Grindavík

Söguskilti  um skipsströnd á svæðinu frá Hrauni að Hópi var nýlega vígt í Þórkötlustaðanesi. Skiltið er ofan við Þórshamar og utan við Höfn á austanverðu Nesinu. Þetta nýja söguskilti segir sögu skipsstranda frá Hraunsandi vestur um að Hópsvör. Það var vígt í tilefni af 80 ára afmæli Slysa-varnadeildarinnar Þorbjörns. Deildin var stofnuð 2. nóvember 1930. Skiltin voru unnin í samvinnu Þorbjarnar og Fjórhjólaævintýrisins ehf. með tilstyrk frá Menningarráði Suðurnesja.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi

Í tilefni af vígslunni var gengið undir leiðsögn Gunnars Tómassonar, fyrrum formanns Slysavarnadeildarinnar og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns, um Þórkötlustaða- og Hópsnesið en á leiðinni voru, auk söguskiltisins, endurvígð 8 skilti er lýsa strandi hvert á sínum stað. Nesið geymir afar merka sjóhrakningasögu. Þar má m.a. sjá skipsflök eftir strönd. Björgunarsveitin Þorbjörn og Slysavarnadeildin Þorbjörn hafa samtals bjargað 232 sjómönnum í 22 sjóslysum þar sem 47 hafa farist á þessum 80 árum sem liðin eru frá stofnun deildarinnar.
Á skiltinu fyrrnefnda koma m.a. fram eftirfarandi upplýsingar um einstök sjóslys og björgun áhafna við strönd Grindavíkur þar sem björgunarsveitin Þorbjörn kom við sögu:
1931 – Cap Fagnet, franskur togari, við Hraun, 38 bjargað.
1933 – Skúli fógeti, fiskiskip, vestan Staðarhv., 24 bjargað, 13 fórust.
1936 – Trocadero, enskur línuveiðari, Járngerðarst.hverfi, 14 bjargað.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-2

1947 – Lois, enskur togari, við Hraun, 15 bjargað, 1 fórst
1950 – Clam, enskt olíuskip, Reykjanestá, 23 bjargað, 27 fórust.
1950 – Preston North End, enskur togari, Geirf.sk, 6 bjargað, 1 fórst.
1955 – Jón Baldvinsson, ísl. togari, Reykjanestá, 42 bjargað.
1962 – Auðbjörg, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 6 bjargað.
1971 – Arnfirðingur II, ísl fiskiskip, Hópsnesi, 11 bjargað.
1973 – Gjafar, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 12 bjargað.
1974 – Hópsnes, ísl. fiskiskip, Staðarhv., 2 bjargað.
Skiltid á Thorkotlustaðanesi-31977 – Pétursey, ísl. fiskiskip, Bótin, 1 bjargað.
1987 – Skúmur, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 7 bjargað.
1989 – Mariane Danielsen, danskt flutningask., Hópsnesi, 4 bjargað.
1991 – Miranda, norskt flutn.skip, vestan Reykjaness, 4 bjargað.
1991 – Jóhannes Gunnar, ísl. bátur, við Reykjanes, 2 bjargað.
1991 – Eldhamar, ísl. fiskibátur, Hópsnesi, 1 bjargað, 5 fórust.
1993 – Sigurþór, ísl. fiskiskip, Krýsuv.bergi, 2 bjargað.
1993 – Faxavík, ísl. fiskiskip, Hópsnesi, 1 bjargað.
1999 – Eldhamar, ísl. fiskiskip, Krýsuv. bergi, 9 bjargað.
2003 – Trinket, erl. flutn.skip, innsiglingunni, 6 bjargað.
2004 – Sigurvin, ísl. fiskibátur, innsiglingunni, 2 bjargað.
Skiltid á Thorkotlustaðanesi-5Fleiri sjóslys hafa orðið við Grindavík þar sem sjómönnum hefur verið bjargað af öðrum
.

Auk þess eru eftirfarandi sjóslys, sem orðið hafa milli Hrauns og Hóps, tíunduð:

1.  Árið 1602 fórst farmskip Skálholtsstaðar fyrir framan Þórkötlustaði. Þar drukknuðu allir skipverjar, 23 karlmenn og eins túlka. Voru þeir flestir jarðaðir frá bænhúsinu á Hrauni.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-4

2. Um miðja 19. öld rak mannlaust seglskip (skonnorta) á land í Hrólfsvík. Skipið var lestað bankabyggi, það var þurrkað og selt.

3.  Eftir miðja 19. öld strandaði frönsk skúta í Þórkötlustaðabótinni. Áhöfnin bjargaðist sjálf í land og komst heim að Einlandi en þá tókst ekki betur til en svo að skipstjórinn festist í hlandforinni við Einland.

4.  Kútter Vega, saltskip strandaði fremst á Hópsnesinu [Þórkötlustaðanesi] austur af vitanum við Austurbæjarlátur einhvern tímann á bilinu 1880-´90. Áhöfnin bjargaðist en skipið brotnaði á strandsstað.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-6

5. Um 1890 strandaði frönsk fiskiskúta á Hraunssandi austan við Dunkshelli. Veður var með besta móti. Áður en skútan strandaði hafði hún siglt á milli Þórkötlustaðakipanna, sem öll voru á sjó. Áhöfnin bjargaðist og var allt hirt úr skipinu sem nýtanlegt var.

6.  Þrímastra briggskip með saltfarm, strandaði í norðan kalda en sléttum sjó, á svipuðum stað og Vega um 10 árum seinna (189?). Skipið komst á flot aftur lítið skemmt.

7.  Fyrir 1900 – Rétt fyrir aldamótin 1900 slitnaði “spekulantaskipið” Fortuna upp af legunni á Járngerðarstaðasundi og rak upp á Rifshausinn í mynni Hópsins og strandaði þar.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-7

8. Frönsk fiskiskúta fannst á hvolfi við Dunkshelli austan við Hrólfsvík um 1890. ekkert er vitað um áhöfnina.

9. 1 maí 1917 strandaði ensk þriggja mastra skonnorta Scheldon Abby með saltfarm, víkurmegin við Leiftrunarhól. Suðaustan andvari var, súld og svarta þoka. Skipshöfnin var 9 aldraðir sjómenn sem allir björguðust en skipið liðaðist í sundur á strandstað.

10. 8. desember 1923 strandaði þýskur togari við Grindavík, komst út aftur, en sökk líklega út af Þórkötlustöðum. Áhöfnin komst í björgunarbát og bjargaðist í land við Blásíðubás á Reykjanesi. Allir björguðust.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-8

11. 9. maí 1926 strandaði kútter Hákon frá Reykjavík norðan við Skarfatanga við bæinn Hraun austan við Grindavík í norðaustan roki og snjókomu og afleitu skyggni. Áhöfnin fór í björgunarbát og rak með landinu að Blásíðubás vestur á Reykjanesi og bjargaðist þá á land. Skipstjórinn á Hákoni var áður stýrimaður á Resolut þegar hann strandaði 1917 í Katrínarvík.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-9

12. Aðfaranótt 24. mars árið 1931, röskum fimm mánuðum eftir að Slysavarnadeildin Þorbjörn var stofnuð, varð þþess vart að togari hafði strandað sunnan undir Skarfatanga við bæinn Hraun austan við Grindavík. Skipið, sem hét Cap Fagnet og var frá Fécamp í Frakklandi, tók niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir. Björgun skipbrotsmannanna 38 af Cap Fagnet gekk Skiltid á Thorkotlustaðanesi-10að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, því aðeins nokkrum klukkustundum eftir björgunina brotnaði skipið í spón á strandstaðnum. Hér var í fyrsta skipti skotið úr línubyssu og fluglínutæki notuð til björgunar á Íslandi. (Sjá meira um Cap Fagnet HÉR og HÉR.)

13. Enskur togari strandaði í Þórkötlustaðavík við Leiftrunarhól í sunnan kalda, en svarta þoku og sléttum sjó 23. mars 1932. Varðskipið Ægir náði honum á flot. Allir skipverjar björguðust.

14. 1. mars 1942 er talið að vélbátur úr Vestmannaeyjum, Þuríður formaður VE 233, hafi farist austan við Þórkötlustaðabótina á Slokanum. Allir skipverjarnir 5 fórust.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1115. Rétt eftir að sérstök björgunarsveit var stofnuð innan Slysavarnadeild-arinnar strandaði breski togarinn Lois frá Fleetwood. Lois strandaði í Vondufjöru í Hrólfsvík austan við bæinn Hraun 6. janúar 1947. Fimmtán skipverjum var bjargað til lands, en skipstjórinn tók fyrir borð er hann ætlaði síðastur allra að yfirgefa skipið í stólnum. 

16. 7. febrúar 1962 strandaði Auðbjörg RE 341 í dimmviðri og mikilli snjókomu og byl, suðaustan í Þórkötlustaðanesi. Sex manna áhöfn var bjargað af Björgunarsveitinni Þorbirni. Skipið eyðilagðist á strandstað.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1217. 3. febrúar 1987 strandaði Skúmur GK 22 á leið út úr höfninni. Skipið tók niðri, við það varð stýrið óvirkt. Sjö menn úr áhöfn Skúms voru dregnir í land í björgunarstól, en aðrir skipverjar urðu eftir um borð og biðu þess að skipið yrði dregið á flot.

18. 2. mars 1942 strandaði Aldan VE frá Vestmannaeyjum vestanvert á Hópsnesinu á móts við Hellisboðann. Báturinn var vélarvana og sundið ófært, en skipverjum tókst að sigla á fokkunni (segl) inn að Sundboðanum, þá tók brotsjór bátinn og færði hann upp á kambinn. Allir skipverjar björguðust.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1319. Hinn 22. febrúar 1973 hlekktist Gjafari VE 300 á í brimi og stórsjó á leið út víkina. Lágsjávað var og tók skipið niðri svo að gat kom á það. Þegar komið var á strandstað var hörku aðfall. Línu var skotið út í skipið og tókst að bjarga öllum tóft skipverjunum í land. Sjórinn gekk yfir skipið meðan þeim síðustu var bjargað og hálftíma síðar var skipið komið á kaf í brotsjóinn.

20. 28. nóvember 1959 fórst Þórkatla GK 97 við innsiglinguna inn til Grindavíkur vestan í Hópsnesinu. Skipverjarnir átta björguðu sér allir í gúmmíbjörgunarbáti í land.

Skiltid á Thorkotlustaðanesi-1421. Að kvöldi 20. janúar 1989 strandaði flutningaskipið Mariane Danielsen þegar það var á leið út úr höfninni. Þyrka Landhelgisgæslunnar flutti átta skipverja í land, en yfirmenn skipsins neituðu að koma í land. Daginn eftir komu svo yfirmennirnir í land í björgunarstól sveitarinnar.

22. Hinn 20. desember 1971 hlekktist Arnfirðingi II GK 412 á í innsiglingunni að Grindavík með þeim afleiðingum að hann strandaði. Öllum skipverjum, 11 mönnum, var bjargað í land með fluglínutækjum.

23. 12.04.1976 fórst Álftanes GK 51 um 2.7 sm suðaustur af Þórkötlustaðanesi (Hópsnesi). Þennan dag voru suðvestan 4 til 5 vindstig. Sex Skiltid á Thorkotlustaðanesi-15skipverjum var bjargað af nærstöddu skipi en tveir skipverjar drukknuðu.

24. Snemma morgun 12. febrúar 1988 strandaði Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 fremst í Hópsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði allri áhöfninni, 11 mönnum. Björgunarsveitin var til taks og tók við skipverjum úr þyrlunni.

25. Vélbáturinn Eldhamar GK 13 strandaði yst í Hópsnesinu að kvöldi 22. nóvember 1991. Björgunarsveitin fór strax á staðinn en ekki tókst að koma línu um borð í Eldhamar. Brotsjóir gengu yfir bátinn hvað eftir annað og færðist hann til í fjörunni og sökk að framan ofan í gjótu fremst í nesinu, gálgi bátsins stóð samt upp Skiltid á Thorkotlustaðanesi-16úr. Skipverjum skolaði fyrir borð. Enn skipverja komst lífs af. Fimm skipverjar fórust.

26. Suður af Hópsnesinu fórst vélbáturinn Grindvíkingur GK 39 er hann var að koma úr róðri 18. janúar 1952 í hvössu hríðarveðri og slyddubyl þannig að ekki sást í vitann frá sjó. Með bátnum fórust fimm ungir og duglegir sjómenn. Grindvíkingur var stærsti bátur Grindvíkinga á þessum tíma.

Fyrirhugað er að setja upp annað sambærilegt skilti í Staðarhverfi er lýsa á skipsköðum vestan Hóps að Valahnúk.

Heimild:
-Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi

Sjóslysaskilti

Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi.