Straumssel

Hraunin ná frá Straumsvík vestur að Hvassahrauni og tilheyrðu Álftaneshreppi frá fornu fari en árið 1878 urðu þau hluti Garðahrepps þegar Álftaneshreppi var skipt í Bessastaða- og Garðahrepp. Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi 1908 fleygaði bærinn Garðahrepp í tvennt, en Hraunin tilheyrðu áfram Garðahreppi. Árið 1948 keypti Hafnarfjarðarbær skika úr landi Straums sem var í eigu Bjarna Bjarnasonar fyrrum skólastjóra Barnaskóla Hafnarfjarðar og 1955 var gerður makaskiptasamningur við Skógrækt ríkisins um viðbótarhluta úr landi Straums. Árið 1964 höfðu Hafnarfjarðarbær og Garðahreppur makaskipti á löndum og komu Hraunajarðirnar sunnan bæjarins í hlut Hafnarfjarðar.

Hraunamenn og gamlar götur
ÞorbjarnastaðabrunnurÍbúum Reykjanesskagans hefur löngum verið skipt í útnesjamenn sem bjuggu utan Kúagerðis og innnesjamenn sem bjuggu í Álftaneshreppi og innan hans. Í Hraunum bjuggu Hraunamenn sem voru jafnframt innnesjamenn.
Fornir stígar og götur vísuðu nesjamönnum og ferðalöngum veginn um Suðurnes. Fjölförnustu göturnar voru svokallaðir Alfaravegir sem liggja út og inn eftir Reykjanesskaga. Þvert á Alfaraveg eru stígar eins og Rauðamelsstígur, sem liggja suður í Almenning og upp í fjöllin ýmist til Grindavíkur eða Krýsuvíkur. Innan Hraunahverfis voru einnig margir stígar og götur s.s. Sjávargata, Straumsvegur, Skógarstígur, Jónsbúðarstígur og Lónakotsgata.
Ekki er vitað með vissu hvenær búskapur hófst í Hraunum. Þó er talið, útfrá fornum rústum og Straumsselsstígurskipan þeirra, að búskapur hafi verið við Óttarstaði í kringum árið 1200.
Fáein bæjarhús frá síðustu öld standa enn í Hraunum, en mun algengara er að sjá tóftir býla, hjáleiga og gripahúsa. Helstu lögbýli í Hraunum voru (talið frá austri til vesturs): Stóri Lambhagi, Þorbjarnarstaðir, Straumur, Óttarsstaðir og Lónakot. Þessum býlum fylgdu hjáleigur og þurrabúðir s.s. Gerði, Péturskot, Litli Lambhagi, Þýskubúð, Jónsbúð, Kolbeinskot, Óttarstaðagerði og Eyðikot. Túnskikar voru yfirleitt girtir vandlega hlöðnum tvöföldum grjótgörðum sem sjást enn, þá má víða sjá upphlaðna brunna og skjólgarða sem marka kvíaból, fjárréttir og nátthaga.

Selin voru mikilvæg
Sunnan Reykjanesbrautar í Almenningi eru selin í 3 – 4 km fjarlægð frá bæjunum. Selin voru einskonar framlenging á búskap jarðanna. Snemma á sumrin flutti vinnufólk sig upp í selin með kindur og kýr og stundaði þar búskap til haustsins. Á þessum tíma var aflað matar og afurðir unnar fyrir komandi vetur.
Við helstu götur og við sum selin eru náttúrlegir brunnar í klöppum sem geymdu rigningarvatn fyrir ferðalanga, fjársmala, matselju og þá sem leið áttu hjá. Ennfremur eru nátthagar, stekkir, fjárskjól og smalaskútar við selin.

Helstu búskaparhættir
StraumsselSauðfjárbúskapur var aðalbúgreinin í Hraunum. Sauðfé var haft á útigangi í Almenningi eða á fjörubeit. Sauðir voru ekki teknir á hús og leituðu sjálfir í skjól eða skúta í illviðrum. Fjárskjól leynast víða í Hraunum. Sauðamenn eða smalar fylgdu sauðum sínum og unnu einmanalegt og erfitt starf. Lömb sem sett voru á að hausti voru höfð í lambakofum og hrútar í hrútakofum. Víða má sjá réttir s.s. Þorbjarnarstaðarétt sem var haustrétt Hraunabænda, Óttarstaðarétt og réttina við Lónakot sem tók 70-80 fjár. Þessar réttir gegndu mikilvægu hlutverki þegar sá siður að færa frá var enn tíðkaður, en hann lagðist af seint á 19. öld.

Smalaskjól

Á 18. öld var algeng búfjáreign í Hraunum 1-3 kýr og 18-20 kindur en fækkaði þegar bráðapestir eða fjárkláðar geisuðu. Um miðja 19. öld og fram á 20. öldina fjölgaði sauðfé í Hraunum og héldu bændur þá 80-100 kindur að meðaltali.
Mjólkandi kýr gátu verið tvær og kvíga til viðbótar. Oft fylgdu kýrnar með í selið eða voru hafðar nær bæjum í kúarétt á sumrin. Flestir bændur áttu tvo hesta, en kotungar engan eða í besta falli einn hest til flutninga.
Búskapur lagðist af að mestu á kreppuárunum eða um 1930. Búið var í Óttarstaðahúsinu til ársins 1952 og í Vesturbæ til 1965. Síðasti ábúandi Hraunanna var Guðmundur Sigurðsson bátasmiður, sem lést árið 1986. Í dag eru aðeins sumarbústaðir í Hraunum og eru þar elst húsa Vesturbær og Eyðikot.

Útræði var nauðsynlegt
Sjósókn var Hraunamönnum nauðsyn. Heimræði kallaðist útræði sem stundað var frá jörðum sem lágu við sjó. Uppsveitarbændur fengu oft leyfi Óttarstaðaréttsjávarbænda til að stunda sjósókn frá jörðum þeirra og senda vermenn á vertíð.  Var það kallað að hafa inntökuskip á jörðinni og bændur sem sendu menn í ver nefndust útvegsbændur. Minjar um útræði eru víða í Hraunum; þurrabúðir, vörslugarðar og fiskreitir. Í fjörunni innan skerjagarða mótar fyrir uppsátrum, fiskbyrgjum og vörum þar sem bátar voru dregnir upp öldum saman, t.d. Péturskotsvör, Straumsvör, Þýskubúðarvarir tvær, Jónsbúðarvör, Óttarsstaðavör og Eyðiskotsvör.
Söltekja, skeljafjara og hrognkelsafjara voru hlunnindi. Skelfiskur var oft notaður til beitu, en verðmeiri voru auðfönguð hrognkelsi, sem fjaraði undan í fjörupollum.

Örnefni og kennileiti
MiðmundarvarðaSérhver þúfa, gjóta, hóll og hæð hefur sitt nafn, sem gefur umhverfinu merkingu og aukið gildi. Oft reyndust hólar og hæðir vera merkileg kennileiti eða vegvísar og gerðu mönnum auðveldara að ferðast um og vísa til vegar þegar kennileiti hétu einhverjum nöfnum. Mörg örnefni hafa haldist óbreytt um aldir, en sum hafa breyst eftir búsetu fólks, t.d. er ekki óalgengt að kot eða túnskiki hafi breytt um nafn eftir því hvað ábúandinn hét.
Þá eru sum örnefni sem einungis hafa haft gildi fyrir afmarkað svæði. Í því sambandi má nefna nöfn hóla og hæða umhverfis bæjarhús Óttarstaða, sem þjónuðu þeim tilgangi að segja til um sólargang, svokölluð eyktarmörk. Það eru örnefni eins og Dagmálahæð (kl. 9:00), Hádegishæð (kl. 12:00), Miðmundarhæð (um kl. 13:30), Nónhóll (kl. 15:00), Miðaftansvarða (kl. 18:00) og Náttmálahóll (kl. 21:00). Slík eyktarmörk koma einnig fyrir við Straum og Þorbjarnarstaði og hafa einungis gilt fyrir það svæði. Svo eru mörg örnefni sem gefa skýra mynd af því hvaðan þau eru upprunnin, eins og t.d. Smiðjubali, Fjárhlið, Markhóll og önnur í svipuðum anda.

Ferskvatnstjarnir með sjávarföllum
StraumurTalið er að Straumsvík dragi nafn sitt af sjávarstraumum þeim sem myndast á milli Straumshólmanna á fallaskiptum, eða af ferskvatnsfljóti því sem rennur neðanjarðar frá Kaldárbotnum og Undirhlíðum. Sprettur ferskvatnið fram undan hrauninu við víkina og er rennslið talið jafnast á við margfalt vatnsmagn Elliðaánna.
Undir öllu hrauninu og mestöllum Reykjanesskaga liggur jarðsjór á nokkru dýpi. Ofan á jarðsjónum flýtur ferskt jarðvatn vegna þess hversu eðlisléttara það er og eru nokkuð skörp skil á milli þeirra.
Þegar fellur að flæðir sjávarstraumurinn inn undir hraunið. Við það hækkar grunnvatnsstaða jarðvatnsins undir hrauninu og ferskvatnstjarnir myndast í lægðum og lautum við ströndina.
StraumurVið Faxaflóa getur munur sjávarhæðar milli flóðs og fjöru verið allt að 4 metrar. Í tjörnum fer munur á sjávarföllum að miklu leyti eftir staðsetningu þeirra. Flestar tjarnirnar eru þurrar á fjöru, en geta orðið 1-2 m. djúpar á flóði, t.d. Jónsbúðatjörn. Í Brunntjörn er um 2 m. munur á flóði og fjöru. Þessar ferskvatnstjarnir eru einstök náttúrufyrirbæri og ekki er vitað til þess að þær eigi sína líka hvorki hérlendis eða erlendis.
Gróðurinn við tjarnirnar er einnig einstakur þar sem hann hefur þurft að aðlagast þessum ferskvatns sjávarföllum; aðlögun sem einungis hefur staðið yfir í 5 til 7 þúsund ár, eða frá því hraunið rann.

Jarðfræði og einkenni hraunsins
KapelluhraunHraunið er dæmigert helluhraun, mishæðótt með falleg ker og skemmtilega hraunhóla sem eru yfirleitt sprungnir í kollinn. Það hefur átt upptök sín í Hrútagjárdyngju vestur undir Sveifluhálsi fyrir um 5 til 7 þúsund árum. Það þekur Almenning og myndar alla ströndina milli Straumsvíkur og Vatnsleysuvíkur.
Austan við Hraunin er Kapelluhraun sem álverið við Straumsvík stendur nú á. Það er mjög úfið gjallkennt hraun og er dæmigert apalhraun. Það hefur átt upptök sín í Undirhlíðum og rann á sögulegum tíma, að öllum líkindum árið 1151. Einungis nyrsti hluti hraunsins nefnist Kapelluhraun og er kennt við kapellu heilagrar Barböru sem stendur rétt sunnan við álverið.

Fjölskrúðugur gróður
KapellanHraunið er að mestu klætt mosa og er grámosi ríkjandi, en grónir grasbalar eru áberandi næst bújörðum og selstöðum. Lynggróður er mjög algengur t.d. beitilyng, krækilyng, bláberjalyng og sortulyng. Fallegir burknar vaxa í hraunsprungum og ýmiskonar blómplöntur þrífast á víð og dreif um hraunið s.s. blóðberg, blágresi, lyfjagras, tágamura, maríustakkur og burnirót.
Almenningur er víða vaxinn kjarri en í lok síðustu aldar var kjarrið nánast að fullu eytt af hrístöku og fjárbeit því sauðfé var öldum saman haft á útigangi í afréttinum. Eftir að dró úr lausagöngu búfjár í Hraunum eftir miðja 20. öld hafa birki, víðir og einir tekið mikinn vaxtakipp. Almenningur er stundun nefndur Hraunaskógur í dag.

Dýralíf  í Hraunum
RefurMest ber á fluglalífi s.s. rjúpu, heiðlóu, sandlóu, stelk, kríu, gæs, þúfutittlingi, skógarþresti, músarindli, spóa, hrossagauk og hrafni. Áður fyrr var tófa mjög algeng í Hraunum og sjást víða skotbyrgi sem hlaðin voru til að fella hana. Minnkur er mjög algengur við fjöruna og má víða sjá ummerki eftir hann. Margskonar smádýr t.d. hagamýs finnast í Hraunum.

Sjórinn og fjaran
Sjórinn og fjaran í Hraunum hafa löngum heillað marga, jafnt unga sem aldna. Fjaran er svo margbreytileg að það er sama hversu oft hún er gengin, það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Hægt er að gá að skipaferðum eða fylgjast með birtuspilinu út við sjóndeildarhringinn. Fátt jafnast á við að horfa á Snæfellsjökul baða sig í kvöldsólinni á góðum sumardegi.
Kræklingur er nokkuð algengur og víða má finna stórar skeljar. Á fjöruklettum má sjá kuðunga, aðallega þangdoppu og klettadoppu og í lónum sem verða þegar fjarar út má oft finna litla krabba.
Mikið landbrot á sér stað við ströndina sem stafar aðallega af landsigi og hefur fjaran breyst talsvert á síðustu árum.

Flutningahöfn fyrr og nú
KræklingurÍ Hraunum spila gamli og nýi tíminn saman. Straumsvík var mikill verslunarstaður frá árinu 1400 og fram yfir 1600 þegar þýskir og enskir kaupmenn vöndu komur sínar til landsins. Það var oft mikið um að vera þegar farmur var tekinn á land og verslunarbúðir settar upp þar sem nú kallast Þýskubúð. Þar áttu kaupmenn ýmiskonar viðskipti við inn- og útnesjamenn.
Nú fara stærstu flutningaskip sem sigla til Íslands um Straumsvíkurhöfn þegar þau bera hráefni um hálfan heiminn til álversins við Straumsvík og flytja síðan fullunna vöru aftur frá landinu.

Fjölbreyttar gönguleiðir
VarðaGamlir stígar og götur hafa reynst skemmtilegar gönguleiðir í Hraunum og er hægt að velja sér lengri eða skemmri leiðir með því að fylgja þeim. Svæðið er mjög áhugavert og full ástæða til að kanna það af eigin rammleik því víða leynast áhugaverðar minjar, sérstæð náttúra og margt sem gleður augað.
Markmiðið með þessu upplýsingariti og kortinu sem fylgir er að gera Hraunin aðgengileg til útivistar, náttúruskoðunar og búsetuminja fræðslu.

Útivistarsvæðið í Hraunum
Hraunin eru mun merkilegri en margur hyggur og kjörið útivistarsvæði. Hafnfirðingar eru lánsamir að eiga slíkt svæði við bæjardyrnar. Hraunin geyma minjar sem eru samofnar búsetusögu og náttúru Hafnarfjarðar, merkar jarðmyndanir, fjölbreytt gróðurfar og lífríki sem er vel þess virði að kynna sér nánar.

Samantekt: Jónatan Garðarsson og Lovísa Ásbjörnsdóttir.

Heimild:
-visithafnarfjordur.is

Jónsbúð

Jónsbúð – tilgáta ÓSÁ.

Grindavík

Söguskilti  um skipsströnd á svæðinu frá Hrauni að Hópi var nýlega vígt í Þórkötlustaðanesi. Skiltið er ofan við Þórshamar og utan við Höfn á austanverðu Nesinu. Þetta nýja söguskilti segir sögu skipsstranda frá Hraunsandi vestur um að Hópsvör. Það var vígt í tilefni af 80 ára afmæli Slysa-varnadeildarinnar Þorbjörns. Deildin var stofnuð 2. nóvember 1930. Skiltin voru unnin í samvinnu Þorbjarnar og Fjórhjólaævintýrisins ehf. með tilstyrk frá Menningarráði Suðurnesja.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi

Í tilefni af vígslunni var gengið undir leiðsögn Gunnars Tómassonar, fyrrum formanns Slysavarnadeildarinnar og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns, um Þórkötlustaða- og Hópsnesið en á leiðinni voru, auk söguskiltisins, endurvígð 8 skilti er lýsa strandi hvert á sínum stað. Nesið geymir afar merka sjóhrakningasögu. Þar má m.a. sjá skipsflök eftir strönd. Björgunarsveitin Þorbjörn og Slysavarnadeildin Þorbjörn hafa samtals bjargað 232 sjómönnum í 22 sjóslysum þar sem 47 hafa farist á þessum 80 árum sem liðin eru frá stofnun deildarinnar.
Á skiltinu fyrrnefnda koma m.a. fram eftirfarandi upplýsingar um einstök sjóslys og björgun áhafna við strönd Grindavíkur þar sem björgunarsveitin Þorbjörn kom við sögu:
1931 – Cap Fagnet, franskur togari, við Hraun, 38 bjargað.
1933 – Skúli fógeti, fiskiskip, vestan Staðarhv., 24 bjargað, 13 fórust.
1936 – Trocadero, enskur línuveiðari, Járngerðarst.hverfi, 14 bjargað.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-2

1947 – Lois, enskur togari, við Hraun, 15 bjargað, 1 fórst
1950 – Clam, enskt olíuskip, Reykjanestá, 23 bjargað, 27 fórust.
1950 – Preston North End, enskur togari, Geirf.sk, 6 bjargað, 1 fórst.
1955 – Jón Baldvinsson, ísl. togari, Reykjanestá, 42 bjargað.
1962 – Auðbjörg, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 6 bjargað.
1971 – Arnfirðingur II, ísl fiskiskip, Hópsnesi, 11 bjargað.
1973 – Gjafar, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 12 bjargað.
1974 – Hópsnes, ísl. fiskiskip, Staðarhv., 2 bjargað.
Skiltid á Thorkotlustaðanesi-31977 – Pétursey, ísl. fiskiskip, Bótin, 1 bjargað.
1987 – Skúmur, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 7 bjargað.
1989 – Mariane Danielsen, danskt flutningask., Hópsnesi, 4 bjargað.
1991 – Miranda, norskt flutn.skip, vestan Reykjaness, 4 bjargað.
1991 – Jóhannes Gunnar, ísl. bátur, við Reykjanes, 2 bjargað.
1991 – Eldhamar, ísl. fiskibátur, Hópsnesi, 1 bjargað, 5 fórust.
1993 – Sigurþór, ísl. fiskiskip, Krýsuv.bergi, 2 bjargað.
1993 – Faxavík, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 1 bjargað.
1999 – Eldhamar, ísl. fiskiskip, Krýsuv. bergi, 9 bjargað.
2003 – Trinket, erl. flutn.skip, innsiglingunni, 6 bjargað.
2004 – Sigurvin, ísl. fiskibátur, innsiglingunni, 2 bjargað.
Skiltid á Thorkotlustaðanesi-5Fleiri sjóslys hafa orðið við Grindavík þar sem sjómönnum hefur verið bjargað af öðrum
.

Auk þess eru eftirfarandi sjóslys, sem orðið hafa milli Hrauns og Hóps, tíunduð:

1.  Árið 1602 fórst farmskip Skálholtsstaðar fyrir framan Þórkötlustaði. Þar drukknuðu allir skipverjar, 23 karlmenn og eins túlka. Voru þeir flestir jarðaðir frá bænhúsinu á Hrauni.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-4

2. Um miðja 19. öld rak mannlaust seglskip (skonnorta) á land í Hrólfsvík. Skipið var lestað bankabyggi, það var þurrkað og selt.

3.  Eftir miðja 19. öld strandaði frönsk skúta í Þórkötlustaðabótinni. Áhöfnin bjargaðist sjálf í land og komst heim að Einlandi en þá tókst ekki betur til en svo að skipstjórinn festist í hlandforinni við Einland.

4.  Kútter Vega, saltskip strandaði fremst á Hópsnesinu [Þórkötlustaðanesi] austur af vitanum við Austurbæjarlátur einhvern tímann á bilinu 1880-´90. Áhöfnin bjargaðist en skipið brotnaði á strandsstað.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-6

5. Um 1890 strandaði frönsk fiskiskúta á Hraunssandi austan við Dunkshelli. Veður var með besta móti. Áður en skútan strandaði hafði hún siglt á milli Þórkötlustaðakipanna, sem öll voru á sjó. Áhöfnin bjargaðist og var allt hirt úr skipinu sem nýtanlegt var.

6.  Þrímastra briggskip með saltfarm, strandaði í norðan kalda en sléttum sjó, á svipuðum stað og Vega um 10 árum seinna (189?). Skipið komst á flot aftur lítið skemmt.

7.  Fyrir 1900 – Rétt fyrir aldamótin 1900 slitnaði „spekulantaskipið“ Fortuna upp af legunni á Járngerðarstaðasundi og rak upp á Rifshausinn í mynni Hópsins og strandaði þar.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-7

8. Frönsk fiskiskúta fannst á hvolfi við Dunkshelli austan við Hrólfsvík um 1890. ekkert er vitað um áhöfnina.

9. 1 maí 1917 strandaði ensk þriggja mastra skonnorta Scheldon Abby með saltfarm, víkurmegin við Leiftrunarhól. Suðaustan andvari var, súld og svarta þoka. Skipshöfnin var 9 aldraðir sjómenn sem allir björguðust en skipið liðaðist í sundur á strandstað.

10. 8. desember 1923 strandaði þýskur togari við Grindavík, komst út aftur, en sökk líklega út af Þórkötlustöðum. Áhöfnin komst í björgunarbát og bjargaðist í land við Blásíðubás á Reykjanesi. Allir björguðust.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-8

11. 9. maí 1926 strandaði kútter Hákon frá Reykjavík norðan við Skarfatanga við bæinn Hraun austan við Grindavík í norðaustan roki og snjókomu og afleitu skyggni. Áhöfnin fór í björgunarbát og rak með landinu að Blásíðubás vestur á Reykjanesi og bjargaðist þá á land. Skipstjórinn á Hákoni var áður stýrimaður á Resolut þegar hann strandaði 1917 í Katrínarvík.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-9

12. Aðfaranótt 24. mars árið 1931, röskum fimm mánuðum eftir að Slysavarnadeildin Þorbjörn var stofnuð, varð þþess vart að togari hafði strandað sunnan undir Skarfatanga við bæinn Hraun austan við Grindavík. Skipið, sem hét Cap Fagnet og var frá Fécamp í Frakklandi, tók niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir. Björgun skipbrotsmannanna 38 af Cap Fagnet gekk Skiltid á Thorkotlustaðanesi-10að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, því aðeins nokkrum klukkustundum eftir björgunina brotnaði skipið í spón á strandstaðnum. Hér var í fyrsta skipti skotið úr línubyssu og fluglínutæki notuð til björgunar á Íslandi. (Sjá meira um Cap Fagnet HÉR og HÉR.)

13. Enskur togari strandaði í Þórkötlustaðavík við Leiftrunarhól í sunnan kalda, en svarta þoku og sléttum sjó 23. mars 1932. Varðskipið Ægir náði honum á flot. Allir skipverjar björguðust.

14. 1. mars 1942 er talið að vélbátur úr Vestmannaeyjum, Þuríður formaður VE 233, hafi farist austan við Þórkötlustaðabótina á Slokanum. Allir skipverjarnir 5 fórust.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1115. Rétt eftir að sérstök björgunarsveit var stofnuð innan Slysavarnadeild-arinnar strandaði breski togarinn Lois frá Fleetwood. Lois strandaði í Vondufjöru í Hrólfsvík austan við bæinn Hraun 6. janúar 1947. Fimmtán skipverjum var bjargað til lands, en skipstjórinn tók fyrir borð er hann ætlaði síðastur allra að yfirgefa skipið í stólnum. 

16. 7. febrúar 1962 strandaði Auðbjörg RE 341 í dimmviðri og mikilli snjókomu og byl, suðaustan í Þórkötlustaðanesi. Sex manna áhöfn var bjargað af Björgunarsveitinni Þorbirni. Skipið eyðilagðist á strandstað.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1217. 3. febrúar 1987 strandaði Skúmur GK 22 á leið út úr höfninni. Skipið tók niðri, við það varð stýrið óvirkt. Sjö menn úr áhöfn Skúms voru dregnir í land í björgunarstól, en aðrir skipverjar urðu eftir um borð og biðu þess að skipið yrði dregið á flot.

18. 2. mars 1942 strandaði Aldan VE frá Vestmannaeyjum vestanvert á Hópsnesinu á móts við Hellisboðann. Báturinn var vélarvana og sundið ófært, en skipverjum tókst að sigla á fokkunni (segl) inn að Sundboðanum, þá tók brotsjór bátinn og færði hann upp á kambinn. Allir skipverjar björguðust.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1319. Hinn 22. febrúar 1973 hlekktist Gjafari VE 300 á í brimi og stórsjó á leið út víkina. Lágsjávað var og tók skipið niðri svo að gat kom á það. Þegar komið var á strandstað var hörku aðfall. Línu var skotið út í skipið og tókst að bjarga öllum tóft skipverjunum í land. Sjórinn gekk yfir skipið meðan þeim síðustu var bjargað og hálftíma síðar var skipið komið á kaf í brotsjóinn.

20. 28. nóvember 1959 fórst Þórkatla GK 97 við innsiglinguna inn til Grindavíkur vestan í Hópsnesinu. Skipverjarnir átta björguðu sér allir í gúmmíbjörgunarbáti í land.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1421. Að kvöldi 20. janúar 1989 strandaði flutningaskipið Mariane Danielsen þegar það var á leið út úr höfninni. Þyrka Landhelgisgæslunnar flutti átta skipverja í land, en yfirmenn skipsins neituðu að koma í land. Daginn eftir komu svo yfirmennirnir í land í björgunarstól sveitarinnar.

22. Hinn 20. desember 1971 hlekktist Arnfirðingi II GK 412 á í innsiglingunni að Grindavík með þeim afleiðingum að hann strandaði. Öllum skipverjum, 11 mönnum, var bjargað í land með fluglínutækjum.

23. 12.04.1976 fórst Álftanes GK 51 um 2.7 sm suðaustur af Þórkötlustaðanesi (Hópsnesi). Þennan dag voru suðvestan 4 til 5 vindstig. Sex Skiltid á Thorkotlustaðanesi-15skipverjum var bjargað af nærstöddu skipi en tveir skipverjar drukknuðu.

24. Snemma morgun 12. febrúar 1988 strandaði Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 fremst í Hópsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði allri áhöfninni, 11 mönnum. Björgunarsveitin var til taks og tók við skipverjum úr þyrlunni.

25. Vélbáturinn Eldhamar GK 13 strandaði yst í Hópsnesinu að kvöldi 22. nóvember 1991. Björgunarsveitin fór strax á staðinn en ekki tókst að koma línu um borð í Eldhamar. Brotsjóir gengu yfir bátinn hvað eftir annað og færðist hann til í fjörunni og sökk að framan ofan í gjótu fremst í nesinu, gálgi bátsins stóð samt upp Skiltid á Thorkotlustaðanesi-16úr. Skipverjum skolaði fyrir borð. Enn skipverja komst lífs af. Fimm skipverjar fórust.

26. Suður af Hópsnesinu fórst vélbáturinn Grindvíkingur GK 39 er hann var að koma úr róðri 18. janúar 1952 í hvössu hríðarveðri og slyddubyl þannig að ekki sást í vitann frá sjó. Með bátnum fórust fimm ungir og duglegir sjómenn. Grindvíkingur var stærsti bátur Grindvíkinga á þessum tíma.

Fyrirhugað er að setja upp annað sambærilegt skilti í Staðarhverfi er lýsa á skipsköðum vestan Hóps að Valahnúk.

Heimild:
-Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi

Sjóslysaskilti

Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi.

Landnámsmenn

Ísland byrjaði að byggjast frá Noregi á 9. öld. Samkvæmt hefðbundinni söguskoðun og þeim skriflegu heimildum, sem til eru, nam Ingólfur Arnarson fyrstur manna land á Íslandi. Hann setti bæ sinn niður í Reykjavík um 870 og staðfesta fornleifarannsóknir við Aðalstræti og Suðurgötu þá tímasetningu.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu eftir tilvísun guðanna vegna þess að öndvegissúlur hans rak þar á land. Líklegra er þó að Reykjavík hafi verið valin vegna ótvíræðra landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám. Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.

Landnám

Ingólfur og fjölskylda í Reykjavík.

Lítið er vitað um fjölskyldu Ingólfs og hagi hennar annað en að kona hans hét Hallveig Fróðadóttir, sonur þeirra Þorsteinn og þrælar Vífill og Karli. Þau reistu sér skála við núverandi Aðalstræti en landið, sem Ingólfur helgaði sér, var afar víðáttumikið, náði frá Brynjudalsá í Hvalfirði að Ölfusá í Árnessýslu. Afkomendur Ingólfs og Hallveigar í karllegg báru virðingarheitið allsherjargoðar vegna stöðu sinnar sem afkomendur fyrsta landnámsmannsins. Þeir beittu sér fyrir stofnun Kjalarnesþings og áttu verulegan þátt í stofnun Alþingis á Þingvöllum árið 930. Þorkell máni, sonarsonur þeirra, var lögsögumaður og sonur hans, Þormóður, var allsherjargoði er Íslendingar tóku kristni árið 1000.

Ingólfur Arnarsson

Ingólfur Arnarsson – stytta Einars Jónssonar.

Ingólfur hefur með hinu stóra landnámi sínu hugsað sér að ráða því hverjir settust að undir veldisstól hans á Suðvesturlandi. Eftir hans daga saxaðist smám saman á landnám hans. Í nágrenninu risu stórbýli sem skyggðu jafnvel á sjálfa Reykjavík, hugsanlega vegna erfða meðal afkomenda Ingólfs. Þar má nefna Laugarnes og Nes við Seltjörn. Eftir árið 1000 er Reykjavíkur sjaldan getið í heimildum og ætt Ingólfs hverfur af sögusviðinu.
Sagan segir að Hrómundur Gripsson hafi átt tvo syni, Björnólf og Hróald. Sonur Björnólfs var Örn faðir Ingólfs og Helgu, en sonur Hróalds var Hróðmar faðir Leifs (Hjörleifs).
Þeir fóstbræður Ingólfur og Leifur fóru í hernað með sonum Atla jarls hins mjóva af Gaulum, þeim Hásteini og Hersteini og Hólmsteini. Með þeim fóru öll skipti vel, þar til í veislu um veturinn strengdi Hólmsteinn þess heit, að hann skyldi eiga Helgu Arnardóttur eða öngva konu ella. Um þessa heitstrenging fannst mönnum fátt, og varð fátt um með þeim Hólmsteini og Leifi, er þeir skildu þar að boðinu.

Landnám

Ingólfur og öndvegissúlurnar í Reykjavík.

Um vorið eftir bjuggust þeir fóstbræður að fara í hernað og ætluðu til móts við syni Atla jarls, en er þeir fundust lögðu þeir Hólmsteinn og bræður hanns þegar til orustu við þá Leif og Ingólf. Í þeirri orustu féll Hólmsteinn, en Hersteinn flýði en gerði för að þeim aftur um næsta vetur þar sem hann féll enda höfðu þeir haft njósn af för hans. Eftir það dreif að þeim fóstbræðrum vinir þeirra úr Firðafylki. Voru þá menn sendir á fund Atla jarls og Hásteins að bjóða sættir, og sættust þeir að því, að þeir Leifur guldu eignir sínar þeim feðgum.
En þeir fóstbræður bjuggu skip mikið, er þeir áttu, og fóru að leita lands þess, er Hrafna-Flóki hafði fundið og þá var Ísland kallað. Þeir fundu landið og voru í Austfjörðum í Álftafirði hinum syðra. Þeir voru einn vetur á landinu og fóru þá aftur til Noregs.
Eftir það varði Ingólfur fé þeirra til Íslandsferðar, en Leifur fór í hernað í vesturvíking. Hann herjaði á Írland og síðan var hann kallaður Hjörleifur.

Aðalstræti

Aðalstræti – brunnur.

En eftir það fór Hjörleifur til Noregs og fann þar Ingólf fóstbróður sinn. Hann hafði áður fengið Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs.
Þeir bjuggu nú skip sín til Íslandsferðar; hafði Hjörleifur herfang sitt á skipi, en Ingólfur félagsfé þeirra.
Þetta sumar sem þeir Hjörleifur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi. Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndugissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land.
Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða.
Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöfða, fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi tíðindin.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Þá fór Ingólfur vestur til Hjörleifshöfða, og er hann sá Hjörleif dauðan, mælti hann: „Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða, og sé eg svo hverjum verða, ef eigi vill blóta.“
Ingólfur gekk upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu hafa flúið þangað því að báturinn var horfinn. Fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Ingólfur drap þá alla. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.
Þeir Ingólfur fóru aftur til Hjörleifshöfða; var Ingólfur þar vetur annan. En um sumarið eftir fór hann vestur með sjó. Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá.
Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fyrir neðan heiði.

Reykjavík

Reykjavík 1789.

Ingólfur fór um vorið og tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu komið á land og bjó þá í Reykjarvík. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lofts hins gamla sonur þeirra var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður en alþingi var sett.
Samkvæmt heimildum Örnefnastofnunar er engin vík eða vogur í höfuðstaðnum sem ber nafnið Reykjavík. Upphaflega nafnið var Reykjarvík með r eins og sjá má í frásögn Íslendingabókar af því þegar Ingólfur Arnarson tók sér bólfestu á þeim stað sem seinna varð höfuðstaður Íslands. Þar segir „ … hann byggði suðr í Reykjarvík“. Örnefnið Reykjarvík hefur væntanlega átt við víkina milli Laugarness og núverandi Granda (eða Örfiriseyjar).

Reykjavík

Reykjavík 1835 – Joseph Gaimard.

Vel þekkt er sú saga að Reykjavík hafi fengið nafn sitt af reyknum sem Ingólfur Arnarson sá stíga upp úr laugunum þegar hann fyrst kom á staðinn. Í bókinni Saga Reykjavíkur segir Klemens Jónsson (1944) að á landnámsöld megi gera ráð fyrir að laugarnar hafi verið heitari en nú og því borið meira á reyknum. Einnig nefnir Klemens þá gömlu sögn að í norðvestanverðri Örfirisey hafir fyrrum verið laug sem sjór sé nú genginn yfir. Sé það rétt, hafi á sínum tíma verið hverareykir bæði austan og vestan víkurinnar og því eðlilegt að kenna hana við reykina.

Landnámssýning

Landnámsýningin í Aðalstræti.

Orðmyndin Reykjarvík virðist hafa horfið fljótlega því að í eldri heimildum er landnámsjörðin yfirleitt nefnd Vík á Seltjarnarnesi. Með tímanum festist þó nafnið Reykjavík í sessi og eftir að þéttbýli tók að myndast er alltaf talað um Reykjavík.

Í miðaldaritum er frá því sagt að Ingólfur Arnarsson hafi fyrstur numið land á Íslandi og búið í Reykjavík. Heimildirnar, Íslendingabók frá fyrri hluta 12. aldar og Landnámabók sem er yngri, geta þess aðeins að bær Ingólfs hafi verið í Reykjavík en ekkert kemur fram um hvar nákvæmlega bær hans hafi staðið.

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti.

Í Landnámabók er sagt frá því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land við Arnarhól og hefur þess verið getið til að fyrsti bústaðurinn hafi verið þar. Á Arnarhóli var á seinni öldum bær með sama nafni og getur þetta því vel staðist. Hinn möguleikinn sem helst hefur verið nefndur er að bær Ingólfs hafi verið við suðurenda Aðalstrætis, á tjarnarbakkanum, en Tjörnin náði þá mun lengra til norðurs en hún gerir nú. Á þeim slóðum stóð Reykjavíkurbærinn á seinni öldum og þar hafa fundist fornminjar sem staðfesta byggð á seinni hluta 9. aldar. Landámabók getur þess einnig að öndvegissúlurnar sjáist „enn“ í eldhúsi í Reykjavík. Þetta hefur verið ritað á 13. öld og virðist þá hafa staðið hús í Reykjavík sem menn töldu ævafornt.
Fornleifagröftur í Aðalstræti gefa til kynna að þar hafi verið skáli í fornöld.

-http://www.anok.is/saga_reykjavikur/rvk/874-1200
-http://www.islandia.is/systah/ing%c3%b3lfur_arnarson.htm
-http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2252
-http://www.instarch.is

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti – skáli.

Gísli Sigurðsson

„Gísli Sigurðsson – stutt æviágrip, fæddur, uppalinn, æfistarf o.fl. –
Ég er fæddur á Sólheimum í Hraunamannahreppi í Árnessýslu 23. júní 1903, þriðjudaginn í níundu viku sumars á fyrstu stundu. Foreldrar mínir voru Sigurður Gíslason og Jóhanna Gestsdóttir, bæði vinnuhjú.
Gisli sigurdsson -IIIIÉg fylgdist svo með foreldrum mínum á ýmsa bæi í Hreppnum fram til átta ára aldurs, að ég fluttist með þeim hingað til Hafnarfjarðar, haustið 1911.
Fjórtán ára lauk ég burtfararprófi úr Barnaskóla Hafnarfjarðar, 1917, og fermdist sama ár. Gerðist ég þá verkamaður, eða eyrarvinnu karl á mölinni og gegndi því starfi til 1930.
Var mér þá veitt lögregluþjónsstarf hér í bæ og hef gegnt því síðan.
Blm: Hver eru helztu áhugamál þín?
Ég held að þessari spurningu verði bezt svarað á þessa leið. Ég tel mig hafa verið félagslyndan frá upphafi. Árið 1911 gerðist ég félagi í K.F.U.M og átti þar marga gleðistund. Ég hreifst ungur af Skátahreyfingunni og gerðist nokkurskonar foringi fyrir þeim flokki er Jón Oddgeir Jónsson stofnaði hér 1925. Upp úr 1960 var ég tekinn gildur í Hjálparsveit Skáta hér í Hafnarfirði.
Frá 1919 fram til þessa dags hef ég svolítið fylgst með íþróttahreyfingunni. Einnig þar hef ég átt gleðistundir í góðra vina hópi. Móðir mín var sögufróð kona og kveikti í mér þrá til lesturs góðra bóka. Af þessu leiddi, að ég fékk snemma löngun til að fræðast. Af þessum sökum er fræðatínsla mín sprotin.
Landi og náttúra þess hefur löngum haft mikil áhrif á mig og togað mig út til sín, en þó sérstaklega Hafnarfjörður og næsta nágrenni hans. Við útivist um fjöll og dali hafa augu mín opnast fyrir þeirri miklu litadýrð, sem allstaðar blair við manni. Ég hefi því reynt að tileinka mér verk málara og er meistarinn Kjarval minn maður þó fleiri séu sem ég met mikils. Söngur fuglanna, niður vatnanna hafa kennt mér að hlusta eftir hljómum og ómum. Þar af leiðir, að ég hef gaman af hverskonar hljómlist. Ofurmennið Ludvig von Beetoven er meistari minn.
husholmi-1011Allt þetta tel ég áhugamál mín og fleira, sem of langt yrði upp að telja.
Blm: Er eitthvert örnefni skemmtilegt hér í nágrenni Krýsuvíkur, sem þú getur sagt okkur frá?
Þau eru svo mörg og skemmtileg örnefnin í Krýsuvíkurlandi, að þau skipta hundruðum. Hvað segir þið um þessi nöfn: Arnarnýpa, Arnarvatn, hattur, Hetta, Seltún, Grænavatn, Drumbsdalir, Arnarfell, Bleiksmýri, Skriða, Selalda og bæjarnöfnin öll.
En eigi maður að nefna eitthvert örnefni og stað þess, þá er enginn vafi á að merkastur er Húshólminn og fornu bæjarrústirnar þar í hrauninu. Þarna er um að ræða þrjú langhús sem hraunið hefur runnið kringum. Nokkru neðar er svo Kirkjuflötin, þar sem þess er til getið, að Krýsuvíkurkirkja hafi eitt sinn staðið. Um þennan stað er margt að segja. En þó er þögnin sem hann umlykur stórbrotnust. Staður þessi er nú verndaður af Fornminjasafni Íslands.
Blm: Kannt þú ekki einhverja góða sögu um Lambahelli hérna í Bæjarfelli?
Lambahellir-1 Árið 1966 var ég þátttakandi í Vormóti Hraunbúa í Krýsuvík. Ég bjó þennan tíma allann í Lambahelli. Sögu skal ég segja frá dvöl minni þar. Á kvöldin þegar ég var lagstur til svefns heyrði ég alltaf eitthvert þrusk. Það var svo lágt, að það hefði aðeins heyrst af því að í hellinum var alger þögn. Ég undi mér við þetta þrusk og sofnaði vanalega út frá því. Stundum heyrði ég það þegar ég vaknaði. Hvernig á því stóð vissi ég ekki fyrr en síðasta daginn. Ég kom þá neðan af mótssvæði og gekk hægt til bústaðar míns. Þegar ég leit inn í hellinn sá ég þá sem þruskinu hafði valdið. En þar var móleit hagamús. Þegar ég sá hana var hún að snúast kringum matarleifar sem þarna lá á bréfi. Ég stanzaði til að trufla ekki máltíð þessa fallega dýrs. Undir mér lengi við að horfa á hve styrndi á feldinn hennar og sjá hve einstaklega snyrtilega hún gekk að  mat. Svo mun hún hafa orðið mín vör. Hvarf hún þá á bak við stein og líklega í holu sína.
Allir skátar eru eru góðir laxmenn. Þetta veit ég og þekki af langri reynslu. En betri laxmann eða löxu hef ég aldrei haft en þessa hagamús. Mættum við þar af læra að ganga snyrtilega um og snyrtilega með hófsemi og nærgætni hvar sem leið okkar liggur.
Blm: Hvenær fréttir þú síðast af Arnarfells-Labba?
selatangar-2011 Ég  býst við að hér sé átt við Selatanga-drauginn, Tómas. Árin 1855-1860 bjó í Arnarfelli Beinteinn smiður Stefánsson. Hann komst í allnáin kynni við Tómas á Selatöngum haust eitt er hann bjó í Arnarfelli. Eftir þessi kynni gerðist hann Beinteini fylgisspakur. En Beinteinn þóttist eiga nokkurs að hefna í samskiptunum og því bjó hanns ér til byssukúlu af silfri. Því eins og aðrir draugar var Tómasi ekki fyrir komið með öðru móti en skjóta á hann silfurkúlu. Morgun einn 1959 þegar kona Beinteins kom út úr bænum sér hún hvar Tómas er í rekatimburhlaða er þar var á hlaðinu. Segir hún bónda sínum tíðindin. Þess kal getið að konan var skygn, en það var Beinteinn ekki. Beinteinn þrýfur til byssu sinnar og hleður vel og síðast lætur hann kúluna í byssuna. Gengur svo út. „Komdu hérna kona“, segir Beinteinn. Nú horfir þú á Tómas þá segir þú mér til og þá hleypi ég af. Konan tekur byssuna og miður, en Beinteinn heldur um gikkinn. „Svona“, sagði konan, og skotið reið af. Eldglæringar blossuðu upp í viðarhlaðanum og stóð hann von bráðar í björtu báli, en konan og Beinteinn lágu bæði flöt á hlaðinu, svo vel hafði Beinteinn hlaðið byssuna. Síðan fara ekki sögur af Tómasi eða Seltjatanga-draugnum.“

Heimild:
-Handrit, skrifað af Gísla og er varðveitt í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn á skrifstofunni.

Krýsuvík

Eftirfarandi umfjöllun um nýjan Suðurstrandarveg birtist í Fréttablaðinu þann 5. nóv. 2011.
Af Krysuvik-222umfjölluninni að dæma mátti ætla að engar samgöngur hefðu verið á svæðinu fram að opnun Suðurstrandarvegar, þrátt fyrir að fjölfarin forn þjóðleið hafi legið þar um fyrrum auk þess sem vagnvegur var lagður um það 1932 og síðan vinsæll bílvegur áratug síðar. Þegar framangreint er haft í huga vekur lestur greinarinnar á köflum allnokkra kátínu þeirra er til þekkja.

„Nýr Suðurstrandarvegur er tilbúinn. Loksins, segja íbúar Suðurnesja og Suðurlands enda biðin orðin löng eftir því að eitt vinsælasta kosningaloforð allra tíma yrði efnt. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Svavar Hávarðsson fóru á rúntinn einn dagpart.
Einhver hafði á orði nýlega að íbúar Grindavíkur og Þorlákshafnar væru búnir að fá sín jarðgöng. Þar Arnarfellsrett-222er vísað til nýs Suðurstrandarvegar á milli staðanna tveggja sem var opnaður almennri umferð á dögunum og þeirra möguleika sem hann gefur í atvinnu- og byggðamálum almennt. Varla er ofsagt að þessi tenging Suðurnesja og Suðurlands sé bylting sem er samanburðarhæf við tengingu byggða með jarðgöngum.

Loforð
Hugmyndir um lagningu góðs vegar á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar eru ekki nýjar af nálinni. Það var þó ekki fyrr en með kjördæmabreytingu fyrir alþingiskosningarnar 2003 sem málið komst á verulegt flug. Þá voru Suðurnes og Suðurland sameinað í eitt kjördæmi, Suðurkjördæmi, og kosið eftir því breytta fyrirkomulagi.
Krysuvikurbjarg-222Í kjölfarið var mikið rætt um aukna samvinnu þessara ólíku svæða og forsenda þess talin nýr Suðurstrandarvegur. Þá strax, árið 2003, lá fyrir mat á umhverfisáhrifum og í raun ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. Frá þeim tíma hefur nýr vegur ítrekað verið notaður sem gulrót í atkvæðaveiðum stjórnmálanna en einhverra hluta vegna hefur framkvæmdum verið frestað eða fjármagn, sem til framkvæmdarinnar hefur verið ætlað á fjárlögum, verið nýtt til annarra verka. Gárungar hafa því kallað Suðurstrandarveg „mest svikna kosningaloforðið“ með réttu eða röngu.
Þegar grannt er skoðað var lokið við smá stubba við Grindavík og Þorlákshöfn árið 2006 og lengt í árin 2009 og 2010. Tveir áfangar eru teknir í Selalda-222notkun núna, tíu mánuðum fyrr en ætlað var þó það hljómi undarlega þegar saga vegarins er höfð í huga.

Torfærur
Suðurstrandar-vegurinn gamli, sem nú hefur verið leystur af hólmi, var lélegur malarvegur. Alræmdur var hann fyrir að teppast fljótt í snjókomu eða skafrenningi; hann var krókóttur og blindhæðir fjölmargar. Á löngum köflum var erfitt að mæta öðrum bíl og þegar allt er talið var vegurinn vart nothæfur, og alls ekki þegar kröfur tímans og umferðaröryggi og þægindi eru höfð í huga.

Eitt atvinnusvæði
Selatangar-222Kannski má segja að mesta breytingin sé sameining byggða á Suðurnesjum og á Suðurlandi í eitt atvinnusvæði. Fyrst koma upp í hugann hagsmunir útgerðanna; fiskflutningar og nýting hafnarmannvirkja.
Tenging við Keflavíkurflugvöll hlýtur að nýtast þeim sem flytja út ferskt sjávarfang en þegar eru flutningar á fiski miklir á milli landshluta, allt frá Austfjörðum. Álagið hefur allt verið á öðrum samgönguæðum, eins og Hellisheiði og öðrum stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Líta þarf því til þess að nýr Suðurstrandarvegur dreifir álagi slíkra þungaflutninga og annarra á milli landshluta. Það hefur í för með sér hagræði og aukið umferðaröryggi sem mjög hefur verið kallað eftir á fjölförnum leiðum.

Husholmi-222

Í anda þeirra hugmynda um nýja kjördæmaskipan sem kynntar voru fyrir kosningarnar 2003 hlýtur samstarf sveitarfélaga að aukast. Hvernig því verður háttað á eftir að koma í ljós en auðvitað auðveldar samgöngubót sem þessi öll samskipti fólks og fyrirtækja.

Ferðaþjónusta
Þá er ónefndur helsti vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs sem er ferðaþjónusta. Mikill meirihluti erlendra gesta fer um Leifsstöð og þaðan norður Reykjanes til Reykjavíkur. Nú er þetta náttúrulögmál úr sögunni með Suðurstrandarvegi. Ekkert mælir því lengur mót að sniðganga höfuðborgarsvæðið, alfarið eða tímabundið, og leggja í ferð um landið sunnanmegin frá.

 

Katlahraun 222

Kannski má taka svo djúpt í árinni að fyrir margan ferðamanninn sé eftirsóknarvert að sniðganga Reykjanesbrautina og Hellisheiði í upphafi ferðalags. Sá sem hér heldur á penna vill meina að náttúruupplifun sé takmörkuð á þeirri leið, sé það tilgangur ferðalangsins að „skoða landið“.
En kannski er það vegna hughrifa frá ferðalagi mínu í vikunni um þetta svæði sem mér var framandi allt til þessa dags.

Sunnudagsrúnturinn
En fyrir allan almenning er breytingin ekki minni. Styttri ferðalög, eða „sunnudagsrúnturinn“, er fastur liður hjá fjölda fólks og er ekki ofsagt að Suðurstrandarvegur gæti valdið þessum hópi valkvíða þar sem nú opnast möguleikar til hring ferða af öllum stærðum og gerðum um Reykjanes. Það væri til að æra óstöðugan að geta þeirra möguleika allra, enda smekkur fólks misjafn.
Saengurkonuhellir-222

Hins vegar mun ferðamennska og útivist á svæðinu aukast að mun frá því sem er í dag. Það gæti kannski komið einhverjum á óvart en Reykjanesið sunnanvert geymir perlur hvert sem litið er. Mannvistarleifar eru sérstakar og við hvert fótmál. Ekki þarf að leggjast í miklar rannsóknir til að finna óviðjafnanlega fegurð og dæmi um lífið í landinu sem eiga sér vart hliðstæðu annars staðar. Reykjanesið er jafnframt gnægtahorn fyrir áhugafólk um jarðfræði og má þá ekki líta fram hjá Krýsuvíkurleiðinni fram hjá Kleifarvatni sem tengist Suðurstrandarvegi. Yfirvöld mættu hins vegar gera nauðsynlegar vegabætur á þeirri leið í samhengi við aukinn áhuga fólks á að ferðast um svæðið.

Öryggi
Notarholl-222Þegar hefur verið minnst á aukið umferðaröryggi samfara opnun vegarins. Þar stendur upp úr að ný leið mun létta álagi af stofnbrautum þar sem umferðarálag er meira en gott þykir. Það er þó önnur hlið á þeim peningi.
Tenging Suðurlands við höfuðborgarsvæðið til þessa hefur verið um fjallvegi; Hellisheiði og Þrengsli. Árlega kemur upp sú staða að þessir vegir lokast eða verða torfærir vegna veðurs. Nú er kominn valkostur til að forðast þessar erfiðu aðstæður og augljósa hættu. Suðurstrandarvegur liggur miklum mun lægra og er hannaður með það fyrir augum að vera auðfarinn á öllum tímum árs.
Þegar Suðurstrandarvegur er keyrður vekur það hugmyndir um aukin lífsgæði íbúanna nær og fjær. Er þá vert að hafa hugfast að landið er dyntótt. Kannski mun gildi þessa vegspotta endanlega sanna sig þegar vá ber að höndum vegna náttúruhamfara.“
Við þetta má bæta að þrátt fyrir rándýrt nýtt vegarstæði er hvorki gert ráð fyrir útskotum svo áhugasamt fólk um útivist getur lagt ökutækjum sínum til að berja dásemd svæðisins augum né merkingum til að auðvelda fólki aðgengi að því.

Heimild:
-Fréttablaðið 5. nóv. 2011, bls. 36.

Latur

Latur í Ögmundarhrauni.

Seltún

Í bókinni „Auður úr iðrum jarðar“ skrifar Sveinn Þórðarson m.a. um Brennisteinsnám í Krýsuvík og víðar.
Seltun-22„Brennisteinn hefur fyrir víst verið fluttur héðan á tóftu öld og út allar miðaldir..:“ Í Árna sögu biskups er vikið að brennisteins-útflutningi eftir fall þjóðveldisins 1262-64. Þar kemur fram að konungur vill nú einkarétt til brennisteinskaupa en áður hafi erkibiskupinn í Niðarósi mátt kaupa hér „frjálslega brennustein og fálka“. Erkibiskup beitti sér gegn þessu áformi konungs og urðu lyktir þær að kirkjan fékk tíund af þeim brennisteini sem fluttur var til Noregs. Engar hömlur virðast hins vegar hafa verið lagðar á það hér á miðöldum að menn græfu sjálfir eftir brennisteini og seldu hann hverjum sem kaupa vildi…
Suðvestanlands, í Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum, var grafið eftir brennisteini en í mun minna mæli en fyrir norðan.
Seltun-23Brennisteinn var notaður í hernaði til þess að búa til gríska eldinn sem svo kallðaðist en honum var meðal annars varpað á skip til að kveikja í þeim. Þá var brennisteinn notaður til þess að gera herbrest en honum var ætlað að skjóta óvinum skelk í bringu.
Þegar farið var að nota brennistein til púrgerðar á Norðurlöndum á fimmtándu öld er líklegt að ásókn í brennistein frá Íslandi hafi aukist. Styrjaldi í Evrópu, til dæmis hundraðárastríðið, jók vitaskuld eftirspurnina og hann varð arðvænleg verslunarvara. Enskir kaupmenn keyptu brennistein sem fluttur var landleiðina úr Mývatnssveit að Straumi við Hafnarfjörð. Þjóðverjar keyptu líka talsvert af honum af Íslendingum. Þegar Kristján III (1534-1559) var á dögum reyndi hann að herja út lán hjá Englandskonungi. Var þá um það rætt að Seltun-28veðsetja Ísland og Færeyjar fyrir láninu.
Til þess að gylla Ísland fyrir Englendingum var tekið fram að hér væri gnægð af brennisteini.
Friðrik II (1559-1588) hafði úti öll net og öngla til að hafa sem mestar tekjur af landinu enda runnu þær óskiptar í fjárhirslu hans. Hann áskildi sér einkarétt á brennisteinstekju árið 1561 og lét lengi upp frá því reka brennisteinsnám og verslun með brennistein á sinn kostnað. Lýsi var notað til þess að hreinsa brennisteininn. Konungur tók sér því einkarétt til lýsisikaupa bæði norðan- og sunnanlands og einnig í Noregi 1562…

Seltun-24

Gísli Magnússon, Vísi-Gísli, hafði einkaleyfi til brennisteinstekju um hríð eða frá 1647. Hann missti einkalyfi sitt í hendurnar á auðugum, flæmskum kaupmanni, sem var lánadrottinn Danakonunga árið 1665. Þriðja einkaleyfið var veitt tveim Þjóðverjum árið 1724, en þeir máttu einungis flytja brennisteininn til Danmerkur eða Noregs. Hreinsistöð var reist í Kaupmannahöfn. Sú hreinsistöð var starfrækt til ársins 1729.
Þegar Innréttingar Skúla Magnússonar voru stofnaðar um miðja átjándu öld var komið upp húsi í Krýsuvík árið 1753 til að vinna brennistein á Íslandi. Erfiðlega mun hafa borið við að selja brennisteininn þrátt fyrir að verðinu væri í hóf stillt. Því var það að Norðmaðurinn Ole Hencel var sendur hingað til lands sumarið 1775, en hann var nemandi við námuskólan í Kóngsbergi. skyldi hann meðal annars skoða námurnar norður í landi og í Krýsuvík en þá hafði raunar ekki verið grafið eftir brennisteini þar um alllangt skeið eða frá 1764. enn fremur skyldi hann kynna sér aðferðir sem notaðar voru við brennisteinsnámið og hreinsunina og gera tillögur um úrbætur ef þurfa þætti.

seltun-25

Hreinsunin fór í stuttu máli fram þannig að lýsi var hellt í járnpott þegar brennisteinninn var að því kominn að bráðna og því hrært saman við hann en allur leir blandaðist lýsinu og flaut ofan á. Þegar brennisteinninn var þunnbráðinn var lýsið fleytt ofan af ásamt óhreinindunum og var til þess notuð járnskólfa með götum. Þá var brennisteinninum ausið í gegnum sáld í trémót. Þess var gætt að þau væru gegnsósa af vatni til þess að brennisteinninn festist ekki í þeim.

seltun-26

Hneckel lagði til að brennisteinninn yrði þveginn með vatni, en til þess þurfti annan útbúnað, semhann teiknaði upp. Slíkur búnaður var algengur í námum þar sem grafið var eftir málmsandi.
Sumarið 1812 fór Englendingurinn John Parker til Krýsuvíkur. Undirrót ferðarinnar var stríð bandamanna við Frakka. Árið 1858 keypti breskur plantekrueigandi í Vestur-Indíum, Joseph William Bushby, brennisteinsnámurnar í Krýsuvík af Sigurði Sigurðssyni á Stórahrauni og Sveini Eiríkssyni bónda í Krýsuvík „við afarverði“, eða á 1.400 ríkisdali. 

seltun-27

Bushby hóf þegar að grafa og afla brennisteins og lagði út í mikla fjárfestingar. Hélt hann námurekstrinum áfram tvö sumur en kostnaðurinn við að flytja brennisteininn óhreinsaðan á klyfjahestum til Hafnarfjarðar reyndist mikill svo að eftirtekjan varð rýr. Eftir það fara engar sögur af brennisteinsnámi á hans vegum.
Dr. E.W. Perkins gerði sér ferð til Íslands sumarið 1868 þeirra erinda að skoða og kanna brennisteinsnámurnar í Krýsuvík. Hann hvarf síðan af landi brott en kom aftur umhaustið ásamt tveimur löndums ínum. Hafði þá verið stofnað félag í London, „Krísikrbrennisteinsfélagið“, sem hafði „keypt“ námurnar af Bushby samkvæmt því sem segir í Þjóðólfi. Hið rétta er að tveir Bretar, Goeorge Seymour og farðir hans, tóku námurnar á leigu til 14 ára.

Seltun-29

Oddur V. Gíslason var ráðinn verkstjóri við brennisteinsgröftinn sem hófst þá um veturinn. Þennan vetur, 1868-1869, voru tíu og stundum yfir tuttugu manns við brennisteinsgröft í Krýsuvík. Grafnar voru upp 650 lestir af óhreinsuðum brennisteini en gert var ráð fyrir að úr honum mætti vinna ríflega 100 lestir af hreinsuðum brennisteini. Skömmu fyrir jól 1870 fórst skip á leið til landsins á þeirra vegum undir Eyjafjöllum og fara engar sögur af frekara brennisteinsnámi þeirra í Krýsuvík eftir það.
Árið 1872 er getið um Bretann George Thome við brennisteinsgröft í Krýsuvík ásamt bræðrum sínum.
Seltun-30Thomas George Paterson, málafærslumaður frá Edinborg, tók námurnar í Krýsuvík á leigu 1876. Um vorið árið eftir kom til landsins bróðir hans, efnafræðingurinn William Gilbert Spence Paterson, og „útreiknaði brennisteinsjörðina í „Krýsivík“. Ári síðar var stofnað félag, Brennisteinsfélag Krýsuvíkur, sem síðar hlaut nafnið Hið íslenska brennisteins- og kopafélag. Enn var nýtt félag stofnað, Bórax-félagið árið 1882, en forsprakki beggja þessara félaga var Paterson í Edinborg.
Svo hagaði til í Krýsuvík þegar hér var komið við sögu að lítið var orðið eftir af brennisteini ofanjarðar þar sem auðvelt var að ná í hann. Því urðu menn að færa sig ofar í fjallshlíðina og grafa eftir honum þar.
Til þess að koma honum niður eftir var útbúinn rennustokkur og undir hann Seltun-31brugðið krosstrjám. Fyrst var brennisteininum mokað í hann ásamt leir og öðrum óhreinindum. Eftir stokknum rann vatn sem bar brennisteininn með sér. Neðar höfðu verið myndaðir stíflupollar sem öllu var hleypt í, vatninu, brennisteininum og því sem kom upp með honum. Þegar fyrsti pollurinn var orðinn fullur var látið renna í hinn næsta og þannig koll af kolli. Brennisteinninn settist á botninn og þegar búið var að hleypa úr vatninu var honum mokað upp á handbörur og borinn burt.
Brennisteinninn var fluttur á hestum til Hafnargjarðar og geymdur þar uns hægt var að flytja hann úr landi. Í lestunum voru 70-80 burðarklárar. Tveir bátasmiðir frá Skotlandi voru fengnir til þess að smíða stóran bát til þess að flytja brennistein frá námunum yfir Kleifarvatn árið 1870 en leiðin til Hafnarfjarðar eftir Ketilsstíg vestur yfir Sveifluháls var vafalaust ógreiðfær hestum með klyfjar. Við norðurenda vatnsins voru reistir tveir „járnskúrar“ eins og þeir voru kallaðir, að öllum líkindum sem geymslur, og einnig var byggt geymsluhús í Hafnarfirði.
Á námusvæðinu í Krýsuvík voru reist tvö hús og voru bæði klædd bárujárni. Hið sama á líklega við skúrinn við Kleifarvatn. Munu þetta hafa verið fyrstu bárujárnshúsin á Íslandi.
Ofangreindum framkvæmdum mun að mestu hafa verið lokið um mitt ár 1880. Þá um sumarið auglýsti Spence Paterson ýmsan varning til sölu tengdum námugröftinum.“
Í fornleifaskráningu svæðisins kemur m.a. fram að „engar sýnilegar minjar sé að finna við Seltún frá brennisteinsvinnslunni“ og að námuhúsin framangreindi hafi verið „þar sem nú er bílastæði“. Hvorutveggja er rangt. Námuhúsin stóðu á Seltúnsbarði. Auk þess má sjá minjar bæði norðan við Kleifarvatn og undir Baðstofu vestan Hveradals. Steinsteypuminjar og tréþil í Seltúnslæknum neðan þjóðvegar eru minjar borunar á svæðinu eftir heitu vatni um miðja síðustu öld.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín. 

Heimild:
-Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi, XII. bindi, Reykjavík 1998, bls. 113-127.
-Frank Ponzi, Ísland fyrir aldamót, 1995.
-Fornleifaskráning fyrir Krýsuvík og Trölladyngju, 2008.

Seltún

Seltún – ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar 1882. Aðstaða brennisteinsvinnsumanna.

Selsvellir

Sel á Reykjanesskaganum eru í sumu frábrugðin seljum annars staðar á landinu. Víða utan þess voru þau oft höfð upp til dala eða upp undir hlíðum fjarri bæjum. Flest seljanna á Reykjanesi eru u.þ.b. í einnar til tveggja klukkustunda göngufjarlægð frá bænum, sem þau voru frá. Það var talið til kosta að hafa fjarlægðina ekki of mikla eins og t.d. í Grindavíkurselin á Selsvöllum.

Baðsvellir

Sel á Baðsvöllum.

Yfirleitt voru selin í útjaðri jarðanna eða í óskiptu landi þar sem annað hvort var sæmilegt vatnsstæði eða brunnur. Flest seljanna eru norðvestan til undir hæð eða brekku í skjóli fyrir ríkjandi rigningarátt, þ.e. suðaustanáttinni. Má í því sambandi nefna Oddafellselin, Hvassahraunsselið, Flekkuvíkurselið, Fornasel (Litlasel), Nýjasel, Brunnastaðasel, Gjásel og Arahnúkasel. Yfirleitt hafa selstóftirnar sömu einkenni og önnur sel á landinu, þ.e. samliggjandi baðstofu og búr, en eldhúsið sér. Í mörgum seljanna má sjá misgamlar tóftir, s.s. á Selsvöllum og í Hraunsseli vestan við Núpshlíðarhás. Hið síðarnefnda lagðist reyndar af síðast selja á Reykjanesi, eða árið 1914. Í lýsingu Þorvaldar Thorodsen um ferð hans um Suðurland árið 1883 virðist Hraunssel og Selsvallaselin þá þegar hafa verið aflögð. Þau gætu þó hafa verið endurreist síðar sbr. skrif Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin.

Selsvellir

Selsvellir – Uppdráttur ÓSÁ.

Í Andvara, tímariti Hins ísl. þjóðvinafélags, 1884, er sagt frá ferðum á Suðurlandi sumarið 1883 eftir Þorvald Thoroddsen, bls. 48. Þar segir m.a.: “Komum við fyrst að Hraunsseli; það er nú í rústum… Selsvellir eru stórar grassléttur norður með hálsinum… Þar hefir áður verið sel frá Stað í Grindavík, en er nú af tekið; nú hafa menn þar nokkurs konar afrétt…”.

Vindássel

Vindássel í Selvogsheiði – Uppdráttur ÓSÁ.

Áður hefur verið minnst á skrif Geirs Bachmanns í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 þar sem hann segir bæi í Grindavík þá hafa selstöður á Selsvöllum. Í Lýsingu Árna Helgasonar á Garðaprestakalli 1842 kemur fram að Garðar hafi haft “pening í seli til 1832”. Önnur sel þar hafi verið aflögð fyrir meira en hálfri öld.

Í “Frásögur um Fornaldaleifar”, útg. af Stofnun Árna Magnússonar, 1983, eru birtar skýrslur presta o.fl. af íslenskum fornminjum til dönsku fornleifanefndarinnar á árunum 1817-1823 . Hvorki er minnst á sel í Gullbringu- og Kjósarsýslu né í Árnessýslu (Ölfusi) í skrifum til nefndarinnar. Bendir það til þess að selin hafi þá verið í “eðlilegri” notkun á þeim tíma, nýlega aflögð eða að þau sel, sem vitað var um, en lagst af, hafi ekki verið það gömul að þau hafi talist til fornminja. Hafi svo verið getur ein skýringin verið sú að búsetuminjar eða minjar tengdar atvinnuháttum hafi ekki verið taldar til fornleifa, enda var lítið skrifað um slíkt til nefndarinnar. Hafa ber í huga að sel geta hafa lagst af um tíma, en síðan verið endurreist um sinn.

Hraunssel

Hraunssel.

En af framangreindum gögnum að dæma virðist selbúskapur á Reykjanesi að mestu hafa lagst af um og eftir miðja 19. öld; fyrr í Garðasókn en t.d. í Grindavíkursókn þar sem hann tíðkaðist enn um 1840, en selin verið í rústum árið 1883 þegar Þorvald Thoroddsen var þar á ferð. Ef taka á mið af núverandi tóftum selja á Reykjanesi eru þau líka að sjá heillegastar á Selsvöllum og í Þrengslum (Hraunssel). Einnig í Vífilsstaðaseli og Herdísarvíkurseli, Knarrarnesseli, Brunnastaðaseli og Straumsseli. Hins vegar eru seltóftir í Selvogsheiði og í Hafnaheiði greinilega mun eldri. Þá má sjá enn eldri tóftir innan um nýrri sel, s.s. Fornasel við Brunntorfur, Lónakotssel, Fornasel (Litlasel), Hlöðunessel, Baðsvallasel og Selöldusel.

Vindássel

Vindássel í Kjós.

Tóftir seljanna eru greinilega misgamlar. Ekki er vitað til þess að þær hafi verið aldursgreindar, en þó hefur Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, grafið í Fornasel vestan við Brunntorfur og taldi hann af niðurstöðum kolefnamælinga að dæma að það sel væri frá 14. eða 15. öld.

Við þessi gömlu sel eru yfirleitt hlaðnir tvöfaldir stekkir og einfaldar kvíar. Vatnsstæðin eru í hraunskálum eða á klapparhólum. Nokkur dæmi eru um allnokkur sel þar sem frá varð að hverfa fyrr en ætlað var vegna vatnsskorts. Lækir eru fáir á landssvæðinu. Auk Selsvallalækjar er lækur í Króksmýri norðan Vigdísavallar, á Bleikingsvöllum suðaustan þeirra, í Sogunum sunnan Trölladyngju, Kaldá við Kaldársel og síðan Vestri- og Eystri-lækur í Krýsuvík. Sumstaðar er þó stutt í lítil vötn í gígum og skálum. Annars staðar var erfiðara um slíkt, s.s. í Lónakotsseli og í seljunum í Vatnsleysustrandarheiðinni. Aðstæður gætu þó hafa breyst frá því sem áður var.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel.

Þannig er t.d. sagt frá læk og jafnvel fossi fram af Stóru Aragjá ofan við hið sérstaka Gjásel. Það er sérstakt af því leyti að í því eru 7-8 samliggjandi raðhús í svo til beinni röð. Tveir stekkir eru við selið, en þeir gefa oft til kynna fjölda selja á hverjum stað. Þannig eru sel frá þremur bæjum í Brunnastaðaseli, fjögur í Knarrarnesseli, tvö í Flekkuvíkurseli. Selin á Selsvöllum hafa nokkra sérstöðu því þar munu hafa verið sel frá svo til öllum Grindavíkurbæjunum eftir að Baðsvallaselið norðan Þorbjarnarfells lagðist af vegna ofbeitar. Þar má sjá tóttir a.m.k. þriggja selja. Við mörg seljanna, einkum hraunsseljanna, eru fjárskjól með fyrirhleðslum, stundum fleiri en eitt, s.s. í Óttarstaðaseli og Straumsseli. Stundum eru skjólin nokkuð frá seljunum, s.s. fjárskjólið í Brunntorfum, en það hefur líklega upphaflega verið frá Fornaseli ofan við Gjásel.

Litla-BotnsselEnn eitt einkenni selja á Reykjanesi er nálægð fjárborga og/eða fjárskjóla. Eftir skoðun á yfir 70 fjárborgum á svæðinu er að sjá sem sumar þeirra séu beinlínis byggðar með afstöðu seljanna í huga, s.s. Djúpudalaborgin í Selvogi. Hún er í nálægð við Nesselið austan við Hellisþúfu, auk þess sem efst í Hnúkunum hafa fundist tóftir, sem líklegast hafa verið fornt sel. Þær hafa ekki verið rannsakaðar og hafa reyndar hvorki verið skráðar né er þeirra getið í örnefnalýsingum. Við þær tóftir er hol hraunbóla, hraunsskúti, sem notaður hefur verið til skjóls eða annarra þarfa. Þannig háttar einnig til við Litlalandssel ofan við Ölfus. Hellar hafa víða og verið nýttir til skjóls, en selin norðaustan við Vörðufell ofan við Strandarhæð, sem greinilega eru mjög gömul, t.d. Eimuból (sel Selvogsmanna voru gjarnan nefnd ból, sbr. Þorkelsgerðisból og Bjarnastaðaból nestan undir Hnúkum). Í því er hlaðinn stekkur inni í víðri hraunrás. Skammt vestar eru tóftir og miklar niðurgönguhleðslur við stóran hraunhelli. Innst í hellissalnum er aðeins eitt bein, en annars er ekkert annað á sléttu gólfinu.

Minjar í Selvogsheiði.

Merkilegur hellir, sem Guðmundur Brynjar Þorsteinsson frá Þorlákshöfn fann nýlega, hefur gengið undir nafninu “Bólið”. Alls óljóst er til hverra nota hann var eða ætlaður. Tóftirnar við hellinn eru heldur ekki til í örnefnalýsingum svo vitað sé. Sama á við tóft við gömlu Selvogsgötuna á milli Strandardals og Strandarhæðar. Þar er tóft og hlaðinn stekkur. Einnig suðaustan undir Svörtubjörgum. Þar er greinilegt sel með nokkrum rústum, löngum stekk, kví og fjárskjóli. Inni í því eru hleðslur. Reyndar hefur Selvogsheiðin lítt verið könnuð með tilliti til hugsanlegra fornleifa.

Staðarsel

Staðarsel.

Þórarinn bóndi Snorrason á Vogsósum taldi að selið undir Svörtubjörgum hafi heitið Staðarsel og verið fráfærusel þar sem lömbin voru færð frá og aðskilin frá ánum. Hann mundi þá ekki eftir því fyrr en farið var að spyrja hann um rústirnar, sem sumar eru mjög vel greinilegar. Líklegra er að þarna sé annað hvort komið sel frá Strönd, “Strandarsel”, því bæði hefur það verið í landi kirkjujarðarinnar Strandar og auk þess hefur það verið allveglegt á meðan var, eða frá landnámsbænum Hlíð við Hlíðarvatn, sem er þarna nokkru vestar. Vestan við selið eru a.m.k. þrjár fjárborgir; Hlíðarborg, Valgarðsborg og Borgarskarðsborg. Sunnan þeirra er Vogsósasel og vestan þess “Borgirnar þrjár”; þ.e. þrjár hlaðnar fjárborgir á hól skammt austan Hlíðarvatns. Við Eimuból má sjá tóftir Vindássels, en enn austar eru Þorkelsgerðisból og Bjarnastaðaból, hvorutveggja vegleg sel með mörgum tóftum. Þegar leitað var að síðastnefndu seljunum var farið eftir örnefnaskrám úr Ölfusi og ábendingum fróðra manna, s.s. Kristófers Bjarnasonar, kirkjuvarðar í Strandarkirkju, en samkæmt því átti Bjarnastaðasel að vera skammt frá klöppinni “Fótalaus”, þar sem klappað er LM (landamerki) Ness og Bjarnastaða. Selið er hins vegar mun ofar undir Hnúkabrekkunum og er Þorkelsgerðisból þar skammt (10 mín) vestsuðvestar.

Fornaselsstígur

Fornasels og Gjálselsstígur.

Við Kaldársel eru nokkrir fjárhellar og hlaðinn bálkur í einum þeirra. Í Setbergsseli er fjárhellir með mikilli hleðslu og skiptir önnur honum í tvennt. Að sunnanverðu var Hamarskotssel um tíma. Við Brunnastaðasel er hlaðin kví í gróinni gjá og er hún ennþá nokkuð heilleg. Séstæðastar eru hleðslur niðri í stóra hraunbólu vestan Hellishæðar, sem fyrr voru nefndar. Við munnan er tótt og aðrar skammt austar. Þar eru og hleðslur fyrir hraunrásir. Skammt norðar er Strandarsel [Staðarsel] undir Svörtubjörgum, en að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum mun það hafa verið fráfærusel (en annars mun hafa verið fært frá heima við bæ áður en ærnar voru reknar í sel), enda má sjá þess merki á aflöngum stekk sunnan selsins. Stakkavíkursel er ofan við Grænubrekkur. Við það er opin hraunbóla, líkt og í Hnúkum. Neðan við selið má, ef vel er að gáð, sjá merki enn eldra sels og torfstekkjar. Við nýrra selið er dæmigerður stekkur og hleðslur í fjárskjóli skammt ofan hans.

Selgjársel

Selgjá – Uppdráttur ÓSÁ.

Garðar höfðu í seli í Selgjá og Búrfellsgjá. Heimildir kveða á um að þar hafi verið 11 sel um tíma. Þau munu þó hafa verið aflögð alllöngu áður en Garðar hættu að hafa í seli. Margar minjar eru beggja vegna Selgjárinnar, en færri í Búrfellsgjá. Þar eru og nokkur fjárskjól með veglegum hleðslum. Mestar eru þær í svonefndum Sauðahelli syðri, skammt suðvestan við Selgjána og við Suðurhelli, sunnarlega í gjánni. Á Garðaflötum er getið um tóftir og garðveggi í gömlum heimildum og einnig þar má sjá, ef vel er að gáð, tóftir og veggi, greinilega mjög gamalt. Reyndar átti þar að hafa verið bær til forna, skv. sömu heimildum, en líklegra er þó að um selstöðu hafi verið að ræða. Þær tóftir hafa ekki verið kannaðar af fagfólki.

Selsstígur

Selsstígur.

Enn eitt einkenni seljanna eru hinir mörkuðu selsstígar. Víða má sjá þá klappaða í hart bergið eftir klaufir, hófa og fætur liðinna kynslóða. Dýpstar eru göturnar á stígunum vestan Selsvalla, enda hefur umgangur þar greinilega verið mikill um langan tíma. Straumsselsstígur er einnig vel markaður á kafla, en það er áður en hann greinist frá stíg að Gjáseli og Fornaseli, sem eru skammt norðan þess. Víða má rekja þessar götur enn þann dag í dag, en annars staðar eru þær orðnar grónar eða orðnar landeyðingu að bráð, s.s. efst í Vatnsleysstrandarheiðinni.

Hraunssel

Hraunssel – tilgáta.

Þótt sum seljanna hafi ekki verið mjög stór, s.s. Fornasel (Litlasel) ofan Vatnsleysustrandar og Hraunssel undir Löngubrekkum austan Raufarhólshellis, eru tóftirnar bæði lögulegar og vel læsilegar. Í því er flest það sem prýtt getur hefðbundið sel. Nýjasel austan Snorrastaðatjarna sem og Snorrastaðasel vestan þeirra hafa og verið lítil sel af ummerkjum að dæma. Svo hefur einnig verið um Hópsselið norðan við Selsháls, Möngusel í Hafnaheiðinni og Stafnessel austan Ósabotna. Kirkjuvogssel í Hafnaheiði hefur hins vegar verið mun stærra, líkt og Vogaselin efst í Vatnsleysustrandarheiði, fast undir Þráinsskyldi.

Merkinessel

Merkinessel.

Merkinesselin í Hafnaheiði voru tvö, hið nýrra og hið eldra, líkt og Vogaselin. Erfitt er að finna eldra selið, en það er mjög gróið, en sandauðn allt um kring. Nýrra selið er mun austar og fallega hlaðið undir gjávegg. Eitt húsanna er enn allheillegt sem og önnur mannvirki. Dæmi eru um að gömul sel hafi orðið framkvæmdum að bráð, s.s. Hraunsholtsselið undir Hádegishól í Garðahrauni, sem nú er í iðnaðarhverfi Garðbæinga á Hraunum.

Hraunssel

Hraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðarbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín koma frásagnir af selstöðum sumra bæja á Reykjanesi, en alls ekki allra. Sjá má selja getið í sóknarlýsingum, en þó virðist eins og almennt hafi ekki verið ástæða til að geta þeirra sérstaklega í eldri lýsingum af lands- og búskaparháttum. Reyndar er búskaparháttum yfirleitt lítið lýst í slíkum heimildum eða máldögum. Ein ástæðan gæti verið sú að þeir hafi þótt það sjálfsagðir og á allra vitorði að ekki hafi verið talin ástæða til að geta þeirra sérstaklega. Einungis væri vert að geta þess sem þótti merkilegt sögulega þá er þær voru skrifaðar. Heimildir og sagnir eru af mjög gömlum seljum, en flestar eru þær frá síðari öldum. Vitað er yfirleitt frá hvaða bæjum hvert sel tilheyrði og höfðu sumir saman í seli, s.s. í Knarrarnessi og Brunnastaðaseli, að ekki sé talað um Selsvellina. Margar gamlar beitarhúsatóftir eru og á Reykjanesi, s.s. í Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns (Jófríðastaðir), við Ásfjallsrana (Ás) og vestan við Hlíðarvatn (Stakkavík), en ekki er vitað til þess að þau hafi orðið að seljum eða verið notuð sem sel eins og víða annars staðar á landinu. Sel voru frá Hvaleyri og Ási austan við Hvaleyrarvatn og sel frá Stakkavík ofan við Stakkavíkurfjall.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Dæmi eru um sögur úr seljunum, s.s. frá Hvaleyrarseli þar sem nykur átti, skömmu fyrir aldarmótin 1900, að hafa ráðist á og drepið selráðskonuna í fjarveru smalans . Nykurinn átti að fara á milli Hvaleyrarvatns og Urriðavatns (önnur saga segir Lambústjarnar), en frosið þar í hel frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást ekki til hans eftir það. Í Rauðhólsseli undir Rauðhól skammt norðan við Keili var fólki ekki vært eftir tíundu viku sumars vegna draugagangs, en það sel var frá Vatnsleysu .

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Tveggja selja er getið í Öskjuhlíð; Reykjavíkurselsins og Hlíðarhúsaselsins og nokkurra undir Selsfjalli við Lækjarbotna. Þar má enn sjá tóftir þessara selja nálægt skátaskálanum, en þær eru þó orðnar ógreinilegar.

Víða um land urðu sel að kotbýlum þegar fram liðu stundir. Á Reykjanesi eru líklega einungis þrjú dæmi um að sel hafi orðið að koti, þ.e. í Straumsseli, á Vigdísarvöllum og í Kaldárseli. Bærinn í Straumsseli brann fyrir aldarmótin 1900 og lagðist þá búseta þar niður, en bærinn á Vigdísarvöllum féll að mestu í jarðskjálfta skömmu eftir aldramótin 1900. Þar voru reyndar um tíma tveir bæir. Annar þeirra nefndist Bali og má vel sjá tóftir hans á vestanverðu túninu.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel á Vigdísarvöllum.

Vigdísarvellir var í fyrstu sel frá Krýsuvík, en bæir þar höfðu auk þess í seli undir Selöldu, sbr. sagnir af ræningjunum er komu upp Ræningjastíg og veittust að selráðskonum þar . Um tíma hafi Krýsuvík aðstöðu í Sogaseli, sem síðan fór undir Kálfatjörn. Auk þess er ekki loku fyrir það skotið að einhver Krýsuvíkurbæjanna hafi um tíma nytjað Húshólmann, en inn í hann er greiður og gróinn stígur og ummerki eftir selstöðu norðvestast í hólmanum. Í Kaldárseli var sel framan af og er síðast getið um búsetu Þorsteins Þorsteinssonar þar um aldarmótin 1900, en síðan nýtti Kristmundur Þorleifsson sér fjárskjólin þar um skamman tíma.

Fornasel

Fornasel í Strandarheiði.

Oftast bera selin nöfn þeirra bæja, sem gerðu þau út. Flekkuvíkursel var frá Flekkuvík, Hvassahraunssel var frá Hvassahrauni, Óttarstaðasel frá Óttarstöðum o.s.frv. Þó eru dæmi um að selin hafi dregið nöfn sín af staðháttum, s.s. Sogasel í Sogagíg, Selsvallasel af Selsvöllum og Gvendarsel undir Gvendarselshæð af Krýsuvíkur-Gvendi o.s.frv. Hin þrjú svonefndu Fornusel eru væntanlega nefnd svo vegna þess að ekki var ráðið í hvaðan þau höfðu verið gerð út. Þó er líklegt að Fornasel sunnan við Brunntorfur hafi verið frá Þorbjarnastöðum í Hraunum sem og Gjáselið þar skammt norðvestar. Einnig er getið þar um sel frá Lambhaga. Þorbjarnastaða-fjárborgin er skammt frá seljunum. Fornasel eða Fornusel (þau eru tvö) undir Sýrholti er hins vegar á huldu, enda virðist vera mjög komin við aldur. Svo virðist sem Þórusel hafi verið þar um tíma, en frásögn af því er óljós. Flestra seljanna er getið í gömlum heimildum og örnefnalýsingum. Nokkur þeirra, a.m.k. þeirra stærstu, má sjá á gömlu kortum, s.s. dönsku herforingjakortunum svonefndu, en annað það er gefur vísbendingu um að sel hafi verið að ræða á tilteknum stöðum eru nafngiftir tengdar þeim, s.s. Selháls, Selshæð, Selsvallafjall, Selsvellir, Selsfjall, Seljahlíð, Selalda, Selstígur og Selshóll.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg í Hraunum.

Óttarstaðaborgin, eða Kristrúnarborg, eins og hún hefur stundum verið nefnd, er við Óttarstaðaselsstíginn, Rauðamelsstíginn eða Skógargötuna, eins og hann hefur einnig verið nefndur. Straumsselsstígur liggur upp í Straumssel, Stakkavíkurselsstígur upp í Stakkavíkursel, Lónakotsselsstígur upp í Lónakotssel og svo mætti lengi telja. Til eru þó sel við alfaraleið, s.s. Hlíðarendaasel þar sem Ólafsskarðsvegur liggur svo til í gegnum selið sunnan Geitafells. Sum seljanna eru á fallegri stöðum en önnur. Má þar nefna Breiðbólstaðaselið í Krossfjöllum og selin í Sogagíg undir Trölladyngju. Hið fyrrnefnda státar af fögru útsýni niður í Dimmadal á meðan hið síðarnefnda nýtur skjóls í fallegum hraungíg undir öruggu og litskrúðugu faðmlagi Trölladyngju og Soganna. Ein tóftin er utan við gíginn.

Blikdalur

Tóft í Blikdal.

Hlaðin smalabyrgi eru við eða í nágrenni við sum selin eða nátthaga þeim tengdum. Má þar nefna byrgi við Efri-Straumsselshella ofan við Straumssel, neðan við Stakkavíkursel og við Óttarstaðasel.

Lítið hefur verið fjallað um sel og selbúskap hér á landi þrátt fyrir að hann hafi skipað veigamikinn þátt í atvinnusögu og þjóðlífinu í langan tíma. Egon Hitzler, þýskur fræðmaður, skrifaði bókina Sel – Untersuchungen zur geschichte des isländschen sennwesens seit der landnahmzeit, sem gefin var út í Noregi árið 1979. Hann hafði dvalið hér á landi sem styrkþegi við Háskóla Íslands veturinn 1968/69 og notaði það efni í magesterritgerð sína við háskólann í Erlangen-Nürnberg árið 1972. Árin 1974-77 starfaði hann sem sendikennari við Háskóla Íslands og notaði þá tíma til þess að endurskoða, endurbæta og auka við ritgerð sína. Árangurinn liggur fyrir í nefndri bók hans. Bókin, sem er efnismikil um viðfangsefnið, er skipt upp í 8 kafla: Í fyrsta kafla fjallar höfundur m.a. um alþjóðlegar rannsóknir á seljabúskap, heiti og hugtök og fyrri rannsóknir. Í öðrum kafla er fjallað um selin, selhúsin, sel í hellum, seljaþyrpingar, kvíar, sel á eyðibýlum og breyting selja í býli. Í þriðja kafla um skipulag seljabúskaparins, seltímann, selfólkið, búsmalann, selfarir og selgötur, selflutninga og eldivið og vatnsból.

Heiðarbæjarsel

Heiðarbæjarsel.

Í fjórða kafla fjallar höfundur um seljabúskap á Íslandi á miðöldum, eðli og þýðing miðaldaheimilda, heimildir frá þjóðveldisöld og heimildir frá 14. og fram á 16. öld.
Fimmti kafli fjallar um seljabúskap á Íslandi fram á byrjun 18. aldar, selstöður í Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum, útbreiðslu, tegundir og aldur selja og leigusel.

Í sjötta kafla er lýst núverandi aðstæðum í Sauðadal (Hv) og nýtingu hans til seljabúskapar fyrr á tímum, staðhættir og helstu menjar um nýtingu, skiptingu landsins og tilkall til selstaða, heimidlir frá miðöldum og jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem og tegundir selstaða og tímabundnar sveiflur í seljabúskapnum.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – tilgáta.

Í sjöunda kafla er fjallað um upphaf, þróun og hvarf seljabúskapr á Íslandi, upphaf seljabúskapar á landnámsöld og einkenni hans á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, seljabúskap og eignaraðild á síðmiðöldum, sveiflur og hnignun seljabúskapar á Íslandi, niðurlagningu seljabúskapar á Íslandi og tilraunir til þess að endurvekja hann og glæða nýju lífi.

Í áttunda og síðasta kaflanum er yfirlit og útsýn, umræður umhugtök, íslenski seljabúskapurinn sem sögulegt fyrirbæri og íslenski seljabúskapurinn og nútíminn.
Loks er viðauki um seljabúskapinn á íslandi um aldamótin 1900 og dagleg störf, íslenskt/þýskt orðasafn um seljabúskap og loks einstakar athugasemdir”.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – tilgáta – ÓSÁ.

Hér er ekki ætlunin að skrifa magesterritgerð um sel á Reykjanesi, en reyna þó að nálgast viðfangsefnið þannig að það gefi nokkra góða sýn á fjölda selja og hversu ríkan þátt selbúskapurinn hefur átt í atvinnuháttum fólks á svæðinu, líkt og annars staðar á landinu. Því verður best lýst með eftirfarandi tilvitnunum í verk Hitzlers.

Sjá niðurlag um seljaumfjöllun HÉR.

Sjá meira um sel og selstöður á Reykjanesskaga HÉR.

Hópssel

Hópssel við Grindavíkurveg.

Krýsuvík

Í Sögu Hafnarfjarðar má lesa um tilraunir til rafmagnsframleiðslu í Krýsuvík sem og virkjun jarðvarma til húshitunar á miðri síðustu öld, eða stuttu eftir að bærinn fékk hluta Krýsuvíkurlands eftir að íslenska ríkið tók það eignarnámi 1941.
seltunkr-2„Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hófust handa um að láta kanna, hvort unnt yrði að nýta gufuna í Krýsuvík til rafmagnsframleiðslu og ráða þannig bót á þeim annmörkum, sem voru í rafmagnsmálum Hafnfirðinga. Ef vel tækist til, stóðu vonir til þess, að unnt reyndist að ná þeim markmiðum, að sjá Hafnfirðingum fyrir nægri raforku án truflana og spennufalls og einnig rafmagni til stóriðnaðar, og síðast en ekki sízt, að koma upp rafmagnsveitu í bænum.
Haustin 1941 og 1942 voru boraðar þrjár holur í Krýsuvík, 90 m, 145 m og 132 m djúpar við suðurenda Kleifarvatns, og annaðist Rannsóknarráð ríkisins verkið að beiðni Hafnarfjarðarbæjar. Úr holum þessum fékkst hvorki heitt vatn né gufa, en hins vegar mældist töluverður hiti. Hlé var á borunum 1943 og 1944, en vorið 1944 ályktaði bæjarráð að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að hún notaði heimild þá, er fólst í þingsályktunartillögu um rannsókn á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík.
Haustið 1945 samþykkti bæjarstjórn hafnarfjarðar að hefja jarðboranir á ný í Krýsuvík á grundvelli áætlunar, sem Rafmagnseftirlit ríkisins hafði gert. Tilgangur jarðborananna var að rannsaka möguleika á virkjun jarðvarmans í Krýsuvík til raforkuframleiðslu og einnig að fá hita fyrir gróðurhús og íbúðarhús á staðnum. Í upphafi var notazt við lítinn tilraunabor, sem Jarðborunardeild ríksins átti, en með honum var einungis hægt að bora litlar holur. Árið 1946 festi Hafnarfjarðarbær kaup á stærri bor. Með þeim borunum var ljóst, að unnt var að fá geysimikla gufu í Krýsuvík.
Krysuvik-24Fyrstu árin gengu boranir erfiðlega vegna lítillar reynslu og hins sérstæða jarðvegs, sem bora þurfti. Sumarið 1949 fól bæjarstjórn rafveitustjóra að gera áætlun um kostnað við virkjun á gufu úr borholunum í Seltúni í Krýsuvík til að framleiða raforku, er fullnægði rafmagnsþörf Hafnarfjarðar og nágrennis. Í árslok 1951 var borunum í Krýsuvík svo langt komið, að í holunum voru um 60 tonn af gufu á klukkustund, sem samsvaraði um 7-8000 kw, ef alt væri virkjað. Áætlun var lögð fram um gufuaflsstöð. Bæjarráð samþykkti að óska þess við þingmann Hafnarfjarðar, að hann bæri fram á Alþingi frumvarp til laga um virkjun gufunnar í Krýsuvík. Tveimur dögum síðar, 5. des. 1951, flutti Emil Jónsson á Alþingi frumvarp til laga um virkjun jarðgufu í Krýsuvík. Frumvarpið dagaði upp, ekki síst vegna þess a á sama tíma var unnið að öðrum áfanga Sogsvirkjunar. Þar við bættist, að virkjun á borð við þá, sem fyrirhuguð var í Krýsuvík, var alger nýjung hér á landi og því vart við því að búast, að málið fengi brautargengi þegar í upphafi. Þar með lauk jarðborunum þeim, sem hófust að ráði í Krýsuvík 1945.

Krysuvik-25

Hitaveita frá Krýsuvík komst aftur á dagskrá vorið 1955, en þá var stefnt að samstarfi Hafnarfjarðar og Reykjavíkurborgar um auknar jarðboranir og hagnýtingu gufuorku í Krýsuvík í því skyni fyrst og fremst, að þaðan yrði lögð hitaveita til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Síðla árs 1955 hófust viðræðu að frumkvæði Reykjavíkur um fyrirhugaða hitaveitu frá Krýsuvík. Viðræðum var haldið áfram á árinu 1956. Drög að samningi lá fyrir, en ákvörðun var frestar. Í maí 1957 gerði Reykjavíkurborg Hafnarfjarðarbæ tilboð um sameignafélag um virkjun jarðhitans í Krýsuvík. Skortur á nægilega stórvirkum jarðborum hamlaði afgreiðslu málsins.
Meðan á þessum viðræðum við Reykjavíkurborg stóð um heitaveitu í Krýsuvík, voru einnig kannaðir aðrir möguleikar á því að hagnýta jarðhitann þar. Árið 1955 voru gerðar athuganir á því í Krýsuvík á vegum saltvinnslunefndar, hvort unnt væri að nota gufuna þar til að framleiða salt.
Það var ekki fyrr en 1960, að hinn stórvirki jarðbor ríkisins og Reykjavíkurborgar hóf boranir í Krýsuvík. Árið 1963 var gerð grein fyrir þeim árangri, sem náðst hafði við boranir í Krýsuvík, og rannsóknum, sem var verið að gera í nágrenni Hafnarfjarðar í sambandi við jarðhita.
Árið 1964 varð sú stefnubreyting að horfið var frá því að halda áfram borunum í Krýsuvík, enda var ljóst, að hita veita frá krýsuvík krafðist víðtækra undirbúningsrannsókna.

Krysuvik-26

Haustið 1969 gerði Hafnarfjarðarbær samning við Virkni h.f. um, að félagið gerði samanburðarkönnun á hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, annars vegar með heitu vatni og hins vegar með rafmagni, frá jarðhitasvæðinu í Krýsuvík eða nágrenni hennar. Niðurstaðan varð sú að hraða skyldi viðræðum um hugsanlega samvinnu við reykjavíkurborg um nýtingu hins mikla jarðhitavatns á Reykjasvæðinu í Mosfellssveit og kaupum á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur. Í nóvember 1971 hófust formelgar viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Reykjavíkurborgar um hugsanleg kaup á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur til að hita upp hús í Hafnarfirði. Það var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 18. okt. 1972.“
Á ferð FERLIRs um fyrrum sögusvið jarðborana til raforku- og hitaveituöflunar í Krýsuvík kom í ljós að ein borholan, sem steypt hafði verið yfir, hafði látið á sér kræla; sprengt af sér byrðinginn og af óhljóðum að dæma undir niðri, virtist til alls líkleg. Skammt frá var önnur borhola þangað til fyrir áratug síðan, en þá sprakk hún í loft upp með tilheyrandi afleiðingum. Líklegt má telja að hinar borholurnar sex láti einnig að sér kveða í náinni framtíð, verði ekkert að gert.
Þess má geta að fyrrum borholusvæðið í Krýsuvík er nú eitt vinsælasta ferðamannaaðdráttarafl hér á landi.
Þrjár ástæður eru fyrir að ekki er enn búið að virkja í Krýsuvík; andvararleysi bæjarfulltrúa, takmörkuð tæknikunnátta fyrrum og frumkvæði annarra á virkjun jarðvarmans utan Krýsuvíkur.

Heimild:
-Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar 1908-1983, II. bindi, Skuggsjá 1983, bls. 31-43.

Seltún

Seltún – borhola 1956.

Hvalfjarðareyri

Gengið var um innanverðan Ósmel að Hvalfjarðareyri.
Á leiðinni voru skoðaðar minjar, fjörur, jarð- Hestaþingshóllog bergmyndanir, fuglar og selir, sjávarlón, grunnsævi og strandlengja utan ræktaðs lands neðan þjóðvegar frá Norðurkoti, inn að vík neðan við Eyrarkot og áfram að Eyrinni. Ósmelur er stór og fagur jökulgarður frá síðjökultíma. Meðfram ströndinni eru mikil set og öskulög sem og jarðlög með fornskeljum. Óvíða finnast jafn margar steintegundir á einum stað á landinu. Hvalfjarðareyri er fundarstaður baggalúta. Ofan við hana er Hestaþingshóll og undir honum Karl og Kerling. Svæðið, sem er í nánd við þéttbýli, hefur einstaklega mikið útivistar- og fræðslugildi.
Viti er yst á 
Hvalfjarðareyri. Hann var reistur þar árið 1948. Eldri menn minnast þess að vitinn hafi staðið utar, á grasbakka sem þá var. Eftir að uppdæling malarefna hófst við eyrina uppúr 1960 fór landið að brotna niður sem endaði með því að verja þurfti hann með grjóti.
Fyrst í stað var Vitinngrjótvörnin umlukin fjöruborðinu, en er nú eftir að landið hefur enn rýrnað, sem grjóthaugur umhverfis vitann.
Vitinn er í raun svokallað ljóshús sambærilegt og ljóshús sem er ofaná steyptum vitum. Það er áttstrent norskt mannvirki úr steypujárni á steyptum sökkli. Miðaldra fólk minnist þess, að þegar það voru börn, gerðu þau sér að leik að ganga á mjóum sökklinum og var keppikeflið að komast hringinn um vitann án þess að detta af sökklinum Var þá erfiðast að komast fyrir hornin átta. Ljóshúsið var upphaflega reist á Bjarntöngum 1913 en flutt í Hvalfjarðareyri eftir stríð.
Baggalútar [spherolites] nefnast smákúlur sem myndast í rýólítkviku þegar nálar af feldspati og kvarsi vaxa út frá kristalkími. Þeir eru ýmist stakir eða samvaxnir tveir eða þrír hér og þar í kvikunni. Talið er að þeir myndist við hraða kristöllun kvikunnar. Baggalútar eru yfirleitt frá 0,5 til 3 cm í þvermál en geta þó orðið enn stærri.
Skel í fornu setlagiÖrnefnið Hestaþingshóll bendir til þess að þar hafi farið fram hestaþing, -kaup eða -at.
Hestaþings-örnefni er að finna á nokkrum stöðum á landinu og fylgir þeim mörgum sú sögn að þar hafi farið fram hestaat, hestavíg eða hestaþing. Þannig segir Árni Magnússon frá: „Sunnan undir Sólheimajökli, í tungunni milli eystri kvíslarinnar og þeirrar, sem undir jökulinn rennur, heitir Hestaþingsháls. Þar segja menn, fyrrum hestavíg brúkuð verið hafa, sem og líklegt er af nafninu“ (Chorographica, bls. 33). Höfundur Holta-Þóris sögu, sem sennilega var samin á 19. öld, notaði nafnið í sögunni (bls. 495), en það virðist ekki þekkt á síðustu tímum og er ekki í örnefnaskrám.
Árni nefnir líka að Hestaþingstaðir heiti pláss einhvers staðar í Skaftártungu nærri Flögu (sama rit, bls. 25). Það er heldur ekki í Berggangurörnefnaskrám. Hestaþingshóll er við Rangá norðan við Völl í Hvolhreppi í Rang. og Hestaþingsflöt í Hróarsholti í Árn., tilvalinn leikvangur frá náttúrunnar hendi. Hún mun draga nafn sitt af því, að þar mun hafa verið att hestum til forna (Örnefnaskrá). Þar voru líka haldin hestamannamót á síðustu öld. Hestaþingsflatir eru í Hlíð í Grafningi. Þær eru nokkuð stórar valllendisflatir, niður undan Hellisgili, með gulvíðisrunnum í kring. Þar var áður haldið hestaþing. Hestaþingshóll er í landi Kaldaðarness í Flóa. Þar voru háð hestaþing til forna. Ef til vill hefur það einmitt gerst þar að Jóra bóndadóttir trylltist er hún sá hest föður síns bíða lægra hlut fyrir öðrum (sbr. Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur I, 173-175). Í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru tveir Hestaþingshólar þekktir, annar í landi Varmár, tangi út í Leiruvog. Bendir nafn hans á forn hestaöt þarna niður við sjóinn. Hóll þessi er á tanganum, og ef vel er að gáð, virðist vera þarna um gamalt mannvirki að gera (Örnefnaskrá). Hinn Hestaþingshóllinn er á Eyri í Kjós. Bendir þetta örnefni á, að þarna á eyrinni hafi verið höfð hestaöt til forna (Örnefnaskrá). Hestaþingseyrar eru við Norðurá í landi Kalmanstungu í Borgarfirði (Chorographica, bls. 44). Þessir staðir eru allir á Suður- og Vesturlandi en aðeins er hægt að nefna hestaþingstaði utan þess svæðis í Skagafirði. Annar er Hestaþingshamar á Víðilæk í Seyluhr. í Skag. Í sóknalýsingu frá 1842 er talað um Hestaþingshamar (eða Hestavígshamar) í Víðimýrarhvarfi og segir að þar hafi „oft verið fundir áður, og þar hafa Skagfirðingar og aðrir kosið Brand Kolbeinsson yfir sig“ (Sókn., bls. 58, sbr. Sturlungu).

Set- og öskulög

Í annarri sóknalýsingu er talað um Hestavígshamar á Flugumýri (Sókn., bls. 105). Hann er nefndur Hestaþingshamar í ritinu Landið þitt Ísland II, 61. Orðið hestaþing kemur fyrir í nokkrum fornsögum (sbr. Gísli B. Björnsson og Hjalti Jón Sveinsson, bls. 32).
Hestaöt voru einnig þekkt í Noregi og víðar á norrænu svæði til forna (sjá Svale Solheim, Hestekamp í KLNM VI, d. 538-540). Hestaþing voru ekki vel séð af kirkjunnar mönnum. Árið 1592 hélt Oddur Einarsson Skálholtsbiskup prestastefnu á Kýraugastöðum í Landsveit, þar sem gerð var löng samþykkt, og stendur þar í 6. gr.: „Item fyrirbjóði prestarnir hestaþing, vökunætur og smalabúsreiðir á helgum dögum hvort það sker nótt eður dag“ (Alþingisbækur II, bls. 255). Í annarri gerð sömu samþykktar er bætt við á eftir „á helgum dögum“: „og aðra slíka heiðinglega háttu“ (sama rit, bls. 258).
Síðasta hestavíg á Íslandi fór fram á Vindhólanesi í Fnjóskadal um 1625 að sögn Jóns Espólíns (1769-1836) og greinir hann frá því í Árbókum sínum (VI, bls. 21-22). Frásögn hans af hestavíginu er birt í lestrarbók Sigurðar Nordals (Íslenzk lestrarbók 1750-1930, bls. 28-29). Í Hestaþings-örnefnum er því varðveittur vitnisburður um einn þátt í skemmtanahaldi fornmanna.

För eftir sækýr

Kiðafell er fremsti bærinn í Kjós. Kjósarörnefni eru a.m.k. níu á landinu, ef dæma má eftir Örnefnaskrá Íslands, og staka örnefnið kemur fyrir á nokkrum stöðum. Orðið kjós merkir ‘þröngur dalur’ eða ‘þröng vík’. Í Noregi kemur örnefnið Kjos eða Kjose fyrir a.m.k. allvíða: Kjos í Akershus, Buskerud, Sogn og Fjordane, Vest Agder og Kjose á Vestfold og Kjosen á Finnmörku, Telemark og í Troms bæði sem fjörður og bær við þennan fjörð en upp af bænum er Store Kjostind.
Sem fyrr segir var gengið um Ósmel. Um er að ræða fornan sjávargranda, sem gefur til kynna að sjávarstaðan hafi fyrrum, líklega á fyrra hlýskeiði, verið mun hærri en nú er. Utan við melinn eru langir öskuhraukar, líklega leifar goss á fyrra jökulskeiði. Undir þeim eru setlög með skeljaleifum, líklega frá þeim tíma er jökullinn hopaði. Neðan við, á ströndinni, eru jökulrispuð hvalbök.
Þegar ströndinSelur var gengin mátti víða sjá stulaðbergsganga frá þeim tíma er landið myndaðist þarna. Ýmist skiptast á hraunlög og setlög.
Einstaka selur stakk upp hausnum til að fylgjast með tvífætlingum á landi. Aðrir hvíldust á nálægum skerjum. Í sandinum mátti sjá för eftir sækýr, ef vel var að gáð og grannt var skoðað. Þær virtust hafa gengið á land, spígsporað um stund á ströndinni og síðan horfið aftur jafn skyndilega til sjávar. Þær höfðu borið með sér sjávarþang úr botni Hvalfjarðar.
Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli, sagði að það kæmi fyrir að sækýr gengju á land undir háum bökkunum neðan við bæinn, einkum þó á vorin, a.m.k. hefði hann heyrt slíkar sögur. Ekki væri haft orð á því, bæði til að koma í veg fyrir átroðning forvitinna og til að minnka ekki líkur á komu þeirra þarna því sjónin sú mun jafnan vera tilkomumikil. Oftast mætti sjá það á nautunum í girðingunni ofanverðri þegar sækýrnar gengju á land því þá héldu þeim engar girðingar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnastofnun Íslands.

Í Hvalfirði

Gerðakot

Magnús Grímsson segir í ritgerð sinni „Fornminjar á Reykjanesskaga“ frá tveimur kumlum, sem fundust að Gerðakoti skammt SV Hvalsness árið 1854.
Gerdakot-2Nýbýlið virðist hafa verið byggt á lágum hól, sem að öllum líkindum hefur verið og er kumlateigur. Húsið stóð þangað til annað nýrra var byggt skammt NA. Það var timburhús á steyptum kjallara. Það hús var síðan flutt til Keflavíkur, sem það er enn (Sigurður Eiríksson í Noðurkoti).
Í „Kuml og haugfé“ er m.a. fjallað um fundinn á nefndum tveimur mannsbeinagrindum árið 1854 að Gerðakoti í Miðneshreppi. Þar segir m.a.: „Gerðakot er SV frá Hvalsnesi, nær sjó. Nafn bæjarins bendir til að hann sé ekki forn. Þar fundust tvær mannsbeinagrindur 1854 er verið var að grafa fyrir húsi (nýbýli) Finnendur hafa lýst fundinum vo vel að þar er engu við að bæta, og eru lýsingarnar birtar hér orðréttar;
Gerdakot-31. kuml. „Hinn 10. d. maím. í vor var ég undirskrifaður að grafa niður í sléttan hól að Gerðakoti. Þegar ég var kominn niður hér um bil 1 1/2 alin (um 95 sm), fann ég höfuðkúpu af manni í svörtu sandlagi, leitaði svo betur fyrir mér og fann von bráðara hálsliðina, sem rétt voru áfastir við höfuðkúpuna; lá beinagrindin frá landsuðri til útnorðurs.. hnífskaft og var járnryð á öðrum endanum..“ Undir þetta ritar Brynjólfur Jónsson frá Klöpp.
2. kuml. „Nokkru vestar en þau bein lágu, sem nú var lýst, fann ég undirskrifaður 13. d. maím. í voru mannsbein, er svo lágu, að höfuðið sneri til útnorðurs og fótleggirnir í landsuður, með þeim umbúnaði að hellur  voru á rönd resitar til beggja hliða og hellulag ofan á..“ Undir þetta ritar Jón Jónsson frá Gerðakoti.
Gerdakot-4„Heimilt virðast telja legstaði þessa með fornum kumlum, bæði vegna hnífsins (er svo virðist verið hafa) og umbúnaðar líkanna. Komlin snúa sitt á hvað og því varla gerð samtímis. Bendir það til kumlateigs, en síður að hé rhafi verið grafin lík af einhverri tilviljun. Lega líksins í 1. kumli  minnir á legu í 1. kumli á Hafurbjarnarstöðum. hellulagningin í 2. kumli er einnig eins og í barnskumlinu þar.“
Í Ingólfi 29.07.1854 má auk framangreinds sjá eftirfarandi frá útgefanda: „Viðvíkjandi beinafundi þessum hefur presturinn, sjera Sigurður að Útskálum, látið í ljósi það álit sitt, að bein þessi muni vera þeirra manna, sem árið 1551 voru drepnir af Norðlendingum í hefnd eptir Jón Arason, því svo stendur, að þeir hafi drepið alls 14 á Suðurnesjum, auk þeirra, sem þeir drápu á Kyrkjubóli; en úr dysi þeirra þar [við Hafurbjarnarstaði], segir hann, að uppblásin bein hafi verið tekin á fyrstu árum sínum og flutt að Útskálum.“

Heimildir:
-Kuml og haugfé, Kristján Eldjárn, 2. útgáfa 2000, bls. 94.
-Ingólfur 1854, Beinafundur á Suðurnesjum, bls. 131-32.
-Magnús Grímsson, Fornminjar á Reykjanesskaga, Landnám Ingólfs II, bls. 253-54.

Hvalsnes

Hvalsnes.