Hvaleyrarvatn

Svo hefur Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni:

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

“Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið. Þau hjón Jón og Þórunn héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar selstúlku og smala. Annaðist selsstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni, auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selsstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn. Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selsstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri. Var brugðið við skjótt og lík selsstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Upp frá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. Þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918.”

Hvaleyrarsel

“Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.

Þau hjón Jón og Þórunn héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar selstúlku og smala. Annaðist selsstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni, auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selsstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selsstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Var brugðið við skjótt og lík selsstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Upp frá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. Þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918.”
Á tófta Hvaleyrarsels má við Hvaleyrarvatn sjá tóftir selstöðu frá Ási skammt norðar og selstöðu frá Jófríðarstöðum sunnan í Húshöfða. Þar hjá má einnig sjá tóftir af beitarhúsi frá sama bæ auk fleiri mannvistarminja.

Svo hefur Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni.

Hvaleyrarvatn-220

Hvaleyrarvatn.

Alafarleið

Alfaraleiðin er gamla þjóðleiðin milli Innnesja og Útnesja frá Hafnarfirði. Hún er vel mörkuð í landið og því tiltölulega auðvelt að fylgja henni þar sem hún liggur framhjá Þorbjarnastöðum í Hraunum (fór í eyði um 1930), sunnan Reykjanesbrautar, og áfram vestur úr. Í rauninni er hægt að fylgja gömlu leiðinni frá Hvaleyri og áleiðis að Hvassahrauni þar sem hún kemur niður að Reykjanesbrautinni ofan við hin nýju mislægu gatnamót, sem þar eru.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – stekkurinn (réttin).

Fyrsta varðan á leiðinni er nú inni á miðjum golfvellinum á Hvaleyri. Önnur varða, eða vörðubrot, er skammt sunnar. Þriðja varðan er sunnan Reykjanesbrautar. Síðan tekur við svæði Kapelluhrauns þar sem búið er að fjarlægja yfirborðslagið og þar með götuna. Gatan kemur síðan aftur í ljós við kapelluna á u.þ.b. 10 metra kafla og loks þar sem hún kemur niður Brunann ofan við tjarnirnar við Gerði. Efst á Brunanum við götuna er varða. Þá liðast hún með tjörnunum að austan- og síðan sunnanverðu í áttina að Miðmundarhæð. Hún er augsýnileg þar sem Miðmundarvarða stendur uppi á hæðinni. Gengið er framhjá túngörðum Þorbjarnastaða.

Þorbjarnarstaðir

Gránuskúti – fjárskjól ofan Þorbjarnarstaða.

Að þessu sinni var tækifærið notað og kíkt á tóftirnar sem og Gránuskúta. Þvottastæðið er neðan við Þvottastíginn þar sem er hlaðinn bakki út í tjörnina sunnanverða. Vel má sjá hleðlsur gamla brunnsins í tjörninni. Ofan við götuna er Þorbjarnarstaðaréttin undir breiðum klapparhól. Hún er ekki ósvipuð Óttarstaðaréttinni, með tvo dilka, lambakró og fallega hlöðnum veggjum.
Alfaraleiðin liggur áfram framhjá Miðmundarholti (-hól), yfir Straumsselsstíg. Gatan er vörðuð meira og minna, ýmist með heilum vörðum eða endurupphlöðum.

Alfaraleið

Alfaraleiðin.

Þá var komið að Gvendarbrunni, litið á fjárskjólið nálægt honum og síðan haldið áfram suður götuna. Brunnurinn er hola í miðjum grasbala á lítilli klapparhæð við götuna. Sagan segir að Guðmundur góði Hólabiskup hafi blessað hann á sínum tíma. Þegar litið var í brunninn var ekki frá því að Gvendur sæist í honum ef vel var að gáð. Að minnsta kosti virtist hann alltaf gæjast fram þegar kíkt var ofan í brunninn.

Alfaraleiðin

Alfraleiðin – varða.

Annars eru Gvendarbrunnarnir a.m.k. fjórir á Reykjanesi, þ.e. þessi við Alfaraleiðina, Gvendarbrunnur í Vogum, Gvendarbrunnar í Heiðmörk og Gvendarhola í Arnarneshæð. Það er líkt með Gvendarbrunnum og Grettistökum að Gvendur og Grettir hafa að öllum líkindum aldrei litið hvorutveggja augum. En það er nú önnur saga. Sá átrúnaður fylgdi svonefndum Gvendarbrunnum (sem talið var að Guðmundur biskup hinn góði hefði blessað) að vatnið í þeim læknaði mein. Þannig var t.d. talið gott að bera það á augu eða á sár svo þau myndu gróa. Nokkrar heilar og fallega hlaðnar vörður eru á þessum kafla leiðarinnar. Skammt vestan Gvendarbrunns má sjá leifar af tveimur stórum vörðum, sem verið hafa beggja vegna götunnar.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).

Þegar komið er framhjá Óttarstaðaborginni (Kristrúnarborginni) liggur Óttarstaðaselsstíg (Skógargötuna) yfir hana. Smalaskálahæðir eru á hægri hönd. Skammt vestar liggur Lónakostsselsstígur yfir götuna og upp í hæðir. Varðan ofan við selið sést vel. Nú verður gatan óljósari, en ef farið er hægt og rólega og tekin mið af kennileitum og vörðubrotum má sjá hvar gatan hallar til vesturs og líður svo í bugðum áleiðis að Hvassahrauni. Skammt sunnan Reykjanesbrautar, áður en komið er á móts við Hvassahraun, hverfur hún svo til alveg, en Reykjanesbrautin hefur verið lögð yfir götuna á þessum kafla.
Alfaraleiðin er skemmtileg gönguleið um fallegt hraun. Á leiðinni ber margt fyrir augu, sem áhugavert er að staldra við og skoða nánar.
Að ganga þennan kafla leiðarinnar tekur u.þ.b. 2 klst.

Alafaraleið

Gvendarbrunnur.

Sandgerðishöfn

Í FAXA árið 1964 ritaði Gils Guðmundsson eftirfarandi lýsingu undir fyrirsögninni „Suður með sjó„:
Gils„Skemmtilegur og athyglisverður greinarflokkur um byggðir Suðurnesja, eftir Gils Guðmundsson rithöfund, birtist í vikublaðinu „Frjáls þjóð“ nú á síðast liðnu sumri. — Þar sem greinarflokkur þessi var hinn fróðlegasti, fór ég þess á leit við höfundinn, að hann leyfði birtingu greinarinnar hér í blaðinu. Varð hann góðfúslega við þeim tilmælum og kann ég honum beztu þakkir fyrir.
Að þessu sinni er förinni heitið um Reykjanesskaga. — Reykvíkingur, sem skreppur í bíl suður með sjó, til Keflavíkur eða Sandgerðis, sér að jafnaði eitthvert brot af því mannlífi, sem þar er lifað í dag, en minnist þess sjaldan, að Reykjanesskaginn á sér sína sögu. Og þó að minjar fornrar mannvistar á Reykjanesi blasi ekki hvarvetna við augum ferðamannsins, sem þýtur í bíl um þjóðveginn, má víða finna þær á þessum slóðum, ef rólega er farið yfir og eftir leitað. Í dag er ætlunin að ferðast um Reykjanes án asa og í stuttum áföngum, og gefa einkum gaum landslagi og sögu.
(Hér er sleppt úr nokkrum þáttum, sem fjalla um Kópavog, Álftanes og Hafnarfjörð).
Á Hvaleyrarholti sunnan Hafnarfjarðar er ástæða til að staldra við, þar eð nú opnast nýtt útsýni upp til fjalla og út eftir Reykjanesskaga. Fjöllin, sem mest ber á, eru Lönguhlíð og Sveifluháls með tindunum: Hellutindum, Stapatindum og Miðdegishnúk. Lengra til vesturs sjást Dyngjur og enn vestar Keilir. Láglendið allt, frá fjöllunum niður að flóanum, svo langt út eftir sem augað eygir, er ein samfelld hraunbreiða. Flestum mun þykja það við fyrstu sýn næsta fábreytilegt landslag og nöturlegt. En við nánari kynni af þessum hraunum kemur í ljós, að þau hafa sína tilbreytni, sín sérkenni, sína fegurð. Litbrigði eru þar mikil eftir birtu, gerð hraunanna og gróðri. Mosagrónu hraunin eru ljósgrá í þurrki, en gulgræn í vætu. Í gömlu hraununum er víða töluverður gróður, gras, lyng og birkikjarr, enda eru þar góðir sauðfjárhagar og skjól.

Hraunin
Kapella-222Við höldum nú niður af Hvaleyrarholti á leið okkar „suður með sjó“. Fyrr en varir erum við komin inn í hraunin, fáa metra yfir sjó. Fyrsti hraunflákinn heitir Hvaleyrarhraun. Það hraun er gamalt, flatt og hellótt, með kötlum víða og allmiklum burknagróðri. Þá tekur við Kapelluhraun, miklu yngra en hitt, úfið mjög og illt yfirferðar, ef farið er út af þjóðvegi. Nafnið dregur það af gamalli grjótdys í miðju hrauni, svonefndri „kapellu“. — Segja munnmæli, að þar hafi verið dysjaður einn af mönnum Kristjáns skrifara. Eftir nokkra stund er komið út úr Kapelluhrauni og farið framhjá Straumi, einum hinna svonefndu Hraunabæja. Þá tekur við víðáttumikið, gamalt og gróið hraun, er Almenningur heitir. Ber það nafn af því, að það er beitiland Hraunamanna, og mun vera gott sauðland. Þessu næst tekur við ungt apalhraun, Afstapahraunið. Í vesturjaðri þess er graslaut með smátjörn í, fast við veginn. Heitir þar Kúagerð, og var áningarstaður hestamanna, því að þarna var eini staðurinn milli Hafnarfjarðar og Voga þar sem hestar náðu til vatns.

Dyngjurnar

Trölladyngja

Trölladyngja og Spákonuvatn.

Nú komum við í Vatnsleysuhverfi. Síðan má heita samfelld byggð suður Vatnsleysuströndina. — Bæirnir standa í hverfum, Kálfatjarnarhverfi, kennt við kirkjustaðinn Kálfatjörn, Ásláksstaðahverfi og Brunnastaðahverfi. Frá Vatnsleysu ber mikið á Trölladyngjum og Keili, enda eru aðeins 8 km upp að honum og 10—12 km að dyngjunum. Þar sem við erum ekki á hraðferð í þetta sinn, er vel þess virði að gera dálitla lykkju á leið sína og halda upp að Trölladyngj um. Þangað er nú kominn akfær vegur. Þar eru gosstöðvar miklar og merkilegar, enda geta fornir annálar þess oft, að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum. Um miðjan Reykjanesskaga liggja samhliða tveir langir og brattir hálsar, sem heita einu nafni Móhálsar. Austurhálsinn er nú jafnan kallaður Sveifluháls. Sunnanvert við hann er Kleifarvatn. Vesturhálsinn er eins og ey í ólgandi hraunhafi. Hann er víða grösugur, og þar eru margar tjarnir og lækir, en slíkt er næsta fátítt á Reykjanesskaga. Upprunalega mun þessi háls hafa heitið einu nafni Trölladyngjur, en nú heitir hann ýmsum nöfnum. Nyrzt á honum eru tvö fjöll, Trölladyngja og Grænadyngja (tæpir 400 m). 

Nupshlidarhals-222

Trölladyngja er hvass tindur, blasir hún við í suðri frá Reykjavík. Grænadyngja er hins vegar kollótt, þótt öllu hærri sé. Þarna er jarðhiti mikill, hverir margir og gufur leggur víða upp úr hrauninu. Auðvelt er að ganga á Grænudyngju. Þaðan er hið bezta útsýni. Reykjanesskaginn blasir að heita má allur við og má glögglega sjá hér upptök hinna mörgu og misgömlu hraunflóða, hvernig þau hafa ruðzt fram, hvert á annað ofan. Þaðan sér vestur á Eldey og austur til Kálfstinda. Norður úr Trölladyngiu gengur rani allmikill. Þaðan hafa mestu gosin komið. Vestan í rana þessum er röð af miklum eldgígum, og eru tveir þeir syðstu stórkostlegir. Hér er stórbrotið landslag og einkennilegt. Óvíða munu jafnmargir gígar á tiltölulega litlu svæði sem hér, og þó mikill gróður víða í grennd. Er það vissulega þess virði að gefa sér góðan tíma til að skoða sig hér um. En varlega ættu menn að fara í nánd við gígana, því að limlesting eða bani er hverjum þeim búinn, sem í þá fellur. Í hraununum á Reykjanesskaga eru fylgsni mörg, en óvíða þó fleiri og betri en hér. Ýmsar sagnir eru um, að menn hafi freistað þess að leggjast út á þessum slóðum, en fáir eða engir munu hafa átt hér langa dvöl. Einna greinilegastar eru heimildir um þrjá náunga austan úr sveitum, sem leituðu hælis í Reykjanesfjöllum í byrjun 18. aldar. Hétu tveir þeirra Jónar, en hinn þriðji var unglingspiltur, Gísli að nafni. Höfðu þeir áður verið á flækingi og stolið víða á bæjum, síðast í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Meðan þeir höfðust við þarna á fjallgarðinum stálu þeir sauðum og rændu einn ferðamann. Söfnuðu þá bændur á Vatnsieysuströnd liði, handtóku útilegumennina og færðu til Bessastaða. Þaðan voru þeir fluttir til Alþingis á Þingvöllum og dæmdir. Jónarnir voru báðir hengdir, en Gísla hlíft við bana fyrir æsku sakir. En dæmdur var hann til húðstrýkingar, er svo skyldi fastlega á lögð, að næst gengi lífi hans.

Kvíguvogar
Storu-vogar-222Eftir að við höfum svipazt um á þessum mikilúðlegu slóðum trölla og útilegumanna, höldum við sömu leið til baka, niður á þjóðveginn hjá Vatnsleysu. Er nú farið í suðvesturátt. Næsti áfangastaður er Vogar, sem að fornu nefndust Kvíguvogar. Þar er dálítið þorp og útgerð nokkur, enda allgóð höfn. Héðan var mikil útgerð á tímum áraskipanna. Hér bjó á 17. öld Einar Oddsson lögréttumaður, stórbokki mikill og ríkisbubbi. Um hann orti Hallgrímur Pétursson:

Fiskurinn hefur þig feitan gert,
sem færður er upp með trogum,
en þóttú digur um svírann sért,
samt ertu Einar í Vogum.

„Bezta og skemmtilegasta útræðið á öllu landinu var undir Vogastapa“, segir sjósóknarinn Ágúst Guðmundsson í Halakoti í endurminningum sínum. Hér er að vísu fast að orði kveðið, því að víða var gott til útræðis og stutt á mið, meðan fiskur gekk upp í landsteina. En fiskimiðin undir Vogastapa voru landsfræg, hlutu snemma nafnið „Gullkistan“, því að löngum þóttu þau bera af flestum öðrum miðum. Menn brutu að vonum um það heilann, hvers vegna þorskurinn gekk svo mjög á þetta litla svæði og hélt þar oft kyrru fyrir langtímum saman uppi við landsteina. Og skýringuna töldu þeir sig finna. Svo segir í ferðabók Eggerts og Bjarna: „Það er algeng sögn, að undir skagann liggi göng, og sérstaklega séu víð göngin milli Grinndavíkur og Vogastapa, og á fiskurinn að ganga í gegnum þau. Það er víst, að þegar þorskurinn gengur austan með suðurströndinni og sjómennirnir fylgjast með, hversu hratt göngunni miðar milli verstöðvanna, þá er hann ekki fyrr kominn til Grindavíkur en hans verður vart undir Vogastapa, og þó er leiðin þar á milli 13 mílur, er farið er fyrir Reykjanes, og einskis fisks verður vart í verstöðvunum milli Grindavíkur og Vogastapa.“ Það er enn gömul sögn, sem á að sanna þessa sögu um undirgöngin, að einhverju sinni misstu Grindvíkingar stóra lúðu með merktum öngli, en morguninn eftir veiddist hún undir Vogastapa. Það var og haft fyrir satt, að tveir þorskar, rígastórir, héldu vörð um göngin, sinn við hvorn enda. Ekki eru nútímamenn trúaðir á þessi fiskagöng. En oft veiðist enn vel undir Vogastapa.

Vogastapi
Stapinn-222Vogastapi er um 80 metra hár. Hann skagar í sjó fram sunnan við Vogana. Framan í honum eru þverhnípt björg, og hétu þau Kvíguvogabjörg að fornu. Þar verpir nokkuð af sjófugli. Leiðin lá áður yfir Stapann, þar sem heitir Reiðskarð, en akvegurinn er á öðrum stað. Efst á Stapanum er hóll lítill, sem Grímshóll nefnist. Kemur hann allmikið við þjóðsögur. Segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, að þar hafi ungur vermaður, Grímur að nafni, komið að bæ huldumanns, sem bauð honum að róa með sér á vetrarvertíð. Lét Grímur til leiðast. Réru þeir jafnan tveir á báti og öfluðu vel, höfðu um lokin fengið 10 hundruð til hlutar. Réri Grímur þarna margar vertíðir og líkaði vel vistin. Tókust ástir með Grími og dóttur bónda, svo að hann sótti að lokum reitur sínar, hélt með þær sem leið liggur suður á Vogastapa og sást ekki í mannabyggð upp frá því. Er talið, að bær huldumannsins sé hóllinn efst á Stapanum, sem upp frá þessu nefndist Grímshóll.
Mjög hefur þótt villugjarnt og slysahætt á Vogastapa í myrkri og vondum veðrum. Villugjarnast var þó talið hjá Grímshól, og höfðu menn fyrir satt að hólbúar villtu um fyrir mönnum. Er þess oft getið í annálum og öðrum frásögnum, einkum frá 19. öld, að menn yrðu úti á Vogastapa eða hröpuðu þar fram af björgunum. Þótti þar löngum mjög reimt. Hafa sögur um reimleika á þessum stað verið að myndast allt fram á þennan dag, eftir að bifreiðar urðu algengust farartæki. Hafa nokkrar þeirra sagna þegar verið skráðar, en einhverjar munu óskráðar enn.

Njarðvíkur og Keflavík
Njardvik-222Frá Stapa er skammt út í Njarðvíkur. Í Innri-Njarðvík bjuggu löngum gildir bændur. Urðu sumir þeirra auðugir, enda var gott við útgerð að fást þarna úr víkinni. Þar fæddist í lok 17. aldar Jón Þorkelsson Skálholtsrektor, sá er gaf allar eigur sínar, er voru miklar, í sjóð til uppfræðingar fátækum og munaðarlausum börnum í Kjalarnesþingi. Tæpri öld síðar fæddist þar skáldið og málfræðingurinn Sveinbjörn Egilsson. Í seinni tíð hefur Ytri-Njarðvík tekið miklum vexti. Má heita, að þaðan sé orðin samfelld byggð út í Keflavík, hinn forna og nýja aðalkaupstað Suðurnesja. — Með byggingu hinnar fyrirhuguðu landshafnar í Njarðvík má gera ráð fyrir að byggð á þessu svæði fari mjög vaxandi. Keflavík stendur á melum við samnefnda vík milli Vatnsness og Hólabergs. Umhverfið er hrjóstugt og ekki svipmikið, en útsýni þaðan inn yfir Faxaflóa er einkar fagurt í góðu veðri. Í Keflavík er ein þeirra stílhreinu og fallegu kirkna, sem fyrsti arkítekt okkar Íslending, Rögnvaldur Ólafsson, teiknaði.
Keflavík kemur allmikið við sögu á 16. öld, er Hamborgarar verzluðu hér. Stóð verzlunarhús þeirra í Keflavík á hólma nokkrum skammt undan landi, en seinna var það flutt á land upp. — Á síðari árum hefur Keflavík tekið miklum vexti og er nú stærsti útgerðarbær á Suðurnesjum. Í blaðinu Faxa hefur frú Marta Valgerður Jónsdóttir birt marga fróðlega þætti úr sögu Keflavíkur, einkum frá 19. og öndverðri 20. öld.

Garðurinn
Gardur-222Úr Keflavík liggur leiðin út í Garð. Í Garðinum hafa löngum búið sjósóknarar miklir og dugandi athafnamenn. Garðsjór var annálaður fyrir veiðisæld, einkum fram að þeim tíma, er togvciðar hóftist fyrir alvöru. Auk heimabáta gengu fjölmargir aðkomubátar úr Garðinum, einkum á haustvertíðum. Er frá því skýrt í Suðurnesjaannál, að dag nokkurn haustið 1879 hefðu verið talin 400 áraskip að veiðum í Garðs- og Leirusjó. Yzt á Garðskaga, utan við býlið Hof, stendur Garðskagaviti á lágti og mjóu nesi sandorpnu. Er þar sérkennilegt um að litast og því líkast, sem maður sé kominn á haf út. Í fjarska blasir við Snæfellsnesfjallgarður. Svipmikill og tignarlegur jökullinn nýtur sín einkar vel héðan í heiðskíru veðri.

Kirkjuból í Miðnesi
Þessu næst liggur leiðin frá prestssetrinu Útskálum suður á Miðnes. Brátt erum við komin í Kirkj ubólshverfi. Þar er hið forna höfuðból, Kirkjuból á Miðnesi. Árið 1433 var Ívar Hólmur, sonur Vigfúsar Hólms hirðstjóra, brenndur þar inni af sveinum Jóns biskpus Gerrekssonar. — Herma sagnir, að Magnús nokkur, fyrirliði biskupssveina, cr talinn var launsonur Jóns biskups, hafi beðið sér til handa Kirkjubol-222Margrétar Vigfúsdóttur Hólm, systur ívars, en fengið synjun.
Til hefnda hélt hann með liðsafla suður að Kirkjubóli, skaut Ívar Hólm til bana, lagði síðan eld í bæinn og brenndi hann til ösku. Margrét komst úr eldinum, reið norður í Eyjafjörð og gekk að eiga Þorvald Loftsson frá Möðruvöllum, er skömmu síðar stóð ásamt Teiti Gunnlaugssyni í Bjarnarnesi fyrir aðförinni að Jóni biskupi Gerrekssyni og mönnum hans. Rúmri öld síðar, árið 1551, kom Kirkjuból aftur allmjög við sögu, er Kristján skrifari, banamaður Jóns Arasonar, var þar staddur á yfirreið. Þangað komu Norðlendingar, er leituðu hefnda eftir Jón Arason, drápu Kristján skrifara, 7 eða 8 fylgdarmenn hans danska og Jón Ólafsson böðul, þann er hjó Jón biskup og syni hans. „Voru þeir dysjaðir fyrir norðan garð.“
Næsti bær við Kirkjuból eru Hafurbjarnarstaðir. Árið 1868 fundust þar, skammt norður af bænum, dysjar allmargar, beinagrindur, vopn og ýmsir fleiri gripir. — Hugðu sumir, að hér væru fundin bein Kristjáns skrifara og manna hans, en Sigurður Guðmundsson málari sá þegar, að þetta voru kuml úr heiðnum sið. Kom hann fram með þá tilgátu, að í stærsta kumlinu, þar sem m. a. fannst sverð fagurbúið, er verið hafði hin mesta gersemi, hefði verið grafinn Hafurbjörn Molda-Gnúpsson landnámsmaður, þess er nam Grindavík. Löngu síðar, 1947, rannsökuðu þeir Kristján Eldjárn og Jón Steffensen kuml þessi vísindalega og komust að þeirri niðurstöðu, að þau væru úr heiðni, naumast yngri en frá miðri 10. öld. Þykir þetta einn merkasti fornleifafundur á Íslandi. Geta menn fræðst um hann nánar í Þjóðminjasafni og Árbók fornleifafélagsins 1943-8, bls. 108—128.

Sandgerði
Sandgerdi-222Næsti viðkomustaður okkar er Sandgerði, en þar hefur á síðari árum risið allstórt og myndarlegt kauptún, enda bækistöð mikils vélbátaflota og einn af stærstu útgerðarstöðum við Faxaflóa. Búa þar nú um 1000 manns.
Jörðin Sandgerði er snemma nefnd í skjölum. Gömul munnmæli herma, að hún hafi upphaflega heitið Sáðgerði, af því að þar hafi legið kornakrar Gullbringu, sem sýslan er við kennd. Á hún að hafa gefið þræl sínum, Upsa, jörð þá er hann nefndi Uppsali. Uppsalir voru skammt ofan við Sandgerði, 20 hundruð að fornu mati, en Sandgerði 60 hundruð. Líklegt má þó telja, að sagan um þrælinn Upsa sé alþýðleg skýringartilraun á bæjarnafninu Uppsalir. — Jarðarheitið Sáðgerði kemur hvergi fyrir í skjölum, og er það að líkindum tilbúningur síðari tíma. Hitt er efalaust, að Sandgerði hefur fyrr á öldum verið landbetra og frjósamara en síðar varð. Votta heimildir, að áður á tímum hafi verið svo hátt stargresi milli Sandgerðis og Bæjarskerja, að fénaður sást ekki, er hann var þar á beit. Síðar blés þetta svæði upp og á það gekk sjór, svo að þar urðu mest berar klappir eftir eða gróðurlítill foksandur. Séra Magnús Grímsson, sem kannaði um miðja 19. öld fornminjar á Reykjanesskaga og ritaði um þær, kemst svo að orði um Sandgerði: „Suður af Flankastöðum við sjóinn eigi langt er bær, sem nú er kallaður Sandgerði, en hét áður Sáðgerði. Þar eru tún fögur og allslétt. Mikið af túni þessu hefur í fyrndinni verið akrar, og sést þar glöggt fyrir skurðum, sem hafa skipt ökrunum í breiðar og langar reinar. Tjörn ein er fyrir norðan bæinn, og sér til skurðar úr henni niður á akurinn. Hefur þar mátt hleypa vatni úr í allar rásirnar og af eða á akurinn eftir geðþekkni.“
BaejarskerÍ Sandgerði er lending tiltölulega góð. Var þar á áraskipatímum talið eitt hið bezta og tryggasta sund fyrir sunnan Skaga. Það heitir Hamarsund. Sundið er fremur mjótt og blindsker á báða vegu, en sé rétt farið er það hættulaust í öllu skaplegu. Sandgerðishöfn myndast af Bæjarskerseyri, sem Hggur bogadregin fyrir sunnan og vestan Sandgerðisvík, um eina sjómílu út. Á eyri þessari brotnar brimáldan, og er fyrir innan hana tiltölulega örugg höfn fyrir tugi vélbáta. Frá Sandgerði er tiltölulega stutt á fiskimið, enda er hér einhver aflasælasta verstöð landsins. Með auknum hafnarbótum og bættri aðstöðu fiskibáta til að athafna sig við bryggjur, má telja víst að útgerðarstaður þessi eigi enn eftir að taka miklum vexti.
Frá Sandgerði liggur leiðin út í Bæjaskerjahverfi um sléttar flatir, er nefnast Lönd. Neðri hluti Landanna hefur eyðzt mjög af sjávargangi og uppblæstri. Fyrir allmörgum árum var girt fyrir Löndin skammt ofan við sjávarmál. Er þar nú að gróa upp hið fallegasta landsvæði. Þar hafa á síðari árum risið margar og myndarlegar byggingar þeirra Sandgerðinga.
Frá Bæjarskerjum er haldið út í Fuglavíkurhverfi. Á þeirri leið er bærinn Melaberg, sem mjög kemur við hina mögnuðu þjóðsögu um illhvelið Rauðhöfða, svo sem lesa má í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Það er og í munnmælum, að í fyrndinni hafi Melaberg verið stórbýli með 50 hurðum á járnum, sumir segja 80 eða 100. Ekki eru sagnir þessar sennilegar. Segir og í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, að Melaberg sé eyðijörð, hafi legið í auðn yfir hundrað ár, enda jörðin „aldeilis yfirfallin af sandi og grjóti“. Það er auðsætt, að landbrot hefur orðið ákaflegt þarna, svo að vafalaust hefur áður fyrr verið þar land miklu meira. Á síðari árum hefur Melaberg aftur komizt í byggð. Er það nú snoturt býli og vel ræktað. Er það einkum verk Hjartar B. Helgasonar, kaupfélagsstjóra í Sandgerði, sem þar bjó um alllangt skeið myndarbúi.

Hvalsnes
Hvalsnes-222Nú er skammt suður á Hvalsnes, en þar hefur löngum verið allmikil byggð og útræði mikið. Blasir þar við snotur kirkja úr hlöðnum steini, reist 1887. Kirkjudyr horfa beint móti innsiglingu um Hvalsnessund, en þar er brimasamt mjög og lending oft torveld ef eitthvað er að veðri. Liggur sundið fyrir opnu hafi og brimar því oft með skjótri svipan. Er það forn venja að opna dyr Hvalsneskirkju þegar sundið brimar. Var því trúað, að þar færist aldrei bátur fyrir opnum kirkjudyrum. Þegar maður stendur hér við kirkjudyr á Hvalsnesi, reikar hugurinn til Hallgríms Péturssonar og Guðríðar konu hans. Um sjö ára skeið, hin fyrstu eftir heimkomuna frá Kaupmannahöfn, var Hallgrímur embættislaus, og hafði ofan af fyrir sér og sínum við ýmis störf á um. Höfðust þau hjón við í koti einu í Ytri-Njarðvík, en löngum varð Hallgrímur að stunda vinnu utan heimilis. Um skeið var hann púlsmaður hjá dönskum kaupmanni í Keflavík, en hafði þó einkum athvarf á Hvalsnesi, í skjóli bóndans þar. Þaðan stundaði hann sjó, enda kallaði Torfi Erlendsson, sýslumaður á Stafnesi, hann „líðilegan slordóna.“ Fyrir þau ummæli og ýmsar fleiri kaldar kveðjur frá valdsmanninum á Stafnesi kvittaði Hallgrímur með þessari óþvegnu skammarvísu:

Áður en dauður drepst úr hor,
drengur á rauðum kjóli,
feginn verður að sleikja slor,
slepjaður húsgangs drjóli.

Mun ýmsum hafa dottið í hug vísan, og þótt áhrínsorð, þegar Torfi var síðar dæmdur frá embætti, æru og eignum. Erfið hafa verið mörg spor Hallgríms á þessum árum. Um það vitnar sú tiltekt Hvalsnes-223góðkunningja hans og helztu hjálparhellu, Gríms Bergssonar í Njarðvík, er hann beitti sér fyrir samskotum, svo að þau Hallgrímur og Guðríður gætu greitt sektargjald fyrir „frillulífisbrot“ sitt. Bað Grímur „góða menn á Suðurnesjum að gefa honum einn, tvo eða þrjá fiska eftir því sem Guð blési sérhverjum í brjóst.“ Eftir að biskupar höfðu „straffað“ Hallgrím í sjö ár fyrir fyrstu barneignina með Guðríði, og sennilega einnig þá þverúð hans, að vilja síðan ólmur stofna til hjúskapar með þessari barnsmóður sinni, sem almenningur taldi heiðna, enda komna úr kvennabúri Hundtyrkjans, veitti Brynjólfur Sveinsson honum loks prestsembættið á Hvalsnesi og vígði hann þangað. Hér var Hallgrímur prestur í sjö ár. Engar sýnilegar menjar munu nú vera lengur um dvöl hans á þessum stað. En þarna í kirkjugarðinum liggja börnin hans grafin, er hann missti flest kornung. Eitt þeirra var þó komið ögn á legg, telpa, er Steinunn hét. Litli steinninn, sem hann reisti yfir moldum hennar, er nú ekki sjáanlegur lengur. En minning litlu telpunnar geymist í tveimur innilegum og ómþýðum erfiljóðum. Eru upphafsstafir hvers erindis í öðru ljóðinu valdir þannig, að úr verða þessi látlausu orð: „Steinunn mín litla hvílist hér“.

Stafnes
Stafnes-224Frá Hvalsnesi er stutt á Stafnes, sem í fornum máldögum er jafnan kallað Starnes. Ekkert vil ég um það fullyrða, hvort nafnið er upprunalegra. En sé Starnes hið forna heiti bæjarins, bendir það til þess, að þar hafi fyrr á öldum verið starengi. Hafi svo verið, er það nú fyrir löngu horfið í sand og sjó. Getur það staðist, því að jörðin „hefur stórlega af sér gengið og gengur enn í stórflóðum af sand- og sjávarágangi“, segir sr. Sigurður B. Sívertsen í sóknarlýsingu 1839. Á hitt má þó benda, að Stafnes er’ fornt staðarheiti á Fjölum í Noregi.
Stafnes var eitt sinn stórbýli, 143 hundruð að dýrleika, enda talið að þar hafi verið yfir 20 hjáleigur. Getur jarðbókin frá 1703 um 10 hjáleigur byggðar og 12 eyðihjáleigur, sem Stafnesi fylgi, og telur allar upp með nöfnum. Hér var því í rauninni heilt sjávarþorp. Var og á Stafnesi einhver hin stærsta og veiðisælasta verstöð á öllum Suðurnesjum. Þar hafði konungsútgerðin um skeið aðalbækistöð sína. Hólastaður gerði út skip þaðan. Glöggt dæmi þess, hve mikil verstöð Stafnes var á 17. öld, er eftirfarandi frásögn annála um skipstapa þar 1685: Mannskaðaveður. Skipstapar ógurlegir á Góuþrælnum. Sjö á Stafnesi — Drukknuðu 58 menn… Á tíæringunum frá Stafnesi voru flestir útgerðarmenn að norðan og margir valdir menn, þar á meðal Ólafur yfirlestarmaður á Hólum, Þorsteinsson.“
Á 19. öld var enn mikil útgerð frá Stafnesi. Gengu þaðan að jafnaði allmörg stórskip, enda óvíða eða hvergi jafngóð aflabrögð á vetrarvertíð sem þar. Nú er útgerðarsaga Stafness fyrir álllöngu á enda. Fátt er þar legnur, sem minnir á forna athafnasemi og reisn. — Rústir og tóttir eru þar eðlilega margar, en húsin, sem enn standa orðin næsta hrörleg flest.

Básendar
Basendar-222Nú skal haldið að Básendum. Þangað er ekki bílvegur, en leiðin er stult. Básendar liggja skammt sunnan við Stafnes í landi þess. Þar var kaupstaður á einokunartímabilinu og nokkru lengur, svo sem kunnugt er. Básendahöfn þótti jafnan viðsjál, enda er leiðin inn á höfnina löng milli ófrýnilegra skerja. Varð þarna oft skipatjón, einkum þar til járnhlekkir voru greyptir í sker og kletta í fjörunni og skipin „svínbundin“ sitt á hvað. Má enn sjá leifar af þeim umbúnaði þegar lágsjávað er. Á malartanga einum þarna rétt hjá eru enn dálitlar rústir, þar sem staðið hafa verzlunar- og bæjarhús á Básendum. Húsum þessum var hætt í stórflóðum, og gekk sjór stundum inn í þau fyrr á öldum, án þess að verulegt tjón hlytist af. En snemma í janúarmánuði 1799 gcrði ofsaveður af í útsuðri og tók þá af hús á Básendum, svo að þar stóð ekkert eftir. Kaupmaðurinn, kona hans, fjögur börn og vinnukona, björguðust með naumindum. Gömul kona, Rannveig Þorgilsdóttir, sem verið hafði þar niðursetningur í nokkur ár, drukknaði í flóðinu.
Basendar-223Síðasti kaupmaður á Básendum hét Hinrik Hansen. Hann ritaði greinargóða lýsingu á atburði þessum, er hann sendi sýslumanni, um leið og hann bað um skoðunargerð á rústunum og fjártjóni sínu. Fer hún hér á eftir, allmikið stytt (þýðinguna gerði Vigfús fræðimaður Guðmundsson, sem ritað hefur ýtarlega um Básendaflóð í Blöndu III. bindi, bls. 46—68).
„Eftir að við öll vorum háttuð, varð ég þess var um nóttina, á að giska kl. 2, hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auki fóru að heyrast skellir, hver eftir annan, eins og veggbrjótur væri að vinna á hiið hússins og undirstöðu. Af þessu fór ég á fætur, til þess að líta eftir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk ég upp húsdyrunum eldhúsmegin, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergið á lítilli stundu. Flúðum við því í skyndi upp á húsloftið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við ótttiðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris. Svo vissum við hka að allt umhverfis húsin var hulið sjó. Og megum við víst þakka guði, að við gripum þá ekki það óyndisúrræði, því þá hefðum við öll farizt. Þarna stóðum við nú langan tíma á loftinu í sífelldum dauðans ótta, að veður og sjór mundu þá og þegar mola húsið niður að grundvelli. Hér um bil kl. 7, að við héldum, treystumst við ekki lengur að geta bjargað lífinu þarna á loftinu. Braut ég því gluggann á norðurhliðinni. Þar smugum við öll út, eins og við stóðum. Ég óð með yngsta barnið á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yfir og skolaði með sér borðum, plönkum, varningi og búshlutum. Náðum við fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við dvalist þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í fjósinu.

Basendar-224

Við urðum því að flýja þaðan aftur, og til hlöðunnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en hlaði af trjáviðardóti, er við urðum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að komast inn. Þarna stóðum við skjálfandi nokkum tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þakinu, en hinn hlutinn blakaði fram og aftur, eins og blaðsnepill. Til þess enn að reyna að bjarga lífinu, gerðum við síðustu tilraun, yfirgáfum eyðilagðan kaupstaðinn, leiddumst öll saman áleiðis til byggða. Óðum við svo og skriðum í rokinu, unz við eftir miklar þrautir náðum til næstu hjáleigu, er nefndist Lodda, rétt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur, sem vorum örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki, með mestu alúð og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. Í baðstofu þessa ráðvanda manns höfðum við aðsetur í 14 daga. Voru þar alls 19 manns, þar af 10 börn, en þó var baðstofan ekki nema þrjú stafgólf á lengd, 2 1/2 alin á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp á mæniás. Þrátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekki lengur níðast á gestrisni hans. Fórum við nú á eyðijörðina Stafnes, og bjuggum um okkur í baðstofunni íslenzku, sem þar var. Síðan höfum við haft þar okkar fátæklega aðsetur. Eins og hr. sýslumaðurinn mun sjá, eru húsin mín öll á verzlunarstaðnum samanhrunin að grundvelli, og bærinn, sem þar var líka. Fólkið úr honum (vinnufólk kaupmanns) bjargaði sér upp um þekjuna, og tókst því þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu.“

Hafnir
Hafnir-222Skammt sunnan við Básenda gengur vogur einn eða lítill fjörður inn í landið. Nefnist hann Osar. Sunnan Ósanna taka við Hafnirnar, en þar eð enginn vegur liggur fyrir Ósabotna verður ekki komizt þá leið í farartæki nútímans, bílnum. — Höldum við því aftur að Stafnesi og þaðan sama veg til baka allt til Keflavíkur. Þar liggur bílvegsálma út af aðalvegi rétt hjá flugvallarhliðinu. Sá vegur liggur um Hafnaheiði sunnan við Ósana. Í Höfnum hefur löngum verið allmikil byggð. Þar bjuggu oft sjósóknarmenn miklir og komust sumir vel í álnir. Hefur séra Jón Thorarensen lýst hinum gömlu Hafnamönnum í skáldsögum sínum, og stuðzt þar mjög við sagnir og munnmæli. Helstu jarðir þar á síðari tímum voru Kirkjuvogur, Kotvogur, Merkines og Kalmanstjörn. Nokkru fyrir sunnan Kalmanstjörn eru við sjóinn rústir allmiklar og garðar. Eru það sandorpnar leifar af fornri byggð. Þar hét Kirkjuhöfn. A þessum stað hafa fundizt leifar af kirkjugarði og gömul mannabein. Fleiri bæir hafa verið þarna, svo sem Sandhöfn og Eyri. A Eyri bjó um miðja 17. öld maður sá, er Grímur hét. Það var einhverju sinni meðan Hallgrímur Pétursson var prestur á Hvalsnesi, að Grímur bóndi á Eyri kom þar á sunnudegi og hlýddi messu í Hvalsneskirkju. Gekk hann út um messuna að gæta reiðskjóta síns, sem var hryssa. Hafði hún losnað, en Grími varð skapbrátt, lamdi merina harkalega og batt síðan rammlega aftur með reipi. Munu þær aðfarir hafa verið ófagrar. Gerðist þetta í sömu andrá og Hallgrímur blessaði yfir söfnuðinn. Sá hann gjörla allt atferli Gríms, því að viðureign hans við merina fór fram gegnt opnum kyrkjudyrum. Um það kvað prestur eftir messuna:

Hann Grímur á Eyri
gerir sem fleiri,
að gengur hann út,
merina keyrir,
með reipum svo reyrir
og rekur á hnút.

Sunnan við Eyri taka við þverhnípt Djörg í sjó fram, er heita Hafnaberg. Er pað a alllöngu svæði um og yfir 30 metra hátt. Verpir þar allmikið af sjófugli, einkum svartfugli. Þar var áður allmikil eggja og fuglatekja, og þurfti að síga í bjargið, sem er ókleift með öllu. Nyrzt gengur inn í bergið gjá nokkur, sem heitir Klauf. — Þótt Hafnaberg sé ekki ýkjahátt, er sjálfsagt fyrir ferðamenn á þessum slóðum að leiða það augum og gefa um stund gætur að hinum fleygu og skemmtilegu íbúum þess.

Reykjanes
Reykjanesviti-222Frá Hafnabergi er ekki ýkjalangt út á hið eiginlega Reykjanes, en svo nefna menn suður þar „hæl“ Reykjanesskagans, nesið milli Staðar í Grindavík og Stóru-Sandvíkur í Hafnalandi. Svæði þetta er ákaflega eldbrunnið. Þar eru ótal gígir, gufuhverir, brennisteinshverir og leirpyttir.
Nesið er allhálent og sæbratt víðast hvar. Upp úr hraununum standa nokkrir móbergshryggir, svo sem Valahnúkur, Vatnsfell og Sýrfell. Þar eru og tvær breiðar hraunbungur, Skálafell og Háleyjarbunga, gömul eldfjöll. Gígurinn í Háleyjabungu er stór og tilkomumikill, sagður 440 fet að þvermáli og 100 feta djúpur. Á þessum slóðum mun hafa gosið á 13. öld, þegar „hálft Reykjanes brann“. Enn er þarna mikill jarðhiti og fjöldi smáhvera. Einna stærstur þeirra og þekktastur er Gunnuhver, þar sem Eiríkur karlinn í Vogsósum kom draugnum fyrir. Ekki ýkjalangt frá Gunnuhver er hóll einn sérkennilegur, myndaður úr mjallhvítu hverahrúðri (kísil). Má kljúfa kísilinn í þunnar flögur. Hugðu menn um skeið að þetta væri „postulínsjörð“ og vænlegt að vinna úr postulín. En Þorvaldur Thoroddsen sá hvers kyns var og gerði ljósa grein fyrir.
Fram hjá Reykjanesi hefur jafnan legið fjölfarin skipaleið. Var því snemma þörf á vita þar, enda reis á þessum stað fyrsti viti landsins, byggður 1878.
Upphaflega stóð vitinn á Valahnúk, úti við sjóinn, en vegna þess hve mikið hrundi úr Reykjanesviti-222hnúknum í jarðskjálfta 1886 þótti ekki öruggt að láta hann standa þar áfram. Þó liðu enn allmörg ár unz byggður var nýr viti. En árið 1908 var hár og stæðilegur viti reistur uppi á Bæjarfelli, sem svo er nefnt, þar eð vitavarðarbærinn hefur frá upphafi staðið við rætur þess. Aukaviti var einnig reistur á Skarfasetri, skammt frá grunni gamla vitans, þar eð Skálafell skyggir á aðalvitann á mjóu belti á siglingaleið skipa, er að austan koma.
Ofan úr Reykjanesvita er útsýni gott yfir nesið og á haf út. Í suðvestri blasir við Eldey úti við hafsbrún, 77 metra há, hvít af fugli og fugladrit eins og mélsekkur. Fyrir utan hana sézt skerið Eldeyjardrangur, en til hinna ytri Fuglaskerja sést ekki.
Norður af Valahnúk, skammt undan landi, rís upp úr Reykjanesröst 50 metra hár móbergsdrangur, sem heitir Karl. Þegar brimar kvað hann verða alhvítur, og mun það tilkomumikil sjón. Björgin hér við sjóinn eru mjög etin út í skvompur og skúta. Brim er oft svo mikið á þessum slóðum, að bergin eru öll í löðri. Heyrast þá að sögn skellir miklir og brak eins og fallbyssuskot, þegar brimskaflarnir lemja bergið og berja saman stórum hnullungum í fjörunni. Eru þar víða tröllauknir garðar af brimsorfnu grjóti. Ekki eru það neinir smásteinar, heldur heil björg, og er hverju tildrað ofan á annað. Fjörugrjót þetta er egglaga, steinarnir margir á að gizka 1—2 metrar að þvermáli.“

Heimild:
-Faxi, 24. árgangur 1964, Gils Guðmundsson, Suður með sjó, bls. 86-89, 133-135, 149 og 169-171.

Suðurnes

Suðurnes – skilgreiningar.

Stóra-gerði

Ætlunin var að ganga um Staðarhverfi í Grindavík, rekja staðsetningar einstakra bæja, sem þar voru, sem og önnur gömul mannvirki á svæðinu. Má þar nefna útgerðarminjarnar á Hvirflum, konungsverslunarminjarnar við Kóngshellu og Hvirfla, Staðarhverfi-loftmyndhreppsstjórasamfélagsminjarnar á Húsatóftum o.fl. o.fl.
Gangan var liður í undirbúningi að gerð sögu- og örnefnaskiltis, sem fyrirhugað er að setja upp í Staðarhverfi. Með í fartaskinu var örnefnalýsing fyrir Húsatóftir og Stað sem og fornleifaskráning fyrir Stað frá árinu 1999 auk fleiri gagna.
Haldið var rangsælis um hverfið, frá Húsatóftum að Stað. Skoðaðar voru tóftir tómthúsanna Hamra, Blómsturvalla, Dalbæjar, Vindheima og Reynisstaðar (Reynivalla). Öll þessi hús voru byggð eftir 1910. Sunnar eru leifar dönsku konungsverslunarinnar, alls sex hús og brunnur.
Fyrrum bæjarstæðið á stað var skoðað, einkum eldri bæjarins. Bergskot var austan við bæinn, upp á svonefndum Bringum. Leifar þess þess sjást enn. Einnig tóftir Nýjabæjar, u.þ.b. 100 metra norður af þeim.
Íbúðarhúsið að Móakoti var rifið nýlega svo þar sjást enn ummerki eftir það svo og garða og tún. Lönd voru austan við Stað og Merki á Hvirflum, á ystu  mörkum.
Hjáleigan Kvíadalur var suður af Stað. Þar sjást enn heillegar tóftir. Austar var Litla-Gerði og enn austar, á miðjum Gerðistöngum, var Staðargerði eða Stóra-Gerði öðru nafni. Þar sjást enn vegglegar vegghleðslu bæjarins, garða og sem og falleg heimtröð.
Staðarbrunnurinn hefur nú verið lagaður, en hann var upphaflega hlaðinn árið 1914. Dýptin á honum er 23 fet. Hóll er sunnan við brunninn. Sagt er að þar hafi fyrir löngu verið hjáleigan Krubba, eða Krukka eins og sr. Geir Backmann nefnir hana. Annar hóll er skammt suðaustar, líklega leifar hjáleigunnar Króks.
Tóftir KvíadalsMelstaður var sunnan við Hvirfla, nýbýli frá Stað frá árinu 1936. Þá má nefna hjáleiguna Sjávarhús, sem áður stóð á Staðarklöppinni, rétt við Staðarvörina. Þau munu hafa farið í eyði í sjávarflóðinu mikla árið 1799.
Hlaðnir brunnar eru nokkrir í Staðarhverfi, s.s. við Stað, Stóra-Gerði, Melstað, Hústóftir  og Kóngshelluna. Gamla réttin sést að hluta til enn ofan við Gerðistanga. Með ströndinni eru víða grunnar og ker síðan frá saltfiskverkuninni, einkum eftir 1930. Nokkrir grunnanna eru ofan við gömlu brygguna við Hvirfla, í Húsatóftarlandi. Vestan í Hvirflum er Vatnstangi yst

ur. Á honum er gróin tóft. Vestan við hana er lítil vík. Í henni leysir ferskvatn. Vegna seinni tíma bygginga sést orðið lítið af verslunarstaðnum, sem þar var fyrr á öldum. Á einokunartímabilinu kom t.d. öll sigling á þessa vík, en mun hafa lagst endanlega af í tíð Hörmangara. Víkin hefur ekki sérstakt nafn svo vitað sér, en hefur stundum verið nefnd Staðarvík því Staðarsundið er þarna utan við hana.

Staðarvör

Hvirflavörður eru tvær; neðri varðan er ofan við efsta flóðfar og hin 150 metrum ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsund og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá. Steinbryggjan austan við neðri vörðuna var reist árið 1933, en hún er í landi Húsatófta þrátt fyrir að lending hafi verið betri í Staðarvíkinni. Ástæðan er ágreiningur, sem var, um gjald fyrir bryggjuaðstöðuna.
Þótt landið sunnan Kóngshellunnar sé komið undir sjó, má þó enn sjá leifar á skerjum, m.a. hluta af flóraðri götu. Barlestasker er syðst sunnan Garðafjörðu. Þar munu verslunarskipin fyrrum hafa tekið barlest. Upp af þeim er stór og mikil klöpp, Kóngshellan, sbr. framangreindar minjar.
Brunnur við KóngshellunaÖrnefni á þessu svæði eru fjölmörg. Við gerð sögu- og örnefnaskiltis í Staðarhverfi er m.a. stuðst við „Örnefni í Staðarhverfi“, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði, örnefni skv. upplýsingum Guðsteins Einarssonar, hreppsstjóra, sóknarlýsingu Geirs Backmanns frá 1840, lýsingum Einars, Jóns og Þórhalls Einarssona frá Húsatóftum, „Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók“, heimilda Gamalíels Jónssonar bónda á Stað, Árna Vilmundasonar, Þorsteins Bjarnasonar o.fl., auk þess sem Loftur Jónsson mun gæta samræmis. Þá verður og byggt á lýsingum bræðranna Helga og ÓLafs Gamalíelssona frá því er þeir gengu með FERLIR um svæðið fyrir nokkrum misserum og lýstu örnefnum, minjum og staðháttum á svæðinu. Loks verður tekið mið af nýjum uppgötvunum við þéttriðna vettvangsleit á svæðinu. Nú þegar er uppkast uppdráttarsins svo þakin örnefnum og minjum að varla sést í auðan díl. Líklega verður að grisja uppdráttinn eitthvað áður en hann kemur endanlega fyrir almenningssjónir.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Staðarkirkjugarður - gamli bærinn var ofarlega fyrir miðri mynd

Staðsetning gamla bæjarins m.v. gamla ljósmynd

Reykjanesviti

Eftirfarandi um Reykjanesvita – „Fyrsta vita á Íslandi „- er eftir Skúla Magnússon og birtist í Sjámannablaðinu Víkingi árið 1973:
Reykjanesviti - fyrsti
Á þessu ári eru liðin 95 ár síðan kveikt var á fyrsta vita landsins, Reykjanesvitanum gamla, nánar tiltekið 1. desember 1878. Mun ég hér á eftir skýra nokkuð frá vitabyggingunni og starfrækslu þess fyrsta vita. Einnig verður greint frá fyrsta vitaverði á Reykjanesi, sem jafnframt varð upphafsmaður að þessari mjög svo þörfu stétt manna. Heimilda um þessi efni er að leita í eftirfarandi ritum: Um  vitavörðinn, febrúarblað Faxa 1963 (útg. í Keflavík), grein eftir Mörtu V. Jónsdótur ættfræðing. Um vitann og byggingu hans: Saga Íslendinga IX., 1. bindi bls. 218—219, Ísafold 26. okt. 1878 og 14. sept. 1895. (Um vitavörðinn sjá jafnframt í „Ægir“ sept. blaði 1914).
Fyrsti vitavörður þessa lands var Arnbjörn Ólafsson, síðar kaup- og útgerðarmaður í Keflavík. Hann fæddist að Árgilsstöðum í Hvolhreppi 24. maí árið 1849, en ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Arnbirni og Guðríði. Á yngri árum sínum flutti hann til Reykjavíkur og lærði þar trésmíði. Stundaði hann þá iðn, ásamt mörgu fleiru um margra ára skeið. Sama ár og vitinn var tekinn í notkun, 1878, flutti Arnbjörn sig suður á Reykjanes og varð umsjónarmaður með vitaljósinu. Hélt hann þeim starfa til ársins 1884, er hann flutti til Reykjavíkur, og stundaði þar verzlun um nokkur ár. Árið 1891 settist svo Arnbjörn að í Keflavík og dvaldist þar til dauðadags. Þar setti hann upp brauðgerðarhús, hið fyrsta á Suðurnesjum. Marta getur þess að hann hafi sjálfur verið bakari en stundað þá iðn mjög lítið. Hingað til Keflavíkur hafði hann með sér tvo menn, sem munu hafa unnið í bakaríinu, þá Magnús Erlendsson bakarameistara, og Eyjólf Teitsson, er var nemi.
ArnbjornArnbjörn byggði sér hús sunnarlega í Keflavík, sem þá var lítið þorp með innan við 300 íbúa. Var húsið fljótlega nefnt „Bakaríið“ og er svo kallað enn í dag af gömlum Keflvíkingum. Það stendur við Hafnargötuna, skammt frá hinum gömlu mörkum Keflavíkurjarðarinnar og Njarðvíkurlands, þó innan lands Njarðvíkinga. Bökunarofnar voru í kjallaranum, þá hlóð Símon Eiríksson, steinsmiður, sem kom mjög við sögu í Keflavík um og eftir aldamótin 1900, var hann hinn mesti völundur í hleðslu, eins og handverk hans sem enn sjást, bera vott um. Útgerð hafði Arnbjörn alltaf, hann gerði út áraskip, vélbáta (meðal stofnenda hlutafélagsins „Vísi“, sem gerði út vélbátinn „Júlíus“, hinn fyrsta sinnar tegundar er til Keflavíkur kom. Það var 1908) og togarann Coot sem hann var einn af eigendum að (1904). Lengi vel var Arnbjörn formaður fyrir skipi sínu, en síðar var það Guðmundur á Hæðarenda í Keflavík, sem eldri Keflvíkingar kannast við. Jafnframt þessu hafði Arnbjörn verzlun og átti pakkhús niður við sjóinn í suðvestur krika Keflavíkur, var það ætíð kallað  „Arnbjarnarpakkhús“. Ennfremur fylgdi húsunum allstórt tún, sem kennt var við eiganda sinn, það er nú fyrir löngu komið undir götur og hús. Þar var Hafnargatan, sem nú er aðalgata umiferðar og verzlunar í Keflavík, lögð yfir árið 1912. Þann 5. júlí 1879 kvæntist Arnbjörn ungfrú Þórunni Bjarnadóttur, systur síra Þorkels á Reynivöllum í Kjós. Þau eignuðust tvö börn, annað misstu þau, en hitt komst upp, það er Ólafur Jón, sem varð kaupmaður í Keflavík eftir föður sinn (f. í R.vík 1885, d. í K.vík 1941). Hans kona var Guðrún Einarsdóttir útvegsbónda í Sandgerði, Sveinbjarnarsonar. Hún lézt fyrir fáum árum og hafði þá ásamt börnum sínum rekið skóverzlun í Bakaríinu. Auk þess ólu þau Arnbjörn og Þórunn upp stúlku, Jónínu Guðlaugu Sigurjónsdóttur, ættaða af Vatnsleysuströnd. Hún fluttist til Khafnar og bar þar beinin 1935.
Arnbjörn Ólafsson tók mikinn þátt í menningar- og framfaramálum í Keflavík, sat m.a.í skólanefnd og hreppsnefnd (þá er átt við hreppsn. Njarðvíkurhrepps gamla, sem 1908 var sameinaður Keflavíkurkauptúni). Hann lézt í Kaupmannahöfn á ferð heim frá fiskiráðstefnu í Bergen 30. júlí 1914, en þangað fór hann fyrir Fiskifélagið, sem þá var nýlega stofnað.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn.

Eftirfarandi segir um Arnbjörn í Ægi 1914 (minningargrein): „Hann var hár maður vexti og vel limaður, gæfulegur og góðmannlegur á svip með greindarlegt yfirbragð, enda var hann maður vel greindur og vel að sér í ýmsum fræðum og tók allmikinn þátt í almennum málum. Hann var einkar dagfarsprúður, vinfastur, ráðhollur og hjálpsamur öllum þeim, sem leituðu til hans, gestrisinn og mjög skemmtilegur í viðræðum. Hann ávann sér því bæði vináttu og virðingu hinna mörgu bæði innlendra og útlendra, sem kynntust honum. Hann var búsýslumaður mikill, einkum í öllu er að fiskveiðum lýtur, og í hinum margbreyttu störfum, sem hann hafði með höndum til sjós og lands, sýndi hann bæði kapp, ráðkænsku og dugnað og framúrskarandi rósemi og úrræði. Kom það m.a. í ljós, þegar hann fyrir allmörgum árum síðan bjargaði heilli skipshöfn af enskum botnvörpungi frá drukknun „fyrir Söndunum“. Sæmdi útgerðarfélag botnvörpungsins hann með skrautrituðu þakkarávarpi og mjög vönduðu gullúri fyrir hans bjargráð, enda hafði skipstjórinn talið víst, að öll skipshöfnin hefði farist, ef Arnbjörn hefði ekki verið þar innanborðs, og lagt á ráðin, hvernig öllu skyldi haga, er skipið var strandað. Hann var jafnrólegur þó hann horfði í augun á dauðanum, og kjarkurinn óbilandi. Hann var gæfumaður og heppnaðist allt sem hann tók sér fyrir hendur, hann virtist jafnvígur á allt. En ég hygg að hann hafi lagt mestan hug á fiskveiðar og vildi afla sér sem mestrar þekkingar á öllu því, er laut að þeirri grein.

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Arnbjörn var frjálslyndur í skoðunum sínum og ættjarðarvinur mikill, fylgdi hann jafnan þeim flokki stjórnmálamanna, sem djarflegast börðust fyrir frelsi og sjálfstæði lands vors, og var góður og einbeittur liðsmaður í þeim hóp. Hann hataði kúgun, áþján og öll óeðlileg bönd hverju nafni sem nefnast, og sömuleiðis óhreinlyndi og ódrengskap, enda var hann sjálfur hreinskilinn, og jafnframt því gætinn í orðum og drengur góður“ Meðan hann var vitavörður átti hann sæti í Hreppsnefnd Hafnahrepps, og var jafnframt hreppsstjóri. Eiginkona Arnbjörns lézt að heimili þeirra í júlí árið 1912.
Byrjað á vitabyggingunni Sumarið 1878 var byrjað á byggingu vitans á Reykjanesi. Borgaði ríkissjóður Dana ljóskerið, kr. 12.000,00, en landssjóður Íslands allt annað. Árið 1875 hafði alþingi ritað konungi „allraþegnsamlegast ávarp um að hans hátign allramildilegast vildi sjá svo fyrir, að fé yrði veitt úr ríkissjóði til vitagjörðar á Reykjanesi m.m.“, þar sem vitagerðir heyrðu undir flotamálaráðuneyti Dana og þar með til sameiginlegra mála ríkisins, en ekki hinna sérstöku mála Íslands eftir „stöðulögunum“. Ekki gat þó stjórnin aðhyllzt þá skoðun, en veitti fé til kaupa á sjálfu ljóskerinu með speglum og fleira, sem tilheyrir.

Reykjanesviti

Upplýsingaskilti við Valahnúk.

Aftur var vitamálið tekið fyrir á næsta alþingi, 1877, en þá voru þing haldin annað hvert ár. Veitti alþingi þá til vitagerðarinnar kr. 14.000, samkvæmt áætlun frá þar til kjörnum verkfræðingi, A. Rothe, er hingað hafði verið sendur þá um vorið til að rannsaka vitastæðið, gera kostnaðaráætlun o.fl. vitanum aðlútandi, Rothe stóð síðan fyrir byggingunni, en ekki kom áætlun hans betur heim en svo, að kostnaðurinn varð kr. 22.000,00 og fór þannig langt fram úr áætlun. Ísafold segir svo: „Verkstjóri við vitahleðsluna var Luders, múrarameistari, sem hér dvaldi síðan mörg ár á eftir. Hann fékk góðan orðstír almennings, en Rothe miður. Sagði Luders svo, að sú sérvizkufirra hins, að hafa turninn hlaðinn í átthyrning, hefði hleypt kostnaðinum fram um helming. Sívala turna eða ferhyrnda hefði mátt hlaða tvo fyrir sama verð“.
Miklir erfiðleikar fylgdu byggingu vitans, eins og eðlilegt var, voru erfiðleikar margir og miklir við bygginguna. Rothe ætlaðist fyrst til að haft yrði hraungrýti í hleðsluna, sem nóg var af, en það var óvinnandi. Luders var svo heppinn að finna mikið af grásteini niður við fjöruborð undir hraunsnös, á að gizka 1-200 faðma fyrir norðan Valahnjúk (þar sem vitinn var reistur). Það grjót mátti kljúfa og höggva að vild. En síðan varð að bera það allt á handbörum að rótum hnjúksins og síðan upp á hann. Var það eins og nærri má geta bæði erfitt verk og seinlegt.
Ísafold gerir lítið úr Rothe verkfræðingi, og segir að almenningi hafi mjög lítið þótt til hans koma. Er eftirfarandi saga sögð því til sönnunar: „Til merkis um, hvað almenningi þótti lítið til „mannvirkjafræðingsins“ koma, er þar í frásögur fært, að þegar að því kom að á vatni þurfi að halda í kalkið og sementið, til turnhleðslunnar, vantaði fötur til að bera það í upp á hnjúkinn frá vatnsbóli því, er loks hafði fundist góðan spöl fyrir neðan hann, eftir mikla leit og margar árangurslausar tilraunir til brunngraftar, sumar næsta fákænlegar, að sumum þótti.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk.

Brá þá mannvirkjafræðingurinn sjálfur við, og lagði af stað inn til Reykjavíkur að útvega föturnar. Segir ekki af þeirri ferð fyrr en hann á heimleiðinni aftur, er kominn suður undir Bæjarfell, fyrir ofan bæ vitavarðar. Þá minntist hann þess, að hann hefir steingleymt erindinu, hann hafði skemmt sér svo vel í Reykjavík, að þar komst engin vatnsfötuhugsun að. Eftir hæfilega hvíld leggur hann síðan af stað aðra ferð til höfuðstaðarinss. Þá er þess getið að hann hittist einhvern dag í fögru veðri í barnaleik suður á melum með sonum landshöfðingja (H. Einssen). Það var Grímur Thomsen, sem rak sig þar á hann og hjalaði við hann lítilsháttar, fann síðan landshöfðingja að máli og hafði orð á því, að betur mundi fara á, að mannvirkjafræðingurinn“ væri við starf sitt suður á Reykjanesi úr því að Landssjóður gyldi honum afarhátt kaup daglega. Verður niðurstaðan sú, að Rothe sást vonbráðar aftur syðra, í mjög slæmu skapi og hábölvandi Grími þeim, en — fötulaus. En í þriðju ferðinni höfðust svo föturnar. Varð þá turnhleðslan að bíða á meðan, í margar vikur? Nei, menn björguðust við naglakassa, kíttuðu þá og þéttu og báru vatnið í þeim“. Í sjálfum byggingarkostnaðinum var innifalið verð á íveruhúsi handa vitaverði og fjölskyldu hans. Því var spáð í Ísafold árið 1870, að þetta hús, sem var torfbær, myndi ekki standa í 10 ár, sakir þess hve óvandað það var og illa frá því gengið. Þetta rættist.
Þegar Ísafoldar-Björn skrifaði um Reykjanesvitann 1895, er búið að byggja þar timburhús, og þó tvö heldur en eitt, járnvarin, góð híbýli og myndarleg nú orðin, enda hefur talsverðu verið kostað til þeirra síðan. Íbúðarhúsin stóðu þá eins og nú, sunnan undir Bæjarfelli, sem núverandi viti stendur á.

Vitagjaldið

Reykjanesviti

Vagnvegur að Reykjanesvita frá Grindavík.

Landssjóður Íslands átti að sjá um reksturinn á vitanum, og var með lögum 1879 lagt vitagjald á skip þau, sem fóru framhjá Reykjanesi, 20 aurar á smálest, ef skip leitaði hafnar við Faxaflóa, en annars 15 aurar. Herskip og skemmtiskútur voru undanþegin gjaldi. Þá er komið að lýsingu á sjálfu vitahúsinu og því sem það hafði að geyma. Er hún tekin hér orðrétt úr Ísafold frá 1895: „Reykjanesvitinn stendur yzt á suðurtá Reykjanesskaga, á dálitlum hnjúk rétt við sjóinn, er nefnist Valahnjúkur, og er beint undan landi. Framan í hnjúknum er þverhnípt berg í sjó niður og hallar töluvert upp frá brúninni. Nokkra faðma frá henni stendur vitinn, þar í hallanum. Það er turn, hlaðinn í átthyrning, úr íslenzkum grásteini, höggnum og steinlími, rúml. 22 feta hár, og 6—7 fet á vídd (að þvermáli) að innan, veggimir rúm 4 fet á þykkt nema helmingi þynnri ofan til, þar sem ljóskerið stendur, enda víddin þar meiri. Ljóskerið er áttstrent, eins og turninn, rúm 8 fet á vídd, og 9—10 á hæð upp í koparhvelfinguna yfir því. Það er ekki annað en járngrind, húsgrind, með stórum tvöf öldum glerrúðum í, sem eru nálægt alin í ferhyrning, afarsterkum og þykkum, 6 á hverri af 7 hliðum átthyrningsins — eins og 6 rúðugluggar — en engri á hinni áttundu, þeirri er uppá land veit. Þar utanyfir er svo riðið net af málmþræði, til varnar gegn fuglum, og er manngengt á milli þess og ljósskersins. En innan í holspeglum (sporbaugaspeglum) úr látúni, fagurskyggðum, 21 þuml. að þvermáli, er þeim raðað 2 og 3 hverjum upp af öðrum á járnsúlnagrind hringinn í kring, nema á sjöttung umferðarinnar, þann er upp að landi veit. Verður svo mikið ljósmagn af þessum útbúnaði, að sér nærri 5 vikur sjávar undan landi, enda ber 175 yfir sjávarmáli.

Tvíloftaður turn

Reykjanesviti

Brunnur við Reykjanesvita.

Turninn er tvíloftaður fyrir neðan ljóskerið, og eru þar vistarverur fyrir vitagæzlumennina, með ofni, rúmi, sem neglt er neðan í loftið m. m. Tvöfaldir gluggar litlir eru á þeim herbergjum, 2 á hvoru. Allt er mjög rammgert, hurðir og gluggaumbúnaður o.fl., og veitir ekki af, því fast knýr Kári þar á dyr stundum, t.d. í veðrinu mikla milli jóla og lýárs í vetur sem leið, þeytti þá ekki einungis sandi úr fellinu, heldur allstórum steinum upp um vitann og bæði inn um turngluggana tvöfalda og eins í ljóskersrúðurnar í gegnum málmþráðarnetið og mölvaði þær, þótt sterkar væru.
Tveir menn eru í vitanum á hverri nóttu allan þann tíma árs, er á honum logar, sem er frá 1. ágúst til 15. maí. Bústaður vitavarðar er sem sé dálitla bæjarleið frá vitanum, fulla 60 faðma. Gæzlumenn slökkva á vitanum hálfri stundu fyrir sólaruppkomu. Tveim stundum þar á eftir skal byrjað á dagvinnunni, en hún er í því fólgin að hreinsa og fægja vandlega lampana og speglana, láta á þá olíu, taka skar af kveikjunum og yfirhöfuð undirbúa allt sem bezt undir kveikinguna að kvöldinu. Sömuleiðis að fægja ljóskersrúðurnar og önnur áhöld sem brúkuð eru. Með því að allbratt er uppgöngu að vitanum og veðrasamt mjög þar, hefur verið lagður öflugur strengur úr margþættum málmþræði meðfram veginum til að halda sér í, og hafðar járnstoðir undir. Upp þann stíg er og borin steinolía og annað, sem til vitans þarf, úr geymsluklefa fyrir neðan hnjúkinn“.
Þegar þetta er ritað, 1895, var vitavörður á Reykjanesi Jón Gunnlaugsson. Hefði hann og Arnbjörn Ólafsson lagt mikið í túnrækt heima við  vitavarðarbústaðinn, en samt gat bústofn vart kallast mikill: 1 kýr og 2—3 hestar, sem varð að fá hey fyrir annars staðar. Slægjur voru engar. Eftirfarandi menn hafa verið vitaverðir á Reykjanesi síðan: Jón Gunnlaugsson sem lézt þar 23. okt. 1902, en þá sat ekkja hans þar eitt ár unz hún flutti til Reykjavíkur. Hún hét Sigurveig Jóhannsdóttir.

Vitaverðir á Reykjanesi

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk.

3. Þórður Þórðarson 1902—1903.
4. Jón Helgason, áður vitavörður á Garðskaga, 1903—1915, síðar bóndi á Stað í Grindavík. Kona hans: Agnes Gamalíelsdóttir.
5. Vigfús Sigurðsson (Grænlandsfari í leiðangri dr. Wegeners) 1915—1925. Kona hans: Guðbjörg Árnadóttir.
6. ólafur Pétur Sveinsson, 1925—1930.
7. Jón Ágúst Guðmundsson, 1930 til dauðadags, 11. ágúst 1938.
8. Kristín Guðmundsdóttir, ekkja Jóns Ágústs, 1938—1943.
9. Einar Jónsson, sonur Jóns og Kristínar 1943—1947. Hafði gengt vitavarðarstarfinu frá andláti föður síns, en á ábyrgð móður sinnar til 1943.
10. Sigurjón Ólafsson frá 1947 og síðan.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Auðvitað höfðu allir vitaverðir vinnumenn eða aðstoðarmenn, sem voru þeirra önnur hönd við vitavarðarstarfið því oft hefur þurft að hafa sig allan við er napur vindur næddi og ýlfraði um vitann. (Ofangreind upptalning er úr apríl-blaði Faxa 1962 frá Mörtu V. Jónsdóttur).
Reykjanesvitinn sýndi það glögglega, hve mikils virði var að hafa Ijós fyrir sjófarendur á yztu nesjum, en reynslan um viðhald og kostnað hefur sennilega dregið allan framkvæmdahug úr mönnum, svo nokkur tími leið þar til næst var komið upp ljósi fyrir sæfarendur. Var rekstri vitans á Reykjanesi í mörgu ábótavant og fór í ólestur. „Var og lítil þekking á því hvernig hreinsa skyldi hin margbrotnu gler og annað“, segir í Sögu Íslands. Árið 1887 eyðilagðist ljósabúnaður vitans í miklum jarðskjálfta er þá gekk yfir. Og 1896 var vitinn farinn að lýsa mjög illa, og var hingað til þess að athuga hvað gera skyldi. „Þótti honum sem lítið gagn væri í að setja upp góða og dýra vita ef ekki væri séð um að hafa kunnáttumenn við reksturinn. Gegn loforði um, að séð skyldi fyrir því, var hafizt handa um að setja ný ljós í Reykjanesvitann, rannsaka hvar á landinu væri mest þörf á vitum og loks að reisa fyrstu vitana. Voru settir vitar á Garðskaga (1884 hafði verið sett þar upp ljósmerki) og Gróttu, en lengra komust þau mál ekki fyrr en gerð var áætlun, 1905, um 7 nýja vita“. Má hér glöggt greina þann fjörkipp er vitabyggingar taka við komu heimastjórnarinnar 1904.“ – Keflavík, 11. nóv. 1973. Skúli Magnússon.

Heimild:
-Sjómannablaðið Víkingur, 35. árg. 1973, 11.-12. tbl., bls. 359-361 og 384-385.

Reykjanes

Við Reykjanesvita – uppdráttur ÓSÁ.

Silungapollur

Gunnar Ólafsson hafði boðið FERLIR að skoða umhverfi Silungapolls, sem og Hólmsár og Suðurár. Þar má finna gamlar reiðgötur, bæði í gegn um hraunið og einnig götur klappaðar í berg.
Gata ofan við SilungapollSömuleiðis eru þarna leifar af hlöðnu byrgi sem gæti verið annað tvegga, gamalt, eða hugsanlega frá stríðinu, en þarna í kring voru töluverð umsvif Breta (Geitháls) og var m.a. grafin “skotgröf” við Hólmsána sem nú er að mestu gróin. Einnig má sjá að aðeins eitt vað er á Suðuránni suðuryfir ána allt frá Silungapolli að ármótum, rétt við ármótin og hefur greinilega verið notað. Reiðgötur, mjög skýrar, eru þarna í gegnum hraunið.
Þegar komið var að sumarbústað Gunnars reyndist hann ekki heima. Eftir sem áður var tækifærið notað og umhverfið skoðað. Gengið var upp á Hófleðurshóll norðan við Suðurá, norðvestan Silungapolls. Grágrýtisklappir hólsins eru jökulsorfnar og má greinilega sjá hver stefna jökulsins hafði verið er hann var að hopa á svæðinu fyrir u.þ.b. 11000 árum. Útlit hólsins er einnig ágætt dæmi um það hvernig jökullinn hefur mótað landslagið; knappt mót stefnunni og aflíðandi undan henni.
Norðar eru Suðurhólmar  og enn norðar, handan Suðurlandsvegar, er  Norðurhólmur. Húsið á Silungapolli, sem hýsti barnaheimili á vegum barnaverndar Reykjavíkurborgar, var rifið á síðusta áratug 20. aldar. Í fréttum RÚV þann 11.02.2007, kl: 18:11, ssagði m.a.: „Íslenska ríkið rak nokkur barnaheimili á 6. og 7. áratugnum og fram á 8. áratug síðustu aldar. Meðal þeirra eru Breiðavík, Unglingaheimili ríkisins, Kumbaravogur og Silungapollur. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að rannsakað verði hvernig aðbúnaði barna var háttað á þessum heimilum en á þeim dvöldu börn oft langdvölum.“

Silungapollur

Silungapollur – barnaheimili.

Í MBL 11. sept. 1955, bls. 12, er fjallað um starfrækslu barnaheimila. Einn kaflinn er um barnaheimili rekin af Reykjavíkurborg, m.a. Silungapoll: „Þar er vistheimili fyrir 30 börn á aldrinum 3-7 ára. Dvalardagar þar árið 1954 voru alls 12119. Forstöðukona er frk. Guðrún Hermannsdóttir.“ Þarna er ekki minnst á Elliðahvamm, sem var vistunarheimili skammt frá fyrir sérstaklega erfið börn. Þar voru rimlar fyrir gluggum vistunarrýmanna, en á Silungapolli var hins vegar um opin rými að ræða eftir þeirra tíma tíðaranda og hugsunarhætti um vistanir barna og ástæður þeirra, sem myndu varla þykja boðlegar í dag.

Efst á Hófleðurshól

Í gönguleiðatilboði FÍ vegna svonefndra „Lýðveldisgangna“ félagsins segir m.a. (Mbl. 4. mái 1994): „Göngunni lýkur við grágrýtishólinn Höfuðleðurshól hjá Silungapolli, enhúsin sem stóðu þarna og Oddfellowreglan reisti fyrir barnaheimili voru rifin árið 1984.“
Ofan við Silungapoll má enn sjá gamlar götur, bæði fyrrum reiðgötur og einnig götur, sem á köflum hafa verið gerðar vagnfærar. Líklega eru vegabæturnar síðan breski herinn var þar í upphafi Seinni heimstyrjaldarinnar.
Suðaustan við Pollinn, á hæð, eru tóft, sennilega beitarhúss frá Hólmi. Veggir standa grónir og hefur verið gafl á mót norðvestri. Annað slíkt er suðvestan við Silungapoll, álíka stórt, en við það er þó einnig heytóft. Hólmshraunið er á millum. Gata liggur milli húsanna sunnan við Silungapoll. Gengið var eftir henni. Reyndist gatan vel greinileg. Frá vestari tóftinni liggur gata til norðurs, að vaði á Suðurá.
Hið merkilegasta er þó gata klöppuð í hraunið vestan og sunnan við svonefnt Heiðatagl, suðvestan við bugðu á Hólmsá. Þar liggur gatan til vesturs sunnan Ármóta og yfir Ármótakvísl. Vestan hennar er gatan hvað greinilegust. Um er að ræða götumyndun líkt og fjölförnustu götum Reykjanesskagans (Hellisheiði, Skógfellavegur, Sandakravegur, Skipsstígur, Helluhraunsgata). Gatan liggur þarna áleiðis að Hólmi og væntanlega áfram áleiðis til Víkur. Austar er gróið yfir götuna, en hún liggur upp með Hólmsánni áleiðis að Lækjarbotnum og þá væntanlega áfram að Lyklafelli og Hellisskarði ofan við Kolviðarhól.
Allt er þetta hið áhugaverðasta væri, sem eflaust mun verða gaumgæft mun betur síðar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Beitarhústóft ofan við Silungapoll

Gísli Sigurðsson

„Góðir Rótarífélagar.
Á mun skorta mánuð eða tvo, að tíu ár séu liðin frá því ég hóf verulega, að leita mér fræðslu um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Ég man það enn, ég var þá staddur inni hjá Jóel Ingvarssyni og voru við að ræða um þetta viðfangsefni. Það höfðum við reyndar gert oft áður. Við höfðum talað um kotin sem búið var í, um hraunið kringum þau og um fólkið sem í þeim bjó.
Gisli Sigurdsson - IIIIJá, mér er það minnisstætt, að Jóel sagði við mig: „Nú ferð þú af stað, Gísli, og safnar því sem safnað verður hjá fólki sem eitthvað veit og kann frá að segja“.
Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar heldur hóf göngu mína með því að fara til Maríu Kristjánsdóttur, hún lýsti nokkrum bæjum og húsum, og er hana þraut erindið, spurði ég: „Hver getur sagt mér nákvæmar frá þessu eða hinu“? Þannig gekk það koll af kolli þar til ég hafði rætt við um það bil 150 manns bæði hér í Hafnarfirði, í Reykjavík og víðar. Alla þessa vitneskju skrifaði ég niður hjá mér í dagbækur og færði síðan inn í aðrar bækur. Með þessu móti hafði ég upp á lýsingum nær 100 – eitthundrað bæja og 60 – sextíu húsa, vel að merkja íbúðarhúsa, auk þess útihúsa ýmiskonar og pakkhúsa verslana. Þessa rannsókn mína batt ég við svæðið frá Hvaleyri kringum Fjörðin vestur að Bala. Landið allt upp frá Firðinum með öllum þess dældum, hólum og lautum, fjöllum, hálsum og dölum, hvömmum, klettum, dröngum og gjögrum, stígum og slóðum og munu örnefni þessa svæðis að tölunni til nálgast 400 – fjögur hundruð. Eins og þið munið af upphafi þessa erindis míns, þá var einnig ráð fyrir gert, að kynnast fólkinu sem hér bjó í kotunum og húsunum. Ekki var aðeins nöfnin, sem duga mundu heldur varð að leita nokkuð uppruna því nær hvers og eins, leita foreldra, föður og móður, afa og ömmu, langafa og langömmu og miklu lengra fram eftir því sem nauðsyn krafðist og heimildir til treyndust. Til þess að fullnægja þessum þætti hefur verið farið yfir nokkur rit sem nú skulu upp talin. Vil ég góðir Rótarífélagar, strax biðja velvirðingar á þeirri upptalningu. En þar sem ég tel, að þetta verði samt að koma til nokkurrar glöggvunar, þá helli ég nú yfir ykkur þessum ófögnuði: Er þá fyrst að telja, að farið hefur verið yfir Manntöl frá árunum 1703 – 1762 – 1801 – 1816 – 1835 – 1840 – 1845 – 1850 – 1855 – 1860 – 1870 – 1880 – 1890 – 1900 – 1910 – 1920 – 1930.
Þessum bókum hefur verið flett austan frá Lómahnúp, landið allt um kring að Skeiðarársandi. Ekki einu sinni heldur mörgum sinnum aftur og aftur.
Farið hefur verið yfir Manntals-, Bændatals- og Gjaldabækur úr Gullbringu- og Kjósarsýslum frá 1696 allt til aldamótanna síðustu. Þetta eru góðar bækur og skilmerkilegar.
Gisli Sigurdsson-VÞá koma skiptabækur Gulbringu- og Kjósarsýslu frá 1760 til 1900, Ábúendaskrá Skálhólsstiftis 1681, Skjöl um Gjafakorn á 18. öld, Ministeríalbækur Garðaprestakalls frá 1747 allt til vorra daga og Húsvitjunarbækur sama prestakalls frá 1820 til 1910. Þrátt fyrir að bækur þessar eru ekki sem bezt skrifaðar, þá eru þær ágætar og hér vantar ekkert blað í, hvað þá bók.
Þá mætti nefna Ministeríalbækur flestra kirkna austan frá Mýrdalssandi til Eyjafjarðar.
Þá má ekki gleyma Úttekstarbókum Garða- Og Bessastaðasókna, eða hins gamla Álftanesshrepps, Garðahrepps og Hafnarfjarðarkaupsstaðar. Skipaskráningar og það sem til hefur náðst af verzlunarbókum héðan úr Firðinum. Ekki má gleyma Veðmálabókum Sýslanna frá 1806 til 1910, sem þó eru góðar heimildarbækur um margt sem varðar bú og bæ fólks og fé Hafnfirðinga. Nær allt það sem hér hefur verið talið eru skrifaðar heimildir. Kemur þá röðin að prentuðum heimildum. Það er fyrst að nefna: Íslendingabók, Landnámabók, Annál Flaeyjarbókar, Íslenska annála frá 1400 til 1800 og Annál 19. aldar. Þá hefur verið nauðsynlegt að fara í gegnum Biskupasögur Jóns Egilssonar, Sýslumannsævir Boga Benediktssonar, Alþingisbækur frá 1580, allt það sem út er komið. Fornbréfabækur frá upphafi til 1550. Yfirréttarbækur þær sem út eru komnar.
Þá hefur verið farið í gegnum Íslenskar æviskrár, 5 – fimm bindi, Prestatal og Prófasta, Guðfræðingatal, Lögfræðingatal, Verkfræðingatal og Kennaratal. Ættartölubækur ýmsat, svo sem Bólstaði og Búendur og Sögu Hraunhverfis eftir Guðna prófessor Jónsson og Bergsætt og nokkrar Árnesingaættir eftir Sigurð E. Hlíðar. Þá hefur ekki verið hægt að ganga framhjá Sögu hafnarfjarðar, Minningarriti Flensborgarskóla, Sögu Eyrarbakka, Sögu Bessastaða, Sögu Jóns Þorklessonar, skólameistara í Skálholti, Tímaritið „Ægir“ og síðast en ekki sízt hefur margs verið leitað í hinni ágætu bók Ferðaminningum Sveinbjarnar ritsjóra Egilssonar, sem er ein ágætasta heimild um byggðina hér í Firðinum 1870 og þar í kring. Þá kemur og hér til greina bók Knud Zimsen „Við Fjörð og Vík“. Fleira mætti til tína, en þessum leiðindalestri læt ég nú hætt að sinni.
Ekki þætti mér það undur þó þið Rótarífélagar góðir segðuð sem svo í hjarta ykkar; „Fjöllin tóku jóðsótt, fæddist lítil mús“. Þegar ég nú reyni að gefa ykkur lítilnn „Prís“ af því sem ég hef reynt að vinna úr þessum plöggum öllum.
Tek ég hér bæjarlýsingu á Ásbúðarbænum, Landamerkjalýsingu Hvaleyrar. Þátt þriggja kvenna er bjuggu í Ásbúð og ólust þar upp, og að síðustu nokkra þáttu einnar ættar hér í Firðinum, sem ég er nýbúinn að ná saman.“

Heimild:
-Handrit Gísla, nú varðveitt í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, foreldrar og systkini.

Straumssel

Á vefsíðunni má fræðast um yfir 414 sel, sem skráð hafa verið eða hafa fundist á umliðnum árum á Reykjanesskaga. Hægt er að ganga að tóftum þeirra allra, utan þriggja, sem horfin eru (Reykjavíkursel í Ánanaustum, Hraunsholtssel við Flatahraun og Kalmannstjarnarsel undir Stömpum). Þá eru tilgreind selstaða á a.m.k. þremur stöðum, sem ekki hefur verið skráð hingað til (við Selöldu, í Húshólma og við Hraunsnes vestan við Lónakot).

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Yfirlitið segir til um 401 sel á 202 stöðum. Ef það er borið saman við Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar frá árinu 1703 kemur í ljós að getið er 63 bæja, sem höfðu selstöðu í Gullbringusýslu, auk þriggja bæja í Ölfusi, sem eru vestan við línu þá sem dregin var, þ.e. Hlíðarenda, Litlalands og Breiðabólstaðar. Ekki er t.d. getið selja frá Hrauni og Þorlákshöfn, auk fjölda annarra.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel.

Innan við 66 sel hafa því verið í notkun á um aldramótin 1700 á þessu svæði, en ekki er getið um önnur jafnmörg, sem sannarlega hafa þá verið í notkun. Verður það að skrifast á ónákvæma skráningu hlutaðeigandi. Margt bendir til að mörg sel hafi verið aflögð þegar upplýsingum var safnað, s.s. Fornusel í Sýrholti. Þá er líklegt að selstaða hafi verið færð til eftir landkostum eða af hagkvæmisástæðum og eldri selin þá yfirgefin. Einhver seljanna gætu hafa verið í notkun um stuttan tíma, en síðan verið aflögð og einnig gætu bændur hafa tekið sig saman um selstöðu, þ.e. að fé (og jafnvel kýr) frá fleiri en einum bæ hafi verið haft í sama selinu.

Urriðavatn

Frá uppgreftri við Urriðavatn.

Í heimildum um sel á Reykjanesi virðist lítið hafa verið um kýr í seljum. Ef þær hafa verið þar er þess jafnan getið sérstaklega, s.s. á Selsvöllum og við Snorrastaðatjarnir. Landfræðilega aðstæður á Nesinu hafa ekki beinlínis þótt heppilegar til kúabeitar. Hins vegar eru nokkur örnefni og mannvirki ekki fjarri bæjum er benda til þess að kúm hefur verið beitt þar um tíma, s.s. Kúadalur við Grindavík, Kúadalur ofan Kaldársels og Kúadalur ofan við Brunnastaðahverfið á Vatnsleysuströnd. Þar er hlaðin rétt. Við Urriðavatn í Garðabæ hefur verið garfið upp kúasel, væntanlega frá Hofstöðum.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel.

Í Jarðabókinni er ekki alltaf getið um staðsetningu seljanna, en reynt að lýsa kostum þeirra. Þannig segir frá selstöðu frá Hrauni (Grindavík): “Selstaða langt í frá og þó sæmilega góð”. Þórkötlustaðir eru sagðir brúka selstöðu í Krýsuvíkurlandi [Vigdísarvöllum]. Hóp þurfti að kaupa út selstöðu. Á á “selstöðu í heimalandi”. Ummerki eru eftir hana í Dalnum norðan við Hamranes, en þar má sjá hrunið fjárskjól með hlöðnum inngangi og grasi gríð dalverpi. Hlíðar Dalsins eru grasi grónar og seljalegar á að líta. Krýsuvík er sögð hafa tvær selstöður; “aðra til fjalls en aðra nálægt sjó, báðar merkilega góðar”. Þannig virðist Krýsuvík bæði hafa haft selstöðu á Vigdísarvöllum og líklega austan við Selöldu (eða í Húshólma).

Borgarhraun

Sel við Selskál.

Ísólfsskáli á ekki að hafa haft selstöðu, en nafnið Selskál í Fagradalsfjalli bendir til einhverra selnota þar. Hóp er sagt hafa þurft að kaupa út selstöðu, en tóftir nýrra sels frá Hópi er norðvestan undir Selshálsi vestan Hagafell. “Gálmatjörn” (Kalmannstjörn) er sögð hafa átt selstöðu, en “nú að mestu eyðilögð fyrir sandi”. Á Stafnesi er ekki minnst á selstöðu, en þó er vitað að bærinn hafði selstöðu skammt ofan við Djúpavog við Ósa. Vindás er sagt eiga “selstöðu í heiðinni”. Stakkavík “á jörðin yfrið erfiða, svo varla er hestum fært á fjöll upp, þarf og vatn til að flytja, nema votviðri gángi því meiri, og er hún fyrir þessara ókosta sakir í margt ár ekki brúkuð”.
Yfirleitt er þess getið að selstaða sé annað hvort vatnslaus eða “stórt mein af vatnsskorti”. Í Jarðabókinni er þess jafnan getið hvort selstaðan hafi haft aðgang að vatni, það slæmt eða alls ekkert. Er að sjá sem vatnið hafi verið ein af forsendunum fyrir vali á góðu selstæði.

Blikdalur

Selin í Blikdal – uppdráttur ÓSÁ.

Stakkavík

Eftirfarandi eru glefsur úr handrituðum minningum Sigurðar Þorlákssonar, trésmiðs í Hafnarfirði.
Kristmundur Þorláksson
Sigurður var bróðir Kristmundar í Stakkavík, síðar á Brunnastöðum. Í minningum sínum segir hann m.a. frá uppvextinum, sveitardvöl meðal ókunnugra á Vestfjörðum, vinnumennsku í Herdísarvík á fyrri hluta 20. aldar, verbúðarlífinu þar, upphaf búskapar Kristmundar í Stakkavík, lífsbaráttunni og mannlífinu í Hafnarfirði o.fl. Hér verður getið um dvöl hans í Herdísarvík hjá Þórarni bónda Árnasyni.

Í minningunum kemur fram að faðir Sigurðar var Þorlákur Guðmundsson, fæddur á Eyvindarstöðum á Álftanesi, 16. mars 1842. Móðir Sigurðar var Anna Sigríður Davíðsdóttir frá Bakka í Vatnsdal, fædd 9. júlí 1856. Systkini Sigurðar voru Júlíus (1881), Kristmundur (1883), Anna (1886), Sigríður Rósa (1889), Sigurður Gunnlaugur (1891) og Una Jarþrúður (1896). Ekki er getið um fæðingarár Sigurðar.

Stakkavík

….“Kristmundur bróðir minn var mikill áhugamaður fyrir sauðfé. Hann var búinn að eignast fáeinar kindur, en honum þótti ekki gott að hafa þær í bænum. Kaldársel var þá komið í eyði, en fjárhúskofi stóð þar uppi. Hann fékk afnot af Kaldárseli og fór með kindur sínar þangað og hafði þær þar ein 2 til 3 ár. Þetta hlýtur að hafa verið erfitt, að gegna fénu þar, og eiga heima í Hafnarfirði og stunda þar vinnu, og ganga fram og til baka…”
“…Kristmundur var þá vinnumaður í Hvassahrauni, hann fór með mér að Herdísarvík, við fórum þangað gangandi. Þrúða systir mín var þar þá. Við fórum snemma á sunnudagsmorgni, og þegar við komum að Herdíasarvík, fréttum við að verið væri að ferma hana í Strandarkirkju, svo við héldum áfram þangað, og vorum við ferminguna. Það merkilega skeði, að hún þekkti mig, sú eina af mínu fólki, þó var hún aðeins 5 ára þegar ég fór vestur. Ég dvaldi rúman mánuð fyrir sunnan og nú kom að því að fara vestur aftur….”.

Stóra-Eldborg

FERLIRsfélgar – Stóra-Eldborg að baki.

“….Ég var hjá foreldrum mínum um veturinn, en það var frekar lítið að gera. Þrúða systir mín var þá vinnukona í Herdísarvík, svo ég tók mig til og fór í heimsókn til hennar. Þetta var á jólaföstunni. Ég fór klukkan 8 um morguninn á stað og ætlaði að fara Grindarskörð yfir fjallið. Ég vissi nokkurn veginn afstöðuna, en hafði aldrei farið þessa leið áður. Ég fór í góðu veðri að heiman, en þegar upp að fjallinu kom, skall á þreifandi bilur, en lygn. Síðan held ég upp á fjallið. Eftir góða stund kem ég að gjótu, sem mér virtist vera gamall eldgígur. Eftir 1 ½ tíma kem ég á sama stað og endurtekur sig þrisvar. Þá sé ég að ég er orðinn villtur, tek mig því til og gref holu í snjóinn með löngum broddstaf, sem ég var með og leggst og ligg þarna eina 4 tíma. Mér leið ekkert illa, nema mér var kalt á fótum, en gat náð skónum af mér og gat haft fæturna í sokkaleggjunum og þá leið mér betur. Ég var vel búinn svo að mér var ekki kalt.

Stakkavíkurborg

Stakkavíkurborg.

Það var kominn talsverður skafl yfir mig, en ég hafði nóg loft, hafði stöngina til að rétta upp úr skaflinum.
Nú fór ég að brjótast upp úr fönninni, en ekkert vissi ég hvar ég var staddur, eða hvert halda skyldi. Ég taldi að stutt væri til Herdísarvíkur. Þegar upp úr fönninni kom frusu fötin mín, því það voru svo þykk vaðmálsföt, og var mér því erfitt um gang, held samt áfram, en veit ekkert hvert halda skal.
Klukkan 8 um morguninn eftir er ég kominn niður í Lækjarbotna rétt fyrir ofan Hafnarfjörð, þar þekkti ég mig. Svo það er nú skammt heim. Ég var orðinn bæði þreyttur og svangur, búinn að vera sólarhring í túrnum og oftast á labbi. Ekki hafði ég hugmynd um hvar ég hafði farið ofan af fjallinu, að líkindum fyrir austan Grindarskörð, því fjallið er allstaðar svo bratt annars staðar.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Tveimur árum síðar, þegar ég var að smala, rakst ég á staðinn þar sem ég gróf mig í fönnina, fann stafinn, hann hafði brotnað þegar ég var að grafa mig í fönnina. Það var í Brennisteinsfjöllunum, einn eða tvö tíma frá Herdísarvík.
Svona fór um sjóferð þá, en ekki dugði að hætta við ferðina. Eftir jólin bauðst mér samfylgd með manni sem var að fara til Krýsuvíkur og slóst ég í ferð með honum, og fór svo einn þaðan til Herdísarvíkur. Þetta er auðvitað helmingi lengri leið. Nú gekk allt vel, og ég komst til Herdísarvíkur, og var þar nokkra daga.
Síðan varð mér samferða til baka Indriði Guðmundsson, sem var þá vinnumaður þar.
Í Herdísarvík bjó þá Þórarinn Árnason, sonur Árna Gíslasonar, sýslumanns frá Kirkjubæjarklaustri, síðar bóndi í Krýsuvík. Kona Þórarins var Ólaf Sveinsdóttir. Hann spurði mig hvort ég vildi ekki koma til sín vinnumaður í vor. Ég sló til og fór þangað um vorið. Þrúða fór þaðan sama vorið, og fór þá til foreldra okkar. Þarna var margt fé, um 6 til 7 hundruð ær. Það gekk úti allan veturinn. Það var erfitt að smala því á vorin, því bæði var mikil yfirferð, og féð villt. Við vorum tveir við smalamennskuna á vorin. Þetta vor vorum við Indriði saman. Það gekk vel hjá okkur því við vorum samhentir við það. Það var smalað daglega og rekið í rétt, og rúið, og mörkuð lömb, sem ekki var búið að marka í haganum.

Mölvíkurtjörn

Við Mölvíkurtjörn austan Herdísarvíkur. Þangað sótti Skálholtsstóll og Strandarkirkja löngum reka með vísan til fornra heimilda.

Mér þótti skrýtið fyrirkomulag hjá Þórarni, að þegar maður var búinn að hafa mikið fyrir að koma því heim, að hleypa því út úr réttinni, klukkan 10 á kvöldin, það sagði hann að hefði alltaf verið vani hjá sér. „Þetta þykir mér ljótur vani“, sagði ég. „Maður er búinn að hafa það mikið fyrir að koma því heim“. Ég sagði, að mér fynndist sjálfsagt, að hleypa ekki út úr réttinni fyrr en búið væri að rýja það sem væri orðið það fyldið, að hægt væri að taka af því ullina.
Meiningin hjá auminga karlinum var auðvitað að hlífa okkur við of löngum vinnutíma. En þetta var mjög vitlaust fyrirkomulag. „Það er þá best að bæta úr því, úr því að þið óskið eftir því“. Þetta var mjög gott heimili og húsbændurnir ágætis manneskjur.

Herdísarvík

Vinnufólk í Herdísarvík.

Á heimilinu voru húsbændurnir, við smalarnir tveir, það er að segja tvo mánuði, hinn tímann einn, og gömul kona, sem Hólmfríður hét. Hún var búin að vera 30 ár vinnukona hjá föður Þórarins, svo þegar hann hætti að búa fór hún til Þórarins, og gaf honum Prófentu sína, það var svo kallað þegar gamalt fólk afhenti, ef það átti eitthvað til, og áttu þá húsbændurnir að sjá fyrir þeim til dauðadags, án þess að borga því kaup. Þetta var dygðugt hjú, og ágætis kerling. Hún hefur verið komin yfir sjötugt þegar ég var þarna. Hún var hjá þeim til dauðadags.
Þórarinn sagði mér, að þegar hún var hjá foreldrum hans, á sínum yngri árum, hefðu maður beðið hennar sér til konu. Áður en hún lofaðist honum, fer hún til sýslumanns, og segir honum frá þessu og spyr hann hvernig honum lítist á þetta. Hann ráðlagði henni að eiga ekkert við þetta. „Auðvitað af því að hann vildi ekki missa hana“, sagði Þórarinn og hún var kyrr og giftist aldrei.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Það var mikið borðað af kjöti í Herdísarvík, vanalega þrisvar á dag. Til miðdags var alltaf kjötsúpa, elduð úr tómri mjólk. Á morgnana var kalt kjöt og hveitibrauð og silungur á vorin og sumrin, aldrei annar fiskur. Á kvöldin brauð, slátur og kjöt. Kjötsúpan var alla daga ársins, jóladaginn eins og aðra daga. Ég varð aldrei leiður á kjötsúpunni, enda var kjötið mjög vel verkað, húsmóðirin sjálf saltaði alltaf kjötið, og tókst það mjög vel.
Það var venja að slátra til heimilisins 75 til 100 lömbum á haustin, svo það mátti heita sæmilegar byrðir handa fjórum manneskjum. Fimmti maðurinn var tvo mánuði. Um vorið sagði ég einhvern tímann við Þórarinn að mér finndist lélegt að umgangast svona margt fé og eiga enga kind sjálfur.

Herdísarvík

Herdísarvík.

„Já, það er nú satt“, segir hann og fer og nær í kind, og segir: “Þessa máttu eiga”. Ég var ekkert sérlega hrifin af henni, og segi: „Ég hefði nú helst viljað velja mér hana sjálfur“.
„Jæja, þá skalt þú gera það“. Ég sá að hann móðgaðist við mig aumingja karlinn, hann hafði nefnilega mjög lítið vit á kindum að mér fannst, og hefur náttúrlega valið mér það besta sem honum fannst.
Eftir að búið var að smala og rýja um vorið, fór Indriði og var ég þá einn eftir með gamla fólkinu. Þetta var nú dálítið einmanalegt, því maður sá ekki mann utan heimilisfólið, svo mánuðum skipti. Trjáreki var þarna töluverður og var það notað til eldsneytis, að mestu leiti, og varð að reiða það heim af fjörunum, og saga það og höggva í eldinn. Svo byrjaði búskapurinn, það voru tvö tún, heimatúnið, og svo nefnt Gerði, þar sem fjárhúsin voru, þau gáfu af sér um 200 hesta af heyi, engar útengjar voru.

Herdísarvík

Herdísarvík – fiskigarðar.

Á bænum voru 2 kýr og 2 hestar, 6 til 7 hundruð ær, vanalega sett á 100 lömb á haustinn. Féð gekk úti allan veturinn, og var aldrei gefin heytugga. Mest voru tekin á gjöf 10 lömb, og þá lítin tíma.
Um haustið kom Kristmundur bróðir í heimsókn til mín. Hann var þá búinn að vera nokkur ár vinnumaður norður í Húnavatnssýslu, og átti þar margt fé og tvo hesta. Hann hafði fargað fénu og bar sig nú aumlega, að eiga enga kind. Hann sagðist eiga mikið af peningum. Hann sagðist vilja fara til Manitopa, og vildi fá mig með sér. “Ég á nóga peninga fyrir okkur báða”, sagði hann, en ég var ekkert hrifinn af því. Hann langaði til að vera nálægt mér.

Stakkavík

Stakkavík – gerði.

Næsti bær við Herdísarvík er Stakkavík. Þar bjó ekkja með tveimur börnum sínum uppkomnum, Láru og Gísla. Hún hét Valgerður Scheving. Hún hafði lítið bú, eitthvað um 30 ær, 1 hest og 1 kú. Sonur hennar var mjög duglegur maður, en lítið hneigður fyrir búskap, því hugurinn hneigðist að sjónum.
Nú vildi Valgerður ná sér í vinnumann svo Kristmundur réði sig fyrir næsta ár. Um veturinn réri hann í Grindavík. Hann kom til mín áður en hann fór í verið. Hann sagði: „Mikið leiðist mér að eiga enga kind, geturðu ekki útvegað mér eina rollu hjá Þórarni“? Það gerði ég, og býst við að honum hafi liðið betur á eftir. Svo bað hann mig um að geyma sparisjóðsbókina sína, meðan hann væri í verinu, „en ef ég kem ekki aftur, máttu ega hana“, sagði hann.

Sjóbúð

Sjóbúð í Herdísarvík.

Um lokin kom hann, og fór þá að Stakkavík. Um haustið brá hann sér austur í Landssveit og keypti sér 50 veturgamlar ær, og 10 fyrir mig. Það þótti nú nokkuð mikið að vinnumaður skyldi hafa 50 ær og hest, eða hérumbil helmingi fleira en húsbændurnir.
Næsta ár giftist hann Láru, dóttur Valgerðar. Þá var komin í eyði næsti bær, Hlíð. Tók hann hana á leigu og nitjaði báðar jarðirnar, þar var nefnilega töluvert stórt tún, og nokkrar útengjar, en í Stakkavík var mjög lítið tún. Honum búnaðist þarna mjög vel, og fjáreignin komst upp í 6 hundruð síðar. Það var töluverð silungsveiði í vatninu, en það var mjög erfitt að búa þarna.

Stakkavík

Stakkavíkurrétt.

Um þetta leyti komu menn að máli við Þórarinn, sem höfðu hug á að gera út skip til sjóróðra í Herdísarvík. Áður hafði verið gert út þaðan fyrir mörgum árum. Hann var nú ekkert hrifinn af því, hann sagði mér að það hefði eiginlega engin heimilisfriður verið, þegar útgerðin var þar.
En hann gekkst inn á það, að leyfa þeim uppsátur fyrir hálfan hlut af skipi, ef þeir gengust inn á það, ef þeir ættu erindi við sig, þá kæmi ekki nema einn maður af skipi, og helst sami maðurinn. Nú var hafist handa að byggja verbúðirnar, þær voru byggðar milli túns og Gerðis, veggir úr torfi og grjóti, með torf þaki, gluggi á suðurstafni, fyrir ofan dyrnar, lengd 12 álnir og breidd 6 álnir. Rúm voru 4 öðru megin meðfram veggjum, og hinum megin 3. Þetta var pláss fyrir 13 menn og sváfu tveir í rúmmi, nema formaðurinn einn.

Stakkavík

FERLIRsfélagar í Stakkavík.

Þarna voru 6 búðir, sambyggðar með þykkum grjótvegg á milli, í öllum búðunum voru moldargólf, þar skammt frá var og salthús, það var timburhús.
Það var byrjað að róa þarna veturinn 1914. Það voru 6 tólfróin skip með 13 manna áhöfn, svo það fjölgaði heldur betur mannskapnum í Herdísarvík um veturinn. Átroðningur var ekki mikill af þessum mönnum, enda fyrirfram ákveðið að svo yrði ekki.
Næsta vor fór ég í kaupavinnu að Brúsastöðum í Þingvallasveit….”.
“Næsta vetur reri ég í Herdísarvík hjá Gísla í Stakkavík. Við vorum 13 á skipinu. Það var skipt á 16 staði hver maður lagði sér til 2 net, en útgerðin stjóra og stjórafæri og ból og bólfæri, og tók einn hlut fyrir það, svo var bátshlutur og formannshlutur.

Stakkavík

Stakkavík 2009.

Mat þurfti maður að hafa til vertíðarinnar. Brauðin, sem voru rúgbrauð, hengdum við upp í salthúsinu og geymdust þau furðu vel, smjör og kæfu geymdum við í skrínum sem hafðar voru fyrir ofan mann í kojunum. Prímus var til að hita á kaffi og svo suðum við stundum fisk.

Í Herdísarvík var fremur góð lending, nema í suðaustanátt. Ef brim var, seiluðum við fiskinn útá, fiskurinn var dreginn upp á svonefndar seilarólar og dreginn svo að landi, síðan þræddur á byrgðarólar í hæfilega bagga og borinn á bakinu, á þann stað sem gert var að aflanum.

Stakkavík

Stakkavík – minningarskjöldur.

Það var töluvert langt hjá okkur, um tíu mínútna gangur, svo var aflanum skipt, í svonefnd köst, voru tveir menn um kastið og gerðu þeir svo að í félagi. Skipin voru sett upp með gangspili sem var efst á kambinum, það var trésílvalningur með járnbolta innan í sem lék í járnlegu, spækur voru fjórar sem gengu inn í sívalninginn, í brjósthæð, síðan var gengið í kring, bandið, sem fest var í bátinn, vafðist um sívalninginn þar til báturinn var kominn nógu hátt upp. Tveir menn studdu bátinn meðan hann var settur upp, og einn maður lagði fyrir, sem svo var kallað, hvalbein og tréhlunna. Það var mikið léttara að setja, ef kjölurinn skarst ekki niður í mölina. Það var eingöngu róið með net, mig minnir að við fengjum 300 fiska í hlut yfir vertíðina….”..

-Úr handritaðri bók Sigurðar, „Gamlar minningar“ – Sigurður Þorláksson, trésmiður frá Hafnarfirði – útgefið 1980.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.