Litluborgir

1. Útihús v/ Ástjörn.

Ástjörn

Ástjörn – útihús.

Upp og austur frá bænum Ási rís upp fjall, sem heitir Ásfjall. Það er raunverulega framhald af Hvaleyrarholti, (er fyrr getur). Á Ásfjalli er varða, sem heitir Ásvarða. Bærinn Ás stendur í brekku vestan undir fjallinu. Vestur frá bænum er tjörn í lægð, sem heitir Ástjörn. Norður frá henni er býli, sem heitir Stekkur. Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Þótt bærinn Ás hafi verið rifinn má enn sjá margar minjar húsa og annarra búsetuleifa.

2. Ingvarslundur.
Ingvarslundur-221Í Undirhlíðum er minnisvarði um fyrsta formann Skógræktarfélagsins, Ingvar Gunnarsson. Sumarið 1930 plantaði Ingvar fyrstu barrtrjánum þarna ofarlega í Litla-Skógarhvammi, kjarri vöxnum unaðsreit í Undirhlíðum. Vorið 1934 var hvammurinn girtur og skólabörn og drengir í Vinnuskólanum í Krýsuvík bættust síðar í hóp trjáræktenda. Lundurinn hefur einnig verið nefndur Skólalundur.

3. Höfðaskógur.

Höfðaskógur

Höfðaskógur.

Starfsstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er í svonefndum Höfðaskógi. Félagsaðstaða og ræktunarstöð félagsins er á Beitarhúsahálsi sem dregur nafn sitt af Jófríðarstaðaseli sem varð að beitarhúsi þegar selfarir lögðust af. Þar sem selið stóð eru nú tóftir beitarhúss sem var sennilega byggt rétt fyrir aldamótin 1900. Höfðinn suðaustan við Beitarhúsaháls og er sennilega nefndur eftir beitarhúsinu, en eldra nafn á höfðanum er Heimastihöfði. Nokkrir höfðar til viðbótar falla undir Höfðaland. Höfðarnir heita auk Húshöfða, Selhöfði, Stórhöfði, Miðhöfði og Efstihöfði sem var allt eins nefndur Fremstihöfði. Einn höfði til viðbótar var tilgreindur í gömlum skjölum og nefndur Þormóðshöfði. Hann heitir í dag einu nafni Langholt enda frekar um holt eða ás að ræða en eiginlegan höfða.

4. Skátalundur.

Skátalundur

Skátalundur við Hvaleyrarvatn.

Skátaskálinn var byggður árið 1968 og landið girt og uppgræðsla hófst 1973. Inni í greniskógi vestan við skálann má finna leifar af birkikjarri fyrri tíma.

5. Rétt við Stórhöfða.
storhofdarettÍ örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Hvaleyrir segir m.a.: „Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur , sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla.

6. Bruni.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Efri hluti Nýjahrauns er nefndur Bruni, og nær það nokkuð suður á móts við Stórhöfða. Sunnan og neðan við Stórhöfða er hraunið nefnt Stórhöfðahraun. Upp að  Brunanum vestan Stórhöfða heitir hraunið Selhraun. Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, var í daglegu tali fólks í Hraunum einnig nefndur Bruninn og enn ofar Háibruni. Talsvert var um mosatekju í Kapelluhrauni.

7. Gráhelluhraun.
Gvendarlundur - skiltiFyrsta verk stjórnar eftir að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, sem stofnað var haustið, 1946 var að útvega hentugt land til skógræktar. Upphaflega hugmyndin var að hefja trjárækt í örfoka brekkunum norðan Hvaleyrarvatns, en vegna kulda vorið 1947 var leitað að skjólsælla svæði. Forvígismenn félagsins töldu nyrsta hluta Gráhelluhrauns henta vel til ræktunar og fengu leyfi bæjaryfirvalda til að girða 7 hektara reit í hrauninu upp af Lækjarbotnum. Gróðursetning hófst við hátíðlega athöfn 27. maí 1947 og fyrsta sumarið voru 2.300 trjáplöntur settar niður. Næsta áratug var aðal starfsemi félagsins tengd skógrækt í Gráhelluhrauni.

8. Klifsholt.

Smalaskáli

Listaverk við Smalaskála.

Sléttuhlíð og hluti Gráhelluhrauns tilheyrðu áður fyrr upplandi Hamarskots, sem var ein af hjáleigum kirkjustaðarins í Görðum. Sumarið 1945 fékk Jón Magnússon í Skuld úthlutað land við syðsta Klifsholt. Hann reisti þar bústað sinn sem hann nefndi Smalaskála og hóf mikið ræktunarstarf. Landið sem Jón fékk til afnota var nánast örfoka hvammur sem stendur nokkru sunnar og ofar í landinu en bústaðirnir í Sléttuhlíð. Í auglýsingu um Reykjanesfólkvang segir m.a. um mörkin: „Lína dregin.. á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkum inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús, sem er glöggt og gamalt eyktamark.“ Frá Klifsholti er einstaklega falleg fjallasýn, allt frá Vífilsfelli í norðaustri og að Fagradalsfjalli í suðvestri.

9. Valaból.
Valabol-221Í Valabóli var gangnamannahellir fyrrum, sem leitarmenn notuðu áður fyrr. Hann heitir Músarhellir, en er í daglegu tali nefndur Valaból eftir að Farfuglar lagfærðu hellinn um 1940 og tóku svæðið umhverfis hann til ræktunar. Þar hafa þeir hlúð að gróðri, sáð grasfræi og gróðursett tré.  Músarhellir hefur auk þess í gegnum tíðina verið næturstaður rjúpnaskyttna og ferðamanna. Farfuglarnir settu hurð fyrir hellinn og lagfærðu margt þar inni, enda gistu þeir þar oft í hópferðum sínum.

10. Stórhöfði.
Vel má sjá hversu landið hefur blásið burt, en Skógrækt Hafnarfjarðar hefur plantað talsverðu af trjám með vegslóðanum inn dalinn. Úr Stórhöfða kom Stórhöfðahraun vestan og sunnan við höfðann. Stórhöfði er léttur uppgöngu, alveg upp á hæstu bungu (128 m.y.s.). Misgengi gengur í gegnum höfðann með stefnu að Hjallamisgenginu í gegnum Smyrlabúð.

11. Húsfell.

Húsfell

Húsfell.

Húsfell sem stendur í mörkum Húsfellsbruna, Rjúpnadyngnahrauns og Helgadalshrauns. Mygludalir eru vestan Húsfell og austan þeirra blasir Víghóll við. Bæði þessi nöfn Víghóll og Mygludalir eru einkennileg en ekki er vitað um uppruna þeirra. Munnmæli herma að hryssa Ingólfs Arnarsonar sem Mygla hét hafi haldið sig í Mygludal, en líklegri skýring á nafninu tengist einkennilegu náttúrufyrirbæri sem myndast í hringjum og dælum og minnir á mygluskán. Farið er yfir Húsfellsgjá sunnan hólsins á leiðinni að Húsfelli og síðan getur hver og einn valið sér uppgönguleið eftir getu. Húsfell er 288 m.y.s. eða um 50 m lægra en Helgafell. Engu að síður er víðsýnt af toppi fjallsins í góðu skyggni.

12. Helgafell.

Helgafell

Helgafell.

Helgafell er 338 metra hár móbergsstapi. Venjulega tekur gangan um einn til einn og hálfan klukkutíma. Fjallið myndaðist, líkt og Húsfell, við gos undir jökli seint á ísöld. Efst uppi á fjallinu er varða, sem er í raun berggangur sem grjóti hefur verið hlaðið í kringum. Í suðaustri er klettadrangur í fjallinu, sem heitir Riddari. Þaðan er færar gönguleiðir niður af fjallinu; önnur liggur í gegnum stóran steinboga og hin er stikuð til vesturs. Nafn fjallsins kann að vera komið til vegna einhvers konar helgi á fjallinu til forna. Fjallið er er tiltölulega auðvelt uppgöngu. Útsýnið af toppnum er gott, þó að fjallið sé ekki mjög hátt. Þaðan sést vel yfir höfuðborgarsvæðið og vestanverðan Reykjanesskaga.

13. Valahnúkar.

Valahnukar-221Valahnúkar eru taldir hafa myndast í gosi fyrir um 120 þúsund árum. Nafngiftin er ekki á hreinu en en gæti verið komin af nafni Fálka sem eru stundum kallaðir valir. Eins gæti nafnið komið af ávalir og þá vísað til hnjúkkanna á toppi fjallsins, víð og dreif. Aðrir vilja þó meina að hnjúkarnir séu steinrunnin tröll og er það mun betri skýring.

14. Gvendarsel.

Gvendarsel

Gvendarsel.

Gömul gata liggur frá Kaldárseli um Kúadal og Kýrskarð, upp með norðanverðri Gvendarselshæð og áfram til suðurs með henni austanverðri, um Slysadal, Leirdal og Fagradal. Selið er vestan í hæðinni, undir háum klettavegg þar sem hann er hæstur. Klettur slútir þar fram og myndar þak á eina tóftina. Önnur tóft er skammt ofar undir veggnum. Á bak við og inn á milli er skarð í klettana og er hleðsla í enda þess. Norðvestan við selið er hlaðinn stekkur að hluta.

15. Fjallið eina.

Fjallið eina

Fjallið eina.

Fjallið eina er stapi norðan undir Hrútagjárdyngju (223 m.y.s.). Það hefur myndast í gosi undir jökli, en af stapakollinum að dæma virðist sem jarðeldurinn hafi náð upp úr íshellunni í lok gossins. Fjallið er dæmigerð slík gosmyndun. Auðvelt er að ganga á það að norðanverðu.

16. Fremsti-höfði.

Fremstihofdi - varda

Fremsti-höfði hefur einnig verið nefndur Efsti-höfði (103 m.y.s.). Hann er einn nokkurra höfða í Höfðalandi. Efst á honum, ofan við kjarri vaxnar hlíðar, er hlaðin varða. Auðvelt er að ganga á höfðann norðaustanverðan, af veginum inn í Seljadal um sunnanverðan Kjóadal.

17. Fjárhústóft.

Kaldársel

Kaldársel – hálfköruð fjárhústóft Kristmundar.

Austan undir Fremstahöfða er hálfhlaðið fjárhús, líklega frá Kaldárseli. Er eins og hætt hafi verið við húsagerðina í miðjum klíðum. Handbragðið er ekki ólíkt því að þarna hafi Kristmundur Þorláksson, kenndur við Stakkavík og síðan Brunnastaði, verið að verki. Árin 1906-1908 fékk Kristmundur Kaldársel til afnota. Hann kom upp smáheyhlöðu í Kaldárseli fyrir sínar 50 kindur með því að byggja yfir hina gömlu baðstofutótt, sem þá stóð enn ófallinn. Þá byggði hann þar lambahús. Ekki hafði hann not af gömlu tóttunum að öðru leyti en því að hann gat nýtt úr þeim hraunhellurnar, sem hann gerði af miklum dugnaði. Kristmundur lá við í Hafnarfirði, en fór fótgangandi um veturinn beitarhúsaveginn í Kaldársel í myrkri kvölds og morgna. Ærnar hafði hann við gömlu hellana, sem eru skammt norður af Selinu. Lömbin voru í húsi, en músin vildi leggjast á þau. Kristmundur flutti loks fé sitt í Hvassahraun þar sem honum bauðst vist. Hann var því síðasti bóndinn í Kaldárseli.

18. Smyrlabúð.
Smyrlabud - vardaSmyrlabúð er nafn á bergkambi (125 m.y.s). Vestan við það var gamla lestamannaleiðin um Selvogsgötu (Suðurferðaveg) um aldir og allt fram undir 1940 á meðan henni var haldið við með ruðningi sem sýsluvegi. Hleðslur má sjá við hraunkantinn að baki Sléttuhlíðar, þar sem gatan liggur þrengst milli hans og hlíðarinnar. Ekki er ólíklegt að Selvogsbúar á leið sinni í Hafnarfjörð hafi staldrað þarna við, slegið upp tjöldum og dvalið yfir nótt til að komast árla í kaupstaðinn. Gerðið gæti hafa verið fyrir hesta eða fé. Best er að ganga á kambinn að sunnanverðu.

19. Hrútárgjárdyngja.

Hrútagjá

Hrútagjá.

Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móhálsdal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir um 5000 árum.

20. Draughólshraun.
Draugholshraun - vardaDraughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það. Hraunið heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er dæmigert apalhraun. Líklega hefur nafngiftin komið til af því að fæla fólk að fara um svæðið af ástæðu, eða sem vísbending um að þangað væri ekki óhætt að fara. Í raun er hraunið hluti af stærra hrauni, eða hraunum, á svæðinu. Meginhraunið umhverfis er Hrútagjárdyngjuhraunið.

21. Hafurbjarnarholt.

Hafurbjarnaholt

Varða á Hafurbjarnaholti.

Hafurbjarnaholt er hæð austan í Almenningi, kennt við Björn Gnúps-Bárðarson, Hafur-Björn, sem samninginn gerði við bergbúann forðum. Gerðu þeir helmingaskipti í fjáreign. Segir sagan að þá hafi komið hafur og hrútur í féð og var þá sem tvö höfuð væru á hverri skepnu. Gerðist Björn þá fjárríkasti bóndi á Suðurnesjum og því kallaður hafur-Björn. Hafur-Bjarnarstaðir eru á Rosmhvalanesi — og má líklega telja að báðir þessir staðir séu kenndir við áðurnefndan Hafur-Björn. 

22. Litlu-borgir.
Litluborgir-221Svo nefnast hraunborgir austan Helgafells. Þar eru í Tvíbollahrauni tveir gervigígar og fallegar jarðmyndanir, sem hafa myndast við það að hraun hefur runnið út í stöðuvatn. Sérstæðar jarðmyndanir þar á meðal dropasteinsmyndanir eru eina kunna dæmið um jarðmyndanir af þessu tagi í landi Hafnarfjarðar. Svipuð jarðfræðifyrirbæri má þó sjá í Dimmuborgum og í Katlahrauni við Selatanga. Svæðið hefur stundu verið nefnt Minni-Dimmuborgir eða Hraungerði. Borgirnar eru á tiltölulega afmörkuðu svæði og erfitt að finna þær. Hraunsúlur í skútum og helli hafa fengið að vera að mestu ósnertar. Mosinn er mjög viðkvæmur fyrir átroðningi og ber því að ganga um svæðið með varfærni.

14. Markrakagil.

Markrakagil

Markrakagil.

Allt frá fyrstu landamerkjalýsingu frá 2. degi jóla árið 1603 var Markrakagil eitt af landamerkjum Garðakirkjulands, sbr: „Úr Steinhúsi við neðri Kaldárbotna þaðan í Markrakagil í Undirhlíðum, sem er norðanvert við Fjallið Eina, þaðan til Markraka í Dauðadölum og þaðan í mitt Húsfell.
Árið 1959 þegar Hafnarfjörður varð lögsagnarumdæmi út af fyrir sig með áunnum kaupstaðarréttindum, voru mörk þess m.a. mið við gilið: „…Þá lína i markaþúfu við gömlu sandgryfjurnar. Þaðan í Lækjarbotna. Þá í Gráhellu. Þaðan í miðjan Ketshelli. Eftir Selvogsmanna- eða Grindaskarðavegi í Kaplator (Strandartorfur). Þaðan bein lina í Markraka. Þaðan bein lína um Melrakkagíl (Markrakagil) að Krýsuvíkurvegi. Meðfram Krýsuvikurvegi, þar til kemur að norðurbrún Kapelluhrauns. Með norðurbrún Kapelluhrauns að Keflavikurvegi. Meðfram Keflavíkurvegi suður fyrir Kapelluhraun til sjávar.“

24. Óbrinnishólar.
obrinnisholar - namurÓbrinnishólar er röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu um 700 metra vestan við Undirhlíðar og tæpum 2 km sunnan við Kaldársel. Hólaröðin sjálf er um 900 metrar á lengd. Hæsti gígurinn er um 44 metra hár yfir næsta umhverfi og 124 metrar yfir sjó. Óbrinnishólar tilheyra Krísuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða. Um fyrra gosið í Óbrinnis­hólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Hraun frá þessu gosi er nú hulið yngri gosmyndun. Það er aðeins á einum stað sem fundist hefur hraun frá fyrra gosinu og var það í sjálfum gíghólnum. Síðara gosið hófst fyrir 1800 árum í og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum.

25. Óbrinnishólahraun (-bruni).

Óbrinnishólar

Óbrinnishólahraun.

Hraunið er með yngstu hraunum í Hafnarfirði og er að miklum hluta úfið kargahraun með samfelldri ráðandi mosaþembu. Óbrinnishólabruni á að hafa runnið 190 f. Kr. Í hrauninu stendur Stakur, blásinn malarhóll sem var vaxinn kjarri í hlíðum og allgróinn. Smalakofi frá Hvaleyrarbændum var á Stak og má sjá móta fyrir tóft hans.

26. Fornasel. 

Fornasel

Fornasel – tóft.

Aðaltóttin er vestan í hólnum. Sunnan við hana er stekkur. Aftan við hólinn er lítil tótt og hjá henni vatnsstæði, sem hlaðið hefur verið í kringum. Skammt sunnan þess er önnur tótt, sennilega frá eldra seli. Þótt Fornasel geti varla talist til stærri selja hefur það allt er prýtt getur fallegt sel.

27. Gamla þúfa.
Gamla-thufa-221Svo nefnist hæsta hæðin í Almenningi. Um er að ræða gróna þúfu efst á þversprungnum hraunkletti í u.þ.b. 110 m hæð yfir sjó. Hún sést vel frá Straumsseli og áður fyrr var hún þekkt kennileiti á Straumsselsstíg áleiðis að Fjallinu eina. Skammt vestan við „þúfuna“ er hlaðin varða.

Góða skemmtun.

valabol-2013

Rauðarárholt

Í „Sjómannadagsblaðinu“ árið 2013 er m.a. fjallað um „Reykjavíkurvita“:

Engeyjarviti

Engeyjarviti.

„Allt frá því að þéttbýlismyndun hófst í landinu hefur Reykjavík verði í hópi stærstu verbúða landsins og er það enn. Sker og eyjar á Engeyjarsundinu hafa gegnum árin og aldirnar gert sjómönnum erfitt fyrir. Vitar og innsiglingarmerki hafa því skipt sjófarendur miklu máli.
Sögu Reykjavíkurvita, sem reyndar hefur gengið undir mörgum nöfnum, má rekja allt til ársins 1870. Þá kom Hafnarnefnd Reykjavíkur því til leiðar að sett var upp ljósker við Batteríið við Arnarhól, á svipuðum slóðum og Sænska frystihúsið reis síðar. Sama ár var ljósker sett upp í Engey.

Batteríið

Reykjavík – Batteríið lengst til vinstri.

Ljóskerið á Batteríinu þjónaði sæfarendum til ársins 1897 en þá ákvað Hafnarnefnd Reykjavíkur að reisa myndarlegan innsiglingarvita austarlega í Skuggahverfinu, á Helgastöðum við Lindargötu 65, skammt austan Bjarnaborgar. Vitatorg og Vitastígur draga nöfn sín af vitanum.

Rauðarárholt

Rauðarárholt 1946. Vatnsgeymarnir og vitinn.

Danska vitamálastjórnin teiknaði Skuggahverfisvitann og útvegaði þau tæki sem vitinn þarfnaðist. Vitinn var ferstrendur tveggja hæða turn. Jarðhæðin var hlaðin úr steini en efri hæðin var úr timbri, klædd listaþili. Olíugeymsla var á neðri hæð vitans en ljóshús og varðstofa á efri hæð. Á neðri stafninum var gluggi ljóshússins og járnsvalir framan við.
Í Skuggahverfisvitanum var í upphafi steinolíuljós, spegill og snúningstæki sem tók ljósið af með vissu millibili. Þar voru mislit ljóshorn, grænt, hvítt og rautt, sem voru samstillt ljóshornum Gróttuvita.

Sjómannaskólinn

Sjómannaskólinn – vitinn.

Árið 1911 var vitinn gasvæddur en þá fékkst skýrara ljós sem auðveldara var að greina frá öðrum ljósum bæjarins. Spegill vitans var fluttur í Engeyjarvita en snúningstækið í Arnarnesvita. Árið 1925 var vitinn endurbættur að nýju. Þá voru sett upp ný gasljóstæki með glóðarneti.
Eftir því sem byggðin í Reykjavík færðist austar á bóginn varð erfiðara að greina vitaljósið og því var Skuggahverfisvitinn lagður niður. Árið 1927 tók við annar viti, sá var uppi á vatnstönkunum á Rauðarárholti og var starfræktur til árisins 1944.
Ljóst var að finna þurfti innsiglingarvitanum varanlegan stað og þótti kjörið að koma honum fyrir í turni Sjómannaskólans sem þá var í undirbúningi. Þá var sagt að vitinn væri kominn á topp æðstu menntastofnunar sjómanna og mundi þaðan lýsa sjómönnum örugga leið í höfn og vera um leið yndisauki fyrir íbúa Reykjavíkur og stöðug áminning um mikilvægi sjómanna fyrir land og þjóð.
Vitinn er enn í Sjómannaskólanum en hann nýtist ekki sem skyldi því sjómenn sjá hann ekki lengur, háa turnhýsið við Höfðatorg byrgir þeim sýn. Og þá er spurning hvort nýr viti verði reistur í Reykjavík í framtíðinni.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 1. tbl. 30.05.2013, Reykjavíkurviti, bls. 34.

Reykjavíkurviti

Skuggahverfisviti í Reykjavík var geislaviti sem ætlað var að lýsa leiðina inn á leguna við Reykjavík.

 

Grændalur

Gengið var um Grændal ofan Hveragerðis. Dalirnir uppaf Ölfusdal heita Reykjadalur og Grænsdalur (Grændalur). Gufudalur er nafn á býli austast í Ölfusdalnum en uppaf því eru dalverpi með skemmtilegum gönguleiðum. Volgar laugar og litrík hverasvæði gera landsvæðið að einstakri náttúruperlu.
Grændalur-2Í nýlegri Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða fékk Grændalur hæstu einkunn af jarðhitasvæðum fyrir náttúruverðmæti í jarðminjum, vatnafari og vistgerðum. Ef vernda ætti eitthvert jarðhitasvæðanna á Hengilssvæði ósnortið kæmi Grændalur þar fyrst til greina. Þrátt fyrir það hefur ásókn orkufyrirtækja til tilraunaborana í dalnum verið linnulítil. Fjallað verður um það hér á eftir.
Grensdalur liggur norðan Hveragerðis. Úr honum kemur Grensdalsá sem rennur í Varmá. Dalurinn er, sem fyrr sagði, þröngur neðst og ekki áberandi en víkkar er innar er komið og er nokkuð víðáttumikill. Dalafell er hömrum girt vestan í dalnum og virðulegur Álútur að austanverðu. Í dalnum er mikill fjöldi hvera, lauga og volgra og er fjölbreytni vistkerfa þeirra með því mesta sem þekkist. 
Grændalsnafnið á vel við þar sem dalurinn er gróinn og gróðurinn sérlega grænn.
Grændalur-3Ummerki jarðhiti eru mjög víða, m.a. eftir báðum hlíðum endilöngum og í dalbotninum. Berggrunnurinn er þéttur þannig að vatn sígur lítið niður í hann en gömul framhlaup eru í hlíðunum og þar spretta upp lindir. Jarðhitinn í Grændal  er óvenjulega fjölbreyttur… Gufuhverir eru áberandi en þar finnast líka leirhverir, litlir sprengigígar, heitar skellur, vatnshverir, og heitar og volgar lindir og lækir sem sitra niður hallann. Grændalur er eitt af stærstu ósnortnu hvera- og laugasvæðum landsins í nánd við byggð. Gróskan er mikil og í dalnum vaxa nokkrar sjaldgæfar plöntutegundir, sem hér á landi finnast aðeins við jarðhita. Lífríki hveranna er talið einstaklega fjölbreytt. 

Grændalur-4

Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa lagt til að Grændalur verði friðlýstur. Auðvelt er að komast að Grændal með því að aka í gegnum Hveragerði og áfram til norðurs þar til vegurinn endar við bílastæðið á bökkum Reykjadalsár.
Orkufyrirtæki hafa sóst eftir að virkja í Grændal. Árið 2001 lagðist Skipulagsstofnun gegn áformum Sunnlenskrar orku um rannsóknaborun í botni Grændals og vegagerð um 3 km leið inn eftir dalnum. 

Skipulagsstofnun féllst á borun rannsóknarholu í mynni dalsins með einu skilyrði. Fyrirtækið kærði úrskurðinn til umhverfisráðherra sem felldi hann úr gildi.
Grændalur-5Ráðherra samþykkti borstað norðan dalsins og veg að honum úr norðri frá línuvegi Búrfellslínu en féllst ekki á meginkröfu Sunnlenskrar orku um borstað og veg inn í dalnum sjálfum. Til fróðleiks má geta þess að í mati á umhverfisáhrifum um niðurstöðum frumathugunar og úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um borun rannsóknarholu í Grændal, lagningu vegar o.fl. árið 2000 er fjallað um menningarminjar, en engra getið. Einungis að fulltrúi Þjóðminjasafnsins muni fara um svæðið þegar tækifæri gefst. Gefur þessi afstaða og ákvarðanataka án nauðsynlegra upplýsinga hugsunarleysi hlutaðeigandi aðila yfirdrifið til kynna.
Grændalur-6Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð. Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. Á svæðinu eru góðar opnur sem eru mikilvægar til rannsókna og fræðslu. Einkennandi eru lækjarsitrur sem seitla niður hlíðar dalsins. Þær eru sérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja til um lífríki hveranna.
Í fyrrgreindu mati á umhverfisáhrifum og úrskurði 
Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fundust ekki sýnilegar fornleifar við athugun í Grændal.
Í athugasemd Björns Pálssonar ofl. er vísað í heimildir og bent á að samkvæmt þeim hafa verið hjáleiga á flötunum framan við Þrengslin og sauðhús vestan Grændalsár, sennilega nærri áætlaðri vegleið. Innan Þrengsla séu ýmis örnefni er vitna um slægnanot og þar séu einnig örnefnin Nóngiljalækur og Húsmúli sem kunni að benda á hvar bær var í dalnum, sem nefndur er í örnefnaskrá. Þá er einnig bent á að leita hefði átt ummerkja um heybandsgötur sem sjást í Þrengslunum. Hlaðið aðhald sé við Grændalsá, við áætlað vatnstökusvæði, en það hafi ekki verið kannað. Einnig kemur
fram að fundist hafi tóttir fyrir botni dalsins.
Í þessari FERLIRsferð, sem var sú fyrsta og alls ekki sú síðasta, í Grændal, fundust grónar tóftir á a.m.k. þremur stöðum ofarlega í dalnum. Greinilegt er að slægjulönd hafa þar verið mikil fyrrum og fólk hefur hafst þar við hluta af sumri. Gerði bendir til þess að hestar hafi verið geymdir þar og húsasamstæður gefa til kynna tímabundna viðveru fólks.
Grændalur-7FERLIR er hins vegar ekki í vinnu hjá þjóðminjavörslu þessa lands, sem getur bara unnið sína vinnu eins og ætlast er til reglum samkvæmt.
Heybandsgöturnar, sem Björn Pálsson, minnist á, sjást vel í dalnum beggja vegna árinnar. Af þeim má ráða hvar mannvistarleifar megi leita í efstverðum Grændal.
Grændalur er í fáum orðum sagt stórkostlegt útivistarsvæði. Náttúrufegurðin í nágrenni þéttbýlis er óvíða meiri hér á landi. Hverasvæðin í dalnum gefa tilefni til að fara varlega, en ef götum er fylgt ætti hættan að vera sáralítil. Litadýrðin er stórbrotin og veðursældin í ofanverðum grösugum dalnum er einstök. Þaðan er stutt upp í Dalaskarð, leið yfir í ofanverðan Reykjadal. Slægjulönd voru í ofanverðum Grændal. Umbreytingar hafa orðið víða í dalnum. Bera kulnuð og ný jarðhitasvæði þess glögg merki. Í honum miðjum, að vestanverðu, þar sem áður var gróin Bóndabrekkan, er nú hverasvæði er varð nýlega virkt í kjölfar jarðskjálfta á Suðurlandi.
Ef skynsemi ræður ríkjum ætti að taka Hveragerðisdalina frá til útivistar og ferðamennsku. Verðmætin til slíkrar framtíðar versus tímabundin orkunýting með allri þeirri röskun er henni fylgir eru án efa margföld.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Grændalur

Grændalur.

 

Sveifluháls

Um miðjan dag þann 17. júní árið 2000 riðu miklir jarðskjálftar yfir Suðurland. FERLIR var þá á Sveifluhálsi. Segja má að þennan dag hafi hálsinn risið undir nafni.

Sveifluháls

Sveifluháls – gönguleiðin.

Nú, nákvæmlega fimm árum síðar, var ákveðið að ganga nær sömu leið og fyrrum, en nú frá Norðlingahálsi í stað Vatnsskarðs og eftir Sveifluhálsi til suðurs, að Arnarvatni. Frá því var gengið um Ketilsstíg til vesturs og Sveifluhálsi síðan fylgt til norðurs þeim megin. Helsta breytingin á hálsinum undanfarin ár eru hin fjölmörgu för eftir tofæruhjól, en þau sáust ekki á þessu svæði fyrir fimm árum.
Í snubbóttum kynningum segir að „Sveifluháls sé móbergshryggur (hæstur 395 m.y.s) í Reykjanesfjallgarðinum, vestan við Kleifarvatn. Sveifluháls fellur með bröttum hömrum niður að Kleifarvatni. Sunnan til í hálsinum að austanverðu er mikill jarðhiti. Er þar hverasvæði það sem kennt er við Krýsuvík. Hæstu tindar á hálsinum eru Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur.“

Sveifluháls

Sveifluháls – ganga.

Gengið var með fyrrnefnda tinda á vinstri hönd og Norðlingaháls, Köldunámur og Folaldadali á þá hægri. Hofmannaflöt sást neðan undir vestanverðum Sveifluhálsinum, grasi gróin. Hálsinn er klofinn langleiðina með djúpum dölum á milli móbergshnúkanna. Óvíða er fallegra útsýni hér á landi en einmitt inn eftir þessum dölum. Vatn og vindar hafa sorfið hlíðarnar og fært basaltmola og móbergssandinn niður hlíðarnar þar sem hvorutveggja hefur myndað sléttbotna dalina. Þægilegt er að ganga inn á milli tindanna, þ.e.a.s. fyrir þá sem rata, en á einstaka stað þarf að hitta á þröng einstigi þar sem auðvelt er að fara um.

Sveifluháls

Sveifluháls – Ketilsstígur.

Haldið var yfir Ketilsstíg og upp að Arnarvatni, sem er sprengigígur líkt og Grænavatn. Á vinstri hönd var hæsti tindur Sveifluhálsins, Arnarnýpa. Framundan var Hetta og Hattur á vinstri hönd. Af þeim er útsýni niður að Fögruflatarhorni. Áður var gengið niður með Slögu og hálsinum fylgt um Bleikingsdal að Drumbi og Urðarfelli, haldið um Klettavelli niður að Krýsuvíkurmælifelli og beygt þar til austurs að Einbúa þar sem gangan endaði, en nú var Ketilsstíg fylgt til vesturs, sem fyrr sagði.
Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju, og við Sandfell í Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi). Sveifluháls og Vesturháls með Trölladyngju eru móbergshryggir, sem hafa orðið til við gos á sprungurein undir jökli.

Sveifluháls

Sveifluháls – Innri Folaldadalur.

Hálsarnir eru samsettir úr mörgum goseiningum. Nútímahraun þekja allt sléttlendi vestan við hálsana og á milli þeirra. Upptök þeirra eru í gossprungum beggja megin við og utan í Vesturhálsi og Trölladyngju. Gossprungur eru einnig austan í Sveifluhálsi og sprengigígar á öldunum vestan hans, en hraunmagn úr öllum er lítið. Gosvirknin hjaðnar þaðan til NA og verður af lægð þar sem Kleifarvatn er. Jarðmyndanir milli Sveifluháls og Austurengja eru eldri en vestur í hálsunum og á hraunasvæðunum. Efnismiklar móbergsmyndanir úr öðru eldstöðvakerfi eru austan við Kleifarvatn og öldurnar þar suður af.
Hveravirknin á ofannefndum fjórum jarðhitasvæðum er að ýmsu leyti ólík. Í rauninni eru móbergshryggirnir fleiri á svæðinu. Latur, Latstögl og Latfjall er einn þeirra, en jarfræðilega gæti hann áður hafa verið hluti af Vesturhálsi, en hraun aðskilið hann.

Sveifluháls

Sveifluháls – Ytri Folaldadalur.

Krýsuvíkursvæðið er stórt háhitasvæði með mörgum gufu- og leirhverum. Jarðhitavatnið er lítið salt og hefur hitinn mælst 230-260°C sem er mjög ákjósanlegur hiti til gufuframleiðslu. Jarðhitasvæðið er aðgengilegt ferðamönnum, einkum hverasvæðið við Seltún austan við Sveifluháls.
Þeir félagar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unnin brennisteinn í Krýsuvík, bæði við Seltún og í Baðstofu. Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust. Árið 1753 var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein að undirlagi Skúla Magnússonar landfógeta og Bjarna Pálssonar landlæknis. Nokkur ágóði varð af brennisteinsvinnslunni.

Sveifluháls

Sveifluháls – Arnarvatn.

Árið 1858 keypti Bretinn Joseph William Bushby brennisteinsnámurnar í Krýsuvík. Kostnaðurinn varð þó of mikill og var bara unnin brennisteinn í tvö sumur eftir það. Eftir það tóku ýmsir námurnar á leigu en síðastur þeirra var Bretinn T. G. Paterson og bróðir hans W. G. S. Paterson sem tóku námurnar á leigu árið 1876. Þeir stofnuðu Brennisteinsfélag Krýsuvíkur en á þessum tíma var orðið lítið af brennisteini ofanjarðar þar sem auðvelt var að ná í hann. Bora þurfti því eftir brennisteininum. Árið 1880 er talið að allri námuvinnslu hafi verið lokið og sama ár var uppboð á ýmsum eigum félagsins. Vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir. (Sveinn Þórðarson, 1998)

Sveifluháls

Á Sveifluhálsi.

Árið 1941 fékk Hafnarfjarðarbær afsal fyrir jörðinni Krýsuvík ásamt hitaréttindum. Sama ár voru boraðar þrjár tilraunaholur við sunnanvert Kleifarvatn. Ætlunin var að komast að því hvort þar mætti fá gufu til að framleiða rafmagn fyrir Hafnarfjarðarbæ. Það varð þó ekki raunin því ekki fékkst nægt vatn eða gufa úr holunum. Hafnfirðingar gáfust þó ekki upp og árin 1945 og 1946 var ráðist í nýjar boranir. Tilgangurinn var sem fyrr að fá gufu til að framleiða rafmagn en einnig að virkja jarðhitann til upphitunar gróður- og íbúðarhúsa á jörðinni. Í þetta skiptið gekk aðeins betur og fékkst meiri gufa en í borununum árið 1941. Gufan var nýtt til upphitunar í Krýsuvík en ekki var ráðist í gerð jarðgufustöðvar eins og staðið hafði til og streymdi því gufan út í loftið, engum til gagns.

Seltún

Krýsuvík – Seltún.

Enn sem komið er hefur ekki orðið neitt úr framkvæmdum um nýtingu jarðhitans í Krýsuvík til rafmagnsframleiðslu og upphitunar en það er þó ekki ólíklegt að jarðhitinn á svæðinu verði nýttur í framtíðinni til upphitunar á höfuðborgarsvæðinu eða iðnaðarframleiðslu. Orkustofnun hefur einnig látið bora rannsóknarholur og gert víðtækar rannsóknir á svæðinu í gegnum tíðina.
Sem fyrr sagði er Sveifluhálsinn með tilkomumeiri göngusvæðum landsins. Framangreind leið er ein sú stórbrotnasta.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir:
-Kristján Sæmundsson.
-Halldór Ármannsson og Sverrir Þórhallsson, 1996: Krýsuvík, Yfirlit um fyrri rannsóknir og nýtingarmöguleika ásamt tillögum um viðbótarrannsóknir. Orkustofnun, OS-96012/JHD-06 B. 25 bls.
-Sveinn Þórðarson, 1998: Auður úr iðrum jarðar. Í: Ásgeir Ásgeirsson (ritstj), Safn til Iðnsögu Íslendinga XII. bindi (ritröð). Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 656 bls.
-http://hot-springs.org/krysuvik.htm

Sveifluháls

Á Sveifluhálsi.

Skógarnefsgreni

Í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun segir að Skógarnefsskúti, fjárskjól, sé á mörkum Hvassahrauns og Óttarsstaða, í beina línu milli Hrauns-Krossstapa og Klofningskletts ofan Skógarnefs. Í skilgreiningunni er skógur sagður í Skógarnefi, kjarri vaxinni hlíð. Skógarnefsgren eru sögð neðar. Samkvæmt þessu á skútinn, sem svo mikið hefur verið leitað að, að vera svo til í beinni línu ofan við efsta Krossstapann, í gegnum grenin (sem hleðslur sjást við neðan norðurbrúnar Skógarnefs) og í sömu línu milli þeirra og Klofningskletts norðan Búðarvatnsstæðis. Hann leynist því, skv. þessu, í Skógarnefinu sjálfu, ofan við grenin.

Skógarnef

Hreiður í Skógarnefi.

Til eru a.m.k. þrjár örnefnalýsingar fyrir Hvassahraun er varða austurmörk jarðarinnar. Þar á hún land að Lónakoti upp að Krossstöpum, en ofan við þá á Hvassahraun land mót Óttarsstöðum, allt upp í Búðarvatnsstæði og Markhól þar fyrir ofan, að mörkum Krýsuvíkur.
Í upplýsingum gefnum af Sigurði Sæmundssyni frá Hvassahrauni og þá aðallega kona hans, sem Ari Gíslason skráði, segir m.a. um þessi austurmörk jarðarinnar:
„Á veginum, rétt þegar komið er inn í Hvassahraunsland að austan, er hraunlendi nokkuð greiðfært og slétt af hrauni að vera, þar heitir Sprengilendi, nær það alllangt niður fyrir veginn. Þar rétt neðar, aðeins vestan merkja, er hóll sem heitir Grænhóll. Þar enn neðar er hraunhóll eins og miðsvæðis milli sjávar og vegar, sá heitir Skógarhóll. Upp við veg og um veg er Sprengilendið, það er hæð ofan vegar, er þar nafnlaus lægð. Neðan við Skógarhól á merkjum er svo nes það sem heitir Hraunsnes.“ Þarna er sem sagt verið að lýsa mörkunum neðan hins gamla Keflavíkurvegar, sem nú sést þarna skammt ofan núverandi Reykjanesbrautar. Síðan segir:
„Svo byrjum við aftur við þjóðveginn við merki Lónakots. Þar er varða sem heitir Markavarða, upp af henni er með mörkum Taglhæð. Neðsti-Krossstapi er á merkjum móti Lónakoti og Mið-Krossstapi er hornmark þar sem þrjár jarðir mætast.“ Lengra til suðurs nær þessi lýsing ekki.
Í lýsingu Gísla Sigurðssonar koma hins vegar fram ítarlegri lýsingar á mörkunum:

Skógarnef

Í Skógarnefi.

„Landamerki milli Hvassahrauns í Vatnsleysustrandarhreppi og Lónakots í Álftaneshreppi, síðar Garðahreppi, eru talin þessi (1889): Markaklettur á innanverðu Hraunsnesi; úr Markakletti í Skógarhól uppi á hrauninu, úr Skógarhól í Stóra-Grænhól ofar á hrauninu, úr Stóra-Grænhól í Taglhæð, úr Taglhæð í Hólbrunnshæð, úr Hólbrunnshæð í Skorásvörðu, úr Skorásvörðu í Mið-Krossstapa.“ Hér erum við komin að þeim stað, sem hin fyrri lýsing endaði. Þá heldur áfram: „Landamerki milli Hvassahrauns og Óttarsstaða eru þessi (1889): Mið-Krossstapi, þaðan í Hraun-Krossstapa, úr Hraun-Krossstapa í Klofningsklett, úr Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, úr Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, og eru þar klappaðir stafirnar Ótta. Hvass. Krv.“
Í enn einni örnefnalýsingunni, sem fela í sér upplýsingar, sem Guðmundur Sigurðsson gaf í viðtali á Örnefnastofnun 16. júlí 1980, en hann hafði áður borið lýsingu Hvassahrauns undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti, segir m.a.:
„Sunnan Einihlíða lá landamerkjalína Hvassahrauns og Krýsuvíkur í Markaklett, sem er austur af Búðarvatnsstæði. Hann er nefndur Markhelluhóll í landamerkjalýsingu. Stafirnir Hvassa.- Ótta. – Krv. eru þar markaðir á hellu, sem snýr við norðaustri. Á hólnum er varða, sem mun heita Markhelluhólsvarða. Þaðan liggur landamerkjalínan í norður um mitt Búðarvatnsstæði og Búðarhól, sem er hraunhóll. Þar vestur af er lægð í hrauninu, sem nefnist Helgulaut. Þar hafði kona að nafni Helga orðið úti. Þaðan úr Búðarhól liggur línan um Klofningsklett, Skógarnef, Skógarnefsskúta, sem er fjárskjól, og Skógarnefsgren. Skógur er í Skógarnefi.“

Skógarnef

Vatnsból í Skógarnefi.

Skv. framanskráðu ætti Skógarnefsskúti að vera ofan við grenin og neðan við Klofningskletts. Vandinn virtist einungis vera sá að feta sig eftir línunni milli þessarra tvegga staða (efsta Krossstapans) með stefnu á Búðarvatnsstæðið (WGA84 – 6359064-2201878). Í örnefnalýsingunni segir að „norðar er Snjódalaás, hraunás með keri, sem kallast Snjódalir. Þá tekur við Hraun-Krossstapi, Mið-Krossstapi og Krossstapi eða Neðsti-Krossstapi. Þá liggur lína um Skorás með Skorásvörðu. Þar norðar er svo Hólbrunnur, vatnsból í klöpp, sem heitir Hólbrunnshæð. Á henni er Hólbrunnsvarða, Þá er Taglhæð með Taglhæðarvörðu. Þá er Markavarða rétt við þjóðveginn.“ Og þá er hringnum lokað.
En nánar að leitinni sjálfri. Byggt var á þessum fyrrum skráðum upplýsingum. Hafa ber í huga að FERLIR hefur þegar gert nokkrar „atlögur“ að svæðinu með það að markmiði að finna og staðsetja nefndan skúta (sem hingað til hefur látið lítið yfir sér). Þorkell Kristmundsson á Efri-Brunnastöðum (nú látinn) í Vatnsleysustrandarhreppi, sem oft hafði smalað þetta svæði, taldi skútann vera heldur inni á Óttarsstaðalandi (að það hann minnti). Ekki mundi hann hvort sjást ættu hleðslur í eða við skútann. Skógarnefsskúta er hins vegar ekki getið í örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði. Af því mætti ætla að skútinn væri heldur til „vestlægur“, þ.e. inni í Hvassahraunslandi.
Mófuglasöngurinn hljómaði um kjarr, kvosir og kletta.
Haldið var upp frá Kristrúnarborg (Óttarsstaðaborg), gengið hiklaust framhjá Litluhellum, skoðað þrastarhreiður í brún lítils jarðfalls ofan Alfaraleiðar, fornrar þjóðleiðar milli Innnesja og Útnesja, haldið um Taglhæð og síðan austan Hólbrunnshæðar að Skorási. Austan við hann kúra tóftir Lónakotssels.

Skógarnef

Varða við vatnsból í Skógarnefi.

Gengið var framhjá Krossstapagrenjunum og upp að Hraunkrosstapa, efsta krossstapanum. Landamerkjahæll er í honum. Þaðan var línan tekin á Skógarnefsgrenin. Löngu fallin girðing, sem vera átti á mörkunum, er þarna skammt austan við „örnefnalýsingarmörkin“. Þegar komið var upp á norðurbrún Skógarnefnsins sást til vörðunnar á Klofningskletti í suðri, sem og vörðu á Krossstapanum og Skorási. Í þessari línu er svæðið nokkuð grasi gróið í skjólum. Á fremsta ásnum var fallin gömul varða. suðaustan við hana var vatn í grónum hraunbolla, það eina sem sást á þessu svæði. Önnur fallin gömul varða var norðvestan við hina. Norðan hennar var stórt gróið jarðfall. Þegar komið var niður reyndist þarna vera hið ákjósanlegasta skjól. Stórt, litskrúðugt, aðmírálsfiðrildi flögraði um að vild. Þegar grannt var skoðað virtist móta fyrir hleðslum, sem gróið var yfir, bæði í því austanverðu og einnig í því vestanverðu. Sú síðarnefnda virtist greinilegri. Í svo til beina stefnu til norðurs frá þessu skjóli liggur stígur yfir grannt mosagróið apalhraun, að Krossstöpunum.
Svæðið ofar var einnig skoðað, í þessari sömu línu, en ekkert fannst er gat gefið mannvistarleifar til kynna. Líta verður á framangreindan stað sem fyrrnefndan Skógarnefsskúta, m.v. örnefnalýsinguna – þangað til annað kemur í ljós.
Í bakaleiðinni var m.a. gengið fram á lóuegg og nýfædda sólskríkjuunga í hreiðri – og það á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Frábært veður. Gangan (og leitin) tók 4 klst. og 4 mín.

Skogarnefsskuti-231

Skógarnefnsskúti?

Hraunklettasprunga

Víða í apalhraunum Reykjanesskagans eru úfnir hraunhólar.
Í helluhraununum eru hraunhveli, jafnan þversprungin. Eitt myndrænasta hraunhvelið er við Reykjanesbraut nálægt Hvassahrauni með Snæfellsjökul í baksýn. Upp á Hraunhóllhraunkollunum, hvort sem um er að ræða hraunhóla eða hraunhveli, er mosi, skófir en beiti,-kræki- og bláberjalyng inn á milli, jafnvel burnirót, tófugras og/eða burkni.
Hraunhvel myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins, storkin kvikan sígur, jaðrarnir leita niður og til hliðanna og bergloftið klofnar.
Ein stærstu hraunhveli eru Krossstaparnir ofan við Lónakotssel, en einn sá tilkomumesti er Álfakirkjan í Geldingarhrauni. Annars eru þessi jarðfræðifyrirbæri mjög algeng, ekki síst í Almenningum þar sem þessar myndir voru teknar. Þeim fylgja oft grónar lautir, skútar og skjól.
Hraunskjól

Skógfellavegur

Í fyrri lýsingu um leit að LM-merki á steini við gömlu götuna (Skógfellastíg/Vogaveg) – (sjá HÉR) – er sagt frá leitinni að staðfestu staðsetningar á réttum landamerkjum Vatnsleysustrandar-hrepps og Grindavíkur. Í framhaldi af henni var ákveðið að fara með upplýsingaraðila á vettvang merkjanna.
IsleifurÞegar inn á svæðið var komið virtist ljóst að málið var alls ekki auðvelt viðureignar. Forsagan lét þó tilfinningar leitenda ekki alveg ósnortnar. Það lá í loftinu að umrætt merki væri þarna á tiltölulega afmörkuðu svæði við götuna, en hvar nákvæmlega?
Þegar kennileiti á línunni milli Kálffells og Arnarkletts eru skoðuð kemur margt forvitnilegt í ljós. Hvarvetna eru fallnar grónar vörður á hólum, hæðum og á gjám eða ummerki um slíkt, s.s. uppreistar hellur, hringhleðslur o.fl. Á einum stað virtist augljóst að vörðu hafði verið raskað, af óljósri ástæðu.
IsleifurÍ landamerkjalýsingu Þórkötlustaða frá 1890, undirrituð af fulltrúum allra jarðanna og staðfest af sýslumanni, segir m.a. um markalínuna: „…sjónhending í toppinn á Stóra-Skógfelli, þá áfram sömu stefnu yfir Litla-Skógfell, að steini sem þar stendur við götuna, þaðan að Kálffelli… Einkennismark markalínunnar er L.M. er þýðir landmerki…“. Í lýsingunni er vitnað í landamerki frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 1620.
Helsti heimildarmaður fyrir framangreindu er Ísleifur Jónsson, margrómaður verkfræðingur frá Einlandi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Kann hann margar skemmtilegar sögur af gegnum Grindvíkungum. Ísleifur er nú (2009) 82 ára (f:1927) og ern eftir aldri. Sagðist hann hafa farið að smala inn á Skógfellahraunið norðan við Litla-Skógfell fyrir u.þ.b. 65 árum.

Á leið

Þá hefðu smalarnir, hvort sem um var að ræða frá Vatnsleysuströnd eða Grindavík, safnast saman við „Steininn“, þ.e. landamerkjastein við gömlu götuna millum Grindavikur og Voga. Steinninn hafi verið nálægt mannhæða hár (m.v. hann þá) og á hann hafi verið klappað greinilegum stöfum LM. Grindvíkingar hefðu ekki mátt fara lengra en að Steininum því frá honum ráku þeir féð áleiðis til Grindavíkur en Strandarbúar niður á Vatnsleysuströnd. Stundum hefði verið bið eftir mönnum og var þá gott að skýlast við Steininn, sem reyndar hafi að nokkru verið smáhæð.
FerðinÁður en lagt var af stað staðfesti Elías Guðmundsson (nú íbúi í Reykjanesbæ, rúmlega fimmtugur) frá Efralandi í Grindavík frásögn Ísleifs. Sagðist hann fyrir mörgum árum verið sendur inn að Steininum til að smala, en lengra mátti hann ekki fara. Þar tækju Vogamenn við. Ofar hefði Stóravarða verið með stefnu í Kálffell. Steinninn hefði og verið áberandi á landamerkjunum við gömlu götuna. Hann hefði hins vegar heyrt á seinni árum að Kaninn, sem hafði æfingaraðstöðu í heiðinni, hefði notað Steininn sem skotmark. Hvort þeir hefðu hitt hann eður ei vissi hann ekki. Elías sagðist aðspurður vera orðinn lúinn til fótanna og gæti því ekki tekið þátt í þessari ferð – en kannski seinna.
Nú segir í stuttri lýsingu frá upphafi og endi ferðarinnar.
IsleifurSafnast var saman sunnan við Arnarklett (landamerki Grindavíkur og Voga). Kobbi (Jakob) frá fjórhjólaleigunni ATV 4×4 í Grindavík, sem hafði góðan stuðning af lögreglunni við endurheimtur þá og þegar til kastanna kom, hafði eitt hjólanna meðferðis. Óskar, frá Saltfisksetri Íslands, Sævarsson var einnig mættur, enda hafði hann undirbúið ferðina gaumgæflega Grindavíkurmegin. Allt stóð af efndum.
Á staðnum klæddist Ísleifur tilheyrandi skjól- og hlífðarfatnaði, settist á fjórhjólið aftan við ökumanninn og lagt var af stað eftir ruddum slóða í gegnum úfið Arnarseturshraunið (rann 1226). Á undan gengu sem sagt nefndur Óskar, sonur Ísleifs (Einar) og fulltrúi FERLIRs, sem bara fylgdi með svona til að skrá ferðina líkt og allir fjölmiðlar landsins hefðu að sjálfsögðu gert (ef þeim hefði bara verið boðið).
MörkinÞegar komið var inn að Litla-Skógfelli þurfti að finna tilheyrandi slóð fyrir fjórhjólið. Hleypt var lofti úr dekkjum og tilraun gerð hvort för sæjust eftir þau í mosanum, en það reyndist ekki vera. Gömlu götunni var því að mestu fylgt að áfangastað. Þegar þangað var komið kannaðist Ísleifur við sig frá fyrri tíð. Hann sagðist aðspurður ekki hafa fylgt gömlu götunni að Steininum heldur farið beint að augum – „þangað inneftir“. Dró hann upp landakort (danska herforingjakortið) upp úr tösku og sýni hvernig markalínan ætti að liggja skv. fyrrnefndri landamerkjalýsingu. Landamerki Þórkötlustaða voru dregin (skv. lýsingunni) um hæstu bungu Stóra-Skófell og hæstu bungu Litla-Skógfells til norðurs að „Steininum við gömlu götuna“. Skv. því virtist eiga að vera augljóst hvar Steininn væri að finna. Þó var svo ekki, enda fór drjúgur tími í leitir á tiltölulega litlu svæði.
SteinnMiðað við uppdrátt Ísleifs virtist ljóst hvar Steininn var að finna. Um það bil 160cm há klapparhrúga virtist líklegasti staðurinn. Ef áletrunin væri þar myndi hún eflaust vera sem sólstafir að síðdegi. Utan við við staðinn er gróin varða á hól. Í línu við hólinn, milli Kálffells og Arnarkletts eru fleiri standandi og fallnar vörður er gætu gefið hin fyrrum landamerki til kynna – enda eflaust ekki komnar af engu.
Steinninn er um 1.8 km norðan við Litla-Skógfell og alls ekki auðfundinn. Hins vegar má ætla, meðan smalamennskan var eðlilegur hluti búskaparins, hafi staðsetningin verið á allra hlutaðeigandi vitorði – svo stutt frá gömlu götunni, sem ekki var hægt að villast út frá. Teknir hafa verið steinar úr nærliggjandi hól og búið til skjól, væntanlega fyrir þá sem biðu hinna.
Grindavik-vogar-landamerki-2Og þá var að halda til baka. FERLIR var beðinn um að halda staðsetningunni leyndri, a.m.k. fyrst um sinn. Ef þetta reynist rétt mun umdæmi Grindavíkur stækka um 1.5 km til norðurs, um tugi hektara, á kostnað Vatnsleysustrandar-hrepps. Á móti myndi Vatnsleysustrandar-hreppur (Vogar) hins vegar fá sambærilega landspildu á móti úr Grindavíkurlandi.
Auk framangreinds má bæta við eftirfarandi skráðri heimild frá um 1500:

„SKRÁ um landamerki milli Voga og Grindavíkr. – Landsbókasafn 108. 4to bls. 543 með hendi séra Jóns Haldórssonar í Hítardal „Eptir atgömlum rotnum blöðum úr herra Gísla Jónssonar bréfabók“. Sbr. Dipl. IBI. II, bls. 76.
„Um Landamerke i millum Voga og Grindavijkur.
Úr máldaga sem skrifadur var i tijd Byskups Stephanar.
Grindavik-vogar-landamerki-3Voru þesse landamerke höfd og halldin i millum voga á strönd og grindavijkurmanna meir enn upp á 30 vetur ákallslaust. ad vogar ætte ecke leingra enn nedan fra ad Kálfsfelli og upp ad vatnskötlum fyrer innan fagradal og upp ad klettnum þeim sem stendur vid Skogfell hid nedra vid götuna enn Þorkötlustader og Jarngerdarstader ættu ofan ad þessum takmörkum.“
Skv. þessari heimild ættu landamerki að líta út eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Hún staðfestir í raun frásögn Ísleifs í einu og öllu. Auk þess má enn sjá Steininn við „gömlu götuna“. Á hann er klappað merkið „LM“.
Frábær ferð. Gangan (aksturinn) tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Ísleifur Jónsson, f: 1927.
-Elías Guðmundsson.
-Íslenskt fornbréfasafn, 7. b. (1170-1505), bls. 457-458.

Skógfellavegur

Merki við Skógfellaveg.

 

Rósel

Hin forna lögrétt Kjósverja við Fossá er ágætt (slæmt) dæmi um hvernig skógrækt hefur gengið óþarflega nærri fornleifum. Furutrjám hefur verið plantað í og í kringum réttina án sýnilegrar ástæðu, enda stangast gjörningurinn á við ákvæði Þjóðminjalaga. Það eru Skógræktarfélög í Kópavogi, Kjós og Mosfellsbæ, sem þarna voru að verki.
HvaleyrarselsstekkurÞegar gengið er um skógræktarsvæði má víða sjá fornminjar. Þrátt fyrir lögbundna vernd þar sem röskun varðar refsingu hefur skógræktarfólk verið duglegt að planta trjám í minjarnar. Líklegt má telja að verið sé að nýta skjólið. Í sumum tilvikum gæti fólk verið meðvitað um að minjar geti verið að ræða, en sennilega er flest einungis að hugsa um skógræktina og kemur ekki auga á minjarnar. Dæmi er um að trjám hafi verið plantað í fornar götur og í seltóftir, líkt og sjá má á Baðsvöllum, við Snorrastaðatjarnir og nú síðast í Hvaleyrarselsstekknum við Hvaleyrarvatn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Í fræðsluefni um skógrækt fyrir Norðurlandsskóga má sjá að viðleytni er til þess að gæta varúðar á minjasvæðum. Hefti hefur verið uppsett að það nýtist sem best skógarbændum sem taka þátt í verkefninu.
„Margir bændur kannast við svokallaða bæjarhóla á jörðum sínum, enda er það svo að á vel flestum lögbýlum á Íslandi hafa staðið bæir um aldir. Er menn byggðu úr torfi og grjóti þurftu byggingarnar mikið viðhald og bændur urðu gjarnan að dytta að húsum á hverju sumri. Með reglulegu millibili varð að hlaða upp torf- og grjótveggi og skipta út fúnum spýtum úr burðargrindinni. Við hverja viðgerð varð breyting á bænum og hver kynslóð lagaði hann að þörfum sínum og tók upp nýja tækni. Gjarnan hafa bæirnir staðið á sama blettinum svo öldum skiptir og við endurbyggingu eða viðgerðir einstakra húsa hafa með tímanum hlaðist upp manngerðir bæjarhólar. Hólar þessir geta oft verið um 3 metrar á flykkt og um 30-40 metrar í þvermál. Með fornleifarannsóknum má því oft rekja þróun torfbæjanna Hvaleyrarselsstekkuraftur á miðaldir og geyma slíkir bæjarhólar í sér gríðarlega miklar upplýsingar um sögu þjóðarinnar.
Íbúðarhús nútímans eru stundum á eða í námunda við slíka bæjarhóla. Í næsta nágrenni bæjarins voru svo útihús og önnur mannvirki, svo sem gripahús, túngarðar, kálgarðar, heimaréttir o.fl. Í meiri fjarlægð frá bænum má svo finna m.a. tóttir af seljum, fjárborgum og beitarhúsum. Minjar um líf og starf genginna kynslóða hafa ekki aðeins gildi fyrir fræðimenn er rannsaka sögu og menningu þjóðarinnar, heldur ekki síður fyrir námsfólk og allan almenning er sækir heim söfn eða nýtur útivistar á fjölbreytilegum minjastöðum. Minjar hafa aðdráttarafl og geta skilað þjóðarbúinu tekjum, ekki síst í tengslum við menningartengda ferðafljónustu. það er því mikilvægt að rækta þlennan arf vel, standa vörð um hann og kynna og leitast við að skila honum í sem bestu ástandi til komandi kynslóða.
FossárréttFornminjar eru hins vegar forgengilegar og ætti að vera óhætt að segja að á síðustu áratugum hefur farið fram meiri eyðing fleirra en á öllum öldum Íslands byggðar. Munar flar mest um stórtækar vinnuvélar nútímans.
Skógrækt og varðveisla menningarminja ætti hins vegar vel að geta átt samleið og skiptir þá mestu að skógræktarbændur og þjóðminjavarslan í landinu stilli saman strengi. Mjög mikilvægt er að vinna að því að kortleggja minjar á skógræktarjörð um svo komast megi hjá því að þeim verði spillt. Fornleifar eru stundum ekki greinanlegar á yfirborðinu, en oft koma tóttir mannvirkja fram sem þústir í landslaginu. Fornleifar eru skilgreindar í 9. gr. þjóðminjalaga, en að jafnaði er miðað við að minjar 100 ára eða eldri teljist til fornleifa. þeim má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.
TrjáræktTelji landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum framkvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask er haggað geti við fornleifum skal skýra Fornleifavernd frá því áður en hafist er handa við verkið. Sömuleiðis ef fornleifar finnast við framkvæmd verks ber að skýra stofnuninni frá því.“
Skógræktarfélag Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um nýræktun skóga m.t.t. fornleifa: „Skógrækt í nágrenni fornleifa þarf að skipuleggja þannig að þær spillist ekki. Slikum minjum á að reyna að gera hátt undir höfði á ræktunarsvæðunum, enda eykur vitneskja um þær fjölbreytileika svæðanna.
Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar. Hér á eftir Í Fossárdaleru listaðar helstu tegundir fornleifa, sem búast má við að finna á Íslandi en ekki má þó líta á þennan lista sem tæmandi upptalningu allra fornleifa. Skilgreiningin hér að ofan er alltaf í gildi. Ef vafi leikur á því hvort mannvirki telst til fornleifa eða ekki er nauðsynlegt að hafa samband við Fornleifavernd ríkisins.
Hér eru dæmi um  tegund fornleifa: Búsetuminjar, vinnustaðir, samgöngumannvirki, varnarmannvirki, áletranir og fleira. Eftirtalin atriði þarf að varast þegar skógrækt er undirbúin nærri fornleifum.
1. Mikilvægt er skógræktin sé skipulögð þannig að hún falli sem best að slíkum minjum í landinu.  Ekki síst á það við um skógarjaðarinn næst minjunum. Einnig fer oft betur að hafa meira en 20 m radíus í kringum minjarnar. Fornminjasvæði auka mjög á útivistargildi viðkomandi skógræktarsvæða og gera þau áhugaverðari.
Í Fossárdal2. Ekki skal jarðvinna með vélum á svæðum þar sem talið er að fornminjar séu í jörðu.
3. Oft eru fleiri einstakar fornminjar nálægar og mynda heild. Þá skal opið, skóglaust svæði vera nægjanlega stórt umhverfis þær allar.
4. Þess skal gætt að girðingar, vegir og slóðar liggi ekki þvert yfir fornminjarnar.“
Í þjóðminjalögum, 107/2001 eru ákvæði um vernd minja:  „10. gr. Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins“ og „11. gr.
Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Fornleifavernd ríkisins lætur skrár þessar í té Þjóðminjasafni Íslands.“
Í reglugerð um þjóðminjavörslu, 334/1998, eru einnig verndunarákvæði. Þótt gildandi Þjóðminjalög kveði m.a. Trjám plantað í fornleifar - merktar Borgarminjumá um verndun fornminja vernda þau (sem slík) ekki minjarnar. Ekki heldur þær stofnanir, sem þar eru tilgreindar. Þá hefur reglugerð studd af fyrrgreindum lögum ekki verið fyrir hendi þrátt fyrir að lögin geri ráð fyrir henni. Mikilvægt er að endurskoða núverandi Þjóðminjalög og um leið allt fyrirkomulag fornminjamála hér á landi. Markmiðið á ekki að vera að ákveða hvaða stofnun á að gera hvað heldur hvernig vernduninni er best fyrir komið. Lögin þurfa að gera ráð fyrir eðlilegu samspili allra þeirra er að þeim málum koma, afmarka einstaka stjórnvaldsþætti, ákvarða ábyrgð á tilteknum framkvæmdum og gera ráð fyrir að lögreglan eða tilgreindir eftirlitsaðilar hafi eftirlit með að fornminjar, þjóðararfurinn, fari ekki forgörðum. Tímarnir hafa breyst – og það mjög hratt upp á síðkastið. Mikilvægt er að taka mið að þeim breytingum sem og því sem vænta má í undirliggjandi framtíð.
Góður skilningur skógræktarfólks er nauðsynlegur svo auka megi líkur á verndun fornra minja og meðvitund þess um gildi þeirra – líkt og skógurinn hefur tiltekið gildi í augum þess. Miðað við ákafa skógræktarfólks á liðnum árum verður, með sama áframhaldi, ekki langt að bíða að farið verður að planta trjám, skuggsælum plöntum, í hella og skúta.
Sjá meira HÉR.

Fossárrétt

Þorlákshöfn

 „Þorlákshöfn er kennd við Þorlák biskup helga.  Sögn er, að Þorlákur biskup hafi stigið þar á land, er hann kom frá biskupsvígslu 1178, af því sé nafnið komið.  Hálfdán Jónsson lögréttumaður á Reykjum í Ölfusi ritaði þetta um Þorlákshöfn:
Thorlakshofn-215Þorlákshöfn hefir sitt nafn af Þorláki biskupi Þórhallssyni hinum helga í Skálholti, er þar meinast fyrst hafi á land gengið eftir sína biskupslegu vígslu.  Þar heitir og enn nú að framanverðu við bæinn Þorláksvör, Þorlákssker og Þorlákshóll, þar túnið er hæst.  Í þessari veiðistöðu ganga árlega um vertíðartímann frá kyndilmessu og í 14 vikur þar eftir yfir fjörutíu skip stór og smá; mörg þeirra heyra til biskupsstólnum í Skálholti.
Önnur sögn er, að eigandi jarðarinnar hafi í sjávarháska heitið á Þorlák sér til liðsinnis og svo gefið Skálholti jörðina. Talið er að áður hafi hún heitið Elliðahöfn.  Það er staðfest með dómi 1774.  En samkvæmt dómnum mun höfnin hafa heitið  Elliðahöfn í fyrstu, eða eftir að hún var mönnum byggð, og máski fram yfir lát Þorláks biskups helga 1193. – Næstum sex öldum síðar er enn fólk í Ölfusi og Flóa, sem kannast viðhið forna heiti Elliðahöfn.
Thorlakshofn-211Þorlákshöfn var að fornu fari ein af hinum mestu hlunnindajörðun Árnessýslu. Í jarðabók Árna Magnússonar Páls Vídalíns 1708 segir m.a.: “Rekavon er hér góð af viðum og hvölum á Þorlákshafnarskeiði”. Þá var þar sölvatekja mikil, er sveitamenn fyrr á tímum sóttu þangað, stundum um langa leið. Gamlar sagnir herma, að á hallæristímum, td. Eftir móðuharðindin, hafi það gerst, að Skagfirðingar hafi komið suður yfir fjöll til sölvakaupa í Þorlákshöfn. Sölin í Þorlákshöfn voru talin mikið góð, jafnvel betri en annars staðar austanfjalls. Mikið að Þorlákshafnarsölvunum var flutt í sjálft staðarbúið í Skálholti. Þar voru þau sem annars staðar notuð til matar og manneldis.
Thorlakshofn-212Trjárekinn var löngum mikill í Þorlákshöfn. Svo lengi, sem biskupsstóllinn átti jörðina, má sjá það af heimildum frá 16., 17. og 18. öld, hve viðarrekinn var oft feikimikill og löngum fluttur upp að Skálholti. Þar var hann notaður til húsagerðar, viðhalds húsa og búsmuna og annarra smíða. Einnig var rekaviðurinn oft seldur sveitamönnum, þegar biskupsstóllinn áleit sig aflögufæran þeim nytjagögnum.
Það voru lítil skilyrði til búsetu fyrir sjómennina í Þorlákshöfn. Túnið sjálft og suður af því, svo nefnt Þorlákshafnarnes var eina gróna landið um langan aldur og höfðu heimabændur það fyrir búpening sinn. Utan þess svæðis og ofan við það var næsta nágrennið mestmegnis foksandur með melgrastoppum, klappir og hraun.
Thorlakshofn-213Það voru því aðrar ástæður en landbúskapur, sem lágu til þess, að sókn sjómanna til Þorlákshafnar var meiri en annarra verstöða. Ástæðurnar voru einkum tvær, önnur var sú að lendingarnar voru taldar þar betri en alls staðar annars staðar á nærliggjandi svæðum.  Var því oftar mögulegt að komast til róðra á næstu fiskimið.  Þar af leiðandi urðu þar að jafnaði betri hluti en í öðrum verstöðvum austan fjalls, enda segir í Jarðabók Árna og Páls 1708, að þar sé “verstaða merkilega góð”. Hin ástæðan var sú, að þar var langöruggasta landtakan og hættuminnst mönnum, skipum og afla.  Stundum kom það fyrir að með öllu var ólendandi við Loftstaðasand, Stokkseyri og Eyrarbakka, svo að menn urðu frá að hverfa og var þá oft eina lífsvonin að leita til Þorlákshafnar. Margar sögur eru til af því að opnu skipin austan Ölfusár leituðu til Þorlákshafnar, þegar ólendandi var í heimaverstöðvunum og náðu á slysalaust landi í Þorlákshöfn. Var hún í slíkum tilfellum stundum nefnd þrautalending eða “lífhöfn” hinum sjóhröktu mönnum.“

Heimild:
-Saga Þorlákshafnar.
-olfus.is
-ismennt.is/not/siggud/heimabaer/ljod.htm

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn.

Ölfus

Svo skrifar Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi um örnefnið „Ölfus“ eða „Álfsós“ árið 1895:
Brynjulfur jonsson„Svo segir í Landnámu (V. 13.): »Álfr enn egðski stökk fyrir Haraldi konungi af Ögðum úr Noregi; hann fór til Íslands ok kom skipi sínu í ós þann, er við hann er kendr, ok Álfsós heitir; hann nam lönd fyrir utan Varmá ok bjó at Gnúpum«. Álfsós er hvergi nefndur nema á þessum eina stað; ekki væri unnt að vita hvaða ós það er, ef ekki stæði svo vel á,að þar er ekki um að villast. Álfr nam land »fyrir utan Varmá ok bjó at Gnúpum«. En rjett áður stendur: »Ormr nam land fyrir austan Varmá til Þverár, ok um Ingólfsfell alt ok bjó í Hvammi«. Það liggur opið fyrir, að landnám þessara manna er Ölfussveit, þó nafnið sje ekki nefnt. En þar er ekki, og hefir aldrei verið, nema um einn ós að ræða, er til sjávar liggur, það er útfall Ölfusár. Álfsós er því sama sem Ölfusár-ós.
En svo má fara lengra: Álfsós er sama sem Ölfusá sjálf að meðtöldu »Soginu«, sem nú heitir, allt upp að Þingvallavatni. Þangað hafa landnámsmenn kannað landið upp með ánni að vestanverðu. Þeir hafa álitið Sogið aðal-ána, því vestan frá sjeð sýnist Hvítá ekki öllu stærri þar sem þær koma saman. Og þeim hefir ekki þótt hún vera lengri en svo, að við hana ætti nafnið: ós; — en alkunnugt er að stutt á, sem rennur úr stöðuvatni, er venjulega kölluð: „ós“. Vatnið, sem þessi ós rann úr, hafa þeir svo kennt við hann og kallað það Álfsóssvatn. Það nafn hefir síðan breyzt í »Ölfusvatn«, bæði örnefnið eða nafn vatnsins, — sem síðar fjekk nafnið: Þingvallavatn, — og líka nafn bæjarins, sem nefndur hefir verið eftir vatninu; fyrst: at Álfsfssvatni, seinna: at Ölfusvatni. Og enn heitir hann Ölfusvatn.— Þetta eru að vísu tilgátur, en þær má styðja með talsverðum líkum.
Olfus-22Í Íslendingabók koma fyrir nöfnin: »Ölfossá« (= Ölfusá)…, »en þar Ingólfsfell fyrir vestan Ölfossá es hann lagþi sína eigo á síþan« (1. k.) og »Ölfossvatn « (= Ölfusvatn)…. »en þeir Gissorr foro unz qvámu í staþ þann í hjá Ölfossvatni es kallaþr es Vellankatla« (7. k.). Vellan- heitir enn við Þingvallavatn. Það eru uppsprettur, sem koma undan hrauninu við vatnið skammt fyrir vestan Hrafnagjá. Þar hjá liggur vegurinn og hefir altaf legið þar. Þann veg urðu þeir Gissur og Hjalti að fara. Um þann stað er því ekki að villast, og sjest þar af, að Þingvallavatn hefir heitið »Ölfossvatn« þá er þetta var ritað. Í Landnámu I. 6. stendur: »Ingólfr lét gera skála á Skálafelli, þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn ok fann þar Karla«. Hvar það var við vatnið, sem Ingólfur fann Karla, er ekki hægt að ákveða; en í hug kemur manni bæjarnafnið Ölfusvatn. En það gerir ekkert til. Hitt er enginn vafi um, að vatnið, sem hjer er nefnt Ölfusvatn, er Þingvallavatn, eða hið sama, sem Íslendingabók nefnir Ölfossvatn. Ölfusvatn er yngri mynd sama nafnsins. En nú liggur beint við að spyrja: Hvernig stendur á þessura örnefnum: Ölfossá og Ölfossvatn eða Ölfusá og Ölfusvatn, ellegar á sveitarnafninu Ölfus, sem auðsjáanlega stendur í sambandi við þau? Menn vita það ógjörla. En svo er að sjá, sem menn hafa ætlað, þá er fram á aldirnar leið, að þessi nöfn væru leidd af mannsnafninu Ölvir. Því mun það vera, að margir seinni menn hafa ritað: »Ölves«, »Ölvesá«, Ölvesvatn«. En enginn hefir, svo jeg viti, reynt til að skýra nafnið Ölfus, nema hvað Dr. Guðbrandur Vigfússon víkur að því nokkrum orðum í riti sínu: Um tímatal í Íslendingasögum (Safn til sögu Íslands I.). Hann hneigist þar að myndinni: Ölves og virðist heimfæra það til Ölvis barnakarla, þar eð hann gefur öllum ættmönnum Ölvis, er hingað komu, ameiginlegt nafn og kallar þá »Ölvisinga«. Og svo segir hann (bls. 289): »Ölfusið mun bera nafn sitt af þessari ætt«. Þó bætir hann við: »getur vel verið, að það hafi heitið hérað á Ögðum, þaðan sem þeir voru«. Sjest af þessu, að hann var þó ekki ánægður með að leiða það af nafni Ölvis,— sem ekki var við að búast. Neðanmáls (á sömu bls.) segir hann: »Nafnið er óvanalega myndað (Ölves, líkt og Olfus-23Valdres), mun varla vera annað örnefni á Íslandi sem eins er myndað«.
Í sambandi við þetta nefnir hann Eirík ölfus, lendan mann í Súrnadal á Ögðum; en þar við setur hann »ölfús« í sveigum með spurningarmerki, og er það án efa rjett athugað, að viðurnefni Eiríks hefir verið: öl-fúss, þ. e. fús til öls (að drekka það og veita); stendur það því ekki í sambandi við örnefnið Ölfus, eða Ölves. Það var nú án efa hin eina skynsamlega skýring á nafninu Ölves, sem hægt var að koma fram með, að geta þess til, að það hjeti í höfuðið á samnefndu hjeraði erlendis. En af því ekki er hægt að styðja þá tilgátu með neinu, verður að sleppa henni. Og það er hvorttveggja, að ættmenn Ölvis barnakarls munu aldrei hafa verið kallaðir Ölvisingar til forna, enda námu þeir land í Hreppunum og ættbálkur þeirra dreifðist mest út þar um uppsveitirnar, sem ekki einu sinni eru í nágrenni við Ölfusið. Álfr, landnámsmaður í Ölfusi, var raunar af Ögðum; en það er engin sönnun fyrir því, að hann hafi verið af ætt Ölvis barnakarls.
Er líklegt, að þess hefði verið getið, olfus-24ef svo hefði verið, og því fremur ef hann hefði gefið hjeraðinu nafn eftir honum eða ætt hans, því Ölvir var svo kunnur og kynsæll maður, að höfundi (eða höfundum) Landnámu hefði naumast verið ókunnugt um það; og hann hefði þá ekki heldur sleppt að geta þess. En það þarf ekki að fjölyrða um þetta: Fornritin hafa »Ölfus« en ekki »Ölves«; og má undra, að Dr. Guðbr. minnist ekki á það. En vitanlega var það ekki tilgangur hans, að rannsaka þetta mál, hefir hann því farið fljótt yfir. Annars hefði hann að líkindum komizt að annari niðurstöðu.
Á hvorar myndirnar sem litið er: Ölfus, Ölfusá, Ölfusvatn eða Ölves, Ölvesá, Ölvesvatn, þá stendur það á sama: þær eru óíslenzkulegar og óskiljanlegar. Þær hljóta að vera aflagaðar úr öðrum eldri myndum. Það eru nú eldri myndir, sem standa í Íslendingabók: »Ölfossá« og »ölfossvatn«, en þar ber að sama brunni: ekki er heldur hægt að skilja þær, eins og þær eru. Þær hljóta líka að vera breyttar úr öðrum enn eldri. Eitthvert skiljanlegt orð og lagað eftir eðli íslenzkrar tungu hlýtur að liggja til grundvallar fyrir þeim öllum. Mjer hefir dottið í hug að það muni einmitt vera orðið Álfsós. Og þetta þykir mjer þvi líklegra, sem jeg hugsa lengur um það.
olfus-26Það er hægt að hugsa sjer og gera sjer skiljanleg öll þau breytingastig, sem orðið: Álfsós hefir gengið í gegnum, þangað til það var orðið að orðinu: Ölfus. Einna fyrst mun mega telja það, að eignarfalls s-ið í miðju orðsins hefir fallið burt, eins og mörg dæmi eru til í samsettum orðum, þar sem fyrri hlutinn er í eignarfalli. Mörg orð verða við það þægilegri í framburði og þar á meðal er Álfsós, það var þægilegra að bera fram: Álfós, og þá líka Álfóssvatn. Því hafa menn borið svo fram. Líkt stendur á t. d. með nöfnin: Álfhólar (=Álfshólar), Úlfdalir (=Úlfsdalir) og Úlfá (=Úlfsá), og fleiri mætti nefna. Þessi breyting mun hafa orðið mjög snemma. Það er jafnvel hugsanlegt, að strax þá er nafnið var gefið, hafi það verið Álfós. Satt er það, að í Landn. stendur: Álfsós. En þess er að gæta, að elztu frumrit hennar eru ekki til. Enginn veit, hvort í þeim hefir staðið Álfsós. Mjer þykir líklegra, að þar hafi staðið: Álfós, en seinni afritarar bætt ,s-inu inn í.

olfus-25

Þeir hafa fundið, að það átti þar heima, en ekki vitað, að orðið stóð í sambandi við orðið Ölfus. Svo mikið er víst, að þó orðið standi í upprunamynd sinni í Landn., þá hefir það verið búið að týna henni í daglegu máli löngu áður en Landn. var rituð, það sýna myndir þess í Íslendingabók. Er því eitt af tvennu: Annaðhvort hefir upprunamyndin, ásamt frásögninni um landnám Álfs, geymzt óbreytt í fjarlægum hjeruðum landsins, þar sem menn vissu ekki hvaða ós það var, sem nafnið bar, ellegar ritararnir hafa lagað orðið eftir mannsnafninu af skilningi sínum.
Menn vita það, að frameftir öldum voru hljóð þau, sem táknuð eru með d og ó, ekki eins skarplega aðgreind eins og á seinni öldum. Þá hefir t.d. Ólöf verið sama nafnið og Álöf (sbr. Álöf árbót og Ólöf árbót). Og þar sem í vísu Hallfreðar stendur (Ól. s. Tr. 256. kap.): »Vera kveðr öld ór eli Ólaf kominn stála«, þá sýnir bragarhátturinn, að Hallfreður hefir sagt: Álaf, en ekki Ólaf, og hefir það á þeim tíma staðið á sama. Eins hefir verið um nafnið Álfós; það hefir engu síður verið borið fram Ólfós. Og eftir því sem þessi hljóð aðgreindust hefir þess meira gætt að d-ið í ós tillíkti sjer a-ið í Álf, svo að Álfós varð algerlega að Ölfós í framburðinum.

olfus-27

Tilhneiging manna til, að gera orðin æ mýkri og linari í framburði, veldur óteljandi latmælum, sem gera daglega málið svo aðgæzluvert. Orðið Ölfós hefir einnig orðið fyrir því: hljóðin í því hafa styzt eða grennst í framburðinum, svo að úr Ölfós hefir orðið Ölfos. Og þá er svo var komið, bar það ekki lengur með sjer, hvað meint var með því: enginn vissi lengur, að merkingin var ós. Því varð nú ekki lengur komizt hjá, þá er um ána var rætt, að ákvarða merkinguna með því, að bæta d aftanvið. Við það fjekk »Ölfos« eignarfallsmerkingu og eignarfalls-s bættist þar við. Nafnið varð: Ölfossá — að sínu leyti eins og Ölfossvatn, sem breyttist að sama skapi.
En nafnið á var nú líka á reiki milli á og ó, og átti það sjer stað um hvaða á sem ræða var í landinu. En með tímanum varð á allstaðar ofan á, eins í nafninu Ölfossá og öðrum. En jafnframt fór þá á-hljóðið í endingunni að hafa áhrif á o-ljóðið í upphafinu: það varð að ö-hljóði. Menn fóru að bera fram: Ölfossá — og í samræmi við það: Ölfossvatn. —

olfus-28

Hafa þessar myndir verið orðnar algengar, þá er Íslendingabók var rituð. Aftur fór nú ö-hljóðið í upphafinu að hafa áhrif á o hljóðið í -oss: það varð að u-hljóði. En eignarfallsmerkingin, sem Ölfoss- hafði borið með sjer, varð þar við svo óljós, að ekki þótti lengur þörf á að tvöfalda s-ið í framburði. Það var líka viðfeldnara að sleppa því, og svo gerðu menn það. Nú var þá orðið Álfós orðið að orðinu: Ölfus og Álfósvatn að: Ölfusvatn.
Öll þessi breytingastig eru svo snemma um garð gengin, að á ritöldinni, þegar sögur vorar eru skráðar, hafa orðin verið búin að fá hinar síðasttöldu myndir og hafa þær því verið færðar í letur í sögunum. Og þá er búið var að því, var þeim óhættara við breytingum; enda hafa þau ekki breyzt eftir það, nema að skift hefir verið um nafn vatnsins. En það kemur ekki þessu máli við. Það hefir víst verið snemma, að menn fundu þörf á, að gefa öllu byggðarlaginu, eða sveitinni, sameiginlegt nafn. Lá þá mjög nærri að kenna sveitina við ósinn, sem rann með henni endilangri og kalla Álfsóssveit — eða Álfóssveit þá er s-ið var fallið burtu. Getur líka verið, að menn hafi nefnt Álfósshrepp eða jafnvel Álfósshjerað. En það kemur allt í sama stað niður. Hjer er svo breytingasaga orðsins hin sama, sem áður er rakin. En það bætist við, að þá er það var orðið algengt að nefna »Ölfussveit« (Ölfushrepp eða Ölfushjerað?), án þess að gera sjer neina hugmynd um merkingu »Ölfus«-nafnsins, þá hættu menn að finna þörf á, að bæta hinu ákvarðandi orði: -sveit (eða hvað það nú var) aftan við.

olfus-29

Nafnið Ölfus var svo einkennilegt, að þá er það var búið að festa sig við sveitina, þá þurfti ekki að bæta við það -sveit, eða neinu slíku, til þess að hver maður vissi hvað um var talað. Menn nenntu þá ekki heldur að hafa orðið lengra en þurfa þótti, nefudu svo sveitina blátt áfram »Ölfus«, og varð það að vana. En um leið fundu menn til þess, að viðfeldnast var, að hafa það nafn hvorugkyns, og gerðu menn það ósjálfrátt. Það hlaut nefnilega oft að koma fyrir, að orðið væri haft með greini, og þá var ólíku viðkunnanlegra að segja Ölfusið, heldur en Ölfusinn eða Ölfusin. Hafi það líka verið nefnt Ölfushjerað áður, sem vera má, þá var hvorugkynsmerkingin þegar fengin fyrirfram í orðið Ölfus. Þar sem Ölfussveit kemur fyrir í sögunum, er nafn hennar ekki nema Ölfus; sveitar-orðið er þá þegar fallið burtu.
Í fljótu áliti má það virðast undarlegt, að Ölfusá skuli ekki halda nafninu alla leið upp að Þingvallavatni, hafi nafnið Álfós náð þangað. Hvernig stendur á því, að efri hluti hans skyldi síðar fá hið einkennilega nafn: »Sogið«. Sennilegt svar upp á þetta spursmál liggur ekki fjarri: Í fyrstu mun staðurinn þar, sem ósinn rann úr vatninu, hafa verið nefndur »Sog« af straumlaginu. Þar, en ekki annarstaðar, gat það nafn átt við. En þá er nafnið Álfós var orðið svo breytt, að það var óþekkjanlegt og merkingarlaust, þá gleymdist smámsaman hve langt það náði. Þá fóru menn að láta nafnið »Sog« eða »Sogið« ná alla leið niður að Hvítá. En nafnið Ölfusá var ekki látið ná lengra en upp að áamótunum þar sem Hvítá og Sogið koma saman.

olfus-30

Það er naumast vafamál, að orsökin til þess, að menn tóku upp á því, að rita Ölves — og þar af leiðandi: Ölvesá og Ölvesvatn, — hefir verið sú, að þeim hefir ekki getað dulizt það, að orðið »Ölfus« hlyti að vera einhver afbökun. Hafa því viljað færa það til rjettara máls og gefa því merkingu sína, er þeir hafa ætlað, að standa ætti í sambandi við Ölvis-nafn, þó enginn vissi neitt um þann Ölvi, og þó Ölves verði ekki að rjettu leitt af því nafni. Þess konar leiðrjettingatilraunir út í bláinn eru ekki sjaldgæfar. En eins og von er til, eru þær oft misheppnaðar, þó þær sjeu vel meintar og viðleitnin, að útrýma villum úr málinu, góðra gjalda verð.
Að endingu skal jeg taka það fram, að þó jeg hafi hugsað mjer breytingasögu orðsins stig fyrir stig eins og hún er hjer fram sett, þá er ekki meining mín að fullyrða, að breytingin hafi farið þannig fram og ekki öðruvísi. Mig skortir þekkingu á fornmálinu til þess, að jeg geti fullyrt nokkuð um það. Það er einmitt líklegt að jeg hafi ekki hitt á að rekja stig breytingarinnar rjett. En þar af leiðir ekki, að breytingin hafi ekki átt sjer stað. Jeg hefi leitazt við að leiða líkur að henni, til að vekja athygli á þessu máli. Tel jeg víst, að þeir, sem betur kunna, geti sannað það málfræðislega, ao orðið Ölfus sje ummyndað úr orðinu Alfós (=Álfsós).“

Heimild:
-Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, Brynjúlfur Jónsson,  Ölfus – Álfós, 16. árg. 1895, bls. 164-172.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjartóftir.