Kaldársel

Fróðlegt er að sjá skráningu Minjastofnunar á Kaldárseli. Skv. henni var selið vestan við fyrsta hús KFUM og K frá árinu 1925 þar sem fyrrum var hestagerði (stekkurinn).

Kaldársel 1932

Kaldársel 1932. Tóftir selsins hægra megin.

Á gömlum myndum, allt til 1936, sjást selstóftirnar vel austan við húsið. Daniel Bruun bæði teiknaði og ljósmyndaði selið um 1880. Ef vettvangurinn er skoðaður er augljóst hvar selið var, bæði má þar enn sjá garða og tóftir þess. Grjótið úr tóftunum fór undir gólf viðbyggingar hússins.
Fornleifaskráning þessi lýsir, líkt og svo margar aðrar, litlum metnaði hlutaðeigandi….

Kaldársel

Kaldársel – uppdráttur Minjastofnunar.

Njarðvíkurkirkja

FERLIR barst eftirfarandi ábending frá áhugasömum athugulum lesanda:
Letursteinn„Takk fyrir frábæran vef, þvílík fjársjóðskista sem hann er af fróðleik um Reykjanesskagann. Ég var að skoða gamla Njarðvíkurbæinn, sem nú er orðinn hluti af Byggðasafni Reykjanesbæjar og stendur við Innri Njarðvíkurkirkju. Utan  við húsið er steinn með ártalinu 1918. Neðan við ártalið er óljós áletrun. Einar G. Ólafsson, sem er einskonar staðarhaldari þarna í sumar, segir mér að ekki sé vitað hvaðan þessi steinn er kominn. Mér datt í hug hvort það gæti verið möguleiki að þarna væri kominn steininn frá Brekku undir Stapanum og auglýst var eftir á ferlir.is. Gaman væri að heyra hvort þið Ferlismenn búið yfir einhverri vitneskju um steininn í Njarðvík.“
FERLIR hafði skoðað steininn árið 2004. Þá var talið að lausnin lægi í undirletrinu „OKTU“?? Á milli ártalsins og bókstafanna er grópað  band. Bókstafirnir undir munu líklega hafa verið upphafsstafir eða tilefni. Steinninn gæti verið kominn úr kirkjugarðinum. Eða verið hornsteinn úr húsvegg. Fróðlegt var þá talið að bera þetta undir kunnuga í Innri-Njarðvík því steinninn er að öllum líkindum þaðan.
Eftir að hafa rætt við aldna Njarðvíkinga varð niðurstaðan þessi: Um er að ræða legstein, væntanlega úr kirkjugarðinum í Innri-Njarðvík eða jafnvel skammt utan hans. Ártalið á þessum litla sjávarbarða steini er 1918.

Innri-Njarvíkurkirkja

Eflaust hefur steinninn átt að vera táknrænn fyrir viðkomandi; tekinn af vettvangi þeim er fólkið þá var lifandi. Undir ártalinu er lárétt skraut (táknrænn lárviðarsveigur). Undir því vinstra megin eru upphafsstafirnir OK. Þá kemur kross. Hægra megin hans eru upphafsstafir, ógreinilegri, en gætu verið JJ. Legsteinninn virðist hafa verið á gröf tveggja einstaklinga er dáið hafa þetta árið. Hann er fátæklegur, en segir ákveðna sögu. Afkomandi einstaklinganna; sonur, dóttir, móðir, faðir, afi eða jafnvel amma, gæti hafa ákveðið að letra á steininn upphafsstafi ástvina sinna og leggja á gröfina í minningu þeirra. Líklega hefur verið um fátækt fólk að ræða er nýtt hefur sér nálægan stein og eigið afl svo minning hinna látnu mætti enn lifa um ókomin ár.
Ef um legstein er að ræða lýsir hann miklum tilfinningum í garð hinna látnu einstaklinga. Erfitt er að grópa með einföldum járnum í lábarið grágrýtið, auk þess sem sérhverju höggi hefur fylgt sár tilfinning þess er misst hefur ástvin sinn.
Lausnarinnar að áletruninni gæti verið að finna í kirkjubókum Innri-Njarðvíkurkirkju frá árinu 1918, frostavetrinum mikla. Í stað þess að hafa legssteininn við fótskör minjasafnsgesta utan garðs væri rétt að koma honum fyrir inni í kirkjugarðinum við Innri-Njarðvíkurkirkju, t.d. innan við sálnahliðið.

Njarðvík

Njarðvík 1945.

 

Helsingi

Í Morgunblaðinu 1986 er fjallað um „Landnema í íslenskri náttúru – 20 tegundir sjaldgæfra fugla hafa reynt varp á seinni árum“ í tveimur greinum:

Fuglalíf er allmikið og fjörlegt hér á landi, einangrun landsins veldur því þó að tegundafæð er nokkur miðað við nágrannalöndin. Miklu væri Ísland fátækara án fugla sinna og má hafa af þeim hreina unun við hin ýmsu skilyrði og kringumstæður.

Ævar Pedersen

Ævar Pedersen.

Landsmenn þekkja ákaflega misvel til íslenskra fuglategunda og þær njóta auk þess ákaflega misjafnra vinsælda. Það er ekki sama heiðlóa og veiðibjalla frekar en Jón og séra Jón. Það sýna dæmin, að fuglar geta verið geysivinsælir þótt fól og fjandar séu í eðli sínu, sbr. krummi gamli, en vandfundnir eru skemmtilegri fuglar hvað þá samviskulausari hreiðurræningjar og ungamorðingjar.
Flestar algengustu fuglategundir landsins munu þó ugglítið vera tiltölulega vel þekktar hjá öllum þorra landsmanna. En til er hópur fugla sem hefur á undanförnum árum verið að þreifa fyrir sér með varp hér á landi. Tegundir þessar hafa ekki náð fótfestu og alls ekki útséð um hvernig þau mál fara. Í sumum tilvikum virðist það næsta vonlítið, en í öðrum tilvikum virðast skilyrði vera fyrir hendi. Í síðarnefndu tilvikunum er spurningunni vandsvarað hvers vegna það gengur illa að hasla sér völl. „Þetta eru yfirleitt flækingsfuglar og það má segja að það detti úr þeim egg,“ sagði Ævar Pedersen dýrafræðingur í samtali við Morgunblaðið um þetta mál. Yfirleitt er hér um spörfuglategundir að ræða, einnig fáeinar tegundir vaðfugla og andfugla. Skrítin nöfn eins og kolþerna og skógarsnípa ber á góma, en við skulum byrja yfirreiðina á spörfuglunum í þessum fyrri hluta, en í síðari hluta verður fjallað um dúfur, vaðfugla, andfugla, auk annars sem hér hefur uppi dagað.

Gráþröstur og svartþröstur

Svartþröstur

Svartþröstur.

Frændurnir gráþröstur og svartþröstur eru návenslaðir skógarþrestinum okkar eina sanna og þeir hafa verið að þreifa fyrir sér hér á landi á seinni árum með varpi. Sérstaklega hefur gráþrösturinn virst ætla að ná fótfestu, en enn um sinn hefur það þó ekki tekist sem skyldi. Fuglar þessir eru auðþekktir, þrastarlagið leynir sér ekki og gráþrösturinn er greinilega grár að ofan og svartþrösturinn allur eins og nafnið gerir ráð fyrir. Þessir fuglar koma hér báðir á haustin frá heimkynnum sínum í Skandinavíu og yfirleitt fylgir varp því að óvenjulega margir einstaklingar hafí komið. Áraskipti eru að því hversu margir þessir þrestir eru.
Um 1950 kom mikið af gráþresti hingað til lands að vetri til og vorið eftir var enn talsvert af fugli sem hafði þraukað. Þá hófst varp nokkurra para á Akureyri og hélst það í nokkur ár og svo virtist sem lítill stofn ætlaði að ná þar fótfestu. En allt kom fyrir ekki. Um 1980 komu svo margir fuglar sömu tegundar að vetrarlagi og upp frá því hófst dálítið varp næstu þrjú árin, þá fundust hreiður bæði á Akureyri og á Selfossi. Mest var þá um gráþrestina á Húsavík, en einhverra hluta vegna varð ekki úr varpi þar eftir því sem menn komust næst.

Gráþröstur

Gráþröstur.

Ævar fuglafræðingur telur að þessi fuglategund ætti að geta lifað við þær aðstæður sem Ísland býður upp á, en sá galli sé hins vegar á gjöf Njarðar, að komutími fuglanna ár hvert er það sem stendur í veginum, þ.e.a.s. mörg ár koma tiltölulega fáir fuglar og þeir sem koma verða að byrja á því að hjara yfir veturinn og það er ekkert auðhlaupið að slíku fyrir lítinn fugl. Margir falla ævinlega. Tilraunir svartþrastarins hafa ekki verið jafn þróttmiklar og hjá frændanum.
Þrisvar hefur svartþröstur vitanlega orpið hér á landi, í Reykjavík, í Skaftafelli og í Svínafelli, en báðir síðast nefndu staðirnir eru í Öræfasveit. Svartþrösturinn hefur það sérkenni fram yfir hina tvo, að hann verpir ævinlega í trjám. Svartþrösturinn er árviss gestur hér á landi eins og gráþrösturinn og eins og með hann, eru áraskipti að því hversu margir fuglar koma hvert haust. Svartþrösturinn virðist ekki eiga neitt verra með að lifa við íslenskar aðstæður en gráþrösturinn, en hvað veldur því að hann hefur ekki ílenst hér á landi? Gefum Ævari Pedersen orðið: „Þetta eru hvort tveggja tegundir sem hafa verið reglulegir vetrargestir í mörg hundruð ár og sennilega enn lengur. Þær hefðu átt að vera búnar að hasla sér völl skyldi maður ætla. En hvað veit maður? Það eru svo voðalega margir þættir sem geta spilað inn í.

Gráþröstur

Gráþrastarhreiður.

Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að einhver fjöldi fugla reyni varp. Þetta atriði skiptir meira máli meðspörfugla heldur en t.d. vaðfugla, því þeir eru til muna skammlífari. Það var ansi mikil vantrú á kenningum hins breska David Beck rétt eftir árið 1950, er hann lýsti yfir að meðalaldur glóbrystings í Bretlandi væri aðeins hálft ár. Þetta hnekkti að miklu leyti þeirri trú fólks að smáfuglar gætu lifað árum saman, þó trúlega geti einstaklingar orðið mun eldri, e.t.v. nokkurra ára. Hver þekkir ekki þegar fólk talar um það ár eftir ár að „músarindillinn minn“ eða „þrösturinn minn“ sé nú kominn í garðinn? Þetta er ekki einhlítt, en í flestum slíkum tilfellum er hæpið að um sömu fugla sé að ræða. Þetta eru sem sagt skammlífir, en afar frjósamir fuglar sem geta orpið tvisvar til þrisvar á ári ef tíðin er góð. Örfá hreiður eða bara eitt, eru því ekki líklega ein sér til að koma af staðvarpi undir venjulegum kringumstæðum. Það þarf meira til.“

Fjallafinka

Fjallafinka

Fjallafinka.

Fjallafinka heitir smáfugl af finkuætt sem reynt hefur varp hér á landi nokkrum sinnum. Lengi hefur tegundin verið all tíður gestur á haustin og fram eftir vetri. Þetta er lítið kríli, 15 sentimetrar á lengd að meðaltali, en til samanburðar má geta, að meðallengd músarindils er 12 sentimetrar og auðnutittlings 13 sentimetrar.
Það eru áraskipti að því hversu margar fjallafinkur koma hingað ár hvert og þær sem það gera eru taldar eiga uppruna að rekja til Skandinavíu þar sem þær eru algengir varpfuglar í furuskógum.

Fjallafinka

Fjallafinka.

Hér á landi fundust fyrst hreiður fyrir um 10—12 árum og þá var um samfellt varp að ræða í nokkur ár, t.d. í Fljótshlíð. Síðan fjaraði varpið út, en aftur fór að bera á fjallafinkuvarpi rétt fyrir 1980 og aftur hófst samfellt varp sem stóð yfir í fáein ár. Fundust þá hreiður í Reykjavík, í Fljótshlíð og í Öræfasveit. Þetta voru fá hreiður.
Fjallafinkan hefur komið upp ungum á Íslandi og virðist ekki eiga erfitt uppdráttar. Ævar Pedersen fuglafræðingur telur að ein ástæðan sé sú að fjallafinkan sé frææta og eigi því meiri lífsmöguleika heldur en skordýra- og berjaætur. „Þessi tegund á möguleika á því að ílendast hér,“ segir Ævar og getur þess einnig að hugsanleg skýring á því að tekið hafi að bera á fjallafinkuvarpi í vaxandi mæli á seinni árum kunni að vera vaxandi skógrækt sem skapi aukið kjörlendi fyrir þessa fuglategund.

Gráspörvar

Gráspörvi

Gráspörvi.

Gráspörvavarp á Íslandi á sér nokkuð sérkennilegan aðdraganda og má segja að litlu hafi munað að þessi fugl ílentist hér á landi fyrir atbeina eins manns, en orðið undan að láta fyrir atbeina eins kattar. Gráspör er nokkur reglulegur vetrargestur hér á landi, kemur á haustin og dvelur yfir veturinn, en sjaldan eru fuglarnir margir.
Fyrir árið 1970 var þrívegis vitað um tilraunir gráspörva til varps, tvívegis í Reykjavík og einu sinni í Vestmannaeyjum. En undrið sem hlaut hinn sorglega endi byrjaði 1970.
Jón Helgason í Borgarfirði eystri tók þá nöndum tveim hóp af gráspörvum sem tóku sér vetrarbólfestu við hús hans. Jón gaf fuglunum, hlúði að þeím sem mest hann mátti, leyfði þeim m.a. afnot af skemmu sinni til að skýla sér í er veður gerðust köld og ströng. Fyrir vikið voru flestir fuglanna á lífi um vorið og svo vel hafði þeim líkað vistin að þeir ákváðu að fara hvergi, heldur hefja varp. Gerðist það nú, að næstu árin urpu gráspörvar við hús Jóns og þar í grennd og nutu verndar hans í hvívetna.

Gráspörvi

Gráspörvi.

Fuglunum fjölgaði og eftir tíu ára varp voru í Borgarfirði nokkrir tugir fugla og árvisst og öruggt varp.
En allt í einu fóru þeir að tína tölunni og vissi enginn fyrst í stað hvað ylli því. Er allt var um seinan, komst upp um fuglaveiðar flækingskattar, en þá var aðeins einn kvenfugl eftir lifandi. Síðustu fregnir hermdu, að sá fugl hafi verið á lífi enn síðasta sumar, en einn síns liðs réttir hann ekki Borgarfjarðarstofninn við.
Atburðarásin í Borgarfirði var einstæð og athyglisverð, verk eins manns urðu næstum til þess að nýr og fastur varpfugl bættist í fuglafánu landsins. Árangur Jóns Helgasonar bendir til þess að endurtaka mætti tilraunina, næst er liðmargur flokkur gráspörva leitar til landsins frá vetrarhörkum í heimahögum.

Landsvala og bæjarsvala

Landsvala

Landsvala.

Þetta eru algengir flækingsfuglar hér á landi og koma á vorin og sumrin gagnstætt þeim tegundum sem nefndar hafa verið. Í fljótu bragði mætti ætla að þær hefðu því frekar möguleika á því að ílendast, en svo mun vart vera. Landsvölur hafa á seinni árum reynt varp 10—15 sinnum og áreiðanlega hafa fuglarnir orpið nokkrum sinnum án þess að því hafi verið gefinn sérstakur gaumur. Bæjarsvöluhreiður hafa hins vegar aðeins fundist tvisvar síðustu árin í Vestmannaeyjum og í Sandgerði. Landsvalan hefur einni orpið nær eingöngu á Suður- og Suðvesturlandi.

Bæjarsvala

Bæjarsvala.

Báðar tegundirnar hafa komið hér upp ungum. En hvers vegna er ólíklegt að tegundirnar geti fest rætur?
Ævar svarar: „Þessir fuglar lifa eingöngu á skordýrum sem þær veiða á flugi. Þær eru mikið á flugi og bruninn í líkamanum er því örari en ella. Stöðugt skordýralíf er því nauðsynlegt til þess að þessir fuglar geti lif að góðu lífi og í þeim umhleypingum sem hér geta verið að sumarlagi er slíkt alls ekki fyrir hendi. Það getur rignt dögum saman og blásið, þannig að skordýralífið liggur niðri, svölurnar geta þá ekki veitt og þær veslast upp.“

Hettusöngvari, seftittlingur og glóbrystingur

Hettusöngvari

Hettusöngvari.

Hettusöngvari er lítill og fallegur spörfugl og hann er eigi ótíður haustgestur hér á landi. Laust eftir árið 1970 brá svo við að hettusöngvarapar var í garði í Reykjavík um varptíma og lét eins og hreiður væri á staðnum. Það fannst ekki en grunur leikur samt á því að um varp hafi verið að ræða. Talið er að þessí tegund geti lifað hér af veturinn og þá upp á náð mannsins komin með matargjafir.
Sömu söguna má segja um seftittlinginn, skv. fuglabók Landverndar er talið að þessi tegund hafi orpið í Kvískerjum í Öræfum vorið 1972 og komið upp ungum.
Glóbrystingsvarp hérlendis hefur verið óburðugt, tegundin sést hér oft á haustin og veturna, en fyrir 25—30 árum gerðist það að einn kvenfugl gerði sér hreiður í Hvalfirði og verpti, en ekkert varð úr þar sem karlfugl vantaði.

Dvergkráka

Dvergkráka

Dvergkráka.

Það er kannski ekki rétt að hafa dvergkrákuna með, því vitanlega hefur hún ekki orpið á Íslandi. Á hinn bóginn „fylltist all“ af dvergkrákum rétt fyrir árið 1980, „það kom meira af þessum fuglum en við vitum dæmi um áður“, sagði Ævar Pedersen. Þetta voru líklega hundruð fugla og sáust þeir víða á sunnanverðu landinu, ekki síst í Reykjavík þar sem þeir vöktu mikla athygli.
„Innrásin“ var um haustið og margar krákur voru hér enn er tók að vora. Þær fóru að bera í hreiður, stífluðu m.a. skorstein í bænum, margir sáu þær fljúga út í Tjarnarhólmann og koma þaðan með nefin full af hreiðurefni sem þær svo flugu með á tilvalda staði.
Þrátt fyrir allt saman varð ekkert úr varpi og krákurnar smátýndu tölunni, hafa trúlega ýmist drepist eða horfið til síns heima. „Þetta er nær árviss gestur hér á landi og ein af þeim fuglategundum sem gæti allt í einu farið að verpa hér á landi,“ segir Ævar.
Látum þessu svo lokið í bili, þetta yrði of langt mál ef allt kæmi á einu bretti, en það hefur e.t.v. vakið athygli lesenda að saga fuglanna er aðeins rakin til sumarsins 1985, en það er vegna þess að þetta sumar er alls ekki liðið þótt haustið sverfi óðfluga að og því eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi tilraunavarp fugla í sumar ef eitthvað hefur verið.

Hringdúfa og tyrkjadúfa

Tyrkjadúfa

Tyrkjadúfa.

Þessar villtu dúfutegundir hafa báðar orpið hér á landi og komið upp ungum. Fyrir um 20 árum fannst hringdúfuhreiður í Svínafelli í Öræfum, en eggin voru ófrjó og varpið misfórst því. Vorið 1974 fannst svo hringdúfuhreiður í Reykjavík og gekk betur í það skiptið, ungar komust á legg.
Tegund þessi verpir um alla Mið- og Suður-Evrópu og einnig nokkuð í sunnanverðri Skandinavíu. Hún er farfugl heimkynnum sínum og er flækingur hér á landi. Fremur hæpið virðist að tegund þessi ílendist hér þó að hún kunni að geta lifað hér á sumrin.

Hringdúfa

Hringdúfa.

Tyrkjadúfan er náskyld tegund, en hún hefur verið að breiðast út um alla Evrópu síðustu áratugina, varp áður einkum á Balkanskaga. Tyrkjadúfa sást fyrst á Íslandi árið 1968 og vorið 1970 fannst svo hreiður í Reykjavík og komu þar ungar úr eggjum.
Fyrir fáum árum sást svo tyrkjadúfa í Vesturbænum og var hún ein á ferð. Önnur settist um borð í fiskibáti úti fyrir ströndum landsins og var henni sleppt til þeirrar í Vesturbænum. Þar voru þær í um eitt og hálft ár án þess að til varps kæmi og lék grunur á að báðir fuglarnir væru karlkyns. Örlög þessara útvarða urðu þau, að hreinsunardeild Reykjavíkurborgar skaut þá eftir að kvartanir húsmæðra gerðust þrálátar en fuglar þessir voru bæði árrisulir og háværir. Ævar segir: „Tyrkjadúfan er enn að breiðast út, hún gæti alveg komið hingað til lands enn og numið hér land.“

Kolþerna

Kolþerna

Kolþerna.

Eitthvert óvenjulegasta varp flækingsfugla hin síðari ár var er kolþernuhjón urpu í kríuvarpi skammt fyrir vestan vestustu hús Stokkseyrarþorps sumarið 1983. Hreiðrið fannst fyrst 16. júlí og voru tvö egg í því, töluvert stropuð.
Daginn eftir skoðuðu nokkrir fuglafróðir menn hreiðrið, en báða dagana sást aðeins ein kolþerna við hreiðrið. Ekki var vitjað um hreiðrið aftur fyrr en 21. júlí, en þá fannst ekkert við varpstaðinn, hvorki kolþernueggin né egg og ungar kría sem urpu þar í kring. Óveður með háum straum var nýafstaðið og lék grunur á því að allt varp á þessu svæði hefði orðið því að bráð. Við leit fundu athugunarmenn tvær kolþernur og vakti það athygli þeirra, að önnur þeirra virtist tilheyra bandaríska stofninum, en varpstöðvar hans vestra eru miklu mun sunnar á hnettinum en Ísland, t.d. má nefna Flórídaríki.

Kolþerna

Kolþerna.

Það var álitið að þar hafi verið um karlfuglinn að ræða, en hinn fuglinn var erfiðara að ákvarða, því hann var farinn að missa sumarskrúðann. Var það fuglinn sem sást liggja á eggjunum fyrstu tvo dagana.
Kolþerna er heldur sjaldséður flækingur á Íslandi, aðeins 30 sinnum hefur fuglinn sést síðan að sú fyrsta sást árið 1949. í nokkrum tilvikum hefur verið um bandarísku deilitegundina að ræða og vita menn ekki til þess að sú tegund hafi sést annars staðar í Evrópu.
Þessi saga er ekki öll, því kolþernurnar voru mættar aftur til Stokkseyrar sumarið eftir og urpu þar aftur. Að þessu sinni skreið ungi úr eggi, en talið er að hann hafi drepist í óveðri sem gekk yfir nokkru síðar. Í fyrrasumar sáust engar kolþernur, varpið virðist liðið undir lok.

Vepja

Vepja

Vepja.

Fugl þessi er náskyldur heiðlóunni, en varpheimkynni hans liggja yfirleitt sunnar en Ísland. Vepjan er tíður flækingur á Islandi og kemur hingað stundum í stórum hópum á haustin og veturna. Þegar slíkir hópar hafa komið, hefur stundum dregið til varps að vori og vepjan hefur orpið hér á landi nokkrum sinnum og ungar hafa komist á legg.
Fyrst er vitað til þess að vepja varp vorið 1959 og líklega komust 3 ungar á legg. 1963 verpti vepjupar í Kelduhverfi og komst einn ungi á legg að minnsta kosti. Árið eftir urpu vepjur í Eyjafirði og komust 3 ungar á legg. í 2—3 ár í kringum 1980 er talið að vepjur hafi orpið austur á Héraði, en hreiður fundust ekki. 1983 var örugglega vepjuvarp í Meðallandi. Glöggir menn sáu þá fimm vepjur snemma í júlímánuði og voru þrjár þeirra, augljóslega nýlega fleygir ungfuglar.

Vepja

Vepja.

Tvær vepjur höfðu sést á þessum slóðum fyrst um miðjan apríl en ungarnir komu fyrst í Ieitirnar um mánaðamót júní og júlí. Í fyrrasumar er svo talið að vepjur hafi orpið. Tvö pör sáust snemma vors í Eyjafirði, en brátt hurfu tveir fuglar og aðeins tveir urðu eftir. Létu þeir í alla staði eins og varpfuglar væru á ferðinni, en eigi að síður fannst hreiðrið ekki. Það er því óvíst um afdrif þessa varps. Að sögn Ævars Pedersens tekur vepjan sig upp í heimahögum sínum er harðindi sverfa að og fer á flakk í fæðuleit. Því koma þær hingað svo að segja árlega og sem fyrr segir, stundum í stórum hópum. Hvort vepjan verður hér einhverntíma fastur varpfugl er ekkert hægt að segja, hana vantar að því er virðist herslumuninn.

Flóastelkur

Flóastelkur

Flóastelkur.

Um 1960 urðu menn fyrst varir við flóastelk hér á landi að sumarlagi og lék fljótlega grunur á því að tegundin yrpi. Fuglarnir sáust eingöngu við Mývatn, en þó þeir létu „varplega“ fundu menn hvorki hreiður eða unga enda slíkt ekkert grín. Það varð ekki fyrr en eftir 1980 að vissa fékkst fyrir varpi og er því talið að um varp hafi verið að ræða, a.m.k. síðan 1960. „Það er hægt að tala um afar lítinn íslenskan flóastelksstofn. Þeir hafa ekki sést á hverju ári, til dæmist sáust þeir ekki í fyrrasumar, en á hinn bóginn fer afar lítið fyrir þeim og svæðið sem þeir hafa sést á er stórt.
Það er auðvelt að ganga framhjá þeim. Auk þess þarf ekki endilega árvisst varp, þetta eru mun langlífari fuglar en spörfuglar og 1—2 pör geta viðhaldið svona smástofni þó ekki sé orpið á hverju ári,“ segir Ævar um flóastelkinn.

Skógarsnípa

Skógarnípa

Skógarnípa.

Egg eða ungar þessa fugls hafa ekki fundist, en í nokkra áratugi hefur menn grunað að þeir verpi hér, gefum Ævari orðið: „Karlfuglar skógarsnípu haga sér sérkennilega um varptímann og er þeir helga sér óðul á vorin. Þá fljúga þeirum syngjandi að næturþeli. Þetta hefur verið nokkuð árvisst fyrirbæri hér á landi á nokkrum stöðum síðustu áratugi, sérstaklega í Ásbyrgi þar sem varpkjörlendi sem hentar
þessum fugli er fyrir hendi.
Við Egilsstaði hefur þetta einnig borið við, t.d. sást til þriggja karlfugla leika þessar listir í fyrrasumar. Húsafellsskógur er þriðji staðurinn þar sem skógarsnípukarlar hafa sést leika listir sínar. Það er erfitt að finna hreiður og unga þessarar tegundar, sérstaklega þegar fuglafjöldinn er afar lítill og svæðið stórt, auk þess hefur ekki beinlínis verið kíkt eftir þeim. Þó mun hægt skv. framansögðu að tala um mjög lítinn íslenskan skógarsnípustofn og þess má geta, að þetta hefur verið árlegt fyrribæri allra síðustu árin.

Skutulönd

Skutulönd

Skutulönd.

Þessi andartegund er afar fáliðuð á íslandi. Hreiður fannst fyrst 1954 og er hugsanlegt að tegundin hafi orpið þar síðan. Hvort það hafi verið árlegt varp er óvíst, því fá hreiður hafa fundist. Tegundin sést á Mývatni flest ár, aðallega á vorin og sumrin. Í Fuglabók AB er hún talin sjaldgæfur en öruggur varpfugl, en í Fuglabók Landverndar, sem er mun nýrra rit, er hún talin fastur sumargestur, en ekki nefnd í hópi varpanda. Ævar Pedersen sagði skutulandartilfellið vera svipað og með flóastelkinn í sömu sveit, fuglarnir væru fáir og hreiður afar vandfundin. Það væri hins vegar auðvelt að yfirsjást tegundina og hún sæist ef hennar væri leitað. „Þetta eru nokkur stykki,“ sagði Ævar.

Helsingi

Helsingi

Helsingi.

„Það er pínulítill varpstofn í Breiðafjarðareyju, en á þeim slóðum hafa þessir fugla orpið á seinni árum þó engin vissa sé fyrir þvi að varpið hafi verið árlegt. Sumarið 1983 fundust fimm hreiður, 1984 3 hreiður, en í fyrrasumar hins vegar ekkert.“ Ævar sagði það enga sögu segja, því helsingjarnir færðu varpið til og frá um hinar mörgu Breiðafjarðareyjar og það gæti því hæglega hafa verið varp í fyrrasumar þó engin hreiður hafi fundist.
Heimkynni helsingja eru miklu norðar en Ísland, það er því spurning hvort hann sé ekki í hópi með fuglum eins og haftyrðli, snæuglu og þórshana, sem álitið er að fækki á Íslandi vegna þess að það sé ekki nógu kalt hér á landi!

Kanadagæs

Kanadagæs

Kanadagæs.

Það gerðist sumarið 1984, að grágæsarkvendi eitt kom frá vetrarstöðvum sínum í Bretlandseyjum í fylgd karlfugls kanadagæsar. Þetta skrautlega par verpti austur á Héraði, en varpið misfórst.
Síðastliðið sumar var parið enn á ferð á sömu slóðum og komust fjórir ungar á legg. „Það er spurning hvort þessir ungar verða frjóir,“ sagði Ævar Pedersen um fyrirbærið og bætti við að andfuglar væru allra fugla frjálslegastir í kynferðismálum. „Það eru allir með öllum og þetta eru oft svo skyldar tegundir að þær geta átt egg og unga saman,“ bætti hann við. Ævar sagði ennfremur, að kanadagæsin hefði verið flutt til Bretlandseyja fyrir nokkrum árum og hefði henni fjölgað mikið og breiðst út. Hún hefur sést hér á landi nokkrum sinnum. „Þetta er tegund sem gæti farið að verpa hér á landi fyrirvaralaust,“ sagði Ævar.

Bleshæna (eða blesönd)

Bleshæna

Bleshæna.

„Það er ansi lang síðan að bleshæna reyndi hér varp, nokkrir áratugir, en síðasta sumar vorum við að vona að reynt yrði að nýju, þá var par í Húsavíkurhöfn mikinn hluta vetrar og fylgst var með fuglunum um vorið. Þeir fluttu sig á Víkingavatn í Kelduhverfi, þar sem bleshænur hafa einu sinni áður opið, en að þessu sinni varð ekkert úr varpi, fuglarnir voru á vatninu fram eftir sumri en hurfu svo. Bleshænan hefur þrívegis vitanlega reynt varp, hreiður hafa fundist í Borgarfirði, á Víkingavatni í Kelduhverfi og við Mývatn. Engir ungar hafa komist á legg. Þetta er algengur haust- og vetrargestur hér á landi, en virðist eiga erfitt uppdráttar er til lengdar lætur.“

Lokaorð

Seftittlingur

Seftittlingur.

Það hefur verið ríkuleg áhersla á það lögð í þessari umfjöllun, að ekkert er hægt að tjá sig að gagni um horfurnar á því hvort einstakar tegundir sem nefndar hafa verið taki sig til og fjölgi sér og myndi stæðilegan varpstofn. Í nokkrum tilvikum virðist vera um reglulegt varp í afar smáum stíl, (helsingi, flóastelkur og líklega skógarsnípa), í öðrum tilvikum óreglulegt varp sem ræðst helst af fjölda flækingsfugla sem koma til landsins að hausti eða vetri og eru hér enn að bauka á vorin. Í þriðja lagi handahófskenndara varp sjaldgæfra flækinga eins og kolþernu og eru slík fyrirbæri kannski hvað skemmtilegust.
Í fjórða lagi tækifærisvarp vor- og sumargesta eins og landsvölu og bæjarsvölu. Tíminn einn ber svörin í skauti sér og takmarkalaus forvitni áhugamanna fær engu breytt.
Við verðum bara að bíða og sjá hvaða skrítnu gestir verpa næsta vor, og næsta vor og það næsta o.s.frv. Hver veit nema Ísland verði einni, fimm eða tíu varpfuglategundum ríkara um aldamótin. Og verða þá kannski einhverjar gamalgrónar horfnar? – gg.

Heimildir:
-Morgunblaðið, B-07.09.1986, Landnemar í íslenskri náttúru, grein 1 – 20 tegundir sjaldgæfra fugla hafa reynt varp á seinni árum, bls. 4-5.
-Morgunblaðið – B 14.09.1986, Landnemar í íslenskri náttúru, grein 1 – 20 tegundir sjaldgæfra fugla hafa reynt varp á seinni árum, bls. 16-17.

Þórshani

Þórshani.

Ákveðið hefur verið að undirbúa uppbyggingu einnar dæmigerðrar selstöðu og einnar sambærilegrar verstöðvar á Reykjanesskaganum.
selstadaEins og flestu upplýsandi fólki ætti að vera orðið kunnugt voru fjöldi selja á þessu landssvæði, fyrrum landnámi Ingólfs, alls u.þ.b. bil 360 talsins. Fáu fólki er nú kunnugt um þennan mikilvæga þátt búskaparsögunnar er spannar u.þ.b. 1000 ár, eða allt frá landnámi  fram til loka 19. aldar.
Verstöðvar á 24 stöðum við strandir á sunnan- og norðanverðum Reykjanesskaga gengdu lykilhlutverki fyrrum í forðaöflun fyrir íbúana, verslun og útflutningi. Verin voru á vertíðum mönnuð fólki hvaðanæva af landinu allt frá því á 12. öld til loka 19. aldar. Húsakostur, önnur mannvirki, bátakostur, klæðnaður, áhöld, fiskverkun og mannlíf í þessum strandútstöðvum settu sinn svip á þjóðarsálina líkt og selbúskapurinn gerði inn til landsins – með ólíkum hætti þó.
Sel og ver voru órjúfanlegur hluti búskapar fyrri alda. Það er því mikilvægt að komandi kynslóðir fái tækifæri til að sjá og skilja mikilvægi hvorutveggja í lífi forfeðra þeirra og -mæðra.
Ætlunin er að undirbúa verkið og hefjast síðan handa. Staðsetningar hafa verið ákveðnar, en eftir er að afla leyfa fyrir mannvirkjunum. Vandað verður til verka. Ferðaþjónustan á og án efa eftir að njóta góðs af til lengri framtíðar.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – tilgáta.

 

Sandfellshæð

Hér er ætlunin að geta tveggja merkilegra jarðfræðifyrirbrigða skammt vestan Eldvarpa ofan við Grindavík. Annað er Sandfellshæðargígurinn og hitt er gígurinn austan við Lágafell sunnan Þórðarfells. Hvorutveggja eru verðug skoðunnar, enda aðgengileg þeim er áhuga hafa.

Sandfellshæð - dyngjan

Nútímahraun nefnast þau hraun sem upp hafa komið eftir að jökla leysti á Reykjanes-skaganum, líklega fyrir 12-13 þúsund árum. Venja er að skipta hraununum í tvo flokka eftir uppruna og útliti: Dyngjuhraun, sem eru dæmigerð helluhraun úr þunnum hraunlögum, slétt, reipótt og með ávölum hraunhólum, oft með alldjúpum sprungum í kollinum. Bergið er gráleitt og með brúnleita veðrunarkápu, oft grófkornótt. Hraunin dreifast gjarnan yfir stór svæði því kvikan er heit og þunnfljótandi þegar hún kemur upp.
Yst á skaganum eru þrjár stórar dyngjur. Sú ysta er fyrrnefnd Sandfellshæð og þrátt fyrir að hraun hennar þeki uppundir 150 km2 og eru tæpir 6 km3 er gígur hennar aðeins 90 metrar yfir sjávarmáli. Þráinsskjöldur byggir síðan upp Vogaheiðina. Þriðju dyngjuna er að finna uppundir Sveifluhálsi og er hún kennd við Hrútagjá en hraun hennar runnu til sjávar á milli Afstapahrauns og Straums. Dyngja þessi er mun minni en hinar tvær og einnig snöggtum yngri.
Nokkrar minni dyngjur er einnig að finna á Reykjanesi og má þar til nefna Háleyjarbungu og Skálafell enn utar á Reykjanesi.
Gígur við LágafellSprunguhraun sem runnið hafa frá gossprungum og gígaröðum eru úr mun seigari kviku en dyngjuhraunin og mynda því þykk hraun með mikinn gjallkarga. Þau eru því úfin og ill yfirferðar og hraunjaðar þeirra hár og brattur. Nefnast slík hraun apalhraun. Frá einstaka eldvarpi geta þó báðar hraungerðirnar runnið í einu og sama gosinu. Apalhraunin renna gjarnan frá gosrásinni eftir hraunám sem nefnast hrauntraðir að gosi loknu en helluhraunin eftir rásum undir storknuðu yfirborðinu. Þau síðarnefndu eru því mun auðugri af hellum. Sprunguhraunin eru flest yngri en dyngjuhraunin og nokkur þeirra hafa runnið eftir að land var numið.
Eldvörpin eru mjög fjölbreytt að gerð og lögun, en mun meira af lausum gosefnum koma upp í þeim en dyngjunum og heildar magn gosefna einstakra gosa er oftast langt innan við 1 km3. Erfitt er að gera sér grein fyrir Eldvörpfjölda þeirra eldvarpa sem gosið hafa á nútíma en Jón Jónsson jarðfræðingur hefur kortlagt hraun frá meira en 150 uppkomustöðum en þeir hljóta að vera fleiri því einhverjir hafa lent undir yngri hraunum. Gosin verða í hrinum innan hverrar gosreinar. Glöggt dæmi um það er gos sem hófst út á Reykjanestá 1226, sem síðan breiddist norðaustur eftir skaganum allt til Arnarseturs sem er rétt austan Grindavíkurvegar. Sömu sögu má segja þegar Ögmundarhraun rann 1151.
Reykjanes er framhald Reykjaneshryggjarins á landi. Flest sjávargos á sögulegum tíma hafa verið undan Reykjanesi. Stórbrotin jarðfræði, meðal annars gígaraðirnar Eldvörp og Stampar, dyngjurnar Skálafell, Háleyjarbunga og Sandfellshæð, ásamt fjölda gjáa, sprungna og hrauntjarna. Óvíða annars staðar en á Reykjanestá má sjá eins glögg merki gliðnunar Mið-Atlantshafshryggjarins.
Umhverfisstofnun hefur bent á að Reykjanesið, þ.m.t. framkvæmdasvæði Hitaveitu Suðurnesja, hefur lengi verið á Sand-700Náttúruminjaskrá eða allt frá árinu 1981. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er enn í Eldvörpum.
Stapafell, Sandfell, Súlur og Þórðarfell (allt nálæg fjöll) myndaðust undir ís eða í sjó. Í þeim er mikið bólstraberg. Ástæður fyrir myndun bólstrabergs eru lítt kannaðar en talið er, að mismunur hitastigs hrauns og vatns og þrýstingur í vatninu hafi áhrif á myndun þess. Sprungur liggja víða á svæðinu, m.a. í gegnum Stapafell.  Búið er að fjarlægja slatta af fjallinu til mannvirkjagerðar, m.a. Keflavíkurflugvallar.
Rauðamelur er fyrrum sjávargrandi, sem liggur austur úr Stapafelli, myndaður úr efni úr fellinu. Hann varð til við hærri sand-500sjávarstöðu, þegar sjór braut úr því. Síðan flæddu hraun. Þau eru úr Sandfellshæðinni.
Í Sandfellshæð er stór gígskál, Sandfellsdalur, og þar á hraunið upptök sín. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir mikil eldsumbrot og öskufall á Reykjanesi á öðrum fjórðungi þrettándu aldar hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg. Í hrauninu ber mikið á hraunhólum sem eru sprungnir í kollinn.
Haugsvörðugjá er ein gjánna skammt vestan Sandfellshæðar. Uppi á bakkanum vestan megin gjárinnar eru gjallgígahrúgöld og nefnist þar Haugur. Í kringum gígana er þunnt gjallkennt hraun og er það eldra en 8000 ára.
Ef veður er gott er þess virði að taka stuttan útúrdúr og ganga á Einiberjahól sem er ævagamall, stakur gígur skammt sunnan við Prestastíg, suðvestur af Sandfellshæð.
Sandfellshaed-2Sunnan undir Sandfellshæð er stakur gíghóll, Rauðhóll og frá honum hefur runnið hraun til suðurs og suðvesturs og er Prestastígur milli hrauns og hlíðar, þ.e. liggur um slakkann þar sem Rauðhólshraunið rennur upp að Sandfellshæð. Rauðhólshraun er 2000-3000 ára. Hóllinn er nú í mosagrónu apalhrauni. Það er yngsta hraunið á svæðinu og rann árið 1226. Þá opnaðist liðlega 10 km löng gossprunga og nefnist hún Eldvörp. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Um tveimur kílómetrum norðar en þar sem Prestastígur fer yfir gígaröðina er allnokkur jarðhiti og þar hefur verið borað á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Eldsumbrotin á þrettándu öld yst á Reykjanesskaganum stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk þó á árið 1226. Þessi hrina er nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum. Allt þetta má enn sjá með opnum augum á réttum stað.
Gígurinn austan Lágafells er dæmi um einstakt eldvarp. Frá honum liggur tilkomumikil hrauntröð, eins sú fallegasta á landinu – og er þá mikið sagt.

Heimild m.a.:
-Kristján Sæmundsson.
-Ægir Sigurðsson.

Sand-800

Völundarhúsið

Við gömlu Selvogsgötuna undir Tvíbollum eru nokkrir myndarlegir hraunhellar. Má þar nefna Völdundarhúsið, Spenastofuhelli og Rósaloftshellir. Hellarnir eru greinilega í útrásum frá meginrásinni, sem vel má greina af hinum miklu Grindarskörðjarðföllum ofar í hlíðinni, norðvestan við gígana. Meginrásin hefur borið mikið fóður frá þeim, en eftir því sem neðar dró hvíslaðist hún í nokkrar minni. Nyrst í djúpu og stóru ílöngu jarðfalli má sjá eina rásina. Önnur er þar sem Spenastofuhellir er ráshluti og þriðja er rásakerfi Völdundarhússins. Rósaloftshellir er hluti af fjórðu rásinni og eflaust mætti greina fleiri ef vel væri leitað. Enn neðar hafa þessar rásir síðan komið aftur saman í eina eða tvær. Hjartartröð og Leiðarendi eru hlutar af þeim rásum.
Stutt var um liðið síðan FERLIR fór í Spenastofuhelli með viðkomu í Völdundarhúsinu. Nú var gagngert farið á vettvang til að skoða betur síðarnefnda hellinn og jafnframt kíkja inn í Rósaloftshelli. Stutt er á milli opanna. Þannig eru ekki nema u.þ.b. 50 metrar milli meginopa Spenastofuhellis og Völdundarhússins og ekki nema um 20 metrar milli Völdundarhellis og Rósaloftshellis.
Meginop Völdundarhússins er í um 20 m ílöngu jarðfalli, ca. 4 m breiðu. Greiðar leiðir eru bæði í norður og suður inn úr jarðfallinu. Nyrðri hlutinn er áhugaverðari, enda margflóknari, litskrúðugri og með meiri fjölbreytni í hraunmyndunum.
Fallegar storkumyndanir eru á gólfi svo og líkt og bátur á hvolfi. Annað op er skammt ofar. en ca. 10 m suðaustan við neðra niðurfallið er 1-2 m breitt op. Innan við það tekur við rúmgóður hellir með nokkrum opum. Út frá rásinni er ýmis göng og þverrásir í allar áttir, jafnvel í hálfhringi.
Hliðarrásir eru víða þröngar, en litfagrar. Í einum ganginum eru mjó undirgöng sem óvíst er hvort fara má um. Hellirinn er líklega um 100 metra í heildina. Hann hefur þó ekki verið skoðaður til hlítar.
GrindarskörðÞegar komið er inn í nyrðri hlutann er hægt að velja um tvær rásir. Ef farið er niður í þá hægri má fljótlega sjá ógreiðfæra hliðarrás til vinstri. Hún mætir hliðrrás úr vinstri rásinni. Neðar er rauðleitur flór sem er líkur snigli á gólfi hellisins. Á veggjum má sjá hvernig hraunáarhæðin í rásinni hefur verið frá einum tíma til annars. Litlir separ eru í lofti. Rásin hlykkjast niður á við og þrengist. Hliðarrás liggur til vinstri. Þarna er gólfið brúnleitt og hefur þar lag lagst ofan á annað með þunnu lagi, sem síðan hefur brotnað upp í flísar. Lítið sem ekkert hrun er í þessum hluta hellisins. Hægt er að fara áfram á fjórum fótum og eflaust munu fleiri afhellar opnast þar neðra. Sú leið var hins vegar ekki farin að þessu sinni.
Þá var haldið niður í vinstri rásina í nyrðri hlutanum. Greina má hversu stór rásin hefur verið áður en þakið féll og jarðfallið myndaðist. Brúnleitara hraun er í þessari rás. Afrás er til hægri. Þverrás hærgi hellishlutans kemur inn í hana, en meginhlutinn heldur áfram niður á við, milli rásanna tveggja. Hún var ekki könnuð að þessu sinni. Þess í stað var haldið niður á við. Lítil þverrás er til vinstri. Stór steinn virðist loka leiðinni áfram, en hægt er að fara framhjá honum. Það er líka þess virði. Komið var inn í lítið rauðleitt herbergi með fáum, en fallegum spenum. Þarna hefur hrauneðja dvalið um stund áður en hún hefur náð að bræða grannbergið og leita áframhaldandi leiðar – um granna rás, sem síðan hefur lokast á eftir henni.
Skoðað var upp í syðra op rásarinnar. Innan við það er hrun. Hellirinn skiptist í tvennt. Ef haldið er upp eftir hægri rásinni er fljótlega komið að litlu jarðfalli, sem hægt er að komast upp úr. Einnig er hægt að skríða áfram inn undir hraunhelluna og eflaust eitthvert lengra. Vinstri rásin er heil. Hún leggur lítillega upp á við. Vinstra megin er sylla og rás innan við þröngt ílangt op. Rásin heldur áfram upp á við, en þrengist verulega. Meginhraunstraumurinn hefur runnið þarna um á leið sinni niður hlíðina.
GrindarskörðSkammt norðaustan við meginopið er lítið gat, sem þó er hægt að fara niður um. Undir því er sléttbotna rás. Þegar farð er til suðurs er komið inn á sylluna fyrrnefndu. Norðurleiðin lofar góðu. Hún virðist víkka þar sem hún hallar niður á við og beygja síðan. Henni var ekki fylgt að þessu sinni þar sem skriðbúnaðurinn var ekki með í för. Þetta er rás sem vert væri að kanna nánar við tækifæri.
Rósaloftshellir er stuttur. Op hans er í u.þ.b. 30 m ílöngu jarðfalli, svipuðu að breidd og Völdunarhúsið. Þessi hluti rásarinnar er ekki nema ca. 10 metra löng, en loftið er sérstakt. Um er að ræða nokkurs konar sepamyndun, nema hvað hún er mun minni en margflóknari. Þannig hefur orðið til mynstur er minna sumsstaðar á rósir. Af þeim dregur hellirinn nafn sitt.
Eins og fyrr sagði má sjá hvar hraunið hefur runnið niður hlíðar, sem einhverju sinni hefur verið nyrðri hluti Lönguhlíðar. Síðan hafa fæðst efst á brún hennar nokkrir klepra- og gjallgígar á sprungurein. Þríhnúkar, sem reyndar sumir vilja staðsetja sem hluta Stóra-Kóngsfells og Drottningar (Þríhnúkar) því hinir eiginlegu Þríhnúkar eru fjórir þegar horft er á þá frá austri, eru hluti þessarar gossprungu. Hún opnaðist skömmu eftir að fyrstu norrænu landnámsmennirnir settust að á Suðvesturhorni landsins. Líklega hefur það verið fyrsta eldgosið sem þeir hafa séð hér á landi. Síðan, í þessari sömu goshrinu, rann Kristnitökuhraunið. Þá opnaðist sprunga skammt vestar og sunnar er fæddi Nýjahraun, Afstapahraunið yngra og Ögmundarhraun.
Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma.
Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun. Gos í Tvíbollum, Stórabolla skammt norðar og Syðstubollum skammt sunnar, hafa orðið í þessari hrinu. Að vísu má sjá gíga á sprungureinum nokkur ofar og nær Bláfjöllum. Telja verður líklegt að þau hafi orðið í upphafi goshrinunnnar enda liggja hraunin er runnu úr Bollunum til suðausturs yfir þeim. Bollahraunin (þ.á.m. Þríhnúkahraunin) hafa því orðið til á síðari hluta goshrinunnat og miða má afmæli Völdundarhússins og Rósaloftshellis við það tímabil.
GrindarskörðÞegar horft er upp ú undirhlíðar Bollanna má bæði sjá hversu hraunstraumurinn hefur verið mikill, en um leið takmarkast af umhverfinu, þ.e. hæðum og lægðum í hlíðunum. Gamburmosinn er þar allsráðandi, en þess fyrir utan má sjá vel gróna „hlíðaróbrennishólma“.
Eldvirkni á skaganum virðist vera nokkuð reglubundin – goslotur verða á um þúsund ára fresti. Hver lota stendur í nokkur hundruð ár. Síðasta slík goslota hófst síðla á tíundu öld og stóð fram undir miðja þrettándu öld. Í hverri goslotu eru nokkrar goshrinur. Eins og við er að búast er síðasta goslotan best þekkt. Hún hófst með goshrinu í Brennisteinsfjallakerfinu og gaus á þremur stöðum, líklega á nokkurra ára eða áratuga bili. Austasta gossprungan er austan undir Bláfjöllum, á henni eru Eldborgir nyrðri og syðri þar sem Kristnitökuhraunið (Svínahraunsbruni) kom upp árið 1000. Mikil gos urðu á stuttri gossprungu sitthvoru megin við Kóngsfell í Bláfjöllum. Frá þeirri sprungu runnu feiknmikil hraun niður undir Sandskeið, ofan í Heiðmörk og vestur undir Húsfell. Vestasta sprungan liggur í suðvestur frá Tvíbollum í Grindaskörðum og frá henni runnu hraun niður með Höfðunum ofan Hafnafjarðar og niður undir Sædýrasafnið sáluga. Einnig runnu hraun frá henni til suðurs og ofan í Herdísarvík.
Við fyrstu sýn virðist svæðið hrjóstrugt á að líta, en ef betur er að gáð kemur í ljós margbreytilegt gróðurfar. Fyrst ber að nefna mosann sem klæðir hraunin á stórum svæðum eins og t.d. í Tvíbollahrauni og setur hann óneitanlega mikinn svip á landið. Grámosi (gamburmosi) er ríkjandi tegund og ræðst tilvist hans af hinu raka úthafslofti. Annars staðar er gróskumikill lynggróður, t.d. krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, sortulyng og beitilyng. Lítið sem ekkert er um kjarrlendi á þessu svæði. Kjarrgróður er einkum norðanmegin á svæðinu.
GrindarskörðStór hluti fólkvangsins eru melar og bersvæði. Gróður er mjög strjáll á slíku landi og einungis harðgerðar tegundir þrífast þar, t.d. melskriðublóm, holurt, geldingahnappur og lambagras.
Þéttur valllendisgróður liggur víða undir fjallshlíðum með ríkjandi grastegundum; týtulíngresi, hálíngresi og blávingli. Flest eru valllendin tún fornra bæja eða selja eins og örnefnin gefa til kynna: Selvellir, Seltún og Vigdísarvellir.
Mýrargróður er helst að finna í suðurhluta fólksvangsins. Stærst er mýrin við Stóra Lambafell, en þar vaxa algengar mýrarplöntur eins og mýrarstör, gulstör, klófífa, engjarós, mýrardúnurt og horblaðka.
Jarðsaga svæðisins er fyrir margra hluta merkileg – og að mörgu leyti sýnilegri en gengur og gerist annars staðar í þessum landshluta. Svæðið er virka gosbeltinu, sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum. Gossaga skagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin hefur verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin og virðast koma í hrinum sem koma á um 1000 ára fresti og stendur yfir í u.þ.b 200 ár. Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það elsta eru Bláfjallaeldar sem hófust árið 930 og stóðu yfir í u.þ.b. 100 ár. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151. Í gosinu opnaðist um 25 km löng sprunga og rann hraunið til svávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan myndaðist Ögmundarhraun í þessu gosi en að norðan rann Nýjahraun sem flestir nefna Kapelluhraun. Í þriðju goshrinunni urðu Reykjaneseldar sem stóðu yfir frá 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó þar sem Eldey reis upp úr sjónum.
Rósaloftshellir Eldvirkni raðar sér á svokallaðar sprungureinar þar sem eru gosstöðvar og opnar gjár. Oft eru sigdalir eftir endilöngum sprungureinunum og gígaraðir. Sprungureinarnar eru yfirleitt 25 -50 km langar og 5-7 km breiðar. Tvær þeirra fara um Reykjanesfólkvang, þ.e Krýsuvíkurrein og Brennisteinsfjallarein sem liggja frá suðvestri í norðaustur yfir Reykjanesskagann.
Jarðlögin á þessu svæði líkt og víðast hvar á Reykjanesskaganum eru grágrýtishraun frá síðustu hlýskeiðum ísaldar, móberg og bólsturberg sem hafa myndast undir jöklum síðustu jökulskeiða og hraun runnin eftir að jökull hvarf af svæðinu. Í Krýsuvík, og þar suður af allt til sjávar, er grágrýti sem jöklar hafa sorfið og skafið. Það eru væntanlega leifar af fornum dyngjum og hafa líklega myndast á síðasta hlýskeiði sem lauk fyrir 120 þúsund árum. Geitahlíð er gömul grágrýtisdyngja og grágrýtishella er líka suður af Lönguhlíð. Sunnan, vestan og norðan Kleifarvatns er móberg og Núpshlíðarháls og Sveifluháls eru móbergshryggir sem hafa hlaðist upp undir jökli. Sömu sögu má segja um Lönguhlíð, þá er fóstraði Bollana. Syðst og austast í fólkvanginum er Krýsuvíkurhraun, forsög

ulegt sprunguhraun. Norðan þess eru nokkur hraun runnin úr Brennisteinsfjöllum eftir landnám. Vestast í fólkvanginum er Ögmundarhraun frá árinu 1151. Það fæddist í annarri af hinum miklu goshrinum á Skagagnum. Sú hefur verið nefnd eftir Krýsuvíkur-Trölladyngjureininni. Goshrinan hófst árið 1151 og gaus þá á um 25 km langri sprungu sem lá skáhallt yfir skagann um Móhálsadal. Úr suðurhluta hennar rann Ögmundarhraunið og tók af m.a. hinn forna Krýsuvíkurstað. Úr norðurendanum rann Kapelluhraun í sjó fram sunnan Hafnarfjarðar. Um 1188 gaus aftur og rann þá að líkindum svonefnt Máfahlíðarhraun.
Síðasta hrinan var í Reykjanesreininni og stóð hún í nær þrjá áratugi, frá um 1210 til 1240. Fyrst gaus við Eldey 1210 eða 1211 og reis þá núverandi Eldey úr sjó.
Hvert eldgosið rak svo annað, en mest virðast umbrotin hafa verið árið 1226 en þá gaus í sjó við Reykjanestána og öskuna lagði til norðausturs yfir Reykjanesskagan, upp í Borgarfjörð og austur í Þingvallasveit. Í kjölfarið runnu nokkur hraun, Yngra-Stampahraun, Eldvarpahraun, Illahraun (á því stendur orkuverið í Svartsengi) og Gíghæð við Grindavíkurveginn.
SpenastofuhellirAf framangreindu má sjá hversu t.d. hellar Tvíbollahrauns sem og annarra hrauna geta gefið greinargóðar upplýsingar um myndun og rennsli afurða gíganna, sem enn má sjá víðast hvar. Þeim, einkum þeir eru nærtækilegastir vegagerðarmönnum, fer þó óðum fækkandi. Sú verður og reyndin með hellana, ef ekki verður staðið vörð um þá sérstaklega. Að fenginni reynslu má sjá að venjulega hefur verið vaðið í nærtækustu hraungígana. Þannig hafa margir þeirra farið forgörðum. Má nefna Eldborg undir Trölladyngju, Moshól undir Núpshlíð og Rauðhól (Hraunhól) undir Vatnsskarði. Gígar þessir voru mikil náttúruundur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir eru meðal þess áhugaverðasta sem ferðamenn hafa verið að sækjast eftir á Íslandi. Skemmdar eða fjarlægðar eldborgir verða hins vegar ekki endurheimtar. Eins og þær líta út í dag, hálfsundurgrafnar, eru þær eiginlega bara slæmt minnismerki um skammtímaverðmætamat mannskepnunnar.
Neðar í hraunum Stórabolla og Tvíbolla má enn finna fallega hella, s.s. Flóka, Litla-Flóka og Dauðadalahellana. Allir hafa þeir sín einkenni, liti og myndunarsögu þótt uppruninn sér oftast einn og sá sami.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
http://www.os.is/blafjoll/blafjoll2.html
http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/upload/files/pdf/adalskipulag/umhverfi_og_utivist.pdf

Spenastofuhellir

Í Spenastofuhelli.

Selvogur

Býlin í Garðahverfi liggja svo þétt að kominn er vísir að svolitlu þorpi og var girt í kringum það allt með görðum.
gardur-221Varnargarður lá meðfram sjónum og norðaustan megin teygði sig hinn mikli Garðatúngarður, frá Balatjörn í suðaustri, um Dysjamýri og Garðaholt, til Skógtjarnar í norðvestri. Garðinn lét séra Markús Magnússon reisa í kringum 1800 og væntanlega hafa allir íbúar hverfisins sameinast um verkið undir hans stjórn. Voru þá fjarlægð eldri garðlög við túnin ofanverð. Garðar hafa því verið þarna fyrr þótt þá þyrfti að endurhlaða með jöfnu millibili. Mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari og eru varðveittir garðar annars staðar sem vörðu heilu byggðalögin, t.d. Skagagarður á Garðskaga (Kristján Eldjárn.  Árb. ferðaf. 1903: Bls. 107-19). og Bjarnargarður í Landbroti (Sigurður Þórarinsson. Árb. ÍF 1982:bls. 5-39). Í Grágás eru jafnvel lagaákvæði um þetta og segir að Löggarður átti að vera „fimm feta þjokkur við jörð niðri, en þriggja ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi, er bæði hefir gildar álnar og faðma” (Ísl. fornr. XII: Bls. 112).

gardar-221Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir:  „Garðlag er og þvert yfir Garðahverfi sem skiptir því í austur og vestur hverfið. Fleiri garðlög finnast, er sýna, að hér eru tún forðum útgrædd upp í Garðaholt“. Hér mun átt við Garðatúngarð sem skipti milli Garðatorfunnar meðfram sjónum og nytjalands hverfisins fyrir ofan. Á Túnakorti 1918 má sjá hvar hann liggur frá suðaustri til norðvesturs meðfram túnum bæjanna Dysja, Pálshúsa, Nýjabæjar, Garða, Ráðagerðis, Hlíðar, Hausastaðakots og Hausastaða. Hann byrjar við Balatjörn og endar við Skógtjörn. Skv. Fasteignabókum er enn túngarður við allar jarðirnar árin 1932-44.
Í Örnefnaskrá 1964 segir:  „Garðatúngarður: Þetta var mikill túngarður, hlaðinn af grjóti. Lá neðan frá Dysjamöl við Balatjörn norður allt að Skógtjörn. Girti þannig af alla Garðatorfuna með hjáleignatúnunum. Séra Markús stiptprófastur Magnússon lét hlaða þennan garð á síðari hluta 18. aldar. Var það mikið mannvirki. „ Þegar garðurinn var lagður voru um leið fjarlægðir aðrir garðar sem voru  „vítt um túnin ofanverð, og munu hafa verið nokkurs konar varnargarðar um akurreiti, þegar akuryrkja var stunduð […] „  Talað var um Austurgarð austur frá loggardurGarðahliði, en Vesturgarð vestur frá því. (G.R.G: 95). Austan Dysja var kallaður Dysjatúngarður (181-220). Fornleifaskráning fór fram árið 1984 og fundust þá hlutar Vesturgarðsins. Ofan Garða er hann varðveittur frá Garðhúsum til Háteigs og birtist síðan aftur á um 70 m kafla ofan Hlíðar en endar við girðingarhorn við heimkeyrslu Grjóta. Ætla má að allir íbúar Garðahverfis hafi sameinast um byggingu þessa mikla túngarðs undir stjórn séra Markúsar enda hefur þeim líklega borið skylda til. Eins og fram kemur voru þarna eldri garðlög fyrir en mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari. Annars staðar á landinu eru varðveittir langir garðar sem varið hafa heilu byggðalögin og má nefna Skagagarð á Garðskaga og Bjarnagarð í Landbroti. Í Grágás eru lagaákvæði um byggingu slíkra garða og segir þar að Löggarður átti að vera „fimm feta þjokkur við jörð niðri, en þriggja ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi, er bæði hefir gildar álnar og faðma”.

Heimildir:
-Árni Helgason:  „Lýsing Garðaprestakalls 1842”. Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess III. Félagið Ingólfur gaf út. Rvk. 1937-9. Bls. 197-220.
-Fasteignabók löggilt af Fjármálaráðuneytinu samkv. lögum nr. 41, 8. sept. 1931 öðlast gildi 1. apríl 1932.
-Fasteignabók löggilt af Fjármálaráðuneytinu samkv. lögum nr. 3, 6. jan. 1938. 1942-1944.
-Gísli Sigurðsson: Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: 1964. Garðahverfi A40, 43-4 / Garðaland B38, 41-2.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III. Garðab. 2001.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir:  „1300-33/36”. Fornleifaskráning í Garðabæ 1984. Þjóðminjasafn Íslands.
-Sigurður Þórarinsson:  „Bjarnagarður. „ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1981. Rvk. 1982. Bls. 5-39.
-Uppdráttur af túnum í Garðahverfi frá 1918: Garðar, Krókur, Nýibær.
-Uppdráttur af túnum í Garðahverfi: Bakki, Pálshús, Dysjar (Desjar) frá 1918.
-Uppdráttur af túnum í Garðahverfi: Hausastaðir, Hausastaðakot, Katrínarkot,
-Móakot, Hlíð (2 býli), Háteigur, Miðengi frá 1918.
-Kristján Eldjárn.  Árb. ferðaf. 1903: Bls. 107-19.
-Sigurður Þórarinsson. Árb. ÍF 1982:bls. 5-39.
-Ísl. fornr. XII: Bls. 112.

Garðar

Garðar.

Hópssel

Árið 2007 ritaði einn FERLIRsfélaga BA-ritgerð í fornleifafræði við HÍ; „Sel vestan Esju„… Í inngangi ritgerðarinnar segir: „Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman, kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1703  svo og helstu útlitseinkennum.

Selin og selminjar á svæðinu eru fornleifar – ein tegund  búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð samfellt í 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. [Hafa ber í huga að engir launaðir fornleifafræðingar hafa reynt að afla allra þessara upplýsinga og það þrátt fyrir lögbundið hlutverk Fornleifaverndar ríkisins.] Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá með gps-staðsetningarhnitum og kort. Hvorutveggja fylgir ritgerðinni.“

Blikdalur

Sel í Blikdal.

Að hans sögn er nú (2008) vitað um 400 selstöður í öllu fyrrum landnámi Ingólfs (þ.m.t. austan Esju). Einungis þremur selstöðum hefur verið spillt með framkvæmdum. Þrátt fyrir yfirferðina hefur reynst erfitt að ákvarða aldur einstakra selminja, enda verðu það ekki gert nema með nákvæmari rannsókn á vettvangi, t.d. með uppgreftri. Með fullri virðingu fyrir öðrum má segja að hvergi hefur verið safnað á einn stað jafn miklum upplýsingum um viðfangsefnið á einn stað, sem hér má sjá. Efnisinnihaldið er eftirfarandi:
Efnisyfirlit

I.     Inngangur  
       1.1.    Þakkir fyrir veitta aðstoð
1.2.    Aðdragandi
       1.3.    Upplýsingaöflun, vangaveltur og vettvangsskoðun
       1.4.    Heimildir
       1.4.1. Ritaðar heimildir
       1.4.2. Munnlegar heimildir
       1.4.3. Vettvangsheimildir
1.5.    Kort
       1.6.    Fjöldi selja
       1.7.    Horfin sel
       1.8.    Leitir
       1.9.    Annað

II.   Ákvæði                                                                                          
       2.1.    Friðslýsingaskrá
       2.2.    Sel og beitarhús
III.   Mannvirkin                                                                                  
3.1.    Hús – megingerð
3.2.    Réttir
3.3.    Fjárskjól
       3.4.    Fjárborg – fjárbyrgi
       3.5.    Nátthagi
       3.6.    Stekkur – kví
       3.7.    Brunnur – vatnsstæði
       3.8.    Gerði – garður
       3.9.    Selsstígur – selsgata
       3.10.  Smalabyrgi
       3.11.  Selsvarða
IV.  Svæðið                                                                                         
       4.1.    Staðhættir
V.    Selin og selstöðurnar – staðsetningar                                    
5.1. Grindavíkur hreppur.
1.                        Krýsuvíkursel I (Selöldu).
Krýsuvíkursel II (Sogasel).                                                                 
2.                        Krýsuvíkursel III  (Seltúni).
3.                        Krýsuvíkursel IV? (Húshólma).
Krýsuvíkursel V (Vigdísarv./Þorkötlust).                                            
4.                        Krýsuvíkursel VI (Kaldranasel).
5.                        Krýsuvíkursel VII?(Litlahraun/Gvendarhellir).
6, 7 og 8.              Krýsuvíkursel VIII, IX og X? (Staðarsel I,II og III).
9.                        Ísólfsskálasel?
10 og 11.              Hraunssel (eldra og yngra).
12.                       Krýsuvíkursel V (Vigdísarvellir/Þorkötlustaðasel).
13.                       Hópssel
14.                       Baðsvallasel.
15.                       Dalssel.
16.                       Selsvallasel – vestari
17.                       Selsvallasel – austari.
5.2. Hafnahreppur.                                                                              
18.                       Sel við Stampa (Gálmatjörn).
19.                       Merkines eldra (Miðsel).
20.                       Merkinessel yngra.
21.                       Möngusel.
22.                       Kirkjuvogur.
5.3. Rosmhvalaneshreppur.                                                              
23.                       Stafnessel.
24 og 25               Hvalsnessel.
26.                       Fuglavíkursel.
27.                       Ró[sa]sel.
5.4.  Vatnsleysustrandarhreppur.                                                       
28.                       Narfakotssel.
29.                       Innra-Njarðvíkursel.
30 og 31.              Vogasel I (Vogasel eldri og Vogaselin yngri).
32.                       Vogasel III (Nýjasel).
33.                       Vogasel IV (Þórusel ).
34.                       Vogasel V (Snorrastaðasel).
35.                       Vogasel VI (Arasel /Arahnúksel).
36.                       Vogasel VII (Gjásel).
37.                       Hólssel (Hólasel).
19.                       Minni-Vogar.
38.                       Brunnastaðasel.
39.                       Hlöðunessel.
40.                       Ásláksstaðasel.
41 og 42.              Knarrarnessel.
43.                       Auðnasel.
44.                       Höfðasel.
45.                       Breiðagerðissel.
46.                       Fornasel (Litlasel).
47.                       Þórustaðasel?
48 og 49.              Fornusel (nyrðri og syðri).
50, 51 og 52.         Sogasel (Krýsuv.sel II), Sogasel ytra og Bakkasel.
53.                       Flekkuvíkursel.
54 og 55.              Oddafellssel (nyrðra og syðra)
56.                       Rauðhólssel.
57.                       Kolhólasel (Vatnsleysusel).
58.                       Hvassahraunssel.
5.5. Álftaneshreppur.                                                                      
59.                       Lónakotssel.
60 og 61.              Eiðiskotssel og Kolbeinskotssel.
62.                       Óttarsstaðasel.
63 og 64.              Brennisel og Kolasel.
65.                       Straumssel.
66.                       Fornasel (Jónssel).
67.                       Gjásel (Lambhagasel).
68.                       Hvaleyrarsel.
69 og 70.              Ássel og Ófriðarstaðasel.
71.                       Hamarskotssel.
72.                       Setbergssel.
73.                       Kaldársel.
74.                       Rauðshellissel?
75.                       Helgadalssel?
76.                       Garðaflatir?
77.                       Gvendarsel.
78                       Sandhússel.
79.                       Hliðssel.
80.                       Selskarðssel.
81.                       Mölshússel.
82.                       Brekkusel.
83.                       Svalbarðssel.
84.                       Sviðholtssel.
85.                       Deild.
86.                       Breiðabólstaðarsel.
87.                       Vífilstaðir.
88.                       Hraunsholtssel.
89.                       Urriðakotssel.
5.6. Seltjarnarnesshreppur.                                                         
90.                       Lambastaðasel.
91.                       Nessel.
92.                       Nærsel.
93 og 94.              Seljadalssel II? og Seljadalssel III?
95.                       Örfiriseyjarsel.
96.                       Víkursel.
97 og 98.              Stórasel  og Litlasel.
99.                       Öskjuhlíðarsel (Hlíðarhúsasel /Víkursel).
100.                     Fífuhvammurssel.
101.                     Breiðholtssel.
5.7. Mosfellssveit.                                                                         
102.                     Grafarsel.
103.                     Keldnasel.
104.                     Gufunessel.
105.                     Viðeyjarsel (Bessastaðasel?).
106.                     Korpúlfsstaðasel.
107.                     Blikastaðasel.
108.                     Suðurreykjasel.
109.                     Úlfarsfellssel?
110.                     Lágafellssel.
111.                     Varmársel.
112.                     Helgafellssel.
113.                     Hraðastaðasel.
114.                     Æsustaðasel?
115.                     Helgadalssel.
116.                     Minna-Mosfellssel (Markúsarsel/Leirtjarnarsel).
117.                     Mosfellssel I (Helgusel).
118.                     Mosfellssel II (Illaklifssel).
119.                     Mosfellssel III.
120.                     Jónssel.
121.                     Hrísbrúarsel.
5.8. Kjalarneshreppur.                                                                  
122.                     Þerneyjarsel.                                                    
123.                     Sámsstaðir (sel?).
124.                     Lambhagasel.
125.                     Grafarsel.
126.                     Mógilsáarsel.
127.                     Esjubergssel.
128.                     Móasel.
129.                     Skrauthólasel.
  5.9. Selvogur.
130.                     Hnúkasel?
131.                     Snjóthússel.
132.                     Nessel.
133.                     Bjarnastaðaból.
134.                     Götusel.
135.                     Þorkelsgerðisból.
136.                     Eimuból.
137.                     Ólafarsel.
138.                     Vindássel.
139.                     Strandarsel.
140.                     Vogsósasel.
141. og 142.          Stakkavíkursel (eldra og yngra).
143. og 144.          Herdísarvíkursel og Bótarsel.
145.                     Hlíðarsel.
5.10. Ölfus 
146.                     Hraunsel.
147.                     Hlíðarendasel.
148.                     Litlalandssel.
149.                     Breiðabólstaður
150.                     Hjallasel.
151.                     Núpasel.
152.                     Þorlákshafnarsel (Hafnarsel).
5.11.         Tölfræðileg samantekt
VI.      Yfirlit um sel og selstöður á Reykjanesskaga – vestan
          Esju.                                                                               
6.1. Yfirlitið

VII. Selin og selstöðurnar – fjöldi                                         
       7.1. Landakort
       7.2. Skrif Egons Hitzlers o.fl. um sel
       7.3. Tegundir selja
VIII. Selin og selstöðurnar – gerð og einkenni                       

IX.  Selin og selstöðurnar – aldur                                            

       9.1. Gullbringu og Kjósarsýsla – fjallskil

X.    Selin og selstöðurnar – endalok                                       


XI.  
Niðurlag                                                                      

Heimildir
Nafnaskrá
Viðauki

I. Inngangur

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1703 svo og helstu útlitseinkennum.

Uppdráttur af Hraunsseli

Hraunssel.

Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitað-ar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gps-staðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni.
Byrjað verður á því að lýsa seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig verður reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.
Höfundur telur líklegt að í öllu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir tæplega 400 sel og/eða selstöður – á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá. Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki á 152 stöðum er geymt geta selminjar. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysu-strandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.
Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.

Selsstígur

Straumsselsstígur.

Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir.
Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir 100 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.
Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður), og Auðnaseli (3 selstöður). Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum. Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða. Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið kolasel og hvaða sel urðu að bæjum. Framangreint er bæði skýrt með litum og táknum.
Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin eru merkt inn á með viðkomandi númeri, auk hnitsetninga.

Sel vestan Esju

(Ritgerðina er hægt að panta, en hafa ber í huga að hún er alls 98 MB að stærð sbr. hlutfallslegan prentunarkostnað (sem reyndar er lítill miðað við alla vinnuna).

Ferlir

Í Morgunblaðið árið 2008 er fróðleg grein undir fyrirsögninni „Í fótspor fjár og feðra„.

Lögreglumennirnir og -konurnar eru ekki á slóðum afbrotamanna, heldur forfeðranna þegar þau ganga á Reykjanesinu. Þar njóta þau líka útiverunnar, lesa í minjar lífs- og atvinnuhátta og kynnast kostum landsins frá nýju sjónarhorni.
Hallgrímur Helgi Helgason fór um Reykjanesskagann með göngugarpnum Ómari Smára Ármannssyni og Gönguhópnum Ferli.

Ferlir

Hraun, mosi og kargaþýfi Þegar gengið er utan troðninga liggur leiðin yfir hraun, mosa og kargaþýfi. Í hópnum voru að þessu sinni Ómar Smári Ármannsson, Jóhann Davíðsson, Jón Svanþórsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Birgir Bjarnason og Eyþór Borgþórsson, auk blaðamanns. (Ljósm. Júlíus)

Gönguhópurinn Ferlir var stofnaður 1999 fyrir ferðahóp rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, en síðan hafa margir slegist í hópinn. Reykjanesskaginn varð snemma fyrir valinu, bæði vegna nálægðar og þess að þorri fólks er þar ókunnugur. Þótt mörgum finnist svæðið bert og ófýsilegt, er reynsla hópsins sú að Reykjanesið sé einkar gjöfult og fjölbreytilegt til útivistar. Hópurinn hefur farið rúmlega 1.200 gönguferðir um skagann, sem markast af hinu forna landnámi Ingólfs, vestan línu milli Hvalfjarðarbotns og Ölfusárárósa.

Selvogsgata

Selvogsgatan á Hellunum. Helgafell fjær.

Göngufólk hefur safnað þar kynstrum af efni, ekki síst um fornar götur sem liggja þar þvers og kruss og vitna um lífshætti og kjör fyrr á öldum, fornar byggðir og umferð sem þeim fylgdi. Slóðirnar sjást þó misvel í úfnu landslaginu; sumar eru löngu grónar en aðrar hafa lent undir hrauni eða síðari tíma framkvæmdum og raski.
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, hefur verið í gönguhópnum Ferli frá upphafi. Hann segir að þeim sem gangi um fornar götur Reykjaness opnist einkar rík saga allt aftur til landnáms – og jafnvel lengur.

Listin að lesa veg

Skógfellavegur

Skógfellastígur.

„Götur hafa myndast hér frá fyrstu tíð manna og búfénaðar og er oft erfitt að greina á milli, hvaða götur voru notaðar af hverjum, hvenær og í hvaða tilgangi. Sumar göturnar eru nú horfnar, en aðrar hafa verið endurheimtar. Á seinni tímum hefur gróður náð að hylja slóðirnar eða gróðureyðing hefur afmáð þær, jarðvegur hefur færst til, skriður og snjóflóð hlaupið, ár og lækir breytt farvegi sínum, vatn runnið í þeim og breytt, eldgosaaska hulið þær og hraun runnið yfir þær. Dæmi eru líka um að gamlar leiðir hafi færst til.“

Sandakravegur

Sandakravegur.

Allur gangur er á því hver lagði göturnar í upphafi: „Þegar við endurrekjum gamla leið setjum við okkur iðulega í spor þeirra sem fóru hana áður,“ segir Ómar Smári. „Það má greina götur eftir fólk frá götum eftir búfénað þótt stundum hafi leiðirnar legið saman. Kindurnar leita bithaga og skjóls og því liggja kindagötur eða fjárgötur oft utan í hlíðum, hæðum og hólum eða í lægðum. Þar sem féð hefur unað hag sínum vel er jafnan vel gróið. Fólk fór hins vegar greiðfærustu leiðina og hugsaði um að „halda hæð“. Þá var ekki farið upp og niður hæðir og dali að óþörfu. Þótt fólk þyrfti að taka á sig krók var það gert, því „betri var krókur en kelda“.
Um allt land má finna mikilvægar þjóðleiðir frá liðnum öldum, sem sumum hefur verið haldið við. Þá hafa verið búnar til nýjar gönguleiðir um fallega náttúrustaði. Nokkrar slíkar má finna á Reykjanesskaganum. Mikilvægustu leiðirnar áður fyrr eru ekki endilega vinsælustu gönguleiðirnar í dag. Sumar eru nýlegar, eins og Reykjavegurinn svonefndi milli Reykjaness og Nesjavalla.“

Til ýmiss brúks

Kapella

Alfaraleiðin við kapelluna.

Ómar Smári segir að reyna megi að flokka leiðirnar eftir sennilegu notagildi þeirra áður fyrr. „Þjóðleiðir lágu milli byggðalaga, eins og Alfaraleiðin eða Almenningsleiðin milli Innnesja, nú Hafnarfjarðar, og Útnesja, þar sem nú er Reykjanesbær. Hún sést að mestu ennþá frá jaðri Brunans (Kapelluhrauns) til Innri-Njarðvíkur. Selvogsvegur eða Suðurfararvegur lá milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Hann sést vel frá Lækjarbotnum í Hafnarfirði að Strönd í Selvogi.

Skálavegur

Gamli vegurinn að Skála um Siglubergsháls – nú horfinn vegna framkvæmda.

Þessar leiðir voru fjölfarnar allt til þess að vegagerðin fór að miðast við bifreiðar. Verleiðir má sjá við verin á norðan- og sunnanverðum Reykjanesskaganum. Leiðirnar ofan við Selatanga, verstöð, sem notuð var allt til byrjunar 20. aldar eru þrjár, hvort sem var heim til bæja, Skála og Krýsuvíkur, eða inn á þjóðleiðirnar. Byggðakjarnar á landsvæðinu, svo sem Grindavík, Garður, Hafnir og Vatnsleysuströndin, voru mikilvægar verstöðvar.
Lengri aðalleiðirnar lágu milli stjórnsýslustofnana, höfuðbóla og byggðakjarna, verstöðva, verslunarmiðstöðva, náttúrustaða, þingstaða eða kirkna, hvort sem var með ströndum landsins, yfir fjallgarða, heiðar, ása eða úfin eða slétt hraun. Leiðirnar voru mjög mislangar. Segja má að fyrrum hafi allar leiðir um tíma legið til og frá Þingvöllum. Við þessar leiðir finnast víða misgamlar minjar, svo sem hlaðin skjól, sæluhús, bæli í hellum og skútum eftir menn og hreindýr, og vörður, bæði sem leiðarmerki og til minningar um fólk, sem varð úti, eða sögulega atburði. Dauðsmannsvörðurnar og dánarstaðir eru ófáir við og hjá götunum, en sem betur fer sluppu margir lifandi þrátt fyrir miklar raunir, eins og Prestsvarðan ofan við Leiru er til vitnis um.

Árnastígur

Árnastígur.

Leiðir á milli bæja eru jafnmargar og bæirnir voru margir – og þeir voru miklu fleiri en fólk gerir sér í hugarlund, t.d. voru 28 bæir í Staðarhverfi, sem er vestast Grindarvíkurhverfanna, en nú standa þar tóftir einar. Í Staðarhverfi var millilandaverslun um tíma, kirkjustaður og hreppstjórasetur. Frá hverfinu lágu samskiptagötur til Hafna, Njarðvíka og hinna byggðarkjarnanna í Grindavík. Þær sjást enn vel.

Fornaselsstígur

Fornasels og Gjálselsstígur.

Selstígar lágu upp í selstöðurnar, sem voru fjölmargar í landnámi Ingólfs. T.a.m. má sjá leifar af um 250 slíkum á svæðinu.
Kirkjugötur voru mikilvægar menningarleiðir og er Hvalsnesleiðin milli Ytri-Njarðvíkur og Hvalsness ágætt dæmi, en gatan var jafnframt notuð sem þjóðleið milli byggðakjarna og sem verslunarleið. Líklega er hluti leiðarinnar sá best varðveitti hér á landi því varnargirðing Varnarliðsins umlukti hana.“
Sumar slóðir frá því fyrir landnám Ómar Smári segir að sumar leiðirnar séu áfangaleiðir og tengist öðrum eða greinist út frá þeim. Dæmi um vinsæla gönguleið hópsins er leið í Ögmundarhrauni á suðurströnd nessins austur af Grindavík, en hraunið hefur runnið yfir bæ, garða og umlukið önnur mannvirki, s.s. fjárborg og grjótgarða, sem sjást í hraunjaðrinum.
„Víða eru gömlu þjóðleiðirnar klappaðar í harða hraunhelluna, svo sem sjá má á Sandakra- og Skógfellaveginum eða á Hellunum vestan Hlíðarvatns. Þar hefur yngra hraun runnið yfir eldra hraun, sem gatan er í. Gatan er ágætt dæmi um hversu mikil umferð hefur verið hér allt frá fyrstu tíð, sem reyndar gæti þess vegna hafa verið eldri en norrænt landnám segir til um.“
Hefurðu sjálfur mótað þér skoðanir á lífi í landinu fyrir landnám?

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

„Vísbendingar gefa til kynna að hér kunni að hafa verið önnur byggð en rannsóknir hafa enn ekki staðfest það með óyggjandi hætti. T.d. á eftir að rannsaka mannvistarleifar í og við Húshólma og Óbrennishólma í Ögmundarhrauni.“
En auðvitað hefur þróun byggðar og lífshátta í landinu leikið hina fornu vegi með ýmsum hætti. „Leiðakerfið hefur þróast og götur hafa verið lagfærðar eða færst til,“ segir Ómar Smári. „Þegar ferðast var á fótum, eigin eða hestsins, mótuðust göturnar af sjálfu sér. Á fjölfarnari leiðum var kastað úr hluta gatnanna og leiðarmerki reist. Um tíma varð það hluti af þegnskylduvinnu eða atvinnubótavinnu.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur – vagnvegurinn.

Með tilkomu vagnsins voru gerðar vegabætur á mikilvægustu leiðunum og með bílnum mótuðust nýjar leiðir yfir holt og mela, og eldri leiðirnar voru lagfærðar. Þegar leiðin milli Grindavíkur og Krýsuvíkur var gerð ökufær 1932 var hin forna þjóðleið yfir Ögmundar-hraun, þar með talinn Ögmundarstígur, bæði breikkuð og lögð ofaníburði. Í dag er gjarnan farið beint af augum, ekki bara yfir fjöll og hálsa, heldur í gegnum hvort tveggja. “

Varðveisla mikilvæg
fótsporÓmar Smári segir mikilvægt að varðveita gömlu leiðirnar, en með því að ganga þær eru minni líkur á að þær falli í gleymsku. En hvaða hætta steðjar þá einkum að þeim?
„Það er áhugaleysi sveitarstjórnarfólks, skipulagsaðila og verktaka. Við nýtt hverfi í Sandgerði var ekkert tillit tekið til þess að Sandgerðisvegurinn gamli liggur um svæðið og er enn mjög greinilegur. Grindvíkingar ákváðu hins vegar að hafa göngustíg í gegnum Hópshverfið nýja og leyfðu Skógfellaleiðinni þannig að halda sér um bæjarhlutann. Í Reykjavík og víða eru dæmi um að hús hafi verið byggð á gömlum þjóðleiðum, en fólki ekki orðið svefnsamt í þeim vegna mikillar umferðar fólks að næturlagi.“
Í ljósi þess að saga Reykjanessins er átakamikil, fá frásagnir af slysum, mannsköðum og afturgöngum nýtt líf í ferðum ykkar?
„Sérhver saga og sérhvert atvik tengist óhjákvæmilega ákveðnum leiðum og stöðum. Merking þeirra verður önnur fyrir vikið líkt og leiðin og/eða staðurinn. Helsti skaðvaldur þessara gömlu leiða er virðingarleysið sem birtist m.a. í vegagerð og utanvegaakstri. Nýrri vegir hafa af misgáningi verið lagðir yfir þær og stórvirkum vinnutækjum ekið eftir og yfir leiðirnar, rusli hent á þær, námur settar þvert á leiðirnar og trjám plantað í þær. Með svolítilli hugsun mætti koma í veg fyrir þessa eyðileggingu.“

Að aka minna en ganga meira

Ferlir

FERLIRsganga að vetrarlagi.

Farið þið annars á Reykjanesið á öllum árstímum og í öllum veðrum?
„Veðrið hefur aldrei stöðvað för. Hægt er að undirbúa og velja göngustað á Reykjanesskaganum eftir áttum og veðri. Hálsarnir skipta oft veðrum. Þótt það sé rigning og rok hér þá getur verið sól og jafnvel logn handan við hæðina.“
Eru hraunsprungurnar ekki varasamar ef snjór er yfir jörðu?
„Við förum ekki um sprungusvæði þar sem snjór þekur jörð og ekki er augljóst hvernig landið liggur. Enda óþarfi þar sem nægir aðrir kostir eru í boði. Svæðið býður upp á ótrúlega útivistarmöguleika. Fólk getur gengið hinar gömlu leiðir, skoðað landmótun á flekaskilunum og jarðmótunina frá upphafi með a.m.k. 15 hraun frá sögulegum tíma, gengið um hraunhellana, virt fyrir sér litaskrúð hverasvæðanna og notið ómótstæðilegrar náttúrufegurðar. Fótspor
Fána og flóra eru fjölbreyttari en ætla mætti.
Það er mjög gott fyrir byrjendur að ganga með öðrum sem geta leiðbeint þeim til að glöggva sig á umhverfinu og lesa það. Síðan fer fólk að rekast á minjar við hvert fótmál.
Á þessum síðustu tímum aðhalds og ráðdeildar ættu áhugasamir borgarbúar að spyrja sig: Hvers vegna ekki að aka í 15 mínútur og nýta svo 1-5 tíma til göngu í þessu margbreytilega og stórkostlega umhverfi í stað þess að aka í 1-5 klukkustundir og hafa síðan einungis tíma til að ganga í 15 mínútur?“
Gönguhópurinn heldur úti vefsíðunni ferlir.is.

Heimild:
-Morgunblaðið, 162. árg. 15.06.2008, Í fótspor fjár og feðra, bls. 24-25.

FERLIR

FERLIRsfélagar í Bálkahelli. (Ljósm. Júlíus)

Þorbjarnastaðir

Tóftir Þorbjarnastaða eru síðustu heillegu minjar af íslenska torfbænum í umdæmi Hafnarfjarðar (áður Garðahrepps). Bærinn eru hluti af heilstæðu búsetulandslagi Hraunajarðanna ofan og utan Straumsvíkur og í þeim felast því mikil vanmetin menningarverðmæti.

Tóftir Þorbjarnastaða

Túngarðurinn við Þorbjarnarstaði er hlaðinn tvöfaldur. Ástæðan er tvíþætt; annars vegar er um útfærslu að ræða og hins vegar endurgerð. Bæjartóftirnar eru dæmigerðar fyrir bæjarstæði. Bærinn var úr torfi og grjóti, en nýjustu viðbyggingar og útihús voru með bárujárnsþaki. Tréþil stóðu mót suðri. Heimtröðin er milli gaflana og dæmigerðs matjurtargarðs í umgirtum hallanda. Brunngatan er til norðausturs að Tjörnunum. Þar, sem ferskt vatn kemur undan hrauninu, er hlaðinn brunnur svo og steinbrú. Á hana var ull og þvottur lagður eftir atvikum í þerrum.
Í landi Þorbjarnarstaða má finna allt það er tilheyrði gömlu bæjararfleifðinni; auk íbúðar- og útihúsa, hlaðinn túngarð, réttir, stekki, fjárskjól, götur og stíga, eyktarmörk, brunna, vatnsból, byrgi, selstöður, vörður og álagabletti.
Hafnarfjarðarbær á heimajörðina, en hefur langt í frá sýnt henni tilhlýðilega virðingu. Íslenska álfélagið keypti útjörðina af bænum fyrir nokkrum árum. Til stóð að selja hana alla, en nokkrir bæjarfulltrúar með skilningshjarta komu í veg fyrir það.
Stekkur við ÞorbjarnarstaðiÍ örnefnaskrá fyrir Þorbjarnarstaði má sem svolítið áþreifanlegt sýnishorn nefna Þorbjarnarstaðakerið. Það virðist hvorki merkilegt né áhugavert, er jafnvel ósýnilegt þeim sem ekki kunna að lesa landið, en er samt sem áður ágætt dæmi um hlutdeildina í hinu áðurnefnda ómetanlega búsetulandslagi.
„Úr skarðinu [á Kapelluhraunsbrúninni/Brunabrúninni] liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur. 

Þorbjarnarstaðakerið

Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins.“
Þorbjarnarstaðakerið er vandfundið, líkt og önnur mannvirki í Hraununum. Það er þó þarna. Hleðslan er áþreifanlegur minnisvarði um Þorkel bónda – og burkninn, sem þar vex nú, er hinn ágætasti minnisvarði um þann ágæta mann. Þorkell, sem var frá Guðnabæ í Selvogi, og Ingveldur, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppsstjóra á Setbergi (Guðmundar Jónssonar hins fjárglögga úr Tungunum), einnig þá í Garðahreppi, áttu 11 börn. Þorkell var löngum við róðra eða vinnumensku annars staðar, en Ingveldur annaðist bæði uppeldi barnanna og búreksturinn. Segja má því með sönnu að Ingveldur Jónsdóttir hafi verið dæmigerð móðir, dugnaðarkona og því verðug að minnast – ekki síst í ljósi síðari tíma krafna um jafnrétti versus ábyrgð og skyldur.

Thorbjarnarstadir

Áætlanir eru uppi um að „valta yfir“ menningarminjar í Selhrauni (Selhraunum) og nágrenni og gera þar akstursæfingasvæði. Slík framkvæmd, ef af yrði, væri hin mesta sóun menningarverðmæta í umdæmi Hafnarfjarðar á síðari árum – og er þó nóg komið af slíku síðustu ár og áratugi.
Hvorki Byggðasafn Hafnarfjarðar né menningarfulltrúi Hafnarfjarðar, hvað þá kjörnir bæjarfulltrúar, hafa svo sem lyft litlafingri til mótvægis við fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Nýleg fornleifaskráning á svæðinu er í einu orði sagt háðung. Og íbúarnir virðast algerlega ómeðvitaðir, og jafnvel áhugalausir, um verðmæti svæðisins til lengri framtíðar litið. Þarna er jú um að ræða eina vitnisburð og einu tengsl íbúanna við fortíðina, þá arfleifð er skilaði þeim til þessa dags – nútímans. Hana ber bæði að virða og heiðra – markvisst.
Sá einn sem fær tækifæri til að standa á barmi Þorbjarnarstaðakersins, staldra við og horfa niður á hleðslurnar og gróðurinn, veit hvaða mikilvægi fortíðin hafði fyrir nútíðina. Hleðsla Þorkels sést enn og er táknræn – henni var ætlað fyrir fé er rataði óvart niður í kerið í snjóum, en hefði ella orðið þar til. Fyrir tilstuðlan hleðslunnar komst það upp úr jarðfallinu – og lifði.

Thorbjarnarstadir

Þorbjarnastaðaborg.