Brennisteinsnám

Í útvarpsþættinum „Tímakorn“ ræddi Ragnheiður Gyða Jónsdóttir þáttastjórnandi við Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur (Jógu) frá Vatnsleysuströnd um brennisteinsvinnslu. Jóhanna hefur verið í námi í sagnfræði við Háskóla Íslands og skrifaði m.a. ritgerð um brennisteinsvinnslu hér á landi í tíð Innréttinganna, auk þess sem hún hefur kynnt sér sérstaklega eiginleika, vinnslu og notkun brennisteins hér á landi. Hún hélt erindi um efnið á ráðstefnu „Félags um 18. aldar fræði“. Heyra má viðtalið HÉR.
BúðirHér er aðallega lögð áhersla á þann hluta í erindi (ritgerð) Jóhönnu er lýtur að Reykjanesskaganum, þ.e. Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum.
„Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má færa rök fyrir því að Ísland hafi tekið þátt í framleiðslu hergagna en töluvert magn af brennisteini var flutt út frá Íslandi til púðurframleiðslu út í Danmörku, einkum á 16. öld. Einnig var brennisteinn fluttur út á 18-19. öld, þó í eitthvað minna mæli en á þeirri sextándu. Í þessari ritgerð er ætlunin að fjalla um þær tilraunir og nýjungar sem voru gerðar á vinnslu brennisteins í tíð Innréttinganna, þ.e. á tímabilinu frá 1752-1806. Leitast verður við að skýra út vinnubrögð og aðferðina við hreinsun brennisteinsins eftir því sem hægt er. Fjallað verður um hvernig vinnubrögð breyttust og þróuðust á umræddu tímabili. Margt bendir til þess að púðurframleiðendur úti í Danmörku hafi verið óánægðir með þann brennistein sem kom frá Íslandi upp úr miðri 18. öld. Árið 1775 var danskur námufræðingur Ole Henchel að nafni, sendur til Íslands til að taka út og yfirfara brennisteinsverkið. Hann samdi mjög nákvæma skýrslu um brennisteinsnám og hreinsun brennisteins í kjölfar heimsóknarinnar. Þar kemur fram hvernig vinnslu brennisteins var háttað á síðari hluta 18. aldar. Ole Henchel lagði til ýmsar umbætur til að auka gæði framleiðslunnar. Þessum hugmyndum hans verða gerð skil hér og í framhaldi er svo athugað hvort þær hafi skilað tilætluðum árangri.
BrennisteinnBrennisteinsnám og brennisteinsvinnsla á Íslandi er lítið rannsakaður þáttur í sögu landsins. Af þeim sem það hafa gert mætti nefna fyrstan til sögunnar Hannes Finnsson biskup en hann skrifaði grein um brennisteinsnám og verslun á Íslandi í tíð Friðriks II Danakonungs í Rit hins íslenzka Lærdómslistafélags árið 1783. Þar fjallar hann mjög ítarlega og skemmtilega um verslun með brennistein frá 1560 til um 1600. Jón J. Aðils hefur lítilsháttar skrifað um brennistein í tengslum við rannsóknir sínar um Skúla fógeta og einokunarverslun Dana á Íslandi. Af síðari tíma mönnum sem eitthvað hafa fengist við skrif um bennistein verður að geta Ólafs Jónssonar en hann skrifaði nokkuð ítarlega yfirlitsgrein um brennisteinsnám í Þingeyjarsýslu í bókinni Ódáðahraun sem kom út árið 1945. Sæmundur Rögnvaldsson skrifaði lokaritgerð við Háskóla Íslands árið 1974 um brennistein í Þingeyjarsýslu frá því fyrstu sögur fara af brennisteini hér á landi og allt til endaloka vinnslunnar á 20. öld. Þá hefur nokkuð verið skrifað um brennistein í tengslum við rannsóknir á starfsemi Innréttinganna en þar hefur mest kveðið að Lýði Björnssyni. Í lokin verður að geta stutts yfirlitskafla Sveins Þórðarsonar um brennisteinsnám sem birtist í Iðnsögu Íslendinga XII árið 1998. Með þessari ritgerð er reynt að bæta aðeins við þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um brennisteinsnám á Íslandi. Áhersla verður lögð á tímabil Innréttinganna og hreinsun brennisteinsins.
Tæki Innréttingarnar voru stofnaðar árið 1752 og voru fyrsta hlutafélag í sögu landsins. Stofnendur voru Skúli Magnússon landfógeti og fleiri íslenskir embættismenn, einkum sýslumenn. Atvinnurekstur fyrirtækisins var fjölbreyttur og nýstárlegur, mest kvað að vefnaði og úrvinnslu ullarafurða. Einnig voru gerðar tilraunir til umbóta í landbúnaði og fiskveiðum. Starfsemin var tilraun til umbreytinga á atvinnuháttum landsmanna og var brennisteinsnám og hreinsun brennisteins einn liður í því.
Þar sem brennisteinshreinsun er gamalt handverk og líklega engir sem kunna það enn í dag þótti ekki annað tilhlýðilegt en að gera nokkrar tilraunir með hreinsun áður en hafist var handa við samningu þessarar ritgerðar. Náð var í smávegis af brennisteini suður í Krýsuvík. Við tilraunirnar var stuðst við lýsingu Ole Henchels á hreinsun brennisteins. Brennisteinn er mjölkennt efni sem bráðnar við um 115°C og verður að vökva. Hreinsun brennisteinsins fór þannig fram í grundvallaratriðum að brennisteininn var bræddur í potti, í þessu tilfelli á gashellu úti í bílskúr.
Þegar brenniLeifar ofns í Brennisteinsfjöllumsteininn var bráðinn var dálitlu af lýsi hellt út í og hrært vandlega saman við. Leirinn og óhreinindin sem eru í brennisteininum eiga þá að sameinast lýsinu og fljóta ofan á. Óhreinindunum var síðan fleytt ofan af með spaða og brennisteininum hellt í mót. Í þessu tilfelli gleymdist reyndar að sía brennisteininn áður en honum var hellt í mótið og var útkoman í það heila líka frekar léleg, óhreinn brennisteinn með mikilli lýsisfýlu. Í annarri tilraun kviknaði svo í brennisteininum en það gat einmitt komið fyrir ef menn pössuðu að ofhita hann ekki. Við svo komið var ákveðið að hætta öllum frekari tilraunum í bili og kanna betur verkhætti 18. aldarinnar.
Einungis tvö landsvæði koma við sögu þar sem brennistein var að fá og mögulegt var að flytja út sökum vegalengdar til nálægra hafna, það eru Mývatnssveit og Krýsuvík. Í Mývatnssveit eru brennisteinsnámur á fjórum stöðum: á Þeistareykjum, við Hlíðarfjall, við Kröflu og loks Fremri námur upp við Ketildyngju en hreinsistöðin var á Húsavík. Þar var sá háttur hafður á flutningi brennisteinsins að bændurnir í nágrenninu sáu um að grafa brennisteininn og flytja til Húsavíkur og fengu þeir greitt visst pr. pund sem þeir komu með. Í Krýsuvík var þetta gert á dálítið annan hátt. Hreinsistöðin var staðsett í Krýsuvík og sáu kaupamenn yfir sumartímann um að flytja brennisteininn úr námum ofan úr fjallinu og niður að hreinsistöðinni sem stóð skammt frá. Dæmi er þó um að Krýsuvíkurbóndinn hafi sótt lengra, þ.e. upp í Brennisteinsfjöll en þau liggja um 13 km NA frá Krýsuvík.9 Brennisteinninn var síðan fluttur á hestum til Reykjavíkur þar sem honum var skipað út. Þetta á við þann tíma sem Innréttingarnar ráku vinnsluna sem var í Krýsuvík á árunum 1752-1763 og á Húsavík 1762-1806.
NámaBrennisteinn var notaður til púðurframleiðslu en púður var fundið upp í Kína á 10. öld, þróað af Aröbum í byssupúður á 13-14. öld og barst svo áfram til Evrópu fljótlega upp úr því. Brennisteinsnám á Íslandi mun vera þekkt allavega allt frá 13. öld en frá því segir í sögu Árna biskups Þorlákssonar að erkibiskup í Niðarósi hafi keypt brennistein héðan. Erkibiskupinn hefur þó varla verið að framleiða púður þar sem þekkingin til þess var ekki til staðar í Evrópu svo snemma. Eiginlega er ómögulegt að vita hvað hann gerði við brennisteininn nema ef til vil hefur hann notað hann til að gera svokallaðan herbrest en herbresti er lýst í sögu Lárentíusar biskups sem ógurlegum hávaða sem gerður var til að hræða óvini. Þá kemur brennisteinn við sögu í dómi einum frá 1340 en þá eru Íslandsfarar dæmdir til þess að greiða tíund af skreið, lýsi og brennisteini. Þessi dómur sýnir fram á að brennisteinn var mjög mikilvæg útflutningsvara á þessum tíma þar sem hans er getið í sömu mund og skreiðar og lýsis, en útflutningur á skreið og lýsi var einmitt að færast í aukanna á þessum tíma. Fáum sögum fer síðan af brennisteinsnámi hér á landi fyrr en á 16. öld en sú öld var blómaskeið íslenskrar brennisteinssölu og högnuðust þá margir vel. Konungur tók sér svo einkarétt á sölu brennisteins um 1560 og keypti hluta af námunum stuttu síðar. Kaupmenn frá Hamborg keyptu mikið af brennisteini á Íslandi á árunum fyrir 1560 og seldu hann svo til Danakonungs afar dýru verði eftir því sem Hannes Finnsson segir. Hvers vegna konungur tók sér þennan einkarétt er ekki vel ljóst en vel má hugsa sér að hann hafi haft hagsmuni ríkisins að leiðarljósi þar sem um hergagnaframleiðslu var að ræða og ekki heppilegt að mikið magn af brennisteini lenti hjá óvinaríki á ófriðartímum þegar danska ríkið hefur mest þurft á honum að halda.
Hvernig brennisteinn var hreinsaður á þessum tíma er ekki vel ljóst og hvíldi jafnan mikil leynd yfir því þar sem Námusvæðið í Brennisteinsfjöllumum hergagnaframleiðslu var að ræða. Sú aðferð að hreinsa brennistein með lýsi mun þó vera þekkt allavega frá 16. öld því árið 1562 tók konungur sér einkarétt til kaupa á öllu lýsi á Norðurlandi og Suðurlandi og ennfremur í Bergenhús- og Varðhúslénum í Noregi og kom sér upp hreinsistöð í Kaupmannahöfn. Mjög dró svo úr útflutningi á brennisteini frá Íslandi í lok 16. aldar og er skýringin á því líklegast sú að þá var búið að tæma námurnar og ekki meiri brennistein að fá.
Nokkrar tilraunir voru gerðar til að flytja út brennistein á 17. öld og í byrjun þeirrar átjándu. Var þar fremstur í flokki Gísli Magnússon sýslumaður í Rangárvallasýslu, oft nefndur Vísi-Gísli. Þær tilraunir munu ekki hafa skilað miklu. Friðrik Holtzmann o.fl. fengu konungsleyfi til brennisteinsnáms 1724. Lítið var þó úr framkvæmdum hjá þeim og á árunum 1733-1742 er einungis getið um útflutning á brennisteini árið 1740, 392 pund. Holtzmann og félagar stofnuðu hreinsistöð í Kaupmannahöfn og ráku um nokkurra ára skeið.
Ljóst er að danska ríkið keypti eitthvað af brennisteini frá Hollandi og öðrum ríkjum á fyrri hluta 18. aldar og ef til vill áður fyrr líka. Sá brennisteinn hefur væntanlega komið frá Ítalíu. Faðir Holtzmanns sem var með brennisteinsleyfið á Íslandi í byrjun 18. aldar og hafði stofnað Brennisteinshreinsun í Kaupmannahöfn virðist þá hafa komist yfir framleiðsluleyndarmál frá Hollandi.17 Skúli fógeti getur þess í greinagerð sinni til Landsnefndarinnar fyrri 1771 að hann hafi fengið þær upplýsingar hjá Holtzmann í samkvæmi einu að allt sem þyrfti til hreinsunar á brennisteini væri til staðar á Íslandi. Skúli minnist ekkert á hvaða samkvæmi þetta var eða hvenær það var haldið en út frá því hefur Skúli ályktaði að það hlyti að vera hagkvæmara að hafa hreinsunina heima á Íslandi, það myndi spara flutninga og vinnulaun sem voru lægri á Íslandi en í Danmörku. Fyrsta hreinsistöðin á Íslandi var svo reist í Krýsuvík af Innréttingunum með Skúla Magnússon landfógeta í fararbroddi árið 1752. Brennisteinsvinnsla á vegum Innréttinganna hófst í Krýsuvík strax árið 1752. Hreinsunin fór illa af stað og ekki er getið um neinn útflutning á brennisteini fyrr en árið 1755 en þá voru flutt út 58 centner eða um 3,2 tonn samkvæmt ódagsettri skýrslu Skúla fógeta.

Námusvæðið

Til eru nokkrar heimildir frá síðari hluta 18. aldar þar sem fram kemur að púðurframleiðendur úti í Danmörku og Noregi hafi ekki verið ánægðir með þann brennistein sem kom frá Íslandi. Í skjalasafni Rentukammers er bréf dagsett þann 10. apríl 1755 þar sem danska her- og flotamálaráðuneytið tilkynnir að íslenski brennisteinninn sé ekki nógu góður. Ekki kemur skýrt fram hvað var að brennisteininum nema að hann var yrjóttur eða mislitur (meleret) og ekki vel fallinn til púðurframleiðslu. Á þessum tíma var framleiðslan í Krýsuvík ekki komin í fullan gang og líklegt er að um prufusendingu hafi verið að ræða. Það var algengt að Innréttingarnar sendu sýnishorn af framleiðslu sinni til Kaupmannahafnar áður en vinnsla fór í gang af fullum krafti.
Samkvæmt skjölum í Rentukammeri hefur Skúli fógeti sent fleiri sýnishorn af hreinsuðum brennisteini til Kaupmannahafnar. Her- og flotastjórninni hefur borist sýnishorn í desember 1755 sem reyna átti til púðurgerðar og í janúar 1756 kom það svar frá henni að eitt sýnishornið hafi verið nothæft. Síðasta bréfið sem fannst frá flotastjórninni varðandi gæði íslenska brennisteinsins er dagsett 28. júní 1759 en í því tilkynnir hún að íslenski brennisteinninn hafi verið prófaður og reynst hæfur til púðurgerðar.
Í Ferðabók Eggert Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir frá tilraunum sem þeir félagar gerðu með hreinsun á brennisteini í Mývatnssveit árið 1752. Þar segir: „Við gerðum hér fyrstu tilraunina, sem heppnaðist vel, og var Vísindafélaginu sent sýnishorn. Brennisteinsmylsnan er brædd í járnpotti og hrært ákaft í honum, einkum um leið og hún bráðnar. Olía er látin saman við hann, og safnast þá óhreinindin ofan á í froðuna, en hreini brennisteinninn sekkur til botnsins. Nú hefir mönnum lærzt að nota lýsi í þessu skyni.“
NámusvæðiðVeturinn eftir að þeir félagar gerðu þessar tilraunir dvaldi Bjarni út í Viðey hjá Skúla fógeta. Vafalaust hafa þeir Skúli og Bjarni rædd þessar tilraunir mikið sín á milli og á næstu árum gerðu þeir nokkrar tilraunir með brennisteinshreinsun út í Krýsuvík. En hvernig var brennisteininn hreinsaður í þar?
Hreinsistöðin í Krýsuvík var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og lítil sem engin þekking virðist hafa verið til staðar um hvernig vinnslunni skuli háttað. Það starf sem þá fór í gang var því mikið frumkvöðla- og tilraunastarf. Lars Olsen Hurtigfeld, klukkusteypumaður að iðn, var fenginn til landsins að kenna starfsmönnum rétt vinnubrögð en hann hafði áður unnið við hreinsun Holtzmanns í Kaupmannahöfn. Hann starfaði við brennisteinsverkið í Krýsuvík árin 1752-1757 samkvæmt reikningum Innréttinganna.
Til er skjal dagsett 25. apríl 1757 ritað með hendi Skúla, væntanlega eftir tilraunir sem hann gerði ásamt Bjarna Pálssyni með brennisteinshreinsun í Krýsuvík. Í bréfinu leggur hann starfsmönnum vinnslunnar í Krýsuvík reglurnar. Þetta er eina heimildin um hreinsunina í Krýsuvík á þessum fyrstu árum hennar þar sem vinnunni er beinlínis lýst. Í bréfinu sem hefur fyrirsögnina „Til minnes og Effterbreitingar fyrer Simon og Sigurd vid Krisevikur Brennesteinsverk“ leggur Skúli áherslu á að þeir leggi til hliðar allan þann brennistein sem ekki hafi tekist fullkomlega að hreinsa og svo sé í lagi með einn og einn pott, meira sé um vert að blanda ekki saman lélegum og góðum brennisteini. Þeir áttu að geta hreinsað 6-8 potta af brennisteini á hverjum virkum degi og ef þeir næðu að hreinsa meira skyldu þeir njóta þess í launum.

Brennisteinn

Skúli leggur áherslu á að þeir sinni þurrkun brennisteinsins vel, snúi honum á þurrkbekkjunum og færi hann inn í hús strax og hann sé orðinn þurr, „og vera vander ad þvi ad hann sie velþurr orden.“ Einnig að láta bekkina aldrei í þurru veðri auða vera. Fjórir menn unnu við verkið, auk þriggja kaupamanna yfir sumartímann sem sáu um að flytja brennisteininn heim að húsinu og vinna við móinn en mór var aðal eldsneytið sem var notað við vinnsluna.
Samkvæmt skoðunargerð frá 1759 voru fjögur hús tilheyrandi brennisteinsverkinu, öll byggð úr torfi og grjóti á árunum 1755-56. Hreinsunarhús með múruðum skorsteini sem var nefnt verkstæðið, íbúðarhús verkamanna og tvö geymsluhús, annað fyrir brennistein og hitt fyrir eldivið og áhöld. Af áhöldum sem getið er í skoðunargerðinni má helst nefna; 3 járnpönnur til að bræða brennisteininn á, kassa til að geyma brennistein í, form fyrir brennistein og kassa til að bleyta formin í, 6 lýsistunnur og fleira sem ekki þykir ástæða til að telja upp hér.
Kostnaðinum við framleiðsluna má skipta í fjóra meginþætti, launakostnað, flutningskostnað, eldsneytiskostnað og „Den til Raffinaidenet forbrugte Liqveur.“ Svo ritað öll árin í reikningum Innréttinganna. Hér hlýtur að vera um lýsi að ræða þó það sé ekki sagt beinum orðum. Í framhaldi að því má velta fyrir sér hvort lýsið hafi verið framleiðsluleyndarmál Íslendinga og Dana?
LeifarÚt frá ofangreindum heimildum má ætla að sú aðferð að hreinsa brennistein með lýsi hafi verið þróuð í Krýsuvík. Um sömu aðferð sé að ræða og Henchel lýsti svo vel þegar hann skoðaði verkið á Húsavík haustið 1775, þ.e. brennisteinninn bræddur og hreinsaður með lýsi.29 Brennisteinshreinsun með lýsi var þó þekkt frá 16. öld eins og kom fram hér að framan. Að sumu leyti virðist vera að sú aðferð hafi verið gleymd í danska ríkinu þegar kom fram á 18. öld en mjög lítið var verslað með brennistein frá Íslandi á 17. öld eins og fram hefur komið.
Mjög var gengið á námurnar í Krýsuvík upp úr 1760 og var starfsemin þá flutt norður á Húsavík. Vinnsla á vegum Innréttinganna hófst þar 1762 en stuttu síðar voru þær sameinaðar Almenna verslunarfélaginu.
Um áratug eftir að starfsemin hófst á Húsavík var kvartað yfir brennisteini frá Íslandi. Jón Eiríksson í Rentukammeri og síðar konferensráð segir frá bréfaskiptum sem fóru fram milli Tollkammersins og púðurverksmiðja árin 1773-1774 vegna þess hve brennisteininn frá Íslandi var talinn lélegur. Þar kemur fram að: „… sumar þeirra hafa kvartað undan fitunni í íslenzka brennisteininum. Meira að segja hefur Rosen púðurgerðarmeistari, sem gert hefur nákvæmar tilraunir í þessu efni umfram aðra, bent á, að lýsið, sem notað er við hreinsun brennisteinsins, tálmi því, að skyndilega kvikni í púðrinu, og hefur hann því látið þá ósk í ljós, að tekin yrði upp önnur hreinsunaraðferð.“
SeltúnÖnnur kvörtun frá ónefndri púðurverksmiðju hljóðaði svo: … „að þegar stangirnar eru brotnar sundur, koma alls konar steinagnir og tinnuflísar fram í brotsárinu, og þó að fyllstu varúðar sé gætt við mulningu og sáldun brennisteinsins, þá geti eitthvað af aðkomuefnum þessum lent í hinum mældu brennisteinsskömmtum og síðan valdið óbætanlegu tjóni, þegar hann færi gegnum púðurgerðarvélarnar.“ Jón Eiríksson bætir við: … og sýnir það, að sá, sem hreinsað hefur brennisteininn, hefur annaðhvort notað mjög óhreinan brennistein eða ekki gætt nauðsynlegrar nákvæmni, annaðhvort við sjálfa hreinsunina eða flokkun á stöngunum, svo að gölluð vara hefur lent með góðri, og er það að vísu ófyrirgefanlegt hirðuleysi. … Frá sjóliðinu liggur einnig fyrir sú staðhæfing, að eftir að feitin hefði verið hreinsuð úr brennisteininum, hefði hann reynzt jafngóður til púðurgerðar og brennisteinn hreinsaður í Hollandi, en síðan hefði sjóliðið einnig fengið brennistein frá Íslandi, sem engrar endurhreinsunar þurfti við.

Tóft

Eins og fram kemur hjá Jóni og fram hefur komið áður þá var einnig fluttur inn brennisteinn frá Hollandi á þessum tíma og var hann greinilega talinn betri en sá íslenski. Undanfari þessara bréfaskrifta var að stjórn Íslandsverslunarinnar hafði sent “kammerinu kvörtun um það, að brennisteinninn seldist ekki nema til nokkurra af púðurverksmiðjunum í báðum ríkjunum“ segir Jón Eiríksson og hann bætir við „Kammerið taldi sjálfsagt að rannsaka þetta mál, þar sem brennisteinninn var seldur jafnlágu verði og erlendur brennisteinn, og bannað er í tollalögum að flytja hann inn.“ Þessar kvartanir voru tilefnið af könnunarleiðangri Ole Henchels til Íslands til að rannsaka brennisteinsnám og hreinsun á Íslandi. Henchel var danskur námufræðingur sem hafði stundað nám við námuskólann í Kóngsbergi í Noregi.
Henchel ferðaðist um Ísland sumarið 1775. Fyrst skoðaði hann námurnar og ásigkomulag húsanna í Krýsuvík með tilliti til þess að þar yrði aftur tekin upp brennisteinsvinnsla. Þar var þá „… allt gersamlega ónýtt og húsin fallin, svo að allt verður að gera að nýju, eins og þar hefði aldrei farið fram brennisteinsvinnsla…“
Henchel skoðaði brennisteinsverkið á Húsavík um haustið 1775 og tók út aðferðina við hreinsunina og lýsti henni nákvæmlega í skýrslu árið eftir. Er það ein hin besta og nákvæmasta lýsing á hreinsun brennisteins sem til er. Hún er í grundvallaratriðum á þessa leið: Brennisteinninn var bræddur í potti við hægan hita og lýsi hellt í pottinn þegar brennisteinninn var að því kominn að bráðna og lýsinu hrært vandlega saman við. En leirinn og óhreinindin í brennisteininum sameinuðust þá lýsinu og flutu ofan á.

Ummerki

Þetta var gert í nokkrum áföngum þannig að brennisteini og lýsi var bætt stöðugt út í pottinn þar til hann var orðinn fullur. Þegar potturinn var orðinn fullur og brennisteinninn þunnbráðinn var eldinum mokað undan og hætt að hræra í pottinum. Þá var lýsinu ásamt óhreinindunum fleytt ofan af með gataðri járnreku. Síðan var brennisteininum ausið í trémót í gegnum sáld (síu, sigti). Mótin þurftu að vera gegnsósa af vatni svo brennisteinninn festist ekki í þeim. Eldsneyti til að kynda undir pottinum var aðallega mór sem nóg var af í nágrenninu en eitthvað af beyki var einnig flutt inn í sama tilgangi. Gæta þurfti hitans undir pottinum vandlega því ef hann ofhitnaði var hætt við að kviknaði í brennisteininum. Þetta var hin einfaldasta og kostnaðarminnsta aðferð við hreinsun brennisteins sem unnt var að nota hér á landi að sögn Henchels.
Það sem Henchel fann einna helst athugavert við aðferðina voru öll þau ókjör af lýsi sem eytt var við hreinsunina. Hann vildi draga úr notkun lýsisins og spara með því útgjöld sem jafnframt myndi auka gæði brennisteinsins. Mestur hluti brennisteinsins var notaður til púðurgerðar og þar sem hann var löðrandi í lýsi kviknaði ekki jafn auðveldlega í honum, sem þó var bráðnauðsynlegt.
KöldunámurHenchel taldi að besta ráðið til að bæta úr ágöllum vinnslunnar væri að þvo brennisteinninn áður en hann væri bræddur. Það myndi spara lýsisnotkun mjög mikið. Henchel reiknast það svo að til þess að hreinsa 352 vættir af brennisteini hefðu verið notaðir 1.195 pottar af lýsi og úr því fengist 208 vættir af hreinum brennisteini sem var meðalframleiðslan árin á undan. Eða með öðrum orðum: Til þess að hreinsa 14 tonn voru notaðir u.þ.b. 1.160 lítrar af lýsi og úr því fengust rúmlega 8 tonn af hreinum brennisteini. Henchel taldi að með því að þvo brennisteinninn fyrst mætti spara lýsisnotkun um 2/3 og fá fituminni og hreinni brennistein fyrir vikið.
Thorlacius, forstöðumaður brennisteinsverksins á Húsavík, kvaðst reyndar einu sinni hafa reynt að þvo brennistein en enginn hagnaður orðið af því vegna þess hve mikið af honum tapaðist við þvottinn og því horfið frá því fljótlega. Henchel taldi að aðferð sú sem Thorlacius notaði við þvottinn hefði verið mjög ófullkomin og lagði til nýja og betri aðferð við þvott, líka þeirri sem notuð var við námugröft til þess að skola málmsand. Gróflega sagt frá skyldi þvotturinn fara þannig fram að brennisteininum var mokað í trékassa með hægu en jöfnu vatnsrennsli og byggðist aðferðin á því að brennisteinn er eðlisþyngri en leirinn sem í honum var og átti leirinn þá að fljóta burt en brennisteinninn sitja eftir.
Annað sem Henchel fann að, var að brennisteinninn var ekki þurrkaður áður en hann væri bræddur. Það kvaðst forstöðumaðurinn ekki gera nema ef brennisteinninn væri nýkominn úr námunum. Henchel taldi það auðvelda bræðsluna ef brennisteinninn væri vel þurr og þar með minnka hættuna á að allt brynni, auk þess að spara eldsneyti. Hann lagði til að brennisteinninn yrði þurrkaður við eld á flatri pönnu inni í brennisteinshúsinu. Fjórir menn unnu við brennisteinsverkið á Húsavík og taldi Henchel að svo væri nóg áfram þótt hinar nýju aðferðir yrðu teknar upp. Eftirtektarvert er hve Skúli lagði mikla áherslu á þurrkun brennisteinsins á meðan vinnsla var í gangi í Krýsuvík en á Húsavík virðist sá siður hafa lagst af eða aldrei verið tekinn upp.
LeynihverHenchel gerði einnig athugasemdir við umgengni um námurnar. Hann finnur að því að bændurnir traðki námurnar niður þegar þeir eru að moka í þeim en það geti hindrað frekari myndun brennisteins. Einnig gæti bændurnir þess ekki nógu vel að moka efsta leirlaginu og óhreinindunum frá áður en þeir hefjist handa og að þeim óhreinindum sem þeir moki frá setji þeir gjarnan ofan í næstu námu við hliðina. En voru einhverjar breytingar gerðar í kjölfar heimsóknar Henchels hingað til lands? Var farið eftir þeim reglum og tillögum sem hann lagði til?
Árið eftir að Henchel var á Íslandi setti Tollkammerið reglur varðandi uppgröft og meðferð á brennisteinsnámum til að koma í veg fyrir að þær yrðu eyðilagðar. Samkvæmt þeim var bændunum gert skylt að moka óhreinindunum til hliðar og út fyrir námuna áður en þeir hófust handa. Það átti ekki að tæma námuna alla í einu heldur skilja eftir hryggi, slíkt átti að auðvelda frekari myndun brennisteinsins og bændurnir áttu að hafa með sér bretti eða fjöl til að standa á, á meðan þeir mokuðu.
Þórður Thoroddi, íslenskur námsmaður sem dvaldist við búnaðarnám út í Svíþjóð var sendur hingað til lands af dönsku stjórninni til að kanna árangurinn af aðgerðum hennar á ýmsum sviðum, þ.á.m. brennisteinsvinnslu. Hann kom hingað 1779 og skoðaði bæði námurnar á Húsavík og í Krýsuvík. Þórður taldi umbætur Henchels af hinu góða.
Hverinn einiGreinargerð Jónasar er hin nákvæmasta og ætti að geta varpað nokkru ljósi á það hvernig vinnsluaðferðin þróaðist í lok 18. aldar og í byrjun þeirrar nítjándu. Þvottur á brennisteini var þá enn við lýði og bræðslan fór fram eins og Henchel lýsti henni 1776. Jónas getur þess að þvottur á brennisteini hafi líklegast verið tekinn upp í kjölfar heimsóknar og samkvæmt tillögum Henchels. Jónas mat það svo í skýrslu sinni að þvotturinn væri mjög af hinu góða og gæði brennisteinsins væru nú miklu meiri en áður. Eitthvað tapast þó af brennisteininum við þvottinn. Þvottaaðferðin sem Jónas lýsir er þó nokkuð frábrugðin þeirri aðferð sem Henchel lýsti 65 árum fyrr. Henchel talaði um einn trékassa sem brennisteinninn var þveginn í en hjá Jónasi eru kassarnir orðnir þrír. Í fyrsta kassanum voru stærstu leir- og gifsmolarnir tíndir úr og brennisteinninn mulinn, í kassa tvö var brennisteinninn hrærður upp í vatni og í þeim þriðja settist hann til botns. Jónas getur þess að umgengni um námurnar sé slæm og að ekki sé farið eftir reglunum sem settar voru í tíð Henchels. Jónas telur þær reglur reyndar úreltar og óheppilegar. Uppgröftur í námunum fór þannig fram að bændurnir fengu graftrar- og flutningsleyfi hjá forstöðumanni fyrir ákveðið marga hestburði af brennisteini. Síðan fóru þeir einn og einn eða margir saman til brennisteinsnámsins eftir ástæðum. Hver og einn gróf án þess að fylgja nokkrum reglum. Meiru máli skipti að vera fljótur því ekki var nærri alltaf að fá vatn og gras handa hestunum í nágrenni við námurnar. Bændurnir fengu greidda ákveðna upphæð pr. pund sem þeir komu með…
Á árunum 1755-1763 voru flutt út samtals 1.329 centner af brennisteini frá Krýsuvík eða um 73,8 tonn. Reksturinn gekk illa í fyrstu en var kominn á gott skrið 1756. Langmest var flutt út árið 1759 eða 484 centner en úr því dró úr framleiðslunni, væntanlega vegna þess að lítið var orðið að fá af brennisteini en hætta varð starfseminni í Krýsuvík 1763 vegna þess að námurnar voru orðnar tómar.
Umtalsvert meira af brennisteini var flutt út frá Húsavík en Krýsuvík og starfsemin þar varð langlífari. Á fyrstu árunum, 1764-1770 voru flutt út 4.486 centner eða 249,2 tonn. Á árunum 1770-1786 er áætlað að ársframleiðslan hafi verið um 24 tonn.
SkeifaHeildarútgjöld brennisteinssuðunnar í Krýsuvík á árunum 1752-1759 voru um 3.480 rd. en tekjurnar námu um 3.243 rd. Litlu hefur því munað að söluverð brennisteinsins nægði til að greiða allan stofn- og rekstrarkostnað við hreinsunina á tímabilinu 1753-1764 eins og Lýður Björnsson hefur bent á. Hagnaður var af starfseminni á Húsavík langflest árin. Á árunum 1774 -1784 nam ábati um 462 rd. Á þessu ellefu ára tímabili var hagnaður í átta ár en tap í þrjú ár og nam tapið þá umtalsvert hærri upphæð árlega en hagnaðurinn hin árin.53 Brennisteinsvinnsla var einn af fáum þáttum í starfsemi Innréttinganna sem skiluðu einhverjum hagnaði. En skipti brennisteinn máli fyrir fólkið í landinu?
Ekki hafa nundist neinar heimildir um greiðslur til bændanna sem sáu um gröft og flutning brennisteinsins úr námunum til Húsavíkur á tímum Innréttinganna. En samkvæmt konunglegri tilskipun frá 1720 áttu bændurnir að fá 1 sk. fyrir hvert pund af óhreinsuðum brennisteini sem þeir seldu á Húsavík en kaupmaðurinn fékk svo 3 sk. fyrir pundið út í Kaupmannahöfn. Eins og áður hefur verið nefnt og kemur fram hjá Jónasi Hallgrímssyni, þá fengu bændurnir meira greitt fyrir þann brennistein sem lengst var að sækja. Óvíst er hvort svo hafi einnig verið þegar Innréttingarnar sáu um rekstur brennisteinsverksins. Ekki nefnir Jónas neitt um það hvort verðið hafi verið mishátt eftir því hversu hreinn eða óhreinn brennisteinninn var.

Jóhanna

Í skjalasafni Rentukammers er bréf frá stjórn konungsverslunarinnar, dagsett 23. apríl 1783. Í bréfinu kemur fram að stjórnin er enn ekki alls kostar ánægð með brennisteinninn frá Íslandi og telur hún besta ráðið til að bæta rekstur námanna við Húsavík sé að bjóða þeim hærra verð sem koma með hreinni brennistein. Þetta er eina tillagan sem fundist hefur varðandi beina hvatningu til handa íslenskum bændum að koma með hreinni brennistein. En svo er aftur á móti ekkert sem bendir til þess að neitt hafi orðið úr þessum tillögum.
Hér hefur verið reynt að gefa dálitla innsýn í lítið rannsakaðan þátt í sögu landsins sem er brennisteinsnám og hreinsun. Áherslan var lögð á tímabil Innréttinganna og þá breyttu verkmenningu sem var tekin upp með stofnun þeirra. Markverðasta nýjungin í vinnslu brennisteins í tíð Innréttinganna er að sjálfsögðu sú að nú var tekið að hreinsa brennisteinninn hér á landi í stað erlendis áður. Hvatamaðurinn að starfseminni var Skúli Magnússon fógeti. Verkþekkingin barst frá Danmörku en þar hafði brennisteinn verið hreinsaður áður. Hreinsunin hér á landi gekk ekki mjög vel til að byrja með en eftir nokkrar tilraunir og prufusendingar til Danmerkur sem Skúli fógeti stóð fyrir sjálfur virðist allt hafa gengið vel um nokkurt skeið. Allt bendir til þess að sú aðferð að hreinsa brennistein með lýsi hafi verið þróuð upp á nýtt í Krýsuvík á fyrstu starfsárum brennisteinsvinnslunar þar upp úr 1750. Þá hafði hreinsun brennisteins með lýsi legið niðri á Íslandi um langan tíma eða í a.m.k 150 ár.

Brennisteinn

Brennisteinn í Seltúni.

Heimildir sýna að nokkuð var kvartað yfir lélegum brennisteini frá Íslandi á 8. áratug 18. aldar. Verslunarmenn í Danmörku vissu að betri brennistein var að fá út í Hollandi og keyptu hann þar athugasemdalaust þrátt fyrir innflutningsbann. Í kjölfar þess var danskur maður að nafni Ole Henchel sendur til landsins til að athuga hvað væri að. Hann kom með þær tillögur til úrbóta að þvo brennisteininn áður en hann væri bræddur. Hann taldi að með því mætti bæði spara útgjöld og fá betri brennistein. Ekki er að sjá að vel hafi tekist til hér á landi í framhaldi af tillögum Henchels. Ekki er heldur að sjá neina beina hvatningu eða ávinning fyrir þá sem unnu við vinnsluna og námið að bæta úr. Fáir höfðu atvinnu af þessari nýjung, 4-5 föst störf og aukavinna fyrir nokkra bændur í Mývatnssveit. Ekki er að sjá að vilji til úrbóta hafi verið mikill á Íslandi og bændurnir hirtu lítt um að fara eftir reglum um umgengni í námunum. Þvotturinn var markverðasta nýjungin sem Henchel kom með en þó misheppnuð eftir því sem Jón Hjaltalín segir. Brennisteinsverkið var þó rekið með hagnaði flest árin og óhætt er að segja að umtalsvert magn hafi verið flutt út. Framleiðslan hefur væntanlega mest öll verið notuð í stríðsrekstur út í Evrópu.
Enn er margt órannsakað um brennisteinsnám og hreinsun í sögu landsins sem áhugavert væri að skoða síðar s.s. þýðingu þess fyrir bændurna sem grófu eftir brennisteininum en hér er numið staðar í bili.“

Heimild:
www.bok.hi.is/vefnir

Jóhanna

 

Grindavík

Mæting var við bæjarhliðið dýra við Grindavíkurveginn á móts við Seltjörn.
Þaðan var ekið að Reykjanesvita. Ætlunin var að rekja og ganga eftir vesturmörkum Grindavíkurlands milli Valahnúks á Sydri thufalandamerkjum Hafna og norðurmörkunum áleiðis að Arnarkletti á landamerkjum Voga (Vatnsleysu-strandarhrepps). Á mörkunum áttu að vera landamerkjavörður og önnur kennileiti er gefa á þau til kynna. Ljóst er að núverandi landakort eru að mörgu leyti villandi þegar mörkin eru annars vegar. Gangan varð 23.7 km og tók 7 klst og 7 mín. Á langri göngu bar fjölmargt áhugavert fyrir sjónir á leiðinni.
Landamerki Grindavíkur og Hafna annars vegar og Grindavíkur og Keflavíkur hinsvegar og Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepps þversumvegar hafa jafnan verið ágreiningsefni, enda ástæða til. Að þessu sinni gengu FERLIRsfélagar eftir mörkunum frá austanverðum Valahnúk á Reykjanesi að Arnarkletti suðvestan Snorrastaðartjarna. Tilgangurinn var að leita uppi hugsanleg kennileiti að mörkunum með möguleg frávik í huga.
Gömul Varda-21kort voru höfð í farteskinu og auga haft með öllu hugsanlega markverðu. Jarðir Grindavíkurmegin er koma við fortíðarsögu eru Staður, Húsatóftir og Járngerðarstaðir. Aðrar staðalýsingar handan markanna voru og gaumgæfðar. Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið. Staður og Staðarkirkja, (Staðarkirkjuland)
(Kalmarstjarnarlandsbréf til samanburðar). Landamerkjabréf jarðarinnar er dags. 11.06.1890, þinglýst 20.06.1890.
Í ljós kom að eftirnefndar landamerkjalýsingar einstakra jarða eru ekki þau sömu og hreppamörkin segja til um. Á leiðinni komu í ljós allmargar vörður er gáfu till kynna að vesturmörkin voru á milli Sýrfells og Súlna og norðurmörkin á milli Stapafells og Arnarkletts.

Varda-22

Fyrrnefnt bæjarhliðið dýra er nálægt markalínunni. En hvort línan liggi úr austurhlið Valahnúks, miðri Valahnúkamöl eða úr Syðri þúfu fremst á Valbjargagjá í Sýrfell skal ósagt látið. Ummerki eftir fyrrnefndu möguleikana voru þó greinileg.
….Landamerki Staðar: að norðvestanverðu er markalína frá austanverðum Valagnúp eftir Oddbjarnarkeldu á Reykjanesi í Haugsvörðugjá miðja og eftir henni austanvert, eða úr Sandfelli í Sýrfell og í sjó fram, samkvæmt áður þinglesnum landamerkjum milli Gálmatjarnar (á að vera Kalmannstjarnar og Staðar). Að suðvestan og sunnan takmarkar sjór land allt frá Valagnúp að vestan og að Hvirflum austur, vestanvert við Arfadali. Að norðan og norðaustan lína í miðjum Hvirflum, þar sem sundmerki á Staðarsundi bera saman, frá sjó, og sjónhending beina stefnu upp og norður hraun í línuna.
Eign og ítök Staðarkirkju: 1) Skógfell Stóra í Grindavík 2) Selsvellir að selstöðu og Varda-23hagagöngu. Samkomulag um merki Staðar og Kalmannstjarnar skjal nr.2404/79, dags. 16.01.1979, þinglýst 30.05.1979. Loftljósmynd fylgir.
….Hornrétt frá sjó á miðjan kamb Valahnúkamalar, þaðan í syðri þúfu í Valbjargagjá, þaðan beina línu í vörðu á tindi Sýrfells. Nánar tiltekið er Syðri þúfa á Valbjargagjá á barmi gjárinnar, 120 metra norðan við þann stað, þar sem endi Valhnúkamalar kemur í gjána. (Nyrðri þúfa á Valbjargagjá er 570 metra í hásuðri frá Reykjanesvita, á gjárbarminum á dálitlu horni á gjánni. 235 metrar eru á milli þúfnanna tveggja).
Húsatóptir : Landamerkjabréf dags. 01.06.1889, þinglýst 21.06.1889. …Vestur og NV-takmörk Húsatóptarlands eður landamerki milli Húsatópta og Staðar er lína sú, sem liggur frá sjó til norðurs-norðvestur gegnum hinar svonefndu Hvirflavörður, og svo sjónhending norður hraun í norðvestur-norður takmarkalínuna úr Sýrfelli að sunnan í Sandfell, Súlur og í þúfu á Stapafelli, sem aðskilur Húsatóptaland frá löndum Hafna og Njarðvíkna.

Varda-24

Austnorðaustur landamerki milli Húsatópta og Járngerðastaða frá sjó, og svo úr Bjarnagjá í þúfu á Stapafelli.
Járngerðarstaðir: Landamerkjabréf dags. 19.10.1823, þinglýst 21.06.1889. …..að vestan byrjuð: Frá Markhól við sjóinn beina stefnu í Stapafellsþúfu, þaðan í Arnarstein fyrir ofan Snorrastaðavatnsgjá, úr Arnarsteini í þúfuna á Skógfelli-litla, þaðan í þúfuna á Stagafelli, þaðan beint fram í Markalón á Hópsrifi…. Landamerkjalýsingu mótmælt af eigendum Hóps og Húsatópta…..
Jarðir í fyrrum Hafnarhreppi: Þegar jarðabók Árna og Páls er rituð 1703 voru sex lögbýli í Hafnarhreppi, en þrjú þeirra voru í eyði og höfðu verið lengi.

Varda-25

Merki Hafnarhrepps voru samkvæmt lýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar í Merkinesi frá árinu 1934 þessi: “frá Einbúavörðu, þaðan liggur línan sem næst í austur um Illaklif yfir öll nes og víkur í horn Djúpavogs, þaðan í grjóthól, sem er um 300 faðma upp frá botni Djúpavogs, heitir hann Beinhóll. Frá Beinhól er línan í Háaleitisvörðu (nú stendur þar flugskýli), sem var hornmark. Þaðan lágu mörkin suðvestur að suðri í Steindrang (hann er horfinn, en stóð nálægt því sem nú er varnargirðingarhliðið), sem er næst suðvestan Ásenda, en þeir eru í Njarðvík). Frá Steindrang er línan í stóran klofinn klapparhól, sem er nærri beinni stefnu í Stapafellsþúfu á Stapafelli (hún sést ekki lengur, þar sem búið er að fjarlægja fellið að miðju). Úr Stapafellsþúfu liggja mörkin um miðjar Súlur, næsta fell fyrir sunnan, nokkuð hátt með þremur hnjúkum, en þaðan beina línu í Hauga. 

Refagildra

Þaðan sjónhending í mitt Sýrfell og áfram beina línu í Valbjarnargjá- bergröðul sunnan túnsins á Reykjanesi – og þaðan í sjó fram.”
Staður í Grindavík á land að kröfusvæðinu að sunnan og kemur þar á móti jörðin Kalmannstjörn í fyrrum Hafnarhreppi (nú Reykjanesbæ). Samkomulag var gert um merki milli jarðanna þann 16.01.1979 og því þinglýst 30.05.1979, ásamt loftljósmynd. ….Hornrétt frá sjó á miðjan kamb Valahnúkamalar, þaðan í syðri þúfu í Valbjargagjá, þaðan beina línu í vörðu á tindi Sýrfells. Nánar tiltekið er Syðri þúfa á Valbjargagjá á barmi gjárinnar, 120 metra norðan við þann stað, þar sem endi Valhnúkamalar kemur í gjána. (Nyrðri þúfa á Valbjargagjá er 570 metra í hásuðri frá Reykjanesvita, á gjárbarminum á dálitlu horni á gjánni. 235 metrar eru á milli þúfnanna tveggja).

Varda-27

Samkvæmt merkjalýsingu 4/9 1889 milli Kirkjuvogs og Grindavíkurhrepps skulu merki vera frá veginum úr miðri Haugsvörðugjá og þaðan beina stefnu í þúfuna, sem er á innri endanum í Stapafelli. Í milli Kirkjuvogs og Njarðvíkur eru þessi merki: Frá áðurnefndri þúfu á innri enda Stapafell, þaðan beina stefnu í svonefndan Stóra-Klofning, úr honum í steindrang, úr Steindrang í Háaleitisþúfu.
Þann 5. febrúar 1954 var gert samkomulag um merki milli Húsatófta í Grindvík og Kirkjuvogshverfisjarða í Hafnarhreppi. Þau skulu vera lína úr Haugum á norðvesturbarmi Haugsvörðugjár beina stefnu á Stapafellsþúfu á norðausturenda Stapafells. Þegar þessar merkjalýsingar við Grindavíkurjarðir eru skoðaðar sést að vantar lýsingar á merkjum frá Sýrfelli að Haugum.
Merkjalýsing milli Kalmannstjarnar og Merkiness er frá 4/9 1889 og segir: “…Frá þúfunni í miðri Skiptivík upp í svonefndan Markhól, sem stendur í sandinum fyrir ofan Kalmannstjörn, þaðan beina línu í vörðuna, sem stendur við alfaraveginn á Haugsvörðugjáarbarmi.
Merkjalýsing milli Merkiness og Kirkjuvogstorfu er frá 31/3 1923 og hljóðar svo: “Lína skal tekin úr skeri því sem Markasker nefnist og verið hefur fjörumark á milli Kirkjuvogs og Merkiness, í vörðu þá er á bakkanum stendur og kölluð er Sundvarða, um Bræður, Torfhól og Arnarbæli, frá Arnarbæli í mitt Lágafell. Frá línu þessari á Merkines allt land til heiðar og fjöru suður að landi Kalmannstjarnar.”

Varda-26

Merkjalýsing milli Kirkjuvogstorfunnar og Stafnestorfunnar er í samræmi við Hæstaréttardóm frá 9/1 1925 og yfirlýsingar vegna dóms dags 13/6 1925: “Úr Gömlu þúfu á Háaleiti í Beinhól, sem liggur fyrir botni Djúpavogs, úr Beinhól í miðjan Djúpavogsbotn við stórstraums flóðmál hvar varanleg merki skal sett, auðkennt L.M. Þaðan bein lína um ósinn í vörðu þá er stendur í suðurenda Vörðuhólma, er skal auðkennd LM með varanlegu millimerki, er sett skal á Illaklif einnig auðkennt LM. Frá Vörðuhólma sunnan um Selsker og Hestaklett á sjó út.
Jarðir í fyrrum Njarðvíkurhreppi: Lýsing merkja Innri Njarðvíkurhverfis og Voga frá 25/6 1889. “…Úr miðri innri skoru á Stapa, beina línu í Arnarklett svokallaðan, sem stendur í hrauninu fyrir ofan Vatnsgjá, úr Arnarkletti beina línu suður í vörðu, sem er á Stapafelli, í Stapafellsgjá, þaðan beina línu í Vogshól, úr Vogshól beina línu í vörðu, sem stendur á svonefndum Grænás ofan Háubala á Njarðvíkurfitjum, úr Grænásvörðu til sjós í mitt Markasker, sem einnig skipta fjörulöndum.

Varda-28

Lýsing merkja milli Ytra Njarðvíkurhverfis og Vatnsness er frá 20/9 1889: “Landamerki á milli Ytra- og Innra Njarðvíkurhverfis eru úr miðju Merkiskeri, beint í Grænás, þaðan beint í Vogshól, þaðan upp í Stapafellsgjá og þaðan í hæsta hnjúk á austur enda Stapafells. Úr Stapafellshnjúk beina línu í Kirkjuvogsklofninga, þaðan í Þrívörður, þaðan beina sjónhending í Gömlu þúfu á Háaleiti og þaðan í Kólku, sem stendur á norður enda Háaleitis. Frá Kólku eru landamerkin beina línu ofan í Nærstrandargróf í Keflavík.” Önnur merkjalýsing var gerð 20/5 1922 og er hún nákvæmlega eins.
Einu almenningslöndin, sem Jarðabók ÁM fjallar um eru Suðurnesja-almenningar, en þeir almenningar byrja ekki fyrr en austarlega í Grindavík og Vatnsleysuströnd.

Baejarhlid grindavikur

Á göngunni var m.a. komið inn á götu í ofanverði Haugsvörðugjá er líklega verður að teljast gatan milli Árnastígs við Lágafell niður með Arnarbæli þar sem vera átti hinn forni Gamli-kaupstaður skv. örnefnalýsingum. Það var leið Grindvíkinga þegar verslunarstaðurinn var á Básendum. Ætlunin er að skoða þá götu fljótlega.
Á göngunni fannst auk þess enn ein hlaðin refagildran á Reykjanesskaganum, nú vestan Súlna, og hlaðið gerði efst í Haugsvörðugjánni austanverðri. Hennar er ekki getið í fornleifaskráningu fyrir raflínuna, sem þar liggur skammt frá. Vörðubrot er greinilegt á efstu brún Súlna, en fjallinu hefur verulega verið fórnað á altari nútímaþarfa mannanna.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín., sem fyrr sagði.

 

Grindavík

Borgarhlið Grindavíkur.

 

Selatangar

„Rústir sjóbúða er að flnna víðsvegar við strendur Íslands. Þessar búðir eru merkar fornleifar sem mlnna fólk á þá tíð þegar landsmenn sóttu til velða á opnum bátum, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður.
sjobud-991Hinar eiginlegu sjóbúðir — líka nefndar útver — voru reistar á þeim stöðum þar sem stutt var á miðin og heppilegt að sitja fyrir fiskgöngum á vissum tímum árs.

Misjafnlega margir bátar voru saman komnir á hverjum stað og voru áhafnir þeirra þar um kyrrt meðan á veiðum stóð enda höfðu þær þar ýmist hlaðnar verbúðir eða tjöld. Sjósókn úr þessum útræðum var þjóðinni ákaflega mikilvæg á fyrri öldum enda bætti hún hag hennar til muna frá því sem var þegar landsmenn höfðu varla úr öðru að moða en afurðum búfjárins.
Mikilvægi búðanna sést kannski best þegar talan hundrað fimmtíu og fjórir er nefnd, en hún segir einmitt til um þann f jölda útvera sem talið er að hafi verið reist við strendur landsins. Ein heillegasta og best varðveitta sjóbúðin frá fyrri tíð er vafalítið útverið Selatangar á sunnanverðum Reykjanesskaga. Það er að finna — með öllum sínum fornlega blæ — þar sem ögmundarhraun liggur út í sjó milli Hælsvíkur og Hraunsvíkur. Selatangar eru langt utan alfaraleiðar og er reyndar nokkuð erfitt að komast að útverinu landleiðina. Þessi einangrun búðanna hefur sennilega átt mestan þátt i þvi hvað þær hafa varðveist lengi og vel og hvað þær eru í rauninni ósnortnar af því sem heitir nútími.

selatangar-992

Ef draga má ályktanir af því, að skoðanir fil. dr. Sveinbjarnar Rafnssonar séu réttar eða nálægt sanni, má ætla að útróðrar frá Selatöngum hafi hafist seint á 15. öld eða nálægt aldamótunum 1600. Má þá slá því föstu að stöðugt útræði hafi verið þaðan um nærfellt þriggja alda skeið. Ekki er nokkur leið að sannreyna með nokkurri nákvæmni hvenær sjóróðrar hafi hafist þaðan. Aftur á móti er fullkomin heimild fyrir því, að þeir hafi verið stundaðir þaðan allar götur fram til ársins 1884.
Í bók Ólafs Þorvaldssonar Harðsporum segir: „Útræði mun hafa að mestu lagst niður á Selatöngum á síðari hluta nítjándu aldar og munu síðustu útgerðarmenn þar hafa verið þeir Beinteinn smiður í Arnarfelli og Sveinn ríki á Læk“. Þórarinn Einarsson frá Höfða á Vatnsleysuströnd skýrði Lúðvíki Kristjánssyni frá því á sínum tíma, að faðir hans, Einar, hafi verið þar við sjóróðra og að seinasta vertíð hans hafi verið 1884, en að þar með hafi líka sjóróðrar frá Selatöngum lagst niður. Einar faðir Þórarins fæddist og ólst upp í Nýjabæ í Krýsuvík og koma að sjálfsögðu tengslin við sjóróðrana þaðan.“
„Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, voru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur voru suðaustan andir Núphlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá aðalhverfinu, en þar um slóðir var Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða aðeins Hálsinn.
Í jarðabók sinni telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi sjö af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum. Telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar var sjötíu manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því, að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinganna, Þá hefur hún verið næsta lítilfjörleg á slíkri afbragðs hagagöngujörð. Hrossafjöldi er og mjög af skornum skamti, en mjólkurkýr telja þeir vera tuttugu og tvær.
Sem hlunnindi telja þeir fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláts til sölvatekju.“ Þá geta þeir þess, að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa, „en lending þar þó merkilega slæm“.

selatangar-993

En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu, mun þó útræði á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, að minnsta kosti alltaf öðru hverju. Til er gömul þula, þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má.“ En endar svo: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá.“
Á Selatöngum hafðist við um eitt skeið hinn nafnkunni Tangadraugur (Tanga-Tumi, sem talinn var hversdagslega fremur meinlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðarmikill að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini gamla í Arnarfelli sagðist frá. Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó að eins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins austan heimabergsins, en vestan Strandarbergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki að taka fleiri egg en hundrað og fimmtíu og ekki að veiða meir en þrjú hundruð fugla (svartfugl, álku og lunda. Ekki fylgdu heldur engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á flestum þessara býla mátti fóðra. tvær kýr, hesta eftir þörfum, en um sauðfjáreign munu engin ákvæði hafa verið né þótt þurfa. Þegar Nýjulöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta hluta. í góðu grasári gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut af hvoru Nýjalandi um fimmtíu hestburði af nautgæfu heyi.

Arnarfell-991

Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar. Er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja þaðan á Krísuvíkurengjar.
Langt mun nú síðan Gestsstaðir voru byggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, bæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í riti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en þrjá eða fjóra töðukapla, þegar bezt lætur.
Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um eða fram yfir 1870, en túnið þar var jafnan slegið frá höfuðbólinu fram undir 1390. Þá er túnið var í rækt, var talið, að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera, að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).
Á Fitum vorn nokkuð stæðilegar bæjartóftir fram yfir siðastliðin aldamót. Þar var og, safngryfja, sem óvíða sást merki til annars staðar i hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitum og útslægjur hefði mátt hafá þaðan á Efri-Fitum, Lundatorfu eða í Selbrekkum. Eigi var og heldur langur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina.“
Arnar is 125Þegar gengið er um fjöru Selatanga má víða sjá brak úr báti. Um er að ræða brak úr Arnar ÍS 125, sem fórst þar fyrir utan í nóvembermánuði árið 1986. Um atvikið er m.a. fjallað í Ægi árið 1987: „Arnar ÍS 125 fór í línuróður frá Sandgerði um miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 23. nóvember 1986.
Skipverjar, er voru tveir, töluðu við sjómenn á öðrum bátum um nóttina, síðast klukkan rúmlega 8 á laugardags-morguninn. Þeir voru þá skammt frá Selatöngum á sunnanverðu Reykjanesi. Annar sjómannanna var á svokallaðri baujuvakt og er ekki vitað annað en að þá hafi allt verið í lagi. Daginn eftir, sunnudaginn 23. nóvember, gengu tvær rjúpnaskyttur frá Hafnarfirði fram á björgunarbát í fjörunni við Selatanga og var „Arnar“ strandaður á grynningum um 100 metra frá björgunarbátnum. Kom í ljós að „Arnar“ hafði farið upp á grynningar og laskast töluvert á þeim og stöðvast um 40-50 metra frá fjöruborðinu. „Arnar“ var þá þegar mikið brotinn, stjórnborðssíðan var t.d. alveg farin úr honum ásamt hálfu dekkinu og stórt gat var einnig á bakborðssíðunni. Björgunarbátur „Arnars“ var uppblásinn en mannlaus.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út til leitar og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Sif kom einnig fljótlega á vettvang. Skipuleg leit hófst síðan mánudaginn 24. nóvember, en hún bar engan árangur.
Með „Arnari“ fórust: Jón Eðvaldsson, skipstjóri, Suðurgötu 28, Sandgerði, fæddur 20. janúar 1933, kvæntur og lætur eftir sig þrjú uppkomin börn og Jóhannes Pálsson, Suðurgötu 16, Sandgerði, fæddur 31. maí 1952, kvæntur og lætur eftir sig þrjú ung börn.“

Heimild:
-DV. 18. júní 1983, bls. 2.
-Lesbók Morgunblaðsins 25. nóvember 1989, bls. 9.
-Tíminn Sunnudagsblað 25, júní 1967, bls. 543 og 550.
-Ægir, 80. árg. 1987, 2. tbl., bls. 82.

Selatangar

Frá Selatöngum.

Járngerðarstaðir

Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í „Ensku öldinni„og „Tíu þorskastríð„, sbr. innihald texta:

“Grindavíkurstríðið”
I. hluti – 3. mars 2004.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

“Atvinnuvegir á Íslandi voru aðallega landbúnaður. Þó voru þrjú svæði undanskilin; 1. Vestmannaeyjar, 2. Reykjanesskaginn (mikil hraun – gróðurspildur með ströndinni) og 3. undir Jökli. Á Reykjanesskaganum var þó merkilegur landbúnaður í Grindavík, alveg fram til 1800, en það var garðyrkja, s.s. á Skála og á Hrauni.

Gerðavellir

Gerðavellir við Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Fiskveiðar voru aðallega stundaðar á framangreindum svæðum. Fram til 1300 veiddu Íslendingar aðallega við landið. Skömmu fyrir 1300 gjörbreyttist ástandið. Noregskóngur hafði einkaleyfi á veiðum við allar eyjar er tilheyrðu Noregi. Aðrir þurftu að fá leyfi til að veiða þar eða versla. Yfirleitt var slíkt leyfi ekki veitt. Síðast á 14. öld breyttist þetta ástand. Englendingar urðu fyrstir til að sækja á fiskimiðin við Ísland, en af þessum eyjum Noregskóngs. Fram yfir 1380 voru fiskiskip yfirleitt lítil og yfirleitt ekki vel fallin til úthafssiglinga. Ný siglingatækni kom fram. Norðurlandabúar töpuðu forystunni á höfunum, en Englendingar tóku yfir; fyrst með tvímastra, þrímastra og jafnvel fjórmastra skipum. Fyrir 1400 voru Englendingar farnir að sigla á slíkum skipum hingað. Fyrstu frásagnir af siglingum Englendinga hingað eru frá 1396 er maður í Vestmannaeyjum var drepinn, en skv. frásögnum lágu 6 skip, útlensk, í höfninni þá nótt. Sextán árum síðar kom skip af Englandi er þá statt við Dyrhólaey. Róið var út að því. Reyndist skipið vera frá Englandi. Sögur af Ríkharði nokkrum komu skömmu síðar, en sá hafði “konungsbréf frá Noregskonungi” til siglinga hingað. Árið 1413 er til frásögn skipa enskra í Reykjavík.

Gerðavellir

Tómas Þorvaldsson við virki Jóhanns Breiða ofan við Stóu-Bót.

Fiskur var aðallega hertur. Árið 1432 kom fyrsta þýska skipið hingað, en það var á vegum Hansakaupmanna. Noregskóngur hélt fast í einkaleyfi sitt til vöru-, veiði- og verslunarferða á sínum svæðum. En vegna þess að norsk skip gátu veitt nær markaðinum í Evrópu var hann ekki eins fastheldinn á þennan rétt sinn er fjær dró. Er Englendingar fóru að koma til Íslands bannaði Noregskóngur för þeirra til landsins. Englendingar og Íslendingar tóku ekki mark á því banni. Íslendingar ömuðust að vísu í fyrstu við fiskveiðum Englendinga, en fögnuðu vöruflutningum þeirra og verslun. En fyrir vöruflutninga Englendinganna fengu þeir “þol til fiskveiða”. Englendingar voru sterkastir við landið og víða með aðstöðu, alveg frá Flatey á Breiðafirði og suður með vesturströndinni, en höfuðvígi þeirra var í Hafnarfirði. Réðu þeir uppsátrum og festarhælum í öllum höfnum.

Straumsvík

Straumsvík.

Þjóðverjar, sem komu um 1430 urðu fljótlega vinsælli. Þeir keyptu fisk og skreið á allt að 70% hærra verði og seldu sína vöru ódýrari. Mikil eftirspurn var eftir fiski í Evrópu svo þeir gátu selt hann á margfalt hærra verði þar. Trúarbrögð, fastan, var aðalástæðan. Þjóðverjar voru einnig vinsælli en Englendingar vegna þess að hinir síðarnefndu stálu oft á tíðum fiski frá Íslendingum; fiski sem safnað hafði verið saman til sölu um vorið. Þetta varð til þess að Englendingar töpuðu smám saman öllum höfnum sínum (sem að vísu voru ekki eiginlegar hafnir í okkar skilningi, heldur viðleguaðstaða). Englendingar höfðu haft Hafnarfjörð fyrir aðalhöfn (Grindavík var nr. tvö), en þeir sigldu jafnan til Straumsvíkur.

Básendar

Básendar.

Um 1480 ráku Þjóðverjar Englendinga frá Hafnarfirði og Straumsvík (Þýskabúð) og tóku sér fasta búsetu í Hafnarfirði. Reistu þeir kirkju og vöruskála. Staðinn nefndu þeir Flensborg. Árið 1480 kom stórt þýskt vöruflutningaskip og lá við landfestar við Straumsvík. Sex ensk herskip komu og tóku skipið, fluttu það út og seldu áhöfnina m.a. í ánauð. Englendingar fluttu sig til Grindavíkur, en Þjóðverjar til Básenda. Sú regla gilti að sú áhöfn sem fyrst kom að höfn að voru átti einkaaðstöðu þar það sumarið. Upp spratt verslunarstétt, nefnd “verslunarduggarar”. Þeir fóru að sigla til Íslands, ekki bara yfir sumarmánuðina, heldur alveg fram í nóvember. Íslendingar unnu hjá þeim og sáum um veiðar og vinnslu aflans, t.d. í Grindavík, á Básendum og í Hafnarfirði. Eftir að Englendingar byrjuðu að sigla hingað komu þeir sér upp umboðsmönnum. Í Grindavík var það Marteinn Einarsson frá Stað. Stjórnaði hann verslun Englendinga hér. Systir hans var gift Englendingi. Lærði Marteinn m.a. listmálun í Englandi. Eftir að Þjóðverjar lögðu undir sig Hafnarfjörð fóru þeir að herja á Englendinga annars staðar, t.d. á Básendum við Stafnes (sem hét Starrnes til forna).

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Árið 1532 varð Grindavíkurstríðið” eða “Fimmta þorskastríðið” (sjá Enska öldin og Tíu þorskastríð eftir Björn Þorsteinsson (tvær bækur)).
Fyrsta þorskastríðið var 1415-1425 að sögn Björns. Þá var öllu útlendingum bannað af Noregskóngi að sigla til Íslands. Jafnvel innlendum mönnum var það bannað. Siglingar Englendinga uxu þó heldur, enda tók Englandskóngur ekki undir ósk mágs síns, Danakóngs, um bannið. Ítrekaði einungis að hans menn mættu ekki sigla til Íslands, enda væri fyrir slíku ekki forn venja. Við þetta jókst Englendingum ásmegin. Hirðstjóri Dana og Norðmanna, Hannes Pálsson (danskur, en með íslenskt nafn), var handtekinn hér á landi og fluttur til Englands. Leyfi danska Noregskóngsins var þá skilyrt vöruflutningum með þá heimild til fiskveiða við landið “en bannað aðvífandi aðilum”.

1467-1449 var annað þorskastríðið. Danakóngur lét hertaka nokkur ensk skip á Breiðafirði. Englendingar lofuðu þá að stunda ekki siglingar nema að hafa til þess leyfi konungs. Eftir þetta stríð tengdust Íslendingar alveg Danakóngi.

Básendar

Básendar – festarhringur.

1449-1490 var þriðja þorskastríðið. Þeir, sem keyptu sér leyfi til Íslandsferða, voru í fullum rétti til siglinga til Íslands. Árið 1465 voru öll slík leyfi úr gildi felld. Englendingar létu ekki segjast. Björn Þorleifsson, hirðstjóri að Skarði, fór árið 1467 að Rifi og ætlaði að hindra verslun Englendinga þar, en þeir gerðu sér lítið fyrir, festu hann við staur og drápu. Kona hans, Ólöf hin ríka, gerðist þá hirðstjóri og sagði þau fleygu orð: “Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og hefna hans”. Lét hún handtaka Englendingana og gerði þeim m.a. að leggja stétt eina mikla að Skarði.
Danir reyndu að hrekja Englendinga héðan, en hömpuðu þýskum. Diðrik Píning hrakti t.d. Englendinga frá Hafnarfirði. Englendingar töpuðu þá flestum höfnum sínum.
Hinrik VIII. var við völd í Englandi. Aðalhafnir Englendinga voru á Básendum og í Grindavík. Þegar Þjóðverjar komu til landsins 2. apríl 1532 fóru þeir ekki til Grindavíkur heldur inn á Básenda. Fyrirliði þeirra, Ludtkin Smith, hafði sagst ætla að vinna eina höfn af Englendingum, en hann mun hafa verið skyldur fyrirliða þeim er enskir hertóku við Straumsvík og færðu í þrældóm. Samkvæmt reglunni átti hann rétt á aðstöðunni (fyrstur að vori). Básendar var aðalhöfnin á Romshvalanesi. Keflavík var ekki einu sinni orðið þorp. Skömmu síðar komu Englendingar að Básendum, réru í land og báðu um að fá að hafa þar aðstöðu. Ludtkin hafnaði beiðni þeirra, sagðist ætla að bíða eftir væntanlegu öðru þýsku skipi þangað. Englendingar virtust taka þessu furðu vel og réru til baka út í skip sitt. Skömmu síðar kom annað enskt skip þar að. Þá breyttist framkoma Englendinganna gagnvart Þjóðverjum. Annað skipið sigldi inn í höfnina og réðst á Þjóðverjana. Héldu Englendingar að þeir hefðu í fullu tré við þá. En þeir vissu ekki eitt, Bróðir Ludtkins, Hans Smith, hafði haft vetursetu á Básendum, varðveitt fiskistafla, sem ætlunin var að flytja út að vori, og vingast við heimamenn. Þegar Þjóðverjar sáu hvert stefndi, söfnuðu þeir liði, aðallega Íslendingum, og mikil orrusta verður með fylkingunum. Þjóðverjum og Íslendingum tókst að gersigra Englendinga. Öðru skipinu var sökkt, en Þjóðverjar náðu hinu.

Skipsstígur

Skipsstígur ofan Grindavíkur.

Þá víkur sögunni til Grindavíkur. Englendingar voru þar, um 15 að talið var. Foringi þeirra er Joen Breen (Brier), nefndur Jóhann Breiði af heimamönnum. Líklega var hann fjarskyldur Englandskóngi. Annar mjög merkilegur Englendingur var þarna líka, en sá var yfirfálkatemjari Englandskóngs. Sennilega í þeim erindagjörðum að fanga hér fálka og temja, en þeir voru bæði konungasport og útflutningsvara. Þessi Englendingar reistu virki að Járngerðarstöðum. Svolítið öðruvísi var þá umhorfs þar en nú er. Sjórinn er búinn að “éta” mikið af landinu. Virkið var sennilega þar sem nú er Stóra Bót á Hellunum. Englendingar uggðu ekki að sér. M.a. vegna þess að í höfninni (líklega Stóru Bót eða austar) voru 5 ensk skip. Af einhverri ástæðu fréttu Þjóðverjar að til stæði að halda drykkjusvall hjá Englendingum í Grindavík. Þjóðverjar tryggðu sér þá stuðning danskra yfirvalda á Bessastöðum og söfnuðu liði frá Hafnarfirði og Njarðvíkum, auk áhafna átta þýskra skipa. Söfnuðust þeir saman við Þórðarfell ofan við Grindavík og skiptu liði. Um nóttina, aðfararnótt 11. júní 1532, og héldu sumir suður Árnastíg (Skipsstíg) að virkinu (Hafnfirðingar og Njarðvíkingar) og aðrir að skipunum. Voru 15 Englendingar drepnir í Virkinu, þ.á.m. Jóhann Breiði, en lík hans var illa leikið eftir átökin. Átta voru teknir höndum. Voru þeir látnir dysja félaga sína undir virkisveggnum, í svonefndri Engelsku lág. Fjórum skipum tókst að leggja frá landi, eitt strandaði og árásarliðið náði einu, Peter Gibson, skip Jóhanns Breiða.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir.

Lagt var hald á skipin og aðrar eigur Englendinga. Frásagnir eru af þessum atburði í nefndri bók Björns Þorsteinssonar; “Enska öldin” og sú frásögn er tekin upp í “Sögu Grindavíkur” eftir Jón Þ. Þór. Í kjölfarið sigli þras og síðan friðasamningar á milli Dana, Englendinga og Þjóðverja. Með “Grindavíkurstríðinu” lauk svonefndri “ensku öld” á Íslandi.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir.

Ólafur Ásgeirsson, núverandi þjóðskjalavörður, gerði gangskör í að fá skjöl varðandi átökin frá Hamborg til Íslands er til voru um nefnda atburði, a.m.k. afrit af þeim. Svar þýskra var út í hött í fyrstu, en síðar var Íslandi boðið að fá afrit af skjölunum ef það kostaði afritunina; um 500 arkir skjala (af þeim hafa um 30 verið þýdd). Þau eru flest á latínu, þýsku og 1-2 á íslensku. Engin fjárveiting var til svo Jón Bö. var sendur við annan mann til bæjarstjórans í Grindavík ( fyrir 15 árum) til að leita ásjár. Þeim var vel tekið og samþykkti bæjarstjórn að greiða kostnaðinn. Grindvíkingar fengu síðan filmur af skjölunum 500 og Þjóðskjalasafnið fékk afrit. Filmurnar eiga að vera til uppi á lofti í bæjarskrifstofunum, en enginn virðist vita hvað þær er nákvæmlega. Afrit af skjölunum er þó til á Þjóðskjalasafninu og mun Ólafur Ásgeirsson skýra þau nánar með Jóni í næstu fyrirlestrum. Tvö bréfanna eru undirrituð af Hinriki VIII., þ.á.m. skaðabótakrafan er fylgdi í kjölfar mannvíganna ofan við Stórubót þennan örlagaríka dag í júnímánuði árið 1532”.
Sjá II. hluta.

ÓSÁ skráði – yfirlestur JG – VG og SJF.

Grindavík

Grindavík.

Blómgunartími jurta er ótrúlega misjafn. Það á ekki bara við hvenær sumars þær blómgast, heldur líka hversu lengi þær bera blóm.

Hjartablom-1Hjartablómið byrjar t.d. að blómstra í júníbyrjun og er að út ágúst. Þetta er ættingi af reykjurtaætt. Plönturnar eru safamiklar og stönglarnir stökkir og veikbyggðir.
Hjartablómið er af ættkvísl, sem heitir Dicentra. Þetta er lítil ættkvísl, u.þ.b. 20 tegundir og náttúruleg heimkynni eru í N-Ameríku og A-Asíu. Tvær af þessum tegundum eru þó nokkuð algengar í okkar görðum; dverghjarta eða Dicentra formosa, sem er frá N-Ameríku, og hjartablóm, D. spectabilis frá A-Asíu.
Dverghjartað er fremur lágvaxið eins og nafnið bendir til. Laufið er fínlegt og margskipt og blómstöngullinn með mörgum, hangandi blómhjörtum. Algengast er að blómin séu bleikleit, en til eru afbrigði með hvítum og jafnvel dökkrauðum blómum. Hjartablom-2Dverghjartað er harðgert og þolir bæði sól og hálfskugga, en blómstrar minna í skugganum.
Hjartablómið er bæði stórt og glæsilegt, eiginlega ógleymanlegt í allri sinni dýrð. Það verður 50-100 cm á hæð og vill helst töluvert skjól, því plantan verður há og fyrirferðarmikil og stönglarnir eru stökkir. Blómstönglarnir eru langir og blómin fjölmörg á hverjum stöngli, líkt og einhver hafi dundað sér við að þræða lítil, blóðrauð postulínshjörtu upp á perluband. Blómin eru með tvö rósrauð bikarblöð, sem eru uppblásin og líkt og hjarta í laginu en krónublöðin, sem koma niður úr hjartanu, eru hvít.
Erfitt er að lýsa innihaldi hjartans nákvæmlega, því krónublöðin og fræflarnir fléttast saman á furðulegan hátt inni í því. Danir kalla blómið Leutenantshjarta, eða hermannshjarta og útskýra nafnið með smásögu, eins og þeirra er von og vísa. Hvað býr í hjarta hermannsins? Jú, það er dansmeyjan, í sínum hvíta og fallega ballkjól.

Heimild:
-Morgunblaðið (Fasteignablað), þriðjudaginn 3. ágúst, 2004.

Húsatóftir

Golfvellir á Reykjanes- skaganum eru allir byggðir á sögulegum minjasvæðum. Á, og við þá, eru bæði varðveittar minjar og einnig eyddar minjar.
Athyglin beinist að boltanum, en hvað um umhverfið...Líklega eru golfvellirnir þó nú best vernduðu svæðin á Skaganum því víðast hvar virðast þeir hafa notið betri skilnings og beinlínis forgangs þegar kom að varnargarðagerð vegna ágangs sjávar.
Svo virðist sem í upphafi hafi verið farið af stað með vallargerð á hverjum stað með lítilli fyrirhyggju hvað varðar gildi minjanna, en í seinni tíð má sjá hjá hlutaðeigandi vott af áhuga á merkilegheitunum til framtíðar litið. Dæmi þessa er ferð FERLIRsfélaga á Vallagerðisvöllinn við Sandgerði fyrir örfáum árum. Rétt er að geta þess í upphafi að FERLIR hefur haft það fyrir sið í mörg ár að fara eina golfvallaferð á ári. Flestir gætu látið sér detta í hug að um æfingaferðir væri að ræða, en svo er ekki. FERLIR hefur aldrei æft golf, einungis tekið þátt í mótum – einu sinni á ári. Þannig var því háttað á Vallagerðisvellinum umrætt sinn – holukeppni. Áhuginn beindist þó meira á keppnisleiðinni að nálægum sögulegum minjum en nýlega númeruðum holum, sem golfkúlunni var ætlað. Golfvöllurinn er nefnilega í landi Kirkjubóls, þess staðar er kom svo eftirmynnilega við sögu Jóns Gerrekssonar og síðar banamanna Takmarkinu náð - eða hvað...Jóns Arasonar, biskups (1550). Auk tófta bæjarins, grafreita og hins forna Skagagarðs í vallarfætinum var þar margt annað að sjá, s.s. staðar þess heiðna kumls er nú er undir gleri í gólfi Þjóðminjasafnsins. Hvaða heilvita golfari með snefils- menntun gæti mögulega látið eina litla hvíta kúlu villa sér sýn frá slíku minjasvæði þar sem sagan er svo að segja við hvert fótmál?
Til að gera langa sögu stutta breyttu staðarhaldarar stuttu síðar, eftir massíva ábendingu þátttakenda, nafni golfvallarins í Kirkjubólsvöll, enda betur við hæfi –  sögulega séð.
Vegna náinna tengsla golfvallanna við sögulegar minjar og þjóðsagnatengda staði, og eðlilega kröfu um varðveislu þeirra, hefur FERLIR ákveðið að lýsa nokkrum minjastöðum á hverjum stað – bæði til að auka líkur á varðveislu þeirra og jafnframt til að margfalda ánægju golfiðkanda er þeir fara „hringinn“. Hér á eftir verður lýst áhugaverðum stöðum við og á Húsatóftavelli við Grindavík, en þær verða ekki raktar nákvæmlega með hliðsjón af röð brauta – og þó. Hugmyndin er að einhvern tímann vakni áhugi viðkomandi á að setja upp aðgengilegan yfirlitsuppdrátt af svæðinu, líkt og Grindvíkingar hafa þegar byrjað á innanbæjar, svo upplýsa megi áhugasama golfiðkendur á hvað þar er að finna á leið þeirra um völlinn.
Pústi á HúsatóftarvelliByrjað verður á örnefnalýsingur fyrir Húsatóftir (Húsatóttir/- Húsatóptir): „
Upphaflega skráði Ari Gíslason örnefni samkvæmt upplýsingum Guðsteins Einarssonar hreppstjóra, Grindavík, og sóknarlýsingu frá 1840. Seinna bar Kristján Eiríksson lýsinguna undir bræður Guðsteins og samdi drög að endurskoðaðri lýsingu. Auk þess gerði hann skrá yfir spurningar, sem enn var ósvarað. Þessar spurningar voru seinna sendar bræðrunum, og vorið 1980 bárust svör við þeim, undirrituð af Einari Kr., Jóni og Þórhalli Einarssonum. Svörin voru að lokum felld inn í lýsingu Kristjáns.“
Byrjum austast að sunnanverðu: „
Svolítil vík, Vatnslónsvík, er vestan við Vatnslónskletta. Vestan hennar eru Þvottaklappir. Á þeim eru daufar uppsprettur. Þegar búið var að þvo og sjóða þvottinn, var farið með hann niður á klappir þessar og hann skolaður þar. Efst í Þvottaklöppum voru hlóðir, og var ullin soðin yfir þeim og hún síðan skoluð á klöppunum. Fram undan Þvottaklöppum eru klettar, sem fara í kaf á flóðum, og vildi fé flæða á Tóftir Hamraþeim. Voru þeir nefndir Flæðiklettar.“ Þennan stað má finna skammt austan golfvallarins.
Vestur frá Þvottaklöppum er nokkuð stór vík, sem heitir Arfadalsvík. Vestasti hluti hennar, beint niður undan Húsatóftum, milli Þvottaklappa og Garðafjöru, var í daglegu tali nefndur Vik. Upp af Arfadalsvík er Arfadalur, grasspilda. Vestan við Arfadalsvík er skerjatangi fram í sjó. Hann heitir Garðafjara. Norðan í henni er kúpumyndað sker, sem heitir Selsker. Syðst í Garðafjöru er skerjatangi, sem heitir einu nafni Barlestarsker. Þar munu verzlunarskipin fyrrum hafa tekið barlest. Upp af þeim er stór og mikil klöpp, sem heitir Kóngshella. Í einu af Barlestarskerjum var festarbolti gegnt öðrum í Bindiskeri í Vatnstanga í landi Staðar. Keðja mun hafa legið þvert yfir víkina milli festarboltanna og voru verzlunarskipin á dögum kóngsverzlunarinnar svínbundin við keðjuna, þar sem þau lágu á víkinni. (Ath. svínbinda: binda skipin bæði aftan og framan langsum á keðjuna, þannig að hliðin lægi að Tóftir Vindheimahenni.) Boltinn í Barlestarskerjum var stór, fleygmyndaður bolti með auga í efri endanum. Hann var lengi notaður sem hestasteinn á hlaðinu á Húsatóftum, en er nú týndur [en finna má samt jarðlægan í garði í Járngerðarstaða- hverfi, ef vel er að gáð]. Festarboltinn í Bindiskeri er enn á sínum stað.
Í víkinni á milli Garðafjöru og Vatnstanga í landi Staðar var fyrrum aðalverzlunarhöfnin á þessum slóðum. Á einokunartímabilinu kom t. d. öll sigling inn á þessa vík, en mun hafa lagzt endanlega af í tíð Hörmangara. (Ath.: nánar má lesa um þetta í Staðhverfingabók.) Í seinni tíð hafa dekkbátar stundum verið látnir liggja inni á víkinni og hefur lánazt ágætlega. Vík þessi hefur ekki verið nefnd neitt sérstakt i tíð núlifandi manna, en hefur e. t. v. áður verið nefnd Staðarvík, a. m. k. heitir Staðarsund inn á hana. Það er áll á milli Dalboða  að austan og Gerðistanga (í Staðarlandi) að vestan. Vörðunesboði rís upp af grynningunum fram af Vörðunestanga, og er Dalboði rétt utan hans á sama grynningahrygg. Ekki þurfti mikinn Tóftir konungsverslunarinnar fremstsjó til að bryti á boðum þessum, og í stórbrimum brýtur þvert fyrir víkina.
Búðarhella er upp af Kóngshellu og upp af henni Tóftaklöpp. Hún er stærst klappanna. Á henni stóðu fiskhjallar áður fyrr. Vestan hennar er Tóftavör vestast í Garðafjöru. Búðasandur tekur við af henni til vesturs.
Danska verzlunarhúsið stóð á litlum hól u.þ.b. 80 m upp af Tóftavör. Ennþá sést móta fyrir grunni þess.
Utan (vestan) við Búðasand eru Hvirflar, hæðardrag á mörkum Húsatófta og Staðar. Þar er vindasamt og einnig taka Hvirflar af útsýni á milli Húsatófta og Staðar. Á Hvirflum eru tvær vörður, Hvirflavörður. Neðri varðan er ofan við efsta flóðfar, hin um 150 m ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá, en hún er á mörkum milli Húsatófta og Hafna.Nónvarða
Í Hvirflum, austan við Hvirflavörður, var gerð steinbryggja árið 1933. Er hún í landi Húsatófta.
Verður þá aftur lýst austan frá. Skammt fyrir ofan Bjarnagjá er hár hóll eða klettur, sem heitir Hvíldarklettur. Hann er skammt norðvestan við gömlu brautina milli Járngerðarstaða- hverfis og Staðarhverfis. Munu menn hafa lagt byrði sína af sér á klettinn til að hvíla sig.
Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 metrum austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður. Þegar þær bar í háan hraunstand í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi (þ. e. ytra hluta Staðarsunds). Var því miði haldið, þar til Hvirflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóftavör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað var um að vera kominn á Snúning.
Hraunstandurinn, sem áður var nefndur, var alltaf kallaður Sundvarða og hraunið umhverfis hann Sundvörðuhraun.
Í Arfadal, neðan við túnið á Húsatóftum, eru Pípuklettar. Í frosthörkum urðu óvenjulöng grýlukerti niður úr þessum klettum. Neðan þeirra, með sjávargötu frá Húsatóftum, er lítill klettur eða hóll, sem Pústi heitir. Þar hvíldu menn sig gjarnan, er sjófang var borið heim.
Út undir Hvirflum eru klettar, sem heita Háavíti og Lágavíti. Í þeim eru mörg grjótbyrgi, og var fiskur þurrkaður í þeim, áður en söltun kom til.
Fimm tómthús voru í landi Húsatófta í línu frá Húsatóftum að Hvirflum: Hamrar, Blómsturvellir, Dalbær, Vindheimar og Reynistaður [leiðr. EKE, var “Reynivellir”]. U. þ. b. 1/2 km var á milli allra þessara húsa. Öll þessi tómthús nema Húsatóftir - gamla bæjarstæðiðDalbær voru byggð eftir 1910 og eru nú ásamt heima-jörðinni öll í eyði og nú aðeins rústir einar.
Reynistaður stendur enn (hús með kastalaþaki) og er nú nýttur sem sumarhús. Bærinn var þurrabúðarfjár- festing, byggður af Kristjáni Halldórssyni og Önnu Vilmundardóttur frá Löndum árið 1934. Bygging Reynistaða sýndi ótvírætt, að við þar framkvæmdir í hafnarmálum Staðhverfinga, sem bryggjan á Hvrirflum var, vöknuðu vonir um að í Hverfinu myndi byggðin ekki leggjast af, jafnvel fara vaxandi og haldast í hendur viuð fólksaukninguna í Grindavík í heild. Menn reiknuðu þá ekki með jafn örum vexti, sem hin góða hafnaraðstaða í Hópinu myndi skapa í Járngerðarstaða- hverfi. Við hana stóðst bryggjukrílið á Hvirflunum vitanlega hvorki samanburð né samkeppni. Og því fór sem fór.
Vindheimar voru reistir um 1911 er Árni Jónsson á Húsatóftum seldi Magnúsi syni sínum í hendur þriðjunginn af sínum parti á Tóftum. Síðar, líkt og Templarahúsið í Fiskibyrgi á Byrgishæð ofan HúsatóftaJárngerðarstaða- hverfið, varð Vindheimahúsið miðstöð Staðhverfinga. Að lokinni álfabrennu á þrettándanum og dansi í kringum hana uppi á barðinu austur af Stað, var hlaupið við fót heim að Vindheimum. Ljós voru tendruð, nikkan tekin á hné og danssporin stigin af ungum og öldnum. Á stundum var polkinn eða rællinn svo heillandi á Vindheimaballi, að pörin leiddust ekki til síns heima, fyrr en má var að skinnklæðast, hrinda fram skipinu og róa út á mið í skímu komandi dags. Vindheimar fóru í eyði 1934.
Dalbær var reistur 1906, fyrsta þurrabúðin að Húsatóftum. Elsie og Guðsteinn Einarsson, síðar hreppstjóri eftir föður sinn, bjuggu um tíma í Dalbæ. Bærinn fór í eyði 1946.
Blómsturvellir, þurrabúð, eru fyrst nefndir í manntali 1914, en samnefnt kot hafði áður verið í landi Staðarlandi. Flsut var úr húsinu 1922 og stóð það autt um skeið, en var síðan rifið og efniviður þess fluttur sjóleiðina með timburbát til Keflavíkur. Ekki varð þó úr að húsið yrði endurbyggt þar.
Húsatóftir - nýjasta húsið - nú golfskáliHamrar voru byggðri af Jóni vitaverði Helgasyni á Reykjanesvita. Hann fékk útmælda 900 ferfaðma lóð hjá Einari á Húsatóftum og byggði sér þar lítið, pappaklætt timburhús og kallaði á Hömrum. Það var aðeins 28 ferfaðma að flatarmáli, Fyrsta árið voru þar 11 manns í heimili. En hjartarúmið á Hömrum var nóg, ekki stóð á því. Árið 1930 fékk Jón Stað til ábúðar og fluttist þangað. Eftir hann kom enginn að Hömrum. Nokkrar sagnir eru til um samskipti Hamrabónda og hreppstjórans á Húsatóftum, en sá fyrrnefndi þótti stoltur mjög.
Vestur af Húsatóftum er landið nokkru hærra og heita þar Hæðir suðvestur af bænum. Á þeim eru Nónvörður, eyktamark frá Húsatóftum. Þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini. Hefur það orðið að áhrínsorðum, enda Hjálmagjástanda Nónvörður að nokkru enn.
Sanda heitir hóll upp af Garðafjöru. Hann er skammt austan við hólinn, sem danska verzlunarhúsið stóð á. Er búizt var við brimi og flóðhæð, voru vertíðarskipin sett úr naustum upp á Söndu, sem var um 200 m vestur af naustunum og stóð nokkru hærra en þau.
Tóftakrókar eru heiðarland á svæðinu frá Tóftatúni og vestur að apalhrauninu, á breidd um það bil 2 1/2 km. Miðkrókar eru miðsvæðis i þessari heiði. Þar er Miðkrókagjáin, löng og djúp. Margar fleiri gjár eru í Tóftakrókum og liggja allar eins, frá norðaustri til suðvesturs, flestar djúpar og margar með vatn í botni. Um Tóftakróka lá vegurinn í Hafnir fast með Tóftatúni. Vestast í Tóftakrókum er Skothóll í mörkum milli Húsatófta og Staðar, fast upp undir apalhrauninu (Eldborgahrauni). Skothólsgjá liggur eftir endi-löngum hólnum frá norðaustri til suðvesturs. Á Skothól hefur líklega verið legið fyrir tófu. Um 1/2 km norður af Skothól er Grýtugjá. Allmikið graslendi er á þessu svæði. Um 1500 m norður af Grýtugjá er Sauðabæli, hár hóll. Landgott og skjólsælt var í kringum hann og hélt fé sig þar mikið. Gamli Hafnavegurinn úr Staðarhverfi liggur milli Sauðabælis og apalhraunsins.
Vestur af Grýtugjá, upp undir jaðri apalhraunsins, er Hrafnagjá. Hún liggur frá norðaustri til suðvesturs eins og allar gjár á þessu svæði og reyndar allar gjár á Reykjanesi. Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla. Troðningur þessi eða einstigi er fær öllum, þótt slæmur sé. Í Óbrennishólum er töluvert graslendi og lyng og ekki eins hraunbrunnið land og í kring. (Ath.: Ekki hafa Jón og Einar heyrt þá nefnda Óbrynnishóla).
Vörðuð þjóðleið að HúsatóftumMiðkrókakriki teygist langt inn í apalhraunið úr vesturjaðri Tóftakróka. Í norðvestur af honum, úti í apalhrauninu, er dálítið sléttlendi og eru þar nokkur grjótbyrgi, er gefa til kynna, að þar hafi fólk hafzt við, er vildi fara huldu höfði. [Byrgin eru 9 talsins, ýmist einhlaðin eða tvíhlaðin [viðb. EKE]]. Byrgin eru vel falin í apalhrauninu, en frá staðnum ber Sundvörðuna í Gyltustíg í Þorbirni. Getgátur eru um, að þangað hafi menn flúið ¬- annaðhvort undan ræningjum eða drepsóttum eða þá að ófrjálsir menn hafi hafzt þarna við, en engar sagnir eru um mannvist þarna. Sléttar klappir eru þarna og er hraunið hátt umhverfis. Á klöppum þessum, nálægt miðju, eru þrjú byrgi í röð frá austri til vesturs. Auk þess er rúst af kofa norðaustast í þessari hvilft, undir hárri hraunnípu. Þröngum og djúpum hraunkrika vestan við rústina hefur verið lokað með grjótgarði og virðist þar hafa verið fjárrétt.
Vestan við Tóftatúnið eru Byrgjahólar. Eru þar mörg hlaðin byrgi frá þeim tímum, er allur fiskur var hertur. Byrgi þessi vHarðhaus og Dalurinn ofan við Húsatóftiroru yfirleitt kringlótt og hlaðin í topp. Á þeim voru lágar dyr, vafalaust til þess að stórgripir kæmust ekki inn í þau. Þau voru hlaðin úr stórgrýti, og blés vel í gegnum þau. Fiskurinn var hengdur á slár inni í byrgjunum. Aðeins eitt þessara byrgja er nú vel uppistandandi.
Vestast (efst) í túni Húsatófta byrjar gjá, grasi gróin í botninn. Vestri hamraveggurinn rís allmiklu hærra en sá eystri, og reyndar er enginn eystri veggur neðst. Gjá þessi heitir Hjálmagjá. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsta með dýrlegum ljósahjálmum, sem báru mjög af lýsiskollunum í mannheimi.
Framhald Hjálmagjár með túninu heitir Túngjá og síðan heitir hún Tóftagjá og er hún eina 2-3 km á lengd. Norðaustur af Tóftatúni er Baðstofa, mikil gjá, 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar 9 faðmar. Töluverður gróður er á hamrasyllum í gjánni. í Baðstofu var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómópati, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestar hafi fengið að sækja vatn íBrunnur við Húsatóftir Baðstofu gegn því, aö Húsatóftabændur fengju að taka söl í landi Staðar.
Norðan Baðstofu er Baðstofugreni. Norðaustur af Baðstofu er Baðstofuhraun, en norður af því er Bræðrahraun. Það nær niður á milli Sundvörðuhrauns og Blettahrauns, sem er í landi Járngerðar-staða. Norðan við Tóftagjá er hár hóll, Skyggnir. Þar var skipt í leitir, er Tóftakrókar, Baðstofuhraun og Bræðra-hraun og landsvæðið upp af Vörðunesi var smalað.
Vestur af Eldborgahrauni er Sandfellshæð, mikil um sig. Í henni er Sandfellsdalur, gamall eld-gígur, einhver sá mikilvirkasti á Reykjanesi. Í botni hans eru margir stapar og gosop, nú gróin mosa og grasi. Framan við Sandfellshæð eru hólar, sem heita Einiberjahólar. Þeir ná vestur að Haugum við Haugsvörðugjá. Fram af hólunum er Hrossabeinagreni.“
Örnefni í túninu eru eftirfarandi: „Norðaustast í túninu [á Húsatóftum [viðb. EKE]] er lægð, er heitir Dans. Í leysingum á veturna fylltist hún oft af vatni. Þegar frost komu, varð þar ágætt skautasvell. Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika þar listir sínar á skautum í tunglsljósinu. Krían var áleitin...Mun lautin draga nafn sitt af því. Sunnan við Dans er Kvíalág og Fjósaskák sunnan hennar. Næst er Harðhaus. Þar hraktist aldrei hey. Í óþurrkatíð var Harðhaus sleginn til þess að fá þurrk. Þessi örnefni eru öll vestan og norðan gamla bæjarins og ná Fjósaskák og Harðhaus alveg heim að gamla bæ. Suðaustan við bæjarhlaðið eru gamlar veggtóftir, er nefndust Þanggarður (sbr. heygarður). Þar var þurrt þang geymt til vetrarins. Var því hlaðið þar upp og tyrft yfir það eins og hey. Á veturna var það svo notað til eldiviðar. Þangið var skorið í fjörunni, helzt þegar stórstreymt var, og reitt á hestum upp á sjávar-bakkann til verkunar. Þegar sterkur álandsvindur var, þá var þang oft skorið „undir straum“, vafið um það gömlum netariðli og með flóði fleytt í efsta flóðfar og þaðan reitt á hestum upp á þurrkvöll. Þá var breitt úr þanginu eins og heyi til þurrkunar. Nú var nauðsynlegt, að rigndi vel á þangið, svo úr því færi öll selta. Næst var þangið þurrkað vel, bundið í bagga eins og hey og flutt í geymslur til vetrarins. Oftast ...og eggiðvar þurru þanginu hlaðið í bing í eldhúsinu og brennt í hlóðum. Vel þurrt þang logaði vel, með snarki og neistaflugi, en heldur þótti það léttur eldiviður. Kom sér þá vel að hafa „rekaspýtu í augað“.
Litlatún er austasti jaðar Tóftatúns. Vestan þess eru lágir hólar, nefndir Hrygghólar. Munu þeir draga nafn af fiskhryggjum, en sjóslang var borið á þá. Vestan þeirra er slétt flöt, nefnd Veita. Ævafornar hleðslur eru sunnan hennar og norðan. Virðast þær hafa verið ætlaðar til að stöðva vatn á Veitu. Vestan Veitu er Hjálmatún, brekkan upp að Hjálmagjá.
Alllangt suðvestur af Tóftatúni, eins og það er nú, eru rústir gamalla grjótgarða. Munu það vera hin gömlu mörk Tóftatúnsins. Innan garðsins hefur myndazt uppblástur í túninu, sem á áratugum hefur teygt sig æ lengra inn í túnið, bar til uppblásturinn var stöðvaður á árunum kringum 1930 með því að gera sneiðingu í bakkann og græða sárið. Við þennan uppblástur í áratugi eða aldir myndaðist þessi lægð, Skipadalur, í suðvesturhorn Tóftatúns. Munu vertíðarmenn löngum hafa sett skip sín að lokinni vetrarvertíð upp í Skipadalinn.
Leifar seinni tíma saltfisverkunnar á KóngshelluÍ Sögu Grindavíkur (JJÞ-1994) segir m.a. um Húsatóftir: „Húsatóttir var eina lögbýlið í Staðarhverfi, að Stað undansyldum. Húsatóttum lýsir séra Geir Bachmann svo í lýsingu Grindavíkursóknar: „Var jörð þessi fyrrum Viðeyjarklausturs jörð, og höfðu Viðeyingar hér útræði. Jörðin er rúm 33 hndr. að dýrleika og 1836 (1837) seld með fleri kóngsjörðum þetta ár til þáverandi landesta þar, Jóns bónda Sæmundssonar… Svo er háttað á Húsatóttum, sem bærinn og túnið væri á afarbreiðum klettastalli, er það umgyrt að austan og vestanverðu með öflugum grjótgarði, en fær ekki frelsað það fyrir töluverðu sandfoki af allri vestanátt, því milli Staðar og Húsatótta eru graslausar sandflesjur á milli lágra hraunklappa. Mörgum þykir fallget á bæ þessym, því þar eru stór tún, slétt og fögur, þegar í blóma standa; eru þau allvel ræktuð. Héðan er og víðsýnast frá bæjum í sókninni, þó ei sé annað að sjá fyrir utan túnið en sand, sjó og brunnin hraun.“
Vindheimar - dæmigerð þurrabúðHúsatóttir komu að sönnu mikið við sögu Grindavíkur á fyrri öldum, ekki síst vegna þess að þar var aðalaðsetur Grindavíkurverslunar á 17. öld, og allt fram til 1742. Heimildir um Húsatóttir fyrir 1700 eru afar fáskúðugar. Viðeyjarklaustur hafði þar ítök í reka og öðrum fjörugæðum þegar á 13. öld, en að öðru leyti koma Húsatóttir lítt við sögu í skjalfestum heimildum fyrr en kemur fram á 18. öld. Jörðin virðist hafa komist að fullu í eigu Viðeyjarklausturs ekki síðar en á 15. öld, og eftir síðaskiptin sló konungur eign sinni á hana eins og á aðrar eigur íslensku klaustranna. Voru ábúendur á Tóttum því landestar klaustursins frá því á 15. öld og fram að siðaskiptum, en eftir það konungslandsetar allt fram til þess, er jörðin var seld 1837.
En þótt Húsatóttir hafi sannanlega verið í byggð frá því á 12. öld, og sennilega frá landnámsöld, er lítið vitað um ábúendur þar fyrir 1700.“ Krían og hreiðurgerð hennar hafa sett svip sinn á Húsatóftir um aldir – og nytin verið eftir því.
Klettar við Húsatóftatún„Merkilegar fornleifar hafa fundist á Húsatóttum. Það var veturinn 1872, að rústir af mörgum smáum kofum, hlöðnum úr grjóti, fundust af tilvilkun í hraunkvos skammt vestur af Sundvörðunni. Þorvaldur Thoroddsen skoðaði tóttirnar árið 1883 og sumarið 1902 kom Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi til Grindavíkur og skoðaði rústirnar. Hann birti lýsingu á þeim í skýrslu sinni í Árbók Fornleifafélagsins árið 1903 og taldi tóttirnar vera alls sjö, en of litlar til þess að menn gætu hafa dvalið þar nema skamman tíma í einu. Löngu síðar rannsakði Ólafur Brieum rústirnar, og taldi hann alls tíu tóttir. Lýsing Ólafs af tóttunum er ýtarleg, en ekki kemst hann, fremur en Brynjúlfur og Þorvaldur, að ákveðinni niðurstöðu um þaðm til hvers kofarnir hafa verið notaðir. Þar virðast einkum tveir möguleikar koma til greina; að þarna hafi útilegumenn hafst við skamma hríð, eða að byggðamenn hafi útbúið þarna fylgsni, sem flýja mætti í ef ófrið eða ræningja bæri að höndum. Væri því trúlegast að kofarnir hafi verið hlaðnir á 17. öld, eftir Vegur að Vindheimum - minjar konungsverslunarinnar fjærTyrkjaránið [1627].“ Þess má geta að um þessar fornleifar er fjallað annars staðar á vefsíðunni, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að minjarnar hafi verið fiskgeymsluhús, sem virðist jú nærtækasta skýringin m.v. stærð, lögun, staðsetningu og samanburð við önnur sambærileg í nágrenni Grindavíkur. Nákvæmlega eins byrgi, algerlega ósnert, fundust í einni FERLIRsferðinni árið 2006.
Ljóst er að verslunarhöfn var við Húsatóttir þegar árið 1665. Ekki þótti kaupmönnum ráðlegt að endurreisa gömlu verslunarhúsin við Járngerðarsund, sem lögðust af á hafísárinu 1639, en fluttu sig þess í stað vestur í Arfadal í landi Húsatótta. Þar var ráðist í umtalsverðar framkvæmdir. Verslunarhús var reist á staðnum 1731. Leifar alls þessa má enn sjá yst á golfvellinum, rétt ofan við sjávarbakkann. Árið 1745 hættu Hörmangarar skyndilega að sigla á Arfadalsvík, en stefndu skipum sínum þess í stað á Básenda.

Helga Kristinsdóttir

Helga Kristinsdóttir á Húsatóftum.

Einar Jónsson, hreppstjóri, andaðist 1933. Eftir lát hans bjó ekkja hans, Kristín, áfram með börnum sínum að Húsatóttum, en fluttist inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1944.
Þótt hér að framan sé hlaupið yfir langa sögu margra kotbýla og höfuðbóls, er brauðfæddu fjölmargan manninn um aldir, þrátt fyrir allnokkur þrengsli og mikil takmörk, má vel heimfæra víðáttu hins 18 holna leikvallar til afraksturs þess – þ.e. fjölda afkomenda og blómlegra mannlífs – þar sem stundir gefast til leiks og afslöppunar frá striti hversdagsins.
Til að koma fyrir golfvelli á minjasvæðum verður ekki komist hjá því að eyðileggja sumar minjanna. Á Húsatóftum hafa aðallega hinir gömlu hlöðnu veggir farið forgörðum, gamlar götur og stígar, lending og matjurtargarðar. Þá hafa örnefnin verið að hverfa með tíð og tíma.
Húsatóftir og Staður eiga það sammerkt með nútíðinni að breytingar í atvinnuháttum leiða til byggðaröskunnar. Fólki fjölgaði á tímum verslunarinnar og einnig var verulega byggt í hverfinu þegar bjartsýnin á aukinni útgerð var sem mest, en þegar hún varð að engu flutti fólkið sig um set .
Helga Kristinsdóttir ólst upp á Húsatóftum. Hún gekk með FERLIRsfélögum um tóftir gamla bæjarins á Efri-Tóftum og útskýrði aðstæður þar, eins og þær voru þar í hennar tíð.
Fábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jón Þ. Þór, Saga Grindavíkur 1994.
-Gísli Brynjólfsson, Mannlíf mikilla sæva – Staðhverfingabók 1975.
-Örnefnalýsing fyrir Húsatóftir – Örnefnastofnun Íslands.
-Óli Gam. frá Stað og Barði á Húsatóftum.

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni.

 

Selvogur

Minja- og örnefnaskilti var afhjúpað við Strandarkirkju í blíðskaparveðri í dag að viðstöddum sóknarbörnum og fróðleiksfúsum ferðamönnum.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Um var að ræða skilti þar er gefur að líta bæjarnöfn, örnefni og minjar í Selvogi. Kortið var gert með dyggri aðstoð heimamanna, þeirra Þórðar Sveinssonar, Þórarins Snorrasonar og Kristófers Bjarnasonar heitins og endurspeglar sögu þessa fjölmenna og merka útvegsbændasamfélags í gegnum aldirnar. Öll vinna var endurgjaldslaus, en Sveitarfélagið Ölfus greiddi fyrir prentun uppdráttarins og Biskupsstofa kostaði gerð skiltisins.

Selvogur - skilti-III

Strandarkirkja og skiltið góða – Askur, eins árs, virðist ánægður með árangurinn.

Á myndinni hér á ofan, sem tekin var við vígsluna, má sjá (frá vinstri) Ómar Smára Ármannsson, teiknara og utanumhaldsmann, Ask Emil Jónsson, sérlegan aðstoðarmann, Þórð Sveinsson frá Bjargi í Selvogi, Þórarinn Snorrason bónda á Vogsósum í Selvogi, Jóhann Davíðsson FERLIRsfélaga og sérlegan aðstoðarmann og Jón Ragnarsson, settan prest í Strandarkirkju, fulltrúa sóknarnefndar Selvogs og Biskupsstofu. Á myndina vantar Ólaf Örn Ólafsson, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfuss, sem veitti verkefninu ómetanlegt brautargengi. Þegar myndin var tekin var hann upptekinn í viðræðum við bæjarbúa og aðkomandi gesti.
Skiltastandurinn var hannaður og smíðaður hjá Martak h/f í Grindavík og skiltaplatan prentuð á plasthjúpaða álplötu hjá Stapaprent h/f í Reykjanesbæ. Það var síðan afhjúpað kl. 14:00 á laugardeginum, sem fyrr sagði. Í kjölfarið var boðið upp á leiðsögn um Selvoginn undir handleiðslu Þórarins Snorrasonar og Jóhanns Davíðssonar. Tilgangurinn með gerð uppdráttarins var að festa á blað tilvist og staðsetningar örnefna á þessum merkilega, en gleymda, útvegsbæ á meðan enn voru til menn er mundu hvorutveggja – komandi kynslóðum til ánægju og fróðleiks.
Frábært veður.

Ölfus

Selvogur – Minja- og örnefnaskilti (ÓSÁ).

 

Selvogsleiðin gamla

Eftirfarandi grein um „Selvog og umhverfi“ birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1938:
Selvogsvegir-551„Í góðviðriskaflanum í sept. 1.1.fór jeg til Selvogs, í erindum fyrir fjelag hjer. í Reykjavík. Jeg fór með bíl, sem leið liggur að Hveragerði í Ölfusi. Þaðan hafði jeg hugsað mjer að flytjast á hinum meðfæddu flutningatækjum. Heiðríkja og blíðskaparveður var þá, og alla dagana er jeg var í ferðinni. Frá Hveragerði fór jeg eftir hinum nýja vegi, sem verið er að leggja út Ölfushrepp, og er hann kominn út á móts við Þóroddsstaði. Þaðan er slarkfær bílvegur út að Hraunum. Þegar þangað kemur beygist vegurinn dálítið til norðurs, út með fjallinu, áleiðis til Selvogsheiðar, og liggur vegurinn þar um helluhraun og aurflög, og er ekki fær bílum í rigningartíð. Tveir bæir eru þar út með fjallinu, og liggja þeir allfjarri hvor öðrum, og er þangað nær tveggja tíma gangur frá næstu bæjum í Ölfusi. Sá þeirra, er liggur næst Selvogsheiði, og er ysti bær í Ölfushrepp, heitir Hlíðarendi, og gisti jeg þar um nóttina. Morguninn eftir, um kl. 9, lagði jeg á Selvogsheiði, áleiðis til Selvogs. Vegurinn liggur fyrst út með alllöngu hamrabelti, og verður hann víða að liggja í gegnum slæm aurflög, eða um helluhraun, eða laust hraungrjót. Heiðin smálækkar nokkuð vestur fyrir miðju, og liggur vegurinn á þeim kafla víða um mýrlendi og móa, og víðast mjög lágt, og er vegurinn ófær bílum á austanverðri heiðinni í rigningartíð, en hinsvegar myndi ekki þurfa að kosta mjög mikið fje að gera þar allgóðan sumarveg fyrir bíla. Þar á austurheiðinni er kjarngott beitiland, enda var þar allmargt sauðfje á víð og dreif.

Nes-551

Þegar komið er um 1/2 vegar innanfrá, eða hæst á heiðina — en hún er hvergi há — sjest Selvogsþorp, og ber þar mest á vitanum og hinni oftnefndu Strandarkirkju.
Leiðin lækkar fljótara og með jafnari halla að vestanverðu og er þar landslag fallegt, víða hallandi vegir, og því að miklu leyti sjálfgerður bílvegur, þar til fer að nálgast þorpið, þá fer að bera allmikið á foksandi og uppblæstri, og hefir foksandurinn gert Selvogsbúum mikið tjón, og sjást sandskaflar þar víða, t. d. er allhár grjótgarður um austanvert túnið í Nesi, og náðu þó sandskaflarnir upp fyrir miðju á honum, en samt sem áður hlífir garðurinn túninu mikið. Jeg kom í Selvog eftir 4 tíma gang yfir heiðina. Jeg var þar öllum ókunnur, og ákvað að finna fyrst vitavörðinn að máli, og bað hann um gistingu meðan jeg dveldi í þorpinu, og var það strax til reiðu.

Strandarkirkja-1928-2

Guðmundur Jónsson vitavörður er vel greindur maður, fróður og athugull um margt í fortíð og nútíð, og dugnaðarmaður í búskap og hvívetna. Þegar jeg hafði lokið erindi mínu, fór jeg að skoða hina nafnkendu Strandarkirkju, sem svo margra hugur virðist hvarfla til í andstreymi lífsins. Kirkjan er utanvert við þorpið, og nálægt sjó. Það er lagleg og vel hirt timburkirkja, og stendur hún, og grafreitur umhverfis, á sandhól. Stormarnir hafa um aldaraðir sorfið úr hólnum, en til þess að stöðva það hefir verið hlaðinn allhár grjótgarður, að miklu leyti umhverfis hólinn, en hann er nú farinn að hrörna, og ætti að sjálfsögðu, að steypa þarna varnargarð um kirkju og grafreit, enda hefir Strandarkirkja ærið fje til að hlúa að sjer og sóknarbörnum sínum, lífs og liðnum.

fornigardur-551

Talsvert hefir verið unnið að því að græða upp land kirkjunnar með góðum árangri. Mjer fanst eins og yfir þessari yfirlætislausu, snotru timburkirkju hvíla þögul, tignarleg ró. Má vera að það hafi verið af því, að jeg vissi, að samstiltur hugur margra Íslendinga hefir oft kvarflað til hennar til áheita í mótblæstri lífsins, og hinar miklu gjafir til hennar sýna, að oft hefir mönnum orðið að ósk sinni í því sambandi. Jeg ætla ekki að fara fleiri orðum um þessa hlið málsins, en ,,ef þjer hafið trúna, megnið þjer fjöllin úr stað að færa“, og „harla margt er á himni og jörð, er heimspekina dreymir ei um“.
Strandarkirkja hvað eiga í sjóði um 150 þús. kr„ er gera verður ráð fyrir að sje í reiðu fje. Þetta er meira fje en kirkjan þarf sjer til viðhalds. Mjer finst, að kirkjan — eða forráðendur hennar, sem hvað vera hlutaðeigandi sóknarnefnd, ríkisstjórn og biskup — ættu að verja nokkru af fje hennar til andlegra og líkamlegra hagsbóta fyrir sóknarbörn kirkjunnar. Jeg vjek dálítið að þessu máli við Guðmund vitavörð. Hann sagði að sú hugsun hefði gert vart við sig þar, að gera Selvog að sjerstöku prestakalli. Kirkjan ætti að nokkru eða öllu leyti að leggja fram fje til þess að jafntímis yrði reist hæfilegt skólahús fyrir barna- og unglingakenslu, og íbúð fyrir prestinn, sem jafnframt væri aðalkennari.

Selvogur-551

Líklegt þykir mjer að Selvogsbúar myndu sjá um, að í þann starfa slysaðist ekki hempukommúnisti, heldur maður, sem hefði áhuga fyrir að þroska ungmenni andlega og líkamlega á þjóðræðisgrundvelli. Margt fleira mætti nefna, er ætti vel við að kirkjan legði fje fyrir sóknarbórusíu, svo sem til bókasafns o. fl.
Húsakynni í Selvogi eru yfirleitt góð, þar eru nokkur mjög snotur íbúðarhús úr timbri og steini. Garðrækt er þar töluverð, enda góð skilyrði fyrir henni. Tún eru furðanlega grasgefin, þrátt fyrir sandfok. Nautgriparækt getur ekki orðið þar mikil, en aftur á móti hafa Selvogsbúar allmargt sauðfjár, enda er þar snjóljett, og kjarngóð beit á heiðunum.

selvogur-552

Guðm. vitavörður í Nesi hefir, að sögn, um 800 sauðfjár, og mun það vera langflest hjá honum, enda er Nes aðaljörðin. Í jarðamatinu frá 1860 er Nes metið 55 hundruð.
Íbúar þorpsins virðast, að framkomu og yfirbragði, ekki standa að baki annara í kauptúnum og kaupstöðum. Menn skiftast, þar sem annarsstaðar, í pólitíska flokka. Þó heyrði jeg þess ekki getið, að einræðis- og kúgunarstefna kommúnista — og hinna dulbúnu fylgjenda þeirra — væri farin að gera vart við sig. Það ber vott um mikið andlegt þroskaleysi hjá þjóðinni, og andvaraleysi með frelsi sitt, ef hún uggir ekki að sjer fyr en hún hefir verið hnept í fjötra ófrelsis og kúgunar, ef til vill undir yfirstjórn erlendrar harðstjórnar. Blóðferill komiminismans — bæði beint og óbeint — er að verða drepsóttum verri í heiminum. 

Selvogsviti - gamli

Nú á þjóðin engan Einar Þveræing, og því síður nokkurn Jón Sigurðsson.
Þjóðin sjer, og horfir með kvíða á hættuna, en hefst ekki að. Sumir af sinnuleysi. Nokkrir trúa, ef til vill, ekki að hætta sje á ferðum. Aðrir ef til vill af því, að þeir vænta sjer hagnaðs af því að  viðhafa „hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu“.
Guðmundur vitavörður álítur, að ekki muni verða ábyggilegur bílvegur suðurleiðina sakir snjóþyngsla er oft komi bæði á svæðinu frá Krýsuvík að Selvogi, og engu síður á austanverðri Selvogsheiði, sem liggur víðast mjög lágt, og virðist mjer það mjög líklegt, en sumarveg fyrir bíla má gera um heiðina, til Selvogs, með fremur litlum kostnaði. Vetrarvegur frá Reykjavík, um Krýsuvíkurheiði og Selvogsheiði, mun ekki reynast ábyggilegri, sjerstaklega í suðvestan snjó komu, en Hellisheiði. Ef Hellisheiðarvegurinn væri endurbættur, þannig, að hækka hann mjög víða upp, og færa hann upp úr lautunum (t.d. skamt frá Kolviðarhóli), er ástæða til að ætla, að hann yrði engu síður ábyggilegur en hinn, en svo miklum mun styttri og því ódýrari til notkunar. En Íslendingar þurfa að muna það, og vera við því búnir, að oft hafa komið þau fannalög, að bílvegir myndu hafa farið í kaf allvíða, og til þess að rökstyðja það, þarf ekki lengra aftur í tímann, en um og eftir síðustu aldamót.
Selvogsgata-551Frá Selvogi ákvað eg að fara skemstu leið til Hafnarfjarðar, og er það rúmir 40 km., og liggur leiðin yfir háa heiði, og mun hún vera um 20 km., og endar að norðanverðu í Grindaskörðum.
Jeg lagði af stað frá Selvogi. Þegar maður er staddur á fjöllum uppi, verður maður best var við alvöru- og tignarsvip náttúrunnar, og þar „þagnar dagur þras og rígur“, og eins og Gestur Pálsson segir: „Rekur sig þar ekki á nein mannaverk“, og jeg vil bæta við: Þar blasa við stórvirki náttúrunnar, er Jónas Hallgrímsson minnist á í hinu lotningarfulla erindi: „Hver vann hjer svo að með orku“.
Vegurinn um heiðina er slæmur, lítið annað en margra alda hestatroðnigar, víða með lausu hraungrjóthröngli, og lítur út fyrir, að þar hafi ekki verið hreinsuð gata á þessari öld, og er vegurinn þó líklega í tölu fjallvega. Um eitt er ferð um þessa heiði varhugaverð að sumarlagi. Það er vatnsleysið. Jeg varð ekki var við nokkurt vatn frá því jeg lagði á heiðina, og þar til jeg kom niður undir Hafnarfjörð, að vatnslæk bæjarins, er kemur undan hrauninu. Jeg bjóst við vatnsleysi á þessari leið, þar sem þetta er alt brunnið land, er gleypir fljótlega alt yfirborðsvatn. Til þess að mig þyrsti síður, borðaði jeg einungis skyr og mjólk áður en jeg lagði á heiðina, og nesti þorði jeg ekki að smakka fyr en við Hafnarfjarðarlækinn, af sömu ástæðu, enda bar þetta hvorttveggja tilætlaðan árangur.
A norðurbrún heiðarinnar eru Grindaskörð. Um för Repps um Grindaskörð 1867 orti Kristján Jónsson skopkvæði, og þar meðal annars þetta: Yfir geigvænleg Grindaskörð geystist fárramur ofurhugi; með galdrakynpri og gneistaflugi dundi á jöklum hríðin hörð. Höfuðskepnurnar hömuðust, hamaðist Repp þó engru miður. Alteins og háreist bæjarbust er bugast ei neina storma viður.
Þegar komið er fram að Grindaskörðum, á norðurbrún heiðarinnar, opnast fljótlega fagurt útsýni. Fyrir neðan heiðina liggur víðáttumikið mosavaxið helluhraun.
Niður við sjóinn sjest Reykjavík, og sýnist hún liggja allnærri, af því að hæð fjallsins dregur eins og að sjer. Víðáttumikið útsýni er yfir Faxaflóann. Í þetta sinn lagði inneftir honum dálitla útrænu. Þá er fjallahálfhringurinn svipmikill, einkum Akrafjall, Hafnarfjall og Esjan, sem framverðir, og Snæfellsfjallgarðurinn með hinn tignarlega útvörð, Snæfellsjökul.

selvogur-554

Þegar komið er niður af heiðinni, liggur vegslóðinn um helluhraun, vaxið grámosa á alllöngu svæði, og er mosalagið víða um 30 sm. á þykt, og var mýkri en nokkur fjaðrasófi að leggjast á. Leiðin frá heiðinni til Hafnarfjarðar mun vera um 20 km., og er um helmingurinn flatneskja, og því mjög villugjarnt í dimmviðri. Vegarslóðinn hefir, fyrir löngu síðan, verið varðaður, en vörðurnar eru að mestu hrundar, og því ekki vegvísir þegar þeirra er þörf. Sumsstaðar sjest fyrir götunni á þann hátt, að laut er troðin í hraunhellurnar eftir hestafætur, og hefir það sína sögu að segja. Þegar komið er niður fyrir Hafnarfjarðargirðingu, liggur vegurinn eftir þröngum skorningum um hraunið, og er mjög vont yfirferðar, gatan mjög víða þakin af hraunmulning, og væri full þörf á, og kostnaðarlítið, að hreinsa götuna, þótt líklega sje þar ekki fjölfarið.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Selvogur og umhverfi hans eftir Ólaf Jóhannsson frá Ólafsey, 23. janúar 1938, bls. 17-19.

Selvogsgata

Selvogsgata – kort ÓSÁ.

Reykjanesskagi

Árni Óla, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði eftirfarandi grein (Rányrkja á Reykjanesskganum) í Lesbók Morgunblaðsins. Hún birtist 15. sept. 1957 eða fyrir u.þ.b. hálfri öld.
Ummerki eldumbrota eru víða á Reykjanesskaga„Gullbringusýsla er einkennilegasta sýsla landsins. Hún nær yfir meginhluta Reykjanesskaga, um 60 km á lengd og 16-33 km á breidd. Þessi miklu skagi er með öllu óbyggilegur nema með ströndum fram. Hann er mestmegnis hraunum þakinn. Á allri strandlengjunni frá Hamarkotslæk í Hafnarfirði vetur um út á Garðskaga, þaðan suður á Reykjanes og þaðan inn að Krýsuvík fellur enginn lækur til sjávar. Vötn eru þó nokkur og tjarnir á skaganum, en hafa ekki afrennsli til sjávar. Alla úrkomu gleypa hraunin og kemur vatnið víða fram í sjávarmáli undan hraunjaðrinum.
Ótal eldsstöðvar, gamlar og nýrri, eru um allan skagann, og frá þeim hafa hraunflóið runnið í allar áttir. Upp úr standa nokkur móbergsfjöll og horfa yfir hinn storknaða brimsjó. Hér eru öræfin rétt við bæjardyr Ummerki eftir umferð í hranunum um aldirhöfuðborgarinnar, hrjóstug, úfin og köld í viðmóti, en með öllum þeim töfrum, sem öræfi búa yfir, sífelldum breytileika í öllum tómleikanum, kynjamyndum og brosandi línum og litum. Í auðninni er líf og fegurð, unaðslegar vinjar í mosaklæddum apalhraunum, fjallaloft og dásamleg útsýn af tindum og fellum.
En skaginn hefir verið gróðursælli áður. Mannshöndin hefir um þúsund ár ruplað og rúið og lagst þar á sveif með skemmdaröflum náttúrunnar.
Vér höfum að vísu engar sögur af því hvernig hér var umhorfs þegar landnámsmenn komu. En ef vér lítum aðeins á eitt landnámið, landnám Herjólfs frænda Ingólfs Arnarssonar, þá skilst oss fljótt, að á þeirri öld hefir verið hér öðru vísu um að litast. Herjólfur nam land á skagahælnum, milli Hafna og Reykjaness. Nú er þetta svo að segja eyðimörk ein. Þó vitum vér að fyrir sunnan Hafnir var kirkjusókn og hét kirkjustaðurinn Kirkjuhöfn.
Nú er þessi byggð komin í sand og um langt skeið voru menn að tína uppblásin mannabein í kirkjugarðinum í Kirkjuhöfn, og flytja þau til kirkju, „Í höfnum er landið alveg gróðurlaust hraun, en hefir líklega verið nokkru betra áður, en það hefir gengið úr sér af sandfoki og lyngrifi, því að bændur í Höfnum láta rífa lyng á marga hesta handa fé sínu og til eldsneytis“, segir Þorvaldur Thoroddsen er hannf ór þar um 1883.
Ýmis örnefni benda til þess að á nesinu hafi verið meiri gróður fyrrum, svo sem Skógfellin tvö á milli Stapa og Svartengis, Fagridalur í Fagradalsfjalli, Einihlíðar í Dyngnahrauni, Skógarhóll í landi Hvassahrauns, Stóriskógarhvammur í Undirhlíðum, Kolhóll norður af Húsfelli.
Hér hefir verið mikil akuryrkja í fornöld og líklega hvergi mLyngeiri á landinu. Það sýnir að jörðin hefir verið frjósöm. Suður frá Vogum á Vatnsleysuströnd heitir enn Sandakravegur, Akurey heitir utan við Reykjavík, Akurgerði heitir í Hafnarfirði og hjá Vatnsleysu var áður jörð, sem hét Akurgerði. En mest hefir akuryrkjan þó verið á Garðskaga. Talið er að Sandgerði hafi upphaflega heitið Sáðgerði, því að þar hafi verið miklir kornakrar. Segir í sóknarlýsingu 1839 að þá megi enn sjá þess vott í Sangerðistúnum, að þar hafi einhvern tíma verið sáðakrar, með reitum eða beðum og djúpum gröfum eða lautum á milli. En innar eru leifar enn stærri akrar. Segir frá því í sömu sóknarlýsingu að fornaldargaður mikill hafi legið þvert yfir skagann frá Flankastöðum inn að Útskálum og enn kallaður Skagagarður. Hefir þetta verið vörslugaðrur fyrir víðlenda akra og megi enn sjá merki garðalaga umhverfis sáðreitina. Þessara akra er getið á 14. öld. Árið 1340 eignaðsit Skálholtskirkja fjórðung frá Útskálum, „og umfram þau akurlönd, er seljandi (Bjarni) keypti til Útskála“.
VíðirÞau ummæli lifa enn, að í fornöld hafi verið svo mikil stör milli Býarskerja og Sandgerðis, að fénaður hafi ei sést er þar var á beit. Hraunasandur (í Grindavík) átti og fyrrum að hafa verið starengi og gerður var varnargaður á Siglubergshálsi gegn ágangi búfjár. Nú er aðeins eyðisandur á þessum stöðum. Varlega skyldi menn þó telja munnmælin röng. Þða er oft meiri sannleikur í fornum munnmælum en menn hyggja.
Á sumum stöðum hafa orðið landspjöll af eldgosum síðan land var byggt. Er talið að bæði Afstapahraun og Kapelluhraun hafi runnið eftir landnámstíð. Árið 1151 geta annálar þess að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum, „húsrið og manndauði“. Þeir geta og um að 1211 hafi eldur komið upp úr sjó fyrir sunnan Reykjanes. „Sörli Kolsson fann Eldeyjar hinar nýju, en hinar horfnar er alla ævi höfðu staðið“. Þá varð jarðsjálfti mikill 7. júli, féllu ús á mörgum bæjum og margir létu lífið. Biskupasögur setja þetta í samband við fráfall Páls biskups og segir þar svo: „En hhé rmá sjá, hversu magur Einirkvíðbjóður hefir farið fyrir fráfalli þess hins dýrlega höfðingja, Páls biskups; jörðin skalf og titraði af ótta, himinn og skýin grétu, svo að mikill hluti spilltist jarðar ávaxtarins, en himintunglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá nálega var komið að hinum efstu lífstundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist nálega allar höfuðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér sýna frá hans fráfalli“.
Gísli biskup Oddsson segir að 1240 hafi verið uppi eldur fyrir Reykjanesi og þá hafi eyðst hálft Reykjanes. Málvenjan mun þá hafa verið sú að kalla ekki Reykjanes annað en hælinn á skaganum, frá Víkum að sunnan að Sandvík fyrir norðan, og er það um hálft landnám Herjólfs, er áður var minnst á. Gísli biskup segir einni að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum fimmtíu árum seinna og að hraun hafi runnið niður í Selvog. Telur Þorvaldur Thoroddsen eigi ólíklegt að þá hafi brunnið gígarnir, sem ná frá Trölladyngju allt suður undir sjó vestan við Núpshlíðarháls, og þá myndast hraunið sem fellur fyrir austan Ísólfsskála. Annars má geta þess að fræðimenn hafa dregið í efa að þessar frásagnir um Trölladyngjugos geti verið réttar, og bera það fyrir að hraun hafi alls ekki getað runnið frá Trölladyngjum niður í Selvog. En mundi hér ekki vera um misskilning á málvenju að ræða, því að á dögum Gísla biskups hafi öll strandlengjan frá Selvogi vestur að Krýsuvík verið kölluð „í Selvogi“. Þetta var upphaflega eitt landnám.
Annað þessara hraunflóða tók af gömlu Krýsuvík. Síðan hefir marg oft verið eldur uppi fyrir Reykjanesi, allt fram á ofanverða 19. öld, en engin hraun runnið á skaganum. Þessar frásagnir nægja þó til að sýna, að eldsumbrot hafa spillt Mosi - hraungambri - var einnig notaður til eldneytismjög landkostum síðan á landnámsöld. En það er þó ekkert á móts við þau spjöll, er mannshöndin hefir unnið þar.
Gömlu hraunin hafa víðast hvar verið gróin, þegar menn settust hér að. Hefir þar verið lyng, víðir, fjalldrapi og birkikjarr, eins og sjá má á örnefnum og enn má sjá í Almenningum milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns. Í máldaga Hvaleyrarkirkju, sem gerður var að undirlagi Steinmóðs Bárðarsonar ábóta í Viðey (1444-1481), segir að Laugarneskirkja eigi lítinn skóg við landsuðri í Hvaleyrarhöfða. Í Vogaholti var forðum mikill skógur og sáust merki hans fram að seinustu aldamótum. Kirkjuland var kallað afréttaland Garðakirkju og fyrir hundrað árum er getið um skóg þar í Víðistaðahlíð, Setbergshlíð, í Helgafelli, sunnan í Ásfjalli og í Undirhlíðum. Í landi Hvassahrauns var skógur og eru enn til nokkrar leifar hans. Um þess skógarleifar segir Árni Helgason í sóknarlýsingu: „Í almæli er að skógum þessum fari aftur, og er það ei kyn, þegar þeir sums staðar Plantaður nútímaskógur - útsýni takmarkaðkulna út, er eytt er árlega, ei aðeins af fólki í þessari sveit, heldur úr næstu sveitum, bæði til kolagerðar, eldsneytis og fóðurs fyrir nautpening. Verst mun sam gera, að hrísið er tekið af þeim, er búa hér í sveit, á vetrardegi til fórðurs, þegar allur neðri partur hríslunnar er í snjó og klaka, og numið af það sem stendur upp úr snjónum, því nútt hrís þykir betra til fóðurs heldur en aðdregið á haustum og svo geymt í buðlungum. Töluverðu hrísi og lyngi er eytt til eldiviðar, sem af fátæklingum sem ekki hafa nenningu til að afla sér eldiviðar á sumrin, er sótt á vetrum þegar þörfin að þrengir. Því fleiri tómthúsmenn að höndlunarstaðnum safnast eða fá bólfestu í þessu aflaplássi, því meir er gengið að skóginum“. Þessi lýsing bregður upp mynd af því hvernig farið hefir um allan skagann.
Sá annmarki á öllum Suðurnesjum frá upphafi, að þar var enginn mór til eldneytis og víðast lítið um rekavið, einkum á norðanverðum skaganum. Þess vegna hafa menn þegar byrjað á því að ganga í kjarrið eftir eldiviði. En þegar það þraut, þá var farið að rífa lyng til eldneytis. Þá hófst uppblástur og ónýttust beitarlönd. Var þá gengið að gróðrinum með meiri harðneskju, því að nú þurfti að rífa hrís og lyng til fórðrunar búpenings að auki. Fer þá svo að landið verður örfoka næst byggðunum. Síðan er sótt lengra og lengra, þangað til svo er komið uppblæstrinum að byggðirnar Grindavík, Hafnir og Rosmhvalanes hafa ekki neitt til eldneytis nema þang og fiskbein. Allur framhluti Skagans er orðinn að eyðimörk og sandstormar leggja margar jarðir í auðn.
Eftir að konungsvaldið sölsaði undir sig jarðeignir Viðeyjarklausturs og sló þar með eign sinni á flestar jarðir á skaganum, versnaði þó ástandi til muna. Þá koma ýmsar Baðsvallasel - hluti fornleifanna eru nú í skóginumkvaðir, meðal annars sú að flytja skógvið (hrís) heim til Bessastaða og Viðeyjar eins og búin þar þurftu til eldiviðar.
Í Jarðabókinni 1703 eru greinilegastar upplýsingar um hvernig farið var með gróðurinn í Gullbringusýslu… Viðey er eitt af þeim gömlu nöfnum, sem benda til þess að skógur hafi verið hér um allt í fornöld…
Fyrstu tilraunir um skógrækt voru gerðar hér 1752. Komu þá hingað danskir menn og settu niður nokkrar víðiplöntur á Bessastöðum. Komu á þær blöð, en þó dóu þær sama sumarið. Nokkrar plöntur af sömu tegund voru settar niður í Reykjavík og Viðey, og einnig yllir, en það dó allt á næsta ári. Grenifræi var þá og sáð í óræktað land hingað og þangað í Viðey, einkum í klettana við sjóinn, kom það upp en allar plönturnar voru dauðar á þriðja ári.“
Í framhaldinu fjallar Árni Óla um vaxtarsprota skógræktar á Reykjanesskaganum og gerir hann sér vonir um að í framtíðinni takist að rækta aftur upp skóga fyrir þá Skógleysið eykur útsýnið - gæta þarf varúðar sem horfið hafa í aldanna rás. „Hér verður þó gert miklu stærra átak er stundir líða. Skógurinn í Heiðmörk færist vestur á bóginn. Setbergshlíð og Vífilsstaðahlíð eru ákjósanlegir staðir til skógræktar. Þær taka við af Heiðmörk og svo kemur Sléttuhlíðin. Einhvern tímann verður eitt samfellt skóglendi alla leið frá Kirkjuhólmatjörnum og Gvendarbrunnum vestur undir Kaldársel. Svo kemur skógur í endilöngum Undirhlíðum og nær svo að segja saman við skóginn í Almenningum. Þá má segja að nokkuð sé bætt fyrir syndir ferðranna“.
Við þetta má bæta, nú hálfri öld síðar, að að fenginni reynslu og ófyrirsjáanleika skógræktarfólks nú á dögum (það sér einungis fornar minjar sem ákjósanleg skjól fyrir plöntur) með takmarkaða heildarsýn er ástæða til að hafa áhyggjur að allri umbótaáráttunni. Að vísu var gróðri markvisst eytt lengi vel af miklu fyrirhyggjuleysi, en ástæðulaust er að halda vitleysunni áfram í hinn endann. Syndaaflausnin felst í skynsamlegri langtímayfirsjón, en hvorki einsjáungslausn né skammtímaofurkappi.

Heimild:
-Morgunblaðið, Árni Óla, Rányrkja á Reykjanesskaganum, 15. sept. 1957.

Grindavík

„Einu sinni bjó tröllskessa, Oddný, með Hróari tröllkarli sínum í Háleyjabungu á Reykjanesi; þau vóru nátttröll.
Þau áttu son Brimketillsem Sölvi hét. Manga var nágrenni þeirra í einum katli Staðarhrauns ofanverðu. Hún var eldri, vitrari og allra tröllkerlinga elst, enda eru mörg viðurkennd staðarnöfn í nágrenninu við hana kennd.

Eina nóttina leggur Oddný af stað og yfir þverar Víkur og Bása um Staðarberg og austur á syllu þar yrst á berginu er Ræningjasker heitir, og fann þar hvalkálf rekinn á land, bindur hann í bagga og færist undir fetla og gengur síðan af stað heimleiðis.
Er nú ekki getið ferða hennar fyrr en hún er komin inn eftir Staðarbergi fyrir innan Klaufar. Þar sest hún niður um stund til hvíldar og horfði til hafs. Þar sem enn var nokkur stund af annars kyrrlátri nóttu ákvað hún að baða sig í berglaug einni er þar var undir bergbrúninni; hvíldi sig þar um stund, lét líða úr sér og gleymdi þá bæði tíma og stað. Loks ákvað Oddný að halda ferð sinni áfram, en í sömu mund og hún steig upp fyrir bergbrúnina kom sólin upp við Mönguketil í Staðarhrauni – og varð hún þarna samstundis að steini. Lengi vel var hár bergdrangur á brúninni fyrir ofan laugina, fremst á berginu, en sjórinn hefur nú brotið hann smám saman niður svo varla markar fyrir lengur. Eftir stendur hins vegar enn staðföst laugin, nú nefnd Brimketill.
Nöfn básanna, milli laugarinnar og fyrrum heimilis þeirra í Háleyjabungu, bera arfleifð þeirra vitni; Oddnýjarlaug, Sölvabás og Hróarbás.“

Brimketill

Brimketill / Oddnýjarlaug.