Kaldársel

Fróðlegt er að sjá skráningu Minjastofnunar á Kaldárseli. Skv. henni var selið vestan við fyrsta hús KFUM og K frá árinu 1925 þar sem fyrrum var hestagerði (stekkurinn).

Kaldársel 1932

Kaldársel 1932. Tóftir selsins hægra megin.

Á gömlum myndum, allt til 1936, sjást selstóftirnar vel austan við húsið. Daniel Bruun bæði teiknaði og ljósmyndaði selið um 1880. Ef vettvangurinn er skoðaður er augljóst hvar selið var, bæði má þar enn sjá garða og tóftir þess. Grjótið úr tóftunum fór undir gólf viðbyggingar hússins.
Fornleifaskráning þessi lýsir, líkt og svo margar aðrar, litlum metnaði hlutaðeigandi….

Kaldársel

Kaldársel – uppdráttur Minjastofnunar.