Fuglavíkurgata

Ætlunin var að ganga með Sigurði Eiríkssyni í Norðurkoti III (Bjarghús) um gömlu Fuglavíkurleiðina milli Fuglavíkurhverfis og Sandgerðisgötu þar sem leiðirnar mætast við Einstæðingshól á Miðnesheiðinni.
Á FuglavíkurleiðSigurður er að öllum líkindum sá eini núlifandi sem þekkir þessa gömlu þjóðleið. Hún hefur víða blásið upp í heiðinni, en ummerki má þó enn sjá eftir hana nánast samfellt ef vel er að gáð, s.s. vörðu- og götubrot. Efsta hlutanum, næst Einstæðingshól á Einstæðingsmel, hefur þó verið raskað vegna andvaraleysis hlutaðeigandi. Tilgangur ferðarinnar var að staðsetja götuna og kortleggja.
Ef vel gengi var og ætlunin að huga einnig að gömlu götunni að Bæjarskerjum (Býjaskeri), en hún hefur ekki verið farin lengi.
Með í för voru, auk FERLIRsfélaga, Páll í Norðurkoti, tengdasonur Sigurðar, og Guðmundur, félagi hans, en báðir eru þeir áhugasamir um örnefni og gamlar minjar í Fuglavíkurhverfi og víðar.
Þess má geta að Sigurður hafði áður leitað að og fundið Fuglavíkurleiðina, merkt hana og varðveitt. SigurðurSíðar hafi snuðra hlaupið á þráðinn og hann ákveðið að fjarlægja merkingar á götunni. Við það hvarf hún auðvitað með það sama. Nú var ætlunin, sem fyrr sagði, að endurheimta hana.
Sigurður, sem er að verða kominn á níræðisaldur (f: 08.09.1929), gekk röskum skrefum að upphafsreit, staðnæmdist, benti í austnorðaustur upp heiðina og sagði: „Í þessa átt drengir. Gatan virðist ógreinileg í fyrstu, en hún lá hér frá Norðurkoti og upp eftir.“ Síðan hélt hann af stað með aðra á eftir sér. Á hægri hönd var hlaðin lítil tóft með dyr mót suðri; „hænsnahús frá Hólum og síðar frá Norðurkoti,“ sagði Sigurður. Ofar varð gatan greinilegri og var tiltöluleg auðvelt að fylgja henni upp að Háamel. Ofan hans kom hún í ljós á nýjan leik. Efri-varða sást þá í norðri. Varðan var notuð sem fiskimið og sem sundvarða. Ekki er vitað um Neðri-vörðu. Vörðubrot voru við götuna sem og á nálægum Fuglavíkurvegurhólskollum.
Gatan beygði með norðanverðri „Sléttunni“, líklega svo koma mætti við í Folaldatjörn (Folaldavötnum), hinu ágætasta vatnsstæði í heiðinni. Folaldatjörn hefur einnig verið nefnd Folaldapollur, en sá mun vera nokkru sunnar í heiðinni. Nafnið kom til eftir að folald drapst í tjörninni.

Fátt er um kennilýsingar í Miðnesheiðinni. Í örnefnalýsingu fyrir Fuglavík segir m.a.: „Rétt ofan við veginn er grjóthæð ílöng, sem heitir Dagmálahæð. Suður frá henni ofan við veg, Neðri-Stekkur og Efri-Stekkur. Langt uppi í haglendinu eru Selhólar, sem lentu í flugvallarlandinu. [Þar er Fuglavíkurselið – sjá HÉR.] Ofan við veginn eru rústir eftir nýbýlið Hóla, sem brann. Vatnagarðar er dældin suður af vatninu. Þar hefur verið býli. Markahóll er grasi gróinn hóll upp í heiði á merkjum móti Melabergi. Vatnshólavarða er í brún frá bæ séð. Þar eru margir hólar, Vatnshólar, og draga nafn af Melabergsvötnum. Upp af Norðurkoti ofan við veg er lægð, sem heitir Gil. Í því norðanverðu er býlið Bjarghús.“ Við það var reist nýbýlið Norðurkot III þar sem Sigurður Eiríksson býr nú.
EinstæðingshóllÍ örnefnalýsingu fyrir Bæjarsker er einnig fjallað svolítiðum kennileiti í heiðinni, s.s.: „
Nú er að flytja sig upp fyrir veginn. Fast niður við veg rétt norðan við merkin er Kampastekkur. Þar upp af eru lautir og skorningar, sem nefndir eru Gil. Ofan þeirra er klettahóll, sem nefndur er Einbúi og ekki er vert að snerta við. Þar ofar, norður og vestur, er Stórhóll. En beint þar norður af er Stekkur. Þá er norður af Stórhól Svefnhóll, með smálægð á milli, þar niður af. Niður við rétt er Stakkstæði. Þar er hóll. Þar voru klappir og þurrkaður fiskur á þeim. Þetta er sunnan við gamla Keflavíkurveginn. Svo er skilarétt gömul ofan við veginn rétt við Stakkstæðið. Nú er að fara aftur og fara upp. Ofan þessa er Skurðholt, og syðst í Skurðholtum er Litli-Bekkjarhóll. Norður af honum og hærra er Stóri-Bekkjarhóll. Nyrzt í þeim sunnan við veg er Tóhóll. Upp af honum er FjárborgGrænabrekka.
Norðan við Tóhól var í gamla daga fjárhús, og rétt þar upp af er Hleypisundshóll. Hann er á merkjum móti Fuglavík. Suður og upp af Hleypisundshól eru Folaldavötn, en þau eru Í Fuglavíkurlandi. Þar upp af til norðurs eru Gömlu-Þrívörður, og til austurs og norðausturs Litlu-Þrívörður. Norðar eru Draugaskörð. Á þeim var hlaðin varða á einum af þrem Draugaskarðshólum, nefnd Efri-Dauðsmannsvarða. Svo er klapparhóll, sem heitir Grímsvörður. Skammt ofar varð að sprengja þar úr. Þar upp undan, suðaustur af Gömlu-Þrívörðum, eru svonefnd Torfmýrarvötn. Þetta eru þrjár tjarnir í mýri og mosatóum. Ein þeirra þornar aldrei. Ein er stór og aldrei slegin. Suður af þeim og milli þeirra eru klappir, nefndar Grímsvörðusker.“
Þegar komið var upp á Einstæðingshól komu í ljós leifar af fyrrum myndarlegri ferlingslagaðri vörðu. Hana hyggjast Sigurður og Guðmundur endurgera þegar færi gefst. Væri það vel til fundið að viðhalda henni og þá um leið hinum fyrri gatnamótum Fuglavíkurvegar og Sandgerðisgötu (-vegar).
Í BæjarskersseliÞá var haldið niður að Vegamótahól. Við hann liggur Sandgerðisvegurinn. Þar eru og gatnamót Bæjarskersgötu (-vegar). Henni var fylgt niður að „Sandgerðisskógum“. Norðan þeirra eru Álaborgarréttir syðri. Austan réttanna eru kofatóftir, en enn austar má vel sjá leifar af hringlaga fjárborg. Gatan liggur niður með klettarana; Álaborg. Suðvestan undir hennar er stór klettur, sæbarinn; Stekkurinn, að sögn Sigurðar. Sagnir eru um að álfar gisti seininn.
Þegar skoðað var í kringum Álaborgina kom í ljós seltættur, sennilega Bæjarskerssel. Kofatóftir eru vestanundir aflöngu klapparholti, í skjóli fyrir austanáttinni.
Vestar er hringlaga tóft. Sunnan hennar er stekkur undir Álaborgarnefinu. Vatnsstæði er undir klettum ofan og til hliðar við Stekkurinnstekkinn. Líklegt má telja að selið hafi verið nýtt af bændum í Bæjarskershverfinu, en lagst af nokkru áður en svæðið var nýtt til yfirsetu. Auðvelt hefur verið um vik því stekkstæðið er tiltölulega nálægt bæjum.
Þegar Bæjarskersgatan (selstígurinn) var genginn áleiðis til bæjar kom í ljós önnur gata skammt norðar með sömu legu. Sú leið er vörðuð. Ætlunin er að skoða hana við tækifæri, sem og kirkjugötuna millum Bæjarskershverfis og Hvalsness, en hún sést enn mjög greinilega.
Grjóthlaðin Bæjarskersréttin skammt ofan við Stafnesveg, og er enn notuð, var byggð í kringum 1930.
Að lokinni göngu var þátttakendum boðið í kaffihlaðborð að Norðurkoti þar sem ekki færri en níu kökusortum og laufabrauði var rennt niður með ljúffengu kakói.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Sjá MYNDIR.
Folaldatjörn

Sveifluháls

Þröstur Sverrisson, starfsmaður Náttúruverndarráðs, skrifaði grein í aprílmánuði árið 2001 um sjálbæra þróun á nýrri öld og fjallaði um drög að stefnumörkun Umhverfisráðuneytisins fyrir tímabilið 2001-2020. Vakin er sérstök athygli á kaflanum um „Vernd sérstæðra jarðmyndana„.
„Náttúruverndarráð(NVR) sat Umhverfisþing dagana 26. – 27. janúar 2001 þar sem drög að sjálfbærri þróun á nýrri öld voru lögð fram til kynningar. NVR hefur farið yfir fyrrnefnd drög og meðfylgjandi eru athugasemdir, bæði almenn umfjöllun um drögin ásamt athugasemdum við einstaka kafla.

Almennt um drögin
GrænavatnNVR fagnar því að umhverfisráðuneytið leggi nú fram í annað sinn drög að stefnumörkun um sjálfbæra þróun. NVR telur mikilvægt samhliða þeim markmiðum sem hér hafa verið sett fram að lögð verði áhersla í stefnumörkuninni á aukna fræðslu um umhverfismál og náttúruvernd. Fræðsla um sjálfbæra þróun er lykill að aukinni vitund um skyldu og ábyrgð sem okkur er lögð á herðar gagnvart komandi kynslóðum.
NVR leggur áherslu á að stefnumörkunin sé byggð á skýrum og mælanlegum markmiðum og að betur megi gera í þeim efnum. Töluleg markmið og tímasetning aðgerða leggur grunninn að skýrum mælikvörðum á árangur. Stefnumörkunin nær til ársins 2020 og því er mikilvægt að samhliða verði tryggt að við endurskoðun á fjögurra ára fresti verði hægt að leggja mat á árangur hvers tímabils.

Vernd líffræðilegrar fjölbreytni
KleifarvatnTryggt verður að líffræðileg fjölbreytni vistgerða og vistkerfa á Íslandi verði viðhaldið með því að vernda tegundir dýra, plantna og annarra lífverna, erfðaauðlindirnar sem þær búa yfir og búsvæði þeirra. Öll nýting hinnar lifandi náttúru skal fara fram á sjálfbæran hátt. Við framkvæmdir sem raska eða breyta lifandi náttúru skal beita varrúðarreglu og vistkerfisnálgun, þ.e. að laga framkvæmdir að því vistkerfi sem fyrir er þannig að þær skaði ekki lykilþætti í gangverki þess. Gengið verður frá heildstæðri landsáætlun um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni, sem nái til allra geira þjóðlífsins. Helstu vistgerðir á Íslandi verða skilgreindar og kortlagðar og unnið að skipulegri verndun þeirra. Lífverur á landi og í sjó verða skráðar og flokkaðar og válistar gerðir sem spanna lífríki Íslands og verða grunnur fyrir skipulega vöktun þess.
Tillögur um aðgerðir: Náttúruverndarráð telur ástæðu til þess að „varúðarreglan“ verði skoðuð sérstaklega og kannað með hvaða hætti koma megi henni skýrar fyrir í íslenskum umhverfisrétti.

Sjálfbær gróðurnýting og endurheimt landgæða
MosiÞær auðlindir landsins sem felast í jarðveg og gróðri, þar með töldum náttúrulegum skógi, verða nýttar á sjálfbæran hátt samkvæmt bestu vísindalegri vitneskju. Beit verður stjórnað með tilliti til nýtingarþols og hættu á jarðvegseyðingu. Nýting skóga og meðferð þeirra skal vera þannig að líffræðilegri fjölbreytni, framleiðni, hæfni til endurnýjunar og þrótti þeirra sé viðhaldið, án þess að valda skemmdum á öðrum vistkerfum. (Ræða þarf ræktun nýrra skóga með tilliti til framangreindrar setningar) Vernda þarf og endurheimta líffræðilega fjölbreytni í náttúrulegum skógarvistkerfum og efla jarðvegsverndar- og vatnsmiðlunareiginleika skóga(r). Stöðva skal hraðfara jarðvegseyðingu, sérstaklega í byggð og á láglendi. Unnið verður skipulega að landgræðslu á eyddum og rofskemmdum svæðum, í samræmi við markmið landnýtingar og náttúruverndar á hverju svæði.
Hér vantar almennt inn umræðu um nýskógrækt. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum er einungis gert ráð fyrir að skógrækt sem taki yfir stærra svæði en 200ha. fari í umhverfismat, NVR telur nauðsynlegt að þetta sé endurskoðað og miðað sé við mun minni framkvæmdir.

Vernd og endurheimt votlendis
UrriðakotsvatnForðast skal eftir föngum frekari skerðingu á votlendi á Íslandi. Þar sem skerðing er talin óhjákvæmileg skal endurheimta sambærilegt svæði sem hefur verið þurrkað upp (Hér þarf einnig að huga að því sem tapast vegna uppistöðulóna, sjá athugasemdir). Vinna skal að endurheimt votlendis, þar sem slíkt er talið mögulegt, með sérstaka áherslu á þau landsvæði þar sem eyðing hefur verið mest .
Tillögur um aðgerðir: Setja þarf fram heildstæða áætlun um endurheimt votlendis með skýrum markmiðum og tímasetningum, í árum og áratugum.
Rétt er að benda á að nefnd um endurheimt votlendis hefur starfað síðan 1996. Á þessum tíma hefur tekist að loka um 10 km af skurðum, en þeir eru samtals um 33 þúsund km langir og enn er verið að ræsa fram votlendi. [Heimild: Árni Bragason, „Þróun og nýjir straumar í náttúruvernd“ Áratugur í umhverfisvernd, 13]
NVR telur einnig mikilvægt að komið verði inn á endurheimt votlendis sem farið hefur undir vatn og leggur áherslu á að tryggð verði verndun samfelldra votlendissvæða á hálendinu.

Vernd sérstæðra jarðmyndana
GosvarpViðhaldið skal fjölbreytileika jarðmyndana, varðveitt það sem er sérstakt, eða einstakt á svæðis-, lands- eða heimsvísu. Skipulagt starf að rannsóknum á náttúrufari landsins og yfirliti yfir það sem þar er sérstætt á lands- og heimsvísu, verður eflt, þannig að friðun jarðmyndana verði markviss.
Stuðla þarf enn frekar að verndun einstakra jarðmyndana. Stöðva þarf vinnslu lausra gosefna hérlendis í þeim námum sem verst eru útleiknar og koma í veg fyrir að nýjar verði opnaðar, nema að undangengnu mati sérfræðinga. Herða þarf friðlýsingar helstu landslagsfyrirbæra landsins frá núgildandi náttúruverndarlögum og banna þarf yfirborðsvinnslu hrauna.
Íslendingum ber skylda til að vernda sérstaklega jarðmyndanir sem eru sjaldgæfar eða óvenjulegar á heimsmælikvarða. Leggja þarf áherslu á að sérstæðum jarðmyndunum verði ekki spillt, né sérstökum steintegundum og steingervingum. Hið sama gildir um ýmsar jökulmenjar og tiltekin vatna- og jarðhitasvæði.
Eyðilagt eldvarpEfnistaka úr eldvörpum og gervigígum hefur á undanförnum árum að mestu leyti verið bundin við gosvörp í nágrenni þéttbýlis. Stærstu námurnar á Suðurlandi hafi verið í gígþyrpingum á Reykjanesskaga (Arnarsetur við Grindavík, Óbrinnishólar við Hafnarfjörð, Rauðhólarnir við Reykjavík) og í Grímsnesi (Seyðishólar). Einnig hefur gjall verið unnið úr stökum eldvörpum á þessu svæði, s.s. úr Litlu-Eldborg undir Geitahlíð og Eldborg við Trölladyngju. Sem dæmi um námur í öðrum landshlutum má nefna að súr vikur er unninn á Heklusvæðinu og umhverfis Snæfellsjökul en sú vinnsla er með nokkuð öðrum hætti.
Nú á síðustu árum hefur ásókn í gjall og vikur aukist til muna. Ýmis fyrirtæki sjá sér hag í því að vinna íslensk jarðefni til útflutnings. Talað er um útflutningsmagn í milljónum rúmmetra og hagnað í milljónum króna, en lítið fer fyrir sjónarmiðum náttúruverndar eða virðingu fyrir þjóðareinkennum okkar. Stundarhagsmunir sitja í fyrirrúmi og engin heildarstefna í námuvinnslu er til.
Ef stunda ætti vinnslu gjallgíga á Reykjanesskaga í anda sjálfbærrar þróunar þá væri hægt að taka einn gíg á nokkur hundruð ára fresti þar sem endurnýjun slíkra jarðmyndana er mjög hæg.
Eldborg við GrindavíkBetri skilgreiningar þarf í lög um vinnslu jarðefna. Í allri skipulagsvinnu, hvort sem um er að ræða svæðis- eða aðalskipulag, þá er efnistaka í flestum tilfellum ekki skilgreind sem sérstök landnotkun. Efnistaka er oft einungis háð leyfi landeiganda. Efnisnám hefur því verið að mestu leyti skipulags- og eftirlitslaust. Um allt land eru ljót sár eftir efnisvinnslu og enn er unnið í námum sem frá náttúruverndarsjónarmiðum ætti þegar í stað að loka.
Efnistaka er nauðsynleg og það er mikill kostur að innan hvers sveitarfélags séu vinnanleg jarðefni. Hafa þarf í huga sjónarmið náttúruverndar þegar staðið er að vinnslu jarðefna. Að mati NVR er skynsamlegt að beina efnisvinnslu á fáa staði þar sem vinna má mikið efni á sem hagkvæmastan hátt. Miklu skiptir að farið sé vel með þau verðmæti sem unnin eru.
Á síðastliðnum árum hefur ferðamannaþjónusta verið einn helsti vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi og hafa stjórnvöld bent á ferðamannaþjónustu sem eina af vænlegustu leiðum okkar til nýsköpunar. Eldfjöllin draga til sín erlenda ferðamenn sem koma til þess að njóta ósnortinnar náttúru og fræðast um jarðfræðilega þróun landsins. Að „gera út“ á íslenska náttúru er meira í anda sjálfbærrar þróunar en að selja eldvörp í erlenda vegi.

Vernd víðerna
Tóftir í ÖgmundarhrauniTryggt verður að stór samfelld víðerni í óbyggðum Íslands haldist ósnortin. Reynt verður eftir föngum að byggja nauðsynleg mannvirki utan óbyggðra víðerna og þar sem slíkt er talið óhjákvæmilegt verður þess gætt sérstaklega að þau valdi sem minnstu raski og sjónmengun. Taka á tillit til víðerna í öllu skipulagi.
NVR telur mikilvægt að sett séu fram skýr markmið um verndun víðerna, því það er ekki aðeins líklegt heldur öruggt að mikilvægi þeirra fari vaxandi. Þar sem talið er óhjákvæmilegt að fórna hluta slíkra svæða verði það sett fram á skýran hátt með haldgóðum rökum.
Brýn þörf er á að gerð verði heildarúttekt á náttúrufari (jarð- og lífríki) miðhálendis Íslands, með það að markmiði að meta náttúruverndargildi þess. Telja verður að slík úttekt sé nauðsynlegur grundvöllur þess að hægt verði að framfylgja lögum um skipulag miðhálendis Íslands.
Of lítil áhersla hefur verið lögð á grunnrannsóknir á miðhálendi Íslands og samvinna á milli þeirra stofnanna sem þær Þingvellirhafa stundað oftar en ekki erfiðleikum bundin. Stjórnvöld hafa skorið fjárveitingar til almennra rannsóknarstarfa við nögl á sama tíma og rannsóknir á hugsanlegum virkjanasvæðum hafa fengið ríflegar fjárveitingar. Skýrslur Landsvirkjunar, Orkustofnunar og iðnaðarráðuneytisins um nýtingu innlendra orkulinda endurspegla það misvægi sem ríkir á milli virkjanaáætlana og verndaráætlana. Væntanleg Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma mun óhjákvæmilega endurspegla þetta ástand, þar sem hún byggir á fyrirliggjandi gögnum.
Efla þarf grunnrannsóknir á náttúrufari Íslands með það að markmiði að hægt sé að taka ákvarðanir um framtíð einstakra svæða frá sjónarmiðum umhverfisverndar jafnhliða hagkvæmnis- og hagnýtingarsjónarmiðum. Til þess að tryggja hlutleysi mats á umhverfisáhrifum í framtíðinni er mjög brýnt að auka almennar náttúrufarsrannsóknir á miðhálendi Íslands í þeim tilgangi að safna saman grunnupplýsingum í almennan gagnabanka. Eðlilegast er að rannsóknir á náttúrufari á miðhálendinu verði í framtíðinni stundaðar í samvinnu ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja á viðkomandi fagsviðum, þannig að betur verði tryggt jafnvægi á milli mismunandi sjónarmiða.

Aukin nýting endurnýjanlegra orkugjafa (í sátt við náttúruna)
IllahraunStefnt verður að því að Ísland verði fyrst ríkja heims á öldinni til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í farartækjum og skipaflota landsins og nýta eingöngu hreina orkugjafa, sem unnir eru úr endurnýjanlegum orkulindum landsins. Öll staðbundin orkuframleiðsla á Íslandi verður þá með nýtingu endurnýjanlegra hreinna orkulinda. Markvisst verður fylgst með og unnið að þróun og innflutningi á tækni sem gerir mögulega nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í farartækjum, s.s. rafgeymum, þróun vetnisnotkunar og efnarafala. Stefnt verður að því að a.m.k. fimmtungur bifreiða og skipa nýti sér slíka tækni árið 2020.
NVR telur að hér sé nauðsynlegt að fjalla um að beislun þessara endurnýjanlegu orkulinda hefur oft í för með sér alvarleg spjöll eða eyðileggingu merkra náttúruverðmæta.“

Hér verður ekki fjallað um hvað varð um Náttúruverndarráð og hvers vegna það var lagt niður. Þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, getur svarað spurningum þess efnis. 

Heimild:
-Þröstur Sverrisson, starfsmaður Náttúruverndarráðs.

Arnarsetur

Rósel

Við leit að Rósaseli (Róseli) utan Rósaselsvatna (-tjarna) ofan Keflavíkur var eftirfarandi lýsing m.a. höfð að leiðarljósi:
Rósel II„Róselsvötn heita einu nafni tjarnir tvær skammt ofan við Keflavíkurkaupstað, annað vatnið er innan flugvallargirðingar-innar. Þangað er nú byggðin sem óðast að teygjast. „Vötnin“ eru tjarnir kallaðar í daglegu tali manna á milli í bænum, og börn og unglingar greina á milli „Stóru-Vatna“ og „Litlu-Vatna“. Hin síðari tjörn er utan við flugvallargirðinguna og þornar hún upp í þurrkum á sumrin. Fyrri tjörnin er aftur á móti alltaf með vatni í. Nokkuð gras er á bökkum „Stóru-Vatna“ og eins vex einhvers konar vatnagróður í sjálfu vatninu. (Það skal tekið fram að þó tjarnir þessar séu aðeins tvær eru þær nefndar í fleirtölu þó ekki sé átt við nema aðra þeirra). Áður fyrr var tekinn þarna mór og hann fluttur niður í Keflavík, jafnt af konum sem körlum.
Eftir því sem ég veit bezt var þar Rosel Isíðast grafinn mór í kolaskortinum í stríðinu 1914-18. Um nafngift vatnanna er það helzt að segja að hún (Róselsvötn) felur í sér að þar hafi verið sel. Segir frá því í hinum óprentaða hluta Suðurnesjaannáls Sigurðar Sívertsens að Stóri-Hólmur í Leiru hafi haft þar í seli til forna líklega á 18. öld og fyrr. Mér vitanlega eru engar rústir sjáanlegar af kofum á staðnum en vera má að það leynist innan um þúfur og steina sem þar eru á víð og dreif. Róselsvötn eru vestur af Keflavík.“
Við skoðun á svæðinu norðvestan vatnanna komu rústir tveggja selstaða í ljós; Rósel I og Rósel II. Leifar fyrrnefndu selstöðunnar eru suðvestan við „Stóru-Vötn“. Þær virðast mun eldri, en þó má enn sjá móta fyrir hleðslum og rýmum þrátt fyrir gras og mosagróður. Síðarnefnda elstaðan er norðvestan við Vötnin.
Þar eru Rosel Itóftirnar mjög vel greinilegar og má sjá bæði búr og baðstofu sem og hliðsett eldhús. Stekkurinn er skammt norðar (útnorður).
Skógræktarmaður er dundaði við að planta trjám í gömlu Hvalsnesleiðina virtist undrandi er honum var bent á tóftirnar. Hann hafði verið að dunda á svæðinu meira og minna í 30 ár, en aldrei rekið augun í þær (enda kannski upptekinn við annað).
Norðaustan Róselsvatna má sjá hluta Hvalsnesleiðarinnar gömlu. Einkum athyglisvert er að sjá tvíþætt hlutverk hennar á kafla; annars vegar gömlu göngu- og reiðgötuna og hins vegar vagnveg. Á síðarnefnda kaflanum, sem ekki er ýkja langur, má sjá leifar tveggja hlaðinna brúa yfir mýrardrög. Í gömlu reiðgötuna hefur verið plantað trjám líkt og í selstöðuna suðvestan við Vötnin.

Heimild:
-Örnefni við Keflavík á Rosmhvalanesi (Suðurnesjum), [vélritað upp úr ritinu Faxa 1967 (janúar hefti ?) af Skúla Þór Magnússyni], eftir Ragnar Guðleifsson kennara í Keflavík – Örnefnastofnun Íslands.

Rósel

Rósel I og 2 – uppdráttur ÓSÁ.

Helgadalur

Gengið var frá Kaldá til austurs, yfir hlaðna vatnsstokkinn frá fyrstu tímum vatnsveitunnar skömmu eftir þarsíðustu aldarmót (1916), framhjá opi Níutíumetrahellisins og áfram ofan barms Helgadalsgjár að fallegum reglulega lögðum klettum mitt á milli Búrfellsgjáar og Helgadals.

helgafellshellar-221

Í Rauðshelli.

Frá þeim sést gamla Selvogsgatan mjög vel þar sem hún liggur vestan Smyrlabúðar og á ská til suðurs yfir Mosana að Helgadal. Þar liggur hún niður með austasta Kaldárhnúknum og síðan áfram á ská upp gróna hlíðina í suðaustanverðum dalnum. Þar liggur gatan svo til alveg við forna tótt, sem þar er uppi í hlíðinni. Önnur gata hefur myndast síðar austan dalsins, en hún liggur austur fyrir Helgadalshæðir og áfram áleiðis upp í Valaból og Mygludali. Frá klettunum var líka stórkostlegt útsýni að Búrfelli, sem glitraði í kvöldsólinni.
Fyrir neðan klettana er hlaðinn stekkur, greinilega mjög gamall. Hann er ekki til, þ.e. hans hefur hvergi verið getið. Skammt sunnan við stekkinn er op Rauðshellis og skammt austar op Hundraðametrahellisins. Ekki var farið inn í hellana að þessu sinni, enda veðrið utan þeirra frábært.
Á meðan áð var í hlíðinni ofan við hellana kom þar að hópur fólks, greinilega mikið útivistarfólk í grænum, gulum, bláum og rauðum rándýrum úlpum, vatnsþolnum göngubuxum, gönguskóm af dýrustu gerð og göngustöfum í stíl við fatnaðinn. Það hlaut þó hafa fengið tilboð í bakpokana því þeir voru allir eins. Fólkið virtist hvorki hafa áhuga á hinum fornu tóttum í Helgadal né hellunum skammt frá. Kannski vissi það ekki af hvorutveggja. Það hafði elt göngustíginn.
“Heyrðu!”, sagði sá sem fremstur gekk við einn í hópnum. “Veist´u hvað þetta fjall heitir?”, og benti á Helgafell.
“Gott kvöld”, svaraði sá, sem ávarpaður var. Honum var litið niður á gallabuxurnar og strigaskóna sína. Og íslenska lopapeysan hans virtist alveg út úr kortinu þessa stundina. “Þetta fjall…”, svaraði hann, leit upp og horfði á manninn. “Þetta litla fjall getur nú ekki heitið mikið”. FERLIRsþátttakandinn leit á einn félaga sinn og brosti. Hann hafði greinilega heyrt þennan einhvers staðar áður.

Raudshellir-221

Í Rauðshelli

“Veit eitthvert ykkar hvað þetta fjall heitir?”, spurði þá maðurinn og snéri sér að öðrum FERLIRsþátttakendum.
“Nei, við vorum að koma”, svaraði ein í hópnum. “Ég er úr Reykjavík, sjáðu til. Ég veit bara að þetta er ekki Hekla”, bætti hún við. “Hvaðan eruð þið?”, spurði hún síðan.
“Við erum úr Hafnarfirði”, svaraði einn úr hinum hópnum.
“Hafið þið búið það lengi”, var þá spurt.
“Þessi hjón hafa búið það í þrettán ár”, svarað

i foringinn og benti á par í stíl, “en við hin höfum bara búið þar í ellefu ár”, bætti hann við. “Við ákváðum nýlega að byrja að hreyfa okkur svolítið og höfum gengið um svæðið þarna”. Hann benti á Kaldársel. “Og svo höfum við gengið upp gjá einhvers staðar þarna”, sagði hann og benti í áttina að Búrfellsgjá. Aðrir snéru sér eftir því sem maðurinn benti.
Búnaður fólksins var greinilega góður, en nöfnin á landslaginu yrði því bara byrði.
“Hvert eruð þið að fara?”, spurði FERLIRsþátttakandinn.
“Þangað”, svaraði maðurinn og benti í átt að Valahnúkum.
“Í Músarhelli?”
“Eru mýs þarna”, spurði þá ein í hópnum. Angistin skein úr augum hennar.
“Eða ætlið þið kannski að skoða tröllin”?, spurði annar.
Fólkið leit hvert á annað. “Eigum við ekki bara að fara til baka”, spurði sá yngsti í hópnum og leit á foringjann.

Valahnúkar

Tröllin á Valahnúkum.

“Hafið þið reynt að skoða landakort”?, spurði þá einn FERLIRsþátttakandi og vildi greinilega reyna að gera gott úr öllu saman. Óþarfi að hræða byrjendur. “Það, sko, er alltaf betra að vita hvar maður er staddur”, bætti hann við og brosti.
Hin litu hvert á annað. Síðast sást til ofurútbúna fólksins þar sem það beygði vestur með vatnsverndargirðingunni, stystu og öruggustu leið að bílunum. Þau hafa sennilega ætlað að ná sér í landakort.
“Það mun líklega enginn trúa okkur ef við segjumst hafa séð álfa í þessari ferð”, varð einum að orði.
FERLIRsþáttakendur gengu hins vegar áleiðis að Valahnúkum, komu við í Valabóli og gengu síðan upp skarðið að Tröllunum, háum grannskornum berggangi þvert í gegnum hnúkana. Tröllafjölskyldan tók sig einstaklega vel út sem hún stóð þarna hnarrreist. Hrafnshreiður er í hæsta Hnúknum. Krunkið í krumma bergmálaði í kyrrðinni. Helgafell baðaði sig í kvöldsólinni.
“Það þarf eiginlega að merkja þetta betur”, varð einum að orði. “Hér er ekkert skilti sem segir hvað fellið heitir”. Brúnsvört lopapeysan hans féll vel inn í landslagið.
Gengið var eftir vegarslóða niður að Kaldárbotnum og að upphafsstað.
Gangan tók rúmlega klukkustund. Veður var frábært – eins og áður hefur komið fram.

Helgafell

Helgafell – séð frá Valahnúkum.

Einstæðingur

Í örnefnalýsingu fyrir Bæjarsker er getið um Einstæðing. En hvað eða hver er Einstæðingur? Löngum var vafi á hver eða hvar hann (það) væri. Sumir töldu hann vera í landi Bæjarskerja, en aðrir að hann væri í Leirunni. Hvað, sem öðru leið, Einstæðingsmelur, átti að vera þar í kring, eins og segir í fyrrnefndri skrá.
FuglavíkurleiðEinstæðingur gat verið stakur hóll eða klapparhæð á Miðnesheiðinni ofan Bæjarskerja. Þar sem Einstæðings er getið í örnefnalýsingu fyrir Bæjarsker mátti telja ólíklegt að hann væri að finna í Leirunni. Ekkert slíkt örnefni er skráð þar skv. heimildum.
Örnefnið „Einstæðingur“ er til sem stakt fjall norðan við Dyngufjöll. Samheitið gat því verið um stakan hól í heiðinni.
Lykillinn að lausninni lá hjá Sigurði Eiríkssyni í Norðurkoti í Fuglavíkurhverfi, skammt utan við Bæjarskershverfið vestan Sandgerðis. Sigurður er manna fróðastur um örnefni og minjar á svæðinu.
Einstæðingur er (var) varða á stökum hóll á Einstæðingsmel við hina gömlu Sandgerðisgötu milli SanÁðdgerðis og Grófarinnar í Keflavík. Varðan hafði bæði hafði sokkið í jarðveg og fallið um sjálfa sig í tímans rás. Hún var því nánast horfin sjónum. Einstæðingur hafði þó fyrrum verið áberandi kennileiti á gatnamótum þar sem Fuglavíkurleið kom inn á Sandgerðisgötuna skammt norðan Gotuvörðu.
Sigurður hafði áður rakið Fuglavíkurleiðina millum Fuglavíkurhverfis og Sandgerðisgötu. Síðarnefnda gatan hafði greinilega verið fjölfarin og því vel vörðuð á milli byggðalaganna. Fuglavíkurleiðin hafði einnig verið vörðuð, en flestar vörðurnar eru nú fallnar. Brotin má þó enn sjá við hana ef vel er að gáð.
Fuglavíkurleiðin liggur frá Fuglavík um tún Norðurkots, upp á lágar brúnir þar sem senn má sjá tóft hænsahúss Hóla og síðar Norðurkots. Ofar er gatan vel greinileg um móa og mela, yfir Háamel og framhjá Folaldatjörn. Að vísu þarf glögg götuauga til að fylgja henni alla leið að Einstæðing, en með gaumgæfni gæti það tekist. Síðasta spölnum að vörðunni góðu hefur nú verið spillt með efnistöku og ruslaurðun, en varðan á hólnum hefur fyrrum verið hið ágætasta leiðarljós vegfarendum um götuna – sem og 

Guðmundur

Einstæðingur er nú því varðan hefur verið endurhlaðin með reisn. Verkið vann Guðmundur Sigurbergsson, frændi (friend) Sigurðar í Norðurkoti.
Það hafði lengi verið draumur Sigurðar og Guðmundar að endurreisa Einstæðing. Fyrir skömmu lét Guðmundur verða að því. Hann tók gamla vörðubrotið upp, kannaði fótamennt og lögun þeirrar gömlu, safnaði viðbótarfóðri og lét til skarar skríða – endurhlóð vörðuna.
Ekki þarf að taka fram að hér er um einstaklega virðingarvert framtak að ræða. Endurvakið hefur verið að frumkvæði einstaklinga eitt af merkilegri kennileitum ferðalanga fyrri tíðar um Miðnesheiði, a.m.k. þeirra er leið áttu til og frá Fuglavíkurbæja. Hafa ber í huga að heiðin, þótt hvorki væri há né löng, var löngum torfær því fátt var um kennileiti. Vörðurnar gátu þá skipt sköpum. Má t.a.m. nefna að á 40 ára tímabili á 19. öld urðu 60 manns úti á heiðinni, þ.e. að jafnaði  einn og hálfur maður á ári hverju.
EinstæðingurGuðmundur Sigurbergsson, búandi í Keflavík með ábúð í Fjörukoti, hefur ásamt Sigurði hlaðið upp nokkrar vörður á svæðinu, s.s. Efri-Dauðsmannsvörðuna neðan við Draugaskörð á Sandgerðisgötunni gömlu, Gotuvörðuna við Sandgerðisgötuna ofan Einstæðings og endurbætt lykilvörðu Sandgerðisgötu neðan Einstæðings, skammt ofan við Grímsvörður. Allar eru vörðurnar nú aðdráttarafl ferðamanna og áhugafólks um gönguleiðir ofan Sandgerðis.
Auðvitað ætti ekki að þurfa frumkvæði áhugasamra einstaklinga til að endurreisa jafnmerkilegt kennileiti og Einstæðing. Sérhvert sveitarfélag, hvort sem það er á Suðurnesjum eða annars staðar á landinu, ætti að sýna þessari tegund minja a.m.k. þá virðingu sem þeim ber – þótt ekki væri fyrir annað en söguna og mikilvægis þeirra fyrrum.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Bæjarsker.
-Sigurður Eiríksson í Norðurkoti, f.d. 08.09.1929.
-Guðmundur Sigurbergsson
.

Fuglavíkurleið

Staldrað viðð Folaldatjörn.

 

Krýsuvík

Einungis ein heimild virðist vera til um eyðibýlið Nös í Krýsuvík. Líklegt má því telja að í kotinu hafi einungis verið búið stuttan  tíma, svo stuttan að ekki hafi verið talin ástæða til að geta þess í jarðabókum, manntölum eða sóknarlýsingum.
Nos-1Heimildin um Nös er að finna á uppkasti af dönsku herforingjaráðs-kortunum, sem síðan voru gefin út á fyrsta áratug 20. aldar. Kortin eru að jafnaði nokkuð nákvæm þótt vissulega megi finna í þeim villur eða misvísanir. Ekki er getið heimildarmanns eða -manna, en ólíklegt er að nafnið hafi verið ritað á uppkastið án tilefnis. Það er þó ekki að sjá í prentuðu útgáfunni. Það er þó ekki einsdæmi því á það vantar fjölmargt, sem skráð var á uppkastið. Uppkastið var þannig að inn á uppdráttinn voru skrifuð númer með rauðu bleki. Út á spássíuna voru síðan númerin skráð og aftan við þau viðkomandi heiti, örnefni eða tegund. Þar stendur: 52: „NÖS“ (eyðibær). Talan 52 er skráð við hlið 48, sem stendur fyrir „Lækur“ (eyðibær). Auk framangreindra númera og bæja má sjá á uppkastinu tölurnar 43: Arnarfell (eyðibær), 45: Krýsuvík, 47: Suðurkot (eyðibær), 49: Norðurkot (eyðibær), 53: Stóri-Nýjabær, 50: Snorrakot (eyðibær), 55: Gestsstaðir (eyðibær) og 54: Litli-Nýjabær (eyðibær).
nos-2Þegar svæðið austan Vestari-lækjar í Krýsuvík er skoðað; neðan og austan við Krýsuvíkurkirkju, má sjá þar greinilegar tóftir Lækjar, sem byggt var þar á 19. öld; bæjarhús, útihús og garða. Bærinn og tengdar minjar hafa greinilega verið byggðar í og utan um mun eldri minjar, hugsanlega eldra kotbýli eða jafnvel útihús frá Krýsuvík. Þar má greinilega sjá eldri túngarð og jarðlægari minjar. Ekki er ólíklegt, reyndar vel mögulegt, að þar kunni að leynast leifar Nasar, en þó er einn hængur þar á.
„Það var sú tíðin, að Krýsuvík var stórbýli, og framfleytti fjölda fólks. Var eigi aðeins stórbú á höfuðbólinu, heldur voru þar einnig margar hjáleigur, svo sem Arnarfell, Lækur, Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Hnaus, Litli-Nýibær og Stóri-Nýibær. Enn fremur er getið um Gestsstaði, en langt mun síðan að þeir fóru í eyði. Við manntalið 1. nóvember 1903 voru 42 sálir í Krýsuvíkur kirkjusókn, 11 í Krýsuvík, 10 í Suðurkoti, 9 í Stóra-Nýabæ, 4 í Litla-Nýjabæ og 8 á Vígdísarvöllum, sem eru vestan Sveifluháls.“

Krýsuvík

Hnaus(ar) í Krýsuvík.

Hér að framan er getið um bæinn „Hnaus“. Þess bæjar (eyðibæjar) er ekki getið á uppkasti dönsku herforingjanna. Á seinni tíma kortum hefur bærinn sá af einhverjum ástæðum verið staðsettur upp við norðausturhorn Krýsuvíkurkirkju. Þar má nú sjá leifar útihúsa Krýsuvíkurbæjarins. Mjög líklegt má telja að Danirnir hafi þarna verið að kortleggja bæinn „Hnaus“, en orðið er nokkuð samhljóma orðinu „Nös“. Þeir skrá t.d. ekki orðrétt „Snorrakot“ á uppkastið, heldur „Snúrrakot“.
„Sé Stóri-Nýibær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa fram undir síðastliðin aldamót, og því ennfremur trúaö að einhvern tíma hafi verið byggð á Kaldrana, verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þær sem menn vita nú um að byggðar hafi verið. Heita þær svo: Stóri-Nýibær (austurbærinn), Stóri-Nýibær (vesturbærinn), Litli-Nýibær, Norðurkot, Suðurkot, Lækur, Snorrakot, Hnaus, Arnarfell, Fitjar, Gestsstaðir, Vigdísarstaðir, Hali og Kaldrani.“
nos-3Hér er bærinn „Hnaus“ nefndur sem og bærinn Hali. Tóftir hans má sjá í gróinni kvos ofan (norðan) við eystri Auga.
„Óvíst er og jafnvel ekki líklegt að hjáleigur þessar hafi á nokkrum tíma verið allar í byggð samtímis. Þeir Árni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítíð að það séu sömu hjáleigurnar og nú kallast Norðurkot og Suðurkot. Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt að Austurhús hafi verið þar sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér hvar Vesturhús hafi verið.
Í Jarðabók sinni, telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum; telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum; en þess má geta hér, að um miðbik 19, aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó aðeins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins; austan heimabergsins en vestan Strandarbergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki, að taka fleiri egg en 150 og ekki að veiða meir en 300 fugla(svartfugl, álku og lunda). Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum.
nos-4Á flestum þessara 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign, munu engin ákvæði hafa verið, né þótt þurfa. Þegar Nýjalöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni, úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en  hver hjáleiga einn tólfta hluta. í góðu grasári, gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut, af hvoru Nýjalandi, um 50 hestburði, af nautgæfu heyi.
Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar, er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja, þaðan á Krýsuvíkurengjar. Langt mun nú síðan Geststaðir voru byggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, bæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún, er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla, þegar bezt lætur. Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um, eða fram yfír 1870, en túnið þar, var jafnan slegið, frá höfuðbólinu, fram undir 1890 og þá er túnið í rækt, var talið að það gæfí af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera að ábúandi Arnarfells hafí fengið leyfi til að nos-5heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).
Á Fitum voru nokkuð stæðilegar bæjartóptir fam yfir síðastliðin aldamót, þar var og safngryfja, sem óvíða sáust merki til, annars staðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitjum og útslægjur hefði mátt hafa þaðan: Á Efri Fitum, á Lundatorfu, eða Selbrekkum; eigi var og heldur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina. Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hin svonefhdu Klofninga í Krýsuvíkurhrauni; þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjólshraun sunnan í Geitahlíð, austarlega, og hólmarnir tveir í Ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öllum þessum stöðum lynggróður mikill og dálítið kjarr, sprottið upp úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær, austan við Núphlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum, „Dalirnir“ og  valllendisflatirnar fyrir Kleyfarvatn, ásamt grasbrekkum nokkrum, sem ganga þar upp í hlíðarnar.“
Af framangreindu óbirtu uppkasti dönsku herforingjaráðsins, einu heimildinni um staðsetningu eyðibæjarins „Nös“ í Krýsuvíkurtorfunni og niðurstöðu vettvangsskoðunar má telja líklegt að bæði hafi verið um að ræða sama bæjarnafnið og „Hnaus“ (spurningin er bara um hvort nafnið hafið verið að ræða) og að nýbýlið Lækur hafi verið byggður upp úr fyrrum landi „Nasar“/“Hnauss“.

Heimildir m.a.:
-Herforingjakort nr. 27, 1908, uppkast.
-Lesbók Morgunblaðsins 21. júlí 1940, bls. 231.
-Dagblaðið Vísir 31. júlí 1989, bls. 18.
-Lesbók Morgunblaðsins 7. mars 1987, bls. 5.

Krýsuvík

Bærinn „Hnaus“ í Krýsuvík.

Hnaus

Í örnefnalýsingu Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti, sem hann safnaði og skráði um Krýsuvík, segir m.a. um bæina Hnausa og Garðshorn:

Krýsuvík

Hnausar.

„Norður frá Krýsuvík var býlið Snorrakot. Skammt frá því var Hnausakot, öðru nafni Hnaus. Landnorður frá Krýsuvík voru bæirnir Stóri-Nýjabær og Litli-Nýjabær. Upp frá þeim eru hæðirnar Hryggir. Í þeim eru Miðauga og Efraauga. Fyrir austan Krísivík var bærinn Lækur. Vestan í Arnarfelli var bærinn Arnafell. Bærinn Fitjar stóð vestan undir Selöldu. Bærinn Bali var hjá Vigdísarvöllum. Fell (hefir verið nálægt Nýjabæjunum. Hvar Austurhús og Garðshorn hafa staðið mun óvíst.“

Krýsuvík

Krýsuvík – Garðshorn.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Krýsuvík er getið um bæina: „Traðirnar láu frá austurvegg bæjarins bak við Kirkjugarðinn og síðan til suðurs og niður að Læknum. Norðurtúnið lá allt að Norðurkoti, sem virðist hafa verið eitt af aðalhjáleigunum. Eiginlega stóð Norðurkotsbærinn utan túns. Norðurkotstraðir láu úr túninu heim að bænum og framhjá honum. Norðurkotsrústirnar, eru gleggstu rústirnar sem enn eru sjáanlegar í Krýsuvíkurhverfinu. Úr tröðunum liggur stígur yfir að Snorrakoti rétt norðan við Norðurkot og lengra út á mýrinni er Garðshorn, sem einnig var nefnt Hnaus.“

Sjá meira um bæinn Hnaus og aðra Krýsuvíkurbæi HÉR.

Heimildir:
-Örnefnalýsing Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti fyrir Krýsuvík.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvík

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík“ frá árinu 2021 má m.a. lesa eftirfarandi um sögu Krýsuvíkur:

Krýsuvík

Krýsuvík – kirkjan, Hnausar h.m. og leifar Krýsuvíkurbæjarins h.m. og ofan kirkjuna (bæjarhóllinn var sléttaður út með jarðýtu árið 1964).

„Elstu heimildir um Krýsuvík má finna í Hauksbók Landnámu, þar sagði að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Þarna er þó verið að tala um Gömlu-Krýsuvík sem líklega hefur staðið í Húshólma en þar má sjá fornar tóftir innan um hraunið sem hefur runnið yfir þær.

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Ein kenningin er að eftir að Ögmundarhraun rann yfir Gömlu-Krýsuvík hafi bærinn verið fluttur þar sem Krýsuvíkurkirkja stendur enn í dag, inn á land Gestsstaða, sem var þá í eigu Krýsuvíkurkirkju. Við það hafi nytjar Gestsstaða rýrnað eftir því sem Krýsuvík þurfti meira land undir sinn búskap og Gestsstaðir á endanum lagst í eyði.

Sogasel

Sogasel – fyrrum sel frá Krýsuvík „millum oc hellis firer austan riett til marks vid strandar land“.

Næst var minnst á Krýsuvík í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar, sem er frá því um 1200, og sagt að kirkja hafi verið í Krýsuvík. Krýsuvík var einnig nefnd í máldögum Viðeyjarklausturs árin 1234 og 1284 í sambandi við hvalreka, ef hvalreka varð vart í Krýsuvík ætti að festa hvalinn þannig að hann ræki ekki aftur út og senda orð um rekan til Viðeyjar innan þriggja daga.

Herdísarvíkurbjarg

Herdísarvíkurbjarg – rekaítak Krýsuvíkurkirkju.

Í rekaskrá Strandakirkju 1275 var sagt: „fra mijgander grof og til bergs enda eiga strendur allan reka ad helminge vid stadenn j krijsevijk: Sa ger mældage æ herdijsarvijkur fiorum ad stadur j skalhollte a halfann vidreka. allan annan enn auxar talgu vid j millum Selstada oc hellis firer austan riett til marks vid strandar land. Stadur j skalhollte og herdijsarvijk eigu iiij vættar huals og skal vega enu fiordu med brioske og beine: enn þridiung i öllum ef meire kiemur. Enn strandarmenn tuo hlute. Skalhollt oc krijsevijk æ halfann allann reka under fuglberge vi strandar land. Millum wogs og hellis ´strandur land iiij vætter en ef meire er þa æ skalhollt oc krijsevijk flordung j öllum hval. Enn firer austan wog til vindass æ stadur j skalhollte oc krijsevijk halfan tolftung i hual ef meire er enn iiij vætter enn ecke ellegar.“

Húshólmi

Húshólmi – gamla Krýsuvík – minjar í Ögmundarhrauni (rann 1151).

Svo sagði í máldaga Maríukirkju í Krýsuvík: „Maríu kirja í Krýsuvík á heimaland allt. Herdísarvík. ix. mæla land á Þórkötlustöðum. Hálfan hvalreka í Raunnesi millum Rangagjögurs og marks við Bedstædinga [Bessastaðamenn] og eingja grasnautn með. Þrjá hluta hvals enn Viðeyingar fjórðung. Enn frá migandi gröf til kirkju fjöru eiga staðir í Skáholti og Krýsuvík helming hvals og viðar og alla grasnautn. Krýsuvík á allan reka á kirkjufjöru. Enn frá kirkjufjöru og til marks við Herdísarvík hálfan hval og viðreka og alla grasnautn. Enn í Herdísarvík á staðurinn í Skálholti helming viðar við Krýsuvík. Þriðjung hvalreka eigu staðir báðir saman til marks við Strandarmenn. Enn fjórðung hvals við Strandamenn til Vogs. Hálfan tólftung hvals á Krýsuvík í Strandar hluta. Ein messuklæði, kaleik, klukkur, ij bjöllur, ij glodarkier, altaraklæði, iij kross steindur, sacrarium, munnlaug, paxspjald, vij kýr, xvj ær og xx iij hross. Kúgildi viijc, j metfie, iij merkur vax, c vadmála, item iiij ær.“

Keflavík

Keflavík – rekaítak Krýsuvíkurkirkju.

Í bréfi dagsettu 13. maí 1367, sem voru vitnisburðir Þorbjarnar Högnasonar um máldaga og eignir Strandarkirkju í Selvogi, var einnig talað um hvalreka sem var í eigu Krýsuvíkur og Skálholts. Og í máldaga Þorlákskirkju á Skeggjastöðum á Ströndum frá sama ári var sagt að Maríukirkja í Krýsuvík ætti heima land allt „herdijsarvijk, ix mæaland á þorkotlustodum.“
1397 reiknaðist kirkjunnar góss í Krýsuvík „að auk fornra máldaga, vc, portio vmm, ij, är hälf, viiij alin.“ Einnig var sagt í máldaga Viðeyjarklausturs árið 1413 að staðurinn í Viðey ætti fjórðung í hvalreka í Krýsuvík.

Kvennagöngubásar

Hraunsnes (Raunsnes) – rekaítök Krýsuvíkurkirkju austan Ísólfsskála.

Í máldaga Maríukirkju í Krýsuvík frá 1477 var sagt að kirkjan ætti heimaland allt Herdísarvík, ix mæla land á Þórkötlustöðum, hálfan hvalreka í Raunnesi milli Rangagjögurs og mark við Bessastaðamenn, svo voru eigur kirkjunnar taldar upp. Í bréfi frá 1479, sem var vitnisburður Arngerðar Halldórsdóttur um ítök upp í Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, var sagt að kirkjan í Krýsuvík ætti þar j x hrundruð í jörðinni. 1487 var svo gerður vitnisburður um reka Viðeyjarklausturs á Krýsuvíkurfjörum og var hann svipaður og áður.

Keflavík

Geldingasteinn ofan Keflavíkur.

Í máldaga Kaldaðarneskirkju í Flóa frá 1491-1518 sagði að viðarhögg í Geldingasteini, fjöru í Keflavík að helmingi við Krýsuvíkurstað að öllum reka. Sauðhöfn í Krýsuvík og húsrúm manna í að geyma þar sauðfé.42 Biskup var svo fenginn til að meta kirkjuna í Krýsuvík árið 1496 og virtist honum kirkjan x hundruðir og staðin allan með hjáleiguhúsum innan garða xv hundruðir. Árið 1525 sagði Ögmundur biskup að Viðeyjarklaustur skyldi eignast þann part í Vatnsleysulandi sem Krýsuvíkurkirkja hafði átt. Í bréfabók Gizurar frá 1539 stóð að vitrir menn hafi sagt að sigla skyldi í suðvestur undan Krýsuvíkurbergi til að komast til Nýjalands. Ekki er víst hvaða land er átt við en ein kenning er að Nýjaland hafi verið partur af austurströnd Grænlands.

Túnakort

Krýsuvík – túnakort 1918.

Í máldaga Kaldaðarneskirkju í Flóa var sagt það sama og í máldaganum 1491-1518, og máldagi Maríukirkju í Krýsuvík var mjög svipaður máldaganum 1477. Árið 1563 var sóknarkirkjan í Krýsuvík lögð niður af hirðstjóra eftir beiðni Gísla biskups Jónssonar: „Það með kennumst ég Páll Stígsson kongleg Maiestatis Bidalningzmann yfir öllu Íslandi, að á Bessastöðum um haustið mánudaginn næstan fyrir Michaelsmessu, kom fyrir mig herra Gísli Jónsson Superintendes Skálholts Sticktis. Spurði mig ráða og tillagna hver nauðsyn mér þætti á þeirri kirkju sem haldin hafði verið í Krýsuvík. Þá tók ég með mér þessa heiðurs dánimenn Jón Bjarnason, Loft Narfason og Jón Loftsson prestmenn. Item Orm bónda Jónsson Gísla, Sveinsson og Níels skrifar Ólafsson. Þótti mér með þessum fyrrnefndum dánimönnum í fyrstu engin þörf eða nauðsyn vera eður verið hafa að í þessari nefndri Krýsuvík alkirkja væri. Því það má enginn sóknarkirkja kallast sem engin samkunda til liggur. Því leist oss svo best fara og sannlega staðfestum að þessi Krýsuvíkurkirkja aflagðist enn lægi til Strandar kirkju bæði tolla og tíundir og alla aðra rentu svo sem aðrir almenningsbæir skyldugir eru sínum sóknarkirkjum að veita.

Herforingjakort

Herforingjarðaskort 198 – Krýsuvík og nágrenni.

Enn umboðsmenn dómkirkjunnar í Skálholti skyldu Krýsuvík byggja til fulls landgildis og aftekta Skálholts dómkirkju vegna. Svo og líka Herdísarvík og annað það fleira sem þessum Krýsuvíkur stað hefur fylgt. Enn sökum þess að þessi oftnefnda Krýsuvík liggur nokkuð í fjarska að vegalengd til Strandarkirkju þá þótti oss vel fara þó í Krýsuvík stæði lítið húskorn Guðs vegna og þess heimilisfólks sem þar kann að vera sjúkt eða gamalt: Og herra Gísli skyldi nokkur kúgildi til leggja svo að Guðs orðs þjénari mætti þar huld nætur saka hafa þá hann þar kæmi eða þyrfti að koma Guðlegrar hjarðar að vitja. Skyldi þetta vort álit og gjörningur óbregðanlega standa hér eftir.“

Selalda

Minjar við Selöldu; Krýsuvíkursel og bærinn Eyri – Uppdráttur ÓSÁ.

1627 áttu hin svokölluðu Tyrkjarán sér stað. Eiga þeir að hafa komið á land í Krýsuvík og sagt var frá því í Þjóðsögum Jóns Árnasonar hvernig séra Eiríkur í Vogósum, sem sagður var göldróttur, hrakti þá í burt: „Annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðar heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík. Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi inn og mælti hátt: „Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.“ Prestur mælti: „Viljið þið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?“ Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu. Hann mælti til þeirra: „Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvís búinn, mundu þið éta hvur annan.“ Þar börðust þeir og drápust niður, og heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar sem þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík. Sú varða stendur enn nú (1859).“

Selalda

Eyri, Krýsuvíkursel og nágrenni undir Selöldu – uppdráttur ÓSÁ.

Eitt sel var skráð í suðaustur hlíðum Selöldunnar, ekki skal fullyrt um að Tyrkir hafi drepið þar matseljuna en þjóðsagan virðist staðfesta selið. Einnig stendur Eiríksvarða enn á Arnarfelli, þó hún hefur verið bætt á seinni tíð.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var Krýsuvík sögð kirkjustaður og var hún annekteruð til Selvogsþinga. Jarðardýrleikinn var óviss og eigandinn dómkirkjan í Skálholti. Landskuldin var i hundraðir þrjátíu álnir og borgaðist með fiski ef hann var til, annars með peningum eða landaurum upp á danskan taxta. Ábúandi átti rekavið frjálsan til uppbóta á húsum nema ef um stór tré var að ræða, þá tók dómkirkjan í Skálholti helminginn. Þá sagði Jarðabókin einnig frá sex hjáleigum, Nýjabæ, Litla Nýjabæ, Norðurhjáleigu (seinna Norðurkot), Suðurhjáleigu (seinna Suðurkot) Austurhús og Vesturhús.

Krýsuvík

Seltún – hluti úr Herforingjaráðskorti 1908.

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru á ferð um Krýsuvík á árunum 1752–1757 og sögðu að Krýsuvík væri kunn á Íslandi og meira að segja erlendis vegna brennisteinsins sem hafði verið safnað þar til útflutnings og gerðu þeir greinagóða lýsingu á hverasvæðinu í Seltúni.

Krýsuvíkurkirkja

Innansmíð Krýsurvíkurkirkju teiknað árið 1810 – Henry Holland.

Henry Holland kom til Krýsuvíkur árið 1810 og lýsti staðarhaldi þar sem heldur slæmri upplifun: „Til Krýsuvíkur komum við kl. 5. Þetta er ömurlegur staður, sex eða átta kofar standa þar á víð og dreif á ósléttu svæði við ræturnar á stakri hæð. Stolt og prjál staðarins er timburkirkja, 18 fet á lengd og 8 á breidd, en hæðin er 5 fet og 8 þumlungar undir bita. Við höfðum ráðgert að búa í kirkjunni, meðan við dveldumst í Krýsuvík, og í því skyni fengum við kirkjulykilinn léðan. En við höfðum naumast litið inn í hana, er við hurfum frá því ráði. Svo mátti heita, að þar kæmu saman öll þau ógeðugheit, sem framast væri að hugsa sér, skítur, myrkur og óþefur af fiski á öllum mögulegum herzlustigum o.s.frv. Gólfið var óslétt, að við hefðum naumast getað skorað tjaldsængina okkar þar, og ofan á allt annað var svo hið litla gólfrými fyllt með kössum, timbri og alls konar skrani.“

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Árið 1818 svaraði séra Jón Vestmann, prestur í Selvogi, bréfi konunglegu nefndarinnar, Commissionen for oldsagers opbevaring, sem hafði sent fyrirspurn um fornleifar í landinu. Þar skrifar hann um þær fornminjar sem hann þekkir en nefnir engar í núverandi landi Krýsuvíkur. Þó minnist hann á fornminjar í Ögmundarhrauni: „Húshólmi niður við sjóinn í hama hrauni; hefur þar verið mikil byggð áður en brann, sem sést af húsa tófta brotum, að hvar um hraunið gengið hefur, að norðan – vestan – sunnan, og næstum saman að austan-verðu; er þar 1t tóftarform 12 feta breitt, og 24 feta langt, innan niður fallinna veggja rústa; húsið hefur snúið líkt og kirkjur vorar, meinast gamalt goða-hof; fundið hafa menn þar nokkuð smávegis af Eyrtægi; þar er tvísett túngarðs form með 20 faðma millibili, hvar nú er lyng mói; enn graslendi innan innri garðs, austanvert við hraunið.“

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 2022.

Krýsuvíkurkirkja brann til grunna eftir íkveikju þann 2. janúar 2010 og í framhaldi á því fór fram fornleifarannsókn á kirkjugrunninum vegna undirbúnings fyrir nýju kirkjuna sem Iðnskólinn í Hafnarfirði smíðaði og stendur sú kirkja þar í dag.“

Krýsuvík

Krýsuvík – stíflugarðar. Bærinn Lækur fjær.

Því sem Jón Vestmann lýsir sem „tvísettum túngarði“ austan bæjar voru í raun stíflugarðar er mynduðu tjörn í Vestari-læk (leifar stíflu sést syðst). Í afrennsli hennar var mylla þannig að garðarnir þjónuðu a.m.k. tvíþættum tilgangi. Það kemur reyndar ekki fram í framangreindri fornleifaskráningu, sem ber reyndar sem slíka að taka með fyrirvara.

Heimildir:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík 2021.
-Landnámabók I-III. Hausbók. Sturlubók. Melabók, 1900, bls. 123-124.
-Brynjólfur Jónsson, 1903, bls. 50.
-Jón Árnason, 2003, bls. 562.
-Árni Magnússon og Páll Vídalín, 1924, bls. 3-7.
-Eggert Ólafsson, 1981, bls. 178-179.
-Henry Holland, 1992, bls. 60.

Krýsuvík

Bærinn Arnarfell í Krýsuvík.

Krýsuvík

Í „Fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík – Trölladyngju“ árið 2008 er m.a. fjallað um bæina Vigdísarvelli, Bala og Fell:

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir.

„Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls frá 1703 var á Vigdísarvöllum selstaða frá Þórkötlustöðum í Grindavík. Henni var lýst sem góðri en langt og erfitt að fara. Selstaðan var í landi Krýsuvíkur en Þórkötlustaðabændur fengu að nýta hana í skiptum fyrir skipsstöðu í Þórkötlustaðalandi.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.

Á Vigdísarvöllum var og er eitt besta gróðurlendi í Grindavíkurhreppi en staðurinn var hins vegar afskekktur. Árið 1830 var þar reist nýbýlið Vigdísarvellir og skömmu síðar nýbýlið Bali. Ekki er alveg ljóst hvaða ár Bali byggðist, það er ekki nefnt í heimildum fyrir 1840 þegar fyrst er getið búsetu þar, en árið 1846 bjó þar sex manna fjölskylda. Síðasta heimild um búsetu á Bala er frá árinu 1850.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Á Vigdísavöllum var búið allavega til ársins 1901, mögulega með einhverju hléi milli 1870 og 1890. Þriðja nýbýlið á svæðinu sem heimildir eru um er býlið Fell. Þar er getið búsetu í manntalinu 1855 en hvorki fyrr né síðar. Í lok janúar árið 1905 hrundu eða stórskemmdust öll hús á Vigdísarvöllum og fór bærinn eftir það í eyði.“

Krýsuvík

Fell í Krýsuvík.

Leifar tveggja býla eru á norðanverðum Völlunum; Bali að austanverðu og Vigdísavellir vestar (síðar rétt). Skammt sunnar eru minjar selstöðunnar frá Þórkötlustöðum. Engar minjar eru eftir býlið Fell, enda var það kotbýli ekki á eða við Vigdísarvelli heldur sunnan við Stampa milli Grænavatns og Stóra-Nýjabæjar í Krýsuvík. Þar í gróinni kvos má sjá leifar bæjarins, sem mun einungis hafa verið í byggð um skamman tíma. Á botni Litla-Stamps má enn sjá leifar óskráðs stekks frá bænum.

Heimildir:
-Árni Magnússon og Páll Vídalin: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 14.
-Jón Þ. Þór: Saga Grindavíkur frá landnámi til 1800, 166.
-Jón Þ. Þór og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir: Saga Grindavíkur frá 1800 til 1974, 86-87.
-Árni Óla: Strönd og Vogar, 252.

Bali

Bali.

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns, eru að öllum líkindum elstu bæjarleifar á svæðinu tan þeirra er sjá má glögglega í og við Húshólma ofan hinnar fornu Krýsuvíkur. Ari Gíslason segir í örnefnalýsingu sinni um Krýsuvík að „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunnan undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Þorsteinn Bjarnason frá Háholti safnaði og skráði örnefni í Krýsuvík. Þar er getið um Gestsstaði sbr.: „Framan undir Hverafjalli eru Gestsstaðir, sjást þar húsarústir. Gestsstaða er getið í jarðamatsbók Árna Magnússonar sem eyðibýlis og veit þá enginn hvenær í byggð hefir verið. Þess er og getið í jarðamatsbókinni, að bærinn hafi staðið undir Móhálsum. Þetta örnefni er nú ekki til í daglegu tali; óefað hefir nafnið Móhálsar náð yfir nokkuð stórt land, sem nú hefir fleiri nöfn. Skammt frá Gestsstöðum er Gestsstaðavatn.“

Krýsuvík

Gestsstaðir – eystri bæjarhúsin (útihús).

Gísli Sigurðsson lýsir Gestsstöðum í örnefnalýsingu hans um Krýsuvík: „Á flötum fremst í dölunum hafa nú risið Krýsuvíkurhúsin. Þar eru vermigróðurhús og íbúðarhús. Þar framundan er Gestsstaðavatn. Kringum það eru svo Gestsstaðamelar. Þess er vert að geta, að Gestsstaðavatn, Grænavatn, Augun og Stampar eru allt sprengigígar, eftir því sem jarðfræðingar telja. Hveradalalækurinn eystri rennur sem fyrr er frá sagt niður í Vaðlana og nefnist þar eftir þeim. Annar Hveradalalækur vestri kemur úr Hveradölum og rennur fram milli melanna. Lækur þessi er aðaluppistaðan í Krýsulæk vestri. Fram undan melnum vestan lækjarins munu hinir fornu Gestsstaðir hafa staðið, sér þar móta fyrir rústum tveggja bygginga. Vestan þessa mela er lítill lækur og mætti nefna hann Gestsstaðalæk. Gestsstaðamói liggur fram undan rústunum, fram á mýrina.“

Kringlumýri

Gestsstaðir „vestan hálsa“. Sennilega er um að ræða eina elstu selstöðu á Reykjanesskaganum – frá fyrrum Krýsuvíkurbæjunum ofan Hólmasunds.

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ frá árinu 1998 segir m.a. um Gestsstaði:
„Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, msa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina aftur að byggja. Þar með liggur hún aldeilis í Krýsuvíkurlandi og kann ekki fyrir utan skaða Krýsuvíkur landsnytjar að hafa. Hefur og so lánga tíma í eyði legið, en engi veit til nær hún hafi bygð verið.“ „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunna undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík. …Fram undan Hverafjalli eru rústir Gestsstaða, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir – minjar.

Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Bæjartóftin er 10 ft löng frá austri til vesturs, hefur engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhlið hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum nér norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 5 fðm löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir verið umgirt, er það víða komið í sand af frárennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum sannleikann í þeim. Jörðin Gestsstaðir hefir verið í eign Krýsuvíkurkirkju. Hefur bærinn og kirkjan því verið flutt í Gestsstaðaland eftir eldinn. En við það hafa Gestsstaðir verið að nýta hjáleigur í nytum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir – eystri tóftin og garður.

Í „Fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík – Trölladyngju“ árið 2008 er getið um Gestsstaði: „Jarðabók Árna og Páls (1703) segir frá jörðinni Gestsstöðum nálægt Krýsuvík. Þá voru greinilegar bæði tóftir og túngarður þó mikið væri uppblásið. Bærinn hafði þá verið svo lengi í eyði að enginn vissi hvenær hann var byggður síðast.
Matthías Þórðarson Þjóðminjavörður friðlýsti eyðibýlið Geststaði við Krýsuvík árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar: „Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma. Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum né norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 fðm. löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið í sand af árennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði í fyrstu heitið Geststaðir og staðið vestur við hálsinn. Nú þykist eg skilja sannleikann í þeim. Jörðin Geststaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Geststaðaland eftir eldinn. En við það hafa Geststaðir verið sviftir nytjum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“
Í örnefnaskrá segir að á Gestsstöðum sjái fyrir miklum tóftum og að þar muni hafa verið stórbýli sem munnmæli séu um að hafi fyrrum heitið Krýsuvík.!

Gestsstaðir

Gestsstaðir – vestari tóftin (skáli).

Í Jarðabók Árna og Páls (1703) segir frá jörðinni Gestsstöðum nálægt Krýsuvík. Þá voru greinilegar bæði tóftir og túngarður þó mikið væri uppblásið. Bærinn hafði þá verið svo lengi í eyði að enginn vissi hvenær hann var byggður síðast.
Matthías Þórðarson, Þjóðminjavörður, friðlýsti eyðibýlið Gestsstaði við Krýsuvík árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar er birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903, bls. 50, undir yfirskriftinni „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902„: „Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma. Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum né norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 fðm. löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið í sand af árennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði í fyrstu heitið Ges[s]tstaðir og staðið vestur við hálsinn. Nú þykist eg skilja sannleikann í þeim. Jörðin Geststaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Geststaðaland eftir eldinn. En við það hafa Geststaðir verið sviftir nytjum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Gestsstaðir

Tóft vestan við Gestsstaði.

Rústirnar eru undir blásnum hól, ca. 150 m suðvestur af Krýsuvíkurskóla, á um það bil 30×50 metra stóru svæði. Í fornleifaskráningu Bjarna F Einarssonar eru skráðar þarna 3 tóftir, bæjarrúst, garður/gerði og ógreinileg rúst. Heimildir fundust einnig um aðra rúst uppi á hálsinum ekki langt frá, hún stendur stök og greinilegt grjót í hleðslum.

Gestsstaðir eru líklega eitt af elstu býlunum í landi Krýsuvíkur. Heimildir gefa vísbendingar um að þeir séu jafnvel eldri en Krýsuvíkurbærinn sjálfur. Hér þyrfti að gera frekari rannsóknir til að hægt sé að meta verndargildi minjanna.“

Heimildir
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði 1998.
-JÁM III, 7; Ö-Krýsuvík, 8 15; Árbók 1903, 50.
-Krýsuvík — Trölladyngja; Fornleifaskráning, Rammaáætlun 2008.
-Brynjúlfur Jónsson: “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902”, 50.
-Örnefnaskrá Krýsuvíkur. Ari Gíslason skráði, 6.
-Bjarni F. Einarsson: Krýsuvík, nr. 233.
-http://www.ferlir.is/?id=4043
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík – Þorsteinn Bjarnason frá Háholti safnaði og skráði.
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur. Gísli Sigurðsson skráði.

Gestssaðir

Gestsstaðir – uppdráttur – ÓSÁ.