Flengingabrekka

Í kvos ofan við Flengingarbrekku í Hveradal undir Hellisheiði eru tóftir. Þarna bjuggju hjónin Blómey Stefánsdóttir og Óskar Magnússon. Í Tímanum árið 1976 má sjá eftirfarandi viðtöl við þau hjónin undir fyrirsögninni „Búa í Hellisheiði og vefa myndir af þjóðskáldum“:
Husid„Við rákum nýlega augun í ofnar myndir í Verzluninni að Laugavegi 42, þar sem einkum eru seldar útlendar listiðnaðarvörur, og grennsluðumst fyrir um uppruna þeirra. Höfundarnir reyndust íslenzkir, enda hefðu erlendir vefarar tæpast farið að gera myndir af þjóðskáldum okkar, Þorsteini Erlingssyni og Matthíasi Jochumssyni. Eigandi verzlunarinnar, Jörgen Hansen, sagðist fyrir skömmu hafa haft til sölu þriðju ofnu myndina af einu góðskáldi okkar, Bólu-Hjálmari. Vakti hún mikla athygli viðskiptavina. Listafólkið, sem hefur ofið þessar myndir, eru hjónin Blómey Stefánsdóttir og Óskar Magnússon, og hafa þau gert sína myndina hvort, en okkur er ekki kunnugt um hvor er eftir Blómeyju og hvor eftir Óskar.
oskar-verk-1Þau Blómey og Óskar eru ekki langskólagengin í myndlist, en hafa lagt stund á hana í tómstundum og í vaxandi mæli síðari ár. Fyrir nokkrum árum sóttu þau námskeið í myndvefnaði hjá Hildi Hákonardóttur, núverandi skólastjóra Myndlista- og handiðaskólans, og sagði Óskar þá við hana, að hann hefði alltaf talið vefnaðinn æðri málaralistinni, sem hann hafði fram að því helgað krafta sína. Eftir þetta fóru þau hjónin að vefa eingöngu. Þau hafa ekki haldið sýningu á verkum sinum hér á landi, en tóku þátt i farandsýningu SÚM, sem send var um Norðurlönd, og vöktu listaverk Óskars og Blómeyjar athygli þar. Norrænir listfræðingar, sem hingað hafa komið, hafa beðið um það sérstaklega að fá að hitta þau og kynnast list þeirra. Óskar hefur raunar verið þekktari meðal Reykvíkinga fyrir annað en myndlist og vefnað, þ.e.a.s. sérkennilega húsagerðarlist. Hann byggði sér hús inni i Blesugróf úr litlu efni og nefndi Garðstungu. Það hefur nú orðið að víkja fyrir vegi að nýju hverfunum í Breiðholti.
Kastalinn-3Þegar borgarmenningin hélt innreið sína í Blesugrófina, fluttu þau Óskar og Blómey upp á Hellisheiði, þar sem þau búa nú aftur í sérkennilegu húsi, eins og hér áður. Til félagsskapar hafa þau hjá sér geitur og ketti. Þau höfðu haft miklar mætur á Hellisheiðinni og dvalizt þar í tjaldi áður, varð því þessi staður fyrir valinu sem heimili þeirra. Ein af ofnu myndunum, sem nú eru á boðstólum, heitir einmitt Sólaruppkoma á Hellisheiði. Óskar vefur mjög mikið, en Blómey minna, af heilsufarsástæðum.
Óhætt er að segja, að þau eru mjög sérstæðir listamenn, og öskar mun vera eini karlmaðurinn hér á landi, sem leggur stund á myndvefnað, en konum sem helga sig þeirri listgrein, fer hins vegar sífellt fjölgandi.“
Husid í blesugrofÍ dagblaðinu Vísi var einnig viðtöl við þau hjónin árið 1975 undir fyrirsögninni „Býlið þeirra er byggt úr torfi og kassafjölum“ – vefa og ala geitur á Hellisheiði:
„Sá sem ekur um Hellisheiðina og tekur eftir bæ efst á Flengingarbrekku í Hveradölum verður að teljast mjög glöggur. Það er rétt svo að hægt sé að greina kofana, sem þarna er búið í, neðan frá veginum, ef vitað er af þeim. Torfið, sem þekur þá, felur þá fullkomlega í landslaginu. Þeim, sem koma gangandi ofan frá Skarðsmýrarfjalli og fram á bæinn, þar sem hann hvílir undir háum hamri upp af Hveradölum, detta fyrst Útilegumenn eða Inkar í hug. Torfkofarnir eru grafnir inn í jörðina og i kringum þá er hlað umlukt hlöðnum grjótvegg.

gardstunga-23

Utan við grjótvegginn eru geitur á beit og hænsni sjást i kringum kofana sjálfa. Hvorki er þarna sími eða rafmagn né nein nútímaþægindi önnur. Ein kolakamína sér fyrir upphitun og matarsuðu.
Þarna er búið og heitir bóndinn Óskar Magnússon og húsfreyja Blómey Stefánsdóttir.
„Maðurinn getur ekki lifað á neinu einu sér,“ segir bóndinn, þegar hann er spurður um sitt lifibrauð þarna á heiðinni. „Við höfum hænsnin og geiturnar. Geiturnar hafa að vísu lítið gefið af sér enn. Þær mjólka aðeins dreitil og engri þeirra höfum við slátrað hingað til. Einnig hef ég stundað verkamannavinnu i Reykjavík og unnið hjá Steingrími í Skíðaskálanum,“ segir Óskar.
gardstunga-25Óskar býður gestum sinum í húsið, sem er byggt úr tilfallandi kassafjölum og timbri þöktu tjörupappa og torfi. Lágt er til sigins loftsins og stutt til veggjanna en plássið er engu að síður vel nýtt undir listina. Heimilið undir torfunum er þakið vefnaði og málverkum eftir hjónin. Myndefnið er einkum Matthías Jochumsson, Stalín og Halldór Vilhjálmsson á Hvanneyri. Sum verkin hafa farið svo langt sem til Danmerkur á sýningu ásamt öðrum verkum alþýðulistamanna. Ekkert af verkum þeirra hjóna seldist þar en einu var stolið, og fékkst það bætt.
„Ég hef lengi málað, en eftir að ég fór ásamt konu minni á námskeið í Myndlista- og handiðaskölanum og lærði vefnað, hefur það verið mín list“, segir Óskar.
„Vefnaðurinn er lisHugad að geitumt alþýðumannsins. Ekkert horn er það dimmt og ekkert hreysi það smátt að þar megi ekki vefateppi. Málaralistin er hins vegar yfirstéttarlist,“ segir Óskar. „Hérna hafið þið einnig myndir af Jónasi Hallgrímssyni, Þorsteini og Stephani G. Hver haldið þið svo að þessi þarna sé? Þetta er Nixon. Átti að vísu fyrst að vera Matthías en breyttist svo í Nixon. Hann er ekki verri en aðrir menn. En þeir fóru illa með hann,“ heldur Óskar áfram. „Stalln kann ég lika vel að meta, eins og sést og Halldór á Hvanneyri. Ég nam hjá honum búfræði á sinum tíma,“ segir Óskar.
Óskar er fæddur í Þistilfirði og að miklu leyti alinn upp í Garðstungu, einum Fjallabæjanna. Eftir þeim bæ nefnir Óskar bæ sinn á heiðinni og eins hús það er hann bjó í í Blesugróf þar til í hitteðfyrra. Hús það líktist mest grasi vöxnum hól, sem upp úr skagaði múrhúðaður turn. Híbýli þessi voru almennt nefnd kastalinn og vöktu óskipta athygli þeirra er leið áttu um Blesugrófina.
Blómey er ættuð frá Reyðarfirði. Þau hjónin áttu einn son, en hann lézt fyrir um 10 árum. „Ég fer til Hveragerðis að sækja nauðsynjar einu sinni í viku. Af og til held ég svo til Reykjavíkur með teppi til að, selja. Þá fæ ég lika blöðin“. Síðasti vetur var fyrsti vetur hjónanna á heiðinni. Haustið var verst. Þá fýkur allt sem fjúka vill, en þegar snjórinn leggst yfir, er okkur borgið. Þá verður umhverfið jafnframt fegurra, en vetrarveðrin taka að vísu nokkuð á taugarnar til lengdar,“ heldur Óskar áfram, sem jafnan hefur orð fyrir þeim hjónum. Um jólin héldu hjónin til niðri í Skíðaskála. Það voru fyrstu jólin, sem þau héldu með rafmagnsljósum, og fyrsta sinn, sem þau höfðu sjónvarp til að horfa á.
Í fyrstu þótti þeim lítið til þessa tækis koma og kváðu það frá hinu illa komið, en undir lokin höfðu þau bæði hið mesta gaman I husinuaf að horfa á sjónvarpið. Í Skíðaskálanum vann Óskar við tiltektir. Bráðlega hyggst hann aftur fá sér vinnu í einn mánuð eða svo. Það verður í Reykjavík. „Það má alltaf aura saman í fljótheitum með þvi að vinna á eyrinni. Á meðan búum við í tjaldi í Laugardalnum en flytjum síðan aftur hingað upp eftir.
Ég er hugfanginn af að búa hér“, segir Óskar um leið og hann fylgir gestunum úr hlaði. Hann gengur með þeim niður undir gamla Suðurlandsveginn. Þar við hverina hefur Óskar fengið gamlan kofa gefins. „Ég er svona að dytta að honum núna. Það verður gott að geta flúið hingað ef veturinn verður mjög harður.
Hingað hef ég einnig flutt þau málverk, sem enn eru heil. Kannski ég opni hér sýningoskaru einhvern tímann á myndunum mínum“, segir hann að lokum.“
Í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 1996 er endurritað viðtal Ómars Ragnarssonar við þau hjónin undir fyrirsögninni „Húsið á fjallinu“. Ómar segir frá því er hann kynntist Óskari sem þá var að fara sína síðustu ferð upp á „fjallið.“ Óskar lést 1993 en Blómey býr nú á dvalarheimili aldraðra, Hrafnistu. Fer hér á eftir stuttur kafli úr bókinni þar sem Blómey segir frá: „Ég skildi hann aldrei,“ segir Blómey Stefánsdóttir, þessi grannvaxna og netta kona þar sem hún situr í herbergi sínu og segir mér frá manni sínum sem hún missti í janúar 1993 eftir 54ra ára sambúð. Á borðinu við hlið hennar liggja nokkur myndaalbúm og skáldsögur en hún bendir mér sérstaklega á hausthefti Skírnis 1995 þar sem mynd af verki eftir Óskar heitinn prýðir forsíðuna en í heftinu er grein eftir Ólaf J. Engilbertsson um myndlistarmann Skírnis undir heitinu: „Leitin að paradís.“

Vefnadur

Blómey er orðin 82ja ára gömul og hefur reynt margt um dagana. Í níu löng ár bjó hún á fjallinu með manni sínum við ótrúlegan kost. Það hefur áreiðanlega reynt á þolrifin í öllum skilningi. Hún virðist rósemdarkona og er mjög alúðleg í viðkynningu, í fullkomnu jafnvægi, jarðbundin, raunsæ og óvenjulega hreinskilin. Þegar ég segi henni frá kynnum mínum af Óskari kannast hún vel við það að hann hafi sagt henni frá því að hann hafi hitt mig þegar hann kom í bæinn um kvöldið. Mér finnst í fyrstu merkilegt að hún skuli muna það eftir svo mörg ár en þegar hún segir mér nánar frá þessum degi er ekki að undra þótt hún muni þetta eins og það hafi gerst daginn áður.
„Þetta var örlagadagur,“ segir hún. „Honum fannst hann endilega þurfa að fara þessa ferð þótt veðrið væri ekki gott. Það þýddi yfirleitt ekki að malda í móinn þegar honum datt slíkt í hug og þótt ég sæi að hann væri mjög illa fyrirkallaður og ætti því ekkert erindi upp á heiði, veiklulegur maður að nálgast áttrætt, sat hann fast við sinn keip og fór samt. Þegar hann kom loks heim um kvöldið, seint og um síðir, var hann alveg örmagna. Ég sá strax að það var eitthvað mikið að. Hann var fársjúkur og morguninn eftir fór hann í læknisskoðun sem leiddi í ljós að hann var haldinn ólæknandi krabbameini á háu stigi. Þetta var upphaf dauðastríðs hans og banalegu og í síðasta sinn sem hann sá bæinn okkar. Hann dó tveimur mánuðum síðar.“
Hún þagnar og við sitjum nokkur augnablik þegjandi, því þetta snertir mig djúpt. Mér verður ljóst að stund okkar á fjallinu hafði verið svanasöngur hans og að við hefðum hvort eð er aldrei getað gert neinn sjónvarpsþátt saman. Nú átta ég mig á því hvers vegna mér hafði á stundum sýnst hann eins og vofa með þennan kuldalega náfölva í andlitinu. Það var eins og einhver ósýnileg og máttug hönd hefði stýrt þessu öllu á þennan veg.

Husid-4

Engan þurfti að undra að þessi síðasti dagur í venjulegu lífi þeirra Blómeyjar og manns hennar væri henni enn í fersku minni og undarleg tilviljun að leiðir okkar Óskars skyldu liggja saman einmitt þennan dag. Þessi dagur var nokkuð sem ég hefði alls ekki viljað missa af að upplifa.
Ég bendi Blómeyju á fyrirsögn Skírnisgreinarinnar um Óskar; „Leitin að paradís.“
„Já,“ svarar hún. „Honum var hið einfalda og fullkomna alltaf hugstætt.“
„Var bærinn á fjallinu paradísin sem hann leitaði að?“ spyr ég.
„Ég skildi hann aldrei,“ endurtekur hún. „Leit að paradís er fyrirfram dauðadæmd hér á jörðinni. Það er engin paradís til. Ég skildi aldrei hvers vegna hann þráði þetta svona mikið og var að reyna þetta. En svona var þetta nú samt.“
Gardstunga„Sloppurinn hans og húfan héngu enn á snaganum eins og hann hefði verið þarna í gær,“ sagði ég. „Á ég að koma með þetta til þín þegar ég hitti þig næst?“
Svipur hennar verður alvarlegur og dapurlegur. „Nei,“ svarar hún, fljótmælt og ákveðin. „Ég vil ekkert vita af neinu frá þessum stað og aldrei koma þangað aftur.“
„Það hefur verið erfitt að búa þarna,“ segi ég.
„Já, það var ömurlegt, öll þessi ár,“ svarar hún.
Þessi lífsreynda kona er að hefja grípandi, fáorða og hreinskilna frásögn af einstöku ævihlaupi sínu. Hún svarar spurningum með meitluðum setningum, vafningalaust. Oft brosir hún þegar hún svarar, ýmist góðlátlega eða kaldhæðnislega. Aðeins einu sinni í frásögninni viknar hún, þegar talið berst að Blómey Stefánsdóttir einkabarni hennar og Óskars, syni þeirra, sem þau misstu með sviplegum hætti.

Husid-5

Við skiptumst á fáorðum spurningum og svörum um undarleg örlög og oft óskiljanleg: „Ég er af skaftfellskum ættum en ég fæddist og ólst upp á Austfjörðum. Firðirnir eru lokaðir og mér fannst þröngt í þeim. Ég þráði víðáttuna, frelsið, að geta flakkað um. Strax og ég var oðin sextán ára hleypti ég heimdraganum og leiðin lá næstu árin um Austurland. Ég hafði yndi af því að flakka, hef alltaf verið flökkukind í eðli mínu. Best leið mér meðan ég var á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Það er svo fallegt þar. Bærinn er sá syðsti í byggðinni, efst uppi í dalnum, næstur öræfunum og heiðarlöndunum. Þar blasa endalaus, ósnortin víðerni við með jöklasýn í fjarska en heiðum, vötnum og hreindýrahjörðum nær. Hreindýrin eru tignarleg og falleg dýr. Það er varla hægt að hugsa sér neitt fallegra en hreindýr sem stendur uppi á hæð með Snæfell í baksýn og reisir myndarleg horn sín mót himni. Það er tákn máttar og dýrðar og slík sýn efldi í mér þrána eftir hinu fullkomna, ótakmarkaða frelsi.
Einu sinni sátum við saman, ég og vinkonur mínar, og ræddum um framtíðinoskar bertela. Ég sagði: „Mig dreymir um að verða piparmey, ein á eyju, fjarri öllum karlmönnum.“ Þær tóku undir þetta. Okkur fannst karlmenn vera upp til hópa stórbokkar, frekjuhundar og drillusokkar. Það var ekkert jafnrétti til í landinu; misrétti og ofríki karlmanna blasti alls staðar við. Þeir réðu öllu og áttu allt. Við hétum því að breyta þessu, ráða okkur sjálfar og láta ekki kúga okkur. Ég var alveg ákveðin: Draumur minn var að verða ein og frjáls, engum háð, úti á eyju.“
Þetta er einkennileg orðræða konu spámannsins sem fylgdi honum upp á heiði og þraukaði þar með honum í níu erfið ár til þess að hann gæti uppfyllt draum sinn.
„Hvernig fór?“ “
„Við giftumst allar, hver og ein einasta. Mín örlög réðust á dansleik á Kópaskeri. Þá var ég í vinnu á Raufarhöfn og fór á þennan dansleik sem átti eftir að verða svo afdrifaríkur. Það voru margir fallegir strákar á Kópaskeri en ungur maður, sem sagðist heita Óskar Magnússon, fór að dansa við mig. Hann virtist verða mjög hrifinn af mér og gekk beint að efninu og spurði: „Viltu koma með mér og verða stúlkan mín?“
„Nei,“ sagði ég.
oskar-6„Jú,“ sagði hann.
Hún segir þetta blátt áfram og næstum svipbrigðalaus þótt ekki sé laust við kaldhæðnislegt bros þegar hún rifjar þetta upp. Þessi lýsing hennar er eins og í Íslendingasögunum, „Ung var ég gefin Njáli…“ og allt það. í örfáum orðum dregur Blómey Stefánsdóttir saman aðalatriði lífshlaups síns: „Nei,“ sagði ég. „Jú,“ sagði hann.“
„Ég veit að margir kynntust skapofsa hans,“ segi ég við hana þegar hún lýsir þessari afdrifaríku innkomu Óskars í líf sitt og ég bæti því við að ég hafi, uppi á fjalli, kynnst fleiri hliðum hans, viðkvæmni og mikilli hlýju; ég hafi hrifíst af margbreytilegri persónu hans og þó einkum hlýjunni sem leyndist undir kaldri skel.
„Varst þú ekki hrifin af þessari hlið hans?“
Svarið er stuttort, hreinskilið og næstum ótrúlegt:
„Ég var aldrei hrifin af þessum manni. Aldrei.“
Hún segir þetta eins og hún hafi þar með afgreitt með hvaða hætti 54ra ára samband þeirra var og þurfi ekki að orða það frekar. Síðan heldur hún áfram sögu sinni:
„Ég sá öll tormerki á að ég gæti gifst Óskari. Við vorum gerólík og ég var ekkert hrifin af honum. Ég átti þá barn með öðrum manni og gat ekki séð hvernig samband okkar gæti blessast. Samt fór ég með honum. Hann var óskaplega afbrýðisamur og hræddur um mig, óttaðist alltaf að ég væri á karlafari. Strax á ballinu á Kópaskeri var hann altekinn af þessum ótta. Það voru líka mjög sætir og myndarlegir strákar þar, satt er það. Hann fór með mig til Reykjavíkur og við bjuggum um tíma hjá föður hans. Hann vildi mennta sig eftir fremsta megni og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Vafalaust hefði hann viljað mennta sig meira eða eignast jörð en hvorugt var hægt. Það var kreppa og maður mátti þakka fyrir að skrimta.
– Við giftum okkur í Dómkirkjunni. Það var ekki venjulegt brúðkaup. Við vissum að sambúð okkar yrði mjög sérstök og ákváðum að gera þetta í kyrrþey og ein. Við stóðum þar fyrir altari tvö ein með séra Bjarna og konunni hans. Þar voru engir aðrir. Mér fannst það samt ekki síður eftirminnileg athöfn en þótt það hefði verið margmenni viðstatt. Við sögðum bæði ,já“ í það skiptið Gardstunga-2og þegar ég játaðist honum út yfir gröf og dauða vissi ég að þannig yrði það af minni hálfu og yrði aldrei aftur tekið. Og þannig var það. Það var dauðinn sem aðskildi okkur.“
Hún er skammt komin í frásögn sinni og maður skilur hvorki upp né niður. Hvað um allt frelsið sem hana dreymdi um, eyðieyjuna og allt það? En hún heldur áfram: „Svo kom stríðið og Óskar fór í Bretavinnuna. En einmitt þegar það virtist ætla að skána fjárhagslega hjá okkur varð ég heltekin af berklum. Ég var á Vífilsstöðum í tvö ár og fjölskyldulífið rofnaði; ég varð að láta barnið mitt frá mér og berjast ein fyrir lífi mínu. Síðan var ég á Kristneshæli. Þar var ég hoggin.“ Fá og einföld orð um mikla baráttu og fórnir Blómeyjar þessi erfiðu ár þegar hún mátti þakka fyrir að komast lífs af í glímunni við „hvíta dauðann“.

Gardstunga-3

Að vera „hoggin“ var stór brjóstholsaðgerð og þetta lýsingarorð er jafn miskunnarlaust og aðgerðin. Áfram heldur Blómey: „Ég jafnaði mig furðu fljótt en var þó alla tíð upp frá því máttlítil í hægri öxl oghendi. Þegar ég kom suður hafði Óskar reist sér kofa inni í Blesugróf og bjó þar. Ég hefði aldrei tekið í mál að vera með honum í að reisa þennan kofa ef ég hefði verið hjá honum allan tímann. En ég stóð frammi fyrir gerðum hlut og nýkomin af hæli var ég ekki í neinni aðstöðu til að breyta þessu. Mér fannst kofinn ömurlegur alla tíð, sama hve miklu hann bætti við hann og breytti honum uns hann var orðinn að stærðar húsi. Honum fannst hann stórkostlegur.
Gardstunga-4Honum fannst alltaf allt svo stórkostlegt sem HANN gerði.“ Hún leggur áherslu á síðustu orðin rétt eins og hún sé nú að afgreiða endanlega í einni setningu viðhorf þeirra tveggja til flestra, ef ekki allra; þeirra hluta sem hann gerði. Einkennilegt hefur það verið, samband þessara tveggja ólíku póla, sem þau hjón hafa verið í hinni löngu sambúð sinni, ef marka má frásögn hennar. Eftir því sem líður á frásögn hennar verður samband þeirra æ sérstæðara í augum þess sem á hlustar.
„Við eignuðumst einn son,“ segir hún. „Árin liðu og þótt líf okkar og aðstæður væru nokkuð sérstæðar vorum við þó þrátt fyrir allt fjölskylda í Reykjavík. Það er svo sem ekkert í frásögur færandi. Af því að Óskar var lærður búfræðingur hafði hann mikinn áhuga á því að hafa skepnur. í Blesugrófinni höfðum við endur, hænsn, hunda, ketti og meira að segja kalkúna.“
Í þessari látlausu frásögn finnst Blómeyju greinilega að b

BlomeyTalið berst varfærnislega að einkasyni þeirra hjóna sem þau misstu á besta aldri. Það er ævinlega erfitt að ræða um slíka hluti og hún, sem hefur hingað til getað talað hispurslaust og næsta glaðlega um hin viðkvæmustu mál, viknar skyndilega þegar talið berst að þessu og bindur í raun enda á alla umræðu um það með því að segja stuttlega: „Það var mjög sárt og óvænt. Allt í einu var hann dáinn. Hann var hrifinn frá okkur á einu augabragði.“ Orð hennar nísta eins og eggjárn. Enn er mikil harmsaga afgreidd í fáum orðum og sem þungt ský leggist yfir andlit þessarar lífsreyndu konu.
Búskapur þeirra í Blesugróf hafi ekki verið neitt sem þótti óvenjulegt á þeim tíma, enda hafði Reykjavík þá enn ekki breyst úr bæ í borg. Það var víða í bæjarlandinu sem eimdi eftir af sveitasamfélaginu og Óskar var ekki eini  hafnarverkamaðurinn sem fékkst við búskap í smáum stíl. Þórarinn á Melnum bjó með skepnur við Ásvallagötu fram á miðja öldina og Blesugrófin var hálfgert sveitaþorp.Með því að víkja talinu á ný að öðru umræðuefni birtir á ný yfir henni. Þegar spurt er um það hvernig hún sjálf hafi haft betur í baráttu við illvígan sjúkdóm og aðrar þrautir, sem lífíð hefur gert henni að leysa, færist líf og ljómi í andlit hennar og hún svarar: „Ég lét aldrei neitt hagga mér, aldrei neitt á mig fá. Þess vegna er ég enn lifandi og orðin þetta gömul.“

Við höldum áfram að tala um lífið í Blesugrófinni. Ég segi henni frá ýmsum sögum sem nágrannar hafa sagt af Óskari. Þeim eru minnisstæð atvik í ætt við eldmessuna í Litlu kaffistofunni þegar skapið hljóp í hann og hann snöggreiddist. „Já,“ segir Blómey, „Hann var svona. Sumir eru skapaðir með þessum ósköpum og geta ekkert að því gert. Þegar hann snöggreiddist var honum ekki sjálfrátt. Svo tók hann það alveg óskaplega nærri sér þegar okkur var skipað að fara úr húsinu í Blesugrófinni vegna þess að það þyrfti að gera braut upp í Breiðholt.
Það var alveg sama þótt þeir byðu honum gull og græna skóga. Gardstunga-4Þeir buðu okkur íbúð í blokk en hann hafnaði því. Þá voru viðbrögð okkar Óskars ekki samhljóma frekar en fyrri daginn, nema hvað ósamræmið var öfugt við það sem hafði verið á dansleiknum á Kópaskeri, því ég sagði: „Jú,“ en hann sagði: „Nei.“ Eftir að hafa margstækkað og breytt húsinu á þeim þrjátíu árum sem við bjuggum þar, fannst honum þetta orðið eitthvert snilldarverk, bara af því að HANN hafði smíðað það. Í húsinu var allt hans líf, veflistarverkin og hvaðeina. Eftir að við misstum einkason okkar var þetta hús, sem hann hafði reist með berum höndum og það sem í því var, eina sköpunarverk hans sem hann átti eftir, það eina sem honum fannst hann hafa lagt af mörkum hér á jörðinni. Það var eina barnið sem hann átti eftir og var sem hold af hans holdi.“
Stuttorð frásögn Blómeyjar varpar nýju ljósi á aðstæður búfræðingsins með háu hugsjónirnar. Á fundi okkar uppi á fjallinu fyrir fjórum árum virkaði lýsing hans á brottvikningu hans úr Blesugrófinni sem hreinar ýkjur og ofsóknarbrjálæði. En nú blasti við að dramatísk frásögn hans hafði verið rétt í minningunni og fullkomlega eðlileg út frá hans sjónarhóli. Að taka af honum húsið og jafna það við jörðu var eins og að taka af honum einkabarn og deyða það. Þá fannst honum hann ekkert eiga eftir af því sem hann hafði skapað og eignast.
Gardstunga-5Talið berst nánar að myndvefnaði þeirra. „Ég átti víst upptökin að því að hann byrjaði að vefa fyrir alvöru,“ segir hún. „Við höfðum haft vefstól og gert nokkur teppi og þegar Hildur Hákonardóttir sá þau vildi hún endilega að ég kæmi til sín á námskeið. Þegar ég minntist á það við Óskar harðbannaði hann mér það. Hann var alltaf svo hræddur um mig og afbrýðisamur. Á endanum féllst hann þó á að fara með mér, rétt eins og hann þyrfti að passa mig. Þegar hann hafði fylgst með mér í nokkurn tíma, fór hann að fíkta við að gera svipað, fyrst í smáum stíl og af forvitni en síðan af vaxandi áhuga uns þessi listgrein átti hug hans allan.“
Blómey bendir mér aftur á tímaritshefti Skírnis sem er á borðinu hjá henni. Hún virðist ýmist tala kuldalega um sérvitringinn, sem hún bjó með í 54 ár, eða sýna verkum hans skilning og vera áhugasöm um að ég kynnist öllu því sem best sem honum viðkom. Hún tekur fram albúm á borðið og flettir því. Þar má sjá myndir af þeim hjónum og þar er meðal annars úrklipga úr blaði, úr minningargrein um Óskar þar sem þess er getið að hann hafi ekki verið allra en hafi hins vegar verið þeim góður og reynst þeim vel sem hann blandaði geði við. Hún bendir mér á greinina. Ég les umsögnina og segi við hana: „Hann hefur átt góðar hliðar. Þegar við hittumst fann ég að það sló heitt hjarta undir þessari hrjúfu skel. Sástu ekki eitthvað slíkt við hann þegar þið kynntust?“
Gardstunga-6Aftur svarar hún neitandi og ítrekar: „Ég var aldrei hrifin af honum.“ Einfalt og endanlegt svar um upphaf meira en hálfrar aldar sambúðar sem á sér vart sinn líka á okkar dögum.“
Í Þjóðviljanum árið 1981 er opna tileinkuð þeim hjónum undir yfirskriftinni „Fólkið á fjallinu“. Þar segir m.a.:
„Hann stóð keikur við vegkantinn með stóran poka á baki og leit um öxl. Ég frekar fann að hann þurfti far, en að hann gæfi það til kynna. Ég þarf ekki lengra en móts við Skíðaskálann, sagði hann.
— Vinnuru hjá Steingrími?
— Nei, ég bý þarna í grennd.
Hann kom sér fyrir i framsætinu með stóran pokann í fanginu og vildi alls ekki leggja hann frá sér — Þetta er okkur dýrmætt sem í pokanum er og ég vil ekki að nokkuð komi fyrir það, — sagði hann og þykkar brúnirnar sigu.
— Ertu vefarinn?
— Já.
— Ég hélt þú værir dauður, segi ég og lít glottandi á kall.
— Nei, ég er langt í frá dauður — og hann hristist í hlátri, — en það er hvorki að þakka þeim gamla, né heldur þessum Kristi í Himnaríki — og á eftir fylgja óprenthæfar lýsingar á guðskristni í landinu.
Við ókum inni heiðina og vegurinn var svell á köflum og bíllinn dansaði áfram i rykkjum eins og öldruð ballerína sem þykist ung, og veröldin brosti við okkur snæhvít og heið.
Heldur fannst mér samt syrta i álinn, er hann tók að úthúða kommunum.
— Stalín var mikilmenni og Beria var virðingarverður maður. Þegar þeirra naut ekki við hallaði undan fæti og nú hafa kommarnir svikið allt sem máli skiptir og ég er að gefast upp á þeim, þekki þá ekki lengur frá andskotans íhaldinu, sem ég hata þó heitast af öllu og þennan yfirstéttarguð þeirra Krist.
— Hvað kom til að þið fluttuð í heiðina?
Hann litur háðslega til mín og brosir svo útí annað.

oskar og blomey

— Þú spyrð eins og ég hafi hrakist úr sælunnar dal. Reyndar var ég flæmdur úr mínu húsi, en ég kaus einnig sjálfviljugur að yfirgefa þetta vitfirrta samfélag þar sem lífið sjálft er sett að veði fyrir falsguði og fölsk gæði og fólkið ferðast um i lyftum allan daginn i eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Börn hafa gaman af lyftum, en ég skil ekki það sé fyrir fullorðið fólk.
— Segðu mér frá húsinu.
— Garðstunga hét það í Blesugróf og er farið undir veg. Satt er það að veggirnir voru sprungnir, en inni var stolt heimili og hlýlegt og garðurinn var dýrgripur og það eru einmitt trén úr honum kringum hestinn og reyndar uppmeð Miklubrautinni alllangt, segir hann og verður dreyminn í augunum.
Framundan er brekkan við Skíðaskálann og þegar upp hana er komið legg ég bílnum utan vegar og áræði að spyrja hvort ég megi fylgja honum til bæjar. Færðin er góð, örþunnt lag af nýföllnum og fisléttum snjó hylur hjarnbreiðu heiðarinnar og hann gengur á undan léttur i spori eins og unglingur með þungan pokann á baki og stefnir á lítinn kofa og leggur kolareyk frá honum. Allstór vefstóll nær fyllir gólfrýmið en kolaofn er í horninu við dyrnar. Veggirnir eru þaktir einföldum og tvöföldum myndvefnaði og strangar eru á gólfi og hillum. Húsgögn eru fábreytt nema tveir stólar og mér sýnist enginn heima nema kettir sem eru i hverju horni. Ekki er allt sem sýnist og konurödd fagnar honum og spyr hver gesturinn sé og þegar augun venjast rökkri kofans kemur i ljós lítill pallur undir kvistglugga á austurvegg með tveimur rúmbálkum og sat lítil kona í öðrum og óf.

Blomey-27

Þrátt fyrir þröng húsakynni hér er margt fyrir augað, og þegar hann veltir við ströngum vefnaðar opnast víðari heimur og kofaveggirnir þrengja ekki að.
Greinilegt er að þótt að hann standi nú utan við stéttabaráttu og sé ekki lengur i hörðu stríði við íhaldið, svikakomma og trúna, en búi að fjallabaki, þá hefur víglínan aðeins færst til og í myndheiminum geysar þetta stríð enn.
— Hér er Óðinn, segir hann og er okkar ættfaðir. Ég trúi á náttúruna, sem ég er sprottinn úr, stokka og steina, en enga drauga. Óðinn lét annað auga sitt fyrir skynsemina og skáldgáfuna og honum vil ég líkjast og rísa upp til orrustu að morgni, þótt falli að kveldi, ekki bardagans vegna, heldur þess að gefa ekki eftir, en verjast kúgunaröflunum. Hér við hlið Óðins er önnur mynd sem ég nefni Vort daglega brauð og það eru einmitt brauð sem stíga á myndinni upp af krossi þjáninganna. Þú mátt gjarnan skilja af þessu að ég er enginn dýrkari vinnunnar, því að hún er böl og hefur alltaf verið og ég vil að henni sé skipt réttlátlega á fólk, sem og afrakstri hennar líka.
Konan hafði til þessa setið og gert gælur við kettina en fór nú á stjá að kurla brenni og huga að ofninum. Síðan setti hún upp tepott. Mér lá forvitni á að vita nánar um húsmissinn.
— Það hét Garðstunga, sagði hann og starði annars hugar út um gluggann, þar sem einn kattanna sat og veiddi flugur af mikilli list. Og nú kom hún með te í drifhvítum postulínsbolla, og teilmurinn blandaðist ullarlyktinni og ég fann hlýjuna og notalegheitin í þessum litla bæ og seytla um hverja taug.
— Garðstunga og var ekki byggð á leifum og skilyrðum frá þeim háu og reyndar gaf ég einu yfirvaldinu hjá Borginni munnlegt loforð á sínum tíma um að þrjóskast ekki við, ef þeir þyrftu á landinu að halda. Árin liðu og að því kom að þessir skrattar létu í sér heyra — og hann tekur snöggt viðbragð, stendur upp af stólnum og augun loga af heift, en kattaragnið i glugganum missti jafnvægið og datt ofaní bollann minn.

blomey og oskar

Hann gengur um gólf og þylur: Náköld er Hemra því Niflheimi frá nöpur sprettur á. En kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá. Kalinn á hjarta þaðan slapp ég.
— Svo hafa þeir tekið húsið?
Hann horfir á mig og nú er ró og staðfesta í svipnum. — Þeir héldu áfram að þrátta í þessu með veginn sem endilega átti að liggja gegnum húsið okkar og þegar ég fann alvöruna vildi ég að sjálfsögðu efna loforð mitt, þótt kallinn sem ég gaf það væri reyndar dauður. Reyndar bað ég um einhvern skúr eða aflóga sumarbústað í nágrenni borgarinnar i staðinn, af því að ég kunni ekki að meta eign mína til verðs, en því var ekki ansað og í mig hent einhverjum skitnum peningum sem þeir náðu aftur með þessu apparati verðbólgunni.
— Þú hefur staðið á götunni?

oskar-29

— Hann litur útundun sér og glottir. — Ekki alveg kannski. Mig hafði um skeið grunað hvernig fara myndi. Árið 1967 byrjaði ég að byggja þennan bæ hér utan í Reykjafellinu og var næstum því búinn árið 1974, þegar Borgin lét til skarar skríða og tók af mér húsið. Reyndar höfðum við dvalið hér að sumarlagi um nokkur ár. Eins og ég sagði var nýja Garðstunga ekki fullbúin 1974 sem leiddi m.a. til þess að ég varð að tjalda hér uppfrá yfir myndirnar mínar sem sumar skemmdust af raka því að það var rigningartíð.
— Innan um öll þessi teppi hangir eitt málverk, þú hefur málað talsvert?
— Það er rétt, en ég var aldrei sáttur við málverkið, þótt sköpunargleðin fengi þar útrás, þettað er yfirstéttarlist, kirkjulist. Myndin sem þú sérð hér er máluð eftir minni af Fjallabæjunum. Brekknakot er þarna efst við fjallsræturnar og þar er ég upp alinn hjá elskulegum fósturforeldrum, sem Einar frá Hermundarfelli hefur skítlega rægt í skrifum sínum um þessa byggð, á sama hátt og bróðir minn Siggi Magg hefur rægt föður okkar á prenti, ómaklega, til að græða á, og veri þeir báðir margbölvaðir fyrir orðin. Það á að fara varlega með orð.
— Hvenær byrjið þið að vefa?
— Vefnaður er alþýðulist, segir hann. Aðminnsta kosti fer myndvefur jafn vel i koti og höll og þessi loskar-30öngun hafði lengi brunnið í okkur, en vissum varla hvar leita skyldi tilsagnar í listinni. En svo bar við fyrir einum átta árum að hún Hildur Hákonardóttir leit inn til okkar og fann þá inná þessa þrá hjá konunni og bauð henni á námskeið i Myndlista-og handiðaskólanum og ég elti og þá bauð hún mér líka. Þetta var góður tími og í lokin bætti Hildur enn um og seldi konunni ódýrt lítinn myndvefstól.
— Þú varst pólitískur og kunnir vel við Stalin. Hvað viltu segja um pólitíkina núna?
— Ég var nú áðan að skamma kommana fyrir aumingjaskap og þú ert frá Þjóðviljanum og ég get svosem sagt það af því að raunsæi er í tísku, að þið áttuð kannski ekki um nema tvær leiðir að velja, þessa sem þið fóruð og svo hina sem ég fór. Þannig er þetta andskotans viðskiptaþjóðfélag.“

Í Helgapóstinum 1979 er fjallað um listamanninn Óskar Magnússon í Garðstungu. Þar er m.a. stutt lýsing innandyra: „Garðstunga heitir bærinn. Byggður úr torfi og grjóti og snýr stafni, með vindskeiðum efst á burstinni, fram á hlað, sem er girt með hlöðnum grjótgarði.

oskar-34

Bærinn er byggður inn í grjóthól. Fyrst er gengið inn í anddyri þar sem níu vingjarnlegir kettir á öllum aldri tóku á móti okkur, nudduðu sér utan í fætur okkar og sníktu klapp. Beint innaf anddyrinu er svefnherbergi þeirra hjóna. Gengið upp tvær tröppur, og inni er rétt pláss fyrir tvö rúm.“

„Óskar Magnússon listvefari, verkamaður og sérvitringur, fæddist á Sauðanesi í Þistilfirði 20. júní árið 1915. Hann var sonur Margrétar Guðbrandsdóttur frá Hrollaugsstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu og Magnúsar Jónssonar frá Selalæk. Óskar hét fullu nafni Óskar Bertels Magnússon en honum virðist hafa verið gefið nafnið Óskar Bartel og þannig er hann skráður í opinberum gögnum fyrstu æviár sín en síðar breytist millinafnið í Bertels.
Magnús átti óvenju litríka ævi í samskiptum við konur því hann átti mýgrút barna með mörgum konum, sumum þeirra bjó hann með en átti lausakaup við aðrar. Óskar varð frumraun hans á þessu sviði en Magnús mun hafa verið í vinnumennsku á Sauðanesi líkt og Margrét þegar kynni þeirra hófust.
Gardstunga-8Magnús varð nafntogaður hestamaður og gleðimaður í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar sem bjó yfirleitt við kröpp kjör og mikla ómegð á útjaðri samfélagsins. Einn sona hans og hálfbróðir Óskars, var Sigurður A. Magnússon rithöfundur og hálfbróðir Óskars. Óskar var  því elstur barna Magnúsar en fjórða barn móður sinnar. Margrét hafði átt þrjú börn vestur í Bolungarvík með tveimur mönnum áður en hún kynntist Magnúsi en með honum eignaðist hún síðan þrjú börn til viðbótar. Ekki ól Margrét öll sín börn upp sjálf því a.m.k. eitt þeirra varð eftir fyrir vestan þegar hún fór þaðan og Óskar ólst upp að einhverju eða mestu leyti í Brekknakoti í Þistilfirði hjá vandalausum.
Óskar hafði áhuga á að komast til betri kjara og fór til náms á Hvanneyri þegar hann hafði aldur til og lauk þaðan námi.
Hann settist að í Reykjavík árið 1941 í Blesugróf þar sem einyrkjar og fátæklingar höfðust við utan borgarmarkanna í einhvers konar sjálfsmennsku eða þurrabúðum og hefur Tryggvi Emilsson rithöfundur dregið upp átakanlegar myndir af fátæktarbasli Blesugrófarbúa í bók sinni Baráttan um brauðið.
Gardstunga-7Óskar kynntist eiginkonu sinni Blómeyju Stefánsdóttur á þessum árum en þau eignuðust saman einn son, Hallmar Stálöld, sem fæddist árið 1941. Fyrir átti Blómey eina dóttur, Sigríði, sem fæddist á Siglufirði 1939. Hallmar er samkvæmt Ættum Þingeyinga fæddur á Raufarhöfn 1941.
Blómey veiktist af berklum snemma í sambúð þeirra og dvaldi lengi á Vífilsstöðum og á Kristneshæli. Á meðan var sonur þeirra í fóstri en Óskar í vinnu hjá breska setuliðinu.
Þegar sjúkravist Blómeyjar lauk og fjölskyldan sameinaðist á ný hófu þau búskap í Blesugrófinni þar sem Óskar hafði reist kofann yfir þau. Kofinn átti eftir að stækka og breytast því Óskar var sífellt að byggja við hann og fór virkilega ótroðnar slóðir í sinni húsagerðarlist. Hús þeirra hét opinberlega Garðstunga en var ávallt kallað Kastalinn í munni þeirra sem til þekktu. Kastalinn var líkt og virki, með hlöðnum torfveggjum en afar sérstæðri gluggasetningu og mátti auðveldlega sjá áhrif frá erlendum arkitektúr í byggingunni, bæði Gaudí og fleiri. Þetta undarlega útlit hússins dró að sér athygli manna og varð húsið landsþekkt eftir að myndir fóru að birtast af því í blöðum og tímaritum og munu einnig hafa ratað á síður erlendra tímarita um arkitektúr.
Gardstunga-9Óskar nýtti búfræðikunnáttu sína í Garðstungu og þau hjónin fengust við garðyrkju og ræktuðu trjálund við hús sitt. Dýrahald var talsvert í Kastalanum því Óskar og Blómey og áttu hænur, hunda, kalkúna, endur, ketti og geitur en þessháttar frístundabúskapur var algengur í Blesugróf og víðar í útjaðri Reykjavíkur á þessum árum.
Búskapurinn í Blesugrófinni var ekki sá sæli sjálfsþurftarbúskapur sem ætla mætti. Flestir íbúanna stunduðu vinnu í Reykjavík en nær engir þeirra áttu bíl og almenningssamgöngur voru lengst af engar við Blesugróf og þurfti því að ganga langa leið til að komast í strætó eða nota reiðhjól sem Óskar reyndar gerði yfirleitt. Ekkert rafmagn eða hitaveita var í Kastalanum frekar en öðrum húsum í Blesugróf og þar inni var því afar saggafullt og megn fúkkalykt af öllu innanstokks þar með töldum íbúunum og fatnaði þeirra.
Óskar var ákaflega ofsafenginn í skapi og snöggreiddist af minnsta tilefni við nágranna sína og samstarfsmenn. Hann átti það til að elta þá með ópum og skömmum og hótunum um barsmíðar sem honum sinnaðist við hvort sem það voru innheimtumenn frá bænum eða nágrannar og þetta varð til þess að nánast engir komu nokkru sinni í heimsókn í Kastalann. Óskar var af þessum sökum af mörgum talinn stórlega ruglaður ef ekki beinlínis hættulegur.
Gardstunga-10Þau hjónin urðu fyrir afskaplega miklu áfalli þegar Hallmar Stálöld einkasonur þeirra lést þann 10. desember 1964, aðeins 23 ára að aldri. Hallmar varð úti í Reykjavík. Sigurður A. Magnússon, rithöfundur og hálfbróðir Óskars, segir í ævisögu sinni Undir dagstjörnu að það hafi gerst með þeim hætti að Hallmar hafi verið sjómaður sem átti það til að skvetta svolítið í sig í landlegum að þeirra tíma hætti. Hann hafi knúið dyra hjá hálfsystur sinni í móðurætt í Höfðaborg eitt kvöldið og verið nokkuð undir áhrifum. Hún vildi ekki hleypa honum inn og hann ráfaði frá Höfðaborg og niður að Höfða þar sem hann lagðist undir vegg og sofnaði og fannst örendur þar morguninn eftir.
Kastali Óskars og Blómeyjar var eins og önnur hús í Blesugróf byggður án tilskilinna byggingarleyfa og var ekki hluti af neinu borgarskipulagi. Þegar borgaryfirvöld hófu að skipuleggja byggð í Breiðholti á árunum fyrir 1970 lenti Blesugrófin milli stafs og hurðar í þeirri skipulagsvinnu.

Gardstunga-11

Eftir því sem Breiðholtið stækkaði varð nauðsynlegt að leggja stofnbraut þangað og þegar Breiðholtsbrautin var lögð þurftu nokkur hús í Blesugróf að víkja og þar með talið Kastalinn sem var tekinn eignarnámi af borgaryfirvöldum.
Óskar taldi þessa gjörð borgaryfirvalda gegn sér ófyrirgefanlega með öllu. Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri, mun hafa gengist fyrir því að fjölskyldunni var boðin blokkaríbúð í stað hússins en Óskar taldi það af og frá og varð engu tauti við hann komið. Við þessi umskipti ákvað hann að flytja til fjalla og reisti sér hús á Hellisheiði langt fjarri hinum langa armi borgarinnar og utan allra skipulagsreglna.
oskar-verk-2Vistarverurnar á Hellisheiði voru afleitar vistarverur, bæði þröngar, kaldar og saggafullar. Hún sagði að húsakynnin láku aldrei í slagviðrum en vegna sérviskulegrar staðsetningar hússins spruttu lækir upp úr gólfinu. Blómey var langtímum saman ein á Hellisheiði meðan Óskar var í vinnu og þá farið einförum um heiðina og frekar viljað vera úti undir berum himni en hírast í kofanum.
Hús Óskars og Blómeyjar stóð uppi á háheiðinni rétt austan við skíðaskálann í Hveradölum en þar undir brattri brekku stóð gamall skíðaskáli en leifar af skíðaaðstöðu, meðal annars stökkpalli hlöðnum úr grjóti, má enn sjá á staðnum. Í þessum niðurnídda skíðaskála fengu Óskar og Blómey oft að dvelja á vetrum þegar snjóalög voru mikil og veður vond. Af tvennu illu þótti hann skárri vistarvera en húsin uppi á brekkunni og auðveldara að komast þangað þegar snjór var mikill og segir þessi ráðstöfun sína sögu um erfiðar aðstæður þeirra og ástand húsakynnanna.
Óskar var ekki mjög mannblendinn, eiginlega viðskotaillur og fullur af reiði út í heiminn og flest fólk sem í honum var. Skapofsa hans og einstrengingshætti var viðbrugðið og hann var því vinafár einfari meðan hann lifði.

Garðstunga

Garðstunga.

Ómar Ragnarsson lýsir fyrstu fundum þeirra Óskars í Litlu kaffistofunni í nóvember 1992 en þá var Óskar fluttur af heiðinni en var á leið upp eftir til að líta eftir húsakosti sínum. Óskar hélt mikla þrumuræðu yfir Ómari og úthúðaði honum og fjölmiðlum samtímans af fádæma mælsku og kynngikrafti.
Um veru sína í heiðinni og ástæður fyrir sjálfskipaðri útlegð sagði Óskar: „Sjáðu til. Það er alvara á bak við þennan torfbæ. Hann er ekki bara eins og eitthvert fíflalegt stöðutákn í þéttbýlli sumarbústaðabyggð þar sem er sjónvarpsloftnet á hverju þaki, farsímar í öllum herbergjum, lúxusjeppi í hverju hlaði og bústaðabyggðin orðin svo stór og þétt að á hverju strái eru skilti sem banna hundahald!
Nei, þessi bær er vin í auðninni. Hér hljómar rödd hrópandans í eyðimörkinni. Þess vegna stendur hann uppi á fjalli fjarri allri firringunni.“
Óskar og Blómey munu hafa flutt í heiðina árið 1973 en þá var Óskar að verða sextugur. Hann sótti vinnu til Reykjavíkur nær allan tímann sem hann bjó þar en hann starfaði hjá Skipaútgerð ríkisins. Stundum hjólaði hann til borgarinnar en oft fékk hann far með bílum sem áttu leið um veginn.
Óskar og Blómey bjuggu í heiðinni þar til Blómey varð sjötug 1992 [á að vera 1984] en þá flutti hún frá Óskari samkvæmt samkomulagi sem hún hafði gert við hann þegar þau fluttu úr Blesugróf. Þar kvaðst hún mundu flytja með honum til fjalla með því skilyrði að hún flytti aftur til borgarinnar þegar hún væri sjötug. Óskar var einn í kofunum á Hellisheiði í fáeina mánuði eftir að Blómey fór en flutti svo til hennar í húsnæði sem henni hafði áskotnast í Smálöndum. Smálönd voru við rætur Grafarholts, nálægt núverandi Árbæjarhverfi, en þar voru allmargir gamlir sumarbústaðir og kartöfluskúrar sem notaðir voru sem íbúðir. Óskar vitjaði híbýla sinna í heiðinni til dauðadags en Blómey mun aldrei hafa komið þangað aftur.“ Í Morgunblaðinu 23. jan. 1993 er eftirfarandi dánartilkynning: „Eiginmaður minn, Óskar Magnússon, er látinn – Blómey Stefánsdóttir.
oskar-35Blómey Stefánsdóttir fæddist
20. nóv. 1914 og dó 18. des. 1997. Eftirlifandi dóttir hennar var Sigríður Sívertsdóttir Hjelm, fædd 1939. Í minningargrein um ömmu sína skrifar Ásdís Halla Bragadóttir m.a.: „Amma var fámál um fortíðina við mig og Heiðu systur mína sem þó gerðum okkar besta til að fá hana til að segja okkur sögur úr hennar eigin lífi. Þegar við eltumst áttuðum við okkur þó á því að ævi ömmu hafði verið erfiðari en flestra annarra. Hún eignaðist móður okkar utan hjónabands 25 ára gömul. Amma var vinnukona og fátæk einstæð móðir þegar hún síðan kynntist Óskari Magnússyni manninum sem hún eyddi stórum hluta ævinnar með. Þeim fæddist sonur skömmu síðar. Með tvö ung börn veiktist amma mikið af berklum. Vegna erfiðra veikinda þurfti hún að láta börnin frá sér en tók soninn aftur þegar henni skánaði.
Minning mín um ömmu er um konuna sterku sem bjó á fjallinu. Konuna sem óð snjó og krap á veturna til að komast heim til sín. Konuna sem naut sín í gönguferðum um hlíðar fjallsins á góðum sumardögum. Lágvaxin, grönn og veðurbarin með flaksandi sítt hárið var hún tignarleg úti í náttúrunni. Á þessu tímabili kynntumst við amma sem einstaklingar í oft viðburðaríkum heimsóknum þegar við systurnar fórum með mömmu og pabba upp á Hellisheiði til að heimsækja ömmu og Óskar, sem við alltaf kölluðum afa vegna mikillar væntumþykju okkar í hans garð.

Kofinn

Þegar afi hélt ræðurnar sínar miklu um ágæti Stalíns og fyrirsjáanlegan heimsendi blikkaði amma okkur systurnar og með látbragði sínu sagði hún okkur að taka orð hans ekki of alvarlega. Hún tók okkur afsíðis og laumaði hundraðkalli í lófa okkar en gaf jafnframt í skyn að við mættum engum segja frá því að hún væri að taka skerf af litlum fjárráðum heimilisins. Með sínum hætti fannst mér hún oft vera að reyna að bæta okkur systrunum upp það að hún skyldi hafa látið dóttur sína og móður okkar frá sér.

blomey-35

Í bókinni Mannlífsstiklur eftir Ómar Ragnarsson, lýsti hún draumum sínum sem ungrar stúlku og skoðunum sínum og vinkvenna sinna á karlmönnum: „Það var ekkert jafnrétti til í landinu; misrétti og ofríki karlanna blasti alls staðar við. Þeir réðu öllu og áttu allt. Við hétum því að breyta þessu, ráða okkur sjálfar og láta ekki kúga okkur. Ég var alveg ákveðin: Draumur minn var að verða ein og frjáls, engum háð, úti á eyju.“ Opinskáar lýsingar hennar komu mér á óvart vegna þess að ég hafði aldrei gert mér grein fyrir því hve óánægð hún var að mörgu leyti við hlutskipti sitt í lífinu. Þegar hún gifti sig gaf hún manni sínum það loforð að ekkert skildi þau að nema dauðinn, hún stóð við það þó að hann tæki ákvarðanir um líf þeirra sem hún var mjög ósátt við. Hún hafði engan áhuga á að búa í kofum á fjöllum, hún vildi ferðast um heiminn og njóta frelsisins.
Amma mín var fulltrúi þeirrar kynslóðar kvenna sem stóðu við sitt þó að oft kostaði það svita og tár. Hún lærði af mistökunum og miðlaði áfram til næstu kynslóða. Hún brýndi fyrir okkur systrunum að vera sjálfstæðar, ákveðnar og sjálfum okkur samkvæmar.“
Í Morgunblaðinu 1993 birtist stutt grein undir fyrirsögninni „Ég heiti…“. Þar segir m.a.: „
Ein þeirra Íslendinga sem á sér ekki nöfnu er Blómey Stefánsdóttir. Nafnið er hugmynd föður hennar.
Blómey er fædd á Seyðisfirði en föðuramma hennar var búsett á einni af Breiðafjarðareyjunum. Er faðir Blómeyjar eignaðist sitt fyrsta barn af níu, vildi hann gefa því nafn sem minnti hann á eyna. Blómey segist ekki muna lengur nafn eynnar en faðir hennar hafi sagt hana hafa verið blómum vaxna og því hafi hann valið nafnið Blómey. „Ég hef hins vegar verið kölluð gælunafninu Eyja og þegar ég var yngri var ég gjarnan kölluð Lóa, því mér leiddist Blómeyjarnafnið sem krakka. Auðvitað vandist ég því síðar meir og finnst það raunar ágætt að vera eini nafnberinn.“
Í dag (árið 2010) bera tvær stúlkur Blómeyjarnafnið skv. Þjóðskrá.

Heimild:
-Tíminn, 25. jan. 1976, bls. 2.
-Vísir, 27.06.1975, JH, bls. 2-3.
-Morgunblaðið – Sunnudagsblað, 8. des. 1996, bls. 10-11 (úr Mannlífsstiklum Ómars Ragnarssonar).
-Þjóðviljinn 17. janúar 1981, je, bls. 16-17.
-Helgarpósturinn 19. október 1979, Þorgrímur Gestsson, bls. 10-11.
-Miðvikudaginn 24. desember, 1997 – Minningargreinar (Ásdís Halla Bragadóttir skrifar um ömmu sína, Blómeyju).
-Morgunblaðið 25. apríl 1993, sunnudagsblaðið, bls. 30.
-Morgunblaðið 23. jan. 1993, dánartilkynning.
-http://heimur.is/heimur – páá.

Garðstunga

Garðstunga.

Miðmundarvarða

„Öld er l00 ár. Ár er 365 dagar, en hlaupár 366. Árið er 13 tunglmánuðir á 4 vikur eða 52 vikur. (Hlaupár er þegar 4 ganga upp í ártalinu nema aldamótaárin þegr 4oo ganga upp.) Við rentureikning er árið oft reiknað 12 mánuðir á 30 daga = 36o daga.
eyktir1 vika er 7 dagar (sólarhríngar) á 24 stundir á 60 mínútur (‘) á 60 sekúndur („).
Einnig er sólarhring, eða degi og nóttu saman, skift í 8 eyktir eða dagsmörk á 3 stundir. Eykt irnar heita: Ótta (fyrr talið frá kl.l 1/2 — 4 1/2 nú 3—6 árd.), miður morgun (fyrr kl. 4 1/2 — 7 1/2 nú 6 — 9 árd.), dagmál (fyrr kl. 7 1/2—l0 1/2 árd. nú 9—12 á hád.), hádegi (fyrr kl. 10 1/2 árd.—l 1/2 s.d. nú 12 á hádegi — 3 síðd.), nón (fyrr kl.l 1/2-4 1/2 nú 3 — 6 s. d.) miðaftan (fyrr kl 4 1/2—7 1/2 nú 6 – 9 s. d.), náttmál (fyrr kl. 7 1/2 —l0 1/2 s. d. nú 9—12 á miðn.) og miðnætti (fyrr l0 1/2 s. d. — l 1/2 árd. nú 12 á miðn. — 3 árd.).“

Heimild:
-Handbók fyrir hvern mann, 2. árg. 1904, bls. 21-22.
-mynd: Lesbók Morgunblaðsins í maí árið 2000.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Miðdegisvarðan; Hádegisvarðan frá Straumi.

Huldur

FERLIR hafði nokkrum sinnum leitað að nákvæmri staðsetningu flugslyss er hafði orðið í austanverðum Stapatindum í Sveifluhálsi þann 19. desember 1944. Brak úr vélinni mátti bæði sjá í Huldum sunnan við Hulstur svo og vestan í hálsinum norðan við syðsta Stapatindinn.
Nú var stefnan tek

Canso

Áhöfnin.

in enn og aftur á austurhlíð Sveifluhálsins með stefnuna í skarð sunnan við Huldur. Neðan við skarðið eru skriður, en gróningar á millum. Sunnan þeirra er gróin hlíð, en skarðið sjálft, sem virtist aðgengilegt var gróðurlaust að mestu. Þegar komið var upp í efri hluta skriðu mátti sjá smálegt brak á dreif. Þegar ofar dró stækkuðu hlutirnir. Ofan við móbergsbrún, undir hábrúninni, voru leifar af leiðslum og smámálmhlutum. Efst voru nokkrir steinar á kletti og á millum þeirra ryðgaður „járnkross“, greinilega hlutur úr flugvélinni.
Kanadískur flugbátur, svonefndur „Canso“ (systur Catalinaflugbátsins), fórst í Stapatindum á Sveifluhálsi þennan 19. desemberdag árið 1944 á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Átta manna áhöfn flugvélarinnar beið bana þarna á hálsinum þennan örlagaríka dag.
Brak ofarlega í hlíðinniFlugvélin var úr 162. flugsveit Hins konungslega kanadíska flughers, RCAF. Einkennisnúmer hennar var 11061 „L“ Vélin var að koma úr eftirlitsflugi og áhöfnin var að búa sig undir lendingu á Reykjavíkurflugvelli þegar slysið varð. Talið var að flugvélin hafi lent í niðurstreymi við Fjallgarðinn. Flakið fannst dreift yfir snarbratta fjallshlíðina. Hafði vélin rekist utan í fjallið um það bil 80 metra frá fjallsbrúninni. Höggið var svo mikið að djúpsprengjurnar og eldsneytið hafði sprungið og brunnið og áhöfnin látist samstundis. Leitarflokkur fann lík áhafnarinnar, sem voru jarðsett með hernaðarlegri viðhöfn í Fossvogskirkjugarði.

Canso

Canso.

FERLIR hafði áður, sem fyrr sagði, gert leit að leifum vélarinnar í tindunum ofan við svonefnt Hulstur skammt sunnan við Huldur. Upp úr því liggur bjúglaga dalur (vinstra megin) svo til upp á toppa. Ofarlega (nær efst í gróðurþekjunni) í dalnum fundust þá leifar af vélinni. Annað, það litla, sem þar var, er komið undir mosa. Vitað var að varla væri mikið eftir af flugvélinni því í það var sótt mikið af hlutum eftir slysið, sem síðan voru notaðir í varahlut. Þá hefur fólk verið að taka með sér brot og þá getur veðrið verið slíkt á þessu svæði að þar þolir ekkert lauslegt við. Vélin gat því verið horfin öllum öðrum en þeim sem eru að leita sérstaklega að henni.

Slysstaðurinn efst í Sveifluhálsi

Auk þess var vitað að búkurinn var dreginn yfir hálsinn til Hafnarfjarðar og álið notað til að stansa úr hluti. Á leiðinni féll m.a. neyðarútgönguhurð af búknum. Hún fannst síðar við op hellis, sem nefndur var Neyðarútgönguhurðarhellir og er vestan við Hrútagjárdyngjuna.
Nú var stefnan tekið á hliðina sunnan við fyrrgreinda svæðið. Þá kom í ljós brak þess eðlis að nánast var hægt að ganga að slysstaðnum undir hamraveggjunum.
Góð ganga upp á við, en síðan niður aftur. Greiðfærast er að ganga upp Huldur og síðan til suðurs efst undir hamrabrúnunum. Þar er gróður og auðvelt að fylgja bergveggnum upp með gilinu að slysstað. (Sjá meira um Stapatinda hér).
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Sævar Þ. Jóhannesson

Huldur

Brak úr flugvélinni.

Hof

„Hof er landnámsjörð.
Í Landnámu segir að Helgi bjóla hafi farið til Íslands af Suðureyjum og var Hof-1hann með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam með ráði Ingólfs “…Kjalarnes allt millim Mógilsár og Mýdalsár [Miðdalsár]; hann bjó at Hofi.” (Í.F., [Landnámabók], I.bindi 1, s. 50 og 51).  Síðar gaf hann Örlygi frænda sínum Hrappssyni hluta úr landnámi sínu, eystri hlutann allt út að Ósvífslæk, og bjó hann að Esjubergi. (Í.F. I.bindi 1, s. 54 og 55). Kjalnesingasaga gerir landnám Helga mun stærra og segir hann hafa numið Kjalarnes “millum Leiruvágs ok Botnsár… .” (Í.F.[ Kjalnesingasaga], XIV.bindi, s. 3). Síðar tók Þorgrímur Helgason bjólu við föðurleifð sinni og lét samkvæmt sögunni reisa stórt Hof í túninu “…hundrað fóta langt, en sextugt á breidd…” (Í.F., XIV. Bindi, s. 6-8). Eftir lát Þorgríms tók Helgi bróðursonur hans við búi. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (biskup 1269-1298) bjó á Hofi Nikulás Pétursson. (Í.F., XIV. bindi, s. 40-41 og 43).
Kirkju er getið á Hofi í kirknaskrá Hof-2árið 1200. (D.I., XII.bindi, s. 9). Kirkjan á Hofi var helguð heilögum Andrési í ilchinsmáldaga 1397 og átti hún fjórar kýr auk góðra muna. (D.I., IV.bindi, s. 114). Guðrún Sæmundsdóttir, frændkona Vigfúsar hirðstjóra Ívarssonar erfði Hof í plágunni miklu, en Vigfús hélt jörðina leigulaust og er þessara mála getið í bréfi 1436. (D.I., IV.bindi, s. 561). Árið 1501 gerðu þeir Þorvarður lögmaður Erlendsson og Grímur Pálsson jarðaskiptasamning og lét Grímur meðal annars Hof fyrir sextíu hundruð. (D.I., VII.bindi, s. 583).  Þorvarður lögmaður taldi fram Hof til sextíu hundraða í kaupmálabréfi hans og Kristínar Gottskálksdóttur. (D.I., VIII.bindi, s. 230). 1523 fékk Erlendur Þorvarðsson Hof, Ögmundi biskupi til fullrar eignar í reikningsskap nokkurra kirkna. (D.I., IX.bindi, s. 158-159). 1526 fékk Ögmundur biskup Halldóri Magnússyni Hof til fullrar eignar gegn Barkarstöðum í Svartárdal, en í staðinn skyldi Halldór vera maður biskups og til styrktar kirkjunni. (D.I., IX.bindi, s. 391-392). Kirkju er getið á Hofi í Gíslamáldaga frá 1570 og síðar. (D.I., XV.bindi, s. 549).
Hof-5Í Jarðabók Árna og Páls er þess getið að menn segi að á Hofi hafi verið til forna hálfkirkja eða bænhús en ekki hafði verið framin þjónustugjörð þar í manna minnum. Minjar hafi þó verið þar á staðnum til skamms tíma sem skjóti stoðum undir þessa sögn hreppsbúa. Hof var metin á 60 hundruð. Heimajörðin var í eigu fjögurra einstaklinga alls 33 hundruð og reiknuðust þar í hjáleigurnar Grófartún og Prestshús. Þrjú afbýli voru að auki. Jörfi var metinn á 8 hundruð, annað var Krókur á tíu hundruð og hið þriðja var Lykkja en ekki er þess getið hver dýrleiki þess var. Þó má reikna það út að hann hafi verið níu hundruð. Sjá annars um þessi þrjú síðsut afbýli hér síðar.

Hof-21

Jarðatal Johnsens metur jörðina á 60 hundruð en getur þess neðanmáls að sýslumaður telji dýrleika Hofs 27 hundruð, Jörfa 7 hundruð, Krók 10 hundruð og Lykkju 10 hundruð. Einn ábúandi var á parti þeirra bræðra Magnúsar og Vigfúsar og var landskuld hans eitt hundrað og tíu álnir sem greiddust í fiski ef til var í kaupstað eða með peningum uppá fiskatal, eða hestum og skyldi greiðast á Alþingi eigendunum í hönd eða þeirra umboðsmönnum. Alls fylgdu þessum hluta fimm og hálft kúgildi, ábúandi bræðranna leigði þrjú en hin fylgdu hjáleigunum. Á þessum hluta jarðarinnar gátu fóðrast fjórar kýr, tíu lömb, og einn hestur. Annar ábúandi Sveinn Þórðarson var á átta hundraða hluta auk tveggja hundraða hluta þess eiganda sem minnst átti. Landskuld af átta hundruðunum voru fimmtíu álnir en af tveimur hundruðunum tuttugu álnir og greiddist í landaurum upp á landsvísu. Kúgildi með átta hundruðum Hallfríðar voru tvö og guldust leigur af þeim í smjöri eða fríðu heim til  eigandans. Á þessum parti bar jörðin að fóðra fjórar kýr og sex lömb.
Um alla jörðina Hof tiltekur Jarðabókin fjölmörg atriði. Héðan, sem svo víða annars staðar í hreppnum voru geldneyti og hestar reknir til beitar upp í Hvannavelli á Mosfellsheiði. Þó er tekið fram að vegna fátæktar eigi menn ekki slíkan búpening og því sé ekkert rekið þangað upp. Jörðin á torfristu og stungu til gagns en tekið fram að hún sé mjög örðug frá heimabænum. Mótak til eldiviðar átti jörðin bjarlegt en þó var tekjan nokkuð erfið yfir foröðum ef mórinn væri tekinn þar sem best hentaði jörðinni.

Hof-22

Jarðabókarritarar telja að selveiði mætti stunda frá jörðinni til nokkurs gagns en það var ekki verið gert. Rekavon var talin lítil á jörðinni, einnig sölvafjara og skelfisksfjara ekki nema til beitu. Litlu betri var hrognkelsafjara talin. Frá jörðinni var heimræði árið um kring og gengu skip ábúenda eftir hentugleikum. Á jörðinni hafði margt aðkomusjófólk verið um vertíð og fram á sumar þar fiskur gekk, en fiskveiðar virðist á þessum tíma vera hrundar. Nefnt er að aldri hafi verið verbúðir í landi jarðarinnar heldur hafi sjómenn þegar þeir voru haft herbergi, þjónustur og soðningu hjá bændum og hjáleigumönnum. Vertíð á jörðinni mun hafa hafist, sem á Suðurnesjum, um Kyndilmessu og endað vanalega á Hallvarðarmessu. Fengur skiptist jafn, skiphlutur var einn af tveggjamannafari árið um kring og engin skipaleiga. Af fjögurra manna fari voru tveir skiphlutir um vertíð og engin skipleiga, utan vertíðar einn skiphlutur og engin skipleiga. Langræði var mikið ef ekki gekk fiskur inn á firði. Hof átti hálfa Andríðsey til móts við Brautarholt. Þar átti jörðin slægjur og eggver sem var, þegar þetta var ritað, mjög gagnlítið en hafði áður verið betra.

Kross-32

Jarðabókin getur þess að ekki sé að telja dúntekju á eyjunni en í dag er þar stærsta æðarvarp á Suðurlandi. Sölvafjara var þó þar talin gagnvænleg og nokkur rekavon. Stórviðri spilltu túnum jarðarinnar að mati skrásetjara, engar engjar lágu til jarðarinnar nema í Andríðsey. Landþrengsli voru á þrjá vegu en á hinn fjórða lá meginland jarðarinnar og mætti miklum ágangi kvikfjár jarðanna í kring sem voru landþröngar. Sjór braut af túni hjáleigunnar Presthúsa og engja í eyjunni. Sauðfé var mjög flæðihætt bæði vor og vetur. Túnið að neðanverðu lá undir skemmdum af sandfoki, húsum og heyjum var hætt vegna stórviðra og hafði af því marg oft skaði orðið. Menn töldu að Hof hafi haft í seljum í Blikdal þar sem heita Hofssel gömlu en ekki vissu menn hvort þar hefði verið haft frítt eða nokkuð greitt til Brautarholts. Í landi Hofs var lending hin besta og brást aldrei. (Jarðabók, III.bindi, s. 357-360).“
Í örnefnalýsingu fyrir Hof segir m.a.: „Hofstangi skilur Jörfavík og Hofsvík. Hofið gæti verið komið undir sjó og hefði þá staðið neðan við húsið, sem nú er.“ Brynjúlfur Jónsson skrifar: „Að Hofi á Kjalarnesi er sýnd hoftóft; skoðaði eg hana í vor (1890?). Hún er í túninu suðaustur frá bæjarhlaðinu hjá tröðinni. Mjög er hún niðursokkin; sér þó fyrir veggjum, nema vesturhliðarvegg neðri tóftarinnar. Þar gat verið þilveggur. Efri tóftin (goðastúka?) er 6X6 fðm. út fyrir veggi; virðast dyr á suðvesturhorni. Neðri tóftin er 6X8 fðm. Efasamt tel eg að þetta sé hin rétta hoftóft. Hún líkist öllu fremur tveim litlum sáðgörðum. Yfir ótrúlega vídd gátu menn samt reft með stoðrefti.“
„Hoftóftin“ var friðlýst með skjali, undirrituðu af Matthíasi Þórðarsyni þann 25. október 1930 og var því þinglýst 17. nóvember 1938. Í spjaldskrá á fornleifadeild segir: „K:E. kom á staðinn 18.7.1965.  Allt er þar óbreytt og eins og það var, þegar Br. J. sá það. Ekki þesslegt að vera hús.  Friðlýsingarmerki ekki sett upp að sinni, þetta er rétt hjá bæ og eigendur vita málavexti. Hóllinn fyrir vestan heitir Goðhóll, blótklettur var jafnvel talinn vera neðan undir honum. Til var og blótsteinn, sem enn mun vera þarna.“ 

Heimildaskrá:
-Fornleifaskráning fyrir Hof – Árbæjarsafn.
-Diplomatarium Islandicum [Íslenzkt fornbréfasafn. Hér eftir D.I.], sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn, I.-XV. bindi , Hið íslenzka bókmenntafélag, Kaupmannahöfn og Reykjavík, 1857-1950.
-Íslenzk Fornrit [hér eftir  Í.F.],  I.bindi 1 [Landnámabók] , Jakob Benediktsson gaf út, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1968.
-Íslenzk Fornrit, XIV.bindi [Kjalnesingasaga], Jóhannes Halldórsson gaf út, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1959.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, með brauðlýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslum um sölu þjóðjarða á landinu, J. Johnsen gaf út, Kaupmannahöfn, 1847.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns [hér eftir Jarðabók],  III.bindi Gullbringu- og Kjósarsýsla, 2.útg. [ljósprentun], Hið íslenzka fræðafélag, Kaupmannahöfn, 1982.
-Brynjúlfur Jónsson – Hoftóft að Hofi á Kjalarnesi, Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1902, bls. 35.
-Örnefnalýsing fyrir Hof.

Hof

Hof – túnakort 1916.

Hof

Goðhóll við Hof?

Selvogur

Jökull Jakobsson ritaði eftirfarandi grein um Selvog í Fálkann árið 1964 undir yfirskriftinni „Sakna ég úr Selvogi“.
Selvogur 101„Dálítil þyrping húsa stendur þarna á yztu strönd, þar sem Atlantshafið beljar ár og síð. Hins vegar eru gróðurlitlir melar, holt og heiðaflákar, sandar og hraun unz landið að lokum rífur sig upp úr flatneskjunni og rís upp í fjallshlíð, þar eru útbrunnir gígar og fornar eldstöðvar, sumsstaðar hefur hraunelfurinn fossað niður hlíðina og storknað og minnir á vatnsfall, sem óvænt og skyndilega umbreytist i höggmynd. Þjóðvegurinn hlykkjast um sandflæmi og nakin holt, yfirlætislaus og mjósleginn að sjá ofan af hlíðarbrúninni eins og Drottinn allsherjar hafi fyrir vangá misst þráðarspotta ofan í steypuna, meðan hún var að kólna. Eldurinn hefur mótað þetta land og loftið ekki látið sitt eftir liggja, hér gnauða lotulangir vindar úr norðri. Fjórða höfuðskepnan hefur í fullu tré við hinar, sjálft Atlantshafið sverfur ströndina látlaust og eilíflega, oft getur að líta brimrótið líkast hækkandi brekkum svo langt sem augað eygir, brimgnýrinn öskrar í eyru svo ekki heyrist mannsins mál, oft rísa einstakir strókar upp með skerjunum eins og tröllaukinn geysir hafi gengið af göflunum. Og hér var þó útræði fram eftir öllum öldum.

Thorkelsgerdi

Það fer fjarska lítið fyrir þessum fáu húsum sem kúra þarna yzt á ströndinni í fullkomnu trássi við höfuðskepnurnar, einhvern veginn finnst aðkomumanninum, að hér sé þeirra leikvangur en ekki manna.
Við erum stödd í Selvogi. Hér hefur verið byggð allt frá því norskir skattsvikarar tyggðu þetta land ásamt írskum þrælum, og því fer fjarri, að hér í Selvogi hafi þeir orðið að láta sér nægja að hokra, sem sem ekki tókst að ryðja lönd í breiðum dölum.

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði í Selvogi 1985 – b.jóns.

Hér byggðu lögmenn og hirðstjórar fyrr á öldum og áttu þó völ á nafntoguðum höfuðbólum og kostaríkum héruðum sunnanlands og austan. Í Selvogi hafði alþýða manna einnig nóg að bíta og brenna, þótt harðnaði í ári og kotbændur flosnuðu upp annars staðar ellegar bjuggu við sult og seyru, þegar harðindi og drepsóttir steðjuðu að.
— Í Selvogi var alltaf hægt að lifa kóngalífi, sagði mér síðasti bóndinn í Herdísarvík, og þar er enn hægt að lifa kóngalífi, bætir hann við. Þó hefur Selvogur orðið að hlíta þeim örlögum, sem dunið hafa á öðrum breiðari byggðum þessa lands undanfarna áratugi; fólki hefur fækkað svo nemur við landauðn og að sama skapi er kreppt að þeim, sem eftir eru. Selvogur hefur löngum verið talinn afskekkt sveit, en þó er þess að gæta, að fyrrum lá hún í þjóðbraut.

Selvogur-222

Bændur af öllu Suðurlandi fóru skreiðarferðir í kaupstaðina suður með sjó, og þá lá leiðin um Selvog.
Á Hlíðarenda í Ölfusi var löggiltur áfangastaður, og þaðan var talin dagleið að næsta áfangastað, Bleiksmýri í Krýsuvík. Og eftir að hinn sögufrægi og umdeildi Krýsuvíkurvegur varð að veruleika, þarf ekki að kvarta undan einangrun í Selvogi, hvort sem farið er austur eða vestur, er ekki nema þriggja stundarfjórðunga akstur til höfuðstaðarins og eru þó ýmis kauptún nær: Hafnarfjörður, Selfoss, Þorlákshöfn, nú er jafnvel hægt að aka sem leið liggur í Grindavík meðfram ströndinni. Hér ættu því ekki að ríkja nein vandkvæði um aðdrætti. Þó hefur fólki fækað svo í hreppnum, að nú eru ekki eftir nema 40 manns og ungur þingmaður Árnessýslu hefur gert að tillögu sinni að sameina hreppinn Ölfushreppi.
Selvogur-223Ýmislegt er gert í því skyni að viðhalda jafnvægi í byggð landsins og stuðla að því að fólki þyki hag sínum betur borgið í heimasveit en á mölinni. Því þótti Selvogsbændum skjóta skökku við, þegar kaupfélagsstjórinn á Selfossi neitaði að sækja til þeirra mjólk, nema þeir hefðu minnst 70 kýr mjólkandi í fjósi. Taldi h
ann ekki borga sig að sækja mjólkina svo langan veg að öðrum kosti. Þó lét hann sækja mjólk á bæ, sem ekki er nema 14 kílómetra frá Selvogi, og fór því fjarri, að þar væru 70 kýr í fjósi. En Selvogsbændur neyddust til að bjarga sér sjálfir, þeir reyndu á tímabili að koma þar upp mjólkurbúi sjálfir, en reyndust of fáliðaðir. Nú byggist búskapur þeirra nær eingöngu á sauðfjárrækt, enda eru skilyrði til þess ákjósanleg og raunar óvíða á landinu betri.
Ólafur Þorvaldsson bjó síðastur bænda í Herdísarvík, sat jörðina frá 1927 til 1933, en varð þá að standa upp fyrir eigandanum.

Herdisarvik-gamli baerinn

Einari skáldi Benediktssyni. — í Herdísarvík var gott að búa, sagði Ólafur mér, það er frábær útbeitarjörð, ég hika ekki við að segja langbezta beitarjörðin á Suðurlandi. Það er ekki nóg með, að það sé allt þeirra land, heldur fjaran líka, og þarna er engin flæðihætta. Að öðrum kosti hefði jörðin verið óbyggjanleg. Þá hefði þurft að passa að raka féð. Þarna voru slægjur engar, nema túnið, raunar voru þau tvö, eystra túnið gróið upp af sjófangi.
Og útræði var í Herdísarvík allt frá fyrstu tíð og allar götur fram til 1922. Þar voru sjómenn í veri og þótti slíkt harðæði, að jafnvel Landeyingar sóttu þangað til sjóróðra. Árni sýslumaður Gíslason átti jafnan tvö skip í Herdísarvík, og var verstöð hans kölluð Krýsuvíkurbúð. En Árni sat í Krýsuvík, og þar er hann grafinn í framkirkju, raunar sá eini í kirkjugarðinum sem hvílir undir steini. Önnur leiði eru þar gróin og nafnlaus. í Herdísarvík er fremur veðursælt nema í norðanátt og þá getur orðið landbrim.
Einar BenNú er Herdísarvík í eyði og þögnin geymir gömlu bæjarrústirnar við veginn, enginn dyttar lengur að grjótgarðinum, enda er hann víða hruninn og túnið í órækt. Þar stendur enn uppi baðstofa í gömlum stíl og önnur hús úr torfi, fjós, hlaða og fjárhús. Athygli vegfarandans beinist þó fyrst að einlyftu timburhúsi, sem stendur þar í túninu og horfir til sjávar, nú er búið að negla hlera fyrir alla glugga og dyrnar eru harðlæstar. Viðirnir í húsinu eru sorfnir vindum og veðri.

Herdisarvik-nyja husid

Í þessu húsi bjó skáldið Einar Benediktsson síðustu æviár sín. Maðurinn, sem þeytzt hafði milli heimsborganna, ort suður í Afríku drápur á íslenzku, selt norðurljósin og fossana, efnt til stórvirkjana og gullgraftrar, búið í glæstum salakynnum og umgengizt höfðingja og baróna, látið að sér kveða í landsmálum og stórpólitík og tekið þátt í kóngsveizlum, þessi maður hreiðraði u m sig hér í litlu húsi fjarri mannabyggð, á aðra hönd var beljandi hafið og á hina eyðileg fjöll og firnindi. Þá var hann kominn að fótum fram þegar hann settist hér að, Elli kerling hafði komið honum á kné.

Selvogur-224

Hugur hans, sem forðum hafði flogið um ómælisgeim í ljóðum og ræðu, var n ú tekið svo að förla, að hann þekkti ekki lengur suma vini sína nema endrum og eins. Hlín Johnson tók að sér hið aldna skáld og hlúði að honum, þegar skáldið og heimurinn höfðu skilið að skiptum. Hér í Herdísarvík veitti hún gömlum manni aðhlynningu. Það sagði mér kunnugur maður, að stundum hefði mátt sjá Einar Benediktsson staulast út úr húsinu á góðviðrisdegi og ganga fram á tún. Þar settist hann niður og tók upp úr vasa sínum blað og blýant, páraði á blaðið örfá orð og tók sér svo langa hvíld. Síðan skrifaði hann kannski eitt orð í viðbót, og enn varð langt hlé: Úr þessu urðu aldrei annað en hálfkveðnar vísur, vísnabrot, ef til vill hálf hending. Síðan reis skáldið upp af túninu, hægt og seinlega og staulaðist til bæjar…  En hafið beljaði við ströndina eftir sem áður.

Selvogur-225

Einar Benediktsson dó árið 1940 og arfleiddi Háskólann að hinu mikla bókasafni sínu og svo jörðinni Herdísarvík. Ef til vill verður þar hressingarheimili fyrir prófessora, þegar fram líða stundir. Tæplega verður fitjað þar upp á búskap að nýju. Þótt byggð dragist saman í Selvogi, hækkar vegur Strandakirkju með hverju ári. Enginn veit með vissu, hvenær fyrst var tekið að heita á Strandakirkju en hitt er víst, að alla tíð hefur hún þótt bregðast vel við áheitum. Sagnir herma, að hún hafi upprunalega verið byggð fyrir áheit. íslenzkir farmenn á heimleið úr Noregi á skipi hlöðnu húsaviði villtust i hafi og fengu réttu stóra. Hrakti þá lengi og voru vistir þrotnar, en leki kominn að skipinu, og fengu þeir ekki lengur varizt áföllum.

Selvogur-226

Þá gerði formaðurinn það heit, að þeir skyldu byggja kirkju úr farviðnum, ef þeim auðnaðist að ná landi. Og leið nú ekki á löngu, áður en þeir fengu landkenning af Selvogi, en þar var foráttubrim með allri ströndinni. Þá sjá þeir veru alskínandi bera yfir brimgarðinn og sigldu þangað.
Þar var sund og sjólaust að kalla, og lentu þeir skipi sínu heilu og höldnu. Formaðurinn og hásetar hans létu ekki sitja við orðin tóm, heldur reistu kirkju á staðnum, en víkina kölluðu þeir Engilsvík, og heitir hún svo enn í dag. Rekamark Strandakirkju er A eða Á og hafa því ýmsir leitt að því getum, að formaðurinn hafi heitið Árni og sumir jafnvel haldið því fram, að hér hafi verið á ferð Árni biskup Selvogur-227Þorláksson, Staða-Árni.
En allt er á huldu um menn þessa og þjóðsagan ein til frásagnar. Hins vegar er heitið á Strandakirkju enn í dag, ef mikið liggur við, enda er þessi fátæklega kirkja á eyðilegri strönd orðin ein auðugasta kirkja landsins. Á hún nú á fjórðu milljón króna í sjóði, og er það fé notað til kirkjubygginga víðsvegar um land. Í Strandakirkju eru ýmsir góðir gripir, kaleikur úr pápísku og messuhökull ævaforn. Þar er altaristafla máluð af  Sigurði málara.
Strandakirkja var annexía frá Vogósum. Þar sátu nafnkunnir klerkar á öllum öldum, en þekktastur var þó séra Eiríkur, galdrameistarinn mikli og eru af honum miklar sögur. Séra Eiríkur beitti þó aldrei galdrakunnáttu sinni til illverka, en ýmsar glettur gerði hann þó pörupiltum og þjófum. Flestir munu kannast við söguna af piltunum, sem tóku hesta prestsins ófrjálsri hendi, en festust á baki þeirra, og tóku klárarnir sprettinn heim í hlað á Vogósum.

Vogsosar

Síðastur klerka í Vogósum var séri Eggert Sigfússon. Hann lifði alla ævi ókvæntur og barnlaus og þótti sérvitur og smáskrítinn. Til dæmis kom hann aldrei á hestbak í ein 40 ár. Á síðustu æviárum sínum flakkaði hann nokkuð um Árnessýslu… Séra Eggert fór jafnan fótgangandi, því ekki fékkst hann á hestbak eins og áður er getið. Nálægt Kiðabergi er lækur einn, og eru tvö skref yfir lækinn. Séra Eggert hafði einni skinnsokk sem hann braut saman og geymdi undir barði; við lækinn, fór hann í sokkinn þegar hann þurfti yfir, en skildi síðan sokkinn eftir þangað til næst hann þyrfti á að halda. Eins og áður er getið, þótti Selvogur kostahérað mikið, enda bjuggu þar hirðstjórar og lögmenn og efldust til fjár og valda.

Selvogur-228

Þar var gnótt sjávarfangs og annarra hlunninda eins og berlega kemur fram í vísu sem Vogsósaprestur einn orti fyrr á öldum þegar hann kvaddi héraðið sárum söknuði: Sakna ég úr Selvogi sauða minna og ánna, silungs bæði og selveiði, en sárast allra trjánna. En ægilegur skaðvaldur átti eftir að eyða byggð í Selvogi, svo nærri stappaði, að hún lognaðist út af. Það var sandfok og uppblástur, sem fylgdi í kjölfar þess. Víðáttumikil graslendi urðu uppblástrinum að bráð, svo að til landauðnar horfði. Höfuðbólið Strönd lagðist í eyði og býli flest í kringum það, sumar hjáleigur þess tórðu þó. Nú er að mestu búið að hefta þetta gífurlega sandfok, en aldir munu renna, áður en jörðin er gróin sára sinna.
Selvogur-229Annar óvinur var sífellt nálægur, sem þó um leið var lífgjafi byggðarinnar. Úr Selvogi var sjórinn sóttur af kappi, og til dæmis um það má nefna, að kringum 1770 gengu 50 skip úr Selvogi og Herdísarvík. Síðasta og mesta sjóslysið í Selvogi varð fyrir rúmri öld. Þá fórst Bjarni Pétursson bóndi í Nesi skammt undan lendingu ásamt hásetum sínum, þrettán að tölu.
Í Þjóðólfi segir frá þessu slysi. Þar segir, að róið hafi verið í bezta veðri þann 19. marz og hafði verið setið stutta stund. Þá sjá þeir, er næstir voru landi, að blæjur eru dregnar upp til að vara róendur við því, að nú væri tekið að brima. Héldu menn nú að landi sem óðast. Allir í Vesturvognum náðu landi slysalaust, en úr Austurvognum engir. Hreppstjórinn kom fyrstur að sundi Selvogur-230Austurvogsmanna, en sá sundið ófært og beið, ef hann sæi lag. í sömu andrá kom Bjarni frá Nesi og stefndi á sundið, hreppstjórinn varaði hann við og fleiri á skipi hans. Bregzt hverjum á banadegi, því Bjarni lagði óhikað á sundið, en allt í einu reis ógurlegur sjór, er braut allt skipið í spón og kastaðist marga faðma fram yfir það. Er aðrir á sjó sáu, hvernig komið var, sneru þeir frá og náðu landi í Þorlákshöfn, því veður var stillt og tóku þegar lendingu slysalaust, því engin mannleg hjálp var spörúð af þeim, er þar voru fyrir. Þá voru þar komin tólf skip af Stokkseyri og tvö af Eyrarbakka. Hér verður þetta látið nægja sem dæmi þess, að sjósókn úr Selvogi var engjnn barnaleikur, og varð þó minna u m slys í þeirri verstöð en víða annars staðar á landinu.
Hins vegar eru það ekki einvörðungu Selvogur-231Selvogsmenn, sem hafa átt undir högg ægis að sækja á þessum slóðum. Aðkomin fiskiskip hafa oft strandað þarna, útlend jafnt sem innlend, togarar og flutningaskip, því ströndin er hættuleg, og þarf ekki að spyrja um örlög þeirra skipa sem steyta á skeri undan Selvogi. Oftast hefur þó giftusamlega tekizt um björgun áhafna, en einnig hafa orðið þar raunasögur.
Hér verður staðar numið og ekki sagt fleira frá þessu litla, en söguríka héraði við yzta haf. Þar sem áður bjuggu hirðstjórar og lögmenn á nafnfrægum höfuðbólum, eru nú aðeins eftir örfáir bændur og þrátt fyrir síma, véltækni, vegasamband og styrkjakerfi þykir örvænt um, að byggð haldist þar lengi enn. Þó skal engu um það spáð hér, hver veit nema í náinni framtíð eflist Selvogur að nýju.“

Heimild:
-Jökull Jakobsson – Fálkinn, 37. árg. 1964, bls. 18-20 og 34-35.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.

Bjargarhellir

Farið var á ný í Bjargarhelli. Eins og fram kemur í öðrum lýsingum af Bjargarhelli hafði mikið og lengi verið reynt að finna hina þjóðsagnakenndu rás inn úr framhellinum. FERLIR tókst það þó að lokum og með dyggri aðstoð fulltrúa HERFÍs náðist að opna rásina og komast inn í hellinn.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Eftir að hafa skoðað hina nýopnuðu rás inn og niður úr hellinum að þessu sinni var ljóst að gera þurfti ráðstafanir áður en farið væri niður. Fara þurfti í gegnum mikla mold og drullu áður en komið var í gegn. Því var haldið að Vogsósum og hús tekið á Þórarni Snorrasyni. Hjá honum var drukkið kaffi og eftir spjall var heyrúlluplast þegið í eftirrétt. Með því var opið í Bjargarhelli fóðrað áður en haldið var niður. Þegar inn var komið blasti dýrðin við.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Um er að ræða stóran geimi og raða háir dropasteinar sér með veggjum, allt að 60 cm háir. Í innsta hlutanum er hraunstráabreiða niður úr hellisþakinu. Á miðju gólfi eru glæsileg hraundríli. Rósaflúr er á gólfi. Utast er þakið fallið niður. Skriðið var yfir hrunið og var þá komið í víða lokaða hliðarrás. Í henni voru hraunstrá og dropasteinar með veggjum. Rásin virðist lokið handan hrunsins, en hún stefnir í átt að Strandarhelli. Forvitnilegt væri við tækifæri að fara þangað og líta nánar á gólfið í hellinum. Ekki er ólíklegt að þar kunni annað op að leynast.
Ljóst er að Bjargarhellir er með fallegri hellum á Reykjanesskaganum.
Sjá MYNDIR.

Bjargarhellir

Bjargarhellir.

Hverahlíð

Samkvæmt nákvæmum upplýsingum átti flak C64 herflugvélar að vera 3 km suðvestan við Núpafjall. Sú vél var sögð hafa verið á leið frá Vestmannaeyjum er hún hvarf. Þrátt fyrir leitir og eftirgrennslan fundust engin ummerki flugvélaflaks á þeim slóðum. Fræðimenn könnuðust heldur ekki við slysið. Það mun nú samt hafa orðið þann 22. okt. 1944 um kl. 15:00 skv. amerískum skráningarbókum frá þessum tíma. Um var að ræða ameríska herflugvél. Með henni fórust fimm menn, fjórir farþegar og flugmaðurinn.

C64

Vestan við Núpafjall á einnig að vera flugvélaflak, við rætur Skálafells, sunnan Hverahlíðar (Tröllahlíðar). Í Mbl. 9. mars 1948 er sagt frá hvarfi Anson-flugvélar í eigu Loftleiða er var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þann 7. s.m. Tveimur dögum síðar fannst flakið með dularfullum hætti. Með henni fórust fjórir menn, þ.a. þrír frá Vestmannaeyjum.
FERLIR hefur ekki náð að staðsetja umrædd flugvélaflök þrátt fyrir leitir. Að þessu sinni var m.a. ætlunin að skoða betur Suðurferðargötur (Skógarmannveginn) og hlaðinn húsgrunn í Hverahlíð.
Gengið var til vesturs með Hverahlíð og inn í Lakakrók suðaustan við vesturhorn hlíðarinnar. Lakahnúkar eru skammt vestnorðvestar. Krókurinn eru grasi vaxið dallendi. Suðvestan hans taka við Lakadalir, lægri og með enn meira graslendi, alla leið að Stóra-Sandfelli. Sunnan þess eru Sanddalir neðan Eldborgar utan í Meitlum og Innbruninn neðar, hluti af Eldborgarhrauni.
Suðurferðagata Þarna um dalina liggur Lakastígur (Lákastígur), greiðfærasta leiðin milli Þrengsla og vestanverðrar Hellisheiðar. Reyndar er um Lágaskarðsleið að ræða því hún liggur Lágaskarð sem er þarna mitt á milli.
Gengið var upp á vesturbrún Norðurhálsa, en svo nefnist næsti stallur á undirhlíðum Skálafells ofan Hverahlíðar. Þegar upp er komið má sjá hversu víðlent svæðið er, mosaþýfi, smáhæðir og stallar er hallar að brúnum. Haldið var inn að Trölladal og áfram til austurs með norðurbrún Tröllahlíðar að norðurhlíð Skálafells.
Þar varð stefnubreyting, gengið að norðurbrún Norðurhálsa og þeim fylgt til vesturs. Tilkomumikið útsýni er af hálsunum til austurs yfir Núpafjall og að Ingólfsfjalli sem og til norðurs yfir að Ölkelduhálsi og Reykjafelli. Þórdrunuafleiðingar gufuaflsborana og kvöldsólarlitbrigðin gáfu svæðinu ævintýralegt ásýndaryfirbragð, en rafmagnsmöstrin eyðilögðu áleitanina.
Skálin norðan í fellinu sást vel í kvöldsólinni, auk þess drykkjarsteinar (-skálar) voru við hvert fótmál.
Litið var á hverja hæð og hvern hól, fylgst gaumgæfilega með brúnum og hlíðum, en hvergi vottaði fyrir braki úr flugvél. Þá var gengið með rótum Skálafells og upp á austuröxl þess, alveg upp að fjallstoppsrótum, en hvergi voru ummerki að sjá. Öxlin er mosagróin, en víða má sjá malarskellur. Austur af öxlinni er gilskorningur og suður af henni djúpur sanddalur.
Skálafell er 574 metrar á hæð. Þjóðsaga (skráð 1703) segir að „Upp á [Hverahlíð] er hátt fell, mjög blásið, þó án hamra, er Skálafell nefnist, með vatnsstæði. Á þessu felli var skáli Ingólfs Arnarssonar, fyrsta landnámamanns, hvar af þetta fell hefur sitt nafn dregið, sem Landnáma á víkur.“ Árið 1840 segir annars staðar að „.. . sunnanvert á [Hellisheiði] er Skálafell – dregur það nafn af skála Ingólfs, sem mælt er þar hafi staðið, þó ekki sjáist menjar hans. so hér verði greint .. .“
Húsgrunnur Á Hengilssvæðinu er nokkuð um minjar eftir umsvif í sumarbithögum en fleiri minjar eru þó tengdar samgöngum því margar fjölfarnar þjóðleiðir liggja um svæðið. Fornleifastofnun Íslands gerði fornleifakönnun á rannsóknarsvæðinu við Hverahlíð 2005. Samkvæmt niðurstöðum hennar liggur forn leið, Suðurferðagötur, undir Hverahlíðinni og eru þær sumstaðar nokkuð greinilegar. Þá kom í ljós að áður tilgreind staðsetning á Ölkelduhálsréttinni var röng og hleðslur undan húsi fundust í Hverahlíðinni.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að: „heimild er um gamla götu til norðurs inn á Hellisheiði austan Hverahlíðar.“ Skógarmannavegur mun vera frá þeim tíma, er Hjallamenn sóttu skógarnytjar í Nesjaskóg í Grafningi. Einnig hefur hún verð nefnd Suðurferðagata sbr. framangreint. „Leiðin hefur svo legið áfram um Smjörþýfi og síðan sameinast leiðinni „Milli hrauns og hlíðar“ í Fremstadal undir Svínahlíð.
Í greinargerð Fornlefastofnunar Íslands um fornleifar á áhrifasvæði Hellisheiðarvirkjunar Stóra-Skarðsmýrarfjall, Ölkelduháls og Hverahlíð kemur eftirfarandi fram: „Fyrirhuguð er stækkun á orkuvinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar og bora vinnsluholur á Stóra-Skarðsmýrarfjalli sem er norðan við núverandi virkjunarsvæði. Einnig eru fyrirhugaðar rannsóknarborholur við Ölkelduháls og undir Hverahlíð, ásamt því að vegir verða lagðir að borholum… Vettvangskönnun var gerð dagana 23., 24., og 30. apríl af Oddgeiri Hanssyni, en Adolf Friðriksson, fornleifafræðingur, hafði yfirumsjón með verkinu. Fornleifastofnun gerði árið 1997 svæðisskráningu fyrir afréttaland Ölfushrepps, og aðalskráningu árið eftir. Við aðalskráningu á afréttarlandinu voru skráðir 64 minjastaðir. Flestir minjastaðanna eru á eða við bæjarstæði Kolviðarhóls, en aðrir eru dreifðir um afréttina.
Hverahlíð Árið 2001 vann Fornleifastofnun stutta greinargerð vegna tilraunaborana á svæðinu, og árið 2003 voru gerðar tvær fornleifakannanir, annars vegar í júlí vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun, og hins vegar í október vegna lagningar hitaveituæðar frá Kolviðarhóli til Reykjavíkur. Við undirbúning voru fyrirliggjandi heimildir og skráning athuguð. Farið var á vettvang og ofangreind svæði skoðuð. Gengið var skipulega um svæðin og leitað sýnilegra ummerkja um fornleifar.“
Við fornleifaskráningu á Hengilssvæðinu kom eftirfarandi fram: Eftir rækilega athugun á heimildum og á vettvangi hefur komið í ljós að engar minjar er að finna á Stóra-Skarðsmýrarfjalli. Þar er að mestu uppblásinn melur, ísaldargrús að sunnan, en stórgrýttara að norðanverðu. Fjallið er að mestu gróðursnautt, einungis þunnir mosaflákar á stöku stað, einkum er horft til norðurs yfir fyrirhugað borsvæði á Stóra-Skarðsmýrarfjalli.
„Kunnugt var um einn minjastað á Ölkelduhálsi, svokallaða Ölkelduhálsrétt. Hún mun ekki vera í sérstakri hættu vegna fyrirhugaðra borframkvæmda. Það skal þó tekið fram að réttin virðist ranglega merkt inn á kort, sem haft var til hliðsjónar á vettvangi. Á kortinu er hún merkt inn norðan við veginn sem liggur yfir Ölkelduháls, en er í raun á miðju hverasvæðinu sunnan við hann. Hvað sem því líður þá er ekki aðrar fornminjar að finna á þessu svæði. Engar fornleifar var heldur að finna á vestara borsvæðinu við Kýrgil.
Við Hverahlíð eru þrjár fornleifar. Hyggja þarf sérstaklega að tveimur þeirra vegna borframkvæmdanna. Fyrst skal nefna gamla Hellisheiðarveginn, sem er skammt suður af núverandi þjóðvegi. Hann er að stofni til frá 1894-57 og upphlaðinn á köflum. Þótt vegurinn sé vissulega í þó nokkurri fjarlægð frá hinu fyrirhugaða borsvæði undir Hverahlíð, er mögulegt að hann geti lent í uppnámi ef vegur verður lagður að borholunni eða vegna annars rasks og framkvæmda sem kunna að fylgja borholuframkvæmdum…
Drykkjarsteinn Næst skal nefna gamla troðninga, sem liggja frá austri til vesturs skammt frá rótum Hverahlíðar. Er líklega um að ræða svonefnda Suðurferðagötu sem einnig nefndist Skógargata og var aðalreiðleiðin til Reykjavíkur: Suðurferðagata lá upp með Vindleysu að austan , upp Grjótin fyrir vestan Lambakró, upp Sandhrygg milli Háleita, yfir Smalaskarðsbrekkur innst, rétt fyrir innan Selás, að Hlíðarhorni, spölkorn inn með Hverahlíð og austur á þjóðveginn á Hellisheiði.
Suðurferðagata hét hún af því hún var farin suður til Reykjavíkur, en Skógargata af því að hún var farin áleiðis upp í Grafning til að sækja skóg. Þegar vagnfær leið var rudd af þjóveginum fyrir neðan Kamba út í Hjallasókn, upp úr 1910, lagðist niður umferð um Suðurferðagötu.
Suðurferðagata liggur á svipuðum slóðum og fyrirhugað borholustæði undir Hverahlíð og gæti því mögulega verið í hættu vegna framkvæmda þar.
Að síðustu skal nefna húsarústir, sem eru á dálitlum hjalla undir Hverahlíð, fast austan við hverasvæðið sem þar er, og hlíðin er kennd við. Annars vegar er um að ræða greinilegan sökkul undan húsi, hlaðinn úr grágrýti og skiptist hann í fimm hólf eða herbergi. Einnig má greina hlaðnar “útidyratröppur” við norðvesturhorn rústarinnar. Hins vegar er um að ræða greinilega gólfplötu undan húsi sem einnig er gerð úr grágrýti og er hún um 1,5 m vestan við fyrrnefndu bygginguna. Virðist sem þessi bygging hafi verið byggð yfir hver, því greinilega rýkur upp úr miðri plötunni. Að svo stöddu er ekki vitað um hlutverk þessara mannvirkja en líklega eru þau ung.“ Teikning af rústunum undir Hverahlíð fylgir greinargerðinni. Um var að ræða skíðaskála, sem brann. Annar slíkur var inn við Lágaskarð. Hann hlaut sömu örlög.
Suðurferðavegur Í stuttu máli er niðurstaða fornleifakönnunarinnar sú að hinar fyrirhuguðu rannsókarholur eru á afréttarlandi þar sem afar lítið er um forn mannvirki. Engar áður óþekktar minjar komu í ljós við vettvangskönnun utan húsarústanna undir Hverahlíð.
Samkvæmt lýsingum Björns Indriðasonar á flakið af Ansonvélinni að vera neðst í suðaustanverðu Skálafelli. Þar hefði verið brak fyrir allnokkrum árum.
Sá maður, sem tók þátt í leitinni að flugvélinni á sínum tíma var Smári Karlsson, flugstjóri. Hann sá hvar hún hafði brotlent í Skálafelli. Að sögn Smára kom vélin niður í öxlina er hallar út úr fellinu til austurs – að Hveragerði. Upp af öxlinni tekur toppur Skálafells við og undir henni er rót fellsins. Brakið hafði dreifst víða um hlíðina. Sjálfur hefði hann ekki komið á slysstaðinn, en hann taldi ólíklegt að nokkuð brak úr vélinni væri enn sýnilegt á vettvangi. Loftleiðamenn hefðu eflaust tekið mest af því til rannsókna, auk þess sem mjög veðrasamt er þarna á öxlinni.
Leitin að framangreindum flugvélaflökum mun halda áfram. Spurnir hafa borist af braki úr flugvél í Lakadal við Stóra-Sandfell (sjá HÉR).

Heimildir m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra/fornleifaskra_afrettur.htm
-http://www.or.is/media/files/SK-HVE-1004%20f%20vef.pdf
-http://www.or.is/media/files/7.%20Fornleifar.pdf
-Fornleifakönnun FÍ – Orri Vésteinsson 1998 og 2001; Adolf Friðriksson og Uggi Ævarsson.
-Smári Karlsson.
-Björn Indriðason.

C64

Strandarkirkja

„Strandarkirkja í Selvogi stendur við skerjótta Suðurströndina, leiðarljós þeirra er um sjávarslóð fara. Kirkjan er eins og kunnugt er vinsæl til áheita og um tilurð kirkjunnar hafa myndast helgisagnir sem vitna um þann lífsháska sem sjómönnum var búinn úti fyrir þessari klettóttu, hafnlausu úthafsströnd.

Strandarkirkja

Fyrsta helgisögnin er að Gissur hvíti á 10. og 11. öld hafi fyrst gert kirkju á Strönd og þá úr kirkjuviðnum sem Ólafur Noregskonungur sendi hann hingað með. Gissur ásamt Hjalta Skeggjasyni tengdasyni sínum átti ríkan hlut að kristnitökunni árið 1000. Þessi skoðun byggir eingöngu á kvæði Gríms Thomsens um kirkjuna þar sem segir m.a.:
,,Gissur hvíti gjörði heit
guði hús að vanda
hvar sem lífs af laxareit
lands hann kenndi stranda.“
Önnur sögn er að kirkjuna hafi reist Árni nokkur formaður þegar hann var að koma með timburfarm frá Noregi. Um þennan Árna yrkir séra Jón Vestmann er hann orti um Strandarkirkju árið 1843. Í kvæðinu er Árni Þorláksson biskup í Skáholti nefndur og sagður gefa honum heimild til kirkjubyggingar á Strönd. Árni var biskup 1269 til 1298 og ætti því Strandarkirkja samkvæmt þessari sögn að hafa verið reist í fyrsta skipti á síðari helmingi 13. aldar. Í kirknatali Páls biskups Jónssonar í Skálholti (1195-1211) sem að stofni til er frá árinu 1200 er kirkjan á Strönd hins vegar nefnd.
Þriðja helgisögnin er á þessa leið: ,,Fyrir langa löngu gerði ungur bóndi úr uppsveitum Árnessýslu för sína til Noregs á sínu eigin skipi. Var ferð þessi farin til að sækja valinn við til húsagerðar. Segir nú ekki af ferðum bónda fyrr en hann hefur verið lengi á hafi úti á leið sinni til Íslands. Lendir hann þá í sjávarháska og hafvillu í dimmviðri og veit ekki lengur hvert skip hans stefnir. Í örvæntingu sinni heitir hann því þá að gefa allan húsagerðarvið sinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. Að þessu heiti unnu birtist honum sýn í líki ljósengils framundan stefni skipsins og verður nú ljósengill þessi stefnumið er hann stýrir eftir.
Eldri klukkanSegir ekki frekar af siglingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjávarklappa. Hvarf þá engillinn og birta tók af degi. Sáu þá skipsmenn að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan var hin fyrsta Strandarkirkja reist úr fórnarviðnum.“
Sameiginlegt þessum frásögnum er að menn hafi verið á leið til Íslands og lent í hafvillum og sjávarháska uti fyrir þessari hafnlausu strönd og unnið Guði sínum það heit að reisa kirkju þar sem þeir næðu landi.
Sennilega hefur lendingin verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Kunnugir segja að oft sé kyrrt í Standarsundi þó að haugasjór sé allt um kring.
Núverandi kirkja er frá 1888. Hún var endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og enn endurbætt og endurvígð 13. okt. 1996.
Vorið 1950 var rest var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Er það standmynd á stalli eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhögvara og nefnist Landsýn. Sýnir hún hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki og bendir sjómönnum í lífsháska inn í Engilsvík.
Þjónustuhús var reist nálægt kirkjunni 1988. Í jarðhýsi er snyrtiaðstaða fyrir gesti og gangandi. Umhverfi kirkjunnar er allt til mikillar fyrirmyndar. (Byggt í meginatriðum á riti Magnúsar Guðjónssonar biskupsritara um Strandarkirkju).
Kirkjan og garðurinn er í mjög góðri hirðu og góðu ásigkomulagi. 1986 var land Kirkjunnar girt af og hafin ræktun. Gróðursettar hafa verið 4000 plöntur og sáldrað um 30 kílóum af lúpínufræi. Árlega er áburður borinn á landið. Áður var sandfok illvígt þarna og ógnaði tíðum kirkjunni.

Yngri klukkan

Árið 1996 var kirkjan endurbætt að innan, skipt um glugga, einangrað og hvelfing sett yfir kirkjuskipið. 1998 var lokið við byggingu nýs turns á kirkjuna. 1987 var kirkjugarðurinn stækkaður og unnið hefur verið að endurbótum, merkingum og lagfæringum leiða. 1994 var vígt minnismerki um látna sjómenn. Settur hefur verið upp minningarsteinn um presta er þjónuðu og bjuggu í Selvogi. Sumarhúsið Strönd var keypt og sett upp 1988 en það er m.a.a afdrep þeirra er gæta kirkjunnar á sumrin. Gömul bæjarstæði í landi kirkjunnar hafa verið merkt. Útbúið var bílaplan 1988 og aðgengi fatlaðra þaðan og að kirkju tryggt. Steyptar nýjar tröppur.
Kirkjuhúsið er upphaflega byggt 1887-88 og mun hafa að mestu haldið formi sínu óbreyttu síðan. Árið 1968 var kirkjan að mestu endurbyggð. Þó eru máttarviðir hennar hinir sömu svo og gólf. Við þessa endurbyggingu var kirkjan lengd um „eitt gluggabil“ eða rúml. 2 metra. Henni var breytt að því leyti að söngloft var sett í hana og hvelfing fjarlægð úr henni og var hún með súð og sýnilegum sperrum. Breytingum er lýst í Biskupsvísitasíu frá 1982 og 1968. Þetta var fært í fyrra horf 1996.
Kirkjan er mjög hlýleg að innan. Dregill er á kirkjugangi. Norðanmegin dyra er skrúðhús vel búið. Þar er eldtraustur skápur sem varðveitir dýrgripi kirkjunnar.
Kerti á altari eru máluð af Sigurbjörgu Eyjólfsdóttur frá Þorkelsgerði. Pípuorgel kirkjunnar 6 radda af Walker gerð er frá 1969. Gamla orgelið frá 1898 var gefið kirkjunni 1997. Altaristafla (Upprisan eftir Sigurð Guðmundsson frá 1865) stærð 175 x 118 cm. Númeratafla er frá 1865 ásamt kassa með númerum. Altari og prédikunarstóll eru frá 1888.
AltaristaflanEnn önnu sögn um Strandarkirkju er þessi: „Á elleftu öld var stórbóndi úr Fljótshlíðinni á leið til Íslands með skipið sitt fullt af timbri frá Noregi sem hann ætlaði til að byggja sér nýjan bæ. Þegar bóndinn og skipshöfn hans tóku að nálgast suðurströnd Íslands, skall á aftaka veður. Allir héldu að skipið mundi farast og krupu þeir allir í bæn til Heilagrar Maríu. Eigandi skipsins hét á Maríu Guðsmóður að ef þeir kæmust lífs af mundi hann nota farminn til kirkjubyggingar hvar sem þeir kæmust að landi. – Skyndilega kom þá ljós af himni sem lýsti upp þungbúinn nætur himininn og mennina og himneskt ljós lýsti upp sjóinn fyrir stefni skipsins og frammi fyrir þeim myndaðist líkt og vegur með lygnum sjó þótt á sitt hvora hlið við lygnan sjávarveginn ólmaðist sjórinn með mannhæðar háum hvítfyssandi öldum. Skipið sigldi eftir þessum lygna vegi í átt til strandar og þegar ströndin birtist sjómönnunum stóð hin heilaga María þar með ljósker í hendi (Þegar sagan er sögð á 15 öld hefur hin “Helga Jómfrú” breyst í Engil, því Lútherstrúarmenn vilja að sem minnst sé minnst á Heilaga Guðsmóður en eldri heimildir eigna henni þetta kraftaverk) Um leið og skipið lagði að landi hvarf veran með ljóskerið en eigandi skipsins hélt heit sitt og byggði kirkju þar á ströndinni, svo eina og sér svo fjarri manna byggðum. Og þar stendur hún enn þann dag í dag.
Tvisvar í gegnum aldirnar, hefur átt að flytja kirkjuna nær prestsetri þá þjónandi prests. Í seinna skiptið sem var á 18 öld, hafði presturinn meira segja fengið leyfi biskupsins í Skálholti til kirkjuflutningsins. En daginn áður dó presturinn með sviplegum hætti. Í fyrra skipti var það einn flutningsmanna sem hneig örendur niður, rétt áður en rífa skyldi kirkjuna.
ÚtsaumurÁ 13 öld byrjaði fólk að heita á Strandarkirkju og í 7 aldir hefur fólk hvaðanæfa úr heiminum heitið á kirkjuna. Og hafa áheit farið þannig fram að fólk biður til Guðs, fyrir lækningu sinni eða annarra og heitir vissri fjárupphæð og bænheyri Guð biðjandann, þá fyrst er borguð sú peningaupphæð sem lofað var áður en bænin var beðin. Strandarkirkja er vinsælasta áheitakirkja í Evrópu. Og með áheitapeningum sem koma til Strandarkirkju er ekki aðeins séð um viðhald á Strandarkirkju sem er afskaplega vel við haldin og ótrúlega falleg lítil kirkja, heldur hafa áheitarpeningar til kirkjunnar verið notaðir til að halda við ótal kirkjum á Íslandi.
Mörg tákn og stórmerki hafa gerst í tengslum við þetta fallega Guðshús sem stendur hátt á sjávarkambinum. Svo þegar setið er þar í Kirkjunni við Guðsþjónustur sér maður langt út á Atlanshafið. Eitt sinn var fundur hjá safnaðarnefnd og prestinum þar í Selvoginum inni í kirkjunni. Var fundinum að ljúka nema meðhjálparinn og presturinn urðu einir eftir til að undirbúa messu næsta sunnudag. Þegar þeir höfðu lokið sínum umræðum og ætluðu út úr kirkjunni, gátu þeir ekki með nokkru móti lokað útihurð kirkjunnar. Hvað sem þeir gerðu, þeir reyndu allt, enda stórir og sterklegir menn. Ekki gátu þeir farið heim og skilið kirkjuna eftir opna. Þeir ákváðu að fara aftur inn í kirkjuna til að ráða ráðum sínum um hvað þeir ættu til bragðs að taka til að loka kirkjuhurðinni. En þegar þeir komu aftur inn í helgidóminn, sáu þeir að þeir höfðu gleymt að slökkva á kertunum á altarinu. Þeir litu hvor á annan fóru svo upp að altarinu og slökktu á kertunum. Gengu síðan út og kirkjuhurðin lokaðist ljúflega á eftir þeim.

Silfurkross

Áheitin eru auðvitað ótrúlegt fyrirbæri út af fyrir sig, eitthvað sem stendur tímans tönn og fólk hættir ekki að heita á kirkjuna þrátt fyrir efasemdaraddir nútímans. Það er líka afar einstakt að áheitin sem fremur eru kaþólskur siður en lútherskur skuli lifa svo vel af í íslensku samfélagi. Vegna áheitanna og gjafa er Strandarkirkja einhver ríkasta kirkja landsins, það streyma til hennar áheit bæði frá Íslendingum og erlendis frá. En hvers vegna heita svona margir á kirkjuna? Það er ekki annað hægt en að vera sannfærður um það að áheitin rætast og kirkjan borgi fyrir sig vegna þess að fólk borgar einungis til hennar ef það telur áheitið hafa gengið eftir.
Árið 1964 segir Árni Óla, í ritgerð sinni Áheitatrú á Íslandi, eftirfarandi um áheitin: ,,Áheitatrúin er trú á góð máttarvöld. Í trúnni á Strandarkirkju birtist vissan um, að til sé hulinn verndarkraftur. Er sú trú engu óvísindalegri heldur en trúin á að í geimnum leiki óteljandi geislar og orkustraumar sem nú hefur verið sannað”.
Strandarkirkja er lítil kirkja og afskekkt, það eru ekki margir sem sækja þangað guðsþjónustur, í sókninni eru innan við 20 manns. En þó svo að áheitin og sögurnar í kringum þau séu hið dularfyllsta mál eru þau um leið dæmi um sanna og einlæga guðstrú. Þau eru einnig sönnun þess að kraftaverkin gerast í heiminum eða að minnsta kosti trúir sá stóri hópur fólks því innilega sem heitir á Strandarkirkju á ári hverju.
BrúðarstólarStundum er talað um að það að heita á kirkjur sé sprottið af þörf fólks fyrir samband við verndandi mátt og það tengi hann þannig kirkjunni þótt trúin sem þeim fylgir sé einkamál. Stundum tekur fólk t.d. fram að það vilji ekki láta nafn síns getið þegar kirkjunni eru færðar gjafir. Í könnun sem Guðfræðistofnun gerði árið 1986, þar sem spurt var um áheit á kirkjur, kom í ljós að u.þ.b. þriðji hver Íslendingur hefur einhvertíma heitið á kirkju. Það er ekki ólíklegt að langflestir þeirra hafi heitið á Strandarkirkju.
Það má segja að hægt sé að skipta þeim sem heita á kirkjuna upp í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem heita á kirkjuna ef eitthvað bjátar á og finnst þeir þurfa á kraftaverki, stóru eða smáu, að halda. Hins vegar eru það þeir sem t.d. borga alltaf einhverja vissa upphæð til kirkjunnar á ári hverju og trúa því að hún veiti þeim vernd sína í staðinn. Þannig heita sumir kannski bara einu sinni á ævinni á Strandarkirkju meðan aðrir gera það jafnt og þétt allt lífið.

Minningarsteinn

Eins og áður segir eru áheit fremur kaþólskur siður en lútherskur og siðbreytingin hefur eflaust haft sitt að segja um trú manna á Strandarkirkju. Biskupar og prestar hafa vafalaust reynt að mæla gegn áheitunum eftir siðbreytingu og fundist fé fólksins betur varið í eitthvað annað. En áheitin héldu áfram og ekkert gat stöðvað þau.
Fyrir siðbreytingu voru Skálholt og Kallaðarnes mestu áheitastaðir Íslendinga og er stundum talið að Strandarkirkja hafi leyst þessa tvo staði við siðbreytingu, hvað áheitin varðar.
,,Árnessýsla átti um aldir tvo mestu áheitastaði landsins, Skálholt og Kallaðarnes. Og enn á hún mesta áheitastaðinn, þar sem er Strandarkirkja. Hún er líkt og arftaki beggja hinna kirknanna. Það er ekki fyrr en eftir að siðbótamenn hafa afnumið og bannað áheit á Þorláksskrín og krossinn helga í Kallaðarnesi, að áheit manna taka að berast til Strandarkirkju.”
Áheitin lifðu tímans tönn og lifa enn sem hluti af trúarlífi okkar Íslendinga. Árni Óla segir í ritgerð sinni að það sé rangt að halda því fram að áheitin hafi borist hingað til lands með pápiskum sið. Hann segir að áheitatrúin sé miklu eldri og eigi líklega rætur sínar að rekja til þess að maðurinn fór fyrst að huga að og gera sér grein fyrir því að til væru æðri máttarvöld. Maðurinn hefur svo leitað ráða til að komast í samband við þessi æðri máttarvöld og fá þau þannig til að hjálpa sér. Slíka trú má finna í öllum löndum og hefur gefist fólki vel, annars mundi hún ekki halda velli. Svona trú er ekki hægt að banna því menn standa vörð um það sem þeim er heilagt. Við kristintökuna blönduðust saman kristnar og heiðnar hugmyndir.

Landsýn

Með siðbótinni var blandað saman pápískum og lúterskum hugmyndum, allt hafði þetta glundroða og öfgar í för með sér. En þegar upp er staðið er það eina sem hélst óbreytt trúin á góð og ill öfl.
Styttan Landsýn, sem stendur framan við Strandarkirkju er eftir listakonuna Gunnfríði Jónsdóttur (f: 26. desember árið 1889 að Sæunnarstöðum í Hallárdal í Austur-Húnavatnssýslu). Gunnfríður var við nám í Kaupmannahöfn þegar hún kynntist tilvonandi manni sínum Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og þau felldu hugi saman. Styttan var vígð sumarið 1953. Styttuna vígði þáverandi biskup Íslands Sigurgeir Sigurðsson. Styttan er af englinum sem birtist sæförunum sem lentu í sjávarháska fyrir langa löngu og er minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík.
Höggmyndin er úr ljósu graníti og var höggvin í Noregi. Hún sýnir okkur hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki og bendir sjómönnum í lífsháska inn í Engilsvík.
Gunnfríður lést árið 1968 og á sér legstað í kirkjugarði Strandarkirkju.

 

Heimild:
-www.kirkjan.is/strandarkirkja
-www.olfus.is

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Esja

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Hæsti kambur á Esju miðri, séð úr Reykjavík, heitir Kerhólakambur.

esja-2

Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“.

„Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.

Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.

esja-3

Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).

Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.

Talgusteinn

Líklegasta skýringin á örnefninu Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.“

Heimildir m.a.:
-Wikipedia.

-Vísindavefur HÍ.

Esja

Esja – örnefni.

Arngrímshellir/Gvendarhellir

HINN 25. ág. 1838 skrifaði Jónas Hallgrímsson stjórn Bókmenntafjelagsins í Kaupmannahöfn og stakk upp á því að fjelagið kysi nefnd manna til þess að safna öllum fáanlegum skýrslum, fornumog nýjum, er lýsi Íslandi eða einstökum hjeruðum þess, og undirbúa svo til prentunar nýja og nákvæma lýsing á Íslandi. Stjórn var kosin og sendi hún prestum landsins 70 spurningar um efnið og óskaði svara. Í lýsingu Jóns Vestmanns frá Strönd segir m.a. um Krýsuvíkurhraun:

Opið á fjárhelli Arngrímshellis/Gvendarhellis.

„Vestur undir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir og besta hagaland í kring, í og með hrauninu, samt víðar út um heiðina,“ svo alltíð má beita fje undir vind af hverri átt sem hann er. Hellir þessi er langt frá bæjum, er því erfitt að nota hann í vetrarharðindum.

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli / Arngrímshelli.

Fyrir hjer um bil 100 árum, eða máske nokkuð meir, var bóndi í Krýsuvík að nafni Arngrímur, mig minnir Jónsson. Hann tíundaði jafnan 50 hundruð.

Hann hafði fje sitt við helli þenna, en skyldi hafa átt 99 ær grá kollóttar. Systir hans átti eina á eins lita, og hætti hann ei fyr að fala hana af systur sinni, en hún eftirljet honum ána sárnauðug. Sama veturinn seint gerði áhlaupabyl, sem stóð 6 dægur. Hrakti þá alt hans fje fram af Krýsuvíkurbergi hjer og þar til dauðs og algjörs taps, því sjórinn tók við fyrir neðan bergið en vindurinn rak til hafs. Í hengisfönninni framan í bergsbrúninni stóð grákolla alein er hann fjekk hjá systur sinni, þegar hann eftir bylinn fór að leita að fjenu. Tekur hann ána þá og reynir í 3gang að kasta henni fram af berginu, en gat aldrei kastað henni svo langt, að hún færi niður fyrir. Og jafn ótt og hún losnaði í hvert sinn við hendur hans, brölti hún upp að knjám honum. Loksins gaf hann frá sjer, og skal hafa sagt löngu seinna, að út af þessari á hefði hann eignast 100 fjár. Þetta hef jeg af sögusögn og gef það ei út sem áreiðanlegan sannleik. Ævilok Arngríms urðu þau, að steinn datt á hann úr Krýsuvíkurbergi og marði hann í sundur og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst.*

Gvendarhellir (Arngrímshellir).

Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkursóknar, Guðmundur Bjarnason, bygði nýbýlið Læk aldeilis að stofni, átti margt fje, helt því við áðurnefndan helli. En þar honum þótti langt að hirða það þar, bygði hann þar annan bæ dásnotran sem hinn, með glergluggum, sængurhúsi alþiljuðu með 2 rúmum; í hinum karminum geymslu hús. Bygði hann hús þetta framan við hellisdyrnar og rak fjeð gegnum göngin út úr og inn í hellinn, hlóð af honum þvervegg, bjó til lambastíu, gaf þeim þar þá henta þótti, bjó til jötur úr tilfengnum hellum alt í kring. Í stærra parti hellisins gaf hann fullorðna fjenu í innistöðum (sem verið mun hafa alt að 200 eftir ágiskun manna) flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn á einu sári. Þarna var hann 10 vetur samfelt yfir kindum sínum aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp yfir sjötugt og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár að baki.“
Frábært veður. Þrátt fyrir -8°C reyndust vera um +10°C í hellinum þennan þriðja dag desembermánaðar 2011.

*) Arngrímur þessi var Bjarnason, sonarsonur Arngríms lærða, og hafði lengi verið ráðsmaður í Skálholti. Hinn 9. ágúst 1724 fór hann á báti í sölvafjöru undir Krýsuvíkurbergi „og með honum karlmaður einn og kvenmenn tveir. Og er þau voru farin til að taka sölin, sprakk hella mikil fram úr berginu og kom á þau, svo að hún laust Arngrím í höfuðið til bana, og undir henni varð karlmaðurinn er honum fylgdi og önnur konan, en önnur komst lífs undan; tók hellan þó hælinn af öðrum fæti hennar, og skaðaði hana ekki að öðru. Var hella þessi 13 faðma löng og 11 faðma breið. Náðust lík allra þeirra þriggja, er ljetust (Vallaannáll). Öðrum annálum ber saman um hve margir hafi farist þarna, en Hítardalsannáll segir: — „Vinnukona hans mjög lömuð komst af og aðrir tveir sem af ofboði hlupu fram í sjó og náðu til skipsins“.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1945, (Úr sóknarlýsingu Jóns Vestmanns) bls. 646.

Hleðslur inni í Arngrímshelli/Gvendarhelli.

Hleðslur í hellinum.