Jarðfall

 Kominn var tími til að skilgreina nákvæmar Straumsselsstíginn (vestari). Jafnan hefur verið haldið fram að Fornaselsstígur hafi verið hluti Straumsselsstígsins, en nýjustu uppgötvanir benda til þess að svonefndur „Straumsselsstígur vestari“ hafi fyrrum verið stígurinn upp í selið. Bæði er hann greiðfærari og miklum mun eðlilegri. Tóftir ÞorbjarnarstaðaÞað sem háð hefur lokaákvörðun um staðsetninguna er kafli ofan klapparhæðardraga suðvestan við Draughólshraun. Spurnir höfðu borist af bæði greinilegu og vörðuðu framhaldi stígsins á því svæði.
Eflaust hefur verið farið upp í Straumssel af Fornaselsstíg, en ekki með hesta. Vestari stígurinn, eins og hann hefur verið kynntu, hefur heldur ekki verið farinn með hesta. Samt hefur verið farið á hestum með allan kost upp í selið og afurðir til baka. Auk þess hefur hrís að mestu verið reiddur af hestum ofan úr Almenningi, en þar var Straumselið miðstöð um tíma. Ætlunin er að rekja selstíginn frá Straumi upp í selið.
Straumsstíg var fylgt upp í hraunið til suðurs skammt vestan við hlaðinn túngarð Þorbjarnastaða. Í lýsingum er talað um tvær götur upp í Straumssel. Straumsgatan lá frá Straumi að vestanverðu til suðurs, skammt austan við Straumsréttina. Frá götunni liggur stígur, hér nefndur Straumsstígur, yfir Alfaraleiðina austan Draugadala, upp í gegnum Seljahraunið (Geldingahraunið/Eldra Afstapahraunið) og áfram upp í gegnum Mjósundið. Gatan fylgir síðan vestanverðu Gráhelluhrauninu og Draughólshrauni, upp með vestanverðum Straumsselshöfða og upp í Straumssel að vestanverðu. Rautt; reiðleið - Gult; gönguleið (styttingur)
Auðvelt er að rekja þessa götu upp frá Straumi þar sem hún liggur til suðurs austan Straumsréttar og undir Reykjanesbrautina og áfram til suðvesturs. Ofan við Mjósundið hverfur stígurinn á kafla undir kjarr, sem hefur gróið þar vel upp, en kemur fljótlega aftur í ljós skammt austar. Gallinn við síðastnefnda kaflann er á að hann er ekki hestfær. Þarna gæti því hafa verið styttingur (gönguleið) upp í selstöðuna, en þótt hún stytti leiðina svolítið, m.v. það sem átti eftir að koma í ljós, þá sparaði hún ekki tíma.
Straumsselsstígsins er getið í örnefnalýsingu. Hann liggur til suðurs vestan Sölvhóls og áfram fast við vestanverðan túngarð Þorbjarnastaða. Grunsemdir eru um að þessi stígur, sem nefndur er svo, er liggur beint út frá Þorbjarnastaðartúninu til suðurs og áfram upp í Gjársel og Fornasel, sem voru sel frá Þorbjarnastöðum og hugsanlega Lambhaga, hafi fyrrum verið forn gata þaðan, enda greinilega mikið genginn, bæði af mönnum og skepnum. Þessi sel lögðust af mun fyrr en Straumsselið, þ.e. að segja bærinn í Straumsseli. Tóftir gömlu selstöðunnar eru skammt austan við bæjartóftirnar. Túngarðurinn var hlaðinn um og eftir 1900 og þá hafði selsbúskapur í Hraunum lagst af. Þess vegna er ekki hlið á garðinum þar sem styttingurinn á vestari selsstígum mætir túninu.
Eystri selstígurinn (Fornaselsstígur) er merktur að hluta. Sá selsstígur liggur til suðsuðausturs vestan við Stekkinn sunnan Þorbjarnastaða, yfir Mið-Seljahraunið (þau eru fjögur á þessu svæði), framhjá Miðmundarhæð (á hægri hönd), um “grennsta” haftið á Seljahrauni og áfram til suðausturs austan Grenigjáa, upp með Eystri Tobbuklettum og Vestari-Tobbuklettum, um Flárnar, meðfram austanverðu Draughólshrauni og upp meðfram Jónshöfða. Stígurinn hlykkjast um hraunið og er ýmist í landi Þorbjarnastaða eða Straums. Nokkuð neðan við Laufhöfða eru gatnamót. Þar beygir Straumsselsstígur til suðurs þar sem hann liggur um Katlana. Skammt þar austan við er Kápuhellir, í landi Þorbjarnarstaða. Norðan undir Straumsselshöfða beygir stígurinn til vesturs og kemur vestan og sunnan hans upp í selið. Reyndar skiptist gatan undir norðurhorni höfðans, en þaðan liggur gata áleiðis að Straumsselshæð og inn í selið að norðaustanverðu.
Á þessari leið sést vel yfir að vörðu í suðvestri ofan við Grenigjár, en í þeim er nokkuð stór rétt innan hraunhólaþyrpingar. Selsstígurinn er vel markaður í klöppina á kafla, einkum neðst í Flánum. Einnig er hægt að komast inn á hann eftir stíg af Gerðarstíg, sem er austastur þessara stíga. Hann liggur til suðurs austast í Seljahraununum. Annars gengu hlutar Gerðarstígsins undir nokkrum nöfnum, allt eftir því til hvers hann var notaður hverju sinni.
Straumsselsstígur vestariFyrir ofan Straumssel er Straumsselshæð og á henni Straumsselshæðarvarða. Varðan hefur ekki þjónað vegfarendum um vestari selstíginn, en hún hefur vissulega gert það fyrir þá er komu að vestan því þá blasir varðan við beint fyrir ofan selstöðuna og er þá eitt helsta kennileitið á leiðinni. Ofar og sunnar eru Stórhæðir. Efst austan til er Fremstihöfði en í suðvestur sér í hæstu hæð Gömluþúfu. Í því er Gömluþúfugrenið.
Sunnarlega í Straumselshöfða er Höfðavatnsstæðið, uppi á hól. Þar á sumrum var drykkur fyrir tvo smala og hunda þeirra.
Og þá aftur að Straumsselsstíg vestari. Eftir að hafa fylgt honum yfir Alfaraleiðina lá hann um lágt hraunhaft. Við það er varða á hægri hönd. Handan haftsins er hlaðið skjól fyrir grenjaskyttu. Stígurinn lá nú um slétt gróið hraun (Hrútargjárdyngjuhraun) með stefnu til suðausturs, um stutt hraunhaft í Geldingarhrauninu og áfram með stefnu upp Mjósund. Við hraunhaftið stendur ábúðarmikill hraunkarl (Geldingurinn) og horfir heim til bæja. Nokkrar vörður eru hér á klettum. Önnur vörðuröð er skammt ofar. Líklega eru hér um hrístökumörk fyrrum einstakra bæja að ræða.
Þegar stígnum hafði verið fylgt upp Mjósund var komið á hábrúnir gegnt suðvestanverðu Draughólshraunshorni. Þaðan lá „styttingurinn“ áleiðis upp í Straumssel, skammt sunnan Draughólshrauns (úfið apalhraun á afmörkuðu svæði vestan Straumsselshæða). Í því ofanverðu er Draughóll. Nafngiftin hefur eflaust átt að fæla fólk frá að fara inn í hraunið, enda illt yfirferðar (nema kannski að vetrarlagi þegar mosinn er frosinn). Þessa leið hefur enginn farið með hest fyrrum, hvað þá hest með byrgðar.
Þegar aðstæður voru skoðaðar betur mátti sjá undirhleðslu markagirðingar Straums og Óttarsstaða skammt sunnar. Varða við Straumsselsstíg vestariInnan hennar eru enn vænlegri gróningar í svo til beina stefnu upp Hrútargjárdyngjuhraunið. Norðan þeirra eru mishæðir og jarðföll. Þegar staðið var uppi á hábrúnunum virtist augljóst að ef fara átti með hest áfram upp hraunið var ekki um annað að ræða en að halda beint áfram til austurs, með sunnanverðum hæðunum – upp gróningana. Á þeirri leið var engin fyrirstaða alla leiðina. Að vísu fór gatan stundum undir girðinguna, en hafa ber í huga að hún er miklu mun yngri en gatan og hefur verið sett upp eftir að Straumselið lagðist af. Enn standa járnstaurar sumsstaðar upp úr undirhleðslunni.
Þegar verið var að rekja götuna var komið að jarðfalli, einu af fjölmörgum, norðan götunnar. Lítil varða var á brún þess. Undir vörðunni voru leifar af hlöðnu skjóli. Hleðslan var heil að vestanverðu við skúta, en fallin að öðru leiti. Staðnum var gefið nafnið „Straumsselsskjólið“.
Gróningunum var fylgt upp í hraunið, með beina stefnu á háa vörðu á hæðarbrún. Norðan hennar beygði gatan til norðausturs und komið var upp á stíg, sem liggur milli Straumssels og Óttarsstaðasels. Þeim stíg var síðan fylgt að Straumsseli. Þá var komið að selinu úr suðri, beint á gamla selstíginn.
Straumsselið er eitt hið merkilegasta á Reykjanesskaganum. Seltætturnar eru í Straumselstúni. Þarna stóð bær, sem fyrr sagði, fram á síðustu öld, sem Guðmundur Tjörvi lét reisa. Bærinn brann síðan. Áður var faðir hans, Guðmundur (sonur Krýsuvíkur-Gvendar) um tíma skógarvörður í Almenningum og hélt þá til í selinu.
Seltúnsgarðar liggja um nokkurn hluta túnsins. Fjárhús eru hér innangarðs sem og Selsgarðurinn, matjurtargarður. Vatnsstæði er í skúta norðan við þær, Selsbrunnurinn.
Hlaðin hestarétt er vestan við Selstúnið.Undirhleðslur markagirðingar Straums og Óttarsstaða
Í Straumsseli var búið stundum á 19. öldi. Síðast á árunum 1890-1895. Bæjarhúsin eyddust af bruna og hefur ekki verið búið þar síðan. “Í suðri sést í Hafurbjarnaholt, kennt við Björn Gnúps-Bárðarson, Hafur-Björn, sem samninginn gerði við bergbúann forðum. Gerðu þeir helmingaskipti í fjáreign. Segir sagan að þá hafi komið hafur og hrútur í féð og var þá sem tvö höfuð væru á hverri skepnu. Gerðist Björn þá fjárríkasti bóndi á Suðurnesjum”.
Seltúngarðar liggja um nokkurn hluta túnsins. Fjárhús eru innangarðs. Selsgarðurinn um seltóftirnar var matjurtargarður.
Ofan og austan við Straunmsselið er Straumsselshæð. Sunnan í henni er Straumsselshæðarskjólið.
Straumsstígurinn kemur í selið ofan við hestaréttina. Líklega hefur hún verið notuð af hestafólki, t.d. þeim sem þurftu að hitta Guðmund skógarvörð í Straumsseli á meðan hrístakan stóð yfir. Einnig hefur heimilisfólk í selinu notað hesta t.a.m. til vöruflutninga.
Hin gatan, Straumsselsstígur, sem nú er stikuð, hefur frekar verið farin af gangandi fólki, ef þetta er yfirhöfuð mannagata því ekki er ólíklegt að ætla að hún hafi sennilegast verið notuð sem búsmalagata. Ekki er t.d. að sjá gamlar vörður við hana eða „hnoðaða“ steina í götunni, eins og eftir skeifur, sem jafnan sjást í selgötunum vörðulausu.
Björn Bjarnason frá Grafarholti fjallar um gamlar götur í Árbók fornl.fél. 1914. “Um notkun fornveganna má fræðast af rúnum þeim, sem hestafæturnir hafa rist á jörðina, þar sem tönn tímans eigi hefir til fulls afmáð þær eða útskafið, og sumstaðar hjálpa örnefnin til að skilja. Greinilegastar eru rúnir þessar sem spor í klappir, gatnafjöldi í grónu valllendi, sem ekki hefir legið undir árensli, og troðningar í móum.

Hleðslur í skjóli við Straumsselsstíg vestari (nefnt Straumsselsstígsskjól)

Þó þeir sé grónir aftur sjást göturnar af því, að þar eru geilarnar dýpri og beinni í sömu stefnu, en annarsstaðar. Í melum og lausagrjótsholtum má einnig finna fornvegina, stundum sem laut eða skoru, en þó einkum með því að athuga grjótið. Í götunni er það troðið, máðar af því nybbur líkt og brimsorfnu grjóti. Af því stafa litaskifti, sem sjást á því, þar sem umferð hefir verið, þó hún sé hætt fyrir löngu.“
Suður frá garði frá selinu liggur Straumshellnastígur, suður að Straumshellum nyrðri, miðja vegu milli Gömluþúfu og Straumssels. Þaðan liggur stígur í Straumshellana syðri. Hér voru allgóð fjárskjól og hafði Tjörvi þarna fé. Við syðri hellana er Gerðið, sem notað var til samrekstar.
Norðan við neðri hellana er gott varðað vatnsstæði í hraunkvos. Í neðri hellunum er rúmgóður fjárhellir utan í holti og snýr opið til vesturs. Hlaðið er framan við munnann. [Skammt sunnan við opið mótar vel fyrir miklum hleðslum við op. Hleðslurnar eru fallnar og hafði lokast fyrir opið, en hefur nú verið opnað á ný. Þarna mun vera op á öðrum fjárhelli, sem langur gangur átti að hafa verið inn í].
Í efri hellunum er rúmgóður fjárhellir og vel manngengur. Hlaðið er fyrir munnann, en hellisopið er innan við fallega hlaðið gerði í hraunbala. Ofan við gerðið að norðanverðu er hlaðið byrgi eftir refaskyttu, sem Jónas Bjarnason og félagar hlóðu eftir miðja 20. öld, væntanlega úr grjóti réttarinnar.

Vörður eru víða við leiðina

Eftir stutta dvöl í Straumsseli var ákveðið að feta sömu leið til baka til að gaumgæfa betur hvort um aðra kosti hafi verið að ræða. Eftir að hafa fylgt milliselsstígnum til suðvesturs beygði Straumsselsstígurinn vestari aflíðandi til norðvesturs. Á þessari leið, sem og frá Straumsseli, er hið ágætasta útsýni heim að Straumi. Gróningunum var fylgt niður aflíðandi hraunið, kannað með útúrdúra og aðra möguleika, en leiðin virtist augljós. Ljóst var að ef fara átti með hesta upp í Straumssel þá hefði þessi leið orðið fyrir valinu. Og jafnvel einnig upp í Óttarsstaðasel því jafn auðvelt var að fara milliselsstíginn yfir í það.
Á leiðinni var reynt að skoða hvort Skógargatan, sem kemur niður á Rauðamelsstíg/Óttarsstaðaselsstíg, lægi hugsanlega áfram sem áframhald til norðurs, þvert á þá. Ekki fékkst úr því skorið að þessu sinni, en líklegt verður að telja að Efri-Hraunamenn hafi farið þá leið ef þurfa þótti upp í gegnum Skógarnef og áfram suður eftir. Út því verður skorið innan skamms tíma.
Frábært veður í frábæru landslagi. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Straumssel

Geit

Í Búnaðarritið 1932 var m.a. skrifuð merkileg grein um „Geitfé“ – eftir ráðunaut og dýralækni O. P. Pyndt:
„Áhugi manna fyrir geitfjárrækt hefir farið vaxandi í ýmsum löndum, smátt og smátt. Áður fyr höfðu menn geitfé eigi síður vegna sláturafurðanna en vegna mjólkurinnar, eins og áður var á drepið. Margir halda að geitakjöt sé þurrt og strembið, en það er ekki rétt, ef vel er fóðrað. Bæði geitur og geithafrar geta orðið spikfeit, einkum fyrir 4—5 vetra aldur.
geit-991Fullvíst er talið. að tamda geitin sé komin af Bezoar-geitinni, sem lifir í Asíu. Geitin er skyld og lík sauðkindinni á margan hátt. Báðar eru jórturdýr, stærðin er lík, tannbyggingin eins, sami meðgöngutími og tala afkvæma, eins og hjá ánni. Aftur á móti skilur á milli um byggingarlag og hárafar. Geitin er beinameiri og beinaberari en sauðkindin, og hún er stríhærð og þellaus. Geitin þolir þess vegna ekki kulda og hrakning eins vel og kindin. Geitur eru svo að segja um allan hnöttinn, að undanskildum allra köldustu löndunum. Útlitið er mismunandi eftir lífskjörum og gildir það þó einkum um hárafarið, t.d. eru sumar tegundir geita í Asíu langhærðar og fínhærðar, en Norðurlanda-geitin stríhærð. Villigeitur eru víða til, en flestar geitur eru þó tamdar eða undir manna
höndum, meira og minna. Kynin eru mörg, venjulegast eitt í hverju landi, en í sumum fleiri, t. d. í Þýzkalandi og Sviss. I Þýzkalandi eru einkum nafnkennd Langenzalzaer-geitin, Schwarzwalder-geitin og Harz-geitin, en í Sviss Walliser- og Saanen-geitin. Í Danmörku er (svokallað) landkyn, og er álitið að
það hafi verið þar síðan landið byggðist, því að á dögum þjóðflutninganna fluttu menn með sér geitur land úr landi. Í heiðnum sið var geitin oft fórnardýr, einkum hafurinn, og það er mál manna, að þá hafi verið gerður áfengur drykkur úr geitamjólkinni. Ætla má að danska landkynið hafi orðið fyrir áhrifum og íblöndun aðfluttra kynja, þótt eigi séu til fyrir því ákveðnar heimildir eldri en frá 1884, en þá voru fluttar inn norskar geitur og ári síðar þýzkar. Er álitið að þessi íblöndun hafi orðið til bóta. Danskar geitur eru ærið misjafnar álitum. Að lit eru þær ýmist ljósgráar, dökkgráar, mórauðar eða flekkóttar, og sumar hafa ál eftir hryggnum. Flestar eru þær langhærðar og meðalþyngdin er um 40 kg. Áður fyr voru þær flestar hyrndar, en fyrir úrval hefir þeim fækkað, en kollóttum fjölgað. Þó eru þær enn fleiri hyrndar en kollóttar. Arsnyt danskra geita er ekki meiri en 300—350 kg, og í gamla daga, þegar fóður og hirðing var lakari en nú, var ársnytin enn minni. Á síðustu árum hafa verið fluttar inn Saanen-geitur frá Þýzkalandi, og hefir ríkissjóður veitt styrk til þess. Er nú þetta kyn víðsvegar um landið. Saanen-geitin er hvít, kollótt, og öllu betri mjólkurgeit en danskar og norskar. Hún er stutthærð og skinnið þunnt, svo að hún þolir ekki eins vel loftslagið í Danmörku eins og danska geitin. Hún er fríð og geðþekk, og er þess vegna uppáhald margra, er geitfé hafa, enda getur hún launað vel góða umhyggju.
geit-992Mörgum þykir geitin ófögur og því miður má þetta oft til sanns vegar færa. En oft og einatt er þetta meðferðinni einni að kenna. Geitin er í rauninni falle
skepna, ef hún nýfur góðrar aðhúðar frá upphafi og fær kröfum sínum fullnægt, og það er ætíð fögur sjón að líta vænar geitur í haga. Kynhreinar geitur hafa mikla erfðafestu, en blönduð kyn gefa misjöfn afkvæmi, en oft eru þau þó ágætir gagnsgripir.
Þeir, sem geitfé hafa til mjólkurframleiðslu, eiga (þess vegna) almennt ekki að leggja neina áherzlu á hreint kyn, en þeir eiga að fá sér kið undan góðum mjólkurforeldrum, hraustum og vel byggðum.
Bezti aldur geitarinnar er frá 2—5 vetra. Á þeim árum mjólkar hún mest og gefur bezt afkvæmi. 8—9 vetra eru þær venjulega aflóga, enda þótt dæmi séu til
að geitur hafi orðið 15 vetra og mjólkað töluvert til þess aldurs.
Fáum húsdýrum eru boðin lakari lífskjör en geithafrinum, sem oft er hafður í skúmaskoti, illa hirtur og vanfóðraður. Algengt er að hann sé hafður í fjósi, m.a. vegna þess að því er trúað, að hafursþefurinn varni því að kýr láti kálfi. Því miður er það allt, of algengt, að slíkir vanhirtir hafrar séu hafðir til undaneldis, og venjulegast er alls ekki hugsað um að hafa valda kynbótagripi. Það er ekki undarlegt þótt lítið verði um kynbætur geitfjárins, þegar ekkert er hirt um ætterni karldýranna. Það á og verður að vekja áhuga fyrir því, að hafa kyngóða hafra, því að án góðra karldýra getur aldrei verið um góðan árangur að ræða í búfjárræktinni. Geitfjáreigendur eiga að slá sér saman um góðan hafur. Velja skal fallegan einkiðung og láta hann ganga sem lengst undir móðurinni, eða a.m.k. að gefa honum mjólk allt sumarið og fóðra hann vel fyrsta veturinn. Er þá gott að gefa hafra, ásamt góðu heyi og rófum, ef þær eru til. Og svo er um að gera að hafurinn hafi rúmt um sig, því að án mikillar hreyfingar getur hann ekki náð miklum þroska. Ekki má halda undir hafurinn fyr en hann er 9 mánaða. Hann verður því að vera snemmborinn til þess að hægt sé að nota hann fyrsta veturinn, og þann vetur má ekki ætla honum meira en svo sem 10 geitur. Fullorðnum höfrum má ætla allt að því 100 geitur, en þó ekki meira en 3—4 á dag. Halda skyldi skrá yfir brúkun hafursins, er sýni nöfn geitanna og eigendur þeirra.

geit-993

Venjulegur fengitími er á haustin og burðartími á vorin. Geitin mjólkar venjulega að eins 8—9 eða mest 10 mánuði. Þyrfti því að hafa misjafnan burðartíma, til þess að geta haft mjólk allt árið, ef um fleiri geitur er að ræða en eina. Tilraunir hafa verið gerðar með þetta og frá Hannover er kunnugt um 37 haustbærar geitur. Það er því eigi óhugsandi að takast megi að ráða burðartíma geita — eins og kúa — og væri að því mikill ávinningur. Meðgöngutíminn er 21—22 vikur, oftast 151 dagur. Sérlega mjólkurlagnar geitur mjólka alveg til burðar, en þær ætti að gelda upp svo sem 2 mánuðum fyrir burð, bæði vegna móðurinnar og kiðlingsins.
Venjulega á geitin 1 eða 2 kiðlinga, enda er hún ekki að jafnaði fær um að fæða fleiri. Móðurmjólkin er kiðlingunum hollust og hana má ekki taka frá þeim. Undir sérstökum kringumstæðum getur þó verið ástæða til að láta kiðlinginn ekki sjúga móðurina, t. d. ef nauðsynlegt er að fá nokkuð af mjólkinni til heimilis, eða ef sérstök vandkvæði eru á að venja kiðlingana undan, nema það sé gert strax. Kiðlingurinn þarf að hafa sem allra mest frjálsræði og aldrei má tjóðra hann. Þeir kiðlingar fá aldrei fullan þroska, sem ekki njóta. þess frjálsræðis, sem þeim er nauðsynlegt.
Geitin þarf að hafa hreint og þurrt loft, en þolir ekki rakt loft og fúlt, né heldur kulda. Hún leitar sér ætíð skjóls í hrakviðrum, og í slíkum veðrum ætti ekki að tjóðra geitur — sízt ef kuldi fylgir. — Mjólkin hrapar úr mjólkurgeitum í kaldri hrakviðratíð, og væri þá bezt að hafa þær inni.
geit-994Geitinni er oft viðbrugðið fyrir nægjusemi og margir ímynda sér jafnvel, að geitur geti mjólkað vel, þótt þær hafi lélegt viðurværi. En í rauninni er geitin ekki nægjusamari en önnur húsdýr, og einungis þeir, sem gera vel við geitfé, geta búist við góðum afurðum. Bezt er að láta geiturnar ganga sem mest úfi á
sutnrin, en séu þær ekki hýstar um nætur, þá þurfa þær að geta leitað sér skýlis fyrir regni og kulda í haganum. Beitiland með miklu fjölgresi er geitinni bezt til hæfis, einkum skóg-, lyng- og kvist-lendi til fjalla. Mýrlendi og annað fáskrúðugt beitiland er henni ekki til hæfis, enda getur hún sótt þangað ormaveiki og aðra hættulega sjúkdóma.
Bezt er að geitur gangi sem mest úti — en eigi þó ætíð athvarf, að leita sér að skjóli, og megi njóta þess í hrakviðrum og kulda. Og fái þær ekki nóg úti, verður vitanlega að bæta upp beitina með góðu fóðri. Engin skepna getur gefið mikið af sér, nema hún hafi gott viðurværi og aðhlynningu. Að vetrinum verður heyið vitanlega aðalfóðrið, og er smágert hey bezt. Af því ætti að gefa 1/2—2 kg á dag. Gefa má og grænfóður, 7—8 kg á dag — ef gefa þarf geitum inni, eða með beit, á þeim tíma, sem það væri til. Enn má gefa geitum aðrar fóðurteguudir margsháttar, sem öðrum skepnum eru gefnar, svo sem: rófur, kartöflur, fóðurkökur, korn, síldarmjöl, matarleifar o. s. frv. Af korntegundum eru hafrar taldir beztir handa geitum. Eins og geitin vill hafa fjölbreytni í beitilandinu, vill hún líka hafa það í fóðrinu. Það er ekki hægt að fóðra geitur á samskonar fóðri til lengdar, eins og t.d. sauðfé og kýr, heldur verður sífelt að breyta fóðrinu, að einhverju leyti, annars kemur í þær ólyst. Því hefir verið veitt eftirtekt, að geitur hrekja bezta fóður, en taka í þess stað pappírssnepla, vindlastúfa og annað rusl. Og stundum hrekja þær ilmandi hey, en velja úr rekjurnar og háma þær í sig. Það má kalla þetta kenjar, en það verður að taka tillit til þeirra, og það er að þessu leyti vandasamara að fóðra geitur en annað búfé, svo að þeim sé til hæfis gert.
geit-995Geitahús skal vera bjart, hlýtt, þurt og rúmgott. Á þessu er oft misbrestur, og geitur eru alloft hafðar í dimmri kró eða afkima, þar sem allt það vantar, sem vera skyldi. Þarna eru geiturnar kvaldar af vistarverunni langtímum saman, og gagnið verður þá líka eftir því. Geitur eiga helzt að ganga lausar í húsi, þær eru fjörmiklar og þurfa að hafa mikla hreyfingu.“  „Geitur hafa lengi verið illa ræmdar hér á landi. Engu að síður hefir geitunum verið gert rangt til í ýmsu og loðir það enn við. Í lögunum 1896 um sóttvarnarsjúkdóma segir m.a. í 2. grein: „Eptir 2. gr. í lögunum 1896 eru að eins nokkrar sóttir lögskipaðir sóttvarnarsjúkdómar. Eru það kólera, gul hitasótt, útbrotataugaveiki, bólusótt, mislingasótt, skarlatssótt og austurlensk pest. Yfirvöldum þeim, sem sóttvörnum ber stýra, er jafnan skylt að beita sóttvörnum gegn þessum sóttum. Svo eru ýmsir næmir sjúkdómar, sem eigi skal beita sóttvörnum gegn eptir lögunum 1896. fetta gildir um alla langvinna næma hörundssjúkdóma, svo sem holdsveiki, sárasótt, geitur, kláða, reform o. fl.).“
Svo virðist að framangreindu að menn hafi verið um of nátengdari geitum en ætla mætti fyrrum – það hafði verið meginástæða þess að geitahald hafi verið bannað víða um land undir lok 19. aldar…“.
Sendi bæjarstjóranum í Grindavík eftirfarandi í framhaldi af framangreindum upplýsingum: „Þarf að biðja þig um einn smá greiða; hreppsnefnd Grindavíkur, eða annar valdaaðili henni tengdri, lagði til bann við geitahaldi í Grindavík (sennilega á ofanverðri 19. öld eða í upphafi þeirrar tuttugustu). Bannið er enn í gildi (einhverra hluta vegna), þrátt fyrir að geithafur sé í skjaldarmerki bæjarins. Getur þú komist að því (með aðstoð hreppsbóka (jafnvel þótt viðkomandi hreppsbækur eru á Þjóðskjalasafninu)) um hvaða samþykkt getur hafa verið um að ræða – og í framhaldinu komið skráðu afriti af henni (dags., fyrri umræðu, rökstuðningi og niðurstöðu) til mín. Langar til að skoða atvikið og reyna að meta hvort ástæða sé til að leggja til breytinga að breyttum breytanda – bæði í ljósi sögunnar sem og skilyrða í reglum og lögum landsins nú til dags um hið sama… Það gæti jú mögulega orðið bæjarfélaginu til framdráttar í sögulegu samhengi ef þar mætti, þótt ekki væri nema á einum stað, enn berja þar geitur augum.“
Svar bæjarstjóra var: „Ég skal setja einhvern í að leita. Ekki hafði ég hugmynd að geitahald væri bannað í Grindavík. Varla eru nokkur rök fyrir slíku banni, fyrst heimilt er að halda sauðfé.“

Heimild:
-Búnaðarrit 46. árg. 1932, 1. tbl., bls. 1-21.
-Eir, 1. árg. 1900, 1.-3. tbl., bls. 27-29.
-Lögfræðingur, 2. árg, 1898, 1. tbl., bls. 34-35.

Geitur

Geitur.

Eldvörp

Gengið var um norðurhluta Eldvarpa. Þessi hluti er allstórbrotinn, fallegir gígar og hyldjúpir svelgir. Teknir voru GPS-punktar á fjórum þeirra, en ekki reyndist unnt að komast niður í tvo til viðbótar vegna þess hver djúpir þeir voru. Í einum þeirra (sjá myndina) er falleg rás, en band þarf til að komast niður.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Sá fyrsti var 15 metra langur. Á honum voru þrjú op og reyndist hægt að komast niður í hann um nyrsta opið. Annar var um 15 metrar, bogadreginn. Þriðji var litskrúðug hola niður á við er endaði í sal. Litskrúðugir kleprar voru í lofti. Fjórði var með inngang í fallegu gígopi.

Eldvörp

Eldvörp.

Svæðið er eins og ostur. Ekki er að sjá að margir hafi stigið þar niður fæti. Þunnt hraunið brotnar auðveldlega undan fótum og hætta er á að stíga niður úr mosaþakinni skelinni. Landið er stórbrotið og býður upp á óvænta sýn við hvern gíg, hæð eða bugðu.
Í einum gíganna er víð rás. Hún lokaðist að hluta, en með lagni var hægt að komast úr henni inn í ókleifan gíg. Rásin var nefnd Tvígígahellir.

Eldvörp

Í Tvígígahelli.

Gengið var yfir slétt mosahraun, eftir gamalli götu, sem farið er að gróa yfir og inn í stóra og breiða hrauntröð austan við gíg milli Lágafells og Þórðarfells. Tröðin virðist enda í krika eftir 90° beygju, en mjó tröð er þaðan inn í tröð nær gígnum, hærri og fallegri. Í tröðinni er m.a. stórt fallegt skjól. Gengið var um gíginn og upp á hann að norðanverðu. Milli hans og Þórðarfells var op, sem leitað var að eftir lýsingu BH. Gekk vel að finna það. Innan þess reyndist vera um 90 metra langur hellir, um 10-15 metra breiður á köflum, en ganga varð hálfboginn um hann að mestu. Sandur var í botni.
Á bakaleiðinni var gengið inn á gamla götu austan Árnastígs og kom hún inn á hann norðan Eldvarpa. Við gatnamótin er varða.
Árnastígurinn var síðan genginn að upphafsstað.
Í Örnefnaskrám Grindavíkur er gefin eftirfarandi skýring á örnefninu Árnastígur: “ Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“
Veður var frábært – sól, lygnt og hiti. Gangan tók 4 klst og 11 mínútur.

Eldvörp

Í Tvígígahelli.

Í vor og í vetur hefur vatnsyfirborð Kleifarvatns lækkað nokkuð umfram sem það hefur verið undanfarin ár.
Nyja GrindavikEyja hefur m.a. stungið upp kollinum undan vesturströndinni. Síðdegis þann 6. júlí s.l. sigldu FERLIRsfélagar á Túttunni út í eyjuna og numu þar land. Við skoðun reyndist þarna vera u.þ.b. 16 m2 kollur á um 6 m háum brotabergsstandi. Eyjan, sem eflaust á eftir að stækka með lækkandi yfirborði vatnsins, var nefnd „Nýja Grindavík“ líkt og New York og New England. Því til staðfestingar var „kú“ leidd hringinn í kringum eyjuna og hélt teymandinn á skjaldarmerki Grindavíkur. Áður en eyjan var yfirgefin var hinu nýja landi sýndur íslenski fáninn til að koma í veg fyrir að einhverjir útlendingar gætu síðar „fyrstir manna“ sett upp sína fána til staðfestingar þeirra landnámi.
Nýja Grindavík var lýst fríríki og þar gilda engin lög – nema kannski sönglög. Eftir ánægjulega áningu í Nýju Grindavík var siglt til lands.

Nýja-Grindavík

Nýja-Grindavík – landnám.

 

 

Í síðustu ferð fulltrúa HERFÍS (Hellarannsóknarfélags Íslands) inn í Brennisteinsfjöll uppgötvaðist nýtt áður óþekkt niðurfall í Kistuhrauni.
Brennisteinsfjoll-101Vegna þoku á svæðinu var reyndar erfitt að staðsetja niðurfallið er var ca. 6 m djúpt. Það gæti því vel verið í Eldborgarhrauni, en það á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir að sérbúinn kaðalstigi hafi verið með í för var ekki talið ráðlegt af öryggisástæðum að sækjast niður eftir honum að svo búnu. Ákveðið var að stefna fljótlega aftur á svæðið með betri búnað.
Ljóst er að Brennisteinsfjallasvæðið bíður enn upp á ótalda ófundna hella…

Brennisteinsfjöll

Gengið í Brennisteinsfjöll.

 

FERLIR hefur um nokkurt skeið leitað leifa Hraunsréttar ofan við Hafnarfjörð. Vitað var að áhugasamir bæjarbúar (og jafnvel aðrir lengra að komnir) höfðu haft ágirnd á steinhleðslum þessar aflögðu réttar til nota í nágörðum sínum heimavið. 

Leifar HraunsréttarEnda hvarf uppraðað dilka- og gerðisgrjótið furðufljótt og það að því er virðist án hinnar minnstu vitundar minjavörslunnar í landinu.
Þegar FERLIR var nýlega á ferð um Gráhelluhraun í leita að allt öðru en réttinni snart tá skyndilega leifar réttarinnar (sjá mynd) inni í grenitrjálundi. Erfitt er að koma auga á leifar hleðslurnar, en svo virðist sem innsti hluti réttarinnar hafi orðið eftir í grjótaðsókninni miklu, enda bæði stærsta grjótið og fjærst veginum.
Gjáaréttin í Búrfellsgjá var fjallskilarétt og lögrétt þessa svæðis fram til 1920. Þessi fjallaskilarétt var byggð 1839. Smalað var þó til hennar fram yfir 1940. Réttin þar var hlaðin úr hrauni og þrátt fyrir að hún hafi verið endurgerð í seinni tíð bera veggirnir ummerki eftir afleiðingar jarðskálfta, sem jafnan eru tíðir á svæðinu. Réttin sú stendur á þéttri hraunhellu. Gjáaréttin er á fornminjaskrá. Það eitt kæmi þó ekki í veg fyrir að fólk sæki sér grjót úr réttinni, en það gerir fjarlægðin frá akvegi hins vegar. Ágætt dæmi um hið gagnstæða er gömu fjárborg nokkru vestar, nálægt vegi. Úr henni hefur verið tekið nær allt grjót. Og hver ætti s.s. að koma í veg fyrir það?
Árið 1920 var Gjáarrétt flutt niður í Gráhelluhraun og nefndist þá Hraunrétt. Sú rétt þjónaði Hafnarfjarðarfjárbændum og öðrum allt fram  á sjötta áratug 20. aldar eða í rúmlega 40 ár. Þá var réttin færð upp í Kaldársel, þar sem enn má sjá steinsteypta fjárrétt. Sú rétt hefur hins vegar ekki verið notuð sem slík síðustu árin, nema ef vera skyldi af hestafólki.

Gráhelluhraun

Gráhelluhraun.

 

Draugatjörn

Gengið var um Bolavelli og Nautastígur rakinn að hluta undir rótum Húsmúla. Þá var reynt að staðsetja svonefndan Bolastein, sem virtist hafa „gufað upp“ í minnum manna.
SvæðiðSaga er tengd steininum, en hafa ber í huga að sögur verða stundum til vegna kennileita, en ekki þrátt fyrir þau. Nafngiftir tengdar nautahaldi undir Henglinum eru nokkrar, s.s. Bolaöldur og Bolavellir. Naut voru og höfð í Engidal (Nautadal) og/eða Marardal.
Í sögunni um Skeiða-Otta segir að „Bolavellir og Bolasteinn minna á söguna um [hann] og nautið ógurlega sem gekk í sumarhögum á völlunum við Kolviðarhól. Otti var bóndi austur á Skeiðum og átti erindi til Reykjavíkur þegar komið var að slætti og reið miklum kostahestum sem leið liggur vestur yfir Hellisheiði. Hann vissi um illræmdan griðung frá Viðey í högum hjá Kolviðarhóli og hafði hann orðið tveimur eða þremur mönnum að bana. Nautið lá við Bolastein og hóf þegar eftirför en Otti þeysti undan sem mest hann mátti. Samt dró saman með þeim og tók Otti þá það til ráðs að hann snaraðist af baki, tók upp hníf og lagðist niður milli krappra þúfna. Þar fleygði boli sér yfir hann, en Otti skar hann á kvið og helltust yfir hann innyflin. Drapst bolinn þar en Otti gat haldið ferð sinni áfram“.
Búasteinn við Öxnaskarð (Hellisskarð)Bolavellir eru nálægt Draugatjörn, vestan undir Húsmúla og sunnan Engidalskvíslar. Bolaöldur er vestar, á sýslumörkum. Norðurvellir eru á millum. Nautastígur er leiðin úr Nautadal og út á Norðurvelli. En hvar skyldi Bolasteinn vera nákvæmlega?
Í enskum texta um reiðleiðir á þessu svæði segir m.a.: „Kolviður á Vatni learned that Búi was heading to Iceland and spied on him. He rode with twelve men to attack him by means of ambush in Öxnaskarð Pass above Kolviðarhóll Hill. They waited by a rock, near the track, which is now called Bolasteinn or Bull’s Rock. Búi spotted the ambush in the pass and rode towards a huge rock; he had the rock to his back so that no one could approach him from behind.“
Í Kjalnesingasögu segir frá því þegar Kolviður á Elliðavatni sat fyrir Búa Andríðarsyni undir Hellisskarði og vildi drepa hann þar sem þeir vildu báðir eiga sömu stúlkuna. Búi varðist vel þar sem síðan heitir Búasteinn og drap Kolvið og menn hans alla en Kolviðarhóll heitir síðan eftir honum.
Sæluhúsið (tóft) við DraugatjörnSkv. framangreindu virðist Búasteinn ekki hafa verið alllangt frá Bolasteini.
Bolasteinar eru víðar um land. Sá, sem næst er fyrrgreindum steini, er stór steinn við Hjalla í Ölfusi. Í örnefnalýsingu segir: „þjóðsaga – Á grænni flöt vestan við [Bolasteins]rásina er stór steinn sem heitir Bolasteinn. Þar segir sagan að kona hafi bjargast upp undan mannýgum bola. Og þegar boli vildi ekki hafa sig burt, gat hún hellt úr nálhúsi sínu upp í hann. Þá fór hann að lina aðsóknina.“ Þessi tilgreindi steinn er við bithaga.
Hverfum nokkrar línur frá efninu. Þegar minnst er á fornar götur á Hengilssvæðinu er helst að nefna Hellisheiðarveg. Þjóðvegur milli Reykjavíkur og Suðurlands lá lengi vel um Hellisheiði – og gerir enn. „Hinn forni þjóðvegur milli Árnessýslu og Mosfellssveitar lá úr Ölvesi upp Kamba. Af Kambabrún vestur Hellisheiði og svo um Hellisskarð, norðaustan megin
við Reykjafell, sem er fyrir ofan Kolviðarhól. Þaðan síðan um Bolavelli og vestur meðfram Húsmúla.“
Garður vestan DraugatjarnarGengið var með Húsmúlanum og hinn forni vegur rakinn. Hann greinist á nokkrum stöðum, bæði austan Draugatjarnar og norðan. Austurgatnamótin eru við forna sæluhúsatóft og norðurgatnamótin eru suðvestan Húsmúlahorns – þar sem Nautastígur kemur inn á Bolavellina úr Nautadal (Engidal/Marardal). FERLIR hafði fengið fregnir af enn eldri sæluhúsatóft uppi í vestanverðum Húsmúla. Við leitina komu nokkrir staðir til greina, en enginn óyggjandi.
Þegar staðið var uppi í Húsmúla mátti vel sjá hina fornu leið varðaða áfram frá sunnanverðri Draugatjörn áleiðis að Lyklafelli. Einnig elsta akveginn skammt sunnar. Vegur sá var lagður sumarið 1877 og 1878. Þetta var grjóthlaðinn vegur, 10 feta breiður, upphlaðinn og púkkaður með grjóti. Um var að ræða tímamótaframkvæmd því á þessum tíma var gatnagerð á Íslandi næsta því óþekkt.
Og þá aftur að Nautastígnum, sem ætlunin var að rekja. Í örnefnalýsingu segir að „inn í útsuðurhlíð Hengilsins gengur Engidalur. Er hann á milli Marardals og Húsmúlans. Í Engidal er Nautastígur. Nautastígur var leiðin úr Nautadal og út á Norðurvelli, sennilega á svipuðum slóðum og nú er merkt gönguleið er nú meðfram Engidalsá.“ Minjar um akveginn 1877-1878 um Svínahraun
Stígurinn dregur nafn af því að nautgripir Ölfus- og Grafningsmanna voru geymdir í Engidal og á Bolavöllum þar vestan við. Hann er vel greinilegur enn í dag. Í raunininni er ekki um að ræða einn stíg heldur nokkra samhliða. Á köflum greinist hann í hliðarstíg, jafnvel nokkra, en við sjónhendingamörk verður hann aftur að sjálfum sér. Strangt tiltekið liggur „merkta gönguleiðin“ því ekki alltaf í stígnum.
Á göngunni var bæði komið við í Húsmúlaréttinni suðvestan Draugatjanar og sæluhúsinu austan hennar. Húsmúlarétt telst til menningarminja á Hengilssvæðinu. Rétt þessi var notuð langt fram á 20. öld. Ekki er vitað með vissu hvað hún er nákvæmlega gömul. Réttin er hlaðin úr hraungrýti, sem og langur einhlaðinn grjótgarður vestan og norðan hennar. Líklega er um að ræða hluta af túngarði hér á árum áður, eða engi frá Kolviðarhóli. Sagt hefur verið að Guðni Þorbergsson (f. 1863 – d. 1920) fór að búa að Kolviðarhóli 1895. Stækkaði hann túnið og afgirti stórt land undir suðurhlíð Húsmúlans. Veggurinn er alls 463 metra langur, en nyrsti hluti hann er sokkinn í mýrarfen.
Sæluhúsið hefur verið við Draugatjörn frá fornu fari enda lá „gamla þjóðleiðin“ þarna um, hvort sem komið var að vestan frá Lyklafelli eða að norðan frá Húsmúla. Einna elstu heimildir um þetta sæluhús, sem frægt var orðið, eru frá árinu 1703 og þá líka sögur um magnaða reimleika sem áttu sér stað í þessu sæluhúsi. Til forna var þetta sæluhús kallað „Draugakofinn gamli að Norðurvöllum“. Reyndar er sæluhúsið að sunnanverðum Bolavöllum, en FERLIR hefur haft fregnir af enn eldri sæluhúsatóft utan í Norðurvöllum. Ætlunin er að reyna að staðsetja hana þegar tími gefst til. Samkvæmt ferðabók Sveins Pálssonar frá árinu 1793 segir m.a. um sæluhúsatóftina (líklega er átt við þá við Draugatjörn):

Nautastígur

„Margir hafa dáið í þessum kofa, því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda.“ Sökum reimleikanna þá var sæluhúsið fært upp á Kolviðarhól 1844. Að Kolviðarhóli var síðan rekið sæluhús/gistihús fyrir ferðamenn frá 1844 og allt til ársins 1952.
En eins og fyrr sagði þá lá gamla þjóðleiðin þarna um. Fjölfarinn en nýrri vegur var lagður yfir Svínahraun norðanvert árið 1878. Gamli vegurinn fylgdi hraunbrúninni og sjást vörður bæði vörður við hann og í hrauninu vestan Draugatjarnar. Greinilegir götuslóðar sjást svo á Hvannavöllum um miðja vegu milli Draugatjarnarinnar og Kolviðarhóls. (Hvönn má enn sjá í hólma einum í Draugatjörn).
Skoðum betur fyrirliggjandi upplýsingar. Neðan undir Búasteini er svonefnd áletrun á skilti.: „Búasteinn er talinn hafa nafn sitt af frækilegri vörn Búa Andríðarsonar sem frá er sagt í Kjalnesingar sögu. Búi og Kolfinnur á Vatni (Elliðavatni) höfðu báðir ásælst sömu konuna, Ólöfu hina vænu, dóttur Kols þess er byggði Kollafjörð.“ Þá er rakin sögulýsing Kjalnesingarsögu. Í þeim hluta er tengd er steininum segir: „Þá reið Kolfinnur heiman upp til Öxnaskarðs við tólfta mann. Þar var með honum Grímur, frændi hans, og tíu menn aðrir; þeir sátu þar fyrir Búa. Í því bili reið Búi ofan úr skarðinu; hann sá mennina vopnaða; hann þóttist vita, hverjir vera mundi. Búi hafði öll góð vopn; hann var í skyrtu sinni Esjunaut. Búi reið til steins eins mikils, er stóð í skarðinu, og sté þar af hesiti sínum. Þeir hlupu þá þangað til.
Búi hafði haft snarspjót lítið í hendi; fleygði hann því til þeirra; það kom í skjöld Gríms ofanverðan; þá brast út úr skildinum, hljóp þá Varða við gömlu þjóðleiðina áleiðis að Lyklafellispjótið í fót Gríms fyrir ofan hné og þar í gegnum; var Grímur þegar óvígur. Búi sneri þá baki við steininum, því hann var svá mikill sem hamar; mátti þá framan að eins að honum ganga. …Kolfinnur eggjaði sína menn, en hlífðist sjálfur við, því hann ætlaði sér afurð; en þeim var Búi torsóttur, því að þótt þeir kæmi höggum eða lögum á hann, þá varð hann ekki sárr, þar er skyrtan tók; en hver sem hann kom höggum á, þá þurfi eigi um at binda.“
Við Kolviðarhól er skilti: „Um aldir hefur þjóðleið milli vesturhluta Árnessýslu og Kjalarnesþings legið um Hellisheiði. Á svo langri langri leið var nauðsyn að hafa sæluhús og var hið fyrsta sem heimildir frá 1703 geta um við Draugatjörn. Um 1800 fór að kveða svo hart að draugagangi í sæluhúsinu að margir veigruðu sér við að gista þar og því var byggt timburhús á hlöðnum sökkli hér á Kolviðarhóli árið 1844. Á þessum tíma voru ekki mörg timburhús á Íslandi og er þessi íburður til marks um mikilvægi leiðarinnar. Húsið rúmaði 24 Skeifa í læk við Nautastígmenn og einnig var skjól fyrir 16 hross. Þrjátíu árum síðar var það að falli komið og árið 1878 var byggt nýtt steinhús á hólnum. Þetta var ein af fyrstu opinberu framkvæmdum sem Íslendingar réðust í eftir að þeir fengu sjálfstæðan fjárhag 1874.“
Og þá að mannvirkjunum við Draugatjörn. Af lýsingum að dæma virðist nafngiftin á tjörninni ekki vera eldra en frá því um 1800 – því áður er ekki getið um draugagang þarna. Tjörnin hafði þó verið í þjóðleið um aldir og því eflaust haft annað nafn, sem nú er glatað. Skilti við sæluhústóftina gefur eftirfarandi upplýsingar: „Við Draugatjörn hefur staðið sæluhús frá fornu fari. Það er frægt, bæði fyrir að vera eitt hið elsta sem góðar heimildir eru mum hé rá landi en ekki síður fyrir magnaða reimleika sem að lokum urðu til þess að húsið var fært upp að Kolviðarhóli 1844. Sveinn Pálsson lýsir húsinu í ferðabók sinni 1793 og segir þar m.a.: „Margir hafa dáið í þessum kofa því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda“. Gamla þjóðleiðin lá hér um og var fjölfarin, en nýr vegur var lagður yfir Svínahraun norðanvert árið 1878.

Varða við gömlu þjóðleiðina milli Kolviðarhóls og Reykjavíkur

Gamli vegurinn fylgdi hraunbrúninni og sjást vörður í hrauninu vestan Draugatjarnar. Enn fremur sjást greinilegir götuslóðar á Hvannavöllum um miðja vegu minni tjarnarinnar og Kolviðarhóls.“ Þá er rakin ein draugasagan: „Til er draugasaga sem segir frá Grími bónda á Nesjavöllum [langafa Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands] laust eftir aldarmótin 1800. Grímur þessi var annálaður þrekmaður og refaskytta góð. Hann var ríðandi á heimleið úr kaupstað en neyddist til að dvelja næturlangt í sæluhúsinu. Þar var þó enginn svenfriður vegna draugagangs: „Var mesti ys og þys inni, eins og þar væri fjölmenni í sífelldu iði. Virtist honum, sem sumt af þessu fólki væri þarna komið til að sækja gleðskap, og var mikið talað og dátt hlegið, en ekkert sér Grímur eða finnur. Starir hann út í myrkrið lengi vel. Loks sýnist honum bregða fyrir eldglæringum úti í því kofahorninu, sem fjærst honum var, og er hann horfir betur, sér hann tvo lýsandi depla, líkasta glóðarkögglum. Urðu þeir brátt eins og mannsaugu, og var sem þrútnar æðar greindust um augnhimnurnar. Grímur einblínir á þetta nokkra stund, en þá fóru augun að færast fjær honum og störðu á hann mjög illkvitnislega. Grímu tókst að lokum að flýja sælihúsið við illan leik en sturlaðist og varð aldrei samur.
Á fyrri hluta 19. aldar gisti Sigurður Breiðfjörð, rímaskáld í sælhúsinu ásamt nokkrum öðrum. Mennirnir urðu varir við draugagang og miklar eldglæringar og varð ekki svefnsamt af þeim sökum. Um dvöl þessa orti Sigurður nokkrar vísur og þar á meðal þessa: Inni á bálki einum þar – undum lengi nætur. Við hurðarloku hringlað var – hrukkum þá á fætur. Leit ég eina ófreskju – á mig hélt ‘ún rynni. Hvarf í eld og eimyrju – undir kveðju minni.“
Bolasteinn? á BolavöllumUm Húsmúlaréttina segir á nálægu skilti: „Rétt þessi var notuð fram á 20. öld en ekki er vitað hvað hún er gömul. Réttin var notuð til rúnings og sem aðhald í haustleitum en ekki hefur hún rúmað stórt fjársafn. Í gömlum munnmælum segir að Mosfellingar og Ölfusungar hafi haft sameiginlegan afrétt en þeirri samvinnui lokið er deilur komu upp og lauk með orrustu sem Orrustuhóll uppi á Hellisheiði dregur nafn sitt af. Ekki er þó víst hvort atburðurinn átti sér stað í raun og veru.“ Við þetta má bæta til fróðleiks að „herindýr voru flutt til Íslands frá Noregi á síðari hluta 18. aldar. Fram á 19. öld var hreindýrahjörð á Reykjanesskaga og þvældust þau oft þaðan upp á Mosfellsheiði og í Hengilinn. Er jafnvel talið að dýrin hafi skipt þúsundum þegar mest var. Undir 1900 hafði þeim fækkað verulega, bæði vegna ofveiði og einnig er talið að dýrin hafi flúið sökum aukinna mannaferða á svæðinu. Síðasta hreindýrið á þessum slóðum var fangað skömmu fyrir 1930 á Bolavöllum, skammt sunna við Húsmúlaréttina. Var það vesæl og gömul kýr, aflóga af elli, tannlaus og kollótt. Hafði hún um nokkurt skeið þvælst um ein sinnar tegundar með fjárhóp. Þar með lauk sögu hreindýra á Reykjanesskaga.“
Og þá loks að upphaflegum tilgangi gönguferðarinnar – leitina að Bolasteini. Skeiða-Otti kom, skv. sögunni, úr Ölfusi og hélt áleiðis til Reykjavíkur. Nautið er sagt hafa verið við Kolviðarhól. Annað hvort hefur „samræði“ þeirra orðið á Hvannavöllum austan Draugatjarnar eða á Bolavöllum norðvestan hennar. Ef átt er við fyrrnefnda staðinn þá er Bolasteinn nær Búasteini og Kolviðarhóli. Ef hins vegar er átt við Bolavelli (sem einhverra hluta vegna hafa fengið það nafn án þess að um bolabeit hafi verið að ræða) þá er rauðleitur bolasteinslaga steinninn á þeim norðaustanverðum hinn eini sanni. Dæmi hver fyrir sig.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

PS. Í þessari umfjöllun var ákveðið að segja ekkert miður ljótt um Hellisheiðarvirkjun og þá miklu sjónmengun er af henni stafar – enda yrði lýsingin þá a.m.k. helmingi lengri.

Heimildir m.a.:
-http://home.online.no/~mblarse/images/AroundVolcano.doc
-Örnefnalýsing fyrir Hjalla í Ölfusi.
-Kjalnesingasaga
-http://notendur.centrum.is/~ate/husmuli.htm

Húsmúlarétt

 

Þorlákshöfn

Þegar ekið var að Þorlákshöfn tóku íbúar vel á móti FERLIRsþátttakendum. Fornbílum hafði verið stillt upp við bæjarmörkin, öllum boðið þar í sæti og síðan ekið sem leið lá austur að Ölfusárósum – endamörkum FERLIRssvæðisins á Reykjanesskaganum.

Latur

FERLIRsfélagar á Lat.

Brimaldan lamdi sendna ströndina, en þó ljúfmannlega að þessu sinni. Eftir að góða innöndun sjávarangansins var ekið í inn í bæinn þar sem fjölmennur flokkur fólks á óráðnum aldri beið göngufólksins.
Sagnir herma, að þarna hafi áður staðið bærinn Elliðahöfn, en bóndinn hafi eitt sinn heitið á Þorlák biskup að breyta nafni jarðarinnar þegar hann og áhöfn hans lentu í sjávarháska. Eftir undraverða björgun breytti hann hafninu í Þorlákshöfn. Kirkja heilags Þorláks stóð þar í katólskum sið og þar var öldum saman kunn verstöð.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – leifar tómthúsanna.

Undir leiðsögn heimamanna var gengið austur með þorpinu (sem reyndar er orðið að myndarlegum bæ) þar sem gömlu Þorlákshafnarhúsin voru, en var rutt um koll illu heilli vegna hafnarframkvæmda og nýmóðins fiskverkunarhúsa, sem fæstum þykja ásýnileg. Raktar voru sögu og sagnir tengdar hafnarsvæðinu. Gengið var til baka mót vestri hafnarmegin, að – Hraunverbúðunum hinum gömlu. Sést þar móta fyrir tóftum og Þorlákshafnarbrunninum. Gengið var að Ingimundarbyrgi – hól með minjum – og hið mörgum eftirminnilega tún barið augum. Á þeim bletti unnu lítt undirbúnir Þorlákshafnarbúar frækilegan sigur á KR-ingum á sjötta áratugnum. KR-ingunum var vorkunn því þeir höfðu ekki áður spilað á velli alsettum hæðum og hólum og þar sem hallaði undan í allar áttir. Áttavilltir töpuðu þeir leiknum, eins og áður sagði, og þóttust bara sleppa vel frá þeirri raun.
thorlakshofn-39Gengið var að hákarlabyrgi skammt vestar. Þar bar vel í veiði því enn mátti finna þar lykt og leifar af hákarli og brennivíni frá kaupmanninum í Þorlákshöfn – gamalt orðið – en sumum fannst það bara betra þannig.
Haldið var niður fjöruklappir og að Lat. Deilt hefur löngum verið um hvort Latur væri horfinn eður ei. Átti hann að vera stórt bjarg upp á rönd (gömul ljósmynd) í fjörukambinum. FERLIRsþátttakendum fannst ástæðulaust að draga úr þeim skemmtilegu deilum, enda þótt Latur sé nú vel merktur, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hafði hann fallið yfir sig til að auðvelda fjöldamyndatökur.
Gengið var vestur Hafnarberg, framhjá fyrrum sorplosunarstað
Hafnarbúa og síðan áfram vestur Háaberg að Hlein. Þyrsklingsnef bar fyrir sjónir á göngunni – gat í bergið. Segir sagan að menn er réru fyrsta sinni hafi þeir, er komið var á móts við nefið, að sýna hvers kyns þeir væru – með brókarniðurgangi.
Hlein er klettagjá þar sem smáfuglar verpa, auk þess sem gjáin var áður kjörinn staður fyrir ungt fólk er stinga vildi saman nefnjum. Eldra yngra fólkið í ferðinni kunni eflaust sögur af veru sinni á Hlein, en vildi ekki opinbera það – a.m.k. ekki að þessu sinni. Þess í stað var rifjuð upp saga af franskri skútu, sem strandaði þar utan við og „stríð“ um strandgóssið hlaust af milli Frakka og Hafnarbúa. Hafnarbúar komust um borð í skútuna undir berginu þegar Frakkar sendu menn úr öðrum nálægum skútum til að reyna að komast aftur upp í hana, en heimamenn hrundu þeirri „árás“, enda þá þegar búnir að slá eign sinni á „rekann“.
thorlakshofn-40Í sagnastundinni var borið fram kaffi og mikið af meðlæti á dúkaðar klappir – allsnægtir af öllu. Örlæti Þorlákshafnabúa og gestrisni verður seint lýst af verðleikum. Reyndar var tekin mynd við Hlein, en á henni sést einungis matur.
Sögð var sagan af því er kvennabósi einn barnaði stúlku í Hlein. Hafði það þann eftirmála að barnið fæddist í Nesi í Selvogi og er eftirminnileg vísa tengt atburðinum. Hún verðu ekki rakin hér, enda verið gert annars staðar. FERLIR endurtekur yfirleitt ekki skráðar heimildir – eltir þær hins vegar einungis uppi og reynir að sannreyna.
Í ferðunum rifjast oft margt upp meðal fróðra. Í þessari ferð var m.a. rifjað upp að kjölfestathorlakshofn-41n (ca. 10 steinar) af danska herskipinu Giöteborg, er standaði á Hraunskeiði árið 1718, væri svo til við dyrnar á Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn (þar sem aldnir verða ungir), án þess svo sem að fólkið þar tæki sérstaklega eftir því. Giötheborg var stærsta herskip danska flotans á þeim tíma. Fylgdi það dönskum kaupskipum hingað til lands þeim til varnar. Um 190 manna áhöfn lét úr höfn í þeim guðveiginsbæ Hafnarfirði 15. nóv. þetta árið, en ferðin endaði sem fyrr sagði á Hraunskeiði utan við Þorlákshöfn. Eftir það rak skipið á land. Um 170 mönnum af herskipinu var bjargað og er það talin mesta mannbjörg í sjóskaða á Íslandi fyrr og síðar. Skipverjum var komið á ýmsa bæi um nágrannasveitir. Árið eftir (1719) voru skipverjar sendir utan, en um það leyti urðu ýmsar heimasætur á bæjum þeim, sem skipverjar höfðu dvalið, miklu mun léttari. Hefur danskt blóð jafnan einkennt margan sveitamanninninn þar síðan. A.m.k. hefur Gammel dansk oftlega verið þar í hávegum hafður – þegar hann hefur fengist.
Ljóst er að Þorlákshafnarbúar er miklir höfðingjar heim að sækja.
Veðrið stórkostlegt – lygnt og bjart. Elstu menn (og konur reyndar líka þótt þær sú nú meira inni við) höfðu á orði að slíkt dásemdisveður hafi varla komið áður á svæðinu og þykir það þó með þeim veðursælli á gjörvöllu landinu.
Stórkostlegur dagur með stórkostlegu fólki.
Sjá meira um Þorlákshöfn HÉR.

Þorlákshöfn

Gengið um Þorlákshöfn og nágrenni.

 

Árnarétt

Á Miðnesheiði ofan millum Garðs og Sandgerðis er mikið hringlaga hlaðið mannvirki úr grjóti, u.þ.b. 1 mannhæðar hátt. Veggurinn er um meter á þykkt og innanmálið um 9 metrar. Þetta er Árnarétt eða Árnaborg, eins og hún hefur stundum verið nefnd.

Árnarétt

Árnarétt/Árnaborg.

Árnarétt var reist af Árna Þorvaldssyni sem fæddist 24. maí 1824 í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík. Voru foreldrar hans merkisbóndinn Þorvaldur Oddsson og kona hans, Margrét Ólafsdóttir, en þau fluttust síðar að Stóra-Hólmi í Leiru. Árni hóf fyrst búskap á Stóra-Hólmi, en fluttist að Meiðastöðum laust eftir 1850 og gerðist þar mikill athafnamaður. Hafði hann þar gott bú, en rak jafnframt mikla útgerð. Séra Sigruður Sívertsen segir svo um Árna: „Er hann mestur útvegsmaður á Suðurnesjum, gerir út sex skip og heldur milli 20-30 sjómenn, svo að fólksfjöldi á bæ hans verður 50 manns.“
Árið 1884 fluttist Árni með fjölskyldu síðan að Innra-Hólmi hjá Akranesi og þótti skarð fyrir skildi í Garðinum við brottför hans þaðan.
Árni Þorvaldsson lést 3. nóvember 1901.

Heimild:
-Guðmundur Garðarsson.

Árnarétt

Árnarétt.

Kapelluhraun

Ætlunin var að ganga upp og niður meginhrauntröð Nýjahrauns, sem myndaðist haustið 1151, frá upptökunum og til baka. Í tröðinni, sem er bæðidjúp og breið á köflum, eru formfagrar hraunmyndanir, auk þess sem landslagið á svæðinu er ægifagurt.
SnókalöndAð þessu tilefni var gengið inn í Nýjahraun (Kapelluhraun) við gatnamót Krýsuvíkurvegar og Bláfjallavegar. Norðan gatnamótanna eru hin grónu Snókalönd, hluti Hrútagjárdyngjuhrauns, og sunnan þeirra er hin stórbrotna hrauntröð Rauðhóls. Fyrir hugsandi hugmyndasmiði og myndlistamenn eru fáir staðir áhugaverðari.
Jöklar síðasta jökulskeiðs hurfu af Reykjanesi fyrir um 12.000 – 13.000 árum og er það nokkru fyrr en annars staðar á landinu. Jarðlög Reykjanesfólkvangs eru grágrýtishraun frá síðustu hlýskeiðum ísaldar, móberg og bólstraberg sem hafa myndast undir jöklum síðustu jökulskeiða og hraun runnin á nútíma, það er eftir að jökull hvarf af svæðinu.
Í Krýsuvík, og þar suður af allt til sjávar, er grágrýti sem jöklar hafa sorfið og skafið. Það er væntanlega leifar af fornum dyngjum og hefur líklega myndast á síðasta hlýskeiði sem lauk fyrir 120 þúsund árum. Geitahlíð er gömul grágrýtisdyngja og grágrýtishella er líka suður af Lönguhlíð. Hraunkarl KapelluhraunsSunnan, vestan og norðan Kleifarvatns er móberg og Núpshlíðarháls og Sveifluháls eru móbergshryggir sem hafa hlaðist upp undir jökli síðasta ísaldarskeiðs. Syðst og austast í fólkvanginum eru t.d. Krýsuvíkurhraun og Herdísarvíkurhraun, forsögulegt sprunguhraun. Norðan þess eru nokkur hraun runnin úr Brennisteinsfjöllum eftir landnám og á 14. öld. Vestast í fólkvanginum er Ögmundarhraun frá árinu 1151. Þá opnaðist 25 km löng gossprunga og rann hraun bæði til norðurs og suðurs allt til sjávar. Norðurelfa þessa hrauns er Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar. Ögmundarhraun rann yfir þéttbýlisbyggð Krýsuvíkur sem þá stóð á sjávarbakka við grunna vík (nafnið „krys“ táknar grunna skoru í ask) innan í landinu, allt nema kirkjuna, skála og mikla garða, sem nú liggja innan Húshólma og Óbrennishólma. Þar eru og fornar fjárborgir (nema borgin mikla í Óbrennishólma hafi verið hringlaga virki). Heita má að svæðið sé órannaskað þrátt fyrir merkilegheitin, en yfirlýst „stefna“ Fornleifaverndar ríkisins hefur frá upphafi verið sú að „engar merkilegar fornleifar er að finna á Reykjanesskaganum“ (haft eftir forstöðumanni stofnunarinnar í fornleifafræðitíma í HÍ 2006). Viðbrögð stofnunarinnar sem slíkrar svo og aðgerðir hennar hafa hingað til endurspeglast í þessum orðum.
Hrauntröð NýjahraunsReykjanesið er þó óumdeilanlega jarðfræðilega merkilegt, þ.e. gosbeltið sem slíkt, landmótunin og ekki síst nútímaleg hraunamyndunin. Á Reykjanes gosbeltinu eru gos þekkt frá nútíma. Segja má að Reykjanes skaginn sé þakinn gosmenjum því að nánast milli allra stapa og hryggja eru hraun frá nútíma. Það einkennir Reykjanesskagann hversu gróf þessi hraun eru og landslagið virðist því oft snautt af gróðri. Engar ár renna á yfirborði og því er lítið sem getur haldið lífi í gróðri. Á Reykjanesskaganum kemur Atlantshafshryggurinn á land og má ímynda sér að Reykjanestáin yst á skaganum sé þar sem hann er að teygja sig upp á landið.
Þrjú goskerfi eru á Reykjanesskaganum; Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið og Brennisteinsfjöll. Þrjár gerðir gosmyndana einkenna Reykjanesskagann en það eru litlar dyngjur sem hafa framleitt að mestu leyti framleitt Pikrít, önnur tegund er sprungugos sem hafa myndað hraun eins og Ögmundarhraun og Kapelluhraun.
Sprungugos hafa einnig skilið eftir sig gjall- og klepragíga og gjósku- og sprengigíga. Berggerð þeirra er oftast
þóleiít. Þriðja gerð gosmyndana eru stórar dyngjur en líklega eru um 26 dyngjur á skaganum frá nútíma. Þær eru því áberandi á Reykjanesskaganum, en stundum er erfitt að taka eftir þeim þar sem hallinn er svo lítill og
stærð þeirra er slík að auðvelt er að sjá þær ekki.

Myndun í Nýjhrauni

Talið er að stóru dyngjurnar séu allar eldri en 4500 ára (Ari Trausti 2001). Hrútadyngjuhraun varð til í Hrútagjá fyrir u.þ.b. 4.500 – 5000 árum síðan.
Nálægt gatnamótum Krýsuvíkurvegar og Bláfjallavegar, sem fyrr segir, eru Snókalöndin. Allt umleikis er vaxið hraungambra, en löndin sjálf eru gróin birki, enda miklu mun eldri en umhverfið. Ólafur Þorvaldsson segir frá Snókalöndunum í grein sinni um „Fornar leiðir…“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48: „Í nýja brunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir dálitlir blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir. Ekki ber þau hærra en umhverfið og sjást því ekki lengra til og helst ekki fyrr en að er komið. Hestfær götuslóð liggur norður í Snókalönd, nokkur austar en þar sem Stórhöfðastígurinn kemur suður úr brunanum. Ekki eru Snókalöndin jafnstór, það vestra nokkur stærra og slóð á milli. Hvað liggur til grundvallar þessu nafni veit víst enginn lengur en á tvennt mætti benda. Í fyrra lagi að þarna hafi vaxið villihvönn, snókahvönn – geitla. Í öðru lagi að blettir þessi, sem hafa verið miklu gróðurríkari en umhverfið, hafi fengið nafnið land af töngum þeim og hornum sem hinn ójafni brunakantur myndar þarna í grennd og gæti því þýtt „Krókalönd“.
Í orðabók Blöndals segir að snókur sé angi eða útskiki út frá öðru stærra. Gætu því tangar þeir, sem út úr brunanum ganga, verið stofn að þessu nafni. Þó finnst mér fyrri tilgátan sennilegri. Líkur benda til að þarna hafi verið nokkur skógur og máske verið gert að kolum fyrrum.
Gatan út í Snókaköndin bendir á nokkra umferð þangað. Sökum fjarlægðar þessa staðar frá alfaraleið óttast ég að svo geti farið að hann gleymist og nafnið týnist þar sem þeir, er mest fóru þar um og héldu með því við mörgum örnefnum, voru fjármenn og smalar en þeim fækkar óðum um þessar slóðir sem víðar.“
Snókalöndin eru hraunsvæði sem máttarvöldin, sem stóðu að jarðeldunum 1151 og skópu Nýjahraun (Kapelluhraun/Brunann) virtust hafa haft áhuga á að hlífa. Háir hraunhryggir hafa hlaðist upp með þeim og beint glóandi hrauninu frá. Eftir standa gróðurvinar þær er Ólafur lýsir.
Garðmyndanir í Nýjahrauni - Straumur og ÁsAðgengi að Snókalöndunum er ágætt og stutt að ganga inn í þau frá Krýsuvíkurvegi. Þá er jafnframt kjörið tækifæri til að skoða þar aðstöðu fjárbúskapsins frá Ási, bæði gerðið og garðinn við Stórhöfðastíginn. Ofar eru garðhleðslur landamarka Straums og Áss. Arnarklettar sjást vel inn í Brunanum nokkru suðaustan Stórhöfða.
Kapelluhraunið er á köflum mjög úfið apalhraun, en jaðrar þess, ofan hrauntraðarinnar, eru slétt helluhraun. Að þessu sinni voru litbrigðin óvenjumikil því það haustaði að. Víðirinn var orðinn gulur, bláberjalyngið brúnt og mosinn var bæði hvanngrænn og grár eftir undangengin regnskúr. Mosahraunin verða nefnilega grá í þurrkum, en græn í vætutíð. Litbrigðin margfaldast þannig áþeim tímamótum fyrir áhugasamt listafólk, hvort sem um er að ræða ljósmyndara eða málara.
Kapelluhraun er, se, fyr segir, ákaflega fallegt úfið á köflum og mosagróið apalhraun en hörmung er að sjá hvernig karganum hefur verið rutt af yfirborði þess á stórum svæðum þess vestanverðum. Hraunið er fínkornótt með einstaka tiltölulega stórum dílum. Dílarnir eru oftast plagioklas, pyroxen og einstaka ólivín. Stærð hraunsins er 11,6 km2. Eitt sinni var rudd braut í gegnum hraunið en hún hefur að mestu verið eyðilögð að undanskildum um 20 metra kafla við litla rúst í hrauninu, sem er nefnd Kapellan. Árið 1950 rannsakaði Kristján Eldjárn þessa kapellu og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er  verndardýrlingur ferðamanna. Hún var góð til áheita gegn hvers konar eldsgangi. Einnig var hún verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðs- manna, námumanna,verkfræðinga og jarðfræðinga. Þess má geta að Kapellutóftin er á fornminjaskrá og þar má sjá eftirlíkingu af líkneskinu.
Um aldur Kapelluhrauns hefur Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson ritað árið 1989; Krýsuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og Miðaldalagsins. Jökull 38. 71-87. Einnig Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1991. Krísuvíkureldar II. Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns yngra. Jökull 41. 61-80. Þá rituðu Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1998 um; Hraun í nágrenni Straumsvíkur. Náttúrufræðingurinn 67. 171-177. Páll Imsland sitaði 1998; Um náttúruvár á Straumsvíkursvæðinu. Náttúrufræðingurinn 67. 263-273. Nýjahraun í dag - 856 árum síðar
Af þessum rannsóknum og greinum höfunda má m. a. ráða, að líkur séu á að þunnfljótandi hraunstraumar geti runnið í sjó fram frá gosstöðvum vestan Undirhlíða og víðar yfir það svæði sem núverandi álverksmiðja stendur á auk þess sem önnur mannvirki svo sem raflínur og vegir eru í hættu á þessu svæði og víða í grenndinni.
Í framangreindum skrifum kemur m.a. fram að; yngsta hraunið á svæðinu er oftast nefnt einu nafni Kapelluhraun, þó svo að það heiti eigi í raun aðeins við nyrsta hluta þess. Syðri hluti hraunsins hefur gengið undir heitinu Nýibruni. Kapelluhraun er hluti af hraunum sem runnu í Krísuvíkurrein árið 1151 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1989). Þá opnaðist gossprunga sem er alls um 25 km löng en þó slitin í miðjunni. Sunnan á skaganum rann Ögmundarhraun í sjó fram og tók það af gamla Krísuvíkurbæinn. Norðan á skaganum rann Kapelluhraun, aðallega frá gígum við Vatnsskarð sem nú heyra sögunni til vegna gjallvinnslu. Hraunið rann til sjávar í Straumsvík … Álverið í Straumsvík stendur á hrauninu.“

Hrauntröð Nýjahrauns - Fjallið eina fjær

Í niðurlagi greinarinnar segja höfundar m. a. (s. 177): „Eldgos á Rekjanessskaganum virðast koma í hrinum og á milli er minni virkni. Hrinurnar verða á um þúsund ára fresti og hver hrina stendur yfir í nokkur hundruð ár. Síðasta hrinan hófst upp úr miðri tíundu öld og endaði um 1240. Í hverri hrinu verða umbrot í öllum eldstöðvareinunum á skaganum og í síðustu hrinu færðist virknin frá austri til vesturs. Einnig er nokkuð víst að verði eldgos í Brennisteinsfjöllum og í norðanverðum Móhálsadal munu hraun þaðan renna niður til strandar milli Hrútagjárdyngjunnar og Hvaleyrarholts, sömu leið og Hellnahraun eldra og yngra og Kapelluhraun.
Af ofansögðu er ljóst að hraun geta runnið til Straumsvíkur bæði frá Brennisteinsfjallarein, en þar gaus síðast á 10. öld, og frá Krísuvíkurein þar sem síðast gaus um miðja tólftu öld. Síðast urðu með vissu eldsumbrot á Reykjanesskaga á fyrri hluta 13. aldar í Reykjanesrein. Nær útilokað er að hraun frá gosum í þeirri rein geti runnið til Straumsvíkur en hins vegar gæti þar hugsanlega orðið vart landsigs vegna meðfylgjandi gliðnunar í reininni.“

Gata í Nýjahrauni

Í grein sinni um náttúruvár á Straumsvíkursvæðinu (sjá nr. 6 hér að ofan, s. 271) segir Páll Imsland m. a.: „Eftir Krísuvíkurelda á 13. öld hafa ekki komið upp hraun í nágrenni Straumsvíkursvæðisins. Landslagi er þannig háttað að hraun sem koma upp vestanundir Undirhlíðum eiga ekki annarra kosta völ en að renna út á hraunflákana til vesturs og norðurs og leita undan halla og þrýstingi frá kvikunni sem flæðir úr gígunum í átt til strandar, í átt að Straumsvík. Áður en að álverinu sjálfu kemur eru raflagnir, spennuvirki, þjóðvegur og fleira slíkt í rennslisleiðum hrauna; mannvirki sem skipta verulegu máli, bæði fyrir starfrækslu álversins og alla byggð sunnar á skaganum. Það er því ljóst að hraunflóðahætta er þarna til staðar, en ekkert er þekkt sem bendir til yfirvofandi hættu. Náttúran á svæðinu hefur ekki sýnt nein þekkjanleg merki þess að þarna séu eldgos í uppsiglingu. Á hitt ber samt að líta að þetta er afkastamikið, virkt eldgosasvæði þar sem ekki hefur gosið í um 850 ár, og til eru vísbendingar um að virknin á Reykjanesskaganum gangi í hrinum með nokkurra alda aðgerðarlitlum hléum. Hrinur þessar einkennast af jarðskjálftum, sprungumyndun og eldgosum.“
Þegar gengið var til suðurs með austurjaðri hrauntraðar Rauðhóls mátti sjá þar gamla götu, að mestu mosavaxna. Hún gæti hvort sem er verið eftir skepnur eða menn. Þeir, sem vel þekktu til og áttu leið um Undirhlíðaleið milli Kaldársels og Krýsuvíkur, gætu með góðu móti hafa smeygt sér þarna niður Brunann með greiðfærum hætti því leiðin er jafnvel auðveldari yfirferðar en Stórhöfðastígurinn, sem þarna er nokkru sunnar.
Hraunið, tröðin eða hraunmyndanir í Kapelluhrauninu eru einu sagt ómótstæðilegt – en fara þar varlega svo ekki hljótist af skrokkskjóður eða beinbrot. Göngusvæðið er eitt hið aðgengilegasta á höfuðborgarsvæði Hafnarfjarðar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Jónas Guðnason.
-Hjörleifur Guttormsson.
-Ólafur Þorvaldsson 1949. Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48. Bls. 81-95.

Nýjahraun