, var að leika sér upp við rétt hérna undir fellinu sem verið var að hlaða. Afi var með kindur í réttinni sem hann kannaðist ekki við markið á. Hann biður pabba að gæta kindanna meðan hann skjótist heim í bæ til að sækja markabókina.
Isolfsskali-122Pabbi var eitthvað að rjátla vi
ð grjót undir hamraveggnum og allt í einu veit hann ekki meira af sér. Það hafði hrunið fylla ofan á hann. Piltungur sem var þarna líka, hleypur þá heim í bæ og hrópar: „Hann Gvendur er dauður“. Afi rauk í snarhasti upp eftir og tínir ofan af pabba grjótið og þar á meðal þennan stein. Pabbi fór illa. Höfuðleðrið rifnaði og hann tvíbrotnaði á öðrum handlegg. Þegar afi er að bera drenginn sinn inn um bæjardyrnar rekst hann í dyrastafinn og við það rankar lagsi við og öskrar: „Ætlarðu að drepa mig?“, en þá hafði brotið gengið út í vöðvann og strákur komist til meðvitundar út af sáraukanum. Á þessum tíma var næsti læknir í Keflavík. Afi reið í hendingskasti þangað til að sækja Þorgrím Þórðarson sem þá var þar þjónandi læknir. Þorgrímur saumaði ein 18 spor í höfuðið á pabba og spelkaði handlegginn. Eftir þriggja vikna tvísýna legu var pabbi kominn algóður á fætur sem má heita hreinasta kraftaverk. Pabbi sagði mér síðar að honum hefði ekki farið að batna fyrr en eftir að sér hafi fundist að til hans kæmi kona sem bæði hann að koma með sér, sem hann neitaði.

Líkið á Selatöngum
Selatangar-501Efir þessa sögu Ísólfs berst talið að dulrænum fyrirbærum og dulargáfum.
– Eg get ekki neitað því, segir Ísólfur þegar hann er inntur eftir því hvort hann verði var við svipi og dularfull fyrirbrigði í fámenninu.
– Það er ekki svo að skilja að hér sé eitthvað illt á kreiki, bætir hann við. Herta segist aftur ámóti aldrei verða vör við neitt  þótt hún gjarnan vildi.
– Ég skal segja þér eina sanna sögu. Er ég var 14 ára var ég sendur einhvern tíma í maí austur á Selatanga að sækja þangað dauða rollu sem hafði flætt. Eg fór ríðandi flóðfarið og er ég var kominn austur ríð ég þar fram á lík í flæðarmálinu, sem síðar reyndist vera af sjómanni af togara sem fórst við Eyrarbakka í marsmánuði. Ég varð skelkaður mjög en tek þó rolluna og held heim. Ég segi pabba strax frá því að ég hafi fundið dauðann mann. „Þvæla er þetta í þér drengur“, segir pabbi og vill í engu sinna málinu. Eftir miklar fortölur, fellst hann þó á að fara út að Selatöngum, en segist ætla að hlusta á kvöldfréttirnar í Selatangar-502útvarpinu fyrst. Þegar hann ætlar að kveikja á útvarpinu, snýst takkinn laus. Eftir að hann hafði fullvissað sig um það að útvarpið væri bilað og hann fengi ekkert hljóð út tækinu, afréð hann að skreppa með mér austur eftir. Þegar þangað var komið var farið að flæða undir líkið. Við bárum það upp úr flæðarmálinu og bjuggum um það. Líkið var síðan sótt daginn eftir og flutt til Grindavíkur. Þegar heim var komið um kvöldið fer pabbi aftur að fikta í útvarpinu og það er alveg sama, engu tauti var við það komandi. En viti menn næsta dag var allt í lagi með útvarpið. Hefðum við farið að hlusta á fréttirnar hefði flætt undir líkið og það tekið út, segir Ísólfur.
– Það hefur aldrei hvarflað að mér að bregða búi. Sagt er að þangað sæki klárinn sem hann er kvaldastur. Ætli það eigi ekki við um okur mennina líka. Við hímum flest þar sem við erum niðurkomin mestan part af okkar hundsævi, segir Ísólfur. Hvað skyldi nú ver
ða um Ísólfsskála í framtíðinni þegar þau ísólfur og Herta verða að láta af búskap fyrir aldurs sakir? Þau segjast engar áhyggjur hafa af jörðinni. Öllu verra sé að segja til um það hvort hún muni haldast áfram í byggð.

Hraun-501– Haft hefur verið eftir Einari Benediktssyni, stórskáldi, er átti Vatnsenda og fleiri stórbýli, að allar þær jarðir sem liggja nærri þéttbýli verða fyrr eða síðar gullnáma. En þegar Ísólfsskáli hækkar í verði verðum við náttúrulega margdauð, segir Ísólfur.“
Við þetta má bæta skemmtilegri sögu af nágrönnum Ísólfs; Manna  (Gamalíel) á Stað og Magnúsi á Hrauni: „Ég var 19 ára 1948. Það sumarið vann ég á jarðýtu er ryðja átti og breikka götuna frá Grindavík að Reykjanesvita. Farið var ofan í gömlu götuna, eins og hún hafði legið. Ég átti að gista á Stað þennan tíma. Einn daginn man ég eftir því að Manni og Magnús komu saman að Stað úr tófuleiðangri. Magnús var með yrðling í einum poka og dauða kollu í öðrum. Svo óheppilega vildi til að hrepsstjórinn kom í heimsókn á þessum tíma – akandi. Hann bauð Magnúsi far austur eftir að heimsókn lokinni, en hann færðist undan. Þegar hann loks þáði farið tók Magnús annan pokann, en ætlaði að skilja hinn eftir. Húsfreyjan á Stað varð hins vegar var við gleymskuna og rétti Magnúsi pokann svo nú ekkert aðkomið yrði þar eftir. Þetta bjargaðist þó þar sem hreppsstjórinn virtist ekki vera meðvitaður um pokakolluna í farangrinum, meðvitað eða ómeðvitað (Sigurður K. Eiríksson frá Norðurkoti – munnleg heimild 2012).
Hreimildir m.a.:

-Lesbók Morgunblaðsins 6. nóv. 1949, bls. 508.
-Náttúrufræðingurinn, 17. árg. 1947, 1. tbl., bls. 42-43.
-Þjóðviljinn 20. júlí 1990, bls. 15-16.
-Sigurður K. Eiríksson frá Norðurkoti í Fuglavíkurhverfi, f: 1929.

Isolfsskali-106

Jónsbásar

Í miklu hvassviðri veturinn 2007-2008 rak tunnulaga járnstykki upp af Jóns[síðu]bás[um]. Gunnar Tómasson var þarna á ferð fyrir skömmu með þeim bræðrum Guðjóni og Halldóri frá Vík þegar þeir komu auga á gripinn. Grunur er um að þarna kunni að vera komið brak úr breska togaranum Anlaby, sem strandaði utan við ströndina veturinn 1902. Öll áhöfnin, 11 menn, á að hafa farist. Slysið átti sér sögulegan aðdraganda, bæði í árum talið og klukkustundum sem og eftirmála.Neðri siglingarvarðan - við Tóftabrunna
Í örnefnaskrá segir að „Markhóll, gróinn hóll, sé austast á mörkum, en vestan við hann er Hvalvík. Vestan Hvalvíkurkletta er Jónsbás, u.þ.b. 80 m breiður. Vestan Jónsbáss er hár malarkambur, kallaður Stekkjatúnskambur. Tóftabrunnar, sjóvatnstjarnir, eru fast vestan við gamla veginn, vestan við Bjarnagjá, vatnsfyllta gjá fast austan við Markhól. Þá er Stekkjartúnsbarð og þá kemur Stekkjatún vestan þess. Ofan við Stekkjatún er Stakibrunnur. Þann 14. janúar 1902 sigldi enski togarinn Anlaby í strand við Stekkjartúnskamp og fórst öll áhöfnin.
Vestan við Stekkjartúnskamp eru klettabásar, nefndir Sölvabásar. Vestan við Sölvabása skagar tangi fram í sjó. Heitir hann Vörðunes, en er í daglegu tali nefndur Vörðunestangi. Beint upp af honum, u.þ.b. 1 km, er stór hlaðin varða. Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 [m] austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður.

Uppspretta við Vatnsstæðið/Tóftarbrunna

Efri varðan er um 800 m austan við bæjarhólinn á Húsatóptum, í uppgrónu hrauni.  Í örnefnaskrá segir að „þegar þær bar í háan hraunstand í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi. Var því miði haldið, þar til Hvirflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóptarvör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað var um að vera komin á Snúning.“ Varðan er hlaðin úr hraungrýti og er um 2 m á hæð. Hún er mest um 1,5 m í þvermál og umför grjóts eru um tíu. Neðri varðan er skammt austan við þar sem hús fiskeldisins standa nú (suðvestar).
Þvottaklappir eru vestan við Vatnslónsvík, vestan við Vatnslónskletta. Á þeim eru daufar uppsprettur. Þær draga nafn sitt af því, að þegar lágsjávað var, rann þarna mikið vatn niður í fjöruna og var farið þangað með þvott frá Húsatóptum og hann skolaður. Var það kallað „að fara í Vötnin“. Vatnslónsvík er fyrir suðvestan fiskeldið.“

Siglingavörðurnar

Tóftarbrunnar eru sagðir skammt vestan við Bjarnagjá. Það er ekki rétt, en þar er ílöng tjörn ofan við kambinn, sem nefnist Brunnar. Gerðavallabrunnar eru norðaustan við þá. Tóftabrunnar eru hins vegar við svonefnt Vatnsstæði. Þegar skoðaðar voru aðstæður á svæðinu mátti enn greina mannvistarleifar frá því að vatnsstæðið, Tóftarbrunnar, ofan við Vatnslónsvík, var notað, bæði garðar og götur. Væn ferskvatnsuppspretta kemur þar undan hrauninu og rennur í vatnsstæðið. Þá standa siglingarvörðunar enn þótt kamburinn sé nú mun hærri en hann var þegar þær voru reistar. Hlaðinn garður er þar sem Bóndastekkatún var. Þar ofan við kemur vatn undan hrauninu, Stakibrunnur, en aflangur hraunhryggur skilur svæðið frá sjávaraðstreyminu. Jónsbásinn sjálfur er sennilega utan við millum Brunna og Tóftarbrunna, en fallegt vik er innan við þá. Á flóði má færa þar inn bát með góðu lagi. Þar innan við „lónið“ sést hlaðinn garður og e.t.v. fleiri mannvirki – ef leitað væri.

Leifar garðs við Bóndastekktún

Í örnefnalýsingu segir ennfremur: „Vestan Jónsbáss er hár malarkampur, sem kallaður er Stekkjartúnskampur. 14. janúar 1902 sigldi enski togarinn Anlaby í strand við Stekkjartúnskamp. Lenti hann í klappabás framan við kampinn og brotnaði i spón, og fórst öll skipshöfnin. Líkin voru grafin á Stað. Úr togaranum var hirt koparklukka, um 18 cm að þvermáli að neðan. Í ytra borð klukkunnar er steypt nafnið Anlaby Hull. Þessi klukka hefur verið höfð í klukknaporti Grindavíkurkirkjugarðs (líksöngsklukka) til þessa dags. Skipstjóri á Anlaby var Carl Nilson, sænskur maður, sá sami og drap tvo fylgdarmenn Hannesar Hafstein á Dýrafirði 1899. „Tunnulaga járnsstykkið fyrstnefnda er skammt ofan við kampinn, skammt austan við lón utan við Jónsbás[a]. Jónsbásar eru austan í Vörðunestanga. Ummál þess er um 1.20 m og lengd um 1.80 m. Sagnir hafa verið um að „gufuketillinn“ úr Anlaby væri undir Jónsbásum og sæist hann á útsoginu þegar lágfjara væri. Staðsetningin mun hafa verið svo að segja neðan og nálægt þeim stað þar sem stykkið kom upp. Stykkið bendir þó ekki til þess að hafa verið gufuketill, eins og þeir voru. Ekki er því ólíklegt að hafið sé þarna að skila einhverju öðru úr togaranum. Þá gæti það verið úr öðrum togurum og bátum, sem farist hafa við Staðarhverfisströndina, s.s. Skúli fógeti (10. apríl 1933 vestan við Staðarhverfi), sem og þýskur togari er siglt var svo til beint upp í Malarenda. Innan þeirra eru tjarnir. Þessi þýski togari, Schluttup, kom upp á Malarendana í ársbyrjun 1924. Sagan segir að fólkið í Móakoti og fleira fólk hafi verið að spila um þokukennt kvöldið þegar einhver hafi haft á orði að gott væri nú að fá svo sem eitt strand þarna fyrir utan. Um morguninn stóð togari í heilu lagi uppi á Mölunum fyrir neðan bæinn. Hafði honum verið siglt upp í fjöruna um nóttina. Varð að reisa planka með síðu hans til að ná skipstjóranum frá borði því feitari gerðust þeir varla í þá daga.
Þegar meðfylgjandi myndir birtast af „stykkinu“ við Bóndastekktún mun Gugga eflaust leggjast á Erling, afkomanda Einars í Garðhúsum (sjá hér á eftir), þrýsta á að hann fari á jeppanum þeirra og sæki gripinn – því myndarlegur er hann. Hafa ber þó í huga, ef um grip úr Anlaby er um að ræða., þá nýtur hann verndar Þjóðminjalaga, líkt og allir gripir 100 ára og eldri. Skv. því er „stykkið“ eign íslenska ríkisins – án þess að það hafi svo sem hugmynd um það, eða kæri sig yfirleitt kollótt um slíka eign – að fenginni reynslu af takmörkuðum áhuga þess af fornleifum á Reykjanesskaganum yfirleitt.
Í bókinni „Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók“ er m.a. fjallað um Anlaby-strandið:
„Það var nokkur fyrir jól 1901, að frú Helgu Ketilsdóttur Stykkiðdreymdi að knúnar væru hurðir á Stað. Var skjótt til dyra gengið. Úti fyrir beið hópur manna, 9 eða 10 að tölu. Þeir báðust gistingar. Frú Helga taldi nokkur vandkvæði á að hýsa slíkt fjölmenni. Hún væri ekki undir það búin að hafa rúm handa þeim öllum. Komumenn sögðu að það myndi ekki saka. Hann Einar mundi sjá fyrir því.
Svo liðu jólin og Staðhverfingar fögnuðu fyrstu áramótum aldarinnar. Að morgni þess 14. janúar var Björn Sigurðsson, vinnumaður Einars í Garðhúsum að ganga til kinda út með sjó. Veður fór lygnandi eftir hvassa hafátt. Þegar Björn var kominn út í Hvalvík sér hann alllmikið rekald í fjörunni og eitt lík skammt ofan við flæðarmálið. Virtist sá hafa komizt lifandi á land.
Björn gerði strax hreppstjóra, Einar Jónssyni á Húsatóftum, aðvart um fund þennan. Kom hann á vettvang að vörmu spori ásamt fleiri mönnum. Þegar hann hafði gert sér grein fyrir aðstæðum, skrifaði hann sýslumanni bréf og sendi mann með það til Hafnarfjarðar.
„Skip þetta hitti á svo vonda landtöku“ segir hreppstjóri í bréfi sínu, „að það spónbrotnaði – sést aðeins eftir nokkuð af skipsskrokknum að framan, en þó [er] ekki hægt að komast að því um fjöru. – Út frá skrokknum liggur reiðinn allur og þar innan um gufuketillinn, sem losnaður er við skipið. Töluvert er rekið úr skipinu af timburbraki, allt annað eyðileggst. – Líklegt þykir að mannskapurinn hafi farizt“.

Stykkið

Það reyndist rétt, sem hreppstjórinn sagði. Af skipi þessu höfðu allir farizt.
Það hét Anlaby, lítill, nýlegur togari frá Hull, sem strandaði þess skammdegisnótt á Jónsbásklettum skammt utan við Hvalvíkina.
Skipsstjórinn á Anlaby var alkunnur afbrotamaður úr sögu íslenzku landhelgisbáráttunnar, Carl Nilson, eða sænski Nilson, eins og hann var almennt kallaður. Hann hafði verið skipstjóri á togaranum Royalist frá Hull, sem varð tveimur mönnum að bana í Dýrafirði, þegar Hannes sýslumaður Hafsteinn vildi ráðast til upgöngu á skip hans á Haukadalsbót 10. okt. 1899. Fyrir það ódæði hafði skipstjórinn verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Danmörku. Er hann var búinn að taka út hegningu sína, hélt hann á Íslandsmið og hét því að nú skyldi hann ekki hlífa Íslendingum. (Sjá meira HÉR).

Næstu daga rak 9 lík af Anlaby. Lét Einar hreppstjóri bera þau í Staðarkirkju, þar sem þau voru lögð til inni í kórnum. Var þá kominn fram draumur frú Helgu, sem fyrr er getið.
Vik milli Brunna ofan við JónssíðubásaÞegar líkin höfðu þvegin og skráð einkenni og merki, sem á þeim voru til þess síðar væri hægt að nafngreina mennina.
Þann 23. jan. fór fram uppboð á skipinu og braki því, sem úr því hafði rekið. Voru það 69 númer, mest spýtur, sem seldust á 2-10 krónur. Skipsflakið með öllu, sem við það hékk og í því var; kolum, akkeri, maskínu o.fl., var slegið Einari í Garðhúsum á 301 krónu. Sr. Brynjólfur á Stað keypti mahogniborð á 7 krónur og 25 aura.
Daginn eftir uppboðið voru jarðsett fjörgur lík. Fleiri kistur hafa líklega ekki verið tilbúnar. Þrem dögum seinna, eða þann, 27., voru jarðaðir 5. Tíunda líkið rak eftir mánaðarmótin og var það greftrað 6. febrúar.
Alls munu hafa verið 11 manns á skipinu. Það sem vantaði var talið að verið hefði lík skipstjórans.
Flakið af Anlaby sást lengi út af Jónsbásklettum. Nú [1974] er það horfið með öllu nema ketillinn, sem kemur upp úr við útsog á stórstraumsfjöru. Úthafsaldan gnauðaði um það í næstum 4 áratugi. Þá voru síðustu leifar þess hirtar og seldar sem brotajárn. En við útfarir í Staðarkirkjugarði er ennþá hringt skipsklukkunni úr Anlaby yfir legstað Grindvíkinga.
Klukkan í klukknaportinu í StaðarkirkjugarðiSænski Nislon átti ekki afturkvæmt til Íslands eins og hann hafði þó ætlað sér. Brimaldan við Jónsbáskletta söng honum sitt dánarlag. En hann átti samt eftir að gera vart við sig á næsta eftirminnilegan hátt. Þennan vetur var vinnukona á Stað, sem ekki fór ein saman. Þegar kom fram á útmánuði fór hana að dreyma Carl Nilson, sem lét ótvírætt í ljós, að hann vildi vera hjá henni. Var ekki um að villast. Skipstjórinn á Anlaby var að vitja nafns. – Síðasta dag júlímánaðar ól vinnukonan son. Fimm dögum síðar var hann vatni ausinn og látinn heita Carl Nilson. “ Segir annars staðar að sá hafi orðið gæfumaður.
Þegar Helgi Gamalíelsson frá Stað var spurður um Anlaby-slysið, sem reyndar varð fyrir hans daga, varð hann sposkur á svipinn. Taldi hann ekki rétt að skrá sögu þess í Staðarhverfi því sumt því tengdu þyldi kannski ekki alveg dagsins ljós – fyrr en eftir ca. 100 ár eða svo. Á Húsatóftum var t.a.m. venjan að ganga rekann daglega. Vegna áveðurs var það ekki gert þennan dag. Ef svo hefði verið, hefði manninum, sem komst lifandi í land, hugsanlega verið bjargað. Það nagaði hugsun íbúanna löngu á eftir.
Lík skipstjórans fannst aldrei. Samt skilaði Ægir öllum öðrum áhafnameðlimunum fljótlega á land. Nú eru liðin ein öld og 6 ár. Er hugsanlegt að hann hafi komist lifandi í land, dulist meðal Staðhverfinga og eignast afkomanda? Stígvél fannst t.d. það langt ofan við básana að ekki hefur getað rekið þangað af sjálfdáðum. Í hverfinu er til sögn um ónafngreindan bæ, alþiljaðan. Staðarhverfi hefur löngum verið dulmagnaður staður  – mannfólks mikilla sæva.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Húsatóftir.
-Gísli Brynjólfsson, „Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók“, 1974, bls. 123-125.
-Helgi Gamalíelsson.

Stykkið - í nærmynd

Garðahraun

Í tilefni af því að nú virðist vera fyrir hendi áhugi að afmá hluta Fógetastígs var ákveðið að ganga götuna enda á millum þar sem hún er enn greinileg (2009).
VarðaGengið var um stíginn yfir Garðahraun áleiðis að Garðastekk og áfram áleiðis að Bessastöðum. Í leiðinni var hugað að Móslóða í Garðahrauni og Garðagötunni (-veginum) áleiðis um norðanvert Garðaholt að Görðum. Fógetastígur er hin forna leið í gegnum hraunið á leiðinni millum Reykjavíkur og Álftaness (Bessastaða). Garðagata liggur um Garðaholt frá Görðum, inn á Garðahraun við Garðastekk og sameinast Fógetastíg inni í hrauninu. Móstígur er austlægari, liggur frá Fógetastíg nyrst þar sem hann kemur inn á Garðahraun og síðan í suðlæga stefnu áleiðis að Engidalshrauni.
Í fornleifaskráningu fyrir Garðahraun segir m.a.: „Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á FógetastígurÁlftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. … Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið. Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes. Rétt sunnan við, þar sem vegirnir skiptast, er Skyggnir, stór, einstæður klettur.“ segir í örnefnalýsingu. Troðningar sjást meðfram fjörunni í Hraunviki og upp með hraunbrúninni vestan við vikið, en um 50 m frá flæðarmáli, þar sem lítið vörðutyppi er á brúninni liggur gatan upp á hraunið og er þar geil í brúnina. Hraunið er allslétt um 400 m bein vestur frá Hraunviki og liggur leiðin um það slétta svæði og skiptist gatan sumstaðar í fleiri en eina rás en er allsstaðar mjög skýr. Hún liggur síðan í hlykk fram hjá hraunklettum þar sem hraunið er einna hæst og beygir til norðvesturs vestan við klettana. Þar sem gatan beygir er hraunið allslétt og gætu troðningar legið þaðan til suðurs og suðvesturs en ekki eru þeir skýrir. Frá beygjunni liggur gatan beint í um 300 m – og er þar samsíða fyrirhuguðu vegarstæði, sumstaðar innan við 20 m frá því, en fer undir veglínuna við hæl sem merktur er 1660 m. Þar beygir gatan til vesturs og liggur síðan niður úr hrauninu á móts við hleðsluna.
TóftÍ flagmóunum vestan við hraunið má rekja götuna áfram til vesturs og hefur hún nokkuð beina stefnu á Selskarð. Þar sem gatan nálgast fjörumál í Lambhústjörn eru götupaldrar á stuttum kafla en síðan hverfur hún alveg í mýri og flög. Vestan við Selskarð sést framhald götunnar en þar hefur verið gerður malarvegur, nú aflagður. Líklegt er að gatan hafi klofnað við Selskarð og austari grein legið út á Bessastaði en hin á vesturhluta Álftaness. Á móts við núverandi Garðaholtsveg liggur annar slóði upp í hraunið, um 100 m norðan við Garðastekk og liggur til norðausturs og sameinast aðalgötunni eftir um 250 m. Þetta mun vera gatan sem lá í Garðahverfi. Sú gata er mun ógreinilegri en aðalgatan út á Álftanes.
Í hrauninu er gatan víðast alldjúp geil, allt að 1 m djúp og 1-2 m breið, algróin. Brotnað hefur af götunni á einum stað við Lambhústjörn. Þessi leið hefur verið notuð fram á síðustu ár 19. aldar en sumarið 1873 var lagður vegur yfir Flatahraun frá Sjónarhóli í Engidal, og framhald á honum áleiðis á Hraunsholtið 1879. Endanleg vegtenging við Reykjavík kom þó ekki fyrr en 1897-99. Eftir það mun aðalleiðin á Álftanes hafa fylgt hinum uppbyggða vegi milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og beygt útaf honum í Engidal.“
VarðaUm Móslóðan segir skráningin: „Stígur úr Garðahverfi, lá meðfram Garðaholti og yfir Flatahraun og svo yfir hraunið inn að Arnarnesvogi, en þar tóku Garðhverfingar upp mó. Troðningur þessi var nefndur Móslóði. (Ath.: G.S. nefnir hann Gálgahraunsstíg syðra, en ekki kannast Guðmann við það nafn, og mun það rangt. … Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurnveginn á [Garða]holtsendann (þar sem sandnámið var. Hann var við líði fram um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. 

Varða

Er þetta hinn fyrrnefndi Móslóði. Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar“, segir í örnefnalýsingu. Þessi stígur hefur verið sá austasti af þeim sem lágu yfir hraunið milli Garða og Hraunsholts. Hann hefur af lýsingunni að dæma legið upp í hraunið á svipuðum slóðum og Álftanesvegur kemur nú niður úr því að sunnan, og þaðan legið til norðurs uns hann sameinaðist Fógetagötu í miðju hrauninu. Víða sjást troðningar á þessum slóðum en hvergi er hægt að rekja ákveðna götu alla þessa leið. Þessi leið hefur verið ívið greiðfærari með reiðingshesta heldur en aðalleiðin sem lá norðar.“
GarðastekkurUm Garðastekk segir: „Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. … Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ.b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.“ segir í örnefnalýsingu. Tveir túnbleðlar eru sunnan undir hraunbrúninni á móts við Garðaholtsveg. Norðan við austurendann á vestari blettinum er stekkurinn, grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft.
Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. Það hefur nú verið ræktað. Fjær eru stórgrýttir flagmóar. Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en Gerðimilli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11×9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19×6 m og er aðeins gegnt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnanvið. Þau eru bæði um 5×5 m með dyr á suðurvegg. Í krikanum sem myndast vestan við stekkinn er grasi gróin tóft, 10×4 m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftan úr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.“ Ekki er minnst á leifar fjárborgar ofan við Garðastekk, sem verður að þykja allmerkilegar mannvistarleifar. Og ekki heldur er minnst á mun fleiri minjar, sem er að sjá á og við Fógetastíg.
FógetastígurHér skal byrjað á byrjuninni; á austurenda Fógetastígs. Hann kemur upp á hraunbrúnina eins og áður hefur verið lýst. Stígurinn er mjög greinilegur þar sem hann liggur gróinn í sveig upp brúnina. Fyrir innan hana er gatan nokkuð slétt. Vörðuleifar eru á vinstri hönd. Heilleg varða er framundan á vinstri hönd. Áður en að henni er komið greinist gatan. Aðalgatan liggur áfram til vinstri, áleiðis að vörðunni, en hjáleið liggur til hægri. Fylgjum hjáleiðinni; hún er alls ekki ógreiðfærari, en beinni. Vörðubrot er á henni við lágan hól áður en gatan beygir og liggur svolítið niður á við. Þaðan liggur hún með brún upp á við og beygir til vinstri, að áberandi stökum klettastandi, framhjá honum og þá til hægri. Síðan liggur þessi hluti upp hraunið uns hann kemur saman við aðalgötuna allnokkru ofar. Vörðubrot er á leiðinni. Sennilega hefur þessi hluti Fógetastígs verið notaður af kunnugum því hann styttir leiðina svolítið. Ástæðan gæti líka verið sú að af þessarai leið liggur þvergata stystu leið niður í Gálgakletta. Hana gætu menn því hafa farið er átt hafa þangað erindi. Sú gata er enn vel greinileg ef rétt er farin.
KjarvalsverðugheitOg þá aftur inn á aðalleið Fógetastígs. Engar vörður eða vörðubrot sjást á þessari leið allt þangað til komið er að fyrrnefndum gatnamótum. Þar fer gatan í gegnum hraunskarð og er undirlagið hnoðað af manna og dýra fótum. Þarna beygir gatan til vestnorðvesturs. Skammt þar frá má greina að því er virðist forn tóft, ca. 3×6 m., hægra megin götunnar. FRá henni liggur gata til vinstri, áleiðis að Garðastekk austanverðum. Þar er Garðagatan. Aðra slíka tóft má sjá stuttu lengra, vinstra megin götunnar. Frá henni liggur gata til vesturs og kemur hún niður af hraunbrúninni inn í hlaðið gerði norðvestan við Garðastekk. Þegar lengra er haldið eftir aðalleiðinni má sjá vörðubrot. Þar liggur gatan til vinstri í sveig niður af hraunbrúninni, í gróinn hvamm. Þá liggur hún niður með hraunkantinum og inn á móana áleiðis að Bessastöðum. Stuttu eftir að gatan kemur niður af hraunbrúninni má sjá hleðslur utan í hrauninu, sennilegt skjól, enda er líklegt að kvosin hafi verið áningarstaður fyrrum.
KletturÞá var haldið til baka eftir Fógetastígnum inn að gatnamótum götu er liggur vestur af hraunbrúninni norðvestur af Garðastekk. Eftir að hafa skoðað stekkinn var fjárborg (sjá mynd hér efst) litin augum á hraunbrúninni ofan við stekkinn. Einhverra hluta vegna hafa fornminjar þær ekki verið skráðar. Suðaustan við stekkinn er gróin kvos inn í hraunkantinn. Í henni eru hlaðin gerði á tveimur stöðum. Í kvosinni sjálfri eru leifar af tóft, sennilega undan bragga eða seinni tíma húsi. Innan við hana liggur gata upp á hraunið. Fylgja má henni nokkurn spöl, en þar greinist hún í tvennt; annars vegar til suðurs, áleiðis inn á Móslóða og hins vegar inn að stórbrotnum hraunmyndunum, sem gætu jafnvel fyllt meistara Kjarval minnimáttarkennd.
TóftÞá var haldið aftur að gatnamótum Garðavegar og Fógestastígs og hinum síðarnefnda fylgt að upphafsreit. Á leiðinni fer hann í gegnum hraunskarðið fyrrnefnda, en skammt innan við það eru gatnamót Fógetastígsleiðanna, sem áður var lýst. Auðvelt er að fylgja Fógetastígnum því hann er bæði gróinn og auk þess hefur hann verið unninn á köflum. Víða er stígurinn djúpt markaður í jörðina og vel gróið umleikis. Hann er jafnan á nokkuð sléttu plani og því auðveldur eftirferðar. Ef aðalleiðinni er fylgt má áætla ca. 15-20 mín. á milli hraunbrúna. Ef vilji er til að fara báðar göturnar, sem fyrr hefur verið lýst, er um að ræða ca. hálfrar klukkustundar rólega göngu – reyndar í stórbrotnu, síbreytilegu og ógleymanlegu hraunumhverfi. Hafa ber í huga að standi vilji til að skoða og upplifa þessar fallegustu hraunmyndanir landsins til langrar framtíðar þarf einungis að bregða sér spölkorn út af stígnum og berja þær augum.

Garðahraun

Garðahraun – götur. ÓSÁ.

Í leiðinni var ákveðið að skoða austurhluta Garðahrauns. Við þá skoðun fundust hlaðin gerði á a.m.k. þremur stöðum. Öll eru þau við legu fyrirhugaðs Vífilsstaðavegar yfir Garðahraun – og væntanlega óskráð sem fornleifar.
Benda má áhugasömu fólki um hreyfingu og útivist að gefa sér, þótt ekki væri nema einu síðdegi, til að skoða Garðahraun. Tryggja má, með loforði um óafturkræfan skilafrest, að vitund þess og áhrif af þessu nánasta umhverfi þéttbýlismyndunar-innar mun verða sú sama og Kjarvals fyrrum.
Gangan var notuð til hnitskrá götur í Garðahrauni eins og sjá má á meðfylgjandi loftmynd. Ástæðan var einkum sú að fyrirhugað er að leggja nýja vegi yfir Garðahraunið austanvert, þ.e. Álftanesveg og Vífilsstaðaveg.
AlftanesvegurÞótt FERLIR sé að öllu jöfnu á móti röskun forn- og náttúruminja er viðlagið jafnan það að skoða aðstæður nánar áður en upp úr er kveðið. Tvennt hefur þá komið í ljós; annars vegar að takmarkaður áhugi og vilji til að láta fara fram rannsóknir á tilteknu svæði og að fornleifaskráningu (ef hún err yfirleitt framkvæmd) er stórlega ábótavant. Oftar en ekki er verktakinn búinn að fara yfir svæðið á jarðýtu og aka óvart yfir hugsanlegar minjar, sem þyrfti að skrá. Ef svo óheppilega vildi til að verktakinn missti af hugsanlegum minjum á leið sinni, en fornleifafræðingar uppgötvuðu þær við leit, hafði hinn fyrrnefndi óvart rennt yfir það á skriðtækinu sínu um það leiti er skýrsla hins síðarnefnda birtist. Svona er lífið…
Frábært veður. Gangan tók 1. klst og 11. mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar.
-Fornleifaskráning.

Fógetagata

Fógetagata.

 

Festisfjall

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1955-1956 er m.a. fjallað um kapelluna í Kapellulág ofan Hrauns við Grindavík: „Austur frá Hrauni í Grindavík og allt til Festarfjalls heitir Hraunssandur, enda er þar mjög blásið og sér lítinn sem engan gróður á heilum flákum.
Kapellulag-1Þó sagði Gísli Hafliðason, gamall bóndi á Hrauni og átti þar heima alla ævi (d. 1956), að allt sé þarna heldur að gróa upp, sandurinn sé að festast, og mun það eflaust rétt athugað. Um Hraunssand hefur frá fornu fari legið vegur, og var um hann áður fyrri mikil umferð af mönnum austan úr sýslum, lestamönnum haust og vor og vermönnum um vetur. Frumstæður bílvegur liggur nú mjög þar sem gamli vegurinn var áður. Um það bil 1 km fyrir austan bæinn á Hrauni er lægðardrag allmikið í sandinum, hefst í hæðunum hið efra og nær niður að sjó, víkkar niður eftir og virðist myndað af rennandi vatni, þó að nú sé hvergi vatn á þessum slóðum. Lægð þessi heitir Kapellulág. Rétt neðan við bílveginn, sem nú liggur þvert yfir lægðina á sama stað og gamli vegurinn lá fyrrum, er töluvert áberandi þúst eða grjóthrúga, auðþekkt mannaverk í sandauðninni. 

kapellulag-2

Þessi grjóthrúga er í daglegu tali kölluð Dysin, og hermir Brynjúlfur Jónsson um hana eftirfarandi sögu: ,,Þá er Tyrkir rændu í Grindavík (1627), flýði drengur einn undan þeim, ríðandi á rauðri meri, og hleypti upp veg. Einn af Tyrkjum elti hann og var svo fljótur á fæti, að hann náði honum í Kapellulág. Þreif hann þá í tagl merarinnar. En hún sló báðum afturfótum fyrir brjóst honum svo hart, að hann lá dauður eftir. Var hann þar dysjaður, og á rústin að vera dys hans“. Á sjávarbakkanum um 200 m suðaustur frá dysinni er grasi gróinn hóll, sem heitir Hvalhóll. Menn taka mið af þessum hól, þegar hann ber í dysina frá sjónum séð, og heitir þetta mið Húsið. Í því nafni felst sjálfsagt réttari bending um uppruna þessa mannvirkis en í munnmælasögunni. Fleira er eftirtektarvert í umhverfi dysjarinnar. Fyrir austan hana er allmikil hæð, og af henni er skammt austur að sjó, þar sem Hraunsvík nær lengst inn undir Festarfjall. Þar er mjög hár sjávarbakki, og grefur sjór hella inn í móbergið. Þar var hellir, sem nú er mjög lítið eftir af, og hét Dúnknhellir.
kapellulag-3Á skerjum nokkrum undir Festi segja þeir á Hrauni, að áður hafi verið járnhringar til þess að festa skip, og hafi írar fest þar skip sín. Þessir járnhringar munu ekki sjást lengur, og enginn þeirra á Hrauni hafði sjálfur séð þá, en þeir þóttust þó vita fyrir yíst, að þessir hringar hefðu verið þarna. (Sbr. og Jón Þorkelsson, Þjóðsögur og munnmæli, Reykjavík 1899, bls. 1.)
Dysin í Kapellulág var rannsökuð dagana 13. og 14. maí 1954. Auk mín unnu við rannsóknina Gísli Gestsson safnvörður og Jóhann Briem listmálari fyrri daginn, en Gísli og Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi seinni daginn. Báða dagana nutum við gestrisni Gísla Hafliðasonar á Hrauni og konu hans. Veður var gott báða dagana, skúrir þó seinni daginn, en vinnufriður sæmilegur. Brynjúlfur Jónsson lýsir dysinni svo árið 1903, að hún sé „dálítil grjótrúst, nokkuð grasgróin, svo sem 3 al. í þvermál að ofan, en fláir utan og virðist vera nokkuð hrunin. Naumast er hún yfir 1 al. á hæð“. Þessi lýsing á sæmilega við dysina, eins og hún leit út, áður en við byrjuðum að grafa í hana. Hún var að sjá eins og hver annar blásinn hóll, steinar oltnir út úr á allar hliðar, en nokkuð gróið á milli. Einkum var kollurinn vel gróinn, og vottaði þar ekki fyrir neinni laut eða lægð. Að ógröfnu mátti þó aðeins greina steinaraðir, sem stóðu upp úr þessum gróna kolli og virtust sýna innri brúnir veggja í litlu húsi.
Kapella-201Þegar við vorum búnir að mynda dysina, fórum við að grafa innan úr henni, eftir því sem þessar steinaraðir eða veggbrúnir sögðu til. Mold létum við sér og grashnausa sér til þess að geta komið öllu í sama fallega lagið aftur, þegar rannsókninni væri lokið. Efsta rekustungan eða vel það var eingöngu foksandur moldarblandinn. Í honum voru nokkur stórgripabein og fuglabein nýleg. Á hér um bil 50 sm dýpi varð vart við fyrstu mannvistarleifar, koladrefjar, sem ekki voru tilkomumeiri en það, að þær héngu ekki saman svo að lag myndaðist. Við hreinsuðum upp alla tóftina við þetta lag, gerðum uppdrátt og tókum myndir. Niðri við lagið eða um 45 sm frá yfirborði, inni undir húsgafli (þ. e. austurgafli), fundum við eina stappaða látúnsþynnu. Rétt fyrir neðan efstu mannvistarleifarnar, einkum við suðurhlið, en þó nokkuð um alla tóftina, var 1—2 sm þykkt lag af hreinlegum sjávarsandi með skeljamulningi í, en annars var allt hér fyrir neðan og niður á gólf tóftarinnar meira og minna blandað mannvistarleifum, þótt mest væri af leirlituðum foksandi með stærri og smærri steinum í.
Kapella-202Hér og hvar voru örlitlir öskublettir og viðarkolamolar, en eldstæði ekkert, og yfirleitt voru þessi eldsmerki smávægileg. Neðst var gul, leirkennd moldarskán, sem í vottaði fyrir morknum beinum og fúnum spýtum, og mun þetta eflaust vera gólf hússins, en í því voru engar eldsleifar, sem þó eru algengastar á gólfum. Neðan við þetta lag var hrein ísaldarmöl og engar mannvistarleifar.
Nú skal lýsa húskofa þessum, eins og hann kemur fyrir sjónir uppgrafinn. Það varð þegar í stað ljóst við rannsóknina, að við höfðum fyrir okkur lítið hús eða hústóft, sem var barmafull af mold, sandi og grjóti, innveggir lítið sem ekki hrundir, en útveggir mjög hrundir og steinar úr þeim skriðnir út á alla vegu. Af því skapaðist dysjarútlitið og þá einnig nafnið og loks munnmælasagan um Tyrkjann. 1 miðhafninu.

Kapella-203

Húsið hefur hins vegar geymzt sem minning um, að þetta hafði í upphafi verið hús. Það hefur verið ótrúlega lítið. 2,20 m að lengd og 1,20 m að breidd. Veggirnir eru hlaðnir úr grjóti í 1 m hæð ogstanda vel að innan, lítið eitt fláandi upp eftir, þ. e. hallast út. Veggjarþykktin hefur verið um 1 m, eftir því sem næst verður komizt. Húsið hefur snúið frá austri til vesturs, þó lítið eitt tifl norðvesturs. Vesturgafl hefur verið úr timbri og dyr á að norðan. Í þeim hefur verið eins konar stétt af smásteinum. Við syðri langvegginn lágu tvær stórar og myndarlegar hellur, og hefur hin fremri náð alveg fram undan þilstafninum, sem beinlínis virðist hafa hvílt á henni. Eitthvað virðist hafa hvílt á þessum hellum við suðurvegginn, t. d. borð eða bekkur. Fremri hellan er 15 sm þykk, og álíka hátt þrep er í dyrunum við hliðina á henni, enda er gólfið þetta lægra en hlaðið fyrir framan.
Fleira er varla nauðsynlegt að taka fram í lýsingu þessa húskrílis. Eftir rannsóknina fylltum við tóftina og færðum allt í samt lag aftur. Ég kom þar aftur í nóvember 1955, og var þá varla hægt að sjá, að nokkurn tíma hefði verið við henni rótað.“
Í „Skrá um friðlýstar fornleifar 1990“ má lesa eftirfarandi um Kapellulág: „
Hraun – undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938. Lítil rúst í Kapellulág, við veginn upp á Siglubergsháls, sbr. Árb. 1903; 46-47.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 54. árg. 1955-1956, bls. 16-20.
-Skrá um friðýstar fornleifar 1990.

Kapella

Kapellan við Hraun.